29
Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi maí – nóvember 2006

Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar

á Íslandi

maí – nóvember 2006

Page 2: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 2

Efnisyfirlit Skipun flugminjanefndar ............................................................................................. 3

Starf nefndarinnar ................................................................................................... 3 Rit, lög og reglugerðir sem stuðst var við við gerð skýrslunnar:........................... 4

Heimildir um íslenska flugsögu og skráning á íslenskum flugminjum ......................... 5 Ýmis rit um íslenska flugsögu.................................................................................. 5 Kvikmyndir og sjónvarpsefni um íslenska flugsögu ................................................. 7 Aðrar skráðar og óskráðar heimildir ...................................................................... 11

SARPUR:........................................................................................................... 12 Samtímaminjar og SAMDOK: ............................................................................ 12

Söfnun upplýsinga um flugminjar.............................................................................. 13 Flugminjasöfn........................................................................................................ 13 Reykjavík, Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni........................................................ 13 Aðrar flugminjar og flugminjasvæði ....................................................................... 14

Varnarliðssvæðið............................................................................................... 14 Önnur söfnun á landsbyggðinni tengd flugminjum:............................................ 17

Íslensk söfn um flugminjar ........................................................................................ 18 Safn - skilgreining.................................................................................................. 18 Flugsafn Íslands á Akureyri ................................................................................... 18 Flugminjasafn á Hnjóti, Örlygshöfn ....................................................................... 19 Fyrirhugað Flugminjasafn í Reykjavík ................................................................... 19 Fyrirhugað Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja í Reykjanesbæ............................ 20

Tillaga flugminjanefndar að stofnun og starfi Flugminjasafns Íslands ....................... 21 Rekstrarform, rekstraraðilar og staðsetning .......................................................... 21 Starfsemi ............................................................................................................... 23 Áríðandi verkefni á sviði flugminja......................................................................... 24

Heildarskráning flugminja: ................................................................................. 24 Skráning rústa/mannvistarleyfa á sviði flugminja: .............................................. 24 Húsakönnun - byggingar á sviði flugminja: ........................................................ 24 Munnlegar heimildir: .......................................................................................... 24

Möguleikar á erlendu samstarfi................................................................................. 25 Framkvæmdaáætlun................................................................................................. 26

Viðauki 1: Hugmynd að lögum og stofnskrá Flugminjasafns Íslands..................... 27

Page 3: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 3

Skipun flugminjanefndar

Skv. bréfi dags. 10. maí 2006 skipaði menntamálaráðherra nefnd, sem hafa skyldi það að markmiði að skoða kosti þess að stofna og starfrækja safn um flugsögu og flugminjar á Íslandi. Nefndinni var ætlað að sinna eftirfarandi verkefnum sérstaklega:

1. Kanna hvaða heimildir eru til um íslenska flugsögu og hvaða skráning hefur farið fram á íslenskum flugminjum.

2. Safna saman upplýsingum um þær flugminjar s.s. flugvélar, flök flugvéla, flugvallarbúnað,

ljósmyndir, kvikmyndir og aðrar minjar sem nýtast myndu við stofnun safns af þessum toga. 3. Kanna þau söfn sem nú þegar eru í rekstri þ.e. Flugminjasafn Íslands á Akureyri og

Flugminjasafnið á Hnjóti og koma með tillögur um hvernig megi samræma þennan rekstur. 4. Kanna hvaða rekstrarform myndi henta slíku flugminjasafni og hvaða aðilar gætu komið að

rekstrinum s.s. atvinnulíf, hagsmunaaðilar, einstaklingar, sveitarfélög og frjáls félagasamtök.

5. Kanna möguleika á erlendu samstarfi.

6. Meta kosti varðandi staðsetningu safnsins og tengingu þess við landsbyggðina, þá ekki síst með tilliti til þeirra safna sem þegar eru starfrækt.

Eftirfarandi voru skipuð í nefndina: Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, formaður nefndarinnar Tómas Dagur Helgason, þjálfunarflugstjóri og formaður Þristavinafélagsins Jón Kristinn Snæhólm, alþjóðastjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður borgarstjóra. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri Haukur Hauksson, varaflugmálastjóri og Guðjón Arngrímsson, kynningarstjóri Icelandair Group Starfsmaður nefndarinnar var Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs

Starf nefndarinnar Flugminjanefnd hittist á fundum og fjallaði um efnisatriði erindisbréfs og skýrslu nefndarinnar á tímabilinu júlí – nóvember 2006. Auk þess fór starf nefndarinnar fram með tölvuskeytum og farnar voru vettvangsferðir á flugsöfn. Einnig var rætt við ýmsa aðila um málið, sem sumir hverjir veittu skriflega umsögn. Þessir aðilar voru: Agnes Hansen, aðstoðarsafnastjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps Ágúst Georgsson, sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands Ágústa Kristófersdóttir, sýningastjóri, Þjóðminjasafni Íslands Alp Memet, sendiherra Breta á Íslandi Alma Dís Kristinsdóttir, safnfræðslufulltrúi Listasafn Reykjavíkur Anna Lísa Guðmundsdóttir, deildarstjóri fornleifadeildar, Minjasafni Reykjavíkur Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, doktorsnemi, formaður Félags íslenskra safnafræðinga Arnar Heimir Jónsson, umhverfis- og garðyrkjustjóri Fjallabyggðar

Page 4: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 4

Birna Kristín Lárusdóttir, forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Einar Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Sögu- og flugminjasafns Suðurnesja Eiríkur P. Jörundsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs, Víkinni – sjóminjasafninu í Reykjavík Elfa Hlín Pétursdóttir, forstöðumaður Minjasanfs Austurlands Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, Minjasafni Reykjavíkur Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri miðlunar, Minjasafni Reykjavíkur Guðrún María Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri Halla Sigrún Sigurðardóttir, aðstoðarmaður flugmálastjóra Halldór Þ. Sigurðsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) Hanna Rósa Sveinsdóttir, safnvörður, Minjasafninu á Akureyri Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnafræðingur Helga Maureen Gylfadóttir, safnvörður, Minjasafni Reykjavíkur Hjálmar Árnason, formaður nefndar um Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja í Reykjanesbæ Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri Hörður Magnússon, gjaldkeri FÍA Jóhannes Bjarni Guðmundsson, varaformaður FÍA Karl Rúnar Þórsson, formaður Félags íslenskra safna og safnmanna Kjartan Nordal, framkvæmdastjóri FÍA Kristinn Þ. Egilsson, stjórnarmaður flugminjasafnsins á Hnjóti Orri Eiríksson, flugstjóri Ólafur Egilsson, stjórnarmaður í stjórn Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti Ólafur Kvaran, formaður safnaráðs og safnstjóri Óskar Tryggvi Svavarsson, ritari FÍA Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga Sigrún Ásta Jónsdóttur, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri Stefanía Arnórsdóttir, starfsmaður í upplýsingaþjónustu Landsbókasafns Háskólabókasafns Stefanía Arnórsdóttir, starfsmaður í upplýsingaþjónustu, Landsbókasafni Svanbjörn Sigurðsson, forstöðumaður Flugsafnsins á Akureyri Valgerður Guðmundsdóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri Þór Arnarsson, stjórnarmaður FÍA Þórarinn Guðnason, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrabæjar Þristavinafélagið Fjölmargir aðrir.

Rit, lög og reglugerðir sem stuðst var við við gerð skýrslunnar: Safnalög nr. 106/2001 Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008 Þjóðminjalög nr. 107/2001 Siðareglur ICOM

Page 5: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 5

Heimildir um íslenska flugsögu og skráning á

íslenskum flugminjum

Úr erindisbréfi: Kanna hvaða heimildir eru til um íslenska flugsögu og hvaða skráning hefur farið fram á íslenskum flugminjum.

Ýmis rit um íslenska flugsögu Ýmis rit hafa verið gefin út sem tengjast flugsögu Íslands, af þessum má helst nefna: Anna Lísa Guðmundsdóttir: Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur. Öskjuhlíð - Nauthóll. Skýrsla nr. 130. Reykjavík : Minjasafn Reykjavíkur, 2006. Arndís Þorvaldsdóttir: Histoire de l'aviation en France et en Islande, lokaritgerð í frönsku við HÍ, Reykjavík, 2002. Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála. [1] : 1917-1928. Reykjavík: Æskan, 1971-. 1971. Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála. [2] : 1928-1931. Reykjavík: Æska,m, 1971-1972. Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála. [3] : 1931-1936. Reykjavík: Æskan, 1971- .1974. Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála. [4] : 1936-1938. Reykjavík: Æskan, 1971-. Íslenska flugsögufélagið, 1987 Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála. [5] : 1939-1941. Reykjavík: Æskan, 1971-. Íslenska flugsögufélagið, 1988. Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála [6] : 1942-1945. Reykjavík: Æskan, 1971-. Arngrímur Sigurðsson: Það verður flogið ... : flugmálasaga Íslands 1919-1994 : ágrip helstu atburða. Reykjavík: Skjaldborg, 1994. Eggert Norðdal: Flugsaga Íslands 1919-1945. [Reykjavík]: Örn og Örlygur, 1991. FÍA 60 ára : saga Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugmannatal. Reykjavík : Hólar, 2006. Flug á Íslandi í 70 ár : erindi flutt á ráðstefnu á vegum Verkfræðingafélags Íslands um íslenskar flugsamgöngur. [Reykjavík: Verkfræðingafélag Íslands], 1989. Flugleiðir. Afmælisrit. [Reykjavík]: Frjálst framtak: Flugleiðir, 1987. Flugleiðir fyrr og nú : Flugfélag Íslands. Loftleiðir. [Reykjavík]: Flugleiðir kynningardeild, [1974].

Page 6: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 6

Flugmannatal / [ritnefnd Skúli Br. Steinþórsson, Anton G. Axelsson, Snorri Snorrason ; umsjón og samantekt bókar Rýnir sf., Guðni Kolbeinsson, Sigurgeir Steingrímsson]. Reykjavík : Félag íslenskra atvinnuflugmanna, 1988. Flugminjar og saga : fréttabréf Íslenska flugsögufélagsins. [Reykjavík]: Íslenska flugsögufélagið, 1993-1998. Útgáfutímabil 16. árg., 1. tbl. (1993)- 20/21. árg. (1997/1998). Flugsagan. Ársrit Íslenska flugsögufélagsins. [Reykjavík]: Íslenska flugsögufélagið, 1979-1987. 1. tbl., 1. árg. (1979)-5. árg. (1987). Flugumferðarstjóratal : saga og þróun flugumferðarstjórnar á Íslandi frá upphafi 1946 til 2000 : ágrip af sögu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og fleiri greinar, ritnefnd Valdimar Ólafsson ... [et al.], [Reykjavík], Félag íslenskra flugumferðarstjóra, 2001. Flugvirkinn : fréttabréf Flugvirkjafélags Íslands. Ritstjórn: 1999- Sverrir Erlingsson, ritstjóri ... [et al.]. Reykjavík : [Flugvirkjafélag Íslands], 1999- . 1. árg., 1. tbl.] (des. 1999)- Fréttabréf Flugvirkjafélags Íslands. [Ritstjóri og ábyrgðarmaður 1972]-1993: Stefán Vilhelmsson. Reykjavík : Flugvirkjafélag Íslands, 1972-1993. 1. árg., 1. tbl. (1. ág. 1972)- 22. árg., 1. tbl. (1993). Fréttabréf (Reykjavík [1978-1992]. 16. árg. Íslenska flugsögufélagið). [Reykjavík]: Íslenska flugsögufélagið, 1978?-1992. Guhnfeldt, Cato: Sagaen om de norske Northrop-flyene på Island / idé og opplegg: Sten Stenersen og Cato Guhnfeldt. Oslo : Sem og Stenersen, 1981 Haukur Sigurjónsson: Loftleiðadeilan: deilur Íslendinga og Svía um loftferðasamning á árunum 1954-1960. Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða, Reykjavík : Flugleiðir, 2004. Hersteinn Pálsson: Siggi flug : endurminningar fyrsta íslenzka atvinnuflugmannsins. [Hafnarfirði]: Skuggsjá, 1969. Helgi Máni. Öskjuhlíð: náttúra og saga. Reykjavík: Árbæjarsafn: Borgarskipulag Reykjavíkur, 1993. Hjálmar R. Bárðarson: Flugmál Íslands í fortíð, nútíð og framtíð. Reykjavík: Bókaútgáfa Heimskringlu, 1939. Jakob F. Ásgeirsson: Alfreðs saga og Loftleiða. Reykjavík: Iðunn, 1984. Jóhannes R. Snorrason: Skrifað í skýin / [1]. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1981-87. Jóhannes R. Snorrason: Skrifað í skýin / 2: minningar. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1981-87. Garðabær: Snæljós, 1983. Jóhannes R. Snorrason: Skrifað í skýin / 3: minningar. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1981-87. Mosfellsbæ: Snæljós, 1987. Jón Páll Halldórsson: Fyrsta Færeyjaflug Íslendinga og Færeyjaferð ísfirzkra íþróttamanna 1949, grein í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga, Ísafjörður, 2002;42: s. 52-76. Jón Viðar Sigurðsson: Keflavíkurflugvöllur 1947-1951. B.A. ritgerð frá HÍ 1983. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1984. Jónína Michaelsdóttir: Dagur við ský : fólk í íslenskri flugsögu, [ljósmyndir af viðmælendum Sigurgeir Sigurjónsson], Reykjavík: JPV-forlag, 2000.

Page 7: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 7

Karl Hjartarson: Lögreglublaðið, ”"Þristurinn minn" og Landgræðslan.” , 1998; 33 (1): s. 43-45. Karvel Aðalsteinn Jónsson: Flugfélag Norðurlands 1959-1997 : sögulegt mikilvægi landshlutaflugfélaga á Íslandi, lokaritgerð við HÍ, Reykjavík, 2003. Lýður Björnsson: Öryggi í öndvegi : saga flugvirkjunar á Íslandi, (Ritröð: Safn til Iðnsögu Íslendinga / ritstjóri Ásgeir Ásgeirsson ;. 13). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1998. O'Keefee, Nicholas Albert: A dynamic study of the Icelandic air transport sector, lokaritgerð í viðskiptafræði við HÍ, Reykjavík, 2004. Ómar Ragnarsson: Flugleiðir í Íslandsflugi : ein af átta bókum úr fjölbindiverkinu [!] Kennslubækur fyrir einkaflugpróf. Ritröð: Kennslubækur fyrir einkaflugpróf. 2. útg. [Reykjavík]: Flugmálastjórn Íslands, 1992. Pétur Einarsson: Íslensk flugmál í fortíð og framtíð : sérrit nr. 1 með átta bókum úr fjölbindiverkinu [!] Kennslubækur fyrir einkaflugpróf. Ritröð: Kennslubækur fyrir einkaflugpróf ; sérrit nr. 1. Reykjavík: Flugmálastjórn Íslands, nóv. 1992. Steinar J. Lúðvíksson: Fimmtíu flogin ár : atvinnuflugssaga [!] Íslands 1937-1987. [Reykjavík]: Frjálst Framtak, 1989-. Steinar J. Lúðvíksson: Fimmtíu flogin ár : atvinnuflugssaga Íslands 1937-1987. Reykjavík: Frjálst framtak, 1989-. Steinar J. Lúðvíksson: Í sviptivindum : æviminningar Sigurðar Helgasonar. [Reykjavík]: Fróði, 1991. Sveinn Sæmundsson: Fullhugar á fimbulslóðum : þættir úr Grænlandsfluginu / Sveinn Sæmundsson. Reykjavík: Fróði, 1992. Sæmundur Guðvinsson: Hættuflug - . Reykjavík: Vaka, 1984. Sæmundur Guðvinsson: Kristinn Olsen : svipmyndir frá litríkum flugmannsferli. [Reykjavík]: Frjálst framtak, 1988. Sævar Þ. Jóhannesson: Íslenska flugsögufélagið 1977-1997. Íslenska flugsögufélagið, 1999. Af rituðum heimildum má, auk þessara heimilda, nefna:

• Bæklinga og kynningarrit frá flugsöfnum og flugfélögum. • Greinar um flugminjar og flugsögu í ýmsum almennum tímaritum. • Ónefnd eru rit sem koma inn á íslenska flugsögu og gefin hafa verið út erlendis. • Í vinnslu í tengslum við ritun sögu Atlanta:

Pétur P. Johnson: Íslensk loftfaraskrá. Skrá yfir öll íslensk loftför frá 1919.

Kvikmyndir og sjónvarpsefni um íslenska flugsögu Úr heimildasafni RÚV: Úr hreyflahrin í klausturkyrrð. – 1967. - 25 mín., 15 sek. Safnnúmer TP-6

Page 8: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 8

Stjórnendur og þulir: Ólafur Ragnarsson og Markús Örn Antonsson. Flugferð yfir Atlantshaf og heimsókn í klaustrið Clervaux í Luxemburg. Sýnt: 10.4.1967. Flug á Íslandi í 50 ár. – 1969 – 55 mín, 35 sek. Safnnúmer: M-1329 Stjórn, umsjón og kynning: Markús Örn Antonsson og Ólafur Ragnarsson. Dagskrá gerð í tilefni af því að hálf öld var liðin síðan fyrst var flogið á Íslandi. Rakin þróun flugsins hérlendis frá árinu 1919 til 1969. Sýnt: 1.9.1969, 11.10.1969 og 22.8.1984. Flug. – 1978 - 10. mín. Safnnúmer: TP-1931 Stjórnandi: Andrés Indriðason. Mynd um flug, flugkennslu o.fl. Inn í myndina eru settir bútar, þar sem flugköppunum Halla og Ladda er fylgt eftir og sprelli þeirra. Fylgst er með strák, sem sest upp í flugvél og útskýrir flugkennari tæki vélarinnar. Einnig er flugturninn heimsóttur. Litið er inn í Boeing 727 þotu Flugleiða og Henning Bjarnason flugstjóri segir frá tækjum í stjórnklefa. Sýnt í Stundinni okkar 18.2.1979. Helgiförin mikla “Haddsj”. – 1982. 26 mín., 04 sek. Safnnúmer: M- 5848 Sigrún Stefánsson fjallar um hina umfangsmiklu pílagrímaflutninga Flugleiða til borgarinnar Makka í Saudi Arabíu. Myndir eru frá Alsír og borginni Mekka. M.a. eru myndir af mannhafi við bænahald á opnu torgi. Viðmælendur eru: Baldur Maríusson, Zemuri, Valdimar Serrenho, Ómar Arason, Bára Oddgeirsdóttir, Kolbeinn Jóhannesson, Ólafur Höskuldsson, Hallbjörn Sævars og Þorsteinn Sæmundsson. Kvikmyndataka: Páll Reynisson. Sýnt: 31.10.1982. Flugskírteini 1-2-3. – 1983 - 66 mín., 34 sek. Safnnúmer: M-6145 Stjórnandi Tage Ammendrup, umsjón: Árni Johnsen. Árni ræðir við 3 fyrstu handhafa flugskírteina á Íslandi, en þeir eru: Sigurður Jónsson, Björn Eiríksson og Agnar Koefod Hansen. Inn í viðtalið við þá eru settar myndir úr flugannálum frá fyrstu vélunum og annað í þeim dúr. Síðan er sýnd filma sem tekin var í einni af síðustu flugferðum Agnars, flogið til Akureyrar og rætt við Agnar og Sigurð þar. Að lokum flaug Agnar listflug. Sýnt: 2.10.1983. Flugöryggismál á Íslandi. – 1986. – 62 mín., 37 sek. Safnnúmer: M-7238 Stjórnandi: Örn Harðarson, umsjón Ómar Ragnarsson. Viðtal við Pálma Smára Gunnarsson sem komst af í flugslysi fyrir nokkru. Síðan umræður í sjónvarpssal um flugöryggismál með þátttöku Péturs Einarssonar flugmálastjóra, Ólaf Frostasonar flugmanns, Leifs Magnússonar frá Flugleiðum, Sigurðar Aðalsteinssonar frá Flugfélagi Norðurlands og Markúsar Á. Einarssonar frá Veðurstofunni. Sýnt: 29.4.1986. Í kvöldkaffi. Umræðuþáttur. – 1987. – 24. mín., 34 sek. Safnnúmer: M-8035 Stjórnandi Rúnar Gunnarsson, umsjón: Edda Andrésdóttir og Sonja B. Jónsdóttir. Flughetjur og fleira fólk. Gunnar Þorvaldsson, Ingimar K. Sveinbjörnsson og Þorsteinn Jónsson, sem allir hafa getið sér gott orð sem flugstjórar og Anna Kristjánsdóttir flugfreyja, ræða um flug og fleira. sýnt: 25.5.1987. Biðin langa – Geysisslysið. – 1987. 55 mín., 16 sek. Safnnúmer: M-8309 Stjórn og umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. Árið 1950 fórst Loftleiðavélin Geysir á Bárðarbungu á Vatnajökli. 6 dagar liðu áður en fólkið fannst og var sótt á jökulinn. Rætt er við Svein Sæmundsson fyrrum blaðafulltrúa Flugleiða, Arngrím Sigurðsson formann Flugsögufélags Ísland og sr. Emil Björnsson fyrrum fréttatjóra Sjónvarps. Þá er rætt við Magnús Guðmundsson flugstjóra Geysis, Dagfinn Stefánsson flugmann Geysis og Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju. Björgunarleiðangur fór frá Akureyri. Rætt er við Þorstein Svanlaugsson einn björgunarmanna. Þá er rætt við Þorstein Svanlaugsson einn björgunarmanna. Þá er rætt við Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndara og sýnd er mynd hans um leiðangurinn. Hann lýsir því sem fyrir augu ber. Bandarísk skíðaflugvél hafði lent á jöklinum en komst ekki á loft aftur svo hún var skilin eftir. Loftleiðamenn keyptu hana seinna og sóttu hana á jökulinn. Sýndar myndir úr þeirri ferð sem Alfreð

Page 9: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 9

Elíasson og Kristinn Olsen tóku. Hrafn Jónsson, einn leiðangursmanna lýsir ferðinni. Rætt við Kristinn Olsen um þetta ferðalag og örlög vélarinnar. Sýnt: 29.12.1987. – Sjá einnig: Staðarákvörðun óþekkt. Flugskírteini nr. 13. – 1988. - 44 mín., 17 sek. Heimildarmynd um Þorstein E. Jónsson flugmann. Stiklað er á stóru frá litríkum ferli Þorsteins og fylgst með því er hann flýgur síðustu ferð sína fyrir flugfélagið Cargolux þar sem hann starfaði í 18 ár. Dagskrárgerð: Jón Þór Hannesson. Þulur: Gylfi Pálsson. Framleitt af Saga film. Sýnt: 26.3.1989 og 5.3.2002 Fólkið í landinu: Egill Ólafsson. – 1989. – 24 mín., 24 sek. Safnnúmer: M-9609 Stjórnandi Sveinn M. Sveinsson, umsjón: Finnbogi Hermannsson. Rætt við Egil Ólafsson bónda á Hnjóti í Örlygshöfn. Mest er fjallað um byggðasafnið, sem hann hefur komið upp, en einnig hefur hann komið upp vísi að fyrsta flugsafni Íslands, en Egill er flugumferðarstjóri á Patreksfirði. Sýnt: 10.9.1989 – Framleiðandi: Plús film. Framtíð íslenskra flugmála. – 1986. – 53 mín., 51 sek. M-7469 STjórnandi Rúnar Gunnarsson, umsjón Ómar Ragnarsson. Umræðuþáttur um flugmál. Svipmyndir frá flugdeginum á sunnudeginum áður. Umræður: Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður flugmálanefndar, Pétur Einarsson flugmálastjóri og Magús Oddsson marðaðstjóri Arnarflugs. Sýnt: 26.8.1986. Um hraðbrautir loftsins. – 1997. Safnnúmer: M-16017. Íslensk heimildarmynd sem fjallar um hlutverk og verkefni Flugmálastjórnar. Sýnt: 21.9.1997. Framleiðandi: Myndbær hf. Vængjamenn og vélardynur: saga flugvirkjunar á Íslandi. – 1997. – 26 mín., 45 sek. Kvikmynd sem Flugvirkjafélag Íslands lét gera í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Atriðum úr ævi Leonardó Da Vincis er fléttað inn í þróun sögu flugvirkjunar á Íslandi, sem hófst með heimkomu þriggja ungra manna úr námi í Þýskalandi á þriðja áratug aldarinnar. Í myndinni er fjöldi gamalla kvikmynda, sumar hafa ekki verið sýndar áður opinberlega. Handrit, klipping og leikstjórn: Sigurbjörn Aðalsteinsson, sem einnig bregður sér í gervi Da Vinci. Þulur er Gylfi Pálsson. Sýnt: 26.10.1997. Staðarákvörðun óþekkt: hálf öld liðin frá Geysisslysinu. – 2000. – Safnnúmer: M-18807 Heimildamynd um brotlendingu flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli 15. september 1950 og þá atburði sem fylgdu í kjölfarið. Í myndinni hittast eftirlifandi áhafnarmeðlimið Geysis aftur allir saman í fyrsta sinn síðan slysið varð og heimsækja aftur sinn mesta örlagastað, Bárðarbungu á Vatnajökli. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson, þulur: Hallmar Sigurðsson. Sýnt: 10.9.2000. Framleiðandi er Saga film. – Sjá einnig: Biðin langa – Geysisslysið. Flugsaga Íslands. 4 þættir, framleiddir af Saga film, sýndir árið 2002. Umsjón og handrit: Rafn Jónsson. Klipping: Sævar Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Tónlist: Máni Svavarsson. Þulir: Kristján Franklín Magnús og Jón B. Guðlaugsson. Dagskrárgerð: Sævar Guðmundsson. Með vængi í farteskinu. – 2003. – 40 mín, 29 sek. Safnnúmer: M-21501 Í þættinum er fylgst með Arngrími Jóhannssyni, Einari Páli Einarssyni og fleiri flugáhugamönnum að gera upp og smíða flugvélar af gerðinni Piper Cup og Pitts special. Með flugvélarnar tvær í farteskinu héldu þeir til Bandaríkjanna í tilefni af 50 ára afmælisflugsýningar í Oshkosh í Wisconsin. Þulur: Magnús Einarsson. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson. Sýnt: 18.8.03, 19.8.2003 og 31.8.2003 Framleiðandi: Tökur ehf., Garðabær Loftleiðaævintýrið. – 2006. – Safnnúmer: M-22962 Saga Loftleiða rakin. Umsjón: Anna María Sigurjónsdóttir.

Page 10: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 10

Sýnt: 17.9.2006 Framleiðandi: Saga film. Úr heimildasafni Kvikmyndasafns Íslands: Afhending Reykjavíkurflugv. og óeirðir á Austurv. 1949 Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur og svart/hvítt Afhending Reykjavíkurflugvallar Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Afhending Reykjavíkurflugvallar ofl. Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Atlantshafsflug Italo Balbo 1933 Heimildarkvikmynd, saga 16mm Sv/hv Á Blindflugi 1999 Skólamynd 16mm Litur Björn Pálsson - Fallhlífarstökk og flugferð Heimildarkvikmynd, alm 16mm Sv/hv Flug yfir hálendið o.fl. Heimildarkvikmynd, alm Flug yfir Suðurland Heimildarkvikmynd, alm Flugdagur Heimildarkvikmynd, alm Flugdagur 1950 1950 Heimildarkvikmynd, alm 16mm Flugdagur, 10 ára afmæli Svifflugfélagsins 1947-8 16mm Flugdagurinn 1938 1937-8 16mm Sv/hv Flugdagurinn 1950 1950 Fréttamynd 16mm Flugferð suður Heimildarkvikmynd, alm 16mm Litur Flugferð til Akureyrar Heimildarkvikmynd, alm 16mm Sv/hv Flugfélag 2003 O. Guðmundsson Litur Flugfélag Íslands Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Flugfélag Íslands, auglýsing Auglýsingam. 16mm Flugsaga Íslands 1 Saga Film Litur Flugsaga Íslands 2 Saga Film Litur Flugsaga Íslands 3 Saga Film Litur Flugsaga Íslands 4 Saga Film Litur Flugstöðin Heimildarkvikmynd, alm Flugsýning Heimildarkvikmynd, alm Flugvélar og þyrla Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur og svart/hvítt Flugvélin Hekla Heimildarkvikmynd, alm 16mm Litur

Page 11: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 11

Flugvöllurinn í Keflavík afhentur Íslendingum Fréttamynd 16mm Geysisslys, Grænland ofl. 1950 Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Grænlandsflug 16mm Sv/hv Gullfaxi kemur 8.7.1948 1948 Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Hernámsárin, 1. hluti 1967 Leikin heimildarmynd16mm Litur og svart/hvítt Hnattflug 1924 1925 Heimildarkvikmynd, saga 16mm Sv/hv Inselflug Alfred Ehrhardt Heimildarkvikmynd, alm 16mm Litur Keflavíkurflugvöllur Heimildarkvikmynd, alm 16mm Litur Keflavíkurflugvöllur afhentur 1946 Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Kvikmyndasafn Agnars Kofoed Hansens Agnar Kofoed Hansen 16mm Kvikmyndir Svifflugfélags Íslands Sjóflugvél ofl. Heimildarkvikmynd, saga 16mm Litur Svifflug, 1944 1944 Heimildarkvikmynd, alm 8mm Standard Litur Annað myndefni: Flugsögufélagið hefur safnað viðtölum við eldri flugmenn, m.a. í myndformi. Vélin í jöklinum. 2003 Stöð-2 sýnd 23.12.2003 Umsjón Magnús Viðar Sigurðsso og Margrét Jósnasdóttir Ótaldir eru heimildarbútar úr öðru efni sem varðveitt er hjá RÚV og á Kvikmyndasafninu, s.s. fréttabútar.

Aðrar skráðar og óskráðar heimildir Af hljóðrituðum heimildum er töluvert magn til hjá Ríkisútvarpinu og fleiri aðilum. Ýmsir einstaklingar og félög hafa verið iðnir við skráningu og varðveislu heimilda um íslenska flugsögu, af þessum skulu nefndir: Flugsögufélag Íslands hefur unnið flakaskrá sem er í vörslu félagsins. Jóhannes Stefánsson, á gríðarlegt ljósmyndasafn af flugvélum (vann með Rúnari B. Ólafssyni að skrásetningu íslenskra flugvéla). Ragnar J. Ragnarsson, fyrrv. formaður Flugsögufélags íslands, er sérfræðingur í breska hernum á stríðsárunum og á mikið magn mynda og skjala frá stríðsárunum. Hinrik Steinsson, flugvirki, er áhugasafnari um stríðsminjar og hefur safnað miklu magni minja víðsvegar úr heiminum, sem þó allt tengist Íslandi á einhvern hátt.

Page 12: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 12

Pétur P. Johnson, var með aðstöðu í mörg ár í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og tók myndir af fluvélum og mannlífi í kringum flugið í Reykjavík og víðar um land.. Pétur varðveitir töluvert ljósmyndasafn um þetta efni. Einnig gaf hann út tímaritið Flug til margra ára. Snorri Snorrason á mikið af myndum frá upphafsárum flugs á Íslandi til dagsins í dag og er ennþá að taka myndir, m.a. fyrir Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Hann hefur safnað flugskírteinum flugmanna um árabil, skírteini nr 1 til 10 ýmist varðveitir hann eða varðveitir afrit af þeim. Baldur Sveinsson, fyrrv. formaður Flugsögufélagsins, hefur tekið ljósmyndir af öllum flugvélum sem hafa komið til Íslands á vegum bandaríska hersins og er sérfræðingur í þeim hluta flugsögunnar og allri flugsögu íslands. Eggert Nordal hefur ritað bókina Flugsaga Íslands og á mikið mynda- og skjalasafn á þessu sviði. Friðþór Eydal, fyrrv. upplýsingafulltrúi Varnarliðsins. Hann hefur ritað bækur um stríðsárin á Íslandi og á mikið magn mynda og skjala á sviði flugsögu. Sævar Jóhannesson, rannsóknalögreglumaður, fyrrv. formaður Flugsögufélagsins, hefur safnað merkjum, myndum ofl. tengdu flugsögunni. Jenný Jónsdóttir, ekkja Antons G. Axelssonar fyrrv. flugstjóra hjá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum, á mikið safn mynda á sviði flugsögu. Félag íslenskra atvinnuflugmanna varðveitir nokkuð af skjölum, skírteinum og fleiri minjum sem er óskráð. Félagið hefur látið gera myndasafn af flugsögu Íslendinga sem Snorri Snorrason hefur útbúið. Áhugamenn um flugminjar hafa unnið að umfangsmikilli skrá, skránni CL44 sem er rafræn skrá yfir myndir og sögu allra flugvéla sem skráðar hafa verið á Íslandi, eða hafa verið í þjónustu íslenskra flugfélaga. Skráin var unnin af Rúnari B. Ólafssyni (látinn) og Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, (býr í Lúxemburg). Skráin er á netinu og hægt að sækja hana þangað (slóðin er www.cl44.com). Hægt er að fletta upp flugvélum eftir skráningarnúmeri, framleiðanda, gerð flugvélar, eiganda o.fl. Fleiri einstaklingar hafa skráð íslenskar flugminjar en CL44 er heilstæðasta skráin.

SARPUR: Sarpur er menningarsögulegt upplýsingakerfi sem unnið hefur verið á vegum Rekstrarfélags um Sarp (www.sarpur.is), kerfið er nýtt til skrásetningar á menningarminjum, 28 söfn og aðrar menningarstofnanir nýta kerfið til skráningar á menningarminjum. Samræmt upplýsingakerfi af þessu tagi skapar yfirsýn yfir menningararfinn, en stefnt er að því að miðlægur gagnagrunnur kerfisins verði aðgengilegur á netinu. Skráning flugminja í SARP er ekki hafin, enda flugsöfn ekki aðilar að kerfinu enn sem komið er. Mælst er eindregið til þess að svo megi verða.

Samtímaminjar og SAMDOK: Við söfnun samtímaminja og heimilda um þær hafa víða í nágrannalöndum okkar verið þróaðar sérstakar aðferðir við öflun þekkingar og staðreynda um samtímaminjar. Einkenni samtímans er fjöldi gripa og fyrirferð þeirra. Löngu hætt er að safna markvisst gripum svo fullnægjandi geti talist um þróun, tæknivæðingu og ferli í samfélagi nútímans. Hér á landi þykir fýsilegt að horfa til Norðurlandanna en þar standa Svíar framarlega þótt aðrar þjóðir þar hafi einnig beitt og þróað aðferði við samtímavarðveislu. SAMDOK (sæ. Samtidsdokumentation) er ákveðin aðferð sem notuð er við sænsk söfn og má rekja upphaf hennar allt til áranna upp úr 1970. Hvað varðar söfnun um sögu, þekkingar og heimilda um flugminjar eru samtímasöfnun ákjósanleg leið til þess að ná utan um þann mikilvæga þátt menningarsögunnar sem flugið er og þær breytingar sum það leiddi af sér samfélagslega um allt land og samband íslensku þjóðarinnar við umheiminn.

Page 13: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 13

Söfnun upplýsinga um flugminjar

Úr erindisbréfi: Safna saman upplýsingum um þær flugminjar s.s. flugvélar, flök flugvéla, flugvallarbúnað, ljósmyndir, kvikmyndir og aðrar minjar sem nýtast myndu við stofnun safns af þessum toga.

Flugminjasöfn Auk þeirra tveggja íslensku safna sem hafa einbeitt sér að söfnun, varðveislu og miðlun flugminja og heimilda um flug á Íslandi, er ýmsar óskráðar flugminjar að finna víða um landið. Stór hluti þessara minja liggur undir skemmdum og er í hættu ef ekkert verður aðhafst.

Reykjavík, Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni Mikið er af flugminjum í Reykjavík, sér í lagi í kringum Reykjavíkurflugvöll. Þar af má nefna byggingar sem hafa verið á vellinm frá upphafi svo sem gamli flugturninn og flugskýli, einnig flughlöð og flugbrautir, auk allra þeirra minja sem tengjast hersetu á svæðinu (sjá hluta í skýrslu Önnu Lísu Guðmundsdóttur: Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur. Öskjuhlíð –Nauthóll. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 130. Reykjavík 2006. Einnig bók Helga M. Sigurðssonar um Öskjuhlíð). Að auki má nefna fjölda flugvéla í einkaeigu sem ýmist hafa verið gerðar upp eða unnið er að endurgerð þeirra, 2 Douglas DC-3 flugvélar og margt fleira. Flugsögufélag Íslands hefur yfir að ráða ýmsum flugminjum sem félagið hefur bjargað frá glötun. Flugsögufélagið hefur ekki aðstöðu til sýningar á þessum hlutum. Félagið á flugskýli í Fluggörðum á Reykjvíkurflugvelli.þar sem aðstaða er til smíða og geymslu Nokkuð er af minjum í Öskjuhlíðinni sem tengjast flugi frá stríðsárunum og minnisvarði um 330. flugsveit Norska flughersins í Nauthólsvík, en þeir voru með höfuðstöðvar þar fyrir Nordrop flugvélar í stríðinu. Braggar frá Bretum eru í Nauthólsvík. Flugmálastjórn varðveitir gamlar flugminjar, svo sem gömul tæki sem notuð hafa verið á flugvöllum landsins. Flugsaga landhelgisgæslunnar er mjög merkileg og ýmsar heimildir og minjar að finna þar. Fagfélögin, svo sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna og fleiri félög varðveita ýmsar áhugaverða minjar sem eru mikilvægur þáttur í flugsögu landsins. Um er að ræða heimildir og minjar tengdar flugmönnum, flugvirkjum, flugfreyjum, flugumsjónarmönnum og flugumferðastjórum. Flugfélögin varðveita einnig minjar um flugsögu landsins. Til að mynda á Icelandair Stinson flugvél sem er til sýnis á Flugsafninu á Akureyri. Ýmis önnur félög á sviði flugs og flugsögu, svo sem Svifflugfélög, Vélflugfélög, Fallhlífarklúbbar og módelmann, Flugmálafélag Íslands, Dc-3 Þristavinir, eiga öll sína sögu mis langa og merka, en sem líta má á sem hluta heildarsögunnar

Page 14: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 14

Þjóðminjasafn Íslands varðveitir einhverja gripi tengda flugminjum, af þeim minjum má nefna stóra tréskrúfu úr bandarískri flugvél frá því fyrir 1930. Á Minjasafni Reykjavíkur er töluvert til af minjum frá stríðsárunum sem flokkast undir herminjar en lítið af síðari tíma flugminjum í tölvuskrám safnsins. Helstan má nefna flugvélarspaða sem gefinn var til minningar um hnattflug Nelsons 1924 (með viðkomu í Reykjavíkurhöfn 2. júní 1924). Ýmsar flugminjar eru til á heimilum í Reykjavík og víðar um landið, þar má nefna búninga, flugmerki, logbækur og fleiri heimildir, sem sumar hverjar eru mikilvægur þáttur í þeirri sögu flugs á Íslandi. Fyrsta þota Íslendinga er ennþá fljúgandi og kemur til Keflavíkur annarslagið. Um er að ræða mikilvægan grip í flugsögu Íslands. Leggja mætti drög að því að fá hana á safn þegar hætt verður að nota hana. Northrop flugvél liggur á 8 m dýpi í Skerjafirði. Aðeins fá eintök af þessari gerð eru til í heiminum. Flugvélin er í heilu lagi á hafsbotni. Athugað hefur verið um samstarf við Imperial War Museum um að ná vélinni upp. Nefna má að flak af Northrop flugvél sem nauðlenti í Þjórsá og sökk þar 1943 var tekið upp 1979 og endursmíðað í Northropversmiðjunum í Kaliforníu USA. Flugvélin er nú á flugminjasafni í Gardemoen í Noregi. Fleiri flugvélarflök, eða leifar flaka eru víða um land og á hafsvæðinu kringum landið. Flugsögufélagið lét gera flakaskrá á sínum tíma um þessi flök, ekkert hefur sést af henni undanfarin ár og sennilega hefur hún ekki verið uppfærð nýlega, með tilltiti til nýfundinna flaka í sjó og á jöklum.

Aðrar flugminjar og flugminjasvæði Icelandair Group Hjá Icelandair Group (gömlu Flugleiðum) starfa nú um 70% íslenskra atvinnuflugmanna, 90% íslenskra flugfreyja/þjóna, 80% íslenskra flugvirkja og 60% íslenskra flugumsjónarmanna. Fyrirtækið og forverar þess hafa verið í mikivægu hlutverki í íslenskri flugsögu frá 1937. Þar er flugsagan enn að mótast.

Varnarliðssvæðið

Bandaríkjamenn hafa rekið flugvöllinn frá Keflavíkursamningnum 1946. Íslendingar munu taka yfir það hlutverk nú með brotthvarfi varnarliðsins. Flugturninn verður áfram starfræktur, en óvíst er enn um aðrar byggingar og fylgihluti.

Þjóðminjavörður og framkvæmdastjóri Safnaráðs heimsóttu svæðið í ágúst 2006 og var það þá að tæmast hratt, einungis um 50 aðilar tengdir varnarliðinu eftir á svæðinu að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. Friðþór vinnur að skrásetningu sögu af starfi hersins á Íslandi (ljósmyndasögu). Ekki hefur verið hafin vinna við frekari skrásetningu heimilda um veru varnarliðsins hér á landi, hvort heldur um ræðir daglegt líf eða störf hersins. Flugvélar hafa og munu verða fluttar á brott, en skilin verður eftir ein Phantom orrustuþota, sem stendur nú undir berum himni á svæðinu. Þotunni hefur verið viðhaldið að utan en er tóm að innan (einungis skelin eftir). Íslenskum stjórnvöldum býðst þotan hafi þau áhuga. Nefnd um Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja í Reykjanesbæ hefur sýnt áhuga á því að eignast þotuna. Ekkert hefur verið ákveðið varðandi nýtingu þeirra mannvirkja sem á svæðinu eru, en sum þeirra bjóða upp á ýmsa möguleika. Skoða mætti ýmsa möguleika í því samhengi, s.s. möguleika á að nýta mannvirkin sem geymsluhúsnæði fyrir menningarminjar, en mörg þeirra eru mjög rammgerð, byggð eða styrkt með það fyrir augum að þau þoli jafnvel sprengjuárásir.

Page 15: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 15

Sýningaraðstaða vegna hugsanlegrar sýningar um veru varnarliðsins á svæðinu yrði einungis möguleg í byggðarkjarna vegna erfiðs aðgengis á jöðrum svæðisins.

Auk lítilla, rammgerðra orrustuflugvélaflugskýla, er eitt stórt og rúmgott flugskýli á svæðinu sem Flugleiðir hafði lengi afnot af að hluta (þar til fyrirtækið byggði eigið flugskýli). Um er að ræða "Stóra flugskýlið" eða "Flugskýli 885". Flugskýlið er byggt að staðlaðri, erlendri fyrirmynd, opnanlegt í báða enda. Skýlið gæti nýst Íslendingum en það er afar dýrt í rekstri, sem dæmi má nefna að mánaðarlegur kostnaður við kyndingu skýlisins er 4 millj. kr. Mikilvægt að hefja vandaða heildar-skrásetningu, s.s. samtímaskráningu heimilda um veru varnarliðsins hér á landi. Einnig er þörf á frekari fornleifaskráningu innan svæðisins og úttekt á mannvirkjum. Eftirfarandi minnisblað, dags. 5. október 2006, sendi þjóðminjavörður menntamálaráðherra vegna varðveislu menningarminja um veru varnarliðs á Miðnesheiði:

Menntamálaráðuneytið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra Sölvhólsgötu 4 150 REYKJAVÍK Reykjavík 5. október 2006 Efni: Minnisblað. Varðveisla menningarminja um veru varnarliðs áMiðnesheiði Menntamálaráðherra óskaði eftir greinargerð frá þjóðminjaverði um varðveislu menningarminja um veru varnarliðs á Miðnesheiði. Svæðið var skoðað undir leiðsögn Friðþórs Eydals. Auk þess var rætt við fjölda aðila er tengjast safnastarfi á Reykjanesi og þjóðminjavörslu. Matið var unnið samhliða störfum Flugminjanefndar sem ráðherra skipaði á sama tíma og skilað verður greinargerð um þann 1. nóvember n.k (sjá neðar). Í heimsstyrjöldinni síðari, nánar til tekið 1941, gerðu íslensk stjórnvöld herverndarsamning við Bandaríkin og gengu amerískir hermenn þá þegar á land. Að stríðinu loknu var áveðið að herliðið hyrfi á brott með undirritun Keflavíkursamningsins 1946. Keflavíkurflugvöllur var þó áfram rekinn af Bandaríkjunum, sem þau höfðu byggt, en síðustu hermennirnir fóru úr landi 1947. Gerður var varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna 1951 og í kjölfar þess kom herinn aftur til landsins. Aðalbækistöð varnarliðsins hefur verið á Keflavíkurflugvelli síðan þá. Samkvæmt ákvörðun Bandaríkjastjórnar 2006 var ákveðið að leggja herstöðina niður og er brottflutningi varnarliðsins því nær lokið. Með brotthvarfi varnarliðsins lýkur meira en 50 ára þætti í sögu landsins sem mikilvægt er að halda til haga og rannsaka. Fjöldi Íslendinga vann í herstöðinni við mjög mismunandi störf og gætti áhrifa hennar því langt utan varnarsvæðisins, m.a. á fjölskyldur og vini starfsmanna auk jaðaráhrifa. Nefna má menningarleg áhrif af ýmsu tagi, t.d. vegna hermannasjónvarps og útvarps sem stór hluti íslensku þjóðarinnar hafði aðgang að. Þá er mannlífið í herstöðinni ekki síður áhugavert og á það jafnt við um innlenda starfsmenn sem bandaríska hermenn. Ýmsar minjar kunna einnig að vera á varnarsvæðinu, fornleifar, hús og önnur mannvirki með hugsanlegt menningarsögulegt gildi. Ganga þarf úr skugga um þetta og gera viðeigandi ráðstafanir. Segja má að þegar hafi verið stigin ákveðin skref til að varðveita sögu varnarliðsins og má þar helst nefna söfnun muna á vegum félags um flug- og sögusetur í Reykjanesbæ auk söfnunar Friðþórs Eydal. Er þessu nánar lýst hér að neðan. Þrátt fyrir þessa ágætu viðleitni er afar brýnt að safna upplýsingum á breiðari grundvelli, eins og lýst hefur verið hér að ofan, og að margvísleg áhrif hersins á íslenskt þjóðfélag verði rannsökuð.

Page 16: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 16

Það sem þegar hefur verið gert eða er í undirbúningi Sett hefur verið á laggirnar Flugminjanefnd, sem m.a. vinnur að mati á minjum varnarliðsins. Félag um flug- og sögusetur í Reykjanesbæ hefur safnað gripum frá varnarliðinu. Söfnunin er

komin á það stig að félagið er farið að svipast um eftir húsnæði og hefur gamalt flugskýli á herstöðvarsvæðinu verið nefnt í því sambandi.

Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi lagði drög að söfnun varnarliðsminja fyrir mörgum árum og hefur áskotnast heilmikið. Þessum gripum er nú verið að safna saman. Góðar líkur eru á að hið fyrirhugaða flug- og sögusetur geti fengið Phantom orrustuþotu til varðveislu. Beiðni þar að lútandi hefur þegar verið send varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Vélin hefur staðið úti í nokkur ár en er vel við haldið. Aðeins skelin eða ytra byrðið er eftir. Fyrrverandi starfsmaður Olís á varnarliðssvæðinu hefur safnað bensín- og olíuafgreiðslutækjum og þar að auki tekið mikinn fjölda mynda. Safn hans mun líklega geta runnið til safns. Mikið er til af teikningum af elstu byggingum í herstöðinni í gagnasafni verkfræðideildar varnarliðsins og munu þær renna til flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli.

Friðþór Eydal er að skrifa bók um sögu varnarliðsins út frá herfræðilegu sjónarmiði. Hefur hann safnað miklum gögnum og m.a. tekið viðtöl.

Byggðasafn Reykjanesbæjar er með í undirbúningi verkefni, m.a. um íslenskar barnfóstrur og iðnaðarmenn hjá bandarískum hermönnum. Kvikmyndagerðarmaður er að leggja drög að heimildakvikmynd um áhrif varnarliðsins á íslenskt mannlíf. Auðvelt mun vera að fá lánaða gripi frá bandaríska hernum eftir að setrið hefur formlega verið stofnað.

Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það að markmiði að skoða kosti þess að stofna og starfrækja safn um flugsögu og flugminjar á Íslandi með bréfi dags. 10. maí sl.. Skal nefndin skila tillögum fyrir 1. nóvember n.k. Í þeirri vinnu hefur sérstaklega verið hugað að minjum og sögu varnarliðsins á Miðnesheiði. Til þess að halda til haga menningarsögulegum upplýsingum er lagt til að ráðinn verði verkefnisstjóri til þess að annast samtímaskráningu, sem m.a. feli í sér að kanna núverandi söfnunar- og rannsóknarstöðu, skilgreina viðfangsefni og gera verkáætlun í samstarfi við viðkomandi aðila. Leggja þarf til fjármagn til launa og í annan tilfallandi kostnað. Verkefnið yrði unnið í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Verkþættir yrðu m.a. eftirfarandi: Greinargerð um helstu verkþætti: Samtímaskráning. Nefnt hefur verið að gera samtímaskráningu í samræmi við verklag Samdok-aðferðafræðinna, en hún byggir á samvinnu á milli safna og stofnana um söfnun, skráningu, varðveislu og rannsóknir. Munahlutinn virðist það langt kominn að í þessu tilfelli yrði sennilega nær eingöngu um hina sögulegu og félagslegu hlið að ræða. Hið sama má segja um ljósmyndun nema að því er snertir ljósmyndun húsa og annarra mannvirkja í herstöðinni. Öðru máli kann að gegna um gamlar ljósmyndir. Viðtöl verða nú líklega aðeins tekin við Íslendinga þar sem flestir eða allir hermenn eru farnir úr landi. Þá mun einnig vera of seint að fara í vettvangsvinnu þar sem öll starfsemi í herstöðinni hefur verið lögð niður. Þjóðháttasöfnun. Heimildasöfnun með spurningaskrám frá fyrrverandi starfsmönnum varnarliðsins. Hugsanlega einnig viðtöl. Andstaða gegn hernum er einnig áhugavert viðfangsefni. Skarast við samtímaskráningu eða er hugsanlega hluti af henni. Fornleifaskránng. Skráning herminja á svæðinu er nauðsynleg en miklar minjar eru innan og utan girðingar, bæði frá síðari heimsstyrjöld og kalda stríðinu. Þjóðminjasafnið lét skrá íslenskar minjar á Miðnesheiði fyrir nokkrum árum. Þar að auki hefur fornleifafræðingur á vegum hersins annast skráningu. Gerðar verði tillögur að hugsanlegri friðun tiltekins fjölda rústa í samvinnu við Fornleifavernd ríkisins. Húsakönnun.

Page 17: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 17

Gengið verði úr skugga um hvort einhverjar sögulega áhugaverðar byggingar eða mannvirki séu á varnarsvæðinu. Gerðar verði tillögur að hugsanlegri friðun tiltekins fjölda bygginga í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Þverfagleg nálgun. Áhugavert gæti verið að fá ýmsar aðrar fræðigreinar til að koma að þessu verkefni, t.d. félagsfræðinga og sagnfræðinga. Í þessu sambandi má minna á ráðstefnu í Keflavík 4. mars 2006 sem m.a. fjallaði um áhrif bandarísku herstöðvarinnar á íslenskt þjóðlíf. Með vinsemd og virðingu Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Afrit sent Safnaráði, Flugminjanefnd, Byggðasafni Reykjanesbæjar, Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd ríkisins.

Tekið skal fram að Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur boðið aðstöðu fyrir verkefnisstjóra í samræmi við tillögu þjóðminjavarðar.

Önnur söfnun á landsbyggðinni tengd flugminjum: Valgeir Sigurðsson á Siglufirði hefur hafið söfnun flugminja sem tengjast Siglufirði. Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði varðveitir minjar sem tengjast flugsögu landsins, en áhersla þar er á stríðsminjar. Mögulegt er að önnur söfn á landsbyggðinni varðveiti flugminjar. Töluvert er af flugáhugamönnum um landið sem unnið hafa við að gera upp flugvélar. Lítil aðstaða er í dag til sýningar á þessum vélum. Svifflugur sem smíðaðar voru í kingum 1950 úr krossviði og dúk liggja nú undir skemmdum. Nefnd um Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja í Reykjanesbæ hefur starfað um nokkurn tíma, en nefndin hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að safna heimildum og gripum um veru varnarliðsins á svæðinu. Skv. Björk Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er bæjarstjórnin á þeirri skoðun að saga varnarliðsins tilheyri sögu samfélagsins í Reykjanesbæ.

Page 18: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 18

Íslensk söfn um flugminjar

Úr erindisbréfi:

Kanna þau söfn sem nú þegar eru í rekstri þ.e. Flugsafn Íslands á Akureyri og Flugminjasafnið á Hnjóti og koma með tillögur um hvernig megi samræma þennan rekstur.

Safn - skilgreining Í 4. gr. safnalaga nr. 106/2001 er safn skilgreint, en skv. lögunum er safn:

“[...] stofnun, opin almenningi, sem hefur það hlutverk að safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær til sýnis svo að þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar.”

Safnaráð hefur veitt tveimur íslenskum söfnum á sviði flugminja, styrki úr Safnasjóði. Styrkveiting úr Safnasjóði felur í sér mat ráðsins í þá veru að stofnun falli undir 4. gr. safnalaga. Um er að ræða Flugsafnið á Akureyri og Flugminjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti. (Söfnin eru tvö FEO og MEO tvær stjórnir og samstarfssamningur á milli safnana).

Flugsafn Íslands á Akureyri Flugsafnið á Akureyri, sem er minjasafn um íslenska flugsögu, var stofnað 1. maí 1999 og opnað formlega 24. júní 2000. Heiti safnsins var síðar breytt í Flugsafn Íslands. Safnið er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var af eftirtöldum félögum og fyrirtækjum: Vélflugfélagi Akureyrar, Svifflugfélagi Akureyrar, Flugmódelfélagi Akureyrar, Íslenska flugsögufélaginu, Flugfélagi Íslands hf., Flugleiðum hf, Flugfélaginu Atlanta ehf., Íslandsflugi ehf. Við sameiningu Atlanta og Íslandsflugs féll síðara nafnið út, en Flugskóli Akureyrar - Sella ehf, kom inn sem stofnaðili. Safnið hefur að geyma minjar sem tengjast flugsögu Íslands s.s flugvélar, flugvélahluta og muni sem tengjast fluginu á Íslandi frá upphafi. Saga flugs á Íslandi og erlendis er rakin í myndum og texta. Á safninu eru ýmsir hlutar og munir úr flugvélum sem hafa farist á Íslandi eða við landið. Hluti safnmuna safnsins eru hýstir í öðrum flugskýlum. Einnig eru varðveittar greinar og ritgerðir um flugvélaflök frá stríðsárunum og um slys sem orðið hafa á íslenskum flugvélum. Skrásetning minjannana er hafin, en ekki í þar til gert skráningarkerfi. Þann 14. september 2006 var tekin fyrsta skóflustungan að nýju safnhúsi Flugsafnsins. Fjármagn til verkefnisins kom frá Akureyrarkaupstað og ríkissjóði í framkvæmdastyrk sem samþykktur var af menntamálaráðuneyti, með jákvæðri umsögn Safnaráðs skv. 11. gr. safnalaga, til byggingar á nýju húsnæði fyrir safnið. Akureyrakaupstaður styrkti framkvæmdina í von um að safnið fengi skyldur og hlutverk á landsvísu sem Flugminjasafn Íslands. Það felst þó ekki í afstöðu bæjarins að ekki geti verið um önnur flugsöfn að ræða í landinu. Mikill áhugi er til staðar um uppbyggingu safnsins meðal aðstandenda þess og velgjörðamanna.

Page 19: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 19

Flugminjasafn á Hnjóti, Örlygshöfn Flugminjasafnið á Hnjóti var stofnað af Agli Ólafssyni sem 18. mars 1992 gaf safnið íslenska ríkinu (Flugmálastjórn) og heyrir það undir Samgöngumálaráðaneyti. Safnið hefur verið í samstarfi við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, en um er að ræða aðskildar stofnanir. Mikilvægt er að unnið sé að nánara samstarfi safnanna. Ekki hefur átt sér stað mikil uppbygging á safninu á síðustu árum vegna aðstæðna. Gert er ráð fyrir því að varðveisla og miðlun flugsögu á Hnjóti verði hluti af starfsemi Minjasafnsins. Nokkuð hefur verið um gjafir til safnsins og varðveitir það nokkuð magn flugminja, sem sumar hverjar eru í geymslu. Meðal annars er um ræða Junkers flugskýli, gamlar flugstöðvar frá flugvöllum á Vestfjörðum, tvær flugvélar Douglas DC-3 og Antonov AN-2 og ýmsar aðrar minjar, svo sem allar flugminjar úr safni Þorsteins Jónssonar. Skráning flugminja á Hnjóti er ekki hafin og liggja flugminjar þar undir skemmdum. Mikilvægt er að hafin verði vinna við athugun á safnkostinum með tilliti til vandaðrar varðveislu og forvörslu. Einnig að hafin verði vinna við skrásetningu minjanna en í því samhengi má nefna að til er fjárveiting upp á eina milljón kr. sem var styrkur frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, eyrnamerktur skráningu flugminja á Hnjóti. Nefndinni barst skeyti dags. 15. nóvember 2006 frá Kristni Þ. Egilssyni, stjórnarmanni flugminjasafnsins á Hnjóti, þar sem fram kemur að stór hluti safnkostsins er í hans vörslu.

Fyrirhugað Flugminjasafn í Reykjavík Hugmyndir um Flugminjasafn í Reykjavík hafa verið til umræðu og athugunar um nokkurt skeið. Greina má mikinn áhuga á og stuðning við hugmyndir um stofnun slíks safns í Reykjavík, bæði hjá fagfélögum, borgaryfirvöldum, fyrirtækjum og öðrum aðilum. Skv. hugmyndum er gert ráð fyrir því að líkt og Flugsafnið á Akureyri, verði Flugsafnið í Reykjavík staðsett á Reykjavíkurflugvelli, til að mynda við flugskýli 3, sem sögulegt skýli. Samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldm er gert ráð fyrir að flugvöllur verði starfsræktur í Reykjavík til 2023. Ef kæmi til flutnings flugvallarins síðar myndi safnið standa áfram á þessum stað til minnis um staðsetningu vallarins í Vatnsmýrinni. Minjasafn Reykjavíkur bendir á að eðlilegt sé að tengja saman flug- og herminjar á Öskjuhlíðar- og Vatnsmýrarsvæðinu, enda eru skilin þar á milli oft næsta ógreinileg. Það er jafnframt eðlilegt að varðveita þær minjar sem þar eru, á sínum stað - in situ, sé þess kostur og hefur Minjasafnið því litið á flugvallarsvæðið og næsta nágrenni sem þann stað þar sem best er að vernda stríðsminjar í landinu. Minjasafnið bendir á að komi til stofnunar Flugminjasafns í Reykjavík er ekki úr vegi að flétta þær hugmyndir saman, það er að segja Flugminjasafn og Herminjasafn. Á þessu svæði má vel hugsa sér mjög gott sýningarsvæði, þar sem sögunni eru gerð skil á nokkrum stöðum, svo sem í bröggum, sprengjubirgjum, flugskýli, flugturni og flugvélum. Þessa staði má gera aðgengilega og tengja saman með gönguleiðakerfi og skiltum. Í tengslum við hugmynd að starfsemi flugsafns í Reykjavík hefur verið rætt um að áhersla yrði á miðlun í góðu samhengi við söfnun, varðveislu og rannsóknir á flugminjum – nefnt var mikilvægi skemmtanagildis við þekkingaröflun safngesta, svo sem með flughermi, fjölnota fyrirlestrarsal og sýningum á verklagi við endurgerð gamalla flugvéla, í bland við faglegar áherslur. Nokkuð hefur verið rætt um gamla flugturninn við flugskýli 1, sem verið hefur á Reykjavíkurflugvelli frá því á stríðsárunum, í tengslum við Flugminjasafn í Reykjavík. Flugturninn er mjög nálægt flugbrautum, innan öryggissvæðis og hafa jafnvel verið hugmyndir um að turninn verði fluttur á safnsvæði (að flugskýli 3) og sett upp í honum gamla flugumferðarmiðstöðin sem var í honum áður. Mikilvægt er þó að skoða til hlítar möguleika á varðveislu turnsins á upprunalegum stað. Turninn hefur mikið sögulegt gildi, og er áhugi hjá Bretum að koma að varðveislu turnsins sem helsta breska minnismerki á Íslandi.

Page 20: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 20

Fyrirhugað Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja í Reykjanesbæ Nefnd um Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja í Reykjanesbæ hefur starfað um nokkurn tíma. Skv. Björk Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er bæjarstjórnin á þeirri skoðun að saga varnarliðsins tilheyri sögu samfélagsins í Reykjanesbæ, en saga flugs og hers tengist Suðurnesjum öðrum landsvæðum frekar. Í rúmlega hálfa öld hefur erlent herlið haft þar búsetu sem hefur haft áhrif á sögu og menningu staðarins. Skýrt má greina áhuga um uppbyggingu slíks safns í Reykjanesbæ með stuðningi bæjarins. Leitað hefur jafnframt verið eftir samstarfi við ýmsa áhugasama aðila um uppbyggingu safnsins og hafa viðbrögð verið jákvæð. Safnið verði rekið sem hluti af Byggðasafni Reykjanesbæjar, en njóti þó ákveðins sjálfstæðis sem sérstök deild innan safnsins. Skv. nefnd um Sögu- og flugminjasafn Suðurnesja mun safnið hafa þann tilgang fremstan að varðveita og halda lifandi þeim menningarverðmætum sem tengjast sögu flugs og varnarliðs á Suðurnesjum. Ýmsar hugmyndir eru um starfsemi þess sem lifandi safns með gagnvirkum og áhugaverðum sýningum um veru varnarliðsins á Íslandi og aðra þætti í íslenskri flugsögu sem tengist sérstaklega Reykjansbæ og umhverfi. Söfnun er hafin og hefur nefndin yfir að ráða hundruðum gripa, sumum fágætum. Gerður hefur verið samningur við Bandaríkjamenn um millisafnalán á Phantom þotunni sem varnarliðið skilur eftir á Íslandi. Samningurinn er gerður með milligöngu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Skv. samningnum verður þotan áfram í eigu Bandaríkjamanna en Sögu- og flugminjasafnið mun hafa afnot af henni til sýninga. Nefndin stefnir að því að komast yfir húsnæði þar sem koma má upp lifandi og faglega sterku safni. Í skoðun er möguleikinn á því að safnið fái inni í einni af byggingum þeim sem varnarliðið hefur afhent íslenskum stjórnvöldum. Miðað er að því að gott samstarf verði um faglega þætti safnastarfsins við fagstofnanir á þessu sviði, t.a.m. höfuðsafn.

Page 21: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 21

Tillaga flugminjanefndar að stofnun og starfi

Flugminjasafns Íslands

Úr erindisbréfi:

Kanna hvaða rekstrarform myndi henta slíku flugminjasafni og hvaða aðilar gætu komið að rekstrinum s.s. atvinnulíf, hagsmunaaðilar, einstaklingar, sveitarfélög og frjáls félagasamtök.

Meta kosti varðandi staðsetningu safnsins og tengingu þess við landsbyggðina, þá ekki

síst með tilliti til þeirra safna sem þegar eru starfrækt. Í Safnastefnu á sviði Þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008, sem gefin var út af menntamálaráðuneyti í júní 2003, kemur fram að þörf er á landsátaki í ákveðnum grundvallarþáttum safnastarfs og að aðalmarkmið minjavörslunnar til ársins 2008 ættu m.a. að vera að auka fagmennsku safnanna á öllum verksviðum þeirra: Söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun.1 Flugminjanefnd telur mikilvægi flugminjasafns á Íslandi ljóst, sér í lagi þar sem flugsaga er stór þáttur í menningu landsins, en upphaf flugsamgangna markaði tímamót hér á landi hvað varðar samskipti við aðrar þjóðir. Bent er á, í þessu samhengi, að flestar nágrannaþjóðir okkar hafa vegleg flugsöfn, en lítið hefur verið hugað að varðveislu þessa þáttar í menningu okkar hér á landi. Í samræmi við 11. gr. safnalaga nr. 106/2001 leitaði menntamálaráðuneyti umsagnar Safnaráðs á umsókn Flugsafnsins á Akureyri um byggingarstyrk skv. 11. gr. Fram kom í umsögn ráðsins að “Safnaráð telur brýnt að mótuð verði heildarstefna um varðveislu menningarminja sem tengjast flugi. Um er að ræða varðveislusvið þar sem fjár- og rýmisþörf er sérstaklega mikil. Því er sérlega mikilvægt að mótuð verði skýr stefna fyrir landið í heild sem unnt verður að horfa til við veitingu ríkisfjár til þessa sviðs menningarminja, til að tryggja megi sem arðbærasta nýtingu þess fjár.” Ríkisvaldið hefur hingað til stutt uppbyggingu starfandi flugminjasafna. Flugminjanefnd telur mikilvægt að ríkisvaldið stígi næsta skref og styði við markvissa og heildstæðar stefnu um söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun flugsögu Íslands. Það verði gert á þann hátt að um verði að ræða arðbæra þróun og nýtingu ríkisfjár til þessa málaflokks með heildstæðum og markvissum hætti. Stofnað verði Flugminjasafn Íslands með sérstökum fjárlagalið og árlegu framlagi á fjárlögum með sameiginlegri stjórn yfir stjálfstæðar rekstrareiningar flugsafna á Íslandi. Flugsafnið á Akureyri er eina safnið í dag sem uppfyllir skilyrði sem aðildarsafn að Flugsafni Íslands skv. tillögu nefndarinnar í viðauka. Önnur söfn gætu síðar einnig orðið aðilar, svo sem fyrirhuguð flugsöfn í Reykjavík og á Suðurnesjum. Einnig verði formlegt samstarf við önnur söfn, fyrirtæki og félög sem sinna flugsögunni með einum eða öðrum hætti. Fyrirmynd að þessu er stofnun samtaka sjóminjasafna á Íslandi.

Rekstrarform, rekstraraðilar og staðsetning Flugsafn á Akureyri og mögulega í Reykjavík og Reykjanesbæ Frumkvæði hefur verið haft á Akureyri að stofnsetningu og starfsemi flugsafns, sem er í metnaðarfullri uppbyggingu. Fagfélög á Akureyri, Svifflugufélagið og fleiri félög eru mikilvægt bakland safnsins og áhugi fyrir uppbyggingu þess mikill. Svifflugufélagið og fleiri áhugamenn um safnið og sjálfboðliðar hafa gert það að verkum að hægt er að halda flugdaga og standa að ýmsum viðburðum samfara starfi

1 Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008. Menntamálaráðuneyti. Reykjavík: 2006,bls. 8

Page 22: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 22

safnsins. Mikill samhugur um uppbyggingu safnsins er hjá bæjaryfirvöldum, félögum í samstarfi við safnið, stjórn Flugsafnsins og áhuga- og stuðningsmönnum. Einnig er til staðar mikill metnaður og áhugi hjá borgaryfirvöldum, félögum og fleiri aðilum í Reykjavík um uppbyggingu flugminjasafns þar á svæði Reykjavíkurflugvallar. Jafnframt má greina töluverðan áhuga fyrir uppbyggingu flugsafns um sögu varnarliðsins og aðra þætti er snúa sérstaklega að Reykjanesi í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að sá áhugi fái sín notið og að greitt verði fyrir uppbyggingu flugminjasafna í Reykjavík og Reykjanesbæ, með samvinnu við Byggðasafns Reykjanesbæjar verði. Tillaga flugminjanefndar er að um verði að sameiginlega stefnumótun og heildarsýn þessara flugsafna með stofnun Flugminjasafns Íslands, sambands íslenskra flugsafna.

Flugminjasafn Íslands: Flugsafn Íslands á Akureyri. Náðst hefur ákveðinn áfangi í varðveislu og miðlun íslenskrar flugsögu með frumkvæði, starfi og uppbyggingu Flugsafnsins á Akureyri, sér í lagi er stuðningur bakhjarla safnsins mikilvægur í því samhengi. Mikilvægt er að byggt verði á því starfi og unnið verði áfram að uppbyggingu safnsins. Má sjá fyrir sér hlutverk safnsins á landsvísu og í samvinnu við önnur fyrirhuguð sem stofnuð kunna að verða, svo sem á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ samkvæmt tillögu að lögum og stofnskrá Flugminjasafns Íslands í viðauka með skýrslu þessari. Flugsafn í Reykjavík. Flugsaga Íslands tengist að stórum hluta Reykjavík, ekki síður en Akureyri, og mikilvægt að áhugi um stofnun flugsafns í höfuðborginni fái að blómstra. Flug- og sögusafn í Reykjanesbæ. Saga varnarliðsins á Miðnesheiði er hluti af flugsögu Íslands. Áhugi er til staðar hjá yfirvöldum og félögum í Reykjanesbæ að byggja þar upp safn um flugsögu þessa svæðis. Mikilvægt er að safnið verði í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar um ýmis grunnatriði safnastarfs, svo sem skráningu og forvörslu, en njóti þó ákveðins sjálfstæðis. Flugminjasýning á Hnjóti. Um verði að ræða sérstaka sýningu á Hnjóti með áherslu á flugsögu Vestfjarða. Sýning um flugminjar á Hnjóti njóti leiðsagnar Flugminjasafns Íslands, þar á meðal hvað varðar skrásetningu safnkosts í þar til gert skráningarkerfi. Hugað verði að skráningu og framtíðar varðveislu flugminja sem liggja undir skemmdum á Hnjóti. Sameiginleg yfirsýn og heildarstefna: Ein stofnskrá verði sett fyrir Flugminjasafn Íslands, með ákvæðum sem tryggi samstarf, yfirsýn og heildarstefnumótun flugminjasafna á landsvísu, en einnig sjálfstæði hverrar einingar og möguleika hennar til að vaxa sjálfstætt. Sjá hugmynd að stofnskrá Flugminjasafns Íslands í viðauka 1 í samræmi við fyrirkomulag sjóminjasafna á Íslandi. Ein stjórn tryggi forgangsröðun og skýra stefnumótun í íslenskum flugminjamálum og að fjárveitingar frá ríki verði nýttar í samræmi við þá forgangsröðun og stefnu. Dæmi um það málefni sem söfnunum verði sameiginleg og yfirstjórn sinni, eru heildarstefna, rannsóknir, skráning, markaðssetning, sérsýningar, farandsýningar, útgáfa, aðföng, vefur, flugdagar og aðrir stærri viðburðir og fleira. Formlegt samstarf verði við aðila á sviði flugs og flugsögu á Íslandi, svo sem Icelandair Group, sem eigi fulltrúa í stjórn Flugminjasafns Íslands ásamt fulltrúum frá Þjóðminjasafni Íslands, aðildarsöfnum og fagfélögum (s.s. FIA). Sjálfstæði aðildarsafna: Hinar staðbundnu einingar á Akureyri, í Reykjavík og í Reykjanesbæ leggi áherslu á flugsögu sem tengist hvorum stað fyrir sig. Um verði að ræða markvissa og skilvirka söfnun, rannsóknir og miðlun, án skörunar. Framþróun og uppbygging hinna staðbundnu eininga verði að stórum hluta sjálfstætt og háð metnaði og áhuga þeirra sveitarfélaga sem standa að hvoru safni fyrir sig, í samvinnu við ríkisvaldið. Eignarhald safnanna á eigin safnkosti haldist óbreytt. Hið sama gildi um ný aðföng einstaka safna. Meginsafn um flugsögu: Flugminjasafn Íslands verði meginsafn um flugsögu í landinu og hafi, í samstarfi við höfuðsafn á sviði menningarminja, leiðbeinandi hlutverki að gegna gagnvart minni einingum, sýningum og setrum á þessu sviði. Sjá má fyrir sér samstarf milli Flugminjasafns Íslands og sveitarfélaga eða annarra aðila um sýningar á flugvöllum landsins, á Hnjóti og ef til vill víðar.

Page 23: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 23

Starfsemi Söfnun og varðveisla: Flugvélar eru stór þáttur í flugsafni, en um er að ræða afar dýra gripi hvað varðar varðveislu og viðhald. Flugminjasafn Íslands beiti sér fyrir og vinni að heildarskráningu mikilvægra flugminja í landinu öllu. Varðveisla flugminja fari fram á flugminjasöfnum þeim sem eru aðilar að Flugsafni Íslands. Yfirstjórn vinni samræmda heildarstefnu um söfnun á sviði flugsögu á landsvísu, þar sem söfnin á Akureyri og í Reykjavík einbeiti sér sérstaklega að þeirri flugsögu sem sérkennir hvorn staðinn fyrir sig. Gjafir til Flugminjasafns Íslands skráist sem sameiginleg eign aðildarsafnanna og hafi þau samstarf um varðveislu, forvörslu og sýningu gripanna. Þetta gildi ekki um ný aðföng einstaka aðildarsafna. Ekki er nauðsynlegt að Flugminjasafnið eigi allan þann safnkost sem skráður er í safnið og sýndur þar. Sjá má fyrir sér að einkasöfn gætu verið lánuð á aðildarsöfnin og skráð af þeim í samræmdan gagnagrunn Flugminjasafns Íslands. Sjá má einnig fyrir sér að Flugminjasafnið geri einstaklingum og hópum kleift að nýta húsnæði aðildarsafnanna til að varðveita og sýna flugvélar og hugsanlega endurgera flugvélar inni á aðildarsöfnunum. Fyrirmynd af þessu fyrirkomulagi kemur frá hinu virta flugsafni Duxford í Englandi. Upplýsingar um slíkar vélar væru skráðar í hinn sameiginlega gagnagrunn en væru þó í einkaeigu og viðhald, vistun og forvarsla á ábyrgð eigenda. Miðlun: Fjölmargir möguleikar felast í miðlun flugsögu og flugminja, en flug manna um háloftin, eða sigur mannsins á háloftunum, er hjúpað sérstökum töfrum sem nýta má á virkan og lifandi hátt við miðlun sögu þess. Áhersla skyldi ekki vera á dauða safngripi, heldur hreyfanlegt og lifandi safn. Möguleikarnir til að miðla flugsögunni á nýstárlegan, óvenjulegan og óhefðbundinn hátt eru miklir og ætti að nýta þá. Sjá má fyrir sér ýmsa möguleika tengda sameiginlegum sýningum og hátíðum um flugsögu, en í því samhengi skal minnst á árlega flughelgi Flugsafnsins á Akureyri og árlegan flugdag Flugmálafélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, sem eru vel sóttir viðburðir. Samstarf aðildarsafna Flugminjasafns Íslands gæti hæglega stuðlað að því að ræða heildarsafn með fljúgandi flugvélum sem gætu flust á milli, en undirstaða þess er náin og góð samvinna milli allra aðila er koma að varðveislu og miðlun flugminja. Farandsýningar gætu jafnframt ferðast milli staða, um landið. Helsta áherslusvið safnsins væri flugtækni og flugvélar, en hugsast má jafnframt að fjallað yrði um aðra þætti sem snúa að flugi, svo sem fjarskipti og björgunarsögu. Sýningar safnsins verði þannig að hluta hreyfanlegar sýningar, sem ferðast milli staða og tengi aðildarsöfnin með einskonar “loftbrú” sem fellur vel að eðli flugsafns. Aðildarsöfnin gætu jafnframt haft samstarf um sýningar á verklagi þar sem unnið er að endurgerð gamalla flugvéla. Einnig má sjá fyrir sér margmiðlunarkynningar sem Flugminjasafn Íslands skipuleggur á flugvöllum, kynningar í flugvélum, sýningar í söfnum um landið, s.s. á Skógum og víðar þar sem sjónum er beint að samgöngum. Farandsýningar frá Flugsafni Íslands gætu jafnvel átt erindi út fyrir landsteinana í því skyni að kynna flugsögu landsins erlendis, en fagfélögin hafa orðið vör við töluverðan áhuga á flugsögu Íslands erlendis, til að mynda í Evrópu. Skráning og rannsóknir: Flugminjasafn Íslands mun stuðla að og hafa samstarf sín á milli og við aðra aðila um skráningu og rannsóknir á íslenskri flugsögu. Með heildrænni skráningu, heimildaöflun og starfi aðildarsafnanna mun verða til mikilvægur vettvangur til rannsókna á flugsögu Íslands. Kynning og þjónusta: Heildarstefna verði mótuð af yfirstjórn Flugminjasafns Íslands um kynningarmál og atriði sem snúa að þjónustu, svo sem stefnu hvað varðar aðgengi allra og aðferðir til mats á árangri af starfi aðildarsafnanna.

Page 24: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 24

Áríðandi verkefni á sviði flugminja Áríðandi er að huga að eftirfarandi verkefnum á sviði flugminja í nánustu framtíð: Skráning flug- og herminja í Reykjavík og annars staðar á landinu þyrfti að fara fram á breiðum grunni; sem menningarlandslag og byggingar sem tengjast hersetu og flugminjum, svo sem í Vatnsmýri og Öskjuhlíð. Einnig ber að skrá gripi sem tengjast þessu hvoru tveggja.

Heildarskráning flugminja: Mikilvægt er að hafin verði vinna við samræmda skrásetningu þekktra flugminja í SARP, menningarsögulegt upplýsingakerfi. Með því myndi skapast mikilvæg yfirsýn sem auðveldaði ýmsa ákvarðanatöku við minjavernd á þessu sviði. Byggja þyrfti á þeirri skráningu sem þegar er hafin, svo sem með skránni CL44 (www.cl44.com). Bent er á að unnt er að hefja skráningu heimilda og upplýsingar um minjar í SARP þó umræddar minjar og heimildir verði áfram í eigu einkaaðila, fyrirtækja og félaga og vistun áfram á ábyrgð eigenda.. Athuga þarf möguleika á varðveisluaðferð SAMDOK við varðveislu fyrirferðarmikilla flugminja og hins mikla magns upplýsinga um flugsögu Íslands sem finna má m.a. hjá íslenskum flugfélögum.

Skráning rústa/mannvistarleyfa á sviði flugminja: Mikilvægt er að skráning fari fram á rústum við Reykjavíkurflugvöll, Kaldaðarnes, Melgerðismela og víðar, m.a. frá stríðsárunum. Nefna má að ennþá er kampurinn í Rauðhúsamelunum, sem þjónaði Melgerðismelum í Eyjafirði til staðar. til er uppdráttur af honum, var um hann fjallað í fornleifakönnun í Eyjafiði. Hann á nú að hverfa undir sumarhúsabyggð. Unnið er nú að skráningu á Vatnsmýrasvæðinu og jöðrum þess vegna deiliskipulagsgerðar í Reykjavík. Þar mun vera áætlað að taka saman skrá yfir allar fornleifar og aðrar minjar sem tengjast hersetu, auk þess sem skráð verða þau hús og skýli sem hafa verið og eru á flugvallasvæðinu. Mögulegt er að útvíkka það skráningarverkefni og bæta við öllum flugmannvirkjum sem eru þá yngri og tilheyra flugsögunni. Lokið er við hluta af skráningu fornleifa og herminja í Öskjuhlíð, á því svæði sem Háskólinn í Reykjavík á að fá til sinna nota (sjá skýrslu: Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur. Öskjuhlíð –Nauthóll). Gerðar verði tillögur að hugsanlegri friðun tiltekins fjölda rústa í samvinnu við Fornleifavernd ríkisins.

Húsakönnun - byggingar á sviði flugminja: Mikilvægt er að fram fari húsakönnun, þ.e. skráning á menningarsögulega áhugaverðum byggingum sem tengjast flugi á Íslandi. Gerðar verði tillögur að hugsanlegri friðun tiltekins fjölda bygginga í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Í þessu samhengi má nefna að Íslendingar voru framarlega í notkun vitakerfis fyrir blindflug, sem sett var upp um 1955. Settir voru móttakarar á vitana og ef einhver sendi á hátíðni nálægt vita sendi vitinn út það sem viðkomandi sagði. Kerfið var einstakt í heiminum. Skv. Upplýsingum frá Svanbirni Sigurðssyni er Evrópusambandið tilbúið til að greiða fyrir flutning gamalla flugskýla milli landshluta. Athuga þyrfti möguleika á slíkum styrkjum og tækifærum til að nýta sér þá.

Munnlegar heimildir: Vinna þarf að skráningu munnlegrar heimilda, Æskilegt er að komið verði á samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands um útsendingu spurningarkrár um þætti í flugsögu Íslands.

Page 25: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 25

Möguleikar á erlendu samstarfi

Úr erindisbréfi: Kanna möguleika á erlendu samstarfi. Í Safnastefnu á sviði Þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008, sem gefin var út af menntamálaráðuneyti í júní 2003, kemur fram að þörf er á landsátaki í ákveðnum grundvallarþáttum safnastarfs og að aðalmarkmið minjavörslunnar til ársins 2008 ættu m.a. að vera að koma á aukinni samvinnu og samstarfi milli safna og við aðrar menningarstofnanir hérlendis og erlendis.2 Slík samvinna ætti ekki síst að vera fyrirsjáanleg á milli íslensks og erlendra flugsafna. Nú þegar hafa verið mynduð tengsl við erlenda aðila sem hægt yrði að nýta sem samstarfsgrundvöll. Ron Davies, sérfræðingur hjá Smithsonian safninu er í sambandi við aðila úr stjórn Flugsafnsins á Akureyri. Jafnframt hefur safnið verið í samstarfi við safnstjóra Hendon herminjasafnsins í Englandi, sem boðið hefur gripi að láni úr safninu og safnstjóra Duxford stríðssafnsins, sem einnig hefur boðið gripi til láns. Auk þessa hafa Bretar, eins og áður hefur komið fram, sýnt áhuga á því að koma að varðveislu og viðhaldi gamla flugturnsins við flugskýli 1 í Reykjavík, sem helsta minnismerkis um hernám Breta.

2 Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008. Menntamálaráðuneyti. Reykjavík: 2006,bls. 8.

Page 26: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 26

Framkvæmdaáætlun

Til að tryggja mikilvæga þróun í átt að vandaðri og skipulegri varðveislu, meðhöndlun og miðlun flugminja og heimilda um flugsögu á Íslandi leggur nefndin til við menntamálaráðherra:

• Veitt verði fjármagni til að stofna Flugminjasafn Íslands, samband íslenskra flugsafna og

hagsmunaaðila um varðveislu flugsögu Íslands, sem samræmi starfsemi flugsafna og flugminjavörslu í landinu. Fjármagni verði veitt til þess að ráða framkvæmdastjóra, koma á fót stjórn Flugminjasafns Íslands og hrinda af stað verkefnum hennar. Safnið hafi hlutverk á landsvísu og verði styrkt með árlegu framlagi frá ríki (sem hafi yfirumsjón með framkvæmd). Sjá hugmynd að lögum og stofnskrá Flugminjasafns Íslands í viðauka. Formlegt samstarf verði við Icelandair Group vegna mikilvægis félagsins hvað varðar mótun og varðveislu flugsögu Íslendinga. Mótuð verði stefna um sýningar utan Flugminjasafns Íslands.

• Stjórn Flugminjasafns Íslands verði mynduð hið fyrsta og ráði hún í framhaldi framkvæmdastjóra skv. tillögum í viðauka, til að hrinda málinu í framkvæmd. Mikilvægt er að í framhaldi af skýrslu þessari verði hafist handa við gerð framkvæmdaáætlunar. Átak í heildarskráningu og varðveislu flugminja í samræmi við tillögur flugminjanefndar verði einnig meðal fyrstu verkefna. Skráning flugminja fari fram í Sarpi.

Samþykkt á fundi flugminjanefndar þann 16. nóvember 2006.

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, formaður nefndarinnar Tómas Dagur Helgason, þjálfunarflugstjóri og formaður Þristavinafélagsins Jón Kristinn Snæhólm, alþjóðastjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður borgarstjóra. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri Haukur Hauksson, varaflugmálastjóri Guðjón Arngrímsson, kynningarstjóri Icelandair Group Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs og starfsmaður flugminjanefndar

Page 27: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 27

Viðauki 1: Hugmynd að lögum og stofnskrá Flugminjasafns Íslands Hugmynd að lögum Flugminjasafns Íslands 1. gr. Flugminjasafn Íslands er yfirheiti sambands flugsafna á Íslandi og samvinnuvettvangur. Lögheimili og varnarþing skal vera þar sem framkvæmdastjórn er staðsett hverju sinni. 2. gr. Markmið Flugminjasafns Íslands eru að:

• mynda heildstæðan safnkost fyrir landið á sviði flugminja sem safnað verður til

samkvæmt viðurkenndri söfnunar- og rannsóknastefnu • efla og skipuleggja varðveislu flugminja og heimilda um flug í landinu • skapa heildarsýn yfir flugminjar í landinu með samræmdri skráningu flugminja og

heimilda • að tryggja árangursríka heildræna stefnumótun á sviði íslenskra flugminja • að tryggja árangursríka nýtingu ríkisfjár til varðveislu, skráningar, rannsókna og

miðlunar íslenskra flugminja og heimilda • efla rannsóknir á flugminjum og heimildum • efna til samstarfs um sýningar, flugdaga og fleiri viðburði á sviði flugminja • standa sameiginlega að kynningu á ýmsum vettvangi á flugminjum Íslands með

sameiginlegu auðkenni • stuðla að samstarfi íslenskra flugminjasafna við aðrar stofnanir, fyrirtæki og aðra aðila,

innanlands og utan. 3. gr. Íslensk flugminjasöfn, sem rekin eru og byggð upp með tryggðum fjárhagslegum stuðningi sveitarfélaga og/eða stofnana, fyrirtækja eða annarra aðila til framtíðar, eru aðilar að Flugsafni Íslands. 4. gr. Flugminjasafn Íslands getur komið á samstarfi við önnur söfn, setur, félög og fyrirtæki á sviði flugs og flugsögu sem ekki uppfylla skilyrði um aðild, eftir aðstæðum hverju sinni, samkvæmt samningi. 5. gr. Aðildarsöfn Flugminjasafns Íslands skulu vera sjálfstæðar einingar með sjálfstæðan rekstur og sjálfstætt eignarhald eigin safnkosts. 6. gr. Til að tryggja framgang yfirlýstra markmiða skal Flugminjasafn Íslands styrkt árlega um X millj. kr. af ríkisfé. Flugsafni Íslands er ennfremur heimilt að afla fjár með frjálsum framlögum. 7. gr. Stjórn Flugminjasafns Íslands skal kosin til tveggja ára í senn og skipa hana eftirfarandi: Þjóðminjasafn Íslands, höfuðsafn á sviði menningarminja, skipar 1 aðalmann og annan til vara. Íslensk flugminjasöfn sem eru aðilar að Flugminjasafni Íslands skipa hvort um sig 1 aðalmann og annan til vara. Fyrrgreind stjórn eða menntamálaráðherra getur ákveðið að veita samstarfsaðila að Flugminjasafni Íslands, skv. 4. gr., fulltrúa í stjórn eftir mikilvægi samstarfsins og samstarfsaðilans á sviði flugsögu og flugminja. Formaður skal kosinn fyrst bundinni kosningu, en að öðru leyti ákveður stjórnin eftirfarandi hlutverk stjórnarmanna: hlutverk varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Einnig skal kjósa 1 varamann í stjórn og 1 skoðunarmann reikninga. Reikningar skulu miðast við tvö almanaksár. 8. gr. Komi til ágreinings innan stjórnar um málefni til ákvörðunar skal formaður stjórnar skera úr.

Page 28: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 28

9. gr. Verkefni stjórnar Flugminjasafns Íslands verði eftirfarandi:

• mótun heildarstefnu á sviði flugminja fyrir landið allt • samræming söfnunarstefna aðildarsafna Flugminjasafns Íslands til að tryggja að öllum þáttum

íslenskrar flugsögu sé sinnt en að söfnunarstefnur aðildarsafnanna skarist ekki. Markmiðið sé einn safnkostur fyrir allt landið.

• skipting fjárveitinga frá ríki til aðildarsafna og forgangsröðun þar um í samræmi við stefnu hverju sinni.

• eftirlit með því að Flugminjasafn Íslands starfi samkvæmt stofnskrá og þeim markmiðum sem því er sett með lögum þessum og almennri löggjöf.

• ábyrgð á rekstri og fjárhag Flugminjasafns Íslands. 10. gr. Stjórninni er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að annast umsýslu og framkvæmd verkefna Flugminjasafns Íslands. Stjórninni er einnig heimilt að fela framkvæmdastjóra hluta af starfi formanns, ritara og gjaldkera, s.s. ávísun reikninga, greiðslu reikninga, varðveislu sjóða, bréfaskriftir og önnur störf. Stjórnin ákveður laun framkvæmdastjóra og vinnuskilmála. 11. gr. Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Framkvæmdastjóri situr fundi stjórnar og hefur þar málfrelsi en ekki atkvæðisrétt. Ritari heldur fundargerðarbækur. Í fundargerð aðalfundar skal ávallt færa lagabreytingar ef samþykktar eru, svo og niðurstöður úr ársreikningum Flugminjasafns Íslands. Gjaldkeri hefur á hendi fjárreiður Flugminjasafns Íslands og bókhald sem að því lýtur, þar með talin varðveisla sjóða, innheimta og greiðsla á reikningum. 12. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Þarf einfaldan meirihluta fundarmanna til þess að breyting nái fram að ganga. Kynna skal tillögur til lagabreytinga með fundarboði. 13. gr. Aðalfundur skal haldinn annað hvert ár og er hann löglegur ef til hans er boðað með viku fyrirvara. Á aðalfundi skal fyrirtekið: 1. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag Flugminjasafns Íslands 2. Kosningar skv. 7. gr. 3. Lagabreytingar skv. 12. gr. 4. Önnur mál 14. gr. Verði starfsemi Flugminjasafns Íslands lögð niður af einhverjum ástæðum skal stjórn sjá til þess að tryggð verði áframhaldandi varðveisla og miðlun eigna þess í almannaþágu.

Page 29: Skýrsla nefndar um flugsögu og flugminjar á Íslandi : maí ... · Lokaverkefni við HÍ. Reykjavík, 2005. Helga Guðrún Johnson: Á flugi : áfangar í sögu Flugleiða,

Flugminjanefnd maí-október 2006 29

Hugmynd að stofnskrá fyrir Flugminjasafn Íslands

1. gr. Flugminjasafn Íslands er yfirheiti sambands flugsafna á Íslandi og samvinnuvettvangur þeirra.

2. gr. Aðalaðsetur skal vera þar sem framkvæmdastjórn er staðsett hverju sinni.

3. gr. Flugminjasafn Íslands starfar í samræmi við lög og reglur, innlend og alþjóðleg, um

safnastarf, en stofnendur og aðrir sem aðild eiga að Flugsafni Íslands reka það og bera ábyrgð á.

4. gr. Hlutverk Flugminjasafns Íslands er fyrst og fremst að skapa heildarsýn og heildræna

stefnumótun fyrir flugminjavörsluna í landinu og efla á alla lund samstarf flugminjasafna á landsvísu.

5. gr. Ekki skal stefnt að því að Flugminjasafn Íslands safni öðrum eignum en þeim fjármunum

sem þörf er á hverju sinni í sameiginlegum verkefnum. Gripir sem færðir eru Flugminjasafni Íslands að gjöf skulu skráðir sem sameiginleg eign aðildarsafna þess samkvæmt samningi þeirra á milli. Vistun safnkostsins skal hagað í samræmi við markmið og varðveislumöguleika á hverjum stað. Aðrar eignir aðildarsafna skulu vera aðskildar og ekki hluti af safnkosti Flugminjasafns Íslands heldur fullt eignarhald hjá viðkomandi aðildarsafni. Hið sama gildi um ný aðföng einstaka aðildarsafna.

6. gr. Stjórn Flugminjasafns Íslands skal kjörin á aðalfundi sem haldinn er annað hvert ár.

Stjórnin skal skipuð 1 manni frá Þjóðminjasafni Íslands, auk varamanns og 1 manni frá hverju aðildarsafni Flugminjasafns Íslands, auk varamanns. Stjórnin kýs sér formann og skiptir með sér verkum í samræmi við lög Flugminjasafns Íslands.

7. gr. Á aðalfundi skal lögð fram skýrsla og reikningur tveggja síðustu starfsára.

8. gr. Stjórn Flugminjasafns Íslands skal standa vörð um hlutverk þess og gæta þess að

starfsemin þjóni settum markmiðum. Hún ber ábyrgð á rekstri og fjárhag Flugminjasafns Íslands og skal starfa samkvæmt lögum um Flugminjasafn Íslands. Stjórnin ræður jafnframt framkvæmdastjóra.

9. gr. Framkvæmdastjóri skal annast þau störf sem stjórn Flugminjasafns Íslands setur honum.

Hann er ábyrgur fyrir að starfstilhögun sé í samræmi við hlutverk, markmið, lög og reglur og gæðakröfur.

10. gr. Tekjur sambandsins skulu vera fast framlag úr ríkissjóði, auk styrkja til sérverkefna.

11. gr. Hafa skal samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands, höfuðsafn á sviði menningarminja, þegar

við á, enda skipar það fulltrúa í stjórn Flugminjasafns Íslands.

12. gr. Ákveði stjórn Flugminjasafns Íslands að leggja samtökin niður skal þriggja manna skilanefnd, skipuð af stjórn, ákveða hvernig að niðurlögn verður staðið. Stjórn Flugminjasafns Íslands getur með samhljóða samþykkt breytt skipulagsskrá þessari. Breytingar á henni verða aðeins samþykktar á löglega boðuðum fundi enda hafi tillaga um slíkt verið kynnt í fundarboði.

13. gr. Stofnskrá þessi er samþykkt með undirritun fulltrúa aðildarsafna Flugminjasafns Íslands og

fulltrúa Þjóðminjasafns.