28
Geymið blaðið www.utivist.is 2011

Útivist 2011

  • Upload
    athygli

  • View
    250

  • Download
    21

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Ferðaáætlun Útivistar 2011

Citation preview

Geymið blaðið www.utivist.is

2011

2 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

– Bólgueyðandi og verkjastillandi

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Ac

tav

is 0

17

08

2

Íbúfen®

Göngum frá verknum

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum ly�um (NSAID), með skerta lifrarstarf-semi eða alvarlegan hjarta- eða nýrnasjúkdóm á ekki að nota lyfið. Fólk sem fengið hefur astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi ly�a á ekki að nota lyfið. Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða með sögu um slík sár, aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsi-lyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Lyfið skal geymt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 3

HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/U

TI

5027

3 05

/10

Urð og grjót,upp í mót ...Öll toppmerkin í fjallgönguna:

Griveltoppurinn í

mannbroddumog ísöxum

Meindlgæða

gönguskór

The North Facestærsta

útivistarmerkið

Helly Hansenfrábær nærföt

Bridgedalegöngusokkarsem ganga

Deutermargverðlaunaðir

bakpokar aföllum stærðum

Trezetagönguskór

á góðuverði

4 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

Hvernig verður sjálfsmynd þjóðar til og hvernig setur þjóð sér siðferðisleg gildi? Íslendingar voru minntir á það síðasta vetur að við erum ákaflega máttlítil þegar við stöndum frammi fyrir frumkröftum náttúrunnar. Fyrir ekki svo löngu síðan leit út fyrir að þjóðin teldi sér trú um að hún væri herra heimsins. Gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli minntu okkur á að við erum bæði smá og viðkvæm þegar kemur að náttúruöflunum. Við vorum minnt á að við eigum að ganga um þessa jörð af virðingu og auðmýkt. En um leið eigum við að viðhalda og rækta samband okkar við náttúruna, óbyggðir og öræfi, sem okkur hefur verið afhent til varðveislu og nautna af svo miklum rausnarskap.

Gjafir og ógn náttúrunnar hafa mótað þessa þjóð í yfir 1000 ár. Bæði til lands og sjávar hefur náttúran verið gjöful, en um leið hættuleg, fjandsamleg. Þjóðin lærði á land og haf – og hún lifði af.

Íslenska þjóðin á sér sameiningartákn í óbyggðum landsins. Við erum örþjóð með ómetanleg verðmæti í bakgarðinum.

Stórfengleg náttúra hefur gefið okkur menningarlegan arf; auðlegð og kraft sem gerir þjóðina að því sem hún er. Hálendið og óblíð náttúruöfl þessa lands hafa gefið okkur viðmið. Sögur af hrakförum og hetjudáðum, áföllum og örlögum, sem eru samofin þjóðarsálinni. Í náttúru landsins hafa skáld og listamenn þjóðarinnar sótt innblástur og kraft og fært okkur sjálfsmynd okkar. Við sækjum styrk og orku í þessa auðlind. Hennar eigum við að njóta en um leið verðum við að verja þetta fjöregg okkar með kjafti og klóm. Þær varnir verða að taka mið af því að það er þjóðin sem á þetta land og hún á rétt á að umgangast það og njóta. Af virðingu og af skynsemi auðvitað. Því verður að tryggja eðlilegt aðgengi þjóðarinnar að náttúruperlum landsins.

Nú fer sá tími í hönd að útivistarunnendur og Útivistarfélagar huga að nýju ferðaári. Vetrarferðir í snjó og frosti, vorferðir þegar náttúran brýtur af sér hlekki vetrarins, ferðir á sólbjörtum nóttum og ferðir þegar sumarið lýtur í lægra haldi fyrir komandi hausti. Hvaða ferðir það eru sem toga okkur út, þá væntum við þess að félagar okkar finni spennandi ferðir í ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2011. Hvert sem leiðin liggur á nýju ári þá óskar Útivist ykkur góðrar ferðar.

Saga þjóðar og náttúru er samofin

ÚTIVIST, ferðafélagLaugavegi 178 · 105 Reykjavík Netfang: [email protected] · Vefsíða: www.utivist.is

Sími562 1000

6 Léttar ferðir: Ætlaðar öllum.66 Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess.666 Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirsjáanlegan vanda.6666 Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikinn hæðarmun.

4 Gist í skála 5 Gist í tjaldi q SkíðaferðTTrúss 67Fjölskylduferð 3 Hjólaferð q Flúðasigling

2 Lítið: Harðfenni, dregið í skafla á stöku stað. Þéttur og þjappaður snjór.22 Meðal: þéttur snjór, lítið um púðursnjó eða erfiða skafla, nokkuð um skarir.222 Mikið: Jöklar, nýfallinn djúpur snjór.

Erfiðleikastig jeppaferða:

Viðmiðunartafla fyrir jeppaferðir Þyngdar- Heildarþyngd Dæmi um Dekkjastærð m.v. flokkar jeppa jeppategund erfiðleikastig ferðar

Frá Til Lítið Meðal Mikið

1. þfl. 5 1500 Suzuki, RAV, Kia 30“ 33“ 35“

2. þfl. 1500 2200 HiLux, Lcr90, Trooper 33“ 35“ 38“

3. þfl. 2200 2800 Patrol, Lcr70, 80 og 100 35“ 38“ 44“

4. þfl. 2800 5 Hummer, Econoline 250 38“ 44“ 44“

! Dagsferðir! Útivistarræktin! Hjólaræktin

! Helgarferðir! Lengri ferðir! Jeppaferðir

Jeppaferðir: Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í allar ferðir jeppa deildar. Greiða þarf þátttökugjald fyrirfram.

6 Janúar

6 Febrúar

8 Mars Sveinstindur - Skælingar

10 Apríl

12 Maí Dagsferðir á Vesturlandi

14 Júní Strútsstígur

16 Júlí Fimmvörðuháls

18 Ágúst

20 September

21 Október Fastir liðir í starfseminni

22 Nóvember Laugavegurinn

23 Desember

24 Lónsöræfi, paradís göngumannsins Velkomin í Útivist! Fræðsludagskrá Útivistar Afsláttarkjör

25 Skálar Útivistar

26 Dalakofinn – í lystigarði náttúrunnar

Forsíðumynd: Við Magna á Fimmvörðuhálsi á Jónsmessunótt 2010. Borgþór Harðarson BH.

Ljósmyndarar: Birna María Björnsdóttir BMB, Borgþór Harðarson BH, Einar Aðalsteinsson EA, Fanney Gunnarsdóttir FG, Grétar W. Guðbergsson GWG, Gunnar S. Guðmundsson GSG, Jóhannes Sólmundarson JS, Kristinn Atlason KA, Vala Friðriksdóttir VF, Þorgeir Eiríksson Toggi, Þórhallur Másson ÞM.

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Útivist. Ábyrgðarmaður: Skúli H. Skúlason. Umbrot: Athygli.Litgreining: Gunnar S. Guð munds son. Auglýsingar: Augljós miðlun ehf. Prentun: Landsprent. Dreift með Morgunblaðinu laugardaginn 11. desember 2010.

Efnisyfirlit

Hvað merkja táknin?

K Formaður Útivistar í hópi Útivistarfélaga á Rjúpnafelli. FG

Þórarinn Eyfjörð, formaður Útivistar.

tímarit um ferðalög og fjallamennsku

Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara inn

á vefsvæðið www.utivera.is, senda beiðni á netfangið

[email protected] eða hafa samband í síma 515 5200.

Áskrift pr. tölublað 1.100 kr. og 950 kr. ef greitt

er með greiðslukorti. – Póstgjald innifalið.

Gerist áskrifendur! Verð í lausasölu 1 .250 kr. 3 . tb l . 7 . árgangur 2010

T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g

ISSN 16704282

Þvert yfir Ísland // Fjallið með musterislínunumElbrus opnar sig // Jöklarnir sverfa landið // Um Perú á páskum

Ljósbrot í náttúru Íslands // Hinn óeiginlegi Laugavegur

Verð í lausasölu 1 .250 kr. 2 . tb l . 7 . árgangur 2010

T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g

ISSN 16704282

Hestaferð við ysta haf // Stóra Sankti BernharðsskarðÞingmaður á útkallsvakt // Ekið kringum Kerlingarfjöll

Heiðar og fjörur við Arnarfjörð // Reykjavegurinn

Verð í lausasölu 1 .250 kr. 1 . tb l . 7 . árgangur 2010

T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g

FimmvörðuhálsÞar sem kraftar leysast úr læðingi

Brosandi fólk og bambushattar

Ferðasaga frá Víetnam

Hjólað um Evrópu

Ástin á landinuViðtal við Ólaf Örn Haraldssonþjóðgarðsvörð á Þingvöllum

Lofthræðsla- hvað er til ráða? Olíuhreinsunarstöð eða óspillt náttúra?

ISSN 16704282Tíu magnaðar gönguleiðir

F J Ö G U R T Ö L U B L Ö Ð Á Á R I N U

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 5

Tachyon XC

Fullkomin myndbandsupptökuvél til að taka upp myndskeið af áhugamálinu án þess að nota hendurnar, því þú festir vélina á hjálminn, byssuna, húfuna, stýrið eða köfunar-gleraugun. Vélin er vatnsheld að 30 metra dýpi og ótrúlega sterk. Fjörið sýnir þú svo á Facebook eða YouTube.

Tachyon XC Micro: 29.900

Tachyon XC HD: 39.900

Dakota

Harðgert, lófastórt útivistartæki með snertiskjá, næmum GPS-móttakara með HotFix™ gervihnattaútreikningi, hæðarmæli, SD-kortalesara, 3-ása rafeindaáttavita og grunnkorti af heiminum. Dakota staðsetur þig fljótt, örugglega og nákvæmlega.

Verð frá 49.900

Oregon

GPS staðsetningartæki með einfaldri og aðgengilegri valmynd, alvöru þrívíddarkorti, snertiskjá, hágæða GPS-móttakara, hæðarmæli, 3-ása rafeindaáttavita, SD-kortalesara, myndaskoðun o.fl. Oregon veitir góða tilfinningu fyrir landslaginu og er fullkominn ferðafélagi hvert sem förinni er heitið.

Verð frá 74.900

Garmin GPSmap 62s

Harðgerðasta útivistartækið byggt á vinsælasta GPS tæki allra tíma. Aðgengileg valmynd, einfallt stýrikerfi og takkaborð gerir þetta tæki að stór-skemmtilegum ferðafélaga á fjöllum. Mikil upplausn og skyggingar gefa goða tilfinningu fyrir landslagi og einnig er hægt að lesa loftmyndir og skönnuð kort í tækið.

Verð frá 59.900

Surefire vasaljós

Surefire vasaljós er ekki bara venjulegt og vasaljós því ljósið er ótrúlega skært úr ekki stærra vasaljósi. Surefire notar nýjustu og bestu tækni sem völ er á til að þróa enn betri ljós en þekkst hafa. Amerísk gæði tryggja styrk og endingu, hvort sem er í hand- eða höfuðljósum.

Verð frá 16.900

Komið heil heim!Útivistarvörur í sérflokki

PIPA

R\TB

WA

SÍA

103

015

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is GARMIN BÚÐIN

Snjóflóðastangir og skóflur frá Arva í miklu úrvali á frábæru verð

Verð frá 6.900 Verð frá 6.900

Evo3

Arva Evo3 snjóflóða- ýlirinn sem sló í gegn í fyrra. Þriggja loftneta stafrænn ýlir með skýrum skjá. Mjög hraðvirkur og einfaldur í notkun.

Verð: 44.900

Bakpokar

Arva bakpokar í miklu úrvali með hólfi fyrir stöng og skóflu ásamt skíða- og snjóbrettafestingum.

Verð frá: 12.900

Snjóflóðabakpokarnir

ABS snjóflóða-bakpokarnir eru byggðir á 25 ára reynslu og eru hannaðir til að auka rúmmál þeirra sem lendaí snjóflóði svo þeir fljóti efst í flóðinu. Nauðsynlegt öryggistæki fyrir fjallaskíða- og vélsleðafólk.

Verð: 149.900

6 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

DAGSFERÐIR9.1. Sunnudagur. Nýárs- og kirkjuferð í Hruna 667Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Í Hruna í Hrunamannahreppi stendur falleg bárujárnsklædd timburkirkja sem reist var árin 1865-66. Í hinni þekktu þjóðsögu um dansinn í Hruna segir að kirkjan hafi staðið uppi á klettahæð, sem nefnist Hruni. Sumir segja að hægt sé að sjá Hrunakarlinn í klettunum. Í mörg ár hélt presturinn dansleiki í kirkjunni á jólanótt og þar var m.a. drukkið og spilað. Eitt sinn stóð dansinn óvenju lengi, þá kom kölski til skjalanna og síðan hefur ekkert sést af presti, sóknarbörnum hans, kirkjunni eða kirkjugarðinum. Lagt verður upp frá Núpstúni og gengið að Smárahlíð. Síðan liggur leiðin upp á Núpstúnskistu og yfir Galtafell að Hrunalaug. Þaðan verður gengið til kirkju. Vegalengd 9 km. Hækkun 200 m. Göngutími 3-4 klst.16.1. Sunnudagur. Grunnafjörður – Akranes 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Grunnafjörður er við norðanvert Akrafjall. Fjörðurinn var friðlýstur árið 1994 vegna mikilvægis hans fyrir fuglalíf og árið 1996 var hann samþykktur sem Ramsarsvæði. Áður fyrr var fjörðurinn í alfaraleið a.m.k. þegar fært var úr sveitum Borgarfjarðar út á Akranes. Frá Arkarlæk verður haldið með ströndinni að Hvítanesi, Elínarhöfða og út á Skipaskaga. Ferðinni lýkur með heimsókn á Safnasvæðið á Akranesi en þar er m.a. byggðasafn, íþróttasafn og steinasafn. Vegalengd 12 km. Hækkun engin. Göngutími 4 klst.

23.1. Sunnudagur. Reykjanestá – Grindavík (R-1) 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Gönguleiðin með ströndinni frá Reykjanestá austur í Grindavík er fjölbreytt og falleg enda er ýmist gengið á bjargbrúnum eða í víkum. Sjórinn hefur með sínum ógnarkröftum mótað ströndina og víða sér þess merki. Þar er m.a. sérkennileg náttúrusmíð sem kallast Brimketill. Vegalengd 18-20 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6-7 klst.30.1. Sunnudagur. Marardalur 66 Brottför kl. 09:30 frá Olís við Rauðavatn. Farið á einkabílum.Við vestanverðan Hengil er Marardalur, grösugur sigdalur umlukinn

hamraveggjum, eins konar rétt frá náttúrunnar hendi. Þar voru fyrrum naut og hross í haga. Lagt af stað í gönguna úr Sleggjubeinsdal, farið upp á Húsmúla og þaðan inn í dalinn. Á leið til baka verður gengið um Engidal og fyrir Húsmúlann. Vegalengd 14-15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5-6 klst.

SkíðaferðirFarið verður í skíðaferðir þegar veður og aðstæður leyfa. Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni.

HJÓLARÆKTIN8.1. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema

annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR8. - 9.1. Á gönguskíðum í Básaqq4Brottför frá Hvolsvelli kl. 10:00. 1101H01Ef nægur snjór er á svæðinu er tilvalið fyrir gönguskíðamenn að blandast í hóp jeppafólks og fara í þrettándaferð inn í Bása. Skíðagangan hefst við Stóru-Mörk og jeppar flytja farangur inn eftir.28. - 30.1. Þorrablót í Básum 64Brottför kl. 19:00. 1101H02Þorrablót Útivistar verður haldið í Básum

á Goðalandi, landi goða og allra sannra Útivistarmanna. Á laugardeginum verða synir Þórs þeir Magni og Móði heimsóttir þar sem þeir standa keikir ofan við Bröttufönn. Einnig verður boðið upp á styttri göngur. Um kvöldið verður hefðbundinn þorramatur á borðum, eins og vera ber.

JEPPAFERÐIR8. - 9.1. Þrettándaferð í Bása, jeppa- og gönguskíðaferð 24Brottför kl. 10:00 frá Hvolsvelli. 1101JF01Hvað er ævintýralegra fyrir fjölskylduna en að hefja ferðaárið í þrettándaferð inn á Goðaland? Básar íklæddir vetrarskrúða eru veisla fyrir augað. Ef snjóalög eru hagstæð er upplagt fyrir gönguskíðafólk að skella sér með og fara á skíðum frá Stóru-Mörk inn í Bása, en jeppar flytja þá farangur í skála. Í Básum verður farið í léttar gönguferðir, slegið upp kvöldvöku og farið í blysför að brennunni. Flugeldasýningin fer eftir því hvað ferðalangar draga upp úr pússi sínu. Kröfur um búnað jeppa fara eftir færð og veðri. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.29. - 30.1. Strútur 2224Brottför kl. 08:00. 1101JF02Dreymir jeppaeigandann um að komast í frábæra vetrarferð? Umhverfi Strúts á Mælifellssandi er draumaveröld til vetrarferðamennsku. Snjóalög þar eru jafnan mikil, falleg fjöll og jarðhiti. Stefnan tekin á Sólheimajökul og yfir Mýrdalsjökul í hinn glæsilega Strútsskála, þar sem verður gist. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

JANÚAR

FEBRÚARDAGSFERÐIR

6.2. Sunnudagur. Grindavík – Selatangar (R-2) 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Á Selatöngum eru merkilegar minjar um verstöð. Þar eru rústir verbúða, fiskbyrgi auk hraunhella. Svæðið var friðlýst árið 1966. Frá Grindavík verður gengið fyrir hina fallegu Hraunsvík en þar trónir yfir sérkennilegt fjall, Festarfjall. Farið upp með fjallinu austur í Ísólfsskála. Þaðan liggur leiðin eftir stíg að Selatöngum. Vegalengd 14-16 km. Hækkun 100 m. Göngutími 5 klst.13.2. Sunnudagur. Bláfjöll 667Brottför kl. 09:30 frá Olís við Rauðavatn. Farið á einkabílum.Ekið að gönguskíðasvæðinu í Bláfjöllum. Börn og fullorðnir leika sér saman við að búa til snjókarla og snjóhús, fara í snjókast og leiki eða renna sér á sleðum. Áætlaður tími í Bláfjöllum 4-5 klst.20.2. Sunnudagur. Selatangar – Hælsvík (R-3) 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Ögmundarhraun er talið hafa runnið árið 1151 en í því leynast minjar um byggð sem er eldri en hraunið. Svæðið er nefnt Húshólmi en sumir telja staðinn vera hina upprunalegu Krýsuvík. Frá Selatöngum verður gengið í gegnum hraunið í Húshólma og síðan út í Hælsvík. Vegalengd 10 km. Hækkun engin. Göngutími 4 klst.

27.2. Sunnudagur. Þingvellir 667Brottför kl. 09:30 frá Select, Ártúnshöfða. Farið á einkabílum.Þingvellir skipa sérstakan sess í hugum Íslendinga og svo hefur verið nánast frá landnámi. Ekið að Fræðslumiðstöðinni og gengið niður Almannagjá að Öxarárfossi og þaðan að Lögbergi. Börn og fullorðnir njóta vetrarnáttúrunnar saman á Þingvöllum við leik og náttúruskoðun. Áætlaður tími á Þingvöllum 4-5 klst.

SkíðaferðirFarið verður í skíðaferðir þegar veður og aðstæður leyfa. Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni.

HJÓLARÆKTIN12.2. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR19. - 20.2. Bláfjöll – Kleifarvatn qq4Brottför kl. 08:30. 1102H01Úr Bláfjöllum liggur leiðin um Brennisteinsfjöll að skátaskála Hraunbúa í Hverahlíð við Kleifarvatn þar sem verður gist. Daginn eftir verður haldið með vatninu að Lambhaga, um Blesaflöt, Breiðdal og Undirhlíðar að Kaldárseli við Helgafell. Fjölbreytt og skemmtileg leið rétt við borgarmörkin.

JEPPAFERÐIR5. - 6.2. Langjökull 2224Brottför kl. 08:00. 1102JF01Langjökull er einn vinsælasti vettvangur jeppaferða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ekið sem leið liggur í Húsafell og þaðan áfram í Þjófakrók. Þar verður farið upp jökulinn og stefnt að hinni tröllslegu Þursaborg. Haldið að Hveravöllum og gist þar. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Ferð fyrir mikið breytta jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

Real Turmat orkumikill og bragðgóður ferðamatur

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin velur Real Turmat

Heildsölubirgðir: www.lindsay.is

K Reykjanestá. GWG

K Gengið með Þingvallavatni. BH K Skíðað í góðum hópi. GWG

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 7

Einstök upplifun

HVÍT

A H

ÚSI�

 / S

ÍA - 1

0-0338

ZO•ON fatnaður fæst í verslunum okkar í Kringlunni og Bankastrætiog öllum helstu verslunum með útivistarfatnað á Íslandi.

Útivistarfólk veit að það skiptir mjög miklu máli að vera rétt búinn á fjöllum að vetrarlagi. Dagarnir eru kaldari og styttri og það eru færri á ferðinni. Vetrarferðamaðurinn veit að hann þarf að treysta á sjálfan sig og útbúnaðinn til þess að vera öruggur. ZO•ON vetrarfatnaðurinn er traustsins verður - og svo er hann líka flottur.

8 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

MARS

® Buff er skrásett vörumerki Original BUFF, S.A. Spáni

ÞÚ FÆRÐ BUFF® Í ÖLLUM

BETRI ÚTIVISTAR VERSLUNUM

LANDSINS.

NJÓTTU FERSKLEIKANS Nú er BUFF® með Polygiene svo það

kemur ekki svitalykt í BUFF®-ið þitt.

100%MICROFIBER

DAGSFERÐIR6.3. Sunnudagur. Hælsvík – Herdísarvík (R-4) 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Krýsuvíkurberg er þekkt fuglabjarg og á vorin iðar allt þar af fugli. Þar var hægt að fara á einum stað niður í fjöru um svokallaðan Ræningjastíg sem nú mun vera ófær. Hann ber nafn af ræningjum sem sóttu að Krýsuvík. Frá Hælsvík verður haldið austur Krýsuvíkurberg og komið við hjá vita sem stendur á bjargbrúninni. Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.13.3. Sunnudagur. Ingólfsfjall, 551 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Ingólfsfjall blasir við augum hvaðan sem er af Suðurlandi og af því er ægifagurt útsýni. Lagt til uppgöngu að norðan við Torfastaði og haldið að hæsta hluta fjallsins, Inghól. Leiðin niður á við liggur meðfram námunni við sunnanvert fjallið. Vegalengd 12 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5 klst.20.3. Sunnudagur. Keilir, 378 m 667Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Fyrsta ferð Útivistar eftir stofnun félagsins 1975 var á Keili. Á hverju ári hefur verið haldið upp á afmælið með því að ganga á fjallið. Farið frá Höskuldarvöllum, yfir hraunið að fjallinu. Börn eru velkomin og ef mörg börn mæta verður farið í leiki og léttar göngur á Höskuldarvöllum á meðan foreldrar/forráðamenn fara á

fjallið. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.27.3. Sunnudagur. Hvítárbrú – Hvanneyri 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Hvítárbrú var byggð 1928 og þótti mjög

merkilegt mannvirki á sínum tíma, ekki síður en Borgarfjarðarbrúin þegar hún var byggð. Hvanneyri hefur allt frá því um 1890 verið miðstöð kennslu og rannsókna í búfræði og er Landbúnaðarsafnið gott dæmi um það

hvernig sagan er varðveitt jafnframt því sem horft er til framtíðar. Í þessari göngu verða skoðaðir munir og staðir sem minna á þær miklu breytingar og framfaraskeið sem áttu sér stað í sveitum Íslands á fyrri hluta 20. aldar.

Gengið frá Hvítárbrú við Hvítárvelli niður að Hvítárósi og áfram út á Kistuhöfða. Síðan verður gengið upp að Hvanneyri og Landbúnaðarsafnið heimsótt. Vegalengd 12 km. Hækkun engin. Göngutími 4 klst.

SkíðaferðirFarið verður í skíðaferðir þegar veður og aðstæður leyfa. Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni.

HJÓLARÆKTIN12.3. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR18. - 20.3. Bjarnarfjörður – Djúpavík qq4Brottför kl. 19:00. 1103H01Gengið á skíðum í umhverfi tignarlegra tinda á milli Veiðileysu og Kaldbaksvíkur á Ströndum. Ekið á einkabílum norður á Drangsnes og gist þar í svefnpokaplássi. Morguninn eftir verður lagt af stað á skíðum af Bjarnarfjarðarhálsi norður í Djúpuvík og gist þar. Næsta dag verður gengin svipuð leið til baka. Það er rúmlega þriggja tíma akstur frá Reykjavík norður á Drangsnes.

JEPPAFERÐIR4. - 6.3. Strútur 2224Brottför kl. 19:00. 1103JF01Ertu að byrja í vetrarferðamennsku á breyttum jeppa? Þá er þetta ferðin fyrir þig. Í þessa ferð, sem skipulögð er í samvinnu við Ferðaklúbbinn 4x4, eru nýliðar í vetrarferðamennsku á jeppum boðnir sérstaklega velkomnir. Lögð verður áhersla á að kenna þér eitt og annað. Brunað austur fyrir fjall og gist í bændagistingu undir Eyjafjöllum. Þaðan verður stefnan tekin á Sólheimajökul og yfir Mýrdalsjökul í Strút, þar sem verður gist. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.19. - 20.3. Fimmvörðuháls á jeppum 2224Brottför kl. 07:00. 1103JF02Farið á laugardagsmorgni að Skógum og ekið í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Eftir léttan hádegisverð verður ekið og gengið um gosstöðvarnar, Magni og Móði skoðaðir og nýja hraunið kannað. Ekið að nýju í skála og notið góðrar kvöldstundar að hætti Útivistarfélaga. Á sunnudegi verður ekið upp á Mýrdalsjökul og ef veður er gott farið niður norðan jökuls. Ferðinni lýkur á Hvolsvelli.

Gönguleiðin um Sveinstind og Skælinga hefur unnið sér sess sem ein af fegurstu gönguleiðum landsins. Gangan hefst með göngu á Sveinstind þar sem stórfenglegt útsýni tekur á móti göngumönnum, en síðan er leiðin þrædd niður með Skaftá þar sem mosaþekjur og sérstakar hraunmyndanir gleðja augað. Gist er í gömlum gangnamannakofum sem hafa verið gerðir upp á smekklegan hátt þannig að þeir eru nánast eins og hluti af náttúrunni.

Dagur 1Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Ekið að Langasjó sem er eitt fallegasta fjallavatn Íslands. Þaðan er gengið á fjallið Sveinstind og notið útsýnisins. Frá Sveinstindi er gengið niður að Skaftá að skála Útivistar þar sem höfð er næturdvöl. Vegalengd um 6 km, göngutími 3 klst.

Dagur 2Gengið um Hvanngil og Uxatinda. Síðan er farið með fjallinu Gretti og haldið að Skælingum í skála Útivistar. Á þessum

hluta göngunnar er farið um viðkvæmar mosabreiður og því mikilvægt að fylgt sé göngustígum og aðgæsla sýnd í hvívetna. Vegalengd um 14 km, göngutími um 6-7 klst.

Dagur 3Gengið að börmum Eldgjár. Ef vel viðrar er tilvalið að taka aukakrók á Gjátind. Farið ofan í gjána og að Ófærufossi. Síðan er gengið eftir gjánni og í skálann í

Hólaskjóli. Þar er gist síðustu nóttina. Vegalengd um 16 km, göngutími um 6-7 klst.

Dagur 4Gengið um nágrenni Hólaskjóls áður en rúta flytur hópinn til byggða.

UndirbúningsfundurHaldinn er undirbúningsfundur fyrir hverja ferð þar sem fararstjóri kynnir leiðina og veitir ráð um útbúnað o.fl. Undirbúningsfundir eru yfirleitt haldnir viku fyrir brottför.

TrússFerðirnar um Sveinstind – Skælinga eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

Brottför30. júní, 6. júlí, 7. júlí, 14. júlí, 21. júlí, 4. ágúst og 11. ágúst.

Sveinstindur - Skælingar

K Jeppar við Strút. EA

K Hraunmyndanir í Skælingum. VF

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 9

10 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

APRÍLDAGSFERÐIR

3.4. Sunnudagur. Herdísarvík – Selvogur (R-5) 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Frægð Herdísarvíkur er einkum tengd því að þar bjó skáldið Einar Benediktsson síðustu æviár sín. Óhætt er að segja að hann hafi verið þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og svo er einnig um séra Eirík Magnússon sem bjó á Vogsósum og þjónaði á Strönd. Haldið frá Herdísarvík að Draugagjártöngum. Síðan verður gengið upp fyrir Hlíðarvatn og bökkum þess fylgt að austanverðu alveg niður að ósi. Þaðan verður gengið með ströndinni að byggðinni í Selvogi og á leiðinni verður farið fram hjá Vogsósum og Strandarkirkju. Vegalengd 14-16 km. Hækkun engin. Göngutími 5-6 klst.10.4. Sunnudagur. Flúðir – Álfaskeið 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Gengið frá Flúðum og upp á Miðfell. Þaðan áfram yfir á Langholtsfjall og eftir því endilöngu niður í Álfaskeið. Uppi á Langholtsfjalli er hugsanlegt að sjá leifar af Kóngsveginum sem lagður var í tilefni af heimsókn Friðriks VIII konungs Íslands og Danmerkur árið 1907. Álfaskeið var vettvangur útiskemmtana og það er gaman að koma þangað ofan af Langholtsfjalli. Vegalengd 10 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.17.4. Sunnudagur. Selvogur – Þorlákshöfn (R-6) 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Áður fyrr var fjölmenn byggð í Selvogi enda gaf bæði landið og sjórinn vel af sér. Nú ber mest á eyðibýlum þar. Ströndinni fylgt að Þorlákshöfn. Á leiðinni eru ýmsar víkur og vogar sem áhugavert er að skoða. Vegalengd 17 km. Hækkun engin. Göngutími 6 klst.25.4. Mánudagur. Akrafjall, 643 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Bæjarfjall Akurnesinga, Akrafjall, er mjög áberandi í fjallahringnum sem sést frá höfuðborginni. Gengið upp norðurhlíð Akrafjalls hjá bænum Fellsenda og stefnan tekin á Jókubungu. Þaðan liggur leiðin með suðurbrúnum fjallsins að Háahnúk og niður Berjadal. Vegalengd 12 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5 klst.

ÚTIVISTARRÆKTIN13.4. Miðvikudagur. Helgafell ofan Hafnarfjarðar, 338 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið til Hafnarfjarðar og þaðan að Kaldárseli. Gangan hefst við bílastæði sunnan við vatnsból Hafnfirðinga. Vegalengd 4 km. Hækkun 250 m.20.4. Miðvikudagur. Búrfell við Miðdal, 176 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið af Vesturlandsvegi að Hafravatni og þaðan að brúnni yfir Seljadalsá þar sem gangan hefst. Vegalengd 4-5 km. Hækkun 100 m.27.4. Miðvikudagur. Búrfellsgjá 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið af Reykjanesbraut í átt að Vífilsstaðavatni. Þaðan inn í Heiðmörk að suðurhluta Vífilsstaðahlíðar þar sem gangan hefst.

Gengið eftir Búrfellsgjá, hrauntröð sem leiðir göngufólk að Búrfelli. Vegalengd 4 km. Hækkun 100 m.

HJÓLARÆKTIN9.4. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR21. - 25.4. Dalakofinn, bækistöðvarferð 6q4Brottför kl. 08:30. 1104H01Háhitasvæði í næsta nágrenni Dalakofans er ekki síður áhugavert í vetrarbúningi en að sumarlagi. Dvalið yfir páskana í hinum nýuppgerða Dalakofa og farið í styttri og lengri ferðir út frá skálanum. Þess á milli er hægt að njóta rólegheita í skálanum.21. - 25.4. Skíðaferð í Dalakofann qqq4Brottför kl. 08:30. 1104H02Lagt af stað í skíðagönguna við Sultarfit. Gengið í Landmannahelli þar sem gist verður fyrstu nóttina. Á leið í Dalakofann verður farið með Rauðufossafjöllum. Dvalið þar sem eftir lifir ferðar og næsta umhverfi Dalakofans kannað. Hægt verður að senda farangur í Dalakofann þannig að aðeins þarf að ferðast með vistir til tveggja daga.

JEPPAFERÐIR1. - 3.4. Jökulheimar – Setur – Kerlingarfjöll 2224Brottför kl. 18:00. 1104JF01Haldið um óskalendur jeppamanna og -kvenna. Lagt af stað í Jökulheima þar sem verður gist fyrstu nóttina. Ekið um Veiðivatnahraun norðan Þórisvatns um Sóleyjarvað í Setur. Þaðan liggur leiðin um Leppistungur í Kerlingarfjöll og um Bláfellsháls til byggða. Aðeins fyrir breytta jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.20. - 23.4. Páskaferð á Grímsfjall 2224Brottför kl. 18:00. 1104JF02Páskahátíð á Vatnajökli er engu lík. Lagt af stað að kvöldi miðvikudags upp í Jökulheima og gist þar en daginn eftir verður haldið á Grímsfjall. Gist í skálum Jöklarannsóknafélagsins þar í tvær nætur og farið um áhugaverð svæði á jöklinum. Frá Grímsfjalli sést til margra áhugaverðra staða m.a. til Bárðarbungu, í Kverkfjöll með öllum sínum leyndardómum og til Hvannadalshnúks. Nánari ferðaáætlun fer eftir veðri og aðstæðum á jöklinum. Aðeins fyrir mikið breytta og vel útbúna jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

K Við Dalakofann. FG

K Á Akrafjalli. GWG

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 11

CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3210 GARÐABÆ, S. 533 3805

CINTAMANI KRINGLUNNI103 REYKJAVÍK, S. 533 3003

CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11101 REYKJAVÍK, S. 517 8088

FJALLHRAUSTUR

STEINARÞriggja laga herrajakki með Gelanots®filmu.

Léttur og sterkur jakki fyrir alla útivist. Mikil hreyfivídd.

Stillanleg hetta, ermar og mitti. Loftun undir höndum.

Vatnsheldni: 20.000 mm. Útöndun: 20.000 gr/m2/24klst.

Stærðir: S-3XL

WWW.CINTAMANI.ISSPJARAÐU ÞIG

12 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

MAÍDAGSFERÐIR

1.5. Sunnudagur. Fuglaskoðun í Flóa 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Friðlandið í Flóa nær með austurbakka Ölfusár að landamerkjum Sandvíkurhrepps í Straumnesi. Það er um 5 km3 og er alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir fugla. Þar sem hæð þess er aðeins um 2 metrar yfir sjávarmáli gætir sjávarfalla á stórstreymi. Stórbrotin fjallasýn er í góðu skyggni frá friðlandinu. Fuglafræðingur verður með í för. Göngutími 5-6 klst.8.5. Sunnudagur. Þorlákshöfn – Stokkseyri (R-7) 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Þorlákshöfn byrjaði ekki að byggjast upp sem þéttbýli fyrr en um 1950. Bærinn er nú eini útgerðarstaðurinn á ströndinni frá Grindavík að Höfn. Útgerð á Stokkseyri og Eyrarbakka færðist til Þorlákshafnar með tilkomu Óseyrarbrúar en þeir staðir hafa síðan þróast yfir í að vera smáiðnaðar- og ferðamannastaðir. Eyrarbakki var þar til um aldamótin 1900 einn helsti verslunarstaður landsins þrátt fyrir hafnleysið. Gengið verður með ströndinni um Hafnarskeið út á Óseyrartanga og yfir brúna. Síðan liggur leiðin með ströndinni til Eyrarbakka og þaðan Stokkseyrar. Vegalengd 20 km. Hækkun engin. Göngutími 7 klst. 15.5. Sunnudagur. Kistufell, 843 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Kistufell er hátt, flatt fjall í Esjunni og af því er geysilega gott útsýni. Gengið að fjallinu að sunnanverðu og haldið inn Grafardal. Þaðan verður farið upp hlíðar fjallsins að austanverðu. Frá toppnum liggur leiðin niður Gunnlaugsskarð og í gegnum skógræktina að Mógilsá. Vegalengd 10 km. Hækkun 800 m. Göngutími 6 klst.

22.5. Sunnudagur. Fuglaskoðun á Hafnabergi 6Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Á Hafnabergi er fjölskrúðug bjargfuglabyggð með fjölmörgum tegundum fugla. Hafnaberg er aðgengilegt til fuglaskoðunar og því tilvalið til fræðslu. Gengið frá veginum vestur af Presthól fram hjá Langhól og Berghól, eftir greinilegum stíg að bjarginu. Fuglafræðingur verður með í för. Göngutími 5-6 klst.29.5. Sunnudagur. Móskarðshnúkar, 807 m – Trana, 743 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Móskarðshnúkar eru áberandi fjallstindar austast í Esjunni og teljast ýmist til Esjunnar eða sem sérstakt fjall. Þeir eru úr líparíti og því afar litskrúðugir. Frá Hrafnhólum verður haldið á brattann austan Þverárdals og farið að Laufskörðum sem tengja Esjuna og Móskörð en Eyjadalur í Kjós gengur upp að þeim. Síðan verður farið austur yfir

Móskarðshnúka á fjallið Trönu, norðan þeirra. Af Trönu liggur leiðin norður Möðruvallaháls, á milli Eyjadals og Svínadals, niður að Sandi í Kjós. Vegalengd 13 km. Hækkun 900 m. Göngutími 6-7 klst.

ÚTIVISTARRÆKTIN4.5. Miðvikudagur. Sandfell, 341 m – Selfjall, 269 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi og beygt inn á veginn til Bláfjalla. Við vegamótin er bílastæði þar sem gangan hefst. Vegalengd 11 km. Hækkun 200 m.11.5. Miðvikudagur. Smáþúfur á Lág-Esju, 580 m 66Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Gengið frá þjóðvegi við mynni Blikdals um tvo km frá munna Hvalfjarðarganga sunnan

megin. Smáþúfur eru á Esju vestanverðri og tilheyra þeim hluta hennar sem nefnist Lág-Esja. Vegalengd 7 km. Hækkun 500 m.18.5. Miðvikudagur. Stórhöfði, 121 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið til Hafnarfjarðar og í átt að Kaldárseli. Stefnt að Kýrskarði og áfram að Stórhöfða. Þaðan haldið að Selhöfða þar sem er gott útsýni yfir Hvaleyrarvatn. Síðan verða höfðarnir þræddir, Miðhöfði og Fremstihöfði á leið til baka. Vegalengd 9 km. Hækkun 100 m.25.5. Miðvikudagur. Sköflungur 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi inn á Nesjavallaveg og lagt af stað í gönguna stuttu eftir að komið er upp fyrstu brekkuna á veginum. Sköflungur er vestasti hryggurinn í fjallaklasanum austan Mosfellsheiðar. Gengið norður hrygginn á móts við Jórutind og um Folaldadali til baka. Vegalengd 7 km. Hækkun 100 m.

HJÓLARÆKTIN14.5. Laugardagur. Guðmundarlundur – Kaldársel 3Brottför kl. 10:00.Upplýsingar um ferðina verða birtar þegar nær dregur á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.21. - 22.5. Hjólað í Bása 334T

Brottför kl. 11:00 frá Stóru-Mörk. 1105R01Við veginn inn í Þórsmörk er víða mikil náttúrufegurð. Farið á einkabílum að Stóru-Mörk þar sem sest verður á reiðhjólin og síðan verður þessi 25 km leið hjóluð. Gist í Básum og hjólað til baka daginn eftir.

HELGARFERÐIR13. - 15.5. Gönguskíðaferð í Fjörður qqq4Brottför auglýst síðar. 1105H01Ekið á einkabílum til Grenivíkur og gengið þaðan út Leirdalsheiði og gist á Gili í Hvalvatnsfirði. Haldið að Hvalvatni, yfir í Þorgeirsfjörð og til baka sama dag. Til Grenivíkur verður farið fram Trölladal og niður Grenjárdal. Ferð fyrir nokkuð vant skíðagöngufólk.

JEPPAFERÐIR4. - 8.5. Vatnajökull 2224Brottför kl. 18:00. 1105JF01Vatnajökull hefur óútskýranlegt aðdráttarafl fyrir jeppamenn og -konur. Hin sívinsæla vorferð á Vatnajökul hefst á miðvikudagskvöldi. Þá verður ekið frá Reykjavík austur í Skaftafellssýslu og gist í bændagistingu. Farið upp Skálafellsjökul morguninn eftir og ekið þvert yfir Vatnajökul í Snæfell. Þaðan verður farið í Kverkfjöll og gist í Sigurðarskála í tvær nætur. Laugardagurinn verður nýttur til að skoða íshella í Kverkfjöllum og síðan farið í bað í Hveragili. Ferð fyrir mikið breytta og vel útbúna jeppa. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

Í ÞÍNUM HÖNDUMÍslenskar jurtir vaxa og dafna í hreinu lofti og ómenguðum jarðvegi. Þær hafa löngum verið notaðar til lækninga og matar, en ekki má gleyma ánægjunni sem þær veita með tilvist sinni; fegurð og angan. Hlúum að flórunni okkar og búum henni hin bestu vaxtarskilyrði.

Ál- og plastumbúðir á víðavangi eru mikil sjónmengun í náttúrunni. Með því að endurvinna umbúðir komum við í veg fyrir sóun á óendurnýtanlegri orku.

to

n/

A

Á Vesturlandi má finna margar áhugaverðar gönguleiðir. Þar eru fjöll sem kalla göngumenn til sín og kemur þá mörgum í huga Snæfellsjökull, en einnig má nefna fjöll eins og Baulu sem skreytir umhverfi Borgarfjarðar svo skemmtilega, Ljósufjöll sem setja svip sinn á Snæfellsnesið og þar má finna einar þrjár Tröllakirkjur. Ýmsar sögur tengjast örnefnum og einstaka stöðum á svæðinu, Skyrtunnan blasir við ferðamönnum á leið um Mýrar þar sem tröllskessan henti henni frá sér áður en hún varð að steini í Kerlingarskarði og önnur kerling sömu ættar tengist Tröllakirkju vestan Holtavörðuheiðar. Egill Skallagrímsson ólst hér upp og á Snæfellsnesi sat Bárður Snæfellsás í ríki sínu.

Láglendisgöngur á Vesturlandi eru ekki síðri, um blómleg landbúnaðarhéruð sem strendur. Við byrjum því í janúar á

að fylgja ströndinni frá Grunnafirði yfir á Akranes en í mars liggur leiðin að Hvanneyri. Þegar kemur fram á vorið beinum við sjónum okkar til fjalla. Hér er gott tækifæri til að kynnast fjölbreytilegum gönguleiðum á Vesturlandi.

16.1. Grunnafjörður – Akranes27.3. Hvítárbrú – Hvanneyri25.4. Akrafjall13.6. Hafursfell á Snæfellsnesi19.6. Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli3.7. Snæfellsjökull10.7. Tröllakirkja vestan

Holtavörðuheiðar17.7. Skyrtunna24.7. Baula1.8. Tröllakirkja við Hítardal7.8. Ljósufjöll4.9. Síldarmannagötur11.9. Hvalfell

K Á Tröllakirkju á Holtavörðuheiði. EA

K Rita í fuglabjargi. EA

22 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2007

Sérkenni Fjallabaks er fjölbreytilegt lands-lag þar sem jafnt er að finna gróðurlendi,svarta sanda, jarðhita, há fjöll og jökla. Allt

þetta verður á vegi göngumanna á Strúts-stíg, en svo heitir gönguleið sem liggur fráHólaskjóli á Skaftártunguafrétti, um

Hólmsárbotna og vestur meðfram Mæli-fellssandi í Hvanngil. Farið er um fagrargróðurvinjar við Álftavötn, gengið þvert yfirEldgjá sem teygir sig hér í átt að Mýr-dalsjökli og að hinni vinsælu Strútslaug þarsem upplagt er að slaka á um stund. Eftirbaðið er farið í Strútsskála, en þaðan liggurleiðin um Mælifellssand í Hvanngil meðMýrdalsjökul á vinstri hönd en Torfajökul tilhægri.

Skipulag ferðarDagur 1Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Gang-an hefst í Hólaskjóli og er fyrsta dagleiðinstutt eða um 6-7 km. Í fyrstu liggur leiðinupp með Syðri-Ófæru hjá nafnlausum ensérlega fallegum fossi sem oft er nefndurSilfurfoss eða jafnvel Litli-Gullfoss. Þaðaner gengið um tilkomumikið gljúfur að gamlagangnamannaskálanum við Álftavötn semÚtivist endurbyggði. Svæðið í nágrenniskálans er mjög fallegt og gott að njóta þarhálendiskyrrðar eins og hún gerist best.

Dagur 2Þessi dagleið er um 20 km löng. Gengiðmeð Syðri-Ófæru og hjá mikilli steinbrú erliggur yfir ána við Þorsteinsgil. Dalverpiðsem blasir þar við heitir Álftavatnakrókur oger farið að mynni Ófærudals. Fossar steyp-ast fram úr dalnum og ofan í Krókinn, enþarna mætir Eldgjáin einnig gönguhrólfumen hún liggur þvert á Ófærudal. Sveigt er tilvesturs og haldið undir hömrum girtumhlíðum Svartahnúksfjalla, fjallabálks er seturmikinn svip á umhverfið. Síðan liggur leiðinmeð norðurhlíðum þeirra inn í Hólmsár-botna og að Strútslaug. Gott er að fara íbað í lauginni. Þarna gnæfir Laugarháls ogTorfajökull með sínar litskrúðugu líparíthlíð-ar yfir í norðvestri, Svartahnúksfjöllin í austriog Strútur í suðri. Eftir baðið er gengið yfirSkófluklif eða um Krókagil, en þá er aðeinsspottakorn eftir í Strút þar sem höfð ernæturdvöl.

Dagur 3Þriðja daginn eru gengnir um 18 km. Fariðvestur yfir Veðurháls með Mýrdalsjökul ávinstri hönd. Gengið eftir Mælifellssandi,hjá Hrútagili og Skiptingaöldu. Leiðin liggurum Slysaöldu og þaðan yfir Kaldaklofskvísl,sem liðast um sandinn í lænum. Gengin ergömul gata á milli Einstigsfjalls og Slétta-fells og komið að Hvanngilshnausum. Þáliggur leiðin í skála í Hvanngili þar sem gister síðustu nóttina.

Dagur 4Síðasta daginn er farið í morgungöngu umnágrenni Hvanngils áður en haldið er heimá leið um Fjallabaksleið syðri.

UndirbúningsfundurHaldnir eru undirbúningsfundir fyrir hverjaferð þar sem fararstjóri kynnir leiðina ogveitir ráð um útbúnað o.fl. Undirbúnings-fundir eru yfirleitt haldnir viku fyrir brottför.

TrússFerðirnar um Strútsstíg eru trússferðir. Far-angur er fluttur á milli náttstaða, svo þátt-takendur þurfa aðeins að bera bakpokameð nesti og hlífðarfötum.

Strútsstígur

� Slappað af í Strútslaug eftir erfiðan göngudag.

VIÐ HJÁ GÆÐAFÆÐIÚTBÚUM ALLANGRILLMAT FYRIR

FERÐALAGIÐ

Sími 5773300 - Fax 5773303

Fylgist me›!

www.utivist.is

utivist2007 14.12.2006 9:25 Page 22

Dagsferðir á Vesturlandi

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 13

Ísland á eigin Vegum

sumarið 2011

Kynntu þér möguleiKana á www.ioyo.is

Vesturvör 34200 Kópavogur 580 [email protected]

Hjalteyrargötu 10600 Akureyri 550 [email protected]

14 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

JÚNÍDAGSFERÐIR

5.6. Sunnudagur. Stokkseyri – Þjórsárós (R-8) 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Gengið frá Stokkseyri austur með ströndinni að Þjórsárósum og upp að Fljótshólum. Á leiðinni eru Knarrarósviti og Rjómabúið á Baugsstöðum en þar er minjasafn. Þjórsá er ein af vatnsmestu ám landsins og áhugavert að koma að ósum hennar. Vegalengd 16 km. Hækkun engin. Göngutími 5 klst.13.6. Mánudagur. Hafursfell á Snæfellsnesi, 759 m 666Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Austarlega á Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið, tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn. Vegalengd 8 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5-6 klst.16.6. Fimmtudagur. Leggjabrjótur, næturganga 66Brottför kl. 20:00 (ath. kl. átta að kvöldi) frá BSÍ.Hefð er komin á að fara næturgöngu um hina fornu og vinsælu gönguleið yfir Leggjabrjót. Það er fátt skemmtilegra en að vera á ferðinni í góðum hópi á björtu sumarkvöldi. Frá Svartagili liggur leiðin um Leggjabrjót meðfram Sandvatni um Hrísháls niður í Botnsdal. Þetta er nokkuð greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Í þessum ferðum eru farnar nokkrar hliðarleiðir við hefðbundna leið, það er að skoða efri fossinn í Öxará, Myrkavatn sem Öxará á upptök sín í og Djúpadalsborgir fyrir vestan Sandvatn. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 17 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.19.6. Sunnudagur. Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli, 862 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Austur af Eldborg á Mýrum rísa tvö glæsileg blágrýtisfjöll, Fagraskógarfjall og Kolbeinsstaðafjall. Hæsti hluti Kolbeinsstaðafjalls nefnist Tröllakirkja og er skýringar nafnsins ekki langt að leita, bæði er efsti hlutinn líkur kirkju að lögun og einnig eru greinileg „tröll“ (klettadrangar) framan við kirkjudyrnar. Frá þjóðveginum virðist Tröllakirkja algerlega ókleif, en svo er þó ekki. Gangan hefst við bæinn Mýrdal og farið upp bratta hlíð uns komið er á hillu sem

Snjódalur nefnist. Þaðan sést greinilega skarðið í kambinum sem farið er um á leið á toppinn. Vegalengd 8 km. Hækkun 800 m. Göngutími 4-5 klst.

ÚTIVISTARRÆKTIN1.6. Miðvikudagur. Skálafell við Mosfellsheiði, 774 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Vesturlandsvegi, beygt upp í Mosfellsdal og síðan í átt að skíðasvæðinu. Vegalengd 3 km. Hækkun 400 m.8.6. Miðvikudagur. Stóra-Skógfell, 189 m – Svartsengisfell, 197 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið langleiðina til Grindavíkur. Gengið frá námum á móts við Stóra-Skógfell. Vegalengd 8 km. Hækkun 250 m.

15.6. Miðvikudagur. Stóra-Reykjafell, 514 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi að Skíðaskálanum í

Hveradölum. Vegalengd 4 km. Hækkun 140 m.22.6. Miðvikudagur. Eyrarfjall, 476 m 6 Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir

Vesturlandsvegi upp á Kjalarnes. Stuttu áður en kemur að Hvalfjarðargöngunum er beygt til hægri inn á veginn upp í Hvalfjörð. Þegar kemur að skilti sem á stendur Miðdalur er aftur beygt til hægri að Eilífsdal. Haldið upp á Múla, þaðan

Um sunnanvert Fjallabak liggur falleg gönguleið frá Hólaskjóli í austri og vestur í Hvanngil. Margt kætir hug og anda á þessari leið. Fagrir fossar verða á vegi okkar og fögur fjallasýn. Farið er um dalverpi í Hólmsárbotnum þar sem Torfajökul ber við himin og hin rómaða Strútslaug bíður göngumanna. Óhætt er að segja að umhverfi skálans við Strút sé draumaland göngumannsins með ótal möguleikum á skemmtilegum gönguleiðum. Því er dvalið tvær nætur í Strút til að kynnast betur þessu skemmtilega svæði. Á lokadegi göngunnar er haldið áfram frá Strút vestur yfir Veðurháls og að Hvanngili þar sem rúta sækir hópinn.

Dagur 1Brottför með rútu frá BSÍ kl. 08:30. Ekið í Hólaskjól þar sem gangan hefst. Stutt og þægileg ganga í Álftavötn þar sem gist er í gömlum gangnamannaskála sem Útivist hefur endurbyggt með smekklegum hætti. Vegalengd 6-7 km, göngutími 2 klst.

Dagur 2Gengið með Syðri-Ófæru og inn með hlíðum Svartahnúksfjalla. Áfram liggur leiðin um Hólmsárbotna og að Strútslaug þar sem göngumönnum býðst að fara í bað. Frá lauginni verður haldið að Strútsskála þar sem gist er um nóttina. Vegalengd um 20 km, göngutími um 7 klst.

Dagur 3Dagurinn nýttur til spennandi gönguferða í nágrenni Strúts. Leiðarval ræðst af veðri og aðstæðum, en umhverfið býður upp á fjölbreytta möguleika á lengri og styttri gönguleiðum, t.d. göngu á Torfajökul, eftir hinu sérstaka Krókagili, göngu á Strút eða eftir Strútsgili.

Dagur 4Farið vestur yfir Veðurháls með Mýrdalsjökul á vinstri hönd. Gengið eftir Mælifellssandi hjá Slysaöldu og þaðan yfir Kaldaklofskvísl að Hvanngili þar sem rúta sækir hópinn. Vegalengd um 18 km, göngutími um 7 klst.

Strútsstígur með ábótÍ ár er jafnframt boðið upp á að lengja ferðina um Strútsstíg að Dalakofanum. Þá er farið úr Strút á þriðja degi og gengið í Hvanngil og gist þar eina nótt. Úr Hvanngili er haldið áfram fram hjá Álftavatni um Grashaga og Ljósártungur í Dalakofann og gist þar áður en rúta sækir hópinn.

UndirbúningsfundurHaldinn er undirbúningsfundur fyrir hverja ferð þar sem fararstjóri kynnir leiðina og veitir ráð um útbúnað o.fl. Undirbúningsfundir eru yfirleitt haldnir viku fyrir brottför.

TrússFerðirnar um Strútsstíg eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

BrottförStrútsstígur að Hvanngili: 30. júní, 7. júlí, 14. júlí, 21. júlí og 11. ágúst.Strútsstígur með ábót: 6. júlí og 4. ágúst.

K Strútsstígur heillar göngugarpa á öllum aldri. VF

K Sólin kemur upp, í Jónsmessuferð á Fimmvörðuhálsi. FG

Strútsstígur

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 15

yfir á Sandfell og síðan í norður á hæsta hluta fjallsins. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 350-400 m.29.6. Miðvikudagur. Hattur, 320 m og Hetta, 400 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Stuttu áður en komið er að álverinu er beygt til vinstri við skilti sem vísar á Krýsuvík. Haldið í átt að hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík. Vegalengd 4 km. Hækkun 300 m.

HJÓLARÆKTIN11.6. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR2. - 5.6. Hrútsfjallstindar 666 4Brottför kl. 08:30. 1106H01Fjórir glæsilegir tindar norðvestan við Hvannadalshnúk bera nafnið Hrútsfjallstindar. Hæstur þeirra er Hátindur sem stendur í 1875 metra hæð yfir sjávarmáli. Gengið meðfram Skaftafellsjökli upp Hafrafell þar til komið er í Sveltisskarð. Þaðan liggur leiðin svo á Hátindinn en útsýni þaðan er óviðjafnanlegt. Ganga á Hrútsfjallstinda er eðlilegt framhald fyrir þá sem gengið hafa á Hvannadalshnúk en tindarnir eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal fjallgöngufólks. Farið á einkabílum í Skaftafell og síðan ræðst það af veðri hvaða dag verður farið á tindana. Hina dagana verður farið í göngur á svæðinu en þar er nóg af áhugaverðum stöðum. Innifalið í verði ferðar er jöklabúnaður.11. - 13.6. Hvítasunnuferð í Ísafjarðardjúp 64Brottför auglýst síðar. 1106H02Ekið á einkabílum að Dalbæ á Snæfjallaströnd þar sem gist er í þrjár nætur. Laugardagurinn notaður til siglinga og verður fyrst siglt í Vigur og eyjan skoðuð. Að lokinni göngu um eyjuna verður boðið upp á léttan hádegisverð. Þaðan verður siglt í Æðey og gengið þar um áður en siglt verður aftur í Dalbæ. Á sunnudeginum verður gengið um Kaldalón og sérstök náttúra þar skoðuð. Þeir sem vilja bregða sér í erfiðari göngu geta gengið upp á Drangajökul.11. - 13.6. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 08:30. 1106H03Gengið yfir Fimmvörðuháls á tveimur

dögum og gist í skála Útivistar efst á hálsinum. Frá Skógum liggur leiðin meðfram fallegri fossaröð í Skógaá. Á hvítasunnudag verður gengið að nýju eldstöðinni á hálsinum og niður í Bása. Áður en lagt verður af stað heim á leið, annan í hvítasunnu, gefst tækifæri til þess að fara í stutta göngu í Básum.18. - 19.6. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 08:30. 1106H04Gengið yfir Fimmvörðuháls á tveimur dögum og gist í skála Útivistar efst á hálsinum. Á laugardegi verður gengið upp í skálann en snemma á sunnudagsmorgni lagt af stað í Bása. Gengið meðfram eldstöðinni á hálsinum.24. - 26.6. Jónsmessuganga yfir Fimmvörðuháls 66 45Brottför kl. 17:00, 18:00 og 19:00. 1106H05Jónsmessuhátíð Útivistar skipar sérstakan sess í huga Útivistarfólks. Meðan nóttin er hvað björtust er gengið að næturlagi yfir Fimmvörðuháls. Það er einstakt að upplifa sumarnóttina á þennan hátt. Á leiðinni er gengið um nýtt hraun og ummerki eldsumbrota skoðuð áður en komið er niður í gróskumikið skóglendi Goðalands. Á laugardagskvöldinu verður grillmáltíð, varðeldur og söngur með stemmningu sem er engu lík.

LENGRI FERÐIR16. - 19.6. Fjöll og fjörur í Austur-Barðastrandarsýslu (4 dagar) 66 45Brottför kl. 19:00. 1106L01Ekið á einkabílum að Fjarðarhorni í Kollafirði þar sem gist verður allar næturnar. Gengið af Klettshálsi að Djúpavatni á Skálmardalsheiði og niður Austurárdal og Skálmardal. Næsta dag verður gengið frá Kleifastöðum út með Skálanesi upp Krakárdal og niður Kleifastaðagil. Ef aðstæður leyfa verður gengið á Vaðalfjöll síðasta dag ferðar.17. - 19.6. Vatnajökull austan Esjufjalla (3 dagar) qqqq5Brottför auglýst síðar. 1106L02Þriggja daga gönguskíðaferð um suðausturhluta Vatnajökuls. Gangan hefst og endar við Jöklasel á Skálafellsjökli. Farið að Humarkló, þaðan upp á Breiðubungu og síðan til baka með Kálfafellsfjöllum að Jöklaseli. Krefjandi ferð þar sem gengnar verða nokkuð langar dagleiðir og gist í tjöldum á jöklinum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.29.6. - 3.7. Laugavegurinn á fjórum göngud. (5 dagar) 66 4T

Brottför kl. 08:30. 1106L03Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 22.

30.6. - 3.7. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1106L04Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.30.6. - 3.7. Strútsstígur (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1106L05Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 14.30.6. - 3.7. Lónsöræfi, bækistöðvarferð (4 dagar) 664Brottför frá Stafafelli. 1106L06Paradís göngumanna er í Lónsöræfum. Sjá lýsingu á bls. 24.

JÚNÍ

K Í Vigur. BH

Öll fjölskyldan fer út að hjóla í sumar á gæðahjólum frá Hvelli

www.utivist.is

16 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

JÚLÍDAGSFERÐIR

3.7. Sunnudagur. Snæfellsjökull, 1446 m 666Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Á undanförnum árum hefur myndast hefð fyrir því að gengið sé á Snæfellsjökul á þessum tíma árs þótt hefðbundnum tíma jöklaferða sé löngu lokið. Lykillinn að þessu fyrirkomulagi er að fylgt er leið þeirri sem vélsleðamenn fara á jökulinn, þannig er öryggið best tryggt. Það þarf vart að tíunda útsýnið af jöklinum, í góðu veðri sést allt Snæfellsnesið, suðurströnd Vestfjarðakjálkans og Faxaflóinn. Ef snjórinn í Miðþúfu (en svo nefnist hraukurinn efst á jöklinum) er nægilega gljúpur þá verður hún klifin, annars látið nægja að virða hana fyrir sér. Vegalengd 12-14 km. Hækkun 900 m. Göngutími 6-7 klst.10.7. Sunnudagur. Tröllakirkja vestan Holtavörðuheiðar, 1001 m 666Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Tröllakirkja og Snjófjöll vestan við Holtavörðuheiði er svipmikill og tígulegur fjallaklasi. Toppur Tröllakirkju rís yfir umhverfi sitt og er fjallið gott útsýnisfjall með sérstakt sjónarhorn yfir Strandir, Arnarvatnsheiði, Eiríksjökul og norðvesturhlið Langjökuls. Fjallið ber nafn af skessu einni sem bjó nálægt Tröllakirkju. Henni varð illa við þegar þjóðin tók kristni og þegar guðshús var reist á Stað í Hrútafirði greip hún til örþrifaráða og fleygði stórum steini í átt að kirkjunni. Hún hitti ekki og sá sitt óvænna og hörfaði á brott. Haldið norður að Melum í Hrútafirði og ekið upp á Haukadalsheiði. Gengið með austurhlíð Klambrafells og þaðan á Tröllakirkju. Vegalengd 17 km. Hækkun 700 m. Göngutími 6 klst.17.7. Sunnudagur. Skyrtunna, 956 m 66Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Fyrir botni Núpadals austarlega á Snæfellsnesi er þyrping þriggja fjalla sem

saman heita einmitt Þrífjöll. Förinni er heitið á eitt þeirra, Skyrtunnu, og verður lagt upp frá Dalsmynni og gengið inn eftir Núpadal endilöngum. Eftir viðkomu á tindi Skyrtunnu verður haldið aftur til byggða vestan Hafursfells. Af Skyrtunnu sér til sjávar beggja vegna Snæfellsness og jafnvel hægt að horfa niður um skorsteina í Stykkishólmi! Frá þessum útsýnisstað eru Ljósufjöll glæsileg. Vegalengd 15 km. Hækkun 900 m. Göngutími 7 klst.

24.7. Sunnudagur. Baula, 934 m 666Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Ásýndar virðist sem ganga á Baulu hljóti að vera dæmi um „tvö skref áfram, eitt aftur á bak“. Raunin er samt sú að ef farin er rétt leið þá er þetta alls ekki svo en gæta verður þess sérstaklega vel að stíga varlega til jarðar. Útsýnið af tindinum er ekki af lakara taginu. Niðurleiðin mun liggja um Sátudal til byggða við Dýrastaði. Vegalengd 12 km. Hækkun 800 m. Göngutími 6 klst.

ÚTIVISTARRÆKTIN6.7. Miðvikudagur. Trölladyngja, 379 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Reykjanesbraut og beygt til hægri stuttu eftir að ekið hefur verið fram hjá Kúagerði við skilti sem á stendur Keilir. Bílum lagt við Eldborg og gengið þaðan á fjallið. Vegalengd 4 km. Hækkun 200 m.

13.7. Miðvikudagur. Stóra-Kóngsfell, 602 m 6Brottför kl. 18:30. Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi upp í Bláfjöll. Bílum lagt á bílastæði rétt hjá fjallinu Drottningu. Gengið þaðan á norðausturöxl Stóra-Kóngsfells, síðan eftir því endilöngu og niður suðvesturöxlina. Vegalengd 5 km. Hækkun 200 m.20.7. Miðvikudagur. Jórutindur, 396 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi og beygt inn á veginn í átt að Nesjavöllum þar til komið er niður á Grafningsveg. Þar er beygt til vinstri, eknir u.þ.b. 2,7 km að afleggjara á vinstri hönd. Upp af Hestvík við suðvestanvert Þingvallavatn rísa tvö brött móbergsfjöll og ber annað þeirra nafn af Jóru sem sat fyrir ferðamönnum á þessum slóðum. Annaðhvort verður gengið á fjallið eða í nágrenni þess. Vegalengd 4 km. Hækkun 200 m.27.7. Miðvikudagur. Reykjadalur ofan Hveragerðis 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið austur í Hveragerði og upp í dal fyrir norðan bæinn. Gengin litfögur leið upp Rjúpnabrekkur inn Reykjadal og að Klambragili. Þar er hægt að fara í fótabað í heitri á. Vegalengd 7 km. Hækkun 250 m.

HJÓLARÆKTIN8. - 10.7. Hjólað í Vestmannaeyjum 3 5Brottför auglýst síðar. 1107R01Farið til Vestmannaeyja á föstudagskvöldi og tjaldað þar. Hjólað og gengið um hina undurfögru Heimaey. Upplýsingar um ferðina verða birtar þegar nær dregur á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni.9.7. Dagsferð hjólaræktarinnar fellur niður vegna helgarferðar til Vestmannaeyja.

HELGARFERÐIR1. - 3.7. Dalakofinn 6467Brottför kl. 19:00. 1107H01Dalakofinn er nýjasti fjallaskáli Útivistar og með tilkomu hans kemst fólk í nána snertingu við stórbrotið umhverfi á vestanverðu Fjallabaki. Farið í gönguferð á laugardeginum þar sem meðal annars verður gengið um litrík jarðhitasvæði. Boðið upp á kjötsúpu um kvöldið í glöðum félagsskap. Á sunnudeginum verður farið í stutta göngu áður en haldið verður heim á leið.1. - 3.7. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 17:00. 1107H02Gengið yfir Fimmvörðuháls á tveimur dögum og gist í skála Útivistar efst á hálsinum. Á leið í skálann á föstudagskvöldi verður fallegri fossaröð í Skógaá fylgt. Nýju fjöllin, Magni og Móði,

Fimmvörðuháls er heitasta gönguleiðin í dag. Þessi húmor gekk mikið manna á milli á meðan eldgosið á Fimmvörðuhálsi stóð sem hæst. Þetta eru ennþá orð að sönnu og þá bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Ennþá er verulegur hiti í nýja hrauninu og í öskunni sem mynda hin nýju fjöll, Magna og Móða. Síðastliðið sumar þurftu menn að gæta verulega að sér þegar þeir lögðu frá sér bakpoka því sumsstaðar voru vart nema 10-20 sm niður á glóðina. Líklegt er að hiti verði þarna skammt undir yfirborðinu í allnokkurn tíma og mikilvægt að ferðamenn haldi sig á merktum gönguleiðum þegar farið er þarna um.

Í óeiginlegri merkingu er leiðin yfir Fimmvörðuháls líka heitasta gönguleiðin því náttúruupplifun verður ekki sterkari en þegar gengið er þar sem eldstöð hefur nýlega verið virk. Að finna hitann, sjá margbreytilega liti brennisteinsútfellinga, úfið hraunið og vikurteppið yfir öllu. Landslagið sker sig verulega úr öllu öðru sem fyrir augun ber á gönguleiðinni. Fyrir þá sem hafa gengið Fimmvörðuháls er

mikil upplifun að ganga þar yfir núna og sjá breytinguna sem þarna varð. Þeir sem aldrei hafa gengið þessa leið geta upplifað einstaklega spennandi gönguleið sem nú er orðin enn stórkostlegri en áður.

Göngu yfir Fimmvörðuháls er hægt að haga með ýmsum hætti og er misjafnt hvað hentar hverjum. Þess vegna býður Útivist upp á nokkrar mismunandi göngur.

Næturganga á Fimmvörðuháls, tveggja áfanga gangaBrottför í þessar ferðir er frá BSÍ kl. 17:00 á föstudagskvöldi og kvöldið notað til að ganga í skálann á Fimmvörðuhálsi. Gangan hefst við Skógafoss um kl. 19:00. Göngutími í skála er 6-7 tímar. Á laugardagsmorgni er gengið í Bása um Goðalandsbrúnir, á Þrívörðusker og niður Bröttufönn. Frá Bröttufönn er haldið um Heljarkamb og niður í Strákagil við Bása þar sem göngunni lýkur. Gist er í Básum seinni nóttina. Brottför: 1. júlí, 8. júlí, 15. júlí og 22. júlí.

Fimmvörðuháls á einum degiÞegar gengið er yfir Fimmvörðuháls á einum degi er brottför frá BSÍ kl. 8:30 að morgni laugardags. Gangan er í meginatriðum eins og næturganga yfir Fimmvörðuháls, en í stað þess að gista í skálanum á hálsinum er gengið á einum degi í Bása. Gangan getur tekið 10-11 tíma og er góð þolraun, en engin ofraun sæmilega hraustum einstaklingum. Þátttakendur geta sent farangur sem þeir þurfa ekki að nota á göngunni með áætlunarbíl Kynnisferða inn í Bása.Brottför: 6. ágúst, 13. ágúst og 20. ágúst.

Fimmvörðuháls á tveimur dögum, tveggja áfanga gangaEin útgáfa af ferðum yfir Fimmvörðuháls er með þeim hætti að lagt er af stað á laugardagsmorgni og gengið í Fimmvörðuskála. Á sunnudegi er svo gengið niður í Bása og rúta tekin til byggða. Þessi ferð býður upp á rólega göngu upp hálsinn og því gefst færi á að njóta umhverfisins til hins ýtrasta. Gisting í Fimmvörðuskála er ævinlega

skemmtileg upplifun, en þar sem skálinn stendur er hæð yfir sjávarmáli vel yfir 1000 m.Brottför: 11. júní og 18. júní.

JónsmessunæturgangaUm Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessunæturganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík í þrennu lagi á föstudagskvöldi og gengið yfir hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.Brottför: 24. júní.

K Nýtt land á Fimmvörðuhálsi. EA

K Á Snæfellsjökli að sumri til. GWG

Fimmvörðuháls

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 17

skoðuð á leið í Bása. Áður en haldið verður heim á leið á sunnudeginum gefst færi á að fara í stutta göngu í Básum.8. - 10.7. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 17:00. 1107H03Gengið yfir Fimmvörðuháls á tveimur dögum og gist í skála Útivistar efst á hálsinum. Á leið í skálann á föstudagskvöldi verður fallegri fossaröð í Skógaá fylgt. Nýju fjöllin Magni og Móði skoðuð á leið í Bása. Áður en haldið verður heim á leið á sunnudeginum gefst færi á að fara í stutta göngu í Básum.15. - 17.7. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 17:00. 1107H04Gengið yfir Fimmvörðuháls á tveimur dögum og gist í skála Útivistar efst á hálsinum. Á leið í skálann á föstudagskvöldi verður fallegri fossaröð í Skógaá fylgt. Nýju fjöllin, Magni og Móði, skoðuð á leið í Bása. Áður en haldið verður heim á leið á sunnudeginum gefst færi á að fara í stutta göngu í Básum.22. - 24.7. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 17:00. 1107H05Gengið yfir Fimmvörðuháls á tveimur dögum og gist í skála Útivistar efst á hálsinum. Á leið í skálann á föstudagskvöldi verður fallegri fossaröð í Skógaá fylgt. Nýju fjöllin, Magni og Móði, skoðuð á leið í Bása. Áður en haldið verður heim á leið á sunnudeginum gefst færi á að fara í stutta göngu í Básum.29.7. - 1.8. Núpsstaðarskógur 665Brottför kl. 17:00. 1107H06Í skjóli Vatnajökuls eru margar perlur og er Núpsstaðarskógur ótvírætt í þeim hópi. Fagurt skóglendi og sérstæð vatnsföll, en ofar hálendislandslag með stórkostlegum gljúfrum. Dvalið um verslunarmannahelgina í þessari einstöku paradís og gengið um svæðið.

LENGRI FERÐIR6. - 9.7. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L01Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.

6. - 10.7. Strútsstígur – Dalakofinn (5 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L02Strútsstígur genginn í Hvanngil (sjá lýsingu á Strútsstíg á bls. 14) og gist þar. Þaðan verður haldið sem leið liggur í Dalakofann. Hér er því boðið upp á Strútsstíg með ábót.6. - 10.7. Laugavegurinn á fjórum göngud. (5 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L03Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 22.7. - 10.7. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L04Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.7. - 10.7. Strútsstígur (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L05Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 14.13. - 17.7. Laugavegurinn á fjórum göngud. (5 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L06Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 22.14. - 17.7. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L07Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.14. - 17.7. Strútsstígur (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L08Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 14.14. - 18.7. Hesteyri, bækistöðvarferð (5 dagar) 664Brottför frá Ísafirði. 1107L09Siglt til Fljótavíkur og farið í land við slysavarnaskýlið. Gengið inn með Fljótsvatni um Glúmsdal upp á Háuheiði og yfir að Hesteyri. Næsta dag verður hvalstöðin skoðuð og farið inn að Ófæru. Siglt að Sæbóli í Aðalvík og gengið upp á Darra en þar eru rústir frá stríðsárunum. Á leið til Hesteyrar verður farið fram hjá Staðarkirkju og upp úr dalnum eftir gömlum götum sem þar eru. Þegar upp á heiðina kemur tekur við upphlaðinn vegur sem gaman er að skoða. Á fjórða

degi verður farið upp í Hesteyrarskarð, niður í Miðvík og haldið eftir sandinum að Látrum þar sem margt er að sjá. Til baka liggur leiðin yfir Melinn, upp Stakkadal, í Hesteyrarskarð og niður að Hesteyri.14. – 19.7. Kvennaferð á Hornstrandir – bækistöðvarferð (6 dagar) 665Brottför frá Ísafirði. 1107L10Ekið á einkabílum til Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Siglt daginn eftir til Hesteyrar, gengið yfir í Aðalvík og tjaldbúðir settar upp. Búnaður ferjaður með bátnum til Aðalvíkur. Næstu þrír dagar verða notaðir vel í dagsgöngur út frá Aðalvík en þar er margt að sjá.15. - 17.7. Mýrafjöll (3 dagar) 665T

Brottför frá Borgarnesi kl. 10:00. 1107L11Rúta flytur hópinn frá Borgarnesi að bænum Hallkelsstaðahlíð við Hlíðarvatn. Gengið austur Hellisdal, út á Rögnamúla eða ef útsýnis nýtur á Geirhnúk. Leiðin liggur síðan að Hítarvatni þar sem slegið

verður upp tjöldum. Á laugardeginum verður haldið austur Þórarinsdal, farið á Háleiksmúla og horft yfir Háleiksvatn. Stefnan tekin í Gvendarskarð og um Hafradal að Langavatni og tjaldað við Torhvalastaði. Gengið suður fyrir Beylá, yfir Beylárheiði að Vikrafelli. Þeir sem það vilja geta gengið á Vikrafell, aðrir ganga með fjallinu að norðanverðu og svo áfram niður að Hreðavatni. Göngufólk sótt að Bifröst og ekið í Borgarnes.20. - 24.7. Laugavegurinn á fjórum göngud. (5 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L12Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 22.21. - 24.7. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L13Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.21. - 24.7. Strútsstígur (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1107L14Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 14.

21. - 27.7. Hornvík – Reykjarfjörður (7 dagar) 66645T

Brottför kl. 11:00 frá Norðurfirði. 1107L15Sjö daga ferð um Hornstrandir þar sem gist verður í Hornbjargsvita, Bolungarvík og Reykjarfirði. Á leið um Austurstrandir er margt að sjá sem einkennir Hornstrandir. Standberg, klettar, drangar, fjörur, fossar, fuglar og refir. Auk þess minjar um búsetu. Ferðin hefst í Norðurfirði á Ströndum, en boðið er upp á gistingu í svefnpokaplássi nóttina fyrir brottför. Siglt í Hornvík og gengið samdægurs í Hornbjargsvita í Látravík. Daginn eftir verður svipast um á Hornbjargi en síðan gengið til Reykjarfjarðar með viðkomu í Bolungarvík.29.7. - 2.8. Djúpárdalur – Núpsstaðarskógur (5 dagar) 6665Brottför auglýst síðar. 1107L16Gengið með allan viðlegubúnað um fagurt og algjörlega ósnortið landsvæði. Lagt af stað upp með Djúpá í Fljótshverfi og henni fylgt til upptaka. Þaðan verður haldið að Grænafjalli og m.a. skoðað hið litfagra Taumagil, ölkeldur o.fl. Gengið með Grænalóni og síðan niður með Núpsá með öllum sínum stórkostlegu gljúfrum, um Skessutorfur, niður Kálfsklif og endað í Núpsstaðarskógi.

JEPPAFERÐIR30.7. - 4.8. Töfraheimar jökulsins – Vatnajökull frá öllum hliðum 25Brottför auglýst síðar. 1107JF01Sumarleyfisferð Útivistar verður að þessu sinni fyrsti hluti af fjórum um töfraheima jökulsins, þar sem svæðið suðaustur af Vatnajökli verður skoðað. Farið um fjöll og dali frá Jökulsárlóni í vestri að Lónsheiði í austri. Tækifæri til að kynnast þessu undurfagra svæði, sem jafnan er hulið dulúð í skugga kyngimagnaðra fjalla sem engum dettur í hug að skoða án leiðsagnar.

JÚLÍ

K Áning í Núpsstaðarskógi. EA

K Gamla hvalstöðin í Hesteyrarfirði. EA

18 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

DAGSFERÐIR1.8. Mánudagur. Tröllakirkja við Hítardal, 941 m 666Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Ganga á Tröllakirkju hefst við Hólm, fell sem liggur þvert yfir Hítardal. Haldið inn Þórarinsdal og stefnt á suðurhlíðar Smjörhnúka. Skemmtilegt er að þræða hnúkana en leiðin liggur þaðan á Tröllakirkju. Af Tröllakirkju er gott útsýni, sérstaklega í austur og vestur. Vegalengd 17 km. Hækkun 700 m. Göngutími 7-8 klst.7.8. Sunnudagur. Ljósufjöll, 1001 m 666Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Á austanverðu Snæfellsnesi er mikill fjallaklasi sem sker sig úr umhverfinu vegna ljóss litar og ber hann nafnið Ljósufjöll. Gengið verður á fjöllin úr suðri og lagt af stað frá bænum Borg. Fyrst verður farið á austasta tindinn, síðan þræddir hinir tveir og að lokum gengið til byggða norðanvert á Nesinu um Soldeyjardal niður í Álftafjörð. Vegalengd 16 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 6 klst.14.8. Sunnudagur. Laxárgljúfur (Stóra-Laxá) 66Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Laxárgljúfur eru ein fegursta náttúrusmíð landsins. Ekið upp Tungufellsdal og inn á línuveg að Heiðará. Fallegt er að ganga

niður með þessum stórbrotnu og hrikalegu gljúfrum og sjá hvernig áin fossar yfir berghöft. Vegalengd 18 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6-7 klst.21.8. Sunnudagur. Löðmundur, 1077 m 66Brottför kl. 08:00 (ath. kl. átta) frá BSÍ.Löðmundur við Dómadal er áberandi fjall á Landmannaafrétti og sjást hinir fjölmörgu tindar hans víða að. Fjallið er

eitt besta útsýnisfjall á svæðinu. Gengið frá Landmannahelli upp Hellisfjall og stefnt í skarð í vestanverðu fjallinu sem er auðvelt uppgöngu. Þegar komið er á fjallsbrún verður haldið austur eftir fjallinu að hæsta tindinum sem heitir Strókur. Vegalengd 6-7 km. Hækkun 500 m. Göngutími 4-5 klst.28.8. Sunnudagur. Stóra-Björnsfell, 1050 m 666Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Norður af Skjaldbreið rís móbergsstapinn Stóra-Björnsfell brattur á allar hliðar. Gengið á fjallið sunnanvert frá línuveginum norðan við Skjaldbreið upp ranann við Lambahlíðar. Mikill gígur er í toppi fjallsins. Útsýni er mjög gott til allra átta nema norðurs. Vegalengd 17 km. Hækkun 600 m. Göngutími 7-8 klst.

ÚTIVISTARRÆKTIN3.8. Miðvikudagur. Kerhólakambur, 851 m 66Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Vesturlandsvegi og beygt inn á afleggjara stuttu áður en komið er að bænum Esjubergi. Vegalengd 6 km. Hækkun 800 m.10.8. Miðvikudagur. Reykjafell í Mosfellsbæ, 269 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið upp í Mosfellsbæ, beygt til hægri út úr hringtorgi inn á Reykjaveg rétt áður en komið er að göngubrúnni. Ekið langleiðina að Suður-Reykjum og Bjargsveg til vinstri að vesturenda fellsins. Vegalengd 6 km. Hækkun 200 m.17.8. Miðvikudagur. Hengill að norðan, 805 m 66 Brottför kl. 18:30. Sameinast í bíla og lagt af stað frá

Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi og inn á veginn í átt að Nesjavöllum. Lagt af stað frá hitaveitutönkum. Vegalengd 6-7 km. Hækkun 400 m.24.8. Miðvikudagur. Þorbjarnarfell, 230 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Reykjanesbraut og beygt í átt til Grindavíkur. Gengið á fjallið frá hitaveitutanki við norðurhlið þess. Vegalengd 4 km. Hækkun 200 m.31.8. Miðvikudagur. Lambafell, 546 m 6Brottför kl. 18:30. Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið eftir Suðurlandsvegi austur í Þrengsli. Lagt af stað í gönguna frá malarnámi við suðurhluta fellsins. Vegalengd 4 km. Hækkun 230 m.

HJÓLARÆKTIN13.8. Laugardagur. Hjólað í kringum Þingvallavatn 3Brottför kl. 10:00.Ekið á einkabílum austur á Þingvelli. Upplýsingar um ferðina verða birtar þegar nær dregur á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.16. - 20.8. Frá Hellu til Hvolsvallar á fimm dögum 3335T

Brottför kl. 08:30 frá BSÍ. 1108R01Frá Hellu verður hjólað upp Gunnarsholtsveg. Þaðan farið um Heklubraut sem er skemmtilegur niðurgrafinn vegur sem liggur upp að rótum Heklu. Vestan Næfurholts verður farið yfir Ytri-Rangá á brú og hjólað eftir Landvegi í Áfangagil. Dómadalsleið farin í Landmannalaugar og áfram Nyrðri-Fjallabaksleið og um Álftavatnakróka yfir á Syðri-Fjallabaksleið

í Strútsskála. Frá Strút verður farið vestur Fjallabak, niður Emstrur og um Fljótshlíð á Hvolsvöll.

HELGARFERÐIR5. - 7.8. Fjölskylduferð í Bása 6467Brottför kl. 17:00. 1108H01Þetta er helgin þegar Goðaland breytist í ævintýraheim barnanna. Börn á öllum aldri bregða á leik og njóta þess sem náttúran allt í kringum Bása býður upp á.6. - 7.8. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 08:30. 1108H02Gengið yfir Fimmvörðuháls í Bása á einum degi. Fagurri fossaröð Skógaár fylgt upp á Fimmvörðuháls. Nýja eldstöðin á hálsinum skoðuð á leið niður í Bása.12. - 14.8. Kerlingarfjöll 664Brottför kl. 17:30. 1108H03Ekið í Kerlingarfjöll en á leiðinni verður staldrað við hjá Gullfossi. Frá bílastæðinu við Neðri-Hveradali liggur leiðin upp á Fannborg og áfram yfir á Snækoll. Þaðan verður haldið að Grænutjörn og áfram í gegnum hverasvæðið í Efri-Hveradölum. Slakað á í heita pottinum í Neðri-Hveradölum eftir göngu dagsins. Á sunnudeginum verður gengið frá bílastæðinu við Neðri-Hveradali suður fyrir Kerlingarskyggni, niður að hverasvæðinu í Hverabotnum og áfram vestur Sléttaskarð á vit Kerlingar.12. - 14.8. Dalakofinn 6467Brottför kl. 19:00. 1108H04Dalakofinn er nýjasti fjallaskáli Útivistar og með tilkomu hans kemst fólk í nána snertingu við stórbrotið umhverfi á vestanverðu Fjallabaki. Farið í gönguferð á laugardeginum þar sem meðal annars verður gengið um litrík jarðhitasvæði. Boðið upp á kjötsúpu um kvöldið í glöðum félagsskap. Á sunnudeginum verður farið í stutta göngu áður en haldið verður heim á leið.

ÁGÚST

K Staðarfjall á Borgarfirði eystri. EA

K Horft yfir Hornvík. KA

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 19

13. - 14.8. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 08:30. 1108H05Gengið yfir Fimmvörðuháls í Bása á einum degi. Fagurri fossaröð Skógaár fylgt upp á Fimmvörðuháls. Nýja eldstöðin á hálsinum skoðuð á leið niður í Bása.20. - 21.8. Fimmvörðuháls 664Brottför kl. 08:30. 1108H06Gengið yfir Fimmvörðuháls í Bása á einum degi. Fagurri fossaröð Skógaár fylgt upp á Fimmvörðuháls. Nýja eldstöðin á hálsinum skoðuð á leið niður í Bása.

LENGRI FERÐIR3. - 6.8. Borgarfjörður eystri – Neskaupstaður (4 dagar) 664Brottför frá Egilsstöðum. 1108L01Frá Egilsstöðum verður ekið í Bakkagerði í Borgarfirði eystri. Gengið um Kækjuskörð í Loðmundarfjörð og gist þar í nýreistum skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Úr Loðmundarfirði liggur leiðin til Seyðisfjarðar um Hjálmárdalsheiði sem áður var aðalleiðin milli fjarðanna. Síðan gengið um Austdal yfir í Mjóafjörð og komið niður hjá Brekku. Siglt yfir Mjóafjörð en þar hefst lokaáfangi göngunnar yfir á Neskaupstað.4. - 5.8. Flúðasigling: Austari-Jökulsá frá rótum (2 dagar) qqq4Brottför frá Bakkaflöt í Skagafirði. 1108L02Hér er um að ræða ævintýraför þar sem ferðast er á gúmbátum frá hálendinu

miðju til byggða. Eftir morgunverð á Bakkaflöt verður ekið inn undir Hofsjökul þar sem siglingin hefst. Siglt að Hildarseli og gist þar. Næsta dag verður siglt áfram að Skatastöðum og niður í Villinganes. 4. - 7.8. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1108L03Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.4. - 7.8. Tröllaskagi - eyðibýli við ysta haf (4 dagar) 66665Brottför auglýst síðar. 1108L04Fjögurra daga gönguferð um eyðibyggðirnar milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Lagt af stað frá Ólafsfirði og gengið yfir Hvanndalabjarg í Hvanndal. Síðan liggur leiðin yfir Víkurbyrðu og í Héðinsfjörð. Úr Héðinsfirði verður farið út Hestfjall og á Siglunes. Á síðasta degi ferðar verður svo gengið um Nesskriður og til Siglufjarðar. Ferð fyrir vant og brattgengt fólk og allur viðlegubúnaður borinn en hægt að koma fyrir vistum í Héðinsfirði. Fararstjórar eru Una Þórey Sigurðardóttir og Reynir Þór Sigurðsson.4. - 8.8. Strútsstígur – Dalakofinn (5 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1108L05Strútsstígur genginn í Hvanngil (sjá lýsingu á Strútsstíg á bls. 14) og gist þar. Haldið þaðan áfram sem leið liggur í Dalakofann. Hér er því boðið upp á Strútsstíg með ábót.6. - 9.8. Berufjörður – Reyðarfjörður (4 dagar) 664Brottför auglýst síðar. 1108L06

Ekið á einkabílum í Stöðvarfjörð þar sem gist verður allar næturnar. Ekið á einkabílum að Gilsá í Norðurdal í Breiðdal. Þaðan farið með rútu í Berufjörð. Gengið yfir Berufjarðarskarð í Breiðdal. Leiðin liggur fram hjá Flögu, vaðið yfir Breiðdalsá á móts við eyðibýlið Jórvík. Farið yfir Jórvíkurskarð í Norðurdal að Dísastaðaseli. Vaðið yfir Norðurdalsá á móts við Gilsá. Á öðrum degi ferðar verður ekið á einkabílum að Tungu í Fáskrúðsfirði. Ekið með rútu að Gilsá. Gengið þaðan yfir Reindalsheiði að Tungu í Fáskrúðsfirði. Farið á milli Heiðarhnjúks og Njáls og Beru. Á þriðja degi verður ekið á einkabílum að Stuðlum í Reyðarfirði og ekið með rútu að Tungu í Fáskrúðsfirði. Gengið inn Daladal, fram hjá bænum Dal yfir Stuðlaheiði, um Stuðlaskarð að Stuðlum í Reyðarfirði. Á síðasta degi ferðar verður gengið um fjöllin í Stöðvarfirði. Sameiginleg kvöldmáltíð síðasta kvöldið á Stöðvarfirði í umsjón heimamanna.10. - 14.8. Laugavegurinn á fjórum göngud. (5 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1108L07Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 22.11. - 14.8. Sveinstindur – Skælingar (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1108L08Sjá umfjöllun um Sveinstind – Skælinga á bls. 8.11. - 14.8. Strútsstígur (4 dagar) 664T

Brottför kl. 08:30. 1108L09Sjá umfjöllun um Strútsstíg á bls. 14.

12. - 14.8. Hrossaborg – Ásbyrgi (3 dagar) 6665T

Brottför frá Ásbyrgi. 1108L10Frá Hrossaborg liggur leiðin niður með Jökulsá á Fjöllum. Í upphafi er leiðin létt yfirferðar, gengið meðfram lygnri ánni sem hægt og bítandi eykur afl sitt. Seinnipart dags er komið að Selfossi, mögnuðum fossi sem kemur á óvart. Dettifoss skoðaður á öðrum degi ferðar og gengið niður í gljúfrin að Hafragilsfossi. Áfram gengið um hinar ægifögru Hólmatungur og tjaldað við Hljóðakletta. Öll þessi leið er konfekt fyrir augað. Gengið á brúnum gljúfursins gegnt Hrútabjörgum, Landabjörgum og fleiri áhugaverðum stöðum. Stefna tekin að suðurenda Ásbyrgis og notið óvenjulegs útsýnis yfir svæðið.

JEPPAFERÐIR26. - 28.8. Leyndardómar Kerlingarfjalla 24Brottför kl. 19:00. 1108JF01Það er gaman í Kerlingarfjöllum! Ekið inn í Kerlingarfjöll á föstudagskvöldi. Á laugardeginum verður ekinn hringur í kringum fjöllin og byrjað á því að fara norður fyrir þau, um Illahraun, í Kisubotna og Kisugljúfur. Komið við í Setrinu. Þá verður haldið áfram suður fyrir fjöllin og komið við hjá Klakki og síðan stoppað hjá Kerlingunni, klettadrangi í vestanverðum fjöllunum. Fyrir kvöldverð gefst tími til gönguferða um nágrennið. Um kvöldið verður kvöldvaka að hætti Kerlingarfjalla. Heimferð um Leppistungur. Haustferð sem hentar jafnt breyttum sem óbreyttum jeppum. Fararstjórar Snorri Ingimarsson og Friðrik Halldórsson.

ÁGÚST

100%MICROFIBER

® Buff er skrásett vörumerki Original BUFF, S.A. Spáni

ÞÚ FÆRÐ BUFF® Í ÖLLUM BETRI

ÚTIVISTAR VERSLUNUM LANDSINS.

NJÓTTU FERSKLEIKANS

Nú er BUFF® með Polygiene svo það kemur ekki svitalykt í BUFF®-ið þitt.

K Í Kerlingarfjöllum. FG K Gengið frá Stöðvarfirði. Toggi

Símar 861 0002 og 861 0003

20 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

DAGSFERÐIR4.9. Sunnudagur. Síldarmannagötur 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Síldarmannagötur er gömul þjóðleið úr byggðum Borgarfjarðar yfir í Hvalfjörð. Lagt af stað upp svokallaðar Síldarmannabrekkur innarlega í Hvalfirði og gengið upp á heiðina. Komið niður í Skorradal austan við Skorradalsvatn. Vegalengd 14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.11.9. Sunnudagur. Hvalfell, 852 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að fossbrún hæsta foss landsins, Glyms. Þaðan verður stefnt á topp fjallsins en af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið niður af fjallinu að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna og gengið niður með Hvalskarðsá. Vegalengd 13-14 km. Hækkun 800 m. Göngutími 6 klst.18.9. Sunnudagur. Selvogsgata frá Grindarskörðum 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Selvogsgata er gamla kaupstaðarleið Selvogsbúa yfir í Hafnarfjörð. Leiðin yfir heiðina frá Bláfjallavegi um Grindarskörð yfir í Selvog hefur verið ein vinsælasta dagsferð Útivistar og ekki að ástæðulausu. Landslagið er fjölbreytt, hraun og gígamyndanir, dalir og skörð auk merkja um ferðir manna um aldir; mörkuð för í hraunið, vörður og drykkjarsteinar. Vegalengd 17 km. Hækkun 300 m, öll í upphafi ferðar. Göngutími 5-6 klst.25.9. Sunnudagur. Þríhyrningur, 691 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Þríhyrningur í Rangárvallasýslu ber nafn sitt af þremur hornum eða tindum. Fjallið leynir á sér og kemur á óvart hversu víðsýnt er af því. Áhugavert er að skoða og ganga með bröttum hamraveggjum Þríhyrnings og líta augum sérkennilega sorfnar móbergsmyndanir þess. Þríhyrningur er sögufrægt fjall og þar er fjöldi örnefna. Mætti t.d. nefna Flosadal en þar leyndist Flosi með mönnum sínum með á annað hundrað hesta eftir Njálsbrennu. Ganga á Þríhyrning telst ekki erfið fyrir fólk sem eitthvað hefur stundað fjallgöngur. Vegalengd 12 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5-6 klst.

ÚTIVISTARRÆKTIN7.9. Miðvikudagur. Helgafell í Mosfellsdal, 215 m 6Brottför kl. 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið upp í Mosfellsdal og beygt inn á afleggjarann að Skammadal þaðan sem haldið verður á fjallið. Vegalengd 5 km. Hækkun 100 m.

14.9. Miðvikudagur. Bessastaðanes 6Brottför 18:30.Sameinast í bíla og lagt af stað frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Ekið út á Álftanes. Létt ganga um nesið með viðkomu á Skansinum. Vegalengd 5 km. Hækkun engin.

HJÓLARÆKTIN2. - 4.9. Hjólaferð á Strandir, um Steinadalsheiði og Tröllatunguheiði 335T

Brottför auglýst síðar. 1109R01Á föstudagskvöldi verður ekið á einkabílum í Króksfjarðarnes og tjaldað þar. Árla morguns verður hjólað inn Gilsfjörð, yfir Steinadalsheiði og út með norðanverðum Kollafirði að Þorpum og tjaldað þar. Á sunnudeginum verður hjólað frá Þorpum inn Steingrímsfjörð og yfir Tröllatunguheiði að Króksfjarðarnesi. Nánari upplýsingar um ferðina verða birtar þegar nær dregur á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. 10.9. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR16. - 18.9. Grill og gaman í Básum 64Brottför kl. 19:00. 1109H01Haustið er góður tími til þess að heimsækja Goðaland en þá njóta haustlitirnir sín vel. Þó aðall ferðarinnar sé að njóta útiveru og gönguferða þá skipar grillmáltíðin, varðeldurinn og kvöldvakan stóran sess.

LENGRI FERÐIR15. - 18.9. Laugavegurinn, hraðferð á tveimur göngudögum (4 dagar) 6664T

Brottför kl. 20:00. 1109L01Sjá umfjöllun um Laugaveginn á bls. 22.

JEPPAFERÐIR16. - 18.9. Vöð og vatnasull 2224Brottför kl. 19:00. 1109JF01Þrjú hjól undir bílnum. Ferðir frumkvöðlanna rifjaðar upp og vöð yfir stórfljótin könnuð. Einnig verður farið í gegnum helstu grunnatriði við akstur yfir ár. Ekið í Hólaskóg og gist þar. Byrjað á því að kíkja á Bjallavað en síðan verður hið sögufræga Hófsvað kannað og lagt að velli, ef aðstæður leyfa. Einnig verða skoðaðar fleiri fornar leiðir yfir Tungnaá áður en haldið verður áfram för í skála Útivistar við Strút. Síðasta dag ferðarinnar verður þess freistað að sulla yfir Markarfljót og Krossá í Bása. Þátttakendur hafi með sér vöðlur og vaðprik. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Fararstjóri Hlynur Snæland.

SEPTEMBER

Leigi út hópferðabíla af öllumstærðum, einnig hálendisbíla

SæmundurSigmundssonKveldúlfsgötu 17 - Borgarnesi

Símar í Borgarnesi437 1333 - 437 1373Fax 437 2373

Símar í Reykjavík566 7833 - 552 2202Fax 566 7933

12/12/06 5:09 PM Page 1

K Hvalfell speglast í Hvalvatni. GWG

K Á leið niður af Þríhyrningi. FG

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 21

DAGSFERÐIR2.10. Sunnudagur. Á æskuslóðum Fjalla-Eyvindar 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Fjalla-Eyvindur fæddist í Hlíð í Hrunamannahreppi. Hann þótti, þegar fram liðu stundir, fremur fingralangur og dvaldi af þeim sökum langdvölum á hálendi Íslands. Í þessari göngu verður lagt upp frá Laugum, gengið upp í Halldórsdal og upp á Ingjaldshnúk. Þaðan verður stefnt á Jötufjall og áfram um Tjarnheiði yfir á Hlíðarfjall og niður að eyðibýlinu Hlíð. Vegalengd 15 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6 klst.9.10. Sunnudagur. Bláfjöll – Vatnsskarð 666Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Úr Bláfjöllum liggur leiðin með Draugahlíðum að Kistufelli sem er eiginlega hálft fjall. Þaðan stefnt á Eldborg, niður Fagradal og endað við Vatnsskarð. Vegalengd 18 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6-7 klst. 16.10. Sunnudagur. Hestfjall, 322 m 66Brottför kl. 09:30 frá BSÍ.Frá Kiðjabergi verður gengið upp á Vatnsheiði og meðfram sunnanverðu fjallinu á svonefndum Eggjum sem eru gamlir brimstallar. Sveigt þar til norðurs og stefnan tekin á Hesteyru, hæsta hluta fjallsins. Hestfjall er sérkennilegt að lögun og sést víða að af Suðurlandi. Það er ekki hátt en af toppnum er fagurt og víðsýnt. Gengið verður niður af fjallinu að vestanverðu og gömul alfaraleið farin suður með Hestvatni að veginum nálægt eyðibýlinu Hesti. Vegalengd 15 km. Hækkun 260 m. Göngutími 5-6 klst.

HJÓLARÆKTIN8.10. Laugardagur. Hjólað kringum Skorradalsvatn 3Brottför kl. 09:00 (ath. kl. níu).Ekið á einkabílum að Skorradalsvatni.

Upplýsingar um ferðina verða birtar þegar nær dregur á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR15. - 16.10. Kjötsúpuveisla í Dalakofanum 64Brottför kl. 08:30. 1110H01Veturinn byrjar með kraftmikilli kjötsúpu í nýuppgerðum fjallaskála. Á laugardeginum verður farið í gönguferð í nágrenni skálans en þaðan er meðal annars stutt í skemmtileg jarðhitasvæði og þar er jafnvel hægt að lauga sig. Eftir gönguna verður sest að kjötsúpunni.

JEPPAFERÐIR7. - 9.10. Vonarskarð 224Brottför kl. 19:00. 1110JF01Vonarskarð er falið milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls og mótað af nágrenni við jökla auk þess sem þar leynist jarðhiti og volgar laugar. Gist í Hólaskógi en árla dags verður farið um Búðarháls, Kvíslaveituveg og í Nýjadal þar sem gist verður í skála. Á sunnudeginum liggur leiðin suður Vonarskarð. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

OKTÓBERÚtivistarræktin kl. 18 alla mánudaga.Gengið í Elliðaárdal. Brottför frá Toppstöðinni við Elliðaár.

Útivistarræktin kl. 18:30 alla miðvikudaga. Brottför frá Toppstöðinni við Elliðaár. Frá apríl og fram í september er farið í göngur í nágrenni borgarinnar. Sjá nánar í ferðaáætluninni. Á öðrum tímum árs er gengið í Elliðaárdal öfugan hring miðað við gönguna á mánudögum og farið er hægar yfir.

Útivistarræktin kl. 18 alla fimmtudaga.Gengið á Úlfarsfell. Brottför frá skógræktinni við Vesturlandsveg.

Hjólaræktin annan laugardag hvers mánaðar. Ferðir hjólaræktarinnar eru auglýstar í ferðaáætluninni og á vef Útivistar, www.utivist.is.

Myndakvöld fyrsta mánudag hvers mánaðar frá október og fram í apríl að undanskildum janúar og desember. Myndakvöldin eru haldin í Húnabúð, Skeifunni 11, og hefjast kl. 20:00.

Fastir liðir í starfseminni

Gæða ullarfatnaðurí útivistina!

Gott verð!Frábært úrval!

Laugavegi 25101 Reykjavík

s. 552-7499

Hafnarstræti 99-101600 Akureyri

s. 461-3006

www.janus.no

K Á jeppum í Vonarskarði árið 1950.

22 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

NÓVEMBERHJÓLARÆKTIN

12.11. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR25. - 27.11. Aðventuferð í Bása 6467Brottför kl. 19:00. 1111H01Aðventan byrjar í Básum með skemmtilegri fjölskylduferð. Vetrarríkið skartar oft sínu fegursta og hlátur barnanna endurómar í fjöllunum. Einhvers staðar þarna í næsta nágrenni má jafnvel sjá ummerki eftir jólasveina sem farnir eru

að huga að ferð til byggða. Þegar skyggja tekur verður brugðið upp jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

JEPPAFERÐIR4. - 6.11. Dalakofinn – Strútur 2224Brottför kl. 19:00. 1111JF01Ferðast um Fjallabakssvæðið og gist í tveimur af bestu skálum Útivistar á svæðinu. Farið um draumaveröld vetrarferðamennskunnar sem einkennist af fögrum fjöllum og jarðhita. Ekið upp Rangárvelli og inn á Fjallabak ofan við Keldur. Haldið sem leið liggur í Dalakofann. Á laugardegi verður haldið í Strút á Mælifellssandi. Leiðarval á heimleið fer eftir færð og aðstæðum. Þátttaka háð samþykki fararstjóra.

www.varma.is

veljum íslenskt

eitthvað fyrir alla

K Baslað í Bláfjallakvísl.

Í hugum margra eru hálendisgöngur og Laugavegurinn milli Landmannalauga og Þórsmerkur tengdar órjúfanlegum böndum. Þar gefur að líta flest það sem kryddar upplifun okkar á náttúru Íslands, líparít, öflugt hverasvæði, jökulhettur, svarta sanda og svo endar gangan í fallegum birkiskógi í Þórsmörk og Goðalandi.

Laugavegurinn á fjórum göngudögumLeiðinni er skipt upp í fjóra hefðbundna göngudaga. Lagt af stað úr Reykjavík að morgni dags og ekið í Landmannalaugar. Samdægurs er gengið í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina eftir mjög hæfilega göngu. Næsta dagleið er úr Hrafntinnuskeri í Hvanngil. Þaðan liggur leiðin niður í Emstrur að skála og tjaldsvæði í Botnum. Loks er gengið í Bása þar sem göngumenn fagna afrekinu með grillveislu í fögru umhverfi.Brottför: 29. júní, 6. júlí, 13. júlí, 20. júlí og 10. ágúst.

Laugavegurinn, hraðferð á tveimur göngudögumÞessi ferð hentar þeim vel sem eru í

þokkalegu gönguformi og vilja taka lengri áfanga í einu. Brottför úr Reykjavík er að kvöldi og gist fyrstu nóttina í Landmannalaugum. Úr Landmannalaugum er gengið í Bása á tveimur dögum og gist í Hvanngili.Brottför: 15. september.

Allar ferðirnar enda á laugardagskvöldi með grillveislu í paradísinni í Básum þar sem gist er síðustu nóttina í skálum Útivistar eða í tjöldum. Á sunnudegi gefst svo tækifæri til að njóta umhverfisins og fara í stuttar gönguferðir áður en haldið er með rútu til Reykjavíkur.

UndirbúningsfundurHaldinn er undirbúningsfundur fyrir hverja ferð þar sem fararstjóri kynnir leiðina og veitir ráð um útbúnað o.fl. Undirbúningsfundir eru yfirleitt haldnir viku fyrir brottför.

TrússFerðirnar um Laugaveginn eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

Laugavegurinn

K Við Brennisteinsöldu. EA

www.annarosa.is

Fótakrem - fyrir þreytta og sára fætur

Fæst í öllum helstu lyfja- og heilsubúðum

» mýkjandi

» kælandi

» græðir sprungur

» kláðastillandi

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 23

DAGSFERÐIRBlysför 6Nánar auglýst síðar.

HJÓLARÆKTIN10.12. Laugardagur. Hjólaferð 3Brottför kl. 10:00.Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu Á döfinni. Lýðræðisleg ákvörðun tekin um það hvert verður farið. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.

HELGARFERÐIR30.12. - 2.1.2012. Áramótaferð 64Brottför kl. 08:30. 1112H01Þó áramót séu tími fastra hefða er mikil upplifun fólgin í því að breyta út af venjum og upplifa eitthvað nýtt. Áramót í kyrrlátum fjallasal þar sem náttúran ólgar allt í kring er góð leið til þess. Á daginn verður gengið um en á kvöldin komið saman og glaðst yfir komu nýs árs.

JEPPAFERÐIR3. - 4.12. Aðventuferð í Bása 24Brottför kl. 10:00 frá Hvolsvelli. 1112JF01Við erum að tala um alvöru jólahlaðborð! Aðventuferð jeppadeildar í Bása hefur yfir sér hátíðarblæ. Skálarnir komnir í jólabúninginn og kannski verður kominn jólasnjór. Léttar göngur og kvöldvaka með söng og gleði. Sameiginleg máltíð þar sem hver og einn kemur með mat á hlaðborðið.

DESEMBER

S k o ð a ð u n ý j a h e i m a s í ð u o k k a r : w w w . i n t e r s p o r t . i s

allt fyrir útiviStina!frábært verð!

... McKinley fjall í Alaska

rís 6194 metra yfir sjávarmál

sem gerir það að hæsta fjalli

Norður-Ameríku.

... Intersport hefur þróað

útivistarvörur í samvinnu

við McKINLEY í yfir 25 ár.

vissir þú að...

K Í blysför. BH

24 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

66°Norður 10% staðgreiðsluafsláttur

Arctic Trucks 10% staðgreiðsluafsláttur

AMG Aukaraf 10% afsláttur af Magellan GPS og ICOM fjarskiptatækjum ásamt 10% afslætti á ísetningum í bíla

Bílabúð Benna 10% afsláttur af öllum vara- og aukahlutum gegn staðgreiðslu

Dikta 15% afsláttur af slides og s/h framköllun og stafrænum stækkunum eftir stafrænum gögnum

Ellingsen 10% staðgreiðsluafsláttur

Everest 10% staðgreiðsluafsláttur

Fjallakofinn 10% staðgreiðsluafsláttur

Kynnisferðir 10% afsláttur af áætlunarferðum

Ljósmyndavörur 10% staðgreiðsluafsláttur af framköllun

N1 búðin 10-15% afsláttur, mismunandi eftir vöruflokkum. 10% afsláttur af vinnu við tækjaísetningu

Sportbúðin 10% staðgreiðsluafsláttur og 5% afsláttur ef greitt er með kreditkorti

Stilling 10% staðgreiðsluafsláttur

Útilíf 10% staðgreiðsluafsláttur og 5% af kortaviðskiptum, aðeins af útivistarvörum

Útivistarfélagar fá afslátt hjá eftirtöldum fyrirtækjum:

Hlutverk fræðslunefndar Útivistar er að standa fyrir fræðslu til félaga í Útivist um hvað eina sem að gagni kemur í starfinu. Helst er um að ræða alls kyns þjálfun fyrir fararstjóra og skálaverði svo sem skyndihjálp og rötun. En annars konar þekking nýtist til þátttöku í starfi Útivistar. Í Útivist er fólk í mismunandi hlutverkum, sumum mikilvægum fyrir hópinn en oftar en ekki í því hlutverki að njóta, í hlutverki náttúruskoðandans, ljósmyndarans, sögugrúskarans og ótal öðrum hlutverkum. Fræðslustarfið þarf líka að koma til móts við þá sem eru í þessum hlutverkum og því inniheldur fræðsluáætlun Útivistar líka námskeið og rabbfundi fyrir alla félagsmenn.

Boðið verður upp á vetrarfjallanámskeið í mars. Það námskeið er fyrir þá sem hugsa hátt og vilja klífa tinda hvort heldur sem er að sumri eða vetri.

Rabbfundur um ljósmyndir verður haldinn þar sem ætlunin er að ljósmyndarar komi saman, skiptist á góðum ráðum og skoði og rýni e.t.v. í myndir sér og öðrum til gagns.

Fyrirlestur um fuglaskoðun sem verður fylgt eftir með sérstökum dagsferðum til fuglaskoðunar með sérfræðingum á þessu sviði.

Fyrirlestur um jarðfræði og landmótun á Stór-Goðalandssvæðinu og í framhaldi af því helgarferð í Bása með jarðfræðingi.

Lónsöræfi eru afskekkt náttúruperla og aðgengi að þeim nokkuð torsótt. Þar eru fjöllin hærri og gilin dýpri, líparítið mikið og litadýrðin ótrúleg. Í bland við þetta er gróskumikill skógur og blómabreiður. Í fjögurra daga bækistöðvarferð fæst góð mynd af svæðinu.

Ferðin hefst við Stafafell og farið með rútu inn á Illakamb. Þaðan þarf að bera farangur niður brattann Illakamb og að Múlaskála sem er nálægt klukkutíma gangur. Rétt er að hafa það í huga þegar pakkað er niður. Síðdegis á fyrsta degi er farið í stutta gönguferð hringinn í kringum Stórahnaus um svokallaða Gjögurgötu. Fyrir lofthrædda reynir þessi ganga aðeins á taugarnar þó hættan sé ekki mikil. Gengið verður um Leiðartungur, hinir

hrikalegu Tröllakrókar skoðaðir, farið fram á Víðidalsbrúnir og fræðst um sögu Víðidals. Þaðan liggur leiðin niður á milli gilja til baka í skálann.

Flumbrugil í Víðibrekkuskeri verður heimsótt og gengið þaðan niður í Víðagil þar sem litadýrðin er ótrúleg. Á leið til baka úr þeirri ferð verður Kambagil eða Þilgil skoðað.

Síðasta daginn er farangur borinn upp á Illakamb þar sem rútan tekur hann

en hópurinn gengur niður Kambaleið með hinu hrikalega Jökulsárgljúfri. Rúta bíður við Ásavatn og skilar hópnum aftur í Stafafell.

Í Múlaskála er góð aðstaða, allur borðbúnaður, gashellur, rennandi vatn og heit sturta. Rétt er að benda þátttakendum á að hafa nóg af 100 króna mynt með í sturtuna. Í skálanum eru svefnpokar þannig að nóg er að hafa með sér lakpoka. Ferðamenn taka með sér allt rusl til baka.

K Landmótun á Goðalandi. KA

K Í Lónsöræfum. GSG

Frá árinu 1975 hefur Útivist boðið félagsmönnum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap. Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldferðir með Útivistarræktinni. Á dagskrá jeppadeildarinnar eru margar mismunandi ferðir jafnt sumar sem vetur.

Skrifstofa Laugavegi 178Starfsmenn eru: Skúli H. Skúlason og Bjarney Sigurjónsdóttir. Opið frá kl. 10 til 17 virka daga, sími [email protected]

Félagsstarfið Stjórn Útivistar hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt framkvæmdastjóra. Einnig eru á vegum félagsins nokkrar nefndir sem sjá um afmarkaða þætti, hver á sínu sviði, í samvinnu við framkvæmdastjóra. Má þar nefna ferðanefndir, sem skipuleggja gönguferðir félagsins, jeppanefnd, sem sér um jeppaferðir, mynda- og kaffinefnd, sem sér um myndakvöld, ritnefnd, sem sér um útgáfumál og skálanefndir sem sjá um viðhald og rekstur skála.

ÚtivistarfélagarÞað borgar sig að vera félagi í Útivist því ýmis hlunnindi eru í boði. Félagsmenn fá góðan afslátt af gistingu í skálum félagsins og í allar ferðir. Félagsaðild opnar aðgang að fjölbreyttu og þróttmiklu innra starfi félagsins.

www.utivist.is

Velkomin í Útivist!

Fræðsludagskrá Útivistar

Lónsöræfi, paradís göngumannsins

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 25

Gisti rými í skála: 26Kynd ing: Ol íu ofnEld un ar að staða: Gas hell ur, borð bún að ur og eld un ar á höld

Hrein læt is að staða: Renn andi kalt vatn, vatns sal erni og sturta

Skála vörð ur: Frá byrj un júlí fram í miðj an ágústTjald stæði: Gott að tjalda

Gisti rými í skála: 18Kynd ing: Ol íu ofn

Eld un ar að staða: Gas hell ur og nauð syn leg ustu eld un ar á höld

Hrein læt is að staða: Ekk ert renn andi vatn, kam arSkála vörð ur: Frá miðj um júní fram í miðj an ágústTjald stæði: Ekki til stað ar

Gisti rými í skála: 16Kynd ing: Ol íu ofn

Eld un ar að staða: Gas hella og nauð syn leg ustu eld un ar á höld

Hrein læt is aðstaða: Vatn er sótt í læk, vatnssalerniTjald stæði: Góð að staða til að tjalda

Gisti rými í skála: 20Kynd ing: Hitaveita

Eld un ar að staða: Gashella.Hrein læt is að staða: Kamar, vatnssalerni

Tjald stæði: Góð aðstaða til að tjalda

Gisti rými í skála: 20Kynd ing: Ol íu ofn

Eld un ar að staða: Gas hella og nauð syn leg ustu eld un ar á höld

Hrein læt is að staða: Renn andi kalt vatn og vatns sal erni Tjald stæði: Erfitt að tjalda

Gisti rými í skála: 20Kynd ing: Ol íu ofn

Eld un ar að staða: Gas hella og nauð syn leg ustu eld un ar á höld

Hrein læt is að staða: Renn andi kalt vatn og vatns sal erniTjald stæði: Mjög góð aðstaða til að tjalda

Gisti rými í skála: 80Kynd ing: Ol íu elda vél

Eld un ar að staða: Gas hell ur, kola-grill, borð bún að ur og eld un ar á höld

Hrein læt is að staða: Renn andi kalt vatn, vatns sal erni og sturt ur

Skála vörð ur: Frá apr íll ok um fram í miðj an októ ber

Tjald stæði: Ein stak lega skemmti leg gróð ur vin með mis jafn lega stór um flöt um og rjóðr um

Strútur á Mælifellssandi GPS N 63°50.330’ W 18°58.477’

Fimmvör›uskáli GPS N 63°37.320’ W 19°27.093’

Skælingar GPS N 63°58.849’ W 18°31.319’

Dalakofinn GPS N 63°57.048’ W 19°21.584’

Sveinstindur GPS N 64°05.176’ W 18°24.946’

Álftavötn GPS N 63°53.890’ W 18°41.467’

Bás ar á Go›a landi GPS N 63°40.559’ W 19°29.014’

ÞM

GSG

GSG

JS

ÞM

GSG

BMB

Skálar Útivistar

26 | ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011

Útivist hefur nú endurbyggt

Dalakofann að Fjallabaki með

myndarlegum hætti, en upphaflega

var skálinn byggður af Rúdolf

Stolzenwald sem var frumkvöðull í

ferðalögum um Fjallabak. Skálinn er

einstaklega vel staðsettur hjá

Reykjadölum og býður því upp á

einstaka aðstöðu til að skoða þetta

stórkostlega háhitasvæði. Þau

Fanney Gunnarsdóttir, Grétar W.

Guðbergsson og Vala Friðriksdóttir

hafa mundað myndavélarnar á

göngum sínum út frá Dalakofanum

og sýna okkur hér hluta

afrakstursins.

Dalakofinn – í lystigarði náttúrunnar

VF

FG GWG

FGVF

GWG

ÚTIVIST | FERÐAÁÆTLUN 2011 | 27

FG

VF

GWGVF

VF

VF

Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: GlerártorgKefl avík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land

www.66north.is Klæddu þig vel

YFIR KJÖL, KLAMBRATÚNIÐ EÐA Í KOLAPORTIÐVATNAJÖKULL - Soft shell jakki með hettu

Vasarnir eru staðsettir Vasarnir eru staðsettir ofarlega á jakkanum ofarlega á jakkanum sem gerir þá aðgengilega sem gerir þá aðgengilega þegar bakpoki með þegar bakpoki með mittisól er notaður.

Jakkinn er 99% vindheldur en hleypir 1% af vindinum í gegn, sem skapar létt loft� æði og veldur því að öndunin verður hraðari og betri fyrir vikið. Jakkinn er stillanlegur að neðan með dragböndum sem kemur í veg fyrir að vindur leiti upp undir jakkann.

Saumlausar axlir koma í veg fyrir óþægindi við notkun bakpoka og það að bleyta nuddist í gegnum sauma. Sniðið á jakkanum er sítt, sem minnkar líkur á því að það blási inn milli jakka og buxna.

Polartec® Power Shield® Pro er sterkt efni sem þolir mikinn núning, t.d. vegna bakpoka eða sigbeltis. Efnið teygist á fjóra vegu, gefur vel eftir og er mjúkt viðkomu. 5000 mm vatnsheldni og 8l/m2/sek öndun.

Hettunni má auðveldlega smeygja y� r hjálm. Gott skyggni er á hettunni sem hægt er að stilla með innsaumuðum vír. Frágangur dragbanda er á þann hátt að komið er í veg fyrir að þau sláist í andlit í vindi.

Vatnajökull Soft shell jakkinn er léttur, aðeins 600 g og pakkast vel. Hann hefur einstaklega góða öndunareiginleika og hentar vel til útivistar sem krefst líkamlegs er� ðis eða mikillar hrey� ngar.

Sérmótað snið á olnbogum Sérmótað snið á olnbogum sem auðveldar allar hrey� ngar. sem auðveldar allar hrey� ngar. Ermarnar dragast ekki upp ef Ermarnar dragast ekki upp ef olnbogar eru beygðir. Ermarnar olnbogar eru beygðir. Ermarnar eru stillanlegar með ri� ás.eru stillanlegar með ri� ás.

Skjólgóð hetta sem fylgir hrey� ngum höfuðsins svo að hún byrgir aldrei hliðarsýn. Hægt er að stilla hana með teygju aftur fyrir hnakka og umhver� s andlit.

Vatnsheldur tveggja sleða rennilás að framanverðu og vatnsheldir rennilásar á vösum. Stormlisti undir rennilás til þess að tryggja að vindur komist ekki í gegn. Stormlistinn fer y� r rennilásinn efst til þess að koma í veg fyrir að hann erti húðina.