4
Gleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju- hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldin þann 20. desember nk. Sólstöðublótið verður á lóð Ásatrúarfélagsins rétt austan við Nauthól þar sem safnast verður saman kl. 18. Eftir helgistundina í Öskjuhlíð flytjum við okkur í Mörkina 6 þar sem við gerum okkur glaðan dag, etum og skemmtum okkur. Húsið verður opnað kl. 19. Meðal skemmtiatriða verða Arna Eir Árnadóttir og Margrét Helga Kristjánsdóttir tónlistarkonur. Fleiri tón- listaratriði bíða staðfestingar þegar fréttabréfið fór í prentun. Endilega takið börnin með því hin sívinsæla ljósaathöfn þeirra verður í höndum goðanna. Blót toll ur er 3.000 krón ur,en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og yngri, fá frítt. Vinsamlega greiðið tímanlega inn á reikning félagsins: 0101-26-011444, kt. 680374-0159. Góða skemmtun! 17. árg. 5. tbl. 2008. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected] 1 ISSN 1670-6811

Vor sidur 2006 - · PDF fileGleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju-hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldin

  • Upload
    vutu

  • View
    224

  • Download
    1

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Vor sidur 2006 -   · PDF fileGleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju-hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldin

Gleðileg jólJólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju -hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldinþann 20. desember nk.

Sólstöðublótið verður á lóð Ásatrúarfélagsins rétt austan við Nauthólþar sem safnast verður saman kl. 18.

Eftir helgistundina í Öskjuhlíð flytjum við okkur í Mörkina 6 þar semvið gerum okkur glaðan dag, etum og skemmtum okkur.

Húsið verður opnað kl. 19. Meðal skemmtiatriða verða Arna EirÁrnadóttir og Margrét Helga Kristjánsdóttir tónlistarkonur. Fleiri tón-listaratriði bíða staðfestingar þegar fréttabréfið fór í prentun.

Endilega takið börnin með því hin sívinsæla ljósaathöfn þeirraverður í höndum goðanna.

Blót toll ur er 3.000 krón ur, en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára ogyngri, fá frítt. Vinsamlega greiðið tímanlega inn á reikning félagsins:0101-26-011444, kt. 680374-0159.

Góða skemmtun!

17. árg. 5. tbl. 2008. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected]

1

ISS

N 1

670-6

811

Vor sidur 5. tbl. 2008:Vor sidur 2006 8.12.2008 20:34 Page 1

Page 2: Vor sidur 2006 -   · PDF fileGleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju-hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldin

2

Blót við gömlu þvottalaugarnarHremmingar þjóðarinnar í efnahagsmálum og beiting hryðjuverkalaga gegn Íslend -ing um af hálfu Breta varð tilefni til blóts í Laugardalnum laugardaginn 18. október.

Vegið hafði verið gróflega að þjóðarstoltinu og öryggistilfinningu fólks og þóttiþví full ástæða til að ákalla goð og vættir til að stappa stálinu í almenning og vísaillum sendingum til föðurhúsanna. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði átti frum -kvæði að blótinu, en með honum var Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði.Njörður heiðraði blótstað og hópur villigæsa sýndi oddaflug yfir blótgestum. Þór varhylltur og beðinn fylgdar, landvættir hvattar til að slá skjaldborg um Ísland og Ís -lend inga og illum öflum voru ristir Þursar þrír og Nauðir níu.

Steindór Andersen og Erpur Eyvindarson kváðu og voru blótgestir á einu málium að blótið hefði verið einkar kröftugt og uppbyggilegt fyrir andann.

Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði

Blót til landvætta á Þingvöllum,hjarta landsins okkar, var yndislegtVið hugsuðum til allra hinna í norðri, suðri, austri, vestri.

Landvættir allar vöknuðu, og móðir náttúra talaði til okkar með því að norðanvind -urinn feykti til okkar niði fossins þar sem hún Öxará rennur ofan í Almannagjá oghann blandaðist snarki eldsins okkar.

Stjörnur tindruðu.Guðrún K. Magnúsdóttir

Allsherjargoðinn (t.h.) var ekki árennilegur í kuldanum á Þingvöllum. — Ljósm. Lenka Kovárova.

Vor sidur 5. tbl. 2008:Vor sidur 2006 8.12.2008 20:34 Page 2

Page 3: Vor sidur 2006 -   · PDF fileGleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju-hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldin

3

Goðar og lögréttumenn á ferðGoðar og lögrétta félagsins tóku sér ferð á hendur norður og austur um land í ágúst.

Aðaltilgangur ferðarinnar var að heimsækja Landsmót skáta á Akureyri, enfélaginu hafði boðist að sitja í friðartjaldi landsmótsins og kynna þar ásatrú fyrirgestum og gangandi. Landsmótið var að þessu sinni helgað víkingum og víkinga -menningu og þótti mörgum það góður jarðvegur fyrir umræðu um heiðinn sið. Þá vareinnig á dagskrá að skoða útilistaverk á Raufarhöfn og skoða heiðnar slóðir á Norð -austur landi.

Baldur Pálsson, Austfirðingagoði eða Freysgoði, ásamt allsherjargoða tóku á mótihópnum á Akureyri og var haldið beint á Landsmótið. Hópurinn skipti með sérverkum og sátu nokkrir í tjaldinu á meðan aðrir gengu um á meðal mótsgesta. Allsstaðar skapaðist góð umræða og er víst að margir innlendir sem erlendir skátarkynntust heiðnum sið þennan dag.

Í lok dagsins var haldið af stað til Raufarhafnar en áð á Húsavík og í Ásbyrgi. Einsog kunnugt er segir sagan að hóflaga jarðsig Ásbyrgis eigi rætur sínar að rekja til þesser Sleipnir hestur Óðins steig þar niður fæti. Gengið var niður að tjörninni þar semklettarnir umluktu hópinn og einstök friðsæld hans hóf andann á flug. Ef nokkursstaðar er staður og stund til að hylla goðin og vættir landsins þá er það við slíkaraðstæður og var það gert.

Á Raufarhöfn var gist um nóttina. Útilistaverk sem sagt hefur verið frá semfullbúnu í Vegahandbók undanfarinna ára er aðeins á frumvinnslustigi og enganveginn orðið það augnayndi eða menningarbrunnur sem því er ætlað og var þvístoppað stutt og haldið áfram í austurveg.

Næsti dagur fór í ferðalag á fjallabíl Baldurs, Freyfaxa, um Norðurland eystra ogkomið m.a. við á Sauðanesi, í Brekkubæ og í heiðarbýlinu Sænautaseli þar sem hóp -ur inn fékk höfðinglegar móttökur og lummukaffi með tilheyrandi fræðslu frá Eyþóribónda og hans fólki.

Baldur Pálsson er mikill fróðleiksbrunnur og fræddi gesti um forn landamerki,blótstaði og ýmislegt fleira á Austurlandi sem ekki liggur í augum uppi fyrir almennaferðamenn. Á Egilsstöðum var horft yfir Jöklu sem hefur breyst mikið síðan sömugestir áttu síðast leið um, en nú er hún ekki lengur dimm og grænblá heldur mjólkur -lituð af leir og framburði ofan af hálendinu.

Heill sé landvættum Norðurlands og Austurlands og Baldri Freysgoða fyrir mót -tökurnar á ferðalagi okkar.

Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði

Jólablót á landsbyggðinniJónína Kristín Berg og Baldur Pálsson verða með sín blót heima í héraði.

Nánari staðsetningar verða auglýstar á heimasíðu félagsins asatru.is

Vor sidur 5. tbl. 2008:Vor sidur 2006 8.12.2008 20:34 Page 3

Page 4: Vor sidur 2006 -   · PDF fileGleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju-hlíð sem og jólablótsveislan í Mörkinni, verða haldin

Frá lög sögu manniLögin sem auglýst voru í 4. tbl. Vors siðar voru samþykkt á allsherjarþinginu í haustmeð tveimur breytingum. Samkvæmt nýju lögunum kallast stjórn félagsins núlögrétta. Hana skipa Egill Baldursson lögsögumaður, Alda Vala Ásdísardóttir stað-gengill lögsögumanns, Halldór Bragason gjaldkeri, Óttar Ottósson ritari og Lára JónaÞorsteinsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Garðar Ás Guðnason og Rún Knúts -dóttir. Í lögréttu sitja tveir goðar eins og áður, allsherjargoði og annar skipaður afgoðum.

Ásatrúarfélagið fór ekki varhluta af bankahruninu og tapaði um 30 milljónum.Lögfræðingur vakir yfir hagsmunum okkar vegna fyrirhugaðs uppgjörs á peninga -sjóðnum.

Afleiðingar græðgi eru löngu þekktar og ættu ekki að koma á óvart.1

75. Veit-a hinn 78. Fullar grindurer vætki veit. Sá eg fyr Fitjungs sonum.Margur verður af aurum api. Nú bera þeir vonarvöl.Maður er auðigur, Svo er auðurannar óauðigur, sem augabragð,skyli-t þann vítka vár. hann er valtastur vina

Byggingarnefnd félagsins er starfandi en hefur enn ekki valið þá tillögu sem leggja áfyrir lögréttu. Vonandi verður hægt að birta vinningstillöguna í næsta fréttabréfi.

Blótað var í öllum landsfjórðungum og á Þingvöllum á full veldisdaginn 1. des -ember, landi og þjóð til heilla.

Kvartanir hafa borist til mín og annarra lögréttumanna um að ekki megi bendlastjórnmálaskoðanir einstakra manna við blóthelgi. Ég er fyllilega sammála því;blótin eiga að vera og eru yfir það hafin. Slíkir tilburðir mega ekki vera í nafniÁsatrúar félags ins.

Félagsmenn eru duglegri að mæta á opið hús á laugardögum, nú en áður. Sam -stöðu kenndin er meiri og það er gott að koma saman og eiga góða stund með góðufólki. Ég hvet alla til að mæta í Síðumúlann, félagsmenn og aðra, til að skiptast áskoðunum og sækja kraft hver í annan.

Ég vil minna á að Hávamál í útgáfu Ásatrúarfélagsins eru tilvalin jólagjöf fyrir alla,hvaða trúfélagi sem þeir tilheyra. Einnig eru til nokkur eintök af handbundnu útgáf -unni sem gjarnan hefur verið gefin á stórafmælum.

Símanúmer félagsins er 561-8633, og opið hús er á laugardögum milli 14 og 16.

Gleðileg jól.Egill Baldursson

4

1 Hávamál. Formála ritar Eyvindur P. Eiríksson Vestfirðingagoði. Útg. Ásatrúarfélagið. Reykjavík 2007,bls. 62–63.

Vor sidur 5. tbl. 2008:Vor sidur 2006 8.12.2008 20:34 Page 4