30
1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu. Hlutverk Veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið. Vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

1

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Leikskólinn Sólborg

2016 – 2017

Leiðarljós skóla og frístundasviðs:

Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði

vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.

Hlutverk

Veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið.

Vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

Page 2: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

2

Efnisyfirlit

Um starfsáætlanir leikskóla ..................................................................................................................... 3

Leiðarljós leikskólans: .............................................................................................................................. 4

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári ...................................................... 4

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun .............................................................................................. 6

2.1 Innra mat leikskólans ..................................................................................................................... 6

2.2 Ytra mat ....................................................................................................................................... 14

2.3 Matsáætlun ............................................................................. Villa! Bókamerki ekki skilgreint.14

3. Umbótaþættir .................................................................................................................................... 19

3.1 Málþroski, læstrarfærni og lesskilningur ............................................................................... 19

3.2 Verk-, tækni- og listnám ........................................................................................................ 21

3.3 Lýðræði, jafnrétti, mannréttindi ............................................................................................ 21

3.4 Fjölmenning ........................................................................................................................... 22

4 Aðrar áherslur í stafi leikskólans ................................................................................................... 23

5 Starfsmannamál ............................................................................................................................ 24

6.1 Starfsmannahópurinn 1. júní ................................................................................................. 24

6.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning) ............................................................................. 25

6.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.) ................................. 25

6.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum ......................................................................................... 28

7. Aðrar upplýsingar .............................................................................................................................. 29

7.1 Barnahópurinn 1. júní .................................................................................................................. 29

7.2 Foreldrasamvinna ........................................................................................................................ 29

7.3 Samstarf leik- og grunnskóla ....................................................................................................... 29

7.4 Almennar upplýsingar ................................................................................................................. 30

8. Fylgiskjöl ............................................................................................................................................ 30

Page 3: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

3

Um starfsáætlanir leikskóla

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla.

Samkvæmt henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern

hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og

ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn

foreldraráðs áður en skóla- og frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um

leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum

markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum

hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum

verkefnum á því næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og

ytra mats.

Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum

áætlun um hvernig þau verða metin.

Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.

Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af

erlendum uppruna.

Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Umsögn foreldraráðs.

Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.

Page 4: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

4

Leiðarljós leikskólans: Virðing, leikni og samvinna

1. Stutt greinargerð leikskólastjóra um starfið á síðasta leikskólaári

Starf vetrarins hefur verið viðburðaríkt og farið hefur verið í ákveðnar breytingar sem hafa

haft jákvæð áhrif á starf skólans. Barnastýring í skólann var lækkuð úr 87 börnum í 80 börn

til að auka rými fyrir barnahópinn og starfsfólk. Fyrir ári síðan voru u.þ.b. 100 börn skráð í

vistun í skólann og starfsmannafjöldinn taldi 45 starfsmenn. Næsta haust verða 80 börn og 37

starfsmenn.

Mikilvægt er að horfa á samsetningu barnahópsins og þarfir hans þegar þarf að meta hvernig

á að skipuleggja og hanna starf leikskólans. Í þeirri vinnu þarf að tryggja börnum og

starfsfólki skóla öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Það felst einnig í hljóðvist, lýsingu,

húsbúnaði og fjölbreyttu námsumhverfi. Leikskólinn hefur verið að vinna jafnt og þétt að því

að bæta þessa þætti. Fataklefi leikskólans var hljóðeinangraður síðasta sumar og einnig

gerðar breytingar á honum til að auka birtu og rými. Á þessu ári er búið að samþykkja að

hljóðeinangra kaffistofu starfsmanna en aðstaðan þar var mikið bætt á síðasta ári.

Við fengum samþykkt að kaupa rafmagnsknúið skiptiborð á Sólborg. Þetta er mikilvægur

þáttur í vinnuvernd starfsfólks og er þetta góður áfangi. Hægt var að koma skiptiborðinu fyrir

á klósettinu sem liggur inn af fataklefa með því að taka þar niður hluta af vegg. Útkoman er

góð og leiddi til þess að við erum búin að taka niður skiptiborð af tveimur deildum í staðinn

sem gefur aukið rými inn á þeim deildum.

Leikskólastjóri og sérkennslustjóri Sólborgar sátu í vinnuhóp sem hafði það verkefni að

skilgreina hvað felst í sérhæfingu Sólborgar, Suðurborgar og Múlaborgar. Ein af ábendingum

hópsins var að nauðsynlegt væri að auka stöðugildi sérkennslustjóra skólans. Í júní var

samþykkt að auka stöðugildi sérkennslustjórans um 75% það er að segja að það verður

1.75% frá 1. september 2016. Þetta eru góðar fréttir fyrir starf Sólborgar.

Táknmálstúlkur er einnig skráður við skólann í 50% stöðugildi. Eitt af verkefnum hans hefur

verið að túlka heimasíðu Sólborgar sem hefur gengið vel.

Spjaldtölvurnar eru búnar að finna sér stað á Sólborg og eru góð viðbót við okkar starf.

Möppumatið hefur verið í endurmati og gekk sú vinna afar vel. Gagnrýni kom fram um að

möppumatið tæki of langan tíma í vinnslu og þyrfti að gera þá vinnu skilvirkari. Það hefur nú

gengið eftir og var byrjað að styðjast við nýtt möppumat vorið 2016.

Leikskólinn tók þá ákvörðun eftir úttekt frá vinnueftirlitinu að útvista þvottinum. Það var

skynsamleg ákvörðun og hefur kostnaðurinn við útvistun á þvotti verið í samræmi við

væntingar. Skólinn mun því halda áfram að nýta sér þessa þjónustu.

Við erum búin að taka inn einingakubba inn á hverja deild og viljum auka við þekkingu

starfsfólks okkar á því hvernig við getum unnið með þann efnivið í starfi með börnum

skólans.

Starf skólans hefur heilt yfir gengið vel í vetur og hefur starfsfólk skólans haldið áfram að

hittast í bókaklúbbi skólans, saumaklúbbi og viðburðum sem eru á vegum

starfsmannafélagsins.

Leikskólinn fékk hvatningarverðlaunin frá skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar núna

í vor fyrir störf Ráðgjafaskólans vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.

Sérkennslustjórinn okkar Regína Rögnvaldsdóttir tók á móti verðlaununum fyrir hönd

Page 5: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

5

skólans ásamt leikskólastjóra.

Leikskólastjóri Sólborgar er búin að starfa núna í tvö og hálft ár við skólann og hefur það

tekið þann tíma fyrir skólann að aðlagast nýjum stjórnanda og öfugt. Ég sem leikskólastjóri

hef jafnt og þétt náð að læra allar þær vinnureglur sem Sólborg vinnur eftir og náð smám

saman að skilja og verða hluti af menningu skólans.

Ég vil jafnframt þakka foreldrafélaginu og foreldraráðinu fyrir góð samskipti.

Guðrún Jóna Thorarensen

Page 6: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

6

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun1

2.1 Matsáætlun 2015 - 2016

Hvað verður metið Hvenær metið hver metur /matsaðferð

Endurnýjun búnaðar í eldhúsi, samkvæmt skýrslu heilbrigðiseftirlitsins

Vor 2016 Leikskólastjóri

Leikefni leikskólans, hvað viljum við bjóða uppá

Haust 2015 og vor 2016 Rýnihópar starfsfólks

Skipulag möppumatsskráninga og foreldraviðtala (framhald)

Haust 2015 og vor 2016 Deildastjórar, sérkennslustjóri, aðstoðarleikskólastjóri, leikskólastjóri og áhugasamir

Námskrá leikskólans

Haust 2015/ skil í desember Stjórnendur leikskólans

Áherslur og markmið stofanna/deilda

Janúar og júní Starfsfólk og foreldrar rafrænar kannanir

Ábyrgð: deildarstjórar, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

2.2 Innra mat leikskólans

Endurmat:

1. Endurmat búnaðar í eldhúsi, samkvæmt skýrslu heilbrigðiseftirlitsins. Þetta var

skoðað með Heilbrigðiseftirlitinu, og fulltrúum frá Skóla- og frístundasviði.

Leikskólastjóri fundaði með Helgu Sigurðardóttur gæðastjóra í mötuneytisþjónustu

Reykjavíkurborgar og Hildi Skarphéðinsdóttur, skrifstofustjóra SFS. Ýmislegt var rætt

s.s. breytingar á eldunaraðstöðunni, færsla á búri úr skúr í Greni, færsla á ísskápum

og fleira. Matarvagnar settir fram í sal/sameiginlegt rými. Farið var í að fækka

börnum í leikskólanum og við það fækkaði elduðum matarskömmtum. Niðurstaðan

var sú að eldhúsið annar 100 matarskömmtum og í dag erum við að elda 117

skammta og matráður eldar því færri skammta. Vinna við þvott var úthýst þ.e. nú

fer allur þvottur í þvottahúsið Fönn. Tvisvar í viku er þvottur sóttur og hreinum

skilað. Þetta fyrirkomulag kemur mjög vel út.

Aðstaða á kaffistofu var löguð, veggur milli kaffistofu og fundarherbergis felldur

niður og við það stækkaði kaffistofan. Ný húsgögn keypt, rýmið málað og ný

eldhúsinnrétting sett upp. Matur starfsfólks er nú afgreiddur af eldhúsbekknum en

áður sótti stafsfólk mat inní eldhús. Við það minnkaði umferð um eldhúsið.

Hljóðeinangrun verður sett á kaffistofuna vorið/sumarið 2016 í lokun leikskólans.

1 Bent er á að nýta má fylgirit/skema um umbótaáætlun til að setja inn umbætur á grunni innra og ytra mats

Page 7: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

7

2. Leikefni leikskólans, hvað viljum við bjóða uppá. Á skipulagsdegi haustið 2015 var

unnið í hópum og spurningar lagðar fyrir hópanana.

a) Hvaða leikefni á að vera í boði fyrir börnin í Sólborg og hvað ekki?

b) Erum við með of mikið af dóti?

c) Eigum við að taka við leikefni sem okkur er gefið?

Eftir að þessum spurningum var svarað voru svörin flokkuð og greind. Unnið var út

frá því hvaða leikefni þarf að vera á hverri stofu, útisvæðinu, sameiginlegt t.d. í

leikfangageymslu. Einnig skilgreint hvaða leikefni við viljum taka við frá t.d.

foreldrum og starfsfólki.

Niðurstaðan er sú að alltof mikið er til af leikefni í leikskólanum, leikefni sem aldrei

er notað og hentar illa leikskólabörnum, það þarf að grisja. Skilgreint var hvað hver

stofa mun hafa af leikefni og þarf aðeins að bæta í það.

Hvað gert? Hver stofa fékk búnað til að útbúa leir á leikstofunum, bætt var í

einingakubbana, aðrar tegundir kubba, bætt var í bíla og dúkkur og eitthvað af

nýjum sérkennsluleikföngum. Óskað var eftir því að fá sulluker á hverja stofu og fer

það á óskalista.

Bókasafnið, var tekið í gegn og farið í gegnum það með kynjagleraugunum eins og

sagt er. Starfsfólk lagði mikla vinnu í að flokka safnið, henda bókum sem voru úr sér

gengnar og einnig henda bókum sem ýttu undir kynjamisrétti.

Við tökum ekki við leikefni úr geymslum/tiltekt á heimilum: Ákveðið var að gera

það ekki. Rauði krossinn eða aðrar hjálparstofnanir taka við slíku og er starfsfólki

bent á að láta foreldra vita af því ef þessi spurning kæmi upp. Við höfum ekkert

geymslupláss og eftir að hafa farið í gegnum það með starfsfólki hvaða efnivið við

viljum hafa var þetta niðurstaðan.

3. Skipulag möppumatsskráninga og foreldraviðtala (framhald). Myndaður var hópur

sem fundaði reglulega yfir vetrarmánuðina. Athugasemdir höfðu borist

leikskólastjóra í starfsviðtölum þess efnis að skráning í Mappan mín væri mikil vinna

og tímafrek. Hópurinn ræddi fram og til baka mikilvægi þess að halda sig við einhvers

konar skráningu. Niðurstaðan var sú að útbúinn var sér listi sem skráð verður í

tvisvar sinnum á vetri. Fyrst í október/nóvember og svo apríl/maí. Þessar skráningar

verða nýttar í foreldraviðtölum. Ákveðið var að prófa þetta í tvö ár og sjá hvernig

starfsfólki finnst nýji listinn. Kennsla mun fara fram á deildafundum í haust þar sem

listinn verður sýndur og starfsfólki sýnt hvar hægt er að leita að ítarefni.

Starfsfólk utan vinnuhópsins var fengið til að raungera eyðublaðið og komst að þeirri

niðurstöðu að það hentaði mjög vel og næði til allra þroskaþátta barnsins. Ákveðið

Page 8: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

8

var að hafa nafnasamkeppni um heiti listans og hann yrði sjálfstæður listi þ.e. ekki er

um breytingu á verkinu Mappan mín að ræða. Listinn heiti Ég um mig og átti Hafdís

Svansdóttir deildastjóri þá hugmynd.

4. Námskrá leikskólans. Vinna í endurmati á námskránni lá niðri þar til á vorönn 2016.

Þá komst skrið á þá vinnu og mun henni ljúka í sumar.

5. Áherslur og markmið stofanna í stafrófsröð:

Birkistofa: Veturinn 2015-2016 verða 14 börn á Birkistofu fædd 2011, 2012 og 2013, 7 stúlkur og 7

drengir. Þar af eru 5 heyrnarlaus börn og eitt barn með kuðungsígræðslu. Þar sem flest

heyrandi börnin eru ný á Birkistofu viljum við leggja áherslu á táknmálsinnlögn ásamt

almennri málörvun.

Markmið: - Að efla málskilning og tjáningu á íslensku og táknmáli

- Efla lífsleikni og vináttu

Leiðir: - Lærum stafrófið á táknmáli og íslensku

- Leikum með handformin í íslensku táknmáli

- Leikum með orð sem ríma

- Lærum tákn og orð sem tengjast starfsáætlun hverju sinni, t.d. orð og tákn sem

tengjast haustvinnu o.s.frv.

- Æfum okkur í samskiptum og að hlusta á hvort annað, til þess notum við SMT

reglurnar og ýmsa samskiptaleiki

Matsaðferð: -Notað verður rökræðumat á deildarfundum og metið tvisvar sinnum yfir veturinn

-Skoðanakönnun til foreldra að vori

Endurmat janúar og júní 2016:

Unnið var í öllu starfi með tilliti til þroska, aldurs og getu hvers og eins.

Yngri hópurinn var í samverustundum ásamt tveimur döff kennurum þar sem unnið var að

starfsáætlun hverju sinni og eingöngu var talað táknmál. Eldri hópur var saman þar sem bæði

var töluð íslenska og táknmál. Við lærðum stafina bæði á íslensku og táknmáli og flestir náðu

góðum tökum á því. Börnunum fannst gaman að leika með handformin og voru ótrúlega fljót

að finna tákn sem áttu við hverju sinni. Við sungum bæði á íslensku og táknmáli, fengum

góða aðstoð frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra með hugmyndir af lögum

og rími á táknmáli einnig notuðum við Sign Wiki mikið. Lögðum inn tákn og skoðuðum

skrítin orð sem tengdust starfsáætlun hverju sinni.

Börnin æfðu sig í samskiptum, að leysa deilur og að skiptast á leikefni. Töluðum um að nota

orðin og segja hvernig okkur líður í stað þess að pota og slá i hvort annað. Æfðum okkur

mikið í því, sérstaklega eldri börnin. Við unnum með SMT reglurnar og myndir sem útskýra

vel mismunandi tilfinningum. Það skilaði sér vel, þó stundum væri gripið í gamlar venjur en

börnin voru dugleg að muna reglurnar þegar minnt var á þær.

Page 9: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

9

Börnin fengu góða æfingu í að standa við púlt og segja nafnið sitt og ýmislegt fleira fyrir

framan hópinn. Fyrstu skiptin voru erfið hjá sumum en þegar við vorum búin að prófa

nokkrum sinnum, gekk vel bæði að tjá sig og að hlusta.

Eins og fram kemur í endurmati á síðasta ári þurfum við að horfa á barnið í heild sinni ekki

bara á einn þroskaþátt barnsins. Við teljum að það sé betra fyrir lítil döff börn að vera með

jafnöldrum fyrsta árið í leikskóla með táknmálstalandi kennara í stað þess að vera langyngsta

barn í hópnum bara útaf málinu. Það er margir aðrir þroskaþættir sem þarf að huga að svo

allir fái þörfum sínum fullnægt bæði námslega / félagslega og mállega.

-Það náðist ekki að senda skoðanakönnun til foreldra og vinna úr henni.

Furustofa: Markmið 2015 – 2016 og endurmat:

1. Að börnunum líði vel og finni sig örugg, aðbúnaður og umhverfi sé hvetjandi og hæfi aldri

þeirra.

2. Unnið sé eftir námskrá Sólborgar, þar sem við leggjum m.a. áherslu á félagsþroska,

málþroska og hreyfiþroska.

3. Taka fyrir SMT-reglur.

4. Læra einföld tákn og nafnatáknin

Aðlögun nýrra barna hófst á Furustofu í byrjun júní, en þá höfðu þau börn verið aðlöguð, sem komu

af öðrum deildum leikskólans. Aðlögun gekk að mestu leyti vel, en hluti starfsfólks hafði ekki tekið

þátt í þátttökuaðlögun fyrr.

Haustið byrjaði vel, börnin voru fljót að ná áttum eftir sumarfrí. Í lok september varð rót á deildinni

þar sem um tíma vantaði tvo fasta starfsmenn deildarinnar. Það fór mis vel í barnahópinn og tók sinn

tíma að ná deildinni aftur niður.

Skipulagt starf gekk vel og fastir liðir gengu upp. Um miðjan vetur duttu niður ferðir í útikennslu

nokkrar vikur í röð, þar sem varla var göngufært vegna hálku. Tíminn var nýttur í útiveru í garðinum.

Í vetur byrjuðum við að kynna fyrir börnunum SMT-reglur og söfnuðu þau brosum fyrir brosveislu.

Börnin voru kappsöm að safna brosunum og ánægð með brosveislurnar.

Öll börnin náðu nafnatáknunum sínum og voru yfirleitt dugleg að læra ný tákn. Unnið var með öll

börnin í einu, en úthaldið var misjafnt og oft stutt hjá yngri börnunum. Ætlum við því að hafa hópinn

tvískiptan næsta vetur.

Könnunarleikur hjá yngri hópnum gekk vel. Börnin voru 8 þegar allir voru mættir og var það aðeins

of stór hópur fyrir það svæði sem við höfðum til umráða. Næsta vetur veriður hópnum skipt niður í

tvo hópa.

Hópastarf var með minna móti í haust, en byrjaði af krafti um miðjan október. Elstu börnin tóku m.a.

þátt í tónlistarþema og höfðu mikinn áhuga, sérstaklega þegar við notuðum hljóðfæri. Mikill munur

var á að vinna með hópinn í vor miðað við haustið, allir tekið mikið þroskastökk í vetur og eru

áhugasamari og fróðleiksfúsari.

Page 10: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

10

Lerkistofa: Endurmat 2015 – 2016

Þetta eru markmið Lerkistofu 2015 - 2016

1. Að börnunum líði vel í leikskólaumhverfinu Fyrsti þáttur hefur gengið að okkar mati

afar vel. Börnin hafa aðlagast eins og best gæti orðið og eru örugg á öllum svæðum

leikskólans. Barnahópurinn hefur verið einstaklega samstilltur og góður, lítið um átök og

ágreining.

2. Að efla félags- og hreyfiþroska. Annar þáttur gengur mjög vel þegar litið er yfir hópinn.

Börnin hafa tekið miklum framförum í leiknum, samskiptum sín á milli og í sjálfshjálpinni.

Markviss útikennsla hófst eftir áramótin og meðvituð þjálfun í að ganga og spreyta sig á

umhverfinu og hefur það borið mikinn árangur hvað varðar úthald, getu og þol.

3. Að efla mál- og vitsmunaþroska. Þriðji þáttur hefur einnig gengið vel þó að vissulega

megi skoða það að gefa aðeins meira í þann þátt þ.e. að gera þau þemu sem við vinnum að

sýnilegri, afmarkaðri og markvissari. Við leggjum mikla áherslu á söng og hreyfingu (dans)

sem vissulega hefur skilað sér til barnanna en mættum bæta okkur í lestri bóka og meiri

þematengdri fræðslu. Næsta vetur munum við stofurnar sjá um myndlistarkennslu í listaskála

og vonumst við til að geta skipulagt það með þessi ofangreind atriði í huga. Lítið hefur farið

fyrir táknmálinu hjá okkur í vetur en með komu döff starfsmanns til okkar í haust þá munum

við sjá bragarbót á því.

Reynistofa:

Markmið og endurmat 2015- 2016

Á stofunni verða börn sem fædd eru árin 2011 og 2012. Mörg þeirra hafa verið lengi saman á

Reynistofu, þannig að hópurinn er þéttur og börnin þekkjast vel. Nú er hópurinn að eldast og

tilbúinn að takast á við meira krefjandi verkefni eins og aukið lýðræði og markvissari vinnu í

málörvun.

Markmiðin okkar eru:

1. Að leggja áherslu á lífsleikni.

2. Að efla lýðræði.

3. Að leggja áherslu á málörvun og ritmál.

Leiðir:

Unnið verður markvisst með SMT skólafærni. Rifjum reglulega upp reglur, gefum „bros“, notum

skýr fyrirmæli og hrósum.

Unnið verður með kennsluefnið „Stig af stigi“, sem leggur áherslu á félagsfærniþjálfun.

Leitað verður leiða til að börnin hafi meiri áhrif á daglegt líf sitt í leikskólanum, t.d. með því að

auka þátttöku þeirra í leikefnisvali og sætavali við matarborð. Auk þess að þau fái stundum að ráða

hvort þau leika inni eða úti.

Page 11: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

11

Lögð verður áhersla á spjall við börnin í öllum daglegum aðstæðum og að setja orð á hlutina.

Lesum bækur og spilum ýmis spil.

Endurmat 3. júní 2016

SMT hefur gengið vel, allir eru með yfirreglurnar á hreinu, við höfum svolítið tekið þetta í skorpum

og haft skemmtilegar veislur. Hrós eru daglegt brauð og við heyrum börnin líka hrósa vinum sínum

og kennurum meira en áður.

Unnið var með Stig af stigi í nokkrar vikur samfleytt, einu sinni í viku. Krakkarnir voru mjög

áhugasamir og æfðu sig í samskiptum og að setja sig í spor annarra. Kennarar sáu mun á samskiptum

innan hópsins, það gekk betur fyrir þau að útkljá mál án aðstoðar.

Lýðræði – mesta breytingin þar var valið, börnin velja hvað þau gera í frjálsum leik, og jafnvel með

hverjum. Við prófuðum að hafa algjörlega frjálst sætaval, en það var of mikið frjálsræði, og núna hafa

þau stundum fengið að velja sér sæti innan borðs. Einnig eru þau farin að skammta sér sjálf við

matarborðið og í því felst líka aukið lýðræði.

Við höfum verið mjög dugleg í alls konar orðaleikjum og þrautum, það hafa verið hlustunaræfingar,

alls konar rím og svo hlusta allir á sögur í hvíldinni. Eftir áramótin byrjuðum við svo með bókaorma í

hvíldinni, þá skiptast börnin á að koma með bækur að heiman sem þykir mjög spennandi. Í

valtímanum eru oft spil í boði, og við höfum líka verið að spila í samverustundum.

Víðistofa:

Markmið og endurmat 2015 – 2016

Öll börn í elsta árgangi leikskólans voru á Víðistofu þetta árið.

Markmið stofunnar voru:

-Að útfæra starf með elstu börnum leikskólans á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt með þemastarfi

tengdu Þúsaldarljóðinu.

-Að leggja áherslu á lífsleikni

-Að efla lýðræði í barnahópnum.

Kennarar Víðistofu eru stoltir af hópnum, þar sem allir einstaklingar hafa þroskast og eflst svo vel í

vetur. Veturinn hefur almennt gengið vel, þrátt fyrir að nokkuð væri um veikindaleyfi hjá starfsfólki,

en reynt var að skipuleggja starfið sem best og raða fólki og verkefnum öðruvísi á meðan.

Unnið var með Þúsaldarljóðið jafnt og þétt allan veturinn. Okkur finnst mikið nám vera fólgið í

þessari vinnu; börnin læra þungan texta og um hvað hann er, farið er í alls kyns rannsóknarvinnu um

jörð, vatn, loft og eld og síðan gerð verkefni sem tengjast því . Einnig er þetta mikil þjálfun í

Page 12: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

12

framkomu.

Okkur fannst gott að ræða alltaf á deildarfundum verkefni næstu samverustunda, það leiddi til þess

að unnið var mjög markvisst með Þúsaldarljóðið og önnur verkefni og ekkert stress varð í kringum

það að klára útskriftarbókina.

Við fórum í margar vettvangsferðir og metum það svo að fjöldi og ákvörðunarstaðir hafi passað vel,

engu ofaukið. Vorum ánægð með að allstaðar sem við komum, var börnunum hrósað fyrir

prúðmennsku. Sem segir okkur kannski það að vel hefur gengið að hafa lífsleikni að leiðarljósi í

daglegum aðstæðum.

Útivera hefur verið mikl, eins og alltaf, en fleiri en færri í þessum barnahóp velja útiveru yfir

inniveru, geti þau valið um það.

Útikennsla fór vel af stað í haust, en fjaraði svolítið út hjá okkur.

Við reyndum að efla lýðræði á stofunni með því að börnin kusu um brosveislur, sætaskipan og

stundum að ákveða hvað væri í boði í valinu.

Vinna með SMT gekk áfram vel, börnin þekkja vel reglurnar og margar brosveislur voru haldnar.

Kennarar voru líka duglegir að gera skráningar vegna óæskilegrar hegðunar.

Yfirlit og mat á sérkennslu 2015 – 2016

Í Sólborg voru á síðasta starfsári 18 börn sem nutu sérkennslu. Börnin hafa skilgreindar fatlanir á

sviði heyrnarskerðingar, sjónskerðingar, einhverfu, Downs heilkennis, Williams heilkenni, samþætt

sjón- og heyrnarskerðing (daufblinda) málröskunar og hegðunarröskunar. Úthlutaðir stuðningstímar

vegna þessara barna voru 97.

Meginþættir sérkennslunnar snérust um kennslu heyrnarskerta barna, heildstæða atferlisþjálfun barna

með einhverfu, þjálfun og kennslu barns með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) auk

markvissrar skipulagðrar þjálfunar barna með önnur þroskafrávik varðandi málþroska, hreyfiþroska,

hegðunar og sjálfshjálp.

Í Sólborg eru starfandi tveir sérkennslustjórnar og deila þeir með sér einu stöðugildi. Regína

Rögnvaldsdóttir leikskólasérkennari með sérmenntun í kennslu heyrnarlausra og heyrnarskertra barna

(Audiopedagog) sér um börnin sem tengjast heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, CI og Coda og Signý

Þórðardóttir þroskaþjálfi um börnin sem hafa aðrar fatlanir og þroskaskerðingar. Þær hafa yfirumsjón

með námi þessara barna, sinna ráðgjöf til starfsmanna og halda utan um samstarf við foreldra,

utanaðkomandi sérfræðinga og sjá um skipulagningu reglulegra samráðs- og teymisfunda. Síðastliðið

skólaár hefur Signý verið í leyfi frá störfum og leyst af sérkennsluráðgjafa á Þjónustumiðstöð

Miðborgar- og Hlíðar til haustsins 2016. Regína sinnti því starfi sérkennslustjóra.

Eins og fyrri ár var samstarf við sérfræðinga utan leikskólans mikið og vinna við að skipuleggja og

samþætta þeirra vinnu og leikskólans í höndum sérkennslustjóra. Utanaðkomandi sérfræðingar sem

hafa starfað með okkur síðastliðinn vetur og komið inn með reglubundnum hætti eru; sjúkraþjálfari,

iðjuþjálfi, talmeinafræðingur, ráðgjafar frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, ráðgjafar frá

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (sjónörvun,

Page 13: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

13

umferli), ráðgjafar frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, ráðgjafar frá Heyrnar og

talmeinastöð og ráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Miðborgar- og Hlíða. Þrátt fyrir þennan fjölda

utanaðkomandi sérfræðinga er það mat okkar að, eins og fyrri ár, að vel hafi tekist að koma þeim og

þeirra vinnu fyrir og að þekking þeirra hafi skilað sér, bæði til starfsfólks og barnanna. En til þess að

svo verði þarf útsjónasemi og sveigjanleika, tileinka sér nýjar aðferðir og fylgja málum vel eftir í

daglegu starfi.

Leikskólinn er þáttakandi í verkefni sem heitir SKI-HI og er um snemmtæka íhlutun. Verkefnið

byggir á fyrirmynd frá Bandaríkjunum, s.k. SkiHi hugmyndafræði (sjá vefsíðu www.skihi.org) og er

þjónusta sem opinberar stofnanir veita börnum og fjölskyldum þeirra. Um er að ræða heildstæða

námskrá. Námskráin inniheldur samræmda upplýsingagjöf um úrræði, þjónustu, ráðgjöf af ýmsum

toga og þjálfun, t.d. í málörvun eða ummönnun ungra barna. Verkefnið er samstarfsverkefni

eftirtalinna stofnana: Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands, Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og

heyrnarskertra, Greiningar-og Ráðgjafastöðvar Ríkisins, Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða,

leikskólans Sólborgar og Félags heyrnarlausra. Sérkennslustjóri sinnir þessu verkefni fyrir hönd

Sólborgar.

Leikskólinn Sólborg hefur fengi aukið stöðugildi sérkennslustjóra um 75%, þannig að

sérkennslustjórastöður í Sólborg verða 175%.

Við tökum fagnandi á mót komandi skólaári með þeim verkefnum sem liggja fyrir.

Regína sérkennslustjóri

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Hvatningarverðurlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss

Reykjavíkur föstudaginn 27. maí 2016. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla

skóla- og frístundastarfi sem fram fer í Reykjavík. Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða

hvatningu og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi. Tjáning, sjálfstraust, læsi, fjöltyngi og þjónusta

við heyrnarlaus og heyrnarskert börn var þema verðalaunaverkefnanna og viðurkenningar voru veittar

fyrir þverfaglegt samstarf milli skólastiga og forvarnir í nærsamfélaginu. Verðlaunin voru álft, lóa og

spói (útskornir fuglar eftir Ingibjörgu H. Ágústsdóttir listakonu í Stykkishólmi. www.bibi.is ).

Sólborg fékk verðlaunin að þessu sinni fyrir verkefnið Ráðgjafarskóli vegna heyrnarlausra og

heyrnarskertra barna. Verkefnið Ráðgjafarskólinn hefur vaxið á undanförnum árum og hefur ráðgjöf

mest verið veitt til leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur verið um símaráðgjöf til leikskóla á

landsbyggðinni að ræða ásamt því að starfsfólk leikskóla utan af landi hafa komið í ráðgjöf í

leikskólann. Ráðgjafinn Regína Rögnvaldsdóttir á skilið að hennar starf hjá Reykjavíkurborg sé

metið. Hún hefur einnig verið ötul við að veita ráðgjöf vegna hljóðvistar í leikskólum. Til hamingju

með Hvatningarverðlaunin.

EAR Cominiusarverkefni formlega lokið

Arna Björk Birgisdóttir og Drífa Sigurjónsdóttir frá Þjónustumiðstöð Miðborgar- og Hlíða komu

færandi hendi í leikskólann. Þær stýrðu Cominiusarverkefninu EAR sem er nú formlega lokið. Við

tókum þátt í því ásamt nokkrum stofnunum á Íslandi og í Svíþjóð. Markmið verkefnisins var að brúa

Page 14: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

14

bil og auka samstarf þeirra stofnana sem tengjast málefnum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.

Leikskólinn fékk ipad að gjöf sem nýta á í starfi með börnunum. Þetta er kærkomin viðbót og strax er

komin sú hugmynd að fá Samkiptamiðstöðina til að setja inná hann sögur, söngva og fræðsluefni á

táknmáli.

SMT hugmyndafræðin – endurmat

Vel hefur gengið í leikskólanum að fylgja eftir hugmyndafræði SMT. Árlegt endurmat fer fram að

hausti með svokölluðum SET lista. Nýr og endurbættur listi hefur verið i þróun í vetur og verður hann

lagður fyrir leikskólann vorið 2016 af teymisstjóra. Það er prófun á listanum en haustið 2016 koma

kennarar frá leikskóla Seltjarnarness og leggja listann fyrir okkar börn og starfsfólk. Í vor ákváðum

við að hafa eina viku 14. – 18. mars tileinkaða SMT hugmyndafræðinni og gefa foreldrum

upplýsingarbækling. Hlutir sem tengjast SMT svo sem sólin sem við söfnum brosunum á og

einkunnarorðin okkar voru sett fram á áberandi stað. Auk þess var foreldrum bent á heimasíðu

leikskólans en þar er hægt að lesa sér til um hugmyndafræðina. Starfsfólk ákvað í lok vikunnar að

mæta í litríkum fatnaði þ.e. í litum SMT fánans, gulu, rauðu, grænu og bláu.

Umhverfismennt – endurmat

Leikskólinn Sólborg hefur verið skóli á Grænni grein frá 2009 og sækir nú í haust 2016 um fjórða

fánann. Á tveggja ára fresti er úttekt á leikskólanum á vegum Landverndar og því til undirbúnings er

skrifuð greinargerð/skýrsla sem síðan er birt á heimasíðu leikskólans. Umhverfisnefndarteymi

leikskólans tók þátt í landshlutafundi sem Landvernd stóð fyrir haustið 2015. Þar vour kynntar nýjar

áherslur í úttektinni auk fræðslu um sjálfbærni. Okkar markmið sem endurmetin verða í haust eru að

vinna með orkuna og átthagana. Þetta eru þættir sem unnið er með í barnahópnum. Umhverfisnefnd

barna er skipuð tveim elstu árgöngunum hvert sinn og funda þau að meðaltali tvisvar á önn. Umbætur

næstu tvo vetur er að skrá niður nýtingu og fræðslu sem finna má í átthögunum og skrá orkunotkun

(rafmagn) og mæla sparnaðinn eftir að aðgerðirnar okkar hafa verið settar í gang þ.e. að slökkva í

rýmum sem ekki er verið að nota. Þar eru þau markmið og endurmat sem leikskólinn setur sér til að

viðhalda Grænfánanum. Fulltrúi Landverndar kemur í leikskólann eftir að hafa lesið skýrsluna, ræðir

við starfsfólk og leggur nokkrar spurningar fyrir leikskólabörnin í elsta árganginum.

2.2 Ytra mat

Ekkert ytra mat fór fram skólaárið 2015 – 2016

2.3 Matsáætlun 2016 - 2017

Hvað verður metið Hvenær metið hver metur /matsaðferð

Heimasíða Sólborgar, Þarfagreining verði gerð með tilliti til notkunar, flokkana og fleira

Haust 2016, vor 2017 Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri Rýnihópar, teymi

Einingakubbar – Unit bloocks Notkun og hugmyndafræðin

Haust 2016 og vor 2017 Rýnihópar starfsfólks Aðstoðarleikskólastjóri

Page 15: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

15

Námskrá leikskólans

Haust 2016 Stjórnendur leikskólans

Spjaldtölvur. Útbúa myndband, kynningarmyndband stofanna

Haust 2016 og vor 2017 Deildastjórar og spjaldtölvuteymið

Áherslur og markmið stofanna/deildanna

Janúar 2017og júní 2017 Starfsfólk, foreldrar, rafrænar kannanir

Ábyrgð: deildarstjórar, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

Önnur verkefni sem unnin verða veturinn 2016 – 2017.

Skjalavarsla. Nýjar reglur um skjalavörslu verða kynntar og unnið samkvæmt þeim. Gömul skjöl

flokkuð og send á Borgarskjalasafnið. Unnið veturinn 2016 – 2017.

Sérkennslustjórastaðan í Sólborg var aukin úr 100% stöðu í 175 % stöðu. Við fögnum þeirri

aukningu því sérkennslutímar leikskólans hafa undan farin ár verið hátt í 100 stundir.

Norskir nemar verða í verknámi hjá okkur í október 2016 í fjórar vikur. Þema vettvangsnámsins

tengist stjórnun og samstarfi (Ledelse, samarbeid og utvikling) og þær verða með verkefni sem

tengjast því en auk þess er þeim ætlað að taka þátt í öllu daglegu starfi í leikskólanum.

Í vetur verða döff börn á þrem stofum. Það er okkar leið til að koma til móts við námsumhverfi og

félagaval barnanna.

Samvinnuverkefni Sólborgar og Samskiptamiðstöðvar mun fara af stað í haust. Markmið verkefnisins

er að útbúa málörvunar kennsluefni fyrir yngstu börnin 1 – 3ja ára. Regína Rögnvaldsdóttir

sérkennslustjóri mun stýra verkefninu í leikskólanum.

Ski-Hi samvinnuverkefni , Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands, Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra

og heyrnarskertra, Þjónustumiðstöðvar Miðborgar- og Hlíða, Félags heyrnarlausra, Foreldrafélags

heyrnarlausra, Greiningarstöðvar Ríkisins og leikskólans Sólborgar. Verkefni þetta hófst vorið 2016

með því að samstarf við Paulu Pittman ráðgjafaraðila Ski-Hi byrjaði. Markmið verkefnisins er að

beita snemmtækri íhlutun fyrir fjölskyldur heyrnarlausra og heyrnarskertra barna ásamt því að bæta

og efla þjónustu stofnana við fjölskyldurnar.

Samstarf við samskiptamiðstöðina. Nýr ipad var okkur gefinn við lok á Cominiusarverkefninu EAR.

Hann munum við nota fyrir táknmálskennslu þ.e. inná hann verður sett efni frá Samskiptamiðstöðinni

sem búið er að þýða á táknmál. Sögur, söngvar og fræðsluefni.

Undirbúningstímar deildastjóra breytast í vetur. Munu þeir verða teknir í lok dags þ.e. eftir klukkan

15:00 á daginn. Þetta er leið sem við munum prófa og meta vorið 2017. Deildastjórar munu þá taka

klukkustund á dag í undirbúning í stað 3 – 5 tíma samfellt.

Ráðgjafarskólinn sem fékk hvatningarverðlaun SFS í vor verður metinn í haust og áframhald hans

ákveðið. Ákveðið verður hvort hann verður áfram með sama fyrirkomulagi þ.e. að leikskólastarfsfólk

geti leitað eftir ráðgjöf án endurgjalds. Rætt hefur verið að rukkað verði fyrir þjónustuna.

Page 16: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

16

Ársmarkmið Birkistofu 2016-2017

Í ár verða 12 börn á Birkistofu fædd 2012 og 2013, 5 stúlkur og 7 drengir, þar af ein döff stúlka fædd

2011 sem verður á Birkistofu eftir hádegi. Í hópnum eru heyrandi börn, heyrnarlaus/heyrnarskert

börn og börn sem tengjast táknmáli á einhvern hátt. Þar sem mörg heyrandi börnin eru ný á Birkistofu

viljum við leggja áherslu á táknmálsinnlögn ásamt almennri málörvun.

Markmið:

- Að efla málskilning og tjáningu á íslensku og táknmáli

- Að nota hugmyndafræði einingarkubbanna til að efla félags-tilfinninga og málþroska

barnanna

Leiðir: - Lærum stafrófið á táknmáli og íslensku

- Leikum með handformin í íslensku táknmáli

- Lærum tákn og orð sem tengjast starfsáætlun

- Vera með skipulagða litla hópa í einingarkubbunum og vinna með þá samkvæmt

hugmyndafræðinni

Matsaðferð: -Notað verður rökræðumat á deildarfundum og metið tvisvar sinnum yfir veturinn í janúar og júní

Ársmarkmið á Furustofu 2016-2017

Í vetur verða á Furustofu börn sem fædd eru á árunum 2013 og 2014.

Markmið:

Að börnunum líði vel og þau finni sig örugg, aðbúnaður og umhverfi sé hvetjandi og hæfi

aldri þeirra.

Unnið sé eftir námskrá Sólborgar, þar sem við leggjum m.a. áherslu á félagsþroska,

málþroska og hreyfiþroska.

Taka fyrir SMT-reglur.

Læra einföld tákn og nafnatáknin.

Vinna með bókina ,,Lubbi finnur málbein“.

Leiðir:

Hluti barnanna á Furustofu var þar síðasta vetur og eru þau örugg í því umhverfi. Önnur eru

ný í Sólborg. Haustið fer því að mestu leyti í að aðlaga börnin, vinna með hópinn og gera þau

örugg í nýjum aðstæðum. Við skiptum hópnum upp í smærri einingar, eins og hægt er, þannig

að ró og friður sé til leiks og starfa, sitjum hjá þeim á gólfinu þannig að þau finni fyrir nánd

okkar. Einnig þurfa börnin að aðlagast verkefnum á öðrum svæðum hússins, t.d. í listaskála,

íþróttasal, kubbasvæði og tónlistartímum.

Starfsfólk verði duglegt að skipta út viðfangsefnum sem hæfir aldri hópsins.

Við leggjum áherslu á vináttuna og samskiptin í hópnum, lærum að skiptast á og vinna

saman.

Page 17: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

17

Daglega syngjum við saman, lesum sögur og spjöllum um það sem er í gangi hverju sinni.

Hvert tækifæri sé notað til að auka orðaforðann, t.d. í fataklefa og við matarborðið

Einu sinni í viku fara börnin í íþróttatíma, en auk þess reynir útiveran á ýmsa þætti

hreyfingar.

Förum yfir einfaldar SMT-reglur og kynnum fyrir þeim ,, sólina og brosin“.

Einu sinni í viku fara börnin í táknmálstíma. Hvert barn fær sitt nafnatákn sem við notum sem

mest í samskiptum við þau. Kennum einföld tákn, m.a. í gegnum söng og sögur.

Syngjum upp úr bókinni ,,Lubbi finnur málbein“, förum yfir textann og notum myndefnið í

bókinni til að auka orðaforðann.

Endurmat fer fram í janúar 2017 og fer fram sem rökræðumat á deildarfundum.

Ársmarkmið Lerkistofu 2016 – 2017

1. Að börnunum líði vel í leikskólaumhverfinu

2. Að efla félags- og hreyfiþroska.

3. Að efla mál- og vitsmunaþroska.

Leiðir að þessum markmiðum eru þessar:

1.

Þátttökuaðlögun, þar sem foreldrarnir eru hvattir til þátttöku í starfinu á stofunni á

meðan á aðlögun stendur. Foreldrar og börn kynnast kennurum og skipulagi skólans.

Börnin leika í fámennum hópum þar sem kennarar eru alltaf til staðar með þeim á

gólfinu til að skapa nánd og traust milli kennara og barna og innan barnahópsins.

Börnin læra smám saman hugtökin sem koma fyrir í dagskipulaginu eins og t.d. innri

stofa, ávaxtastund, samverustund, útivera, útikennsla o.s.frv. Þau læra að fara á

mismunandi svæði innan leikskólans eins og í Listaskála, Íþróttasal, Kubbasvæði og

sameiginlega söngstund í sal.

2.

Börnin læra að leika og starfa saman í hóp með mismunandi efnivið og verkefni sem

ýta undir skapandi hugsun hvort sem er í frjálsum leik eða í skipulögðum stundum

eins og t.d. í íþróttum, Listaskála og útikennslu.

Börnin læra almennar umgengis- og samskiptareglur sem gilda í samfélagi manna t.d.

að virða rétt annarra, standa á sínu, komast að samkomulagi, sýna biðlund, hemja skap

sitt, hlusta, tjá sig, biðja um aðstoð og ganga vel um umhverfið.

Börnin eru hvött til að kanna umhverfi sitt inni sem úti og fá að reyna á eigin skinni að

takast á við hindranir sem verða á vegi þeirra t.d. ójöfnur, brekkur, tröppur, stólar,

eigin fatnað, ýmiskonar veður o.s.frv.

Page 18: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

18

3.

Málörvun fer fram í öllu daglegu starfi frá upphafi dagsins til enda. Orð eru lögð á

hluti og athafnir og lögð er áhersla á skýr fyrirmæli, hvatningu og hrós.

Börnin vinna að þematengdum verkefnum sem tengjast starfsáætlun skólans t.d. að

fræðast um árstíðirnar, nærsamfélagið, hefðir og hátíðir.

Börnin læra í gegnum leik, söng, leikræna tjáningu, bækur, loðtöfluverkefni og

umræður í samverustundum og öðrum daglegum stundum eins og matartímum, í

forstofunni og á salerninu.

Börnin fá sitt eigið nafnatákn og læra einföld tákn í íslensku táknmáli í daglegu starfi

sem og í markvissum táknmálsstundum.

Áætlun um mat á markmiðum

Rökræðumat á deildarfundum um líðan og samskipti barnanna í leik og daglegum

athöfnum sem og skráning í möppumat. Spurningakönnun til foreldra.

Ársmarkmið Reynistofu 2016 – 2017

Á stofunni verða þriggja og fjögurra ára gömul börn sem eru að sameinast af þremur stofum. Við

þurfum að byrja á því að hrista hópinn saman, og samræma venjur. Hópurinn er að eldast og

tilbúinn að takast á við meira krefjandi verkefni eins og aukið lýðræði og viðeigandi

samskiptavenjur.

Markmiðin eru:

Að leggja áherslu á lífsleikni.

Að efla lýðræði.

Að leggja áherslu á málörvun og ritmál.

Leiðir:

Unnið verður markvisst með SMT skólafærni. Rifjum reglulega upp reglur, gefum „bros“, notum

skýr fyrirmæli og hrósum.

Unnið verður með kennsluefnið „Stig af stigi“, sem leggur áherslu á félagsfærniþjálfun.

Valið kemur sterkt inn, stærsti hluti hópsins er ekki vanur vali og því munum við nota það bæði til

að kenna lífsleikni og lýðræði, það þarf að leika með þeim sem velja það sama og maður sjálfur,

og svo getur verið fullt í það sem er skemmtilegast og þá þarf að takast á við það.

Lögð verður áhersla á spjall við börnin í öllum daglegum aðstæðum og að setja orð á hlutina.

Lesum bækur og spilum ýmis spil. Börnin þurfa að nota nafnið sitt í valinu, þar byrjar áherslan á

ritmálið, en við ætlum líka að taka nafnatáknin inn og nota þau meira.

Page 19: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

19

Ársmarkmið Víðistofu 2016 – 2017

Á þessu skólaári verður allur elsti árgangur á Víðistofu, annað árið í röð. Markmið Víðistofu

verða því þau sömu og síðasta skólaár:

-Að útfæra starf með elstu börnum leikskólans á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt með þemastarfi

tengdu Þúsaldarljóðinu

-Að leggja áherslu á lífsleikni

-Að efla lýðræði

Leiðir:

Unnið verður með Þúsaldarljóðið í hópstundum, samverustundum og í Listaskála. Við vinnum

áfram markvisst með SMT skólafærni; rifjum upp reglur, gefum bros, hrósum og notum skýr

fyrirmæli. Í daglegu lífi á stofunni höfum við lífsleikni að leiðarljósi, með því að “grípa tækifærin“

og aðstoða börnin með samskipti. Höldum einnig áfram að leyfa börnunum að hafa áhrif á daglegt

líf sitt í leikskólanum, s.s. með þátttöku í sætavali við matarborð og vali á leikefni.

3. Umbótaþættir

3.1 Í starfsáætlun skóla- og frístundsviðs 2016 er lögð áhersla á fjóra umbótaþætti og sett

fram dæmi um hlutverk starfsstaða fyrir hvern þeirra. Í þessum kafla skal gerð grein fyrir

hvernig leikskólinn hyggst vinna að þessum umbótaþáttum.

3.2 Málþroski, lestrarfærni og lesskilningur

Framtíðarsýn um málþroska, læsi og lesskilning

Í Sólborg leggjum við mikla áherslu á markvissa málörvun í daglegu starfi. Öll börn hafa þörf fyrir

samskipti og nota til þess ýmsar leiðir sem allar eru mikilvægur þáttur í tjáningu þeirra.

Hlutverk Sólborgar:

Helstu áherslur:

Að öll börn í Sólborg hafi góðan aðgang að bókum

Að hvetja foreldra til að fara með börn sín í ungbarnaskoðun

Hljóm2 málþroskaathugun er lögð fyrir allan elsta árgang Sólborgar

Efi 2 er málþroskaathugun sem lögð er fyrir börn undir fjögra ára til að meta lesskilning ef

þarf

Að leikstofur hafi sjónrænt ritmál á eldri deildunum

Að útbúa málörvunar efni fyrir yngstu döff börn leikskólans í samstarfi við

Samskiptamiðstöðina

Að nýta Borgarbókasafnið til að auka við bókakost leikskólans s.s. í tengslum við ákveðin

þemu í námskrá leikskólans.

Hver er ábyrgur: Stjórnendur leikskólans, sérkennslustjórar og deildastjórar.

Page 20: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

20

Hvernig og hvenær verður árangur metinn: Rökræðumat á deildastjórafundi.

Page 21: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

21

3.3 Verk-, tækni- og listnám

Framtíðarsýn um verk-, tækni- og lisnám.

Í Sólborg leggjum við áherslu á skapandi starf í daglegu starfi. Öll börnin hafa góðan aðgang að

efnivið til skapandi starfs. Tónlist í leikskólanum bæði á stofum og sameiginlegum söngstundum eru

vikulega. Auk þess hefur nýtt leikefni þ.e. spjaldtölvur komið inn á hverja stofu. Tónlistarstundir

leikskólans verða auknar næsta vetur og mun tónlistarkennari leiða þær stundir.

Hlutverk Sólborgar hvað varðar tónlistarstundir og vinnu með spjaldtölvur:

Tónlistarstundir: Markmið með kennslunni verður að kynna börnin fyrir tónlist af allri gerð og

tengingu hennar við líf og starf með mismunandi nálgun.

Í tónlistartímunum verður unnið að fjórum helstu grunnþáttum tónlistar sem eru eftirfarandi þættir:

a. hlustun á fjölbreytta tónlist / söng

b. leik á ýmiskonar skólahljóðfæri/-hljóðgjafa

c. hreyfingu, frjálsa við hrynjanda tónlistar eða í dansi.

d. Söng og röddina okkar á ýmsan hátt

Hver er ábyrgur: Stjórnendur og tónmenntakennari.

Hvernig og hvenær verður áragnur metinn: Í lok vetrar mun tónmenntakennari sitja deildarfundi

með hverri og einni deild skólans og fara yfir hvernig deildarnar telja að tónlistarkennslan hafi gengið

í vetur. Hvað megi bæta og hvað hafi gengið vel þannig verður árangur vetrarins metinn.

Spjaldtölvuvinna: Markmið með vinnunni með spjaldtölur er að gera kynna fyrir öllum börnum

þessa nýju viðbót í leikefni leikskólans. Tengja hana við daglegt líf barnanna.

a. Gera börnin sjálfstæð og örugg í vinnu með leikefnið

b. Að kenna börnunum á ýmsa leiki sem örva málþroska og stærðfræði

c. Að útbúa með þeim kynningarmyndband um leikstofur þeirra

Hver er ábyrgur: Stjórnendur og deildastjórar hverrar deildar.

Hvernig og hvenær veður árangurinn metinn: Vorið 2017 með spurningakönnun til starfsfólks

deildanna þ.e. hvort og hvernig árangurinn hefur verið. Einnig verður myndbandið gert foreldrum

sýnilegt vorið 2017.

3.4 Lýðræði, jafnrétti, mannréttindi

Framtíðarsýn um lýðræði og jafnrétti og mannréttindi.

Í Sólborg hefur verið unnið eftir skólastefnunni nám án aðgreiningar frá opnun leikskólans 1994.

Markmið leikskólans eru þrjú og með þau að leiðarljósi höfum við leitast við að stuðla að virðingu

Page 22: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

22

fyrir manngildum hvers og eins, lýðræði, jafnrétti og mannréttindum.

1. Að stuðla að jafnrétti, gildi og virðingu einstaklingsins.

2. Að þróa leikskólastarf þar sem komið er til móts við þarfir getubreiðs hóps barna.

3. Að móta og þróa leikskólastarf sem byggir á samvinnu fag- og uppeldisstétta og

stuðlar að samábyrgð allra starfsmanna á barnahóp leikskólans.

Hlutverk Sólborgar hvað varðar lýðræði, jafnrétti og mannréttindi.

Að vinna markvisst með markmið leikskólans, hugmyndafræði SMT um félagsfærni og þau góðu

verkfæri sem þar eru s.s. lausnaleitin.

Að kynna fyrir starfsfólki Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar

Hver er ábyrgur: Stjórnendur og deildastjórar

Hvernig og hvenær verður árangur metinn: Vorið 2017 á deildastjórafundi.

3.5 Fjölmenning

Framtíðarsýn um fjölmenningu:

Í Sólborg eru börn af erlendum uppruna eins og flestum leikskólum borgarinnar. Tíu mismunandi

tungumál eru móðurmál þessara barna.

Hlutverk Sólborgar hvað varðar fjölmenningu:

Að bæta upplýsingagjöf til foreldara s.s. á heimasíðu leikskólans og í tölvupóstum. Þýða allar

upplýsingar alla vega á ensku og jafnvel önnur tungumál.

Að nýta vef SFS þar sem hagnýtar upplýsingar til foreldra hafa verið þýddar á mörg tungumál

Að gera sýnilegt í leikskólanum hvaðan börnin koma með myndum og þjóðfánum.

Að kynna fyrir foreldrum tungumálakennslu barna með annað móðurmál en íslensku og þau tilboð

sem SFS stendur fyrir

Hver er ábyrgur: Stjórnendur, sérkennslustjórar og deildastjórar

Hvernig og hvenær verður árangur metinn: Vorið 2017

Page 23: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

23

4 Aðrar áherslur í stafi leikskólans

Sjá lið 2.3 þar eru skráðar aðrar áherslur.

Page 24: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

24

5 Starfsmannamál

5.1 Starfsmannahópurinn 1. júní

Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

Leikskólakennarar

10 100% Leikskólastjóri

80% Aðst.leikskólast

90% Sérkennslustjóri

100%

100%

90% Deildastjóri

95% Deildastjóri

100% Deildastjóri

100% Deildastjóri

100% Deildastjóri

Ma stjórnun menntastofnana

Bed í leikskólakennarafræðum

Leikskólasérkennari/Audiopedagog

Ma í leikskólakennarafræðum

Leikskólasérkennari

Bed-leikskólakennarafræðum

Bed í leikskkennfr/diploma í

kennslu ungra barna

Leikskólakennari

Leikskólakennari

Leikskólakennari

Með aðra

háskólamenntun

7 85%

80%

100%

70%

50%

100%

100%

Ba í Sálarfræði

Ba í Uppeldis og menntunarfræði

Ba í Táknmálstúlkun

Bed í Íþróttakennslu

Bed í Tónlistarkennslu

Ba í Myndlist

Ba í Félagsráðgjöf

Þroskaþjálfar 6 75% Sérkennslustjóri

95%

90 %

100%

80%

90%

Ma námi í þroskaþj.fræðum (í leyfi)

B.ed þroskaþjálfi

B.ed þroskaþjálfi

Ma- fötlunarfræðum

Bed þroskaþjálfi, grunn-og

leikskólakennari

Bed. þroskaþjálfi (fæðingarorlof)

Heyrnarlausir

starfsmenn,

móðurmálsfyrirmy

ndir heyrnarlausra

barna

leiðbeinendur

3 60%

100%

87%

Stúdentspróf

Grunnskólapróf

Grunnskólapróf

Starfsmenn 2 og

starfsmenn 2 með

stuðning

7 70%

100%

100%

Stúdentspróf og snyrtifræðingur

Grunnskólapróf og ýmis námskeið

Stúdentspróf

Page 25: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

25

100%

100%

90%

62.5%

Stúdentspróf

Stúdentspróf

Diplomanám frá HÍ

Grunnskólapróf

Matráður

Aðstoð í eldhúsi

1

1

100%

100%

Matreiðslumaður

Grunnskólapróf

Engir nemar voru í verknámi í leikskólanum veturinn 2015 – 2016.

Þrír starfsmenn voru í launalausu leyfi í vetur og koma tvær til baka. Einn deildastjóri sagði starfi upp

starfi sínu. Einn þroskaþjálfi var í fæðingarorlofi og sagði upp starfi sínu.

5.2 Starfsþróunarsamtöl (skipulag, tímasetning)

Í starfsmannakönnun leikskólans 2015 kom fram að starfsmenn voru ekki á allt sáttir með

starfsmannaviðtölin. Leikskólastjóri hafði stuðst við ákveðið eyðublað sem var unnið eftir í viðtölum.

Ákvað leikskólastjóri að óraunhæft væri að ein manneskja tæki 45 starfsmannaviðtöl því var gerð sú

breyting á að deildarstjórar tækju starfsviðtöl við starfsmenn sína inn á hverri deild fyrir sig.

Deildarstjórar fóru á tvö námskeið varðandi hvernig á að taka starfsmannaviðtöl. Þessi breyting var

síðan kynnt á starfsdegi skólans.

Deildarstjórar byrjuðu á að taka viðtölin í mars og búið var að taka starfsviðtölin inn á deildum í lok

apríl. Leikskólastjóri tók síðan starfsmannaviðtöl við millistjórnendur, sérkennara , afleysingu og

starfsfólk í eldhúsi. Viðtölin eru 11 talsins. Leikskólastjóri tók starfsmannaviðtölin í maí.

5.3 Símenntun frá síðasta ári (námskeið, hvaða hópar sóttu námskeið og fl.)

Námskeið og símat starfsmanna Sólborgar 2015-2016

-Þjálfunarnámskeið í atferlisþjálfun, 2ja daga námskeið fyrir þroskaþjálfa.

-Starfsmannhópurinn allur sótti málþing hjá ADHD samtökunum í Gamla bíó. Þar voru nokkrir

fyrirlesarar sem fjölluðu um ADHD og leikskólabörn.

-Deildarstjórar skólans fengu 2ja tíma fyrirlestur um starfsviðtöl hjá Ragnheiði Stefánsdóttur

starfsmanni á mannauðsdeild SFS

-Deildarstjórar fóru á 4 tíma námskeið sem var á vegum SFS á Höfðatorgi.

-Tíu starfsmenn sóttu táknmálsnámskeið frá Samskiptamiðstöðinni sem var í 10 skipti í einn og

hálfan tíma í hvert skipti. Það voru tveir kennarar sem kenndu á námskeiðinu.

-Matráður fór á framhaldsnámskeið í íslensku.

-Tveir starfsmenn fóru á námskeið í Hljóm.

-Snemmtæk íhlutun fyrir börn með skerta heyrn. SKI-HI námsskrá og hugmyndafræði.

Samskiptamiðstöðin flutti fyrirlesturinn. Leikskólastjóri, deildarstjóri táknmálsdeildar og

sérkennslustjóri sóttu fyrirlesturinn.

Page 26: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

26

-Heyrnarskerðing –orsök og afleiðingar. Heyrnarhjálp. Leikskólastjóri, sérkennslustjóri og

starfsmaður táknmálsdeildar fóru á fyrirlesturinn.

-Hvað er tvítyngi og hvað þýðir það fyrir döff nemendur. Hlíðaskóli. Deildarstjóri og sérkennslustjóri

sóttu fyrirlesturinn.

-Táknmálsumhverfi fyrir heyrnarskert börn og börn með kuðungsígræðslu. Þetta er fyrirlestur sem

leikskólinn Sólborg hélt.

-Lífsgæði fjölskyldna alvarlega heyrnarskertra og heyrnarlausra barna.HTÍ. Leikskólastjóri og

deildarstjóri.

-Snemmtæk íhlutun fyrir fjölskyldur barna með skerta heyrn. Sérkennslustjóri.

-Að henda sér í djúpu laugina, foreldrar barna með skerta heyrn fluttu fyrirlesturinn. Starfsmenn frá

táknmálsdeild.

-Margur er knár þótt hann sé smár. Félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Þroskaþjálfi

og sérkennslustjóri.

-Íslenskt táknmál er okkar hjartans mál. Félag heyrnalausra. Leikskólastjóri og sérkennslustjóri,

deildarstjóri táknmálsdeildar.

-Hverfafundir leikskólastjóra þá fundi sóttir leikskólastjóri.

-Jafningjahandleiðsla leikskólastjóra sem var á u.þ.b. 5 vikna fresti. Leikskólastjóri sækir sér þessa

handleiðslu.

-Sérkennslustjórar funduðu saman, þeir eru tveir á Sólborg sem fóru á þennan fund.

-Sérhæfðu leikskólarnir þrír hittust reglulega til að fara yfir sín mál og verkefni. Þeir eru Sólborg,

Múlaborg og Suðurborg.

-SMT nýliðafræðsla

-Sérkennslustjóri og þroskaþjálfi fóru til Stokkhólms í eina viku til að kynna sér samþætta sjón- og

heyrnarskerðingu.

-Leikskólastjóri situr í stýrihóp um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- grunn- og

frístundastarfi á vegum SFS. Fundað var að meðaltali einu sinni í mánuði til að vinna að skýrslunni

„Lýðheilsa og Heilsuefling barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi.“

-Leikskólastjóri og deildarstjóri Lerkistofu fóru á dagsnámskeið varðandi lýðheilsu hjá Hof þann 13.

nóvember.

-Aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri sátu handleiðslufundi varðandi SMT.

-Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri fóru á kynningu hjá HTÍ varðandi störf

þeirra.

-Sérkennslustjóri og leikskólastjóri fóru í eins dags vinnuferð á Sólheima í Grímsnesi með

samskiptamiðstöðinni, heyrnar-og talmeinastöð íslands til að vinna að SKi-HI verkefninu.

Page 27: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

27

-Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri fóru á vegum nefndar vegna sérhæfðra

skóla í heimsókn í Klettaskóla.

-Heimsókn í Táknmálsdeild Hlíðarskóla

-Heimsókn í einhverfudeild Háaleitiskóla.

-Heimsókn í einhverfudeild Laugarnes

-Tveir deildastjórar fóru á fyrirlestur í Háskóla Íslands um kvíða stúlkna.

-Karlar í yngri barna kennslu: Hvað ætlar þú að gera? Kennarasambandið og aðilarfélög voru með

ráðstefnu sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri sóttu.

-Deildarstjóri og sérkennslustjóri sóttur námskeið í notkun á TRAS listanum.

-Leikskólastjóri fór í námsferð til Póllands dagana 3-10 júní með 24 manna hópi af leikskólastjórum

og starfsfólki SFS.

Markmiðasetning, námskeið á vegum SFS, leikskólastjóri.

Trúnaðarmaður starfsmannafélags Reykjavíkuborgar fór á nokkur námskeið á vegum félagsins.

SMT fræðsla sem aðstoðarleikskólastjóri fór á.

-Íþróttakennari og sérkennslustjóri fóru á námskeið á Ásbrú varðandi nýja matslista á hreyfiþroska

fyrir börn með sérþarfir.

- Þroskaþjálfi fór á ráðstefnu 6 apríl.

-Einn þroskaþjálfi fór á ráðstefnu þroskaþjálfa 29. janúar.

-Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri fór á námskeið í Viðverustjórnun Reykjavíkurborgar.

-Ráðstefna á Grand Hótel. Nýjar lausnir og smáforrit í menntun og heilbrigðisþjónustu,

leikskólastjóri, sérkennslustjóri og þroskaþjálfi.

-Starfsmannahópur Sólborgar fór á Nordica Hótel á Ráðstefna fyrir leikskóla fólk.

-Mastermind leikskólastjóri

-Dagur táknmálsins 11. febrúar hátíðardagskrá Tjarnarbíó, leikskólastjóri og sérkennslustjóri.

- Sameiginlegur skipulagsdagur 4. janúar leikskóla grunnskóla og frístundar í hverfi 105, Miðfléttan.

Allt starfsfólk leikskólans sótti ráðstefnuna.

- Aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri voru með erindi á Miðfléttunni um Hljóðvist í leikskólum

-Ráðstefna Rannung 28 janúar Væntingar og veruleiki, tveir deildarstjórar fóru.

-Leikskólastjóri námskeið í markmiðasetningu.

-Deildarstjóri fór á stjórnendanámskeið hjá Háskólanum á Bifröst.

Sérkennslustjóri fór á réttindanámskeið AEPS. Það er færnimiðað matskerfi.

Page 28: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

28

Heimsóknir

-Hópur frá Japan kom til að kynna sér skóla án aðgreiningar.

-Hópur frá Slóveníu kom til að skoða skólann og stefnu hans.

-Leikskólastjóri og skólaskrifstofa frá Akureyri koma til að fá upplýsingar um Hljóðvist.

-Nemendur frá Háskóla Íslands óskuðu eftir kynningu á skólanum.

-Framkvæmdastjóri HTÍ kom í heimsókn til að fá upplýsingar um starfsmenn og vinnu Sólborgar.

Skólastjóri frá Slóveníu í Döff skóla kom í heimsókn og einnig nokkrir kennarar skólans-þetta voru

tvær heimsóknir.

-Borgarbyggð Starfsmenn frá Leikskólunum, Klettaborg, Ugluklett, Andabæ og Hnoðraholti. Með

þeim var einnig starfsmaður Skólaþjónustu Borgarbyggðar.

- Til okkar kom níu manna sendinefnd á vegum European agency for special needs and invlusive

education. Hópurinn er samansafn sérfræðinga frá níu löndum og vinna þau saman í

evrópuverkefninu Inclusion in early childhood education.

-Aðstoðarleikskólstjóri tók þátt í rýnihóp á vegum European agency for special needs and invlusive

education Þetta var úttekt á menntun án aðgreiningar sem Menntamálaráðuneytið og yfirstjórn

Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar stóðu að.

-Níu nemar frá Seltjarnarnesi komu í heimsókn til að kynna sér starf skólans.

5.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum

Almenn ánægja var með sameiginlegan skipulagsdag í hverfinu sem fékk nafnið Miðfléttan. Þar gafst

starfsfólki tækrifæri til að kynna sér hin ýmsu þróunarverkefni og önnur verkefni sem unnin eru í

leik- og grunnskólum hverfisins.

Við vorum með námskeið í slysavörnum á skipulagsdegi vorið 2016 og var það góð upprifjun fyrir

alla.

Áætlun næsta vetrar 2016 – 2017:

Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri Miðborgar verður með námskeið í hugmyndafræði

einingakubbanna.

Annar sérkennslustjórinn mun sækja námskeið á Greiningarstöðinni

Áætlað er að taka þátt í stóra leikskóladeginum á skipulagsdegi

Page 29: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

29

6. Aðrar upplýsingar

6.1 Barnahópurinn 1. júní

83 börn voru í vetur í Sólborg á fimm deildum. Vorið 2016 var tekin ákvörðun um að stýringin færi í

80 börn og munum við starfa þannig veturinn 2016 – 2017. Aðlögun nýrra barna mun fara fram í

ágúst þegar elstu börnin hætta.

2016 eru börnin 83 á fimm deildum.

Dvalarstundirnar eru 813.

Kynjahlutfallið er: Stúlkur 48 og drengir 35.

Fjöldi barna sem njóta stuðnings: 18 börn þar af eru 8 heyrnarlaus/heyrnarskert.

Úthlutaðir sérkennslutímar í leikskólanum eru 97 stundir.

Coda börn eru 2 – þ.e.a.s. heyrandi börn heyrnarlausra foreldra.

Fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku: 18 börn.

Fjöldi tungumála: Tíu tungumál.

6.2 Foreldrasamvinna

Foreldrafélagið stóð fyrir hefðbundinni dagskrá þennan veturinn. Stuðningur við jólaballið í

formi gjafa frá jólasveininum, jólaföndur í desember og sveitaferð í júní.

Foreldraráð fundaði með leikskólastjóra í vetur og sitja í því þrír fulltrúar.

6.3 Samstarf leik- og grunnskóla

Samstarf Sólborgar og Hlíðaskóla 2015-2016. Þetta samstarf hefur verið með hefðbundnum hætti

undanfarin ár. Það stóð til að breyta þessu fyrirkomulagi og var haldinn fundur með stjórnendum

leikskólanna í hverfinu ásamt stjórnendum Hlíðaskóla. Ekki varð af breytingum.

Fyrsti bekkur Hlíðaskóla kom í heimsókn til okkar í byrjun nóvember. Þau byrjuðu á því að leika úti

í garði, komu svo inn í sal og borðuðu nestið sitt með Sólborgarbörnum.

Við fórum í heimsókn í Hlíðaskóla 15. febrúar. Kennari tók á móti okkur og sýndi okkur skólann, við

fórum m.a. inní kennslustund hjá 1. bekkjum. Síðan bauð hún okkur inn í sína kennslustofu, las sögu

fyrir börnin og bauð uppá ávöxt. Börnin fengu svo að leika sér með dót fyrsta bekkjar.

18. apríl var okkur boðið að sjá leiksýningu í Hlíðaskóla, þar sem 1.bekkur sýndi Rauðhettu og

úlfinn.

Page 30: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg · 2016. 11. 28. · 1 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leikskólinn Sólborg 2016 – 2017 Leiðarljós

30

Í maí fórum við að skoða Eldflaugina, frístund Hlíðaskóla.

6.4 Almennar upplýsingar

Skipulagsdagar næsta vetrar verða eftirfarandi: 12. september, 13. mars og 19. maí.

Sameiginlegir með leik- og grunnskólum hverfisins: 31. október, 27. janúar og 6. júní.

7. Fylgiskjöl

7.1 Matsgögn

7.2 Leikskóladagatal

7.3 Áætlun leikskólans um framkvæmd læsisstefnu leikskóla Lesið í leik, aðeins þeir leikskólar

sem eiga eftir að skila.

7.4 Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi, aðeins þeir leikskólar sem eiga eftir að

skila.

7.5 Jafnréttisáætlun leikskólans og framkvæmdaráætlun hennar eða framkvæmdaáætlun við

mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar (eftir starfsmannafjölda), aðeins þeir leikskólar sem eiga

eftir að skila.

7.6 Umsögn foreldraráðs

7.7 Annað

F. h. leikskólans ..........................................

_______________________________________________

Leikskólastjóri Dagsetning