26
Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin Reykjavík 2001 Sk‡rslur Árbæjarsafns 88

Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir

Húsakönnun

Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Reykjavík 2001

Sk‡rslur Árbæjarsafns 88

Page 2: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Unni› a› bei›ni Borgarskipulags Reykjavíkur vegna deiliskipulagsvinnu. Kort: Björn Ingi Edvardsson, Borgarskipulagi Reykjavíkur. Árbæjarsafn Reykjavík, 12. desember 2001 © Árbæjarsafn Páll V. Bjarnason arkitekt, deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafns og Helga Maureen Gylfadóttir sagnfræ›ingur. Sk‡rslur Árbæjarsafns 88 Öll réttindi áskilin.

Page 3: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Formáli

Hér fer á eftir rannsókn á núverandi byggð á reit 1.132.1 í vesturbæ Reykjavíkur, sem afmarkast af Vesturgötu, Norðurstíg, Tryggvagötu og Grófinni. Þessi húsakönnun er unnin að beiðni Borgarskipulags Reykjavíkur í samræmi við skipulagslög vegna gerðar deiliskipulags á svæðinu. Ekki er um að ræða tæmandi sögulega úttekt á viðkomandi svæði, en þó er skoðað hvaða hús hafa verið byggð á svæðinu í gegnum árin og verið flutt eða rifin. Sú rannsókn er nauðsynleg til að átta sig á samhengi byggðarinnar og þróun svæðisins.

Við mat á gildi byggðarinnar til varðveislu var stuðst við Húsverndarskrá Reykjavíkur, sem gefin var út sem þemahefti með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 – 2016 (Húsvernd í Reykjavík, svæðið innan Snorrabrautar/Hringbrautar) og riti Húsafriðunarnefndar ríkisins, Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannanna. Þar sem Húsverndarskráin er ekki að öllu leyti byggð á rannsóknum heldur á fyrirliggjandi gögnum og úttekt byggðarinnar á staðnum, er nauðsynlegt að gera breytingar eftir nákvæmari húsakönnun. Á þessum reit eru gerðar eftirfarandi breytingar á Húsverndarskrá Reykjavíkur. Gerð er leiðrétting á húsinu Tryggvagötu 10, sem verður í appelsínugulum flokki, enda byggt fyrir 1918 og einnig syðstu byggingunni á þeirri lóð, sem nú er í dökkgulum flokki en verður í ljósgráum lit þar sem hún er byggð árið 1962. Gerð er tillaga um að húsin Vesturgata nr. 16 og Grófin 1 verði í dökkgulum flokki sem hluti af götumynd Vesturgötu og Grófar. Þetta þýðir að breyta þarf skilgreiningu í Húsverndarskrá um þessa götumynd, þar sem tvö steinsteypt hús koma inn í götumyndina. Skilgreiningin gerir nú einungis ráð fyrir timburhúsum.

Allt svæðið nýtur verndar í ljósgulum flokki, þ.e. verndun byggðamynsturs. Að auki er nánast öll húsaröðin við Vesturgötu vernduð sem götumynd, þ.e. í dökkgulum flokki utan eins húss sem er húsið nr. 16. Eitt hús fellur undir rauðan flokk, þ.e. um friðun húsa. Það er Gröndalshús að Vesturgötu 16 b. Fjögur hús falla síðan undir flokk húsa sem byggð eru fyrir 1918 (appelsínugulur flokkur), samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur. Um hús í appelsínugulum flokki gildir að þau eru háð lögum um húsafriðun um allar breytingar á núverandi ástandi. Taka ber fram að þó að þau tilheyri ekki neinum skilgreindum verndunarflokki er ekki sjálfgefið að hús í appelsínugulum flokki hafi ekki varðveislugildi og megi því skilyrðislaust missa sín. 20. desember 2001, Páll V. Bjarnason arkitekt, deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafns.

1

Page 4: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Saga Hér fer á eftir byggingarsöguleg úttekt á staðgreinireit 1.132.1 í Reykjavík.

Staðsetning Reiturinn afmarkast af Vesturgötu, Norðurstíg, Tryggvagötu og Grófinni. Vestari

hluti þessa reits tilheyrði áður Hlíðarhúsalandi en heimildir segja af byggð í landi Hlíðarhúsa frá því um 1500. Norðan til var áður fjaran og sum húsanna standa á uppfyllingu. Á sumum lóðanna stóðu hús áður, en á þessu svæði var einnig byggð torfbæja.

Húsagerð og aldur

Húsagerðin er blönduð, þó timburhús séu fleiri. Þau eru átta, steinsteypt hús eru fjögur og hlaðin steinhús tvö. Álitamál er þó hvað beri að telja sérstök hús og hvað viðbyggingar í sumum tilfellum.

Elstu húsin eru Vesturgata 10 sem reist var árið 1879 og Vesturgata 14, Félagsbakaríið, sem var reist árið 1881. Bæði eru þau einlyft , með risi og kjallara og lítið breytt. Einu ári síðar eða 1882 voru byggð þrjú timburhús. Þau eru hús Björns Kristjánssonar að Vesturgötu nr. 4, verslunarhús Geirs Zoëga að Vesturgötu 6 og Vesturgata 16b, Gröndalshús, en það er að mestu í sinni upprunalegu mynd. Á árunum 1899 - 1904 voru síðan byggð hin þrjú timburhúsin: Vesturgata 10a, Tryggvagata 12 (Exeter) og Tryggvagata 14 (Schauhús). Tvö hin síðarnefndu töldust áður til Vesturgötu.

Hlöðnu steinhúsin eru byggð á fyrstu árum 20. aldar. Sláturhúsið að Tryggvagötu 10 er byggt úr grásteini og „Steinars”-steini. Tryggvagata 18 er einnig úr grásteini og var byggt árið 1919. Elsta steinsteypta húsið er byggt árið 1916 og hin þrjú á árunum 1927 - 1940. Aðeins eitt steinsteypuhúsanna er reist á grunni eldra húss á lóðinni en það er Vesturgata 12. Steinhúsin eru frekar merki um þéttingu byggðar á reitnum og eru hluti af nýja hafnarsvæðinu eftir að uppfylling hófst við ströndina.

Ef myndir af strandlengjunni frá því um og eftir 1900 eru skoðaðar sést að húsin sem stóðu við strandlengjuna þá, standa að miklu leyti ennþá. Þar má sjá Vesturgötu 4, Verslun Björns Kristjánssonar, hús Geirs Zoëga að Vesturgötu 6 og 8, Gröndalshúsið að Vesturgötu 16 b, Tryggvagötu 10, Exeter að Tryggvagötu 12 og Schauhús að Tryggvagötu 14. Þessi heildarmynd hefur þó riðlast með uppfyllingunni og nýjum húsum á svæðinu.

Breytingar

Timburhúsabyggðin við Vesturgötu er enn mjög heilleg. Húsin sem við hana standa hafa ekki verið hækkuð og flest húsin halda sínum upprunalega stíl ef frá eru taldar breytingar á Vesturgötu 6 og 8. Gröndalshúsið, Vesturgata 16b, er mjög sérstakt að byggingarlagi og er óbreytt að kalla. Þegar Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson gerðu úttekt á varðveislu gamla borgarhlutans á árunum 1967-70 var þetta eitt af húsunum sem þeir töldu að ætti að varðveita á safni. Júlíana Gottskálksdóttir fjallar einnig um þetta hús í riti sínu Reykjavíks Köbstadbebyggesle og leggur til að það verði látið standa á sínum upprunalega stað. Í þessari húsakönnun er farið fram á að húsið verði flutt í Árbæjarsafn ef það þarf að víkja af lóðinni.

2

Page 5: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Misjafnt er hve miklu hefur verið breytt í húsunum frá byggingu þeirra. Á sumum hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á meðan önnur eru nær óþekkjanleg frá sinni fyrstu gerð.

Ekki er mikið af skúrum á reitnum, en þeir eru þó til á baklóðum og sem viðbyggingar, aðallega vestanmegin á reitnum og er nokkuð þröngt byggt þar. Eflaust yrði hægara um vik að komast um á þessum slóðum, ef stígurinn milli Vesturgötu og Tryggvagötu væri opnaður á ný.

Höfundar

Ekki er vitað hver teiknaði neitt af timburhúsunum upphaflega. Nokkrar teikningar af breytingum eru þó til, og á fyrri hluta aldarinnar ber þar hæst Einar Erlendsson og Guðmund H. Þorláksson. Guðmundur Eiríksson tengdist líka breytingum á húsum Geirs Zoëga. Steinsteyptu bygginguna í Grófinni 1 teiknaði Einar Erlendsson og Guðmundur H. Þorláksson teiknaði Vesturgötu 16. Hafliði Jóhannsson teiknaði steinsteypta húsið að Vesturgötu 12 og Valgeir Björnsson Tryggvagötu 16.

Saga reitsins

Á þessum reit höfðu allar helstu atvinnugreinarnar fulltrúa sína, verslun, þjónusta, handiðnaður, útgerð og slátrun. Einnig var búið í nær öllum húsunum, aðallega á efri hæðunum. Örfá hús voru eingöngu notuð til íbúðar.

Þetta svæði ber þessi merki hvar það er staðsett í bænum. Þarna er athafnastarfsemi sem tengist miðbænum og sjónum. Hús Geirs Zoëga halda enn uppi merki þeirrar miklu útgerðar sem þarna var rekin í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Geir Zoëga var einn af frumkvöðlum í þilskipaútgerð í Reykjavík. Hann rak einnig verslun og átti líka bryggju neðan við hús sín. Hús Geirs eru ekki aðeins til minnis um hans þátt í bæjarlífinu, heldur og um skútuútgerðina sem slíka og Grófina sem mikilvægt athafnasvæði um síðustu aldamót.

Það hús sem er næst miðbænum er Verslun Björns Kristjánssonar, stofnsett 1888. Um 1870 voru flestar verslanir bæjarins við Hafnarstræti og engin verslun vestar en Glasgow, sem stóð aftan við Vesturgötu 5. Verslun Björns, VBK, var sérverslun með leður í byrjun en fór seinna að versla með vefnaðarvörur. VBK var lengi eina sérverslunin með ritföng og varð einna þekktust fyrir það. Sérverslanir urður ekki ráðandi verslunarform fyrr en um og eftir aldamótin 1900.

Að Vesturgötu 14 var lengst af rekið bakarí og í viðbyggingu við það hús var seld mjólk. Einnig var mjólkurbúð í Merkisteini, steinhlöðnu húsi sem nú hefur verið byggt við og ofan á. Beint niður undan Merkisteini og bakaríinu bjó svo steinsmiðurinn Júlíus Schau. Hann lét talsvert að sér kveða í þeirri iðngrein og kenndi mörgum Íslendingum iðnina. Svo var það járnsmiður sem byggði Vesturgötu 16b og rak þar smiðju í nokkur ár.

Tryggvagata 10 tengist bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Húsið var reist sem sláturhús árið 1906. Það varð seinna frægt fyrir að hýsa Fiskhöllina, og algengara að fólk þekki húsið vegna hennar en sláturhússins sem þar var fyrst. Nafngiftir gatnanna

Nafngiftir gatnanna sem hér um ræðir eiga rætur sína að rekja víða.

3

Page 6: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Vesturgata

Gata sem lá frá Reykjavík vestur að Hlíðarhúsabæjunum fékk fljótlega nafngiftina Hlíðarhúsastígur og lá á svipuðum slóðum og Vesturgata gerir nú. Brekkan neðst á Vesturgötu, við hús Geirs Zoëga var kölluð Geirsbrekka. Þó að Vesturgötu hafi formlega verið gefið nafnið Læknisgata árið 1848 náði það nafn ekki teljandi fótfestu og Vesturgötunafnið varð ofan á. Hún er fyrst nefnd í manntali árið 1888. Tryggvagata

Tryggvagata er nefnd eftir Tryggva Gunnarssyni bankastjóra og alþingismanni sem var atkvæðamikill í Reykjavík um aldamótin 1900. Gatan varð til á uppfyllingunni sem gerð var við hafnargerðina 1913-1917. Nafnið var samþykkt í bæjarstjórn árið 1923.

Grófin

Nafnið Grófin á sér langa sögu. Frá Vesturgötu 4 og austan við það hús var fram á þessa öld bátavör eða fjara en beggja vegna tóku við klappir og urð. Grófin var nefndur vestasti krikinn sem gekk inn í þessa fjöru og náði upp undir Vesturgötu. Hún var nokkurn veginn á svæðinu á milli Vesturgötu 2 og 4. Talið er að allt frá upphafi byggðar í Reykjavík hafi verið þarna uppsátur fyrir báta Víkurmanna, Hlíðarhúsamanna og Grjótamanna. Grófin var sá útróðrarstaður sem mest var notaður í Reykjavík. Norðurstígur

Norðurstígur liggur frá Vesturgötu og niður að Tryggvagötu þar sem fjaran var áður. Götunnar er fyrst getið í manntali árið 1898 og dregur nafnið af stefnu hennar í átt að sjónum.

4

Page 7: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

5

Varðveislumat

Við mat á varðveislugildi byggðar er stuðst við tillögur Húsverndarnefndar Reykjavíkur um verndun byggðar innan Snorrabrautar/Hringbrautar, (Húsverndarskrá Reykjavíkur) sem gefnar voru út í þemahefti með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 – 2016 og ritinu Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannanna. Til umfjöllunar er reitur í vesturbæ, st. gr. 1.132.1, sem afmarkast af Vesturgötu, Norðurstíg, Tryggvagötu og Grófinni. Við Vesturgötu, einkum neðanverða standa hús frá seinni hluta 19. aldar sem ber að varðveita, bæði vegna heillegrar götumyndar og vegna sögulegra tengsla við atvinnustarfsemi í Reykjavík. Á baklóð Vesturgötu 4 er að finna hlaðna stétt, sem líklega er hluti af bólverki eða hlöðnum kanti sem þar var í öndverðu. Þessa stétt ber að vernda og rannsaka nánar. Einnig ber að hafa í huga að rannsaka fleiri baklóðir Vesturgötu, t.d. neðan við nr. 6 – 8 með tilliti til fornminja. Ekki er lögð til sérstök verndun á hús í appelsínugulum flokki, en þau njóta verndar samkvæmt lögum um húsafriðun 104/2001. Tilveruréttur þeirra er ótvíræður og skoða þarf vandlega hvað koma á í stað þeirra komi til þess að þau þurfi að víkja. HÚSVERNDARSKRÁ REYKJAVÍKUR. Varðveislumat húsa í staðgreinireit 1.132.1 RAUÐUR FLOKKUR: Hús sem huga ber að friðun á. Vesturgata 16b, Gröndalshús. Sérstakt, vel varðveitt timburhús með sérstöku byggingarlagi.

Húsið hefur sögulegt gildi þar sem Benedikt Gröndal skáld bjó þar um tíma. Óskað hefur verið eftir því að fá húsið í Árbæjarsafn ef það þarf að víkja af lóðinni.

Hlíðarhús b. Eini steinbærinn sem eftir á svæðinu og er byggður upp úr eldri bæ, sem var hluti af Hlíðarhúsabæjunum.

LJÓSGULUR FLOKKUR: Verndun byggðamynsturs. Vesturgata, Norðurstígur, Tryggvagata og Grófin. Allur reiturinn er þannig merktur og er þarna um að ræða byggð með margbreytilegum húsagerðum þar sem litlar grunneiningar eru ráðandi. Þetta er nokkuð vel varðveitt byggð timburhúsa með mikið gildi til varðveislu. Mikilvægt er að allar breytingar á núverandi ástandi taki mið af stærðarhlutföllum húsa og falli vel inn í byggðamynstrið.

Page 8: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

6

DÖKKGULUR FLOKKUR: Verndun götumynda, húsaraða og húsa með umhverfislegt gildi. Vesturgata 4 Timburhús með mikið menningarsögulegt og umhverfislegt

gildi. Vesturgata 6 & 8 Timburhús með mikið menningarsögulegt og umhverfislegt

gildi. Vesturgata 10 Timburhús með umhverfislegt gildi. Vesturgata 10a Timburhús með umhverfislegt gildi. Vesturgata 14 Timburhús með umhverfislegt gildi. Vesturgata 16 Steinsteypt hús með umhverfislegt gildi. Grófin 1 Steinsteypt hús með umhverfislegt gildi. Á þessum hluta Vesturgötu eru hús frá elstu tíð götunnar og hafa því mikið umhverfislegt gildi til varðveislu, vegna stöðu þeirra í þróun byggðarinnar í Reykjavík. Einnig eru þar steinsteypt hús sem eru góðir fulltrúar frá fyrsta skeiði steinsteypualdar. APPELSÍNUGULUR FLOKKUR: Hús byggð fyrir 1918 og eru því allar breytingar á þeim háðar lögum um húsafriðun 104/2001. Tryggvagata 10 Tryggvagata 12 Tryggvagata 14 Um hús í appelsínugulum flokki gildir að þau eru háð lögum um húsafriðun nr. 104/2001, 6. grein um allar breytingar á núverandi ástandi. Taka ber fram að þó að þau tilheyri ekki neinum skilgreindum verndunarflokki er ekki sjálfgefið að hús í appelsínugulum flokki hafi ekki varðveislugildi og megi því skilyrðislaust missa sín.

Page 9: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin
Page 10: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

8

Húsaskrá Reykjavíkur

Vesturgata – Norðurstígur – Tryggvagata - Grófin

Stgr.1.132.1

Page 11: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1916 Grófin 1 / Vesturgata 4aByggingarár

1922 Kvistur

Einar ErlendssonHönnun

SteinsteyptMúrsléttaðKlæðning

SvalirKvistirTvílyftRisKjallariInng.skúr

Íbúðar- og skrifstofuhúsUpphafleg notkun Verslunin "BjörnFyrsti eigandi

BárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytingaEinar Erlendsson, húsameistari

húsameistari

Undirstöður

Húsið hefur mikið gildi vegna menningarsögu, byggingarstíls og að það er lítið breyt fráupphaflegri gerð. Lagt er til að húsið verði sett í dökkgulan flokk í HúsverndarskráReykjavíkur, verndun götumyndar Vesturgötu. Vegna aldurs eru allar breytingar á þvíháðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Gott dæmi um byggingarlist Einars Erlendssonar, frá fyrsta skeiði steinsteypuhúsa.Menningarsögulegt gildi:

Eina húsið í þessum stíl á reitnum.Umhverfisgildi:

Nýklassískur stíll með jugend áhrifum.Listrænt gildi:

Húsið er lítið breytt frá upphafi. Kvistur hannaður af höfundi fellur vel að gerð hússins.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Húsið var byggt á fyrsta skeiði steinsteypubygginga árið 1916 af Jóni, syni Björns Kristjánssonar. Árið 1922 var settur áþað kvistur, sem teiknaður var af höfundi hússins Einari Erlendssyni húsameistara. Húsið er nánast óbreytt síðan þá. Tveirsteinsteyptir skúrar voru byggðir á baklóðinni, annar árið 1934 og hinn 1942. Þeir voru báðir rifnir síðar. Í kjallara hússins,meðfram suðurvegg þess, eru sýnilegar leifar af bólverki og sem einnig var sökkull viðbyggingarinnar að Vesturgötu 4, sembyggt var árið 1897. Húsið hefur lengst af gegnt upprunalegu hlutverki sínu, sem íbúðar- og skrifstofuhús.

Saga

°

9

Page 12: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1882 Vesturgata 4Byggingarár

1897190519051955195719571963

ViðbyggingNý klæðningInngönguskúrÚtlitsbreytingGluggabreytingÚtlitsbreytingÚtlitsbreyting

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurtimbur á 3 v.;Klæðning

TvílyftInng.skúrKjallari

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun Jón SteffenssenFyrsti eigandi

verslunarfulltrúi

BárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Einar Erlendsson

Björgvin R. Hjálmarsson

Undirstöður

Varðveislugildi hússins er mikið, vegna götumyndar og menningarsögu. Vegna aldurs eruallar breytingar á húsinu háðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Tengist verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur.Menningarsögulegt gildi:

Húsið hefur mikið gildi í götumyndinni.Umhverfisgildi:

Einfalt bárujárnshús.Listrænt gildi:

Eldri hluti lítið breyttur, gluggar breyttir, handrið á þaki viðbyggingar farið.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Jón Steffensen verslunarstjóri og bæjarfulltrúi byggði vestara húsið árið 1882. Björn Kristjánsson verslunarmaður,bankastjóri og alþingismaður eignaðist húsið stuttu síðar og byggði viðbyggingu austan við það árið 1897. Húsin er úrbindingi. Húsið norðan við hornhúsið, Grófin 1, var byggð af syni Björns og saman mynduðu þessi hús ramma um VerslunBjörns Kristjánssonar, VBK, eina elstu verslun í Reykjavík sem var starfrækt fram á síðustu ár. Af myndum má sjá nokkrarbreytingar hafa verið gerðar á þaki viðbyggingarinnar frá 1897. Þar var sett upp skrautlegt handrið, sem var ekki upphaflegt,og var síðar fjarlægt. Það setti mikinn svip á húsið. Árin 1955, 1957 og 1963 voru leyfðar útlitsbreytingar á neðstu hæðtimburhússins sem snýr að Vesturgötu. Gluggum og hurðum var mikið breytt. Húsið stóð áður við sjávarkambinn. Þarna varmikið bólverk norðan við húsin, enda mikið athafna- og hafnarsvæði. Enn má sjá gamla grjóthlaðna stétt norðan við húsiðog er hún að öllum líkindum leifar af fyrrnefndu bólverki.

Saga

°

10

Page 13: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1882 Vesturgata 6 og 8Byggingarár

18831889189719021915191719541954

ViðbyggingViðbyggingViðbyggingViðbyggingKvisturGluggabreytingAtv.húsn. innr.Útlitsbreyting

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurKlæðning

Ris

AtvinnuhúsnæðiUpphafleg notkun Geir ZoegaFyrsti eigandi

Þakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

G. EiríkssonGuðmundur H. ÞorlákssonSveinn Kjarval, innanh.arkit.Sveinn Kjarval, innanh.arkit.

Undirstöður

Húsið er mikilvægur hluti elstu götumyndar Vesturgötu og tengist náið verslunar- ogatvinnusögu Reykjavíkur, einkum með verslunarrekstri og útgerð Geirs Zoega. Vegnaaldurs eru allar breytingar á húsunum háðar lögum um húsafriðun 104/2001.Innréttingarnar frá 1954 hafa öðlast gildi til varðveislu sem elstu veitingahúsa- innréttingar íReykjavík. Að auki eru þær hannaðar í anda fyrri notkunar húsanna.

Varðveislugildi:

Mikið gildi fyrir verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur. Menningarsögulegt gildi:

Mikið gildi fyrir götumyndina.Umhverfisgildi:

Dönsk-íslensk gerð.Listrænt gildi:

Húsið nr. 6 hefur verið fært í upprunalegan stíl en húsið nr. 8 er óbreytt frá 1954.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Geir Zoega var umsvifamikill athafnamaður í Reykjavík, fékkst m.a. við útgerð, verslun og búskap. Einnig var hann fyrsturmann til að gera móttöku ferðamanna að atvinnu. Hann byggði verslunarhús við norðanverða Vesturgötu árið 1882andspænis íbúðarhúsi sínu, Sjóbúð, að Vesturgötu 7. Hann byggði við báða gafla hússins árið 1883. Árið 1889 lengdi hannhúsið til vesturs og byggði síðan fiskgeymsluhús við vesturgaflinn árið 1897. Fiskgeymsluhúsið var stækkað um til vestursárið 1902 og voru þá húsin komin í núverandi stærð. Árið 1915 var settur kvistur á verslunarhúsið, og gluggar stækkaðirárið 1917. Var þar síðan rekin verslun í hans nafni allt til 1982. Árið 1954 var innréttaður veitingastaðurinn Naust íverslunar- og fiskgeymsluhúsunum. Hönnuður innréttinga og útlitsbreytinga var Sveinn Kjarval innanhússarkitekt.Húsunum var breytt að utan, efsti hlutinn klæddur með kopar og þar settir marglitir gluggar. Vörugeymsluhúsið var þá klættmeð láréttri timburklæðningu.

Saga

°

11

Page 14: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1879 Vesturgata 10Byggingarár

1918 Inngönguskúr

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurTimburKlæðning

EinlyftRisKvistir

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun Þórður GuðmundssonFyrsti eigandi

verslunarmaður

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytingaÓkunnur

HlaðiðUndirstöður

Húsið hefur mikið gildi fyrir götumynd og húsagerð. Það er í dökkgulum flokki íHúsverndarskrá Reykjavíkur, verndun götumynda. Vegna aldurs eru allar breytingar áhúsinu háðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Góður fulltrúi fyrir húsagerð frá seinni hluta 19. aldar.Menningarsögulegt gildi:

Mikið gildi fyrir götumyndina. Umhverfisgildi:

Timburhús dönsk-íslensk gerð.Listrænt gildi:

Endurgert í upprunalegum stíl.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Húsið var byggt árið 1879 af Þórði Guðmundssyni verslunarmanni og er einlyft timburhús með kvisti á steinhlöðnumkjallara. Árið 1901 eignaðist Geir Zöega húsið og byggði árið 1903 Vesturgötu 10a áfast við það. Árið 1918 var byggðurinngönguskúr aftan við húsið. Fjöskylda Geirs átti síðan húsið allt til 1986. Það var lengi notað til íbúðar og voru í því tværíbúðir. Á síðari árum hefur þar verið ýmis konar atvinnustarfsemi. Um skeið hafði Happdrætti Háskóla Íslands þarumboðsskrifstofu.

Saga

°

12

Page 15: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1903 Vesturgata 10aByggingarár

1912

193219411943

Hækkun Kennslust. á neðriÞvottahús í kjallara/GluggabreytingGluggabreyting

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurBárujárnKlæðning

EinlyftRisKjallari

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun Geir ZöegaFyrsti eigandi

kaupmaður

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Guðmundur EiríkssonSigmundur HalldórssonUndirstöður

Húsið hefur menningarsögulegt gildi og fyrir götumyndina. Vegna aldurs eru allarbreytingar á því háðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Gildi vegna byggingarstí ls. Tengist verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur0.Menningarsögulegt gildi:

Húsið hefur mikið gildi fyrir götumyndina. Umhverfisgildi:

Bárujárnssveitser.Listrænt gildi:

Gluggum jarðhæðar hefur verið breytt og járngluggar teknir. Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Geir Zoega byggði húsið árið 1903 og var það einlyft með steinhlöðnum kjallara og risi. Húsið var hækkað 1912. Sama árvoru kennslustofur gerðar á neðri hæð þess og var Verslunarskólinn þar til húsa amk. til 1918. Árið 1932 var þvottahús settí kjallara og vatnssalerni. Húsið hefur tekið útlitsbreytingum síðan, glugga breytt í dyr á suðurgafli árið 1941 og árið 1943voru gluggar stækkaðir á neðri hæð. Náttúrugripasafnið var í húsinu frá 1903-1908, og hafði þar til umráða tvö herbergi.Í mars 1996 voru járngluggar, sem höfðu verið í húsinu frá upphafi, fjarlægðir án vitundar bygginganefndar Rvík. Umaldamótin komst í tísku að nota járnglugga í stað þess að glerja timburfög. Við það stækkaði ljósop glugga. Var Vesturgata10a eina húsið sem eftir var með slíka glugga. Varðveislugildi þeirra var því sérstaklega mikið.

Saga

°

13

Page 16: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1940 Vesturgata 12Byggingarár

ókunnurHönnun

Hlaðið úr steiniÓmúraðKlæðning

ÞrílyftRisKjallari

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun Júlíus SchauFyrsti eigandi

steinsmiður

MænisþakEternitplöturÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

steinsteyptarUndirstöður

Ekki er lögð sérstök áhersla á verndun þessa húss.Varðveislugildi:

Sérstök byggingarsaga, steinhlaðið hús, stækkað í áföngum í núverandi stærð.Menningarsögulegt gildi:

Húsið stingur í stúf varðandi hæð, stíl og efnisáferð.Umhverfisgildi:

Fúnkísstíll.Listrænt gildi:

Húsið er í upprunalegu ástandi.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Húsið var upphaflega steinhlaðið hús, hæð og ris, Merkisteinn, byggt árið 1883 af Júlíusi Schau steinsmið. Það var hækkaðárið 1925 úr steinsteypu. Húsið brann árið 1938 og árið 1939 var samþykkt enn meiri stækkun hússins en árið 1940 komstþað í núverandi stærð. Í Merkisteini var m.a. mjólkurbúð á þriðja áratugnum. Síðar var í húsinu drengjafataverslunin Nonni.

Saga

°

14

Page 17: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1885-88 Vesturgata 14Byggingarár

18961935

Ný klæðningGluggabreyting

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurTimburKlæðning

EinlyftRisKjallari

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun O.S. EndressenFyrsti eigandi

bakari / kaupmaður

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Þorleifur Eyjólfsson

Hlaðnar úr grjótiUndirstöður

Húsið hefur menningarsögulegt gildi og fyrir götumyndina. Vegna aldurs eru allarbreytingar á því háðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Bakarí í hálfa öld. Tengsl við verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur.Menningarsögulegt gildi:

Mikið gildi fyrir götumyndina.Umhverfisgildi:

Einfalt bárujárnshús.Listrænt gildi:

Upprunalegt byggingarlag en gluggum og klæðningu breytt.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

O.S. Endressen hóf byggingu hússins árið 1885. Árið 1888 var húsið fullgert og var þá brauðgerðarofn í kjallaranum. Íhúsinu var síðan rekið bakarí í rúma hálfa öld, þar af Félagsbakaríið frá 1896 til 1906. Litlar breytingar hafa verið gerðar áhúsinu. Árið 1896 var austurgafl og suðurhlið hússins klædd járni og kjallarinn innréttaður. Árið 1935 voru gluggar áframhlið stækkaðir og bætt við öðrum útidyrum. Endressen byggði geymslu á lóðinni árið 1883. Stærðir hennar eru þærsömu og fremri hluti núverandi geymslu. Árið 1896 er þessi geymsla endurbyggð í sömu stærðum. Árið 1907 eru gerðarendurbætur á geymslunni auk þess sem byggt er við hana til norðurs skv. teikn. Einars Erlendssonar arkitekts. Geymslan varþá komin í núverandi stærð.

Saga

°

15

Page 18: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1927 Vesturgata 16Byggingarár

1972 Endurbætur

Guðmundur H. ÞorlákssonHönnun

SteinsteyptsementsléttaðKlæðning

ÞrílyftKjallari

Íbúðar- og atvinnuhúsnæðiÍ

Upphafleg notkun Ólafur R. ÓlafsFyrsti eigandiÁsgeir Guðmundsson

Skáþak(skúrþak) BárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

byggingarmeistari

Undirstöður

Gerð er tillaga um að húsið verði í dökkgulum flokki í Húsverndarskrá Reykjavíkur umverndun götumyndar Vesturgötu.

Varðveislugildi:

Húsið er gott dæmi fyrir steinsteypubyggingar rétt áður en Fúnkísstíllinn tekur völdin.Menningarsögulegt gildi:

Gildi fyrir götumyndinaUmhverfisgildi:

Nýklassík með fúnkísáhrifum.Listrænt gildi:

Húsið er óbreytt frá byggingu þess.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Húsið var byggt árið 1927 sem verslunar- og íbúðarhúsnæði. Þá voru tvær sölubúðir á jarðhæð og íbúðir á efri hæðunum.

Saga

°

16

Page 19: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1882 Vesturgata 16 bByggingarár

191819181918

EndurbæturViðbyggingjárnkl. á eina hlið

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurTimburKlæðning

EinlyftTvílyft

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun Sigurður JónssonFyrsti eigandi

járnsmiður

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Undirstöður

Lagt er til að húsið verði friðað, sbr. Húsverndarskrá Reykjavíkur, sökummenningarsögulegs gildis annað hvort á sínum upprunalega stað eða í Árbæjarsafni. Vegnaaldurs eru allar breytingar á því háðar lögum um húsafriðun nr. 104/2001.

Varðveislugildi:

Húsið hefur mikið gildi vegna sögu sinnar.Menningarsögulegt gildi:

Húsið er umkringt stórum og nýrri byggingum.Umhverfisgildi:

Timburhús. Mjög sérstakt hús af dansk-íslenskri gerð með klassísku ívafi.Listrænt gildi:

Húsið er lítið breytt frá upphafi.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Sigurður Jónsson járnsmiður eða "klénsmiður" reisti þetta sérkennilega hús árið 1882. Hann hafði þar smiðju sína og bjó þarjafnframt. Húsið gekk undir ýmsum nöfnum vegna hins sérkennilega byggingarlags, en það er tvílyft að framan, sunnan, ogeinlyft að aftan. Nöfn eins og Púltið, Skrínan eða Skattholið vildu loða við húsið. Það komst í eigu Benedikts Gröndals skáldsárið 1888 og bjó hann síðan þar til dauðadags árið 1907. Síðan er það jafnan nefnt Gröndalshús. Í janúarmánuði 1900 faukreykháfurinn af húsinu. Það varð Gröndal tilefni kvæðis er hann nefndi "Stormkvæði og strompkvæði". Reykháfurinn ersérstakur vegna þess að hann er tvískiptur og kemur saman í eitt rétt undir mæni hússins.Húsið er lítið breytt frá upprunalegri gerð, klætt listasúð á þrjár hliðar en bárujárni á austurgafli. Inngönguskúr var byggðurvið norðurhlið hússins fyrir 1918. Trésúlur með grískum súlnahöfðum skreyta framhlið hússins.Húsið hefur verið á skrá yfir þau hús sem æskilegt væri að flytja á Árbæjarsafn allt frá árinu 1970, er Hörður Ágústsson ogÞorsteinn Gunnarsson gerðu fyrstu húsakönnun í Reykjavík.

Saga

°

17

Page 20: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1901 Vesturgata 18Byggingarár

19101981

InngönguskúrFlutningur

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurBárujárnKlæðning

EinlyftKjallariInng.skúr

ÍbúðarhúsUpphafleg notkun Árni EiríkssonFyrsti eigandi

verslunarmaður / leikari

BárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Undirstöður

Varðveislugildi:

Menningarsögulegt gildi:

Umhverfisgildi:

Íslenskur bárujárnssveitser.Listrænt gildi:

Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Árni Eiríksson verslunarmaður og leikari byggði þetta hús árið 1901 og lét þá rífa eldra hús sem frá 1860 sem þar stóð.Þetta er á svæði sem nefnt var Svartiskóli. Árið 1910 var byggður við það inngönguskúr.Borgasjóður keypti húsið á eina krónu laust fyrir 1980 en þá var það komið í mikla niðurníðslu. Það var selt rúmu ári síðarog flutt á lóð nr. 10 við Bókhlöðustíg. Lóðin hefur verið óbyggð síðan.

Saga

°

18

Page 21: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1906 Tryggvagata 10Byggingarár

190619391959

1960

1973

ÚtihúsMillibyggingGeymsluhús

Þakbreyting

Útlitsbreyting

ÓkunnurHönnun

Hlaðið úr steiniKlæðning

RisTvílyftTurnSvalir

SláturhúsUpphafleg notkun Gunnar EinarssonFyrsti eigandi

kaupmaður

BárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Sigurður ÓlafssonÞórir Baldvinsson arkitektSigurður GeirssonÞórir Baldvinsson arkitektSigurður GeirssonPálmar Ólason arkitekt

Undirstöður

Hús af fyrstu kynslóð steinsteypuhúsa í Reykjavík og hefur einnig mikið gildi fyrirgötumyndina. Vegna aldurs eru allar breytingar á því háðar lögum um húsafriðun 104/2001.Æskilegt væri að húsið yrði endurgert í upprunalegu útliti, með réttum gluggum, turni ogsvölum. Ekki er gerð krafa um verndun bakhúsanna.

Varðveislugildi:

Tengsl við verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur.Menningarsögulegt gildi:

Húsið hefur töluvert umhverfisgildi fyrir byggðamynstrið á svæðinu.Umhverfisgildi:

Nýklassíkt steinsteypuhús.Listrænt gildi:

Húsinu hefur verið lítið breytt nema gluggum og turn og svalir fjarlægðar árið 1973.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Sigurður Sigurðsson reisti steinbæ á lóðinni árið 1886. Hugsanlega er það húsið sem stóð sunnan við viðbygginguTryggvagötu 10 fram undir 1959. (sjá teikn. 497/59)Gunnar Einarsson kaupmaður fékk leyfi árið 1905 til að byggja sláturhús á lóðinni og var húsið fyrst virt árið 1906. Áhúsinu var turn á norðvesturhorni og veggsvalir undir honum. Neðri hæð hússins er hlaðin úr grásteini, en sú efri úr sk.Steinars-steini. Húsið var að öllum líkindum múrsléttað frá upphafi.Sama ár var byggt útihús úr steini með járnþaki sunnan við aðalhúsið. Norðurgaflinn er úr bindingi og járnklæddur. Port varhaft á milli sláturhússins og útihússins Af virðingu árið 1921 er viðbyggingin stækkuð og er efri hæð aðalhússins þá tekin tilíbúðar. Árið 1962 er virt ný viðbygging úr steypu og timbri sem byggð er sunnan við viðbygginguna frá 1921. Árið 1973 ersvo leyfð útlitsbreyting og eru turn og svalir teknar af aðalhúsinu.Árið 1935 er aðalhúsið talið íbúðar- og fiskgeymsluhús. Árið 1942 er komin fiskbúð á neðri hæðina, Fiskhöllin, og íbúðuppi. Árin 1956 og 1962 er aðstaða til fiskvinnslu endurbætt. Síðar voru þar til húsa ýmis fyrirtæki, svo sem Hlíðarhús sf,Sturlaugur Jónsson og co o.fl.

Saga

°

19

Page 22: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1904 Tryggvagata 12Byggingarár

1909191319201931

Að hluta br. í íbúðGeymsla á lóðBreytt í íbúðarhúsKvistur

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurBárujárnKlæðning

EinlyftRisKvistir

GeymslaUpphafleg notkun Júlíus SchauFyrsti eigandi

steinsmiður

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Einar Erlendsson húsameistari

Pjetur IngimundarsonUndirstöður

Töluvert menningarsögulegt og umhverfislegt gildi. Vegna aldurs eru allar breytingar á þvíháðar lögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Tengsl við atvinnusögu Reykjavíkur.Menningarsögulegt gildi:

Húsið hefur mikið gildi sem fulltrúi þessarar húsagerðar.Umhverfisgildi:

Timburhús af dansk-íslenskri gerð yngri.Listrænt gildi:

Óbreytt fyrir utan klæðningu.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Júlíus Schau steinsmiður byggði húsið Tryggvagötu 12 eða Exeter sem geymsluhús árið 1904, en 5 árum seinna var farið aðnota það sem íbúðarhús. Skrifstofur Fiskveiðihlutafélagsins Alliance eru skráðir í húsinu árið 1920, en jafnframt búa í því10 manns. Árið 1922 kviknaði í risi aðalhússins og skemmdist það nokkuð, þó mest við austurgaflinn. Árið 1931 erbyggður kvistur á bakhlið hússins teiknaður af Pétri Ingimundarsyni og hafði þá mest allt húsið verið tekið undir skrifstofurAlliance. Húsið stóð að mestu óbreytt allt til ársins 1978, er það var allt endurnýjað að utan sem innan. Voru gluggar flestiraugnstungnir og húsið klætt með köntuðu stáli. Árið 2000 voru gluggar endurnýjaðir og upphafleg gluggagerð sett í það.Reykjavíkurborg keypti húsið árið 1983 og var útideildin í því til skamms tíma.. Nú er leikskóli starfræktur í húsinu.Steinsteypta geymsluhúsið á lóðinni var teiknað árið 1913 en fyrst virt til brunabóta árið 1920, og þá ásamt litlumtimburskúr sem byggður var til tengingar við aðalhúsið. Geymsluhúsið er einlyft með járnþaki.

Saga

°

20

Page 23: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1899 Tryggvagata 14Byggingarár

1908191319141920

HækkunKvisturViðbyggingViðbygging

ÓkunnurHönnun

Timbur, bindingurBárujárn 2hl,Klæðning

TvílyftRisKjallariÚtskot

Íbúðar- og atvinnuhúsnæðiÍ

Upphafleg notkun Júlíus SchauFyrsti eigandisteinsmiður

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

Undirstöður

Ekki er gerð tillaga að varðveislu hússins. Vegna aldurs eru allar breytingar á því háðarlögum um húsafriðun 104/2001.

Varðveislugildi:

Húsið hefur ekkert sérstakt gildi.Menningarsögulegt gildi:

Húsið hefur helst umhverfisgildi til styrktar byggðamynstri á svæðinu.Umhverfisgildi:

Einfalt bárujárnshús.Listrænt gildi:

Gluggum og klæðningu hefur verið breytt.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Julius Schau byggði húsið árið 1899, en þá var það tvílyft með risi, kjallara og einlyftri útbyggingu við suðurgafl. Árið 1908fékk Schau leyfi til að setja hæð ofan á úbygginguna við suðurgaflinn og breyta henni til íbúðar. Þá var settur turn íkastalastíl ofan á útbygginguna. Árið 1914 er byggt steinsteypt geymsluhús við vesturhlið hússins. Árið 1920 var síðanbyggð steinsteypt viðbygging á einni hæð Tryggvagötumegin. Um tíma var í kjallaranum sjómannastofa og seinna (1937 -1947) veitingastofa Kristínar Dalstedt. Húsið hefur lengst af verið nýtt til íbúðar, að undanskildum kjallaranum. Þar hefur ásíðari árum verið ýmis konar verslunar- eða veitingarekstur.

Saga

°

21

Page 24: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1937 Tryggvagata 16Byggingarár

? Kvistir

Valgeir BjörnssonHönnun

Steinsteyptmúrhúðað;norðurh.Klæðning

ÞrílyftRisKjallariPortAnddyri

VörugeymsluhúsUpphafleg notkun H. Benidiktsson og Co.Fyrsti eigandi

BárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

verkfræðingur

Undirstöður

Hefur ekkert sérstakt gildi.Varðveislugildi:

Tengist verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur.Menningarsögulegt gildi:

Skagar upp úr og fellur illa að annars lágreistri götumynd.Umhverfisgildi:

Fúnkísbygging.Listrænt gildi:

Húsinu hefur lítð verið breytt.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Þessi lóð var áður alveg í fjöruborðinu og hluti af henni var á hafnaruppfyllingunni.Húsið var byggt árið 1937og er steinsteypt vörugeymsluhús. Það er óbreytt að utan frá byggingu þess að undanskildumkvistum sem setti voru síðar. Það er byggt sem vörugeymsla fyrir H. Benediktsson og co og var enn notað sem slíkt á 5.áratugnum. Á síðari árum hefur það verið notað sem skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Fram til 1985 gekk húsið undirnafninu Tryggvagata 8.

Saga

°

22

Page 25: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

1919 Tryggvagata 18Byggingarár

?19371953

ViðbyggingGluggabreytingEndurbætur

ÓkunnurHönnun

úr grásteiniMúrsléttaðKlæðning

EinlyftRisPort

GeymslaUpphafleg notkun Jón BjörnssonFyrsti eigandi

MænisþakBárujárnÞakklæðning

Tegund

Þakgerð

Helstu breytingar Upphafleg gerð Hönnuðir breytinga

HlaðiðUndirstöður

Húsið hefur ekkert sérstakt gildi.Varðveislugildi:

Húsið er hlaðið úr grásteini.Menningarsögulegt gildi:

Ekki mikið.Umhverfisgildi:

Skúrbygging.Listrænt gildi:

Húsinu hefur verið breytt.Upprunaleg gerð:

Varðveislumat:

Útlit

Brunavirðing er til frá 1919, svo ljóst er að húsið er byggt það ár. Eigandi er þá Jón Björnsson & co í Borgarnesi. Snemmaárs fékk Geir Zoéga hins vegar leyfi til að byggja hús á þessum stað, af þessari stærð og úr þessu byggingarefni. Að öllumlíkindum er því um sama hús að ræða.Árið 1937 er verið að gera breytingar á gluggum og hurðum á viðbyggingu sem þá greinilega er komin við austurendann. Íbyrjun er húsið notað sem geymsluhús. Árið 1942 er aðalbyggingin notuð sem smiðja og geymsluhús og viðbyggingin sembílskúr með viðgerðaraðstöðu fyrir 4 bíla. Árið 1953 þegar húsið er allt endurbætt, var veitingahús innréttað í aðalhúsinu, enhitt skráð sem skúr fram til ársins 1958. Nú er húsið notað til verslunarhúsnæði.

Saga

°

23

Page 26: Skýrsla 88 - Húsakönnun - Vesturgata - Norðurstígur ...€¦ · Páll V. Bjarnason Helga Maureen Gylfadóttir Húsakönnun Vesturgata – Nor›urstígur – Tryggvagata - Grófin

Heimildaskrá Óprentaðar heimildir: Árbæjarsafn (Ábs): Byggðar lóðir í Reykjavík. Húsaskrá Reykjavíkur. Kortasafn. Borgarskjalasafn (BsR): Aðf. 723-724. Brunatrygging húsa 1874-1895. Aðf. 734-748. Brunabótavirðingar. Aðf. 751-757. Brunatrygging húsa 1896-1943. Aðf. 3374. Götunöfn og húsanúmer 1914-1960.

Skjöl byggingarfulltrúa. (B) fyrir Vesturgötu, Norðurstíg, Tryggvagötu og Grófina.

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur (Byggf.í Rvk.): Innlagðar teikningar. Hrefna Róbertsdóttir: Húsakönnun á reit 1.132.1. Unnin haustið 1986 fyrir Ábs. Óprentuð í skjalasafni Ábs.). Prentaðar heimildir: Andrés Erlingsson: Í steinsins form er sagan greypt. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1997. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83. Reykjavík 1966. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004. Unnið af Borgarskipulagi Reykjavíkur. Reykjavík 1988. Byggingareglugerðir og lög 1839, 1844, 1894, 1903, 1904, 1915, 1924, 1964. Freyja Jónsdóttir: Húsin í bænum. Greinar í dagblaðinu Degi. Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur 1870 - 1940 Bærinn vaknar Fyrra og síðara bindi. Reykjavík 1991 og 1994. Jón Helgason: Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936. Reykjavík 1937. Jón Helgason: Þeir, sem settu svip á bæinn. Endurminningar frá Reykjavík uppvaxtarára minna. Reykjavík 1954. Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur I og II. Reykjavík 1929. Knud Zimsen: Úr bæ í borg. Nokkrar endurminningar Knud Zimsen fyrrverandi borgarstjóra um þróun Reykjavíkur. Lúðvík Kristjánsson. Reykjavík 1952. Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund. Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum, 1.-3. bindi. Reykjavík 1988. Trausti Valsson: Reykjavík Vaxtarbroddur, Þróun höfuðborgar. Reykjavík 1986.

24