2
Blue Dragon tekur „stir fry“ eldamennsku alvarlega. Fljótleg og auðveld eldunaraðferð – hentar hvenær sem er! Veldu þinn „stir fry“ dag. Finndu svo uppskrift við þitt hæfi úr þeim fjöldamörgu sem í boði eru. Við höfum áreiðanlega eitthvað fyrir þig, hvort sem þú vilt einfalda og hversdagslega máltíð eða sérstaka til að njóta um helgar. Það tekur aðeins örfáar mínútur að elda „stir fry“ en auk þess gefur það þér frábært tækifæri til að bæta miklu af hollu grænmeti við mataræði þitt. Ótvíræður kostur er líka að „stir fry“ er hagkvæm máltíð og góð leið til að nota afganga eða grænmeti sem þú átt þegar í ísskápnum! Leyndarmáli a baki hinu fullkomna „stir fry“ Lykillinn að hinu fullkomna „stir fry“ er að hafa olíuna sjóðandi heita þegar hráefnið er sett á pönnuna eða wokið. Ef hráefnið festist við, þá bætið nokkrum matskeiðum af vatni út í. Af því að eldunarferlið er svo hratt, er nauðsynlegt að hafa allt niðurskorið fyrirfram og tilbúið við höndina. Skerið öll prótein og grænmeti í jafn stóra bita – það tryggir að allt eldast jafnt. Hagið eldunartíma eftir hráefni – stærri og þéttari bitar af grænmeti og kjöti þurfa lengri eldun en þeir sem eru smærri og lausari í sér. Eldið kjötið fyrst. Takið það svo úr wokinu. Eldið grænmetið og blandið réttinn þegar elduninni er að verða lokið til að tryggja að það yfirbragð sem óskað er haldi sér í lokaréttinum. Þegar kryddjurtir, eins og hvítlaukur, engifer og chilli, eru eldaðar – setjið þær út í strax í byrjun og steikið þar til þær hafa losað úr sér kraftinn. Þá fyrst má byrja að bæta hinum hráefnunum út í. Bætið afganginum af hráefnunum við í þeirri röð sem eldunartími þeirra segir til um. Þegar rétturinn er tilbúinn að tveimur þriðju, bætið þá „stir fry“ sósunni við. Ef eldunartíminn er lengri en nokkrar mínútur, hyljið réttinn og gufusjóðið þar til maturinn er tilbúinn. Ef hann er styttri, steikið þá allan tímann. Allir dagar geta veri „Stir Fry“ dagar Mánudagur Au velt Chow Mein Þessi réttur var upphaflega gerður til að nýta afganga. Prófaðu að nota þína. Hann bragðast dásamlega en gott er að bæta chillimauki við ef þú vilt hafa hann bragðsterkari. Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 10 mínútur Fyrir fjóra Innihald: 4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur 2 tsk ólífuolía 2 tsk Blue Dragon pressaður engifer 3 tsk Blue Dragon pressaður hvítlaukur 2 tsk Blue Dragon chillimauk 50 g niðurskornir sveppir 8 vorlaukar, smátt skornir 2 kjúklingabringur, eldaðar og skornar í bita 200 g Blue Dragon baunaspírur 2 stk Blue Dragon Hoi Sin & Garlic Stir fry sósa Aðferð: Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu af og geymið. Hitið olíu á wokpönnunni, bætið engifer og hvítlauki við og steikið í smástund. Bætið paprikunni, sveppunum, vorlauknum og kjúklingnum við og steikið í 2 mínútur. Setjið að lokum Blue Dragon Hoi Sin & Garlic sósuna út í og hrærið vel saman við. Mi vikudagur Teriyaki Chicken „stir fry“ Bragðmikill réttur með hvort heldur sem er fiskmeti eða nauta-, svína- og kjúklingakjöti. Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 10 mínútur Fyrir fjóra Innihald: 5 msk Blue Dragon Japanese sojasósa 1 poki Blue Dragon Teriyaki Stir Fry 2 msk púðursykur 4 kjúklingabringur (skornar í stóra bita) 2 tsk hveiti 2 tsk ólífuolía 2 tsk ristuð sesamfræ 2 vorlaukar, niðurskornir 2 Tilda basmati suðupokar Aðferð: Blandð saman sojasósu, Blue Dragon Teriyaki Stir Fry sósunni og púðursykri. Setjið helminginn ofan í poka. Takið síðan kjúklinginn, gerið göt á hann með gaffli og skerið hann í stóra bita. Setjið hann í pokann með maríneringunni og látið marínerast í ísskáp í eina klst. Blandið hveitinu saman við smá vatn (2 tsk) og hrærið vel saman. Setjið síðan afganginn af maríneringarblöndunni ásamt hveitinu á pönnu og hitið þar til það þykknar aðeins. Þegar kjúklingurinn hefur marínerast í eina klst. takið hann þá úr pokanum og setjið á pönnuna. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður, berið hann fram með ristuðum sesamfræjum, vorlauk og hrísgrjónum. Fimmtudagur Nautakjöt í ostrusósu. Hefðbundinn kínverskur réttur, upprunninn í suðurhluta Kína. Undirbúningstími: 15 mínútur Eldunartími: 8 mínútur Fyrir fjóra Innihald: 350 g nautakjöt 2 msk Blue Dragon sojasósa 1 msk hveiti 1 græn paprika 2 tsk ólífuolía 70 ml kjúklingasoð 2 msk Blue Dragon ostrusósa 2 msk vorlaukur, smátt skorinn Undirbúningur: Sneiðið kjötið í þunnar sneiðar og leggið í skál. Bætið síðan sojasósunni og hveitinu saman við. Látið marínerast í u.þ.b. 15 mínútur. Skerið paprikuna í strimla. Hitið olíu á pönnu og steikið kjötið ásamt paprikunni í u.þ.b. 3 mínútur. Takið síðan af og geymið. Hreinsið pönnuna vel. Setjið kjúklingasoðið ásamt Blue Dragon ostrusósunni á pönnuna og hitið að suðumarki. Bætið síðan hveitinu saman við og hitið áfram í 2 mínútur. Bætið þá kjúklingnum, vorlauknum og paprikunni aftur á pönnuna og hrærið vel saman. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum. Lax á austurlenska vísu Léttur og gómsætur réttur sem hægt er að undirbúa á skömmum tíma Undirbúningstími: 10 mínútur Eldunartími: 10 mínútur Fyrir tvo Innihald: 3 tsk Blue Dragon sesamolía 350 g lax (roð- og beinlaus) skorinn í þunna strimla 8 sveppir 4 tsk Blue Dragon hvítlauksmauk 1 stk Blue Dragon Oyster sósa 125 g kínakál, niðurskorið 50 g spínat ½ tsk Blue Dragon Thai Fish sósa ½ tsk Blue Dragon sojasósa 1 tsk ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið olíuna á wokpönnu í háan hita og steikið laxinn í u.þ.b. ½ mínútu á hvorri hlið. Takið síðan af pönnunni og geymið. Steikið sveppina og hvítlaukinn í u.þ.b. 1-2 mínútur. Bætið Blue Dragon Oyster & Spring Onion sósunni við ásamt kínakálinu og spínatinu. Laxinum er síðan bætt út í ásamt sojasósu og Blue Dragon Thai Fish sósu Berið fram með soðnum hrísgrjónum og stráið ristuðum sesamfræjum yfir í lokin.

Blue Dragon Bæklingur

  • Upload
    innnes

  • View
    244

  • Download
    1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Blue Dragon Bæklingur

Citation preview

Page 1: Blue Dragon Bæklingur

Blue Dragon tekur „stir fry“ eldamennsku alvarlega. Fljótleg og auðveld eldunaraðferð – hentar hvenær sem er!

Veldu þinn „stir fry“ dag. Finndu svo uppskrift við þitt hæfi úr þeim fjöldamörgu sem í boði eru. Við höfum áreiðanlega eitthvað fyrir þig, hvort sem þú vilt einfalda og hversdagslega máltíð eða sérstaka til að njóta um helgar.

Það tekur aðeins örfáar mínútur að elda „stir fry“ en auk þess gefur það þér frábært tækifæri til að bæta miklu af hollu grænmeti við mataræði þitt. Ótvíræður kostur er líka að „stir fry“ er hagkvæm máltíð og góð leið til að nota afganga eða grænmeti sem þú átt þegar í ísskápnum!

Leyndarmáli a baki hinu fullkomna „stir fry“Lykillinn að hinu fullkomna „stir fry“ er að hafa olíuna sjóðandi heita þegar hráefnið er sett á pönnuna eða wokið. Ef hráefnið festist við, þá bætið nokkrum matskeiðum af vatni út í.

Af því að eldunarferlið er svo hratt, er nauðsynlegt að hafa allt niðurskorið fyrirfram og tilbúið við höndina.

Skerið öll prótein og grænmeti í jafn stóra bita – það tryggir að allt eldast jafnt.

Hagið eldunartíma eftir hráefni – stærri og þéttari bitar af grænmeti og kjöti þurfa lengri eldun en þeir sem eru smærri og lausari í sér.

Eldið kjötið fyrst. Takið það svo úr wokinu. Eldið grænmetið og blandið réttinn þegar elduninni er að verða lokið til að tryggja að það yfirbragð sem óskað er haldi sér í lokaréttinum.

Þegar kryddjurtir, eins og hvítlaukur, engifer og chilli, eru eldaðar – setjið þær út í strax í byrjun og steikið þar til þær hafa losað úr sér kraftinn. Þá fyrst má byrja að bæta hinum hráefnunum út í. Bætið afganginum af hráefnunum við í þeirri röð sem eldunartími þeirra segir til um. Þegar rétturinn er tilbúinn að tveimur þriðju, bætið þá „stir fry“ sósunni við. Ef eldunartíminn er lengri en nokkrar mínútur, hyljið réttinn og gufusjóðið þar til maturinn er tilbúinn. Ef hann er styttri, steikið þá allan tímann.

Allir dagar geta veri „Stir Fry“ dagar

Mánudagur

Au velt Chow Mein Þessi réttur var upphaflega gerður til að nýta afganga. Prófaðu að nota þína. Hann bragðast dásamlega en gott er að bæta chillimauki við ef þú vilt hafa hann bragðsterkari.

Undirbúningstími: 5 mínúturEldunartími: 10 mínúturFyrir fjóra

Innihald:4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur

2 tsk ólífuolía

2 tsk Blue Dragon pressaður engifer

3 tsk Blue Dragon pressaður hvítlaukur

2 tsk Blue Dragon chillimauk

50 g niðurskornir sveppir

8 vorlaukar, smátt skornir

2 kjúklingabringur, eldaðar og skornar í bita

200 g Blue Dragon baunaspírur

2 stk Blue Dragon Hoi Sin & Garlic Stir fry sósa

Aðferð:Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu af og geymið.

Hitið olíu á wokpönnunni, bætið engifer og hvítlauki við og steikið í smástund.

Bætið paprikunni, sveppunum, vorlauknum og kjúklingnum við og steikið í 2 mínútur.

Setjið að lokum Blue Dragon Hoi Sin & Garlic sósuna út í og hrærið vel saman við.

Mi vikudagur

Teriyaki Chicken „stir fry“ Bragðmikill réttur með hvort heldur sem er fiskmeti eða nauta-, svína- og kjúklingakjöti.

Undirbúningstími: 5 mínúturEldunartími: 10 mínúturFyrir fjóra

Innihald:5 msk Blue Dragon Japanese sojasósa

1 poki Blue Dragon Teriyaki Stir Fry

2 msk púðursykur

4 kjúklingabringur (skornar í stóra bita)

2 tsk hveiti

2 tsk ólífuolía

2 tsk ristuð sesamfræ

2 vorlaukar, niðurskornir

2 Tilda basmati suðupokar

Aðferð:Blandð saman sojasósu, Blue Dragon Teriyaki Stir Fry sósunni og púðursykri. Setjið helminginn ofan í poka.

Takið síðan kjúklinginn, gerið göt á hann með gaffli og skerið hann í stóra bita. Setjið hann í pokann með maríneringunni og látið marínerast í ísskáp í eina klst.

Blandið hveitinu saman við smá vatn (2 tsk) og hrærið vel saman. Setjið síðan afganginn af maríneringarblöndunni ásamt hveitinu á pönnu og hitið þar til það þykknar aðeins.

Þegar kjúklingurinn hefur marínerast í eina klst. takið hann þá úr pokanum og setjið á pönnuna.

Þegar kjúklingurinn er fulleldaður, berið hann fram með ristuðum sesamfræjum, vorlauk og hrísgrjónum.

Fimmtudagur

Nautakjöt í ostrusósu.Hefðbundinn kínverskur réttur, upprunninn í suðurhluta Kína.

Undirbúningstími: 15 mínúturEldunartími: 8 mínúturFyrir fjóra

Innihald:350 g nautakjöt

2 msk Blue Dragon sojasósa

1 msk hveiti

1 græn paprika

2 tsk ólífuolía

70 ml kjúklingasoð

2 msk Blue Dragon ostrusósa

2 msk vorlaukur, smátt skorinn

Undirbúningur:Sneiðið kjötið í þunnar sneiðar og leggið í skál. Bætið síðan sojasósunni og hveitinu saman við. Látið marínerast í u.þ.b. 15 mínútur. Skerið paprikuna í strimla.

Hitið olíu á pönnu og steikið kjötið ásamt paprikunni í u.þ.b. 3 mínútur. Takið síðan af og geymið.

Hreinsið pönnuna vel. Setjið kjúklingasoðið ásamt Blue Dragon ostrusósunni á pönnuna og hitið að suðumarki. Bætið síðan hveitinu saman við og hitið áfram í 2 mínútur.

Bætið þá kjúklingnum, vorlauknum og paprikunni aftur á pönnuna og hrærið vel saman.

Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum.

Lax á austurlenska vísuLéttur og gómsætur réttur sem hægt er að undirbúa á skömmum tíma

Undirbúningstími: 10 mínúturEldunartími: 10 mínúturFyrir tvo

Innihald:3 tsk Blue Dragon sesamolía

350 g lax (roð- og beinlaus) skorinn í þunna strimla

8 sveppir

4 tsk Blue Dragon hvítlauksmauk

1 stk Blue Dragon Oyster sósa

125 g kínakál, niðurskorið

50 g spínat

½ tsk Blue Dragon Thai Fish sósa

½ tsk Blue Dragon sojasósa

1 tsk ristuð sesamfræ

Aðferð: Hitið olíuna á wokpönnu í háan hita og steikið laxinn í u.þ.b. ½ mínútu á hvorri hlið. Takið síðan af pönnunni og geymið.

Steikið sveppina og hvítlaukinn í u.þ.b. 1-2 mínútur.

Bætið Blue Dragon Oyster & Spring Onion sósunni við ásamt kínakálinu og spínatinu.

Laxinum er síðan bætt út í ásamt sojasósu og Blue Dragon Thai Fish sósu

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og stráið ristuðum sesamfræjum yfir í lokin.

Page 2: Blue Dragon Bæklingur

Sunnudagur

Thai Red Curry Stir FryLúxusútgáfa af þessum taílenska rétti sem tekur enga stund að gera.

Undirbúningur: 5 mínútur Eldunartími: 10 mínútur Fyrir fjóra

Innihald:2 tsk Blue Dragon sesamolía

400 g brokkolí

2 rauðlaukar, skornir í þunna báta

2 paprikur, skornar í þunna strimla

2 tsk Blue Dragon Red Curry Paste

1 dós Blue Dragon kókosmjólk

1 tsk púðursykur

1 tsk Blue Dragon Thai Fish sósa

4 stk Blue Dragon eggjanúðlur

250 g risarækjur

sítrónusafi

Undirbúningur:Hitið olíuna á pönnunni. Bætið brokkolí, rauðlauk og papriku á pönnuna og steikið í 3 mínútur.

Hellið nokkrum teskeiðum af vatni á pönnuna og steikið grænmetið áfram þar til það er orðið mjúkt.

Ýtið grænmetinu til hliðar á pönnunni og bætið smá vatni til viðbótar ásamt Blue Dragon Red Curry Paste og hrærið saman.

Bætið kókosmjólkinni út í ásamt sykrinum og Blue Dragon Thai Fish sósunni.

Blandið núðlum og rækjum saman við og hrærið allt vel saman. Kreistið sítrónu yfir réttinn og berið hann fram.

Laugardagur

Súrsætt svínakjöt„uppáhaldsréttur fjölskyldunnar“

Undirbúningur: 10 mínútur Eldunartími: 10 mínútur Fyrir tvo

Innihald:1 msk Blue Dragon sesamolía

150 g svínakjöt (gúllas/fille)

½ rauð paprika

½ græn paprika

3 vorlaukar

100 g ananas í bitum

3 msk Blue Dragon engifer

70 ml Blue Dragon Rice Vinegar

50 ml vatn

70 g sykur

70 ml tómatsósa

1 tsk hveiti

Aðferð.Hitið sesamolíuna á wokpönnu. Steikið svínakjötið í 2 mínútur.

Bætið grænmetinu saman við og steikið áfram í 2-3 mínútur.

Blandið saman Blue Dragon Rice Vinegar, vatni, sykri og tómatsósu og hellið á pönnuna.

Þegar sósan fer að sjóða bætið þá hveitinu við til að þykkja hana.

Berið réttinn fram með Tilda Basmati hrísgrjónum eða Blue Dragon núðlum.

Föstudagur

Grænmetis Pad Thai„Grænmetisútgáfa af þessum þekkta taílenska núðlurétti“

Undirbúningstími: 10 mínúturEldunartími: 10 mínúturFyrir fjóra

125 g Blue Dragon eggjanúðlur

6 tsk Blue Dragon sesamolía

1 rauðlaukur

1 msk Blue Dragon pressað chilli

1 msk Blue Dragon pressaður hvítlaukur

350 g Tofu

1 lime eða sítróna

50 ml Blue Dragon Sweet chillisósa

2 tsk púðursykur

1 egg

25 g kóríander

25 g minta

2 vorlaukar

25 g salthnetur

Aðferð:Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Hellið olíunni á pönnuna og hitið þar til hún er orðin mjög heit. Setjið þá rauðlauk, chilli og hvítlauk á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Takið af pönnunni og geymið.

Skerið tofu í 2ja sm stóra teninga og steikið þar til þeir verða stökkir.

Bætið grænmetinu saman við ásamt limesafanum og Blue Dragon Sweet chillisósunni. Blandið púðursykrinum saman við og að endingu núðlunum.

Hrærið eggið síðan vel saman við.

Takið af pönnunni, bætið kryddjurtum, vorlauk og salthnetum saman við og berið fram.