72
5. febrúar—7. febrúar 2016 5. tölublað 7. árgangur Þura Stína Sigldi með afa um heiminn | 26 Hjálpræðisherinn Kastalinn verður glæsihótel | 8 Hollusta Heimilisins hágæða ölvítamín Fylgdi ástinni í líknardauða Sylviane Pétursson studdi ákvörðun eiginmannsins um að binda enda á lífið á svissnesku sjúkrahúsi. | 34 Mynd | Rut Sigurðardóttir Íslendingar þáðu 669 milljarða í þróunaraðstoð Marshall-aðstoð og styrkir frá Alþjóðabankanum | 20 Angelo leið betur í fangelsinu en langar heim | 24 KRINGLUNNI ISTORE.IS Sérverslun með Apple vörur iPad ölskyldan - Með heiminn í lófanum Við gerum betur í ölbreyttu vöruúrvali á góðu verði. iStore er sérverslun með Apple vörur og úrval fylgi- og aukahluta. iPad Pro iPad Mini iPad Air

05 02 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: 05 02 2016

5. febrúar—7. febrúar 20165. tölublað 7. árgangur

| 8

Þura Stína

Sigldi með afa um heiminn | 26

Hjálpræðisherinn

Kastalinn verður glæsihótel | 8

Hollusta Heimilisins

hágæða fjölvítamín

Fylgdi ástinni í líknardauða

Sylviane Pétursson studdi ákvörðun eiginmannsins um að binda enda á lífið á

svissnesku sjúkrahúsi. | 34

Mynd | Rut Sigurðardóttir

Íslendingar þáðu 669 milljarða í þróunaraðstoðMarshall-aðstoð og styrkir frá Alþjóðabankanum | 20

Angelo leið betur í fangelsinu en langar heim | 24

KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur

iPad �ölskyldan- Með heiminn í lófanum

Við gerum betur í �ölbreyttu vöruúrvali á góðu verði. iStore er sérverslun með Apple vörur og úrval fylgi- og aukahluta.

iPad Pro

iPad Mini

iPad Air

Page 2: 05 02 2016

Sylviane Pétursson segir lækninn Óttar Guðmunds-son alhæfa og eigna lækna-stéttinni umræðuna um líknardráp. Hún hefur sjálf fylgt eiginmanni sínum í líknardauða.

Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er ósátt við yfirlýsingar Óttars Guðmunds-sonar læknis um líknardráp sem birst hafa í Stundinni og á Rás 2 að undanförnu. „Hann notar sem rök gegn líknardauða að ættingjar geti þrýst á einstakling að taka líf sitt og að fólk sé litað af þeirri hugmynd að veikt fólk trufli fyrirmyndarþjóð-félagið.“

Fyrir þremur árum fylgdi Sylvi-ane eiginmanni sínum, Steinari Pét-urssyni, í líknardauða á svissneska sjúkrahúsinu Dignitas, eftir erfið veikindi. „Ættingjar koma aldrei að ferlinu hjá Dignitas, einstaklingur-inn þarf alltaf að segja til og vera með fulla meðvitund í gjörningn-um. Með svona rökum er verið að

ýja að hugmynda-fræði nasista um fyrirmyndarríkið og yfirfæra þau á hugmyndina um líknardauða. Það er svo fjarri því að þetta eigi nokkuð skylt við þá stefnu, sem var að útrýma þeim óæskilegu í sam-félaginu. Þvert á móti þá er algengt að fólk komi einsamalt til Dignitas af því að fjölskyldan vill ekki fylgja því. Þú fylgir einstaklingnum af því að þú elskar hann en ekki af því að þú vilt losna við hann,“ segir Sylviane.

„Ég tók eftir því að Óttar talar allt-af sem læknir með stóru elli og að þetta sé alfarið mál sem við komi læknastéttinni, hvað læknum finnist og finnist ekki. Hann veltir engum trúarlegum né tilvistarlegum spurn-ingum fyrir sér. Hann telur bara þjóð-ina vera á villigötum og lífsflótta.“

Sjá viðtal við Sylviane á síðu 34.

2 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

„Konur í barneignarhug-leiðingum ættu að halda sig frá hákarlinum á þorrablót-unum.“

Halla Harðardó[email protected]

„Niðurstöður rannsóknarinnar valda áhyggjum því þær sýna að 6 prósent úrtökuhópsins í heild sinni og 4 prósent kvenna á barns-eignaraldri fara yfir viðmiðunar-mörk um inntöku kvikasilfurs,“ segir Lilja Rut Traustadóttir nær-ingarfræðingur sem hélt meistara-prófs fyrirlestur sinn í næringar-fræði um inntöku Íslendinga á seleni, arseni, kadmíum og kvika-silfri úr sjávarafurðum í Háskóla Íslands í gær. Niðurstöðurnar sýndu auk þess að lítil hætta er á of mikilli inntöku selens og kadmíums hjá þeim sem neyta sjávarafurða og að frekari rann-sókna er þörf á inntöku á arseni úr sjávarafurðum sem er fremur há hér á landi í samanburði við önnur lönd.

„Það veldur sérstaklega áhyggj-um að barnshafandi konur fari yfir viðmiðunarmörkin, sem eru 1,3 mgr á kíló líkamsþyngdar á viku, því kvikasilfur getur leitt til van-þroskunar í taugakerfi hjá fóstrum sem getur haft áhrif á líf barnanna alla ævi,“ segir Lilja. Hún vonast til þess að niðurstöðurnar megi nýta til stefnumótunar í lýðheilsu. „Það er tekið fram í meðgöngu-verndinni og í bæklingnum Nær-ing á meðgöngu að konur ættu ekki að borða tegundir sem eru háar í kvikasilfri, eins og stórlúðu,

hákarl og niður-soðinn túnfisk. En þegar kon-ur fara í með-gönguvernd þá eru þær oftast komnar 11-12 vikur og vita margar hverjar ekki af þessum ráðleggingum.

Fóstrið er viðkvæmast á þessum fyrstu vikum og því getur verið að ráðleggingarnar komi of seint. Mín meðmæli eru því að þessar ráð-leggingar komi fram í almennum ráðleggingum um fæðu.“

Lilja segir mikilvægt að niður-stöðurnar verði ekki til þess að fólk forðist fisk og sjávarfang þar sem það er uppspretta fyrir mikil-væg næringarefni. „Ávinningur af

neyslu sjávarafurða vegur þyngra en áhættan, en ráðleggingar þurfa þó að gera grein fyrir þeim sjáv-arafurðum sem innihalda mjög hátt magn óæskilegra efna og út-skýra hvaða tegundir ætti að neyta sjaldnar, sérstaklega fyrir við-kvæmustu hópana, konur á barn-eignaraldri og börn. Mikið magn getur einnig haft áhrif á taugakerfi barna og unglinga, þar sem það er enn að þroskast fram eftir aldri. Í raun ættu þessar ráðleggingar líka að eiga við börn og unglinga, þar sem taugakerfið þeirra er mun við-kvæmara en fullorðinna. Helming-unartími kvikasilfurs er 3 mánuðir sem þýðir að það tekur líkamann sex mánuði að losa sig við það. Konur sem eru í barneignarhug-leiðingum ættu því að halda sig frá hákarlinum á þorrablótunum.“

Lýðheilsa Inntaka kvikasilfurs á meðgöngu veldur áhyggjum.

Fjögur prósent yfir viðmiðunarmörkum

Lilja Rut Traustadóttir.

Kvikasilfur getur haft alvarlegar afleiðingar á þroska fósturs. Í full-orðnum getur of mikið af kvikasilfri gefið einkenni eins og nála-

dofa, ósamhæfðar hreyfingar og skynjunarbrenglanir.

Mansal Ýmsar vísbendingar um að vinnumansal þrífist á Íslandi

Gera rassíur á byggingasvæðumGerðar verða rassíur í febrúar þar sem byggingasvæði verða umkringd af lögreglu og enginn kemst frá, án þess að ræða við eftirlitsmenn og gera grein fyrir sér. Í febrú-ar beinist átakið, einn réttur ekkert svindl, gegn mansali í byggingageiranum.

Fram að þessu hefur svokallað vinnustaðaeftirlit verið látið duga, menn frá stéttarfélögunum hafa farið á stað-inn og spjallað við starfsmenn. Iðulega hafa einhverjir starfsmenn forðað sér á hlaupum, oft er um að ræða Ís-lendinga í svartri vinnu en ekki er útilokað að einhverjir séu á öðrum og verri kjörum en lög gera ráð fyrir.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að þjón-ustusamningar, samkvæmt hinni svokölluðu 183 daga reglu, stuðli að vinnumansali á Íslandi. Reglan komi í veg fyrir að stéttarfélögin geti staðið vörð um kjör verka-fólksins sem hingað kemur. Samkvæmt reglunni mega fyrirtæki flytja inn verkafólk sem vinnur í þennan tíma, án þess að greiða skatta og gjöld hér á landi, hvorki verkalýðsfélög né skattayfirvöld hafa yfirsýn yfir kjör verkafólksins.

Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá Lög-reglustjóranum í Reykjavík, segir að miðað við stöðuna

erlendis, sé mjög líklegt að það þrífist vinnumansal á Íslandi, í byggingageiranum, ferðaþjónustu og veitinga-húsarekstri. Ýmsar vísbendingar séu uppi um það, en þetta þurfi að rannsaka. | þká

Í febrúar beinist átakið, einn réttur ekkert svindl, gegn man-

sali í byggingageiranum.

Stjórnmál Líklega landsfundur Samfylkingarinnar í vor

Árni Páll vill sitja áfram sem formaður„Læt flokknum eftir að semja leikreglurnar“

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Þrýst er á forystu Samfylkingarinnar um að flýta landsfundi flokksins sem fara átti fram næsta haust og kjósa nýja forystu. Árni Páll Árnason for-maður Samfylkingarinnar segist láta flokknum eftir að semja leikreglurn-ar, hann ætli ekki að skipta sér af því, enda sé hann keppandi. Hann sé til-búinn hvenær sem er að láta reyna á

formennskuna í allsherjaratkvæða-greiðslu innan flokksins.

Samfylkingin er lömuð eftir slæma útreið í skoðanakönnunum og leitar nú logandi ljósi að einhverri líflínu. Margir samfylkingarmenn þrýsta nú á Magnús Orra Schram að bjóða sig fram til formanns, en hans stuðn-ingsmenn koma helst úr þeim armi flokksins, sem vill halda flokknum á miðjunni. Hann hefur ekki gert upp hug sinn og fremur haldið sig til hlés. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég býð mig fram til formanns eða ekki,” segir Magnús Orri við Fréttatímann.

Sem kunnugt er munaði einu at-kvæði á Árna Páli og áskorandanum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur á síðasta landsfundi. Árni Páll segir hinsveg-ar að hann hafi fengið mjög víðtækt umboð árið 2013 í allsherjaratkvæða-greiðslu flokksins. Hann segist trúa því að niðurstaðan í fyrra hefði orðið önnur ef allir flokksmenn hefðu greitt atkvæði.

„Ég sækist ekki eftir formennsku,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Hún segir að það hafi verið ólga inn-an flokksins út af fylgishruni og núna virðist hafa soðið upp úr. „Ég útiloka

ekki neitt,“ segir Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingar-innar, um hvort hún ætli að blanda sér í slaginn um for-mannsembætti í Samfylk-ingunni. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það.“

Samfylkingin er lömuð eftir slæma

útreið í skoðana-könnunum.

Náttúruleg lausn við liðverkjum

Fæst í apótekum

Líknardráp Umræðan ekki bara fyrir lækna

Á ekkert skylt við útrýmingar nasista

Sylviane Pétursson fylgdi eiginmanni sínum í líknardauða á sjúkrahúsi í Sviss.

Óttar Guðmundsson

geðlæknir.

Mynd | Rut Sigurðardóttir

Mynd | Rut Sigurðardóttir

Page 3: 05 02 2016

ASKJA NOTAÐIR BÍLAR • Kletthálsi 2 • 110 ReykjavíkSími 590 2160 • www.notadir.is

STÓRLÆKKAÐ VERÐRýmum til miðvikudag – fimmtudag – föstudag – laugardag

Aðeins tveir dagar eftir. Opið í dag kl. 10–19

Renault Kangoo IIÁrg. 2009, ekinn 125 þús. km,dísil, 86 hö., beinskiptur,framhjóladrifinn.

Verð áður: 1.390.000 kr.

Verð nú

990.000 kr.16.800 kr. á mán. í 36 mán.*Allt að 65% lán í boði.

Mercedes-Benz B 180 CDIÁrg. 2014, ekinn 13 þús. km,dísil, 109 hö., sjálfskiptur,framhjóladrifinn.

Verð áður: 4.890.000 kr.

Verð nú

4.490.000 kr.37.800 kr. á mán. í 84 mán.*Allt að 90% lán í boði.

Mercedes-Benz ML 500Árg. 2005, ekinn 140 þús. km,bensín, 303 hö., sjálfskiptur,fjórhjóladrifinn.

Verð áður: 3.490.000 kr.

Verð nú

2.990.000 kr.70.800 kr. á mán. í 24 mán.*Allt að 80% lán í boði.

Ford MondeoÁrg. 2004, ekinn 130 þús. km,bensín, 146 hö., sjálfskiptur,framhjóladrifinn.

Verð áður: 870.000 kr.

Verð nú

490.000 kr.

Hyundai I 30 ClassicÁrg. 2010, ekinn 105 þús. km,bensín, 105 hö., beinskiptur,framhjóladrifinn.

Verð áður: 1.490.000 kr.

Verð nú

1.190.000 kr.11.500 kr. á mán. í 72 mán.*Allt að 80% lán í boði.

BMW X5 3.0DÁrg. 2012, ekinn 80 þús. km,dísil, 245 hö., sjálfskiptur,fjórhjóladrifinn.

Verð áður: 8.890.000 kr.

Verð nú

7.900.000 kr.66.600 kr. á mán. í 84 mán.*Allt að 80% lán í boði.

Nissan Patrol GRÁrg. 2006, ekinn 179 þús. km,dísil, 161 hö., sjálfskiptur,fjórhjóladrifinn.

Verð áður: 2.890.000 kr.

Verð nú

2.350.000 kr.55.800 kr. á mán. í 24 mán.*Allt að 80% lán í boði.

Toyota Auris SolÁrg. 2008, ekinn 156 þús. km,bensín/metan, 164 hö., sjálfskiptur, framhjóladrifinn.

Verð áður: 1.890.000 kr.

Verð nú

1.590.000 kr.20.900 kr. á mán. í 48 mán.*Allt að 80% lán í boði.

VW Passat 4motion HighlineÁrg. 2006, ekinn 220 þús. km,dísil, 140 hö., beinskiptur,fjórhjóladrifinn.

Verð áður: 1.390.000 kr.

Verð nú

1.090.000 kr.26.400 kr. á mán. í 24 mán.*Allt að 75% lán í boði.

Honda CR-VÁrg. 2006, ekinn 280 þús. km,bensín, 150 hö., sjálfskiptur,fjórhjóladrifinn.

Verð áður: 1.090.000 kr.

Verð nú

890.000 kr.

* Mánaðargreiðsla m.v. 50% fjármögnun. Vextir eru frá 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 11,13%

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

6-0

31

0

Fullt af bílum – frábær lánakjör

Page 4: 05 02 2016

„Við þekkjum dæmi þess að kon-ur hafi átt mjög erfitt með sam-skipti við Sýslumannsembættið í Reykjavík vegna tungumálaörðu-leika,“ segir Sigþrúður Guð-mundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

„Í ofbeldissamböndum er ekki jafnræði og þess vegna er hryllilega ósanngjarnt að sýslumenn kalli ekki út túlka til að að-stoða þessa skjólstæðinga. Erlendar kon-ur, sem ekki skilja íslensku eða ensku, þurfa fremur en aðrir aðstoð við að tryggja réttindi sín við skilnað. Það er okkar reynsla að þegar þær eiga í forsjár- og umgengnismálum eða eignaskiptum við íslenska maka, þá geti hallað veru-lega á þær. Oft taki fyrrum maki að sér að túlka samskipti og viðtöl hjá sýslumanni,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. Hún brýni fyrir erlendum konum að skrifa

ekki undir neina pappíra sem þær ekki skilja.

„Dæmi eru um að embættið hafi notið þjónustu táknmálstúlks,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgar-svæðinu í skriflegu svari. Almenna reglan er annars sú að ef aðili máls talar ekki ís-lensku er honum heimilt að hafa með sér túlk.“ Þórólfur sendi Fréttatímanum afrit af bréfi frá árinu 2001 þar sem þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneyti hafði túlkað lögin með þeim hætti.

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmda-stjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, velt-ir fyrir sér hvort um lögbrot sé að ræða. „Sýslumannsembættið í Reykjavík sinni ekki upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu þegar það ekki kallar til túlka í sam-skiptum við útlendinga sem hvorki skilja íslensku né ensku. Fólk leitar stundum til lögfræðiþjónustu okkar með pappíra frá sýslumanni, sem það skilur ekkert í. | þt

Erlendar konur, sem ekki skilja

íslensku eða ensku, þurfa

fremur en aðrir aðstoð.

Sigþrúður Guðmundsdóttir

4 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Velferðarráðuneytið ýtti börnum með þroska- og hegðunarvanda með einu pennastriki yfir á sveitar-félögin árið 2013 en þeim fylgir kostnaður upp á allt að 600 milljónir. Vandi þessara barna hafði fram að því talist heilbrigðismál og því á for-ræði ríkisins.

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Í apríl 2014 ákvað nefnd á vegum vel-ferðarráðuneytisins einhliða að þessi málaflokkur ætti að heyra undir sveit-arfélögin. Þeirri ákvörðun fylgdi ekk-ert fé og því vilja sveitarfélögin ekki una. Samband íslenskra sveitarfé-laga hefur meira að segja lýst því yfir sveitarfélögunum beri ekki skylda, samkvæmt lögum, til að annast þessi börn og þau hafi tekið málaflokkinn yfir án þess að þurfa það í raun.

Talið er að átta til tólf börn á Íslandi séu með svo alvarlegan þroska- og hegðunarvanda að þau þurfi umönnun næstum því allan sólarhringinn. Þau hafa til viðbót-ar við þroskaröskun þróað með sér geðræn vandamál eða erfiða geð-sjúkdóma. Mörg þeirra hafa að auki einangrast, fallið úr skóla, leiðst út í fíkniefnaneyslu eða sótt í óæski-legan félagsskap.

Stuðningur við foreldra og heim-ili er ekki nægur og venjuleg fóstur-heimili henta ekki þar sem hætta er á því að börnin skaði sig sjálf og aðra. Eftir að sveitarfélögin tóku málefni fatlaða yfir hefur verið deilt um hvort ábyrgðin á þessum börnum eigi að vera á hendi ríkis eða sveitarfélaga.

Njósnir Leikrit um Mark Kennedy

Frá sjónarhóli kvenna sem hann blekktiDanski sendiherrann á Íslandi hef-ur skrifað þingflokki Vinstri hreyf-ingarinnar græns framboðs í tilefni af ályktun þingflokksins vegna nýrra innflytjendalaga í Danmörku. „Hann sendi kurteislegt bréf, þar sem nýju lögunum er lýst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins. „Hann leggur áherslu á að Danmörk hafi almennt staðið sig vel í móttöku flóttamanna. Ég held að þetta sýni vel hversu erfitt málið er fyrir Dani. Danska utanríkis-þjónustan er greinilega undirlögð vegna málsins.“ | þká

Útvarpsstjóri Þjónustusamningur væntanlegur

Engin kúvending í rekstri Ríkisútvarpsins Barnaverndarstofa

Barnaverndastofa hefur undanfarin sex ár gert samninga við Akureyrarbæ um öryggisvistun tveggja barna með fjárveitingu frá velferðarráðuneytinu. Þriðja barnið var svo dæmt í öryggisvistun í árslok 2015.

Vistun hvers barns kostar á bilinu 50 til 80 milljónir á ári. Eftir að tvítugsaldri er náð hefur velferðarráðuneytið hinsvegar hætt að greiða með börnum í öryggisvistun og bærinn hefur staðið straum af því, að frádregnum greiðslum úr jöfnunarsjóði. Bærinn hefur því greitt um 140 milljónir af eigin fé vegna öryggisgæslunnar.

Sveitarfélög Ríkið velti 600 milljóna kostnaði yfir á sveitarfélögin

Börnin sem passa ekki inn í kerfið

Það er verið að brjóta á börnumElín Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin hafi haldið áfram að þjónusta sína skjólstæðinga þrátt fyrir þessa ákvörðun en það standi yfir viðræður við ríkið um hvernig fara skuli með kostnaðinn. Ef ekkert komi út úr þeim viðræðum telur hún ekki úti-lokað að málið endi fyrir dómstólum.

Flest þessara barna eru búsett í Reykjavík en það gefur auga leið að

minni sveitarfélög úti á landi ráða ekki við að greiða frá fjórum og allt upp í átta milljónir á mánuði fyrir hvert barn.

Elín segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þennan hóp. Sveitar-félögin séu misvel búin til að greiða fyrir dýr úrræði og hættan sé sú að börn frá minni sveitarfélögum verði útundan. Það sé brot á jafnræðis-reglu. Finna þurfi lausn sem bæði ríki og sveitarfélög geti unað við.

Talið er að átta til tólf börn á Íslandi séu með svo alvarlegan þroska- og hegðunarvanda […] Mörg

þeirra hafa að auki einangrast, fallið úr skóla, leiðst út í fíkniefnaneyslu eða sótt í óæskilegan félagsskap.

Höfundur leikritsins segir að breska ríkið hafi í raun misnotað konurnar.

Leikrit um Mark Kennedy, sem var lögreglu-njósnari meðal umhverfisverndarsinna, meðal annars á Kárahnjúkum á Íslandi sumarið 2005, verður frumsýnt í Nottingham í Bretlandi í kvöld, föstudag.

Í leikritinu er sérstaklega beint sjónum að sambandi lögreglumannsins við konur í hópi mótmælenda. Mark Kennedy starfaði sem flugu-maður bresku lögreglunnar í sjö ár og fór á þeim tíma til 22 Evrópulanda og blandaði sér í hópa aðgerðarsinna og stofnaði til ástar- og kynlífs-sambanda við þá sem hann var að njósna um.

Leikritið nefnist, Með öllum tiltækum ráðum. Höfundur þess, Kefi Chadwick, talaði meðal annars við konu sem átti í ástarsambandi við lögreglumanninn í fimm ár, án þess að vita að hann sigldi undir fölsku flaggi. Hún sagði við Sunday Times, í tilefni af leikritinu, að hún væri að skrifa um konur sem hafi verið gróflega mis-notaðar af stjórnvöldum. Þær séu ekki fórnar-lömb en nógu sterkar til að draga rétta fólkið til ábyrgðar. Íslensk lögregluyfirvöld hafa alla tíð neitað vitneskju um að Mark Kennedy hafi starf-að á Kárahnjúkum og borið við þagnarskyldu. Í Bretlandi var skrifuð bók um Mark Kennedy og aðra lögreglunjósnara og í undirbúningi eru sjónvarpsþættir á BBC. | þká

Sendiherra skrifar VG

Danir að fara á taugum

Útvarpsstjóri segir of snemmt að segja til hvaða að-gerða verði gripið til að ná fram hagræðingu.

Mark Kennedy snjósnaði um umhverfis-sinna, meðal annars á Íslandi.

RÚV er að klára nýjan þjónustusamning við menntamálaráðuneytið í samræmi við lægri fjár-veitingar til stofnunar-innar en áður lá fyrir. Samningurinn tekur tillit til þess að skera þurfi niður um milli 200 til 300 milljónir króna í rekstr-inum á þessu ári, en hann er til fjögurra ára.

Magnús Geir Þórðarson útvarps-stjóri segist vonast til að samn-

ingurinn verði tilbúinn á næstu dögum. Í honum sé ekki að finna neina kú-vendingu á hlutverki stofn-unarinnar. Hann segir of snemmt að segja til hvaða aðgerða verði gripið til að ná fram hagræðingu. „Auðvit að helst þjónustan í hendur við það fé sem veitt er til rekstrarins, það

liggur í augum uppi, en við munum samt gera okkar besta,“ segir Magn-ús Geir við Fréttatímann. | þká

Mynd | Hari

Mannréttindi „Hryllilega ósanngjarnt að sýslumenn kalli ekki út túlka“

Sinna ekki upplýsingaskyldu

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Dreglar og mottur á frábæru verði!

Margar stærðir og gerðir

PVC mottur 50x80 cm1.59066x120 cm kr 2.890100x150 cm kr 5.590

Kletthálsi 7, Reykjavík

Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Breidd: 67 cmVerð pr. lengdarmeter 1.595

Breidd: 1 metriVerð pr. lengdarmeter 1.890

3mm gúmmídúkur fínrifflaður 1.990pr.lm.

Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm

2.190

á frábæru verði!

3mm gúmmídúkur fínrifflaður

1.990

Gúmmí takkamottur

61x81cm 3.590 81x100cm 5.99091x183cm 8.990

Page 5: 05 02 2016

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S SF

G 5

0278

06/

10 -

Ljó

smyn

dir:

Har

i

islenskt.is

VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐUHjónin Helgi og Hildur reka garðyrkjustöðina Gufuhlíð í Reykholti og

rækta þar agúrkur. Gufuhlíð er fjölskyldufyrirtæki. Áður höfðu foreldrar

Helga stundað garðyrkju á staðnum frá árinu 1965. Ræktunin í Gufuhlíð

er vistvæn, gúrkurnar eru ræktaðar í vikri og er lífrænum vörnum

beitt á plönturnar. Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni.

Page 6: 05 02 2016

6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 5. FEBRÚAR–7. FEBRÚAR 2016

Yngstu og elstu frekar á framfærslu sveitarfélaga

25–39 ára | +1%

18–24 ára | +33%

40–54 ára | -35%

55–64 ára | -26%

65 ára og eldri | +133%

Það er fleira ungt fólk á framfærslu sveitarfélaga á Íslandi en á Norðurlönd-unum en færri í öllum aldurshópum fram að ellilífeyrisaldrinum. Í þeim hópi eru mun fleiri á framfærslubótum á Íslandi en á Norðurlöndunum.

Fleiri ungir Íslendingar á bótum

30–39 ára | +104%

20–29 ára | +77%

40–49 ára | +9%

50–54 ára | -35%

55–59 ára | -21%

60–64 ára | -21%

Það eru áberandi fleiri á örorkubótum á Íslandi á þrítugs- og fertugsaldri en á Norðurlöndum. Það eru hins vegar mun færri öryrkjar á Íslandi í aldurshó-punum yfir fimmtugu.

Velferð Ungir Íslendingar eiga Norðurlandamet í bótum

Hrunið tók sinn toll af ungu kynslóðinniÍsland sker sig frá öðrum Norðurlöndum hvað varðar fjölda ungra öryrkja. Þá þig-gja mun fleiri á aldrinum 18 til 25 ára framfærslubætur en annars staðar.

Gunnar Smári [email protected]

Samkvæmt samanburðarskýrslu Nososko, norrænu tölfræðinefnd-arinnar, á velferðarkerfum Norður-landanna kemur fram að það eru hlutfallslega flestir öryrkjar á Ís-landi af öllum Norðurlöndunum. Samkvæmt skýrslunni þáðu rúm-lega 17.500 manns á aldrinum 18 til 64 ára örorkubætur á Íslandi eða um 8,6 prósent íbúanna í þessum ald-urshópum. Það er ívið hærra hlut-fall en í Noregi þar sem hlutfall ör-yrkja er um 85 prósent en nokkuð hærra en í Finnlandi (7,0 prósent), Danmörku (6,8 prósent) og í Svíþjóð (6,1 prósent).

Ef við miðum við meðaltal Nor-egs, Svíþjóðar og Danmerkur þá má segja að það séu um 3.070 fleiri ör-yrkjar á Íslandi en ef hlutfall þeirra væri það sama og meðaltal þessara landa.

Það er fyrst og fremst vegna fjölda ungra öryrkja sem Íslands sker sig frá hinum Norðurlöndum. Þannig eru 77 prósent fleiri öryrkjar á þrí-tugsaldri á Íslandi en að meðaltali á Norðurlöndunum þremur. Sam-kvæmt skýrslu nefndarinnar eru um 1825 öryrkjar á þrítugsaldri á Íslandi en væru 1030 ef þeir væru hlutfalls-lega jafn margir og á Norðurlönd-unum. Munurinn er um 795 manns.

Munurinn er enn meiri hjá fólki á fertugsaldri. Samkvæmt skýrslunni eru um 2900 manns á fertugsaldri á örorkubótum á Íslandi en væru að-eins 1425 ef hlutfallið væri það sama og á Norðurlöndunum. Munurinn er um 1475 manns eða um 104 prósent. Íslensku öryrkjarnir á fertugsaldri eru meira en tvöfalt fleiri en ef hlut-fallið væri hér það sama og meðal-tal Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar.

Það er lítill munur á fjölda öryrkja á Íslandi á fimmtugsaldri en að með-altali á Norðurlöndunum. Þeir eru

Ungu fólki á framfærslu fækkar jafnt og þétt„Þegar talað er um fjölda ungs fólks á fjárhagsaðstoð er mikilvægt að hafa í huga að hluti þeirra er að klára ólánshæft nám og þarf til þess stuðning, árið 2014 voru þetta um 400 ungmenni í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgar-fulltrúi. „Það er gleðilegt að sama ár var hlutfall notenda yngri en 25 ára 26 prósent og hefur þessi hópur ekki verið hlutfallslega minni það sem af er þessari öld.

Heiða Björk Hilmisdóttir segir að í kjölfar krepp-unnar árið 2008 hafi fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð aukist gríðarlega. Frá árinu 2014 hafi þeim verið að fækka aftur. „Einstak-lingum á fjárhagsaðstoð fækkaði nokkuð, en árið 2015 fækkaði þeim hratt.“

Á tímabilinu janúar til nóvember á síðasta ári fækkaði fólki sem fékk fjárhagsaðstoð til framfærslu um 11 prósent ef miðað er við sama tímabil árið 2014, eða um 340 einstaklinga.

Reykjavíkurborg ráðstafaði um 150 milljónum minna í fjárhagsað-stoð á síðasta ári en gert var ráð fyrir og gerir ráð fyrir að ná enn meiri árangri í ár eða lækkun um 200 milljónir sem jafngildir þeirri kröfu sem þarf að spara vegna hagræðingar hjá borginni. | þká

ívið fleiri á Íslandi eða 320 fleiri en ef hlutfallið væri það sama.

Í eldri aldursflokkunum er hlut-fall öryrkja á Íslandi hins vegar mun lægra en á Norðurlöndum og munar þar 21 til 36 prósent. Það er því fyrst og fremst vegna þess hversu miklu fleiri ungir og yngri miðaldra öryrkjar eru á Íslandi sem heildarfjöldi þeirra er meiri en á Norðurlöndunum.

Þegar skoðað er hvernig fólk á framfærslu sveitarfélaga skiptist

milli aldurshópa kemur svipuð til-hneiging fram. Það er fleira fólk á aldrinum 18 til 24 ára á framfærslu-bótum á Íslandi en að meðaltali á Norðurlöndunum þremur, viðlíka margir milli 25 ára og fertugs en hins vegar færri milli fertugs og elli-lífeyrisaldurs. Mun fleira fólk á líf-eyrisaldri þarf hins vegar að sækja framfærslu sína til sveitarfélaganna á Íslandi en á Norðurlöndum; vel yfir tvöfalt fleiri.

ROMA svefnsófiLjósgrátt, dökkgrátt, ljósbrúnt og rautt áklæði.

Br: 200 D: 100 H: 50 cm. Svefnpláss: 120x200 cm.

Fullt verð: 99.900 kr.

Aðeins 79.920 kr.

20%AFSLÁTTUR

Afgreiðslutími Rvk.Mán. til fös. kl. 10–18Laugardaga kl. 11–16Sunnudaga kl. 13–17www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, AkureyriSkeiði 1, Ísafjörður

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ

Komdu í Dorma

ÚTSALANlokahelgin

ALLT AÐ

60%AFSLÁTTUR

NATURE’S COMFORTheilsurúm

Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni.Stærð: 180x200 cm.

Fullt verð: 164.900 kr.

25%AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Aðeins 123.675 kr.

OPIÐalla helgina

Heiða Björg Hilmisdóttir

Reykjavík 1400 aldraðir búa við fátækt – 43 þiggja aðstoð

„Klárlega fátæktargildra“

Þetta er klárlega fátæktargildra, segir

Heiða Björk Hilmisdóttir.

Eldri borgurum sem þurfa fjárhagsaðstoð frá Reykjavík-urborg hefur fjölgað mikið á síðustu árum.

43 eldri borgarar þiggja framfærslu-bætur hjá borginni, þar af 18 erlendir ríkisborgarar. Heiða Björk Hilmis-dóttir borgarfulltrúi segir að stór hluti þeirra sem þarf á slíkri aðstoð að halda sé fólk sem hefur komið hingað erlendis frá til að vinna en á mjög lítil eða engin lífeyrisréttindi hér á landi.

„Þetta er klárlega fátæktar-gildra,“ segir Heiða Björk og bend-

ir á að upphæðin sem það fær sé minni en greiðslur úr lífeyrissjóð-um eru að jafnaði. „Við viljum ekki hafa að gömlu fátæku fólki fari fjölg-andi. Við höfum áhyggjur af velferð þess.“

Alls eru 1400 aldraðir fátækir í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði Reykjavíkur, þannig að það er ekki nema brot af því fólki sem lifir við fátækt sem þiggur að-stoð.

Heiða Björk segir þó að gera megi ráð fyrir að þetta sé sennilega allra fátækasti hópurinn. | þká

Mynd | Rut

Vítamínunum bætt í eftir áLýsi frá Lýsi hf. er hitað upp í hreinsun sem brýtur niður D og A vítamín. Bætiefnum er þá komið fyrir eftir vinnsluna. Fjöldi rannsókna hefur bent til þess að vítamín, sem eru tekin úr sínu náttúrulega samhengi og eru viðbætt, hafi lítil áhrif á heils-una. Adolf Ólason, framkvæmdastjóri neytenda-stofu Lýsis, segir þeirra framleiðsluaðferðir ekkert leyndarmál. „Til þess að lýsi sé hæft til manneldis þarf að hreinsa það, annars er það eitrað. Enginn getur hreinsað lýsi án þess að missa vítamínin.“

Áður fyrr var þorsklifur látin gerjast í tunn-um og sjó ausið yfir. Með tímanum gerjaðist olían, skildist frá vatninu og flaut lýsi efst í tunnunni. | sgk

Page 7: 05 02 2016

FYRIR HUGSANDI FÓLK

Mitsubishi Outlander er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu til�nninguna sem svo er�tt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞARTIL ÞÚ PRÓFAR

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER

Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladri�nn frá:

5.390.000 kr.

Mitsubishi Outlander er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu til�nninguna sem svo er�tt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar.

TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞARTIL ÞÚ PRÓFAR

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER

Mitsubishi Outlander

TIL ÞÚ PRÓFARTIL ÞÚ PRÓFARTIL ÞÚ PRÓFAR

Page 8: 05 02 2016

Punkturinn settur aftan við langa og litríka sögu.

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Herkastalinn verður lúxushótel í miðbænum. Hann hefur verið seldur hæstbjóðanda fyrir 690 milljónir og Hjálpræðisherinn flyt-ur þaðan með haustinu. Þar með lýkur hundrað ára sögu kastalans í núverandi hlutverki sínu, húss sem hefur verið einn litríkasti þáttur í miðbæjarlífi Reykjavíkur, en starf hans á þessum bletti er enn eldra, eða frá því á 19. öld.

Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin. Þessi vísdómsorð úr orðskviðunum eru letruð í samkomusal Hjálpræðis-hersins, þar sem meðal annars er núna rekið súpueldhús í hádeginu fyrir utangarðsfólk og einstæðinga. Ég og Rut ljósmyndari lítum við í hádeginu á mánudag og fengum heita súpu, brauð og kaffi hjá Rúnu og Jóa kokki ásamt fastagestum staðarins. Eigendur Kastalans ehf, sem hefur fest kaup á húsinu, hafa lýst því yfir að þeir vilji halda ein-hverju af yfirbragði herkastalans í innréttingum hótelsins en ekkert liggur fyrir um það.

Hjálpræðisherinn hefur veitt margvíslegt hjálpræði fyrir þá sem minnst mega sín í borginni gegnum alla sína sögu. Saga utangarðsfólks, ofdrykkjumanna og smælingja er samofin sögu kastalans. Þar hafa gengið um sali Jón Kristófer sem varð kadett í hernum, eins og Steinn Steinarr orti, og Pétur Hoffmann, glímukappi, safnari, varðmaður gullstrandarinnar, Gussi dvergur, Vestmannaeyja-Anna og Arnþór Jakobsson sem var ötull mótmæl-andi og þekktur fyrir að standa uppi á kassa og halda þrumandi ræður í miðbænum, jafnvel þótt engir áheyrendur væru til staðar.

Syndarar velkomnirSaga herkastalans hófst fyrir aldamótin 1900 þegar Hjálpræðis-herinn festi kaup á Hótel Reykjavík, sem þá var helsti skemmtistaður Reykvíkinga. „Þá var sagt að her-inn hefði náð að hertaka eitt helsta vígi djöfulsins, enda var hótelið þekkt fyrir gleðskap og fyllirí,“ segir Hákon Óskarsson sem ólst upp í herkastalanum, enda fæddur inn í helstu hjálpræðisherfjölskyldu landsins, sonur Óskars Jónssonar og Ingibjargar Einarsdóttur.

Hermenn Drottins úthýstu synd-inni með öllu en buðu syndarana velkomna sem fæstir áttu í önnur hús að venda. Frá upphafi var rekið gistiheimili í kastalanum og fyrir-rennara hans. „Þarna var alla tíð mikið af sjómönnum,“ segir Hákon Óskarsson. „Þá kom hingað mikið af hermönnum á stríðsárunum sem tengdust hjálpræðishernum í heimalöndum sínum, þarna voru auðvitað meðlimir Hjálpræðishers-ins á Íslandi og félagar frá Noregi og Færeyjum. Þá sóttu þangað drykkjumenn og heimilisleysingjar og konur sem voru að flýja ofbeldis-fulla eiginmenn, með börnin, enda var ekkert Kvennaathvarf komið til sögunnar,“ segir Hákon, Þá var um hríð rekin vöggustofa í kastalanum, þar dvöldu börn sem mæðurnar gátu ekki alið önn fyrir, mörg þeirra áttu bandaríska eða breska hermenn að feðrum en herinn sá um að koma þessum börnum í varanlegt fóstur eða gefa þau til ættleiðingar.

Samvistum við hermenn guðs, smælingja og róna„Það var auðvitað skrítið fyrir börn að alast upp innan um allt þetta fólk, hermenn, drykkjumenn, sinnisveika, konur sem voru að flýja ofbeldisfulla eiginmenn, munaðarleysingja og að ógleymd-um færeysku sjómönnunum.

Jón Kristófer, Pétur Hoffmann, Gussi dvergur og Vestmannaeyja-Anna voru fastagestir á hernum

Herkastalinn verður glæsihótel

Hákon Óskarsson lærði að leika á lúður í hernum en

hafði ekki handleikið slíkt hljóðfæri í hálfa öld.

Grímur Hjartarson„Ég bý nú bara á götunni núna,“ segir Grímur Hjartar-son. „Ég hef verið meira og minna á götunni frá því ég var sjö ára en þá dó mamma mín úr krabbameini. Ég fór til ömmu minnar en hún var of gömul og veik til að hugsa almennilega um mig. Ég flakkaði bara um og ól mig upp sjálfur með rónum og útigangsmönnum.“ En hvernig er að ganga úti í frostinu? „Það er hrikalegt helvíti, hryllingur alveg hreint,“ segir Grímur. „Það er bara gistiskýlið og það er ekkert líf að vera þar. Þar er öllum blandað saman, þeim sem drekka, eru í eiturlyfjum og þeim sem eru kolbrjálaðir. Og svo á fólk bara að ganga úti í frostinu allan liðlangan daginn, þangað til öllum er loksins hleypt inn að sofa.“

Rannveig Óskarsdóttir fædd-ist í þessu herbergi árið 1942

en það er nú hluti af gisti-heimili hersins.

8 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Nýjar túNikur og skyrtur 20% afsl.

skyrta verð 5000 m/afsl.

túnika verð 7990 m/afsl.

túnika verð 9990 m/afsl.

túnika verð 7990 m/afsl.

Page 9: 05 02 2016

www.peugeot.is

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á

facebook.com/PeugeotIceland

PEUGEOT 308

kostar frá kr. 3.190.000

PEUGEOT 308

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUMCO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km*

Þó Peugeot 308 hafi hlotið fjölda verðlauna út um allan heim þá eru það ekki bara verðlaunin sem skera hann frá samkeppninni.Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, gott rými fyrir bæði farþega og farangur, eyðslugrannar og endingargóðar vélar*, hvort sem er dísil eða bensín, með eldsneytiseyðslu frá 3,1L/100km og CO2 útblástur frá 82g/km, þá eru þetta eiginleikar sem einfaldlega er erfitt og nær ómögulegt að keppa við. Komdu og prófaðu Peugeot 308, bíl sem á sér ekki jafningja.

*Eng

ine

of th

e Ye

ar A

war

ds 2

016

PEUGEOT 308

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUMCO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km*

PEUGEOT 308

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUMCO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km*

NÚ FÁANLEGUR MEÐ

5 ÁRAÁBYRGÐ

*

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Page 10: 05 02 2016

mömmu í litlu foringjaíbúðina en þar var oft þröngt setið,“ segir Rannveig Óskarsdóttir en hún fæddist í herkastalanum árið 1944 og bjó þar í tvö ár, áður en fjölskyld-an fluttist til Ísafjarðar og bjó þar á Hjálpræðishernum. „Mér finnst eins og ég muni eftir því að hafa vaknað í íbúðinni, heyrt sönginn niðri og farið niður stigana á hvíta náttkjólnum, með ljóst hárið eins og geislabaug um höfuðið. Kannski hefur mér bara verið sagt það, en það vakti allavega mikla athygli þegar tveggja ára barn kom labb-andi inn á samkomuna.“

Í fullum skrúða á foreldrafundiRannveig átti síðar eftir að búa önnur tvö tímabil í kastalanum sem barn og unglingur. Hún segir að þetta hafi óneitanlega verið dálítið öðruvísi líf og bæði einangrunin og flökkulífið sem fylgdi hermennsku foreldranna gerði það að verkum að þau eignuðust ekki marga vini. „Ég kveið alltaf fyrir foreldrafundum í Miðbæjarskólanum, þá mættu pabbi og mamma í hermannabúningi. Mér var yfirleitt strítt svolítið á eftir. Það var öðruvísi þegar við vorum í fullum skrúða að syngja úti á götu. Þá var maður hluti af hópnum. Mér fannst ég berskjaldaðri í skólanum. En það var gaman að alast upp í kastalanum og ansi líflegt. Hingað komu lúðrasveitir frá Færeyjum og ungir hermenn frá Noregi.“

Æ, góða Rannveig, þú varst bara skotin í þeim,“ segir bróðir hennar glottandi og hún stjakar við honum í sófanum.

„Stór hluti starfsins í Hjálpræðis-hernum fólst í boðun á samkomum og á götum úti. Annar mikilvægur hluti var að fara í húsvitjanir til þeirra sem minna máttu sín og heimsækja þá sem lágu á spítala og áttu engan að. Við kynntumst því snemma annarri hlið á Reykjavík en venjulegir borgarbúar þekktu, fólki sem var útskúfað, sem venju-legir borgarbúar vildu hvorki heyra né sjá.“

Jólahaldið í kastalanumFlestir hafa heyrt eða lesið um jóla-haldið í herkastalanum. Á aðfanga-dag hefur öllum sem vilja verið boðið í jólamat og hátíðardagskrá. Þar hafa fátækir, heimilislausir, einstæðingar, erlendir sjómenn og hermenn haldið saman jól frá upp-

Steinar Stefánsson „Ég held að útigangsmenn og heimilislausir séu ekkert að fara að labba í sjónum í tvo tíma til að borða súpu uppi í Mjódd,“ segir Steinar Stefáns-son. Honum lýst bölvanlega á það að Hjálpræðisherinn sé að flytja úr kastalanum. „Það hefur verið gott að geta komið hingað en ég á ekkert strætó-kort til að fara upp í Breið-holt,“ segir Steinar. Hann segir erfitt og kalt að vera heimilis-laus, sem betur fer hafi hann herbergi núna. Hann hafi um tíma leigt sér fjögurra fermetra gluggalausa geymslu til að sleppa við gistiskýlið. Þar er ömurlegt að vera. Það er öllu stolið. Þeir tóku meira að segja nærbuxurnar mínar.“

Gabríel Tindur Kristinsson„Ég mun sakna herkastalans mikið,“ segir Gabríel Tindur. „Ég bý á Skúlagötunni en kem hingað yfirleitt til að heyra bæn á daginn og fæ að hlýja mér yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ég ber mikla virðingu fyrir her-mönnum Hjálræðishersins og samherjunum. Mér finnst mjög vont að herinn sé að fara úr kastalanum. En allt er breyting-um undirorpið, því miður.“

Jón Kristófer kadett í hernumJón Kristófer, kadett í Hernum! í kvöld verður samkoma háð, og Lautenant Valgerður vitnar um veginn að Drottins náð.

Og svo verður sungið og spilað á sítar og mandólín tvö. Ó, komdu og höndlaðu Herrann, það hefst klukkan rúmlega sjö.

Úr ljóðinu „Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn stóð herinn á bryggjunni og

söng“ eftir Stein Steinarr.

frekara starfi. „Þegar ég var sautján ára fluttu foreldrar mínir úr kastal-anum. Þau fóru til Bergen í Noregi en ég fór hinsvegar að leigja her-bergi úti í bæ. Þá slitnaði upp úr tengslum hans við herinn, hann lauk menntaskólanámi og lagði fyr-ir sig líffræði í háskólanum. Rann-veig var hinsvegar í fyrsta hópnum sem útskrifaðist sem sjúkraliði.

Gistihús á dýrasta staðÞað var norski hjálpræðisherinn sem hafði frumkvæði að því að láta selja herkastalann. Ljóst var, að mati Norðmanna, að gistihús á dýrasta stað í Reykjavík væri ekki brýnasta viðfangsefni hersins, auk þess sem við blöstu viðgerðir á húsinu fyrir um 300 milljónir króna. Norðmenn hafa látið mikið af hendi rakna til hjálparstarfs á Ís-landi í gegnum tíðina, til að mynda var dagsetrið fyrir utangarðsmenn á Granda rekið fyrir peninga frá Noregi, þar til borgin tók að sér að greiða gjald fyrir reksturinn, skömmu áður en herinn missti hús-næði sitt og dagsetrinu var lokað.

Þau segja að það sé sjónarsviptir að herkastalanum úr miðbænum að mörgu leyti. „Það er svolítið sárt, að þessu hluti sögunnar sé að fara,“ segir Rannveig. Hákon segir að frá sjónarmiði Hjálpræðishers-ins sé þetta þó hárrétt ákvörðun. „Herinn þarf að vera miðsvæðis í borginni eins og hún lítur úr núna, þar sem flestir geta komist án mikillar fyrirhafnar og fengið bílastæði, „Svona gríðarlega miklir peningar nýtast betur í annað starf, en hús sem er bæði gamalt og óhentugt og á dýrasta stað í borg-inni, ef maður horfir til inntaks Hjálpræðishersins. En auðvitað er eftirsjá að herkastalanumm með þessa miklu sögu.“

Jói kokkur í Kastalanum.

Hér í samkomusal herkastal-ans er í dag rekið súpueldhús.

Ég lærði færeysku með móður-mjólkinni,“ segir Hákon hlæjandi og bætir við að hann líti á þetta sem mikilvæg forréttindi. „Margir héldu að þetta væri stöðugt áreiti og vont fyrir börn að vera samvistum við smælingja og róna en það var alls ekki þannig. Þeir voru yfirleitt mjög góðir við okkur börnin.“

Hákon segir að það hafi þó stundum verið ansi líflegt í kringum gistiheimilið. „Eina nóttina vaknaði ég upp við gríðarlegan hávaða og fór fram til að vita hverju sætti. Þá var pabbi þar í slagsmálum við dauðadrukkinn sjómann sem var með læti. Þetta kom nú stundum fyrir og pabbi nefbrotnaði tvisvar eða þrisvar. Um tíma var nefið alveg úti á kinn en svo náði það sér á strik aftur.“

Á samkomur hersins mætti stór og fjölbreytilegur hópur fólks en þær þóttu líflegar og mikið sungið og spilað. „Eftir samkomur var öllum boðið í kaffi til pabba og

hafi vega. Eftir það taka við jóla-samkomur hersins sem standa nær óslitið fram á þrettándann, þar má nefna jólaball Færeyinga, jólaball öldunga og jólaskemmtun Heim-ilissambandsins sem er kvenfélag hersins. Rannveig segir að þau hafi alltaf tekið þátt í sameiginlegu jóla-haldi hersins, á aðfangadagskvöld hafi fjölskyldan þó átt saman stund eftir klukkan tíu í foringjaíbúðinni, þegar aðrir gestir voru farnir.

Bæði systkinin lærðu að leika á lúður en Rannveig spilar auk þess á gítar. Rannveig hefur verið búsett fyrir norðan áratugum saman og alla tíð haldið tryggð við Hjálpræð-isherinn eins og öll hin systkinin, meðal annars Miriam Óskarsson sem er landsmönnum að góðu kunn fyrir tónlist. Hákon var vígð-ur til hermanns þegar hann var fimmtán ára, en hann sagði hins-vegar skilið við herinn og hefur varla komið í herkastalann í 50 ár. Hann segist ekki hafa haft áhuga á

Hjálpræðisherinn rak vöggustofu fyrir börn sem mæðurnar gátu ekki alið önn fyrir á ár-

unum 1941 og 1942. Feðurnir voru oftar en ekki bandarískir hermenn en Hjálpræðisherinn hafði milligöngu um varanlegt fóstur eða ættleiðingar.

JEPPADEKKJEPPADEKKJEPPADEKKJEPPADEKKJEPPADEKKJEPPADEKKfyrir íslenskar aðstæður

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is

10 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 11: 05 02 2016

Y�r 160 fyrirtæki í iðnaði lýsa sig reiðubúin til að taka nema á samning.Kynntu þér málið á si.is/sattmali.

Aðalmúr - GK snyrtistofa - Alcoa Fjarðarál - Ale�i byggingaverktakar - Alexander Arnarson - Allraverk - Almarsbakarí - Á. Guðmundsson - Árvirkinn - Benni pípari - Bergraf - Bergsmíði - Bergur Ingi Arnarson - Aðalvík - Björns bakarí - Blikksmiðja Guðmundar - Blikksmíði - Byggingarfélagið Hyrna - Bústólpi - Bær Byggingafélag - Carbon Recycling International - Comfort snyrtistofa - Dekur snyrtistofa - Doddi málari - Elektro CO - Elektrus - Elkem - Eltech - Enorma - Esja Gæðafæði - Fagsmíði - Fjarðarmót - Fjarðarsmíði - Flötur - Frostmark - G. Skúlason Vélaverkstæði - G.M. Einarsson - Ga�arar - Garðvík - Geosilica Iceland - Glugga og hurðasmiðja SB - Greiðan hárgreiðslustofa - GT Tækni - Guðni Guðjónsson - Viðvík - Gyðjan snyrtistofa - H. Árnason - H-3 - Hagmálun - Hampiðjan - Harald og Sigurður - Hársnyrtistofan Medulla - Hástígur - Heilbrigð hús - Héðinn - Húsbygging - ÍAV - Ísaga - Íslenska kalkþörungafélagið - Ísloft Blikk & Stálsmiðja - Ístak - Jáverk - Jón Svavar V Hinriksson - JS-hús - Járnsmiðja Óðins - JSÓ - JVB-Pípulagnir - Ka�tár - Katla - Kjarnafæði - Kjörís - K-TAK - Lagnaþjónusta Suðurnesja - Launa� - LEE Rafverktakar - Lipurtá - Litaland - Litalausnir - Litamálun - Litbrigði - Límtré Vírnet - Ljósgja�nn - Ljósmyndir Rutar - Ljósvakinn - Lóðalausnir - LNS Saga - Marel - Málaraverktakar - Málco - Málmsteypan Hella - Meitill - Miðás - Miðstöð - Mótx - Múr- og terrazzolagnir - Múrdeildin - Múrlína - N.Hansen - Nesraf - Norðlenska - Norðurál - Oddi - Okkar bakarí - Olíudrei�ng - Pípulagnir Samúels og Kára - Prentmet - Prentsmiðjan Eyrún - Rafal - Rafeyri - Rafholt - Ra�ax - Rafmagnsverkstæði Andrésar - Rafmagnsverk-stæði Jens og Róberts - Rafmenn - Rafmiðlun - Rafmúli - Rafstöð Djúpavogs - Raftaug - Raftækjasalan - Rafver - Rafverkstæði IB - Rafvirki - Rafþekking - Rafþjónustan - Rásin - Reynir bakari - Rosamosi - RST Net - Saga�lm - SAH Afurðir - Samey - Saumsprettan - SI ra�agnir - Sigurgeir Svavarsson - Síld og �skur - Skipasmíðastöð-Njarðvíkur - Skipavík - Sláturfélag Suðurlands - Snyrtimiðstöðin - Snyrtistofa Ágústa - Snyrtistofan Alda - Snyrtistofan Dimmalimm - Snyrtistofan Helena fagra - Sólóhúsgögn - SS Byggir - Stálsmiðjan - Framtak - Stelkur ehf - Stjörnu Oddi - Stjörnumálun - Straumvirki - Svansprent - Tannsmiðjan Króna - Teknís - Tengill - Tímadjásn - Trésmiðjan Akur - Trésmiðjan Rein - Tréverk - Vélsmiðja Ólafs R.Guðjónssonar - Vélsmiðja Suðurlands - Vélsmiðja Steindórs - Vélvík - Viðmið - Víkurfréttir - Þingvangur - Ölur trésmiðja - Örtækni

Page 12: 05 02 2016

Íslensku lífeyrissjóðunum hefur verið líkt við erlenda ríkisfjárfest-ingasjóði, ekki síst norska eftir-launasjóðinn sem hefur byggst upp af auðlindagjaldi á olíu. Það sama má segja við um flesta sjóð-ina. Þess utan eru fjármálamið-stöðvar í örríkjum með ofvaxið banka- og fjármálakerfi sem safna sjóðum sem ætlað er að vega upp niðursveiflur í framtíðinni. Á graf-inu sést stærð íslensku lífeyrissjóð-anna sem hlutfall af stærstu fjár-festingasjóðunum, annars vegar heildareign og hins vegar sá hluti eignarinnar sem fjárfest er fyrir erlendis. Þótt Ísland sé auðlinda-land byggir sjóður Íslendinga ekki á auðlindagjaldi heldur á skatt-lagningu launatekna almennings.

Íslensku lífeyrissjóðirnir eru vaxnir samfélaginu yfir höfuð. Iðgjöld þeirra valda gríðarlegu álagi á skattheimtu. Þörf þeirra fyrir að koma eignum sínum í ávöxtun erlendis veldur miklum þrýstingi á krónuna. Ávöxtunarkrafa á gríðarlegar eignir er meiri en lítið hagkerfi getur staðið undir.

Gunnar Smári [email protected]

Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða voru um 3270 milljarðar króna í árslok 2015. Þetta er svo há upphæð að fólk ætti að hafa áhyggjur ef það skilur hana.

Ef við ímyndum okkur blokk sem hefur fjórar 25 milljón króna íbúðir á hverri hæð þá myndi blokk sem héldi utan um alla eign lífeyris-sjóðanna ná rúma 88 kílómetra upp í loftið. Blokkin sú myndi fara í gegnum veðrahvolfið, kljúfa mið-hvolfið, fara í gegnum ósonlagið og ná langt upp í heiðhvolfið, rétt undir norðurljósunum.

Svo miklar eru eignir lífeyris-sjóðanna.

Sogað orku úr samfélaginuAuðvitað er lítið vit í að reyna að skilja eignir lífeyrissjóðanna með svona kúnstum. Eðlilegra er að miða þær við hagkerfið sem bjó þá til og þarf að fóstra þá og næra.

Íslenska hagkerfið er um 2050 milljarðar króna að stærð. Það eru þau verðmæti sem renna í gegnum það á einu ári. Eignir lífeyrissjóð-anna jafngilda því einni landsfram-leiðslu og 60 prósentum til viðbótar.

Allt væri þetta gleðilegt ef ekki væri fyrir það að lífeyrissjóðirnir þurfa að ávaxta eign sína á hverju ári um 3,5 prósent umfram verð-bólgu til að standa við loforð sín um elli- og örorkulífeyri í framtíðinni. 3,5 prósent ávöxtun á 3270 milljarða króna eignir krefst þess að um 114,5 milljarðar króna séu dregnar upp úr hagkerfinu.

Það eru um 5,6 prósent af lands-framleiðslu. Og það er langt umfram eðlilegar væntingar um hagvöxt. Frá stríðslokum hefur árlegur hag-vöxtur á Íslandi að meðaltali verið nálægt 3,7 prósentum. Þörf lífeyris-sjóðanna fyrir ávöxtun er mun meiri en það. Ef íslenska hagkerfið ætti að standa undir ávöxtunarþörf sjóð-anna myndu þeir hægt og bítandi sjúga alla orku úr samfélaginu.

Útstreymið myndi fella krónunaTil að mæta þörf sjóðanna fyrir ávöxtun er af þessum sökum gert ráð fyrir að sjóðirnir ávaxti sitt pund erlendis. Í dag eiga sjóðirnir um 726 milljarða króna í erlendum eignum. Eftir sitja í landinu 2375 milljarðar króna. Til að fóðra þá með 3,5 pró-sent ávöxtun þyrfti íslenska hag-kerfið að skaffa um 83,1 milljarða króna árlega. Það er um 4 prósent af landsframleiðslu og nokkuð meira en meðalhagvöxtur frá stríðslokum. Og mun meira en meðalhagvöxtur á þessari öld, sem hefur aðeins verið um 2,6 prósent.

Það er því brýnt og aðkallandi markmið að losa eignir lífeyrissjóð-anna úr landi. Ekki dugar að senda úr landi það sem lífeyrissjóðirnir innheimta á hverju ári umfram það sem þeir greiða í lífeyri heldur þyrfti að minnka innlendar eignir sjóð-anna umtalsvert, koma þeim helst undir 1000 milljarða; bæði til að draga úr áhættu sjóðanna og til að minnka áhrif þeirra á íslenskt efna-hags- og atvinnulíf.

Ef þjóðin setti sér markmið um að koma innlendum eigum sjóðanna undir 1000 milljarða á 15 árum

Hugmyndin að baki lífeyrissjóðunum er að almenn-ingur leggi fyrir til að geta lifað góðu lífi á efri árum. Stærð sjóðanna veldur hins vegar miklu álagi á sam-

félagið og girðir í raun fyrir að þjóðin geti búið við viðlíka velferð og nágrannaþjóðirnar.

þyrftum við að flytja úr landi um 125 milljarða króna af eignum þeirra til viðbótar við þá um 43 milljarða króna sem sjóðirnir innheimta á ári umfram það sem þeir greiða út í líf-eyri.

Samtals væri þetta um 168 millj-arðar króna á hverju ári í 15 ár. Sú fjárhæð er um 35 prósent hærri en afgangurinn af vöru- og þjónustuvið-skiptum 2014. Sem var mjög fínt ár að þessu leyti.

Það er því augljóst að þessum fjár-munum verður ekki komið úr landi nema að fella krónuna duglega og

bæta þar með greiðslujöfnuðinn við útlönd. Auðvitað mætti sjá fyrir sér að á móti útstreymi lífeyrissjóðanna kæmi erlend fjárfesting en reynsla okkar segir að hún sé tiltölulega lítil og til að laða hana til landsins hafa stjórnvöld lofað skattfrelsi og alls-kyns fríðindum. Það er því næstum hrollvekjandi að hugsa til þess ef þau reyndu að laða hingað 168 millj-arða króna árlega í 15 ár.

Innlend eign lífeyrissjóðanna sem vill komast út hefur þannig sömu áhrif og snjóhengjan svokall-aða, innlend eign þrotabúa föllnu

bankanna sem kröfuhafa vildu flytja út. Sjóðirnir hafa verið eins og aðrir lokaðir innan gjaldeyrishafta frá Hruni. Í fyrra veittu stjórnvöld þeim undanþága upp á 10 milljarða króna árlega. Það sjá allir að það breytir í raun engu í ógnarstórri heildar-myndinni.

Mikil skattheimta, minni velferðÞað má sjá fyrirferð lífeyrissjóðanna birtast víðar í samfélaginu. Í dag eru iðgjöld í sjóðina 12 prósent af launum. 4 prósent eru dregin frá launum en 8 prósent eru skilgreind sem framlag launagreiðenda. Ástæð-an fyrir þessu tvennskonar bókhaldi er líkast til sú að fyrirtækjaeigendur vilja fá sæti í stjórn sjóðanna í krafti framlags sem er eyrnamerkt þeim.

Þar sem elli- og örorkulífeyrir tilheyrir víðast opinberu skatt- og velferðarkerfi er eðlilegt að meta skylduaðild að lífeyrissjóðum á Ís-landi sem hluta af þessum kerfum. Tekjuskattur og útsvar af 250 þúsund króna mánaðarlaunum er því ekki 16,7 prósent eins og halda mætti heldur 26,5 prósent þegar líf-eyrisiðgjöldin eru tekin með. Tekju-skattur og útsvar af 500 þúsund króna mánaðarlaunum eru ekki 28,0 prósent heldur 37,1 prósent. Og hæsta skattþrepið á tekjur eftir 704 þúsund krónur er ekki 46,3 prósent samanlagður tekjuskattur og útsvar heldur 58,3 prósent þegar iðgjöldin eru tekin með.

Það er hærri jaðarskattur en tíðk-ast í velferðarkerfum Norðurlanda. Þar er hár skattur notaður til standa undir öflugu velferðarkerfi. En þar sem góður hluti iðgjalda lífeyrissjóð-anna er tekinn út úr íslenska kerfinu og geymdur til síðari tíma; má segja að Íslendingar búi við skattheimtu norræns velferðarkerfis en njóti hins vegar ekki ávaxta þess.

Í Fréttatímanum í síðustu viku kom fram að munurinn á félagslegri aðstoð á Norðurlöndunum og hér-lendis jafngildi um 100 milljörðum króna. Næstum helming þeirra upp-hæðar má rekja til áhrifa lífeyris-sjóðakerfisins á skatta og velferð.

Enn á að auka vandannÞrátt fyrir þessa fyrirferð lífeyris-sjóðakerfisins í íslensku hagkerfi og samfélagi sömdu samtök atvinnu-rekenda og Alþýðusamband Íslands um að hækka enn iðgjöld í lífeyris-sjóðina í nýafstöðnum samningum sem kallaðir hafa verið SELEK (Sam-starfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga). Á næstu árum munu lögbundnu ið-

gjöldin hækka úr 12 prósentum í 15,5 prósent. Þeir sem kjósa að borga 6 prósent af launum sínum í séreigna-þjóð munu því borga sem nemur 21,5 prósent af launum sínum til líf-eyrissjóðanna.

Meginröksemd fyrir hækkun ið-gjaldanna var að verið væri að jafna réttindi fólks á almennum vinnu-markaði og opinberra starfsmanna. Jöfnun þess óréttlætis mun hins veg-ar valda gríðarlegu álagi á hagkerfið, á efnahagslífið, velferðarkerfið og fjármál einstaklinga.

Þessi 3,5 prósentustigshækkun mun hækka raunskatta (tekjuskatt, útsvar og lögbundin iðgjöld í líf-eyrissjóði). Skattbyrði af 250 þúsund króna mánaðarlaunum mun hækka í 28,8 prósent og í 39,1 prósent af 500 þúsund króna mánaðarlaunum. Jaðarskattur af launum yfir 495 þúsund krónum á mánuði verður 55,3 prósent og 61,8 prósent yfir 704 þúsund krónum á mánuði.

Soga allt inn í sigHækkun lögbundinna iðgjalda mun færa árleg iðgjöld upp í um 205 milljarða króna á núvirði. Það eru 10 prósent af landsframleiðslu. Að frádregnum lífeyrisgreiðslum munu tæplega 100 milljarðar króna renna frá launafólki til sjóðanna án þess að nýtast til velferðar fyrr en löngu, löngu seinna.

Þar með mun þörfin á útstreymi fjár til útlanda aukast til muna. Ef við göngum aftur út frá 15 ára áætlun um að minnka innlendar eignir sjóðanna niður fyrir 1000 milljarða þyrfti árlega að flytja út um 210 milljarða króna í heil fimm-tán ár. Auðvitað má gæla við að það sé hægt. En til þess þyrfti gengi krónunnar að húrrast niður með til-heyrandi hækkun innflutnings og kjaraskerðingu fyrir launafólk. Það er hæpið að aukning ferðamanna, efling útflutnings eða innstreymi er-lendra fjárfestinga muni ná að vega upp þörf lífeyrissjóðanna fyrir út-streymi fjármagns.

Ef við reiknum með að sjóðirnir fjárfesti aðeins fyrir 10 milljarða króna árlega erlendis mun inn-lend eign þeirra tútna enn frekur út vegna hækkunar iðgjalda. Reikna má með að innlend eign sjóðanna verði orðin meira en tvöföld lands-framleiðsla eftir um níu ár og þörf þeirra fyrir ávöxtun meira en þre-faldur hagvöxtur liðinna ára.

Lífeyrissjóðirnir eru tröllauknir í íslensku samfélagi í dag en eftir ákvörðun SALEK-hópsins verða þeir tröllaukið skrímsli.

Öllum gullkistum ræntEitt sem mannkynssagan kennir okkur er að allir gullkistur eru á endanum rændar. Lífeyrissjóðirnir íslensku eru ekki nema um 55 ára í núverandi mynd. Úr stuttri sögu þeirra þekkjum við dæmi um hvernig þeir voru rændir.

Á tímabili neikvæðra vaxta á áttunda áratugnum rann fé út úr sjóð-unum til fyrirtækja annars vegar og til húskaupenda hins vegar. Sjóð-irnir uxu ekkert á áttunda áratugnum. Iðgjöld af dagvinnulaunum svo til allra launþega runnu með öðrum orðum inn í sjóðina og svo út aftur sem einskonar niðurgreiðsla til þeirra sem tóku helst lán í sam-félaginu. Á núvirði nemur þetta rán hundruðum milljarða. Ef miðað er við launatekjur í dag er umfangið sambærilegt við um 500 til 600 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Sjóðirnir sjálfir mátu tap sitt við Hrunið eftir fjárfestingar á bóluár-unum upp á 479 milljarða króna sem eru tæplega 600 milljarðar króna á núvirði. Í skýrslunni kom fram að stjórnendur sjóðanna töldu sig fórnarlömb aðstæðna en að stjórnir sumra sjóða hafi verið óþægi-lega leiðitamar.

Eftir því sem lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum hækka hefur dregið úr framlögum úr almannatryggingakerfinu auk þess sem þjónustugjöld hafa verið lögð á aldraða. Það er kannski ofmælt að kalla slíkar til-færslur rán en þær sína hvernig kerfið aðlagar sig að sjóðunum – en ekki öfugt. Fólk sem leggst inn á spítala á Íslandi þarf ekki að borga nema það sé komið á ellilífeyrisaldur. Þá er spítalinn kallaður hjúkr-unarheimili og sjúklingarnir krafðir um allt að 350 þúsund krónur á mánuði í legugjald.

Stutt saga íslensku lífeyrissjóðanna styður þann lærdóm sögunnar að líklegt sé að gengið verði í digra sjóði þeirra á næstu áratugum og þeir fjármunir sem þar eru geymdir muni ekki allir renna í lífeyri félagsmanna.

12 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Noregur (olía) 20,7 milljónir kr. á íbúa

Kúveit (olía) 19,2

Arabísku furstadæmin (olía) 16,6

Katar (olía) 15,6

Singapúr (almennt) 12,7

Brúnei (olía) 12,6

Ísland (lífeyrissjóðir) 9,8

Hong Kong (alm.) 15,6

Sádi-Arabía (olía) 2,9

Ísland (erlend eign lífeyrissj.) 2,8

Kanada (olía o.fl.) 1,6

Kasakstan (olía) 1,2

Líbía (olía) 1,1

Írland (almennt) 0,7

Eins og hálfur olíusjóður Norðmanna

Velferðarkerfið Íslendingar fá minni velferð fyrir sambærilega skattheimtu

Lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland?

Mynd | Hari

Page 13: 05 02 2016

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

12 kg þvottavél12 kg12 kg þvottavél12 kg þvottavél12 kg þvottavél

Gerð: Eco Bubble (sparkerfi sem þvær betur) / Taumagn: Tekur 12 kg / Vindingarhraði: 1400 sn/mín, afgangsraki 45% / Kolalaus mótor: 10 ára ábyrgð á mótor / Fuzzy-logig magnskynjunarkerfi / Hraðkerfi: 15 mín. / Þvottahæfni: A / Þeytivinduafköst: A / Orkuflokkur: A+++ / Tromlutegund: “Swirl Drum” dregur úr sliti á taui og eykur þeytivinduafköst / Keramik element hitar betur og safnar ekki húð / Hurðarlöm og krókur úr málmi / Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott / Ullarkerfi: ullarvagga / Stilling allt að 19 klst. fram

í tímann. / Ekki hægt að breyta stillingum á vélinni í vinnslu / Aqua-Control: Öryggiskerfi gegn vatnsleka / 850 x 600 x 650mm

TM

WW12H8400EW/EE

SAMSUNG WF70

7 KG. 1400 SN. KR. 79.900,-SAMSUNG WW80

8 KG. 1400 SN. KR. 99.900,-SAMSUNG WF80

8 KG. 1400 SN. KR. 89.900,-SAMSUNG WW80

kr. 149.900.-

TM

TM

TM

Við seljum eingöngu

með kolalausum mótor

með 10 ára ábyrgð

Leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella.HVAÐ ER ECO BUBBLE?

Page 14: 05 02 2016

Össur hóf vegferðinaAðkoma Íslands að TISA-viðræð-unum var formfest í desember árið 2012 en viðræður vegna sam-komulagsins hafa staðið yfir síðan snemma árið 2012. Þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarp-héðinsson, þingmaður Samfylk-ingarinnar, undirritaði minnisblað um viðræðurnar. Össur þrætti hinsvegar fyrir það í júlí árið 2014, eftir að samningaviðræðurnar komust í hámæli. „Þetta mál hefur aldrei yfir mitt borð farið,“ sagði hann árið 2014 þegar DV leitaði svara og bætti því við að hann hafi gert lauslega leit í tölvupóstum og dagbókum en ekkert fundið. „Þetta virðist heldur ekki hafa verið rætt í síðustu ríkisstjórn.“

Gunnar Bragi telur þingið óþarft„Ég sé hins vegar ekki sérstaka þörf á því að málið verði borið undir Al-þingi áður en til undirritunar samn-ingsins kemur,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í um-ræðum um TISA á Alþingi. Hann sagði um leið að Ísland myndi ekki gangast undir neinar skuldbinding-ar sem feli í sér að veita erlendum aðilum markaðsaðgang að þjónustu sem nú er í almannaþjónustu. Þar á meðal er heilbrigðisþjónusta. Þetta sagði hann í mars í fyrra. Skömmu áður hafði Wikileaks, ásamt fjölda fjölmiðla víða um heim, birt upp-lýsingar um drög Tyrklands að viðauka við samninginn. Þar vildu Tyrkir sjá aukna samkeppni um heilbrigðisþjónustu. Gunnar Bragi hefur ítrekað sagt að slíkt komi ekki til greina.

Leyndarhyggja vegna samningaGagnrýnendur TISA-samningsins benda á að talsverð leynd sé yfir umræðunum. Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu hafa lýst áhyggjum af viðræðunum og telja að samningarnir gangi á vinnu-verndarlöggjöf, þeir séu fyrst og fremst samkomulag stórra alþjóða-fyrirtækja á kostnað launamanna. Þá gagnrýndi Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, takmarkaðan aðgang Alþingis að samningavið-ræðunum strax árið 2014. Þá sagði Gunnar Bragi, í samtali við Vísi, að ríkisstjórnin hefði ekkert að fela. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með [utanríkismála]nefnd-inni óski hún þess. Þetta hefur

bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela.“ Þótt að-koma Alþingis að TISA-samkomu-laginu sé takmörkuð hefur þingið fengið nokkur tækifæri til að fjalla um málið. Samningaviðræðurnar voru til umræðu í skýrslu ráðherra til Alþingis um utanríkismál í mars 2014. Auk þess hefur verið sérstök umræða um þær á Alþingi og þær kynntar í utanríkismálanefnd. Drög að samningi hafa þó ekki verið kynnt með formlegum hætti opin-berlega. Þau gögn sem komið hafa fyrir augu almennings eru hluti af leka Wikileaks.

Þrýstihópar fyrirtækja„Maður upplifir að þrýstihópar stórfyrirtækja hafi miklu betri að-gang að samningaviðræðunum en almenningur,“ segir Gunnar Skúli Ármannsson læknir sem gagn-rýnt hefur viðræðurnar. Gunnar er meðlimur í stjórnmálaflokknum Dögun sem nýlega hélt kynningar-fund á TISA-viðræðunum undir yfirskriftinni Varúð TISA. „Allar samningaviðræðurnar eru bak við luktar dyr og það finnst okkur

Ég sé hins vegar ekki sérstaka þörf

á því að málið verði borið undir

Alþingi áður en til undirritunar samn-

ingsins kemur.Gunnar Bragi Sveinsson

utanríkisráðherra

„Maður upplifir að þrýsti-

hópar stórfyrir-tækja hafi miklu betri aðgang að

samninga viðræð-unum en

almenningur.Gunnar Skúli Ármannsson

læknir

TISA Vilja fækka hindrunum og auka viðskiptafrelsi

Gagnrýna leynd og lýðræðishallaHvað er TISA?Trade in Service Agreement, TISA, er samkomulag sem ætlað er að auðvelda milliríkjavið-skipti með þjónustu. Ísland, ásamt fimmtíu öðrum ríkjum, tekur þátt í samningaviðræðun-um en þar á meðal eru aðildar-ríki ESB og Bandaríkin. Samn-ingurinn mun byggja á gildandi samningum (GATS reglum) og fjalla m.a. um fjármálaþjón-ustu, fjarskipta- og upplýsinga-tækni, för þjónustuveitenda og rafræn viðskipti.

Hvers vegna er Ísland með?Markmiðið með þátttöku Íslands í viðræðunum er að tryggja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og að þau sitji við sama borð og samkeppnisaðilar þeirra frá öllum nágrannaríkjum Ís-lands, tryggja betri aðgang þeirra að erlendum mörkuðum og draga úr viðskiptahindrunum. Uppfærður samningur á sviði þjónustuviðskipta eykur gegnsæi gildandi regluverks og stuðlar að auknum fyrirsjáanleika í starfsemi íslenskra fyrirtækja er-lendis þar sem miðað er að því að draga úr möguleikum á mis-munun í viðskiptum, geðþóttaákvörðunum og spillingu.

Í þessu sambandi var einnig litið til þess að samstarfsríki Ís-lands innan EFTA, Liechtenstein, Noregur og Sviss, taka þátt í viðræðunum svo og ESB og Bandaríkin þar sem Ísland á sína helstu viðskiptahagsmuni.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra telur óþarfa að samningsdrög TISA komi til umfjöllunar þingsins.

„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við slíkri gagn-rýni,“ segir Bergþór Magnús-son, lögfræðingur á sviði alþjóðaviðskiptasamninga í utanríkisráðuneytinu.

Atli Þór [email protected]

Yfirlýst markmið TISA-samn-ingaviðræðnanna er að fækka viðskiptahindrunum og auka viðskiptafrelsi milli landa. Við-ræðurnar fara fram utan Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar en nú-verandi samningur, sem kallast

GATS, var til umræðu innan WTO. Um fimmtíu þjóðríki og svæði taka þátt í umræðunum en Evrópusam-bandið fer fyrir 23 meðlimaríkjum sambandsins. Kína hefur óskað aðkomu að samningnum og nýtur stuðnings Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Íslands, svo dæmi séu nefnd. Gagnrýnendur samkomulagsins segja hann tilraun til að afnema sjálfstæði þjóðríkja og gagnrýna leyndarhyggju vegna viðræðna. Alþýðusamband Íslands setur varnagla við þátttöku fjölda ríkja sem ekki uppfylla lágmarks-skilyrði Alþjóðavinnumálastofnun-arinnar.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR?

• Um er að ræða annars vegar sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skri fleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar.

• Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs VR sé löglega fram borinn þarf skri fleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skrifl egt samþykki frambjóðenda á listanum.

Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 12. febrúar 2016. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna fram­boða eru aðgengileg og ítarlegri upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til [email protected].

Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórnfélagsins og listaframboðum í trúnaðarráð.

4. febrúar 2016Kjörstjórn VR

14 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 15: 05 02 2016

verulega ólýðræðislegt.“ Sú gagn-rýni sem samningsdrögin fá fyrst og fremst er að nálgunin sé fyrir-tækjum um of í vil. „Öll þessi hugs-un sem er í þessum samningum er að reglur og lög opinberra aðila sé hindrun á viðskipti. Það er sú hugs-un sem er svo röng,“ segir Gunnar.

Landslög víki ekki„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við slíkri gagnrýni,“ segir Bergþór Magnússon, lögfræðingur á sviði alþjóðaviðskiptasamninga í utanríkisráðuneytinu. „Það er af-staða sem fólk getur haft; að ríki eigi ekki að semja um gagnkvæmar skuldbindingar sín á milli. Þarna er verið að semja um rammann og hvað einstök lönd eru tilbúin að hleypa mikilli erlendri samkeppni inn á sína markaði. Ég held að öll löndin sem taka þátt í TISA-við-ræðunum geri þetta á grundvelli þeirrar löggjafar sem þau hafa í dag. Það er ekkert verið að gera kröfu um að einhver starfsemi verði einkavædd. Ég geri ekki ráð fyrir því að önnur lönd taki þátt í viðræðunum með því hugarfari að einkavæða einhverja starfsemi sem er að hálfu hins opinbera í dag. Ég held að öll ríkin fari mjög varlega og horfi mjög mikið til eigin löggjaf-ar í þessum samningaviðræðum.“

Gerðardómar fyrirtækjaAndstæðingar TISA-viðræðna benda á að sporin hræða. Hefð sé fyrir því að fyrirtæki sæki rétt sinn í gegnum svokallað ISDS [e. Inve-stors-state Dispute Settlement] kerfi gerðardóma. ISDS-kerfið er alræmt fyrir að gera sérhagsmunum fyrir-tækja hátt undir höfði. „Ég held að það megi fullyrða að það verða engin ákvæði um ISDS gerðardóma því þessi samningur er ekkert um vernd fjárfestinga,“ segir Bergþór aðspurður um hvort hann skilji ekki að sporin hræði og hér skorti traust. „Það er ekkert farið að ræða lausn ágreiningsmála þannig að ég get ekki beinlínis sagt að það liggi fyrir um hvernig þetta verður. Slík ákvæði varða bara vernd fjár-festinga en þessi samningur er um þjónustuviðskipti og það er bara engin ástæða til þess að ætla annað en að það verði svipuð ákvæði og nú eru í GATS. Það verði ríkin sjálf sem leysa úr ágreiningi sín á milli.“

ASÍ ekki hrifiðAlþýðusamband Íslands telur „að viðskipti án þess að mannréttindi fólks sem vinnur störfin séu virt séu óforsvaranleg,“ segir í umsögn ASÍ vegna TISA-viðræðnanna. Aðeins ASÍ hefur birt sína umsögn á vefn-um en samtökin eru ekki ein um að hafa fundað með samninganefnd utanríkisráðuneytisins. Alþýðusam-bandið bendir á að fjöldi ríkja sem koma að TISA-viðræðunum uppfylli ekki lágmarkskröfur Alþjóðavinnu-málastofnunarinnar (ILO). Þátttöku-ríkin sem um ræðir eru Hong Kong, Kolumbía, Kórea, Mexíkó, Pakistan, Panama, Perú og Tyrkland. „Jafn-framt er rétt að taka fram að í ljósi áralangs ólöglegs hernáms og land-töku Ísraels á svæðum Palestínu telur Alþýðusamband Íslands það með öllu óásættanlegt að stuðla að fríverslun við það ríki,“ segir í um-sögn samtakanna. Af þessu má leiða að ASÍ er ekki á móti fríverslunar-samningaviðræðum sem slíkum en telur ekki við hæfi að þeir séu gerðir án skírskotunar til mannréttinda. „Með vísan í framangreint skorar Alþýðusamband Íslands á íslensk stjórnvöld að setja það sem skilyrði fyrir frekari þátttöku í nefndum viðræðum að mannréttindamál verði sett í forgrunn sem órjúfan-legur hluti af viðskiptafrelsi. Í raun með slíkri nálgun geti viðræðurnar orðið til þess að liðka fyrir framþró-un réttindamála í ríkjum þar sem slíkum málum er ábótavant.“

Stefnt er að því að samningur verði tilbúinn til undirritunar á þessu ári. Undirrituð drög verða lögð fyrir Alþingi í formi þingsálykt-unartillögu.

Hvaða lönd eru í viðræðunum?Í viðræðunum taka þátt öll aðildarríki Evrópusambandsins: Bret-land, Danmörk, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn, Austurríki, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pól-land, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland, Búlgaría, Rúm-enía, Króatía. Að auki eru Ástralía, Bandaríkin, Chile, Kosta Ríka, Hong Kong, Ísland, Ísrael, Japan, Kanada, Kolumbía, Liechten-stein, Máritíus, Mexíkó, Noregur, Nýja-Sjáland, Pakistan, Panama, Perú, Suður-Kórea, Sviss, Taívan og Tyrkland. Þá hefur Kína óskað aðildar að samkomulaginu en Ísland, Evrópusambandið og Banda-ríkin hafa öll talað fyrir því.

Össur Skarphéðinsson, fyrr-verandi utanríkisráðherra, formfesti þátttöku Íslands í

samningaviðræðunum.

Gunnar Skúli Ármannsson læknir er meðal þeirra sem gagn-rýna þátttöku Íslands í samninga-

viðræðunum.

Veldu yfirburði!Siemens og Bosch í 19 af 20 efstu sætunum!Í úttekt danska neytendablaðsins Tænk (2015), þar sem teknar voru til skoðunar 50 uppþvottavélar frá ýmsum framleiðendum, voru yfirburðir Siemens og Bosch algjörir. Hér fyrir neðan eru þær uppþvottavélar sem lentu í efstu sætunum.

Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090www.bosch.is

BOSCHSMU 50M96SK

BOSCHSMU 53M72SK

BOSCHSMU 50M92SK

BOSCHSMU 50M95SK

BOSCHSMP 68M05SK (stál)

BOSCHSMP 68M02SK

BOSCHSMU 69T42SK

BOSCHSMU 69T45SK

BOSCHSMU 50E52SK

SIEMENSSN 45M507SK

SIEMENSSN 44D202SK

SIEMENSSN 46T297SK

SIEMENSSN 46T597SK

BOSCHSMU 50M62SK

SIEMENSSN 45M209SK

Annar framleiðandien Bosch eða Siemens.

SIEMENSSN 45M207SK

*fæst hjá:

*fæst hjá:

*fæst hjá:

SIEMENSSN 45M507SK*fæst hjá:

SIEMENSSN 45M207SK*fæst hjá:

SIEMENSSN 45M209SK*fæst hjá:

*fæst hjá:

SIEMENSSN 478S01TS

SIEMENSSN 45M231SK

BOSCHSMU 51M12SK*fæst hjá:

1. sæti

6. sæti

11. sæti

16. sæti

3. sæti

8. sæti

13. sæti

18. sæti

5. sæti

10. sæti

15. sæti

20. sæti

2. sæti

7. sæti

12. sæti

17. sæti

4. sæti

9. sæti

14. sæti

19. sæti

|15fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 16: 05 02 2016

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Á síðustu árum hefur skerpst á kröfu launa-fólks um að kjör þess verði lík því sem tíðkast í

nágrannalöndunum. Ekki aðeins launakjör heldur einnig ýmiss rétt-indi og aðgengi að velferðarþjón-ustu. Við höfum séð þessa kröfu holdgerast í kjaradeilum síðustu missera; fyrst meðal þeirra stétta sem eiga auðvelt með að fá vinnu í öðrum löndum en síðan yfir allt sviðið. Í dag er hægt að undrast hvers vegna íslenskur almenningur sætti sig áratugum saman við lakari kjör, meira óöryggi og lakari vel-ferð en fólk naut í næsta nágrenni.

Í sjálfu sér var fyrirséð að þessi krafa kæmi fram. Fyrirtækin í land-inu hafa sótt það stíft undanfarin þrjátíu og fimm ár að skattaum-hverfi þeirra og allar aðstæður yrðu með sama hætti og best gerist í nágrannalöndunum. Rökin eru að annars stæðust íslensk fyrirtæki ekki samkeppni.

Krafa launafólks er sama eðlis. Ef Íslandi tekst ekki að búa fólki sínu viðlíka kjör og best þykja í okkar heimshluta mun launafólk leita til annarra landa að viðunandi kjörum og öryggi fyrir sig og fjöl-skyldu sína.

Launafólk getur líka byggt kröfur sínar á baráttu fyrirtækjanna. Ef íslensk fyrirtæki búa við sömu skilyrði og fyrirtæki í nágranna-löndunum ættu þau að geta greitt starfsfólki sínu sambærileg laun.

Atvinnulífið á Íslandi ætti að hafa bolmagn til að standa undir viðlíka velferð og þekkist í nágrannalönd-unum.

Ef Íslendingar vilja búa við sam-bærileg kjör og velferð og Norður-landabúar þurfa þeir að skoða hvernig íslenskt samfélag hefur byggst upp með öðrum hætti en hin norrænu ríki.

Veigamesti munurinn felst í því að á Íslandi auðnaðist verkalýðs-hreyfingunni ekki að vinna með sósíalískum flokkum að mótun samfélagsins með sama hætti og skóp hið norræna velferðar-kerfi. Íslensk verkalýðshreyfing var klofin fram eftir síðustu öld. Tæpur helmingur hennar fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og lagði áherslu á önnur mál en þau sem náðu að umbylta ríkjum Skandinavíu. Sósíalísku flokkarnir höfðu því ekki stuðning verkalýðs-hreyfingarinnar til að knýja á um uppbyggingu velferðarkerfis nema að hluta.

Upp úr miðri síðustu öld varð vinstri hluta verkalýðshreyfingar-innar ljóst að sundruð gæti hreyf-ingin litlu áorkað fyrir félagsmenn sína. Hreyfingin var því sameinuð að baki hægri sinnuðum kröfum; séreignarstefnu í húsnæðismálum og persónubundinni uppsöfnun líf-eyrisréttinda.

Vegna andstöðu hægri manna við uppbyggingu velferðarkerfis

innan ríkisins varð niðurstaðan á Íslandi að opinber félagsaðstoð varð veik en til hliðar við ríki og sveitarfélög byggðist upp kerfi á vegum verkalýðshreyfingarinnar sem ætlað var bæta félagsmönnum upp veikt velferðarkerfi ríkisins.

Eins og fram kemur í Fréttatíman-um í dag hefur þessi stefna getið af sér uppsöfnunarsjóði lífeyris sem eru í raun of stórir fyrir íslenskt samfélag. Sjóðirnir girða í raun fyr-ir möguleika Alþingis til að leggja á skatta til að standa undir opin-beru velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Eftir hækkun lögbund-inna iðgjalda upp í 15,5 prósent af launum munu lífeyrissjóðirnir soga til sín um 100 milljarða króna á ári sem ekki renna til velferðarmála.

En það má sjá merki þessa sérís-lenska kerfis víðar. Verkalýðsfélög reka til dæmis viðamikla starf-semi tengda endurhæfingu undir nafni Virk. Virk sinnir að mörgu leyti sambærilegum verkefnum og opinbera kerfið, sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd, en er hins vegar svo vanfjármagnað að það getur illa sinnt skyldum sínum.

Sú skoðun hefur fest sig enn betur í sessi eftir fjármálahrunið 2008 að norrænu ríkin séu til fyrir-myndar í heiminum. Viðamikið velferðarkerfi dregur úr sveiflum og úr skaðlegum áhrifum þeirra efnahagssveiflna sem þó verða. Á Norðurlöndum er meiri félagslegt réttlæti og meiri félagslegur hreyf-anleiki en í öðrum samfélögum.

Það er sorglegt að Íslendingum skuli ekki hafa auðnast að læra af þessum nágrönnum sínum. Í stað þess að gera það sem best hafði reynst kusu þeir að byggja upp eig-ið kerfi, ólíkt öllum öðrum kerfum. Íslendingar fóru hina íslensku sér-leið.

Það er íslenska aðferðin. Íslend-ingar fara aldrei sömu leið og aðrir heldur þræða sérleiðir þar sem þeir geta glímt við séríslenskan vanda á séríslenskan máta.

Gunnar Smári

Hinar Háskalegu

sérleiðir

köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

16 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Eyðir lykt, bakteríum og myglu.Tilvalinn í skó, skápa eða bílinn.

ILMEFNALAUS – UMHVERFISVÆNN – ENDIST Í TVÖ ÁR

LAUGAVEGI LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

FÝLUPOKINNHREINSAR LOFTIÐ!

NÝTT!

Page 17: 05 02 2016

SprengidagSSaltkjötFyrsta flokks hráefni er grunnurinn að góðri máltíð. Goða saltkjöt er sérvalið og framleitt af sannkölluðum fagmönnum.

Borðaðu vel á sprengidaginn!

Page 18: 05 02 2016

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Weetabix protein crunchverð 698 kr.

Weetabix bananaverð 573 kr.

- Tilvalið gjafakort

Weetabix 50% meiraverð 558 kr. coco pops 295g

verð 598 kr.

senseo xL reguLarverð 598 kr.

bLáberjasuLtaverð 418 kr.

royaL búðingur - 4 gerðirverð 198 kr./stk.

Fyrir bollu- og sprengidag

FJARDARKAUP-

5. - 10. Febrúar

1.598kr./kg

298kr./pk.

svínahnakki úrb.verð áður 1.660 kr./kg

kF vaLið saLtkjötverð áður 2.395 kr./kg

FL vaLið saLtkjötverð 2.398 kr./kg

FL bLandað saLtkjötverð 1.445 kr./kg

svínaLundirverð áður 2.398 kr./kg

ísLenskar guLrætur 500g pokiverð 298 kr./pk.

418kr.

ísLenskar guLróFurverð 298 kr./kg

kF grísaFiLLe kryddaðverð áður 1.855 kr./kg

kF saLtkjöt ódýrtverð 612 kr./kg

Fk saLkjötverð 1.139 kr./kg

Fk saLtkjöt bLandaðverð 1.666 kr./kg

keLLogg´s speciaL kverð 626 kr.

nauta innraLæriverð áður 3.598 kr.

Fk baconverð 1.515 kr./kg

katLa baunasúpugrunnur 1 Líterverð 468 kr.

468kr.

vatnsdeigsboLLur6 í pk. verð 448 kr.

gerboLLur6 í pk. verð 498 kr.

trópí appeLsínu með aLdinkjötiverð 258 kr.

vatnsdeigsboLLur6 í pk. litlar verð 348 kr.

hámark próteindrykkur 3 í pk.verð 583 kr./pk.

rabarbarasuLtaverð 428 kr.

drottningarsuLtaverð 429 kr.

jarðarberjasuLtaverð 498 kr.

burger hrökkbrauð - 3 gerðirverð 198 kr./stk.

kötLu gLassúr bLeikt eða súkkuLaðiverð 198 kr./stk.

448kr.

498kr.

1.298kr./kg

298kr./kg

198kr./stk.

198kr./stk.

258kr.

468kr.

baconverð 1.515 kr./kg

k sak sak Ltkjöt bLandað

1.666kr./kg

2.395kr./kg

2.398kr./kg

1.445kr./kg

1.515kr./kg

612kr./kg

1.139kr./kg

626kr.

622kr.

698kr.

573kr.

598kr.

558kr.

kaupauki fylgir ef keyptir eru 2

pakkar af kellogg s morgunkorni

598kr.

348kr.

538kr./pk.

429kr.

198kr./stk.

428kr.

498kr.

ota sóLgrjón 950gverð 469 kr.

grjón 950g

469kr.

rabarbarasuLtaverð 339 kr.

mömmu drottningarsuLtaeða jarðarberjasuLtaverð 358 kr./stk.

358kr./stk.

339kr.

keLLogg´s kornFLex 500g verð 622 kr.

Kelloggs skál í kaupæti ef keyptar eru tveir pakkarKaupir tvo pakka af Kelloggs morgunkorni og færð skál í kaupæti

Page 19: 05 02 2016

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Weetabix protein crunchverð 698 kr.

Weetabix bananaverð 573 kr.

- Tilvalið gjafakort

Weetabix 50% meiraverð 558 kr. coco pops 295g

verð 598 kr.

senseo xL reguLarverð 598 kr.

bLáberjasuLtaverð 418 kr.

royaL búðingur - 4 gerðirverð 198 kr./stk.

Fyrir bollu- og sprengidag

FJARDARKAUP-

5. - 10. Febrúar

1.598kr./kg

298kr./pk.

svínahnakki úrb.verð áður 1.660 kr./kg

kF vaLið saLtkjötverð áður 2.395 kr./kg

FL vaLið saLtkjötverð 2.398 kr./kg

FL bLandað saLtkjötverð 1.445 kr./kg

svínaLundirverð áður 2.398 kr./kg

ísLenskar guLrætur 500g pokiverð 298 kr./pk.

418kr.

ísLenskar guLróFurverð 298 kr./kg

kF grísaFiLLe kryddaðverð áður 1.855 kr./kg

kF saLtkjöt ódýrtverð 612 kr./kg

Fk saLkjötverð 1.139 kr./kg

Fk saLtkjöt bLandaðverð 1.666 kr./kg

keLLogg´s speciaL kverð 626 kr.

nauta innraLæriverð áður 3.598 kr.

Fk baconverð 1.515 kr./kg

katLa baunasúpugrunnur 1 Líterverð 468 kr.

468kr.

vatnsdeigsboLLur6 í pk. verð 448 kr.

gerboLLur6 í pk. verð 498 kr.

trópí appeLsínu með aLdinkjötiverð 258 kr.

vatnsdeigsboLLur6 í pk. litlar verð 348 kr.

hámark próteindrykkur 3 í pk.verð 583 kr./pk.

rabarbarasuLtaverð 428 kr.

drottningarsuLtaverð 429 kr.

jarðarberjasuLtaverð 498 kr.

burger hrökkbrauð - 3 gerðirverð 198 kr./stk.

kötLu gLassúr bLeikt eða súkkuLaðiverð 198 kr./stk.

448kr.

498kr.

1.298kr./kg

298kr./kg

198kr./stk.

198kr./stk.

258kr.

vatnsdeigsboLLur vatnsdeigsboLLur

rabarbarasudrottningarsuLta jarðarberjasuLta

u g assúr b

1.666kr./kg

2.395kr./kg

2.398kr./kg

1.445kr./kg

1.515kr./kg

612kr./kg

1.139kr./kg

626kr.

622kr.

698kr.

573kr.

598kr.

558kr.

kaupauki fylgir ef keyptir eru 2

pakkar af kellogg s morgunkorni

598kr.

348kr.

538kr./pk.

429kr.

198kr./stk.

428kr.

498kr.

ota sóLgrjón 950gverð 469 kr.

469kr.

rabarbarasuLtaverð 339 kr.

mömmu drottningarsuLtaeða jarðarberjasuLtaverð 358 kr./stk.

358kr./stk.

339kr.

keLLogg´s kornFLex 500g verð 622 kr.

Kelloggs skál í kaupæti ef keyptar eru tveir pakkarKaupir tvo pakka af Kelloggs morgunkorni og færð skál í kaupæti

Page 20: 05 02 2016

Íslendingar fengu hlutfalls-lega lang mest í sinn hlut af Marshall-aðstoð Bandaríkja-manna eftir stríð. Gríðar-legur fjárausturinn markaði djúp spor í viðskiptum og stjórnmálum. Eftir að aðstoðinni lauk tóku við lán og styrkir frá Alþjóða-bankanum, sem skilgreindi Ísland sem þróunarland fram til 1974.

Gunnar Smári [email protected]

Ísland var það ríki sem fékk hæstu fjárhæðir á hvern íbúa í gegnum Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna eftir seinna stríð. Samt var Ísland ekki stríðshrjáð land. Þvert á móti hafði landsframleiðsla á Íslandi tvö-faldast á stríðsárunum á sama tíma og hún hafði helmingast í sumum löndum Evrópu.

Þótt fjöldi íslenskra sjómanna hafi farist þegar skipum með fisk á leið á markað á Bretlandseyjum var sökkt voru innviðir Íslands ekki laskaðir í stríðslok. Stríðsárin voru þvert á móti mesti góðæristími Íslandssög-unnar, fyrr og síðar. Vergar þjóðar-

tekjur uxu um rúm 10 prósent að meðaltali hvert ár á stríðsárunum. Þær rétt tæplega tvöfölduðust á meðan stríðið lamaði megin-land Evrópu. Til samanburðar var þjóðarframleiðsla helmingi lægri í Austurríki 1945 en hún hafði verið 1938, 46 prósent lægri í Frakklandi, 35 prósent lægri á Ítalíu, 12 pró-sent lægri í Þýskalandi og 4 prósent lægri í Sovétríkjunum.

Fáir Íslendingar fórustÞótt um 159 til 229 Íslendingar hafi farist í átökum vegna stríðsins og að sá mannskaði hafi verið þungt högg fyrir margar fjölskyldur og byggðar-lög þá var það ekki mikið mannfall í samanburði við blóðbaðið í Evrópu. Mannfall Íslendinga var um 0,2 pró-sent af íbúafjöldanum í stríðsbyrjun sem er álíka hlutfall og mannfall Bandaríkjamanna og Dana.

Til samanburðar var mannfall Norðmanna um 0,35 prósent af íbúunum og mannfall Finna um 2,3 prósent, eða meira en ellefu sinnum meira en Íslendinga.

Mest mannfall varð hlutfallslega meðal Pólverja en talið er að 17 pró-sent af þjóðinni hafi farist í stríðinu. Í Litháen var hlutfallið 13,4 pró-

Marshall-aðstoðin Ísland naut mikilla þróunarstyrkja í stríðslok og allt fram til ársins 1974

Íslendingar fengu ígildi 669 milljarða í þróunaraðstoð

+30

+20

+10

0

-10

-20

-30

-40

-32%-29%

-24%

+21%

+1%

-8%-3%

-34%

1870 1913 1929 1938 1945 1950 2004 2015

Stríðið gerði Íslendinga ríka Íslendingar fengu langmest

Austurríki67$

Frakkland54$Sviss

52$

Grikkland49$

Svíþjóð49$

Ísland297$28$ Vestur-

Þýskaland

25$ Ítalía

Noregur113$

Danmörk89$

Holland112$

Belgía & Lúxemborg

87$

Bretland75$

6$ Tyrkland

8$ Portúgal

Landsframleiðsla á Íslandi var sem hlutfall af landsframleiðslu þriggja Norðurlanda; Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Upphafsárið er 1870 þegar Ísland er illa leikið eftir margra alda stöðnun. Ísland vinnur á eftir vélbátavæðingu og upphaf sjávarútvegs en dregst svo aftur úr á upp-gangsárum þriðja áratugarins og enn frekar í kreppunni miklu. Stríðið breytir síðan öllu. Þá ríkur landsframleiðsla á Íslandi upp á meðan hún verður fyrir áföllum í Noregi og Danmörku. Þrátt fyrir ríkulega Mars-hall-aðstoð tekst Íslendingum ekki að halda forskotinu. Landsframleiðsla á mann á Íslandi varð upp úr aldamótum viðlíka og meðaltal Norður-landanna en fellur síðan aftur niður við Hrunið.

Íslendingar fengu næstum því þrisvar sinnum meira í Marshall-aðstoð á íbúa á árunum 1948 til 1951 en næsta þjóð þrátt fyrir að Íslendingar hafi einir fárra þjóða hagnast en ekki tapað á stríðinu. Á mælikvarða núverandi stærðar hagkerfisins jafngilti aðstoðin því að næstum 600 milljörðum króna að núvirði væri dælt inn í hagkerfið á fárra ára tímabili. Á grafinu má sjá hvernig Marshall-aðstoðin skiptist milli landa, brotið niður á íbúa.

Marshallhúsið á Grandanum var byggt fyrir Marshall-fé og var nefnt eftir því. Féð rann til Kveldúlfs, félags þeirra Thors-feðga, og Reykjavíkurborgar, sem ráku saman síldarbræðslu

í húsinu. Starfsemin rann síðar inn í HB Granda. Nú hefur Grandi leigt húsið til Reykjavíkurborgar sem aftur leigir það

til Nýlistasafnsins, Kling & Bang og Ólafs Elíassonar.

Þrátt fyrir að mann-fall Íslendinga hafi ekki verið mikið í

samanburði við aðrar þjóðir og alla

þá efnahagslegu velsæld sem þjóðin

naut á stríðstímanum fengu Íslendingar langmest allra af

Marshall-aðstoðinni.

Írland45$

Mynd | Hari

20 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

www.odalsostar.is

Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð.

Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

TINDURSKARPUR

Page 21: 05 02 2016
Page 22: 05 02 2016

sent, 11 prósent í Lettlandi og 5,9 prósent í Eistlandi.

Það er því ekki hægt að finna réttlætingu fyrir ríkulegri Marshall-aðstoð til Íslendinga í fórn þeirra vegna stríðsins.

Íslendingar fengu langmestÞrátt fyrir að mannfall Íslendinga hafi ekki verið mikið í samanburði við aðrar þjóðir og alla þá efnalegu velsæld sem þjóðin naut á stríðstím-anum fengu Íslendingar ekki aðeins

mest allra af Marshall-aðstoðinni heldur langsamlega mest. Frá 1948 til 1951 fengu Íslendingar 43 milljón-ir dollara í aðstoð sem gera um 297 dollara á hvert mannsbarn miðað við íbúafjöldann 1951. Þetta er rétt tæplega þrisvar sinnum meira en næsta þjóð fékk. Bræður okkar og systur í Noregi sem fengu næst mest eða 113 dollara á íbúa; eilítið meira en Hollendingar sem fengu 112,5 dollara á mann.

Sjá má á grafi sem fylgir greininni

hvernig Marshall-aðstoðin skiptist milli þeirra ríkja sem þáðu aðstoð-ina, brotið niður á íbúa. Eins og sjá má var Ísland ekki eina landið án stríðsátaka sem fékk aðstoð. Sama á við um Sviss, Svíþjóð, Írland og Portúgal.

Óheyrilega miklir peningarÍsland fékk úr Marshall-aðstoðinni 8 milljónir dollara tímabilið 1948/49, 22 milljónir dollara tímabilið 1949/50 og 15 milljónir dollara tíma-bilið 1950/51; samtals 43 milljónir dollara á fjórum árum.

En hvað eru það miklir peningar?Uppreiknað á gengi dagsins jafn-

gilda þessar 43 milljónir dollara um 424 milljónum dollara á núvirði eða 55,1 milljarði íslenskra króna.

Þessi upphæð gefur þó ekki raun-sanna mynd af því hvaða áhrif þessi aðstoð hafði á íslenskt samfélag. Fyrir það fyrsta voru Íslendingar 145 þúsund 1951 en eru nú orðnir 330 þúsund. Ef við tökum tillit til fjölg-unar íbúa jafngildir Marshall-að-stoðin eftir stríð því að Íslendingar fengju í dag 125,4 milljarða króna að gjöf.

En það segir heldur ekki alla söguna. Landsframleiðsla á Íslandi hefur rúmlega tífaldast frá þeim árum sem Marshall-aðstoðin flæddi yfir fólkið, landið og miðin. Ef við framreiknum vægi aðstoðarinnar með tilliti til aukinnar landsfram-leiðslu þá var Marshall-hjálpin 1948 til 1951 jafngild því að Íslendingar hefðu á síðustu árum fengið 599 milljarða króna að gjöf.

Það er á við að hver fjögurra manna fjölskylda hefði fengið 7,3 milljónir króna. Það er ígildi 151 þús-und króna á mánuði í fjögur ár.

Þessi gríðarlega innspýting pen-inga í gegnum stjórnvöld festu í sessi hina íslensku spillingu sem kennd hefur verið við helmingaskipti Sjálf-stæðisflokks og Framsóknar, þótt Alþýðuflokkurinn hafi einnig verið við völd fyrri hluta tímabilsins. Marshall-aðstoðin var að hluta til hugsuð sem leið Bandaríkjamanna til að festa í sessi í Evrópu stjórn-málaöfl sem voru vilhöll Bandaríkja-mönnum. Aðstoðin var notuð til að sveigja íslenskt þjóðlíf að uppsprett-unni, sem voru valdastofnanir við-komandi flokka.

Rausnarlegasta þróunaraðstoðinMarshall-aðstoðin til Íslands, sem veitt var ofan í stríðsgróðann, er að öllum líkindum rausnarlegasta þróunaraðstoð sögunnar. Þetta vill gleymast þeim er halda því fram að það hafi fyrst og fremst verið vegna fullveldis og sjálfstæðis ríkisins sem Íslendingum tókst að brjótast frá örbirgð til bjargálna síðastir Evrópu-þjóða.

Með samanburði á landsfram-leiðslu á Íslandi og hinum Norður-löndunum yfir langt tímabil má jafnvel halda hinu þveröfuga fram;

að fullveldi og sjálfstæði hafi frekar haft neikvæð áhrif á efnahagslegan styrk Íslands. Það sem réð mestu um viðreisn Íslands var stríðsgróðinn.

Þróunarland til 1974Marshall-aðstoðin er ekki eina þróunaraðstoðin sem Íslendingar fengu því landið var skilgreint sem þróunarland hjá Alþjóðabankanum og naut stuðnings sem slíkt allt fram til ársins 1974.

Undirdeildir Alþjóðabankans, Int-ernational Bank for Reconstruction and Development og International Development Association, veittu ís-lenskum stjórnvöldum lán og styrki fyrir samtals um 34,3 milljarða króna á núvirði frá 1951 til 1974.

Eins og áður sagði verður að hafa í huga að vægi peninga var annað á þessum árum svo einfaldur fram-reikningur á dollar dugar ekki til að gefa hugmynd um umfang að-stoðarinnar. Ef miðað er við magn-breytingar landsframleiðslunnar jafngildir þessi þróunarstuðningur til Íslendinga frá Alþjóðabankanum um 170 milljörðum króna í dag.

120 ár að borga til bakaEf við leggjum þetta tvennt saman, Marshall-aðstoðina og stuðning Alþjóðabankans við þróunarríkið Ísland, jafngildir aðstoðin um 669 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi stærð hagkerfisins. Það eru um þriðjungur af lands-framleiðslu eins árs.

Sameinuðu þjóðirnar mælast til þess að þróuð lönd verji um 0,7 pró-sentum af landsframleiðslu sinni til þróunarhjálpar. Ef Íslendingar stæðu við það tæki það þá um 48 ár að greiða til baka þá aðstoð sem þeir fengu á árunum 1948 til 1974.

Íslendingum hefur hins vegar ekki tekist að standa undir tilmælum Sameinuðu þjóðanna heldur hefur þróunaraðstoð þeirra lengst af verið um 0,25 til 0,3 prósent af landsfram-leiðslu. Með slíkum framlögum tæki það þjóðina ríflega 120 ár að endur-greiða þá aðstoð sem hún fékk á ára-tugunum eftir seinna stríð.

1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020

1951Sogsvirkjun og Laxárvirkjun

33,8 milljarðar króna

1954Fjarskiptaverkefni

3,0milljarðar króna

1954Stækkun túna og framræsla mýra

13,1milljarður króna

1962Hitaveita Reykjavíkur

13,1milljarður króna

1974Höfn í Vestmannaeyjum

15,1milljarður króna

1974Sigölduvirkjun

21,6milljarðar króna

1967Búrfellsvirkjun

76,9milljarðar króna

1971Breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar

12,3milljarðar króna

1953Áburðarverksmiðja ríkisins

10,0 milljarðar króna

1952Bættur húsa kostur á sveitabæjum

12,9 milljarðar króna

Þróunarhjálp til Íslands reiknuð sem hlutfall þjóðarframleiðslu

Þróunarlandið Ísland 1951 til 1974Þróunardeildir Alþjóðabankans tóku yfir verkefni Marshall-

aðstoðarinnar við að reisa við stríðshrjáð lönd. Ísland naut styrkja og ódýrra lána frá bankanum til ýmissa verkefna og jafngildir þessi aðstoð um 152 milljörðum króna á núvirði ef tekið er mið af stærð hagkerfisins þá og nú. Grafið sýnir verkefnin sem styrkt voru og

verðmæti þeirra miðað við landsframleiðslu í dag.

Gríðarleg innspýting peninga í gegnum stjórnvöld festu í

sessi spillingu sem kennd hefur verið við helmingaskipti

Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Bandaríkin merktu sendingar með vörum sem tengdust Marshall-aðstoðinni með

þessu merki.

22 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Sjá nánar:

DAGLEG IÐKUN - BETRI LÍÐANUpplagt er að merkja nýjar venjur, eins oghugleislu, inná ársdagatal ÍBN sem gefurgóða yfirsýn yfir árangur og ástundun.Fæst á : ibn.is/dagatal2016 og Gló Fákafeni

Friðsæld

Mynd: María Kjartans

Samf lo t

Gönguhug l e i ðs l a

Hóphug l e i ðs l a

Núv i tund

Morgunhug l e i ðs l a

Hádeg i shug l e i ðs l a

Jóga N id ra

Tónhe i l un

Gong s l ökun

F jö l sky l du j óga

Búdd í sk hug l e i ðs l a

Hug l e i ðs l uky r j un

D júps l ökun

Page 23: 05 02 2016

Heilsudagar 3.–14. febrúar Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval vítamína og bætiefna með frábærum afslætti. Vertu hraustleikinn uppmálaður og taktu veturinn með trompi.

Opið til miðnættis í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi.

Við stefnum að vellíðan.

Góð heilsaer gulli betri

lyfja.is

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

GeoSilica kísilsteinefni100% náttúrulegt kísilsteinefni. Stuðlar að heilbrigði húðar og hárs, vinnur gegn beinþynningu og bætir heilsuna.

15%afsláttur

LiðaktínFyrir liði og stoðkerfi. Veitir betri líðan. Afsláttur af vítamínum frá Gula miðanum.

20%afsláttur

OptibacGóðgerlar sem veita hámarks virkni fyrir góða daglega heilsu. 20 milljarðar af góðgerlum í einum dagskammti.

20%afsláttur

20%afsláttur

Bellavista

RoseberryErtu með augnþurrk?

Er blöðrubólga vandamál?

Bellavista

NowHágæða náttúruleg fæðubótarefni án allra óæskilegra aukaefna og fylliefna.D-vítamín, magnesíum og góðgerlar.

20%afsláttur

Marine Phytoplankton

MagnoliaOrka – jafnvægi – einbeiting.

Betri svefn, betri líðan.25%afsláttur

Berocca® PerformanceInniheldur 8 mismunandi B-vítamín ásamt C-vítamíni, magnesíum og sinki. Bættu frammistöðu þína með Berocca!

25%afsláttur

Hollusta HeimilisinsHágæða vítamín fyrir alla fjöl-skylduna – íslenskar uppskriftir. Afsláttur af allri vörulínunni.

25%afsláttur

Bio Cult Candéa

Melissa DreamEflir meltinguna gegn sveppasýkingu.

Slakaðu á og sofðu betur.20%afsláttur

Solaray bætiefniHágæða bætiefni sem næringarþera- pistar mæla með. Hrein gæði – einstök virkni. Afsláttur af allri vörulínunni.

20%afsláttur

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/LYF

782

76 0

2/16

IceherbsNÝTT. Hrein náttúruleg bætiefni byggð á hefðbundinni notkun fjallagrasa.

10%afsláttur

AngelicaMeð Angelica jurtaveig færðu töflurnar á helmings afslætti. Angelica hentar mjög vel til að verjast umgangspestum.

50%afsláttur

Page 24: 05 02 2016

Dómsmál Angelo segist ekki hafa vitað af 23 kílóum af fíkniefnum sem voru í farangri hans

Mynd | Hari

Angelo Uijleman bíður dómsmeðferðar og reynir eftir bestu getu að sjá um sig sjálfur á Íslandi. Á meðan undirbýr hann nýtt líf í Hollandi og lærir umferðarstjórn un í fjarnámi.

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Í fyrsta skiptið þarf hinn 27 ára An-gelo Uijleman að sjá um sig sjálfur á gistiheimili við Snorrabraut. Hann kunni betur við lífið í fangelsinu á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi áður. Angelo á í erfiðleikum með bjarga sér sjálfur og á stundum í erfitt með skynja og skilja aðstæð-ur. Biðin eftir málsmeðferð vegna gruns um að hafa smyglað fíkni-efnum til landsins reynist honum erfið en hann saknar fjölskyldu og vina í Hollandi.

Angelo hefur alla tíð búið hjá aldraðri móður sinni í Hollandi og verið náinn fjölskyldu sinni, en systkini hans tvö búa skammt frá. Hann er mikill fótboltaaðdá-andi, heldur upp á tónlist níunda áratugarins og elskar að kynnast nýju fólki.

Angelo segist hafa flækst til Ís-lands þegar hann var orðinn leiður á starfi sínu á skyndbitastað í heimabæ sínum í Hollandi. Hann ákvað því að slá til þegar gamall vinnufélagi bauð honum laun fyrir að ferðast til Íslands. Angelo átti að keyra varning til landsins með Norrænu og fengi að njóta þess að vera á Íslandi. Angelo segist ekki hafa vitað að varningurinn innihélt 23 kíló af fíkniefnum og ferðin átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Angelo bíður málsmeðferðar og á yfir höfði sér þungan dóm.

Eldar mat í fyrsta skiptiðAngelo er sáttur með aðstöðuna á gistiheimilinu, að hafa eigið rúm og aðgengi að eldhúsi. „Ég eldaði ítalskan mat í fyrsta skiptið í síð-ustu viku. Steikti sveppi og lauk á pönnu með hakki og rauðri sósu. Ég sauð pasta og fylgdi engri upp-

Saknar fangelsisins en Hollands meira

ferð hefði ég vitað það. Ég ætla aldrei að gera neitt svona aftur, ég vil bara fara heim til Hollands.“

Angelo var handtekinn ásamt öðrum Hollendingi og tveimur Ís-lendingum þann 22. september. Í kjölfarið mótmælti Angelo ekki gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni því hann treysti sér ekki til að sjá um sig sjálfan á Íslandi.

Gæsluvarðahaldið þungbærtAngelo er greindarskertur en klár á sínu sviði. Þrátt fyrir það er hann jákvæður að eðlisfari og lítur alltaf á björtu hliðarnar. Hann lýsir þó dvölinni í einangrun, sem stóð yfir í átta vikur, sem óbærilegum tíma sem erfitt var sjá bjartar hliðar á. „Þetta var mjög erfiður og rugl-ingslegur tími. Ég fékk ekki að tala við neinn nema lögregluna og lög-fræðinginn minn í fimm vikur. Þau voru samt mjög góð við mig, Ómar, lögfræðingurinn minn, er fullkom-inn. Ég fékk að fara út í klukkutíma á dag og í sturtu, ég kunni samt illa við sturtuna þarna. Ég hugsaði ljótar hugsanir og leið illa. Ég vildi bara heyra í mömmu og fara heim til Hollands því ég skildi ekki hvers vegna ég væri þarna.”

Kýs Kvíabryggju fram yfir gistiheimiliðEftir fimm vikur af gæsluvarð-haldi fékk Angelo loksins að heyra í móður sinni, Geu, í síma. Í langan tíma vissi Gea ekki hvar Angelo var niðurkominn og lýsti eftir honum á vef Reddit. Angelo á erfitt með ræða fyrsta símtalið við móður sína eftir einangrun. „Það var gott, en mjög erfitt. Ég vona að hún geti heimsótt mig á afmælisdaginn minn en hún er frekar gömul og getur ekki keyrt.“

Í nóvember var Angelo fluttur á Kvíabryggju þar sem hann vill heldur að dvelja en á gistiheim-ilinu. „Það var frábær staður. Ég fékk mitt eigið herbergi og gat horft á fótbolta með vinum mínum á Kvíabryggju. Það voru allir svo góðir við mig og maturinn var full-kominn. Ég sakna þess að vera þar. Núna þarf ég að elda sjálfur og hef nánast engan félagsskap. Ég heyri

stundum í vinum mínum þar og bið þá um að passa herbergið mitt.“

Þekktur á ÍslandiAngelo er orðinn þekktur meðal landsmanna og segir fólk stundum stöðva sig úti á götu. „Fólk vill taka mynd af sér með mér og segist þekkja mig úr fréttunum. Það eru allir mjög vingjarnlegir og heilsa mér í Bónus og í miðbænum. Það er samt erfitt að eignast vini á Ís-landi, sem er leiðinlegt því ég elska að kynnast fólki. Skiptir ekki máli hvort það eru strákar eða stelpur, gamlir eða ungir, allt er frábært.“

Til þess að drepa tímann er An-gelo duglegur að fara út að ganga, sitja á kaffihúsum og horfa á fót-bolta á kránni. „Ég labba stundum í Kringluna þegar veðrið er gott. Það sem mér finnst best á Ísland er snjórinn en ekki þegar það er hvasst og alltof kalt. Ég kann ekki á strætó hérna, þessi íslensku nöfn á götunum eru flókin. Kannski ef ég læri á strætó þá fer ég í Kópa-vog í Smáralindina.“ Að frátöldum vinum og fjölskyldu saknar Angelo þess helst að keyra bíl. „Ég keyrði út um allt í Hollandi, vinir mínir gerðu stundum grín að því. Besta vinna sem ég hef verið í var að keyra flutningabíl.“

Undirbýr nýtt líf í HollandiÁ degi hverjum vonast Angelo eftir fréttum af málsmeðferð en situr ekki auðum höndum og undir-býr nýtt líf í Hollandi. „Ég vil bara vita hvaða dómur bíður mín. Mér leiðist að bíða eftir svörum. Ég hef sagt lögreglunni allt sem ég veit og hjálpað eins og ég get. Núna er ég að undirbúa nýtt upp-haf í Hollandi. Í síðustu viku fékk ég frábærar fréttir, ég fékk leyfi til þess að hefja nám við um-ferðarstjórnun. Þá get ég stjórnað hvernig vörubílar koma og hvert þeir fara. Vinir mínir eru að senda mér skólabækurnar og ég hlakka til þess að byrja, þá hef ég eitthvað að gera á daginn. Ég þarf bara að finna út hvernig ég sendi bréfið til skólans í póst. Ég veit heldur ekki hvert ég get farið með tómar plast-flöskur.“

skrift heldur bara innsæi, þetta var fullkomið.“

Angelo saknar vina sinna og fjöl-skyldu í Hollandi afar sárt en heyrir í þeim í gegnum Skype og önnur samskiptaforrit daglega. Hann segir aðstandendur sína hafa haft miklar áhyggjur af því hvar hann væri niðurkominn þegar ekkert spurðist til hans dögum saman. „Ég skildi ekki neitt, allt í einu var fullt af lögreglubílum og lögreglan handtók okkur. Lögreglan sagði að í pakkanum væru 23 kíló af fíkni-efnum, ég hefði aldrei farið í þessa

Angelo er orðinn þekktur á Íslandi og vill fólk fá mynd af sér með honum úti á götu.

Angelo UijlemanAngelo er mikill fótbolta-aðdáandi, heldur upp á tónlist níunda áratugar-ins og elskar að kynnast nýju fólki. Hann á erfitt með bjarga sér sjálfur og á stundum í erfiðleikum með skynja og skilja aðstæður.

Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177

hafðu það notalegt

vottun reynslaára

ábyrgð

gæði

miðstöðvarofnar

24 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 25: 05 02 2016

20% AFSLÁTTUR AF

ÖLLUMHELENA RUBINSTEIN

VÖRUM

HELENA RUBINSTEIN KYNNINGÍ LYFJUM OG HEILSU KRINGLUNNI

FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS.

NÝTTNÝTT

FERSKT FLJÓTANDI ORKUGEFANDI C VÍTAMÍNKREM SEM VEITIR

SAMSTUNDIS OG VARANLEGA LJÓMANDI OG FYLLTA HÚÐ.

Við mælum með Lash Queen Feline Blacks maskaranum frá Helena Rubinstein sem margar íslenskar konur kalla „Tiger maskarann“. Hann er extra svartur, þéttir og lengir augnhárin á djarfan og tælandi hátt. Hel-ena Rubinstein er frumkvöðull og sérfræðingur í möskurum og kom með fyrsta sjálfvirka maskarann á heimsvísu 1958 og fyrsta vatnshelda mask-arann 1939. VERTU VANDLÁT – VARASTU EFTIRLÍKINGAR.

PRODIGY KREM OG OLÍA GEFA 3X NÆRÐARI OG MEIRA LJÓMANDI HÚÐ EFTIR AÐEINS VIKU NOTKUN.

Veist þú að þurrkur á þátt í 2/3 af sjáanlegum öldrunarmerkjum húðarinnar. Prodigy þurr-olían smýgur djúpt ofan í húðina og gefur næringu, mýkt og

raka. Hún veitir þægindi, vinnur gegn húðskemmdum og minna ber á línum og hrukkum. Hitaðu 2-3 dropa í lófunum, þrýstu mjúklega á

hreint andlit, háls og bringu áður en þú berð kremið á húðina.

GÓÐ RÁÐ: Setjið 1 dropa á andlitið í eða eftir flug sem „Rescue Oil“. Blandaðu 2 dropum í kremið þitt fyrir auka næringu. Blandaðu 1 dropa í farðann þinn fyrir ómótstæðilegan ljóma.

25% AFSLÁTTURA F P R O D I G YL Í N U N N I .

Page 26: 05 02 2016

26 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Mynd | Hari

Þura Stína sigldi skútu með afa sínum í átta mánuði frá Tyrklandi í Karíbahafið. Skipstjórinn og plötusnúðurinn er óhrædd að taka áskorunum og keppir nú í deildarmóti í kotru.

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Það má segja að Þura Stína Krist-leifsdóttir geri það að lifibrauði að brjóta niður staðalímyndir. Hún hefur alla tíð tamið sér að segja „já“ við tækifærum. Sú jákvæðni hefur oftar en ekki gert hana að fyrstu eða einu stelpunni í hópnum. Í grunnskóla tók hún þátt í rapplagakeppni grunnskólanna, gerðist plötusnúður á Prikinu, varð skipstjóri og sigldi skútu yfir Karíbahafið og var nýverið eina konan til þess að keppa í deildar-móti í kotru.

„Afi átti fimm skútur á Tyrk-landi. Eftir menntaskóla ákvað ég að sækja mér skipstjórnarrétt-indi, eða svokallað pungapróf í Vestmannaeyjum, og fara til hans að sigla. Ég vann í tvo mánuði að leigja út skútur og vinna á höfn-inni. Ég varð fyrir miklum for-dómum, mennirnir á bryggjunni héldu að ég væri ein af dömunum um borð á mótorsnekkjunum.“

Á þessum tveimur mánuðum gerðu Þura Stína og afi hennar skútuna Íslandssól ferðbúna fyrir átta mánaða ferðalag. „Afi nefndi allar skúturnar sínar eftir kven-persónum úr sögum Laxness. Hann vildi einnig hafa þær allar

Sigldi með afa frá Tyrklandi í Karíbahafið

undir íslensku flaggi og borgaði meira fyrir það, þrjóskur maður.“

Blóðskvettur og sjóræningjarÞrátt fyrir að hafa komið við í tuttugu löndum og tekið um borð nýja áhöfn í hverju landi kynntist

Þura Stína einveru í fyrsta skiptið á ferðalaginu. „Ég var ekki vön því að vera ein með sjálfri mér, ég hef alltaf verið umkringd fólki. Þarna stóð ég heilu næturvaktirnar ein með hafinu og stjörnubjörtum himni.“

Á einni slíkri næturvakt við strendur Afríku fylltist Þura Stína skelfingu þegar hún sá ljós fram undan, líkt og land væri í augsýn. „Það kom ekkert land fram á rad-arnum, ég hélt ég væri að klessa skútuna. Ég heyri síðan hljóð úr

mótor og sé að þetta eru tugir smárra fiskibáta og einn þeirra birt-ist skyndilega upp við Íslandssól. Þá hélt ég að um sjóræningja væri að ræða og „fríkaði“ út. En þá voru þetta bátsverjar að vonast eftir sígarettum, ég var svo fegin.“

Þura Stína gerðist plötusnúður með hjálp Youtube og spilar nú á Prikinu ásamt Sunnu Ben um helgar.

Page 27: 05 02 2016

|27fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Þura Stína segir frá allskyns upp-ákomum á ferðalaginu, þá sér-staklega þegar vont veður skall á og hún og afi hennar urðu að standa vaktina tvö. „Við vorum mitt á milli Grikklands og Möltu þegar maður um borð skall á hnakkann með glas af trönuberjasafa í hendi. Þetta var blóðbað þegar ég kom að, en trönuberjasafinn, sem helltist út um allt, ýtti undir dramatíkina. Það var tveggja sólarhringa sigling í land og urðum því að sauma hann á staðnum.“

Sjómennskan er karllægÞegar Þura Stína kom heim eftir ferðalagið reyndi hún að fá pláss um borð í togara. Þrátt fyrir að vera með pungapróf og reynslu við fisk-verkun gekk það ekki eftir. „Þetta er karllægt umhverfi og ég hef heyrt tugguna „konur breyta stemning-unni um borð.“ Ég hélt því áfram að vinna í frystihúsinu í Vestmanna-eyjum og kom til Reykjavíkur á milli vertíða. Mér bauðst að reka Prikið um tíma og skemmtistaðinn Dollý síðar meir, sem var dýrmæt reynsla.“

Þura Stína segir það hark að reka skemmtistað í Reykjavík og þar hafi hún fyrst lært að segja nei. „Fólk er drukkið og í misgóðu ástandi, í þessu starfi og skiptir máli að vera ákveðinn. Þetta getur verið erfitt sérstaklega þegar vinir þínir eru inni á staðnum eða að vinna undir þér.“

Áður en Þura Stína gerðist rekstr-arstjóri á Dollý bauðst henni að spila á skemmtistaðnum. Þá hafði hún litla reynslu í að þeyta skífum en tók því tilboði eins og henni einni er lagið. „Ég skildi ekki hvers vegna ég var fengin í þetta. Ég horfði á kennslumyndbönd á Youtube og fékk ráð hjá vinum mínum sem eru plötusnúðar og vonaði það besta. Þetta reyndist skemmtilegt kvöld sem opnaði nýjar dyr fyrir mér.“

Síðar sameinuðu þær Þura Stína og plötusnúðurinn Sunna Ben krafta sína og koma saman undir nafninu SunSura og eiga fast kvöld á Prikinu einu sinni í mánuði.

Greindist seint með ofvirkniÁ meðan Þura Stína rak skemmti-staði í miðbænum fékk hún inn-göngu í grafíska hönnun við Listaháskólann. Alla tíð hefur hún átt erfitt með einbeitingu og kvíðinn fyrir því að setjast aftur á skólabekk hvatti hana í greiningu. „Það kom í ljós að ég er með hátt stig af ofvirkni og einnig athyglisbrest. Ég er hrædd við að breytast undir áhrifum lyfja, vera minna skapandi eða minna ég sjálf. Þess vegna lét ég aldrei greina mig.“ Þrátt fyrir greiningu ákvað Þura Stína að reyna við námið án lyfja. „Það var erfitt á köflum og sér-staklega á löngum dögum í yfirferð eða á fyrirlestrum. Mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki móttekið það sem fer fram, en ég reyni mitt besta.“

Keppir á deildarmóti í kotruÞura Stína segir hápunkt brjálæðis-ins hafa verið í haust þegar hún tók þátt í deildarkeppni í kotru. „Afi kenndi mér kotru þegar ég var lítil. Ég sendi Kotrufélaginu tölvupóst og mánudaginn eftir var ég mætt í minn fyrsta keppnisleik. Ég ætlaði að snúa við á leiðinni, mér var ekki skemmt og hugsaði að nú hefði ég gengið of langt.“ Þura Stína var fyrst kvenna til að skrá sig í félagið og keppir einu sinni í viku. Hún vonar að fleiri konur fylgi á eftir. „Kotra er enginn karlaleikur. Ég hlakka til að verða betri og vonandi komast á Ís-landsmeistaramótið einn daginn.“

Um þessar mundir vinnur Þura Stína að lokaverkefninu sínu, hand-bók um sjávarþörunga á Íslandi og hvernig má nýta þá til matar og lækninga. „Ég einbeiti mér ein-göngu að náminu. Sjávarþörungar heilla mig og hafa fjölbreyttari til-gang en sem skraut á fínum veit-ingastöðum. Í sumar vonast ég til að taka verkefnið áfram í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun.“

Ástföngnu páfagaukarnir Drífa og Pési búa saman í Hvassaleitinu. Reyndar voru þau lengi vel rang-lega kynjuð, enda Drífa karlkyns og Pési kvenkyns. Um daginn varð parið þó aðskilið þegar Drífa flaug út um glugga, forvitinn um heiminn fyrir utan hann. Þegar páfagaukar týnast yfir nótt er þeim ekki hugað líf, sérstaklega ekki í janúarkulda eins og þeim sem Drífa flaug út í. Morguninn eftir hvarf hennar mætti Kristján Ágúst Kjartansson æsku-lýðsfulltrúi til vinnu í Grensáskirkju. Þegar hann steig út úr bílnum á bílastæðinu heyrði hann hátt tíst,

svo hátt að það vakti furðu hans. Á endanum tókst honum að renna á hljóðið og sjá Drífu, sem varla sást enda eins á litinn og snjórinn. Kristján bauð honum að koma til sín og Drífa hoppaði feginn upp á fingur hans. Svo fékk hann að hlýja sér á brjósti Krisstjáns og narta í epli á skrifstofu hans. Drífu var svo skilað til eigenda sinna fyrir tilstilli máttar Facebook, enda höfðu eigendur Drífu leitað hans logandi ljósi síðan daginn áður.

Líf mitt sem páfagaukur

Sambýlingarnir snæða saman kvöldverð.

Flóttafugl finnst í kirkju

Page 28: 05 02 2016

Tónskáldin Hildur Guðna­dóttir og Jóhann Jóhannsson eiga langa sögu saman og hafa fylgst að í tónlist í tíu ár. Þau hjálpast að og deila stúdíói í líflegasta hluta Berlínar. Saman sömdu þau tónlistina fyrir Ófærð en Hildur kom einnig að tónlist Jóhanns sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár.

Þóra Tómasdó[email protected]

Sólóplötur og kvikmyndir bíða þeirra í hrönnum og viðtalsbeiðnir berast úr ýmsum áttum. Það er svo mikið um að vera hjá þeim Hildi og Jóhanni að eini tíminn til að ná af þeim tali er yfir hádegismatnum. Óskarsverðlaunahátíðin fram und-an er ekki til að bæta vinnufriðinn. Tónlist Jóhanns við kvikmyndina Sicario er tilnefnd til verðlaunanna í ár en Hildur leikur á selló í verk-inu. Hún semur einnig og spilar hluta af tónlistinni í kvikmyndinni

The Revenant sem tilnefnd er til fjölda Óskarsverðlauna.

Þau velja sér veitingastað við Kottbusser Tor í Kreuzberg innan um nítjándu aldar byggingar og ógnarstórar verkamannablokkir. Í hverfinu ægir saman aðkomufólki úr öllum áttum og hátt hlutfall Tyrkja hefur sett svip sinn á veit-ingahúsaflóruna. Hingað sækja Þjóðverjar úr hinum ýmsu borg-um, listamenn, pönkarar, frum-kvöðlar, flóttamenn, matgæðingar og viðskiptajöfrar, svo eitthvað sé nefnt, og jú, heróínfíklar koma hingað líka til að kaupa sér næsta skammt.

Hildur og Jóhann halda til í stúdíói skammt frá, með tónlistar-mönnum frá Bretlandi og Hol-landi, og segja sambýlið skapa góða dínamík. „Það er tilgangur-inn með þessu öllu. Að eiga gjöfult samstarf og kynnast öðrum lista-mönnum sem opna dyr fyrir ein-hverju alveg nýju. Það hjálpar manni að viðhalda áhuganum og þróast í tónlistinni,“ segir Hildur.

Hún hefur búið í Berlín í áratug og er á heimavelli í hverfinu en tónlistin hefur togað hana um all-an heim. Frá unga aldri hafa tón-leikaferðalög verið stór hluti af lífi hennar. Hildur hefur verið með-limur í ýmsum íslenskum hljóm-sveitum, m.a. múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún hefur komið fram sem einleikari á heimsfrægum tónleikastöðum en líka spilað með finnsku raftónlistarsveitinni Pan Sonic, bresku Throbbing Grisle og tónlistarmanninum David Sylvian, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að hafa lært sellóleik í Tónlistar-skóla Reykjavíkur, og tónsmíðar í listaháskólanum hér heima og í Berlín, hefur hún synt í tækifærum og valið sér verkefni gaumgæfilega. Eftir hana liggja fjórar sólóplötur og tónverk fyrir útvarp, leikhús og kvikmyndir. Það tæki daginn að þylja upp afrek hennar á tónlistar-sviðinu en það nýjasta er verk fyrir netútvarpið The Lake Radio.

„Leiðir okkar Jóa lágu fyrst saman fyrir meira en tíu árum

Athyglin eykst en vinnan er sú samaJóhann Jóhannsson og Hildur Guðnadóttir eru samherjar

í tónlist og bera verk sín hvort undir annað.

Mér finnst ég hafa unnið

sömu vinnuna í áratugi, en það

er skrítið að ég fann engan

sérstakan áhuga á umfjöllun

um verk mín á Íslandi fyrr

en ég fór að taka að mér

þessi áberandi kvikmyndaverk-

efni.

Jóhann Jóhannsson

þegar við unnum saman að dans-verki. Mér finnst gott að vinna með fólki sem ég þekki svona vel því samskiptin verða svo áreynslulaus. Flæðið er meira. Eins og í gömlum vinasamböndum þá þarf ekki að ræða hlutina í þaula. Við höfum líka vaxið mjög samstíga í tónlist og fylgst að við margvísleg tilefni,“ segir Hildur. Jóhann jánkar því. „Við eigum marga snertifleti í tón-list. Það má segja að við mætumst í ákveðnu tónlistarmengi.“

Jóhann hefur breiðan tónlistar-bakgrunn og á árum áður var hann meðal annars í hljómsveitun-um HAM og Apparat Organ Quar-tet, vann með Emilíönu Torrini og útsetti fyrir Pál Óskar. Fyrsta platan hans, Englabörn, kom út árið 2002 en síðan hafa sólóplötur hans orðið sjö. Undanfarinn áratug hefur hann aðallega samið tónlist fyrir kvikmyndir og er orðinn eitt eftirsóttasta tónskáld í Hollywood um þessar mundir.

Hann hefur einnig reynt fyrir sér sem leikstjóri og heimildar-

Undirhlíð 2 Akureyri

Hallarmúla 2 Reykjavík

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS

0%VEXTIRALLAR VÖRURVAXTALAUST Í 12 MÁNUÐI

Í Febrúar fást allar

vörur með vaxtalausum

raðgreiðslum með 3.5%

lántökugjaldi og 405kr

greiðslugjaldi af hverjum

gjalddaga

GXT363

7.1Mögnuð 7.1 leikjaheyrnartól með

hljóðnema og öflugum 50mm vibration

búnaði sem tryggir nötrandi bassa og

hámarks hljómgæði á ótrúlegu verði:)14.900

4. FEBRÚAR 2016 - BIRT

Ný kynslóð OCZ SSD diska með háhraða TLC NAND

120GB SSD

ENN BETRA VERÐ

3 ÁR

A ÚTSKIPTIÁBYRGÐ Á OCZ TR

ION3

ÁRA

OC

Z TR

ION HÁGÆÐA SOLID STATE D

ISKAR319.900

DRAUMA LEIKJAVÉL NÖRDANNA;)

• Intel Quad Core i7-6700HQ 3.5GHz Turbo• 16GB DDR4 2133MHz vinnsluminni 512GB SSD ofur hraður diskur 15.6’’ Ultra HD 4K IPS skjár 3840x2160 4GB GeForce GTX 960M leikjaskjákort 2.1 JBL Dolby Digital Plus hljóðkerfi 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0 720p HD vefmyndavél með Stereo MICWindows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

Y7004K

5944096359440963

3840x2160

4K-UHDIPS SKJÁR MEÐ

178° SJÓNARHORNI

BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ

Y700Y700Y700•••••• • • •

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

ReykjavíkReykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

OPNUNARTÍMARVirka daga

10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00

BETRA VE

2.990ÁRS ÁSKRIFT

Home&Student

21.900

OFFICE 2016

NÝJUSTU ÚTGÁFUR AF WORD, EXCEL, POWERPOINT OG ONENOTE

NÝTTBÆÐI TIL

FYRIR MACOG PC

ÖRYGGISVÖRN

FARTÖLVUTASKA :)

3 LITIR

FARTÖLVUTASKA :) FARTÖLVUBAKPOKI

7.990CRUZ BAKPOKIFartölvubakpoki með plássi fyrir allt aukadótið :)

3LITIR

FARTÖLVUTASKA :)FARTÖLVUTASKA :)

VERÐ ÁÐUR 3.990

ÓTRÚLEGTTILBOÐ

279.900SKYLAKE i7 LEIKJAFARTÖLVA

• Intel Quad Core i7-6700HQ 3.5GHz Turbo• 8GB DDR4 2133MHz vinnsluminni• 512GB SSD ofur hraður diskur• 15.6’’ FHD IPS Anti-Glare 1920x1080• 4GB GeForce GTX 960M leikjaskjákort• 4.0 Dolby Digital Plus Surround hljóðkerfi• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0• 720p Crystal Eye HD vefmyndavél• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

6

IP1920x1080 SKJÁR178° SJÓNARHORNI

NITRO

LYKLABORÐ Í

199.900

• Intel Core M-5Y71 2.9GHz Turbo 4xHT• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni• 256GB SATA3 SSD ofur hraður diskur• 13.3’’ QHD+ IPS fjölsnertiskjár 3200x1800• 1GB Intel HD 5300 DX12 skjákjarni• AccuType lyklaborð með• 867Mbps WiFi AC, BT 4.0, USB 3.0• Örþunn 12.7mm og aðeins 1,19kg• Windows 8.1 & Windows

YOGA3

FÆST Í 2 LITUM

FJÖLSNERTISKJÁR

299.900

MacBookPro13” RETINA 512GB

2015

Intel Core i5-5257U 3.1GHz Turbo 4xHT8GB DDR3 1866MHz vinnsluminni512GB SSD PCle Flash - 60% hraðari13.3’’ IPS Retina 2560x1600 skjárAC WiFi, BT4.0, USB 3.0, Thunderbolt 2Li-Polymer rafhlaða allt að 12 tímarApple OS X Yosemite stýrikerfi

70ÞÚSUND LÆGRA VERÐ!ALGENGT VERÐ 369.990

13” i5 256GB AÐEINS 269.900

MACBOOK

ÍSLEN

SKIR LETUR LÍMMIÐAR Á LYKLABORÐI

EN

N BETRA VERÐ!

Á BETRA VERÐI MEÐ ÍSLENSKUM LETUR LÍMMIÐUM

ÞÚ FÆRÐ

FARTÖLVUBAKPOKIFARTÖLVUBAKPOKI

14.900WENGERGIGABYTEFartölvubakpoki með fjölda af hólfum;)

12” MacBook 256GB

229.900i5 & 256GB SSD

2015

MACBOOK

ÍSLEN

SKIR LETUR LÍMMIÐAR Á LYKLABORÐI

EN

N BETRA VERÐ!

Á BETRA VERÐI MEÐ ÍSLENSKUM LETUR LÍMMIÐUM

ÞÚ FÆRÐ

18ÞÚSUND LÆGRA VERÐ!ALGENGT VERÐ 247.990

NÝJUSTUGRÆJURNARSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUM

4BLS

KIP

PA Ú

T :)

GXT363GXT363

7.17.17.17.1Mögnuð 7.1 leikjaheyrnartól með

hljóðnema og öflugum 50mm vibration

hljóðnema og öflugum 50mm vibration

hljóðnema og öflugum 50mm vibration

búnaði sem tryggir nötrandi bassa og

búnaði sem tryggir nötrandi bassa og

hámarks hljómgæði á ótrúlegu verði:)

hámarks hljómgæði á ótrúlegu verði:)

7.17.17.17.17.17.17.1SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

199.900

13.3’’ QHD+ IPS fjölsnertiskjár 3200x1800• 1GB Intel HD 5300 DX12 skjákjarni••••

FÆST Í 2 LITUM

299.900

MacBook13” RETINA

AC WiFi, BT4.0, USB 3.0, Thunderbolt 2Li-Polymer rafhlaða allt að 12 tímarApple OS X Yosemite stýrikerfi

13” i5 256GB AÐEINS

3 LITIR3 LITIR

Intel Core M-5Y71 2.9GHz Turbo 4xHT• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni• 256GB SATA3 SSD ofur hraður diskur• 13.3’’ QHD+ IPS fjölsnertiskjár 3200x1800

YOGA3 YOGA3

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLSNÝR BÆKLINGUR NÝR BÆKLINGUR NÝR BÆKLINGUR NÝR BÆKLINGUR NÝR BÆKLINGUR AF SPENNANDI AF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐITÖLVUBÚNAÐI

5ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR19.900

GLERAUGUVR

LÚXUS 360° SÝNDARVERULEIKA-GLERAUGU

FRÁ FREEFLY FYRIR NÆR ALLA SNJALLSÍMA,

MEÐ MJÚKUM PÚÐUM OG HÁGÆÐA 120°

LINSUM ÁSAMT ÞRÁÐLAUSUM STÝRIPINNA

14.900

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

28 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 29: 05 02 2016

Bókaðu borð562 [email protected]

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina BragðFrakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain deClairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus(2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á EdAuberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun semútskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðlimatreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum.

www.gudjono.is · Sími 511 1234

4ra rétta matseðlar

GjafabréfPerlunnarGóð gjöf viðöll tækifæri!

Einstakir4ra rétta matseðlar

Matreiðslumeistari

Stefán Elí

VEGANRauðrófu-carpaccio

með piparrot, furuhnetum,rauðrofum og fennikkusalati

Sveppaseyðimeð seljurotar-ravioli

Hnetusteikmeð jarðskokkum, rauðkali

og klettasalati

Döðlukakameð hindberjasultu og sítronukrapi

KJÖT OG FISKURNauta-carpaccio

með parmesan, furuhnetum, rauðrofum,sveppum og klettasalati

HumarsúpaRjomaloguð með Madeiraog grilluðum humarholum

Fiskur dagsinsferskasti hverju sinni utfærður

af matreiðslumonnum Perlunnar

~ eða ~

Andarbringameð andarlæri, eggaldinmauki, gulrotum,

kartoflum og larviðar-soðgljaa

Mjólkursúkkulaðimúsmeð mandarinum og dokkum sukkulaðiís

Með hverjum 4ra rétta seðlifylgir frír fordrykkur!

Page 30: 05 02 2016

mynd hans, End of Summer, var valin besta stuttmyndin á IndieLisboa kvikmyndahátíð-inni í Lissabon í Portúgal í fyrra. Þá hlaut hann einnig Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist við kvikmyndina The Theory of Everything en fyrir hana var hann einnig tilnefndur til Óskars-verðlauna. Í ár er hann tilnefndur til verðlaunanna fyrir tónlist sem hann samdi við kvikmynd Dennis Villeneuve, Sicario en Hildur var honum innan handar og lék á selló í verkinu. Hún var einnig meðal flytjenda í tónlistinni sem hann samdi við spennutryllinn Priso-ners.

„Það var mikið gæfuspor fyrir mig að flytja frá Kaupmannahöfn til Berlínar,“ segir Jóhann sem kom til borgarinnar fyrir tveimur árum. „Ákvörðunin um að koma hingað var aðallega vinnulegs eðlis. Vinir mínir margir og samstarfsfélagar búa hér svo ég ákvað að færa mig. Svo losnaði pláss í stúdíóinu hjá Hildi og ég sló til. Kaupmanna-höfn hefur nefnilega breyst mikið og þó borgin sé yndisleg er orðið erfiðara að finna vinnuaðstöðu á góðum stað, þar sem er eitthvað líf. Til þess þarf að fara í úthverfin. Í Berlín er það miklu auðveldara.“

Við flutningana breyttust að-stæður Jóhanns verulega því í Kaupmannahöfn starfaði hann í stúdíói þar sem voru margir kvik-myndagerðarmenn en Jóhann eina tónskáldið. „Þá var ég mikið einn í því sem ég var að gera og hafði ekki möguleika á samspili eins og í dag. Tónsmíðar geta verið mjög einangrandi starf. Nú er ég svo heppinn að deila stúdíói með öðr-um listamönnum sem ég á miklum díalóg við.“

Og það er einmitt gleðin sem er hvatinn að tónlistarverkefnum þeirra Hildar og Jóhanns. Því eins

og Jóhann segir, þá kemur að þeim tímapunkti að þú þarft að bera verk þín undir aðra og fá dóm-greind annarra lánaða. Hann nefn-ir sem dæmi sólóplötu sem hann hefur unnið að síðan 2009. „Eftir sex ára ferli er einmitt komið að því að heyra hvað öðrum finnst. Eins og ljóðskáldið T.S. Eliot þurfti að bera hugmyndina að ljóðinu Waste Land undir ritstjóra sinn áður en hann gat komið því frá sér. Það þurfti að fara í gegnum hend-urnar á öðrum manni til að geta fæðst.“ Waste Land er talið eitt af merkustu ljóðum 20. aldarinnar og Jóhann segir það gott dæmi um hvernig list getur orðið betri þegar listamaðurinn fær að spegla hug-myndir sínar í öðrum. „Í svona samvinnu þarf maður að leggja egóið til hliðar og leyfa hlutunum að gerast.“ Hildur bætir við: „Já, og velta sér ekki of mikið upp úr því hver gerir hvað. Oft verða óljós skil á milli höfundar og flytjanda. Sumt verður til í samvinnu og það er dýrmætt þegar verk verða afrakstur margra ólíkra reynslu-heima.“

Jóhann segir langerfiðasta hluta tónsmíða vera að byrja á nýju verki. „Þá líða vikur þar sem ég er mjög frústreraður og pirraður. Það er ekki fyrr en einhver beinagrind er komin sem hlutirnir verða auð-veldari,“ segir Jóhann. Þá taki við ferli þar sem hann velti fyrir sér hvað sé nothæft á teikniborðinu og hvað ekki. „Ef ég veit ekki hvort tónlistin virkar, þá get ég efast mjög mikið um sjálfan mig.“ Hildur kannast vel við sjálfsefasemdir sem fylgja þessu ferli.

„En þegar ég finn að tónlistin virkar þá treysti ég minni dóm-greind hundrað prósent og veit að öðrum á eftir að líka við hana. Þetta er innsæi sem hefur komið með reynslunni og því að fara oft

í gegnum sama ferlið. Maður þarf samt að álit annarra á einhverju stigi, eins og þegar maður er ein-angraður í verkum sínum,“ segir Jóhann.

Hann hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim vegna kvikmyndaverkefnanna sem hann hefur unnið að undanförnu. Hild-ur hefur hinsvegar valið að gefa ekki mikið færi á sér í fjölmiðlum. Reynsla þeirra af umfjöllun er ólík.

„Mér finnst ég hafa unnið sömu vinnuna í áratugi,“ segir Jóhann „en það er skrítið að ég fann engan sérstakan áhuga á umfjöllun um verk mín á Íslandi fyrr en ég fór að taka að mér þessi áberandi kvik-myndaverkefni.“

Þó Hildur vinni með og fyrir tón-listarfólk í heimsklassa segist hún varast að gefa of mikið færi á sér. „Tónlist talar svo sterkt og pers-ónulega til fólks, stundum upplifir fólk að ég sé að tala persónulega við það.“ Hildur lýsir því að stund-um hafi tónleikagestir og þeir sem hlusta á tónlistina hennar, gengið of nærri henni. Þannig að hún er vör um sig og nennir ekki að láta draga sig í mikla fjölmiðlaumfjöll-un. „Ég vel að svara ekki tölvupóst-um frá fólki sem að hefur samband við mig eftir tónlistarupplifanir. Ég hef upplifað það að fólk dúkkar upp á ótrúlegustu stöðum og finnst það eiga tilkall til mjög persónu-legra samskipta, um allan heim, meira að segja við heimili mitt. Og mér finnst það frekar óþægilegt. Það er hinsvegar dásamleg gjöf sem ég þakka fyrir á hverjum degi, að geta talað til og hreyft við fólki í gegnum tónlist.“

Þau Jóhann eru sammála um að umhverfið ýti listamönnum út í að vera extróvertar, og stundum gegn vilja sínum.

Verkin eru þeirra framlag og það sem þau vilja miðla.

Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Ósk-arsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmynd-inni Sicario. Hildur lék á selló í verkinu.

Hildur samdi og flutti hluta tónlistarinnar í kvikmyndinni The Revenant. Myndin er til-

nefnd til tólf Óskarsverðlauna.

Tónlist talar svo sterkt og

persónulega til fólks,

stundum upplifir

fólk að ég sé að tala

persónulega við það.

Hildur Guðnadóttir

Sólgleraugu með styrkleika

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is

Margverðlaunuðu leikföngin frá Hape færðu hjá KRUMMA

AugnhvílanMargnota augnhitapoki

Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ

Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarma-blöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum.

30 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 31: 05 02 2016

UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI

Rifgataðar

síður!Rifgataðar

Prentuð á þykkan gæða- pappír

Hollur, auðveldur og góður hversdags- matur

Stórvirkið

sívinsæla

sívinsæla

prentun komin!

2.

MetsölulistiEymundsson

Handbækur - vika 5

1.

MetsölulistiEymundsson

Handbækur - vika 5

3.

MetsölulistiEymundsson

Handbækur - vika 5

2.

Hollur, auðveldur og góður

Ný bók frá Nönnu

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

Page 32: 05 02 2016

Mynd | Hari

Elsku þreyttu og baugóttu for­eldrar. Bestu þakkir fyrir erindið og þið eigið samúð mína alla. Bæði þið og dóttir ykkar hljótið að vera örmagna eftir eins árs svefnvand­ræði og algjörlega tímabært að leita nýrra leiða.

Leitið til sérfræðingaFyrst af öllu vil ég hvetja ykkur til að leita aðstoðar hjá sérfræði­teymi sem starfar á göngudeild Barnaspítalans. Þar starfa tveir hjúkrunarfræðingar, sérhæfðir í svefnvanda ungra barna og önnur þeirra gaf einmitt út bókina Draumaland með leiðum til að bæta svefnvenjur 0-2 ára barna. Bókin er fáanleg í öllum bókabúð­um og tíma á göngudeild pantið þið sem sagt á Barnaspítalanum í síma 5433700.

Upp í eða eitt í rúmi og herbergiMér skilst á bréfinu ykkar að dóttir ykkar sofi sínum óreglulega svefni í eigin rúmi og eigin svefnher­bergi. Það eru skiptar skoðanir um hvenær barn eigi að sofa í eigin rúmi og hvenær í eigin her­bergi. En við vitum að börn vilja helst vera uppi í hlýju bólinu hjá foreldri sínu og sú nánd er afar já­kvæð en ekki varanlegt svefnfyrir­komulag. Að mínu mati sofa börn best í eigin rúmi en í herbergi for­eldranna, t.d. fyrstu tvö æviárin. Þá skynjar barnið nálægðina og er í seilingarfjarlægð frá hlýrri hönd foreldris ef þarf að róa barnið. Ég ítreka að skoðanir eru skiptar þarna og besta ráðið er alltaf það sem gefur bestan árangur fyrir bæði barn og foreldri.

Á að svæfa börn?Þið hafið prófað að setja yngri stúlkuna ykkar inn til hinnar eldri á nóttunni en það þarf að standa vörð um svefninn hennar og því er sú leið ekki heppileg. En margt annað getur hjálpað til.

Góð kvöldrútína er mikilvæg fyrir svefninn. Hollur matur og ró­semd við kvöldverðarborðið, ekk­ert sælgæti, mögulega bað sem oft virkar róandi fyrir svefninn og róleg stund meðan mamma eða pabbi hátta stúlkuna sína. Síðan

eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að svæfa börn. Ég sjálf hvet for­eldra til að gefa barninu tíma með sér þegar það er komið í bólið. Hlý nærvera, söngur, bókaskoðun og síðan bóklestur fyrir svefninn er alltaf góð regla. Mörg börn sofna sjálf eftir samveruna þótt foreldrið fari fram en önnur getur þurft að svæfa. Þarna meta foreldrar sjálfir hvað virkar best og hvað ekki.

Á að hlaupa til?Loks nefnið þið viðbrögð ykkar á nóttunni þegar þið reynið að hlaupa ekki strax til þegar stúlkan mótmælir en endið oftast með að fara til hennar. Þarna er ákveðin þversögn sem ruglar hana í ríminu, hún veit að ef hún kvartar og grætur koma mamma og pabbi ekki strax en koma samt að lokum. Það er mikilvægt fyrir traust barnsins að foreldrar bregðist strax við því hjálparákalli sem gráturinn er nema verið sé að breyta einhverri ákveðinni hegðun barns samkvæmt plani og í samráði við fagfólk.

Gangi ykkur allt í haginn og ég veit að svefnráðgjöfin mun finna bestu leiðirnar með ykkur.

Ykkar Magga Pála

UppeldisáhöldinMagga Pála gefur foreldrum

ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára.

Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið[email protected]

Svefnlausar nætur og baugarSæl Margrét Pála.

Ég hef verið að lesa greinarnar þínar og ákvað að senda þér línu.Ég á 2 stelpur, 1 árs og 3.5 árs. Þessi yngri er allra manna hugljúfi

og dásamlegur karakter. … Hún sefur svo illa á nóttunni og er mjög lengi að sofna á kvöldin. Hún hefur verið að sofa bara einu sinni á daginn frá því hún var rösklega 10 mánaða ... og fær ekki

að sofa lengur en til kl. 15 … samt er hún iðulega 1-1.5 klst. að sofna á kvöldin. Við höfum prófað Lulla-doll, að spila tónlist, gefa henni

bangsa og núna seinast settum við hana inn í sama herbergi og stóra systir. Lítið breytist, við reynum að veita lágmarksþjónustu og ekki hlaupa til ef hún byrjar að góla. Hún vaknar einnig mjög

oft á nóttunni, stundum á klukkutíma fresti frá kl. 23-4, fer á fæt-ur milli kl. 6.30-7 og við foreldrarnir með bauga niður á höku.

Halla Harðardó[email protected]

„Ég hef aldrei þolað að sjá blóð,“ segir smiðurinn Steingrímur Ingi Stefánsson sem gleymir seint þeirri upplifun að hafa séð félaga sinn missa putta og þurft að leita að honum í kjölfarið. „Fyrir nokkuð mörgum árum bjó ég í Danmörku og var að vinna þar sem smiður. Einn daginn vorum við tveir félagar að vinna saman í þaki niður í bæ. Við vorum bara að vinna eins og venjulega, einbeittir í okkar heimi, hann á söginni og ég í öðru, þegar ég heyri allt í einu eitthvað skrítið hljóð í söginni, svona eins og eitthvað annað en tré hafi farið þar í gegn, og stuttu síðar kemur öskrið.“

„Gæinn heldur utan um höndina á sér, það er blóð út um allt, og segist hafa tekið af sér puttana. Ég kem nær og sé að litli putti er farinn og hluti af baugfingri. Hann er auðvitað náfölur og í algjöru sjokki og endurtekur bara í sífellu; „þú verður að finna puttann, þú verður að finna puttann!““

„Ég átti rosalega erfitt með þess­ar aðstæður. Ég panikkeraði gjör­samlega og var alls ekki að meika allt þetta blóð, hef aldrei getað horft á blóð, en byrjaði að leita eins og vitleysingur að puttanum. Fyrst fann ég baugfingurinn en hann var svo tættur að það var ekkert hægt að nota hann en svo fann ég loks litla putta í hrúgu af sagi og setti hann í plastpoka sem ég fann í verkfæratöskunni.“

„Við drifum okkur út í bíl og ég keyrði á sjúkrahúsið á meðan gæinn hélt á puttanum sínum í plastpokanum. Ég mundi auðvit­að ekkert hvað best er að gera við svona putta, vissi að það átti að halda honum köldum eða heitum en mundi ekki hvort það var. Við brunuðum upp á næsta sjúkrahús á meðan aumingja hann rumdi og stundi af sársauka. Á bráðamót­tökunni kom svo í ljós að puttinn var ónýtur, svo hann vantar þessa

tvo fingur í dag.“„Þetta er það súrrealískasta

sem ég hef lent í, að gramsa í sagi í algerri panikk og leita að putta. Ég hef þessa reynslu alltaf á bak við eyrað síðan, verður oft hugsað til þessa putta og er alltaf alveg sérstaklega varkár á söginni. Smiðir eru mun var­kárari í dag en áður fyrr en það er samt þannig að á annan hvern eldri smið vantar allavega einn putta.“

Lífsreynslan Steingrímur Ingi Stefánsson

Þegar ég leitaði blóðugra putta

Steingrímur Ingi Stefánsson smiður leitaði í panikk að puttum sem vinnufélagi hans sagaði af sér.

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - [email protected]

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUMVerið velkomin

OYOYdiskamottur

4.490 kr/2 stk

Finnsdottir SamsuriumSkál blá 8.300 krSkál grá 8.900 krDiskur 7.900 kr

Nýtt í Snúrunni

Mette DitmerRúmteppiVerð frá 9.900 kr

Mette DitmerMette DitmerMette DitmerRúmteppi

Semibasicklútar 950 krklútar 950 kr

Lentzkaramellur

690 kr

32 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 33: 05 02 2016

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / [email protected] / S: 560 2000

SUMARSÓLINER KOMIN!Veldu þinn pakka og komdu með okkur í draumafríið á Gaman Ferða kjörum. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið. Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, ein 20 kg taska á mann og handfarangur.

Allt innifalið. Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) í 7 nætur. Ferðatímabil: 14.-21. júní.

112.500 kr.

109.600 kr.

Verð frá:

Verð frá:

Gran Oasis Resort****

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 5.-12. júlí.

Green Garden Resort & Suite****

TENERIFE

Verð frá 132.600 kr. miðað við 2 fullorðna.

Verð frá 134.100 kr. miðað við 2 fullorðna.

98.900 kr.Verð frá:

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 9.-16. ágúst.

Parque de las Americas***

Verð frá 112.900 kr. miðað við 2 fullorðna.

Allt innifalið. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 9.-16. maí.

132.500 kr.

74.900 kr.

Verð frá:

Verð frá:

Olympic Park****

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 16.-23. maí.

Cye Holiday Center***

COSTA BRAVA

COSTA DORADA

ALBIR

Verð frá 150.900 kr. miðað við 2 fullorðna.

Verð frá 88.900 kr. miðað við 2 fullorðna.

99.900 kr.Verð frá:

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn(2-12 ára). Ferðatímabil: 14.-21. júní.

Albir Garden***

Verð frá 110.300 kr. miðað við 2 fullorðna.

Page 34: 05 02 2016

Alda Lóa Leifsdó[email protected]

„Mín leið til þess að vinna bug á stressi og sorg að er ganga mig þreytta,“ segir Sylviane Pétursson Lecoultre iðjuþjálfi. Hún er hávaxin og glæsileg kona með silfurgrátt liðað hár, geislar af góðu líferni en hún gengur til og frá vinnu alla daga, samtals 9 km á dag, á milli Seltjarnarness og Borgartúns. Syl-viane fæddist árið 1953 í borginni Lausanne við Genfarvatn.

„Tilviljanir einar réðu því að ég fór með vinkonum mínum til Torremolinos í lok júlí árið 1978. Sjálf var ég á leið til Finnlands þegar vinkona mín vildi frekar fara til Portúgals. Ég hafði samþykkt breytinguna á ferðaplani okkar þegar þriðja vinkonan bættist í hópinn en sú var þunglynd og ekki var hægt að skilja hana eftir eina heima. Á endanum keyptum við hræbillega ferð fyrir allar þrjár til Torremolinos.“

Það fyrsta sem blasti við þeim á hótelinu var hópur af Íslendingum sem var að klára sumardvalarferð sína. Sama kvöld dró vinkona Sylviane hávaxinn Íslending að borðinu þeirra. „Ég er sjálf frekar hávaxin þannig að ég leiddi mann-inn með mér á dansgólfið og eftir nokkra dansa bauð hann mér út að

borða en sagði í framhaldinu: „Ég er svo blankur, getur þú pantað eitthvað ódýrt?““

Ástfangin upp fyrir haus„Mér fannst þetta lýsa góðum og heiðarlegum manni, hann var allavega ekkert að slá um sig eða þykjast vera einhver annar en hann var. Ég kolféll fyrir honum og fann strax eitthvað gerast innra með mér. Það var einu sinni kona sem sagði mér að þegar hún hitti mann-inn sinn í fyrsta sinn þá leið henni eins og hún væri komin heim. Þannig leið mér. Ég var svo örugg og ég hugsaði aftur um þetta þegar hann dó, þá fannst mér ég missa allt öryggi. Samt er ég mjög sjálf-stæð kona. Þetta snýst ekki um að ég geti ekki bjargað mér, en þegar hann dó þá leið mér eins og öryggi mitt væri farið. Hroðalegt sjokk, maðurinn sem varði mig, hann var farinn þótt að ég þyrfti ekki neinn til þess að verja mig.“

Fyrstu kynni Kvöldið í Torremolinos var síðasta kvöld íslenska hópsins á staðnum. Sylviane fór að hágráta því hún hafði ekki haft rænu á því að taka niður nafn hávaxna mannsins áður en hann yfirgaf svæðið. „Þá kom þrjóskan sér að góðum notum. Eftir krókaleiðum fann ég heimilisfang

Í kjölfarið á fjálglegum yfirlýsingum Óttars Guðmunds-sonar læknis um líknardauða, sem birtust í Stundinni og morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni, fann Sylviane Pétursson sig knúna til þess að tjá sig um málefnið sem er henni mjög nær-tækt en hún býr yfir þeirri einstöku lífsreynslu að hafa fylgt eiginmanni sínum, Steinari Péturssyni, í gegnum líknardauða.

Fylgdi eiginmanninum í líknardauðaog nafn hans og skrifaði honum bréf. Hann svaraði með þeim orð-um að hann hefði hugsað til mín, stúlkunnar sem hann skildi eftir á Torremolinos. Nokkrum mánuðum síðar kom hann í viku heimsókn til Sviss. Í kjölfarið ákvað ég að koma við hjá honum á Íslandi á leið minni til New York, en þangað fór ég auðvitað aldrei. Við Steinar bjuggum fyrst hjá tengdamömmu og leigðum svo í nokkra mánuði áður en við fórum saman í hálfs árs ferðalag um Evrópu. Það var ágætis prófsteinn fyrir sambandið að vera saman allan sólarhringinn. Við rifumst og þurftum að takast á við allskyns óöryggi sem fylgir svona ferðalögum. Þegar við komum aftur heim til Íslands árið 1981 var ég ófrísk og fór að vinna á geðdeild-inni við Hringbraut.“

„Það voru aðeins níu starfandi iðjuþjálfar á landinu á þeim tíma og fimm þeirra voru útlendir. Ég var mállaus á íslensku en þegar ég sótti um var mér sagt að koma undireins. Mig hafði dreymt um að vinna með geðfötluðum og það átti ég svo sannarlega eftir að gera árin á eftir. Ég hef starfað lengst á geð-deildinni og á Kleppi þar til fyrir nokkrum árum þegar ég færði mig yfir á Hlutverkasetrið. Þar ég vinn með og endurhæfi einstaklinga út í samfélagið.“

Steinar var heimavinnandiSylviane og Steinar eignuðust þrjú börn og það var ákveðið að Steinar yrði heimavinnandi, hann eldaði og sá um börnin og fylgdi þeim í Suzuki tónlistarnámið. „Það var ekki algengt á þeim tíma að karl-menn væru heimavinnandi frekar en í dag og sýnir glögglega styrkinn í sambandinu og nánd hans við börnin sín sem kom berlega í ljós í veikindum hans.“

Steinar kennir sér meinsÍ janúar 2012 var Steinar að hjálpa

dóttur sinni að gera upp íbúð sem hún hafði nýverið keypt sér þegar hann kenndi sér meins í fótum. Hann var ekki beint með verki en hann átti erfitt með gang. Hann taldi þetta aðeins vera tengt bogr-inu á fjórum fótum og fjölskyldan hélt að hann væri með klemmda taug. Heimilislæknir sagði við hann að hann hefði ofreynt sig og hann átti að taka því rólega. „Hann gerði það en fann verkina ágerast og missti mátt í hægri kálfa. Honum fannst hann líka vera að missa mátt í handleggnum en var ekki viss. Þetta gerði hann verulega hræddan. Hann hélt að hann væri jafnvel kominn með MS. Hann fór aftur til heimilislæknisins sem sá ekkert athugavert og stakk upp á því að hann færi í myndatöku. En á Íslandi tekur þetta allt svo langan tíma. Bara að fá tíma hjá heimilis-lækni tók tvær vikur og að komast í myndatöku tók aðrar tvær vikur. Í febrúar var ástandið orðið mjög

slæmt og hann búinn að missa mikinn mátt.“

Ráðaleysi í heilbrigðiskerfinu Steinar fór í myndatöku og þar sást slit við hrygginn sem átti að geta út-skýrt máttleysið. „En hann var ekki sannfærður og var farinn að kalla alla lækna fífl og vitleysinga. Þetta var í mars og við vorum að tapa okkur yfir ráðaleysinu. Ég hugs-aði að kannski væri hann eitthvað andlega veikur. Hann var stanslaust að prófa að halda á einhverju eða grípa hluti til að athuga hvort að hann hefði einhvern mátt. Heim-ilislæknirinn sendi hann síðan til taugasérfræðings sem skrifaði upp á bólgueyðandi. Í byrjun apríl 2012 var hann hættur að vilja tala við lækna.“ Sylviane spurði hann hvort einhver hefði boðið honum að fara í skanna? Steinar sagðist ekki vilja tala meira við lækna og var sann-færður um að hann væri kominn með heilaæxli eða MS.

Sylviane og Steinar í Sviss sumarið 2009.

Mynd | Úr einkasafni

Þegar hann dó, þá fannst mér ég missa allt öryggi. Samt er ég mjög sjásjálfstæð kona, segir Sylviane. Mynd | Alda Lóa

34 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 35: 05 02 2016

Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is

21.990 Verð

Hjólatjakkur 3TStöðugur hjólatjakkur sem lyftir 52cm,lægsta staða 14,5cm.Burðarþol 3 tonn. TJ T83001

Þvottakar 20 GallonÞvottakar sem hentar vel fyrir þrif ávarahlutum og verkfærum.TJ TRG4001-20Til í fleiri stærðum

SandblásturskassiFlottur sandblásturskassi sem hentar vel á verkstæðið. Vinnupláss: 60x84x63cm.TJ TRG4222Til í fleiri stærðum

22.990 Verð

69.900 Verð

Kapaltromla 25mLengd 25m, leiðir 3G1,5 H05VV-F.Framleitt í Þýskalandi. BR 1099150027

6.990 Verð

Digital rennimál 150mm, 0,02mm skekkjaTO YT7201

4.990 Verð

49.900 Verð

Bílabúkkar 3 TonnTJ T43002 2.590,- 6 Tonn TJ T46001 4.890,-12 Tonn TJ T412002 9.990,-

2.590 Verð frá

Dekkjaskiptitæki TJ TRK60001

19.900 Verð

Loftpressa 25 Lítra kútur, 205L/min. Loftflæði: 205L/mín.TJ TRA024L Kr. 24.90050 Lítra kútur, 412L/mín.TJ TRAE050VFL Kr. 49.900Mikið úrval af loftpressum

24.900Verð frá

Legupressur:Legupressa 12 tonnTJ TY12003 Kr.32.900,-Legupressa 20 tonnTJ TY20003 Kr. 64.900,-

Stóll stillanlegurVinnustóll sem hentar vel á verkstæðið.Hækkun 120mm. TJ TR6201CFleiri gerðir til

6.990Verð

Verkfæraskápur 6 skúffurFlottur verkfæraskápurmeð sterkum brautum.TJ TBR3006-X

44.900 Verð

Vélagálgi 1 TonnHámarkshæð 2000mm, lægstahæð 25mm.Burður 1 Tonn, samanbrjótanlegur TJ T31002Til í fleiri stærðum

VélastandarMikið úrval

340 kgVélastandur Kr. 10.900,-Vélastandur 450 kg Kr. 11.900,-Vélastandur 680 kg Kr. 21.900,-

10.900 Verð frá

Lofttjakkur 60 / 40 / 20 TonnHámarkshæð 32,7cm, lægstahæð 15cmTJ TRA60-3ALMikið úrval af vökvatjökkum frá 5 - 150 Tonn

32.900 Verð frá

Verkfæraskápur 188 verkfæri.Sterkur 7 skúffu verkfæraskápur fullur afverkfærum. Þolir að bera skrúfstykki.

119.900

Verð

119.900 Verð

6.990 Verð

Verkfæraskápur 172 verkfæri.Sterkur 7 skúffu verkfæraskápur fullur afverkfærum, bakkar úr foam. Þolir að bera skrúfstykki.

Hraðslípari Nettur hraðslípari frá Ingersoll Rand sem skilar28.000 RPM. Tekur tennur með kollettustærð 6mm og 1/4". IR 48488316

11.990 Verð

Herslulykill 2130XPNettur og léttur herslulykillfrá Ingersoll Rand, losun 816Nm,hersla 25-350Nm. IR 80136112

Keðjutalía Nett keðjutalía frá IngersollRand, ber 250kg.Fást einnig 500kg og 750kg.IR 48485536

22.990 Verð

36.990 Verð

Gúmmíkapall Iðnaðar 3G 2,5Vandaður gúmmíkappall sem hentar vel á vinnusvæðið. Er sveigjanlegur í -35°C. Lengd 25m og leiðir 2,5q. BR 1161650

14.990 Verð

Rafmagnskefli Iðnaðar 3G 2,5Sterkt rafmagnskefli frá Brennensthul. Gúmmíkapall 25m að lengd og leiðir 2,5q.BR 1208440

17.490 Verð

Vinnuljós IP54Nettur kastari frá Brennenstuhl með öflugri 30W LED flögu sem skilar 2.200 lm. BR 1171330302BR 1171330303 Vinnuljós 50W Kr. 29.990.-

21.990 Verð

Trilla 250kgSterk sekkjatrilla sem ber250kg. BR 1161650

12.900 Verð

14.900 Verð

Hjólbörur iðnaðar.Sterkar hjólbörur á heilli grind með styrkingu. Bera 250kg,100 lítra. CR 52801802

Vinnuljós X7 LEDFlott vinnuljós sem inniheldur 6 + 1 LED perur. Birta 300/80 Lux. Með fylgja 3x AAA rafhlöður.AN 1600-0063

94.900 Verð1.990

Verð

Page 36: 05 02 2016

Of dýrt að fara í skanna„Þegar ég hringdi í heimilislækni og spurði hann af hverju hann væri ekki sendur í alvöru skanna þá spurði læknirinn minn hvort ég vissi hvað það kostaði að senda fólk í slíka myndatöku. Og hvort ég héldi að hægt væri að fá tíma í hvelli. Ég sagði honum að það þyrfti að gera eitthvað svo hann féllst á að taka niður beiðnina og við gætum átt von á tíma eftir mán-uð. Þarna var komin miður apríl. Ég hringdi og ýtti á eftir beiðninni og á sumardaginn fyrsta fékk hann loks tíma. Við fórum um morgun-inn en hann var miklu lengur í myndatökunni en við bjuggumst við. Við fengum strax á tilfinn-inguna að eitthvað væri óeðlilegt en við áttum að bíða fram yfir helgi eftir niðurstöðunum.“

Risaæxli í höfði„Ég fór í vinnuna og dóttir mín keyrði Steinar heim. Hann var svo máttlaus í fótum að hann gat ekki lengur keyrt. Eftir vinnu kom ég við í Domus Medica í þeirri von um að finna einhvern lækni sem gæti gefið mér svör en þá voru allir farnir í frí. Þegar ég kom heim þá sátu þau Steinar í stofunni. Dóttir mín sagði að það hefði verið hringt frá Borgarspítalanum: „Pabbi er með risaæxli í höfðinu og þú átt að hringja upp á spítala.“ Steinar sat þarna lamaður af sjokki og þau á Borgarspítalanum sögðu okkur að koma strax. Æxlið væri svo stórt að það þrýsti á taug sem stjórnaði allri hreyfigetu. En það var þarna sem Steinar spurði sig spurninga, hvað þetta þýddi, hvað væru margir mánuðir eftir, hvort hann væri alvarlega veikur og hvernig þetta myndi enda?“

Hvað á ég mikið eftir?„Viku síðar voru 90 prósent af æxl-inu skorin í burtu, en 10 prósent var ekki hægt að fjarlægja. Við biðum í viku eftir niðurstöðum úr sýninu og í byrjun maí fengum við að vita að það væri illkynja. Við-brögð Steinars voru afdráttarlaus: „Förum til Sviss.“ Við fjölskyldan höfðum rætt líknardauða eins og svo mörg önnur málefni. Ég er hálf frönsk og minn bakgrunnur gerir það að verkum að borðhaldið er mikilvægur staður fyrir fjölskyld-una til þess að skiptast á skoðunum um allt milli himins og jarðar. Spurningin um líknardauða hafði komið upp við borðhaldið og ég þekkti afstöðu Steinars. Hann vildi panta flugmiða til Sviss strax en við fjölskyldan vorum ekki tilbúin.“

Samþykkti að leika leikinn „Þegar við vorum komin yfir mesta kvíðann þá samþykkti hann að leika leikinn, fara í geislameðferð og endurhæfingu með sjúkraþjálf-ara. Dóttir mín las sig til um matar-ræði og öll fjölskyldan lagðist á eitt að breyta um lífsstíl. Við höfðum svo sem alltaf borðað hollan mat en þarna tókum við út hveiti, sykur og allt sem gæti örvað frumurnar. Þetta var mjög fallegt sumar og allt gekk sæmilega vel. Steinar sem hafði alltaf verið framkvæmdamað-ur ákvað að klára ýmislegt smáræði í húsinu okkar á Kaplaskjólsvegi

áður en hann myndi deyja. Hann gerðist verkstjórinn af því að hann gat ekki gert neitt sjálfur en það komu iðnaðarmenn og hann stjórn-aði því að við höfðum öll nóg að gera. Hann vildi koma því þannig fyrir að ef hann væri að deyja þá yrði allavega auðveldara fyrir mig að selja húsið. Það var planið hans.“

„Elsti sonur okkar, sem býr í Sviss, kom heim með tengdadóttur mína og barnabarnið og í ágúst fórum við norður í sumarbústað saman.

Áður en fjölskyldan færi aftur til Sviss vildi Steinar safna öllum sam-an og við áttum góða kvöldstund þangað til að hann fékk heiftarlegt flogakast sem varði í heila klukku-stund. Á spítalanum var okkur sagt að flogaköst væru algengur fylgi-kvilli við meðferðinni en ég hefði viljað vita það áður en þetta gerðist. Um haustið tók við dapurlegur tími og við vissum að hann væri ekki á bataleið.“

Reglulegar myndatökurSteinar varð ekkert hressari með haustinu. „Hann beið bara eftir því að sonur okkar og fjölskylda hans kæmu til landsins í desember eins og það væri það síðasta sem hann sem hann stefndi að og hann hélt áfram að gera æfingar og fara í myndatökur til að fylgjast með meininu.“

Takk fyrir samveruna „Í ársbyrjun 2013 hélt Steinari áfram að hraka og við vissum að hann vildi ekki lifa lengur. Við biðum eftir hinni mánaðarlegu myndatöku og sú síðasta var 24. janúar. Þá kom í ljós að krabbinn hafði dreift sér og læknirinn gerði okkur ljóst að líknardeildin væri næsta úrræði.

Hann taldi að Steinar ætti örfáa mánuði eftir en ég upplifði að þarna væri baráttan töpuð. Þetta væri bara búið. Við fórum heim og hringdum til þess að segja ætt-ingjum hver staðan væri. Sama kvöld hafði ég samband við Digni-tas í Sviss og hóf umsóknarferlið. Það kom mér á óvart hvað það tók langan tíma því við fórum ekki út fyrr en í lok febrúar.“

„Febrúar fór í undirbúning fyrir viðskilnaðinn. Í fyrsta lagi þurfti að klára umsóknina og senda til Dignitas. Steinar þurfti að útskýra af hverju hann valdi að deyja með þessum hætti. Hann þurfti að gera grein fyrir sér, senda inn æviágrip, læknisvottorð, allskyns gögn og fylla út bunka af eyðublöðum. Ferl-inu fylgja mörg samtöl við lækna þar sem farið er í gegnum það með einstaklingnum að ákvörðunin um að taka eigið líf sé afdráttarlaus og úthugsuð, og tekin af frjálsum vilja.“

Kveðjustundin undirbúin„Steinar undirbjó brottför sína og samdi ótal kveðjubréf til vina og ættingja þar sem hann þakk-aði þeim fyrir samveruna og góð verk. Hann dró fram það sem þau höfðu gefið lífi hans og rifjaði upp eitthvað sérstakt hjá hverjum og einum. Hann samdi boðskort fyrir partí sem yrði haldið að honum gengnum og í boðskortinu lét hann einhvern aulahúmor fylgja með. Hann valdi gaumgæfilega tónlist-ina sem yrði spiluð og myndir til sýnis á þessum viðburði sem var erfidrykkjan hans.“

Fjölskyldan sameinuð„Það stórkostlega í þessu öllu saman var að við vorum samein-uð, fjölskyldan í þessu. Við, báðir strákarnir og dóttir okkar. Ég grét auðvitað viðstöðulaust, til dæmis þegar við völdum tónlistina, en við hlógum líka alveg rosalega mikið. Á sama tíma og mér leið bölvanlega að sjá Steinar fara svona frá mér, þá elskaði ég að hafa þann möguleika að geta verið með honum og stutt hann í gegnum það sem hann hafði valið sér. Ég held að börnin mín hafi upplifað það á svipaðan hátt. Mér fannst við vera að vinna saman að einhverju sem var hans mark-mið, og það skilaði okkur valdefl-ingu, við vorum ekki passíf að bíða eftir dauðanum.“

„Við gátum undirbúið dauðann fyrir mann sem vildi deyja. Og fólk-ið sem hann elskaði mest gat verið með honum. En það var erfitt hvað við vorum feimin að tala við aðra um þetta. Við vissum ekki hvernig við gætum útskýrt þetta. Við fórum hægt og rólega í að láta fólk vita um fyrirætlanir okkar og biðum spennt eftir viðbrögðum. Steinar óttaðist að einhver tæki fram fyrir hendurnar á honum. Hann var svo hræddur um inngrip og að allt yrði flautað af á grundvelli þess hann væri þunglyndur og ekki með fullu viti.“

„Þegar tengdamóðir mín frétti þetta, spurði hún mig: „Hvernig getur þú gert þetta?“ Og ég sagði að það væri af því að ég elskaði hann. Mig langaði ekki til þess en ég gerði það af ást. Ég spurði mig að því hvort ég væri raunverulega að hjálpa manninum mínum að deyja en áttaði mig auðvitað á því að hann væri jú að deyja.“

Tíminn að renna út„Á tímabili var ég orðin hrædd um að við værum að missa af lest-inni. Ég hafði áhyggjur af því að þetta væri ekki hægt og spurning-ar vöknuðu um hvernig í ósköp-unum við ættum að flytja hann til Sviss. Ekki gátum við leigt sjúkraflugvél, það væri alltof dýrt. Ég var farin að leiða hugann að því hvort einhver læknir á Íslandi væri fengist til þess að enda þetta. Ég fékk reyndar skilaboð um að það væri læknir sem gæti aðstoð-að við líknardauða á Íslandi og mig grunar að það séu fleiri en ein manneskja sem tekur svona lagað að sér, þótt Óttar Guðmunds-son segi læknastéttina almennt á móti því að aðstoða fólk til þess að enda líf sitt. Á tímabili var ég jafnvel farin að velta fyrir mér

Sylviane og Steinar með börnum sínum árið 1988, þegar Sylviane starfaði við geðdeild Landspítalans

og Steinar var heimavinnandi með börnin.

Steinar Pétursson að kvöldi gamlárs-dags árið 2012, tveimur mánuðum fyrir

andlát sitt.

Hann vildi panta flugmiða

til Sviss strax en við fjöl-

skyldan vorum ekki tilbúin.

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70%Allt að

ÚTSÖLULOK

Rín hornsófi 2H2 verð 149.900 áður 299.900

Kansas tungusófi verð 99.900 áður 224.900

Valencia sett 311 verð 187.900 áður 469.900

SkenkarSpeglarBókahillurPúðar

BorðstofuborðSófaborðSjónvarpsskáparFjarstýringavasar

SófasettTungusófarHornsófarStakir sófar

Sjónvarpsskápar

Barnarúm stærð 106x213

Púðar ogfjarstýringavasar

Verð 221.900 kr. 155.330 kr. Skenkur 216,5x55x84 cm

Þú sparar 34.900 kr.

5.000 kr. *Verð án dýnu

Verð áður 83.900 kr. 7.500 kr. frá

Borð

Verð áður 40.900 kr. 14.900 kr. frá

nokkrir litir 2.900 kr. frá

36 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 37: 05 02 2016

+Notið á morgnana til að hreinsa húðina og fá frískandi tilfinningu. Notið aftur að kvöldi til að hreinsa andlitið og fjarlægja farða.

MicellarHreinsivatn

Tilfinningin fyrir frískri og mjúkri húð varir lengur ef þú notar jafnframt létta og mjúka 24 stunda* rakakremið okkar.

EINS AUÐVELT OG 1 + 1

Auðveldar þér að viðhalda hreinni,frískri og mjúkri húð allan daginn

með nýju Garnier 1+1 línunni.

Allt í einni lausn 24 stunda* rakakrem

*Pró

fað

á 24

kon

um

Page 38: 05 02 2016

hvort að ég gæti sjálf kæft hann í staðinn fyrir að hann þyrfti að deyja við þær aðstæður sem hann hræddist svona mikið.“

Tölvupóstur frá Dignitas25. febrúar gaf Dignitas grænt ljós sem þýddi að Steinar mátti koma þegar honum hentaði sjálfum. Hjá Dignitas er nefnd sem metur um-sóknir og svarar í kjölfarið, já eða nei. Ef sjúklingurinn svarar ekki bréfinu þá verður engin frekari málalenging, stofnunin hefur ekki samband við viðkomandi og þarfn-ast ekki frekari svara. Sylviane bar bréfið undir Steinar og spurði hann hvort að hann treysti sér að fara. „Hann svaraði afdráttarlaust, auð-vitað, förum á morgun. Sylviane pantaði hótel á meðan dóttir henn-ar keypti flugmiða og svo hringdu þær í ættingja og vini og sögðum þeim að koma ef þeir vildu kveðja Steinar.

„Á brúðkaupsdegi okkar, þann 26 febrúar, keyrðum við til Keflavíkur í blindbyl með Steinar í hjólastól. Við millilentum í Köben á leiðinni til Zürich og það var ótrúlegt að hann gat haldið þetta út. Hann var orðinn mjög veikur og við þurftum allan tímann að halda honum uppi. Það var bara viljastyrkurinn sem fleytti honum í gegnum þetta. Þegar við loksins komum til Zürich var Steinar auð-vitað úrvinda. Á móti okkur tók bíll fyrir fatlaða sem keyrði okkur á hótelið nálægt Dignitas. Og það var greinilegt að fólkið á hótelinu var öllum hnútum kunnugt og vant svona gestum.“

Dagarnir fyrir viðskilnað„Tveimur dögum síðar kom eldri sonur okkar og tengdadóttir með litla barnið þeirra og tengdafor-eldrarnir komu líka. Steinar sendi mig út að kaupa besta rauðvínið og við skáluðum þarna í plast-glösum á hótelherberginu á meðan litla barnabarnið skreið í kringum okkur, þægilega ómeðvitað um kringumstæðurnar. Tengdadóttir mín var búin að upplýsa okkur um að hún gengi með annað barn og sonur minn bað Steinar að finna nafnið fyrir ófætt barnið. Síðan fórum við að sofa, en ég svaf auð-vitað ekki neitt, það var langt síðan ég hafði getað það.“

„Við áttum að mæta hálf tíu um morguninn og á móti okkur tóku yndisleg hjón hjá Dignitas. Þarna þurfti Steinar aftur að fylla út fjölmörg eyðublöð um sjálf-ræði og skýrslu fyrir lögregluna sem staðfesti að hann hefði framið sjálfsmorð. Hann var leiddur inn í stofu og upp í rúm og það var alveg ótrúlegt að sjá að hann var virkilega hamingjusamur að vera komin á þennan stað. Í síðasta sinn var hann spurður hvort þetta væri örugglega endanleg ákvörð-un og Steinar svaraði játandi. Að því loknu var honum tilkynnt að hann fengi sólarhring til þess að drekka mixtúru til þess að undir-búa magann og 20 mínútum seinna átti hann að drekka kokteilinn sem myndi leiða til þess að hann félli í djúpan svefn og hjartað hætti að slá.“

Viltu flýta dauða hans?„Við sátum í kringum rúmið hans en hann var dálítið að hverfa frá okkur. Ég fór að óttast að hann myndi bara gleyma sér. Hann var með krabbamein í hausnum, sem gæti orsakað meðvitundarleysi án nokkurs fyrirvara og ég hugsaði, Guð minn góður, ef hann missir meðvitund núna og hann getur ekki framkvæmt þetta sjálfur, þá verðum við að fara með hann aftur heim. Það mátti ekki gerast.

En svo varð ég reið út í sjálfa mig fyrir þessar hugsanir, hvað er að þér kona viltu flýta dauða hans? Ég þurfti að fara fram til þess að skoða hug minn og bera þetta undir tengdadóttur mína, sem sagði mér að það væri ekkert rangt við svona hugsanir.“

Steinar dó brosandi „Okkur var sagt að við ættum að tala við hann og að hann gæti jafnvel heyrt til okkar í dáinu. Ég heyrði börnin mín segja hvað þau væru stolt af honum og að við elsk-uðum hann. Þarna fauk heilt kíló af servéttum. Hann dó með bros á vör. Ef hann hefði dáið á líknar-deild úrvinda og meðvitundarlaus eftir langan tíma þá hefði þetta aldrei orðið svona kveðjustund. Við hefðum aldrei getað sameinast á svona stund sem við gátum sjálf undirbúið.“

Ekkert skylt við útrýmingar „Ég hef fullan skilning á því ef fólk vill ekki deyja á þennan hátt. En okkur leið vel þegar þetta var afstaðið. Ég fékk sömu tilfinningu eins og þegar ég fékk nýfædd börn-in mín í fangið, en þarna var ég að sleppa einhverju sem ég elskaði. Þetta hafði eitthvað með lífið að gera, lífið sem kemur og fer.“

„Óttar Guðmundsson notar sem rök gegn líknardauða að ættingjar geti þrýst á einstakling að taka líf sitt. Og að fólk sé litað af þeirri hugmynd um að veikt fólk trufli fyrirmyndarþjóðfélagið. En þvert á móti þá er algengt að fólk komi einsamalt til Dignitas af því að fjöl-skyldan vill ekki fylgja því. Þú fylgir einstaklingnum af því að þú elskar hann en ekki af því að þú vilt losna við hann. Reyndar koma ættingjar aldrei að ferlinu hjá Dignitas, ein-staklingurinn þarf alltaf að vera með fulla meðvitund í gjörningn-um. Þannig er ekkert hægt að losa sig við rúmliggjandi ættmenni. Með svona rökum er verið að ýja hugmyndafræði nasista um fyrir-myndarríkið og yfirfæra þau á hug-myndina um líknardauða. Það er svo fjarri því að þetta eigi nokkuð skylt við þá stefnu sem var að útrýma þeim óæskilegu í samfé-laginu.“

Sylviane er ósátt við yfirlýsingar Óttars sem birtust í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann dregur í efa hæfni ungmenna til þess að hafa skoðun á líknardauða. „En hann telur ungt fólk ekki hafa vit á mál-inu af því þau eru lengra frá dauð-anum en gamalt fólk.“ Sylviane segir hann vanmeta ungt fólk og að dauðinn sé nálægt okkur öllum, ungum sem öldnum og að hennar eigin börn upplifðu dauðann með föður sínum og væru alveg fullfær um að hafa sína skoðun á málinu.

Sylviane upplifði sjálfs-ásakanir í miðju ferlinu.

Euthanasia Euthanasia er heiti sem er yfir-leitt notað yfir líknardauða í okkar vestræna heim. Orðið er grískt og samsett úr Eu sem þýðir gott og thanastia sem merkir dauði. Í heimi Grikkja og Rómverja þótti sjálfsagt að hjálpa fólki að fá að deyja, ef það óskaði eftir því. Hugmynd-ir um sjálfsmorð sem refsiverð-an glæp og synd koma seinna, eða í kringum 1300.

www.thor.isTÖLVUVERSLUN

ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR

EPSON WORKFORCE PRO WF-6590EPSON WorkForce Pro eru �ölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur). Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Þessi nýja útgáfa prentarans prentar allt að 24 síður á mínútu bæði í svörtu og lit (miðað við góða prentun). Enn stærri prenthylki en áður, allt að 10.þúsund útrentanir á 1 hylki (í svörtu). 500 blaða skú�a fyrir pappír, en hægt að fá 2 skú�ur til viðbótar!

STÆRRI, HRAÐARI, BETRI!

Einnig til án skanna á kr. 67.500.-Viðbótar 500 blaða skú�a: 30.000.-

EPSON WorkForce Pro er ný kynslóð umhver�svænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana.

20ppm*

49.300 EPSON WorkForce

Pro WF-5620DWF

,-

99.500 EPSON WorkForce

Pro WF-6590DWF

,-

EPSON WORKFORCE WF5620Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðum megin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír.

38 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 39: 05 02 2016

ReykjavíkTangarhöfða 8590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18Laugardaga frá 12 til 16

Sumir bílar henta þínum lífsstíl betur en aðrir. Opel vörulínan skartar búnaði og útfærslum sem bæði neytendur og fagmenn hafa hlaðið lofi og verðlaunum. Komdu og mátaðu þýsku Opel gæðin við þig og þína fjölskyldu.

Verið velkomin í reynsluakstur.

Kynntu þér Opel úrvalið á opel.is eða á benni.is.

ÞÝSK OPEL GÆÐI

Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara.

HVAÐA OPEL ERT ÞÚ?

Page 40: 05 02 2016

Unnið í samstarfi við iceherbs

Fjallagrös.is hafa nú farið í miklar útlitsbreytingar og yfirhalningu og heita núna Iceherbs. Katrín Amni Friðriksdóttir, verkefnastjóri breyt-inganna, segir nú ákveðnu ferli að ljúka þar sem vörumerkið var upp-fært og sett í nútímalegri búning. „Hingað til hefur merkið staðið fyrir grasrótarstarfi þar sem allur metn-

aðurinn var settur í að passa upp á að hylkin og hráefnið sé náttúrulegt en útlitið sat á hakanum. Nú eru neytendur orðnir mikið meðvitaðri um útlit og vilja fá allar upplýsingar á aðgengilegri hátt í stað þess að þurfa að fara heim og fletta í doð-röntum til þess að fá upplýsingar um vöruna,“ segir Katrín.

Nú sé hins vegar áhersla á gæði vörunnar og útlits hennar sett í forgang og niðurstaðan sé falleg og aðlaðandi vara sem svarar þörfum

neytenda. „Við fengum frábæran hönnuð, hana Guðrúnu le Sage de Fontenay, til þess að annast útlitið. Það sem er svo skemmtilegt er að þegar hún var lítil fékk hún fjalla-grös í mjólkina sína þannig að hún skildi kannski manna best áhrif þessarar yndislegu afurðar,“ segir Katrín.

Fjallagrösin eru stútfull af nær-ingu og bætiefnum byggðum á íslenskri náttúru, þau eru raunar auðlind án hliðstæðu. Katrín segir fjallagrösin til dæmis frábær fyrir

meltinguna og lækningamátturinn í þeim einstakur og óumdeilanlegur. „Undanfarin ár hefur til að mynda verið mikil vitundarvakning um nauðsyn góðra gerla fyrir meltingar-veginn okkar. Það sem ekki allir vita er að fjallagrösin okkar eru í raun móðir þessara góðu gerla, þau styrkja allt sem kemur að melting-unni og slímhúðinni í þörmunum sem er svo mikilvæg. Fólk sem er með ójafnvægi í meltingunni eða er að taka til dæmis sýklalyf ætti hiklaust að taka inn fjallagrös,“ segir Katrín. Hún segir fólk finna mun á sér þegar það byrjar að taka inn fjallagrösin en við séum eins mis-jöfn og við erum mörg; sumir þurfi bara eitt hylki meðan aðrir þurfi þrjú og sumir finni mun um leið meðan aðrir finni muninn smátt og smátt.

Iceherbs vörurnar eru til sölu í öllum helstu apótekum og heilsu-verslunum.

Íslenskur lækningamáttur í nýjum búningiÍslensk fjallagrös verða iceherbs. Falleg og aðlaðandi vara sem svarar þörfum neytenda.

Katrín Amni Friðriksdóttir.

Sunnudagur 7. febrúar Systrasamlagið býður upp á Sam-

flot á sunnudagsmorgni í Sundlaug Seltjarnarness. Samflot eru hugsuð sem vettvangur fyrir fólk að koma saman og upplifa nærandi slökunar-stund í þyngdarleysi umvafið vatn-inu. Allir velkomnir. Ákveðið magn af flotbúnaði boðið til láns. Engin fyrirframskráning, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Opnunardagskrá Friðsældar í febrúar í húsi Náttúrulækninga-félags Akureyrar, Kjarna í Kjarna-skógi klukkan 11. Stefanía Ólafs-dóttir, hugleiðsluleiðbeinandi frá Lótushúsi, mun leiða Raja Yoga hugleiðslu og Arnbjörg Kristín Kon-ráðsdóttir jógakennari leikur á gong. Eftir dagskrána getur fólk kynnt sér það helsta sem er í boði af hug-leiðslu og jóga á Akureyri.

Hugleiðsluganga í boði Yoga á Seyðisfirði. Göngum, öndum, gerum einfaldar stöður og hugleiðum. Byrjum og endum við íþróttahúsið (færum okkur þangað inn ef veður leyfir ekki útiveru). Mætið hlýlega klædd.Sun. 7. feb. kl. 11-11.30, mán. 8., mið. 10. og fös. 12. feb. kl. 7-7.30 f.h.Nánari upplýsingar á Facebooksíðu okkar. Allir velkomnir, Jai Bhagwan.

Opnunarhátíð Friðsældar í febrú-ar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 11. Þar verður djúphljóðbylgju-hug-

leiðsla leidd af Vinnslunni listhópi. Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér jógadýnu eða teppi.

Spegill hjartans – fyrirlestur með leiddum hugleiðslum og skriflegum æfingum, í Lótusnum, JMJ húsinu í Gránufélagsgötu á Akureyri, klukkan 14. Leiðbeinandi er Stefanía Ólafs-dóttir. Aðgangur ókeypis, allir vel-komnir.

Mánudagur 8. febrúar Morgunhugleiðsla í Sri Chinmoy

setrinu, Ármúla 22, klukkan 6.45. Þetta er gott tækifæri til að byrja friðsældarvikuna með djúpri hug-leiðslu. Hugleiðslan stendur til 7.30 en er skipt í þrjár tæplega 15 mín-útna æfingar, þannig að ekkert mál er að fara fyrr ef nauðsyn krefur.

Í Lótushúsi, Garðatorgi, verða leiddar Raja Yoga hugleiðslur á hverjum degi kl. 12.10-12.40, dagana 8.-13. feb. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Lifandi! býður upp á núvitundar-hugleiðslu og í kjölfarið spjall og fræðslu um núvitund klukkan 18.15 í Bolholti 4, 4. hæð. Aðgangur ókeypis. Leiðbeinendur eru Dóra Axelsdóttir og Laufey Arnardóttir, kennarar í núvitund.

Kynning á Raja Yoga hugleiðslu í Lótusnum á Akureyri klukkan 19.30. Aðgangur ókeypis og allir hjartan-lega velkomnir. JMJ húsið, Gránu-félagsgötu 4, 600 Akureyri.

Kynning á Raja Yoga hugleiðslu

í Lótushúsi á Garðatorgi klukkan 19.30. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Rósa Traustadóttir leiðir áreynslu-lausa liggjandi slökun og hugleiðslu í Jógastöðinni á Selfossi klukkan 18.15.

Þriðjudagur 9. febrúar Tónheilun með kristal- og tíbet-

skálum í Jógastúdíói, Ánanaustum 15, klukkan 19.45.

Frír jógatími í 101 yoga, Njáls-götu 26a, klukkan 20. Mikilvægt að skrá sig fyrir tímann á Facebooksíðu 101 yoga.

Hugleiðsla í B yoga, Nethyl 2, klukkan 20.10. Allir velkomnir.

Hugleiðsla hjá félagi um vipass-ana hugleiðslu í Yogavin, Grensás-vegi 16, klukkan 20.15. Frítt og allir velkomnir.

Float Akureyri býður upp á Samflot og kynningu á flot-námskeiði í Sundlaug Akur-eyrar klukkan 20.30. Allir velkomnir. Ákveðið magn af flotbúnaði boðið til láns. Engin fyrirframskráning, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Miðvikudagur 10. febrúar

Jóga með vakandi vitund í Bolholti 4, 4. hæð t.v., klukk-an 16.30. Leið-

beinandi: Laufey Arnardóttir, jóga-kennari og núvitundarkennari. Frítt í tímann, en vinsamlegast skráðu þig fyrirfram á [email protected].

Kvöldstund með Nirvair Singh kundalini jógakennara í Yoga hús-inu, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, klukkan 19.

Kraftmikil og djúp hugleiðsla með Tristan Gribbin í Ananda Marga húsið, Frakkastíg 16, 101 Reykjavík, klukkan 19.15.

Búddísk hugleiðsla frá Tíbet á Grensásvegi 8 klukkan 20. Form hugleiðslu er innhverf íhugun: Vipassana og Shine hugleiðsla.

Fimmtudagur 11. febrúar Frítt jóga fyrir alla fjölskylduna

í YogaLind, Hvannavöllum 14, 2. hæð Akureyri, klukkan 15. Umsjón Gerður Ósk Hjaltadóttir.

Fjölskyldujóga þar sem for-eldrar og börn geta átt nær-andi samverustund við að gera saman léttar jóga- og ein-

beitingaræfingar, slaka á og fara saman í skemmtilegt hugleiðsluferðalag. Horn-húsið, Víkurbraut, Höfn, klukkan 17.

Frír tími í jóga í vatni í Grensáslaug, Grensásvegi

52. Bóka þarf plássið því

fjöldatakmarkun er á viðburðinn. Sendið póst á [email protected]. Arnbjörg Kristín leiðir tímann.

Fjölskyldustund Hugarfrelsis klukkan 18 í Plié Smáralind í Kópa-vogi. Aðgangur er ókeypis og allar fjölskyldur eru hjartanlega vel-komnar.

Kvöldstund með þýska kennar-anum Sven Butz þar sem hann leiðir hópinn í Sat Nam Rasayan hugleiðsluheilun og fræðir okkur um hana. Jógasalur Ljósheima, Borgar-túni 3, 4. hæð, klukkan 18.

Kærleiksjóga og hugleiðsla með Ástu og Begga Morthens í Bæjarbíói í Hafnarfirði klukkan 20. Taktu með þér jógadýnu ef þú átt og/eða teppi.

Hugleiðslukyrjun með Önnu Björg Hjartardóttur og Bettý Gunn-arsdóttur, Laugavegi 178, 2. hæð, klukkan 20.

Föstudagur 12. febrúar Rósa Traustadóttir leiðir áreynslu-

lausa liggjandi slökun og hugleiðslu í Jógastöðinni á Selfossi klukkan 12.10.

Yoga húsið, Trönuhrauni 6, ætlar að bjóða í leidda djúpslökun klukkan 17.30. Allir velkomnir og engin reynsla nauðsynleg.

Ásta Arnardóttir jógakennari leiðir yoga nidra, leidda djúpslökun í Yogavin, Grensásvegi 16, klukkan 17.30.

Friðsæld í febrúar –

ana hugleiðslu í Yogavin, Grensás-vegi 16, klukkan 20.15. Frítt og allir velkomnir.

Float Akureyri býður upp á Samflot og kynningu á flot-námskeiði í Sundlaug Akur-eyrar klukkan 20.30. Allir velkomnir. Ákveðið magn af flotbúnaði boðið til láns. Engin fyrirframskráning, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Miðvikudagur 10. febrúar

Jóga með vakandi vitund í Bolholti 4, 4. hæð t.v., klukk-an 16.30. Leið-

í YogaLind, Hvannavöllum 14, 2. hæð Akureyri, klukkan 15. Umsjón Gerður Ósk Hjaltadóttir.

Fjölskyldujóga þar sem foreldrar og börn geta átt nærandi samverustund við að gera saman léttar jóga- og ein-

beitingaræfingar, slaka á og fara saman í skemmtilegt hugleiðsluferðalag. Hornhúsið, Víkurbraut, Höfn, klukkan 17.

Frír tími í jóga í vatni í Grensáslaug, Grensásvegi

52. Bóka þarf plássið því

Kynningar | Friðsæld í febrúar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Dagskrá

Friðsæld í febrúarFréttatíminn HELGIN 5. FEBRúAR-7. FEBRúAR 2016

Page 41: 05 02 2016

Hentugir púðar fyrir jóga og hugleiðsluHugar-ró hugleiðslupúðar og Tvinnakeflið fatabreytingar mynda góða einingu.

Unnið í samstarfi við Hugar-ró

„Sjálf hef ég hef stundað hugleiðslu í allmörg ár en hef ekki fundið hentuga púða til að nota í jóga og hugleiðslu sem varð til þess að síðastliðið haust hóf ég að hanna og framleiða Hugar-ró hugleiðslupúðana,“ segir Jakobína Kristjánsdóttir, kjólaklæðskeri í Tvinnakeflinu í Hafnarfirði.

„Hugar-ró hugleiðslupúðarnir eru fylltir með sérvalinni íslenskri lambsull, þannig að þeir halda vel lögun sinni og svo trúi ég að ullin gefi okkur góða jarðtengingu. Hugar-ró hugleiðslupúðarnir hafa hlotið góðar viðtökur og jógakennarar sem hafa notað púðana hafa mælt með notkun þeirra því þeir draga mikið úr álagi á mjaðmir og hné og auðvelda þar með mörgum setu í ýmsum jóga stöðum og í hugleiðslu,“ segir Jakob-ína ennfremur.

Púðarnir eru framleiddir og seldir í saumastofu Jakobínu, Tvinnakeflinu í Hafnarfirði, en þar hefur hún rekið fataviðgerða- og fatabreytingaverk-stæði í 15 ár og segir púða-framleiðsluna skemmtilega viðbót við fatavið-gerðirnar.

Meiri upplýsingar um púðana og fleiri sölustaði þeirra er að finna á Facebooksíðum Hugar-ró: www.facebook.com/hugarro og Tvinnakeflisins: www.facebo-ok.com/Tvinnakeflið. Einnig er hægt að hafa samband við Jakobínu í síma 8474684. Hægt er að fá púðana senda hvert á land sem er.

Jakobína Kristjánsdóttir hannar og framleiðir Hugar-

ró hugleiðslupúðana.

Kynningar | Friðsæld í febrúar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

www.apotekarinn.is - lægra verð

Fyrsta hjálp fyrir þurrar varir

Decubal lips & dry spots balm:Nærandi og mýkjandi smyrsli með

býflugnavaxi sem hjálpar til við enduruppbyggingu þurra vara, tættra

naglabanda og þurra olnboga.

Decubal er heil húðvörulína fyrir andlit og líkama. Í 40 ár höfum við þróað mildar og nærandi vörurfyrir þurra og viðkvæma húð, í nánu samstarfi við húðsjúkdómalækna. Decubal er algjörlega laust við

ilmefni, litarefni og parabena og er eingöngu selt í apótekum.

Án parabena, ilm- og litarefna.

| 41fréttatíminn | HElgin 5. fEbrúar–7. fEbrúar 2016

Page 42: 05 02 2016

Unnið í samstarfi við Hugarfrelsi

Streita og kvíði meðal barna og ung-linga hafa verið Hrafnhildi Sigurðar-dóttur og Unni Örnu Jónsdóttur hjá Hugarfrelsi hugleikin undanfarin ár. Samfélagið breytist hratt og það hefur ófyrirséð áhrif á börn og ungmenni. Þrátt fyrir að internetið sé í grunninn af hinu góða fylgja því líka vanda-mál sem verður að leysa. Það þarf að kenna fólki að takast á við streituvald-andi umhverfið sem er óhjákvæmi-legur fylgifiskur breyttra tíma.

„Breyttir samskiptahættir geta gert það að verkum að sjálfsmynd fólks verði neikvæðari, meðal annars vegna aukins samanburðar og dómhörku sem viðgengst á internetinu. Börn og unglingar búa til ímynd af sér á net-inu sem þau eiga jafnvel erfitt með að standa undir og eykur það enn á kvíða og streitu meðal þeirra,“ segir Unnur. „Við höfum á undanförnum árum þróað og kennt aðferðir til að vinna með kvíða og vanlíðan meðal barna og unglinga og efla sjálfsmynd þeirra,“ bætir Hrafnhildur við.

Hugarfrelsi stendur fyrir nám-skeiðum og fyrirlestrum fyrir börn

og unglinga, fullorðna, fagfólk og foreldrafélög. Einnig hafa þær Hrafn-hildur og Unnur kennt sínar aðferðir í tugum leik- og grunnskóla víðsvegar á landinu. „Allir sem reynt hafa eru sammála um að aðferðirnar sem við notum séu einfaldar, aðgengilegar og að þær virki. Aðferðirnar sem við leggjum áherslu á eru öndun, slökun, hugleiðsla og sjálfsstyrking. Ástæðan fyrir því að við leggjum

Netið getur ýtt undir kvíðaHrafnhildur og Unnur Arna hjá Hugarfrelsi vinna með kvíða og streitu meðal barna og unglinga.

Hrafnhildur og Unnur Arna hjá Hugarfrelsi standa fyrir fjölskyldustund á fimmtudaginn í næstu viku, 11. febrúar. Þar geta foreldrar gert jógaæfingar og

upplifað slökun með börnum sínum.

Ljósmynd | Hari

áherslu á þessi atriði er að það er að flest öndum við of grunnt, við slökum nánast aldrei á, hugur okkar er á þeytingi allan daginn. Hættan er sú að við gleymum hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Við þurfum jú að hafa traustan grunn til að byggja á,“ segir Hrafnhildur.

Unnur og Hrafnhildur gáfu út bók-ina Hugarfrelsi – aðferðir til að efla börn og unglinga síðastliðið haust. Bókin er ætluð sem handbók fyrir

foreldra sem vilja efla börn sín og unglinga. „Í bókinni er lögð áhersla á djúpa og góða öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu,“ segir Unnur og Hrafnhildur heldur áfram: „Í hverjum kafla er fróðleikur fyrir uppalendur, fjölbreytt verkefni fyrir börn og unglinga, ásamt hugleiðslu-sögum sem leiða inn í ævintýraheim þar sem ímyndunaraflið nýtur sín.“

Í tengslum við hugleiðsluhátíðina Friðsæld í febrúar mun Hugarfrelsi

standa fyrir einstakri fjölskyldu-stund fimmtudaginn 11. febrúar. Í tímanum gefst foreldrum kostur á að gera skemmtilegar jógaæfingar með börnum sínum, upplifa dásamlega slökun og ævintýralega hugleiðslu. Fjölskyldustundin verður haldin hjá Hugarfrelsi í Plié Smáralind, 2. hæð. Hægt er að nálgast frekari upplýsing-ar á heimasíðunni www.hugarfrelsi.is. Bókin er fáanleg í öllum helstu bókabúðum landins.

Unnið í samstarfi við SÍBS

SÍBS býður nú, í samstarfi við færustu sér-fræðinga á Reykjalundi, upp á fjölbreytt úrval námskeiða

um heilsu og lífsstíl. Almenningi gefst kostur á að nýta sér aðlagaða útgáfu af námskeiðum sem notuð eru við endurhæfingu á Reykjalundi. Þá hefur Virk nýtt Reykjalundar-námskeið SÍBS sem hluta af starfs-

endurhæfingu sinni. Nánari upp-lýsingar um námskeiðin má finna á www.sibs.is/namskeid.

Meðal þess sem er í boði er hugræn atferlismeðferð eða HAM gegn kvíða og þunglyndi og við krónískum verkjum auk þess sem tvinnað er saman HAM og núvitund. „Hugræn atferlismeðferð (HAM) hefur gefist mjög vel við þunglyndi en meðferðin beinist að því að hafa áhrif á líðan með því að breyta hugarfari og hegðun. Fundin eru mótrök við neikvæðum hugsunum þannig að þær virka ekki eins sann-færandi og mikil áhersla er á að auka virkni,“ segir Inga Hrefna Jóns-

HAM - Hugræn atferlismeðferð virkarHAM námskeið SÍBS og Reykjalundar hefjast í lok febrúar.

dóttir, sálfræðingur á Reykjalundi og HAM leiðbeinandi.

„Hugræn atferlismeðferð getur í mörgum tilfellum komið í stað ein-staklingsmeðferðar hjá sálfræðingi fyrir einstaklinga sem eru að glíma við þunglyndi og kvíða,“ segir Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Þjónustumiðstöðin stendur fyrir forvarnarverkefni gegn þunglyndi og kvíða í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla í hverfinu. Verkefnið felur annars vegar í sér skimun á þunglyndi og kvíða í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldinu er boðið upp á ráðgjöf og HAM námskeið.

Jóhanna Pétursdóttir sótti HAM námskeið hjá SÍBS í nóvember 2015:„Þetta námskeið gagnaðist mér mjög vel. Ég sótti það á tíma í mínu lífi sem ég þurfti virki-lega á því að halda, var langt niðri og þurfti hjálp við þunglyndi og kvíða. Þarna sá ég líf mitt í nýju ljósi og komst upp úr einhverjum pytti sem ég hafði lengi verið í. Ég gríp ennþá í reynsluna sem ég öðlaðist þar ef mér finnst ég vera að detta niður en það hefur reyndar ekki gerst lengi, ég er komin á ótrú-lega gott ról. Inga Hrefna sálfræðingur hélt

ótrúlega vel utan um námskeiðið og kunni sitt fag. Með verkefnavinnu undir

hennar stjórn náði ég ótrú-legum bata.“

Jóhanna Péturs-dóttir sótti HAM

námskeið hjá SÍBS í nóvember í fyrra og sá líf sitt í nýju

ljósi í kjölfarið.

Föstudaginn 12.Febrúar

af tilefni Friðsældar í febrúar verður

ókeypis jóga nidra og gong slökun í

jógastöðinni Sólum

Raja Yoga hugleiðslaFjölbreytt úrval námskeiða

Ókeypis á öll námskeið

lotushus.is

42 | fréttatíminn | HElgIN 5. FEBRúAR–7. FEBRúAR 2016

Kynningar | Friðsæld í febrúar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 43: 05 02 2016

Fyllir upp í hrukkur og jafnar húðtón samstundis

Hyaluronic sýra og Saponin fylla upp í jafnvel djúpar hrukkur

Örfínar litaðar efniseindir (Micro-Colour-Pigments) jafna húðtón og gefa geislandi útlit

Klínískar rannsóknir sanna mikla virkni sem og þolanleika á húð

H Ú Ð V Í S I N D I S E M S J Á S T

NÝTT

Án þessað sprauta

Fáanlegt í light og medium

Nýtt HYALURON-FILLER CC krem - vinnur sannanlega gegn öldrun húðarinnar og jafnar nú einnig húðtón

Page 44: 05 02 2016

Unnið í samstarfi við ZOLO

Ilmolíulamparnir frá ZOLO gegna margvíslegu hlutverki en þeir eru einstök rakatæki sem notast við nútíma tækni til að brjóta krana-vatn niður í smáar agnir sem síðan er úðað út í andrúmsloftið, einn-ig eru þeir jónatæki sem hreinsa loftið með góðum ilmi, ef vill, og varpa þar að auki mjúkri birtu á umhverfið með fallegu ljósi.

Sunna Dís Ólafsdóttir hjá ZOLO ilmolíulömpum í Keflavík segir eftirspurnina eftir þessum lömpum vera mikla enda hafi notkun þeirra góð áhrif á umhverfi fólks og bæti líðan. „Þetta eru ótrúleg tæki sem hreinsa loftið, gefa góðan ilm, ef vill og svo eru þetta jónatæki, sem eru mjög einföld í notkun, bara fyllt á með vatni,“ segir Sunna Dís. Til þess að framkalla ilm er nokkrum dropum af ilmolíu eða ilmkjarnaolíu bætt út í vatnið, en ilmkjarnaolíur veita vellíðan og hafa jákvæð áhrif á heilsuna.

Ilmolíulampar sem hreinsa loftiðIlmolíulamparnir frá ZOLO hreinsa andrúms-loftið með góðum ilmi og geta bætt svefn fólks.

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Þessi fallega lína af Amaya ultrasonic ilmolíulampa er innblásinn af náttúrunni. Lampinn er samsettur af hand-

skornum bambus og keramik og í laginu eins og vatnsdropi.

Unnið í samstarfi við Garð hugans

Um helgina hefst hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar. Meðal þátttak-anda er Ingibjörg Kr. Ferdinands- dóttir, höfundur bókarinnar og hljóðdisksins Garður hugans, sem leiðir fólk í gegnum einfalda hug-leiðslu inn í sinn innri garð undir fallegum tónum Friðriks Karlssonar.

„Hugleiðsluformið gengur út á það að við lærum að stjórna okkar eigin hugsunum en látum hvorki þær né áhyggjur hlaupa með okkur í gönur og stjórna þannig tilfinninga-líðan okkar,“ segir Ingibjörg. Hún skrifaði hugleiðslubókina Garður hugans árið 2013 og í kjölfarið setti Ingibjörg upp síðu á Facebook til að kynna bókina en smám saman hefur síðan orðið að fallegri og gagnvirkri mannræktarsíðu.

„Ég set inn ýmsar vangaveltur um hvernig við getum bætt líf okkar með jákvæðu hugarfari og allskonar dásamlega fallegt efni frá öðrum sem ég tíni af hinum ýmsu mann-ræktarsíðum. Allt öðrum til upp-byggingar og góðs.“

Á hljóðdiskinum, Garður hugans, les Ingibjörg sjálf bókina sem leiðir fólk í gegnum hugleiðslu. „Best er að koma sér vel fyrir, loka aug-unum og hefja ferðalagið inn í garð hugans með því einu að hlusta.“ Með ljúfri röddu teiknar hún upp mynd af garði og leiðir hlustandann í gegnum ímyndað hlið, um leið og hún hvetur þann sem hlustar til að teikna upp sinn eigin garð með

Í garði hugansIngibjörg Kr. Ferdinand-sdóttir er meðal þátt-takenda á hugleiðsluhá-tíðinni Friðsæld í febrúar.

Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir.

Fljóttu í friðsæld með Systrasamlaginu í Sundlaug Seltjarnarness sunnudaginn

7. feb kl. 9.00.

Fyrir dömur og herra

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

Gullkryddið

Liðir - bólgur

CURCUMINAllt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik!

CURCUMIN (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga

2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undafarna áratugi.

• Liðamót• Bólgur• Gigt• Hjarta- og

æðakerfi

44 | fréttatíminn | HeLGIn 5. FeBrúAr–7. FeBrúAr 2016

GAFLARALEIKHÚSIÐÞað er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

Næstu sýningarSunnudagur 31. janúar UppseltSunnudagur 7. febrúar UppseltSunnudagur 14. febrúar UppseltSunnudagur 21. febrúar

Silja Huldudóttir Morgunblaðið

Sigríður Jónsdóttir Fréttablaðið

„Óhætt að mæla með þessari sýningu!" Kastljós„Sýningin er bæði falleg og skemmtileg" Silja TMM„Unaðslegur leikhúsgaldur" Jakob Jónsson Kvennablaðið

Heimsfræg verðlaunasýning fyrir 1-5 ára börn

Page 45: 05 02 2016

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Bætir líðan„Það er bara eitthvað svo sjarmer-andi við að koma inn þar sem góður ilmur tekur á móti manni.“ Hún segir að hægt sé að velja um alls konar ilm, þar á meðal Lavender ilm sem hefur nærandi áhrif á sálina og róandi áhrif, og sérstakan ilm sem lætur heimilið lykta af hreinlæti. Sjálf segist Sunna Dís nota ilmolíu-lampa á hverjum degi til að auðga umhverfi sitt og veita sér vellíðan. „Ég varð fljótt háð því að nota lampann minn og finn heilmikinn mun þegar hann er ekki í gangi,“ segir hún.

Veitir órofinn nætursvefnNotkun á ilmolíulampa getur bætt svefninn verulega og í sumum til-fellum er fólk að upplifa það í fyrsta sinn í langan tíma að sofa heila nótt. „Við höfum fengið blómvendi senda frá þakklátum viðskiptavinum og upphringingar frá fólki sem er grátklökkt, segist vera í fyrsta sinn á ævinni að fá órofinn nætursvefn, fólk sem til dæmis stríðir við astma eða er með lungnavandamál, mikla höfuðverki eða bara flensu, er að nota ilmkjarnaolíublöndurnar frá okkur í lampana sína,“ segir Sunna Dís. Tækið framkallar ekki bara raka og góðan ilm, heldur framleiðir það jafnframt neikvæðar jónir sem hafa sýnt sig að hafa góð áhrif á sálina og vinna gegn depurð og þunglyndi. Þar að auki veita lamparnir notalega birtu.

Falleg hönnunIlmolílumparnir sem eru í boði hjá ZOLO eru allskonar, og ætti að vera auðvelt að finna lampa sem fellur að hvaða hönnunar-stíl sem er. Nokkrir lampanna eru

sérhannaðir í barnaherbergi og eru sumir í laginu eins og dýr eða jafnvel lest, svo eru aðrir úr hand-skornum bambus,eða úr fallegu hvítu keramiki með LED ljósum og ein týpan lítur út eins og krist-alsflaska. Allir eru þeir seldir hjá www.ilmoliulampar.is. Þeir sem eru hins vegar búsettir í Keflavík eða eiga þar leið um geta keypt þá hjá söluaðila þar sem allir lamparnir eru uppsettir. „Frekari upplýsingar getum við veitt í síma 615-3333, það er hægt að hringja í okkur hvenær sem er og fá að koma og skoða,“ segir Sunna Dís.

Notast er við nútímatækni til þess að brjóta niður krana-vatnið sem ilmolílump-arnir úða út í andrúmsloftið. Hægt er að bæta út í vatnið ilm-kjarnaolíum eða ilmolíum sem veita góðan ilm og bætta líðan.

ímyndunaraflinu og finna fyrir því hvernig grasið kitlar iljarnar. „Þetta er öruggur staður sem veitir frið og ró og er algerlega þinn eiginn.“

Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa og segist Ingibjörg oft fá þakkir frá þeim sem nota bæði bókina hennar og/eða diskinn. „Það sem kom mér kannski mest á óvart er hvað kvíði og áhyggjur eru stór þáttur í hinu mannlega eðli en ég get líka sagt að það hefur verið yndislega hvetjandi og ljúft að fá hundruð bréfa á síðunni frá fólki sem hefur náð að tileinka sér aðferðina að fara í garðinn sinn og því líður svo margfalt betur en áður. Allmargir skólar og heilbrigðisstofn-anir nýta sér bókina mína og nú diskinn sem er dásamleg viðbót því þá er bara að skella í tækið og gefa sér 11 mínútur í ró með sjálfum sér. Þar að auki er þetta frábær leið til að hjálpa börnum að sofna á kvöldin og hef ég fengið ófá þakkar-bréfin frá foreldrum.“

Hugmyndin kom til Ingibjargar fyrir nokkrum árum þegar hún kynntist fyrst hugleiðslu, þessari ævafornu aðferð sem menn hafa meðal annars notað til að ná stjórn á hugsunum sínum og tilfinningum. „Hugmyndin lét mig ekki í friði og ég fann að ég varð að láta hana verða að veruleika.“

Bókin Garður hugans er uppseld hjá útgefanda en von er á nýrri prentun næsta vetur. Hljóðdiskinn er hægt að nálgast hjá Ingibjörgu gegnum Facebook síðu hennar, Garður hugans.

Njóttu þessKjarngóð ávaxtafyllingí léttum kexhjúp– gott á milli mála.

*Aðeins 57 kcal per kex

Go AheadLétt í bragði

GoGoGoGoGoGoGoGoGoGo AheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadAheadLLLétététététt í bt í bt í bt í bt í bt í bt í brrragðiagðiagðiagðiagðiagðiagðiagðiagði

|45fréttatíminn | HELGIN 5. FEBrúAr–7. FEBrúAr 2016

Page 46: 05 02 2016

Unnið í samstarfi við Massimo og Katia

Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka. Staðurinn ber nafnið Massimo og Katia og þar er boðið upp á ekta ítalskan heimilis-mat.

Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á hverjum degi. Allt er búið til á staðnum og því er maturinn eins ferskur og helst verður á kosið.

„Við gerum bæði pasta fyrir veitingastaðinn og svo er hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima,“ segir Katia. Þau eru bæði með venjulegt pasta sem og fyllt pasta.

Á veitingastaðnum er einnig að finna ýmsar innfluttar vörur, svo sem kex, ólífur, olíur og girnilega osta á borð við parmeggiano og gor-gonzola.

„Brauðið okkar er einnig allt bakað hér og fylgir með öllum okkar réttum,“ segir Katia.

Þá er hægt að fá tilboð hjá þeim fyrir afmæli eða önnur tilefni. „Við sjáum um að reiða fram ekta ítalska veislu fyrir öll tilefni,“ segir Katia áður en hún hverfur aftur til starfa.

Ekta ítalskt brauð og pasta Ítalskur heimilismatur hjá Massimo og Katia á Laugarásveginum.

Mamma hefur áhyggjur þegar ég keppi í járnkarliPétur Einarsson fjárfestir skipuleggur fyrsta alþjóð-lega þríþrautarmótið hér á landi í sumar. „Nú er náttúrlega off-síson en maður er reyna að æfa eitthvað, kannski 6-7 sinnum í viku. Svo fer þetta almenni-lega í gang með vorinu,“ segir Pétur Einarsson, fjárfestir og þríþrautar-kappi.

Pétur hefur margoft keppt í þrí-þrautum og járnkörlum auk þess að taka þátt í helstu maraþonhlaupum heims. Hann er farinn að hlakka til sumarsins þegar bestu aðstæður eru til að stunda sportið.

Pétur er á fullu þessa dagana við að skipuleggja fyrsta alþjóðlega þrí-þrautarmótið á Íslandi sem haldið verður 23. júlí í sumar. „Við ætlum að fá nokkur hundruð útlendinga til að keppa hér, atvinnumenn sem safna stigum í alþjóðlegri mótaröð. Þetta er ægilega spennandi,“ segir Pétur en nánari upplýsingar má fá á www.challengeiceland.is.

„Ég byrjaði í kringum fertugt. Þá var ég bankamaður í London og var auðvitað allt of þungur. Það kviknaði bara á perunni hjá mér. Ég byrjaði á því að hlaupa, fór í New York mara-þonið 2004 og færði mig svo fljót-lega yfir í þríþraut. Sú fyrsta var árið 2006 á Jersey og svo fór þetta bara að aukast. Ég tók öll helstu mara-þonin; New York, Boston, Chicago, London og Berlín. Svo fór ég í minn fyrsta Iron Man þegar ég var að verða fimmtugur,“ segir Pétur sem var ekki sáttur við tímann í sínum fyrsta járnkarli.

„Þannig að ég fór aftur sex vikum síðar. Þú sérð hvað maður er bilaður. En það virkaði ekkert og ég fór á sama tíma. Ég var nú eiginlega bara ánægður að lifa þetta af. Móðir mín var líka fegin þegar ég var kominn aftur til Íslands og sá að ég var meira og minna heill á húfi. Þau gömlu hafa miklar áhyggjur af mér í þessu sporti. Þetta er önnur kynslóð, for-eldrar mínir eru fæddir 1930, og hreyfing fólks á þeim tíma var bara

að ná í kindur eða róa bátum. Þá var enginn að fara að hreyfa sig bara til að gera það.“

Það virðist vera algengt að fólk taki upp á því að stunda svona íþróttir í kringum fertugt. Er þetta einhver aldurskrísa?„Já, auðvitað. Maður er kannski búinn að sanna að maður getur lært, maður getur unnið eitthvað og eignast fallega fjölskyldu. Svo hvað meira? Þá kemur eitthvað svona, annað hvort fer maður að skrifa bók eða ganga á fjöll – eða að fara í Iron Man. Þetta er bara spurning um áskoranir, andlegar eða líkamlegar. Það gefur lífinu einhverju meiningu að setja okkur markmið og klára þau. Að sigrast á einhverju. Frum-eðlið er mjög sterkt þó við séum alltaf að bæla það niður með því að vera menningarleg og skipulögð. Við þurfum líka þessa útrás, að berjast áfram og sigra.“

Svo er þetta voðalegt græjusport, þessi hjól eru varla þau sömu og venjulegt fólk notar?„Nei. Þegar ég fékk keppnishjólið mitt fór ég til San Diego í Kaliforníu í bike fit. Þar var ég í hálfan dag tengdur tölvum og búnaði þar sem líkami minn var mældur. Allar stærðir, hvar og hvernig vöðvarnir virka og hvernig ég vinn. Út úr þessu er reiknað og svo kemur grafísk útfærsla á því hvert er hið fullkomna hjól fyrir mig. Svo setja þeir það saman úr hlutum sem henta fyrir mína líkamsbyggingu. Út úr þessu kom uppáhalds hjólið mitt.“ -hdm

Tilboð:Næstu 2 vikur er 2 fyrir 1 tilboð á gómsætu lasagne á aðeins kr. 1.450.

Hvað er þríþraut?Þríþraut, eða járnkarl, saman-stendur af 3,8 kílómetra sundi, 180 kílómetra hjólakeppni og maraþonhlaupi.

Pétur Einarsson æfir ekki nema svona 6-7 sinnum í viku nú yfir háveturinn. En hann

hlakkar til að bæta úr því í vor og sumar.

Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir

NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA

Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur

aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka.Fæst í fl estum heilsuvörubúðum og apótekum, nú einnig í Nettó.

Vörurnar frá Terranova passa saman við mína hugmynda-

fræði um heilsusamlegt líferni. Vísindi og náttúra mætast þar

sem næringarefnum er blandað saman í réttum hlutföllum

fyrir hámarks upptöku. Vörurnar eru einnig lausar við öll

aukaefni sem gerir Terranova besta valkostinn.

ARNÓR SVEINN, KNATTSPYRNUMAÐUR OG NEMI

HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR

46 | fréttatíminn | HELgIN 5. FEBrÚAr–7. FEBrÚAr 2016

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 47: 05 02 2016

Hvítari tennur með Gum Original WhiteTennurnar verða hvítari með Gum Original White munn-skoli og tannkremi. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

Unnið í samstarfi við Icecare

Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Tannlæknar mæla með Gum vörun-um. „Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tann-hvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Sólveig Guðlín Sigurðaróttir, vörumerkj-astjóri hjá Icecare.

Engin bleikiefniGum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn

Bio-Kult kemur jafnvægi á heilsunaBio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þar-maflóruna.Unnið í samstarfi við Icecare

Margrét Alice Birgisdóttir heilsu-markþjálfi mælir alltaf með því við viðskiptavini sína í upphafi þjálfunar að þeir hafi meltinguna í góðu lagi. „Meltingarstarfsemi er mitt hjartans mál og mér finnst sérstaklega mikil-vægt að meltingarfærin starfi eins og þau eiga að gera. Ef bakteríuflóra líkamans er í ójafnvægi starfar lík-aminn ekki eins og hann á að gera. Upptaka næringar, niðurbrot fæðu og stór hluti ónæmiskerfis okkar eru háð því að við viðhöldum þessum aðstoðarher baktería. Bio Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar.“

Laus við sjúkdómseinkenniSjálf greindist Margrét með Colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sann-færð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina samhliða jákvæðum breytingum á lífsstíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ Ef litið er til matar-venja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerjaðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakteríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heilshugar með Bio-Kult, bæði Candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batanum. Báðar tegundir hafa reynst mér vel,“ segir Margrét Alice. Bio-Kult Candéa-hylkin geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppa-sýkingu en hún getur komið fram

með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.

Betri líðan með Bio-Kult Margrét Kaldalóns fann mikinn mun á meltingunni eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin. Hún hefur starfað í heilsu-

geiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. „Ég veit það af reynslunni að mjög margir þjást af meltingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólkursýru-gerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir

henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við-kvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir mál-tíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerlana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst

henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka aukalega. Ég er sérlega ánægð með Bio-Kult gerlana því að þeir hafa hjálpað mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apó-tekum, heilsuverslunum og heilsuhill-um stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

Margrét Alice heilsu-markþjálfi segir að mikilvægt sé að hafa meltinguna í góðu lagi. Hún mælir heilshugar með melting-argerlunum frá Bio-Kult.

Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir mál-tíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin.

upprunalega lit. Báðar vörurnar inni-halda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað nátt-úrulega vörn tannanna. „Hvíttunar-línan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartann-

krem.“ Sólveig segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingarmeðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tann-stönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Þetta eru frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og milli-tannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjón-varpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda

Vörulínan frá Gum Original White inni-heldur allt sem þarf til að viðhalda hvítum og heilbrigðum tönnum.

Sólveig Guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare.

Vörulínan frá Gum Original

heilbrigðum

Ljósmynd | Hari

sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í Lyfju, Apótekinu og að auki í flestum öðrum apótekum og í hillum heilsu-verslana.

Bio-Kult Original:n Inniheldur blöndu af vin-veittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna.n Þarf ekki að geyma í kæli.n Hentar vel fyrir alla, einn-ig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

Bio-Kult Candéa:n Inniheldur blöndu af vin-veittum gerlum ásamt hvít-lauk og Grape Seed Extract.n Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingar-vegi kvenna og karla.n Öflug vörn gegn sveppa-sýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.n Hentar vel fyrir alla, einn-ig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

|47fréttatíminn | HELGIN 5. FEBrúAr–7. FEBrúAr 2016

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Sólveig Guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare.

Sólveig Guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare. Ljósmynd | HariLjósmynd | Hari

sérstaka blöndu sem Gum hefur sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í Lyfju, Apótekinu og að auki í flestum Lyfju, Apótekinu og að auki í flestum öðrum apótekum og í hillum heilsu-verslana.

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 48: 05 02 2016

Tiger Balsam er náttúrulegt undrasmyrsl unnið úr einstakri jurtablöndu sem kemur jafnvægi á dag-legt líf og gefur líkama og sál nauðsynlega frið-sæld frá verkjum.

Verkjalaus í vetrarkuldanum

Unnið í samstarfi við Balsam

Tiger Balsam er þekkt fyrir ótrú-legan lækningamátt og hefur verið selt í núverandi mynd í yfir 100 ár til yfir 100 landa. Balsam kynnir nú nýja vöru á íslenskum markaði – Tiger Balsam Neck & Shoulder Rub – krem sem vinnur sérstaklega á vöðvabólgu, kvilla sem fjölmargir stríða við, ekki síst í kuldanum á veturna.

„Ástæðan fyrir því að við tókum þessa vöru inn er að við vorum að fá svo margar fyrirspurnir frá fólki sem hafði kynnst henni erlendis og vildi meina að þetta væri það eina sem virkaði,“ segir Margrét Rós Einarsdótt-ir, sölu- og markaðsstjóri Balsam. Hún bætir við að þeir sem einu sinni kaupi Tiger Balsam smyrslin verði undan-tekingarlaust fastakúnnar. „Þetta er aldagömul og náttúruleg uppskrift sem hefur virkað lengi, smyrslið er búið til úr 100% náttúrulegum jurtum sem virka svona vel á verki.“

Er alltaf með Tiger Balsam í töskunni Margrét hefur sjálf átt við meiðsli að stríða eftir tvö bílslys og glímir einnig við slit í hálsliðum. „Mér finnst þetta svínvirka og ég er alltaf með þetta í töskunni. Smyrslið linar verkinn strax og dregur úr spennunni í herðum og hálsi. Í hvert sinn sem mér finnst ég vera að festast ber ég þetta á mig og það losar um,“ segir hún. Margrét segir nýja kremið vinna á verkjum sem orsakast af vöðvabólgu, draga úr höfuðverk sem fylgir gjarnan vöðvabólgu og dragi úr spennu og annarri vanlíðan.

Tiger balsam hitameðferð og kæli-meðferð virkar á verkinaTvær aðrar vörur frá Tiger Balsam eru einnig sívinsælar og standa fyrir sínu. Það er annars vegar Tiger Balsam Red, sem er hitameðferð við verkjum og margir hafa prófað með góðum árangri. Tiger Balsam White er hins vegar kælimeðferð með dálítið öðruvísi virkni en þó ekki síðri.

„Tiger Balsam White virkar til dæmis ótrúlega vel á frunsur, þetta er besta frunsukrem sem ég hef prófað en ég fæ reglulega frunsur eins og svo margir. Ég hef heyrt af fólki sem

fær krónískar frunsur og þekkir ein-kennin þegar þær eru að koma. Þetta krem nær að koma í veg fyrir að þær láti sjá sig,“ segir Margrét. Tiger Balsam White virkar einnig frábær-lega á flugnabit, að sögn Margrétar, og margir hafa notað það gegn nef-stíflum og kvefi. Auk þessa virkar það líka vel við hvers konar verkjum en það er persónubundið hvort fólk kýs fremur hita- eða kælimeðferð.

Tiger Balsam er fáanlegt í öllum betri apótekum um land allt, heilsuhillum Hagkaupa, Heilsuver, Fjarðarkaup og Heimkaup.is.

Margrét Rós Einarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Balsam.

Bylting í rakagjöf!Franska snyrti-vörumerkið Sothys kynnir Hydra 3Ha.

Unnið í samstarfi við Heilsu ehf.

Það sem skiptir húðina okkar hvað mestu máli er að viðhalda raka. Þegar við eldumst þornar húðin og línur myndast. Sothys kynnir nýju rakalínuna Hydra 3Ha sem er bylting í rakagjöf. Með nýju Hydra 3Ha fær húðin hámarksraka og er því vel varin gegn ótíma-bærum ummerkjum öldrunar ásamt því að húðin endurheimtar stinn-leika sinn og vellíðan.

Sothys hefur valið sérstakar sam-setningar af Hyaluronic sýru og sameinað þær innihaldsefnum sem á vísindalegan máta hafa sannað virkni sína til að vinna sérstaklega að auknum raka í húð. Náttúruleg framleiðsla líkamans á Hyaluronic sýru minnkar með árunum sem veldur því að húðin þornar og hrukkur myndast.

Hydra 3Ha hentar öllum húð-gerðum og samanstendur af fjórum vörum:Intensive serum: Veitir hámarks-virkni, hentar fyrir allar húðgerðir.Gel cream: Ver húðina og gefur henni strax raka, fyrir venjulega eða blandaða húð.Cream: Ver húðina og gefur henni strax raka, fyrir venjulega eða þurra húð.Hydra Smoothing mask: 10 mínútna rakamaski. Veitir strax einstaka mýkt og vellíðan.Allar vörur frá Sothys eru ofnæm-isprófaðar og parabenfríar.

Útsölustaðir Sothys: Hagkaup Kringlunni, Lyfja Smáratorgi, Neskaupstað og Keflavík, Árbæjarapótek, Garðsapó-tek, Apótek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra, Snyrtistofan Wanita, Snyrtistofan Dekurdís, Snyrtistofan Afródíta og Hárgreiðslustofan Flikk.

Er alltaf með Tiger Balsam í Tiger balsam hitameðferð og kæli

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

Svefnvandi, kvíði, depurð

MAGNOLIAOFFICINALIS

Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex

hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða

ár í Asíu.

• Heilbrigður svefn• Upphaf svefns• Samfelldur svefn• Þunglyndi og kvíði

Heilbrigður svefn

“Hjálpar þér að losna úr vítahringnum og ná

stjórn á svefninum”Dr. Michael Breus

www.thesleepdoctor.com

KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND

dagar!

AFSLÁTTUR

48 | fréttatíminn | HElgiN 5. FEBRúAR–7. FEBRúAR 2016

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 49: 05 02 2016

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir er framkvæmda-stjóri Iceproteins ehf. og stofnandi og fram-

kvæmdastjóri PROTIS ehf. Hún er með áralanga reynslu í rannsóknum á fiskprótínum og er hug-myndasmiðurinn á bak við AMÍNÓ vörulínuna.Undur hafsins

Hrein fæðubót úr íslenskum fiskafurðum

IceProtein® og þyngdarstjórnunRannsóknir hafa sýnt að fiskprótín sem meðhöndlað hefur verið með vatni og ensímum örvar mettunar-ferli líkamans sem stuðlar að minni matarlyst.

IceProtein® og blóðþrýstingurRannsókn sem framkvæmd var árið 2014 bendir til að vatnsrofin þorsk-prótín hafi mildandi áhrif á blóð-þrýsting hjá rottum sem þjást af háþrýstingi. Fyrir utan að innihalda vatnsrofin þorskprótein þá inniheldur IceProtein® náttúrulega hátt hlutfall af amínósýrunni arginín sem gegnir mikilvægu hlutverki í lækkun á blóð-þrýstingi.

IceProtein® og bólgusjúkdómarRannsókn sem framkvæmd var af Dr. Dort og félögum árið 2013 leiddi

í ljós að þorskprótín geta hjálpað til við að vinna gegn bólgu vegna þess að þau innihalda tiltölulega mikið af amínósýrunum arginíni, glýsíni og táríni. IceProtein® er þorskprótín og inniheldur því náttúrulega hátt hlut-fall af þessum amínósýrum.

IceProtein® og blóðsykurVatnsrofin þorskprótín eru sögð hafa mildandi áhrif á blóðsykur eftir máltíð og geta aukið insúlínnæmi hjá einstaklingum sem þjást af stöðugt háum blóðsykri. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fiskprótín, m.a. þorsk-prótín auka glúkósaþol (glucose toler-ance). Rannsóknir hafa einnig sýnt að neysla á prótíni á undan kolvetnaríkri máltíð geti leitt til lægra magns af glúkósa og insúlíni í blóði en ella í offitusjúklingum sem einnig þjást af sykursýki af tegund 2.

„Ég var mjög slæm í baki og leiddu verkirnir í bakinu niður í annan fótinn. Ég var með stöðug óþægindi og hálfhaltraði. Eftir að ég fór að taka inn Amínó-Liðir sæbjúgnahylkin þarf ég ekki lengur að taka inn verkjalyf að staðaldri og hef öðlast meiri liðleika í bakinu.“

Steinþóra Sigurðardóttir

„Ég hef glímt við liðagigt í um 30 ár. Það hefur gengið upp og ofan að finna réttu lyfjablönduna eins og gengur og gerist. Stundum gengið vel í nokkur ár svo fer alltaf að síga á ógæfuhliðina. Ég hef alltaf verið á tveimur til þremur lyfjum í einu. Ég á ekki nógu mörg orð yfir hvað ég er ánægð með Amínó-Liði og hefði ekki getað trúað því sjálf að það kæmi sá tími að ég væri bara á tveimur meðulum. Vonandi heldur þetta áfram á sömu braut og vonandi verða AmínóLiðir hjálplegir öðrum sem eru í mínum sporum.“

Ida Haralds Malone

Um PROTISPROTIS er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu IceProtein®. Bæði Iceprotein og PROTIS eru í eigu FISK Seafood sem er eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Stefna fyrirtækisins er að öll starfsemi falli undir hugmyndafræðina um sjálfbæran iðnað. Mikilvægir þættir í þeirri stefnu er að finna nýtingarfarvegi fyrir allar aukaafurðir framleiðslu og tryggja jafnframt fullkomna hlutleysingu úrgangsefna.

Unnið í samstarfi við Icecare

IceProtein® er hreint prótín sem unnið hefur verið úr hágæða hrá-efni sem fellur til við flakavinnslu á íslenskum þorski með það að markmiði að hámarka nýtingu á einstakri náttúruauðlind og bæta

lýðheilsu. Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum og í fram-haldinu síuð þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðum. IceProtein® tæknin tryggir skjóta virkni prót-ínsins.

Amínó vörulínanAmínó vörulínan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda IceProtein® ásamt öðrum lífvirkum efnum.

AmínóLiðir inniheldur auk IceProteins® Cucumaria fron-dosa extrakt sem unnið er úr skráp íslenskra sæbjúgna. Skrápur sæbjúgna samanstendur að mestu leyti úr brjóski og er því ríkur af kollageni og brjósk-sykrunni chondroitin sulphate. Auk IceProteins® og Cucumaria frondosa extrakts inniheldur AmínóLiðir vítamín D, vítamín C og mangan.

AmínóLétt inniheldur, auk IceProteins®, Glucomannan. Glu-comannan er náttúrulegar trefjar sem unnar eru úr hnýði rótar konjac plöntunnar. Það hefur verið staðfest í klínískum rann-sóknum að Glucomannan stuðli að þyngdartapi. Glucomannan er á lista yfir leyfilegar heilsu-fullyrðingar. Að auki inniheldur AmínóLétt króm-pikkólínat.

Amínó100% inniheldur einungis IceProtein®. Samkvæmt alþjóð-legum rannsóknum eru þorsk-prótín talin einstaklega heilsu-samleg vegna náttúrulegrar blöndu af mikilvægum amínó-sýrum á borð við glútamín, leus-ín, lysín og arginín. Amínó®100% er góð leið til að auka úthald og jafna orkustig á milli mála.

Heilsuáhrif IceProtein®

AmínóLiðir hefur reynst einstaklega vel þeim sem eiga við verkjasjúkdóma og gigt að stríða:

Heimildir: Cudennec et al., 2012. Journal of Functional Food, Vol. 4, p. 271-277. Jensen et al. 2014. Nutrition Research, Vol. 34, p. 168-173. Dort et al., 2013. Plos One, Vol. 8, p. 1-14. www.nutripeptin.no

FrumkvöðullinnHugmyndasmiðurinn á bak við AMÍNÓ vörulínuna er dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Iceproteins ehf. og stofnandi og framkvæmdastjóri PROTIS ehf.

Dr. Hólmfríður er með meistara-gráðu í næringarfræði og doktors-gráðu frá matvæla- og næringar-fræðideild Háskóla Íslands. Hún er með áralanga reynslu í rannsóknum á fiskprótínum og starfaði um árabil sem verkefnastjóri á lífefnasviði Matís við rannsóknir á fiskprótínum.

Þorskprótínið IceProtein® í AMÍNÓ vörulínunni byggir á langtíma rann-sóknum vísindamanna rannsókna-fyrirtækisins Iceproteins sem hafa verið unnar í samstarfi við vísinda-menn frá Matís, Háskóla Íslands og samstarfsaðila þeirra hér heima og erlendis. Rannsóknirnar hafa verið styrktar af m.a. Tækniþróunarsjóði, AVS og Vaxarsamningi Norðurlands vestra.

|49fréttatíminn | HELGIN 5. FEBRúAR–7. FEBRúAR 2016

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

FrumkvöðullinnHugmyndasmiðurinn á bak við AMÍNÓ vörulínuna er dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Iceproteins ehf. og stofnandi og framkvæmdastjóri PROTIS ehf.

Dr. Hólmfríður er með meistara-gráðu í næringarfræði og doktors-gráðu frá matvæla- og næringar-gráðu frá matvæla- og næringar-gráðu frá matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Hún er með áralanga reynslu í rannsóknum á fiskprótínum og starfaði um árabil sem verkefnastjóri á lífefnasviði Matís við rannsóknir á fiskprótínum.

Þorskprótínið IceProtein® í AMÍNÓ vörulínunni byggir á langtíma rann-sóknum vísindamanna rannsókna-fyrirtækisins Iceproteins sem hafa verið unnar í samstarfi við vísinda-menn frá Matís, Háskóla Íslands og samstarfsaðila þeirra hér heima og erlendis. Rannsóknirnar hafa verið styrktar af m.a. Tækniþróunarsjóði, AVS og Vaxarsamningi Norðurlands vestra.

Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 50: 05 02 2016

Hin 29 ára gamla Sunna Rut Óskar Þórisdóttir starfar sem verslunar-stjóri Heilsuhússins meðfram mast-ersnámi í þróunarfræði. Hún býr með móður sinni og yngri systur í Fellsmúlanum í Reykjavík.

„Ég hef búið í Paragvæ með hléum allt frá því ég fór þangað í skiptinám árið 2005. Þar giftist ég paragvæsk-um manni og skildi við hann þar líka. Svo handleggsbrotnaði ég þar úti í júlí og paragvæsku læknarnir vildu setja mig í rosalega aðgerð við því, sem mér fannst skrýtið miðað við venjulegt handleggsbrot. Mömmu fannst það líka og hvatti mig til að koma heim. Ég hef því búið hjá mömmu síðan. Ég hef reyndar hand-leggsbrotnað aftur eftir þetta og fengið hettusótt, svo ég hef verið mjög óheppin síðustu mánuði.“

Sunna lítur á þetta sem tímabund-ið fyrirkomulag þar til hún hyggst koma undir sig fótunum og ákveða næstu skref.

„Það er ágætt að eiga í hús að venda og mér finnst miklu betra að búa með mömmu en ein.“ Hún segir að eiga heima hjá fjölskyldu sinni nú sé allt annað en þegar hún bjó þar á unglingsárum. „Nú er þetta meira eins og að eiga sambýlinga, það er ekki þessi fjölskyldurútína í gangi. Allir eru orðnir fullorðnir og fara bara í sína vinnu og borða ekki endilega saman klukkan sjö á hverju kvöldi.“

Flutti til mömmu í kjölfar handleggsbrots

Það er ágætt að eiga í hús að

venda og mér finnst miklu betra að búa

með mömmu en ein.

Sunna Rut segir allt öðruvísi að búa með fjölskyldu sinni nú en á unglingsárum.

Verk eftir Garðar Eyjólfsson og Børk, hönnunarteymi þeirra Jóns Helga Hólmgeirssonar og Þorleifs Gunnars Gíslasonar, verða til sýnis á Aurora – Nordic Architecture and Design á Stockholm Design Week í næstu viku. Að því er fram kemur á vef Hönnunarmiðstöðvar er Aurora norræn samsýning sem einblínir á það sem gerir norræna hönnun einstaka, s.s. út frá aðstæðum, efnisnotkun, framleiðslu og fleira. Sýningin skiptist í tvo þætti; annars

vegar er lögð áhersla á arkitektúr og almanna-heill og hins vegar hönnun, út frá nor-rænum aðstæðum. Þá er hönnuðurinn Katrín Ólína meðal fyrirlesara á örfyrirlestraröðinni Pecha Kucha. Þar segir hún frá nýj-asta verki sínu, Primitiva – Talismans,

sem er afrakstur rannsóknar Katrínar Ólínu við Digital Design Laboratory í Aalto-háskólanum í Helsinki.

Íslendingar sýna í Stokkhólmi

Katrín Ólína heldur fyrirlestur á ör-

fyrirlestraröðinni Pecha Kucha í

Stokkhólmi í næstu viku.

Heimili & hönnun

Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðr-inu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Ísland er þar ekki undan-skilið. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?

Ljósmynd/Rut

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is

ÞÚ FINNUR ÞAU HJÁ OKKUR!

Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, [email protected]

VerkfæralagerinnMán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða-vara á góðu verði

Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði

Ennþá meira úrval af listavörum

Vorum að taka inn fullan gám af Sara&Alma strigum

WorkPlus Strigar frá kr. 195

Útsalan er hafin

40-60% afsláttur!

dimmalimmreykjavik.isDimmalimmReykjavik.is

Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Útsalan er hafin

40-60% afsláttur

DIMMALIMM

DimmalimmReykjavik.is

Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Útsalan er hafin

40-60% afsláttur

DIMMALIMM

ÚTSALA ÚTSALAMeiri afsláttur

50-60% afslátturaf öllum útsöluvörum frá

Nýjar vörur frá Bóboli vor/sumar 2016

www.DimmalimmReykjavík.iswww.DimmalimmReykjavík.is

SíðuStu dagar útSölunnar

50 | fréttatíminn | HELGiN 5. FEBRúAR–7. FEBRúAR 2016

Page 51: 05 02 2016

Allt að sjötíu prósenta afsláttur af sýningarvörum

Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG ATH! 15% AFSLÁTTUR Í VEFVERSLUN epal.is*5.-7. FEBRÚAR.HANS J. WEGNER, ARNE JACOBSEN, BORGE MOGENSSEN, PHILIPPE STARCK, ERIK MAGNUSSEN, OFL.

Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is

*afsláttur á gjafavöru

Page 52: 05 02 2016

„Við höfum kynnst í gegnum sam-sýningar í gegnum árin og það myndaðist vinskapur. Þetta er til-raunahönnun, blind hönnun sem við vinnum sitt í hverju lagi og enginn veit hvað hinn er að gera,“ segir Rós-hildur Jónsdóttir hönnuður.

Róshildur og Snæbjörn Stefánsson, eiginmaður hennar, hanna saman undir nafninu Hugdettu en hafa undanfarið unnið með finnskum og sænskum hönnuðum undir heitinu 1+1+1. Með þeim í teyminu eru finnsk hjón sem kalla sig Aalto&Aalto og sænski hönnuðurinn Petra Lilja. Þau sýndu fyrst á Hönn-unarMars í fyrra og verða með nýtt verkefni á Stockholm Design Week í næstu viku.

„Þar munum við sýna spegla,“ segir Róshildur en samstarfið fer þannig fram að hönnuðirnir ákveða þema til að vinna út frá, síðan vinna þau að verkefninu í sitt hvoru lagi. Að síðustu koma þau aftur saman og mynda eina heild úr því sem þau hafa unnið að hvert í sínu heima-landi. „Við hönnum öll hlut í þremur pörtum og síðan er hægt að blanda

hlutunum saman. Í raun eru því 27 mismunandi útgáfur af hlutnum,“ segir Róshildur.

Fyrir HönnunarMars í fyrra var ákveðið að hanna lampa, því næst

Heimili & hönnun

Sýna spegla í StokkhólmiRóshildur og Snæbjörn frumsýna nýja hönnun með vinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð.

Íslensku hjónin Róshildur Jónsdóttir og Snæbjörn Stefánsson, lengst til hægri, eru hluti af hönnunarteyminu 1+1+1 ásamt sænskum og finnskum vinum sínum.

1+1+1 hefur sýnt lampa og skápa og á næstunni frumsýna þau bæði spegla og kertastjaka.

skápaeiningar og í Stokkhólmi frum-sýna þau speglaseríu. Á Hönnunar-Mars sýnir 1+1+1 svo kertastjaka.

„Á HönnunarMars verðum við með sýningu í Spark Design Gallerí og þar verður hægt að sjá alla fjóra hlutina sem við höfum gert,“ segir Rós-hildur. | hdm

HönnunarMars fer fram í áttunda sinn dagana 10.-13. mars næst-komandi. Dagskrá hátíðarinnar hefur ekki verið gerð opinber enn en þrír kaupendur hafa þegar stað-fest komu sína á kaupstefnuna DesignMatch sem fram fer á föstu-deginum. Ferm Living, Normann Copenhagen og Mjölk koma hingað í kauphugleiðingum og hitta íslenska hönnuði en slíkt getur veitt þeim brautargengi á stærri mörkuðum.

Styttist í Hönnunar Mars

Fulltrúar frá hinu þekkta merki Normann Copenhag-en koma á HönnunarMars í leit að spennandi vörum.

Copenhagen og Mjölk koma hingað í kauphugleiðingum og hitta íslenska

Hönnunar

en koma á HönnunarMars í leit að spennandi vörum.

52 | fréttatíminn | HeLGiN 5. FebRúAR–7. FebRúAR 2016

FlísabúðinStórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is

Finndu okkur á facebook

Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísum

Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is

Giulia 3 – 1 – 1 leður og tauáklæði

Borðstofuhúsgögn teg. Parma

Page 53: 05 02 2016

Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is

Nettir snagar í mismunandi stærðum. Þessir snotru snagar fara vel í eldhúsi, baðherbergi til að hengja á skartgripi eða lykla ellegar einfaldlega sem skraut. Mini Camouflage snagarnir fást metalsprautulakkaðir í mörgum litum eða í ryðfríu stáli.

Blóm sem opnast til fulls er hugmyndin að baki hönnuninni á Lulu snögunum. Fallegir og auðveldir í notkun og fást í mismunandi stærðum og lengdum og hægt að nota staka eða fleiri saman. Mismunandi stærðir gera snagana jafn frábæra fyrir úlpur og jakka, herðatré, regnhlífar eða töskur og þeir henta í forstofu, fataherbergi eða svefnherber-gi. Lulu snagar eru lakkaðir með mjúku lakki sem ljær þeim matta og skemmti-lega áferð.

Verk hönnunartvíeykisins Flemming Busk og Stephan B. Hertzog einkennast af hreinum og einföldum línum sem tala skýru máli. Það er sannfæring þeirra að híbýli skuli alla jafna skreyta með því sem jafnframt hafi notagildi. Hönnun þeirra félaga er að finna um allan heim, allt frá alþjóðlegum flugvöllum til setustofu leikmanna Chelsea fótboltaklúbbsins. Busk+hertzog hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verk þeirra eiga fastan sess á Danish Museum of Art and Design, auk þess sem ekki færri en 18 stólar eftir þá voru með í enduropnun á Museum of Modern Art í New York 2004.

Óskabeinsborðið hæfir ótalmörgum tilefnum, til dæmis fer það vel í grennd við hinn glæsilega Wishbone fatastand, í forstofu eða á gangi. Eins er það nett hliðarborð við sófa eða undir fartölvu, blómavasa, kaffi- eða tebolla og jafnvel sem náttborð. Þú ákveður einfaldlega hvar þú vilt nota það. Borðið er úr lökkuðu áli og fæst í mörgum litum.

Page 54: 05 02 2016

Galvan, fatamerki fyrrverandi fyrirsætunnar Sólveigar Káradótt-ur, vegnar heldur betur vel. Merkið var sett á fót fyrir tæpum tveimur árum með það í huga að bjóða upp á einfaldan en glæsilegan kvöld-klæðnað á viðráðanlegra verði en hátískumerkin bjóða upp á. Glavan hefur síðan vaxið hratt og hafa stjörnur á borð við Siennu Miller, Jennifer Lawrence, Jessicu Alba, Olsen systur og Rihönnu klæðst fötum Galvan á rauða dreglinum. Merkið hefur verið mikið í kast-ljósinu í fjölmiðlum erlendis eftir að ný lína var kynnt í samstarfi við Opening Ceremony en það er ein heitasta tískuheildsala dagsins í dag með verslanir út um allan heim. Fyrsta verslunin opnaði árið 2002 en síðan hefur Opening Ceremony unnið með hönnuðum, leikurum og tískuhúsum á borð við TopShop, Pendleton, Rodarte, Maison Martin Margiela, Spike Jonze og Chloe Sevigny. Það er því óhætt að segja að sigurganga Sól-veigar Káradóttur og Galvin sé rétt að hefjast.

Betty WhiteHin 94 ára gamla leikkona Betty White er samfélagsmiðladrottn-ing með meiru og er fáránlega skemmtileg á Twitter.

Ian McKellenÞú last rétt – Gandálfur sjálfur er á Twitter. Hann virðist þó nota það frekar til að kynna verkefni en segja fimmaurabrandara.

Patrick StewartCaptain Picard tístir mikið úr sínu daglega lífi og fyndnum hlutum sem konan hans segir.

Larry King @kingsthingsLarry King er kannski sestur í helgan stein frá þáttastjórn, en er hvergi nærri hættur á Twitter. Hann tístir um skoðanir sínar á allt frá Óskarnum til fótbolta.

Jane GoodallHin 81 árs gamla Jane Goodall notar Twitter til að tala fyrir dýra-vernd. Þessi mikla baráttukona ferðast enn um heiminn til að tala fyrir mannúðarmálum.

Bubbi Morthens @bubbi-morthensÓkei, Bubbi er kannski bara að verða sextugur á árinu en hann er duglegur að viðra skoðanir sínar á líðandi stund og fá fylgjendur hans þær hér beint í æð frá kóng-inum

Hér má sjá Sólveigu Káradóttur, eða Sólu Harrison líkt og hún heitir eftir að hún

giftist syni bítilsins George Harrison, í hópi kvenna í Galvan kjólum þegar samstarfið

við Opening Ceremony var kynnt.

Mynd/Getty

Sólveig Kára í samstarf við Opening Ceremony

6 frábærir tístarar yfir sextugu

Dhani og Sóla Harrison.

FALLEGIR KJÓLAR FYRIR FERMINGUNANý sending með

kjólum í stærðum 14-26Afgreiðslutímar í verslun Curvy að Fákafeni 9

Alla virka daga frá kl. 11-18Laugardaga frá kl. 11-16

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

280cm

98cm

Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

Tískuvöruverslun fyrir konur

RUGL BOTNVERÐPeysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl.

Verð frá 1.000 - 5.000 kr.Ekkert hærra en 5.000 kr

Nú er bara að hlaupa og kaupa.

Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal

GLÆSIKJÓLAR

Vetrakjólar með ermum

Skoðið laxdal.is/kjolar

GLÆSIKJÓLAR FRÁ

ÚtSöLuSpRenGJAÁ KJÓLum,vetRARyFIRhöFnum oG m.FL

50%-70% AFSLÁttuR

54 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 55: 05 02 2016

Frábær nýjung fyrir viðkvæma húð og augu.Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson ehf.

Fallega mótaðar og hæfilega dökkar augabrúnir eru mikil prýði og um þessar mundir er minna sannarlega meira í þeim efnum; plokkarinn vel falinn ofan í skúffu. Nú kynnir Hall-dór Jónsson ehf. til leiks nýjung frá RefectoCil í augnhára- og augabrúna-litum; Refectocil Sensitive. Línan er sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæm augu og húð.

Magðalena Kristjánsdóttir, vöru-merkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni, segir línuna henta bæði þeim sem

lita heima en einnig sé hún fáanleg á nokkrum snyrtistofum og henti ekki síður þar. „Þetta er ný formúla sem er tilvalin fyrir alla sem eru með viðkvæmt augnsvæði. Ferlið er annað, hér er ekki lit og festi blandað saman heldur er liturinn borinn á fyrst og hann hafður í 2 mínútur. Hann er síðan tekinn af og því næst er festirinn settur á og hafður í 1 mínútu. Þar af leiðandi tekur litunarferlið sjálft mjög stutt-an tíma og auðvelt og snyrtilegt í framkvæmd. Ef viðkomandi vill fá meiri og dýpri lit má hafa litinn í hámark 8 mínútur og festinn í hámark 4 mínútur,“ segir Magða-

lena og bætir við að liturinn geti enst í allt að sex vikur.

Hún segir litina mjög náttúru-lega og gefa djúpa og skarpa tóna. Litirnir sem eru í boði eru svartur, dökkbrúnn, millibrúnn og ljós-brúnn þannig að allir ættu að finna litatón sem hæfir þeirra litarhafti. Sumum finnst afar hvimleitt þegar liturinn fer á húðina þegar brúnir eru litaðar og nú er hægt að fá litleysi sem fjarlægir á auðveldan máta lit af húð. RefectoCil Sensi-tive er unnið úr plöntuþykkni sem inniheldur meðal annars grænt te, rauðvínsþykkni, valhnetuþykkni, vallhumal, netlu og bláber. Litirnir fást í Hagkaup og í apótekum um allt land.

Fallegar brúnir með RefectoCil Sensitive

Ljósmynd | Hari Magðalena Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni, segir að ný lína frá RefectoCil í augnhára- og augabrúnalitum henti vel þeim sem

lita heima en hún fæst einnig á snyrtistofum.

Kynningar | Tíska AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

|55fréttatíminn | HELgiN 5. FEbRúaR–7. FEbRúaR 2016

Frábær nýjung fyrir viðkvæma húð og augu.Unnið í samstarfi lita heima en einnig sé hún fáanleg

lena og bætir við að liturinn geti enst í allt að sex vikur.

Hún segir litina mjög náttúru-

Fallegar brúnir með RefectoCil Sensitive

Kynningar | Tíska AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

fréttatíminn | HELgiN 5. FEbRúaR–7. FEbRúaR 2016

Page 56: 05 02 2016

STYRKJAST FLANDUR ÞÓFI VOTVIÐRISÆTI

AÐKAPÍTULI TRAÐK

ATHYGLI

STYRKUR

GÁIR

SAMSTÆÐA

GUMSRIFA

DJAMM

RÓTARÓMVERSK

TALA

TVEIR EINS

ÓSKIPT

BLÆR

ÆPA

TVEIR EINS

FLEY

PIRRA

ÁVÖXTUR

ÝKJUR

STÚTURGLJÁHÚÐ

MEGINÆÐASI HÆNASTHIMNAR

NÚMERA

HRÓSS

FÆDDI

ÆTTAR-SETUR

SLAGSMÁL

ÁSTÚÐ

ÓFOR-SJÁLNI

HAGNAÐBEKKUR

LÖÐUR

ÖGN

FLOKKAÐ

FESTA

FYRIR HÖND

HRAPA

LÍNA

SIÐA

FIKTA

SITJANDI

BÓK-STAFUR

TVEIR EINS

EGNA

FLAUEL

TRAUST

TIGNASTI

SÁÐJÖRÐ

TVEIR EINS

ÚTMÁLÆGST

ÓÐAGOT

ÞVAÐUR

ARÐA

HEIGULL

YFIR-LÝSING BLÓMIKVK NAFN

DRYKKJAR-ÍLÁT

EINS

RÁNDÝR

ULLAR-EFNI

Í RÖÐ

STÆKKUÐU

STEIN-TEGUND

GAT

ÆVIKVÖLD

FORMÓÐIR

SÓT

ÞRÁBIÐJA

SAMTÖK

TUNNU

NÆGILEGTKLÆÐI

ÚRRÆÐI

HLJÓM

RÁS

SKÓLI

SKRÁ

ÓBYGGÐ

RÖÐULL VERKFÆRI

RAKITELEX

ÁGÆTIS

my

nd

: C

ra

ig S

un

ter

(C

C B

y 2

.0)

279

KARPA RÁKIR D GJÓSADRYKKUR

KIRNA M SKJÖN HNAPPUR

ÞRÁAST

GJÓTA Þ R J Ó S K A S TG J Á SPÆK

KÆLA S P E L K ASAMTÖK A S SÝNI

SKJÓTUR Ú R T A KR I S S A KÁL

LISTA-MAÐUR

KLAKI K KBOGRA

SÍKKA L GLINGUR

Í RÖÐ S K R A N SKURÐUR

HUNDUR S Í K I

DOLLA

SKISSA

LÍNA

Í

F L Ú T T A HEILAFÍFLAST

LOFTSKÖR A T A S T DROLLASTANDAST Á

L E T U R MÁNUÐUR

GARMUR A P R Í L RÖÐ SVÖLUN HSTAFIR

U N A SLÆMA

TALA I L L ATÁGAR-

ÍLÁT

EINSKÆR K A R F AKVK NAFN

G G BIÐJA

TÍK Á K A L L A SPÍRA

KK NAFN T U R NTVEIR EINS

M I T THRÓPA

BOTN-VARPA K A L L A NÆGILEGT

SVEIPUR N Ó GA SKYLDI

TEMJA Æ T T I GRUNLAUS

HVOFTUR U G G L A U SN A F A R HREYSI

HVIÐA G R E N I ÁTT

SEYTLAR N AVERKFÆRI

NÝJA

N G A ÁLAG

GETRAUN O K IFLOKKA

SÁTTAR-GERÐ R A Ð A DYLGJUR LAND Í

AFRÍKUUS A

GLJÁI

HIMNA-RÍKI G L A N S VAGGA

PRANG R U G G AÁTT

KLAFI

K STÚTUR

STAKUR H Á L S Í RÖÐ

STEFNA Á B DJAMM

STÆKKA R A L LOL E I T SKJÁLFA

BEIN T I T R A BLÓM

BÓL R Ó SSÁ

E I M U R STÓLPI

TVEIR EINS S T A U R ÆTÍÐ

SKÓLI S ÍGUFA

INNIHALD

F N I LYKT I L M FUGL S K Ú M U REI N N Y F L I NÁÐHÚS K A M A RIÐUR

Í MIÐJU

278

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Krossgátan

Allar gáturnar á netinuAllar krossgátur Fréttatímans frá upp-hafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Lausn

Við héldum einu sinni að það myndi fæla fólk frá því að kaupa áfengi ef áfengisverslanir væru nógu fráhrind-andi sem er ágætis lýsing á áfengisversl-unum, sem þá voru kallaðar „ríkið“, þegar ég var unglingur. Þær voru yfir-leitt í ljótum húsum, alltaf stappað inni í þeim, aldrei neinn í röð heldur hinni þjóðlegu, íslensku kaldsvituðu þvögu að reyna að komast að löngu óhreinu afgreiðsluborði og ná athygli eldri manna sem stóðu þar í sloppum (minnir mig) og afgreiddu brenni-vín, sjeniver og campari fyrir þá sem höfðu ekki efni á öðru.

Það er öðruvísi umhorfs í vínbúðunum núna. Snyrtilegar hillur og einstaklega almenni-legt afgreiðslufólk sem segir manni muninn á sætum og súrum hvít-vínum og hvaða rauðvín eigi við lambakjöt og svínakjöt, jafnvel keng-úrukjöt með snítusveppum. Vínmenningin maður.

Ég hef aldrei haft sterkar skoðanir á því hvort það eigi að selja áfengi í mat-vöruverslunum. Ég er ekki alkóhólisti sjálfur en ég hef svo

sem upplifað þann sjúkdóm í kringum mig eins og flestir aðrir og það er ekkert skemmtilegt við það. Ég drakk dálítið mikið sem ungur maður og var alveg skelfilega leiðinlegur á tímabili með víni en það bjargaði mér hvað ég var guð-dómlega fallegur á þessum árum þannig að það jafnaðist út. Fólk fyrirgefur fal-

legu fólki svo mikið.En þessi umræða

um matvöruvínbúðir minnir mig dálítið á

gönguljósin hérna fyrir neðan húsið þar sem ég bý. Það kemur grænn karl en hann

skiptist út fyrir þann

rauða þeg-

ar

maður er rétt kominn út á miðja götu. Það er ekki séns að maður komist yfir á grænu. Verzlunarskólinn stendur hérna rétt hjá og ég gæti alveg trúað að skólakrakkarnir næðu yfir samt. Ungt fólk í dag er svo hraðfara og leggjalangt. Það eru engir stubbar undir þessu liði eins og minni kynslóð. En á hinn bóginn stendur líka þjónustuíbúðahús fyrir aldraða við þessi gatnamót og það er ekki fræðilegur möguleiki að gamla fólk-ið nái yfir, trúlega nær það ekki nema tveimur, þremur skrefum áður en rauði karlinn kemur og bílarnir byrja að troða sér framhjá.

Umræðan minnir mig á þessi göngu-ljós. Vegna þess að allir virðast taka af-stöðu eftir því hvað hentar þeir sjálfum og eini mælikvarðinn er: „Ég vil þetta, þetta er mitt frelsi, þetta hentar mér og ég er með spóaleggi og flýg áfram og aðrir verða bara að láta sér það lynda, ég get ekki tekið endalaust tillit til þeirra sem ekki hafa sjálfsaga og ganga um á ís-lenskum stubbalöppum.“ Þið takið eftir því að ég slæ hérna vínbúðamálinu og samlíkingunni saman í eina setningu til hægðarauka og til þess að spara plássið.

Æ, þetta skiptir mig ekki öllu máli. Ég er ekki á móti frelsi og ég hef engan áhuga á því að endurvekja gömlu vín-búðirnar þar sem þeir frekustu fengu afgreiðslu fyrst og hverri einustu flösku fylgdi skömm og sjálfsfyrirlitning. Ég er auðvitað búinn að ná svo góðum tökum á lífinu. Það eru fáir sem hata mig og börnin mín klappa mér stundum á koll-inn á jólunum og segja; þú ert ágætur. Hvað getur maður farið fram á meira? En svo eru hinir. Ef það hjálpar einhverj-um að aðgangur að áfengi verði ekki meiri en nú er þá er það í góðu lagi mín vegna.

Vínbúðir fyrir spóaleggiSteini skoðar heiminnÞorsteinn Guðmundasson

Sudoku

8 4 3 6

2 9 4 8

5 8 1

3 2 6

7 8 9

5 7

4 5

4 6 1 2

6 2

8

3 7 9

8 1 9

7 1

4 5 3

4 2 7

8 4 5

6 9 7 1 3

Sudoku fyrir lengra komna

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.

Nú getur þú skipt um framhlið umgjarðarinnar og breytt þannig um útlit - allt eftir þínu skapi!

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og Guð réttlætir þá, án þess nokkur verð-skuldi það, af náð með endurlausn sinni í Kristi Jesú...

www.versdagsins.is

56 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Page 57: 05 02 2016

• Flug og allir skattar til Lyon í Frakklandi

• Brottför 14. júní og tilbaka 16. júní

• Handfarangur og ein taska per farþega

• Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka fyrir heimflug

Pakkinn kostar148.600*

og innifalið er:

14 Júní 2016ÍSLAND - PORTÚGAL

• Gisting á 4 stjörnu hóteli í 2 nætur með morgunverði

• Akstur á leik og aftur á hótel tilbaka

• Íslensk fararstjórn

• Takmarkaður sætafjöldi í boði

Aukakostnaður fyrir eins manns herbergi eru 16.500 krónur

*Uppgefið verð miðast við 2 í herbergi

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI:

588 8900

Page 58: 05 02 2016

föstudagur 5. feb. laugardagur 6. feb. sunnudagur 7. feb.

58 |fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

rúv16.55 Íslendingar - Jón Páll Sigmarsson e.17.45 Táknmálsfréttir (157)17.55 KrakkaRÚV (22:365)17.56 Um hvað snýst þetta allt18.00 Lundaklettur (2:32)18.07 Vinabær Danna tígurs (2:10)18.20 Sara og önd (1:33)18.28 Drekar (1:8)18.50 Öldin hennar (8:52) e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir (107)19.30 Veður19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps20.00 Gettu betur (1:7) MR - FG21.10 Vikan með Gísla Marteini21.55 Vera23.25 Twilight Saga: Breaking Dawn e.01.15 Víkingarnir (3:10) e.02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (21)

skjár 113:40 Dr. Phil14:20 America's Funniest Home Videos14:45 The Biggest Loser - Ísland (3:11)15:55 Jennifer Falls (5:10)16:20 Reign (10:22)17:05 Philly (5:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon19:10 The Late Late Show - James Corden19:50 The Muppets (11:16)20:15 The Voice (24&25:25)23:15 The Tonight Show - Jimmy Fallon23:55 Ray Donovan (12:12)00:40 Rookie Blue (7:13)01:25 State Of Affairs (5:13)02:10 House of Lies (1:12)02:35 The Walking Dead (2:16)03:20 Hannibal (5:13)04:05 The Tonight Show - Jimmy Fallon

Stöð 212:35 Nágrannar13:00 Boyhood15:50 Foodfight 17:20 Bold and the Beautiful (6787/6821) 17:40 Nágrannar18:05 The Simpsons (11/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland today 19:25 Bomban (4/12) 20:15 American Idol (9&10/30) 22:25 Jarhead00:25 Paranormal Activity01:50 Frozen Ground03:35 Cloud Atlas

rúv13.20 Í saumana á Shakespeare (2:6) e.14.15 Rætur (5:5) e.14.45 Kiljan e.15.20 Íslenskur matur e.15.45 Varasamir vegir e.16.45 Íslendingar Rúnar Júlíusson e.17.45 Táknmálsfréttir (158)17.55 KrakkaRÚV (34:300)17.56 Ævar vísindamaður (4:8) e.18.24 Unnar og vinur18.46 Chaplin18.54 Lottó (24:52)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Hraðfréttir (13:29)20.00 Söngvakeppnin 2016 (1:3) b21.40 Snow White and The Huntsman23.45 The French Connection01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (22)

skjár 114:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon15:10 The Voice (24:25)16:40 Top Gear USA (14:16)17:25 The Muppets (11:16)17:50 Rules of Engagement (18:26)18:15 The McCarthys (6:15)18:40 Black-ish (3:22)19:05 Life Unexpected (5:13)19:50 How I Met Your Mother (5:22)20:15 Wild Child21:55 Brüno23:20 Mama01:00 Fargo (5:10)01:45 CSI (21:22)02:30 Unforgettable (9:13)03:15 The Late Late Show - James Corden

Stöð 214:05 Ísland Got Talent (1/9) 15:05 Landnemarnir (4/16) 15:45 Lögreglan (1/6)16:15 Heimsókn (10/15) 16:45 Matargleði Evu (3/10) 17:15 Sjáðu (428/450) 17:45 ET Weekend (20/52) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (106/150) 19:10 Lottó 19:15 Two and a Half Men (22/22) 19:40 Robin Hood Men in Tights21:25 Fruitvale Station22:55 Saving Private Ryan01:40 Joy Ride 3: Roadkill03:15 Edge of Tomorrow05:05 ET Weekend (20/52)

rúv10.55 Söngvakeppnin 2016 e.12.30 Hvaða mataræði hentar þér? (3:3)13.25 Sjöundi áratugurinn – Sjónvarpið e.14.10 Sykurhúðað15.35 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps15.50 Bikarkeppnin í handbolta17.50 Táknmálsfréttir (159)18.00 Stundin okkar (15:22)18.30 Íþróttaafrek sögunnar (1:4)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Landinn (16:25)20.15 Á flótta21.05 Ófærð (7:10)22.00 Kynlífsfræðingarnir (5:12)23.00 Uppklapp (Applaus) e.00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (23)

skjár 114:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon15:15 The Voice (25:25)16:45 Bachelor Pad (5:8)18:15 Difficult People (2:8)18:40 Baskets (2:10)19:05 The Biggest Loser - Ísland (3:11)20:15 Scorpion (10:24)21:00 L&O: Special Victims Unit (22:24)21:45 The People v. O.J. Simpson (1:10)22:30 The Affair (6:12)23:15 The Walking Dead (3:16)00:00 Hawaii Five-0 (11:24)00:45 Rookie Blue (13:22)01:30 L&O: Special Victims Unit (22:24)02:15 The People v. O.J. Simpson (1:10)03:00 The Affair (6:12)03:45 The Walking Dead (3:16)04:30 The Late Late Show - James Corden

Stöð 2

13:45 American Idol (9&10/30) 15:55 Jamie’s Super Food (3/6) 16:50 60 mínútur (18/52)17:40 Eyjan (23/30) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (107/150) 19:10 Ísland Got Talent (2/9) 20:05 Lögreglan (2/6) 20:30 Shetland (4/6) 21:30 The X-Files (2/6) 22:15 Shameless (2/12) 23:10 60 mínútur (19/52)23:55 The Art of More (8/10) 00:40 Austin Powers in Goldmember02:15 If I Stay04:00 Presumed Innocent

RÚV-sprengjurn-ar tværRÚV. Þessi helgi er helgi sjón-

varpssamkeppninnar. Á föstudaginn er fyrsti þáttur vetrarins af Gettu betur, en þar takast á Mennta-skólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Á laugardeg-inum á svo Söngva-keppni Sjónvarpsins sviðið, en þá verða flutt sex lög af þeim tólf sem keppa um að komast til Stokkhólms að keppa í Eurovision fyrir hönd Íslands.

Hestur sem þú getur ekki annað en elskaðNetflix. Nei, við erum ekki að tala um Fagra

Blakk. BoJack Horseman er teiknimyndasería um mannlegan hest með áfengisvanda. Augljós skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

8 Vöruflokkar · 200 PLU númer · Sjálfvirk dagsetning og tími

· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill · Mjög auðveld í notkun

Verð kr. 49.900

ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800

99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að

flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · íslenskur strimill · Mjög auðveld í notkun

Verð kr. 74.900

99 vöruflokkar · Allt að 10,000 PLU númer · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · íslenskur strimill · Mjög auðveld í forritun

Verð kr. 89.900

XE-A307XE-A207BXE-A147B

ÖRUGGAR OG ENDINGARGÓÐAR

40 ár á ÍslandiSJÓÐVÉLAR

Jólakjólar

kr. 11.900.-Einn litur

kr. 14.900.-Litir: svart, rautt og fjólublátt

Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Ríta tískuverslun

kr. 19.900.-Str. S-XXL

Flottir jakkar

Str. 40 - 56/58

Bæjarlind 6 / S: 554 7030 / Ríta tískuverslun

Nýjar peysur Str. S - XXL

Peysa kr. 10.900.- litir: ljósbleikt og offwhite

Peysa kr. 4.900.- litir: blátt,ljósblátt, coralrautt

Peysa kr. 4.900.- litir: coralrautt, ljósblátt, blátt

Peysa kr. 6.900.- litir: ljósdrapp og ljósgrátt

Ríta tískuverslun Ríta tískuverslunBæjarlind 6 | S: 554 7030 | Ríta tískuverslun

Gallabuxur frá intown

Kr. 8.500.-

Beinar skálmar

Háar í mittið

Str. 36-48

3 síddir 78, 82, 86 cm

HELGARBLAÐ

Mundu eftir

ástinni Sérblað um ástina í Fréttatímanum 12. febrúar.

Page 59: 05 02 2016

Þeir þættir | sem ég hef verið að horfa á upp á síðkastið eru til dæmis Jane the Virgin og Master Chef, raunveru-leikaþáttur með Gordon Ramsey og hans liði. Það er útsláttarkeppni um hver verður næsti meistara-kokkur í eldhúsinu hans Ramsey. Þær bíómyndir sem ég hef verið að horfa á eru til dæmis Age of Adaline, Vacation og Unbroken. Svo horfði ég á Pretty Woman um daginn, hún er alltaf jafn góð.

| 59fréttatíminn | HelGin 5. febRúAR–7. febRúAR 2016

SófakartaflanArna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland 2015

Pretty Woman alltaf góð

Mynd | Hari

Er OJ sekur eftir allt saman?Skjár einn sunnudaginn 7. febrúar,

kl. 21.45. Eitt þekktasta sakamál allra tíma er tekið fyrir í nýjum leiknum sakamálaþáttum. Cuba Gooding Jr. leikur fótboltamanninn alræmda.

Amerískt lífPodcast vikunnar. Í þáttunum This

American Life er eitt þema tekið fyrir og matað á ólíkan hátt. Þemu líkt og nettröll, ofurhetjur og ást eru rædd við fólk sem hefur ólíka reynslu af við-fangsefninu. Þættirnir ræða einnig mál líðandi stundar

á borð við skotárásir í Bandaríkj-unum og fangelsismál. Fréttatíminn mælir með þætti 545: If You Don’t Have Anything Nice to Say, SAY IT ALL IN CAPS, þar sem fórnarlamb neteineltis ræðir við net tröllið sitt.

Hvað gerðist, fröken Simone?Netflix. Heimildar-

mynd sem fer yfir ævi og arfleifð tónlistarsnillings-ins Ninu Simone sem þekkt var fyrir óbeislaða hæfileika og sviðsframkomu. What happened, Miss Simone er nú tilnefnd til Óskars-verðlauna.

Mæður leita hefndaNetflix. Bíómyndin Lila & Eve fjallar

um tvær mæður sem eiga það sameiginlegt að synir þeirra voru skotnir til bana. Þar sem yfirvöld láta sig mál þeirra lítið varða taka mæðurnar höndum saman til að hefna dauða sona sinna.

Ef tækni er lyfið, hverjar eru auka-verkanirnar?Netflix. Sjónvarpsþættirnir Black

Mirror eru heimspekilegir og á tíðum óþægilegir leiknir þættir um hvert mannkynið stefnir á tækniöld ef við förum ekki varlega. Hver einasti þáttur gerist í mismunandi raunveruleika, á ólíkum stað með ólíkum leikhópi hverju sinni. Áhugaverðir þættir sem sjokkera áhorfandann á svipaðan hátt og The Twilight Zone gerði á sínum tíma.

Hvernig getur flugvél horfið?Netflix. Ef þú ert viss um að þú viljir

heyra svarið við þeirri spurningu var heimildarmyndin Why Planes Vanish að koma á Netflix, og skoðar blindu bletti tækninnar sem við teljum ekki geta brugðist.

Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • [email protected]

Áman flytur! Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík.

Hjá okkur færðu allt til vín- og bjórgerðar.

Hlökkum til að sjá þig.

Áman – víngerðarverslunin þín!

www.aman.is

Höf

ðaba

kki

Bíldshöfði

Vesturlandsvegur

Miklabraut

Reykjanesbraut

Bústaðarvegur

Gulli

nbrú

Sæbraut

Opnunartilboð!20% afsláttur af öllum vörum fimmtudag og föstudag

Page 60: 05 02 2016

Bjóða krökkum og ungu fólki að tæta í sundur tölvur á UTmessunni í Hörpu á laugardag.

UTmessan fer fram á morgun, laugardag, viðburður sem býður almenningi að skyggnast inn í heim tölvugeirans. Á UTmess-unni munu meðal annarra Sys/tur miðla þekkingunni áfram og bjóða fólki að spreyta sig í tölvutætingu.

Sys/tur er félag kvenna í tölv-unarfræði í HR og hefur félagið tvíþættan tilgang: Að hvetja konur

innan HR til að mynda tengslanet sín á milli og að hvetja konur til að koma í þennan geira. „Enda eru enn allt of fáar konur innan hans,“ segir Sigurlaug Guðrún Jóhanns-dóttir, forkona sys/tra.

Sigurlaug var nýkomin af nám-skeiði Promennt í tölvutætingu þegar Fréttatíminn náði tali af henni.

„Ég hafði ekki prófað þetta áður, en nokkrar okkar höfðu reynslu.“ Hún segir tölvutætingu ganga út á að „líta undir húdd“ tölvunnar og sjá úr hverju hún er gerð. „Þetta

var svolítið eins og að vera í smíða-tíma, maður er að æfa sig í að nota rétta skrúfjárnið og svona. Þetta er rosalega verklegt og gefur manni nýja sýn á þennan þarfasta þjón nútímamannsins.“

Á UTmessunni á laugardag munu Sys/tur og Promennt miðla þekkingu sinni áfram og bjóða fólki á aldrinum 15-20 ára að setja saman tölvu í tölvutætingar-keppni. Sá fyrsti sem tekst að setja tölvuna saman og koma henni í gang vinnur svo námskeið í tölvu-tætingu.

Safn á netinu varðveitir horfin Internet-hljóð

Fjölmiðill, tengslanet, stefnu-mótaþjónusta – internetið gegnir mörgum hlutverkum í lífi okkar og því ætti engum að koma á óvart að internetið geymir nú líka forn-minjar. Á internet-safninu Save The Sounds eru varðveitt hljóð á borð við nið vínylplötu og óhljóðin

sem fylgdu því að tengjast netinu fyrir 15 árum. Að sögn Brendan Chilcutt, skapara síðunnar, verður tæknin sífellt hljóðlátari og því ástæða til að varðveita horfin hljóð, rétt eins og fornminjar. Hann hrylli við heimi þar sem börn þekki ekki snarkið sem heyr-ist þegar hringt er úr skífusíma og glaðvært pípið í Pacman. Savet-hesounds.info

60 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Nostalgía hljóðanna

Gott um helginaGott að gangaLaugarnesið er hin nýja Grótta, sam-kvæmt heimild-um Fréttatímans. Gakktu tangann og kíktu á sýn-inguna Gyðjur sem nú stendur yfir í safni Sigurjóns Ólafssonar.

Gott að fá nostalgíuHvað ætli Emil nái að tálga marga spýtukalla í smíðakof-anum í Kattholti á einum og hálfum tíma? Bæjarbíó sýnir Emil í Katt-holti í Bæjarbíó á sunnudaginn klukkan 15. 500 krónur inn!

Litið undir húdd tölvunnarSys/tur tæta sundur tölvur á námskeiði Promennt.

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

Njála (Stóra sviðið)Sun 7/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn

Fim 11/2 kl. 20:00 17.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn

Sun 14/2 kl. 20:00 18.sýn Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn

Mið 17/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn

Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu

Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið)Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fös 19/2 kl. 20:00Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Fös 12/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 13/2 kl. 20:00Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 18/2 kl. 20:00Sýningum lýkur í febrúar

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 5/2 kl. 19:00 102.sýn Fös 12/2 kl. 19:00 104.sýn Lau 13/2 kl. 19:00 síð.sýn.

Lau 6/2 kl. 19:00 103.sýn Lau 13/2 kl. 14:00 aukas.

Allra síðustu sýningar

Flóð (Litla sviðið)Sun 7/2 kl. 20:00 7.sýn Sun 14/2 kl. 20:00 9.sýn

Fim 11/2 kl. 20:00 8.sýn Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn

Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Sun 7/2 kl. 13:00 101.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 102.sýn

Allra síðustu sýningar

Vegbúar (Litla sviðið)Lau 13/2 kl. 20:00 29.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn

Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn

Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 6/2 kl. 20:00 101.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn

Fös 12/2 kl. 20:00 102.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn

Kenneth Máni stelur senunni

Illska (Litla sviðið)Fim 18/2 kl. 20:00 Frums. Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k

Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)Lau 6/2 kl. 13:00 Lau 13/2 kl. 13:00 Lau 20/2 kl. 13:00Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 13:00Þri 23/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 10:00Þri 23/2 kl. 11:30 Mið 24/2 kl. 11:30Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.

sjá nánar á borgarsogusafn.is

LjósmyndasafnReykjavíkurGrófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Tónleikar: Hráefni leikurStemning: Sýningarspjall

LandnámssýninginAðalstræti 16, Reykjavík

Víkingaföt og fjaðurskrift

Dagskrá safnanætur 5. feb kl.19 - 24

s: 411-6300

Sjóminjasafniðí Reykjavík Grandagarði 8, Reykjavík

Jaws, morðgáta í Óðni og norðurljósamynd

ÁrbæjarsafnKistuhyl, Reykjavík Draugaganga, tónleikar og spákonur

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn

Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn

Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn

Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn

Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn

Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn

Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn

Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn

Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn

"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."

Um það bil (Kassinn)Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn

Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn

"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn

Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn

Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn

Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)Lau 6/2 kl. 14:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 14:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 11:00 aukasýn

Lau 6/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 16:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 13:00 aukasýn

Síðustu sýningar!

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn

Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn Fös 12/2 kl. 22:30 26.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn

Lau 6/2 kl. 20:00 22.sýn Lau 13/2 kl. 20:00 27.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn

Lau 6/2 kl. 22:30 23.sýn Lau 13/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn

Fim 11/2 kl. 20:00 24.sýn Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn

Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn

Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn

Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Page 61: 05 02 2016

MÍNÍMALÍSKURLÍFSSTÍLL

BREIÐIST ÚTUM ALLAN HEIM

Einfaldaðu líf þittog njóttu þess betur!

MetsölulistiEymundssonHandbækur / Fræðibækur/ Ævisögur

4.

„Sara Blædel er glæpasagna- höfundur í hæsta gæðaflokki.“YRSA SIGURÐARDÓTTIR

„Spennandi og frábærlega skrifuð“ – BERLINGSKE

★ ★ ★ ★DAUÐASLÓÐIN EFTIR GLÆPASAGNADROTTNINGUNA SÖRU BLÆDEL

„Þú rífur söguna í þigá einum degi, og hugsarum hana lengi á eftir.“– OPRAH

1. SÆTIBÓKSÖLULISTINN

Í JANÚAR

Þú

AR

„Blædel kemur lesandanum

í opna skjöldu á hárréttum

augnablikum og

óhugnaðurinn eykst

jafnt og þétt.”

POLITIKEN

★★★★

Page 62: 05 02 2016

MUSTANG WING CHAIR 98.000.-

NÚ 58.000.-

UR:ND 2,GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLINDNÝR STAÐUR:

SKÓGARLIND 2,KÓPAVOGI

ÚTSÖLUNNILÝKUR Á

SUNNUDAG

MESOLA TUNGUSÓFI: 275.000.- NÚ: 159.000.-

CLOTHESLINE RAMMI: 7.950.-

NÚ: 3.180.-

FUBI SUSHI SETT: 4.500.- NÚ: 1.800.-

AGNES MOTTA: 17.500.-NÚ: 14.000.-

LAND SÓFI: 275.000.-NÚ: 159.000.-

MONTINO TUNGUSÓFI: 395.000.-

NÚ: 295.000.-

HELENA LJÓSA GARLAND:

25.300.- NÚ: 19.500.-

TWIGGY33.500.-

NÚ: 19.500.-

SÍÐUSTUDAGARÚTSÖLUNNAR

20%AF ÖLLUMMOTTUM

60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

ENN MEIRIVERÐLÆKKUN

30%AF ÖLLUM

KUBBA-KERTUM

BOW DRESS SKARTGRIPA-

GEYMSLA: 2950.- NÚ: 1.180.-

BOHO KLÚTAHENGI: 2.950.-

NÚ: 1.180.-

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM

HANDKLÆÐUM

Page 63: 05 02 2016

MUSTANG WING CHAIR 98.000.-

NÚ 58.000.-

UR:ND 2,GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLINDNÝR STAÐUR:

SKÓGARLIND 2,KÓPAVOGI

ÚTSÖLUNNILÝKUR Á

SUNNUDAG

MESOLA TUNGUSÓFI: 275.000.- NÚ: 159.000.-

CLOTHESLINE RAMMI: 7.950.-

NÚ: 3.180.-

FUBI SUSHI SETT: 4.500.- NÚ: 1.800.-

AGNES MOTTA: 17.500.-NÚ: 14.000.-

LAND SÓFI: 275.000.-NÚ: 159.000.-

MONTINO TUNGUSÓFI: 395.000.-

NÚ: 295.000.-

HELENA LJÓSA GARLAND:

25.300.- NÚ: 19.500.-

TWIGGY33.500.-

NÚ: 19.500.-

SÍÐUSTUDAGARÚTSÖLUNNAR

20%AF ÖLLUMMOTTUM

60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

ENN MEIRIVERÐLÆKKUN

30%AF ÖLLUM

KUBBA-KERTUM

BOW DRESS SKARTGRIPA-

GEYMSLA: 2950.- NÚ: 1.180.-

BOHO KLÚTAHENGI: 2.950.-

NÚ: 1.180.-

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM

HANDKLÆÐUM

Page 64: 05 02 2016

Stjórnvöld þurfa að setja skýrari stefnu um fjölskyldu-sameiningu.

Hlutfall kvenna og barna í hópi flóttafólks hefur til þessa verið tæp 40% en í dag er hlutfallið komið yfir 50%. Ástæðuna telur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, vera afleiðingu af stefnu evrópskra stjórnvalda.

„Þegar ríkin eru farin að loka meira að sér og fjölskyldusameining-ar eru sífellt erfiðari þá bara leggur fólk á hafið. Ef karlarnir í fjölskyld-unni eru komnir í skjól til Evrópu

sitja konurnar og börnin eftir og leggja út í mjög tvísýnar aðstæður til að ná yfir. Þess vegna er mjög mikil-vægt að það sé skýr stefna í gangi varðandi fjölskyldusameiningu.“

Ingibjörg Sólrún hefur nú, ásamt teymi sínu hjá UN Woman, gert út-tekt á aðstöðu flóttakvenna á landa-mærum Serbíu og Makedóníu. „Þó að stjórnvöld og frjáls félagasam-tök séu að gera sitt besta þá eru þau ekkert sérstaklega vel í stakk búin til þess að mæta þörfum flótta-kvenna. Það er mjög mikilvægt að þeir sem mæta þessum konum séu meðvitaðir um að þær þurfa ann-arskonar þjónustu en karlar. Flótta-

fólk ferðast oftast í hópum og nær undantekningarlaust er talsmaður hópsins karlmaður. Og það er ekki víst að þeir gefi alltaf rétta mynd af þörfum kvennanna. Þá erum við ekki aðeins að tala um sálfræðiað-stoð eða áfallahjálp heldur að mæta grunnþörfum á borð við aðskilda salernisaðstöðu með hreinlætisvörum fyrir konur og örugga svefnaðstöðu.“

UN Women stendur nú fyrir söfnun til handa konum á flótta. Hægt er að styrkja málefnið um 1000 kr með því að senda sms-ið kon-ur í síma 1900 . | hh

Lyftan #3 Spessi

Í lyftunni hjá Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugar-nesi stendur tvíeykið á bak við hönnunarstofuna Karlssonwilker. Þeir Jan Wilker og Hjalti Karlsson komu stofunni á fót fyrir fimmtán árum í New York. Stofan stærir sig af heimsþekktum kúnnum á borð við Times og Puma. Með far-sælum ferli fylgja háar hæðir en ekki er allt dans á rósum.

Hjalti lýsir starfinu á köflum sem streituvaldandi. „Lægðin okkar dúkkar upp annað slagið. Það skiptir ekki máli hversu oft þú upplifir hana, þegar hún kemur þá slær hún þig líkt og blaut tuska í andlitið. Oftast þegar upp koma vandamál í verkefnum eða þegar við höfum áhyggjur af peningum. Við getum ekki skilið vandamálin eftir í vinnunni, þau fylgja okkur heim og inn í nætursvefninn.“ Jan tekur undir orð kollega síns um að óvissan taki sinn toll. „Fyrstu mánuðina í rekstrinum vorum við óstöðv-andi en það fjaraði út þegar við þurftum að skrapa saman pen-inga fyrir leigu og mat, þá dofnaði sigurvíman. Raunveruleikinn tók við og það kom mér á óvart hvað það hefur mikil andleg áhrif.“

Strákarnir eru sammála um að hápunktur samstarfs þeirra sé þegar góðir kúnnar detta inn á þeirra borð. Einn þeirra var hljómsveitin GusGus sem Hjalti

heldur mikið upp á. „Ég fagnaði þegar okkur bauðst að vinna með þeim. Annað móment var þegar við gáfum út bókina tellmewhy sem fjallar um fyrstu tvö árin í fyrirtækinu.“ Jan segir þá hafa ótal sinnum staðið á hæsta tindi veraldar. „Að hanna skó fyrir Puma, síður fyrir New York Times og plötu fyrir hljómsveitina The Vines. Einnig það að fá tækifæri til að vinna með hæfileikaríku fólki eins og Sandra Shizuka, yfir-hönnuðinum okkar, er einstakt.“

Eitt eru vinnufélagarnir ósam-mála um, hvort um var að ræða hæð eða lægð í þeirra samstarfi þegar þeir veltust um á gólfi skrif-stofunnar í glímu. „Það var algjör hæð fyrir mér,“ segir Hjalti. „Við þurftum aðeins að losa spennu þann dag. Stundum er erfitt að blanda saman vinnu og vinskap. Eitt sem við félagarnir vitum þó, eftir þessi fimmtán ár, er að vinn-an gerir okkur hamingjusama,“ segir Jan. | sgk

Fyrstu mánuðina í rekstrinum vorum við

óstöðvandi en það fjaraði út þegar við þurftum að skrapa

saman peninga fyrir leigu og mat.

Hjalti Karlsson

„Við erum nokkrar konur sem hittumst alltaf reglulega í morgunkaffi til að ræða lífið og listina,“ segir Ragnheið-ur Harpa Leifsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Ástar-sameindir, sem opnar dyr sínar í SÍM-salnum í kvöld.

„Undir kaffibollunum leitum við eftir samtali um það sem við erum að fást við því það er gott að fá end-urgjöf á hugmyndir. Við finnum mikinn styrk í því að spegla okkur í hver annari,“ segir Ragnheiður Harpa en í einu þessara kaffisamsæta kviknaði hugmynd að sýningu í SÍM salnum. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðu listakonurnar að takast þar á við sjálfa ástina. „Þetta er svo stórt og rosalegt efni sem er næstum því bannað að fjalla um því það er svo banalt. En einmitt þess vegna langaði okkur að gera það að okkar. Við pældum mikið í því hvað við vildum draga úr ástinni en listakonurnar vinna allar mjög ólíkt svo útkoman er mjög fjölbreytt. Við drögum fjölskyldur okkar og vini líka dálítið inn í samtalið og spáum í það hvernig ástin getur þroskast. Ein listakonan spurði til dæmis foreldra sína hvernig væri eiginlega hægt að hafa verið saman í 25 ár og svarið var að einstaklingurinn yrði að vera sáttur í eigin skinni til að geta það.“

Opnun Ástarsameindarinnar er í kvöld, á Safna-nótt, frá klukkan 19-22 og verður gestum og gangandi boðið upp á ástarkokteil, gjörninga, texta og annað meðlæti. | hh

64 | fréttatíminn | Helgin 5. febrúar–7. febrúar 2016

Glíma á gólfinu og hanna Pumaskó

Ástin er banalt efni

Ég vil að þú komir

Hjalti Karlsson og Jan Wiler reka hönnunarstofu í New York.

Flóttakonur leggja í auknum mæli á hafið

Mynd | Spessi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svæðis-stjóri UN Women í

Evrópu og Mið-Asíu.

Hvern langar ekki aftur til hippatímans þegar friður var í tísku og Trú-brot enn starf-andi? Þeir draumar gætu ræst þann 12. febrúar þegar tónlist Trúbrots verður flutt í Eld-borgarsal Hörpu. Gunnar Þórðar-son, Shady Owens og Magnús Kjartansson, meðlimir Trúbrots, verða meðal þeirra sem flytja tón-listina. Meistaraverk sveitarinnar, breiðskífan Lifun, er meðal þess sem flutt verður, enda á breiðskíf-an 45 ára afmæli á árinu.

Myndlistarkonurnar Halla Birgisdóttir, Katrín Eyj-ólfsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún

Hlín Sigurðardóttir og Una Björg Magnúsdóttir takast á við ástina á sýningu sinni Ástarsameindir

í SÍM-salnum Hafnarstræti 16.

HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA

PÁSKAFERÐ

19. – 30. MARS

ALBANÍA

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar

skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi)

Page 65: 05 02 2016

laugardaginn 6. febrúar í Hörpu kl. 10-17Tilvalið fyrir fjölskylduna að eiga skemmtilegan dag saman, skoða glæsilega

sýningu helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins og kynna sér hvaðupplýsingatæknigeirinn hefur fram að færa.

PORT

hön

nun

// Twitter: @UTmessan // #UTmessan // Facebook: UTmessan

UpplifUn fyrir alla fjölskyldUna

silfUrBErG (B) - 2. HÆÐHönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 13:00 –hægt að labba inn og út að vild á meðan á keppninni stendur

silfUrBErG (a) - 2. HÆÐSjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

Team Spark með TS15 kappakstursbíl (HÍ)Skemmtilegar rafmagnsþrautir (HÍ)Forritanlegt Legó vélmenni (HÍ)Snjallspegill (HÍ)Lyklaskápur sem opnast einungis ef einstaklingurinn er edrú (HÍ)Minecraft vinnusmiðja (skEMa)Makey Makey örtölvur (skEMa)Forritun fyrir börn kynnt (skEMa)BEBRAS tölvuáskorun (skÝ)

nOrÐUrljÓs - 2. HÆÐSjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar Tölvutætingskeppni á vegum /sys/tra/ og PROMENNT kl.15

Það nýjasta í gervigreind og sýndarveruleika (Hr)Spilaðu tölvuleiki (Hr)Þrívíddarprentuð líffæri (Hr)Mekatróník tæki (Hr) Hönnun á nýjum þjóðarleikvangi (Hr)Formula Student kappakstursbíll (Hr)Hakk (Hr)Prófaðu loftknúinn smábíl (Hr)Róbótar (Tækniskólinn)Retro spilakassi (Tækniskólinn)Vinylskeri (fablab)Þrívíddarprentari (fablab)

12:00 krakkar og tæknifiktForeldrum gefnar hugmyndir að tæknifikti sem þau geta gert með börnum sínum. Hér geta allir lært eitthvað nýtt Áslaug Eiríksdóttir og Skúli Arnlaugsson frá Azazo

12:10 Getum við framleitt meira?Bjartmar Alexandersson framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar

12:20 5 góð ráð fyrir öruggari notkun á tölvupósti og interneti Hörður Ellert Ólafsson, Syndis

12:30 rafræn úrlausn deilumála í viðskiptum innanlands og milli landa (kvarta.is)Tryggvi Axelsson, Neytendastofu / KVARTA.IS

HlÉ

13:00 Vefþróun – er alltaf fremst. Hvernig snertir vefþróun líf okkar á hverjum degi og hvað gerir heimasíðu „sexý“ Birna Bryndís Thorkelsdóttir og Jón Tryggvi Unnarsson, nemendur við Tækniskólann

13:10 Margmiðlun - á rauða dreglinumFjallað um vegferð nemenda Margmiðlunar-skólans að vinnu við kvikmyndina Everest og að rauða dregli Óskarsins Hulda Birna Baldursdóttir, Margmiðlunarskólinn

13:20 af hverju eru svo margar verslanir í heiminum að loka?Sigurjón Hjaltason, Nýherja

13:30 fáðu það mesta út úr þráðlausa netinu þínuRitstjóri Simon.is tæknibloggsins fer yfir nokkur einföld ráð til að nýta þráðlaust net sem best og mælir með bestu netbeinum fyrir heimili Atli Stefán, Simon.is

HlÉ

14:00 Hæfni fyrir framtíðina byggð í fab labFjallað verður um Fab Lab og hvernig hæfni til framtíðar er byggð upp í Fab Lab smiðjum landsins Frosti Gíslason verkefnastjóri Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

14:10 Hvernig uppskipting leikjakorta getur aukið afl gervigreindar og flýtt fyrir ákvarðanatöku og leit í tölvuleikjumKári Halldórsson, Háskólinn í Reykjavík

14:20 Hugmynd af tölvuleik til framkvæmdarÞrír háskólanemar í HÍ enduðu með fullkláraða útgáfu af tölvuleik. Hvað kom þeim á óvart á leið sinni að úgáfu. Sýna stutt myndband af leiknum Egill Örn Sigurjónsson, Háskóli Íslands

14:30 Vöðvastýrðir gervifæturJóna Sigrún Sigurðardóttir, Háskólinn í Reykjavík og Össur

kaldálÓn 1. HÆÐ - sTUTTir fyrirlEsTrar fyrir alla fjölskyldUna

Taktu þátt í skemmtilegum ratleik með „UTmessan“ appinu (IOS og Android)

kÍkTU inn OG HlUsTaÐU á sTUTTar kynninGar UM nÝjUsTU TÆkni

sÝninG á GöMlUM TölVUM - Hp OG dECSjáðu gamlar tölvur á glæsilegri sýningu

allir VElkOMnirEnginn aðgangseyrir og ókeypis í bílastæðahús Hörpu á meðan húsrúm leyfir.

Page 66: 05 02 2016

Séra Jón Steingrímsson og Jean-Jacques Rousseau áttu báðir í ástarsambandi við húsmæður sínar. Í samfélagi fólksfækkunar á Íslandi, þar sem trúarofstæki bættist ofan á aðrar plágur, féll sam-band Jóns í grýttan jarðveg, á meðan Frakkland, á tímum upplausnar, var miskunn-samt fyrir Rousseau.

Svanhildur Gréta Kristjásdó[email protected]

Í kringum 1780 rituðu tveir ólíkir menn, á ólíkum stöðum, ævisögur sínar sem voru í grunninn réttlæt-ingarsögur. Annar þeirra var séra Jón Steingrímsson, einna þekktast-ur fyrir eldmessu sína í Skaftáreld-um og bjó á aumasta plássi verald-ar, Íslandi, á átjándu öld. Hinn var Jean-Jacques Rousseau einn áhrifa-mesti hugsuður átjándu aldar í mesta stórveldi heims, Frakklandi, í undanfara frönsku byltingarinnar.

Pétur Gunnarsson rithöfund-ur fjallar um ástir og ævi þessara manna sem búa við ólíkar aðstæð-ur en glíma við svipuð vandamál á málþinginu „Ævir og ástir á átj-ándu öld“ á laugardaginn. „Það er hægt að finna vissa snertifleti með þessum mönnum og gaman að rýna í þá, til dæmis mynduðu þeir báðir ástarþríhyrninga. Jón Steingríms-son með Þórunni, húsmóður sinni, að áeggjan unnustu sinnar, sem var vinnukona á sama bæ, til þess að lækna þunglyndi Þórunnar. Með líkum hætti gerist Rousseau elsk-hugi húsmóður sinnar sem hann deilir með ráðsmanninum í miklu samlyndi.“

Pétur segir sérstaklega áhugavert að skoða ólík viðhorf samfélagsins til ástarlífs mannanna. „Það voru engar siðferðislegar skorður hjá Rousseu og féll samband þeirra vel inn í aldarfarið. Á Íslandi var sagan önnur og mikil heittrúarstefna við lýði sem leið ekki þann frjálslynda

lifnað.“ Pétur Gunnarsson er einn af fjór-

um sem flytja erindi á málþinginu „Ævir og ástir á átjándu öld“. Mál-þingið er opið öllum á morgun, laugardaginn 6. febrúar, frá klukk-an 13.30 til 16 í fyrirlestrasal Þjóð-minjasafnsins við Suðurgötu.

„Þetta er hugsað fyrir foreldra með ungbörn sem vilja eiga notalega stund í bíó,“ segir Ásta María Harðardóttir, aðstoðarrekstrar-stjóri Sambíóanna en þau hafa tekið upp á þeirri nýjung að hafa sérstaka sýningu fyrir foreldra með ungbörn í hádeginu á föstudögum.

„Við stillum hljóðið lægra en vanalega og höfum smá ljós í salnum til að hafa þetta sem þægi-legast. Svo erum við með aðstöðu fyrir utan salinn þar sem hægt er að hita mjólk og skola pela. Þetta er hugsað fyrir foreldra í fæðingaror-lofi og við ákváðum að hafa sýning-ar á þessum tíma, þegar aðrir eru

í vinnunni og stóru börnin í skól-anum,“ segir Ásta María. Hún segir sýningarnar hafa verið vel sóttar, sérstaklega af mæðrum en líka feðrum, og stefnt sé að því að sýna nýja mynd annan hvern föstudag. Í dag, föstudag, verður gamanmynd-in Ride Along 2 sýnd. Sýningarnar eru alltaf klukkan 12 í Smárabíói og miðinn kostar 1100 krónur. Hægt er að fylgjast með upplýsingum um viðburðinn á Facebook-síðu Smárabíós.

Með valkvíða á Sundlauga-nótt? Dagskráin býður upp á eitthvað fyrir alla.

Ef þú vilt sundlaugarpartíMeiri partílaug er varla til en Álfta-neslaug: Dótasund í innilauginni, kajakprófun í öldulauginni, sund-laugardiskó og vatns-súmbapartí. Partídagskránni lýkur svo með tónleikum hljómsveitar úr Tón-listarskóla Garðabæjar. Frá hálfníu til miðnættis verður svo tónlist og kósí stemning í sundlauginni.

Ef þú vilt taka á þvíÍ Laugardalslaug verður lyftinga-deild Ármanns með lyftingar undir leiðsögn, Kayakklúbbur Reykjavíkur verður með báta í innilauginni og Karatefélag Reykjavíkur verður með opið hús í kjallaranum. Eftir þá áreynslu er tilvalið að slaka á í pottinum, þar

sem komið verður fyrir kyndlum og notaleg tónlist spiluð.

Ef þú vilt vera í friði og horfa á eitthvað fallegtÍ Sundhöll Reykjavíkur verða rólegheitin í hámarki í pottinum og hljóð- og ljósinnsetningar verða settar upp í klefum karla og kvenna.

Ef þú vilt loks læra skriðsundSkriðsund og sundpóló verður kennt í Árbæjarlaug og norður-ljósum varpað á fleti laugar-innar.

Ef þú vilt kjarna þigÍ Salalaug verður boðið upp á sundjóga og samflot við seiðandi tóna DJ Yamaho frá klukkan 20.

Prakkarar stíga á stokk Átján framtíðar söngvarar þjóðar-innar koma fram á nemendasýn-ingu Söngskólans í Reykjavík á sunnudaginn, 7. febrúar.

Í 43. sýningu óperudeildar Söngskólans verður L’Enfant et les Sortiléges, eftir Maurice Ravel, sett á svið eða Töfraheimur prakk-arans í íslenskri þýðingu. Stjórnendur sýningarinnar eru þær Hrönn Þráinsdóttir og Sibylle Köll. Sýningin hef-ur margar hliðar; ærsl, gleði, sorg og gleðilegan enda. Miðasala fer fram í Hörpu og á vefnum harpa.is. | sgk

Sundlaugarpartí eða flotslökun?

Foreldrabíó er vinsæl nýjung

Nú geta foreldrar í fæðing-arorlofi kíkt í bíó með litlu

ungana sína.

Mynduðu báðir ástarþríhyrninga

Pétur Gunnarsson rithöfundur rýnir í sameiginlega fleti ævisagna Rousseau og Jóns Steingrímssonar.

Óvænt stund í gufunni Gestir Vesturbæjarlaugarinnar mega búast við óvæntri en nota-legri stemningu á laugardaginn milli klukkan 18 og 20. Þá mun kvennakórinn Katla flytja gjörning Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur í gufubaðinu en verkið fjallar meðal annars um sólarlagið og sam-spil þess við vatnsdropana í gufunni. Stemningin heldur svo áfram að magnast fram á kvöld þegar Vinir Vesturbæjarlaugar taka við notalegheitunum.

„Það sem helst vantar eru vatnsheld-ar flíkur og lopaflíkur,“ segir Helga Tryggvadóttir sem stendur fyrir fatasöfnun fyrir flóttafólk í frönsku flóttamannabúðunum Calais og Dun-kerque í samstarfi við belgísku hjálp-arsamtökin LABO VSW. „Þar sem þessar flóttamannabúðir eru sjálf-sprottnar en ekki skipulagðar af yfir-völdum hefur flóttafólkið ekki fengið neina aðstoð aðra en frá sjálfboðalið-um. Fólkið hefst við í tjöldum við öm-urlegar aðstæður og er veturinn bæði kaldur og blautur á þessum slóðum.“

Söfnunin fer fram á Grundarstíg 12 í Reykjavík, og bendir Helga á að hverskyns hlý vetrarföt, stígvél, skór, svefnpokar og teppi séu vel þegin en hægt er að sjá hvað vantar helst á Fa-cebook-síðunni Fata- og nauðsynja-söfnun fyrir flóttafólk í Frakklandi.

Tekið verður á móti nauðsynja-vörum frá kl. 11-15.30 dagana 8.-10. febrúar, frá kl. 11-17.30 dagana 11. og 12. febrúar og frá kl. 10-12 laugardag-inn 13. febrúar. Samskip hefur boð-ið fram gám til að flytja vörurnar til Evrópu en þar munu sjálfboðaliðar taka við þeim og flytja þær til flótta-fólksins.

Fatasöfnun fyrir flóttafólk

Dunkerque í Frakklandi, 26. janúar 2016.

66 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 5. FEBRÚAR–7. FEBRÚAR 2016

ÚTSÖLULOK

ÚTSÖLULOKallarútsöluvörur með

30-60% afslætti.

ÚTSALA

30-60%afsláttur af völdum vörum

Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun

Page 67: 05 02 2016

EYKUR ÞITT NÁTTÚRULEGA Q10 Í HÚÐINNI

ENDURHEIMTU 10 ÁRATAPAÐ MAGN AF Q10

Á AÐEINS TVEIM VIKUM

Page 68: 05 02 2016

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hvað segir mamma?„ Auðvitað erum við að rifna úr stolti yfir honum þó maður geri ekki upp á milli barnanna sinna. Þetta er frábær árangur sem kemur fyrr en ég bjóst við. Dagur er leiðtogi og sigurvegari og rosalega einbeittur í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Ragnheiður Lárus-dóttir, móðir Dags Sigurðssonar sem gerði Þjóð-verja að Evrópumeisturum í handbolta.

„Við stefnum á að opna í lok mánaðar-ins. Ísbúðin verður með íslensku ívafi, það verða bragðarefur, dýfur, lakkrís og allt sem við Íslendingar elskum,“ segir Vera Þórðardótt-ir, fatahönnuður og annar eigandi ísbúðarinnar Bears Ice Cream Company, sem verður opnuð við Ravenscourt Park í Hammers-mith. Vera tekur á móti óskum Íslendinga í London á sælgæti í bragðarefinn .„Það er ánægjulegt hvað Íslendingar hér hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Við höfum meðal annars fengið fyrirspurnir um Nóa kropp, lakkrís, kókos-bollur og piparduft. Bragðarefirnir verða seldir undir nafninu Glacier til að tengja ísbúðina við Ísland.“

Heldur hefur hægst á tilkynningum um framboð til embættis forseta Íslands en von gæti verið á stórri bombu innan tíðar. Fullyrt er að Össur Skarphéðinsson kanni nú bakland sitt fyrir forsetaframboð en athyglisvert er að á sama tíma blasir við að enginn virðist þora að leggja í formannsslag í Sam-fylkingunni.

Kitty Andersen, formaður Inter-sex samtakanna á Íslandi, var ein af áhrifamestu hin-segin einstaklingum heimsins í fyrra, að mati sex manna dómnefndar Regnboga-listans svokallaða, sem fjölmiðlar í Bretlandi hafa greint frá undan-farið. „Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Kitty við Frétta-tímann. „Þetta er þó kannski fyrst og fremst staðfesting á því starfi sem hefur verið unnið á vettvangi intersex-fólks í Evrópu,“ segir hún en Kitty er ritari í framkvæmda-stjórn OII, Samtaka Intersex fólks í Evrópu.

Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður hefur verið ráðin deildar-forseti myndlistar-deildar Listahá-skóla Íslands. Hún var valin úr hópi sjö umsækjenda. Sigrún er ein af stofnendum Gjörningaklúbbs-ins og hefur unnið að myndlist í ýmsa miðla.

jaha.is

Eigðu betri dag með okkur

kubbur.indd 1 21.1.2016 14:56:51

Page 69: 05 02 2016

Safnanótt

5. febrúarHafnarfjörður

Bókasafn HafnarfjarðarStrandgata 119:00–23:59RatleikurDregið verður úr réttum lausnum þriðju-daginn 9. febrúar 2016. Þrír heppnir hljóta vinninga í boði Góu, Hafís og eymundsson.

19:00–23:59Gefins bækurVið gefum afskrifaðar bækur og gjafabækur.

19:00–23:59BókakaffiKaffihúsastemning á 1. hæð safnsins í sam-starfi við Súfistann. Gestir geta keypt sér drykki og góðgæti yfir skemmtiatriðum.

19:00–23:59StjörnuhellirÁ barnadeild safnsins verður hægt að sjá stjörnurnar lýsa í stjörnuhellinum okkar.

19:00–23:59StjörnustríðssýningarskápurÝmiskonar Star Wars munir verða til sýnis. Á meðal starfsmanna, fjölskyldna þeirra og vina leynast eldheitir Star Wars aðdáendur sem ákváðu að leyfa umheiminum að berja helgi-dóminn augum. Star Wars bókamerki standa gestum til boða þeim að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast.

19:00–21:00GeimskutlugerðGeimförum framtíðarinnar er boðið að búa til geimskutlu. Sökum plássleysis er eingöngu hægt að gera skutlur sem Legokarlar og Playmokerlingar geta flogið um í!

19:30–21:00Bókasafnsbíó – IdaPólska verðlaunamyndin Ida fjallar um unga konu sem ákveður að leggja í örlagaþrungið ferðalag áður en hún helgar líf sitt trúnni.

19:30–20:00Vísinda–VilliVísinda–Villi mætir með dagskrá fyrir börnin.

20:00–21:00Stjörnuhekl – örnámskeiðÞátttakendur mega gjarnan taka með sér heklunálar (nr. 6 eða stærri) og léttlopaaf-ganga en eitthvað efni verður á staðnum. Þátttaka er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

20:30–20:45Upplestur – Jónína LeósdóttirJónína Leósdóttir les úr nýútkominni glæpa-sögu sinni „Konan í blokkinni“.

21:30–23:30Bókasafnsbíó – Ziggy StardustSýnd verður tónleika–kvikmyndin „Ziggy Stardust and The Spiders from Mars“ frá árinu 1973, leikstjóri: D. a. Pennebaker. enskt tal/enginn texti. Bönnuð yngri en 12 ára.

22:00–23:59Star Wars pub quizLáttu reyna á mátt þinn í Star Wars Pub Quiz. Verðlaun í boði fyrir stigahæstu liðin.

Byggðasafn HafnarfjarðarPakkhúsið20:00–22:00Söngvaskáld koma framÞrjú söngvaskáld úr ýmsum áttum leika eigin lög. Sveinn Guðmundsson frá Hafnarfirði, The friday Night Idols frá akureyri og Owls of the Swamp alla leið frá Ástralíu.

Byggðasafn HafnarfjarðarSívertsenhúsið20:00–22:00„Til fundar við formæður“Sögur af formæðrum, saga þeirra er okkar saga. Magnea einarsdóttir kveður rímur.

HafnarborgStrandgata 3420:00–22:00Á bak við tjöldin – Heimsókn í geymslurGestir geta skyggnst á bak við tjöldin í Hafnar-borg og skoðað það sem leynist í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna.

20:30–21:15Hláturjóga með SölvaHláturjóga með Sölva avo Péturssyni hlátur-jógaleiðbeinanda og næringarþerapista.

22:15–23:15Skuggamyndir frá Bysansendaðu Safnanótt á Gló í ljúfri stemningu með lifandi tónlist í lok dagskrár Hafnarborgar.

19:00–20:00Listasmiðja – Prent- og bókagerðGestir fá að spreyta sig á á bókagerð og gerð einfaldra prenta undir handleiðslu ragnhildar Jóhanns og Jóhanns Ludwigs Torfasonar.

20:00–20:30Vasaljósaleiðangur fyrir börnLeiðangur um sýningu Kristbergs Ó. Péturs-sonar í myrkvuðum sal með vasaljós. Drunga-legur myndheimur Kristbergs er rannsakaður.

20:00–23:30Teboðboðið verður upp á fjölbreytt úrval te–tegunda og því tilvalið að ylja sér á köldu febrúarkvöldi og upplifa í leiðinni skemmti-lega dagskrá.

Mynd | Raggi Th.

Fróðleikur og fjör í menningarhúsum Kópavogs á safnanóttÖll menningarhúsin í Kópavogi eru opin á safnanótt í kvöld, föstudagskvöld, og fjölbreytt dagskrá er í boði.Unnið í samstarfi við Kópavogsbæ

Öll menningarhúsin í Kópavogi standa í einum hnapp og eru því tilvalinn áfangastaður á safnanótt. Gerðarsafn, Salurinn, Náttúru-fræðistofa Kópavogs, ungmenna-húsið Molinn og Bókasafn Kópavogs eru öll við Hamraborg, í næsta ná-grenni helsta kennileitis Kópavogs, Kópavogskirkju. Í þessum húsum og Héraðsskjalasafni Kópavogs, sem er skammt undan, verður mikið um að vera á safnanótt. Húsin verða opnuð klukkan 19 og er opið til miðnættis.

Í Gerðarsafni geta gestir skoðað safneignina, þar sem meðal ann-ars er að finna fjölda verka Gerðar Helgadóttur. „Safnanótt er kjörið tækifæri til að líta á bak við tjöldin á safninu,“ segir Brynja Sveinsdóttir verkefnastjóri. „Safneign Gerðar-safns er ein sú mesta á landinu og aldrei nema örlítið brot af henni til sýnis. Við höfum þó nýverið tekið í notkun nýtt rými, Plús safneigna, þar má nú sjá verk eftir Gerði Helga-dóttur og fræðast um vinnuna í safninu.“ Í Gerðarsafni stendur yfir ljósmyndasýning Katrínar Elvars-dóttur og Ingva Högna Ragnars-sonar en þau verða með leiðsögn á safnanótt. Þá verður kaffihúsið í

Gerðarsafni Garðskálinn, opið.Í Bókasafni Kópavogs er fjöldi við-

burða á safnanótt af margvíslegu tagi. „Við viljum fá sem fjölbreytt-astan aldurshóp á safnið og skipu-lögðum viðburðina okkar í takt við það. Við byrjum á barnvænni dag-skrá með Einari einstaka og svo rek-ur hver viðburðurinn annan, hér verður spákona, Edda Björgvins með glens og grín, fatamarkaður, vélmenni, spilavinir og loks kemur Björn Thoroddsen og leikur á gítar,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, for-

stöðumaður Bókasafns Kópavogs. Þá er mikil dagskrá í ungmenna-

húsinu Molanum þar sem ungt fólk er í aðalhlutverki. Local Kópavog-ur Jazzband leikur, fjöllistahópur-inn CGFC, listasýningar og fleira. Í Salnum rúlla upptökur af tónleik-um í gegnum tíðina, í Náttúrufræði-stofu Kópavogs er margt að skoða og söguþyrstir geta kynnt sér muni úr sögu Kópavogs í Héraðsskjala-safninu.

Alla dagskrá er að finna á www.kopavogur.is/vetrarhatid.

Kynningar | Vetrarhátíð auGLÝSInGaDEILD frÉTTaTÍManSS. 531 33 00 | [email protected]

Brynja Sveinsdóttir verkefnastjóri segir að safnanótt sé kjörið tækifæri til að líta bak við

tjöldin í Gerðarsafni í Kópavogi.

Ljósmynd | Hari

Page 70: 05 02 2016

21:00–21:40Listamannsspjall – Ragnhildur JóhannsRagnhildur Jóhanns myndlistarmaður leiðir gesti Hafnarborgar um verk sín og sýninguna „Diktur“ sem nú stendur yfir í Sverrissal.

GARÐABÆR

Hönnunarsafn ÍslandsGarðatorg 119:30–20:00 & 22:30–23:00Leiðsögn – „Geymilegir hlutir“.Hvaða hlutir eru geymilegir? Hvað er í safn-eign Hönnunarsafnsins? Hvaða áhrif hefur það á gripi að vera valdir inn í safneign safns? Starfsmaður gengur um sýninguna og veltir vöngum yfir þessum og fleiri spurningum með gestum.

20:00–20:30 & 22:00–22:30SögusmiðjaBörnum og foreldrum er boðið í Sögusmiðju í framhaldi af erindi um tröll og álfa. Sýningin „Ísland er svo keramískt„ er notuð sem inn-blástur fyrir sköpun frásagna af furðuverum.

21:00–21:45Leiðsögn – „Ísland er svo keramískt“.Vigdís G. Ingimundardóttir gengur með gestum um sýninguna „Ísland er svo keramískt“ þar sem sýnd eru verk frá ferli Steinunnar Marteinsdóttur.

21:00–23:00Leiðsögumenn í HönnunarsafniLeiðsögumenn úr FG segja frá völdum gripum á sýningunni „Geymilegir hlutir“.

Bókasafn GarðabæjarGarðatorg 719:00–19:15Lesið fyrir börninLesin verður saga fyrir börn á aldrinum þriggja til sjö ára í dimmu skúmaskoti með vasaljósi.

19:00–23:59Ókeypis bækur og myndböndVið gefum bækur, tímarit og myndbönd.

19:20–19:50Álfar og tröllÝmis fróðleikur um álfa og tröll. Ólína Þorvarðar dóttir þjóðfræðingur heldur erindið.

20:00–22:00Spákona les í spilinHrönn spámiðill spáir fyrir gestum safnsins í spil. Tímapantanir á staðnum.

20:00–20:15Kynning á vinabæjamótiNorræna félagið í Garðabæ er á leiðinni á vinabæjamót næsta sumar, 1–3. júlí. Farið verður til Jakobstad Finnlandi að þessu sinni.

20:30–21:15LjóðasmiðjaLjóðasmiðja í umsjá Hrafns Andrésar Harðar-sonar ljóðskálds. Hvað er ljóð? Geta allir ort? Samið vísu? Tækifæri gefst til að reyna sig við ferskeytluna og limruna!

20:45–21:00Tónlist – ungir og efnilegirNemendur Tónlistarskóla Garðabæjar spila nokkur lög fyrir gesti Bókasafns Garðabæjar í tónlistarstemningu á 2 hæð safnsins.

21:00–21:20Agla Bríet spilar og syngur létt lögAgla Bríet Einarsdóttir nemandi í 9. bekk Álftanesskóla og syngur og spilar fyrir gesti.

22:00–22:20Ryþma–bandNemendur frá Tónlistarskóla Garðabæjar mynda Ryþma–band og spila fyrir gesti í tón-listarstemningu á 2.h safnsins.

22:30–23:00Ómar og Valdimar troða uppTónlistarmennirnir Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson spila og syngja.

Krókurá Garðaholti í Garðabæ19:00–23:59Opið hús í KrókiKrókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Þar eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar.

Álftanessafnvið Eyvindarstaðaveg21:30–23:30Bíóstemning og poppJapanska teiknimyndin „Spirited away“ eftir Hayao Miuazaki verður látin rúlla um kvöldið.

19:00–21:00Origami/föndurNada Borosak verður með kennslu í léttu Origami/föndri fyrir áhugasama krakka.

20:00–20:20Agla Bríet syngur og spilar létt lögAgla Bríet Einarsdóttir, nemandi í 9. bekk Álftanesskóla, sem stóð sig frábærlega í keppninni Ísland Got Talent syngur fyrir gesti.

20:30–20:45Tónlist – ungir og efnilegirNemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram og spila nokkur lög.

kópAvoGuR

GerðarsafnHamraborg 419:00–23:00Klipp Klipp – Opin klippimyndasmiðjaOpin smiðja fyrir alla fjölskylduna þar sem við gerum veggmynd í anda Gerðar Helgadóttur.

19:00–23:59SælkerastundSælkerastund í Garðskálanum þar sem fágætir íslenskir ostar og gæðabjórar verða í forgrunni.

19:00–20:00SýningarspjallKatrín Elvarsdóttir og Ingvar Högni Ragnars-son ræða við gesti um ljósmyndasýningar sínar í Gerðarsafni.

20:00–20:45 & 21:00–21:45Leiðsögn – ListaverkageymslaBoðið er upp á leiðsögn um listaverka-geymslur og bakland safnsins

Héraðsskjalasafn KópavogsDigranesvegur 719:00–23:59Gamlir gripir og ljósmyndirÍ samstarfi við Sögufélag Kópavogs verða sýndir ýmsir munir sem tengjast byggðasögu Kópavogs. Einnig verður sýning á ljósmyndum í vörslu safnsins.

Náttúrufræðistofa KópavogsHamraborg 6a19:00–23:59Horft til himinsHorft til himins, ef veður leyfir, af svölum Safnahússins og svipast um eftir norðurljósum, stjörnumerkjum og stökum himintunglum.

19:00–23:59Dýr í gömlum íslenskum heimildumTil sýnis verða valdar dýrategundir sem nefndar eru í gömlum heimildum og við þekkjum í dag. Spáð verður í nafngiftir dýranna og ýmsar hugmyndir sem menn höfðu um lífsferla þeirra.

20:00–21:00Undur ÍslandsFjallað er um þær dýrategundir eða tegunda-lista sem nefndir eru í gömlum heimildum (Landnáma Snorra–Edda Undur Íslands) og hvenær þessar tegundir koma fyrst fram.

Bókasafn KópavogsHamraborg 6a20:00–22:00Sirrý spáSirrý spá skyggnist inn í framtíðina fyrir gesti í Heita pottinum á 2.hæð safnsins

21:00–22:00Vélmennin Dash og DotForvitnir fiktarar athugið! Vélmennin Dash og Dot taka vel á móti ykkur ásamt vinum sínum, Ollie Sphero og Makey Makey.

22:00–23:00Edda lætur gamminn geysaEdda Björgvinsdóttir er ekki þekkt fyrir að tala neina tæpitungu og mun sleppa fram af sér beislinu í Kórnum á safninu.

23:00–23:30Björn ThoroddsenMenningarveislunni lýkur þegar Björn Thoroddsen leikur djass fyrir menningarsadda gesti Safnahússins en tónleikar hans verða fullkominn endir á kvöldinu.

20:00–23:00FatamarkaðurVið opnum iðandi markaðstorg á 2. hæð þar sem tækifæri gefst til að gera kostakaup á notuðum fötum. Allir velkomnir

19:00–23:30RatleikurRatleikur, komdu á þeysireið um safnahús þar sem þekking útsjónarsemi og snerpa koma í góðar þarfir

19:15–19:45 & 20:00–20:30Einar einstakiÍ barnadeildinni á þriðju hæð mun Einar einstaki, einn af okkar yngstu atvinnutöfra-mönnum, skemmta börnum og fullorðnum með ýmsum töfrabrögðum.

Molinn ungmennahúsHábraut 220:00–23:59Lifandi listasmiðjaMolart er listatengdur menningarviðburður þar sem ungmenni taka gesti með sér inn í menningarheim ungs fólks. Leiklist, myndlist, silkiþrykk, og tónlist er meðal þess sem að gestir fá að sjá og taka virkan þátt í.

seltjARnARnes

Bókasafn SeltjarnarnessEiðistorg 1119:00–19:30 & 22:00–22:30#einádagLeiðsögn um sýninguna #einádag – Elsa Nielsen Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016. Sýningin er í Gallerí Gróttu.

Unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur býður á safnanótt upp á blöndu af tónlistar-flutningi Dj. flugvélar og geimskips, stjörnuskoðun í garði Ásmundar-safns, sýningu á lykilverkum Kjar-vals sem mörg hver hafa ekki hafa komið fyrir almenningssjónir í mörg ár, listasmiðju fyrir fjölskyldufólk og vínbar fyrir fullorðna. Heiðar Kári Rannversson, viðburðastjóri Lista-safns Reykjavíkur, segir frábæra safnanótt vera í uppsiglingu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Kjarvalsstaðir opna á ný á safna-nótt eftir endurbætur og opn-unarsýningin er stór yfirlitssýning á verkum Kjarvals, af stórum hluta úr einkasafni Þorvaldar Guðmundsson-ar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem kennd eru við Síld og fisk.

„Hér eru komin saman mörg af lykilverkum Kjarvals, meðal annars verkið Lífshlaup sem Kjarval málaði á vegg vinnustofu sinnar í Austur-stræti um 1930,“ segir Heiðar Kári Rannversson, viðburðastjóri Lista-safns Reykjavíkur. Samstarf við aðila úr ólíkum áttum einkenna dagskrá safnins á safnanótt að þessu sinni. Þar á meðal eru kaupmenn, tón-listarfólk og vísindamenn.

Vel hristur menningarkokkteillHimingeimurinn, lím-bandsrúllur og allt þar á milli á safnanótt á Listasafni Reykjavíkur.

Kynningar | Vetrarhátíð

Geimþrá er viðfangsefni Ásmundarsafns á safna-nótt þar sem Dj. Flugvél

og geimskip mun flytja tónlist innan um lista-

verkin sem veita innsýn í hugleiðingar listamanna um geiminn. Í garðinum verða stjörnurnar skoð-

aðar með Stjörnuskoðun-arfélagi Seltjarnarness.

„Við erum með geimþrá á Ásmundarsafni,“ segir Heiðar Kári, „en það er heiti sýningarinnar sem þar opnar og fjallar um tengsl myndlistar og hinna ýmsu fyrir-bæra himingeimsins og um kvöldið verður stjörnuskoðun í garðinum í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness.“

Jafnframt verður Dj. Flugvél og geimskip með einkatónleika inn á safninu, þar sem hún mun leika tónlist innan um listaverkin. „Verkin sjálf eru eftir fjóra myndhöggvara, þar á meðal Ásmund Sveinsson og skoðað er hvernig hugleiðingar þeirra um geiminn koma fram í verkum þeirra á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.“

Pop-up vínbar Frú Laugu verður í Hafnarhúsinu um kvöldið þar sem lífrænt ræktuð eðalvín verða á boðstólum. „Það er bara fyrir full-

orðna,“ segir Heiðar Kári kíminn. „En að sjálfsögðu erum við með dagskrá fyrir börn og fjölskyldur líka.“ Um daginn er opnum á sýningu á verkum Moniku Grcy-mala sem hún vinnur úr límbandi. „Gestum gefst tækifæri til að vinna í anda hennar í listasmiðju sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Allir ættu að finna eitthvað við hæfi hjá Listasafni Reykjavíkur.“

Sundlauganótt í Lágafellslaug

Laugardaginn 6.febrúar kl. 19:00 - 21:00Frábært fyrir alla fjölskylduna að eiga saman notalega kvöldstund í sundi

með gestum úr Latabæ sem koma í heimsókn

Hin sívinsæla

wipout braut

verður opin

Frítt inn

frá kl. 19:00

2 | fréttatíminn | VETRARHÁTÍð

Page 71: 05 02 2016

ÁlftaneslaugBreiðamýri (Skólasvæði 3), 225 Álftanesi

16:00–23:59 Dagskráin hefst á dótasundi í litlu lauginni. Síðar um kvöldið verður öldudiskó, Zumba og tónlistaratriði og slökun í lok kvölds.

ÁrbæjarlaugFylkisvegur 9, 110 Reykjavík

16:00–23:59 Svifið yfir vötnunum, ljóð í sundi. List án landamæra færa gestum ljóð sem verða um alla sundlaug. 16:00–23:59 Myndbandsverkið „Teikning“ eftir listamann-inn Sigurð Atla Sigurðsson í samstarfi við þýska myndbandslistamanninn Fabian Heitz-hausen og Toyota. 16:00–23:59 List án landamæra og Iceland Aurora Films færa gestum rauntíma myndskeið af dansi norðurljósanna, sem varpað verður á veggi. Myndefnið er fangað af Snorra Þór Tryggva-syni og Sævari Helga Bragasyni. 16:00–16:30 C-sveit Skólahljómsveitar Árbæjar og Breið-holts leikur nokkur lög við sundlaugarbakkann. 16:30–17:00 Sunddeild Ármanns kennir gestum skriðsund, frábær líkamsrækt og góð skemmtun. Þjálf-arar verða á staðnum. 17:00–18:30 Sunddeild Ármanns býður gestum að taka þátt í sundknattleik. Hörkupúl og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 22:30–23:30 Samflot, djúpslökun og jafnvægi sem veitir magnað frelsi frá utanað-komandi áreiti. Lánshettur í boði.

KlébergslaugKollagrund 4, 116 Reykjavík

18:00–22:00 Ýmsir spennandi og skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskyld-una á óvenju-legum opn-unartíma í samvinnu við UMFK.

LaugardalslaugSundlaugarvegur 30, 108 Reykjavík

16:00–23:59 Lyftingadeild Ármanns og Karatefélag Reykja-víkur með opið hús. Bátar í innilaug til að prófa undir leiðsögn Kayakklúbbs Reykjavíkur. Ljóðasýning, kyndlar og tónlist. 16:30-17:00: Skólahljómsveit Austurbæjar. 17:00-17:30: Hljómsveitin KARMA BRIGADE.

LágafellslaugLækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbær

16:00–23:59 Aqua Zumba og vinir okkar úr Latabæ kíkja í heimsókn, stanslaus tónlist undir stjórn Baldurs DJ og Wipe Out braut.

SalalaugVersalir 3, 201 Kópavogur

16:00–23:59 Í útilauginni verða kertaljós og spiluð verður rómantísk tónlist á bakkanum. Í innilauginni verða tveir endurnærandi viðburðir.

Sundhöll ReykjavíkurBarónsstígur 11a, 105 Reykjavík

16:00–23:59 Notalegheit til miðnættis. Innsetning í bún-ingsklefum karla og kvenna.

Sundlaug KópavogsBorgarholtsbraut 17 200 Kópavogur

20:00–20:45Aqua Zumba að hætti hinnar reynslumiklu Tanyu.

Sundlaug KópavogsBorgarholtsbraut 17 200 Kópavogur

21:00–22:40 Ragnheiður Gröndal flytur íslensk lög við undirleik Guðmundar Péturssonar.

VesturbæjarlaugHofsvallagata 101 Reykjavík

18:00–20:00 Kvennakórinn Katla túlkar tilfinninguna sem það er að þræða bjartdimman gang sólarinnar. Eftir Ragnheiði Hörpu & Kötlurnar. Í gufubaðinu eru láréttir sólstafir sem lýsa upp vatnsdropa.

19:30–20:00Töfratónar Töfratónar – Fjölbreytt söngdagskrá undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur. Fram koma kórar, einsöngvarar og vinningsatriði úr söngvakeppni Való.

20:00–21:00Grímusmiðja með listamanniGrímusmiðja undir leiðsögn bæjarlista-mannsins Elsu Nielsen. Fjölbreytt úrval af efni og fylgihlutum sem ættu að passa við alla grímubúninga.

21:00–22:00GrímuballGleðigjafarnir Jói og Thea blása til grímuballs fyrir alla fjölskylduna þar sem öskudags-búningarnir koma í góðar þarfir. Tilvalið að nota gamla og nýja búninga og grímurnar úr grímusmiðjunni.

22:30–23:00Bjössi Greifi trúbadorBjössi Greifi slær botninn í kvöldið.

Lækningaminjasafniðvið Nesstofu19:00–23:00Útskriftarsýning LjósmyndaskólansSýningin er lokaverkefni 10 nemenda sem nú útskrifast frá Ljósmyndaskólanum eftir tveggja og hálfs árs nám.

Reykjavík

Arnarhóll19:00–21:00Skíða- og snjóbrettapartýFærasta skíða- og snjóbrettafólk landsins sýnir listir sínar undir líflegri tónlist plötusnúða. Gestum og gangandi er einnig boðið að koma með bretti eða skíði og renna sér í skíða-brautinni.

LandnámssýninginAðalstræti 1619:00–23:55Viltu líta út eins og víkingur?Langar þig að klæða þig eins og sannur víkingur? Þá er tækifærið núna því við höfum komið okkur upp góðu safni af búningum á fullorðna og börn. Hægt verður að stilla sér upp við flottan bakgrunn og taka mynd af sér á eigin síma eða myndavél.

Safn Ásgríms JónssonarBergstaðastræti 7420:00–23:59Sýningaropnun: Undir berum himni – Með Suðurströndinni

Listasafn Einars JónssonarEiríksgata 319:00–23:59Dularfullur ævintýraheimurDularfullur ævintýraheimur Einars Jónssonar í Hnitbjörgum til sýnis. Allt frá höggmynda-garði til íbúðarinnar í turninum. Einnig verður kynnt ný afsteypa, „Engill Lífsins„ í Safnbúð.

KjarvalsstaðirFlókagata 10519:00–23:59Sýningaropnun – Jóhannes S. Kjarval: „Hugur og heimur“Kjarvalsstaðir verða opnaðir á ný eftir endur-bætur með umfangsmikilli Kjarvalssýningu.

Listasafn ASÍFreyjugata 4119:00–23:59Sýningaropnun. „Keep Frozen 4. hluti“Opnun á sýningu Huldu Rósar Guðnadóttur. Innsetning unnin úr blönduðum efniviði.

19:00–23:59Sýningaropnun. „Feral Attraction: The Museum of Ghost Ruminan“.Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson með sýninguna „Feral Attraction: The Museum of Ghost Ruminants“. Listamennirnir skoða hóp villikinda sem hélt til í fjallinu Tálkna.

21:00–23:00Gjörningur Löndunarmanna frá ReykjavíkurhöfnHafnarverkamenn flytja fundinn skúlptúr-/neta- og bobbingahrúgu frá höfninni og í listasafnið þar sem verkinu verður komið fyrir.

Listasafn ÍslandsFríkirkjuvegur 720:00–21:00Á slóðum listamanna í ÞingholtunumLeiðsögn fyrir nýja Íslendinga um slóðir Ásgríms Jónssonar, Ásmundar Sveinssonar og Einars Jónssonar. Stoppað við söfn þeirra en gestir geta síðan heimsótt þau að göngu lokinni. Gangan hefst í Hannesarholti.

20:00–21:00Leiðsögn – Vasulka-StofaVasulka–stofa varðveitir raf– og stafræna myndlist sem hingað til hefur setið á hakanum. Sem höfuðsafn á sviði mynd-listar gegnir safnið lykilhlutverki í varðveislu íslenskrar myndlistar og á það ekki síður við um vídeóverk og raflist en þá list sem unnin er með hefðbundnari tækni.

21:30–22:30Leiðsögn – „Udstilling af Islandsk kunst“.Leiðsögn um sýninguna „Udstillning af Islandsk Kunst“, fyrstu almennu kynningina á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn.

SögusafniðGrandagarður 219:00–23:59Vígalegir VíkingarÓútreiknanlegir víkingar frá víkingafélaginu Rimmugýgi sýna vopn sín og fatnað, spjalla við gesti og skemmta þeim eins og þeim er einum lagið.

Sjóminjasafnið í ReykjavíkGrandagarður 819:00–23:55Bíó popp og draugasögurÍ myrkvuðum Bryggjusal Sjóminjasafnsins verður hin ódauðlega kvikmynd Jaws sýnd.

19, 20 og 21DraugasögurSýning safnsins tekur á sig drungalegri blæ en vanalega og leikkonan landskunna Elva Ósk mun lesa þar upp draugasögur.

19:00–23:55Morð um borð!Getur þú leyst morðgátu? Um borð í varðskip-inu Óðni fannst látinn háseti en morðinginn gengur laus. Dregið verður úr réttum lausnum og hlýtur vinningshafinn hádegisverð fyrir tvo í Víkinni kaffihúsi.

Seðlabanki ÍslandsKalkofnsvegur 119:00–23:59Fjölbreytt dagskráYfirlitssýning um íslenska mynt seðla og erlenda peninga frá fyrri öldum. Einnig verða ungir þjóðhöfðingjar, höggmyndir, kvikmynda-sýning og Jón Jónsson.

Listasafn ReykjavíkurGlæsileg og fjölbreytt dagskrá. Sjá nánar á www.listasafnreykjavikur.is

Listasafn Sigurjóns ÓlafssonarLaugarnestangi 7021:00–21:30Leiðsögn – „Gyðjur“Birgitta Spur leiðir gesti um sýninguna „Gyðjur“, sýning á klassískum portrettum af konum í túlkun Sigurjóns og einnig verkum hans sem höggvin eru í stein eða tré.

ÁrbæjarsafnKistuhylur 419:00–23:00Draugaganga, spákonur og tónlistÍ Lækjargötuhúsinu verður stiklað á stóru um íslenska sönghefð og kveðskap. Um safnið verður farin draugaleg ganga með leiðsögu-manni kl. 19.00 og aftur kl. 21.00. Spákonur til skrafs og ráðagerða á sýningunni Hjáverkin.

SafnahúsiðHverfisgata 1519:00–23:59SjónarhornSýning á sjónrænum menningararfi Ís-lendinga frá landnámi til okkar daga.

19:30–21:00Tónleikar Nemendur úr Tónlistaskóla Reykjavíkur flytja tónlist í Lestrarsal.

22:00–23:00Hundur í óskilumHundur í óskilum skemmtir gestum eins og þeim einum er lagið.

Hitt HúsiðPósthússtræti 3–519:00–22:00Flóamarkaður í Hinu húsinuUngt fólk selur notaða muni og eigin hönnun í kjallara Hins Hússins. Gerðu kaup aldarinnar!

19:00–22:00Listaflóra unga fólksinsÍ Hinu húsinu verður líf og list í hverjum krók og kima. Tónleikar, spuni, leiksýningar, lista-sýningar og ýmislegt fleira.

Ljósmyndasafnið í ReykjavíkTryggvagata 1519:00–23:55Stemning á Ljósmyndasafni ReykjavíkurKvikmyndagerðarmaðurinn Þorgeir Guð-mundsson mun fjalla um sýningu Friðgeirs Helgasonar Stemning/Moods á Ljósmynda-safninu í Reykjavík. Leiðsögnin fer fram kl. 20.00. Tónleikar með Hráefni kl. 21 og 22.

sundlauga nótt 6. FEBRúAROpið er í öllum laugum frá 16:00–00:00.

Taktur, tónlist, slökun og stuð í sundlaugum KópavogsFjölbreytt dagskrá í Salalaug og Sundlaug Kópavogs á Sundlauganótt.

Unnið í samstarf við Kópavogsbæ

Kópavogsbær býður gestum og gangandi í sundlaugar bæjarins frá klukkan fjögur á laugardaginn og er opið til miðnættis. Í báðum sund-laugum, Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut 17 og Salalaug, Versölum 3, verður boðið upp á skemmtilega dagskrá og notalega stemningu.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir leiðir jógatíma í innilauginni í Sala-laug á sundlauganótt. Með henni verður Dj Yamaho, Natalie G. Gunn-arsdóttir, en Arnbjörg leikur líka á gong á meðan tímanum stendur.

„Fegurðin við jóga í vatni er sú að vatnið auðveldar allar hreyf-ingar. Það er ekki nauðsynlegt að vera liðugur eða kunna neitt í jóga, bara mæta og njóta,“ segir Arnbjörg sem hefur nokkurra ára reynslu af jógakennslu í vatni. „Ég hef verið að kenna jóga í vatni í fjögur ár, það er dásamlegt. Það er meiri taktur, meiri dýpt og meira flæði í jóga í vatni hefðbundnu jóga.“ Að loknum jógatímanum hefst samflot og þar leikur Arn-björg á gong á meðan gestir fljóta um í lauginni í svonefndu sam-floti. „Ég byrjaði að vinna með flot fyrir skömmu, takturinn í gonginu hjálpar til við slökunina, sem er alveg frábært.“

Þess má svo geta að kveikt verður á kertum við bakka útilaugarinnar í Sala-laug frá 18 og til miðnættis ef veður leyfir og rómantísk tónlist mun hljóma.

Í Sundlaug Kópavogs verður dagskrá frá klukkan átta. Þá hefst zumbatími í vatni, Aqua Zumba, hjá hinni reyndu Tanyu Dmitrovu í Heilsuskóla Tanyu. Þar má búast við geggjuðu stuði, góðri og hollri hreyfingu fyrir alla, unga sem aldna undir taktfastri tónlist.

Klukkan níu mæta þau Ragn-heiður Gröndal og Guðmundur Pétursson á svæðið og leika íslenska og sundvæna tónlist. Tónleikarnir og zumbatíminn eru við innilaugina í Sundlaug Kópavogs en úti verður huggulegt, eins og alltaf.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir leiðir jógatíma í innilauginni í Salalaug á sundlauganótt. Ljósmynd/Hari

íslensku lýsingar verðlaunin6. febrúarLjóstæknifélag Íslands (LfÍ) veitir Íslensku lýsingarverðlaunin 2015. Með þeim er vakin athygli á góðri lýsingarhönnun og lausna í byggðu umhverfi. Dagskráin hefst klukkan 17:00 í Perlunni.

ljósaverkið slettirekaHarpa, Stúdío Ólafs Elíassonar og Höfuðborgarstofa efndu til samkeppni um efnilegasta listaverkið sem nýtir sér ljósahjúp Hörpu. Vinningshafar eru þeir Halldór Eldjárn og Þórður Hans Baldursson með ljósaverkið Slettireka. Gestum verður gert mögulegt að myndskreyta strigann með því að klessa á hann sýndar-málningu.

Myndskreytingin fer þannig fram að þú opnar vefsíðu á símanum þínum og velur þar hvar þú vilt sletta málningu á glerhjúpinn. Áhrifin sjást strax á gler-hjúpnum og lýtur sýndarmálningin sömu náttúrulögmálum og annar seigfljótandi vökvi þar sem lekur rólega niður. Þetta knýr fram litríkt sjónarspil og opnar þeim sem vilja gátt að því listaverki sem glerhjúpurinn er. Verkið stendur alla hátíðina.

|3fréttatíminn | VETRARHÁTÍð

Page 72: 05 02 2016

Þjóðskjalasafn ÍslandsLaugavegur 16219:00–23:59Förufólk, flakkarar eða flóttamenn?Erindi um þekkta flakkara, flakk sem fyrirbæri og sýningar á frumskjölum.

19:00–19:30, 19:30–20:00 & 22:30–23:00Vasaljósaferð í geymslurSkjalageymslur Þjóðskjalasafns geyma 45 km af skjölum. Taktu með þér vasaljós og komdu með í leiðangur. 20 manns komast í hverja ferð, skráning á staðnum og á vefsíðu safnsins.

19:00–23:59SkjalasýningFrumskjöl sem tengjast þema kvöldsins um förumenn, flakkara og flóttafólk eru til sýnis í fyrirlestrarsal og á lestrarsal.

19:00–23:59Er flakkari í fjölskyldunni?Ættfræðigrúsk og fjölskyldusaga. Finndu for-feður og formæður með aðstoð sérfræðinga Þjóðskjalasafns.

19:00–23:59Hverra manna ert þú?Kynning á starfsemi Ættfræðifélagsins. Sýning á ættrakningum og ættargripum. Fulltrúi félagsins verður á staðnum.

20:30–20:50UtangarðsfólkHalldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir segja frá leit að utangarðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vestfjörðum.

21:00–21:20„Allsstaðar er flóttamaðurinn einmana“Harpa Björnsdóttir myndlistamaður segir frá leit sinni að heimildum um lífshlaup og list Sölva Helgasonar Sólon Islandus.

21:30–21:50Alltaf þynnist út í kyn…Á tímum mestu fólksflutninga til Evrópu í margar aldir er ekki úr vegi að athuga hvernig þeim Íslendingum sem héldu vestur um haf á seinni hluta 19. aldar vegnaði. Þeir flýðu illt árferði, sult og seyru og algert vonleysi.

Sýningarsalur SÍMHafnarstræti 1619:00–22:00ÁstarsameindirHalla Birgisdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ragn-heiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Björg Magnúsdóttir setja upp sýninguna „Ástarsameindir“.

Grafíksafn ÍslandsGrafíksalurinn Hafnarhúsinu hafnarmegin19:00–23:59Listamaður GrafíkvinaListamaður Grafíkvina 2016 er Kristín Pálma-dóttir. Í sal verður sýning á verkum hennar og útgáfa grafíkvinamyndarinnar „Gróður“ kynnt.

20:00–22:00Málað í myrkrinuGestir fá að mála í mögnuðu myrkrinu á verk-stæði félagsins.

Þjóðminjasafn ÍslandsSuðurgata 4119:00–23:59 Svarthvítar landslagsmyndirSýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

19:00–23:59Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár. Sýningin beinir sjónum að aðstæðum kvenna á Íslandi á liðinni öld.

19:00–23:59Sjálfstæðar mæðurLjósmyndir af íslenskum mæðrum eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling.

19:00–23:59Norðrið í norðrinuSýning sem varpar ljósi á mannlíf og menn-ingu í bænum Ittoqqortoormiit á Grænlandi.

19:00–23:59Bláklædda konanSýning í Horni sem byggir á nýjum rann-sóknum á beinum og gripum landnámskonu.

19:00–23:59FerðalangarRauður þráður leiðir gesti gegnum grunn-sýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár

20:00–21:00„Ferðalangar–Flóttafólk“.Leiðsögn um nýjar ljósmyndasýningar sem leiða gesti gegnum grunnsýningu safnsins og dregur fram ýmislegt sem tengist ferðalögum og flóttafólki gegnum tíðina. Sýningin felur í sér túlkun og endurmat samtímans á Íslands-sögunni og um leið á því hver við erum.

21:00–21:30DanssýningNemendur Klassíska listdansskólans sýna í Þjóðminjasafninu.

Borgarskjalasafn ReykjavíkurTryggvagata 1519:00–23:59Opið húsFjölbreytt dagskrá á milli kl. 19 og 24. Boðið verður upp á margvíslega fyrirlestra, hár-greiðslukonur kenna áhugasömum að flétta hár, sýning á frumskjölum, greining á ljós-myndum frá Eldliljum, hljómsveitin Mandólín spilar, getraun og fleira skemmtilegt.

19:00–19:30 & 21:00–21:55Eldliljur – þekkið þið konur á myndunum?Eldliljur var félag eiginkvenna brunavarð á Slökkvistöðinni í Reykjavík. Óskað er eftir aðstoð þeirra sem voru í félaginu eða þekkja til kvennanna að aðstoða starfsmenn safnsins við að greina ljósmyndir af þeim.

19:30–19:50ManntalsvefurBenedikt Jónsson sérfræðingur mun kynna manntalsvef safnsins, segja stuttlega frá gerð hans og innihaldi og sýna dæmi um notkun.

19:30–21:00Leyndardómar skrautskriftarSkrautskriftarkennarinn Jens Guð kynnir skrautskrift og fjallar um hana í máli og með skýringateikningum á töflu. Aðallega verður lagt út frá gotnesku skrautskriftarleturgerðinni sem í dag er vinsælasta skrautskriftarletrið.

19:50–20:10BrunavirðingarBrunavirðingar eru til fyrir öll samþykkt hús í Reykjavík sem byggð hafa verið fyrir 1981. Þar er að finna greinagóðar upplýsingar um her-bergjaskipan, byggingarefni, stærð húsa o.fl.

20:10–20:30Fjársjóður á vefnum – KynningSvanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður kynnir sérstakan vef safnsins um Bjarna Bene-diktsson fv. borgarstjóra og ráðherra. Safnið fékk skjalasafn hans til varðveislu árið 2008.

20:30–21:15Gerður Kristný talar um DrápuGerður Kristný mun segja frá ljóðabálknum Drápu sem kom út haustið 2014 og koma inn á glæpamálin sem hann er byggður á.

22:00–22:40Mandólín kemur til skjalanna!Hin síkáta hljómsveit Mandólín leikur blöndu af klezmer– og tangótónlist.

IðnóVonarstræti 319:00–23:00Leikhúsdraugar í IðnóLeikminjasafn Íslands stendur fyrir uppákomu og kynningu í Iðnó, segja má að húsið sé einhver elsti safngripur í leiklistarsögu Íslands. Sviðslistakonur 50+ og aðrir velunnarar safnsins munu vekja upp leikhúsdraugana í Iðnó og segja frá ýmsu sem gerst hefur í þessu 119 ára leikhúsi.

NýlistasafniðVölvufell 13–2119:00–23:59PrentverkstæðiHreyfiprentstofan verður með opið prentverk-stæði þar sem fólk og vélar munu leika saman fram eftir kvöldi. Gestum gefst um leið kostur á að skyggnast inn á sýningu Boekie Woekie bókverkabúðarinnar.

Borgarbókasafnið í GrófinniTryggvagata 1520:30–23:00Ljóðaslamm 2016 – FLÓTTILjóðaslammið er keppni í orðlist með frjálsri aðferð fyrir ungt fólk á aldrinum 15–25 ára.

Snjófögnuður í Bláfjöllum7. febrúarVið fögnum svo snjó og birtu í bláfjöllum sunnudaginn 7. febrúar á lokadegi Vetrarhátíðar þar sem íbúum höfuðborgarsvæðisins er boðið að njóta skemmtilegrar við-burðadagskrár. Plötusnúður mætir á svæðið og skemmtir frá kl. 14-16. m.a. frítt er fyrir 15 ára og yngri í fjallið auk þess sem 20% afsláttur er veittur af leigu á skíðabúnaði.

Við opnum nýtt kaffihús í Safnahúsinu Hverfisgötu 15

kaffitar.is

4 | fréttatíminn | VETRARHÁTÍð