72
BS ritgerð í viðskiptafræði Þjónustugæði og ímynd Nova Helga Björt Lilliendahl Leiðbeinandi: Þórður Sverrisson, aðjúkt Febrúar 2017

BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

  • Upload
    others

  • View
    22

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

 

 BS  ritgerð  

í  viðskiptafræði          

Þjónustugæði  og  ímynd  Nova          

Helga  Björt  Lilliendahl            

     

Leiðbeinandi:  Þórður  Sverrisson,  aðjúkt  Febrúar  2017  

 

Page 2: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjónustugæði  og  ímynd  Nova    

 

 

 

Helga  Björt  Lilliendahl  

 

 

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  BS-­‐prófs  í  viðskiptafræði  

Leiðbeinandi:  Þórður  Sverrisson,  aðjúkt  

 

Viðskiptafræðideild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands

Febrúar  2017

Page 3: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

3  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjónustugæði  og  ímynd  Nova  

 

Ritgerð  þessi  er  12  eininga  lokaverkefni  til  BS-­‐prófs  við  

Viðskiptafræðideild,  Félagsvísindasviði  Háskóla  Íslands.  

 

©  2017  Helga  Björt  Lilliendahl  

Ritgerðina  má  ekki  afrita  nema  með  leyfi  höfundar.  

 

Prentun:  Háskólaprent  ehf.  

Reykjavík,  2017    

Page 4: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

4  

Formáli  

Þetta   verkefni   er   12   ECTS   eininga   lokaverkefni   til   B.Sc.   gráðu   í   viðskiptafræði   við  

Viðskiptafræðideild  Háskóla  Íslands.  Leiðbeinandi  var  Þórður  Sverrisson,  aðjúkt,  sem  fær  

þakkir   fyrir   góðar   ábendingar   við   ritgerðarskrifin.   Einnig   vil   ég   þakka  móður  minni   og  

systur   fyrir   yfirlestur   og   hvatningu.   Að   lokum   vil   ég   þakka   hundinum   mínum   fyrir  

stuðninginn  og  samveruna.  

 

 

Page 5: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

5  

Útdráttur  

Samkeppni  og  verðstríð  á  íslenska  fjarskiptamarkaðinum  eru  að  blómstra.  Umtalsverðar  

breytingar  hafa  orðið  á  fjarskiptamarkaðinum  innbyrgðis.  Markaðshlutdeild  Nova  hefur  

vaxið   hægt   og   þétt   á   kostnað   annarra   fjarskiptafyrirtækja   og   er   Nova   orðið   stærsta  

fjarskiptafyrirtæki  Íslands.  Í  desember  2007  var  formleg  opnun  Nova  og  lagði  fyrirtækið  

áherslu  á  3G+  og  4G  farsíma-­‐  og  netkerfi  auk  LTE  þjónustu.  Nova  heldur  því  fram  að  með  

tilkomu  sinni  hafi  þeir  opnað  dyr  að  stærsta  skemmtistað  í  heimi,  internetinu.    

Í  þessari   ritgerð  er   fjallað  um  þjónustugæði  og   ímynd  Nova.  Ritgerðinni  er  hægt  að  

skipta   upp   í   þrjá   hluta.   Í   fyrsta   hluta   ritgerðarinnar   er   fræðileg   umfjöllun   um  

markaðsfræði,   þjónustu   og   ímynd   fyrirtækja.   Í   öðrum   hlutanum   er   fjallað   um  

samkeppnisaðila,   markaðsfræði,   þjónustu   og   ímynd   Nova.   Íslenska   ánægjuvogin   gerir  

mælingar  á  ánægju  viðskiptavina  en  auk  þess  kannar  hún  meðal  annars  ímynd  fyrirtækja  

og   mat   viðskiptavina   á   þjónustugæðum   svo   eitthvað   sé   nefnt.   Samkvæmt   Íslensku  

ánægjuvoginni  eru  viðskiptavinir  Nova  þeir  ánægðustu  í  farsímaþjónustu.  Í  seinasta  hluta  

ritgerðarinnar  var  leitast  við  að  svara  rannsóknarspurningu  verkefnisins  með  megindlegri  

rannsóknaraðferð.  Rannsóknarspurning  ritgerðarinnar  er:  „Hver  eru  viðhorf  og  skoðanir  

viðskiptavina  Nova  á  þjónustugæðum  og  ímynd  fyrirtækisins?”  

Helstu   niðurstöður  megindlegu   rannsóknarinnar   voru   þær   að   viðskiptavinum  Nova  

fannst   fyrirtækið   bjóða   upp   á   gæðaþjónustu   og   hafa   jákvæða   ímynd.   Alls   77%  

viðskiptavina  Nova  töldu  fyrirtækið  vera  virkt  á  samfélagsmiðlum/netinu  en  einungis  46%  

viðskiptavina  þekktu  slagorð  fyrirtækisins.  Nova  þekkir  þarfir  og  væntingar  viðskiptavina  

sinna,  tekur  skilvirkar  markaðsákvarðanir  og  stendur  sig  vel  í  að  skila  virði  til  viðskiptavina  

sinna.  

 

Page 6: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

6  

Efnisyfirlit  

Formáli  .......................................................................................................................  4  

Útdráttur  ...................................................................................................................  5  

Efnisyfirlit  ...................................................................................................................  6  

Myndaskrá  .................................................................................................................  9  

Töfluskrá  ..................................................................................................................  10  

1   Inngangur  ..........................................................................................................  11  

2   Markaðsfærsla  ...................................................................................................  12  

2.1   Markaðsrannsóknir  ....................................................................................  12  

2.2   Markhópur  .................................................................................................  13  

2.3   Miðuð  markaðsfærsla  ................................................................................  14  

2.3.1   Markaðshlutun  ....................................................................................  14  

2.3.2   Markaðsmiðun  ....................................................................................  16  

2.3.3   Staðfærsla  ...........................................................................................  17  

3   Þjónusta  .............................................................................................................  18  

3.1.1   Hvað  einkennir  þjónustu?  ...................................................................  18  

3.2   Útvíkkun  söluráða  ......................................................................................  19  

3.3   Þjónustuþríhyrningurinn  ............................................................................  20  

3.4   Þjónustuvíddirnar  .......................................................................................  22  

3.5   Þjónustugæði  .............................................................................................  23  

3.5.1   Gæðalíkan  þjónustu  ............................................................................  24  

4   Ímynd  ................................................................................................................  27  

4.1   Fyrirtækjaímynd  .........................................................................................  27  

4.2   Þættir  ímyndar  ...........................................................................................  28  

4.3   Mælingar  á  ímynd  ......................................................................................  30  

4.3.1   Likert  kvarði  ........................................................................................  31  

Page 7: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

7  

5   Nova  ..................................................................................................................  32  

5.1   Um  Nova  ....................................................................................................  32  

5.2   Samkeppnisaðilar  Nova  ..............................................................................  33  

5.2.1   POP  .....................................................................................................  34  

5.2.2   POD  .....................................................................................................  35  

5.2.3   Verðsamanburður  á  netinu  í  símann  ..................................................  36  

5.3   Markaðsfærsla  Nova  ..................................................................................  36  

5.3.1   Markaðsrannsóknir  og  markhópar  Nova  ............................................  37  

5.3.2   Miðuð  markaðsfærsla  Nova  ................................................................  37  

5.4   Þjónustugæði  Nova  ....................................................................................  38  

5.4.1   Nova  skólinn  .......................................................................................  38  

5.4.2   Verslanir  ..............................................................................................  38  

5.4.3   Nova.is  ................................................................................................  39  

5.4.4   Verðlagning  og  þjónustuleiðir  .............................................................  39  

5.5   Ímynd  Nova  ................................................................................................  39  

5.5.1   Viðburðir  .............................................................................................  40  

5.5.2   Samfélagsmiðlar  .................................................................................  40  

6   Rannsókn  ...........................................................................................................  41  

6.1   Skilgreining  á  viðfangsefninu  .....................................................................  41  

6.2   Framkvæmd  og  þátttakendur  ....................................................................  41  

6.3   Greining  gagna  og  úrvinnsla  .......................................................................  41  

7   Niðurstöður  .......................................................................................................  42  

7.1   Helstu  niðurstöður  .....................................................................................  42  

7.2   Ítarlegar  niðurstöður  ..................................................................................  45  

7.2.1   Spurning  1,  25  og  26  ...........................................................................  45  

7.2.2   Spurning  2  ...........................................................................................  46  

7.2.3   Spurning  3  ...........................................................................................  46  

7.2.4   Spurning  4  ...........................................................................................  46  

7.2.5   Spurning  5  ...........................................................................................  47  

Page 8: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

8  

7.2.6   Spurning  6  ...........................................................................................  48  

7.2.7   Spurning  7  ...........................................................................................  48  

7.2.8   Spurning  8  ...........................................................................................  49  

7.2.9   Spurning  9  ...........................................................................................  49  

7.2.10   Spurning  10  .........................................................................................  50  

7.2.11   Spurning  11  .........................................................................................  50  

7.2.12   Spurning  12  .........................................................................................  51  

7.2.13   Spurning  13  .........................................................................................  51  

7.2.14   Spurning  14  .........................................................................................  52  

7.2.15   Spurning  15  .........................................................................................  52  

7.2.16   Spurning  16  .........................................................................................  53  

7.2.17   Spurning  17  .........................................................................................  53  

7.2.18   Spurning  18  .........................................................................................  54  

7.2.19   Spurning  19  .........................................................................................  54  

7.2.20   Spurning  20  .........................................................................................  55  

7.2.21   Spurning  21  .........................................................................................  56  

7.2.22   Spurning  22  .........................................................................................  57  

7.2.23   Spurning  23  .........................................................................................  57  

7.2.24   Spurning  24  .........................................................................................  58  

8   Umræða  ............................................................................................................  59  

9   Lokaorð  ..............................................................................................................  63  

Heimildaskrá  ............................................................................................................  64  

Viðauki  1  ..................................................................................................................  68  

 

   

Page 9: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

9  

Myndaskrá  

Mynd  1.  Miðuð  markaðsfærsla  (Fahy  og  Jobber,  2012).  .......................................  14  

Mynd  2.  GE-­‐líkanið  (Zeithaml  o.fl.,  2012).  .............................................................  17  

Mynd  3.  Svið  áþreifanleika  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  .......................................  18  

Mynd  4.  Þjónustuþríhyrningurinn  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  ............................  21  

Mynd  5.  Jafna  þjónustugæða  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  ...................................  23  

Mynd  6.  Svæði  umburðarlyndis  (Zeithaml  o.fl.,  1993).  .........................................  24  

Mynd  7.  Gæðalíkan  þjónustu  (Parasuraman  o.fl.,  1985).  .....................................  25  

Mynd  8.  Líkan  Barich  og  Kotler  (Barich  og  Kotler,  1991).  ......................................  29  

Mynd  9.  Likert  kvarðinn  ........................................................................................  31  

Mynd  10.  Markaðshlutdeild  skipt  eftir  fyrirtækjum.  (Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun,  

2016a).  ......................................................................................................  34  

Mynd  11.  Aldursskipting  svarenda.  .......................................................................  42  

Mynd  12.  Kynjaskipting  svarenda.  .........................................................................  43  

Mynd  13.  Kynjaskipting  eftir  aldri.  ........................................................................  45  

Mynd  14.  Þekkir  þú  slagorð  Nova?  ........................................................................  46  

Mynd  15.  Nova  hefur  myndað  sér  sterkan  stað  í  huga  mínum.  ............................  47  

Mynd  16.  Ég  ber  traust  til  Nova.  ...........................................................................  48  

Mynd  17.  Ég  upplifi  skemmtilegt  umhverfi  í  verslunum  Nova.  .............................  48  

Mynd  18.  Aðstaða  í  verslunum  Nova  er  góð.  ........................................................  49  

Mynd  19.  Verðlagið  hjá  Nova  er  sanngjarnt.  .........................................................  49  

Mynd  20.  Starfsmenn  Nova  ná  að  leysa  vandamál/bilanir  sem  upp  koma.  ..........  50  

Mynd  21.  Ég  þarf  að  bíða  lengi  eftir  þjónustu  í  verslunum  Nova.  .........................  50  

Mynd  22.  Nova  skilur  þarfir  mínar  sem  viðskiptavinar.  .........................................  51  

Mynd  23.  Ég  ber  miklar  væntingar  til  góðrar  þjónustu  frá  starfsmönnum  Nova.  .  51  

Mynd  24.  Ég  fæ  alltaf  þá  þjónustu  sem  ég  býst  við  að  fá.  .....................................  52  

Mynd  25.  Ég  fæ  alltaf/oftast  svipaða  þjónustu  hjá  Nova,  óháð  því  hver  er  að  

aðstoða  mig.  ..............................................................................................  52  

Page 10: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

10  

Mynd  26.  Nova  er  áreiðanlegt  fyrirtæki  til  að  eiga  viðskipti  við.  ...........................  53  

Mynd  27.  Nova  veitir  betri  þjónustu  en  mörg  önnur  fyrirtæki  á  Íslandi.  ..............  53  

Mynd  28.  Nova  er  virkt  á  samfélagsmiðlum/netinu.  .............................................  54  

Mynd  29.  Ert  þú  með  Nova  á  Snapchat?  ...............................................................  54  

Mynd  30.  Aldursdreifing,  Snapchat.  ......................................................................  55  

Mynd  31.  Ert  þú  með  Nova  appið?  ........................................................................  55  

Mynd  32.  Aldursdreifing,  Nova  appið.  ..................................................................  56  

Mynd  33.  Ert  þú  fylgjandi  Nova  á  Facebook?  ........................................................  56  

Mynd  34.  Nova  hefur  jákvæða  ímynd.  ..................................................................  57  

Mynd  35.  Ég  er  ánægð/ur  hjá  Nova  og  hef  hugsað  mér  að  halda  viðskiptum  

mínum  áfram.  ...........................................................................................  57  

Mynd  36.  Ég  myndi  mæla  með  Nova  við  vini  mína.  ..............................................  58  

 Töfluskrá  

Tafla  1.  Verðsamanburður  (365,  e.d.;  Nova,  e.d.a;  Síminn,  e.d.;  Vodafone,  e.d.).  36  

Tafla  2.  Svarendur  sem  tóku  skýra  afstöðu,  Þjónustuvíddirnar.  ............................  43  

Tafla  3.  Svarendur  sem  tóku  skýra  afstöðu,  Gap  líkanið.  ......................................  44  

Tafla  4.  Svarendur  sem  tóku  skýra  afstöðu,  ímynd.  ..............................................  45  

 

 

 

 

 

Page 11: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

11  

1    Inngangur    

Á   Íslandi   er   hörð   samkeppni   og   mikið   verðstríð   á   fjarskiptamarkaðinum.   Því   þurfa  

farsímafyrirtæki  sífellt  að  þróa  nýjar  leiðir  til  að  auka  samkeppnishæfni  sína.  Grundvöllur  

fyrirtækja  til  hærri  ávöxtunar  er  að  þekkja  þarfir  og  væntingar  markhóps  síns.  Til  þess  að  

fanga   athygli   almennings   þurfa   fyrirtæki   að   vekja   athygli   á   sér   og   þeirri   þjónustu   og  

tilboðum  sem  þau  bjóða  upp  á.    

Nova  kom  nýtt  inn  á  markaðinn  fyrir  tæpum  áratugi  síðan,  1.  desember  2007.  Nova  

hefur  verið  virkt   í  markaðssetningu   sinni  á  netinu   sem  hefur   skilað   sér   í  hröðum  vexti  

fyrirtækisins   og   skilvirkari   samskiptum   við   viðskiptavini.   Markaðshlutdeild   Nova   hefur  

vaxið  hægt  og  örugglega  á  kostnað  hinna  fjarskiptafyrirtækjanna  og  er  Nova  orðið  stærsta  

fjarskiptafyrirtæki  á  Íslandi  í  dag.    

Efni   og   markmið   BS   ritgerðarinnar   var   að   kanna   þjónustugæði   og   ímynd   Nova.  

Þjónustugæði  geta  gefið  fyrirtæki  ákveðið  forskot  á  ýmsum  sviðum  og  þau  geta  einnig  

hjálpað   fyrirtækinu   að   aðgreina   sig   frá   samkeppnisaðilum.   Ímynd   fyrirtækja  

samanstendur  af  hugmyndum,  tilfinningum  og  fyrri  reynslu  viðskiptavina.  Góð  þjónusta  

getur  eflt  og  bætt  ímynd  og  virði  fyrirtækis.  

Rannsóknarspurning   ritgerðarinnar   er   eftirfarandi:   „Hver   eru   viðhorf   og   skoðanir  

viðskiptavina   Nova   á   þjónustugæðum   og   ímynd   fyrirtækisins?”   Til   þess   að   svara  

spurningunni   var   notast   við  megindlega   rannsóknaraðferð,   þar   sem   spurningalisti   var  

lagður  fyrir  viðskiptavini  Nova.    

Ritgerðinni   er   hægt   að   skipta   í   þrjá   hluta.   Í   fyrsta   hluta   ritgerðarinnar   er   fræðileg  

umfjöllun  um  markaðsfræði,  þjónustu  og  ímynd  fyrirtækja.  Því  næst  er  fjallað  um  Nova,  

samkeppnisaðila,   markaðsfræði,   þjónustu   og   ímynd   fyrirtækisins.   Í   seinasta   hluta  

ritgerðarinnar   er   leitast   við   að   svara   rannsóknarspurningu   verkefnisins,   unnið   er   úr  

niðurstöðum  og  þær  settar  fram  á  myndrænan  hátt.    

Að  lokum  eru  umræður  um  helstu  niðurstöður  rannsóknarinnar  og  einnig  komið  inn  á  

þær  takmarkanir  sem  komu  fram  við  vinnslu  verkefnisins.  Helstu  takmarkanir  eru  þær  að  

Nova  var  ekki  tilbúið  til  samstarfs  og  fengust  því  ekki  nýlegar  og  ýtarlegar  upplýsingar  um  

starfsemi  Nova.      

Page 12: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

12  

2   Markaðsfærsla  

Markaðsfærsla   (e.  marketing)   fjallar   um  að   skila   virði   til   viðskiptavina  með  hagnaði   til  

fyrirtækja.   Markmið   fyrirtækja   á   markaði   er   ekki   einungis   það   að   laða   til   sín   nýja  

viðskiptavini  heldur  einnig  að  mynda  sterk  viðskiptatengsl  við  þá  viðskiptavini  sem  fyrir  

eru  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

American  Marketing   Association   skilgreinir   markaðsfærslu   sem:   ,,...   ferli,   mengi   af  

stofnunum  og  aðferðir  til  að  skapa,  miðla,  afhenda  og  skiptast  á  hlutum  sem  hafa  virði  

fyrir  viðskiptavini,  skjólstæðinga,  meðeiganda  og  samfélagið  í  heild”  (American  Marketing  

Association,  2013).    

Viðskiptavinir  eru  undirstaða  allra  ákvarðana  sem  teknar  eru  á  markaðinum.  Fyrirtæki  

sem   ná   að   uppfylla   væntingar   viðskiptavina   geta  myndað   við   þá   sterk   og   langvarandi  

viðskiptatengsl.  Markaðsfærsla  er  samfellt  ferli  sem  er  sífellt  að  breytast  og  þarfnast  því  

ávallt  endurskoðunar  (Blythe,  2012;  Wilson  og  Zeithaml,  2012).    

2.1   Markaðsrannsóknir  Markaðsrannsóknir  (e.  marketing  research)  eru  mikilvægar  fyrir  fyrirtæki  svo  að  þau  geti  

áttað  sig  á  markaðsaðstæðum.  Gögnum  og  upplýsingum  er  safnað  saman  svo  að  hægt  sé  

að  greina  betur  þarfir  og  væntingar  viðskiptavina.  Fyrirtæki  sem  skilja  þarfir  og  væntingar  

viðskiptavina   sinna   eiga   auðveldara   með   að   mynda   sterk   viðskiptatengsl   við   þá.  

Markaðsrannóknir   veita   fyrirtækjum   bæði   inn-­‐   og   yfirsýn   á   markaðinn   en  

markaðsupplýsingar   aðstoða   fyrirtæki   við   að   taka   skilvirkar   markaðsákvarðanir,   meta  

stöðu  sína  gagnvart  samkeppnisaðilum,  greina  ógnir  í  umhverfinu  og  finna  ný  tækifæri  á  

markaðinum   (Burns   og   Bush,   2003;   Churchill   og   Iacobucci,   2002;  Wilson   og   Zeithaml,  

2012).    

Til   þess   að   vera   samkeppnishæf   þurfa   fyrirtæki   sífellt   að   fylgjast   með   stöðu  

markaðarins.  Þarfir  viðskiptavina  eru  sífellt  að  breytast  og  því  getur  verið  erfitt  að  greina  

þessar  breytingar  þar  sem  þær  eru  yfirleitt  smávægilegar.  Til  að  hægt  sé  að  koma  til  móts  

við  þarfir  viðskiptavina  hverju  sinni  er  mikilvægt  að  markaðsupplýsingar  séu  nákvæmar  

og  nýlegar  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).    

Page 13: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

13  

2.2   Markhópur  Markhópur  (e.  target  group)  er  hópur  einstaklinga  sem  fyrirtæki  ætlar  sér  að  þjóna.  Innan  

markhóps   eru   einstaklingar   með   svipaðar   þarfir   og   væntingar.   Markhópur   er   lítill  

samstæður   hópur   af   einstaklingum   sem   hafa   svipuð   einkenni   og   svara   áreiti   með  

svipuðum  hætti.  Fyrirtæki  velja  sér  markhóp  í  samræmi  við  markmið  sín  og  leggja  upp  úr  

því  að  koma  til  móts  við  þarfir  og  væntingar  markhópsins.  Þekking  fyrirtækja  á  markhópi  

sínum  leiðir  til  skilvirkari  markaðssetningar  sem  jafnframt  leiðir  til  hærri  ávöxtunar  (Fahy  

og  Jobber,  2012).    

Markmið  fyrirtækja  er  að  hafa  skýra  tengingu  milli  þjónustunnar  sem  boðið  er  upp  á  

annars  vegar  og  hins  vegar  þarfa  og  væntinga  viðskiptavina.  Við  val  á  markhópi  er  gott  að  

byrja  á  því  að  skerpa  fókusinn  og  afla  síðan  gagna.  Oft  er  talað  um  þrjár  leiðir  til  þess  að  

skerpa  fókusinn:  finna  út  hvaða  þarfir  varan/þjónustan  uppfyllir,  nota  trekt  nálgunina  og  

leggja  áherslu  á  eiginleika  vörunnar/þjónustunnar  (Cohn,  2015).  

Gott  getur  verið  að  finna  út  hvaða  þarfir  þjónusta  fyrirtækis  uppfyllir  og  komast  að  því  

hvaða  einstaklingar  eru  líklegastir  til  þess  að  nýta  sér  þjónustuna.  Einnig  er  hægt  að  nota  

trekt  nálgunina  en  þar  er  notast  við  síun  til  þess  að  finna  og  þrengja  mögulegan  markhóp.  

Með  því  að  sía  þrengist  alltaf  hópurinn  og  eftir  nokkrar  síanir  er  fyrirtækið  komið  með  

þann  markhóp  sem  hentar  þeirra  þjónustu  best.  Eftir  því  sem  oftar  er  síað,  því  smærri  og  

sértækari  verður  markhópurinn.  Að  lokum  getur  verið  ágætt  að  skerpa  fókusinn  með  því  

að   finna   út   hverjir   eru   líklegastir   til   þess   að   hafa   áhuga   á   og  meta   þá   eiginleika   sem  

þjónusta  fyrirtækis  býður  upp  á  (Cohn,  2015).  

Þegar  búið  er  að  skerpa  fókusinn  er  næsta  skref  að  afla  gagna.  Til  eru  margar  leiðir  til  

gagnasöfnunar  en  í  þessari  rannsókn  var  notast  við  fyrirliggjandi  gögn,  ásamt  gögnum  úr  

spurningakönnun  sem  lögð  var  fyrir  viðskiptavini  Nova.  Algengt  er  að  fyrirtæki  hanni  og  

leggi  fyrir  netkannanir  til  þess  að  sjá  hvaða  hópur  einstaklinga  sýnir  einna  helst  jákvæð  

viðbrögð   við   þjónustunni.   Ef   þjónusta   fyrirtækis   hefur   svipaða   eiginleika   og   önnur  

þjónusta  sem  nú  þegar  er  á  markaði,  þá  er  möguleiki  á  að  nýta  sér  fyrirliggjandi  gögn  frá  

öðrum   fyrirtækjum   við   markaðsgreiningu.   Fyrirliggjandi   gögn   samanstanda   af  

upplýsingum  úr  fyrri  rannsóknum  sem  gerðar  hafa  verið  og  geta  gagnast  fyrirtækjum  til  

að  kynnast  betur  þeim  markhópi  sem  þau  stefna  að  því  að  sinna  (Cohn,  2015;  Grady  o.fl.,  

e.d.).  

Page 14: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

14  

2.3   Miðuð  markaðsfærsla  Miðuð  markaðsfærsla  (e.  market  strategy)  er  stefna  sem  fyrirtæki  setur  sér  sem  sameinar  

öll  markmið  markaðsfærslu  í  eina  alhliða  áætlun.  Markmið  miðaðrar  markaðsfærslu  er  að  

aðstoða   fyrirtæki   við   að   aðgreina   þjónustu   sína   frá   samkeppnisaðilum.   Góð  

markaðsfærsla   er   hönnuð  út   frá   niðurstöðum  markaðsrannsókna  og   gerir   fyrirtækjum  

kleift  að  kanna  kauphegðun  og  persónulegar  þarfir  markhóps.  Markmið  fyrirtækja  er  að  

skila  gæðaþjónustu  til  viðskiptavina  og  hámarka  hagnað  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Markaðurinn  er  stór  og  neytendurnir  eru  margir.  Þarfir  neytenda  eru  mismunandi  og  

fyrirtæki   geta   ekki   náð   að   koma   til   móts   við   þarfir   og   væntingar   allra   með   sömu  

aðferðunum.  Að  ætla  sér  að  ná  til  allra  neytenda  á  markaði  er  stórt  verkefni  sem  getur  

bæði   reynst   erfitt   og   kostnaðarsamt.   Því   er   hagkvæmara   fyrir   fyrirtæki   að   velja   sér  

ákveðinn  hóp  einstaklinga  til  að  þjóna  á  skilvirkan  hátt  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Miðuð  markaðsfærsla  er  þriggja  þrepa   ferli,  mynd  1  sýnir  heildarferli  hennar.  Til  að  

byrja   með   hluta   fyrirtæki   markaðinn   niður   eftir   ákveðnum   viðmiðum   og   finna   þann  

markaðshlut   sem   áhersla   verður   lögð   á   til   að   hægt   sé   að   ná   fyrirfram   ákveðnum  

markmiðum.   Næst   þarf   að   ákveða   hvaða  markhóp   fyrirtæki   ætlar   að   þjónusta   og   að  

lokum  þarf  fyrirtæki  að  skapa  sér  sess  í  hugum  neytenda  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

 

Mynd  1.  Miðuð  markaðsfærsla  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

2.3.1   Markaðshlutun  Markaðshlutun   (e.   market   segmentation)   er   skipting   markaðar   í   smærri   samstæðari  

einingar.  Markaðshlutun  gerir  fyrirtækjum  kleift  að  þjóna  smærri  hópum  á  skilvirkari  hátt.  

Til  þess  að  skipta  markaðinum  niður  þarf  að  skilgreina  markaðshluta  sem  hafa  svipaðar  

væntingar  og  þarfir.  Til  eru  margar   leiðir  til  að  skipta  markaðinum  niður,  en  yfirleitt  er  

Page 15: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

15  

talað  um  fjórar  leiðir:  hegðunar-­‐  og  atferlisleg  skipting  (e.  behavioral),  landfræðileg-­‐  (e.  

geographical),   lýðfræðileg-­‐  (e.  demographic)  og   líffræðileg  skipting  (e.  biological)  (Fahy  

og  Jobber,  2012).  

Þegar  talað  er  um  hegðunar-­‐  og  atferlislega  skiptingu  er  átt  við  hvernig  einstaklingar  

skynja  þjónustuna,  hvaða  viðhorf  þeir  hafa  til  hennar  og  hvaða  notagildi  hún  hefur  fyrir  

þá.   Landfræðileg   skipting   er   þegar   einstaklingar   eiga   sameiginleg   heimkynni   en  

markaðshlutinn  getur  verið  allt  frá  því  að  vera  lítil  borg  yfir  í  að  vera  heil  þjóð.  Lýðfræðileg  

skipting  er  þegar  hlutað  er  eftir  mismunandi  bakgrunni  einstaklinga  til  dæmis  eftir  stétt,  

lífstíl  eða  gildum.  Líffræðileg  skipting  fer  mest  eftir  ósjálfráðum  þáttum  eins  og  aldri,  kyni,  

kynþætti  eða  þjóðerni  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Þegar  kemur  að  framkvæmd  markaðshlutunar  er  talað  um  þrjú  stig.  Könnunarstig  er  

fyrsta   stigið  og   felur   í   sér   að  viðhorf,   venjur  og  hegðun  einstaklinga  er   könnuð   í   þeim  

tilgangi  að  finna  út  hvað  það  er  sem  höfðar  til  þeirra.  Annað  stigið  er  greiningarstigið,  á  

því   er   fundin   fylgni   milli   einstaklinga   til   þess   að   mynda   markaðshluta   sem   innihalda  

einstaklinga  sem  eiga  eitthvað  sameiginlegt.  Að  lokum  er  lýsingarstigið,  á  því  er  hver  og  

einn  markaðshluti  skoðaður  fyrir  sig  með  það  að  markmiði  að  finna  út  hvaða  einkenni  

markaðshlutinn  hefur  og  hvað  aðgreini  hann  frá  öðrum  markaðshlutum  (Fahy  og  Jobber,  

2012).  

Til  að  skera  úr  um  hvort  fyrirtæki  hafi  hlutað  markaðinn  niður  á  skilvirkan  hátt  er  horft  

á  fimm  þætti.  Markaðshlutinn  þarf  að  vera:  aðgreinanlegur  (e.  effective),  mælanlegur  (e.  

measurable),  aðgengilegur  (e.  accessible),  mögulegur  (e.  actionable)  og  arðvænlegur  (e.  

profitable).   Aðgreinanlegur   markaðshluti   samanstendur   af   einstaklingum   sem   hafa  

einsleitar  skoðanir  innan  hlutans  og  ólíkar  skoðanir  í  samanburði  við  aðra  hluta.  Til  þess  

að  geta   safnað   saman  upplýsingum  um  stærð,   samsetningu  og   kaupmátt  hlutans  þarf  

hann   að   vera   mælanlegur.   Markaðshluti   er   aðgengilegur   ef   fyrirtæki   geta   verið   í  

samskiptum  við  hlutann  til  þess  að  geta  hannað  skilvirkar  markaðsrannóknir.  Sagt  er  að  

markaðshlutinn  sé  mögulegur  ef  fyrirtæki  hafa  þær  auðlindir  og  þá  þekkingu  til  staðar  til  

að  sinna  þörfum  og  væntingum  einstaklinga  innan  hlutans.  Að  lokum  þarf  markaðshlutinn  

að  vera  arðvænlegur,  það  er  að  vera  nægilega  stór  til  þess  að  vera  arðbær  fyrir  fyrirtæki  

til  að  þjóna  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Page 16: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

16  

2.3.2   Markaðsmiðun    

Markaðsmiðun   (e.   market   targeting)   er   það   ferli   að   ákveða   hvaða   markhópur/hópar  

innan  markaðshlutans  passar/passa  best  við  áætlanir  og  markmið   fyrirtækja.   Fyrirtæki  

velja   sér   þann  markhóp   sem   þau   sjá   fyrir   sér   að   geta   þjónað   á   skilvirkan   hátt.   Til   að  

auðvelda  fyrirtækjum  val  á  markhópi  þurfa  þau  að  gera  sér  grein  fyrir  því  hvaða  eiginleikar  

það  eru  sem  draga  fyrirtækið  að  markaðshlutanum  og  til  að  komast  að  því  geta  fyrirtæki  

stuðst  við  þrjá  þætti  sem  skiptast  í  níu  atriði  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Fyrsta  þættinum  má  skipta  í  tvö  atriði:  markaðsstærð  og  markaðsvöxt.  Markaðsstærð  

fjallar  um  að  valinn  markhópur  þarf  að  vera  nægilega  stór   til  að   fyrirtæki  nái  árangri   í  

markaðsfærslu   og   nái   einnig   settum  markmiðum.  Markaðsvöxtur   fjallar   um   að   valinn  

markhópur   sé   samkeppnishæfur  og   innihaldi   þann  eiginleika   að   geta   vaxið   á  markaði.  

Þætti   númer   tvö  má   skipta   í   fjögur   atriði:   samkeppni,   mettun,   vernd   og   ytri   áhættu.  

Þátturinn  fjallar  um  að  fyrirtæki  þurfi  að  fylgjast  grannt  með  samkeppnisaðilum  og  vera  

vakandi  fyrir  breytingum  í  ytra  umhverfi.  Þriðja  og  síðasta  þættinum  má  skipta  í  þrjú  atriði:  

samræmi,  hagnaðarvon  og  tengsl  við  aðra  markhópa.  Til  þess  að  fyrirtæki  séu  skilvirk  þarf  

að  vera   samræmi  milli  þarfa  viðskiptavina  og  þekkingar   fyrirtækjanna  sjálfra  á  þörfum  

viðskiptavina.  Ef  fyrirtæki  sjá  tengingu  milli  markhóp  síns  og  annars  álíka  markhóps  geta  

þau  tekið  ákvörðun,  út  frá  hagnaðarsjónarmiðum,  um  að  sinna  þörfum  beggja  markhópa  

(Fahy  og  Jobber,  2012;  Lilien  og  Rangaswamy,  2003).  

Eftir   að   fyrirtæki   hafa   kynnt   sér   markaðshlutana   vel   þurfa   þau   að   ákveða   í   hvaða  

hlutum  þau   vilji   fjárfesta.   Fyrirtæki   þurfa   að   skoða   hvernig  markaðshlutinn   passar   við  

markmið  þeirra,   færni  og  auðlindir  áður  en  fjárfest  er   í  honum  (Fahy  og  Jobber,  2012;  

Lilien  og  Rangaswamy,  2003).  

Á  mynd  2  má  sjá  GE-­‐líkanið  sem  gagnast   fyrirtækjum  við  að  meta  skipulagseiningar  

sínar  og  taka  ákvarðanir  varðandi  hvaða  markaðsmiðunarmynstur  hentar  þeim  best.  Á  

líkaninu  má  sjá  tvær  víddir,  sú  lóðrétta  er  hve  áhugaverð  greinin  er  og  sú  lárétta  er  styrkur  

fyrirtækis.   Líkanið   skiptist   í   þrjú   mismunandi   litaskipt   svæði,   dökkbláa   svæðið   er   það  

svæði  sem  fyrirtæki  ættu  að  stefna  á,  þar  er  mikill  vöxtur  og  hæfni  fyrirtækisins  skilar  sér  

á  skilvirkan  hátt.  Fyrirtæki  á  ljósbláa  svæðinu  eru  stöðug,  áhugaverð  og  í  meðallagi  sterk  

en  fyrirtæki  sem  eru  stödd  þar  ættu  að  einblína  á  að  halda  stöðu  sinni  eða  færa  sig  rólega  

yfir  á  dökkbláa  svæðið.  Hvíta  svæðið  er  það  svæði  sem  engin  fyrirtæki  vilja  vera  á,  þar  er  

Page 17: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

17  

hæfni  fyrirtækisins  ekki  að  nýtast  og  greinin  er  lítið  áhugaverð,  en  fyrirtæki  sem  eru  þar  

ættu  annaðhvort  að  gera  róttækar  breytingar  eða  hætta  rekstri  (Fahy  og  Jobber,  2012;  

Kotler  og  Keller,  2012;  Zeithaml  o.fl.,  2012).  

 

Mynd  2.  GE-­‐líkanið  (Zeithaml  o.fl.,  2012).  

2.3.3   Staðfærsla  Staðfærsla  (e.  positioning)   fjallar  um  að  skapa  sér  sess   í  huga  markhóps.  Staðfærsla  er  

síðasta  skrefið  í  miðaðri  markaðsfærslu  og  er  mikilvægt  hvað  varðar  samkeppni.  Fyrirtæki  

vilja  skapa  sér  öruggan  sess  í  huga  einstaklinga  og  til  þess  þurfa  þau  að  skapa  sér  forskot  

með  skýra,  aðgreinanlega  og  eftirsóknarverða  stöðu  á  markaði  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Til  þess  að  ná  samkeppnisyfirburðum  verður  þjónusta   fyrirtækja  að   innihalda  meira  

virði   fyrir   markhópinn   heldur   en   þjónusta   samkeppnisaðila.   Til   eru   tvær   leiðir   fyrir  

fyrirtæki   til   að  mynda   sér   samkeppnisforskot.   Í   fyrsta   lagi   getur   fyrirtæki   boðið   upp   á  

lægra  verð  en  samkeppnisaðilar  og  í  öðru  lagi  getur  fyrirtæki  boðið  upp  á  þjónustu  sem  

inniheldur  umfram  eiginleika  eða  ávinning  fyrir  neytendur  og  geta  þannig  réttlætt  hærra  

verð.  Til  þess  að  fyrirtæki  nái  að  skapa  sér  sess  ofarlega  í  huga  markhóps  þurfa  fjórir  þættir  

að   koma   fram   í   staðfærslunni:   skýrleiki   (e.   clarity),   samkvæmni   (e.   consistency),  

trúverðugleiki  (e.  credibility)  og  samkeppnishæfni  (e.  competitiveness)  (Fahy  og  Jobber,  

2012;  Zeithaml  o.fl.,  2012).  

Skýrleiki  fjallar  um  að  fyrirtæki  þurfi  að  hafa  skýr  mörk  á  því  hver  markhópur  þeirra  er  

og  skýra  aðgreiningu  frá  samkeppnisaðilum.  Samkvæmni  segir  til  um  að  fyrirtæki  þurfi  að  

vera   samkvæm   sjálfum   sér   í   miðaðri   markaðsfærslu.   Trúverðugleiki   þarf   að   vera   í  

útgefnum   loforðum   fyrirtækja   en   auk   þess   þarf   aðgreiningarþátturinn   einnig   að   vera  

trúverðuglegur.  Samkeppnishæfni  fjallar  um  að  aðgreiningarþátturinn  sem  fyrirtæki  velja  

sér  þarf  að  taka  þáttum  samkeppnisaðila  fram  (Fahy  og  Jobber,  2012).  

Page 18: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

18  

3   Þjónusta  

Þjónusta  (e.  service)  er  verk,  ferli,  frammistaða  og/eða  aðgerð  en  hún  færst  hvorki  séð,  

smökkuð   né   snert.   Fyrirtæki   geta   myndað   sér   samkeppnisforskot   með   því   að   bjóða  

viðskiptavinum  sínum  upp  á  gæðaþjónustu.  Viðskiptavinir  meta  þjónustu  eftir  því  hvort  

væntingum  þeirra  til  þjónustunnar  sé  náð.  Gæðaþjónusta  skilar  ánægðum  viðskiptavinum  

sem  getur  haft  í  för  með  sér  langt  og  traust  viðskiptasamband  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

3.1.1   Hvað  einkennir  þjónustu?  Til   þess   að   útskýra   eðlismuninn   á   vörum   og   þjónustu   er   notast   við   Ó-­‐in   fjögur:  

óáþreifanleiki   (e.   intangibility),   óstöðugleiki   (e.   heterogeneity),   óaðskiljanleiki   (e.  

inseparability)  og  óvaranleiki  (e.  perishability)  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Þegar   verið   er   að   skilgreina   þjónustu   frá   vöru   er   aðalatriðið   að   þjónusta   er  

óáþreifanleg.  Mikilvægt  er  að  muna  að  þetta  er  ekki  alveg  klippt  of  skorið  en  á  mynd  3  má  

sjá  gott  dæmi  um  það  þar  sem  skyndibiti  flokkast  bæði  sem  þjónustu-­‐  og  framleiðsluhluti.  

Þjónustu   er   ekki   hægt   að   geyma   á   lager   og   hvorki   er   hægt   að   prufa   þjónustu   né   fá  

einkaleyfi  á  framkvæmd  hennar  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

   

Mynd  3.  Svið  áþreifanleika  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Page 19: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

19  

Á   meðan   vörur   geta   verið   staðlaðar   þá   er   þjónusta   óstöðluð   og   því   óstöðug,   en  

þjónusta   er   framkvæmd   á   mismunandi   hátt   og   verður   því   aldrei   nákvæmlega   eins.  

Óstöðugleiki  í  þjónustu  myndast  bæði  vegna  þess  að  starfsfólkið  sem  framkvæmir  hana  

er   ekki   nákvæmlega   eins   og   einnig   vegna   þess   að   engir   tveir   viðskiptavinir   hafa  

nákvæmlega  sömu  þarfirnar.  Þjónustugæði  eru  háð  þáttum  sem  erfitt  er  að  stjórna,  þar  

má  nefna  hæfni  og  vilja  starfsmanna  til  að  þjónusta  og  einnig  hæfni  viðskiptavina  til  að  

koma  þörfum  sínum  og  óskum  á  framfæri.  Þjónusta  á  að  vera  framkvæmd  eftir  fyrirfram  

ákveðnum   ferlum   en   þó   svo   sé   þá   myndast   alltaf   óstöðugleiki   í   þjónustu   (Wilson   og  

Zeithaml,  2012).  

Í   þjónustu   á   framleiðsla   og   neysla   sér   oftast   stað   samtímis   og   er   því   talað   um   að  

þjónusta   sé   óaðskiljanleg.   Það   er   ekki   hægt   að   framkvæma   þjónustu   fyrirfram,  

viðskiptavinurinn  þarf  að  vera  viðstaddur.  Gæði  þjónustunnar  og  ánægja  viðskiptavina  er  

háð  rauntíma  og  starfsmaður  tekur  ákvörðun  hverju  sinni  í  samræmi  við  þarfir  og  óskir  

viðskiptavinar  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Það  er  ekki  hægt  að  geyma,  spara,  skila  eða  endurselja  þjónustu,  því  hún  er  óvaranleg.  

Í  þjónustu  getur  reynst  erfitt  að  samræma  framboð  og  eftirspurn.  Þegar  viðskiptavinir  fá  

slæma  upplifun  af  þjónustu  þurfa  að  vera  til  áætlanir  um  hvernig  skuli  bregðast  við  til  að  

reyna  að  snúa  slæmri  upplifun  í  góða  (Kotler  o.fl.,  2008;  Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Markaðsfærsla  þjónustu  er  því  erfitt  og   flókið   ferli.   Ýmis  vandamál  geta  komið  upp  

þegar  erfitt  er  að  aðgreina  óáþreifanleika  vöru  og  þjónustu.  Mikilvægt  er  að  reyna  að  hafa  

sem  minnstan  óstöðugleika  í  þjónustu  og  er  því  mikilvægt  að  starfsmenn  leggi  sig  alla  fram  

í   framkvæmd   hennar   til   að   viðskiptavinir   upplifi   gæðaþjónustu.   Viðskiptavinir   eru  

þátttakendur   í  þjónustu  og  er  þjónusta  því  óaðskiljanleg.  Að   lokum  þá  er  mikilvægt  að  

samræma  framboð  og  eftirspurn  á  þjónustu,  bæði  til  að  viðskiptavinir  upplifi  hraða  og  

góða   þjónustu   og   til   að   fyrirtæki   séu   ekki   að   tapa   á   því   að   hafa   umframframboð   af  

starfsfólki  hverju  sinni  (Kotler,  2003;  Kotler  o.fl.,  2008).  

3.2   Útvíkkun  söluráða  Samval   söluráða   (e.   marketing   mix)   í   þjónustu   er   notað   sem   undirstaða   í  

markaðsáætlunargerð  og  samanstendur  af  sjö  þáttum:  vöru  (e.  product),  verði  (e.  price),  

vettvangi   (e.   place),   vegsauka   (e.   promotion),   fólki   (e.   people),   umgjörð   (e.   physical  

evidence)   og   ferli   (e.   process).   Upphaflega   var   talað   um   P-­‐in   fjögur   en   með   aukinni  

Page 20: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

20  

samkeppni  og  auknum  kröfum  neytenda  notast  fyrirtæki  í  þjónustu  við  P-­‐in  sjö.  Þessum  

þremur  auka  markaðsráðum  var  bætt  við  til  þess  að  hjálpa  fyrirtækjum  að  aðgreina  sig  á  

markaði  og  mynda  yfirburði  í  þjónustu.  Nýju  markaðsráðarnir  (fólk,  umgjörð  og  ferli)  eru  

nátengdir   Ó-­‐unum   fjórum   (óáþreifanleiki,   óstöðugleiki,   óaðskiljanleiki   og   óvaranleiki)  

(Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Þjónusta  er  óaðskiljanleg  þar  sem  framleiðsla  og  neysla  eiga  sér  yfirleitt  stað  á  sama  

tíma.  Því   er   fólk   stór  partur  af  þjónustuferlinu.  Bæði   starfsfólk  og  viðskiptavinir   gegna  

mikilvægu  hlutverki   þegar   kemur   að  þjónustugæðum.   Það   skiptir  miklu  máli   að   skapa  

umgjörð   utan   um   þjónustuna   og   gera   hana   þannig   áþreifanlega   upp   að   vissu   marki.  

Mikilvægt  er  að  umhverfi  og  aðstaða  þar  sem  þjónusta   fer   fram  sé  snyrtileg.  Einnig  er  

mikilvægt  að  framkoma  starfsfólks  sé  kurteis  og  við  hæfi.  Í  framkvæmd  þjónustu  er  hægt  

að  finna  ákveðinn  óstöðugleika,  en  til  þess  að  hafa  hann  sem  minnstan  fer  starfsfólk  eftir  

fyrirfram  ákveðnum  ferlum.  Hæfni  starfsfólks  til  þess  að  framkvæma  þjónustu  á  að  vera  í  

takt   við  þarfir   viðskiptavina   til   þess   að   viðskiptavinir   upplifi   ánægju  og   gæðaþjónustu.  

Ferlar  eru  einnig  notaðir  til  þess  að  samræmi  sé  í  framboði  og  eftirspurn  á  þjónustu  þar  

sem  að  þjónusta  er  óvaranleg  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

3.3   Þjónustuþríhyrningurinn    Þjónustuþríhyrningurinn  (e.  services  marketing  triangle)  þarf  að  vera  í  jafnvægi  til  að  hægt  

sé   að  ná  árangri   í  markaðsfærslu  þjónustu.   Þríhyrningurinn   sýnir   þrjá  hópa   sem  vinna  

saman  að  sameiginlegum  markmiðum.  Hóparnir  þrír  eru  staðsettir  hver   í  sínu  horni  og  

eru:   fyrirtæki   (e.   company),   starfsfólk   (e.   employees)   og   viðskiptavinir   (e.   customers).  

Þríhyrningurinn  sýnir  einnig  þrjár  gerðir  markaðssetningar  sem  allar  eru  nauðsynlegar  til  

þess   að   mynda   og   efna   loforð   fyrirtækja.   Markaðssetningarnar   eru   staðsettar   á   milli  

hópanna   og   eru:   ytri-­‐   (e.   external),   innri-­‐   (e.   internal)   og   gagnvirk-­‐   (e.   interactive)  

markaðsfærsla  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Á   mynd   4   má   sjá   Þjónustuþríhyrninginn,   á   hægri   hlið   þríhyrningsins   er   ytri  

markaðsfærsla   sem   fæst   við   markaðssamskipti   milli   viðskiptavina   og   fyrirtækja.  

Markaðssamskipti  eru  notuð  til  þess  að  koma  loforðum  á  framfæri,  láta  viðskiptavini  vita  

hver  loforðin  um  þjónustu  eru  og  við  hverju  megi  búast.  Fyrirtæki  nota  söluráðana  til  að  

átta   sig   á   hverjar   bestu   leiðirnar   eru   til   að  miðla   útgefnum   loforðum   til   viðskiptavina  

(Kotler  og  Keller,  2012;  Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Page 21: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

21  

 

Mynd  4.  Þjónustuþríhyrningurinn  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Á  vinstri  hlið  þríhyrningsins  er  innri  markaðsfærsla  sem  fæst  við  markaðssamskipti  milli  

fyrirtækja  og   starfsfólks.   Innri  markaðsfærsla   krefst   þess   að   allir   innan   fyrirtækis   vinni  

saman  að  sameiginlegum  markmiðum  og  taki  virkan  þátt  í  að  efna  loforðin  og  fullnægja  

þörfum  og  væntingum  viðskiptavina.  Innri  markaðsfærsla  fjallar  um  það  að  ráða,  þjálfa,  

upplýsa,  hvetja  og  umbuna  starfsfólki  og  stuðla  að  því  að  það  geti  efnt  loforðin  sem  ytri  

markaðsfærsla  hefur  gefið.  Mikilvægt  er  að  hafa  góðan  starfsanda  í  þjónustufyrirtækjum  

og   að   starfsfólk   hafi   viljann   til   þess   að   þjóna   viðskiptavinum   eftir   bestu   getu   og   efna  

útgefin  loforð  (Kotler  og  Keller,  2012;  Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Á  botni  þríhyrningsins  er  gagnvirk  markaðsfærsla  sem  fæst  við  markaðssamskipti  milli  

starfsfólks  og  viðskiptavina.  Hérna  er  stund  sannleikans  um  hvort  fyrirtæki  muni  takast  að  

efna  útgefin  loforð,  eða  svíkja  þau.  Þjónusta  er  óaðskiljanleg  og  felur  hún  því  í  sér  bein  

samskipti  milli  starfsfólks  og  viðskiptavina.  Hérna  er  horft  til  hæfni  og  færni  starfsfólks  til  

að  veita  viðskiptavinum  gæðaþjónustu  og  efna   loforðin.  Ef   starfsfólk  nær  ekki  að  efna  

loforðin  fer  öll  fyrri  vinna  markaðfærslu  í  vaskinn  og  þríhyrningurinn  fellur  um  sjálfan  sig.  

Viðskiptatengsl  geta  glatast  og  ímynd  fyrirtækis  skaðast  ef  gagnvirk  markaðsfærsla  er  ekki  

árangursrík.  Frá  sjónarmiði  viðskiptavina  er  þetta  mikilvægasta  hliðin   (Kotler  og  Keller,  

2012;  Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

   

Page 22: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

22  

3.4   Þjónustuvíddirnar  Þjónustuvíddirnar   (e.   service   dimensions)   eru   fimm   og   segja   þær   til   um   hvernig  

viðskiptavinir  meta  þjónustu.  Þjónustuvíddirnar  eru:  áreiðanleiki  (e.  reliability),  svörun  (e.  

responsiveness)  trúverðugleiki  (e.  assurance),  hluttekning  (e.  empathy)  og  áþreifanleiki  

(e.  tangibles)  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Mikilvægt  er  fyrir  fyrirtæki  að  standa  við  það  sem  þau  segja.  Áreiðanleiki  er  sú  hæfni  

til  að  framkvæma  þjónustu  eins  og  lofað  var  á  traustan  og  réttan  hátt.  Viðskiptavinir  leggja  

mikið   upp   úr   því   að   allt   sé   eins   og   það   á   að   vera   og   vegur   áreiðanleiki   því   þyngst   af  

víddunum  fimm.  Mælikvarði  á  áreiðanleika  þjónustu  fer  eftir  starfssviði,  það  er  töluvert  

mikilvægara  að  læknir  gefi  góða  þjónustu  heldur  en  afgreiðslumaður  á  kassa  (Wilson  og  

Zeithaml,  2012).  

Starfsfólk  þarf  að  hafa  viljann  til  þess  að  veita  viðskiptavinum  fullnægjandi  þjónustu.  

Svörun  eða  viðbragð  er  það  hversu  hratt  og  vel  starfsfólk  bregst  við  óskum  viðskiptavinar.  

Mikilvægt  er  að  biðtíma  viðskiptavina  sé  haldið   í   lágmarki  og  að  þjónustan  sé  hröð  og  

skilvirk  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Það  er  grundvallaratriði  að  finna  til  trausts  í  viðskiptum.  Trúverðugleiki  spilar  stóran  

hlut  í  viðskiptatengslum  og  er  því  mikilvægt  að  fyrirtæki  standi  við  loforð  sín.  Starfsfólk  

þarf   að   hafa   þekkingu   og   góða   framkomu   til   þess   að   geta   veitt   viðskiptavinum   góða  

þjónustu.  Viðskiptavinir  eru  það  mikilvægasta  sem  fyrirtæki  eiga  og  því  nauðsynlegt  að  

mynda  sterk  viðskiptatengsl  við  þá  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Hluttekning   er   þegar   fyrirtæki   sýna   viðskiptavinum   sínum   umhyggju.   Fyrirtæki   og  

starfsfólks   þess   þarf   að   átta   sig   á   því   að   viðskiptavinir   eru   ekki   bara   númer,   heldur  

einstaklingar.   Starfsfólk  þarf  að   sýna   skilning  og   skilja  óskir   viðskiptavina  ásamt  því   að  

sérsníða  þjónustu  fyrir  hvern  og  einn  viðskiptavin  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Þó  að  þjónusta  sé  óáþreifanleg  þá  eru  til  þættir  innan  hennar  sem  eru  áþreifanlegir.  

Áþreifanleiki  er  síðasta  víddin  og  í  henni  er  horft  til  allra  hinna  víddanna.  Aðstaðan  þar  

sem  þjónustan  fer   fram  þarf  að  vera  góð  og  einnig  er  mikilvægt  að  útlit  og  klæðnaður  

starfsfólks  sé  snyrtilegur.  Hér  er  stund  sannleikans  um  hvort  þjónustan  sem  fyrirtæki  eru  

að   bjóða   upp   á   sé   gæðaþjónusta   eða   ekki,   ef   starfsfólk   nær   að   sýna   allar   víddirnar   á  

skilvirkan  hátt  þá  er  um  gæðaþjónustu  að  ræða  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

 

Page 23: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

23  

3.5   Þjónustugæði    Þjónustugæði   (e.   service   quality)   er   oft   erfiðara   að   meta   en   vörugæði   vegna  

óáþreifanleika.   Gæði   vara   getur   til   dæmis   verið   metin   út   frá   stíl,   hönnun,   vörumerki  

og/eða  umbúðum.  Við  mat  á  gæðum  þjónustu  er  meira  horft   til   aðstöðu,  búnaðar  og  

hæfni   starfsfólks.   Fræðimenn   hafa   sagt   að   þegar   upplýsingar   eru   takmarkaðar   þá   sé  

algengt   að   viðskiptavinir   meti   gæði   eftir   verði   (Parasuraman   o.fl.,   1985;   Wilson   og  

Zeithaml,  2012).  

Til   eru   margar   skilgreiningar   á   þjónustugæðum.   Lewis   og   Booms   skilgreindu  

gæðaþjónustu  sem  ferli  samanburðar  á  væntingum  og  frammistöðu:  ,,Þjónustugæði  eru  

mælikvarði  á  hversu  vel  þjónustustigið  sem  veitt  er  fellur  að  væntingum  viðskiptavina.  Að  

veita   gæðaþjónustu   þýðir   að   væntingar   viðskiptavina   eru   uppfylltar   reglulega   og  

áreiðanlega“.  Þjónustugæði  geta   skapað   fyrirtækjum  ákveðið   forskot  á  ýmsum  sviðum  

markaðsfærslunnar.   Þau  geta  einnig  hjálpað   til   við   aðgreiningu   frá   samkeppnisaðilum,  

aukið   markaðshlutdeild,   gefið   tækifæri   á   myndun   langvarandi   viðskiptasambanda   og  

bætt  ímynd  fyrirtækis  (Carauna  o.fl.,  2000;  Lewis  og  Booms,  1983).  

Almennt  er   tilhneiging  til  að  meta  þjónustugæði  eftir  ánægju  viðskiptavina.  Ánægja  

viðskiptavina  er  heildarmat  á  upplifun  og   skynjun  þeirra   sem   fæst   af  neyslu  þjónustu,  

samanborið  við  þær  væntingar  sem  upphaflega  voru  gerðar  til  þjónustunnar  við  kaupin.  

Á  mynd  5  má  sjá  jöfnu  þjónustugæða  en  hana  geta  fyrirtæki  nýtt  sér  til  að  átta  sig  betur  

á  hvort  að   skynjun  viðskiptavina   fyrirtækisins   sé  að  ná   fram  úr  væntingum  (Wilson  og  

Zeithaml,  2012).  

 

Mynd  5.  Jafna  þjónustugæða  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Á  mynd  6  má  sjá  hvernig  væntingum  til  þjónustu  má  skipta  í  tvö  stig:  óska  þjónustu  og  

fullnægjandi  þjónustu.  Óska  þjónusta  er  sú  þjónusta  sem  viðskiptavinur  vonast  til  að  fá  

og   viðskiptavinir   bera  miklar   væntingar   til   þjónustunnar.   Fullnægjandi   þjónusta   er   sú  

þjónusta  sem  viðskiptavinur  sættir  sig  við  að  fá  og  viðskiptavinur  ber  litlar  væntingar  til  

þjónustunnar.   Á   milli   óska-­‐   og   fullnægjandi   þjónustu   er   svæði   umburðarlyndis.  

Page 24: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

24  

Umburðarlyndi  er  það  sem  viðskiptavinir  sætta  sig  alveg  við,  þjónustan  er  ekki  alveg  sú  

sem  þeir  höfðu  í  huga,  en  er  engu  að  síður  nægilega  góð  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

 

Mynd  6.  Svæði  umburðarlyndis  (Zeithaml  o.fl.,  1993).  

Fyrirtæki  vilja  að  viðskiptavinir  beri  miklar  væntingar  til  þjónustunnar  og  fyrirtæki  setja  

sér  það  markmið  að  fara  fram  úr  væntingum  viðskiptavina.  Þegar  fyrirtæki  fara  fram  úr  

væntingum  viðskiptavina  til  óska  þjónustu  upplifa  viðskiptavinir  mikla  ánægju  og  meta  

þjónustuna  sem  gæðaþjónustu.  Má  því  segja  að  þjónustugæði  byggi  fullkomlega  á  mati  

viðskiptavina  (Zeithaml  o.fl.,  1996).    

3.5.1   Gæðalíkan  þjónustu  Gæðalíkan  þjónustu  (e.  Gaps  Model  of  Service  Quality)  fjallar  um  skynjun  viðskiptavina  á  

þjónustugæðum   og   með   hvaða   hætti   má   loka   framkvæmdagöpunum   sem  myndast   í  

framkvæmd  þjónustu.  Á  mynd  7  má  sjá  líkanið  þar  sem  kjarni  líkansins  er  þjónustugapið  

sem  myndast  þegar  ósamræmi  er  á  milli  væntrar  þjónustu  og  skynjaðrar  þjónustu.  Öll  

fyrirtæki  upplifa  þetta  gap,  í  raunverulegum  heimi  er  ekki  jafnvægi  þarna  á  milli  og  það  

eina  sem  fyrirtæki  geta  gert  er  að  reyna  að  hafa  gapið  sem  minnst.  Ferlinu  við  að  minnka  

þjónustugapið  má  skipta  upp  í  fjögur  framkvæmdagöp  líkt  og  sjá  má  á  mynd  7  (Wilson  og  

Zeithaml,  2012).  

Fyrsta   framkvæmdargapið   verður   þegar   að   fyrirtæki   þekkja   ekki   hverjar   væntingar  

viðskiptavina   sinna   eru   og   geta   því   ekki  ætlast   til   þess   að  mæta   þörfum  þeirra   þegar  

kemur  að  þjónustu.  Það  eru  margvísilegar  ástæður  fyrir  því  að  þetta  gap  myndast.  Helstu  

ástæðurnar  eru  að  skipulag  markaðsrannsókna  er  í  ólagi,  ónóg  tjáskipti  og/eða  samband  

við  viðskiptavini  er  í  ólagi  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

 

Page 25: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

25  

 

 

Mynd  7.  Gæðalíkan  þjónustu  (Parasuraman  o.fl.,  1985).  

Annað  framkvæmdargapið  verður  þegar  að  hönnunarstaðlar  fyrirtækja  eru  ekki  réttir.  

Gapið  myndast  vegna  ósamræmi  milli  þekkingar  fyrirtækja  á  væntingum  viðskiptavina  og  

hönnunarforsendum   sem   fyrirtæki   ganga   út   frá.   Þó   svo   að   fyrirtæki   þekki   væntingar  

viðskiptavina  sinna  tryggir  það  ekki  að  þau  nái  að  mæta  þörfum  þeirra  í  þjónustu.  Helstu  

ástæðurnar   fyrir   myndun   á   gapinu   eru   að   stjórnendur   telja   væntingar   viðskiptavina  

óraunhæfar,   erfitt   getur   verið   að   setja   staðla   varðandi   framkvæmd   þjónustu   vegna  

breytileika  á  óskum  viðskiptavina  og/eða  slæm  hönnun  á  þjónustu  (Wilson  og  Zeithaml,  

2012).  

Þriðja   framkvæmdargapið   verður   þegar   að   þjónusta   fyrirtækja   er   ekki   rétt  

framkvæmd.  Gapið  myndast  vegna  ósamræmis  milli  hannaðrar  þjónustu  og  framkvæmd  

hennar.  Þó  svo  að  fyrirtæki  hanni  og  staðli  þjónustuna  er  ekki  gefið  að  fyrirtæki  búi  yfir  

Page 26: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

26  

rétta   fólkinu,   kerfinu  og   tækjunum   til   að   framkvæma  þjónustuna   í   samræmi   við   setta  

staðla.  Þriðja  framkvæmdargapið  tengist  því  fyrsta  á  þann  hátt  að  ef  framkvæmd  þjónusta  

er  ekki  í  samræmi  við  setta  staðla  þá  getur  þjónustan  ekki  verið  í  samræmi  við  væntingar  

viðskiptavina.  Það  eru  margvíslegar  ástæður  fyrir  því  að  erfitt  getur  reynst  að  loka  þriðja  

gapinu  en  helstu  ástæðurnar  eru  óljós  starfsmannastjórnun,  framboð  og  eftirspurn  ekki  í  

samræmi  og/eða  breytileiki  viðskiptavina  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Fjórða  og  síðasta  framkvæmdargapið  verður  þegar  að  frammistaða  fyrirtækja  er  ekki  í  

samræmi  við  útgefin  loforð.  Gapið  myndast  vegna  misræmis  í  framkvæmd  þjónustu  og  

ytri  markaðsfærslu.  Fjórða  framkvæmdargapið  tengist  því  fyrsta  á  þann  hátt  að  útgefin  

loforð   eru   ekki   í   samræmi   við   væntingar   viðskiptavina   vegna   vanþekkingar.   Það   eru  

margvísilegar  ástæður  fyrir  því  að  þetta  gap  myndast  og  þær  helstu  eru  að  loforð  eru  ekki  

nægilega  úthugsuð,  samskipti  innan  fyrirtækis  ónæg  og/eða  fyrirtækinu  mistekst  að  hafa  

áhrif  á  væntingar  viðskiptavina  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

Markmið   fyrirtækja   í   þjónustu   er   að   loka   öllum   fjórum   framkvæmdargöpunum   og  

halda  þeim  lokuðum  til  þess  að  hafa  þjónustugapið  sem  minnst.  Nái  fyrirtæki  ekki  að  loka  

öllum  framkvæmdargöpunum  mun  þjónusta  þess  ekki  ná  sömu  hæðum  og  hún  annars  

gæti  gert  (Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

   

Page 27: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

27  

4   Ímynd    

Ímynd  (e.  image)  fyrirtækja  er  sú  mynd  eða  skynjun  sem  almenningi  dettur  í  hug  þegar  

minnst  er  á  fyrirtækið.  Hvernig  ímynd  fyrirtækja  er  mynduð  í  huga  almennings  er  ákveðið  

ferli.   Ferlið   samanstendur   af   hugmyndum,   tilfinningum   og   fyrri   reynslu   tengdri  

fyrirtækinu.  Almenningur  sækir  þessar  minningar  og  umbreytir   í  andlega  ímynd.  Ímynd  

fyrirtækja  getur  breyst  á  skömmum  tíma,  frá  jákvæðri  ímynd  í  neikvæða,  eða  öfugt  (Barich  

og  Kotler,  1991;  Yuille  og  Catchpole,  1977;  Zeithaml  o.fl.,  1981).    

Ímynd  fyrirtækja  er  ekki  einsleit  og  hafa  fræðimenn  mismunandi  álit  á  hvernig  skipta  

megi  ímynd  niður.  Kennedy  talaði  um  hagnýtar-­‐  og  tilfinningalegar  tegundir  af  ímynd  en  

Barich   og   Kotler   töluðu   um   fjórar   tegundir   af   ímynd:   fyrirtækjaímynd   (e.   corporate  

image),   ímynd   vörunnar   (e.   product   image),   vörumerkjaímynd   (e.   brand   image)   og  

markaðsímynd  (e.  marketing  image)  (Barich  og  Kotler,  1991;  Kennedy,  1977).    

Í  þessari  rannsókn  verður  fjallað  um  fyrirtækjaímynd  þjónustufyrirtækja.  Mikilvægur  

þáttur  í  ímynd  þjónustufyrirtækja  er  hvort  fyrirtæki  standi  við  útgefin  loforð.  Þau  fyrirtæki  

sem  efna  útgefin  loforð  hafa  jákvæða  fyrirtækjaímynd  og  standa  sig  betur  á  markaði  en  

samkeppnisaðilar.   Annar   mikilvægur   þáttur   hjá   þjónustufyrirtækjum   er   að   bjóða  

viðskiptavinum  sínum  upp  á  gæðaþjónustu  (Leinwand  og  Mainardi,  2014).  

4.1   Fyrirtækjaímynd    Fyrirtækjaímynd  (e.  corporate  image)  fjallar  um  það  hvernig  almenningur  upplifir  það  sem  

fyrirtækið  er  að  gera  gagnvart  starfsfólki  og  samfélaginu  í  heild  sinni.  Fyrirtæki  sem  hafa  

það  að  markmiði  að  láta  gott  af  sér  leiða  og  bera  mikla  samfélagslega  ábyrgð  eru  álitin  

hafa  jákvæða  fyrirtækjaímynd  (Barich  og  Kotler,  1991).    

Aaron  Spector  kom  með  þá  kenningu  að  hægt  væri  að  mæla  fyrirtækjaímynd  og  greina  

hana   í   tvo   flokka   og   sex   þætti.   Annar   flokkurinn   fjallar   um   ímynd   fyrirtækja   og  

persónuleika  þeirra  og  hinn  flokkurinn  fjallar  um  heiðarleika  og  vingjarnleika  fyrirtækja.  

Aaron  talaði  um  sex  þætti  til  að  mæla  fyrirtækjaímynd  og  þeir  eru:  virkni  (e.  dynamic),  

samvinna  (e.  co-­‐operative),  viðskiptahættir  (e.  business  wise),  persónuleiki  (e.  character),  

árangur  (e.  successful)  og  hlédrægni  (e.  withdrawn)  (Spector,  1961).  

 

 

Page 28: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

28  

Fyrirtæki  þurfa  að  vera  virk  í  samfélaginu  og  draga  til  sín  athygli  almennings.  Þar  sem  

markaðurinn  er  sífellt  að  breytast  fellst  ákveðin  virkni  í  því  að  fyrirtæki  séu  sveigjanleg  og  

efni  útgefin  loforð.  Þegar  kemur  að  fyrirtækjaímynd  er  virkni  þátturinn  mikilvægari  en  allir  

hinir  þættirnir  til  samans.  Næst  mikilvægasti  þátturinn  er  samvinna.  Þar  sem  framleiðsla  

og  neysla  eiga  sér  oftast  stað  samtímis  í  þjónustu  er  fólk  stór  partur  af  þjónustuferlinu.  Til  

þess   að   koma   til   móts   við   þarfir   og   væntingar   viðskiptavina   þarf   samvinnu   milli  

viðskiptavina  og    starfsfólks.  Í  þjónustufyrirtækjum  er  mjög  mikilvægt  að  starfsfólks  séu  

hæft  og  fúst  til  að  þóknast  viðskiptavinum.  Þegar  kemur  að  fyrirtækjaímynd  er  mikilvægt  

að   viðskiptahættir   fyrirtækja   séu   heiðarlegir   og   siðferðislegir.   Persónuleiki   fyrirtækja  

samanstendur   af   viðhorfum,   gildum,  menningu,   tilgangi   og   aðgerðum  þeirra   (Spector,  

1961).  

Fyrirtæki  vilja  hafa  sterkan  persónuleika  og  sterk  persónuleg  einkenni  til  að  skapa  sér  

sérstöðu  á  markaði  og  til  að  aðgreina  sig  frá  samkeppnisaðilum.  Fyrirtæki  þurfa  að  vera  

árangursrík   til   þess  að   skapa   sér   sess  ofarlega   í   huga  viðskiptavina.  Þegar   talað  er  um  

árangursrík  fyrirtæki  er  ekki  endilega  átt  við  fyrirtæki  sem  eru  árangursrík   í   fjármálum,  

heldur   er   aðalatriðið   að   viðskiptavinir   finni   til   öryggis   og   treysti   fyrirtækinu.   Síðasti  

þátturinn  er  hlédrægni  og  er  hann  talinn  veigaminnsti  þátturinn,  en  þó  mikilvægur  þegar  

meta  á  fyrirtækjaímynd.  Hlédrægni  fjallar  um  það  að  fyrirtæki  eiga  það  til  að  vera  varkár  

í   að   deila   ákveðnum   upplýsingum   og   eru   því   þættir   innan   fyrirtækja   sem   eru   frekar  

leyndardómsfullir  (Spector,  1961).    

Í  ímyndarsköpun  er  markmið  fyrirtækja  að  skapa  sér  og  viðhalda  jákvæðri  ímynd  út  á  

við  og  sýna  samfélagslega  ábyrgð  (Barich  og  Kotler,  1991).  

4.2   Þættir  ímyndar  Barich   og   Kotler   settu   upp   líkan   ímyndar   til   þess   að   aðstoða   fyrirtæki   við  

ímyndarmælingar  og  hönnun  á  stjórnunarkerfum.  Líkanið  samanstendur  af  ellefu  þáttum  

sem  þeir  töldu  vera  mikilvæga  fyrir  fyrirtæki  hvað  varðar  ímynd.  Hver  þáttur  inniheldur  

mismunandi  eiginleika  sem  móta  ímynd  fyrirtækja  í  hugum  viðskiptavina  þess  (Barich  og  

Kotler,  1991).    

Líkan  Barich  og  Kotler  má  sjá  á  mynd  8  en  það  er  byggt  á  fjórum  kostum  þess  að  mæla  

ímynd   fyrirtækja.   Fyrsti   kosturinn   við   að   mæla   ímynd   fyrirtækja   er   að   það   gerir  

fyrirtækjum   kleift   að   uppgötva   óhagstæðar   breytingar   á   ímynd   sinni   og   gefur   þeim  

Page 29: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

29  

tækifæri  til  að  grípa  inn  í  áður  en  ímynd  þeirra  skaðast.  Annar  kosturinn  er  sá  að  fyrirtæki  

geta  borið  sig  saman  við  samkeppnisaðila  og  fundið  veikleika  sína.  Fyrirtæki  geta  þar  með  

fundið  þau  svið  þar  sem  frammistaða  þeirra  er  lakari  en  samkeppnisaðila  og  gefst  þeim  

þá  kostur  á  því  að  byggja  þau  svið  upp.  Þriðji  kosturinn  er  sá  að  fyrirtæki  geta  borið  sig  

saman  við  samkeppnisaðila  og  fundið  styrkleika  sína.  Þá  geta  fyrirtæki  fundið  þau  svið  þar  

sem  frammistaða  þeirra  er  betri  en  annarra  og  nýtt  sér  þá  vitneskju  til  að  auka  enn  frekar  

samkeppnisforskot  sitt.  Fjórði  og  síðasti  kosturinn  við  að  mæla  ímynd  fyrirtækja  er  að  það  

gerir  fyrirtækjum  kleift  að  kanna  hvort  aðgerðir  til   ímyndarsköpunar  hafi  hjálpað  til  við  

styrkingu  á  ímyndinni  (Barich  og  Kotler,  1991).  

 

Mynd  8.  Líkan  Barich  og  Kotler  (Barich  og  Kotler,  1991).  

 

Page 30: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

30  

Allir  þeir  fræðimenn  sem  hafa  velt  ímynd  fyrirtækja  fyrir  sér  hafa  verið  sammála  um  að  

ímyndin  sé  samsett  út  mörgum  þáttum.  Zinkhan,  Ganesh  og  Hayes  fóru  aðeins  aðra  leið  

en  Barich  og  Kotler  og  flokkuðu  þætti  ímyndar  í  innri-­‐  og  ytri  áhrifaþætti.  Fyrirtæki  hafa  

sjálf   stjórn   á   innri   áhrifaþáttunum   og   geta   þau   því   haft   áhrif   á   ímynd   sína   í   augum  

viðskiptavina.  Ytri  áhrifaþættirnir  samanstanda  af  þeim  þáttum  sem  fyrirtæki  hafa  ekki  

stjórn  á,  en  fyrirtæki  geta  þó  haft  óbein  áhrif  á  ytri  áhrifaþættina   í  gegnum  stjórnun  á  

þeim  innri  (Zinkham  o.fl.,  2001).  

Keller  fór  enn  aðra  leið  og  flokkaði  sína  þætti  ímyndar  í  fjóra  hluta.  Fyrsti  hlutinn  fjallar  

um  eiginleika,  ávinning  og  viðhorf  til  fyrirtækja.  Þó  svo  að  þjónusta  fáist  ekki  séð,  smökkuð  

né   snert   eru  margir   aðrir   eiginleikar   hennar   sem  hjálpa   viðskiptavinum   að  mynda   sér  

skoðun  á  þjónustunni  og  fyrirtækinu  sjálfu.  Mikilvægt  er  að  þjónustuvíddirnar  fimm  séu  

allar  til  staðar  svo  viðskiptavinir  myndi  sér  jákvætt  viðhorf  til  fyrirtækisins.  Annar  hlutinn  

fjallar   um   fólk   og   sambönd.   Starfsfólk   fyrirtækja   endurspegla   ímynd   þeirra   og   er   því  

mikilvægt   að   starfsfólk   hugsi   vel   um   viðskiptavinina.   Fyrirtæki   vilja   mynda  

viðskiptasambönd  við  viðskiptavini  sína,  en  til  þess  þurfa  viðskiptavinir  að  upplifa  jákvæða  

reynslu  á  þjónustunni  svo  þeir  vilji  koma  aftur.  Þriðji  hlutinn  fjallar  um  gildi  og  verkefni  

fyrirtækja.   Fyrirtæki   geta   haft   mikil   áhrif   á   ímynd   sína  með   samfélagslegri   ábyrgð   og  

myndað  þannig  jákvæð  viðhorf  til  sín.  Fjórði  og  síðasti  hlutinn  fjallar  um  trúverðugleika  

fyrirtækja.  Mikilvægt  er   að   fyrirtæki   standi   við  útgefin   loforð   sem  þau  hafa   sent  út   til  

viðskiptavina.  Viðskiptavinir  treysta  fyrirtækjum  sem  geta  komið  til  móts  við  væntingar  

og  þarfir  þeirra  í  þjónustu  með  því  að  efna  loforðin  (Keller,  2013).    

4.3   Mælingar  á  ímynd  Fyrirtæki  framkvæma  mælingar  á  ímynd  (e.  image  tracking)  sinni  til  þess  að  gera  sér  betur  

grein  fyrir  stöðu  sinni  á  markaði.  Með  því  að  mæla  ímynd  reglulega  geta  fyrirtæki  komið  

auga  á  óhagstæðar  breytingar  á  ímynd  sinni  og  gripið  inn  í  áður  en  ímynd  þeirra  skaðast.  

Fyrirtæki  geta  einnig  nýtt  sér  ímyndarmælingar  til  þess  að  bera  svið  sín  saman  við  svið  

samkeppnisaðila   og   koma   þar   með   auga   á   þau   svið   sín   sem   nýta   má   til   að   mynda  

samkeppnisforskot  (Barich  og  Kotler,  1991).    

Þar  sem  ímynd  fyrirtækja  mótast  í  huga  viðskiptavina  leita  fyrirtæki  oft  til  almennings  

við  upplýsingaöflun.  Almenningur  verður  sífellt  tregari  til  þess  að  taka  þátt  í  könnunum  

og  verður  því  sífellt  flóknara  fyrir  fyrirtæki  að  átta  sig  á  ímynd  sinni  í  huga  viðskiptavina.  

Page 31: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

31  

Almenningur  er  búinn  að  færa  sig  fjær  fyrirtækjum  og  nær  öðrum  einstaklingum.  Algengt  

er  að  einstaklingar  noti  veraldarvefinn  til  þess  að  skiptast  á  upplýsingum  sín  á  milli  án  

samskipta  við  fyrirtækin  sjálf  (Bernoff  og  Li,  2008).  

Í   þessari   rannsókn   verður   ímynd   farsímafyrirtækisins   Nova  mæld  með  megindlegri  

rannsóknaraðferð.   Við   megindlega   rannsókn   er   hægt   að   nota   spurningakannanir,  

símakannanir  eða  póstkannanir.  Þar  sem  fjöldi  svara  er  mikill  skila  niðurstöður  þessara  

rannsókna  tölfræðilegum  upplýsingum  sem  auðvelt  er  að  greina  frekar  (Burns  og  Bush,  

2010).    

4.3.1   Likert  kvarði    Likert  kvarði  er  notaður   til  þess  að  mæla  viðhorf  og/eða   skoðanir   fólks.  Algengt  er  að  

Likert   kvarðinn   sé   notaður   í   spurningakönnunum.   Svarendur   svara   spurningum   um  

ákveðið  málefni  eftir  því  hversu  sammála  þeir  eru  spurningunni.  Skalinn  sem  er  notaður  

er  línulegur  og  svarmöguleikarnir  geta  verið  fimm  til  níu  talsins.  Í  þessari  rannsókn  verður  

notast  við  fimm  svarmöguleika  sem  eru:  mjög  ósammála,  ósammála,  hvorki  ósammála  né  

sammála,   sammála   og  mjög   sammála.   Á   mynd   9   má   sjá   svarmöguleikana   sem   verða  

notaðir   á   myndrænan   hátt.   Likert   kvarðinn   er   sniðugur   að   því   leiti   að   hann   gefur  

svarendum   kost   á   að   tjá   sig   hvort   og   hversu  mikið   þeir   séu   sammála   eða   ósammála  

ákveðnu  málefni  (Likert,  1932).  

 

 

Mynd  9.  Likert  kvarðinn  

 

 

   

Page 32: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

32  

5   Nova    

5.1   Um  Nova  Nova  ehf.  var  stofnað  í  maí  2006  en  formleg  opnun  var  ekki  fyrr  en  1.  desember  2007.  

Nova  var  fyrsta  íslenska  símafyrirtækið  til  að  bjóða  upp  á  4G/LTE  þjónustu.  Fyrirtækið  á  

og  rekur  sitt  eigið  3G+  og  4G  farsíma-­‐  og  netkerfi  sem  nær  til  um  96%  landsmanna.  Nova  

heldur  því  fram  að  með  tilkomu  sinni  hafi  þeir  opnað  dyr  að  stærsta  skemmtistað  í  heimi,  

internetinu  (Nova,  e.d.b).  

Í  desember  2006  auglýsti  Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun  útboð  á  3G  farsíma-­‐  og  netkerfi.  Á  

þeim  tíma  ríkti   fákeppni  á  markaðinum  þar  sem  Síminn  og  Vodafone  voru  allsráðandi.  

Hvorugt   fyrirtækjanna   hafði   hvata   til   þess   að   fjárfesta   í   3G   þjónustu   og   því   sá   Nova  

tækifæri   til   inngöngu   á   samkeppnismarkaðinn.   Áður   en   Nova   kom   inn   á   íslenska  

fjarskiptamarkaðinn   hafði   það   kynnt   sér   hvernig   þróunin   erlendis   hafði   verið.   Nova  

heimsótti  farsímafyrirtækið  3  sem  hafði  komið  inn  á  markaðinn  með  3G  þjónustu  í  sínu  

heimalandi.  Þar  fékk  Nova  innsýn  inn  í  hugmyndafræði  þeirra  og  þar  varð  til  hugmyndin  

að   bjóða   viðskiptavinum   að   hringja   frítt   innan   kerfis,   0   kr.   Nova   í   Nova   (Nova,   e.d.b;    

Viðskiptablaðið,  2016d).  

Markmið  Nova  hafa  alltaf  verið  þau  sömu,  þó  að  leiðirnar  til  að  ná  þeim  séu  breytilegar.  

Markmið  Nova  eru   fjögur  og   eru   að:   ,,vera  besti   vinnustaður   í   heimi,   eiga   ánægðustu  

viðskiptavinina,  skapa  öflugt  og  sterkt  vörumerki  og  vera  best  í  netinu”.  Stjórnunarstefna  

Nova  er  einföld  og  hljómar  svo:  ,,Komdu  fram  við  aðra  eins  og  þú  vilt  að  sé  komið  fram  

við  þig,  vertu  góð  fyrirmynd  og  láttu  verkin  tala”  (Nova,  e.d.b;  Viðskiptablaðið,  2016c).  

Nova  hefur  notið   velgengni  og  hlotið   fjölda   viðurkenninga  og  verðlauna.   Fyrirtækið  

hlaut  meðal  annars  viðurkenninguna  Markaðsfyrirtæki  ársins  hjá   ÍMARK   í   tvígang,  árin  

2009  og  2014.  Einnig  hefur  Nova  verið  heildarsigurvegari  Íslensku  ánægjuvogarinnar  árin  

2009-­‐2012  og  hefur  verið  með  marktækt  hæstu  einkunnina  á  árunum  2013-­‐2015  (Nova,  

e.d.b;  Stjórnvísi,  e.d.).  

Markaðshlutdeild   Nova   fer   sífellt   stækkandi   og   er   Nova   nú   komið   með   stærstu  

markaðshlutdeild  farsímafyrirtækja  á  Íslandi  eða  34%.  Samkvæmt  nýlegum  útreikningum  

Capacent   á   íslenskum   fyrirtækjum   er   virði   Nova   14,7   milljarðar   króna   (Póst-­‐   og  

fjarskiptastofnun,  2016a;  Viðskiptablaðið,  2016f).  

Page 33: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

33  

5.2   Samkeppnisaðilar  Nova  Til   að   fyrirtæki   geti   gert   sér   betur   grein   fyrir   stöðu   sinni   og   markaðsmöguleikum   er  

mikilvægt  fyrir  þau  að  greina  samkeppnina  á  markaðinum.  Í  október  2016  voru  skráð  107  

fjarskiptafyrirtæki   á   Íslandi.   Þessi   fyrirtæki   eru   í   misjöfnum   rekstri   og   því   ekki   öll  

samkeppnisaðilar   Nova.   Helstu   samkeppnisaðilar   Nova   eru   farsímafyrirtækin   Síminn,  

Vodafone   og   365.   Aðrir   samkeppnisaðilar   Nova   eru   þau   fyrirtækja   sem   bjóða   upp   á  

afþreyingu  og  góða  þjónustu.  Ætlun  Nova  er  að  eiga  ánægðustu  viðskiptavinina  og  bjóða  

upp  á  bestu  þjónustuna  af  öllum  íslenskum  fyrirtækjum  (Liv  Bergþórsdóttir,  2016;  Póst-­‐  

og  fjarskiptastofnun,  2016a,  2016b).  

Samkeppni  og  verðstríð  á  fjarskiptamarkaðinum  á  Íslandi  er  að  blómstra.  Samkvæmt  

Hagstofunni   fer  verð  á   fjarskiptaþjónustu  sífellt   lækkandi.   Frá  mars  2015   til   apríl  2016  

hefur  verð  á  farsímaþjónustu  lækkað  um  17%  og  verð  á  internettengingu  lækkað  um  7%.  

Með  árunum  hafa  orðið  töluverðar  breytingar  á  fjarskiptamarkaðinum,  áður  fyrr  greiddi  

fólk  mest  fyrir  símtöl  en  nú  til  dags  greiðir  fólk  mest  fyrir  internetið  og  flest  annað  fylgir  

frítt  með  (Viðskiptablaðið,  2016a).  

Umtalsverðar   innbyrgðis   breytingar   hafa   orðið   á   fjarskiptamarkaðinum.  

Markaðshlutdeild  Nova  vex  hægt  og  örugglega  á  kostnað  hinna  fjarskiptafyrirtækjanna.  

Áður  en  Nova  kom  inn  á  markaðinn,  í  lok  árs  2007,  var  Síminn  með  60%  markaðshlutdeild  

og  Vodafone  um  40%  markaðshlutdeild.   Fram   til   ársins   2015  hafði   Síminn  ávallt   verið  

stærsta   fjaskiptarfyrirtækið   á   Íslandi.   Miklar   breytingar   hafa   orðið   síðan   Nova   hóf  

starfsemi   sína   og   hefur   markaðshlutdeild   Símans   lækkað   um   26   prósentustig   og  

markaðshlutdeild   Vodafone   lækkað   um   10   prósentustig.   Markaðshlutdeild   365   hefur  

breyst  lítið  milli  ára  og  er  enn  um  3,4%.  Eins  og  sjá  má  á  mynd  10  þá  hefur  Nova  stærstu  

markaðshlutdeildina  eða  34%  og  er  Nova  því   stærsta   fjarskiptafyrirtæki  á   Íslandi   í  dag  

(Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun,  2008,  2016a).  

Page 34: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

34  

 

Mynd  10.  Markaðshlutdeild  skipt  eftir  fyrirtækjum.  (Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun,  2016a).  

Þó  svo  að  markaðshlutdeild  Nova  sé  stærst  þá  er  Nova  langt  frá  því  að  vera  tekjuhæsta  

fjarskiptafyrirtækið.  Markaðshlutdeild  Símans  er  aðeins  0,2  prósentustigum  lægri  en  hjá  

Nova   en   samt   er   mikill   munur   á   tekjum   fyrirtækjanna.   Af   heildartekjum  

fjarskiptafyrirtækjanna  er  Nova  með  14%  en  Síminn  með  54%.  Tekjur  Vodafone  eru  um  

25%  af  heildartekjum   fjarskiptafyrirtækja  og  heildartekjur  365  eru  um  20%,  en  ekki  er  

tekið  fram  hversu  mikið  af  tekjunum  eru  tilkomnar  vegna  fjarskiptaþjónustu.  Nova  er  því  

langt  frá  því  að  vera  bæði  stærsta  og  tekjuhæsta  fjarskiptafyrirtækið  á  markaðinum  í  dag  

(Viðskiptablaðið,  2016g,  2016h).  

5.2.1   POP  POP  eða  point  of  parity  segir  frá  þeim  þáttum  sem  samkeppnisaðilar  eiga  sameiginlegt  

(Johansson  og  Carlson,  2015).  

Hvað  á  Nova  sameiginlegt  með  samkeppnisaðilum  sínum?    

•   Nova,  Síminn,  Vodafone  og  365  bjóða  öll  upp  á  farsímaþjónustu,  internetþjónustu  

og  sjónvarpsþjónustu  (Nova,  e.d.a;  Síminn,  e.d.;  Vodafone,  e.d.;  365,  e.d.).  

•   Nova,  Síminn  og  Vodafone  bjóða  upp  á  fyrirtækjaþjónustu  (Nova,  e.d.a;  Síminn,  

e.d.;  Vodafone,  e.d.).  

•   Nova  og  Vodafone  samnýta  farsímakerfi  hvors  annars  (Vísir,  2007).    

Page 35: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

35  

•   Nova  er  ekki   lengur  eina  farsímafyrirtækið  sem  býður  upp  á  4G  nettengingu  en  

Síminn  og  Vodafone  bjóða  einnig  upp  á  þá  þjónustu   (Nova,  e.d.a;  Síminn,  e.d.;  

Vodafone,  e.d.).  

•   Ekkert  fjarskiptafyrirtæki  ætlar  að  rukka  viðskiptavini  sína  fyrir  notkun  á  rafrænum  

skilríkjum  (Rúv,  2016).  

5.2.2   POD  POD  eða  point  of  difference  segir  frá  þeim  þáttum  sem  aðgreinir  samkeppnisaðila  frá  hver  

öðrum  (Johansson  og  Carlson,  2015).    

Hvað  aðgreinir  Nova  frá  samkeppnisaðilum  sínum?    

•   Sjónvarpsþjónusta   Nova   er   með   öðrum   hætti   en   hjá   samkeppnisaðilum,   ólíkt  

hinum  býður  Nova  upp  á  sjónvarpið  á  netinu  og  netið  í  símann  (Nova,  e.d.a).  

•   Nova   er   með   einfaldara   vöruframboð   en   samkeppnisaðilar   og   leggur   upp   úr  

sjálfvirkni   í   þjónustu.   Þessir   þættir   gera   þeim   kleift   að   veita   betri   þjónustu   en  

samkeppnisaðilarnir  (Viðskiptablaðið,  2016c).  

•   Nova  leggur  áherslu  á  einstaklinga  en  ekki  fjölskylduna  (Viðskiptablaðið,  2016e).  

•   Nova   er   eina   farsímafyrirtækið   sem   sendir   starfsmenn   sína   í   skóla   á   vegum  

fyrirtækisins   til   þess   að   upplýsa   þá   betur   um   starfsemi   fyrirtækisins  

(Viðskiptablaðið,  2016c).  

•   Slagorð   Nova   hefur   haldist   óbreytt,   en   slagorð   Símans   og   Vodafone   breytast  

reglulega  (Un  Global  Compact,  2014;  Viðskiptablaðið,  2016e;  Vodafone,  2011).  

•   Styrkleiki  Nova  er  gæði  þjónustunnar  sem  fyrirtækið  býður  viðskiptavinum  sínum.  

Samkvæmt   Íslensku   ánægjuvoginni   á   Nova   ánægðustu   viðskiptavinina   í  

farsímaþjónustu  (Stjórnvísi,  e.d.;  Viðskiptablaðið,  2016e).    

•   Veikleiki   Nova   er   að   þeir   bjóða   ekki   uppá   ADSL   og   heimasímaþjónustu   líkt   og  

Síminn  og  Vodafone  gera  (Nova,  e.d.a;  Síminn,  e.d.;  Vodafone,  e.d.).  

•   Nova  er  ekki  í  Kauphöllinni  eins  og  Síminn  og  Vodafone  (Viðskiptablaðið,  2016b).  

   

Page 36: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

36  

5.2.3   Verðsamanburður  á  netinu  í  símann  

Í  töflu  1  má  sjá  verðsamanburð  á  Nova,  Símanum,  Vodafone  og  365.  Flest  fyrirtækin  bjóða  

viðskiptavinum  sínum  að  velja  á  milli  nokkurra  mismunandi  leiða,  en  365  býður  einungis  

upp   á   tvo   valmöguleika.   Það   er   aðeins   ein   leið   sem   er   sameiginleg   hjá   öllum   fjórum  

fyrirtækjunum  en  það  er  50  GB  net  í  símann.  Þar  býður  365  ódýrasta  verðið  og  Vodafone  

dýrast,   munurinn   er   alls   1.800   kr.   Erfitt   er   að   bera   365   saman   við   Nova,   Símann   og  

Vodafone  þar  sem  365  er  með  mun  færri  leiðir.  Þegar  Nova  er  borið  saman  við  Símann  og  

Vodafone  er  augljóst  að  Nova  býður  ávallt  lægra  verð  en  samkeppnisaðilar  sínir.  Í  töflu  1  

má  sjá  að  verðmunur  á  Nova  og  Símanum  er  minnstur  og  er  oftast  310  krónur.  Verðmunur  

á  Nova  og  Vodafone  er  mestur  og  er  oftast  400  krónur.    

Tafla  1.  Verðsamanburður  (365,  e.d.;  Nova,  e.d.a;  Síminn,  e.d.;  Vodafone,  e.d.).  

 

5.3   Markaðsfærsla  Nova  Liv   Bergþórsdóttir,   framkvæmdastjóri   Nova,   hefur   átt   stóran   part   í   vel   heppnuðu  

markaðsstarfi   Nova.   Liv   hefur   mikla   reynsla   af   fjarskiptageiranum   og   hefur   starfað   í  

honum   síðan   1998.     Liv   var   valin   Markaðsmaður   ársins   2012   og   var   einnig   handhafi  

Viðskiptaverðlauna  Viðskiptablaðsins  árið  2015  (Viðskiptablaðið,  2012,  2016d).  

Samkvæmt   Íslensku   ánægjuvoginni   eru   viðskiptavinir   Nova   þeir   ánægðustu   í  

farsímaþjónustu.  Í  Íslensku  ánægjuvoginni  er  spurt  um  sjö  meginþætti:  ímynd  fyrirtækis,  

væntingar   viðskiptavina,   mat   viðskiptavina   á   vörugæðum,   mat   viðskiptavina   á  

þjónustugæðum,  mat  viðskiptavina  á  verðmæti  vöru  og  þjónustu,  ánægja  viðskiptavina  

og  tryggð  viðskiptavina.  Það  að  Nova  hafi  staðið  sig  svona  vel  alveg  síðan  það  kom  inn  á  

markaðinn   segir   okkur   að   Nova   þekki   þarfir   og   væntingar   viðskiptavina   sinna,   taki  

Page 37: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

37  

skilvirkar   markaðsákvarðanir   og   standi   sig   vel   í   að   skila   virði   til   viðskiptavina   sinna  

(Stjórnvísi,  2008,  e.d.;  Wilson  og  Zeithaml,  2012).  

5.3.1   Markaðsrannsóknir  og  markhópar  Nova    

Áður   en   Nova   hóf   inngöngu   sína   á   fjarskiptamarkaðinn   framkvæmdi   fyrirtækið  

markaðsrannsóknir.  Markmið   rannsóknanna   var   að   sjá   hvaða   hópur   einstaklinga   væri  

mest  spenntur  fyrir  netinu  í  símann,  eða  3G  tækninni.  Niðurstöður  rannsóknanna  leiddu  

í   ljós  að  yngstu  notendur  farsíma  væru  mest  spenntir  fyrir  þessari  nýjung.  Með  það  að  

leiðarljósi   lagði   Nova   mesta   áherslu   á   þann   hóp   í   markaðsnálgun   sinni.   Nova   hóf  

auglýsingaherferð  sem  byggði  á  því  að  opna  nýjar  dyr  að  netinu.  Nova  lagði  upp  með  því  

að  netið  sé  stærsti  skemmtistaðurinn,  þar  talar  þú  við  vini  þína,  kynnist  nýju  fólki  og  finnur  

þér  afþreyingu  og  upplýsingar.  Slagorð  Nova  „Stærsti  skemmtistaður  í  heimi”  spratt  upp  

úr   þessari   fyrstu   auglýsingaherferð   og   hefur   slagorðið   orðið   að   einkenni   fyrirtækins  

(Viðskiptablaðið,  2016e).  

Til  að  byrja  með  var  markhópur  Nova  yngstu  notendur  farsíma.  Yngri  kynslóðin  er  oft  

leiðandi   í   tæknibreytingum   og   sá   Nova   því   tækifæri   í   því   að   ná   til   hennar   fyrst.  

Viðskiptavinum  Nova  fjölgaði  hratt  og  í  dag  eru  þeir  146  þúsund  talsins.  Markhópur  Nova  

er  orðinn  almennari  og  aldursdreifðari  en  hann  var  fyrir  áratugi  síðan.  Nova  býður  upp  á  

nokkrar  mismunandi  þjónustuleiðir  og  nær  þannig  að  höfða  til  fleiri  einstaklinga  (Póst-­‐  og  

fjarskiptastofnun,  2016a;  Viðskiptablaðið,  2016e).  

5.3.2   Miðuð  markaðsfærsla  Nova  

Liv  framkvæmdarstjóri  Nova  lærði  viðskiptafræði  við  Háskóla  Íslands.  Hún  telur  miðaða  

markaðsfærslu   úrelta   vegna  minni   kynslóðamunar   í   dag   en   þess   sem   var   fyrir   áratugi  

síðan.   Til   þess   að   gera   sér   betur   grein   fyrir   markhópi   sínum   ákvað   Nova   að   nýta   sér  

niðurstöður  markaðsrannsókna  í  stað  þess  að  fara  eftir  markaðshlutun  og  markaðsmiðun  

(Viðskiptablaðið,  2016e).  

Þó   svo   að   Nova   hafi   ekki   fylgt   fyrstu   tveimur   þáttunum   í   hefðbundinni   miðaðri  

markaðsfærslu  þá  nýtti  Nova  sér  fræðin  hvað  varðar  staðfærslu.  Staðfærsla  snýst  um  að  

skapa   sér   sess   í   huga   viðskiptavina   sinna.   Nova   nýtti   sér   aðgreiningu   frá  

samkeppnisaðilum  til  að  skapa  sér  sérstöðu  í  huga  einstaklinga.  Aðgreining  Nova  felur  í  

sér   góða   þjónustu,   einfalt   vöruúrval,   áherslu   á   einstaklinga   en   ekki   fjölskylduna   og  

Page 38: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

38  

breyttan  lífstíl  þar  sem  einstaklingar  geta  alltaf  verið  tengdir  netinu  (Fahy  og  Jobber,  2012;  

Guðmundur  Arnar  Guðmundsson,  2011;  Viðskiptablaðið,  2016e).  

5.4   Þjónustugæði  Nova  Nova  leggur  áherslu  á  góða  þjónustu  og  sjálfstæð  vinnubrögð  starfsmanna.  Einnig  leggur  

Nova  áherslu  á  að  skapa  sterka  liðsheild,  góðan  starfsanda  meðal  starfsmanna  og  sterka  

fyrirtækjamenningu.   Stjórnendur   Nova   vilja   meina   að   tengsl   séu   á   milli   þess   að   hafa  

ánægðustu   starfsmennina   og   að   hafa   ánægðustu   viðskiptavinina   (Viðskiptablaðið,  

2016c).  

5.4.1   Nova  skólinn  Gæðaþjónustu  Nova  má  meðal  annars  rekja  til  Nova  skólans.  Nova  skólinn  er  ætlaður  til  

þess  að   taka  vel  á  móti  nýliðum  og  sjá  um  endurmenntun  starfsmanna.    Nova  skólinn  

leggur   áherslu   á   að   starfmenn   þekki   sameiginleg  markmið   fyrirtækins   sem   eru  meðal  

annars  að  veita  viðskiptavinum  góða  þjónustu.  Miklar  kröfur  eru  gerðar  til  starfsmanna  

og   Nova   telur   það   mikilvægt   að   starfsmenn   tileinki   sér   sjálfstæð   vinnubrögð   og   séu  

tilbúnir  að  sýna   frumkvæði.  Starfsmenn   fara  eftir   fyrirfram  ákveðnum  ferlum  varðandi  

þjónustu  til  þess  að  koma  til  móts  við  væntingar  viðskiptavina.  Nova  vill  að  starfsmenn  

upplifi  stuðning  og  hvatningu  frá  stjórnendum.  Nova  vill  vera  besti  vinnustaður  í  heimi  og  

til  þess  þarf  samvinnu  allra  innan  fyrirtækisins  (Nova,  e.d.b;  Viðskiptablaðið,  2016c).    

5.4.2   Verslanir  Nova  leggur  áherslu  á  að  bjóða  viðskiptavinum  sínum  góða  þjónustu  og  að  fara  fram  úr  

væntingum  þeirra  varðandi  þá  þjónustu  sem  þeir  fá.  Í  verslunum  Nova  er  andrúmsloftið  

skemmtilegt  og  umhverfið  litríkt.  Framlínustarfsmenn  Nova  eru  andlit  fyrirtækisins  og  sjá  

um   að   uppfylla   þarfir   og   óskir   viðskiptavina.   Mikilvægt   er   að   starfsmenn   Nova   séu  

lífsglaðir   og   endurspegli   slagorð   fyrirtækisins.   Nova   er   frjálslegur   og   sveigjanlegur  

vinnustaður   og   boðleiðirnar   eru   stuttar.   Nova   vill   eiga   ánægðustu   viðskiptavinina   og  

bjóða  upp  á  bestu  þjónustuna  af  öllum   íslenskum  fyrirtækjum  (Viðskiptablaðið,  2016c,  

2016d).  

Page 39: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

39  

5.4.3   Nova.is    Nova   leggur  mikið  upp  úr  því  að  hafa  vefsíðu  sem  er  einföld   í  notkun.  Útlit  hennar  er  

skemmtilegt  og  litríkt.  Nova  tengir  sig  ekki  við  einn  ákveðinn  lit,  heldur  vill  vera  þekkt  sem  

litríka   fyrirtækið.   Vefsíðan   endurspeglar   slagorð  Nova.   Á   vefsíðunni   er   hægt   að   kaupa  

vörur,  setja  áfyllingu  á  símann  og  gerast  viðskiptavinur  Nova.  Einnig  auglýsir  Nova  tilboð  

og  viðburði  á  vefsíðunni  (Nova,  e.d.a).  

5.4.4   Verðlagning  og  þjónustuleiðir    Nova  vill  bjóða  viðskiptavinum  sínum  farsímaþjónustu  á  sem  lægstu  verði  og  því  er  keppst  

við  að  halda  verðinu  í  lágmarki.  Þjónustuleiðum  Nova  fer  sífellt  fjölgandi.  Nýlega  byrjaði  

Nova  að  bjóða  viðskiptavinum  sínum  upp  á  ferðapakka  og  útlandapakka.  Ferðapakkinn  er  

sniðugur  fyrir  fólk  sem  ferðast.  Þeir  sem  skrá  sig  í  ferðapakkann  borga  minna  fyrir  að  nota  

farsímann  í  útlöndum  og  er  þessi  leið  því  sérstaklega  hagnýt  fyrir  þá  sem  vilja  nota  netið  í  

útlöndum.  Útlandapakkinn  er  hugsaður  fyrir  þá  sem  vilja  hringja  til  útlanda  á  lægra  verði.  

Af  þeim  þjónustuleiðum  sem  Nova  bíður  upp  á  eru  þrjár  þeirra  algengastar.  Hægt  er  að  

velja  hvort  maður  vilji  hringja  0  kr.  Nova  í  alla,  500  mínútur  og  500  sms  óháð  kerfi.  Einnig  

er  hægt  að  velja  aðeins  dýrari  pakka  sem  er  0  kr.  Nova  í  alla,  ótakmarkaðar  mínútur  og  

sms  óháð  kerfi.  Vinsælasta  þjónustuleiðin  hjá  Nova  og  sterkasta  virði  fyrirtækisins  er  0  kr.  

Nova   í  Nova.  Til  þess  að  hafa  netið   í  símann  þarf  að  borga  fyrir  það  aukalega  en  Nova  

býður   viðskiptavinum   að   velja   á   milli   sex   mismunandi   leiða,   eftir   því   hversu   mikils  

gagnamagns  er  óskað.  Nova  nær  að  höfða  til  breiðari  markhóps  með  því  að  bjóða  upp  á  

einstaklingsbundnar  þjónustuleiðir.  Nova  vill  vera  best  í  netinu  og  leggur  því  mikið  upp  úr  

því  að  vera  í  forystu  í  notkun  internetsins  á  skemmtilegan  hátt  (Nova,  e.d.c,  e.d.d,  e.d.e).  

5.5   Ímynd  Nova    Ímynd  Nova  byggir  á  slagorði  þeirra,  „Stærsti  skemmtistaður  í  heimi”.  Strax  í  upphafi  lagði  

Nova  mikið  upp  úr  því  að  skapa  sterkt  vörumerki  og  öfluga  ásýnd  fyrir  almenning  sem  

skilaði   sér   í   hröðum   vexti   fyrirtækisins   á   markaði.   Framkvæmdarstjóri   Nova,   Liv  

Bergþórsdóttir,   er   með   mikla   reynslu   og   leggur   hún   bæði   upp   úr   því   að   ímynd,  

fyrirtækjamenning  og  stefna  sé  úthugsuð  og  í  jafnvægi.  Starfsmenn  Nova  eru  hluti  af  virði  

og  ímynd  fyrirtækisins  (Háskóli  Íslands,  MBA,  2012;  Viðskiptablaðið,  2016e).  

Page 40: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

40  

5.5.1   Viðburðir  Nova   er   virkt   í   lifandi  markaðsstarfi   og   hefur   líflegan   persónuleika.   Nova   tekur   þátt   í  

mörgum  viðburðum  til  þess  að  vekja  athygli  á  vörumerki  sínu.  Nova  hefur  meðal  annars  

tekið  þátt   í  Þjóðhátíð  og  Októberfest.  Á  Þjóðhátíð  bauð  Nova  viðskiptavinum  sínum  þá  

þjónustu   að   láta   hlaða   símann   sinn   í   Nova   tjaldinu.   Auk   þess   hefur   Nova   boðið  

viðskiptavinum  sínum  og  almenningi  að  koma  með  sér  upp  á  Esjuna  á  tónleika  og  á  skauta  

á  Ingólfstorgi.  Þetta  öfluga  markaðsstarf  hefur  gefið  af  sér  og  því  fer  viðskiptavinum  Nova  

sífellt  fjölgandi  (Viðskiptablaðið,  2016e).  

5.5.2   Samfélagsmiðlar  

Frekar  nýlegt  er  að  fyrirtæki  nýti  sér  samfélagsmiðla  til  ímyndar-­‐  og  traustsuppbyggingar.  

Nova  hefur  verið  virkt  í  markaðssetningu  sinni  á  netinu  sem  hefur  skilað  sér  í  skilvirkari  

samskiptum  við  viðskiptavini.  Nova  er  bæði  virkt  á  appinu  sínu  og  á  samfélagsmiðlum.  

Nova  hefur  70  þúsund  fylgjendur  á  Facebook  og  um  30  þúsund  einstaklingar  fylgjast  með  

Nova  á  Snapchat.  Nova  er   reglulega  með  skemmtilega  Facebook  og   Instagram   leiki  en  

markmið   þessara   leikja   er   að   skapa   umtal   og   leyfa   viðskiptavinum   að   fylgjast   með  

starfsemi   Nova.   Í   mars   2015   hlaut   Nova   Snapchat   verðlaun   frá   Nexpo   fyrir   stafrænt  

markaðsstarf  ársins  (Nova,  e.d.b;  Viðskiptablaðið,  2016e).  

Tilgangur  Nova  með  mikilli  virkni  á  netinu  og  samfélagsmiðlum  er  að  byggja  sér  upp  þá  

ímynd  að  vera  best  á  netinu.  Til  þess  að  vera   trúverðugt  um  að  vera  best  á  netinu  er  

mikilvægt  að  Nova  sé  bæði  öflugt  og  sýnilegt  á  netinu.  Eins  og  áður  hefur  komið  fram  þá  

er  algengt  að  einstaklingar  noti  veraldarvefinn  til  þess  að  skiptast  á  upplýsingum  sín  á  milli  

án  samskipta  við  fyrirtækin  sjálf.  Þau  fyrirtæki  sem  eru  virk  á  samfélagsmiðlum  hafa  því  

tækifæri  til  þess  að  geta  tekið  þátt  í  umræðunum  sem  skapast  og  geta  fyrirtækin  þannig  

stýrt  umræðunum  betur  (Bernoff  og  Lim  2008;  Viðskiptablaðið,  2016e).  

   

Page 41: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

41  

6   Rannsókn    

6.1   Skilgreining  á  viðfangsefninu  Til  að  athuga  þjónustugæði  og  ímynd  Nova  var  notast  við  megindlega  rannsóknaraðferð.  

Rannsóknarspurning  verkefnisins  var:    

*   Hver  eru  viðhorf  og  skoðanir  viðskiptavina  Nova  á  þjónustugæðum  og  ímynd  fyrirtækisins?    

Til  þess  að  svara  rannsóknarspurningunni  var  hönnuð  spurningakönnun  sem  dreift  var  

á  samfélagsmiðlinum  Facebook.    

6.2   Framkvæmd  og  þátttakendur  Í   þessu   verkefni   var   notast   við   megindlega   rannsóknaraðferð.   Hönnuð   var  

spurningakönnun  með  það  að  markmiði  að  kanna  þjónustugæði  og  ímynd  Nova  í  augum  

viðskiptavina.   Spurningalistinn   var   saminn   í   Microsoft   Word   og   sendur   til   Þórðar  

Sverrissonar  leiðbeinanda  til  yfirferðar.  Eftir  athugasemdir  var  spurningalistinn  lagfærður  

og   síðan   yfirfærður   yfir   í   vefforritið   Google   Docs.   Könnuninni   var   dreift   á  

samfélagsmiðlinum   Facebook   þar   sem   vinir   og   vandamenn   rannsakanda   svöruðu   og  

deildu  könnuninni  áfram  til  vina  sinna.      

Spurningakönnunin  innihélt  26  spurningar  en  tvær  þeirra  voru  bakgrunnsspurningar.  

Af  þeim  24  spurningum  sem  tengdust  Nova  voru  tvær  þeirra  valfrjálsar.  Alls  fengust  327  

svör   en   einungis   304   svaranna   voru   tekin   gild.   Þar   sem   þýði   könnunarinnar   voru  

viðskiptavinir   Nova   voru   23   svör   sem   ekki   voru   tekin   með   í   niðurstöðurnar.  

Spurningakönnunin  var  send  út  22.  nóvember  2016.  Spurningalistann  má  sjá  í  viðhengi  1.    

6.3   Greining  gagna  og  úrvinnsla    Af  þeim  327  svörum  sem  fengust  voru  304  þeirra  gild  og  notuð  í  úrvinnslunni.  Svörum  

þátttakenda  var  safnað  saman  og  þau  geymd  í  vefforritinu  Google  Docs,  þaðan  voru  þau  

síðan  færð  yfir   í  Microsoft  Excel.  Við  úrvinnsluna  var  hver  spurning  skoðuð  fyrir  sig.  Til  

þess  að  fá  betri  tilfinningu  fyrir  skiptingu  svara  voru  þau  skoðuð  sem  hlutfall  og  sett  upp  

á  myndrænu  formi.    

 

Page 42: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

42  

7   Niðurstöður    

7.1   Helstu  niðurstöður  Alls   fengust  304  gild  svör.   Í   lokin  á  spurningakönnuninni  voru  svarendur  beðnir  um  að  

svara   tveimur   bakgrunnsspurningum,   aldur   og   kyn.   Í   spurningu   25   var   aldur   svarenda  

kannaður.  Spurningin  var  hugsuð  til  þess  að  hægt  væri  að  greina  svör  með  hliðsjón  af  

aldurshópum.  Á  mynd  11  má   sjá  aldursdreifingu   svarenda  á   skífuriti.   Flestir   svarendur  

voru  á  aldursbilinu  30  ára  eða  yngri.  Alls  voru  93  (30,6%)  svarenda  í  aldurshópnum  20  ára  

eða  yngri  og  alls  voru  184  (60%)  svarenda  í  aldurshópnum  21-­‐30  ára.  Svarendur  sem  voru  

31  árs  eða  eldri  voru  aðeins  27  (8,95%).  Hafa  skal  í  huga  að  í  spurningunum  hér  fyrir  neðan  

var  aldurshópurinn  41-­‐50  ára  sameinaður  við  aldurshópinn  51  árs  eða  eldri,  í  hópinn  41  

árs  eða  eldri.    

 

Mynd  11.  Aldursskipting  svarenda.  

Í  spurningu  26  var  kyn  svarenda  kannað.  Spurningin  var  hugsuð  til  að  hægt  væri  að  

greina  svör  með  hliðsjón  af  kyni.  Á  mynd  12  má  sjá  kynjaskiptingu  svarenda  á  skífuriti.  

Konur  voru  í  miklum  meirihluta.  Alls  voru  260  (86%)  svarenda  konur  og  44  (14%)  svarenda  

karlar.    

 

31%

60%

5% 3%

1%

Aldursskipting  svarenda

20  ára  eða  yngri

21-­‐30  ára

31-­‐40  ára

41-­‐50  ára

51  árs  eða  eldri

Page 43: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

43  

 

Mynd  12.  Kynjaskipting  svarenda.  

Hvað   varðar   þjónustugæði   var   lögð   áhersla   á   þjónustuvíddirnar   og   gæðalíkan  

þjónustu.   Þjónustuvíddirnar   eru   fimm  og   segja   þær   til   um  hvernig   viðskiptavinir  meta  

þjónustu.   Hvað   varðar   áreiðanleika   kom   Nova   mjög   vel   út,   alls   72%   svarenda   voru  

sammála   eða   mjög   sammála   því   að   Nova   væri   áreiðanlegt.   Svörun   starfsmanna   var  

könnuð  út  frá  biðtíma  eftir  þjónustu  og  um  50%    svarenda  fannst  þeir  ekki  þurfa  að  bíða  

lengi  eftir  þjónustu.  Trúverðugleiki  er  mikilvægur  og  einungis  5,2%  svarenda  báru  ekki  

traust  til  Nova.  Hluttekning  Nova  gagnvart  viðskiptavinum  sínum  var  könnuð   í   tveimur  

spurningum.  Mældist  hún  há  en  um  73%  svarenda  fannst  þeir  fá  þá  þjónustu  sem  þeir  

höfðu  búist  við  að  fá,  óháð  því  hver  var  að  aðstoða.  Áþreifanleiki  er  síðasta  víddin  og  voru  

alls  um  72%  svarenda  sem  fannst  aðstaða  í  verslunum  Nova  góð.    

Til   þess   að   fá   nákvæmari  mynd  af   því   hversu  margir   svarendur   væru   sammála   eða  

ósammála  þeirri  staðreynd  sem  var  sett  fram  voru  hlutlaus  svör  tekin  út.  Í  töflu  2  má  sjá  

hversu  margir  svarendur  tóku  skýra  afstöðu  og  hvert  meðaltal  þjónustuvíddanna  var.  Eins  

og  má  í  töflunni  hér  fyrir  neðan  eru  um  89%  svarenda  sammála  eða  mjög  sammála  því  að  

þjónustuvíddirnar  séu  að  finna  í  þjónustu  Nova.      

Tafla  2.  Svarendur  sem  tóku  skýra  afstöðu,  Þjónustuvíddirnar.  

 

86%

14%

Kynjaskipting  svarenda

Kvk

Kk

Page 44: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

44  

Gæðalíkan  þjónustu  fjallar  um  skynjun  viðskiptavina  á  þjónustugæðum.  Þjónustugapið  

myndast  þegar  ósamræmi  er   á  milli   væntrar  þjónustu  og   skynjaðrar  þjónustu  og   voru  

einungis  4%  svarenda  ósammála  því  að  samræmi  væri  þarna  á  milli.  Framkvæmdargap  1  

er   lítið  opið  en  um  6,5%  svarenda  voru  ósammála  því  að  Nova  þekkti  þarfir   sínar  sem  

viðskiptavinar.  Framkvæmdargap  2  er  næst  mest  opna  gapið  og  um  9%  svarenda  fannst  

Nova  ekki  ná  að  mæta  þörfum  þeirra  þegar  kemur  að  þjónustu.  Framkvæmdargap  3  er  

mest   opna   gapið   og   um   10%   svarenda   fannst   starfmenn   Nova   ekki   fylgja   fyrirfram  

ákveðnum  ferlum  í  þjónustu.  Framkvæmdargap  4  er  næst  minnst  opið  og  um  5%  svarenda  

finnst  Nova  ekki  ná  að  efna  útgefin  loforð.    

Hlutlaus  svör  voru  tekin  út  og   í   töflu  3  má  sjá  hversu  margir  svarendur  höfðu  tekið  

skýra  afstöðu  og  hvert  meðaltal  Gap  líkansins  var.  Alls  höfðu  um  92%  svarenda  jákvæða  

skynjun  á  þjónustugæðum  Nova.    

Tafla  3.  Svarendur  sem  tóku  skýra  afstöðu,  Gap  líkanið.  

 

Til  að  kanna  ímynd  svarenda  á  Nova  var  notast  við  þrjár  mismunandi  leiðir.  Fyrst  voru  

svarendur  beðnir  um  að  skrifa  niður  það  fyrsta  sem  þeim  dytti  í  hug  þegar  þeir  hugsuðu  

um  fyrirtækið.  Algengast  var  að  þátttakendur  nefndu  sími  eða  símafyrirtæki  en  einnig  var  

algengt  að  nefna  0  kr.  Nova  í  Nova.  Alls  84%  þátttakenda  náðu  að  nefna  eitthvað  jákvætt  

um   fyrirtækið.   Önnur   leiðin   var   að   spyrja   svarendur   beint   hversu   sammála   þeir   væru  

staðhæfingunni   um  að  Nova  hefði   jákvæða   ímynd.   Samræmi   var   í   hlutfalli   svara  hvað  

varðar   fyrstu   leiðina  sem  var   farin  og  alls  84%  svarenda  töldu   fyrirtækið  hafa   jákvæða  

ímynd.  Þriðja  leiðin  var  að  kanna  virkni  Nova  á  samfélagsmiðlum/netinu.  Enn  og  aftur  var  

samræmi  milli  leiðanna  á  undan  en  um  77%  svarenda  voru  sammála  eða  mjög  sammála  

því  að  Nova  væri  virkt.    

Page 45: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

45  

Hlutlaus  svör  voru  tekin  út  og  í  töflu  4  má  sjá  hversu  vel  Nova  hefur  tekist  að  mynda  

sér  sterka  og  jákvæða  ímynd.  Sú  mynd  eða  skynjun  viðskiptavina  á  ímynd  Nova  var  jákvæð  

eða  um  96%.      

Tafla  4.  Svarendur  sem  tóku  skýra  afstöðu,  ímynd.  

 

7.2   Ítarlegar  niðurstöður    Spurningum  1,   3   og   5-­‐26   svöruðu  304  þátttakendur.   Spurning   2   var   valfrjáls   og  henni  

svöruðu  274  þátttakendur.  Spurning  4  var  einnig  valfrjáls  og  henni  svaraði  einungis  171  

þátttakandi.  

7.2.1   Spurning  1,  25  og  26    Spurning  1:  Ert  þú  viðskiptavinur  Nova?  Spurning  25:  Aldur.  Spurning  26:  Kyn.  Hér  fyrir  

neðan  á  mynd  13  má  sjá  skiptingu  svarenda  með  hliðsjón  af  aldri  og  kyni.  Af  44  körlum  

sem  svöruðu  voru  40  (90,9%)  þeirra  á  aldursbilinu  21-­‐30  ára.  Rúmlega  helmingur  (55,4%)  

kvenna  sem  svöruðu  voru  á  aldursbilinu  21-­‐30  ára.    

 

Mynd  13.  Kynjaskipting  eftir  aldri.  

35,4%

55,4%

5,8% 3,5%2,3%

90,9%

2,3% 4,5%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

20  ára  eða  yngri

21-­‐30  ára 31-­‐40  ára 41  árs  eða  eldri

Hlutfall

Svör

Kynjaskipting  eftir  aldri

Kvk

Kk

Page 46: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

46  

7.2.2   Spurning  2  Spurning  2:  Hvað  er  það  fyrsta  sem  þér  dettur  í  hug  þegar  þú  hugsar  um  Nova?  Markmið  

spurningarinnar   var   að   kanna   ímynd   viðskiptavina   á   Nova.   Spurningin   var   valfrjáls   og  

henni  svöruðu  274  svarendur  (90%).  Algengast  var  að  nefna  ,,sími”  eða  ,,símafyrirtæki”  

og   gerðu   það   alls   20%   svarenda.   Alls   19%   svarenda   nefndu   slagorð  Nova   eða   tengdu  

fyrirtækið   við   skemmtun.   Alls   15%   svarenda   nefndu   tilboð   sem  Nova   býður   upp   á,   til  

dæmis  0  kr.  Nova  í  Nova  og  2  fyrir  1.  Nokkrir  svarendur  nefndu  einnig  góða  þjónustu  og  

diskókúlu.  Alls  18  svarendur  (6,6%)  skrifuðu  ,,ekkert”  eða  voru  með  neikvæð  svör.    

7.2.3   Spurning  3  Spurning  3:  Þekkir  þú  slagorð  Nova?  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  hversu  vel  

markaðsfærsla  Nova  tókst.  Meirihluti  svarenda  eða  55,6%  taldi  sig  þekkja  slagorð  Nova.  

Lítill  munur  var  á  milli  kynjanna,  55%  kvenna  og  um  59%  karla  töldu  sig  þekkja  slagorð  

Nova.  

 

Mynd  14.  Þekkir  þú  slagorð  Nova?  

7.2.4   Spurning  4  Spurning   4:   Ef   já,   hvert   er   það?   Spurningin   var   valfrjáls   og   henni   svöruðu   171   (56%).  

Slagorð  Nova  er  ,,Stærsti  skemmtistaður  í  heimi”.  Af  þeim  sem  töldu  sig  þekkja  slagorð  

Nova   voru   141   svaranda   (82%)   með   það   rétt.   Við   úrvinnslu   á   þessari   spurningu   var  

einungis  notast  við  141  svar.  Sjö  svarendur  töldu  að  slagorðið  væri  ,,Besti  skemmtistaður  

í   heimi”   og   sex   svarendur   töldu   að   slagorðið   væri   ,,Stærsti   skemmtistaður   Íslands”.  

Langflestir  svarendur  hittu  alveg  í  mark  eða  mjög  nálægt  því  hvað  varðar  kunnáttu  sína  á  

slagorði  Nova.    

55,6%

44,4%

Þekkir  þú  slagorð  Nova?

Nei

Page 47: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

47  

Lítill  munur  var  á  milli  kynjanna,  um  47%  kvenna  og  um  43%  karla  þekktu  slagorð  Nova.  

Aldursdreifingin  var  frekar   jöfn.  Af  þeim  svarendum  sem  töldu  sig  þekkja  slagorð  Nova  

voru  73%  karla  og  85%  kvenna  sem  höfðu  rétt  fyrir  sér.  Algengast  var  að  aldurshópurinn  

21-­‐30   ára   þekkti   slagorð   Nova   eða   alls   50%.   Lítill   munur   var   á   hinum   þremur  

aldurshópunum  en  þar  þekktu  um  43%  svarenda  slagorð  Nova.  Eins  og  kom  fram  í  helstu  

niðurstöðum   þá   voru   aldurshóparnir   41-­‐50   ára   og   51   árs   eða   eldri   sameinaðir   í  

aldurshópinn  41  árs  eða  eldri.    

7.2.5   Spurning  5  Spurning  5:  Nova  hefur  myndað  sér  sterkan  stað  í  huga  mínum.  Markmið  spurningarinnar  

var  að  kanna  hversu  vel  Nova  tókst  í  staðfærslunni.  Stór  hluti  eða  120  svarendur  (39,5%)  

höfðu  ekki  skoðun  á  þessari  spurningu.  Flestir  þeir  sem  höfðu  skoðun  voru  sammála  eða  

mjög  sammála  spurningunni  og  voru  það  154  svarendur  (50,6%).  

 

Mynd  15.  Nova  hefur  myndað  sér  sterkan  stað  í  huga  mínum.  

   

4,6% 5,3%

39,5% 39,1%

11,5%

0%5%10%15%20%25%30%35%40%45%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Nova  hefur  myndað  sér  sterkan  stað  í  huga  mínum

Page 48: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

48  

7.2.6   Spurning  6  Spurning  6:  Ég  ber  traust  til  Nova.  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  trúverðugleika  

Nova.  Langflestir  eða  202  svarendur  (66,4%)  voru  sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  16.  Ég  ber  traust  til  Nova.  

7.2.7   Spurning  7  Spurning  7:  Ég  upplifi  skemmtilegt  umhverfi  í  verslunum  Nova.  Markmið  spurningarinnar  

var   að   kanna   hvort   að   viðskiptavinir   Nova   telja   andrúmsloft   í   verslunum   Nova   vera  

skemmtilegt   líkt  og  fyrirtækið   leggur  upp  úr  að  það  sé.  Alls  207  svarenda  (68,1%)  voru  

sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  17.  Ég  upplifi  skemmtilegt  umhverfi  í  verslunum  Nova.  

1,6% 3,6%

28,3%

53,9%

12,5%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

Mjög  ósammála Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  ber  traust  til  Nova

1,6%6,9%

23,4%

49,3%

18,8%

0%10%20%30%40%50%60%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  upplifi  skemmtilegt  umhverfi  í  verslunum  Nova

Page 49: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

49  

7.2.8   Spurning  8  Spurning  8:  Aðstaða   í   verslunum  Nova  er  góð.  Markmið  spurningarinnar  var   tvíþætt.   Í  

fyrsta   lagi   að   kanna   umgjörð   og   vettvang   í   verslunum   Nova.   Í   öðru   lagi   að   kanna  

áþreifanleika   þjónustu   hjá   Nova.   Alls   220   svarendur   (72,4%)   voru   sammála   eða  mjög  

sammála.    

 

Mynd  18.  Aðstaða  í  verslunum  Nova  er  góð.  

7.2.9   Spurning  9  Spurning   9:   Verðlagið   hjá  Nova   er   sanngjarnt.  Markmið   spurningarinnar   var   að   kanna  

hvort  viðskiptavinir  Nova  gerðu  sér  grein  fyrir  því  að  Nova  verðleggi  í  lægri  kantinum.  Alls  

117  svarendur  (38,5%)  höfðu  ekki  myndað  sér  skoðun  en  alls  160  svarendur  (52,6%)    voru  

sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  19.  Verðlagið  hjá  Nova  er  sanngjarnt.  

1,0% 4,9%

21,7%

55,6%

16,8%

0%10%20%30%40%50%60%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Aðstaða  í  verslunum  Nova  er  góð

1,3%7,6%

38,5% 39,8%

12,8%

0%5%10%15%20%25%30%35%40%45%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Verðlagið  hjá  Nova  er  sanngjarnt

Page 50: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

50  

7.2.10  Spurning  10  Spurning  10:   Starfsmenn  Nova  ná  að   leysa   vandamál/bilanir   sem  upp  koma.  Markmið  

spurningarinnar   var   að   kanna   árangur   Nova   skólans.   Meiri   hluti   svarenda   eða   176  

svarendur  (57,9%)  voru  sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  20.  Starfsmenn  Nova  ná  að  leysa  vandamál/bilanir  sem  upp  koma.  

7.2.11  Spurning  11  Spurning   11:   Ég   þarf   að   bíða   lengi   eftir   þjónustu   í   verslunum   Nova.   Markmið  

spurningarinnar  var  tvíþætt.  Í  fyrsta  lagi  var  verið  að  kanna  svörun  starfsmanna.  Í  öðru  

lagi   var   verið   að   kanna   hvernig   Nova   tækist   að   samræma   framboð   og   eftirspurn   á  

þjónustu.   Alls   146   svarendur   (48%)   voru   mjög   ósammála   eða   ósammála.   Frekar   hátt  

hlutfall  svarenda  eða  um  37%  höfðu  ekki  skoðun  á  málinu.    

 

Mynd  21.  Ég  þarf  að  bíða  lengi  eftir  þjónustu  í  verslunum  Nova.  

4,9% 6,3%

30,9%

42,4%

15,5%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Starfsmenn  Nova  ná  að  leysa  vandamál/bilanir  sem  upp  koma

8,2%

39,8% 36,8%

11,5%3,6%

0%10%20%30%40%50%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  þarf  að  bíða  lengi  eftir  þjónustu  í  verslunum  Nova

Page 51: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

51  

7.2.12  Spurning  12  Spurning  12:  Nova  skilur  þarfir  mínar  sem  viðskiptavinar.  Markmið  spurningarinnar  var  

tvíþætt.  Í  fyrsta  lagi  að  kanna  hvort  markaðsrannsóknir  Nova  séu  skilvirkar.  Í  öðru  lagi  að  

kanna  hvort  framkvæmdargap  1  væri  til  staðar  hjá  Nova.  Alls  210  svarendur  (69,1%)  voru  

sammmála  eða  mjög  sammála.  

 

Mynd  22.  Nova  skilur  þarfir  mínar  sem  viðskiptavinar.  

7.2.13  Spurning  13  Spurning   13:   Ég   ber   miklar   væntingar   til   góðrar   þjónustu   frá   starfsmönnum   Nova.  

Markmið  spurningarinnar  var  tvíþætt.  Í  fyrsta  lagi  að  kanna  hvort  um  gæðaþjónustu  væri  

að   ræða  hjá  Nova.   Í   öðru   lagi   að   kanna  hvort   þjónustugapið   væri   til   staðar   hjá  Nova.  

Aðeins  9  svarendur  (3%)  voru  ósammála.  Mikill  meirihluti  var  sammála  eða  mjög  sammála  

og  voru  það  246  svarendur  (80,9%).  

 

Mynd  23.  Ég  ber  miklar  væntingar  til  góðrar  þjónustu  frá  starfsmönnum  Nova.  

2,6% 3,9%

24,3%

59,5%

9,5%

0%10%20%30%40%50%60%70%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Nova  skilur  þarfir  mínar  sem  viðskiptavinar

1,0% 3,0%15,1%

52,0%

28,9%

0%10%20%30%40%50%60%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  ber  miklar  væntingar  til  góðrar  þjónustu  frá  starfsmönnum  Nova

Page 52: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

52  

7.2.14  Spurning  14  Spurning  14:  Ég  fæ  alltaf  þá  þjónustu  sem  ég  býst  við  að  fá.  Markmið  spurningarinnar  var  

í  fyrsta  lagi  að  kanna  hluttekningu  og  í  öðru  lagi  að  kanna  hvort  framkvæmdargap  3  væri  

til  staðar  hjá  Nova.  Alls  215  svarendur  (70,7%)    voru  sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  24.  Ég  fæ  alltaf  þá  þjónustu  sem  ég  býst  við  að  fá.  

7.2.15  Spurning  15  Spurning  15:  Ég  fæ  alltaf/oftast  svipaða  þjónustu  hjá  Nova,  óháð  því  hver  er  að  aðstoða  

mig.  Markmið  spurningarinnar  var  fjórþætt.  Í  fyrsta  lagi  að  kanna  stöðugleika  í  þjónustu  

Nova.   Í   öðru   lagi   að   kanna   hvort   starfsmenn   fari   eftir   fyrirfram   ákveðnum   ferlum   í  

þjónustu.   Í   þriðja   lagi   að   kanna   hluttekningu   og   í   fjórða   lagi   að   kanna   hvort  

framkvæmdargap  2  væri  til  staðar  hjá  Nova.  Alls  228  svarendur  (75%)  voru  sammála  eða  

mjög  sammála.    

 

Mynd  25.  Ég  fæ  alltaf/oftast  svipaða  þjónustu  hjá  Nova,  óháð  því  hver  er  að  aðstoða  mig.  

3,6% 6,3%

19,4%

54,3%

16,4%

0%10%20%30%40%50%60%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  fæ  alltaf  þá  þjónustu  sem  ég  býst  við  að  fá  

2,3% 6,3%16,4%

56,6%

18,4%

0%10%20%30%40%50%60%

Mjög  ósammála Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  fæ  alltaf/oftast  svipaða  þjónustu  hjá  Nova,  óháð  því  hver  er  að  aðstoða  mig

Page 53: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

53  

7.2.16  Spurning  16  Spurning   16:   Nova   er   áreiðanlegt   fyrirtæki   til   að   eiga   viðskipti   við.   Markmið  

spurningarinnar   var   að   kanna   hvort   Nova   stæði   við   útgefin   loforð   og   hvort  

framkvæmdargap  4  væri  til  staðar  hjá  Nova.  Alls  219  svarendur  (72%)  voru  sammála  eða  

mjög  sammála.    

 

Mynd  26.  Nova  er  áreiðanlegt  fyrirtæki  til  að  eiga  viðskipti  við.  

7.2.17  Spurning  17  Spurning   17:   Nova   veitir   betri   þjónustu   en   mörg   önnur   fyrirtæki   á   Íslandi.   Markmið  

spurningarinnar  var  að  kanna  hvernig  Nova  stæði  gagnvart  því  að  ná  markmiði  sínu  að  

bjóða  upp   á   bestu  þjónustuna   af   öllum   íslenskum   fyrirtækjum.   Lítill  munur   var   á  milli  

svarenda  sem  voru  sammála  eða  mjög  sammála  og  þeim  sem  höfðu  ekki  skoðun.  Alls  141  

svarandi  (46,4%)  var  sammála  eða  mjög  sammála.  

 

Mynd  27.  Nova  veitir  betri  þjónustu  en  mörg  önnur  fyrirtæki  á  Íslandi.  

0,0% 4,9%

23,0%

53,9%

18,1%

0%10%20%30%40%50%60%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Nova  er  áreiðanlegt  fyrirtæki  til  að  eiga  viðskipti  við

3,3%8,2%

42,1%31,9%

14,5%

0%10%20%30%40%50%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Nova  veitir  betri  þjónustu  en  mörg  önnur  fyrirtæki  á  Íslandi

Page 54: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

54  

7.2.18  Spurning  18  Spurning  18:  Nova  er  virkt  á  samfélagsmiðlum/netinu.  Markmið  spurningarinnar  var  að  

kanna  virkni  Nova.  Aðeins  8  (2,6%)  svarendur  voru  ósammála.  Alls  288  svarendur  (76,7%)  

voru  sammála  eða  mjög  sammála.      

 

Mynd  28.  Nova  er  virkt  á  samfélagsmiðlum/netinu.  

7.2.19  Spurning  19  Spurning  19:  Ert  þú  með  Nova  á  Snapchat?  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  hversu  

hátt  hlutfall  viðskiptavina  Nova  væri  með  fyrirtækið  á  Snapchat  með  hliðsjón  af  kyni.  Alls  

184  svarendur  (60,5%)  voru  með  Nova  á  Snapchat.    

 

Mynd  29.  Ert  þú  með  Nova  á  Snapchat?  

Lítill  munur  var  á  milli  kynjanna,  um  61%  kvenna  og  um  57%  karla  voru  með  Nova  á  

Snapchat.  Hvað  varðar  aldursdreifingu  var  algengast  að  aldurshópurinn  20  ára  eða  yngri  

væru  með  Nova  á  Snapchat  eða  um  77%.  Í  aldurshópnum  21-­‐30  ára  voru  55%  svarenda  

með  Nova  á  Snapchat  en  eftir  því  sem  aldurshópurinn  var  eldri  fór  hlutfallið  minnkandi.  

0,0% 2,6%

20,7%

43,1%

33,6%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Nova  er  virkt  á  samfélagsmiðlum/netinu

60,5%

39,5%

Ert  þú  með  Nova  á  Snapchat?

Nei

Page 55: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

55  

Eins  og  kom  fram  í  helstu  niðurstöðum  þá  voru  aldurshóparnir  41-­‐50  ára  og  51  árs  eða  

eldri  sameinaðir  í  aldurshópinn  41  árs  eða  eldri.    

 

Mynd  30.  Aldursdreifing,  Snapchat.  

7.2.20  Spurning  20  Spurning  20:  Ert  þú  með  Nova  appið?  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  hversu  hátt  

hlutfall  viðskiptavina  Nova  notfærði  sér  appið.  Alls  248  svarendur  (81,6%)  voru  með  Nova  

appið.    

 

Mynd  31.  Ert  þú  með  Nova  appið?  

Lítill  munur  var  á  milli  kynjanna,  um  83%  kvenna  og  75%  karla  voru  með  Nova  appið.  

Hvað  varðar  aldursdreifingu  var  lítill  munur  milli  aldurshópanna.  Í  aldurshópnum  41  árs  

eða  eldri  voru  91%  með  Nova  appið  og  í  aldurshópnum  20  ára  eða  yngri  voru  86%  með  

Nova  appið.  Eins  og  kom  fram  í  helstu  niðurstöðum  þá  voru  aldurshóparnir  41-­‐50  ára  og  

51  árs  eða  eldri  sameinaðir  í  aldurshópinn  41  árs  eða  eldri.    

77,4%

55,4%43,8%

27,3%

22,6% 44,6% 56,3% 72,7%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

20  ára  eða  yngri 21-­‐30  ára 31-­‐40  ára 41  árs  eða  eldri

Ert  þú  með  Nova  á  Snapchat?

Já Nei

81,6%

18,4%

Ert  þú  með  Nova  appið?

Nei

Page 56: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

56  

 

Mynd  32.  Aldursdreifing,  Nova  appið.    

7.2.21  Spurning  21  Spurning  21:  Ert  þú  fylgjandi  Nova  á  Facebook?  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  til  

hversu  margra  viðskiptavina  Nova  næði  með  ytri  markaðssetningu  á  Facebook.  Minnihluti  

viðskiptavina  Nova  eða  einungis  132  svarendur  (43,4%)  voru  fylgjendur  Nova  á  Facebook.  

Lítill  munur  var  á  milli  kynjanna,  um  42%  kvenna  og  um  52%  karla  voru  fylgjendur  Nova  

á  Facebook.  Aldursdreifingin  var  frekar  jöfn.  Algengast  var  að  aldurshópurinn  31-­‐40  ára  

væri  fylgjandi  Nova  á  Facebook  eða  alls  50%.  Lítill  munur  var  á  aldurshópunum  20  ára  eða  

yngri  og  21-­‐30  ára  en  þar  voru  um  44%  fylgjendur  Nova  á  Facebook.    

 

Mynd  33.  Ert  þú  fylgjandi  Nova  á  Facebook?  

   

86,0%79,3% 75,0%

90,9%14,0% 20,7% 25,0% 9,1%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

20  ára  eða  yngri 21-­‐30  ára 31-­‐40  ára 41  árs  eða  eldri

Ert  þú  með  Nova  appið?

Já Nei

43,4%

56,6%

Ert  þú  fylgjandi  Nova  á  Facebook?

Nei

Page 57: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

57  

7.2.22  Spurning  22  Spurning  22:  Nova  hefur  jákvæða  ímynd.  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  hversu  

sammála  svarendur  væru  þessari  fullyrðingu  en  256  svarendur  (84,2%)  voru  sammála  eða  

mjög  sammála.  Ímynd  viðskiptavina  var  einnig  skoðuð  í  spurningu  2  en  erfitt  var  að  álykta  

hversu  jákvæð  hún  væri  útfrá  svörunum  sem  fengust.    

 

Mynd  34.  Nova  hefur  jákvæða  ímynd.  

7.2.23  Spurning  23  Spurning  23:  Ég  er  ánægð/ur  hjá  Nova  og  hef  hugsað  mér  að  halda  viðskiptum  mínum  

áfram.  Markmið  spurningarinnar  var  að  kanna  styrk  viðskiptatengsla.  Alls  257  svarendur  

(84,5%)  voru  sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  35.  Ég  er  ánægð/ur  hjá  Nova  og  hef  hugsað  mér  að  halda  viðskiptum  mínum  áfram.  

1,0% 1,3%

13,5%

61,5%

22,7%

0%10%20%30%40%50%60%70%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Nova  hefur  jákvæða  ímynd

2,0% 2,0%

11,5%

45,1%39,5%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  er  ánægð/ur  hjá  Nova  og  hef  hugsað  mér  að  halda  viðskiptum  mínum  áfram

Page 58: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

58  

7.2.24  Spurning  24  Spurning  24:  Ég  myndi  mæla  með  Nova  við  vini  mína?  Markmið  spurningarinnar  var  að  

kanna  hvort  viðskiptavinir  Nova  væri  nógu  ánægðir  með  fyrirtækið  til  þess  að  mæla  með  

því.  Alls  250  svarendur  (82,2%)  voru  sammála  eða  mjög  sammála.    

 

Mynd  36.  Ég  myndi  mæla  með  Nova  við  vini  mína.  

   

0,7%3,9%

13,2%

44,4%37,8%

0%5%10%15%20%25%30%35%40%45%50%

Mjög  ósammála

Ósammála Hvorki  ósammála  né  sammála

Sammála Mjög  sammála

Hlutfall

Svör

Ég  myndi  mæla  með  Nova  við  vini  mína?

Page 59: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

59  

8   Umræða  

Rannsóknarspurning  ritgerðarinnar  var:  „Hver  eru  viðhorf  og  skoðanir  viðskiptavina  Nova  

á  þjónustugæðum  og  ímynd  fyrirtækisins?”  Til  þess  að  svara  spurningunni  var  notast  við  

megindlega  rannsóknaraðferð.  Spurningalisti  var  hannaður  með  rannsóknarspurninguna  

í  huga  og   síðan   lagður   fyrir   viðskiptavini  Nova.  Alls   fengust  304  gild   svör.  Hvað  varðar  

viðhorf  og  skoðanir  viðskiptavina  á  þjónustugæðum  Nova  kom  fyrirtækið  mjög  vel  út.  Alls  

72%   þátttakenda   töldu   Nova   vera   áreiðanlegt   fyrirtæki   sem   stæði   einnig   við   útgefin  

loforð.   Þátttakendur   voru   ekki   beint   spurðir   hvernig   þeim   fannst   þjónustugæði   Nova  

heldur  var  einblínt  á  hvort  að  þjónustuvíddirnar  væru  allar  til  staðar  hjá  fyrirtækinu.  Eftir  

að  hlutlaus  svör  voru  tekin  út  var  meðaltal  þjónustuvíddanna  90%.  Hvað  varðar   ímynd  

Nova  gátu  alls  83%  þátttakenda  tengt  fyrirtækið  við  eitthvað  jákvætt  og  84%  töldu  Nova  

hafa  jákvæða  ímynd.  Svarið  við  rannsóknarspurningunni  er  því  að  viðskiptavinir  Nova  eru  

mjög  ánægðir  með  þá  þjónustu  sem  fyrirtækið  veitir  og  telja  Nova  hafa  jákvæða  ímynd.    

Viðskiptavinir   eru   undirstaða   allra   ákvarðana   sem   teknar   eru   af   fyrirtækjum   á  

markaðinum.  Fyrirtæki  sem  ná  að  uppfylla  væntingar  viðskiptavina  geta  myndað  við  þá  

sterk  og  langvarandi  viðskiptatengsl.  Markaðsrannsóknir  eru  mikilvægar  fyrir  fyrirtæki  svo  

að  þau  geti  áttað  sig  á  markaðsaðstæðum  og  skilið  þarfir  og  væntingar  viðskiptavina.  Um  

70%  þátttakenda  töldu  Nova  þekkja  þarfir  sínar  og  alls  85%  þátttakenda  töldu  sig  hafa  

myndað   sterk   viðskiptatengsl   við   Nova   og   vildu   halda   viðskiptum   sínum   áfram.   82%  

þátttakenda  myndu  mæla  með  Nova  við  vini  sína,  sem  staðfestir  það  að  viðskiptavinirnir  

eru  almennt  ánægðir  hjá  fyrirtækinu.  

Miðuð  markaðsfærsla   er   stefna   sem   fyrirtæki   setur   sér   sem   sameinar   öll  markmið  

markaðsfærslu   í   eina   alhliða   áætlun.   Staðfærsla   fjallar   um   að   skapa   sér   sess   í   huga  

markhóps  síns  en  einungis  um  50%  þátttakenda  töldu  Nova  hafa  myndað  sér  sterkan  stað  

í  huga  sínum.  Þetta  endurspeglast  í  því  að  aðeins  46%  þátttakenda  þekktu  slagorð  Nova.  

Hinsvegar  gengur  þetta  þvert  á  það  að  alls  84%  þátttakenda  náðu  að   tengja  Nova  við  

eitthvað   jákvætt   sem  bendir   til  þess  að  Nova  hafi  gengið  vel   í   stað-­‐  og  markaðsfærslu  

sinni.  Því  er  hugsanlegt  að  slagorðið  hafi  ekki  náð  að  fanga  athygli  viðskiptavina  þrátt  fyrir  

að   vera   úthugsað   og   grípandi   fyrir   þá   viðskiptahugmynd   sem  Nova   fór   af   stað  með   í  

upphafi.    

 

Page 60: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

60  

Til  að  ná  samkeppnisyfirburðum  verður  þjónusta   fyrirtækja  að   innihalda  meira  virði  

fyrir  markhópinn   heldur   en   þjónusta   samkeppnisaðila.   Nova   vill   bjóða   viðskiptavinum  

sínum  farsímaþjónustu  á  sem  lægstu  verði  og  því  keppist  fyrirtækið  við  að  halda  verðinu  

í   lágmarki.  Aftur  á  móti  voru  einungis  52%  þátttakenda  sem  fannst  verðlagið  hjá  Nova  

vera  sanngjarnt.  Þó  svo  að  Nova  reyni  að  bjóða  viðskiptavinum  sínum  upp  á  lægra  verð  

þá  er  verðmunurinn  mögulega  það  lítill  að  viðskiptavinir  taka  ekki  eftir  honum.  

Á  meðan  vörur  geta  verið  staðlaðar  þá  er  þjónusta  óstöðluð  og  því  óstöðug,  þar  sem  

þjónusta  er  framkvæmd  á  mismunandi  hátt  og  verður  því  aldrei  nákvæmlega  eins.  Hvað  

varðar  stöðugleika  hjá  Nova  voru  alls  75%  þátttakenda  á  því  máli  að  hann  væri  að  finna  í  

þjónustu  Nova  og  sama  hlutfall  taldi  sig  alltaf/oftast  fá  svipaða  þjónustu  hjá  fyrirtækinu.    

Ekki  er  hægt  að  geyma,  spara,  skila  eða  endurselja  þjónustu,  því  hún  er  óvaranleg.  Í  

þjónustu   getur   reynst   erfitt   að   samræma   framboð   og   eftirspurn.   Alls   um   50%  

viðskiptavina  fannst  þeir  ekki  þurfa  að  bíða  lengi  eftir  þjónustu,  en  ef  hlutlaus  svör  eru  

tekin  út  þá  töldu  um  76%  þátttakenda  sig  ekki  þurfa  að  bíða  lengi  eftir  þjónustu.    

Það   skiptir  miklu  máli   að   skapa  umgjörð  utan  um  þjónustuna  og   gera  hana  þannig  

áþreifanlega  upp  að  vissu  marki.  Alls  um  70%  þátttakenda   fannst  aðstaða   í  verslunum  

Nova  góð  og  andrúmsloftið  skemmtilegt.  Nova  leggur  upp  úr  því  að  í  verslunum  sínum  sé  

andrúmsloftið   skemmtilegt   og   umhverfið   litríkt.   Framlínustarfsmenn   Nova   eru   andlit  

fyrirtækisins  og  sjá  um  að  uppfylla  þarfir  og  óskir  viðskiptavina.  Til  þess  að  kanna  árangur  

Nova  skólans  voru  þátttakendur  spurðir  hvort  þeim  fyndust  starfsmenn  fyrirtækisins  ná  

að  leysa  vandamál/bilanir  sem  upp  kæmu  og  alls    60%  þátttakenda  voru  sammála  því.  Það  

lítur  því  út   fyrir   að  Nova   skólinn   sé  að  gera  góða  hluti,   starfsmenn   fara  eftir   fyrirfram  

ákveðnum  ferlum  sem  gera  þjónustuna  stöðugri.    

Þjónustuvíddirnar  fimm  segja  til  um  hvernig  viðskiptavinir  meta  þjónustuna.  Nova  kom  

vel   út   í   öllum   þáttunum,   áreiðanleika   (72%),   svörun   (48%),   trúverðugleika   (66%),  

hluttekningu   (73%)   og   áþreifanleika   (72,4%).   Viðskiptavinir   Nova   virðast   því   almennt  

kunna  að  meta  þjónustu  fyrirtækisins  og  telja  hana  til  fyrirmyndar.    

Gæðalíkan  þjónustu  fjallar  um  skynjun  viðskiptavina  á  þjónustugæðum.  Eftir  því  sem  

hærra  hlutfall  svarenda  var  mjög  ósammála  eða  ósammála  þeirri  staðreynd  sem  var  sett  

fram,  má  segja    til  um  hversu  mikið  gapið  er  opið.  Nova  kom  ágætlega  vel  út  úr  öllum  

göpunum,   þjónustugap   (4%),   framkvæmdargap   1   (6,5%),   framkvæmdargap   2   (8,6%),  

Page 61: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

61  

framkvæmdargap  3  (9,9%)  og  framkvæmdargap  4  (4,9%).  Sú  staðreynd  að  fyrirtækið  er  

að  koma  vel  út  í  gæðalíkaninu  segir  til  um  að  Nova  hafi  staðið  sig  vel  í  markaðshlutun  og  

miðaðri  markaðsfærslu.  Ómögulegt  er  að  þóknast  öllum  og  það  eina  sem  fyrirtæki  geta  

gert  er  að  reyna  að  loka  göpunum  sem  mest.  Til  þess  að  loka  göpunum  enn  frekar  telur  

rannsakandi  nauðsynlegt  að  fylgjast  vel  með  þörfum  og  væntingum  viðskiptavina  og  gera  

reglulega  markaðsrannsóknir.  Einnig  telur  rannsakandi  mikilvægt  að  hvetja  starfsmenn  til  

að  gera  sitt  besta  og  umbuna  vel  unnin  störf.    

Ímynd   fyrirtækja   samanstendur   af   hugmyndum,   tilfinningum   og   fyrri   reynslu  

viðskiptavina.  Góð  þjónusta  getur  eflt  og  bætt  ímynd  og  virði  fyrirtækis.  Til  þess  að  skapa  

sér   sterka   ímynd   þurfa   fyrirtæki   að   vera   virk   í   samfélaginu   og   draga   til   sín   athygli  

almennings.   Alls   76,7%   þátttakenda   töldu  Nova   vera   virkt   á   samfélagsmiðlum/netinu.  

Mikilvægur  þáttur  í  ímynd  þjónustufyrirtækja  er  hvort  fyrirtæki  standi  við  útgefin  loforð,  

en  alls  72%  þátttakenda  voru  sammála  eða  mjög  sammála  því  að  Nova  stæði  við  útgefin  

loforð.  Rannsakandi   telur  mikilvægt   að  Nova  athugi   að  auglýsa   rétt  og   skýrt  og   sleppi  

villandi  smáu  letri.    

Ætlun  Nova  er  að  eiga  ánægðustu  viðskiptavinina  og  bjóða  upp  á  bestu  þjónustuna  af  

öllum  íslenskum  fyrirtækjum.  Samkvæmt  Íslensku  ánægjuvoginni  eru  viðskiptavinir  Nova  

þeir  ánægðustu  í  farsímaþjónustu.  Nova  hefur  verið  heildarsigurvegari  árin  2009-­‐2012  og  

með  marktækt  hæstu  einkunnina  á  árunum  2013-­‐2015.  Í  Íslensku  ánægjuvoginni  er  spurt  

um  sjö  meginþætti  sem  bæði  tengjast  ímynd  og  þjónustugæðum  en  sú  staðreynd  að  Nova  

hefur   verið   að   standa   sig   vel   í   öðrum  mælingunum   rennir   stoðum   undir   niðurstöður  

þessarar  rannsóknar.  Þátttakendur  voru  spurðir  hvort  Nova  veitti  betri  þjónustu  en  önnur  

íslensk  fyrirtæki,  46%  voru  sammála,  42%  hlutlaus  og  einungis  11,5%  ósammála.    

Til  að  hægt  sé  að  koma  til  móts  við  þarfir  viðskiptavina  hverju  sinni  er  mikilvægt  að  

markaðsupplýsingar  séu  nákvæmar  og  nýlegar.  Hagnýtt  væri  því  fyrir  Nova  að  reyna  að  

vera   í   samstarfi   við   sem   flesta  háskólanemendur   sem  eru  að  skrifa   lokaritgerð   tengdri  

fyrirtækinu  og  fá  sendar  niðurstöður  þeirra  úr  rannsóknum.  Þó  svo  að  Nova  myndi  ekki  

nýta  sér  allar  niðurstöðurnar  beint  gæti  fyrirtækið  séð  niðurstöður  rannsóknar  og  reynt  

að  vinna  úr  þeim  þáttum  sem  ekki  komu  nógu  vel  út.    

Takmarkanir  rannsóknarinnar  voru  þónokkrar.  Hægt  er  að  nefna  takmarkanir  vegna  

úrtaksins   þar   sem   hvorki   kynjaskipting   né   aldursdreifing   var   jöfn.   Mikill   meirihluti  

Page 62: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

62  

þátttakenda   voru   konur   eða   alls   86%   og   hvað   varðar   aldursdreifingu   voru   flestir    

þátttakenda  á  aldursbilinu  21-­‐30  ára  eða  alls  60%.  Niðurstöður  hefðu  mögulega  verið  allt  

aðrar  ef  kynjaskipting  og  aldursdreifing  úrtaksins  hefði  verið   jafnari.  Einnig  er  hægt  að  

nefna  takmarkanir  varðandi   fyrirtækið  sjálft.  Nova  var  ekki  tilbúið  til  samstarfs  og  fékk  

rannsakandi  því  ekki  viðtal.  Ef  rannsóknin  hefði  bæði  verið  megindleg  og  eigindleg  hefði  

verið  hægt  að   fá  mun  ýtarlegri   upplýsingar  hvað  varðar   starfsemi  Nova  og  hefðu  þær  

getað  rennt  sterkari  stoðum  undir  niðurstöður  rannsóknarinnar.    

Að  ætla  sér  að  ná  til  allra  neytenda  á  markaði  er  stórt  verkefni  sem  getur  bæði  reynst  

erfitt   og   kostnaðarsamt.   Því   er   hagkvæmara   fyrir   fyrirtæki   að   velja   sér   ákveðinn   hóp  

einstaklinga   til   að   þjóna   á   skilvirkan   hátt.   Markhópur   Nova   er   orðinn   almennari   og  

aldursdreifðari  en  hann  var  þegar  fyrirtækið  kom  fyrst  á  markað.  Fjölbreyttni  markhópsins  

getur  komið  niður  á  því  að  Nova  þekki  ekki  nógu  vel  þarfir  og  væntingar  allra  viðskiptavina  

sinna,  sem  kemur  niður  á  ánægju  viðskiptavina.  Einnig  er  kostnaðarsamt  að  reyna  að  ná  

til  allra  neytenda  á  markaðinum  og  passar  það  ágætlega  þar  sem  Nova  er  langt  frá  því  að  

vera  tekjuhæsta  fjarskiptafyrirtækið  á  markaðinum  í  dag.  Þó  svo  að  Nova  sé  að  standa  sig  

vel  í  dag  gæti  framtíðin  borið  annað  í  skauti  sér.  Rannsakandi  telur  að  Nova  ætti  að  vinna  

enn  betri  markaðshlutun  og  markaðsmiðlun  til  þess  að  geta  hugsanlega  aukið  tekjur  sínar  

á  markaðinum.    

Nova  hefur  vaxið  hratt  síðasta  áratuginn,  eftir  að  hafa  komið  inn  á  markað  þar  sem  

fyrir   var   vöntun.  Nova  var   fyrsta   fjarskiptafyrirtækið   til  þess  að  bjóða  upp  á  gjaldfrjáls  

samskipti  innan  kerfis,  0  kr.  Nova  í  Nova.  Einnig  var  Nova  eina  fyrirtækið  sem  bauð  upp  á  

4G.  Nú  eru  fleiri  fjarskiptafyrirtæki  sem  bjóða  upp  á  að  hringja  frítt  innan  kerfis  og  bjóða  

einnig  upp  á  4G.  Nova  er  að  missa  sérstöðu  sína  á  markaði  og  því  þarf  fyrirtækið  að  hugsa  

um  hvað  það  geti  gert  til  að  aðgreina  sig  á  ný  frá  samkeppnisaðilum.  Rannsakandi  telur  

að  með  því  að  bjóða  upp  á  netið  í  símann  á  ennþá  lægra  verði  en  það  geri  núna,  eða  meira  

gagnamagn  á  óbreyttu  verði,  gæti  fyrirtækið  haldið  í  núverandi  viðskiptavini  ásamt  því  að  

afla  sér  nýrra.  Viðskiptavinir  myndu  borga  lægra  verð  fyrir  meira  gagnamagn  en  ef  til  vill  

ekki  nýta  sér  það  allt.    

   

Page 63: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

63  

9   Lokaorð  

Markmið  rannsóknarinnar  var  að  svara  rannsóknarspurningunni:    

*   Hver   eru   viðhorf   og   skoðanir   viðskiptavina   Nova   á   þjónustugæðum   og   ímynd  

fyrirtækisins?    

Eftir  úrvinnslu  á  niðurstöðum  megindlegu  rannsóknarinnar,  spurningakönnuninni,  er  

ljóst   að   viðskiptavinir   Nova   eru  með   jákvæð   viðhorf   og   skoðanir   til   þjónustugæða   og  

ímyndar   Nova.   Nova   leggur   mikið   upp   úr   því   að   veita   viðskiptavinum   sínum   góða  

þjónustu.  Þátttakendur  töldu  Nova  vera  að  standa  sig  vel  í  þjónustunni  og  eftir  að  hlutlaus  

svör  voru  tekin  út  var  meðaltal  þjónustuvíddanna  90%.  Flest  allir  þátttakendur  náðu  að  

nefna  eitthvað  jákvætt  um  fyrirtækið,  en  einungis  um  50%  þátttakenda  þekktu  slagorð  

Nova.    

Þegar  Nova  kom  fyrst  inn  á  markaðinn  í  lok  2007,  var  helsti  markhópur  fyrirtækisins  

yngri  kynslóðin.  Yngri  kynslóðin  var  spennt  fyrir  netinu  í  símann  og  oft  er  talað  um  að  sú  

kynslóð  sé  leiðandi  í  tæknibreytingum.  Markhópur  Nova  hefur  breyst  umtalsvert  og  telur  

rannsakandi  að  markaðsnálgun  Nova  sé  ekki  í  takt  við  það.    

Rannsakandi  telur  að  markaðshlutdeild  Nova  hafi  vaxið  hratt  þökk  sé  0  kr.  Nova  í  Nova  

þjónustuleiðinni  og  muni  vöxturinn  minnka  ef  Nova  kemur  ekki  með  neinar  fleiri  nýjungar  

á  markaðinn.  Einnig  telur  rannsakandi  að  þeir  viðskiptavinir  sem  nú  þegar  eru  hjá  Nova  

séu   nógu   sáttir   þar   og   sjái   ekki   tilgang   í   þeirri   fyrirhöfn   að   skipta   um   símafyrirtæki.  

Rannsakandi  telur  því  að  markaðshlutdeild  Nova  muni  ekki  minnka,  en  muni  heldur  ekki  

koma   til  með   að   vaxa  mikið  meira   nema   að  Nova   finni   nýja   leið   til   að   aðgreina   sig   á  

markaðinum.    

 

 

Page 64: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

64  

Heimildaskrá  

365.  (e.d.).  365.  Sótt  2.  nóvember  2016  af  https://365.is/    

American  Marketing  Association.  (2013).  Definition  of  Marketing.  Sótt  30.  september  2016  af  https://www.ama.org/AboutAMA/Pages/Definition-­‐of-­‐Marketing.aspx    

Barich,  H.  og  Kotler,  P.  (1991).  A  framework  for  marketing  image  management.  Sloan  management  review,  32(2),  94  –104.  

Bernoff,  J.  og  Li,  C.  (2008).  Harnessing  the  power  of  the  oh-­‐so-­‐social  web.  MIT  Sloan  Management  Review,  49(3),  36  -­‐  42.  

Blythe,  J.  (2012).  Essentials  of  Marketing  (5.  útgáta).  New  York:  Pearson.  

Burns,  A.  C.  og  Bush,  R.  F.  (2003).  Marketing  Research,  Online  Research  Applications  (4.  útgáfa).  New  Jersey:  Pearson.  

Burns,  A.  C.  og  Bush,  R.  F.  (2010).  Marketing  Research  (7.  útgáfa).  New  Jersey:  Pearson.  

Caruana,  A.,  Money,  A.  H.  og  Berthon,  P.  R.  (2000).  Service  quality  and  satisfaction  –  the  moderating  role  of  value.  European  Journal  of  Marketing,  34(11/12),  1338-­‐1353.    

Churchill,  G.  og  Iacobucci,  D.  (2002).  Marketing  Research,  Methodological  Foundations  (8.    útgáfa).  Fort  Worth:  Harcourt  Collage  Publichers.  

Cohn,  C.  (2015).  Steps  to  Identify  Your  Target  Market.  Sótt  17.  október  2016  af  http://www.forbes.com/sites/chuckcohn/2015/02/06/steps-­‐to-­‐identify-­‐your-­‐target-­‐market/#1d5ff1f32a8f    

Fahy,  J.  og  Jobber,  D.  (2012).  Foundations  of  Marketing  (4.  útgáfa).  McGraw  Hill  Higher  Education.  

Grady,  D.,  Cummings,  S.  og  Hulley,  S.  (e.d.).  Reaserch  Using  Existing  Data.  Sótt  17.  október  2016  af  http://freecontent.lww.com/wp-­‐content/uploads/2015/09/Chapter-­‐13-­‐Research-­‐Using-­‐Existing-­‐Data.pdf    

Guðmundur  Arnar  Guðmundsson.  (2011).  Nova,  Bónus  og  Blue  Ocean  Strategy.  Sótt  13.  nóvember  2016  af  http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marketing/1189591/    

Háskóli  Íslands,  MBA.  (2012).  Markaðsfyrirtæki  ársins  2012  er  Marel  og  markaðsmaður  ársins  er  Liv  Bergþórsdóttir  hjá  Nova.  Sótt  2.  nóvember  2016  af  http://mba.hi.is/markadsfyrirtaeki_arsins_2012_er_marel_og_markadsmadur_arsins_er_liv_bergthorsdottir_hja_nova    

Johansson,  J.  K.  og  Carlson,  K.  A.  (2015.)  Contemporary  Brand  Management.  SAGE  Publications,  Inc.  

Page 65: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

65  

Keller,  K.  L.  (2013).  Strategic  Brand  Management:  Building,  Measuring,  and  Managing  Brand  Equity.  Pearson  Education  Limited.  

Kennedy,  S.H.  (1977).  Nurturing  corporate  image.  European  Journal  of  Marketing,  11(3),  120–164.  

Kotler,  P.  (2003).  Market  Management  (11.  útgáfa).  Upper  Saddle  River,  RJ:  Prentice  Hall.    

Kotler,  P.  og  Keller,  K.  L.  (2012).  Marketing  Management  (14.  útgáfa).  Boston:  Pearson.  

Kotler,  P.,  Armstrong,  G.,  Wong,  V.  og  Saunders,  J.  (2008).  Principles  of  Marketing     (12.útgáfa).  Pearson  Education  International.    

Leinwand,  P.  og  Mainardi,  C.  (2014).  The  3  Elements  of  a  Strong  Corporate  Identity.  Sótt  17.  október  2016  af  https://hbr.org/2014/12/the-­‐3-­‐elements-­‐of-­‐a-­‐strong-­‐corporate-­‐identity    

Lewis,  R.  C.,  og  Booms,  B.  H.  (1983).  The  marketing  aspects  of  service  quality.  Emerging  perspectives  on  services  marketing,  65(4),  99-­‐107.  

Likert,  R.  (1932).  A  Technique  for  the  Measurement  of  Attitudes.  Archives  of  Psychology,  140(22),  1–  55.  

Lilien,  G.  og  Rangaswamy,  A.  (2003).  Marketing  Engineering:  Computer-­‐assistant  Marketing  Analysis  and  Planning.  New  Jersey:  Prentice  Hall.    

Liv  Bergþórsdóttir.  (2016,  febrúar).  Ánægðustu  viðskiptavinirnir  eru  hjá  Nova!  Sótt  1.  október  2016  af  https://www.nova.is/dansgolfid/faersla/2016/02/11/Vidskiptavinir-­‐Nova-­‐anaegdastir    

Nova.  (e.d.a).  Nova.  Sótt  2.  nóvember  2016  af  https://www.nova.is    

Nova.  (e.d.b).  Saga  Nova.  Sótt  5.  október  2016  af  https://www.nova.is/baksvids/fyrirtaekid    

Nova.  (e.d.c).  Ferðapakki.  Sótt  16.  desmenber  2016  af  https://www.nova.is/farsimi/ferdapakki/  

Nova.  (e.d.d).  Komdu  í  áskrift.  Sótt  16.  desmenber  2016  af  https://www.nova.is/barinn/farsimar/komatilnova    

Nova.  (e.d.e).  Verðskrá.  Sótt  16.  desmenber  2016  af  https://www.nova.is/farsimi/verdskra?service=utlond#utlandapakki    

Parasuraman,  A.,  Zeithaml,  V.  A.  og  Berry,  L.  L.  (1985).  A  Conceptual  Model  of  Service  Quality  and  Its  Implications  for  Future  Research.  Journal  of  Marketing,  49(4).  41-­‐50.  

 

Page 66: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

66  

Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun.  (2008).  Tölfræði  um  íslenska  fjarskiptamarkaðinn  2007.  Sótt  10.  október  2016  af  https://www.pfs.is/library/Skrar/Innflutt/PDF/T%C3%B6lfr%C3%A6%C3%B0isk%C3%BDrsla%202007.pdf    

Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun.  (2016a,  maí).  Tölfræði  um  íslenska  fjarskiptamarkaðinn  2015.  Sótt  1.  október  2016  af  https://www.pfs.is/library/Skrar/Tolfraedi/Tolfraediskyrslur-­‐PFS/Tolfraedi_um_islenska_fjarskiptamarkadinn_2015.pdf    

Póst-­‐  og  fjarskiptastofnun.  (2016b).  Skráð  fjarskiptafyrirtæki.  Sótt  1.  október  2016  af  https://www.pfs.is/fjarskipti/skrad-­‐fjarskiptafyrirtaeki/    

Rúv  (2016,  desember).  Nova  rukkar  ekki  fyrir  rafræn  skilríki.  Sóll  2.  janúar  1017  af  http://www.ruv.is/frett/nova-­‐rukkar-­‐ekki-­‐fyrir-­‐rafraen-­‐skilriki  

Síminn.  (e.d.).  Í  sambandi  með  Símanum.  Sótt  2.  nóvember  2016  af  https://www.siminn.is/thjonusta/    

Spector,  A.  (1961).  Basic  Dimensions  of  the  Corporate  Image.  American  Marketing  Association,  25(6),  47-­‐51.  

Stjórnvísi.  (2008).  Íslenska  ánægjuvogin.  Sótt  11.  nóvember  2016  af  https://www.stjornvisi.is/stjornvisi/images/original/%C3%8Dslenska_%C3%A1n%C3%A6gjuvogin_2008.pdf    

Stjórnvísi.  (e.d.).  Ánægjuvogin.  Sótt  11.  nóvember  2016  af  https://www.stjornvisi.is/anaegjuvogin    

Un  Global  Compact.  (2014).  Síminn  og  samfélagsábyrgð.  Sótt  6.  nóvember  2016  af  https://www.unglobalcompact.org/system/attachments/cop_2015/190081/original/S%C3%ADminn_UN_Global_Compact__2015.pdf?1442603640    

Viðskiptablaðið.  (2012).  Liv  Bergþórsdóttir  Markaðsmaður  ársins.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/liv-­‐berthorsdottir-­‐markadsmadur-­‐arsins/77993/    

Viðskiptablaðið.  (2016a,  apríl).  Verðstríð  á  fjarskiptamarkaði.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/verdstrid-­‐fjarskiptamarkadi/126745/?q=365    

Viðskiptablaðið.  (2016b,  janúar).  Ennþá  litla  fyrirtækið  á  markaðnum.  Sótt  1.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/enntha-­‐litla-­‐fyrirtaekidmarkadnum/123861/?q=Vi%C3%B0skiptaver%C3%B0laun%20Vi%C3%B0skiptabla%C3%B0sins    

Viðskiptablaðið.  (2016c,  janúar).  Áhersla  á  hraðan  vöxt.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/ahersla-­‐hradan-­‐voxt/123857/      

Viðskiptablaðið.  (2016d,  janúar).  Hristu  upp  í  fákeppninni.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/hristu-­‐upp-­‐i-­‐fakeppninni/123855/?q=nova  

Page 67: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

67  

Viðskiptablaðið.  (2016e,  janúar).  Liv:  „Unga  fólkið  leiðir  nýjungarnar”.  Sótt  4.  október  2016  af    http://www.vb.is/frettir/unga-­‐folkid-­‐leidir-­‐nyjungarnar/123860/?q=nova          

Viðskiptablaðið.  (2016f,  júlí).  Nova  metið  á  tæpa  15  milljarða.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/nova-­‐metid-­‐taepa-­‐15-­‐milljarda/129202/          

Viðskiptablaðið.  (2016g,  júlí).  Vöxtur  Nova  langhraðastur.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/voxtur-­‐nova-­‐langhradastur/129245/

Viðskiptablaðið.  (2016h,  maí).  Síminn  hefur  mestu  tekjurnar.  Sótt  4.  október  2016  af  http://www.vb.is/frettir/siminn-­‐hefur-­‐mestu-­‐tekjurnar/127640/?q=nova      

Vísir.  (2007).  Samnýta  3G  og  GSM  dreifikerfi  hvors  annars.  Sótt  15.  desember  2016  af  http://www.visir.is/article/200770727062    

Vodafone.  (2011).  Ársskýrsla  Vodafone  2011.  Sótt  6.  nóvember  2016  af  https://vodafone.is/library/PDFs/Fjarfestar/arsskyrsla/arsskyrsla-­‐2011/Arsskyrsla_Vodafone_2011.pdf    

Vodafone.  (e.d.).  Vodafone  One.  Sótt  2.  nóvember  2016  af  https://vodafone.is/one    

Wilson,  A.  og  Zeithaml,  V.  A.  (2012).  Services  marketing:  Integrating  Customer  Focus  Across  the  Firm  (2.  útgáfa).  London:  McGraw-­‐Hill.  

Yuille,  J.  C.  og  Catchpole,  M.  J.  (1977).  The  role  of  imagery  in  models  of  cognition.  Journal  of  Mental  Imagery,  1(1),  171–180.  

Zeithaml,  V.  A.,  Berry,  L.  L.  og  Parasuraman,  A.  (1993).  The  nature  and  determinants  of    customer  expectations  of  service.  Journal  of  the  academy  of  Marketing  Science,  21(1),  1-­‐12.  

Zeithaml,  V.  A.,  Berry,  L.  L.  og  Parasuraman,  A.  (1996).  The  behavioral  consequences  of  service  quality.  The  Journal  of  Marketing,  60(2),  31-­‐46.  

Zeithaml,  V.  A.,  Bitner,  M.  J.  og  Gremler,  D.  D.  (2012).  Service  Marketing  (6.  útgáfa).  McGraw-­‐Hill.  

Zeithaml,  V.A.  (1981).  How  Consumer  Evaluation  Processess  Differ  Between  Goods  and  Services.  In:  Donnelly,  J.  A.,  George,  W.  R.,.  Marketing  of  Services,  American  Marketing  Association,  Chicago,  186–190.  

Zinkhan,  G.  M.,  Ganesh,  J.  A.  og  Hayes,  L.  (2001).  Corporate  image:  A  conceptual  framework  for  strategic  planning.  American  Marketing  Association,  12,  152-­‐160.  

 

   

Page 68: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

68  

Viðauki  1  

 

Page 69: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

69  

Page 70: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

70  

Page 71: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

71  

 

Page 72: BSritgerð! í!viðskiptafræði! ÞjónustugæðiogímyndNova!...BSritgerð! í!viðskiptafræði!!!!! ÞjónustugæðiogímyndNova!!!!! Helga!Björt!Lilliendahl!! Leiðbeinandi:!Þórður!Sverrisson,!aðjúkt!

 

72