16
FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM Fyrirlestur unninn af Elvu Gísladóttur og Hólmfríði Þorgeirsdóttur, næringarfræðingum hjá Embætti landlæknis og Kolbrúnu Einarsdóttur næringarráðgjafa á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Við vinnslu fyrirlestrarins var ýmislegt efni notað, t.d.: Bæklingur um fæðuofnæmi og fæðuóþol, upplýsingar fyrir matreiðslufólk í skólamötuneytum. Gefinn út af Reykjavíkurborg. Upplýsingablað um Glútenóþol. Gefið út af Reykjavíkurborg. Upplýsingasíða MAST um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. Heimasíða Astma- og ofnæmisfélagsins Efni af ýmsum erlendum síðum um fæðuofnæmi og fæðuóþol. Síðast uppfært janúar 2018.

FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM

Fyrirlestur unninn af Elvu Gísladóttur og Hólmfríði Þorgeirsdóttur, næringarfræðingum hjá Embætti landlæknis og Kolbrúnu Einarsdóttur næringarráðgjafa á Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Við vinnslu fyrirlestrarins var ýmislegt efni notað, t.d.: • Bæklingur um fæðuofnæmi og fæðuóþol, upplýsingar fyrir matreiðslufólk í

skólamötuneytum. Gefinn út af Reykjavíkurborg. • Upplýsingablað um Glútenóþol. Gefið út af Reykjavíkurborg. • Upplýsingasíða MAST um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. • Heimasíða Astma- og ofnæmisfélagsins

• Efni af ýmsum erlendum síðum um fæðuofnæmi og fæðuóþol.

Síðast uppfært janúar 2018.

Page 2: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Fæðuofnæmi og fæðuóþol• Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á

sérstöku mataræði. – Mjólk og egg eru algengustu tegundir fæðuofnæmis hjá börnum.

Hverfur oft fyrir fjögurra ára aldur. – Aðrir algengir ofnæmisvaldar eru fiskur, skelfiskur, trjáhnetur,

jarðhnetur, soja og hveiti.

• Það eru oftast ákveðin prótein í mat sem eru ofnæmisvakar og valda ofnæmiseinkennum.

• Einkenni fæðuofnæmis geta verið mjög mismunandi eftir einstaklingum en koma oftast fram sem einkenni á húð, í öndunarfærum eða meltingarvegi.

• Það er misjafnt hversu alvarleg þau eru, hvernig þau lýsa sér, hversu fljótt þau koma fram eftir máltíð og hversu mikið magn þarf til að framkalla einkenni.

• Alvarleg einkenni geta komið fram sem mikil bjúgmyndun, öndunarerfiðleikar og blóðþrýstingsfall.

Byggt á bæklingnum Fæðuofnæmi og fæðuóþol, upplýsingar fyrir matreiðslufólk í skólamötuneytum. (Rvk. 2006) http://reykjavik.is/sites/default/files/matarofnaemi.pdf

Page 3: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Ofnæmi og óþol (frh.)

• Það er mikilvægt að allt starfsfólk viti ef barn er með fæðuofnæmi.

• Nauðsynlegt er að foreldrar í samráði við næringarfræðing/-ráðgjafa upplýsi starfsfólk hvaða vörur barnið þolir og hvaða vörur barnið þolir ekki.

• Minnislistar/merking með litum í eldhúsi geta hjálpað með upptalningu á þeim fæðutegundum sem barnið má ekki fá.

Page 4: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Ofnæmi og óþol (frh.)

• Lesið alltaf innihaldslýsingu á þeirri matvöru sem notuð er. Innihaldslýsing vörunnar gæti hafa breyst.

• Í flestum tilvikum er hægt að nota sama grunnmatseðilinn fyrir alla. – T.d. getur verið nóg að

gefa barni með fisk-ofnæmi einhvers konar kjötrétt í staðinn fyrir fisk en halda meðlætinu eins fyrir alla.

Page 5: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Ofnæmi og óþol (frh.)

• Ofnæmisvaldurinn má alls ekki komast í snertingu við matvæli sem eru í máltíð barnsins með ofnæmið.• Nota þarf vel hreinsuð

matarílát, áhöld og vinnuborð, bæði í matreiðslu og við framreiðslu.

• Þvo þarf hendur vel og vandlega áður en sérfæði er matreitt.

• Gæta þarf að því að hlífðarfatnaður sé hreinn.

• Ekki nægir að tína úr þann mat eftir á sem barnið má ekki borða.

Page 6: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Mjólkurofnæmi

• Forðast þarf alveg mjólkurvörur eða mjólkurafurðir og allar vörur sem innihalda mjólkurvörur. T.d. nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, stoðmjólk, fjörmjólk, súrmjólk, mysu, skyr, jógúrt, ost, smurost, rjómaost, sýrðan rjóma, kotasælu, rjóma, smjör, smjörva, mjólkurduft og mysuprótein.

• Ýmis unnin matvæli geta innihaldið mjólkurprótein, s.s. undanrennuduft, mjólkurduft, mysuprótein/whey/valle eða kasein/casein/caseinates, laktósa/lactose/mjólkursykur/ mælkesukker.

Page 7: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Mjólkurofnæmi (frh.)• Skylt er að skrá á skýran hátt í

innihaldslýsingu ef matvara inniheldur mjólk. Ef vafamál, þá er mikilvægt að hafa samband við framleiðanda eða innflytjanda.

• Ekki er æskilegt að nota geitamjólk í staðinn fyrir kúamjólk þar sem þessar tegundir innhalda svipuð prótein.

• Mjólkurprótein geta verið í ýmsum gerðum af kjötbollum, fiskfarsi, pylsum, lifrarkæfu, kartöflustöppudufti, raspi, sælgæti (t.d. í lakkrís, karamellum og súkkulaði) og tilbúnum sósum.

• Lesið ávallt innihaldslýsingu á vörunni.

Page 8: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Mjólkurofnæmi (frh.)• Aukefni innihalda ekki mjólkurprótein

– Smjörsýra (lactic acid) E 270 og efnin E 325 (natríum/sodiumlactate), E 326 (kalíum lactate) og E 327 (kalsíum/calcium lactate) innihalda ekki mjólkurprótein og eru því í lagi.

• Kakósmjör (cocoa butter) inniheldur ekki mjólkurprótein.

• Við bakstur má nota matarolíur eða mjólkurlaus bökunarsmjörlíki. Í verslunum er hægt að fá mjólkurlaust viðbit.

• Flest brauð innihalda ekki mjólk en seytt rúgbrauð inniheldur þó oftast mjólk. Kynnið ykkur ávallt innihaldslýsingu.

• Soðið og maukað grænmeti getur gefið þykkari áferð á sósum. Einnig er hægt að nota sojamjólk eða aðrar sérvörur í sósur.

• Foreldrar gefa upplýsingar um hvaða mjólk barnið á að fá í samráði við lækni/næringarráðgjafa.

Page 9: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Arsen í vörum úr hrísgrjónum -Ráðleggingar til neytenda*

• Foreldrum er ráðlagt að gefa ekki börnum undir sex ára aldri drykki úr hrísgrjónum, t.d. hrísgrjónadrykk (e. rice drink), vegna arseninnihalds þeirra.

• Foreldrum er ráðlagt að gefa þeim börnum undir 6 ára sem fá drykki úr jurtaríkinu ekki alltaf sams konar drykk heldur breyta á milli tegunda og vörumerkja. Hér er átt við drykki úr höfrum, byggi, soja og fleiru. Rétt er að benda á að slíkir drykkir henta ekki börnum undir tveggja ára aldri, heldur á frekar að gefa þeim sérstakar ungbarnablöndur.

*Heimild: http://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item20406/Radleggingar-vegna-thungmalma-og-steinefna-i-barnamat

Page 10: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Arsen í vörum úr hrísgrjónum -Ráðleggingar til neytenda*

• Foreldrum er ráðlagt að tryggjafjölbreytni í vali á ungbarnagrautum með því aðvelja grauta úr mismunandikorntegundum og breyta til á milli vörumerkja.

• Ekki er þörf á að útiloka grautaúr hrísmjöli en einnig ætti aðvelja grauta úr t.d. hirsi, bókhveiti, höfrum, byggi eðarúgi.

*Heimild: http://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item20406/Radleggingar-vegna-thungmalma-og-steinefna-i-barnamat

Page 11: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Eggjaofnæmi• Einstaklingur með eggjaofnæmi

verður að forðast egg, bæði hvítuna og rauðuna, til að koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð. Orð sem leita þarf að í innihaldslýsingu: Egg/æg.

• Fólk með eggjaofnæmi þolir sjaldnast aðrar tegundir af eggjum, s.s. svartfuglsegg og kríuegg.

• Egg eru oftast í kökum, oft í kexi og stundum í sælgæti. Flest brauð eru án eggja. Kynnið ykkur þó ávallt innihaldslýsingu.

• Í flestum tilvikum eru egg í majónesi, remúlaði og majónessalötum nema sérstaklega sé tekið fram að varan sé eggjalaus (t.d. eggjalaust remúlaði).

Page 12: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Eggjaofnæmi (frh.)

• Súpur, tilbúnar sósur, salatsósur og tilbúnir réttir geta innihaldið egg. Ferskt pasta inniheldur mjög oft egg en til eru margar tegundir af þurru pasta sem inniheldur ekki egg. Lesið ávallt utan á umbúðir.

• Lesitín, aukefni E322, er annað hvort unnið úr soja eða eggjum og á að vera merkt eftir uppruna í innihaldslýsingu sem sojalesitín eða eggjalesitín. – Lesitín getur verið í sælgæti, mjólkurdufti, smjörlíki, ís, kakó,

brauði, majónesi og fleiri vörum.

Page 13: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Sojaofnæmi

• Forðast þarf allar matvörur sem merktar eru með soja/soy. T.d. sojabaunir, sojaolía, sojasósa, sojakjöt, sojamjöl, sojaflögur og sojamjólk.

• Smjörlíki getur innihaldið sojaolíu. Oft hægt að nota matarolíu í staðinn fyrir smjörlíki. 100 g smjörlíki samsvara um 1 dl af matarolíu með um ¼ tsk af salti.

Page 14: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Sojaofnæmi (frh.)

• Mikilvægt er að lesa vel innihaldslýsingar þar sem soja getur leynst víða.

• Lesitín, aukefni E322, er annað hvort unnið úr soja eða eggjum og á að vera merkt eftir uppruna í innihaldslýsingu sem sojalesitín eða eggjalesitín.

– Margir með sojaofnæmi þola þetta lesitín. Mikilvægt er að fá slíkar upplýsingar frá foreldrum. Þeir sem ekki þola það verða að forðast það.

• Kraftur og kryddblöndur geta innihaldið soja.

Page 15: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Hveitiofnæmi / Glútenóþol/Selíaksjúkdómur

• Hveitiofnæmi er ekki það sama og glútenóþol þótt oft séu það sömu matvörur sem þarf að varast.

• Lesa þarf vel utan á umbúðir, t.d. getur lyftiduft, sinnep, lakkrís og steiktur laukur innihaldið hveiti.

• Sumir með hveitiofnæmi þurfa að velja vörur sem eru án hveitisterkju en aðrir ekki. Fáið upplýsingar hjá foreldrum.

• Fyrir þá sem eru með selíaksjúkdómer nóg að velja vörur án glútens (þ.e. í lagi að innihaldi hveitisterkju (e. wheat starch).

Page 16: FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOL HJÁ BÖRNUM¦ðuofnæ… · Fæðuofnæmi og fæðuóþol • Fæðuofnæmi er helsta ástæðan fyrir því að börn þurfa að vera á sérstöku

Hveitiofnæmi / Glútenóþol /Selíak sjúkdómur

Fólk með

hveitiofnæmi…

Fólk með

glútenóþol/selíak…Hveiti og spelt Þolir ekki Þolir ekki

Rúgur, bygg og hafrar Fer eftir því hvort þessar vörur eru

valsaðar í sömu myllu og

hveititegundir. Getur einnig verið

mismunandi eftir einstaklingum.

Þolir ekki rúg og bygg en þolir

sérstaka hafra sem eru ekki valsaðir

í sömu myllu (sérstaklega tekið

fram á umbúðum).

Glútenfríar vörur sem

innihalda hveitisterkju

(wheat starch)

Ekki allir sem geta notað slíkar

vörur þar sem einstaklingur með

hveitiofnæmi getur haft ofnæmi

fyrir öðrum próteinum en glúteni í

hveitinu. Verður þá að velja vörur

án hveitisterkju.

Í lagi

Varast þessar matvörur

eða skoða gaumgæfilega

innihaldslýsingu

Bulgur, durumhveiti, kúskús (couscous), heilhveiti, grahamsmjöl,

hveitikjarnar, hveitikím, hveitiklíð, hveitimjöl, hveitiprótein, hveitisterkja,

malt, mjöl, núðlur, pasta, rasp, semolina, spaghettí, spelt.