10
GARPUR 3. tbl Fréttabréf Íþróttafélagsins Gerplu

Garpur 4.tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

fréttabréf í/róttafélagsins gerplu

Citation preview

Page 1: Garpur 4.tbl

GA

RP

UR

3. tblFréttabréf Íþróttafélagsins Gerplu

Page 2: Garpur 4.tbl

2

FimleikahringurinnGerplufólk hefur í sumar ferðast hringinn í kringum landið og haldið fimleikasýningar og kynnt fimleika á landsbyggðinni. Hópinn skipuðu Stúlkur og piltar úr meistaraflokki félagsins og voru þau með sýningar og vinnubúðir á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki og Grundarfirði. Það hefur svo sannarlega verið gaman að fylgjast með þessu framtaki hópsins og án efa mun þetta styrkja félagstengsl í hópnum en ferðin var ma. undirbúningur fyrir EM sem fram fer í vetur.

Hægt er að skoða fleiri myndir á facebook síðu fimleikahringsins

Page 3: Garpur 4.tbl

3

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram helgina 27-28 mars. Gerplufólk var áberandi á mótinu og sigursælt. Þar ber hæst að nefna Íslandsmeistara karla og kvenna í fjölþraut, þau Viktor Kristmannson og Thelmu Rut Hermannsdóttur. Ennfremur varð Róbert Kristmannsson fimmfaldur Íslandsmeistari á áhöldum en gaman er að geta þess að allir Íslandsmeistaratitlar fyrir utan einn í fullorðinsflokki unnust af Gerplufólki.Viktor hefur oft á tíðum unnið mjög sannfærandi sigur. Að þessu sinni sýndi hann góðar æfingar en fékk þó mjög harða keppni frá félögum sínum. Hörðustu samkeppnina fékk hann frá bróður sínum Róberti en einungis munaði 0,95 stigum á þeim bræðum þegar yfir lauk. Viktor hlaut 79,750 stig og Róbert 78,800 stig. Ólafur G Gunnarsson sigraði svo keppnina um þriðja sætið en hann hlaut 76,500 stig.Thelma Rut Hermannsdóttir var sannkölluð drottning Íslandsmótsins. Thelma Rut bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur á mótinu. Thelma Rut hefur í áraraðir verið í landsliði Íslands og í fremstu röð fimleikakvenna hér á landi en þetta var í annað skiptið sem Thelma Rut sigrar fjölþraut á Íslandsmóti. Hún sigraði sannfærandi með 50,550 stig en það er afar sjaldgæft að stúlkur hljóti yfir 50 stig samtals. Í öðru sæti var Dominiqua Belanyi frá Gróttu. Hún hlaut 47,100. Í þriðja sæti var Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir með 46,650 stig.Í úrslitum á einstökum áhöldum þá skiptu bræðurnir Viktor og Róbert um hlutverk. Róbert sigraði í keppni á gólfi,bogahesti, stökki,tvíslá og svifrá. Hann fagnaði því fimm titlum í lok dags og ljóst að um sigursælasta dag hans sem fimleikamanns var að ræða. Ólafur G Gunnarsson sigraði í æfingum á hringjum.Í kvennaflokki þá sigraði Thelma Rut á stökki, tvíslá og slá. Hún varð þar með fjórfaldur Íslandsmeistari nú um helgina. Dominiqua sigraði í gólfæfingum.Einnig var keppt í unglingaflokki á Íslandsmótinu. Hin glaðmilda Gerplumær Norma Dögg Róbertsdóttur sigraði keppni í stúlknaflokki. Hún sigraði einnig í keppni á stökki og slá en þær Jóhanna Rakel Jónasdóttir Ármanni urðu jafnar á slánni í fyrsta sæti. Jóhanna sigraði svo á tvíslá og gólfi. í piltaflokki þá vann Garðar Egill Guðmundsson keppni á bogahesti. Sindri Steinn Davíðsson úr Ármanni sigraði í fjölþraut, á gólfi, stökki og tvíslá. Félagi hans Alexander Jens Ásgeirsson sigraði í hringjum og að Atli Jasonarson einnig úr Ármanni sigraði í keppni á svifrá.Mótið fór fram í umsjá fimleikadeildar Ármanns. Sérstaklega bera að hrósa Ármenningum fyrir skemmtilega uppsetningu á einkunnakerfi en sjónvarpsskjám var dreift um salinn og settu þeir skemmtilegan og faglegan svip á mótið. Það er svo sannarlega gaman að fylgjast með framþróun sem þessarri.

Íslandsmót í áhaldafimleikum

Page 4: Garpur 4.tbl

4

Iðkendur í meistarahópum í áhaldafimleikum skelltu sér í útilegu í Húsafell nú um helgina ásamt foreldrum sínum. Þar skemmtu þau sér í góðum félagsskap, sterkur hópur iðkenda og ekki síður foreldra.Allir í hópnum fengu stuttermabol frá SMA sem var að sjálfsögðu vel tekið.Á meðfylgjand mynd er hópurinn sem fór í ferðina í bolunum góðu.Sannarlega vellukkuð ferð

Vel heppun útilega

Vormót í hópfimleikum

Vormótið í hópfimleikum fór fram að þessu sinni í Vestmannaeyjum. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti heldur betur svip sinn á mótið, en öskufall ölli því að allir hjéldu sig innandyra. Fyrirhugaður ratleikur sem þjálfarar höfðu skipulagt beið því t.d. betri tíma.Gerpla sendir alls 100 manns á mótið. Gerpla sendi þrjú lið í 5.flokki og lentu þau í 2.sæti, 5.sæti og 7.sæti. Sannarlega flottur árangur hjá öllum liðum. Gerpla sendi 2 lið í 4.flokki kvenna og lentu þau í 2.sæti og 7.sæti. Gerpla sendi einnig eitt lið í 4.flokki karla/mix og lentu þeir í 2.sæti. Þá keppti eitt lið til í 3.flokki og lenti það í 4.sæti.Úrslit réðust einnig í deildarbikarkeppninni en þar eru veitt stig fyrir mótin í vetur og liðin sem stendur uppi með flest stig að loknu vormóti sigrar. Stúlkurnar og piltarnir í 4.flokki sigruðu keppnina og því fagnar Gerplufólk tveimur deildarbikartitlum. Innilega til hamingju.Að loknu mótinu fór fram kvöldvaka með öllum 600 þátttakendum á mótinu og var mikið líf og fjör á höllinni í eyjum. Iðkendur Gerplu áttu sannarlega skemmtilega ferð til eyja, góða keppni, frábæra samveru og ekki síst margar góðar minningar.

Page 5: Garpur 4.tbl

5

Lið Gerplu unnu úrslit á Íslandsmótinu í hópfimleikum. Karlalið Gerplu var eina liðið í keppninni og háðu því keppni við sjálfa sig og æfingar sínar. Það var hátt erfiðleikastig sem þeir framkvæmdu, en liðið hefur oft fengið hærri einkunnir en í dag. Ástæða þess var að vegna meiðsla og forfalla þá gátu þeir ekki stillt upp fullu liði og var refsað fyrir það skv dómarareglum. Drengirnir náðu samt sem áður upp góðri stemmingu og fengu mikinn stuðning áhorfenda. Sannarlega flottir drengir sem gaman verður að fylgjast með áfram.Kvennalið Gerplu hélt áfram margra ára sigurgöngu félagsins í kvennaflokki og unnu Íslandsmeistaratitilinn. Þær náðu hæstu samanlögðu einkunn sem þær hafa náð til þessa 48,9 stig sem er gríðarlega góð einkunn. Hæstu einkunnina hlutu þær á dýnu 17,10 stig, en 16,25 fengu þær á trampolíni og 15,55 á

gólfi. Lið Selfoss hlaut silfurverðlaun og Stjarnan bronsverðlaun. Stúlkurnar gera mun erfiðari æfingar en keppinautar þeirra og leitun er að öðru eins erfiðleikastigi hjá kvennaliði í Evrópu. Það er ljóst að það verður spennandi að fylgjast með keppinautum þeirra á erlendri grundu á næstunni.Mótið var tekið upp í sjónvarpinu og verður sýnt 8.maí. Ýmis sýningaratriði voru á milli keppnisatriða og settu þau skemmtilegan svip á mótið. Gerplufólk er því handhafi allra Bikar og Íslandsmeistaratitla fullorðinna í áhalda og hópfimleikum árið 2010. Það er til marks um gríðarlega breidd og hæfileikaríkt fólk í félaginu. Sannarlega frábær árangur hjá Gerpluiðkendum sem setur félagið í algjöran sérflokk í íslenskum fimleikaheimi.

Gerpla Íslandsmeistarar karla og kvenna 2010 í hópfimleikum

Page 6: Garpur 4.tbl

6

Fimleikahópur fullorðinna í Gerplu - GGG hélt sitt árlega sumarmót. Keppt var í karla og kvennaflokki og var keppendur skipt í nokkra flokka. Veitt voru verðlaun á hverju áhaldi. Um hörkukeppni var að ræða og voru áhorfendur ekki frá því að keppni væri einnig nokkuð hörð í búningaflokknum, en frægir fimleikabúningar frá uppvaxtarárum félagsins sáust á hinum ýmsu keppendum.Stærsti sigurinn er þó að sjálfsögðu að vera með og sigra sjálfan sig og var ekki annað að sjá en allir væru að því að og að sjálfsögðu að skemmta sér stórvel í leiðinni.

GGG fimleikamót sumarsins

Vorsýningar Gerplu fóru fram helgina 29-30 maí og er óhætt að segja að undraland Gerplu hafi svo sannarlega vakið lukku.Þrjár sýningar fóru fram á laugardag fyrir troðfullu húsi og buðu Lísa í Undralandi og félagar uppá stórkostlegar fimleikasýningar þar sem iðkendur félagsins sýndu sínar bestu hliðar og skemmtu sér og áhorfendum.Á sunnudag var sýningartími fyrir krílahópa. Í tímanum var gerð upphitun, áhaldahringur, einstök atriði frá Undralandi Gerplu voru sýnd auk þess sem að foreldrar og vinir fengu að prufa áhöldin með börnunum.Sannarlega vellukkuð helgi afstaðin og enn ein sönnun þess hversu magnað starfsfólk og iðkendur félagið hefur innan sinna raða.

Frábær vorsýningarhelgi

Page 7: Garpur 4.tbl

7

Eurogym 2010Það voru 48 alsælar stúlkur og 10 þjálfarar sem lentu á Keflavíkurflugvelli föstudagskvöldið 17.júlí eftir vikuferð í Danmörku þar sem þær tóku þátt í EUROGYM.Stúlkurnar tóku þátt á eurogym hátíð í óðinsvéum en alls voru yfir 4000 þátttakendur á hátíðinni. Þær tóku þátt í vinnubúðum, voru með fimleikasýningu sem var mjög vel sótt og hreinlega mættu margir til þess að sjá Gerplufólk sýna. Þeir sem mættu urðu aldeilis ekki fyrir vonbrigðum enda toppaði Jacob þjálfari sýninguna í lokin þegar hann sýndi eitt létt stökk í lokin og allt trylltist á sýningarsvæðinu. Stúlkurnar sýndu svo á galahátíð og tóku þátt í opnunar og lokahátíðinni.En það var ýmislegt fleira fólgið í því að fara í svona ferð. Að læra að vera einstaklingur í 60 manna hóp sem þarf að fylgja stundaskrá getur tekið á og ekki alltaf sjálfgefið að maður geti t.d. farið að kaupa drykk þegar hópurinn á að vera kominn út, eða að fara í sturtu þegar 5 mínútur eru í brottför. Þetta var meðal þeirra hluta sem stúlkurnar lærðu. Það var mjög ánægjulegt hvernig stúlkurnar urðu meira meðvitaðar um aðra í kringum sig eftir því sem leið á vikuna og hjálpuðu hvor annarri við að vera klárar. Að sjálfsögðu var einnig verslað í ferðinni en með dyggri hjálp annarra Íslendinga í ferðinni þá liggur við að H&M búðin á svæðinu hafi verið tæmd. Það var mjög athyglisvert að fylgjast með þessum “gjörningi” þegar íslenski hópurinn réðst inn í búðina og eftir lágu rústir einar. Tískusýning var haldin um kvöldið sem var mjög vellukkuð og svo var farið í öskubusku leik sem seint mun gleymast. Algjör leiksigur hjá þjálfurum félagsins, enda var mikið hlegið það kvöld.Á leiðinni heim var stoppað í tívolí í Kaupmannahöfn og þar lukum við vellukkaðri og eftirminnilegri ferð. Þjálfarateymi Gerplu vill koma þökkum til allra iðkenda félagsins í ferðinni; þið voruð Gerplu og ykkur sjálfum til sóma.

Page 8: Garpur 4.tbl

8

Evrópumót í háhaldafimleikum var haldirð í Birmingham þann 21. Apríl til 2. Maí og átti gerpla þónokkra keppendur á mótinu.Thelma Rut Hermannsdóttir náði bestum árangri íslensku stúlknanna en hún lenti í 33.sæti í fjölþraut. Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir lenti í 59.sæti (keppti á þremur áhöldum), Tinna Óðinsdóttir í 96.sæti (keppti á tveimur áhöldum), Dominiqua Belany varð í 103.sæti (keppti á tveimur áhöldum) og þá hafnaði Birta Sól Guðbrandsdóttir í 126 sæti (keppti á einu áhaldi). Thelma Rut varð í fimmta sæti Norðurlandabúa á mótinu.Á mótinu lenti lið Íslands í 23.sæti og vann liðið Norðmenn og Dani. Ennfremur sendu Svíar ekki þátttakendur á mótið þannig að eina Norðurlandaþjóðin sem vann stúlkurnar voru Finnar.Á Evrópumótum eru veitt verðlaun annað hvert ár fyrir fjölþraut og liðakeppni. Að þessu sinni var keppt um Evrópumeistaratitil í liðakeppni. Evrópumeistarar eru lið Rússlands með 168.325 stig. Öllu harðari var keppnin um silfrið en Rúmensku stúlkurnar höfðu að lokum betur eftir harða keppni við heimastúlkur, Breta. Rúmenar hlutu 166.800 stig og Bretar 165.300 stig.Í unglingaflokki varð Jóhanna Rakel Jónasdóttir í 85.sæti. Norma Dögg Róbertsdóttir varð í 89.sæti, Ásdís Ósk Ástvaldsdóttir í 94.sæti og Hildur Ólafsdóttir í 113.sæti. Jóhanna Rakel varð í tíunda sæti ef litið er til árangurs Norðurlandabúa. Lið Íslands í unglingaflokki lenti í 24.sæti en Rússar sigruðu einnig í unglingaflokki og eru því sannarlega sigurvegarar Evrópumóts kvenna í áhaldafimleikum.Róbert Kristmannsson og Ólafur G Gunnarsson sýndu góðan árangur á Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Róbert varð í 21. sæti í fjölþraut og Ólafur varð í 24.sæti. Það er gaman að geta þess að Róbert varð annar Norðurlandabúa á mótinu, Helge Wammen frá Danmörku nældi sér í 7.sætið. Ólafur varð svo þriðji af Norðurlandabúum á mótinu.Viktor Kristmannsson hætti við keppni vegna bakmeiðsla og sömuleiðis hætti Ingvar Ágúst Jochumsson við för á mótið vegna bakmeiðsla. Þar með fór liðakeppnin út um þúfur fyrir Ísland að þessu sinni.Á Evrópumótum eru veitt verðlaun annað hvert ár fyrir fjölþraut og liðakeppni. Að þessu sinni var keppt um Evrópumeistaratitil í liðakeppni. Evrópumeistarar eru lið Frakkland með 263.850 stig. Í öðru sæti var lið Þjóðverja með 263.300 stig og í þriðja sætið var lið heimamanna, Bretland með 262.025 stig.

Evrópumót í áhaldafimleikum

Page 9: Garpur 4.tbl

9

Í sumar hefur íþróttafélagið Gerpla haldið 11 vikulöng námskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Rúmlega 500 börn hafa mætt á námskeið hjá félaginu nú í sumar og mörg þeirra hafa verið á fleiru en einu námskeiði. Björk Guðmundsdóttir umsjónarmaður námskeiðanna er ánægð með þátttökuna í sumar og segir mikla ánægju hafa ríkt meðal þátttakenda og forráðamanna þeirra.

“það eru eins og væri jól á hverjum degi, gat ekki beðið eftir að það komi morgun svo hún gæti farið aftur á námskeið” var haft eftir móður einnar stúlkunnar sem sótti námskeið hjá félaginu.

Á námskeiðunum var fimleikum gert hátt undir höfði auk þess sem farið var í leiki úti, í ferðir og aðrar íþróttir.

Sumarnámskeið Gerplu Ný stjórn félagsinsÁ aðalfundi Gerplu sem fram fór 8.júlí var eftirfarandi stjórn félagsins kosin en starfstímabil stjórnar er til 31.maí 2011.

Jón Finnbogason, formaður

Arnar Ólafsson

Baldur Jónsson

Gyða Þórdís Þórarinsdóttir

Karen Bjarnhéðinsdóttir

Laufey Nååbye

Ragnheiður M Ólafsdóttir

í varastjórn félagsins sitja: Bergþór Magnússon, Davíð Þór Bragason, Guðný Lára Jóhannsdóttir og Jochum Ulriksson

Page 10: Garpur 4.tbl

Íþróttafélagið GerplaVersalir 3 201 Kópavogis.5103000www.gerpla.isÚtlitshönnun: Rakel Tómasdóttir