1
Val á belgjurtum til landgræðslu Áslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir og Jón Guðmundsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík Ályktanir Álitlegir erfðahópar hafa verið valdir í frærækt svo nýta megi þá síðar meir í landgræðslu. Um er að ræða íslenska erfðahópa af gullkolli, baunagrasi, fuglaertum, umfeðmingi og hvítsmára. Af erlendum uppruna má nefna fjallalykkju (Hedysarum alpinum) frá Alaska og maríuskó (Lotus corniculatus) frá Noregi. Inngangur Í landgræðslu gegna belgjurtir lykilhlutverki í sjálfgræðslu lands og sjálfbærri ræktun þar sem þær vinna nitur úr andrúmsloftinu með aðstoð rótarhnýðisgerla. Alaskalúpína hefur verið notuð í landgræðslu í mörg ár með góðum árangri. Vaxandi áhugi er þó á að nýta innlendar tegundir, en nú er engin innlend belgjurtategund notuð við landgræðslu. Því var 79 erfðahópum þeirra átta belgjurtategunda sem hér vaxa plantað í tilraunir á sjö stöðum til þess að unnt væri að velja álitlegustu plönturnar. Til samanburðar voru einnig 57 erfðahópar 21 tegundar af erlendum uppruna frá Alaska, Síberíu, Noregi og víðar. Prófun og mat Belgjurtirnar voru prófaðar í sjö tilraunum í mismunandi jarðvegi og veðurfari 1994-1998. Afföll plantna voru skráð og ýmsir vaxtarþættir metnir. Gerð var höfuðþáttagreining á niðurstöðunum úr hverri tilraun og álitlegir erfðahópar valdir í frærækt. -2,0 -1,0 0,0 1,0 2,0 3,0 -4,0 -3,0 -2,0 -1,0 0,0 1,0 2,0 3,0 G eitasandur1996 H öfuðþáttur2 (35% ) H öfuðþáttur1 (44% ) Plöntutegundir/æ ttkvíslir Astragalus H edysarum Lotus Oxytropis Thermopsis Anthyllis vulneraria Lathyrus japonicus Lathyrus palustris Lathyrus pratensis Trifolium hybridum Trifolium pratense Trifolium repens Vicia cracca 120 113 57 128 133 137 143 142 66 116 115 117 9 126 122 124 121 Niðurstöður > 50% afföll voru í öllum tilraunum og voru þau meiri í erlendu erfðahópunum en þeim íslensku. Höfuðþáttagreining sýnir skýran mun milli tegunda og erfðahópa (sjá mynd). Framgangur erfðahópa var nokkuð háður tilraunastað en almennt voru innlendu tegundirnar og erfðahóparnir þróttmeiri en þeir erlendu. Margir áhugaverðir erfðahópar náðu að þroska fræ og var mikill breytileiki í fræframleiðslu milli mismunandi hópa af t.d. umfeðmingi. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði Rannsóknarráðs Íslands og Norræna genbankanum. Fuglaertur Umfeðmingur Vallert a Tilraun á Geitasandi Niðurstöður höfuðþáttagreiningar úr tilraun á Geitasandi frá 1996, byggð á mati á lifun, þrótti, útbreiðslu, blómgunartíma og fræþroska. Bestu erfðahóparnir eru allir með lág gildi fyrir höfðuþátt 1.

Val á belgjurtum til landgræðslu Áslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir og Jón Guðmundsson

  • Upload
    kendra

  • View
    45

  • Download
    7

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Val á belgjurtum til landgræðslu Áslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir og Jón Guðmundsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Inngangur - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Val á belgjurtum til landgræðslu Áslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir og Jón Guðmundsson

Val á belgjurtum til landgræðsluÁslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir og Jón Guðmundsson

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík

Ályktanir

Álitlegir erfðahópar hafa verið valdir í frærækt svo nýta megi þá síðar meir í landgræðslu.

• Um er að ræða íslenska erfðahópa af gullkolli, baunagrasi, fuglaertum, umfeðmingi og hvítsmára.

• Af erlendum uppruna má nefna fjallalykkju (Hedysarum alpinum) frá Alaska og maríuskó (Lotus corniculatus) frá Noregi.

Inngangur

Í landgræðslu gegna belgjurtir lykilhlutverki í sjálfgræðslu lands og sjálfbærri ræktun þar sem þær vinna nitur úr andrúmsloftinu með aðstoð rótarhnýðisgerla.

Alaskalúpína hefur verið notuð í landgræðslu í mörg ár með góðum árangri. Vaxandi áhugi er þó á að nýta innlendar tegundir, en nú er engin innlend belgjurtategund notuð við landgræðslu.

Því var 79 erfðahópum þeirra átta belgjurtategunda sem hér vaxa plantað í tilraunir á sjö stöðum til þess að unnt væri að velja álitlegustu plönturnar.

Til samanburðar voru einnig 57 erfðahópar 21 tegundar af erlendum uppruna frá Alaska, Síberíu, Noregi og víðar.

Prófun og mat

Belgjurtirnar voru prófaðar í sjö tilraunum í mismunandi jarðvegi og veðurfari 1994-1998.

Afföll plantna voru skráð og ýmsir vaxtarþættir metnir.

Gerð var höfuðþáttagreining á niðurstöðunum úr hverri tilraun og álitlegir erfðahópar valdir í frærækt.

-2,0

-1,0

0,0

1,0

2,0

3,0

-4,0 -3,0 -2,0 -1,0 0,0 1,0 2,0 3,0

Geitasandur 1996

Höfuðþáttur 2 (35%)

fuð

þát

tur

1 (4

4%)

Plöntutegundir/ættkvíslir

AstragalusHedysarumLotusOxytropisThermopsisAnthyllis vulnerariaLathyrus japonicusLathyrus palustrisLathyrus pratensisTrifolium hybridumTrifolium pratenseTrifolium repensVicia cracca

120113

57

128133

137 143

142

66

116115

117

9

126

122

124121

Niðurstöður• > 50% afföll voru í öllum tilraunum og voru þau meiri í erlendu erfðahópunum en þeim íslensku.

• Höfuðþáttagreining sýnir skýran mun milli tegunda og erfðahópa (sjá mynd).

• Framgangur erfðahópa var nokkuð háður tilraunastað en almennt voru innlendu tegundirnar og erfðahóparnir þróttmeiri en þeir erlendu.

• Margir áhugaverðir erfðahópar náðu að þroska fræ og var mikill breytileiki í fræframleiðslu milli mismunandi hópa af t.d. umfeðmingi.

Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði Rannsóknarráðs Íslands og Norræna genbankanum.

Fuglaertur Umfeðmingur

Vallerta

Tilraun á Geitasandi

Niðurstöður höfuðþáttagreiningar úr tilraun á Geitasandi frá 1996, byggð á mati á lifun, þrótti, útbreiðslu, blómgunartíma og fræþroska. Bestu erfðahóparnir eru allir með lág gildi fyrir höfðuþátt 1.