20
JÓLASTAÐLAR Leiðarvísir að hinum fullkomnu jólum

Christmas Standards (isl. Jólastaðlar)

Embed Size (px)

DESCRIPTION

A little assignment I did in collaboration with 2 guys in my school.

Citation preview

JÓLASTAÐLARLeiðarvísir að hinum fullkomnu jólum

Inngangsorð

Jólin, hátíð ljóss og friðar, sameinar fjölskylduna á myrkustu dögum ársins. Jólin eru flestum gleðihátíð en margir kvíða jólanna og láta stressið hlaupa með sig í gönur, enda fátt verra i heimi þessum en að klúðra jólunum. Þessi leiðarvísir um jólahald, var settur saman til að forða íslenskum heimilum frá skömm og andlegri niðurlægingu á þessum erfiða árstíma. Með því að fylgja einföldum reglum má forðast algengar gildrur og tryggja hin fullkomnu jól.

Með leiðarvísinum viljum við miðla þekkingu okkar um jólahald og jólatengt efni. Hann er gjöf okkar til íslensku þjóðarinnar.

Arnar FellsAri HlynurÁsgeir Vísir

TELEFUNKEN

5

Jólalög

Jólalög skal ekki spila fyrr en á fyrsta degi í aðventu. Forðast skal að hlusta á útvarp fram að þeim tíma. Við hlustum á jólalög í bílnum, í sto funni og í verslunarmiðstöðum víðsvegar um landið. Hljóðstyrk jóla- laga skal ávallt stillt í hóf. Jólalög skal ekki skrumskæla, þau eiga að vera hug-ljúf og standa tímans tönn. Ekki skal undir nokkrum kringumstæðum spila eða hlusta á jólalög sem sett eru í kántríbúning.

TELEFUNKEN

7

Jólatré

Við setjum jólatré heimilisins upp þann fyrsta í aðventu, í horni í stofunni. Tréð skal ekki vera lífrænt, heldur verksmiðjuframleitt úr plasti svo að það sé sem stílhreinast. Sprauta má kanil og trjálykt yfir tréð þrisvar í viku til að fá keiminn af barrinu. Tréð skal vera í þeim hlutföllum að hæð og breidd samsvari gullinsniði, eða hlutfallinu 1,62. Tréð skal vera skreytt hóflega með einni tegund af einlitum jólakúlum, þá helst kirsuberjableikum. Jólasería á að sjálfsögðu ekki heima á jólatrjám, en til yndisauka beinum við skörpum ljósgjafa á tréð úr einni átt. Séu börn á heimilinu má setja jólastafi á tréð, einungis tvo fyrir hvert barn. Gengið er frá jólatrénu tafarlaust á þrettándanum ásamt öðru jólaskrauti.

9

Jólakökur

Við borðum smákökur í hæfilegu magni. Smákökurnar skulu vera smávaxnar, hringlaga og innihalda súkkulaði. Piparkökur eru undanskildar þessari reglu. Við bökum pipar-kökurnar án súkkulaðis en þær þurfa að vera formaðar í grunnformin.Smákökurnar eru geymdar í postulínsskálum, einlitum og óskreyttum. Hámark 15 smákökur mega vera í skálinni hverju sinni og við tökum aldrei fleiri en 2 kökur í einu úr skálinni. Athugið að jólasmákökur geta innihaldið snefilmagn af hnetum.

11

Jólapakkar

Jólapakkar skulu vera harðir og ferhyrningslaga. Ekki skal undir nokkrum kringumstæðum gefa mjúka pakka. Ef gjöfin er mjúk skal koma henni fyrir í kassa með 90 gráðu hornum. Kassarnir skulu vera veglegir og helst í gullinsniði, sem þýðir að stysta hlið kassans er margfölduð með 1.62, þá fæst næsta hlið og er þeirri tölu margfaldað með 1.62 og fæst þá lengsta hliðin.Gjafapappírinn má vera frá 75 - 90 gr. Við notum eingöngu einlitan jólapappír í grunnlitum eða kirsuberjableikum undir CMYK gildinu 0,73,49,0. Borðinn utan um pakkann skal einnig vera einlitur og tóna vel við valinn lit gjafapappírsins.Þykkt borðans má aldrei vera yfir 10% af stærstu hlið pakkans.

13

Jólablanda

Jólablandan skal blönduð úr Malti og Appelsíni frá Egils. Glösin skulu vera sívalningslaga, með radíus í kringum þrjá til fimm sentímetra. Hlutföllin skulu vera 60% Appelsín á móti 40% af Malti. Kannan sem drykkirnir eru blandaðir í, skal vera glær, með handfangi, og halla 40-50° á meðan drykkjunum er hellt varlega utan í hlið könnunar. Appelsínið fer á undan ofaní ofan í könnuna. Sérstaka áherslu skal leggja á að Appelsínið sé fjórar gráður á selsíuskvarðanum, en Maltið sé um það bil 10 gráður og hafi fengið að standa í minnst hálfa klukkustund. Við bíðum eftir að froðan hjaðni og hellum þá blöndunni í glösin, best er að fylla þau upp að þremur fjórðungs hlutum. Ef fólk vill gera sérstaklega vel við sig, má væta örlítið glösin að innan og skella þeim í frysti í klukkustund áður en hellt er í þau.

15

Jólamatur

Jólamaturinn er þriggja rétta máltíð og hefst á slaginu 18:00, þegar kirkju-klukkur landsins hringja inn jólin. Fari fjölskyldumeðlimir til kirkju til að hlýða á orð Guðs skal seinka kvöldmatnum uns meðlimir koma til baka, þó ekki lengur en til 18:45. Hafi þeir ekki látið sjá sig fyrir þann tíma skal máltíðin hefjast án þeirra. Í forrétt skal bera fram hrísgrjónagraut, í honum er falin mandla. Í lok réttsins stendur handhafi möndlunar uppi sem sigurvegari og hlýtur þá verðlaun fyrir vikið. Verðlaun þessi eru í formi samkvæmisspils eða bókar. Við eldum aðalmáltíðina af alúð og skal hún vera vegleg og duga fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar. Máltíðin skal ávallt innihalda reykt kjöt. Elsti fermdi karlmaður heimilisins sker kjötið, sé hann eldri en 75 ára skal húsmóðirin skera. Allir fermdir meðlimir fjölskyldunar skulu hjálpast að við matseldina ellegar sæta refsingu og sinna uppvaskinu að máltíð lokinni. Í eftirrét skal boðið uppá sætan rétt og hollan, til að mynda ávexti. Varast ber óholla eftirrétti!

17

Jólafatnaður

Fatnaður skal vera snyrtilegur á aðfangadag, einkum hjá eldri meðlimum fjölskyldunnar. Ófermdir fjölskyldu meðlimir ættu að klæðast snyrtilegum klæðnaði, þó ekki jakkafötum. Fágaður og látlaus klæðnaður skiptir sköpum til að fullkomna daginn. Karlmenn skulu klæðast einlitum dökkum jakkafötum, hvítum skyrtum, með einlitt bindi og í lakkskóm. Konur skulu klæðast ein- eða tvílita kjólum, dökkum sokkabuxum og skóm með hælum, hærri en 5 sentímetrum. Hælaskór með fyllingu er eitthvað sem ætti að forðast. Andlitsfarði skal vera sérlega vandaður á aðfangadag og hárgreiðslur karla og kvenna ættu að vera vandlega greiddar og hárið snyrt. Gott er að hafa í huga að almennt hreinlæti er eitt af frumefnum jólanna.

Svona eru jólin!

Svona eru jólin!