85
Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

  • Upload
    others

  • View
    11

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

Með heiminn í höndum sér

Fjölmenning í skólastofunni

Eyrún Dögg Ingadóttir

Lokaverkefni til M.Ed-prófs

Háskóli Íslands

Menntavísindasvið

Page 2: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

Með heiminn í höndum sér

Fjölmenning í skólastofunni

Eyrún Dögg Ingadóttir

Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

Leiðbeinandi: Guðmundur Kristmundsson

Kennaradeild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

júni 2012

Page 3: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 4: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

Með heiminn í höndum sér.

Ritgerð þessi er 20 eininga lokaverkefni til meistaraprófs við

kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

© 2012 Eyrún Dögg Ingadóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2012

Page 5: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

3

Formáli

Ritgerð þessi er meistaraprófsritgerð til fullnaðar M.Ed gráðu í náms- og

kennslufræði, íslensku og íslenskukennslu við Menntavísindasviði Háskóla

Íslands. Verkefnið er 20 eininga (ECTS) og var unnið á fyrri hluta árs 2011 og

veturinn 2011-2012.

Á síðustu árum hef ég fylgst mikið með tvítyngdum börnum, bæði í

fjölskyldu minni og einnig í kringum börnin mín. Ég framkvæmdi tvær, litlar,

eigindlegar rannsóknir, annars vegar á nýbúa og hins vegar á

snúbúafjölskyldu og í kjölfarið var ekki aftur snúið. Ég fór að grufla í

rannsóknum tengdum kennslu og kennsluaðferðum því að niðurstöður litlu

rannsóknanna minna sönnuðu fyrir mér að það vantaði verulega á stuðning

við þennan nemendahóp í íslenskum skólum. Ritgerðin er mitt framlag til

fjölmenningarlegrar kennslu á yngsta stigi grunnskólans og mínar tillögur að

sýnilegri fjölmenningu í skólastofunni.

Ég vil þakka leiðbeinanda mínum, Guðmundi Kristmundssyni fyrir veitta

aðstoð, ekki einungis við ritgerðarsmíð heldur einnig fyrir einstaka kennslu

síðustu fimm árin á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Einnig vil ég þakka

Hönnu Óladóttur fyrir að kveikja áhuga minn á þessu efni.

Ómældar þakkir fá börnin mín, Hlynur Örn og Berglind Svava, mamma

sem keyrði mig áfram, Ásta frænka fyrir að sitja yfir mér og Berglind Nanna

sem las yfir, lagaði, vakti fram á nætur og hrósaði mér endalaust.

Page 6: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 7: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

5

Ágrip

Markmið ritgerðarinnar er að skoða mikilvægi fjölmenningarlegrar kennslu. Hefur

nýbúum fjölgað það mikið að nauðsynlegt sé að breyta kennsluháttum í íslenskum

grunnskólum og er fjölmenningarleg kennsla fyrir fáa nemendur eða hentar hún

öllum hópnum?

Í fyrri hluta ritgerðarinnar verða skoðuð hugtök eins og tvítyngi, nýbúar, snúbúar

(þriðjumenningarbörn) og fjölmenning. Ýmsum spurningum í tengslum við þessi

hugtök þarf að svara til að útskýra hvað felst í þeim. Hverjir teljast tvítyngdir og

hvernig er tvítyngi skilgreint? Eru nýbúar einungis þeir sem eiga erlenda foreldra sem

hafa flutt með þau til Íslands? Skoðaðar eru rannsóknir á líðan nemenda sem hafa

íslenskan bakgrunn en erlent mál sem er þeim í raun eiginlegra en móðurmálið.

Hvernig er að alast upp erlendis en flytja síðan til Íslands og hefja nám í grunnskóla?

Eru þessir nemendur fullfærir um að ganga inn í skólakerfið vandræðalaust eða þurfa

þeir nánast sömu aðstoð og nemendur með engan íslenskan bakgrunn?

Ég mun útskýra hvernig hugtakið fjölmenning og fjölmenningarlegt samfélag tekur

sífelldum breytingum og að þrátt fyrir að sum samfélög séu einsleit þá eru þau samt

fjölmenningarleg vegna mismunandi bakgrunns þeirra sem þar búa. Uppeldi og

búseta leikur stórt hlutverk í því hvaða grunn við höfum og það gerir hvern

einstakling ólíkan þeim næsta. Ef fjölmenning er vegna uppeldis og menningarlegs

bakgrunns þá skilar það sér inn í grunnskólann og gerir hann þar af leiðandi

fjölmenningarlegan.

Í seinni hluta verksins mun ég skoða aðferðir til að kenna fjölbreyttum

nemendahóp og er þar samvinnunám og fjölgreindarkenning Gardners í

aðalhlutverki. Rannsóknir í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hafa sýnt fram á ágæti

samvinnunáms sem aðferðar fyrir alla nemendur hvort sem þeir eru með erlendan

bakgrunn eða ekki og verða niðurstöður tveggja rannsókna útskýrðar til að sýna fram

á mikilvægi þess að nota kennsluaðferðir sem hentar sem flestum.

Að lokum er bókin; Bréf frá Felix, lítill héri í heimsferð, kynnt sem og námsefnið

sem ég samdi með bókinni og farið yfir hugmyndir að námsmati. Í kjölfarið er svo

skoðað hvað þeir kennarar sem kenndu efnið hafa að segja.

Page 8: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

6

Abstract

With the world in their hands

The Multicultural classroom

The object of this thesis is to look at the importance of multicultural teaching. Has

the number of immigrant children risen to the point that it is necessary to change

teaching ways in Icelandic elementary schools, and is multicultural teaching for a

chosen few students or is it suitable for the whole group?

In the first part of the thesis concepts like bilingualism, immigrant children,

Icelandic children raised abroad that have moved back to Iceland (third culture

children) and multiculture are examined. Various questions relating to these

concepts must be answered to explain what they mean. Who is considered bilingual

and how is bilingualism defined? Are immigrant children only those children that

have foreign parents that have moved to Iceland with their children? Researches on

how students feel, that have Icelandic background, but a foreign language that is in

fact more natural to them, than their own language, in this case, Icelandic, will be

looked at. How does it feel to be raised abroad and then move back to Iceland to

start elementary school? Are these students fully equipped to come into the

educational system without a hitch, or do they need the same, or just about the

same assistance as students with no icelandic background?

I will explain how the concept multiculture and multicultural society is under

constant change and that even if some societies are somewhat onesided in culture,

they are in fact multicultural because of the differences in background of those that

live there. Upbringing and where we live play a big role in what foundation we have

and that makes every individual different from the next. If multiculture is caused by

upbringing and cultural background, it seeps into the elementary school and

therefore makes the school multicultural.

In the second part of the thesis I will look at different ways to teach a diverse

group of students, where cooperational studies and Gardner‘s Theory of multiple

intelligences play the main part. Researches in the USA and in the Scandinavian

countries have shown that cooperational studies are beneficial to all students,

whether they have a foreign background or not, and the conclusions of two of these

studies will be explained.

At last, the book; Letters from Felix, a little rabbit on world tour is introduced as

well as the curriculum that I wrote with the book and ideas for study evaluation

Page 9: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

7

discussed. Following that, I look at what the teachers that used the material have to

say about their experience.

Page 10: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 11: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

9

Efnisyfirlit

Formáli .................................................................................................................... 3

Ágrip ....................................................................................................................... 5

Abstract .................................................................................................................. 6

Efnisyfirlit ................................................................................................................ 9

Myndaskrá .............................................................................................................. 11

1 Inngangur ......................................................................................................... 13

2 Tvítyngi ............................................................................................................ 17

2.1 Aðalnámskrá grunnskóla ........................................................................... 19

2.2 Nýbúar ....................................................................................................... 20

2.3 Snúbúar/þriðjumenningarbörn ................................................................. 22

3 Fjölmenning ..................................................................................................... 27

3.1 Samfélagið ................................................................................................. 27

3.2 Skólinn ....................................................................................................... 28

4 Fjölgreindakenning og samvinnunám.............................................................. 31

4.1 Fjölgreindakenning Howard Gardner ........................................................ 31

4.2 Samvinnunám ............................................................................................ 32

5. Hver er Felix og hvernig getur hann hjálpað?.................................................. 37

5.1 Bókin .......................................................................................................... 37

5.2 Uppsetning og útlit barnabóka .................................................................. 37

5.3 Undirbúningur kennslu .............................................................................. 38

5.4 Kennsluaðferðir ......................................................................................... 39

5.5 Námsmat ................................................................................................... 41

6 Tilraunakennsla með námsefnið Felix ............................................................. 45

6.1 Rannsóknaraðferð ..................................................................................... 45

6.2 Viðmælendur ............................................................................................. 46

6.3 Úrvinnsla og greining ................................................................................. 46

Page 12: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

10

6.4 Siðferðileg atriði og takmarkanir ............................................................... 47

7 Niðurstöður kennaraviðtala ............................................................................ 49

7.1 Samsetning nemendahópanna .................................................................. 49

7.2 Lærdómur .................................................................................................. 49

7.3 Ólík menning.............................................................................................. 50

7.4 Námsmat ................................................................................................... 50

7.5 Að lokum .................................................................................................... 50

8 Niðurstöður og umræða .................................................................................. 53

9 Heimildaskrá .................................................................................................... 57

Viðauki A. Kennsluferlið ......................................................................................... 61

Fyrsti hluti - Bretland – London ......................................................................... 61

Annar hluti - Frakkland – París .......................................................................... 63

Þriðji hluti - Ítalía – Róm .................................................................................... 65

Fjórði hluti - Egyptaland – Kaíró ........................................................................ 67

Fimmti hluti - Afríka - Kenýa .............................................................................. 69

Sjötti hluti - USA – New York ............................................................................. 71

Sjöundi hluti - Heimferðin – Ísland .................................................................... 73

Viðauki B. Spurningalisti ......................................................................................... 75

Viðauki C. Svör Önnu .............................................................................................. 77

Viðauki D. Svör Binnu ............................................................................................. 81

Page 13: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

11

Myndaskrá

Mynd 1. Fjöldi barna eftir bakgrunni ......................................................................... 20

Mynd 2. Fjöldi aðfluttra barna eftir ríkisfangi ............................................................ 21

Mynd 3. Sjálfsmat nemenda ...................................................................................... 42

Mynd 4. Bretland ....................................................................................................... 61

Mynd 5. Frakkland ..................................................................................................... 63

Mynd 6. Egyptaland ................................................................................................... 67

Mynd 7. Afríka ............................................................................................................ 69

Mynd 8. Bandaríkin .................................................................................................... 71

Mynd 9. Ísland ............................................................................................................ 73

Page 14: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 15: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

13

1 Inngangur

Á síðustu árum hefur umræðan um fjölmenningu og fjölmenningarleg samfélög

aukist og á árinu 2011 voru nokkrar áberandi neikvæðar fréttir varðandi þetta efni.

Meðal þeirra voru fréttir af fjöldamorðunum í Útey í Noregi, uppþot þriðju kynslóðar

innflytjenda í Bretlandi og ný lagasetning um innflytjendur í Arizona (Vísir, 2011, RÚV,

2011 og New York Times, 2011). Þessar fréttir lýsa vel þeim menningartengdu

vandamálum sem hafa orðið meira áberandi í fjölmenningarlegum samfélögum

síðustu árin. Bent er á að innflytjendur lagi sig ekki að samfélaginu, læri ekki

tungumálið, myndi samfélög innan samfélagsins, myndi glæpagengi og skemmi

jafnvel tungumálið sem er fyrir. Við höfum flest heyrt dæmi úr nærsamfélaginu þar

sem innflytjendabörn ná engum tökum á íslensku þrátt fyrir margra ára skólagöngu,

finna sér varla stað í tilverunni, leiðast jafnvel út í neyslu og glæpi samfara því og

einhverjir foreldrar neyðast til að senda börnin frá sér til föðurlandsins.

Lestur, ritun, kvæði og rím var sterkur þáttur í uppeldi mínu og útskýrir líklega af

hverju ég hef lagt mikla áherslu á þessa þætti í lífi mínu og starfi. Mér var kennt að

tala gott mál og vera stolt af uppruna mínum og bakgrunni. Ég er stolt af því að vera

komin af víkingum, stolt af bókmenntaarfinum, stolt af baráttu forvera minna og stolt

af börnunum mínum sem ég ól upp á landinu mínu. Landinu okkar. Með þetta í huga

þá geri ég sjálfkrafa ráð fyrir því að öðrum líði alveg eins með sinn bakgrunn og sína

menningu. Ég vil geta flutt milli landa, farið í nám eða fundið mér atvinnu við hæfi og

ég vil að það sé borin virðing fyrir því hver ég er og hvaðan ég kem. Í nýju landi er ég

kannski ólík öðrum en ekki verri fyrir það. Að sama skapi fagna ég þeim sem flytja til

míns föðurlands og velja það framar öðrum til að byggja hér sína framtíð. Ég fagna

þeirri fjölbreytni sem þeir skapa og þeim nýjungum sem þeir koma með í farteskinu.

Fáfræði elur af sér fordóma og við vitum að vandamálin hverfa ekki þó við lokum

augunum fyrir þeim. Fjölmenning og fjölmenningarleg samfélög eru komin til að vera

og uppbygging skólastarfs þarf að taka mið af því. Á fyrstu skólastigum hefst það

verkefni að kynna börn fyrir margbreytileika hinna ýmsu menningarsamfélaga og þar

undirbúum við einnig börnin okkar undir það að verða fullgildir þjóðfélagsþegnar sem

eru færir um að vinna með öðrum, eiga farsæl samskipti og takast á við erfiðleika án

þess að brotna.

Í kringum mig hafa verið ófáir snúbúar (fólk sem flytur heim eftir búsetu erlendis)

og nýbúar sem hafa leitað til mín eftir aðstoð í skólanum. Ég hef oft spurt mig síðustu

ár hvað ég geti gert til að hjálpa börnum sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna

máltöku annars máls og stundum einnig vegna menningarlegrar aðlögunar. Þegar ég

rakst á bókina, Bréf frá Felix, lítill héri í heimsferð þá sá ég möguleikan á að þarna væri

Page 16: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

14

komið enn eitt hjálpartækið til að kynna fjölmenningarlegt samfélag á jákvæðan hátt

inni í grunnskólanum. Uppsetning og innihald taldi ég að hentaði þroskastigi

nemenda fyrsta til fjórða bekkjar. Felix er ferðalangur sem tekst óhræddur á við nýja

menningarheima og framandi aðstæður með opnum huga. Hann fagnar nýjum

ævintýrum og þó að hann sé einungis tuskuhéri þá er enginn sem lítur niður á hann

eða finnst hann öðruvísi.

Markmið þessarar ritgerðar er

(a) að benda á að með einföldum aðferðum sé hægt að búa til fjölmenningarleg

kennslugögn

(b) að leiðbeina kennurum við að útbúa efni sem nota má í kennslu og hentar

flestum nemendum

(c) að vekja athygli á mikilvægi fjölmenningarlegrar kennslu í íslensku

nútímasamfélagi.

Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um mikilvæg hugtök sem við tengjum

fjölmenningu. Skoðaður verður munurinn á máltöku fyrsta og annars máls, hvað gerir

einstakling tvítyngdan og hvaða rétt tvítyngdur nemandi á sem kemur nýr inn í

grunnskóla á Íslandi. Fjölmenning, annars vegar í samfélaginu og hins vegar í

skólanum er skoðuð. Hvað er fjölmenning? Er hugtakið jafn einfalt og við flest

höldum? Miðast fjölmenning eingöngu við samfélag samsett úr mörgum

þjóðarbrotum eða er fjölmenning mun litríkara hugtak þar sem bakgrunnur, uppeldi

og hinir ýmsu menningarlegu þættir leika stórt hlutverk? Þetta eru allt spurningar

sem ég hef spurt mig síðustu ár og finnst mikilvægt að finna við þeim svör.

Hugtökin nýbúi og snúbúi eru skilgreind og fjallað um þann vanda sem þeir, sem

falla undir þær skilgreiningar, gætu staðið frammi fyrir í skólanum. Hvernig er fyrir

nemanda sem hefur verið með góðar einkunnir í skóla og jafnvel verið efstur í sínum

bekk að koma inn í nýtt tungumálaumhverfi og skilja ekkert? Hvernig fer það með

sjálfsmynd hans og almenna líðan? Þessum spurningum og fleirum verður svarað. Í

námi mínu hef ég framkvæmt nokkrar rannsóknir sem snúa að nýbúum og snúbúum

og mun ég koma lauslega inn á niðurstöður þeirra þrátt fyrir að þær séu óbirtar þar

sem þær voru unnar í tengslum við ýmis námskeið í Háskóla Íslands og hafa enn ekki

verið útfærðar til útgáfu.

Fjallað verður um kennslufræði í seinni hluta ritgerðarinnar og hefst hann á stuttri

kynningu á greindarkenningu Howard Gardner og þar á eftir er samvinnunám kynnt.

Skoðaðar eru rannsóknir á því hvernig samvinnunám hefur haft jákvæð áhrif á

nemendur í Bandaríkjunum og þremur Norðurlandanna. Þessi kennsluaðferð leitast

við að gera alla nemendur að kennurum og miðar að því að nemendur með

mismunandi getu kenni hver öðrum. Svo virðist sem nemendur læri meira þegar þeim

er skipt upp í litla hópa þar sem allir stefna að sama markmiði. Ekki er hægt að klára

verkefnin nema allir leggi sitt af mörkum og séu virkir í þeirri vinnu sem fram fer.

Page 17: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

15

Samvinnunám kennir nemendum að vinna saman, bera virðingu fyrir öðrum og það

eykur sjálfsálit og félagsfærni.

Námsefnið um litla hérann Felix sem samið var með bókinni um Felix er útlistað og

tilraunakennt Greint er frá viðtölum við kennara sem notuðu námsefnið með 150

nemendum, í öðrum, þriðja og fjórða bekk í tveimur skólum. Notast var við eigindlega

aðferð sem fólst í opnum spurningum sem settar voru fram í formi spurningalista.

Markmiðið var að fá fram skoðanir, upplifun og ráð um notkun námsefnisins frá

tveimur kennurum og því var nauðsynlegt að nota opna spurningalista. Þar sem að

viðmælendur voru einungis tveir var auðvelt að bera saman og vinna úr svörum

(Sigurlína Davíðsdóttir, 2003 og Þorlákur Karlsson, 2003). Farið var yfir niðurstöður úr

kennaraviðtölum og helstu atriði dregin fram.

Rannsóknarspurningarnar verkins eru:

Hvert er mikilvægi fjölmenningarlegrar kennslu?

Hvaða leiðir eru færar í fjölmenningarlegri kennslu?

Hvernig getur námsefnið um Felix verið stuðningur við fjölmenningarlega kennslu?

Page 18: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 19: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

17

2 Tvítyngi

Öll eigum við okkur móðurmál sem við lærum af foreldrum og í samfélaginu. Við

bætum við orðaforðann alla ævi því að við lærum ný orð til dæmis, á vinnustað og í

fréttamiðlum. Aðstæður fólks geta orðið til þess að það þurfi að bæta við sig öðru

máli sem það notar þá meðal annars ef það flytur til annars lands. Þá þarf viðkomandi

að tileinka sér nýja tungumálið og gera það að sínu daglega máli á vinnustað, í skóla

og í samskiptum. Þó svo að sá hinn sami verði fljúgandi fær á nýja málinu þá verður

það aldrei eins og móðurmálið. Það er grunnurinn sem viðkomandi bætir ofan á

annað (Sigurður Konráðsson, 2007).

Ekki má rugla þessu saman við erlent tungumálanám sem er allt annað og fer fram

í skóla. Við lærum dönsku og ensku í grunnskóla en við notum þau mál ekki að

staðaldri. Samfélög geta orðið tvítyngd séu tvö tungumál notuð við misjafnar

aðstæður í sama landinu (Sigurður Konráðsson, 2007).

Margar mismunandi skilgreiningar eru á því hvað tvítyngi er og hverjir tilheyra

hópi tvítyngdra. Þetta gæti verið fólk sem talar tvö tungumál að einhverju leyti í

daglegu lífi eða býr a.m.k. yfir færni í tveimur málum. Ef við hugsum okkur línu þar

sem að eintyngi (góð kunnátta/færni á einu máli, móðurmáli) er öðru megin en

tvítyngi (góð kunnátta/færni á tveimur málum) hinu megin þá er ýmislegt sem gæti

komist þar á milli. Það eru margir sem kunna fleiri tungumál en eitt þó að færnin sé

mun betri í öðru þeirra (Elín Þöll Þórðardóttir, 2007).

Birna Arnbjörnsdóttir talar um virkt tvítyngi í grein sinni; Menntun tvítyngdra

barna. Þar segir hún að börn sem læra tvö mál samhliða fyrir 12 ára aldur eigi sér

raunverulega tvö móðurmál ef bæði eru notuð reglulega. Þessi börn eru ómetanleg

fyrir samfélagið því að þau fá innsýn í tvo menningarheima og skilja því betur viðhorf

beggja heima. En því miður virðast tvítyngd börn flosna upp úr skóla og er það að

gerast í öllum hinum vestræna heimi (Birna Arnbjörnsdóttir, 2000B).

Mikilvægt er að þeir nemendur sem hefja nám í grunnskóla með annað móðurmál

séu hvattir til að nota það eins mikið og kostur er því að betra er að byggja ofan á

sterkan grunn. Því er einnig mikilvægt að kennarinn skoði hvernig staða nemandans

er í móðurmálinu. Það er til dæmis auðveldara að læra að lesa á nýju tungumáli ef

viðkomandi er orðinn læs á móðurmálinu, þá kann hann tæknina og veit að hverjum

bókstaf fylgir hljóð þó svo að hann viti ekki hvað orðin þýða (Sigurður Konráðsson,

2007). Þó að bókstafirnir hafi mismunandi hljóð frá einu tungumáli til annars þá eru

þau aldrei svo ólík að það sé erfitt að átta sig á breytingunni. Aðra sögu er að segja

Page 20: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

18

um börn sem alast upp við annað letur en hið rómverska sem vestrænar þjóðir nota.

Það er efni í aðra rannsókn og verður ekki skoðað hér.

Á heimasíðu Frankfurt international school er talað um þann greinarmun sem

Cummins gerir á tveimur ólíkum tegundum málfærni;

1. Grundvallarfærni í persónulegum samskiptum (e. basic interpersonal

communication skills). Yfirborðskennd færni sem felst aðallega í daglegum

samskiptum við aðra. Það tekur flest börn, sem hafa líkt móðurmál og ensku,

um það bil tvö ár að geta skilið og átt samræður á nýja málinu.

2. Vitsmunaleg færni á skólamáli (e. cognitive academic language proficiency).

Færni sem er nauðsynleg til að geta tekist á við námslegar kröfur í

mismunandi námsgreinum. Cummins heldur því fram að það taki 5 til 7 ár fyrir

nemanda að ná þessari færni til jafns við innfædda jafnaldra sína (Frankfurt

international school, 1996−2001).

Ekki má gera ráð fyrir að barn sem er búið að ná fyrri færninni sé þá búið að ná þeirri

seinni. Cummins telur einnig að barn þjálfi með sér almenna grundvallarfærni við

máltöku móðurmáls sem það getur nýtt sér við máltöku annars máls. Þetta nefnir

hann almenna grundvallarfærni (e. common underlying proficiency, CUP). Því er

nauðsynlegt að börn haldi áfram að bæta við sig í móðurmálinu þrátt fyrir að þau séu

að læra annað mál. Mikilvægt er að foreldrar ræði við börn sín á móðurmálinu um

hvað þau eru að gera í skólanum, hvernig verkefni þau eru að vinna í mismunandi

námsgreinum o.s.frv. Einnig þarf að leggja áherslu á að börn lesi á sínu móðurmáli og

bæti þannig við sig orðaforða sem síðan nýtist sem grunnur í öðru máli. Ef barn er

komið með skilning á þýðingu orðs á móðurmálinu þá þarf það einungis að bæta við

nýju orði í öðru tungumáli en ekki læra bæði nýtt orð og merkingu þess á nýja málinu

(Frankfurt international school, 1996−2011).

Hér á landi hefur orðið mikil fjölgun tvítyngdra barna vegna atvinnutækifæra sem

sköpuðust í góðærinu. Fólk flutti hingað erlendis frá með börn sín sem urðu þar af

leiðandi tvítyngd. Mest voru áberandi fjölskyldur frá Póllandi, Lettlandi og Litháen

sem komu til að vinna, hvort sem það var tímabundið eða til frambúðar. Einnig hefur

orðið fjölgun á svokölluðum „snúbúum“ sem eru Íslendingar sem hafa flust utan.

Nokkur ár líða og svo kemur fjölskyldan aftur heim. Í daglegu tali hafa þessi íslensku

börn verið kölluð snúbúar eða þriðjumenningarbörn. Hugtakið hefur ekki hlotið fast

heiti enn sem komið er. Snúbúarnir alast upp við tvítyngi þar sem íslenska er

heimilismál en annað tungumál er leikmál, skólamál og samfélagsmál. Þau hafa vissan

skilning á talaðri íslensku en vantar skilning/færni á skólamáli, blæbrigðum

íslenskunnar og á málsháttum og orðtökum sem mikið eru notuð í daglegu máli án

þess að við tökum eftir því. Þessi fjölgun tvítyngdra kallar á góða kennslu sem og

utanumhald á öllum skólastigum því að við viljum halda þessum nemendum í námi

svo að þeir nýtist samfélaginu sem fullorðnir, vel menntaðir einstaklingar í

Page 21: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

19

framtíðinni. En hver skyldi vera réttur tvítyngdra nemenda samkvæmt Aðalnámskrá

grunnskóla?

2.1 Aðalnámskrá grunnskóla

Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2007 er ekki gerður greinarmunur á nýbúum og

snúbúum en tekið er skýrt fram að allir eigi rétt á kennslu í íslensku sem öðru máli,

hvort sem bakgrunnur er íslenskur eða erlendur. Markmið kennslunnar er að gera

nemendur jafnfæra íslenskum jafnöldrum sínum á sem flestum sviðum. Til þess að

það náist þarf að meta stöðu hvers og eins, skoða menningarlegan bakgrunn og

samþætta íslenskukennsluna öllum fögum. Það er mikið verk sem hvílir á herðum

kennarans sem þarf ekki einungis að kenna nýtt mál heldur einnig að gera nemendur

menningarlega færa um að takast á við nýtt samfélag sem í sumum tilfellum er

gjörólíkt þeirra heimalandi. Þetta er stundum kallað að aðlagast nýju samfélagi og þar

koma margir að. Skólinn skiptir þar miklu máli. Eins og kom fram í kaflanum á undan

þá er góður grunnur í móðurmáli mikilvægur og auðveldar máltöku annars máls.

Þarna tekur Aðalnámskrá undir og leggur áherslu á virkt tvítyngi, að nemendur skrifi,

lesi og bæti við sig í eigin móðurmáli á meðan þeir læra nýja málið. Ef kostur er þá er

nám í móðurmáli, hvort sem það er fjarnám eða kennsla í heimaskóla æskilegt og ef

nemandi er virkur í slíku námi þá má hann sleppa við að læra erlent mál, til dæmis

dönsku, í heimaskólanum (Menntamálaráðuneytið, 2007).

Ef borin er virðing í skólanum fyrir uppruna, menningu og tungumáli nemenda þá

styrkir skólinn etníska sjálfsvirðingu þeirra og gerir þá að sterkum einstaklingum sem

eru í stakk búnir að takast á við framtíð sína í nýju landi. Það á enginn að þurfa að

loka á uppruna sinn. Nýja samfélagið á að taka því opnum örmum að geta lært

ýmislegt nýtt frá þeim sem kjósa að gera Ísland að heimili sínu (Elsa Sigríður

Jónsdóttir, 2007).

Nemendur eiga, samkvæmt Aðalnámskrá, að geta farið beint í sinn heimaskóla og

fengið þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa og skulu allir grunnskólar vera með eigin

móttökuáætlun og á hver nemandi að fá einstaklingsnámskrá. Kennarar þurfa að

kanna stöðu nemenda í öllum fögum, með aðstoð túlks ef þarf, og er lögð áhersla á

að nýbúar/snúbúar fylgi jafnöldrum sínum í sem flestum námsgreinum ef talið er að

nægileg forþekking sé til staðar. Kennsluhættir eiga helst að miða að

fjölmenningarlegri kennslu, til dæmis, samvinnunámi sem leggur áherslu á að allir séu

virkir og ábyrgir í eigin námi (Menntamálaráðuneytið, 2007).

Áfangamarkmiðum, samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, fyrir nemendur með

annað móðurmál er skipt í þrjú aldurssvið, fyrir 1. −4. bekk, 5. −7. bekk og 8. −10.

bekk. Hverjum áfanga er skipt í áfangamarkmið 1 og 2, þar sem greint er frá, annars

vegar hvað nemendur eiga að kunna í almennu máli og menningarfærni en hins

vegar, lýst skólafærni í öllum greinum. Misjafnt er hvenær „erlendir“ nemendur hefja

Page 22: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

20

3.417 3.634

4.130

731

600 576

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

3.500

4.000

4.500

6 ára 11 ára 16 ára

Enginn erlendurbakgrunnur

Erlendur bakgrunnur

nám í íslenskum grunnskóla, hver þeirra námslega staða er og hver kunnátta þeirra er

í íslensku. Markmiðunum er skipt í fjögur þrep, byrjendur, lengra komna, lengst

komna og að lokum brú yfir í almennt nám. Því þarf að meta stöðu allra tvítyngdra

nemenda og finna í hvaða þrepi þeir eru og síðan þarf að vinna að

áfangamarkmiðum. Það námsmat sem hefur hentað vel nemendum með íslensku

sem annað mál er símat, verkmöppur og mat á verklegri vinnu. Af skiljanlegum

ástæðum er aðaláherslan ekki lögð á niðurstöður skriflegra prófa en ef þau eru

nauðsynleg þá á nemandi rétt á lengri próftíma og í sumum tilfellum má hann einnig

hafa með sér orðabók (Menntamálaráðuneytið, 2007).

2.2 Nýbúar

Ef skoðaðar eru tölur á Íslandi frá árinu 2010 yfir þrjá aldurshópa (6, 11 og 16 ára)

kemur í ljós að 3.417 sex ára börn hafa ekki erlendan bakgrunn en 731 barn eru

nýbúar, (fyrsta og önnur kynslóð), meðal þeirra eru börn þar sem annað foreldrið er

íslenskt en hitt af erlendu bergi brotið. Alls 3.634 ellefu ára börn eru ekki með

erlendan bakgrunn en 600 eru í seinni hópnum. Að lokum eru það nemendur sem eru

að ljúka grunnskóla (16 ára). Þar eru 4.130 ekki með erlendan bakgrunn en 576 með

erlendan bakgrunn að einhverju leyti.

Mynd 1 sýnir að hópur aðfluttra (á Íslandi), árið 2010, á sama aldri (6, 11 og 16 ára)

skiptist í tvennt; börn með íslenskt ríkisfang og börn með erlent ríkisfang. Samtals eru

Mynd 1. Fjöldi barna eftir bakgrunni

Page 23: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

21

119

55

íslenskt ríkisfang

Erlent ríkisfang

174 börn (sex, tólf og sextán ára) sem fluttu til Íslands á síðasta ári, 119 með íslenskt

ríkisfang en 55 með erlent (Hagstofa Íslands, 2010).

Árið 2009 var gefinn út bæklingur um íslenska málstefnu af Mennta- og

menningarmálaráðuneytinu. Þar kemur fram að á árunum 1988 til 2008 hafi hluti

erlendra ríkisborgara aukist úr 1,9% í 6,8%. Fyrri tíu árin jókst hlutfallið um 0,2% en

seinni tíu árin um 5,7%. Með vaxandi hagvexti jókst hlutfallið. Hingað kom fólk

erlendis frá í atvinnuleit. Hættan við svona mikla fjölgun á stuttum tíma er sú að hér

myndist litlir hópar sem vinni saman og tali annað hvort einungis eigið móðurmál eða

ensku. Til þess að svona jaðarhópar myndist ekki þarf samfélagið í heild að aðstoða

nýbúana við að finna sér sess í samfélaginu með öllum tiltækum ráðum, til dæmis

íslenskukennslu á atvinnumarkaði. Flest viljum við að þetta fólk verði hluti af íslensku

samfélagi, ekki að það myndi erlenda jaðarhópa. Mikið hefur borið á erlendu

vinnuafli í vissum atvinnugreinum, til dæmis í störfum innan byggingariðnaðarins og

við afgreiðslustörf í stórmörkuðum (Íslensk málnefnd, 2009).

Samkvæmt greinargerð vinnuhóps menntaráðs Reykjavíkurborgar um málefni

barna af erlendum uppruna í grunnskólum Reykjavíkurborgar voru 28% barna í

leikskólum efra-Breiðholts af erlendum uppruna og 23% barna í Fellaskóla og

Austurbæjarskóla haustið 2006 (Bergþóra Valsdóttir, Lilja D. Alfreðsdóttir, Marta

Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Þorgerður L. Diðriksdóttir og Þorsteinn Hjartarson,

2007). Þessar tölur sýna að fjölmörg börn á grunnskólaaldri eru ekki með íslenskan

bakgrunn nema að hluta til. Þó svo að ekki sé litið á börn með íslenskt ríkisfang sem

nýbúa þá eru þau samt sem áður hópur sem kemur erlendis frá og eru þau

misjafnlega á vegi stödd í íslensku máli.

Mynd 2. Fjöldi aðfluttra barna eftir ríkisfangi

Page 24: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

22

Vorið 2010 tók ég viðtöl, ásamt samnemanda mínum, annars vegar við tvítyngt

barn og hinsvegar við námsráðgjafa. Markmið okkar var að fá bæði mat fagaðila og

persónulegt mat nýbúa á móttöku, viðmóti og áherslum þeim sem nýbúar mættu.

Viðtölin leiddu í ljós að lítil sem engin áhersla er á móðurmálskennslu þeirra sem hafa

annað mál en íslensku og þarf nemandinn að eyða frítíma sínum og jafnvel fara

endanna á milli í bænum til að nálgast slíka kennslu. Námsráðgjafinn á að baki

áratuga reynslu á þessu sviði og finnst honum almennt ekki nægileg virðing vera

borin fyrir bakgrunni nýbúa. Í sumum skólum sé þeim hrúgað saman, óháð aldri eða

uppruna, í eina stofu þar sem þeim er kennd íslenska. Þá eru brögð að því að nýbúar

séu látnir sitja aðgerðarlausir frammi á gangi á meðan til dæmis, dönskukennsla fer

fram í stað þess að nýta þann tíma í móðurmálskennslu eða íslenskukennslu. Í öðrum

skólum eru nýbúarnir látnir læra dönsku þó að þeir hafi engar forsendur til þess og

burtséð frá því hvernig þeir eru staddir í íslensku (Eyrún Dögg Ingadóttir og Kristbjörg

Kari Sólmundsdóttir, 2010A).

Námsráðgjafinn benti á að ekki væri þörf á kennurum sem tala móðurmál

nemendanna því að auðveldlega sé hægt að nýta sér kennsluefni á netinu,

fréttamiðla, blogg, samskiptaforrit og annað sem þar er í boði. Þannig sé móðurmál

nemendanna styrkt og sé þá í ríkara mæli orðið hluti af skóladeginum en ekki

eitthvað sem gerist utan skólans. Þetta eykur lesskilning og færni í samfélagsmálinu

svo að nemandinn fær þá mun meira en einungis heimilismálið sem talað er heima

fyrir. Nýbúinn (14 ára gömul stúlka) kvartaði einmitt undan því að skilja ekki

samræður fjölskyldu sinnar né annarra þegar hún heimsótti upprunalandið. Hún hafði

miklar áhyggjur af því að vera útlendingur í eigin heimalandi og ef hún flytti aftur

þangað gæti hún ekki fylgt jafnöldrum sínum eftir í skóla. Að sama skapi er námsleg

staða hennar hér ekki góð og lesskilningur mjög slakur. Samt er hún látin fylgja sama

námsefni og bekkjarfélagarnir en ekki mætt þar sem hún er stödd (Eyrún Dögg

Ingadóttir og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir, 2010A).

Íslensk málnefnd leggur til að efld verði menntun móðurmálskennara svo að þeir

séu í stakk búnir að taka við nemendum með annað móðurmál en íslensku, hvort sem

það eru börn með íslenskan eða erlendan bakgrunn og að íslenskukennarar almennt

geti kennt íslensku sem annað mál. Menntunin þarf að miða að þeim fjölbreytileika

sem ríkir á öllum námsstigum og æskilegt væri að einungis grunnskólakennarar sem

útskrifast af íslenskukjörsviði kenni íslensku í skólum (Íslensk málnefnd, 2009).

2.3 Snúbúar/þriðjumenningarbörn

Árið 2010 fluttu 7.759 manns til útlanda á meðan 5.625 fluttu til Íslands. Þessar tölur

sýna okkur að brottfluttir eru fleiri eða sem nemur 2.134 manns. Stór prósenta af

þessum einstaklingum eru Íslendingar sem hafa ákveðið að flytja tímabundið til

útlanda í nám eða vegna vonar um betra líf í öðru landi. Ekki er ólíklegt að hluti af

Page 25: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

23

þessum hópi eigi eftir að snúa heim á næstu árum. En hvernig tekur íslenska

skólakerfið á móti þeim börnum sem flytja heim aftur eða hafa fæðst í útlöndum og

eru að flytja til föðurlandsins í fyrsta sinn?

Anna Pála Gísladóttir og Sigríður Erna Þorgeirsdóttir könnuðu í BEd. ritgerð sinni,

árið 2007, stöðu íslenskra nemenda sem búið höfðu erlendis, flutt heim og hafið nám

í íslenskum grunnskólum. Tekin voru viðtöl við sjö nemendur, fjóra foreldra og fjóra

kennara. Nemendur voru á öllum aldri og voru valdir með markmiðsúrtaki þar sem

það eina sameiginlega var að þeir hefðu dvalið langdvölum erlendis og ættu íslenska

foreldra. Kunnátta þeirra í íslensku var misjöfn og fluttu nemendurnir til Íslands á

ellefu ára tímabili (Anna Pála Gísladóttir og Sigríður Erna Þorgeirsdóttir, 2007).

Niðurstöðurnar voru í stuttu máli þær að allir foreldrarnir höfðu áhyggjur af

agamálum í íslenskum skólum og menntakerfi. Þetta agaleysi fannst þeim koma fram

m.a. í litlum stuðningi við minnihlutahóp (snúbúa) og fannst þeim ekki líta út fyrir að

jákvæðar breytingar væru í vændum. sem væri ekki hverfandi. Foreldrar barnanna

sögðu að þeir þyrftu að kosta einkakennara fyrir börnin, koma gögnum um

námsframvindu þeirra erlendis frá til skóla hérlendis og ýta á að börnin fengju þau

stuðningsúrræði sem þau áttu rétt á. Þar að auki kom fram hjá Önnu Pálu og Sigríði

Ernu, að í einu tilfelli var barátta foreldra ekki næg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

fékkst ekki viðeigandi hjálp fyrir barnið (Anna Pála Gísladóttir og Sigríður Erna

Þorgeirsdóttir, 2007).

Það virtist vera í valdi hvers kennara hvernig að kennslu hvers barns var staðið.

Ekki virtist vera að vinnuferlar væru skilgreindir þegar þessi börn eiga í hlut, og í

einum skólanum tóku kennarar sig til og sömdu sjálfir bréf til að senda með umsókn

um framhaldsskóla hjá snúbúum. Eins virðast reglur milli sveitarfélaga ekki vera

samræmdar þegar kemur að stuðningskennslu þessara barna, sums staðar er gert ráð

fyrir að fjármagn til stuðningskennslu komi úr jöfnunarsjóði, en annars staðar er gert

ráð fyrir að kostnaður greiðist úr framlögum til sérkennslu. Þá var misjafnt hversu vel

kennarar kynntu sér bakgrunn snúbúans. Ef kennarinn var opinn og viðurkenndi

vandann fékk nemandinn aðstoð, annars ekki. Foreldrunum þótti Íslenskuskólinn á

netinu gott framtak en ekki nægilega vel auglýstur og neikvætt að aðgangur kostar fé.

(Anna Pála Gísladóttir og Sigríður Erna Þorgeirsdóttir, 2007).

Vorið 2010 tók ég, ásamt Kristbjörgu Kari Sólmundsdóttur, viðtal við móður

þriggja barna sem hafði búið í Danmörku og Þýskalandi frá því að börnin voru lítil.

Heimilis og leikmálmál þeirra var danska og hófu þau nám í dönskum grunnskóla.

Síðan fluttust þau til Þýskalands og fóru þar í „danskan“ skóla. í Þýskalandi gátu

foreldrarnir valið hvort að börnin færu í þýskan skóla sem kenndi einungis á þýsku

eða hvort að þau færu í skóla sem kenndi dönsku sem móðurmál og þýsku sem annað

mál. Þau héldu því áfram að bæta við sig dönsku jafnhliða því að læra þýsku. Þegar

fjölskyldan flutti heim voru börnin vel málfarslega stödd í báðum tungumálum. Þar

Page 26: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

24

sem að lítil áhersla hafði verið á íslensku á heimilinu voru þau með lítið talmál og

ekkert skólamál á íslensku. Þau hófu nám í litlum grunnskóla á austfjörðum þar sem

vel var tekið á móti þeim. Skólinn var lítill, nemendur fáir og kennararnir lögðu sig

fram við að afla sér upplýsinga um hvernig best væri staðið að nýbúakennslu. Þeir litu

svo á að þarna væru að koma nýjir nemendur sem hefðu annað móðurmál. Samvinna

og samskipti milli heimilis og skóla voru til fyrirmyndar. Börnin fengu eins mikla

sérkennslu og þau þurftu og var námið lagað að getu þeirra og þörfum þau fjögur ár

sem þau bjuggu þarna (Eyrún Dögg Ingadóttir og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir,

2010B).

Annað var uppi á teningum þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Þar fékk móðirin

mjög skýr skilaboð um að börnin væru búin að búa í fjögur ár á Íslandi og ættu því

ekki rétt á neinni séraðstoð eða sértækri námsaðlögun. Á þremur mánuðum drógust

þau afturúr því að þau höfðu til dæmis, ekki nægilegan lesskilning til að leysa

stærðfræðiverkefni í Geisla. Það var ætlast til að þau væru á sama stað og hinir

nemendurnir í öllum fögum. Börnin sem höfðu blómstrað félagslega og námslega á

austfjörðum liðu fyrir að hafa flutt. Vanlíðan og skólahræðsla, félagsleg einangrun og

vanmáttarkennd var nú dagleg líðan þessara barna. Eftir fjölmarga fundi með

skólastjóra, kennara og námsráðgjafa ákvað móðirin að skipta um skóla þar sem að

útséð var um að nokkra aðstoð væri að fá. Í nýja skólanum hefur gengið örlítið betur

en þó ekki betur en svo að elsta barnið náði hvorki stærðfræði né íslensku í 10. bekk

(Eyrún Dögg Ingadóttir og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir, 2010B).

Það er skoðun mín að nauðsynlegt sé að gera gangskör að því að vekja kennara og

skólastjórnendur til vitundar um hin margvíslegu vandamál sem snúbúar eiga við að

etja og vinnuferlar þurfi að vera skýrir og samræmdir í öllu grunnskólakerfinu. Búa

þarf þessum hópi barna viðunandi aðstæður í skólakerfinu, svo þau flosni ekki uppúr

skóla. Við verðum að muna að þarna eru börn sem koma úr mismunandi

málumhverfi, mismunandi menningarheimum en hafa hugsanlega verið góðir

námsmenn þar. Síðan er þeim kippt út úr því umhverfi sem þau þekkja, með

mismiklum fyrirvara og í nýjum skóla, í nýju landi sem þau hafa kannski aldrei búið í

er jafnvel ætlast til að þau skilji og geti það sama og íslenskir jafnaldrar þeirra. Á sama

tíma þurfa þessi börn að aðlagast breyttum aðstæðum, eignast nýja vini, tileinka sér

nýtt skólamál og samfélagsmál.

Ef ekki er staðið rétt að móttöku og stuðningi, getur það valdið skipbroti hjá

þessum krökkum. Skoða þarf námslega stöðu hvers og eins, ekki bara í sambandi við

móðurmálskunnáttu heldur í öllum námsgreinum og kortleggja þannig hvert skal

haldið og á hverju sé hægt að byggja. Báðir þessir hópar, nýbúar og snúbúar, eiga

vissulega rétt á stuðningskennslu en það er greinilegt að litið er allt öðrum augum á

snúbúana því að þeir hafa íslenskt heimilismál. Það sem kennarar virðast ekki átta sig

á er að skólamálið er ekkert, sama hvort það er í samfélagsgreinum, stærðfræði eða

Page 27: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

25

smíði. Á síðustu árum hefur snúbúum fjölgað og í kjölfar kreppunnar er líklegt að í

framtíðinni komi stór hópur heim aftur ef ástandið lagast. Þetta er því vandamál sem

hverfur ekki og þess vegna er mikilvægt að réttur þessara barna sé á hreinu svo að við

missum þau ekki stöðugt úr landi. Þau verða að sjá sér hag í að mennta sig hérlendis

og að þeim sé sýndur skilningur í skólakerfinu.

Page 28: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 29: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

27

3 Fjölmenning

Eins og fram kom hér að ofan hefur orðið mikil fjölgun á nýbúum á Íslandi á síðustu

árum, bæði á vinnumarkaði og í skólunum. Við erum ekki lengur litla einangraða

eyjan þar sem allir hafa sömu trú, sama móðurmál og svipaða menningu. Ísland hefur

löngum verið nokkuð einsleitt, stéttaskipting lítil og bakgrunnur flestra svipaður. Nú

eru aðrir tímar og á nokkrum árum hefur ekki einungis heimurinn færst nær með

tilkomu netsins heldur hefur Ísland breyst í fjölmenningarlegt samfélag, bæði með

aðfluttum nýbúum og snúbúum en einnig með aukinni notkun á ensku máli bæði í tali

og riti. Með þetta í huga hlýtur að vera nauðsynlegt að endurskipuleggja

menntastofnanir og mennta kennara betur í fjölmenningarfræðum. En hvað þýðir

hugtakið fjölmenning og er það eins gagnsætt og margir telja?

3.1 Samfélagið

Almenn skilgreining á hugtakinu „fjölmenningarlegt“ samfélag hefur gengið útfrá því

að verið sé að tala um mismunandi þjóðernisbrot í sama samfélaginu.

Fræðasamfélagið hefur þó víkkað þessa skilgreiningu síðustu ár og er áherslan orðin á

almennan bakgrunn og uppeldi hvers og eins óháð þjóðerni. Þó að bakgrunnur fólks

sem elst upp á Íslandi sé svipaður og tungumálið sé það sama þá er hver einstaklingur

sérstakur og heimili og uppeldi getur verið gjörólíkt. Barn sem alið er upp í sveit hefur

allt annan uppeldislegan bakgrunn og reynslu en barn sem býr alltaf í borg. Margt

annað gerir uppeldi ólíkt, til dæmis; menntun foreldra, fjárhagsleg staða, trúarbrögð,

neysla áfengis, heimili með einu foreldri eða tveimur og svo mætti lengi telja. Ef við

lítum á fjölmenningu frá þessu sjónarhorni þá er samfélag alltaf fjölmenningarlegt

sama hve margir „útlendingar“ búa þar (Guðrún Pétursdóttir, 2003).

Samfélög hafa breyst, ekki einungis vegna fjölbreytileika fólksins sem þar býr

heldur einnig vegna tilkomu alnetsins sem hefur gefið okkur nágranna út um allan

heim. Öll samskipti eru orðin einföld og það er ástæðulaust að bíða í margar vikur

eftir sendibéfi að utan þegar hægt er að tala við fólk í gegnum tölvuna. Skype, msn,

tölvupóstur, fésbókin, smáskilaboð og fleiri forrit auðvelda okkur að hafa samskipti

við vini og ættingja eða jafnvel kynnast nýju fólki sem býr erlendis (Guðrún

Pétursdóttir, 2003).

Oft ber á hræðslu um að menningararfleifð týnist niður þegar aukning verður á

innflytjendum. Í nútímasamfélagi verður ekki komist hjá því að mismunandi

menningar- og jaðarhópar búi í einu og sama landinu, sömu borg eða sömu götu.

Menning staðnar ekki því að maðurinn vill læra, bæta við sig þekkingu og þróast. Að

Page 30: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

28

virða og tileinka sér það jákvæða sem fylgir fjölmenningarlegu samfélagi og

innflytjendum er því jákvæð þróun á því samfélagi sem fyrir er. Maðurinn er ekki

einungis „neytandi“ menningar heldur á hann sinn þátt í að skapa hana.

Því miður hefur kynþáttahatur aukist eftir því sem félagsleg vandamál aukast í

Evrópu. Guðrún Pétursdóttir (2003) heldur því fram að það virðist vera að fólk þurfi

sökudólg þegar samfélagsleg vandamál koma upp og þá er einfaldast að kenna

innflytjendum um atvinnuleysi, fjárhagsvandamál eða jafnvel skort á húsnæði.

3.2 Skólinn

Víða í Bandaríkjunum hefur verið tilhneiging til að skilja að enskumælandi nemendur

og erlenda nemendur. Erlendu nemendunum er þá kennt í litlum hópum þar sem

þeim er bannað að tala sitt móðurmál. Þessi aðferð hefur ekki virkað sem skyldi og

eru nemendur með annað mál en ensku með lægstu einkunnirnar. Á árunum 1982 til

1997 var framkvæmd langtímarannsókn á yfir milljón nemendum í Bandaríkjunum.

Niðurstöður hennar sýndu fram á að kennsluumhverfi þar sem enskumælandi

nemendum og erlendum nemendum var kennt saman hafði jákvæð áhrif á

námsárangur. Nemendur lærðu hver af öðrum og urðu nokkurs konar samkennarar

(Thomas, P. Wayne og Collier, P. Virginia, 2000).

Thomas og félagar (2000) skoðuðu ennfremur hve langan tíma það tæki nýbúa að

ná jafnöldrum sínum í námi. Þessari spurningu hafði Jim Cummings svarað árið 1981

þegar hann rannsakaði 1.210 innflytjendur sem höfðu flutt til Kanada 6 ára eða yngri.

Cummings komst að því að meðaltalið væri fimm til sjö ár. Thomas og félögum (2000)

lék forvitni á að vita hvort þessar niðurstöður stæðust. Langtímarannsókn þeirra

staðfesti niðurstöður Cummings en þau komust jafnframt að því að ýmislegt fleira lá

að baki. Eftir tveggja til þriggja ára nám fara allir nemendur í Bandaríkjunum í

stöðupróf og eru enskumælandi nemendur með mun betri einkunnir en innflytjendur

og halda þeim til loka grunnskólans. Að meðaltali ná báðir hópar að halda stöðu sinni

á einkunnaskalanum en það er ekki nóg því að erlent barn sem fær fimm á stöðuprófi

í þriðja bekk og heldur þeirri einkunn alla skólagönguna bætir sig ekki eins og það

ætti að geta. Til þess að innflytjendurnir nái jafnöldrum sínum þurfa þeir að sýna

framfarir í fimmtán mánuði á móti tíu mánuðum hjá enskumælandi nemendum. Því

þarf kennsluumhverfið og aðferðirnar að styðja við alla nemendur, ekki bara þá sem

hafa enskt móðurmál. Rannsókn Thomas, Collier og Virginia sýndi fram á að

samvinnunám, sýnikennsla, verkleg vinna og þemanám skilaði bestum árangri

(Thomas, P. Wayne og Collier, P. Virginia, 2000).

Þóroddur Helgason rannsakaði með eigindlegri aðferð starf í þremur

fjölmenningarlegum grunnskólum árið 2008. Skólarnir voru Dalry Primary School í

Skotlandi, Austurbæjarskóli á Íslandi og Abildgårdskóli í Danmörku. Rannsókninni var

ætlað að skoða móttöku og þjónustu við innflytjendur og skoða fjölmenningarlega

Page 31: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

29

stefnu skólanna. Þóroddur komst að því að skólarnir þrír eiga fjölmargt sameiginlegt

þó að ýmislegt sé ólíkt. Í öllum skólunum var lögð áhersla á jöfn tækifæri allra til

náms og að virðing, jafnrétti, umburðarlyndi og lýðræði skyldi vera ríkjandi. Telja

stjórnendur skólanna að fjölmenning sé hugtak sem nái ekki einungis yfir

innflytjendur heldur yfir alla sem búa í samfélaginu. Allir vinna þeir að

þróunarverkefnum og eru mjög meðvitaðir um einelti, einstaklingsmiðun og lýðræði í

skólastarfi (Þóroddur Helgason, 2010).

Þóroddur Helgason heldur því fram að virðing fyrir ólíku móðurmáli, bakgrunni og

menningu komi glöggt fram í skólunum þremur þó að framkvæmdin sé misjöfn. Reynt

er að ráða starfsfólk með sérþekkingu á tvítyngi en einnig fólk sem er tvítyngt sjálft og

getur samsamað sig nemendahópnum og ólíkum þörfum hans. Áhersla er á hópvinnu

og samvinnunám og telja skólarnir að það sé lykillinn að farsælu námi og að

samskipti, samkennd og samvinna veiti nemendum öryggi og vellíðan sem er

mikilvæg í skólanum. Foreldrasamstarf er öflugt og mikil og góð túlkaþjónusta er í

boði. Skilaboð á milli kennara og foreldra verða að vera rétt og því gefur auga leið að

túlkur er nauðsynlegur þar sem móðurmál foreldra og kennara er ekki það sama

(Þóroddur Helgason, 2010).

Það sem helst greinir á milli í skólunum þremur er mismunandi

móðurmálskennsla, ólíkt móttökuferli og stoðkerfi. Allir skólarnir vilja halda úti

móðurmálskennslu en misjafnt er hve mikill stuðningur menntamálayfirvalda er. Það

er þó einungis Austurbæjarskóli sem hefur enga móðurmálskennslu. Móttakan er ólík

að því leyti að í Austurbæjarskóla eyðir nemandinn tíu til átján tímum á viku í

nýbúadeild, í Dalry skólanum fara þeir beint inn í almennan bekk og fá stuðning þar

en í Abildgårdskóla er farið í móttökudeild í hálft til tvö ár. Misjöfn móttaka helst í

hendur við stoðkerfi skólanna. Dalry skólinn fær til dæmist stuðning frá stofnun sem

þjónustar alla Edinborg með því að senda kennara í bekki eftir þörfum á meðan hinir

tveir skólarnir eru með móttökudeildir og móttökubekki. (Þóroddur Helgason, 2010).

Samfélagsgreinar eru kjörin námsgrein til að leyfa innflytjendum að njóta sín. Þeir

koma með aðra þekkingu og reynslu og geta fært fjarlæg lönd nær samnemendum

sínum. Þó svo að samvinnunám verði ekki fyrir valinu sem kennsluaðferð þá er

auðvelt að gera fjölmenningu sýnilega í öllum skólum og skólastofum því að eins og

Birna Arnbjörnsdóttir segir þá eru fjölmenningarleg viðhorf í skólum öllum til góðs

(Birna Arnbjörnsdóttir, 2000A).

Fjölmenningarleg kennsla hefur breyst og þróast á síðustu árum. Áður var

áherslan á mismunandi þjóðmenningu en í dag er meira horft til hvers einstaklings og

hegðunar hans. Markmiðið er að nemendur kunni að nýta sér fjölbreytni

samfélagsins, virði og meti kosti fjölmenningar. Samvinnunám (kafli 4.2) æfir

nemendur í samskiptum, samvinnu og að allir séu ábyrgir fyrir þeirri vinnu sem fer

Page 32: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

30

fram, ekki ólíkt því sem gerist úti í hinum raunverulega heimi (Guðrún Pétursdóttir,

2003).

Samkvæmt ofantöldum rannsóknum virðast nýbúar ná hraðari framförum ef þeir

eru settir í bekk með nemendum sem tala „nýja“ málið. Þeir læra af hinum

nemendunum og er það einmitt markmið samvinnunáms. það er ekki nóg að nýbúar

nái að halda stöðu sinni ef það er hægt að hjálpa þeim að bæta hana.

Móðurmálskennsla er mikilvæg samhliða máltöku annars máls og af þeim þremur

skólum sem Þóroddur skoðaði var einungis íslenski skólinn ekki með slíka kennslu. Því

meiri og betri sem málkunnátta er í móðurmáli því auðveldara er að yfirfæra þá

kunnáttu yfir á annað mál. því má segja að áhersla á móðurmálskennslu innflytjenda

ætti að vera meiri.

Page 33: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

31

4 Fjölgreindakenning og samvinnunám

Áður en samvinnunám er frekar útskýrt er nauðsynlegt að kynnast örlítið

Fjölgreindakenningu Howard Garder því að samvinnunám miðar að því að allar

greindir fái notið sín og þar sem þessi kennsluaðferð er notuð er yfirleitt

greindakenningin notuð samhliða.

4.1 Fjölgreindakenning Howard Gardner

Howard Gardner gaf út bókina Frames of mind árið 1983 og vildi með henni draga í

efa stöðluð greindarpróf. Í henni kynnti hann fjölgreindakenninguna og hvernig

maðurinn notar greindir sínar til að leysa úr daglegum viðfangsefnum. Gardner taldi

að maðurinn hefði að minnsta kosti sjö grunngreindir. Síðar bætti hann við áttundu

greindinni og má sjá þær hér að neðan:

1. Málgreind. Fólk með sterka málgreind getur haft áhrif á aðra með orðum bæði

skriflega og munnlega. Í þessum hópi eru meðal annars, stjórnmálamenn,

rithöfundar, blaðamenn og skáld. Málgreind er staðsett í vinstra gagnauga- og

ennisblaði.

2. Rök- og stærðfræðigreind. Þessi greind felur í sér hæfileika til stærðfræðilegrar

rökhugsunar, flokkunar, yrðinga, ályktana og tilgátuprófana. Vísindamenn,

stærðfræðingar og viðskiptafræðingar falla í þennan hóp. Greindin er staðsett í

vinstra hvirfilsblaði í hægra heilahveli.

3. Rýmisgreind. Rýmisgreind er í aftara svæði hægra heilahvels og þeir sem eru

sterkir í þessari greind eru meðal annars, listamenn, arkitektar, flugmenn og

leiðsögumenn. Þarna liggur hæfileiki til listsköpunar, næmni fyrir vídd, línum,

litum og að sjá fyrir sér og tjá rúmfræðilegar hugmyndir.

4. Líkams- og hreyfigreind. Leikarar, dansarar, myndhöggvarar, skurðlæknar og

íþróttamenn hafa góða líkams- og hreyfigreind. Aðalstyrkur þeirra felst í að

geta notað líkamann til að búa til hluti, tjá hugmyndir sínar og eru þeir

meðvitaðir um samhæfingu líkamans, styrk, hraða og jafnvægi. Talið er að

greindin sé í hnykli, taugahnoðu og hreyfi- heilaberki.

5. Tónlistargreind. Næmni fyrir takti, laglínu, tónhæð og fleiru tengdu tónlist. Í

þennan flokk fara tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarunnendur. Staðsett í

hægra gagnaugablaði.

6. Samskiptagreind. Næmni til að skilja aðra manneskju, skap hennar,

tilfinningar, líðan, fyrirætlanir og geta brugðist við á réttan hátt. Sálfræðingar,

Page 34: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

32

ráðgjafar og geðlæknar eru í þessum hópi og er greindin staðsett í hægra

heilahveli í ennisblaði og gagnaugablaði.

7. Sjálfsþekkingargreind. Skýr sjálfsmynd og þekking á eigin veik- og styrkleikum.

Hæfni til sjálfsögunar, tengsl við eigin vitund, hugarástand og innri hvatir. Til

dæmis trúarleiðtogar og sálkönnuðir. Er í ennisblöðum, hvirfilsblöðum og

randkerfi.

8. Umhverfisgreind. Þekking á tegundum jurta- og dýraríkis, fjöllum, umhverfi, að

greina í sundur lifandi verur og dauða hluti. Í þennan hóp fara til dæmis

náttúrufræðingar og líffræðingar. Staðsett á vinstra gagnaugablaði

(Armstrong, 2001).

Gardner telur að allir búi yfir þessum átta greindum en í mismiklum mæli og er það

einstaklingsbundið hvernig þær koma fram hjá hverjum og einum. Barn sem er

klunnalegt í boltaíþróttum getur sýnt góða líkams- og hreyfigreind í listrænum

greinum og lesblint barn getur haft frábæra frásagnarhæfileika. Allir eiga að geta

þroskað greindirnar með því að fá örvun og leiðsögn við hæfi og geta þannig bætt við

þá reynslu eða líkön sem fyrir eru.

Gardner bendir þó á að vissulega standi ekki allir jafnfætis og eru aðallega þrjú

atriði sem geta haft áhrif á hvort að greindirnar nái að þroskast eða ekki:

Arfgengir þættir eða heilaskaði fyrir, í eða eftir fæðingu.

Samskipti sem hamla eða virkja greindirnar til dæmis við foreldra, vini, kennara

eða fjölskyldu.

Samfélagið sem einstaklingur fæðist í og sá menningarlegi bakgrunnur sem þar

ríkir.

Svokölluð fjölgreindaraðferð er lögð til grundvallar samvinnunámi til að kenna

nemendum að allir í nemendahópnum hafi eitthvað til að kenna hinum. Ef hægt er að

sýna fram á mikilvægi allra í hópnum þá verður heildin virkari og staða nemenda

jafnari. Kennarinn þarf að brýna fyrir nemendum að til þess að sem bestur árangur

náist þá þurfi allir að nota sínar greindir, bæði til úrlausnar verkefna en einnig til að

kenna hinum í hópnum. Hópavinnu fylgir auðvitað meiri hávaði en einstaklingsvinnu

en það hefur sýnt sig að nemendur læra meira eftir því sem samræður og samskipti

innan hópsins eru meiri (Guðrún Pétursdóttir, 2003).

4.2 Samvinnunám

Kennsluefnið um Felix var ekki hannað með sérstaka kennsluaðferð í huga heldur

með það að markmiði að gera fjölmenningu sýnilega í skólastofunni. Ein af þeim

leiðum sem hægt er að fara við fjölmenningarlega kennslu er Samvinnunám

(cooperative learning). Það er val hvers kennara að finna þá leið sem hentar honum

og nemendahópnum hans en þar sem að Samvinnunám er mikið notað í tengslum við

fjölmenningu er kjörið að kynna örlítið aðaláherslur og markmið aðferðarinnar. Það

Page 35: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

33

sem í dag er kallað Samvinnunám er þróað að mestu leyti síðari hluta 20. aldar.

Þekktustu frumkvöðlar þessarar stefnu voru David W. og Roger T. Johnson sem unnu

við háskólann í Minnesota, Robert E. Slavin við Johns Hopkins háskólann og Spencer

Kagan við háskólann í Kaliforníu. Dr. Spencer Kagan prófessor í sálfræði hefur

rannsakað og þróað samvinnunám frá 1960 og eru þær rannsóknir enn stundaðar.

Hann skoðaði m.a hvað fengi börn til að vinna saman og hjálpa hvert öðru en einnig

hvað hefði öfug áhrif. Samvinnunám eins og það er notað í dag, byggir á þessum

rannsóknum (Kagan, Spencer og Stenlev, Jette, 2006).

Samvinnunám leggur áherslu á hópavinnu með það að markmiði að efla félagslega

hæfni, kenna nemendum að styðja hvern annan, auka sjálfstraust og sjálfsmynd. Með

hópavinnunni fá nemendur aðstoð frá fleirum en bara kennaranum og þurfa ekki að

bíða eftir hjálpinni eins lengi. Þeir læra að finna sjálfir lausn á vandamálum og hjálpa

öðrum við það sama (Hildigunnur Bjarnadóttir, 2011).

Árið 2009 birti Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir M.Ed ritgerð sína sem heitir:

Fjölmenningarlegar kennsluaðferðir og námsumhverfi á 21. öld.

Rannsóknarspurningarnar hennar voru; hvers konar kennsluaðferðir henta helst

fjölmenningarlegum nemendahópum og hvernig er hægt að tengja þess háttar

kennsluhætti við hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar? Hvers konar

námsumhverfi gagnast helst fjölmenningarlegum nemendahópum? Ingibjörg skoðaði

Austurbæjarskóla og Fellaskóla sem eru stærstu fjölmenningarlegu skólarnir á Íslandi

(þeir leggja áherslu á fjölmenningu) en jafnframt talaði hún við tvo reynda kennara á

þessu sviði (Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, 2009).

Rannsókn Ingibjargar sýndi fram á að samvinnunám í fjölmenningarlegum

nemendahópum er aðferð sem er notuð hérlendis með góðum árangri. Aðalatriði

aðferðarinnar er að getublanda bekknum svo að þeir sterkari geti hjálpað þeim sem

þurfa á því að halda, þannig eru námslegar kröfur ekki minni til þeirra sem eru verr

staddir. Þeir sem taldir eru námslega sterkari læra aukin samskipti og einnig læra þeir

af þeim sem hafa hæfileika á öðrum sviðum en þeir sjálfir. Áherslan er á vinnuna en

ekki afurðina sem hún skilar af sér. Samskipti eru útgangspunkturinn og er byggt á

fjölgreindarkenningu Gardners sem gerir ráð fyrir að við búum öll yfir vissum

greindum. Ef verkefnin eru fjölbreytt er líklegra að allir geti leyft sínum greindum að

njóta sín og þannig verða allir aðstoðarmenn hver annars. Þessi aðferð hentar vel til

þess að jafna félagslega stöðu nemenda innan bekkjarins því að allir hafa eitthvað

fram að færa (Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, 2009).

Það sem skiptir miklu máli er að meta stöðu hvers og eins, finna styrkleika og

veikleika. Samvinnuhópar verða að vera getublandaðir en einnig menningarlega

blandaðir. Ekki þýðir að setja alla tvítyngda nemendur í einn hóp, ekki frekar en alla

lesblinda. Best er að kennarinn sjái um hópaskiptingu til að dreifingin verði rétt og

þannig er líklegra að staða nemenda haldist nokkuð jöfn og blöndunin einnig. Með

Page 36: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

34

þetta í huga er auðvelt að sjá hvers vegna verkefni þurfa að vera fjölbreytt. Allir

nemendur eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi svo að þeim finnist þeir ráða við

verkefnið og geti nýtt sína greind til að styrkja samvinnu hópsins. Því verður kennari

að finna verkefni sem henta öllum, sama hvaðan eða hvernig þeir eru og láta þannig

skólastarfið sameina nemendur en ekki sundra þeim (Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir,

2009).

Ingibjörg telur upp nokkrar leiðir til að auka orðaforða tvítyngdra barna í

skólastofunni og vil ég benda á hluta þeirra:

Sjónræn hjálpargögn- t.d. myndir, hlutir og teikningar.

Námsstöðvar- tilraunir, mælingar og fleira áþreifanlegt sem auðveldar

nemendum að gera námið sýnilegt.

Orðaveggur- orðalistar eru festir upp í stafrófsröð til að gera orðin og merkingu

þeirra sýnileg í skólastofunni.

Samlestur- kennari og nemandi lesa saman eða kennari les og nemandi fylgist

með. Nauðsynlegt er að nemandinn skilji inntakið og myndir hjálpa til við að

skilja textann.

(Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, 2009).

Eins og flestir vita er góð undirstaða í móðurmáli grunnurinn að því að barn nái

tökum á nýju máli. Því betri sem færnin í móðurmálinu er því líklegra er að barnið sé

fljótt að tileinka sér nýtt mál og geti þ.a.l. nýtt sér þá menntun sem er í boði.

Langtímarannsóknir á gengi tvítyngdra barna í Bandaríkjunum sýna að

tvítyngiskennsla skilar miklum árangri. Með tvítyngiskennslu er átt við að nemendur

fái kennslu á sínu móðurmáli og geti þannig bætt við orðum og skilningi sem þeir

síðan yfirfæra á nýja málið. Þeir nemendur sem fengu slíka kennslu fengu mun hærra

á prófum, jafnvel hærra en eintyngdir jafnaldrar þeirra en þeir sem fengu ekki

tvítyngiskennslu sýndu engar framfarir. En þetta er erfitt í framkvæmd og

kostnaðarsamt. Það er ekki auðvelt að fá kennara sem tala tvö mál nógu vel og ef þeir

gera það þá er menntuninni ábótavant. Því var tvítyngiskennsla lögð niður (Birna

Arnbjörnsdóttir, 2000B).

Aðrar leiðir hafa verið reyndar, til dæmis tvítyngdir settir saman í bekk en þá

lærðu þeir nýja málið hver af öðrum og mynduðu svokallað millimál. Þessir bekkir

stuðluðu einnig að einangrun, hópamyndun og áherslan var oftast á að læra nýja

málið en ekki að læra önnur fög. Hérlendis hefur íslenskukennslan ekki verið næg og

nemendur teknir nokkrum sinnum í viku úr bekknum til að læra málið. Þetta getur

valdið lestrarörðugleikum, námsörðugleikum og seinna meir, atvinnuleysi og

einangrun (Birna Arnbjörnsdóttir, 2000B).

Það sem hjálpar barninu að bæta við sig orðaforða er virkt málauppeldi í

móðurmálinu og nýja málinu, að kennari taki saman hugtakalista með útskýringum á

íslenskum orðum á móðurmáli barnsins og myndir með skýringum. Virk samskipti við

Page 37: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

35

jafnaldra í leik og starfi eru mjög mikilvæg því að í félagslegum samskiptum bætir

barnið við sig orðaforða í leikmáli og samfélagsmáli. Við megum ekki gleyma að

barnið þarf að læra skólamál, samskiptamál og heimilismál en er jafnframt að

aðlagast nýju landi, nýjum skóla og nýjum vinum. Hve fljótt nemandinn aðlagast er

einstaklingsbundið eins og flest annað í lífinu. Það má alls ekki búa til jaðarhóp sem er

lítt menntaður og fær ekki að nýta þá hæfileika sem hann býr yfir.

Page 38: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 39: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

37

5. Hver er Felix og hvernig getur hann hjálpað?

Eins og fram hefur komið er nauðsynlegt að kennsluaðferðir henti sem flestum

nemendum. En námsefnið þarf einnig að höfða til sem flestra og það þarf að vera

útsett þannig að það kveiki áhuga og þorsta í meiri upplýsingar. Námsefnið sem

hannað var með Felix fylgir með sem viðauki A. Margt þarf þó að hafa í huga áður en

kennsluferli er sett af stað, svo sem undirbúningur, aðferðir og námsmat.

5.1 Bókin

Bréf frá Felix, lítill héri í heimsferð er eftir Anette Langen er bók sem fjallar um

stelpuna Soffíu og hérann hennar, Felix, sem týnist eftir sumarfrí fjölskyldunnar. Felix

vill ekki að Soffía hafi áhyggjur af honum og þess vegna sendir hann bréf til hennar

þar sem hann lýsir staðháttum á hverjum viðkomustað fyrir sig. Það skemmtilega er

að í hverjum kafla er umslag með sendibréfinu í. Felix lendir í hinum ýmsu ævintýrum

á ferð sinni um heiminn og fá lesendur að fylgjast með þeim í gegnum bréfin hans.

Það styrkir og eflir orðaforðann að lesa fyrir barn og bætir við þekkingu þess og

reynslu, en þetta eru einmitt þættir sem skipta miklu máli varðandi lestrarnámið. Í

sögum er oft verið að ræða um aðstæður og atburði sem barnið þekkir ekki af eigin

raun en fær tækifæri til að kynnast í gegnum sögurnar (Þóra Kristinsdóttir, 2000)

Þessi klausa er lýsandi yfir meginmarkmið með kennslu bókarinnar; Felix, lítill héri í

heimsferð. Þetta er ferðasaga sem gefur nemendum innsýn í annars konar menningu

en þeir eiga að venjast og getur aukið með þeim skilning á að til séu fjölmörg lönd í

heiminum sem eru gjörólík börnum í þeirra landi.

Bókinni um Felix má skipta í sjö hluta þar sem hvert land er tekið fyrir í hverjum

hluta. Bókin býður upp á fjölmörg verkefni og er það á valdi hvers kennara að nota

hugmyndaflugið hvort sem hann velur að láta eina kennslustund fylgja hverjum kafla

og þá stutt verkefni eða hvort hann hefur verkefnin fjölbreytt og viðamikil og þá sem

þemaverkefni í lengri tíma. Kennarinn má hafa í huga að nota bókmenntahugtök í allri

umræðu svo sem aðal- og aukapersónur, innri og ytri tími, sögumaður, skáldsaga og

fleira.

5.2 Uppsetning og útlit barnabóka

Myndskreyttum barnabókum má gróflega skipta í fjóra flokka:

1. Bendibækur fyrir yngstu börnin.

2. Myndabækur sem segja sögu, ekki alltaf með orðum

Page 40: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

38

3. Mikið myndskreyttur texti

4. Myndskreyttar bækur þar sem textinn er ráðandi þó að hann sé ekki endilega

langur. Myndirnar einar ná ekki að segja söguna

Þó að slíkar bækur miðist við börn er nauðsynlegt að þær nái að einhverju leyti til

fullorðinna líka því að þeir eru jú lesendurnir. Góðar myndabækur eru margradda þar

sem textinn er ein rödd en myndirnar önnur. Saman dýpka raddirnar skilninginn á

sögunni ef vel er gert (Margrét Tryggvadóttir, 2005).

Felix, lítill héri í heimsferð nær einmitt þessu samspili myndar og texta. Textinn

sýnir glöggt tilfinningar persónanna og einnig staðhætti hvers lands. Myndirnar bæta

við textann og gera bókina aðlaðandi. Bréfin sem fylgja með auka spennuáhrifin,

bæði fyrir lesandann og barnið. Hvar skyldi Felix enda næst?

5.3 Undirbúningur kennslu

Margt þarf að hafa í huga við undirbúning kennslu. Ingvar Sigurgeirsson segir í bók

sinni; Að mörgu er að hyggja, að kennslu sé hægt að skipta í þrennt. Upphaf, miðju og

lok. Upphafið skiptir miklu máli því að þá þarf að kynna efnið og þarf það að ná

athygli nemenda. Góð kveikja er grundvallaratriði í byrjun og þarf kennarinn að vera

með það á hreinu hvað hann þarf að segja nemendum, hver markmiðin eru og hvaða

þýðingu efnið hefur. Á þessum tímapunkti er hægt að tengja verkefnið við fyrri

reynslu nemenda með því að skapa umræður sem allir taka þátt í (Ingvar

Sigurgeirsson, 1999).

Miðbik kennslunnar snýst um að ákveða hve langur tími fer í viðkomandi verkefni,

áætlunargerð, uppsetningu verkefna í markvissri röð og að verkefnin henti öllum

nemendahópnum. Ef ætlunin er að nota efnivið af einhverju tagi þarf kennarinn að

finna hann og stilla honum upp svo að hann sé aðgengilegur fyrir nemendur (Ingvar

Sigurgeirsson, 1999).

Lok kennslunnar eiga að draga saman það sem gert hefur verið. Til dæmis með

umsögn, hrósi, sýningu eða umræðum um þann lærdóm sem hefur átt sér stað

(Ingvar Sigurgeirsson, 1999).

Í upphafi kennslunnar um Felix þarf kennarinn að ákveða hve mikið hann vill gera

og hvernig. Kennsluferlið er einungis til viðmiðunar og ætlað til að auka við

hugmyndir þess sem ætlar að kenna efnið. Gott er þó að hver og einn nemandi hafi

sína eigin vinnubók sem er með auðum blöðum fyrir hvers kyns verkefni. Í flestum

grunnskólum eru til stór veggspjöld í mismunandi litum sem hægt er að hengja upp á

vegg fyrir hvert land, á það er hægt að líma myndir af byggingum, fólki, mat, dýrum

og fleira. Við hvert veggspjald er einnig hægt að hengja upp verkefni nemenda og til

dæmis súlurit fyrir hitastig, mannfjölda og meðalúrkomu.

Page 41: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

39

Kennari þarf að sjálfsögðu að skipta nemendum í hæfilega stóra hópa og er það

auðvitað hann sem þekkir sína nemendur best og veit hverjir styrkleikar hvers og eins

eru. Eins og hefur komið fram áður þá þarf að passa upp á að blanda vel í hópana svo

að þeir séu getublandaðir að eins miklu leyti og hægt er. Getublöndunin á einnig við

um þá nemendur sem eru með enga eða takmarkaða íslenskukunnáttu. Þeir

nemendur eiga ekki að fara í sama hópinn því að markmiðið er að þeir læri af öðrum

nemendum á meðan á ferlinu stendur. Þegar upplestur á bókinni fer fram væri hægt

að leyfa þeim að sitja hjá kennaranum svo að þeir geti skoðað myndirnar og fengið

þannig nokkra hugmynd um söguþráðinn. Að öðru leyti verður kennarinn að meta

hvar tvítyngdir nemendur eru staddir í almennu námi og hvort að aðlaga þurfi

verkefnin að þeim. Allt sem hengt er upp, auðveldar tvítyngdum nemendum að skilja

og læra íslensk orð. Hægt væri að fá þýðingu á þeim orðum sem mest eru notuð eins

og hiti, fólksfjöldi o.fl á þeirra tungumáli og setja á veggi stofunnar en einfaldast væri

að hafa sem mest af myndum til dæmis af dýrum og heitum þeirra. Sem aukaverkefni

væri áhugavert fyrir alla nemendur að kynnast löndum þeirra nemenda sem eru

snúbúar eða nýbúar og læra kveðjur á þeirra tungumálum.

Annar undirbúningur er misjafn eftir því hve langt hver kennari vill fara, hægt er

að prenta út myndir af netinu, fá tónlist, kvikmyndir, teiknimyndir, tala við

samkennara í list og verkgreinum, fá foreldra til að koma með muni frá öðrum

löndum og fleira. Raunverulega eru engin takmörk fyrir því hve langt er hægt að fara.

5.4 Kennsluaðferðir

„Mikilvægt er að grunnskólanám í íslensku sé heildstætt, unnið sé með marga þætti

þess samhliða og hver þáttur styðji annan“ (Menntamálaráðuneytið, 2007). Með

þessum orðum hefst kaflinn um áfangamarkmið við lok fjórða bekkjar í íslensku sem

birtist í Aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnin sem unnin eru í tengslum við Felix

samræmast fjölda markmiða sem ætlast er til að nemendur séu búnir að ná þegar

yngsta stigi er lokið. M.a. að nemendur kynnist umheiminum, læri notkun súlurita,

þjálfist í samlagningu og frádrætti, ritun, lestri, fínhreyfingum og ljóðagerð.

Nemendur læra að heilsa og kveðja á þó nokkrum tungumálum, kynnast mismunandi

menningu, fólksfjölda og fleira.

Það er afar mikilvægt að lesa fyrir börn því að það getur hjálpað þeim að tileinka

sér virka hlustun, að bera virðingu fyrir öðrum og að lifa sig inn í söguþráðinn, finna

spennu, leiða, sorg og allar þær tilfinningar sem persónurnar finna fyrir. En það er

ekki einungis orðaforðinn og málskilningurinn sem eflist þegar lesið er fyrir börn.

Tilfinningin fyrir uppbyggingu setninga og málsgreina og hljómfalli málsins getur

þroskast þegar lesið er (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, 2006;24). Tilfinning þeirra fyrir

hefðbundinni uppbyggingu eykst og má þjálfa frásagnarhæfni barna bæði með því að

Page 42: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

40

lesa mikið og með því að segja sögur. Þannig læra þau að tjá innihald ritaðs máls og

geta nýtt sér það í töluðu máli og framsögn (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, 2006).

Ragnheiður Gestsdóttir lýsir yfir áhyggjum sínum af þverrandi bóklestri barna og

unglinga og leggur áherslu á að skólinn sé eini vettvangurinn þar sem hægt sé að ná

til allra barna. Samfélagið hefur breyst mikið á undanförnum áratugum og sjá

kennarar glöggt að margir nemendur þeirra eru óvanir að hlusta á aðra og að á þá sé

hlustað. Samræður milli manna virðast hafa minnkað með auknu framboði á

sjónvarpsefni og aukinni tölvunotkun. Ragnheiður leggur áherslu á mikilvægi

upplesturs fyrir nemendur á öllum skólastigum en ekki einungis hjá þeim yngstu.

Kennarinn verður stöðugt að halda bókum að nemendum sínum og væri það

æskilegur kostur ef upplestur væri hluti af kennslu á hverjum einasta degi.

(Ragnheiður Gestsdóttir, 2005).

Námsefnið um Felix snýst um hópvinnu þó svo að ekki eigi nemendur að leita

lausna við vandamálum heldur eigi þeir að læra samvinnu og samskipti við aðra.

Áherslan er á umræður og vangaveltur um efni bókarinnar og ferðalagið sem slíkt á

meðan unnið er að einstaklings- og hópaverkefnum. Samvinnunám þarf ekki að vera í

föstum skorðum eða framkvæmt með ákveðinni fastmótaðri hugmynd heldur á

áherslan að vera á að allir fái notið sín og leggi sitt af mörkum í ferlinu.

Þegar kennari ákveður að nota samvinnunám er mælt með nokkrum aðferðum;

1. Púslaðferðin. Nemendum er skipt í fimm til sex manna hópa og er hver

nemandi hluti af tveimur hópum, heimahópi og sérfræðingahópi. Hver

nemandi er gerður ábyrgur fyrir vissum hluta námsefnisins sem hann kynnir sér

og miðlar svo til heimahópsins. Þessi aðferð er bæði einstaklings og hópmiðuð

og er ferlinu lokið með einstaklingsprófi.

2. Efniskönnun í vinnuhópum. Kennari kynnir verkefni og markmið þess fyrir

nemendum sem leita sér svara í heimildum. Síðan eru svörin sett fram á því

formi sem nemendur kjósa og þau kynnt fyrir bekknum. Námsmat fer fram

með jafningjamati, sjálfsmati og kennaramati.

3. Einn, fleiri, allir. Þessi aðferð hentar vel þegar bekkurinn ætlar að safna

hugmyndum eða koma með tillögur og tekur hvert skref aðeins fáar mínútur. Í

upphafi fer fram einstaklingsvinna þar sem hver og einn veltir fyrir sér

ákveðinni hugmynd eða vandamáli. Næst fer fram paravinna og bera

nemendur saman hugmyndir sínar. Að lokum eru niðurstöðurnar kynntar fyrir

öllum bekknum.

4. Að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Nemendum er skipt í hópa og eiga að

komast að sameiginlegri niðurstöðu um visst efni. Niðurstöðurnar eiga ekki að

vera samansafn af hugmyndum heldur markviss heildarniðurstaða.

Page 43: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

41

5. Hópur ræður ráðum sínum. Nemendur skiptast á að lesa spurningar sem fyrir

eru lagðar. Nemendur leita síðan sameiginlegra svara og skrifa svarið þegar allir

eru samþykkir niðurstöðunni.

5.5 Námsmat

Eins og kemur fram í almenna hluta Aðalnámskrár grunnskóla þá verður námsmat að

vera fjölbreytt og hæfa efninu. Ekki er nóg að kanna aðeins bóklega og skriflega þætti

námsins heldur einnig verklega og munnlega. Á fyrstu námsárunum er sérlega

mikilvægt að einkunnir séu ekki einungis gefnar í tölum heldur einnig skriflegar eða

munnlegar umsagnir (Menntamálaráðuneytið, 2006).

Á árunum 2006 til 2009 voru unnin þróunarverkefni í Norðlingaskóla og

Ingunnarskóla sem snerust um einstaklingsmiðað fjölbreytt námsmat. Markmiðið var

að kynna ólíkar gerðir námsmats og þróa nýjar gerðir. Meðal annars voru einkunnir í

Norðlingaskóla þrískiptar; umsögn, einkunn og markmið. Bæði nemendur og

foreldrar voru ánægðir með þessa framsetningu og fannst auðvelt að skilja

niðurstöður en einnig að þetta væri persónulegra námsmat. Fjölmargar aðrar aðferðir

voru notaðar, til dæmis jafningjamat, sjálfsmat og kennaramat og fór matið fram

jafnt og þétt allan tímann en ekki bara við enda hverrar annar. Á yngsta stigi var lögð

áhersla á leiðbeinandi umsagnir í stað einkunna. Þróunarverkefnið var hugsað sem

framlenging á einstaklingsmiðaðri kennslu og tókst einkar vel í alla staði þar sem horft

var til hvers nemanda, að hann væri virkur í eigin námsmati og jafnvel annarra.

Óhefðbundnu námsmati var haldið áfram eftir að rannsókninni lauk og virðist það í

heildina litið vera heppilegra en það hefðbundna. Það gefur skýrari mynd af stöðu

nemenda (Ingvar Sigurgeirsson, Ágúst Ólason og Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, 2009).

Þróunarverkefni Norðlingaskóla og Ingunnarskóla sýnir glöggt að hægt er að velja

á milli fjölmargra aðferða við að meta vinnu nemenda. Í stöðluðum prófum sem

gefur einkunn á skalanum 0 −10 er áherslan á að lesa og læra utanbókar sem mest

um efnið sem skal prófa úr. Sú aðferð var ríkjandi á árum áður en á seinni árum hafa

komið upp tillögur að annars konar námsmati og með námsefninu um Felix var

ákveðið að hafa tvenns konar mat, sjálfsmat og kennaramat.

Sjálfsmat gefur kennaranum innsýn í huga nemenda sinna og hvernig þeim leið á

meðan á ferlinu stóð. Þannig getur kennarinn séð hvað nemandanum sjálfum finnst

ábótavant eða hvar hans áhugasvið liggur (Birna Arnbjörnsdóttir, 2000A). Oft eru

nemendur naskir að meta sig sjálfa en stundum upplifa þeir eitthvað allt annað en

kennarinn sér. Því er gott að geta borið saman kennaramat og sjálfsmat nemenda svo

að hægt sé að sjá hvort þetta tvennt passi saman. Ef það gerir það ekki getur

kennarinn sest niður með nemandanum og komist að því hvað greinir á milli (Lilja M.

Jónsdóttir, 1996).

Page 44: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

42

Sjálfsmatið sem fylgir með Felix er einfalt og skiljanlegt fyrir alla nemendur. Þetta

eru einungis fimm spurningar og er nemendum ætlað að merkja kross við það sem

passar þeim. Fjórir broskarlar í misjöfnu skapi tákna svarmöguleikana og gera matið

þannig myndrænt fyrir nemendur.

1. Mér fannst gaman að vinna þetta verkefni

2. Ég lærði eitthvað nýtt

3. Mér gekk vel að vinna í hóp

4. Ég er ánægð/ur með það sem ég gerði

5. Ég man það sem ég lærði

Mynd 3 . Sjálfsmat nemenda

En ekki er nóg að nemendur séu einir um námsmat. Kennaramat felst í því að

kennarinn fylgist með nemendum á meðan þeir leysa verkefnin og hann skráir niður

jafnóðum athugasemdir. Hópvinnan reynir á marga þætti eins og til dæmis,

samvinnu, hjálpsemi, umræður, að taka gagnrýni og almenn samskipti. Nemendur

vita að kennarinn er að fylgjast með og því er matið eins konar agatæki því flestir vilja

sýna sitt besta andlit þegar fylgst er með þeim (Lilja M. Jónsdóttir, 1996). Matsblaðið,

með Felix, sem hægt er að hafa til viðmiðunar fyrir kennara inniheldur sjö spurningar:

Sýndi nemandi áhuga á efninu?

Hlustaði nemandi á aðra?

Tók nemandi þátt í umræðum?

Kom nemandi með eigin hugmyndir?

Fór nemandi eftir fyrirmælum?

Tók nemandi virkan þátt í að vinna verkefnin?

Sýndi nemandi sjálfstæð vinnubrögð?

Kennari gæti einnig metið verkefni nemenda og væri þá matið orðið þrískipt og

nokkuð fjölbreytt eins og mælt er með í Aðalnámskrá grunnskóla (sjá upphaf kaflans).

Eins og kemur glöggt fram í þessum kafla þá eru niðurstöður námsmats ekki

lengur einungis birtar í tölum á blaði eins og svo margir muna eftir. Námsmat er orðið

fjölbreyttara og í höndum kennaranna sjálfra að ákveða hvers konar námsmat þeir

vilja framkvæma. Fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytt námsmat og tel ég að

með því að meta nemendur í mismunandi aðstæðum þá fái kennarinn og foreldrar

raunhæfari mynd af vinnu nemenda. Að meta einungis eftir niðurstöðum prófa er

Page 45: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

43

ekki nóg því að sumir vinna mjög vel í hóp, skila af sér góðum verkefnum, og eru

sjálfstæðir og hugmyndaríkir. Þeim hinum sömu gengur ef til vill illa í prófum, eru

kvíðnir eða muna illa það sem í bókum stendur. Það þarf að meta alla þætti námsins

jafnt og er það trú mín að það verði gert með því að bæði nemendur og kennarar taki

þátt í námsmati og að það sé gert jafnóðum, eftir að vinnu lýkur og með verklegum

og skriflegum prófum.

Page 46: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 47: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

45

6 Tilraunakennsla með námsefnið Felix

Námsefnið um Felix var kennt í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu að minni

beiðni. Rannsakandi hafði samband við tvo kennara og voru þeir valdir vegna

kunnugleika en einnig vegna áhuga þeirra á fjölmenningu, fjölbreyttum

kennsluaðferðum og vitund þeirra um hve nemendur eru ólíkir og því þurfi oft

óhefðbundna nálgun og vilja til breytinga. Þessir kennarar notuðu kennsluaðferðir

sem miðuðu að því að ná til sem flestra nemenda og höfðu sjálfir verið duglegir að

prófa sig áfram með aðrar aðferðir en hefðbundna kennslu.

Annar kennarinn var einn með 28 nemendur í öðrum bekk. Hinn kennarinn var í

samkennslu með fjórum öðrum kennurum í þriðja og fjórða bekk og voru nemendur

alls 115. Heildarfjöldi nemenda í báðum skólum var því 143. Efnið var kennt sem

þemaverkefni í báðum skólum sem endaði með sýningu fyrir foreldra.

Í upphafi fengu kennararnir sent kennsluefnið ásamt tillögu að námsmati og

kennaramati (sjá kafla 5). Þeir fengu fyrirmæli um að skrásetja sem mest og helst taka

myndir af verkefnunum ef hægt væri. Þeir voru beðnir sérstaklega um að fylgjast með

nemendum sem væru með einhverja sérstöðu innan bekkjarins t.d tvítyngi, ADHD,

einhverfu, lesblindu eða aðrar greiningar þar sem að efnið var samið með það í huga

að það hentaði helst öllum nemendum.

Eftir að þemavinnu lauk höfðu kennararnir samband og fengu sendan

spurningalista og þar á eftir hitti rannsakandi þá í sitthvoru lagi, fór yfir svörin þeirra

með þeim og fékk nánari útskýringar á því sem ekki kom nægilega skýrt fram

skriflega.

6.1 Rannsóknaraðferð

Viðmælendur (kennararnir) voru beðnir um að bregðast skriflega við opnum

spurningum. Opnar spurningar gefa viðmælendum tækifæri til að svara á hvern þann

hátt sem þeir kjósa. Það eru engin fyrirfram gefin svör og hugsanlegt er að

rannsakandi fái nýja sýn á rannsóknina eftir að viðmælendur hafa sagt sínar skoðanir.

Ýmislegt ber þó að varast við gerð spurningalista. Spurningarnar mega ekki vera

niðurlægjandi (of persónulegar), eiga helst ekki að gefa viðmælendum kost á að svara

játandi eða neitandi og að lokum verða spurningarnar að krefjast svars sem er ekki

ímyndað sem sagt ef þú værir álfur, hvernig myndir þú..? (Research services, 2011).

Orðalag þarf að vera einfalt og spurningar skýrar svo að allir viðmælendur skilji þær á

sama hátt. Svarkvarðar sem eru opnir reyna meira á viðmælendur og því eru þeir ekki

mikið notaðir. Úrvinnsla svara er erfiðari því að flokkunin er tímafrek og vandasöm.

Page 48: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

46

Við eigindlegar rannsóknir er þó oft nauðsynlegt að semja opnar spurningar því

markmiðið er ekki að skoða hóp fólks heldur einungis fáa útvalda (Þorlákur Karlsson,

2003).

Námsefnið um Felix hefur einungis verið kennt tvisvar og því var ekki raunhæft að

nota megindlegar rannsóknaraðferðir, sem leitast yfirleitt við að finna meðaltöl,

dreifingu eða annað sem hægt er að setja upp á tölulegu formi og í þessu tilfelli yrðu

niðurstöður ekki marktækar. Rannsakandi vildi fá að vita um upplifun kennaranna,

skoðanir þeirra og ráð varðandi þeirra reynslu af námsefninu (Sigurlína Davíðsdóttir,

2003).

Kennararnir tveir sem kenndu námsefnið um Felix svöruðu spurningalista með

opnum spurningum. Spurningarnar voru fjórtán talsins og voru þær opnar. Í

framhaldi voru viðmælendur heimsóttir og spjallað við þá um svör þeirra til þess að fá

nánari útskýringar á því sem þurfti frekari útskýringa við.

Greinargóð svör fengust og telur rannsakandi að viðmælendur hafi verið

heiðarlegir og opinskáir í svörum. Ýmislegt áhugavert kom í ljós, ekki einungis

varðandi kennslu nýbúa og snúbúa heldur einnig aðra nemendur (Skrifleg svör

kennaranna fylgja með í viðauka C og D).

6.2 Viðmælendur

Tveir viðmælendur voru valdir og voru ástæðurnar fyrir valinu, kunnugleiki við

rannsakanda og áhugi þeirra á efninu, námsmats- og kennsluaðferðinni. Hafði

rannsakandi látið efnið frá sér með þeim skilmálum að fá að fylgjast með og nýta sér

reynslu þessara tveggja kennara þó svo að fleiri kennarar kæmu að kennslunni.

Viðmælandi A (Anna) er 38 ára gömul kona, útskrifuð af stærðfræði- og

leiklistarbraut Kennaraháskóla Íslands. Hún er umsjónarkennari sjöunda bekkjar í

grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Námsefnið kenndi hún sem þemaverkefni, 28

nemendum, í öðrum bekk.

Viðmælandi B (Binna) er 27 ára gömul kona, útskrifuð sem grunnskólakennari árið

2009 og hefur verið umsjónarkennari annars bekkjar í grunnskóla á

höfuðborgarsvæðinu. Námsefnið var kennt í samkennslu í þriðja og fjórða bekk og

sáu fimm kennarar um kennsluna. Alls voru þetta 20 til 25 nemendur sem skiptust í

fimm bekki, eða um það bil 115 nemendur.

6.3 Úrvinnsla og greining

Niðurstöður rannsóknarinnar fengust með því að lesa yfir svörin, tala við kennarana

og mynda síðan fimm flokka; samsetning nemendahópanna, lærdómur, ólík menning,

námsmat og að lokum annað sem rannsakandi taldi að mikilvægt væri að kæmi fram.

Þetta var gert til að finna hvað væri líkt og hvað væri ólíkt í svörunum.

Page 49: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

47

Aðaltilgangurinn var í raun að finna út hvort að það væri samræmi í svörun og hvar

það lægi. Ef upplifun kennaranna væri svipuð þrátt fyrir mismunandi nemendahópa,

þroska, aldur og skóla þá væri hægt að gefa sér það að námsefnið væri vel framsett,

auðskiljanlegt og hentaði fjölbreyttum nemendahóp.

6.4 Siðferðileg atriði og takmarkanir

Rannsóknin var háð takmörkunum eins og oft vill verða með minni rannsóknir. Erfitt

er að alhæfa um niðurstöður þar sem að einungis er um tvo skóla að ræða, fáa

kennara en einnig vegna persónulegra tengsla við kennarana. Ekki er hægt að

yfirfæra niðurstöðurnar á stærri hóp fyrr en búið er að kenna námsefnið í fleiri

skólum, einnig þarf efnið að vera í höndum kennara sem eru hlutlausir gagnvart mér,

efninu og rannsókninni. Kennarar eru jafn fjölbreyttir og nemendur og því þyrfti að fá

sem breiðastan hóp þeirra til að kenna efnið, mismunandi aldur, reynsla, áhugi og

viðhorf.

Annað sem taka þarf til greina er að samvinnunám hefur ekki verið mikið notað á

Íslandi nema í skólum sem sérhæfa sig í fjölmenningu eins og Austurbæjarskóli og

Fellaskóli. Þó hefur þessi aðferð verið sýnilegri síðustu ár og vonandi munu fleiri

kennarar taka hana upp því að hún þarf alls ekki að tengjast fjölda tvítyngdra í

skólanum eða bekknum. Aðferðin hentar vel fjölbreyttum nemendahóp og eftir að

áherslan á „skóla fyrir alla“ hefur aukist þá hefur einnig áherslan á kennsluaðferð sem

hentar öllum aukist.

Við upphaf rannsóknarinnar var rætt um nafnleynd og var ákveðið að gefa ekki

upp raunveruleg nöfn kennarana. Þeir gáfu leyfi til að birta svör sín í óbreyttri mynd

til að staðreyndirnar kæmu fram eins og þeir settu þær fram. Þeir vildu að þeirra

skoðun á kennsluefninu fylgdi með svo að engin mistúlkun gæti átt sér stað.

Page 50: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 51: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

49

7 Niðurstöður kennaraviðtala

Þó svo að viðtölin hafi einungis verið við tvo kennara þá kemur Binna fram sem

fulltrúi þeirra fjögurra kennara sem kenndu með henni. Þeir unnu náið saman á

meðan á ferlinu stóð og héldu samráðsfundi fyrir, á meðan og eftir að kennslunni

lauk.

7.1 Samsetning nemendahópanna

Eins og áður kom fram voru þeir nemendur sem notuðu námsefnið í 2., 3. og 4. bekk.

Heildarfjöldi nemenda í þessum þremur árgöngum var um það bil 150 og af þeim

voru fjölmargir nemendur með greiningar um Einhverfu, Asperger, ADHD, lesblindu,

þunglyndi, vanvirkni, mótþróaþrjóskuröskun og misþroska. Einnig voru sex tvítyngdir,

þar af einn snúbúi og einn nýbúi. Báðir kennarar sem rætt var við, getublönduðu í

hópana áður en verkefnið hófst og gátu þannig passað upp á góða virkni hvers hóps.

Getublöndunin var í samræmi við hugmyndir um samvinnunám þar sem gert er ráð

fyrir að börnum með sérþarfir séu ekki sett saman í hóp. Svokölluðum „rauð

merktum“ börnum var dreift í hópana og er ekki annað hægt en að setja

spurningamerki við þesskonar flokkun í skólanum. Því miður hefur manni talist á

kennurum að mikil aukning sé á greiningum barna og er það áhyggjuefni ef ekki er

passað upp á að þau fái kennslu og efni við hæfi.

7.2 Lærdómur

Anna var mjög ánægð með virkni bekkjarins í heild á meðan á ferlinu stóð. Hún tók

sérstaklega eftir að vanvirki nemandinn blómstraði sem aldrei fyrr og sýndi mikinn

áhuga, spurði spurninga og kom með hugmyndir. Anna taldi umræðu í nestistíma

hafa sameinað bekkinn, nemendur hafi lært að skiptast á skoðunum, tala um

tilfinningamál og hlusta á aðra. Þeir sem höfðu heimsótt viðkomandi lönd fengu að

lýsa sinni upplifun og svara spurningum samnemenda sinna. Önnu fannst námsefnið í

heild samþætta vel allar námsgreinar en taldi að það væri vissulega í höndum hvers

kennara hve langt hann væri tilbúinn að fara. Þar sem Anna er lærður

stærðfræðikennari þá fannst henni sérstaklega spennandi að kynna nemendur fyrir

súluritum og gera ýmsan samanburð með þeim. Hún notaði aldrei orðið stærðfræði

og fannst nemendum súluritin vera nokkurs konar leikur.

Binna upplifði kennsluna aðeins öðruvísi. Hún vann með fjórum öðrum kennurum

og sá hver kennari um að skipuleggja verkefni og kennslu tengdu einu landi. Henni

fannst fullmikið að kenna svona stórum hópi þar sem kennararnir þekktu ekki alla

Page 52: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

50

nemendur nægilega vel til að vita hvað þeir réðu við. Sumum nemendum fannst

óþægilegt að fara í aðra stofu en sína heimastofu og skemmdi það námið fyrir þeim.

Efnið hefði hentað frábærlega fyrir einn árgang þar sem kennarar hefðu skipulagt

verkefnin saman og passað upp á að þau hæfðu öllum hópnum.

Anna og Binna voru sammála um að kennarinn skipti meginmáli og að það væru

allt of margir kennarar sem treystu sér ekki til að kenna nema eftir nákvæmum

leiðbeiningum. Þeir væru fastir í gömlu fari þar sem væri ekki rúm fyrir ímyndunarafl.

Þessir kennarar draga úr þeim sem vilja gera meira og fara lengra með nemendur sína

7.3 Ólík menning

Nemendur lærðu mikið um aðra menningu og voru forvitnir að vita meira. Ýmis

verkefni voru unnin, til dæmis „lærðu“ nemendur forn-egypskt letur, skoðuðu fána

hvers lands, hver eru þjóðareinkenni, hvernig er menningin, hvernig eru byggingar og

fleira. Hafa Frakkar, Bandaríkjamenn eða Egyptar eitthvað við sig sem er ólíkt

Íslendingum? Hvar eru löndin staðsett á landakorti, hver er meðalhiti í Frakklandi?

Nemendur lærðu að þó að eitthvað sé öðruvísi en á Íslandi þá er það ekki verra,

bara ólíkt. Binna taldi að námsefnið væri mjög gott í tengslum við einelti og vildi

endilega bæta þeirri hugmynd við. Önnu fannst það einnig og benti líka á að rétt áður

en að ferlið hófst hafi hún fengið nýjan nemanda í bekkinn sem talaði litla sem enga

íslensku. Þessi nemandi fékk mikla athygli því að hann var frá útlöndum og gat hún

tengt námsefnið örlítið við hans heimaland. Þó svo að hann skildi ekki mikið í efni

bókarinnar þá gat hann tekið þátt í verkefnavinnunni og lærði heilmikið í íslensku af

skólafélögum sínum.

7.4 Námsmat

Námsmat fór fram með sjálfsmati og kennaramati hjá báðum kennurunum.

Uppskeruhátíð var að lokum þar sem foreldrum var boðið að koma og skoða

afraksturinn. Ótrúlegt en satt þá voru báðir skólarnir að halda upp á vissa áfanga og

opnuðu dyr sínar fyrir öllum foreldrum skólans sem gátu gengið á milli og skoðað verk

allra árganga. Anna minntist þess að ófáir foreldrar hafi komið til hennar og spurt

hver þessi Felix væri. Það væri stöðugt talað um hann heima.

7.5 Að lokum

Anna og Binna voru í heildina litið sammála um að námsefnið væri gott til að sýna

nemendum fram á jákvæðar hliðar fjölbreytileikans. Þær töldu að það skipti

meginmáli hvernig kennarinn væri og hve opinn hann væri fyrir nýjungum. Kennari

sem vill láta mata sig á upplýsingum á erfitt með að koma efninu frá sér á skapandi og

áhugaverðan hátt.

Page 53: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

51

Nemendur voru áhugasamir og það var mjög margt sem sat eftir þegar kennslu

lauk. Nemendur Önnu vilja halda áfram að gera súlurit og nemendur Binnu eiga það

til að tala tungum. Þá heilsa þeir og kveðja á þeim tungumálum sem þeir lærðu.

Ennþá tala þeir um fána, byggingar, dýr og fleira sem þeir lærðu um í ferlinu.

Dulmálslyklar urðu vinsælir í bekknum hennar Önnu og eru nemendur enn að búa þá

til.

Rannsóknin sem slík segir kannski ekki mikið um nýbúa og snúbúa annað en það

að námsefnið hentaði þeim vel eins og reyndar flestum þessum 150 nemendum sem

tóku þátt. Það sem virðist standa uppúr er áhuginn sem nemendur fengu á annarri

menningu og skilningurinn á því að til eru fjölmargir staðir í heiminum sem eru ólíkir

Íslandi. Þessi áhugi verður vonandi til þess að þessir tilteknu nemendur taka vel á

móti þeim nýbúum og snúbúum sem á vegi þeirra verða í framtíðinni. Þeirra

hugmyndir um fjölmenningu verða hugsanlega ekki markaðar af fordómum heldur

áhuga og forvitni. Námsefnið virðist sitja eftir fyrst að nemendur almennt vilja halda

áfram að gera súlurit, tala önnur tungumál, vitna í staðhætti og lýsa fánum annarra

landa þrátt fyrir að kennslunni sé lokið.

Litli hérinn Felix, náði hjörtum nemenda nægilega mikið til þess að sögur af

honum fóru heim til foreldra og sköpuðu umræður heima fyrir og það hlýtur að vera

markmið útaf fyrir sig.

Page 54: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 55: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

53

8 Niðurstöður og umræða

Lagt var upp í langt og strangt ferðalag með það að leiðarljósi að leita svara við

spurningunum; hvert er mikilvægi fjölmenningarlegrar kennslu, hvaða leiðir eru færar

og hvernig getur námsefnið um Felix verið stuðningur í fjölmenningalegri kennslu? Ég

tel mig hafa svarað þessum spurningum eftir bestu getu og sýnt fram á mikilvægi þess

að taka upp fjölmenningarlega kennslu í grunnskólum almennt. Nemendur

grunnskólans eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þeir eru ekki allir steyptir í sama

mót og því ber skólanum og kennurum að reyna eftir bestu getu að ná til sem flestra.

Rannsóknir á fjölmenningarlegri kennslu hafa sýnt að hún virðist ekki einungis henta

vel við kennslu tvítyngdra, heldur einnig annara nemenda. Samvinnunám er ein leið

sem hægt er að nýta sér við fjölmenningarlega kennslu og er aðalatriði hennar

samvinna í skólastofunni. Allir eru nemendur og allir eru kennarar. Unnið er að

sameiginlegri niðurstöðu þar sem markmiðið er að klára verkefnið saman. Ég tel að

kennsluefnið um Felix sé kjörið fyrir þá kennara sem vilja fara þessa leið í kennslu.

Það snýst um að opna heiminn fyrir nemendum og kynna þá fyrir annarri menningu

en jafnframt leggur það áherslu á samþættingu námsgreina.

Fjölmenning er staðreynd á Íslandi árið 2011. Til landsins hafa flutt fjölskyldur og

einstaklingar með annað móðurmál en íslensku, ólíkan menningarlegan bakgrunn og

önnur trúarbrögð, sumir stoppa stutt við en aðrir ákveða að gera Ísland að heimili

sínu til framtíðar. En hingað koma einnig, til baka, brottfluttir Íslendingar sem hafa

verið í útlöndum í lengri eða skemmri tíma, í námi eða vinnu. Í daglegu máli eru þessir

hópar kallaðir nýbúar og snúbúar. Í báðum tilfellum eru oft börn á grunnskólaaldri

sem þurfa að hefja nám í nýju landi, læra nýtt skóla- og samfélagsmál, aðlagast nýju

þjóðfélagsmynstri og eignast nýja vini. Fyrir þessi börn hefur daglegt líf breyst,

stundum með neikvæðum afleiðingum. Í kafla 2.3 var gerð grein fyrir niðurstöðum

viðtalsrannsóknar við snúbúafjölskyldu og viðmóti því þau börn mættu í íslensku

skólakerfi við heimkomuna. Af þeim niðurstöðum má augljóslega sjá að það skiptir

máli í hvaða skóla snúbúarnir fara eigi þeir að fá þá aðstoð sem þeir þurfa til að ná

jafnöldrum sínum í námi.

Grunnskólinn er aðaláhrifavaldur og það veltur á móttöku hans, stuðningi,

sveigjanleika og aðferðum, hvernig og hve vel nemendur ná að fóta sig. Ekki einungis

tvítyngdu börnin heldur öll börnin sem sækja nám í skólanum. Bæði námsráðgjafi og

nýbúi sem tóku þátt í rannsókn minni (sjá kafla 2.2) vorið 2010, töluðu um viðmót

skólans og mikilvægi þess að skólinn mæti nemendum þar sem þeir eru staddir hverju

sinni en ekki þar sem þeir ættu að vera samkvæmt námskrá. En hvað er hægt að gera

til að ná til sem flestra nemenda svo að hæfileikar þeirra fái notið sín, sama hve ólíkir

Page 56: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

54

þeir eru? Er til einhver töfralausn? Svarið hlýtur að vera já og nei, eftir því hver er

spurður. Ef kennarinn er opinn fyrir breytingum, tilbúinn að prófa eitthvað nýtt, er

fordómalaus og hugmyndaríkur þá hlýtur hann að svara þessu játandi. Ef hann aftur á

móti vill fastmótaðar skorður, aðaláherslu á bóklegt nám og skrifleg próf þá verður

svarið nei.

En hvernig er hægt að alhæfa; fjölmenning er staðreynd á Íslandi árið 2011? Jú, ef

hugtakið fjölmenning er skoðað þá þýðir það ekki einungis að í samfélaginu búi erlent

fólk, heldur einnig að þar búi fólk með ólíkan bakgrunn og uppeldi. Svokallaðir síbúar

(hafa alltaf búið í sama landi) hafa líka misjafnt bakland. Sumir eru úr sveit, aðrir úr

borg eða bæ, einhverjir eru ríkir, fátækir, aldir upp af listamönnum, einstæðum

foreldrum, samkynhneigðum foreldrum, drykkfelldum foreldrum, ættleiddir og svo

mætti endalaust telja. Þó svo að heill bekkur sé einungis skipaður íslenskum börnum

þá eru þau öll með ólíkan bakgrunn og mismunandi hæfileika. Með því að virkja alla

þessa hæfileika hljótum við að fá heilan bekk af sjálfsöruggum nemendum sem eru

stoltir af því sem þeir hafa fram að færa en bera einnig virðingu fyrir því sem aðrir

geta. Þessir nemendur læra að margar hendur og margir hugir vinna betur saman að

því að klára sameiginleg verkefni og það er einmitt það sem samfélag fullorðna

fólksins snýst um. Að fólk geti unnið á vinnustað með ólíkum einstaklingum með

misjafnan bakgrunn þar sem allir stefna að sömu markmiðum.

Eftir að skóla lýkur liggur leið flestra á vinnumarkaðinn og þar þurfum við að vinna

með fólki sem hefur mismunandi menntun, hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð, skapferli

og hæfileika til aðlögunar og samvinnu. Þá skiptir miklu máli að geta unnið með

öðrum, virt getu þeirra og hæfileika. Við þurfum að vera búin undir að deila skrifstofu

með einhverjum sem við höfum aldrei hitt áður og vinna með allskonar fólki sem við

kunnum misvel við. Hver veit nema fyrirtækið sé með marga innflytjendur í vinnu?

Staðreyndin er sú að við vitum ekki alla okkar framtíð né þær aðstæður sem við

gætum lent í. Við vitum þó að farsælast er að geta unnið með sem flestum án

árekstra. Þá væri svo sannarlega ekki slæmt ef við hefðum fengið undirbúning undir

fjölmenningarlegt samstarf í skólanum!

Samvinnunám er mikið notað í fjölmenningarlegri kennslu og er þá horft til

fjölgreindarkenningar Howard Gardners. Þessi aðferð kennir nemendum að vinna

saman, hjálpa hvert öðru, virða greindir allra og læra af samnemendum sínum. Þegar

samvinnunám er iðkað þá eru allir kennarar og allir nemendur. Þessi aðferð hefur

ekki einungis hjálpað nýbúum heldur einnig nemendum með ýmis konar greiningar.

En ekki halda að áherslan sé einungis á börn með sérþarfir. Samvinnunám er fyrir alla,

það er einstaklingsmiðað og aðalmarkmiðið er að allir hafi sitt hlutverk.

Með allt ofantalið í huga var samið námsefni við barnabókina um litla hérann Felix

sem er frábær ferðasaga sem hentar afar vel til fjölmenningarlegrar kennslu. Sagan

fjallar um litla tuskuhérann sem villist um heiminn en sendir eiganda sínum bréf frá

Page 57: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

55

hverjum stað. Námsefnið um Felix er hugsað sem þemanám sem hægt er að

samþætta við allar námsgreinar og er það hugmyndaflug kennarans sem ræður för.

Efnið hefur verið kennt tvisvar, í öðrum bekk og í samkennslu í þriðja og fjórða bekk.

Þegar kennararnir voru spurðir um þeirra álit á efninu, voru svörin einróma; bókin var

frábær, námsefnið náði til flestra nemenda og þeir væru bæði til í að kenna það aftur

og ráðleggja öðrum kennurum að gera slíkt hið sama. Fjölbreyttur nemendahópurinn

féll fyrir Felix og spennandi var að fylgjast með ævintýrum hans og vinna verkefnin

sem fylgdu. Námsmatið tókst vel og voru nemendur meðvitaðir um að fylgst var með

vinnunni og töldu kennararnir að þess konar námsmat skilaði rólegri og iðnari

börnum því að í raun væri námsmatið nokkurs konar agatæki. Nemendum fannst

einnig mjög spennandi að fá að fylla út sjálfsmatið og voru miklar vangaveltur lagðar í

það að fylla það út hreinskilningslega.

Af þessu má draga þá ályktun að kennsluefni sem dregur fram jákvæða mynd af

mismunandi menningarsamfélögum auðveldar nýbúum og snúbúum að öðlast sess í

bekkjarsamfélaginu og auðveldar síbúum að taka við nýjum einstaklingum inn í

samfélagið. Fjölmenningarleg kennsla hjálpar til við máltöku annars máls því að

samskipti milli jafnaldra sem kenna hver öðrum eru besta leiðin.

Verum stolt af því að Ísland er fjölmenningarlegt og virkjum þann ómælda auð

sem býr í hverjum manni.

Page 58: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 59: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

57

9 Heimildaskrá

Anna Pála Gísladóttir og Sigríður Erna Þorgeirsdóttir (2007). Íslenskir útlendingar: að

byrja í íslenskum grunnskóla eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis. Óútgefin

bakkalárritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt 15. Júní 2011 frá Skemman:

http://skemman.is/handle/1946/224

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir (2006). „Bók í hönd – um barnabækur í Leikskólastarfi“. Í

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Veturliði G. Óskarsson

(ritstj.), Hrafnaþing, 3, (bls. 19−32). Reykjavík: Rannsóknarstofnun

Kennaraháskóla Íslands.

Armstrong, T. (2001). Fjölgreindir í skólastofunni. Reykjavík: JPV Útgáfa.

Bergþóra Valsdóttir, Lilja D. Alfreðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir,

Þorgerður L. Diðriksdóttir og Þorsteinn Hjartarson (2007). Greinargerð vinnuhóps

menntaráðs um málefni barna af erlendum uppruna í grunnskólum

Reykjavíkurborgar.

Birna Arnbjörnsdóttir (2000A). Íslenska sem annað tungumál. Handbók fyrir kennara,

Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Birna Arnbjörnsdóttir (2000B). „Menntun tvítyngdra barna“. Málfregnir 19, 1 −2. Sótt

01. júní 2011 frá:

http://www.ismal.hi.is/Malfregnir_19_Birna_Arnbjornsdottir_Menntun_tvityngdr

a_barna.pdf

Elín Þöll Þórðardóttir (2007). „Móðurmál og tvítyngi“. Í Hanna Ragnarsdóttir, Elsa

Sigríður Jónsdóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstj.), Fjölmenning á Íslandi

(bls. 101 −129). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Reykjavík: KHÍ og

Háskólaútgáfan.

Elsa Sigríður Jónsdóttir (2007). „Sjálfsmynd í fjölmenningarsamfélagi“. Í Hanna

Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstj.),

Fjölmenning á Íslandi (bls. 77 −98). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum.

Reykjavík: KHÍ og Háskólaútgáfan.

Eyrún Dögg Ingadóttir og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir (2010B). Hvert er móðurmál

barna minna? Hvernig tekur skólinn á móti snúbúum. Óbirt rannsókn sem

framkvæmd var á námskeiðinu, Íslenska sem annað mál. Reykjavík;

Kennaraháskóli Íslands.

Eyrún Dögg Ingadóttir og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir (2010A). Hvert er móðurmál

mitt? Hvert er viðhorf tvítyngds barns til móðurmálskennslu fyrsta máls? Hvert er

Page 60: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

58

viðhorf námsráðgjafa til sama efnis? Óbirt rannsókn sem framkvæmd var á

námskeiðinu, Aðferðafræði rannsókna. Reykjavík; Kennaraháskóli Íslands.

Frankfurt international school (1996 −2011). Second language acquisition-essential

information. Sótt 24. september 2011 frá:

http://esl.fis.edu/teachers/support/cummin.htm

Guðrún Pétursdóttir (1999). Fjölmenningarleg kennsla. Forvörn gegn kynþáttahatri

og fordómum. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands, menntasmiðja.

Guðrún Pétursdóttir (2003). Allir geta eitthvað, enginn getur allt. Bókaútgáfan Hólar.

Hagstofa íslands. Sótt 02. Júlí 2011 frá Hagstofu Íslands:

http://hagstofa.is/?PageID=626&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN43000%2

6ti=Mannfj%F6ldi+eftir+uppruna%2C+kyni%2C+aldri+og+r%EDkisfangi+1996%2D

2011+++++++++%26path=../Database/mannfjoldi/Uppruni/%26lang=3%26units=

Fj%F6ldi

Hildigunnur Bjarnadóttir (2011). Þegar við vinnum saman er maður ekki einmana.

Starfendarannsókn grunnskólakennara með áherslu á að auka samvinnunám í

kennslu. Óútgefin Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt 15.

september 2011 frá Skemman: http://skemman.is/handle/1946/8912

Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir (2009). Fjölmenningarlegar kennsluaðferðir og

námsumhverfi á 21. öld. Óútgefin meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Sótt 20. júlí 2011 frá Skemman: http://skemman.is/handle/1946/4003

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Að mörgu er að hyggja. Reykjavík: Æskan.

Ingvar Sigurgeirsson, Ágúst Ólason og Guðlaug Erla Gunnarsdóttir (2009). Námsmat í

þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í

Ingunnarskóla og Norðlingaskóla 2006 −2009. Reykjavík: Menntavísindasvið

Háskóla Íslands.

Íslensk málnefnd (2009). Íslensk málstefna. Reykjavík: Mennta- og

menningarmálaráðuneytið.

Kagan, S. og Stenlev, J. (2006). Undervisning með samarbejdsstrukturer. Cooperative

learning. Kaupmannahöfn: Forlag Malling Beck (Kagan publishing).

Lilja M. Jónsdóttir (1996). Skapandi skólastarf. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Margrét Tryggvadóttir (2005). „Setið í kjöltunni“. Í Silja Aðalsteinsdóttir og Hildur

Hermóðsdóttir (ritstj.), Raddir barnabókanna (bls. 101 −136). Reykjavík: Mál og

menning.

Menntamálaráðuneytið (2006). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti. Reykjavík:

Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið (2007). Aðalnámskrá grunnskóla: Íslenska. Reykjavík:

Menntamálaráðuneytið.

Page 61: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

59

New York Times (2011). Sótt 17. ágúst 2011 frá:

http://www.nytimes.com/2010/04/24/us/politics/24immig.html

Research Services. Different Types of Questions in Questionnaire Design. Sótt 22.

ágúst 2011 frá: http://www.outsource2india.com/kpo/articles/questionnaire-

types-of-questions.asp

Ragnheiður Gestsdóttir (2005). „Að lesa“. Í Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Kristján

Jóhann Jónsson og Veturliði G. Óskarsson (ritstj.), Hrafnaþing, 2, (bls. 104 −114).

Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

RÚV (2011). Sótt 19. ágúst 2011 frá: http://www.ruv.is/frett/taka-login-i-eigin-

hendur

Sigurður Konráðsson (2007). „Íslenska: móðurmál og annað mál“. Í Hanna

Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstj.),

Fjölmenning á Íslandi (bls. 131 −149). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum.

Reykjavík: KHÍ og Háskólaútgáfan.

Sigurlína Davíðsdóttir (2003). „Eigindlegar eða megindlegar rannsóknaraðferðir“. Í

Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstj.), Handbók í aðferðafræði og

rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 219 −235). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Thomas, P. Wayne og Collier, P. Virginia (2000). „Accelerated schooling for all

students: research findings on education in multilingual communities“. Í Susan

Shaw (ritstj.) Intercultural education in european classrooms (bls. 15−35).

England: Trentham books limited.

Vísir (2011). Sótt 28. ágúst frá: http://www.visir.is/skaut-a-folk-sem-reyndi-ad-synda-

af-eyjunni/article/2011110729579

Þorlákur Karlsson (2003). „Spurningakannanir: Uppbygging, orðalag og hættur“. Í

Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstj.), Handbók í aðferðafræði og

rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 331 −355). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Þóra Kristinsdóttir (2000). „Að lesa... list er góð“. Í Heimir Pálsson (ritstj.),

Lestrarbókin okkar, greinasafn um lestur og læsi (bls. 185 −198). Reykjavík:

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Þóroddur Helgason (2010). „Fjölmenningarlegir grunnskólar í þremur löndum“. Í

Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir (ritstj.), Fjölmenning og skólastarf

(bls. 71 −103). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Reykjavík:

Háskólaútgáfan.

Page 62: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 63: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

61

Viðauki A. Kennsluferlið

Fyrsti hluti - Bretland – London

Í þessum upphafskafla kynnumst við aðalpersónum bókarinnar og fáum fyrsta bréfið

frá Felix. Hann er staddur í London þar sem töluð er enska.

Í upphafi tímans er kannað hve margir hafa komið til Englands, ef til dæmis tíu

nemendur hafa ferðast þangað þá

þurfum við að finna út hve margir hafa

ekki farið. Þessar tvær tölur eru settar á

súlurit með aðstoð nemenda og súluritin

hengd upp á veggspjaldið sem tilheyrir

Englandi/London. Hver nemandi skrifar

nafn landsins í fyrstu opnu

vinnubókarinnar og teiknar/litar fána

landsins.

Næst væri hægt að kynna helstu

kennileiti landsins, til dæmis Big Ben,

Westminster klaustur, konunglega

grasagarðinn, Buckingham-höll og fleira.

Kennileitin væri hægt að skoða annað

hvort með myndvarpa eða útprentuðum

myndum sem einnig fara á veggspjaldið.

Hvað vita nemendur um England?

Að lokum er kjörið að kenna nokkur

orð á ensku. Nemendur æfa sig í að

heilsa og kveðja á ensku bæði munnlega og skriflega. Þá fá nemendur færi á að spyrja

hvernig hægt er að segja hina ýmsu hluti og setningar á ensku. Þetta skrifa þeir niður í

verkefnabókina sína og myndskreyta. Að sjálfsögðu mega þeir teikna upp einhver

spennandi kennileiti sem hanga á veggspjaldi landsins.

Kennarinn býr til einfalda krossgátu þar sem nemendur fá gefin upp einföld orð á

ensku og eiga að skrifa viðeigandi íslenskt orð.

Kennari þarf að ákveða hvað skal hengja á veggspjaldið; miða með kveðjum á

ensku eða teikningar af kennileitum. Einfaldast væri að útbúa litla miða sem hver

nemandi gæti skrifað á orð á ensku og síðan yrðu miðarnir hengdir upp. Í lok tímans

taka nemendur í hönd kennarans og kveðja á ensku.

Mynd 4. Bretland

Page 64: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

62

Markmið þessa tíma er m.a. að læra kveðjur og einföld orð á ensku, kynnast

súluritum, æfa skrift, kynnast erlendu landi og að þjálfast í að vinna með öðrum.

Page 65: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

63

Annar hluti - Frakkland – París

Fyrst er talning á fjölda þeirra sem farið hafa til Frakklands og það sett í súlurit. Síðan

munu nemendur fá að kynnast helstu kennileitum eins og til dæmis Notre Dame,

Eiffelturninum, Sigurboganum og Louvre safninu.

Hvað búa margir í Frakklandi og hver er meðalhitinn þar? En í Englandi? Ef

skoðaður er meðalhiti og fólksfjöldi í öllum löndum sem koma fyrir í bókinni væri

hægt að gera samanburð við Ísland þegar búið er að lesa alla bókina.

Mynd 5 Frakkland.

Þeir fá að læra nokkur frönsk orð eins og halló, bless, ferðataska o.fl. Nemendur eru

látnir æfa sig í ritun og uppsetningu sendibéfa með því að skrifa bréf frá útlöndum.

Síðan skiptast þeir á bréfum og æfa sig í að finna sérnöfn og samnöfn í textanum.

Að lokum eiga nemendur að teikna mynd af sér hjá þeim kennileitum sem þeim

fannst áhugaverð og jafnframt skrifa hvað þau heita. Einnig væri kjörið að þeir semji

örlítinn texta um myndina sína. Hver nemandi skrifar nafn landsins í aðra opnu

vinnubókarinnar og teiknar/litar fána landsins.

Í lok tímans taka nemendur í hönd kennarans og kveðja á frönsku.

Markmið þessa tíma er m.a. að læra kveðjur og orð á frönsku, kynnast súluritum

og hvernig hægt er að gera samanburð, æfa skrift, læra uppsetningu bréfs, efla

skilning á sérnöfnum og samnöfnum, kynnast erlendu landi og að þjálfast í að vinna

með öðrum.

Page 66: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 67: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

65

Þriðji hluti - Ítalía – Róm

Í upphafi fer fram talning á hverjir hafa komið til Ítalíu og það sett í súlurit. Nemendur

munu kynnast helstu kennileitum og sögu þeirra t.d. Vatíkaninu, Pompeii, Feneyjum,

ýmsum frægum listamönnum og verkum þeirra.

Áhugavert væri að skoða veðurfar á Ítalíu og fjölda íbúa. Einnig er fjölmargt við

sögu Ítalíu sem kynna má fyrir nemendum eins og til dæmis skylmingarþrælana og

Kolosseum, Vatíkanið og þýðingu þess, Flórens og listasöguna o.f.l.

Ef vilji er til samvinnu við aðra kennara væri gaman að leyfa nemendum að baka

pizzu eða búa til pastarétt í matreiðslu. Þannig læra þeir um matarvenjur Ítala og æfa

sig í mælingum í leiðinni. Einnig væri hægt að búa til brúðuleikhús í myndmennt þar

sem nemendur hefðu ítalskar grímur til hliðsjónar.

Dulmál er eitthvað sem öllum finnst spennandi og kjörið er að kynna fyrir

nemendum dulkóðun og athuga hvort það séu einhverjir sem kunna dulmál.

Nemendur reyna að skrifa sinn eigin dulmálskóða í verkefnabókina sína og þýðingu

hans. Þeir gætu sent stutt bréf á milli sín og reynt að þýða dulmál hvers annars.

Í lok tímans kveðja nemendur kennarann á ítölsku.

Markmið þessa tíma er m.a. að læra kveðjur og orð á ítölsku, kynnast súluritum og

hvernig hægt er að gera samanburð, æfa hugmyndaflug við samningu dulmáls, læra

mælieiningar, læra að elda, kynnast erlendu landi og hefðum þess og að þjálfast í að

vinna með öðrum.

Page 68: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 69: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

67

Fjórði hluti - Egyptaland – Kaíró

Nemendur fá að kynnast helstu kennileitum, þjóðfána, veðurfari og íbúafjölda. Sett

eru upp súlurit eins og í fyrri tímum.

Hvernig er menningin? Hvað er eyðimörk, af hverju er ferðast um á úlföldum, hver

er saga pýramídanna, hverjir voru faraóar (t.d.Tutankhamun og Keop) og hvernig

tengjast þeir pýramídunum? Kennari afhendir einfalda spurningalista og eiga

nemendur í hverjum hópi að leita svara og kynna niðurstöður fyrir bekknum.

Í þessum kafla bókarinnar sendir Felix Soffíu fjársjóðskort sem kennari hengir upp

svo að nemendur geti skoðað það nánar. Einnig er til mikið úrval af

sjóræningjabókum fyrir börn sem gott væri að hafa við höndina í þessum tíma. Þegar

allir eru búnir að grúska svolítið í bókunum eiga þeir að gera sitt eigið fjársjóðskort.

Skemmtilegt væri að leyfa nemendum að bleyta blöð í tevatni svo að kortin líti út fyrir

að vera gömul. Blöðin eru enga stund að þorna á ofni. Svo er hægt að rífa endana eða

klippa og þá eru komin mjög raunveruleg kort.

Hægt væri að útbúa einfalt orðarugl t.d þar sem nemendur ættu að finna orð sem

tengjast sjóræningjum.

Mynd 6. Egyptaland

Kennari gæti líka útbúið stuttan ratleik um skólalóðina með alls kyns þrautum,

hugsanlega í samstarfi við íþróttakennara.

Markmið þessa tíma er m.a. að vinna með súlurit, æfa teikningu, kynnast erlendu

landi, læra heimildavinnu, efla samvinnu, æfa framkomu, æfa grófhreyfingar og að

þjálfast í að vinna með öðrum.

Page 70: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 71: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

69

Fimmti hluti - Afríka - Kenýa

Nemendur munu kynnast helstu kennileitum, þjóðfána, íbúafjölda og meðalhita. Sett

eru upp súlurit eins og í fyrri tímum. Hvernig dýr búa í Afríku, hvernig er

klæðaburðurinn ólíkur því sem við eigum að venjast, hvernig tónlist skyldi vera

spiluð? Gaman væri að hlusta á tónlist og skoða myndband frá Afríku þar sem sýnd

eru dýrin og umhverfið sem þau búa í. Hver nemandi fær útprentað ljóðið um dýrin í

Afríku, límir það í bókina sína og myndskreytir. Á netinu eru leiðbeiningar til að brjóta

origami brot og þar er boðið upp á ýmsar tegundir dýra sem kennarinn gæti prentað

út og leyft nemendunum að spreyta sig á.

Allir velja sér eitt dýr, rannsaka það í bókum og á netinu, teikna mynd af dýrinu og

skrifa stuttan pistil um það. Þennan tíma væri hægt að tengja við

upplýsingatækni. Pistlunum er svo skipt millinemenda og þeir látnir strika undir

nafnorð.

Einnig væri hægt að semja stuttan texta sem í vantar nokkur orð. Nemendur skoða

textann og eiga að setja orð sem þeim finnst passa. Til dæmis; Í Afríku er

ofsalega____ og þess vegna er enginn í vettlingum/ Ljónið er____.

Danskennarinn í skólanum gæti kíkt í heimsókn eða kennt nemendum afrískan

dans í næsta danstíma, að sjálfsögðu undir dynjandi afrískri tónlist.

Markmið þessa tíma er m.a. að kynnast tónlist, dansi og umhverfi annars lands,

læra að leita heimilda á netinu, æfa sig í að þekkja nafnorð, æfa skrift og lestur, efla

lesskilning og æfa fínhreyfingar. Mynd 4. Afríka

Mynd 7. Afríka

Page 72: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 73: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

71

Sjötti hluti - USA – New York

Nemendur munu kynnast helstu kennileitum, (t.d. skýjakljúfrum, brúm og

Frelsisstyttunni) þjóðfána, fólksfjölda og meðalhitastigi. Súluritin eru nýtt áfram.

Hvað er það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við tölum um Bandaríkin?

Nemendur eru spurðir og hugmyndirnar skrifaðar á töfluna. Síðan eru þessar

hugmyndir ræddar og mikilvægt er að kennari passi upp á að allir fái að koma með

sínar skoðanir, nemendur virði hvern annan og hlusti á það sem aðrir hafa að segja.

Líklegt er að kvikmyndir komi til tals og því væri hægt að ræða aðeins nánar um

Hollywood.

Hvernig eru kvikmyndir framleiddar, eru þær „alvöru“, hvað finnst ykkur

skemmtilegast að horfa á, af hverju eru sumar myndir bannaðar, hvenær ætli fyrsta

kvikmyndin hafi verið sýnd? Gaman væri að leyfa þeim að horfa á gamla kvikmynd

eins og til dæmis The kid með Charlie Chaplin. Hver hópur semur stuttan leikþátt um

ferðalag og sýnir bekknum.

Gaman væri að spila blandaða

tónlist (popp, rokk, blús og jazz) á

meðan þeir vinna síðasta

verkefnið sem er að skrifa ljóð

eftir ljóðaforminu; ég sé, ég heyri,

ég finn.... Það tengja nemendur

við Bandaríkin. Til dæmis; ég sé

leikara/söngvara, ég heyri í

tónlist/bílum, ég finn lykt af

pylsum/kaffi. Ef þeir eru fljótir að

klára mega þeir semja ljóð út frá

fleiri ljóðformum, reyna til dæmis

að ríma.

Markmiðið þessa tíma er meðal

annars að kynnast mismunandi

ljóðformum, kynnast handritagerð

og kvikmyndagerð, æfa skrift,

samvinnu, framsögn og

framkomu, læra að hlusta á aðra

og taka þátt í umræðum.

Mynd 8. New York

Page 74: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 75: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

73

Sjöundi hluti - Heimferðin – Ísland

Í síðasta tímanum mun kennarinn ræða um landfræðilega stöðu Íslands miðað við

ferðalag Felix. Kjörið væri að gera könnun á hvert nemendur hafa ferðast og þá er

hægt að skoða þau lönd út frá landakortinu. Nú er einnig komið að því að skoða

súluritin sem hafa verið gerð og þá geta nemendur séð hve margir hafa komið til

hvers lands. Í sameiningu er hægt að búa til súlurit fyrir öll löndin sem nemendur hafa

heimsótt.

Nú er einnig hægt að bera

saman hitastig allra landanna og

íbúafjölda og raða löndunum upp

frá hæsta hita til lægsta og síðan frá

flestum íbúum í fæsta. Þá sjáum við

hvar Ísland er statt í

samanburðinum.

Nemendur búa til ferðatösku

(origami) og setja (teikna) ofan í

hana það sem þeir myndu hafa

með sér ef þeir væru að ferðast.

Einnig eiga þeir að segja hvert þeir

ætla og hvers vegna. Hvað tökum

við með okkur ef við förum til

Afríku? En Grænlands? nemendur

geta flett upp og teiknað fána þess

lands sem þau vilja heimsækja og

því er nauðsynlegt að hafa nokkrar

fánabækur til taks. Dýrabækur

mættu líka liggja frammi ef áhugi er

fyrir því að fræðast meira um dýr

þess lands sem valið er.

Einnig gætu nemendur rætt um hvernig þeir halda að Soffíu og Felix hafi liðið á

meðan á ferðalaginu stóð. Nemendur skrifa niður tilfinningaorð og þannig geta

nemendur sett sig í spor sögupersónanna. Hver nemandi kemur síðan upp á töflu og

skrifar eitt orð þannig að taflan ætti að fyllast af orðum sem tengjast tilfinningum.

Í þessum tíma er tilvalið að ljúka ferlinu með spurningakeppni milli hópa úr efni

bókarinnar.

Markmið þessa tíma er m.a. að þjálfa fínhreyfingar, nota súlurit, æfa teikningu,

bæta við sig orðaforða, æfa samvinnu, skrift, heimildaöflun og samræður.

Mynd 9. Ísland

Page 76: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 77: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

75

Viðauki B. Spurningalisti

Spurningarnar voru eftirfarandi;

1. Hver er þinn bakgrunnur í kennslu (menntun, reynsla í kennslu, núverandi

staða)?

2. Hver var aldur og fjöldi nemenda?

3. Hver var ástæðan fyrir því að þetta námsefni varð fyrir valinu?

4. Hvernig var staðið að kennslunni (undirbúningur, kennsluaðferðir, samvinna,

skipting nemenda í hópa, samsetning nemendahóps o.fl.)?

5. Eru tvítyngdir í hópnum (nýbúar, snúbúar)? Ef svo er, hversu margir, hve lengi

hafa þeir búið á landinu?

6. Eru nemendur með greiningar í hópnum (ADHD, lesblinda, Asberger, einhverfa

o.fl.)? Ef svo er, hverjar eru greiningarnar?

7. Hvernig höfðaði námsefnið til nemenda? Náði það til allra (af hverju/ af hverju

ekki)?

8. Telur þú jákvætt að kynna nemendur fyrir annarri menningu, ólíkum bakgrunni

og fleira tengt fjölmenningu?

9. Telur þú að námsefnið um Felix auki víðsýni og áhuga nemenda á annars konar

menningu?

10. Telur þú að námsefnið auki skilning nemenda á breytileika mannlífsins (að fólk

sé ólíkt)?

11. Hvernig fannst þér nemendum ganga að vinna efnið og fannst þér það skila

árangri?

12. Hverjir eru kostir og gallar námsefnisins (hefurðu tillögur að breytingum)?

13. Fór fram námsmat (hvernig fór það fram og hvernig var árangur metinn)?

14. Myndir þú mæla með þessu efni við aðra skóla/kennara (af hverju/ af hverju

ekki)?

Page 78: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði
Page 79: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

77

Viðauki C. Svör Önnu

1. Hver er þinn bakgrunnur í kennslu (menntun, reynsla í kennslu, núverandi

staða)?

Ég útskrifaðist 2006 og hef verið að kenna á yngsta og miðstigi.

2. Aldur og fjöldi nemenda?

28 nemendur, 7 ára

3. Hver var ástæðan fyrir því að þetta námsefni varð fyrir valinu?

Var með mjög blandaðan bekk. Þegar ég kynnti mér verkefnin sá ég tækifæri

til að nýta mér fjölbreyttar kennsluleiðir þar sem að nemendahópurinn á

erfitt með t.d að hlusta of lengi og vera kyrr. Ég sá þetta einnig sem

skemmtilega tilbreytingu á kennslunni því að vinnan er meira verkleg og þar

sem nemendum á þessum aldri finnst verkleg vinna skemmtileg þá sá ég að

auðvelt var að innleiða ýmis hugtök í öðrum fögum t.d stærðfræði,

samfélagsfræði og lífsleikni.

4. Hvernig var staðið að kennslunni (undirbúningur, kennsluaðferðir,

samvinna, skipting nemenda í hópa, samsetning nemendahóps o.fl)?

Leiðbeiningarnar sem fylgdu með voru mjög góðar svo að undirbúningurinn

var auðveldur. Kennslan byrjaði með innlögn í kaffitímanum þar sem hver

kafli var lesinn, um hann rædd og velt ýmsum spurningum um framhald

sögunnar. Þar sem ég var ein með þennan hóp var engin samvinna við aðra

kennara enda lítil samvinna við aðra í skólanum. Ég skipti nemendum í 3 −4

manna hópa sem ég reyndi að kynja og getublanda eftir fremsta megni.

Getublöndunin fólst ekki í námslegri stöðu heldur hverjir gætu unnið best

saman, að hópurinn væri með hæfileika á misjöfnum sviðum og að í hverjum

hóp væri leiðtogi sem sæi um að halda verkefnavinnunni gangandi. Þannig

lærðu nemendur af hvor öðrum, lærðu að vinna saman að úrvinnslu og að

allir hafa sínu hlutverki að gegna í hópnum.

5. Eru tvítyngdir í hópnum (nýbúar, snúbúar)? Ef svo er, hversu margir, hve

lengi hafa þeir búið á landinu?

Ég er með 1 tvítyngdan, 1 snúbúa og 1 nýbúa. Tvítyngdi nemandinn á norska

mömmu og íslenskan pabba, fæddist í Noregi, bjó þar fyrstu árin, kom svo til

Íslands og er búin að vera hér í 4 ár. Snúbúinn á báða foreldra íslenska sem

Page 80: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

78

voru í námi í Danmörku. Þau komu til baka og byrjaði drengurinn í öðrum

bekk. Nýbúinn er frá Póllandi og kom líka til íslands í öðrum bekk.

6. Eru nemendur með greiningar í hópnum (ADHD, lesblinda, Asberger,

einhverfa o.fl)? Ef svo er, hverjar eru greiningarnar?

Það er ADHD, lesblinda, vanvirkni.

7. Hvernig höfðaði námsefnið til nemenda? Náði það til allra (af hverju/ af

hverju ekki)?

Námsefnið höfðaði vel til allra nemenda og héldu þeir miklum áhuga allan

tímann sem ferlið var meira að segja vanvirki nemandinn blómstraði. Það

kom enginn seint inn úr frímínútum því allir vissu hvað beið þeirra í

nestistímanum. Það var gaman að sjá vanvirka nemandann hafa svona mikinn

áhuga á því sem var að gerast. Allt í einu hafði hann hugmyndir og skoðanir á

öllu og tók fullan þátt allan tímann. Ég tel að námsefnið hafi styrkt bekkinn

sem heild því að það var svo mikil umræða og allir máttu hafa skoðun og

enginn þurfti að vera feiminn að segja það sem hann vildi. Þó að það væri

stundum tilfinningaleg umræða þá var aldrei neinum strítt fyrir það. Þetta

sameinaði hópinn sem heild.

8. Telur þú jákvætt að kynna nemendur fyrir annarri menningu, ólíkum

bakgrunni og fleiru tengt fjölmenningu?

Alveg nauðsynlegt því að án fjölmenningar og fjölbreytileika er lífið svo

litlaust. Þetta ár byrjaði nemandi frá öðru landi og það breytti ýmsu. Þarna

kom nemandi inn í íslenskumælandi hóp en gat samt tekið þátt í allri vinnunni

þó að hann hefði takmarkaðan skilning á lestrinum sjálfum. Kennslu efnið

hentaði mjög vel einmitt á þessum tímapunkti því að íslensku nemendurnir

skyldu betur og höfðu meiri áhuga á nýja nemandanum.

9. Telur þú að námsefnið um Felix auki víðsýni og áhuga nemenda á annars

konar menningu?

Já ég tel það og það voru nemendur sem höfðu farið til sömu landa og Felix

og gátu talað um það við hina nemendurna og aukið þannig áhuga þeirra. Um

leið og nemendur gátu sagt eigin ferðasögu urðu hinir nemendurnir rosalega

spenntir að heyra. Ég get ekki svarað fyrir aðra hópa því að það veltur mikið á

áhuga kennarans. Það er grundvallaratriði að kennarinn hafi áhuga á efninu

svo að hann geti smitað nemendur. Í mínu tilfelli hafði ég þennan áhuga.

Page 81: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

79

10. Telur þú að námsefnið auki skilning nemenda á breytileika mannlífsins (að

fólk er ólíkt)?

Ég held að ef þetta er tengt lífleikni þá auki það skilning nemenda. Þarna

veltur mikið á kennaranum. Hann þarf að nýta sér efnið og hafa áhuga á að

svara spurningum nemenda, leita sér svara og leyfa nemendum að láta

hugann reika. Ef kennari hefur jákvætt viðhorf á breytileikanum þá eykst

skilningur og áhugi nemenda.

11. Hvernig fannst þér nemendum ganga að vinna efnið og fannst þér það skila

árangri?

Þeim gekk vel og það skilaði góðum árangri í stærðfræði, landafræði og

lífsleikni. Þeim gekk vel að vinna efnið og þau sýndu mikinn áhuga. Þau voru

mjög spennt allan tímann. Í stærðfræði var hægt að lauma inn nokkrum

hugtökum og auka jákvæðni í stærðfræði. Þau áttuðu sig ekki á að t.d

súluritin tengdust stærðfræði og í dag vilja þau gera súlurit yfir hina og þessa

hluti. Í samfélagsfræði tel ég að sumir nemendur eigi aldrei eftir að gleyma

hvar sum lönd eru, kennileiti þeirra eða hvernig á að heilsa og kveðja á

öðrum tungumálum. Nemendur lærðu heilmikið um sögu annarra landa t.d.

um pýramítana, kvikmyndir, matarhefðir, dýr og fleira. Nemendur bjuggu til

sitt eigið dulmál og gátu sent bréf innan hópsins sem var mjög spennandi.

Annað sem var áhugavert var spennan við að lesa sendibréfin því að það vissi

enginn hvað sendibréf var eða að þetta hefði verið leiðin til að hafa samskipti

við fólk erlendis fyrir tilkomu netsins.

12. Hverjir eru kostir og gallar námsefnisins (tillögur að breytingum)?

Kostirnir eru svo rosalega margir ef kennarinn er jákvæðu og tilbúinn. Þetta

styrkir hópinn, eykur samvinnu og virðingu fyrir skoðunum annarra. Allir eru

þáttakendur og vinna saman að verkefnunum. Það mætti alveg vera til

framhald eða meira svona námsefni. Þetta efni býður upp á fjölbreytta

kennsluhætti með auðveldu móti. Verkefnin samþætta allar námsgreinar.

Verkefnið mætti jafnvel vera stærra og hefði ég viljað hafa list og

verkgreinakennara með mér í vinnunni.

13. Fór fram námsmat (hvernig fór það fram og hvernig var árangur metinn)?

Námsmatið var sjálfsmat og kennaramat sem fylgdi með verkefninu.

14. Myndir þú mæla með þessu efni við aðra skóla/kennara (af hverju/ af

hverju ekki)?

Page 82: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

80

15. Já ég hef nú þegar mælt með því. Hugmyndafræðin á bak við verkefnið er á

svo miklum jafnréttisgrundvelli og svo áhugavekjandi að það höfðar til að

allra og allir ættu að fá að kynnast þessu verkefni.

Page 83: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

81

Viðauki D. Svör Binnu

1. Hver er þinn bakgrunnur í kennslu (menntun, reynsla í kennslu, núverandi

staða)?

Er búin að kenna í 2 ár sem umsjónarkennari á yngsta stigi og á unglingastigi í

stundakennslu. Er núna hætt kennslu og byrjuð í námi í mannauðsstjórnun

2. Aldur og fjöldi nemenda?

Námsefnið var kennt í samkennslu í 3. og 4. Bekk með 20 −25 nemendur í hverjum

bekk. Alls voru þetta 5 bekkir

3. Hver var ástæðan fyrir því að þetta námsefni varð fyrir valinu?

Við, kennarar í 3. og 4. bekk, vorum að íhuga þemaverkefni og þá mundi ég eftir

að kunningjakona mín hafði rætt þetta við mig ári áður. Ég fékk hana til að senda

mér verkefnalýsinguna, las hana yfir og kynnti það við góðar undirtektir.

Námsefnið varð því fyrir vali í samkennsluþema.

4. Hvernig var staðið að kennslunni (undirbúningur, kennsluaðferðir, samvinna,

skipting nemenda í hópa, samsetning nemendahóps o.fl)?

Hver kennari skipti sínum bekk upp í hópa og sá um að rauð merkt börn (erfið

börn)væru ekki saman í hóp. Það gekk svolítið erfiðlega að samvinna

heildarhópinn þannig að hann yrði ekki of erfiður. Hver og einn kennari tók fyrir

eitt land og bjó til kennslu úr því landi og kenndi öllum nemendum það efni, hann

s.s. sá um að kenna hópnum. Allir kennararnir voru með sömu

grunnupplýsingarnar og unnu út frá þeim og allir stefndu því að sama markmiði og

notuðu sama grunn. Úr þessu varð því fjölbreytt kennsla því að allir kennararnir

voru með sínar áherslur og aðferðir sem þeir réðu sjálfir.

Allir nemendur bjuggu til eigin vinnubók þar sem hvert land fór í eina opnu. Við

lásum í nestistíma, og ræddum um hver þekkti landið og hvort einhver hefði

komið til þess, við notuðum mikið hugarflug. Þeim fannst mjög gaman að velta

fyrir sér hvað einkenndi fólk frá viðkomandi landi. Ég spurði t.d hvað þeim dytti í

hug ef ég segði; franskur maður. Svarið kom um leið; stórt yfirvaraskegg Við

unnum síðan úr verkefnum í tíma eftir hádegi sem hófs á gerð súlurita. Nemendur

lærðu t.d. að heilsa og kveðja, þeir skoðuðu fornegypst letur, hefðir í hverju landi,

hvort eitthvað væri ólíkt okkur, þau skoðuðu og teiknuðu alla fána, staðsetningar

landanna, þjóðareinkenni, menningu o.fl. Auðvitað voru þetta ólíkir kennarar með

Page 84: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

82

sínar áherslur en það var sami grunnur, sitthvor verkefni. Áherslan var samt að

það er gaman að læra í gegnum leik.

5. Eru tvítyngdir í hópnum (nýbúar, snúbúar)? Ef svo er, hversu margir, hve lengi

hafa þeir búið á landinu?

Það voru Þrír tvítyngdir í mínum bekk en ég er ekki viss um bakgrunn þeirra, né

fjöldann í hinum bekkjunum.

6. Eru nemendur með greiningar í hópnum (ADHD, lesblinda, Asberger, einhverfa

o.fl)? Ef svo er, hverjar eru greiningarnar?

Einhverfa, Asperger, Adhd, Þunglyndi, lesblinda (amk 6), mótþróaþrjóskuröskun,

misþroska.

7. Hvernig höfðaði námsefni, til nemenda? Náði það til allra (af hverju/ af hverju

ekki)?

Það höfðaði vel til nemenda en ég fann þó að það var misjafnt eftir kennurum.

Sumir kennarar skyldu ekki að þeir væru með hóp sem þeir þekktu ekki og settu

fyrir of erfitt, verkefnin voru því misþung og of þung hjá sumum. Sumir nemendur

höndluðu ekki aðra stofu. Þeim fannst óþægilegt að fara á milli stofa og vera þá

með nýtt umhverfi og annan kennara. Man samt hvað nemendur voru glaðir eftir

Ameríku kennsluna því að þeir fengu New York karmellu í lok tímans. Held að

námsefnið sé frábært sem slíkt en ég fann hvað kennarinn skipti miklu máli.

8. Telur þú jákvætt að kynna nemendur fyrir annarri menningu, ólíkum bakgrunni

og fleiru tengt fjölmenningu?

Algerlega nauðsynlegt. Við fáum inn börn frá öðrum löndum og stundum

einangrast þau. Ég held að svona námsefni veki jákvæðann áhuga á bakgrunni

þeirra nemenda enda gæti maður tekið einn tíma í land viðkomandi barns. Gert

því hátt undir höfði.

9. Telur þú að námsefnið um Felix auki víðsýni og áhuga nemenda á annars konar

menningu?

Algerlega, við erum öll öðruvísi, enginn er eins. Þetta var mjög skemmtilegt, þeim

fannst gaman að skoða einstaklinginn í hverju landi, hefðir og menningu. Þetta er

mjög góð forvörn gegn einelti.

10. Telur þú að námsefnið auki skilning nemenda á breytileika mannlífsins (að fólk

er ólíkt)?

Page 85: Fjölmenning í skólastofunni°... · Með heiminn í höndum sér Fjölmenning í skólastofunni Eyrún Dögg Ingadóttir Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms og kennslufræði

83

Já námsefnið jók forvitni þeirra og áhuga á að fræðast meira og þau voru mjög

dugleg að spurja um eitthvað sem þeim langaði að vita meira.

11. Hvernig fannst þér nemendum ganga að vinna efnið og fannst þér það skila

árangri?

Þeim gekk sérstaklega vel. Þeir muna ennþá hvaða litir eru í fánunum og fletta enn

upp í fánabókinni er þeir heyra af öðrum löndum sem ekki voru í bókinni, man

eftir að einhver nemandi sá mynd í öðru verkefni löngu seinna og hann þekkti

bygginguna frá því í New York kaflanum. Auðvitað gera þau þetta mismikið og það

kemur fram á misjafnan hátt. Þau eru samt flest ennþá að „tala tungum“ (nota

orðin sem þau lærðu og bulla með þeim)

12. Hverjir eru kostir og gallar námsefnisins (tillögur að breytingum)?

Það var mjög skemmtilegt að fá annan vinkil, hef ekkert annað en jákvæða

upplifun af efninu sjálfu og bókinni sem er frábær. Það sem var neikvætt tengdist

kennurunum en ekki nemendum né efninu. Sumir eru búnir að kenna of lengi og

nota ekki hugmyndaflugið, vilja láta mata sig 100%. Þá vantar víðsýni og virðast

orðnir þreyttir. Það væri betra að kenna efnið með færri kennara og frekar einn

árgangur en ekki tveir.

13. Fór fram námsmat (hvernig fór það fram og hvernig var árangur metinn)?

Við vorum með frammistöðumat sem fólst í framkomu og virkni, (vel, ágætlega og

illa). Kennararnir fylgdust með nemendum í vinnu og skrifuðu jafnóðum niður

komment. Í lokin var sýning fyrir foreldra. Það var opinn skóli einmitt á þessum

tíma og allir máttu koma. Sýningin var rosa flott og stór. Við vorum öll mjög

ánægð hvernig til tókst.

14. Myndir þú mæla með þessu efni við aðra skóla/kennara (af hverju/ af hverju

ekki)?

Já alveg hiklaus en ég myndi ráðleggja þeim að þyngja ekki efnið, hafa það fyrir

alla og kannski aðeins meiri samvinna á milli kennara svo að allir væru með á

nótunum varðandi verkefnaval. Það væri ekki vitlaust að kennarar setjist niður og

komi með uppástungur að verkefnum saman. Þá eru þeir á sömu línu og vita betur

hvað hinir eru að gera. Ég sé að það er mikil lífsleiknikennsla í námsefninu og það

væri hægt að útfæra það meira í þá átt ef kennari hefur áhuga á því. Það er svo

mikil samvinna, samræður og fleira sem gerir hópinn nánari og þau læra svo mikið

um hver annað. Svona námsefni er mjög gott til að taka á einelti.