20
ÁFRAM FH! Meðal efnis: Daði Lárusson Sigurvin Ólafsson Guðmundur Hilmarsson Guðmundur Sævarsson Plakat Júlí 2006

FH football club 2006

Embed Size (px)

DESCRIPTION

FH football club 2006

Citation preview

Page 1: FH football club 2006

ÁFRAM FH!

Meðal efnis:

Daði Lárusson

Sigurvin Ólafsson

Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur Sævarsson

Plakat

Júlí 2006

Page 2: FH football club 2006
Page 3: FH football club 2006

3

Meðal efnis:Bls. 5 Fyrirliðinn

Bls. 7 Bakvörðurinn

Bls. 9 Þjálfarinn

Opna Plakat

Bls. 13 Miðjumaðurinn

Bls. 15 Sjónvarpsstjórinn

Bls. 16 Blaðamaðurinn

Bls. 19 Miðvörðurinn

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfRitstjóri: Guðmundur M. Ingvarsson Blaðamenn: Guðmundur M. Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Ljósmyndun: Daníel Rúnarsson Gísli Baldur Gíslason Umbrot: Maf ia.isPrentun: Íslandsprent

Unnið í samstarfi við knattspyrnudeild FH.

w w w . m e d i a g r o u p . i s

Eftir að hafa verið besti stuðningsmannahópur landsins undanfarin ár lentum við Mafíumeðlimir í erfiðum stundum þegar leið á Landsbankadeildina í ár. Skömmu eftir að hafa misst af stuðningsmannaverðlaunum Landsbankans fyrir umferðir 1-6 sem varð mörgum vonbrigði fór mönnum að verða ljóst að ekki var allt eins og á best var kosið í hópnum og í kjölfar mikillar fjölmiðlaumræðu var ekki hjá því komist að taka á málunum.

Alveg eins og þegar liðið tapar leik þurftum við að rífa okkur upp og berjast áfram og sýna það og sanna að við erum besti stuðningsmannahópur landsins. Alveg eins og hjá liðinu var það líka stjórn FH sem var fyrst til að rétta fram hjálparhönd og hjálpa okkur að skilja að leiðin lægi bara uppá við og þýddi ekki að dvelja við það sem liðið er.

Okkur hefur tekist að bæta úr málunum á frábæran hátt og með hverjum leiknum eykst stemmningin og mætingin í stúkunni og má hvaða stuðningsmannahópur landsins öfunda okkur út í þennan kjarna sem hefur sýnt og sannað að við getum ekki bara lifað af áföll heldur komið sterkari út úr þeim.

Framundan eru spennandi vikur þar sem FH gerir atlögu að því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja árið í röð. Staða liðsins er góð og með okkar stuðningi mun titillinn koma aftur í ár.

Áfram FHMafíumeðlimur

Við erum FH...og við gefumst ekki upp!

Áfram FH!

Page 4: FH football club 2006
Page 5: FH football club 2006

5

Daði Lárusson hefur verið einn besti markvörður landsins síðustu ár og hefur sýnt ótrúlegan stöðuleika í marki FH. Daði var nýlega gerður að fyrirliða FH og er orðinn annar markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta.

FH var yfirburðalið í íslenskum fótbolta síðasta sumar og því ekkert óeðlilegt við það að Daði sé bjartsýnn í upphafi sumars. „Við erum vaknaðir til lífsins eftir misjafnt gengi í vetur og það skiptir ekki minna máli að stuðningsmennirnir eru vaknaðir til lífsins þannig að stemningin í Firðinum er með besta móti. Það hafa góðir menn farið frá liðinu og góðir menn komið í staðinn þannig að það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn.“

Evrópukeppnin er gulrótinFH tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þegar aðeins 15 umferðir voru búnar af Íslandsmótinu í fyrra en Daði á von á mun meiri samkeppni þetta árið. „Það er mjög hæpið að við afrekum það sem við gerðum í fyrra aftur í ár, þetta var hálfgert einsdæmi hjá okkur í fyrra þó þetta hafi svo sem gerst áður. Maður finnur ekki fyrir kröfum hjá fólki að endurtaka leikinn en það er ekkert leyndarmál að við setjum sjálfir þær kröfur á okkur að vinna Íslandsmótið þriðja árið í röð þó það séu fleiri góð lið í deildinni í ár en síðustu tvö ár. Mótið hefur farið spennandi af stað og ég von á því að svo verði áfram.“

FH náði mjög góðum árangri í Evrópukeppninni sumarið 2004 en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. „Það skiptir leikmenn og félagið miklu máli að spila í Evrópukeppni og við ætlum okkur að gera betur í ár en í fyrra. Evrópukeppnin er aðal gulrótin í þessu fyrir okkur. Það er mikilvægt fjárhagslega fyrir félagið að við komust lengra og svo er þetta góð auglýsing fyrir leikmenn sem vilja koma sér á framfæri, fyrir utan hvað það er skemmtilegt að eiga við þessi erlendu lið. Það er líka gaman fyrir stuðningsmenn liðsins að fá erlend lið hingað til að leika við okkur. Stuðningsmenn okkar hafa verið frábærir. Hafnarfjarðarmafían sér um að skemmta öllum áhorfendum og leikmönnum og það væri frábært að geta boðið þeim upp á gott gengi í Evrópukeppninni.“

Heimir og Ólafur eru góðir samanLeikmannahópur FH tók þó nokkrum breytingum fyrir sumarið og þrátt fyrir að missa sterka leikmenn þá segir Daði breiddina í liðinu enn vera mikla og hefur hann engar

áhyggjur af því að liðið sé eitthvað slakara en í fyrra. „Allan Borgvardt er farinn, Heimir er hættur og Auðun er meiddur en við fengum leikmenn í staðin sem hafa aðra kosti en þessir leikmenn og þeir eiga eftir að reynast okkur vel. Við vorum með breiðan hóp í fyrra og það sátu leikmenn fyrir utan sem hefðu komist í hvaða annað úrvalsdeildarliðs sem er þannig að við höfðum alveg efni á að missa þessa leikmenn. Við erum enn með mikla breidd og það eru enn leikmenn fyrir utan sem geta sett mark sitt á leikina hjá okkur þannig að ég hef engar áhyggjur.“

Það var ekki aðeins breyting á leikmannahópnum heldur var einnig skipt um aðstoðarþjálfara. Leifur Garðarsson hélt í Árbæinn og í hans stað kom fyrirliðinn fyrrverandi Heimir Guðjónsson. „Mér finnst Heimir og Ólafur vega hvorn annan vel upp eins og var með Leif og Óla. Það er nauðsynlegt að vera með ólíka einstaklinga í þjálfarateyminu og mér finnst þeir stíga þennan dans nokkuð vel. Þeir hafa ekki nákvæmlega sömu skoðun á hlutunum sem er af hinu góða því þá er meiri fjölbreytni í þessu hjá okkur.“

Þar sem Heimir hætti að leika varð FH að finna nýjan fyrirliða og var Daði fyrir valinu. „Það er algjör draumur að leiða FH inn á Kaplakrika fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn. Þetta er meiriháttar heiður og ég er mjög stoltur að fá að sinna þessari stöðu.“

Stuðningurinn á pöllunum skiptir sköpumDaði er gríðarlega stoltur yfir að hafa verið valinn í landsliðið þegar Eyjólfur Sverrisson valdi sinn fyrsta hóp fyrr á árinu. „Þetta er mikill heiður og í raun gamall draumur að verða að veruleika. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður hóf að leika fótbolta sem barn. Þetta er eitthvað sem heldur manni við efnið og hvetur mann til að gera enn betur.“

Daði lék með yngri flokkum FH og hefur alla tíð verið leikmaður FH ef undan eru skilin stutt stopp í Borgarnesi og í Bandaríkjunum þar sem Daði stundaði nám. „Ég var í mjög góðum höndum í yngri flokkum FH þó við höfum ekki raðað inn titlum. Ég var svo heppinn að Úlfar Daníelsson þjálfaði mig og ég naut virkilega góðs af því. Að öðru leyti vantaði aðeins upp á markmannsþjálfunina sem ég fékk en það er ósköp eðlilegt þar sem það kostar peninga að ráða markmannsþjálfara. Það er samt búið að ráða bót á því í gegnum árin og þetta er allt á réttri leið.“

Daði vildi að lokum hvetja stuðningsmenn FH til að halda áfram að styðja við bakið á liðinu alveg sama hvernig gengur. „Við verðum að standa saman í þessu því þá sé ég fram á enn eitt FH sumarið. Ég er þakklátur fyrir allt sem stuðningsmenn FH hafa gefið okkur. Þeim hefur farið fjölgandi og það verður gaman að sjá hvort þróunin verður eins og síðustu ár og stuðningsmönnum okkar haldi áfram að fjölga.“

ALGJÖR DRAUMURað leiða FH inná Kaplakrikavöll

Daði Lárusson

Page 6: FH football club 2006
Page 7: FH football club 2006

7

FRAMHERJINNí bakverðinum

Guðmundur Sævarsson er einn af fjölmörgum uppöldum FH-ingum í meistaraliði FH. Guðmundur hóf ferilinn sem framherji en hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn besti hægri bakvörður landsins.

Guðmundur er kampakátur með að vera kominn út á grasið á nýjan leik. „Undirbúningstímabilið er einhverjir sex sjö mánuðir og það er alltaf gaman þegar þetta fer af stað. Ég er alltaf í góðu formi og hef æfði mjög vel í vetur þó ég hafi verið eitthvað meiddur í nára fyrir áramót.“

Langar að vinna bikarinnGuðmundur hefur sett sér einföld markmið fyrir sumarið. „Við ætlum að halda titlinum og gera betur í Evrópukeppninni. Við ætlum að minnsta kosti að komast í aðra umferð. Það er erfitt að gera betur í deildinni en í fyrra en við getum klárlega haldið titlinum. Svo er vonandi að hinn bikarinn detti inn, það er kominn tími á hann. Hvað mig varðar þá hugsa ég lítið um að komast í landsliðið aftur þó það hvíli kannski aftast í kollinum á mér. Það er ekki markmið sem slíkt og kemur bara ef það kemur.“

Þrátt fyrir miklar breytingar á liðið FH segir Guðmundur kjarnann í liðinu vera áfram til staðar til að keppa um titlana sem eru í boði. „Spekingarnir segja að við höfum misst hryggjasúluna úr liðinu en við erum mannskapinn í að fylla í þau skörð. Við höfum meðal annars fengið Sigurvin inn á miðjuna sem mér líst mjög vel á og hópurinn er mjög sterkur. Þetta er sami kjarninn og í fyrra. Svo erum við við með uppalda FH-inga sem spila stórt hlutverk í liðinu sem er mjög jákvætt.“

Ungu strákarnir verða að sýna þolinmæðiGuðmundur lék sem framherji upp alla yngri flokkana hjá FH. Hvernig kann framherjinn við sig í bakverðinum? „Ég kann mjög vel við mig í bakverðinum. Ég er nokkuð frjáls í þessari stöðu og get komið upp kantinn hvenær sem er og spila stórt hlutverk í sóknarleiknum. Við erum með lið sem spilar alvöru fótbolta og þá er bakvarðastaðan mjög fín. Það hefur verið einn af styrkleikum FH að spila með sóknarsinnaða bakverði. Svo er liðið líka svo gott að maður er ánægður með að vera í byrjunarliðinu, hvar sem það er á vellinum.“

Guðmundur segir FH vera mjög góðan klúbb að alast upp hjá en hann og félagar hans í 5. og 6. flokki voru mjög sigursælir. „Það fjaraði aðeins undan þessu hjá okkur í 3.

og 4. flokki þegar menn fóru að detta út úr fótboltanum en þetta voru mjög skemmtilegir tímar og við vorum með marga góða þjálfara. Þegar ég var með Leif Garðars í öðrum flokki skoraði ég meira en mark í leik sem var mjög skemmtilegt.“

Þrátt fyrir að FH sé með mjög gott lið segir Guðmundur að það séu nokkrir strákar sem eru við það að koma upp í meistaraflokk sem eiga eftir að láta kveða að sér hjá liðinu. „Atli Guðnason á eftir að verða alvöruleikmaður. Árni Freyr Guðnason er að koma upp mjög sterkur eins og Heimir Snær Guðmundsson og Pétur Óskar Sigurðsson. Þessir strákar verða bara að sýna þolinmæði og bíða eftir tækifærinu. Það er mjög erfitt að komast í þetta liðið en þeir ættu að geta það ef þeir sýna þessu næga þolinmæði og eru duglegir að æfa. Svo má ekki gleyma Matthíasi Vilhjálmssyni sem er gríðarlega efnilegur. Vandamálið verður bara að halda í hann því ég býst við að hann fari snemma í atvinnumennsku.“

Guðmundur vildi að lokum hvetja stuðningsmennina og Hafnarfjarðarmafíuna að halda áfram sínu góða starfi. „Þeir eru 12. leikmaður liðsins og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim mæta hálftíma fyrir leiki og syngja stanslaust.“

Guðmundur Sævarsson

Page 8: FH football club 2006

Ólafur Jóhannesson

Page 9: FH football club 2006

9

SETJUM PRESSUNAá okkur sjálfir

Ólafur Jóhannesson er sigursælasti þjálfari í sögu FH. Undir hans stjórn hefur FH hampað Íslandsmeistaratitlinum tvö ár í röð og deildarbikarnum tvisvar á síðustu þremur árum. Ólafur freistar þess nú að stýra FH til sigurs í Landsbankadeildinni þriðja árið í röð.

FH byrjaði mótið með tveimur góðum útisigrum gegn Reykjavíkurliðum sem spáð var góðu gengi í sumar og hafa í kjölfarið náð góðu forskoti í deildinni enda enn ósigrað þegar þetta er ritað. Það er því eðlilegt að mótið leggist vel í þjálfarann. „Við höfum sett okkur markmið um að vera í toppbaráttunni og við teljum okkur hafa mannskap í það. Við finnum ekki fyrir neinni utanaðkomandi pressu en við höfum sett töluverða pressu á okkur sjálfa um að vera í toppbaráttunni,“ sagði Ólafur í viðtali við FH blaðið.

Einn helsti styrkleiki FH í fyrra var mikil breidd og Ólafur segir enga breytingu vera á því. „Styrkleiki okkar er sá sami og undanfarin ár. Við erum með hóp góðra leikmanna og þó það séu hoggin skörð í okkar hóp erum við með leikmenn sem geta tekið við og ég myndi telja styrk okkar í því að við erum með góða leikmenn í öllum stöðum á vellinum og nýju leikmennirnir fylla í skörðin sem þeir leikmenn sem fóru skildu eftir sig. Það er fjöldi af ungum og efnilegum strákum í okkar hópi sem verða alltaf betri og betri. Þeir hafa verið að fá tækifæri og eiga eftir að fá enn fleiri sem hjálpar okkur mikið.“

Verður jafnt í sumarÞað hefur oft verið talað um að ungir leikmenn þurfi langan aðlögunartíma eftir að þeir koma upp úr öðrum flokki áður en þeir eru tilbúnir í átökin í Landsbankadeildinni. Ólafur segir að það sé ástæða fyrir því. „Eins og staðan er í boltanum í dag er ekki algengt að ungir leikmenn komi upp úr 2. flokki og beint inn í liðið. Það er vegna þess að fótboltamenn fara fyrr út í atvinnumennsku en áður var. Þeir bestu leika kannski aldrei með liðum í efstu deild hér heima.“

Þó byrjun FH hafi verið mjög góð gegn sterkum andstæðingum telur Ólafur að liðið muni fá mun meiri samkeppni í toppbaráttunni en í fyrra. „Deildin virðist ætla að vera mun jafnari í ár en í fyrra. Ég er ekki viss um að deildin skiptist í tvo til þrjá hópa. Ég held að þetta verði einn stór pakki sem keppir um að sigra

keppnina og falla. Deildin verður jöfn og skemmtileg allt til loka.“

Ólafur Jóhannesson hefur verið viðriðinn íslenskan fótbolta um langa hríð og því ekki úr vegi að spyrja hann hvaða framfarir hann hafi séð á þessum tíma. „Maður sér framfarir í þessu á hverju ári. Með tilkomu þessara íþróttahalla eru menn að æfa við bestu aðstæður yfir veturinn sem á að auka gæðin. Einnig eru ungir leikmenn að fara fyrr út en áður, að mínu mati oft of ungir, en það er vegna þess að þeir eru betri fótboltamenn en áður þekktist. Menn eru almennt flinkari með boltann og æfa meira en áður sem skilar sér í betri alhliðaleikmönnum. Með tilkomu deildarbikarsins spila leikmenn líka fleiri leiki en áður á undirbúningstímabilinu og eru því fyrr tilbúnir í að fara á grasið en áður.“

Erfitt að komast á fram í MeistaradeildinniFH tekur þátt í undankeppni Meistaradeildarinnar eins og í fyrra og er mikill hugur í mönnum að gera betur á þeim vettvangi. Hafði Evrópukeppnin einhver áhrif á undirbúninginn fyrir tímabilið? „Nei, svo var ekki. Undirbúningstímabilið á Íslandi er eitt það lengsta í heiminum og fer mest í þrek og úthald. Stefnan var að gera menn klára fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti. Það er enginn höfuðáhersla á deildarbikarinn heldur að vera með liðið í toppgír þegar deildin byrjar.“

Þrátt fyrir að undirbúningstímabilið var með hefðbundnu sniði ætla menn sér samt að komast lengra í Evrópukeppninni. „Auðvitað viljum við fara eins langt og mögulegt er í þessari Evrópukeppni en það er mjög erfitt. Liðin í Meistaradeildinni eru mikið sterkari en í hinum Evrópukeppnunum og er möguleiki íslensku liðanna fyrst og fremst í þessum Intertoto-

keppnum. Meistaradeildin byggist á að vera heppinn með drátt en það eru fleiri sterk lið þar sem gerir þetta erfitt.“

Þátttaka í Evrópu hefur gífurlega þýðingu fyrir lið sem ætla sér að vera í fremstu röð og það tók Ólafur undir. „Þetta hefur mikla fjárhagslega þýðingu fyrir félögin ólíkt handboltanum þar sem menn tapa á því að taka þátt í þessu. Svo er auðvitað draumur allra leikmanna að spila við erlent lið og sanna sig og sjá hvar menn standa. Yfirleitt eru þetta atvinnumannalið sem maður er að spila við og það er alltaf gaman að reyna sig gegn slíkum liðum. Það er auðvitað skemmtilegt að taka þátt í þessu.“

Ólafur vildi að lokum hæla frábærum stuðningsmönnum FH sérstaklega. „Stuðningsmenn FH hafa verið okkar tólfti maður og vil ég hvetja menn til að koma í Krikann og taka þátt í þessu með okkur áfram.“

Ólafur Jóhannesson

Page 10: FH football club 2006
Page 11: FH football club 2006
Page 12: FH football club 2006

12

Page 13: FH football club 2006

13

Sigurvin Ólafsson er nýr leikmaður hjá Íslandsmeisturum FH í knattspyrnu. Venni eins og hann er kallaður lék áður með KR í mörg ár við góðan orðstír og var ávallt einn besti leikmaður liðsins. Það var því mikill fengur fyrir FH að fá Venna sem viðbót við liðið sem er betra með hann innanborðs. FH blaðið spurði Venna út í félagsskiptin og annað tengt fótboltanum.

Eins og fram kom hér að ofan þá lék Venni lengi með KR en hvað kom til að hann ákvað að ganga til liðs við FH?„Eftir að vera orðinn laus undan samningi frá KR og ljóst var að það samstarf myndi ekki ganga áfram höfðu nokkur lið samband. Eftir að hafa metið alla kosti og eftir að hafa rætt við þá sem stjórna var ljóst að FH var besti kosturinn. Svo var líka spennandi að leika aftur við hlið góðvinar míns Tryggva Guðmundssonar. Hann lagði hart að mér að koma til liðsins og það varð úr.“

En kom það aldrei til greina að vera áfram í herbúðum KR?„Jú eflaust hefði ég haldið áfram í KR ef það hefði verið mögulegt. Bæði var ég orðinn nokkuð heimakær þar, auk þess sem ég bý við hliðina á KR-vellinum. Hins vegar sýnist mér sem þessi breyting hafi komið sér mjög vel fyrir mig, auk þess sem skiptin björguðu mér frá hryllingsvetri. Ég á nógu erfitt með að komast á lappir klukkan átta.“

Þegar KR og FH eru í umræðunni þá er ekki annað hægt heldur en að spyrja Venna um muninn á þessum stóru félögum. Ætli hann sé mikill? „Meðal ástæðna þess að ég valdi FH er að þar er líkt og í KR mikil pressa á að ná árangri og mikill metnaður. Sem íþróttamaður hlýtur maður að reyna að takast á við áskoranir. Pressan er þó öðruvísi í FH, þar taka allir sem einn þátt í sameiginlegu markmiði og mikil jákvæðni og heiðarleiki einkennir leikmenn og stjórnendur. Allir taka pressuna á sig saman. Í KR skipti jafnvel ekki máli þó að vel hafi gengið, sjaldnast voru menn fullkomlega ánægðir. Væntingarnar eru gríðarmiklar í KR, t.d. má sjá að Willum var látinn fara eftir að hafa stjórnað liðinu til tveggja titla á 3 árum. Undir þessum aðstæðum eiga leikmenn oft erfitt með að finna leikgleðina og það bitnar oftar en ekki á leiknum. Þetta er þó ekki svo óeðlilegt, KR er gamli stóri klúbburinn, klúbburinn sem allir elska að hata.“

Ánægður með stuðninginnEins og Venni sagði þá er það mikil pressa að leika fyrir þessi stærstu félög landsins. Þegar hann lék með KR fann

hann vel fyrir pressunni en finnur hann jafnmikið fyrir henni með FH?„Eins og áður segir er auðvitað mikil pressa á að verja titilinn. Hún er hins vegar mun jákvæðari í FH. Það skiptir svo sem ekki öllu máli, ég er ekkert að fara á taugum. Ég reyni bara að gera mitt besta og svo verður bara að koma í ljós hvernig það gagnast FH.“

Eftir að Venni gekk í raðir FH þá hefur hann leikið gegn KR í Vesturbænum. Fannst þér óþægilegt að leika fyrir framan þína gömlu stuðningsmenn og gegn þínum gömlu félögum?„Ég viðurkenni að þetta var sérstök upplifun, einkum vegna þess að þetta var fyrsti úrvalsdeildarleikurinn með FH. Þó var þetta nokkuð þægilegt að byrja með nýju liði á velli sem ég gerþekki. Ég fann ekki fyrir neinum óþægindum að leika gegn gömlum vinum, Ísland er lítið land og í hverri umferð leik ég gegn einhverjum vinum og kunningjum. Ég var þó ánægðastur með að stuðningsmenn tóku mér vel, sérstaklega FH-ingar, en ekki síður KR-stuðningsmennirnir. Þeir sýndu mér þó þá virðingu að baula ekki á mig. Ég fékk samt ekki blóm sem er auðvitað skandall.“Eiður og Tryggvi standa upp úrÓlafur Jóhannesson er þjálfari FH og hefur náð frábærum árangri með liðið. Því var Venni spurður hvernig þjálfari hann sé? „Óli er eini sinnar tegundar, það er ljóst. Hann er einstaklega þægilegur og er þjálfari að mínu skapi. Ég er búinn að vera lengi í boltanum og haft marga öskurapa og þokulúðra sem þjálfara þannig að það er ánægjuleg breyting að vera ekki með hellu fyrir eyrunum eftir tilgangslausar þrumuræður. Fyrir utan það get ég ekki dæmt um Óla sem þjálfara að sinni, enda er ég tiltölulega

nýkominn til FH. Hingað til hef ég ekki haft yfir neinu að kvarta.“

En hver ætli sé besti leikmaður sem þú hefur leikið með?„Get ekki auðveldlega svarað því, hef kynnst mörgum góðum. Hef spilað nokkra leiki með Eiði Smára, þannig að hann er augljóslega besti íslenski leikmaðurinn sem ég hef spilað með. Svo er Tryggvi náttúrulega magnaður.“

Næst var Venni spurður út í markmið liðsins í sumar.„Að vinna titla og ná að klóra í eitthvað stórlið í Evrópukeppninni. Það skal þó bent á það að okkur er sama þótt við vinnum deildina með einu stigi eða einu marki, síðasta tímabil verður ekki endurtekið í ár, eða jafnvel nokkurn tíman.“Lið setja sér iðulega markmið og margir leikmenn setja sér persónuleg markmið. Setti Venni sér eitthvað persónulegt markmið í sumar?„Ekkert nákvæmt markmið nei. Bara að komast inní þessa skemmtilegu spilamennsku sem FH reynir að sýna og hjálpa til við að ná árangri”.

FH-ingar eiga án efa eina bestu stuðningsmenn landsins. Þeir hafa stutt liðið í gegnum súrt og sætt og er ávallt mikið stemming á meðal þeirra. En hvað vill Venni segja við þá að lokum? „Þakka innilega þann stuðning sem mér hefur verið veittur. Hann er ekki sjálfsagður, ég var náttúrulega að koma úr KR sem er jú erkióvinurinn. Vonandi verður áframhald þar á. Já og takk fyrir lagið mitt, það er mjög gott.“

JÁKVÆÐNI

Sigurvin Ólafsson

og heiðarleiki

Page 14: FH football club 2006
Page 15: FH football club 2006

15

Hilmar Björnsson

Hilmar Björnsson átti þrjú frábær tímabil á kantinum með FH. Hilmar er sjónvarpsstjóri Sýnar sem hefur lagt mikinn metnað í að fjalla um Landsbankadeildina á fagmannlegan hátt. FH blaðið spurði Hilmar lítillega út í ferilinn hjá FH og tímabilið sem senn verður hálfnað.

Þegar Hilmar er spurður út í árin hjá FH kemur sumarið 1993 fyrst upp í hugann. „Sumarið 1993 var frábært. Ég var svo heppinn að spila í topp fótboltaliði. Það var sannkallaður draumur að leika á kantinum í því liði með snillingum eins og Ólafi Kristjáns, Hödda Magg og Andra Marteins ásamt fleirum. Liðið 1993 er að mínu mati eitt það besta sem leikið hefur á Íslandi. FH liðið sem ég var í 2001 var líka skemmtilegt en ekki eins gott.“

Kom ekki á óvart þegar FH landaði fyrsta titlinum?„Við spiluðum frábæran sóknarbolta 1993 og skoruðum mikið af flottum mörkum,“ sagði Hilmar og bætti við „því miður var ÍA liðið gríðarlega sterkt á þessum árum og við urðum að sætta okkur við annað sætið. Það var ekki veikur hlekkur í þessu liði okkar. Tímabilið 2001 er líka eftirminnilegt en þá lékum við í efstu deild eftir langa fjarveru. Það var virkilega skemmtilegur andi í liðinu enda ekki annað hægt með Loga Ólafsson sem þjálfara. Við urðum í þriðja sæti og komumst í undanúrslit bikarsins. Í þessu liði var kjarninn sá sami og í liðinu í dag, Daði, Freyr, Baldur, Atli Viðar og fleiri. Jón Þorgrímur og Heimir Guðjónsson voru einnig í liðinu en þessir menn hafa verið í aðalhlutverkum í liðinu síðustu ár. Ég var virkilega stoltur þegar þessi strákar urðu Íslandsmeistarar 2004 enda áttu þeir það fyllilega skilið.“

Það kom Hilmari ekki á óvart þegar titillinn kom loksins í hús 2004. „Þessir strákar lögðu mikið á sig og þetta kom mér ekki á óvart. Það skemmir heldur ekki fyrir að þeir fengu tvo frábæra Dani til liðs við sig og blandan í liðinu var fullkomin.“

Hver er styrkur FH í dag? „Kjarninn í liðinu er styrkur FH. Það skiptir litlu máli þótt menn hætti eða fari í önnur félög. Það er svo vel staðið að öllu í kringum félagið að það kemur alltaf maður í manns stað og það vilja flestir leikmenn á Íslandi spila fyrir FH í dag. Það hefur líka sýnt sig að menn fara ekki svo auðveldlega frá félaginu þótt þeir eigi ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Ég tek Atla Viðar og Baldur Bett sem dæmi. Þeir gætu auðveldlega gengið í hvaða lið í Landsbankadeildinni sem er en þeir vilja bara spila fyrir FH og það segir sína sögu.”

Umgjörðin hefur stórbatnaðSjónvarpsstöðin Sýn setti í met í fjölda beinna útsendinga frá Landsbankadeildinni síðasta sumar. „Við höldum áfram að gera útsendingarnar betri en vegna beinna útsendinga frá Heimsmeistaramótinu þá held ég að við náum ekki að sýna jafn marga leiki og 2005. Við leggjum metnað í að gera beinar útsendingar skemmtilegar fyrir okkar áskrifendur. Öll umgjörð hefur stórbatnað og sömuleiðis hafa útsendingarnar orðið betri með hverju árinu. Þar

liggur metnaður okkar og svo má ekki gleyma því að við höfum sérstaklega gaman að því sem við erum að gera.“Hilmar vildi að lokum þakka FH fyrir frábær ár og öllu því skemmtilega fólki sem hann kynntist hjá FH. „FH-ingar mega vera stoltir af sínu liði og félaginu í heild sinni. Það hefur allt gengið upp að undanförnu og þar er ekki af ástæðulausu. Gangi ykkur vel í sumar og næstu ár. Þið eigið það svo sannarlega skilið.“

1993 LIÐIÐ VAR FRÁBÆRT

Page 16: FH football club 2006

16

Guðmundur Hilmarsson blaðamaður hjá Morgunblaðinu er uppalinn FH-ingar en hann lék með meistaraflokki félagsins í 13 ár og var fyrirliði liðsins í þrjú af þeim árum. Sem íþróttablaðamaður er Guðmundur mjög vel að sér um íslenskan fótbolta og er með ákveðnar skoðanir á hlutunum.

Guðmundur hóf feril sinn með FH árið 1979 aðeins 18 ára gamall. Árni Njálsson þjálfaði félagið sem tryggði sér sæti í 1. deild um

sumarið. „Ásgeir Elíasson tók við liðinu 1980. Það er mér mjög minnisstætt að við mættum Þrótti í síðasta leiknum á tímabilinu og við þurftu að sigra til að halda sæti okkar í deildinni. Þetta er leikur sem ég gleymi seint því ég skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður og aðeins verið á vellinum í einhverjar sekúndur. Við unnum leikinn sem fór fram í Laugardalnum 2-3 og héldum sætinu í deildinni á þessu marki.“Guðmundur upplifði ýmislegt með FH en liðið rokkaði á milli 1. og 2. deildar á níunda áratugnum. Guðmundur hóf ferilinn sem framherji en þegar Ingi Björn Albertsson tók við liðinu 1981 færði hann Guðmund aftar á völlinn. „Ég byrjaði frammi en Ingi Björn sá einhvern varnarmann í mér. Hann setti mig í bakvörðinn og svo einu eða tveimur árum síðar fór ég í miðvörðinn og var það mitt hlutskipti upp frá því. Ég spilaði sem sweeper megnið af mínum ferli. Ég var alla yngri flokkana hjá FH og þá alltaf frammi en þetta var allt mjög skemmtilegur tími.“

Þó árin hjá Inga Birni væru mjög góð þá segir Guðmundur ákveðinn uppgang hafa hafist upp úr 1988 þegar Ólafur Jóhannesson núverandi þjálfari FH tók fyrst við liðinu. „Við unnum 2. deildina með yfirburðum eftir að Óli Jóh tók við liðinu. Þetta var undanfari af mjög góðum árum hjá FH. 1989 gloprum við titlum á heimavelli gegn Fylki í síðasta leik. Það var ótrúlega mikill áhorfendafjöldi á vellinum en við kiknuðum undan álaginu. Þetta var mjög sárt en sem betur fer hefur FH ná að brjóta ísinn eftir þetta.“

Ævintýrið í DundeeÁrið eftir áfallið gegn Fylki lét FH að sér kveða í

Evrópukeppni í fyrsta sinn sælla minninga fyrir Guðmund. „Við fengum Dundee United sem á þeim tíma var stórlið í skoska fótboltanum en skoska

deildin var mun sterkir á þeim tíma en hún er í dag. Það voru hörku naglar í því liði sem sýndi

sig þegar við mættum þeim í fyrri leiknum á heimavelli. Það var líklega versta veður

ársins þann dag, norðan strekkingur og éljagangur. Skotarnir hituðu

allir upp í stuttbuxum á meðan við vorum kappklæddir. Það

var ógleymanleg sjón.“

Leikurinn tapaðist 3-1 og segir Guðmundur þá hafa vitað innst

inni að möguleikarnir væru ekki ýkja miklir.

„Við komum svo gríðarlega á óvart í Skotlandi. Við komumst í 2-0 eftir 25. mínútna leik og þurftum aðeins eitt mark til viðbótar til að slá þá út. Við fengum flott færi til að skora þriðja markið en nýttum þau ekki og leikurinn endaði 2-2. Ég varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í þeim leik. Stjórinn hjá Dundee United var svo brjálaður eftir leikinn að hann bannaði leikmönnum sínum að skiptast á treyjum við okkur. Hann var bálreiður yfir því að áhugamennirnir frá Íslandi ættu svo góðan möguleika á að slá þá út úr keppninni. Þetta var mikið ævintýri fyrir okkur og fórum við mjög sáttir frá þessu.“

Guðmundur lék eitt ár í viðbót með FH en eftir tímabilið 1991 ákvað hann og Pálmi Jónsson félagi hans hjá FH að skipta um vettvang en þeir tóku við Reyni Sandgerði sem spilandi þjálfarar. „Þetta var mjög skemmtilegt líka. Við Pálmi vorum saman með liðið í tvö ár en ég var lengur með liðið. Mér tókst að koma Reyni tvisvar upp á milli deilda en við tókum við liðinu í 4. deild. Þegar þjálfaraferlinum lauk langaði mig að spila í eitt ár til viðbótar. Það árið komumst við upp í efstu deild þannig að ég fór upp um þrjár deildir með félaginu en það er samt ferillinn hjá FH sem stendur upp úr. Kaplakriki var manns annað heimili. Ég kom inn í þetta sem gutti og æfði þá með hetjum eins og Viðari Halldórssyni, Þóri heitnum Jónssyni, Helga Ragnarssyni og fleiri góðum köppum“.

Verður spennandi í árÞegar Guðmundur var í boltanum voru aðstæður til æfinga ekki boðlegar í samanburði við þær aðstæður sem fótboltamenn dagsins í dag hafa fengið að venjast. „Aðstaðan hefur gjörbreyst frá þeim tíma sem ég var í þessu. Yfir sumartímann þurftum við að leita að túnbölum úti um allan bæ til að æfa á en í dag er aðstaðan miklu betri og menn geta æft mikið betur. Stærsti munurinn á boltanum í dag og þá er aðstaðan og auðvitað fylgja framfarir aðstöðubreytingunni.“

Það er ekki aðeins aðstaðan sem hefur breyst, peningar hafa komið inn í boltann af miklum móð. „Það voru engir peningar í þessu á mínum ferli. Menn voru í þessu ánægjunnar vegna og það var kannski meiri leikgleði í þessu í þá daga. Í dag snýst mest um peningana. Það var alltaf stutt í grínið hjá okkur þó ég haldi nú að það sé enn þannig hjá FH þá virðist það ekki vera þannig alls staðar.“

Það kemur Guðmundi ekki á óvart að FH sé orðið stórveldi í íslenskum fótbolta. „Það hefur alltaf verið mikið lagt í þjálfun yngri flokkanna hjá FH þannig maður vissi að liðið kæmist upp á hátindinn. Það var fúlt að klúðra þessu 1989

Guðmundur Hilmarsson

Page 17: FH football club 2006

17

Guðmundur Hilmarsson

því við vorum með þetta í höndunum og svo tók ég líka þátt í tveimur bikarúrslitaleikjum sem unnust ekki þannig að það var mjög sætt að sjá FH vinna loks Íslandsmeistaratitilinn og þeir áttu það fyllilega skilið.“

FH voru með mikla yfirburði í fyrra sumar en Guðmundur telur liðið þurfa hafa meira fyrir titlinum í ár þó staðan sé vissulega góð þegar mótið er hálfnað. „Ég held að spennan verði meiri í ár og vona það reyndar. FH var búið að vinna mótið í fyrra löngu áður en það var búið og þó þeir hafi farið vel af stað held ég að spennan verði meiri. FH hafa misst sterka pósta úr sínu liði, Allan Borgvardt er farinn út, Auðun Helga er meiddur, Heimir er hættur og Jón Þorgrímur og Jónas Grani farnir annað. Einhvern tíman hefði þetta gert út af við lið en það sýnir sig hve sterkur hópurinn hjá FH er að þetta veikir liðið ekki endilega svo mikið. Ég bind vonir við að FH hlúi vel að þeim strákum sem þeir eiga. Það má ekki svæla ungu strákana frá félaginu. FH er með uppalda stráka í liðinu og maður vill alltaf sjá uppistöðuna í liðinu vera uppalda leikmenn. Ég veit að unglingastarfið hjá FH er gott og ég vara við því að ná í of marga leikmenn þó það þurfi auðvitað alltaf með.“

Það er ekki nóg að vera með gott unglingastarf, strákarnir þurfa að halda sig á landinu til að félögin geti notið þeirra. „Margir strákar fara of ungir út. Bjarni Þór Viðarsson hjá Everton er kannski undantekningin. Hann er svo vel gerður og er atvinnumaður í sér. Bjarni nýtur góðs af reynslu bræðra sinna og knattspyrnulegs uppeldis hjá foreldrum sínum. Það búa ekki allir að þessu og því mega strákarnir ekki fara of ungir út. Það hefur sýnt sig að það hefur eyðilagt fyrir

strákum að fara of ungir út. Þeir hafa kiknað undan álaginu og það hefur laskað þeirra feril. Grunnurinn þarf að vera til staðar áður en haldið er í atvinnumennsku.“

Minnir á gullaldarár ÍAStuðningsmenn FH skilja eftir sig spor hvert sem þeir fara enda vart fundinn öflugri stuðningsmannahópur hér á landi. „Ég vildi óska að við hefðum haft svona öflugan stuðning á bak við okkur á sínum tíma. Við fengum ótrúlegan fjölda á leikinn á móti Fylki 1989 en Hafnarfjarðarmafían er búin að vera tólfti maðurinn hjá félaginu og önnur félög líta FH öfundaraugum því þetta hefur svo ofboðslega mikið að segja. Það eru FH-ingar sem halda uppi stuðinu og stemningunni hvert sem þeir fara og ég held að önnur lið hljóti að fara að fordæmi FH hvað þetta varðar. Það er búið að kveikja í öðrum félögum eins og Keflavík, Val og ÍA.“

Áhuginn á fótbolta er alltaf að aukast eins og sést á fjölda beinna útsendinga frá erlendum fótbolta í íslensku sjónvarpi. Þetta hefur orðið til þess að fólki sem sækir völlinn hér heima fer fjölgandi og ekki síst í Hafnarfirði. „Það er mjög gaman hve mikill áhugi er á fótboltanum í Friðinum. Þegar ég var í þessu var FH stimplað sem handboltalið og við vorum alltaf minnimáttar gegn handboltanum. Nú hefur þetta snúist við. Mér þykir sárt að sjá stöðuna á handboltanum en FH er orðið stórveldi í íslenskum fótbolta. Aðstaðan og uppbyggingin í Krikanum, metnaðurinn og stuðningsmannaliðið er allt ofboðslega sterkt. Þetta er farið að minna á gullaldarár Skagans.“

Íslensk félagslið hafa alltaf annað slagið minnt á sig í

Evrópukeppnum en það er of sjaldan og langt á milli. Áttu von á því að FH geti bætt úr slöku gengi í fyrra í Evrópu? „Maður hefur verið hundóánægður með gengi íslensku liðanna í Evrópu þó FH hafi staðið sig vel 2004 þegar þeir slógu Dunfermline út. Þó þeir hafi fengið hressilega á baukinn gegn þýsku 2. deildar liði í næstu umferð á eftir. Evrópukeppnin er vettvangur til að ná í meiri pening og leikmenn fá reynslu og annað slíkt. Ég geri kröfu að FH geri betur en í fyrra þó það sé kannski ekki hægt að setja þá kröfu að liðið komist alla leið í Meistaradeildina en þetta er sjóað og reynslumikið lið sem er alveg nógu gott til að geta keppt við bestu liðin á Norðurlöndunum.“

Umgjörð Landsbankadeildarinnarer frábærStefna KSÍ og forráðamanna liðanna í Landsbankadeildinni er að fá 100.000 áhorfendur á leiki deildarinnar í sumar. Guðmundur telur það hæglega geta tekist þó það sé HM ár. „Markaðssetning KSÍ í samvinnu við Landsbankann er alveg frábær. Ég held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær 100.000 manna áhorfendamúrinn falli. Menn segja að það sé stundum erfitt að fá fólk á völlinn sumarið þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram en ég held að hún eigi bara eftir að auka áhugann hjá fólki í að mæta á völlinn þó samanburðurinn á leikjunum þar og hér heima sé ekki sanngjarn. Samt held ég að áhuginn aukist. Félögin eru að leggja mikið undir, búa til dagskrár fyrir fólk sem sækir völlinn og KSÍ býður upp á ódýrari miða. Umgjörðin getur ekki verið betri, vellirnir og áhorfendastæðin eru alltaf að að verða betri og betri þannig að það eru allar forsendur fyrir því að hægt sé að fjölga áhorfendum.“

Page 18: FH football club 2006
Page 19: FH football club 2006

19

Sverrir Garðarsson

Sverrir Garðarsson er einn allra efnilegasti miðvörður landsins en hann hefur þurft að berjast við erfið meiðsli í tæpt eitt og hálft ár. Enn er ekki ljóst hvort Sverrir verði með FH á tímabilinu en FH blaðið hafði samband við Sverri og tók stöðuna á honum.

Sverrir brotnaði á báðum ökklum í febrúar 2005 og missti því af öllu tímabilinu í fyrra. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegur tími. Þetta gréri ekkert til að byrja með og þurfti því að setja tvær skrúfur upp í lappirnar á mér. Ég er í endurhæfingu núna og er að reyna að koma mér af stað aftur.“

Sverrir æfir fótbolta tvisvar í viku eins og staðan er núna auk sjúkraþjálfunar en þrátt fyrir það er enn óvíst hvenær FH-ingar fái að sjá hann aftur að vellinum. „Það gætu verið tveir til þrír mánuðir þar til ég verð heill, það er samt ómögulegt að segja. Maður veit ekkert lengur í þessu. Það er mjög erfitt að standa fyrir utan þetta og mjög leiðinlegt.“

Hefur ekki verið erfitt að halda geðheilsunni í lagi í allan þennan tíma? „Það þarf ekki meiðsli til að það sé erfitt fyrir mig að halda geðheilsunni í lagi en ég hef svo sem verið ágætur. Ég hef verið duglegur að synda og lyfta og hef þannig haldið geðheilsunni innan ákveðinna marka.“

Sverrir segir það hafa verið erfitt að horfa á félaga sína leika fyrst eftir að hann meiddist en góður árangur liðsins hafi hjálpað mikið til. „Þetta eru allt góðir félagar manns og maður vill sjá þá vinna. Það er búið að vera gaman að sjá menn koma inn í liðið og standa sig vel. Auðun kom mjög sterkur inn í fyrra og Ármann Smári lítur vel út núna þannig að það verður erfitt að komast í liðið þegar ég er orðinn heill. En það er alveg klárt að ég ætla að ná fullum styrk, hvort sem það verður á þessu tímabili eða síðar og þá fer maður að hugsa um að komast í liðið aftur.“

Sverrir segist eiga töluvert enn í land en hann sé þó farinn að sjá framfarir nú eftir langan tíma þar sem ekkert virtist gerast. „Ég er langt frá því að vera 100% í hliðarhreyfingum og sprettum. Maður er eins snigill í þessu en ég fer þó alla vega áfram núna. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur að ná fullum styrk aftur.“

ÆTLA AÐ NÁfullum styrk

Page 20: FH football club 2006