13

Click here to load reader

Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?
Page 2: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Hvernig gerum við bæinn okkar lýðræðislegri?

Innlegg Eysteins í málefnavinnu Samfylkingarinnar og óháðra laugardaginn 15. mars 2014

Page 3: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

• Áhersla á gagnsæi og betri stjórnsýslu í kosningabaráttu Samfylkingarinnar 2010.

• Lögðum til að rekstur og stjórnun RNB yrði tekin út og skoðaður af sérfræðinganefnd.

• Líkt og gert var í Kópavogi og Reykjavík á vakt jafnaðarmanna.

• Lögðum fram tillögu um skipan slíkrar nefndar á fjórða bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins haustið 2010.

• „Tillagan borin upp og felld með 7 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum minnihlutans, Kristinn Þ. Jakobsson sat hjá.“

Lýðræði og gagnsæi á oddinum hjá okkur 2010

Page 4: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

• Kanna stjórnsýslu bæjarins og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum.

• Kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu og/eða haft áhrif á pólitískar ákvarðanir og/eða stjórnsýslu bæjarins.

• Kanna hvort einstakir embættismenn, bæjarfulltrúar eða frambjóðendur til bæjarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við bæinn.

• Koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu bæjarins.

Hvað áttu sérfræðingarnir að gera?

Page 5: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

„Vegna smæðar samfélagsins okkar skiptir gegnsæi enn meira máli en í stærri samfélögum og því vönduð stjórnsýsla sérlega mikilvæg. Nauðsynlegt er að gera faglega úttekt á því sem aflaga hefur farið í okkar samfélagi. Það á ekki að ríkja neinn efi um heilindi starfsmanna og bæjarfulltrúa bæjarins.“

„Okkur ætti öllum að vera ljóst að fjármál Reykjanesbæjar eru í ólestri, eyðsla verið um efni fram og nú er komið að skuldadögum. Hættum að kenna öðrum um okkar vandamál. Við verðum núna að axla ábyrgð og bæta okkar stjórnsýslu, setja deilumál til hliðar og í þann farveg sem nauðsynlegur er til að skapa þá framtíð sem okkur ber.“

hwww.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/fundargerdir/377-fundur/18060/

Bókun okkar fólks um sérfræðinefndina

Page 6: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

„Einhæfur og neikvæður fréttaflutningur grefur undan trúverðugleika sveitarfélagsins og torveldar vinnu við brýna fjármögnun í algjörlega stöðnuðu atvinnuástandi. Með tillögunni er því miður lögð höfuðáhersla á að ala á slúðrinu og ræsa út fleiri á nornaveiðarnar. Þar er nægur fjöldi fyrir og köllum við eftir öðrum hugmyndum Samfylkingarinnar til uppbyggingar atvinnutækifæra.

Álver, gagnaver, ECA flugverkefni, einkasjúkrahús, Keilir og framkvæmdir á sviði ferðaþjónustu eru skýr dæmi um gríðarlega sterk atvinnutækifæri sem nú þegar geta skapað þúsundum manna atvinnu. Hvetjum við Samfylkinguna í Reykjanesbæ til að leggjast á árar með okkur í stað þess að nota þær sem barefli á bátsfélagana.“

www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/fundargerdir/377-fundur/18060/

Úr bókun eins bæjarf. sjalla um sérfræðinefndina

Page 7: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Og það hefur hnikast í rétta átt

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða siðareglur kjörinna fulltrúa haustið 2011.

www.reykjanesbaer.is/files/sidareglur.pdf

Ungmennaráði Reykjanesbæjar komið á laggirnar haustið 2011.

•Skipað 13 fulltrúum ungmenna yngri en 18 ára. •Funda með bæjarstjórn árlega.•Skemmtilegu bæjarstjórnarfundirnir eru með ungmennaráðinu!

Áfram þó unnið að umbótum og auknu íbúalýðræði

Page 8: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

• Lögðum fram tillögu að hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa haustið 2011.

• Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ yrðu fyrstir til að skrá hagsmuni sína fyrir opnum tjöldum á vefsíðu sveitarfélagsins.

• Reglurnar tóku mið af skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings samþykktar vorið 2009.

• Vísað til nefndar.hwww.xsreykjanesbaer.is/index.php/baejarmal/fjarhagslegir-hagsmunir

Reglur um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa

Page 9: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

• Ný sveitarstjórnarlög ríkisstjórnar jafnaðarmanna (2011) gerðu auknar kröfur um ábyrgra fjármálastjórnun í sveitarfélögum og aukið íbúalýðræði.

• Bæjarstjórn einhenti sér í að breyta bæjarmálasamþykkt Reykjanesbæjar.

• Samþykkt af innanríkisráðuneyti í lok 2013 – beðið reglugerðar frá ráðuneytinu um framkvæmdaratriði .

• Því miður of seint til að forða stórslysum eins og t.d. einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja.

http://www.althingi.is/lagas/143a/2011138.html

Íbúalýðræði lögbundið af jafnaðarmönnum

Page 10: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Íbúar geta í fyrsta sinn krafist borgarafundar sbr. 80. gr.•„Ef minnst 10% af þeim sem kosningarétt eiga í sveitarfélagi óska borgarafundar skv. 105 gr. sveitarstjórnarlaga skal bæjarstjórn verða við því svo fljótt sem auðið er.“•10% er ca. 1000. Við vildum hafa markið 5%. Stundum (of oft!) hafa mikilvæg mál verið afgreidd í hasti af sjálfstæðismönnum, án vitneskju bæjarbúa.•Sala HS, EFF nauðungarsamningarnir, samningurinn við Hrafnistu, salan á hlutnum í HS-veitum - svo nokkur dæmi séu nefnd – fóru of hratt í gegn.

Ný bæjarmálasamþykkt Reykjanesbæjar 2013

Page 11: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Íbúar geta í fyrsta sinn krafist almennrar atkvæðagreiðslu um mál - sbr. 80. gr.•„Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í sveitarfélagi óska almennarar atkvæðagreiðslu skv. 105 gr. sveitarstjórnarlaga skal bæjarstjórn verða við því eigi síðar en innan eins árs....“•25% er ca. 2500. Við vildum hafa markið 20%. •Vildum tryggja skýlausan rétt bæjarbúa til þess að taka ákvarðanir milliliðalaust um stórmál.

Ný bæjarmálasamþykkt Reykjanesbæjar 2013

Page 12: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Aukum gagnsæi og íbúalýðræði •Breytum bæjarmálasamþykkt þannig að færri íbúa þurfi til að krefjast borgarfundar og íbúakosningu en nú er.•Nýtum nýja upplýsingavefi bæjarins til þess að kjósa um mikilvæg mál.•Komum á öldungaráði. •Opnum bókhald Reykjanesbæjar – birtum á netinu.•Ljúkum við að setja reglur um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa.•Skerpum skilin á milli embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa – stjórnmálamanna.

Hvernig gerum við bæinn lýðræðislegri?

Page 13: Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?

Takk fyrir fundinn.

Málefnamars alla laugardagsmorgna 10.30-12.00 að Víkurbraut 13 við Keflvíkurhöfn.

Afhverju er svona mikið af tómum húsum í bænum og hvernig breytum við því?

verður umræðuefnið laugardaginn 22. mars allir velkomnir!

Nánari upplýsingar á facebook.com/xsreykjanesbaer