9
Listasalur Mosfellsbæjar Þóra Sigurðardóttir VEGIR EFNISINS 04. mars 2011 – 26. mars 2011 Föstudaginn 4. mars kl. 16 - 18 verður opnuð sýning myndlistarmannsins Þóru Sigurðardóttur, Vegir efnisins, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru teikningar og ljósmyndir og stendur hún til 26. mars 2011. Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í Danmörku. Hún hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis og eru verk hennar í eigu opinberra safna á Íslandi og í Danmörku. Þóra hefur jafnframt unnið við kennslu og verkefnastjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans og Nýpurhyrnu. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar Allir velkomnir - aðgangur ókeypis

Vegir efnisins

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Föstudaginn 4. mars kl. 16 - 18 verður opnuð sýning Vegir efnisins, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru teikningar og ljósmyndir og stendur hún til 26. mars 2011.Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í Danmörku. Hún hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis og eru verk hennar í eigu opinberra safna á Íslandi og í Danmörku.Þóra hefur jafnframt unnið við kennslu og verkefnastjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans og Nýpurhyrnu.

Citation preview

Page 1: Vegir efnisins

Listasalur Mosfellsbæjar Þóra Sigurðardóttir VEGIR EFNISINS 04. mars 2011 – 26. mars 2011

Föstudaginn 4. mars kl. 16 - 18 verður opnuð sýning myndlistarmannsins Þóru Sigurðardóttur,

Vegir efnisins, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru teikningar og ljósmyndir og stendur

hún til 26. mars 2011.

Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og

framhaldsnám í Danmörku. Hún hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis og eru verk hennar

í eigu opinberra safna á Íslandi og í Danmörku.

Þóra hefur jafnframt unnið við kennslu og verkefnastjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík

og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans og Nýpurhyrnu.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis

Page 2: Vegir efnisins

Vegir efnisins Eftir Ann-Sofie Nielsen Gremaud

Kolateikning á vegg, grafítteikningar á pappír og ljósmyndir er sá efniviður sem Þóra

Sigurðardóttir velur sér fyrir sýninguna Vegir efnisins (vor 2011).

Verkin vekja almennt spurningar um vegferð efnisins.

Kveikju verkanna er að finna í safni dönsku listakonunnar Anne Thorseth, af gömlu

dönsku bændakeramiki, en Anne og Þóra hafa átt í gjöfulu myndlistarsamstarfi um árabil.

Keramikið í safni Anne er dæmigert nítjándu og tuttugustu aldar leirtau sem áður var

notað hversdags á sveitaheimilum. Þrátt fyrir að gripirnir hafi áður gegnt lykilhlutverki í

almennu heimilishaldi, eru heimildir um þá fáar. Ólíkt postulíninu sem hannað er og framleitt í

keramikverksmiðjum Danmerkur fyrir borgaraleg heimili, þá er þessi handgerði borðbúnaður

oftast ómerktur, og vekur spurningar um upprunastaði og höfunda. Hvort sem litið er á gripina

sem efni eða sem sögulegt fyrirbæri þá hefur keramikið mjög ákveðin tengsl við jarð- og

steinefni. Í fyrsta lagi er tengingin bein og áþreifanleg þar sem gripirnir eru vitanlega gerðir úr

leir og jarðefnum með uppruna sinn í setlögum jarðar. En jafnframt á leirkerahefðin djúpar

rætur í danskri bændamenningu, starfi bóndans sem sáir í jörð sína og uppskeru að hausti.

Ummerki bændamenningar fyrri alda sjást glöggt í dönsku landslagi.

Ákveðnir þættir í fyrri verkum Þóru Sigurðardóttur sem unnin eru innan verkefnisins

Minn staður / Þinn staður endurspeglast í sýningunni Vegir efnisins. Í verkefninu, sem enn

stendur yfir, hafa listamennirnir unnið út frá umhverfi hvors annars. Það sem aðgreinir löndin

tvö, Ísland og Danmörku, verður að hugmyndalegri undirstöðu listaverkanna sem unnin eru í

ýmsa miðla. Með því að nálgast landslag og hluti sem á einhvern hátt eru listamanninum

framandi, en kunnuglegir hinum listamanninum, verða til nýjar tengingar og önnur sjónarmið.

Sem menningarleg fyrirbæri öðlast bæði danskir leirmunir og íslenskt landslag áður óþekkta

eiginleika í augum listamanns sem horfir á þessa þætti utanfrá. Leirtauið sem notað er hér,

litbrigði þess og form, hafa áður umbreyst í samspili teikninga, prents og ljósmynda Þóru og

mynda Önnu Thorseth af íslensku landslagi. Fyrri sýningar þeirra hafa einkum snúið að

óspilltri víðáttu íslensks landslags og ákveðnum þáttum í menningu (kúltúr) Danmerkur. Á

nýjustu einkasýningu Þóru verður safn leirmunanna hluti þess lands, - þíns staðar.

Í vinnuferli verkanna er einn einstakur bolli eða kanna grandskoðuð, munsturformin

eru teiknuð upp, þróuð áfram og stækkuð með hjálp “plotters” og endurtúlkuð með grafíti.

Hver leirgripur er handunninn og einstakur hvað varðar lögun og munstur og því verður

umbreytingin yfir í teikningu til þess að leggja áherslu á sérkenni hverrar skreytingar, sem

aftur gefur okkur tækifæri til að sökkva okkur í nærmyndir af efni og munstrum. Í teikningunum

umbreytast formin sem finna má í leirlitunum og öðlast þannig aðra eiginleika með nýjum

efnum og öðrum stærðum.

Gagnsæi teikningarinnar gerir það að verkum að ólíkar og lagskiptar túlkunarleiðir

opnast. Slík lagskipting dregur athyglina að léttleika og efniskennd pappírsins og að

mismunandi beitingu grafítsins og blýantsins. Teikningarnar draga fram útlínur munstranna og

Page 3: Vegir efnisins

birta þær í samþættum grátóna línum. Hver teikning ber vitni um ferð blýantsins um pappírinn

sem er jafnframt viðbragð við handbragði leirkerasmiðsins. Þannig endurtúlka teikningarnar

áferð, mynstur og glerjung leirkeranna í nýtt efni.

Til skilnings eða túlkunar á verkum sýningarinnar má með ýmsum hætti vísa í ritverk

franska heimspekingsins Henri Lefebvre (1901-1991). Meðal áhrifaríkra kenninga hans í ritinu

La production de l'espace (1974) eru hugmyndir um tengslin milli rýmis og efnis. Þar er

áhersla lögð á framleiðsluvörur samtímans og upplifun okkar á þeim. Möguleikinn á vélrænum

fullkomleika sveipar hlutina dulúð þegar kemur að því að íhuga uppruna og

framleiðsluaðferðir. Hvort sem litið er á framleiðslu, meðhöndlun eða tengsl við hráefni

náttúrunnar, þá hefur hulu verið varpað yfir uppruna hlutarins sem aftur neitar notandanum

um fullan skilning á honum og slítur tengslin milli náttúrunnar og endanlegrar niðurstöðu.

Þegar við virðum fyrir okkur leirkerin sem felast í þessum verkum þá áttum við okkur ekki

aðeins á lögun og snúningi leirsins heldur einnig á hreyfingu handar leirkerasmiðsins sem

kallað hefur fram sveipina í litunum. Með endurmati á leirmununum og munstrum þeirra er sýn

okkar á þá mótuð að nýju. Munstrin eru römmuð inn upp á nýtt og stækkuð og þar með

opnast nýir túlkunarmöguleikar. Teikningarnar vísa til leirkeranna en eru á sama tíma

sjálfstæðar myndir. Þannig innihalda þær bæði smáheim (míkrókosmos) munstranna á

leirkerunum og einhvers konar alheim (makrókosmos) vega, slóða eða setlaga ímyndaðs

landslags.

Lefebvre leggur einnig áherslu á það samhengi sem myndast í skynjun neytandans

eða áhorfandans frammi fyrir hlutnum. Við upplifum handunnar leirkönnurnar sem gripi

fortíðar, arfleifð liðinnar menningar. Slíkir gripir geta á stundum kallað fram persónulegar

minningar en fyrir öðrum eru þeir framandi hlutir sem tilheyra fjarlægum tíma og rúmi.

Leirmunir sem láta svo lítið yfir sér geta einnig verið tengdir hversdagsleikanum. Efni

þeirra og notkun kallar fram hugrenningar um tengslin milli heimilislífs og náttúru, um leið og

framleiðsla þeirra er birtingarmynd ferlis þar sem jörðin getur af sér menningarleg fyrirbæri.

Veruleiki okkar iðnvædda og stafræna samtíma og aukin fjærlægð okkar á náttúruna hefur

breytt tilfinningu okkar fyrir náttúrulegum hráefnum. Í þessu samhengi hafa leirmunirnir einnig

yfir sér framandi yfirbragð. Þannig er óvíst að við áttum okkur á beinum tengslum þeirra við

jörðina eða tengjum þá hversdagslegu heimilislífi. Leirtauið og könnun Þóru á munstrum

þeirra í teikningum og ljósmyndum endurlífgar bæði tengslin við jörðina og jarðmálmana, auk

þess sem ljósi er varpað á sköpun hlutanna og fyrri notkun þeirra.

Í textum Lefebrve liggja vegir og slóðar milli tíma og rúms sem vitna um fortíðina og

um liðin samfélög.

Munstur teikninganna geta í senn minnt á það hvernig leirkerasmiðurinn strauk efnið

lag fyrir lag, eða hvernig jarð- og setlög byggjast ofurhægt upp og móta landslag. Slík lög eru

samtímis til staðar í teikningum og ljósmyndum Þóru og í leirmununum sjálfum. Þannig

myndast flókið samspil tíma og efnis og endurómur milli þessara þátta í skynjun okkarÍ heild

sinni vekur sýningin spurningar um tíma, rúm og hreyfingu. Þær eru kallaðar fram með

Page 4: Vegir efnisins

vísunum í beinar eða ímyndaðar tengingar við jörðina; í huga áhorfandans er jörðin því ýmist

heimkynni okkar, menningarlandslag eða einfaldlega efniviður.

Ann-Sofie Nielsen Gremaud

Listfræðingur, doktorsnemi við Kaupmannarhafnarháskóla Íslensk þýðing: Guðni Tómasson

English version:

Material Paths By Ann-Sofie Nielsen Gremaud

Photographs, graphite drawings on paper and charcoal drawings directly on the wall are the

materials used by Þóra Sigurðardóttir in her current exhibition Material Paths (spring 2011).

Her images pose broad-reaching questions about the paths that material can travel.

The inspirational starting point for this work is a collection of folk pottery in traditional Danish

peasant style, collected by Danish artist Anne Thorseth, with whom Sigurðardóttir has worked

in an on-going creative collaboration. This pottery is typical of the 19th and 20th centuries and

was common for everyday household use in rural homes. In spite of its former central place in

domestic life, knowledge about this pottery is sparse. Unlike the porcelain designed and

produced in Denmark for bourgeois costumers, this handmade pottery is mostly unmarked,

leaving its exact origin and creator in question. However, whether viewed as a material object

or an historical item, this pottery has a distinct connection to the soil and its minerals. First, it

has the direct connection of having been created from clay/minerals stemming from the loam

found in the fields. Secondly the pottery is associated with peasant culture and thus with the

fields and agriculture characteristic of earlier Danish society. The traces of this culture still

dominate the Danish landscape.

Some elements of the present exhibition have appeared in Sigurðardóttir’s earlier work, in her

collaboration with Anne Thorseth, My place / Your Place (Mit sted / Dit sted). In My place /

Your Place, an ongoing joint project, each artist begins and proceeds from the other’s

environment. The differences between the artist’s respective homelands, Iceland and

Denmark, become the conceptual foundations for artworks in various media. In this approach,

in which objects and landscapes are foreign to one artist but familiar to the other, new

perspectives emerge. The pottery, a familiar cultural object, and the Icelandic landscape alike

take on outlandish qualities from a new angle, through foreign eyes. The pottery used here,

its patterns and colour, have been treated before in this context of interplay between

Sigurðardóttir’s drawings, prints and photographs and Thorseth’s images of the Icelandic

landscape. Prior exhibitions have focussed on the untouched reaches of Icelandic nature and

Page 5: Vegir efnisins

elements of the cultivated Danish landscape. In Sigurðardóttir’s present solo exhibition the

pottery collection reappears as a part of this land – as your place.

In Sigurðardóttir’s artistic process, a single cup or jug is scrutinized – its patterns processed,

enlarged through a plotter and reinterpreted in graphite. The fact that each object is

handmade and has a unique form and decoration is emphasized by this method, which

enables us to immerse ourselves in close-ups of material and decoration. In the drawings the

patterns of the ceramic slip are transformed and thus given the chance to unfold in the new

materials and format.

The transparency of the drawings allows different interpretations of the patterns to emerge

through layering. The layering draws attention to the lightness and materiality of the paper as

well as to the different sketching techniques. The drawings accentuate the outlines of the

patterns and let them emerge as intertwining fields, light and dark. Each individual drawing is

a unique pathway consisting of a retracing of the movement of the potter’s hand. In this way

the drawings become reinterpretations of the uniqueness of each marbling process and the

objects in clay and glaze are reinterpreted in new materials.

Various ways of understanding material paths may be found in the works of spatial

philosopher Henri Lefebvre (1901-1991). His influential theoretical work La production de

l'espace (1974) includes a discussion of the relation between space and material. Lefebvre

emphasizes modern processes of fabricating products and objects. In these processes the

possibility of industrial perfection mystifies the origin and creation of the object. Thus the

traces of processing and handling, as well as the connection of the raw material to nature, are

concealed. This robs the receiver of a full understanding of the object based on the

knowledge of how it came to be, its path from nature to finished form. When looking at the

pottery incorporated into these artworks, we get a sense of the shaping and turning of the clay

as well as the movement of the hand of the potter leaving swirling waves of colour. As the

pottery and its patterns are reconceptualised, our experience of it changes. The patterns are

reframed and enlarged, and thereby potential new interpretations are invited. The drawings

refer to the pottery, but are at the same time autonomous images. In this way they include

both the microcosm of the ceramic pattern and a macrocosm of the roads, paths and

sedimentations of an imaginary landscape.

Another echo here of Lefebvre’s theory of space and form is the importance of the context in

which the viewer or receiver places a given object. To us the jugs are relics of past time,

elements of past culture, and thus are historical objects. For some viewers they evoke

personal memories while to others they are outlandish objects from a distant time and place.

The unpretentious pottery may also evoke home life. Through their use and materiality the

jugs and cups form a connection between domestic life and nature. And in their manufacture

Page 6: Vegir efnisins

they also represent a developmental journey from earth to cultural object. The reality of our

industrialized and digitalized society and our decreasing interaction with nature has changed

our relationship with natural raw material. In this context the pottery also has an air of the

unfamiliar. We may therefore neither recognize its immediate connection with earthen ground,

nor see its familiar household role. Still the pottery’s appearance and Sigurðardóttir’s

drawings coax out the pottery’s lingering connections to both the ground and earthly materials

and to memories of its past creation and use.

The patterns of the drawings may remind us of the swift strokes of the potter through the

layers of material, and also of the slow sedimentation of soil strata shaping the landscape.

These layers are as immediate in Sigurðardóttir’s drawings and photos as they are in the

pottery. In this way complex paths of time and material resonate. In Lefebvre’s texts, paths

and roads form intersections of time and space because they are lasting witness to the

movements of past times and societies.

As a whole, the exhibition poses questions about time, space and movement. It does so by

invoking our direct and imagined connections to the earth – as homeland, cultural landscape

or simply as material.

Ann-Sofie Nielsen Gremaud

Art Historian, PhD student

Yfirlestur: Sarah Brownsberger

Ferilskrá Þóra Sigurðardóttir Öldugötu 3 101 Reykjavík Vinnustofa Seljavegi 32 101 Reykjavík s. 896 1930 www.this.is/thora www.nyp.is Nám 2008 – 2011 MA í menningarmiðlun við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. 2007-2008 MA í menningar- og menntastjórnun við Félagsvísindadeild

Hásk. á Bifröst. 1995-2005 Námsk. um listir og heimspeki, Endurmenntunarstofnun H.Í. og

Opni Listaháskólinn 1988-1991 Det Jyske Kunstakademi, Dk, rými, málverk og skúlptúr;

umsj.Jette Debois og Thomas Bang. 1979-1981 Myndlistaskólinn í Reykjavík. 1976 -1979 Kennaradeild, Myndlista- og handíðaskóli Íslands.

Page 7: Vegir efnisins

1979-1981 Grafíkdeild. Stúdent frá Menntask. á Akureyri. Verkefni framundan 2011/12 Mars 2011 Listasalur Mosfellsbæjar. Apríl/maí 2011 Vinnustofudvöl Steinprent, Thórshavn Færeyjar. Júlí 2011 Safnasafnið Svalbarðsströnd, ásamt G. H. Ragnarsd. og S.

Aðalsteinsd. Maí 2012 Associazione Culturale Spiazzi Feneyjum, Ítalía;

Vinnustofudvöl og sýning/innsetning ásamt Sólrúnu Sumarliðadóttur.

Einkasýningar úrval 2009 Listasafn ASÍ; Allt húsið. Gryfjan ásamt S. Sumarliðad. 2008 Associazione Culturale Spiazzi Venezia Italía

http://www.spiazzi.info/documenti/2008_05_residence_thora.htm 2007 Borgarbókasafn R. 2007 Bókasafn Háskólans á Ak. 2006 Innsetn. í Listasafni Ísl.; Ný íslensk myndlist

http://www.listasafn.is/?expand=0-84&i=84 2006 Suðsuðvestur Kef. með A.Thorseth, 2006 Gallerí Plús Ak. með

S. Aðalsteinsd. 2005 Galleri L.Borella með A.Thorseth. 2003 Window Space Kbh.Dk. 2003 Knabstrup Kulturfabrik Dk. 1998 Listasafn ASÍ. 1995 Listasafn Kóp., Gerðarsafn. 1995 Gallerí Sævars Karls Bankastr. Rvík. Samsýningar úrval frá 2006 2010 júlí-ágúst Sumarsýning Listasafns ASÍ : sýning á verkum úr safneign 2009 ág DALIR-HÓLAR-HANDVERK, sýning í Ólafsdal,

Dalasýslu/Reykhólahreppi ; Sýningarstj. ásamt Hildi Bjarnad. Sýn.: Hildur Bjarnad., Þóra Sig., Unnar Auðar-Jónass., Hlynur Helgas., Hannes Láruss., Ásdís Thoroddsen, Guðjón Ketilss., Sólveig Aðalsteinsd., Rúnar Karlss. http://www.artinfo.is/.

2008 Þátttaka í skipulagningu og sýnandi í DALIR/HÓLAR 2008 í Dalasýslu (http://kgh.is/dalirogholar/) ásamt Sólveigu Aðalsteinsd. og Kristni Harðars. Aðrir sýn.: Sigurður Guðjónss., Hildigunnur Birgisd., Magnús Pálss., Hreinn Friðfinnss. og Eric Hatting.

2006 - Verkefnisstjóri NÝPURHYRNU ásamt Sumarliða R. Ísleifssyni sagnfræðingi www.nyp.is .

2006 Vetrarhátíð í Hoffmannsgallerí+vídeó á húsgafli í miðb. Rvík. 2006 Gallerí Plús, Ak., ásamt Sólveigu Aðalsteinsd. 2006 Postulín í Nýlistasafninu. 2006 Mit sted/dit sted Galleri L.Borella Kbh. Verkefni / störf frá 2005 2010 Þróun náms og kennsla v. Myndlistask. í R. í diplómanáminu

TEIKNING/TEXTÍLL 2010 okt. Dalir og hólar-2010- ferðateikningar: úrval verka í

Hoffmannsgallerí+málþing 2010 júl.-ág. Dalir, hólar ferðateikningar; sýning við Breiðafjörð. Sýningarstj.

ásamt K. G. Harðarsyni og Helga Þ. Friðjónssyni.

Page 8: Vegir efnisins

Skipulagning málþings í Ólafsdal í tengslum við DogH-sýninguna í ágúst: Augu ferðalangsins; Ólafur Gíslason listfr. og Margrét E. Ólafsdóttir, listfr. www.nyp.is/dalirogholar2010 ág.

2010 Skipulag sýningar í Hugmyndahúsi Háskólanna; Water sensitive Design Tools for Landscapes og A House for the Culture of Breiðafjörður; G. Zaccariotto og S. Sumarliðadóttir.

2010 júlí Nýp: Málþing um þýðingar M. Jochumsonar; 175 ára. 2010 ág. Skipulag Tilraunasmiðju með íslensk jarðefni í glerjungagerð

www.nyp.is. 2008-2010 Skólastjóri Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans

http://www.tskoli.is/skolar/honnunar-og-handverksskolinn/ 2006- Verkefnisstjóri Nýpurhyrnu; viðburðarflétta á sviði lista og

menningar við Breiðafjörð www.nyp.is 1998-2005 Skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík

www.myndlistaskolinn.is Þátttaka í skipulagningu nýrra diplóma-námsbrauta við Myndlistaskólann í R. í samvinnu við Tækniskólann; TEIKNING, TEXTÍLL, MÓTUN. Kennsla við Myndlistaskólann 2005-2008 og 2009-2011.

Verk í opinberri eigu

Listasafn Íslands, Listasafn ASÍ, Nýlistasafnið, Art Collection Covi Konsult Danmörk, Odder Sygehus Kunstforening Danmörk, Listasafn M.A. Akureyri. Auk þess verk í einkasöfnum hérlendis og erlendis.

Um Listasal Mosfellsbæjar

Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn virka

daga kl. 12-18 og laugardaga 12-15. Listasalurinn er fjölnota

salur sem hefur verið starfræktur í Bókasafni Mosfellsbæjar frá

2005. Salurinn er vettvangur fjölbreytts sýningarhalds

listamanna. Eins er listasalurinn notaður til tónleikahalds,

fundarhalda, leiksýninga og annarra félags- og

menningartengdra viðburða.

Aðgangur í salinn er ókeypis.

Frekari upplýsingar veita:

Gunnar Helgi Guðjónsson [email protected] og

Marta Hildur Richter [email protected]

Sími 566-6822

Page 9: Vegir efnisins

http://mos.is/listasalur