14
Fjöruskeljar Afmælisrit til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri 29. mars 2011 Ritnefnd Guðrún Kvaran Hallgrímur J. Ámundason Svavar Sigmundsson Reykjavík Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2011

Þúfnabanar, kjarnorka og netabolir. Um heimildagildi og nýmyndun örnefna

Embed Size (px)

Citation preview

FjöruskeljarAfmælisrit til heiðurs

Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri

29. mars 2011

RitnefndGuðrún Kvaran

Hallgrímur J. ÁmundasonSvavar Sigmundsson

ReykjavíkStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2011

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðumRit 81

RitnefndGuðrún Kvaran, Hallgrímur J. Ámundason, Svavar Sigmundsson

Umbrot, setning og hönnunHallgrímur J. Ámundason

PrófarkalesturHöfundar og ritnefnd

Prentun og bókband Prentsmiðjan Leturprent hf.

Ljósmyndir á kápuGuðmundur Hafsteinsson og Særún Ármannsdóttir

Ljósmynd af Jónínu HafsteinsdótturSærún Ármannsdóttir

Meginmál þessarar bókar er sett með 11 punkta Andron Mega Corpus letri á 13,2 punkta fæti

Prentað á Íslandi

ISBN 978-9979-654-18-6

Birna Lárusdóttir

ÞúfnaBanar, kjarnorka og netaBoLir

Um heimildagildi og nýmyndun örnefna

1. Sænautin í Netabolavík

Um daginn sagði ég kunningja mínum frá því að ég hefði heyrt örnefnið Netabolavík einhversstaðar fyrir vestan. Samtalið var á léttum nótum og við fórum ekki nánar út í tilefni nafngiftarinnar þótt ég vissi að að baki lá óstaðfest saga um nafngreindan mann sem týndi netabolum í víkinni – sumsé nærbolum úr mjög gisnu og þ.a.l. gagnsæju efni. næst þegar við hittumst kom í ljós að kunninginn var búinn að smíða skýringu við nafnið sem hafði reyndar ekkert með netaboli að gera. Hún var sú að þarna í víkinni hefðu verið sænaut eins og í Sænautaseli, semsagt sæbolar, sem hefðu verið veiddir í net eða að minnsta kosti hefði verið reynt að veiða þá í net. Semsagt: netabolar (sænaut í netum) í Netabolavík. Þótt kunningi minn hafi kannski aldrei átt netabol gerði ég samt ósjálfrátt ráð fyrir að svoleiðis flík hlyti að standa nær reynsluheimi ungs manns á 21. öld en sænaut. Þetta er nú kannski ekki dæmigerð örnefnaskýring en hún gæti vakið okkur til umhugsunar um eðli örnefna, hvernig þau verða til og hvernig fólk brýtur heilann um þau. Margt er keimlíkt með örnefnum og fornleifum og jafnvel má finna hliðstæð dæmi um fornleifaskýringar. Ég hef t.d. oftar en einu sinni rekist á rústir sem hafa verið túlkaðar af ókunnugum sem eitthvað stórbrotið, virki eða blóthús frá þjóðveldisöld en þegar nánar er að gætt er kannski um að ræða fjárhúsrústir frá 19. öld. Bæði örnefni og fornleifar eru minjar, menningarsögulegar heimildir þótt ólíkar séu. Fólki er gjarnt á að finnast að minjar eigi að vera leiftur frá fortíðinni, gamlar en ekki nýjar, angi af einhverju sem er horfið en lifir aðeins í minningunni. Þetta sjónarmið kemur mjög oft fram þegar talað er við heimildamenn í fornleifaskráningu, en þar er grunnupplýsingum safnað um fornleifar. oft er það eldra fólk sem

20 Birna Lárusdóttir

hefur alist upp á svæðinu sem er tekið tali. Setningar eins og: „þetta er nú ekkert örnefni, þetta er bara eitthvað sem við krakkarnir notuðum,“ og „fornleifar? nei nei þetta er nú bara sauðahúsið hans afa“ gefa til kynna þá skoðun að minjar og nöfn þurfi að hafa fjarlægð í tíma eða þykja á einhvern hátt framandi til að þær teljist „merkilegar“ og þess verðar að komast á blað. og kannski er það einmitt hin formlega skráning sem ýtir undir að heimildamenn setji sig í sérstakar stellingar, hún kallar á hógværð og vandlegt mat á því sem er sagt, enda verður það sem er skráð að minjum og þar með hluti af þeirri mynd sem við gerum okkur af fortíðinni. Það sem er komið á blað verður ekki tekið aftur, það er orðinn „fasti“ sem verður ekki breytt. Sú skoðun að ungt menningarlandslag sé á einhvern hátt ómerkilegra en það sem er eldra er nokkuð útbreidd meðal almennings en henni sést líka bregða fyrir á opinberum vettvangi. Í drögum til nýrra menningarminjalaga, sem hafa verið í vinnslu um nokkurt skeið, er fallið frá ákvæði í eldri lögum þar sem gert var ráð fyrir að öll mannvirki eldri en 100 ára teldust til fornleifa.1 eldri reglan felur í sér þá hugsun að fornleifaskráning hljóti að vera í sífelldri endurskoðun og að henni sé aldrei beinlínis lokið. Samkvæmt því er nýtt menningarlandslag alltaf að verða til. Í nýju drögunum eru hins vegar einungis minjar frá því fyrir 1900 taldar til fornleifa.2 Engin lög ná yfir örnefni önnur en bæjanöfn en það er þó rík tilhneiging í svipaða átt, a.m.k. hjá almenningi að telja ný örnefni á einhvern hátt stalli neðar en þau sem eru eldri og hafa þegar verið fest á blað í örnefnaskrám. Þar að auki hefur lítið af nýjum örnefnum verið skráð á síðustu áratugum. eina leiðin til að geta lagt mat á yngri minjar og dæmt um hvort þær eru þess verðar að varðveitast hlýtur samt að vera að kunna á þeim skil, vera vakandi yfir því hverjar þær eru og um hvað þær gætu verið heimildir.

2. Ný örnefni: Hvernig verða þau til?

Sennilega eru þau örnefni sem við þekkjum í dag af örnefnalýsingum aðeins lítið brot af öllum þeim sem hafa orðið til frá landnámi, samansafn nafna frá ýmsum tímum sem hafa af einhverjum ástæðum

1 Lög nr. 107/2001.2 frumvarp til laga um menningarminjar: [http://www.menntamalaraduneyti.is/media/Mrn-pdf/frumvarp_til_laga_um_menningarminjar.pdf], sjá bls. 2.

21ÞúfnaBanar, kjarnorka og netaBoLir

lifað umfram önnur. Mörg örnefni hafa áreiðanlega týnst og önnur tekið við jafnóðum en um það fáum við aldrei neitt að vita, enda eru örnefnalýsingar fyrst og fremst leifturmyndir af því safni nafna sem þekkt var um og eftir miðja 20. öld. ný örnefni verða samt vissulega til ennþá, fyrst og fremst samhliða atburðum eða nýjum fyrirbærum, hvort sem þau eru af völdum náttúru eða manna. náttúrfyrirbærin geta t.d. verið gígar, hraun, vötn og skriður, en af manna völdum eru hins vegar t.d. nýbyggingar og önnur mannvirki, t.d. skurðir, tún og girðingar. Þá eru auðvitað dæmi um að ný nöfn verði til þar sem fólk þekkir ekki eða hugnast ekki þau nöfn sem fyrir eru. Slíkar uppákomur valda gjarnan miklum titringi og sárindum og verða jafnvel tilefni blaðaskrifa. Má nefna dæmi um gvendarbrunn nálægt Hellnum á Snæfellsnesi sem var skyndilega orðinn að Maríulind fyrir nokkrum árum.3

Mest verðum við vör við ný örnefni sem eru áberandi í opinberri umræðu. Frá allra síðustu árum muna kannski flestir eftir vangaveltum um nöfn á sameinuðum sveitarfélögum og nú nýlega var rætt um nöfn á ný náttúrufyrirbæri á fimmvörðuhálsi, gígana sem svo hlutu nöfnin Magni og Móði. ekki varð ég vör við miklar deilur tengdar því máli þótt misgóðum tillögum um nöfn á gígana hafi rignt yfir starfshópinn sem sá um að meta þær. Menn hafa þó orðið ósáttir út af örnefnum hér á landi oftar en einu sinni og sýnir það að ný örnefni eru langt frá því að þykja léttvægt málefni. ein ótrúlegasta saga síðari ára um deilur vegna nýnefna er vafalaust frá gosinu í Surtsey en margir Vestmannaeyingar voru ákaflega ósáttir við það nafn, þótti það

„ferlega ljótt og óþjált.“4 nafnið var ákveðið á fundi örnefnanefndar aðeins nokkrum vikum eftir upphaf goss en skömmu eftir það gengu sjö vaskir Vestmannaeyingar á land í Surtsey og reistu þar spjald sem á stóð nafnið sem þeir vildu: Vesturey. eldgosið var enn í gangi meðan á þessum táknræna gjörningi stóð, jörðin skalf og titraði, og var fólkinu bjargað úr eynni við illan leik, en þar var í ofanálag mikill straumur og erfitt að fara með báta. Niðurstaðan var samt sú að Surtseyjarnafnið hélt. Þá sjaldan ný náttúrufyrirbæri verða til í hamförum hefur komið

3 Sjá t.d. Morgunblaðið 1. desember 1998. Þar er birt greinin „Blekkingar undir jökli“ eftir Sæbjörn Valdimarsson.4 Alþýðublaðið sunnudaginn 12. apríl 1964.

22 Birna Lárusdóttir

til kasta örnefnanefndar en skv. lögum skulu öll nöfn á nýjum býlum einnig lögð fyrir nefndina5 og skipa þau stærstan hluta erinda sem henni berast. Mörg eru yfirleitt samþykkt á hverju ári en yfirleitt nokkrum hafnað. nefndin hefur alltaf reynt að stuðla að því að gamlar nafngiftavenjur væru hafðar í hávegum við val nýrra bæjanafna og hefur verið hvatt til þess að gömul örnefni sem fyrir voru í landslaginu væru notuð sem bæjanöfn.6 Það gustaði stundum af nefndinni á fyrstu starfsárum, en hún tók til starfa árið 1935. til að mynda var nöfnum á þremur fjöllum sem höfðu verið nefnd í anda landkönnunar breytt árið 1941: thoroddsenstindur, Wattsfell og Lockstindur urðu Þorvaldsfell, Vatnsfell og Lokatindur.7 ekki er víst að nefndin myndi ganga svo langt í störfum sínum í dag en þó fæst ekki annað séð en hún sé býsna fastheldin á gömul gildi, þ.e. að heiðra gamlar nafngiftavenjur og hvetja til að nöfn séu dregin af gömlum örnefnum. Það má því segja að nöfn sem verða til undir eftirliti nefndarinnar séu að einhverju leyti lærð orðmyndun og ekki nema fá þeirra verulega góðar heimildir um þá samtíð sem þau eru sprottin úr – nema þá helst að samtíð okkar sé íhaldssöm og annt um fortíðina. Undantekningar eru þó auðvitað til, t.d. nöfn á gróðrarstöðvum sem spruttu víða fram á 20. öldinni og fela sumar í sér heiti á trjátegundum sem voru á sínum tíma framandi t.d. Asparlundur og Grenigerði. Þá eru til dæmi um lýsandi nöfn á nýbýlum þar sem var stunduð loðdýrarækt eða fiskeldi, t.d. Laxalón og Dýrholt. Mikið er þó líka um nýnefni sem eru býsna auðþekkjanleg sem slík, meinlaus og hugguleg og gætu víða átt við en þó kannski dálítið yfirborðsleg. Dæmi um þetta eru Sólvangur, Engihlíð og Lækjarbakki. Á hinn bóginn eru þau nöfn sem eru lögð fyrir nefndina sennilega aðeins lítið brot af þeim örnefnum sem verða til hér á landi á hverju ári. fæst þeirra sem hafa orðið til eftir að örnefnalýsingar urðu að veruleika eru þó nokkurs staðar skráð, nema það þjóni hagsmunum tiltekinna hópa, t.d. nöfn á veiðistöðum og kennileitum á hálendinu sem verða nú á vegi margra en voru býsna fáséð á árum áður. Einn stærsti flokkur

5 Lög nr. 35/1953.6 Þórhallur Vilmundarson 1980, 30–31 og munnl. upplýsingar frá Svavari Sigmundssyni.7 Þórhallur Vilmundarson 1980, 31. Árið 2004 úrskurðaði örnefnanefnd að örnefnin Wattsfell og Locksfell skyldu fá að standa innan sviga á landakortum. Sjá Ársskýrslu örnefnanefndar 2004.

23ÞúfnaBanar, kjarnorka og netaBoLir

nýrra byggðanafna sem eru mynduð án eftirlits eru sennilega nöfn á sumarbústöðum en ekki er haldið skipulega utan um þau. Efni í flestar örnefnalýsingar var safnað á árunum 1935–19658 en eftir það hefur takmörkuð viðbótarsöfnun átt sér stað. Því er í raun fátt vitað um frjálsa nýmyndun örnefna hér á landi eftir miðja 20. öld, hvort hún er yfirleitt virk eða ekki. Þótt oft geti verið erfitt að ráða í aldur nafna má þó reyna að rýna í örnefnalýsingar til að fá mynd af stöðu mála fyrir þann tíma. Hvernig ætli nýmyndun örnefna á 19. öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, um það leyti sem örnefnasöfnun stóð sem hæst, hafi verið háttað?

3. Nýleg örnefni: 19.–20. öld

Á seinni hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu ríkti engin lognmolla á Íslandi, enda framfarir á ótal mörgum sviðum. Húsakostur landsmanna fór óðum batnandi, samgöngur sömuleiðis og vélvæðing var hafin í landbúnaði á fyrri hluta 20. aldar. Fyrsti traktorinn, kallaður akranes-traktorinn, kom til landsins árið 19189 og þremur árum síðar kom undramaskínan þúfnabani og tók til við að brjóta íslenskt þýfi til hlýðni með misjöfnum árangri.10 Á árunum upp úr 1940 voru traktorar orðnir býsna algeng fyrirbæri til sveita11 og skurðgröfur fóru að sjást. Í kjölfarið umturnaðist landslag víða, sérstaklega í túnum umhverfis bæi og mýrum sem voru ræstar fram. Það er athyglisvert að skoða hvort allar þessar tækninýjungar og umbylting á landslagi og atvinnuháttum hafi ekki skilið eftir sig vísbendingar í örnefnum rétt eins og t.d. beitilönd, sel, akrar og naust höfðu markað djúp spor í örnefnaforðann fyrr á öldum. Nú er engin einföld eða fljótleg leið til að skoða hversu mörg örnefni gætu talist „nýleg“ á landsvísu, enda engir heildstæðir gagnagrunnar til. Undirritaðri gekk illa að rifja upp slík nöfn þrátt fyrir að hafa lesið mörg hundruð örnefnalýsingar vegna fornleifaskráningar á undanförnum árum, en lýsingarnar eru jafnan undirstaða heimildasöfnunar við skráningu fornleifa. Þetta þótti mér benda til þess að ekki væri um auðugan garð að gresja á því sviði en ekki var alveg hægt að treysta

8 tölvubréf frá Hallgrími j. Ámundasyni 17. nóv. 2010. 9 Árni eylands 1950, bls. 159.10 Sama rit bls. 161 og áfram.11 Sama rit, bls. 165.

24 Birna Lárusdóttir

stopulu minni. Því voru valdar tvær fljótfarnar leiðir fyrir þetta greinarkorn: Önnur er sú að athuga örnefnalýsingar nokkurra jarða, bæði þar sem búnaðarskólar voru reknir um árabil og eins þar sem talið var líklegt að framfarahugur hefði verið meiri en annarsstaðar af einhverjum sökum. Í þessum skrám var leitað sérstaklega eftir örnefnum sem gætu verið heimildir um jarðabætur, breytingar á atvinnuháttum eða landslagi á 19. og 20. öld. Örnefni af þessu tagi eru auðvitað ekki einu ungu örnefnin sem vænta mætti en þau ættu þó að vera auðþekkjanleg. Hin leiðin var sú að leita að nýlegum orðum og orðhlutum í Ísleifu, gagnagrunni fornleifastofnunar Íslands, en þar eru örnefni oft aðalheimildir um minjastaði og því skráð sem slík. Það er fljótgert að skýra frá niðurstöðum úr völdum örnefnalýsingum, enda reyndust örnefni sem tengjast jarðabótum og öðrum nýjungum sem er með nokkurri vissu hægt að tengja við 19.–20. öld vera fá, jafnvel í sjálfum miðstöðvum framfaranna sem búnaðarskólarnir voru. Í Ólafsdal er Vélalækur eina þekkta örnefnið af þessu tagi, en hann var notaður til að drífa tóvinnuvélar torfa Bjarnasonar. reyndar eru fleiri nöfn í Ólafsdal sem er sagt berum orðum að séu líka úr tíð torfa, tveir nátthagar sem hann hlóð eða lét hlaða: Grjótnátthagi og líka Torfanátthagar og Gullkinn sem hét svo því að Torfi taldi sig eyða miklu fé í að gera hana að góðu túni.12 Á eiðum eru tvö óvenjuleg örnefni sem eru augljóslega ung og reyndar er það líka sagt berum orðum í lýsingunni, annars vegar Gróðrarstöð en þar var tilraunastarfsemi á vegum Búnaðarsambands austurlands á árunum 1905–1943 en hitt er Skógargirðing sem var fyrst komið upp árið 1927. Þá er tekið fram að Mó-örnefni séu flest ung, sennilega frá öðrum tug 20. aldar, sem er mjög óvenjulegt en skýrist nánar með því að höfundur skrárinnar, sem og fleiri á þessu landsvæði, kalla móinn alls ekki mó heldur svörð og telja að mónöfnin hafi borist með aðkomufólki.13 Á Hvanneyri fundust engin nöfn af þessu tagi í örnefnalýsingu þótt reyndar megi sjálfsagt rekja nöfn á „stokkum“ í Hvanneyrarengjum, Hvanneyrarstokk og Heimastokk, til áveitu sem þar var gerð á 19. öld. Bjarni guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns á

12 Ólafsdalur. ari gíslason skráði. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.13 Skrá yfir örnefni á Eiðum í Eiðaþinghá, bls. 4.

25ÞúfnaBanar, kjarnorka og netaBoLir

Hvanneyri, gat þó upplýst greinarhöfund um að til væru nöfn þar á bæ sem hvergi hafa verið fest á blað. Hann nefndi tvö sérlega áhugaverð heiti á sléttum í Hvanneyrartúni en það eru Verkfæranefndarslétta og Kjarnorkuslétta. Sú fyrrnefnda var frátekin sérstaklega og notuð í þágu búvélaprófana og heyverkunartilrauna á vegum Verkfæranefndar ríkisins. Kjarnorkuslétta var á hinn bóginn kennd við merkilega tilraun á árum kaldastríðsins sem fólst í því að líkja eftir áhrifum kjarnorkusprengju á ræktunarland og kanna hvernig best væri að koma því til á ný. eins og Bjarni orðar það svo skemmtilega: „Í stað þess að dúndra sveppsprengju úr smiðju útlendra stríðsmangara hér yfir saklausan túnbleðil voru áhrifin leikin með eiturefnum.“14 Þar hafa menn síðan þakkað sínum sæla fyrir að kjarnasprengja skyldi aldrei hafa komið í andakíl. Litið var á skrár nokkurra góðbýla til viðbótar þar sem m.a. var vitað að sögulegar jarðabótatilraunir hefðu verið gerðar á 20. öld. korpúlfsstaðir og Blikastaðir eru þar á meðal. thor jensen keypti korpúlfsstaði árið 1922 eins og mörgum er kunnugt og voru miklar framkvæmdir þar undir hans stjórn. Meðal annars festi hann kaup á tveimur þúfnabönum sem voru notaðir við jarðabætur og árið 1928 var korpúlfsstaðatúnið orðið hið stærsta á Íslandi, 150 ha.15 engin örnefni eru sérstaklega til vitnis um stórhug thors og félaga þótt hann mætti kallast einstakur á landsvísu. Á næsta bæ, Blikastöðum, er Þúfnabanaflöt16 og sennilegt að þúfnabani Thors Jensen hafi verið þaninn á henni. reyndar er annað mjög nútímalegt örnefni á Blikastöðum en það er Spennitún, nefnt eftir rafmagnsspennistöð sem þar stóð um tíma.17 Eins og áður segir eru heimildir um að Akranestraktorinn hafi verið notaður við herfingu og plægingu á tveimur bæjum nálægt Akranesi, Ósi annars vegar og elínarhöfða hins vegar. gekk þetta upp og ofan, enda var vélin föst í öðrum gír allt fyrsta árið.18 engin merki sjást um þessar tilraunir í örnefnum viðkomandi bæja.

14 tölvubréf frá Bjarna guðmundssyni 23. nóvember 2010.15 Tíminn 8. september 1928, bls. 159.16 Blikastaðir, ari gíslason skráði, bls. 2. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.17 Blikastaðir, Magnús guðmundsson skráði, bls. 6. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.18 Árni eylands 1950, bls. 159.

26 Birna Lárusdóttir

Leitað var að nokkrum orðhlutum í örnefnum í gagnagrunninum Ísleifu en hér er rétt að ítreka að þar eru eingöngu skráð nöfn á stöðum sem teljast til fornleifa. oft eru upplýsingar um staði skráðar þótt ekki sé ljóst hvort þeir hafi náð 100 ára aldri, enda yfirleitt ekkert sagt um aldur í örnefnaskrám. Ísleifu er þannig fyrst og fremst ætlað að halda utan um fornleifar en ekki örnefni. alls hafa upplýsingar um minjastaði verið skráðar á um 70% jarða á Íslandi. Því er yfirlitið ekki tæmandi en ætti þó að gefa einhverja hugmynd. Leitað var að eftirfarandi orðhlutum: „myllu“, „beð“, „skurð“, „súrhey“, „vél“, „rjómabú“. jarðabætur af ýmsu tagi færðust mjög í vöxt á 19. öld og hafa skilið eftir sig ófá örnefni, bæði sem kennd eru við beð og sléttur. til dæmis er Þúfnaslétta á nabba í Sandvíkurhreppi. Þar voru þúfurnar höggnar af og skítur borinn í sárin. Á sama bæ eru Valtaða-stykki og Plægða-Stykki.19 Ærhússléttur eru til, Yzthússlétta og Sigurðarslétta, svo dæmi séu nefnd. Í Bessatungu í Dalasýslu er Torfaslétta og fylgir sú sögn að það séu fyrstu beð sem Torfi í Ólafsdal sléttaði20 en hann ólst þar upp. Þá eru beðaörnefni til dæmis á Kleifum í Dalasýslu og á tveimur bæjum í Strandasýslu. Mylluörnefni ættu langflest að vera vel afmörkuð í tíma. fyrst var farið að hvetja bændur til að reisa myllur til kornmölunar síðla á 18. öld en flestar munu þær hafa verið aflagðar á fyrsta fimmtungi 20. aldar21 og margar löngu fyrr. Mylluörnefni eru mjög algeng í Ísleifu, vel á annað hundraðið og hafa allskonar fyrirbæri verið kennd við myllur. til eru Myllulækir, Mylluholt, Myllubalar, Myllufossar og meira að segja Myllustaðir, býli í Flatey á Breiðafirði.22 Skurðir hafa víða sérnöfn og í mjög mörgum tilvikum eru þeir kenndir við einstaka menn. Oft er tekið fram að þeir hafi verið handgrafnir en svo var víðast gert fram til um 192023 og hafa sjálfsagt margir þótt töluverð þrekvirki. Sjálfsagt vísa nöfnin oftast í þá sem grófu eða létu grafa, t.d. Jónsskurður, Markúsarskurður, Kristinsskurður og Norðmannaskurður. rjómabúsörnefni tengjast mjög afmörkuðum þætti í atvinnusögunni en blómatími flestra rjómabúa var h.u.b. frá

19 Örnefni í Stóru-Sandvík og nabba, bls. 49–50. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.20 Bessatunga, bls. 2. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.21 Árni eylands 1950, bls. 1222 flatey, bls. 26. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.23 Árni eylands 1950, bls. 45.

27ÞúfnaBanar, kjarnorka og netaBoLir

aldamótunum 1900 og fram að fyrri heimsstyrjöld. Vitað er um nokkur örnefni sem tengjast rjómabúum, t.d Rjómabúsgötu, Rjómabússkurð og einfaldlega Rjómabú. Súrheysörnefni virðast ekki mjög algeng þótt þessi nýja tækni við heyverkun hafi náð talsverðri útbreiðslu hér á landi á 19. og 20. öld. Þess ber þó að geta að þau hafa sennilega aðeins verið skráð í gagnagrunninn Ísleifu ef líklegt hefur þótt að þau vísuðu á mannvirki, þ.e. súrheysgryfju. aðeins tvö slík: Súrheyshóll og Súrgryfjuhóll. Vélaörnefni fundust á tveimur stöðum fyrir utan Ólafsdal, annars vegar er Flugvélarsker á austurhluta Síðumannaafréttar, en þar nauðlenti flugvél á árum síðari heimsstyrjaldar24 og hins vegar er Vélaveita. Þó ber að geta þess að vélaörnefni eru að líkindum ekki alltaf skráð í Ísleifu, enda ekki víst að þau vísi á fornleifar. rafstöðva- og rafmagnsörnefni eru ekki mörg. Heimarafstöðvar fóru að tíðkast hér á landi fljótlega upp úr aldamótunum 1900. Rafstöð hét þó virkjunarhús sem reist var á Bíldudal á árunum 1927‒28. Fleiri nöfn eru sjálfsagt til tengd rafstöðvum þótt ekki hafi þau fundist í Ísleifu að þessu sinni. Hernámsörnefni eru vissulega til en það eru næstum eingöngu nöfn á einstökum kömpum og þá á ensku, t.d. South Camp og Pitty-Me-Camp. af þeim 164 herminjum sem skráðar hafa verið í Ísleifu virðast eingöngu 20 hafa sérnöfn og þar af eru langflest á ensku, nöfn á kömpum. einu íslensku nöfnin eru Efri-Kampur, Neðri-Kampur og Varðskúr.

4. Framtíðin

niðurstaðan af þessari takmörkuðu athugun er þá á þessa leið: töluvert er til af örnefnum sem vísa í búnaðarframfarir eða mannvirki frá 19. öld og jafnvel fyrri hluta þeirrar tuttugustu, t.d. mylluörnefni, nöfn á skurðum sem líkast til eru handgrafnir og nöfn á einstökum sléttum og beðum í túni. eftir að vélaöld gengur í garð liggur við að rof verði í nýmyndun örnefna og aðeins fundust dæmi um örfá sem fela í sér nöfn vélknúinna tækja, jafnvel þótt slík tæki hafi valdið mikilli breytingu bæði á lífsháttum og ásýnd landslags. Hvernig á að skýra þetta? Í fyrsta lagi er mögulegt að heimildamenn hafi veigrað sér við að telja upp örnefni sem hljómuðu svo augljóslega „nýleg“ þegar skráning örnefna

24 Síðumannaafréttur, bls. 4. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

28 Birna Lárusdóttir

fór fram og kannski eru enn óskráð örnefni af þessu tagi á kreiki. Upphaf örnefnasöfnunar og reyndar einnig fornleifafræði á Íslandi má rekja til þjóðernisbaráttu 19. aldar sem m.a. fólst í fortíðardýrkun og ekki víst að ung örnefni hafi verið öllum ofarlega í huga. Þá er ekki útilokað að nýmyndun örnefna hafi verið tekið að hnigna á þeim tíma sem nýjungarnar komu til sögunnar, þ.e. á fyrstu áratugum 20. aldar. eina leiðin til að komast til botns í þessu er sú að gera könnun á því hvort og þá hvaða örnefni hafa orðið til síðan örnefnaskrár voru færðar í letur. Þá fyrst er hægt að meta hvort örnefni verði í framtíðinni bara heimild um fjarlæga fortíð eða hvort þau komi til með að halda áfram að endurspegla búskaparhætti, nytjar og jafnvel ýmislegt fleira sem fylgir umstangi manna. Um nöfn á bólstöðum, og þá er átt við bæði nýbýli og sumarbústaði, gildir nokkuð annað. Við vitum að nafnmyndun á þessu sviði er virk þótt nýbýlanöfnin séu undir eftirliti. Það væri fróðlegt að vita hvað liggur að baki vali á sumarhúsanöfnum og hvers konar heimildir þau gætu verið. Ég hef heyrt um nokkur sem eru sótt í fortíð eigendanna, nöfn á bæjum þar sem þeir eða forfeðurnir ólust upp. Aðrir bústaðir draga sjálfsagt nöfn af umhverfi á staðnum, jafnvel gömlum örnefnum sem fyrir voru. Þá eru vísbendingar um að til sé orðinn flokkur örnefna sem gæti orðið ágætisheimild um nýja sýn borgarbúa þar sem náttúran er ekki lengur land sem þarf að nytja eða rata um eða andstæðingur sem þarf að glíma við heldur griðastaður og athvarf frá streitu borgarlífsins, t.d. nöfn eins og Hreiðrið, Draumaland og Unaðssteinn.25 nöfn á nýbýlum sem örnefnanefnd hefur hafnað eru sömuleiðis merkilegar heimildir um það hvernig ný örnefni verða til í nútímanum, jafnvel þótt þau nái ekki upp á yfirborðið. Þar má t.d. nefna nöfn á nýbýlum eða spildum eins og Stormur, Brim og Víðátta, Óðal, Demantsklettur og Hestahof26 sem gefa til kynna alveg nýja hugmynd um myndun bæjanafna. jafnvel má færa fyrir því rök að sum minni frekar á nöfn fyrirtækja en bæjanöfn og má vera að mörkin þar á milli séu að verða óskýrari. Á plaggi sem hefur fylgt umsóknum til örnefnanefndar um nýbýlanöfn síðustu ár á að greina frá ástæðum sem liggja að baki nafnavali. Þar má m.a. finna stórmerkilegar upplýsingar

25 Þessi nöfn fundust á vefsíðunum www.bungalo.is og www.bustadur.is.26 úr fundagerðum örnefnanefndar og umsóknum til nefndarinnar. allar þessar tillögur eru frá síðustu tíu árum.

29ÞúfnaBanar, kjarnorka og netaBoLir

um það hvernig fólk lætur sér detta í hug örnefni. enn þann dag í dag dreymir fólk fyrir nöfnum og sömuleiðis eru dæmi um sterk tilfinningatengsl við ákveðin nöfn sem menn vilja halda á lofti jafnvel þótt þau tengist alls ekki staðháttum á nýbýlinu. Þá eru nefnd rök um að ákveðin nöfn séu talin hagkvæm í viðskiptaskyni, sérstaklega ef kenna á ræktunargripi (t.d. hross eða hunda) við viðkomandi stað. Jafnvel eru farin að sjást dæmi um að Reykvíkingar vilji flytja nöfn úr borginni með sér út á land – þá götunöfn sem eru mönnum sérstaklega kær af einhverjum sökum. Við viljum gjarnan að ný örnefni haldi áfram að verða til. Það má færa rök fyrir því að nákvæm skráning á því hvernig það gerist geti komið okkur áleiðis við að skilja eldri örnefni, þá sérstaklega bæjanöfn. Margt getur nefnilega legið að baki annað en yfirborðsþættir eins og staðhættir eða nytjar eins og tíundað var hér að ofan. kristján eldjárn hélt því fram eitt sinn að ekkert örnefni væri of óbermislegt til að vera skráð.27 Ég vil taka undir þessi orð og leyfa mér að bæta því við að örnefnasöfnun er aldrei lokið frekar en skráningu annarra menningarminja. Ekki viljum við að komandi kynslóðir þurfi að búa við það að örnefni og minjar verði forneskjuleg og rykfallin fyrirbæri sem eingöngu vísi til tímans fyrir 1900 – eða 1950, rétt eins og ekkert hafi gerst eftir það.

HeimildirAlþýðublaðið sunnudaginn 12. apríl 1964.Árni eylands. 1950. Búvélar og ræktun. Menningarsjóður, reykjavík.Ársskýrsla Örnefnanefndar 2004: [www.arnastofnun.is/apps/Webobjects/

Hi.woa/swdocument/1010881/arsskyrsla_ornefnanefndar_2004.pdf]kristján eldjárn. 1945. „nokkrar leiðbeiningar um örnefnasöfnun.“ Skinfaxi

36, bls. 45–50.Lög nr. 35/1953: Lög um bæjanöfn o.fl.Lög nr. 107/2001: Þjóðminjalög.Morgunblaðið 1. desember 1998.Tíminn 8. september 1928.Þórhallur Vilmundarson. 1980. „nýnefni og örnefnavernd á Íslandi.“ Í: Grímnir

1, bls. 24–36.

27 kristján eldjárn 1945, bls. 48.

30 Birna Lárusdóttir

Óbirt gögnBessatunga. ari gíslason skráði. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í

íslenskum fræðum.Blikastaðir. ari gíslason skráði. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í

íslenskum fræðum.Blikastaðir. Magnús guðmundsson skráði. Örnefnasafn Stofnunar Árna

Magnússonar í íslenskum fræðum.frumvarp til laga um menningarminjar [http://www.menntamalaraduneyti.

is/media/Mrn-pdf/frumvarp_til_laga_um_menningarminjar.pdf].flatey. Skrásetjara ekki getið. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í

íslenskum fræðum.fundagerðir örnefnanefndar.Hvanneyri. ari gíslason skráði. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í

íslenskum fræðum.Ólafsdalur. ari gíslason skráði. Heimildamaður rögnvaldur guðmundsson.

Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Síðumannaafréttur. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum

fræðum.Skrá yfir örnefni á Eiðum í Eiðaþinghá. Safnað og skráð af Eiríki Eiríkssyni

veturinn 1970. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

tölvubréf frá Bjarna guðmundssyni 23. nóvember 2010. tölvubréf frá Hallgrími j. Ámundasyni 17. nóv. 2010.Örnefni í Stóru-Sandvík i og nabba. Skráð haustið 1960. Örnefnasafn

Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Birna LárusdóttirFornleifastofnun Í[email protected]