15
SKRÁNING TIL FORGJAFAR Á GOLF.IS

Skráning forgjafar á golf.is

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Breytingar á skráningu á skori á golf.is

Citation preview

Page 1: Skráning forgjafar á golf.is

SKRÁNING TIL FORGJAFARÁ GOLF.IS

Page 2: Skráning forgjafar á golf.is

Með fyrirvara um breytingar!

Skráning til forgjafar á golf.is Samkvæmt nýjum reglum Evrópska Golfsambandsins (EGA) sem tóku gildi 2012 í allri Evrópu verða kylfingar nú að tilkynna áður en þeir hefja leik hvort hringurinn eigi að gilda til forgjafar. Einnig þarf ritari að staðfesta skorið að leik loknum. Regla 3.8.5 – 3.8.7 í EGA forgjafarkerfinu

Tveir möguleikar á að tilkynna forgjafarhring á gol f.is Á golfvöllum sem bjóða upp á rástímaskráningu á golf.is er hægt að haka við „til forgjafar“ þegar kylfingur skráir sig á rástíma. Hægt er að velja um 9 eða 18 holu hring. Ekki er hægt að breyta 9 holum í 18 eða öfugt eftir að kylfingur hefur hafið leik.

Á þeim golfvöllum sem ekki bjóða upp á rástímaskráningu á golf.is þá skráir viðkomandi sig inn á golf.is og fer í „kylfingar“ og velur þar „tilkynna forgjafarhring“. Velur völl, dags., tíma og fjölda hola.

Page 3: Skráning forgjafar á golf.is

Með fyrirvara um breytingar!

Þegar búið er að tilkynna forgjafarhring

Þegar kylfingurinn hefur lokið við að skrá sig á rástíma og tilkynnt forgjafarhringinn þá birtist hann á rástímayfirliti undirlitaður með grænu. Kylfingurinn getur fram að 10 mínútum fyrir bókaðan rástíma ákveðið hvort hann verði til forgjafar eða ekki. Hægt er að smella á táknið til að „afskrá forgjafarhring“ eða „tilkynna forgjafarhring“ í rástímayfirliti.

Hjá þeim golfvöllum sem ekki eru með rástímaskráningu þá kemur tilkynntur forgjafarhringur undir „forgjafaryfirlit“ og hægt er að eyða skorkortinu þar þangað til 10 mínútum fyrir tilkynntan rástíma. Sjá rauðmerktan hring á mynd.

Athugið að ekki er hægt að skrá inn skor á golf.is öðruvísi en það hafi áhrif á forgjöf! Kylfingar fá ekki möguleika á því að skrá inn skor úr hring á golf.is sem hefur ekki verið tilkynntur sem forgjafarhringur. Öll skor sem fara inn á forgjafaryfirlitið hafa áhrif á forgjöf og þar er enginn breyting á frá fyrri árum.

Skrá inn skor á tilkynntan forgjafarhring Þegar kylfingurinn hefur lokið leik þá skráir hann sig inn á golf.is og fer í að „skrá skor“. Smellir þar á forgjafarhringinn sem hann tilkynnti og velur svo þar þá teiga sem hann lék á.

Athugið að tilkynntir forgjafarhringir birtast fyrst undir „skrá skor“ þegar kylfingur hefur lokið leik!

Page 4: Skráning forgjafar á golf.is

Með fyrirvara um breytingar!

Þegar kylfingurinn skráir inn skorið þá þarf hann að fletta upp ritara til að fá það staðfest. Fyrst koma upp nöfn þeirra sem voru með honum í ráshóp. Ef einhverjar breytingar hafa orðið þar á þá getur

hann smellt á stækkunarglerið sem er „leit“. Hægt er að fletta upp öllum skráðum kylfingum á golf.is

Athugið að „vista“ hnappurinn birtist ekki fyrr skor og ritari hafa verið skráð í reitina.

Tilkynning kemur upp þegar ritari skráir sig inn á golf.is. Ritari gæti staðfest skorið strax á golf.is en einnig fær hann tilkynningu senda í tölvupósti að hann þurfi að staðfesta skorið. Þegar ritari hefur staðfest, þá mun skorið verða reiknað til forgjafar. Ef skor úr tilkynntum forgjafarhring skilar sér ekki inn á golf.is eða ritari staðfestir ekki skorið innan 24 tíma þá fær kylfingurinn sjálfkrafa hækkun upp á 0.1 (0.2 í forgjafarflokki 5) punkta.

Page 5: Skráning forgjafar á golf.is

Með fyrirvara um breytingar!

Skrá inn skor á hringi leikna erlendis

Kylfingur getur áfram skráð inn hringi leikna á erlendum völlum. Skilyrðin fyrir þeim er að kylfingurinn skráir sjálfur inn dagsetningu, völlinn og heildarpunkta á golf.is. Til þess að hringurinn verði reiknaður til forgjafar þarf kylfingurinn að skila skorkortinu undirrituðu af honum og ritara í klúbbinn sinn eftir að hann kemur til landsins. Þá mun forgjafarnefnd klúbbsins staðfesta hringinn og reiknast hann þá til forgjafar.

Hægt er að kynna sér forgjafarkerfi EGA í heild sinni undir www.golf.is/forgjof Ef spurningar vakna um forgjafarkerfið þá er kylfingum velkomið að senda töluvpóst á [email protected]. Leitast verður við að svara öllum spurningum hið fyrsta. Vinsamlegast sendið spurningar varðandi leiðréttingar á skori, forgjöf og/eða innsláttarvillum á forgjafarnefnd klúbbsins. Forgjafarnefndin í klúbbnum annast forgjafarstjórn allra félagsmanna. „Tilgangur forgjafarkerfisins er að tryggja sanngir ni og samræmi í forgjöf um alla Evrópu“

Page 6: Skráning forgjafar á golf.is

STUTTUR LEIÐARVÍSIR UMEGA FORGJAFARKERFIÐ(2012-2015)

Page 7: Skráning forgjafar á golf.is

STUTTUR LEIÐARVÍSIR UM EGA FORGJAFARKERFIÐ

Inngangur:Þessi “Stutti leiðarvísir um EGA forgjafarkerfið 2012-2015” býður upp á kynningu og grundvallarupplýsingar um ákveðin lykilatriði EGA forgjafarkerfisins 2012-2015. Upplýsingarnar eru í styttu máli og ekki ætti að líta á þær sem staðgengil reglnanna um forgjöf eins og þær birtast í ritinu “EGA forgjafarkerfið 2012-2015”. Fyrir frekari upplýsingar um einhvern þátt EGA forgjafarkerfisins, vísast vinsamlega til viðeigandi hluta. Skáletruð hugtök eru þau sem hafa verið skilgreind í EGA forgjafarkerfinu 2012-2015. Vinsamlega athugið að ákveðnir þættir EGA forgjafarkerfisins öðlast aðeins gildi ef golfsambandið velur svo.

ALMENNT:Aðaltilgangur með EGA forgjafarkerfinu er að ná fram samræmdri og sanngjarnri forgjöf í Evrópu og að gera kylfingum með mismunandi leikni í golfleik fært að leika og keppa á sem jöfnustum og sanngjörnustum grundvelli.Til þess að fá viðurkennda EGA forgjöf, hafðu samband við aðildarklúbb eða golfsambandið. Leiktu minnst þrjár umferðir við forgjafarskilyrði (sjá hér á eftir og 1. kafla, skilgreiningar) og skilaðu skorkortum kvittuðum af þér og ritara fyrir allar þrjár umferðirnar. Þér verður úthlutað forgjöf á grundvelli besta skilaða skorsins.Leiktu eins vel og þú getur í hverri einustu umferð og skráðu eins mörg gild skor og mögulegt er á leiktímabilinu – þetta er grundvallarlögmál sérhvers forgjafarkerfis. Gakktu úr skugga um að hin skráða forgjöf sé rétt – hún ætti að endurspegla leikgetu þína hverju sinni. Sé forgjöf þín of há eða lág – hafðu samband við forgjafarnefndina. Grunnforgjöf er skipt í fimm aðgreinda forgjafarflokka. Sjá hefðbundna töflu hér á eftir.Kynntu þér alltaf hvaða leikforgjöf þú átt rétt á á vellinum sem þú leikur, á grundvelli skráðrar grunnforgjafar þinnar og hinnar útstilltu leikforgjafartöflu.Þú mátt venjulega velja af hvaða teigum ( lit) þú vilt leika (í keppnum gilda sérstök skilyrði).Gakktu úr skugga um að leikforgjöf þín sé skráð á skorkortið áður en þú skilar því inn þegar umferðinni er lokið.

LEYFÐ FORGJÖF:Hin leyfða forgjöf þín er höggafjöldinn sem þú færð í forgjafarkeppni. Hve mörg getur verið breytilegt í mismunandi afbrigðum keppni, og þeim er ætlað að skapa eins jafna möguleika í keppninni og unnt er.

EGA mælir með að leyfð forgjöf (í tvímenningi, fjórboltaleik og fjórmenningi) í höggleik og holukeppni sé þessi:

Höggleikur (einstaklingur) - Leikmaðurinn fær 100 % af leikforgjöf sinni.Höggleikur (fjórboltaleikur) - Hvor liðsmanna fær 90% af leikforgjöf sinni.Höggleikur (fjórmennings) - Lið fær 50% af samanlagðri leikforgjöf liðsmanna (0,5 er hækkað

upp).Holukeppni (tvímenningur) - Leikmaðurinn með hærri forgjöf fær allan mismun á leikforgjöf

leikmannanna tveggja.Holukeppni (fjórboltaleikur) - Leikmaðurinn með lægstu leikforgjöfina, sem verður að leika án

forgjafar, gefur hinum þremur leikmönnunum forgjafarhögg byggð á 90% af mismun á leikforgjöf.

Holukeppni (fjórmennings) - Liðið með hærri samanlagða leikforgjöf liðsmanna þiggur 50% af öllum mismun á samanlagðri forgjöf hvors liðs um sig (0,5 hækkar upp).

- 2

Page 8: Skráning forgjafar á golf.is

GILD UMFERÐ TIL FORGJAFARTil þess að umferð geti gilt til forgjafar eru það skilyrði að forgjafarskilyrði ríki. Þú getur leikið umferð og skráð skorið til forgjafar annað hvort í tengslum við gilda keppni eða sem æfingaskor (EDS), sjá hér á eftir: Umferðin verður að vera leikin á velli metnum samkvæmt vallarmatskerfi USGA, og vægið

verður að vera gilt. Umferðin verður að vera leikin samkvæmt golfreglum og viðurkenndum staðarreglum. Umferðin verður að vera leikin samkvæmt höggleiksreglum (skor talið sem Stableford punktar)

og með fullri leikforgjöf og skorið verður að vera skráð af viðurkenndum ritara.Viðbótarupplýsingar um gildar umferðir:Umferðir leiknar þar sem bætt lega gildir má einnig telja til forgjafarreiknings.Umferðir leiknar í fjögurra-bolta keppnum eða öðrum keppnum þar sem leikmaður er í liði með einum eða fleiri félögum má ekki nota til forgjafarreiknings.Takist þér ekki að skila skori vegna gildrar umferðar er vanskráð skor (NR) bókað fyrir þá umferð, og þetta kann að orsaka leiðréttingu eða ekki-leiðréttingu á forgjöf þinni, það veltur á ástæðunni fyrir að vanskráð var (NR). Forgjafarnefndin þín metur ástæðurnar í hverju einstöku tilfelli og tekur ákvörðun um leiðréttingu.

ÆFINGASKOR OG 9-HOLU SKORLeikmenn í forgjafarflokki (skilgreindum af golfsambandinu) mega skila æfingaskori, þ.e. skori skilað úr öðru en gildri umferð, samkvæmt eftirtöldum skilyrðum:Æfingaskor Þú verður að skrá nafn þitt á listann fyrir æfingaskor á golf.is áður en þú hefur leik, og í

skráningunni ættu að vera upplýsingar til að auðvelda meðferð skorsins þegar því er skilað, (þ.m.t. hvort umferðin sé 9 eða 18 holur). Að leik loknum verður þú að fá skorkortið staðfest af ritara þínum.

Forgjafarskilyrði gildi. Fyrir leikmenn í forgjafarflokki 1, gilda aðeins til forgjafar umferðir leiknar í keppni, þ.e.

æfingaskor eru ekki leyfð.9-holu skorEf þú tilheyrir forgjafarflokki 3, 4 og 5 (forgjöf 11.5 - 36.0) er þér einnig heimilt að skila skorum eftir 9 holu umferðir til forgjafarreiknings. En, mundu að: Þú verður að tilkynna að þú ætlir að leika 9 holu gilda umferð áður en þú hefur leik. Þú mátt aðeins tilkynna og skrá eina (1) 9 holu gilda umferð á dag.

EGA LEIKFORGJÖFLeikforgjöfin er sá fjöldi forgjafarhögga sem leikmaðurinn þiggur við leik af ákveðnum teigum leikins golfvallar. GRUNNFORGJÖF x (VÆGI/113) + (VALLARMAT-PAR) = LEIKFORGJÖFForgjafarreikningurTil forgjafarreiknings eru Stableford punktar veittir þannig miðað við PAR hverrar holu:

Nettóskor á holu ........................................................................................................ Punktar

Meira en eitt högg umfram PAR, eða vanskráð skor ................................................................. 0Eitt högg umfram PAR .......................................................................................................... 1PAR ................................................................................................................................... 2Höggi minna en PAR ........................................................................................................... 3Tveimur höggum minna en PAR ............................................................................................. 4Þremur höggum minna en PAR .............................................................................................. 5Fjórum höggum minna en PAR .............................................................................................. 6Leikmaðurinn verður að bæta 18 Stablefordpunktum við árangur 9 hola svo úr verði leiðrétt gild skor sem skrá má í forgjafarskrá hans.

- 3

Page 9: Skráning forgjafar á golf.is

BREYTINGAR Á FORGJÖFKerfið mun leiðrétta grunnforgjöf þína miðað við það skor sem þú skilar. Leiðréttingin tekur gildi strax eftir umferðina án tillits til hvort skorið hafi verið skráð í tölvukerfi (s.s. skor að heiman). Þér ber að vita grunnforgjöf þína hvenær sem er (sjá einnig “Sameiginlega ábyrgð” síðar).Þurfir þú hvorki að hækka né lækka forgjöf þína ert þú sagður hafa skilað skori á gráa svæðinu og í því tilfelli eru engar breytingar gerðar á forgjöf þinni. Gráa svæðið er þolmörkun aðeins neðan við forgjöfina, innan hvaða marka engar leiðréttingar eru gerðar.Skráðu alltaf skor úr gildri umferð, hvort sem þú hefur lækkað forgjöfina, hækkað hana eða leikið á gráa svæðinu. Þú ættir að skrá gild skor þín strax að lokinni umferð með því að skila skorkortinu til forgjafarnefndar staðarins eða annars svo sem golfklúbburinn mælir fyrir um. Í töflunni hér á eftir má sjá hin efri og neðri mörk fyrir Stableford punkta gráa svæðisins í hverjum hinna mismunandi forgjafarflokka. Ef þú skilar skori sem er lægra en gráa svæðið verður þú að hækka grunnforgjöf þína og ef þú skilar skori sem er ofan gráa svæðisins, yfirleitt 37 Stableford punktar eða fleiri, verður þú að lækka grunnforgjöf þína.

CBA – REIKNUÐ LEIÐRÉTTING GRÁA SVÆÐISINSStundum er golfumferð leikin við aðstæður sem ekki eru “eðlilegar” með tilliti til mats á vellinum, s.s. í afleitu veðri eða mjög erfiðri “uppsetningu” vallar, en innan EGA forgjafarkerfisins má samt nota slíka umferð til forgjafarreiknings, að því tilskyldu að öllum öðrum forgjafarskilyrðum fyrir gilda umferð hafi verið fullnægt. En þegar aðstæður eru “óeðlilegar” að því marki að það væri ósanngjarnt að láta árangurinn hafa áhrif á forgjöf leikmanns ætti að taka tillit til þess til mótvægis. Í EGA forgjafarkerfinu er vísað til þessarar jöfnunar sem reiknaðrar leiðréttingar á gráa svæðinu (CBA).Við útreikning CBA er almennur árangur leikmannanna með tilliti til gráa svæðisins borinn saman við reiknaðan væntanlegan árangur leikmannanna við “eðlilegar” aðstæður, og sé árangurinn utan ákveðinna settra marka, er gráa svæði hvers einstaks leikmanns lagfært. Leiðréttingin getur leitt af sér (i) hækkun (sé almennur árangur miklu betri en búist var við) eða (ii) lækkun (sé almennur árangur miklu verri en búist var við), miðað við þau mörk sem leyfð voru til að teljast innan gráa svæðisins. Á hinn veginn getur það skeð að skilyrðin séu svo afleit að árangurinn geti aðeins gilt til lækkunar forgjafar. CBA verður að beita áður en forgjafarleiðréttingar eru reiknaðar út.CBA gildir í 18 holu gildum keppnum aðeins, þ.e. ekki fyrir 9 holu skor aða æfingaskor (EDS). Tilgangurinn með CBA er að innleiða enn einn þátt sanngirni í EGA forgjafarkerfið.Einstakir leikmenn þurfa ekki að áhyggjur af CBA útreikningnum sem ætti að framkvæmast sjálfvirkt af kerfinu sem útdeilir forgjöf.

SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ – LEIKMAÐURINN OG FORGJAFARNEFND KLÚBBSINSTil þess að tryggja rétta og skilvirka beitingu forgjafar EGA forgjafarkerfisins er það frumskilyrði að allir viðriðnir það axli ábyrgð fyrir sanngjarnri veitingu forgjafar. Sérhver leikmaður er á endanum ábyrgur fyrir sinni forgjöf og fyrir sérhverjum breytingum á henni eftir hverja gilda umferð. Auk þess, munið eftirfarandi:

Þú verður að skila minnst fjórum (4) skorum úr gildum keppnum á ári hverju til að viðhalda gildri EGA forgjöf. En því fleiri því betra – vendu þig á að skila alltaf gildu skori.

Það er góð hugmynd að tilkynna óvenju góð skor sem ekki telja til reiknings forgjafar. Láttu forgjafarnefndina í golfklúbbnum vita.

Forgjafarflokkur

EGA grunn-forgjöf

Grátt svæði Stableford -punktar neðan

svæðisins:Hækki

aðeins um:

Draga frá fyrirhvern

Stableford -punkt ofansvæðisins

18 holuskor

9 holuskor

1 plús – 4.4 35 – 36 – 0.1 0.1

2 4.5 – 11.4 34 – 36 – 0.1 0.2

3 11.5 – 18.4 33 – 36 35 – 36 0.1 0.3

4 18.5 – 26.4 32 – 36 34 – 36 0.1 0.4

5 26.5 – 36.0 31 – 36 33 – 36 0.2 0.5

- 4

Page 10: Skráning forgjafar á golf.is

Forgjafarnefndin í golfklúbbnum er ábyrg fyrir réttri beitingu forgjafarkerfisins í golfklúbbnum. Snúðu þér til forgjafanefndarinnar í klúbbnum ef þú heldur að þú sért með ranga forgjöf (þ.e. forgjöf sem er annað hvort of há eða lág). Forgjafarnefndin hefur vald til að leiðrétta grunnforgjöf sérhvers leikmanns, sérstaklega í tengslum við hina árlegu endurskoðun forgjafar, og hún ætti að nota þetta vald í undantekningartilfellum, einnig á tímabilinu milli árlegra endurskoðunar forgjafar ef þörf krefur.

ÁRLEG ENDURSKOÐUN FORGJAFAR – VIRK OG ÓVIRK FORGJÖFÁ hverju ári, í lok leiktímabilsins, verður forgjafarnefndin að endurskoða grunnforgjöf allra leikmannanna. Til þess að þín forgjöf verði endurskoðuð verður þú að hafa skilað minnst fjórum (4) gildum skorum. Þú telst þá vera með virka forgjöf og gjaldgengur til keppni þar sem krafist er EGA forgjafar til þátttöku. Með því að nota minnst átta (8) gild skor (ef þörf krefur einnig frá fyrra ári) sem grunn til að meta árangur þinn í golfleik má lagfæra forgjöf þína með hækkun eða lækkun, eða halda henni óbreyttri, sem niðurstöðu endurskoðunarinnar.Ef þú skilar þremur (3) eða færri gildum skorum telst þú vera með óvirka forgjöf þar sem hún sé byggð á ófullnægjandi upplýsingum til að framkvæma endurskoðun forgjafar;í því tilfelli telst þú ekki gjaldgengur til keppni þar sem krafist er EGA grunnforgjafar, en þú getur samt leikið almennt golf.Að lokum, munið (i) að golf er skemmtilegra ef allir gera skyldu sína, og huga vel að forgjöf sinni og (ii) að forgjöfin sýnir leikhæfni þína – hún er ekki stöðutákn.

Frekari upplýsingar og svör við spurningum sem snerta beitingu EGA forgjafarkerfisins má finna á netslóðinni www.golf.is/forgjof

SPURT OG SVARAÐ

Hvað þarf að skrá marga hringi til að fá „rétta“ forgjöf? Með aðeins þrjú til fjögur gild skor á ári er ekki hægt að átta sig vel á getu leikmanns. Leikmaðurinn fær samt virka forgjöf en hún segir ekki mikið. Samkvæmt tölfræði gefa fjögur gild skor möguleika á að greina getu leikmanns með +/- 4 högga nákvæmni. Með sjö gildum skorum fæst nákvæmni upp á +/- 3 högg en eitt gilt skor er ekki marktækt til greiningar.Eftir því sem leikmaður skilar inn fleiri gildum skorum þeim mun réttari er forgjöfin. Þess vegna býður forgjafarkerfið upp á nokkra möguleika á að skila inn gildum skorum. 9 holu mót til forgjafar (tímanlega séð auðveld í framkvæmd) Æfingaskor (Svo lengi sem þær eru réttar!) Gild skor í keppni

Hvernig fæ ég mína fyrstu forgjöf?Samkvæmt EGA forgjafarreglunum þarf að vera meðlimur í klúbbi innan GSÍ. Skila verður minnst þremur Stableford skorum sem uppfylla forgjafarskilyrði, 18 eða 9 hola inn til klúbbsins. Það besta af þessum Stablefordskorum notar klúbburinn til þess að reikna út fyrstu forgjöf.

Hvernig fæ ég nákvæma og rétta forgjöf?Það mikilvægasta fyrir forgjafarkerfið eru nýleg og rétt skor og forgjafir. Það þýðir líka að ef fá gild skor eru á bakvið forgjafarkerfið þá verður það ónákvæmara og virkar ekki sem skildi. „Því fleiri skor því betra“ en auðvitað við gefin forgjafarskilyrði.

Er ég með gilda forgjöf ef ég er ekki skráður í golfklúbb?Nei, þú verður að vera skráður í golfklúbb.

Get ég „fryst“ forgjöfina ef ég ætla að hætta í golfklúbbi tímabundið?Nei, það er ekki hægt. Ef þú ert ekki meðlimur í golfklúbbi þá hefur þú ekki forgjöf. Ef þú ert utan við golfklúbb í minna en 12 mánuði þá heldurðu forgjöfinni að öllu óbreyttu. En séu það meira en 12 mánuðir þá verður þú að skila inn þremur eða fleirum gildum skorum til klúbbsins. Forgjafarnefnd klúbbsins mun síðan meta hvort leiðrétta þurfi „gömlu“ forgjöfina.

- 5

Page 11: Skráning forgjafar á golf.is

- 6

Hefur röng forgjöf kylfings áhrif á aðra kylfinga?Oft heyrir maður að kylfingur sem er með of lága forgjöf miðað við getu sé bara að skemma fyrir sjálfum sér, þar sem hann á þá minni möguleika á vinna með forgjöf. Það er rangt því kylfingur með of lága eða of háa forgjöf miðað við getu er að skemma fyrir öllum í forgjafarkerfinu.Dæmi: Kylfingur með of lága forgjöf miðað við getu Leikmaðurinn á nánast aldrei möguleika að vinna til verðlauna með forgjöf og er því að skemma fyrir sjálfum sér. En hann hefur einnig áhrif á heildarútreikning á mótinu. Og ef margir kylfingar með of lága forgjöf miðað við getu taka þátt í móti þá virkar það óbeint neikvætt á alla þá sem eru með „rétta“ forgjöf. Því þegar mótið er gert upp og CBA útreikningur sýnir að það eru óeðlilega mörg skor undir gráa svæðinu þá leiðréttir hann mótið með því að færa til gráa svæðið og jafnvel svo mikið að láta hringinn gilda bara til lækkunar. Þó svo að nauðsynlegt hefði verið að leiðrétta mótið og þessi hópur hefði fengið hækkun. Niðurstaðan verður því að enn fleiri verða með ranga forgjöf!Dæmi: Kylfingur með of háa forgjöf miðað við getu Leikmaðurinn virðir ekki að allir ættu að hafa sömu möguleika á að vinna til verðlauna með forgjöf. Möguleikar hans á vinna til verðlauna eru meiri en kylfinga með „rétta“ forgjöf. Á sama tíma hefur hann áhrif á heildarútreiknings mótsins því að ef margir kylfingar eru í mótinu með of háa forgjöf þá mun það bitna óbeint á öllum. Því þegar CBA er reiknað og það kemur í ljós að of margir kylfingar eru með há skor, getur mótið fengið leiðréttingu. Sem þýðir að allir í mótinu fá ranga leiðréttingu og þar af leiðandi ranga forgjöf.

Gilda forgjafarskilyrði þótt fjarlægðarmælar séu notaðir?Golfreglurnar banna notkun fjarlægðarmæla nema að þeir séu leyfðir með staðarreglu, sjá aths. við R14-3 í Golfreglum. En jafnvel án staðarreglu telst forgjafarskilyrðum fullnægt þótt fjarlægðarmælar séu notaðir í gildri keppni eða í æfingahring til forgjafar. Þannig að skorið verður talið með til forgjafarreiknings, þótt keppandi sæti frávísun fyrir brot á Reglu 14-3 fyrir að nota fjarlægðarmæli þegar það er bannað.

Gilda forgjafarskilyrði þegar vallarstarfsmenn hafa unnið að viðhaldi vallarins á meðan á keppni stendur?Það er óæskilegt að viðhaldsvinna fari fram á meðan á keppni stendur.En, þegar slíkt skeður og nefndin hefur ekki brugðist við, svo sem með því að fresta eða aflýsa keppninni, ættu skorin að teljast skilað við forgjafarskilyrði. Skorn verða því talin með til forgjafarreiknings.

Ætti ég að ná 36 punktum nettó í hverjum leiknum hring?Margir kylfingar halda að eðlilegt sé að ná 36 punktum að meðaltali á hverjum hring sem þeir leika. En samkvæmt forgjafarkerfinu er litið á að ná 36 punktum sem óvenjulega gott skor. Að jafnaði er meðaltal nettó punkta kylfings sem er nokkuð stöðugur milli 28 og 34, en breytilegt eftir grunnforgjöf.

Evrópumeðaltals Stablefordskor (EASS) fyrir forgjafarflokka hefur verið reiknað út. Þessir punktar voru ákvarðaðir með notkun gagna frá mörgum golfsamböndum. Hér til vinstri eru meðaltal nettó Stableford punkta á áveðnu forgjafarbili.Þessar tölur eru eins hjá öllum kylfingum í Evrópu og eru staðfestar úr mótum. Eins og sést þá telst ekki eðlilegt að þeir „bestu“ nái að meðaltali 36 punktum heldur þremur punktum minna eða 33.Samkvæmt tölfræðinni eru líkurnar að ná skori á gráa svæðinu eða betra milli 30 – 40 prósent. Það væri því hægt að segja að stöðugur kylfingur leikur 1 af hverjum 3 hringjum á gráa svæðinu

eða betra. Og skor sem leiðir til lækkunar væri eðlilegt á hverjum sjötta til tíunda hring. Kylfingur sem er alltaf að lækka forgjöfina telst ekki stöðugur fyrr en hann er kominn með forgjöf sem hann er að leika í kringum.

Forgjöf EASS< 4,4 33

4,5 – 8.0 32,58,1 – 11,4 32

11,5 – 15,0 31,515,1 – 18,4 3118,5 – 26,4 30,5

Page 12: Skráning forgjafar á golf.is

- 7

Árleg endurskoðun forgjafar Það er verkefni forgjafarnefndar klúbba að fylgjast vel með forgjöf klúbbfélaga yfir sumartímann og gera viðeigandi breytingar á forgjöf leikmanns ef þeir telja svo. En einu sinni á ári verður nefndin að framkvæma árlega endurskoðun forgjafar. Þessi endurskoðun fer fram í janúar/febrúar. Forgjafarnefndin styðst við útreikning úr tölvukerfi GSÍ á golf.is, en kerfið sýnir nefndinni þá kylfinga sem ættu að fá leiðréttingu á sinni forgjöf. (sjá grein 3.15 í EGA forgjafarkerfinu).Hjá ca. 90% klúbbfélaga sem hafa skilað þremur eða fleirum gildum skorum á árinu verður engin breyting á forgjöf. Um 10% klúbbfélaga fá hins vegar leiðréttingu. Forgjöfin hækkar hratt; t.d vegna veikinda, aldurs eða meiri vinnuálags. Forgjöfin lækkar hratt, t.d. vegna þess að viðkomandi er mikill íþróttamaður.

Þeir kylfingar sem teljast ekki mjög virkir eða þeir sem skila færri en fjórum gildum skorum á ári fá ekki árlega endurskoðun. Þessi hópur verður merktur sem óvirkur. Forgjafarkerfið sem slíkt er í raun þróað fyrir þá kylfinga sem uppfylla skilyrði kerfisins og það gera óvirkir kylfingar ekki.

Virk eða óvirk forgjöf Til að tryggja sanngirni og samræmi í golfíþróttinni eru allir kylfingar ábyrgir fyrir því að vera með nýlega uppfærða og „virka“ forgjöf. Hægt er að sjá hversu uppfærð forgjöf kylfings er með því að skoða forgjafaryfirlitið hans. Til að tryggja að allir hafi sömu vinningsmöguleika í mótum getur klúbbur sett þær reglur að keppendur verði að vera með virka forgjöf til að vinna til verðlauna. Hugsunin á bak við þetta er ekki að refsa þeim með óvirku forgjöfina, heldur tryggja öllum sömu vinningsmöguleika.Og þar sem kylfingar með virka forgjöf fá árlega endurskoðun en þeir með óvirka ekki þá verður að meðhöndla þá öðruvísi.

CBA – hvers vegna?CBA = REIKNUÐ LEIÐRÉTTING GRÁA SVÆÐISINS (Computed Buffer Adjustment)Kylfingur sem ætlar að leika til forgjafar fær úthlutaða „leikforgjöf“ (vallarforgjöf). Sú leikforgjöf sem hann fær úthlutað er háð tveimur þáttum: 1. grunnforgjöf kylfingsins2. því vallarmati sem völlurinn hefur.Ef þessi tvö atriði eru rétt þá er leikforgjöfin það líka sem kylfingurinn fær úthlutað. Ef grunnforgjöf er röng þá eru möguleikar á að leiðrétta hana (t.d. við árlega endurskoðun)Þær mögulegu breytinar á erfiðleika vallarins dag frá degi er ekki hægt að festa í vallarmati. Vallarmatið byggir á eðlilegu ástandi vallarins og mældri lengd.Ef klúbburinn breytir lengd á brautum til frambúðar þá þarf að meta völlinn aftur og þá fær hann nýtt vallarmat. En það eru líka hlutir sem geta breytt lengd vallarins tímabundið sem geta ekki verið teknir inn í vallarmatið. Sem dæmi:

1. Það rigndi alla nóttina; Rúll á brautum = „Núll“2. Langur þurrkatími veldur því að boltinn rúllar lengra.3. Teigmerki voru sett þannig niður að völlurinn styttist um 80 metra miðað við mælda lengd frá

varanlegu teigmerkjunum.4. Færslur eru leyfðar.5. Allar flatir eru gataðar.6. Einhverra hluta vegna var ekki hægt að slá karga og flatir.7. Óeðlilega mikill kargi var sleginn8. O.s.frv.

Allir þessir hlutir hafa áhrif á hversu erfiður völlurinn er viðureignar og ættu þar af leiðandi að hafa áhrif á leikforgjöfina, en gera það ekki. Ef maður ímyndar sér bestu lausnina þá væri hún að gefa út vallarmat dagsins. En þar sem þessi „fullkomna“ lausn væri illviðráðanleg þá er þetta leyst með því að bera saman frammistöðu kylfinga miðað við reiknaðan væntanlegan árangur þeirra við eðlilegar aðstæður. Frávikið er síðan notað til að jafna út léttar eða erfiðar aðstæður vallarins. Þetta virkar vel svo lengi sem grunnforgjöf kylfinga er rétt.

Page 13: Skráning forgjafar á golf.is

- 8

Grunnurinn að góðu forgjafarkerfi er að kylfingar reyna eftir bestu getu að leika hverja holu á sem bestu skori og fari eftir golfreglunum. Einnig er farið fram á það að kylfingar skili inn sem flestum gildum skorum til forgjafarreiknings þar sem það gefur réttustu mynd af getu hans. Ástand vallar sem er óeðlilega léttur eða erfiður verður leiðréttur með CBA.

Verður forgjöfin hækkuð ef ég hef hvorki leikið í mótum né skilað inn skori úr æfingahringjum í heilt ár?Nei. Að hækka forgjöf getur ekki talist refsing þar sem viðkomandi kylfingur ætti meiri möguleika á að vinna til verðlauna í punktakeppni. Kylfingurinn heldur þessari forgjöf þangað til hann hefur skilað inn þremur eða fleiri skorum svo að forgjafarnefnd geti gert sér grein fyrir getu hans. Forgjafarnefnd klúbbsins ákveður síðan hvort hún sé rétt svona eða krefjist leiðréttingar.

Má forgjafarnefnd klúbbsins leiðrétta hjá mér forgjöfina?Já, það er meira að segja hennar hlutverk að sjá til þess að kylfingarnir í klúbbnum séu með rétta forgjöf. Forgjöfin er ekki „eign“ kylfingsins heldur á að segja til um getu hans á hverjum tíma.

Eru allir atvinnukylfingar með núll (0) í forgjöf?Nei, atvinnukylfingar eru ekki með neina forgjöf. Forgjöfin er notuð til að reikna út nettóskor en kröfur á atvinnukylfinga eru meiri en það. Hjá atvinnukylfingum er einungis talað um brúttóskor.

Er það rétt að á vetrarflötum sé hægt að nota skor bara til lækkunar á forgjöf þar sem vallaraðstæður eru slæmar?Nei. Ef leikið er á einni eða fleirum vetrarflötum þá gildir ekki útgefið vallarmat. Þar af leiðandi er ekki hægt að nota slík skor til forgjafar.

Hverjar eru helstu ástæður þess að í golfi eru áhugamannaréttindi?Reglur um áhugamannaréttindi hafa verið endurskoðaðar alveg frá árinu 1885. Grunnhugsunin er sú að áhugamaður á að leika golf sér til gamans en ekki út frá peningaverðlaunum eða fjárhagslegum ávinningi. Það eru tvö atriði sem golfíþróttin hefur sem flestar aðrar íþróttir hafa ekki. Golf er leikið að mestum hluta án umsjónar dómara og svo er til forgjafarkerfi. Ef peningaverðlaun væru há fyrir áhugamenn þá gæti það leitt til þess að erfitt væri að framfylgja reglum svo að einhver gæti ekki misnotað þær. Með áhugamannaréttindum vilja golfsambönd verja að golfið verði ekki bara drifið af fjárhagslegum ávinningi.

Hvað gerist ef áhugamaður vinnur bíl í verðlaun eftir að hafa farið holu í höggi?Það gerist ekkert og kylfingurinn missir ekki áhugamannaréttindin og forgjöfina eins áður var tilfellið. Það er ný og breytt golfregla um verðlaun fyrir að fara holu í höggi sem tók gildi 2012, og nú má greiða út í peningum og engar takmarkanir eru á þeirri upphæð.

Af hverju ættu kylfingar að leika til forgjafar?Af því að forgjöf er ekki stöðutákn heldur á hún að endurspegla raunverulega getu kylfings á hverjum tíma. Forgjöf á ekki að vera alltaf „besti árangur“ og þannig óbreytt þar til kylfingur nær næst draumahring.

Skráning á æfingaskori á golf.is

skráningu í rástíma á golf.is hvort þú ætlir að leika 9 eða 18 holur til forgjafar. Hjá þeim klúbbum sem ekki bjóða upp á rástímaskráningu á netinu kemur upp einföld skráningarsíða þar sem kylfingur tilkynnir að hann sé að fara leika til forgjafar.

það strax í tölvu í klúbbhúsi eða þú merkir við á golf.is hver skrifarinn var og hann fær tilkynningu senda í tölvupósti að hann þurfi að staðfesta skorið þitt. Eins kemur þessi tilkynning upp þegar skrifari skráir sig inn á golf.is. Þegar skrifari hefur staðfest, þá mun skorið gilda til forgjafar.

Ef tilkynntur forgjafarhringur skilar sér ekki inn á golf.is eða skrifari staðfestir ekki innan 24 tíma þá færðu sjálfkrafa hækkun upp á 0.1 (0.2 í forgjafarflokki 5) punkta.

Page 14: Skráning forgjafar á golf.is
Page 15: Skráning forgjafar á golf.is