61
3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78 • Sól ásamt öllu sem gengur kringum hana, þ.e. reikistjörnur og tungl þeirra, smástirni, halastjörnur og geimsteinar kallast einu nafni sólkerfi . • Okkar sólkerfi samanstendur af einni sól, níu (?) reikistjörnum, fjölda tungla, smástirna, halastjarna og geimsteina.

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

  • Upload
    jethro

  • View
    120

  • Download
    5

Embed Size (px)

DESCRIPTION

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78. Sól ásamt öllu sem gengur kringum hana, þ.e. reikistjörnur og tungl þeirra, smástirni, halastjörnur og geimsteinar kallast einu nafni sólkerfi . - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

• Sól ásamt öllu sem gengur kringum hana, þ.e. reikistjörnur og tungl þeirra, smástirni, halastjörnur og geimsteinar kallast einu nafni sólkerfi.

• Okkar sólkerfi samanstendur af einni sól, níu (?) reikistjörnum, fjölda tungla, smástirna, halastjarna og geimsteina.

Page 2: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Geimþokukenningin• Sólkerfið okkar er talið hafa myndast fyrir

um 4,6 milljörðum ára. • Nálægt geimþoku sprakk sprengistjarna

og rakst efni hennar á geimþokuna sem fór að snúast hraðar.

• Þyngdarkraftur dró meira efni inn í þokuna og að miðju hennar.

Page 3: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Geimþokukenningin frh.• Þokan flattist út og varð að skífu með

10 milljarða km þvermál. • Í miðju skífunnar myndaðist sólin

okkar og síðan aðrir hlutar sólkerfisins

Page 4: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 5: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Reikistjörnur verða til• Eftir að sólin varð til hélt ryk og gas áfram að

snúast í kringum hana• Það safnaðist í kekki sem urðu að

frumplánetunum • Þær sem voru nálægt sólinni urðu svo heitar að

léttar gastegundir tolldu ekki við þær og þess vegna eru þær úr málmum og grjóti – Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars.

Page 6: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78Reikistjörnur verða til frh.• Þær frumplánetur sem voru lengra frá sólinni

gátu haldið í léttar gastegundir og urðu mjög stórar – Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus.

• Hugsanlega hefur Plútó verið eitt af tunglum Neptúnusar en hefur losnað frá honum

• Minni efniskekkir mynduðu tungl reikistjarnanna • Milli Mars og Júpíters myndaðist smástirnabeltið• Við ystu mörk sólkerfisins myndaðist Oort-skýið

– heimkynni halastjarna.

Page 7: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Sólin ásamt reikistjörnum

Page 8: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Sólkerfið í réttum hlutföllum

Page 9: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-2. Lögun jarðar bls. 79-81

• Reikistjörnur eru á stöðugri hreyfingu um himininn meðan aðrar virðast vera kyrrar og kallast því fastastjörnur.

• Menn héldu í upphafi að jörðin væri flöt• Forngrikkir (5.öld f.K) gerðu sér grein fyrir

kúlulögun jarðar en lengi vel greindi menn á um lögun jarðar.

Page 10: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-2. Jarðmiðjukenningin bls. 81-82

• Jarðmiðjukenningin er runnin frá Aristótelesi (4.öld f.K) og stjörnufræðingnum Ptólemaíosi (2.öld e.K)

• Kenningin gerir ráð fyrir hringhreyfingu sem var talin eðlileg hreyfing himinhnattanna.

• Samkvæmt kenningunni gengu reikistjörnurnar umhverfis jörðu líkt og sólin.

Page 11: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-2. Sólmiðjukenningin bls. 82-83

• N. Kóperníkus (1473-1543) setti fram sólmiðju-kenninguna

• Sólmiðjukenningin gerir ráð fyrir því að sólin sé miðja alheimsins og að reikistjörnurnar séu á braut um hana en tunglið á braut um jörðu.

• Kópernikus ályktaði líka að reikistjörnurnar færu í sömu stefnu í kringum sól og hann ákvarðaði hlutföllin á brautum reikistjarnanna og umferðartíma þeirra.

Page 12: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-2. Sólmiðjukenningin bls. 82-83

• Umferðartími er sá tími sem það tekur reikistjörnu að fara eina umferð um sól (eitt ár).

• Reikistjörnur snúast líka um möndul sinn og tíminn sem það tekur er kallaður sólarhringur viðkomandi reikistjörnu.

Page 13: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-2. Brautir reikistjarna bls. 83-84

• Kepler (1571-1630) studdi sólmiðjukenninguna

• Hann uppgötvaði að brautir reikistjarnanna eru ekki fullkomnir hringir heldur sporbaugar

Page 14: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 15: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-3 Yfirlit um sólkerfið bls. 85-87

• Skoða vel töflu á bls. 86-87

Page 16: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

Merkúríus• næst sólu• Umferðartími = 88

dagar• Alsett gígum• Möndulsnúningur

hægur, 1 hringur á 59 dögum

Page 17: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

Merkúríus• Mikill hitamunur á

þeirri hlið sem snýr að sólu og næturhliðinni

• Hiti frá -170 °C til 400°C

Page 18: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94Venus• Hefur u.þ.b. sama

þvermál, massa og þéttleika og Jörðin

• Yfirborð er hulið gulri skýjaþykkni úr brennisteinssýru

• Í lofthjúp er mikið af koltvíoxíði sem veldur gróðurhúsaáhrifum

Page 19: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94Venus• Hiti verður allt að

480°C og höf sem áður voru hafa gufað upp

• Yfirborð með gígum en líka víðáttumiklum sléttum

• Snúningur er frá austri til vesturs miðað við sól - bakhreyfing

Page 20: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

Venus• Möndulsnúningur er

hægur – einn hringur á 243 dögum

• lofthjúpurinn lokar hitann inni og því er skuggahliðin næstum jafn heit og sólarhliðin

Page 22: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

Mars• Rauðleitt yfirborð

vegna járnoxíðs (ryð)• Ekkert fljótandi vatn

en frosið vatn við pólana

• Mikil eldfjöll, t.d. Ólympsfjall – stærsta eldfjall í sólkerfinu

Page 23: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

Mars• Miklir sandstormar,

vindhraði allt að 200 km/klst

• Lofthjúpur að mestu úr koltvíoxíði en smá af nitri, argon, súrefni og vatnsgufu

Page 24: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94Smástirnabeltið• Milli Mars og Júpíters• Smástirni úr grjóti og

málmum• Flest óregluleg að

lögun• Líklega efni sem náði

ekki að verða að reikistjörnum þegar sólkerfið varð til

Page 25: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 26: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

• Læra röð reikistjarnanna frá sólu:– Merkúríus– Venus– Jörðin– Mars

• smástirnabeltið

Page 27: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Júpíter• Stærsta reikistjarnan,

ef hann hefði meiri massa hefði hann orðið sól

• Úr vetni og helíni• Umlukinn skýjum• Möndulsnúningur er

hraður

Page 29: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Júpíter – tungl

Jó– Aðeins stærra en

tungl jarðar– Liturinn stafar af

brennisteini í yfirborði

– Mikil eldvirkni, eldgos eru víða

Page 30: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Júpíter – tungl

Evrópa– Aðeins minna en okkar

tungl– Yfirborð mjög slétt úr

sprungnum ís og fljótandi vatn undir

Page 31: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Júpíter – tungl

Ganýmedes – stærsta tunglið í

sólkerfinu, stærra en Merkúríus og Plútó

– Yfirborð að miklu leyti þakið ís

Page 32: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Júpíter – tungl

Kallistó– Mjög mikið af gígum á

yfirborði, sem er líklega að hluta til úr ís

Page 33: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Satúrnus• Hefur hringa úr

ísögnum, mismunandi að stærð

• Úr vetni og helíni• Möndulsnúningur er

hraður• Hefur mjög mörg

tungl

Page 34: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Satúrnus – tungl

Títan– Næststærsta tungl

sólkerfisins– Hefur lofthjúp sem í er

nitur, metan og fleiri lofttegundir

Page 35: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105

Úranus• Hefur ský úr metani,

helíni og vetni• Hringir úr metanís• Möndulhalli mjög

mikill, er eiginlega á hliðinni

Page 36: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105Neptúnus• Mjög svipaður

Úranusi • Hefur hugsanlega haf

úr vatni og fljótandi metan

• Hefur nokkra hringi úr rykögnum

• Nokkur tungl, Tríton er þeirra stærst

Page 37: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105Plútó – ekki lengur

reikistjarna• líkur tungli• Úr ýmsum frosnum

efnum t.d. Metanís• Hefur tunglið Karon

sem er helmingi minna en Plútó og því eru þær eins konar tvöföld reikistjarna

Page 38: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-2 Jörðin í geimnum bls. 120-127

• Þriðja reikistjarnan frá sólu.• Snýst um sólu og kringum sjálfa sig eins

og hinar reikistjörnurnar.

Page 39: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 40: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Dægraskipti bls. 121-122Dægraskipti bls. 121-122

• Snúningur jarðar um sjálfa sig kallast möndulsnúningur og tekur um 24 klukkustundir

• Möndulsnúningur jarðar veldur dægraskiptum

• Á þeim hluta jarðar sem snýr að sólu er dagur en hinum nótt

Page 41: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Dægraskipti- Mynd 4-4 bls. 121

Page 42: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Árið og árstíðirnar bls. 122-123.Árið og árstíðirnar bls. 122-123.

• Árstíðaskipti á jörðu ráðast af þrennu:– af ferð jarðar umhverfis sólina þar sem

hver hringferð tekur eitt ár (365,24 sólarhringir)

– af halla jarðmöndulsins (23,5 °)– af stefnu jarðmöndulsins í himingeimnum

sem er ávallt hinn sami, hvar sem jörðin er stödd á braut sinni.

Page 43: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

ÁrstíðaskiptiÁrstíðaskipti

Page 44: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Segulhvolf jarðar bls. 125.Segulhvolf jarðar bls. 125.

• Jörðin er umlukin geysistóru hvolfi sem kallast segulhvolf jarðar.

• Segulhvolfið orsakast af segulsviði sem á upptök sín í iðustraumum í innsta kjarna jarðar gerðum úr járni og nikkel.

• Segulhvolfið nær í um 64000 km út í geiminn á þeirri hlið sem snýr að sólu en teygist í milljónir km á þeirri hlið sem snýr frá sólinni.

Page 45: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Segulljós• Sólin sendir frá sér rafhlaðnar agnir.

Þessar agnir rekast á agnir lofthjúps jarðar nálægt segulskautum hennar. (N-og s-skaut)

• Við árekstrana myndast ljós sem við á norðurhveli köllum norðurljós en kallast suðurljós á suðurhveli.

• Vegna segulsviðs jarðar sjást þau aðeins á skautunum.

Page 46: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 47: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 48: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135• Yfirborð (jarðvegur) tunglsins hefur orðið til á

milljörðum ára með látlausri skothríð geimsteina af mismunandi stærð. Örin eftir geimsteinana hafa mótað yfirborðið með misstórum gígum.

• Utan gíganna er yfirborðið tiltölulega flatt (höf) sem eru víðáttumikil hraunsvæði. Annar staðar eru fjöll sem teygja sig upp yfir sléttuna, enn annar staðar eru gjár sem eru tugir km.

Page 49: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Page 50: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135• Á umferð sinni umhverfis jörð breytir tunglið

afstöðu sinni til jarðar og sólar og flötur þess breytist eftir því hvar tunglið er statt hverju sinni. Þetta köllum við kvartilaskipti tunglsins.

• Það er einungis sá hluti tunglsins sem endurvarpar sólarljósinu sem er sýnilegur hverju sinni.

Page 51: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135• Þegar tunglið er statt milli jarðar og sólar snýr

það dökku hliðinni að jörð og við segjum að það sé nýtt.

• Síðan kemur mánasigðin í ljós hægra megin og tunglið fer vaxandi uns það er hálft þá eru fyrsta kvartil að viku liðinni.

• Þá verður tunglið gleitt og loks fullt. • Hálfum mánuði síðar er það aftur nýtt. • Tunglmánuður er þá liðinn eða 29,5

sólarhringir.

Page 52: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Kvartilaskipti tunglsins

Page 53: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135• Sólmyrkvi verður þegar tungl gengur

milli sólar og jarðar. Þá verður almyrkt í alskugga tunglsins en deildarmyrkvi í hálfskugganum frá tunglinu.

Page 54: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Sólmyrkvi

Page 55: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Sólmyrkvi

Page 56: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

Sólmyrkvi

Page 57: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135• Tunglmyrkvi verður þegar tungl gengur

inn í skugga jarðar.

Page 58: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135Sjávarföllin og tunglið• Þyngdarkraftur verkar milli allra massa. Eins er

það með þyngdarkraftinn milli jarðar og tungls. • Tunglið togar í hafbunguna þannig að hún

teygist í átt til tunglsins, þetta köllum við flóð eða sjávarföll.

• Á gagnstæðu hliðinni skortir kraft inn á við og jafngildir það því umframkrafti út á við, því bungar hafið þar einnig.

• Mitt á milli er fjara.

Page 59: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135Sjávarföllin og tunglið frh.• Flóð og fjara verða því tvisvar á sólarhring á

hverjum stað. • En seinkun verður í um 50 mínútur vegna

snúnings tunglsins um leið og jörðin snýst á hverjum sólarhring.

Page 60: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78

4-3 Tunglið bls. 128-1354-3 Tunglið bls. 128-135

• Sjávarföll eru missterk og kraftarnir eru sterkastir á stórstreymi en það gerist tvisvar á mánuði að sól,tungl og jörð eru í beinni línu eða við nýtt og fullt tungl.

• Smástreymi verður aftur þegar sól, tungl og jörð mynda sem rétt horn eða þegar tungl er hálft bæði vaxandi og minnkandi.

Page 61: 3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78