9
Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH Minnispunktar um hálshryggjaraðgerðir fyrir hjfr í dipl. námi INNGANGUR

360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

Minnispunktar um hálshryggjaraðgerðir fyrir hjfr í dipl. námi

INNGANGUR

Page 2: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

2

HÁLSHRYGGURINN

Málskýringar: Hálshryggurinn (cervical spine) samanstendur af 7 hryggjarbolum með tilheyrandi beinatindum, liðböndum, liðþófum og synovial liðum. Hálshryggurinn skiptist í efri hálshrygg C1 - C2 og neðri hálshrygg, C3 - C7. Efri hálshryggurinn er tengdur saman með liðböndum (lig cruciata) og synovial liðum (fremri- og hliðlægir A-A liðir) og hefur enga liðþófa, fasettuliði eða neuroforamina eins og neðri hálshryggurinn. Hann tengir saman höfuðið og hálshrygginn um capito-cervical junction (lig alaria). Svæðið C7-T1 kallast cervico-thorakal region og eru undir miklu álagi sem tengiliður höfuðs/ hálshryggjar við brjósthrygg/bol. Með orðinu háls (neck) er átt við utanáliggjandi vöðva, yfirleitt að aftan; hnakkinn tilheyrir höfðinu.

Page 3: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

3

Sjúkdómar

Slit: Hryggþófar (discopathia með protrusion = brjóskbunga, prolapse = brjósklos) og smáliðir (uncovertebral- og facet joints) í neðri hálshryggnum. Einkenni geta "bara komið" (eins og þruma úr heiðskýru lofti) og kallast þá ”primary” einkenni eða geta verið afleiðing slysa (eins og liðhlaup, brot) og kallast þá ”secondary”. Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er verkur í hálsi-handlegg. Hryggþófasjúkdómur (discopathy): MÖGULEGAR MEÐFERÐIR: Fremri dekomression (farglétting)

Page 4: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

4

Fremri spenging: Gerviliðir:

Page 5: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

5

Smáliðasjúkdómur (uncovertebral-, facet joint arthropathy): Slitgigt í smáliðum hálshryggjar er fyrst og mest afgerandi í sk. uncovertebral liðum. Frá þeim byrjar beinnabbamyndun sem skagar mismunandi mikið (sjá 45° rtg myndir) inn í taugaopin (neuroforamina) og erta taugarótina. Beinnabbarnir klemma síðan taugina eftir atvikum á móti facettuliðunum. Beinnabbi sem skagar inn í taugaop Taugaklemma milli beinnabba og facettuliðs Aftari spenging (eftir facettuliða resection eða laminectomiu):

Page 6: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

6

Bólgur: Rheuma og Bechterew -R.A.: vanalegast í A-A (atlanto-axial) liðnum, þ.e. efri hálshryggurinn. Liðbólgan veldur uppmýkingu og slaka eða rofi á lig. transversum með tilheyrandi óstöðugleika (atlas rennur fram og tilbaka á axis). Við þetta myndast stórt granúlóma í kringum dens (verður eins og pera í laginu). Neurologisk einkenni verða (mænuklemma) vegna þrýstings frá þessu granúlóma fram í frá og frá atlas boganum aftan í frá. Við mikla verki og dofa í hnakkanum (vegna togs í N. occipitalis major) en þó sérstaklega við Lhermittes einkenni (skyndilegur rafstraumur með máttleysistilfinning í öllum útlimum þegar klemman verður of mikil) er atlas spengdur fastur á axis aftan í frá með s.k. Gallie fusion. Við stöðug neurologisk einkenni (vaxandi máttleysi) er atlas boginn klipptur í burtu áður en spengt er með s.k. Magerl fusion. Atlanto-axial arthropatia Gallie fusion Magerl fusion -Mb Bechterew: eins og sjúkdómaheitin "ankylosing spondylitis" og "spondylitis ankylopoietica" gefa til kynna stífnar (ankylosis) allur hryggurinn vegna þess að bólgan veldur beingerðingu á öllum mjúkvefjunum (liðþófum, liðum og liðböndum) og hryggurinn lítur út eins og bambus. Tvennt ber að hafa í huga: 1) Hálshryggurinn stífnar síðast í A-A (atlanto-axial) liðunum þar sem þar er enginn liðþófi sem "kíttar" atlas fastan við axis og einnig er mikið álag á þetta svæði við allar hreyfingar sem "tefur" fyrir beingeringunni. Þarna getur orðið hæg subluxation á atlas fram yfir axis án þess að valda neurologiskum einkennum. Vandamálið er að höfuðið fylgir með fram á við þannig að hakan kemur niður á bringubeinið og hindrar fólk í að opna munninn þannig að það getur ekki nærst. Við þessar uppákomur er reynt að draga atlas tilbaka (strekk, halo) eða gera ostotomiu á hryggnum t.d. C7-T1 (því þar er best pláss fyrir mænuna) og síðan er gerð spenging bæði að aftan og framan (bara fremri eða bara aftari spenging halda ekki nægilega fast). 2) Brot á Bechterew hrygg er "lífshættulegt" af tvennum ástæðum: A. Í fyrsta lagi er mikil hætta á tetraplegiu því "rörendarnir" eru beittir og hreyfast hlutfallslega of mikið við minnstu hreyfingu sjkl því þetta eru allt í einu einu liðamótin í allri hryggsúlunni. B: Í öðru lagi geta brot valdið svo mikilli epidural blæðingu að hematomið klemmir mænuna til lömunar. Það er því mikilvægt að uppgötva brot í Bechterew hrygg í tíma. Besta rannsóknin í dag er CT.

Page 7: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

7

Sýkingar: Vanalegast er Staph. aureus, en muna einnig eftir tbc. Getur birst í mismunandi kliniskum myndum: staðbundinn verkur vegna þess að hryggjarbolur er að brotna, tetraparesis-/plegia vegna samfalls á hryggjarbol eða disc með epidural abcess, með hita

(septiskur) eða án hita (aseptiskur). Gott er sjá sýkingarstað með ísótópaskanni, en best er að sjá útbreiðslu sýkingarinnar með segulómskoðun. Best er að ná í sýni til ræktunar með ástungu áður en i.v. sýklalyfjameðferð er hafin. Ef ekki hefur orðið samfall eða neurologisk einkenni við greiningu er oftast nægilegt að halda hálshryggnum kyrrum í stífum hálskraga á meðan lyfjameðferð fer fram. Ef samfall er orðið með miklum verkjum og/eða neurologiskum einkennum þarf að gera akút aðgerð og létta á taugavef. Þetta ber að hafa sterklega í huga hjá fólki með sögu og einkenni um alkoholismus, sérstaklega ef það er með 2-3 mánaða fyrri sögu um sýkingu í öndunar- eða þvagfærum. MR, CT og post-op capito-cervical fixation eftir C-2 osteomyelitis með samfalli

Æxli: Algengast er að um meinvörp sé að ræða frá Ca mammae, Myeloma, Ca thyroidea, Ca renis, Ca pulm og Ca intestini (osteolysis). Munið að þetta verður æ algengara. Við vægum staðbundnum verkjum er hægt að geisla (þá sem eru geislanæmir), gefa lyf: venjuleg verkjalyf, NSAID, morfin, prednislolon. Mjög slæmir verkir, sérstaklega rótarverkir eru merki um samfall á hryggjarbol með taugaklemmu og þá er bara aðgerð sem hjálpar. Í hálshryggnum er mjög óalgengt að fá mænuklemmu (tetraplegiu) í þessum tilvikum. Við aðgerð er hryggjarbolur með aðlægum liðþófum skafið burt og fyllt upp í opið með beini úr mjaðmarkambinum eða prótesucementi (methyl-methacrylat) og öllu læst saman með plötu og skrúfum. Patologiskt dens brot Cementering og Patologiskt C7 brot Cement og skrúfa plata

Page 8: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

8

Áverkar

Brot og liðhlaup: Í stuttu máli sagt er slysamunstrið og einnig meðhöndlun ólík eftir því hvort um sé að ræða efri hálshrygg eða neðri hálhrygg. Þetta er vanalegast við mótórhjólaslys, bílslys og högg ofan á höfuðið (t.d við fall af þaki eða vinnupalli eða á sundlaugabotn). -Efri hálshryggur: neurologisk einkenni sjást sjaldan (mænustofn og C1-2, þeir deyja). Atlas brot: stífur hálskragi. Veldur oft posttraumatiskum slitbreytingum með verkjum. Þá spengja frá höfði og niður á C2 – C3..

Axis brot: -Dens A: toppurinn afslitinn (eins og lateral malleolus endinn). Stífur hálkragi. - B: í gegnum miðjuna: Óhliðrað brot þarfnast halovesti. Hliðrað brot þarfnast aðgerð því annars er mikil hætta á pseudarthrósu - C: í gengum basis. Stífur hálkragi -Liðboga brot: (lysis eða Hangman´s). Óhliðrað þarf stífan hálskraga. Ef liðþófinn C2-3 hefur rifnað verður olisthesis (skrið) á C2 og þarf þá að gera fremri spengingu (fjarlægja diskinn og spengja milli C2-3). Ef verður gliðnun í lysunni er hægt að skrúfa hana saman aftan í frá (cannuleraðar skrúfur).

Page 9: 360ir Diplhjkr HJjr) HJjr.pdf · Cervicalgia kallast staðbundinn verkur í aftanverðum hálshryggnum; en brachialgia er útgeislandi verkur í handlegg og cervico-brachialgia er

Hálshryggjaraðgerðir DiplHjfr - Halldór Jónsson jr., Bæklunarskurðlækningadeild LSH

9

-Neðri hálshryggur: með eða án neurologiskra einkenna (rótareinkenni eða tetraparesis-/plegia). Traumatiskt brjósklos: algengast C4-5. Oftast tetraplegia. Akút op fram í frá og spenging.

Brot: algengast C6. Kurlbrot valda yfirleitt tetraplegiu. Aðgerð með að fjarlægja brotin og spengja milli ofan- og neðanliggjandi hryggjarbola.

Brotaliðhlaup: algengast C5-6. Aðgerð með opinni réttingu og festingu að aftan og spengingu að framan.