116
4. TBL. OKTÓBER 2014. 24. ÁRG. GOLF Á ÍSLANDI OKTÓBER 2014 Á ÍSLANDI

Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Golf á Íslandi er stærsta tímarit landsins í nafnadreifingu en því er dreift inn á heimili 17.000 kylfinga.

Citation preview

Page 1: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

4. T

BL. O

KTÓ

BER

2014

. 24

. ÁRG

.

GO

LF Á ÍSLANDI OKTÓ

BER 2014

Á ÍSLANDI

Page 2: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í LONDON Verð frá 17.600* kr. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

Njóttu hverrar mínútu

Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa upp og niður Oxford-stræti til að kíkja í allar búðirnar. Strunsa framhjá stórmennum mannkynssögunnar í Madame Tussauds. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Skoða umhverfið og fólkið. Horfa á dúfurnar við Marble Arch. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

8202

09/

14

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

Page 3: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í LONDON Verð frá 17.600* kr. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

Njóttu hverrar mínútu

Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa upp og niður Oxford-stræti til að kíkja í allar búðirnar. Strunsa framhjá stórmennum mannkynssögunnar í Madame Tussauds. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Skoða umhverfið og fólkið. Horfa á dúfurnar við Marble Arch. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

8202

09/

14

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

Page 4: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

©2014 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071

Fyrir slæsara:Þyngd sett á kylfuhælinn á SF Tec týpunni sem minnkar líkurnar á höggum sem snúast til hægri og fara því bæði styttra og lengra af leið. Getur lengt slík högg um 10 metra m.v. venjulegu G30 týpuna

Þyngdarpunktur:Aftarlega á kylfuhausnum og neðst sem gefur fullkomið boltaflug og eykur fyrirgefningu og stöðugleika

“Straight Flight Technology”:Tvær týpur af kylfuhaus. SF Tec er hannaður fyrir þá kylfinga sem að slá yfirleitt til hægri af teig

Sérhannað G30 skaft:Meiri þyngd efst á skaftinu gefur möguleika á þyngri kylfuhaus sem skilar meiri krafti og þ.a.l. aukinni högglengd

Nýr T9S títan höggflötur:Sterkara efni og léttara sem skilar þynnri höggfleti og meiri boltahraða

Stillanlegur:5 stillingar á lofti kylfunnar til að ná réttri hæð á boltafluginu

216x303mm_G30 Driver_Spread.indd 1 14/07/2014 10:24

Nýr T9S títan höggflötur:Sterkara efni og léttara sem skilar þynnri höggfleti og meiri boltahraða

G30 línan fer í sölu 31. júlí (járn, blendingar, brautartré og dræverar). Trékylfurnar eru knúnar áfram með nýrri tækni sem kallast “Turbulator” (tækni í einkaeigu og því aðeins fáanleg á PING trékylfum) og gerir G30 trékylfurnar að þeim fullkomnustu frá PING til þessa. Litlar upphleyptar rákir ofan á kylfuhausnum minnka loftmótstöðu og tryggja meiri sveifluhraða og um leið lengri högg. G30 dræverinn er að auki með nýjum T9S höggfleti ásamt að vera með 5 mismunandi stillingar á lofti. Við skorum á þig að prófa G30 línuna og finna muninn.Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á ping.com eða líta við á næsta sölustað þar sem að þú getur einnig fengið sérmælingu og prufukylfur lánaðar út á völl.

216x303mm_G30 Driver_Spread.indd 2 14/07/2014 10:24

Page 5: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

©2014 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071

Fyrir slæsara:Þyngd sett á kylfuhælinn á SF Tec týpunni sem minnkar líkurnar á höggum sem snúast til hægri og fara því bæði styttra og lengra af leið. Getur lengt slík högg um 10 metra m.v. venjulegu G30 týpuna

Þyngdarpunktur:Aftarlega á kylfuhausnum og neðst sem gefur fullkomið boltaflug og eykur fyrirgefningu og stöðugleika

“Straight Flight Technology”:Tvær týpur af kylfuhaus. SF Tec er hannaður fyrir þá kylfinga sem að slá yfirleitt til hægri af teig

Sérhannað G30 skaft:Meiri þyngd efst á skaftinu gefur möguleika á þyngri kylfuhaus sem skilar meiri krafti og þ.a.l. aukinni högglengd

Nýr T9S títan höggflötur:Sterkara efni og léttara sem skilar þynnri höggfleti og meiri boltahraða

Stillanlegur:5 stillingar á lofti kylfunnar til að ná réttri hæð á boltafluginu

216x303mm_G30 Driver_Spread.indd 1 14/07/2014 10:24

Nýr T9S títan höggflötur:Sterkara efni og léttara sem skilar þynnri höggfleti og meiri boltahraða

G30 línan fer í sölu 31. júlí (járn, blendingar, brautartré og dræverar). Trékylfurnar eru knúnar áfram með nýrri tækni sem kallast “Turbulator” (tækni í einkaeigu og því aðeins fáanleg á PING trékylfum) og gerir G30 trékylfurnar að þeim fullkomnustu frá PING til þessa. Litlar upphleyptar rákir ofan á kylfuhausnum minnka loftmótstöðu og tryggja meiri sveifluhraða og um leið lengri högg. G30 dræverinn er að auki með nýjum T9S höggfleti ásamt að vera með 5 mismunandi stillingar á lofti. Við skorum á þig að prófa G30 línuna og finna muninn.Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á ping.com eða líta við á næsta sölustað þar sem að þú getur einnig fengið sérmælingu og prufukylfur lánaðar út á völl.

216x303mm_G30 Driver_Spread.indd 2 14/07/2014 10:24

Page 6: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Útgefandi/ábyrgðaraðili:Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.

Framkvæmdarstjóri: Hörður Þor-steinsson, [email protected]

Ritstjóri: Páll Ketilsson, [email protected]

Textahöfundar í þessu blaði:Sigurður Elvar Þórólfsson ogPáll Ketilsson.

Prófarkalestur: Olga Björt Þórðardóttir.

Ljósmyndir: Páll Ketilsson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Páll Orri Pálsson, Stefán Garðarsson, Helga Magnúsdóttir og fleiri.

Þýðing á erlendu efni frá Golf World og Today´s Golfers: Björn Malmquist

Útlit og umbrot: Víkurfréttir, Páll Ketilsson og Þor-steinn Kristinsson.

Auglýsingar: Stefán Garðarsson, [email protected]ímar 514 4053 og 663 4656

Blaðinu er dreift inn á öll heimili félagsbundinna kylfinga á Ís-landi í 15.000 eintökum.

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.

Forsíða: Gísli Sveinbergsson með efnilegum Snag nemendum í Lindaskóla í Kópavogi.

Næsta tölublað kemur út í desember.

Það eru ekki til neinir kvennateigar

4. T

BL. O

KTÓ

BER

2014

. 24

. ÁRG

.

GO

LF Á ÍSLANDI OKTÓ

BER 2014

Á ÍSLANDI

FORSETAPISTILL

U.S. Kids GolfskólinnSetbergi 2014

Skráning hafin á síðustu námskeið sumarsins. Aðeins 10 börn komast að á hvert námskeið.

Skráning á [email protected]ýsingar um verð ofl. á www.krakkagolf.is

21.-25. júlí18.-22. ágúst

kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00

Jæja, þá er fer þetta bara að verða komið hjá okkur. Golfsumarið er á enda og margir búnir að koma kylfunum fyrir í bílskúrnum eða geymslunni þar sem hætt er við að þær muni safna ryki næsta hálfa árið. Stutt golfsumar er veruleiki sem við Íslendingar þurfum að búa við, þó vissulega sé tímabilið alltaf að lengjast hjá okkur með mikilli færni golfvallastarfsmanna. Það þarf hins vegar ekki að vera neitt lögmál að með

lækkandi sól og dýpri lægðum þá verðum við að hætta að leika okkur í golfi. Langt í frá. Á Íslandi er inniaðstaða til golfæfinga með því besta sem býðst. Fjölmargir golfklúbbar hafa lagt félagsmönnum sínum til afburðaraðstöðu þar sem golfkennarar eru stöðugt til taks. Flestir mega vera duglegri við að nýta sér þessa frábæru aðstöðu og eru þeir hér með hvattir til æfinga í vetur. Þá má ekki gleyma öllum skemmtilegu áfanga-stöðunum sem ferðaskrifstofur landsins eru farnar að bjóða kylfingum upp á yfir vetrarmánuðina. Látum kylfurnar ekki standa óhreyfðar í vetur. Nýtum veturinn til að bæta púttin og stutta spilið eða til að breyta sveiflunni. En talandi um breytingar. Ef það er ein breyting, umfram aðrar, sem ég myndi vilja fá að sjá fyrir næsta sumar þá er það brottfall svokallaðra „kvennateiga“ á íslenskum golfvöllum. Mikið leiðist mér það hugtak og það beinlínis skemmir fyrir. Golfvellir eru hannaðir með ólík getustig kylfinga í huga og þess vegna eru vellirnir mismunandi langir, allt eftir því af hvaða teigum er leikið. Eftir því sem golfvöllurinn er lengri, því erfiðari er hann. Þetta hefur samt ekkert með konur og karla að gera og því eiga teigarnir ekki að vera skýrðir í höfuðið á kynjunum. Kylfingar á ólíkum getustigum eiga að leika af ólíkum teigum og þá skiptir engu hvort þeir pissa sitjandi eða standandi. Í dag veigra karlmenn, sem eru með háa forgjöf eða eru komnir á efri ár, sér við því að leika golf af teigum sem raunverulega henta þeirra getustigi. Þeim finnst óeðlilegt að leika af „kvennateigum“ - enda eru þeir ekki konur. Þeir jafnvel skammast sín fyrir það. Ég get vel skilið þetta viðhorf. Það er hins vegar mikilvægt að breyta þessu og það er lítið mál. Kylfingar á ólíku getustigi eiga að leika af þeim teigum sem henta þeim best og veitir þeim mestu ánægjuna. Það er nefnilega ekki jafn skemmtilegt að leika af teigum þar sem enginn möguleiki er að ná inn á flöt í réttum höggafjölda. „Kvennateigurinn“ skemmir því fyrir. Það er hins vegar ekki nóg að hætta að kalla teigana karla- og kvenna-teiga og halda öllu öðru óbreyttu. Kynjaheiti teiganna eru nefnilega svo rótgróin í vitund flestra kylfinga að nauðsynlegt er að breyta litunum eða taka upp ný kennileiti fyrir þá. Mér er sama hvor leiðin er farin. Þannig mættu teigarnir vera svartir, bláir, hvítir, rauðir eða gylltir, nú eða heita í höfuðið á lengd vallarins af viðkomandi teig. Þannig myndi fremsti teigurinn heita 46, svo kæmi 49, þar á eftir 54 og loks teigur 59 (sem vísar til þess að völlurinn er 5900 metrar á lengd af þeim teigum). Ég er viss um að þessi breyting myndi færa fleiri kylfingum aukna ánægju og gleði í golfleik þeirra. Ég hvet því golfklúbba landsins til þess að breyta teigamerkingum sínum fyrir næsta sumar. Það er nægur tími til stefnu.

Með haustkveðju, Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands

Page 7: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 8: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is8

Rysjótt golfsumar er að baki en veðurguðirnir höfðu veruleg áhrif á gang mála á suðvesturhorninu en kylfingar fyrir austan og norðan voru í góðum málum. Keppnishald hjá Golfsambandi Íslands gekk ágætlega sem og hjá klúbbunum. Hápunktur í árangri er þó án efa sigur Gísla Sveinbergs-

sonar á The Duke of York mótinu á Royal Aberdeen vellinum í Skotlandi. Hann er þriðji Íslendingurinn sem sigrar á þessu gríðarsterka alþjóðlega móti sem haldið er árlega. Keppendur eru landsmeistarar unglinga sinna þjóða og því er árangur íslensku kylfinganna sem hafa hampað sigri á undanförnum árum mjög eftirtektarverður.

Gísli er á forsíðu þessa tölublaðs með krökkum úr Lindaskóla í Kópavogi sem fá reglulega golfleiðsögn

með SNAG kennslufyrirkomulaginu undir leiðsögn hjá Maríu Guðna-dóttur, íþróttakennara og kylfings. Það er í stefnumótun GSÍ að vinna að útbreiðslu golfíþróttarinnar, m.a. í gegnum grunnskólana. Því miður hefur orðið fækkun meðal ungmenna í golfi á undanförnum árum, hverju svo sem um er að kenna. María segir að krakkarnir séu ánægðir þegar þau fái nasaþefinn af golfi þegar þau handleiki kylfurnar í SNAG-inu í íþrótta-tímum í Lindaskóla. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að þau snúi sér að golfi fyrir alvöru. Formaður Golfklúbbs Húsavíkur segir í viðtali í blaðinu að krakkar sem sótt hafi námskeið í sumar undir handleiðslu PGA leiðbeinanda hafi ekkert sést á golfvellinum eftir námskeiðin. Samkeppnin við aðrar vinsælar greinar eins og fótbolta sé mjög hörð og þar á golfið undir högg að sækja. Til þess að eðlileg endurnýjun verði í greininni og golf-klúbbarnir fái nýja félaga í framtíðinni þarf virkilega að bretta upp ermar í útbreiðslunni. GSÍ þarf að leiða það starf en klúbbarnir, PGA golfkennarar og fleiri þurfa að taka þátt í átakinu. Það þarf að hjóla í málið nú þegar.

Það er mjög skemmtilegt að lesa viðtal Sigurðar Elvars Þórólfssonar við sexfalda Íslandsmeistara í höggleik, þá Björgvin Þorsteinsson, Úlfar Jónsson og Birgi Leif Hafþórsson. Þeir rifja upp ýmislegt, segja frá eftirminnilegum höggum og ræða um ýmislegt eins og t.d. hvort punktakerfið í keppnis-haldinu sé of fyrirferðarmikið; minnki agann í golfleiknum og ekki hafi góð áhrif á unga kylfinga að geta sett x á holuna á skorkortinu. Á hinn bóginn má hugsanlega leiða að því getum að of mikill agi geti fælt unga kylfinga frá frekar en að fjölga þeim. Það er líka mjög uppörvandi og skemmtilegt að lesa viðtal við Stefán Þorleifsson, 98 ára súperkylfing frá Norðfirði. Kallinn fór til Tenerife og lék golf með fjölskyldunni og naut sín í botn en hann náði að leika á aldrinum og keppir alltaf að því. Þetta er eitt af því mjög jákvæða við íþróttina, ungir og aldnir leika saman. Við segjum m.a. frá því í blaðinu þegar Eygló Geirdal, 70 ára golfkona úr GS, lék í fjórmenningsleikjum með 10 ára golfdömu í sveitakeppni kvenna. Hún gat verið amma allra kepp-enda GS í liðinu.

Þetta og margt fleira í fjölbreyttu haustblaði.

Páll Ketilsson ritstjóri

Óskum Birgi Leif ísLandsmeistara í

goLf sumar

Ecco - kringlan Steinar Waage - Smáralind Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði GolfSkálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík

Nína - Akranesi Skóbúð - Selfoss Axel Ó - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslunEagle AkureyriÖrninn golfverslun ReykjavíkHole In One -Reykjavík

goLfi 2014

tiL hamingju með fráBært

vefverslun og kennsla

Þetta magnaðasta golfmót sem haldið er fór fram á Gleneagles vellinum í Skot-landi og Evrópa vann enn einu sinni.

RYDER 2014Hvernig gekk hjá golfklúbbunum í sumar. Við fáum fréttir frá nokkrum hvernig golfsumarið gekk.

Gísli Sveinbergsson sigraði á The Duke of York mótinu sem fram fór á Royal Liverpool vellinum í N-Skotlandi.

Það var fjör og flott golf á Íslands-mótinu í höggleik sem fram fór á Leir-dalsvelli í lok júlí.

Þremenningarnir og sexfaldir Ís-landsmeitarar, Birgir Leifur, Úlfar og Björgvin Þorsteinsson rifja upp ýmislegt og ræða málin.

Stefán Þorleifsson er 98 ára kylfingur á Norðfirði. Hann skellti sér til Tenerife og lék á aldrinum, 98 höggum.

ÍslandsmótiðGísli á Duke

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ fer yfir nokkur mál við Golf á Íslandi þar sem stuðst er við nýja stefnumótun sem samþykkt var nýlega.

Við fjöllum um stærstu unglingamótin, Unglingaeinvígið og tölum við unga og efnilega kylfinga.

Haukur ÖrnSexfaldir Íslandsmeitarar

Unglingamót98 ára kylfingur

SMÁ SÝNISHORN AF EFNI BLAÐSINS

26

50

RITSTJÓRAPISTILL

16 20

38

70

74 92

Golfsumarið 2014

Er punktakerfið í keppnishaldinu vont?

Page 9: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Óskum Birgi Leif ísLandsmeistara í

goLf sumar

Ecco - kringlan Steinar Waage - Smáralind Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði GolfSkálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík

Nína - Akranesi Skóbúð - Selfoss Axel Ó - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslunEagle AkureyriÖrninn golfverslun ReykjavíkHole In One -Reykjavík

goLfi 2014

tiL hamingju með fráBært

Page 10: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS

GJAFAKORT KRINGLUNNAR

er gjöf af öllu hjartaÞú færð kortið á þjónustuborði okkar á 1. hæð, við Hagkaup eða á kringlan.is

Smakkaðu...

SEXTÍU ÁR Á MILLI KEPPENDA Í SAMA LIÐI„Þetta var mjög skemmtilegt. Það voru ekki nema sextíu ár á milli okkar Kingu þannig að við náðum vel saman í fjórmenningnum,“ sagði Eygló Geirdal úr Golfklúbbi Suðurnesja en hún var í liði GS í sveitakeppni GSÍ í ágúst.Það vakti athygli og smá aðdáun þegar Eyló mætti til leiks með hinni ungu og stórefnilegu Kingu Korpak í sveitakeppninni í sumar í Mos-fellsbæ. Lið GS var skipað ungum golfkonum og Eygló var hissa þegar haft var samband við hana um að vera í liðinu. „En ég sló auðvitað til og lét mig hafa það þó ég hefði þurft að spila fullt af golfi, meðal annars tvisvar tvo hringi sama daginn, sjötug kerlingin. Ég gæti verið amma þeirra allra. Þetta var auðvitað mjög gaman, Georg, kallinn minn dró fyrir mig og svo skemmdi ekki fyrir að okkur Kingu gekk vel saman,“ sagði Eygló við Golf á Íslandi og bætti því við að hún ætti nú ekki von á því að vera aftur kölluð til á næsta ári. En yrði líklega klár í slaginn ef símtalið kæmi.

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili hefur á þessu ári tekið risastökk á heimslista áhugakylfinga. Hinn 17 ára gamli Hafn-firðingur var í sæti nr. 129 í lok september og hafði hann stokkið upp um 2371 sæti á einu ári. Alls eru 29 íslenskir karlar sem er á heimslistanum en bæði Íslandsbankamótaröð unglinga og Eim-skipsmótaröðin hafa fengið aukið vægi á heimslistanum eftir að mótin urðu 54 holu mót. Í kvennaflokki er Guðrún Brá Björgvins-dóttir efst af Íslendingunum en hún hefur farið upp um tæplega 700 sæti á einu ári. Guðrún Brá er í sæti nr. 321 á heimslistanum en var í sæti nr. 995.

Efstu íslensku kylfingarnir í karlaflokki á heimslist-anum:

129. Gísli Sveinbergsson, GK272. Bjarki Pétursson, GB284. Haraldur Franklín Magnús, GR588. Kristján Einarsson, GKj.862. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR1201. Aron Júíusson, GKG1325. Ragnar Már Garðarsson, GKG1386. Andri Þór Björnsson, GR1493. Axel Bóasson, GK1841. Rúnar Arnórsson, GK1991. Stefán Þór Bogason, GR2097. Fannar Steingrímsson, GHG

Efstu íslensku kylfingarnir í kvennaflokki á heimslist-anum eru:

321. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK502. Sunna Víðisdóttir, GR1150. Berglind Björnsdóttir, GR1273. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR1296. Signý Arnórsdóttir, GK1791. Anna Sólveig Snorradóttir, GK1911. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK1964. Ólöf María Einarsdóttir, GHD2336. Tinna Jóhannsdóttir, GK

Risastökk hjá Gísla á heimslistanum- hinn 17 ára gamli kylfingur fór upp um 2.371 sæti á einu ári

Lið GS en í því voru tvenn pör af systrum. F.v.: Karen, Laufey, Eygló og Rakel (systir Karenar) og ungu systurnar Kinga og Zuzanna Korpak.

Page 11: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS

GJAFAKORT KRINGLUNNAR

er gjöf af öllu hjartaÞú færð kortið á þjónustuborði okkar á 1. hæð, við Hagkaup eða á kringlan.is

Page 12: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is12

www.siminn.is

EN

NE

MM

/ N

M6

154

6

IP símkerfi fyrir fast

gjald á mánuði

Fyrirtækjaþjónusta Símans er

partur af starfsemi Furu

Endurvinnslufyrirtækið Fura bútar sundur 2.500 bíla og fimm skip árlega. Eins og 15.000 önnur íslensk fyrirtæki treystir það á fyrirtækjaþjónustu Símans.

Síminn býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á bæði fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu.

Starfsfólkið getur þannig einbeitt sér að sínu aðal-hlutverki meðan Síminn sér um rekstur, viðhald og öryggi kerfanna.

Nánar á siminn.is eða í síma 800 4000.

Láttu sérfræðinga okkar finna lausnina sem hentar þínu fyrirtæki

Árlegir Lávarðaleikar GSF fóru fram 13. september á Hagavelli Seyðisfirði. Þátt-takendur voru 32. Heiðursgestir voru sex. Leikarnir hófust kl. 10.02. Slegið var af öllum teigum samtímis eftir að ræst hafði verið út með kröftugum lúðrablæstri. Golfveður var frábært, Sv-átt, sól og stillt og hiti fór í +18 þegar best lét. Leikið var leikandi létt golf með forgjöf og sáust mögnuð fagnaðar-læti um víðan Hagavöll þegar vel tókst til við slátt og pútt. Um kvöldið buðu Lávarðar til mikillar uppskeruhátíðar í golfskála þar sem þátttakendur, girtir vel í brók að vanda, snæddu valið grillað lambakjét með fjöl-breyttu mauluðu meðlæti sem þeir renndu niður með mögnuðum Lávarðadrykk.

Riddarar GSF Adolf Guðmundsson nr. 16. Lárus Bjarnason nr.17 og Guð-mundur Sigurðsson nr. 18 voru „inn-vígðir “ í hæstvirta Lávarðadeild GSF

af Yfir Lord og Form. Lávarða með vísan til 17. gr. 6. mgr. í Lávarðareglum frá 2006 og 2.gr í viðauka frá 2012. 19. holan „L-B Þorvaldsbrautarbani“ var leikin kl. 21.45-22.30 á flóðlýstum teig með blikkandi baugjuljós á flaggi 9. flatar. Taktfastur, kröftugur, raddaður söngur þar sem allir sungu með sínu nefi,við undir-leik Hljómsveitar HÚSSINS, braust út milli Bjólfs og Strandatinds fram til kl. 23.45. Stundvíslega kl. 23.50 renndi rúta í hlað golfskála Hagavallar með Sigurð Valde-marsson við stýrið. Léttir í lundu stigu þátttakendur um borð og keyrt var inn í kaupstað. Sumir létu þar með gott heita en aðrir viðruðu sig ögn lengur í ljúfu nætur-lífi fjarðarins fagra sem engan svíkur. Lávarðar GSF þakka Riddurum GSF og öllum öðrum kylfingum frábært golfsumar og nú ganga þeir brattir inn í haustið og

veturinn með þann eina ásetning að leika áfram golf á meðan stætt er.Á Lávarðaleikum er leikið um 3 heiðurstitla GSF og veitt er ein tilnefning ársins. Þessi varð niðurstaðan: Meistari Lávarða GSF 2014: Sigurður Finnbogason. Meistari Riddara GSF 2014: Stefán Jóhannsson. Þorvaldsbrautarbani GSF 2014: Ólafur Ingi Mikaelsson (5.43). Tilnefning: Besti vinur Lávarða GSF 2014: Marco.

Lávarðar GSF þakka eigendum Brimbergs ehf. og Óttari Magna fyrir veittan stuðning og bjóða nýja Lávarða nr. 15., 16. og 17., vel-komna í hópinn

F.h. Öldungaráðs Lávarða Þ.J.

Lávarðaleikar GSF 2014. Stemmning á uppskeruhátíð:

19. holan leikin á flóðlýstum teig með blikkandi baugjuljós á flaggi 9. flatar

Keppendur á Lávarða-leikum GSF á Hagavelli á

Seyðisfirði.

Page 13: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

www.siminn.is

EN

NE

MM

/ N

M6

154

6

IP símkerfi fyrir fast

gjald á mánuði

Fyrirtækjaþjónusta Símans er

partur af starfsemi Furu

Endurvinnslufyrirtækið Fura bútar sundur 2.500 bíla og fimm skip árlega. Eins og 15.000 önnur íslensk fyrirtæki treystir það á fyrirtækjaþjónustu Símans.

Síminn býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á bæði fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu.

Starfsfólkið getur þannig einbeitt sér að sínu aðal-hlutverki meðan Síminn sér um rekstur, viðhald og öryggi kerfanna.

Nánar á siminn.is eða í síma 800 4000.

Láttu sérfræðinga okkar finna lausnina sem hentar þínu fyrirtæki

Page 14: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is14

ÞETTA ER LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNNNGGG

KYLFA!OG HÚN SVIGNAR EINS OG GÓÐ VEIÐISTÖNG.

Page 15: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Þeir sem eiga í erfiðleikum með teighöggin ættu kannski að hætta að lesa núna. Karsten

Maas, danskur atvinnukylfingur sem hefur sérhæft sig í sýningar-höggum, notar „dræver“ sem er 14 fet og 5 tommur, eða rétt rúm-lega 4,4 metrar – og slær boltann samt beint niður miðja braut.

„Þetta krefst töluverðrar æfingar,“ segir Maas. Árið 2009 sló hann fyrst metið fyrir högg með lengstu kylfunni og bætti það met síðan sjálfur í fyrra. „Ef maður tekur um mitt skaftið og lyftir kylfunni, þá er hún ekkert svo þung, en haldi maður um endann, með

kylfuhausinn í meira en fjögurra metra fjar-lægð, þá finnur maður fyrir því.“

Maas smíðaði skaftið sjálfur með því að líma saman sköft úr níu venjulegum kylfum, en samkvæmt reglum Guinness heimsmeta-bókarinnar um þetta (og þær eru til!) má kylfuhausinn ekki vera stærri en á öðrum kylfum (460 cc).

„Skaftið svignar gríðarlega þegar maður sveiflar kylfunni,“ segir Maas. „Í toppi baksveiflunnar fer kylfuhausinn næstum í jörðina

vinstra megin; í samanburði við þetta er John Daly með mjög stutta baksveiflu!Eftir að ég slæ boltann er ómögulegt að

stöðva sveifluna, þannig að ég leyfi kylfunni að snúa mér tvisvar í hring. Þetta er ekki auðvelt – ég get bara slegið svona tíu högg í röð en þarf þá að taka pásu.“

„Þegar ég setti heimsmetið, þá sló ég boltann 180.94 jarda (165,45 metra) en hafði reyndar áður tekist að ná 246 jarda höggi (224,9 metrar). Mér tekst alltaf að hitta boltann, en höggin eru ekki alltaf góð.“

Maas stefnir ekki að því að slá eigið met á næstunni. „En ef einhverjum tekst að komast lengra, þá reyni ég væntanlega að eignast þetta met aftur.“

Hægt er að sjá sveifluna hjá Karsten hér: www.todaysgolfer.co.uk/19thhole

Page 16: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is16

Veðrið lék stórt hlutverk á

golfsumrinu 2014Annað árið í röð var sól og blíða á Norður og Austurlandi á

golfsumrinu 2014 og úrkoman var allsráðandi á Suður- og Vesturlandi. Gríðarlegur klaki var á golfvöllum lands-

ins langt fram eftir vetri og ástand margra golfvalla því frekar

dapurt í vor þegar tímabilið hófst. Golf á Íslandi heyrði hljóðið í nokkrum forsvarsmönnum golfklúbba víðsvegar um landið. Um-ræðuefnið var einfalt; hvernig var golfsumarið 2014 hjá ykkur?

Öndverðarnes: „Rigningasumarið var erfitt“

„Rigningarsumarið 2014 hefur reynst okkur erfitt að mörgu leyti. Ég er ekki með nákvæmar tölur í höndunum en tilfinningin er sú að það sé 30-40% færri leiknir hringir á þessu sumri miðað við venjulegt ár. Sumarið 2013 var blautt og þungt en 2014 var enn verra,“ segir Guð-mundur Hallsteinsson formaður Golfklúbbs Öndverðarness.„Völlurinn hefur ekki náð að koma vatninu frá á ýmsum stöðum og þá sérstaklega á 10., 11. og 17. braut. Við munum fara í framkvæmdir á þessum svæðum í haust og sem verða vonandi til þess að laga ástandið ef það heldur áfram að rigna svona á okkur næstu misserin.“Það eru um 530 félagar í GÖ og segir formaðurinn að það gangi vel að fá fólk til þess að leggja hönd á plóg í sjálfboðavinnu í stærri verkefnum. Nýjar flatir hafa verið byggðar á 1. og 9. braut og þar hafa félagsmenn lagt mikla vinnu á sig. „Það mættu 64 félagar á vinnu-dag í vor sem er met. Það eru margir sem vilja leggja klúbbnum lið og svona hlutir efla félagsandann. Það er almenn ánægja með breytingarnar á 1. og 9. braut hjá okkar félagsmönnum og við vonum að ástandið lagist á blautustu svæðunum á vellinum eftir þær fram-kvæmdir sem ráðist verður í núna í haust.“

Golfklúbbur Reykjavíkur: „Mikil aukning í 9 holu spili“

„Það hefur bara gengið ágætlega í sumar hjá okkur og það er aukning í Korpunni og aðeins fækkun í heildarspilinu á Grafarholtsvelli,“ segir Garðar Eyland framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. „Það hefur ekki verið mikið kvartað í sumar yfir því að félagar GR komist ekki í rástímana sem eru í boði og mun fleiri nýta sér það að leika bara 9 holur. Í fyrsta sinn í sumar gátu félagsmenn sem eru utan GR skráð sig í rástíma með tveggja daga fyrirvara en félagsmenn GR geta skráð sig með fjögurra daga fyrirvara. Þetta hefur gengið bara býsna vel,“ segir Garðar. Aukningin á heildarheimsóknum á Korpúlfsstaðarvöll nemur um 2.000 hringjum og er aukningin öll í 9 holu spili. Á Grafar-holtsvelli er fækkun um 2.500 hringi frá maí og fram til loka septem-

ber og er skýringin að mestu veðurfarið að mati Garðars. „Það var blautt í Grafarholtinu og völlurinn er aðeins lengur að verða tilbúinn á vorin. Veðrið var ekkert sérstakt hérna í sumar eins og flestir vita og það er greinilegt að 9 holu valkosturinn var vinsæll í sumar. Það er aukning upp á 3.500 hringi í 9 holu spilinu í Korpunni sem er ánægjulegt,“ sagði Garðar Eyland framkvæmdastjóri GR.

Húsavík: „Veðrið var engu líkt“

„Sumarið 2014 var engu líkt veðursfarslega séð – hitatölurnar sem voru hérna eru einstakar en því miður voru flatirnar á vellinum illa farnar eftir veturinn og það voru mikil vonbrigði. Allt annað á vellinum, brautir og gróður, var í toppstandi,“ segir Pálmi Pálmason formaður Golfklúbbsins á HúsavíkÞað eru um 130 félagar í GH og segir formaðurinn að það sé svip-aður fjöldi og á liðnum árum. Helsta áhyggjuefnið sé að börn – og unglingar sýna golfíþróttinni lítinn áhuga.„Við fengum krakkana til þess að koma á námskeiðin sem við vorum með í samvinnu við PGA nemanda. Þegar námskeiðin voru búin sáum við ekki þessa krakka á vellinum – því miður. Samkeppnin er mikil, sérstaklega við knattspyrnuna. Katlavöllur er ekki langt frá bænum og það er ekki flöskuháls fyrir krakkana að fjarlægðin sé of mikil á völlinn.“Mótahaldið tókst vel hjá Húsvíkingum í sumar. Golfmótið sem fór fram samhliða landsmóti 50 ára og eldri hjá UMFÍ var vel sótt og Opna golfmótið á Mærudögum var einnig vel heppnað að sögn Pálma.Aðsókn ferðamanna á Katlavöll var góð í sumar og spilaði veðrið þar stærstan þátt. Pálmi segir að næsta brýna verkefni klúbbfélaga á Húsavík sé að huga að framtíðarhúsnæði. „Golfskálinn er í raun bara ónýtur – það þarf ekkert að fara í felur með það. Við þurfum að huga að þeim þætti á næstunni en ýmsar framkvæmdir hafa átt sér stað á vellinum. Um miðjan júní var tekin í notkun vatnsdæla sem gjörbreytti vökvunarkerfi vallarins. Ég er ekki í vafa um að ástandið á vellinum hefði verið mun betra ef vatnið hefði verið til staðar í byrjun maí,“ segir Pálmi Pálmason.

Öndverðarnes, 6.braut.

Katlavöllur Húsavík sumarið 2014

„Ég gjörsamlega elska hana“

Nett myndavél sem þú hefur með þér hvert sem er.

Taktu þitt næsta skref!

Erna Hrund, tískubloggari

netverslun.is

EOS 100D

Page 17: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

„Ég gjörsamlega elska hana“

Nett myndavél sem þú hefur með þér hvert sem er.

Taktu þitt næsta skref!

Erna Hrund, tískubloggari

netverslun.is

EOS 100D

Page 18: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is18

Eskifjörður: „Frábær sumar“

„Sumarið var frábært í einu orði sagt. Veðrið var stórkostlegt í allt sumar og það eru engar ýkjur. Völlurinn var í góðu standi og við fengum mikið af heimsóknum frá ferðamönnum,“ segir Jóhann. Um 80 félagsmenn eru í GBE sem var stofnaður árið 2009 eftir að Golf-klúbbur Eskifjarðar lagðist af. „Við höfum verið með ýmsar fram-kvæmdir á vellinum og lengt hann í 2.600 metra. Byggðarholtsvöllur er par 36 í dag en var áður 33 og það munar miklu. Við höfum fengið 15 nýja félaga í sumar og það er heilmikil fjölgun miðað við stærð klúbbsins“ segir Jóhann Arnarson formaður Golfklúbbs Byggðarholts á Eskifirði.Brynjar Sæmundsson golfvallafræðingur hjá GrasTec hefur verið rágjafi GBE hvað vallarmálin varðar á undanförnum árum og segir Jóhann að völlurinn hafi breyst mikið frá þeim tíma. „Við þurfum að gera meira fyrir barna- og unglingastarfið hjá okkur en það er dýrt fyrir lítinn klúbb að fá kennara og leiðbeinendur á svæðið. Við erum að gera okkar besta með því að leiðbeina sjálfir en það er verk að vinna á þessu sviði.“Jóhann segir að Byggðarholtsvöllur hafi fengið mikið hrós frá gestum á undanförnum misserum og meira að segja félagar í Golfklúbbi Norðfjarðar hafi hrósað vellinum. „Þegar það gerist þá vitum við að völlurinn er jafnvel betri en Grænanesvelli á Norðfirði,“ segir Jóhann Arnarson formaður Golfklúbbs Byggðarholts á Eskifirði.

Hella: „Varnarsigur og fjölgun þrátt fyrir úrkomuna“

„Við unnum varnarsigur í sumar og það eru ívið fleiri sem léku á Strandarvelli en árið áður,“ segir Óskar Pálsson formaður Golf-klúbbsins Hellu. „Það er ekki okkur að þakka, Strandarvöllur hefur

verið óendanlega flottur í sumar. Þetta er yfirburðavöllur, þó ég segi sjálfur frá. Ég er búinn að vera hérna lengi og völlurinn hefur aldrei verið betri. “Óskar býst ekki við því að margir vellir á Suðurlandi hafi aukið heimsóknafjöldann á rigningasumrinu 2014 frá því í fyrra, sem reyndar var einnig rigningasumar. „Ég held að margir átti sig á því að Strandarvöllur er fljótur að þorna eftir miklar rigningar. Það er ekkert vesen, flatirnar taka bara betur við og málið er dautt.“Félagafjöldinn hjá GHR breytist lítið á milli ára en félagafjöldinn hefur verið 100 í mörg ár en Óskar segir að einn hafi bæst í hópinn. „Við erum 101 og það er fín tala. Allt saman frábært fólk sem leggur mikið á sig fyrir klúbbinn.“Tvö stórmót á vegum Golfsambands Íslands fóru fram á Strandar-velli í sumar. Egils Gull mótið á Eimskipsmótaröðinni og Íslandsmót unglinga í höggleik á Íslandsbankamótaröðinni. Óskar segir að Golf-sambandið hafi leitað mikið til GHR með mótahald í gegnum tíðina. „Það býr mikil reynsla hjá okkur hvað þetta varðar og það er góður og samstilltur hópur sem er alltaf tilbúinn að leggja sitt að mörkum til að þetta gangi upp,“ segir Óskar.

Frá Strandarvelli á Hellu 2.

Byggðarholtsvöllur á Eskifirði.

Frá Strandarvelli á Hellu.

Page 19: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 20: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

20

Sigurganga Evrópuliðsins gegn Banda-ríkjunum í Ryderkeppninni hélt áfram á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Evrópa fagnaði öruggum 16½ - 11½ sigri sem var sá þriðji í röð, sá áttundi í síðustu tíu keppnum og sá sjötti í síðustu sjö keppnum. Frá því að úrvalslið Evrópu mætti fyrst til leiks í Ryderkeppninni árið 1979 hefur Evrópuliðið unnið 11 keppnir og Bandaríkin er með 7 sigra.

Paul McGinley fyrirliði Evrópuliðsins mætti með gríðarlega heilsteypt lið til leiks og sjálfstraustið „lak“ af leikmönnum Evrópu. Bandaríska liðið mætti einfaldlega ofjörlum sínum í þessari keppni. Úrslitin í fjórmenn-ingnum (foursome) á föstudag og laugardag reyndust bandaríska liðinu dýrkeypt. Í fjór-menning leika liðsfélagarnir einum bolta til skiptis og þar náði Evrópuliðið að landa 7 stigum af þeim 8 sem voru í boði.

Keppnin þróaðist með þeim hætti að eftir 1. umferðina á föstudeginum va banda-ríska liðið með naumt forskot 2½ - 1½ eftir fjórleikinn (fourball). Þar sem tveir léku saman í liði og betra skorið á hverri holu taldi. Bandarísku nýliðarnir Jordan Spieth og Patrick Reed rústuðu Ian Poulter og Stephen Gallacher 5/4 og það vakti athygli að Tom Watson fyrirliði bandaríska liðsins hvíldi þá Spieth og Reed í 2. umferð – og ákvarðanir Watson áttu eftir að vera umdeildar.

Evrópuliðið sýndi styrk sinn í fjórmenn-ingnum í 2. umferð og náði þar 3½ vinning af alls 4 sem í boði voru. Staðan var því 5-3 eftir fyrsta keppnisdaginn.

Á laugardeginum var nánast sama uppskrift og Evrópuliðið var með 10 vinninga gegn 6 vinningum bandaríska liðsins fyrir lokaum-ferðina. Watson hvíldi hinn reynslumikla

Phil Mickelson og Keegan Bradley í báðum leikjunum á laugardeginum. Mickelson, sem var að taka þátt í sinni 10. Ryderkeppni, var allt annað en sáttur við þá ákvörðun. Hann sendi Watson SMS skeyti eftir 3. um-ferðina og vildi fá að taka þátt með Bradley í fjórmenningnum en Watson gaf sig ekki. Mickelson leyndi ekki vonbrigðum sínum á blaðamannafundi eftir keppnina þar sem hann gagnrýndi vinnuaðferðir Watson.

Í stöðunni 10-6 fyrir lokadaginn þurfti Evr-ópa aðeins að landa fjórum stigum til þess að halda Ryderbikarnum í sínum röðum. Bandaríska liðið fór vel af stað og var yfir í fyrstu leikjunum í tvímenningnum. Þá tók Rory McIlroy til sinna ráða og gekk frá Rickie Fowler í stórleik lokaumferðarinnar. McIlroy byrjaði með þvílíkum látum og fékk fugl, örn, fugl, par, fugl og fugl á fyrstu sex holunum og var hann fimm holur upp eftir sex holur. Fowler náði að vinna sjöundu holuna og var það eina holan sem hann vann í leiknum. McIlroy kláraði dæmið á 14. og fagnaði 5/4 sigri.

Nýliðarnir Jamie Donaldson frá Wales og Victor Dubuisson frá Frakklandi léku vel í frumraun sinni og það var viðeigandi að Donaldson skyldi tryggja Evrópu stigið sem gulltryggði sigurinn á lokadeginum.„Ég get ekki lýst því hvernig mér leið eftir síðasta höggið. Ég var með réttu kylfuna og sló besta höggið sem ég hef slegið á ævinni með fleygjárninu til þess að tryggja Evrópu sigur í Ryderkeppninni. Þetta er ótrúleg til-finning,“ sagði Donaldson eftir lokadaginn en hann sló magnað högg á 14. braut af um 100 metra færi og „klíndi“ boltanum við stöngina sem tryggði sigurinn. Lokastaðan 16½ - 11½ Evrópu í vil en maður keppninnar var án efa Justin Rose frá Englandi sem fór á kostum og tapaði ekki leik.

Ótrúleg tilþrif hjá Rose og Stenson

Það er mat golfsérfræðinga að Ryderkeppnin á Gleneagles hafi verið ein sú besta hvað varðar gæði golfsins. Til marks um það töpuðu Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar og Bubba Watson í fjórleik (betri bolta) á öðrum keppnisdegi mótsins þrátt fyrir að hafa fengið 9 fugla samtals. Þeir áttu ekki svar við stór-kostlegum leik Justin Rose frá Englandi og Svíanum Henrik Stenson sem fengu alls 12 fugla á 16 holum. Rose og Stenson fögnuðu 3/2 sigri á 16. braut. Aldrei áður í sögu Ryderkeppninnar hafa jafn margir fuglar litið dagsins ljós en Rose fékk sjö fugla en leiknum lauk á 16. flöt. Kuchar og Watson léku einnig vel því þeir fengu samtals 9 fugla og samtals í þessum leik voru fuglarnir alls 21 sem er met í Ryderkeppninni.

SIGURGANGAN HÉLT ÁFRAM

Rory, Gallagher, Donaldsson og Stenson fagna vel og innilega.

Watson hrósaði Evrópumönnum og sagði þá hafa einfaldlega leikið betur en sínir menn.

Page 21: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is21

„Þeir léku betur svo einfalt er það, við þurfum að leika betur til þess að vinna þessa keppni,“ sagði Tom Watson en PGA í Banda-ríkjunum hefur verið gagnrýnt fyrir þá stefnu að velja aðeins fyrirliða úr röðum fyrrum sigurvegara á risamótum. Það þrengir hring-inn aðeins og til samanburðar þá hefur Írinn Paul McGinley aðeins sigrað á fjórum mótum á Evrópumótaröðinni – og aldrei á risamóti. Sú staðreynd breytti engu þegar hann var valinn til þess að gegna fyrirliðastöðunni á Gleneagles. Það sem skiptir kannski meira máli er að McGinley hefur verið varafyrirliði í síðustu tveimur keppnum og stýrt úrvalsliði Bretlands og Írlands í Seve bikarnum.Rory McIlroy, sterkasti leikmaður Evrópu-liðsins, sagði á fundi með blaðamönnum að ráðleggingar sem hann fékk frá McGinley fyrir fimm áum í Seve bikarnum séu enn að nýtast honum í keppni. Og McGinley upplifði það í návígi hvernig leikmenn brugðust við ýmsum aðstæðum þegar hann var varafyrir-liði í síðustu tveimur keppnum.Á meðal þess sem McGinley gerði fyrir Ryderkeppnina var að fá Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United,

Úrslit fyrri keppna:*Úrvalslið Evrópu mætti fyrst til leiks árið 1979 en fram að þeim tíma hafði Ryderliðið verið skipað kylfingum frá Bretlandseyjum og Írlandi:1979: Bandaríkin (1) 17–11 Evrópa (The Greenbrier, The Greenbrier Course)1981: Bandaríkin (2) 18½–9½ Evrópa (Wal-ton Heath Golf Club)1983: Bandaríkin (3) 14½–13½ Evrópa (PGA National Golf Club)1985: Evrópa (1) 16½–11½ Bandaríkin (The Belfry, Brabazon Course)1987: Evrópa (2) 15–13 Bandaríkin (Muir-field Village)1989: Evrópa (3) 14–14 Bandaríkin (The Belfry, Brabazon Course)1991: Bandaríkin (4) 14½–13½ Evrópa (Ki-awah Island Golf Resort, Ocean Course)1993: Bandaríkin (5) 15–13 Evrópa (The Belfry, Brabazon Course)1995: Evrópa (4) 14½–13½ Bandaríkin (Oak Hill Country Club, East Course)1997: Evrópa (5) 14½–13½ Bandaríkin (Val-derrama Golf Club)1999: Bandaríkin (6) 14½–13½ Evrópa (The Country Club, Composite Course)2002: Evrópa (6) 15½–12½ Bandaríkin (The Belfry, Brabazon Course)2004: Evrópa (7) 18½–9½ Bandaríkin (Oakland Hills Country Club, South Course) 2006: Evrópa (8) 18½–9½ Bandaríkin (K Club, Palmer Course)2008: Bandaríkin (7) 16½–11½ Evrópa (Val-halla Golf Club)2010: Evrópa (9) 14½–13½ Bandaríkin (Cel-tic Manor Resort, Twenty Ten Course)2012: Evrópa (10) 14½–13½ Bandaríkin, Medinah. Fyrirliðar José María Olazábal/ Davis Love III2014: Evrópa (11) 16 ½ – 11 ½ Bandaríkin, Gleneagles. Fyrirliðar Paul McGinley / Tom Watson.

Mickelson gagn-rýndi Watson- McGinley nýtti sér reynsluna úr fyrri keppnum

í létt spjall með liðinu í æfingavikunni fyrir Ryderkeppnina. Sá fundur heppnaðist vel og fékk kylfingina til þess að sjá ýmislegt frá öðru sjónarhorni.Á meðan liðsheildin var einkenni Evrópu-liðsins var „pirringur“ í herbúðum þess bandaríska. Mickelson gagnrýndi ástandið og sagði að skortur á samskiptum væri á milli leikmanna og fyrirliða. Mickelson vitnaði í

- fjórmenningsleikirnir reyndust bandaríska liðinu erfiðir í Ryder-keppninni á Gleneagles vellinum í Skotlandi

vinnulag Paul Azinger sem skipti 12 manna liðinu upp í þrjá fjögurra manna hópa og hóparnir komu sér saman um ýmsa þætti sem snéru að keppninni og komu með til-lögur hvernig best væri að leysa það. Watson gerði ekkert slíkt að sögn Mickelson sem lét allt flakka á fundi með fréttamönnum eftir keppnina og var langt frá því að vera sáttur.

Rose, McDowell og Garcia í myndavélabaði!

Page 22: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is22

USA TravellerVelkomin í Vodafone

Byltingarkennd lækkun á farsímakostnaði í USA og KanadaNú getur þú ferðast um Bandaríkin og Kanada og notað snjallsímann þinn fyrir miklu lægra verð en áður.

Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með því að senda sms-ið „USA“ í 1414.

Vodafone

Bandaríkin: Jim Furyk (44 ára)Matt Kuchar (36 ára)Bubba Watson (35 ára)Phil Mickelson (44 ára)Rickie Fowler (25 ára)Jordan Spieth (21 árs)Zach Johnson (38 ára)Jimmy Walker (35 ára)Hunter Mahan (32 ára)*Keegan Bradley (28 ára)*Patrick Reed (24 ára)Webb Simpson (29 ára)**Valdir af Tom Watson fyrirliða

Evrópa:Rory McIlroy (25 ára), N-Írland.Henrik Stenson (38 ára), Svíþjóð.Sergio García (34 ára), Spánn.Justin Rose (34 ára), England.Martin Kaymer (29 ára), Þýskaland.Graeme McDowell (35 ára), N-Írland.Victor Dubuisson (24 ára), Frakkland.Thomas Bjørn (43 ára), Danmörk.Jamie Donaldson (38 ára), Wales.Stephen Gallacher (39 ára), Skotland*. Ian Poulter (38 ára), England*.Lee Westwood (41 árs), England*.*Valdir af Paul McGinley fyrirliða

11,5 16,5 Jamie Donaldson innsiglaði sigur Evrópumanna.

Page 23: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

USA TravellerVelkomin í Vodafone

Byltingarkennd lækkun á farsímakostnaði í USA og KanadaNú getur þú ferðast um Bandaríkin og Kanada og notað snjallsímann þinn fyrir miklu lægra verð en áður.

Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með því að senda sms-ið „USA“ í 1414.

Vodafone

Page 24: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is24

„Þetta er alveg stórkostleg upplifun og alveg ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu. Það voru um 40 sjálfboðaliðar sem unnu á vellinum ásamt þeim starfsmönnum sem fyrir voru, samtals um 100 starfsmenn. Ég var heppinn að fá að taka þátt enda sóttu um 400 manns um að komast í þetta verkefni og ég gleymi ekki þessum dögum. Þeir voru stórkostlegir,“ segir Ágúst Jensson, framkvæmdastóri Golfklúbbs Akureyrar, sem var í innsta hring á Gleneagles vellinum á meðan Ryderkeppnin fór fram. Ágúst var vallarstarfsmaður á Gleneagles fyrir 13 árum og sambönd hans við fyrrum samstarfsfélaga á Gleneagles urðu til þess að hann fékk að taka þátt. Ágúst segir að vinnudagarnir hafi verið langir en góður tími hafi einnig gefist til þess að fylgjast með keppninni.„Það var byrjað alla daga klukkan 5 að morgni og unnið með hléum fram til 20 á kvöldin. Það gafst því nægur tími til að horfa á golf og ekki skemmdi fyrir að hafa passa sem hleypti okkur inn á svæði sem fáir fengu að komast inn á. Við vorum því alltaf með bestu sætin. Ég var t.d. fyrir aftan 15.

flötina þegar Jamie Donaldson tryggði okkur bikarinn, það var geðveikt,“ segir Ágúst en hann fékk m.a. að tollera Rory McIlroy ásamt liðsfélögum hans úr Ryderliðinu.

Gæsahúð þegar áhorfendur stóðu upp„Toppurinn á þessu öllu saman var þegar verðlaunaafhendingin var búin. Við sem vorum að vinna á vellinum stóðum allir á fyrsta teig þegar Ryderstrákarnir komu keyrandi með bikarinn til baka. Daninn Thomas Björn stoppaði og kom með bikarinn til okkar. Ian Poulter, Rory McIlroy og Justin Rose komu síðan til okkar og við hoppuðum og sungum með þeim, toller-uðum m.a. Rory. Það var stórkostleg stund.“ Ágúst segir það hafa verið magna upplifun þegar áhorfendur stóðu upp og þökkuðum þeim fyrir að hafa völlinn eins góðan og raun bar vitni.„Eftir að við höfðum lokið við að vinna á snemma á sunnudeginum og vorum að keyra að aðstöðu vallarstarfsmanna þá stóð alveg helling af fólki upp og klappaði fyrir okkur. Þá fékk ég gæsahúð,“ segir Ágúst Jensson.

STÓRKOSTLEG UPPLIFUN

Ágúst Jensson var í innsta hring á Gleneagles og toller-aði m.a. Rory McIlroy og fleiri Ryder-leikmenn.

Ágúst á 1. teig á Gleneagles.

Fatnaður þeirra bandarísku vakti athygli.

Jack Nicklaus, sem var heiðraður af Evrópumönnum heilsar hér Ferguson, fyrrum þjálfara Man. Utd. en hann kom að „pepp-þætti“ í undirbúningi Evrópuliðsins.

Jordan körfuboltakappi var í stuðningsliði Bandaríkjamanna.

Fögnuður á 15. braut eftir að Donaldsson lauk leik. - Það geta fleiri en Skotar klæðst pilsum.

Page 25: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 26: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is26

Gísli Sveinbergsson úr Golf-klúbbnum Keili var ekkert að tvínóna við hlutina á Royal

Aberdeen vellinum í Skotlandi þegar hann kom sá og sigraði á The Duke of York Young Champions Trophy sem haldð var um miðjan september. Aðstandendur

„Hertogamótsins“, sem nú var haldið í fjórtánda sinn, klóra

sér í hausnum yfir árangri íslenskra kylfinga því áður höfðu Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Ragnar Már Garðarsson GKG sigrað, árið 2012 og 2014.

„Sjálfstraustið var gott fyrir mótið og ég

fór með því hugarfari að vinna sigur. Það hjálpaði

mikið að þeir Guð-mundur

Ágúst og Ragnar Már höfðu unnið þetta mót áður,“ sagði Gísli en hann lék frábært golf á þessum sjötta elsta golfvelli í heimi. Gísli tók forystu strax í upphafi móts og skildi andstæðinga sína eftir í reykmekki þegar hann fékk fimm fugla á fyrstu tíu holunum í öðrum hring og innsiglaði þannig sigurinn.

Gísli lék við hvern sinn fingurVeðurguðirnir í Norður-Skotlandi létu illa og þurfti að stöðva leik þrisvar sinnum á Royal Aberdeen vellinum. Að endingu þurfti að stytta mótið í 36 holur og sleppa þriðja hring. Gísli lék flott golf fyrstu 18 holurnar og náði forystu í mótinu á -2 og leiddi með höggi þegar annar hringur hófst. Annar var besti kylfingur Skota, heimamaðurinn Ewen Ferguson, höggi á eftir Gísla og fleiri komu síðan skammt undan. Það mátti því gera ráð

Gísli Sveinbergsson tryggði þriðja íslenska sigurinn á The Duke of York mótinu á hinum fornfræga Royal Aberdeen velli í Skotlandi:

Var farinn að hugsa um vallarmet McIlroy's

-„Gleymdi mér aðeins í fuglaveislunni“.

Gísli með fjölskyldu sinni sem hefur verið dugleg að styðja hann á golfvellinum.

Gísli á teig á Royal Aberdeen.

Keiliskappinn með Hertoga-bikarinn en hann er geymdur í einn af höllum Englandsdrottningar en prinsinn Andrews er verndari mótsins.

SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800

SMÁRALIND XL 5650304

140905_DM_Island_210x300_lh.indd 1 9/3/14 2:10 PM

Page 27: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800

SMÁRALIND XL 5650304

140905_DM_Island_210x300_lh.indd 1 9/3/14 2:10 PM

Page 28: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is28

fyrir spennandi keppni. Eftir fimm holur á öðrum hring var leik frestað vegna þoku en þá var Keiliskappinn búinn að fá tvo fugla til viðbótar og auka við forystuna. Á þriðja keppnisdegi þurfti hann að vakna kl. 5 um morguninn en þegar hefja átti leik var of mikil þoka. Nokkrum tímum síðar var hægt að hefja leik og Íslendingurinn hélt áfram að

leika frábært golf og fékk þrjá fugla á næstu þremur brautum. Þá var forystan komin í sex högg og ljóst að mikið þurfti að ganga á til að Gísli tapaði þeirri forystu.„Þegar ég var kominn fimm undir par eftir tíu holur var ég ekki lengur að hugsa um sigurinn heldur vallarmetið sem Rory McIlroy á og er 7 undir. Gleymdi mér í fuglaveislunni og fór aðeins fram úr mér því ég fékk tvo skolla í andlitið en ég jafnaði mig á því og kláraði dæmið. Það var léttir að gera það því það gekk talsvert á í þessu þokurugli en ég lét það ekkert á mig fá og náði að leika gott golf.“

Í reynslubankann hjá RagnhildiRagnhildur Kristinsdóttir úr GR stóð sig líka vel og lék á 81-75 og endaði í 35. sæti af 55 þátttakendum sem voru allir unglingameist-arar sinna landa í sumar. Það segir til um styrk keppenda á þessu móti og er því enn eftirtektarverðara hvernig Íslendingum hefur gengið á mótinu síðustu sex árin.„Þetta var mjög skemmtilegt og fer í reynslu-bankann. Mér gekk ágætlega en var ósátt við þrjá skolla á síðustu þremur á fyrsta hringnum. Annars var þetta bara fínt,“ sagði Ragnhildur sem var búin með 13 holur í þriðja hring þegar mótið var blásið af.Það er sérstakt við mótið að keppt er í einum flokki og stúlkur og piltar því saman í mörgum hollum. Guðmundur Ágúst Krist-

jánsson, GR, gaf tóninn fyrir Íslendinga á mótinu árið 2010 þegar hann vann og Ragnar Már Garðarsson, GKG, vann svo árið 2012. Þetta var í fjórtánda sinn sem mótið var haldið og árangur íslenskra kylfinga magnaður. Japaninn Ren Okazaki varð annar, fjórum

höggum á eftir Gísla og Mexíkaninn Eduardo Carrete ásamt ítölsku stúlkunni Carlottu Ricolfi voru á parinu 36 holurnar. Heimamenn vonuðust eftir sigri hjá sínum manni, Ewen Ferguson sem var höggi á eftir Gísla eftir fyrsta hringinn en hann lék seinni á 4 yfir pari og endaði í 5. sæti með öðrum. Skotinn hrósaði Gísla fyrir gott golf og sagði að Íslendingurinn hefði höndlað aðstæð-urnar best allra.

Gott sumar hjá GíslaAðspurður um Royal Aberdeen völlinn segir Gísli að hann hafi hentað sér vel. „Ég hef verið beinskeyttur í drævunum og eins í innáhöggunum í allt sumar og var nýkominn úr titilbaráttu á Jaðarsvelli á Akureyri á Eim-skipsmótaröðinni og var þannig í góðum gír. Ég hef leikið nokkuð vandræðalaust golf í sumar. Ég náði að leika þannig golf á þessu móti og kom mér því oft í góða stöðu fyrir fugli eða jafnvel örnum því ég var t.d. tvisvar í hörkufæri fyrir tveimur undir á par 5 brautum. Mér fannst völlurinn ekki mjög langur en hann refsaði þó mikið ef maður hitti ekki brautina í upphafshöggi. Það var mjög mikið af glompum, bæði á brautum og við flatir og röffið var þungt ef farið var þangað. Þetta er auðvitað mín stærsta stund hingað til á ferlinum og vonandi get ég fylgt þessu eftir,“ sagði Gísli. Til gamans má geta að heimamenn vonuðust eftir sigri síns mans, Fergusons, en hann var bæði höggleiks- og holukeppnismeistari unglinga í Skotlandi í sumar. Í viðtali við heimasíðu klúbbsins eftir mótið kom fram að Ferguson fer í haust í þrjá og hálfan mánuð í æfingabúðir, til Dubai, Flórída og S-Afríku. Keilismaðurinn er enn að klára framhaldsskóla en æfir í Hraunkotinu í vetur en fer svo í háskólanám í Bandaríkjunum að því loknu. Næsta Duke of York mót fer fram á Princess vellinum í S-Englandi í september 2015.

„Vonandi get ég fylgt þessu eftir“

Gísli og Ragnhildur á Hertogamótinu.

Gísli með forráðamönnum klúbbsins og mótsins.

Gísli, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Ragnhildur Kristinsdóttir og Stefán Garðarsson, liðsstjóri.

Framleiðum barmmerkií öllum stærðum og

gerðum.

Mikið úrval af bikurumog verðlaunapeningum.

Verið velkomin í verslunokkar að Síðumúla 17eða hafið samband í

síma 588-3244fax 588-3246

netfang: [email protected]

Page 29: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Framleiðum barmmerkií öllum stærðum og

gerðum.

Mikið úrval af bikurumog verðlaunapeningum.

Verið velkomin í verslunokkar að Síðumúla 17eða hafið samband í

síma 588-3244fax 588-3246

netfang: [email protected]

Page 30: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is30

Sherry Shao, frá Kína, er aðeins 32 ára gömul en hefur á fáum árum komist í fremstu röð golfdómara

í heiminum en hún var hér á Íslandi í heimsókn á dögunum á vegum Aðalsteins Örnólfssonar golfdómara. Golf á Íslandi hitti Shao og ræddi við hana um golfíþrótt-ina og hvernig það væri vera ein af fáum konum sem hafa lagt dómarastarfið fyrir sig í golfinu. Shao er hámenntuð og er með doktorsgráðu og starfar sem háskólakenn-ari í Shenzen – og fögin sem hún kennir snúa öll að golfíþróttinni.Shao var nýlent á Íslandi þegar viðtalið var tekið í dæmigerðu haustveðri en planið var að fara á nokkra golfvelli hér á landi og skoða sig um. Viðtalið var tekið í golf-skálanum á Hólmsvelli í Leiru og það blés hressilega fyrir utan og fáir voru að spila golf. „Þetta veður er mjög ólíkt því sem ég er vön að sjá í Kína en ekki ósvipað og á Eng-landi þar sem ég dvel fram í febrúar á næsta ári sem gestakennari,“ segir Shao en það var faðir hennar sem tók þá ákvörðun að hún færi í nám í golfvallastjórnun – og hún er þakklát fyrir þá ákvörðun.„Ég vissi ekkert um golf þegar faðir minn tók þá ákvörðun fyrir mig að senda mig í háskólanám með golf sem aðalfag. Hann taldi að það gæti opnað möguleika fyrir mig og núna fimmtán árum síðar reyndist það rétt ákvörðun. Þegar ég kom fyrst í skólann vissi ég lítið um golfíþróttina en smátt og smátt fór ég að meta það sem var í boði og á endanum elskaði ég það sem ég var að læra,“ segir Shao en hún fór í gegnum háskólanám við Shenzen sem snýr að mestu um rekstur golfvalla ásamt öðrum þáttum sem tengjast íþróttinni. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í golfinu í Kína á undanförnum árum en Shao

segir að aðeins hafi hægt á vextinum þar sem kínversk yfirvöld hafa ekki gefið leyfi fyrir mörgum nýjum golfvöllum frá árinu 2004. Það er samt sem áður mikil eftirspurn eftir nýjum golfvöllum og á meðan efnahagurinn er enn í sókn þá mun það halda áfram.Shao hefur dvalið í vetur í Birmingham sem gestakennari við háskóla þar í borg – og samhliða því hefur hún nýtt tímann til þess að upplifa golfmenninguna sem ríkir á Bret-landi. „Ég reyni að spila golf þegar ég hef tíma – ég geri reyndar meira af því í Kína en mér finnst mjög gaman að spila á nýjum völlum. St. Andrews er í miklu uppáhaldi en ég hef fengið tvívegis að leika á gamla vell-inum og það var stórkostleg upplifun.“Eins og áður segir er Shao háskólakennari við Shenzen en þaðan útskrifast á bilinu 40-60 nemendur árlega með prófgráðu í rekstri golfvalla – og það eru 40-50 slíkir skólar í Kína sem eru með svipaða námslínu. Það er því ótrúlegur fjöldi sem útskrifast á hverju ári með sérþekkingu í rekstri á golfvöllum og Shao segir að eftirspurnin sé enn mikil eftir fólki með slíka menntun í Kína.Shao segir að hún hafi fengið áhuga á golf-reglunum þegar hún stundaði háskólanámið og hún hafi sökkt sér í fræðin og haft gaman af því. „Ég tók dómarapróf árið 2005 en það gekk ekki nógu vel en ég reyndi aftur síðar og komst í gegnum prófið,“ segir Shao en árið 2007 hafði hún lokið öllum þremur stigunum hvað varðar dómararéttindi í Kína. „Það varð til þess að ég fékk boð um að fara til R&A í Skotlandi til þess að öðlast alþjóðleg réttindi,“ segir Shao en hún hefur verið dómari á fjölmörgum mótum á Evr-ópumótaröðinni sem fram hafa farið í Kína á undanförnum árum.„Ég var hársbreidd frá því að vera full-

trúi Kína í dómarastéttinni á Opna breska meistaramótinu á þessi ári. Það breyttist á síðustu stundu en ég vona að ég fái tækifæri til þess að starfa á því móti síðar og risa-mótin eru þau mót sem við viljum öll fá að upplifa. Shao er í hópi fárra kvenna sem hafa lagt dómarastarfið fyrir sig og hún segir að yfirleitt sé hún eina konan sem sé dómari á þeim mótum sem hún starfi við. Hún segir að viðmót leikmanna á karlamótunum sé ekkert öðruvísi gagnvart henni en öðrum dómurum. „Mér hefur reyndar þótt þeir taka mér betur en mörgum öðrum – ég held að konur séu vel til þess fallnar að vera dómarar í golfi. Við kunnum oft betur á mannleg samskipti og erum oft betur til þess fallnar að leysa vandamálin sem koma upp án þess að kylfingarnir séu að missa stjórn á skapi sínu,“ segir Shao. „Það sem mér hefur þótt erfiðast er að taka út vellina og þurfa að lemja niður hæla og slíkt ef það hefur vantað. Það er ekki mín sterkasta hlið,“ segir Shao og hlær.

KONUR ERU GÓÐIR DÓMARARSherry Shao frá Kína - einn fremsti golfdómari heims heimsótti Ísland á dögunum

Aðalsteinn Örnólfsson og Shery Shao á Hólmsvelli í Leiru.

Page 31: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA– gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér!

KJÚKLINGAÁLEGG REYKT SPÆGIPYLSA HUNANGSSKINKA

SKINKA

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

63

258

Page 32: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is32

KEILIR VARÐI TITILINNKeilir varði titilinn í 1. deild karla í Sveitakeppni GSÍ

sem lauk á Hólmsvelli í Leiru 10. ágúst s.l. GKG lék til úrslita gegn GK og lauk úrslitaleiknum með 3-2 sigri

Golfklúbbsins Keilis sem er annar sigursælasti klúbbur landsins í þessari keppni sem fór fyrst fram árið 1961. Keilir hefur sigrað 13 sinnum en GR er með flesta titla eða alls 24. Aðeins sex golf-klúbbar hampað þessum titli.Í úrslitaleiknum vann GK þrjá tvímenningsleiki. Gísli Sveinbergs-son, GK, lagði Sigmund Einar Másson 2/1, Axel Bóasson, GK, hafði betur gegn Alfreð Brynjari Kristinssyni 4/3. Rúnar Arnórsson, GK, vann Ara Magnússon 4/3 en þessir sigrar hjá GK voru nokkuð sann-færandi.Hjá GKG vann Birgir Leifur Hafþórsson sinn leik í úrslitunum 4/3 gegn Benedikt Sveinssyni. GKG vann fjórmenningsleikinn sem endaði á 18. flöt. Kristófer Orri Þórðarson og Aron Snær Júlíusson unnu Henning Darra Þórðarson og Birgi Björn Magnússon 2/0.Eins og áður segir er GR sigursælasti klúbburinn í þessari keppni en skiptingin er eftirfarandi:Golfklúbbur Reykjavíkur 24 titlar:Golfklúbburinn Keilir 12 titlar:Golfklúbbur Akureyrar 8 titlar:Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4 titlar:Golfklúbbur Suðurnesja 3 titlar:Golfklúbburinn Kjölur 2 titlar:Fyrstu tólf árin sem keppnin fór fram skiptust GA og GR á um að sigra – en Golfklúbbur Suðurnesja skrifaði nýtt nafn á bikarinn árið 1973 og frá þeim tíma hefur GS sigraði þrívegis í þessari keppni.Golfklúbburinn Keilir sigraði í fyrsta sinn árið 1974 og er GK næst sigusælasta sveitin með alls 12 sigra. Á árunum 1974 til 1996 skiptust Keilir og GR á um að sigra í þessari keppni með tveimur undan-tekningum þegar GS sigraði.Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði í fyrsta sinn árið 2004 og bætti við nýju nafni á verðlaunagripinn – en fram að þeim tíma höfðu aðeins GR, GA, GK og GS sigrað í þessari keppni. Golf-

klúbburinn Kjölur úr Mosfellsbæ skrifaði nýjan kafla í þessari sögu með tveimur sigrum í röð 2005 og 2006, og GKG bætti titlum 2007, 2009 og 2012. Árangur Golfklúbbs Borgarness vakti mikla athygli en GB endaði í þriðja sæti eftir 3/2 sigur gegn Setbergi. Þar tryggði framkvæmda-stjóri GB, Jóhannes Kr. Ármannsson, sigurinn á 19. holuÍ botnbaráttunni var líka fjör. Heimamenn í GS lögðu Nesklúbb-inn 3,5-1,5 og GR-ingar unnu Skagamenn með fullu húsi. Það var hlutskipti Leynismanna frá Akranesi að falla ásamt Nesklúbbnum. Nokkuð vindasamt var í Leirunni keppnisdagana en þó var minni vindur á lokakeppnisdeginum.

Birt

með

fyrir

vara

um

ver

ðbre

ytin

gar o

g pr

entv

illur

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is

MacBook Air

" verð frá ..-" verð frá ..-

iPad mini verð frá ..-iPad

iPad Air verð frá ..-.

Keilismenn sælir með sigurinn í Leirunni. F.v.: Birgir Björn Magnússon, Bene-dikt Harðarson,Axel Bóasson, Benedikt Sveinsson, Ísak Jasonarson og Björg-vin Sigurbergsson, þjálfari. Fremri röð f.v.: Gísli Sveinbergs-son, Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson.

Sveitir Borgnesinga að ofan og GKG að neðan.

Page 33: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Birt

með

fyrir

vara

um

ver

ðbre

ytin

gar o

g pr

entv

illur

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is

MacBook Air

" verð frá ..-" verð frá ..-

iPad mini verð frá ..-iPad

iPad Air verð frá ..-.

Page 34: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is34

1. DEILD KARLA, Á HÓLMSVELLI, GS.1. Golfklúbburinn Keilir2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar3. Golfklúbbur Borgarness4. Golfklúbburinn Setberg5. Golfklúbbur Reykjavíkur6. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar7. Nesklúbburinn (leika í 2. deild að ári)8. Golfklúbburinn Leynir (leika í 2. deild að ári)

2. DEILD KARLA, Í KIÐJABERGI, GKB.1. Golfklúbburinn Kjölur (leika í 1. deild að ári)2. Golfklúbbur Ólafsfjarðar (leika í 1. deild að ári)3. Golfklúbbur Vestmannaeyja4.Golfklúbbur Grindavíkur5. Golfklúbburinn Jökull, Ólafsvík6. Golfklúbbur Kiðjabergs7. Golfklúbbur Akureyrar (leika í 3. deild að ári)8. Golfklúbbur Hellu (leika í 3. deild að ári)

3. DEILD KARLA, SVARFHÓLSVELLI, GOS.1. Golfklúbbur Hveragerðis (leika í 2. deild að ári)2. Golfklúbbur Selfoss (leika í 2. deild að ári)3. Golfklúbburinn Hamar Dalvík4. Golfklúbbur Húsavíkur5. Golfklúbbur Ísafjarðar6. Golfklúbburinn Vestarr7. Golfklúbburinn Oddur (leika í 4. deild að ári)8. Golfklúbbur Öndverðarnes (leika í 4. deild að ári)

4.DEILD KARLA, KÁLFATJARNARVELLI, GVS.1. Golfklúbbur Sauðárkróks (leika í 3. deild að ári)2. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (leika í 3. deild að ári)3. Golfklúbbur Bakkakots4. Golfklúbbur Norðafjarðar5. Golfklúbbur Bolungarvíkur6. Golfklúbbur Þorlákshafnar7. Golfklúbburinn Geysir (leika í 5. deild að ári)8. Golfklúbburinn Mostri (leika í 5. deild að ári)

5.DEILD KARLA, ÞVERÁRVELLI GÞH.1. Golfklúbburinn Tuddi (leika í 4. deild að ári)2. Golfklúbbur Sandgerðis (leika í 4. deild að ári)3. Golfklúbburinn Þverá

20% ALLSHERJARAFSLÁTTUR AF HEILDARVERÐI EF ÞÚ KAUPIR MIÐA Á ALLAR 5 SÝNINGARNAR** EINGÖNGU FÁANLEGUR Í MIÐASÖLU HÖRPU EÐA Í SÍMA 528-5050

3 DAGAR · 5 SÝNINGAR · 14 GRÍNISTAR · 24.-26. OKTÓBER Í HÖRPU

ÁSAMT FYNDNASTA FÓLKI ÍSLANDS

ARI ELDJÁRN · DÓRI DNA · SAGA GARÐARS · ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

WWW.RCF.IS OG WWW.SENA.IS/RCF

MIÐASALA Á MIÐI.IS, HARPA.IS, Í MIÐASÖLU HÖRPU OG Í SÍMA 528-5050

NEW YORK’SFUNNIEST

RICKY VELEZ · JAMES ADOMIAN

ANDREW SCHULZ

KERRY GODLIMANHANNAH ÚR GAMAN-

ÞÁTTUNUM DEREK

BBC PRESENTS:BEST OF FEST

ROB DEERING · HARRIET KEMSLEY JOEL DOMMETT · SEAN MCLOUGHLIN

JIM BREUEREINN AF 100 BESTU Í HEIMI,

SAMKVÆMT COMEDY CENTRALSTEPHEN MERCHANTMEÐHÖFUNDUR THE OFFICE

LÉTTÖL

MIÐASALA Í FULLUM GANGI!

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI:

ALÞJÓÐLEG GRÍNHÁTÍÐ Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Fagleg þjónusta

Göngu- og hlaupagreiningar

Vörur fyrir endurheimt líkamans

Fjölbreytt meðferðarúrræði fagfólks

Allt fyrir hlauparann

Vandaðir vinnuskór

Eins og Fætur Toga - Bæjarlind 4 - 201 Kópavogi

Sími 55 77 100 - www.gongugreining.is

Henning og Birgir fagna með Björgvini Sigurbergs og Axel Bóas.

Page 35: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

20% ALLSHERJARAFSLÁTTUR AF HEILDARVERÐI EF ÞÚ KAUPIR MIÐA Á ALLAR 5 SÝNINGARNAR** EINGÖNGU FÁANLEGUR Í MIÐASÖLU HÖRPU EÐA Í SÍMA 528-5050

3 DAGAR · 5 SÝNINGAR · 14 GRÍNISTAR · 24.-26. OKTÓBER Í HÖRPU

ÁSAMT FYNDNASTA FÓLKI ÍSLANDS

ARI ELDJÁRN · DÓRI DNA · SAGA GARÐARS · ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

WWW.RCF.IS OG WWW.SENA.IS/RCF

MIÐASALA Á MIÐI.IS, HARPA.IS, Í MIÐASÖLU HÖRPU OG Í SÍMA 528-5050

NEW YORK’SFUNNIEST

RICKY VELEZ · JAMES ADOMIAN

ANDREW SCHULZ

KERRY GODLIMANHANNAH ÚR GAMAN-

ÞÁTTUNUM DEREK

BBC PRESENTS:BEST OF FEST

ROB DEERING · HARRIET KEMSLEY JOEL DOMMETT · SEAN MCLOUGHLIN

JIM BREUEREINN AF 100 BESTU Í HEIMI,

SAMKVÆMT COMEDY CENTRALSTEPHEN MERCHANTMEÐHÖFUNDUR THE OFFICE

LÉTTÖL

MIÐASALA Í FULLUM GANGI!

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI:

ALÞJÓÐLEG GRÍNHÁTÍÐ Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Page 36: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is36

KEILIR FAGNAÐI SÍNUM 13. ÍSLANDSMEISTARATITLISigursælustu sveitirnar í sveitakeppni GSÍ áttust við í úrslita-

leik 1. deildar kvenna á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ sunnu-daginn 10. ágúst. Keilir landaði Íslandsmeistaratitlinum

í 13. sinn með 3½ - 1½ sigri gegn GR sem hefur oftast sigrað í þessari keppni eða alls 16 sinnum. Þetta var annað árið í röð þar sem Keilir leikur til úrslita í þessari keppni en GKG hafði betur árið 2013 í eftirminnilegum úrslitaleik.Anna Sólveig Snorradóttir og Sara M. Hinriksdóttir úr GK unnu fjórmenninginn 6/5 gegn Ragnhildi Kristinsdóttur og Sögu Trausta-dóttur. Þórdís Geirsdóttir, GK, vann Berglindi Björnsdóttur 3/2, Signý Arnórsdóttir, GK, hafði betur gegn Sunnu Víðisdóttur 4/2. Jafnt var í viðureign Guðrúnar B. Björgvinsdóttur, GK, og Ragnhildar Sigurðar-dóttur. Eini sigur GR í viðureigninni var þegar Ólafía Þ. Kristinsdóttir lagði Tinnu Jóhannsdóttur 3/2.GKj. varð í 3. sæti eftir sigur á GKG 3-2. Í liði GKj voru m.a. þrjár þekktar keppniskonur frá fyrri tíð; þær Nína Björk Geirsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir.Golfklúbbur Suðurnesja endaði í 5. sæti eftir sigur gegn NK 4-1. Sveit Odds vann svo GL í botnbaráttunni 3-2.Fyrst var keppt í sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki árið 1982. Frá þeim tíma hafa aðeins fjórir klúbbar fagnað sigri en GKG rauf einokun þriggja klúbba með sigrinum í fyrra. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði fyrstu þrjú árin sem keppnin fór fram og Keilir náði sínum fyrsta sigri árið 1985. GR og Keilir voru einu klúbbarnir sem sigruðu í þessari keppni allt fram til ársins 1998 þegar Kjölur úr Mosfellsbæ rauf ein-okun þeirra. Kjölur hefur alls sigrað þrisvar sinnum, síðast árið 2007. Eins og áður segir er GKG með einn sigur en GR hefur sigrað oftast, alls 16 sinnum og kom sá titill árið 2012. Keilir er þar næst á eftir með 13 titla.

Lokastaðan í 1. deild kvenna; Hlíðavelli GKj:1. Golfklúbburinn Keilir2. Golfklúbbur Reykjavíkur3. Golfklúbburinn Kjölur4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5. Golfklúbbur Suðurnesja6. Nesklúbburinn7. Golfklúbburinn Oddur (leika í 2.deild að ári)8. Golfklúbburinn Leynir (leika í 2.deild að ári)

2. deild kvenna, Hlíðarendavelli, GSS:1. Golfklúbbur Sauðárkróks (leika í 1.deild að ári)2. Golfklúbbur Selfoss (leika í 1.deild að ári)3. Golfklúbbur Akureyrar4. Golfklúbburinn Úthlíð5. Golfklúbbur Ólafsfjarðar6. Golfklúbburinn Vestarr7. Golfklúbbur Hveragerðis8. Golfklúbbur Patreks- og Ísafjarðar

Golfklúbburinn Kjölur endaði í 3. sæti. Frá vinstri; Helga Rut Svanbergsdóttir, Heiða Guðnadóttir, Nína Björk Geirsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir, Kristín María Þorsteinsdóttir, Hanna Lilja Sigurðardóttir, Óskar Sæmann Axelsson liðsstjóri.

Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í sveitakeppni GSÍ: Efri röð frá vinstri: Karl Ómar Karlsson (liðsstjóri), Sigurlaug Jónsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir, Signý Arnórsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Þórdís Geisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Hildur Rún Guðjóns-dóttir.

Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í 2. sæti. Frá vinstri; Ragnhildur Sigurðardóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Ólafía Þ. Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Sunna Víðisdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Saga Traustadóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, David Barnwell liðsstjóri:

Í DAG LÍT ÉGNÁTTÚRUNA ALLTÖÐRUM AUGUMOG HÚN MIG

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Búnaður í Outlander PHEV: 18” álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir með fjarlægðarskynjara, árekstravörn, akreinavari, tvískipt tölvustýrð miðstöð, upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan með beygjuljósum, regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, svartir langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður.

35VIÐ FÖGNUM

ÁRUM MEÐÍSLENDINGUM

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

FYRIR HUGSANDI FÓLK

Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladri�nn frá:

5.290.000 kr.

Mitsubishi Outlander PHEV (Plug-in Hybrid)

6.690.000 kr.

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni; þitt er valið. Hann er tvíorkubíll svo að þú stingur bara í samband og sparar bensínið til betri tíma. Ef þú vilt vernda umhver�ð, hvíla veskið eða fá þér öruggan fjórhjóladri�nn fjölskyldubíl er Outlander málið.

TIL AFHENDINGAR STRAX!

Í DAG LÍT ÉGNÁTTÚRUNA ALLTÖÐRUM AUGUMOG HÚN MIG

Tinna Jóhannsdóttir tekur við bikarnum úr hendi Hauks Arnar

Birgissonar, forseta GSÍ.

Page 37: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Í DAG LÍT ÉGNÁTTÚRUNA ALLTÖÐRUM AUGUMOG HÚN MIG

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Búnaður í Outlander PHEV: 18” álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir með fjarlægðarskynjara, árekstravörn, akreinavari, tvískipt tölvustýrð miðstöð, upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan með beygjuljósum, regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, svartir langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður.

35VIÐ FÖGNUM

ÁRUM MEÐÍSLENDINGUM

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

FYRIR HUGSANDI FÓLK

Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladri�nn frá:

5.290.000 kr.

Mitsubishi Outlander PHEV (Plug-in Hybrid)

6.690.000 kr.

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni; þitt er valið. Hann er tvíorkubíll svo að þú stingur bara í samband og sparar bensínið til betri tíma. Ef þú vilt vernda umhver�ð, hvíla veskið eða fá þér öruggan fjórhjóladri�nn fjölskyldubíl er Outlander málið.

TIL AFHENDINGAR STRAX!

Í DAG LÍT ÉGNÁTTÚRUNA ALLTÖÐRUM AUGUMOG HÚN MIG

Page 38: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is38

BIRGIR LEIFUR OG ÓLAFÍA ÞÓRUNN ÍSLANDSMEISTARAR 2014

Mikil eftirvænting ríkti í loftinu á Leirdalsvelli þegar Íslandsmótið í höggleik 2014 var formlega sett með versta golfhöggi mótsins – sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar sló svo eftirminnilega á 1. teig á glæsilegum golfvelli Golfklúbbs Kópa-vogs og Garðabæjar. Það var margt sem gekk á í undirbúningi mótsins og þá sérstak-lega erfiður vetur þar sem klakabrynja huldi Leirdalinn í marga mánuði. Það má segja að kraftaverk hafi unnist hjá starfsmönnum og sjálfboðaliðum GKG því Íslandsmótið fór fram á glæsilegum velli og umgjörð mótsins var fagmannleg. Birgir Leifur Haf-þórsson hafði titil að verja á mótinu og hann sá um að kóróna glæsilegt mót hjá GKG með því að landa sjötta Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli með nokkrum yfir-burðum. Birgir Leifur lék frábært golf og sýndi að hann er enn í sérflokki. Spennan var meiri í kvennaflokknum þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fagnaði titlinum í annað sinn – eftir harða baráttu gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK.

Birgir Leifur kyssir bikarinn góða og Ólafía brosir.

Page 39: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is39

BIRGIR LEIFUR OG ÓLAFÍA ÞÓRUNN ÍSLANDSMEISTARAR 2014

Birgir sendi sterk skilaboðBirgir Leifur gaf tóninn strax á fyrsta keppnisdeginum með glæsilegri spila-mennsku þar sem hann lék á 66 höggum eða -6. Ungstirnið úr Hafnarfirði,. Gísli Sveinbergsson, kom þar næstur með flottum hring upp á 68 högg. Gísli, sem er 17 ára, og 19 árum yngri en Birgir Leifur, fékk alls sjö fugla á hringnum. Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Sigmundur Einar Másson úr GKG komu þar næstir á pari vallar. Tólf kylfingar voru á +2 eða betra skori eftir fyrsta keppnisdaginn en það má segja að Birgir Leifur hafi rifið sig frá öllum öðrum strax á fyrsta hring. Veðrið var með ágætum á fyrsta keppnisdegi en það rigndi aðeins um tíma en hina mótsdagana var veðrið með ágætum.

„Það er alltaf gott að byrja vel og bónus að fá örninn á 14. Ég og Gísli vorum að pútta vel og það fóru ansi mörg löng pútt ofaní í dag hjá okkur,“ sagði Birgir Leifur. Ég stefni á að sigra og ég er ánægður með fyrsta hringinn – pútterinn var sjóðheitur,“ sagði Gísli án þess að blikka auga.

Sigmundur Einar með gamla taktaÁ öðrum keppnisdegi fóru línurnar að skýr-ast enn frekar. Sigmundur Einar, Íslands-meistarinn frá árinu 2006, sýndi gamla takta og lék á 67 höggum eða -4 og Þórður Rafn kom sér undir parið með flottum hring, 69 högg.

„Planið var að komast í gegnum þetta og hafa gaman af þessu. Fjórir undir pari er lægsta skor sem ég hef leikið á í nokkur ár. Mig langar að vinna þetta aftur. Það er langt síðan, það er gott að geta sagt átta árum síðar að maður eigi enn mögleika,“ sagði Sig-mundur Einar.

Birgir Leifur gaf engin færi á sér og jók forskotið í fjögur högg með hring upp á 68 höggum. Íslandsmeistarinn var því með fjögurra högga forskot á Sigmund. Gísli missti aðeins flugið á öðrum hringnum þar sem hann lék á 73 höggum og Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistarinn í höggleik frá árinu 2009, kom sér á parið með hring upp á 69 högg.

Birgir Leifur vippar inn á 72. flöt. Fjöldi áhorf-enda fylgist vel með. Á stóru myndinni púttar

hann á 3. flötinni í lokahringnum.

Page 40: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is40

Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign?

Húsnæðislán

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.*

Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislána ráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið þér góð ráð.

Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi.

*Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda- og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.

50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign er veittur til áramóta

Flugeldasýning og jöfnun á vallarmeti hjá Axel Birgir Leifur lagði grunninn að sigrinum með frábærum þriðja hring þar sem hann tapaði ekki höggi og lék á 67 höggum. „Ég þarf að vera sókndjarfari næstu tvo daga og mark-miðið er að vera grimmari og enda undir 10 höggum undir pari,“ sagði Birgir Leifur.

Á sama tíma var Axel Bóasson, úr GK, með mikla flugeldasýningu þar sem hann blandaði sér í toppbaráttuna með frábærum hring 64 högg og 8 fuglar lágu í valnum hjá Íslands-meistaranum frá árinu 2011. Axel hefur einu sinni áður leikið á -7 hér á landi og jafnaði hann vallarmet Birgis Leifs í Leirdalnum. „Ég veit ekki hvað gerist þegar maður dettur í svona gír. Ég er búinn að vera pútta vel allt mótið en í dag fór ég loksins að hitta flatirnar. Ég hef verið í tómu basli fyrstu tvo dagana og er því mjög sáttur við stöðuna fyrir loka-hringinn,“ sagði Axel.

Yfirburðir Birgis Leifs eftir 54 holur voru miklir, tólf högg undir pari og sjö högga for-skot á Axel og Þórð Rafn Gissuarson sem lék þriðja hringinn á 68 höggum eða -3. „Þetta var erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Ég get alveg viðurkennt það. Það var fullt af slöppum höggum sem ég sló í dag en ég náði að redda mér vel,“ sagði Birgir Leifur.

Alls voru níu kylfingar á pari vallar eða betra skori fyrir lokahringinn og Bjarki Péturs-son átti góðan þriðja hring þar sem Borg-nesingurinn lék á 66 höggum. Birgir Leifur stefndi óðfluga á nýtt mótsmet á þessum tíma sem hann átti sjálfur ásamt Magnúsi Guð-mundssyni – en þeir eru þeir einu sem hafa leikið 72 holur á Íslandsmótinu í höggleik á -10 samtals.

Birgir hársbreidd frá mótsmetinuEins og gefur að skilja var ekki mikil spenna fyrir lokahringinn í karlaflokki. Stórslys þyrfti til ef Birgir Leifur myndi tapa niður sjö högga forskoti. Íslandsmeistarinn var lengi í gang og ólíkur sjálfum sér á fyrstu holunum og tapaði fjórum höggum á fyrstu 10 holunum en til samanburðar hafði hann aðeins tapað fimm höggum á fyrstu 54 holunum. Axel

og Þórður náðu ekki að nýta þetta tækifæri en munurinn á þeim var fjögur högg eftir 7 holur – en frá þeim tíma misstu þeir báðir af lestinni. Birgir Leifur sá reyndar um auka muninn á ný með þremur fuglum í röð á 12., 13. og 14. Eftir það var aldrei hætta á að Birgir Leifur myndi ekki ná að landa Íslands-meistaratitlinum í höggleik í sjötta sinn á ferlinum og jafna við Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson sem deildu metinu áður. Birgir Leifur fékk skolla á lokaholuna og náði ekki að bæta mótsmetið og endaði hann á -10 eða 274 höggum.Ólafur Björn Loftsson úr NK mjakaði sér hægt og hljóðlega í baráttuna um verðlaun á mótinu með fjórum fuglum á síðustu 12 hol-unum. Ólafur endaði í öðru sæti á -3 samtals eða 281 höggi og Þórður Rafn Gissurarson varð þriðji á -2 eftir lokahring upp á 74 högg. Þetta er þriðja árið í röð sem Þórður endar í þriðja sæti á Íslandsmótinu. Gísli Sveinbergs-son, Aron Snær Júlíusson úr GKG og Kristján Þór Einarsson úr Kili deildu 4.-6. sæti á pari vallar.

Birgir Leifur: „Geggjuð tilfinning og sá skemmtilegasti af þeim öllum“„Þetta er geggjuð tilfinning og örugglega skemmtilegasti Íslandsmeistaratitillinn af

þessum sex,“ sagði Birgir Leifur eftir sigurinn á Leirdalsvelli. „Lokahringurinn fór ein-kennilega af stað. Ég ákvað að vera grimmur og það gekk vel upp. Ég var að slá flott högg en misreiknaði vindinn og var alltaf með vit-lausa kylfu í höndunum. Ég setti mig í óþægi-lega stöðu og fékk þrjá skolla á fyrstu sex holunum. Ég hélt áfram að segja við mig að vera þolinmóður og þetta myndi allt saman koma að lokum. Síðan kom annar skolli á 10. og ég sagði við sjálfan mig – hvað er að gerast! Ég hélt áfram að vera þolinmóður og síðan small þetta saman og ég fékk þrjá fugla í röð og kláraði þetta. Þessi völlur er þannig að hann er fljótur að verðlauna og refsa fyrir góð og léleg högg.“

Birgir Leifur lék ekki mikið golf í aðdraganda Íslandsmótsins en hann var liðsstjóri íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu. Ís-landsmeistarinn segir að hann hafi lagt meiri áherslu á gæði í æfingarnar en magnið. „Það er sem telur fyrir mig – ég er mjög þakklátur fyrir að vera með gott teymi í kringum mig og það er markmiðið að vera á toppnum í haust þegar úrtökumótið fyrir Evrópu-mótaröðina fer fram. Ég vil nota tækifærið og þakka Forskoti, afrekssjóði GSÍ, fyrir stuðninginn. Þetta er frábært framtak hjá þeim og ómetanlegur stuðningur sem við erum að fá.“

Birgir Leifur segir að breiddin í íslensku golfi sé að aukast. „Það er alveg á hreinu, ég spilaði með Gísla (Sveinbergssyni) fyrstu tvo dagana og ég er hrifinn af honum sem kylfing. Hann er með gott skap og það er gott að spila með honum. Það eru frábærir strákar að koma upp og þeir geta farið eins langt og þeir vilja. Við þurfum bara að gefa þeim tækifæri að vera meira erlendis – líka yfir sumartímann á Íslandi. Ég vil líka nota tækifærið og þakka félagsmönnum, starfsmönnum og öllum í GKG sem komu að þessu Íslandsmóti fyrir sitt framlag og gera þessa daga að ógleyman-legri upplifun fyrir mig,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson.

Ólafur Björn tryggði sér

2. sætið með lokaspretti.

Axel jafnaði vallarmetið í Leirdalnum í þriðja hring.

Þórður Rafn var í toppbaráttunni eins og undan-

farin ár.

Kristján Þór lék vel eins og oft í sumar.

Gísli blandaði sér í toppbaráttuna á fyrsta degi.

Aron Snær stóð sig vel á heimavelli.

Page 41: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign?

Húsnæðislán

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.*

Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislána ráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið þér góð ráð.

Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi.

*Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda- og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.

50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign er veittur til áramóta

Page 42: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is42

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is

Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is

Sérstakt tilboð til golfara

Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK)

augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin.

Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru

algjörlega hníflausar.

Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim

aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.

Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?

40.000 kr.

afsláttartilboð!

Gildir til 31. ágúst 2014

Við bjóðum;

Nýju tækin Nýjustu tækni Mikla reynslu Gott verð Frábæra þjónustu

Fullt verð 350.000 kr. Tilboðsverð 310.000 kr.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki:1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (66-68-67-73) 274 högg (-10)2. Ólafur Björn Loftsson, NK (73-71-68-69) 281 högg (-3)3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-69-68-74) 282 högg (-2)4.-6. Gísli Sveinbergsson, GK (68-73-72-71) 284 högg par4.-6. Aron Snær Júlíusson, GKG (72-72-69-71) 284 högg par4.-6. Kristján Þór Einarsson, GKj. (73-69-69-73) 284 högg par7.-8. Bjarki Pétursson, GB (72-72-66-75) 285 högg (+1)7.-8. Axel Bóasson, GK (73-71-64-77) 285 högg (+1)9. Haraldur Franklín Magnús, GR (74-71-73-69) 287 högg (+3)10. Guðmundur Ág. Kristjánsson, GR (80-71-70-67) 288 högg (+4)11.-15. Sigmundur E. Másson, GKG (71-67-72-79) 289 högg (+5)11.-15. Arnar Snær Hákonarson, GR (75-72-76-67) 290 högg (+6)11.-15. Alfreð Br. Kristinsson, GKG (72-72-76-70) 290 högg (+6)11.-15. Emil Þór Ragnarsson, GKG (74-73-70-73) 290 högg (+6)11.-15. Andri Þór Björnsson, GR (73-72-69-76) 290 högg(+6)

Valdís þrumaði aftur í golfbílinn Valdís Þóra Jónsdóttir var í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í golfi á Leirdalsvelli. Valdís er högglöng og beinskeytt í leik sínum og á þriðja keppnisdeginum sló hún upphafshöggi sínu beint í þakið á golfbíl þar sem frétta-menn kylfingur.is voru á ferðinni. Valdís græddi um 15-20 metra á þessu höggi þar sem boltinn flaug af þaki bílsins. Þetta er í annað skiptið sem Valdís Þóra slær í golfbíl þar sem fréttamenn kylfingur.is eru á ferðinni en hún var einnig með miðið á hreinu í fyrra á Íslandsmótinu í höggleik á Korpu. Þá var bolti hennar á leið út í tré en stöðvaðist þegar hann lenti í golfbílnum á 16. braut. Ragnar Már sló draumahöggið

Ragnar Már Garðarsson úr GKG fór holu í höggi í dag á 4. braut á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik. Ragnar sló með 9-járni og er þetta í fyrsta sinn sem hann slær „draumahöggið“. Ragnar Már náði fugli á næstu holu en hann lék á einu höggi undir pari á hringnum.

Ólöf kylfusveinn í LeirdalnumÓlöf María Jónsdóttir úr Keili, þrefaldur Íslandsmeistari var kylfu-„sveinn“ hjá vini sínum Gauta Grétarssyni á mótinu.

Valgeir mótsstjóri, Úlfar lands-liðsþjálfari og íþróttastjóri GKG

og Agnar framkævmdastjóri GKG voru í eldlínunni.

Haukur Örn Birgisson, var fyrsti forseti GSÍ til að leika á Íslandsmóti í höggleik. Hann fékk við-

eigandi merkingu á kylfusveinasvuntuna.

Hér er Haukur með Guðmundi formanni GKG og Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðbæjar.

Fjöldi áhorfenda fylgdist með á lokadeginum.

Valdís heilsaði upp á Pál ritstjóra og þakkaði fyrir „aðstoðina“.

Íslands-meistarinn

slær á 17. teig.

Page 43: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is

Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is

Sérstakt tilboð til golfara

Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK)

augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin.

Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru

algjörlega hníflausar.

Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim

aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.

Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?

40.000 kr.

afsláttartilboð!

Gildir til 31. ágúst 2014

Við bjóðum;

Nýju tækin Nýjustu tækni Mikla reynslu Gott verð Frábæra þjónustu

Fullt verð 350.000 kr. Tilboðsverð 310.000 kr.

Page 44: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is44

STUTTA SPILI-D & LANGA FER-DINHorfðu á heildarmyndina

HONDA CR-V KOSTAR frá kr. 5.190.000

honda.is/cr-v

Hvort sem þú vilt sparneytni, rými og þægindi í golfið eða fjórhjóladrifog öruggt veggrip fyrir krefjandi vegi þá er Honda CR-V fyrir þig.Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmyndhagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllumheimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði ogverðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims áttunda árið í röð.Keyrðu Honda CR-V, betri 4x4 þegar á allt er litið.

stutta spili-d & langa fer-dinHorfðu á heildarmyndina

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800, Bílver, Akranesi, sími 431 1985Höldur, Akureyri, sími 461 6020, Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

Valdís Þóra svaf yfir sigFyrsti keppnisdagurinn var spennandi að öllu leyti. Valdís Þóra Jónsdóttir var nálægt því að fá frávísun strax á fyrsta degi því hún svaf yfir sig og rétt náði á teig kl. 7:30. Valdís hristi það af sér og var efst að loknum fyrsta hringum á 75 höggum ásamt hinni bráðefni-legu Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR sem er Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára. Þær voru með eitt högg í forskot á Ólafíu Þórunni og Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur úr GA sem kom verulega á óvart með spilamennsku sinni. Sunna Víðisdóttir úr GR, sem hafði titil að verja, byrjaði ekki vel og lék hún á 81 höggi eða +10.

Guðrún og Ólafía með vallarmetÁ öðrum keppnisdegi létu Guðrún Brá og Ólafía Þórunn vita af sér. Þær bættu báðar vallarmetið af bláum teigum á Leirdalsvelli með því að leika á 70 höggum eða -1. Valdís Þóra Jónsdóttir átti gamla vallarmetið sem var 71 högg frá því á Símamótinu í ágúst 2013.„Ég var að slá mun betur í dag en í gær en ég hef verið að pútta mjög vel allt mótið. Í gær var ég að redda mér með púttunum en í dag náði ég að skora betur. Ég er mjög sátt að hafa fengið þrjá fugla í röð og það er góð tilfinning,“ sagði Ólafía Þórunn en hún deildi efsta sætinu með Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR en þær voru báðar á +4 eftir 36 holur. Þar

Það ríkti mikil spenna í kvennaflokknum á Íslandsmótinu í höggleik á Leirdalsvelli. Sunna Víðisdóttir úr GR hafði titil að verja á mótinu en hún stimplaði sig aldrei inn í baráttuna um sigurinn eftir slakan fyrsta hring. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL gerðu allar tilkall til Íslands-meistaratitilsins fyrir lokahringinn. Ólafía og Guðrún voru einar eftir í baráttunni þegar kom að lokaholunum en 16. brautin reyndist Guðrúnu Brá erfið og Ólafía fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli á ferlinum.

ÓLAFÍA FAGNAÐI Í ANNAÐ SINN

á eftir komu Guðrún Brá á +5 og Valdís Þóra var á +6 og þessar fjórar voru í nokkrum sér-flokki á þessum tímapunkti.„Þetta er bara ágætt en ég hafði sett mér það markmið að vera +5 eftir fjóra hringi og þarf að vinna það til baka,“ sagði Ólafía Þórunn. Valdís var ekki sátt við spilamennskuna og sérstaklega púttin sem voru henni erfið allt

mótið. „Ég er ekki sátt við hringinn hjá mér – ég enda á þremur yfir pari í dag en ég var með þrjú þrípútt og einn fjórpútt. Það er ekki ásættanlegt,“ sagði Valdís.

Þrír kylfingar í baráttunni eftir þriðja hringinnBarátta þeirra þriggja; Ólafíu, Guðrúnar og Valdísar, hélt áfram á þriðja hringum. Ragn-hildur Kristinsdóttir stimplaði sig úr áframh. á bls. 46.

- Guðrún Brá sótti af krafti á lokahringum

Ólafía Þórunn vippar á lokaflötinni og fagnar titlinum í

annað sinn.

Guðrún var í baráttu um titilinn en lenti í vandræðum á 16. braut í lokahringnum.

Page 45: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

STUTTA SPILI-D & LANGA FER-DINHorfðu á heildarmyndina

HONDA CR-V KOSTAR frá kr. 5.190.000

honda.is/cr-v

Hvort sem þú vilt sparneytni, rými og þægindi í golfið eða fjórhjóladrifog öruggt veggrip fyrir krefjandi vegi þá er Honda CR-V fyrir þig.Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmyndhagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllumheimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði ogverðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims áttunda árið í röð.Keyrðu Honda CR-V, betri 4x4 þegar á allt er litið.

stutta spili-d & langa fer-dinHorfðu á heildarmyndina

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800, Bílver, Akranesi, sími 431 1985Höldur, Akureyri, sími 461 6020, Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

Page 46: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is46

Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki:1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (76-70-74-74) 294 högg (+10)2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (77-70-76-74) 297 högg (+13)3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (75-73-74-80) 302 högg (+18)4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-71-80-77) 303 högg (+19)5. Karen Guðnadóttir, GS T(77-76-75-79) 307 högg (+23)

baráttunni með hring upp á 80 högg. Ólafía var með tveggja högga forskot á +7 eftir hring upp á 74 högg og Valdís lék á sama skori og var á +9. Guðrún Brá færðist aðeins fjær með 76 höggum og var þremur höggum á eftir Ólafíu..

Eftirminnilegur lokahringurLokahringurinn í kvennaflokknum var nokkuð eftirminnilegur. Valdís Þóra lenti í miklum erfiðleikum á fyrri 9 holunum og tapaði þar 6 höggum. Forskot Ólafíu var fjögur högg eftir sex holur og útlitið var gott en eftir 9 holur var munurinn aðeins

tvö högg og allt gat gerst. Guðrún Brá setti pressu á Ólafíu með tveimur fuglum í röð á 13. og 14., munurinn aðeins eitt högg. Sami munur var á þeim þegar upphafshöggin voru sleginn á 16. teig. Guðrún Brá lenti í töluverðum vandræðum eftir annað höggið þar sem hún lenti í því að vera nánast með ósláanlegt högg. Það reyndist dýrkeypt og munurinn var þrjú högg þegar þær komu á 17. teig. Sá munur hélst út mótið og Ólafía Þórunn fagnaði sigri með því að leika á +10, eða 294 höggum, og Guðrún Brá var á 297 höggum og Valdís Þóra endaði á 302 höggum í þriðja sæti.

Valdís Þóra lék illa í loka-hringnum en endaði í 3. sæti.

Ólafía Þórunn á teig.

Sunna Víðisdóttir náði sér ekki á strik í titilvörninni.

Veljum íslenskan hugbúnað

dk hugbúnaðurBæjarhálsi 1 | 110 ReykjavíkHafnarstræti 53 | 600 AkureyriSími 510 5800 | [email protected] | www.dk.is

BókhaldskerfiLaunakerfiVerslunarkerfiVistun

Hagkvæm afgreiðslulausn sem eykur hraða og skilvirkni fyrir veitingahúsið þitt.

Þjónar geta skráð pantanir í sal með iPhone, iPod eða iPad og sent þær beint á kassa og inn í eldhús. Þetta sparar bæði tíma og vinnu.

dk POS | Snjalltækjalausnir

Snjalltækjalausnfyrir veitingahús

Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sér fræð­inga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verð­bréfa markaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins.

Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund.

www.mp.is Hafðu [email protected]

Nánari upplýsingar um fj árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230.

Eignastýring MP banka

Page 47: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sér fræð­inga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verð­bréfa markaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins.

Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund.

www.mp.is Hafðu [email protected]

Nánari upplýsingar um fj árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230.

Eignastýring MP banka

Page 48: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is48

EINRÚMHljóðdempandi sófi frá AXIS

Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði EINRÚM. Ráðgjöf varðandi hljóðvist: Gunnar H. Pálsson verkfræðingur.

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang [email protected] • Heimasíða www.axis.is

EINRÚM sófinn er léttur og meðfærilegur og því auðvelt að búa til einangruð rými t.d. fyrir litla fundi. Bak og hliðar sófans eru úr hljóðísogandi efni sem dempar utanaðkomandi hljóð frá þeim sem í sófanum sitja. Auk þess bætir sófinn hljóðvist í opnum rýmum.EINRÚM sófinn er fáanlegur í þremur stærðum, með- og án þaks og í mörgum litaútfærslum.

FRÁBÆRT AÐ VINNA Á NÝViðburðaríkt ár hjá Íslandsmeistaranum; háskólagráða, Íslandsmeistaratitill og atvinnumennska.

lent í vandræðum á 16. þar sem hún fékk skramba. „Ég ætlaði bara að leika lokaholuna öruggt og ég var ekkert reið þegar ég sá að ég þyrfti að taka víti eftir upphafshöggið á 18. Ég hafði góðan tíma til að jafna mig á meðan ég gekk að boltanum og ég sá að RÚV gengið var að skoða boltann við tréð,“ sagði Ólafía. Hún var spennt þegar hún hóf keppni um hádegisbil á lokahringnum en hún segir að biðin eftir fyrsta högginu sé það erfiðasta.„Þegar ég er búinn að slá fyrsta höggið líður tíminn hratt en það er erfiðast að bíða eftir því að hefja leik. Ég var afslöppuð og mér leið vel fyrir hringinn.“ Ólafía var með þriggja högga forskot þegar hún hóf leik en Guðrún Brá náði að minnka þann mun í eitt högg þegar hún fékk tvo fugla í röð á 13. og 14. „Ég reyni að spá sem minnst í því hvernig staðan er þegar ég er að leika – en ég vildi fá fugl á 14. þar sem Guðrún Brá var að pútta fyrir erni og gat jafnað við mig. Hún fékk fugl og það var mikil spenna í þessu á 15. teig,“ sagði Ólafía en högg mótsins að hennar mati var upphafshöggið á 17. braut á loka-keppnisdeginum.

„Það var mikil pressa á mér og ég setti boltann 3-4 metra frá holunni sem var á erfiðum stað á flötinni. Það er högg sem ég man vel eftir og gefur mér sjálfstraust. Það er góð tilfinning að vinna titilinn og vonandi næ ég að upplifa þessa tilfinningu oftar í framtíðinni,“ segir Ólafía en hún þakkar fjöl-skyldu sinni fyrir stuðninginn.

„Ég þakka pabba og mömmu og allri fjöl-skyldu minni fyrir sigurinn. Það eru svo margir sem eiga þátt í þessu. Ég var mjög stöðug alla dagana og aldrei í miklum vand-ræðum. Upphafshöggin voru flest á braut og innáhöggin inn á flöt eða rétt við flötina. Ég missti reyndar sveifluna mína á fyrsta hringnum en ég lagaði það og var bara að slá ótrúlega vel síðustu dagana. Púttin hefðu mátt vera betri. Það var mikil spenna og það er skemmtilegt að vinna þannig. Með slíkum sigri sannar maður fyrir sjálfum sér að maður getur þetta. Ég og Guðrún Brá og Valdís Þóra höfum oft áður verið í svona baráttu.

Var ekki að slá nógu fast í boltannÓlafía hafði tapað aðeins högglengdinni áður en hún hóf leik á Íslandsmótinu og eftir ráðleggingar frá Brynjari Eldon Geirssyni þjálfara hennar fór allt í fyrra horf. „Ég var ekki að slá nógu fast í boltann. Ég er með stiff sköft á kylfunum og þarf að slá fastar en ég gerði og boltinn fór bara beinna og lengra en áður,“ sagði Ólafía sem endaði í 13.-15. sæti á sínu fyrsta atvinnumóti, LET Access móta-röðinni sem fram fór í Frakklandi í lok sept-ember. Hún lék hringina þrjá á einu höggi undir pari vallar (70-71-74) sem verður að teljast góður árangur miðað við að þetta er frumraun hennar sem atvinnumaður. Ólafía var í góðri stöðu fyrir lokahringinn en hún var í 7. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Frábær upplifun á fyrsta mótinu„Þetta var frábær upplifun á fyrsta atvinnu-mótinu. Ég var ekki með neinar væntingar fyrir mótið sem ég held að hafi hjálpað mikið. Ég stóð mig bara vel að mínu mati, ég hef bara tvisvar áður endað undir pari samtals í golfmóti og að ná því þarna er bara frábært,“ sagði Ólafía sem setti pressuna til hliðar fyrir þetta mót og einbeitti sér að því að leika golf. „Þessi niðurstaða á fyrsta

atvinnumótinu gefur mér aukið sjálfstraust fyrir framtíðina.“Ólafía Þórunn og Valdís Þóra Jónsdóttir eru einu atvinnukylfingarnir í kvennaflokki frá Íslandi en Valdís Þóra hefur einnig verið að leika á LET Access mótaröðinni sem er næsta deild fyrir neðan sjálfa Evrópumótaröð kvenna, LET.

Úrtökumót í MarokkóÓlafía verður í Þýskalandi í vetur en hún býr þar ásamt unnusta sínum sem er Þjóðverji en þau kynntust í Wake Forest. „Ég fer til Mar-okkó í lok október fyrir úrtökumót Evrópu-mótaraðarinnar. Ég er búin að skrá mig og fá inn í mótið. Foreldrar mínir koma í heim-sókn um miðjan okt, og mamma ætlar að vera aðstoðarmaður minn á úrtökumótinu sem fram fer í Marokkó. Það verður algjört ævintýri.“Æfingaplanið er strangt hjá Ólafíu og eru æfingarnar fjölbreyttar hjá henni. „Ég æfi sex sinnum í viku golfþáttinn og tvisvar í viku er liðsæfing hjá þýska klúbbnum sem ég mæti líka á. Ég fer í yoga og líkamsræktina inn á milli og er dugleg að teygja. Brynjar Eldon er þjálfarinn minn, ég get alltaf sent á hann línu ef ég er með spurningar. Það er allt mun auðveldara í dag, ég sendi bara myndbönd á Brynjar og hann skoðar þau og kemur með ráðleggingar. Það er þýskur þjálfari hjá klúbbnum sem heitir Yusuf Sari, hann er mjög góður og hjálpar mér stundum.“Helstu áhersluatriðin hjá Ólafíu í æfinga-planinu fram að úrtökumótinu eru púttin. „Ég er búin að bæta púttin mín mikið og vil halda áfram að bæta þau. Ég þarf aðeins að skoða sveifluna mína betur og finna eitt högg (annaðhvort fade eða draw) og halda mig við það. Núna er ég á báðum þannig að maður veit ekki við hverju á að búast þegar ég stend yfir boltanum.“„Ég er búin að spila mjög öruggt golf í kringum parið að undanförnu og ég held að það sé góðs viti. Ég hef séð Cheyenne Woods vinna mót á Evrópumótaröðinni. Við vorum liðsfélagar hjá Wake Fores, og hún getur það get ég það líka. Ég þarf bara meira sjálfs-traust. Til að vinna risamót þarf allt að detta inn á réttum tíma og ég að spila golf lífsins, en einn daginn gæti það gerst,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Afslöppuð og leið vel fyrir hringinn„Það var gott að sjá boltann detta ofan í holuna í síðasta púttinu – og það er frá-bær tilfinning að vinna á ný,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún var með þriggja högga forskot fyrir lokaholuna eftir að Guðrún Brá hafði

Golfárið 2014 hefur verið viðburðaríkt hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. Hún fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í höggleik í kvennaflokki, útskrifaðist úr hinum þekkta Wake Fores háskóla sem goðsögnin Arnold Palmer stundaði einnig nám á sínum tíma. Ólafía tók einnig ákvörðun um að gerast atvinnukylfingur eftir heimsmeistaramót áhugamanna í Japan og árangur hennar á fyrsta atvinnumótinu var mjög góður. Ólafía segir að það hafi verið góð tilfinning að sjá boltann detta ofaní holuna á 18. flöt á lokakeppnisdeginum á Íslandsmótinu í höggleik – þegar hún var beðinn um að rifja þá stund upp.

Page 49: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

EINRÚMHljóðdempandi sófi frá AXIS

Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði EINRÚM. Ráðgjöf varðandi hljóðvist: Gunnar H. Pálsson verkfræðingur.

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang [email protected] • Heimasíða www.axis.is

EINRÚM sófinn er léttur og meðfærilegur og því auðvelt að búa til einangruð rými t.d. fyrir litla fundi. Bak og hliðar sófans eru úr hljóðísogandi efni sem dempar utanaðkomandi hljóð frá þeim sem í sófanum sitja. Auk þess bætir sófinn hljóðvist í opnum rýmum.EINRÚM sófinn er fáanlegur í þremur stærðum, með- og án þaks og í mörgum litaútfærslum.

Page 50: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is50

Birgir Leifur Hafþórsson jafnaði met Björgvins Þorsteinssonar og Úlfars Jónssonar þegar hann landaði sjötta Íslandsmeistaratitl-inum í höggleik á Leirdalsvelli í júlí. Það liðu 18 ár á milli fyrsta Íslandsmeistaratitilsins hjá Birgi og þeim sjötta en hann tók ekki þátt á Íslandsmótinu í mörg ár þar sem atvinnukylfingar höfðu ekki keppnisrétt. Þeim reglum var breytt árið 2003 og frá þeim tíma hefur Birgir landað fimm titlum og hann hefur hug á því að bæta metið á næsta ári þegar Íslandsmótið fer fram á hans gamla heimavelli, Garðavelli á Akranesi. Golf á Íslandi settist niður með þríeykinu sem hefur landað samtals 18 Íslandsmeistaratitlum þar sem rifjaðar voru upp gömul og ný afrek – og eftirminnilegustu atvikin dregin fram.

Björgvin, Úlfar og Birgir eiga það allir sameiginlegt að hafa landað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli þegar þeir voru rétt um tvítugt. Það tók Björgvin og Úlfar ekki nema sjö ár að vinna sex titla. Björgvin tók fimm í röð og Úlfar fjóra í röð.

Fyrsta spurningin var að sjálfsögðu hver þeirra væri bestur?Björgvin: „Það er ekki hægt að bera saman tímabilið á bilinu 1970-1980 við önnur tímabil. Þeir hafa bara jafnað metið, ekki bætt það, við skulum hafa það á hreinu. Ég er sá eini af okkur sem hefur náð þessum titli fimm sinnum í röð.“ Björgvin tók þátt í sínu 52. Íslands-móti í röð í sumar og hann ætlar að halda áfram að bæta eigið met á meðan hann getur. „Það sem hefur breyst mest er að það vantar lokið á Íslandsbikarinn og það var á honum þegar ég skilaði honum síðast og strákarnir eiga því sökina,“ segir hann í léttum tón. „ Ég slæ lengra í dag en ég gerði þegar ég var að vinna þessa titla. Það hefur svo margt breyst í golfinu að það er ómögulegt að bera saman ólík tímabil.“

Úlfar: „Vellirnir hafa lítið sem ekkert breyst á þessum tíma, jú þeir hafa lengst eitthvað aðeins, en ekki mjög mikið.“

Björgvin: „Lengsti völlur sem ég hef keppt á er Jaðarsvöllur þegar

ÁTJÁNFALDIR ÍSLANDSMEISTARARBjörgvin, Úlfar og Birgir Leifur, sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik rifja upp eftirminnileg atvik.

Page 51: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

hann var 9 holur. Þar voru sex par 4 holur á hverjum hring sem voru yfir 400 metra langar – og það var ekkert rúll.“

Birgir: „Það er ekki hægt bera saman ólík tímabil. Það er alltaf verið að bera saman Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvor þeirra var betri? Það gleymist líka í þessu samanburði er að vellirnir eru orðnir mun harðari, flatirnar eru harðari og holustaðsetningarnar eru líka á erfiðari stöðum en áður. Ég finn mikinn mun á holustaðsetningum frá því ég gerðist atvinnumaður og það er alltaf verið að finna leið til þess að gera vellina aðeins erfiðari. Ef við rýnum í meðalskor kylfinga í dag miðað við það sem gerðist áður þá er ekki mjög mikill munur. Allavega ekki eins mikill munur og margir halda.“

Björgvin: „Það eru fleiri þrípútt sem koma þegar flatirnar eru mjög hraðar – en á sama tíma gætu fleiri pútt farið ofan í á betri flötum. Þetta jafnast allt saman út.

Úlfar: „Birgir Leifur á hvað mesta möguleika á að bæta metið af okkur þremur.“

Birgir: „Íslandsmótin hjá mér eru ekki svo mörg. Ég mátti ekki taka þátt frá 1997-2003 þar sem atvinnukylfingar höfðu ekki keppnisrétt á Íslandsmótinu. Ég kenni því um að ég hafi ekki náð sjö Íslands-meistaratitlum í röð. Frá 2003 hefur þátttakan hjá mér verið svona „gatasigti“ því ég hef sett atvinnumótin í forgang.“

Eins og gefur að skilja eru mörg atvik sem eru eftirminnileg frá öllum þessum Íslandsmótum en það virðist sem að fyrsti titilinn sé sá eftirminnilegasti hjá þeim öllum.Björgvin: „Mér þykir fyrsti titillinn sá eftirminnilegasti. Ég var ekki nema 18 ára og í fyrsta sinn sem ég fékk að vera með í meistaraflokki. Það er líka lengst frá okkur í tíma.“

Úlfar: „Fyrsti og síðasti titilinn eru þeir eftirminnilegustu. Sá síðasti í Grafarholtinu árið 1992 var mjög eftirminnilegur. Ég spilaði fjóra undir pari á því móti – sem var gott golf. Besta golfið sem ég hef spilað á Íslandsmóti.“

Birgir: „Fyrsti titilinn í Vestmannaeyjum árið 1996 er sá eftirminni-legasti. Hann breytti mínum ferli því það kom upp önnur staða en ég hafði áætlað. Eftir mótið komu góðir menn, Björgvin var á meðal þeirra, og buðu mér að gerast atvinnumaður í golfi – en ég hafði gert áætlanir um að fara í sama háskóla og Úlfar hafði farið í Bandaríkj-unum. Sá sjötti á heimavellinum í sumar er einnig eftirminnilegur en sá fyrsti stendur alltaf mest uppúr.“

Björgvin: „Ég var í síðasta ráshópnum með Bigga á lokadeginum 1996 ásamt Þorsteini Hallgrímssyni. Við sem hér sitjum náðum aldrei að vera allir saman í lokaráshóp á Íslandsmóti.“

Björgvin, Úlfar og Birgir eru að mörgu leyti ólíkir kylfingar að eðlisfari. Úlfar og Birgir reyndu báðir fyrir sér í atvinnu-mennsku en það kom aldrei til greina þegar Björgvin var upp á sitt besta.Björgvin: „Atvinnumennskan kom aldrei upp á meðan ég var að vinna þessa Íslandsmeistaratitla. Sá möguleiki var mun fjarlægari á þeim tíma og ég hugsaði aldrei út í slíka hluti. Það var enginn búinn að brjóta ísinn á þeim tíma.“

Björgvin: „Úlfar var að mínu mati sá fyrsti sem var „agaður“ golfari – mun agaðri í leik sínum en allir aðrir. Hann æfði á skipulagðari hátt.“

Úlfar: „Ég var tæplega 18 ára þegar ég landaði fyrsta titlinum. Ég vissi á þeim tíma að ég ætti möguleika og var hungraður í að sanna mig.“

Birgir: „Ég var tæplega 20 ára þegar ég vann fyrst. Ég hefði alveg orðið brjálaður ef ég hefði ekki unnið 1996. Ég var búinn að vera í öðru sæti tvö árin þar á undan. Tapaði fyrir Sigurpáli Sveinssyni og Björgvini Sigurbergssyni. Það var aldrei efi í mínum huga að ég gæti unnið þrátt fyrir að vera ungur.“

Þeir eru allir tregir í taumi þegar þeir eru beðnir um að rifja upp helstu vonbrigðin á Íslandsmótaferlinum. Skiljanlegt þar sem meist-arar muna aðeins eftir sigrum og engu öðru.

Björgvin: „Ég varð annar 1972 þegar Loftur Ólafsson sigraði og í einhver skipti varð ég þriðji, en þetta eru hlutir sem maður vill ekki muna.“

Úlfar: „Ég náði öðru sætinu 1983 – rétt tæplega 15 ára. Mér fannst eins og ég hefði unnið en Gylfi Kristinsson úr GS varð Íslands-meistari. Árið 1985 varð ég annar á eftir Sigurði Péturssyni en hann var með mikla yfirburði á því móti. Eftir það mót vissi ég hvar ég stóð og með meiri bætingu þá ætti ég að eiga möguleika.“

Page 52: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is52

Úlfar og Björgvin áttu báðir möguleika á að ná þeim sjöunda í safnið og Birgir er enn að. Úlfar segir að mestu vonbrigðin hafði verið í Grafarholtinu 1993 og púttin sviku Björgvin eftir sjötta titilinn.Úlfar: „Íslandsmótið 1993 voru mestu vonbrigðin fyrir mig. Ég náði aldrei taktinum á því móti en var að spila vel á öðrum mótum þetta sumarið – einnig erlendis. Ég endaði í fjórða sæti. Í kjölfarið gerðist ég atvinnumaður og mátti ekki taka þátt í áratug eða svo.“

Björgvin: „Það voru mörg mót eftir 1978 þar sem mér fannst ég vera í stakk búinn að vinna Íslandsmótið. Það var í kringum 1980 sem ég var að spila mitt besta golf frá teig og að flöt. Púttin voru ekki góð á þessum tíma.“

Birgir: „Ég er enn að melta þann sjötta og er aðeins farinn að gæla við þann sjöunda á mínum gamla heimavelli á Garðavelli á Akranesi á næsta ári.“

Björgvin: „Ég get átt einn mjög góðan hring á fjögurra daga móti í dag – en það er verra að setja fjóra slíka saman í dag. Líklega er það æfingaleysið.“

En hvernig kylfingar voru sexföldu Íslandsmeistararnir á hátindi ferilsins?Björgvin: „Ég var „gamblari“ og tók áhættuna í hvert sinn. Það er mismunandi „eðli“ hjá okkur hvað þetta varðar. Sú hugsun fylgdi mér alltaf að „stórkostlega höggið“ liti aldrei dagsins ljós nema að maður myndi reyna það.“

Birgir: „Ég tók miklu meiri áhættu í leik mínum þegar ég var yngri – og ég var því óstöðugur og lélegu hringirnir voru mjög lélegir. Ég var alveg rosalegur í að taka áhættuna – lét bara vaða ef ég sá smá séns að það gengi upp. Góð saga er frá því þegar Andrés Davíðsson,

þjálfarinn minn, var á „pokanum“ í móti og hann kom til mín eftir hringinn og sagði. „Veistu það Biggi að ég er ekki með taugar í þetta. Þú sérð eitthvað sem ég hef aldrei látið mér detta í hug, þú ert að reyna að slá yfir vallarmörk, yfir tré og húkka inn á flötina. Ég ólst bara upp við þetta og í dag þarf maður að taka slíkar ákvarðanir af og til. Stundum verður maður að taka áhættuna og þegar það heppnast er sú tilfinning ein sú besta sem til er.“

Úlfar: „Ég var með leikskipulag sem ég hélt mér við eins og hægt var. Ég tók ekki mikla áhættu í leik mínum. Ég gerði eina heiðarlega til-raun á háskólaárunum mínum í Bandaríkjunum að breyta þessu. Ég tók eina önn þar sem ég var búinn að ákveða að taka meiri áhættu. Ef það voru meira en helmingslíkur á því að höggið heppnaðist þá tók ég áhættuna. Það gekk ekki vel – bara alls ekki.“

Eins og aðrir ungir menn áttu Björgvin, Úlfar og Birgir sér fyrirmyndir í golfinu.Björgvin: „Arnold Palmer og Ben Hogan voru helstu fyrirmyndirnar þegar ég var að byrja í golfi. Síðar kemurJack Nicklaus ásamt Johnnie Miller og Tom Weiskopf. Maður las golfblöð og reyndi að „apa“ eftir því sem þeir voru að gera.“

Úlfar: „Jack Nicklaus og Tom Watson voru mikið að berjast um sigrana þegar ég fór að pæla mikið í golfinu. Síðar kom Seve Bal-lesteros, og stutta spilið hjá honum var það sem heillaði mig mest. Ég fylgdist vel með því hvernig hann framkvæmdi höggin í stutta spilinu og ég reyndi tileinka mér það. Síðan komu leikmenn eins og Nick Faldo og Bernhard Langer sem voru betur þjálfaðir og skipu-lagðari en aðrir. Þeir voru kannski ekki mest spennandi leikmenn-irnir á mótaröðinni en þeir náðu árangri. Þeir voru stöðugir og náðu árangri.“

Birgir Leifur: „Greg Norman var minn maður. Hann var Tiger Woods nútímans. Norman eða „Hvíti hákarlinn“ var töffari og breytti golfíþróttinn gríðarlega mikið hvað varðar áhuga almennings og sjónvarpsáhorf. Nick Faldo var aldrei spennandi leikmaður en hann var áhugaverður fyrir það að hann braut niður sveifluna og vann mikið í tækninni – sérstaklega fyrir risamótin.“

Eftirminnilegasta höggið:

Birgir Leifur Hafþórsson, fæddur 1976Íslandsmeistaratitlar:1996, 2003, 2004, 2010, 2013, 2014.

Birgir: „Örninn sem ég fékk á öðrum keppnisdegi á 18. holu í Vestmannaeyjum 1996 er eftirminnilegasta höggið frá öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum. Ég endaði á 64 höggum. Púttið fór niður alla flötina og það var alltaf í. Það pútt situr enn í mér – og Björgvin var með mér í ráshóp. Ég kom mér 8 högg undir par á þessum tíma og ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Þetta pútt setti mig í góða forystu fyrir næstu hringi.“

Eftirminnilegasta höggið:

Björgvin Þorsteinsson, fæddur 1953Íslandsmeistartitlar:1971, 1973, 1974, 1975, 1976, 1977.„Ég man mjög vel eftir pútti sem ég setti niður á Jaðarsvelli árið 1971 til þess að jafna við Björgvin Hólm og komast í umspil gegn honum. Nokkur högg í þessu umspili eru einnig mér eftirminnileg og ég myndi líklega ekki leika eftir í dag. Brautirnar á Jaðri voru aðeins öðruvísi en í dag en teigurinn á 9. braut var þar sem fimmti teigurinn er í dag. Þetta var óhemjulöng par 4 hola og ég setti upp-hafshöggið út í röffið hægra meginn. Tek þaðan 4-tré úr vonlausri stöðu – ég tæki líklega 9-járn í slíkri aðstöðu í dag og myndi ekki detta það í hug að slá með 4-tré úr þessari legu. Höggið heppnaðist og boltinn flaug líklega um 170-180 metra. Ég vippaði síðan að holunni og setti parpúttið ofan í – og tryggði sigurinn á Íslands-mótinu.“

Birgir Leifur á 18. flötinni í Eyjum.

Björgvinb Þorsteinsson á teig árið 1979 á Jaðarsvelli.

Page 53: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Golfsveiflan sem þeir bjuggu til á unga aldri hefur fylgt þeim í gegnum tíðina en Björgvin hefur lítið reynt að breyta henni en bæði Úlfar og Birgir hafa gengið í gegnum margar breytingar.Björgvin: „Ég er nánast með sömu golfsveifluna í dag og frá því ég byrjaði í kringum árið 1962. Það var engin ástæða til þess að breyta þessari sveiflu.“

Úlfar: „Mín upplifun af golfsveiflunni hjá „Bjögga“ er að hann var alltaf góður „ballstriker“ og það þurfti ekki að breyta miklu hjá honum. Ég var sjálfur mikið að „krukka“ í sveiflunni hjá mér – með aðstoð skólafélaga. Það var enginn þjálfari sem hélt utan um ferlið og maður lenti því í allskonar rugli. Sveifla dagsins var það sem maður var alltaf að leita að. Ég var endalaust að reyna að finna eitthvað og á tímabili var maður búinn að týna því sem maður hafði og búinn að búa til eitthvað sem maður réði ekki við. Maður hafði ekki þjálfara í gegnum ferlið.“

Birgir: „Ég lenti á vegg þegar ég gerðist atvinnumaður, tæknilega var ég ekkert svakalega sterkur. Slæmu höggin mín fóru í báðar áttir og maður komst upp með það hérna á Íslandi en þegar ég fór að spila sem atvinnumaður áttaði ég mig fljótlega á því að það var ekki ásættanlegt. Ég er með „old school“ sveiflu að því leyti að takturinn er í sveiflunni hefur verið mín sterkasta hlið. Ég hef farið í gegnum ýmsar breytingar, sumt hefur alls ekki virkað vel og annað hefur virkað betur. Á seinni árum hef ég náð að blanda þessu vel saman og ég er miklu stöðugri sem kylfingur í dag en áður. Síðustu tvö ár eru bestu árin mín, meðalskorið hefur aldrei verið að lægra. Ég hefði alveg viljað fá leiðsögnina og aðstöðuna sem er í boði í dag fyrir börn og unglinga. Hæfileikarnir voru til staðar hjá mér en maður hafði ekki hundsvit á því hvað maður var að gera í golfsveiflunni. Á Akra-nesi var maður með eina golfsveiflu fyrir hádegi og aðra eftir hádegi.

Talið berst að ungu kynslóðinni hér á landi og það er greinilegt að meistararnir vilja að krakkar og unglingar spili meira golf í stað þess að „berja“ bolta af mottunni á æfingasvæðinu.Úlfar: „Við erum allir það heppnir að það var mikið frjálsræði á golfvöllunum þegar við vorum ungir. Við gátum farið út að spila þegar okkur hentaði og við lærðum mikið á því. Ég var alltaf úti á velli að æfa mig og maður fékk góðan grunn á því. Það kemur alltaf að því að kylfingar vilja ná enn lengra og þá þarf oft að gera ákveðnar breytingar í sveiflunni – en þá þarf að hafa góðan kennara eða þjálfara til þess að fylgja því í gegn með manni. Við vorum ekki með slíkt þegar við vorum að alast upp.“

Björgvin: „Ég hafði golfvöllinn út af fyrir mig nánast. Ef maður var ekki góður eftir tvær holur þá fór maður til baka og byrjaði upp á nýtt.

Úlfar: „Ég gerði slíkt hið sama og maður kom oft til baka á 1. teiginn til að byrja upp á nýtt.“

Birgir: „Það eru öfgar í báðar áttir í þessu. Í dag eru krakkar sem eru eyða hæfileikum sínum með því að standa á „mottunni“ alla daga og slá í stað þess að fara að spila golf. Þau eru kannski með fullkomna golfsveiflu en geta ekkert gert við hana úti á golfvelli. Við höfum allir þrír upplifað það að vera með golfvöllinn út af fyrir okkur og spiluðum út í eitt þegar við gátum.“

Höggleiksformið er að mati þeirra þriggja á undanhaldi og það er ekki góð þróun að þeirra mati. Ungir kylfingar geti unnið golfmót þrátt fyrir að hafa leikið illa á nokkrum holum í punktakeppni.Birgir: „Ég er á þeirri skoðun að punktakerfið hafi eyðilagt mikið í afreksgolfi fyrir yngri kylfinga. Krakkar í dag alast upp við það að þau geti sett x á holuna ef hlutirnir ganga ekki upp. Mér finnst það röng skilaboð að geta sett x á holuna í staða þess að þurfa að „berjast“ fyrir hverju einasta höggi. Hitt er of auðvelt – ég hef sagt það lengi

að við eigum að vera mun meira með höggleikskeppnina í 18 ára og yngri á Íslandi.“Björgvin og Úlfar kinka kolli og eru sammála Birgi í þessu máli.Að lokum barst talið að leikhraðanum og þar eru menn sammála um að golfhringurinn taki alltof langan tíma í keppnisgolfinu í dag.

Björgvin: „Leikhraðinn var mun betri á árum áður en ég man ekki hvenær þetta fór að versna til muna. Þegar keppnishringirnir eru komnir í 5 – 5½ tíma, þá er eitthvað að.“

Úlfar: „Þegar ég var að byrja að spila á mótaröðinni hér á Íslandi voru leiknar 36 holur á dag, tvo daga í röð. Þá voru fimm tímar á milli rástíma hjá manni og því fljótari sem maður var með fyrri 18 þá fékk maður lengri hvíld á milli umferða. Það var mikið aðhald og þriggja manna ráshópar léku 18 holur á innan við 4½ tímum. Það er glórulaust að golfhringur í keppnisgolfi taki 5 – 5½ tíma.“

Björgvin: „Ég held að það sem hafi gerst er að kylfingar eru stundum ekki að hugsa „neitt“ á milli högga. Þeir eru ekki tilbúnir þegar að þeim kemur og allt slíkt tefur mikið. Endalausar pælingar og upp-stillingar á boltanum á flötinni. Þetta er að eyðileggja golfið og þessi seinagangur fer virkilega í taugarnar á mér.“

Úlfar: „Það er helsta vandamálið að kylfingar eru ekki tilbúnir. Eru ekki búnir að undirbúa höggið, fara í hanskann, velja kylfu og taka miðið, á meðan hinir eru að gera. Ég sé alltof mikið að fólk sé ekki tilbúið þegar það kemur að því.“

Birgir: „Það fer reyndar lítið í taugarnar á mér þegar ég er að spila golf. Ég rúlla bara með. Mér finnst reyndar leiðinlegt fyrir leikinn þegar menn eru lengi að spila. Maður spyr sig eftir 5 ½ tíma golf-hring á Íslandsmóti hvernig slíkt getur gerst. Við leikum 18 holur í Leirdalnum á rétt rúmlega 3½ tímum og skorið er oft ekkert verra en í keppni við slíkan hraða.“

Eftirminnilegasta höggið: Úlfar Jónsson, fæddur 1968: Íslandsmeistaratitlar:1986, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992.„Á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli árið 1990 setti ég niður pútt á loka-holunni á lokadeginum sem er eitt af mínum eftirminnilegustu augnablikum. Sigurjón Arnarson og Ragnar Ólafsson voru í lokaráshópnum með mér. Á 18. flöt setti Ragnar niður um 3 metra pútt og ég var aðeins nær, rétt fyrir framan boltann hans. Ég þurfti að setja þetta pútt niður til þess að jafna við Ragnar og komast í umspil. Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta var að loksins var ég kominn í aðstöðu fyrir þá hluti sem ég hafði æft mig í mörg ár fyrir. Ég var alltaf æfa mig í því að setja niður pútt við slíkar aðstæður – hafði ímyndað mér slíkt á æfingasvæðinu í ótal skipti. Ég hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar áður án þess að hafa lent í slíkri aðstöðu.“

Úlfar og Ragnar á Jaðarsvelli 1990.

Page 54: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

54

Samtök Einhverfra barna fengu eina milljón kr. afhenta eftir hið árlega góðgerðamót DHL sem fram fór á frídegi Verslunar-manna í byrjun ágúst. Einvígið á Nesinu hefur skapað sér

mikla sérstöðu sem golfmót og að venju voru fjölmargir áhorfendur mættir til þess að sjá bestu kylfinga landsins í einvíginu sem fram fór í 18. sinn í sumar.Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2014, og stiga-

meistari á Eimskipsmótaröðinni, stóð uppi sem sigurvegari. Í þessari keppni fellur einn leikmaður úr leik á hverri holu en leiknar eru 9 holur í Einvíginu. Alls hófu 10 kylfingar leik og alls fóru fram sex „bráðabanar“ á holunum 9 og spennan var mikil á mótinu.Kristján Þór fékk fugl á 9. holunni en þá stóðu hann og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS einir eftir. Ólafur Björn Loftsson, klúbbmeistari Nesklúbbsins, var þriðji á þessu móti.

Kristján Þór sigraði í Einvíginu á Nesinu- Samtök Einhverfra barna fengu milljón kr. styrk

1. braut: Tinna Jóhannsdóttir GK féll úr keppni á 1. braut.2. braut: Helga Einarsdóttir úr Nesklúbbnum féll úr keppni á 2. braut.3. braut: Bjarki Pétursson úr Golf-klúbbi Borgarness féll úr keppni á 3. braut.4. braut: Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum féll úr keppni á 4. braut.5. braut: Þórður Rafn Gissurarson úr GR féll úr keppni á 5. braut.

6. braut: Axel Bóasson úr GK féll úr keppni á 6. braut.7. braut: Björgvin Sigur-bergsson úr GK féll úr keppni á 7. braut.8. braut: Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum féll úr keppni á 8. braut.9. braut: Hlynur Geir Hjartarson úr GOS féll úr keppni á 9. braut.

Kristján Þór Einarsson slær hér upphafshögg einbeittur á Nesvellinum.

Úrslit mótsins:

Ljósmyndir: Björgvin Frans Björgvinsson

Kristján Þór Einarsson með verðlaunin.

Fulltrúar Samtaka Einhverfra barna með ávísunina góðu ásamt sigurvegaranum.

Björgvin Sigurbergsson hefur lengi verið meðal þátttakenda í Einvíginu á Nesinu.

Page 55: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 56: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is56

Allar gerðir af íslensku sumarveðri voru til staðar á sjötta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni sem fram

fór á Garðavelli á Akranesi 15.-17. ágúst. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ sigraði með fimm högga mun í karlaflokki með góðri spilamennsku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, sem var á heimavelli á þessu móti, var með yfirburði í kvenna-flokknum og sigraði með tíu högga mun. Þetta var annar sigur Kristjáns á Eimskips-mótaröðinni en sá fyrsti hjá Valdísi.Leiknar voru 54 holur á þremur keppnis-dögum og aðstæður voru nokkuð erfiðar fyrstu tvo keppnisdagana en á lokahringnum var mikil veðurblíða, sól og hægviðri. Með sigrinum tryggði Kristján sér stiga-meistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni en hann lék síðari 9 holurnar á lokahringnum á fjórum höggum undir pari. „Ég er mjög sáttur við sigurinn og mér leið vel á þessu móti. Það er gaman að vera stigameistari og ég fór langt framúr mínum markmiðum. Ég stefndi á að vera í topp fimm á sem flestum mótum sumarsins.“

Kristján Þór og Valdís Þóra í sigruðu örugglega á Eimskipsmótinu á Garðavelli:

KRISTJÁN ÞÓR TRYGGÐI SÉR STIGAMEISTARATITLINN

„Pönsað“ 5-járn af 184 metra færi„Besta höggið sem ég sló á mótinu var annað höggið á 17. braut. Boltinn var í röffinu hægra megin við brautina eftir upphafs-höggið. Það var góður mótvindur og ég ákvað að slá 80% högg með 5 járninu og „pönsa“ það aðeins. Ef hann yrði of stuttur þá yrði hann bara stuttur, en um leið og ég hitti hann sá ég að ég fékk smá „flyer“. Boltinn endaði á því að fljúga alla leið og endaði 4 metra frá beint fyrir aftan flaggið, ég rúllaði púttinu í fyrir fugli.“

Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg.

En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina

að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn.

Nú vantar bara annað fullkomið högg.

ÞOLINMÆÐIBRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN.

2.25%A L C . V O L .A L C . V O L .2.25%

W O R L D ’ S B E S T S T A N D A R D L A G E R

O K K A R B J Ó R

Kristinn faðir Ólafíu Þórunnar sló á létta strengi.

Page 57: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg.

En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina

að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn.

Nú vantar bara annað fullkomið högg.

ÞOLINMÆÐIBRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN.

2.25%A L C . V O L .A L C . V O L .2.25%

W O R L D ’ S B E S T S T A N D A R D L A G E R

O K K A R B J Ó R

Page 58: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is58

Kristján Þór varð faðir í annað sinn rétt rúmri viku áður en mótið fór fram og hann tók ekki þátt í sveitakeppni GSÍ með Kjalar-mönnum eftir að sonurinn kom í heiminn. Kristján segir að hann sé mun rólegri en áður eftir að hann varð faðir en hann er ekki að hugsa um bleyjuskipti á meðan hann er að keppa í golfi.„Ég næ alveg að kúpla mig frá bleyjuskipt-unum á meðan ég er að keppa og mér líður bara mjög vel. Á meðan allt gengur vel heima þá get ég einbeitt mér 100%,“ sagði Kristján sem hafði sett sér það markmið fyrir sumarið að ná góðum árangri á Eimskips-mótaröðinni og láta verkin tala.„Mér finnst Garðavöllur mjög skemmtilegur völlur. Hér þarf maður að slá alls konar högg. Flatirnar eru mismunandi hraðar, sumar eru gamlar og aðrar nýrri, maður veit samt alveg

hvernig þetta er og það er gaman að eiga við þessar flatir. Heilt yfir er þetta skemmtilegur og krefjandi völlur. Sumar holurnar eru mjög erfiðar, en á móti kemur að það eru styttri holur sem gefa færi á sér. Skemmtilegasta holan að mínu mati er 10. holan. Sú hola hefur stundum reynst mér erfið og stundum hefur hún einnig verið góð við mig. Þetta jafnast allt út,“ bætti hann við.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, enduðu í öðru og þriðja sæti á +2 og +4 samtals.

Fyrsti sigur Valdísar í höggleik á heimavelli Valdís Þóra var virkilega ánægð með mótið á Akranesi þar sem hún lék á pari vallar á 54 holum. Hún var með mikla yfirburði og

sigraði með 10 högga mun. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2014, varð önnur og Karen Guðnadóttir úr GS varð þriðja. Karen styrkti stöðu sína í efsta sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar með þriðja sætinu og Signý Arnórsdóttir úr GK hleypti spennu í þá baráttu með því að ná fjórða sætinu.„Ég er virkilega ánægð með þetta mót. Ég hef aldrei sigrað hérna á heimavelli í höggleik-skeppni og þetta var því ánægjulegt. Þolin-mæði var það sem stóð upp úr á þessum þremur hringjum. Við fengum allar gerðir af veðri og þetta var skemmtileg áskorun,“ sagði Valdís Þóra sem hefur einbeitt sér að LET Access atvinnumótaröðinni í Evrópu á þessu ári. Hún leikur á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í lok október.

Tvö högg sem stóðu upp úr hjá Valdísi„Ég sló tvö upphafshögg á lokahringnum sem voru að mínu mati bestu höggin á mótinu. Á 15. braut flaug boltinn gegn mótvindi að flötinni og ég átti 50-60 metra eftir inn á flöt. Á 17. náði ég líka að smellhitta drævið í hliðarmótvindi og boltinn flaug langt yfir skurðinn sem sker brautina,“ sagði Valdís en þrjár brautir á Garðavelli eru í uppáhaldi hjá henni. Það eru þrjár brautir sem gefa góða möguleika á fugli en refsa líka svakalega ef maður á lélegt högg. Þetta eru 2., 6. gg 15.,“ bætti Valdís við.

LOKASTAÐAN HJÁ EFSTU KYLFINGUNUM Í KVENNAFLOKKI:1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-74-71) 216 högg (par)2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (72-82-72) 226 högg (+10)3. Karen Guðnadóttir, GS (77-77-77) 231 högg (+15)4. Signý Arnórsdóttir, GK (76-82-75) 233 högg (+17)5. Sunna Víðisdóttir, GR (77-82-76) 235 högg (+19)6. Þórdís Geirsdóttir, GK (75-83-77) 235 högg (+19)7. Tinna Jóhannsdóttir, GK (80-78-78) 236 högg (+20)

LOKASTAÐAN HJÁ EFSTU KYLFINGUNUM Í KARLAFLOKKI:1. Kristján Þór Einarsson, GKj. (69-74-70) 213 högg (-3)2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (73-73-72) 218 högg (+2)3. Stefán Már Stefánsson, GR (73-76-71) 220 högg (+4)4.-5. Guðni Fannar Carrico, GS (70-82-72) 224 högg (+8)4.-5. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (75-73-76) 224 högg (+8)6.-7. Axel Bóasson, GK (73-76-76) 225 högg (+9)6.-7. Sigurþór Jónsson, GB (76-74-75) 225 högg (+9)

Laugarnar í Reykjavík

Sími: 411 5000 • www.itr.is

í þínuhverfi

fyrir alla fjölskylduna

600 kr.

130 kr.Fullorðnir

Börn

Fyrir líkama og sál

í þíhve

fyrir alla fjölskyldunfjölskylduna

yy

Guðmundur Ágúst varð

annar.

Stefán Stefánsson varð í 3. sæti.

Page 59: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Laugarnar í Reykjavík

Sími: 411 5000 • www.itr.is

í þínuhverfi

fyrir alla fjölskylduna

600 kr.

130 kr.Fullorðnir

Börn

Fyrir líkama og sál

í þíhve

fyrir alla fjölskyldunfjölskylduna

yy

Page 60: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is60

Það ríkti mikil eftirvænting hjá for-svarsmönnum Golfklúbbs Akur-eyrar þegar bestu kylfingar landsins

mættu til leiks á Goðamótið á Jaðarsvelli. Mótið var sjöunda mótið á Eimskips-mótaröðinni og jafnframt lokamótið. Stigamót á vegum GSÍ í keppni fullorðinna hafði ekki farið fram í rúman áratug eða frá árinu 2003. Mikil spenna var í karla-flokki allt fram á lokaholuna en Kristján Þór Einarsson úr Kili tryggði sér sigur í karlaflokknum með frábærum lokahring og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki.Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ hafði fyrir mótið tryggt sér sigur í stigakeppninni á Eimskipsmóta-röðinni – en það gerði hann með sigrinum á sjötta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi.Gísli Sveinbergsson úr GK var með tveggja högga forskot á Kristján eftir fyrstu tvo hringina sem leiknir voru á laugardeginum. Gísli, sem er 17 ára gamall, lék fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari. Gísli var með eitt högg í forskot á Kristján Þór eftir eftir 9 holur á lokahringnum. Kristján náði að jafna við Gísla á 11. og á 13. var tveggja högga sveifla – þar sem Kristján fékk fugl en Gísli skolla. Kristján leit ekki um öxl eftir það og sigraði með þriggja högga mun á -3 samtals.

Þetta var þriðja mótið á Eimskipsmóta-röðinni þar sem Kristján Þór stendur uppi sem sigurvegari en hann sigraði á Íslands-mótinu í holukeppni, og hann sigraði einnig á Eimskipsmótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi fyrir hálfum mánuði. Kristján varð annar á Símamótinu í Borgarnesi. Krist-ján varð tvívegis í fimmta sæti og einu sinni í því sjöunda en hann tók þátt á öllum sjö mótunum á Eimskipsmótaröðinni. Gísli varð annar í keppninni um stigameistaratitilinn og Bjarki Pétursson varð þriðji.„Það var rosalega gaman að spila Jaðars-völl og þessi völlur á svo sannarlega heima

á Eimskipsmótaröðinni. Breytingarnar sem hafa átt sér stað á vellinum eru virkilega flottar og koma mjög vel út,“ sagði Kristján Þór eftir mótið. Hann segir að þolinmæði hafi verið lykillinn að sigrinum.„Það er mjög misjafn hraði á flötunum og margar flatir eru enn „hráar“ og boltinn skoppaði mikið. Ég vissi að þetta yrði svona og lykillinn að þessu var að láta það ekki fara í taugarnar á sér og brosa þessa í stað,“ bætti hann við.

Tinna með stáltaugar á lokahringnum - Karen stigameistari Í kvennaflokknum á Goðamótinu var Tinna Jóhannsdóttir hlutskörpust eftir skemmtilega

Tinna Jóhannsdóttir og Kristján Þór Einarsson stóðu uppi sem sigurvegarar á Goðamótinu á Jaðarsvelli

KRISTJÁN ÞÓR HAFÐI BETUR GEGN GÍSLA

ÚRSLIT EFSTU KYLFINGA Í KVENNAFLOKKI: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK (75-75-77) 227 högg +142. Karen Guðnadóttir, GS (75-75-81) 231 högg +183. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK (78-77-78) 233 högg +204.-5. Signý Arnórsdóttir, GK (80-77-77) 234 högg +214.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-79-80) 234 högg +216. Ingunn Einarsdóttir, GKG (80-80-76) 236 högg +237. Birta Dís Jónsdóttir, GHD (78-79-81) 238 högg +258. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG (76-77-85) 238 högg +25

ÚRSLIT EFSTU KYLFINGA Í KARLAFLOKKI:1. Kristján Þór Einarsson, GKj.(73-70-67) 210 högg -32. Gísli Sveinbergsson, GK (70-71-72) 213 högg (par)3. Bjarki Pétursson, GB (70-75-71) 216 högg +34. Björgvin Sigurbergsson, GK (70-77-73) 220 högg +75. Hlynur Geir Hjartarson, GOS (75-72-74) 221 högg +86. Ólafur Auðunn Gylfason, GÓ (72-73-77) 222 högg +97. Birgir Guðjónsson, GR (73-74-76) 223 högg +108.-12. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA (76-77-73) 226 högg +138.-12. Stefán Þór Bogason, GR (72-77-77) 226 högg +138.-12. Sigurþór Jónsson, GB (72-76-78) 226 högg +138.-12. Ævarr Freyr Birgisson, GA (73-72-81) 226 högg +13 Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga.

Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð.

Fáðu forskot á mótherjana

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Tinna kunni vel við sig á Jaðarsvelli.

Page 61: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð.

Fáðu forskot á mótherjana

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Page 62: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is62

rimmu gegn Karen Guðnadóttur úr GS. Þær voru jafnar fyrir lokahringinn á 8 höggum yfir pari samtals en Tinna sýndi styrk sinn á lokahringnum og sigraði með fjögurra högga mun. Árangur Tinnu á Eimskipsmótaröðinni er áhugaverður en hún var með 66,6% vinningshlutfall, tók þátt á þremur mótum, og sigraði á tveimur þeirra – þar af var annað Íslandsmótið í holukeppni.Tinna lék lokahringinn á 77 höggum eða 6 höggum yfir pari vallar og samtals +14. Karen varð önnur á +18 samtals en hún tryggði sér jafnframt stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í fyrsta sinn á ferlinum. Sara Margrét Hinriksdóttir úr Keili varð í þriðja sæti en það er besti árangur hennar á Eimskipsmótaröðinni.Karen náði jöfnum árangri á Eimskipsmóta-röðinni á þessu ári en hún náði ekki að landa sigri í sumar – en var fimm sinnum á verð-launapalli og þar af tvívegis í öðru sæti.„Mér finnst alltaf gaman að spila á Akureyri og landslagið og hönnun vallarins er ótrúlega skemmtilegt. Völlurinn sem slíkur er klárlega samkeppnishæfur á mótaröðinni þó að hann hafi kannski ekki verið í sínu besta ástandi. Ég skil ekki þessa endalausu fælni við að leyfa færslur á GSÍ mótum. Það er mín skoðun að leyfa hefði átt færslur á brautunum í Goða-mótinu. Það þýðir samt ekki að völlurinn sé ekki samkeppnishæfur. Við búum bara á Íslandi,“ sagði Tinna þegar hún var innt eftir upplifun hennar á mótinu. Hún sagði að púttin hefðu verið vandamál fyrri hluta mótsins en hún hafi ákveðið að hætta þessu „væli“ og „girt sig í brók“.„Ég strögglaði á flötunum á laugardeginum, átti erfitt með að finna hraðann og lét það fara í taugarnar á mér því slátturinn var nokkuð þéttur alla helgina. Efir 9 holur á sunnudegi þá sagði ég sjálfri mér bara að hætta þessu væli og girða mig í brók. Það var ekki flóknara en það.“

Boltinn dúndraðist í miðja stöngina og datt í holuna„Það voru mörg góð högg sem ég sló á mótinu en ef ég á að velja eitt högg sem stóð upp úr þá er það annað höggið á 6. brautinni á öðrum hringnum. Ég missti teighöggið á þessari par 3 holu upp í vindinn og endaði vinstra megin við flötina. Ég sló þaðan „lobb“ högg með 60 gráðu fleygjárninu af um 25-30 metra færi. Boltinn lenti mjög hart á flötinni, dúndraðist upp í miðja stöngina og datt síðan ofan í holuna – „léttur“ fugl stað-reynd. Það eru margar skemmtilegar brautir á Jaðarsvelli og ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Völlurinn var í heildina frábær og skemmtilegur að spila.“

„Á sunnudeginum spilaðist teighöggið á 7. holu beint upp í vindinn og það var frekar mikið rok. Ég tók dræverinn og algjörlega myrti það högg. Það var yndislegt tilfinning að horfa á boltann detta í lítið draw aftur fyrir hæðina,“ sagði Tinna þegar hún rifjaði upp eftirminnilegasta högg mótsins. Að hennar mati eru þrjá holur sem standa upp úr á Jaðarsvelli – ef litið er á eftir-minnilegar holur.„ Ég fæ alltaf smá fiðring þegar ég kem á 18. teig. Ég tengi það aðallega við minningar sem ég á frá þessari holu. Þarna varð ég Íslandsmeistari í unglingaflokki og þarna tapaði ég Íslandsmeistara-titli í sveitakeppni. Eftir að vellinum var breytt eru 12. og 13. uppáhaldsholurnar mínar. Breytingin á þeim hefur tekist gríðarlega vel.

Mikil ánægja með hvernig til tókst„Mótið gekk alveg ljómandi vel og mikil ánægja með hvernig til tókst frá okkar bæjar-dyrum séð og gaman að taka þátt í þessu aftur eftir svona langa bið,“ segir Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, en hann var ánægður með þann fjölda kepp-enda sem mætti til leiks á Goða-mótið á Eimskipsmótaröðinni þrátt fyrir að skólar væru byrjaðir í lok ágúst. „Það voru um 75 keppendur sem var framar okkar björtustu vonum, svona í ljósi reynslunnar og sérstaklega þar sem það voru bara 40 keppendur á Skag-anum. Það var greinilega komin löngun í það hjá kylfingum að spila aftur á Jaðri.Ég held að keppendur hafi haft mjög gaman að því að koma hingað og spila og margir þeirra lýstu yfir ánægju sinni með þær breytingar sem hafa verið gerðar hér undanfarin ár og voru bara heilt yfir ánægðir með völlinn. Ég trúi því að Jaðar sé kominn aftur til að vera á mótaröðinni. Þannig að vonandi líða ekki svona mörg ár aftur, við fáum allavega Landsmótið hingað eftir tvö ár og allir hlakka mikið til,“ sagði Ágúst Jensson.

Suðurhraun 1GarðabæSími: 595 0300www.isafold.is

Umbúðir • Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklingar • Fjölpóstur

Kynningarefni • Dagblöð • Stafrænt • Allskonar!

Þú sérð um púttiðVið sjáum um prentunina

Yndislegt að horfa á teighöggið á sjöundu

Bjarki Pétursson varð í 3. sæti.

Karen Guðnadóttir var í baráttu um sigurinn.

Page 63: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Suðurhraun 1GarðabæSími: 595 0300www.isafold.is

Umbúðir • Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklingar • Fjölpóstur

Kynningarefni • Dagblöð • Stafrænt • Allskonar!

Þú sérð um púttiðVið sjáum um prentunina

Page 64: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is64

Falinn hæfileiki: Lærði að stoppa í sokka í heimavistarskólanum.

Einkunnarorð lífs þíns: Njóta lífsins lifandi.

Væri til í að vera: Stöðugri leikmaður.

Hjátrú í golfi: Ég held varla.

Þarf að bæta mig í: Teighöggunum.

Uppáhalds kylfingur í heimi: Tom Watson.

Uppáhalds golfvöllur (fyrir utan heima-völl): Hulencourt „Le Vallon“ Course í Belgíu, 75 högg í Evrópumóti eldri kylfinga 2010.

Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa: Vipp og pútt.

Draumahollið mitt: Tom Watson, Gary Player og Annika Sörenstam.

Flatarmerkið mitt: Íslensk króna.

Uppáhalds íþróttamaður (ekki í golfi): Michael Jordan.

Tónlistin á IPODinum mínum: Á engan.

Uppáhaldskylfan mín: Pútterinn sem ég fékk í nándarverðlaun á 17. á Leirdalsvelli 2002.

Aldur þegar „breikaði“ fyrst 100: 47 ára - byrjaði 46 ára.

Hræddastur við: Hátt fall...

Lægsti 18 holu hringurinn minn: 73 í Grafarholti á lokadegi Íslandsmóts eldri kylfinga 2010.

Uppáhalds matur: Íslenska lambið.

Uppáhalds bíómynd: James Bond myndirnar.

Besta golfráðið: Aldrei að gefast upp.

Sætasta golfstundin: Sigur í 3. flokki í Ís-landsmóti 35 ára 2008 á Kiðjabergi.

Í POKANUM:Dræver: Ping G10, styttur.Brautartré: Adams Speedline 3 tré, 15 gráður.Hálfjárn: Adams 19 og 23 gráðu.Járn: 5-P, Callaway X2 Hot.Fleygjárn: MacGregor M59, 52, 56 og 60 gráður.Pútter: Wilson Deep Red.Golfbolti: Það sem til fellur hverju sinni, Pro V1 spari.Og fleira: Pro Quip regngalli, Bushnell fjarlægðarmælir, fuglapokinn (þurrkaðir ávextir) og smáhlutir.

HRAÐASPURNINGAR20Gunnar Árnason stóð vaktina á Íslandsmótinu í höggleik á Leirdalsvelli sem ræsir – en hann kynnti keppendur til leiks af fagmennsku alla fjóra keppnisdagana. Gunnar lét það ekki duga að standa vaktina frá morgni til kvölds því hann kynnti einnig ráshópana fyrir áhorfendum þegar kylfingarnir léku 18. brautina á lokakeppnisdeginum. Golf á Íslandi fékk Gunnar til að svara laufléttum hrað-aspurningum.

Nafn: Gunnar Árnason Aldur: 62 ára Heimili: Kópavogur

Page 65: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Verkfæri sem hægt er að treysta !

Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður

www.sindri.is / sími 575 0000

Skralllyklar PRO72 tannaStærðir 8 - 19mm

vnr ibtgpaq1202

skralllyklasett

14.900 m/vsk

fullt verð 20.413

7skúffur

199.900 m/vsk

Pro Plus seria

282 verkfæri

8skúffur

239.900 m/vsk

Pro Plus seria

322 verkfæri

7skúffur

179.900 m/vsk

sá vinsæli

283 verkfæri

SkRúfStykkI 6” fylgIR

öllum Seldum

VeRkfæRaSkáPum

toPPlyklasett 94 stk1/4” 4 - 14 mm1/2” 10 - 32 mmBitar og fl.Sterk plasttaska

vnr IBtgcaI094R

14.900 m/vsk

fullt verð 25.231

verkfærasett 96 stktoppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mmtoppar, lyklar, skrúfjárn, töngNippillyklar og fl.Sterk plasttaska

vnr IBtgcaI9601

21.900 m/vsk

fullt verð 37.200

skrúfjárnsett

8.900 m/vsk 1.990 m/vsk 1.990 m/vsk

1/4” toPPasett

3.900 m/vsk 5.900 m/vsk 6.900 m/vsk

1.490 m/vsk 5.900 m/vsk 8.900 m/vskBara á netinu

24.900 m/vsk

fullt verð 37.900

verkfærasett 130 stk1/4” - 3/8” - 1/2”toppar 4 - 32 mm | 5/32” - 1 1/4” lyklar 8 - 22 mme toppar, sexkantbitar og fl.Sterk plasttaska

vnr IBtgcaI130B

Page 66: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is66

LOKASTAÐA EFSTU KYLFINGA: 1. flokkur karla:1. Tryggvi Valtýr Traustason, GSE (70-69-76)= 215 högg (+8)2. Helgi Anton Eiríksson, GSE(75-70-71) = 216 högg (+9)3. Þórður Emil Ólafsson, GL(70-76-72) = 218 högg (+11)

1. flokkur kvenna:1. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR(67-77-76) = 220 högg (+13)2. Þórdís Geirsdóttir, GK(69-78-76) = 223 högg (+16)3. Hansína Þorkelsdóttir, GKG(77-76-89) = 242 högg (+35)

2. flokkur karla:1. Helgi Sigurðsson, GV(74-73-82) = 229 högg (+22)2. Huginn Helgason, GV(76-77-84) = 237 högg (+30)3. Eyþór Harðarson, GV (81-80-82) = 243 högg (+36)

2. flokkur kvenna:1. Margrét Sigmundsdóttir, GK(83-91-93) = 267 högg (+60)2. Sara Jóhannsdóttir, GV(85-92-93) = 270 högg (+63)3. Katrín Harðardóttir, GV(90-100-98) = 288 högg (+81)

3. flokkur karla:1. Halldór R Baldursson, GR(82-90-77) = 249 högg (+42)2. Héðinn Ingi Þorkelsson, GKG (83-82-89) = 254 högg (+47)3. Viðar Elíasson, GV(89-88-97) = 274 högg (+67)

3. flokkur kvenna:1. Rut Aðalsteinsdóttir, GR(98-97-102) = 297 högg (+90)2. Írunn Ketilsdóttir, GO(103-98-102) = 303 högg (+96)3. Irma Mjöll Gunnarsdóttir, GR(100-106-106) = 312 högg (+105)

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Tryggvi Valtýr Traustason úr GSE fögnuðu sigri á Íslandsmóti 35 ára

og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um miðjan júlí. Veðrið var í aðalhlutverki alla þrjá keppnisdagana en mikil þoka og úrkoma setti keppnishaldið úr skorðum. Upphaflega átti mótið að vera sameigin-legt verkefni hjá Golfklúbbi Ísafjarðar og Golfklúbbi Bolungarvíkur – en vegna vallaraðstæðna var ákveðið að færa mótið með frekar skömmum fyrirvara. Alls hófu 96 kylfingar keppni í Eyjum sem er töluvert meiri aðsókn en fyrir ári síðan þegar mótið

fór fram á Hellishólum og 64 kylfingar tóku þátt.Keppni í 1. flokki karla og kvenna var mjög spennandi. Tryggvi vann með minnsta mun eftir harða baráttu við Helga Anton Eiríksson félaga sinn úr GSE. Þórður Emil Ólafsson, formaður Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, blandaði sér í baráttuna og sýndi að það er enn eitthvað á „tankinum“ hjá Íslands-meistaranum í höggleik frá árinu 1997. Þórdís Geirsdóttir úr Keili hafði titil að verja í 1. flokki kvenna en aðeins munaði þremur höggum á Þórdísi og Ragnhildi þegar uppi var staðið.

RAGNHILDUR OG TRYGGVIÍSLANDSMEISTARAR +35 Í EYJUM

Sigurvegarar í 2. flokki karla Helgi Sigurðsson, Huginn Helgason og Eyþór Harðarson.

Verðlaunahafar í 3. flokki kvenna; Rut Aðalsteinsdóttir, Írunn Ketilsdóttir og Irma Mjöll Gunnarsdóttir.

Page 67: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 68: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is68

ALLS STAÐARGAS

Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas. Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið.Sem stærsti söluaðili própangass á norður löndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas.

Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggis leiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.

Ráð

andi

- au

glýs

inga

stof

a eh

f

Lokamót Öldungamótaraðar LEK, Samskipsmótið, fór fram á Golfvelli Vestmannaeyja um miðjan septem-

ber. Að mótinu loknu, sem var það níunda á þessu ári á Öldungamótaröð LEK, lá fyrir hverjir voru fyrstu stigameistarar Öld-

ungamótaraðarinnar sem sett var á lagg-irnar á þessu ári. Ásgerður Sverrisdóttir (GR) og Jón Haukur Guðlaugsson (GR) voru stigahæst án forgjafar. Stigameistarar með forgjöf urðu þau Ágústa Dúa Jóns-dóttir (NK) og Ragnar Gíslason (GO).

Stigahæstu í kvennaflokki án forgjafar:

1. Ásgerður Sverrisdóttir, 10336 stig.2. Steinunn Sæmundsdóttir, 10200 stig.3. María Málfríður Guðnadóttir, 10026 stig.4. Ágústa Dúa Jónsdóttir, 8072 stig.5. Anna Snædís Sigmarsdóttir, 7915 stig.

Stigahæstu í kvennaflokki með forgjöf:1. Ágústa Dúa Jónsdóttir, 9737,5 stigB Steinunn Sæmundsdóttir, 8767,5 stig3. Anna Snædís Sigmarsdóttir, 6853,8 stig4. Sólveig Björg Jakobsdóttir, 6840,0 stig5. María Málfríður Guðnadóttir, 6812,5 stig

Stigahæstu í karlaflokki án forgjafar:1. Jón Haukur Guðlaugsson, 9925,0 stig2. Óskar Sæmundsson, 5943,0 stig3. Rúnar Svanholt, 5884,1 stig4. Sæmundur Pálsson, 5852,5 stig5. Sigurður H Hafsteinsson, 5807,5 stig

Stigahæstu í karlaflokki með forgjöf:1. Ragnar Gíslason, 3994,3 stig2. Rúnar Svanholt, 3854,8 stig3. Tómas Jónsson, 3774,4 stig4. Þórhallur Sigurðsson, 3751,2 stig5. Jón Haukur Guðlaugsson, 3390,3 stig

55 ára karlar:1. Sigurður H Hafsteinsson, GR (74-77) =151 högg (+7)2. Jón Haukur Guðlaugsson, GR (75-80) =155 högg (+11)3. Sæmundur Pálsson, GR (77-79) =156 högg (+12)4. Óskar Sæmundsson, GR (76-80) =156 högg (+12)5. Björgvin Þorsteinsson, GA (74-86) =160 högg (+16)

50 ára konur:1. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (80-79) = 159 högg (+15)2. Ágústa Dúa Jónsdóttir, NK (80-86) = 166 högg (+22)3. Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK (85-82) = 167 högg (+23)

65 ára konur:1. Inga Magnúsdóttir, GK (89-105) = 194 högg (+50)2. Þuríður E. Pétursdóttir, GKj. (92-106) = 198 högg (+54)

3. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK (103-98) = 201 högg (+57)

70 ára karlar:1. Haukur Örn Björnsson, GR (79-80) =159 högg (+15)2. Guðlaugur Gíslason, GK (82-87) =169 högg (+25)3. Sigurjón Rafn Gíslason, GK (85-85) =170 högg (+26)4. Friðbjörn Hólm, GK (86-84) =170 högg (+26)

Íslandsmeistarar með forgjöf:55 ára karlar: Sigurður Hafsteinsson

50 ára konur: Ágústa Dúa Jónsdóttir

65 ára konur: Inga Magnúsdóttir

70 ára karlar: Hans Jakob Kristinsson

ÁSGERÐUR OG JÓN HAUKUR

STIGAMEISTARAR

Veðrið í aðalhlutverki á Íslandsmótinu í KorpunniÍslandsmót eldri kylfinga fór fram á Korpúlfsstaðavelli 17.-19. júlí þar sem veðrið lék aðalhlutverkið. Mikil úrkoma var á meðan mótið stóð yfir en þrátt fyrir erfiðar aðstæður var hægt að ljúka keppni.

Landslið LEK fyrir árið 2015:

Það er ljóst hvernig skipan karlands-liða LEK, landssamtök eldri kylfinga, verða skipuð á árinu 2015. Stigalisti á Öldungamótaröð LEK ræður ferðinni í þessu vali og eru landsliðin þannig skipuð:

Landslið 55 ára án forgjafar:Jón Haukur Guðlaugsson, GRSæmundur Pálsson, GRÓskar Sæmundsson, GRRúnar Svanholt, GRSkarphéðinn Skarphéðinsson, GRÓskar Pálsson, GHR

Landslið 55 ára með forgjöf:Ragnar Gíslason, GOÞórhallur Sigurðsson, GKTómas Jónsson, GKGJóhann Peter Andersen, GKHaraldur Örn Pálsson, GKHafþór Kristjánsson, GK

Landslið 70 ára og eldri:Jóhann Peter Andersen, GKSigurjón R Gíslason, GKHelgi Hólm, GSGHans Jakob Kristinsson, GRJens Karlsson, GKGuðlaugur R Jóhannsson, GO

Í 55 ára liðunum er ekki um mikla breytingu að ræða frá 2014. Í fyrra liðinu verður sú breyting að Rúnar Svanholt leysir Snorra Hjaltason af hólmi og í síðara liðinu kemur Haraldur Örn Pálsson í stað Sigurðar Aðalsteinssonar. Í 70 ára liðinu eru meiri breytingar - aðeins Jens Karlsson og Helgi Hólm voru í liðinu á þessu ári.

Page 69: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

ALLS STAÐARGAS

Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas. Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið.Sem stærsti söluaðili própangass á norður löndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas.

Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggis leiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.

Ráð

andi

- au

glýs

inga

stof

a eh

f

Page 70: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is70

Fyrir tæplega ári síðan var Haukur Örn Birgisson kjörinn forseti Golfsambands Íslands. Fyrsta árið

í embættinu hefur verið viðburðaríkt og segir forsetinn að annríkið hafi verið meira en hann átti von á. „Ég kvarta ekki, ég ætla að reyna að sinna þessu eftir bestu getu og konan mín hefur nánast alið upp börnin okkar á þessum tíma ein. Ég sé fram á aðeins rólegri tíma í þessu því ég mun hætta í stjórn evrópska golfsambandsins á næstunni og þá gefst meiri tími fyrir fjöl-skylduna,“ segir Haukur í samtali við Golf á Íslandi. Á síðasta golfþingi var framtíðar-stefna GSÍ fram til ársins 2020 samþykkt og segir forsetinn að mikil vinna liggi að baki stefnumótuninni þar sem lögð er áhersla á að öll golfhreyfingin sé að vinna saman í átt að sömu markmiðum. Stefnu Golfsambandsins Íslands má finna í heild sinni á heimasíðu sambandsins, golf.is„Á golfþingi 2011 kom tillaga frá fjórum golfklúbbum á Íslandi um að fara í stefnu-

mótun fyrir Golfsambandið. Þar átti að taka á mörgum álitamálum, s.s afreksmálum, mótahaldi ásamt fleiri þáttum. Samþykkt var á þessu golfþingi að fara í nýja stefnumótun enda voru liðin nokkuð mörg ár frá því að síðast var ráðist í slíka vinnu. Á golfþinginu var skipuð nefnd sem fór yfir þessi mál og fyrirmælin frá því til nefndarinnar var að gera könnun á meðal kylfinga á Íslandi hvað sé gert fyrir þá og einnig hvað golfklúbbar landsins vilja að gert sé af hálfu GSÍ fyrir þá. Niðurstaðan var að boða til „þjóðfundar“ sem haldinn var 24. mars 2012. Allir sem höfðu áhuga var boðið að taka þátt í þessari umræðu og um 100 manns mættu á fundinn sem var stjórnað af Gylfa Dalmann, lektor við Háskóla Íslands. Safnað var gríðarlegu magni af tillögum sem nefndin fór síðan yfir og vann úr þeim drög að stefnumótun sem lögð voru fyrir formannafund haustið 2012. Á þeim fundi var ákveðið að halda vinnunni áfram og þessi stefnumótun var því í vinnslu í um tvö ár og var loks lögð fram á Golþingi

2013,“ segir Haukur en hann leggur mikla áherslu á að GSÍ sé í þjónustuhlutverki fyrir golfklúbba landsins og eyða þurfi „við gegn þeim“ viðhorfinu sem hefur stundum verið ríkjandi í samskiptum golfklúbba og GSÍ.

„Við gegn þeim“ viðhorfið á undanhaldi„Snemma í þessu ferli var tekin sú ákvörðun að stefnumótunarvinnan væri fyrir golf-hreyfinguna í heild sinni en ekki bara Golf-sambandið. Golfklúbburinn er snertiflötur fyrir hinn almenna kylfing og Golfsam-bandið á síðan að þjónusta golfklúbbana eins vel og mögulegt er. Það er eitt af markmiðum okkar sem erum í stjórn GSÍ þessa stundina að golfhreyfingin líti á sig sem eina heild. Það viðhorf verður vonandi ríkjandi þegar lengra líður á. „Við gegn þeim“ viðhorfið sem hefur oft verið ríkjandi á ekki að vera til og stefnumótunarvinnan gekk út á að

GOLFKLÚBBARNIR ERU VIÐSKIPTAVINIR GSÍStærsta verkefnið er að halda í þá sem eru nú þegar til staðar segir Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.

„Konum hefur einnig fjölgað gríðarlega í golf-hreyfingunni á Íslandi, í dag er hlutfallið um

þriðjungur“

Page 71: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is71

mjög mikilvægt að starfsmenn og stjórn GSÍ hitti forsvarsmenn og stjórnir golfklúbba. Þannig getum við myndað betra tengslanet og hægt er að ræða málin opinskátt – bæði það sem er gert vel og einnig það sem á gera betur. Nánast allt starfið sem unnið er í golfhreyfingunni er sjálfboðaliðastarf og hefur félagslegu hlutverki að gegna. Það er því mikilvægt að þeir sem eru að verja nánast öllum sínum frítíma í golfhreyfinguna líði vel og finnist þetta vera skemmtilegt. Þess vegna þarf að eyða togstreitu ef hún er til staðar og það verður bara gert með því að auka samskiptin. Nú má ekki skilja mig þannig að samskiptin innan golfhreyfingar séu slæm, alls ekki. Hins vegar má gera betur því þannig allir aðilar viti hvað hinir eru að gera. Þannig náum við enn betri árangri í störfum okkar.“

Dropinn holar steininnÍ stefnumótunarskýrslunni sem samþykkt var á Golfþinginu 2013 er að finna fimm helstu markmið golfhreyfingarinnar og leiðir að þeim markmiðum. Haukur segir að líta verði langt fram í tímann til þess að hægt verði að ljúka við þá vinnu sem þarf til að klára verkefnalistann.

„Þessu verður ekki hrint í framkvæmd á einu til tveimur árum. Þetta er langtíma-áætlun sem stendur fram til ársins 2020. Á hverju ári verður farið yfir stöðuna og það er skylda stjórnar GSÍ að gera grein fyrir því hvað hefur áunnist, hvað búið er að gera og framkvæma og jafnframt leggja til hver verði helstu áherslumálin á komandi ári. Það er síðan ákvörðun formannafundar og Golf-þings hver forgangsröðunin verður.“

Konum hefur fjölgað gríðarlegaForsetinn segir að golfhreyfingin þurfi að vera undir það búin að það verði jafnvel fækkun í röðum GSÍ.

„Í ljósi þess ótrúlega árangurs sem náðst hefur hér á landi í fjölgun kylfinga á undan-förnum 15 árum, þvert á það sem hefur gerst í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem félagsbundnum kylfingum fækkar og fleiri velja að greiða þess í stað vallargjöld, þá þarf golfhreyfingin að vera undir það búin að takast á við fækkun kylfinga ef að því kemur. Félagafjöldinn hefur staðið í stað undanfarin tvö ár sem er í raun góðar fréttir, sérstaklega ef tekið er mið af slæmu veðri undanfarin tvö sumur. Konum hefur einnig fjölgað gríðarlega í golfhreyfingunni á Íslandi, í dag er hlutfallið um þriðjungur en það eru ekki nema tíu ár síðan konur voru 10% kylfinga. Ef sú þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum kemur upp hér á landi

þá þurfum við að vera í stakk búin að takast á við það verkefni. Í raun og veru er stærsta verkefnið að halda í þá sem eru nú þegar til staðar.“

Það er áhugvert að rýna í finnska rannsókn sem sýnir fram á það að kylfingar í efsta forgjafarflokki eru langlíklegastir til þess að gefast upp á golfíþróttinni. Haukur segir að huga þurfi betur að þessum hópi kylfinga og þar sé hlutverk PGA golfkennara mikilvægt.

Mesta brottfallið í efsta forgjafarflokknum„Samkvæmt finnskri könnun sem gerð var er aðalástæðan fyrir því að fólk hættir í golfi sú að það nær ekki tökum á golfíþróttinni á fyrstu árunum. Brottfall kylfinga er nánast eingöngu í efsta forgjafarflokknum, 26 og hærra. Átta af hverjum tíu sem hætta í golfi eru í þessum forgjafarflokki. Þeir sem komast niður fyrir efsta forgjafarflokkinn eru nánast komnir í golfið fyrir lífstíð. Þrátt fyrir að slík rannsókn hafi ekki verið gerð hér á landi má fastlega gera ráð fyrir svipaðri niðurstöðu. Við þurfum að beina spjótum okkar að þessum hópi kylfinga. Það verður bara gert með aukinni kennslu í samvinnu við PGA kennarana hér á landi. Það eru mikið af PGA menntuðum kennurum í dag og gríðarleg fjölgun frá því sem var hér fyrir fimm eða tíu árum síðan. PGA samtökin hafa gert ótrúlega góða hluti með aukinni menntun kennara. Útbreiðslustarfið og kynning á íþróttinni er mikið til á herðum þeirra sem eru að kenna golfið. Þeir sem byrja í golfi á fullorðinsárum eru oft óþreyjufullir eftir árangri og þessi hópur er líklegastur til þess að gefast upp og hætta eftir 1-2 ár.“

Golfið brúar kynslóðabiliðAukinn sveigjanleiki í félagsaðild hjá golf-klúbbum er eitt af stóru verkefnum golf-hreyfingarinnar segir Haukur og nýta þurfi þá einstöku möguleika sem golfíþróttin bjóði uppá.

„Við þurfum líka að huga að fjölbreyttari

samtvinna stefnu golfhreyfingarinnar í heild sinni.“

Fundaherferð um allt landBætt samskipti golfklúbba og GSÍ er eitt af stóru verkefnum næstu missera segir Haukur.

„Það sem ég hef lagt áherslu á er að Golfsam-bandið er þjónustuaðili fyrir golfklúbbana og við eigum að líta svo á að golfklúbbarnir séu viðskiptavinir GSÍ. Við eigum að vera í því hlutverki. Liður í þessu er að auka samskipti GSÍ og golfklúbba og það er eitt af markmið-unum í stefnu golfhreyfingarinnar. Við eigum ekki að vinna í sínu hvoru horninu og hafa ólíka hagsmuni. Við eigum að stefna sam-eiginlega á að fjölga kylfingum, halda þeim í okkar röðum og þjónusta þá eins vel og við getum. Það gerum við með auknu samstarfi á milli golfklúbba og GSÍ. Þegar ég var sumar-starfsmaður hjá GSÍ á háskólaárunum þá upplifði ég oft „við gegn þeim“ viðhorfið sem er oft ríkjandi hugsun. Þessu þurfum við að breyta og golfhreyfingin í heild sinni þarf að vera samstíga.„Einn liður i því er að við í stjórn GSÍ höfum farið í fundaherferð um landið. Þar er rætt við forsvarsmenn klúbba sem við köllum samráðsfundi. Við höfum fundað með klúbbum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi og gerðum heiðarlega tilraun til þess að fara á Austurlandið en urðum frá að hverfa vegna veðurs. Markmiðið er að klára þessa hringferð á næstu mánuðum og endurtaka leikinn fljótt aftur. Mér finnst

„Brottfall kylfinga er nánast eingöngu í efsta forgjafar-flokknum, 26 og hærra“

Page 72: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is72

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is47

FlugFélag Íslands mælir með þvÍ að leika golf í sumar-blíðunni. Með því að nýta þér þjónustu okkar geturðu fjölgað góðu dögunum. Við mælum með því að taka hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík.Bókaðu núna á flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3030

flugfelag.isBÆTTu fORgJÖfiNa MeÐ OKKuR

HOluR uM allT laND

isle

nsk

a si

a.is

FlU

638

31 0

4/13

paNTaÐu í Dag

eKKi á MORguN

á flugfelag.is

sláÐu TilTíaðu upp og

faRsíMavefuR: m.flugfelag.is viNguMsT: facebook.com/flugfelag.islands

L-staðaHægri handleggur og kylfan mynda aftur bókstafinn L undir lok sveiflunnar. Brjóstkassinn snýr að skotmarkinu.  

LokastaðaEftir að höggið ríður af hljóðna fuglarnir augnablik og eftirvæntingin hangir í loftinu.

pútta Í huga púttarans er jörðin flöt en kúlan hnöttótt. Málið er að láta kúluna snúast frekar en að slá hana. Ýttu henni í átt að holunni því hvernig sem jarðkúlan snýst þá er það tæknin sem gildir. 

akureyriÞeir sem hafa leikið golf á Jaðarsvelli vita að þar er betra að slá styttra en of langt. Júnínóttin á holu þrjú er rétti staðurinn til að æfa sig í að hafa augun á kúlunni. Þú gætir blindast um stund af miðnætursólinni ef þú lítur upp.    

upphafsstaðaHandleggir beinir og bakið. Axlabil á milli fóta. Rassinn út og hnén eilítið bogin líkt og maður sitji á barstól.

egiLsstaðirSkömmu eftir að þú lendir á Egilsstöðum gæti kúlan þín lent á mishæðóttum brautum Ekkjufells-vallar. Ef þú þarft að slá kúlu sem er aðeins upp í móti þá er þjóðráð að auka bilið milli fótanna þar til æskilegri stöðu er náð. 

pútta Hafðu minna bil á milli fótanna þegar þú púttar. Augun á boltanum. Nánar tiltekið, hafðu vinstra augað beint yfir kúlunni.

L-staðaVinstri handleggur og kylfa eiga að mynda bókstafinn L áður en höggið ríður af. Taktu flugið, taktu þér stöðu og njóttu þess að leika golf um allt land.   

félagsaðild að golfklúbbum landsins. Bjóða upp á fleiri valmöguleika fyrir kylfinga – en þróunin hefur verið sú í mörgum löndum að kylfingar velja að greiða vallargjald í stað þess að gerast meðlimir í golfklúbbi. Golf er mjög eftirsóknaverð íþrótt á Íslandi. Þetta er fjölskyldusport þar sem afinn eða amman getur leikið með barnabarninu á sama velli og með sömu reglur. Slíkt gerir golfið að ein-stakri íþrótt. Golfið hefur góð áhrif á börn og einnig á eldri borgara. Rannsóknir sýna að golf lengir líf fólks, bætir heilsu og eykur vel-líðan. Það er eitthvað sem ríki og sveitafélög ættu að líta til þegar kemur að stuðningi við uppbyggingu nýrra golfvalla.“

Sóknarfæri í hópi þeirra sem hafa hættHaukur bendir á að gríðarlega margir hafi hætt í golfklúbbum á undanförnum árum og það séu sóknarfæri að ná þeim til baka í hreyfinguna.

„ Á síðustu árum hafa um 10.000 manns hætt í golfklúbbum landsins þótt aðrir og fleiri hafi komið í staðinn. Það er því gríðar-legur fjöldi fólks þarna úti í samfélaginu sem á golfsett en er hætt í golfklúbbi. Þetta fólk er enn að spila golf því rannsóknir hafa sýnt að hátt í 40.000 Íslendingar spila golf oft á ári.

Það eru bara 17.000 þeirra í golfklúbbi. Við þurfum að skoða hvernig við náum til þeirra 10.000 sem voru í félagar í golfklúbbi en eru hættir. Golfklúbbarnir og GSÍ þurfa að finna leiðir til þess að það verði áhugaverðara fyrir þetta fólk að koma í golfklúbbana á ný.

Golfið þarf að komast á ný inn í íþróttatímanaGolfhreyfingin þarf að mati Hauks að ná betri snertilfleti við grunn- og framhalds-skóla landsins. Það verði gert á haustmán-uðum og í vetur.

„Fyrir um tíu árum fór Golfsambandið í átak sem nefndist skólagolf. Hver og einn grunn-skóli utan höfuðborgarsvæðisins keypti „skólagolfsett“ og kennari á vegum GSÍ fór síðan um landið og kenndi íþróttakennurum hvernig þeir ættu að leiðbeina skólabörnum með þessum áhöldum. Þetta viljum við endurvekja með einhverjum hætti og von-andi tekst okkur að fara af stað með þetta eftir áramót. Í þessu samhengi er verið að leggja lokahönd á handbók sem Karl Ómar Karlsson, PGA kennari, hefur haft umsjón með. Þessi handbók er til þess ætluð að nýtast golfkennurum, íþróttakennurum og

öðrum í golfkennslu fyrir börn og unglinga. Hún gæti þannig einnig nýst í grunn- og framhaldsskólum. Þessi handbók kemur út í haust. SNAG er einnig góður vettvangur til þess að koma golfíþróttinni inn í grunn- og framhaldsskóla. SNAG gæti verið frábær leið til þess að koma okkur á „kortið“ á ný grunnskólunum enda er mjög einfalt að setja upp SNAG þrautir inni í íþróttahúsunum og SNAG er kostur sem við þurfum að skoða mjög vel.“

Haukur bendir á að það sé mikilvægt að ná betur til yngri kynslóðarinnar og þá sérstak-lega stelpna, sem virðast nálgast golfið sem „vinkonuhópíþrótt“.„Þrátt fyrir að konum hafi fjölgað gríðarlega á undanförnum árum í golfhreyfingunni er enn verk að vinna hvað varðar stúlkurnar. Það virðist vera þröskuldur hjá stelpum að byrja í golfi ef þær hafa ekki stóran vinkon-uhóp í kringum sig. Strákarnir virðast eiga auðveldara með að byrja í golfi án þess að vera með vinina með sér til að byrja með. „Stelpugolfdagurinn“ sem fór fram á vegum PGA á Íslandi s.l. vor heppnaðist frábærlega

þar sem um 400 konur mættu á æfingasvæði GKG og prófaði sig áfram í golfinu. Við þurfum að gera betur og ná fleiri stelpum í golfíþróttina. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda sem flestum sem lengst í golfíþróttinni. Það er hins vegar staðreynd að það er allt að 80% brottfall í íþróttum hjá unglingum. Við stöndum hins vegar betur að vígi hvað þetta varðar en margar aðrar íþróttagreinar því reynslan hefur sýnt að meirihluti þeirra sem hætta sem unglingar í golfi kemur inn í íþróttina síðar. Flestir þeirra skrá sig í gamla golfklúbbinn en við þurfum samt sem áður að gera betur fyrir unglingana og minnka brottfallið.“

Höfum aldrei átt jafn marga góða kylfingaÞegar Haukur er inntur eftir stöðunni í afreksmálum GSÍ bendir hann á að góður árangur hafi náðst en það sé mikilvægt að ná kylfingum inn á stóru atvinnumótaraðirnar á næstu árum.

„Ég fullyrði að við höfum aldrei átt jafn marga góða kylfinga og núna. Það hafa aldrei verið fleiri við nám í bandarískum háskólum og árangur okkar kylfinga á alþjóðlegum mótum hefur einnig verið mjög góður. Þar stendur árangur Gísla Sveinbergssonar upp úr. Hann er þriðji íslenski kylfingurinn sem sigrar á Duke of York unglingamótinu á síðustu fjórum árum og það vekur að sjálf-sögðu mikla athygli. Það er gríðarlega mikil-vægt fyrir okkur að fá góðar fyrirmyndir – þar vantar okkur herslumuninn. Við þurfum að fá nokkra kylfinga inn á Evrópu eða PGA mótaröðina. Það myndi vekja mikinn áhuga á hjá ungu kynslóðinni og fjölga í yngri hópnum. Birgir Leifur Hafþórsson hefur dregið vagninn á þessu sviði undanfarin ár en við þurfum fleiri kylfinga inn á stóru atvinnumótaraðirnar,“ segir Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.

„Ég fullyrði að við höfum aldrei átt jafn marga góða

kylfinga og núna“

Sara Margrét Hinriksdóttir, ein af okkar ungu golfkonum slær úr glompu

Birgir Leifur hefur dregið vagninn undanfarin ár.

Page 73: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is47

FlugFélag Íslands mælir með þvÍ að leika golf í sumar-blíðunni. Með því að nýta þér þjónustu okkar geturðu fjölgað góðu dögunum. Við mælum með því að taka hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík.Bókaðu núna á flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3030

flugfelag.isBÆTTu fORgJÖfiNa MeÐ OKKuR

HOluR uM allT laND

isle

nsk

a si

a.is

FlU

638

31 0

4/13

paNTaÐu í Dag

eKKi á MORguN

á flugfelag.is

sláÐu TilTíaðu upp og

faRsíMavefuR: m.flugfelag.is viNguMsT: facebook.com/flugfelag.islands

L-staðaHægri handleggur og kylfan mynda aftur bókstafinn L undir lok sveiflunnar. Brjóstkassinn snýr að skotmarkinu.  

LokastaðaEftir að höggið ríður af hljóðna fuglarnir augnablik og eftirvæntingin hangir í loftinu.

pútta Í huga púttarans er jörðin flöt en kúlan hnöttótt. Málið er að láta kúluna snúast frekar en að slá hana. Ýttu henni í átt að holunni því hvernig sem jarðkúlan snýst þá er það tæknin sem gildir. 

akureyriÞeir sem hafa leikið golf á Jaðarsvelli vita að þar er betra að slá styttra en of langt. Júnínóttin á holu þrjú er rétti staðurinn til að æfa sig í að hafa augun á kúlunni. Þú gætir blindast um stund af miðnætursólinni ef þú lítur upp.    

upphafsstaðaHandleggir beinir og bakið. Axlabil á milli fóta. Rassinn út og hnén eilítið bogin líkt og maður sitji á barstól.

egiLsstaðirSkömmu eftir að þú lendir á Egilsstöðum gæti kúlan þín lent á mishæðóttum brautum Ekkjufells-vallar. Ef þú þarft að slá kúlu sem er aðeins upp í móti þá er þjóðráð að auka bilið milli fótanna þar til æskilegri stöðu er náð. 

pútta Hafðu minna bil á milli fótanna þegar þú púttar. Augun á boltanum. Nánar tiltekið, hafðu vinstra augað beint yfir kúlunni.

L-staðaVinstri handleggur og kylfa eiga að mynda bókstafinn L áður en höggið ríður af. Taktu flugið, taktu þér stöðu og njóttu þess að leika golf um allt land.   

Page 74: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is74

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

34

79

2

Alvöru íslenskt golfhótelIcelandair hótel Hamar

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

Icelandair hótel Hamar, BorganesiNánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600

Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa.

Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar.

Markmiðið er að leika undir aldri

Stefán Þorleifsson, fyrrum íþróttakennari, er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og hann nýtir hvert tækifæri til þess að leika golf. Það vakti athygli á dögunum að Stefán lék á aldri sínum, 98 höggum, á Stefánsmóti SÚN, sem haldið er árlega honum til heiðurs á Grænanesvelli. Stefán skellti sér í haust til Tenerife með fjölskyldu sinni þar sem hann lék tvo golfhringi og er það án efa einsdæmi hjá íslenskum kylfingi á þessum aldri. Golf á Íslandi ræddi við Stefán en hann er hvergi nærri hættur að reyna að bæta leik sinn. Stefán hefur á undan-förnum árum sett sér það markmið að leika 18 holur undir aldri: „Skorið var svipað á báðum hringjunum þegar ég lék á 98 höggum. Grænanesvöllur er 9 holur og þetta voru því tveir hringir. Hver einasti golfari er sífellt að reyna að bæta leik sinn og ég er engin undantekning,“ sagði Stefán en það sem heillar hann mest við golfíþróttina er að keppa við sjálfan sig.

Hinn 98 ára gamli Stefán Þor-leifsson frá Norðfirði lék á 98

höggum og fór í eftirminni-lega golfferð til Tenerife.

Stefán með nafna sínum, Margréti og Gunnari á Tenerife. Efst má sjá kappann í „aksjón“ í sólinni

og til hliðar á Grænanesvelli.

Page 75: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

34

79

2

Alvöru íslenskt golfhótelIcelandair hótel Hamar

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

Icelandair hótel Hamar, BorganesiNánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600

Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa.

Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar.

Page 76: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is76

Saman finnum við lausnir svo

þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á

þekkingu á aðstæðum hverju sinni.

Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000

og við verðum þér innan handar.

kpmg.is

„Það sem heillar mig mest við þessa íþrótt er það að maður er alltaf keppa, ekki endi-lega við aðra kylfinga heldur við sjálfan sig, að reyna sífellt að bæta leik sinn og lækka skorið. Takmark mitt síðustu árin hefur verið að reyna að spila undir aldri mínum, þó svo það hafi ekki alltaf tekist.“

Dásamleg fjölskylduferðEins og áður segir fór Stefán í ferðalag í haust þar sem hann lék golf í góðum félagsskap. Hann lýsir upplifuninni og ferðlaginu með eftirfarandi hætti.„Það er alltaf gaman að koma á nýja velli og glíma við þá. Völlurinn sem við spiluðum á Tenerife var mjög góður og gaman að leika golf á honum enda var félagsskapurinn einstaklega góður og skemmtilegur, en þar spiluðum við saman Gunnar Sólnes (sem á 2 Íslandsmeistaratitla) og Margrét Kristins-dóttir en þau eru tengdaforeldrar Þorleifs sonar míns. Nafni minn, Stefán Grétar

Þorleifsson, var einnig með í för. Eftirminn-legast úr þessari ferð, fyrir utan það að vera þarna 18 saman úr fjölskyldunni, var að eiga þess kost að leika golf á erlendri grundu. En það mikilvægasta var að þarna vorum við saman 18 manneskjur úr sömu fjölskyldunni og nutum samverunnar á þessum dásamlega stað.“

Grænanesvöllur er stolt okkarGolfíþróttin hefur verið í sókn á Austur-landi á undanförnum árum og Stefán er ánægður með þróun mála. Hann byrjaði reyndar á því að leiðrétta blaðamann með vinsamlegri ábendinu að það sé bara eitt „s“ í Neskaupstaður og að hann búí í Neskaup-stað en ekki á Neskaupstað. „Ég er sáttur við stöðuna eins og hún er í dag. Stolt okkar er völlurinn, bæði staðsetningin á honum og skipulag hans og ekki síst það hve vel hann hefur verið hirtur á undanförnum árum. Öll aðstaða á vellinum, bæði æfingaaðstaðan og

golfskálinn, eru til fyrirmyndar miðað við stærð golfklúbbsins.“

Rotaðist í golfi en hélt áfram að spilaAð lokum var Stefán inntur eftir góðum ráðum fyrir kylfinga á hans aldri. „Fyrir þá sem ná háum aldri og hafa góða heilsu þá er golfið sérlega góð og skemmtileg íþrótt.“ Hann lét eina góða sögu fylgja með í lokin; en Stefán rotaðist úti á golfvellinum eftir að hafa fengið golfkúlu í höfuðið.„Ég veit ekki hvort það þykir skemmtilegt að hafa verið rotaður í golfi, en það kom fyrir mig þegar félagi minn hafði tíað kúluna sína upp, ég stóð til hliðar við hann, ekki alveg samkvæmt reglunni, hann hitti kúluna ekki vel, hún fór svo gott sem í þvera stefnu og beint í hausinn á mér og ég steinlá! Þegar ég svo rankaði við mér úr rotinu hélt ég bara áfram að spila og spila enn,“ sagði Stefán Þorleifsson.

Nafnarnir saman, Stefán yngri og eldri.

Stefán og Gunnar Sólnes á 19. holunni á Tenerife.

„Fyrir þá sem ná háum aldri og hafa góða heilsu þá er golfið sérlega góð

og skemmtileg íþrótt.“

Stefán í golfi á Grænanesvelli .

Page 77: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Saman finnum við lausnir svo

þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á

þekkingu á aðstæðum hverju sinni.

Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000

og við verðum þér innan handar.

kpmg.is

Page 78: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is78

„Það sem heillaði mig var þessi einfald-leiki, stórar golfkylfur, golfboltar og sniðug hjálpartæki. Þannig að allir geta lært golf á skemmtilegan hátt, byrjendur, börn, unglingar, eldri borgarar og þeir sem eru aðeins farnir að fikta við golfið,“ segir María Guðnadóttir, íþróttakennari og lágforgjafarkylfingur en hún hefur verið dugleg að kynna SNAG í Lindaskóla þar sem hún starfar.

Hvernig heyrðir þú fyrst af SNAG?Ég sá kynningu hjá Magnúsi Birgissyni golf-kennara og varð strax spennt og skellti mér á námskeið hjá honum og fékk SNAG leið-beinendaréttindi. Það var mjög skemmtilegt og gagnlegt.

Hvernig hefur starfsemin gengið hingað til? Ég er íþróttakennari við Lindaskóla í Kópa-vogi og fannst það sniðug hugmynd að skólinn myndi eignast SNAG. Ég fékk að kaupa útbúnaðinn og hef verið að kynna SNAGið fyrir nemendum skólans. Krakk-arnir hafa verið mjög áhugasöm og hef ég fléttað SNAGið inní stöðvaþjálfun, þar sem 4-6 krakkar eru á hverri stöð. Dæmi um stöðvaþjálfun, er t.d. hástökk, SNAG,

sippþrek, skólahreystiæfingar, skjóta niður medisinbolta (handboltaæfing). Síðan er SNAGið ein stöð á íþróttadögum sem við höldum á vorin fyrir 1.-7. Bekk. Það eru allir glaðir með þetta fyrirkomulag. Síðan þegar nemendur hafa kynnst íþróttinni, er von mín að við getum boðið SNAG sem val fyrir 9.-10. bekk, stelpuhópa, strákahópa eða blandaða hópa.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?Mjög góðar og krökkunum finnst þetta mjög gaman, þau eru sko í GOLFI.

Hefurðu einhver góð ráð fyrir aðra sem hafa áhuga taka þátt í útbreiðslu golfsins með SNAG?Það er mjög gott að fara á námskeið, en það verður að vera einhver golfkunnátta hjá þeim sem ætla að leiðbeina í SNAGinu.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hver er forgjöfin?Ég byrjaði að fikta í golfi 30 ára, en fékk svo golfbakteríuna upp úr 35 ára aldri. Þá var ég búin að eiga alla strákana mína fjóra. For-gjöfin í dag er 4,7 og er enn á niðurleið. Ég er búin að vera dugleg að æfa stutta spilið, sagði María.

SNAG heillar á Íslandi. 80 manns úr 27 sveitarfélögum hafa tekið þjálfunarnámskeið:

EINFALDLEIKINN HEILLAÐI MARÍU

Margir að taka sín fyrstu skref með SNAGFyrsta SNAG leiðbeinendanámskeiðið var haldið mars 2013 og nú hafa um 80 manns fengið þjálfun í að leiðbeina með SNAG kennslufræðinni á fyrsta stigi. Þessir 80 leiðbeinendur eru úr 27 sveitarfélögum á Íslandi og eru á aldrinum 14 ára til 80 ára.

Þrír af hverjum fjórum eða um 75% PGA golfkennara sem nú starfa á Íslandi hafa lokið 1. stigs SNAG leiðbeinendanám-skeiði. Fyrirhugað er að bjóða þeim golf-kennurum sem hafa lokið 1. stiginu upp á framhaldsnámskeið á Level 2 á næsta ári. Þar læra þeir að nýta kennslu- og hug-myndafræði SNAGsins ennfrekar í þjálfun kylfinga og afreksfólks í golfi.

SNAG er nú komið í notkun hjá golf-klúbbum og sveitarfélögum hringinn í kringum landið. Kennt er eftir SNAG kennslufræðinni og með SNAG búnaði í víða um landið og kennsla hafin í nokkrum grunnskólum í íþróttatímum og í valáföngum og í félagsstarfi hjá fólki á öllum aldri. SNAG er einnig að færast inn í framhaldsmenntun bæði í íþróttafræði- og kennslu. Það eru því margir að taka sín fyrstu skref í golfi með SNAG á aldrinum 2ja ára og alveg uppúr.

Frá námskeiði með verðandi Snag leiðbeinendum í Hraunkoti í haust.

María með SNAG tæki í Lindaskóla.

María með Gísla Sveinbergs og hressum krökkum.

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda:■ Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair.■ Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 6.900 kr. árgjaldi er m.a.:■ 2.500 Vildarpunktar ■ 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection ■ 100 æfingaboltar í Básum ■ Merkispjald á golfpokann

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim.

Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is+

Meðlimir með Premium Icelandair American Express®frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

9463

06/

14

Page 79: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda:■ Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair.■ Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 6.900 kr. árgjaldi er m.a.:■ 2.500 Vildarpunktar ■ 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection ■ 100 æfingaboltar í Básum ■ Merkispjald á golfpokann

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim.

Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is+

Meðlimir með Premium Icelandair American Express®frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

9463

06/

14

Page 80: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is80

Golf er önnur fjölmennasta íþróttagrein landsins og hefur verið í hvað mestum vexti undanfarin ár sé litið til íþrótta innan ÍSÍ. Fyrir almennan kylfing eru aðstæður á sumrin

frábærar á Íslandi, það er lítið mál að komast í golfklúbb og þeir eru tiltölulega ódýrir miðað við mörg nágrannalönd okkar. Sjaldnast er erfitt að fá rástíma, allavega ef fólk er tilbúið að keyra í 20-40 mínútur. Aðstæður afrekskylfinga okkar eru samt ekki eins og best gerist erlendis og má þar nefna að golftímabilið á Íslandi er stutt, veðurfar getur verið rysjótt, vellirnir eru stuttir og frekar

opnir svo eitthvað sé nefnt. Aðstaðan hefur þó batnað til muna síðustu ár, ekki síst með tilkomu æfingasvæða eins og Bása og Hraunkots snemma á þessari öld, sem gera kylfingum kleift að æfa utandyra nánast allan ársins hring.

Það er ávallt mikill þrýstingur á íslenskum íþróttamönnum. Ætlast er til að þeir standist samanburð við erlenda íþróttamenn þrátt fyrir að þeir sitji sjaldnast við sama borð þegar kemur að umgjörð og tæki-færum til að iðka íþróttina. Íslenskir kylfingar hafa aldrei náð að festa sig í sessi meðal þeirra bestu í heiminum og hefur verið haft á orði að litlar sem engar framfarir séu í gangi hjá kylfingum hér á landi og það markmið að eiga kylfinga í fremstu röð sé jafnt fjarlægt og áður. Það getur verið nokkuð erfitt að átta sig í raun á því hvort íslenskir kylfingar séu að verða betra eða ekki. Það er því fróðlegt að rýna í hver þróun á getu okkar bestu kylfinga hefur verið á síðustu árum með tilliti til batnandi aðstöðu, mikilli fjölgun iðkenda, og síðast en ekki síst mikilli fjölgun menntaðra PGA golfkennara. Ein góð leið til þess að meta árangur er að skoða skor í mótum. Til hliðsjónar höfum við Íslandsmótin í höggleik frá árinu 2001 til og með ársins 2014. Þetta er að sjálfsögðu bara einn mælikvarði af mörgum sem hægt er að nota og hægt er að benda á að veður geta verið misgóð og vellirnir miserfiðir, en þegar nægilega langt tímabil er skoðað ættu vísbendingar að koma í ljós um hvert stefnir.Árangur allra kylfinga var skráður sem fjöldi högga undir eða yfir pari í lok hvers móts. Til að meta þróun bestu kylfinga landsins frá ári til árs, var fundið út meðaltal úr skori þriggja efstu á hverju móti fyrir sig og sú þróun skoðuð á milli ára. Til að meta þróun afrek-skylfinga almennt, og leggja þannig mat á breiddina var reiknað á sama hátt og áður út meðalskor allra sem lentu í sætum 4-35 hjá körlum og sætum 4-10 hjá konum. Þessi munur á fjölda karla og kvenna skýrist af því að sum fyrstu árin voru ekki fleiri en 10 kon-ur að keppa í meistaraflokki. Til að meta hvernig þróunin væri hjá unglingunum var á sama hátt reiknað út meðalskor fyrir sæti 1-10 hjá bæði piltum og stúlkum. Einföld línuleg aðhvarfsgreining var svo notuð til að leggja mat á þróunina á milli ára.

Mynd 1a: Meðalskor þriggja efstu karla á Íslandsmótunum í höggleik

Á mynd 1a sést þróun meðalskors þriggja bestu karlkylfinganna á Íslandsmótunum. Árin 2002 og 2006 skera sig nokkuð úr en á árinu 2002 var leikið við mjög góðar aðstæður á frekar opnum velli en árið 2006 var leikið við mjög erfiðar aðstæður á þröngum velli. Svona sveiflur verða alltaf til staðar, þess vegna er ekki ráðlegt að taka of mikið mark á breytingum á milli einstakra ára, en svona sveiflur jafnast út yfir lengri tíma. Þróunin virðist vera skýr að öðru leyti, meðaltalið batnar um 0,46 högg á milli ára að meðaltali á tímabilinu sem til skoðunar var. Ef fylgnin á milli 2001 og 2010 hefði bara verið reiknuð hefðu ekki neinar framfarir komið í ljós og það er ekki fyrr en eftir 2010 að skorið tekur verulega að batna. Mynd 1b sýnir sama tímabil fyrir þrjár bestu konurnar og þar er svipaða sögu að segja, þróunin er á sama veg og hjá körlunum þó konurnar bæti sig heldur meira eða að meðaltali um 0,67 högg á ári og aftur eru framfarirnar mestar á síðustu árum.

Mynd 1b: Meðalskor þriggja efstu kvenna á Íslandsmótunum í höggleik

-6

-4

y = -0,4571x + 917,9

-8

-6

-4

-2

0

2

4

6

8

10

12

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016Skor

mið

að v

ið p

ar

Ár

1a

Þessi grein er unnin upp úr lokaverkefni Nökkva Gunnarssonar við PGA golfkennara-

skólannNökkvi Gunnarsson PGA golfkennari

og Ingi Þór Einarsson íþróttafræðingur og kennari í PGA golfkennaraskólanum

Nökkva Gunnarssonar Ingi Þór Einarsson

ÍSLENSKT GOLF Í FRAMFÖR

y = -0,6747x + 1373,2

0

5

10

15

20

25

30

35

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016

Skor

mið

að v

ið p

ar

Ár

1b

Page 81: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 82: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Á mynd 2a sést hvernig meðalskor kylfinga í sætum 4-35 hefur þróast á sama tímabili. Á svipaðan hátt og áður skera árin 2002 og 2006 sig nokkuð úr en meðalskor þessara kylfinga batnar líka, eða 0,53 högg ári. Á sama hátt og áður eru mestu framfarirnar á síðustu árunum.

Mynd 2a: Meðalskor kylfinga í sætum 4-35 á Íslandsmótum karla í höggleik.

Mynd 2b: Meðalskor kylfinga í sætum 4-10 á Íslandsmótum kvenna í höggleik

Konurnar halda áfram að sýna meiri framfarir að meðaltali en karlarnir eða 1,50 högg á milli ára eins og sjá má á mynd 2b. Þetta sýnir að breiddin í kvennagolfinu hefur aukist hratt á undanförnum árum, sérstaklega á þeim allra síðustu.Það er ýmislegt sem hefur gerst á síðustu árum sem mögulega skapar þessa jákvæðu þróun. Kylfingarnir æfa meira með tilkomu bættrar vetraraðstöðu og síðast en ekki síst hefur vel menntuðum golfkenn-urum fjölgað mikið með tilkomu golfkennaraskóla PGA á Íslandi, sem útskrifaði sína fyrstu nemendur árið 2008. Einnig má nefna afrekssjóð GSÍ sem gefur bestu kylfingum okkar tækifæri til að taka þátt í mikilvægum mótum erlendis, svo eitthvað fleira sé nefnt.Bætt þjálfun ætti fyrst að skila sér til unglinganna sem ennþá eru mjög móttækilegir fyrir leiðbeiningu og tilsögn. Þess vegna var líka skoðað meðalskor 10 bestu unglinganna á unglingameistaramót-unum í höggleik á þessum sömu árum.

Á myndum 3a og 3b sést að unglingarnir, 18 ára og yngri, hafa bætt sig enn meira en fullorðnu kylfingarnir á þessu sama tímabili, sér-staklega frá og með árinu 2009. Tíu bestu piltar landsins eru að bæta sig að meðaltali um 1,58 högg ári á þessu tímabili og stúlkurnar um 2,80 högg á sem eru mjög miklar framfarir.

Mynd 3a. Meðalskor 10 efstu drengja á unglingameistaramótunum í höggleik

Mynd 3a. Meðalskor 10 efstu stúlkna á unglingameistaramótunum í höggleik

Hér hefur verið settur fram einn mælikvarði á getu íslenskra kylfinga. Sé eitthvað að marka þróun síðustu 14 ára þá fer íslenskum kylfingum mikið fram. Það er áhugavert að sjá að þegar þeir bestu í fullorðinsflokknum hjá körlunum í dag voru að spila á unglinga-mótum á sínum yngri árum var meðalskorið á þeim mótum um eða yfir 20 yfir pari, en er í dag komið niður í rúmlega 1,2. Hjá stúlk-unum er þróunin svo ör að þær stúlkur sem eru í efstu sætunum á fullorðinsmótunum í dag eru margar hverjar stúlkur sem voru að keppast við sigurinn á unglingamótunum fyrir aðeins örfáum árum, eða eru jafnvel ennþá að því. Það verður því áhugavert að fylgjast með þessum ungu kylfingum á næstu árum þegar þeir hafa þroskast og fengið meiri reynslu í golfi. Í gegnum árin höfum við stundum átt einn og einn frábæran unglingaspilara sem hefur gert það gott á mótum erlendis en við höfum aldrei átt hóp í neinni líkingu við þennan hóp ungra drengja og stúlkna sem nú eru að koma upp í gegnum unglingaflokkana, langflest þjálfuð af góðum, vel mennt-uðum og metnaðarfullum þjálfurum. Fjölmargir golfklúbbar hafa nú ráðið einn eða fleiri menntaða golfkennara til starfa til að sjá um afreksþjálfun sem er þetta mjög jákvæð þróun fyrir alla golfíþróttina. Það eru mun meiri líkur á að upp úr fjölmennum hópi góðra ungra golfspilara nái einhver alla leið á toppinn og fái tækifæri til að spila reglulega á PGA mótaröðinni. Það er alls ekki svo fjarlæg hugsun að einhver af okkar ungu golfspilurum í dag nái að feta þessa leið áður en langt um líður. Samkeppnin er vissulega gríðarlega hörð á alþjóð-lega vísu og leiðin er löng frá því að vera efnilegur í að vera góður á heimsvísu. Það er því mikilvægt að allir haldi áfram að róa í sömu átt og halda áfram að fjölga í þeim hópi kylfinga sem geta mögulega tekið stökkið og gerst atvinnukylfingar í fremstu röð.

y = -0,5341x + 1087,8

0

5

10

15

20

25

30

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016

Skor

mið

að v

ið p

ar

Ár

2a

y = -1,498x + 3039,4

0

10

20

30

40

50

60

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016

Skor

mið

að v

ið p

ar

Ár

2b

y = -1,5785x + 3179,8

0

5

10

15

20

25

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016

Skor

mið

að v

ið p

ar

Ár

3a

y = -2,8011x + 5659,1

0

10

20

30

40

50

60

70

2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016

Skor

mið

að v

ið p

ar

Ár

3b

Page 83: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 84: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is84

Leikskipulag

HVERNIG ER BEST AÐ HITTA FLATIRNAR Á ERFIÐUM PAR 3 HOLUM

GARETH JOHNSTONer yfirkennari á Calcot Park í Berkshire og einn af aðalþjálf-urum TG Elite hópsins.

1. Sjáðu höggið fyrir þérÁ erfiðum par 3 holum er mjög gott að byrja á því að sjá boltaflugið fyrir sér þannig að boltinn sveigi í burtu frá mestu hættunni í kringum flötina. Þótt það sé glompa hægra megin, þá er það mun betra en að lenda í mýrinni til vinstri. Fyrir mér er höggið þess vegna slæv frá vinstri til hægri sem fleytir boltanum burt frá vandræðum.

3. Notaðu teiginn til að móta höggiðÉg stilli boltanum upp hægra megin á teignum og það þýðir að höggstefnan er meira í burtu frá glompunni hægra megin. Það þýðir að ég þyrfti að slæva boltann meira heldur en ef ég myndi slá vinstra megin á teignum. Frá þessum stað get ég miðað rétt vinstra megin við pinnann. Ef höggið er beint þá er það fínt og ef ég slæva boltann aðeins þá er hann ennþá á flötinni.

Page 85: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is85

Sláðu bolta númer 2Högg af þessu tagi gera marga kylfinga taugaóstyrka og það getur leitt til þess að þeir „hanga“ ekki nógu lengi yfir boltanum í sveiflunni. Reyndu að hugsa þér að þú sért að slá ímyndaðan seinni bolta, beint fyrir framan vinstri fótinn. Þetta hjálpar þér ekki aðeins að fara vel í gegnum boltann, heldur einnig að ná snertingunni fyrst í boltann og síðan í grasið.

TVÆR ÆFINGAR

SEM ÞÚ GÆTIR PRÓFAÐ

Skildu slæviðTil að slæva boltann vel þarftu að miða kylfublaðinu á milli högglínunnar og sveifluferilsins. Ímyndaðu þér þetta svona: Seinni boltinn er á högglínunni. Miðaðu kylfunni á tíið sem er nær henni, en stilltu þér upp þannig að fætur, mjaðmir og axlir stefni á tíið sem er fjær. Núna ertu tilbúinn til að slá mjúkt slævað högg.

2. Vertu örugg/ur með kylfuvaliðÞað er mikilvægt að vera örugg/ur með höggið og hvernig það á að líta út. Stór hluti af því öryggi felst í því að velja rétta verkfærið. Mótvindur, hæðarmunur og loftkuldi gerir höggið lengra. Hafðu líka í huga hvernig boltaflugið á að vera. Slævað högg er veikara, þannig að þú skalt taka kylfu sem skilar boltanum alla leið.

Mestu hætturnar í kringum flatir er venjulega að finna á stuttum par 3 holum. Útsýnið af teignum hrellir þess vegna marga kylfinga og spennir þá upp, jafnvel áður en þeir hafa tíað boltann sinn. En ef þú getur metið

stöðuna á raunhæfan hátt, þá sérðu að það er til högg sem skilar boltanum á flöt. Lykillinn að þessu er að sjá fyrir sér einmitt þetta högg sem skilar boltanum þangað. Þegar sú mynd er ljós, getur þú ákveðið næstu skref – hvaða kylfu á að nota, hvernig á að stilla boltanum upp á teig og hvernig sveiflan eigi að vera. Þú getur aldrei verið alveg viss um að hitta flötina, en líkurnar á því aukast hins vegar verulega ef þú beitir þessari aðferð.

Page 86: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is86

Í hugum flestra kylfinga einkenndist nýliðið sumar af miklu votviðri. Við vonum auðvitað að næsta sumar verði

okkur hagstæðara en samt er ekki úr vegi að líta á þær reglur sem gilda um aðkomu-vatn á golfvellinum.

Samkvæmt golfreglunum er gert ráð fyrir að kylfingar þurfi að kljást við vatn sem er í vatnstorfærum á vellinum. Allt vatn sem er utan slíkra torfæra telst vera óeðlilegt ástand vallar þar sem kylfingar eiga rétt á vítalausri lausn. Við eigum því ekki að þurfa að slá boltann úr vatni nema hann hafi hafnað í vatnstorfæru og við veljum að leika bolt-anum þaðan. Annars megum við fá vítalausa lausn úr aðkomuvatni, hvort sem boltinn er á flöt, á braut, í glompu eða í karga.

Hvað telst aðkomuvatn? Er nóg að jarð-vegurinn sé blautur og mjúkur? Nei, regl-urnar segja að aðkomuvatn sé „allt tíma-bundið samansafnað vatn á vellinum sem er ekki í vatnstorfæru og er sjáanlegt áður en eða eftir að leikmaður hefur tekið sér stöðu“. Vatnið þarf því að vera sjáanlegt til að lausn sé heimil. Við megum taka okkur eðlilega stöðu við boltann og ef vatn er þá sjáanlegt við boltann eða fætur okkar eigum við rétt á lausn frá að-komuvatninu.

Við tökum lausn frá aðkomuvatni á sama hátt og frá grund í aðgerð. Við þurfum að finna næsta stað fyrir lausn þar sem við erum laus við truflun frá aðkomuvatninu og látum boltann síðan falla innan einnar kylfulengdar frá þeim stað, þó ekki nær holunni.

Truflun vegna aðkomuvatns getur orðið þannig að boltinn liggi í aðkomu-vatninu, að við þurfum að sveifla í gegnum aðkomuvatnið eða að við þurfum að standa í því. Í öllum tilvikum eigum við rétt á lausn að því gefnu að ekkert annað en aðkomu-vatnið komi í veg fyrir að við getum yfir höfuð slegið boltann.

Mikilvægt er að átta sig á að ef við kjósum að taka lausn úr aðkomuvatninu verðum við almennt að taka fulla lausn úr því, á sama hátt og þegar við tökum lausn frá göngu-stígum eða úr grund í aðgerð. Við þurfum því að finna nálægasta stað þar sem ekki er aðkomuvatn.

Þegar rigningar eru miklar getur sá staður hugsanlega verið marga metra frá boltanum en til að fylgja golfreglunum þurfum við þá að fara á þann stað ef við kjósum að taka lausn úr aðkomuvatninu. Ef boltinn liggur í karga getur sá staður hugsanlega verið á braut og á sama hátt getum við þurft að taka lausn í karga þótt boltinn liggi í aðkomu-

vatni á braut. Það sem gildir er að finna þann þurra stað sem er nálægastur boltanum í aðkomuvatninu og er ekki nær holunni.

Ef boltinn er í aðkomuvatni í glompu gildir sérregla sem segir að ef við viljum taka víta-lausa lausn úr aðkomuvatninu verðum við að láta boltann falla innan glompunnar. Við eigum sem sagt að finna nálægasta þurra stað innan glompunnar sem er ekki nær holunni og láta boltann falla innan kylfu-lengdar frá þeim stað. Nú geta aðstæður verið þannig að slíkur staður finnst ekki, t.d. ef boltinn er í polli aftarlega í glompunni eða ef glompan er meira og minna öll á floti. Þá gildir að við megum vítalaust láta boltann falla innan kylfulengdar frá þeim stað innan glompunnar (þó ekki nær holunni) sem gefur skástu lausn frá aðkomuvatninu. Við þurfum semsagt ekki að taka fulla lausn frá aðkomuvatninu í glompunni ef slíkt er ekki hægt.

Þá gildir einnig sú sérregla um glompur að ef truflun er af aðkomuvatni í glompu megum við láta boltann falla utan glompunnar gegn einu vítahöggi. Vítið er þá tekið á þann hátt

að við látum boltann falla á beina línu aftan við glompuna frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn lá í glompunni.

Eins og fyrr segir eigum við rétt á lausn frá aðkomuvatni ef boltinn liggur í vatninu, við þurfum að sveifla í gegnum það eða að við þurfum að standa í því. Ef boltinn liggur á flötinni eigum við þar að auki rétt á lausn frá aðkomuvatni ef aðkomuvatnið er í pútt-línunni okkar. Ef boltinn liggur á þurrum bletti á flötinni eigum við rétt á lausn ef pollur er á flötinni þannig að við þurfum að pútta í gegnum pollinn. Þegar boltinn er á flötinni tökum við lausn frá aðkomuvatninu þannig að við finnum nálægasta stað (ekki nær holunni) þar sem ekki er truflun frá aðkomuvatni, þ.á.m. þannig að við þurfum ekki að pútta í gegnum aðkomuvatnið. Þegar sá staður er fundinn leggjum við boltann þar. Þessi staður þarf ekki endilega að vera á flötinni, stundum er stysta leið frá aðkomu-vatninu út fyrir flötina en þá leggjum við boltann samt niður.

Keppendur mega ekki fjarlægja aðkomu-vatn, t.d. á flötinni. Ef þeir vilja losna við að pútta í gegnum aðkomuvatnið þurfa þeir að taka lausn úr vatninu. Mótsstjórn er hins vegar heimilt að fjarlægja aðkomuvatnið og stundum er það gert til að leikur geti haldið áfram þegar umhverfi holunnar er umflotið vatni. Athugið að dögg og hrím falla ekki undir skilgreininguna á aðkomuvatni og við verðum því einfaldlega að pútta yfir svæði sem eru þakin dögg eða hrími.Hvenær er aðkomuvatn orðið svo mikið að völlurinn telst ekki lengur leikhæfur? Þetta er matsatriði og ein af þeim erfiðu ákvörð-unum sem mótsstjórnir standa stundum frammi fyrir.

Reynslan segir okkur að undir slíkum kringumstæðum eru yfirleitt aldrei allir keppendur ánægðir. Þeir sem hafa verið að leika vel vilja gjarnan halda áfram og gera lítið úr þeim vandamálum sem aðkomu-vatnið skapar en þeim sem hafa verið að leika illa finnst að fresta hefði átt leik fyrir löngu síðan.Þegar einhver holanna á vellinum er orðin

umflotin vatni og ekki tekst að fjarlægja vatnið er þó örugg-lega sjálfhætt. Því er mikilvægt að mótshaldarar séu vel vakandi fyrir veðurspánni að morgni og passi að holur séu ekki staðsettar í lægðum þar sem hætt er við að vatn safnist saman ef búist er við mikilli rigningu. Í höggleik og punktakeppni er nefnilega ekki hægt að færa holuna á þurran stað ef einhver ráshópanna hefur leikið viðkomandi holu. Í holukeppni er það leyfilegt enda er hver viðureign sjálfstæð keppni og ekki nauðsyn-

legt að allir keppendur leiki í sömu holur.Að lokum er rétt að ítreka að sömu reglur gilda um lausn frá aðkomuvatni og um lausn frá grund í aðgerð og óhreyfanlegum hindrunum, þ.e. ef við kjósum á annað borð að taka lausn frá þessum aðstæðum verðum við að taka fulla lausn. Við megum ekki taka lausn frá göngustíg þannig að við stöndum með annan fótinn á stígnum eftir að lausn hefur verið tekin. Á sama hátt megum við almennt ekki taka lausn frá aðkomuvatni þannig að við stöndum ennþá í polli eftir að lausn hefur verið tekin. Eina undantekningin frá því er ef við getum ekki tekið fulla lausn innan glompu.

DÓMARAPISTILL

Hörður Geirsson, alþjóðadómari skrifar

ALLT Á FLOTI - AÐKOMUVATN

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Page 87: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Page 88: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

Íslenska kvennalandsliðið endaði í 29.-31. sæti á heimsmeistaramóti áhuga-manna sem fram fór á Karuizawa

völlunum í Japan dagana 3.-6. september. Alls tóku 50 þjóðir þátt á Espirito Santo Trophy eins og mótið er kallað. Keppnis-vellirnir voru tveir, 5.700 metra langir, en aðstæður voru með ágætum þrátt fyrir að vellirnir væru nokkuð blautir.Ástralía fagnaði sigri á 29 höggum undir pari samtals en Ísland lék á +12 samtals. Árangur Íslands er sá besti frá upphafi ef miðað er við fjölda þátttökuþjóða. Leiknar voru 72 holur á fjórum keppnisdögum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, Íslands-meistari í höggleik, lék á +6 samtals (74 -75-71-74) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr

Keili var á sama skori (75-72-73-74). Sunna Víðisdóttir lék á +21 samtals (75-81-78-75). Guðrún og Ólafía enduðu í 58. sæti í ein-staklingskeppninni og Sunna endaði í sæti nr. 107.Kanada varð í 2. sæti, tveimur höggum á eftir Ástralíu og Kórea varð í 3. sæti. Meðal efstu þjóða voru Danmörk í 4. sæti og Svíþjóð og Bandaríkin jöfn í 5.-6. sæti. Ísland var fyrir ofan lið eins og Írland og Skotland sem eru þekktar golfþjóðir.Árið 1994 endaði Ísland í 24. sæti af alls 29 þjóðum á HM en árangur Íslands á þessu HM var sá besti ef litið er á fjölda þeirra þjóða sem tóku þátt. Úlfar Jónsson lands-liðsþjálfari var með í för ásamt Hauki Erni Birgissyni forseta Golfsambandsins sem var jafnframt liðsstjóri.

ÁGÆTUR ÁRANGUR ÍSLANDS Á HM JAPAN

ÁRANGUR ÍSLANDS Á HM KVENNA FRÁ UPPHAFI:2012: 36. sæti af alls 53 þjóðum.2010: 42. sæti af alls 52 þjóðum.2008: 41. sæti af alls 48 þjóðum.2006: 33. sæti af alls 42 þjóðum.2004: Ísland tók ekki þátt.2002: Ísland tók ekki þátt.2000: 32. sæti af alls 32 þjóðum.1998: Ísland tók ekki þátt.1996: Ísland tók ekki þátt.1994: 24. sæti af alls 29 þjóðum.1992: Ísland tók ekki þátt.1990: Ísland tók ekki þátt.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is123

Úlfar landsliðsþjálfari og Haukur Örn forseti GSÍ og liðsstjóri með Guðrúnu,

Sunnu og Ólafíu.

Átjánda brautin er

par 6.

Page 89: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is123

Page 90: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is90

Margir af efnilegustu kylfingum landsins tóku þátt í sterkum áhugamannamótum í ágúst.

Tveir Íslendingar kepptu á opna finnska áhugamannamótinu og en fimm reyndu sig á hollenska áhugamannamótinu. Gísli Sveinbergsson úr Keili náði frábærum árangri og varð þriðji á báðum þessum mótum en Bjarki Pétursson úr GB var einnig með á þessum mótum.Gísli lék hringina þrjá í Finnlandi á 3 höggum undir pari vallar (69-69-73) og var hann fjórum höggum á eftir sigurvegar-anum Lauri Ruuska frá Finnlandi sem lék á -7 samtals (67-69-70). Gísli deildi þriðja sætinu með Samuel Echikson. Bjarki lék á +9 sam-tals (75-74-73) og endaði hann í 25. sæti.Eins og áður segir voru fimm kylfingar frá Íslandi á Opna hollenska áhugamanna-mótinu þar sem fimm íslenskir kylfingar tóku þátt. Að miklu var að keppa því sigur-vegarinn Lars van Meijel fékk keppnisrétt á KLM mótinu sem er hluti af Evrópumóta-röðinni. Þrír af íslensku keppendunum voru með í toppbaráttunni frá upphafi en Gísli endaði í þriðja sæti en hann lék hringina

fjóra á -3 samtals og var hann sex högg á eftir sigurvegaranum. Michael Kraaij varð annar á -6. Gísli lék hringina fjóra á (71-71-71-72). Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness varð níundi á +2 samtals (70-69-77-74). Ragnar Már Garðarsson úr GKG var þriðji fyrir lokahringinn en hann lék illa þegar mest á reyndi eða 84 höggum. Ragnar Már endaði í 20. sæti á +7 samtals (69-69-73-84). Ísak Jasonarson úr GK var einnig á meðal keppenda en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu líkt og Ásta

Birna Magnúsdóttir. „Mótin voru stórskemmtileg með mörgum sterkum kylfingum víðs vegar fra Evrópu,“ segir Gísli Sveinbergsson í samtali við Golf á Íslandi. „Mótið í Finnlandi var þriggja daga höggleikur með niðurskurði eftir tvo daga en mótið í Hollandi var fjórir hringir, höggleikur spilaður á þremur dögum með niðurskurði eftir tvo daga,“ segir Gísli en þrír íslenskir kylfingar voru með Gísla í för í Hollandi, þeir Bjarki Pétursson (GB), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Ísak Jasonarson (GK). Gísli og Bjarki héldu síðan til Finn-lands.„Vellirnir voru mjög svipaðir og voru þeir báðir miklir skógarvellir þar sem auðvelt var að komast í vandræði. Veðrið lék ekki alveg við okkur félagana þarna úti og vorum við nánast alla daga í regngalla. Vellirnir voru báðir mjög flottir og í ágætu ásigkomulagi, grínin tóku vel við og héldu góðum hraða,“

bætir Gísli við en hann segir tekur það jákvæða með sér úr þessum mótum þrátt

fyrir að hafa ekki náð að landa sigri. „Ég átti góðan séns á því að sigra í báðum mót-unum. Get ekki annað en verið himinlifandi yfir því hvernig þetta gekk. Get tekið margt jákvætt úr báðum mótunum, var mjög stöðugur og öruggur með minn leik,“ bætti hann við.

Gísli er með skýr markmið og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni.„Mótin sem ég hef verið að fara í hafa nýst mér mjög vel og er þetta gríðarlega mikil reynsla fyrir mig sem kylfing og persónu. Mót eins og þessi tvö telja ágætlega hátt á heimslista áhugamanna og er ég kominn mun ofar þar en ég hafði nokkurn tíman von á í byrjun sumars en það er vegna þess að ég hef verið duglegur að sækja í mót erlendis. Þetta er ekki gjörólíkt en þetta er samt öðru-vísi og meira krefjandi en á Íslandi. Þegar ég hef verið að fara erlendis að keppa hefur allt í kringum golfið verið í allt öðrum klassa en við erum vön hér á Íslandi, fyrir utan þegar Íslandsmótið í höggleik er í gangi en það er alltaf staðið vel að því. Það sem mér finnst vera mesti munurinn eru vellirnir, þeir eru bara í allt öðrum klassa,“ sagði Gísli.

Glæsilegur árangur hjá Gísla í Finnlandi og Hollandi- efnilegustu kylfingar landsins spreyttu sig á sterkum áhugamannamótum

„Mótin voru stórskemmti-leg með mörgum

sterkum kylfingum víðs vegar fra Evrópu“

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is97

Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is

Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og

tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.

GSÍ treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Golf á Íslandi

Við færum þér lægri forgjöf

Brand

enbu

rg

Page 91: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is97

Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is

Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og

tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.

GSÍ treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Golf á Íslandi

Við færum þér lægri forgjöf

Brand

enbu

rg

Page 92: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is92

Keppt var í sveitakeppni unglinga á þremur keppnisvöllum helgina 23.-24. ágúst. Piltar 18 ára og yngri

léku á Þorláksvelli í Þorlákshöfn, piltar 15 ára og yngri á Selsvelli á Flúðum. Á Önd-verðarnesvelli léku stúlkur 18 ára og yngri og einnig 15 ára og yngri.Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í flokki 18 ára og yngri pilta. GKG hafði betur gegn Keili í úrslitaleiknum 3-0. Golfklúbbur Akureyrar sigraði Kjöl úr Mosfellsbæ 3-0 í leiknum um þriðja sætið.Golfklúbburinn Keilir tapaði ekki leik í flokki 18 ára og yngri í stelpnaflokki á Öndverðar-nesi. GK fékk alls 11 stig en Golfklúbbur Reykjavíkur var með 9 stig og í þriðja sæti var sameiginleg sveit Golfklúbbsins Odds og Golfklúbbs Selfoss.Sameiginleg sveit Golfklúbbsins Hamars á Dalvík og Golfklúbbs Akureyrar sigraði í flokki 15 ára og yngri stelpna. Alls voru fimm sveitir sem tóku þátt Golfklúbbur Dalvíkur / Akureyri vann alls leiki sína í riðlakeppninni og hlaut alls 10 stig en Golf-klúbbur Reykjavíkur varð í öðru sæti með 7 stig og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð í þriðja sæti með 6 stig.Á Selsvelli á Flúðum áttust GR 1 og GKG 2 við í úrslitum í flokki 15 ára og yngri drengja og þar hafði GR betur 2/1. Þrjár sveitir léku í bráðabana um efsta sætið í B-riðli og sveit GR-1 tryggði sér efsta sætið í þeirri viðureign og komst þar með í úrslitaleikinn. Nokkra athygli vakti frammistaða B-liðs GKG sem komst alla leið í úrslitaleikinn. Sameiginleg sveit GHD/GH/GÓ/GSS sigraði Kjöl 1 í leik í um þriðja sætið þar sem úrslitin réðust á 21. holu í viðureign Ragnars Má Ríkharssonar GKj, og Arnórs Snæs Guðmundssonar úr GHD.

FJÖR OG FLOTT GOLF Í SVEITAKEPPNI UNGLINGA

18 ÁRA OG YNGRI PILTA:1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2. Golfklúbburinn Keilir3. Golfklúbbur Akureyrar4. Golfklúbburinn Kjölur5. Golfklúbbur Reykjavíkur 26. Golfklúbbur Reykjavíkur 17. Golfklúbbur Hveragerðis8. Golfklúbburinn Leynir9. Golfklúbburinn Keilir 210. Golfklúbburinn Kjölur 211. Golfklúbbur Akureyrar 212. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar13. Golfklúbbur Selfoss14. Golfklúbbur Suðurnesja15. Golfklúbburinn Oddur

18 ÁRA OG YNGRI STÚLKNA:1. Golfklúbburinn Keilir 11 stig2. Golfklúbbur Reykjavíkur 9 stig3. Golfklúbbur Suðurnesja 4 stig4. Golfklúbburinn Kjölur 3 stig5. Golfklúbburinn Oddur / Selfoss 3 stig

15 ÁRA YNGRI DRENGJA:1. Golfklúbbur Reykjavíkur 12. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar3. GHD/GH/GÓ/GSS4. Golfklúbburinn Kjölur 15. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 16. Golfklúbburinn Keilir 17. Golfklúbbur Vestmannaeyja8. Golfklúbburinn Kjölur 29. Nesklúbburinn10. Golfklúbbur Reykjavíkur 211. Golfklúbbur Selfoss/Golfklúbbur Hveragerðis12. Golfklúbbur Akureyrar13. Golfklúbburinn Leynir14. Golfklúbburinn Keilir 215. Golfklúbburinn Oddur16. Golfklúbburinn Flúðir

15 ÁRA YNGRI STÚLKNA:1. Golfklúbbur Dalvíkur / Akureyri 10 stig2. Golfklúbbur Reykjavíkur 7 stig3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 6 stig4. Golfklúbburinn Keilir 4 stig5. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2) 3 stig

LOKASTAÐAN

Page 93: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 94: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is94

Íslandsmótið í höggleik á unglinga-mótaröð Íslandsbanka fór fram á Strandarvelli á Hellu 18.-20. júlí.

Gríðarleg úrkoma setti svip sinn á fyrsta keppnisdaginn en 146 kylfingar tóku þátt. Aðeins 18 kylfingar náðu að ljúka við fyrstu umferðina af alls þremur áður en mótsstjórn tók þá ákvörðun að fresta leik þar sem að Strandarvöllur var óleikfær vegna bleytu. Í kjölfarið var fyrsta umferð mótsins felld niður og voru því aðeins leiknar 36 holur eða tveir keppnishringir. Veðrið var mjög gott það sem eftir var af mótinu og spennan var mikil í mörgum flokkum.Gísli Sveinbergsson úr Keili fagnaði sigri í flokki 17-18 ára pilta en hann lék sam-tals á fjórum höggum undir pari – eða 136 höggum og var fjórum höggum betri en næsti kylfingur. Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum lék yfirvegað golf þegar hún tryggði sér titilinn í flokki 17-18 ára stúlkna.

Helga og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR voru jafnar fyrir lokahringinn en Helga var þremur höggum betri þegar uppi var staðið.

Mikil spenna var í flokki 15-16 ára á Ís-landsmótinu í höggleik þar sem Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis fagnaði sigri. Fannar er tvöfaldur Íslands-meistari á Íslandsbankamótaröðinni en hann sigraði einnig á Íslandsmótinu í holukeppni á Urriðavelli. Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík varð annar, en hann átti eitt högg á Fannar þegar þeir komu á 17. teig en Fannar var sterkari á loka-sprettinum. Fannar lék sérlega vel á fyrsta hringnum þar sem hann lék síðari holurnar á 29 höggum og samtals á 65 eða 6 höggum undir pari.

Saga Traustadóttir úr GR varð í dag Ís-landsmeistari í höggleik í 15-16 ára flokki en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu.

Saga var fimm höggum betri en Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbi Hamars á Dalvík sem og Thelma Sveinsdóttir úr GK varð þriðja. Ólöf María og Saga léku til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni og skiptu því um sæti á þessu móti.

Keppni í flokki 14 ára og yngri stráka var gríðarlega jöfn og spennandi. Þar tryggði Ingi Rúnar Birgisson úr Golfklúbbi Kópa-vogs og Garðabæjar sér sigur með frábærum lokahring þar sem hann lék á einu höggi undir pari. Ingi Rúnar sigraði með minnsta mun en Kristófer Karl Karlsson úr Kili og Ingvar Andri Magnússon úr GR voru jafnir á 144 höggum og hafði Kristófer betur á fyrstu holu í bráðabana. Þetta er fyrsti Íslands-meistaratitill Inga Rúnars en faðir hans er Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslands-meistari í höggleik karla.

SPENNA OG TILÞRIF Á STRANDARVELLI

Fannar Ingi Steingrímsson kann vel við sig á Hellu. Hann lék á 4 undir pari og vann í 15-16

ára flokki drengja.

Saga Traustadóttir úr GR slær hér á 3.braut á Strandarvelli en hún sigraði

í flokki 15-16 ára telpna. (2)

Ingi Rúnar Birgisson sigraði í flokki 14 ára og yngri í strákaflokki. Hér slær GKG-ingurinn

á 8. teig á Strandarvelli. (2)

Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar slær á 3. braut á Strandarvelli en hún

fagnaði titlinum í 14 ára og yngri stelpna.

Það er alltaf gott að hafa eitt stykki mömmu með á golfmótum þegar vandræðin koma upp. Valur Þorsteinsson úr Kili var heppinn að hafa Ingu

móður sína með í þessu tilviki.

Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum tryggði sér sigur með góðum lokahring í flokki 17-18 ára stúlkna. Hér slær hún upphafshöggið

á 2. teig á Strandarvelli.

Page 95: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

14 ára og yngri strákar: (30 keppendur)1. Ingi Rúnar Birgisson, GKG 143 högg (74-69)+32. Kristófer Karl Karlsson, GKj. 144 högg (72-72) +43. Ingvar Andri Magnússon, GR 144 högg (75-69) +4Kristófer hafði betur í bráðabana á fyrstu holu.

14 ára og yngri stelpur: (11 keppendur)1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 169 högg ( 85-84) +292. Zuzanna Korpak, GS 173 högg (87-86) +333. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 176 högg (87-89) +36

15-16 ára drengir: (43 keppendur)1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 136 högg (65-71) -42. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 138 högg (68-70) -23. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 143 högg (72-71) +3

15-16 ára telpur: (18 keppendur)1. Saga Traustadóttir, GR 153 högg (77-76) +132. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 158 högg (79-79) +183. Thelma Sveinsdóttir, GK 159 högg (79-80) +19

17-18 ára piltar: (39 keppendur)1. Gísli Sveinbergsson, GK 136 högg (68-68) -42. Tumi Hrafn Kúld, GA 141 högg (71-70) +13. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 143 högg (73-70) +3

17-18 ára stúlkur: (10 keppendur)1. Helga Kristín Einarsdóttir NK 148 högg (75-73) +82. Ragnhildur Kristindsdóttir GR 151 högg (75-76) +113. Birta Dís Jónsdóttir GHD 152 högg (79-73) +12

Veðrið var erfitt á fyrsta keppnisdeginum sem síðan var

felldur niður vegna úrkomu á Strandarvelli - aðeins voru

leiknar 36 holur en ekki 54 eins og upphaflega var áætlað. Gísli

Sveinbergsson (stóra myndin) sigrað i í flokki 17-18 ára.

Page 96: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is96

Fimmta mótið af alls sex á Íslands-bankamótaröð unglinga fór fram á Jaðarsvelli helgina 16.-17. ágúst.

Alls hófu 109 kylfingar keppni en að venju var keppt í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Gott veður var á meðan mótið fór fram á Jaðarsvelli og aðstæður voru allar hinar bestu. Eggert Kristján Kristmundsson úr GR, Birkir Orri Viðarsson úr GS og Zuzanna Korpak úr GS náðu að landa sínum fyrsta sigri á tíma-bilinu í sínum flokki. Í elstu flokkunum voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum en

36 holur á tveimur keppnisdögunum í hinum fjórum keppnisflokkunum. Mörg góð skor sáust á Jaðarsvelli á þessu móti en vallar-metið sem Aron Snær Júlíusson úr GKG setti á fyrsta keppnisdeginum af hvítum teigum stóð upp úr en hann lék á -4 eða 67 höggum. Birki Orri og Eggert Kristján léku einnig undir pari á Jaðarsvelli. Patrekur Nordquist Ragnarsson úr GR átti „sveiflu“ mótsins en hann bætti sig um 16 högg á milli fyrsta og annars keppnisdags en hann lék á 69 höggum eða -2 á síðari keppnisdeginum.

VALLARMET ARONS HÁPUNKTURINN- Vel heppnað Íslandsbankamót unglinga á Jaðarsvelli á Akureyri

15-16 ára telpur:1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD (85-76) 161 högg (+19)2. Eva Karen Björnsdóttir, GR (86-78) 164 högg (+22)3. Saga Traustadóttir, GR (86-84) 170 högg (+28)

15-16 ára drengir:1. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (77-70) 147 högg (+5)2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (80-72) 152 högg (+10)3.-4. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (85-69) 154 (+12)3.-4. Hákon Örn Magnússon, GR (77-77) 154 högg (+12)

14 ára og yngri strákar:1. Birkir Orri Viðarsson, GS (70-74) 144 högg (+2)2. Ingvar Andri Magnússon, GR (77-73) 150 högg (+8)3. Kristófer Karl Karlsson, GKj. (79-73) 152 högg (+10)

14 ára og yngri stelpur:1. Zuzanna Korpak, GS (89-87) 176 högg (+34)2. Kinga Korpak, GS (99-92) 191 högg (+49)3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (99-95) 194 högg (+52)

17-18 ára stúlkur:1. Helga Kristín Einarsdóttir, NK (77-78-83) 238 högg (+25)2. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (79-82-85) 246 högg (+33)3. Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS (79-87-89) 255 högg (+42)

17-18 ára piltar:1. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-77-72) 216 högg (+3)2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (74-79-77) 230 högg (+17)3.-4. Ævarr Freyr Birgisson, GA (75-78-78) 231 högg (+18)3.-4. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-84-74) 231 högg (+18)

Ólöf María Einarsdóttir púttar á 9. flöt og Eva Karen Björnsdóttir og Saga Garðarsdóttir fylgjast með.

Aron Snær Júlíusson púttar hér á 9. flöt á Jaðarsvelli. Egill Ragnar Gunnarsson fylgist spenntur með.

Page 97: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Kræsingar & kostakjör

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn

Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?

Page 98: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is98

Lokamótið á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram 6.-7. september á Korpúlfsstaðarvelli hjá Golfklúbbi

Reykjavíkur. Sjórinn og Áin voru leiknar á þessu móti og árangur efnilegustu kylfinga landsins var að venju áhugaverður. Alls hófu 110 kylfingar keppni og var leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.Kristófer Karl Karlsson úr Kili setti vallarmet af bláum teigum á fyrri keppnisdeginum þar sem hann lék á 68 höggum eða -4 og tapaði hann ekki höggi. Kristófer sigraði í flokki 14 ára og yngri á -1 samtals en þetta var fyrsta mótið sem hann vann í sumar á mótaröðinni. Ingvar Andri Magnússon úr GR varð stigameistari en hann varð fjórði á þessu móti.Zuzanna Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja sigraði á lokamótinu á Íslandsbankamóta-

röðinni í flokki 14 ára og yngri sem fram fór á Korpunni um helgina. Zuzanna hafði þar betur gegn yngri systur sinni Kinga Korpak sem fagnaði hinsvegar stigameistaratitl-inum. Þetta er annað mótið í röð þar sem að Zuzanna vinnur á Íslandsbankamótaröðinni en Kinga vann fyrstu þrjú mótin og þar á meðal Íslandsmótið í holukeppni.Henning Darri Þórðarson úr Keili lék best allra á lokamótinu og endaði hann á 6 höggum undir pari af hvítum teigum í flokki 15-16 ára. Arnór Snær Guðmundsson frá Dalvík varð stigameistari en keppnin var mjög hörð um efsta sætið í þessum flokki. Henning Darri sigraði á þremur mótum á mótaröðinni, Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG varð tvöfaldur Íslandsmeistari en hann tók ekki þátt á lokamótinu.Ólöf María Einarsdóttir frá Golfklúbbnum

Hamri á Dalvík sigraði í flokki 15-16 ára og fagnaði þar með stigameistaratitlinum. Ólöf María sigraði oftast allra á Íslandsbanka-mótaröðinni eða alls fjórum sinnum en Saga Garðarsdóttir úr GR sigraði á tveimur – en þær skiptu Íslandsmeistaratitlunum í holu-keppni og höggleik á milli sín.Aron Snær Júlíusson úr GKG sigraði í flokki 17-18 ára á -2 samtals og hann var jafnframt stigameistari en þetta var þriðja mótið sem hann sigrar á Íslandsbankamótaröðinni. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði í flokki 17-18 ára kvenna og var þetta þriðja mótið sem hún vinnur – en Helga Kristín Einarsdóttir úr NK vann einnig þrjú mót í þessum flokki og varð stigameistari.

HENNING DARRI LÉK BEST ALLRA

Spennandi keppni á lokamóti Íslandsbankamótaraðarinnar í Korpunni

Henning Darri Þórðarson horfir á eftir upphafshögginu á 5. braut.Aron Snær Júlíusson (minni mynd) vann í flokki 17-18 ára pilta.

FÖSTUDAGUR TIL FJÁR

Á AÐ LÆKKA FORGJÖFINA Í SUMAR?

Fyrir 320 kall og meðsmá heppni gætirðu farið á fimm daga einkanámskeið hjá

Bubba Watson.

STÓRTHUGSAÐU

OG SKELLTU ÞÉR Á MIÐA

krónur

JA

NÚA

R

Page 99: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

FÖSTUDAGUR TIL FJÁR

Á AÐ LÆKKA FORGJÖFINA Í SUMAR?

Fyrir 320 kall og meðsmá heppni gætirðu farið á fimm daga einkanámskeið hjá

Bubba Watson.

STÓRTHUGSAÐU

OG SKELLTU ÞÉR Á MIÐA

krónur

JA

NÚA

R

Page 100: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is100

17-18 ÁRA PILTAR(25 KEPPENDUR):

1. Aron Snær Júlíusson GKG (71-71) 142 högg (-2)2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (72-72) 144 högg par3. Björn Óskar Guðjónsson, GKj. (73-72) 145 högg (+1)

17-18 ÁRA STÚLKUR (5 KEPPENDUR):

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (84-76) 160 högg (+16)2.-3. Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS (82-79) 161 högg (+17)2.-3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (79-82) 161 högg (+17)

14 ÁRA OG YNGRI STELPUR (7 KEPPENDUR):

1. Zuzanna Korpak, GS (91-80) 171 högg (+27)2. Kinga Korpak, GS (86-90) 176 högg (+32)3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (95-91) 186 högg (+42)

14 ÁRA OG YNGRI STRÁKAR (32 KEPPENDUR):

1. Kristófer Karl Karlsson, GKj. (68-75) 143 högg (-1)2. Viktor Ingi Einarsson, GR (74-72) 146 högg (+2)3. Ragnar Már Ríkarðsson, GKj. (73-75) 148 högg (+4)

15-16 ÁRA TELPUR (13 KEPPENDUR):

1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD (75-81) 156 högg (+12)2. Saga Traustadóttir, GR (78-80) 158 högg (+14)3. Eva Karen Björnsdóttir, GR (88-80) 168 högg (+24)

15-16 ÁRA DRENGIR (28 KEPPENDUR):

1. Henning Darri Þórðarson, GK (70-68) 138 högg (-6)2. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-70) 144 högg (par)3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (74-71) 145 högg (+1)

Kristín María Þorsteinsdóttir horfir á eftir upphafshögginu á 4. braut á Korpunni.

Kristófer Karl Karlsson einbeittur á 9. teig í Korpunni.

Saga Traustadóttir og Ólöf María Einarssdóttir á 2. flöt.

Zuzanna Korpak slær hér á 11. teig á Korpunni.

Traustsins verðir

Vörður nýtur trausts hjá öflugum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla okkar á einföld og þægileg viðskipti er nokkuð sem fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum kunna að meta.

Hafðu samband og fáðu tilboð í tryggingar þíns fyrirtækis.

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÍNU FYRIRTÆKI BETUR

Við stöndum vörð um öflug fyrirtæki

RÚV

Til að tryggja landsmönnum fréttir, skemmtun og fróðleik

þarf fjölda starfsmanna, tæknibúnað og húsnæði.

Hér er góður staður fyrir þitt fyrirtæki

Brim

Þrír afkastamiklir frystitogarar og öflugt starfslið tryggja

Íslendingum hærri útflutnings-tekjur af gæðahráefni.

Atlantsolía

Með 19 sjálfsafgreiðslu-stöðvum, birgðastöð og

fjórum olíubílum er hægt að tryggja aukna samkeppni á eldsneytismarkaði á Íslandi.

Landsbankinn

Stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með víðtækasta útibúa-netið tryggir trausta og alhliða fjármálaþjónustu um allt land.

Marel

Eitt af stærstu útflutnings-fyrirtækjum Íslands tryggir markaðnum hugvitsamlegar lausnir til vinnslu matvæla.

Isavia

Það þarf mikil umsvif til að tryggja öryggi á öllum flugvöllum landsins og sjá um nærri 5,5 milljóna km²

flugstjórnarsvæði.

Landsvirkjun

Stærsta fyrirtæki landsins í orkuvinnslu vinnur 73% allrar

raforku innanlands til að tryggja fólki og fyrirtækjum rafmagn.

Össur

Rannsóknir og nýsköpun styrkja stoðir atvinnulífsins með framleiðslu sem tryggir að fólk

geti staðið á eigin fótum.

Page 101: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Traustsins verðir

Vörður nýtur trausts hjá öflugum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla okkar á einföld og þægileg viðskipti er nokkuð sem fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum kunna að meta.

Hafðu samband og fáðu tilboð í tryggingar þíns fyrirtækis.

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÍNU FYRIRTÆKI BETUR

Við stöndum vörð um öflug fyrirtæki

RÚV

Til að tryggja landsmönnum fréttir, skemmtun og fróðleik

þarf fjölda starfsmanna, tæknibúnað og húsnæði.

Hér er góður staður fyrir þitt fyrirtæki

Brim

Þrír afkastamiklir frystitogarar og öflugt starfslið tryggja

Íslendingum hærri útflutnings-tekjur af gæðahráefni.

Atlantsolía

Með 19 sjálfsafgreiðslu-stöðvum, birgðastöð og

fjórum olíubílum er hægt að tryggja aukna samkeppni á eldsneytismarkaði á Íslandi.

Landsbankinn

Stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með víðtækasta útibúa-netið tryggir trausta og alhliða fjármálaþjónustu um allt land.

Marel

Eitt af stærstu útflutnings-fyrirtækjum Íslands tryggir markaðnum hugvitsamlegar lausnir til vinnslu matvæla.

Isavia

Það þarf mikil umsvif til að tryggja öryggi á öllum flugvöllum landsins og sjá um nærri 5,5 milljóna km²

flugstjórnarsvæði.

Landsvirkjun

Stærsta fyrirtæki landsins í orkuvinnslu vinnur 73% allrar

raforku innanlands til að tryggja fólki og fyrirtækjum rafmagn.

Össur

Rannsóknir og nýsköpun styrkja stoðir atvinnulífsins með framleiðslu sem tryggir að fólk

geti staðið á eigin fótum.

Page 102: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

E inn af hápunktum Áskorenda-mótaraðarinnar á Íslandsbanka-mótaröð unglinga var tveggja daga

mót sem fram fór á Hellishólum hjá Golf-klúbbnum Þverá. Þar léku 30 kylfingar í tveggja daga móti sem fór fram samhliða Íslandsmóti unglinga í höggleik á Íslands-bankamótaröðinni á Strandarvelli á Hellu.Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnisreynslu í höggleik áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Veðrið var með ágætum báða keppnisdagana á Hellsihólum – það rigndi aðeins á laugardeginum en á sunnudeginum var „bongóblíða“ og völlurinn í góðu ástandi.Mótið á Hellishólum var fjórða mótið á Áskorendamótaröðinni af alls sex. Fimmta mótið fór fram á Katlavelli á Húsavík og loka-mótið fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal.

Veðrið lék við kylfinga á Áskorendamótaröðinni

á Hellishólum

Loft innan fárra mínútna

Ilmur af mentól og eukalyptus

Andaðu með nefinu

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Page 103: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is103

Loft innan fárra mínútna

Ilmur af mentól og eukalyptus

Andaðu með nefinu

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Page 104: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is104

15-16 ára kk:1. Emil Árnason, GKG 182 högg 2. Einar Sveinn Einarsson, GS 204 högg3. Arnar Gauti Arnarsson, GK 220 högg

17-18 ára kk:1. Guðjón Heiðar Ólafsson, GK 213 högg

14 ára og yngri:1. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 160 högg2. Aron Emil Gunnarsson, GOS 166 högg3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKj. 178 högg

14 og yngri kvk:1. Sigrún Linda Baldursdóttir, GKj. 231 högg2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GKj. 244 högg3. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 244 högg

ÚRSLIT FRÁ HELLISHÓLUM 19.-20. JÚLÍ

15-16 ára kk:1. Agnar Daði Kristjánsson, GH 93 högg

17-18 ára kk:1. Reynir Örn Hannesson, GH 89 högg

14 ára og yngri kk:1. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 80 högg2. Aron Emil Gunnarsson, GOS 88 högg3. Mikael Máni Sigurðsson, GA 95 högg

14 ára og yngri kvk:1. Guðrún Fema Sigurbjörnsd., GÓ 112 högg2.-3. Sigrún Linda Baldursd., GKj. 121 högg2.-3. Kristín Sól Guðmundsd., GKj. 121 högg

ÚRSLIT FRÁ KATLAVELLI 16. ÁGÚST

14 og yngri kk:1.-2. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKj. 81 högg1.-2. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 81 högg3. Orri Snær Jónsson, NK 82 högg

14 og yngri kvk:1. Sigrún Linda Baldursdóttir, GKj. 97 högg2. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 106 högg3. Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir, GÓ 106 högg

15-16 ára kk:1. Arnar Gauti Arnarsson, GK 98 högg2. Einar Sveinn Einarsson, GS 102 högg

ÚRSLIT FRÁ BAKKAKOTS-VELLI:

Hráfæði - lífrænt ræktað - hreinsandiorkugefandi - bragðgott - enginn viðbættur sykur - án mjólkur

glútenlaust - inniheldur ávexti, grænmeti og fleira

SÚPERBAR

bláber hindber rauðrófusafi

gojiber spírulína hörfræ

chiafræ kínóa hveitigras

Níu tegundir af ofurfæðu:

GRÍPTU SÚPERBAR MEÐ ÞÉR Í GOLFIÐ!

Page 105: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Hráfæði - lífrænt ræktað - hreinsandiorkugefandi - bragðgott - enginn viðbættur sykur - án mjólkur

glútenlaust - inniheldur ávexti, grænmeti og fleira

SÚPERBAR

bláber hindber rauðrófusafi

gojiber spírulína hörfræ

chiafræ kínóa hveitigras

Níu tegundir af ofurfæðu:

GRÍPTU SÚPERBAR MEÐ ÞÉR Í GOLFIÐ!

Page 106: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is106

INGVAR ANDRI SKRIFAÐI NÝJAN KAFLA Í SÖGU UNGLINGAEINVÍGISINSSamsung unglingaeinvígið fór

fram í níunda sinn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í byrjun septem-

ber og þar skrifaði Ingvar Andri Magnússon úr Golfklúbbi Reykja-víkur nýjan kafla í sögu mótsins. Ingvar Andri varði titilinn frá því í fyrra og er hann sá fyrsti sem afrekar slíkt. Keppnin var spennandi og sáust oft og tíðum mögnuð tilþrif en Ingvar Andri fékk m.a. fjóra fugla í röð sem er glæsilegur árangur.„Það var ótrúlega skemmtilegt að verja titilinn, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við að gera því enginn hafði gert það áður svo tilfinningin er mjög góð. Ég var að spila mjög vel í úrslitunum, fékk fimm fugla á 9 holum, þar af fjóra í röð. Höggið sem tryggði mér að komast á lokaholuna er eftirminni-legast, annað höggið á 13. braut sem endaði metra frá pinna. Einnig var 12. holan mögnuð, þar vorum við Sigurður Arnar nálægt því að fara holu í höggi, svo setti Björn Óskar líka gott vipp í og þar með datt Aron Snær út á pari sem er svekkjandi.Unglingaeinvígið er ótrúlega skemmtilegt en líka öðruvísi mót, það

er heiður að fá að taka þátt með þeim bestu. Þetta mót er einn af hápunktum sumarsins. Góð stemning og flott umgjörð á móti þar sem allt getur gerst. Það er ekki auðvelt að vinna þetta mót. Eitt lélegt högg og þá ertu dottinn út eða ert heppinn að aðrir geri mistök,“ sagði Ingvar Andri við Golf á Íslandi.

Mótið er boðsmót þar sem að kepp-endur vinna sér inn keppnisrétt með góðum árangri á Íslandsbankamóta-röð unglinga, og klúbbmeistararar Kjalar eru einnig með keppnisrétt í forkeppninni.

Forkeppnin var með „shootout“ fyrir-komulaginu en einn keppandi féll úr leik á hverri holu þar til einn stóð eftir. Alls tóku 30 kylfingar þátt í undan-keppninni, þar af 11 stúlkur, en engin þeirra komst í úrslit að þessu sinni .

Alls hófu 10 kylfingar leik í úrslitum mótsins og hófst keppnin á 2. braut, og síðan voru holur 3., 4., 5., 10., 11., 12., 13, og 14. leiknar.

Davíð Gunnlaugsson fagnar með Sigurði Arnari Garðarssyni eftir að hann vippaði ofaní með glæsilegu höggi. Sigurður Arnar

endaði í öðru sæti.

Smá mistök - hvað er eitt g á milli vina.

Patrekur Nordquist Ragnarsson, Aron Snær Júlíusson, Ingvar Andri Magnússon og Björn Óskar Guðjósson spakir á flötinni.

Page 107: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 108: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is108

HEILDARÚRSLIT MÓTSINS1. sæti - Ingvar Andri Magnússon GR2. sæti - Sigurður Arnar Garðarson, GKG3. sæti - Björn Óskar Guðjónsson GKj4. sæti - Aron Snær Júlíusson GKG5. sæti - Kristján Benedikt Sveinsson GA6. sæti - Patrekur Nordquist Ragnarsson GR7. sæti - Hákon Örn Magnússon GR8. sæti - Kristófer Karl Karlsson GKj9. sæti - Viktor Ingi Einarsson GR10. sæti - Egill Ragnar Gunnarsson GKG

STYRKTAR-AÐILAR UNGLINGA-EINVÍGISINS 2014SamsungÍSAM golfSubwayFasteignasala MosfellsbæjarGolfsamband ÍslandsEcco66° norðurVífilfell

SIGURVEGARAR MÓTSINS FRÁ UPPHAFI ERU:2005: Sveinn Ísleifsson2006: Guðni Fannar Carrico2007: Andri Þór Björnsson2008: Guðjón Ingi Kristjánsson2009: Andri Már Óskarsson2010: Guðrún Brá Björgvinsdóttir2011: Ragnar Már Garðarsson2012: Aron Snær Júlíusson2013: Ingvar Andri Magnússon2014: Ingvar Andri Magnússon

Þorsteinn Hallgrímsson frá Golfstöðinni ræðir við sigurvegarann Ingvar Andra Magnússon.

Sigurvegarinn Ingvar Andri Magnússon úr GR.

Heimamaðurinn Björn Óskar Guðjónsson varð þriðji.

Faszination Autopflege mit Markenprodukten von SONAXLassen Sie mehr Glanz in Ihr Leben!

Gerðu bílinn kláran fyrir veturinn með SONAX bón- og hreinsivörum

Glansþvottalögur

SONAX er margverlaunað bílhreinsimerki frá Þýskalandi. SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínyl- hreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur.

Page 109: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Faszination Autopflege mit Markenprodukten von SONAXLassen Sie mehr Glanz in Ihr Leben!

Gerðu bílinn kláran fyrir veturinn með SONAX bón- og hreinsivörum

Glansþvottalögur

SONAX er margverlaunað bílhreinsimerki frá Þýskalandi. SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínyl- hreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur.

Page 110: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is110

Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?„Pabbi (Birgir Leifur Hafþórsson) lét mig fá kylfur og hann kenndi mér að slá.“

Hvað er það sem heillar þig við golf?„Umhverfið heillar mig og það er gaman að slá góð golfhögg“

Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?„Ég stefni á að verða atvinnumaður.“

Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum?„Já. Ég er búinn bæta mig helling i að spila bara leikinn og slá. Forgjöfinn hefur ekki lækkað mikið en ég er mun stöðugri í golfinu en áður.“

Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna?„Minn helsti kostur er að ég æfi mjög mikið. Minn helsti galli er að ég missi stundum ein-beitinguna.“

Hvað er það sem þú ætlaðir helst að bæta í sumar?„Það var eiginlega bara allt saman.“

Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi?„Þegar Hlynur vinur minn topp sjankaði boltann í 100 m hælinn og þegar ég fór holu í höggi. Ég var á 4. braut á Leirdalsvelli á unglingamótaröð GKG, Egils Kristalsmóta-röðin, og sló 115 metra með 9-járni í smá hliðarmótvindi. Þetta högg gat ekki verið betra en Óðinn, Særós, Egill og Derrick þjálfari voru með mér þegar ég sló drauma-höggið, “

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?„Hvernig ég spilaði á Íslandsbankamóta-röðinni á Akranesi – það var bara vandræða-lega lélegt.“

Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?„Pabbi minn og Tiger Woods. „Tigerinn er skemmtilegur spilari þegar hann kemst í stuð. Pabbi minn er uppáhalds golfarinn minn útaf því ég elska hann. Pabbi er allaf rólegur, missir aldrei skapið og er vanalega með góða einbeitingu.“

Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?

UNGUR OG EFNILEGUR

Ingi Rúnar

Birgisson

Staðreyndir:

Nafn: Ingi Rúnar Birgisson.Aldur: 14 ára.Forgjöf: 6,9.Klúbbur: GKG.Uppáhaldsmatur: Pasta Carbonara.Uppáhaldsdrykkur: Egills Kristall, Lime og Arizona.Uppáhaldskylfa: „Driver“Ég hlusta á: Allt nema rómantíska tónlist.Besta skor: 67 högg.Rory McIlroy eða Tiger Woods? Tiger.Strand- eða skógarvellir? Skógarvellir.Besta vefsíðan: Facebook.Besta blaðið: Golf á Íslandi.Besta bókin: Engin.Besta bíómyndin: Horfi varla á bíó-myndir. Horfi bara á þætti, uppáhalds þættirnir mínir eru Breaking Bad.Hvað óttastu mest í golfinu? Ekkert.

Golfpokinn:Dræver: Titleist 913.Brautartré: Titleist 913.Járn: Titleist 913.Fleygjárn: Titleist Vokey SM4.Pútter: Titleist Scotty Cameron GoLo 5.Hanski: Foot Joy.Skór: Ecco.

„ÉG MISSI STUNDUM EINBEITINGUNA“

„Ég er í Garðaskóla og námið gengur bara fínt.“

Hvað æfir þú mikið í hverri viku?„Vanalega æfi ég 6 daga í viku en aðeins minna núna útaf skólanum.“

Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?„Cooke völlurinn í Finnlandi og BayHill.“

Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér?„14. í Korpunni (Áin), 17. á Leirdalsvelli hjá GKG og 12. á Jaðarsvelli á Akureyri.“

Hvaða golfholu myndir þú „sprengja“ í loft upp ef þú mættir ráða?„10. og 13. á Leirdalsvelli hjá GKG.“

Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum?„Tiger Woods, Rory McIlroy og Arnold Palmer.“

Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?„Mér finnst mjög gaman í fótbolta.“

MIKIÐ ÚRVAL AF GRANÍT OG MARMARAVANDAÐAR BORÐPLÖTUR Á ELDHÚS OG BAÐHERBERGI Gæði, þjónusta, reynsla og ábyrgð

- Steinsmiðja síðan 1953

OpnunartímiMánudaga - fimmtudaga kl. 9:00 -18:00föstudaga kl. 9:00 -17:00 og laugardaga kl 10:00 - 14:00Smiðjuvegur 48 Kópavogi Sími 557 6677 shelgason.is [email protected]

Page 111: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

MIKIÐ ÚRVAL AF GRANÍT OG MARMARAVANDAÐAR BORÐPLÖTUR Á ELDHÚS OG BAÐHERBERGI Gæði, þjónusta, reynsla og ábyrgð

- Steinsmiðja síðan 1953

OpnunartímiMánudaga - fimmtudaga kl. 9:00 -18:00föstudaga kl. 9:00 -17:00 og laugardaga kl 10:00 - 14:00Smiðjuvegur 48 Kópavogi Sími 557 6677 shelgason.is [email protected]

Page 112: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is112

Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?“Amma og afi gáfu mér golfsett þegar ég var 8 ára.

Hvað er það sem heillar þig við golf?Útiveran og félagsskapurinn

Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Fara í golfháskóla

Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Já bætt mig mikið á þessu ári.

Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? Kostur: keppnisskapið Galli: stuttaspilið

Hvað er það sem þú ætlaðir helst að bæta í sumar? Stutta spilið

Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Íslandsmeistaratitlar, í höggleik á Hellu og í sveitakeppni stúlkna með GHD/GA

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Hef ekki lent í neinu vandræðalegu

Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Rory McIlroy hann er góður kylfingur

Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Ég er í Naustaskóla og það gengur mjög vel

Hvað æfir þú mikið í hverri viku? Á sumrin fer ég flesta daga upp á völl misjafnt hvað ég æfi lengi, æfi aðeins minna á veturnar

Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Istantilla á Spáni ,mér finnst það er skemmtilegur völlur

Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sér-stöku uppáhaldi hjá þér? 10. á Hellu,5. á Akureyri og 15. á Korpunni

Hvaða golfholu myndir þú „sprengja“ í loft upp ef þú mættir ráða? 6. á Hlíðavelli GKjHvaða fjórir kylfingar skipa drauma-ráshópinn að þér meðtöldum? Rory McIlroy,Stacy Lewis og Tiger Woods

Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Flestar íþróttir

UNG OG EFNILEG

Andrea Ýr

Ásgrímsdóttir

Staðreyndir:

Nafn: Andrea Ýr Ásmundsdóttir.Aldur: 12.Forgjöf: 14,8.Klúbbur: GA.Uppáhaldsmatur: Pizza.Uppáhaldsdrykkur: Vatn.Uppáhaldskylfa: 52°.Ég hlusta á: Flest allt.Besta skor: 84.Rory McIlroy eða Tiger Woods? Rory McIlroy.Strand- eða skógarvellir? Strandvellir.Besta vefsíðan: kylfingur.is.Besta blaðið: Golf á Íslandi.Besta bókin: Engin sérstök.Besta bíómyndin: Engin sérstök.Hvað óttastu mest í golfinu? Reyni að óttast ekki neitt.

Golfpokinn

Dræver: Callaway x2 Hot.Brautartré: Callaway x2 Hot.Járn: Callaway x2 Hot.Fleygjárn: Ping.Pútter: Ping.Hanski: Footjoy.Skór: Footjoy.

„ÆFI AÐEINS MINNA Á VETURNA“

Page 113: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014
Page 114: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

TIL ÖRYGGIS Í 35 ÁRÁ VAKT SÍÐAN 1979

Securitas er leiðandi fyrirtæki í öryggisþjónustu og forvörnum á Íslandi. Viðskiptavinir Securitas hafa í 35 ár sótt öryggi í þá staðreynd að við

stöndum vaktina, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

VÍÐTÆKT ÖRYGGIÞjónusta Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Við höfum starfsstöðvar víða um landið og 400 starfsmenn Securitas þjóna meira en tuttugu þúsund viðskiptavinum, bæði einstaklingum, smærri fyrirtækjum og flestum stærstu fyrirtækjum landsins.

FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA

Allt frá stofnun hefur Securitas lagt metnað í að tvinna saman nýjustu tækni og lipra þjónustu. Öflugt þjónustuframboð og vöruúrval Securitas miðar ávallt að því að efla forvarnir viðskiptavina og draga úr tjóni af öllum toga.

Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna.

Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000.

HEIMILISLÍFIÐ

Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu:

FIRMAVÖRN - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis

BRUNAVIÐVÖRUNARKERFI - smærri og stærri einingar

SLÖKKVIKERFI - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu

VÖRUVERND - öryggislausnir sem stöðva þjófnað

SKIP OG BÁTAR - öryggisbúnaður og öryggiskerfi á sjó

HEIMAVÖRN - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas

SUMARHÚSAVÖRN - njóttu þess að vera heima

ÖRYGGISHNAPPAR - hugarró fyrir þig og aðstandendur

ATVINNULÍFIÐ

Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir:

MYNDAEFTIRLIT - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt

SLÖKKVITÆKI - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn

HEILBRIGÐISLAUSNIR - sjúkrakallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi

GÆSLA - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir

MYNDEFTIRLIT - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn

AÐGANGSSTÝRING - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi

AKSTURSÞJÓNUSTA - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið

Page 115: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

TIL ÖRYGGIS Í 35 ÁRÁ VAKT SÍÐAN 1979

Securitas er leiðandi fyrirtæki í öryggisþjónustu og forvörnum á Íslandi. Viðskiptavinir Securitas hafa í 35 ár sótt öryggi í þá staðreynd að við

stöndum vaktina, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

VÍÐTÆKT ÖRYGGIÞjónusta Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Við höfum starfsstöðvar víða um landið og 400 starfsmenn Securitas þjóna meira en tuttugu þúsund viðskiptavinum, bæði einstaklingum, smærri fyrirtækjum og flestum stærstu fyrirtækjum landsins.

FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA

Allt frá stofnun hefur Securitas lagt metnað í að tvinna saman nýjustu tækni og lipra þjónustu. Öflugt þjónustuframboð og vöruúrval Securitas miðar ávallt að því að efla forvarnir viðskiptavina og draga úr tjóni af öllum toga.

Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna.

Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000.

HEIMILISLÍFIÐ

Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu:

FIRMAVÖRN - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis

BRUNAVIÐVÖRUNARKERFI - smærri og stærri einingar

SLÖKKVIKERFI - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu

VÖRUVERND - öryggislausnir sem stöðva þjófnað

SKIP OG BÁTAR - öryggisbúnaður og öryggiskerfi á sjó

HEIMAVÖRN - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas

SUMARHÚSAVÖRN - njóttu þess að vera heima

ÖRYGGISHNAPPAR - hugarró fyrir þig og aðstandendur

ATVINNULÍFIÐ

Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir:

MYNDAEFTIRLIT - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt

SLÖKKVITÆKI - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn

HEILBRIGÐISLAUSNIR - sjúkrakallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi

GÆSLA - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir

MYNDEFTIRLIT - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn

AÐGANGSSTÝRING - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi

AKSTURSÞJÓNUSTA - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið

Page 116: Golf á Íslandi - 4. tbl. 2014

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

Golfíþróttin er ein vinsælasta íþróttagrein hérlendis og stunduð af fólki á öllum aldri enda

frábær �ölskylduíþrótt. Eimskipafélag Íslands hefur lengi staðið þétt við bakið á

golfiðkendum og lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi.

Félagið er jafnframt aðalstyrktaraðili Eimskipsmótaraðarinnar sem er stærsti samfelldi

golfviðburðurinn á árinu. Eimskip þakkar öllum þeim golfklúbbum sem tóku þátt í að halda

mót innan mótaraðarinnar einkar ánægjulegt og gefandi samstarf og vonar að sem flestir

kylfingar hafi notið góðra stunda á golfvöllum landsins í sumar.

Eimskip siglir með golfstraumnum

straumurinn lá í golfið í sumar

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA