9
SVERRIR THORSTENSEN, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, ÞÓREY KETILSDÓTTIR, MARÍA KETILSDÓTTIR & SNÆVARR ÖRN GEORGSSON FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 KÖNNUN GERÐ BEIÐNI UMHVERFISNEFNDAR AKUREYRAR Spóahreiður við Hundatjörn í Naustaflóa Ljósm.: Sverrir Thorstensen 29.05.2014 AKUREYRI ÁGÚST 2014

FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

SVERRIR THORSTENSEN, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR,

ÞÓREY KETILSDÓTTIR, MARÍA KETILSDÓTTIR &

SNÆVARR ÖRN GEORGSSON

FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í

NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014

KÖNNUN GERÐ AÐ BEIÐNI

UMHVERFISNEFNDAR AKUREYRAR

Spóahreiður við Hundatjörn í Naustaflóa Ljósm.: Sverrir Thorstensen 29.05.2014

AKUREYRI ÁGÚST 2014

Page 2: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

EFNISYFIRLIT:

1 INNGANGUR OG LÝSING SVÆÐIS 2

2 TALNINGARAÐFERÐIR 3

3 VARPFUGLAR 3

4 AÐRIR FUGLAR 7

5 MERKINGAR 7

6 SAMANBURÐUR VIÐ FYRRI TALNINGAR 7

7 LOKAORÐ 8

8 HEIMILDIR 8

-1-

Page 3: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

1 INNGANGUR OG LÝSING SVÆÐIS

Að beiðni umhverfisnefndar Akureyrar var gerð úttekt á fuglalífi í Naustaflóa vorið

2014 í fimmta sinn frá árinu 2008. Svæðið er um 0,01 km2 eða 1 ha (1. mynd). Um

fjórðungur svæðisins er undir vatni eða blaut mýri. Syðst er frekar þurrt og þar hefur

trjágróður aukist verulega á síðustu árum. Markmiðið með talningunum er að fylgjast með

framvindu fuglalífs á svæðinu eftir að Hundatjörn og votlendið var endurheimt þegar skurður

norður úr svæðinu var stíflaðir sumarið 2007 og stíflugarður var byggður sumarið 2009. Í

þessari skýrslu verður gerð grein fyrir niðurstöðum talninga vorið 2014.

1. mynd. Naustaflói. Rauð lína afmarkar talningarsvæðið. Land undir vatni er skástrikað.

Stíflugarður sýndur með svartri línu.

-2-

Page 4: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

2 TALNINGARAÐFERÐIR

Talningar fóru fram dagana 15., 29. og 30. maí 2014. Sama aðferð var notuð og í

fyrri talningum (Sverrir Thorstensen og Þorsteinn Þorsteinsson 2008, Sverrir Thorstensen o.fl.

2010). Byrjað var á því að skrá alla fugla sem sáust úr fuglaskoðunarskýlinu og þeir merktir

inn á kort. Síðan var svæðið gengið skipulega þar sem bil á milli talningarmanna var um

fimm metrar. Óðalsbundnir fuglar voru merktir inn á kort og einnig hreiður sem fundust.

Þessar upplýsingar voru síðan bornar saman við talninguna úr fuglaskoðunarskýlinu. Fjöldi

anda miðast við mesta fjölda steggja í einni talningu. Hettumáfar voru taldir úr skýlinu 15.

maí og aftur 29. maí, og var gerður greinarmunur á fuglum á hreiðrum og lausum fuglum.

Fjöldi varppara hettumáfa fæst með því að margfalda heildarfjöldann með 0,61 (Ævar

Petersen og Sverrir Thorstensen 1993). Mesti fjöldi varppara fékkst við talningu fugla á

hreiðrum 15. maí og er sú tala notuð hér.

Einnig fórum við skipulega um skógarsvæðin umhverfis flóann 15. maí og skráðum hreiður

og óðalsbundna fugla (sjá bls 7).

Aðstæður til talningar voru góðar alla dagana, léttskýjað og stillt veður.

3 VARPFUGLAR

Alls fundust 11 tegundir varpfugla á svæðinu og er það sami fjöldi og sömu tegundir

og í síðustu talningu vorið 2012. Fjöldi varppara var 123 og er það fækkun um 36 pör frá

2012 (sjá 2. töflu). Hreiður og óðul annarra fugla en hettumáfa eru sýnd á 4. mynd.

Rauðhöfðaönd Anas penelope

Einn steggur sást 15. maí og stakur steggur og eitt par voru á stærri tjörninni 29. maí.

Engin hreiður fundust, en eitt úrétið rauðhöfðaegg fannst. Fjöldi varppara var 2.

Urtönd Anas crecca

Tveir steggir og eitt par að auki sáust 29. maí. Engin hreiður fundust að þessu sinni.

Fjöldi varppara var 3.

Stokkönd Anas platyrhynchos

Einn steggur og eitt par sáust 15. maí. Tveir steggir sáust á stærri tjörninni 29. maí og

þá fannst eitt hreiður með 9 eggjum. Fjöldi varppara var 2.

Rjúpa Lagopus muta

Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar-

skýlið 15. maí. Báðir karrarnir sáust á sömu stöðum 29. maí. Rjúpa með a.m.k. 10 unga sást

á göngustígnum sunnarlega austan votlendisins þann 4. júlí. Fjöldi varppara var 2.

-3-

Page 5: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

Hrossagaukur Gallinago gallinago

Óðalsbundnir hrossagaukar sáust á sjö stöðum og hreiður þriggja þeirra fundust.

Eggjafjöldi var: 2, 4, 4 (2. mynd). Hreiðrið með 2 eggjum var afrækt. Fjöldi varppara var 7.

2. mynd. Hrossagaukshreiður í Naustaflóa Ljósm.: Sverrir Thorstensen 29.05.2014

Spói Numenius phaeopus

Eitt spóapar var á svæðinu og hreiður með 4 eggjum fannst. Fjöldi varppara var 1.

Stelkur Tringa totanus

Einn stelkur sást 15. maí og 29. maí voru tvö pör á svæðinu. Ekkert hreiður fannst en

eitt úrétið egg fannst 29. maí. Fjöldi varppara var 2.

Jaðrakan Limosa limosa

Fjögur óðalsbundin pör sáust. Hreiður tveggja þeirra fundust (3. mynd). Einnig

fundust 4 úrétin jaðrakanegg. Fjöldi varppara var 4.

-4-

Page 6: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

3. mynd. Jaðrakanhreiður í Naustaflóa Ljósmynd: Sverrir Thorstensen 29.05.2014

Óðinshani Phalaropus lobatus

Þrjú pör héldu til á stærri tjörninni 29. og 30. maí. Fjöldi varppara var 3.

Hettumáfur Chroicocephalus ridibundus

Fjöldi hettumáfa var talinn úr fuglaskoðunarskýlinu 15. maí. Alls voru 25 fuglar á

hreiðrum við minni tjörnina og 69 við þá stærri. Fjöldi fugla á hreiðrum var 94. Lausir fuglar

voru auk þess 50 alls. Alls voru því 144 hettumáfar á svæðinu þegar talið var 15. maí. Í seinni

talningunni 29. maí sáust 89 hettumáfar á hreiðrum og 59 lausir fuglar. Heildarfjöldi í seinni

talningu var 148 fuglar. Margföldunarstuðullinn 0,61 gefur 88 pör í fyrri talningunni en 90

pör í þeirri seinni. Gróður var lágvaxinn og fullvíst er að öll hreiður sáust vel í talningunni

15. maí og því er miðað við mesta fjölda fugla á hreiðrum.

Talin voru egg í 55 hreiðrum (59% hreiðra) 29. og 30. maí. Meðaltalið var 2,4 egg (á bilinu 1

til 4). Fyrstu ungar voru að klekjast dagana sem talningar fóru fram sem bendir til þess að

fullorpið hafi verið í hreiðrin 15. maí. Fjöldi varppara var 94.

Þúfutittlingur Anthus pratensis

Syngjandi karlfuglar sáust á þremur stöðum. Fjöldi varppara var 3.

-5-

Page 7: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

4. mynd. Dreifing varpfugla annarra en hettumáfa vorið 2014

-6-

Page 8: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

4 AÐRIR FUGLAR

Í skógarreitunum við talningarsvæðið er nokkuð þétt varp skógarþrasta og auðnu-

tittlings. Eftirtalin hreiður fundust á u.þ.b. 10 metra breiðu belti vestan, norðan og austan

Naustaflóa:

Auðnutittlingur 4 hreiður

Skógarþröstur 4 hreiður

Hrossagaukur 1 hreiður

Á þessu sama svæði heyrðum við auk þess í glókolli, sólskríkju og steindepli. Á talningar-

svæðinu sáust einnig tveir tjaldar (15. maí) og einn hrafn í ætisleit (29. maí).

5 MERKINGAR

Samhliða talningum merktum við alls 49 fugla með merkjum frá Náttúrufræðistofnun

Íslands. Í samantektinni í 1. töflu eru teknir með þeir fuglar sem voru merktir í skógar-

reitunum umhverfis talningarsvæðið.

1. tafla. Fuglar merktir vorið 2014

TEGUND UNGAR FULLO. ALLS

Hrossagaukur 3 3

Jaðrakan 1 1

Hettumáfur 33 33

Skógarþröstur 7 7

Auðnutittlingur 5 5

ALLS: 45 4 49

6 SAMANBURÐUR VIÐ FYRRI TALNINGAR

Talning nú gefur nánast sömu niðurstöðu og vorið 2012. Öndum hefur fækkað úr níu

pörum í sjö, heildarfjöldi vaðfugla er sá sami og rjúpur og þúfutittlingar jafn margir og 2012

(Sverrir Thorstensen o.fl. 2012). Hettumáfum fækkar úr 128 pörum í 94 pör, en fjöldi þeirra

nú er þó langt yfir fjölda áranna 2008-2010 (2. tafla). Hettumáfar eru mjög óstöðugir

varpfuglar og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki fastheldnir á varpstaði og þessi breyting á

fjölda þeirra er í takt við það (Ævar Petersen 1998).

-7-

Page 9: FUGLALÍF VIÐ HUNDATJÖRN Í NAUSTAFLÓA VORIÐ 2014 · Rjúpa Lagopus muta Einn karri átti óðal nær syðst á svæðinu og par hélt til rétt norðan við fuglaskoðunar- skýlið

2. tafla. Varpfuglar við Hundatjörn í Naustaflóa 2008, 2009, 2010, 2012 og 2014

TEGUND 2008 2009 2010 2012 2014

Grágæs 1 0 0 0 0

Rauðhöfðaönd 3 0 0 2 2

Urtönd 2 2 1 2 3

Stokkönd 4 3 3 5 2

Rjúpa 2 1 0 2 2

Heiðlóa 0 1 0 0 0

Hrossagaukur ~4 7 6 5 7

Jaðrakan 1-2 3 4 5 4

Spói 0 1 1 2 1

Stelkur 2 4 2 1 2

Óðinshani 0 1 1 4 3

Hettumáfur 30 21 48 128 94

Þúfutittlingur 2 0 1 3 3

ALLS: ~50 44 67 159 123

7 LOKAORÐ

Tvær síðustu talningar sýna litlar breytingar á fjölda varpfugla við Hundatjörn í

Naustaflóa ef hettumáfur er undanskilinn. Svæðið virðist vera að taka á sig endanlega mynd

hvað vatnsstöðu varðar, en ljóst er að trjágróður á enn eftir að aukast á svæðinu. Tíminn

verður að leiða í ljós hvaða afleiðingar það gæti haft á fuglalíf, en gera má ráð fyrir að sumum

vaðfuglum, t.d. jaðrakan og stelk gæti fækkað.

8 HEIMILDIR

Sverrir Thorstensen. Dagbókarfærslur maí-júní 2014.

Sverrir Thorstensen og Þorsteinn Þorsteinsson 2008. Fuglalíf við Hundatjörn í Naustaflóa

vorið 2008. Umhverfisnefnd Akureyrar. 6 bls.

Sverrir Thorstensen, Þórey Ketilsdóttir, Kristján Óli Sverrisson og María Ketilsdóttir 2012.

Fuglalíf við Hundatjörn í Naustaflóa vorið 2012. Umhverfisnefnd Akureyrar. 8 bls.

Sverrir Thorstensen, Þórey Ketilsdóttir og Þorlákur Snær Helgason 2010. Fuglalíf við

Hundatjörn í Naustaflóa vorið 2010. Umhverfisnefnd Akureyrar. 6 bls.

Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell. Reykjavík. 312 bls.

Ævar Petersen og Sverrir Thorstensen 1993. Hettumáfsvörp í Eyjafirði 1990. Bliki 13, 45-59

-8-