29
Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands kom saman í gær klukkan 17. Á fundinum var m.a. farið yfir rekstur skólans á fyrstu fimm mánuðum ársins, kynntar tölur um innritun og nemendafjölda og samþykkt ný gjaldskrá fyrir heimavist og mötuneyti. Hjördís Garðarsdóttir var endurkjörin formaður, en skólanefnd kýs sér formann til árs í senn. 22. júní: Styrkir til þátttöku í tveim Comenius verkefnum Á nýliðnu skólaári sótti Fjölbrautaskóli Vesturlands um styrki til að taka þátt í tveim Comenius verkefnum. Nú hafa jákvæð svör borist við báðum umsóknunum svo skólinn verður þátttakandi í a.m.k. tveim samevrópskum verkefnum næsta vetur. Annað verkefnið snýst um umhverfismál þar sem litlir hópar nemenda og kennara frá þátttökulöndum heimsækja hver annan og taka meðal annars þátt í gönguferðum og útivist. Hitt verkefnið gengur út á að auðvelda nemendum að átta sig á möguleikum sem standa þeim opnir í ýmsum Evrópulöndum. Comenius er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins sem snýst um að styrkja samstarfsverkefni skóla í Evrópu, nemendaskipti, endurmenntun kennara, starfsþjálfun kennaranema og námsefnisgerð. Eitt af skilyrðum þess að verkefni hljóti styrk er að skólar frá a.m.k. þrem ólíkum löndum taki þátt í því. Þessi hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins er nefndur eftir tékkneskum guðfræðingi, heimspekingi og uppeldisfrömuði sem hét Johann Amos Comenius og var uppi á árunum 1592 til 1670. Hann beitti sér fyrir umbótum í menntamálum í mörgum Evrópulöndum og ritaði fræga bók um skólamál sem heitir Didactica Magna. Nánari upplýsingar eru á vefnum http://comenius.is/. 21. júní: Innritun lokið Nú þegar innritun fyrir haustönn 2011 er lokið er 651 nemandi skráður í skólann. Þeir eru að meðaltali skráðir í um 17,5 einingar og mynda því sem næst 650 nemendaígildi. 15. júní: Góð aðsókn að skólanum Nú þegar frestur til að sækja um nám á haustönn 2011 er liðinn hefur 641 nemandi óskað eftir skólavist í Fjölbrautaskóla Vesturlands á haustönn 2011, þar af eru 342 sem voru í skólanum á vorönn og 100 sem luku grunnskóla nú í vor. 128 eru endurinnritaðir eða eldri nýnemar í dagskóla og 71 er skráður í nám fyrir fullorðna. Þrátt fyrir þessa góðu aðsókn getur skólinn tekið við um 20 nemendum í viðbót. Þeim sem hafa áhuga á skólavist á næstu önn og hafa enn ekki sótt um er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans hið fyrsta. 10. júní: Guðrún Jónsdóttir jarðsett í dag Guðrún Jónsdóttir, sem lét af störfum við skólann vorið 2000, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 3. júní, 77 ára að aldri. Guðrún starfaði í um tvo áratugi við skólann, lengst af í mötuneyti. Útför hennar fór fram frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 10. júní. 10. júní: Innritun lýkur í dag - opið til klukkan 18. Innritun í nám á haustönn 2011 lýkur í dag. Skrifstofa skólans verður opin til klukkan 18 og þar er hægt að fá aðstoð við innritun og skila umsóknum um skólavist. 8. júni: Námsgengi Akurnesinga sem fæddir eru 1990 og 1991 Nú í vor eru liðin 4 eða 5 ár síðan nemendur fæddir 1990 og 1991 luku grunnskóla. Teknar hafa verið saman tölur um námsgengi nemenda úr þessum árgöngum sem luku námi í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og hófu nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið eftir. Af þeim hefur nú tæpur helmingur (49%) útskrifast af námsbrautum sem eru 3 eða 4 ár að lengd. Rúmur sjötti hluti (17%) er enn við nám í skólanum og rúmur þriðjungur (34%) hefur hætt, gert hlé á námi eða farið í annan skóla.

Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

  • Upload
    others

  • View
    7

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011

23. júní: Fundur í skólanefnd

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands kom saman í gær klukkan 17. Á fundinum var m.a. farið yfir rekstur skólans á fyrstu fimm mánuðum ársins, kynntar tölur um innritun og nemendafjölda og samþykkt ný gjaldskrá fyrir heimavist og mötuneyti. Hjördís Garðarsdóttir var endurkjörin formaður, en skólanefnd kýs sér formann til árs í senn.

22. júní: Styrkir til þátttöku í tveim Comenius verkefnum

Á nýliðnu skólaári sótti Fjölbrautaskóli Vesturlands um styrki til að taka þátt í tveim Comenius verkefnum. Nú hafa jákvæð svör borist við báðum umsóknunum svo skólinn verður þátttakandi í a.m.k. tveim samevrópskum verkefnum næsta vetur. Annað verkefnið snýst um umhverfismál þar sem litlir hópar nemenda og kennara frá þátttökulöndum heimsækja hver annan og taka meðal annars þátt í gönguferðum og útivist. Hitt verkefnið gengur út á að auðvelda nemendum að átta sig á möguleikum sem standa þeim opnir í ýmsum Evrópulöndum. Comenius er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins sem snýst um að styrkja samstarfsverkefni skóla í Evrópu, nemendaskipti, endurmenntun kennara, starfsþjálfun kennaranema og námsefnisgerð. Eitt af skilyrðum þess að verkefni hljóti styrk er að skólar frá a.m.k. þrem ólíkum löndum taki þátt í því. Þessi hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins er nefndur eftir tékkneskum guðfræðingi, heimspekingi og uppeldisfrömuði sem hét Johann Amos Comenius og var uppi á árunum 1592 til 1670. Hann beitti sér fyrir umbótum í menntamálum í mörgum Evrópulöndum og ritaði fræga bók um skólamál sem heitir Didactica Magna. Nánari upplýsingar eru á vefnum http://comenius.is/.

21. júní: Innritun lokið

Nú þegar innritun fyrir haustönn 2011 er lokið er 651 nemandi skráður í skólann. Þeir eru að meðaltali skráðir í um 17,5 einingar og mynda því sem næst 650 nemendaígildi.

15. júní: Góð aðsókn að skólanum

Nú þegar frestur til að sækja um nám á haustönn 2011 er liðinn hefur 641 nemandi óskað eftir skólavist í Fjölbrautaskóla Vesturlands á haustönn 2011, þar af eru 342 sem voru í skólanum á vorönn og 100 sem luku grunnskóla nú í vor. 128 eru endurinnritaðir eða eldri nýnemar í dagskóla og 71 er skráður í nám fyrir fullorðna. Þrátt fyrir þessa góðu aðsókn getur skólinn tekið við um 20 nemendum í viðbót. Þeim sem hafa áhuga á skólavist á næstu önn og hafa enn ekki sótt um er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans hið fyrsta.

10. júní: Guðrún Jónsdóttir jarðsett í dag

Guðrún Jónsdóttir, sem lét af störfum við skólann vorið 2000, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 3. júní, 77 ára að aldri. Guðrún starfaði í um tvo áratugi við skólann, lengst af í mötuneyti. Útför hennar fór fram frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 10. júní.

10. júní: Innritun lýkur í dag - opið til klukkan 18.

Innritun í nám á haustönn 2011 lýkur í dag. Skrifstofa skólans verður opin til klukkan 18 og þar er hægt að fá aðstoð við innritun og skila umsóknum um skólavist.

8. júni: Námsgengi Akurnesinga sem fæddir eru 1990 og 1991

Nú í vor eru liðin 4 eða 5 ár síðan nemendur fæddir 1990 og 1991 luku grunnskóla. Teknar hafa verið saman tölur um námsgengi nemenda úr þessum árgöngum sem luku námi í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og hófu nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið eftir. Af þeim hefur nú tæpur helmingur (49%) útskrifast af námsbrautum sem eru 3 eða 4 ár að lengd. Rúmur sjötti hluti (17%) er enn við nám í skólanum og rúmur þriðjungur (34%) hefur hætt, gert hlé á námi eða farið í annan skóla.

Page 2: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Þessar tölur eru svo gott sem eins hjá piltum og stúlkum, þar sem ekki munar nema hundraðshluta (1%) til eða frá, og sömuleiðis er lítill munur á gengi þessara árganga úr Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.

1. júní: Ný útgáfa skólanámskrár

Ellefta útgáfa skólanámskrár er komin á vef skólans. Helstu breytingar frá tíundu útgáfu eru: - Heilsustefnu skólans var bætt í fyrsta kafla námskrárinnar og sérstakur kafli um vímu-varnastefnu var felldur niður. - Jafnréttisstefnu skólans var bætt í fyrsta kafla námskrárinnar. - Uppsetningu bóknámsbrauta var breytt. - Almenn námsbraut - tækninám var skilgreind. - Almenn námsbraut - viðskiptanám var skilgreind. - Viðskipta- og hagfræðibraut var felld niður. - Ákvæðum um framhaldsskólapróf var eytt úr námskránni. - Orðalagi á skólasóknarreglu númer 2 og á prófreglu númer 3 var breytt. - Reglum um frávik frá skólasóknarreglu var breytt. Þegar vinnu við þessa útgáfu skólanámskrár var nær lokið gaf Mennta- og menningarmálaráðuneytið út almennan hluta nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Með þeirri útgáfu eru talsvert miklar breytingar boðaðar sem skólanámskrá þarf að taka mið af. Því má vænta nokkuð mikilla breytinga á skólanámskránni á næstu misserum.

30. maí: Heimsókn nemenda sem útskrifuðust frá skólanum vorið 1991

Á laugardaginn kom hópur fólks sem brautskráðist frá skólanum vorið 1991 í heimsókn og fékk kynnisferð um skólahúsið sem er allmiklu stærra nú en það var þá.

Efri röð :Guðrún Hallsteinsdóttir, Árný Örnólfsdóttir, Hildigunnur Jóhannesdóttir, Þórey D. Þórðardóttir, Erlingur Alfreð Jónsson, Þorvaldur Sveinsson. Neðri röð: Kristinn G. Bjarnason, Sævar F. Þráinsson, María Karen Sigurðardóttir, Árni Böðvarsson, Pétur Magnússon.

Page 3: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

25. maí: Niðurstöður úr könnun SFR - Stofnun ársins 2011 Þann 13. maí kynnti SFR stéttarfélag í almannaþjónustu niðurstöður könnunar sem ber yfirskriftina Stofnun ársins. Svipaðar kannanir hafa verið lagðar fyrir starfsmenn ríkisstofnana undanfarin fimm ár en þessu sinni var í fyrsta sinn öllum ríkisstarfsmönnum boðið að svara könnuninni og nú tók fjármálaráðuneytið líka í fyrsta sinn þátt í framkvæmd hennar. Spurt var um átta þætti sem eru: Trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar og ánægja og stolt. Eftir svörum starfsmanna voru stofnunum gefnar einkunnir á kvarða frá 1 til 5. Stofnunum var skipt í tvo flokka: Stærri stofnanir sem hafa fleiri en 50 starfsmenn og minni stofnanir sem hafa 50 eða færri starfsmenn. Af 85 stofnunum í stærri flokknum er Fjölbrautaskóli Vesturlands í 15. sæti með einkunnina 3,95. Fjórir framhaldsskólar í flokki stærri stofnana raðast hærra en Fjölbrautaskóli Vesturlands: Þeir eru Fjölbrautaskólarnir í Garðabæ, á Suðurlandi og á Suðurnesjum og Menntaskólinn í Reykjavík. Í efsta sæti stærri stofnana er Sérstakur saksóknari með einkunn 4,40. Hefti með niðurstöðum könnunarinnar liggur frami á vef SFR.

23. maí: Sigrún Eva krýnd ungfrú Ísland

Á föstudaginn, 20. maí, var keppnin um ungfrú Ísland 2011 haldin á skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík. Sigurvegari var Sigrún Eva Ármannsdóttir nemandi á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skólavefurinn óskar henni til hamingju.

21. maí: Brautskráning

Í dag, 21. maí, voru 72 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Taflan sýnir hvernig þessir nemendur skiptast á námsbrautir. (Listi yfir útskrifaða nemendur er hér.)

Piltar/Karlar Stúlkur/Konur Alls

Stúdentspróf af félagsfræðabraut 9 18 26

Stúdentspróf af málabraut 1 1 2

Stúdentspróf af náttúrufræðibraut 6 6 13

Stúdentspróf af viðskipta- og hagfræðibraut 2 2

Verslunarpróf af viðskiptabraut 1 1

Verslunarpróf af viðskiptabraut og stúdentspróf eftir nám á viðskiptabraut

1 1 2

Burtfararpróf í húsasmíði 8 8

Burtfararpróf í húsasmíði og stúdentspróf eftir nám í húsasmíði

7 7

Burtfararpróf í rafvirkjun 1 1

Burtfararpróf í rafvirkjun og stúdentspróf eftir nám í rafvirkjun

2 1 3

Burtfararpróf í vélvirkjun 3 3

Burtfararpróf í vélvirkjun og stúdentspróf eftir nám í vélvirkjun

1 1 2

Stúdentspróf eftir nám í rafeindavirkjun 1 1

Burtfararpróf af starfsbraut 1 1

Alls 41 31 72

Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Fyrst ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari samkomuna, því næst flutti Atli Harðarson aðstoðarskólameistari annál vorannar 2011. Lóa Guðrún Gísladóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.

Page 4: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Listamenn sem fram komu við athöfnina voru Dagný Björk Egilsdóttir og Bryndís Bragadóttir sem léku á píanó og fiðluleikararnir Arna Pétursdóttir, Gunnþórunn Valsdóttir og Harpa Lind Gylfadóttir.

Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

Bjarki Berg Guðmundsson fyrir góðan árangur í frönsku (Endurskoðunarskrifstofa Jóns Þórs).

Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Uppheimar) og ensku (Þörungaverksmiðjan) og fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Gunnþórunn Valsdóttir fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Heiður Dögg Reynisdóttir fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Helga Þórarinsdóttir fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2011 (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir góðan árangur í ensku og frönsku (Kanadíska sendiráðið á Íslandi), stærðfræði (Elkem Ísland), efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), íslensku (Uppheimar) og líffræði (Soroptimistastystur á Akranesi).

Kristinn Hlíðar Grétarsson fyrir bestan árangur á burtfararprófi af iðnbraut á vorönn 2011 (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir), fyrir góðan árangur í sérgreinum í húsasmíði (Verkalýðsfélag Akraness), efnafræði og eðlisfræði (Háskólinn í Reykjavík), stærðfræði (Íslenska stærðfræðafélagið), tölvufræði (Kaupfélag Borgfirðinga) og íslensku (Uppheimar).

Lóa Guðrún Gísladóttir fyrir góðan árangur í efnafræði (Elkem Ísland), dönsku (Danska sendiráðið) og frönsku (Norðurál) og fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Olga Þórunn Gústafsdóttir fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Salka Margrét Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í félagsfræði og uppeldisfræði (Landsbankinn á Akranesi) og fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Sigurður Trausti Karvelsson fyrir góðan árangur í eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði (GT-tækni Grundartanga), frönsku og ensku (Kanadíska sendiráðið á Íslandi).

Sigurður Ýmir Sigurjónsson fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Sigurrós Harpa Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í félagsfræði og sálfræði (Íslandsbanki á Akranesi).

Vífill Atlason fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Árni Múli Jónasson bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Hann skiptist jafnt milli tveggja umsækjenda sem báðir luku námi á vorönn 2011. Þeir eru Helga Þórarinsdóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með lífvísindakjörsviði og Kristinn Hlíðar Grétarsson sem lauk burtfararprófi af námsbraut í húsasmíði og stúdentsprófi eftir nám í húsasmíði. Sigurður Trausti Karvelsson sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut nú á vorönn 2011 fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar á Sýruparti. Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman lag C.E.F Weyse við ljóð Steingríms Thorsteinssonar, Nú er sumar. Forsöngvari var Gyða Bentsdóttir. Bryndís Bragadóttir lék undir á píanó. Að athöfn lokinni þáðu gestir veitingar í boði skólans.

21. maí: Steingrímur Bragason kvaddur

Við brautskráningarathöfn í dag kvaddi skólameistari Steingrím Bragason kennara sem lætur af störfum við skólann nú í vor. Steingrímur hefur starfað við skólann frá stofnun hans árið 1977 og ferill hans er raunar enn lengri því áður en Fjölbrautaskólinn var stofnaður kenndi hann við Gagnfræðaskólann.

11. maí: Gott gengi nemenda úr FVA í Háskóla Íslands

Mánudaginn 9. maí hélt kennslumálanefnd Háskóla Íslands fund með stjórnendum framhaldsskóla. Á fundinum voru meðal annars kynnt gögn um hve stór hluti nemenda sem innritast hefur í Háskóla Íslands hefur náð að ljúka námi. Af öllum þeim sem nýskráðir voru í Háskóla Íslands á árabilinu 1982 til 2000 hafa 45% útskrifast. Af nemendum úr

Page 5: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

FVA sem innrituðust á þessu árabili hafa 49% útskrifast og eru aðeins þrír skólar með hærra hlutfall. Þessir þrír skólar eru MA, MR og Verslunarskólinn með hlutföll á bilinu 52% til 55%. Af öllum nemendum sem nýskráðir voru í HÍ á árunum 2001 til 2005 hafa 52% útskrifast. Af nemendum úr FVA sem innrituðust á þessu árabili hafa 65% útskrifast og er enginn skóli með hærra hlutfall. Úr tveim öðrum framhaldsskólum hafa yfir 60% þeirra sem hófu nám við HÍ á þessu árabili útskrifast. Þessir skólar eru MA og MR. Í gögnum kennslumálanefndar Háskóla Íslands kemur fram að á haustmisseri 2010 voru 233 stúdentar frá FVA í grunnnámi við háskólann. Þeir skiptust þannig á svið að - 59 voru á félagsvísindasviði, - 38 voru á heilbrigðissviði, - 46 voru á hugvísindasviði, - 51 var á menntavísindasviði, - 39 voru á verkfræði og náttúruvísindasviði. Aðsókn stúdenta úr FVA að Háskóla íslands virðist í ríflegu meðallagi. Á skólaárinu 2008 til 2009 útskrifaði FVA t.d. um 1,8% allra stúdenta á landinu og frá honum eru um 2,4% allra nemenda við HÍ.

6. maí: Breyting á lista yfir áfanga í boði

Eftirtaldir áfangar sem voru í boði fyrir haustönn 2011 falla niður: BÓK2036, DAN1936, CAD1836, EÐL1036, EFM3012, ENS7036, ÍÞR3812, JAR1136, LÍF1136, NÆR1036, SAB1936, SAG3136, SJÁ1936, STÆ3636, STÆ5236. Ákvöðrun um að fella niður fleiri áfanga bíður þar til eftir einkunnaafhendingu 19. maí. Listi yfir áfanga sem ráðgert er að kenna liggur hér frammi.

4. maí: Nám fyrir fullorðna - nýjar leiðir

Skólaárið 2011 til 2012 býður Fjölbrautaskóli Vesturlands upp á eftirtaldar námsleiðir fyrir fullorðið fólk ef næg þátttaka fæst: - Stúdentsnám. - Viðskipta- og tölvunám - Grunnnám málmiðna og nám í vélvirkjun - Nám í húsgagnasmíði og í húsasmíði Námið verður kynnt á opnum fundi í skólanum þann 25. maí klukkan 10 til 11. (Nánari upplýsingar ...)

29. apríl: Dimission

Í morgun héldu nemendur sem útskrifast í vor upp á námslok með því að bjóða starfsfólki skólans til morgunverðar sem stóð til 8:30 og öllum skólasystkinum á skemmtun sem haldin var milli 10:50 og 11:50. Hópurinn var klæddur sem strandverðir eins og sjá má afmyndinni.

Að gömlum sið kalla útskriftarnemendur þessa skemmtun dimission. Eftir uppákomur morgunsins fóru þeir í óvissuferð. Deginum lýkur svo með hófi á Breiðinni sem ráðgert er að standi fram eftir kvöldi.

Page 6: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

29. apríl: Sjö sóttu um stöðu skólameistara

Frestur til að sækja um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands rann út 25. apríl Í gær birtist frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem fram kemur að sjö hafi sótt um. Þessir sjö umsækjendur eru: - Atli Harðarson aðstoðarskólameistari, - Geir Hólmarsson, framhaldsskólakennari, - Ingi Bogi Bogason, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, - Ingileif Oddsdóttir, framhaldsskólakennari og náms- og starfsráðgjafi, - Jóhannes Ágústsson, fyrrverandi skólastjóri, - Lind Völundardóttir, framhaldsskólakennari, - Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst, að fenginni umsögn skólanefndar.

19. apríl: Ný stjórn í Kennarafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands

Á fimmtudaginn í síðustu viku var aðalfundur kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem er deild í Félagi framhaldsskólakennara. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Formaður er Jón Gunnar Axelsson. Aðrir stjórnarmenn eru Dröfn Viðarsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Jónína Halla Víglundsdóttir og Ólafur Haraldsson.

18. apríl: Páskaleyfi

Skrifstofa skólans verður lokuð frá hádegi miðvikudaginn 20. apríl. Hún opnar svo aftur eftir páska klukkan 10 þriðjudaginn 26. apríl. Kennsla að loknu páskaleyfi hefst að morgni miðvikudagsins 27. apríl.

14. apríl: Stjórnarkjör í nemendafélaginu

Á aðalfundi nemendafélagsins sem hófst klukkan 10:50 í dag voru úrslit stjórnarkjörs fyrir næsta skólaár tilkynnt. Örn Viljar Kjartansson var kjörinn formaður félagsins. Með honum í stjórn voru kjörin: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir, Ásdís Björg Björgvinsdóttir, Eyrún Reynisdóttir, Jónas Kári Eiríksson og Sólveig Samúelsdóttir. Einn stjórnarmaður í viðbót verður valinn úr hópi nýnema í ágúst. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórnir klúbba á vegum félagsins: Kristjana Kristjánsdóttir í ljósmyndaklúbb; Ásdís Björg Björgvinsdóttir, Jónas Kári Eiríksson og Tómas Alexander Árnason í leiklistarklúbb; Tómas Alexander Árnason í tónlistarklúbb; Hekla Karen Steinarsdóttir og Kristín Björk Lárusdóttir í Góðgerðafélagið Eyni; Elsa María Guðlaugsdóttir í listaklúbb; Heimir Snær Sveinsson, Knútur H. Ólafsson og Arnór Elís Kristjánsson í kvikmyndaklúbb; Hekla Karen Steinarsdóttir og Sigurdís Egilsdóttir í íþróttaklúbb.

Örn Viljar nýkjörinn formaður

Page 7: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Eftir aðalfund sló nemendafélagið upp grillveislu.

13. apríl: Fundargerð skólanefndarfundar

Fundargerð skólanefndarfundar sem haldinn var þriðjudaginn 5. apríl er komin á vef skólans (og er aðgengileg undir „stofnunin“ á valmyndinni til vinstri).

7. apríl: Ekki verður hópferð á söngkeppni

Ekki verður hópferð frá skólanum á söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. apríl. Ástæða þessa er að aðstandendum keppninnar hefur ekki tekist að útvega gistirými. Skólinn verður því ekki með starfsfólk á Akureyri og getur ekki borið ábyrgð á nemendum sem fara norður til að fylgjast með keppninni.

6. apríl: Bændur flugust á

Í hádeginu í dag söfnuðust nemendur og starfsmenn saman á sal skólans og horfðu á sýningu sem heitir Bændur flugust á þar sem Íslendingasögurnar voru skoðaðar með óvæntum og gamansömum hætti. Flytjendur voru Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Halldór Halldórsson (sem er þekktari undir nafninu Dóri DNA).

4. apríl: Úrslit stærðfræðikeppni (Meira ...)

Stærðfræðikeppni fyrir nemendur áttundu, níundu og tíundu bekkja grunnskóla frá Kjalarnesi í suðri til Hólmavíkur í norðri var haldin við Fjölbrautaskóla Vesturlands miðvikudaginn 16. mars. Þetta var þrettánda árið í röð sem keppnin var haldin. Laugardaginn 2. apríl voru viðurkenningarskjöl og verðlaun afhent við athöfn á sal skólans. Þeir tíu efstu í hverjum árgangi fengu viðurkenningarskjöl og þeir sem voru í þrem efstu sætum fengu peningaverðlaun að auki. Eins og í fyrra var kostnaður við keppnina greiddur af Norðuráli sem einni gaf verðlaunin. Hér fer á eftir listi yfir nemendur sem voru í þrem efstu sætum í hverjum árgangi oh hlutu verðlaun. (Listi yfir alla sem fengu viðurkenningar er hér.)

8.bekkur 1. Veronica Líf Þórðardóttir, Grundaskóla 2. Friðrik Berg Sigþórsson, Grundaskóla 3. Kristinn Bragi Garðarsson, Grundaskóla

9. bekkur 1. Einar Konráðsson, Grunnskólanum í Borgarnesi 2. Valur Örn Vífilsson, Grunnskólanum í Borgarnesi 3. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Grundaskóla

10. bekkur 1. Björk Lárusdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar 2. Þorkell Már Einarsson, Grunnskólanum í Borgarnesi 3. Sólveig Ásta Bergvinsdóttir, Grunnskóla Grundarfjarðar

Page 8: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Hópurinn sem tók við viðurkenningum fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppninni.

4. apríl: Óvissa um hópferð á söngkeppni

Enn er óvíst hvort orðið getur af hópferð nemenda á söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. apríl. Ástæða þessarar óvssu er að aðstandendum keppninnar hefur ekki enn tekist að útvega gistirými.

21. mars: Nemendafjöldi á vorönn

Áfangastjóri hefur tekið saman tölur um nemendafjölda á vorönn 2011. Þann 21. febrúar voru 488 nemendur í skólanum, þar af 350 búsettir á Akranesi, 105 annars staðar á Vesturlandi og 33 í öðrum landshlutum. Þetta er talsverð fækkun frá fyrri árum því á vorönn 2010 voru nemendur 543 og á vorönn 2009 voru þeir 702. Eins og undanfarin ár eru piltar í skólanum ívið fleiri en stúlkur. Þeir eru 286 en þær eru 202. 17 nemendur hafa erlent ríkisfang. Flestir þeirra, eða 6, eru frá Póllandi. Hinir eru frá Filippseyjum, Írak/Palestínu, Litháen, Mongólíu, Rússlandi og Úkraínu. Flestir nemendur, eða 292 (=60%) eru skráðir í nám til stúdentsprófs. Í iðnnámi eru 104 (=21%) og í öðru námi eru 92 (=19%).

17. mars: Frumsýning hjá leiklistarklúbbi nemendafélagsins annað kvöld

Annað kvöld, föstudagskvöldið 18. mars, frumsýnir leiklistarklúbbur nemendafélagins Franskbrauð með sultu. Leikrit þetta er byggt á sögum eftir Kristínu Steinsdóttur og leikstjóri

er Hrund Snorradóttir. Uppselt er á frumsýninguna en aðrar sýningar verða sem hér segir:

- Sunnudag 20. mars klukkan 16 og 20. - Föstudag 25. mars klukkan 20. - Sunnudag 27. mars klukkan 16 og 20

- Fimmtudag 31. mars klukkan 20. - Laugardag 2. apríl klukkan 16 og 20. - Sunnudag 3. apríl klukkan 16.

Hægt er að panta miða 2 klukkustundum fyrir sýningar í síma 698-3651. Miðaverð er 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri en 1000 krónur fyrir meðlimi í nemendafélaginu og gesti undir 13 ára aldri. Myndin hér að neðan var tekin á æfingu. (Fleiri myndir ...)

Page 9: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

18. mars: Möguleikhúsið sýnir Völuspá á sal skólans

Mánudaginn 21. mars kemur Möguleikhúsið í heimsókn og sýnir Völuspá á sal skólans. Sýningin hefst klukkan 14:40. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu og kosta 500 krónur. Allir velkomnir.

17. mars: Drög að próftöflu eru komin á vefinn

Drög að próftöflu vorannar 2011 eru komin á vef skólans. Nemendur geta gert athugasemdir við próftöfluna ef þeir eru í 5 eða 6 prófum á þriggja daga tímabili. Athugasemdir berist áfangastjóra í síðasta lagi föstudaginn 25. mars. Endanleg próftafla verður birt 28. mars.

17. mars: Góð þátttaka í stærðfræðikeppninni í gær

Mikill fjöldi nemenda úr áttundu, níundu og tíundu bekkjum tók þátt í stærðfræðikeppni hér í fjölbrautaskólanum sem haldin var í gær. Nemendurnir komu úr 11 grunnskólum frá Kjalarnesi í suðri til Hólmavíkur í norðri. Verkefnin sem lögð voru fyrir í kepnninni komu frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni haldin samdægurs í Hafnarfirði á Akranesi og víðar. Úrslit keppninnar verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl klukkan 13. Eins og í fyrra greiðir Norðurál á Grundartanga kostnað við keppnina og gefur verðlaun.

Page 10: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

14: mars: Stærðfræðikeppnin verður á miðvikudaginn

Árleg stærðfræðikeppni fyrir nemendur áttundu, níundu og tíundu bekkja grunnskóla verður haldin miðvikudaginn 16. mars klukkan 15 til 16:30. Hér að neðan eru þrjú dæmi úr keppninni fyrir tíunda bekk frá árinu 2008.

9. mars: Nokkrar myndir frá opnum dögum

Boðið var upp á um það bil 50 mismunandi atriði á opnum dögum sem haldnir voru dagana 8. og 9. mars við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Myndirnar sem hér er krækt í eru því aðeins lítið sýnishorn af öllu því sem var um að vera.

9. mars: Ljósmyndanámskeið á opnum dögum

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar á ljósmyndanámskeiði sem haldið var á opnum dögum í Fjölbrautaskóla Vesturlands 8. mars 2011. Kennari var Ágústa Friðriksdóttir.

Page 11: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

9. mars: Kaffihúsakvöld í kvöld

Opnum dögum lýkur með kaffihúsakvöldi á sal skólans í kvöld klukkan 20. Þar verður dagskrá sem skemmtiatriðagrúppa opinna daga hefur undirbúið. Meðal annars mun hljómsveitin Teachers stíga á svið og fremja stórmerkilegan tónlistargjörning.

9. mars: Árshátíð nemendafélagsins á morgun

Annað kvöld, fimmtudagskvöld 10. mars, verður árshátið nemendafélagsins. Dagskráin hefst með borðhaldi á sal skólans klukkan 18:30, húsið opnar klukkan 17:45. Seinna um kvöldið verður ball í Gamla kaupfélaginu, hleypt verður inn milli klukkan 23:00 og 23:30 og ballinu lýkur klukkan 2.

8. mars: Opnir dagar - enn eiga sumir eftir að borga fyrir rútuferðir

Þeir sem skráðu sig í ferðir á morgun, miðvikudag, og hafa enn ekki greitt fyrir þær þurfa að gera upp við skrifstofu skólans fyrir klukkan 15 í dag.

7. mars: Íslandsmeistarar í kata

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna var haldið laugardaginn 5. mars í íþróttahúsi Seljaskóla. Meðal þátttakenda voru Dagný Björk Egilsdóttir og Valgerður Elsa Jóhannsdóttir sem báðar eru nemendur við skólann. Þær stóðu sig frábærlega og urðu Íslandsmeistarar í hópkata ásamt félaga sínum Aðalheiði Harðardóttur. Dagný Björk varð í þriðja sæti í einstaklingskeppninni.

7. mars: Þrefaldur Íslandsmeistari í badminton

Íslandsmót unglinga í badminton var haldið á Siglufirði og Ólafsfirði um síðustu helgi. Meðal þátttakenda var Nökkvi Rúnarsson nemandi við skólann. Nökkvi náði þeim frábæra árangri að verða þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 19 ára og yngri.

2. mars: Opnir dagar - atriði í boði - skráning á vali

Opnir dagar verða þriðjudaginn 8. mars og miðvikudaginn 9. mars. Listi yfir atriði í boði er hér (sjá líka kærkju efst til hægri). Opnað verður fyrir skráningu á vali í Plútó á morgun, fimmtudag 3. mars, klukkan 17.30 og verður opið fyrir valið til hádegis á laugardag. Nemendur verða að nota vafrann Internet Explorer til að velja því Plútó virkar ekki rétt í öðrum vöfrum. Minnt er á að það borgar sig að velja um leið og opnað er því vinsælustu dagskrárliðirnir fyllast fljótt. Nemendur þurfa að velja 5 stig. Hálfur dagur eða eitt kvöld gefa 1 stig, heilsdagsviðburðir gefa 2 stig. Nemendur fæddir 1989 og fyrr þurfa ekki að velja né þeir sem eru með frjálsa mætingu. Þessir nemendur geta samt valið viðburði í Plútó ef þeir vilja. Greiða þarf fyrirfram fyrir ferðir á mánudag.

2. mars: Fyrirlestur Loga Geirssonar

Logi Geirsson hélt fyrirlestur á sal skólans í gær. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Það fæðist enginn atvinnumaður“ og í honum sagði Logi frá þeim aðferðum sem hafa nýst honum vel til að ná þeim frábæra árangri sem hann hefur náð sem íþróttamaður. Meðal þess sem hann fjallaði um var hugarfar, markmiðasetning, mataræði og þjálfun. Hann svaraði jafnframt fyrirspurnum utan úr sal og úr þeim spunnust skemmtilegar umræður – Skemmtileg og fræðandi kvöldstund á sal skólans.

Page 12: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

1. mars: Hulda Margrét keppir fyrir NFFA í Söngkeppni framhaldsskólanna

Í gærkvöldi hélt nemendafélagið undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin fór fram í sal Tónlistarskóla Akraness. Tíu söngvarar kepptu og sigurvegari kvöldsins var Hulda Margrét Brynjarsdóttir nemandi á náttúrufræðibraut. Hún flutti lagið Many of Horror eftir Simon Neil.

Hulda Margrét mun keppa fyrir hönd nemendafélags skólans í söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9.apríl.

28. febrúar: Opnir dagar - kvikmyndir frá 2008, 2009 og 2010

Opnir dagar verða á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Dagskráin er að smella saman og verður birt á þessum vef. Fyrir þá sem vilja kynna sér eða rifja upp hvernig opnir dagar voru síðustu ár eru hér stuttar kvikmyndir frá 2008, 2009 og 2010. (Myndirnar eru á wmw formi og á bilinu 3 til 5 mínútur að lengd.)

24. febrúar: Opnað hefur verið fyrir val í Innu

Opnað hefur verið fyrir val í Innu. Nemendur sem ætla að vera í skólanum á næstu önn þurfa að skrá val í síðasta lagi 18. mars. Allar upplýsingar sem nemendur þurfa að nota til að velja áfanga eru á þessum vef undir Nám og kennsla > Námsáætlanir og val á valmyndinni til vinstri (sjá líka krækju efst á listanum til hægri).

23. febrúar: Ársskýrsla fyrir árið 2010 Ársskýrsla Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir árið 2010 liggur nú frammi á vef skólans.

16. febrúar: Háskóladagurinn er næsta laugardag

Næstkomandi laugardag, 19. febrúar, klukkan 11 til 16, kynna háskólar starfsemi sína. Opið hús verður í öllum deildum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Aðrir háskólar, þ.e. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands, verða með kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í Ráðhúsinu verður

Page 13: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

einnig kynning á háskólanámi á Norðurlöndum. Nemendur sem hyggja á háskólanám eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast um íslenska og norræna háskóla. Nánari upplýsingar eru á vefnum http://www.haskoladagurinn.is/

16. febrúar: Kynning frá International Business Academy í Kolding í Danmörku

Á morgun fimmtudag klukkan 14 verða fulltrúar frá International Business Academy í Kolding í Danmörku með kynningu á sal skólans. Nemendur sem hafa áhuga á viðskiptanámi og vilja skoða hvað danski skóla býður eru hvattir til að líta við.

16. febrúar: Frestur til þess að sækja um frávik í lokaprófum

Frestur til þess að sækja um frávik í lokaprófum er til 18. febrúar. Námsráðgjafar verða á skrifstofum sínum og taka við umsóknum frá klukkan 13 til 15 alla dagana. Aðrir viðtalstímar verða lokaðir á meðan. Þeir nemendur sem eru með greiningu, af einhverju tagi, og hafa skilað henni til skólans, geta sent námsráðgjöfum póst á Plútó og sótt um frávik. Eftir 18. febrúar eiga nemendur að snúa sér til kennara í þeim fögum sem óskað er eftir. Námsráðgjafar taka ekki við umsóknum eftir 18. febrúar. Nemendur þurfa að sækja um frávik í lokaprófum á hverri önn. Fyrri umsóknir gilda ekki á milli anna.

16. febrúar: Plútó er kominn í lag

Búið er að endurræsa Plútó en ekki er unnt að færa inn í hann gögn sem kennarar og nemendur hafa hlaðið upp síðan önnin hófst.

13. febrúar: Plútó liggur niðri vegna bilunar

Vegna bilunar í vélbúnaði er Plútó lokaður. Viðgerð hefst um leið og næst í varahluti. Nánari upplýsingar munu birtast á þessum vef á mánudaginn.

7. febrúar: Ball á Breiðinni á fimmtudagskvöld

Nemendafélagið heldur ball á Breiðinni fimmtudagskvöldið 10. febrúar frá klukkan 22 til 1 eftir miðnætti. Daginn eftir, föstudag 11. febrúar, verður frí í fyrsta tíma en kennsla samkvæmt stundaskrá frá klukkan 9:45.

2. febrúar: Sigur á Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fyrsu umferð Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands keppti við lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fyrstu umferð Gettu betur sem útvarpað var á Rás 2 í gærkvöldi. Okkar lið vann og er komið í aðra umferð.

31. janúar: Kynning á líftækninámi við Háskólann á Akureyri

Ritstjóri skólavefjarins leit inn i kennslustund í líffræði 283 (örverufræði) eftir hádegi í dag. Þar voru Hannes Þorsteinsson líffræðikennari og nemendur hans að hlusta á Leif Guðna Grétarsson kynna líftækninám við Háskólann á Akureyri en Leifur Guðni lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands vorið 2010.

Leifur Guðni Grétarsson segir frá líftækninámi.

Page 14: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

31. janúar: Upphitun fyrir Gettu betur

Á morgun, þriðjudag 1. febrúar, keppir lið Fjölbrautaskóla Vesturlands við lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fyrstu umferð Gettu betur. Keppninni verður útvarpað á Rás 2 og hefst útsendingin klukkan 19:30. Í hádeginu í dag var upphitun fyrir keppnina þegar lið nemenda keppti við lið kennara á sal skólans. Spyrill var Finnbogi Rögnvaldsson. Þótt kennarar tefldu fram vösku liði höfðu nemendur sigur.

Lið kennara til vinstri og nemenda til hægri.

27. janúar: West Side í Borgarnesi

West Side, sem er sameiginleg skemmtun fyrir nemendur framhaldsskólanna í Grundarfirði, í Borgarnesi og á Akranesi, fer fram í dag. Gleðin hefst klukkan 17 með íþróttakeppni milli skólanna í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Frá klukkan 9:30 til 1 verður ball í húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar. Rúta fer frá Fjölbrautaskóla Vesturlands klukkan 16:15 og til baka strax eftir ballið.

26. janúar: Morgunverður í mötuneyti

Frá og með deginum í dag býðst nemendum að kaupa hafragraut milli klukkan 8:10 og 8:30 í mötuneyti skólans. Verðið er 100 krónur.

26. janúar: Heimsókn starfsfólks í Menntaskólann í Borgarnesi

Eftir hádegi í dag fara kennarar og fleira starfsfólk Fjölbrautaskólans í heimsókn í Menntaskólann í Borgarnesi og fundar með þeim sem þar starfa. Af þessari ástæðu fellur niður öll kennsla eftir klukkan 13.25 í dag.

19. janúar: Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2011

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2011 rennur út 15. febrúar næstkomandi. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum eða í Innu.

7. janúar: Afgreiðsla umsókna um árekstur, undanfarabrot og P-heimild

Frestur til að sækja um árekstrarheimild, undanfarabrot og fjarnám/P-heild rann út í dag klukkan 15. Nemendur sem sóttu um eitthvað af þessu þurfa að koma á skrifstofu skólans eftir klukkan 10 á mánudag til að fá svör við umsóknum sínum.

7. janúar: Afgreiðsla umsókna um frávik frá skólasóknarreglu Frestur til að sækja um frávik frá skólasóknarreglu rann út í dag klukkan 15. Umsóknir verða afgreiddar í næstu viku.

7. janúar: Úrsögn úr áfanga

Nemandi sem ætlar að hætta í áfanga þarf að skrá sig úr honum í síðasta lagi miðvikudaginn 12. janúar. Þeir sem hætta í áföngum eftir það fá skráða falleinkunn (þ.e. einkunnina Ú) í námsferil.

4. janúar: Hörður Ó. Helgason hættir næsta sumar

Á starfsmannafundi í morgun tilkynnti Hörður Ó. Helgason að ráðningartími sinn rynni út í lok júlí og hann myndi ekki þiggja endurráðningu í stöðu skólameistara. Í máli Harðar kom fram að ráðningartími aðstoðarskólameistara rennur einnig út í lok júlí. Það má því búast við breytingum á yfirstjórn skólans í sumar.

4. janúar: Þórður Guðnason valinn maður ársins

Nú um áramót völdu hlustendur Bylgjunnar og Rásar 2 mann ársins. Þórður Guðnason varð fyrir valinu hjá hvorum tveggju og var auk þess útnefndur hetja ársins af lesendum DV. Í febrúarmánuði seig Þórður ofan í sprungu á Langjökli við erfið skilyrði og bjargaði dreng sem hafði fallið þar niður. Þórður var við nám í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Vesturlands bæði á vorönn og haustönn 2010 en verður við nám erlendis nú á vorönn 2011.

Page 15: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

29. desember: Upphaf vorannar 2011

Þriðjudagur 4. janúar: Heimavistin opnar klukkan 16. Miðvikudagur 5. janúar: Kynningarfundur fyrir nýnema klukkan 10. Stundatöflur afhentar klukkan 13 til 16. Umsóknir um töflubreytingar afgreiddar frá klukkan 13 til 17. Fimmtudagur 6. janúar: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Umsóknir um töflubreytingar afgreiddar frá klukkan 8 til 17. Föstudagur 7. janúar: Frestur til að sækja um árekstrarheimild, undanfarabrot og frávik frá skólasóknarreglu rennur úr klukkan 12. Umsóknir um töflubreytingar afgreiddar frá klukkan 8 til 15.

29. desember: Enginn skólabíll úr Borgarnesi á vorönn 2011

Þar sem mjög fáir óskuðu eftir að ferðast með skólabíl milli Borgarness og Akraness eftir áramót verður ekki skólarúta á vorönn.

28. desember: Laus pláss á heimavist

Nokkur pláss eru laus á heimavist skólans. Upplýsingar veitir skólameistari í síma 433 2500. Einnig er hægt að hafa sanband við hann með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

21. desember: Opnunartími skrifstofu um jól og áramót

Skrifstofa Fjölbrautaskóla Vesturlands er opin virka daga í desember og janúar með eftirtöldum undantekningum. Lokað er á Þorláksmessu, aðfangadag jóla, og á gamlársdag. Þann 30. desember er lokað eftir hádegi og dagana 27. desember og 3. janúar er ekki opnað fyrr en klukkan 10.

18. desember: Brautskráning (Myndir ...)

Í dag, 18. desember, voru 42 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Taflan sýnir hvernig þessir nemendur skiptast á námsbrautir. (Listi yfir útskrifaða nemendur er hér.)

Piltar/Karlar Stúlkur/Konur Alls

Stúdentspróf af félagsfræðabraut 4 11 15

Stúdentspróf af málabraut 1 1

Stúdentspróf af náttúrufræðibraut 3 5 8

Stúdentspróf af viðskipta- og hagfræðibraut

2 2

Stúdentspróf af félagsfræðabraut og

af náttúrufræðibraut 1 1

Stúdentspróf eftir nám í rafvirkjun 2 2

Stúdentspróf eftir nám á tölvufræðibraut

1 1

Burtfararpróf í húsasmíði 1 1

Burtfararpróf í rafvirkjun 8 1 9

Burtfararpróf í vélvirkjun 2 2

Alls 24 18 42

Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Fyrst ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari samkomuna, því næst flutti Atli Harðarson aðstoðarskólameistari annál haustannar 2010.

Fyrir athöfnina lék flautukvartett frá Tónlistarskólanum á Akranesi undir stjórn Patriciu Szalkowicz. Aðrir listamenn sem fram komu voru:

Arna Pétursdóttir, Guðrún Carstensdóttir og Helena Másdóttir sem léku á fiðlur.

Bryndís Bragadóttir sem lék á píanó.

Sonja Bjarnadóttir sem söng.

Klarinettusveit Tónlistarskóla Akraness.

Page 16: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Hafliði Ásgeirsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Ursula Irena Karlsdóttir sem kennt hafði við skólann í 25 ár þegar hún lét af störfum í sumar var kvödd með formlegum hætti og henni færð gjöf frá skólanum.

Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

Bergþóra Friðriksdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Brynjar Sævarsson fyrir bestan árangur á burtfararprófi af iðnbraut á haustönn 2010 (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir), fyrir góðan árangur í rafiðngreinum (Gámaþjónusta Vesturlands) og í stærðfræði (Norðurál).

Fjölnir Gíslason fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Guðrún Carstensdóttir fyrir góðan árangur í líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi) og í frönsku (Landsbankinn á Akranesi).

Gyða Björk Bergþórsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Helena Másdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Inga Þóra Lárusdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Jónas Bjartur Valdimarsson fyrir góðan árangur í stærðfræði (Elkem Ísland).

Fjölnir Gíslason fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Klara Árný Harðardóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Bókaforlagið Uppheimar), í uppeldisfræði, sálfræði og félagsfræði (Íslandsbanki á Akranesi), í ensku (Norðurál ehf.) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Sonja Bjarnadóttir fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2010 (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir góðan árangur í ensku og frönsku (Kanadíska sendiráðið), í dönsku (Danska sendiráðið) og í samfélagsgreinum (Bókaverslun Eymundssonar á Akranesi).

Í lokin ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari útskriftarnemendur, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Samkomunni lauk með því að gestir risu úr sætum og sungu Bráðum koma blessuð jólin eftir Jóhannes úr Kötlum við lag W. B. Bradbury. Jón Gunnar Axelsson var forsöngvari og Arna Pétursdóttir, Guðrún Carstensdóttir og Helena Másdóttir önnuðust undirleik.

17. desember: Brautskráning á morgun

Á morgun, laugardaginn 18. desember, verða 42 nemendur brautskráðir frá skólanum. Athöfnin fer fram á sal skólans og hefst klukkan 14.

16. desember: Einkunnaafhending og prófsýning á morgun

Á morgun, föstudag 17. desember, verða einkunnir formlega afhentar í umsjónartíma klukkan 10:30. Að umsjónartíma loknum, klukkan 11 til 12, verður prófsýning. Þá gefst nemendum kostur á að skoða prófúrlausnir sínar í viðurvist kennara og óska leiðréttinga ef mistök hafa orðið við yfirferð prófa eða skráningu einkunna. Ósóttar einkunnir verða afhentar á skrifstofu eftir klukkan 14.

15. desember: Brottfall á haustönn 2010

Teknar hafa verið saman tölur um brottfall á haustönn 2010. Alls 70 nemendur sögðu sig úr samtals 275 einingum á tímabilinu milli 5. sept. og 1. des. og 29 til viðbótar hættu öllu námi í skólanum á sama tímabili. Þessir 29 nemendur voru í alls 365 einingum. Alls sögðu nemendur sig því úr 640 einingum sem jafngildir því að námshópar hafi minnkað að meðaltali um 6,6%. Til samanburðar má nefna að brottfall á haustönn 2009 var 8,0%, á haustönn 2008 var það 7,3% og á haustönn 2007 var brottfallið 7,5%.

14. desember: Sjúkrapróf miðvikudag 15. desember Á morgun, 15. desember, verða sjúkrapróf haldin í eftirtöldum áföngum klukkan 9: DAN1026, DAN1036, FRA1036,

GRT1036, ÍSL2126, ÍSL3036, ÍSL4036, KÆL1224, LÍF1036, LÍF1836, NÁT1036, NÁT1136, NÁT1236, NÆR1036,

Page 17: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

SAG1036, SAG2036, SAG3136, STÆ1026, STÆ1226, STÆ2626, STÆ3036 og STÆ5036. Sjúkrapróf í DAN2126, ENS1026, ENS1036 og STÆ1936 verða haldin klukkan 13.

9. desember: Heimsókn úr Grundaskóla

Í morgun komu strákar úr sjötta bekk Grundaskóla í heimsókn, ásamt Elísabetu Jóhannesdóttur kennara, og skoðuðu raungreinastofur og fræddust um náttúrufræðikennslu við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hannes Þorsteinsson líffræðikennari tók á móti hópnum og fór með hann í verklegan líffræðitíma þar sem meðal annars voru skoðaðir bandormar, sporðdrekar og eitraðar kóngulær. Á myndinni eru gestirnir ásamt Hannesi.

2. desember: Innheimta innritunargjalda fyrir vorönn 2011

Greiðsluseðlar vegna innritunargjalda fyrir vorönn 2011 verða póstlagðir í dag. Með því að greiða innritunargjaldið fyrir eindaga, sem er 15. desember, staðfesta nemendur að þeir þiggi skólavist á vorönn. Af 11.500 krónum sem rukkað er um eru 6.000 krónur innritunargjald, 2.000 vegna aðgangs að tölvum og prentkvóta og 3.500 krónur nemendafélagsgjald. Þeir sem ekki vilja vera í nemendafélaginu geta fengið nemendafélagsgjaldið endurgreitt á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 433 2500.

1. desember: Síðasti kennsludagur - upphaf prófa

Síðasti kennsludagur haustannar er í dag og próf hefjast á morgun. Nánari upplýsingar um lok haustannar 2010 og upphaf vorannar 2011 eru á skóladagatali.

1. desember: Skólablað starfsbrautar og kynning á vinnustaðanámi

Í dag kynntu nemendur á starfsbraut vinnustaðanám sem þeir hafa stundað í Einarsbúð og Olís við Esjubraut. Við þetta tækifæri dreifðu þeir líka nýútkomnu skólablaði sem þeir hafa unnið. (Blaðið liggur hér frammi.)

26. nóvember: Heimsókn menntamálaráðherra

Í dag kom Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn í skólann í boði deildarstjóra verknámsdeilda. Með ráðherra komu eftirtaldir starfsmenn ráðuneytisins: Berglind Rós Magnúsdóttir ráðgjafi, Elías Jón Guðjónsson aðstoðarmaður ráðherra, Stefán Baldursson skrifstofustjóri mats- og greiningarsviðs, Marta Guðrún Skúladóttir sérfræðingur á fjármálasviði og Ólafur Sigurðsson sérfræðingur í framhaldsskóladeild. Hópurinn skoðaði verknámsdeildir skólans og fékk fræðslu og upplýsingar um verknámið. Einnig var gengið um skólann og komið við í raungreinastofum. Á leið sinni gegnum skólann gengu ráðuneytismenn í flasið á nemendum í íslensku 103 hjá Jóni Gunnari sem voru að leika atriði úr Laxdæla sögu. Á myndinni sést Katrín spjalla við nemendur um söguna. (Frétt á vef ráðuneytisins ...)

Page 18: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

25. nóvember: Dimission

Í dag halda útskriftarnemar dimission, sem er kveðjuhóf þeirra sem brautskráðir verða frá skólanum í lok annar. Gleðskapurinn hófst á að þeir buðu kennurum sínum til morg unverðar og í þriðju kennslustund var öllum nemendum og starfsmönnum boðið á skemmtidagskrá á sal skólans. (Fleiri myndir... )

Þrír dimittendur snæða morgunverð

24. nóvember: Gjöf til bókasafnsins

Í morgun komu tveir fyrrverandi nemendur skólans, þau Ívar Árnason og Tinna Rós Þorsteinsdóttir, færandi hendi og gáfu bókasafni skólans bækur, m.a. 33 tölvubækur fyrir háskólastig. Stjórnendur skólans færa þeim sínar bestu þakkir.

Page 19: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

22. nóvember: Innritun fyrir vorönn 2011 lýkur næsta föstudag

Vakin er athygli á að innritun fyrir vorönn 2011 lýkur næsta föstudag, 26. nóvember. Hægt er að sækja um á Menntagátt eða með því útfylla umsóknareyðublað sem liggur hér frammi og senda skrifstofu skólans. Þeir sem eru við nám í skólanum nú á haustönn og hafa þegar skráð val í Innu eru innritaðir í skólann á vorönn. Nemendur sem ekki hafa skráð val en ætla samt að vera í skólanum á vorönn þurfa að hafa samband við skólastjórnendur hið fyrsta.

16. nóvember: Dagur íslenskrar tungu

Í dag er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar (1807–1845). Haustið 1995 ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu menntamálaráðherra að þessi dagur yrði dagur íslenskrar tungu. Á sínum tíma hvatti Jónas Íslendinga til ræktarsemi við tungumálið og var öðrum góð fyrirmynd í því efni meðal annars með vönduðum þýðingum úr erlendum málum, smekkvísi, einstökum stíl og smíði fjölmargra nýyrða. Sem dæmi um orð sem Jónas bjó til má nefna hitabelti, sjónarhorn, sólmyrkva og sporbaug. Eftirfarandi ljóð, sem heitir Íslands minni, orti hann árið 1839.

Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla. og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. Drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla.

10. nóvember: Gestir frá Lýðheilsustöð

Í dag eru tveir gestir frá Lýðheilsustöð í heimsókn í skólanum. Þeir eru Héðinn S. Björnsson verkefnisstjóri fræðslumála og Bryndís E. Gunnarsdóttir næringarfræðingur. Heimsókn þeirra tengist verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Þau hafa meðal annars fundað með Jónínu Víglundsdóttur sem heldur utan um verkefnið af skólans hálfu og með stjórn foreldraráðs. Þegar þetta er ritað er Bryndís að hefja fyrirlestur um næringu og mataræði á sal skólans þar sem þorri nemenda er saman kominn.

28. október: Drög að próftöflu haustannar

Drög að próftöflu haustannar 2010 eru komin á vef skólans. (Sjá krækju hér efst til hægri.) Nemendur geta gert athugasemdir við próftöfluna ef þeir eru í 5 eða 6 prófum á 3 dögum. Athugasemdir berist áfangastjóra í síðasta lagi föstudaginn 5. nóvember.

28. október: Ferð nemenda og kennara í íslensku 283 að Reynisrétt

Nemendur í áfanganum ÍSL283 fara í gönguferðir á þriðjudögum ásamt kennurum sínum þeim Leó Jóhannessyni og Jóni Gunnari Axelssyni. Í þessum ferðum fræðast þeir um landshætti Akraness og sögu. Í þessari viku lá leið þeirra um Reynisása og að Reynisrétt.

Page 20: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Ljósmynd: Leó Jóhannesson

Reynisásarnir eru grösugar klettaborgir sem ganga fram úr rótum Akrafjalls að vestanverðu. Réttin er margra alda gömul og hefur jafnvel staðið þarna allt frá því á þjóðveldisöld en var að mestu aflögð skömmu eftir 1950 þegar Grafarrétt tók við. Eftir að hafa staðið þarna aðgerðarlítil í hruni og niðurníðslu um langa hríð var ákveðið að lagfæra hana og endurgera af myndarskap og hefur hún nú tekið að nýju við hlutverki sínu sem aðalrétt Innnesinga. Eins og sést þá er réttin hlaðin úr grjóti og svo listilega unnið verkið að hún telst til gersema meðal íslenskra minja. Hleðslumeistarinn hét Sigurður Brynjólfsson frá Gerði í Innri-Akraneshrepp (nú Hvalfjarðarsveit) og vann hann verkið tvo sumarparta á 10. áratug síðustu aldar með járnkarl einan verkfæra og liðlétting til snúninga.

27. október: Mótmæli

Í gær gengu nokkrir nemendur út úr kennslustundum og mótmæltu niðurskurði á fjárveitingum til skólans sem boðaður er í frumvarpi til fjárlaga.

26. október: Rafræn innritun fyrir vorönn 2011 frá 1. til 26. nóvermber

Vakin er athygli á að rafræn innritun fyrir vorönn 2011 hefst mánudag 1. nóvember og stendur til föstudags 26. nóvember. Sótt er um á Menntagátt. Þeir sem hyggjast sækja um skólavist við Fjölbrautaskóla Vesturlands geta einnig útfyllt umsóknareyðublað sem liggur hér frammi og sent skrifstofu skólans fyrir 26. nóvember.

Page 21: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Þeir sem eru við nám í skólanum nú á haustönn og hafa þegar skráð val í Innu eru innritaðir í skólann á vorönn. Nemendur sem ekki hafa skráð val en ætla samt að vera í skólanum á vorönn þurfa að hafa samband við skólastjórnendur hið fyrsta.

19. október: Fjöldi nemenda á haustönn 2010

Áfangastjóri hefur tekið saman tölur um fjölda nemenda á haustönn 2010. Nemendur eru 548 en um miðjan október 2009 voru þeir 607 talsins og hefur því fækkað um 9,7% milli ára. Taflan sýnir hvernig þeir skiptast á brautir.

Piltar/karlar Stúlkur/konur Samtals

Stúdentsbrautir 123 185 308

Iðnbrautir 138 6 144

Aðrar brautir 55 41 96

Samtals 316 232 548

69% nemenda eiga lögheimili á Akranesi, 22% á öðrum stöðum á Vesturlandi og 9% í öðrum landshlutum. 81% nemenda eru úr árgöngunum sem fæddir eru 1991 til 1994 en 19% eru eldri.

19. október: Undribúningur fyrir skammhlaup er hafinn

Skammhlaupið í ár verður 5. nóvember. Undirbúningur er hafinn. Þeir sem vilja sjá kvikmynd af skammhlaupinu 30. október 2009 smelli hér.

Mynd úr skammhlaupi haustið 2008 þegar m.a. var keppt í að hnýta bindishnúta.

15. október: Frestur til að sækja um jöfnunarstyrk rennur út í dag

Frestur til að sækja um jöfnunarstyrk rennur út í dag, föstudaginn 15. október. Upplýsingar eru á vef LÍN (www.lin.is). Nemendur sem verða að dvelja fjarri lögheimili sínu og fjölskyldu vegna náms geta átt rétt á dvalarstyrk og þeir sem sækja nám frá heimili fjarri skóla geta átt rétt á akstursstyrk. Allir sem ferðast með skólabílnum frá Borgarnesi verða að sækja um.

15. október: Fresti til að velja fyrir vorönn lýkur um helgina

Frestur til að skrá val á áföngum fyrir næstu önn er framlengdur til sunnudags, 17. október. Þeir sem ætla að vera í skólanum á vorönn þurfa að skrá val í Innu. Allar upplýsingar sem þarf að nota til að velja áfanga er hægt að finna með því að smella á krækjuna hér efst til hægri.

15. október: Frí í fyrsta tíma - seinkun á ferð skólabíls

Fyrsta kennslustund í dag færist til klukkan 9:45 og önnur kennslustund fellur niður því sú fyrsta lendir ofan í henni. Frá klukkan 10:50 er taflan svo eins og á venjulegum föstudegi. Skólabílinn leggur af stað frá Borgarnesi klukkan 8:40.

14. október: Ný stjórn foreldraráðs

Aðalfundur Foreldraráðs Fjölbrautaskóla Vesturlands var haldinn í gærkvöldi. Á fundinum var kjörin stjórn fyrir skólaárið 2010 til 2011. Í henni eiga sæti aðalmennirnir Anna Guðrún Ahlbrecht, Hrefna Ingólfsdóttir, Margrét Þóra Jónsdóttir og Þórður Guðjónsson. Varamenn eru Eyrún Þorleifsdóttir og Sigrún Sigmundsdóttir.

Page 22: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Hrefna og Margrét Þóra voru í fráfarandi stjórn en hin fjögur komu ný inn í stjórnina. Borghildur Jósúadóttir sem verið hefur formaður síðan félagið var endurreist í ágúst 2007 stýrði aðalfundi í síðasta sinn og voru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu nemenda og skólans.

Á myndinni til vinstri eru meðlimir fráfarandi stjórnar: Erla Olgeirsdóttir, Ósk Jónsdóttir, Borghildur Jósúadóttir, Margrét Þóra Jónsdóttir og Hrefna Ingólfsdóttir. Á myndinni til hægri er nýkjörin stjórn: Eyrún Þorleifsdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Anna Guðrún Ahlbrecht, Þórður

Guðjónsson, Margrét Þóra Jónsdóttir og Hrefna Ingólfsdóttir.

13. október: Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Í dag er stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem Íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í framhaldsskólum halda á hverju hausti. Keppnisgögn eru send í skólana og þegar þetta er ritað situr vaskur hópur nemenda hér í Fjölbrautaskóla Vesturlands og glímir við spennandi verkefni. Á myndinni hér að neðan er dæmi úr sams konar keppni frá því fyrir nokkrum árum.

11. október: Fresti til að velja fyrir vorönn lýkur á föstudag Minnt er á að þeir sem ætla að vera í skólanum á vorönn þurfa að skrá val í Innu fyrir vikulok, þ.e. í síðasta lagi

föstudaginn 15. október. Allar upplýsingar sem þarf að nota til að velja áfanga er hægt að finna með því að smella á krækjuna hér efst til hægri.

11. október: Trésmíði á starfsbraut

Ritstjóri skólavefjarins leit við á trésmíðaverkstæði skólans um hádegið í dag og þar voru þrír nemendur á starfsbraut með nýkláraða smíðisgripi.

Page 23: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

11. október: Aðalfundur foreldraráðs a miðvikudagskvöld

Aðalfundur foreldraráðs Fjölbrautaskóla Vesturlands verður haldinn miðvikudaginn 13. október klukkan 19:30 á sal skólans. Þrjú erindi verða flutt á fundinum og síðan verða venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá fundarins: 1. Kristján Ketill Stefánsson: Afskipti eða afskiptaleysi – Áhrif staðalímynda á náms- og starfsval; 2. Jónína Halla Víglundsdóttir: Kynning á verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli; 3. Borghildur Jósúadóttir: Forvarnir og samstarf við foreldra framhaldsskólanema; 4. Venjuleg aðalfundarstörf. Forráðamenn nemenda eru hvattir til að mæta. Öðrum er velkomið að sitja fundinn fram að 4. dagskrárlið.

8. október: Bleikur vinnudagur

Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að klæðast bleiku í dag og sýna með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Í fyrstu frímínútum dagsins var bleiki liturinn áberandi á kaffistofu kennara þar sem þessi mynd var tekin.

Page 24: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

6. október: Lækkuð framlög til skólans samkvæmt frumvarpi til fjárlaga

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, munu framlög ríkisins til Fjölbrautaskóla Vesturlands verða sem næst 40 milljónum lægri á næsta ári en þessu. Undanfarin ár hefur samdrætti í fjárveitingum verið mætt með því að fjölga í hópum, leggja niður fjarnám og nám fyrir fullorðna, fækka valgreinum og sleppa því að endurnýja búnað. Úrræði af þessu tagi duga ekki til að mæta þeim samdrætti sem nú er boðaður í frumvarpi til fjárlaga.

Myndin sýnir breytingar á fjárveitingum til skólans að raunvirði (m.v. vísitölu neysluverðs) frá 2007. Samdrátturinn sem boðaður er í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 er mun meiri en undanfarin ár.

1. október: Jarðfræðiferð í síðustu viku

Á föstudag í síðustu viku fóru nemendur í jarðfræðiáfanganum JAR1036 í ferð um Hvalfjörð ásamt kennara sínum, Finnboga Rögnvaldssyni. Á myndinni sést hluti hópsins í fjörunni við Bjarteyjarsand og Akrafjall efst til vinstri. Á litlu innfelldu myndinni sést ummyndaður berggangur í hraungúl í öskjufyllingu í Hvalfjarðareldstöðinni sem talið er að hafi verið virk fyrir um 2 milljónum ára.

Myndirnar tók Heimir Snær Sveinsson nemandi á náttúrufræðibraut

29. september: Námsáætlanagerð og val fyrir vorönn 2011

Nemendur sem ætla að vera í skólanum á vorönn 2011 þurfa að skrá val í Innu fyrir miðjan október. Upplýsingar sem nemendur þurfa að nota til að velja áfanga og skipuleggja nám sitt eru komnar á vefinn (sjá krækju efst á listanum til hægri). Þeim sem þurfa aðstoð við námsáætlanagerð og val er bent á að panta strax tíma hjá námsráðgjafa.

Page 25: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

27. september: Jóga á Langasandi

Í góða veðrinu á miðvikudag í síðustu viku fór Erla S. Olgeirsdóttir, sem kennir Jóga, með nemendur sína á Langasand og þar var þessi mynd tekin.

22. september: Fulltrúar nemenda í skólaráði

Nemendur hafa kosið sér fulltrúa í skólaráð. Þeir eru Telma Björk Helgadóttir og Jensína Kristinsdóttir. Þær eru báðar á þriðja námsári í skólanum, Telma á náttúrufræðibraut og Jensína á félagsfræðabraut.

20. september: Gengið á Súlur

Á laugardaginn gengu nemendur í útivistaráfanganum (ÍÞR3U13) á Súlur ásamt kennara sínum, Önnu Bjarnadóttur. Gengið var upp úr Botnsdal fyrst á Vestursúlu (sem er 1086 metra há) og svo þaðan á Norðursúlu (sem er 1006 metra há). Leiðin sem var farin er um 17 kílómetrar og tók gangan alls um 7 klukkustundir. Veður var gott og skyggni ágætt eins og sést á myndinni hér að neðan sem tekin var á Norðursúlu.

17. september: Uppfærsla á vef skólans

Í þeirri viku sem nú er að ljúka hafa verið gerðar lítilsháttar breytingar á vef skólans m.a. til þess að hann birtist með

Page 26: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

sem líkustum hætti í flestum vöfrum. Nú á að vera hægt að lesa hann í nýjustu útgáfum af: Firefox, Google Chrome, Internet Explorer, Opera, Safari og Sea Monkey. Lesendur vefjarins sem sjá villur eða óeðlilegt útlit í einhverjum þessara vafra eru vinsamlega beðnir að láta vita með því að senda tölvupóst á [email protected].

14. september: Fab Lab Akranes

Í vor tók Fab Lab smiðja til starfa í húsakynnum Fjölbrautaskóla Vesturlands, nánar tiltekið milli kennslustofa rafiðnadeildar á C gangi skólans. Að sögn Reynis Georgssonar forstöðumanns (sem sést á myndinni til hægri) er veruleg aðsókn að smiðjunni og þeir sem nýta hana eru bæði ungir og gamlir, Akurnesingar og fólk sem kemur lengra að.

Upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðunni http://fablabakranes.is/. Þar segir meðal annars:

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. [...] Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Myndir og upplýsingar um daglsegt starf í Fab Lab Akranes má einnig finna á Facebook.

8. september: Fyrsti dansleikur skólaárins

Nemendafélagið heldur dansleik á Breiðinni annað kvöld, fimmtudagskvöld 9. september, klukkan 23 til 02. Kennsla fellur niður í fyrsta tíma á föstudag svo þeir sem mæta á ballið geti sofið aðeins lengur. Á föstudag fer skólabíll úr Borgarnesi klukkan 9:00 (en ekki klukkan 7:40).

1. september: Umsjónartímar - minnisblöð á vef skólans

Nemendum sem missa af umsjónartímum er bent á að lesa minnisblöð sem birtast á vef skólans. Þau eru aðgengileg neðst á valmyndinni hér til vinstri undir: Þjónusta › Umsjónartímar.

1. september: Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk

Frestur til að sækja um jöfnunarstyrk rennur út 15. október. Upplýsingar eru á vef LÍN (www.lin.is). Nemendur sem verða að dvelja fjarri lögheimili sínu og fjölskyldu vegna náms geta átt rétt á dvalarstyrk og þeir sem sækja nám frá heimili fjarri skóla geta átt rétt á akstursstyrk. Allir sem ferðast með skólabílnum í Borgarnesi verða að sækja um.

Page 27: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

31. ágúst: Valdimar Ingi Brynjarsson kosinn í stjórn nemendafélagsins

Föstudaginn 28. ágúst kusu nýnemar Valdimar Inga Brynjarsson sem fulltrúa sinn í stjórn nemendafélagsins. Valdimar Ingi lauk tíunda bekk í Brekkubæjarskóla síðasta vor. Ritstjóri skólavefjar óskar honum til hamingju með kosninguna. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir síðasta vor. Stjórnina skipa: Lóa Guðrún Gísladóttir formaður, Hekla Karen Steinarsdóttir, Kristín Björk Lárusdóttir, Olga Þórunn Gústafsdóttir og Valdimar Ingi Brynjarsson. Varamenn eru Engilbert Svavarsson og Lárus Beck.

30. ágúst: Úrsögn úr áfanga

Minnt er á að nemendur sem ætla að segja sig úr áfanga þurfa að gera það fyrir klukkan 15 á miðvikudaginn. Úrsagnir eftir það eru skráðar sem falleinkunn.

30. ágúst: Áætlun skólabíls Áætlun skólabíls, sem gildir fram í byrjun desember, er komin á vefinn. Sjá krækju hér efst til hægri.

27. ágúst: Sprell á Langasandi

Í dag lauk móttöku nýnema í skólann með því að eldri nemendur fóru með þá á Langasand þar sem þeir fengu að blotna svolítið í fæturna og gera nokkrar leikfimiæfingar. Myndin hér að neðan var tekin við það tækifæri. Á sandinum heyrðust sumir eldri nemar kalla nýjustu skólasystkini sín busa. Það orðalag er meira en aldargamalt og varð til þegar nýnema, sem þreytti inntökupróf í Lærða skólann í Reykjavík, varð á að segja að þágufall af latneska lýsingarorðinu „novus“ væri „novibus“ (en ekki „novo“). Þetta þótti fyndið á sínum tíma og til marks um fávisku nýnema. Voru þeir fyrir vikið kallaðir busar.

26. ágúst: Seinni hluti dagskrár fyrir nýnema á morgun

Seinni hluti móttöku fyrir nýnema, sem luku tíunda bekk í vor, verður á morgun, föstudag 27. ágúst. Þá verður farið með hópinn að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd kl. 8:30. Þar verður skipulögð dagskrá fram undir hádegi. Nemendur þurfa að klæða sig eftir veðri því dagskráin verður að mestu leyti úti. Þeir þurfa að hafa með sér nesti, t.d. eina samloku og vatn. Þeir fá grillaðar pylsur áður en lagt verður af stað til baka. Eftir hádegi verður „Langasandssprell“ á vegum nemendafélagsins. Þeir nýnemar sem vilja taka þátt í því mæta í umsjónarstofur sínar kl. 13:30 í fötum sem þola (Langa)sand og sjó. Þangað verða þeir sóttir og síðan gengið frá skólanum niður á Langasand. Um kvöldið verður nemendafélagið með kaffihúsakvöld á sal skólans. Ætlast er til að allir nýnemar fæddir 1994 komi í ferðina að Hlöðum fyrir hádegi. Hins vegar hefur hver og einn frjálst val um hvort hann kemur í umsjónarstofu klukkan 13:30 og gengur með hópnum á Langasand.

Myndir teknar á Langasandi í fyrra

25. ágúst: Innritunar og kynningardagur íþrótta- og tómstundafélaga

Innritunar- og kynningardagur íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi er í dag, 25. ágúst, í íþróttahúsinu við Vesturgötu og stendur frá klukkan 17:30 til klukkan 19:00. Þarna geta bæjarbúar kynnt sér á einum stað allt sem er í boði á þessu sviði. Einnig verður tekið við skráningum í

Page 28: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

vetrarstarf félaganna. Til að flýta fyrir og sleppa við langar biðraðir er hægt að nálgast skráningarblöð á heimasíðu ÍA http://www.ia.is. Vinsamlegast komið með blöðin útfyllt og styttið þannig biðtímann.

23. ágúst: Töflubreytingar

Töflubreytingum lýkur klukkan 15 miðvikudaginn 25. ágúst.

23. ágúst: Árekstrarheimild og frávik frá skólasóknarreglu Frestur til að sækja um árekstrarheimild og frávik frá skólasóknarreglu rennur út klukkan 15 miðvikudaginn 25. ágúst.

23. ágúst: Frestur til að skrá sig úr áfanga Frestur til að skrá sig úr áfanga rennur út klukkan 15 miðvikudaginn 1. september.

23. ágúst: Skráning í ÍÞR3M1

Keppnisfólk í íþróttum getur skilað umsókn frá þjálfara um að æfingar komi í stað ÍÞR301. Eyðublöð eru á skrifstofu og umsóknum þarf að skila fyrir klukkan 15 miðvikudaginn 1. september.

23. ágúst: Skráning í skólabíl

Skráningu í Borgarnesrútuna lýkur klukkan 15 fimmtudaginn 26. ágúst. Skráningarlisti liggur frammi á skrifstofu skólans. Bráðabirgðaráætlun hefur verið auglýst. Endanleg áætlun haustannar tekur gildi mánudaginn 30. ágúst.

20. ágúst: Upphaf haustannar 2010

Skólinn verður settur mánudaginn 23. ágúst klukkan 10. Nýnemar eiga að koma á skólasetninguna. Foreldrar og forráðmenn eru einnig velkomnir. Að skólasetningu lokinni munu nýnemar hitta umsjónarkennara sína, fá afhenta stundatöflu annarinnar og önnur gögn um skólann. Síðan verður sérstök dagskrá fyrir nýnema sem luku tíunda bekk í vor. Dagskránni lýkur um klukkan 15. Nemendur sem voru í skólanum á vorönn 2010 geta sótt stundatöflur sínar mánudaginn 23. ágúst klukkan 13 til 16. Þá verður einnig unnt að fá stundatöflum breytt gerist þess þörf. Námsbækur fást í bókaverslun Eymundssonar að Dalbraut 1 á Akranesi og verslunin verður opin til klukkan 21 á mánudaginn. Krækja í bókalista er hér til hægri. Skólabíll fer frá Borgarnesi klukkan 9:15 á mánudag og til baka klukkan 16:00. Krækja í nánari upplýsingar um ferðir skólabílsins er hér til hægri. Kennsla í skólanum hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 24. ágúst.

20. ágúst: Fækkun nemenda

Nú í byrjun haustannar eru 562 nemendur skráðir í skólann en í byrjun haustannar 2009 voru þeir 627. Nemendum á sextánda til nítjánda aldursári hefur fækkað um 23 milli ára en eldri nemendum hefur fækkað um 42.

19. ágúst: Fulltrúar kennara í skólanefnd, skólaráði og fulltrúaráði

Á fyrsta kennarafundi annarinnar sem haldinn var í morgun var Anna Bjarnadóttir endurkjörin áheyrnarfulltrúi kennara í skólanefnd og Eiríkur Guðmundsson var endurkjörinn varamaður. Ólöf H. Samúelsdóttir var endurkjörin til tveggja ára sem fulltrúi kennara í skólaráði og Ingólfur Ingólfsson var kjörinn varamaður. Steingrímur Benediktsson sem kosinn var fyrir ári síðan situr áfram í skólaráði en kennarar eiga þar tvo fulltrúa. Halla I. Guðmundsdóttir var kjörin fulltrúi kennara í fulltrúaráð skólans og Jón Gunnar Axelsson til vara.

19. ágúst: Breytingar á starfsliði

Á fyrsta skólafundi ársins sem haldinn var í morgun kynnti skólameistari breytingar á starfsliði skólans. Kennarar sem ráðnir hafa verið til starfa eru Dagbjört L. Kjartansdóttir í félagfræði, Ingunn Anna Jónasdóttir í dönsku og Kristín L. Kötterheinrich í þýsku. Elsa Þorbjarnardóttir hefur verið ráðin sem gæslumaður á heimavist og Ása Björg Gylfadóttir hefur verið ráðin í ræstingar. Atli Harðarson aðstoðarskólameistari er kominn úr námsorlofi. Þrír kennarar sem höfðu kennt lengi við skólann hafa látið af störfum. Þeir eru Kristján Elís Jónasson, Ursula Irena Karlsdóttir og Þjóðbjörn Hannesson. Þjóðbjörn hafði starfað við skólann frá stofnun hans árið 1977. Aðrir sem störfuðu við skólann á vorönn 2010 en verða ekki á haustönninni eru: Krist-ján Guðmundsson félagsfræðikennari og Ólafur Haraldsson námsráðgjafi sem báðir verða í námsorlofi; Árni Thor Guðmundsson kennari í knattspyrnu; Ellen Rönhede Hansen enskukennari; Guðmundur Garðar Brynjólfs-son gæslumaður á heimavist;

Page 29: Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 · Fréttir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands skólaárið 2010 til 2011 23. júní: Fundur í skólanefnd Skólanefnd

Haraldur Gylfason kennari í málmiðnagreinum, Halldóra Engilbertsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Meðan Ólafur er í námsorlofi starfar Ólöf H. Samúelsdóttir sem námsráðgjafi.

16. ágúst: Nemandi FVA keppir á Ólympíuleikum ungmenna í Singapore

Þessa dagana keppir Inga Elín Cryer í sundi á Ólympíuleikum ungmenna í Singapore. Hún keppti í 200m fjórsundi stúlkna í gær og á föstudaginn í 400m skriðsundi. Inga Elín er nemandi á málabraut.

16. ágúst: Fundur með forráðamönnum nýnema á miðvikudagskvöld

Stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands boða forráðamenn nýnema til fundar á sal skólans miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 19:30 til 20:30. Á fundinum verða kynnt mikilvæg atriði sem snerta skólagöngu nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands, félagslíf nemenda og samskipti skólans og forráðamanna. Á fundinum verður einnig stutt erindi frá Rannsóknum og greiningu um niðurstöður rannsókna um áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Tími verður gefinn til fyrirspurna og umræðna um skólann og annað sem tengist fundarefninu.

6. ágúst: Góður árangur á ólympíuleikum í eðlisfræði

Ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru haldnir í Zagreb í Króatíu dagana 17. til 25. júlí. Í íslenska liðinu var Skagamaðurinn Aron Öfjörð Jóhannesson sem brautskráðist frá FVA í maí. Auk hans var liðið skipað einum nemanda úr MA, einum úr MH og tveim úr MR. Árangur liðsins var sá besti sem Íslendingar hafa náð á ólympíuleikum í eðlisfræði til þessa og var liðið næst efst Norðurlandaþjóða á eftir Finnum. Upplýsingar um leikana eru á vefnum http://ipho2010.hfd.hr/.

23. júní: Lokun vegna sumarleyfa starfsfólks

Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá klukkan 12:00 í dag miðvikudag 23. júní. Hún opnar aftur klukkan 13:00 miðvikudaginn 4. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann geta náð í skólameistara í síma 864 1711 og áfangastjóra í síma 897 5148.

23. júní: Nemendafjöldi á haustönn 2010

Þegar innritun fyrir haustönn 2010 er lokið er fjöldi þeirra sem óskar eftir skólavist alls 580. Þar af eru 125 sem luku 10. bekk í vor og 54 aðrir nemendur sem ekki voru í skólanum á vorönn 2010. Svör við umsóknum um skólavist og um pláss á heimavist á haustönn 2010 verða póstlögð í dag.

4. júní: Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra voru afhent í 15. sinn þriðjudaginn 1. júní síðastliðinn. Formaður foreldraráðs Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, hún Borghildur Jósúadóttir var önnur tveggja sem fékk afhent dugnaðarforkaverðlaun 2010 fyrir ötult foreldrastarf í framhaldsskólum. Borghildur er vel að þessum verðlaunum komin en hún hefur verið mjög virk í foreldraráði skólans og átt stóran þátt í að finna félaginu markvisst hlutverk s.s. að efla samstarf við skólastjórnendur, umsjónamenn félagsstarfa, forvarnarfulltrúa og stjórn nemendaflélags skólans.

3. júní: Almennt framhaldsskólapróf

Samkvæmt skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands þá útskrifast nemandi með framhaldsskólapróf þegar hann hefur lokið 52 einingum af yfirstandandi námi sínu. Þar af þarf nemandinn að hafa lokið a.m.k. 2 einingum í hverri eftirtalinna greina: íslensku, erlendu tungumáli, stærðfræði, lífsleikni og íþróttum. Í gær útskrifaði skólinn í fyrsta sinn eftir þessari grein þegar 65 nemendur fengu send skírteini um að þeir hefðu lokið framhaldsskólaprófi.

26. maí: Nýstúdent keppir á Ólympíuleikunum í eðlisfræði

Aron Öfjörð Jóhannesson nýstúdent er einn af 5 keppendum sem valinn hefur verið til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Keppnin fer fram í Zagreb í Króatíu dagana 17. - 25. júlí næstkomandi. Skólavefurinn óskar Aroni Öfjörð innilega til hamingju með valið og óskar honum og liðsfélögum velfarnaðar á mótinu.