24
Söngelski bóndinn Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 27. janúar 2011 4. tbl. · 28. árg. „Ég veit að undireins og ég gat staðið á fótunum fór ég að raula lög,“ segir Brynjólfur Árnason, bóndi á Vöðlum í Önundarfirði sem gaf á dögunum út nótnahefti með 20 sönglögum sem hann hefur samið. Brynjólfur, sem verður níræður í sumar, segir meðal annars frá ballferðum, orgelflutningum á sleða og smyglaðri harmónikku á miðopnu í dag. Söngelski bóndinn

Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

  • Upload
    others

  • View
    8

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

Söngelski bóndinn

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur27. janúar 20114. tbl. · 28. árg.

„Ég veit að undireins og ég gat staðið á fótunum fór ég að raula lög,“segir Brynjólfur Árnason, bóndi á Vöðlum í Önundarfirði sem gaf ádögunum út nótnahefti með 20 sönglögum sem hann hefur samið.

Brynjólfur, sem verður níræður í sumar, segir meðal annars frá ballferðum,orgelflutningum á sleða og smyglaðri harmónikku á miðopnu í dag.

Söngelski bóndinn

Page 2: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

22222 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Samkeppnishæfni lands-byggðarinnar fer versnandi

Síhækkandi eldsneytisverðhefur skaðað samkeppnishæfnilandsbyggðarinnar verulega ogþá sérstaklega útflutningsfyrir-tæki sem þurfa að koma afurðumsínum á markaði erlendis. „Áundanförnum árum hafa mörgiðnfyrirtæki horfið af sjónarsvið-inu hér vestra og með þeim yfir300 störf,“ segir Jóhann Jónasson,framkvæmdastjóri 3X Techno-logy á Ísafirði. „Nú er svo komiðað það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-

andi á landsbyggðinni. Sér í lagiþegar horft er til síhækkandi elds-neytisverðs sem hefur áhrif áflutningsgjöld og þar með skakkasamkeppnisstöðu þeirra fyrirtækjasem þurfa að flytja til sín aðföngog frá sér tilbúnar vörur á mark-aði erlendis. Samkeppnisstaðalandsbyggðarfyrirtækja gagnvartfyrirtækjum á Reykjavíkursvæð-inu og síðan gagnvart fyrirtækj-um í Evrópu hefur farið hríð-versnandi,“ segir Jóhann.

„Nú er svo komið að vöruflutn-

ingur frá Ísafirði til Reykjavíkurer helmingurinn af flutnings-kostnaði vörunnar á leið sinni tilhafnar í Evrópu. Þegar vara erflutt frá Ísafirði til Reykjavíkurmeð flutningabíl nemur svokall-að olíugjald nálega þriðjungi afkostnaðinum á þeim flutnings-legg. Þessi þróun er tilkomin vegnaskattpíningarstefnu stjórnvaldaog síðan heimsmarkaðsverði áolíu. Því er hægt að segja að stefnanúverandi ríkisstjórnar meðauknum álögum á eldsneyti komiharðast niður á útflutningsfyrir-tækjum á landsbyggðinni. Kostn-aður við aðföng er kominn langtyfir það sem nokkurt fyrirtækigetur tekið á sig, enda lætur nærriað félög í iðnaðarframleiðslu, aðstóriðju undanskilinni, á lands-byggðinni greiði á endanum 10%

hærra hráefnisverð en félög semstarfa nærri skilgreindri útflutn-ingshöfn, þ.e. í Reykjavík. Því erþað tómt mál að tala um að aukaútflutning með nýsköpun í iðn-aði eins og svo vinsælt er aðstjórnmálamenn skreyti sig meðá tyllidögum, allavega þarf ekkiað hafa miklar áhyggjur af þvíslík félög sæki fram á lands-byggðinni,“ segir Jóhann.

Jóhann segir þó að ábyrgðinliggi ekki alfarið hjá ríkinu.„Ábyrgðin liggur einnig hjá sveit-arstjórnum; aðgerðarleysi þeirraog röng forgangsröðun hefur ekkispornað við hnignuninni. Í þvísambandi má nefna að það erótrúlega lítil umræða um sam-keppnishæfni byggðakjarna álandsbyggðinni og fólk er alltafjafn hissa þegar að fyrirtæki loka

eða leggja upp laupana á lands-byggðinni. Það er ótrúlega lítilláhugi innan sveitarstjórna um aðgreina samkeppnisstöðuna, bæðiinnbyrðis milli sveitarfélaga álandsbyggðinni annars vegar oggagnvart höfuðborgarsvæðinuhins vegar. Sveitarfélögin eigaekki að vera upptekin af því aðfinna uppá hverskonar fyrirtækiþau vilja fá á svæðið, heldur ein-beita sér að því að skapa jarðvegmeð góðum gróanda,“ segir Jó-hann.

„Það er brýnt að samfélagiðhér vestra undir forystu bæjar-yfirvalda komi saman til að mótaleiðir sem tryggja viðgang iðn-aðar og almennra starfsskilyrðaá svæðinu. Með áframhaldandiaðgerðarleysi hefur teningunumverið kastað,“ segir Jóhann.

Viltu breyta?Þriggja mánaða námskeið þar sem þátttak-

andi er aðstoðaður við að velja holla lifnaðar-hætti. Notaðar verða einstaklingsmiðaðar að-ferðir til að styðjast við, leiðbeina, veita fræðsluog hvetja þátttakanda. Þátttökuskilyrði eru aðlíkamsþyngdarstuðull sé hærri en 30 BMI.

TTTTTakmarkaður fjöldi, lokaður hópurakmarkaður fjöldi, lokaður hópurakmarkaður fjöldi, lokaður hópurakmarkaður fjöldi, lokaður hópurakmarkaður fjöldi, lokaður hópurHeilsufarsviðtöl hjá hjúkrunarfræðingi.Viðtöl og farið yfir matardagbók með nær-ingarfræðingi.Viðtal hjá sjúkraþjálfara.Styrktar- og hreyfiþjálfun hjá íþróttakennara.Vatnsleikfimi hjá leiðbeinanda.Almenn fræðsla um góða lifnaðarhætti.Starfsfólk:Starfsfólk:Starfsfólk:Starfsfólk:Starfsfólk:Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðing-ur, MA í stjórnun.Salome Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur.Sigurgeir Sigurgeirsson, matreiðslumaður.Jónas Leifur Sigursteinsson, íþróttakennari.Guðrún D. Guðmundsdóttir, stuðningsfulltrúi.Martha Ernstsdóttir, sjúkraþjálfari.Fanney Pálsdóttir, sjúkraþjálfari.Skráning er hjá Ragnheiði Ragnarsdóttur í

síma 862 7615. Námskeiðið hefst miðvikudag-inn 2. febrúar 2011 kl. 20:30 í Hvítahúsinu. Verðkr. 21.000.- fyrir þrjá mánuði.

Fyllsta trúnaðar verður gætt við þátttakend-Fyllsta trúnaðar verður gætt við þátttakend-Fyllsta trúnaðar verður gætt við þátttakend-Fyllsta trúnaðar verður gætt við þátttakend-Fyllsta trúnaðar verður gætt við þátttakend-ur.Möguleiki er að sækja um styrk hjá við-ur.Möguleiki er að sækja um styrk hjá við-ur.Möguleiki er að sækja um styrk hjá við-ur.Möguleiki er að sækja um styrk hjá við-ur.Möguleiki er að sækja um styrk hjá við-komandi stéttarfélagi.komandi stéttarfélagi.komandi stéttarfélagi.komandi stéttarfélagi.komandi stéttarfélagi.

Vegleg peningagjöf var afhentBolungarvíkurkaupstað í upphafiþorrablótsins í Bolungarvík álaugardaginn. Upphæðin namrúmlega 1,3 milljónum króna enum var að ræða varasjóð þorra-blótsnefnda undanfarin ár sem ætl-að er til stólakaupa í hinu nýupp-

gerða félagsheimili Bolvíkinga.„Þorrablótið er ekki fjáröflun-

arsamkoma en eins og konumsem reka heimili er títt, verðuralltaf einhver smá afgangur til,en safnað hefur verið saman und-anfarin tíu ár í svokallaðan stóla-kaupasjóð,“ segir Þóra Hansdótt-

ir formaður þorrablótsnefndar.Svo skemmtilega vildi til að

Guðlaug Elíasdóttir sem fór fyrirnefndinni sem stofnaði sjóðinn ásínum tíma var einnig í þorra-blótsnefndinni í ár og þótti þvítilvalið að hún skyldi afhendaávísunina. – [email protected]

Rúmar 1,3 milljónirkróna til stólakaupa

Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, tekur á móti ávísuninni frá Guðlaugu Elíasdóttur.

Page 3: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 33333

Page 4: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

44444 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Níu íþróttamenn voru tilnefndir í ár.

Emil kjörinn annað árið í röðKnattspyrnumaðurinn Emil

Pálsson hefur verið útnefndurÍþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið2010. Er þetta annað árið semEmil hlýtur nafnbótina. Emil er17 ára, stóð sig frábærlega meðmeistaraflokki BÍ/Bolungarvíkurí 2. deildinni í sumar og var valinnefnilegasti leikmaðurinn í loka-hófi liðsins. Emil var valinn í liðársins í 2. deild af knattspyrnu-vefnum fotbolti.net og komstnærri því að vera valinn efnileg-asti leikmaðurinn í þeirri kosn-ingu. Einnig hefur Emil sýnt góðatakta með U18 landsliði Íslandsog keppti meðal annars á æfinga-

móti í Falkenberg í Svíþjóð þarsem hann var byrjunarmaður íöllum leikjunum. Hann hefurverið fastamaður í unglinga-landsliðum KSÍ og stundar núæfingar með U-19 ára landsliðiÍslands.

Viðurkenning fyrir útnefning-una og farandbikar var afhenturvið hátíðlega athöfn í Stjórn-sýsluhúsinu á Ísafirði á sunnu-dag. Emil var fjarri góðu gamniog tók því faðir hans, Páll Harð-arson, við viðurkenningunni fyrirhönd sonar síns.

Níu íþróttamenn fengu þá við-urkenningu fyrir góðan árangur

á árinu 2010 við formlega athöfní Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.Þeir sem voru tilnefndir auk Em-ils voru Anton Helgi Guðjónssonhjá Golfklúbbi Ísafjarðar, ElenaDís Víðisdóttir hjá SundfélaginuVestra, Elín Jónsdóttir hjá Skíða-félagi Ísfirðinga, GuðmundurValdimarsson hjá Skotíþróttafé-lagi Ísafjarðarbæjar, JóhannBragason hjá Hestamannafélag-inu Stormi og Margrét Rún Rún-arsdóttir hjá KnattspyrnufélaginuHerði. Að auki hafa Craic Schoenhjá KFÍ og Ragney Líf Stefáns-dóttir hjá íþróttafélaginu Ívaribæst í hópinn. – [email protected]

Páll Harðarson, faðir Emils, tók við viðurkenningunni.Boðið var upp á glæsilegar veitingar að athöfn lokinni.

Page 5: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 55555

Page 6: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

66666 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 8925362, [email protected]. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, [email protected]. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560,

[email protected] · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected].Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afslátturtil elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X

SpurninginFinnst þér ríki ogsveitarfélag hafa

brugðist Flateyringum?Alls svöruðu 481.

Já sögðu 289 eða 60%Nei sögðu 192 eða 40%

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

HelgarveðriðHorfur á föstudag:

Vestan og suðvestan 8-13 m/s og éljagangur, en

bjartviðri Austanlands.Frostlaust út við sjóinn envægt frost inn til landsins.

Horfur á laugardag:Sunnan- og suðvestan-átt. Rigning sunnan- ogvestanlands en annars

úrkomulítið. Hiti 1-8 stig.Horfur á sunnudag:

Sunnan- og suðvestan-átt. Rigning sunnan- ogvestanlands en annars

úrkomulítið. Hiti 1-8 stig.

Ritstjórnargrein

Ekki eina nefndina enn!!!Við þær aðstæður sem nú eina ferðina enn eru uppi á Flateyri rifj-

ast upp ræða er Einar heitinn Oddur Kristjánsson, hélt á Alþingi 8.október 2001, er rætt var um kvótasetningu smábáta og hann við-hafði þau orð að ef ekki yrði horfið frá þeim áformum væri verið ,,aðdeyða þennan útgerðarflokk og þar með stóran hluta landsbyggðar-innar og mjög mörg sjávarþorp.“

Einu sinni trúðu allir, sjómenn þar engin undantekning, að sjórinngleypti allt. Þess vegna var hann ein stór ruslakista. Nú vita mennbetur. Einu sinni trúðu menn, sjómenn þar engin undanteking, aðsjávarfangið væri óþrjótandi. Aflamagnið upp úr sjó var keppikefliðhverju sinni, sama hvaða aðferðum og tilkostnaði var beitt. Veiðieðliðhefur alla tíð verið samt við sig.

Það flögrar að þegar ráðamenn hafa sest niður til að ígrundalausnir á vandanum sem blasir við íbúum Flateyrar, þá væri þeimstoð í að glugga í ræðu EOK. Velkist einhver þeirra í vafa um hverj-ar grunnstoðir sjávarþorpa eins og Flateyrar hafa verið í gegnumaldir, tekur lestur ræðu EOK af allan vafa. Svo augljóst sem það ættiöllum að vera hafa Flateyringar frá öndverðu byggt afkomu sína ásjávarfanginu, sem segja má að bíði þeirra við bæjardyrnar. Þarliggur þeirra réttur, sem illu heilli var tekinn frá þeim, lík og íbúumfjölda annara sjávarþorpa, réttur fólks sem hefur ekki í önnur hús aðvenda.

Frá því var greint á bb.is. í byrjun árs að fjórir bolvískir smábátar

fiskuðu meira samanlagt en stærsti frystitogari Vestfirðinga, semhafði þó slegið fyrri aflamet. Vera má að fréttin opni augu mannafyrir því að sjósókn á smábátum er önnur í dag en var á meðan sestvar undir árar.

Vandinn er bráður. Flateyringar geta ekki beðið eftir niðurstöðu íendalausu rifrildi um fiskveiðistjórnun, eða að fiskum fjölgi ítölvuforritum Fiskistofu. Lausn mála á Flateyri varðar velferð fólks,framtíð þess. Þess vegna verður að bregðast við tafarlaust. Ekki einanefndina enn!!!

Landsstólpi

Útgerðarfélög og fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til og horfið ígegnum tíðina hér vestra líkt og annars staðar. Eitt þeirra hefur þó tilþessa staðið af sér alla storma, Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal, semsautján manns stofnuðu 19. janúar 1941 og fólu Páli Pálssyni, ElíasiIngimarssyni og Hirti Guðmundssyni, að varða veginn; forveriHraðfrystihússins Gunnvarar, þess öfluga og kraftmikla útgerðar-og fiskvinnslufyrirtækis, sem horft er til í dag með miklum vænting-um. Fátt er samfélagi jafn mikilvægt og traust og öflug fyrirtæki.

Bæjarins besta sendir afmælisbarninu, eigendum og starfsfólki,kveðjur og árnaðaróskir.

s.h.

Stækkun háð umhverfismatiUmhverfisráðuneytið hefur

staðfest úrskurð Skipulagsstofn-unar um að aukning þorskeldis íSkutulsfirði verði að fara í um-hverfismat. Ráðuneytinu barst ífebrúar í fyrra stjórnsýslukærafrá Álfsfelli ehf. vegna ákvörð-unar Skipulagsstofnunar um aðeldi á allt að 900 tonnum á ári afþorski í Skutulsfirði skuli háðmati á umhverfisáhrifum sam-kvæmt lögum um mat á umhverf-isáhrifum. Samkvæmt gögnummálsins er fyrirhugað að kvíarfyrir eldisfisk verði átta talsins ívestanverðum firðinum, um 800metra frá landi, ummál þeirraverði allt að 60 metrar, dýpt net-poka allt að 12 metrar og dýpiundir kvíum að meðaltali 22metrar. Þá verði innsta kvíin réttrúman kílómetra frá Eyrinni ogjafnlangt frá næstu skólplögn.Einnig kemur fram að milli Arn-arness og Eyrar sé botndýpi mestum 30 metrar, en um 17 metrarvið mynni Skutulsfjarðar.

Í niðurstöðu ráðuneytisins seg-ir að er það mat ráðuneytisins aðgögn málsins bendi til þess aðnúverandi eldisstarfsemi kær-anda í Skutulsfirði hafi nú þegarhaft neikvæð áhrif á botndýralífog að fyrirhuguð framkvæmdkunni þar af leiðandi að hafafrekari neikvæð umhverfisáhrif.Þá telur ráðuneytið að gögn ummikilvæga þætti séu ekki full-nægjandi til að unnt sé að meta

hugsanleg umhverfisáhrif, þ.e.um lífríki svæðisins og um áhrifuppsöfnunar næringarefna á sjáv-arbotni á annað dýralíf og hvaðakeðjuverkun breyting á botndýra-lífi gæti haft í för með sér fyrirvistkerfi svæðisins. Telur ráðu-neytið ljóst að upplýsingar umlífríki svæðisins séu grunnupp-

lýsingar sem þurfi að vera tilstaðar til að unnt sé að meta áhrifuppsöfnunar næringarefna ádýralíf og að fara þurfi framkönnun á mögulegum áhrifumhinnar fyrirhuguðu framkvæmd-ar á botndýralíf og vistkerfi svæð-isins til að unnt sé að sýna fram áraunveruleg umhverfisáhrif fram-

kvæmdarinnar.Þá liggja ekki fyrir af hálfu

framkvæmdaraðila áætlanir umvöktun og hvíld svæða, sem værutil þess fallnar að draga úr mögu-legum neikvæðum áhrifum ábotndýralíf. Í því sambandi tekurráðuneytið undir það mat Skipu-lagsstofnunar og Hafrannsókna-

stofnunar að takmarkaðir mögu-leikar séu á því að færa til sjókvíarog þar með að ráðast í mótvæg-isaðgerðir sem myndu draga úrálagi á botndýralíf vegna upp-söfnunar næringarefna. Telurráðuneytið þær takmarkanir leiðatil þess að meiri líkur eru á nei-kvæðum umhverfisáhrifum.

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að aukning þorskeldis í Skutulsfirði verði að fara í umhverfismat.

Page 7: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 77777

Page 8: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

88888 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Viljlíf í

Þau Wouter Van Hoeymissenog Janne Kristensen hrifust afÍslandi hvort í sínu lagi. Leiðirþeirra lágu saman í Reykjavík,en í dag eru þau búsett á Þingeyri,þar sem þau reka kaffihúsiðSimbahöllina í húsinu sem geng-ið hefur undir sama nafni í ára-raðir.

Frá því að Simbahöllin opnaðisnemmsumars 2009 hafa fjöl-margir lagt leið sína þangað tilað dást að húsakynnunum eðagæða sér á kaffibolla og belgískuvöfflunum sem eru aðalsmerkikaffihússins. Janne Kristensenhefur staðið vaktina á bak viðafgreiðsluborðið, og hún sagðiblaðamanni frá aðdraganda þessað hún og Wouter, sem er Belgi,réðust í kaffihúsarekstur á Vest-fjörðum.

Ætlaði ekkiÆtlaði ekkiÆtlaði ekkiÆtlaði ekkiÆtlaði ekkiaftur í smábæaftur í smábæaftur í smábæaftur í smábæaftur í smábæ

Janne og Wouter kynntust íReykjavík fyrir nokkrum árum

síðan. „Ég var þá skiptinemi íháskólanum,“ segir Janne, semer dönsk. „Ég var að læra bók-menntafræði í Danmörku, enkom til landsins sem skiptinemitil að læra íslensku og fræðastum íslenska menningu,“ útskýrirhún.

Janne hafði þá heimsótt landiðmargsinnis áður. „Ég kom fyrsttil Íslands fyrir svona tíu árumsíðan og var þá að vinna í gróð-urhúsi á Suðurlandi. Ég kom svooft aftur, fór á Airwaves og varmikið í Reykjavík. Ég var aðvinna fyrir plötbúðina 12 tóna,sem var líka með verslun í Kaup-mannahöfn,“ útskýrir Janne, semsegist þó ekki hafa séð fyrir aðhún ætti eftir að setjast að á Þing-eyri.

„Ég hafði alltaf áhuga á Íslandi,en ég hafði aldrei hugsað mér aðflytja hingað, og alls ekki út áland!“ segir hún og hlær við.Smábæjarlífið er henni þó ekkiókunnugt, þar sem hún er fæddog uppalin í litlum bæ á Jótlandi.

„Ég fluttist hins vegar þaðan ogtil Kaupmannahafnar, þar semég bjó í nokkur ár, og hafði ekkihugsað mér að snúa aftur í smá-bæ,“ segir hún og brosir.

Hrifust af húsinuHrifust af húsinuHrifust af húsinuHrifust af húsinuHrifust af húsinuÞegar þau Janne og Wouter

kynntust, hafði hann þegar dval-ist á Þingeyri um skeið, þar semhann vann meðal annars viðbyggingu á víkingasvæðinu.

„Hann snéri reglulega aftur tilÞingeyrar og sá að þetta hús vartil sölu. Þegar við kynntumst varhann farinn að hugsa alvarlegaum að kaupa húsið og gerði þaðsvo svona hálfu ári síðar. Þá vor-um við samt ekkert farin að hugsaum að flytja hingað eða opnakaffihús,“ útskýrir Janne.

Hún segir þá hugmynd hafafæðst smátt og smátt, eftir þvísem þau hrifust meira af húsinu.„Smám saman fór okkur að langaað gera eitthvað meira úr húsinu.Við urðum alltaf ástfangnari af

því,“ segir hún og brosir. „Fólkkom líka mikið til okkar og sagðiokkur sögur af búðinni. Við fór-um þess vegna að hugsa um hvaðþað væri gaman að geta gert eitt-hvað fyrir Þingeyri, og íbúana,með því að hafa aftur líf í húsinu,“segir hún frá.

Simbahöllin dregur nafn sittaf versluninni sem kaupmaðurinnSigmundur Jónsson starfrækti íyfir sextíu ár. Húsið var þá þekktsem Sigmundarbúð eða Simba-höllin, enda var kaupmaðurinnkallaður Simbi af vinum ogkunningjum. Húsið lét Sigmund-ur flytja inn frá Noregi, en það ersvokallað katalóghús. Hanngreiddi þá tíu þúsund krónur fyrirbygginguna. Hún hafði hinsvegar verið í mikilli niðurníðsluí fjölda ára, áður en Wouter ogJanne tóku til hendinni.

Hafði reynslu afHafði reynslu afHafði reynslu afHafði reynslu afHafði reynslu afleikmyndasmíðileikmyndasmíðileikmyndasmíðileikmyndasmíðileikmyndasmíði

„Wouter er í rauninni sjálf-

lærður. Hann hefur unnið mikiðmeð tré, en hann er ekki lærðursmiður,“ útskýrir Janne. „Hannhafði hins vegar unnið mikið íkvikmyndum og smíðað leik-myndir og svið. Þá var hann hinsvegar alltaf að byggja eitthvaðsem var svo rifið og hent þegarverkefninu lauk. Hús eru öðru-vísi, þau geta staðið í hundraðár,“ segir Janne, sem segir verk-efnið þess vegna hafa höfðað tilWouters.

Vinnan tók nokkur ár, endaframkvæmdi hann stærstan hlutahennar sjálfur. „Hann gerði þettasmátt og smátt, byrjaði úti oggerði meira að segja glugganasjálfur upp í gömlum stíl, þvíþað var allt of dýrt að kaupa þátilbúna. Ég var þá í skóla í Dan-mörku á veturna, en kom hingaðyfir sumarið. Wouter var hinsvegar meira og minna hér á Þing-eyri á þeim tíma,“ segir Janne.

Hálfgert ævintýriHálfgert ævintýriHálfgert ævintýriHálfgert ævintýriHálfgert ævintýri

Page 9: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 99999

Vilja hafaí höllinni

Eins og þeir vita sem ráðisthafa í það snúna verkefni að geraupp gömul hús getur vinnanreynst afar krefjandi á köflum,og Simbahöllin var þar enginundantekning. „Þetta var oft erf-itt, líka af því að hann hefur reyntað gera allt sjálfur. Til að byrjameð var líka erfitt að þurfa aðpanta efni á íslensku, og finna úthvar hann gæti fengið það. Þettavar svolítið ævintýri,“ segir húnog brosir.

„Það er hins vegar mjög gamaneftir á að hafa gert svona mikiðsjálfur. Það var líka kostur aðþetta tæki langan tíma. Með þvíað búa í húsinu á meðan áttaðimaður sig betur á því hvernighlutirnir ættu að vera. Það kemurtil manns smám saman, eftir þvísem maður kynnist húsinu bet-ur,“ bendir hún á.

„Húsið er líka svo gamalt ogfallegt. Það má ekki flýta sér ofmikið og rífa allt út, heldur verðurað hugsa vel um allt, finna úthvað sé best að setja á gólfin til

að halda gamla stílnum og slíkt,“bætir hún við.

Alltaf bakað mikiðAlltaf bakað mikiðAlltaf bakað mikiðAlltaf bakað mikiðAlltaf bakað mikiðEins og áður sagði var það

ekki upphafleg áætlun þeirraJanne og Wouters að opna kaffi-hús í húsnæðinu. „Við hugsuðumhins vegar frá byrjun að ef viðætluðum að búa hérna á Þingeyriþá væri gaman að búa til einhvernstað þar sem fólk gæti komiðsaman. Ég held að hugmyndinum að opna kaffihús hafi kviknaðsvona ári eftir að við keyptumhúsið, út frá gömlu búðarinnrétt-ingunum, til dæmis. Þá fórumvið að hugsa um að þetta gætihentað vel sem kaffihús,“ útskýr-ir Janne.

Frá opnun Simbahallarinnarsumarið 2009 hafa enda fjöl-margir lagt leið sína á kaffihúsið,þar sem Janne framreiðir ýmsarkræsingar. Hún segist þó ekki hafahaft mikla reynslu af kaffihúsa-rekstri eða eldamennsku áður en

Simbahöllin opnaði. „Ég hefenga „professional“ reynslu, enmér hefur alltaf fundist gamanað baka og gert mikið af því,með ömmu minni til dæmis,“segir hún brosandi. „Svo æxlaðistþetta einhvern veginn svona.“

Stolt kaffihússins er belgískavöfflujárnið sem á heiðurssess áafgreiðsluborðinu. Þaðan berastgestum ilmandi hefðbundnarvöfflur að hætti Belga, en Janneleitar sömuleiðis í íslenska nátt-úru að hráefni í kræsingarnar.Rabarbarasulta Simbahallarinnarhefur til dæmis gert mikla lukku,en hana gerir Janne úr rabarbaraúr fjallshlíðum Dýrafjarðar. Húner þó frábrugðin þeirri hefð-bundnu íslensku að því leyti aðhún er soðin mun styttra og erfyrir vikið bæði öðruvísi á litinnog bragðið. Bláberjapæ, heima-bakað brauð og súpur Janne hafaekki síður mælst vel fyrir hjágestunum.

Í framtíðinni hyggjast þauWouter svo bæta enn við matar-framboðið og í sumar verður tilað mynda boðið upp á lamb íkjallara Simbahallarinnar.

Viðtökur vonum framarViðtökur vonum framarViðtökur vonum framarViðtökur vonum framarViðtökur vonum framar

Janne segir það mikinn kostvið íslenskt samfélag að auðveltsé að hrinda hugmyndum í fram-kvæmd. „Það er svo auðvelt aðbyrja á einhverju svona, sem okk-ur finnst svo gaman. Í bæði Dan-mörku og Belgíu er erfitt að geraupp gamalt hús og stofna kaffi-hús, en hér gerist það bara einn,tveir og þrír,“ segir hún.

Hún segir reksturinn hafagengið afar vel bæði sumrin.„Eiginlega betur en við bjugg-umst við. Við héldum kannskiað það væri helst fólk hér, á Þing-eyri og Ísafirði sem vissi af okkur,en það kemur líka fólk frá Reyk-javík og alls staðar að sem hefurheyrt um okkur. Það kom okkuralgjörlega á óvart,“ segir hún.

Vilja hafa líf í höllinniVilja hafa líf í höllinniVilja hafa líf í höllinniVilja hafa líf í höllinniVilja hafa líf í höllinniÞó að Simbahöllin sé lokuð

yfir veturinn eru þar þó ýmsaruppákomur. Janne hefur haftopið alla sunnudaga á aðventunniog hyggur sömuleiðis á opnun íkringum páskana, áður en Simba-höllin opnar svo aftur á venju-legum tíma næsta sumar.

„Kvenfélagið hefur komið tilmín í súpu og svona, og núnabráðlega kemur til mín hópur ídanskt smørrebrød. Ég ætla aðvera með meira slíkt á næsta ári.Ég hef ekkert auglýst það núna,þau höfðu bara samband við migog spurðust fyrir. Það er líkaeitthvað sem við erum alltaf opinfyrir – hópar geta haft sambandvið okkur og fengið að koma ímat, smørrebrød eða hvað semþeim hentar. Svo fremi sem viðséum á staðnum er það lítið mál,“segir Janne. „Við erum mesthérna, en við höfum líka farið

svolítið út. Það er gaman aðbreyta til og gera eitthvað annað,“bætir hún við.

Þau hafa sömuleiðis hýstýmsar uppákomur í höllinni, svosem tónleika og uppistand, ogreyna að hafa tvær listsýningar áhverju sumri.

„Okkur langar að hafa líf íhúsinu, en það getur hins vegarverið svolítið erfitt að finna fólk

í það. Í sumar var svolítið umþað að fólk hefði samband aðfyrra bragði og vildi fá að geraeitthvað hjá okkur, sem okkurfinnst mjög gaman. Það má mjöggjarnan hafa samband við okkur,við erum alltaf að leita að ein-hverju skemmtilegu, en vitumkannski ekki alltaf hvar við eig-um að byrja,“ segir hún og brosir.

– Sunna Dís Másdóttir.

Page 10: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

1010101010 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

„Flestir fara ekki fyrr en í fulla hnefana“Fimm fyrirtæki hafa sýnt áhuga

á starfsemi á Flateyri. Í Morg-unblaðinu segir frá því að Frið-björn E. Garðarsson, skipta-stjóri þrotabús Eyrarodda, séað fara yfir stöðu fyrirtækisinsog ræða við stærstu kröfuhafaum næstu skref. Eyraroddi áóveiddar einhverjar veiðiheim-ildir. Skiptastjóri hefur haftsamband við Jón Magnússon

skipstjóra á Stjána Ebba, bát Eyr-arodda og áhöfnin hefur lýst sigreiðubúna til að veiða heimild-irnar, þegar gefur á sjó.

„Fólki er brugðið, mörgu hverju,það veit enginn hvað tekur við,“segir Jón í samtali við Morgun-blaðið. Hann segir mikið óvissu-ástand hafa ríkt í atvinnumálumstaðarins frá því Eyraroddi sóttium heimild til greiðslustöðvunar.

Nú sé loksins vitað hvernig þaðmál endaði og áfram verði aðbíða til að sjá hvað taki við. „Égvona að okkur verði gefið tæki-færi til að bjarga okkur. Hér vilj-um við vera. En það verður þá aðvera einhver grundvöllur tilþess,“ segir hann.

Að sögn Jóns hefur eitthvað affyrrverandi starfsfólki Eyraroddasem sagt var upp störfum í lok

nóvember flutt í burtu. Það ereinkum fólk sem ekki átti þareignir eða fjölskyldu. „Flestirætla ekki að fara fyrr en í fullahnefana. Þeir eiga rætur hér ogeignir og líður vel,“ segir Jón.

Guðmundur Björgvinsson,formaður Íbúasamtaka Flateyrar,segir að fólk geri sér grein fyrirþví að ekki sé auðvelt að komarekstri aftur af stað. „Hér eru

vinnufúsar hendur sem viljahjálpa þjóðinni út úr erfiðleik-unum. Við höfum aldrei veriðað biðja um ölmusu, heldurhöldum fram rétti okkar til aðsækja sjóinn,“ segir Guðmund-ur. Fimm fyrirtæki hafa settsig í samband við forsvarsmennÍsafjarðarbæjar og lýst áhuga áað koma að uppbyggingu út-gerðar og fiskvinnslu á staðnum.

Mannabreytingar standa yfirhjá afurðastöðvum MS í Búðar-dal og á Ísafirði. Sævar Hjalta-son, sem gegnt hefur starfiðmjólkurbússtjóra stöðvanna umfjögurra ára skeið, lætur af störf-um um næstu mánaðarmót. Lúð-vík Hermannsson, sem stýrt hef-ur ostapökkun MS í Reykjavík,tekur við starfi Sævars en undirhann bætist einnig afurðarstöðMS á Egilsstöðum. Þá er gert ráðfyrir að sú rannsóknavinna semunnin hefur verið í Búðardalverði framvegis alfarið sinnt fráReykjavík.

Halldór G. Guðlaugsson, fram-leiðslustjóri MS á Ísafirði, hefureinnig ákveðið að hætta störfumá Ísafirði. Hann mun þó áframstarfa fyrir MS sem framleiðslu-stjóri félagsins á Egilsstöðum.Að sögn Einars Sigurðssonar for-stjóra MS, mun Lúðvík fyrst um

sinna starfi framleiðslustjóra áÍsafirði auk þess að hafa umsjónmeð daglegum rekstri afurða-stöðvanna þriggja. Markmiðiðmeð breytingunum er að sögnEinars að lækka heildar rekstrar-kostnað félagsins. „Þessar breyt-ingar eru einn hluti af endur-skipulagningu á framleiðslu fé-lagsins sem hefur það að mark-miði að nýta betur framleiðslu-þætti og tryggja samnýtinguvinnslustöðva og ná þannig niðurkostnaði við vinnslu á hverjummjólkurlítra,“ segir Einar.

MS rekur nú sex vinnslustöðv-ar. Í Reykjavík er unnið úr 29milljónum lítra af mjólk árlega,á Selfossi og Akureyri úr 35 millj-ónum lítra í hvorri stöð. Í minnivinnslustöðvunum á Egilsstöð-um, í Búðardal og á Ísafirði erunnið úr 12 milljónum lítra sam-tals. – [email protected]

Mannabreytingarhjá MS á Ísafirði

Nýr mjólkurbússtjóri tekur til starfa á Ísafirði.

Aðgerðir vegna stofn-fjárlána samþykktarAðgerðir vegna stofnfjárlána

SpKef hafa verið samþykktar ístjórn SpKef Sparisjóðs. Fjöl-margir Vestfirðingar tóku þátt ístofnfjáraukningu SparisjóðsVestfirðinga áður en hann sam-einaðist Spkef árið 2008. Við-skiptin voru kynnt af stjórnend-um sjóðanna sem örugg fjárfest-ing og lánuðu sjóðirnir mikið fétil kaupa á stofnfé. Ári eftir sam-eininguna, í mars 2009, var SpKef

gjaldþrota og stofnfjáreigendurn-ir sátu eftir með sárt ennið, en núhefur verið ákveðið hvernig skalmeðhöndla þessi lán.

Stofnfjárbréfalán verða færð íupphaflegan höfuðstól að við-bættum 3,75% óverðtryggðumvöxtum frá útgáfudegi og erlendlán verða færð á upphaflegt gengigjaldmiðla, en sömuleiðis með3,75% vöxtum og þau færð ííslenskar krónur. Lánin verða

óverðtryggð til allt að 25 ára.Á heimasíðu SpKef kemur

jafnframt fram að óski lántakend-ur eftir því að staðgreiða lánin aðlokinni skilmálabreytingu verðiað auki boðið upp á afslátt semnemur 10% af heilarstöðu. Þáverði tekið tillit til allra innborg-ana á lánin, þar með talinn inn-greiddur arður árið 2008, semnam 20% af heilaruppreiknuðustofnfé. – [email protected]

Í lok síðasta árs bjuggu 7.120manns á Vestfjörðum. Hafðiþeim fækkað um 230 manns fráfyrsta ársfjórðungi. Þetta kemurfram í nýjum tölum frá Hagstof-unni. Flestir áttu heima í Ísa-fjarðarbæ eða 3.800 en íbúumþar hafði fækkað um 100 mannsfrá fyrsta ársfjórðungi. Næstmesta fækkunin átti sér stað íBolungarvík eða um 80 mannsen í lok síðasta árs bjuggu þar890 manns. Í Reykhólahreppibjuggu 280 manns í lok ársins oghafði þeim fækkað um tíu manns

frá fyrsta ársfjórðungi, í Tálkna-fjarðarhreppi bjuggu 300 mannsog hafði þeim fjölgað um tíu átímabilinu. Íbúum Vesturbyggð-ar fækkaði um 40 manns og voruþeir 890 manns í lok árs.

Íbúum Súðavíkurhrepps fækk-aði um 20 manns og voru þeir190 talsins í lok árs. ÍbúafjöldiÁrneshrepps, Kaldrananeshreppsog Bæjarhrepps stóð í stað á tíma-bilinu, í Árneshreppi bjuggu 50manns, 110 manns í Kaldrana-neshreppi og 100 manns í Bæj-arhreppi. Íbúum Strandabyggðar

fækkað um 10 manns og bjugguþar 500 manns í lok árs.

Karlar voru í meirihluta Vest-firðinga eða 3.640 á móti 3.495konum. Erlendir ríkisborgararvoru 615 talsins í loks árs oghafði þeim fækkað um 95 fráfyrsta ársfjórðungi.

Í lok 4. ársfjórðungs 2010bjuggu 318.500 manns á Íslandi,160.000 karlar og 158.500 konur.Landsmönnum fjölgaði um 280á ársfjórðungnum. Erlendir ríkis-borgarar voru 21.200 og á höfuð-borgarsvæðinu bjuggu 202.400.

Vestfirðingum fækkaði um 230Flestir áttu heima í Ísafjarðarbæ eða 3.800 en íbúum fækkaði um 100 manns frá fyrsta ársfjórðungi.

Page 11: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 1111111111

Page 12: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

1212121212 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Brynjólfur Árnason, bóndi á Vöðlum í Önundarfirði, hefur verið söng-elskur frá fyrstu tíð. Hann ferðaðist fjarða á milli með nikkuna hér á ár-um áður – ýmist á sleða, reiðhjóli, á hestbaki eða í bíl - og gegndi stöðuorganista í Holti í hartnær fjörutíu ár. Gestir á Brynjólfsvöku, sem hald-in var í Holti 15. janúar síðastliðinn, fengu notið hæfileika hans, því þarvoru flutt sönglög Brynjólfs sem hann hefur nýverið gefið út, auk þesssem hann tróð sjálfur upp ásamt syni sínum. Brynjólfur, sem fagnar níu-tíu ára afmæli sínu í sumar, segir hér frá gaulinu í sjálfum sér, harmó-nikku sem smyglað var til landsins í kolastíu, orgeli á sleða, flutningunumfrá Dýrafirði og himneskum jarðýtum.

Samið í gamniSamið í gamniSamið í gamniSamið í gamniSamið í gamniÞó að samkoman í Holti hafi

gengið undir nafninu Brynjólfs-vaka nú í ár hefur sama dagsetn-ing verið í heiðri höfð síðustu ár.Kemur fólk þá saman og minnistGuðmundar Inga Kristjánssonarskálds frá Kirkjubóli í Önundar-firði.

„Þau fundu það út núna, fólkiðsem hefur staðið að þeirri sam-komu, að slá þessu saman og látaþetta vera nokkurs konar fyrir-burð á afmælinu mínu, sem erekki fyrr en í júlí,“ útskýrir Bryn-jólfur, sem tekur á móti blaða-manni ásamt eiginkonu sinni,Brynhildi Kristinsdóttur, á heim-ili þeirra að Vöðlum, sem Bryn-jólfur byggði sjálfur ásamt bróð-ur sínum fyrir drjúgum sextíuárum.

Nýverið kom út hefti með söng-lögum sem Brynjólfur hefur sam-ið, flest öll við ljóð GuðmundarInga. Hann segist varla munahvernig hann hafi byrjað að semja.

„Þetta byrjaði bara svona meðeinu og tveimur lögum í hugsun-arleysi, svona að gamni. Svo gátuliðið mánuðir og jafnvel ár þang-að til það bættist við. Það fannþað einhver út að þetta væru alltað tíu ár sem ég hefði verið aðsafna þessum tuttugu lögum sembirtast í heftinu. Ég á einhversstaðar eftir örfá sem ég skildieftir, ég valdi þessi úr til að birtaí heftinu,“ útskýrir Brynjólfur.

Í heftinu eru einnig þrjú söng-lög við ljóð annarra skálda. „Þessi þrjú síðustu fékk ég þannigút að ég fletti bara Fjárlögunummínum, þessum frægu. Þau komuút í gamla daga þegar ég varungur og þar voru aðalsöngvarungmennafélaganna. Þetta er al-veg heilmikið safn og það er búiðað spila það svo mikið að þaðlekur bara úr höndunum á manni,það helst ekki í bók lengur,“ segirhann og brosir. „Ég fór að leikamér að fletta því og vita hvort égfyndi nokkuð sem væri gamanað fást við. Út úr því fékk ég þessiþrjú síðustu. Ef einhver hefurgaman af því getur hann boriðþau saman við gömlu lögin, semeru í safninu.“

Vel heppnuð samkomaVel heppnuð samkomaVel heppnuð samkomaVel heppnuð samkomaVel heppnuð samkomaAðspurður um hvort hann hafi

áður gefið út lög hristir Bryn-jólfur höfuðið. „Nei, þetta erfyrsta útgáfan, og sú eina. Ég áekki von á meiru,“ segir hannkankvís. „Ég var reyndar ekkertað spekúlera í útgáfu á meðan égvar að þessu, enda hef ég sagtöllum að ég er ekkert að látaprenta þetta í stórum bunka, þettaer nú meira bara til gamans. Égget þá gefið kunningjunum þauog svona,“ bætir hann við.

Á samkomunni í Holti fluttikirkjukór Önundarfjarðar, undirstjórn Dagnýjar Arnalds, sex lögeftir Brynjólf. „Það tókst alvegágætlega. Það vantaði reyndar íkórinn, svo það var farið til Þing-

eyrar og Dýrafjarðar að sækjaeinn og einn í sumar raddirnar.Ég held það hafi verið um tuttugumanns í þessum kór. Ég dáistmest að því hvað frúin er snjöllað kenna þeim þetta á svona stutt-um tíma, þetta hefur sennilegaverið innan við tíu dagar semþau höfðu til stefnu. Ég gat ekkiheyrt að það klikkaði neitt hjáþeim. Þetta hljómaði mjög velog allir sem ég talaði við – þaðhefur nú verið fyrir kurteisis sak-ir, kannski – sögðu að þetta hefðihljómað svo vel,“ segir Brynjólf-ur af hógværð sinni og brosir.

En hvernig tilfinning skyldiþað vera að sem lagahöfundurað heyra tónlistina sína flutta afkór? „Það er feykilega gaman,alveg svakalega gaman,“ segirBrynjólfur. „Mér fannst þetta farafram úr mínum vonum. Þeir semhafa eitthvað spekúlerað meira íþessu hafa örugglega passað sigað þegja bara,“ segir hann oghlær við. „Það er allt í lagi meðþað! Ég get ekki krafist þess aðþetta sé algott þannig, frá svonamanni eins og mér sem ekkerthefur reynt þetta áður. En þettatókst bara mjög vel, það er óhættað segja það.“

Þá tróð sömuleiðis upp hljóm-sveit skipuð afkomendum þeirraBrynjólfs og Brynhildar, undirnafninu Vaðlabandið. Sveitinhefur komið fram áður og lékmeðal annars á jólahlaðborðumá Núpi fyrir jól. „Allt sem út afokkur kemur virðist vera alveg ákafi í músíkinni,“ segir Bryn-jólfur.

„Út af honum, ekki mér,“ skýt-ur Brynhildur inn í og lítur uppfrá prjónunum. „Það er nú ekkialveg rétt hjá henni,“ segir maðurhennar brosandi.

Söng villt og brjálaðSöng villt og brjálaðSöng villt og brjálaðSöng villt og brjálaðSöng villt og brjálað

Þó hér fáist ekki úr því skoriðhvaðan tónlistarhæfileikar barnaþeirra og barnabarna koma ernokkuð ljóst að Brynjólfur hefursjálfur mjög gott tóneyra.

„Ég veit að undireins og ég gatstaðið á fótunum fór ég að raulalög og syngja og syngja – öllumtil leiðinda sko, því þá kunni égekki nokkurt lag,“ segir Bryn-jólfur og brosir út í annað. „Enþað lagaðist nú fljótt, sérstaklegaeftir að útvarpið kom þegar égvar níu ára. Þá runnu lögin alveginn í kollinn á manni, maðurhlustaði svo stíft á það. Þetta varsvo nýtt,“ segir hann frá.

„Þá söng ég alveg hreint villtog brjálað. Þegar ég stækkaði,svona eins og lög gera ráð fyrir,þá var ég auðvitað kallaður íkirkjukórinn. Það hefur sennilegaverið svona um fermingu eðarétt upp úr henni. Mig minnir aðég hafi strax farið í að syngjabassa. Ég var ánægður með þaðhvað mér tókst fljótt að læra hvertlag, það virtist vera í lagi þessibútur í kollinum – ég var meðgott eyra svona til að læra,“ segir

Brynjólfur.Um fermingaraldurinn eignað-

ist hann sömuleiðis fyrsta hljóð-færið sitt, orgelið sem stendur ásínum stað í stofunni á Vöðlum.„Vegna þess hvað ég var alltafgaulandi – sem hríðversnaði baraþegar útvarpið kom – fannstmóður minni að það væri ómögu-legt annað en ég eignaðist hljóð-færi. Svo hún fór á stúfana ogfann þetta orgel og keypti það.Það hefur setið hérna síðan, íhvað, sjötíu og fimm ár? Égskramla á það alltaf við og við,“segir Brynjólfur. „Þess má líkageta að ég fékk mína einu tilsögnvið nótnalestur og spil seinni hlutavetrar hjá sr. Sigtryggi og Hjalt-línu móðursystur minni á Núpi.Ég fór til þeirra einu sinni í vikufrá áramótum til vors, þegar org-

elið var nýtt,“ bætir hann við.

Orgel á sleðaOrgel á sleðaOrgel á sleðaOrgel á sleðaOrgel á sleðaBrynjólfur er fæddur á bænum

Minni-Garði í Dýrafirði, skammtfrá Núpi. Hann ólst upp í Dýra-firði og var búsettur þar þangaðtil fjölskyldan fluttist að Vöðlum.Hann var fljótlega fenginn til aðleika á ýmsum samkundum í firð-inum og segir orgel hafa veriðfyrsta hljóðfærið sem hannreyndi að spila á fyrir dansi.

„Það var til ágætis orgel í skól-anum á Núpi og eitthvað spilaðiég nú á það fyrir balli. Eins manég eftir því að það var lítið sam-komuhús inni á sveitinni semhafði verið byggt sem barnaskóliog notað, áður en það kom vegurá milli húsanna og meðfram

firðinum. Það var svo aftarlega ámerinni, sjáðu,“ segir Brynjólfurog brosir.

„Þetta hús, Lambahlað, varætlað fyrir innri hlutann af svæð-inu. Svo var annað hús á Núpihanda ytri hlutanum. Í Lamba-hlaði voru oft samkomur á vetur-na, jólasamkomur sem það varoft reynt að dansa í restina á. Þávar ekkert hljóðfæri á staðnum.Einn karlinn sem bjó þarna ánæsta bæ fyrir innan átti pínulítiðorgel, sem var mjög létt fyrir tvomenn að bera. Það var ekki meðneinum tónskipti, heldur bara röðaf nótum. Hann tók sig til ogfékk sér sleða þarna um veturinn,setti þetta upp á og dró það inn íhús. Svo þegar samkoman varbúin var ég settur þarna við ogmannskapurinn fór að dansa,“

Page 13: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 1313131313

Sígaulandi sem barn„Þessar nikkur höfðu það fram

yfir þær sem síðar komu að þegarþú hélst niðri einni nótu, þáfékkstu sinn tóninn í hvert skiptieftir því hvort þú dróst hana sund-ur eða ýttir saman. Þessu varðstuað muna eftir ef þú ætlaðir að nálagi. Þetta var svolítil kúnst, enþetta lærðist nú fljótt. Þessi gerðnikkunnar var kölluð díatónísk,út af þessu,“ útskýrir hann.

Þeir bræður pöntuðu sér eitteintak. „Þetta var skítódýrt alltsaman, ég held að þetta hafi núekki allt verið fyrsta flokks vörursem þeir auglýstu þarna, en þettagekk alveg. Þessi nikka var spiluðupp, alveg upp til agna. Ég vissinú aldrei hvað varð svo af grey-inu. Maður fór aldrei með þetta áball, maður komst aldrei svolangt,“ bætir hann við.

SmyglnikkanSmyglnikkanSmyglnikkanSmyglnikkanSmyglnikkanfengin til landsinsfengin til landsinsfengin til landsinsfengin til landsinsfengin til landsins

Skömmu síðar fékk Brynjólfurstærri og ballvænni harmónikku

segir Brynjólfur frá.

Pöntuðu nikkuPöntuðu nikkuPöntuðu nikkuPöntuðu nikkuPöntuðu nikkufrá Danmörkufrá Danmörkufrá Danmörkufrá Danmörkufrá Danmörku

Ekki leið hins vegar á lönguþar til hann eignaðist sína fyrstuharmoníkku, sem hann festi kaupá ásamt bróður sínum, GuðjóniArnóri. „Við komumst yfir verð-lista frá Danmörku, alveg heljar-mikla bók á dönsku frá einhverjumagasíni sem bauð alls konarvöru – þar á meðal harmónikkur,“útskýrir hann.

„Það voru þessar litlu, gömlu,þær fyrstu sem maður sá. Þærvoru pínulitlar og það var ekkihaldið á þeim með ólum eins ogsíðar varð, heldur var settur svonahanki hægra megin til að styðjahendinni við. Svo var eins ogvenjulega band aftan á fyrir vinstrihendina. Maður gat haldið þessuá lofti bara, þetta var svo létt –enda var nú ekki mjög hátt hljóð-ið í þessu,“ segir Brynjólfur.

að gjöf. „Það var þannig að égátti frænda, sem átti heimili hjápabba og mömmu. Hann var sjó-maður. Hann var á síld á sumrin,sem var nú það besta sem karlgat gert til að fá sér aur, og svovar hann á fiskibátum á veturna.Hann kom heim vor og haust ogvann þá heilmikið hjá pabba ámilli vertíða,“ segir Brynjólfurfrá.

„Svo breyttist hjá honum sjó-sóknin þannig að hann er kominná togara fyrir rest. Það var þaðsnemma á tíðinni að þetta varkolaskip, með gufuvél. Svo ereins og þá var, skipin fiskuðuhérna við landið og söfnuðu afl-anum og sigldu svo með hann tilBretlands og seldu. Svo tekurdrengur sig til einu sinni og kaup-ir harmónikku í landi. Þetta máttiekki gera. Þeir fengu einhvernpening til umráða af kaupinusínu, en þeir máttu ekki kaupahluti og flytja þá inn til landsins.Það voru einhverjar reglur umþað,“ segir Brynjólfur.

„Þeir gerðu samt mikið af þessuog til að þetta kæmist ekki uppfóru þeir með hlutina niður í kola-stíu og grófu þá þar í kolunum!Þeir höfðu samvinnu um það sko,hinir pössuðu að fara ekki meðskófluna í hornið þar sem eitt-hvað var falið. Þannig kom nikk-an til Íslands,“ segir Brynjólfurbrosandi.

Sú harmónikka var í fullristærð og öllu hljómmeiri. „Þettavar alveg stórfínt apparat. Húnvar með nótum, í staðinn fyrirhnappana sem voru á þessumlitlu. Þær voru líka fljótar aðbreiðast út, þessar nikkur. Þegarþessi nikka kom byrjaði það geimað spila og spila á böllunum Égfór hérna um firðina, út á Ingj-aldssand og til Þingeyrar. Ég komstnú aldrei á Ísafjörð með hana,það voru nógir þar til að spila,“segir Brynjólfur.

Fluttust á milli fjarðaFluttust á milli fjarðaFluttust á milli fjarðaFluttust á milli fjarðaFluttust á milli fjarðaÞegar Brynjólfur var tuttugu

og fimm ára gamall fluttist hannásamt bróður sínum og foreldrumfrá Dýrafirði og að Vöðlum íÖnundarfirði. Fjölskyldan hafðiþá búið á Kotnúpi, hjáleigu fráNúpi, í yfir tuttugu ár.

„Á þessum tíma var ég búinnað fara á skólann á Hvanneyri ítvo vetur. Það var komið svoleið-is fyrir okkur að við vorum aðspá í að fá kotið keypt. Ég lagðiþetta mál fyrir eigandann, enhann sagðist ekki geta selt þaðþví synir hans vilji fá það tilafnota. Mér fannst þetta nú pínu-lítið erfitt fyrst, en seinna sá égekki eftir því að hann sagði nei.Þegar ég var búinn að vera hérnaí einhvern tíma var ég orðinnþakklátur að svona hefði farið,“segir Brynjólfur.

Þeir bræður fóru því að líta íkringum sig eftir öðrum lausnum.„Einhvern veginn komst ég aðþví að þessi bær hérna var í eyði.Við höfðum líka verið saman áHvanneyri, ég og strákur hérnafrá Hjarðardal, næsta bæ, svo ég

Page 14: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

1414141414 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

hafði hann fyrir upplýsingamann.Hann gat sagt mér allt um þettaog nágrennið,“ útskýrir hann.

Þeim bræðrum leyst svo vel ájörðina að þeir höfðu sambandvið eigandann, gamla ekkju, tilað kanna hvort hún væri föl.„Þetta reyndist vera það, svo viðkeyptum jörðina fyrir 18.000krónur,“ segir Brynjólfur og hlærvið.

Við tóku miklar viðgerðir ogúrbætur, enda hús orðin úr sérgengin að miklu leyti. Vaðlarhöfðu verið tvíbýli og stóðu ájörðinni tveir gamlir torfbæir.Fjölskyldan fluttist inn í þannþeirra sem var í skárra ásigkomu-lagi og bjó þar tvo vetur, á meðanbræðurnir byggðu íbúðarhúsiðsem er heimili Brynjólfs enn þanndag í dag.

„Fyrsta sumarið okkar grófumvið fyrir grunni. Þá var nú ekkerttil nema skóflan og hjakkan. Ekk-ert tæki sem gekk fyrir vél, þaðþekktist ekki þá. Það var ekkerttil nema hendurnar að gera þettameð, sem var heilmikil vinna,“segir Brynjólfur. „Við áttum líkaágæta meri og hestakerru. Kass-inn á henni var þannig að það varhægt að hella úr henni eins ogvar á elstu vörubílum. Við fórummeð kerruna og settum grjót ískurðina, svo þeir voru svo tilhálfir af grjóti. Svo var borin yfirþað gróf möl. Þetta var gert til aðspara steypu – þá var allt miðaðvið að spara og helst að kaupa ekkineitt,“ segir hann og hlær við.

Himneskar vinnuvélarHimneskar vinnuvélarHimneskar vinnuvélarHimneskar vinnuvélarHimneskar vinnuvélarNæsta sumar héldu bræðurnir

áfram að byggja og gera húsiðíbúðarhæft, en bjuggu í torfbæn-um. „Ég fann nú ekkert fyrir þvíað sofa þar eða búa þar. Þar varheljarmikil kabyssa í eldhúsinu,kolakynt eins og allt var þá. Húnvar dugleg að éta kolin, en hún

gaf líka mikinn hita ef það varhaldið góðum loga í henni. Þaðvar líka vatnsleiðsla þarna inni,svo þetta var ekkert til mikillavandræða,“ segir Brynjólfur.

Eftir að hafa flust inn í þannhelming íbúðarhússins sem hæf-ur var til íbúðar héldu þeir áframað betrumbæta önnur hús. „Þegarvið komum hingað hafði veriðsteypt fjóshlaða úr svo lélegristeypu að það var hálfhættulegtað ganga fram hjá henni, ein-hvern tíma hryndi hún bara. Þeg-ar við gerðum nýja hlöðu varhins vegar komin ýta, sem gattekið megnið af þessu svo viðþurfum ekki að vinna með hand-verkfærunum nema dálítið í rest-ina. Það var svakalegur munur,“segir Brynjólfur og andvarpar viðminninguna.

„Þetta var byrjunin á því aðþað komu vinnutæki eins og jarð-ýturnar. Það var á þessum tíma –og þetta var eins og það hefðieitthvað dottið heilagt af himn-unum, mönnum fannst svo mikiðtil koma. Jarðýtan – hún gat allt,“segir Brynjólfur glettinn.

Hann hefur, eins og aðrirbændur á hans aldri, séð stéttsína taka gríðarlegum breyting-um og vinnuna algjörum stakka-skiptum. „Almáttugur, á aðferð-unum öllum og afköstum! Maðurlifandi, þetta var nú bara nýrheimur, alveg. Það þróaðist svoáfram, það voru alltaf keyptarstærri og stærri vélar sem gerðumeira á styttri tíma,“ segir Brynj-ólfur.

Brynhildur kona hans fylgdistmeð endurbótunum á Vöðlum ínokkur ár áður en þau Brynjólfurtóku svo saman og hún fluttist tilhans. „Ég leyfði þeim að standaí þessu í tíu ár, að koma öllu í lagáður en ég kom. Þá var þettaorðið svona nokkurn veginníbúðarhæft,“ segir hún og þauhlæja bæði.

„Hún átti heima hérna á næstabæ, ef segja má. Svo það varstutt hjá mér að fara,“ segir Brynj-ólfur brosandi.

Organisti íOrganisti íOrganisti íOrganisti íOrganisti ífimm kirkjumfimm kirkjumfimm kirkjumfimm kirkjumfimm kirkjum

Samhliða framkvæmdum áVöðlum sinnti Brynjólfur stöðuorganista í Holti, og reyndarvíðar. „Jú, jú, ég lenti í því,“segir Brynjólfur kankvís. „Ég fernáttúrulega beint í kirkjukórinnhérna þegar ég kem, það var ekk-ert að tala um annað. Þá var einkonan hérna í sveitinni sem lékundir í Holtskirkju. Það var held-ur vakning í þessu og það fjölgaðií kórnum dálítið, um þetta leytiþegar ég kem þarna inn,“ segirhann frá.

Nefnd kona, Rebekka, komnorðan úr landi og var eiginkonaHalldórs Kristjánssonar á Kirkju-bóli, bróður Guðmundar Inga.„Halldór var landsfrægur fyrirmikil störf í bindindismálum.Hann var að flytja fyrirlestraþarna fyrir norðan, sá þessa dömuog kom með hana hingað heimog giftist henni. Hann kom meðeina kú og eitt orgel með hennilíka. Það þótti nú góð frétt þegarþað fréttist að hann hefði líkakomið með orgel,“ rifjar Brynj-ólfur upp og hlær við.

„Hún var þá undireins sett viðkirkjuorgelið, því það höfðu ver-ið einhver vandræði að fá ein-hvern við það. Ég kem svo straxinn í sönginn og þegar það erbúið að ganga í einhver örfá árþá spilast þetta þannig að þaufara að tala um það að það vantieiginlega fleiri söngkonur í milli-röddina í kórnum. Rebekka sting-ur upp á því að við skiptum – égsetjist við orgelið en hún fari ímilliröddina. Það verður úr aðþetta var ekki mikið rætt, við baraskiptum um stól. Og þar sat ég

svakalega lengi – ég held þettahafi verið undir fjörutíu ár,“ segirBrynjólfur frá.

Það bættist hins vegar fljótlegaí stólasafnið hjá honum, ef svomá að orði komast, þegar organ-ista fór að vanta á fleiri stöðum.„Það urðu einhver vandræði alltí kring, það vantaði organista áNúpi, Ingjaldssandi, Flateyri ogSuðureyri, svo ég fór á alla þessastaði. En það var nú bót í máli aðá sumum þessara staða var ekkimessað nema einu sinni á ári, efekki komu til jarðarfarir eða ann-að slíkt. Það bjargaði því eigin-lega að ég gæti sinnt þessu,“ segirhann.

Reiddi nikkunaReiddi nikkunaReiddi nikkunaReiddi nikkunaReiddi nikkunaá Ingjaldssandá Ingjaldssandá Ingjaldssandá Ingjaldssandá Ingjaldssand

Auk þess að gera víðreist semorganisti ferðaðist Brynjólfursömuleiðis á milli ballstaða meðnikkuna. Þó að fljótlega hafiverið komnir vegir og flestalltfært á bíl man hann þó eftir nokkr-um ferðum í skrautlegri kantin-um.

„Ég man eftir því að ég fóreina ferð út á Sand, þá var ballþar að vori. Ég var búinn aðeignast þessa fínu, stóru nikku,setti hana í kassann og fór á baká skjóttri meri sem ég átti ogreiddi nikkuna fyrir framan mig.Ég passaði kassann með annarrihendi og stýrði merinni meðhinni. Eina ferð fór ég þannig,“segir hann frá.

„Annarri ferð með nikkunaman ég líka eftir, þegar ég ætlaðiá ball í Lambahlaði, samkomu-húsinu. Þá var vegurinn ekkikominn og ég ætlaði að reyna aðkomast í samband við Núpverja,sem áttu jeppa og gátu krönglastá honum inn eftir. Svo ég fer afstað að heiman. Ég átti gamaltog lasið reiðhjól sem ég batt nikk-una á og teymdi það svo inn aðNúpi. En þá voru þeir farnir. Svoþað var ekkert annað að gera enað labba bara inneftir og teymahjólið,“ rifjar hann upp.

„Eftir að bílarnir komu fór égnú oft á milli hérna með hana.Oft á Flateyri, á böllin þeirra, þónokkuð á Þingeyri og út á Ingj-

aldssand og svo auðvitað hérnaheima í sveitinni. Einu sinni fórég líka með hana á sleða frá Dýra-firði og yfir í Hjarðardal hérna íÖnundarfirði. Hún hefur ýmis-legt séð þessi nikka og staðið sigvel – enda er hún ansi lúin orðin.Það er hægt að spila lag á hana,en það verður skrýtið,“ segir hannog brosir við.

Rétti keflið áframRétti keflið áframRétti keflið áframRétti keflið áframRétti keflið áfram

Nokkuð er um liðið síðanBrynjólfur lék síðast fyrir dansi,enda kveðst hann sjálfur hafaverið orðinn allt of „gamaldags“.„Ég var bara með gömlu lögin,en krakkarnir voru orðnir svoungir og hlustuðu á útvarpið ogfengu þar allt öðruvísi músík.Það var hins vegar verið að reynaað nota mig eitthvað á Þorrablót-um, því þar var fullorðna fólkið,“segir hann. „Þetta reynir líka tals-vert á skrokkinn, að spila svonalengi. Maður getur verið helvítilúinn að morgni,“ bætir hann við.

Harmónikkuleikur er þó ekkihættur að heyrast á Vöðlum.„Hann Árni minn hefur tekið viðaf mér í því líka, eins og bú-skapnum. Þegar hann kom hing-að heim aftur hætti ég að spila ánikkuna. Hann keypti sér þánikku og tók við af mér,“ segirBrynjólfur. Þeir feðgar lékusömuleiðis saman nokkur lög áBrynjólfsvökunni góðu.

Tónlistararfleifðin lifir þannigennþá góðu lífi, en Brynjólfursegir báða foreldra sína hafa get-að sungið vel. „Mamma átti mjöggott með að syngja og pabbi líka.Áður en útvarpið kom las pabbilíka alltaf húslestur á kvöldin ogá hverjum vetri sungum við Pass-íusálmana. Það var siður á mörg-um, ef ekki öllum, heimilum,“segir Brynjólfur.

„Addi bróðir spilaði líka ánikku og á sumum böllum spiluð-um við svona á víxl, skiptumst á– ég hafði nefnilega líka gamanaf því að dansa, sem hann hafðireyndar ekki,“ segir hann og hlærvið.

Og á þeim orðum lýkur heim-sókn blaðamanns til tónelskabóndans á Vöðlum að þessu sinni.

– Sunna Dís Másdóttir.

Page 15: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 1515151515

Page 16: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

1616161616 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Um 200 manns sátu þorra-blótið í Bolungarvík sem haldiðvar í 66. sinn á laugardag. „Blót-ið heppnaðist mjög vel þótt allthefði reyndar farið úrskeiðissem gat það en allt gekk upp áendanum með góðra mannahjálp og allt er gott sem endarvel,“ segir Þóra Hansdóttir, for-maður þorrablótsnefndar. Með-al þess sem fór úrskeiðis var aðtveir tónlistarmannanna semáttu að spila lentu á sjúkrahúsiauk leikstjórans en þó vegnaóskyldra orsaka. Þá fór blótiðfram í fyrsta sinn í ný endur-bættu félagsheimili Bolvíkingablótið hafði áður verið haldiðþar frá árinu 1953. „Það er þettaséríslenska fyrirbæri að gerahlutina áður en þeir eru tilbún-ir,“ segir Þóra og hlær en uppkomu rafmagnsbilanir á blót-

inu og þurfti að kalla út tvo raf-virkja.

„Það var reyndar í viðbygg-ingunni þannig að við gátumfarið að keyra á skemmtiatriðiná réttum tíma.“ Þóra segir blót-ið hafa þrátt fyrir ýmsar uppá-komur hafa verið mjög skemmti-legt. „Þegar allir leggjast á eittað láta hlutina ganga upp þágera þeir það og ég veit ekkibetur en að fólk hafi skemmtsér mjög vel.“

Efnt er til blóts í Bolungarvíká fyrsta laugardegi í þorra árhvert og bjóða þá bolvískar kon-ur bónda sínum til slíkrarskemmtunar. Þorrablótið erætlað hjónum, sambýlisfólki,ekkjum og ekklum í Bolungar-vík. Öllu var tjaldað til að gerakvöldið sem veglegast og stiguskemmtinefndarkonur á stokk

í hinum og þessum hlutverkum.„Tekið var mið af því sem veriðhefur í deiglunni, t.d. tókum viðfyrir ástandið á heilsugæslunniokkar og hún kölluð heilsu-bælið. Þessi mál brenna á okkurog tekið var á þeim á léttumnótum,“ segir Þóra.

Blótsgestir mæta í sínu fín-asta pússi, konur í upphlut eðapeysufötum og karlmenn í há-tíðarbúningi eða dökkum jakka-fötum með hálstau, en líklegter að vandfundinn sé sá staðurá Íslandi þar sem er jafn hátthlutfall íbúa sem eiga þjóðbún-ing en í Bolungarvík.

Blótsgestir snæddu hefð-bundinn þorramatur, sem bor-inn var fram í trogum líkt ogforðum. Meðfylgjandi myndirvoru teknar á þorrablótinu.

[email protected]

Ævintýralegt ogskemmtilegt blót

Page 17: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 1717171717

Breytingar á innheimtuBæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

hefur lagt til að lágmarksupphæðfasteignagjalda sem er rukkuð erverði 400 krónur. Þá verði gjöldundir þeirri upphæð ekki rukkuðþar sem það svari ekki kostnaði.Þetta kemur fram í tillögum Dan-íels Jakobssonar bæjarstjóra semætlað er að einfalda innheimtufasteignagjalda. Þá leggur hannjafnframt til að lágmarksupphæðsem fer á einn gjalddaga verði

25.000 krónur. Hærri upphæðirdreifist á sjö gjalddaga frá 1. febr-úar til 1. ágúst. Þá er lagt til aðhámarksafsláttur elli- og örorku-lífeyrisþega verði óbreyttur fráþví í fyrra eða 84.500 krónur.

Kærufrestur álagningar verði21. febrúar. Veittur verði 5%staðgreiðsluafsláttur ef greitt erfyrir 21. febrúar. Einnig leggurhann til að hámarksstyrkur tiláhugasamtaka verði óbreyttur

eða 120.000 krónur. Í tillögumhans kemur fram að beðið ereftir áliti bæjarlögmanns hvortsleppa eigi allri álagningu á fyrir-tæki vegna sorpgjalda.

Bæjarráð fór yfir tillögurnar ogleggur til að samþykktar verði regl-ur um afslætti og niðurfellingufasteignagjalda til elli- og örorku-lífeyrisþega, styrki vegna félags,menningar- og eða íþróttastarf-semi og til eigenda hesthúsa.

„Við ætlum að halda myndar-lega upp á afmælið á morgun ogá laugardag með starfsfólkinu,viðskiptavinum og velunnurumokkar í byggðarlaginu,“ segirEinar Valur Kristjánsson, fram-kvæmdastjóri HraðfrystihússinsGunnvarar, í tilefni sjötugsaf-mælis fyrirtækisins sem var ámiðvikudag í síðustu viku. Þaðvar einmitt 19. janúar 1941 semHraðfrystihúsið hf. var formlegastofnað á skrifstofu KaupfélagsHnífsdælinga. Sautján mannsvoru þar saman komnir til aðsamþykkja nýja félaginu lög ogkusu fyrstu stjórn þess; Pál Páls-son formann og Elías Ingimars-son og Hjört Guðmundsson með-stjórnendur. Þar var lagður grunn-

urinn að því öfluga fyrirtæki semHG síðar varð.

Einar Valur segir að vissulegafari margt í gegnum hugann áþessum tímamótum. „Uppbygg-ing og rekstur fyrirtækisins hefurekki gengið átakalaust og veriðbarningur á köflum. Þess vegnaverður manni auðvitað hugsaðtil frumkvöðlanna að stofnunþessa félags á styrjaldarárunum,fyrir stofnun lýðveldis á Íslandi.Sjötíu ár eru í sjálfu sér ekkilangur tími en það er samt ekkisjálfgefið að fyrirtæki lifi svolengi. Tilfinningar eru líka blend-nar nú þegar horft er til þess hvemikil óvissa ríkir um framtíðsjávarútvegsfyrirtækja og sjávar-útvegsins yfirleitt sem atvinnu-

greinar. Það er stærsta ógnin semsteðjar að okkur sem störfum ígreininni. Við báðum ekki umkvótakerfið á sínum tíma en þvífyrirkomulagi var komið á ogþað er staðreynd. Þeir sem meðlandsstjórnarmálin fara boða núí síbylju að leysa beri upp fisk-veiðistjórnarkerfið með tilheyr-andi afleiðingum fyrir sjávarút-vegsfyrirtækin og samfélagiðallt. Slíkt skapar óvissu sem ísjálfu sér er orðin efnahags-vandamál og það af manna-völdum. Vissulega er gaman íafmælisveislum en óneitanlegaer óvissuástandið í rekstrarum-hverfinu skarð í gleðina,“ sagðiEinar Valur Kristjánsson.

[email protected]

HG fagnar sjötugsafmæliHraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal.

Glíma Vestfirðingarvið ímyndarvanda?Vífill Karlsson, hagfræðingur,

segir Vestfirðinga hugsanlegaglíma við ímyndarvanda eftir alltsem á undan hefur gengið. Fjar-lægðin sé töluvert mikil og til-tölulega fáir Íslendingar fari umVestfirði ár hvert. Þar af leiðandibyggi fólk ímyndina á orðrómiog þeim upplýsingum sem fást ífjölmiðlum. Frá þessu er sagt á

vef Ríkisútvarpsins.Samkvæmt opinberum tölum

er atvinnuleysi á Vestfjörðumminnst á landinu. Engu að síðurfækkar fólki mest í þessum lands-fjórðungi. Nýjustu tölur sína aðtæplega 150 manns eru án at-vinnu á Vestfjörðum. En fólkifækkar sífellt. Þeir sem flytja íburtu hafa stundum misst vinn-

una, eða fara burtu til náms ogkoma ekki aftur.

Þorsteinn Bragi Jónínusonflutti frá Súðavík fyrir þrettánárum. Í samtali við RÚV segisthann alveg myndu vilja fá góðastöðu á Vestfjörðum með sæmi-leg laun. Þá þyrfti konan hans aðfá eitthvað að gera líka. Þá værihann til í að flytja aftur til vestur.

Page 18: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

1818181818 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Eyraroddi á Flateyri hefði þurftað lágmarki 15-20 milljónir tilað koma fyrirliggjandi aðgerðar-áætlun og rekstri af stað. Þetta erhaft eftir Teiti Birni Einarssyni,stjórnarformanni Eyrarodda íMorgunblaðinu. Eins og framhefur komið samþykkti Héraðs-dómur Vestfjarða beiðni stjórn-enda fiskvinnslunnar Eyraroddaá Flateyri um gjaldþrot.

Í tilkynningu frá Eyrarodda komfram að eftir að tilkynnt var um300 tonna byggðakvóta til Flat-eyrar í nóvember síðastliðnum,

reyndu forsvarsmenn félagsinsað skjóta styrkari stoðum undirrekstur félagsins með því aðtengja saman útgerð með kvótaog fiskvinnsluna á Flateyri enþað án árangurs.

Fyrir lá að 300 tonna byggða-kvótanum yrði ekki úthlutað fyriren í lok febrúar og ekki var hand-bært nægjanlegt fjármagn til aðhalda áfram rekstri fram að þeirriúthlutun, þrátt fyrir að nauða-samningur hefði gengið eftir ágrundvelli þeirra rekstrarfor-senda sem kynntar höfðu verið.

Hefði þurft minnst15-20 milljónir króna

Héraðsdómur Vestfjarða hefurúrskurðað Eyrarodda hf. gjald-þrota eftir að stjórn fyrirtækisinsog umsjónarmaður nauðasamn-inga félagsins lögð fram beiðniþess efnis fyrir dómara í síðustuviku. Undanfarið hefur stjórnEyrarodda unnið að fjárhagslegriendurskipulagninu félagsins ísamvinnu við kröfuhafa þess.Niðurstaða þeirra viðræðna varsú að nauðasamningur fyrir fé-lagið var samþykktur en ekkitókst að útvega nægt fjármagn tilað halda áfram rekstri og mætaáföllnum skuldbindingum. Þvívar óumflýjanlegt að óska eftirskiptum.

Í upphafi lá fyrir að reksturfiskvinnslu án kvóta yrði mjögerfiður. Þrátt fyrir það reynduforsvarsmenn félagsins að komaaf stað rekstri á Flateyri en þvímiður tókst ekki að afla nægshráefnis til þess að fiskvinnslanstæði undir sér. Sá byggðakvótisem hafði verið ætlaður Flateyriá árunum 2007 til 2010 var lítill.Jafnframt fór svo að mikill drátturvarð á úthlutun hans, til dæmisdrógst um nærri tvö ár að úthlutabyggðakvóta Flateyrar vegnafiskveiðiársins 2008/2009.

„Eftir að tilkynnt var um 300tonna byggðakvóta til Flateyrarí nóvember síðastliðnum, reynduforsvarsmenn félagsins, sam-hliða fjárhagslegri endurskipu-lagningu, að skjóta styrkaristoðum undir rekstur félagsinsmeð því að tengja saman útgerðmeð kvóta og fiskvinnsluna áFlateyri. Það tókst því miðurekki. Einnig lá fyrir að 300 tonnabyggðakvótanum yrði ekki út-hlutað fyrir en í lok febrúar ogekki var handbært nægjanlegtfjármagn til að halda áframrekstri fram að þeirri úthlutun,þrátt fyrir að nauðasamningurhefði gengið eftir á grundvelliþeirra rekstrarforsenda semkynntar höfðu verið.

Til viðbótar þeim sérstakavanda sem að fyrirtækinu áFlateyri steðjaði, bættist við aðerfitt var að efna til samstarfs viðönnur fyrirtæki í sjávarútvegivegna þeirrar óvissu sem uppi erum rekstrarumhverfi greinarinn-ar.Það eru stjórn Eyrarodda mikilvonbrigði að ekki hafi tekist aðtryggja áframhaldandi rekstur áFlateyri,“ segir í tilkynningu fráfyrirtækinu.

[email protected]

EyraroddigjaldþrotaEyraroddigjaldþrota

Page 19: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 1919191919

„Málin þurfa að skýrast fljótt“„Flateyringar eru yfirleitt með

langlundargeð en þessar fregn-ir ofan á fleiri uppsagnir ogboðaðar lokanir eins og á elli-heimilinu eru ekki til þess aðbæta líðanina. Þetta er orðiðansi lýjandi,“ segir Guðmund-ur Björgvinsson, formaðurÍbúasamtaka Önundarfjarðaraðspurður um andann á Flat-eyri í kjölfar frétta um lokunfiskvinnslu Eyrarodda. Hannsegist ekki efast um að mörg-um líði illa í þessu ástandi sem

nú ríkir á staðnum. Guðmundursegir það hafa verið áfall að heyraaf gjaldþroti fiskvinnslunnar enbjartsýnin hafi farið þverrandiþví lengur sem leið um að hægtyrði að tryggja áframhaldandirekstur Eyrarodda. Fréttirnar hafiþví ekki komið alveg á óvart.

Bæjarráð boðaði til skyndi-fundar með íbúasamtökunumskömmu eftir tíðindin og segirGuðmundur að bæjarráðsmennhafi verið allir af vilja gerðir aðfinna lausn á vandanum. „Hér er

þessi góða vinnsluaðstaða og viðerum með þennan 300 tonnabyggðakvóta svo vonandi opnarþetta ný tækifæri fyrir aðra vinn-sluaðila. En tíminn er knappurog þetta þarf að skýrast fljótt svomenn nái að nýta sér þessi tæki-færi. Það var ekki annað að heyrahjá bæjarráðsmönnum að þettaværi forgangsverkefni sem fariðyrði í með stjórnvöldum. Þaðeru næstu skrefin.“

Guðmundur segir að rætt hafiverið á fundi með bæjarráðs-

mönnum að reynt verði að komaá fót endurmenntunarnámskeið-um hjá Vinnumálastofnun ogleitað annarra millibilslausna svofólk hafi eitthvað við að vera ámeðan unnið er að því að vinnabót á vandanum. „Auðvitað ermaður uggandi fyrir allt samfé-lagið á norðanverðum Vestfjörð-um við svona fréttir þar sem viðmegum ekki við því að missa íburtu fleira fólk.“

Hann segir að það komi í ljós ánæstunni hvað verður. „Þetta snýst

allt um þennan frumrétt að fáað sækja fisk í sjóinn. Viðerum með þetta öfluga hús tilað vinna hann og nú kemur íljós hvernig fjármálastofanirbregðast við en þær virðastvera tilbúnar að afskrifa ansimikið fyrir suma og aðra ekki.Það hefur vitaskuld áhrif ásamkeppnisstöðu fyrirtækjahvernig slíkum málum er hátt-að. Nú erum við komin upp ánáð og miskunn þeirra ogstjórnvalda.“ – [email protected]

„Mér líst ekkert á blikuna.Það er engin framtíð án þeirra,alls ekki,“ segir Sigurður H.Garðarsson, útgerðarmaðurá Flateyri, um gjaldþrot Eyr-arodda í samtali við DV. Sig-urður, sem sjálfur gerir úttíu tonna bát og er með harð-fiskverkun á Flateyri, segirað gjaldþrotið sé mikið áfallfyrir þorpsbúa.

„Það verður erfitt fyriraðra að lifa í þessari grein ánþess að hafa þá,“ segir Sig-urður sem hefur nýtt sérþjónustu Eyrarodda. Hannbætir við að svartsýnin sémikil en bendir þó á að sögurséu á kreiki í bænum þessefnis að mikill áhugi sé á300 tonna byggðakvóta Flat-eyrar. Eru bundnar vonir viðað einhverjir byrji þar at-vinnurekstur frá grunni.

Aðspurður hvort viðbúiðsé að fólksflótti fylgi gjald-þrotinu segist Sigurður ekkibúast við því. „Nei, í rauninniekki. Við eigum ekki von áþví. Við höngum í voninaum að einhverjir hafi áhugaá þessu. Það gefur okkur byrundir báða vængi. En maðurveit svo sem ekki mikið á þess-ari stundu.“ Frá þessu var sagtá DV-vefnum.

[email protected]

„Svartsýnimeðal íbúa“

Sigurður segir aðgjaldþrotið sé mikiðáfall fyrir þorpsbúa.

Nokkrir útgerðarmenn og fiskverkendur í Ísafjarðarbæ hafagert athugasemdir við úthlutun byggðakvóta síðasta árs. Undan-farin ár hefur úthlutun byggðakvótans tafist mikið vegna kæru-mála. Þannig var byggðakvótanum fyrir fiskveiðiárið 2008/2009ekki úthlutað fyrr en í maí á síðasta ári. Hluti kvótans fyrir fisk-veiðiárið 2009/2010 var úthlutað í september 2010 en vegna kæru-mála á enn eftir að ljúka úthlutun á um 55 tonnum. Tafirnar hafareynst sumum fiskverkendum mjög þungbærar. Daníel Jakobssonbæjarstjóri segist ekki hafa neinar upplýsingar um að kærumálséu í farvatninu á yfirstandandi fiskveiðiári.

„Venjulega koma kærumálin ekki upp fyrr en Fiskistofa hefurúthlutað til ákveðinna báta en nú hefur byggðakvótanum aðeinsverið úthlutað til byggðarlaganna. Fiskistofa úthlutar svo kvót-anum til báta í febrúar og þá er hætt við að kærur komi upp. Viðvonum hins vegar að svo verði ekki og að kvótinn geti strax nýstfiskvinnslum og útgerðum til atvinnuuppbyggingar,“ segir Daníel.

Þær athugasemdir sem bæjarráði hafa borist vegna fiskveiði-ársins 2009/2010 snúa m.a. að kærum sem sjávarútvegsráðuneytiðhefur nú til umfjöllunar. Ísfirðingarnir Aðalsteinn Ó. Ásgeirsson

og Konráð Eggertsson sendu bæjarstjóra erindi þar sem fjallað erum rétt þeirra báta til byggðakvóta sem fiska í kvíar í Álftafirði,en þeim afla er að mestu landað í Súðavík en unninn á Ísafirði ogí Hnífsdal. Í erindinu er þess farið á leit við Ísafjarðarbæ að sveit-arfélagið beiti sér fyrir því við ráðuneytið, að þeir bátar sem eigaheimahöfn á Ísafirði og landa í kvíar HG, eigi sama rétt til byggða-kvóta sveitarfélagsins og bátar sem landa í kvíar í Skutulsfirði.

Bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ hefur einnig borist erindi fráGunnlaugi Finnbogasyni, fyrir hönd fiskverkunar Finnboga, þarsem sveitarfélagið er hvatt til að beita sér fyrir því að upphaflegúthlutun byggðakvótans frá 14. júní sl. verði látin standa. Gunn-laugur segir vinnsluna vinna um 130-140 tonn af bolfiski árlegaog hráefnið komi að megin uppstöðu af bátum frá Ísafirði. Hannsé með einu bolfisksvinnsluna á Ísafirði og því ætti að gefa um-ræddum bátum kost á því að uppfylla skilyrði um landaðan aflatil 30. júní. Eins og staðan sé í dag sé nánast öllum aflanum út-hlutað á skip sem landa engu til vinnslu á Ísafirði, heldur eingönguí kvíar. Sérstökum eldiskvóta sé úthlutað til eldisveiða og þvíóeðlilegt að byggðakvótinn sé nýttur í þeim veiðum. – [email protected]

Deilt um byggðakvótannDeilt er um hvort byggðakvótinn eigi að nýtast bátum sem landa eldisþorski.

Page 20: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

2020202020 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Til varnar VestfirðingumStakkur skrifar >

Stakkur hefur ritaðvikulega pistla í Bæjarinsbesta í mörg ár. Skoðanir

hans á mönnum og mál-efnum hafa oft verið um-

deildar og vakið umræður.Þær þurfa alls ekki að

fara saman við skoðanirútgefenda blaðsins. Þrátt

fyrir það bera ábyrgðar-menn blaðsins ábyrgð áskrifum Stakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Lengi hafa Vestfirðingar átt undir högg að sækja. Þrátt fyrir aðþeir hafi lagt drjúgt til þjóðarbúsins og leggi enn, hefur byggð átt und-ir högg að sækja á Vestfjörðum alla síðustu öld. Sléttuhreppur, semvar útvörður byggðar nyrst á Vestfjörðum, lagðist í eyði árið 1952.Áratug síðar féll næsta sveitarfélag, Grunnavíkurhreppur og síðastaaldarfjórðung hefur íbúum á Vestfjörðum fækkað um fjórðung eða25%, sem svarar til þess að á hverju ári hafi fækkað um ríflega eitthundrað manns. Oft hefur á þessum vettvangi verið bent á þá stað-reynd hve ógnvænleg þessi þróun er og varað við afleiðingum hennar.

Hvað er til varnar? Því er vandsvarað, en fullkomlega augljóst erað spyrna verður við fæti af fullum þunga vilji menn ekki sjá byggðeyðast. Lesi menn bókina Sléttuhreppur. Fyrrum Aðalvíkursveit,Byggð og búendur eftir Kristinn Kristmundsson og Þórleif Bjarnason,sem Átthagafélag Sléttuhrepps gaf út árið 1971, hlýtur lesandinn aðgera sér grein fyrir því hve mikilvægt er að grípa til aðgerða strax.Ella má gera ráð fyrir því að örlög vesfirskra byggða verði áþekk ör-lögum byggðar í Sléttuhreppi. Það sem gerðist þar var einfalt og erþví miður gömul saga og ný.

Hið hættulega er að dæmin um vörn byggðar sem lætur á endanumundan er að finna um allan heim, en við ættum að láta okkur nægjanærtækari dæmi úr fyrrum Sléttuhreppi, þar sem sagan um baráttubyggðar er skráð með afar skýrum hætti og ætti að vera öllum, ekki

síst stjórnmálamönnum bæði á landsvísu og sveitarstjórnar-stigiaðvörun um það sem mun gerast verði ekki gripið til aðgerðastrax til að stöðva fækkun íbúa á Vestfjörðum. Þegar komið varfram á fjórða áratuginn fóru þeir sem gátu úr hreppnum. Þaðgerðu þeir af sömu hvötum og maðurinn hefur alltaf gert, að leitabetri tækifæra annars staðar. Þannig byggðust Bandaríkin.

Nærri sex áratugum eftir að byggð í Sléttuhreppi lagðist af erumöguleikar þjóðar, ríkis og sveitarfélaga mun meiri til að grípa tilráða sem stöðvað geta öfugþróun byggðar á Vestfjörðum. Þjóðiner auðugri og betur menntuð en fyrir miðja síðustu öld. Nú þegarbyggð á Flateyri á undir högg að sækja reynir á stjórmálamenn ogvilja þeirra til að koma til aðstoðar. Ljóst er að fyrst og fremstskortir stefnumótun í byggðamálum á Íslandi.

Byggðastofnun hefur reynst gagnslítil. Hún er í raun einnbankinn enn, ríkisbanki sem lánar án þess að tryggingar séu næg-ar í mörgum tilvikum. Upphaflega var henni ætlað það hlutverkað styrkja byggð á Íslandi. Lítið verður vart við úrræði til þess aðsinna því.

Nú þarf nýja hugsun og stefnumótun til framtíðar ella bíðafleiri byggða víða um land sömu örlög og Flateyrar og Flateyringa.Vestfirðingar þarfnast sárlega vina í baráttu sinni fyrir byggð.Vonandi eru þeir til og koma nú til hjálpar.

smáarÚtprjónaðir vettlingar í brún-um litum töpuðust í miðbæÍsafjarðar. Finnandi vinsam-legast hafi samband við Birnuí síma 896 3367.

Fyrri hluti ársins 2011 lof-ar góðu hvað varðar fæð-ingar á Fjórðungssjúkra-húsinu á Ísafirði. „Það ertöluvert af fæðingum fyrri-part árs og fram á sumar,eða eins langt fram á árið ogvið sjáum. En þetta breytistdag frá degi og maður veitaldrei um fjöldann fyrr enárið er úti. Það gæti veriðhressilegur fyrripartur árs ogsvo rólegur seinnipartur, þóoftast nær er þetta nokkuðjafnt yfir árið,“ segir BrynjaPála Helgadóttir ljósmóðir.

Aðspurð segir hún að ljós-mæður á FSÍ séu jákvæðarog bjartsýnar á árið. Allskomu 55 börn í heiminn áfæðingardeild FSÍ á síðastaári. Er það svipaður fjöldifæðinga og á síðasta ári þeg-ar börnin voru 54 en nokkuðfærri en árið 2008 þegar fæð-ingarnar voru 73 talsins, enþá var um metár að ræða.

Blómlegtbarnaár

Vegagerðin neitar að gangast viðskemmdum vegna snjómoksturs

Töluverðar skemmdir hafaorðið á klæðningu íbúðar- og at-vinnuhúsnæðis við Hnífsdalsveg27. Eigandi hússins, ÞrösturMarzellíusson, segir að skemmd-irnar séu tilkomnar vegna snjó-moksturs en húsið stendur nánastvið veginn. „Þegar verið er aðryðja snjó hafa starfsmenn Vega-gerðarinnar ekki alltaf haft var-ann á. Þegar verst lætur hafa þeirkeyrt framhjá á fullri ferð ogþeytt klökum og snjó langt upp áútveggina. Klæðning hefur látiðverulega á sjá eftir þessar aðfarirog er nú orðin gott sem ónýt,“segir Þröstur, sem fékk viður-kenndan matsmann til þess aðskoða tjónið. „Hans mat var aðtjónið næmi 2,4 milljónum króna.“

Þröstur fór á fund Vegagerð-arinnar til viðræðna um mögu-lega bætur. „Mér var vel tekið áskrifstofu Vegagerðarinnar á Ísa-firði og þar vildu menn allt fyrirmig gera. Þeir hafa líka passaðsig mun betur við moksturinnupp frá þessu. Annað hljóð varþó í lögmanni Vegagerðarinnarsem þvertók fyrir að skemmd-irnar væri tilkomnar vegna snjó-moksturs. Þetta kom mér mjög áóvart því í mínum huga er ekkiminnsti vafi um hvað hefur vald-ið tjóninu, enda kemur eiginlegaekki neitt annað til greina,“ segirÞröstur, sem segir þó ólíklegt aðhann láti reyna á málið fyrirdómstólum.

[email protected] Einnig eru gluggar og hurð fyrirtækisins farin að láta á sjá.

Klæðning húsnæðisins við Hnífsdalsveg er farin að láta á sjá og segir eigandinn skemmdirnar vera tilkomnar vegna snjómoksturs.

Page 21: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 2121212121

Hæsta leikskólagjaldið á land-inu er hjá Ísafjarðarbæ sam-kvæmt könnun verðlagseftir-lits ASÍ sem framkvæmd var íbyrjun þessa árs. Hjá Ísafjarð-arbæ er gjaldið kr. 34.342.- enlægst gjald fyrir sömu þjónustuer hjá Reykjavíkurborg, kr.21.764. Munurinn er því 12.578 krónur eða 63%. Gjaldfyrir átta tíma vistun með fæðier mjög misjafnt eftir sveitar-félögum.

Á landsvísu er sú breytingáberandi að afslættir hafa víðaverið minnkaðir eða jafnvel af-lagðir og vekur sérstaka athyglihveru dýr síðasti klukkutíminní 9 tíma vistun er orðinn. Al-geng hækkun á 9 tíma leik-skólaplássi er 3-8%. Kópa-

vogur sker sig þó úr þar semgjaldið var hækkað um 30%.Námsmenn, einstæðir foreldr-ar og aðrir forgangshópar semborga lægri leikskólagjöld eruekki undanskyldir þessumhækkunum.

Lægsta mánaðargjald fyrirforgangshópa í 8 tíma vistunmeð fæði er í Reykjavík12.860 krónur en hæsta mán-aðargjaldið greiða foreldrar áÍsafirði eða 25.598 krónur.Lægsta mánaðargjaldið fyrirforgangshópa í 9 tíma gæslumeð fæði er í Reykjavík17.213 krónur en hæsta mán-aðargjaldið fyrir sömu þjón-ustu er á Fljótdalshéraði á32.508 krónur.

[email protected]

Hæsta leikskólagjald-ið er hjá ÍsafjarðarbæUnnið að nýrri skóla-

stefnu ÍsafjarðarbæjarFjöldi manns vann að gerð nýrr-

ar skólastefnu Ísafjarðarbæjar átveimur þingum sem efnt var til íStjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í síð-ustu viku. Á fimmtudag var þing-ið opið öllum en sérstaklega voruboðaðir einstaklingar, stofnanirog félagasamtök sem hagsmunaeiga að gæta eða búa yfir þekk-ingu í skólamálum. „Þingið gekkvirkilega vel og góð vinna varunnin,“ segir Margrét Halldórs-dóttir formaður fræðslunefndarÍsafjarðarbæjar. Á föstudag varsíðan komið að yngri kynslóðinniað leggja sitt á vogarskálarnar enþá mættu fulltrúar 2.-10. bekkja

skóla sveitarfélagsins. „Þarnavoru tæplega 30 krakkar og þettavar virkilega skemmtilegt. Ég varsjálf í hópi með yngstu nemend-unum og þeir voru með margargóðar hugmyndir. Það sem stóðupp úr hjá þeim var að þeir viljaað kenndir verði fleiri verk-greinatímar á viku,“ segir Mar-grét. Meðal þess sem fram komhjá nemendunum var að þeir hafaáhuga á að læra spænsku og aðáhersla verði lögð á að allir verðigóðir við aðra og hjálpist að.

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjarsamþykkti í haust að hefja heildarendurskoðun á skólastefnum

sveitarfélagsins og í kjölfarið varsamþykkt að gera eina sameigin-lega skólastefnu fyrir leik- oggrunnskóla Ísafjarðarbæjar. Skóla-stefnunni skal vera lokið eigisíðar en í apríl. Nú verður farið íað taka saman það sem fram þing-unum tveimur en það er aðeinseinn þáttur í vinnu við skóla-stefnuna. „Þetta er viðamikilvinna enda þarf að fylgja ákveðn-um lagaramma. M.a. hafa veriðsendir út spurningalistar til for-eldra og kennara bæði á leik- oggrunnskólastigi auk þess semnemendur hafa verið beðnir aðsvara nokkrum spurningum.“

Frá barnaþinginu þar sem ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram.

Page 22: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

2222222222 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011

Krossgáta og Vestfirðinga.Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal.

Lausn á síðustu krossgátu

Rafskaut ehf., hefur ráðiðGrétar Örn Eiríksson semverkefna- og framkvæmda-stjóra fyrir Fánasmiðjunasem hefur starfsemi á Ísafirðií mars. Grétar Örn lauk stúd-entsprófi frá Menntaskólan-um á Ísafirði og fór svo ánámskeið í grafískri hönnuní Myndlistaskóla Reykjavík-ur en lauk síðar námi í graf-ískri miðlun/prentsmíð viðIðnskólann í Reykjavík.

Hann hefur störf um næstumánaðarmót og byrjar á þvíað fara austur á Þórshöfn ogkynna sér reksturinn næstamánuðinn og í kjölfarið flytjaverksmiðjuna vestur. Hanner einnig að fara yfir starfs-umsóknir fyrir önnur störf íverksmiðjunni og mun súákvörðun liggja fljótlega fyr-ir að því er fram kemur ítilkynningu.

Grétar Örn tilFánasmiðjunnar

Bænabókin Einn dagur í einusem Ísfirðingurinn Stefán DanÓskarsson gaf út fyrir jólin fékkafar góðar viðtökur. „Viðtökurn-ar voru framar vonum og bókin

er nánast uppseld. Hún fer því íendurprentun nú um mánaðar-mótin,“ segir Stefán en um er aðræða hans fyrstu bók. Hann segisthafa fengið veður af því að bókin

nýttist vel í baráttunni gegn dep-urð og þunglyndi. Bókin erbyggð þannig upp að í henni eruað finna bænir út vikuna semhægt er að byrja upp á nýtt er

vikunni er lokið. Í henni er vitnaðí ýmis þaulreynd og góð fræðisvo sem AA bókina og 24 stundabókina. Stefán hyggur nú á útgáfuannarrar bókar sem er vinnubók.Svo er von á framhaldi bænabók-arinnar áður en langt um líður.

Stefán er ráðgjafi hjá Ráðgjafa-og nuddsetrinu á Ísafirði sembýður upp á áfengis- og vímu-efnaráðgjöf fyrir einstaklinga ogfjölskyldur. Einnig er boðið uppá eftirmeðferð fyrir einstaklingaog hópa. Þetta er í fyrsta sinn áVestfjörðum sem slík þjónustaer í boði. Stefán hefur verið trún-aðarmaður fyrir S.Á.Á. í 30 árog lokið prófi í RáðgjafaskólaÍslands. Hann hefur því hlotið al-þjóðaskírteini frá ICRC/AODA(International Certification andReciprocity Consortium / Alco-hol and Other Drug Abuse).

[email protected]

Frumraunin seldist upp

Page 23: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 2323232323

Sælkeri vikunnar er Hildur Halldórsdóttir á Ísafirði

Rækjusúpa og rabarbarakakaRækjusúpa og rabarbarakakaRækjusúpa og rabarbarakakaRækjusúpa og rabarbarakakaRækjusúpa og rabarbarakaka1 laukur1 msk smjör1 dós kókosmjólk1 l vatn1 grænmetisteningur2 msk humarsúpukraftur(Oscar)2 tsk paprikuduft½ dl matreiðslurjómiAromat eftir smekk200 gr rækjur

Grænmeti saxað og steikt ísmjöri í potti. Kókosmjólk, vatn,teningur, kraftur og paprikuduftsett í pottinn og látið malla stuttastund. Að því loknu er töfrasproti

notaður til að fínsaxa grænmetiðí súpunni og hún smökkuð tilmeð matreiðslurjóma og aromati.

Þessu næst er suðan látin komaupp og rækjur settar út í og látnarhitna í gegn.Súpan er svo borin fram meðgrískri jógúrt, sýrðum rjóma eðaab-mjólk.

Fagradals rabarbarabaka300 g rabarbari2 stk. egg2 dl sykurSykurinn og eggin þeytt saman

og sett í smurt eldfast form.Rabarbaranum stráð yfir.

„Uppskriftin að rækjusúp-unni varð til einhverju sinniþegar ég fann ekkert í ísskápn-um til að elda úr nema 2 rauðarpaprikur og rakst svo á rækju-poka í frystinum. Rabarbara-bakan er úr smiðju tengdamóð-ur minnar, Erlu Karlsdóttur íFagradal. Alveg sérlega fljót-legur og gómsætur eftirrétturá sumrin og jafnvel á veturnaef maður hefur verið svo for-sjáll að saxa niður rabarbaraog setja í frystinn.“

Rækjusúpa Hildar2 paprikur (rauðar)

2 dl púðursykur2 dl hveiti200 gr smjörÞetta hnoðað saman og stráð

yfir rabarbarann í eldfasta form-inu.

Bakað í 45-50 mín. við 180-200°C. Í stað rabarbarans er hægt

að nota bláber eða blandaþessu tvennu saman. Bakaner borin fram með ís og/eðaþeyttum rjóma.

Ég skora á Katrínu LíneyJónsdóttur á Ísafirði að veranæsti sælkeri vikunnar.

Baldvin segir að þótt Grænlandsé ekki í ESB sé hægt að full-smíða báta svipaðrar gerðar þarmeð því að senda bátana fyrst tilDanmerkur. Þar sem Grænlandheyri undir Danmörku hafi veriðhægt að lauma þeim bakdyra-megin inn í ESB. „Þannig er þaðnú, það er ekki allt unnið meðþví að vera utan við ESB,“ segirBaldvin.

Af sömu ástæðum sé ekki hægtað senda bátana fullsmíðaða tilBandaríkjanna, hvort sem þeireru framleiddir á Íslandi eða inn-an ESB. Á hinn bóginn sé hægtað senda grindurnar til Banda-ríkjanna og klára framleiðslunaþar. Bandaríkjamenn gera meðöðrum orðum sömu kröfur ogESB. Á báðum þessum tollsvæð-um þurfi að framleiða bátana inn-an viðkomandi tollsvæða og þarfsmíðin að standast ýmsar reglu-gerðir.

Eins og stendur eru það þóekki kröfur ESB eða Bandaríkja-manna sem koma í veg fyrir aðbátarnir séu fluttir fullsmíðaðirúr landi. Hér á landi eru nefnilegaekki til vélar sem ráða við aðsauma dúkinn á grindina. Baldvin

segir að þetta hafi komið sérverulega á óvart. Hann hafi leitaðmikið að fyrirtæki sem gætisaumað dúkinn á bátana en ekkerthefði treyst sér til þess. Ekkertfyrirtæki hefði heldur getað fræsttiltekin stykki í grindina sem þarfað fræsa með svonefndri tölvu-fræsun. Í staðinn var kanadísktfyrirtæki sem framleiðir hluta ídýr húsgögn fengið til að sjá umtölvufræsunina. Hér á landi séhvorki þekking né tæki til slíkrarframleiðslu sem hljóti að veraáhyggjuefni. „Það vantar allskonar smáiðnað á Íslandi,“ segirhann.

Hönnun bátanna byggir áhefðbundnum grænlensku kajök-unum en segja má að um alþjóð-legt verkefni sé að ræða. Stærsturhluti framleiðslunnar fer fram hérá landi en einnig er eða hefurverið unnið að gerð bátanna íBandaríkjunum, Kanada, Aust-urríki, Noregi, Svíþjóð, Hollandi,Austurríki og Englandi, að sögnBaldvins.

Grindin er úr nokkrum mis-munandi trjátegundum en dúkur-inn er úr níðsterku gerviefni. ÍHnífsdal er nú búið að setja sam-

an 15 grindur í kajaka en dúkur-inn verður settur á í Svíþjóð ogþar fer lokafrágangur fram.Grindurnar fara á sölusýningarþar, í Noregi og víðar. Þegar súsending er klár verður byrjað aðframleiða upp í pantanir hér álandi sem eru orðnar allnokkrar.Til að ná fimm ársverkum, þar affjórum á Íslandi, þarf framleiðsl-an að vera um 150 bátar á ári.

Á Íslandi er miðað við að bát-arnir kosti 250.000 krónur en þeirverða um helmingi dýrari í Nor-egi. Til samanburðar má nefnaað trefjaplastkajak af bestu gerðhefur til skamms tíma kostað um

500.000 krónur, tvöfalt meira enfyrir banka- og krónuhrun. Bald-vin segir að töluverður vöxtur séí kajaksportinu á Norðurlöndun-um. Eigendur Point 65 sem erstærsti kajakframleiðandi á Norð-urlöndunum hafi bent á að þegarkreppa skelli á í efnahagslífinuaukist áhugi á kajaksportinu.„Það er vegna þess að fólk ferðastá heimaslóðum. Þannig að kreppaer góð fyrir kajaksportið, það erað segja meðan ekki er gjaldmið-ilskreppa,“ segir Baldvin Krist-jánsson. Frá þessu var sagt ámbl.is.

[email protected]

Fyrstu kajakgrindurnar semsmíðaðar eru á Hnífsdal verðasendar til útlanda í lok janúareða byrjun febrúar. Þetta er ífyrsta skipti sem kajakar erusmíðaðir sérstaklega til útflutn-ings á Íslandi. Tveir menn vinnavið smíðina og ef salan verðureins góð og vonir standa til fjölg-ar þeim í fjóra. Framleiðslan er ávegum fyrirtækisins GreenlandKaykaks sem er að hluta til íeigu Byggðastofnunar Græn-lands. Framkvæmdastjóri fyrir-tækisins er Baldvin Kristjánssonsem hefur verið kajakleiðsögu-maður og -kennari til margra ára.Baldvin segir í samtali við Morg-unblaðið að ekki sé leyfilegt aðflytja kajakana fullsmíðaða tillanda Evrópusambandsins heldurverði að fullsmíða bátana inni ísambandinu. Ísland geti ekki fluttbáta til ESB nema þeir séu smíð-aðir eftir móti, líkt og t.d. trefja-plastbátar, og skoðunarmennEvrópusambandsins séu búnir aðstaðfesta að mótið standist Evr-ópukröfur. Grænlensku kajak-arnir séu ekki smíðaðir eftir mótiog því sé fullnaðarframleiðslahér á landi ómöguleg.

Fyrstu kajakarnir frá HnífsdalHalldór Sveinbjörnsson í veltuæfingu á grænlenskum kajak frá Greenland kayaks.

Page 24: Fimmtudagur - Bæjarins Besta2017/03/04  · logy á Ísafirði. „Nú er svo komið að það er orðið verulega óhag-stætt að hafa iðnfyrirtæki starf-andi á landsbyggðinni

2424242424 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011