16
Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði bls. 1 * Örugg frá upphafi! bls. 2 * Öryggishegðun bls. 4 * Endurnýjun gagnagrunna hjá Vinnueftirlitinu bls. 5 * Ársskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2005 bls. 6 * Aðlagað eftirlit byrjar í haust bls. 7 * Evrópskt asbest-átak bls. 8 * Eftirtektarvert framtak bls. 10 * Fundur um vinnuslys til sjós og lands bls. 10 * Ísafjarðarbær til fyrirmyndar bls. 11 * Vinnuverndarátak í grunnskólum bls. 12 * Ný reglugerð um notkun tækja bls. 12 * Nýir starfsmenn bls. 14 * Áhættumat bls. 16 f r é t t a b r é f u m Sumarið er sá árstími þegar ungmenni eru fjölmennust á vinnumarkaði og taka þau þá þátt í hinum fjölbreytilegustu störfum í þjóðfélaginu. Í mörgum til- vikum er unga fólkið að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er þess vegna oftar en ekki illa upplýst um rétt sinn og skyldur. Atvinnurekendur sem ráða ungt fólk til vinnu þurfa að taka tillit til reglu- gerðar um vinnu barna og unglinga (nr. 426/1999) en reglugerðin tekur til vinnu einstaklinga undir 18 ára aldri. Þar er kveðið á um að atvinnurekandi skuli gera skriflegt áhættumat á störf- um ungmenna og skal matið fara fram áður en ung- mennin hefja störf og í hvert sinn sem verulegar breyting- ar eru gerðar á starfsskilyrðum. Þarna er verið að tryggja að fyrirfram sé skilgreint hvaða störf ungmennin mega vinna og hvaða störf þau mega ekki vinna. Ekki er þó nægjanlegt að meta áhættu og skrifa niður á blað heldur þarf einnig að gera ráðstaf- anir í kjölfarið sem beinast að því að draga úr áhættunni. Atvinnurekandi þarf að lagfæra og breyta vinnuaðstæðum til að tryggja að forvarnir séu hluti af vinnu- skipulaginu og fram- kvæmd vinnunnar. Hér er tekið dæmi úr reglugerðinni til skýr- ingar: Í viðauka 5A eru talin upp störf í vinnu- skólum sem 15 ára og eldri mega vinna undir leiðsögn leiðbeinanda. Leyfður er sláttur í görðum með vélknúinni hand- sláttuvél. Sláttuvélar sem notaðar eru í vinnuskólum verða að vera með hald- rofa þannig að þegar sleppt er takinu á vélinni drepi hún á sér. Ef þessi bún- aður er ekki til staðar á vélinni verður að skipta henni út ef ungmenni eiga að vinna með hana. Stundum er misbrestur á að skóbúnaður þeirra, sem vinna við slátt, sé réttur. Strigaskór eru ekki ásættanlegur skó- búnaður. Tryggja þarf að ungmenni fái öryggisskó með stáltá; það er skylda atvinnurek- andans að sjá til þess að þessi bún- aður sé til staðar og til notkunar fyrir ungmennin. Þegar unnið er við slátt ber einnig að nota heyrnarhlífar og andlitshlíf. Það gæti orðið dýrkeypt reynsla fyrir ungan starfsmann að verða fyrir vinnu- slysi. Sú þungbæra reynsla og afleiðing- ar þess gæti búið með viðkomandi alla ævi. Sá sem veldur tjóni á verðmætum Ungmenni á vinnumarkaði – krafa um áhættumat Mynd: Böðvar Leós Framhald á bls. 2.

Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

  • Upload
    others

  • View
    8

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006

Efnisyfirlit

* Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1

* Örugg frá upphafi! – bls. 2

* Öryggishegðun – bls. 4

* Endurnýjun gagnagrunna hjá Vinnueftirlitinu – bls. 5

* Ársskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2005 – bls. 6

* Aðlagað eftirlit byrjar í haust – bls. 7

* Evrópskt asbest-átak – bls. 8

* Eftirtektarvert framtak – bls. 10

* Fundur um vinnuslys til sjós og lands – bls. 10

* Ísafjarðarbær til fyrirmyndar – bls. 11

* Vinnuverndarátak í grunnskólum – bls. 12

* Ný reglugerð um notkun tækja – bls. 12

* Nýir starfsmenn – bls. 14

* Áhættumat – bls. 16

f r é t t a b r é f u m

Sumarið er sá árstími þegar ungmenni eru fjölmennust á vinnumarkaði og taka þau þá þátt í hinum fjölbreytilegustu störfum í þjóðfélaginu. Í mörgum til-vikum er unga fólkið að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er þess vegna oftar en ekki illa upplýst um rétt sinn og skyldur.

Atvinnurekendur sem ráða ungt fólk til vinnu þurfa að taka tillit til reglu-gerðar um vinnu barna og unglinga (nr. 426/1999) en reglugerðin tekur til vinnu einstaklinga undir 18 ára aldri. Þar er kveðið á um að atvinnurekandi skuli gera skriflegt áhættumat á störf-um ungmenna og skal matið fara fram áður en ung-mennin hefja störf og í hvert sinn sem verulegar breyting-ar eru gerðar á starfsskilyrðum.

Þarna er verið að tryggja að fyrirfram sé skilgreint hvaða störf ungmennin mega vinna og hvaða störf þau mega ekki vinna. Ekki er þó nægjanlegt að meta áhættu og skrifa niður á blað heldur þarf einnig að gera ráðstaf-

anir í kjölfarið sem beinast að því að draga úr áhættunni. Atvinnurekandi þarf að lagfæra og breyta vinnuaðstæðum til að tryggja að forvarnir séu hluti af vinnu-skipulaginu og fram-kvæmd vinnunnar.

Hér er tekið dæmi úr reglugerðinni til skýr-ingar: Í viðauka 5A eru talin upp störf í vinnu-

skólum sem 15 ára og eldri mega vinna undir leiðsögn leiðbeinanda. Leyfður er sláttur í görðum með vélknúinni hand-sláttuvél. Sláttuvélar sem notaðar eru í vinnuskólum verða að vera með hald-rofa þannig að þegar sleppt er takinu á vélinni drepi hún á sér. Ef þessi bún-aður er ekki til staðar á vélinni verður að skipta henni út ef ungmenni eiga að vinna með hana. Stundum er misbrestur

á að skóbúnaður þeirra, sem vinna við slátt, sé réttur. Strigaskór eru ekki ásættanlegur skó-búnaður. Tryggja þarf að ungmenni fái öryggisskó með stáltá; það er skylda atvinnurek-andans að sjá til þess að þessi bún-aður sé til staðar og til notkunar fyrir ungmennin. Þegar unnið er við slátt ber einnig að

nota heyrnarhlífar og andlitshlíf.Það gæti orðið dýrkeypt reynsla fyrir

ungan starfsmann að verða fyrir vinnu-slysi. Sú þungbæra reynsla og afleiðing-ar þess gæti búið með viðkomandi alla ævi. Sá sem veldur tjóni á verðmætum

Ungmenni á vinnumarkaði– krafa um áhættumat

anir í kjölfarið sem beinast að því að draga úr áhættunni. Atvinnurekandi þarf að lagfæra og breyta vinnuaðstæðum til að tryggja að forvarnir séu hluti af vinnu-skipulaginu og fram-kvæmd vinnunnar.

reglugerðinni til skýr-ingar: Í viðauka 5A eru talin upp störf í vinnu-

Mynd: Böðvar Leós

Framhald á bls. 2.

Page 2: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

2

Fréttabréf um vinnuvernd / 1. tbl. 23 árg. júní 2006Útgefandi: Vinnueftirlitið / Aðalskrifstofa: Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík / Sími: 550 4600 / Fax: 550 4610 / Netfang: [email protected] / Veffang: www.vinnueftirlit.is / Ritstjórar: Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Elísabet Karlsdóttir / Umbrot og prentun: Gutenberg / Ljósmyndir: Starfsmenn VER sé annars ekki getið.

kann að finna til sektarkenndar og sjálfsásökunar, jafnvel kvíða við að takast á við verkefni í vinnu. Ungmenni eru ekki fullþroska, hvorki andlega né líkamlega. Þess vegna verður að taka sérstakt tillit til þeirra á vinnumarkaði.

Atvinnurekandi hefur upplýsinga-skyldu við foreldra eða forráðamenn barna undir 15 ára aldri og þeirra sem eru í skyldunámi. Upplýsa ber um ráðn-ingarkjör, lengd vinnutíma og einnig

Framhald af bls. 1.

tíðni óhappa og slysa sem hugsanlega tengjast starfinu. Niðurstöður áhættu-mats þarf einnig að kynna og þær ráð-stafanir sem atvinnurekandi gerir til að auka öryggi barna og tryggja þeim heil-brigði við störfin.

Inghildur Einarsdóttirfagstjóri áhættumats hjá

[email protected]

Örugg frá upphafi!Vinnuverndarvikan 2006 – Ungt fólk og vinnuvernd

Árlega tekur Vinnueftirlitið þátt í samevrópsku átaks-verkefni sem kallast Evrópska vinnuverndarvikan. Nú í ár er vinnuverndarvikan helguð ungu fólki upp að25 ára og er yfirskrift hennar „Örugg frá upphafi“.

En hvers vegna að beina sjónum að ungu fólki? Fyrir því eru margar ástæður. Íslensk ungmenni byrja snemma að vinna, mörg hver með námi, og í ýmsum starfsgreinum, t.d. í mat-vöruverslunum, á skyndibita-stöðum og við blaðaútburð. Nokkuð er um að unga fólk-ið vinni langan vinnutíma og taki á sig ábyrgð umfram það sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til en ljóst er að því fylgir óhjákvæmilega álag.

Ungu fólki er hættara en hinum eldri við að lenda í vinnuslysum og óhöppum (heimild: Eurostat og vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins) en slíkt má rekja til skorts á þjálfun og starfsreynslu og vanþekkingar á mikilvægum þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu.

Ungt fólk er ennfremur áhættusæknara en hið eldra og því hættara við að lenda í slysum og óhöppum.

Ljóst er að hátt hlutfall vinnuslysa, óhappa og áreitni meðal ungs fólks má að einhverju leyti rekja til þess að þessi hópur vinnur oft við slæmar aðstæður og óhentugt vinnuskipulag.

Að lokum má nefna að mikilvægt er að kenna ungu fólki hvernig verjast megi slysum, álagsmeinum og áreitni og stuðla þannig að vellíðan þessa hóps

í vinnu bæði nú og síðar á starfsævinni.

Markmið með vinnuvernd-arvikunni er að:• Auka þekkingu ungmenna

á vinnuvernd og stuðla að því að þau séu „örugg“ frá upphafi starfsævinnar. Notkun á orðinu „öryggi“ vísar til öryggismála en einnig sjálfsöryggis og vel-líðunar í vinnu.

• Auka meðvitund fólks almennt í þjóðfélaginu um réttindi, skyldur og sérstöðu ungs fólks á vinnumarkaði.

Helstu viðburðirtengdir vinnuverndarvikunniVinnuverndarvikan stendur yfir allt árið 2006 þó heitið gefi annað til kynna. Formlega hófst átakið með kynningu á vinnuvernd og reglum um vinnu barna og unglinga á Íslandsmóti iðnnema í Kringlunni 31. mars sl. Ennfremur birt-ust í apríl sl. viðtöl í nokkrum útvarp-

Mynd: Böðvar Leós

Page 3: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

3

stöðvum og í Morgunblaðinu við starfs-fólk Vinnueftirlitsins um réttindi og skyldur ungs starfsfólks á vinnumarkaði

Í júní var sent dreifibréf til stjórn-enda matvöruverslana, skyndibita-staða, dreifingaraðila blaða og pósts í

samstarfi við Umboðsmann barna og Vinnumálastofnun ásamt veggspjaldi til að hengja upp á vinnustöðum. Tilgangurinn með bréfinu og vegg-spjaldinu var að vekja athygli atvinnu-rekenda á skyldum og ábyrgð sem þeir

bera gagnvart þeim börnum og unglingum sem þeir ráða í vinnu.

Í apríl var kannaður áhugi á fræðslu um vinnuvernd hjá umsjónarmönnum vinnu-skóla hjá sveitarfélögum. Góð viðbrögð fengust og var útbúinn fræðslupakki og dreifibréf sem sent var til sveitarfélaga fyrstu dagana í júní. Í fræðslupakkanum er fjallað um helstu þætti í vinnuvernd og ábyrgð og skyldur leiðbeinenda, barna og ungmenna í þessum

málaflokki. Þar var og hvatt til þess að viðhalda þeirri hefð að starfsmenn Vinnueftirlitsins fræði leiðbeinendur og ungmenni í vinnuskólum og bæjarvinnu sveitarfélaga um vinnuvernd.

Á næstunni verður opnuð upplýsingasíða tengd vefsíðu Vinnueftirlitsins um vinnu-verndarvikuna. Í haust verður síðan gefinn út bæklingur sem hefur fengið vinnuheitið „Ný á vinnumarkaðinum“ þar sem lögð verður áhersla á réttindi, skyldur, hættur, forvarnir og vellíðan þeirra sem eru að hefja störf. Ennfremur kemur út veggspjald í september til að minna á átakið.

Í byrjun október mun Fréttabréf Vinnueftirlitsins koma út og verða helgað ungu fólki og vinnuvernd. Einnig munu blaðagreinar og viðtöl birtast í ýmsum miðlum.

Í vikunni 23. – 27. október mun fræðslu- og upplýsingastarf í tengslum við átakið ná hámarki. Þá munu eft-irlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði víða um land og dreifa ýmsu fræðsluefni. Einnig verður þá haldinn morgunverðarfundur og veittar við-urkenningar til fyrirtækja sem staðið hafa sig vel í því að sinna vinnuvernd ungra starfsmanna sinna.

Vinnueftirlitið hvetur skóla, vinnu-staði, félagasamtök og stofnanir til að taka þátt í vinnuverndarvikunni 2006 og stuðla að því að ungt fólk sé öruggt frá upphafi starfsævinnar. Við hvetjum alla sem málið varðar til að hafa sam-band við verkefnisstjóra vinnuvernd-arvikunnar (netfang: [email protected]).

Ása G. Ásgeirsdóttir og Elísabet Karlsdóttir

fræðsludeild Vinnueftirlitsins.

málaflokkitil þess að viðhalda þeirri hefð að starfsmenn Vinnueftirlitsins fræði leiðbeinendur og ungmenni í vinnuskólum og bæjarvinnu sveitarfélaga um vinnuvernd.

upplýsingasíða tengd vefsíðu Vinnueftirlitsins um vinnu-verndarvikuna. Í haust verður síðan gefinn út bæklingur sem hefur fengið vinnuheitið „Ný á vinnumarkaðinum“ þar sem lögð verður áhersla á réttindi, skyldur, hættur, forvarnir og vellíðan þeirra sem eru að hefja störf. Ennfremur kemur út veggspjald í september til að minna á átakið.

Fréttabréf Vinnueftirlitsins koma út og verða helgað ungu fólki og vinnuvernd. Einnig munu blaðagreinar og viðtöl birtast í ýmsum miðlum.

„Örugg frá upphafi“.

Börn Börn 15 ára Unglingar

13-14 ára í skyldunámi 15-17 ára

Á starfstíma skóla 2 klst. á dag, 2 klst. á dag, 8 klst. á dag,

12. klst. á viku 12 klst. á viku 40 á viku

Utan starfstíma skóla 7 klst. á dag 8 klst. á dag 8 klst. á dag,

35 klst. á viku 40 klst. á viku 40 klst. á viku

Vinna bönnuð kl. 20-6 kl. 20-6 kl. 22-6

Hvíld 14 klst á sólarhring 14 klst. á sólarhring 12 klst. á sólarhring

2 dagar á viku 2 dagar á viku 2 dagar á viku

Nokkrar undanþágur eru gefnar frá ákvæðum um vinnu-tíma sem sýndar eru í þessari töflu.

Vinnutími barna og unglinga – Almennar reglur

Page 4: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

4

Varnir gegn vinnuslysum eru stór þáttur í vinnuverndarstarfi í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Áherslan í forvörnum hefur einkum beinst að tæknilegum búnaði, þ.m.t að persónu-hlífum og atriðum sem tengjast notkun á þeim búnaði og vinnuaðstæðum í heild. Ítarlegar leiðbein-ingar og reglur eru til um þessa þætti.

Árangur af þessu hefur verið verulegur og sést það á því að alveg fram á síð-asta áratug síðustu aldar hefur vinnu-slysum fækkað í Evrópu. Hins vegar er það verulegt áhyggjuefni að þau eru enn allt of tíð og í Evrópu er horft til þess að vinnuslysum hefur ekki fækkað síðasta áratuginn. Þetta er mikið alvöru-mál. Samkvæmt Slysaskrá Íslands voru vinnuslys árið 2005 um 20% allra slysa eða álíka mörg og umferðarslys. Með hliðsjón af þessu þá hafa menn æ meira horft til annarra þátta í slysavörnum. Við byggingu Eyrarsundsbrúarinnar á milli Svíþjóðar og Danmerkur þá vakti það mikla athygli að Dönum var mun hættara við að lenda í vinnuslysum en Svíum. Þessar upplýsingar vöktu athygli manna á því sem kallað hefur verið öryggishegðun og öryggismenning á vinnustöðum. Þetta var þó ekki ný bóla og hefur mikilvægi þessara þátta verið þekkt í áratugi. Það hefur hins vegar gengið verr að meta þessa þætti og inn-

Öryggishegðunleiða góða öryggismenningu almennt í samræmi við þessa þekkingu.

Á grundvelli þessa komu aðilar frá öllum Norðurlöndunum sér saman um

árið 2001 að setja á fót sérfræðingahóp til að skoða vinnuslys í mann-virkjagerð með sérstöku tilliti til þessara þátta. Mannvirkjagerð varð fyrir valinu þar sem vinnuslys á landi eru langalgengust í þeirri grein. Verk þetta hefur síðan notið styrkja frá Norrænu ráðherra-

nefndinni. Gerð var yfirlitskýrsla um efnið1) og í framhaldinu var ákveðið að þróa mælitæki til að meta örygg-ishegðun og öryggismenningu á bygg-ingarvinnustöðum. Frumgerð þessa mælitækis var lögð fyrir í fyrirtækjum í mannvirkjagerð á öllum Norðurlöndum í nóvember og desember 2005. Um 100 íslenskir starfsmenn í mannvirkjagerð hjá bæði stórum og smáum fyrirtækjum tóku þátt í þessu og sýndu efninu mik-inn áhuga. Úrvinnsla á þeim gögnum er gerð samhliða úrvinnslu gagna frá öllum Norðurlöndunum á samtals um 500 starfsmönnum úr þessari atvinnu-grein.

Verður því verki lokið í haust og er þá gert ráð fyrir að bjóða um 2000 starfsmönnum í mannvirkjagerð á Norðurlöndum að taka þátt í lokapróf-un á mælitækinu og þar með norræn-um samanburði á öryggismenningu í

Verið er að endurbyggja tæknilegan gagnagrunn Vinnueftirlitsins til að opna fyrir möguleika á nútímalegum tæknilausnum og samskiptum, þar sem m.a. er stefnt að því að gera skrán-ingu og úrvinnslu gagna aðgengilegri.Má þar nefna kerfi eins og vefaðgang að vinnuslysaskrá og VERjandann sem er gagnakerfi vegna eftirlitsstarfs, nám-

Endurnýjun gagnagrunna hjá Vinnueftirlitinu

mannvirkjagerð. Von rannsakenda er að niðurstöður gefi einnig haldbærar upp-lýsingar um hvernig meta og bæta megi öryggismenningu í mannvirkjagerð og að fyrirtæki fái mælitæki í hendur sem þau geta notað til að skoða þennan þátt hjá sér. Árangurinn af þessu verður von-andi færri slys við mannvirkjagerð. Gert er ráð fyrir að halda árið 2007 nám-skeið um þetta efni á vegum NIVA2) sem er norræn stofnun sem heldur nám-skeið á sviði vinnuverndar.

1) Safety in Building and Construction Industries: State of the art and perspectives on prevention. Kines. P. (Ed.). TemaNord 2004:520. Nordic Council of Ministers, Copenhagen, Denmark, http://www.norden.org/pub/velfaerd/arbetsmiljo/sk/TN2004520.pdf

2) NIVA: http://www.niva.orgKristinn Tómasson,

yfirlæknir hjá [email protected]

Sýnið aðgát – vinnusvæði.

skeiðahalds, vinnuvéla og ýmissa rétt-inda.

Vefaðgangur að vinnuslysaskránni auðveldar skráningu slysa. Þetta mun gera fyrirtækjum kleift að skrá vinnu-slys rafrænt beint til Vinnueftirlitsins, sem bæði sparar tíma og eykur öryggi skráninga. Í vinnuslysaskránni er töl-fræðihluti ætlaður fyrirtækjum, fjöl-miðlum, almenningi og starfsmönnum Vinnueftirlitsins. Í honum má kalla fram margs konar upplýsingar um slysatíðni. Í framtíðinni verður vinnu-slysaskrá Vinnueftirlitsins tengd við Slysaskrá Íslands.

Önnur kerfi hafa verið búin til með það að markmiði að auka hagræði fyrir starfsmenn. Til dæmis er verið að und-irbúa rafræna sölu á gögnum stofnunar-Sverrir Gunnlaugsson og Ægir Pétursson.

innar og rafræna skráningu fyrirtækja á slysum.

Þrír tölvunarfræðingar, Pálmi Skronowski, Sverrir Gunnlaugsson og Ægir Pétursson, vinna við þessar endurbætur sem hér hafa verið rakt-ar. Þeir eru allir með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og reynslu af hugbúnaðargerð.

Pálmi Skronowski.

Page 5: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!
Page 6: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

6

Árskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2005 kom út í maí sl. Hér á eftir verð-ur stiklað á helstu atriðum úr skýrsl-unni en hægt er að fá hana á vefsíðu Vinnueftirlitins (www.vinnueftirlit.is).

Starfsmenn Vinnueftirlitsins voru 73 á árinu 2005 í 71,2 stöðugildum. Starfsemin er dreifð um allt land en skrifstofur Vinnueftirlitsins eru í átta eftirlitsumdæmum.

Þróun aðferða við eftirlitsstarfið

Á árinu tóku gildi verklagsreglur um skipulag slysaútkalla og vinnureglur um meðferð kvartana um einelti á vinnu-stöðum. Þá höfðu 23 svokallaðir vinnu-umhverfisvísar starfsgreina tekið gildi í árslok 2005. Vinnuumhverfisvísarnir eru eins konar gátlistar og eru nú not-aðir við eftirlitsstarfið til að tryggja samræmd vinnubrögð en hafa einn-ig reynst gagnlegir fyrirtækjum í þeirra eigin vinnuverndarstarfi. Vinnuumhverfisvísana er að finna á vefsíðu Vinnueftirlitsins.

Eftirlitsstarfið, mælingarog umsagnirSkráð fyrirtæki voru 14.420 á árinu 2005 og fer fjöldi eftirlitsheimsókna til þeirra eftir því hversu áhættusöm vinna fer þar fram. Eftirlitsmenn heimsóttu samtals 4.173 vinnustaði á árinu og gáfu samtals 6740 ábendingar og fyr-irmæli um úrbætur sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Alls voru 239 bændabýli skoðuð á árinu og gefin 491 fyrirmæli eða ábendingar til bænda um úrbætur. Varðandi eftirfylgni fyr-irmæla er nú gengið fast eftir því að atvinnurekendur sendi inn tilkynningu um úrbætur og um leið er þeim gert ljóst að ef úrbætur verði ekki gerðar muni það leiða til þvingunaraðgerða.

Víða um land voru á árinu 2005 umfangsmiklar framkvæmdir við bygg-ingariðnað og aðra mannvirkjagerð. Vinnueftirlitið hefur komið að þessum framkvæmdum með eftirliti, sérfræði-ráðgjöf og fræðslu. Samfara auknum framkvæmdum hefur vinnuvélum fjölg-að í landinu. Vinnuvélar, sem skráðar voru hjá Vinnueftirlitinu á árinu 2005, voru 19.790 talsins en 75% þeirra voru skoðaðar á árinu. Alls voru skoðaðar

78% lyftna, 45% bílalyftna og 57% eimkatla, þrýstihylkja og geyma sem skráð eru hjá Vinnueftirlitinu.

Talsvert var um að starfsmenn Vinnueftirlitsins framkvæmdu sérhæfðar mælingar á innilofti, mengun og hávaða á vinnustöðum og veittu umsagnir um nýja og breytta vinnustaði og vegna innflutnings ýmiskonar efna og sprengi-leyfa einstaklinga en þær umsagnir eru sendar sýslumönnum.

Markaðseftirlit

Gerð var könnun á árinu meðal seljenda gasgrilla þar sem athugað var hvort öryggisleiðbeiningar fylgdu tækjunum.

Ennfremur var gerð úrtakskönnun á persónuhlífum þar sem verslanir og heildsölur voru heimsóttar og sjónum beint að einnota rykgrímum.

Nýjar reglur og reglugerðir

Á árinu tók gildi reglugerð nr. 384/2005 um vinnu í kældu rými við matvæla-framleiðslu. Reglurnar er hægt að fá á vefsíðu Vinnueftirlitsins.

Átaksverkefni

Átaksverkefni voru allnokkur á árinu og má helst nefna vinnuverndarvikuna 2005 sem hafði yfirskriftina „Niður með hávaðann“. Markmið vikunnar

Ársskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2005:

Starfið byggist á samþættingufræðslu, eftirlits og rannsókna

Page 7: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

7

var að vekja athygli á afleiðingum hávaða á vinnustað og hvetja fyrirtæki til að draga úr hávaða og beita virkum hávaðavörnum.

Tilraunaverkefni Vinnueftirlitsins um áhættumat í samstarfi við fyr-irtæki víða um land lauk formlega á árinu. Markmiðið með verkefninu var að fyrirtækin fengju kynningu á ýmsum aðferðum og leiðbeiningar við að hefja gerð áhættumats og jafnframt að Vinnueftirlitið fengi tækifæri til að fylgjast með hvernig þær aðferðir, sem kynntar voru, nýttust.

Vinnuslys

Tilkynnt vinnuslys voru 1372 á árinu sem eru heldur færri en árið áður. Flest vinnuslys verða við byggingarfram-kvæmdir og aðra mannvirkjagerð. Alls urðu þrjú banaslys á árinu. Vegna þess hve erfitt er að nota fjölda tilkynninga einar og sér sem mælikvarða á raun-verulegan fjölda vinnuslysa er oft betra að skoða vinnuslys út frá alvarleika þess skaða sem hlýst. Ef til dæmis er skoðað-ur fjöldi beinbrota í tilkynntum slysum kemur í ljós að beinbrotum hefur örlítið fjölgað á milli ára. Þeir sem lenda oftast í slysum eru hinir ófaglærðu og hefur hlutfall ófaglærðra í vinnuslysum lítið breyst á sl. 20 árum.

Fræðslu- og upplýsingastarf

Fræðslustarfið felst einkum í nám-skeiða- og fyrirlestrahaldi, útgáfu, greinaskrifum og vefsíðu (www. vinnu-

eftirlit.is). Vinnueftirlitið starfrækir einnig bókasafn sem er sérfræðisafn á sviði vinnuverndar.

Víðtækt námskeiðahald var á vegum Vinnueftirlitsins á árinu. Að venju voru haldin námskeið víða um land um vinnuvernd fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í fyrirtækjum en þessum aðilum er ætlað að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi á vinnu-stöðum sínum.

Fjölmörg réttindanámskeið voru haldin, m.a. fyrir stjórnendur vinnuvéla og byggingakrana og fyrir þá sem flytja hættulegan farm. Auk þessa voru haldin styttri námskeið og má þar telja svokölluð asbestnámskeið fyrir þá sem vinna minni verk við niðurrif eða viðhald þar sem asbest kemur við sögu. Ennfremur voru haldin nám-skeið um gerð áhættumats þar sem kennd var aðferðin „Sex skref við gerð áhættumats“ en hún byggir á notkun vinnuumhverfisvísa Vinnueftirlitsins.Víðsvegar um land voru haldin nám-skeið með yfirskriftinni: Að fyrirbyggja einelti og aðra ótilhlýðilega háttsemi á vinnustöðum. Einnig voru haldin nám-skeið fyrir félagslega trúnaðarmenn. Að lokum má nefna að haldið var nám-skeið fyrir viðurkennda þjónustuaðila á sviði vinnuverndar og aðra sérfræðinga sem höfðu í hyggju að sækja um við-urkenningu sem þjónustuaðilar. Haldnir voru fræðslufundir og mál-þing um áfengis- og vímuvarnir á vinnustöðum á vegum Landsnets um

heilsueflingu á vinnustöðum í samstarfi við Vinnueftirlitið.

Unnið var að áætlun um símenntun starfsmanna Vinnueftirlitsins, þar sem áhersla var m.a. lögð á grunnmenntun fyrir eftirlitsmenn.

Rannsóknir

Unnið var að eftirfarandi rannsóknum: rannsókn á líðan og heilsu bænda; sam-norrænni rannsókn á öryggishegðun á byggingarvinnustöðum; rannsókn á líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Ennfremur var áfram unnið að eftirfarandi rannsóknum: norrænni rannsókn á vinnutengdum krabbameinum; rannsókn á sjálfsmet-inni heilsu kennara; rannsókn á samspili sálfélagslegra álagsþátta meðal nokk-urra starfshópa og tengsl þeirra annars vegar við vinnuskipulag og hins vegar við sjálfsmetið heilsufar. Niðurstöður rannsókna voru kynntar á árinu og birt-ar í tímaritum.

Rannsóknastofa í vinnuvernd er þverfagleg rannsókna- og fræðslustofa sem er starfrækt af Vinnueftirlitinu og Háskóla Íslands. Í lok árs var und-irritaður verksamningur á milli rann-sóknastofunnar og starfshóps um mál-efni vaktavinnustarfsmanna um gerð og framkvæmd könnunar á aðstæðum og aðbúnaði vaktavinnufólks.

Ása G. Ásgeirsdóttirdeildarstjóri fræðsludeildar

[email protected]

Nú á haustmánuðum mun Vinnueftirlitið taka upp nýja eftirlits-aðferð sem kölluð er Aðlagað eftirlit. Áætlað er að aðferðinni verði beitt í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri í þeim 23 starfsgreinum þar sem fyrir liggja vinnuumhverfisvísar (sjá, www.vinnueftirlit.is Útgefið efni/ Áhættumat).

Markmið nýrrar eftirlitsaðferð-ar er m.a. að tryggja kerfisbundið, heildstætt eftirlit í fyrirtækjum og að Vinnueftirlitið beiti kröftum sínum þar sem þess er mest þörf. Lögð er áhersla á aukna virkni stjórnenda og örygg-isnefnda og að fyrirtæki beiti skipuleg-um vinnubrögðum í vinnuverndarstarf-inu. Eftirlitsmenn munu í heimsókn sinni eiga fund með æðstu stjórnendum og öryggisnefnd fyrirtækjanna. Metið

verður hversu vel innra starf fyrirtækj-anna er skipulagt, m.a. hvort áhætta í starfi hafi verið metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og hvort gerð hafi verið áætlun um forvarnir, hvort öryggisnefnd sé starfandi og hvort fulltrúar í nefndinni hafi sótt námskeið um vinnuvernd. Munu þessi atriði meðal annars hafa veigamikil áhrif á mat Vinnueftirlitsins á innra vinnuvernd-arstarfi fyrirtækisins. Að loknum fundi með öryggisnefnd og stjórnendum munu eftirlitsmenn skoða vinnuaðstæður starfsmanna. Sjónum verður beint að helstu vandamálum sem vænta má sam-kvæmt vinnu umhverfisvísi hverrar starfs-greinar, hvort vandamál séu til staðar og áhersla lögð á að þau verði leyst.

Fyrirtækjum er skipað í flokka eftir mati á innra starfi og vinnuumhverfi.

Fyrirtæki í flokkum 1 og 2 munu sjálf leggja fram tímasettar framkvæmda-áætlanir um úrbætur skv. fyrirmælum eftirlitsmanna en fyrirtæki í flokki 3 munu fá tímasett fyrirmæli eins og tíðkast hefur fram að þessu.

Í upphafi verður lögð áhersla á að byrja með Aðlagað eftirlit í fyrirtækj-um, sem hafa tekið þátt í tilraunaverk-efni Vinnueftirlitsins um áhættumat, og öðrum fyrirtækjum sem þegar hafa gert áhættumat og áætlun um forvarnir. Væntir Vinnueftirlitið þess að hin nýja eftirlitsaðferð geri starf stofnunarinnar enn markvissara og að fyrirtæki taki þessari nýjung vel.

Þórunn Sveinsdóttirdeildarstjóri í

þróunar- og [email protected]

Aðlagað eftirlit byrjar í haust

Page 8: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

8

Á síðari hluta ársins 2006 verður sér-stakt eftirlits- og upplýsingaátak á Evrópska efnahagssvæðinu sem bein-ist að vinnu með asbest. Markmiðið með átakinu er að vernda heilbrigði starfsfólks þar sem viðhald, niðurrif, brottflutningur eða förgun efna sem innihalda asbest fer fram. Markmiðið er einnig að fylgjast með að reglum um asbest, sem gilda á svæðinu, sé fylgt. Framkvæmdin verður í höndum vinnu-eftirlitsstofnana í hverju ríki og mun Vinnueftirlitið á Íslandi taka þátt í átak-inu.

Asbest er hættulegtheilbrigði mannaÞegar fólk andar að sér asbestsryki og asbestþræðir komast í líkamann þá getur líkaminn ekki brotið þá niður. Asbest getur þannig valdið illkynja sjúkdómum sem eru lengi að þróast og koma jafnvel ekki fram fyrr en eftir 20–40 ár. Notkun á asbesti jókst í Evrópu þar til á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Mun þeim áfram fjölga á næstu árum sem greinast með illkynja sjúkdóma af völdum asbests, jafnvel í þeim ríkjum sem fyrst urðu til að banna notkun og sölu á því.

Hve mikið asbestvar notað og hvenær?Milljónir tonna af asbesti voru notaðar í Evrópu, að mestu á árabilinu1945–1990. Bann við notkun asbests tók gildi á mismunandi tíma í hinum ýmsu Evrópuríkjum. Þann 1. janúar 2005

gekk í gildi allsherjarbann við notkun asbests á Evrópska efnahagssvæðinu í heild sinni. Hér á landi voru fyrstu ákvæði um bann við notkun á asbesti sett í reglur 1983.

Efni sem innihalda asbest

Sem dæmi um efni eða vörur sem innihalda asbest má nefna ýmis bygg-ingarefni, s.s. asbestsement, einangrandi loftplötur, þakklæðningar, veggplötur, eldvarnarveggi og einangrunarefni, t.d. utan um ýmsar lagnir, hitalagnir og katla. Asbesti var oft úðað á mannvirki úr stáli og steinsteypu og þar sem það var notað sem eldvarnarefni. Asbest var notað þar sem núningsmótstaða myndaðist, til dæmis í hemla og diska í bifreiðar. Það er að finna í lyftum og flutningsbúnaði, t.d. í skipum, flugvél-um og lestum. Asbest var einnig notað

í áferðamótað yfirborð, t.d. veggja og lofta, og í ýmis lím- og gólfefni.

Fræðslu- og upplýsingaátak

Framkvæmd átaksverkefnisins hér á landi mun einkum felast í útgáfu og dreifingu á fræðslu- og upplýsingaefni. Ætlunin er að koma því fræðsluefni til sem flestra sem málið varðar, einkum til iðnaðarmanna og iðnverkamanna, t.d. á byggingarvinnustöðum. Einnig er ætlunin að dreifa efninu til verktaka, verkkaupa, atvinnurekenda og annarra sem líklega þurfa að vinna við eða sjá um að fjarlægja asbest. Í fræðsluefninu eru m.a. ýmsar ábendingar um hvernig staðið skuli að því að fjarlæga asbest.

Allir eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu sækja námskeið um asbest sem sérfræðingar hjá Vinnueftirlitinu halda fyrir verktaka og starfsmenn þeirra og aðra þá sem þurfa að fá leyfi til að vinna við asbest eða við að fjarlægja það. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu í september/október heimsækja vinnustaði þar sem unnið er með asbest eða líklegt er að starfsmenn vinnustað-anna geti þurft að vinna við asbest, t.d. byggingarvinnustaði, og m.a. afhenda þeim fræðslu- og upplýsingaefni um málefnið.

Nánari upplýsingar um asbest-átakið verða á vefsíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is.

Sigfús Sigurðssonfagstjóri byggingarmála hjá

[email protected]

Evrópskt asbest-átak 2006

Öryggistrúnaðarmennog öryggisverðir

Munið námskeið Vinnueftirlitsins um vinnuvernd.

Fjallað er um lög og reglur,

starf öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða,

hávaða, birtu og lýsingu, inniloft og líðan fólks,

líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti,

(t.d. einelti, áreitni, kulnun) vinnuslysavarnir, heilsuvernd starfsmanna, o.fl.

Skráning í síma 550 4600

Page 9: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

Þjónusta við fólk og fyrirtækiInPro og Heilsuvernd eru þjónustufyrirtæki á sviði

vinnuverndar, heilsuverndar, umhverfi smála og rekstraröryggis.

Þjónusta InPro og Heilsuverndar felur meðal annars í sér:

■ Innleiðingu og eftirfylgd á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfi sstjórnun

■ Áhættumat og áhættustýringu

■ Heilsuvernd starfsmanna

■ Fjarvistarskráningu

■ Ráðgjöf um umhverfi smál

■ Úttektir og stöðumat

■ Innra og ytra eftirlit

■ Neyðar- og viðbragðsáætlanir

■ Slysarannsóknir

■ Námskeið

InPro og Heilsuvernd bjóða heildstæða þjónustu svo viðskiptavinurinn geti metið og fyrirbyggt áhættu sem lýtur að:

■ Öryggi starfsfólks

■ Heilsufarslegum þáttum

■ Efnafræðilegum þáttum

■ Andlegum og félagslegum þáttum

■ Aðbúnaði á vinnustað

■ Umhverfi sþáttum

■ Rekstraröryggi

ÖRYGGI • HEILSA • UMHVERFI • REKSTUR

Yfi r 70 fyrirtæki

um land allt

nýta sér þjónustu

InPro og

Heilsuverndar.

Skipholt 50B105 ReykjavíkNánari upplýsingarí síma 555 7600www.inpro.is www.hv.is

Þjónusta okkar felur í sér greiningu, mat, fræðslu, þjálfun starfsmanna og eftirfylgd.

Við látum verkin tala40-60% lægri slysatíðni

25-30% lægri fjarvistatíðni

70% lægri tíðni umhverfi sóhappa

Færri framleiðslu- og rekstrartrufl anir

Aukin vellíðan í starfi

Evrópskt asbest-átak 2006

Page 10: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

10

Starfsmaður Vinnueftirlitsins kom að námskeiðahaldi á Höfn í janúar á þessu ári. Námskeiðið var árlegt trún-aðarmannanámskeið sem stéttarfélagið Vökull á Höfn stóð fyrir. Þetta var fjögurra daga námskeið en einn dagur var helgaður öryggi og heilbrigði á vinnustað en þann hluta kenndi und-irrituð á námskeiðinu. Þarna voru félagslegir trúnaðarmenn og örygg-istrúnaðarmenn frá ýmsum fyrirtækjum. Meðal annars voru þrír félagslegir trún-aðarmenn og einn öryggistrúnaðarmað-ur frá Skinneyju – Þinganesi hf. sem er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Höfn en hjá fyrirtækinu starfa tæplega 200 manns. Þar er rekin saltfiskverkun árið um kring, humarvinnsla, loðnufrysting og frysting og niðurlagning á síld.

Hermann Stefánsson framleiðslustjóri sagði í samtali að störfin væru að miklu leyti þannig uppbyggð að einhæfni væri í lágmarki. Ástæðan væri sú að verk-efnin væru þess eðlis að hreyfing fólks milli starfsþátta kæmi af sjálfu sér. Til dæmis er verið að fletja í þrjá tíma og síðan vinna sömu starfsmenn við söltun í nokkra tíma og þannig áfram í enn öðrum störfum. Þannig væri þetta í rauninni ekki skipulögð hreyfing á fólk-inu en mannskapurinn nýtist vel með þessu móti og einhæfnin er brotin upp. Stjórnendur eru meðvitaðir um vanda einhæfninnar og nefndi Hermann hum-arvinnsluna sem dæmi um einhæfni í störfum sem ekki hefði tekist að leysa. Humarvertíðin varir í um fjóra mánuði en í humri vinnur að mestu skólafólk sem náð hefur 16 ára aldri.

Öryggistrúnaðarmaður hjá Skinneyju–Þinganesi hf., Haukur Reynisson, sagði aðspurður að góður vilji væri hjá stjórn-endum að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis starfsmanna. Það sem vakti þó sérstaka athygli starfsmanns Vinnueftirlitsins var að hjá Skinneyju–Þinganesi hf. er boðið upp á nudd fyrir starfsmenn, fimmtán mínútur í senn, tvisvar í mánuði, starfsmönnum að kostnaðarlausu. Til viðbótar geta starfs-menn fengið nuddtíma í vinnutímanum en greiða þá fyrir sjálfir. Þetta framtak stjórnenda er til fyrirmyndar. Almenn ánægja er meðal starfsmanna og flestir notfæra sér nuddið. Framleiðslustjórinn taldi að stóri ávinningurinn væri góður starfsandi sem áþreifanlega hefur myndast eftir að farið var að bjóða

upp á nuddþjónustuna. Þetta ágæta framtak forsvarsmanna til að bæta líðan starfsmanna leysir þó að mati Vinnueftirlitsins ekki fyrirtækið undan því að halda áfram að leita leiða til að draga úr einhæfni starfa.

Lilja Hrund Harðardóttir nudd-meistari rekur nuddstofuna sem er til húsa hjá Skinneyju–Þinganesi hf. en hún hefur rekið nuddstofuna með þessum hætti vel á annað ár. Guðrún Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri hjá Skinneyju–Þinganesi hf., taldi að það væri almenn ánægja með þessa tilhög-un og sagði að veikindadögum hefði fækkað eftir að farið var að bjóða upp á nuddið.

Inghildur Einarsdó[email protected]

Þann 24. apríl sl. var haldinn opinn fundur um vinnuslys í tilefni af útkomu tveggja veggspjalda um innihald sjúkrakassa fyrir vinnustaði, sem unnin eru í samvinnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landspítala–háskóla-sjúkrahúss og Vinnueftirlitsins. Veggspjöldin eru tvenns konar. Önnur tegundin er ætluð stærri vinnustöðum og hin ætluð minni vinnustöðum. Þau eru fáanleg hjá Vinnueftirlitinu og einnig hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Með fundinum var ætlað

að vekja athygli á umfangi vinnuslysa en árlega eru skráð hjá Vinnueftirlitinu um 1200–1800 vinnuslys í landi og vegur þar byggingariðnaðurinn þyngst. Í Slysaskrá Íslands voru skráð tæplega 5000 vinnuslys árið 2004 en skráin tekur þó aðeins til hluta af vinnuslys-um þar sem stór hluti heilsugæslu og sjúkrahúsa á landsbyggðinni hafa ekki enn hafið skráningu í hana. Einnig vantar upplýsingar um slys sem einvörð-ungu eru meðhöndluð á vinnustöðun-um. Í ljósi þessa mikla umfangs vinnu-

slysa fjallaði Hilmar Snorrason, skóla-stjóri Slysavarnarskóla sjómanna, um slys á sjó, Kristinn Tómasson, yfirlækn-ir Vinnueftirlitsins, um vinnuslys í landi og Gestur Pétursson, framkvæmda-stjóri Inpro, um áhættumat og slysaforvarnir. Að lokum hélt Jón Baldursson, yfirlæknir við slysa- og bráðasvið LSH, stuttan fyrirlestur um sjúkrakassa á vinnustöðum, innihald þeirra og notkun. Fundarstjóri var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Þorvaldur P. Hjarðar frá Vinnueftirlitinu (fyrir miðju) að störfum hjá Skinney - Þinganesi hf. ásamt starfsmönnum fyrirtækisins.)

Fundur um vinnuslys til sjós og lands

Starfsmaður Vinnueftirlitsins kom

Eftirtektarvert framtak hjáSkinneyju–Þinganesi hf. á Höfn

Page 11: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

11

Metnaður er töluverður hjá stjórnend-um Ísafjarðarbæjar varðandi öryggis- og heilbrigðismál hjá starfsmönnum bæjarfélagsins. Til marks um það er námskeið sem haldið var á dögunum á Ísafirði fyrir stjórnendur í bæjarfélag-inu um gerð áhættumats á vinnustað. Á námskeiðinu voru tuttugu og fimm manns frá ýmsum fyrirtækjum og stofn-unum sem heyra undir bæjarfélagið. Þarna voru forstöðumenn grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja, tómstunda- og félagsstarfs o.fl.

Tildrög námskeiðsins voru samvinna á milli umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins á Ísafirði, Valgeirs Rúnars Haukssonar, og Jóhanns Bærings Gunnarssonar, verkefnisstjóra hjá Ísafjarðarbæ. Jóhann ákvað að fylgja Valgeiri í eftirlits-skoðun á fyrirtækjum bæjarfélagsins. Samvinnan leiddi til þess að bæjarfélag-ið stóð fyrir ofannefndri fræðslu fyrir stjórnendur bæjarfélagsins.

Aðspurður kvaðst Jóhann Bæring

vera ánægður með námskeiðið og útkom-una hjá stjórnend-unum. Þeir eru meira og minna búnir að vinna áhættumat og áætlun um forvarnir hver í sinni einingu. Bæjarfélagið hefur gert áætlun í þessu sambandi og er hún til tveggja ára í senn. Unnið verður að því að uppfylla þær kröf-ur um úrbætur, sem gerðar hafa verið, en síðan verður haldið áfram og gert betur. Leikskólarnir eru fyrstir í röðinni en innan tveggja ára á að vera búið að lagfæra þar allt sem snýr að heilbrigði og öryggi starfsmanna og barna. Þá verður tekið til við grunn-

skólana, þar næst íþróttamannvirkin og þannig koll af kolli.

Þetta er metnaðar-full áætlun og sagði Jóhann Bæring að ætlunin væri að gera Ísafjarðarbæ að fyrirmyndar-bæjarfélagi í þessu samhengi. Það eru 5 bæjarkjarnar sem heyra undir Ísafjarðabæ, þ.e.a.s. Flateyri, Hnífsdalur,

Ísafjarðarbær til fyrirmyndarí vinnuverndarmálum

Suðureyri, Þingeyri og Ísafjörður þannig að um er að ræða töluverðan fjölda vinnustaða.

Jóhann Bæring hrósaði Vinnueftir-litinu fyrir hversu vel starfsmenn þess standa að málum og nefndi vinnuum-hverfisvísana, sem útbúnir hafa verið til notkunar við innra starf fyrirtækja, sem mjög gott og leiðbeinandi hjálp-artæki við að vinna áhættumatið. Vinnuumhverfisvísar eru til fyrir 23 starfsgreinar og eru þeir hluti af gæða-kerfi Vinnueftirlitsins í eftirliti.

Við óskum Ísfirðingum til hamingju með metnaðarfulla áætlun og þökkum samvinnuna í vinnuverndarmálum.

Inghildur Einarsdó[email protected]

Á myndinni eru Valgeir Rúnar Hauksson umdæmisstjóri á Vestfjörðum og Jóhann Bæring Gunnarsson verkefnastjóri hjá Ísafjarðarbæ.

Hér má sjá ytri hluta Arnardals, inn Skutulsfjörð og Ísafjarðarbæ fyrir miðju.

Látið fréttabréfið liggja frammi á kaffistofunni.

Það á erindi við alla sem þangað koma.

Page 12: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

12

Haustið 2005 hóf Vinnueftirlitið und-irbúning vinnuverndarátaks í grunn-skólum landsins. Meginmarkmið átaks-ins er að efla vinnuverndarstarf í grunn-skólum og bæta aðbúnað, hollustuhætti og líðan starfsmanna. Jafnframt er markmiðið að upplýsa stjórnendur um skyldur þeirra varðandi vinnuvernd-arstarf í skólum, hvetja þá til að koma á virku vinnuverndarstarfi og hjálpa þeim af stað með gerð áhættumats á störfum í grunnskólunum. Það takmark var sett að allir skólar yrðu komnir með virkt vinnuverndarstarf á skólaárinu 2006-2007 og byrjaðir á að gera áhættumat. Framkvæmd verkefnisins skiptist í tvo þætti, upplýsingaátak og eftirlits-átak. Dreifibréf voru send til allra skólastjórnenda og sveitastjórnenda um markmið verkefnisins og skyldur stjórn-enda kynntar. Stjórnendum var boðin fræðsla um gerð áhættumats á störfum í grunnskólum og þeir hvattir til að koma upp öryggisnefndum og að senda öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á námskeið hjá Vinnueftirlitinu. Þjónusta Vinnueftirlitsins var einnig kynnt hvað varðar hávaðamælingar og mælingar á innilofti.

Á vefsíðu Vinnueftirlitsins (www.vinnueftirlit.is) er undirsíða um vinnuumhverfi skóla þar sem safnað hefur verið saman gagnlegum upplýs-ingum um vinnuverndarstarf í skólum. Þar er að finna fræðslu um andlega og líkamlega heilsu starfsmanna grunn-skólanna, raddheilsu, samband hávaða og streitu og samband hönnunar og hávaða. Einnig eru þar gagnlegir tenglar við erlendar vefsíður um vinnuvernd-armál í skólum.

Fundir voru skipulagðir með svæða-stjórnum Skólastjórafélags Íslands um

verkefnið og munu slíkir fundir halda áfram næstkomandi haust.

Raddheilsa kennara hefur verið nokkuð í umræðunni á undanförnum misserum. Komið hafa fram gagnlegar upplýsingar um tengsl raddbeitingar og líðanar kennara í starfi og líðanar nem-enda. Rannsóknarstofa í vinnuvernd hélt fræðslufund í mars 2006 þar sem dr. Valdís Jónsdóttir hélt erindi um raddheilsu kennara.

Eftirlitsátakið í grunnskólum hófst í febrúar 2006. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins fóru í hefðbundnar eftirlitsheimsóknir í flesta grunnskóla landsins. Þeir gerðu kröfur um að settar yrðu upp öryggisnefndir, þar sem þær vantaði, og að öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir sæktu námskeið hjá Vinnueftirlitinu. Jafnframt bentu þeir á ábyrgð atvinnurekenda á að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta skal

Vinnuverndarátak í grunnskólum

áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi (lög nr. 46/1980 66. gr.).

Vinnuverndarátak í grunnskólum heldur áfram á skólaárinu 2006-2007. Eftirlitsátakinu er að mestu lokið en upplýsingaátakið heldur áfram. Bæklingur um raddheilsu verður gefinn út og honum dreift til allra kennara í grunnskólum, framhaldsskólum, tónlist-arskólum, og leikskólum. Fræðsla og kynning á áhættumati starfa í grunn-skólum mun halda áfram á næsta skólaár enda er markmið verkefnisins að allir skólar verði komnir með virkt vinnuverndarstarf næsta vetur og byrj-aðir á áhættumati starfa.

Berglind Helgadóttir sérfræðingur í rannsókna-

og heilbrigðisdeild

Úr skólastofu.

Ljósm

ynd:

Jón

Svav

arss

on.

Page 13: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!
Page 14: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

14

Ný reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja öðlaðist gildi þann 18. apríl sl. Um leið féll úr gildi reglugerð nr. 431/1997 um notkun tækja.

Reglugerðin gildir um notkun tækja á vinnustöðum sem lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum ná yfir, sbr. þó ef til vill strangari ákvæði í sérlögum og sér-reglum um notkun tækja.

Markmið reglugerðarinnar er að tryggja öryggi og vernda heilsu starfs-manna þegar þeir nota tæki á vinnu-stöðum eins og þau eru skilgreind í reglugerðinni.

Evrópuþingið og Ráð Evrópusam-bandsins samþykktu nýja tilskipun 27. júní 2001 (2001/45/EB) um breyt-ingu á tilskipun ráðsins (89/655/EBE) um lágmarkskröfur varðandi öryggi og hollustu er starfsmenn nota tæki á vinnustöðum.

Með tilkomu þessarar nýju tilskip-unar þurfti að fella úr gildi reglugerð nr. 431/1997 um notkun tækja. Bæta þurfti fyrst og fremst í viðauka nýrrar reglugerðar nýjum ákvæðum um notk-un tækja þegar unnið er tímabundið og starfsmenn eru í fallhættu.

Í nýju reglugerðinni eru gerðar lág-markskröfur til að tryggja aukið öryggi og betri heilsu starfsmanna við notkun tækja sem eru ætluð fyrir störf þegar

unnið er tímabundið og starfsmenn eru í fallhættu.

Vinna þar sem hætta er á falli getur stofnað öryggi og heilsu starfs-manna í mikla hættu, einkum þegar unnið er í mikilli hæð.

Tæki eða búnað eins og stiga, vinnupalla og fallvarnarbúnað (t.d. línur og öryggisbelti) er algengt að nota þegar störf eru unnin tímabundið þar sem fallhætta er. Öryggi og heilsa starfsmanna byggist að verulegu leyti á réttri notkun slíks búnaðar og nauðsynlegt er að starfsmenn fái við-unandi sérþjálfun til að geta notað bún-aðinn af sem mestu öryggi.

Í 4. lið II. viðauka hinnar nýju reglugerðar eru almenn ákvæði um notkun tækja. Þar kemur m.a. fram að við tímabundna vinnu í hæð, þar sem fallhætta er fyrir hendi og ekki er hægt að tryggja öryggi starfsmanna og viðun-andi vinnuvistfræðilegar aðstæður, skal velja þau tæki sem best tryggja öryggi. Nota skal persónuhlífar ef ekki er hægt að koma við almennum öryggisráðstöf-unum. Velja skal tæki í samræmi við

Fríða María ÓlafsdóttirHefur tekið við starfi sem fyrirtækjaeftir-litsmaður í umdæmi Reykjavíkur og nágrennis. Hún hefur reynslu af skrif-stofustörfum, versl-

unarstörfum og innskriftarstarfi hjá Safnadeild Ríkisútvarpsins. Fríða hefur lokið B.A. prófi í félagsfræði, þar af 30 einingum í atvinnulífsfræðum og M.A. prófi í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Hún hóf störf hjá Vinnueftirlitinu í mars sl.

Ný reglugerð um notkun tækja

eðli verks, fyrirsjáanlegt álag og þannig að starfsmenn geti unnið og farið um á öruggan hátt.

Velja skal ennfremur heppilegustu aðgangsleiðir að tímabundnum verk-stöðvum þar sem starfsmenn eru í fall-hættu eftir því hve oft þarf að fara um, í hvaða hæð og hve lengi er unnið.

Reglugerðina (nr. 367/2006) er m.a. að finna á vefsíðu Vinnueftirlitsins, veffang: www.vinnueftirlit.is.

Garðar Halldórsson,deildarstjóri tæknideildar hjá

[email protected]

Jónas Þór Jóhannssoner nýr starfsmaður í eftirliti með vinnu- vélum á Austurlandi.Hann hóf störf í maí 2006. Jónas hefur unnið sem verktaki, verkstjóri, sveit-

arstjóri Norðurhéraðs og nú síðast sem þjónustustjóri Fljótsdalshéraðs. Jónas stundaði nám í bifvélavirkjun í Iðnskólanum á Egilsstöðum.

Hættuleg vél.

Nýir starfsmenn

Daníel Eyþórssoner nýr umdæmisstjóri í Reykjanesumdæmi. Hann hefur m.a. starfað sem lögreglu-maður til margra ára. Hann hefur lokið 1. stigi vélstjórnar-

náms, B.A. námi í afbrotafræði frá í Háskólanum í Osló og M.P.A gráðu í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Daníel hóf störf í júní 2006.

Daníel Eyþórssoner nýr umdæmisstjóri í Reykjanesumdæmi. Hann hefur m.a. starfað sem lögreglu-maður til margra ára. Hann hefur lokið 1. stigi vélstjórnar-

náms, B.A. námi í afbrotafræði frá í

Fríða María ÓlafsdóttirHefur tekið við starfi sem fyrirtækjaeftir-litsmaður í umdæmi Reykjavíkur og nágrennis. Hún hefur reynslu af skrif-stofustörfum, versl-

unarstörfum og innskriftarstarfi hjá

Jónas Þór Jóhannssoner nýr starfsmaður í eftirliti með vinnu- vélum á Austurlandi.Hann hóf störf í maí 2006. Jónas hefur unnið sem verktaki, verkstjóri, sveit-

arstjóri Norðurhéraðs og nú síðast

Page 15: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

Kári Gunnarssonhefur verið ráðinn til að sinna eftir-liti með vinnuvélum og landbúnaði í Norðurlandsumdæmi eystra. Kári var bóndi í 10 ár en

síðustu árin starfaði hann hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Kári er vélstjóri að mennt frá Vélskóla Íslands. Hann hóf störf hjá Vinnueftirlitinu í ársbyrjun 2006.

Petrína Sæunn Randversdóttirhefur verið ráðin tímabundið sem fulltrúi á skrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík. Hún lauk námi í skrifstofu- og ritaraskólanum árið

1990. Petrína var heimavinnandi í tæp

10 ár og hefur ennfremur unnið ýmis skrifstofu- og innheimtustörf m.a. hjá endurskoðendafyrirtæki, Gunnars Majonesi ehf. og í Grunnskólanum í Borgarnesi. Petrína hóf störf hjá Vinnueftirlitinu í nóvember 2005.

Stefán Sigurðssoner nýr eftirlitsmað-ur í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins í Reykjavík. Stefán hefur unnið m.a. sem bifvélavirki, skoð-unarmaður og verk-

stjóri hjá Varnarliðinu og nú síðast sem þjónustufulltrúi hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Stefán er bifvélavirki að mennt frá Iðnskóla Hafnarfjarðar.

Kári Gunnarssonhefur verið ráðinn til að sinna eftir-liti með vinnuvélum og landbúnaði í Norðurlandsumdæmi eystra. Kári var bóndi í 10 ár en

síðustu árin starfaði hann

Petrína Sæunn Randversdóttirhefur verið ráðin tímabundið sem fulltrúi á skrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík. Hún lauk námi í skrifstofu- og ritaraskólanum árið

1990.

Stefán Sigurðssoner nýr eftirlitsmað-ur í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins í Reykjavík. Stefán hefur unnið m.a. sem bifvélavirki, skoð-unarmaður og verk-

stjóri hjá Varnarliðinu og nú

Page 16: Vinnueftirlitið / 1. tbl. 23. árg. 2006 Ungmenni á vinnumarkaðiVinnueftirlitið / 1. tbl. 23.árg. 2006 Efnisyfirlit * Ungmenni á vinnumarkaði – bls. 1 * Örugg frá upphafi!

16

Breyting var gerð á lögum nr. 46/1980, sem stundum eru kölluð vinnuvernd-arlögin, vorið 2003 þegar sett var inn nýtt ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal fela í sér mat á áhættu og áætlun um heilsuvernd og skal samráð haft við öryggistrúnaðarmann eða öryggisnefnd fyrirtækisins.

Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar gert áhættumat og áætlun um for-varnir en eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins hafa ekki gert kröfur um heildstætt áhættumat í fyrirtækjum þrátt fyrir lagaákvæði þar um. Krafa hefur einung-is verið gerð þar sem „sérstök ástæða“ hefur þótt til vegna aðstæðna á vinnu-stað. Ástæðan er sú að reglugerð um áhættumat hefur ekki verið tilbúin en hún hefur verið í vinnslu. Þeirri vinnu er nú að ljúka og mun Vinnueftirlitið hrinda af stað kynningarátaki í haust um áhættumat og reglugerðina. Átakið hefst með ráðstefnu sem haldin verður um miðjan september. Þá verða skrif-aðar greinar í blöð og tímarit og boðið verður upp á kynningar í eftirlitsum-dæmum Vinnueftirlitsins eftir þörfum.

Tilraunaverkefni um áhættumat

Verkefni um áhættumat hefur verið í

gangi hjá Vinnueftirlitinu. Samið var við nokkur fyrirtæki víða um land um að gera áhættumat og nota við það aðferð sem þróuð hefur verið fyrir atvinnurek-endur og er kölluð „sex skref við gerð áhættumats”. Aðferðin byggir á notkun greiningarlista, sem kallaðir eru „vinnu-umhverfisvísar”, en þeir eru í rauninni gátlistar þar vinnuumhverfið er grann-skoðað með hliðsjón af öryggi og heilsu starfsmanna. Þannig er búið að sann-reyna að vinnuumhverfisvísarnir eru gott hjálpartæki við gerð áhættumats því að þeir leiða þann, sem er að vinna verkið, áfram í gegnum vinnuumhverfið og benda á þá áhættuþætti sem skipta máli.

Verkefni sem aldrei lýkur

Áhættumatið er verkefni sem hefst á ákveðnum tímapunkti, þ.e.a.s. þegar atvinnurekandi ákveður að hefja vinn-una við verkefnið í samvinnu við örygg-istrúnaðarmann og öryggisvörð. En því lýkur raunverulega aldrei. Þegar verk-efnið hefst verður það partur af innra vinnuverndarstarfi fyrirtækisins og allir starfsmenn og stjórnendur eiga að þekkja til áhættumatsins og vita tilgang-inn með gerð þess. Niðurstöður áhættu-matsins eiga að liggja frammi og vera

Áhættumat – kynningarátakum miðjan september

aðgengilegar fyrir starfsmennina og þær þarf einnig að kynna fyrir nýjum starfs-mönnum. Viðhalda þarf áhættumatinu, endurnýja það og lagfæra þegar breyt-ingar verða á vinnuaðstæðum, þ.e.a.s. á vinnuumhverfinu, vinnuskipulaginu eða framkvæmd vinnunnar. Það er kjörið verkefni fyrir atvinnurekendur, öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum að yfirfara og viðhalda áhættumatinu og stuðla þannig að virku öryggis- og heilbrigðisstarfi allra á vinnustaðnum.

Inghildur Einarsdó[email protected]

Helstu þættir í áhættumati

Efnanotkun

Vélar og tæki

Hreyfi og stoðkerfi

Félagslegir og andlegir þættir

Umhverfis-þættir s.s.

hávaði, birta, hiti, kuldi, dragsúgur titringur o.fl.

Höfuðstöðvar:Bíldshöfða 16110 ReykjavíkSími: 550-4600Fax: 550-4610Netfang: [email protected]íða: www.vinnueftirlit.is

Umdæmisskrifstofur Vinnueftirlitsins eru á eftirtöldum stöðum:Reykjavík, Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Hveragerði, Vestmanneyjum og Reykjanesbæ. Heimilisföng og símanúmer umdæmisskrifstofa eru á heimasíðu Vinnueftirlitsins.