90
BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstól Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat til markaðssetningar Mekkín Bjarkadóttir Dr. Friðrik Rafn Larsen, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2018

BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

BS ritgerð

í viðskiptafræði

Snapchat sem markaðstól

Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat til

markaðssetningar

Mekkín Bjarkadóttir

Dr. Friðrik Rafn Larsen, lektor

Viðskiptafræðideild

Febrúar 2018

Page 2: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

Snapchat sem markaðstól

Noktun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat til markaðssetningar

Mekkín Bjarkadóttir

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Dr. Friðrik Rafn Larsen, lektor

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2018

Page 3: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

3

Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á

samfélagsmiðlinum Snapchat til markaðssetningar

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2018 Mekkín Bjarkadóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Svansprent

Reykjavík, 2018

Page 4: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

4

Formáli

Ritgerð þessi er 12 (ECTS) eininga lokaverkefni til BS-prófs í markaðsfræðum og

alþjóðaviðskiptum í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Markmið rannóknarinnar er að

varpa ljósi á notkun samfélagsmiðilsins Snapchat til markaðssetningar og er athygli beint

að minni fyrirtækjum. Verkefnið var unnið frá hausti 2017 undir leiðsögn Dr. Friðriks

Larsen og vil þakka ég honum kærlega fyrir góðar leiðbeiningar. Einnig vil ég þakka öllum

þeim sem veittu aðstoð eða komu að rannsókninni með einum eða öðrum hætti.

Sérstakar þakkir fá viðmælendur rannsóknarinnar, Atli fyrir yfirlestur og góðar

ábendingar, móðir mín og kærasti fyrir stuðning og umburðarlyndi meðan á skrifunum

stóð og að lokum samnemendur mínir, þær Arndís Ósk, Vilborg Ásta og Elfa Rós fyrir

stuðning og góð ráð.

Page 5: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

5

Útdráttur

Flest fyrirtæki eru háð markaðssetningu í einni eða annarri mynd. Með rafrænni tækni og

komu samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og neytenda breyst gríðarlega og í

kjölfarið hafa opnast nýjar og spennandi leiðir í markaðsmálum. Notkun Íslendinga á

samfélagsmiðlum hefur aukist til muna síðastliðin ár og hafa íslensk fyrirtæki séð hag í því

að nýta þessa ört vaxandi notkun í markaðsaðgerðir sínar. Samfélagsmiðillinn Snapchat

er til þess fallinn að senda persónulegri skilaboð og er því gríðarlega öflugt tól fyrir

fyrirtæki til þess að auka tryggð og komast nær viðskiptavinum sínum. Viðfangsefni

þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þær markaðsaðgerðir sem minni fyrirtæki tileinka

sér á samfélagsmiðlinum Snapchat. Framkvæmd rannsóknar var eigindleg þar sem tekin

voru hálfopin djúpviðtöl við viðmælendur sem allir áttu það sameiginlegt að stjórna

samfélagsmiðlum fyrirtækjanna sem höfð voru að leiðarljósi við gerð rannsóknarinnar.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að miðillinn veitir fyrirtækjum tækifæri á

því að senda persónulegar upplýsingar til viðskiptavina sinna og opnar fyrir mun meiri

samskipti en ella. Samskipti opnast að því leyti að viðskiptavinurinn hefur stöðugan

aðgang að þér, en fyrirtæki stýra því sjálf hvernig þau svara. Einnig kom í ljós að þó að

miðillinn sé þessum kostum gæddur þá skapar hann gríðarlega mikið áreiti. Mikilvægt er

að fyrirtæki setji sér einhvers konar mörk þegar kemur að notkun Snapchat. Forritið hefur

einnig þróast í það að vera stafrænn fræðslumiðill þar sem markaðsfólk minni fyrirtækja

getur kynnt viðskiptavinum sínum fyrir nýjungum ásamt því að kenna þeim hvernig nota

skuli vöruna.

Page 6: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

6

FORMÁLI .............................................................................................................................. 4

ÚTDRÁTTUR ......................................................................................................................... 5

MYNDASKRÁ ........................................................................................................................ 8

1 INNGANGUR ................................................................................................................... 9

2 FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR .......................................................................................... 10

2.1 MARKAÐSSAMSKIPTI ........................................................................................................ 10

2.2 SAMÞÆTT MARKAÐSSAMSKIPTI ........................................................................................... 10

2.3 KYNNINGARBLANDAN ....................................................................................................... 11

2.3.1 KYNNINGARLEIÐIRNAR ............................................................................................................ 12

2.4 MARKAÐSSETNING .......................................................................................................... 15

2.5 STAFRÆN MARKAÐSSETNING (E. DIGITAL MARKETING) ............................................................. 16

2.6 VEFBYLTINGIN OG SAMFÉLAGSMIÐLAR (E. WEB 2.0) ................................................................ 17

2.7 SNAPCHAT ..................................................................................................................... 18

2.7.1 SNAPCHAT OG MARKAÐSSETNING ............................................................................................. 20

2.8 NETUMTAL (E. ELECTRONIC WORD OF MOTH) ......................................................................... 22

2.8.1 BUZZ MARKAÐSSETNING (E. BUZZ MARKETING) .......................................................................... 23

2.8.2 ÁHRIFAVALDAMARKAÐSSETNING (E. INFLUENCE MARKETING) ....................................................... 24

3 RANNSÓKNIN ................................................................................................................. 25

3.1 AÐFERÐAFRÆÐI OG FRAMKVÆMD RANNSÓKNAR ..................................................................... 25

3.2 MARKMIÐ OG RANNSÓKNARSPURNING................................................................................. 25

3.3 AÐFERÐIR EIGINDLEGRA RANNSÓKNA. .................................................................................. 26

3.4 UNDIRBÚNINGUR ............................................................................................................ 26

3.5 ÞÁTTTAKENDUR .............................................................................................................. 27

3.6 GAGNASÖFNUN OG ÚRVINNSLA GAGNA ................................................................................ 27

4 NIÐURSTÖÐUR GAGNAGREININGAR ............................................................................... 28

4.1 ÁHORF .......................................................................................................................... 29

4.2 ÁREITI .......................................................................................................................... 30

4.3 MÆLINGAR .................................................................................................................... 31

4.4 PERSÓNULEG TENGSL ........................................................................................................ 32

4.5 SAMSTARF ..................................................................................................................... 33

Page 7: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

7

4.6 TILGANGUR .................................................................................................................... 35

4.7 ÞRÓUN ......................................................................................................................... 37

5 UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR ............................................................................................... 38

6 TAKMARKANIR............................................................................................................... 40

7 LOKAORÐ ....................................................................................................................... 41

8 HEIMILDASKRÁ .............................................................................................................. 42

VIÐAUKAR ........................................................................................................................... 45

VIÐTALSRAMMI ....................................................................................................................... 45

VIÐTAL VIÐ ELÍSABETU HÖNNU MARÍUDÓTTUR MARKAÐSSTJÓRA FOTIA ............................................... 47

VIÐTAL VIÐ KARIN KRISTJÖNU HINDBORG HJÁ NOLA ........................................................................ 61

VIÐTAL VIÐ GERÐI HULD ARINBJARNARDÓTTUR HJÁ BLUSH ............................................................... 69

VIÐTAL VIÐ ÁSDÍSI INGU HELGADÓTTUR HJÁ DEISYMAKEUP .............................................................. 76

Page 8: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

8

Myndaskrá

Mynd 1. Kynningarblandan. ............................................................................................. 11

Mynd 2. Niðurstöður úr könnun Gallup um samfélagsmiðlanotkun Íslendinga. ............. 19

Mynd 3. Meginþemu og undirþemu rannsóknar. ............................................................ 28

Page 9: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

9

1 Inngangur

Meiri en helmingur þjóðarinnar eru reglulegir notendur samfélagsmiðilsins Snapchat og

er þá vert að skoða hvernig fyrirtæki nýta krafta miðilsins („Samfélagsmiðlamæling

Gallup“, e.d.). Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig minni fyrirtæki á Íslandi nýta sér

Snapchat sem markaðstól. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á notkun minni

fyrirtækja á miðlinum Snapchat til markaðssetningar og leitast er eftir því að svara

spurningunni:

,,Hvernig geta minni fyrirtæki nýtt sér samskiptamiðilinn Snapchat sem markaðstól?’’

Verkefninu er skipt niður í fræðilega umfjöllun um efnið þar sem fjallað er um

markaðssamskipti og þróun þeirra yfir á stafræna miðla. Til viðbótar er farið yfir

vefbyltinguna og hvernig samfélagsmiðlar urðu til ásamt almennri umfjöllun um Snapchat

miðilinn og netumtal. Gerð er grein fyrir þeirri aðferðarfræði sem höfð var að leiðarljósi

við gerð rannsóknarinnar og að endingu er farið yfir helstu niðurstöður, umræðu og

túlkun höfundar á efni ritgerðar ásamt lokaorðum.

Page 10: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

10

2 Fræðilegur bakgrunnur

Í þessum kafla er fjallað almennt um markaðssamskipti, samþætt markaðssamskipti og

kynningarblönduna. Einnig er fjallað um markaðssetningu og þá sérstaklega hvernig hún

hefur fært sig yfir á stafræna miðla. Litið er á áhrif vefbyltingarinnar og hvernig

samfélagsmiðlar urðu til í kjölfar hennar. Í lok kaflans er sjónum beint að netumtali og

hvernig það getur birst í formi buzz markaðssetningar (e. Buzz marketing) og með

áhrifavaldamarkaðssetningu.

2.1 Markaðssamskipti

Hugtakið markaðssamskipti lýsir þeim leiðum sem skipulagsheildir nýta sér til þess að

koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina sinna. Þróun á rafrænni tækni fleygir ört fram

og í kjölfarið hafa orðið gríðarlegar breytingar í samskiptum neytenda og fyrirtækja (Kotler

og Keller, 2012). Hlutverk markaðssamskipta er að upplýsa, sannfæra og minna

viðskiptavini beint eða óbeint á vörur eða þjónustu (Keller, 2008). Markaðsfólk komast

lítt áleiðis með vöru eða þjónustu án þess að hafa stefnu í samskiptaleiðum við

viðskiptavini og mikilvæga áhorfendur. Það er ekki svo langt síðan, að markaðsmenn

treystu einungis á einstefnutækni, líkt og auglýsingar (e. advertising) í markaðssetningu

(Wood, 2013). Þegar talað er um einstefnu er átt við að samskiptin milli viðskiptavina og

skipulagsheilda séu einhliða. Í dag er áherslan lögð á gagnvirk samskipti (e. interactive

marketing) til þess að byggja upp samskipti við viðskiptavini. Gagnvirk samskipti miða að

því að skilaboð berast ekki einungis frá skipulagsheildum til neytenda heldur einnig frá

neytendum til skipulagsheilda og jafnvel frá neytendum til neytenda (Baird og Parasnis,

2011).

2.2 Samþætt markaðssamskipti

Samþætt markaðssamskipti er skipulagskerfi þar sem fyrirtæki samræma kynningarleiðir

sínar til að auka gildi þeirra. Með því að samþætta markaðssamskipti geta fyrirtæki komið

á framfæri mun sterkari skilaboðum en ella (Belch og Belch, 2015). Markmið hins

samþætta skipulagskerfis er að velja fjölbreyttar og mismunandi samskiptaleiðir sem

Page 11: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

11

deila sameiginlegri merkingu og innihaldi, til þess að byggja upp ímynd fyrirtækisins og

skapa að lokum vörumerki (Keller, 2008).

Markaðsfólk verður að íhuga hvaða kynningarleiðir skal nota og hvernig skal

samþætta þær til þess að ná fram markmiðum sínum. Hreyfingin í átt að samþættingu

markaðssamskipta endurspeglar aðlögun markaðsaðila í breyttu umhverfi, líkt og kom

fram hér á undan, sérstaklega með tilliti til neytenda, tækni og neytendahegðunar (Belch

og Belch, 2015).

2.3 Kynningarblandan

Þær leiðir sem fyrirtæki nota til þess að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína kallast

samval kynningarleiða eða kynningarblandan. Það er blanda af verkfærum sem

markaðsaðilar geta nýtt sér til samskipta bæði við viðskiptavini sína og aðra

hagsmunaaðila. Til þess að bera áfram skýr og sannfærandi skilaboð þarf hvert tól að vera

vandlega samræmt hinum markaðstólunum undir hugtakinu samhæfð markaðssamskipti

(Kotler og Armstrong, 2013).

Kynningarblandan samanstendur af átta helstu samskiptaleiðunum sem sjá má á

Mynd 1.

Mynd 1. Kynningarblandan (Kotler og Keller, 2012; Belch og Belch, 2015).

Samskiptaleiðirnar átta eru auglýsingar, sölukynningar, almannatengsl og umfjöllun,

viðburðir og upplifanir, bein markaðssetning, gagnvirk markaðssetning, orðspor og

persónuleg sölumennska. Fyrirtæki verða að taka til greina nokkra þætti til þess að þróa

samskiptasetningu sína. Þeir þættir eru tegund markaðar, kaupákvörðunarstig og á hvaða

stigi varan er á líftímaskeiði (Kotler og Keller, 2012).

Page 12: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

12

Hver og ein kynningarleið hefur sína kosti og galla og því er mikilvægt að skilningur

sé fyrir hendi á þeim eiginleikum sem hver kynningarleið býr yfir, svo að hægt sé að velja

þær í samræmi við þarfir hvers markhóps fyrir sig (Belch og Belch, 2015).

2.3.1 Kynningarleiðirnar

1. Auglýsingar: eru skilgreindar sem ópersónuleg skilaboð sem sett eru fram af

ákveðnum bakhjarli, yfirleitt skipulagsheildir til viðskiptavina. Einkenni auglýsinga

er útbreiðsla og áhrifamáttur því þær ná til fjöldans. Auglýsingar eru yfirleitt

birtar á hinum hefðbundnu prentvakamiðlum, ljósvakamiðlum og netmiðlum.

Þær eru skilgreindar sem ópersónulegar vegna þess að um er að ræða einhliða

samskipti en ekki samskipti á milli tveggja eða fleiri einstaklinga (Belch og Belch,

2015). Auglýsingar eru góð leið til þess að upplýsa stóran hóp af viðskiptavinum

eða tengdum aðilum um vörumerki, vörur eða aðra þjónustu og til að byggja upp

vitund vegna þess að hægt er að ná til breiðari markhóps á skjótan hátt, með

notkun auglýsinga (Fahy og Jobber, 2012).

2. Sölukynningar: hvatning til neytenda eða viðskiptavina sem hönnuð er til þess að

örva kaup til skamms tíma. Þessi kynningarleið er einnig notuð sem svar við

samkeppni eða sem sérstök tilboð (Fahy og Jobber, 2012). Skipulagsheildir nota

form af söluhvatningu, eins og afsláttarmiða, keppnir, prufur, hlunnindi og þess

háttar til þess að draga fram sterkari og skjótari viðbrögð hjá neytendum (Kotler

og Keller). En söluhvatning er mikið notuð af fyrirtækjum í dag í gegnum miðilinn

Snapchat. Fyrirtækin bjóða upp á afsláttarkóða sem þau auglýsa á miðlinum sem

neytendur geta nýtt sér þegar þeir kaupa vöru eða þjónustu (Monefa, 2015).

3. Viðburðir og upplifun: samkvæmt Kotler og Keller eru margir kostir við atburði og

upplifanir svo lengi sem þeir eru viðeigandi, áhugaverðir og áhrifamiklir (Kotler og

Keller, 2012). Viðburður er tegund kynningar þar sem fyrirtæki eða vörumerki

tengist viðburði eða þar sem þemaverkefni er þróað í þeim tilgangi að skapa

upplifun fyrir neytendur og kynna í leiðinni vöru eða þjónustu. Markaðsaðilar

halda oft viðburði með því að tengja vöru sína við aðra vinsæla starfsemi, svo sem

íþróttaviðburði, tónleika eða hátíðir. Að sama skapi búa þeir til sína eigin viðburði

í kynningarskyni, eins og opnunarhátíðir. Þessi kynningarleið hefur orðið vinsæll

Page 13: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

13

hluti af samþættum markaðssamskiptum hjá fjölda fyrirtækja því að þeirra mati

eru viðburðir framúrskarandi kynningartækifæri til þess að tengja vörumerki við

ákveðinn lífsstíl, áhugamál eða starfsemi (Belch og Belch, 2015).

4. Almannatengsl og umfjöllun: skipulagsheildir þurfa ekki aðeins að huga að

uppbyggilegri tengingu við viðskiptavini, birgja og sölumenn, heldur þurfa þær

einnig að huga að tengslum sínum við almenning. Almenningur er sá hópur sem

hefur raunverulegan eða hugsanlegan áhuga á fyrirtækinu eða vörum þess og getur

einnig haft áhrif á getu félagsins til að ná markmiðum sínum (Kotler og Keller,

2012). Almannatengsl eru skilgreind sem stjórnunaraðgerð sem skipulagsheildir

nota til þess að meta viðhorf almennings, skilgreina stefnur og starfshætti

fyrirtækja og framkvæma aðgerðaráætlun til þess að efla skilning og viðurkenningu

almennings. Hlutverk almannatengsla er að vekja eða viðhalda jákvæðri umfjöllun

en einnig að koma í veg fyrir eða reyna að stjórna neikvæðri umfjöllun um

fyrirtækið og vörur þess. Þessi boðleið er hentug og getur verið öflugt tól til þess

að spila bæði vörn og sókn (Belch og Belch, 2015). Umfjöllun er mikilvægur þáttur

í almannatengslum en hún tryggir umfjöllun fjölmiðla án þess að greitt sé

sérstaklega fyrir hana. Mikilvægt er að nýta þessa aðferðafræði á tímum

samfélagsmiðla eins og Snapchat, þar sem umtal er orðið mun umfangsmeira og

breiðist mun hraðar út en áður (Fahy og Jobber, 2012).

5. Bein markaðssetning: í dag leggur markaðsfólk áherslu á að byggja upp

langtímasambönd við viðskiptavini sína. Til þess að að efla tengsl við neytendur

senda fyrirtæki afmæliskveðjur, sértilboð og markpósta, sem er líklega vinsælasta

aðferðin innan beinnar markaðssetningar (Fahy og Jobber, 2012). Bein

markaðssetning er notuð sem hvatning til kaupa og markmiðið er að fá jákvæða

svörun frá mögulegum viðskiptavinum. Þessi svörun getur verið í formi

fyrirspurnar, kaupa eða jafnvel atkvæðis. Nú á tímum Internetsins hefur verið mikill

vöxtur í notkun beinnar markaðssetningar. Mörg nútímafyrirtæki hafa að geyma

gagnagrunn með upplýsingum um neytendur sem inniheldur nöfn, póstföng,

netföng, kauphegðunarmynstur og önnur viðeigandi persónueinkenni neytenda.

Markaðsfólk notar þessar upplýsingar til þess að krækja í núverandi og væntanlega

viðskiptavini, með því að sérsníða og aðlaga vörur eða þjónustu að þeirra þörfum.

Page 14: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

14

Með beinni markaðssetningu er átt við að skipulagsheildir hafa bein samskipti við

sinn markhóp en ekki í gegnum milliliði. Þessi aðferð er árangursrík leið til þess að

skapa jákvæð viðbrögð neytenda. Bein markaðssetning hefur þróast í það hlutverk

að verða gífurlega mikilvægt tól í samþættingu markaðssamskipta. Markaðsaðilar

nota ekki einungis beina markaðssetningu í söluaðgerðum heldur samþætta þeir

aðgerðina að öðrum kynningarleiðum til þess að draga fram mismunandi áherslur

og ná þannig fram sterkari áhrifum (Belch og Belch, 2015).

6. Gagnvirk markaðssetning: nýjustu kynningarleiðirnar eru flestar rafrænar og þeim

fer ört vaxandi því þróun á rafrænni tækni hefur leitt til mikilla breytinga á

samskiptaháttum fólks. Netið veitir markaðsaðilum og neytendum tækifæri á

samskiptum á gagnvirkan hátt. En samskiptaformið á milli fyrirtækja og neytenda

hefur tekið miklum breytingum undanfarna áratugi og nú til dags ganga samskiptin

ekki einungis út á það að fyrirtæki mati upplýsingar í viðskiptavini sína, heldur geta

neytendur einnig haft sitt að segja. Gagnvirkir miðlar leyfa tvíhliða samskiptaform

þar sem neytendur geta tekið þátt í ferlinu. Ólíkt öllum öðrum formum

markaðssamskipta, eins og hefðbundin auglýsing sem er einhliða samskiptaform,

leyfa nýju gagnvirku miðlarnir notendum að framkvæma ýmsar aðgerðir. Gagnvirk

samskipti á milli fyrirtækja og neytenda leyfa neytendum að taka á móti, breyta og

jafnvel miðla upplýsingum um vörur og þjónustu. Einnig gerir samskiptaformið

neytendum kleift að útbúa fyrirspurnir, svara spurningum og jafnvel kaupa vörur á

netinu (Belch og Belch, 2015).

7. Orðspor: orðspor (e.Word of mouth) er ein tegund kynningarleiða en gott orðspor

er gríðarlega mikilvægt þegar þú ert að byggja upp vörumerki. Jákvætt orðspor

getur orðið til með náttúrulegum hætti, en því er líka hægt að stjórna og viðhalda

(Kotler og Keller, 2012). Fólk treystir hverju öðru og tekur mark á upplifun og áliti

annarra. En orðspor byggir aðallega á persónulegri reynslu neytenda og verður til

vegna persónulegra samskipta neytenda sem endurspeglar skoðanir og reynslu af

fyrirtækinu. Orðspor getur tekið sér form bæði á netinu og í hinu daglega lífi en

rannsóknir hafa sýnt fram á það að 90% af samtölum um vörur, þjónustu og

vörumerki eiga sér stað fyrir utan netið. Samskipti sem eiga sér stað augliti til

auglitis eru 75% af þessum samtölum en hin 15% gerast í gegnum síma (Belch og

Page 15: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

15

Belch, 2015). Orðspor verður til á þeim tímapunkti þegar fólk hefur sem mestan

áhuga, og fylgir oft á eftir athyglisverðum atburðum og er þar af leiðandi mikilvægt

verkfæri í samþættingu markaðssamskipta (Kotler og Keller, 2012).

8. Persónuleg sölumennska: persónuleg sölumennska er skilgreind sem persónuleg

framsetning frá söluhvötum skipulagsheildarinnar til viðskiptavina í þeim tilgangi

að selja og byggja upp persónuleg tengsl við þá. Samskiptin eru augliti til auglitis

eða með aðstoð fjarskiptatækja eins og farsíma (Belch og Belch, 2015). Persónuleg

sala gefur sölumanni færi á því að meta viðbrögð viðskiptavina og bregðast á

viðeigandi hátt í samræmi við þau. Markaðsaðilar eiga einnig auðveldara með að

auðkenna væntanlega viðskiptavini og geta sérsniðið lausnir að þeirra þörfum.

Einnig kemur þessi samskiptaleið að góðum notkum eftir söluferli til þess að takast

á við vandamál sem koma upp og tryggja ánægju viðskiptavinanna (Keller, 2008).

Persónuleg sölumennska er mjög áhrifarík og skilvirk kynningarleið. Helsti kostur

hennar er persónuleg nálægð við viðskiptavini sem byggir upp traust og grunn að

langtímasambandi (Belch og Belch, 2015).

2.4 Markaðssetning

Samkvæmt prófessorunum Dr. George Belch og Dr. Michael Belch er markaðssetning

einn af lykilþáttum atvinnulífsins og eru flest fyrirtæki og stofnanir, farin að gera sér grein

fyrir því (Belch og Belch, 2015). American Marketing Association (AMA) skilgreinir

markaðssetningu sem þær athafnir, stofnanir og ferla sem búa til, miðla, dreifa og skiptast

á tilboðum sem hafa gildi fyrir viðskiptavini, samstarfsaðila, hluthafa og samfélagið í heild

(„Definition of Marketing“, e.d.). Þessi skilgreining er nokkuð víð og miðar að því að

samfélagið í heild hafi ávinning af markaðssetningu. John Fahy og David Jobber lýsa

nútímaskilgreiningu á markaðssetningu sem “árangri sem felst í því að ná markmiðum

sínum með því að mæta þörfum viðskiptavina og ná samkeppnisforskoti” (Fahy og Jobber,

2012). Báðar skilgreiningarnar einblína á það virði sem felst í því að halda viðskiptavinum

sínum ánægðum. Markaðssetning er því nauðsynleg fyrir öll fyrirtæki og stofnanir til að

halda í núverandi viðskiptavini en einnig til að laða nýja að. Með rafrænni þróun er

markaðssetning sífellt að breytast og aðferðir hennar líka. Að því sögðu er mikilvægt að

Page 16: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

16

líta á hvernig markaðssetning hefur fært sig um set yfir á netið, þar sem hún virðist hafa

fest djúpar rætur.

2.5 Stafræn markaðssetning (e. Digital marketing)

Samkvæmt Belch og Belch (2015) höfum við undanfarin áratug mögulega orðið vitni að

öflugustu og byltingarkenndustu breytingum í sögu markaðssviðs og þá sérstaklega þegar

kemur að samþættum markaðssamskiptum. Þessar breytingar eru knúnar áfram af

tækniframförum og þróun sem hafa leitt til gríðarlegrar aukningar á samskiptum í gegnum

gagnvirka stafræna miðla, þá sérstaklega Internetið (Belch og Belch, 2015). Það hugtak

var fyrst notað af tölvunarfræðingnum Vint Cerf og þróaðist hratt í það að verða

verðmætt viðskipta- og samskiptatól fyrir fjöldann, og þá varð til það sem við köllum

stafræn markaðssetning (Ryan, 2017). Gagnvirkir miðlar leyfa tvíhliða samskipti þar sem

neytendur taka á móti, breyta og jafnvel miðla upplýsingum sem þeir fá á rauntíma. Ólíkt

öðrum formum markaðssamskipta, svo sem hefðbundinna fjölmiðlaauglýsinga sem

miðast af einhliða samskiptum, leyfa hinir nýju gagnvirku miðlar notendum að

framkvæma ýmsar aðgerðir, eins og að taka á móti, breyta og miðla upplýsingum og

myndum, útbúa fyrirspurnir, svara spurningum og jafnvel versla á netinu. Hraður vöxtur

Internetsins, og nýlega samfélagsmiðla breytir eðli fyrirtækja, hvernig þau stunda

viðskipti og hvernig þau haga samskiptum við viðskiptavini sína. Á hverjum degi eru fleiri

og fleiri neytendur um allan heim sem fá aðgang að Internetinu eða Veraldarvefnum þar

sem upplýsingar eru aðgengilegar notendum. Í dag eru fleiri en 2,4 milljarðar sem nota

Internetið í heiminum (Belch og Belch, 2015). Á Íslandi mældust 97% íbúa sem töldust til

reglulegra netnotenda árið 2014 og var það hæsta hlutfall sem mældist í Evrópu það árið.

Mikil aukning varð sérstaklega í notkun snjallsíma því 59% af netnotendum notuðu

snjallsíma til þess að tengjast netinu („Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum

Evrópulöndum 2014“, 2015).

Samkvæmt Guðna Rafni Gunnarssyni sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup telja

markaðsstjórar á Íslandi að Internetið sé áhrifameiri auglýsingamiðill heldur en

hefðbundar sjónvarpsauglýsingar, en þetta kom fram í niðurstöðum árlegrar rannsóknar

Gallup. Árið 2009 taldi einungis rúmlega helmingur markaðsstjóra hér á landi, sjónvarpið

Page 17: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

17

vera áhrifamesta miðilinn til auglýsinga. Áhrifamáttur Internetsis hefur því aukist jafnt og

þétt síðustu ár og samfélagsmiðlar sækja verulega á (Tryggvi Páll Tryggvason, 2016).

Meginmunurinn á stafrænni markaðssetningu og hefðbundinni markaðssetningu er

sá að sú fyrrnefnda er í eðli sínu mælanleg, leyfir tvíhliða samskipti og auðveldar tengsl

og samskipti á milli fyrirtækja og viðskiptavina (Wymbs, 2011). Það er deginum ljósara að

fyrirtæki og stofnanir eru farin að sjá og viðurkenna hag þess að nota Internetið sem

auglýsingamiðil og eru mörg þeirra farin að auka hlutverk ýmissa stafrænna miðla eins og

samfélagsmiðla í samvali kynningarleiða. Fyrirtæki og stofnanir eru farin að þróa herferðir

sem samþætta heimasíður, samfélagsmiðla og farsímamarkaðssetningu þeirra við aðrar

aðgerðir innan samvals kynningarleiðaprógrammsins, eins og fjölmiðlaauglýsingar.

Notkun Internetsins til markaðssetningar hefur gjörbreyst síðastliðin áratug og hefur nýtt

fyrirbæri tekið á sig mynd, Veraldarvefurinn (e. World Wide Web). Hugtakið “Vefur 2.0”

er oft notað til þess að lýsa þessum breytingum sem hafa átt sér stað á Internetinu (Belch

og Belch, 2015). Hér fyrir neðan verður fjallar ítarlega um Vef 2.0 .

2.6 Vefbyltingin og samfélagsmiðlar (e. Web 2.0)

Líkt og áður hefur komið fram er Vefur 2.0 gjarnan notaður til þess að lýsa þeim

breytingum á samskiptum fólks á netinu sem áttu sér stað um aldamótin (Belch og Belch).

Hugmyndafræðilega varð hugtakið sjálft til árið 2004 með þróun á gagnvirkni á netinu þar

sem vefur 2.0 kemur í kjölfarið af vef 1.0 (Kaplan og Haenlein, 2010). Vefur 1.0 vísar til

fyrri útgáfu vefsins sem einkenndist af einhliða og óbeinum samskiptum en Vefur 2.0 er

vettvangur sem leyfir þessi gagnvirku samskipti, sem geta tekið á sig mynd í formi

textaskilaboða, samfélagsmiðla, deilun myndefnis eða hvaða aðgerð sem felur í sér

samskipti milli notenda (Williams, Crittenden, Keo og McCarty, 2012).

Hugmyndin um samfélagsmiðla byggir í grunninn á hugmyndafræði Vef 2.0

samkvæmt Kaplan og Haenlein (2010) en það er hugmyndin um gagnvirk samskipti á

netinu þar sem einstaklingar búa til, deila, og skiptast á upplýsingum. Einnig eru þeir

sammála þeirri hugmynd um að vefur 2.0 sé vettvangur fyrir þróun samfélagsmiðla.

Vöxtur samfélagsmiðla er gríðarlegur og er orðinn einn af stærstu þáttum

Internetsins í dag. Miðlar eins og Facebook, Snapchat, Twitter og Instagram eru gott

Page 18: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

18

dæmi um vinsæla miðla sem markaðsaðilar eru farnir að nýta á meðvitaðan hátt, sem

nýjasta tólið í markaðsaðgerðum sínum. Samfélagsmiðlar hafa þróast frá því að vera

einungis vettvangur fyrir einstaklinga til þess að vera í sambandi við fjölskyldu og vini, í

það að vera staður þar sem neytendur geta lært meira um uppáhaldsfyrirtækin sín og

vörur þeirra (Prenaj og Rugova, 2016). Í grein Rugova og Prenaj (2016) eru taldir upp kostir

þess að markaðssetja fyrirtækin sín í gegnum samfélagsmiðla en þeir eru meðal annars:

vörumerkjavirði, stjórnun orðspors, aukin markviss umferð, aðgengilegar leitarvélar,

umtal, kynslóðarkynningar og markaðsupplýsingar sem tengjast markhópnum eða

samkeppninni. Einnig er vert að skoða að markaðssetning á samfélagsmiðlum er afar

hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir, en það fer að mestu leyti eftir því hvaða

tegund af samfélagsmiðli þú kýst að nota fyrir þitt eigið fyrirtæki (Prenaj og Rugova,

2016). Amy Jo Martin stofnandi samfélagsmiðlaráðgjafafyrirtækisins Digital Royalty talar

um í grein sinni að samfélagsmiðlar hjálpi fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum að

afhjúpa einstaklinga á bak við fyrirtækið og geri fyrirtækið “mannlegra” fyrir

viðskiptavinum, sem eykur tryggð viðskiptavina og byggir upp áhrif þess. Martin talar um

að gera fyrirtækið sitt mannlegra með því að nota samfélagsmiðla til þess að tengjast

viðskiptavinum sínum á persónulegri hátt en ella. Hún talar um að besta leiðin til þess að

stækka fylgjendahóp sinn er að setja inn innihaldsríkt efni á miðlana, líkt og fræðslu,

upplýsingar, innblástur og skemmtiefni. Martin mælir einnig með því að halda uppi

svörum á samfélagsmiðlum og nýta þá til þess að virkja neytendur og fá aðstoð þeirra við

að þróa nýjar vörur og þjónustu (Goudreau, 2012). Líkt og áður hefur komið fram er

markmið ritgerðarinnar að beina sjónum að Snapchat miðlinum í markaðssetningu minni

fyrirtækja og því er mikilvægt að líta á þetta snjalla forrit og kynna helstu eiginleika þess

áður en lengra er haldið.

2.7 Snapchat

Snapchat er snjallsímaforrit sem virkar á þann hátt að þú getur sent tímabundin

myndskilaboð og myndskeið, sem vara í allt að 10 sekúndur. Stofnendur Snapchat eru

þeir Even Spiegel, Bobby Murphy og Reggie Brown og var forritið upphaflega hluti af

skólaverkefni, en allir stunduðu þeir nám við Stanford Háskóla. Fyrirtækið var stofnað árið

2011 og bar þá nafnið Picaboo sem síðar fékk nafnið Snapchat. Notendur Snapchat fara

Page 19: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

19

ört vaxandi og árið 2014 varð metaukning á notendum og mældist hún 57%, sem var

mesta aukning notenda á samfélagsmiðlum það árið. Það sem gerir Snapchat að

frábrugðnari miðli en öðrum er að þú ákveður hversu langan tíma viðtakandi fær til að

skoða skilaboðin og var sá tími upphaflega hugsaður til þess að senda persónuleg

skilaboð. Það eru margir samfélagsmiðlar í dag sem innihalda bæði myndir og myndskeið

en fyrirtækið Snapchat hefur fundið sinn sess í samfélagsmiðlaheiminum og er einn

vinsælasti miðill í heimi (Monefa, 2015). Forritið er því gríðarlega vinsælt og þá

sérstaklega á meðal ungmenna, en það var með allt að 178 milljónir virka notendur árið

2017 („ Snapchat daily active users 2017 | Statistic“, e.d.). Nýjasta rannsókn Gallup á

samfélagsmiðlanotkun sýndi það að meiri en helmingur íslensku þjóðarinnar notar

samskiptaforritið Snapchat og líkt og sést á Mynd 2 hér að neðan, þá hefur notkun

Íslendinga aldrei verið meiri þar sem 62% þeirra nota forritið reglulega.

Mynd 2. Niðurstöður úr könnun Gallup um samfélagsmiðlanotkun Íslendinga.

Nú þegar samskiptamiðlar sem þessi hafa náð fótfestu hér á landi er vert að skoða hvernig

fyrirtæki notfæra sér miðilinn í markaðssetningu („Hlutfall Íslendinga á Snapchat

tvöfaldast - Viðskiptablaðið“, 2016). Snapchat forritið er einstaklega einfalt í notkun og

Page 20: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

20

hefur Snapchat teymið lagt áherslu á tækni og notendaviðmið í stað þess að miða á

vörumerkið sjálft. Upphaflega var tilgangur forritsins einungis að senda myndir og

myndskeið sem hverfa eftir tiltekinn fjölda sekúndna en Snapchat er sífellt að bæta við

fleiri aðgerðarmöguleikum og í núverandi útgáfu inniheldur hugbúnaðurinn meðal annars

myndskeið, andlitsmótandi síur, sögur (e. stories) o.fl., en það síðastnefnda er hugsað til

þess að tengja nokkur myndskeið saman, sem eru sýnileg öllum vinum þínum í allt að 24

klukkustundir. Einstaklingar og fyrirtæki nýta miðilinn til einkanotkunar en einnig sem

markaðstól. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru að átta sig á hversu öflugt verkfæri

miðillinn er til markaðssetningar. Snapchat, eins og aðrir samfélagsmiðlar, getur bætt

stöðu allra fyrirtækja, stórra sem smárra. Rétt eins og vinsælir bloggarar sem fá greitt fyrir

umfjöllun eða myndir af vörum á Instagram eða Facebook aðgangi sínum, þá eru

áhrifavaldar að fá greitt fyrir að kynna vörur og þjónustu í gegnum Snapchat. Þegar

stórfyrirtæki á borð við Walt Disney tekur upp á því að ráða áhrifavalda á Snapchat til þess

að bæta vörumerki sitt þá ættu flest fyrirtæki og stofnanir að geta nýtt sér allt það sem

Snapchat hefur upp á að bjóða í þeim tilgangi að auka sölu á vörum eða þjónustu (Monefa,

2015). Líklega geta allir verið sammála um það að Snapchat hafi fest nokkuð sterkar rætur

í flestum samfélögum heimsins og því tilvalið að líta á hvað markaðssetning á Snapchat

felur í sér og getur gefið af sér.

2.7.1 Snapchat og markaðssetning

Snapchat hefur marga góða kosti og er afar öflugur miðill vegna þess hve persónulegur

hann er. Mörg íslensk fyrirtæki eru farin að sjá hag í því að nýta Snapchat í

markaðsaðgerðir sínar, en að mati sérfróðra krefst miðillinn annarra áherslna heldur en

aðrir samfélagsmiðlar („Hlutfall Íslendinga á Snapchat tvöfaldast - Viðskiptablaðið“,

2016). Snapchat gerir fyrirtækjum kleift að sýna sinn eigin persónuleika og menningu sem

tengir viðskiptavini og fyrirtæki á persónulegri hátt en ella (Kolowich, e.d.). Auglýsingar á

Snapchat eru algengar og birtast í ýmsum formum og eru margar þeirra býsna

umfangsmiklar. Mikið er um að fyrirtæki nýti sér krafta áhrifavalda með kostuðum

auglýsingum eða vörum að gjöf en í notendaskilmálum Snapchat eru slíkar umfjallanir

bannaðar nema að auglýsendur séu hreinskilnir varðandi gjafir eða ef viðkomandi fékk

borgað fyrir umfjöllunina (Hulda Hólmkelsdóttir, 2016).

Page 21: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

21

Fjarskiptafyrirtækið Nova er dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt Snapchat á

frumlegan hátt en það vakti mikla athygli þegar Nova fór í Samstarf með Rvk. Studios og

settu inn sögu (e.stories) sem innihélt drykkju og eiturlyfjaneyslu sem endaði með

hrikalegum afleiðingum. Markmiðið með þessari sögu var tvíþætt, annars vegar til þess

að auglýsa kvikmyndina Eiðinn og hins vegar til þess að sinna forvarnarstörfum („Sjáðu

Snapchat-sögu Nova sem lagði internetið á hliðina“, 2016). Neo Monefa rithöfundur og

frumkvöðull skrifaði bók um Snapchat sem er í eðli sínu eins konar leiðarvísir fyrir fyrirtæki

sem ætla að nýta Snapchat í markaðsaðgerðir sínar. Eftirfarandi leiðir er að finna í bók

Monefa:

1. Örlítið sýnishorn á vöru (e. Sneak peek of a product) er tækifæri til þess að

sjá eitthvað áður en það kemur á markað. Snapchat er frábær leið til þess að

koma af stað kynningu um væntanlega vöru ef þú vilt búa til áhuga og

eftirvæntingu (e. buzz) fyrir fólkið á vinalistanum þínum. Stutt 10 sekúndna

ljósmynd eða myndband af nýju vörunni mun vekja forvitni og áhuga.

2. Sérsniðnir afsláttarkóðar (e. Custom coupons) eru afar hentugir sem

markaðstól því flestir elska að spara peninga og með Snapchat getur þú sent

fylgjendum þínum sérsniðna afsláttarkóða í myndformi. Afsláttarkóðar eru

byggðir á sömu hugmynd og hinir hefðbundnu afsláttarmiðar sem fjallað var

um á ítarlegan hátt í kafla 1.3.1 um kynningarleiðirnar, en markmið með þeim

er hvatning til kaupa. Einnig er mikill kostur við afsláttarkóða hversu auðvelt er

að mæla árangur af honum, það er að segja hversu margir nota tiltekinn

afsláttarkóða eða hversu margir taka skjáskot af kóðanum (Monefa, 2015). Elko

er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem nota þessa leið en á heimasíðu sinni hafa

þau sett leiðbeiningar um hvernig skuli nota afsláttarkóða til þess að virkja

tilboð („Hvernig nota ég afsláttarkóða?“, e.d.).

3. Á bak við tjöldin myndefni (e. Behind the scenes footage). Ef unnið er að nýju

myndefni til dæmis fyrir nýja vörulínu þá er þetta afar hentug leið til þess að

gefa vinum og fylgjendum forsýningu á því sem er væntanlegt. Stutt mynd eða

myndskeið sem sýnir á bak við tjöldin getur verið akkúrat það sem þú þarft til

þess auka spennu fyrir nýrri vöru eða þjónustu (Monefa, 2015). Fréttamiðillinn

The Washington Post notar Snapchat sögur til þess að leyfa fylgjendum sínum

Page 22: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

22

að fylgjast með fréttum á rauntíma. Blaðið deilir efni sem gerist á bak við tjöldin

og gefur fylgjendum sínum aðgang að fréttum á mikið skjótari tíma heldur en

ef fréttin væri skrifuð upp og birt sem grein (Kolowich, e.d.).

4. Gefðu innherjaupplýsingar (e. Provide insider info). Þessi aðferð er byggð á

því að láta viðskiptavini finnast þeir vera mikilvægir og því einkar hentug til þess

að styrkja viðskiptavinasambönd. Aðferðin gengur út á það að fyrirtæki sendir

út upplýsingar á Snapchat, sem fylgjendur myndu hvergi fá annars staðar. Þetta

gætu til dæmis verið upplýsingar um viðburð sem fyrirtækið styrkir eða

upplýsingar um nýja vörulínu sem væri væntanleg í verslanir (Monefa, 2015).

5. Bein útsending viðburða (e. Live Stream the Event). Fyrirtæki geta notað

Snapchat sögur (e. Stories) til þess að vera með beina útsendingu af einstaka

viðburðum, fyrir fylgjendur sína sem komust ekki. Fylgjendur upplifa sig í

kjölfarið sem þátttakendur á hinum tiltekna viðburði og líta á sig sem hluti af

heildinni (Monefa, 2015).

Allar þessar kynningarleiðir á Snapchat eru vel þekktar og mörg stórfyrirtæki hafa nýtt sér

einverjar þeirra, þar á meðal er þekkta snyrtivörufyrirtækið Nars en það notaði Snapchat

til að forsýna Guy Bourdin Color Cosmetics línuna sína til fylgjenda sinna.

Einnig notaði NBA (The National Basketball Association) Snapchat til þess að byggja upp

áhuga og forvitni fyrir valinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar, en þar var Kevin

Durant leikmaður Golden State Warriors tilkynntur í gegnum Snapchat Stories. Þannig

notaði fyrirtækið Snapchat til þess að hvetja aðdáendur til þess að horfa á vefsíðurnar

NBA.com og NBATV.com á rauntíma svo að þeir gætu séð þegar Kevin Durant tók á móti

verðlaununum. Þetta er einungis brot af þeim aðferðum sem fyrirtæki geta nýtt Snapchat

í fyrir markaðsaðgerðir sínar og þessi sterki samfélagsmiðill hefur endalausa möguleika

fyrir fyrirtæki og stofnanir (Monefa, 2015).

2.8 Netumtal (e. electronic word of moth)

Umtal eða „orðið á götunni” hefur lengi verið hluti af hinum hefðbundnu

kynningarleiðum, en í dag með Vef 2.0 hefur netumtal eða rafrænt umtal vakið mikinn

áhuga markaðsfólks (Williams, Crittenden, Keo og McCarty, 2012). Í grein Auðar

Page 23: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

23

Hermannsdóttur og Alexöndru Bjargardóttur sem birtist í Tímariti um viðskipti og

efnahagsmál er hugtakinu lýst svona “þegar samskipti fólk á netinu snúast um vörur,

þjónustu, fyrirtæki eða vörumerki er talað um að það eigi sér stað rafrænt umtal”. Áhrif

rafræns umtals eru töluvert öflugri en áhrifin af hinu hefðbundna umtali, vegna þess að

rafrænt umtal breiðist gríðarlega hratt út og nær til mun stærri hóps heldur en hið

hefðbundna (Auður Hermannsdóttir og Alexandra Diljá Bjargardóttir, 2013). Einnig hafa

rannsóknir sýnt fram á það að umtal á rafrænu formi, líkt og umsagnir og annað, geta

valdið meiri áhuga á vörum og vöruflokkum heldur en hefðbundnar upplýsingar, eins og

kynningar eða umsagnir sem koma frá markaðsaðilum (Cheung og Thadani, 2010). Í grein

Cheung og Thadagni er rafrænt umtal skilgreint sem allar jákvæðar og neikvæðar

yfirlýsingar á netinu sem koma frá mögulegum, raunverulegum og fyrrum viðskiptavinum

vöru, þjónustu eða fyrirtækis. Í sömu grein er talað um að mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að

vera vakandi fyrir því umtali sem fer fram um fyrirtækið á netinu, því að slíkt umtal getur

haft áhrif á ímynd og kaupáform viðskiptavina (Cheung og Thadani, 2010). En rannsóknir

sýna að 85% af þúsund helstu markaðsstofum í Bandaríkjunum nota einhvers konar form

af rafrænu umtali í markaðsstefnum sínum (Williams o.fl., 2012). Rafrænt umtal getur

tekið á sig mynd í mismunandi formum, því að samskipti neytenda fara fram á

mismunandi vettvöngum og miðlum. Til dæmis þegar neytendur segja skoðanir sínar og

umsagnir um vörur á bloggsíðum, í umræðuhópum á netinu, umsagnarsíðum og

samfélagsmiðlum (Cheung og Thadani, 2010).

2.8.1 Buzz markaðssetning (e. Buzz marketing)

Buzz markaðssetning felst í því að koma af stað jákvæðum orðrómi um vöru eða þjónustu,

sem berst út með ákveðnum hópi af fólki. Svo dæmi sé tekið þá fékk Nintendo í

Bandaríkjunum mæður í úthverfum til þess að dreifa orðinu með vinum sínum að Wii væri

leikjatölva sem öll fjölskyldan gæti leikið sér að í sameiningu (Fahy og Jobber, 2012).

Áhrifarík buzz markaðssetning á sér þó ekki rætur í markaðssetningu á tilteknu vörumerki

eða þjónustu, heldur er hugmyndin frekar byggð á daglegum samskiptum og samtölum

fólks. Þess vegna er oft talað um orðspor og buzz markaðsetningu í sama samhengi.

Rannsóknir á persónulegum áhrifum og hugmyndin um það að ákveðnir einstaklingar séu

sérstaklega áhrifamiklir hefur heillað rannsóknarmenn, sérfræðinga og almenning í meira

Page 24: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

24

en 60 ár og í ýmsum fræðigreinum hafa þessir einstaklingar verið kallaðir

„skoðunarleiðtogar” (Carl, 2006). Fyrsta skrefið í buzz markaðsherferðum er að auðkenna

og miða á skoðunarleiðtoga sem eru tískuvitar (e. Trendsetters). Vörumerkjavitund berst

svo með þessum einstaklingum til mögulegra viðskiptavina sem sækjast eftir því að líkjast

þessum tískuvitum. Í flestum tilfellum eru áhrifsaðilar frægir einstaklingar eða

áhrifavaldar sem styðja ákveðin vörumerki, ýmist beint eða óbeint (Fahy og Jobber, 2012).

Líkt og áður hefur komið fram er Snapchat frábær leið til þess að koma af stað kynningu

um væntanlega vöru ef þú vilt búa til áhuga og eftirvæntingu hjá fólkinu á vinalistanum

þínum. Stutt 10 sekúndna mynd eða myndband af nýju vörunni mun vekja forvitni og

áhuga (Monefa, 2015).

Nike og Red Bull eru bæði fyrirtæki sem nýta sér buzz markaðssetningu. Nike reiðir

sig á að vera í samstarfi við einstaka íþróttamenn eins og Tiger Woods og Lance Armstrong

en stundum eru íþróttalínur þróaðar undir nafni íþróttamannanna. Red Bull fer aðra leið

og treystir á það að vera í samstarfi við stóra viðburði, eins og Formúlu 1 kappaksturinn.

En jafnvel þó að bæði fyrirtækin noti Buzz markaðssetningu, þá er leiðin sem Nike tileinkar

sér mun áhættusamari. Það er vegna mögulegra neikvæðra áhrifa á vöruna sem

áhrifavaldurinn gæti valdið ef neikvæðar fregnir berast um hann, eins og gerðist með

Lance Armstrong þegar hann féll á lyfjaprófi (Mourdoukoutas, 2012). Buzz

markaðssetning hefur verið sérstaklega áberandi á Snapchat með komu svokallaðra

áhrifavalda en nánar er farið í hvað felst í því að vera áhrifavaldur og

áhrifavaldamarkaðssetningu hér fyrir neðan.

2.8.2 Áhrifavaldamarkaðssetning (e. influence marketing)

Nútímalýsing á hugtakinu áhrifavaldur er einstaklingur sem nýtur mikilla vinsælda á

samfélagsmiðlum og hefur marga fylgjendur sem fylgjast með færslum hans á miðlum

eins og Snapchat, Instagram og Facebook (Þóroddur Bjarnason, 2017).

Nú á tímum þegar snjallsímar verða sífellt stærri partur af lífi okkar, þá þurfa

markaðsaðilar að mæta kröfum nútímans og mæta neytendum. Áhrifavaldar eru ekki nýir

af nálinni í markaðsfræðinni og hafa lengi verið til. Michael J. Fox lagði línurnar að

körfuboltatísku á sínum tíma í kvikmyndinni Back to the future 2, þar sem hann var í

uppháum reimalausum Nike körfuboltaskóm. Munurinn er að í dag fer markaðssetning

Page 25: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

25

fram að stórum hluta á samfélagsmiðlum, en hér áður fyrr fór hún meðal annars í gegnum

vörustaðsetningu í kvikmyndum. Áhrifavaldar geta haft ólík áhrif því það er hægt að útbúa

Snapchat myndir og myndbönd um alls kyns hluti, líkt og snyrtivörur, þrif, íþróttir, bækur

eða pólitík (Guðmundur Tómas Axelsson, 2017).

Það eru að minnsta kosti tvö íslensk hugbúnaðarfyrirtæki í dag, Eylenda og

Ghostlamp, sem starfa við það að tengja áhrifavalda og fyrirtæki saman. Markmiðið er að

finna ákveðna áhrifavalda sem ná til ákveðinna markhópa og séð er til þess að fyrirtæki

vinni með þeim áhrifavaldi sem hentar best hverju sinni („Áhrifavaldar“, e.d.; „Create on-

demand influencer campaigns, anywhere in the world.“, e.d.). Í rauninni getur hver sem

er verið áhrifavaldur milliliðalaust.

Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við Háskóla

Reykjavíkur talar í sama samhengi um að notkun áhrifavalda við markaðssetningu sé ekki

ný af nálinni en vægi hennar er hins vegar að aukast hér á landi og víðar. Það er því orðin

viðurkennd aðferð í dag að nota áhrifavalda á samfélagsmiðlum við markaðssetningu.

H&M á Íslandi og í Noregi nota áhrifavalda í sínum markaðsaðgerðum og sendi fyrirtækið

nokkrum þekktum einstaklingum boðskort í foropnun búðarinnar á Íslandi í haust

(Þóroddur Bjarnason, 2017).

3 Rannsóknin

3.1 Aðferðafræði og framkvæmd rannsóknar

Í þessum kafla er fjallað um markmið rannsóknarinnar ásamt rannsóknarspurningu. Þá er

gerð grein fyrir þeirri aðferðarfræði sem höfð var að leiðarljósi við skrifin og undirbúningi

og ferli rannsóknarinnar lýst í stuttu máli. Að lokum er sagt frá viðmælendum og hvernig

unnið var úr gögnum rannsóknarinnar.

3.2 Markmið og rannsóknarspurning

Í þessari rannsókn er reynt að varpa ljósi á þær aðgerðir sem minni fyrirtæki nota til

markaðssetningar með samfélagsmiðlinum Snapchat. Markmið rannsóknarinnar er að

skoða hvernig miðilinn getur bætt stöðu minni fyrirtækja. Höfundur leitast eftir því að

svara spurningunni: ,,hvernig geta minni fyrirtæki nýtt sér samskiptamiðilinn Snapchat

Page 26: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

26

sem markaðstól’’? Rannsóknarspurningin myndaðist endanlega við heimildarvinnu

rannsóknarinnar en ekki er óalgengt að rannsóknarspurningar þróist og taki breytingum

þegar unnið er eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum (Hennink, Hutter og Bailey, 2011).

3.3 Aðferðir eigindlegra rannsókna.

Í þessari rannsókn voru eigindlegar rannsóknaraðferðir notaðar til þess að ná fram

upplifun markaðsstjóra minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat til

markaðssetningar. Eigindlegar rannsóknaraðferðir henta þessari rannsókn vel þar sem

þátttakendur eru tiltölulega fáir en viðfangsefnið byggist, líkt og áður hefur komið fram,

að mestu leyti á þeirra reynslu af Snapchat. Hugmyndafræðin um eigindlegar aðferðir

gengur út á það að þátttakendur séu fáir en með reynslu og hæfni af tilteknu viðfangsefni.

Með eigindlegum rannsóknum er einnig hægt að kafa dýpra í efnið og á fjölbreyttari hátt

sem skilar oft betri skilningi en ella (Bogdan og Biklen, 1982). Við gagnaöflun var notast

við hálfopin djúpviðtöl. Viðtölin byggjast á einstaklingssamtölum sem fóru fram eftir

umræðuramma. Eigindlegar rannsóknaraðferðir hafa einnig þann eiginleika að þau hafa

meiri sveigjanleika til að aðlaga viðtölin að hverju og einu fyrirtæki (Hennink, Hutter og

Bailey, 2011).

3.4 Undirbúningur

Undirbúningur rannsóknarinnar hófst um haustið 2017 þegar rannsakandi hafði

endanlega ákveðið efni til rannsóknar. Rannsakandi hóf að kynna sér efnið og setti fram

stutta könnun á netinu til hliðsjónar við val á fyrirtækjum. Í desember 2017 var efni

ritgerðarinnar mótað að mestu leyti og hóf þá höfundur að undirbúa viðtöl. Höfundur

útbjó viðtalsramma og voru spurningar samdar út frá honum. Fyrsta viðtalið var tekið í

byrjun desember og voru spurningar aðlagaðar að hverjum viðmælenda fyrir sig. Við

greiningarvinnu byrjuðu drög að þemum að mótast en betur er farið í niðurstöður og

greiningu rannsóknarinnar í kafla 3.6 - Gagnasöfnun og úrvinnsla gagna.

Page 27: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

27

3.5 Þátttakendur

Fyrirtæki rannsóknarinnar voru valin með markvissri nálgun, það er þegar fyrirtæki eru

valin til að hæfa markmiði rannsóknarinnar (Hennink, Hutter og Bailey, 2011). Alls voru

tekin fjögur viðtöl og allir viðmælendur eiga það sameiginlegt að vera ungar konur sem

stýra markaðsmálum og samfélagsmiðlum lítilla fyrirtækja á Íslandi. Þrír af

viðmælendunum reka fyrirtækin sjálf, Ásdís Inga Helgadóttir hjá Deisymakeup, Gerður

Huld Arinbjarnardóttir hjá Blush og Karin Kristjana Hindborg hjá Nola en Elísabet Hanna

Maríudóttir rekur ekki fyrirtækið heldur sér einungis um markaðsmálin hjá Fotia. Við val

á fyrirtækjum var stuðst við þekkingu höfundar á viðfangsefni og fyrirtækjunum sjálfum.

Sendur var tölvupóstur á fyrirtækin þar sem óskað var eftir viðtali við þann aðila sem stýrir

samfélagsmiðlum fyrirtækjanna. Mikilvægt er að taka fram að viðmælendur nálgast

miðilinn á ólíkan hátt en Ásdís og Gerður eru báðar andlit fyrirtækisins og í leiðinni

áhrifavaldar að einhverju leyti, því þær koma einnig fram sem þær sjálfar og sýna frá sínu

persónulega lífi. Karin og Elísabet nota hins vegar miðilinn einungis sem vinnutól og

blanda ekki persónulega lífi sínu inn í aðgerðir fyrirtækisins á miðlinum.

Öllum viðmælendum rannsóknarinnar var gerð grein fyrir tilgangi rannsóknarinnar, en

mikilvægt er að þeir skilji út á hvað rannsóknin gengur til þess að þátttaka þeirra sé

markviss (Ástríður Stefánsdóttir, 2013).

3.6 Gagnasöfnun og úrvinnsla gagna

Við gagnaöflun var notast við hálfopin djúpviðtöl. Viðtölin byggjast á

einstaklingssamtölum sem fóru fram eftir umræðuramma. Djúpviðtöl byggjast á

einstaklingssamtölum sem felast í því að leitast eftir upplýsingum af persónulegri reynslu

einstaklingins á ákveðnu viðfangsefni (Hennink o.fl., 2011). Notaður var viðtalsrammi en

þó voru spurningar aðlagaðar að hverjum og einum viðmælenda til þess að fá sem mest

út úr hverju viðtali. Rannsakandi fékk yfirleitt góðar undirtökur þegar viðtalsbeiðnir voru

sendar út en þó voru ekki öll fyrirtæki sem svöruðu þeim beiðnum. Erfitt var að finna

viðtalstíma sökum anna þátttakenda enda desembermánuður yfirleitt annasamur hjá

flestum Íslendingum. Tvö viðtöl voru tekin á vinnustað, eitt í heimahúsi og eitt í gegnum

samskiptaforritið Skype. Þátttakendum rannsóknarinnar var gerð grein fyrir því að

hljóðrita þyrfti viðtölin og allir þeirra gáfu leyfi fyrir því. Viðtölin voru mislöng, frá 25

Page 28: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

28

mínútum upp í 38 mínútur. Samtals voru viðtölin rúmlega tveir klukkutímar eða 122

mínútur og afrituð samhliða gagnaöflun. Þegar viðtöl eru afrituð eru þau skrifuð orðrétt

niður, en það er vegna þess að orð, slangur og tjáning viðmælenda endurspegla upplifun

þeirra á efninu (Hennink o.fl., 2011). Þegar afritun var lokið voru viðtölin prentuð út og

farið var í að greina gögnin og finna út þemu. Reynt var að koma auga á sameiginlegar

upplifanir þátttakenda og einnig ólíkar upplifanir til þess að átta sig betur á tilgangi og

merkingu gagnanna. Þetta er gert til þess að draga lærdóm af þeim (Gubrium og Holstein,

2002). Gerð var þemagreining þar sem nokkur yfirþemu komu í ljós. Yfirþemu voru

yfirstrikuð og allur texti lesinn aftur og komu þá nokkur undirþemu í ljós. Við

þemagreiningu komu sjö meginþemu fram og átján undirþemu. Útbúin var þematafla en

hana má sjá í fjórða kafla um niðurstöður gagnagreiningar hér fyrir neðan.

4 Niðurstöður gagnagreiningar

Í þessum kafla verður gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar. Farið verður yfir

þemu og áhugaverða þætti sem í ljós komu við greiningu viðtala. Þemu lýsa því

sameiginlegri upplifun og reynslu mismunandi hópa og einstaklinga. Við greiningu

gagnanna komu fram nokkur áhugaverð meginþemu og undirþemu, en þau eru áhorf,

áreiti, mælingar, persónuleg tengsl, samstarf, tilgangur og þróun. Einnig komu þó nokkur

undirþemu í ljós en þau má sjá á mynd 3.

Mynd 2. Meginþemu og undirþemu rannsóknarinnar.

Page 29: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

29

4.1 Áhorf

Öll fjögur fyrirtækin sem tóku þátt í rannsókninni eiga það sameiginlegt að hafa gríðarlega

stóran fylgjendahóp sem hefur vaxið með árunum. Áhugavert er að viðmælendur töluðu

um að „rétt tímasetning“ hefði skipt sköpum og sé ein meginástæðan fyrir góðum árangri

þeirra á miðlinum. Fyrirtækin stofnuðu öll Snapchat aðgang sinn á svipuðum tíma eða

fyrir rúmum tveimur árum. Ekki væri jafn auðvelt í dag fyrir fyrirtæki að ná inn slíkum

fjölda fylgjenda vegna aukinnar aðsóknar fyrirtækja á miðilinn og vegna þess fjölda sem

kalla sig „opinbera snappara“, umfangið er einfaldlega orðið svo mikið.

Fylgjendur eru yfir nokkur þúsund hjá öllum fjórum fyrirtækjum rannsóknarinnar en

þó töluðu allir viðmælendur um það að ekki væri unnið markvist að því að stækka

fylgjendahópinn enn frekar. Mikilvægara væri að halda í þá tryggustu, sem er rökrétt að

mati höfundar enda ein af grunnreglum markaðsfræðinnar. Þegar Ásdís hjá Deisymakeup

var spurð að því hvernig hún byggi miðilinn sinn upp svaraði hún:

Sko, ég er eiginlega ekki búin að vera að sinna honum þannig undanfarið, þannig að ég vilji fleiri fylgjendur. Mér finnst ég bara vera með minn hóp og finnst það líka bara gott. Af því að eins og ég segi þá er þetta ógeðslega erfitt, þig langar ekkert að hafa ótrúlega marga og helmingurinn er til þess að gera grín af þér. Þannig mér líður eiginlega bara mjög vel með þetta marga og ég veit hvar ég hef þau.

Karin hjá Nola var spurð að því sama og svaraði:

Annars hef ég ekkert mikið verið að “pimpa” út okkar snapp þetta er bara ótrúlega mikið svona okkar fólk. Ég vil frekar hafa færri, en hafa þá fólk sem nýtur góðs af því sem við erum að gera.

Allir viðmælendur hafa það að viðmiði að setja inn reglulega efni til þess að minna á sig

en þó er það ekki sett regla. Karin telur það mikilvægt að vera duglegur að setja inn efni

til þess að áhorf falli ekki niður en hún tekur sérstaklega eftir því hversu fljótt tölurnar

falla ef miðlinum er ekki sinnt. Þrír af fjórum viðmælendum tala hins vegar um að það sé

fín lína á milli þess að vera óþolandi og „spamma” og þess að vera duglegur að setja inn

efni sem skiptir máli. Elísabet hjá Fotia minntist sérstaklega á þetta:

Mér finnst það eiginlega bara þannig að manni langar ekki að vera eitthvað pirrandi þarna inn á. Maður vill ekki vera endalaust að spamma. Frekar að

Page 30: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

30

koma inn reglulega og koma þá með eitthvað almennilegt í staðinn fyrir að setja bara eitthvað.

Gerður hjá Blush talar að sama skapi um að það sé áhrifaríkast að setja inn innihaldsríkt

efni en ekki hlaða inn óþarfa upplýsingum, þótt hún leyfi sér að gera það stundum. Þrír af

viðmælendum tala um að miðillinn sé mun harkalegri en aðrir að því leyti að fólk hikar

ekki við að eyða þér út ef þeim líkar ekki það efni sem sett er inn. Flestir viðmælendur eru

sammála því að áhorf sé sveiflukennt og Karin telur það einnig vera árstíðarbundið. Allir

viðmælendur eru þó sammála um að aukið umfang í verslun og sölu fylgi auglýstum

afslætti inni á miðlinum.

4.2 Áreiti

Allir viðmælendur rannsóknarinnar tala sérstaklega um hvað það fer gríðarlega mikill

tími í að svara fólki sem senda spurningar í gegnum miðilinn. Allir viðmælendur svöruðu

því játandi að þeir svara öllum þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum miðilinn. Ásdís

hjá Deisymakeup og Gerður hjá Blush svara skilaboðum á öllum tímum dagsins en

Elísabet hjá Fotia og Karin hjá Nolasetja setja ákveðin mörk við vinnutíma eða

opnunartíma búðarinnar. Karin segir:

Já ég myndi segja að þetta væri allt of mikið áreiti þegar það er verið að senda allan sólahringinn, en þá er kannski búið að leggja upp fyrir því að þú getir verið að senda því þú ert alltaf að svara og ert alltaf sjálf á snappinu eða þú veist, tengir líf þitt við.

Ásdís fann fyrir miklu áreiti og kvíða vegna mikils fjölda skilaboða sem hún fékk, þar sem

hún reyndi eftir bestu getu að svara öllum en á endanum gekk það ekki upp. Nú hefur hún

látið starfsmenn fyrirtækisins í það verkefni að svara öllum fyrirspurnum er varða

verslunina. Ásdís lýsir hér reynslu sinni.

En núna finnst mér bara þannig að þetta er að hafa áhrif á mig. Ég er með lítið barn, þú veist, ég hef verið kvíðin. Núna finnst mér bara allt í lagi að ég sendi bara allt á stelpurnar í búðinni og stelpurnar í búðinni svara bara öllu. En ef þetta er eitthvað persónulegt, þú veist..

Page 31: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

31

Viðmælendur töluðu einnig um að spurningar á Snapchat væru annars eðlis og mun

frjálsari heldur en á öðrum miðlum. Viðmælendur eru allir þeirrar skoðunar að fólk leyfir

sér að spyrja persónulegri spurninga á miðlinum heldur en til dæmis í hefðbundum

tölvupósti. Gerður og Ásdís tala sérstaklega um að sumar af þessum spurningum sem

þær fá séu of persónulegar og nálægt persónulegu áreiti. Gerður fær sérstaklega mikið

af óviðeigandi spurningum, en hún telur að fólk leyfi sér að spyrja slíkar spurningar

vegna þess að hún selur kynlífstæki. Gerður talar líka um að hún eigi sér nánast ekkert

einkalíf og segir:

Það fylgir þessu ótrúlega mikið áreiti. Þú veist, þú átt ekkert privacy. Ég fer ekkert út í búð nema að ég finni að það sé verið að horfa á mig og svo náttúrulega almennt skilurðu? Fólk er endalaust að koma til mín og vill fá mynd af sér með mér, eitthvað svona fáranlegt sem ég hélt að myndi bara aldrei gerast á Íslandi.

Ásdís talaði um það að hún myndi fara öðruvísi að miðlinum í dag heldur en þegar hún

byrjaði vegna þess áreitis sem hún hefur orðið fyrir. En hún segir að það væri hins vegar

erfitt að fara til baka því það gæti skapað óánægju á meðal viðskiptavina. Karin hjá Nola

telur mjög mikivægt að setja strax mörk um hvernig þú ætlir að nálgast Snapchat, en hún

hefur það að sjónarmiði að blanda ekki sínu persónulega lífi inn á miðilinn og notar það

einungis sem vinnutól. Gerður og Ásdís kvarta meira yfir áreiti en Karin og Elísabet og er

það rakið til þess að þær fyrrnefndu hleypa fylgjendum sínum nær sér á miðlinum og eiga

það til að vera mjög persónulegar.

4.3 Mælingar

Niðurstöður benda til þess að ekki sé lögð mikil áhersla á að mæla árangur af markaðs-

setningu á Snapchat, enda getur það reynst erfitt þar sem ekki eru til nein sérstök tól til

þess. Fyrirtæki þurfa að nota ímyndunaraflið til þess að finna aðferðir til mælingar, en

það hefur verið vinsælt að nota afsláttarkóða, skjáskot og mæla umfang af upplýsingum

sem einungis eru gefnar upp á Snapchat. Enginn af viðmælendum rannsóknarinnar

mælir árangur af Snapchat á markvissan hátt en allir hafa þó einhverja reynslu af notkun

afsláttarkóða. Afsláttarkóði er mælanlegur að því leyti að það er hægt að rekja fjölda

Page 32: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

32

þeirra sem nýta sér kóðann til einstaklingsins sem birti hann, sá hinn sami er þá yfirleitt

áhrifavaldur. Karin hjá Nola lýsir því hvernig hún notar afsláttarkóða á Snapchat:

Já, þá bý ég bara til kóða fyrir þessa manneskju og þá sé ég nákvæmlega hvernig hún virkar, hvað það koma margar pantanir í gegnum kerfið með þessum kóða. Þannig maður getur alveg haldið tölu yfir það hverjir eru að virka vel og hverjir ekki.

Gerður talar um að hún noti ekki kóða vegna þess að henni finnst það leiðinlegt tól en

helstu mælingar hennar eru í sölu og heimsóknum á vefverslunina. Elísabet viðurkennir

einnig að þau mæla lítið sem ekkert af Snapchat og bendir á að nýjungar miðilsins

Instagram séu betur fallnir til þess, þar sem hægt að er að búa til skoðunakönnun til þess

að kynnast viðskiptavinum þínum betur. Karin talaði líka um ókosti miðilsins þegar hún

var spurð að því hvort að það væri þægilegra að halda um mælingar til dæmis á Facebook,

sagði hún: ,,já miklu, þá sér maður líka andlitin og nöfnin, þannig að þú getur flett fólki

upp”.

4.4 Persónuleg tengsl

Það voru allir viðmælendur sammála þeirri staðreynd að með notkun Snapchat myndast

persónulegri tengsl við viðskiptavini. Karin hjá Nola, Ásdís hjá Deisymakeup og Gerður hjá

Blush tala allar um að það sé mjög mikilvægt fyrir minni fyrirtæki að viðskiptavinir geti

tengt fyrirtækið við andlit. Karin nefnir það sérstaklega út frá eigin reynslu:

Sko fyrst til að byrja með þá sýndi ég mig aldrei. Þá vorum við bara að sýna vörur og setja inn texta. Því ég er sjálf ekkert opinber snappari og er bara með mína fáu vini og fjölskyldu á mínu snappi og mér finnst þetta alveg pínu óþægilegt. Mig langar ekkert að vera eitthvað andlit búðarinnar, ég vil vera á bak við tjöldin. Svo í ársbyrjun, þá ákvað ég að prófa að breyta aðeins til og fór að sýna mig meira og einmitt tala sjálf og segja frá einhverju og það breytti rosalega mikið. Það er eins og fólk vilji sjá hver er á bak við hlutina, vill sjá eitthvað svona persónulegt. Mér fannst það svona aðalbreytingin. Fólk spyr þá meira og finnst svona smá eins og það sé að kynnast manni, maður eignast svona vini sem maður sér kannski aldrei.

Gerður talar um hversu mikilvægt það sé að viðskiptavinir viti hver persónan á bak við

reksturinn sé, því það vekur ekki einungis upp traust heldur hjálpar einnig til við að búa til

Page 33: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

33

jákvæða ímynd fyrir fyrirtækið. Ásdís og Gerður hjá Blush eru báðar andlit fyrirtækisins og

játa því að þær séu orðinn stór partur af vörumerkinu sjálfu. Gerður segir:

..Ég er bara Blush. Ég er bara stelpan í Blush og það er conceptið fyrir fyrirtækið að ég kem alltaf undir nafni og með andlitið mitt við það. Það bara vekur upp traust og sömuleiðis af því að þetta er svo viðkvæmt málefni fyrir marga þá finnst fólki gott að vita við hvern það er að versla af.

Þær nota miðilinn báðar á svipaðan hátt og það er því ekki óvanalegt að fólk tengi meira

við þær heldur en önnur fyrirtæki. Ásdís lýsir því að hún lendi oft í því að fólk sem fylgist

með henni á Snapchat sé byrjað að stoppa hana á ýmsum stöðum til þess að kasta á hana

kveðju:

..Fólk er alveg svona byrjað að stoppa mig og knúsa mig og finnst það þekkja mig, en maður áttar sig ekki á þessu sjálfur, maður er bara að tala í símann og þú veist. Niðri í búð eru ógeðslega margir sem eru bara að koma til þess að styrkja mig.

Það er áhugaverður punktur að fólk komi sérstaklega til þess að styrkja Ásdísi en það

kemur kannski ekki á óvart að tryggð viðskiptavina eykst þegar þú tengist þeim á

persónulegri hátt. Það kemur heim og saman við fyrrnefndar upplýsingar um að fjöldi

fylgjenda virðist ekki skipta máli heldur tryggð þeirra. Gerður talar einnig um að

hugbúnaðarfyrirtækið Ghostlamp vinni ekki einungis með þeim áhrifavöldum sem eru

með flesta fylgjendur heldur einnig með þeim sem eru með færri og jafnvel tryggari

fylgjendur.

4.5 Samstarf

Áberandi þema sem birtist úr greiningu viðtala var samstarf í ýmsum formum. Undirþemu

sem komu í ljós voru yfirtökur, samstarf með öðrum fyrirtækjum, samstarf með

áhrifavöldum og að lokum samvinna fyrirtækja og viðskiptavina. Markmið með

samstarfinu er yfirleitt til þess að fá aukið umfang fylgjenda frá öðrum aðilum hvort sem

það eru fyrirtæki, viðskiptavinir eða áhrifavaldar en einnig til að auka sölu og vitund. Fotia,

Nola og Blush hafa öll nýtt sér áhrifavalda með aðgerðinni „yfirtaka aðgangs“. Þá tekur

áhrifavaldurinn við aðganginum og er með fræðslu um hvernig hann eða hún notar vörur

Page 34: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

34

frá fyrirtækinu. Gerður og Karin tala báðar um það að mikilvægt sé að velja sér manneskju

sem sé í takt við ímynd fyrirtækisins þegar fjallað er um vörurnar. Elísabet greindi frá því

að Fotia láti áhrifavalda stöku sinnum taka yfir Snapchat aðgang fyrirtækisins en í flestum

tilvikum séu það vinkonur eigandans sem eru áhrifavaldar:

Sko, Gveiga (Guðrún Veiga) var með þetta um daginn fyrir okkur þegar það var Black Friday og var að auglýsa það, en við verið meira bara með sex stelpur sem eru allt meira vinkonur Siggu (eigandi Fotia) sem eru samt áhrifavaldar.

Karin hjá Nola talar um að hún hafi bæði fengið einstaklinga til þess að taka yfir þeirra

Snapchat aðgang en líka bara til þess að auglýsa fyrirtækið á sínum eigin aðgangi. Karin

talar líka um hvernig hún nýtir sér samstarf við aðra áhrifavalda:

Já ég hef yfirleitt nýtt mér það ef einhver annar er kannski í samstarfi við okkur og er á sínum miðli. Þá reynum við að gera það þannig að báðir aðilar græða eitthvað á því. Þannig mínir fylgjendur fari yfir og hún bendi síðan sínum fylgjendum á að followa okkur. En annars hef ég ekki verið eitthvað að “pimpa” út okkar snap.

Ásdís talar líka um það þegar Gerður auglýsti hana inni á sínum miðli og í kjölfar þess hafi

fjöldi nýja fylgjenda bæst við hjá henni. Hún segir: „eins og þegar Gerður vinkona mín

auglýsti mig einhvern tímann. Hún er með svo marga. Hún er með tuttugu þúsund eða

eitthvað og þá fékk ég fullt af nýju fólki“.

Einnig er athyglisvert hvernig minni fyrirtæki vinna saman en Ásdís talar um að hún

sé í samstarfi við nokkur fyrirtæki sem selja vörurnar hennar um allt land og þau fyrirtæki

séu dugleg við að auglýsa hvert annað. Elísabet talar einnig um að Fotia hafi verið nýlega

í samstarfi við íslenskt fyrirtæki sem heitir Angan þar sem þau voru með “kósykvöld” fyrir

viðskiptavini sína en þess má geta að Fotia selur einnig vörur frá Angan í verslun sinni.

Allir viðmælendur rannsóknarinnar svöruðu því játandi að hafa starfað með

áhrifavöldum. Höfundur fékk þó á tilfinninguna að trú fyrirtækja á áhrifum áhrifavalda

hafi farið dvínandi. Ásdís talar um að flestir áhrifavaldar taki fé fyrir umfjöllun en engin

trygging sé hins vegar fyrir áhrifum eða auknu umfangi eftir slíka umfjöllun. Elísabet nefnir

Page 35: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

35

að þeim sé ekki vel við að greiða fyrir það eitt að fólk tali vel um vörurnar þeirra heldur

leggja þau frekar upp með að senda áhrifavöldum eða þekktum einstaklingum fríar vörur

til þess að prófa og viðkomandi ræður því hvort hann fjalli um hana. Elísabet talar um að

Fotia hafi einu sinni greitt áhrifavaldi fyrir umfjöllun og að það hafi ekkert komið betur út

heldur en önnur ógreidd samstörf. Gerður hefur einnig nýtt sér krafta áhrifavalda og

hyggst nýta sér þá þjónustu aftur í framtíðinni, þó hún hafi ekki sérstaklega mælt árangur

né tekið eftir neinni gríðarlegri söluaukningu í kjölfarið. Hún fór í samstarf við

hugbúnaðarfyrirtækið Ghostlamp, sem er líkt og áður hefur komið fram í eðli sínu

tengiliður á milli áhrifavalda og fyrirtækja. Gerður sagði:

Við fórum náttúrulega í þetta samstarf með Ghostlamp og þá fundum við það alveg eitthvað í sölu en ekkert eitthvað brjálað sko. Við höfum fengið bloggara til þess að skrifa um vörurnar okkur og ég get ekki sagt að það hafi skilað sér þannig, en jú, jú að sjálfsögðu kemur alltaf eitthvað út úr því, og allt umtal er gott umtal.

Greinilega kom fram að öflugt er að nota reynslusögur og myndir frá viðskiptavinum. Það

virðist vera ákveðin menning fyrir því að senda myndir og myndbrot af sér þar sem

viðskiptavinir deila jákvæðri reynslu á vörum fyrirtækisins. Þetta getur verið áhrifarík leið

þar sem líklegast engir hagsmunir liggja á bak við hreint mat viðskiptavina. Ásdís nefnir

dæmi um vörulínuna Dermacol sem er til þess fallin að hylja meira en aðrir farðar. Sú vara

rauk skyndilega út vegna þess að Ásdís setti myndir á miðilinn, þar sem konur með exem

og Psoriasis deildu reynslu sinni af vörunni. Elísabet deilir einnig reynslu Fotia og segir:

„oft erum við líka taggaðar á mörgum myndum daglega þar sem fólk er að nota vörur frá

okkur, bæði áhrifavaldar, venjulegt fólk og bara allir“. Hún nefnir líka að það kom sér á

óvart einn daginn hvað seldist mikið af ákveðinni vöru en ástæðan var sú að bloggari hafði

lofsamað vöruna óumbeðinn á sínum eigin miðli og benti á hvar hann hafði fengið vöruna.

Hægt er að túlka þetta sem netumtal að einhverju leyti þar sem viðskiptavinur lýsir

ánægju sinni á vöru með vinum og fylgjendum og í kjölfarið berst varan út.

4.6 Tilgangur

Út frá þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram er tilgangur miðilsins fyrst og fremst

sá að vera samskiptatól milli fyrirtækja og viðskiptavina. Fyrirtækin nota miðilinn til að

Page 36: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

36

miðla áfram upplýsingum, hvort það sé um nýja vörulínu, nýja sendingu eða viðburð að

ræða. Elísabet lýsir því hér fyrir neðan hvernig Fotia notar miðilinn:

Til þess að koma stærstu skilaboðunum beint til fylgjenda okkar, eins og ég var að setja inn áðan ...Þetta er langöflugasta leiðin til þess að koma út upplýsingum, þú veist það nennir enginn að vera á póstlista þannig það er bara svo margt sem er að deyja út.

Allir viðmælendur nota miðilinn á svipaðan hátt, til þess að kynna nýjar vörur, til þess að

fræða viðskiptavini um vörurnar og kenna þeim að nota þær eða vekja vitund á einhverju.

Viðskiptavinir nota miðilinn hins vegar til að forvitnast um vörur og notkun þeirra. Karin

útskýrir hvernig Nola notar miðilinn aðallega:

Aðallega í að sýna vörur. Ef við fáum nýjar vörur þá sýnum við, eins og ef við fáum augnskugga þá sýnum við áferðina og setjum inn verðin. Ef það eru tilboð og já bara svona ef það er eitthvað nýtt um að vera. Svona allt til sem við viljum koma frá okkur, en við getum ekki bara staðið hérna út á túni: „Það er afsláttur á þessu“, þá svona hendum við því þarna inn.

Karin talar einnig um að viðskiptavinir utan af landi sem hafi ekki aðgang að verslun

hennar noti samskiptatólið til þess að senda af sér mynd til þess að fá ráðleggingar með

vörur, eins og lit á farða eða kremtegund sem hentar þeirra húð. Einnig nefna Gerður og

Ásdís að hugsunin á bak við það að hafa opinn Snapchat aðgang var fyrst og fremst til þess

að fræða fólk um vörurnar og kenna þeim að nota þær. Ásdís leggur upp með að kenna

einfaldar farðanir sem allir geta gert með vörunum úr búðinni sinni en Gerður fræðir fólk

um kynlífstæki og hvernig þau eru notuð, Gerður segir:

Þú veist, þetta er rosalega fín leið til þess að kynna nýja vöru af því að maður getur selt svo miklu meira heldur en bara þú veist með texta sem segir bara hvað varan gerir. Ég næ svolítið að selja upplifunina. Ég næ að selja tilfinninguna að því að prófa nýju vöruna, þannig næ ég að „create-a“ svona dálítið. Það sem ég geri og mitt markmið með mínu Snapchati er að búa til svona fantasíur fyrir fólk.

Þegar öllu er á botninn hvolft er megintilgangur með notkun Snapchat að koma frá sér

upplýsingum, því að allar þessar leiðir sem taldar hafa verið upp eru í eðli sínu upplýsingar,

hvort sem þær séu í formi verðs, vörukynningar, lagerstöðu eða kennslu.

Page 37: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

37

4.7 Þróun

Áður hefur verið minnst á að umfang fyrirtækja á Snapchat og áhrifavalda var ekki eins

mikið á árum áður og því var auðveldara að byggja upp góðan fylgjendahóp fyrir þau

fyrirtæki sem sáu snemma hag í því að nýta miðilinn sem markaðstól. Það gæti verið að

hluta til ástæða þess að fyrirtæki hafa lagt meiri áherslu á Instagram miðilinn sem

vettvang fyrir markaðssetningu sína

Allir viðmælendur eru sammála þeirri staðreynd að markaðssetning fyrirtækja sé

að færast að einhverju leyti yfir á Instagram miðilinn, en þó eru þeir ekki allir sammála

hversu langt sú færsla sé komin. Ásdís og Gerður geta báðar flokkast sem áhrifavaldar

að einhverju leyti því þær leggja mikið upp úr því að vera sjálfar andlit fyrirtækja sinna

og mynda þá líklega sterkari tengsl en ella. Það kemur því ekki á óvart að þær séu ekki

sammála þeirri hugmynd að Instagram hafi alveg tekið yfir. Ásdís kom með góðan punkt

um að þeir sem væru þeirrar skoðunar að straumurinn sé að færast yfir á Instagram séu

einstaklingar eða fyrirtæki sem hefðu aldrei verið eins mikið á miðlinum eða tekið hann

eins alvarlega og aðrir. Karin og Elísabet tala báðar um að hægt sé að ná til meiri fjölda

fólks í gegnum Instagram, en þar þarftu ekki að bæta fyrirtækinu við á vinalistann þinn

til þess að geta skoðað aðganginn þeirra. Elísabet sagði um Instagram:

Maður nær til fleira fólks því maður er einhvern veginn opnari fyrir því að adda einhverjum á Instagram heldur en að adda einhverjum á Snapchatið sitt. Snapchatið er hjá svo mörgum svo innilegt.

Karin um Snapchat og Instagram:

Snapchatið er svo mikið í felum, þetta er svo mikið bak við tjöldin, þá er fólk svolítið óheflað. Á meðan við Instastory, þá ertu bara strax kominn út í heiminn og getur fengið alla til þess að horfa á þig. Þú getur bara taggað fyrirtæki og þá eru allir, þú veist. Á meðan að Snapchat er meira svona þú veist, „local“.

Niðurstöður benda til að Instagram miðilinn sé meira í þá átt að vera söluvænni nú til

dags og því ekki skrýtið að fyrirtæki séu að færast yfir á miðilinn. Hins vegar skipast

veður skjótt í lofti í samfélagsmiðlaheiminum og þó að Snapchat hafi ekki gefið frá sér

neinar stórar nýjungar upp á síðkastið þá er áhugavert að sjá hvað framtíðin ber í skauti

sér.

Page 38: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

38

5 Umræða og ályktanir

Snapchat er áhrifarík samskiptaleið á tækniöld og var notkun miðilsins í hámarki þetta

árið, enda 62% Íslendinga virkir á miðlinum, líkt og minnst var á í kafla 2.7 um Snapchat.

Það kemur því ekki á óvart að fjölmörg íslensk fyrirtæki séu farin að nýta sér krafta

miðilsins með einum eða öðrum hætti því staðreyndin er sú að viðskiptavinir tileinka sér

tækniframfarir nútímans, líkt og snjallsíma, spjaldtölvur og smáforrit á borð við Snapchat.

Það er því sérstaklega mikilvægt að fyrirtæki fylgi með á markvissan hátt í þessari sömu

tækniþróun og tileinki sér nýjungar sem hafa náð festu í samfélaginu. Annars eiga þau á

hættu að missa af lestinni í markaðssetningu.

Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvernig minni fyrirtæki hér á landi nýttu sér

Snapchat samfélagsmiðilinn í markaðssaðgerðir. Niðurstöður úr viðtölum leiddu í ljós að

miðillinn er greið leið fyrir fyrirtæki til þess að ná athygli fjölda fólks sem kýs sjálft að

fylgjast með fyrirtækinu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að með notkun

Snapchat, þá færðu óskipta athygli viðskiptavinarins út frá meðvitaðri ákvörðun hans að

fylgjast með. Höfundur telur þetta vera gríðarlega öfluga leið til þess að hvetja líklega

viðskiptavini til kaupa. Einnig kom það í ljós að það gæti reynst erfiðara fyrir fyrirtæki nú

til dags að ná inn fjölda fylgjenda vegna mikils umfangs fyrirtækja og áhrifavalda á

miðlinum. Höfundur telur að minni fyrirtæki gætu þurft að hugsa út fyrir rammann og

finna nýjar og spennandi leiðir til þess að byggja upp sinn eigin fylgjendahóp á Snapchat.

En þó mikilvægi fylgjenda sé undirstöðuatriði í árangri fyrirtækja á miðlinum þá virðist

fjöldi þeirra ekki skipta máli nema upp að vissu marki, þar sem tryggð fylgjenda virðist

trompa fjöldann. Allir viðmælendur töluðu um að ekki sé unnið sérstaklega að því að auka

fylgjendur fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum á markvissan hátt, heldur er áherslan þess í

stað á að halda í þá tryggu fylgjendur sem eru nú þegar til staðar.

Snapchat hefur opnað fyrir persónulegri samskipti milli fyrirtækja og viðskiptavina,

en með þessum samskiptum fylgir ákveðið áreiti. Fyrirtækin eru ekki öll að aðgreina

aðgang fyrirtækisins á Snapchat við persónulegan aðgang áhrifavaldsins á sama miðli,

sem opnar fyrir stöðug samskipti allan sólarhringinn. Það getur bæði verið mikill

tímaþjófur og áreiti fyrir áhrifavaldinn. Að því sögðu er mikilvægt að fyrirtæki setji sér

ákveðna stefnu með notkun miðilsins og geri viðskiptavinum grein fyrir svörunartíma. Að

Page 39: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

39

mati höfundar er ekki æskilegt að svara fyrirspurnum á öllum tímum dagsins því það getur

leitt til þess að viðskiptavinir krefjist að þeim sé svarað innan ákveðins tíma.

Niðurstöður sýndu að erfitt getur reynst að mæla árangur af Snapchat og ekki virðist

vera lögð mikil áhersla á það hjá minni fyrirtækjum. Höfundur telur það vera mikilvægt að

prófa sig áfram og fylgjast með áframhaldandi mætti miðilsins með því að gefa til dæmis

út upplýsingar eða afsláttarkóða, sem einungis kæmu fyrir á Snapchat og skoða umfang

frá því. Ekki er þörf á sífelldum mælingum en mikilvægt er að fylgjast með því hvert

straumurinn stefnir. Afsláttarkóðar eru einnig góð leið til þess að mæla fylgi frá ákveðnum

aðilum eins og frá áhrifavöldum. Höfundur veltir því fyrir sér hvort stefna Snapchat sé í

rauninni að reyna að útiloka miðilinn frá auglýsingum og fyrirtækjum en forvitnilegt er að

sjá hvað þeir gera í framtíðinni, þar sem þetta er stór hluti af því að vera áhrifaríkur

samskiptamiðill.

Snapchat er þeim eiginleikum gæddur að hann leyfir fyrirtækjum og markaðsaðilum

að senda persónulegri skilaboð heldur en ella, sem gerir þeim kleift að tengjast

viðskiptavinum sínum á mun persónulegri hátt. Niðurstöður eigindlegra viðtala gáfu það

til kynna að mikilvægt sé fyrir viðskiptavini minni fyrirtækja að geta tengt andlit við

fyrirtækið því það eykur traust og hjálpar til við jákvæða ímynd fyrirtækisins. Tryggð

viðskiptavina minni fyrirtækja skiptir miklu máli og því er mikilvægt að mæta þörfum

þeirra. Sérstaklega þurfa fyrirtæki að huga að því að þekkja fylgjendur sína og vita hvað

þeir vilja. Höfundur leggur því til að minni fyrirtæki skoði hvaða efnisaðgerð sé vinsælust

meðal fylgjenda sinna og reyni að koma til móts við þá með því að sýna efni sem þeim

líkar betur við en annað.

Samstarf var ríkjandi þema úr viðtölum og birtist það í öllum gerðum, við önnur

fyrirtæki, við áhrifavalda og jafnvel viðskiptavini. Það kom höfundi á óvart að minni

fyrirtæki virðast styðja við hvort annað í gegnum miðlana, en þá yfirleitt í skiptum fyrir

aukið umfang. Einnig fannst höfundi að trú viðmælenda á mátt áhrifavalda hafi minnkað

með tímanum, en höfundur fékk þá tilfinningu að sum fyrirtækin vildu helst ekki vera

orðuð við slíkt samstarf, þó að þau viðurkenndu öll reynslu að slíku.

Megintilgangur minni fyrirtækja með notkun Snapchat er að miðla upplýsingum til

fylgjenda sinna. Snapchat er notað sem samskiptatól milli fyrirtækja og viðskiptavina og

gefur tækifæri á persónulegri skilaboðum en ella. Fyrirtækin senda út fræðslu,

Page 40: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

40

vörukynningar, lagerstöðu og ýmsar upplýsingar á meðan viðskiptavinir geta sent

fyrirspurnir, ásamt því að geta sótt fræðslu um vörur og notkun þeirra. Instagram gaf

nýverið út nýjung sem svipar til Snapchat stories.

Fyrirtæki virðast vera að færa sig yfir á Instagram í ákveðnu mæli en líklega er það

vegna þess hve aðgengilegt forritið er fyrir fyrirtæki og fylgjendur. Að mati höfundar er

Snapchat líklega öflugra tól fyrir þá sem tengjast fylgjendum sínum á persónulegri hátt,

eins og þeir viðmælendur sem samtvinna notkun miðilsins við einkalíf sitt með því að rjúfa

mörkin á milli fyrirtækjaaðgangs og persónulegs aðgangs. Forvitnilegt verður að sjá hvað

framtíðin ber í skauti sér.

6 Takmarkanir

Snapchat er nýtt fyrirbæri og því takmarkað búið að rannsaka áhrif miðilsins sem og

markaðssetningu á honum. Mikill tími fór í að skoða efni á netinu og kynna sér þær

aðferðir sem markaðsaðilar telja að virki inni á Snapchat, og þó rannsóknin hafi leitt í ljós

takmarkaða notkun þessara aðferða hér á landi, þá fannst hún samt í litlu mæli.

Að sama skapi hefur miðillinn breyst við skrifin og bætt inn nýjungum sem hefur áhrif

á notkun hans. Takmörkun á rannsókninni gæti einnig legið í því að einn viðmælanda

hefur ekki alla forsöguna á notkun fyrirtækisins á Snapchat þar sem hann er tiltölulega

nýbúinn að taka við sem markaðsstjóri fyrirtækisins. Rannsóknin var byggð á fjórum

eigindlegum viðtölum og því varhugavert að alhæfa nokkuð út frá þeim niðurstöðum.

Page 41: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

41

7 Lokaorð

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig minni fyrirtæki á Íslandi nota

samfélagsmiðilinn Snapchat sem markaðstól. Leitast var eftir því að svara spurningunni:

hvernig geta minni fyrirtæki nýtt sér samskiptamiðilinn Snapchat sem markaðstól?

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að miðillinn veitir fyrirtækjum tækifæri á því að

senda persónulegar upplýsingar til viðskiptavina sinna og opnar fyrir mun meiri samskipti

en ella. Viðskiptavinurinn hefur stöðugan aðgang að fyrirtækjunum sem stýra því sjálf

hvernig þau svara. Einnig kom í ljós að þó að miðillinn sé þessum kostum gæddur þá

skapar hann gríðarlega mikið áreiti og því afar mikilvægt að fyrirtæki setji sér einhvers

konar mörk þegar kemur að notkun Snapchat. Rannsóknin gefur til kynna hversu gríðarlega

öflugur miðillinn getur verið að því leyti að fyrirtæki fær óskipta athygli viðskiptavinarins því

það er meðvituð ákvörðun viðskiptavinarins að fylgja fyrirtækinu og skoða efni og tilboð

sem eru í boði.

Minni fyrirtæki gætu haft þessa rannsókn að leiðarljósi ef huga skal að því að nota

Snapchat sem markaðstól því forritið gefur viðskiptavini og fyrirtæki greiðari aðgang að hvoru

öðru. Í heildina litið er mikilvægt að minnast á að þó tilgangur ritgerðarinnar hafi fyrst og

fremst verið að veita lesendum hennar innsýn á hvernig minni fyrirtæki nota Snapchat

sem markaðstæki, þá er það einnig ósk höfundar að efni hennar geti orðið kveikja að

nýjum viðfangsefnum og leitt af sér áframhaldandi rannsóknir á þessu mikilvæga efni. Að

því sögðu er við hæfi að enda ritgerðina á áhrifaríkum orðum Steve Jobs þar sem

frumkvöðullinn minnist á að nýjungar greini á milli leiðtoga og fylgjenda. Það á sannarlega

vel við því gríðarlega mikilvægt er að fyrirtæki fylgist með nýjungum í viðskiptalífi

nútímans og þrói markaðsleiðir í takt við tækniframfarir heimsins.

Innovation distinguishes between a leader and a follower – Steve Jobs

Page 42: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

42

8 Heimildaskrá

Snapchat daily active users 2017 | Statistic. (e.d.). Sótt 5. nóvember 2018 af https://www.statista.com/statistics/545967/snapchat-app-dau/

Auður Hermannsdóttir og Alexandra Diljá Bjargardóttir. (2013). Rafrænt umtal á samfélagslegum tengslamyndunarsíðum. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 10(1). doi:10.24122/tve.a.2013.10.1.1

Áhrifavaldar. (e.d.). Sótt 11. nóvember 2017 af http://www.eylenda.com/ahrifavaldar/

Ástríður Stefánsdóttir. (2013). Eigindlegar rannsóknir og siðferðileg álitamál. Netla-Veftímarit um uppeldi og menntun.

Baird, C. og Parasnis, G. (2011). From social media to social customer relationship management. Strategy & Leadership, 39(5). doi:10.1108/10878571111161507

Belch, G. E. og Belch, M. A. (2015). Advertising and promotion: an integrated marketing communications perspective (10. ed., global ed.). Singapore: McGraw-Hill Education.

Bogdan, R. og Biklen, S. K. (1982). Qualitative research for education: an introduction to theory and methods. Boston: Allyn and Bacon.

Carl, W. J. (2006). What’s All The Buzz about?: Everyday Communication and the Relational Basis of Word-of-Mouth and Buzz Marketing Practices. Management Communication Quarterly, 19(4), 601–634. doi:10.1177/0893318905284763

Cheung, C. og Thadani, D. (2010). The Effectiveness of Electronic Word-of-Mouth Communication: A Literature Analysis.

Create on-demand influencer campaigns, anywhere in the world. (e.d.). Sótt 11. nóvember 2017 af https://ghostlamp.com/#intelligent

Definition of Marketing. (e.d.). Sótt 10. október 2017 af https://www.ama.org/AboutAMA/Pages/Definition-of-Marketing.aspx

Fahy, J. og Jobber, D. (2012). Foundations of marketing. London [etc.: McGraw-Hill Higher Education.

Goudreau, J. (2012, 10. apríl). Five Social Media Tricks Every Entrepreneur Should Know. Sótt 5. nóvember 2017 af https://www.forbes.com/sites/jennagoudreau/2012/10/04/five-social-media-tricks-every-entrepreneur-should-know/#2895a13897ec

Gubrium, J. F. og Holstein, J. A. (ritstj.). (2002). Handbook of interview research: context & method. Thousand Oaks, Calif: Sage Publications.

Page 43: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

43

Guðmundur Tómas Axelsson. (2017, 22. nóvember). Áhrifavaldar er ekki tískuorð - Vísir. Sótt 11. nóvember 2017 af http://www.visir.is/g/2017171129685

Hennink, M. M., Hutter, I. og Bailey, A. (2011). Qualitative research methods. London ; Thousand Oaks, Calif: SAGE.

Hlutfall Íslendinga á Snapchat tvöfaldast - Viðskiptablaðið. (2016, 19. mars). Sótt 3. janúar 2018 af http://www.vb.is/frettir/hlutfall-islendinga-snapchat-tvofaldast/126182/

Hulda Hólmkelsdóttir. (2016, 22. september). Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat - Vísir. Sótt 3. janúar 2018 af http://www.visir.is/g/2016160929962

Hvernig nota ég afsláttarkóða? (e.d.). Sótt 4. nóvember 2017 af https://elko.is/frettir/afslattarkodi

Kaplan, A. M. og Haenlein, M. (2010). Users of the world, unite! The challenges and opportunities of Social Media. Business Horizons, 53(1), 59–68. doi:10.1016/j.bushor.2009.09.003

Keller, K. L. (2008). Strategic brand management: building, measuring, and managing brand equity (3. ed., internat. ed.). Upper Saddle River, NJ: Pearson/Prentice Hall.

Kolowich, L. (e.d.). 14 of the best Snapchats to Follow for Inspiration. Sótt 10. október 2017 af https://blog.hubspot.com/marketing/snapchat-best-brands

Kotler, P. og Armstrong, G. (ritstj.). (2013). Principles of marketing (6. ed., European ed.). Harlow: Pearson.

Kotler, P. og Keller, K. L. (2012). Marketing management (14. ed., global ed.). Harlow: Pearson Education.

Monefa, N. (2015). Snapchat: the ultimate insider tips & secrets guidebook.

Mourdoukoutas, P. (2012, 18. október). Why Nike’s Buzz Marketing Strategy Is Riskier Than Red Bull’s. Sótt 11. nóvember 2017 af https://www.forbes.com/sites/panosmourdoukoutas/2012/10/18/why-nikes-buzz-marketing-strategy-is-riskier-than-red-bulls/#5477e6d84e4c

Prenaj, B. og Rugova, B. (2016). Social media as marketing tool for SMEs: opportunities and challenges. Academic Journal of Business, Administration, Law and Social Sciences, 2.

Ryan, D. (2017). Understanding digital marketing: marketing strategies for engaging the digital generation (Fourth edition.). London: Kogan Page.

Samfélagsmiðlamæling Gallup. (e.d.). Sótt 4. nóvember 2017 af http://www.gallup.is/frettir/samfelagsmidlamaeling/

Page 44: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

44

Sjáðu Snapchat-sögu Nova sem lagði internetið á hliðina. (2016, 9. mars). Sótt 10. október 2017 af http://nutiminn.is/sjadu-snapchat-sogu-nova-sem-lagdi-internetid-a-hlidina-erum-alls-ekki-ad-upphefja-thennan-lifsstil/

Tryggvi Páll Tryggvason. (2016, 3. apríl). Internetið tekur fram úr sjónvarpinu - Vísir. Sótt 4. nóvember 2017 af http://www.visir.is/g/2016160309383

Williams, D. L., Crittenden, V. L., Keo, T. og McCarty, P. (2012). The use of social media: an exploratory study of usage among digital natives: The use of social media. Journal of Public Affairs, 12(2), 127–136. doi:10.1002/pa.1414

Wood, M. B. (2013). Essential guide to marketing planning (3rd edition.). Pearson Education.

Wymbs, C. (2011). Digital Marketing: The Time for a New “Academic Major” Has Arrived. Journal of Marketing Education, 33(1), 93–106. doi:10.1177/0273475310392544

Þóroddur Bjarnason. (2017, 26. ágúst). Notkun áhrifavalda orðin viðurkennd aðferð. Sótt 10. október 2017 af http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/08/26/notkun_ahrifavalda_ordin_vidurkennd_adferd/

Page 45: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

45

Viðaukar

Viðtalsrammi

Hluti 1- Markmið og stefna

Finnst þér Snapchat hafa hjálpað þínu fyrirtæki?

Hvernig notarðu miðilinn aðallega?

Finnst þér Snapchat hafa bætt stöðu fyrirtækisins þíns?

Ertu að samræma markaðsaðgerðir á öllum þínum samfélagsmiðlum?

Leggurðu mikinn metnað í miðilinn? Er efnið útpælt?

Samþættirðu aðgerðir á þínum miðlum?

Hluti 2- Uppbygging á miðlinum

Auglýsirðu Snapchat aðganginn þinn á öðrum samfélagsmiðlum?

Finnst þér miðillinn Snapchat henta þínum markhópi?

Hvað ertu með marga inni á Snapchat?

Hvernig færðu fylgjendur?

Hluti 3 - Almenn notkun

Verðurðu var við aukið umtal þegar þú setur inn ákveðið efni? Ef svo er hvaða efni?

Hvað gerir Snapchat að frábrugðnari miðli að þínu mati?

Ef viðskiptavinir senda spurningar í gegnum Snapchat, svararðu þeim? Hvers konar

spurningar eru þetta?

Nú nota mörg fyrirtæki þekkta leið sem heitir “skyggnst á bak við tjöldin” eða “behind

the scenes footage” þar sem þau nýta miðilinn í að sýna áður óbirt myndefni til þess að

auka spennu. Hefur þú nýtt þessa leið? Finnst þér hún virka? Hvernig sérðu það?

Page 46: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

46

Notarðu miðilinn til þess að vekja vitund t.d fyrir nýrri vörulínu? Ef svo er hvernig?

Finnst þér vera einhver áhætta í því að nota Snapchat í markaðssetningu, meðal annars

út af því að miðillinn er afar persónulegur?

Finnurðu fyrir aukinni sölu þegar þú sýnir lagerinn eða nýja sendingu?

Verðurðu var við netumtal? (þegar neytendur segja skoðanir sínar og umsagnir um

vörur á bloggsíðum, umræðuhópum á netinu, umsagnarsíðum og samfélagsmiðlum=

Reynirðu að stjórna netumtali á einhvern hátt, með áhrifavöldum?

„Sneak peak“?

Ef þú vilt búa til „buzz“ eða áhuga og eftirvæntingu fyrir einhverju, hvernig notar þú

Snapchat?

Finnst þér eitthvað eitt henta betur en annað?

Hefurðu þurft að koma fram á miðlinum og vernda fyrirtækið fyrir orðrómi, umtali eða

einhverju slíku?

Hefurðu nýtt þér krafta áhrifavalda á Snapchat, hefur áhrifavaldur tekið við aðgangi eða

auglýst á sínum eigin aðgangi?

Ef þú vilt búa til áhuga og eftirvæntingu fyrir einhverju, hvernig notar þú Snapchat?

Hluti 4 - Mælingar

Notarðu afsláttarkóða? Til hvers? Sérðu árangur?

Page 47: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

47

Viðtal við Elísabetu Hönnu Maríudóttur markaðsstjóra Fotia

Tekið kl 16:00 þann 8.desember 2017 Viðmælandi Elísabet Hanna Maríudóttir (E)

Umræðustjóri: Mekkín Bjarkadóttir (M)

M: Veistu ca. hvenær hjá Fotia byrjuðuð að nota Snapchat?

E: Ég er ekki klár á því, en ég get alveg tékkað á því sko, bíddu, sjáum hvað hún segir... (sendir skilaboð)

M: Þú ert semsagt nýtekin við sem markaðsstjóri Fotia?

E: Já ég var hérna að taka við sem sagt sem verslunar- og markaðsstjóri. Þannig ég er sem sagt ekki alveg með alla forsöguna en hún Sigga var fyrst með þetta bara sjálf, hún stofnaði þetta sjálf bara fyrir þremur árum. Það einmitt bara stækkaði svona óvart, hún byrjaði fyrst með þarna naglalökkin.

Mekkín: Já einmitt . En veistu þá kannski hvort að hún hafi séð einhvern mun á því að hafa byrjað á Snapchat?

E: sko ekkert eitthvað Snapchat “per say” en þetta byrjaði bara allt bara eins og hjá örugglega öllum öðrum á Facebook og svo er bara Instagram og Snapchat sem einhvern veginn svona fylgir..

M: Já það er bara búið að færa sig yfir á þessa miðla?

E: Já og þú veist mér finnst þetta einhvern veginn hafa farið frá Facebook yfir á Snapchat og er núna eiginlega bara á Instagram.

M: Já finnst þér það alveg komið þangað?

E: Já mér finnst það eiginlega bara svolítið svoleiðis eftir að þau byrjuðu með þessar blessuðu stories að þá einhvernvegin, ég veit það ekki. Maður nær til fleira fólks, því maður er einhvern veginn opnari fyrir því að adda einhverjum á Instagram heldur en að adda einhverjum á Snapchatið sitt. Snapchatið er hjá svo mörgum svo innilegt. Þess vegna held ég líka eins og maður er með þessa snappara inn á og maður er að horfa á vini sína og svo kemur einhvern veginn bara einn og einn í viðbót og maður er bara einhvern veginn svona..

Page 48: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

48

M: Það er einmitt erfitt að nálgast fólk á Snapchat og líka fyrir fyrirtæki að vera inni á Snapchat því þú þarft að vita notendanafnið á viðkomandi til að adda því.

E: Já og fólk þarf að adda þér. Það er kannski það, ekki það að við erum með rosalega mikið þar inni á og allt það en eins og á Instagram þá getur þú bara farið að adda fólki án þess að vera eitthvað creepy. Þú veist það er alveg eðlilegt að fyrirtæki followa mann þá er maður bara, já okei og er ekkert að kippa sér upp við það. En eins og ef fólk er að adda manni á Snapchat þá er það meira bara bíddu hvað er þetta?

M: Já einmitt, kannski svolítið skrítið

E: Já eða svona, hvað er þetta og hver er að vinna þarna? Þannig ég held að það sé svolítið ástæðan fyrir því að þetta er að færast meira yfir á Instagram þar sem maður getur sóst betur í fólkið án þess að þurfa að auglýsa sig og vona að það addi þér.

M: Veistu svona ca. hvað þið eruð með marga fylgjendur á Snapchat? Sérðu það eða eruð þið yfir höfuð að fylgjast með því hversu margir eru að skoða, þegar þið setjið eitthvað inn?

E: mm má ég sjá... sko ég setti inn fyrir þremur tímum og það eru 1.127 búnir að sjá það. Þetta gerist mjög hratt og þetta á alveg eftir að vera inni í marga tíma í viðbót.

M: já einmitt, ég held að fólk fylgist einmitt bara með svona svöruninni. Ég spurði einmitt líka því ég er svolítið forvitin hvernig fólk sér yfir höfuð hvað það er með marga fylgjendur en ég held að það sé einmitt bara svona að meðaltali hverjir eru að fylgjast með hvað þú póstar.

E: Þetta er eitthvað annað eða hvað? (sýnir mér símann)

M: jú hehehe

E: Við erum einmitt með eitthvað svona fáránlegt á Instagram, alveg 11,9 (11.900)

M: Já sem að..

E: Já... þori ekki alveg að segja svipað en örugglega ekkert langt frá því á Snapchat.

M: Nei einmitt. En hver finnst þér svona munurinn á þessum miðlum? Snapchat og Instagram?

E: Sko mér finnst aðallega eins og ég var að segja með Instagram maður er ekkert að spamma og það nær meira til, út fyrir Ísland. Hitt er eiginlega meira bara Íslendingar á meðan hitt er bara fólk sem er með áhuga á förðun alls staðar frá, og hérna mér finnst Snapchat vera miklu persónulegra og maður ekki getað spammað eins mikið því þá eyðir fólk þér bara út. Á meðan hitt er bara þannig að þú flettir bara áfram, en ef það er

Page 49: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

49

endalaust eitthvað á Snapchat þá svona,..

M: Já einmitt. Hvernig notið þið Snapchat? Ef þú myndir lýsa því bara svona hvaða leiðir þú ferð?

E: Bara til þess að koma stærstu skilaboðunum beint til fylgjenda okkar. Eins og ég var að setja inn áðan, þá bara ,,þetta og þetta er komið aftur’’. Eitthvað sem fólk er búið að koma í búðina og biðja um þú veist, trekk í trekk. Þá er þetta langöfluglasta leiðin til að koma upplýsingunum.. þú veist, það nennir enginn að vera á póstlista. Þannig það er bara svo margt sem er búið að deyja út. Eins og þetta fyrirtæki er í rauninni bara byggt á samfélagsmiðlum, það er ekkert eitthvað í sjónvarpinu eða blöðunum, þetta eru bara samfélagsmiðlar og þetta er þannig í dag, okkar kynslóð er þannig.

M: Já einmitt, en finnurðu fyrir því eins og þegar þú setur inn bara: ,,já þetta rakasprey er komið aftur’’, finnurðu þá fyrir umgangi í búðinni um leið og þú setur þetta inn?

E: Já og bara líka eins og við erum með svo stóra netverslun, ég setti þetta inn og ég labbaði inn og settist við tölvuna og þá var einhver búinn að panta það skilurðu, einhver sem var búinn að bíða eftir þessu...

M: Já okei, þannig þá veistu í rauninni að hann hafi séð þetta á Snapchat?.. eða seturðu þetta bara inn á alla miðla?

E: Já ég set þetta inn á Snapchat og Instagram, svona það allra stærsta stærsta fer alveg á bæði. En eins og ef við erum að “swatsa” eða eitthvað dúllerí þá setum við það bara á annan hvorn miðilinn, því það eru svo margir með okkur á báðum miðlunum. Ég allavega þoli það ekki sjálf ef ég er að followa einhvern snappara og það er það nákvæmlega sama, þá er ég bara okei hvorum á ég að eyða þeim af og þá eyði ég þeim eiginlega oftast af Snapchat. Það er allavega ég.

M: Eruð þið með einhverjar mælingar yfir höfuð af Snapchat?

E: Nei í rauninni ekki, sjáum bara hverjir eru að skoða þetta.

M: það er náttúrulega erfitt en það eru náttúrulega kóðarnir, hafið þið eitthvað verið að skoða þá?

F: Já þarna QR, nei bíddu bitslink þarna?

M: Bara svona Snapchat kóðar, eða bara kóðar þannig að þegar áhrifavaldur tekur við snappinu eða eitthvað svoleiðis eða auglýsir fyrir ykkur og já ég er með kóða hjá Fotia upp á 20%.

F: Já bara afsláttakóða?

Page 50: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

50

M: Já

E: Já við erum með það en þeir eru, þú veist, það er alveg fínt þegar áhrifavaldar eru með það, en það er miklu meira ef við erum bara sjálfar með afslætti eða eitthvað. Það er bara fáránlegt, eins og þarna Singlesday og Black Friday og allt það. Ég hélt þú værir að tala um það er svo nýtt þarna á Instagram þá geturðu séð beint hvaðan traffíkin kemur í gegnum eitthvað forrit.

M: Já okei

E: Ég hélt þú værir að tala um það

M: Nei ég er ekki ennþá búin að.. mér finnst einmitt þessir miðlar vera kannski aðeins þægilegri fyrir fyrirtæki mér finnst eins og Snapchat sé ekki alveg komið á það level.

E: Já eins og ég segi það er svo persónulegt, það er miklu meira í eins og Facebook þá geturðu séð allt miklu meira hvað er í gangi. Ég veit ekki alveg með Instagram en þarna geturðu séð alveg nákvæmlega töluna hverjir eru að fylgja manni og like-in og það, það er bara fast inni á meðan Snapchat er meira flæðandi.

M: Einmitt, en eruð þið með einhverja reglu um það hvernig þið nálgist miðilinn? Sumir hafa tekið ákvörðun á því að vera bara... eins og ég hef tekið eftir því í viðtölum að alveg nokkur fyrirtæki hafa það þannig annað hvort er eigandinn eða sá sem sér um miðilinn svolítið mikið hún sjálf eins og t.d. Haustfjörð og allt þetta. Eða það er þannig að allt snýr að fyrirtækinu, ekkert persónulegt þó þetta sé mjög persónulegur miðill.

E: Sko það er alveg svolítill millivegur, en aðalpunkturinn eru vörurnar en það er líka stundum erum við að sýna farðanir en það er ekkert svona: ,,hæ við erum komnar í vinnuna” eða neitt þannig. Það er meira ef við erum að fá eitthvað nýtt, en ég er reyndar lítið í þessu sjálf því mér finnst það óþægilegt. Sumum finnst það fínt að sýna þegar þau eru að setja á sig einhverja ákveðna vöru en þá er það oftast bara verið að sýna en ekkert verið að tala, og skrifa kannski: ,,þetta er komið’’.

M: Allt tengt búðinni?

E: Já, það eru kannski ekki beint einhverjar reglur en það er bara svona það sem við höfum verið að gera.

M: Ákveðin menning bara?

E: Já við erum bara að fókusa á vöruna.

M: Já einmitt. Mér finnst svona fyrirtæki fara aðra hvora leiðina. En er einhver svona leið sem að þú sérð bara sérstaklega í gegnum Snapchat, annað hvort að sýna lagerinn

Page 51: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

51

eða sýna nýja sendingu eða bara eitthvað sem þið nýtið sem er að virkar betur en annað?

E: Mér finnst bara best að sýna hvað er að koma og hvernig það virkar, swatsa og svona, sýna vörurnar eins og ég segi. Já mér finnst það bara langskilvirkast. Þetta er bara orðið þannig í dag að fólk veit bara hvað það vill, allavega flestir. Þá er svo mikilvægt að sýna bara hvað er til og hvað er komið. Mér finnst það sem við setjum inn, sem er komið aftur að þá er fólk búið að vera að bíða.

M: Við fórum aðeins inn á það áðan með áhrifavaldana, eruð þið með einhvern aðila sem yfirtekur kannski aðganginn ykkar? Eða eruð þið í sambandi við áhrifavalda sem auglýsa vörur frá ykkur í gegnum miðilinn sinn?

E: Sko Gveiga (Guðrún Veiga) var með þetta um daginn fyrir okkur þegar það var Black Friday og var að auglýsa það. En við höfum verið meira, við erum með um 6 stelpur sem eru samt eiginlega meira vinkonur Siggu sem eru samt áhrifavaldar. Við erum ekkert í gegnum þarna Eylenda eða Ghostlamp, sem sagt að greiða fyrir. Við höfum ekkert verið að greiða fyrir þetta, þetta eru meira bara gjafir. Við leyfum þeim að prófa vörurnar og sýna frá þeim. Ef þeir þola þær ekki, þá þola þeir þær ekki og ef þeir elska þær, þá elska þeir þær.

M: Já einmitt.

E: Í rauninni viljum við ekki vera að kaupa fólk til þess að segja að þetta sé góð vara því við erum bara að senda það sem okkur finnst.

M: Já þetta líka bara virkar í dag.

E: Já en mér finnst það líka bara svo fín lína þarna á milli, ég held við höfum einu sinni greitt fyrir auglýsingu og það kom…

M: …kom ekkert betur út?

E: Nei ekkert meira en bara með okkar hóp, köllum hann svolítið það.

M: Já og einmitt bara velja sér áhrifavald sem heldur í trúverðugleikann?

E: Já og við erum í góðu sambandi við þær og spyrjum bara hvað þær vilja sjá og hvað þær vilja sýna því þær þekkja auðvitað sína fylgjendur, miklu betur en við og vita hvað þau vilja og fá út úr þessu.

M: Finnið þið eins og það komi umferð frá þeirra miðlum yfir á ykkar?

E: Já aðallega eins og með sölu og eitthvað, líka ógeðslega fyndið það var ekki í neinu

Page 52: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

52

samstarfi við okkur eða neitt og ég var að horfa á Reykjavik Fit snappið og þá var þarna Helga Diljá bara já ég keypti mér þennan hyljara í Fotia.

M: Já einmitt ég sá það.

E: Já og hún kom bara og var að versla skilurðu eins og hver annar, svo allt í einu daginn eftir voru fullt af einhverjum, meira en venjulega að kaupa þessa hyljara, þannig ég var bara já okei af því þetta eru geggjaðir hyljarar og kosta ekki neitt og bara mjög næs. En bara svo fyndið að bara að hún hafi sýnt þetta þá fann ég mun og ég hefði alveg eins ekki hafa séð þetta og bara já okei mikið af þessu í dag skilurðu mig?

M: Já einmitt bara smá vara sem hefur gleymst og kannski bara að minna á hana.

E: Já einmitt. Það er bara fyndið að maður finnur muninn og þetta var ekki einu sinni auglýsing. Hvað þá ef að einmitt þeir sem eru að fá borgað fyrir þetta, og eru bara að hamra á hlutunum skilurðu? M: Já þetta er týpískt svona rafrænt umtal. E: Já, já.

M: Hafið þið verið einhvern tímann í samstarfi við ákveðna viðburði þar sem áhrifavöldum er boðið að koma?

E: Já sko um daginn, þá vorum sem sagt í samstarfi við Angan sem er íslenskt vörumerki. Þá vorum við bara með svona kósý kvöld. En fyrr í þeirri viku höfðu einmitt bloggarar verið að prófa vörurnar, en þetta var einmitt bara svona voða rólegt. Ekkert svona partý partý.

M: Eruð þið þá að sýna frá því á Snapchat?

E: Já við sýnum alltaf. Þú veist við reynum að setja inn helst á hverjum degi. Eða allavega annan hvern dag. Eða okei, á hverjum degi reynum við að setja eitthvað inn annað hvort á Snapchat eða Instagram. Svo er það bara mismunandi hvað líður á milli á hvorum miðli, en oftast svona til skiptis.

M: Þannig þið eruð með svona ákveðna uppsetningu á þessu? E: Alls ekki eitthvað svona neglt. En við viljum helst minna á okkur daglega og þá eru þetta bestu miðlarnir til þess.

M: Já það er einmitt mjög mikilvægt. E: Já það er svona það sem við höfum verið að hugsa. En það er aldrei svona... ef það

Page 53: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

53

gleymist einn daginn, þá bara gleymist það einn daginn. Ef það er bilað að gera þá næst það ekkert. Að sama skapi ef það er mjög rólegt þá er það einmitt miklu ítarlegra, þá er verið að “swatcha” og gera förðun og eitthvað þannig. Þetta veltur bara allt á því. Það er einhvern veginn ekki hægt að skrifa þetta niður, hvað fer inn hvern dag. Þú veist það er alveg hægt, en það er bara mjög erfitt. M: Þetta verður bara svona hluti af vinnunni? E: Jú einmitt, eins og áðan þá kom ný sending en ég var ekkert bara, nú ætla ég sko að snappa: ,,Þetta er komið aftur’’. Þetta verður bara náttúrulegt.

M: Já þetta er ekkert formlegt? Það þarf ekkert að skrifa þetta niður og svona. E: Nei, maður veit bara, er þetta eitthvað sem ég vil að kúnnarnir viti? Já! Þá er það bara annar hvor miðillinn.

M: Hafið þið verið í samstarfi við önnur fyrirtæki, svona eins og þið auglýsið eitthvað fyrir þau og öfugt? E: Uuu nei það er nú bara þannig með þessa áhrifavalda, það er svo fyndið þetta orð. M: Ég veit það... E: En allavegana, með þessa áhrifavalda þá að sama skapi þegar þau setja eitthvað inn fyrir okkur þá fáum við aukið umfang. Oft erum við líka taggaðar á mörgum myndum daglega þar sem fólk er að nota vörur frá okkur, bæði áhrifavaldar,venjulegt fólk og bara allir. Ef við repostum þessum myndum frá þeim, þá fá þau sömuleiðis aukið umfang frá okkur. En það er ekkert svona í skiptum: ,,hey þú setur þetta inn og við setjum þetta’’. Það er samt bara þannig að ef við erum að auglýsa einhvern þá fær hann meira umfang og öfugt. M: Ef þið fáið sendar spurningar í gegnum Snapchat, svarið þið þeim? E: Já alltaf. Það er mjög mikið um til dæmis: ,,Er þetta komið’’?, ,,Kemur þetta fyrir jól’’?, ,,Hvernig virkar þetta’’? og ,,Með hverju mælirðu fyrir þetta og hitt’’? M: Það kemur mér svo á óvart að það sé hægt að svara öllum... tekur þetta ekki langan tíma? E: Jú það í rauninni það fyrsta sem ég geri á morgnana þegar ég mæti hérna. Fyrsta klukkutímann er ég bara að fara yfir tölvupósta, Snapchat, Instagram og bara Facebook skilaboðin. Mér finnst samt mest vera spurningar í gegnum Facebook. Fólk einhvern veginn þorir meira að spyrja þar. M: Já okei.

Page 54: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

54

E: Mér finnst það einhvernveginn svona stærri og veigameiri spurningar á meðan hitt er einhvern veginn svona: ,, Halló, er þetta til’’? Bara svona lítið á meðan hitt er kannski svona ,,Ég er að fara þangað og mér vantar hitt og þetta’’, eða eitthvað þannig. Þannig að það er bara hluti af mínum vinnudegi að svara öllum kúnnunum. M: Hversu hátt hlutfall þessara spurninga heldurðu að komi í gegnum Snapchat ? E: Ég myndi segja svona 1/4 .. Nei minna 1/5. Af því mér finnst að það sé meira á hinum miðlunum. Ég er að reyna splitta þessu einhvern veginn upp, en ég myndi segja að það væri minnsti parturinn og mest í tölvupóstum og á Facebook. M: Þú sagðir að það væru svona aðeins öðruvísi spurningar?

E: Já, þú veist, flestar kvartanir koma í gegnum tölvupósta. M: Jáj. E: Flestar spurningar eins og: ,,með hverju mælirðu’’? Þær koma oftast á Facebook. Svo er Instagram svona: ,,hey viljiði sponsa mig’’? Líka bara fólk að tagga og eitthvað þannig. Ég myndi segja að það væri mest á Facebook svona “að mæla með” dót sko. Já ég held það því líka oft undir myndum eitthvað: ,,er þetta paraben frítt’’? M: Þið hafið verið með afsláttarkóða er það ekki? Hafið þið verið með þá í gegnum Snapchat? E: Já Snapchat og Instagram. Þetta er svo því þetta er allt á öllu núna. Þú veist, ef við erum með afsláttarkóða þá fer hann á Facebook, Instagram og Snapchat. M: Auglýsið þið miðlana ykkar á hinum miðlunum?

E: Nei, eiginlega ekki. Fyrst var það eitthvað en við erum núna rosalega sjaldan: ,, addið okkur á Snapchat’’ eða ,,addið okkur á Instagram’’ eða eitthvað þannig. Ég held að það sé líka út af því að við erum komin með það stóran fylgjendahóp. M: Já þið eruð ekkert að reyna byggja hann meira upp? E: Nei og þú veist við fáum endalaust af “follow-um” á dag og örugglega líka “unfollow-um”. En það bara kemur ósjálfrátt inn. Maður þarf ekkert að vera að þessu. M: Meira kannski ef þú ert með nýtt fyrirtæki? E: Já þá ertu að reyna byggja upp þennan hóp sem við erum kannski svolítið komin með. Já ég myndi segja að það þarf ekki lengur að vera: ,,hey’’. En við náttúrulega setjum allt á alla miðla og auglýsum allt á öllum miðlum en ekki miðlana sjálfa innan hvors annars. M: Á hvaða aldri myndirðu telja að markhópurinn ykkar sé, svona ca.?

Page 55: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

55

E: Uuu, svona 18-25 svona stærsti. En svo þetta alveg frá 15-60 ára. En ég held að það sé svona þessi klassíski snyrtivörumarkhópur. M: Já bara svona unglingsstelpur? E: Já ungar konur. M: Finnurðu fyrir því að þær séu meira inn á Instagram en Snapchat? Eða er það kannski bara bæði. E: Já það er svona. Ég ætla ekki að segja súper ungar en mér finnst yngri kynslóðin vera á Snapchat. Ég held einmitt eins og ég sagði áðan að það sé ennþá svo persónulegt fyrir okkar kynslóð. M: Já það er alveg munur á því hvernig kynslóðirnar nota miðilinn? E: Já mér finnst það. Ekki það, að það eru alveg fullt af fólki og konum sem eru með okkur þarna inni en eru ekkert að spyrja skilurðu. En mér finnst svona flestar spurningar sem koma í gegnum Snapchat vera frá yngri kynslóðinni. M: Já þeim finnst ekkert mál að senda bara mynd af sér og ...?

E: Já, já, já margir einmitt sem senda okkur bara: ,,ég er að gera þetta’’.

M: Já, með dótið úr búðinni? E: Já og líka bara eitthvað. Þú veist alveg svona reglulega.

M: Já okei.

E: Já mér finnst það vera þannig að Snapchat er virkara í auglýsingum og svona hjá þeim allra yngstu. Því æ mér finnst það einhvern veginn vera þannig að hjá yngri kynslóðinni, ég held að þau fatti ekki netið að fólk getur bara átt þetta og geymt þetta alla þína ævi og þetta er ekkert að fara neitt. Þau einhvern veginn henda öllu þarna út og þú veist fatta ekki alveg. M: Já það er einmitt alltaf verið að hamra á því að passa sig hvað þú setur inn á netið. E: Já en ég held að það sé meira þannig að með okkur og eldri kynslóðina, þá var þetta nýtt á einhverjum tímapunkti í okkar lífi. Þess vegna erum við held ég ennþá svona dálítið hrædd við þetta, og erum að læra og kunnum okkar mörk. Það var svo mikið hamrað á því fyrst að þetta væri bara stórhættulegur staður, skilurðu mig? M: Já já já.

Page 56: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

56

E: Nánast. En þau eru bara eitthvað svona: ,,já’’ og spá ekki neitt í þessu. M: Við fórum aðeins inn á netumtalið áðan en hafið þið einhvern tímann þurft að verja Fotia fyrir neikvæðu netumtali á Snapchat? E: Sko allavega ekki síðan að ég byrjaði. En það sem við leggjum líka mest upp úr er góð þjónusta og kannski líka ástæðan fyrir því að það hefur ekki verið. Ég hef allavega ekki heyrt af því en ég held að það hafi mögulega verið einu sinni, eða ég man það ekki, við vorum einmitt að tala um þetta um daginn. En málið er það sem er meira en bara allt annað hjá okkur er góð þjónusta. Ef kúnninn er ósáttur, þá gerum við allt til þess að hann sé sáttur. Þannig það kannski svona kemur í veg fyrir lélegt netumtal af því að við reynum að skilja við alla sátta. M: Einmitt, já netumtal yfir höfuð getur líka bara verið gott. Eins og ef einhver er að hrósa þjónustunni ykkar á netinu. E: Já einmitt, við fáum einmitt mjög mikið af því, við fáum alveg þrjá til fjóra tölvupósta á dag bara: ,,Takk fyrir æðislega þjónustu’’ og eitthvað þannig. Við leggjum þú veist, mikið upp úr því. Ef einhver hringir og spyr um eitthvað, þá viljum við gera allt, þú veist, við viljum svara öllu. Oft ef einhver hringir og spyr: ,, er þetta til?’’ og við svörum: ,,Nei, en við eigum hérna til þetta’’ og þú veist reyna að hjálpa manneskjunni burt séð frá því að hún sé að kaupa eitthvað. Við viljum að hún viti hvað við bjóðum upp á. M: Koma ánægð út úr þessu? E: Já,já... ég held einmitt með netumtalið að þetta hjálpi rosalega. Það er enginn sem fær slæma þjónustu. Eða það á allavega ekki að vera þannig. M: Nei það er einmitt bara “fræði” sem heitir netumtal. En þegar þið fáið nýja vörulínu eða eitthvað, þú veist, hvernig mynduð þið nýta Snapchat?

E: Æ, þetta er svo erfitt því að við notum alla miðlana. M: Já það er bara eðlilegt að þið efnið á öllum miðlunum ykkar. E: Þá myndum við bara byrja á því að setja inn: ,,Oh my god’’ því við tökum aldrei neitt inn nema við séum spenntar fyrir því, þannig það fylgir því alltaf “oh my god”. Þú veist eins og: ,,þetta er að koma’’ og ,,þetta virkar svona’’ og ,,þetta er sniðugt fyrir þetta og hitt og í rauninni kynnum bara vöruna. M: Já þið setjið þetta bara inn á Snapchat stories? E: Já þú veist, það er náttúrulega ekki mikið annað í boði á Snapchat þannig það fer bara í story þar. En við myndum líka, eins og með Instagram þá póstum við svona... við erum reyndar með strategy þar, þá erum við alltaf með svona þrjár myndir af svipuðu, allt úr sömu vörulínu eða sama merkinu í röð.

Page 57: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

57

M: Hvenær finnst þér Instagram hafa tekið svona almennilega við? Manstu eftir því? E: Mér finnst það eiginlega bara núna. Kannski ekki núna í dag þú veist, en síðustu mánuði. Því ég man þegar að þetta byrjaði, hvað er langt síðan? Eitt eða tvö ár? Þú veist það er ekki meira.

M: Uuu ertu að tala um?

E: Instagram stories. M: Já ég veit það ekki alveg.

E: Þú veist það er ekkert langt síðan að það byrjaði. Ég man að svona fyrst um sinn þá var þetta bara: ,,hvað er þetta’’? og frekar illa séð. En mér finnst núna svona síðustu mánuði og er ennþá að stækka og stækka. Ég held að það sé svolítið að taka yfir. Svona eins og ég bara, ég nota bara Snapchat í dag til að sýna mitt, sem ég vill ekkert vera að sýna öllum, barnið mitt og eitthvað þannig skilurðu?

M: Já einmitt. E: Á meðan að Instagram er einhvern veginn svona: ,,ég er að fá mér kaffi’’, þú veist. Ég held að Instagram sé líka dálítið að verða smá glansmyndardæmi á meðan Snapchat er bara svona lífið. M: Það er meira þannig. Það er svo óheflaður miðill þú getur einhvern veginn ekki verið að fínísera hlutina...en svona “sneak peak” aðgerðir, notiði svoleiðis til þess að auka spennu? Sýna svona lítið brot af einhverri vörulínu sem er að fara koma og svoleiðis..? E: Já við sýnum alltaf ef það er eitthvað að fara koma. M: Já svona “sneak peak” á bara að vera þekkt markaðsleið inn á Snapchat til að auka spennu. E: Já einmitt svona: ,,Æ ég má ekki sýna ykkur, en ég verð að sýna ykkur smá’’? M: Já einmitt. E: Sko já það er meira bara þannig, að segja að það sé eitthvað að koma og svo ekkert meir. En oftast ef við erum með eitthvað.. eða þú veist ég held að það sé meira svona ef við værum að fara gefa eitthvað út, eða þannig. Eins og Sólrún Diego og bókin hennar, það virkar þú veist. Það er svo fáránlegt eins og ef við værum að taka inn augnskuggalínu og við værum alltaf bara að sýna einn augnskugga þú veist því þetta er meira visual sem við erum að gera. Við erum ekki að halda tónleika eða gefa út bók eða eitthvað þannig. En þú veist auðvitað að byggja upp spennu fyrir merkinu en kannski ekki með því að sýna bara brot þú veist. Maður byggir það einhvern veginn bara upp með því að kynna það meira og meira. Þannig, jú að vissu leyti en ég veit ekki hvort að

Page 58: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

58

það flokkist undir þetta. M: Nei einmitt.. en svona því að Snapchat er frekar persónulegur miðill, finnst þér vera ákveðin áhætta í því að nota Snapchat, í samanburði við hina miðlana? Svona í markaðssetningu. E: Mér finnst það eiginlega bara þannig að manni langar ekki að vera eitthvað pirrandi þarna inn á. Maður vill ekki vera bara endalaust að …frekar að koma inn reglulega og koma þá með eitthvað almennilegt í staðinn fyrir að setja bara eitthvað. M: Já maður er sjálfur með Snapchat og maður er alveg duglegur við að eyða. E: Já ég held að það sé einmitt það sem mér finnst með Snapchat, hann er mun harkalegri. Fólk bara setur bara inn það sem það vill og er ekkert hrætt við að eyða manni út af. En með hitt, eins og Facebook og Instagram, maður er með fullt af drasli á Facebook sem maður skoðar aldrei og maður bara skrollar fram hjá því og líka á Instagram. En á Snapchat, þá skrollarðu ekkert framhjá því, þú bara eyðir því. Þú veist, þú nennir ekkert að hafa það. M: Nú hefur þú umsjón með Snapchat aðganginum og fylgist með þessu og svona... Hvernig myndirðu ráðleggja öðrum minni fyrirtækjum sem væru að byrja á Snapchat að nálgast miðilinn? Í sambandi við markaðssetningu og svona. E: Ég myndi bara segja, að byggja upp góðan fylgjendahóp. Ekki vera þú veist, að spamma þarna inn á. Bara að setja það sem skiptir máli. Setja það inn sem þú veist að þínir fylgjendur... eða þú veist eiginlega bara kynnast fylgjendunum þínum og kynna fyrir þeim það sem þú veist að þeir hafa áhuga á, af því að annars, þá nenna þeir ekki að fylgjast með þér. Já og þú veist, æ ég veit ekki, að minna á sig reglulega en ekki spamma. Já og mér finnst eiginlega númer 1, 2 og 10 að þekkja þína fylgjendur og þekkja hvað þeir vilja. M: En hvernig ferðu að því? Ertu þá bara að skoða hvað er mest fylgst með? E: Já og líka bara að fylgjast með sölunni. Þú sérð alveg hvað fólk er að sækjast í, og hvað ekki. Allavega fyrst um sinn, á meðan þú ert að byggja upp stóran fylgjendahóp, að þóknast þeim sem eru með þig inni. Svo með tímanum, eins og með fyrirtækið það stækkar og þá ertu að taka inn nýjar vörur og getur byrjað að sýna það og svona. En svona já sýna þeim það sem þau eru að sækjast í, fyrst um sinn.Væntanlega ef þú ert nýtt fyrirtæki þá ertu líka á Facebook og Instagram og sérð alveg hvað er að vekja athygli og hvað ekki og líka bara með sölu og allt það. Mér finnst það svona númer 1, 2 og 10 að vita hvað þínir fylgjendur vilja.

M: Hvernig sjáið þið svona framtíðina fyrir ykkur á Snapchat? E: Já mér finnst þetta vera færast meira yfir á Instagram. En við verðum alveg alltaf með Snapchat á meðan Snapchat er í gangi skilurðu? En ef þú spyrð mig persónulega, ekki fyrir þetta þá held ég að þetta deyi út, eða þú veist þau þurfa allavega að fara að gera

Page 59: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

59

einhverja breytingu hjá Snapchat til þess að viðhalda því. Koma með eitthvað nýtt og spennandi. Ef maður vill sýna öllum eitthvað, þá setur maður það frekar í Instagram stories og sendir svona kannski myndbönd inn á milli á sína nánustu. Ég set eiginlega aldrei neitt svona í story á Snapchat svona persónulega. Ég held líka að það sé að verða þannig að eina fólkið sem er að setja eitthvað í story inn á Snapchat eru áhrifavaldar og fyrirtæki og fólk nennir því náttúrulega ekkert endalaust. Maður getur alveg eins sett á skjáauglýsingar og horft á það skilurðu mig? En eins og ég sagði þá verður Fotia alveg á Snapchat á meðan Snapchat er í gangi og allt það. M: Á hvaða miðlum eruð þið? E: Við erum á Facebook, Instagram, Snapchat og Spotify. Ég var að byrja á því núna í vikunni. Ég var að búa til aðgang fyrir okkur og fyrsti playlistinn okkar heitir “Fotia Jól” ef þig vantar jólaplaylista. Ég held að það sé einmitt gaman, þá erum við líka að setja inn það sem fólki finnst skemmtilegt að hlusta á í búðinni. Ef þau heyra eitthvað skemmtilegt þá geta þau farið og tékkað á playlistanum. En ég er ennþá að þróa þetta.

M: En svona að lokum, því þið eruð með mjög marga fylgjendur í dag. Hvernig haldið þið að þið hafið komist á þann stað sem þið eruð í dag?

E: Sko þetta stækkaði bara svo ótrúlega hratt óvænt. En ég held að aðalmálið sé það að frá því að þetta byrjaði þá hefur verið lögð svo ótrúlega mikil áhersla á það að vera með góð verð og góðar vörur. Ég held einmitt að þetta sé erfiðara ef maður er með dýrari vörur eða eitthvað. En málið er að verðbilið hér er það breitt að það er eitthvað fyrir alla, og alveg góðar vörur fyrir alla. Æ þú veist það er oft bara svona drasl sem kostar ekki neitt... Eins og hyljararnir hjá okkur kosta 990 kr. og þeir eru bara virkilega góðir og þeir eru notaðir að bara mjög færum.. eða bara þú veist, öllum. Ég held að vöru úrvalið hafi haft mjög mikið að segja. Svo náttúrulega berst orðið og þessir klassísku gjafaleikir og allt það sko. En málið er að ég held að þetta hefði ekki orðið svona stórt ef það væri ekki lagt upp úr verðunum og svona góðum merkjum. Við erum mjög picky á hvað er tekið inn og hvað ekki. M: Já þetta spyrst alveg út. E: Já.

M: Ég hef alveg komið nokkrum sinnum í búðina bara að því að ég er að keyra hérna framhjá.

E: Já einmitt. Áður en ég byrjaði að vinna hérna þá hafði ég oft kíkt hérna við og skoðað á netinu líka. Líka bara First Aid Beauty, þú veist, ég elska það. Eftir að ég byrjaði að vinna hérna þá er ég alltaf bara við fólk: ,,ég hef alltaf elskað þetta’’.

Page 60: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

60

M: Þá held ég að þetta sé bara að verða komið. En eitt í viðbót, þegar þið skoðið svörun af Snapchat er það þá með Snapchat kóðum eða „screenshot“ eða hvernig gerið þið það?

E: Sko við bara skoðum það eiginlega ekkert. Við bara setjum inn og vitum að það eru margir sem sjá það. Þetta er bara orðið þannig núna. En það er mjög skemmtilegt með Instagram, þá geturðu gert þarna svona poll og þá geturðu bara spurt fólk: ,,viljið þið sjá þetta?’’ og ,,eruð þið spennt fyrir þessu’’?. Þá komum við aftur inn á það að þekkja fylgjendurna og kynnast þeim, því þú færð þarna bara bein svör frá þeim.

M: Já það er svona sem margir eru að tala um, að það þurfi að koma einhver nýjung frá Snapchat. Það er bara ekkert búið að gerast mjög lengi. Þú veist, þetta er þægilegur miðill upp á það að hann er mjög einfaldur í notkun.

E: Já einmitt, hann er mjög aðgengilegur.

M: Já og það eru svona flestir samfélagsmiðlar í dag sem gera sér grein fyrir því að fyrirtæki nota líka miðlana.

E: Já ég held að Snapchat þurfi svona aðeins, ég ætla ekki beint að segja söluvænna en gera þetta betra fyrir fyrirtæki því það er aðallega. M: Það er stór partur af þessu. E: ..og þeir sem nota þetta bara svona eðlilega geta haldið að nota þetta áfram eðlilega skilurðu? En það þarf eitthvað svona meira fútt í þetta.

M: Algjörlega. Ég held að þú sért bara búin að svara öllu. Takk fyrir.

Page 61: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

61

Viðtal við Karin Kristjönu Hindborg hjá Nola

Tekið kl 14:00 þann 21.nóvember 2017 Viðmælandi Karin Kristjana Hindborg (K) Umræðustjóri: Mekkín Bjarkadóttir (M)

M: Hvenær byrjuðuð þið að nota Snapchat hjá Nola og af hverju?

K:Við byrjuðum, sko ég opnaði í ársbyrjun 2014, ég held.. ég er eiginlega ekki alveg viss, hvort það var sama ár þarna um vorið eða árið eftir.

M: Voruð þið þá á öðrum miðlum?

K: Já þá vorum við á Instagram, Facebook en reyndar ekki á Twitter þá. Ég notaðist meira við póstlista en bætti svo við Snapchat þá kannski einhverjum mánuðum eftir að ég opnaði.

M: Finnst þér hafa orðin einhver breyting eftir að þið tókuð Snapchat inn?

K: Jú það gerði það, fólk er einhvern veginn meira þorið við að senda inn spurningar, sérstaklega unga fólkið.

M: Já og eruð þið að svara spurningum þeirra?

K: Já við svörum öllum en við notum þetta líka bara sem vinnutól. Ég stimpla mig bara inn á þetta þegar ég kem og út þegar ég fer. Ég er ekki að nota þetta heima, ég er ekki að blanda mínu persónulega lífi í þetta. Já ég held að til dæmis að ungir krakkar séu síður í því að senda email og spyrja að einhverju, þau vilja bara gera þetta strax.

M: Og þú myndir telja það, er það markhópurinn, svona ungar stelpur?

K: Bæði og, ég er kannski ekki með mikið af alveg svona yngstu stelpunum, en hvað á ég að segja.. fólki finnst það vera nær manni. Finnst þetta svona persónulegra, þetta er meira persónulegri miðill í stað þess að opna tölvupóstinn og skrifa email, þá er það svo rosalega formlegt og þá eru mögulega margir sem hugsa með sér að þetta sé nú kannski ekki þess virði að skrifa email fyrir.

M: Finnst þér áhætta í því hversu persónulegur hann er? Passa hvað, eruð þið með einhverjar reglur um það hvað þið setjið inn?

K: Við reynum að halda þessu svolítið fagmannlegu. Við erum ekki að blanda okkar persónulega lífi í þetta af því við viljum halda þessu sem bara fyrirtækjasnappi og halda í

Page 62: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

62

einhvern svona standard og aðallega vera þá að fjalla um okkar vörur, gefa góð ráð og auglýsa vörurnar betur sem við erum með. Það er rosalega þægilegt að við fáum oft spurningar kannski frá fólki sem býr út á landi sem eru að spyrja hvaða krem henti þeim eða augabrúnalitur. Þá getur það sent manni selfie og þá sjáum við betur þú veist litarhaft, augnlit, hárlit, augabrúnalit, þá er miklu auðveldara fyrir okkur að ráðleggja eitthvað. Þá sjáum við nafnið og svo kemur inn pöntun með vörunni á sama nafni og þá sjáum við alveg að þetta er að virka. Sjáum alveg beina leið. Þannig með því náum við alveg að vera pínu persónulegar þó þetta sé bara miðill. M: Svona eins persónulegur og hann gerist. En hefurðu nýtt þér krafta áhrifavalda? Hafa áhrifavaldar annað hvort tekið við aðganginum ykkar eða verið í samstarfi við ykkur og auglýsa Nola inni á sínum eigin aðgangi?

K: Við höfum bæði fengið einstaklinga til að taka yfir okkar snapp og líka til að vera bara á sínu snappi og þeir eru þá með afsláttarkóða, það hefur líka verið mjög skemmtilegt.

M: Fylgist þið með hvað er að koma frá honum, þú veist þá kannski eins og kannski með kóðunum og þannig… hvað þessi áhrifavaldur hefur haft mikil áhrif?

K: Já, þá bý ég bara til kóða fyrir þessa manneskju og þá sé ég bara nákvæmlega hvernig hún virkar. Hvað koma margar pantanir í gegnum kerfið með þessum kóða. Þannig maður getur alveg haldið sögu yfir það hverjir eru að virka vel og hverjir ekki.

M: Velurðu ákveðnar týpur, eitthvað sem passa við Nola?

K: Já ég reyni að gera það. Ég, okkar stefna er að reyna að halda þessum hreinleika og erum með allt cruelty-free og náttúrulegar vörur, sumt er lífrænt. Já þannig að í rauninni að vera að velja einhvern. Kúnnahópurinn okkar er svona 20+ upp í alveg 60-65 ára. Þannig ég er ekki að velja mér einhverja áhrifavalda sem eru ég veit það ekki 14, 15, 16 ára sem eru bara að gera allt annað í lífinu. Það væri frekar úr takti, en ef það er einhver sem hefur rosalega mikinn áhuga á húðvörum eða dýravernd, innihaldsefnum þá finnst mér það passa mjög vel inn.

M: Ertu, veistu sirka hvað þið eru með marga fylgjendur inni á Snapchat? Og hvernig er hægt að sjá það? „Screenshots“ eða…

K: Sko ef við erum duglegar og erum inni á miðlinum á hverjum einasta degi þá eru tölurnar mjög fljótt semsagt hærri en svo eru þær ótrúlega fljótar að falla niður ef við erum ekkert inni. Við þurfum að vera rosalega „steady“ líka ef það er eitthvað um að vera, það er nú yfirleitt aldrei neitt drama hjá okkur sko nema það var í fyrra, akkurat fyrir ári síðan þegar allt sprakk þarna með Beautybar þá komu einhver þúsund manns.

M: það er einmitt ein spurninganna minna, umtal, ef þú verður vör við, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt, bara umtal, finnurðu þá fyrir aukinni umferð eða?

K: Já þetta var svona það eina sem, þetta var líka svo áberandi. Nokkur þúsund manns aukalega en svo fara margir aftur út, þeir vilja bara sjá eitthvað drama. Svo hætta þau bara.

Page 63: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

63

M: Ég held að ég hafi komið inn á þeim tíma og ég er ennþá.

K: ..en ég veit það ekki, við erum kannski svona með í heildina, ég veit það ekki, svona 4000.

M: ..og hvernig byggið þið upp þú veist, hvernig fáið þið fleiri fylgjendur? Er það kannski í samstarfi við önnur fyrirtæki eða áhrifavalda? Eða sérðu frá…

K: Já ég hef yfirleitt nýtt mér það þannig, ef einhver annar er kannski í samstarfi við okkur og er á sínum miðli þá reynum við að gera það þannig að báðir aðilar græði eitthvað á því þannig að mínir fylgjendur fari yfir og hún bendi síðan sínum fylgjendum á að followa okkur. Annars hef ég ekki mikið verið að eitthvað að sem sagt „pimpa“ út okkar Snapchat, þetta er bara ótrúlega mikið svona okkar fólk og ég vil helst ekki að, ég vil frekar hafa færri inni á snappinu sem nýtur góðs af því sem við erum að gera, sem hefur áhuga á því að horfa. Ég er ekki alltaf: followaðu okkur, við erum alltaf að gera þetta, svo eru kannski bara einhverjir strákar sem hafa engan áhuga á því sem við erum að gera. Þá vil ég miklu frekar hafa bara færri en fleiri, sem sagt fólk sem er að nýta þetta og finnst gaman að skoða vörurnar, spyrja og eru með, vera með allskonar fróðleik. Spyrja kannski um einhverja húðumhirðu eða eitthvað svoleiðis.

M: Þú fylgist alveg með svöruninni.. og er það í gegnum Snapchat kóða og „screenshoot“ eða eitthvað svoleiðis?

K: Já við sjáum screenshots, það er mjög vinsælt, ef við erum að koma með einhvern fróðleik að koma með einhvern texta, þá er miklu meira af screenshoti. Það nenna ekki allir að horfa á eitthvað endalaust blaður, ekki nema ef ég tek einhverja umræðu um innihaldsefni og hvernig maður á að hreinsa húðina og eitthvað svona, þá eru mjög margir sem nenna að hlusta. Já við gerum eiginlega bara allt í bland.

M: Hvernig svona, ef þú lýsir fyrir mér hvernig þið notið miðilinn aðallega.

K: Aðallega í að sýna vörur. Ef við fáum nýjar vörur þá sýnum við, eins og ef við fáum augnskugga þá sýnum við áferðina, setjum inn verðin. Ef það eru tilboð. Já bara svona ef það er eitthvað nýtt um að vera. Svona allt sem við viljum koma frá okkur, en við getum ekki bara staðið hérna úti á túni það er afsláttur á þessu. Þá svona, hendum við því þarna inn.

M: Og þú finnur alveg fyrir aukningu í búðinni þegar þú..

K: Já við gerum það alveg. Mér finnst þetta mjög öflugur miðill.

M: Já hann er það.

K: Kemur manni eiginlega á óvart.

M: Auglýsirðu Snapchat aðganginn á hinum miðlunum þínum, á Instagram eða?

K: Ég er ekki nógu dugleg nei. Ég þyrfti eiginlega að gera meira af því.

Page 64: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

64

M: Myndirðu telja að þú værir, þú veist af öllum þínum miðlum eða ykkar eruð þið þá mest á Snapchat eða Instagram, Facebook?

K: Sko núna erum við eiginlega mest á Instagram. Póstum þar inn nánast á hverjum degi, helst tvisvar á dag.

M: Er það þá Instagram storys eða?

K: Nei ég er aðallega, ég er að reyna að færa mig þangað yfir, en þetta er svo mikil vinna.

M: Finnst þér þetta vera að færast úr Snapchat núna yfir á Instagram?

K: Snapchatið er svo mikið í felum, þetta er svo mikið bak við tjöldin, þá er fólk svolítið óheflað. Á meðan við Instastory þá ertu strax komin út í heiminn og þú getur fengið alla til þess að horfa á þig, þú getur bara taggað fyrirtæki og þá eru allir, þú veist. Meðan Snapchat er meira svona þú veist „local“.

M: Seturðu þér eitthvað svona markmið þú veist ef, með markmiðastofnun, með notkuninni. Kannski bara daglega eða vikulega. Eða ætla að gera eitthvað með Snapchat?

K: Sko það er nú aðallega bara með því að reyna að gera allavega eitthvað í hverri viku.

M: …og vera sýnileg?

K: Já bara svona halda þessu á lofti, vera alltaf eitthvað svona sýnilegur en stundum situr þetta algjörlega á hakanum þegar maður hefur engan tíma í þetta.

M: Einmitt og þegar þið fáið inn svona nýjar vörulínur og þannig er þetta þá, þú veist hvernig mynduð þið…

K: …þá setjum við inn á Snapchat.

M: Og þú finnur mikinn mun?

K: Já, þá svona sér maður að fólk verður alveg æst, já það eru komnar nýjar vörur, okei hvenær kemur þetta á netið, okei má ég koma í búðina og versla. Þetta er einhvern veginn svona eins og þetta sé fyrsta rótin, fyrsti miðillinn sem getur sett fram einhverjar upplýsingar og svo færir maður sig út.

M: og vekur ákveðna vitund bara! Ef þú vilt búa til þú veist bara einhvern spenning fyrir einhverju ertu þá að nota Snapchat og svona „sneak peak“ eða bak við tjöldin.

K: Já við höfum alveg gert það, þá setjum við á Snapchat. Uuu, jú kannski tvinnum það saman með, setjum það eiginlega alls staðar.

M: Já, á alla miðlana?

Page 65: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

65

K: Já.

M: Þú samræmir alveg aðgerðir á milli?

K: Já mér finnst það gott ef maður er svona virkilega að vekja áhuga á einhverju.

M: Þið hafið líka verið tengd við einhverja svona viðburði og þá notið þið Snapchat og aðra áhrifavalda er það ekki? Finnst þér það, hvað finnst þér vera svona mest að skila sér?

K: Veistu það að ég eiginlega bara, þetta er svo rosalega mismunandi.. stundum er alveg sama hvað maður setur þarna inn.

M: Finnið þið fyrir árstíðarbundnum sveiflum og þannig?

K: Já algjörlega, svo líka er maður kannski að setja eitthvað inn og á sama tíma óvænt, óumbeðin talar einhver um eitthvað, þá vinnur það rosalega vel saman það svona “boostar” aðeins upp en jú, jú við höfum alveg haldið viðburði eins og pop-up markaði og alls konar og þá er Snapchat mjög gott. Þá er fólk að senda inn spurningar og vill fylgjast með, sjá hvað er um að vera, sem kemst kannski ekki á staðinn. En er samt svona smá stemming í gegnum Snapchat. Fær aðeins að vera með, veit svona það var eitthvað um að vera og sá aðeins, svona svalar aðeins forvitninni. Hljómar furðulega en. M: Nei þetta er einmitt bara viðurkennd aðferð, leyfa fylgjendum aðeins að fylgjast með, kannski kemur það næst.

K: Já algjörlega. Sko til að byrja með þá sýndi ég mig aldrei og þá vorum við bara að sýna vörur og setja inn texta, því ég er sjálf ekkert opinber snappari og ég er bara með mína fáu vini og fjölskyldu á mínu snappi og mér finnst þetta alveg pínu óþægilegt. Mig langar ekki að vera eitthvað andlit búðarinnar, ég vil vera bak við tjöldin en svo í ársbyrjun núna þá ákvað ég að prófa að breyta aðeins til þá fór ég að sýna mig meira og einmitt tala sjálf og segja frá einhverju og svona það breytti rosalega mikið, það er eins og fólk vilji sjá hver er á bak við hlutina. Vill sjá eitthvað svona persónulegt. Mér fannst það eiginlega svona aðalbreytingin. Þá spyr það meira og finnst svona eins og það sé að kynnast manni, maður eignast einhverja svona vini sem maður kannski sér aldrei.

M: Það er einmitt með minni fyrirtæki, það verða sterkari tengsl á milli viðskiptavina og svona minni fyrirtækja. En leggurðu mikinn metnað í það sem þú setur inn, er efnið útpælt eða er þetta bara svona svolítið svona daglegar, þú veist ertu.. sumir alveg svona pæla út storys, setja hér efni eða er þetta bara svona æ..?

K: Svona yfirleitt er þetta svona.. jú, jú, ég reyni alveg, eins og núna var ég að skoða Facebook um helgina þá sá ég að það var nánast í hverri einustu grúppu var einhver að spyrja um hvaða krem væri góð fyrir þurra húð. Það eru allir að springa úr þurrki því það eru svo miklar veðrabreytingar og þá reyni ég að stíla inn á það. Koma með einhver ráð fyrir svoleiðis, sýna góð rakakrem, maska og jú, jú alveg svona kannski smá plana alltaf bak við eyrað, en erum ekkert alltaf með eitthvað niðurneglt. Fyrir jólin og áramótin reynum við að sýna augnhár, gjafir, kit, farðanir og eitthvað svoleiðis. Svo stundum vill

Page 66: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

66

fólk líka bara sjá eitthvað svona sprell en ég reyni samt alltaf að vanda myndir, allar myndir sem ég set inn er ég sjálf búin að klippa til og laga lýsingu. Þú veist kötta þær og gera þær svona fínni þannig að þetta sé fallegt að horfa á, svona eins og Instagram. Mér finnst rosalega gaman að sjá fallega prófíla þetta er einhvern veginn svona draumkennt, þannig að það sé einhver svona ímynd sem við höldum í.

M: Eruð þið, hvað eru þið margar, eða hvað ertu með marga starfsmenn hjá Nola?

K: Við erum sex.

M: Og eru allar sem eru inni á Snapchat?

K: Nei það eru alls ekkkert allir sem vilja eða nenna sko. Ég hef fullan skilning á því og svona.. hvað á ég að segja, ég kannski gríp mest í þetta ef mér dettur í hug og hef smá tíma. Æ, ég ætla að sýna hérna þetta og þetta. Hinar eru kannski meira svona um helgar. Þær eru þá meira svona að setja á sig varalit og sýna það eða gera einhverja létta förðun.

M: Svona eins og þegar Airways var hérna voru þið ekki alveg að nýta það?

K: Jú þá einmitt vorum við með einhverja svona augnhára ásetningu og tilboð á augnhárum. Vorum með stóla hérna frammi.

M: Fannst þér það skila sér?

K: Nei ekki þá, þetta var svolítið skrítið „crowd“ hérna. Þetta var alveg svona eitthvað af ungu fólki en samt rosalega mikið af fólki í húsinu. Þannig að það var svona einhver í húsinu sem vita að við erum yfirleitt með ásetningu á augnhárum á föstudögum sem komu sko, en svo held ég að fólk hafi bara rosalega mikið verið að rölta um ,,já þessi staður tónleikar hérna’’.

M: Eruð þið ennþá eða hafið þið verið með einhverja svona gjafaleiki eða eitthvað?

K: Já á Facebook, Instagram og held ekki á Snapchat en við höfum alltaf auglýst það á snappinu, sett það inn en það er svo erfitt að halda utan um það á Snapchat ég eiginlega treysti mér ekki í það.

M: En hvar færðu, ef þú ert að halda utan um eins og í gegnum snappið, færðu, er það bara aðallega „screenshot“ og kóðar sem eru að, þar sem þú getur mælt eitthvað?

K: Jú, algjörlega og svo sér maður skoðanatölurnar, maður sér þegar það fer hátt upp.

M: Þá hverjir eru að skoða snappið?

K: Já algjörlega en það er bara eins og alls staðar held ég, það sem virkar best ef það eru afslættir.

Page 67: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

67

M: Finnst þér þegar þið voruð á Facebook þegar Snapchat var ekki, fannst þér þægilegra að halda utan um mælingar og þannig?

K: Já miklu, þá sér maður líka andlitin og nöfnin þannig þú getur flett fólki upp. Af því ég helst opna ekki snöpp nema ég geti gefið mér tíma í að svara því annars er það bara horfið og þá fæ ég ógeðslega mikið samviskubit og fólk verður ógeðslega pirrað á að ég svari ekki. Þannig þess vegna finnst mér bara gott að gera þetta bara í vinnunni. Þú veist ég er ekkert að flækja þetta og hafa þetta opið heima hjá mér.

M: Þannig það eru svona kostir og gallar við Snapchat?

K: Já algjörlega.

M: Finnst þér einhverjir fleiri gallar við Snapchat?

K: Sko sum samtöl þegar maður er búin að tala eitthvað ákveðið við einhverja manneskju þá mætti það alveg vistast. Ég veit ekki kannski getur maður stillt það en nei mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt forrit, mér finnst þetta bara svolítið einfalt og bara smá létt, bak við tjöldin. Fólk svona spyr líka, já eins og ég sagði áðan, þorir að spyrja meira og spyr oft bara eitthvað svona: hey hvar fékkstu peysuna sem þú ert í eða eitthvað sem fólk myndi aldrei þora að senda í email.

M: En þegar þið fáið nýja sendingu á lagerinn ertu þá kannski að sýna svolítið með Snapchatinu þegar þið fáið nýja sendingu og þá kannski veit fólk um eitthvað sem hefur verið uppselt og fylgir því einhver umferð í búðina? Eða inni á netinu?

K: Já algjörlega þá sér maður líka. Við erum með svona hvað á ég að segja við erum með svona lista við hverja vöru og þá geturðu skráð netfangið þitt þegar við uppfærum lagerinn þá færð þú bara tölvupóst. Þá sér maður það alveg oft hrúgast inn sko. En jú fólk sér líka alveg þegar maður er að taka á móti einhverjum sendingum þá er fólk spennt og spyr kannski: voru þið að fá eitthvað nýtt, eða: eru þið að fá kremið sem ég er að bíða eftir? Þeim finnst gaman að fá að vera með þegar það eru að koma sendingar.

M: Ég held þetta sé þá bara komið, er eitthvað sem þú vilt bæta við?

K: Nei, mér finnst þetta ógeðslega skemmtilegur miðill og hann gerir einmitt mikið fyrir svona smærri fyrirtæki. Maður getur alveg verið svolítið persónulegri án þess að fara alveg út í persónuleg málefni en það er rosalega auðvelt að falla í það.

M: Það er fín lína þarna?

K: Já það er rosalega erfitt af því þú ert bara einn að tala í símann. Gætir alveg eins farið að tala um hverju þú lentir í, í gær og hvernig þú svafst. Mér finnst þetta samt bara meira til góðs en já ég held það sé líka þannig að, af því að við erum búin að setja þessi mörk, við erum ekki að svara allan sólahringinn.

M: Og þér finnst það nauðsynlegt sérstaklega fyrir Nola?

Page 68: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

68

K: Já að þetta verði ekki kvöð. Mér finnst einmitt margir sem eru að kvarta undan snappinu.

M: Er of mikið áreiti?

K: Já segja að þetta sé allt of mikið áreiti það er verið að senda allan sólahringinn en þá er kannski búið að leggja upp fyrir því að þú getir verið að senda því þú ert alltaf að svara og ert alltaf sjálf á snappinu eða þú veist tengir líf þitt við. Þannig að við fáum aldrei nein svona reiðiskilaboð: ég var að senda og þið svöruðuð ekki.

M: Nei fólk sýnir bara almennt skilning..?

K: Og ef það er að spyrja um eitthvað svona kannski stærra þá bendi ég bara á emailið. Bara sendu mér email um þetta ég man ekki neitt hérna. Ég held það sé bara mikilvægt að vera með einhverjar svona hömlur eða já ramma og þá er þetta bara gaman.

M: Og kannski eitt að lokum, hvernig myndirðu ráðleggja kannski öðrum minni fyrirtækjum að nálgast miðilinn?

K: Fer svolítið eftir hvað fyrirtækið gerir en ég myndi persónulega passa þessa línu, persónulegu línuna. Af því að þjóðfélagið er bara orðið þannig í dag að þú ert ritskoðaður á hverjum einasta degi og mátt helst ekki gera mistök þá ertu jarðaður á netinu. Það er alveg nógu erfitt að vera að halda fyrirtæki og vera á öllum samfélagsmiðlum og starfsfólk og nýjar vörur og þú veist skoða tollskýrslur og vera líka að bæta einhverju svona óþarfa inn á. Þannig samt vera bara gagnsær, vera bara heiðarlegur. Af því að neytandinn kemst alltaf að sannleikanum. Þannig þó þú sért einn að tala í símann einhvers staðar þá geturðu ekkert verið að ljúga. Ég held það sé bara já, vera með einhvern skýran ramma, hvað viltu að sé á snappinu og hvað viltu að sé ekki á því og það þurfa bara allir að vera sammála.

M: Já algjörlega.

K: Ég meina ég er búin að segja við stelpurnar sem ég er að vinna með að við erum ekki að blóta, við erum ekki að veipa eða reykja eða drekka, við erum ekki í brjósta þú veist rosa flegnu, við erum bara ekki þar. Það er alltaf eitthvað sem fer fyrir brjóstið á einhverjum, þess vegna held ég að það sé bara betra að hafa þetta professional.

M: Algjörlega, ég held þetta sé bara komið, þetta bara svaraði helling, jafnvel margt sem ég þurfti ekki að spyrja um.

K: Það er rosalega erfitt að tala um snap, hvernig er hægt að skrifa bara heila ritgerð?

Page 69: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

69

Viðtal við Gerði Huld Arinbjarnardóttur hjá Blush

Blush viðtal Tekið kl 10:30 þann 15. desember Viðmælandi: Gerður Huld Arinbjarnardóttir (G) Umræðustjóri: Mekkín Bjarkadóttir (M)

M: Veistu hvenær þú byrjaðir svona ca. að nota Snapchat? Og af hverju byrjaðirðu með Snapchat aðgang fyrir Blush? G: Í september fyrir tveimur árum þannig það eru komin tvö ár og ástæðan fyrir því að ég byrjaði á þessu var til að sjá hvort að, eða þú veist, til að veita fræðslu í rauninni, það var svona upphafið. M: Einmitt. G: Að veita fræðslu um kynlífstæki. M: Sástu mikinn mun í sölu eftir að þú byrjaðir að nota Snapchat? G: Já alveg gríðarlega. Ég var líka svo heppin að ég var svona ein af þeim fyrstu sem var að byrja á þessu, að vera með svona opinbert Snapchat. Það voru ekkert margir komnir. M: Varstu á réttum tíma? G: Já ég var eiginlega bara á réttum tíma, það voru ekkert margir komnir með. Það var ekkert önnur hver manneskja með opið Snapchat sko.

M: Einmitt. G: Þannig ég náði alveg svo ótrúlega góðan massa af fólki eða fylgjendum. Og það hafði enginn annar nokkurn tímann verið með einhvers konar fræðslu á kynlífstækjum áður svona opinberlega. Þannig ég fékk svo gríðarlega mikið „publicity“ og náttúrulega vitundavakningu hjá kúnnanum þannig að vörusalan jókst alveg gríðarlega. M: Okei G: Líka vörumerkjavitundin, það vissu allt í einu miklu fleiri hvað Blush var.

M: Einmitt. Leggurðu mikinn metnað í miðilinn nú í dag? Er efnið útpælt? G: Það er eiginlega bara allt í bland. Stundum er ég bara að setja eitthvað mjög tilgangslaust og stundum er það mjög útpælt, þar sem ég er alveg búin að plana, hvað

Page 70: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

70

ég er fara segja og hvernig ég ætla að koma því frá mér. M: Fylgistu með svörun í einhvers konar formi, hvort að það séu kóðar, „screenshot“ eða hversu margir eru að horfa? G: Já ég mæli í rauninni allt bara í sölu og á heimsóknum á síðunni, en ég fylgist ekkert rosalega mikið með því hversu margir eru að horfa á snöppin mín, ég er svona búin að læra það í gegnum árin að það skiptir ekkert öllu máli hver talan er á bak við þetta heldur í rauninni svörunin, … það geta verið 5 þúsund manns að horfa og maður selur fáranlega mikið, svo geta verið 10 þúsund manns að horfa og maður selur ekki neitt.

M: En svona þegar þú setur inn eitthvað ákveðið efni, finnurðu þá fyrir því, með aukinni umferð í búðina eða í heimsóknum á síðuna? G: Já náttúrulega ef ég er með einhvern afslátt eða svoleiðis þá get ég náttúrulega „guarantee-að“ að það verði brjálað sko. Svo ef það er að koma ný vara til dæmis. Þú veist þetta er rosalega fín leið til þess að kynna nýja vöru af því að maður getur selt svo miklu meira heldur en bara þú veist með texta sem segir bara hvað varan gerir, ég næ að selja svolítið svona upplifunina, og ég næ að selja tilfinninguna um að prófa nýju vöruna, þannig ég næ að „create-a“ svona dálítið, það sem ég geri og mitt markmið með mínu Snapchat-i er að búa til svona fantasíur fyrir fólk. Fantasía fyrir fólk er þá í rauninni bara að bæta hjónabandið sitt og bæta kynlífið sitt, því það er eitthvað sem flestir vilja bæta. Það vilja allir meira kynlíf eða betra kynlíf. Þannig er dálítið að selja þá fantasíu að ef þú kaupir vöru hjá Blush þá muntu geta bætt kynlífið þitt.

M: Þetta er svona það næsta sem fólk kemst að Blush ef það fer ekki í búðina. Það er að horfa á Snapchat-ið. G: Já til þess allavega að læra um vöruna og fá þessa þjónustu. Svo er náttúrulega snappið mitt mjög mikið, bara ég allan daginn að svara skilaboðum. Þar sem fólk er að spyrja bara: ,,heyrðu ég er að spá í að kaupa mér egg, er eitthvað sérstakt sem þú mælir með,,? Þetta er pínu svona gluggi fyrir viðskiptavininn til þess að spyrja spurninga nafnlaust. Eða svona tiltölulega nafnlaust. M: Þú svarar öllum inn á Snapchat? G: …uuu.. já ég reyni að svara öllum. M: Svararðu á öllum tímum eða ertu með þína vinnutíma? G: Nei þetta dreifist yfir allan daginn sko, ég reyni bara oftast að gera þetta þegar ég er, þú veist eins og á daginn þá er ég oftast að vinna og í búðinni og eitthvað svona þá er ég ekkert á snappinu í langan tíma, svo kem ég heim og sest í sófann og þá græja ég fullt af spurningum og svona. Þannig ég nota bara svona dauða tíma inn á milli til að gera þetta. M: Seturðu þér einhvers konar markmið og stefnur með notkun Snapchat? Að setja eitthvað inn á hverjum degi og svoleiðis? Vera ákveðið mikið inni á miðlinum?

Page 71: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

71

G: Nei en ég er svolítið svona að reyna að setja meira af innihaldsríku efni heldur en ekki, en ég er samt að gera það í bland því það er alveg svolítið svona heavy þegar fólk er alltaf bara að hlusta á mig lýsa kynlífstækjum eða tala um einhverjar svona umræður. Það er ótrúlega gott að hafa þetta svona líka í bland, bara svona ég út að borða því þá nær fólk að tengjast manni dálítið. M: Já. G: Og fólk hefur almennt áhuga á því hvað maður er að gera. Þótt að það eru alltaf einhverjir sem eru bara: ,,er þetta ekki kynlífstækja-Snapchat, gætiru ekki bara sýnt það en ekki frá því þegar þú ert í útlöndum’’?. M: Einmitt. G: En svo eru aðrir sem vilja þetta alveg. Þannig maður er svona að reyna gera sitt lítið af hverju. M: Veistu hvað þú ert með svona ca. marga inn á Snapchat? G: Ég er með svona á dag í kringum 10 þúsund views. M: Hefurðu verið að byggja miðilinn jafnt og þétt upp eða eins og þú sagðir áðan varstu bara heppin að byrja þegar þú byrjaðir? G: Já það var eiginlega bara í upphafi sem komu svona í kringum 8 þúsund eða eitthvað. Það hefur vaxið svona hægt og rólega, en svo er ég líka búin að lenda í því að missa áhorfin niður í 5 þúsund og komast síðan aftur upp. Ég vinn ekki markvisst að því að fá fleiri fylgjendur á Snapchat-ið mitt heldur er þetta meira bara svona að fólk kemur ef það kemur. Ég auglýsi það ekki eitthvað markvisst eða geri mikið í því að vera með einhverja leiki eða eitthvað svoleiðis til þess að fá fólk yfir á Snapchat. M: Hver er svona markhópurinn? Er það kannski bara allur aldur? G: Já sko markhópurinn til dæmis fyrir Blush almennt er 25-55 ára, þannig við erum að sækjast, við erum að sækjast í svona frekar eldri markhóp heldur en flestum grunar. En markhópurinn á Snapchat er þú veist 16 ára til 35 ára. Þannig við náum svona part af hópnum okkar þar. M: Hafið þið verið í samstarfi við önnur fyrirtæki til að auka umtal og mögulega uppbyggingu á miðlinum?

G: Við nýttum okkur þjónustuna hjá Ghostlamp. Þar sem við höfum fengið sem sagt aðra snappara til þess að auglýsa búðina okkar og sýna staðsetninguna á búðinni og svoleiðis. Það hafði mjög góðan árangur.

Page 72: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

72

M: Það eru bara þekktir snapparar er það ekki? G: Jú það eru svona fólk sem er með yfir þúsund til tvö þúsund fylgjendur, kannski ekki stærstu snapparanir, heldur fólk sem er með tryggari fylgjendur.

M: Á hvaða miðlum er Blush? Eruð þið á öllum miðlum?

G: Nei við erum á Facebook, Instagram og Snapchat.

M: Hvaða miðil notið þið mest? G: Snapchat. M: Hvað finnst þér gera Snapchat að frábrugðnari miðli en öðrum? G: Þú færð óskipta athygli viðskiptavinarins og viðskiptavinurinn velur að horfa á þig en er ekki þvingaður til þess. Þetta er ekki eins og í „news feedinu“ þínu þegar það poppar upp eitthvað, einhver auglýsing frá Blush og fólk hefur kannski engan áhuga á að sjá hana, en hún kemur samt alltaf á „news feedið“ þitt. M: Já. G: Eða þú ert að horfa á eitthvað video og allt í einu í miðju video kemur auglýsing frá Sambíóunum. Þannig fólk hefur val hvort að það horfi á Blush eða ekki og geta nýtt sér það. Mér finnst það alltaf svo sjarmerandi þegar það er ekki verið að þvinga auglýsingu upp á mig.

M: Þegar viðskiptavinir eru að senda þér svona skilaboð í gegnum Snapchat. Hvers konar spurningar eru þetta, er þetta allt tengt búðinni eða er þetta líka persónulega tengt þér sjálfri? G: Þetta er eiginlega bara allt sko, ég fæ ótrúlegar spurningar. Oftast er þetta náttúrulega bara svona: ,,Hvað heitir varan sem þú varst að mæla með um daginn’?’ eða ,,hvað er vinsælasta eggið’’?. Eða eitthvað svoleiðis, langoftast þannig spurningar sem ég fæ. M: Já. G: En svo er ég kannski að ræða einhver málefni og þá er ég kannski að fá pínu svona sögur frá fólki þar sem fólk er kannski að deila með mér einhverjum reynslum eða eitthvað svoleiðis. M: Já ég skil. G: En þetta er bara allt í bland sko. M: Finnst þér vera einhver áhætta við að nota Snapchat í markaðssetningu af því að

Page 73: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

73

miðilinn er svo persónulegur? G: Já að sjálfsögðu, það fylgir þessu ótrúlega mikið áreiti. Þú veist, þú átt ekkert „privacy“. Þú veist, ég fer ekkert út í búð nema ég finni að það sé verið að horfa á mig. Og svo náttúrulega bara svona almennt skilurðu, fólk er endalaust að koma til mín og vill fá mynd af sér með mér, einhvað svona fáránlegt sem ég hélt að myndi bara aldrei gerast á Íslandi. M: Nei einmitt. G: En það er alveg þannig. Svo er náttúrulega svona almennt, eins og ég til dæmis bý í húsi með pabba mínum. En annars myndi ég aldrei segja frá því að ég væri í útlöndum eða eitthvað því þá væri ég bara komin með einhvern heim til mín að brjótast inn eða eitthvað. M: Já. G: En ég óttast þetta ekkert eða þannig, þetta er bara virkilega mikið auka álag að vera með svona opinbert Snapchat og hvað þá að vera að tala um svona málefni. Því það er svo oft þannig að fólk gefur sér leyfi til að ganga lengra að segja hluti eða spyrja að hlutum, af því að ég sel kynlífstæki. Oft fæ ég svona óþægilegar persónulegar spurningar eða óþægileg persónuleg skilaboð frá fólki. Þannig að já.

M: En ef þú ferð aðeins yfir það hvernig þú notað miðilinn aðallega? Ertu að sýna lagerinn, nýjar sendingar eða hefurðu verið að nota svona “sneak peak” aðferðir?

G: Nei ég hata svoleiðis. Ég hata þegar fólk segir: ,,Oh my god ég er svo spennt að segja ykkur frá einu nýju, en ég get ekki sagt ykkur það strax’’. Þannig ég byggi ekki upp neina spennu og ég er almennt ekki mikill svona listamaður þegar kemur að Snapchat. Ég er aldrei eitthvað að dúllast og skreyta með brosköllum. Öll mín skilaboð eru bara video, og þau eru bara hrá og ég er bara nákvæmlega eins og ég er í video-unum, því ég hef ekki tíma til þess að gera mig sæta fyrir eitthvað Snapchat. Þannig fólk fær bara að kynnast mér eins og ég er. Ég ritskoða mig mjög sjaldan, ég set allt inn. Ég held að það sé líka einn af eiginleikunum eða kostunum við snappið hjá mér að fólk sér bara nákvæmlega hvernig ég er. En svona frá degi til dags þá reyni ég alltaf að vera með svona einu sinni í viku svona málefni sem ég er að ræða. Hvort sem það sé um sjálfsvirðingu eða einhver tips varðandi bætt kynlíf eða eitthvað svona, ég reyni að gera það einu sinni í viku. Þess á milli en stundum ekkert innihaldsríkt nema svona eitt og eitt, þegar ég er að sýna eitthvað tæki eða svoleiðis. En eins og ég segi þá er ég mjög metnaðarlaus snappari sko. Það pínu bara gerðist að ég fór að snapchat-a og ég verð einhvernveginn bara að halda því áfram til að halda fyrirtækinu mínu gangandi.

M: Ef þú værir að byrja núna með fyrirtækið þitt, myndirðu gera þetta einhvern veginn öðruvísi? G: Uuuu, nei það held ég ekki. Ég held að ég hafi bara gert þetta nákvæmlega eins og var best. Ég náttúrulega byrjaði upphaflega með Blush og var bara að markaðssetja það á

Page 74: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

74

Facebook og kaupa einhverjar vefauglýsingar á netinu og svona. Ég hefði ekki gert það ef ég væri að byrja.

M: Nei einmitt.

G: En með snappið þá hefði ég ekki breytt neinu sko.

M: En verðurðu vör við netumtal, þegar neytendur og viðskiptavinir segja skoðun sína á vörum ykkar á bloggsíðum, umræðuhópum og umsagnarsíðum. Finnurðu þá fyrir aukinni sölu? Kannski ef snappari talar til dæmis um vörurnar ykkar óumbeðinn. G: Nei ekkert eitthvað bilað. Við fórum náttúrulega í þetta samstarf með Ghostlamp og þá fundum við það alveg eitthvað í sölu en ekkert eitthvað brjálað sko. Við höfum fengið bloggara til að skrifa um vörurnar okkar og ég get ekki sagt að það hafi skilað sér þannig. En jú, jú að sjálfsögðu kemur alltaf eitthvað út úr því, og allt umtal er gott umtal. En við notum það bara svona í bland við annað. En það er ekki okkar megináhersla að fá aðra til þess að kynna vörurnar okkar því að þetta er alveg pínu svona, þú þarft alveg að gera þetta sérstaklega vel. Þú ert ekki bara að sýna einhverja flík eða eitthvað þú ert að passa að þetta sé smekklega gert og kannski bara svona ...æ ég veit það ekki. M: Í takt við fyrirtækið? G: Já einmitt, í takt við fyrirtækið. Líka bara svona í takt við þekkingu samfélagsins. Því það er fullt af fólki sem veit ekki muninn á sníp og leggöngum og það er kannski einhver bloggari sem er bara: ,,það á bara að setja þetta á snípinn’’. Og fólk veit ekki einu sinni almennilega hvað manneskjan er að tala um.

M: Einmitt. En fékkstu sjálf að taka þátt í því að velja áhrifavaldana? G: Nei. Eða þú veist, ég hefði alveg mátt vera með einhverjar sérstakar óskir en ég bara skipti mér ekkert af þessu. Ég leyfði þeim bara að taka stjórnina og við prófuðum þetta bara þarna í eitt skipti, og munum líklegast gera þetta aftur. Ég fylgdist ekkert rosalega mikið með því hvað kom út úr þessu. Þú veist hvað fólkið (snapparar) var að gera. Ég er nefnilega gegn þeim eiginleika að mér er eiginlega bara shit sama hvað aðrir eru að gera, svo lengi sem ég hef stjórnina á því hvað ég er að gera. Eina skilyrðið var að þetta þurfti að koma smekklega fram og við vorum ekki að biðja fólk um að sýna vörurnar heldur staðsetninguna á búðinni.

M: Okey, það er kannski aðeins öðruvísi. G:Já fólk var eiginlega bara að koma og sýna hvar búðin er og hvetja fólk til þess að koma og kíkja í búðina. Þannig að það var nú ekki meira en það. Ég hugsa að ég myndi ekki ráða utanaðkomandi aðila til þess að tala um vörurnar okkar. Af því að ég vil bara hafa stjórn á því sjálf hvað er sagt um vörurnar.

M: Notarðu eitthvað til þess að mæla af Snapchat, afsláttarkóða og slíkt? G: Uuu, nei ég nota eiginlega ekki afsláttarkóða á Snapchat. Almennt hef ég það bara

Page 75: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

75

þannig, því ég hata afsláttarkóða sjálf, ég nenni ekki að setja þá inn. Ef ég hef afslátt þá er bara afsláttur, þú þarft ekki að gera neitt þú bara færð afslátt hjá mér. Ég hef prófað nokkrum sinnum, eins og til dæmis um daginn þá gáfum við tæki til bloggara og hún skrifaði blogg og var með Instagram leik og fékk afsláttarkóða. Þá náttúrulega sjáum við „directly“ hvað er að koma út frá þeim afsláttarkóða. Þannig að við mælum það alveg. M: Einmitt.

G: En við erum miklu meira í því að mæla, til dæmis höfum við verið í samstarfi við hvað heitir þetta… Capacent eða Gallup eða eitthvað, sem hafa bara verið að gera vörumerkjamælingar og hafa bara verið með „actually“ mælingar fyrir okkur, þá bara vörumerkjavitund og bara skoðun fólks, hvort að það sé búið að opnast eða breytast viðhorfið í samfélaginu. Svo eins og öll fyrirtæki þá erum við að nota Google Analytics og svo erum við líka með annað forrit til að bera við sem heitir Zopim, þar til dæmis getum við fylgst með fólki hverjum og einum sem er inni á síðunni og hvað hann er að gera hverju sinni. Og ef við sjáum að hann sé stopp á einhverri vöru eða hann er kannski búin að koma tvisvar eða þrisvar á síðuna en hann stoppar alltaf þegar það er að koma að greiðslunni þá getum við sent honum e-mail og sagt: ,,hey þarftu einhverja aðstoð’’? Eða eitthvað svoleiðis.

M: Sniðugt. Ég held að þú sért svona búin að svara flest öllu, en svona í lokin þar sem ég legg áherslu á minni fyrirtæki, ef þú ættir að leiðbeina einhverjum sem væri með nýtt lítið fyrirtæki að nálgast miðilinn, hvernig væri best að snúa sér? G: Ég hugsa að þeir sem ætla að ná árangri á Snapchat er fólk sem að sýnir raunveruleikann og gefur af sér. Ef þú ert alltaf með filter bæði á símanum þínum og persónuleikanum þínum, þá muntu ekki ná tengingu við fólkið og þá ósjálfrátt hættir fólk að fylgjast með þér. M: Finnst þér þá mikilvægt að þú getir tengt einhvern við fyrirtækið? Eins og þú, þú kemur fram opinberlega sem bara þú. G: Já það er náttúrulega sko, allt conceptið fyrir Blush var stofnað með það í huga að Blush er fyrsta kynlífstækjaverslunin á Íslandi sem er með andlit við fyrirtækið. M: Já þannig að þú ert orðin bara svona partur af vörumerkinu? G: Já algjörlega, ég er bara Blush. Ég er bara stelpan í Blush og það er conceptið fyrir fyrirtækið að ég kem alltaf undir nafni og með andlitið mitt við það. Það bara vekur upp traust og sömuleiðis af því að þetta er svo viðkvæmt málefni fyrir marga þá finnst fólki gott að vita við hvern það er að versla af. Þeim finnst jákvætt að það er að versla af kvenmanni og ég er nokkuð eðlileg, þannig það er svona, þetta hjálpar til við það að búa til jákvæða ímynd fyrir fyrirtækið. M: Þá held ég að þetta sé bara komið.

Page 76: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

76

Viðtal við Ásdísi Ingu Helgadóttur hjá Deisymakeup

Tekið kl 12:00 þann 7. desember 2017 Viðmælandi Ásdís Inga Helgadóttir(Á) Umræðustjóri: Mekkín Bjarkadóttir (M)

M: Ef við byrjum bara á því, veistu svona ca. hvenær þú byrjaðir að nota Snapchat fyrir Deisymakeup og af hverju?

Á: Já, ég var örugglega með þeim fyrstu, ég held að Tara Brekkan hafi verið byrjuð og Tinna Th. Þorradóttir.

M: Já.

Á: Við vorum allavega ógeðslega fáar, ég bjó í Ungverjalandi og ég man ekkert endilega af hverju það var ég bara, þá var ég ekki með búðina, hún var allavega mjög róleg af því að ég var náttúrulega í Ungverjalandi, en já þá sýndi ég útskriftina og hvað ég var að gera og það var mjög skemmtilegt og það voru mjög margir sem komu fljótt út, hvað ætli það sé, svona tvö og hálft ár síðan.

M: Já okei, en hvernig er það, er einver tilgangur með notkun Snapchat hjá þér? Af því að þetta er svo persónulegur miðill og allt annað heldur en t.d. Facebook?

Á: Já sko, ég lagði ótrúlega mikið upp úr því, af því að ég trúi því að sálfræði tengist líka make-up-i, þú veist þegar þér líður vel útlítandi þá verða hlutirnir auðveldari, eins og t.d. ef ég er að fara að gera eitthvað erfitt þá mála ég mig oft sem annan karakter, þú veist þá finnst mér ég geta tæklað það að tala fyrir framan fullt af konum og svona. Þannig að ég nota Snapchat mjög mikið til að sýna, sýna vörurnar og peppa fólk.

M: Bara svona breiða út boðskap?

Á: Já, og bara láta fólki líða betur og ég fann það mjög mikið að fólki leið betur að horfa á mig og ég fór líka ógeðslega mikið út í það að gera „basic“ farðanir fyrir alla, ekki eitthvað pro, heldur eitthvað sem allar gætu gert og það skilaði sér, þá sá ég mjög aukna sölu á þeim vörum sem ég sýndi, þú veist, ef ég sýndi meik og þá seldust 10 meik.

M: Já, já, já, einmitt. Og finnst þér Snapchat hafa bætt stöðu fyrirtækisins?

Á: Já, alveg bara fáránlega mikið, ég held að ekki neitt sé sambærilegt og Snapcat, ekki hjá mér.

Page 77: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

77

M: Setur þú einhver markmið og stefnu með notkun Snapchat? T.d. ef þú setur eitthvað inn, fylgistu þá með hvað er að skila sér? Hvaða efni? Ef þú sýnir lagerinn eða þú notar áhrifavald, ertu með einhverja stefnu með notkuninni, þú veist, eða er þetta bara eitthvað svona eitthvað?

Á: Sko ég nota alveg, ef t.d. mig langar að selja eitthvað eða t.d. alltaf þegar kemur eitthvað nýtt þá sýni ég það og gef þeim sem að fylgja mér á Snapchat 500 kr. afslátt allavega. Ástæðan fyrir því að ég set bara 500 kr. er af því ég legg svo lítið á þetta, en mér finnst 500 kr. svona, af því að án þeirra væri ég ekki að þessu, og ég geri mér fulla grein fyrir því, og mig langar bara að segja takk og ég geri þetta þannig. Núna t.d. fæ ég bara frá fylgjendum mínum, er ekki 500 kr. afsláttur eins og alltaf? Þeir sækja í það og þetta er svona okkar tenging þarna, en jú ég sé það bara að ef ég á mikið af einhverju þá sýni ég það, eða ef það er eitthvað nýtt þá sýni ég það og ég sé alveg mjög aukna sölu og stundum þá er ég kannski ekki alveg til í Snapchat, af því mér finnst eins og enginn sé að horfa á mig, þá hendi ég kannski í eitt video og þá bara selst bara ógeðslega mikið af því.

M: Já, já, já..

Á: Þannig að ég myndi segja, þú veist, að Snapchat er búið að selja lang mest fyrir mig og mér finnst ég sjálf selja meira en annað fólk.

M: Ertu orðin, svona þú veist, þú orðin hluti að vörumerkinu ?

Á: Já, pottþétt.

M: Svona þú sem persóna?

Á: Já alveg pottþétt, ég held það, af því að fólk er alveg svona byrjað að stoppa mig og knúsa mig og finnst það þekkja mig, en maður áttar sig ekki á þessu sjálfur, maður er bara að tala við símann og þú veist, niðri í búð þá eru ógeðslega margir sem eru að koma og vilja styrkja mig.

M: Já.

Á: Af því að þeim líkar vel við mig, þannig alveg bara hiklaust, já.

M: Ertu inni á öðrum miðlum?

Á: Ég er inni á Instagram.

M: Reynirðu að samræma aðgerðir? Til dæmis ef þú setur eitthvað inn á einn miðil setur þú þá það sama inn á hina miðlana sem þú ert á?

Page 78: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

78

Á: Já, yfirleitt. Þannig að Snapchat, Instagram og Facebook eru þeir miðlar sem ég tengi saman.

M: Veistu svona ca. hvað þú ert með marga inni á Snapchat?

Á: Ég veit það ekki nákvæmlega en ég held það séu einhverjar þúsundir.

M: Þá í áhorfum? Svona það sem þú ert með mest ef þú skoðar bara áhorfið?

Á: Já, þá er ég með svona 4- 5 þúsund, en ég finn að það minnkaði rosalega mikið þegar ég varð ólétt, og mér finnst ég núna vera með staðlaðri hóp sem er bara með mér af því að hann vill að mér gangi vel. Af því að fyrst þegar þú byrjar ertu með fólk sem vill gera grín, ég er með færri en ég var með, en núna er ég með tryggari hóp af fylgjendum. En mér finnst þetta betri hópur.

M: Já þetta er kannski bara hópurinn þinn. Hvernig byggir þú miðilinn upp? Ertu enn að byggja hann upp? Hvernig færðu fylgjendur?

Á: Sko, ég er eiginlega ekki búin að vera að sinna honum þannig undanfarið, þannig að ég vilji fleiri fylgjendur. Mér finnst ég bara vera með minn hóp og mér finnst það líka bara gott. Af því að eins og ég segi þá er þetta ógeðslega erfitt, þig langar ekkert að hafa ótrúlega marga og helmingurinn er til að gera grín af þér, þú veist. Þannig mér líður eiginlega bara mjög vel með þetta marga og ég veit hvar ég hef þau. Ég er ekki heldur með karlmenn, eða mjög fáa. Þetta eru mest konur og það sem kom mér mest á óvart er þegar þær koma svo niður í búð þá er þetta allur aldur. Það eru alveg konur upp í áttrætt, ég bjóst ekki við því. En þú sérð það náttúrulega ekkert fyrr en þær koma og þá eru það dóttirin, mamman og amman, bara, við elskum þig.

M: Já einmitt það er þannig með Snapchat, þú sérð ekkert hver er á bak við, það er svona aðeins gegnsærra með Facebook.

Á: Já þá sérðu, og það sem er líka ógeðslega leiðinlegt er þegar ég fór að fara yfir einhver hundruð þá er þetta bara 700+ og ég sé ekki hverjir „screenshot-a“.

M: Nú okei ?

Á: Þú veist þú sérð ekkert, það er kannski bara 19 „screenshots“ og svo klikkarðu og þá er bara more+, þú sérð ekkert nafnið. Þannig að þetta er ógeðslega auðvelt að „bully-a“ þarna. Þess vegna líður mér bara vel núna af því þetta er svo mikið vinnuáreiti, þetta er rosalega mikil vinna. Þær eru sko að senda mér bara: ,,hvað er opið lengi í Smáralind’’? Bara eitthvað sem að ég veit ekkert. Eins og ein bara: ,,ég er að fara til Ameríku hvað á ég að kaupa í Urban Decay’’? Þannig þú þarft alveg að passa þig. Fyrst var ég alltaf að

Page 79: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

79

svara öllum og ég var ógeðslega kvíðin og svo svaraði ég ekki, og þá var ég ömurleg. Þannig þetta er alveg vandmeðfarið. Þetta er frábært en hættulegt.

M: En hérna, eins og þú varst að segja þá eru stelpur að spyrja þig að spurningum bara algjörlega út fyrir fyrirtækið . Er það kannski út af því að þú ert að einhverju leyti eins og áhrifavaldur, og svo líka með búðina þína?

Á: Alveg pottþétt. Það fer einmitt alveg örugglega ekki nógu vel saman.

M: Nei einmitt.

Á: Nú er ég flutt í Reykjanesbæ, þær vita hvar ég á heima greinilega. Þá er það svona: ,,getur þú sótt þetta, og komið með þetta til mín? Því ég bý líka í Reykjanesbæ’’. Eða vilja koma og sækja heim til mín. Ég held að það sé sérstaklega út af því að undanfarið er ég að finna, ef ég fer út í sjoppu í Reykjanesbæ sérstaklega, af því að ég er ný flutt, þá er mér heilsað og þær halda bara að við séum vinkonur. Þetta finnst mér rosalega skrítið. Ég er bara í Bónus og þær bara segja: ,,mér finnst ég þekkja þig’’. Nú er stelpa að vinna niðri í búð sem er búin að vera að fylgjast með mér allan þennan tíma og hún bara: ,,mér finnst ég þekkja þig og ég veit allt um þig og þú veist ekkert um mig’’. Maður áttar sig ekkert á þessu.

M: Nei einmitt.

Á: Ég hef líka upplifað „stalker“, veika manneskju, og skilur þú, það hefur veikt fólk komið niður í búð og ég þarf að passa mig og þess vegna snappa ég aldrei þegar ég er niðri í búð af því að þá bara fyllist hún af veiku fólki.

M: Já, já, já.

Á: Ekkert bara veiku fólki, en maður áttar sig ekki á þessu að ég geti mögulega mætt manneskju sem er kannski smá lasin.

M: Já, já, já

Á: Það er ógeðslega fyndið þær segja bara: ,,ég sá þig niðri í búð’’. Þá bara mættar.

M: En svararðu öllum?

Á: Ég reyni það já. En núna finnst mér bara þannig að þetta er að hafa áhrif á mig. Ég er með lítið barn, þú veist ég hef verið kvíðin. Núna finnst mér bara okei að ég sendi núna bara allt á stelpurnar í búðinni og stelpurnar niðri í búð svara bara öllu. En ef þetta er

Page 80: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

80

eitthvað svona persónulegt, þú veist. Mig langar alveg að snappið mitt sé bara ég að sýna nýju ljósin mín og sýna mig en að hinar spurningarnar fara niður í búð.

M: Ef þú værir núna að byrja með miðilinn, myndir þú aðgreina þetta, í dag?

Á: Já í dag, ég myndi opna öðruvísi Snapchat og aðgreina það.

M: Það er ekki hægt að fara til baka.

Á: Nei það er ekki hægt.

M: Þú ert búin að setja línu og þá getur fólk bara orðið óánægt.

Á: Ég þyrfti þá bara að opna eigið Snapchat fyrir fjölskyldu. Svo eru allir bara: ,,af hverju gerir þú það ekki? Af því ég fæ ótrúlega fallegt umtal Það er verið að tala fallega um mig. Eins og t.d. ein sagði við mig: ,,Þú syngur svo ótrúlega vel’’, og ég er búin að syngja nokkrum sinnum núna út af henni. Hún veit það ekki einu sinni, en það er bara út af henni, ein skilaboð. En ég fæ kannski líka hundrað falleg skilaboð og eitt leiðilegt og ég er miður mín, miður mín út af þessu eina. Svo hugsa ég bara, okei þetta er kona, kannski heima hjá sér að gera ekki neitt og gagnrýna mig og brýtur mig bara niður. Þú veist, þau geta það með orðum.

M: Já algjörlega.

Á: Þannig maður þarf alveg að passa sig. En núna finnst mér aðeins þú veist, ég tek kvörtunum. Við erum ólík, þannig ég er svona aðeins harðari og tek þetta ekki eins nærri mér.

M: Komin með svona þykkari skráp fyrir þessu?

Á: Já.

M: En finnst þér þú leggja mikinn metnað í það sem þú setur inn? Er þetta eitthvað útpælt efni eða er þetta bara eitthvað? Þá er ég kannski meira að tala um búðina.

Á: Já ég geri það alveg, eins og ég segi ef ég á mikið af einhverju þá pósta ég því inn.

M: Mikið á lager þá?

Á: Já, bara ef ég á mikið af vörum og vil losa lagerinn eða til dæmis auglýsa partý. Það skilar sér og ég hef verið að selja fyrir milljón til eina og hálfa á tveimur tímum í partýi niður í búð.

Page 81: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

81

M: Já það er einmitt með viðburðina, þú heldur ákveðna viðburði? Er það ekki? Þú ert búin að vera með konukvöld og augnhárakvöld.

Á: Já.

M: Auglýsirðu það líka í gegnum áhrifavalda?

Á: Já ég geri það sko. En mér finnst ég einhvern veginn vera það heppin. Ég þú veist, æ ógeðslega egóistalegt að segja þetta en þú veist, fólk vill gera mér greiða því ég geri allt fyrir þau. Þannig ég hef ekki verið að greiða fyrir það, af því að mér hefur ekki fundist ég þurfa þess. En ég myndi alveg íhuga það eins og ef að vinkona, sem hefur engan, að greiða fyrir það en mér finnst þetta of dýrt fyrir eitthvað sem þú veist ekki hvort það skili sér.

M: Einmitt, þetta er ekki tryggt.

Á: Þannig að ég hugsaði að 150.000 til milljón fyrir eitthvað sem þú veist ekkert að virki. Þannig allavega sé ég það. Núna er ég búin að fá nokkra áhrifavalda til að hjálpa mér og eins og Emilía vinkona mín sýndi brúnkukrem og það kláraðist. En það er enginn sem selur meira en ég.

M: Algjörlega.

Á: Ég held það sé af því fólk þekkir mig og veit skilurðu að ég er að segja satt. En þegar fólk kemur líka niður í búð þá segi ég: ,,nei þetta er algjört drasl þú mátt bara fá þetta með’’.

M: En við fórum aðeins inn á umtal áðan. En verðurðu vör við einhverja aukningu fylgjenda við umtal eins og á netinu og svona?

Á: Alveg pottþétt. Eins og Gerður vinkona mín auglýsti mig einhvern tímann. Hún er með svo marga. Hún er með 20 þúsund eða eitthvað og þá fékk ég fullt af nýju fólki. Svo eins og Steinunn vinkona, við erum báðar duglegar að auglýsa hvora aðra. Þannig algjörlega það skiptir mjög miklu máli. Ef þú ert að gera eitthvað spennandi þá að henda því inn á samfélagsmiðlana ef það er eitthvað nýtt og öðruvísi. En það er svo skrítið því það er svo erfitt oft að selja sjálfan sig. Mér finnst stundum erfitt að ég eigi búðina. Mér fannst auðveldara að selja einhvern annan. M: Já ég skil þig. Á: Þegar þú veist ekki of mikið, skilurðu?

Page 82: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

82

M: Einmitt. Á: Um alla vinnuna á bak við þetta. En án Snapchat þá væri mér ekki að ganga svona vel. Það er engin spurning sko.

M: Finnst þér margir vera að færa sig yfir á Instagram? Mörgum finnst Instagram stories vera að taka yfir. Hver er þín skoðun á því?

Á: Sko ég er ekki alveg sammála því persónulega. Ég held að það sé þá kannski yngri kynslóðin. Ég er til dæmis þrítug skilurðu og ég er ekki alveg komin inn á Instagram-ið. Mér finnst jú þetta vera minna áreiti og þetta er sniðugt fyrir myndir. En þú getur aldrei komið öllu frá þér, eins og á Snapchat. Ég er ekkert með minna áhorf. Með fullri virðingu fyrir öllum þessum aðilum, þá finnst mér líka margir segja þetta sem eru kannski ekki og hafa kannski aldrei verið mikið inni á Snapchat. Þeir sem eru með sína fylgjendur þá fer bara allt þarna í gegn. Ég myndi aldrei ná sömu sölutölum þarna og á Instagram.

M: Hvað finnst þér gera Snapchat að frábrugnari miðli?

Á: Ég held það sé út af því þú getur talað við fólkið í fyrsta lagi. Það er enginn annar miðill þar sem þú getur talað við fólkið. M: Þetta bara eins persónulegt og það gerist fyrir utan það að vera bara „face to face“. Á: Já ég held það sé það. Svo geturðu sent, eins og mér finnst ógeðslega gaman þegar ég fæ send video frá þeim til baka. M: Já einmitt. Á: Svo mæta þau niður í búð og ég elska það.

M: Einmitt, þú færð myndir sendar af þeim að nota vörurnar. Hjálpar það? Ertu að pósta því einhvers staðar? Það er náttúrulega bara hreinskilið mat, er það ekki að hjálpa?

Á: Sjúklega mikið. Ég set oft myndir sem þau senda mér inn á Instagram. Eins og mjög margar sem eru með exem og psoriasis nota Dermacol. Allt í einu fóru Dermacol vörurnar að seljast, út af kúnnamyndum. Ég held líka af því ég er ekki bara búð ég er líka ég sjálf, að þau vilji hjálpa mér og án Snapchat væri ég ekki með svona marga heildsölustaði.

M: Já ég spurði þig líka áðan þegar viðskiptavinir senda spurningar í gegnum Snapchat, þá svararðu þeim. Hvers konar spurningar eru þetta svona yfirleitt?

Page 83: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

83

Á: Þetta eru ógeðslega mikið svona, eins og í morgun þá fékk ég: ,,hvernig á ég að losa mig við gulan tón úr hárinu á mér’’? Það er oft svo erfitt að svara þessu í gegnum síma. Ég veit ekkert hvernig hárið á henni er, ég veit ekkert hvort hún sé nýbúin að lita það. Hérna er til dæmis snyrtistofa á Akureyri (sýnir mér skilaboð í símanum sínum) að senda mér mynd af pakka frá mér, hjá henni. Þá get ég auglýst hennar pakka og hún selur meira, þær finna það þannig þær eru duglegar að markaðssetja sjálfan sig í gegnum mig sem er ógeðslega gaman.

M: Þú gerir það alveg, þú ert alveg í samstarfi við fyrirtæki og þið eruð að hjálpast að við að markaðssetja ykkur?

Á: Já algjörlega.

M: Þú selur vörur frá öðrum fyrirtækjum og þá auglýsa þau þig í gegnum Snapchat og öfugt?

Á: Já.

M: Finnst þér það virka?

Á: Já bara miklu betur og ég fæ rosalega mörg skilaboð þar sem fólk er bara: ,,ég elska hvað þið eruð góðar og talið fallega um hvora aðra’’. Fólk finnur þetta alveg og þig langar að fara einhvert sem lætur þér líða vel.

M: Einmitt.

Á: Ekki einhvert þar sem er snobb eða þar sem ekki er tekið vel á móti þér. Þú veist, já ég finn það mjög mikið. Sérstaklega konur um fimmtugt og sextugt. Þegar ég opnaði búðina þá kom það mér rosalega á óvart hvað þær koma mikið og kaupa, eldri konur.

M: Hver heldurðu svona ca. að markhópurinn þinn sé, á hvaða aldri?

Á: Það er ógeðslega fyndið því ég hefði haldið að hann væri bara svona 15 og upp í 35 ára en það er bara alls ekki þannig.

M: Þetta er mjög breiður hópur?

Á: Já einmitt, mjög mikið. Ég að það sé líka af því að við erum með Manuca sem er krem. En þær eru samt að koma sumar með gráa fiðringinn, að kaupa glimmer pallettur sko. Þær eru alveg komnar til að eyða peningum.

M: Þær koma kannski til að kaupa einhver geggjuð krem en svo…

Page 84: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

84

Á: Svo detta þær bara í eitthvað make up. Þær eru til dæmis að fá sér í varirnar og æ þú veist þær eru bara að lifa. Þær koma niður í búð og faðma mig og bara: ,,mér þykir svo vænt um þig’’. Þú veist, þeim finnst eins og þær eigi eitthvað í mér skilurðu.

M: Það er einmitt jákvætt að þú vinnur mikið með þú veist, af því þú ert náttúrulega mjög persónuleg á Snapchat þannig þú vinnur svolítið mikið með þessi persónulegu tengsl.

Á: Já.

M: Og finnst það hjálpa?

Á: Já svakalega mikið.

M: En svona eins og þegar, þú veist neytendur segja skoðanir sínar og umsagnir um vörurnar þínar á bloggsíðum, umræðuhópum, umsagnarsíðum og samfélagsmiðlum. Reynirðu á einhvern hátt að stjórna umtalinu með því að kannski að senda vörur á bara þú veist, nokkra aðila ?

Á: Ég hef tvisvar sinnum fengið neikvætt. Einu sinni var það Svava á Beautybar sem kærði mig. Það var sem sagt stelpa sem lenti í ógeðslega leiðinlegu, sko ég tók þessu geðveikt nærri mér því þetta skiptir mig svakalega miklu máli ég hef aldrei fengið léleg ummæli nema einu sinni og þá var Steinunn vinkona mín niðri í búð og henni líkaði illa hvernig Steinunn sinnti sér og ákvað bara að gefa mér eina stjörnu og undir það kommentar svo þessi Svava þannig að þær eru tvær þarna að tala illa um búðina. Ég bað auðvitað Steinunni um að hringja í hana og redda þessu en hún var ekki til í það og ein bjó á Ísafirði þannig það eina sem ég gat boðið henni var Skype eða Snapchat video og ég gæti tekið hana á námskeið þannig en hún afþakkaði það og þá var ég bara okei það er ekkert meira sem ég get gert.

M: Nei einmitt.

Á: En auðvitað, eins og ef ég get það, þá reyni ég alltaf að koma til móts. Ég hugsa bara 2000 krónu tap en góður kúnni það er mitt motto.

M: Og mögulegur kúnni í framtíðinni.

Á: Við reynum alltaf, sendum alltaf nýtt ef það týnist þó svo að það sé pósturinn eða þeim að kenna sjálfum. Þá reynum við, það er svo sjúklega erfitt að finna línuna þegar þú ert með netverslun. Þú veist, fékk hún pakkann eða ekki, er hún að ljúga?

Page 85: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

85

M: Já einmitt ,en þegar þú ert með, hvernig notarðu bara svona ef þú lýsir núna bara hvernig þú notar miðilinn aðallega fyrir sem sagt fyrirtækið?

Á: Já ég, sem sagt Snapchat þá?

M: Já, svona þínar leiðir, það er hægt að fara, þú getur verið með „sneak peak“, þú getur verið að sýna vörulagerinn og svona hvað finnst þér vera að virka best fyrir þig og svona, þú ferð náttúrulega allar leiðir er það ekki?

Á: Jú ég geri ógeðslega mikið mér finnst eins og með nýja merkið þá leyfi ég þeim að vera með frá byrjun og ég sem sagt…..

M: Já í ferlinu?

Á: Já, sýna flöskuna, límmiðana og hvað ég var að gera og allt svona en ég er ekki búin að sýna baðsaltið af því það er leyni leyni. Þú veist ég vil sína það í video þegar það kemur skilurðu og ég vil hafa það allt tilbúið þegar það er komið. En ég leyfi þeim að vera með í byrjun og ég leyfi þeim að hjálpa mér: hvað finnst ykkur að þetta eigi að heita, hvaða lit finnst ykkur vanta og þá finn ég að þeim finnst þær mikilvægar og þó svo að ég hafi alveg verið búin að ákveða ,ég hef gert það skilurðu. Þá spyrja þær samt og finnst þær hafa völdin og það hjálpar.

M: Einmitt svona, já það er einmitt talað mjög mikið um að neytendur fái að vera með í ferlinu.

Á: Já er það.

M: Já, einmitt að þeim finnist þeir vera á staðnum. Eins og til dæmis ef þú sýnir „event-ið“ þitt í gengum Snapchat, þá eru þær stelpur sem komast ekki allavega svona smá á staðnum af því að þær eru að skoða það inni á Snapchat. Það er bara stór markaðsleið.

Á: En ég finn það að það eru þrjár sem eru búnar að koma niður í búð að kaupa vöruna sem er ekki komin þannig að það magnast spenna að fá hana í hendurnar þó að hún sé ekki komin.

M: Það er einmitt bara, þú ert að byggja upp spennu og það er einmitt með svona „sneak peak“, það er svona eins og t.d. hérna erum við að fá vörulínu en ég get ekki alveg þú veist.

Á: Samt finnst mér svo fín lína að vera pirrandi og veistu ekki hvað ég meina, nennirðu ekki bara að segja hvað þetta er. Þú þarft alveg geðveikt að passa.

Page 86: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

86

M: Ég einmitt þekki þetta ekki alveg sjálf, ég fann það líka með í hinum viðtölunum að það var alltaf, þú ert alltaf að passa að pirra ekki á Snapchat. Þú hendir fólki út, ég finn það sjálf bara ef ég fíla ekki þá bara, þú ert ekkert að henda fólki út af Facebookinu þínu en Snapchat það er bara ef þú ert að gera, ef þú ert með allt of mikið, ef þú ert að spamma eins og ein sagði þá, þú þarft að fylgja þessari línu. Það er alveg bara svona.

Á: Þetta er nefnilega svo ógeðslega fín lína og þú veist en svo er líka bara Snapchat svo skrítið, núna er ég með miklu færri fylgjendur skilurðu og mér líður bara betur skilurðu, ég er ekki að fá svona.

M: Þetta eru kúnnar.

Á: Já og þetta eru bara þeir sem eru að versla af mér. Þú veist eins og með jóladagatölin ég er svona ooo ég vona að ég nái að selja fimm en við lokuðum þegar við vorum búin að selja 120 og ég hefði getað selt miklu fleiri en ég áttaði mig ekki á því skilurðu. Þannig það er fullt en eins og ég segi það sem ég er að reyna að gera með mínu fyrirtæki er bara að vera öðruvísi, gera eitthvað nýtt vera með betri verð og vera venjuleg, þú veist ekki vera yfir neinn hafin, af því það skiptir mig ógeðslega miklu máli.

M: Einmitt. Hefurðu þurft að koma fram á miðlinum og vernda fyrirtækið fyrir orðrómi, umtali eða einhverju slíku?

Á: Reyndar ekki, ég er mjög heppin með fylgjendur en ég held það sé líka af því að ég er ógeðslega hreinskilin.

M: Já einmitt. En þú veist eins og þessar leiðir sem þú ferð, finnst þér eitthvað eitt henta betur heldur en annað. Finnst þér eitthvað eitt virka betur heldur en annað? Eins og þegar þú sýnir förðun á Snapchat?

Á: Eins og „make-up lookin“ þau selja rosalega mikið, sýna vöruna, fyrir og eftir myndir, fyrir og eftir video. Þú veist, eins og brúnkan, sýna hana með því að spreyja hana og sýna hvernig varan virkar.

M: Já, svona leiðbeiningar í gegnum Snapchat.

Á: Og video, eins og ég setti video með glimmer pallettunni og bara sýndi hana, hún seldist upp á einum degi.

M: Okei, vá.

Á: Af því þá sérðu glitrið og svona. Ég myndi vilja hafa stutt video með öllu á síðunni minni.

Page 87: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

87

M: Já, þetta er einmitt svona ef þú nennir ekki að koma og ert að fara að kaupa í gegnum netið þá er þetta eins nálægt því og þú kemst. Video.

Á: Mig langar það…… mig langar, þú veist bara vera með video af öllu.

M: Finnst þér einhver áhætta á því að nota Snapchat í markaðssetningu meðal annars því að miðillinn er mjög persónulegur?

Á: Ég veit það samt ekki, því þú getur alltaf þú veist stjórnað þessu ef eitthvað er ljótt þá geturðu bara eytt því. En jú, jú ef þú klúðrar einhverju eða segir eitthvað auðvitað þarftu að passa hvað þú segir eins og einu sinni sýndi ég á mér rassinn ég hef aldrei fengið jafn mörg „screenshots“. Þá var ég eitthvað að labba og það var spegill fyrir aftan mig og ég sá það ekki og allt í einu fóru bara allir að „screenshot-a“, þá var ég á rassinum í speglinum skilurðu. Þannig samt allt svona vekur athygli og fer að fá fleira fólk en svo þarftu að passa hvað þú segir eins og einu sinni kom kona niður í búð og sagði þú varst að auglýsa varafyllingu og það er fullt af ungum stelpum að horfa á þig og fór bara að segja þetta, hvað er fyrirmynd… er fyrirmynd að vera flawless á netinu og stelpurnar bara vá hvað hún fæddist falleg, ég meina er ekki fyrirmynd að tala um þetta.

M: Já einmitt.

Á: Það er það fyrir mér og ef þú ert ekki sömu skoðunar og ég, eins og ég segi það er allt í lagi að vera ekki sömu skoðunar en þú þarf ekki að drulla yfir neinn fyrir það.

M: Nei einmitt.

Á: En ég tala um allt svona og mig langar og ég ætla rosalega að tala um og sýna photoshop. Sýna fyrir og eftir myndir og sýna hvernig þetta er gert því fólk veit þetta ekki, veit ekki hvað hringljós er og mér finnst ógeðslega ósanngjarnt að sjá til dæmis xxx og þarna hvað heitir hún xxx búnar að photoshoppa sig í drasl og stelpurnar bara mig langar í svona förðun. Þetta er ekki hægt þetta er tölvuunnar myndir og þetta pirrar mig. Af því svo sérðu 15 ára ungu stelpurnar bara ég er svo ömurleg að mála mig bla bla bla þannig mig langar að fara í þessa umræðu og ég ætla að gera það.

M: Hefurðu nýtt þér krafta áhrifavalda?

Á: Já ég hef gert það og þú veist það skilar ógeðslega mismiklu, það fer eftir vörunni og mér finnst eins og barnabótamánuðirnir vera góðir mánuðir það bara selur meira og þú verður að vera svolítið meðvituð um að hvenær þú sýnir og hvenær þú notar fólkið. Þegar ég byrjaði hélt ég að ooo hún er svo ógeðslega vinsæl, ég nota hana en þá lærði ég að þeir sem eru með flesta fylgjendur eru þeir sem fólk er að gera grín af. Það er eitthvað sem ég þurfti að fatta seinna. Ég var bara váá hún er með 10.000 manns

Page 88: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

88

skilurðu en það er náttúrulega af því að helmingurinn er að hlæja að henni og sorry það er þannig og gagnrýna og setja út á hana eða hann skilurðu. Þannig það var svona eitthvað sem ég þurfti að læra hvern velurðu með þér og þess vegna með færri og fólk sem kaupir eða fólk sem gerir grín. Þú þarft alveg að passa hver sýnir vöruna þína.

M: Það er alveg mjög áhugaverður punktur. Þannig að þú, þér finnst ekki fylgjendahópurinn, stærðin á fylgjendahópnum bara þú veist.

Á: Það getur líka alveg skemmt eins og til dæmis ég hef fengið fullt af beiðnum um samstarf og fullt af stelpum sem vilja sýna eitthvað. En ef ég fengi að ráða núna þá myndi ég bara vilja fá óþekkta stelpu sem myndi bara sýna vörurnar í videoi og ég myndi bara setja það á síðuna og ég er komin með nýtt merki núna og mér finnst XXX ekki passa inn í það skilurðu, afþví ég vil bara hreint og náttúrulegt útlit en ekki eitthvað „make-up glam“ skilurðu.

M: Þannig þú velur alveg svona eftir því hvað er verið að gera. En eins og þegar þú ert að búa til buzz eða spenning fyrir einhverju hvernig myndirðu nota Snapchat?

Á: Uuuu ég myndi bara segja frá því að það eru ógeðslega spennandi hlutir að gerast og ég vona að þið mætið og þú veist. Þið eruð ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta skilurðu svolítið inn á það. Þakka þeim fyrir hjálpina og það virkar og hefur virkað fyrir mig, fólk kemur sko.

M: Einmitt, en svona eins og með mælingar og svoleiðis bara svona hvernig mælirðu, notarðu afsláttakóða og sérðu þá árangur?

Á: Já þá sé ég bara hversu oft kóðinn var notaður og á Snapchat sé ég náttúrulega bara, æ, oft kem ég niður í búð þá bara varstu að snappa í gær. Bara skyggingarpallettan búin eða þú veist, þannig þær finna það niðri í búð, mest þær sem eru að pakka pökkunum… þú veist hvað ég var að sýna og málið er bara auðvitað er ég líka óörugg stundum og mér finnst eins og enginn vilji horfa á mig og þá dett ég niður en um leið og ég er duglegri er miklu meiri sala. Þetta er svaka tímafrekt þú þarft að mála þig með símann og þetta er ekkert, það er stundum í gömlum videoum skilurðu þá finn ég aukna sölu á því en bara alltaf þegar það kemur eitthvað nýtt þá boosta ég það og sýni það, gef afsláttarkóða og þá fer allt á fullt.

M: Okei og þú sérð það alveg með afsláttarkóðanum?

Á: Já tölurnar hversu mikið eða… þú veist einu sinni notaði ég XXX hún er með ógeðslega marga fylgjendur og það seldist ekki neitt. Þannig þá fór ég að sjá að það skiptir ekki hversu mikinn fjölda þú ert með heldur meira traustverðleiki manneskjunnar… þú getur verið með 500 og selt fínt.

M: En fylgistu einhvern veginn með sölunni öðruvísi en með afsláttarkóðum?

Page 89: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

89

Á: Já mér finnst líka analystic hvað eru margir að fara inn á síðuna, þú veist inn á vefsöluna voru fleiri en í gær eða eru þeir fleiri núna í dag, hvað eru margir búnir að koma inn yfir daginn og sérðu það þá kannski ef þú ert búin að setja inn eitthvað áhugavert, ekki áhugavert heldur setur eitthvað ákveðið efni inn á Snapchat þá sérðu þá tengingu á milli.

Á: Já ég sé hvað er mest skoðað inná síðunni, er verið að skoða það sem ég var að sýna og þá þetta er ógeðslega þægilegt. Þá sé ég okei, það er mikill áhugi fyrir þessu, það verður á tilboði í næsta mánuði skilurðu eða hvað sem ég vil gera með það. Setja það í pakka eða svona eins og núna hef ég verið að hugsa hvernig get ég markaðsett mig, jú mig langar að hafa afsláttarkóða fyrir öll fyrirtæki, flugfreyjur og alla og við erum, Air connect hafði samband við mig, Flugfélag Íslands og þau eru með kóða hjá mér.

M: Okei.

Á: Þannig skilurðu, hvað get ég gert, jú því Snapchat er x miðill sem allar hinar eru að gera og eru alveg að hjálpa mér fullt en þú vilt líka sölu sem er alltaf.

M: Einmitt, þú getur bara nýtt Snapchat í svo mikið því þú getur tengt það við svo mikið því þú getur sýnt frá, segjum ef einhver er í Icelandair connect í flugi að hann geti sýnt frá því að það er hægt að kaupa vörunar þínar í ég veit ekki hvort þetta sé í bækling eða, þá er þetta bara svona já að nota hann í svo mikið. En ég held ef þú værir með, ef þú værir að kannski leiðbeina manneskju sem er að opna lítið fyrirtæki núna og hvernig myndirðu leiðbeina henni að fara að miðlinum svona nálgast miðilinn.

Á: ég myndi hafa þetta bara svona vinnutengt því þetta er alveg pínku creepy stundum. Þetta er fólk sem veit allt um þig en þú veist ekkert hver þau eru og hvar þau búa og mig langar ekki að þau viti hvar ég búa en ég áttaði mig ekki á þessu en þetta gerðist bara núna í vikunni… að það kom veik stelpa niður í búð og við sáumst á snappinu og ég bara vá ég þá kannski vinn ég ekki neitt því þau standa bara og spjalla, segja mér allt og segja mér hvað er í gangi hjá þeim skilurðu og þá er svo erfitt eins og þegar ég er að sækja um mig vantar vinnu þá er verið að senda mér persónulega. Þá er þetta mín persónulega ábyrgð í staðinn fyrir eitthvað fyrirtæki, þetta er svo erfitt þá er ég allt í einu orðin leiðinleg en ekki fyrirtækið og ég myndi hafa þetta aðskilið. Af því þú mátt alveg vera persónuleg og sýna börnin þín á því snappi en þú átt að geta kúplað þig út líka.

M: Kannski svara, og fólk sýnir því kannski meiri virðingu ef þú svarar bara á vinnutíma og það er eins og maður sé ekki að reka á eftir stórfyrirtækjum.

Á: Akkurat þú myndir aldrei senda það sem ég er að fá, en svo sendi ég núna tvisvar snapp: viljið þið senda á búðina bla bla bla ekki senda hér, og ég fékk billjón þær hlusta ekki einu sinni og þá er þetta ekki einu sinni aðalkúnninn sem er að fylgja mér það er aukafólkið sem horfir bara stundum.

Page 90: BS ritgerð í viðskiptafræði Snapchat sem markaðstóln_FINAL.pdf · 2018. 10. 15. · 3 Snapchat sem markaðstól – Notkun minni fyrirtækja á samfélagsmiðlinum Snapchat

90

M: Já einmitt.

Á: En eins og ég segi ég elska Snapchat og ég væri ekki að stækka svona hratt annars, ég myndi alveg stækka en ekki svona hratt. Ég fæ líka mörg skilaboð hvenær ætlarðu að koma á Egilsstaði, hvenær ætlarðu að koma til Vestmannaeyja frá þessu fólki sem vilja hjálpa mér, hjálpa mér að halda kynningar og eins og ef það kemur ný vara í Reykjanesbæ þá get ég sýnt á Snapchat, þetta var að koma í Reykjanesapótek og þá er þetta allt í einu búið. Og þá segir hún mér í apótekinu að ef ég snappa eitthvað þá verður allt brjálað að gera. Og þetta er ógeðslega gaman því ég seldi fyrir 900.000 kr. í fyrstu pöntun hjá henni.

M: Okei.

Á: Á einum mánuði, mér finnst það ógeðslega mikið, þetta var nýopnað apótek það vissi enginn af því þannig hún er svona líka þakklát fyrir mig núna líka. Af því að ég hjálpaði hennar apóteki að fá kúnna.

M: En eins og þú talaðir um, ég heyrði í öðru viðtali að konur úti á landi þú veist út af því að þær hafa ekki aðgang að búðinni þinni en hafa það að hluta til í gegnum Snapchat, eru þær þá að kaupa í gegnum miðilinn, finnurðu fyrir mikið af sölu koma þaðan í gegnum netverslunina og svoleiðis?

Á: Mjög mikið, ég sendi mjög mikið út á land og þær eru frábærar og yndislegar. Þær gera sér ferð niður í búð til að segja hæ.

M: Æj…

Á: Já það er magnað og meira að segja bara frá Noregi og allt.

M: Og ertu að senda út?

Á: Já.

M: Okei, þá held ég að þetta sé bara nokkurn veginn komið.