40
BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA JÚNÍ 2019 Proud members of the European and the International Firefighters Union Alliance Bruni í jarðgöngum 24 Ráðstefna um hættur í bílum 8 Íslandsmót slökkviliða 27

BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA JÚNÍ 2019

P r o u d m e m b e r s o f t h e E u r o p e a n a n d t h e I n t e r n a t i o n a l F i r e f i g h t e r s U n i o n A l l i a n c e

Bruni íjarðgöngum

24

Ráðstefna umhættur í bílum

8

Íslandsmótslökkviliða

27

Page 2: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Við klæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með stolti

Page 3: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Gæði - alla leið!ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG

ÁRNASYNIR

„Til að skapa afbragðs SS kjötvörur þá eru gæði hráefnisins og uppruni lykilatriði. Vönduð vinnubrögð góðra bænda ásamt réttri meðhöndlun tryggja að kjötvörur fráSS skila gæðum alla leið á diskinn þinn.“

Oddur ÁrnasonKJÖTMEISTARI ÍSLANDS 2018

Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir í Gerðum eru hluti þeirra 900 bænda sem eiga SS.

Page 4: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland4

Nr. 56 - 46. árgangur 1. tölublaðGefið út í júní 2019

ÁbyrgðarmaðurHermann Sigurðsson

RitnefndKristinn GuðbrandssonHulda GeirsdóttirViðar Arason

UmbrotMargrét Kröyer

PrentunSvansprent

ÚtgefandiLandssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamannaBrautarholti 30 ı 105 Reykjavíks: 5622962, [email protected] ı www.lsos.isOpnunartími: Mánud - fimmtud frá 9-12 og 13-15, Föstudaga 9-12.

Starfsfólk LSSHermann Sigurðsson, framkvæmdastjó[email protected]ðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjó[email protected]ús Smári Smárason, formað[email protected] Steinþór Darri Þorsteinsson, varaformaður [email protected]

Félagar í LSS eru um 1.300.Slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamennog neyðarverðir.

LSS þakkar öllum sem lagt hafa útgáfublaðsins lið.

Efni:Leiðari formanns ................................................................................... 6Slökkvilið Norðurþings .......................................................................... 7Ráðstefna um hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafaen jarðefnaeldsneyti ......................................................................................... 8Fagdeild sjúkraflutninga ........................................................................ 10Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna............................................ 13Fagdeild slökkviliðsmanna..................................................................... 13Að loknu málþingi .................................................................................. 14Bráðavarpið ........................................................................................... 18Á vakt fyrir Ísland 2019 .......................................................................... 19Eldvarnarátakið og Eldvarnargetraunin ................................................. 21Af kattasamsæri..................................................................................... 22Krabbamein meðal slökkviliðsmanna .................................................... 23Bruni í jarðgöngum ................................................................................ 24Íslandsmót slökkviliða ............................................................................ 27Orlofssjóður LSS ................................................................................... 31Svefn og vaktavinna .............................................................................. 32Styrktarsjóður ........................................................................................ 35Starfsmenntasjóður ............................................................................... 37

Forsíðumynd: Bruni í SeljaskólaLjósmyndari: Guðlaugur Ottesen Karlsson

Slökkviliðhöfuðborgarsvæðisins

Page 5: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Höfum gaman af 'essu

Vinahópur Olís er vildarklúbbur lykil- og korthafa Olís og ÓB.

Allir sem eru nú þegar með lykil eða kort frá Olís eða ÓB eru sjálfkrafa í Vinahópnum og þurfa því ekkert að gera, nema njóta aukinna fríðinda – og hafa gaman af þessu.

Aragrúi skemmtilegra og spennandi tilboða hjá fjölbreyttum samstarfsaðilum í hverjum mánuði.

Kynntu þér Vinahópinn á olis.is

Page 6: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

6 Á vakt fyrir Ísland

Hér ber að líta aðra útgáfu af „Á vakt fyrir Ísland”, málgagnið sem áður bar nafnið „Slökkviliðsmaðurinn” en það nafn þótti ekki lengur endurspegla fjölbreytileika fé-lagsmanna og því var ákveðið að nýtt nafn væri ekki bundið einum hópi félagsmanna.

Staða LSS er góð, mikil gróska hefur verið undanfarið og mörg verkefni í framkvæmd. Nú á vordögum 2019 eru kjarasamninga-viðræður í fullum gangi og tel ég að sá hópur sem vinnur að þeim málum sé búinn að leggja upp góða áætlun og sé með skýrt markmið að ná árangri til að bæta starfskjör og starfsaðstæður félagsmanna.

Frá því að ég tók við sem formaður hef ég reynt að halda þeirri vegferð áfram að Landsambandið tengist félagsmönnum sínum betur. Hringferð um landið sem farin var í haust var liður í því og erum við sem stóðum að henni mjög ánægð með hvernig til tókst.

Kjarakönnun sem send var út var ætlað að styðja við störf stjórnar sem og kjararáðs og fengum við verðmætar upplýsingar úr þeirri könnun. Fyrsta fréttabréfið sem fer út á netföng félagsmanna er þegar farið í loftið og vona ég að það muni nýtast vel í framtíðinni til að miðla upplýsingum.

Því verkefni að tengjast félagsmanninum betur er ekki lokið og verður í sífelldri mótun, en ég held að við séum að leggja góðan grundvöll til áframhaldandi þróunar á því sviði.

Landsambandið verður aldrei betra en félagsmennirnir sem í því eru, árangur og framþróun byggir á þátttöku einstaklinga eða hópa í starfseminni. Núverandi stjórn hefur fundið fyrir miklum áhuga félagsmanna og bæði hvetur það okkur til starfa og heldur okkur við efnið. Ekki hika við að hafa samband á netfangið [email protected] ef þú hefur áhuga á starfi LSS eða hefur eitthvað til málanna að leggja.

Að lokum vil ég þakka þeim sem leggja til efni í blaðið en um leið hvetja þá félags-menn sem telja sig hafa eitthvað fram að færa að skrifa greinar og senda inn í blaðið, þannig aukum við þekkingu og fræðslu og gerum blaðið áhugavert.

Leiðari formanns

Magnús Smári Smárason, formaður LSS

Page 7: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Slökkvilið NorðurþingsSveitarfélagið Norðurþing varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Á þessum tíma voru rekin þrjú slökkvilið á svæðinu undir stjórn þriggja slökkviliðsstjóra; á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Sá rekstur hélst óbreyttur til ársins 2014 en þá voru slökkviliðin formlega sameinuð sem slökkvilið Norðurþings undir einum slökkviliðsstjóra.Í dag rekur Slökkvilið Norðurþings þrjár slökkvistöðvar, átta bíla og mannauður liðsins telur um 60 manns. Launaðri bakvakt er sinnt á öllum starfsstöðvum liðsins allt árið um kring.Árið 2015 tók slökkviliðið að sér að stofna tíu manna vettvangsliðahóp fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Húsavík þegar hætt var með sjúkrabílinn á Kópaskeri.Slökkvilið keypti gamla sjúkrabílinn, breytti honum í vettvangsliðabíl fyrir hópinn og er hann útbúinn öllum þeim búnaði sem hópnum er heimilt að nota í störfum sínum. Hópurinn hefur starfað óslitið frá stofnun og sinnir að meðaltali um 17 F1 & F2 útköllum á ári á sínu svæði til aðstoðar við lækna og sjúkraflutningafólk frá Húsavík, Raufarhöfn og Þórshöfn.Rekstur slökkviliðsins hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og starfsemi þess aukist til mikilla muna. Ákvörðun var tekin um byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík árið 2015. Með þeirri ákvörðun varð til langstærsta einstaka áhættan í sveitarfélaginu en heildarflatarmál bygginga verksmiðjunnar er um 38.000 m2 auk gas geymslusvæða og 10.000 m2 hráefnalagers á úti-svæðum.Gengið var frá samningi á milli Norðurþings og PCC BakkiSilicon ehf. um að slökkvilið sveitarfélagsins yrði eflt og tæki að sér að sinna viðbragðs-þjónustu fyrir fyrirtækið og leysti það þar með undan þeirri kröfu að byggja

upp eigið slökkvilið á athafnasvæði sínu á Bakka. Föstum 100 % stöðugildum í slökkvi-liðinu var fjölgað í þrjú á dagtíma auk tveggja bakvaktarmanna um nætur og helgar. Að auki var hlutastarfandi hóp-urinn stækkaður. Mikið af búnaði liðsins var endurnýjaður og keyptur var nýr bíll í samstarfi við PCC BakkiSilicon ehf. Í bílnum er One Seven slökkvibúnaður, klippur og björgunarbúnaður. Á bílnum er öflug hitamyndavél og skjár fyrir hana í mannskapsrými. Bíllinn getur borið fimm manna áhöfn, þar af þrjá reykkafara.

Haustið 2018 hófst vinna við byggingu nýrrar 1.040 m2 slökkvi-stöðvar sem staðsett verður á nýrri fyllingu við Norðurgarð og áætluð verklok eru haustið 2019. Staðsetning stöðvarinnar var valin m.a. út frá þeim skuldbindingum sem sveitarfélagið tók að sér gagnvart viðbragðsþjónustu á Bakka þar sem jarðgöng sem tengja hafnarsvæði og iðnaðarlóðina eru hugsuð sem aðal aðkomuleið að svæðinu.

Árið 2017 var gerður samningur við Heilbrigðisstofnun Norðurlands til eins árs um mönnun slökkviliðsins á öðrum sjúkrabílnum sem gerður er út á Húsavík og gekk samstarfið afar vel og hefur sá samningur verið endurnýjaður til næstu þriggja ára.Samningurinn tryggir slökkviliðinu aðgang að þeim einstaklingum sem sinna vakt á hinum sjúkrabílnum sem hluta af útkallsbærum hópi liðsins þ.e. tveimur á dagtíma og tveimur á nætur- og helgarbakvakt og eru þeir einstaklingar í grunnnámi slökkviliðs-manna um þessar mundir og munu ljúka því námi haustið 2019.

Með þessu fyrirkomulagi uppfyllir sveitarfélagið nánast að fullu mönn-unarákvæði nýrrar reglugerðar nr. 747/ 2018 um starfsemi slökkviliða.Menntunarstig liðsins er gott og eru 18 einstaklingar þess með löggild- ingu sem slökkviliðsmenn og þó nokkrir sem eru að nálgast þann áfanga. Allir aðrir meðlimir liðsins hafa lokið grunnmenntun slökkviliðs-manns eða eru í námi.Slökkviliðið hefur einnig innan sinna raða níu sjúkraflutningamenntaða

einstaklinga og unnið er markvisst að stækkun þess hóps og nú eru þrír einstaklingar á vegum slökkviliðsins í slíku námi.Eldvarnareftirliti er sinnt í fullu starfi hjá liðinu og hefur verið gert frá 2014. Skoðanaskyldir staðir á starfssvæði liðsins eru rúmlega 300 talsins auk skoðana vegna útgáfu tækifæris- og rekstrarleyfa.Undanfarnar vikur hefur verið unnið að stofnun vettvangsliðahóps á Raufarhöfn fyrir HSN á Húsavík. Þar er verið að mennta tíu manna hóp til þessara starfa og sá hópur verður útskrifaður í maí á þessu ári og mun hann sinna viðbragðsþjón-ustu á svæðinu með sama hætti og gert er á Kópaskeri þegar samningur um rekstur sjúkrabílsins rennur út í lok apríl.Slökkvilið Norðurþings sinnti 110 útkallsverkefnum á árinu 2018.

Grímur Kárason

Á vakt fyrir Ísland 7

Page 8: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland8

Þann 9. apríl sl. héldu Brunavarnir Árnessýslu, í samstarfi við Mann-virkjastofnun, ráðstefnu um hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa en jarðefnaeldsneyti og var þar fyrst og fremst átt við rafmagn.Mikil fjölgun hefur orðið á farar-tækjum sem nota önnur efni en hefð- bundið jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísil. Þó svo að alltaf sé umtalsverð hætta fyrir björgunar-aðila að vinna við slysavettvanga þar sem farartæki knúin af hinum „hefðbundnu“ eldsneytisgjöfum eiga í hlut þá eru björgunaraðilar nú um þessar mundir að upplifa sig í alveg nýjum veruleika hvað þetta varðar. Þarna er ekki eingöngu um að ræða nýjar áskoranir í að klippa þessi tæki í sundur til þess að ná út slösuðu fólki, heldur einnig íkveikjuhættu vegna árekstra og eftir árekstra, íkveikjuhættu vegna rangra hleðsluaðferða og þá bæði íkveikju í farartækinu sjálfu eða hreinlega að nærliggjandi fasteignir eigi á hættu að brenna í kjölfarið. Einnig er um að ræða nýjar áskoranir um hvert rafhlöður rafmagnsbíla fara eftir að hafa þjónað hlutverki sínu.Reyndir aðilar í faginu og því tengdu héldu erindi á ráðstefnunni auk þess sem kveikt var í bifreið fyrir utan hótelið og gestum sýnt hvernig hægt er að slökkva venjulegan bílbruna á fljótan hátt með stóru eldvarnateppi sem breitt er yfir logandi bílinn og eldurinn þar með kæfður.Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Frank Åstveit, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen, en rafbílavæðing hefur verið umtalsverð í Noregi og ráðgera yfirvöld þar að flestir bílar þar í landi verði komnir yfir í aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum bílum sem ekki eru algengir út frá rafhlöðum þeirra, en þess má geta að þessi gerð bíla er nokkuð ný af nálinni og eft-ir á að koma í ljós hvort tilfellum fjölgi eftir því sem bílarnir eldast.

Í dag eru u.þ.b. 200.000 rafmagnsbílar í umferðinni í Noregi, en einungis hafa fimm brunar þar í landi verið tengdir við rafhlöður þeirra.Aðalheiður Jacobsen, framkvæmda-stjóri Netparta, fjallaði um endurvinnslu á rafhlöðum rafmagnsbíla þegar þeir koma skemmdir inn á gólf til þeirra. Í fyrirlestri hennar kom fram að ekkert skilagjald er á rafhlöðum bílanna en það kostar eigendur þeirra hinsvegar um 150.000 krónur að láta farga raf-hlöðunum. Hún velti upp þeim mögu-leika hvort þetta gæti orðið til þess að notaðar rafhlöður skiluðu sér ekki á eyðingarstaði heldur enduðu ýmist sem hleðslugeymar fyrir rafmagn við sumarhús eða yrði jafnvel fargað á þann hátt sem engin hefði hag af í náttúru landsins.Lárus Kristinn Guðmundsson, varð-stjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, fjallaði um rafmagnsvæðingu í fólks-flutningabílum hjá rútufyrirtækjum og strætó en nokkur aukning hefur verið á rafmagnsrútum á landinu. Ýmsar áskoranir verða þar fyrir björgunar-aðila ef klippa þarf slíkar bifreiðar þar

sem bróðurpartur skrokksins inni-heldur rafhlöður sem lífshættulegt getur verið fyrir björgunaraðila að klippa í.Einar Bergmann Sveinsson, deildarstjóri hjá eldvarnaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, fjallaði um bruna sem varð í tveimur rafmagnsbílum á höfuð-borgarsvæðinu vegna rangra hleðsluaðferða en atvikið náðist á mynd af öryggismyndavélum.Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets, fjallaði um hættur tengd-ar rafmagni almennt, háspennu og lágspennu og þá virðingu sem þarf að sýna þessum orkugjöfum. Hann sýndi í máli og myndum hversu lítið má út af bera til þess að stórslys geti hlotist af vinnu við og í kringum þennan orkugjafa

ef ekki er farið eftir vinnureglum og viðbragðsaðilar æfi ekki reglulega með staðkunnugum. Mikilvægt er að umgangast rafmagn af virðingu og eftir settum reglum.Í lokin ræddi Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orku Náttúrunnar, um öryggi almennt á vinnustöðum og hversu mikilvægt það er að beita áhrifaríkum aðferðum til þess að hjálpa fólki að tileinka sér öryggi á vinnustað sem og heima fyrir og að við eigum ekki að sætta okkur við þá hugsun að slys séu sjálfsagður hluti af tilverunni.Skömmu eftir hádegi kveiktu slökkvi-liðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í bifreið á bökkum Ölfusár og sýndu gestum ráðstefnunnar hversu fljótlegt það getur verið að slökkva í logandi bifreið með þar til gerðu eldvarnateppi fyrir bifreiðar. Slökkvistarfið gekk hratt og vel fyrir sig og má færa rök fyrir því að þessi aðferð valdi minni mengun fyrir umhverfið þar sem eldurinn logar skemur og minni reykur stígur því út í umhverfið auk þess sem nánast ekkert slökkvivatn er notað við aðferðina sem veldur því að lítil hætta er á mengun grunnvatns með slökkvi-vatni frá bílnum.

með aðra eldsneytisgjafaRáðstefna um hættur í bílum

en jarðefnaeldsneyti

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Bruna-varna Árnessýslu

Page 9: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 9

Reynsla slökkviliðsmanna í Noregi er að það þurfi allt að 20.000 lítra af vatni til að slökkva eld í rafmagnsbíl ef rafhlöðurnar eru að brenna. Auk þess er afar líklegt að eldurinn taki sig upp aftur næstu tvo sólarhringa.Ráðstefnan var mjög vel sótt og héldu frummælendur erindi fyrir fullum sal af fólki. Greinilegt var að mikill áhugi er á málinu í samfélaginu.Niðurstaða ráðstefnunnar er sú að miðað við þekkingu fólks á rafmagns-bílum stafar engin sérstök hætta af þeim við almenna notkun, sé rétt að öllu staðið. Eigendur bifreiðanna þurfa að huga að því að rétt sé staðið að hleðslu á þeim því ef það ekki gert er hætta á að rafmagnskaplar hitni og eldur getur kviknað. Afleiðingar af því geta verið umtalsverðar. Kviknað getur í viðkomandi bifreið, fleiri bifreiðum, fasteignum og svo ekki sé minnst á heimili fólks. Það fylgir því auðvitað heilmikil ábyrgð eigenda að ganga rétt frá hleðslumálum.Ekki er algengt að það kvikni í rafmagnsbílum við venjulega notkun. Einungis eru örfá dæmi um slíkt íEvrópu enn sem komið er. Slíkt getur

hinsvegar gerst verði rafhlöður bílanna fyrir miklum skemmdum, svo sem við umferðaslys. Kvikni eldur í rafhlöðu rafmagnsbíla brennur bíllinn við umtalsverðan hita sem erfitt getur verið að slökkva. Líklegt er talið að efnið verði að fá að brenna upp til agna þar sem illmögulegt er að slökkva eldinn og slökkvistörfin geta valdið meiri mengun út í umhverfið heldur en að bíllinn sé látinn brenna. Ef hinsvegar kviknar í rafmagnsbíl og ekki verður eldur laus í rafhlöðunum þá er eðli þess bruna rétt eins og eðli bruna í „hefðbundnum bílum“ sem slökkvilið hafa flest hver mikla reynslu af og góð tök á að slökkva.Það sem veldur einna helst áhyggjum björgunaraðila er þegar þau tilfellikoma upp að beita þurfi björgunar-klippum til þess að ná slösuðu fólki út úr flökum rafmagnsbíla. Lega rafhlaðna og rafmagnskapla er ekki stöðluð, hvorki milli framleiðenda eða árgerða bíla innan sömu tegundar. Það getur reynst hættulegt og jafnvel lífshættulegt fyrir björgunaraðila að klippa í rafhlöður eða kapla þar sem straumur getur hlaupið í þann

sem beitir klippunum. Þó eru komnir einangrandi hanskar á markað sem minnkar líkur á að slíkt geti gerst.Það vakti athygli ráðstefnugesta að ekki er neitt regluverk yfir förgun rafhlaðna rafmagnsbíla og ekki skuli vera skilagjald á þeim sem hvetur eigendur til þess að skila þeim inn við úreldingu og/eða förgun rafmagns-bíla. Það er augljóst að á þessu þarf að taka með tilliti til umhverfis-verndar, endurnýtingu verðmæta og hættu sem getur skapast ef gamlar og jafnver skemmdar rafhlöður eru notaðar til orkugeymslu við heimili eða sumarhús fólks.Mörgum spurningum var svarað á ráðstefnunni en eflaust kviknuðu enn fleiri spurningar hjá flestum eftir að heim var komið eins og oft gerist þegar kafað er í málefni.Ljóst er að aðrir orkugjafar en jarð-efnaeldsneyti eru komnir til að vera og verða líklega allsráðandi innan tíðar. Við þurfum því að vera meðvituð um breytingarnar og tileinka okkur rétt vinnubrögð og rétta aðkomu að því sem komið er nú þegar og koma skal.

- Yfirbygging er búin 5000 lítra vatnstanki- Dæla er af gerðinni Ziegler 10/3000/450- 3 stk. reykköfunarstólar í ökuhúsi- 2 stk. reykköfunartæki í festingum í yfirbyggingu- 60 m 3/4” slanga á loftdrifnu hjóli- 2900 l monitor á þaki yfirbyggingar.

- 2 stk. útdraganlegar hillur í fremsta skáp- slöngurekkar fyrir 200 m 2”og 200 m 3”- loftdrifið ljósamastur, 360 gr LED 4x80W- 14 stk. LED vinnuljós á yfirbyggingu - 6KW diselrafstöð- 10 m stigi í festingum á yfirbyggingu

Óskum Strandabyggð til hamingju með nýja slökkvibílinnfrá Óslandi ehf.

ÓSLAND ehf. Ólafsfirði s. 852 7171

Page 10: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

10 Á vakt fyrir Ísland

Fagdeild sjúkraflutningaFagdeild sjúkraflutningamanna er vettvangur okkar til samvinnu í mál-efnum sjúkraflutninga og bráðaþjón-ustu utan spítala. Henni er ætlað að stuðla að faglegri framþróun, meðal annars með því að efla fræðslu og kynningu um fagleg málefni. Fag-deildin er ráðgefandi til stjórnar LSS. Henni er ætlað að standa að bættu skipulagi sjúkraflutninga, hvort heldur er í lofti, á láði eða legi. Þetta kemur fram í reglum fagdeildarinnar. Verkefni á borði fagdeildar eru mörg, líkt og þau hafa verið undanfarin ár og málin af ýmsum toga. Nú í vor er stjórnin að ljúka sínu fyrsta starfsári og það hefur verið ærið og lærdóms-ríkt fyrir nýjan formann og stjórn að taka á þessum málum. Starfið er krefj-andi en það er góður andi í hópnum sem býr vel að breiðri reynslu og hefur meirihluti hópsins setið áður í stjórn fagdeildarinnar. Ný stjórn býr einnig vel að þeirri vinnu sem unnin var af fyrirrennurum sínum. Mikil framþróun hefur verið í málefn-um okkar á síðustu árum, þökk sé óeigingjörnu starfi þeirra sem hafa látið sig málefnin varða. Mikil vinna er þó fyrir höndum og margt sem við öll, veitendur bráðaþjónustu utan spítala, viljum bæta.

MenntunNýtt og uppfært nám Sjúkraflutninga-skólans er komið í gagnið og er efnið og fyrirkomulag farið að slípast til. Mikil aðsókn hefur verið í grunnnámið undanfarið. Flestir sækja streymisnámið þar sem bóklegi hlutinn er tekinn á internetinu og verklegar lotur síðan haldnar víða um landið. Framhaldsnámið, sem heitir í dag EMT-A, fer einnig að mestu fram í streymi. Námið skiptis í fjórar lotur en miðað er við að það taki nemendur u.þ.b. eitt ár að ljúka náminu en í lokin er verklegt færnimat. Hermiþjálfun er á uppleið og það er góð reynsla af slíkri þjálfun í löndun-um í kringum okkur. Hermiþjálfun hefur reynst mjög árangursrík við menntun heilbrigðisstarfsfólks og hún á sérstaklega vel við bráðaþjón-ustu. Það hefur aukist til muna að hermiþjálfun sé notuð við menntun sjúkraflutningamanna hér á landi

og þeim stöðum sem eiga til búnað og aðstöðu til hermiþjálfunar fjölgar. Hvað á að kenna með hermiþjálfun og hvernig á hermiþjálfunin að fara fram? Það er ærið verkefni fyrir okkur að þróa þessa kennsluaðferð hér heima. Við þurfum að vera dugleg að bera saman bækur okkar og læra hvert af öðru. Gaman væri að sjá vettvang til samskipta og sam-ræmingar og fagdeildin er boðin og búin að leggja sitt af mörkum. Einnig er lag að skoða samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir. Kennslusetur Landsspítalans hefur t.d. náð góðum árangri við uppbyggingu aðstöðu og aðferða og væri því kjörið að læra af félögum okkar þar.Bráðatæknum heldur áfram að fjölga með tilkomu nýrra námsleiða. Einnig fjölgar þeim bráðatæknum sem mennta sig til hærra náms-stigs og í dag eru þrír starfandi bráðatæknar með B.Sc. gráðu í faginu og fleiri eru í námi. Það er gott því það styrkir okkur sem stétt að hækka menntunarstigið. Þannig

tryggjum við okkur betur sæti við borðið þegar kemur að stefnumótun stjórnvalda um málaflokkinn. Hærra menntunarstig styrkir líka grunvöll þess að framkvæmdar séu rannsóknir í faginu af þeim sem því sinna og gaman væri að sjá þá vinnu aukast. Slík rannsóknarvinna er forsenda breytinga og þróunar í átt að betri þjónustu. Flestar tölur sækjum við erlendis frá en Ísland er á margan hátt sérstakt og þess vegna er þörf á rannsóknum hér heima til þess að tölfræði til grundvallarbreytinga eigi sem best við.Önnur viðbótarmenntun af ýmsum toga er einnig að verða sýnilegri. Ýmsar leiðir eru til sérhæfingar með námskeiðum bæði hér heima og erlendis. Tækifærin eru mörg, sýnum frumkvæði. Þetta byrjar hjá okkur.

Samstarf við yfirlækni utanspítalaþjónustuFagdeildin hefur átt gott samstarf við yfirlækni utanspítalaþjónustu og vill þakka það sérstaklega. Formaður

Birkir Árnason, formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS

Page 11: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 11

hefur fundað með yfirlækni reglulega en það er mikil samlegð milli verkefna á hans borði og verkefna fagdeild-arinnar. Eitt af verkefnum yfirlæknis er rafræn sjúkraskráning. Mörgum stekkur bros á vör þegar minnst er á rafrænar sjúkraflutningaskýrslur en þær hafa lengi verið ,,handan við hornið” eins og svo margt í okkar málaflokki. Í því máli er þó það að frétta að búið er að stofna starfshóp hjá Embætti landlæknis sem er ætlað að koma hugbúnaði fyrir rafrænar sjúkraflutn-ingaskýrslur í gagnið. Í hópnum sitja starfsmenn frá embættinu og yfirlæknir utanspítalaþjónustu en einnig hefur Ólafur Kristján Ragnars-son verið ráðinn í hálft starf. Ólafur er sjúkraflutningamaður og hefur unnið í hugbúnaðarmálum hjá SHS. Ólafur smíðaði meðal annars leiðsögukerfið og hnappaboðunina sem er í notkun þar og víðar. Að verkinu koma einnig rýnihópar sem hittast reglulega og fylgjast með framvindu mála. Mögu-leikarnir í skráningu og úrvinnslu gagna eru nær endalausir en stefnt er á að byrja smátt og bæta við í skrefum. Þetta er áfangasigur og því ber að fagna.Það var einnig mikill áfangasigur þegar gefnar voru út fyrir landið verk-lagsleiðbeiningar um meðferð vegna gruns um áverka á hrygg. Njáll Páls-son, Viðar Magnússon og fleiri eiga miklar þakkir skildar fyrir sína vinnu. Þetta opnaði farveg fyrir frekari upp-færslur og staðfesti umboð yfirlæknis til útgáfu nýrra ferla. Fagdeildin telur að nú eigi ráðast í verkefnið af fullum krafti og stofna eigi formlega starfshóp undir yfirlækni utanspítala-þjónustu til þess að framkvæma heildaruppfærslu á vinnuferlum sjúkraflutningamanna.Mörg önnur verkefni eru á borði yfirlæknis og fagdeildin vonast eftir áframhaldandi samstarfi. Sem dæmi má nefna endurskoðun reglugerða um sjúkraflutninga, námskrá sjúkra-flutningamanna, þjónustuviðmið og boðunarkort 112. Yfirlæknir utan-spítalaþjónustu hefur unnið mikið og gott starf en það er þó alveg ljóst að styrkja þarf embætti hans og skýra hlutverk. Mikilvægt er að yfirlæknir fái fjármagn til umráða og starfsfólk.

MBUSFagdeildin hefur fylgt á eftir ályktun LSS um stofnun MBUS, miðstöðvar

bráðaþjónustu utan spítala. Hugmynd-in um stofnun miðstöðvarinnar var rædd á fundi fagráðs sjúkraflutninga með heilbrigðisráðherra. Þá var þörfin fyrir utanumhald málaflokksins útskýrð ásamt þörfinni fyrir frekari gæðastjórnun og setningu þjónustu-viðmiða fyrir allt landið. Ráðherra tók undir að þarna þyrfti að gera bót á. Ráðherra hefur látið í ljós mikinn á huga á málaflokknum og lagði velferðarnefnd Alþingis nýverið fram þingsályktunartillögu þess efnis að ráðherra fengi formlegt umboð til heildar endurskipulagningar mála-flokksins. Þetta eru mjög ánægju-legar fréttir og fagdeildin vill koma á framfæri mikilvægi þess að þétt samstarf verði með fulltrúum stétt-arinnar við þessa vinnu og að einnig verði stuðst við það efni sem áður hefur verið lagt fram vegna framtíðar skipulags sjúkraflutninga. Fagdeildin hefur stofnað sérstakan starfshóp sem mun taka fyrir og skilgreina betur hugmyndina um MBUS og mögulegar útfærslur.

SjúkrabílarÞað er ekki nýtt að það vanti sjúkrabíla, það er staða sem við höfum kynnst áður en nú virðist svo komið að við séum að glíma við vandamál á nýjum skala. Eins og kunnugt er hefur ríkinu ekki tekist að fjármagna útboð nýrra sjúkrabíla og viðræður standa enn yfir við Rauða krossinn um uppgjör sjúkrabílasjóðs. Flotinn er illa á sig kominn og búnaðarmálin sitja einnig á hakanum en fjölnota búnaður í bílunum er víða kominn til ára sinna og kröfur aukast um upp-færslur með tilkomu nýrrar tækni. Landssambandið hefur lagt sitt af mörkum til þess að þrýsta á fram-gang í þessu ferli. Hvergi er um það deilt að staðan sé alvarleg en LSS hefur komið sjónarmiðum sínum á framfæri við almenning, við þing-menn, velferðarnefnd Alþingis og við ráðherra.Ríkið og Rauði krossinn hafa sam-mælst um að ræða ekki efnisatriði uppgjörsins út á við. Ráðherra hefur þó blásið okkur von í brjóst og segir málin þokast í rétta átt. Við þurfum í millitíðinni að gæta að þeirri auknu hættu sem við stöndum frammi fyrir og taka sérstakt tillit til ástands tækisins sem við ökum.

Að lokumÞetta eru einungis dæmi um það helsta sem fagdeildin vinnur að en meðal annarra verkefna má nefna málefni vettvangsliða og ráðstefn-una Á vakt fyrir Ísland 2019. Þá kom fagdeildin að mótun stefnu fyrir heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Í stefnuna vantaði mikið upp á sýnileika og vægi sjúkraflutninga og bráðaþjónustu utan spítala. Fag-deildin skilaði inn athugasemdum við stefnuna og ánægjulegt var að sjá að breytingar höfðu verið gerðar á stefnunni þegar hún barst LSS svo aftur til umsagnar ásamt þings-ályktunartillögu sem henni fylgdi.Fagdeildin er líka á internetinu. Hópurinn okkar á Facebook fer stækkandi og telur orðið yfir 500 manns. Sú umræða hefur komið upp hvernig stýra ætti aðgangi að síðunni því ekki eru eingöngu félagsmenn með aðgang að henni í dag. Þar eru ef til vill margir fyrr-verandi félagsmenn og svo aðrir sem hafa áhuga á málefnum fag-deildarinnar. Stjórn fagdeildarinnar vill fara þá leið að meina engum aðgang að síðunni. Þetta er því eitthvað sem er gott að hafa í huga þegar efni er sett inn á síðuna, þjóð veit þá 500 vita og er það góð áminning fyrir okkur um að hafa umræður málefnalegar og efni við hæfi. Það er einnig vilji stjórnar að koma inn á síðuna meiri fróðleik og menntun. Gaman er að segja frá því að framtaksmiklir sjúkraflutninga-menn hjá HSU hafa nú komið í loftið hlaðvarpi (e. podcast) um bráðaþjónustu og heitir það Bráða-varpið. Finna má tengil á hlaðvarpið á síðu fagdeildarinnar á Facebook. Fagdeildin vill koma á framfæri þökkum fyrir framtakið. Mörg önnur smærri verkefni rata á borð fagdeildar ásamt nefnda- og fagráðssetu stjórnarmanna. Stjórnin vill benda félagsmönnum á að hafa samband ef þess er óskað að sérstök mál séu tekin fyrir og bendir á netfangið [email protected]

Fyrir hönd fagdeildarinnar vil ég óska félagsmönnum öllum gleðilegs sumars og gæfu í starfi.

Page 12: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Brunahanar oglagnir frá Set

Snemma árs 2012 varð Set röra- verksmiðja fyrir miklu tjóni af völdum elds. Skjót viðbrögð slökkviliðsmanna urðu fyrirtækinu til happs, en það hefði geta farið mun verr ef eldurinn hefði læst sig í nærliggjandi byggingum.

Þetta kennir okkur að mikilvægt er að hafa brunavarnir í lagi. Með lögnum frá Set og brunahö-num frá AVK er hægt að tryggja gott aðgengi að vatni.

Set röraverksmiðja er umboðsaðili fyrir brunahana frá danska fyrirtækinu AVK

Fjögurra áratuga starfsemi fyrirtækisins hefur öðru fremur einkennst af mjög virku sam- keppnisumhverfi. Þær aðstæður hafa kallað á árvekni og skjót við-brögð þar sem áhersla hefur verið lögð á hátt tæknistig, framleiðni og gæðavitund. Mikil þekking og reynsla hefur skapast á sviði framleiðslutækni hjá fyrirtækinu. Á það einnig við um kunnáttu á sviði markaðsmála og þjónustu við lagnaiðnaðinn.Set ehf.

RöraverksmiðjaEyravegur 41800 Selfoss

Sími +354 480 2700Fax +354 482 2099

[email protected]

Page 13: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 13

Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna verða haldnir í ár og að þessu sinni verða þeir í Chengdu í Kína þar sem pandabjörninn mun verða aðal aðdráttaraflið. Þetta er að sjálfsögðu mikið ferðalag og hefur það talsverð áhrif á þann fjölda sem fer að þessu sinni en reikna má með um 15 keppendum frá Íslandi. Á undanförnum leikum sem haldnir hafa verið í Evrópu eða Norður-Ameríku, hafa þátttakendur frá Íslandi verið allt upp í 40. Nú þegar er byrjað að auglýsa leikana 2021 sem verða haldnir í Rotterdam í Hollandi og má gera ráð fyrir að stór hópur komi til með að ferðast þangað, enda nokkuð þægilegra ferðalag.

Þau eru ýmis málefnin sem Fagdeild slökkviliðsmanna er að vinna að þessa dagana. Er þar helst að nefna mennt-unarmál slökkviliðsmanna og unnið er að því að semja nýja fyrirlestra sem munu nýtast í fjarnámi slökkvi-liðsmanna og annarri fagkennslu. Er þetta gert í samstarfi Mannvirkja-stofnunar og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og kemur fagdeildin að þeirri vinnu. Þegar fyrirlestrarnir verða tilbúnir til notkunar hjá Brunamálaskólanum munu þeir verða aðgengilegir á vefsvæði Mannvirkjastofnunar.Fagdeildin er að kostnaðargreina verðmæti nýrra slökkviliðsmanna sem hefja störf hjá slökkviliði með tilliti til þjálfunar, menntunar og reynslu. Það liggur fyrir að töluverðar fjárhæðir liggja í menntun, búnaði, þrekprófunum og læknisskoðunum fyrir hvern einstakling í upphafi starfs og mun fagdeildin rýna í þær tölur með hagræðingu í huga og til fróðleiks fyrir þá sem starfa innan geirans.Fagdeildin er að leggja drög að nýrri útfærslu á þrekprófi sem endur-speglar betur það líkamlega álag sem slökkviliðsmenn gætu átt von á í sínu starfi. Stefnt er að því að prófið muni gilda fyrir bæði kyn og óháð aldri. Það mun því vera eitt og sama prófið fyrir alla slökkviliðs-menn í landinu.Þann 18. og 19. október nk. verður námstefnan “Á vakt fyrir Ísland” haldin á Reykjavík Natura og eru tveir meðlimir fagdeildar slökkviliðs-manna í undirbúningsnefnd fyrir þann viðburð. Nefndin hefur fundað reglulega sl. ár og stefnir allt í vandaða námstefnu fyrir viðbragðs-aðila í landinu.

Heimsleikarlögreglu- ogslökkviliðsmanna

Fjármálaskrifstofa

4

Fagdeildslökkviliðsmanna

Hulda Geirsdóttir, ritari fagdeildar

Page 14: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

14 Á vakt fyrir Ísland

Með endurmenntun og þjálfun um landið, út frá slíkri fræðslu- og þjálfunarmiðstöð?Mæting á málþingið var mjög góð, þrátt fyrir afar slæmt veður þennan dag, menn sem komust ekki fundu lausnir og sendu t.d. erindi sitt í gegnum netið. Mikil ánægja er með framtak LSS að halda málþing slysavarna- og björg-unaraðila með þessum hætti, umgjörðin sögð mjög góð, dagskrá einstaklega fróðleg og gagnleg. Í ljós kom t.d. að menn voru ekki með á hreinu hvað var til af búnaði og vissu ekki af fjölbreyttum námskeiðum hjá hver öðrum. Ætluðu menn og konur að vera í sambandi strax eftir málþingið og skiptast á vitneskju og búnaði.

Sérstaklega ber að þakka starfsmönnum þingsins sem tóku að sér fundarstjórn, ritun og umræðustjórnun. Höskuldur Einarsson fundarstjóri/ráðgjafi, Vilhjálmur Halldórsson fundarritun/umræðustjóri og Þorsteinn Þorkelsson fundarritun/umræðustjóri. Mjög dýmætt er fyrir LSS að hafa aðgang að svona sérfræðingum og

reynsluboltum við að leysa mikilvæg verkefni, hvort sem menn eru innan LSS eða ekki. Tekið skal fram að öll þeirra vinna var sjálfboðavinna. Auk þess ber að þakka starfsmönnum LSS, Hermanni Sigurðssyni og Guðrúnu Hilmarsdóttur, fyrir þeirra framlag.

Að loknu málþingislysavarna- og viðbragðsaðila Hótel Natura

29. nóvember 2018

Yfirskrift málþingsins var:Er skilvirt að viðbragðsaðilar séu með fræðslu- og þjálfunaraðstöðu á einum stað, getum við gert gott betra með því?

Page 15: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 15

Á þinginu var samþykkteftirfarandi ályktun:„Ályktun málþings viðbragðsaðila umsameiginlega fræðslu- og þjálfunaraðstöðuReykjavík, 29.11.2018

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stóð fyrir málþingi með öllum viðbragðsaðilum um sameiginlega fræðslu- og þjálfunaraðstöðu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði samkomuna með þátttöku sinni. Viðbragðsaðilar kynntu sín þjálfunar- og fræðslumál og töluðu allir um nauðsyn þess að koma á laggirnar sameigin-legri aðstöðu á þessu sviði. Í kjölfarið störfuðu umræðuhópar sem ræddu kosti þessarar samvinnu og hvernig væri hægt að fjármagna slíkt verkefni. Niðurstaða málþingsins var sú að stofnaður verði klasi viðbragðsaðila til að þróa verkefnið áfram, leita staðsetningar og fjármögnunar. Nýta skal þá góðu aðstöðu sem er til staðar hjá viðbragðsaðilum til að auka samvinnu og bæta þjálfun. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna mun óska eftir tilnefningum frá viðbragðsaðilum til að ákveða næstu skref.“

Slysavarna- og viðbragðsaðilar reka nokkra skóla í dag sem vinna frábært og gott starf. Þeir keppast við að sinna þörfum slysavarna- og viðbragsaðila, að auki sinna sumir skólarnir erlendum aðilum. Skólarnir hafa námið og þjálfunina eins fjölbreytta og hægt er hverju sinni, ýmist með fjarnámi, verklegum æfingum og/eða í samstarfi sín á milli eða við aðra aðila.Alltaf eru menn að reyna gera gott betra með samstarfi, kaupum á búnaði og fara erlendis til að fá þekkingu og reynslu.Margir kennarar, leiðbeinendur og nemendur hafa farið erlendis í gegnum tíðina, verið lengri eða skemmri tíma í stórum og litlum þjálfunarbúðum eða skólum. Þessir aðilar hafa komið heim fullir þekkingar og reynslu af fjölbreyttu námi og þjálfun fyrir slysa-varna- og viðbragsaðila.Árið 2019 er fræðslu- og þjálfunarmiðstöð með aðstöðu til margskonar verklegra æfinga á einum stað enn ekki til. Aðstaða þar sem slysavarna- og viðbragsaðilar allsstaðar að af landinu geta komið saman til að samnýta þjálfun, fræðslu og búnað til reglulegrar endurmenntunar og þjálfunar. Margt hefur verið reynt með góðum vilja og tilraunum, sem ekki hefur náð tilsettum árangri.Þegar klasi viðbragðsaðila til að þróa verkefnið áfram hefur verið stofnaður samkvæmt ofangreindri ályktun, til að leita að staðsetningar- og fjármögnunarleiðum, er

framhald í næstu opnu

Page 16: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland16

ég þess fullviss að slík fræðslu- og þjálfunaraðstaða á einum stað verði að veruleika, í þágu lands og þjóðar.

Eins og við vitum hafa mörg stórvirki verið unnin í slysavarna- og björgunarmálum þó í upphafi hafi mönn-um fundist hugmyndin galin eða ekki framkvæmanleg vegna kostnaðar, t.d. þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og Slysavarnaskóli sjómanna og margt annað sem of langt mál er að telja upp hér.

Einar Örn Jónsson Ráðstefnustjóri / slysavarna-

og björgunarmaður.

Page 17: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

Act

avis

71

20

06

Lóritín® Lóratadín 10 mgLóritín-töflur innihalda virka efnið lóratadín 10 mg. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Fæst í 10, 30 og 100 stk. pakkningum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Lóritín® – kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils

Andaðu léttar í sumar

Page 18: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland18

Á dögunum fór í loftið hlaðvarp (podcast) um málefni bráða-þjónustu á Íslandi, sem ber nafnið Bráðavarpið. Hugmyndin að Bráðavarpinu kviknaði hjá umsjónarmönnum þess á vor-mánuðum 2018 og hefur þróunnarvinna verið í gangi síðan. Í upphafi var stefnt á að hlaðvarpið snérist eingöngu um bráðaþjónustu utanspítala, en þegar verkefnið fór af stað kom mjög fljótlega í ljós að viðfangsefnin gætu nýst fleirum svo sem sjúkraflutningamönnum, læknum, hjúkrunarfræðingum og í raun öllum þeim sem sinna bráðaþjónustu á Ísland. Málefnin sem eru á borði Bráðavarpsins eru nánast óteljandi og á komandi vikum og mánuðum munum við meðal annars fjalla um forgangsakstur, bráðheilaslög (stroke), opíóðafaraldurinn og margt fleira. Markmið þátt-anna er að uppfæra, endurmennta, skemmta og viðhalda færni þeirra sem á hlýða. Í hverjum þætti eru tekin fyrir ákveðin málefni og þau rædd á spjallformi, en það er frábrugðið hefðbundnum útvarpsviðtölum. Í fyrsta þætti Bráðavarpsins töluðu þeir Hermann Marinó Maggýjarson, nýráðinn yfirmaður sjúkraflutninga hjá HSU og bráðatæknir, og Atli Már Markússon, neyðarflutninga-maður og svæfingahjúkrunarfræðingur, um vinnuferla sjúkraflutningamanna. Ýmiskonar hlaðvörp um bráðaþjón-ustu fyrirfinnast innan og utan spítala víðsvegar um heim, en er þetta það fyrsta hér á landi.

Ef þið hafið hugmyndir að umfjöllunarefni og eða viljið koma í spjall er upplagt að senda tölvupóst á [email protected]ðvarpið hefur fengið frábærar móttökur og er það mjög hvetjandi fyrir þá sem að því standa.Umsjónarmenn Bráðavarpsins eru þeir Sigurjón Bergsson neyðarflutningamaður og Björgvin Óli Ingvarsson neyðarflutningamaður.

Bráðavarpið

Sigurjón Bergsson.

Verið velkomin í verslun okkarOpið virka daga kl. 8:30–17:00Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

fastus.is

ÞVOTTAVÉL í vegg á milli hreins og óhreins rými. Þvottur fer inn að framan og út að aftan í hreinu rými.

ÞURRKSKÁPUR fyrir tvo til fjóra slökkvigalla.

ÞVOTTAVÉL fyrir bök, kúta og grímur.

NÝJUNG HJÁ FASTUSÞVOTTAVÉLAR FYRIR SLÖKKVISTÖÐVARHjá Fastus færðu Electrolux sérhannaðar þvottavélar, þurrkara og þurrkskápa til að hreinsa og þurrka galla og búnað slökkviliðsmanna. Hættuleg efni, olíur og reykur festast í göllum og búnaði og því er mikilvægt að hann sé þveginn á öruggan hátt.

Það má nálgast Bráðavarpið á öllum helstu streymisveitum. til dæmis: Spotify, iTunes og Soundcloud.Ef fólk notar þessar eða aðrar veitur koma allir þegar útgefnir þættir Bráðavarpsins upp

Page 19: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 19

Landssamband slökkviliðs- og sjúkra-flutningamanna heldur námstefnuna „Á vakt fyrir Ísland 2019“ dagana 18. og 19. október á þessu ári á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þetta er í annað sinn sem námstefna með þessari yfirskrift er haldin en sú fyrsta var árið 2017. Ætlunin er að nám- stefnan „Á vakt fyrir Ísland“ verði haldin á tveggja ára fresti. Stefnt er að því að fá hverju sinni innlenda og erlenda sérfræðinga með þekkingu á brýnum viðfangs-efnum sem tengjast aðallega störfum og öryggismálum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, neyðarvarða og þeirra sem að björgunarmálum og aðhlynningu sjúkra og slasaðra koma.

Markmið námstefnunnar er að efla þekkingu og færni félagsmanna í starfi, efla og hlúa að samstarfi björg-unaraðila sem og að efla samkennd

og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila.

„Á vakt fyrir Ísland“ er einnig kjörinn vettvangur fyrir innflytjendur, sölu- og

þjónustuaðila sem að björgunar- og öryggismálum koma til að kynna þar vörur sínar og þjónustu.

Viðbragðsaðilum er lífsnauðsynlegt að kynnast nýjungum sem auka þekkingu þeirra og hæfni. Þannig verða þeir betur í stakk búnir til þess að takast á við þau krefjandi verkefni sem fyrr eða síðar munu þarfnast úrlausnar. Mikill metnaður er til þess að vanda vel til verka þannig að sómi sé að. Undirbúningi námstefnunnar í ár miðar vel áfram og dagskráin er nánast fullmótuð. Umfjöllunarefni skortir hvorki né fyrirlesara. Ef allt gengur upp verða fyrirlesarar frá Svíþjóð, Englandi, Noregi og Íslandi.

Öll vinna vegna námstefnunnar er ólaunuð. Námstefnan er aðallega fjármögnuð með styrkjum og sölu auglýsinga í bækling námstefnunnar.

Á vakt fyrir Ísland 2019

Í fyrra voru haldnir í fyrsta skipti Skemmtileikar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Íslandi. Svo vel tókst til að ákveðið var að halda skemmtileikana ár-lega, á svipuðum tíma og útskrift Sjúkraflutningaskólans sem útskrifar hvert ár nýmenntaða sjúkraflutningamenn.

Leikarnir 2018 voru vel sóttir, um 150 manns allsstaðar að af landinu skráðu sig til leiks. Haldin var hljómsveit-arkeppnin „Battle of the bands“ þar sem þrjár hljóm-sveitir kepptu. Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar og mæta í ár sem ríkjandi rokkmeistarar. Baráttan í ár verður hörð þar sem von er á fleiri hljómsveitum. Einnig fór fram fótboltamót í Boganum fyrr um daginn og endað var á hljómsveitarkeppninni og annarri skemmtidagskrá um kvöldið í Sjallanum. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og verður gaman að fylgjast með þróun leikanna næstu árin.

Fyrirkomulag leikanna í ár verður með breyttu sniði því nú verður keppt í strandblaki, fjallahjólreiðum ásamt hljómsveitarkeppninni í Sjallanum laugardagskvöldið 1. júní. Kjarnaskógur verður miðdepill dagsins þar sem grillaðar verða pylsur og keppnir fara fram.

Stjórn Skemmtileikanna hlakkar til að sjá sem flesta í ár og mikill undirbúningur hefur verið í gangi til þess að gera leikana í ár sem eftirminnilegasta.

Sjáumst hress á Akureyri 1. júní 2019

Fyrir hönd nefndarinnar, Valur Freyr Halldórsson Hvanndal

[email protected]

Jón Pétursson, Doktor Bruni slf. Námstefnustjóri „Á vakt fyrir Ísland 2019“, fyrrum slökkviliðsmaður/neyðarflutningsmaður - Firefighter/EMT-I

Skemmti-leikar

2019

Page 20: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

nn

un

: A

ug

l‡s

ing

as

tofa

E.

Ba

ckm

an

Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er í þök.

Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í milliveggi eða grindur útveggja að innan úr tré eða stáli.

Steinullareinangrun í veggi og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi.

Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar, utan á þétt burðarvirki.

Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu á fyllingu.

Bruna- og hljóðeinangrun á loftstokka.

Steinullareinangrun með álímdri netstyrktri ál�lmu. Einangrun ætluð til notkunar utan á sívala loftræstistokka sem bruna-, hita- og hljóðeinangrun.

Steinullareinangrun sem ætluð er fyrir íslenska múrker�ð ÍMÚR. Til notkunar á steypta eða hlaðna veggi utanhúss eða að innanverðu.

Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.

Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök undir y�rlagsplötu þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.

ÞÉTTULL M/ VINDPAPPA

ÞAKULL

ÞÉTTULL PLÚS

ÞÉTTULL

VEGGPLATALOFTSTOKKAPLATA

SÖKKULPLATAÍMÚR

STOKKAEINANGRUN

YFIRLAGSPLATA

UNDIRLAGSPLATA

ÞÉTTULL

Innlend framlei›sla - betri einangrun

Page 21: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 21

Eldvarnaátakið og Eldvarnagetraunin

nn

un

: A

ug

l‡s

ing

as

tofa

E.

Ba

ckm

an

Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er í þök.

Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í milliveggi eða grindur útveggja að innan úr tré eða stáli.

Steinullareinangrun í veggi og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi.

Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar, utan á þétt burðarvirki.

Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu á fyllingu.

Bruna- og hljóðeinangrun á loftstokka.

Steinullareinangrun með álímdri netstyrktri ál�lmu. Einangrun ætluð til notkunar utan á sívala loftræstistokka sem bruna-, hita- og hljóðeinangrun.

Steinullareinangrun sem ætluð er fyrir íslenska múrker�ð ÍMÚR. Til notkunar á steypta eða hlaðna veggi utanhúss eða að innanverðu.

Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.

Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök undir y�rlagsplötu þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.

ÞÉTTULL M/ VINDPAPPA

ÞAKULL

ÞÉTTULL PLÚS

ÞÉTTULL

VEGGPLATALOFTSTOKKAPLATA

SÖKKULPLATAÍMÚR

STOKKAEINANGRUN

YFIRLAGSPLATA

UNDIRLAGSPLATA

ÞÉTTULL

Innlend framlei›sla - betri einangrun

Endurvinnsla | Klettagörðum 9 | 104 Reykjavík | Sími 550 1900 | [email protected]

Eldvarnaátak LSS fór fram um allt land í lok nóvember 2018. Slökkviliðsmenn heimsóttu alla nemendur í 3. bekk grunnskólanna og fræddu þá um eldvarnir heimilisins. Börnin fengu afhenta söguna af Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg, handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og fleira. Þeim var jafnframt gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni og voru vegleg verðlaun í boði. Reynslan sýnir að fræðslan sem börnin fá skilar sér vel í betri eldvörnum á heimilum þeirra.Í tilefni af Eldvarnaátakinu gerði Gallup könnun á eldvörn-um heimilanna fyrir LSS og Eldvarnabandalagið. Að sögn Garðars H. Guðjónssonar, verkefnastjóra Eldvarnaátaks-ins og Eldvarnabandalagsins, eru helstu niðurstöður könnunarinnar þær að fólk á aldrinum 25-34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimil-inu. Hvort sem litið er til fjölda reykskynjara eða slökkvi-búnaðar stendur þessi aldurshópur mun lakar að vígi en aðrir. Könnunin og eldri kannanir sem Gallup hefur gert reglulega á undanförnum árum sýna þó að heimilin efla almennt eldvarnir og eru þannig betur búin undir að bregðast við eldsvoða. Um helmingur heimila hefur nú þann eldvarnabúnað sem mælt er með, það er reyk- skynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi.

Að venju var dregið úr réttum lausnum í Eldvarna-getrauninni og voru verðlaun veitt víða um land á 112-deginum, 11. febrúar. Við athöfn í Björgunarmið-stöðinni Skógarhlíð hélt Katrín Jakobsdóttir forsætis-ráðherra ávarp og afhenti síðan verðlaun í Eldvarnaget-rauninni.

Verðlaunahafar eru:Bjarki Þór Smárason.................... SelfossBragi Freyr Eiríksson ................... AkureyriBrynjar Orri Hjörleifsson .............. ReykjavíkDagný Kristinsdóttir ..................... ÍsafjörðurDaniel Andri Bragason ................. Garðabær

Darri Freyr Gíslason .................... ReykjavíkDiljá Ásta Ásgeirsdóttir ................ HafnarfjörðurEdilon Máni Davíðsson ................ MosfellsbærElín Ósk Sigfúsdóttir .................... SeltjarnarnesiEmilía Sól Brynjarsdóttir .............. ReykjavíkGestur Ingi Maríasson ................. SelfossGrímur F. Björnsson..................... ReykjavíkGuðjón Elí Gústafsson................. VestmannaeyjarGuðjón Gauti Vignisson ............... AkranesGuðrún Hekla Arnarsdóttir ........... KópavogurHana Mesetovic ........................... FáskrúðsfjörðurHákon Bragi Sölvason ................. VopnafjörðurHilda Rún Hafsteinsdóttir ............. SandgerðiHrafn Hilmisson ........................... BorgarfjörðurHugrún Birta Sigurðardóttir .......... HellissandurJóhanna Bjarkadóttir Lind ............ AkureyriJúlía Heiðrós halldórsdóttir .......... KópavogurKristófer Örn Þórðarson............... ReykjavíkLára Sigurðardóttir ....................... SauðárkrókurLóa Björk Gissurardóttir ............... ReykjavíkPatrekur Örn Ingvason ................ DalvíkRagnheiður Ósk Kjartansdóttir .... ReykjavíkRakel Alva Friðbjörnsdóttir........... HvammstangiStefán Birgir Bjarnason................ HöfnStyrmir Haukur Sigurðsson.......... HafnarfjörðurTumi Benediktsson ...................... EgilsstaðirÖgmundur Ásgeir Bjarkason ....... Garður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Jón Viðar slökkviliðsstjóri og Steinþór Darri varaformaður LSS með vinningshöfum á höfuðborgarsvæðinu.

Page 22: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

22 Á vakt fyrir Ísland

„Ég er sannfærð um að það sé einhver búinn að skipta út kettinum mínum. Hann lítur alveg eins út og er með ólina hans Brands – en þetta er ekki hann. Það hefur einhver skipt honum út fyrir annan kött“.Svona hljómaði byrjunin á símtali sem barst til Neyðarlínunnar í síðustu viku. Konan sem hringdi inn lýsti í öngum sínum viðamiklu samsæri sem hún taldi að væri í gangi í hverfinu sínu. Eftir skilningsríkt spjall var henni bent á að kíkja með Brand til dýralæknis til þess að láta athuga örmerkinguna hans. Konan í Vesturbænum var aðeins rórri eftir símtalið og sátt þrátt fyrir að neyðarvörðurinn þyrfti að enda símtalið snögglega enda blikkuðu nú ljós um alla Varðstofuna sem gáfu til kynna að símtal væri á bið. Næsta símtal er eins og löðrungur og brosið sem hafði myndast út af spjallinu um Brand er horfið. Ungt par hringir inn með lífvana ungabarn. Í gegnum geðshræringaröskur boðar neyðarvörðurinn sjúkrabíl á F1, gefur leiðbeiningar um endurlífgun og reynir að sannfæra foreldrana um að hjálpin sé á leiðinni á mesta forgangi - sem þau trúa ekki vegna þess að tveimur mínútum inn í símtalið finnst þeim eins og hálftími sé liðinn. Svona símtöl eru kaótísk og skelfileg og þá má ekkert út af bregða til þess að allt gangi upp og gangi hratt fyrir sig. Símtalið endar síðan þegar sjúkraflutningamenn mæta á staðinn og taka við. Línan er aftur laus, neyðar-vörðurinn gefur frá sér eitt „úff“ og lætur sig síga niður í sætið. Það byrjar aftur að blikka og það er ekki laust

við að smá kvíðahnútur hafi hreiðrað um sig áður en svarað er „112“. Neyðarlínan er eining sem fólk almennt hugsar ekki mikið út í fyrr en sá dagur rennur upp að það þarf að stimpla 112 á símann sinn og óska eftir aðstoð. Beiðnirnar sem okkur berast eru jafn misjafnar og þær eru margar og innhringjendurnir eru að sama skapi ólíkir, úr öllum stéttum og stöðum. Á síðasta ári komu yfir 260.000 símtöl inn til okkar og það þarf engan sérfræðing í tölfræði til þess að sjá að varðstofa Neyðarlínu, sem er mönnuð með 2-4 neyðarvörðum á hverjum tíma, er yfirleitt undir miklu álagi. Hjá okkur gerast hlutirnir hratt og öll tilfelli sem koma sem boðun til viðbragðsaðila byrja hjá okkur. Við þurfum að reiða okkur á upplýsingar frá fólki sem hringir af vettvangi og það getur verið mikil kúnst að ná hald-bærum upplýsingum um vettvang og tilfelli frá fólki sem er í mjög miklu áfalli,

talar hvorki ensku né íslensku, er undir miklu áhrifum vímuefna eða er mjög ósamvinnuþýtt. En þrátt fyrir álagið, erfiðu málin og kattasamsæri í Vesturbænum þá er þetta virkilega gefandi og spennandi starf. Á Neyðarlínu vinnur fjölbreyttur hópur fagfólks sem reynir í sífellu að bæta eigin vinnuferla og samskipti við viðbragðsaðila en eftir erfiðar vaktir þar sem málin eru óvenjumörg og erfið sárnar okkur að heyra talað um okkur sem „skiptiborðið“. Það er engum innan þessa geira til hagsbóta að tala niður hina hlekkina í keðjunni og aðeins með bættum samskipum, samvinnu og gagnkvæmri virðingu verðum við öll betri, faglegri og sem ein heild.Við á Neyðarlínunni lumum á gnótt frásagna á borð við söguna um Brand og hingað eru allir viðbragðsaðilar velkomnir þó ekki nema til þess að fá að sjá andlitin bak við raddirnar í fjarskiptum eða til þess að gæða sér á besta kaffinu í Skógarhlíð 14.

Af kattasamsæri

Kamilla Guðmundsdóttir

Page 23: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 23

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni krabbameins meðal slökkvi-liðsmanna og benda þær allar tilþess að tengsl sé á milli starfs slökkviliðsmanna og aukinnar tíðni krabbameins.* Þó svo að flestar rannsóknir séu gerðar erlendis þá má vel heimfæra þær á íslenska slökkviliðsmenn enda vinna þeir við sömu aðstæður og slökkviliðsmenn erlendis. Le Masters-2007 og Nor-dic study-2010 eru þær rannsóknir sem við horfum hvað mest til, en þær sýna fram á aukna tíðni krabba-meins meðal slökkviliðsmanna. Einnig hafa Joha Laitinin, læknir finnska vinnu-eftirlitsins, og Dr. Jeffrey Burgess, við University of Arizona, gert rannsóknir sem sýna inntöku slökkviliðsmanna á krabbameinsvaldandi efnum við reyk-köfun, efnum sem eru skilgreind í 1. flokki hjá IARC.Það er ánægjulegt að sjá hversu mikil vakning hefur orðið meðal slökkvi-liðsmanna um þessa hættu sem bíður slökkviliðsmanna. Þeir sem hafa

lokið atvinnuslökkviliðsmannsnámi Brunamálaskólans hafa fengið fræðslu og leiðbeiningar um hvernig best sé að haga vinnu eftir reykköfun og hefur sú fræðsla skilað sér. Einnig hafa einstaka slökkvilið óskað eftir fræðslu fyrir sína slökkviliðsmenn og sem dæmi þá var á vordögum haldinn fyrirlestur fyrir starfs-menn Slökkviliðs Akraness en þeir voru að taka inn nýja starfsmenn.Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur náðst gríðarlegur árangur í forvörnum bæði hvað varðar fræðslu og vinnuferla en einnig varðandi að-

búnað og leiðir til þess að minnka alla upptöku slökkviliðsmanna á eiturefnum. Einn af stóru þáttun-um er uppsetning á nýju æfinga-svæði þar sem notast verður við gas í stað þess að kveikja upp eld en þetta nýja æfingasvæði kemur til með að verða bylting í æfingaaðstöðu hér á landi og er hún sambærileg við það sem ná-grannar okkar í Evrópu hafa verið að setja upp. Einnig verður Cobra slökkvikerfi í öllum nýjum slökkvi-

bílum hjá Slökkviliði höfuðborgar-svæðisins en það er kerfi sem kemur í einhverjum tilvikum til með að minnka þátt reykköfunar við slökkvistörf.Dagana 7. og 8. nóvember nk. verður haldin fimmta alþjóðlega ráðstefnan um krabbamein meðal slökkviliðs-manna og mun ráðstefna fara fram í Dusseldorf í Þýskalandi. Systursamtök okkar í Þýskalandi halda ráðstefnuna en uppsetning hennar verður svipuð og ráðstefnan sem haldin var á Íslandi á síðasta ári.

*(Guidotti -2002, Le Masters-2007, Nordic study-2010, Korean study-2012, NIOSH-2014, Australian study-2014)

Krabbamein meðal slökkviliðsmanna

TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998

Kynntu þér byggingaraðilann

Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. Þú vandar þig – enda er ákvörðunin um aðÞú vandar þig – enda er ákvörðunin um að kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í lírnu.

Gæðakerr

Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginlegúttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi.

Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa og mun áfram starfa um ókomna tíð.

www.tgverk.is

Selfoss

Bryggjuhverr

Bjarni Ingimarsson og Borgar Valgeirsson

Page 24: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland24

Á Íslandi fjölgar jarðgöngum stöðugt og krafa nútímans er að fá sem greiðastar og öruggastar samgöngur á milli staða. Vegfarendum fjölgar árlega og hlutfall fólksflutninga- og vöruflutningabíla eykst. Þá fjölgar erlendum, reynslulitlum ökumönnum sem veldur hættum í umferðinni. Gott er að hafa í huga að jarðgöng eru einn öruggasti hluti vegakerfisins.

Hönnun og búnaðurTækni við jarðgangagerð þróast stöðugt og þekking á aðstæðum og jarðfræði eykst með ári hverju. Öryggismál skipa sífellt stærri sess og þar hefur Vegagerðin gert mikið átak. Í nýjum Norðfjarðar- og Vaðla-heiðargöngum er betri og vandaðri lýsing og ljósastýring en áður hefur sést. Birtustigið aðlagar augað betur umhverfinu og kantsteinalýsing gerir mikið fyrir upplifun í akstri. Svo virðist

sem kantsteinalýsingin sporni gegn hraðakstri að einhverju leyti og jafni umferðarhraðann. Miðlína á milli gagnstæðra akstursstefna er fræst þannig að bílstjórar verða strax varir við ef bíll leitar yfir á rangan vegar-helming. Í hvorum göngum eru fjögur neyðarrými með um 1.500 metra milli-bili. Þar geta vegfarendur komist í skjól undan sóti, reyk og hita ef eldur kemur upp og leiðin út er ekki greið. Hvor göng eru 7,5 - 8 km að lengd með langhalla á akbraut en það gerir flóttaleið mjög erfiða. Í hverju neyðar-rými geta yfir 100 manns hafst við í a.m.k. 3 klst og færra fólk lengur.

Bæði tal- og myndsamband er við þessi rými og vaktstöð Vegagerðar-innar fær boð þegar farið er inn í rýmið. Merkingar flóttaleiða eru þannig að þær sjást þó 0-línan (reyklagið) sé farin að lækka og valda slæmu skyggni.

Þar hjálpar lýsingin í kantsteinum við akbraut til. Sendar fyrir farsíma, TETRA og útvarp eru með 1,5 km millibili og samband frá þeim er öruggt þó bilun verði í einhverjum sendi. Raf- og fjarskiptalagnir eru lagðar þannig að truflun vegna bilunar er lágmörkuð og staðbundin. Fæðing að bilunarstað helst báðum megin frá þannig að einungis lítill hluta gang-anna dettur út. Frá haustinu 2018 er vaktstöð Vegagerðarinnar starfrækt allt árið um kring en þar er m.a. fylgst með jarðgöngum Vegagerðarinnar. Þar með er kominn grundvöllur fyrir víðtækara eftirlitsmyndavélakerfi

sem myndi auka öryggi til muna. Það er lykilatriði því allar upplýsingar um ástand í göngum áður en - og þegar - eldur kemur upp eru mjög mikilvægar, tryggja rétt viðbrögð og draga úr áhættu viðbragðsaðila.

Innganga í jarðgöng þar sem eldur er laus er alltaf varhugaverð og hættu-leg og krefst þekkingar og þjálfunar. Inn í brennandi jarðgöng á ekki að fara nema með réttan útbúnað og örugga flóttaleið.

ÖryggiSamstarf hefur verið á milli jarð-gangadeildar Vegagerðarinnar og slökkviliða í landinu. Farið hefur verið yfir öryggismál og brunavarnir, æskilegan búnað slökkviliða, við-bragðsáætlanir endurskoðaðar og fleira mætti telja. Farið var í skoð- unarferð til Noregs í mars 2017 og rætt

Nafn Opnuð Lengd Ársumferð ganga ár m bílar/dagMúlagöng 1990 3400 Göng undir Breiðad. og Botnsh. 1996 9119 668Hvalfjarðargöng 1998 5770 6959Fáskrúðsfjarðargöng 2005 5850 730Almannaskarðsgöng 2005 1308 627Héðinsfjarðargöng 2010 3650 718Bolungarvíkurgöng 2010 5400 946Norðfjarðargöng 2017 7908 “655”Vaðlaheiðargöng 2018 7500 “2000”

Lengd jarðganga og umferð. Gróf áætlun fyrir Vaðlaheiði og byggt á umferð frá opnun í Norðfirði.

Bruni í jarðgöngum

Page 25: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 25

við fulltrúa frá norsku Vegagerðinni sem og stjórnendur slökkviliða sem sinna eldum í jarðgöngum. Ferðin var mjög gagnleg og hefur haft áhrif á öryggismál jarðganga á Íslandi. Jarðgöng eru öruggasti hluti vegakerfisins því þar gætir ekki veðuráhrifa, umferðarhraði er lægri, hraðaeftirlit gott auk þess að ólíklegt er að sauðfé eða önnur dýr trufli umferð þar inni. Þó geta skapast þar hættulegar aðstæður, en líkurnar á því eru litlar. Umferð í jarðgöngum hérlendis er enn lítil og nánast alveg undir viðmiðum reglugerða sem kalla á auknar brunavarnir og öryggiskröfur. Reynsla erlendis sýnir þó reyndar að slys og brunar í jarðgöngum verða síður á háannatímum þegar mikil umferð er, frekar þegar hún er minni og utan dagtímans. Fyrir því eru ýmsar ástæður en vissulega eru afleiðingar bruna í jarðgöngum mun alvarlegri þegar umferð er þétt. Þá getur orðið erfiðara að komast út og meiri hætta á að eldur breiðist hratt út á milli ökutækja.

BruniBruni í jarðgöngum er með erfiðari verkefnum sem slökkvilið þurfa að fást við. Aðgengi er slæmt, hiti, reykur og sót safnast fljótt fyrir og valda slökkviliðsmönnum sem og vegfarendum hættu. Yfirsýn verður erfið og þar skipta fjarskipti og öguð vinnubrögð öllu máli. Fjarlægð að gangnamunna getur verið mikil og t.d. hafa hefðbundin reykköfunar-tæki ekki nægar loftbirgðir fyrir slíkar vegalengdir. Allar stýringar á öryggisbúnaði jarðganga, m.a. blásurum auk skynjara sem mæla trekkstefnu, trekkhraða, hitastig og

mengun eru mjög mikilvæg atriði og nauðsynleg hjálpartæki fyrir stjórnendur á brunastað. Gott eftir-litsmyndavélakerfi er það einnig og mjög brýnt að koma slíkum búnaði upp sem allra fyrst. Það auðveldar yfirsýn og eykur öryggi vegfarenda.Þegar brunaboð berast frá jarð-göngum er mjög mikilvægt að brugðist sé hratt við. Lífbjörgun er ávallt í forgangi sem og að koma fólki greiðlega út úr göngum. Kom-ast þarf sem fyrst að brunastað, með trekkstefnu í bakið og slökkva eld. Þar skipta fyrstu mínúturnar í brunaferlinu öllu máli. Hlutverk slökkviliðs við þann enda sem trekkur stendur út um, er að fara að reyktungu, fylgjast með þróun mála og tryggja að vegfarendur þeim megin við brunastað hafi komist út eða að hjálpa þeim út. Fjarskipta-samband á milli gangahluta þarf að vera tryggt þannig að vinnubrögð séu samræmd. Góð yfirsýn er nauðsynleg, stýra þarf blásurum og tryggja að björgunarlið komist að neyðarrýmum til að koma fólki út

um leið og það er hægt. Mynd- og talsamband er frá hverju neyðar-rými þannig að fljótt liggja fyrir upplýsingar um hvort og hve margir eru þar inni. Með því er hægt að skipuleggja björgunarstarf og gæta að öryggi björgunarliðs. Athuga þarf að stutt getur verið í næsta neyðar-rými til björgunar þó fara þurfi fram hjá eldstað en þá þarf að vera búið að slökkva eld til að stöðva reyk-, sót- og hitamyndun. Öll efni sem koma frá brennandi farartækjum eru eitruð og hættuleg og geta valdið miklum líkamlegum skaða til lengri tíma þó viðkomandi sleppi lifandi út.

Hættur, búnaður og aðstæðurMiklu skiptir að slökkvilið æfi reglu-lega viðbrögð við bruna og slysum í jarðgöngum. Ef um tvö slökkvilið er að ræða við sinn hvorn gangaenda þarf að samræma vinnubrögð og búnað. Nægur búnaður þarf að vera til staðar við báða enda og vatns-magn er eitt af því sem skiptir máli. Brunahanar eru ekki í jarðgöngum og því er treyst á að slökkvilið hafi tiltækt það vatnsmagn sem til þarf. Slökkvi-froða og slökkvitækni sem henni fylgir er mikilvæg, þannig má auka slökkvimátt slökkvibíla og nýta vatn betur. Slökkvibílar þurfa því að hafa mikið magn af vatni og froðuvökva og/eða hafa með sér stærri tankbíla til að slökkvistarf geti haldist stöðugt þar til eldur er slökktur. Froðutegundir eru margar og mikilvægt að velja froðu sem hefur sem besta virkni við aðstæður í jarðgöngum. Fjarstýrðar slökkvibyssur rétt staðsettar á bíl sem og hitamyndavélar eru nauðsyn-leg tæki til að auðvelda slökkvistarf í jarðgöngum. Flóttaleið björgunaraðila þarf að tryggja og fylgjast vel með

ástandi í göngum báðum megin við eldstað. Björgunaraðilar geta auðveldlega lokast inni á milli reyk-tappa. Hafa þarf í huga að hiti veldur skemmdum á burðarvirki jarðganga og hrun getur orðið í steypulaginu sem bergið er húðað með. Hitinn getur valdið gufusprengingum á bak við steypuhuluna með tilheyrandi hættu. Eldur getur komist á bak við steypuhulu á klæðingu og borist eftir göngunum á milli klæðingar og bergs, en vatnsklæðingin sjálf getur brunnið (PEH) án þess að það sjáist strax, með tilheyrandi hættu. Verði skemmdir á burðarvirki jarðganga við bruna getur

framhald í næstu opnu

Page 26: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

26 Á vakt fyrir Ísland

það þýtt langan viðgerðartíma sem getur mælst í vikum og mánuðum. Það hefur í för með sér verulega truflun á samgöngum því flestir staðir með jarðgöng sem samgöngu-æð geta verið illa staddir ef loka þarf jarðgöngum í erfiðu árferði og slæmum veðuraðstæðum.

Slökkvistarf og þjálfunAð lokum þarf að leggja áherslu á að slökkvilið, sem hafa jarðgöng á sínu starfssvæði, þjálfi sína slökkvi-liðsmenn sérstaklega fyrir bruna í jarðgöngum og æfi reglulega verklag og viðbragð. Vinna við reykköfun, björgun úr bílflökum, slöngulagnir og alla aðra þætti slökkvistarfs er flókin og athafnasvæði slökkviliðsmanna í göngum er þröngt og erfitt. Skyggni getur orðið mjög lítið og engin leið að sjá búnað eða legu hans. Þá þarf að treysta á öguð og áreiðan-leg vinnubrögð. En þó hér sé verið að benda á hættur við slökkvistarf í jarðgöngum, þarf að hafa í huga að þessi hluti samgöngukerfisins ætti að vera sá öruggasti eins og áður

var lýst. Ef vegfarendur fylgja samviskusamlega reglum og umferðalögum, viðhald ökutækja er í lagi og tillitssemi er höfð að leiðarljósi, þá getum við lágmarkað þessa hættu og nánast útrýmt henni.

Norðfjarðargöng: Símaklefi með rauðri hurð, gráar hurðir að tæknirými og spennustöð. Inngangur í neyðarrými með grænni hurð, ljósrönd í kringum hurðina sést illa á mynd.

Guðmundur Helgi Sigfússon Byggingatæknifræðingur

Slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Nánari upplýsingar: eigideftirlit.is

Eigin eldvarnaeftirliti skal sinnt af fyrirtækjum

og stofnunum og skal vera skjalfest. EFLA býður

uppá vefkerfi sem heldur utan um eigið eftirlit

viðskiptavina.

Vefkerfið er einfalt í notkun og einnig snjalltækjavænt.

Til eru stöðluð eftirlit fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki

sem hægt er að aðlaga að þörfum. Vefkerfið veitir góða

yfirsýn og heldur utan um alla þætti eftirlitsins til að

mynda gögn, ábyrgðir, eftirfylgni og skýrslur.

Brunahönnun og eigið eldvarnareftirlit

Öflug ráðgjafarstarfsemi

EFLA VERKFRÆÐISTOFA+354 412 6000 [email protected] www.efla.is

Page 27: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 27

Íslandsmót slökkviliðaÁrleg hefð slökkviliða landsins að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum féll niður í nokkur ár. Með nýjum mannskap kemur nýr eldmóður í hópinn og þegar hugmyndin var borin upp í fyrravor fékk hún strax mikinn meðbyr.

Íslandsmót slökkviliða var haldið í Varmá, Mosfellsbæ, laugardaginn 15. september 2018. Keppt var í þremur greinum; fótbolta, kraftlyftingum og einnig var sérstök slökkviliðskeppni um titlana „Hraustasti slökkviliðsmaður- og kona Íslands“. Að auki var hið árlega golfmót lands-sambandsins sett undir sama hatt og fór fram sama dag.

Í fótboltamótinu var keppt í fimm manna liðum í útsláttar-keppni. Fimm lið tóku þátt og var spilað á gervigrasvelli innanhúss í 2x8 mínútna leikjum.

Kraftlyftingarnar fóru fram í lyftingaraðstöðu Eldingar í Varmá og var keppt í réttstöðulyftu og bekkpressu. Stig voru reiknuð skv. Wilks stigum eins og tíðkast á kraft-lyftingamótum, en þar er líkamsþyngd keppenda tekin með í reikninginn. Sérlegur aðstoðarmaður og dómari í lyftingunum var Hjalti Úrsus Árnason.

Slökkviliðskeppnin var hönnuð að fyrirmynd sambæri-legra erlendra keppnisviðburða. Keppnisgreinarnar voru allar í anda þeirrar vinnu sem slökkviliðsmenn þurfa að sinna og að mestu leyti með búnaði sem er í öllum slökkvibifreiðum landsins. Keppendur voru klæddir í fullan búnað og með stálkúta á bakinu (þó ekki með SÖB) og keppnisgreinarnar voru:

1. Taka tvær 20m 2 ½” slöngur, leggja þær út í eina lengju, kúplingar tengdar saman.2. Rúlla upp sömu slöngum einfalt og hlaupa með þær til baka að upphafsreit.3. 70kg dúkka er dregin 40m kk / 30m kvk.4. Tveir 25 kg froðubrúsar eru bornir 80m kk / 60m kvk í bændagöngu.5. Sleggjubraut. 15 kg stálkubb slegið 1,5m eftir trébakka (sjá mynd).6. 40m / 30m vatnshlaðin 1 ¾” árásarlögn með stút dregin að merktum stað.7. Stúturinn á fullhlöðnu slöngunni er þá dreginn til baka um 40m / 30m og sprautað er í skotmark við endamarkið.

Alls voru 16 keppendur í slökkviliðskeppninni, 8 karlar, 6 konur og 2 makar slökkviliðsmanna. Allar líkur eru á að sambærileg braut verði sett upp fyrir næsta Íslandsmót þótt smávægilegar breytingar verði eflaust gerðar.

framhald í næstu opnu

Page 28: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

28 Á vakt fyrir Ísland

Page 29: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 29

Sigurvegarar Íslandsmóts slökkviliða 2018 voru:Hraustasti slökkviliðsmaðurinn: Jakob Daníel Magnússon, SHSHraustasta slökkviliðskonan: Hallveig Guðmundsdóttir, SHSRéttstöðulyfta kvenna: Dynja Guðlaugsdóttir, SHSRéttstöðulyfta karla: Ólafur Torfason, SHSBekkpressa kvenna: Dynja Guðlaugsdóttir, SHSBekkpressa karla: Óttar Karlsson, SHS

Næsta Íslandsmót slökkviliða fer fram næsta haust og verður aftur í höndum SHS manna. Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu lsos.is þegar nær dregur.

Ómar Ágústsson og Ágúst Guðmundsson

FOSSBERGI Ð N A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R IDugguvogi 6 . www.fossberg.is . Sími 5757 600

Allt að 20 klst. lýsing á einni hleðslu

Vatnsheldir kastarar með

útskiptanlegri rafhlöðu

Page 30: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is

Flóðljósá viðgerðarbíla, slökkvibíla og björgunarbíla

Page 31: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 31

Orlofssjóður LSSOrlofssjóður hefur fimm íbúðir/sumarhús til umráða. Tvær íbúðir eru á Akureyri, ein í Reykjavík og tveir sumarbústaðir í Munaðarnesi. Sumarúthlutun er lokið en félagsmenn geta farið inn á orlofsvef LSS www.orlof.is/lsos og bókað þær vikur/daga sem eru lausir, óháð starfshlutfalli. Í ár var ákveðið að taka íbúð á leigu á Spáni, Torrevieja frá maí – september og er það gert í tilraunaskyni til kanna eftirspurn félagsmanna eftir íbúðum á þessu svæði. Búið er að taka til hendinni í Munaðarnesi, bílastæði löguð og einnig aðgengi að bústöðunum, hitagrindur og pottastýringar endurnýjaðar ofl. Stefnt er að því að laga bústaðina í Munaðarnesi enn frekar á næstunni. Búið er að endurnýja rúm í öllum íbúðum og stefnt er að því að setja pall fyrir neðri hæðina á Akureyri. Orlofssjóður hefur lagt reglulega inn á lánið sem var tekið vegna íbúðarinnar á Grandaveginum og gengur vel að greiða það niður.

Sérstaða LSS Orlofsnefnd LSS leggur sig fram að við hafa íbúðirnar í lagi og tryggja að dvöl félagsmanna verði góð upplifun fyrir alla fjölskylduna. Þess vegna fylgja íbúðunum auka fríðindi. Í orlofsíbúðunum á Akureyri fylgja sund- og skíðakort fyrir tvo fullorðna og skíðakort fyrir tvö börn. Í orlofshúsunum í Munaðarnesi fylgir aðgangur í sund í sveitarfélaginu Borgarbyggð fyrir tvo fullorðna og tvö börn (þrjár sundlaugar). Einnig er frítt að spila golf á golfvellinum Glanna við Bifröst.

Önnur þjónustaLSS hvetur félagsmenn að skoða orlofssíðu félagsins en þar eru hótelmiðar, veiðikort og útilegukortið niðurgreidd. Nú býður orlofsnefndin upp á að kaupa flugafsláttarkort fyrir tvo fyrir 1.000 sem jafngildir 6.000 króna afslætti hjá Icelandair og íslenskum ferðaskrifstofum, gegn framvísum flugmiða. Á heimasíðunni má einnig finna yfirlit yfir hin ýmsu fyrirtæki sem veita félagsmönnum okkar afslætti. Nýting orlofsíbúða LSS á síðasta ári var góð og fengu flestir úthlutað sem vildu.Munaðarnes.

C80 M0 Y63 K75

C0 M30 Y100 K0

R34 G70 B53

R234 G185 B12

#224635

#eab90c

PANTONE 560C

PANTONE 130C

Akureyri.

Torrevieja á Spáni.

Page 32: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

32 Á vakt fyrir Ísland

Svefn og vaktavinnaHöfundar: - Björk Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur á Chelsea Westminster Hospital í London og á LSH- Embla Ýr Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Fæðingavakt, LSH - Fanný B.M. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vökudeild, LSH- Harpa Júlía Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, FÍH- Hjördís Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur á Slysa- og bráðadeild, LSH

Þessi grein birtist upprunalega í Tímariti hjúkrunarfræðinga (3.TBL. 93. ÁRG. 2017). Höfundar hafa aðlagað hana að kröfum tímarits LSS.

Vaktavinna, sem er veruleiki margra starfsmanna heil-brigðisþjónustunnar, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar. Sjúkdómar í melt- ingarfærum, hjarta- og æða-sjúkdómar, efnaskiptasjúk-dómar, frjósemisvandamál, ofþyngd og auknar líkur á áfengisdrykkju ásamt misnotkun svefn- og róandi lyfja eru allt þekktir áhættuþættir vaktavinn-unnar. Þá eru vísbendingar um að vaktavinnufólk sé í meiri hættu en aðrir að fá ákveðnar tegundir krabba-meina. Höfundar þessarar greinar eru allir hjúkrunarfræðingar og voru saman við nám í lýðheilsuvísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Stór hluti hjúkrunarfræðinga um allan heim vinna vaktavinnu og því ákváðu höfundarnir að skoða áhrif hennar á heilsu og lífs-gæði. Margar starfsstéttir stunda vaktavinnu en markmið þessarar greinar er að upplýsa vaktavinnufólk og stjórn-endur vinnustaða um áhrif vaktavinnu á líðan og heilsu starfsmanna og jafnframt að varpa ljósi á þau úrræði sem hafa reynst best til að draga úr alvarlegum afleiðingum vaktavinnu.

1. SVEFNSvefn er ein af grunnþörfum mannsins og nauðsynlegur til að halda góðri heilsu. Á meðan við sofum eiga mörg mikilvæg ferli sér stað sem stuðla að endurnýjun og enduruppbyggingu í frumum líkamans (Niu o.fl., 2011). Okkur er eiginlegt að sofa á ákveðnum tíma sólarhrings þegar líkamshiti er lægstur og önnur líkamsstarfsemi í lágmarki. Svefn hefur nánast sömu uppbyggingu hjá öllum sem sofa eðlilega og ótruflaðir en hann skiptist í

fimm stig; fjögur svokölluð NREM stig (e. non-rapid eye movements) sem einkennast af lágri vöðvaspennu og hægum rúllandi augnhreyfingum og loks REM stig (e. rapid eye movements) sem er fimmta stigið, en þar má greina hraðar augnhreyfingar og algera slökun beina-grindarvöðva. Einstaklingur ver að meðaltali í kringum 75% svefns í NREM stigin og 25% í draumsvefni eða REM svefni (Brown o.fl., 2012). Fyrst eftir að einstaklingur sofnar er aðeins um léttan svefn að ræða. Á þriðja og fjórða stigi getur reynst erfitt að vekja viðkomandi, en það er þó erfiðast þegar hann er kominn í REM svefn. Þá er um mestu slökun að ræða. Þetta svefnmynstur endurtekur sig svo á um 90-100 mínútna fresti meðan sofið er (Vander o.fl., 1994). Fræðimenn hafa bent á að þriðja, fjórða og fimmta stig séu mikilvægust og verði einstaklingur fyrir truflun á þeim stigum geti slíkt dregið úr árvekni og athygli, haft neikvæð áhrif á minni, ákvarðanatöku og jafnvel stuðlað að áhættuhegðun og lélegri dómgreind (Brown o.fl.,

2012). Skertur svefn hefur víðtæk áhrif á daglegt líf og getur bitnað á starfshæfni einstaklinga (Fallis

o.fl., 2011; Marquié o.fl., 2014; Niu o.fl., 2011), fjölskyldu og félagslífi (Kryger, 2007). Enn

fremur hefur langvarandi svefnleysi neikvæð áhrif á lífsgæði og andlega og líkamlega heilsu (Costa o.fl.,2010; Marquié o.fl., 2014; Peate, 2007).

1.1. LíkamsklukkanLíkamsklukka eða dægursveifla líkamans hefur u.þ.b. 24 klukku-stunda sveiflu og við það miðar

nánast öll lífeðlisfræðileg og sálræn virkni einstaklingsins (Åkerstedt,

2003). Birtubreytingar stjórna líkams-klukkunni og hafa þannig áhrif á ýmis

efnaskipti og hormónanaseytun eins og melatónins og kortisóls. Þessar breytingar

á líkamlegri og andlegri starfsemi eiga sér stað á hverjum sólarhring og hafa áhrif á árvekni okkar, viðbragðstíma, einbeitingu og hæfni til að leysa flókin verkefni (Niu o.fl., 2011). Þá hefur dægursveifla áhrif á hitastig líkamans sem lækkar að nóttu og veldur því að fólki á næturvöktum verður oft kalt er líður á nóttina. Við eðlilegar kringumstæður orsakar seytun melatóníns syfju í dimmu eða rökkvuðu umhverfi, en seytun hormónsins kortisóls að morgni eykur árvekni. Seytun kortisóls er lægst á fyrsta svefnstigi, eykst síðan á öðru stigi en er mest þegar við vöknum á morgnana. Þegar líður á daginn dregur úr kortisólseytun og er seytunin á nóttunni aðeins um helmingur þess sem það er á daginn og er þetta nokkuð reglulegt mynstur yfir sólarhringinn. Þó má sjá aukningu ef einstaklingur er undir álagi (Niu o.fl., 2011).

1.2. Svefn vaktavinnufólksSvefn vaktavinnufólks og þeirra sem stunda dagvinnu er ólíkur að mörgu leyti. Rannsóknir benda til að fólk sem starfar við vaktavinnu sofi bæði verr og í skemmri tíma

Page 33: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 33

(Nanna I. Viðarsdóttir, 2014), allt að 2-3 klukkustundum skemur en fólk sem starfar við dagvinnu (Heilsuupplýsinga- síða Viktoríufylkis, 2014). Þá var vaktavinnufólk marktækt líklegra en aðrir til að greinast með síþreytu (Nanna I. Viðarsdóttir, 2014).

1.3 EinstaklingsmunurEinstaklingar eiga jafnan erfitt með að aðlagast þeim síbreytilega vinnutíma sem fylgir vaktavinnu (Sack o.fl., 2007; American Academy of Sleep Medicine, 2001). Það sem helst kemur í veg fyrir góða aðlögun er truflunin sem verður á dægursveiflunni (American Academy of Sleep Medicine, 2001). Rannsóknir benda til þess að konur eigi erfiðara með að venjast vaktavinnu og finni frekar fyrir svefntruflunum og þreytu en karlar (Harrington, 2001; Saksvik o.fl., 2011). Ein nefnd skýring á þess- um mun á milli kynja, er hlutverk kynjanna í nútímasam- félagi þar sem það er oftar í verkahring kvenna að sinna heimili og börnum (Kryger, 2007; Harrington, 2001). Tíðir, meðganga, brjóstagjöf og svo breytinga-skeiðið hafa einnig áhrif á svefngæði kvenna (Kryger, 2007). Persónuleiki virðist hafa áhrif á þol einstaklings gagnvart vaktavinnu því svokallaðar B-týpur sem eru sveigjanlegir, afslappaðir, lítið stressaðir einstaklingar með sterka innri stjórnhvöt virðast búa yfir meira þoli (Sack o.fl., 2007; Saksvik o.fl., 2011). Aldur einstaklinga virðist einnig hafa áhrif en rannsóknir gefa til kynna að vaktavinna verði erfiðari fyrir fólk með hækkandi aldri (Saksvik o.fl., 2011).

2. Áhrif vaktavinnu á heilsu og líðanÓfullnægjandi svefn er algengt vandamál meðal vaktavinnu-fólks og getur haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlegu heilsu manna, bæði til skamms tíma en einnig til lengri tíma (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014; Peate, 2007).

2.1 Líkamleg heilsaVaktavinna hefur truflandi áhrif á líkamsklukkuna sem aftur getur valdið streitu og haft áhrif á heilastarfsemina (Marquié o.fl., 2014). Það getur haft í för með sér aukna hættu á ýmsum heilsufarsvandamálum t.d. maga- og skeifu-garnasárum, hjarta- og æðasjúkdómum (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014), efnaskiptasjúkdómum, brjóstakrabba-meini, frjósemisvandamálum og fósturlátum (Costa o.fl., 2010; Marquié o.fl., 2014). Þá eru vísbendingar um að vakta-vinnufólk sé í meiri hættu en aðrir á að fá ristilkrabbamein, krabbamein í legslímhúð og eitilfrumukrabbamein en þörf er á frekari rannsóknum varðandi þessa þætti (Costa o.fl., 2010). Vaktavinna virðist einnig hafa áhrif á líkamsþyngd. Niðurstöður Zhao og félaga (2011) gáfu til kynna að vakta-vinna geti aukið líkur á ofþyngd um 15-30%. Í grein Niu o.fl. (2011) kom fram að vaktavinna eykur líkur á áfengsdrykkju, reykingum, mikilli kaffidrykkju og aukinni notkun bæði svefn- og róandi lyfja. Vaktavinna hefur einnig verið tengd aukinni tíðni magaónota og meltingartruflana auk þess að vaktavinnufólk með undirliggjandi sykursýki á erfiðara með að stjórna blóðsykri. Þá er fólk með undirliggjandi flogaveiki í aukinni hættu á flogum vegna svefnskorts (Heilsuupplýsingasíða Viktoríufylkis, 2014).

ÓSLAND ehf. Ólafsfirði s. 852 7171

Sigurjón Magnússon og starfsmenn í Ólafsfirði þakka sveitarfélögum og öðrum viðskiptavinum sem keypt hafa framleiðsluvörur og stutt við bakið á innlendri framleiðslu okkar á slökkvi-, sjúkra- og vinnubílum síðustu 20 ár. Vegna óviðunandi aðstæðna til innlendrar framleiðslu hefur henni verið hætt og starfsemin endurskipulögð.

Breytt starfsemi - ný þjónusta Höfum tekið við sölu- og þjónustumboðum á Íslandi og í Færeyjum

SlökkvibílarZiegler GMBH, Þýskalandi og Hollandi

YfirbyggingarZHT Group, Tékklandi

Sjúkra- og ferlibílar fatlaðraAmbulanz Mobile, Þýskalandi Visser carrosserie, Hollandi

Við munum áfram annast viðhald og breytingar á slökkvi- og sjúkrabílum.

Leitið tilboða.

Page 34: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

34 Á vakt fyrir Ísland

2.2 Andleg heilsa og félagsleg áhrifSkertur svefn svo og þreytan, sem oftar en ekki er afleiðing af ófullnægjandi svefni, getur valdið því að einstaklingar hafa minni getu til að takast á við daglegt líf. Einnig geta sálfræðilegir kvillar gert vart við sig og einkenni þunglyndis og kvíða eru ekki óalgeng meðal vaktavinnufólks (Costa o.fl., 2010; Peate, 2007). Vakta-vinnufólk metur heilsu sína verr en aðrir. Það upplifir frekar depurð og hefur meiri áhyggjur en dagvinnufólk (Harrington, 2001; Nanna I. Viðarsdóttir, 2014). Í rannsókn Marquié o.fl. (2014) komu fram marktæk tengsl á milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar, en niðurstöðurnar benda til þess að vakta-vinna í tíu ár samsvari aukinni aldurstengdri andlegri hrörnun sem nemur 6,5 árum. Það getur svo tekið ein-staklinga fimm ár að vinna sig úr þessari skerðingu eftir að þeir hætta í vaktavinnu.Sá aðili innan fjölskyldu sem stundar vaktavinnu missir oft af atburðum með fjölskyldumeðlimum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á samskipti við maka og börn og valdið erfiðleikum í samböndum og hjónaböndum (Kryger, 2007). Vaktavinna hefur einnig áhrif á skapbreytingar og er skilnaðartíðni hærri meðal vaktavinnufólks (Heilsu-upplýsingasíða Viktoríufylkis, 2014).

2.3 SlysahættaAuk þessara alvarlegu afleiðinga á heilsu vaktavinnu-fólks, er slysatíðni hærri meðal þeirra sem fá ekki full- nægjandi svefn og árangur í starfi er verri en þeirra sem sofa vel (Niu o.fl., 2011; Peate, 2007). Hætt er við að þreyta og syfja geti safnast upp og skapað þannig hættu við störf. Þekkt einkenni langvarandi svefnleysis og þreytu eru minni athygli og einbeiting en einnig skert minni sem getur svo haft í för með sér alvarlegar afleiðingar þegar unnið er með líf og heilsu annarra (Fallis o.fl., 2011; Marquié o.fl., 2014; Niu o.fl., 2011). Þá virðist slysahætta aukast með auknum fjölda vakta og aukinni lengd vakta, t.d. virðist hættan aukast um 90% eftir 10 klukkustunda vakt og eftir 12 klukkustunda vakt hefur hættan aukist um 110% (Folkard og Lombardi, 2006). Niðurstöður rannsóknar á viðbragðstíma vaktavinnufólks í tengslum við vökutíma gáfu til kynna að ef viðkomandi hafði verið vakandi í 19 klukkustundir þá reyndist viðbragðstími hans vera sambærilegur og hjá einstaklingi með 0,05% af alkóhóli í blóði. Eftir 24 klst. vöku var viðbragðstíminn sambærilegur og hjá einstaklingi með 0,10% af alkóhóli í blóði og það sem vakti sérstaka athygli í rannsókninni var að einstaklingurinn virtist ekki átta sig sjálfur á skertum viðbragðstíma (Dawson og Reid, 1997).

2.4. Svefnröskun vaktavinnufólk (e. Shift work sleep disorder, SWSD) Í alþjóðlegri flokkun svefntruflana (e. International Classifi-cation of Sleep Disorders) er skilgreind ákveðin tegund svefnröskunar sem orsakast af vaktavinnu (e. Shift Work Sleep Disorder – SWSD) (American Academy of Sleep Medicine, 2001). Skilyrði til greiningar SWSD er að líðan einstaklingsins einkennist af mikilli þreytu og/eða erfiðleik- um með svefn sem tengist vinnu á óhefðbundnum tíma dagsins (American Academy of Sleep Medicine, 2001). Orkuleysi, minni einbeiting, pirringur og höfuðverkur eru þættir sem geta leitt til greiningar SWSD (Zhao og

Turner, 2008). Varast ber að ekki sé hægt að tengja þessi einkenni við aðra heilsufarskvilla eða undirliggjandi sjúk-dóma sem hafa sínar eigin svefnröskunargreiningar svo sem kæfisvefn eða drómasýki (Sack o.fl., 2007).

3. Bjargráð3.1 Undirbúningur fyrir vaktirGóður undirbúningur fyrir næturvaktir eykur virkni starfs-manns, kemur í veg fyrir þreytu og alvarlegar afleiðingar svefnleysis. Undirbúningurinn þarf að hefjast heimavið. Svefnherbergið ætti að vera staður aðeins til að sofa og ekki innihalda sjónvarp, síma né tölvur. Þá er mikilvægt að vera í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi og ná góðum svefni fyrir vaktina.

3.2 Blundir á vaktEndurnærandi blundur eða markviss hvíld á vaktinni getur aukið árvekni einstaklinga sem vinna langar vaktir eða á nóttunni (Fallis o.fl., 2011; Morgenthaler o.fl., 2007). Líkaminn er minnst virkur milli þrjú og sex á nóttunni og eiga starfsmenn oft í erfiðleikum með að halda sér vakandi á þeim tíma (Horrocks og Pounder, 2006). Safngreining leiddi í ljós að blundur á næturvakt dregur úr þreytu, bætir athygli (Takeyama o.fl., 2005) og samkvæmt eigindlegri rannsókn Fallis o.fl. (2011), fannst hjúkrunarfræðingum blundur bæta eigið skap, orku og við-bragðstíma. Æskilegur blundur er 20 mín. og má helst ekki fara yfir 45 mín. því markmið með blundinum er að koma í veg fyrir þreytu og syfju en ekki ná djúpum svefni. (Horrocks og Pounder, 2006). Niðurstöður rannsóknar Smith-Coggins o.fl. (2006) bentu til að hvíld/blundur gerði starfsmönnum auðveldara að halda virkni, geðslagi og árvekni í gegnum næturvaktina. Þá virtist blundur ekki hafa marktæk áhrif á svefn eftir vaktina (Morgenthaler o.fl., 2007). Oft á tíðum er þó hvorki aðstaða til að leggja sig á vinnustöðum (Takeya-ma o.fl., 2005) né tækifæri vegna undirmönnunar eða umhverfisaðstæðna (Fallis o.fl., 2011).

3.3 Umhverfisáhrif, birta og mataræðiÞað er mikilvægt að huga að umhverfinu á vaktinni og getur bjart ljós (Morgenthaler o.fl., 2007; Yoon o.fl., 2002), góð loftgæði og hressing að nóttu til aukið svörun og heilastarfsemi (Yoon o.fl., 2002). Þættir eins og notkun dagljósalampa á næturvaktinni, að hafa dökk sólgleraugu á leið heim úr vinnu til að forðast dagsbirtu (Crowley o.fl., 2003; Morgenthaler o.fl., 2007) og sofa í myrkruðu herbergi gætu komið að gagni í þeim tilgangi að færa dægurklukkuna til og bæta þannig svefn (Crowley o.fl., 2003). Næring skiptir miklu máli fyrir vaktavinnufólk en mælt er með staðgóðri næringarríkri máltíð áður en vakt hefst, léttri máltíð þegar vaktin er hálfnuð og loks auðmeltanlegri léttri máltíð áður en einstaklingur leggur sig eftir vaktina, finni hann þá til hungurs (Horrocks og Pounder, 2006). Stórar og miklar máltíðir á seinni helmingi næturvaktar hafa neikvæð áhrif á svefn (Schwartz og Roth, 2006).

3.4 Svefnlyf, koffín og melatóninÝmis lyf eru notuð til að draga úr þreytueinkennum og svefntruflunum. Koffín er gjarnan notað til þess að auka árvekni, þar sem það eykur verklega getu (Liira o.fl., 2014). Enda þótt koffín geti bætt virkni vaktavinnufólks þá

Page 35: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 35

eru nokkrar óæskilegar aukaverkanir þekktar s.s. skjálfti, kvíði, svefnleysi, háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. Neysla koffíns undir morgun hefur neikvæð áhrif á svefn viðkomandi, þá hversu vel honum gengur að sofna og einnig á gæði svefnsins (Horrocks og Pounder, 2006; Schwartz og Roth, 2006). Rannsókn Liira o.fl. (2014) benti til þess að notkun svefnlyfja bætti ekki gæði svefns eftir næturvaktir og áhrifin breyttust ekki með hærri skömmtum. Svefnlyf hjálpi hvorki einstaklingum að sofna fyrr né sofa lengur. Melatónín hefur verið notað af vaktavinnufólki í gegnum tíðina í þeim tilgangi að bæta svefn. Þá er melatónín tekið eftir vaktina til að stuðla að betri og lengri dagsvefni en rannsókn Crowley o.fl. (2003) sýndi ekki marktæk tengsl melatóníns og betri svefns.

LokaorðVaktavinna getur verið skemmtileg og gefandi upplifun í sjálfu sér en hún getur hins vegar haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan þeirra sem hana stunda (Marquié o.fl., 2014; Niu o.fl., 2011). Þá getur vaktavinna haft víðtæk áhrif á aðra einstaklinga s.s. skjólstæðinga vaktavinnufólks (Brown o.fl., 2012; Marquié o.fl., 2014; Niu o.fl., 2011), fjölskyldur þeirra og vini (Kryger, 2007). Þá benda rannsóknir til að þreytt og syfjað vaktavinnufólk ógni umferðaröryggi samborgara (Brown o.fl., 2012; Pe-ate, 2007). Heilsuvernd og eftirlit með vaktavinnufólki er mikilvægur þáttur til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar vaktavinnunnar og er það okkar einlæga von að hægt sé að nýta þessi skrif til frekari heilsueflingar og forvarn-arstarfs.

Styrktarsjóður LSS tók við af styrktar-sjóði BSRB og hefur sl. þrjú ár verið starfræktur á vegum Landssambands slökkvliðs- og sjúkraflutningamanna.

Vinnuveitendur greiða 0,75% iðgjald pr. félagsmann í sjóðinn og geta félags-menn sótt ýmsa styrki tengda heilsufari sínu, hvort sem það eru andleg eða líkamleg veikindi eða í formi forvarna til að tryggja betra heilsufar. Sjóðurinn styrkir hátt í 20 mismunandi málaflokka og þar eru sjúkradagpeningar, líkams-rækt og fæðingarstyrkir algengustu styrkirnir. Þar á eftir koma tannlækn-ingar, sjúkraþjálfun, augnaðgerðir og sálrænn stuðningur. ,,Aukning í sjóðinn hefur verið um 30% milli ára og er þetta kærkomin búbót fyrir okkar fé-lagsmenn,“ segir Guðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri LSS.

Í stjórn sjóðsins sitja þau Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri, Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri og Halldóra

Guðjónsdóttir bókari. Þegar sjóðurinn var fluttur yfir til LSS var tekin ákvörðun um að þeir sem sitja í stjórn LSS sjái ekki þær umsóknir sem berast eða eru samþykktar. Starfsfólk skrifstofunnar eru einu aðilarnir sem vinna við umsóknirnar enda eru þar oft á tíðum viðkvæmar upplýsingar.

,,Vegna erfiðra aðstæðna sem koma upp hjá viðbragðsaðilum veitir Styrktar-sjóður LSS aukna styrki í sálrænan stuðning, hvort heldur eru rýnifundir með sálfræðingum í samráði við stjórnendur eða einstaklingsviðtöl. Einnig er til ferli um sálrænan stuðning hjá Neyðarlínunni sem er virkjað ef upp koma ákveðnar að- stæður með það að markmiði að tryggja að okkar félagsmenn séu andlega vel á sig komnir og geti sinnt starfi sínu áreynslu-laust“ segir Guðrún. „Við hvetjum félags-menn okkar að kynna sér úthlutunar- reglur og hvaða rétt þeir hafa á heima-síðu okkar www.lsos.is.“

Styrktarsjóður LSS

Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri LSS.

Page 36: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Sími 555 3100www.donna.is

Grjónadýna frá GERMANý hönnun, ný lögun, nýir litir. Samkvæmt

stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga. Léttari 7,9 kg og 25%

fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm. Úr eldtefjandi efnum.

Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda

betur um sjúkling. Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak.

Áratuga reynsla á Germa ventlum. Taska, dæla

og viðgerðarsett fylgir með.

PAD500 hjarta­stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut.

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Spelkur og hálskragar í úrvali

Móhellu 2, 221 HafnarfjörðurErum nú á

Facebook: donna ehf

Sjúkratöskur, belti og beltatöskur

Ferno og Cascade sjúkrabörur og hjól undir skeljar.

Brayden æfingadúkkur eru einstaklega skemmtilegar við kennslu á hjartahnoði. Upplýstar æðar og höfuð sýna árangur við hnoð.

Nýtt hjartahnoðstæki frá Corpuls, auðvelt í notkun og stillingum.

Sjúkraflutningsmenn hafa í yfir 30 ár treyst á búnað frá Donnu við meðhöndlun ogflutning sjúkra og slasaðra Þegar bjarga á lífi reynir oft á búnað til hins ýtrasta þá er gott að treysta á tæki frá Donnu ehf. Við bjóðum meðal annars upp á tæknilega háþróuðustu tæki sem hönnuð hafa verið og nú kynnum við Corpuls3

Til að fullkomna búnaðinn er Weinmann Medumat TRANSPORT öndunarvél með allar stillingar fyrir bráða-meðhöndlun, en þó með einfaldleika og áreiðanleika sem hentar utan sjúkrahúsa, fyrir umönnun allra öndunarfæra-sjúklinga innan sem utan sjúkrahúsa. Samvinna Corpuls og Weinmann gerir það mögulegt að hafa allar öndunar-upplýsingarnar á Corpuls skjánum. Fullkomnara verður það varla.

Ferno sjúkrabörur – Scoop – bakbretti – KED – KED XT – EZ Glide tröppustóll – skelbörur – höfuðpúðar – Weinmann súrefnistæki – öndunarvélar – þrýstiminnkarar – sogtæki – Combibag blástursbelgir – maskar – kokrennur – nefrennur – ET túbur – Laryngeal túbur – leiðarar – friðarpípur – súrefnismaskar – súrefnisgleraugu – sogleggir – súrefnisslöngur – laryngoscope hlustunarpípur – blóðþrýstimælar – blóðþrýstimannsettur – hitamælar – Thermoscan eyrnahitamælar – Nonin súrefnismettunarmælar – capnographmælar – sjúkratöskur – bakpokar – mittistöskur fyrstuhjálpartöskur – SAM spelkur – útlimaspelkur – togspelkur – hálskragar – grjónadýnur – hjartastartarar – skæri – flísatengur – nálahaldarar – æðatangir – pennaljós – Flectalon teppi – álteppi WaterJel brunaumbúðir og gel – sárabögglar – fatlar – sárabindi – sáragrisjur – silfurskottur – munn við munn maksar – björgunarsveigar – mónitorar – EKG tæki – Súrefnissíur – ferðasúrefni

Corpuls3 hjartastuðtæki ný byltingarkennd hönnum sem hentar jafnt á slysstað sem innan sjúkrahúss við greiningu, vöktun og meðferð sjúklings. Frá sjúklingi til sérfræðings - með corpuls.web verða rauntíma línurit og lífsmörk aðgengileg fyrir lækni og sérfræðinga með vef-vafra á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma hvar sem hann er staddur.

www.weinmann.de

Nýr Nonin Onyx Vantage 9590 súrefnismettunarmælir

NONIN súrefnismettunarmælarnir eru hver öðrum betri enda heil fjölskylda mæla sem henta við ólíkar aðstæður. Nákvæmni og stöðugleiki mælinga er tryggður hjá börnum og fjörugum sjúklingum.

Nánari upplýsingar og verð á www.donna.isTölvupó[email protected]

Page 37: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 37

Viking björgunarbúnaður Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Eldvarnarþjónustan ehf Móabarði 37 220 Hafnarfirði 6914231Medor Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarfirði 4127000Geymsla 1 ehf Steinhellu 14 221 Hafnarfirði 6616800Brunavarnir Suðurnesja Hringbraut 125 230 Reykjanesbæ 4214749Þorbjörn hf Hafnargötu 12 240 Grindavík 4204400Eldvörn ehf Höfðasel 5 300 Akranesi 431 2345Slökkvilið Borgarbyggðar Sólbakka 13-15 310 Borgarnesi 4337100Grundarfjarðarbær v/Slökkviliðs Borgarbraut 16 350 Grundarfirði 6914343Reykhólahreppur v/Slökkviliðs Reykhólum 380 Reykhólum 8923328Strandabyggð v/Slökkviliðs Höfðagötu 3 510 Hólmavík 8933531Húnaþing vestra v/Slökkviliðs Pósthólf 22 530 Hvammstanga 8951995Brunavarnir Austur-Húnvetninga Norðurlandsvegi 2 540 Blönduós 4554700Fjallabyggð v/Slökkviliðs Gránugötu 24 580 Siglufirði 8477825Stefna hugbúnaðarhús Glerárgötu 34 600 Akureyri 4648700Grýtubakkahreppur v/Slökkviliðs Túngötu 3 610 Grenivík 4145400Slökkvilið Langanesbyggðar Fjarðarvegi 3 680 Þórshöfn 4681220Slökkvitækjaþjón Austurl ehf Strandgötu 13a 735 Eskifirði 8931999Mýrdalshreppur v/Slökkviliðs Austurvegi 17 870 Vík 8919968Skaftárhreppur v/Slökkviliðs Klausturvegi 15 880 Kirkjubæjarklaustri 4874717

Sendum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnumbestu kveðjur og óskir um velfarnað í starfi

Að vanda var mikið um úthlutanir úrstarfsmenntunarsjóði árið 2018.Á árunum 2017-2018 hefur mikil endurskoðun átt sér stað á starfsemi sjóðsins, í nánu samstarfi við stjórn LSS og nefndarmenn. Búið er að tryggja rétt flæði reikninga í bókhaldi og öll endurskoðun er eins og á að vera. Einnig eru úthlutunarreglur í stöðugri endurskoðun, sem að vísu hefur sína ókosti gagnvart félagsmönnum þegar breyt-ingar eiga sér stað. Þó er það einróma álit stjórnar að komið sé gott jafnvægi á sjóðinn og að úthlutunarreglur eru komnar til að vera í þeirri mynd sem þær eru í dag.Meðal þeirra breytinga sem sjóðurinn þurfti að taka inn í reikningsdæmið var innkoma nýrra félagsmanna t.d. frá Neyðarlínunni. Þar gilda ekki sömu reglur og gagnvart slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.Því var ákveðið að auka úthlutunarmöguleikana en úthlutunarreglum og upphæðum úthlutana er skipt í fjögur þrep. Lægsta möguleg styrkveiting er 50 þúsund krónur fyrir styttri námskeið og óvinnutengd námskeið. Fyrir ráðstefnur og sýningar styrkir sjóðurinn að hámarki 70 þúsund krónur. Fyrir vinnutengd fagnámskeið styrkir sjóðurinn allt að 100 þúsund krónur.Fyrir lengra nám svo sem Bráðatæknisnám er búið að herða reglurnar. Einungis er úthlutað einu sinni á ári og þá á vorin. Eru þá allar umsóknir teknar fyrir og fjárhæð ákveðin í samræmi við það en þó að hámarki 250 þúsund krónur. Á sama fundi eru umsóknir fyrir að halda málþing og ráðstefnur teknar fyrir.

Á árinu 2018 voru meðal helstu styrkja Bráðatæknanám, EMS Today, styttri fagnámskeið og svo óvinnutengd nám-skeið t.d. skólagjöld. Einnig var töluvert um styrkveitingar fyrir stjórnendanám. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér úthlut-unarreglur sjóðsins á heimasíðu www.lsos.is.Einnig er sjálfsagt að hafa samband ef spurningar vakna, við reynum - og getum í raun - svarað fljótt hvort umrætt viðfangsefni er styrkhæft þó endanleg afgreiðsla fari fram á fundum sem haldnir eru fjórum sinnum á ári; í janúar, apríl, september og desember.

Fyrir hönd starfsmenntunarsjóðs,Eyþór Rúnar Þórarinsson

Starfsárið 2018Starfsmenntunarsjóður

Skiptingu á milli viðfangsefna.

Page 38: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland38

Page 39: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Á vakt fyrir Ísland 39

Mannvirkjastofnun Skúlagötu 21 101 Reykjavík 5916000Danica sjávarafurðir ehf. Suðurgötu 10 101 Reykjavík 5511665SM kvótaþing ehf Tryggvagötu 11 101 Reykjavík 5112040Olíudreifing ehf Hólmaslóð 8-10 101 Reykjavík 5509900Íslenski barinn Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík 5176767Rannsóknarnefnd samgönguslysa Hús Fbsr v/Flugvallarveg 101 Reykjavík 5116500Gámaþjónustan hf Súðarvogi 2 104 Reykjavík 5352500Pípulagnaverktakar ehf Langholtsvegi 109 104 Reykjavík 5774142Verkpallar ehf Dugguvogi 23 104 Reykjavík 5673399E.T. Einar og Tryggvi ehf. Klettagörðum 11 104 Reykjavík 5681580Eind ehf Skútuvogi 3 104 Reykjavík 7888870BBA Höfðatorgi 19 hæð 105 Reykjavík 5500500Kvika Banki Borgartúni 25 105 Reykjavík 5403200Háskólabíó Hagatorgi 107 Reykjavík 5255400Aðalvík Síðumúla 13 108 Reykjavik 5671461Blaðamannafélag Íslands Síðumúla 23 108 Reykjavík 5539155Init ehf Grensásvegi 50 108 Reykjavík 5107200Ginger slf Síðumúla 17 108 Reykjavík 5557570Múlakaffi Hallarmúla 1 108 Reykjavík 5537737Íslensk verðbréf Suðurlandsbraut 14 108 Reykjavík 4604700Steypustöðin / loftorka Malarhöfða 10 110 Reykjavík 4400400Pósturinn Stórhöfða 32 110 Reykjavi´k 5801000Vélvík Höfðabakka 1 110 Reykjavík 5879960Reykjagarður Fosshálsi 1 110 Reykjavík 5666440Áman Tangarhöfði 2 110 Reykjavík 5331020Steinsmiðjan Rein ehf. Viðarhöfða 1 110 Reykjavík 5667878Aðalblikk ehf Bildshöfða 18 Axarhöfða megin 110 Reykjavík 5875200Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja Nethyl 1 110 Reykjavík 5406100Áltak ehf Fossaleyni 8 112 Reykjavík 5774100Brunakerfi ehf Ásbraut 17 200 Kópavogi 859 9191Reyk og eldþéttingar ehf Hraunbraut 28 200 Kópavogi 8948509Vatnsvirkinn hf Smiðjuvegi 44d 200 Kópavogi 5101400Herramenn ehf Hamraborg 9 200 Kópavogi 5641923Nonni Litli ehf Kársnesbraut 112 200 Kópavogi 5666614Rafholt ehf Smiðjuvegi 8 200 Kópavogi 5177600Blikksmiðjan Vík ehf Skemmuvegi 42 200 Kópavogi 5571580Atlantic tank storage hf Hlíðarsmára 4 201 Kópavogi Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl Hlíðasmára 8 201 Kópavogi 5445070Smáralind ehf Hagasmára 0 201 Kópavogi 5288012Hoist vinnulyftur ehf Víkurhvarfi 4 203 Kópavogi 5176000G.J. bílahús ehf Suðurhrauni 3 210 Garðabæ 5224600Loftorka ehf. Miðhrauni 10 210 Garðabær 5813522Verkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði 5100800Hlaðbær Colas hf. Hringhellu 6 220 Hafnarfirði 5652030Aflhlutir ehf Drangahrauni 14 220 Hafnarfirði 5442045Klif ehf heildverslun Hjallahrauni 8 220 Hafnarfirði 5523300

Sendum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnumbestu kveðjur og óskir um velfarnað í starfi

Page 40: BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG …lsos.is/library/fundargerdir/LSS_BLAD2019-VEFUR.pdfen jarðefnaeldsneyti innan sex ára. Åstveit talaði um reynslu þeirra í brunum á þessum

Dräger. Tækni fyrir lífið.

Búnaður fyrir viðbragðsaðila.