8
SÉRRIT - 16. tbl. 18. árg. 28. apríl 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Tekin hefur verið sú ákvörðun að halda Danska daga 2011 helgina 12-14 ágúst. Ný nefnd, með fulltrúum Snæfells og þeirrar nefndar sem búið var að skipa, mun vinna í sameiningu að skipulagningu hátíðarinnar. Eftir sem áður geta bæjarbúar sent inn tillögur að hverju sem er, sem tengist Dönskum dögum, á netfangið [email protected]. Nefndin Danskir dagar 12.-14. ágúst 2011 Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði. Fyrstu áfangastaðir Háskólalestinnar eru Stykkishólmur og Hvolsvöllur en á ferðaáætlun lestarinnar í sumar eru samtals níu viðkomustaðir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á landsbyggðinni, Háskóla unga fólksins, Vísindavefinn, grunnskóla, sveitarfélög og fleiri. Heimsókn Háskólalestarinnar á hverjum áfangastað stendur yfirleitt í tvo daga, þann fyrri sækja grunnskólanemar margvísleg námskeið en síðari dagurinn er ætlaður gestum á öllum aldri. Vísindaveisla í Stykkishólmi 29. og 30. apríl Í Stykkishólmi býðst nemendum í 5. – 10. bekk grunnskólans að að sækja valin námskeið úr hinum vinsæla Háskóla unga fólksins föstudaginn 29. apríl. Þar kynnast nemendur japönsku, stjörnufræði, eðlisfræði, nýsköpun, íþrótta- og heilusfræði og jarðfræði. Að morgni laugardagsins 30.apríl, kl 10:30, er boðið í fuglaskoðun undir leiðsögn sérfræðinga Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. Klukkan 12 til 16 verður síðan efnt til sannkallaðrar vísinda- veislu á Vísindavöku á Hótel Stykkishólmi. Í fjölbreyttri dagskrá er meðal annars sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, eldorgel, stjörnutjald, leikir, japönsk menning, Vísindavefur HÍ og undur jarðar, hafs og himins. Kynntar verða náttúrurannsóknir á Snæfellsnesi, rannsóknarkafbáturinn Gavia verður til sýnis og háfur verður krufinn. Gestir geta kynnt sér radíósenditækni í minkum og skoðað krabba, fugla, fiska og spendýr svo fátt eitt sé nefnt. Í stuttum fræðsluerindum kynnast gestir meðal annars bernsku- brekum æðarblika, botndýrum við Íslandsstrendur, eðli minksins og ferðum geimfara um himingeiminn. Háskólalestin um helgina Á bæjarráðsfundi fyrir páska var m.a. lögð fram tillaga um stofnun Stórsveitar Snæfellsness. Segir m.a.í bókun: „Mikil hefð er fyrir tónlistariðkun og kennslu á Snæfellsnesi. Því miður hefur það loðað við að eftir að nemendur ljúka námi í grunnskóla hætta þeir tónlistarnámi og tónlistariðkun. Ástæður brotthvarfsins gætu verið m.a. að unglingana skortir vettvang til að spila tónlist með sínum jafnöldrum, og á sínu getustigi. Skólalúðrasveitir svæðisins eru skipaðar nemendum á mjög breiðu aldursbili og með misjafna getu. Hættan verður því sú að lengst komnu nemendurnir staðni þar sem áskoranir eru ekki til staðar. Með samstarfi ofangreindra aðila væri hægt að uppfylla þarfir þessara einstaklinga til tónlistarnáms, á skólatíma og krakkarnir fengju áhugaverð verkefni við hæfi með sínum jafnöldrum að takast á við. Þátttaka nemenda í slíku tónlistarstarfi væri metið til eininga, auk þess sem Snæfellsnes myndi eignast stórsveit sem spilað gæti við hin ýmsu tækifæri. Með þessu myndi menningar og tónlistarlíf eflast og vaxa enn frekar.“ Ennfremur tekur bæjarráð undir bókun Atvinnumálanefndar um sjálfstæði Eflingar. Bæjarráð tekur einnig undir bókun skipulags- og byggingarnefndar um flutning húss á lóðinni Silfurgötu 12. Bæjarráð samþykkti á fundinum að taka þátt í verkefninu „Svæðisgarður á Snæfellsnesi“ og fagnar ákvörðun Mennta- og menningarráðuneytis varðandi sjálfstæðis Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Gjaldskrár voru afgreiddar á fundinum um tjaldsvæði og sundlaug. Einungis virðist um hækkun á rafmagni á tjaldsvæði að ræða og í sundlaug er gjaldskrá hækkuð um ca. 5% Varðandi starfshóp um málefni HVE (Spítalans) í Stykkishólmi er eftirfarandi bókað: „Bæjarráð fagnar erindi Velferðaráðuneytis og bindur vonir við að vinna hópsins leiði til jákvæðrar niðurstöðu fyrir sjúkrahúsið í Stykkishólmi og fyrir samfélagið.“ Kemur fram að fyrsti fundur hafi verið haldinn og vinnu hópsins skuli lokið fyrir 1.júní n.k. am Sitthvað samþykkt og rætt Nýlega var ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á ferðinni. Framkvæmdir síðasta árs voru skoðaðar og spáð í það sem framundan er. Írskrabrunnur var endurhlaðinn síðasta sumar en hann hrundi saman í óveðri fyrir tveimur árum. Í ár á að laga aðgengi að honum og leggja pallastétt frá bílastæði að brunninum. Einnig á að leggja göngustíg með pallastétt upp á Djúpalónshól en byrjað var á því að leggja slíka stétt að salernunum og í átt að hólnum síðasta haust. Í vetur hafa framkvæmdir verið í Vatnshelli og er búið að setja annan hringstiga þannig að hægt er að fara enn dýpra niður í jörðina en áður. Ýmsar fleiri bætur hafa verið gerðar á aðgengi um hellinn. Á síðasta ári var byrjað að leggja göngustíg á Arnarstapa og aðkoma að styttunni af Bárði var löguð. Einnig var pallur byggður á móts við Gatklett. Haldið verður áfram að laga aðgengi á svæðinu. Í sumar verður einnig byrjað að lagfæra fjárhús á Malarrifi sem þjóðgarðurinn hefur til umráða. Þá verður hringsjá sett upp á Saxhóli. Auk þessara framkvæmda er ætlunin að lagfæra bílastæði, setja upp fræðsluskilti, áningarborð og fleira á nokkrum stöðum. Þess má að lokum geta að þjóðgarðurinn verður tíu ára í sumar. Margt á döfinni í þjóðgarðinum

Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Stykkishólms-Pósturinn bæjarblað Stykkishólms

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

SÉRRIT - 16. tbl. 18. árg. 28. apríl 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Tekin hefur verið sú ákvörðun að halda Danska daga 2011 helgina 12-14 ágúst. Ný nefnd, með fulltrúum Snæfells og þeirrar nefndar sem búið var að skipa, mun vinna í sameiningu að skipulagningu hátíðarinnar. Eftir sem áður geta bæjarbúar sent inn tillögur að hverju sem er, sem tengist Dönskum dögum, á netfangið [email protected]. Nefndin

Danskir dagar 12.-14. ágúst 2011

Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði.Fyrstu áfangastaðir Háskólalestinnar eru Stykkishólmur og Hvolsvöllur en á ferðaáætlun lestarinnar í sumar eru samtals níu viðkomustaðir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á landsbyggðinni, Háskóla unga fólksins, Vísindavefinn, grunnskóla, sveitarfélög og fleiri. Heimsókn Háskólalestarinnar á hverjum áfangastað stendur yfirleitt í tvo daga, þann fyrri sækja grunnskólanemar margvísleg námskeið en síðari dagurinn er ætlaður gestum á öllum aldri.

Vísindaveisla í Stykkishólmi 29. og 30. aprílÍ Stykkishólmi býðst nemendum í 5. – 10. bekk grunnskólans að að sækja valin námskeið úr hinum vinsæla Háskóla unga fólksins föstudaginn 29. apríl. Þar kynnast nemendur japönsku, stjörnufræði, eðlisfræði, nýsköpun, íþrótta- og heilusfræði og jarðfræði.Að morgni laugardagsins 30.apríl, kl 10:30, er boðið í fuglaskoðun undir leiðsögn sérfræðinga Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi.Klukkan 12 til 16 verður síðan efnt til sannkallaðrar vísinda- veislu á Vísindavöku á Hótel Stykkishólmi. Í fjölbreyttri dagskrá er meðal annars sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, eldorgel, stjörnutjald, leikir, japönsk menning, Vísindavefur HÍ og undur jarðar, hafs og himins. Kynntar verða náttúrurannsóknir á Snæfellsnesi, rannsóknarkafbáturinn Gavia verður til sýnis og háfur verður krufinn. Gestir geta kynnt sér radíósenditækni í minkum og skoðað krabba, fugla, fiska og spendýr svo fátt eitt sé nefnt.Í stuttum fræðsluerindum kynnast gestir meðal annars bernsku-brekum æðarblika, botndýrum við Íslandsstrendur, eðli minksins og ferðum geimfara um himingeiminn.

Háskólalestin um helginaÁ bæjarráðsfundi fyrir páska var m.a. lögð fram tillaga um stofnun Stórsveitar Snæfellsness. Segir m.a.í bókun: „Mikil hefð er fyrir tónlistariðkun og kennslu á Snæfellsnesi. Því miður hefur það loðað við að eftir að nemendur ljúka námi í grunnskóla hætta þeir tónlistarnámi og tónlistariðkun. Ástæður brotthvarfsins gætu verið m.a. að unglingana skortir vettvang til að spila tónlist með sínum jafnöldrum, og á sínu getustigi. Skólalúðrasveitir svæðisins eru skipaðar nemendum á mjög breiðu aldursbili og með misjafna getu. Hættan verður því sú að lengst komnu nemendurnir staðni þar sem áskoranir eru ekki til staðar. Með samstarfi ofangreindra aðila væri hægt að uppfylla þarfir þessara einstaklinga til tónlistarnáms, á skólatíma og krakkarnir fengju áhugaverð verkefni við hæfi með sínum jafnöldrum að takast á við. Þátttaka nemenda í slíku tónlistarstarfi væri metið til eininga, auk þess sem Snæfellsnes myndi eignast stórsveit sem spilað gæti við hin ýmsu tækifæri. Með þessu myndi menningar og tónlistarlíf eflast og vaxa enn frekar.“ Ennfremur tekur bæjarráð undir bókun Atvinnumálanefndar um sjálfstæði Eflingar. Bæjarráð tekur einnig undir bókun skipulags- og byggingarnefndar um flutning húss á lóðinni Silfurgötu 12. Bæjarráð samþykkti á fundinum að taka þátt í verkefninu „Svæðisgarður á Snæfellsnesi“ og fagnar ákvörðun Mennta- og menningarráðuneytis varðandi sjálfstæðis Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Gjaldskrár voru afgreiddar á fundinum um tjaldsvæði og sundlaug. Einungis virðist um hækkun á rafmagni á tjaldsvæði að ræða og í sundlaug er gjaldskrá hækkuð um ca. 5% Varðandi starfshóp um málefni HVE (Spítalans) í Stykkishólmi er eftirfarandi bókað: „Bæjarráð fagnar erindi Velferðaráðuneytis og bindur vonir við að vinna hópsins leiði til jákvæðrar niðurstöðu fyrir sjúkrahúsið í Stykkishólmi og fyrir samfélagið.“ Kemur fram að fyrsti fundur hafi verið haldinn og vinnu hópsins skuli lokið fyrir 1.júní n.k. am

Sitthvað samþykkt og rætt

Nýlega var ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á ferðinni. Framkvæmdir síðasta árs voru skoðaðar og spáð í það sem framundan er. Írskrabrunnur var endurhlaðinn síðasta sumar en hann hrundi saman í óveðri fyrir tveimur árum. Í ár á að laga aðgengi að honum og leggja pallastétt frá bílastæði að brunninum. Einnig á að leggja göngustíg með pallastétt upp á Djúpalónshól en byrjað var á því að leggja slíka stétt að salernunum og í átt að hólnum síðasta haust. Í vetur hafa framkvæmdir verið í Vatnshelli og er búið að setja annan hringstiga þannig að hægt er að fara enn dýpra niður í jörðina en áður. Ýmsar fleiri bætur hafa verið gerðar á aðgengi um hellinn. Á síðasta ári var byrjað að leggja göngustíg á Arnarstapa og aðkoma að styttunni af Bárði var löguð. Einnig var pallur byggður á móts við Gatklett. Haldið verður áfram að laga aðgengi á svæðinu. Í sumar verður einnig byrjað að lagfæra fjárhús á Malarrifi sem þjóðgarðurinn hefur til umráða. Þá verður hringsjá sett upp á Saxhóli. Auk þessara framkvæmda er ætlunin að lagfæra bílastæði, setja upp fræðsluskilti, áningarborð og fleira á nokkrum stöðum. Þess má að lokum geta að þjóðgarðurinn verður tíu ára í sumar.

Margt á döfinni í þjóðgarðinum

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Þér er boðið í vísindaveislu!

Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir!

Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna

VÍSINDAVAKA Á HÓTEL STYKKISHÓLMI – W23 og Háskólalestin bjóða til vísindaveislu!

Fuglaskoðun kl. 10.30. Lagt af stað frá Ráðhúsinu, Hafnargötu 3Sprengjugengi kl. 12.20 og 14.40 Kynning á náttúrurannsóknum á SnæfellsnesiEldorgel Stjörnutjald SýnitilraunirLeikir, þrautir, mælingarVísindavefurinnUndur jarðar, hafs og himinsJapönsk menning Krabbar, fiskar, fuglar og spendýrKafbáturinn GaviaHáfur krufinn af Hafró Ólafsvík kl. 15.00Getraun með veglegum vinningum

Kaffi og kleinur Fræðsluerindi:13.00 Er minkurinn grimmari en önnur dýr? / Rannveig Magnúsdóttir13.20 Bernskubrek æðarblika / Jón Einar Jónsson 14.00 Ferðalag um himingeiminn / Sævar Helgi Bragason14.20 Lífið á botni sjávar / Jörundur Svavarsson

Háskólalestin heimsækir Stykkishólm í tilefni af 100 ára afmæli HÍ

Háskólasetur Snæfellsness

30. apríl kl. 12– 16

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Frá útkomu síðasta tölublaðs Stykkishólms-Póstsins hefur ýmislegt á daga drifið. Laugardaginn fyrir páska var t.a.m. boðið upp á göngu um bæinn undir leiðsögn Sturlu Böðvarssonar. Fjölmenntu heimamenn og „Hálf-Hólmarar“ í gönguna þrátt fyrir að

veðráttan hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar liðna páska, þá stytti upp og lægði vind á meðan á göngunni stóð. Áhugamenn um véhjól héldu undirbúningsfund vegna stofnunar Mótor-hjólaklúbbs Snæfellsness föstudaginn 15. apríl s.l. 18 fundarmenn mættu til fundarins

og mun stofnfundur félagsins vera áformaður í síðari hluta maímánaðar. 22 einstaklingar hafa skráð sig í væntanlegan klúbb allstaðar að af Nesinu. Undirbúningsnefnd stofnfundar skipa þeir Arnar Hreiðarsson, Gretar D. Pálsson, Kristján Auðunsson og Róbert W. Jörgensen og er áhugasömum bent á að setja sig í samband við þá vegna fyrirspurna um félagið.Dvalarheimilið í Stykkishólmi á dyggan stuðningshóp sem hefur oft á tíðum reynst stofnuninni vel. Fyrr í þessum mánuði færðu Lionsklúbbur Stykkishólms, Lionsklúbburinn Harpa, Kvenfélagið Hringurinn og Kvenfélag Helgafellssveitar

höfðinglegar gjafir. Formlega var tekið við gjöfunum fimmtudaginn 14.apríl n.k. og gefendum boðið til kaffisamsætis á Dvalarheimilinu í því tilefni.

Lionsklúbbarnir, Kvenfélagið Hringurinn og Rauði krossinn gáfu heimilinu rafknúinn sturtustól. Stólinn er hægt að hækka í rétta vinnuhæð og halla honum afturábak. Vinnuaðstaða starfsfólks verður betri og auðveldari, auk þess sem öryggi og þægindi skjólstæðinga eru tryggð.Kvenfélag Helgafellssveitar færði heimilinu skutlu. Með aðstoð skutlunnar eru skjólstæðingar, sem eiga erfitt með gang fluttir á milli staða á auðveldan og þægilegan hátt.Gjafirnar eru Dvalarheimilinu mikilvægar og kann stjórn heimilisins og starfsfólk gefendum öllum bestu þakkir fyrir.HSH hélt þing sitt 18.apríl s.l. Á þinginu var Hermundur Pálsson kjörinn nýr formaður og Edda Sóley Kristmannsdóttir kom ný í stjórn. Garðar Svansson fyrrverandi formaður var kjörinn í varastjórn Íþrótta og Ólympíusambands Íslands síðasta laugardag og vék því úr sæti formanns síðasta sunnudag. Gestir þingsins voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdarstjóri UMFÍ.

Veittar voru viðurkenningar fyrir íþróttamenn HSH og er Þorsteinn Már Ragnarsson knattspyrnu og íþróttamaður HSH 2010 Hugrún Elísdóttir, Kylfingur, Hlynur Bæringsson, Körfuknattleiksmaður, Siguroddur Pétursson, Hestaíþróttamaður, Sunna Björk Skarphéðinsdóttir Blakmaður og María Valdimarsdóttir Sundmaður.Vinnuþjarkur HSH voru svo þeir drengir Símon B Hjaltalín, Andri Freyr Hafsteinsson og Þorsteinn Eyþórsson og er viðurkenningin fyrir umsjón með heimasíðu Snæfells.Hebbarnir héldu upp á 5 ára afmælið skömmu fyrir páska í Setrinu.

Föstudaginn langa tók Steinunn Helgadóttir þátt í Íslandsmóti Alþjóðasambands líkams-ræktarmanna 2011. Skipti þar engum togum að Steinunn varð í þriðja sæti í flokki 35 ára og eldri á mótinu sem fór fram í Háskólabíói.

Íþróttafélagið Línberg hélt LAB (Litlu alþjóðaleikana í badminton) í annað sinn á Skírdag í íþróttahúsinu. Þátttakendur voru 21 talsins og þar af átta sem tóku þátt í keppninni um flottasta búninginn. Til leiks voru mættir gamlir haukar sem léku sér að unga liðinu eins og köttur að mús. Virkilega gaman að sjá hvernig aldur og reynsla gjörsigruðu yngra fólkið þrátt fyrir meiri hreyfigetu þeirra. Eftir fyrstu umferð voru veitt verðlaun fyrir fallegasta leikmanninn á velli og var fyrir valinu Björn Ásgeir sem sýndi af sér gríðarlegan þokka í sérmerktum bol. (ó)prúðasti leikmaðurinn var Arnþór Snjóeftirlitsmaður Pálsson. Birgir Pétursson varð hlutskarpastur um flottasta búninginn.Um þriðja sætið spiluðu Rúnar Birgis og Steinar Björnsson og hafði Rúnar frænda sinn í þeim leik. En í leiknum um fyrsta sætið mættist 120 ára reynsla þegar gömlu brýnin Daði Jóhannesson og Ellert Kristinsson leiddu saman spaða sína. Leikurinn var virkilega spennandi, vel spilaður af reyndum mönnun en á endanum var það Daði sem vann leikinn. Íþrf. Línberg þakkar keppendum fyrir drengilega keppni og hlakkar til að sjá enn fleiri á næstu LAB leikum 2012.

Haldið var páskabingó í hádeginu í dymbilvikunni á sýsló. Bingóið var æsispennandi og undir lokin var nær ómögulegt að segja hverjir myndu hafa sigur. Svo fór að Ólafur sýslumaður, Hanna Jóns og Monika skiptu með sér vinningunum. Hér eru þau ásamt Berglindi bingóstjóra. am

Síðan síðast...

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fimmtudagskvöldið 14. apríl útskrifuðust samtals 16 nemendur úr „námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum“. Þar af voru átta að ljúka fullu námi, fjórir að ljúka 75% námi, tveir nemendur sem tóku tvo áfanga og tveir sem tóku einn áfanga. „Nám og þjálfun“ eins og við kölluðum námskeiðið var í vetur haldið í fyrsta skipti hér á Snæfellsnesi og var haldið á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Kennt var á kvöldin og áhersla var lögð á verkefnabundna vinnu án formlegs prófs. Áfangarnir sem voru kenndir voru danska, enska, íslenska og stærðfræði og var námsefnið það sama eins og á fyrsta framhaldsskólaári. Kennararnir lögðu sig mikið fram og mig langar að þakka þeim hér með innilega fyrir gott samstarf. Einnig eiga nemendur mikið hrós skilið fyrir góða þátttöku, vinnusemi, mætingu og verkefnaskil sem voru til fyrirmyndar. Við fögnuðum þessum góða árangri saman með gleði, fallegri tónlist, vísum og fallegum ræðum, skemmtilegri myndasýningu og glæsilegum mat og nemendur fóru svo heim með viðurkenningarskjal frá Símenntunarmiðstöðinni og einnig frá Jóni Eggerti Bragasyni, skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga, enda var hver kláraður áfangi metinn til 6 eininga í FSN. Til hamingju öll með þennan flotta árangur og takk fyrir traustið sem þið, góðir nemendur, sýnduð okkur kennurunum og Símenntunarmiðstöðinni. Og gleymið ei, eins og ein af ykkur sagði, „það er aldrei of seint að læra meira og eitthvað nýtt“

Takk fyrir, Barbara Fleckinger, verkefnastjóri

Útskrift frá „nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 01.01.2011

Opið hús í Leikskólanum

Opið hús verður í leikskólanum föstudaginn 29. apríl frá kl 9:30 – 11:30. Þar verður hægt að fylgjast með börnunum í leik og starfi og skoða afrakstur vinnu vetrarins.

Allir velkomnir en við bjóðum nýja og væntanlega nemendur sérstaklega velkomna!

Eigum margt fyrir fermingarbarnið

Gjafirnar, kortin og allt til að pakka inn.

Svo erum við búin að fá mikið af sumarleikföngum, allar nýju kiljurnar og fullt

af garni og lopa.

Því miður verður lokað laugardaginn 30. apríl vegna þrifa á gólfum.

Velkomin í Verslunina Sjávarborg

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGAKlettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Sumarstörf með fötluðum ungmennumí Snæfellsbæ og Stykkishólmi

Vinnutími alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00.Tímabil: Júní og júlí

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SDS.Frekari upplýsingar veitir Hanna Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga í síma 4338787 eða 891 8297. Umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjó-nustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða í töl-vupósti [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí

Forstöðumaður

Golfklúbburinn MostriSumaræfingar barna og unglinga!

Fyrsta æfing mánudaginn 2. maí 2011, kl 17:00 – 18:00Mæting við golfskálann

Eftir æfingu verður fundur með börnum, unglingum og foreldrum þar sem sumarstarfið verður kynnt, allir velkomnir.

Stjórnin

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Hádegistónleikar Kórs Akraneskirkju

Stykkishólmskirkja,

laugardaginn 30. apríl kl. 12:30

Fjölbreytt efnisskrá með flottri kórtónlist

Einsöngur: Sigursteinn Hákonarson

Stjórnandi: Sveinn Arnar SæmundssonAðgangseyrir kr. 1500

Vorvaka Emblu6. maí 2011

Árleg Vorvaka Emblu verður haldin á Hótel Stykkishólmi 6. maí n.k.

og hefst hún kl: 20:00.

Boðið verður upp á

„kaffihúsastemmningu“.

Heiðursgestur kvöldsins verður hinn síungi og vinsæli söngvari

Ragnar Bjarnason.

Karlakórinn Kári, Þórhildur Pálsdóttir og fleiri munu einnig koma fram.

Aðgangseyrir aðeins kr.500.-

Emblur

 Katrín Gísladóttir snyrtifræðingur

verður í fríi frá 9. maí til 13. maí.

Verslun og gallerí opið virka daga frá kl. 12.00 til kl. 17.00.

PÍANÓTÓNLEIKAR FRAMHALDSNEMA

Píanónemendur við Tónlistarskóla Stykkishólms munu halda frábæra tónleika fimmtudaginn 28.apríl næstkomandi í Stykkishólmskirkju. Við lofum fjölbreyttri og glæsilegri dagskrá og koma tónlistaratriðin úr öllum áttum! Fram koma: Berglind Gunnarsdóttir Jóhanna Ómarsdóttir Sylvía Ösp Símonardóttir Páll Gretarsson Ekki láta þennan glæsilega viðburð framhjá ykkur fara! Það er enginn aðgangseyrir en baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög í orgelsjóð kirkjunnar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fimmtudaginn 28.apríl 20:00 í Stykkishólmskirkju

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Messa verður sunnudaginn 1. maí kl. 14.00.

Fermt verður í messunni.

Fermd verða:Birkir Freyr Júlíusson, Borgarbrau 18Eyþór Arnar Alfreðsson, Víkurflöt 5Hafsteinn Helgi Davíðsson, Silfugötu 35Halldóra Kristín Lárusdóttir, Nestúni 4Ingvar Örn Kristjánsson, Víkurflöt 3

SmáauglýsingarVantar litla íbúð til leigu frá og með 1. júní. Gunnar s. 4625747 / 8665747

Skipavík óskar eftir starfsfólki í vinnu við málingu í slipp og önnur verkefni í sumar.

Umsóknir sendist á

[email protected]

eða til skrifstofu.

Þann 14. apríl fór fram Stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldskólanna í Borgarholtsskóla. Undirritaður ásamt 3 öðrum fóru með nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og skemmtum okkur ásamt nemendum og starfsfólki frá 15 öðrum skólum.Kvöldið byrjaði á borðhaldi ásamt því að reglulega var dregið í happdrætti með veglegum vinningum. Eftir borðhald tók svo við keppnin sjálf, sem var mikil skemmtun og frábært var að sjá hvað nemendurnir höfðu lagt mikla vinnu í myndirnar sínar, sem voru á bilinu 3 – 10 mínútna langar. Allir skólar nema einn voru með mynd í keppninni og voru verðlaun veitt fyrir 3 bestu myndirnar að mati dómnefndar. Í fyrsta sæti var starfsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ, í öðru sæti var starfsbraut Menntaskólans á Ísafirði og í þriðja sæti var starfsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Myndirnar voru allar frábærar og hlýtur að hafa verið erfitt fyrir dómara að gera upp á milli þeirra. Eftir keppnina var svo dansað fram eftir kvöldi.

Takk fyrir frábært kvöld.Ólafur Ingi Bergsteinsson, Stuðningsfulltrúi FSN

Nemendur Starfsbrautar FSN, efri röð: Helgi Jóhann, Sigurjón Ingi, Brimar og Sigurður Fannar, neðri

röð: Bjargmundur Hermann, Davið Einar og Rúnar Logi

Stuttmyndakeppni Starfsbrauta Framhaldsskólanna

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

NarfeyrarstofaLaugardagur:Spennandi fjögurra rétta seðillLáttu okkur koma þér á óvart!

Opnunartími:Opið í hádeginu alla virka dagaFimmtudagskvöld opið 18-21.30 Föstudagskvöld opið 18-01 Laugardagskvöld opið 17-01Sunnudagskvöld opið 17-21.30

narfeyrarstofa.isSími 438-1119

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 28. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 18. árgangur 28. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Auglýsing frá Dósamóttökunni Stykkishólmi:

Flytjum Dósamóttökuna á Nesveg 13

í Bláa gáminn, 2. maí n.k.

Opið verður frá 18:30-20:00

- alla mánudaga

Tökum höndum saman, fegrum bæinn okkar

Reitarvegur- athafnasvæði -

Boðað er til fundar með lóðareigendum og öðrum hagsmunaaðilum við Reitarveg vegna gáma

og annarra muna sem geymdir eru á svæðinu. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu

fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.

Bæjarstjóri

FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2010

Á VESTURLANDISamtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga/fyrirtæki sem skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum.

Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í hinum dreifðu byggðum landsins.

Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda hefur verið ákveðið að taka upp samstarf við Vaxtarsamning Vesturlands og veita peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Verkefnin þurfa að styðja með beinum hætti við uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi.

Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum og tilkynna val á frumkvöðli ársins á frumkvöðla- og nýsköpunardegi sem haldinn verður í maí n.k. Dómnefnd mun meta verkefnin með hliðsjón af nýsköpunargildi, trúverðugleika og framfaragildi verkefnisins fyrir Vesturland.

Tilnefningar berist til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, eða með tölvupósti á netfangið [email protected]. Einnig eru hnappar á heimasíðu SSV og Skessuhorns sem vísa til eyðublaða.

Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum og þurfa að hafa borist fyrir 6. maí næstkomandi.

VAXTARSAMNINGUR VESTURLANDS

Nýtt símanúmer hefur tekið gildi

432 1200Eldra símanúmer 433 2000 hefur verið aftengt

Sjá nánar heimasíðu HVE

www.hve.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Opinn fundur með foreldrafélagi

Grunnskólansmánudaginn 2. maí kl. 18

í Grunnskólanum.

Farið verður yfir starf vetrarins og ræddar tillögur um starfsreglur og félagsgjöld.

Hvetjum alla foreldra til að mæta.

Foreldrafélagið