88
VEIÐI 2012 ÖNNUR PRENTUN

Veidi 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Veidihornid, Sportbudin, Veidimadurinn, Veidibudin

Citation preview

Page 1: Veidi 2012

V E I Ð I 2 0 1 2ÖNNUR PRENTUN

Page 2: Veidi 2012

BRÁÐ EHF

Félagið er stofnað í ársbyrjun 1998 um rekstur Veiði-mannsins gamla í Hafnarstræti 5, elstu veiðibúðar lands-ins en verslunin var keypt af þáverandi eigendum þess.Á 14 árum hefur félagið vaxið og styrkst og er nú svo komið að Bráð ehf rekur 3 veiðibúðir í Reykjavík og Hafnarfirði auk tveggja netverslana.Strax í upphafi lögðu eigendur upp með hvaða merki þeir vildu bjóða viðskiptavinum og komu einungis bestu veiðivörumerkin til greina. Fyrstu árin starfaði Bráð ehf einungis á stangveiðivörumarkaði en skotveiði var bætt við af krafti árið 2002.Bráð ehf var stofnað af veiðimönnunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni. Þau eru einu eigendur félagsins í dag.

VEIÐIMAÐURINN – veiðibúðin á netinu

Veiðimaðurinn er elsta veiðibúð landsins, stofnuð árið 1940 en þar áður hét verslunin Veiðiflugugerð Íslands og var rekin á Lækjartorgi frá 1938.Árið 2008 var ákveðið að loka versluninni í miðbæ Reykja- víkur og gera hana að veiðibúð allra landsmanna þar sem aðgengi á veraldarvefnum er betra en í miðborg Reykjavíkur.Veiðimaðurinn selur hluta af úrvali Veiðihornsins, Veiðibúðarinnar við Lækinn og Sportbúðarinnar auk fleiri merkja þegar svo ber undir.Veiðimaðurinn sendir allar pantanir með póstinum og afgreiðir allar pantanir samdægurs eða næsta virka dag.

[email protected]ðibúð allra landsmanna á netinu.

FLUGAN.IS

Flugan er lítil flugubúð á netinu. Eins og nafnið bendir til sérhæfir Flugan sig í veiðiflugum jafnt fyrir silungs- sem laxveiðimenn. Einnig eru fáanleg hjá Flugunni flugubox, taumar, sökkendar og fleira smálegt fyrir fluguveiði-menn. Að öllu jöfnu er til mikið úrval af flugum í flugu-búðinni á netinu á afar hagstæðu verði. Allar pantanir eru sendar með póstinum samdægurs eða næsta virka dag.

[email protected]úðin á netinu

DÖKKUR BAKGRUNNURLJÓS BAKGRUNNUR

2010

2010

2011

2011

DÖKKUR BAKGRUNNURLJÓS BAKGRUNNUR

2011

2011

2011

2011

Láttu draumana rætast10,6 kg urriði á þurrflugu með Sage One

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Gjafabréfin okkar eru tímalaus og gilda á öllum útsölum og tilboðum. Gjafabréfin okkar gilda í þrem veiðibúðum og því án efa besti kostur þegar velja skal gjöf. Þú færð gjafabréf veiði-mannsins í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn, Hafnarfirði.

Viðurkenningar fyrir að vera framúrskarandi eru aðeins veittar samkvæmt ströngustu skilyrðum Creditinfo. Við erum í hópi 1% íslenskra fyrirtækja sem uppfyllum skilyrðin og styrkjum þar með íslenskt efnahagslíf. Verslaðu við traust fyrirtæki.

VÖRUÚRVALIÐ

Við höfum komið fyrir merkjum verslananna á blað-síðunum hér á eftir til að gefa til kynna í hvaða búðum vörurnar fást því sumar vörur fást aðeins í einni eða tveim búðum en aðrar í öllum.

RAÐGREIÐSLUR

Láttu drauminn rætast og eignastu besta veiðibúnaðinn á bestu kjörum með raðgreiðslum í allt að 36 mánuði.

Page 3: Veidi 2012

VEIÐIHORNIÐ Síðumúla 8

Árið 2001 var Veiðihornið opnað að Síðumúla 8. Síðumúl- inn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, aðkoman er greið og næg bílastæði eru fyrir utan Veiðihornið.Veiðihornið býður gott úrval í stangveiði og skot-veiðibúnaði á verði við allra hæfi auk þess sem verslunin skartar stærsta og glæsilegasta flugubar landsins. Í Veiðihorninu er sérstök áhersla lögð á bestu merkin í fluguveiði og skotveiði. Merki á borð við Sage, Simms, Winston, Waterworks, Abel, Beretta, Benelli og fleiri. Veiðihornið býður einnig gott úrval af fluguhnýtingaefni allt árið um kring.

Síðumúli 8 - 108 ReykjavíkSími 568 8410 - [email protected]

SPORTBÚÐIN Krókhálsi 4

Árið 2007 var Sportbúðin Krókhálsi 5 opnuð en hún flutt yfir götuna að Krókhálsi 4 nú í mars 2012.Sportbúðin er sérlega vel staðsett því hún liggur vel við, er í leiðinni úr bænum hvort heldur sem farið er vestur og norður eða suður og austur.Sportbúðin býður gott úrval af búnaði í stangveiði og skotveiði en meiri áhersla er lögð á ódýrari búnað í Sportbúðinni. Sportbúðin á að öllu jöfnu til alla beitu í veiðiferðina, bæði maðk og makríl. Í Sportbúðinni færðu einnig gott úrval af búnaði til strandveiða en sú veiði verður nú vinsælli með hverju árinu. Þá býður Sport-búðin gott úrval af púðri og verkfærum til endurhleðslu.Sportbúðin hefur verið sú verslun sem sinnt hefur sjókay-aksportinu undanfarin ár.

Krókháls 4 - 110 ReykjavíkSími 517 8050 - [email protected]

VEIÐIBÚÐIN VIÐ LÆKINN

Veiðibúðin við Lækinn í Hafnarfirði bættist í hópinn í janúar 2012. Þessi litla, vinalega veiðibúð í miðbæ Hafnarfjarðar er löngu þekkt fyrir góð merki. Nú hefur verið bætt í og stóru merkjunum fjölgað í Veiðibúðinni auk þess sem nú býðst einnig mun meira úrval af ódýrari veiðibúnaði. Veiðibúðin við Lækinn er fyrst og fremst stangveiðibúð en ýmis búnaður til skotveiði verður þar einnig fáanlegur . Í Veiðibúðinni við Lækinn er einnig gott úrval af fluguhnýtingaefni árið um kring.

Strandgata 49 - 220 HafnarfirðiSími 555 6226 - [email protected]

FYRIRVARI UM VERÐ - Við reynum af fremsta megni að halda verði í blaðinu út október 2012. Við áskyljum okkur þó allan rétt á að breyta verði fyrirvaralaust. Verð eru með fyrirvara um prentvillur í blaðinu.NFJdesign.com - mars 2012

[ ]VELKOMIN ...Við höfum frá fyrsta degi haft það að leiðarljósi að bjóða gott úrval af vönduðum veiðibúnaði á verði við allra hæfi og veita trausta og góða þjónustu.Vandaður veiðibúnaður – Við höfum af kostgæfni aðeins tekið þau vörumerki í sölu sem við treystum.Verð við allra hæfi – Með beinum, milliliðalausum innflutningi hefur okkur tekist að setja okkar mark á verðlagningu á veiðivörum í 14 ár. Árið 1998 kostuðu ódýrar neoprenvöðlur 19.900 og dýrar 22.900. Veistu hvað sambærilegar vöðlur kosta nú 14 árum og gengishruni síðar?Traust og góð þjónusta. Við höfum verið lánsöm og haft í okkar þjónustu traust og gott starfsfólk með mikla reynslu af allskyns veiði. Því er þér óhætt að koma og þiggja góð ráð hjá okkur.

Góða skemmtun á veiðislóð, María og Óli

Page 4: Veidi 2012

SAGE ER VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN.

ÞAÐ ER EKKI

TILVILJUN.

Page 5: Veidi 2012

Margar góðar stangir eru á markaðnum en Sage er þeirra vinsælust og það er ekki tilviljun.Síðan 1980 hefur Sage verið leiðandi í hönnun og fram-leiðslu flugustanga. Allar Sage stangir eru handgerðar á Bainbridge við Seattle í Wasington, Bandaríkjunum. Það er þar sem töfrarnir verða til. Frá hugmynd til hönnunar og þróunar í gegnum framleiðsluferlið þar til endanleg flugustöng verður til. Sage framleiðir ekki fyrir aðra og Sage stangir eru ekki framleiddar annars staðar ólíkt flestum öðrum flugustöngum sem framleiddar eru í stórum verksmiðjum í Kóreu og Kína undir ýmsum merkjum. Og þrátt fyrir allt þetta eru sum af merkjunum sem framleidd eru í Asíu jafnvel mun dýrari en Sage.Árið 1995 tók Sage upp lífstíðarábyrgð á flugustöng-um og gildir ábyrgðin afturvirkt til 1992. Ábyrgðin virkar þannig að ef það brotnar stangarhlutur er hann sendur út til Sage þar sem nýr hlutur er búinn til eftir

nákvæmum málum brotna hlutarins. Þetta tryggir það að varahluturinn passar fullkomlega en ekki um það bil. Sage flugustöngin verður því áfram eins og ný. Þessi ferill getur tekið nokkrar vikur yfir sumartímann sem getur vissulega verið bagalegt en til þess að koma á móts við viðskiptavini lánum við Sage flugustangir ef eigandi stangarinnar á bókaða veiðiferð á biðtímanum. Það er rétt að geta þess að Sage rukkar ekkert fyrir varahlut en tekið er lágmarksgjald fyrir sendingar-kostnaði. Eigendur Sage stanga ráða því hvort þeir snúa sér beint til Sage ef stöng brotnar eða hvort þeir leiti aðstoðar í Veiðihornið Síðumúla 8 eða Veiðibúðina við Lækinn í Hafnarfiriði.Sage hefur allar götur frá 1980 verið í fararbroddi hvað varðar þróun og nýjungar og fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir nýjungar.Nýjasta stöngin frá Sage, Sage ONE hefur rakað að sér verðlaunum á öllum helstu sýningum allt frá því stöngin

var frumsýnd síðla sumars 2011 á sýningum í Bandarík-junum og Evrópu. Við leyfum okkur að fullyrða að Sage ONE er merkasta nýjung í flugustöngum frá því farið var að nota grafít í flugustangir. Auk þess sem Sage ONE er léttasta flugustöngin á markaðnum er hún sú nákvæmasta og hægt er að „punkt-kasta“ með stönginni á ótrúlegum vegalengd-um sem er ótvíræður kostur þegar veitt er við viðkvæm-ar aðstæður og tökubletturinn jafnvel lítill.Nánar er sagt frá Sage ONE og öðrum frábærum flugustöngum frá Sage hér á næstu síðum.Að öllu jöfnu er til frábært úrval af Sage flugustöngum í Veiðihorninu og Veiðibúðinni við Lækinn auk þess sem sjálfsagt er að sérpanta þær stangir sem við eigum ekki á lager hverju sinni.

AF HVERJU SAGE?

BESTU STANGIR SEM VÖL ER Á

ALLAR HANDGERÐAR Í BANDARÍKJUNUM

EINSTÖK GÆÐI

KARAKTER SEM HENTAR BYRJENDUM OG LENGRA KOMNUM

ALLAR MEÐ LÍFSTÍÐAR ÁBYRGÐ FRÁ FRAMLEIÐANDA

SANNGJARNT VERÐ

LEYFÐU OKKUR AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ SAGE ...

“WHEN YOU PULL OUT ONE OF OUR

RODS FROM THE SLEEVE, IT WON´T

BE RETURNED WITHOUT A STORY”

Mynd: 78 cm

sjóbirting, Varmá. N

ils Jörgensen

Page 6: Veidi 2012

SAGE

ZXLMJÚK MIÐHRÖÐ STÖNG

SAGE

99FYRIR ÞUNGU FLUGURNAR

SAGE

VXPHRÖÐ STÖNG, FRÁBÆRT VERÐ

SAGE

SPEY ONENÝ VIÐMIÐ Í NÁKVÆMNI

STÆRÐ9’0” #49’0” #59’0” #6VERÐ 109.900,-

STÆRÐ9’9” #49’9” #59’9” #69’9” #79’9” #8VERÐ 99.990,-

STÆRÐ SWITCH11’6” #411’6” #511’6” #611’6” #711’6” #8

STÆRÐ SPEY12’6” #612’6” #712’6” #813’6” #713’6” #813’6” #814’0” #9

Frábær stöng þegar veitt er með smærri flugum og við viðkvæmar aðstæður í glæru vatni á sólbjörtum dögum. Fimmtu kynslóðar grafít frá Sage

Upphaflega var þessi stöng hönnuð fyrir andstreymisveiðar. Djúp hleðsla stangarinnar ber þungar púpur sérlega vel. Línuþyngd 8 í þessari línu er magnað verkfæri fyrir þá veiðimenn sem nota gjarnan þungar túpur. Nafngift þessarar stangalínu er tilkomin vegna þess að allar stangirnar eru 9,9 fet.

Frábær stöng enda var gamla góða XP stöngin sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma höfð til hliðsjónar þegar Sage VXP var hönnuð. Sage VXP er einhver bestu kaupin í úrvalsflokki flugustanga en VXP er jafnvel á betra verði en margar stangir sem framleiddar eru í Kóreu og Kína undir ýmsum merkjum.

Allir helstu kostir nýju Konnetic tækninnar birtast skýrt í nýju Sage ONE tvíhendunum og Sage One Switch stöngunum.Nýju stangirnar létta lífið á löngum dögum því þær eru bæði mun grennri en aðrar stangir og verulega léttari. Minni vindmót-staða og meiri kraftur í léttari stöng skilar óþreyttum veiðimanni heim í hús.

STÆRÐ9’6” #49’6” #59’6” #69’6” #79’0” #89’6” #8VERÐ 85.900,-

VERÐ FRÁ 159.990,-

VERÐ FRÁ 139.990,-

Page 7: Veidi 2012

SAGE

ONENÝ VIÐMIÐ Í NÁKVÆMNI

“ACCURACY STARTS WITH YOUR

EYES. IT ENDS WITH THE FLY IN

FRONT OF THEIRS”.

Sage ONE er nýja flaggskipið frá Sage. Með þessari nýju stöng fær nákvæmni ný viðmið.Þriggja ára þróunarvinna. Nýja Konnetic tæknin. Handgerð stöng frá grunni. Við leyfum okkur að fullyrða að Sage ONE er merkasta nýjung í flugustöngum frá því grafít kom til sögunnar.Sage ONE er hin fullkomna flugustöng.

LÉTTASTA STÖNGIN!Hér er tafla sem sýnir léttustu stangirnar á markaðnum. Sage ONE stangirnar eru gerðar með nýju Konnetic tækninni en aðrar stangir gerðar með Nano tækninni frá 3M.

#4 Sage ONE – 2.5 oz. Hardy Zenith – 3.0 oz.#5 Sage ONE – 2.6 oz. Sage Z-Axis – 3.4 oz.#5 Sage ONE – 2.6 oz. Hardy Zenith – 3.0 oz.#6 Sage ONE – 2.7 oz. Hardy Zenith 3.3 oz.#7 Sage ONE – 3.5 oz. Loomis NRX – 4.2 oz.#8 Sage ONE – 3.7 oz Loomis NRX – 4.1 oz.

Þessi nýja tækni er afsprengi margra ára þróunarvinnu. Með nýrri aðferð og efnum er nú unnt að pressa meira af bindiefni eða lími úr koltrefjamottunum en áður hefur verið unnt. Við þetta er hægt að gera stangarefnið (grafítmotturnar) enn léttari en áður án þess það tapi styrk. Grafíttrefjarnar liggja þéttar saman og bjögun verður því minni í stangarefninu. Konnetic tæknin gerir því nýju Sage One stöngina léttari og grennri en aðrar stang-ir um leið og hún auðveldar veiðimanni að auka nákvæmni í köstum.

Ný viðmið í nákvæmniHér sést hvernig grafíttrefjarnar liggja þéttar saman. Orka stangarinnar flyst því jafnt frá handfangi fram í topplykkju. Sage ONE er ekki bara kraftmeiri heldur er hún einnig nákvæmari með Konnetic tækninni og talsvert léttari.

Fyrstu Sage ONE stangirnar sem komu til Evrópu fóru í flugustangarekka Veiðihornsins Síðumúla 14. ágúst 2011.

Hefðbundin flugustöng

Hefðbundin flugustöng

KONNETIC™tæknin / Sage ONE

KONNETIC™tæknin / Sage ONE

KONNETIC™ TÆKNIN

CONVENTIONALCONSTRUCTION

KONNETIC™TECHNOLOGY

BEST FRESHWATER ROD- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST SALTWATER ROD- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST FLY ROD- Efftex 2011

BEST ALL ROUND ROD- Fly Fisherman Gear Guide 2012

BEST NEW FLY ROD- Feild & Stream feb. 2012

STÆRÐ9’0” #49’0” #59’6” #59’0” #69’6” #6

10’0” #69’6” #710’0” #79’6” #810’0” #8

VERÐ 119.900,-

Page 8: Veidi 2012

SAGE

FLIGHTHRÖÐ STÖNG, FRÁBÆRT VERÐ

SAGE

VANTAGEMIÐHRÖÐ STÖNG, FRÁBÆRT VERÐ

Líkt og allar Sage stangir er Flight stöngin einnig handgerð á Bain-bridge í Seattle. Sage Flight kemur í framhaldi af gömlu góðu „grafít 2“ stönginni frá Sage sem allir veiðimenn þekkja. Hér er á ferð skemmti-leg stöng sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Sage Vantage er handgerð í Bainbridge, Seattle í Bandaríkjunum. Sage Vantage er miðhröð stöng sem hentar byrjendum einstaklega vel.Sage Vantage er eins og allar stangir frá Sage með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda.

STÆRÐ9’0” #49’0” #59’0” #69’0” #79’0” #8VERÐ 59.900,-

STÆRÐ9’0” #49’0” #59’0” #69’0” #79’0” #89’6” #8VERÐ 49.900,-

SAGE FLIGHT PAKKI

Sage Flight fluguveiðisettið er að okkar mati einhver besti fluguveiðipakkinn á markaðnum. Flight stöngin er fjögurra hluta hröð stöng sem auðvelt er að vinna með. Sage Flight flugu-veiðipakkinn er fáanlegur fyrir línuþyngd 6 og 8.Sage “large arbour” hjól með góðri diskabremsu fylgir í pakkanum ásamt vandaðri flotlínu frá Rio, undirlínu og taumi. Hólkur fylgir.Sage Flight stöngin er með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda.

SAGE VANTAGE PAKKI

Vantage stöngin er fjögurra hluta miðhröð stöng. Byrjendur eiga auðvelt með að ná tökum á fluguköstum með Vantage stönginni sem vinnur vel niður í handfang. Sage Vantage fluguveiðipakkinn er fáanlegur fyrir línuþyngd 6 og 8.Sage “large arbour” hjól með góðri diskabremsu fylgir í pakkanum ásamt vandaðri flotlínu frá Rio, undirlínu og taumi. Hólkur fylgir.Stöngin er með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda.

STÆRÐ9’0” #69’0” #8VERÐ 79.990,-

STÆRÐ9’0” #69’0” #8VERÐ 69.990,-

Page 9: Veidi 2012

Ekki bara stangir. Hjól, töskur og húfur frá Sage.

Farðu varlega þegar þú setur saman og þræðir stöngina þína. Dragðu línuna í gegnum lykkjurnar í beinu átaki frá hjóli án þess að beygja toppinn.

Reyndu eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að lakkið á stönginni rispist. Lítil rispa veikir grafítið svo stöngin getur hrokkið í sundur í kasti síðar.

Þegar þungum flugum og túpum er kastað, ekki síst keilutúpum og kúluhausum er gott að breyta kasti þannig að kastlykkjan verði opnari. Það minnkar líkur á því að flugan eða túpan sláist í stöngina. Skemmd kemur í grafítið ef fluga lemst í stöngina í kasti. Stöngin veikist við þetta og getur hrokkið í sundur.

Ef fluga er föst í botni á ekki að reyna að losa festuna með því að sveigja stöngina eða rykkja í hana. Best er að leggja stöngina í beina stefnu við festuna og toga í línuna. Það er betra að slíta taum eða skemma flugu heldur en að brjóta stöng ekki satt?

Ef stöngin þín á það til að festast á samsetningum getur verið gott að vaxbera samsetn-inguna.Taktu stöngina þína alltaf í sundur þegar veiðum er lokið til að koma í veg fyrir að samsetningar grói saman.

Þurrkaðu stöngina þína og settu hana í þurran stangarpoka áður en þú kemur henni fyrir í hólk til geymslu.

Þegar þú setur stöngina þína í poka er ráðlegt að toppendinn liggi með handfanginu til þess að verja toppendann sem er grennsti og viðkvæmasti hluti stangarinnar.

Farðu vel með veiðistangirnar þínar. Þvoðu þær reglulega úr mildu sápuvatni, skolaðu og þurrkaðu vel fyrir geymslu. Ef stangarhlutar eru fastir saman er ráðlagt að fá einhvern til að aðstoða þannig að hvor um sig tekur um hvorn stangarhluta. Varist að snúa heldur skal reyna að toga í sundur í beinu átaki. Hitabreyting getur auðveldað að losa stangarhlutana svo sem ef samsetningu er haldið ofan við heita gufu úr hraðsuðukatli í nokkrar sekúndur. Ef allt þrýtur er ráðlegt að leita til verslunar þar sem stöngin var keypt.

MEÐFERÐ OG VIÐHALD VEIÐISTANGA

FLEIRA FRÁ SAGE

TYPHOON WAIST PACKVatnsheld mittistaska

TYPHOON DAY PACKVatnsheldur bakpoki með stangarfestingu

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Gjafabréfin okkar eru tímalaus og gilda á öllum útsölum og tilboðum. Gjafabréfin okkar gilda í þrem veiðibúðum og því án efa besti kostur þegar velja skal gjöf. Þú færð gjafabréf veiði-mannsins í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn, Hafnarfirði.

Page 10: Veidi 2012

Að okkar mati bjóðum við nú íslenskum veiðimönnum bestu fáanlegu flugu-stangir á markaðnum; Sage og Winston en við höfum lengi haft augastað á að bæta Winston stöngunum við úrval okkar. Winston stangirnar eru í hæsta gæðaflokki flugustanga ásamt Sage en þó með gjörólíkan karakter.Toppstangirnar frá Winston hafa verið kallaðar „Green Stick“ vegna þess að þær hafa allar verið í þessum fallega græna Winston lit. Framleiðandi Winston hefur farið sínar eigin leiðir í efnisvali því Boron efnið hefur verið notað í stangirnar síðan 1998.Við erum stolt af því að bjóða nú íslenskum fluguveiðimönnum flugu-stangir frá Winston.

“BORON GRAFÍTBLANDAN ER AFSPRENGI ÞRÓUNARVINNU Í TENGSLUM VIÐ GEIMFERÐIR EN VIÐ UPPGÖTVUÐUM MUN MIKILVÆGARI NOT FYRIR EFNIÐ. FLUGUSTANGIR”.

Winston hóf framleiðslu úr Boron árið 1998. Þróunin hefur stöðugt haldið áfram og nú er komin til sögunnar Bor-on III sem er enn léttari og kraftmeiri en eldri stangir.Boron er fimm sinnum sterkara og tvisvar sinnum stífara en stál en samt léttara en ál. Boron blandan er um 20% sterkari en hefðbundið grafít sem notað er í flestar stangir.Boron III er bæði sterkara og sveigjan-

legra en Boron II. Með því að nota Boron III í neðsta hluta stanganna fáum við enn aflmeiri stangir en eldri stangir en um leið léttari.Boron III stangirnar frá Winston eru frábærar alhliða stangir hvort heldur sem kasta þarf langt, kasta þarf þung-um flugum og túpum eða með mikilli nákvæmni.Við segjum gjarnan að Winston sé best geymda leyndarmálið á íslenskum fluguveiðimarkaði þar sem lítið hefur farið fyrir markaðssetningu þeirra þar til nú. Winston á sér þó stóran hóp harðra aðdáenda hér á landi sem sífelt fer stækkandi.Hefur þú prófað Winston? Ef ekki er aldeilis tími til kominn.

Nú færðu gott úrval Winston flugu-stanga bæði í Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði og í Veiðihorninu Síðumúla.Winston er best geymda leyndarmálið.Hefur þú prófað?Kíktu til okkar og skoðaðu Winston.

AF HVERJU WINSTON?

EINSTAKUR KARAKTER

EINSTÖK GÆÐI

GRÆNU STANGIRNAR “GREEN STICKS”ERU FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM

ALLAR MEÐ LÍFSTÍÐARÁBYRGÐFRÁ FRAMLEIÐANDA

Page 11: Veidi 2012

“ALL THE GREEN RODS FROM WINSTON

ARE MADE IN THE USA! THANKS FOR

DOING IT IN THE USA.- BILL BOYNTONR”

WINSTON BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ

Page 12: Veidi 2012

WINSTON

VSL & PASSPORT BESTU KAUP

WINSTON

GVXWINSTON TILFINNINGIN

STÆRÐ11’6” #6/712’6” #7/8

VERÐ 149.990,-

STÆRÐ13’3” #7/814’0” #8/9VERÐ 149.990,-

STÆRÐ9’0” #59’0” #69’0” #7VERÐ 89.990,-

Hröð og kraftmikil stöng. Þessar tvær stærðir af tvíhendum eru eins og hannaðar fyrir Ísland. 11, 6 og 12,6 feta tvíhendur eru sniðnar fyrir íslenskar ár. Kraftmiklar stangir sem ráða vel við íslensku goluna.

Miðhraðar tvíhendur með djúpa hleðslu. Hér fer saman mikill kraftur og fínleiki. 13,3 og 14 feta tvíhendur. Hentug stærð fyrir stærri íslenskar ár. Ótrúlega léttar stangir líkt og allar Winston „Green Stick“ stangirnar.

VSL stendur fyrir „Very Smooth, and Light“. Hér er á ferð létt og mjúk stöng án þess að vera hæg. VSL fyrirgefur byrjendum ófullkominn kaststíl og er skemmtileg í fiski.

Passport hefur komið gríðarlega á óvart og fengið frábæra dóma alls staðar þar sem um hana hefur verið fjallað. Ódýrasta stöngin frá Winston en slær út margar mun dýrari stangir flestra keppinautanna.

Einhendur með klassískum Winston karakter. Það býr mikill kraftur og mjúk tilfinning í Winston GVX.

PASSPORT STÆRÐ9’0” #49’0” #59’0” #69’6” #79’0” #8

VSL STÆRÐ9’0” #49’0” #59’0” #69’6” #79’0” #8

VERÐ 59.990,- VERÐ 49.990,-

with Boron, made in the USA

with Boron, made in the USA

made in the USA

WINSTON

BII MXFEYKNA KRAFTUR

WINSTON

BIIXDJÚP HLEÐSLA

made in the USA

made in the USA

Page 13: Veidi 2012

WINSTON

BIIIXEINFALDLEGA ÓTRÚLEG

Tvö orð sem lýsa þessari stöng best. „Einfaldlega ótrúleg“. Þriðja kynslóð Boron / grafítblöndunnar sem Win-ston stangirnar eru þekktastar fyrir. Af mörgum talin besta flugustöngin á markaðnum.Hvort heldur þú þarft að teygja þig langt út á breiðuna á móti sterkum vindi eða kasta varlega á lítinn blett nálægt þér ræður Winston Boron IIIX við það. Ótrúleg alhliða stöng fyrir allar aðstæður.Joan Wulff er einn af ráðgjöfum Winston segir um þessa stöng: „Hér er ótrúleg blanda af hraða, krafti og Winston mýkt“

PASSPORT STÆRÐ9’0” #49’0” #59’0” #69’6” #79’0” #8

[ ]I have been working as a guide for many years, and have used various rods throughout my career. I have always been very critical of the gear I use, as high quality equipment is essential to success on the water. Until recently I have never been completely satisfied with a fly rod. That was before acquiring my Winston 9 1/2’ 7wt BIIIx. This rod has not only fulfilled my expectations, but surpassed what I had previously thought possible. My Winston can cover any situation that is pre-sented to me on the water. From throwing large streamers and sink tips, to fishing deep with indicators, this rod does it all. Its extremely smooth but powerful taper turns over large heavy streamers, and awkward indicator rigs with ease.- John Sibert

with Boron, made in the USA

STÆRÐ9’0” #59’6” #59’6” #69’6” #710’0” #79’0” #89’0” JWF* #8* Joan Wulff Special handle

VERÐ 119.990,-

Joan Wulff Special

Page 14: Veidi 2012

STÆRÐ9’6” #710’0” #610’6” #711’0” #8VERÐ 109.990,-

STÆRÐ13’3” #8/914’6” #9/10VERÐ 149.990,-

STÆRÐ13’3” #8/914’6” #9/10VERÐ 149.990,-

Infinity er frábær blanda hönnunar og gæða í efnisvali. Grafít Infinity stangarinnar gerir þér kleift að kasta af mikilli nákvæmni hvort sem þú kastar langt eða stutt. Infinity stöngin er jafnt kröftug einhenda en um leið nett tvíhenda því henni fylgir hin sérstaka „Z“ framlenging sem festist aftan á stöngina. Bogna framlengingin er úr stamri blöndu úr gúmmíi og korki. Lagið á framlengingunni svo og á handföngunum á Zpey tvíhendunum gerir þér kleift að halda stönginni nær líkamanum þegar þú framkvæmir undirhandarköst. Þú lætur neðri höndina vinna á meðan sú efri er sem næst bringunni. Þannig má kasta lengi án þess að þreytast.

Instinct tvíhendurnar eru gríðarlega aflmiklar stangir með djúpa hleðslu. Stangirnar ráða vel við öll köst hvort heldur sem þú vilt kasta undirhandar köstum eða rúlluköstum (Spey).

[ ]We in Zpey would like to offer a pragmatic view on choices. Whether it’s about, speycasting or overhead casting, single or double hand casting or about single or double hand fly rods, our advice is: “Why choose? Why not have it all?” The concept of “Zpey Switch” is all about pure, single hand fly rods that, through an attachable handle (of the bent kind) become light double handed rods of equal purity. The rods were very well received by fly fishers all over the world. Sev-eral models were proclaimed “Best in Test” in different magazines.

ZPEY

INFINTYHRÖÐ EN FÍNLEG

ZPEY

INSTINCTDJÚP HLEÐSLA

Page 15: Veidi 2012

Zpey er eitt af skandinavísku merkjunum sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu árum. Frumkvöðullinn, norðmaðurinn, Arve Evensen, kom fyrstur fram með hugmyndina að beygja handfangið í því skyni að hægt væri að halda stönginni nær líkamanum í undirhandarköstum og með því móti að minnka hreyfingar svo unnt væri að kasta og veiða leng-ur án þess að þreytast.Bogna handfangið frá Zpey krefst annarrar hönnunar á stangarefninu eða grafítblöndunni. Neðsti hluti stangarinnar þarf að vera bæði stífari og kraftmeiri en í stöngum með hefðbundnu handfangi.Að okkar mati stendur Zpey fremst skandinavísku merkjanna í hönnun flugustanga í dag.

““WHEN I DESIGN RODS I DO IT ON THE RIVER, NOT IN AN OFFICE, AND I START WORKING ON A NEW ROD SERIES YEARS BEFORE IT IS BROUGHT TO MARKET.”

Henrik Mortensen, developer

ZPEY ZERO SWITCH FLUGUVEIÐIPAKKIZpey Zero kom fyrst á markaðinn í ársbyrjun 2010. Hér eru þessi vinsælu sett komin aftur en nú með enn betri og kröftugri stöng. Hleðsla nýju stangarinnar er mun dýpri. Zpey Zero er fáanleg sem 9 feta einhenda fyrir línu 5 og 9,6 feta einhenda fyrir línu 7. Stöngunum fylgir Zpey Switch handfang sem auðvelt er að bæta aftan við hjólsætið og breyta stöngunum þannig í minni tvíhendur. Með því móti er auðveldara að rúllukasta sem er nauðsynlegt í erfiðu baklandi t.d. ef trjá- gróður eða hár bakki er fyrir aftan veiðimann.Settinu fylgir Zpey Zero fluguhjól sem er úr léttmálmi. Hjólið er “large arbour” og með afar öflugri bremsu. Þá fylgir settinu vönduð Zpey skotlína, undirlína og taumur. Allt settið kemur í vönduðum hólki.Hér er á ferð vandað sett jafnt fyrir byrjendur og reyndari fluguveiðimenn.

STÆRÐ VERÐ #5 9’0” 69.900,-#7 9’6” 79.900,-

TVÍHENDUPAKKI#8/9 12’0” 109.900,-#9/10 14’0” 119.900,-

Page 16: Veidi 2012

Scierra Switch system

Push down to release.

SCIERRA

HM+HRAÐAR STANGIR

SCIERRA

STONE FLYSNARPAR STANGIR

SCIERRA

FLYLITEV2

MIÐHRÖÐ

Einhendur frá 39.900,-Tvíhendur frá 69.900,-

Einhendur frá 39.900,-Tvíhendur frá 59.900,-

Verð frá 44.990,-

Millihraðar stangir með djúpri hleðslu. Vinsælar miðhraðar stangir sem auðvelt er að kasta með. Stangarlína sem spannar frá nettum silungastöngum upp í kröftugar tvíhendur.

Scierra HM kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2003 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Scierra HM+ kemur í beinu framhaldi en er nú enn aflmeiri og léttari en gamla góða Scierra HM.

42T Nano stangarefni gerir þessa stöng snarpa eða hraða. Nýja Stoneflystöngin er ekki síst skemmtileg í silungsveiðina.

Page 17: Veidi 2012

Scierra Switch system

SCIERRA

ANTHRAÐAR STANGIR

Nýjasta Scierra stöngin og ein sú besta frá upphafi. ANT stöngin er byggð á þróaðri NANO tækni í samvinnu við Composite Developements LTD í Nýja Sjálandi.Scierra ANT er hröð og kraftmikil stöng. Þú kastar lengra og af meiri nákvæmni með Scierra ANT.

STÆRÐ9’0” #59’1” #69’3” #79’5” #8Verð 59.990,-

Scierra er eitt af fjölmörg-um skandinavískum veiðivörumerkjum. Stóri munurinn á Scierra og hinum skandinavísku merkjunum er verðið. Vöðlurnar, jakkarnir, hjólin, línurnar og stangirnar frá Scierra er framúrskarandi búnaður á góðu verði.

AF HVERJU SCIERRA?

SKANDINAVÍSK HÖNNUN

GÓÐ VARA

SANNGJARNT VERÐ

MARGRA ÁRA REYNSLA Á ÍSLANDI

SCIERRA TACTICAL SKOTLÍNUKERFIÐ EINHVERJAR VINSÆLUSTU SKOTLÍNURNAR Í 10 ÁR

Page 18: Veidi 2012

Redington vörurnar hafa sann-að sig hér á landi undanfarin ár. Líklega eru þau vandfundin fluguveiðisettin sem notið hafa sömu vinsælda og Redington fluguveiðipakkarnir.Vel heppnaðar, vandaðar og góðar stangir ásamt góðum flugu-hjólum og flotlínum frá Rio.

STÆRÐ9’0” #59’0” #8VERÐ 29.900,-

STÆRÐ - TVEGGJA HLUTA9’0” #69’0” #8VERÐ 24.900,-

REDINGTON CROSSWATER FLUGUVEIÐIPAKKIMiðhröð stöng sem hentar byrjendum og lengra komnum. Stöngin er fáanleg fyrir línu 5 eða 8. og í tveim eða 4 hlutum. Í pakkanum er gott „large arbour“ fluguhjól ásamt Rio flotlínu og undirlínu. Hólkur fylgir. Vandaður búnaður á afar hagstæðu verði.

REDINGTON CROSSWATER YOUTH FLUGUVEIÐIPAKKISamskonar pakki og Crosswater nema að stöngin í þessum pakka er örlítið styttri og svolítið léttari. Þessi pakki er því hugsaður fyrir yngri kynslóðina. Veldu vandaðan búnað fyrir þann sem er að stíga sín fyrstu skref á fluguveiðibrautinni.

VERÐ 29.900,-

STÆRÐ9’0” #59’0” #8VERÐ 39.900,-

REDINGTON PURSUIT FLUGUVEIÐIPAKKIVandaður búnaður sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Stöngin í þessum pakka er heldur aflmeiri en Crosswater stöngin. Vandað hjól. Góð flotlína, undirlína og fjögurra hluta stöng með lífstíðarábyrgð. Hólkur fylgir.

AF HVERJU REDINGTON

BANDARÍSK HÖNNUN

HAGSTÆTT SAMSPIL VERÐS OG GÆÐA

REDINGTON PURSUIT STÖNGEinnig fáanlegar stakar Redington fjögurra hluta flugustangir í hólk og með lífstíðar ábyrgð. VERÐ AÐEINS 29.900,-

Page 19: Veidi 2012

SAVAGE GEAR LAXAHÁFURSavage Gear framleiðir fyrst og fremst vörur fyrir ránfiska á borð við geddur. Háfarnir frá Savage Gear hafa notið vinsælda meðal laxveiðimanna því hér eru á ferð háfar sem eru fisléttir og með góðu hnútalausu neti. Háfana er hægt að leggja saman svo lítið fer fyrir þeim. Verðið kemur á óvart.Stærð háfs 65 x 50 sm. Lengd skafts 105 sm.

VERÐ 9.995,-

MACLEAN LAXAHÁFURÁn efa bestu háfarnir á markaðnum. Glampafrír og sterkur rammi úr áli. Hnútalaust, djúpt net. Innbyggð vigt. Allt eru þetta nauðsynlegir kostir, ekki síst í þeim tilfellum þegar sleppa á laxi.Allir helstu veiðileiðsögumenn landsins nota McLean laxaháfa.

VERÐ 29.900,-

ALLIR HELSTU VEIÐILEIÐSÖGU-MENN LANDSINS NOTA MCLEAN LAXAHÁFA

RON THOMPSON OG DAM HÁFARGott úrval af háfum í lax- og silungsveiði. Allt frá saman-brjótanlegum háfum með lengjanlegu skafti niður í litla og netta háfa til að hengja á bakið. Gott verð.

Page 20: Veidi 2012

WATERWORKS VANQUISHVanquish var upphaflega hannað og framleidd fyrir veiðar á Tarpon og öðrum stórum, spretthörðum sjávarfiskum. Með því að létta Vanquish hjólið verulega varð LT útgháfan til en Vanquish LT er líklega eitt besta fluguhjólið á markaðnum í dag. Fislétt en um leið sterkt hjól þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín. Vanquish er líkt og önnur hjól frá þessum frábæra framleiðanda smíðað úr fáum hlutum og því er fátt sem getur bilað í Waterworks Lamson hjólunum. Ólíkt hefðbundnum diskabremsum fluguhjóla er bremsubúnaðurinn í Waterworks Lamson hjólunum keilulaga. Bremsuflöturinn er því stærri og bremsuátakið mýkra.Waterworks Vanquish er með harðri brynju („hard allox“) og því rispufrítt.

Stærð Verð #56LT 108g 98.900,- #78LT 145g 109.900,- #8LT 207g 119.900,-#10LT 286g 129.900,-

Myn

d: N

ils Jö

rgen

sen

Myn

d: N

ils F

olm

er Jö

rgen

sen

LAMSON LITESPEEDToppurinn í Lamson hjólunum. Sami bremsu-búnaður og í Waterworks Force hjólinu. Létt, fallegt og sterkt hjól með góðri bremsu. Brynjað með „hard allox“.

Stærð Verð 2.0 #4-5 108g 54.900,- 3.0 #6-7 145g 62.000,- 3.5 #7-8 167g 65.900,-

LAMSON VELOCITYBrynjað með „hard allox“. Munurinn á Velo-city og Litespeed er einkum þyngdarmunur þar sem Velocity hjólið er örlítið þyngra. Sami bremsubúnaður.

Stærð Verð 2.0 #4-5 42.900,- 3.0 #6-7 46.900,- 3.5 #7-8 49.900,-

LAMSON GURUVandað hjól á hagstæðu verði. Lamson Guru er rennt úr heilli álblokk en ekki steypt eins og ódýrari hjól. Sami vandaði bremsu-búnaður og prýðir önnur Lamson fluguhjól. Einhver bestu kaupin í vönduðum hjólum á markaðnum.

Stærð Verð 1,5 #3-4 32.900,- 2,0 #5-6 34.900,-3,0 #7-8 36.900,-

LAMSON KONICÓdýrasta hjólið frá Lamson. Byggt upp á sama einfaldleika og með sömu góðu bremsunni. Stóri munurinn á Konic og öðrum Lamson hjólum er að Konic er steypt en hin hjólin rennd. Steypt hjól eru ódýrari í framleiðslu þar sem bæði ferlið er ódýrara og minna hráefni þarf til framleiðslunnar.

Stærð Verð 1,5 #3-4 25.900,- 2,0 #5-6 25.900,- 3,0 #7-8 20.900,-

Page 21: Veidi 2012

WATERWORK FORCE SLNýjasta hjólið frá Waterworks. Enn léttara en Vanquish hjólið. Bremsubúnaður byggður á sömu hugmynd. Einfalt, fallegt og sterkt hjól með ótrúlegri bremsu. Brynjað með „hard allox“.

Stærð Verð 2x #5-6 84g 75.900,-3 #6-7 94g 78.900,-3x #7-8 97g 79.900,-

WATERWORKS LAMSON ER ENGINN VENJULEGUR FRAMLEIÐANDI. ÞRÓUN, HÖNNUN, UPPFINNINGAR

EINKENNA WATERWORK LAMSON. ÞAÐ ÞARF EKKI ANNAÐ EN AÐ LÍTA

Á FLUGUHJÓLIN FRÁ ÞESSU BANDA-RÍSKA FYRIRTÆKI AÐ AUGLJÓST ER AÐ

HÉR ERU FRUMKVÖÐLAR Á FERÐ.FALLEG HÖNNUN, EINFALDLEIKI OG FRÁBÆR BREMSUBÚNAÐUR EINKENNA

FLUGUHJÓLIN FRÁ WATERWORKS OG LAMSON.

Framleidd íBandaríkjunum

Page 22: Veidi 2012

ABEL SUPER SERIESAbel Super serían hefur verið á markaði meira og minna óbreytt í 13 ár. Abel hjólin eru gríðarlega sterk, smíðuð úr besta flugvélaáli sem völ er á. Abel hjólin eru með korkbremsu sem gerð er til þess að þreyta öflugustu sjávarfiska á borði við Tarpon og Tuna eða stærstu laxana í rússnesku ánum.Abel hjólin eru framleidd í Bandaríkjunum.

Verð frá 134.900,-

Abel Super hjólin færðu í Veiðihorninu Síðumúla 8. Ódrepandi bandarísk hjól

Myn

d: N

ils F

olm

er Jö

rgen

sen

SCIERRA TX2+ FLUGUHJÓLÞetta er toppmódelið frá Scierra. Hjólið er rennt úr sterku áli. Bremsubúnaður er einstakur og bremsustillingin á TX2+ hjólinu er einstök. Sjón er sögu ríkari. Scierra TX2+ er án efa einhver bestu kaup í fluguhjólum í vandaðri kantinum í dag.

Stærð Verð #79 39.990,-#810 42.990,-

SCIERRA ORBIT FLUGUHJÓLNýjasta fluguhjólið frá Scierra. Falleg hönnun. Létt en sterkt hjól með góðum bremsubúnaði. Fáanlegt í nokkrum stærðum sem henta jafnt í silungs- og laxveiði. Góð hjól á afar hagstæðu verði.

Stærð Verð 5/6 18.995,- 7/9 18.995,-

Myn

d: N

ils F

olm

er Jö

rgen

sen

MADE IN THE USA

Page 23: Veidi 2012

TIBOR REELS BY TED JURACSIK

Tibor hjólin eru löngu þekkt fyrir geysiöflugan bremsubúnað sem byggir á korki. Hjólin eru smíðuð úr sterkasta áli sem fáanlegt er.Líkt og Abel hjólin þá eru Tibor hjólin ekki þau léttustu. Hjólin henta engu að síður á kraftmiklar laxaeinhendur og allar tvíhendur. Tibor bremsan höndlar stærstu fiska. Flestir veiðimenn sem leggja leið sína á slóðir þar sem stærstu laxar veiðast velja Tibor eða Abel hjól á stangir sínar.

Verð frá132.900,-

Tibor hjólin færðu í Veiðibúðinni við lækinn. Gríðarlega sterkbyggðog vönduð hjól.

OKUMA AIRFRAMEPAKKIAirframe hjólið er „large arbour“ hjól með góðri diskabremsu og stórri bremsustillingu. Hjólinu fylgja 4 spólur og öllu er haganlega komið fyrir í tösku sem fylgir. Okuma Airframe settið kemur í tveim stærðum. Annars vegar fyrir línu 4 til 6 og hins vegar fyrir laxveiðimanninn í stærðum 7 til 9.Verð 12.995,-

OKUMA SLV FLUGUHJÓLSLV hjólið frá Okuma er líklega mest keypta fluguhjól á Íslandi síðustu árin. Létt hjól úr áli. Góð diskabremsa og stór bremsu-stilling. Hjólið er breiðkjarna hjól eða „large arbour“Líklega einhver bestu kaup í fluguhjólum á markaðnum í dag.Stærð - Verð2/3 - 11.995,- 4/5 - 5/6 - 7/8 - 13.995,- 8/9 - 10/11 - 15.995,-

Íslenska fluguhjólið

EINARSSON INVICTUS FLUGUHJÓLVið erum stolt af því að bjóða viðskiptavinum okkar hin einstöku Einars-son fluguhjól sem framleidd eru á Ísafirði. Einarsson hjólin eru alfarið hönnuð og þróuð hér á landi og standa bestu erlendu hjólum jafnfætis. Einarsson framleiðir tvær gerðir fluguhjóla. Annars vegar Einarsson Plus hjólin sem fáanleg eru í þrem stærðum og hins vegar Einarsson Invictus hjólin sem eru búin einstökum bremsubúnaði sem nefndur er SAB og hefur verið hannaður af hugvitsmönnum á Ísafirði í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. SAB búnaðurinn er frábrugðinn öðrum þekktum búnaði í fluguhjólum að því leiti að stífur gormur tekur af „höggið“ áður en bremsan fer að vinna. Þessi búnaður minkar því líkur á því að taumur slitni þegar fiskur tekur með offorsi og rýkur út.

Stærð Verð 8 - #7/9 108.900,- 10 - #9/11 118.900,-

EINARSSON PLUSEinhver bestu fluguhjólin á markaðnum og ekki skemmir að hér eru á ferð alíslensk hjól, smíðuð hjá Einarsson á Ísafirði.Hjólin eru fáanleg í tveim litum - silfur og svart og þrem stærðum.

5+ - Gott hjól í silungsveiðina. Fyrir línuþyngd 5 til 6. Vegur aðeins 168 grömm. Verð 64.900,-7+ - Gott hjól í laxveiðina. Fyrir línuþyngd 7 til 8. Vegur aðeins 198 grömm. Verð 69.900,-9+ - Öflugt tvíhenduhjól í laxveiðina. Fyrir línuþyngd 9 til 10.Vegur aðeins 232 grömm. Verð 74.900,-

Hægt er að fá Einarsson hjólin merkt með nafni. Íslenska Einars-son fluguhjólið er góð gjöf.

Page 24: Veidi 2012

RON THOMPSON TYRAN VEIÐISTÖNGEin mest keypta kaststöngin okkar. Sterkbyggðar stangir sem hafa mikið lyftiþol. Fáanlegar 8, 9 og 10 feta. Vinsæl miðhröð, sterk stöng. Stangarpoki fylgir.

8 fet – 10 til 30 gr.9 fet – 7 til 25 gr.9 fet – 15 til 45 gr.10 fet – 20 til 60 gr.

VERÐ 11.995,-

RON THOMPSONSTEELHEAD PRO SPIN Vinsælar miðhraðar stangir. Breið lína eða allt frá 7 feta nettum stöngum í silung upp í 10 feta stangir fyrir 10 til 40 gr. beituþyngd í stærri fisk. Steelhead Pro er tveggja hluta og kemur í stangarpoka.

7 fet – 5 til 20 gr. / 8 fet – 7 til 28 gr.9 fet – 7 til 28 gr. / 10 fet – 10 til 40 gr.

VERÐ AÐEINS 9.995,-

10 kg!

RON THOMPSON EVO CONCEPT SURFÓdýr strandveiðistöng fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessum skemmti-lega veiðiskap. 13 feta, 3ja hluta strandveiðistöng fyrir beituþyngd 100 til 250 gr. Aðeins í Sportbúðinni. VERÐ 8.995,-

RON THOMPSON EVO CONCEPTMikið fyrir lítið er slagorð sem yfirfæra má á Evo Concept stöngina. Létt, tveggja hluta stöng frá 6 til 9 fetum. Hentar í allar aðstæður. Stangarpoki fylgir.

6 fet – 2 til 20 gr. / 7 fet – 5 til 20 gr.8 fet – 10 til 30 gr. / 9 fet – 10 til 40 gr.

VERÐ AÐEINS 5.995,-

RT SCANDINAVIAN SPECIALIST WORM STICK 17 feta löng stöng í ormarennsli. 15 til 45 gramma beituþyngd. Grafítstöng með AAA kork í handfangi. Þriggja hluta stöng. Stangarpoki fylgir.

VERÐ 24.995-

Page 25: Veidi 2012

RON THOMPSON MERKIÐ ER LÖNGU ORÐIÐ ÞEKKT HÉR Á LANDI

FYRIR GÆÐI OG GOTT VERÐ. ÞAÐ ERU EKKI SÍST VEIÐISTANGIRNAR

SEM HAFA AFLAÐ RON THOMPSON VINSÆLDA ÞVÍ ÚRVALIÐ ER

GOTT OG STANGIRNAR EINSTAKLEGA SKEMMTILEGAR OG Á VERÐI

SEM SLÆR ALLT ÚT.

DAM ER YFIR 130 ÁRA ÞÝSKT FYRIRTÆKI. ALLAR VÖRUR DAM ERU

HANNAÐAR Í HÖFUÐSTÖÐVUNUM Í SUÐURHLUTA ÞÝSKALANDS.

FRÁ DAM BJÓÐUM VIÐ GOTT ÚRVAL HÁGÆÐA KASTSTANGA OG

HJÓLA SEM FARIÐ HAFA SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. HJÁ OKKUR

FÆRÐU GOTT ÚRVAL AF VÖNDUÐUM KASTSTÖNGUM OG STRAND-

VEIÐISTÖNGUM FRÁ DAM Í ÞÝSKALANDI.

SAVAGE GEAR SÍLIKONBEITAN ER AÐ GERA ALLT VITLAUST Í URRIÐAVEIÐINNI

SAVAGE GEAR 4PLAY SÍLIN ERU ÓTRÚLEGA EÐLILEG Í VATNI OG VEIÐA VEL

Aðeins í Sportbúðinni Krókhálsi 4

DAM POWER TROUT KASTSTÖNG„Power Trout System“ er ný lína frá DAM, sérstaklega hönnuð fyrir silungsveiði. Kraftmiklar en léttar stangir úr TC24 grafíti. PTS stöngin er fáanleg í tveim lengdum og er tveggja hluta. Stangarpoki fylgir.

8 fet – 5 til 25 gr.9 fet – 10 til 30 gr.

VERÐ 13.995,-

DAM SHADOW KASTSTÖNGStíf og kraftmikil stöng einkanlega hugsuð fyrir stóra ránfiska. Hentar vel í stóran urriða, lax og sjóbirting. Vönduð stöng úr góðu grafíti. Tveggja hluta stöng, fáanleg í þrem lengdum. Stangarpoki fylgir.

9 fet – 10 til 45 gr.10 fet – 10 til 45 gr.11 fet – 10 til 45 gr.

VERÐ 14.995,-

Page 26: Veidi 2012

DAM ULTRA STRONG POWER TIP KASTSTÖNGAfar sterk stöng sem er hugsuð fyrir löng köst með þungri beitu. 9 fet fyrir allt að 50 gr. beituþyngd. Stöngin er í tveim hlutum. Stangarpoki fylgir.

VERÐ 9.995,-

DAM IMPRESSA KASTSTÖNGVinsæl mjúk stöng. Gerð fyrir léttari beitu og hugsuð í netta veiði. Impressa er í tveim hlutum. Stangarpoki fylgir.

7 fet – 5 til 25 gr. / 8 fet – 5 til 25 gr.9 fet – 5 til 25 gr. / 10 fet – 5 til 25 gr.

VERÐ 10.995,-

OKUMA PINK PEARL KASTSTÖNGSterkar 8,2 feta stangir fyrir ungar veiðikonur.  10 til 30 gramma beituþyngd.  Tveggja hluta stöng í fallegum poka.  Við mælum með Okuma Pink Pearl spinnhjólinu með þessari stöng. Poki fylgir.

VERÐ 9.995,-

Frábært úrval af kaststöngum í Sportbúðinni

KASTSTANGIR

DAM DEVILSTICK KASTSTÖNGEin vinsælasta DAM stöngin okkar. Kraftmikil og sterk stöng sem fáanleg er í allt að 12 fetum fyrir allt að 40 gramma beituþyngd. Vinsæl stöng í Veiðivötn. DAM Devilstick kemur í tveim eða þrem hlutum. Stangarpoki fylgir.

9 fet – 15 til 40 gr. / 10 fet – 15 til 40 gr.11 fet – 15 til 40 gr. / 12 fet – 14 til 40 gr.

VERÐ FRÁ 16.995,-

KASTSTANGIR

Page 27: Veidi 2012

KASTSTANGIR SJÓSTANGIRSJÓSTANGIR

OKUMA DISTANCE SALT SURFKraftmikil og öflug strandveiðistöng. 14 feta, 3ja hluta strandveiðistöng fyrir beituþyngd 100 til 200 gr. Aðeins í Sportbúðinni.

VERÐ 18.995,-

DAM SEA SNIPER SURFÖflug, miðhröð strandveiðistöng í þrem hlutum. Gott Verð.14 feta, 3ja hluta strandveiðistöng fyrir beituþynd 100 til 200 gr.Aðeins í Sportbúðinni.

VERÐ 9.995,-

DAM STEELPOWER TELE SURFÞessi strandveiðistöng er ein vinsælasta stöngin í sínum flokki ekki síst vegna þess að hún er útdraganleg.11 eða 12 feta teleskópiskar strandveiðistangir fyrir beituþyngd 100 til 250 gr.Aðeins í Sportbúðinni.

VERÐ 16.995,-

OKUMA SALINA SURF Okuma strandveiðistöng fyrir beituþyngd allt að 200 grömm. Kraftmikil og sterkbyggð stöng. Aðeins í Sportbúðinni.

VERÐ 14.995,-

Page 28: Veidi 2012

OKUMA BOOSTERHjól sem kemur í þrem stærðum. 130 fyrir silungsveiði, 140 fyrir blandaða veiði og 150 fyrir laxveiði og stærri fiska.

Verð aðeins 4.595,-

OKUMA PINK PEARLVandað hjól með bremsustillingu að framan og fjórum legum. Ein stærð.

Verð aðeins 8.995,-

OKUMA SAFINA PROVönduð hjól á hagstæðu verði. Tvær stærðir. 30 fyrir silungsveiði og 40 fyrir alla blandaða veiði.

Verð aðeins 9.995,-

DAM QUICK HYBRID FDVandað hjól frá DAM í Þýskalandi. 7 vandaðar legur og öflugur bremsubúnaður með frambremsu.

Verð 48.995,-

DAM QUICK TOXIC RDGott hjól með 7 vönduðum legum og öflugum bremsubúnaði með afturbremsu.

Verð 28.995,-

OKUMA ELECTRONVinsæl hjól á hreint ótrúlegu verði. Þrjár stærðir. 130 fyrir silungsveiði, 140 fyrir blandaða veiði og 150 fyrir laxveiði. Aukaspóla og áspólað girni fylgir.

Verð aðeins 5.995,-

OKUMA ATOMIC 165Ódýr valkostur þegar kemur að góðu strandveiðihjóli. Aðeins í Sportbúðinni.

Verð aðeins 6.995,-

OKUMA SAFINA NOIRÖflugt strandveiðihjól. Fáanlegt í tveim stærðum. 65 og 85. 6 legu hjól. Aðeins í Sportbúðinni.

Verð aðeins 16.996,-

Okuma og DAM strandveiði-hjólin fást einungis í Sport-búðinni Krókhálsi 4

Page 29: Veidi 2012

SPINN- & STRANDVEIÐIHJÓL

HJÁ OKUMA STARFA TUGIR VERK- OG TÆKNIFRÆÐINGA SEM

SÍFELT VINNA AÐ ENDURBÓTUM OG KOMA MEÐ NÝJUNGAR

Á MARKAÐINN. OKUMA LEGGUR ÞVÍ LÍNURNAR Í FRAM-

LEIÐSLU KASTHJÓLA.

OKUMA ER FRAMLEIÐANDI OG FRAMLEIÐIR HJÓL FYRIR

FJÖLDA ANNARRA MERKJA. OKUMA HJÓL HAFA REYNST

MJÖG VEL Á ÍSLENSKUM MARKAÐI Í Á ANNAN ÁRATUG.

DAM SPINNHJÓLIN ERU ÖLL HÖNNUÐ OG ÞRÓUÐ Í

HÖNNUNARDEILD DAM Í ÞÝSKALANDI EN FRAMLEIDD HJÁ

VIRTUM FRAMLEIÐENDUM, MEÐAL ANNARS HJÁ OKUMA.

Í YFIR 130 ÁR HAFA DAM HJÓLIN DREGIÐ AFLA Á LAND OG

VEITT MÖRGUM VEIÐIMANNINUM ÁNÆGJUSTUNDIR. DAM

HJÓLIN ERU TRAUST, ÁREIÐANLEG OG VÖNDUÐ.

DAM QUICK SLR SURFSterkbyggt og vandað strandveiðihjól með góðri spólu. Aðeins í Sportbúðinni.

Verð 18.995,-

DAM STEELPOWER SURFÖflugt strandveiðihjól með aukaspólu. Góðar legur og sterk tannhjól. Aðeins í Sportbúðinni.

Verð 18.995,-

DAM SYLT Öflugt strandveiðihjól með stærri spólu en Steelpower hjólið. Góðir gírar og sterkt kram. Aðeins í Sport-búðinni.

Verð 16.995,-

DAM QUICK SHADOW Eitt vinsælasta hjólið okkar enda sterkbyggt og gott hjól á hagstæðu verði. Tvær stærðir. Afar öflug bremsa með mjúku átaki.

Verð aðeins 14.995,-

DAM QUICK A-HEADAfar vandað hjól. Vandaðar legur, og kram úr málmi. Hátt gírað hjól með stórri spólu. Öflug bremsa með frambremsu. Hjól fyrir vandláta veiðimenn.

Verð 49.995,-

Page 30: Veidi 2012

ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI

Framleitt í Bandaríkjunumaf veiðimönnum fyrir veiðimenn

Page 31: Veidi 2012

AF HVERJU SIMMS?

SIMMS ER SÉRHÆFÐUR FRAMLEIÐANDI Á VÖÐLUM OG VEIÐIFATNAÐI

SIMMS ER Í FARABRODDI Í NÝJUNGUM

TÆKNILEGASTI OG ÁREIÐANLEGASTI VEIÐIFATNAÐURINN Á MARKAÐNUM

GORE-TEX VÖÐLUR OG JAKKAR

ALLAR GORE-TEX VÖÐLUR ERU FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM

Simms er leiðandi merki í vöðlum og veiði-fatnaði, einn af örfáum vöðluframleiðend-um sem hafa leyfi frá Gore til þess að nota Gore-tex efni í vöðlur. Notkun á Gore-tex er einn þátturinn í því sem skilur á milli Simms og annarra merkja því Gore-tex filman hefur algjöra yfirburði yfir allar aðrar öndunarfilmur á markaðnum bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun.Allar Simms Gore-tex vöðlur eru framleiddar í Bandaríkjunum. Hvert par er sérstaklega

prófað áður en vöðlum er pakkað.Simms hefur um árabil verið leiðandi í vöðlum og veiðifatnaði enda velja allir veiðileiðsögu-menn og veiðimenn sem leggja áherslu á áreiðanleika og gæði vöðlur og veiðifatnað frá Simms.Hjá Simms starfa menntaðir hönnuðir með veiðireynslu eins og sést á vörum frá Simms enda allar vörur þaulhugsaðar og gerðar til notkunar við hinar erfiðustu aðstæður.

NÁNAR UM SIMMS ...

Mynd: N

ils Jörgensen

Page 32: Veidi 2012

SIMMS

G4Z & G4 PRO“ÞÆR GERAST EKKI BETRI”

Sterkustu vöðlurnar, framleiddar í Bozeman, Montana, Bandaríkj-unum. Nánast skotheldar. Marg verðlaunaðar vöðlur, gerðar fyrir mikið álag. Þarftu að klöngrast niður í gljúfur og troðast með birkihríslum? Simms G4 eru vöðlurnar fyrir þig.

l Margra laga Gore-tex Pro Shell filmal Skálmar, seta og mitti er sérstaklega styrkt með fimm laga filmul G4Z er með vatnsheldum rennilás til þægindal Teygjanleg og sérstaklega þægileg axlaböndl Tveir flísfóðraðir vasar til að stinga höndum í l Geymsluvasar með rennilásl Stillanlegt og þægilegt neoprenbeltil Engir innanfótasaumar á skálmuml Fótlaga sokkar úr sterku 4mm þykku neoprenefnil Framleiddar hjá Simms í Bozeman, Montana í Bandaríkjunum

Mynd: N

ils Jörgensen

G4ZVerð 129.900,-

G4 PROVerð 109.900,-

Page 33: Veidi 2012

Client rating(1-5): H H H H HVery satisfiedBy: Taki117, Atlanta, GA, USAWould you recommend? Yes2011-11-18

I’ve used this wader over 2 years now. I was hesitant when I switched from G3 to this. I love the zipper and the zippered pockets. Very easy to access fishing stuffs. I have hip/chest pack that i rarely use because this wader has enough compartments. My setup is left lg pocket for lg multi compartment fly box, right for gloves or extra things that day. left front small pocket for tippets, sinkers, and indicators. right small pocket for forceps and scissor(i like to modify flies on lo-cation to match). Just keep putting them exactly where they are and you will never fumbling try to remember which pocket you placed you items. The fit is looser from waist to chest unlike G3, i didn’t like it in the beginning but the designer must have thought of it long and hard. The extra room is nice for layers of clothing in cold weather also for me to carry bottle water and snacks. The belt will stop the stuff to go further down. just remember to unload them before you unzip. Btw, the zipper works just like advertised, it takes a little practice but it’s very functional. Durability is even better than G3, it’s thicker, yet seamlessly become your second skin. I don’t baby my wader, and after 2 years i only have very small leak that is not worth fixing yet. The fit, what can i say, it’s like wearing your fav jeans. This is my 3rd simms, and they all fit very well. In short, you just simply can’t go wrong with this wader. I am not a guide, but fish as often as one.

Client rating(1-5): H H H H HBy: Randy - Winter Wade Fishing, Houston, TXWould you recommend? Yes2011-11-09

After guide fishing for 25 years and trying all different types of waders, these are by far the most durable, best fitting waders I’ve ever owned. They also give me complete freedom of movement, which is extremely important to me. When I’m fighting the wind, waves and rocks, I don’t want to have to be fighting my waders too. To top it all off, I have always been pleased with the way Simms stands behind their products, especially after the abuse I put them through. I’ve never been sorry I spent the money on these waders.

Client rating(1-5): H H H H H the bestBy: Max - AKWould you recommend? Yes2011-10-30

The best wader iv ever worn. Up until 2 years ago I always bought cheap waders and thought if i got 6 months out of them of hard guiding and fishing that I got my moneys worth. I finally splashed out on these 2 years ago and to this day they still havent had a leak!! Everything about these waders is excel-lent, the shoulder straps are more comfort-able than any other wader and I now wonder how i managed without a zip before, it makes all the difference getting out of them when fingers are cold. the stretch pockets fit fox fly boxes perfectly. these waders eliminate the use of a waist coat. 10/10 and if i ever wear through them i will buy another pair!

Client rating(1-5): H H H H H The best yet.By: Roger Baker - British ColumbiaWould you recommend? Yes2011-10-21

I have been wearing Simms waders for a lot of years now and they have always been the best. The new G4Z is the evolution of a great wader line up. I am not easy on my waders and guide in remote rivers with heavy brush. These waders have yet to fail me after two years they are still going strong. The zipper is one of those things that you wonder how you lived without before? They are a pricey wader but if your time on the water is limited by a busy life you don’t want to waste a minute with leaky, cold , cheap waders. Fishing is my life so why would I buy anything less than a Simms G4Z??

Client rating(1-5): H H H H H The Best There IS!By: Orlando - Eagle River, AlaskaWould you recommend? Yes2011-10-19

I’ve hesitated for years because I thought I never needed to use a zipper. The ease of get-ting in and out and after 150 days of guiding In these waders I will never use anything else!

Client rating(1-5): H H H H HBy: Paul - Edwards, COWould you recommend? Yes2011-10-01

This product is simply the best on the market. Here in the Rocky Mountains we fly fish often in the most diverse weather conditions. The G4Z provides comfort, durability and more importantly confidence. Thank you Simms!

Client rating(1-5): H H H H H Nothing to Improve OnBy: Kevin Estrada - Chilliwack/BC/CanadaWould you recommend? Yes2011-09-30

There is no question that Simms waders are the best in the industry. When you are in your waders over 200 days a year, at 10 hours a day, and they still hold up. You know you are wearing something special. I highly recom-mend spending some money upfront, on the best in the industry. Simms waders are worth every penny, and you won’y be replacing them every year or two. The front seams allows for ease of movement and the very well designed pockets, shoulder straps and belt adjustments work flawlessly as expected. Thank you Simms and designers for a dependable product.

Source, simmsfishing.com

DÆMIGERÐAR UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA SIMMSThese comments are not handpicked or written by people with connection to Simms!

Verð 94.900,-

Verð 89.900,-

SIMMS G3 GUIDE l Margra laga Gore-tex Pro shell filmal Sérsaklega þægileg og stillanleg axlaböndl Tveir fóðraðir vasar til að stinga höndum íl Stór geymsluvasi með rennilás að framanl Stillanlegt belti úr neoprenefnil Engir innanfótasaumar á skálmuml Fótlaga sokkar úr sterku 4 mm þykku neoprenefnil Áfastar sandhlífarl Auðvelt að rúlla efri hluta niður og breyta í mittisvöðlurl Framleiddar hjá Simms í Bozeman, Montana í

Bandaríkjunum

SIMMS G3 GUIDE™ CONVERTIBLEl Margra laga Gore-tex Pro Shell filma l Sérstaklega þægileg og stillanleg axlaböndl Geymslu vasi að framanverðul Áfast, þægilegt beltil Mjúkur efri toppur sem hægt er að rúlla niður og breyta

vöðlum í mittisvöðlurl Fótlaga sokkar úr sterku 4 mm þykku neoprenefnil Áfasta sandhlífarl Framleiddar hjá Simms í Bozeman, Montana í

Bandaríkjunum.

Framleitt í Bandaríkjunumaf veiðimönnum fyrir veiðimenn

Page 34: Veidi 2012

l

SIMMS GORE-TEX KRAKKAVÖÐLURl GORE-TEX®Þriggja laga Gore-tex Pro Shell filmal Stillanleg og teygjanleg axlaböndl Belti fylgirl Góðir fótlaga neoprensokkarl Þrjár stærðir fyrir yngstu veiðimenninal Framleiddar hjá Simms í Bozeman, Montana í Bandaríkjunum

SIMMS FREESTONE ÖNDUNARVÖÐLURl Fjögurra laga Quadralam Toray öndunarfilma með góðri útöndunl Stillanleg og teygjanleg axlaböndl Fóðraðir tvöfaldir vasar til að stinga höndum íl Stór ytri geymsluvasil Áfastar sandhlífarl Belti fylgirl Fótlaga sokkar úr 4 mm þykku neoprenefnil Frábær tilboð á Simms Freestone öndunarvöðlum

og Simms Freestone skóm í boði

Einnig frábært pakkatilboð – Freestone vöðlur og Freestone skór aðeins 49.900,-

Mynd: N

ils Jörgensen

Verð 84.900,-Verð 35.900,-

Verð 39.900,-

Verð 69.900,-

SIMMS GUIDE l Margra laga Gore-tex filma l Sérstyrktar skálmarl Innri vasi með rennilásl Mittisbelti úr sterku nælonefnil Stillanleg, teygjanleg axlabönd með YKK smelluml Áfastar sandhlífarl Fótlaga sokkar úr sterku 4 mm þykku neoprenefnil Framleiddar hjá Simms í Bozeman, Montana í

Bandaríkjunum

SIMMS HEADWATERSl Þriggja laga Gore-tex Performance filmal Skálmar sérstaklega styrktar að framanl Stillanleg og teygjanleg axlabönd með YKK smelluml Fóðraður tvöfaldur vasi að framan til að stinga höndum íl Áfastar sandhlífarl Stillanlegt belti fylgirl Auðvelt að rúlla vöðlum niður og breyta í mittisvöðlurl Fótlaga sokkar úr 4mm sterku neoprenefnil Ódýrustu Gore-tex vöðlurnar á markaðnuml Framleiddar hjá Simms í Bozeman, Montana í

Bandaríkjunum

SIMMS SOKKARSérlega hlýir og þægilegir sokkar sem flytja rakann frá húðinni og halda þér heitum. Frábærir sokkar undir vöðlurnar. 85% Merino ull, 14% nælon og 1% spandex. Fótlagaðir sokkar með styrkingum á tá og hæl.

Verð 4.595,-

SIMMS VISOR BEANIE50% ull og 50% akrylVerð 3.895,-

Page 35: Veidi 2012

SIMMS VÖÐLUR – UMHIRÐA OG MEÐHÖNDLUNBest er að þvo vöðlur í höndum t.d. í baðkari. Notaðu kalt vatn og milda sápu. Skolaðu vöðlurnar vel á eftir og láttu þær hanga til þerris. Ekki brjóta rakar vöðlur saman eða koma þeim þannig í geymslu. Slíkt getur haft áhrif á sauma og samsetningar, límborðar geta losnað og vöðlurnar einfaldlega myglað. Hvorki skal setja vöðlur í efnalaug né þurrkara.

EFNI Á BORÐ VIÐ REVIVEX AUKA VATNSHELDNI GORE-TEX FATNAÐARTil þess að endurnýja vatnsvörn er gott að úða Revivex á flíkina á meðan hún er enn rök eftir þvott. Úðaðu efninu jafnt yfir flötinn og farðu yfir flíkina með hárblásara eða straujaðu á vægum hita. Ekki má fara með straujárn á neoprensokka.

VIÐGERÐIR ERU EINFALDARSmágöt koma á allar vöðlur, t.d. er algengt að flugur stingist í og gati efnið. Það er auðvelt að lagfæra slíkt. a) Snúðu vöðlunum á rönguna. b) úðaðu alkóhóli á flötinn. Lekasvæðið kemur strax í ljós sem dökkur blettur. c) Berðu Aquaseal á svæðið og leyfðu efninu að þorna.

LANGTÍMA GEYMSLARáðlagt er að þvo og hreinsa vöðlur og veiðifatnað fyrir vetrargeymslu. Best er að leyfa vöðlunum að hanga í þurri og hlýrri geymslu. Varast ber að brjóta vöðlurnar saman og fergja þær þannig að hvöss brot myndist. Áríðandi er að þurrka vöðlurnar vel bæði að utan og innan fyrir geymslu.Á haustin bjóðum við þá þjónustu að senda Simms vöðlur og veiðifatnað á sérhæft verkstæði Simms í Evrópu. Þar eru vörur frá Simms skoðaðar og metnar og gert við fyrir sanngjarnt verð. Fáðu frekari upplýsingar í Veiðihorninu, Sportbúðinni eða Veiðibúðinni við Lækinn.

Verð frá 35.900,-

Verð 32.900,-

Verð 21.900,-

Verð 29.900,-

ÞETTA ER AÐEINS BROT AF SIMMS VÖÐLUSKÓM Í VEIÐIHORNINU OG

VEIÐIBÚÐINNI VIÐ LÆKINN

ERTU ORÐINN ÞREYTTUR Á AÐ HAFA

BLAUTU VÖÐLURNAR OG SKÓNA LAUSA Í BÍLNUM?

Hér eru tvær lausnir frá Simms

HARDBITE™ BOOT STUDSStálskrúfur til notkunar í sóla á vöðluskóm. Vertu stöðugur og farðu varlega.

GORE-TEX REPAIR KITGore-tex bót og Aquaseal lím er nauðsynlegt í veiðitöskuna ef gera þarf við vöðlurnar í veiðiferð.

SIMMS GUIDE BOOTAf mörgum eru þetta taldir bestu vöðluskórnir frá Simms. Eins-taklega þægilegir gönguskór sem endast og endast. StreamTread sóli frá Vibram. Skrúfur eru fáanlegar neðan í sólana.

SIMS RIVERTEK BOA BOOTSimms Rivertek BOA skórinn er með vírakerfi í stað reima. Simms skórinn er með StreamTread sólanum frá Vibram. Hægt er að fá aukalega “Starcleat” skrúfur úr karbítstáli til að skrúfa í sólann.

SIMMS HEADWATERS BOOT FYRIR VEIÐIKONURSérhannaðir dömuskór. Þrengra snið og minni númer. Yfirskórinn eru úr slitsterku efni frá Schoeller. Lokuð neoprentunga sem hindrar að sandur komist í skóna. Gúmmístyrking á tá og hæl tryggir lengri endingu. StreamTread sóli frá Vibram. Skrúfur eru fáanlegar neðan í sólana.

SIMMS FREESTONE SKÓRGríðarlega sterkir skór sem endast árum saman. Yfirskórinn er úr slitsterku vinylefni. Góður ökklastuðningur. Simms Freestone skórnir eru fáanlegir með filtsóla og StreamTread sólanum frá Vibram. Skrúfur eru fáanlegar neðan í sólana.

SIMMS DRY CREEK ROLL TOPVatnsheldur poki frá Simms. Gríðarlega sterkt efni. Góður poki undir skóna og blautu vöðlurnar þegar lagt er í hann heim úr velheppnaðri veiðiferð. Hluti pokans er glær svo sést í innifaldið. Burðarhandfang og axlaról.

SIMMS HEADWATERS TACOBAGBráðsniðug og einföld vöðlutaska frá Simms. Hér er taskan sýnd lokuð á efri mynd. Þegar komið er á veiðislóð er taskan einfaldlega opnuð og nýtist hún þá sem ábreiða á bílsætið. Þegar veiði lýkur er breitt úr töskunni og stigið á hana, farið úr blautum vöðlum og skóm og töskunni rennt saman. Einföld og sniðug vöðlutaska frá Simms.

Verð 9.895,-

Verð 5.995,-

Page 36: Veidi 2012

l

Verð 84.900,-

SIMMS G3 GORE-TEX JAKKI l Gore-tex Performance Shell filmal Algjörlega vatnsheldur og góð útöndunl Stillanleg ermastroffl Fóðraðir vasar fyrir hendurl Stórir geymsluvasar með stormflipuml Stillanlegur í mittil Ytri vasar með vatnsheldum rennilásuml Innbyggðar áhaldafestingarl Stór og góð stillanleg hetta

SIMMS GUIDE GORE-TEX JAKKI l Gore-tex Performance Shell filmal Algjörlega vatnsheldur jakki með góðri útöndunl Stór hetta sem hægt er að stillal Hár, flísfóðraður kragil Hægt að stilla í mittil Innfellt stillanlegt ermastroffl Tveir stórir geymsluvasar með stormflipuml Flísfóðraðir vasar fyrir hendurl Stór bakvasi

SIMMS G4 PRO™ GORE-TEX JACKET G4 Pro jakkinn er tæknilegasti jakkinn. Gore-tex Pro Shell filman tryggir frábæra útöndun og 100% vatnsheldni við erfiðustu aðstæður. Með þessum jakka hefur Simms tekist enn einu sinni að setja ný viðmið í veiðifatnaði.

l Gore-tex Pro Shell filmal Einstaklega léttur, fullkomlega vatnsheldur með mikla útöndunl Þykkara og sterkara efni í axlastykkjuml Stórir vasar með stormflipuml Ytri vasar með vatnsheldum YKK rennilásuml Innbyggðar áhaldafestingarl Hægt að opna jakkann í handarkrikum til að tryggja aukna

öndunl Flísfóðraðir jakkar til að stinga höndum íl Góð og stillanleg hettal Stillanleg ermastroffl Stór bakvasi

Verð74.900,-

Verð69.900,-

Verð 2.990,-

Page 37: Veidi 2012

SIMMS

VEIÐIJAKKAR VERTU ÞURR

Verð 54.900,-

SIMMS GUIDE GORE-TEX JAKKIFYRIR VEIÐIKONURl Gore-tex Soft Shell filmal Tveir stórir brjóstvasarl Innbyggðar áhaldafestingarl Stór og góð hettal Hár kragil Vatnsheldur rennilásl Stillanlegt mitti

“Hjá Simms starfa góðir hönnuðir með mikla reynslu. Simms veiði-fatnaður er einfaldlega betri.”[ ]

Page 38: Veidi 2012

l

SIMMS FREESTONE VEIÐIJAKKIVandaður veiðijakki frá Simms á afar hagstæðu verði. Algjör-lega vatnsheldur jakki með góðri útöndun. Góð hetta og stórir vasar. Frábært verð.

l Þriggja laga Toray filmal Algjörlega vatnsheldur jakki með góðri útöndunl Stór hetta sem hægt er að stillal Hár, flísfóðraður kragil Hægt að stilla mittil Stillanleg ermastroffl Tveir stórir geymsluvasar með stormflipum

SIMMS HEADWATERS VEIÐIJAKKINýi Headwaters jakkinn er með Gore-tex Performance filmunni. Algjörlega vatnsheldur jakki með frábærri útöndun og á ótrúlega góðu verði.

l Gore-tex Performance filmal YKK rennilásl Stórir geymsluvasar fyrir fluguboxin og fleiral Flísfóðraðir vasar til að stinga höndum l Stillanleg ermastroffl Stillanlegur í mitti

[ ]

Verð 37.900,-

Verð 46.900,- “I have been using this jacket for some time now about 3 years. I can tell you that this jacket is the best I have ever worn!!! The steelhead season is long and cold here, I would not wear anything else.” - WINDSTOPPER® SOFTSHELL JACKET

Mynd: N

ilsFolmer Jörgensen

Verð 2.990,-

Page 39: Veidi 2012

SIMMS WINDSTOPPER® SOFTSHELLGóður jakki sem hentar jafnt í veiði eða til daglegra nota. 100% vindheldur með góðri öndun. Gore Windstopper filman gerir gæfumuninn.

SIMMS GUIDE FLEECEHlýr flístoppur úr efni sem er teygjanlegt á fjóra vegu. Ytra byrði er úr mjúku sterku nælonefni en innra byrði úr mjúku og hlýju velúrefni. Rennilás í hálsmáli og brjóstvasi með rennilás.

SIMMS ROGUE HOODYFlott hettupeysa úr vindstopp flísefni. Simms camo. Einnig gott úrval af Simms veiðihúfum í Simms Camo í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði.

SIMMS RIVERTEK™Þessi verðlaunaði toppur er besti kostur sem innsta flík. Polartec Power-Dry efni sem teygist á fjóra vegu. Efninu er ætlað að færa svita og raka frá húðinni og út þannig að húðin verður ekki þvöl. Fremsti hluti erma er úr efni sem drekkur ekki í sig vatn og er fljótt að þorna. Efni undir höndum er bakteríumeðhöndlað og lyktar því ekki.

Verð12.995,-

Verð34.900,-

Verð14.995,-

Verð14.995,-

DOWNUNDER MERINO WOOLMargir eru þeirrar skoðunar að ull sé best í undirfatnað. Bæði einangrar ullin betur en flest gerviefni auk þess sem ullarfatnaður tekur síður í sig lykt.

l Náttúruleg 19,5 micron, 220 grm Merino ull tryggir góða einangrun og útöndun

l Allir saumar eru flatir l Efnið er teygjanlegt og heldur sér vel l Ólíkt flestum gerviefnum tekur ullin síður í sig lykt l Gott snið sem hindrar ekki hreyfingar l Má þvo í þvottavél l 100% Merino ull

Myn

d: N

ils F

olm

er Jö

rgen

sen

Myn

d: N

ils F

olm

er Jö

rgen

sen

Verð14.995,-

Verð12.995,-

3ja laga klæðnaður1. NÆST HÚÐINNIVertu í fatnaði sem dregur svita og raka frá húðinni og flytur hann út.(Simms Merino ull eða Polartec Powerdry)

2. INNRA LAGUtan yfir innsta lag notarðu einangrun til að halda á þér hita. (Polartec Fleece eða íslenska ullin)

3. YTRA LAGYst ertu í vatns- og vindheldri skel með útöndun. Simms Gore-tex, Windstopper eða Softshell jakki.

Page 40: Veidi 2012

SIMMS G3 GUIDE VEIÐIVESTI22 vasar og þú getur raðað öllu sem þú þarft á þig. Tæknilegasta og besta vestið. Enn ein nýjungin frá Simms.

l 22 vasar og þar af 4 formaðir vasar fyrir boxinl Teygjanleg axlastykki með fóðrun með aukinni

loftun og til þægindal Þægilegur kragi með útöndunl Rennilás að framanl Innbyggð áhaldahengi með segli svo allt haldist á

sínum staðl Ytri vasar með rennilásuml Stangafesting að framan l Sérlega sterkt nælonefni með vatnsfráhrindandi

Teflon frá DuPont

Verð33.900,-

Gott úrval af vönduðum Simms vestum í mörgum verðflokkum.

GUIDE VERTICAL VEIÐIVESTIVerð 24.995,-

GUIDE VEIÐIVESTIVerð 24.995,-

HEADWATERS VEIÐIVESTIVerð 15.995,-

FREESTONE VEIÐIVESTIVerð 13.995,-

SIMMS DRYKKJARBRÚSISimms drykkjarbrúsar úr áli. 0,6 og 1 lítra brúsar.Verð frá 4.895,-

SIMMS REIMARReimar úr sterku denier nælonefni. Góðar í vöðluskóna og gönguskó.Verð 695,-

SIMMS ÁHALDAHENGIMeð áhaldahenginu festir þú klippurnar, skærin, töngina eða önglabrýnið í vestið eða jakkann og allt er innan seilingar.Verð 1.895,-

SIMMS FLUGUPÚÐIEVA svamppúði fyrir flugurnar. Festist með frönskum rennilás á jakka, vesti, vöðlur eða töskur frá Simms.Verð 1.595,-

SIMMS GUIDE BIBSamfestingur frá Simms, hugsaður undir vöðlurnar og veiðigallann. Hlýr og góður samfestingur með brjóstvasa og rennilás.Verð 17.995,-

Myn

d: N

ils F

olm

er Jö

rgen

sen

Page 41: Veidi 2012

SIMMS

VEIÐITÖSKUR FRÁBÆRT ÚRVAL Í VEIÐIHORNINU

OG VEIÐIBÚÐINNI VIÐ LÆKINN

SIMMS VEIÐISKYRTURGott úrval af veiðiskyrtum sem henta jafnt í veiði-ferðina eða bara til daglegra nota. Margar gerðir. Úrval efna og lita. Fyrir veiðikonur og menn.

Verð frá 11.995,-

KvenhúfaVerð 2.995,-

[ ]“Hjá Simms starfa reyndir hönnuðir. Það skilur á milli Simms og margra annarra veiðimerkja”

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Page 42: Veidi 2012

1. Komdu Flexi túpuefninu fyrir á túpunál

5. Bættu við þráðum af Krystal Flash, 2 á hvor hlið.

6. Hnýttu yfirvænginn niður en hann er úr svörtum heimskautaref

7. Fjórar fanir af Páfugli hnýtast ofan á vænginn

8. Límdu 3d augu á hausinn og límdu niður með Epoxy

9. Klipptu endana af túpuefninu

2. Settu Flexi þynginguna á túpuna

3. Þræddu Mylar efnið yfir og festu niður í báða enda

4. Hnýttu gráan heimskautaref niður

EFNI:Túpa: Pro Tube Flexi 40/40 svört

Þynging: Pro Tube Flexi

Búkur: Mylar perla medium

Vængur: Ljósgrár og svartur refur ásamt Krystal Flash

og Peacock fönum

Haus: 3d augu og Epoxy

SKREF FYRIR SKREF

Page 43: Veidi 2012

Nils Folmer Jørgensen

Þessi túpa hefur verið ein sú gjöfulasta sérstaklega í stærri ám á Íslandi síðan 2004. Nafn sitt ber hún af hönnuðinum, Henrik Kassow Andersen sem starfaði við veiðileiðsögn í Rangánum um árabil en sumir þekkja túpuna betur undir nafninu Bismo.Henrik hannaði túpuna og notaði hana með góðum árangri og hefur hún verið einhver sú fengsælasta á Íslandi árum saman.HKA Sunray færðu í flugubörum Veiðihornsins, Sportbúðarinnar og Veiðibúðarinnar við Lækinn en einnig í flugubúðinni á netinu, Flugan.isHér eru leiðbeiningar til þess að hjálpa þér við að hnýta fluguna á Pro Tube sem er án efa besta túpukerfið á markaðnum í dag.Upphaflega var túpan óþyngd en hér er notast við Pro Tube þyngingar.

Page 44: Veidi 2012

SCIERRA CC6 ÖNDUNARVÖÐLURFlaggskipið frá Scierra. 6 laga vöðlur merð áföstu belti. Vatnsheldur rennilás og tvöfaldir brjóstvasar.Stillanleg axlabönd og áfastar sandhlífar. Sokkar eru úr sterku neoprenefni.Þessar vöðlur hafa reynst frábærlega við íslenskar aðstæður síðustu árin.

SCIERRA CC4 ÖNDUNARVÖÐLUR Fjögurra laga vöðlur með slitsterku ytra byrði. Tvöfaldir brjóstvasar, stillanleg axlabönd, áfast belti um mitti og áfastar sandhlífar. Sokkar úr slitsterku neoprenefni. CC4 vöðlurnar eru með góðri öndunarfilmu og hafa reynst mjög vel hér á landi árum saman.

SCIERRA CC3 ÖNDUNARVÖÐLURLiprar þriggja laga öndunarvöðlur. Stór og góður brjóstvasi með vatnsheldum rennilás. Stillanleg axlabönd og áfastar sandhlífar. Sokkar úr sterku neoprenefni. Áreiðanlegar vöðlur sem reynst hafa vel á Íslandi síðustu árin. Hundruðir para seljast árlega. Einnig frábært pakkatilboð með Scierra skóm. Aðeins 29.995,-

Verð59.900,- Verð

28.995,-

Verð49.900,-Scierra er eitt af skandi-

navísku merkjunum. Stóri munurinn á Scierra og hinum merkjunum liggur í verðinu en vörur frá Scierra eru á góðu verði.Það eru ekki síst vöðl-urnar sem skapað hafa Scierra virðingarsess því Scierra vöðlur eru með þeim áreiðanlegustu á markaðnum.

Page 45: Veidi 2012

SCIERRA FLEECE UNDIRBUXURGóðar buxur undir vöðlurnar eða í alla útivist. Mjúkt og gott flísefni. Rennilás og stillanleg axlabönd.

SCIERRA CONTOUR VÖÐLUSKÓRFisléttur og sterkur vöðluskór með góðum filtsóla. Einhverjir mest keyptu vöðluskórnir á markaðnum endaáralöng reynsla við íslenskar aðstæður.

Verð14.995,-

Verð12.995,-

SCIERRA AQUATEX PRO VEIÐIJAKKIVinsæll vöðlujakki frá Scierra. Algjörlega vatnsheldur með góðri útöndun. Hagstætt verð.

l Vinsæll vöðlujakki frá Scierra. Algjörlega vatnsheldur með góðri útöndun. Hagstætt verð.

l 2ja laga Taslan skel með límdum saumum l 8000 gr. Vatnsheldni og 8000mm útöndun l YKK rennilásar l Einstaklega gott snið l Stillanlegur í mitti l Stillanleg ermastroff l Stillanleg hetta

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Verð29.995,-

Verð29.995,-

SCIERRA KENAI VEIÐIJAKKIÞessi jakki er líklega sá besti sem komið hefur frá Scierra.

l 100% vatnsheldur með góðri útöndunl Flísfóðraður kragil Vel sniðin, stór hettal 2 stórir brjóstvasar með stormflipum og tveir ytri vasarl Flísfóðraðir handvermivasarl Stór geymsluvasi á bakil Stillanlegur í mittil Stillanleg stroff í ermum

Page 46: Veidi 2012

SONIC PRO VEIÐIJAKKI4ra laga jakki. Algjörlega vatnsheldur og með góðri útöndun. Í stað sauma er notast við hljóðbylgjur við samsetningar (Ultrasonic welded Construction) en þessi tækni hefur verið notuð í Redington vöðlur með góðum árangri. Stór og góð hetta. Vatnsheldir rennilásar. Snið sem hindrar ekki kasthreyfingar.

Verð 59.900,-

WILLOW RIVER ÖNDUNAR-VÖÐLUR FYRIR VEIÐIKONURÖndunarvöðlur með kvensniði frá Redington. Léttar og liprar vöðlur með góðri útöndun. Stillanleg axlabönd, áfastar sandhlífar og góður vasi. Belti fylgir.

Verð 32.900,-

CROSSWATER YOUTH WADER3ja laga sterkar og liprar öndunarvöðlur fyrir unga veiðimenn. Vöðlurnar eru úr sterku efni, og með áföstum sandhlífum. Hægt að rúlla niður og breyta í mittisvöðlur. Innri vasi með YKK rennilás. Belti fylgir.

Verð 22.900,-

SONIC PRO ZIP VÖÐLURVerðlaunavöðlur frá Redington. 3ja og 5 laga vöðlur með DWR vatnsheldni. Saumalausar vöðlur. Notast er við hljóðbylgjur (Ultrasonic Welding) við samsetn-ingar. Vatnsheldur Storm rennilás að framan. Geymsluvasar með vatnsheldum rennilásum. Flísfóðraðir handvermivasar.

Verð 74.900,-

SONIC PRO VÖÐLUR3ja og 5 laga vöðlur með DWR vatnsheldni.Handhafi Kudos verðlaunanna í vöðluflokki Fly Rod & Reel Magazine. Styrking á neðri hluta og setu. Ytri og innri vasar með innbyggðum áhaldafestingum. Fótlaga sokkar.

Verð 54.900,-

SONIC PRO ZIPDÖMUVÖÐLURHér er toppmódelið frá Redington í dömusniði. Ultrasonic Welding tæknin notuð við samsetningar. Styrktar vöðlur á álagsstöðum. Vatnsheldur rennilás. Góðir vasar með vatnsheldum rennilásum. Fótlaga sokkar. Belti fylgir. Flottar vöðlur fyrir veiðikonur.

Verð 66.900,-

WILLOW WADING BOOT

Verð 22.995,-

EINNIG CROSSWATERVÖÐLUSKÓR- á börn og unglinga.

Verð 18.995,-

SAUMALAUSAR VÖÐLUR MEÐ (ULTRA-SONIC WELDING) VIÐ SAMSETNINGAR

Page 47: Veidi 2012

RON THOMPSON ONTARIO VEIÐIJAKKITrúlega ódýrasti veiðijakkinn á markaðnum. Vatnsheldur jakki með fjölda vasa. Hægt að renna ermum af og breyta jakkanum í vesti.

DAM QUEST VEIÐIJAKKINýr og endurbættur jakki frá DAM í Þýskalandi. Jakkinn er vatnsheldur og með útöndun. Hettan á jakkanum er stór og stillanleg í hnakka. Innfelld stroff eru á ermum. Jakkinn er með góða brjóstvasa.

Góður jakki á frábæru verði.stæðu verði.

RON T. HYDROWAVE ÖNDUNARVÖÐLURSterkar og góðar vöðlur. Styrktar á álagsstöðum. Neoprensokkar, áfastar sandhlífar og góður vasi. Vöðlubelti fylgir.

RON THOMPSON NEO FORCE VÖÐLURHlýjar og góðar vöðlur úr 4ra mm þykku neoprenefni. Góður brjóstvasi og þægileg axlabönd. Styrking á hnjám. Stígvél eru með 3ja mm þykku neoprenfóðri og filtsóla.

Frábært verð

DAM NEOPRENVÖÐLURSterkar og góðar vöðlur. Styrktar á álagsstöðum. Neoprensokkar, áfastar sandhlífar og góður vasi. Vöðlubelti fylgir.

DAM HYDROFORCE TASLAN VÖÐLURÞunnar og liprar vöðlur með áföstum stígvélum. Gúmmísóli. Belti fylgir. Fáanlegar í 5 stærðum.Frábært verð. Hefurðu séð þær ódýrari?

DAM TASLANKLOFSTÍGVÉLLipur klofstígvél. Gúmmsóli. Beltishankar. Ódýr og góð lausn þegar ekki þarf að vaða djúpt.

RON THOMPSONBARNAVÖÐLURÓdýrar vöðlur á yngstu veiðimennina. Léttar og liprar vöðlur úr nælonefni. Áföst stígvél með gúmmísóla.Sýnið varúð við vötn og ár.

Frábært verð.

SIMMS FREESTONE ÖNDUNARVÖÐLUR OG SKÓRVandaður vöðlupakki frá Simms á mjög góðu verði. Sterkar þægilegar Simms Freestone vöðlur með góðri útöndun. Vöðlurnar eru styrktar á álagsstöðum. Sokkarnir eru úr góðu neoprenefni og sandhlífar eru áfastar. Vöðlurnar eru með þægilegum axlaböndum og góðum vasa. Belti fylgir. Skórnir eru úr slitsterku vinylefni sem breytir sér ekki. Skórnir eru stífir og verja fætur vel, með góðum ökklastuðningi og filtsóla.

FREESTONE PAKKITilboðsverð 49.900,-

Verð12.995,-

Verð18.995,-

Verð 22.995,-

VÖÐLUPAKKIVÖÐLUR + SKÓRTilboðsverð27.995,-

Verð15.995,-

Fyrir börn!

Tilboðsverð aðeins8.995,-Verð

18.995,-Tilboðsverðaðeins8.995,-

Tilboðsverð aðeins5.995,-

SCIERRA VÖÐLUPAKKAR– ÖNDUNARVÖÐLUR OG SKÓR

CC3 PAKKIVöðlur og skór29.995,-

CC4 PAKKIVöðlur og skór54.895,-

CC6 PAKKIVöðlur og skór62.995,-

Page 48: Veidi 2012

108 cm lax í Vatnsdalsá tekinn á Tin Tin í september 2011

GEORG B MEÐ GRÆNT BELTI (GEORG BJARNFREÐARSON)HÖNNUN OG HNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Túpa : Pro Tube míkró rör – græntÞynging : Pro Tube Flexi – 10 mmAfturendi: Pro Tube Hook Guide – svartVængur: Svartur refur eða hrosshár. Ræmur af kóngabláu Krystal

Flash og grænblátt FlashabouHringskegg: Svartlituð hænufjöðurKinnar: Jungle CockHaus: Svört Pro Tube keila medium

TINNI(TIN TIN)HÖNNUN OG HNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Túpa: Pro Tube míkró rör, glærtStél: Appelsínugulur hjartardindill, Kóngablátt Crystal Flash,

Jungle CockAfturendi : Pro Tube Hook Guide, gult, smallHringskegg: Gul hænufjöður. Þar yfir appelsínugul hænufjöður

og yst blálituð perluhæna.Kinnar: Jungle CockHaus Pro Tube keila, svört

KETILLHÖNNUN OG HNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Túpa: Pro Tube míkró rör – glærtÞynging: Pro Tube Bullet mediumAfturendi: Pro Tube Hook Guide gul, mediumVængur Skærgrænn refur. Þar yfir kemur grænn refur og

efst hvítur. Ræmur af skærgrænu FlashabouHringskegg : Skærgrænar fanir af hænufjöðurKinnar : Jungle Cock

ITMIHÖNNUN OG HNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Túba: Pro tube micro túba clearKrókastýring: Pro hookguide bláttHringvöf: Grizzly hanafjöðurVængur: Svartur kanínu zonker og silfrað krystal flash

FARÐU NÝJAR LEIÐIR FERSKAR HUGMYNDIRHNÝTING - AUÐVELD

HNÝTING - MEÐAL AUÐVELD

HNÝTING - AUÐVELD

HNÝTING - MJÖG AUÐVELD

Page 49: Veidi 2012

NIGHT HAWKHNÝTING: JÓHANN ÞORBJÖRNSSON

Broddur: Ávalt silfur og gult floss - Stél: GullfasaniLoðkragi: Rauð ull - Vöf: Ávalt silfurBúkur: Flatt silfurtinselSkegg: Svartar fanir af hænuVængur: Svart hrosshár eða refurSíða : Fjaðrir af frumskógarhanaKinnar: Bláar fjaðrir af bláþyrli Haus: Rauður

RAVENHÖNNUN OG HNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Túpa: Pro Tube Flexi Tube - SvartÞynging: Pro Tube Drop WeightHringskegg: Svartlituð hænufjöðurVængur: Svart hrosshár og strimlar af rauðu FlashabouHaus: Rauður Pro Tube Sonic Disc

SILVER SHEEPHNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Þráður: RauðurVöf: Ávalt silfur - Búkur: Flat silfurtinselSkegg: Bláar fanir af hana eða hænu - Vængur: Svart og gult hrosshárERNA

HÖNNUN OG HNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

Þráður: HvíturStél: Hjartarhalahár og hrosshár og grænt krystal flashBúkur: 1/2 græn vír 1/2 grænt Ice dubbSkegg: Gular fanir af hana eða hænuVængur: Svartur refur og grænt krystal flashHaus: Blár

GREEN HIGHLANDERHNÝTING: NILS FOLMER JØRGENSEN

KASTNÁMSKEIÐ JÓHANN ÞORBJÖRNSSONJóhann Þorbjörnsson eða Jói hefur leiðbeint veiðimönnum í verslun-um Bráðar um árabil. Jói hefur ennfremur kennt fjölda veiðimanna að kasta flugu á námskeiðum síðustu árin.Hafðu samband og pantaðu tíma hjá Jóa – [email protected]

“ Jói er besti flugukastari sem ég hef séð á Íslandi. Hann hefur fullkomið vald á mörgum kaststílum og á auðvelt með að kenna og leiðbeina”

- Nils Folmer Jörgensen

HNÝTING - MEÐAL AUÐVELD

HNÝTING - AUÐVELD

HNÝTING - ERFIÐ

HNÝTING - MJÖG AUÐVELD

HNÝTING - MJÖG AUÐVELD

Page 50: Veidi 2012

6 litir

Pro Flexitubes™Byltingarkennt nýtt túpukerfi. Öngullinn stingst í sverari enda túpunnar en klæðningin hnýtist á þann grennri. Engar samsetningar og ekkert lím. Einfaldara getur það ekki verið.

Pro Microtubes™Rör fyrir míkrótúpur og túpur án klæðninga. Bættu við keilu, væng og skeggi og túpan er tilbúin.

Pro Micro Hookguides™Kónísk rör úr mjúku, teygjanlegu sílikoni. Smeygist aftan á túpuna og heldur öngl-inum föstum.

Pro Bulletweights™Þyngingar sem passa á öll Protube rörin.

Pro Dropweights™Þyngingar sem passa á öll Protube rörin.

Pro Flexiweights™Þyngingar sem passa á öll Protube rörin.

Pro Cones™Þungar keilur í mörgum litum.

Pro Conedisc™Þungar keilur í mörgum litum. Hentugar með mjúku vængefni.

Pro Softdisc™Mjúkar léttar keilur á léttu túpurnar. Einnig hægt að nota undir vængefni til að lifta því betur.

Pro Sonicdisc™Léttar sílikon keilur í mörgum litum.

Pro Propeller™Þyrluspaðar sem settir eru framan á túpurnar vekja athygli. Hafa reynst vel í lituðu vatni.

TÚPUKERFIÐ – ALLT SMELLUR SAMAN

16 litir

6 litir

7 litir

7 litir

16 litir

16 litir

7 litir

Sample with:

Hookguide / Microtube with Dropweight

Pro Microtube samsetningar

Pro Flexitube samsetningar

Pro Flexi Needle™Nál sem þú festir í væsinn þinn. Nálin er ekki ávöl eins og aðrar túpunálar heldur er hún köntuð og heldur rörinu föstu á meðan þú hnýtir. Fullkomnir hlutir þurfa ekki alltaf að vera flóknir.Verð 1.695,-

Black & Blue+Pro FlexitubePro FlexiweightPro Cone

Pakkar með 10 stykkjum.AÐEINS 695,-

Page 51: Veidi 2012

ÞAÐ SÝNIST FLÓKIÐ EN ER SVO EINFALT

Það hefur aldrei verið eins einfalt að hnýta fullkomnar túpur. Pro Tubefly túpukerfið er alhliða kerfi þar sem allir hlutir passa saman; rör, keilur og þyngingar. Allir hlutar kerfisins eru framleidd-

ir af mikilli nákvæmni hjá framleiðandanum í Danmörku.

Pro Tubefly túpukerfið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Samsetningarmöguleikarnir eru nánast endalausir. Kerfið hefur ýtt undir sköpunargleði fluguhnýtara um allan heim. Nýjar flugur hafa

komið fram á sjónarsviðið og spennandi útgáfur eldri flugna orðið til. Útfærðu uppáhaldsflugurnar þínar á Pro Tubefly túpukerfið og veiddu!

HIÐ FULLKOMNA TÚPUKERFI

AF HVERJU PROTUBE?l

MJÖG AUÐVELT Í NOTKUN

l ÞARF EKKERT AÐ LÍMA

l ÞAULHUGSAÐ TÚPUKERFI ÞAR SEM ALLIR HLUTIR PASSA SAMAN

l GÆÐI Í HÆSTA FLOKKI

Hönnun og hnýting Nils Folmer Jørgensen

Page 52: Veidi 2012

EUMER CONEHEAD TUBEConehead túpukerfið frá Eumer gefur möguleika á að raða saman ýmsum litum af túpuefni annars vegar og keilum hins vegar. Auðvelt er að finna túpuefni, keilur og plastfóðringar sem passar saman. Við eigum Eumer Conehead túpurnar í tveim stærðum og þrem litum.Minni stærðin er 10 mm og vegur 0.8 gr. Verð 1.495,-Stærri túpan er 25 mm og vegur 2.8 gr. Verð 1.895,-Litirnir sem við eigum eru gull, silfur og svart. 10 stk. eru í pakkanum.

EUMER CONETUBEEinföld lausn til þess að hnýta keilutúpur. Efnið er einfaldlega rennt þannig að keilan er áföst túpunni. Við eigum Conetubes frá Eumer í tveim stærðum og nokkrum litum. 13 mm túpan er 0,6 grömm 22 mm túpan 1,2 grömm.Verð 1.195,-Báðar stærðir eru fáanlegar í gulli, silfri, grænu, gulu og svörtu. 10 stk. eru í pakka

EUMER CRAYFISH TUBEBrass túpuefni frá Eumer í Finnlandi. Þessar túpur henta sérlega vel í Frances, Snældur og aðrar túpur með gulrótarlaga búk. 22mm á lengd og vegur 1,2 gr. 10 mm og þyngdin 0,2 grömm.Verð 1.195,-5 liti af þessu túpuefni; brass, gull, silfur, rautt og svart. 10 stk. eru í pakka.

EUMER PLASTTÚPUEFNITúpuefni sem hentar vel í léttar túpur svo sem Sunray Shadow, gárutúpur, léttari keilutúpur og sem innlegg í brass túpur. Við eigum Eumer plasttúpuefnið i einum lit og fjórum sverleikum.XS, S, M og LVerð 395,-

EUMER MICROTUBE KITÍ þessum pakka er túpuhnýtinganál, plaströr í tveim sverleikum og nokkrum litum, míkró keilur, “teardrop” lagað túpuefni, í þrem litum, “microball” túpuefni í þrem litum og tveim stærðum ásamt plastfóðringum. Úr þessum pakka er hægt að hnýta fjölda vinsælustu örkeilanna og gárutúpanna á markaðnum.Verð 5.595,-

EUMER STARTER KITÍ pakkanum er túpuhnýtinganál, plaströr í nokkrum litum og stærðum, keilutúpuefni (túpur og keilur), “teardrop” túpuefni í nok-krum litum, “crayfish” túpuefni í nokkrum litum og “monster” keilur. Tilvalinn pakki til að hnýta margar af vinsælustu túpunum á markaðnumVerð 6.995,-

EUMER TUNGSTEN KEILURTungsten keilurnar eru mun þyngri en brass keilur og henta því vel í túpur sem eiga að veiða djúpt. Við eigum Eumer tungsten keilutúpur í tveim stærðum og 4 litum. Medium keilur passa á XS plaströrin frá Eumer og Large keilur á S plaströr. 10 stk. eru í pakkanum.Medium Verð 765,-Large Verð 1.195,-

KEILUR BRASSBrass keilurnar eru fáanlegar í þrem litum; gull, silfur og svart. Þrjár stærðir eru í boði; 4,5 mm, 5 mm og 6 mm. 10 keilur eru í pakkningu á fínu verði.Verð 350,-

TÚPUEFNI EIRVinsælt túpuefni í þungar túpur svo sem Frances, Snældur og fleiri. Fáanlegt í þrem stærðum; 1/2”, 1” og 1 1/2” 10 stykki í pakka á góðu verði.Þyngda túpan á þessari mynd er einmitt hnýtt á þetta túpuefni. Rauða Frances, Maríu, Snældu, og allar hinar túpurnar færðu í systur verslun Veiðimanns-ins, Flugunni - flugan.is á góðu verði.

Verð1/2” 515,- 1” 595,-1 1/2” 675,-

ÞVERHAUSARÞungir þverhausar. Mun þyngri en hefðbundin vaskakeðja. Fáanlegir í tveim litum og þrem stærðum. 25 þverhausar eru í pakkningu. Gott verð.3, 4 og 5 mm.

Verð 695,-

HIÐ FULLKOMNA TÚPUKERFI ÞEGAR HNÝTA Á ÞYNGRI TÚPUR Á BORÐ VIÐ FRANCES OG SNÆLDU

Page 53: Veidi 2012

HNÝTINGAÖNGLAR - DRY FLYÞurrfluguönglar í stærðum 10, 12, 14, 16, 18 og 20.

HNÝTINGAÖNGLAR - GRUBBERPúpuönglar í stærðum 8, 10, 12, 14 og 16.

HNÝTINGAÖNGLAR - NYMPHVotfluguönglar í stærðum 8, 10, 12, 14 og 16.

HNÝTINGAÖNGLAR - SEDGEBognir púpuönglar í stærðum 8, 10, 12 og 14.

HNÝTINGAÖNGLAR - STREAMERStraumfluguönglar í stærðum 4, 6, 8, 10, 12 og 14. Legglangir önglar sem henta í straumflugur en einnig legglangar púpur svo sem Peacock.

DANVISEÁn efa langvinsælasta öngulheldan (væsinn) hér á landi sem víðar síðustu árin. Kjafturinn er sterkur og heldur jafnt smæstu hnýtingarönglum sem stærstu. Danvinse er svokallaður “true rotary vise”. Gerðu verðsamanburð.

Verð 9.995,-

HNÝTINGAÖNGLAR Á MJÖG GÓÐU VERÐI!BEITTIR OG STERKIR100 STYKKI Á AÐEINS 1.250,-

EFNI OG VERKFÆRI TIL FLUGUHNÝTINGAÍ VEIÐIHORNINU SÍÐUMÚLA 8 OG VEIÐIBÚÐINNI VIÐ LÆKINN HAFNAR-FIRÐI ER GOTT ÚRVAL AF EFNI OG VERKFÆRUM TIL FLUGUHNÝTINGA.MEÐ SKYNSAMLEGUM INNKAUPUM HEFUR OKKUR TEKIST AÐ BJÓÐA ALLT ÞAÐ HELSTA FYRIR FLUGUHNÝTARA Á BETRA VERÐI EN VÍÐAST HVAR SVO EFTIR HEFUR VERIÐ TEKIÐ. VIÐ REYNUM EFTIR FREMSTA MEGNI AÐ HALDA ÚTI GÓÐRI FLUGUHNÝTINGADEILD EINNIG Á SUMRIN ÞVÍ STÖÐUGT FLEIRI VEIÐIMENN KJÓSA AÐ HNÝTA FLUGUR SÍNAR Á VORIN OG SUMRIN.HEIMSÆKTU OKKUR Í VERSLANIRNAR OG LÍTTU Á GOTT ÚRVAL Á BETRA VERÐI EN ÞÚ SÉRÐ ANNARS STAÐAR.

FLUGUHNÝTINGASETTVeniard Fluguhnýtingasettin hafa notið mikilla vinsælda árum saman enda eru hér á ferð einhver vönduðustu settin á markaðnum.Allt efni er fyrsta flokks auk þess sem öll nauðsynleg handverkfæri fylgja með.Vinsælasta fluguhnýtingasettið á Íslandi í fjölda mörg ár.

Verð 12.995,-

Albino NJ

ÍSLENSKT HROSSHÁRVinsælt vængefni í fjölmargar straum-flugur, laxaflugur og túpur. Sérlega mjúkt og líflegt efni í vatni. Hrosshárið er fáanlegt í 16 litum og er á hagstæðu verði í Veiðihorninu.

Verð aðeins

395,-

Á hverju ári koma fram spennandi nýjungar í fluguhnýtingaefni. Sumar nýjunganna stoppa stutt við, aðrar lifa lengur. Svo er með íslenska hrosshárið sem Árni Baldursson kynnti fyrstur fyrir fáeinum árum - Last Hope. Hrosshárið er sérstaklega líflegt í vatni og slær flest annað út þegar kemur að því að velja hár-vængi á laxaflugur, straumflugur og túpur. Hrosshárið glansar frá náttúrunnar hendi og virkar því vel í tærum ám og vötnum. Það hefur ein-staka eiginleika sem líkjast heimskautaref annars vegar og íkorna hinsvegar. Hross-hárið heldur lögun sinni í vatninu eins og refurinn án þess að vera of stíft eins og íkorninn.

Page 54: Veidi 2012

Í MEIRA EN 20 ÁR HEFUR RIO VERIÐ BRAUTRYÐJANDI Í HÁGÆÐA FLUGULÍNUM. ALLAR RIO LÍNUR ERU FRAMLEIDDAR Í EIGIN VERKSMIÐJU Í BANDARÍKJUNUM.

RIO GOLDFrábær alhliða ferskvatnslína. Línan er tvílit sem hjálpar veiðimönnum að finna út hvernig best er að hlaða stöngina. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

RIO GRANDUppáhald fjölmargra veiðimanna. Lína sem hugsuð er fyrir hraðari stangir. Rio Grand er hálfu númeri þyngri en AFTMA skalinn segir til um. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

JIM TEENY – TEENY T SERÍANMest keypta Teeny línan frá upphafi. 24 feta sökkhaus á mjúkri og grannri rennilínu. Auðveld í meðhöndlun og sekkur hratt. Fáan-leg í 130, 200, 300, 400 og 500 grain. Þetta er línan sem þú notar þegar þú þarft virkilega að koma flugunni djúpt á stuttum tíma.

RIO MAINSTREAM TROUTGóð alhliða lína í allar helstu aðstæður. Góð lína sem auðvelt er að kasta. Einstaklega hagstætt verð.

RIO LT TROUTFullkomin lína þegar þarf að kasta smáum flugum á viðkvæmt vatn. Uppáhald margra silungs-veiðimanna. Auðvelt að leggja línuna mjúklega á spegilsléttan vatnsflöt. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

RIO OUTBOUNDEinhver mest keypta flugulínan á Íslandi síðustu árin. Skotlína sem auðvelt er að kasta langt við allar aðstæður. Rio Outbound er fáanleg sem flotlína en einnig í ýmsum sökkhröðum. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

RIO OUTBOUND SHORTNýrri útgáfa af Rio Outbound. Heldur styttri kast-haus en á Outbound línunni. Lengdarköstin eru ekki vandamál með þessari línu. Ber vel stórar og þungar túpur. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

RIO SWITCHSwitch stangir njóta sífellt meiri vinsælda. Hér er hin fullkomna lína fyrir Swtich stangirnar. Langur skothausinn ber vel allar þyngri flugur. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

RIO AFS OUTBOUND SPEYHönnuð fyrir aflmiklar og kröftugar tvíhendur. Skothaus með grannri en endingargóðri rennilínu. Að okkar mati besta tvíhendulínan á markaðnum. Áfastar taumalykkjur á báðum endum.

RIO LÍNUHREINSIRHreinsisett fyrir flugulínur. Klútar og efni sem bæði hreinsar og gefur flugulínum sleipt yfirborð.

Frábært úrval af flugulínum frá frems-tu framleiðendum. Verð frá 5.995,-ATH.Meira úrval í Veiði-horninun og Veiðibúðinni við Lækinn

Page 55: Veidi 2012

TEENY LONG SHOTNýjasta Teeny línan er með nýrri HPC (High Performance Coating) kápu. Línan hleður hraðar stangir vel og er skemmtileg í rúlluköst og mendingar. Þessi 90 feta lína auðveldar þér lengdarköstin svo um munar.

ZPEY FUSION Sérstaklega hönnuð lína fyrir Zpey stangirnar en gengur að sjálfsögðu einnig vel á aðrar aflmiklar stangir. Skothaus og rennilína. Skothausinn er fáanlegur fljótandi en einnig í ýmsum sökkhröðum. Það voru hugvits-mennirnir hjá Zpey sem hönnuðu fyrst skothausa þar sem fremsti hlutinn sekkur hraðar en aftasti partur. Í dag hafa fleiri skandinavísk merki elt Zpey í þessari þróun.

JOAN WULFF SIGNATUREFlotlína sem á sér stóran aðdáendahóp. Sérstök „teipering“ Wulff línanna (TT í stað WF) gerir þær auðveldar í köstum. Wulff Sig-nature línan er tvílit þar sem fremri parturinn er hvítur en sá aftari appelsínugulur.

ROYAL WULFF NYMPHFlotlína með skotlínueiginleika. Snýr vel stærri flugum í kasti. Þó Nymph línan sé einskonar skotlína truflar hún ekki þegar kastað er á viðkvæmt vatn, heldur leggst mjúklega.

SCIERRA TACTICAL Í meira en 10 ár hafa skothausarnir og rennilínurnar frá Scierra notið gríðarlegra vinsælda hjá okkur ekki síst tvíhendu-útgáfurnar. Fínlegar lykkjur tengja saman skothausana og rennilínurnar. Rennilínurnar frá Scierra eru grannar og mjúkar og eru mun endingarbetri en flestar rennilínur sem við höfum séð.

SCIERRA HMTLíklega ein söluhæsta flugulina á Íslandi í mörg ár. Hönnuð af íslandsvininum Henrik Mortensen. HMT er skotlína með áfastri rennilínu, fáanleg fljótandi og í nokkrum sökkhröðum. Mjög auðvelt er að kasta þessari línu og mælum við sérstaklega með henni fyrir byrjendur en hún auðveldar byrjendum að ná tökum á fluguköstum. Línan er þrílit en hún er með stuttan miðkafla sem kallaður er „Loading Zone“ Miðkaflinn auðveldar byrjendum að átta sig á hve langt er úti og hve mikið þarf til að hlaða stöngina rétt.

MAXIMA CHAMELEONBrúna, þykka, stífa nælonið sem er ómissandi þar sem eru klappir, hraun og stórgrýti. Ódrepandi efni sem þolir meira hnjask en allt annað taumaefni.

MAXIMA ULTRAGREENHeldur mýkra og grennra efni en Chame-leon. Gríðarlega sterkt nælon sem þolir mikið hnjask. Margir laxveiðimenn velja Ultragreen frekar en Chameleon þegar veitt er við viðkvæmar aðstæður. Nú bjóðum við einnig Maxima Ultragreen á stórum keflum til áspólunar á kasthjól.

MAXIMA TREAZURENýjasta nælonið frá Maxima. Vinsælt meðal silungsveiðimanna. Treazure er sterkt nælon sem þolir mikið hnjask og sést varla í vatni.

SEAGUAR OG GRAND MAXVið höfum flutt inn og dreift Seaguar og Grand max í mörg ár. Framleiðandi þessa efnis er sá fremsti í flúrokarboni. Uppbygg-ing Seaguar og Grand MAX er önnur en á sambærilegu efni frá öðrum framleiðendum sem gerir það að verkum að bæði Seaguar og Grand MAX er mjög sterkt í hnútum og slitnar síður þó komi vindhnútur á tauminn.

Í VERSLUNUM OKKAR SÉRÐU MEIRA ÚRVAL AF FLUGULÍNUM EN ANNARS STAÐAR. FLUGULÍNUR FRÁ ÖLLUM HELSTU FRAMLEIÐENDUM. HVAR ANNARS STAÐAR GETUR ÞÚ VALIÐ ÚR FLUGULÍNUM FRÁ RIO, SCIENTIFIC ANGLERS, WULFF, TEENY, SCIERRA OG ZPEY? LÍNUR FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR SEM GETA KOMIÐ UPP!

HVERGI MEIRA ÚRVAL AF FLUGULÍNUM, TAUMUM OG GIRNI

Allir fluguveiði-menn þekkja þetta þýska undraefni. Í áratugi hefur Max-ima sannað sig fyrir að vera besta nælon taumaefnið fyrir okkar aðstæður. Við bjóðum þrjár gerðir af Maxima taumaefni og girni.

Page 56: Veidi 2012

SHARKSKIN GPXSharkskin Technologies. Gróft yfirborð Sharkskin línunnar gerir það að verkum að hún rennur betur og flýtur hærra. Kjarni Sharkskin GPX línunnar er mjúkur og línan því algjörlega án minnis. Þ.e. hún hringar sig ekki upp, jafnvel í köldu vatni. Verð 10.980,-

SHARKSKIN STEELHEADGóð lína, sniðin fyrir laxveiði í stærri ám. Sérstaklega gerð fyrir kalt vatn.Auðvelt er að menda línunni og hún veltir auðveldlega yfir stórum og þungum flugum. Verð 10.980,-

MASTERY SERIES GPXVinnur vel með hröðun stöngum og þungum flugum. Fremsti hluti línunnar flýtur sérlega hátt í vatni (Dry Tip Technology). GPX hentar vel í köldu vatni. Mjúkur kjarni og því lítið minni. Verð 10.980,-

MASTERY EXPERT DISTANCELangur belgur línunnar veltir yfir flugum í lengstu köstum. Ein af betri línum á markaðnum ætluð í lengdarköst. Sleip AST húðin prýðir þessa línu eins og aðrar betri Scientific Anglers línur. Verð 10.980,-

WET TIP CLEAR, III, IV, VVinsælustu sökkendalínurnar okkar. Mjúkar línur sem halda mýkt jafnvel í kaldasta vatni. Góð alhliða lína fáanleg í mörgum línu-þyngdum og sökkhraða frá I til V. Verð 10.980,-

MASTERY UNIFORM SINK +Þessi heilsökkvandi lína frá Scientific er löngu orðin klassíker. Teipering sem ræður við allar aðstæður. Einhver besta vatnaveiðilínan á markaðnum í dag. Fáanleg í mörgum línuþyngdum og sökkhraða frá I til V. Verð 10.980,-

RIO TAUMALYKKJURFléttaðar taumalykkjur fyrir marga línusver-leika. Áþræddur plasthólkur. Auðvelt að koma fyrir á flugulínu. Verð 1.295,-

RIO POLYLEADERSFrábærir sökkendar fáanlegir í ýmsum lengdum, styrkleikum og þyngdum. Góðir sökkendar jafnt fyrir einhendur og tvíhendur. Verð frá 1.695,-

SCIERRA POLY LEADERSSökkendar frá Scierra allt upp í Super Fast sem er steinsökkvandi. Fáanlegir fyrir einhendur og tvíhendur.

Verð 1.595,-

SCIERRA TAPERED LEADERSKónískir taumar fyrir silung og lax. Með því að nota kóníska eða frammjókkandi tauma leggur þú fluguna betur á vatnsflötinn.

Verð frá 645,-

SCIERRA LINESPEEDUndraefni frá Scierra. Hreinsar flugulínur og smyr. Með notkun þessa efnis verður flugulínan sleipari, rennur betur í lykkjum og þýtur lengra út í köstum. Linespeed er jafnt fyrir flotlínur og sökklínur.

Verð 1.295,-

Myn

d: W

inst

on

Í 60 ÁRA SÖGU SCIENTIFIC ANGLERS HAFA ÞEIR FRAMLEITT ÓGRYNNI AF FLUGU-LÍNUM EKKI BARA UNDIR EIGIN MERKI, HELDUR EINNIG FYRIR FJÖLDA ANNARRA MERKJA. SCIENTIFIC ANGLER ER EINN FREMSTI FRAMLEIÐANDI FLUGULÍNA Í DAG. ALLAR LÍNURNAR ERU FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM.

Page 57: Veidi 2012

VEIÐITÖSKURHÉR ER LÍTÐ BROT AF TÖSKUNUM

OKKAR EN AÐ JAFNAÐI EIGUM VIÐ GOTT ÚRVAL AF VEIÐITÖSKUM FRÁ

SIMMS, SAGE, SCIERRA, RON THOMPSON, DAM OG FLEIRUM.

TROUT BASS BAGNett kælitaska fyrir aflann. Taskan er fóðruð að innan með álklæðningu og heldur aflanum köldum.Verð 3.995,-

SCIERRA BASE CAMP BAGVönduð alhliða veiðitaska fyrir hjólin, boxin, línurnar og allt dótið sem þú þarft í góða veiðiferð. Stór geymur, 4 innri vasar og 3 ytri hólf. Þægilegt neoprenhandfang og axlaról sem hægt er að fjarlægja. Vatnsheldur botn. Sterkt efni.Verð 9.995,-

SCIERRA TRAVEL TROLLEYStór og góð taska á hjólum. Harður botn hugsaður fyrir stangirnar. Hægt að aðskilja blautar vöðlur og þurran fatnað. Sérstök hólf í endunum fyrir blauta skó og vöðlur. Frábær taska fyrir allan gírinn hvort sem þú ferð í Andakíl eða til Argentínu. Verð 19.995,-

SIMMS DRY CREEK DAY PACKSérlega vel hannaður og algjörlega vatnsheldur bakpoki frá Simms. Hentar vel í veiðiferðina eða styttri gönguferðir.Verð 22.995,-

SIMMS HEADWATERS WAIST PACKGóð mittistaska með stóru hólfi og fjölda smærri hólfa. Taskan rúmar nokkur flugubox, tauma og efni, myndavélina og annað smálegt sem nauðsynlegt er í veiðiferðina.Verð 15.995,-

ÍSLENSK FLUGUBOXÍslensk flugubox úr íslensku birki. Boxin eru með vel þekktum, vönduðum laxaflugum. Fjórar útfærslur eru í boði; 10 flugur, 20 flugur, 30 flugur eða 40 flugur. Hægt er að fá boxin sérmerkt líkt og á mynd. Persónuleg og falleg gjöf fyrir stangaveiðimanninn. Afgreiðslutími á sérmerktum boxum er að öllu jöfnu 3 til fjórir dagar.

10 flugur 11.400,- 20 flugur 15.300,- 30 flugur 19.200,- 40 flugur 23.100,-

DAM VÖÐLUTASKAHentug lítil vöðlutaska sem rúmar hvort heldur sem er neoprenvöðlur eða öndu-narvöðlur og skó. Vatnsheldur botn. Útöndun á hliðum. Verð 5.995,-

BONNAND FLUGUBOXVinsælu frönsku fluguboxin eru úr mun sterkara plastefni og með endingarbetri svampi en eftirlíkingarnar á markaðnum.

SCIERRA LINE TRAYVanmetið verkfæri en léttir manni lífið þegar veitt er með sökklínu eða jafnvel flotlínu í miklum straumi. Þú spennir línubakkann á þig með áföstu beltinu. Flugulínan sekkur því hvorki né flýtur frá þér. Flýtir fyrir næsta kasti og lengir köstin.Verð 3.895,-

SCIERRA RIVER BAGGóð taska með stóru hólfi og 4 ytri vösum. Sterkt, vatnhelt efni. Axlaról.Verð 5.895,-

SCIERRA REEL CASE FYRIR 8 HJÓLHægt að breyta innréttingum töskunnar. Innri netvasar fyrir tauma, sökkenda og fleira. Þægilegt neopren burðarhand-fang og axlaról sem hægt er að fjarlægja.Verð 8.995,-

Verð aðeins 695,-

Page 58: Veidi 2012

ALLAR BESTU FLUGURNAR Á BARNUM Í VEIÐIHORNINU SÍÐUMÚLA 8

KANNASTU VIÐ ÞESSAR?Fransis, Snælda, Blue Charm, Avatar, Collie Dog, Green Butt, Bismo, Flæðarmús, Hairy Mary, Peacock, Killer, Sunray Shadow,

Kötturinn, Green Brahan, Black & Blue, Skröggur, Rusty Rat, Randy Candy, Mýsla, Leonardo, María, Colburn Special, Black Ghost, Krókur, Black Labrador, Héraeyra, Skógá, Green Highlander, Kolskeggur, Blue Sheep, Undertaker, Iða, Hólmfríður, Haugur, Gray Ghost, Nagli, Nobbler, Super Tinsel, Red Butt, Black Sheep, Dimmblá, Rektor, Crossfield, Laxá Blá, Dýrbítur,

Þingeyingur, Alder, Montana, Black Gnat, Dark Side of the Moon, Stardust, Alda, Dentist, Silver Sheep, Munroe Killer, Rocket, Alma Rún, Watson Fancy

SILUNGAFLUGUR 250,-

Page 59: Veidi 2012

BESTU FLUGURNAR!JÁ, ÞÚ FÆRÐ ALLAR BESTU FLUGURNAR Á BETRA VERÐI HJÁ OKKUR

Í SÉRVERSLUN FLUGUVEIÐIMANNSINS Á NETINU, FLUGAN.IS, FÆRÐU Á FJÓRÐA HUNDRAÐ GERÐIR AF VÖNDUÐUM, VEL HNÝTTUM OG VEIÐNUM FLUGUM. FLESTAR ÞEIRRA FÆRÐU EINNIG Í VEIÐIHORNINU, SÍÐUMÚLA 8.

STRAUMFLUGUR 295,-

LAXAFLUGURTVÍKRÆKJUR OG ÞRÍKRÆKJUR

395,-LAXATÚPUR395 OG 495,-

Page 60: Veidi 2012

VAC RAC STANGAFESTINGStangafesting með sogskálum. Pláss fyrir 4 stangir.

Verð 12.980,-

BEITAN Í VEIÐI FERÐINA

ORMAR OG MAKRÍLL

WILEY X GLERAUGUN ERU EINHVER ÞAU BESTU Á MARKAÐNUM. FRÁBÆR POLAROID VIRKNI. LINSURNAR ERU 8 LAGA ÞAR SEM POLAROID FILMAN ER Á MILLI LAGA EN LIGGUR EKKI FREMST EÐA AFTAN Á LINSUNUM OG RISPAST ÞVÍ EKKI ÞEGAR GLERAUGUN ERU PÚSSUÐ.

AQUA VEIÐIGLERAUGUPolaroid linsur. Drepur glampa á yfirborði vatns svo auðveldara er að sjá til botns auk þess sem gleraugun verja augu veiðimanna.Verð frá 7.995,-

COCOONS YFIRGLERAUGUPolaroid linsur. Vönduð amerísk veiðigleraugu sem ætluð eru yfir sjón-gler. Kærkomin lausn fyrir þá sem þurfa að nota gleraugu.Cocoons gleraugun eru í fjórum stærðum:Medium Slim - (umgjörð 126 mm / 36 mm)Medium - (umgjörð 134 mm / 41 mm)Medium Large - (umgjörð 144 mm / 50 mm)Large - (umgjörð 138 mm / 50 mm)

Svört umgjörð og gular linsur. Hulstur fylgirVerð 9.980,-

WILEY X HYDRO, P17 & ZAKGleraugun eru ótrúlega björt með grænum linsum. Sterkt hulstur, gleraugnaband og klútur fylgir.

Hydro Verð 28.995,-P17 Verð 28.995,-Zak Verð 28.995,-

WILEY X JAKE & ROUTGleraugun eru ótrúlega björt með Emerald speglalinsum. Gleraug-unum fylgir innri rammi til þess að koma í veg fyrir speglun og vernda augun fyrir vindi og ryki. Innri rammanum er hægt að smella úr gleraugunum. Sterkt hulstur, gleraugnaband og klútur fylgir.

Jake Verð 28.995,-Rout Verð 29.995,-

Rout

Jake

Jake

Hydro

P17

Zak

Page 61: Veidi 2012

BAULA395,-

BLEIKJUSPINNER299,-

ESJA 395,-

TOBIE frá 299,-

HENGILL395,-

DYNGJA395,-

FAXI 395,-

LAKI395,-

SPÚNAR Á BÆJARINS BESTA VERÐI?

KATLA395,-

SNÆLDA595,-

DEVON595,-

SPOT KEILIR395,-

ÓDÝRU SPÚNARNIR EINNIG Á

VEIDIMADURINN.ISMARGIR LITIR Í VERSLUNUM

Page 62: Veidi 2012

1Festu Pro Drop þynginguna á rörið.

1Festu 40/40 Pro Flexi túpuna í öngulhelduna.

2Hnýttu á gult hringskeggið.

3Hnýttu strimil af hvítu kanínu skynni og þræði af Krystal Flash.

4Hnýttu á gult hringskegg.

5Bættu við Pro Tube keilunni og lokaðu fyrir með því að klippa plastið fyrir framan og bræða varlega þannig að keilan festist á rörinu.

2Hnýttu niður nokkrar fanir af gulu marabú.

3Festu niður nokkra þræði af Flashabou yfir marabúfanirnar.

4Hnýttu á strimil úr hvítu kanínuskinni. Gott er að klippa flága í strimilinn þar sem hann festist á túpuna.

5Hnýttu niður gult hringskeggið.

6Hnýttu á frumskógarhana í kinnar og bættu við Pro Tube Sonic diski að framan og svörtu Hook Guide að aftan.

Túpa: Pro Tube örtúpuplast svart

Þynging: Pro Tube Drop weight Small

„Stél“: Pro Tube Hook Guide svart

Vængur: Hvítur strimill af kanínuskinni og gulur marabúi ásamt strimlum af Perlu flashabou

Kinnar: Fjaðrir af frumskógarana

Haus: Pro Tube Sonic diskur

Túpa : Pro Tube Flexi, svart

Vængur: Strimill af kanínuskinni og Krystal Flash

Hringskegg:Fanir af gullitaðri hænu

Haus: Pro Tube keiluhaus

FLÓKNARI ÚTGÁFA: EINFÖLD ÚTGÁFA

HNÝTTU BLACK GHOST SKREF FYRIR SKREF. ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT ER:

Page 63: Veidi 2012

HNÝTTU BLACK GHOST SKREF FYRIR SKREF. ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT ER:

Ein besta alhliða flugan hvort sem þú veiðir staðbundinn urriða, sjógenginn silung eða jafnvel lax er Black Ghost.Þúsundir fiska um allan heim hafa fallið fyrir Black Ghost. Black Ghost er klassiker sem löngu hefur sannað ágæti sitt.Í þessari grein hnýti ég Black Ghost sem að öllu jöfnu er hnýtt á straumfluguöngul sem túpu. Hér eru tvær útfærslur. Önnur er hnýtt með þyngin-gum en hin útgáfan er einfaldari og ódýrari.Þó Black Ghost sé hér hnýtt sem túpa þýðir það ekki að hún sé eingöngu fyrir lax. Túpuflugur endast oft betur en hefðbundnar flugur, hnýttar beint á öngul. Ef túpan festist í botni og krókurinn skemmist er einfaldlega skift um hann en flugan sjálf (túpan) er jafn góð á eftir.

Góða skemmtun,NIls Folmer Jörgensen

Page 64: Veidi 2012

BERETTA Á ÍTALÍU ER EINSTAKT FYRIRTÆKI EKKI SÍST FYRIR LANGA SÖGU. BERETTA ER FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI SEM STARFAÐ HEFUR ÓSLITIÐ SÍÐAN 1526 EÐA Í NÆSTUM 500 ÁR.

BERETTA FRAMLEIÐIR FYRST OG FREMST SKOTVOPN EN EINNIG VANDAÐAN FATNAÐ OG AUKAHLUTI.BRÁÐ EHF HEFUR VERIÐ UMBOÐSAÐILI FYRIR BERETTA UNDANFARIN ÁR. BERETTA SKOTVOPN SKIPA ÖNDVEGI Í SKOTVEIÐIDEILDUM VEIÐIHORNSINS SÍÐUMÚLA 8 OG SPORTBÚÐARINNAR KRÓKHÁLSI 4.

BERETTA SILVER PIGEON IVönduð Beretta yfir / undir tvíhleypa á góðu verði. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn gikkur, útkastari, val á milli hlaupa. Þrengingar fylgja og hörð Beretta plasttaska.Verð aðeins 259.900 (Gildir út júlí 2012)

BERETTA WHITE ONYXVönduð Beretta yfir / undir tvíhleypa á góðu verði. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Einn gikkur, útkastari, val á milli hlaupa. Þrengingar fylgja og hörð Beretta plasttaska. Falleg byssa.Beretta White Onyx er væntanleg í sumar. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

Page 65: Veidi 2012

AF HVERJU BERETTA SKOTVOPN?

GÆÐI

ENDING

FRAMÚRSKARANDI HÖNNUN

Gjafabréfin okkar eru tímalaus og gilda á öllum útsölum og tilboðum. Gjafabréfin okkar gilda í þrem veiðibúðum og því án efa besti kostur þegar velja skal gjöf. Þú færð gjafabréf veiði-mannsins í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn, Hafnarfirði.

Page 66: Veidi 2012

BERETTA A400 XTREMENýja flaggskipið frá Beretta. Glæsileg hálfsjálfvirk haglabyssa sem skiftir allt frá léttustu skeet skotum upp í þyngstu veiðihleðslur. Beretta A400 Xtreme er fáanleg svört og í MAX4 felumynstri.Beretta A400 Xtreme er væntanleg í sumar. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

BERTTA A400 UNICOGlæsileg byssa sem kom fyrst á markað haustið 2010. Falleg byssa með nýju „kick-off“ bakslagsvörninni. Skiftir öllum skotum upp í 3 ½“. Sérstaklega falleg viðarskefti.

Verð aðeins 289.000 (Gildir út júlí 2012)

BERETTA A400 LIGHTByggð á sömu hönnun og Beretta A400 Unico. Þessi byssa skiftir öllum skotum upp í 3“ og er heldur léttari en A400 Unico byssan eða rétt um 3 kg. með „Kick-Off“ Falleg viðarskefti. Glæsileg veiðibyssa.

Verð aðeins 269.000 (Gildir út júlí 2012)

BERETTA A400 ACTIONSama byssa og Light en er búin með litlum tölvukubbi undir skefti sem segir til um fjölda skota, hleðslu, hitastig og fleira. Skiftir auðveldlega öllum skotum upp í 3“

Verð aðeins 279.000 (Gildir út júlí 2012)

Page 67: Veidi 2012

BERETTA ER FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Í TÆP 500 ÁR EN BERETTA VAR STOFNAÐ ÁRIÐ 1526. EKKERT ANNAÐ FYRIRTÆKI Á SÉR JAFNLANGA ÓSLITNA SÖGU. EKKI ER HÆGT AÐ NEITA ÞVÍ AÐ BERETTA BYGGI Á REYNSLU OG ÞEKKINGU ENDA BERETTA SKOT-VOPN ÞAU FREMSTU SEM VÖL ER Á.

BERETTA ULTRALIGHTAfar vönduð Beretta yfir / undir tvíhleypa sem verið hefur feykivinsæl ekki síst meðal þeirra sem ganga til rjúpna. Einnig vinsæl tvíhleypa meðal veiðikvenna enda ein léttasta tvíhleypan á markaðnum eða rétt undir 3 kg. Tekur 2 ¾“ skot. Einn gikkur, útkastari, val á milli hlaupa. Þrengingar fylgja og Beretta plasttaska.Verð aðeins 319.900 (Gildir út júlí 2012)

BERETTA A300 OUTLANDERNý byssa frá Beretta. Ný A400 gasskifting. Einföld ítölsk Beretta byssa á ótrúlega hagstæðu verði. Falleg hnotuskefti. Skiftanlegar MC Beretta þrengingar. Ein þreng-ing fylgir.Beretta A300 Outlander er væntanleg í sumar. Áætlað verð um 160.000.

BERETTA 682 GOLD E SPORTINGEinhver vinsælasta „skeet“ byssan á markaðnum. Afar vönduð byssa sem notuð er af atvinnuskotmönnum um allan heim. Beretta 682 Gold E Sporting er væntanleg í sumar. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

BERETTA DT11Þessi nýja „skeet“ byssa frá Beretta hefur svo sannarlega fengið gríðarlega athygli um allan heim frá því hún var kynnt á síðasta ári. Beretta DT11 er væntanleg í sumar. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

BERETTA ES100Söluhæsta Beretta byssan á Íslandi síðustu árin. Beretta ES er framleidd í verksmiðju Beretta á Spáni. Beretta ES er eina hálfsjálfvirka haglabyssan frá Beretta með bak-slagsskiftingu. Hér er í raun á ferð gamla Beretta Pintail byssan með gamla Benelli boltanum, einn áreiðanlegasti boltinn í áratugi. Beretta ES skiftir örugglega öllum skotum frá 28 gr. upp í 3“ veiðiskot. Beretta ES fylgja þrengingar, ólarfestingar og hörð Beretta plasttaska. Beretta ES 100 er fáanleg í 5 útfærslum; Plastskefti með svörtu eða hvítu láshúsi, hnotuskefti með svörtu eða hvítu láshúsi og að lokum í MAX4 felumynstri.Verð frá 199.900

Page 68: Veidi 2012

ÁREIÐANLEIKI: „Inertia“ búnaðurinn er áreiðanlegur sem aldrei þarf að stilla og skiftir öllu frá léttustu hleðslum upp í þyngstu 3 ½“ magnum haglaskotum án vandkvæða, ár eftir ár. Það eru til dæmi um Benelli byssur sem skotið hefur verið úr hálfri milljón skota með „Inertia“ búnaðinum og eru enn í fullkomnu lagi.

EINFALDLEIKI: „Inertia“ búnaðurinn er einfaldur. Boltinn er settur saman úr þrem aðalhlutum; boltinn sjálfur, „inertia“ gormurinn og snúningshaus.

HREINLEGRI: Gas, reykur og brunnið púður er í hlaupinu þar sem það á að vera í stað þess að dreifast um allt húsið.

HRAÐARI: Með færri og léttari hlutum er „Inertia“ búnaðurinn enn hraðari.

MINNA VIÐHALD: Einfaldari búnaður og minni óþrifnaður þýðir einfaldlega minna viðhald.

LÉTTARI: „Inertia“ búnaðurinn er ekki bara einfaldari. Hann er líka mun léttari og gerir því að verkum að Benelli er einhver léttasta hálfsjálfvirka byssan á markaðn-um.

JAFNVÆGI: Enginn flókinn og þungur búnaður er undir forskeftinu. Jafnvægi Benelli hálfsjálfvirku byssunnar er því frábært.

“INERTIA“ LÖGMÁLIД„INERTIA“ LÖGMÁLIÐ EÐA TREGÐULÖG-MÁLIÐ ER FYRSTA EÐLISFRÆÐILÖGMÁL NEWTON. LÍKT OG LÖGMÁLIÐ UM ÞYNGDARAFLIÐ ER TREGÐULÖGMÁLIÐ ÓBREYTANLEGT OG STÖÐUGT. BENELLI BYGGIR „INERTIA“ SKIFTIBÚNAÐ I HÁLFSJÁLFVIRKU HAGLABYSSUM SÍNUM Á ÞESSUM UNDIRSTÖÐULÖGMÁLUM OG MEÐ ÞVÍ MÓTI TEKIST AÐ BÚA TIL HRÖÐUSTU, EINFÖLDUSTU OG ÁREIÐAN-LEGUSTU HÁLFSJÁLFVIRKU HAGLABYSS-UNA Á MARKAÐNUM.

BENELLI VINCI SYNTHETICNýjasta byssan frá Benelli. Afar sérstök byssa enda hönnuð frá grunni. 26“ hlaup og plastskefti. Plötur fylgja til að breyta afstöðu skeftis. 5 þrengingar og hörð Benelli taska.Verð 289.000,- (gildir út júlí 2012)

BENELLI VINCI MAX4Nýjasta byssan frá Benelli. Afar sérstök byssa enda hönnuð frá grunni. 26“ hlaup og plastskefti með MAX4 felumynstri. Plötur fylgja til að breyta afstöðu skeftis. 5 þrengignar og hörð Benelli taska.Verð 309.000,- (gildir út júlí 2012)

BENELLI COMFORTAfar vinsæl hálfsjálfvirk byssa. Bakslagsskift og með vinsæla snúningsboltanum. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 5 þrengingar fylgja ásamt plötum til að breyta skeftisafstöðu. Hörð plasttaska frá Benelli fylgir.Verð 249.000,- (gildir út júlí 2012)

Page 69: Veidi 2012

AF HVERJU BENELLI?

EINFALDAR OG ÁREIÐANLEGAR

MARGREYNDAR VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR

VÖNDUÐ SMÍÐ

ÍTÖLSK HÖNNUN

Benelli byssurnar eru ein-hverjar vinsælustu hálf-

sjálfvirku haglabyssurnar á markaðnum. Enda eru þessar

ítölsku byssur afar vandaðar og áreiðanlegar.

BAKSLAGSSKIFTING EÐA GASSKIFTINGMenn geta rökrætt kosti og galla þessara tveggja gerða af skiftingu í hálfsjálfvirkum byssum endalaust.Báðar gerðir af þessum skiftingum eru góðar enda hafa stórir framleiðendur skotvopna haldið sig við bakslagsskiftingu á meðan aðrir hafa haldið sig við gasskiftingu áratugum saman.Auðvitað er því rangt að hampa annarri en tala hina niður því báðar hafa þær kosti og galla

BENELLI SUPERNOVAPumpa frá Benelli. Arftaki gömlu Nova pumpunnar. Supernova er með Comfortech skefti með bakslagsvörn. Hægt er að breyta afstöðu skeftis. Byssan tekur öll skot frá 2 ¾“ til 3 ½“. Þrengingar fylgja og ólarfestingar.Verð 129.000,- (gildir út júlí 2012)2)

BENELLI M2 COMFOTECHArftaki vinsælu M1 byssunnar sem naut mikilla vinsælda árum saman. Bakslagsskift byssa með snúnigsbolta. 26“ hlaup. Comfortech plastskefti með bakslagsvörn. 5 þrengingar fylgja ásamt plötum til að breyta skeftisafstöðu. Hörð Benelli taska fylgir.Verð 259.000,- (gildir út júlí 2012)2)

Page 70: Veidi 2012

STOEGER 3500 – HAGLABYSSA ÁRSINS 2012Stoeger 3500 er ný byssa frá Stoeger en hér er á ferð 3 ½“ hálfsjálfvirk byssa frá Stoeger.Stoeger 3500 var nú nýlega valin Haglabyssa ársins 2012 af NRA í Bandaríkjunum og þótti það saga til næsta bæjar að haglabyssa frá Tyrklandi slái öll bandarísku og hin evrópsku merkin út þegar kom að valinu í apríl 2012. Stoeger 3500 verður fáanleg með svörtum plastskeftum og meðMAX4 felumynstri.Stoeger 3500 er væntanleg til landsins í sumar. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

STOEGER 2000 SYNTHETICBakslagsskift byssa með Benelli snúningsboltanum. Plastskefti. Skiftir 2 ¾“ og 3“ skotum. 26“ hlaup. Þyngd rétt um 3 kg. Þrengingar og ólarfestingar fylgja.

Verð 86.900,-

STOEGER 2000 WALNUTBakslagsskift byssa með Benelli snúningsboltanum. Hnotuskefti. Skiftir 2 ¾“ og 3“ skotum. 26“ hlaup. Þyngd rétt um 3 kg. Þrengingar og ólarfestingar fylgja.

Verð 91.900,-

STOEGER 2000 MAX4Bakslagsskift byssa með Benelli snúningsboltanum. MAX4 felumynstur. Skiftir 2 ¾“ og 3“ skotum. 26“ hlaup. Þyngd rétt um 3 kg. Þrengingar og ólarfestingar fylgja.

Verð 95.900,-

STOEGER P350 MAX4 OG SYNTHETICPumpa með Benelli snúningsboltanum. Plastskefti. Tekur 2 ¾“ til 3 ½“ skot. 26“ hlaup. Þyngd rétt yfir 3 kg. Þrengingar og ólarfestingar fylgja.

Verð MAX4 72.900,-Verð Synthetic 68.900,-

Page 71: Veidi 2012

STOEGER VAR VALIN HAGLABYSSA ÁRSINS 2012 AF NRA Í BANDARÍKJUNUM. ÞAÐ ER EKKI LÍTILL HEIÐUR FYRIR STOEGER OG SÝNIR OG SANNAR

ENN OG AFTUR HVE GÓÐAR ÞESSAR BYSSUR ERU. FÁÐU MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ. FÁÐU ÞÉR STOEGER.

Stoeger er í eigu Beretta. Stoeger haglabyssur hafa nú verið á íslenskum markaði í 10 ár og

leyfum við okkur að fullyrða fáar byssur ef einhverjar hafa selst meira en Stoeger síðustu árin.

Beretta var upphaflega hönnuð á Ítalíu fyrir Stoeger Industries í Bandaríkjunum og er dreift

í því landi af Benelli. Stoeger hálfsjálfvirka byssan er hönnuð á grunni gömlu Benelli M1

Super 90 en er með skiftigorminn í forskeftinu líkt og Franchi. Ásamt Stoeger er hvort tveggja

Benelli og Franchi í eigu Beretta holding. Stoeger P350 pumpan er byggð á hönnun Benelli

Nova pumpunnar enda leynir það sér ekki á útlitinu.

Stoeger 2000 er „inertia driven“, eða með Benelli skiftingunni og hvort tveggja Stoeger 2000

og Stoeger P350 eru með Benelli snúningsboltanum.

Page 72: Veidi 2012

SAVAGE MARK II FVXPHlaupvídd 22 lr. Þungt blámað hlaup og skefti úr hörðu plastefni. Laust 5 skota magasín. „Accutrigger“ gikkurinn frá Savage. 4x32 sjónauki fylgir ásamt festingum. Vinsæll pakki á frábæru verði.

Verð 69.900,-

SAVAGE 12 BVSSÞessi riffill var valinn besti nýi riffillinn af NRA þegar hann kom á markaðinn. Þungt flútað hlaup og skefti úr límtré. Skemmtilegur riffill. Nákvæmt hlaup og „Accutrigger“ gikkurinn frá Savage.

Verð 199.900,-

SAVAGE 11 LADY HUNTERAfar fallegur riffill sérstaklega hannaður fyrir veiðikonur. Fáanlegur í hlaupvídd 243 WIN. Blámað karbonstál hlaup og fallegur viður í skefti. „Accutrigge“ gikkurinn frá Savage. Laust magasín.

Verð 174.900,-

SAVAGE 10 INTERNATIONAOL TROPHY HUNTERSavage pakki á frábæru verði. Blámað veiðihlaup og fallegt viðarskefti eða plastskefti. Hlaupvíddir 223 REM, 243 WIN og 308 WIN. „Accutrigger“ gikkurinn frá Savage. Laust magasín. Rifflinum fylgir ásettur 3-9x40 sjónauki.

Verð 139.900 fyrir pakkann

SAVAGE AXISSavage pakki á frábæru verði. Matt veiðihlaup úr karbonstáli og plastskefti. Hlaupvíddir 223 REM, 243 WIN, 308 WIN og 270 WIN. Laust magasín. Rifflinum fylgir 3-9x40 sjónauki sem búið er að koma á og grófstilla. Frábært verð.

Verð 109.900,-

Page 73: Veidi 2012

ACCURACY IS THEJOURNEY AND THE DESTINATIONBráð ehf hefur verið umboðsaðili fyrir Bandarísku Savage rifflana í 10 ár. Savage rifflarnir hafa orðið vinsælli með hverju árinu sem líður enda eru Savage rifflar orðlagðir fyrir nákvæmni, vönduð hlaup og frábæran gikk. Sérpöntuðum Savage Benchrest rifflum fjölgar með hverju árinu enda hafa atvinnuskotmenn í Bandarík-junum sýnt fram á hversu megnugir þessir frábæru rifflar eru.

SAVAGE 93R17 BVSSHlaupvídd 17 HMR. Ryðfrítt þungt hlaup og grátt skefti úr límtré. Fallegur riffill. Laust 5 skota magasín. „Accutrigger“ gikkurinn frá Savage.Verð 99.900,-

SAVAGE 93R17 FVSSHlaupvídd 17 HMR. Ryðfrítt þungt hlaup og skefti úr sterku plastefni. Laust 5 skota magasín. „Accutrigge“ gikkurinn frá Savage.Verð 79.900,-

SAVAGE 93R17 GVHlaupvídd 17 HMR. Viðarskefti og blámað hlaup. Laust 5 skota magasín. „Accutrigger“ gikkurinn frá Savage.Verð 64.900,-

Að öllu jöfnu eigum við gott úrval af Savage rifflum á lager en hér er aðeins lítið brot.

ACCUTRIGGER

„Accutrigger“ gikkkurinn frá Savage hefur notið mikilla vinsælda enda feyilega skemmtilegur í notkun auk þess sem auðvelt er að stilla þyngd gikksins eftir þörfum hvers og eins.

Page 74: Veidi 2012

HOWA HUNTER WALNUTFalleg hnotuskefti. Hefðbundið blámað veiðihlaup. Nýi „actuator“ Howa gikk-urinn. Howa Hunter Walnut er að jafnaði til á lager í hlaupvíddum 243 WIN, 308 WIN, 270 WIN og 6,5x55 SE en hægt er að sérpanta í fjölda annarra hlaupvídda.

Verð 159.900,-

HOWA EURO VARMINTERVegna fjölda áskoranna hóf Legacy samsetningu á þessum riffli á ný. Þungt blámað hlaup og brúnt límtré í skefti. Einnig fáanlegur með þungu ryðfríu hlaupi og gráu límtré í skefti. Nýi „actuator“ Howa gikkurinn. Euro Varminter er að jafnaði til á lager í hlaupvíddum 223 REM, 243 WIN og 308 WIN en hægt er að sérpanta fleiri hlaupvíddir.

Verð aðeins frá 169.900,-

HOWA TALON THUMBHOLESérstakt plastskefti sem er sérlega þægilegt. Dempari er í skeftinu sem minnkar bakslag um 70%. Frífljótandi hlaup. Nýi „actuator“ Howa gikkurinn. Howa Talon Thumbhole er til í hlaupvíddum 223 REM, 243 WIN og 308 WIN en sérpantanir bjóðast í öðrum hlaupvíddum.

Verð 185.900,-

HOWA MAGASÍNNú bjóðum við losanlega skotgeyma á Howa riffla. Eigendur eldri riffla geta sjálfir á auðveldan hátt breytt rifflum sínum fyrir lausa skotgeyma.

Í Sportbúðinni og Veiði-horninu færðu úrval af ólum og pokum frá Vero Vellini, Outdoor Connection, Allen og fleirum.

Page 75: Veidi 2012

HOWA AXIOM VARMINTER PAKKIAxiom plastskeftið er ekki allra en er sérlega þægilegt að vinna með. Hægt er að ráða lengd skeftis. Dempari er í skeftinu sem minnkar bakslag umtalsvert. Nýi „actuator“ Howa gikkurinn. Howa Axiom Varminter er að öllu jöfnu fáanlegur í hlaupvíddum 223 REM, 243 WIN og 308 WIN en hægt er að sérpanta aðrar hlaupvíddir. Í pakkanum er Nikko Stirling Nighteater sjónauki ásamt festingum. Nikko Stirling Nighteater sjónaukinn hefur verið valinn sjónauki ársins af NRA í Bandaríkjunum.

Verð á pakkanum er aðeins 199.900,-

HOWA HOGUE PAKKIHogue skeftið er líklega það vandaðasta af ódýru plastskeftunum á markaðnum. Hogue skeftið er bæði mun stífara en sambærileg skefti og gripið er mjög stamt. Howa Hogue rifflinum fylgir Nikko Stirling Nighteater sjónauki ásamt festingum. Howa Hogue er að jafnaði til í hlaupvíddum 243 WIN, 270 WIN, 308 WIN og 6,5x55 SE en aðrar hlaupvíddir er hægt að sérpanta.

Verð á pakkanum er aðeins 139.900,-

HOWA RIFFLARNIR HAFA FENGIÐ GRÍÐARLEGA ATHYGLI SÍÐUSTU ÁRIN OG ERU ORÐLAGÐIR FYRIR NÁKVÆMNI ENDA ERU ÞEIR FÁIR EF EINHVERJIR VERKSMIÐJURIFFLARNIR SEM JAFNAST Á VIÐ HOWA Í ÞEIM EFNUM.HOWA RIFFLARNIR ERU FRAMLEIDDIR Í JAPAN EN ER DREIFT UM HINN VESTRÆNA HEIM AF LEGACY SPORT Í BANDARÍKJUNUM ÞAR SEM ÞEIR ERU SETTIR SAMAN MEÐ SKEFTUM FRÁ ÝMSUM FRAMLEIÐENDUM.Í RAUN ER UM TVÆR GERÐIR AÐ RÆÐA. ANNARS VEGAR MEÐ ÞUNGU HLAUPI OG HINS VEGAR MEÐ HEFÐBUNDNUM VEIÐIHLAUPUM. MEÐ HINUM ÝMSU SKEFTUM SJÁUM VIÐ SVO FJÖLBREYTTA FLÓRU AF HOWA RIFFLUM.

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Page 76: Veidi 2012

Optima tvíhleypurnar eru framleiddar hjá Hatsan í Tyrklandi sem einnig fram-leiðir pumpur og hálfsjálf-virkar Escort haglabyssur.Næstum 10 ára góð reynsla er af Optima tvíhleypum hér á landi.

OPTIMA

OPTIMA SILVER SELECTSérvalin hnotuskefti með bakslagspúða. Plötur fylgja til að stjórna lengd skeftis. 28“ hlaup. Útdragari. Einn gikkur og val á milli hlaupa. 5 þrengingar fylgja og ólarfestingar. Hi-Viz korn á kælilista.Verð 129.900,-

OPTIMA SYNTHETIC SELECTPlastskefti með bakslagspúða. Stöm gúmmígrip. Plötur fylgja til að stilla lengd skeftis. 28“ hlaup. Útdragari. Einn gikkur og val á milli hlaupa. 5 þrengingar fylgja og ólarfestingar. Hi-Viz korn á kælilista.Verð 109.900,- (væntanleg í ágúst)

OPTIMA S12Falleg hnotuskefti. 28“ hlaup. Hvítt láshús. Útdragari. Einn gikkur og val á milli hlaupa. 5 þrengingar og ólarfestingar.Verð 109.900,-

OPTIMA B12Falleg hnotuskefti. 28“ hlaup. Svart láshús. Útdragari. Einn gikkur og val á milli hlaupa. 5 þrengingar og ólarfestingar.Verð 109.900,-

Page 77: Veidi 2012

Escort haglabyssurnar eru framleiddar hjá Hatsan en Hatsan er einn stærsti og fremsti skotvopnaframleiðandi í Tyrklandi. Hálfsjálfvirku Escort haglabyssurnar og Escort pumpurnar eru áreiðanlegar og hafa reynst afar vel hér á landi sem og erlendis. Escort byssur hafa verið fáanlegar hér á landi í bráðum 10 ár.

ESCORT

ESCORT SUPREMEHálfsjálfvirk haglabyssa með gasskiftingu. Tekur 2 3/4“ og 3“ skot. 28“ hlaup. Skefti úr fallegri, sérvalinni hnotu. Escort Supreme fylgja ólarfestingar, 5 þrengingar og plötur til að breyta afstöðu skeftis. Escort Supreme er fáanleg hægri- og vinstrihandar.Verð 99.900,-

ESCORT XTREMEHálfsjálfvirk haglabyssa með gasskiftingu. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 28“ hlaup. Plastskefti með stömu gúmmígripi. Escort Xtreme fylgja ólarfestingar, 5 þrengingar og plötur til að breyta afstöðu skeftis. Escort Xtreme er fáanleg hægri- og vinstrihandar.Verð 89.900,-

ESCORT CAMO COMBOHálfsjálfvirk haglabyssa með gasskiftingu. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Plastskefti í felulitum. Escort Camo Combo fylgja 2 hlaup; annars vegar 28“ og hins vegar 24“. Byssan kemur í plasttösku með plötum til að breyta skeftissafstöðu. Hi-Viz sigti og þrengingar fylgja ásamt ólarfestingum. Escort Camo Combo er fáanleg hægri- og vinstri handar.Verð 129.900,-

ESCORT FIELDHUNTEREinföld og áreiðanleg byssa með pumpulás. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Plastskefti. Plötur til að breyta afstöðu skeftis fylgja. Einnig þrengingar og ólarfestingar. Escort Fieldhunter er fáanleg hægri- og vinstrihandar.Verð 49.900,-

ESCORT MARINEHUNTEREinföld og áreiðanleg byssa með pumpulás. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Plastskefti. Byssan er nikkelhúðuð og því betur varin fyrir salti en margar aðrar byssur. Tilvalin á sjóinn. 5 þrengingar fylgja, ólarfestingar og plötur til að breyta skeftisafstöðu. Escort Marinehunter er fáanleg hægri- og vinstrihandar.Verð 59.900,-

ESCORT T MARINEGUARDEinföld og áreiðanleg byssa með pumpulás. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. Plastskefti. Byssan er nikkelhúðuð og því betur varin fyrir salti en margar aðrar byssur. Stutt fastþrengt hlaup. Tilvalin byssa á svartfuglinn. Plötur til að breyta skeftisafstöðu fylgja. Ólarfestingar fylgja.Verð 49.900,-

Page 78: Veidi 2012

Baikal þarf vart að kynna fyrir íslenskum skotmönnum. Hér eru á ferð grófar en áreiðanlegar byssur frá Rússlandi sem seldar hafa verið á Íslandi í áratugi. Tvíhleypurnar hafa einkum verið vinsælar meðal byrjenda og margir með B-réttindin velja þær hálf-sjáflvirku.

BAIKAL 153 SYNTHETICHálfsjálfvirk, gasskift haglabyssa. Svört plastskefti. 26“ hlaup. Skiftanlegar þrengingar. Byssa sem reynst hefur feykivel á Íslandi árum saman.Verð 99.900,-

BAIKAL 153 WALNUTHálfsjálfvirk, gasskift haglabyssa. Hnotuskefti. 26“ hlaup. Skiftanlegar þrengingar. Byssa sem reynst hefur feykivel á Íslandi árum saman.Verð 105.900,-

Einnig fáanleg í felulitumVerð 119.900,-

BAIKAL TVÍHLEYPALíklega mest keypta tvíhleypan á Íslandi í áratugi. 28“ hlaup. Einn gikkur. Val á milli hlaupa. Útkastari og skiftanlegar þrengingar. Verð 119.900,-

Page 79: Veidi 2012

Í Sportbúðinni á Krókhálsi er að öllu jöfnu til mjög gott úrval af loftrifflum. Að skjóta með loftriffli á mark er góð skemmtun en ekki síður góð æfing enda eru loftrifflar afar ódýrir í rekstri.

LOFTRIFFLAR

Gildrur, skotskífur og úrval af bikurum í loftriffla á góðu verði

Loftrifflar eru einungis fáanlegir í Sportbúðinni Krókhálsi 4.

HATSAN MODEL 125 SNIPERAfar kraftmikill riffill eða 1250 fps. Rifflað, nákvæmt hlaup með „muzzle break“. Plastskefti með stömum gúmmíinnleggjum. Stillanlegur kambur. Bakslagsvörn í skefti og hægt að ráða lengd. Spor fyrir sjónauka. Stillanlegt aftursigti og opið TruGlo sigti að framan. Tvífótur og ól fylgir. Nákvæmur og kraftmikill riffill.Verð 46.900,-

HATSAN STRIKERKraftmikill riffill eða 1000 fps. Rifflað nákvæmt hlaup. Plastskefti með stömum gúmmí-innlegggjum. Stillanlegt aftursigti og opið TruGlo sigti að framan. Spor fyrir sjónauka. Gott verð.Verð 19.995,-

HATSAN MODEL 135 SPAfar kraftmikill og nákvæmur riffill. 1250 fps. Rifflað nákvæmt hlaup með „muzzle break“. Vönduð hnota í skefti. Bakslagsvörn í skefti. Hægt er að stjórna lengd skeftis. 3-9x32 sjónauki fylgir ásamt sjónaukafestingum. Fallegur og nákvæmur riffill á góðu verði.Verð 56.900,-

HASTAN MODEL 85XKraftmikill riffill eða 1000 fps. Rifflað nákvæmt hlaup með „muzzle break“. Plastskefti með bakslagsvörn. 3-9x32 sjónauki fylgir ásamt sjónaukafestingum. Vandaður pakki á góðu verði. Verð 38.900,-

STOEGER X10 SYNTHETIC Kraftmikill riffill eða 1200 fps. Nákvæmt hlaup og vönduð sigti. Plastskefti.Verð 35.900,-

STOEGER X10 WOODKraftmikill riffill eða 1200 fps. Nákvæmt hlaup og vönduð sigti. Viðarskefti.Verð 36.900,-

STOEGER X5 WOODVandaður og kraftmikill loftriffill eða 800 fps. Nákvæmt hlaup og vönduð sigti. Viðarskefti.Verð 28.900,-

NORINCOEinfaldur og áreiðanlegur loftriffill á fínu verði. Lamarlás. Verð 19.995,-

Page 80: Veidi 2012

Leupold er stærsta merkið í Bandaríkjunum í sjónaukum. Við bjóðum gott úrval af vönduðum riffilsjónaukum, handsjónaukum og fjarlægðarmælum frá þessum virta framleiðanda.

LEUPOLD VX-3 RIFFILSJÓNAUKAR4,5 – 14 x stækkun og 50 mm linsa. Algjörlega vatnsheldur og móðufrír sjónauki með tærum glerjum. Stækkunin er heppileg fyrir allar aðstæður í veiði. Leupold VX-3 er fáanlegur svartur og silfur. Ýmsir krossar í boði svo sem Duplex, Varmint og Boone & Crocket. Auk sjónauka sem að öllu jöfnu eru til á lager bjóðum við sérpöntunarþjónustu. Leupold VX-3 er án efa bestu kaup í riffilsjónaukum þegar velja á úr aðeins því besta á markaðnum.Verð 159.900,-

LEUPOLD VX-2 RIFFILSJÓNAUKAR4 – 12 x stækkun og 50 mm linsa. Vatnsheldir og móðufríir sjónaukar með einstaklega tærum og björtum glerjum. 50 mm linsa tryggir að sjónaukinn er einstaklega bjartur. VX-2 með Duplex krossi, svartur eða silfur. Verð 119.900,-

LEUPOLD VX-1 RIFFILSJÓNAUKAR3 – 9 x stækkun og 50 mm linsa. Vatnsheldur og móðufrír sjónauki frá Leupold. Bjartur sjónauki sem slær alla sjónauka út í þessum verðflokki hvað varðar tærleika. Leupold VX-1 er fáanlegur svartur og kemur hann með LR Duplex krossi. Líkt og allir VX sjónaukar frá Leupold er VX-1 með lífstíðar-ábyrgð. Verð 79.900,-

RIFLEMAN RIFFILSJÓNAUKAR3 – 9 x stækkun og 50 mm linsa. Vatnsheldur og móðufrír sjónauki, einkum ætlaður á minni hlaupvíddir. Bjartur og góður sjónauki sem kemur svartur. Wide Duplex kross.Verð 69.900,-

YOSEMITE HANDSJÓNAUKAREinstaklega bjartur sjónauki. Algjörlega móðufrír. Heppileg stærð í gönguferðir. 8 x stækkun og 30 mm bjartar linsur. Fáanlegur í tveim litum. Taska og hálsól fylgir. Frábært verð.Verð frá 34.900,-

LEUPOLD ROGUE HANDSJÓNAUKARBjartir handsjónaukar með tærum glerjum. Algjör-lega móðufríir. Góð stærð í göngu eða bílinn. Tvær stærðir í boði. Annars vegar 8x stækkun og 42 mm linsur og hins vegar 10x stækkun og 50 mm linsur. Taska og hálsól fylgir. Verð frá 36.900,-

LEUPOLD ACADIA HANDSJÓNAUKARSterkbyggðir handsjónaukar með björtum og tærum glerjum. Algjörlega móðufríir. Heppileg stærð handsjónauka í bílinn eða gluggann. 10x stækkun og 50 mm linsa. Taska og hálsól fylgir.Verð frá 55.900,-

LEUPOLD CASCADE HANDSJÓNAUKARSterkir og góðir handsjónaukar með tærum glerjum. Algjörlega móðufríir. Fáanlegir í tveim stærðum. Annars vegar 8x stækkun með 42 mm linsum og hins vegar 10x stækkun með 42 mm linsum. Taska og hálsól fylgir. Heppilegir sjónaukar í gönguferðir og ferðalög. Verð frá 64.900,-

LEUPOLD RX FJARLÆGÐARMÆLARNý kynslóð fjarlægðarmæla frá Leupold. Sterk-byggðir og nákvæmir Leupold fjarlægðarmælar. Fljótir að ná mælingu. Ýmsar gerðir fáanlegar á lager. Tilvalið í skotveiðina og golfið. Vönduð vara á góðu verði. Verð frá 54.900,-

Page 81: Veidi 2012

NIKKO STIRLING FJARLÆGÐARMÆLIRMælir allt að 800 metra með nákvæmni upp á 1 metra +/-. Nikko Stirling fjarlægðarmælirinn er sérlega vinsæll meðal veiðimanna og kylfinga enda á frábæru verði.Fljótur að ná mælingu, léttur og sterkur, varinn fyrir vatni og ryki.Taska og ól fylgir.

Verð 29.980,-

DIGITAL NÆTURSJÓNAUKIDigital nætursjónauki. Þú sérð allt að 100 metra þegar er stjörnubjart en allt að 70 metra annars. Sambærilegur annarri kynslóð hefðbundinna nætursjónauka. 3x stækkunTaska og ól fylgir. Gott verð.Verð 41.995,-

NIKKO STIRLING MYNDAVÉLÓdýr og góður valkostur fyrir grenjaskyttur. Einnig valkostur sem öryggismyndavél. Myndavélin smellir af mynd þegar hún skynjar hreyfingu. Tekur skýrar myndir jafnvel í myrkri. Skynjari frá 2 til 20 metrum. Styður allt að 32 GB SD kort. Verð 43.995,-

NIGHTEATER 6-24X56 RIFFILSJÓNAUKI6 - 24 x stækkun og 56 mm linsa. LRX kross. Smelluhlífar að framan og aftan.Verð 64.900,-

NIGHTEATER 4-16X50 RIFFILSJÓNAUKI4 - 16 sinnum stækkun og 50 mm linsa. Tommu túpa. Mil Dot kross. Smelluhlífar að framan og aftan.Verð 56.900,-

NIGHTEATER 6-24X44 RIFFILSJÓNAUKI6 - 24 sinnum stækkun og 44 mm linsa. Tommu túpa. LRX kross. Smelluhlífar að framan og aftan.Verð 54.900,-

NIGHTEATER 4-16X44 RIFFILSJÓNAUKI4 - 16 sinnum stækkun og 44 mm linsa. Tommu túpa. Plex kross. Smelluhlífar að framan og aftan.Verð 49.900,-

NIKKO STIRLING DIAMOND 3-12X56Verð 56.900,

NIKKO STIRLING DIAMOND 4,5-14X50Verð 39.900,-

NIKKO STIRLING EUROHUNTER 3-12X56Verð 49.900,-

NIGHTEATER LRX RETICLEThe LRX reticle uses everyday measurements to allowyou to quickly and accurately, rangefi nd and determine thecorrect hold over for your ammunition. Simply the hold overlines in this reticle are set at exact inches. The fi rst one is setat 1 inch then 2 inches then 4 inches of hold over.

NIGHTEATER FT RETICLEThe LRX reticle uses everyday measurements. Simplythe hold over lines and windage markers in the FT reticleare set at 50 millimetres at 100 meters. Unlike otherreticles we do not use millirans or vectors or factorsso you can now easily calculate the distance and withyour ammunitions trajectory the correct hold over! Fullinstructions are supplied with each rifl escope featuringthe FT reticle.

This example shows a Fox correctly ranged to 300 yards

using a .243, 70gr HP bullet. A 10 MPH crosswind is also

corrected using the LRX cross bars.

Nikko Stirling býður einnig úrval af sjónaukafestingum á riffla á hagstæðu verði.

Page 82: Veidi 2012

RIO MAGNUMGeysiöflug þriggja tommu skot sem henta vel á lengstu færum.  50 gramma hleðslan er fáanleg í þrem haglastærðum; BB, 2 og 4.Rio Magnum er án efa bestu kaupin í þriggja tommu haglaskotum á markaðnum í dag.  25 skot í pakka. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

RIO MINI MAGNUM2 3/4” skot með 42 gramma hleðslu.  Henta vel á stærri fugla en eru einig mikið notuð við rjúpnaveiðar við erfiðustu aðstæður.  Fáanleg í þrem haglastærðum: 3, 4 og 5.  25 skot í pakka. Rio Mini Magnum eru án efa bestu kaup í 2 3/4” gæsaskotum. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

SELLIER & BELLOT MAGNUMAfar öflug 3” haglaskot.  53 gramma hleðslan gerir þessi skot að vinsælum við erfiðustu aðstæður og á lengstu færum.Verð liggur fyrir um mitt sumar.

MINI MAGNUMVinsæl og kröftug haglaskot.  42,5gr. hleðsla.  Fáanleg í þrem haglastærðum.Verð liggur fyrir um mitt sumar.

SELLIER & BELLOT FORTUNAVinsæl skot á rjúpu, önd og svartfugl.

SELLIER & BELLOT SUPERVinsæl leirdúfuskot.  24 gramma hleðsla.  25 skot í pakka. Blýhögl.Verð liggur fyrir um mitt sumar.

RIO GAMEGóð veiðiskot með 36 gr. hleðslu sem hentar vel á rjúpu og svartfugl.  Þessi skot hafa notið mikilla vinsælda.  25 skot í pakka. Rio Game 36 gramma skotin eru án efa bestu kaup í rjúpnaskotum á markaðnum í dag. Verð liggur fyrir um mitt sumar.

RIO TARGET24 gramma leirdúfuskot í haglastærð 7,5.  Rio Target Load voru einhver vinsælustu leirdúfuskotin á síðasta ári.  Verð liggur fyrir um mitt sumar.

HAGLASKOTVIÐ BJÓÐUM GOTT ÚRVAL AF HAGLASKOTUM FRÁ TVEIM AF VIRTUSTU FRAM-LEIÐENDUM Í EVRÓPU. FRAMLEIÐENDURNIR ERU RIO Á SPÁNI, STOFNAÐ 1896 OG SELLIER & BELLOT Í TÉKKLANDI, STOFNAÐ 1825.

HJÁ BÁÐUM ÞESSUM FRAMLEIÐENDUM ER ÞVÍ GRÍÐARLEG REYNSLA OG ÞEKK-ING Í FRAMLEIÐSLU SKOTFÆRA. GÓÐIR VIÐSKIPTASAMNINGAR VIÐ ÞESSA FRAMLEIÐENDUR GERA OKKUR KLEIFT AÐ BJÓÐA GOTT ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HAGLASKOTUM Á BETRA VERÐ EN GENGUR OG GERIST Á ÍSLANDI.

Spænsku Rio haglaskotin eru einhver þau vinsælustu hér á landi síðustu árin enda eru Rio skotin frábær skot á mjög hagstæðu verði.Rio skot hafa verið framleidd síðan 1896 eða á annað hundrað ár.

Saga Sellier & Bellot frá Tékklandi spannar næstum 200 ár en framleiðsla þessara vinsælu skota hófst árið 1825. Sellier & Bellot skotin eiga sér stóran aðdáendahóp hér á landi enda eru þessi tékknesku skot afar öflug í veiði við erfiðustu aðstæður. Sellier & Bellot leirdúfuskotin eru í notkun meðal ýmissa at-vinnumanna um víða veröld og hef-ur t.a.m. Tékkneska landsliðið unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum mótum með Sellier & Bellot skotum.

Page 83: Veidi 2012

RIFFILSKOT GOTT ÚRVAL AF SELLIER & BELLOT RIFFILSKOTUM Í MÖRGUM HLAUPVÍDDUM. 22 lr - 22 Hornet - 223 - 243 - 308 - 270. 6,5 x 55

ENDURHLEÐSLA SKOTFÆRAVIÐ ERUM AÐ TAKA OKKAR FYRSTU SKREF Á MARKAÐI FYRIR ENDURHLEÐSLU SKOTFÆRA. Í MÖRG ÁR HEFUR FRAMBOÐ AF VERKFÆRUM OG EFNI TIL ENDURHLEÐSLU VERIÐ AF SKORNUM SKAMMTI. T.A.M. MÁ SEGJA AÐ AÐEINS EIN GERÐ HAFI VERIÐ TIL AF PÚÐRI HÉR Á LANDI UM LANGT ÁRABIL. NÚ HEFUR ORÐIÐ BREYTING ÞAR Á ÞVÍ VIÐ BJÓÐUM MARGAR GERÐIR AF VÖNDUÐU AMERÍSKU PÚÐRI FRÁ ÞREM HELSTU FRAMLEIÐENDUM ÞAR Í LANDI: HODGDON, IMR OG ALLIANT.SPORTBÚÐIN KRÓKHÁLSI 4 SÉRHÆFIR SIG Í PÚÐRI OG VERKFÆRUM TIL ENDURHLEÐSLU SKOTFÆRA.

REDDING VERKFÆRIBandarísku Redding verkfærin eru af flestum talin vera þau bestu sem völ er á. Pressurnar, dæjarnir og öll handverkfærin eru gerð úr besta stáli sem völ er á. Redding verkfærin eru gerð til þess að endast og endast og endast.

Page 84: Veidi 2012

BYSSUSKÁPARSAMKVÆMT ÍSLENSKUM LÖGUM BER EIGANDI SKOTVOPNA ÁBYRGÐ Á VÖRSLU ÞEIRRA TIL ÞESS AÐ ÓVIÐKOMANDI AÐILI, Þ.M.T. BÖRN, NÁI EKKI TIL ÞEIRRA. GEYMA SKAL SKOTVOPN OG SKOTFÆRI Í AÐSKILDUM OG LÆSTUM HIRSLUM.ÞEIR SEM EIGA 4 SKOTVOPN EÐA FLEIRI ERU SKYLDUGIR TIL ÞESS AÐ GEYMA SKOTVOPN SÍN Í VIÐURKENNDUM SKÁP.VIÐMIÐUNARREGLUR LÖGREGLUEMBÆTTA SEGJA TIL UM AÐ SKOTVOPNASKÁP-AR SKULI VERA GERÐIR A.M.K. ÚR 3JA MM ÞYKKU STÁLI. LAMIR SKULU VERA INNFELDAR OG KÓLFAR EIGA AÐ GANGA ÚR HURÐ Í KARM. SÉ SKÁPUR UNDIR 150 KG SKAL VERA HÆGT AÐ FESTA HANN Í VEGG OG GÓLF.ALLIR SKÁPAR OKKAR UPPFYLLA FRAMANGREINDAR VIÐMIÐUNARREGLUR.

PROLOGIC MAX4 NEOPRENVÖÐLUREinhverjar vönduðustu skotveiðivöðlurnar hér á landi. Sterkt og þykkt efni í MAX4 felumynstri. Góð stígvél með gúmmsóla.Stór og góður brjóstvasi.

Verð aðeins 31.995,-

MAD NEOPRENVÖÐLUR Í FELULITUMRealtree felumynstur. Styrking á hnjám og góð stígvél með gúmmísóla. Góður brjóstvasi og stillanleg axlabönd með smellu.

Verð aðeins 28.995,-

PROLOGIC MAX4 NYLONSTRETCH VÖÐLURLéttar og sterkar vöðlur úr nælonefni. Áföst stígvél með gúmmísóla. Innri vasi með rennilás. Belti fylgir.Bæjarins besta verð á skotveiðivöðlum.

Verð aðeins 16.995,-

VERÐ Á BYSSUSKÁPUMGILDIR ÚT JÚLÍ

BUFFALO RIVER BYSSUSKÁPUR FYRIR 7 BYSSURMál 130 sm x 36 sm x 36 sm. Þyngd um 70 kg.Verð 49.900,-

BUFFALO RIVER BYSSUSKÁPUR FYRIR 7 BYSSURMál 150 sm x 36 sm x 36 sm. Þyngd um 80 kg.Verð 59.900,-

BUFFALO RIVER BYSSUSKÁPUR FYRIR 10 BYSSURLæsanlegt innra hólf. Rafmagnslæsing.Mál 150 sm x 52 sm x 36 sm. Þyngd um 100 kg.Verð 79.900,-

BUFFALO RIVER VERÐMÆTAHÓLFSmekklegt verðmæta eða skotfærahólf með rafmagnslæs-ingu Kólfar ganga úr hurð í karm. Bak hólfsins er gatað til veggfestingar.Verð 11.980,-

INFAC BYSSUSKÁPUR FYRIR 5 BYSSURVandaður spænskur skápur fyrir 5 byssur. Mál 130 sm x 33 sm x 33 xm. Þyngd um 70 kg.Verð 56.900,-

INFAC BYSSUSKÁPUR FYRIR 7 BYSSURVinsælasti skápurinn okkar um árabil. Afar vandaður skápur, smíðaður á Spáni. Læsanlegt innra hólf. Mál 150 sm x 45 sm x 33 sm. Þyngd um 90 kg.Verð 74.900,-

INFAC BYSSUSKÁPUR FYRIR 14 BYSSURRúmar margar byssur á haganlegan hátt og því hentugur þar sem pláss er ekki mikið. Læsanlegt innra hólf. Mál 150 sm x 45 sm x 40 sm. Þyngd um 100 kg.Verð 84.900,-

Page 85: Veidi 2012

HEAT FACTORY VEIÐIHANSKARVandaðar veiðigrifflur með góðu gripi. Vasi á baki fyrir Heat Factory varmapúða. Tvær stærðir. Góðir veiðihanskar.Verð 5.995,-

HEAT FACTORY ULLARSOKKARHlýir og góðir sokkar úr Merino ullarblöndu. Vasi fyrir Heat Factory varmapúða. Heat Factory varmapúðar fylgja meðVerð 4.495,-

HEAT FACTORY ULLARVETTLINGARHlýir hanskar sem eru hvort tveggja grifflur og belgvettlin-gar. Merino ullarblanda. Auðvitað eru þessir ullarvettlingar hlýir einir og sér en það er gott að eiga möguleikann á að smella Heat Factory púðum í sérstaka vasa á vettlingunum þegar kalt er í veðri. Tveir varmapúðar fylgja með en þeir halda góðum hita í 10 klukkustundir. Auka varmapúðar fyrir vettlinga kosta 245 krónur parið. Heat Factory ullarvettlin-garnir eru fáanlegir í tveim stærðum. Stærri stærðin hentar karlmönnum en sú minni konum og ungmennum.Verð 3.895,-

HEAT FACTORY NEYÐARPAKKITroðfullur pakki af varmapúðum ásamt neyðarljósi og álteppi. Heat Factory neyðarpakkinn ætti að vera skyldubúnaður í vetrarferðum.Verð 6.995,-

HEAT FACTORY LAMBHÚSHETTARHlý og góð lambhúshetta með andlitsgrímu. Sérstaklega gerð fyrir Heat Factory varmapúða. Púðar fylgja með. Fín hetta undir t.d. vélsleðahjálm.Verð 4.495,-

HEAT FACTORY HÚFAHlý og góð húfa úr mjúku “fleece” efni. Vasar fyrir Heat Factory varmapúða. 2 varmapúðar fylgja með.Verð 2.995,-

MANSTU HVAÐ VAR KALT Í VORVEIÐINNI SÍÐAST? LÁTTU ÞÉR ALDREI VERÐA KALT AFTUR

HEAT FACTORY VARMAPÚÐARNIR GERA GÆFUMUNINN Í KALSANUM Í NÆSTU VEIÐIFERÐ. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL

HEAT FACTORY FYRIR ALLA ÚTIVIST

HEAT FACTORY VARMAPÚÐIVerð frá 245,-

Gjafabréfin okkar eru tímalaus og gilda á öllum útsölum og tilboðum. Gjafabréfin okkar gilda í þrem veiðibúðum og því án efa besti kostur þegar velja skal gjöf. Þú færð gjafabréf Veiði-mannsins í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn, Hafnarfirði.

Mynd: N

ils Folmer Jörgensen

Page 86: Veidi 2012

BERETTA SKYRTURFrábært úrval af vönduðum skyrtum til notkunar við allar aðstæður. Margir litir og mynstur. Tilvalið að eiga góða veiðiskyrtu í veiðihúsið á kvöldin eða bara þegar skreppa á í bíó.Vandaðar skyrtur í miklu úrvali á góðu verði.Verð frá 12.995,-

BERETTA BIS JAKKIFisléttur jakki með góðri einangrun. Hentar sem einangrun undir vatnsheldan fatnað eða bara einn og sér. Verð aðeins 24.900,-

BERETTA BIS VESTIÞunnt, fislétt og afar hlýtt vesti frá Beretta. Hentar í veiði og alla útivist.Verð aðeins 18.900,-

BERETTA XTREME GORE-TEX JAKKIGore-tex jakki í MAX4 felumynstri.  Níðsterkur jakki fyrir erfiðustu aðstæður.  Gore-tex filman gerir þennan jakka algjörlega vatnsheldan við allar aðstæður.  Góðir vasar.  Stór og góð hetta. Verð aðeins 69.900,-

BERETTA XTREME GORE-TEX BUXURGore-tex filman gerir þessar buxur algjörlega vatnsheldar jafnvel við allra erfiðustu aðstæður. Frábær útöndun. Verð aðeins 54.900,-

BERETTA XTREME DERHÚFAGore-tex derhúfa. Vatnsheld og með góðri útöndun. Verð aðeins 7.495,-

Page 87: Veidi 2012

PROLOGIC THERMO ARMOUR JAKKIHlýr og góður jakki í MAX4 felumynstri. Algjörlega vatns-heldur jakki með góðri útöndun. Jakkinn er tvöfaldur. Innri jakkinn er fóðraður vindstopp jakki en sá ytri er skel sem heldur vatni og vindi. Stórir vasar eru á jakkanum. Stór og góð hetta. Jakkinn kemur í mörgum stærðum. Frá XS og upp í XXL.Frábært verð.Verð aðeins 34.995,-

PROLOGIC THERMO ARMOUR SMEKKBUXURBuxur við jakkann. MAX4 felumynstur.Háar upp á brjóstið. Buxurnar eru fóðraðar og því hlýjar og algjörlega vatnsheldar með góðri útöndun. Skálmar er hægt að opna til að auðvelda að fara í og úr.Gott verð.Verð aðeins 26.995,-

PROLOGIC THERMO MAX4 GALLIGóður galli á frábæru verði. MAX4 felumynstur. Fóðraður jakki og smekkbuxur. Góðir vasar og hetta. Algjörlega vatnshelt og vindhelt. Útöndun. Frábært verð.Verð aðeins 29.995 fyrir jakka og smekkbuxur!

PROLOGIC THERMOSKOTVEIÐIHANSKARHlýir og vatnsheldir hanskar með útöndun. MAX4 felumynstur. Styrkt efni í gikkfingri. Innri vasi til að setja Heat Factory varmapúða í. Vandaðir og vinsælir hanskar á góðu verði.Verð aðeins 6.995,-

PROLOGIC BUSH HÚFA ÚRVATNSHELDU EFNIMAX4 felumynstur.Verð aðeins 4.995,-

PROLOGIC DERHÚFAMAX4 felumynstur.Verð aðeins 2.995,-

PROLOGIC TÖSKURÞrjár stærðir af töskum úr sterku efni í MAX4 felumynstri. Stór geymsluhólf og minni vasar utaná. Sterkar og vandaðar töskur, nauðsyn-legar í veiðiferðir haustsins.

Verð aðeins 13.995, 18,995 og 24.995,-

Page 88: Veidi 2012

KRÓKHÁLS 4 - 111 REYKJAVÍKSÍMI 517 8050

VEIDIMADURINN.IS VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐISÍMI 555 6226

SÍÐUMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍKSÍMI 568 8410

Gjafabréfin okkar eru tímalaus og gilda á öllum útsölum og tilboðum. Gjafabréfin okkar gilda í þrem veiðibúðum og því án efa besti kostur þegar velja skal gjöf. Þú færð gjafabréf veiði-mannsins í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 4 og Veiðibúðinni við Lækinn, Hafnarfirði.