40
Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig Kristjánsdóttir

Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

  • Upload
    lamkien

  • View
    230

  • Download
    7

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

1

Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig Kristjánsdóttir

Page 2: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

2

Inngangur……………………………………………………………………………………….3-4

Hugmyndabanki, gaman saman í fjörunni…………..……….……………………………5

Bogkrabbar……………………………………………………………………………………………….6

Fiskabúr 1 …………….………………………………………………………………………………….7

Fiskabúr 2…………………………………………………………………………..…………………….8

Fiskarbúr 3 .………………………………………………………………..……………………………9

Fjörutröll……………........................................................................................10

Flyðra……………………………..……………………………………………………………………...11

Marglytta 1…………………………………………………………………………………………….12

Marglytta 2…………………..…………………………………………………………………..……13

Síli………………………………………………………………………………..…………………………14

Veggmynd………………………………………..……………………………..........................15

Geisladiskafiskar………………………………..……………………………………………………16

Fiskar úr álpappír………………………..…………………………………..........................17

Blöðrufiskar……………………………….…………………………………...........................18

Krabbahendur….…………………………………………………………………………………….19

Tína rusl úr fjörunni……………………………………………………………………..…………20

Listaverk í fjörunni………………………………………………………………………………….21

Stór krabbi úr pappamassa..........................................................................22

Skeljamyndir................................................................................................23

Fiskar og krabbar -læsi………………….………………………………………………….…….24

Fjörulallar…………………………………………………………………..…………………………..25

Fjörugóss í klaka……………………………………………………………………………………..26

Listsköpun úr fjörunni…………………………………………………………………………….27

Lokaorð...................................................................................................28

Nokkur lög tengd fjörunni

Ég fór í fjöruferð í gær…………………………………………………………………………….……….30

Litli, sæti krabbinn……………………………………………………………………………………….….31

Fiskurinn hennar Stínu………………………………………………………………………………….…32

Fuglinn í fjörunni…………………………………………………………………………………………..…32

Fiskalagið…………………………………………………………………………………………………………33

Hákarlalagið………………………………………………………………………………………………….…34

Krabbi Kubbur………………………………………………………………………………………………...35

Viðauki...............................................................................................36-40

Page 3: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

3

Inngangur:

Við ákváðum að taka Fjöruna vegna þess að hún er í okkar nærumhverfi. Hún er

steinsnar frá útikennslustofunni okkar Ævintýraskóginum sem við erum dugleg að

nota og því kærkomin viðbót við hana. Fjaran

er lifandi, þar er margt til að skoða og

rannsaka, margar uppgötvanir voru gerðar,

mörg ný orð lærð og heilmikið af efnivið s.s.

skeljar, kuðungar, þari, steinar og margt fleira

sem farið var með heim í leikskólann og unnið

með í listastarfi eða leikið með í fjörunni.

Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á lífríki fjörunnar og fá

börnin til þess að tjá upplifanir sínar í gegnum listsköpun og nýta sem mest

endurnýtanlegan og verðlausan efnivið.

Í upphafi var ákveðið að börnin leiddu verkefnið áfram. Hlusta eftir hvað fangaði

áhuga þeirra í fjörunni, vinna áfram með það í leikskólanum og afla okkur upplýsinga

um það sem við vissum ekki nóg um. Af nógu var að taka enda er fjaran síbreytileg.

Farnar voru ófáar ferðir í fjöruna, bæði til að leika, skoða og forvitnast um lífríki

fjörunnar. Ragnheiður Sara kennari á skýjahól samdi söngtexta um fjöruna (sjá viðhengi), þar

sem mörg ný orð og hugtök tengd fjörunni komu fyrir, svo sem flæðarmál –

hrúðurkarlar - flóð og fjara og kennarar útskýrðu þau fyrir

börnunum.

Í haust þegar við byrjuðum með fjöruferðirnar vorum við

svo heppin að finna marga lifandi Bogkrabbar í fjörunni

okkar áður en þeir hurfu aftur ofan í sjóinn, þeir fönguðu

athygli barnanna og var mikið unnið með þá.

Við vorum fljót að átta okkur á muninum á

fjöru og flóði, hvernig var staðan þegar við

komum í fjöruna? Var flóð? Eða Fjara?

Sandormahreiðrin sáum við t.d. ekki á flóði

o.s.frv.

Page 4: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

4

Við öflun gagna nýttum við okkur það sem við höfðum í okkar nærumhvefi svo sem

bækur, internetið, og Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er í göngufæri við leikskólann.

Bæði fórum við sjálf að skoða og einnig fengum við leiðsögn um safnið með áherslu

á lífríki fjörunnar. Sum börnin vorum með

tilbúnar spurningar um fjöruna t.d eins

og af hverju eru krabbar svona feitir og

með skel? Eða af hverju geta fiskar ekki

lifað á landi? Og hvernig ná krabbarnir

fiskunum ef þeir kunna ekki að synda?

Ein deildin valdi að fara á Sjóminjasafn

Reykjavíkur út á Granda, það var

skemmtileg ferð og þar fengu þau góða

leiðsögn um safnið og enduðu úti í

varðskipinu Óðni þar sem borðað var nesti og teiknaðar myndir.

Margar myndir voru teknar, einnig skráðu elstu börnin sjálf í bækur upplifun sína

með teikningum og orðum ( sem kennari skirfaði niður t.d. í ferðabók barnsins og

verkefnabækur) Gerðar voru myndasögur um fjörudýrin með því markmiði að hafa

upphaf og endi, söguþráð og lestrarátt (sjá fjörulallaverkefni)

Verkefnið endaði svo með stóru plaggati (sjá viðhengi) sem hékk upp á Hálsatorgi en

skólinn ákvað einnig að setja upp stóra sýningu í íþróttasal skólans þar sem öll

verkefni barnanna voru sett upp og búin til ævintýra heimur fjörunnar og undirdjúpa

(sjá viðhengi). Sýningin fangaði öll skynfæri mannsins s.s hljóð, sjón, snertingu og

tilfinningalega upplifun.

Page 5: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

5

Page 6: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

6

Bogkrabbi

Efni og áhöld :

Hvítt blað og svört málning.

Framkvæmd:

Börnin máluðu krabba eftir minni.

Ítarefni/kveikjur:

Eftir fjöruferð þar sem við fundum marga lifandi Bogkrabba voru þessar

myndir málaðar.

Page 7: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

7

Fiskabúr 1

Efni og áhöld:

Pappakassi, málning, pappi glimmer og bönd. Sandur, kuðungar ,

þang ,skeljar og steinar úr fjörunni.

Framkvæmd:

Kassinn málaður fiskar og krabbar málaðir og klipptir út, þeir hengdir upp

með bandi og kassinn skreyttur

Ítarefni/kveikjur:

Samvinnuverkefni í Listaseli 5 ára barna.

Page 8: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

8

Fiskabúr 2

Efni og áhöld:

Pappakassi, málning, hólkar glimmer,pallíettur, fjaðrir og bönd.

Framkvæmd:

Kassinn og hólkarnir málaðir. Þeir hengdir upp með bandi og kassinn

skreyttur.

Ítarefni/kveikjur:

Samvinnuverkefni í Listaseli 3 ára barna.

Page 9: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

9

Fiskabúr 3

Efni og áhöld:

Kassi undan t.d. tertum með glæru plasti, málning og glimmer.

Framkvæmd:

Sjórinn og fiskarnir málaðir innan í kassann og glimmeri stráð yfir.

Ítarefni/kveikjur:

Fengum þennan kassa í hendurnar sem var upplagður í svona verkefni.

Page 10: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

10

Fjörutröll

Efni og áhöld:

Steinar úr fjörunni með

áföstu þangi, stakir sokkar

og möl.

Framkvæmd:

Hausarnir komu úr fjörunni,

sokkarnir fylltir af möl

bundið fyrir og hausinn

settur ofaná.

Ítarefni/kveikjur:

Eftir Trölla leik í fjörunni var ákveðið að taka með okkur nokkra hausa

heim. Stakir sokkar höfðu safnast upp og fylltum við þá af möl og

bundum fyrir. Við ætluðum fyrst að nota hrísgrjón en þau hefðum við

þurft að kaupa svo mölin varð fyrir valinu.

Page 11: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

11

FLYÐRUR

Efni og áhöld:

Verðlaus efniviður: Marglit lok af skyrdósum,

netaskokkur, band/pakkapönd og perlur, við

áttum tilbúinn augu sem börnin notuðu og eitt

og annað sem þau fundu til að skreyta með,

pallíettur voru vinsælar.

Framkvæmd:

Lokin voru fest saman með bandinu, augun

límd á og flyðran skreytt og klædd í

netasokkinn og bundið fyrir. Bönd bæði til að

hengja upp og líka sem sporður, skreytt t.d

með perlum.

Ítarefni/kveikjur:

Við lestur bókarinnar Ævintýri í Maraþaraborg eru Flyðrufjölskylda

aðalpersónurnar ásamt Krabba Kubb. Þegar við fórum að skoða hvernig

flyðrur líta út komumst við að því að þær eru flatfiskar svo þetta varð

útkoman.

Page 12: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

12

Marglytta 1 Efni og áhöld:

Bókaplast, pallíettur og garn.

Framkvæmd:

Hringur mótaður eftir diski á harðan pappa sem notað var sem mót.

Klippt var út bókaplast opnað til helminga, það skreytt með pallíettum og

brotið saman, við settum nafn barsins innaní áður en það var brotið

saman. Að lokum var skreytt með garni.

Ítarefni/kveikjur:

Þessa hugmynd sáum við kennarar í leikskóla i Washington í námsferð

haustið 2014 .

Page 13: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

13

Marglitta 2

Efni og áhöld :

Box undan ísblómi, plast eða pappír og málning, bómull fyrir augu eða

tilbúin augu.

Framkvæmd:

Boxið málað og borðarnir límdir innan í og skreytt að vild.

Page 14: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

14

Síli

Efni og áhöld:

Box undan LGG , málning augu og band til að hengja upp.

Framkvæmd:

Boxið málað augun límd á og bandi stungið í boxið til að hengj upp.

Ítarefni/kveikjur:

Page 15: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

15

Veggmynd

Efni og áhöld:

Stór svartur pappi, netabútur, fiskarnir búnir til úr pappa, álpappír og

spítum, málaðir og skreyttir og límdir á.

Framkvæmd:

Samvinnuverkefni deildarinnar sem þróaðist eftir áhuga barnanna.

Ítarefni/kveikjur:

Page 16: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

16

Geisladiskafiskar

Efni og áhöld:

2 ónýtir geisladiskar, lím, pappi, tölur, kreppappír og annar skemmtilegur

efniðviður sem er til.

Framkvæmd:

Börnin velja sér efnivið og púsla fiskinum saman eftir sínu höfði.

Kennarinn aðstoðar svo barnið við að líma hann saman.

Ítarefni/kveikjur:

Page 17: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

17

Fiskar úr álpappír

Efni og áhöld:

Þykkur pappír, blár og hvítur pappír, svartur tússpenni,skæri, lím og

álpappír

Framkvæmd:

Börnin teikna fisk á hvítan pappír, klippa hann út og líma á bláan pappír.

Síðan fá þau álpappír sem þau rífa niður og líma á fiskinn sem þau

teiknuðu.

Ítarefni/kveikjur:

Page 18: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

18

Blöðrufiskar

Efni og áhöld:

Blaðra, pappír/dagblöð,

veggfóðurslím, málning og

verðlaust efni og jógúrtdós

Framkvæmd:

Blaðran er blásin upp eftir

því hvað börnin vilja hafa

fiskinn stóran. Pappírinn

klipptur/rifin niður í

passlega bita og límdir á

blöðruna þar til að börnin

eru búin að þekja hana vel.

Passa þarf að hafa þykkt lag af pappír svo að hann haldist eftir að

blaðran er tekin út.

Þegar límið er þornað er blaðran sprengt og fjarlægð. Fiskurinn málaður

og skreyttur eftir áhuga hvers og eins. Jógúrtdósin er svo klippt til og límd

undir fiskinn sem „fótur“ svo að fiskurinn geti staðið.

Ítarefni/kveikjur:

Page 19: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

19

Krabbahendur

Efni og áhöld:

Fljótandi

lím,pappír,bylgjupappi,

málning,sandur,litlar

skeljar, þurrkaður

þari,plastaugu,

snæri,penslar, heftari

og ljós ull.

Framkvæmd:

Hverju barni var boðið

að koma að gera

krabbamynd. Barnið

fékk túpu með lími sem

það mátti sprauta

varlega úr og dreifa svo

sandi,skeljum eða þara

á límið. Þá fékk barnið að velja sér lit á málningu, kennarinn málaði svo

lófa barnsins með málningunni og aðstoðaði barnið við að þrýsta

lófanum á blaðið. Þetta var gert við báðar hendur þannig að krabbi

myndaðist. Barnið valdi síðan augu á krabbann og límdi þau á krabbann

þar sem það óskaði. Ef barnið óskaði þess að setja ský á myndina, fékk

það límtúbu og setti límdropa þar sem það óskaði sér ský á himininn.

Ullinn var notuð í skýin.

Verkefnið var mjög skemmtilegt og börnin nutu þess að nota þennan

efnivið.

Ítarefni/kveikjur:

Fjaran var okkar hugarefni og notuðum við netsíðuna pinterest.com til að

finna hugmyndir.

Page 20: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

20

Tína rusl úr fjörunni

Efni og áhöld:

Ruslapoki sem fannst í

fjörunni og káta krakka

Framkvæmd:

Í einni fjöruferðinni

ákváðu börnin að

fjarlægja allt plast og

annað sem ekki brotnar

niður í náttúrunni, tóku

með heim í leikskólann,

flokkuðu og settu í

réttar flokkunartunnur.

Ítarefni/kveikjur:

Út frá umræðum í umhverfismennt

Page 21: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

21

Listaverk í fjörunni

Efni og áhöld:

Það sem fjaran hefur upp á að bjóða

Framkvæmd:

Börnin búa til listaverk úr gersemum fjörunar.

Ítarefni/kveikjur:

Page 22: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

22

Stór krabbi úr

pappamassa

Efni og áhöld:

Pappamassi, gifsgrisjur (til að

styrkja) vírnet(hænsnanet)

Framkvæmd:

Krabbi mótaður úr vírnum, pappamassinn settur á og látinn þorna vel,

málaður og lakkaður. Skraut úr fjörunni límt á.

Ítarefni/kveikjur:

Fjöruferðir , krabbarnir á náttúrugripasafninu og bækur.

Page 23: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

23

Skeljamyndir

Efni og áhöld:

Þekjulitir(blár/hvítur), lím, pensill,

málningarlímband, pappi úr

mjólkurkassa Fjársjóður úr fjörunni:

skeljar, sjávargróður og sandur

Framkvæmd:

Byrjuðum á því að skera niður

mjólkurkassa, notuðum bara endana.

Límdum mjólkurkassa-pappann með

málningarlímbandi á borðið. Börnin

máluðu pappann með blárri og hvítri

málningu (sjórinn).

Börnin límdu svo skeljar og

sjávargróður á myndina og að lokum

stráðu þau sandi yfir allt saman

Ítarefni/kveikjur:

Kveikjan var fjöruferð sem við fórum í. Börnin voru svo hrifin af öllu sem

þau sáu að þau tíndu þessar gersemar í fötu. Hvað skyldi nú gert við

þennan fjársjóð? Datt okkur þá í hug að mála bláan sjó á pappa og líma

gersemarnar svo á pappann.

Page 24: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

24

Fiskar og krabbar - læsi

Verkefni í framhaldi af ferð á Náttúrugripasafn var að gera fiska og krabba. Komu mjög skemmtilegar útgáfur af þessum fjöru-og sjávardýrum. Eins og áður gerðu elstu börnin sögu í verkefnabókina sína. Var gaman að fylgjast með þeirri vinnu þar sem þau voru búin að persónugera fiskana og krabbana, þeir orðnir vinir sem brölluðu ýmislegt saman og leituðu skjóls hvor hjá öðrum.

Page 25: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

25

Fjörulallar/læsi

Það eru til margar fjöru-sögur,sögur af sæskrímslum og fjörulöllum, selstúlkum sem eiga sér heimkyni hjá mönnum en þurfa frá að hverfa til að sinna börnum í sjó (sjö börn ég á, sjö á landi og sjö í sjó) var valin sagan af Snotru og endursögð þar sem sagan sem slík

féll vel að heimkynum okkar Kópavogi.En við féllum fyrir sögum af „Fjörulöllum“. Þar sem þær eru frekar „hræðilegar“þá voru þær mildaðar svolítið .Gerðu börnin öll sinn „Fjörulalla“og elstu börnin gerðu sögur um sinn „Fjörulalla“ þar sem þau voru að æfa sig í sögugerð , að hafa söguþráð, upphaf og endi.

Notum gjarnan myndasöguformið þar sem þau númera rammana og teikna atburðarrásina.Þarna eru þau að læra lestrarátt, tölur og talnaskilning og skrifa það sem þau kunna. Sjá söguna sína verða til á ritmáli.

Page 26: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

26

Fjörugóss í klaka

Einn frostkaldan dag í vetur sóttum við fötu frá síðustu fjöruferð. Svo skemmtilega vildi til að vatn hafi verið í henni sem fraus um nóttina. Þegar úr fötunni var hvolft kom þetta skemmtilega klaka listaverk í ljós sem vakti mikla lukku.

Page 27: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

27

Listsköpun úr fjörunni

Efni og áhöld:

Efni úr fjörunni , blöð ,litir ,lím, þang, steinar,skeljar og fl.

Framkvæmd:

Fórum í fjöruna og tókum með okkur heim allt sem vakti athygli okkar.

Settumst niður teiknuðum t.d. tröll og límdum svo á blað allt sem vakti

athygli okkar.

Ítarefni/kveikjur:

Vefsíðan fjaran og hafið , fjöruferðir, náttúrugripasafnið.

Page 28: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

28

Lokaorð

Það gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og var gaman að sjá hvað allur skólinn var

jákvæður og hvað samvinnan gekk vel. Fljótlega áttuðum við okkur á því að yngri

deildarnar yrðu ekki eins virkir þáttakendur í verkefninu þar sem aðlögun og aldur

barnanna spilaði þar inn í og erfið skilyrði hvað veður og færð snerti. Þau tóku þó þátt

á sínum forsendum svo sem í fjöruferðum og listastarfi með vorinu og upplifun á

fjörusýningunni í íþróttasal skólans.

Eldri deildarnar voru mun virkari í verkefninu allan veturinn og gaman var að sjá ólíka

nálgun og hugmyndir frá deildunum. Greinilegt var að áhugi barnanna var hafður að

leiðarljósi sem sást í verkefnavali, vettvangsferðum og listsköpun.

Við sjáum fyrir okkur að nýta þetta verkefni sem kveikju fyrir áframhaldandi starf og

leik í fjörunni og tengja saman útinámssvæðið okkar Ævintýraskóginn og fjöruna.

Hugmynd er að taka fyrir Ævintýraskóginn næsta vetur sem samvinnuverkefni allra

deilda og byggja það eins upp og verkefnið sem við erum að ljúka. Skrá niður,

eignast hugmyndabanka og eiga skráningar um uppbyggingu skógarins sem aðrir

gætu nýtt sér t.d. uppskriftir sem hægt er að nota á eldstæðinu, leikir, fræðsla og

reglur.

Þetta var krefjandi verkefni sem kom sem viðbót við það mikla starf sem skólinn innir

af hendi dags daglega. Við reyndum að tengja þetta inn í það starf sem fyrir var svo

sem útinám, vettvangsferðir og umhverfismennt. Þetta tókst okkur og erum við mjög

ánægð með afrakstur verkefnisins.

Page 29: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

29

Page 30: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

30

Ég fór í fjöruferð í gær Sara Gríms

C F G C : Ég fór í fjöruferð í gær og gettu hvað ég sá : C G Ég sá máva, endur og bát C G Ég tíndi steina, kuðung og skel F C Ég sá krabba sem var að labba Dm G C C7 flugur og marflær og litla orma F Dm G C Am Ég snerti þara, og hrúðurkarlana Dm G C mokaði sandinn og skemmti mér C F G C : Ég fór í fjöruferð í gær og gettu hvað ég sá : C G Það kom flóð og það kom fjara C G er ég óð í flæðarmálinu F C Ég hugsaði mikið um alla fiska Dm G C C7 sem búa´ í sjónum og synda og borða F Dm G C Am : Það var svo gaman að leika sér Dm G C allan daginn í fjöruferð :

Page 31: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

31

Litli, sæti krabbinn

Lítill, sætur krabbi

á hafsbotninum bjó

með fullt af öðrum sjávardýrum

langt úti á sjó.

Og litli krabbinn hló

og sagði: “Nú er nóg!

Ef þú kemur nálægt mér

ég klíp með krabbakló!”

En veiðimaður nokkur

í krabbann vildi ná

Og fyrr en varði krabbinn

í netinu lá.

En litli krabbinn hló

og sagði: “Nú er nóg! Ef þú kemur nálægt mér

ég klíp með krabbakló!”

Krabbinn fór í pottinn

og vatnið það var heitt

en litli, sæti krabbinn

hann brosti bara breitt.

Já, litli krabbinn hló

og sagði: “Nú er nóg!

Ef þú kemur nálægt mér

ég klíp með krabbakló!”

Lag: “Krabbesangen”

Þýðing: Birte Harksen, 2015

Page 32: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

32

FISKURINN HENNAR STÍNU

Eitt sinn fór hún Stína litla á sjó

með pabba sínum.

Hún veiddi ofur litla bröndukló.

Með öngli fínum.

Dagin eftir Mamma hennar plokkfisk bjó.

Stína vildi ei borð'ann.

Hvað! Viltu ekki fiskinn Stína þó?

Pabbi tók til orða.

Fiskinn minn nammi, nammi, namm.

Fiskinn minn nammi, nammi, namm.

Fiskinn minn nammi, nammi, namm.

Fiskinn minn nammi, nammi, namm.

Ömmu sín Stína fór að sjá

og spurði frétta.

Hvað hún veitt hefði nú sjónum á.

Stína sagði þetta.

Ég plokkfisk veiddi alveg ein

og var að borð'ann.

Fuglinn í fjörunni

Fuglinn í fjörunni hann heitir már,

silkibleik er húfan hans og gult undir hár,

er sá fuglinn ekki smár,

bæði digur og fótahár,

á bakinu svartur og bringunni grár,

bröltir hann oft í snörunni,

fuglinn í fjörunni.

(Þjóðkvæði/Íslenskt þjóðlag)

Page 33: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

33

Fiskalagið

Hafið þið heyrt söguna um fiskana tvo

sem ævi sína enduðu í netinu svo?

Þeir syntu og syntu og syntu út um allt

en mamma þeirra sagði: "Vatnið er kalt."

Baba búbú, baba bú.

Baba búbú, baba bú.

Þeir syntu og syntu og syntu út um allt

en mamma þeirra sagði: "Vatnið er kalt."

Annar hét Gunnar og hinn Geir,

þeir voru pínulitlir báðir tveir.

Þeir syntu og syntu og syntu út um allt

en mamma þeirra sagði :"Vatnið er kalt".

Baba búbú, baba bú

Baba búbú, baba bú.

þeir syntu og syntu og syntu út um allt

en mamma þeirra sagði:"Vatnið er kalt".

Page 34: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

34

Hákarlinn í hafinu

Hákarlinn í hafinu,

kemur upp úr kafinu,

lítur í átt að landi,

langar að skipin strandi.

Vini á hann voðalega fáa

hákarlinn í hafdjúpinu bláa.

Hákarlinn í hafinu,

kann að vera í kafinu

Leikur hann sér að löngu,

loðnu og síldargöngu.

Hefur skrápinn skelfilega gráa,

hákarlinn í hafdjúpinu bláa.

Hákarlinn í hafinu,

kvikur er í kafinu.

Blikar á beittar tennur,

blóð um kjaftinn rennur.

Gleðst hann yfir grimmilegum dauða,

hákarlinn í hafdjúpinu rauða.

Hákarlinn í hafinu,

kraftmikill í kafinu.

Bærir þar blakkan ugga,

Bráðum siglir dugga.

Ætli hann gleypi stýrimann og stjóra?

Hákarlinn í hafdjúpinu stóra.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Page 35: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

35

Krabbi Kubbur (Lag nr. 8)

Ég heiti Krabbi Kubbur,

og kjabba út á hlið

á tvennum fjórum fótum

um flúð og klettarið.

Og bognar klær og beittar

ég ber á hverri tá.

Tvo arma hef ég einnig,

sem allvel klipið fá.

Mig bústað brestur eigi,

ég bý í holum stein.

Og söl er yfirsæng mín,

en svæfill ýsubein.

Og veggi skrýða skeljar

og skrautleg ígulker.

En skel ein, svört af sandi,

er suðupottur hér.

Ég uni mér hér inni,

því yndi hef ég nóg.

Og fer í göngu-ferðir

um fagran þaraskóg.

Og komi ég í kvöldmat

hjá kunningjum, ég set

ó-boðinn mig við borðið

og besta matinn ét.

Ég hetju veit mig vera.

Á veiðar oft ég fer.

Og bakvið brúnan runna

ég bráðar leita mér.

Og gómsæt, grunlaus smádýr,

sem ganga þarna hjá,

þau fá á klóm að kenna

og kjafti,er opna má.

Ævintýri í Maraþaraborg

Page 36: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

36

Page 37: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

37

Viðauki 1

Hugmyndir fyrir fjörusýningu 2015

Solveig – Guðrún – Gunnhildur – Inga Lind - Heiða

setja sýninguna upp í Íþróttasalnum

MARKMIÐ: Setja upp sýningu á verkum barnanna sem fangar

öll skynfræri s.s. hljóð snertingu sjón og tilfinningalega upplifun.

Ævintýraheimur sem börnin mega leika í og njóta.

Nota seríur og diskókúlu?, silfur og glitrandi efni og net

Myrkva alla glugga – mundverk eftir börnin sett í gluggana

Sjávarhljóð

Net

Nota stóru bláu dýnuna til þess að liggja á og horfa á fiskana sem

hanga í netinu.

Nýta leikefni til að setja sýninguna upp t.d. einingakubba fyrir

fjörutröll og blöðrufiska og fl.

Sullukarið fyllt af skeljum og kuðungum

Flöskurnar með litað vatninu

Vasaljós til að lýsa með

Slideshow af börnunum í fjörunni

Ljósaborð með sandi og skeljum

Page 38: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

38

Viðauki 2

Page 39: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

39

Viðauki 3

Video upptaka af fjörusýningu Urðarhóls maí 2015

https://www.youtube.com/watch?v=-nbkyBFsW4g

Page 40: Verkefnastjórar: Gunnhildur Magnúsdóttir og Solveig ...urdarholl.kopavogur.is/media/leikskolar/Lokaskyrsla... · Markmið verkefnisins var að auka þekkingu kennara og barna á

40

Viðauki 4

Lagið um Krabba Kubb úr bókinni Ævintýri í Maraþaraborg

https://www.youtube.com/watch?v=AOBRKsVRwis