11
GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ Öryggi • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan • Bakkmyndavél að aftan • Blindpunktsviðvörun (BSW) • Vöktun að aftanverðu (RCTA) • AVAS hljóðviðvörunarbúnaður • Þriggja punkta öryggisbelti með sjálfvirkri strekkingu • Loftpúðar í hliðum og gluggapóstum • Aftengjanlegir loftpúðar við farþegasæti að framan • ASC stöðugleikastýring og TCL gripstýring • ABS hemlun og EBD hemlunardreifing • Sjálfvirk handbremsa með brekkuaðstoð „Hill Start Assist“ • ISOFIX barnastólafestingar • Loftþrýstingsviðvörun fyrir hjólbarða • Dekkjaviðgerðarsett með verkfærum og loftdælu Tækni • Hraðastillir og hraðatakmarkari • Sjálfvirk 2-svæða miðstöð með loftkælingu • App fyrir snjallsíma til að forhita bifreiðina • Miðlunartæki með 8” snertiskjá • Bluetooth búnaður fyrir síma og tónlist • App-Connect snjallsímatenging 3x USB tengi (1 að framan, 2 að aftan) • Hljómkerfi 200W með 6 hátölurum • Geislaspilari • Lyklalaus aðgengi og ræsing • Regnskynjari á framrúðu • Hleðslukapall 5 metra fyrir heimilisinnstungu • CCS Hraðhleðslutenging Að Utan • LED aðal- og dagljósabúnaður • LED þokuljós að framan • LED afturljós • Heimkomu- og aðkomuljós • Samlitir stuðarar, speglar og hurðarhúnar • Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar • Fjarstýrðar samlæsingar og 2 lyklar • Samlitað vindskeið að aftan • Krómlistar á hliðum og framgrill • Silfraðir þakbogar • 18” álfelgur 225/55 R18 • Dökkar rúður að aftan Að Innan C-Tech sæti með leður/rúskinnsáklæði • Rafdrifið bílstjórasæti með mjóbaksstuðningi • Hæðastillanlegt bílstjórasæti • Hiti í framsætum • Niðurfellanleg aftursæti 60/40 • Leðurklætt aðgerðarstýri • Stýrisflipi fyrir endurheimtun hemlunarorku • Akstursstillingakerfi (ECO / Normal / Sport) • Fjórhjóladrifsstilling (4WD Lock / Snow Mode) • Baksýnisspegill með sjálfvirkri glampavörn • Mælaborðsinnlegg „Gloss Black“ • Rafmagn í fram og afturrúðum • Armpúði á milli framsæta með geymsluhólfi • Hitaeinangrandi gler í öllum rúðum • 12V tengi í farangursrými INTENSE+ ÚTFÆRSLA Búnaður umfram Invite+ • Hiti í stýrishjóli • Íslenskt leiðsögukerfi • Rafmagn í afturhlera • Umhverfismyndavél 360 gráður • Stýrihnappur fyrir 4 myndavélar • Tvívirk opnanleg sóllúga • Hljómkerfi „Premium Audio“ 510W með 8 hátölurum INSTYLE+ ÚTFÆRSLA Búnaður umfram Intense+ • Premium tígulmynstruð leðursæti • Tígulmynstruð hurðarspjöld • Mælaborðsinnlegg „Morphing Black“ • Svört þakklæðning • Fjarlægðatengdur hraðastillir (ACC) • Neyðarhemlun með árekstrarvörn (FCM) • Akreinavari (LDW) • Sjálfvirk geislastýring háu ljósa

GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

GRUNNBÚNAÐUR INVITE+

Öryggi

• Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan• Bakkmyndavél að aftan• Blindpunktsviðvörun (BSW)• Vöktun að aftanverðu (RCTA)• AVAS hljóðviðvörunarbúnaður• Þriggja punkta öryggisbelti með sjálfvirkri

strekkingu• Loftpúðar í hliðum og gluggapóstum• Aftengjanlegir loftpúðar við farþegasæti

að framan• ASC stöðugleikastýring og TCL gripstýring• ABS hemlun og EBD hemlunardreifing• Sjálfvirk handbremsa með brekkuaðstoð

„Hill Start Assist“• ISOFIX barnastólafestingar• Loftþrýstingsviðvörun fyrir hjólbarða• Dekkjaviðgerðarsett með verkfærum og

loftdælu

Tækni

• Hraðastillir og hraðatakmarkari• Sjálfvirk 2-svæða miðstöð með

loftkælingu• App fyrir snjallsíma til að forhita bifreiðina• Miðlunartæki með 8” snertiskjá• Bluetooth búnaður fyrir síma og tónlist• App-Connect snjallsímatenging• 3x USB tengi (1 að framan, 2 að aftan)• Hljómkerfi 200W með 6 hátölurum• Geislaspilari• Lyklalaus aðgengi og ræsing• Regnskynjari á framrúðu• Hleðslukapall 5 metra fyrir

heimilisinnstungu• CCS Hraðhleðslutenging

Að Utan

• LED aðal- og dagljósabúnaður• LED þokuljós að framan• LED afturljós• Heimkomu- og aðkomuljós• Samlitir stuðarar, speglar og hurðarhúnar• Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar• Fjarstýrðar samlæsingar og 2 lyklar• Samlitað vindskeið að aftan• Krómlistar á hliðum og framgrill• Silfraðir þakbogar• 18” álfelgur 225/55 R18• Dökkar rúður að aftan

Að Innan

• C-Tech sæti með leður/rúskinnsáklæði• Rafdrifið bílstjórasæti með

mjóbaksstuðningi• Hæðastillanlegt bílstjórasæti• Hiti í framsætum• Niðurfellanleg aftursæti 60/40• Leðurklætt aðgerðarstýri• Stýrisflipi fyrir endurheimtun

hemlunarorku• Akstursstillingakerfi (ECO / Normal /

Sport)• Fjórhjóladrifsstilling (4WD Lock / Snow

Mode)• Baksýnisspegill með sjálfvirkri glampavörn• Mælaborðsinnlegg „Gloss Black“• Rafmagn í fram og afturrúðum• Armpúði á milli framsæta með

geymsluhólfi• Hitaeinangrandi gler í öllum rúðum• 12V tengi í farangursrými

INTENSE+ ÚTFÆRSLABúnaður umfram Invite+

• Hiti í stýrishjóli• Íslenskt leiðsögukerfi• Rafmagn í afturhlera• Umhverfismyndavél 360 gráður• Stýrihnappur fyrir 4 myndavélar• Tvívirk opnanleg sóllúga• Hljómkerfi „Premium Audio“ 510W með 8

hátölurum

INSTYLE+ ÚTFÆRSLABúnaður umfram Intense+

• Premium tígulmynstruð leðursæti• Tígulmynstruð hurðarspjöld• Mælaborðsinnlegg „Morphing Black“• Svört þakklæðning• Fjarlægðatengdur hraðastillir (ACC)• Neyðarhemlun með árekstrarvörn (FCM)• Akreinavari (LDW)• Sjálfvirk geislastýring háu ljósa

Page 2: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

Tveir mótor með fjórhjóladrifi og S-AWC-aldrifSjálfstæðir mótorar á fram- og afturöxli veita sérlega viðbragðsfljótt fjórhjóladrif með S-AWC-aldrifi sem tryggir mjög stöðugan akstur og einfalda og hnökralausa stýringu.

Ný 2,4 lítra vélSérlega skilvirk Otto+ Atkinson-vél gerir aksturinn sparneytinn og minnkar útblástur koltvísýrings.

RafallAfkastamikill rafall breytir vélarafli í rafmagn til að hlaða rafhlöðuna og styðja við mótorana þegar þörf er á.

Afldrifseining að framan og stjórntölva rafmótors að aftanÞessar snjallstýringar leggja sitt af mörkum til að auka orkunýtingu og bæta stjórnun mótors með fljótvirku hámarkstogi sem er afkastameira en með 3,0 lítra bensínvél.

RafhlaðaAfkastamikilli 13,8 kWh rafhlöðu er komið fyrir undir gólfinu til að hámarka pláss inni í bílnum og lækka þyngdarmiðju hans svo að hann verði öruggari og láti betur að stjórn.

Sjálfvirkt val akstursstillinga

AKSTUR Á RAFMAGNIEV-akstursstilling, eingöngu á meðan rafmagn er á rafhlöðunniMótorinn knýr bílinn með rafmagni úr rafhlöðunni, ekkert eldsneyti er notað og engin losun koltvísýrings á sér stað. Þessi akstursstilling er mjög hreinlát og öflug. Hámarkshraðinn er 135 km/klst.

TVÍORKUAKSTURHleðslustilling (Series Hybrid Mode): Rafmagn + vélaraðstoðRafmótorarnir knýja bílinn með rafmagni sem vélin framleiðir. Vélin framleiðir rafmagn þegar lítil hleðsla er á rafhlöðunni og til að auka aflið við mikla inngjöf eða þegar ekið er upp í móti.

Tvíorkustilling (Parallel Hybrid Mode): Vélarafl + mótoraðstoð Vélin bætir við afli á framöxul þegar beðið er um mikið afl.

1. FREMRI MÓTOR

2. NÝ 2,4 LÍTRA VÉL

3. RAFALL

4. AFLDRIFSEINING AÐ FRAMAN

4. STJÓRNTÖLVA RAFMÓTORS AÐ AFTAN

1. AFTARI MÓTOR

5. RAFHLAÐA

Athugaðu: Búnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. Frekari upplýsingar má fá hjá HEKLU eða umboðsmönnum um land allt.

NÝSKÖPUN MEÐ AFKÖST AÐ LEIÐARLJÓSI.

Page 3: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

MEIRI STJÓRN Í AKSTRI.OUTLANDER PHEV lætur vel að stjórn. Tveir mótorar með fjórhjóladrifi og S-AWC-aldrifi skila togi og gripi í hvert hjól. Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika og betri stjórnun, sérstaklega í nýju SPORT- og SNOW-stillingunum.

S-AWC-ALDRIFÞetta innbyggða stjórnkerfi fæst eingöngu hjá Mitsubishi Motors og veitir óviðjafnanlegt afl og stjórnun. Með fínstilltri stjórnun AYC-veltikerfisins, ABS-hemlakerfisins og ASC-stöðugleikastýringu með spólvörn er hægt að virkja alla möguleika tveggja mótora með fjórhjóladrifi án þess að skerða öryggi, þægindi eða sparneytni. Nýr akstursstillingarrofi gerir þér kleift að velja NORMAL-stillingu við hefðbundin akstursskilyrði, SNOW-stillingu til að auðveldara sé að taka af stað og beygja þegar snjór er á vegum eða LOCK-stillingu til að líkja eftir læsingu á millimismunadrifi og dreifa togi jafnt á alla fjóra hjólabarðana til að auka grip og stöðugleika. Aðskilinn rofi fyrir SPORT-stillingu gerir þér kleift að virkja SPORT-stillingu í hvaða akstursstillingu sem er til að auka viðbragðsflýti á hlykkjóttum vegum.

SPORT-stilling(þurrir, hlykkjóttir vegir)

NORMAL-stilling (þurrir, malbikaðir vegir)

SNOW-stilling (snævi þaktir vegir)

LOCK-stilling(grófir moldar- og malarvegir)

STYRKING Í YFIRBYGGINGUStyrking í yfirbyggingu við dyr og farangursop eykur stífni í samskeytum yfirbyggingarhluta og stuðlar að meiri stöðugleika.

ENDURBÆTTIR HÖGGDEYFARNýir og stærri höggdeyfar að aftan og endurbættur gormleggur að framan tryggja frábæra dempun á öllum hraða.

Page 4: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

SPARNEYTNI FRAMTÍÐARINNAR ER KOMIN.

ÍTARLEGUR ORKUMÆLIRHvert er ástand vélarinnar? En mótorsins? Orkumælirinn tilgreinir orkunotkun, endur-nýtanlega orku, vélarafl (kW), EV-afl og fleira með skýrum hætti.

EV-rofi Ýttu á EV-rofann til að virkja EV-forgangsstillingu og koma í veg fyrir að vélin fari í gang.* Stillingin gerir þér kleift að velja handvirkt að nota rafknúinn akstur með tveimur mótorum og fjórhjóladrifi til að nota ekkert eldsneyti og gera aksturinn hljóðlátan.*Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni

ECO-stigTilgreinir hversu umhverfisvænn aksturinn er. Því fleiri græn lauf, því betra.

HLAÐA OG SPARAAuðvelt er að stjórna rafhlöðu-notkun með innbyggða hnappinum SAVE CHRG. Veldu SAVE fyrir hreinan rafakstur til að viðhalda stöðu rafhlöðunnar. Eða veldu CHRG til að hlaða rafhlöðuna með vélinni við akstur.

VALROFI FYRIR ENDURNÝTINGU HEMLAAFLSValrofi fyrir endurnýtingu hemla-afls er haganlega staðsettur á stýrinu til að þú getir auðveldlega valið eina af sex stillingum* fyrir endurnýtingu hemlaafls. * Nema þegar sjálfvirkur hraðastillir er virkur. Ath. fylgir ekki öllum gerðum.

Stjórnun ECO-stillingarECO stillingin gerir þér kleift að hámarka umhverfisvænan akstur. Veldu ECO og þú nýtir betri orkunýtingu við notkun mótora, vélar og loftkælingar.

SÉRSTAKAR PHEV-SKJÁAÐGERÐIRFjölnota upplýsingaskjárinn sýnir fjölda PHEV-skjáaðgerða, þar á meðal akstursdrægni, EV-drifshlutfall og orkuflæði.

Vísir fyrir akstursdrægni

Vísir fyrir orkuflæði

Venjuleg hleðsla Þægilegt að hlaða heima við.

HraðhleðslaNotaðu hraðhleðslu þegar þú ert á ferðinni til að spara tíma.

Vísir fyrir EV-drifhlutfall

Athugaðu: Búnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. Frekari upplýsingar má fá hjá HEKLU eða umboðsmönnum um land allt.

ORKUSTJÓRNUNSkilvirk orkustjórnun gerir þér kleift að nota fjölda orkuaðgerða samtímis, þar á meðal loftkælingu og hljóðkerfi, jafnvel á meðan verið er að hlaða rafhlöðuna.

PHEV-kerfið er sérlega sparneytið. Þegar ekið er eingöngu á raforku er ekkert eldsneyti notað og enginn koltvísýringsútblástur á sér stað, auk þess sem aksturinn er sérstaklega hljóðlátur. Í tvíorkustillingu er hægt að aka enn lengra, með litlum útblæstri og mikilli sparneytni. Þú getur jafnvel framleitt rafmagn á meðan þú ekur um og nýtur óbyggðanna.

EINFÖLD HLEÐSLA HEIMA OG Á FERÐINNI

Þú stingur OUTLANDER PHEV einfaldlega í samband við rafmagnsinnstungu heima hjá þér til að hlaða rafhlöðuna. Þú getur hlaðið hann á meðan þú sefur, á um það bil fimm og hálfri klukkustund*, með hleðslubúnaðinum í bílnum og hleðslusnúru. Þú getur líka notað hraðhleðslu til að hlaða hann á litlum 25 mínútum (allt að 80% hleðsla) á söluhleðslustöðvum. Einfalt er að fylgjast með hleðslustöðunni á mælaborðinu.* Með 230 V/10 A rafmagni. Sjö klukkustundir með 230 V/8 A rafmagni.

Page 5: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

Athugaðu: Búnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. Frekari upplýsingar má fá hjá HEKLU eða umboðsmönnum um land allt.

TÆKNILAUSNIR FYRIR ALHLIÐA ÖRYGGI.Háþróuð öryggistækni gerir allan akstur öruggari og eykur sjálfstraustið á vegum úti sem og á bílastæðum, hvort sem er að nóttu eða degi. OUTLANDER PHEV býður upp á hámarksöryggi fyrir alla í bílnum, allt frá snjallskynjurum sem greina allt umhverfið og vara við hverri hættu yfir í virka aksturshjálp og víðtæka vernd fyrir alla farþega.

Hætta á árekstri

Ekkert ökutæki fyrir framan

Völdum hraða er haldið jafnvel þó að þú takir fótinn af inngjafarfótstiginu

Viðvörun + hemlunaraðstoð

Mikil hætta á árekstri

Ökutæki fyrir framan

Völdu bili á milli ökutækja er haldið.

Viðvörun + sjálfvirk hemlun

Mjög mikil hætta á árekstri

Ökutæki fyrir framan (hægir á sér/staðnæmist)

Þegar ökutækið fyrir framan hægir á sér eða staðnæmist mun sjálfvirki hraðastillirinn hægja á eða stöðva bílinn þinn.

Viðvörun + öflug sjálfvirk hemlun

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIRÞessi búnaður notar ratsjá til að viðhalda valinni vegalengd á milli bílsins þíns og ökutækisins fyrir framan til að auka öryggi og tryggja þér hugarró. Þetta dregur úr álagi á ökumann, einkum í umferðarteppum á stofnbrautum.

AKREINASKYNJARIÞessi aðgerð sendir frá sér píp og birtir sjónræna viðvörun ef ökutækið sveigir út af akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið. Upplýsingar

akreinaskynjaraá fjölnota upplýsingaskjá

Háljós Lágljós

Athugaðu:

FCM-árekstraröryggiskerfi: Greiningar- og stýringargetu FCM-árekstraröryggiskerfisins er aðeins ætlað að vera viðbót við annan grunnbúnað bílsins og kemur ekki undantekningalaust í veg fyrir ákeyrslu. Sýndu því ævinlega fyllstu aðgát við akstur og treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn. FCM-árekstraröryggiskerfið verður virkt þegar annað ökutæki er beint fyrir framan bílinn þinn. Kerfið er einnig hannað til að greina gangandi vegfarendur en við tilteknar aðstæður er hugsanlegt að kerfið greini ekki gangandi fólk eða verði virkt. Sjálfvirk hemlun verður virk ef kerfið greinir ökutæki fyrir framan þinn bíl þegar ekið er á u.þ.b. 5 km/klst. upp í 80 km/klst. og greinir gangandi vegfaranda fyrir framan bílinn ef ekið er á u.þ.b. 5 km/klst. upp í 65 km/klst. Þar sem FCM-árekstraröryggiskerfið er ekki með neinni aðgerð sem viðheldur hemlun er hemillinn losaður um það bil tveimur sekúndum eftir að bíllinn er stöðvaður. Til að koma í veg fyrir að ökutækið renni af stað eftir það er hugsanlegt að ökumaðurinn þurfi að stíga á hemlana og halda þeim niðri. Í einhverjum tilvikum er hugsanlegt að FCM-árekstraröryggiskerfið virki ekki þegar ökumaður reynir að forða slysi með því að hreyfa stýrið eða með inngjöf. Ef spurningar vakna hvetjum við þig til að hafa samband við næsta sölu- eða dreifingaraðila Mitsubishi Motors.

Sjálfvirkur hraðastillir: Greiningar- og stýringargetu sjálfvirka hraðastillisins er aðeins ætlað að vera viðbót við annan búnað. Sýndu því ævinlega fyllstu aðgát við akstur og treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn. Í tilteknum kringumstæðum er ekki víst að sjálfvirki hraðastillirinn virki. Þetta kerfi greinir hugsanlega ekki raunaðstæður rétt, allt eftir því hvaða gerð ökutækis er fyrir framan bílinn, veðurskilyrðum og ástandi vega. Auk þess kann að vera að kerfið nái ekki að hægja nógu mikið á bílnum ef ökutækið fyrir framan snögghemlar eða ef annað ökutæki ekur skyndilega í veg fyrir þig nærri bílnum. Ef spurningar vakna hvetjum við þig til að hafa samband við sölu- eða dreifingaraðila Mitsubishi Motors á þínu svæði.Akreinaskynjari: Akreinaskynjara er ekki ætlað að draga úr hættu sem tengist því að fylgjast ekki vandlega með veginum fyrir framan (vera með hugann við eitthvað til hliðar við bílinn, vera annars hugar o.s.frv.) né hættu sem stafar af slæmu útsýni vegna veðurs o.þ.h. Aðgerðinni er ætlað að greina akreinina sem ekið er á við hraða sem nemur u.þ.b. 65 km/klst. eða meira. Haltu áfram að stýra ökutækinu rétt og aktu ævinlega af aðgát. Við tilteknar aðstæður er hugsanlegt að kerfið geti ekki greint akreinina. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.

Sjálfvirkt háljósakerfi: Þetta kerfi verður virkt þegar ekið er á u.þ.b. 40 km/klst. eða meira og verður óvirkt við lægri aksturshraða. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.

FCM-ÁREKSTRARÖRYGGISKERFIDregur úr hættu á ákeyrslu eða minnkar tjón ef ekki reynist hægt að forðast ákeyrslu. Bregst við bílum og gangandi vegfarendum í vegi fyrir bílnum með viðvörun frá myndavél og ratsjá.

SJÁLFVIRK HÁLJÓSTil að auka öryggi, þægindi og lipurð við akstur í myrkri er háljósum sjálfkrafa skipt niður í lágljós þegar ökutæki greinast fyrir framan bílinn og svo sjálfkrafa skipt aftur upp í háljós. Þannig þarft þú ekki að taka höndina af stýrinu til að skipta handvirkt milli ljósa.

Page 6: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

Athugaðu:

BLINDSVÆÐISSKYNJARI: Greiningar- og stýringargetu blindsvæðisskynjarans er aðeins ætlað að vera viðbót við annan grunnbúnað bílsins og kemur ekki undantekningalaust í veg fyrir ákeyrslu. Treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn. Blindsvæðisskynjarinn virkar hugsanlega ekki sem skyldi í öllum tilvikum en það er háð umferð, veðri, ástandi og gerð vegar og því hvort hindranir eru á akstursleiðinni. Ökumenn bera alla ábyrgð á eigin akstri. Myndræn birting ratsjárbylgnanna er aðeins ætluð til skýringar og táknar ekki raunnotkun á skynjurunum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN: Treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn þar sem möguleiki er á að kerfið greini ekki öll ökutæki á ferð við tiltekin skilyrði. Ökumenn bera alla ábyrgð á eigin akstri. Sjónræn birting ratsjárbylgnanna er aðeins ætluð til skýringar og táknar ekki raunnotkun á skynjurunum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.

UMS-BÍLASTÆÐAKERFI: Greiningar- og stýringargetu UMS-bílastæðakerfisins er aðeins ætlað að vera viðbót við annan grunnbúnað bílsins og kemur ekki undantekningalaust í veg fyrir óvænta hröðun. Sýndu því ævinlega fyllstu aðgát við akstur og treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn. Til að koma í veg fyrir að mótorstýring UMS-bílastæðakerfisins hindri eðlilegan akstur við erfið akstursskilyrði mun kerfið sjálfkrafa slökkva á kerfinu og birta skilaboðin „UMS OFF“ á mælunum þegar slökkt er á FCM-árekstraröryggiskerfi eða ASC-stöðugleikastýringunni. Engin stilling getur stöðvað bílinn alveg með sjálfvirkri hemlun. Ökutækið gæti runnið áfram eða aftur á bak jafnvel þegar mótorum er stjórnað. Mögulegt er að skynjarinn virki ekki fyrir fyrirstöðu sem líkist neti eða er með hvassar brúnir. UMS-bílastæðakerfi getur ekki haldið bílnum í kyrrstöðu. Ökumaðurinn ber ábyrgð á því að stöðva bílinn með því að stíga á hemlana eins og þörf er á í samræmi við akstursskilyrði. Sjónræn birting gagna frá skynjaranum er aðeins ætluð til skýringar og táknar ekki raunnotkun á skynjurunum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.

BLINDSVÆÐISSKYNJARIÞetta öryggiskerfi notar ratsjárskynjara í afturstuðara til að greina ökutæki á blindsvæðinu fyrir aftan bílinn, hægra megin við bílinn eða vinstra megin við bílinn. Gaumljós kviknar á hliðarspeglinum þegar blindsvæðisskynjarinn verður virkur, hafi stefnuljós ekki verið gefið. Þegar ökutæki greinist og stefnuljós hefur verið gefið blikkar gaumljós á hliðarspeglinum þeim megin sem við á og hljóðmerki heyrist.

STIGIÐ Á ELDSNEYTIS-

GJÖF

Hljóðmerki og viðvörun á skjá

Útsýni að aftan + útsýni yfir umhverfi bílsins

Athuga með öryggi í nágrenninu

Myndavél að framan

Vinstri myndavél

Myndavél að aftan

Hægri myndavél

TÆKNILAUSNIR FYRIR ALHLIÐA ÖRYGGI.

RISE-YFIRBYGGINGÖryggi við hugsanlegan árekstur eykst stórlega með RISE-kerfi (Reinforced Impact Safety Evolution) Mitsubishi Motors þar sem það dregur í sig högg af mikilli skilvirkni og verndar heilleika farþegarýmis ef til árekstrar kemur.

UMS-BÍLASTÆÐAKERFITil að koma í veg fyrir árekstur þegar lagt er í stæði heyrist hljóðmerki og viðvörunarmerki birtist ef skynjarar að framan eða aftan greina fyrirstöðu. Mótorafli er einnig stjórnað ef þú gefur bílnum skyndilega inn.

Stjórnun mótorafls virkjast:Þegar ekið er á mjög litlum hraða (ekki í stöðu N eða P)Þegar stutt er í fyrirstöðu/ökutækiÞegar stigið er harkalega eða skyndilega á eldsneytisgjöfinaÞegar ökumaður beygir ekki til að forðast fyrirstöðu/ökutæki

UMHVERFISMYNDAVÉLSkjámyndir úr myndavélunum framan á, aftan á og á hliðum bílsins (þar á meðal með útsýni yfir umhverfi bílsins) er hægt að birta í ýmsum samsetningum til að sýna það sem er á blindsvæðinu og til að aðstoða þig við að leggja bílnum örugglega.

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTANGaumljós kviknar á mælaskjánum þegar umferðarskynjari að aftan verður virkur. Ef ratsjárskynjarar í afturstuðaranum greina ökutæki sem nálgast á meðan bíllinn er í bakkgír birtast viðvörunarskilaboð á fjölnota upplýsingaskjánum, hljóðmerki heyrist og gaumljós blikkar á báðum hliðarspeglunum.

Page 7: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

HELSTU ATRIÐI

LED-AÐALLJÓS MEÐ LED-DAGLJÓSUM OG LED-ÞOKULJÓSUM AÐ FRAMANFalleg ný aðalljós með LED-ljósum í bæði háljósa- og lágljósabúnaði. LED-þokuljósin lýsa upp veginn framundan með hvítu ljósi.

ÞAKBOGARHugvitssamlega hannaðir þakbogar passa vel við rennilega þaklínuna.

RAFKNÚIN SÓLLÚGA MEÐ KLEMMUVÖRNHleyptu sólarljósi og fersku lofti inn í bílinn með sóllúgu með klemmuvörn sem hægt er að halla og renna til að opna.

Athugaðu: Búnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. Frekari upplýsingar má fá hjá HEKLU eða umboðsmönnum um land allt.

LOFTUNAROP AÐ AFTANStillanleg loftunarop eru í stokk í aftursæti til að tryggja þægindi farþeganna.

HITI Í STÝRIHiti í stýri eykur þægindi þegar kalt er í veðri. Aflrofanum er haganlega komið fyrir á miðjustokknum.*Upphitað svæði

LYKLALAUST KERFIÞegar þú ert með lykilinn á þér getur þú ýtt á hnapp utan á framdyrum eða á afturhlera til að læsa öllum dyrum og afturhleranum eða taka úr lás og ýtt á aflrofann í ökumannsrýminu til að ræsa PHEV-kerfið.*Aflrofi.

RAFKNÚINN AFTURHLERIHægt er að opna og loka afturhleranum sjálfkrafa með rofa nálægt ökumannssætinu.

RAFSTÝRÐ HANDBREMSA MEÐ SJÁLFVIRKRI HALDSTÖÐU HEMLARofi í miðstokknum tryggir einfalda notkun handbremsunnar. Þú togar rofann einfaldlega upp til að setja stöðuhemilinn á eða ýtir honum niður til að losa hann. Þegar staðnæmst er á rauðu ljósi heldur sjálfvirk haldstaða hemla ökutækinu kyrrstæðu, jafnvel þótt þú takir fótinn af hemlafótstiginu. Þegar stigið er á inngjöfina eru hemlarnir losaðir.

HITI Í FRAMRÚÐUHitaleiðslur liggja þvert yfir alla framrúðuna og sjá um að halda glerinu móðu- og frostfríu og tryggja þannig útsýni fram fyrir bílinn með fljótvirkari hætti en með því að nota miðstöð/afísingarbúnað.*Upphitað svæði

VINDSKEIÐ AÐ AFTANVindskeið að aftan er sérhönnuð til að draga enn frekar úr loftmótstöðu.

Page 8: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

RAFKNÚIN MIÐSTÖÐRafknúin miðstöðin notar rafknúna vatnsdælu til að knýja hringrás heits vatns og hita þannig farþegarýmið jafnvel þegar vélin er ekki í gangi, svo sem við EV-akstur. Hún getur því verið í gangi snemma morguns eða síðla kvölds án þess að það angri nágrannana. Rafmagnhitari fer ávallt fyrst í gang og vélin tekur ekki við fyrr en hún hefur náð sama vinnsluhita.

GEYMSLA FYRIR HLEÐSLUSNÚRUGeymslurými undir gólfi í farangursrými að aftan hentar vel til að geyma hleðslusnúruna.

MJÓBAKSSTUÐNINGUR Öflugur mjóbaksstuðningur býður upp á einfaldar þrýstingsstillingar á sætisbakinu að framan og aftan sem draga úr álagi á neðra bakið og auka akstursþægindi. Í bland við aðrar sætisstillingar geturðu stillt sætið svo það passi þínum líkama fullkomlega.

Athugaðu: Rockford Fosgate® og tengd lógó eru skráð vörumerki Rockford Corporation í Bandaríkjunum og öðrum löndum. DTS Neural Surround”1 er vörumerki DTS, Inc. Bluetooth®-merki og -lógó eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og notkun MITSUBISHI MOTORS CORPORATION á þessum merkjum er samkvæmt leyfi.

HANDFRJÁLS BLUETOOTH®-BÚNAÐURVertu í sambandi með örugga stjórn á bílnum með handfrjálsum búnaði. Þegar þú tengir Bluetooth®-samhæfan farsíma gerir raddstýrð hringing þér kleift að hringja símtöl án þess að sleppa stýrinu.

UPPLÝSINGAR UM BIFREIÐINASkjárinn sýnir myndræn gögn um orkunotkun og orkuflæði og birtir yfirlit yfir hverja bílferð. Einnig má virkja tímasetta hleðslu og tímasetta loftkælingu/hitun í gegnum skjáinn.*Aðeins í boði fyrir bifreiðar með Mitsubishi-fjarstýringu

OUTLANDER PHEV II

Tímasett hleðsla

Tímasett loftkæling

Upplýsingar um bíl / notkun bíls

HELSTU ATRIÐI

MITSUBISHI-FJARSTÝRINGNotaðu snjallsímann þinn til að fjarstýra hleðslutímastýringunni, fylgjast með hversu mikill hleðslutími er eftir og fleira. Nýjasta Mitsubishi-fjarstýringarforritið gerir þér kleift að kveikja á loftkælingu eða hitun í farþegarými strax eða með tímastýringu.

Athugaðu: Bíllinn og snjallsíminn eru tengdir í gegnum þráðlaust net sem dregur allt að 50 m við bestu aðstæður. Hugsanlega eru sumir snjallsímar ekki studdir. Eingöngu er hægt að virkja loftkælingu með fjarstýringu í gerðum sem ekki eru með rafknúna miðstöð. Rafknúin miðstöð þarf að vera til staðar til að nota forhitun.

Page 9: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

TÆKNILÝSING

Gerð INVITE+ / INTENSE+ / INSTYLE+

Hjóladrif Fjórhjóladrif

Sæti 5

Gerðarkóði GG3WXDHHZL6

Vél

Gerð 2,4 lítra, 16 ventla, DOHC MIVEC

Heildarslagrými cc 2360

Innspýtingarkerfi ECI-MULTI (rafræn innspýting)

Útblástur Euro 6d-Temp-EVAP-ISC

Hámarksafl (raun skv. EBE) kW (hö.)/sn./mín. 99 (13S)/4500

Hámarkstog (raun skv. EBE) Nm (kgf-m)/sn./mín. 211 (21,5)/4500

EldsneytiskerfiTegund eldsneytis Blýlaust, 95 oktan og hærra

Rúmtak á fullum tank lítrar 43

Rafhlaða og mótorar

Rafhlaða

Gerð Litíum

Heildarspenna v 300

Geta kWh 13,8

Fremri mótor (S61)

Hámarksafl kW (hö.) 60 (82)

Tog Nm (kgf-m) 137(140)

Aftari mótor (Y61)

Hámarksafl kW (hö.) 70 (95)

Tog Nm (kgf-m) 195 (19,9)

Hefðbundinn hleðslutími klst. (u.þ.b.) 5,5*

Hraðhleðsla mín. (u.þ.b.) 25 (upp að 80% hleðslu)

Afköst**Eldsneytisnotkun

Skv. WLTP-prófun (vegið) lítrar/100 km 2,0

Koltvísýringur

Skv. WLTP-prófun (vegið) g/km 46

Rafmagnsnotkun skv. NEDC-prófun (vegið) Wh/km 148

Skv. WLTP-prófun (vegið) Wh/km 169

Akstursdrægni á raforku

Skv. WLTP-prófun (vegið, jafngildi rafmagnsdrægni) km/hleðslu 45

Hámarkshraði í EV-stillingu km/klst. 135

Lágmarksbeygjuradíus m 5,3

Dráttargeta (með hemlum) kg 1500

Sambyggður gírkassi og drif

Gírhlutfall í heild

Að framan Vél 3,425

Mótor 9,663

Að aftan Mótor 7,065

Fjöðrun

Að framan MacPherson-gormafjöðrun með jafnvægisstöng

Að aftan Fjöltengdur eltiarmur með jafnvægisstöng

Hemlar

Að framan Loftkældir diskahemlar (2 stimplar) 16’’ (Invite) ‘17” (Aðrar gerðir)

Að aftan Gegnheilir diskahemlar

Stýrisbúnaður

Gerð Tannstangarstýri með rafknúinni aflstýringu

Hleðsla

Eigin þyngd kg 1890

Heildarþyngd ökutækis kg 2390

Rúmtak í farangursrými lítrar 463***

Hjólbarðar og felgur

Hjólbarðar (að framan og aftan) Staðalbúnaður 215/70R16 (Invite) 225/55/R18 (Aðrar gerðir)

Felgur (að framan og aftan) Staðalbúnaður 18” x 7,03 ál

*Með 230V á 10A rafstraumi. Sjö klukkustundir á 8A rafstraumi. **Mælt af MITSUBISHI MOTORS CORPORATION. Í einhverjum tilfellum gætu raunafköst verið önnur en hér er tilgreint. ***453 lítrar í gerðum með 710 W Rockford Fosgate®-hljóðkerfi.

Page 10: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

LITIR Á YTRA BYRÐI

EFNI Í INNANRÝMI

Sterlings-silfursanseraður [U25]

Perlurauður [P62]

Rúbínperlusvartur [X40]

Kvartsbrúnsanseraður [C06]

Svartsanseraður [X42]

Títaníumgrásanseraður [U17]

Silkiperluhvítur [W13]

Jökulhvítur [W37]

Hagnýtt efni sem er ekki of heitt eða of kalt viðkomu þegar mjög heitt eða kalt er í veðri.Athugaðu: Leðursætin eru með gervileðri á hliðum, á bakhlið og að hluta á setsvæðum og höfuðpúðum (einnig á hliðum á armpúða í miðju aftursæti, á armpúðum við dyr, hurðaklæðningum o.s.frv.).

Útfærsla INVITE+/INTENSE+ INSTYLE+

Efni Comfort Tech (C-TEC)* Leður með vatteruðu tíglamynstri

Grunnlitur Svartur Svartur

Saumur Silfraður Silfraður

Þakklæðning Ljósdrapplitaður Svartur

Klæðning á loftúttaki og framhurð Gljásvartur með silfruðum listumFljótandi svartur með

silfruðum listum

Klæðning á stokki Gljásvartur með silfruðum listumFljótandi svartur með

silfruðum listum

Athugaðu: Búnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. Frekari upplýsingar má fá hjá HEKLU eða umboðsmönnum um land allt.

Page 11: GRUNNBÚNAÐUR INVITE+ INTENSE+ ÚTFÆRSLA INSTYLE+ … · 2020. 10. 29. · Þú líður um vegina. Nýr og afkastameiri aftari mótor veitir viðbragðsfljóta hröðun, meiri stöðugleika

Öll mál eru gefin upp í millimetrum

Athugaðu: Litirnir sem sýndir eru geta virst örlítið öðruvísi á prenti en í raunveruleikanum. Frekari upplýsingar um raunverulegt útlit lita má fá hjá næsta sölu- eða dreifingaraðila Mitsubishi Motors.

Í boði – Ekki í boði

Útfærsla INVITE+/INTENSE+

Sæti Grunnlitur Svartur Svartur Ljósgrár

Efni Comfort Tech (C-TEC) Leður Leður

Litur að utan

Sterlings-silfursanseraður U25

Dökkrauðsanseraður P26

Rúbínperlusvartur X40

Kvartsbrúnsanseraður C06

Svartsanseraður X42

Títaníumgrásanseraður U17

Silkiperluhvítur W13

Jökulhvítur W37

LITIR Á YTRA BYRÐI og EFNI Í INNANRÝMI

Mál

INSTYLE+

Framboð

www.hekla.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Bílakjarninn Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum

Október 2020. Gert með fyrirvara um prentvillur. HEKLA áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara.