16
Ég var öll sumur til 24 ára aldurs á síld á Seyðisfirði. Ýmist á sjó, síldarplönum eða við SR bræðsluna. Ég byrjaði þar 8 ára gamall. Fram að því var ég við byg- gingarvinnu í tvö eða þrjú sumur. Við Grímsárvirkjun og síðan hérna á Egilsstöðum. Ég fór að vinna utan heimilis 5 ára gamall og var bara heima um helgar eftir það. 1. tbl. 2010 nr. 440 Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Umsjón: Jósep 1. tbl. 23. árg. nr. 440 8. janúar 2010 Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna- þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Guðni Nikulásson í Fellabæ. Starfsmaður í nærmynd Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ um starfið og verkefnin Guðni Nikulásson héraðsstjóri í Fellabæ lét af störfum hjá Vegagerðinni nú um áramót. Guðni hefur löngum haft ákveðnar skoðanir á málefnum Vegagerðarinnar og það er nauðsynlegt að ná þeim niður á blað á meðan hann er enn í kallfæri. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri hitti hann í Fellbæ 8. nóvember sl. og spjallaði við hann með diktafóninn í gangi. Viktor Arnar Ingólfsson færði samtal þeirra í letur. Gunnar: Eigum við ekki að byrja á hefðbundinn hátt og spyrja um ætt þína og uppruna? Hvar ertu fæddur og uppalinn? Guðni: Ér er fæddur Arnkelsgerði í Vallarhreppi (innsk. ritara, við Hringveg u.þ.b. 5 km sunnan við Egilsstaði) 25. september 942. Foreldrar mínir voru Nikulás Guðmundsson bóndi þar og Sigrún Þuríður Guðnadóttir hans kona. Voruð þið mörg systkini? Við vorum sex systkinin. Eitt dó skömmu eftir fæð- ingu. Við voru tveir bræðurnir sem lifðum og þrjár systur. Þetta hefur verið svona hefðbundið uppeldi í sveit? Já, þetta var í lok kreppunnar, en það kom önnur kreppa á eftir þessari þjóðfélagslegu. Það var sauðfjár- sjúkdómur sem hét garnaveiki og rústaði nánast bú- stofni margra bænda. Heima hjá mér fór stofninn úr 200 kindum í þrjátíu og tvær eða þrjár. Svo var fundið bóluefni á Keldum sem sneri þessum sjúkdómi við. Skólaganga þín? Það var barnaskóli þarna í sveitinni. Síðan fór ég í Eiða í einn vetur en fór þaðan á Hvanneyri og varð búfræðingur. Síðan lauk ég landsprófi frá Gagnfræða- skólanum við Vonarstræti í Reykjavík. Þar fyrir utan slatti af námskeiðum. Hafðirðu hug á framhaldsnámi? Mér fannst ég vera orðinn of gamall eftir landsprófið, tvítugur. Það er öðruvísi í dag. Hvað gerðirðu á sumrin á meðan þú varst í þessu námi?

Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

  • Upload
    others

  • View
    11

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

Ég var öll sumur til 24 ára aldurs á síld á Seyðisfirði. Ýmist á sjó, síldarplönum eða við SR bræðsluna. Ég byrjaði þar �8 ára gamall. Fram að því var ég við byg-gingarvinnu í tvö eða þrjú sumur. Við Grímsárvirkjun og síðan hérna á Egilsstöðum. Ég fór að vinna utan heimilis �5 ára gamall og var bara heima um helgar eftir það.

1. tbl. 2010 nr. 440

6. tölubla› 17. árgangur nr. 350 firi›judagur 6. apríl 2004

Ritstjóri: Viktor Arnar

IngólfssonUmsjón:

Jósep

1. tbl. 23. árg. nr. 440 8. janúar 2010

Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi

VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna­þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra.

Guðni Nikulásson í Fellabæ.

Starfsmaður í nærmynd

Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæum starfið og verkefninGuðni Nikulásson héraðsstjóri í Fellabæ lét af störfum hjá Vegagerðinni nú um áramót. Guðni hefur löngum haft ákveðnar skoðanir á málefnum Vegagerðarinnar og það er nauðsynlegt að ná þeim niður á blað á meðan hann er enn í kallfæri. Gunnar Gunnarsson aðstoðar-vegamálastjóri hitti hann í Fellbæ �8. nóvember sl. og spjallaði við hann með diktafóninn í gangi. Viktor Arnar Ingólfsson færði samtal þeirra í letur.

Gunnar: Eigum við ekki að byrja á hefðbundinn hátt og spyrja um ætt þína og uppruna? Hvar ertu fæddur og uppalinn?

Guðni: Ér er fæddur Arnkelsgerði í Vallarhreppi (innsk. ritara, við Hringveg u.þ.b. �5 km sunnan við Egilsstaði) 25. september �942. Foreldrar mínir voru Nikulás Guðmundsson bóndi þar og Sigrún Þuríður Guðnadóttir hans kona.

Voruð þið mörg systkini?

Við vorum sex systkinin. Eitt dó skömmu eftir fæð-ingu. Við voru tveir bræðurnir sem lifðum og þrjár systur.

Þetta hefur verið svona hefðbundið uppeldi í sveit?

Já, þetta var í lok kreppunnar, en það kom önnur kreppa á eftir þessari þjóðfélagslegu. Það var sauðfjár-sjúkdómur sem hét garnaveiki og rústaði nánast bú-stofni margra bænda. Heima hjá mér fór stofninn úr 200 kindum í þrjátíu og tvær eða þrjár. Svo var fundið bóluefni á Keldum sem sneri þessum sjúkdómi við.

Skólaganga þín?

Það var barnaskóli þarna í sveitinni. Síðan fór ég í Eiða í einn vetur en fór þaðan á Hvanneyri og varð búfræðingur. Síðan lauk ég landsprófi frá Gagnfræða-skólanum við Vonarstræti í Reykjavík. Þar fyrir utan slatti af námskeiðum.

Hafðirðu hug á framhaldsnámi?

Mér fannst ég vera orðinn of gamall eftir landsprófið, tvítugur. Það er öðruvísi í dag.

Hvað gerðirðu á sumrin á meðan þú varst í þessu námi?

Page 2: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

2

Hvenær byrjaðir þú svo að vinna hjá Vegagerðinni.

Ég byrjaði aðeins �967, nokkrar vikur sem verkamaður og á vörubíl en verð síðan flokksstjóri hjá Helga Gísla-syni á Helgafelli �968.

Varstu ekkert á vélum?

Nei, þótt ég kunni á vélar var það aldrei. Ég sótti um vélamannastöðu en Helgi hafði misst flokksstjórann sinn og hann réði mig 25 ára gamlan. Helgi var spurður að því hvað hann ætlaði að gera með mann eins og mig í flokksstjórastarf og hann svaraði að ég gæti allavega barið á Reyðfirðingum. Ég byrjaði í maí og eitt af mínum fyrstu störfum var að skipta yfir í hægri merkin. H dagurinn var 26. maí. Við Helgi vorum þarna alla nóttina að setja upp þessi H merki og breyta umferðar-merkjum.

Þú hefur þá unnið sem yfirmaður hjá Vegagerðinni í yfir 40 ár. Þú hefur unnið lengi náið með Helga Gíslasyni sem þótti allmerkilegur maður.

Jú, Helgi var náttúrulega einn merkilegasti maður sem maður hefur kynnst. Hann var mikill félagsmálamaður, oddviti og hreppstjóri í Fellahreppi og nokkurskonar foringi á Fljótsdalshéraði. Hann var brautryðjandi í skólabyggingum, heilsugæslu og flestum framfara-málum á Héraði á tímabili. Það voru sjálfstæðismenn sem settust að í Fellabæ. Það voru framsóknarmenn hinumegin og einhverjir örfáir kommúnistar.

Var Helgi eingöngu í sveitarstjórnarmálum?

Hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár þótt hann kæmist ekki á þing. Hann leiddi listann í Norður-Múlasýslu.

Hvernig yfirmaður var Helgi?

Hann var óskaplega mannlegur yfirmaður. Hann náði ábyggilega því besta út úr hverjum manni. Hann treysti mönnum. Menn vildu vinna fyrir hann. Hann var kannski ekki mikið að skipta sér af mönnum en menn unnu fyrir hann af trúmennsku.

En hann var ölkær?

Ég svara því nú bara eins og Helgi Hallgrímsson fyrr-verandi vegamálastjóri sagði, að það yrði enginn mikil-menni nema hann væri breyskur líka. Þeir voru ná-frændur, bræðrasynir af Skógargerðisætt. Margir merkir menn af þeirri ætt, margir brennivínsmenn líka.

Aðstæður voru öðruvísi en í dag þegar þú byrjaðir?

Vegakerfið var náttúrulega allt ónýtt en samt búið að teygja það um allar byggðir. Þetta drullupyttatíma-bil sem var á vorin, frá apríl jafnvel fram í júní, það var nánast á öllum vegum. En svona uppúr því sem ég byrja hætti Vegagerðin að gera við drullupytti á vorin og það fjármagn geymt til sumarsins og notað til að styrkja vegi. Það var þannig um allt land. Einar Þorvarðarson réði þessu á Austurlandi þegar hann varð hér umdæmisverkfræðingur. Á tiltölulega stuttum tíma tókst Vegagerðinni að komast út úr þessu ástandi.

Hvað var ykkar svæði?

Til að byrja með var Helgi verkstjóri á Upp-Héraði, sunnan Egilsstaða og á Seyðisfirði. Síðan var annar verkstjóri sem hét Steinþór Erlendsson með það sem við köllum Út-Hérað, þ.e.a.s. Eyðaþinghá, Hjaltastaða-þinghá og Borgarfjörður. Ragnar á Fossvöllum var með Jökulsárhlíðina og Tunguna. Páll Hjarðar var með Jökuldalinn og Fjöllin.

Voru þessir menn jafnsettir Helga?

Helgi er orðinn á þessum tíma ársmaður og stýrir þessu en hann var samt ekki beinn yfirmaður þessara verk-stjóra. Það var ekki fyrr en seinna sem það gerðist.

Hvernig voru aðstæður hér í Fellabæ?

Eldra áhaldahúsið, Langavitleysa, var komið þegar ég byrja.

En aðalstöðvar Vegagerðarinnar voru settar niður á Reyðarfirði. Þú hefur ekki verið sáttur við það?

Ég hef sagt að Egilsstaðir eru gatnamót og hér er aðalvegakerfið á bakvið. Hér er miðja Austurlands hvað sem hver segir. Á Héraði er vegakerfið rúmlega 700 km, stofnvegir, tengivegir og safnvegir. Landsvegir eru 450 km. Það er jafnlangt að þjóna veginum frá Egilsstöðum til Reyðafjarðar og frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Og styttra að þjóna veginum til Mjóafjarðar. Það er styttra yfir Öxi og styttra yfir í Breiðdalinn. En skynsemin hefur ekki alltaf ráðið hjá Vegagerðinni. Það eru nú bara þannig. Hér spilar inn í ótti við að starfssemi Vegagerðarinnar á Héraði verði núna skert verulega eða lögð niður.

Hvenær hætti Helgi Gíslason?

Hann hætti �980 þegar hann varð sjötugur. Hann að vísu sat aðeins lengur því ég tek ekki við fyrr en �. febrúar �98�. Þá er mitt starfsheiti héraðsstjóri.

Þegar þú varst að byrja í þessu var Vegagerðin með sína vinnuflokka og ekkert um útboð. Voru þá ráðnir sumarmenn eða voru margir heilsársmenn?

Þetta voru aðallega sumarmenn og svo vörubílstjórar og tækjaeigendur á tímagjaldi. Þó voru hér flestir sjö heilsársmenn en síðan hefur þetta verið að níðast niður. Útboðin byrjuðu ekki fyrr en um �980. Ég var tiltölulega fljótt gerður að verkstjóra í vegavinnuflokki, rétt upp úr �970. Helgi sat mest inni og var þá yfir öllu á Héraði.

Hver voru þín stærstu verk sem verkstjóri?

Andrés Kristinsson fyrrverandi verkstjóri á véla-verkstæðinu í Borgarnesi lést 5. desember.

Page 3: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

Endurbygging á allri Fjarðarheiðinni sem var unnið í samfellu á áttunda áratugnum. Síðan er búið að styrkja veginn en veglínan er eiginlega sú sama nema á litlum kafla fyrir ofan Efri-Stafi sem er fyrsta brekkan þegar hallar niður í Seyðisfjörð.

Eftir �980 er farið að vinna þetta með verktökum en þó ekki alveg?

Nei, eftir að ég tek við sem héraðsstjóri vorum við með þrjá vinnuflokka á sumrin. Arnór á Hvanná sem tók við af Páli, Ingólfur Steindórsson sem var orðin heilsárs-maður og vann í Lönguvitleysu á veturna og Magnús Jóhannsson sem var ráðinn sem verkstjóri þegar ég varð héraðsstjóri og er enn að. Hann var gröfumaður hjá mér áður. Hann fór í undirbyggingu á Fjarðarheiði þegar bundið slitlag var lagt á hana. Það var boðið út á milli brúna á fjallinu en hitt unnum við sjálfir.

Var eftirsjá í því að verkin færu í útboð?

Auðvitað var eftirsjá í því. Menn vilja ekki breyta ogstundum hafa breytingar orðið til bölvunar. Verktakarhöfðu ekki náð tökum á þessu og eftirlit Vegagerðar-innar var ekki nógu gott. Ég tel að verkfræðingar Vega-gerðarinnar hafi brugðist í gegnum tíðina því það er búið að byggja allt of mikið af lélegum vegum á Íslandi sem í raun og veru standast ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þetta var ekki gert eins og átti að gera. Litlar efnisrannsóknir. Menn virðast ekki geta tengt saman reynsluna, bókvitið og staðkunnáttuna. Menn vinna ekki saman sem heild og nánast brosa í kampinn ef gengur illa hjá hinum. Það er margt ekki í lagi hjá þessari stofnun.

Nú er meginvegakerfið komið með bundið slitlag en þú

hefur verið mikill talsmaður þess að minniháttar vegir séu líka lagðir bundnu slitlagi?

Já í tuttugu ár eða meira. Ég byrjaði að hreyfa þessu á rekstrarstjórafundunum. Menn horfðu með vantrú á mig þegar ég var að ræða þetta. En þetta er bara sparnaðurog líka mannréttindi að þurfa ekki að búa við þessa drulluvegi. Ekkert getur styrkt dreifbýlið betur en bætt-ar samgöngur. Ég vil bara nýta gamla veginn og bæta við burðarlagi þar sem þarf. Þó ekki að slá af öryggis-þættinum. Lækka hámarkshraða. Laga beygjur og blindhæðir. Það hefur ekki áhrif á kostnað per kíló-metra nema á einstaka köflum. En ef á að fara byggja þetta upp í þá staðla sem eru í dag, 7,5 metra, þá kostar þetta fleiri tugi milljóna á kílómetra. Þetta myndi kosta �0-�5 milljónir á km. Þingmenn Norðausturkjördæmis samþykktu 200� að láta leggja á kafla til Borgarfjarðar, 7 km tæpa. Þá náðist að leggja á fyrir þrjár milljónir á km í 6,2 m á breidd. Aftur 2006 erum við með ca 6 km kafla þar sem við nýttum uppbyggðan veg en styrktum hann og löguðum þar sem þurfti. Þar náðum við að gera þetta fyrir 7 milljónir á km. Það var aðeins meiri vinna lögð í hann en fyrrnefndan kafla. Þá kostaði fer-metrinn í klæðingu 500 kr. með efra burðarlagi. En í dag kostar fermetrinn �.000 krónur þ.e. efraburðarlag með klæðingu og útlögn. Það sem við vorum að gera 2006 hefur tvöfaldast í verði miðað við verðlag í dag.

Hver er reynslan af þessum köflum?

Hvergi látið á sjá. Við stjórnuðum þessu sjálfir en það voru verktakar og tækjaeigendur sem unnu þetta.

Það hefur verið talsverð jarðgangaumræða hér á Austurlandi og þú hefur ákveðnar skoðanir á því, er það ekki?

Fellabær. Þjónustustöð Vegagerðarinnar til vinstri á myndinni.

Page 4: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

4

Það þarf ca �0 km göng til að tengja Hérað við Eski-fjörð með göngum gegnum Seyðisfjörð, Mjóafjörð, Norðfjörð og þaðan til Eskifjarðar. Þannig væri hægt að gera þetta að mesta sóknarsvæði landsins. Þetta hefði kostað 20 til 26 milljarða 2007. Þetta myndi þjappa saman öllu þessu svæði. Þú gætir farið frá Egilsstöðum til Eskifjarðar í kaffi á 40 mínútum um svona göng. Þessi byggðarígur sem er að há okkur í dag myndi hverfa tiltölulega fljótt því það yrði enginn miðpunktur eða endastöðvar.

Þú hefur beitt þér opinberlega í þessum málum. Skrifað um þetta í blöð og rætt við þingmenn?

Já, eins mikið og ég hef getað. Með misjöfnumárangri. Þetta eru meira en vegamál, þetta eru byggða-mál. Ég vann sem ungur maður 6 eða 7 ár á Seyðisfirði og líkaði vel. Maður fær taugar til svona byggðarlagsog fólksins. Ég horfi á það sem útgangspunkt til fram-tíðar, að Seyðfirðingar og raunar öll þessi byggðalög fái jarðgöng hingað til Héraðs.

Þá er að ræða um leiðir frá Egilsstöðum til Reykja-víkur. Það er ágreiningur um það milli Héraðsmanna og Fjarðabúa um leiðaval, Fjarðaleið, Breiðdalsheiði eða Öxi. Það er gjarnan nefndur félagsskapur sem heitir Axarvinafélagið og þú ert nefndur formaður?

Þegar maður vinnur hjá Vegagerðinni þá fer maður að hugsa um svona vegi og þetta myndi muna býsna mikið fyrir okkur að komast til Suðausturlandsins og Reykjavíkur yfir Öxi. Ég fór að bauka við að halda því fram í ræðu og riti að þarna þyrfti að hafa a.m.k. akfæran veg. Ég var að ræða við menn eins og Jón Birgi þegar hann var hjá Vegagerðinni, Jón

Rögnvaldsson o.fl. og það varð til þess að það varð til óformlegur félagsskapur sem gerði aldrei neitt nema halda frammi Öxinni. Á seinni stigum kom inn Reynir í Höfn. Leiðin um Öxi hefur verið þyrnir í augum sumra manna á Fjörðum sem hafa haldið að hún tæki eitthvað frá sér sem er alrangt. Það er ekkert óeðlilegt að þeir sem koma í gegnum Egilsstaði vilji komast leið sem í dag er 7� km styttri en að fara í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng. Ég hef barist fyrir því að þarna yrði farið í varanlega uppbyggingu með því að reyna að vekja athygli á þessu. Og átt góða stuðningsmenn, bæði á Fljótsdalshéraði og innan Vegagerðarinnar. En það hafa verið andstæðingar líka, sérstaklega Fjarðabúar og örfáir vegagerðarmenn hér og þar á landinu. En af því nú stendur til að skera niður vetrarþjónustu á Öxi og víðar á Héraði langar mig að segja. Árin 2002 og 200� var veitt þarna þjónusta yfir Öxi og ég reiknaði út miðað við þá vetrarumferð sem þá var, þá kostaði þetta á þávirði �-4 milljónir þjónustan. Hefði þessi umferð sem þá var um Öxi þurft að keyra í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng þá hefði það kostað vegfarendur í beinni eyðslu og lágmarkstímaeyðslu kringum �0 mill-jónir. Með því að skera niður þjónustu á Öxi er verið að færa kostnað á fólk sem býr á þessum svæðum. Það er augljóst hagræði að veita vetrarþjónustu á Öxi. Miðað við spár um að umferð tvöfaldist á þessari leið ef þarna verður byggður góður vegur og veitt almenni-leg þjónusta, þá er þetta ein af fáum vegaframkvæmd-um á Austurlandi sem hægt er að reikna af beina arðsemi.

Og nú er þessi framkvæmd komin á vegáætlun?

Vegur um Öxi.

Page 5: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

5

Já, ef ég veit rétt þá er umhverfismatið á lokastigi og það er verið að vinna í vegagerð í Skriðdal í átt að Breiðdalsheiði og Öxi. Það eru �2 km sem á að skila 20�� með bundnu slitlagi.

Nú hefur verið bent á að Öxin sé há og verði alltaf erfiður fjallvegur.

Nýi vegurinn verður í 5�0 m hæð á smá kafla. Jú, auðvitað verður einhver snjómokstur á þessari leið og kannski ekki hægt að þjónusta leiðina á verstu vetrarmánuðum. En við höfum þá aðra leið. En 9 til �0 mánuði á ári er þetta 7� km styttra. Þetta er grund-vallarskilyrði til að tengja saman byggðarlög eins og Fljótsdalshérað, Djúpavog og Austur-Skaftafellssýslu. Ég hef líka bent Fjarðamönnum á að þeir geta stytt sér leið um tugi kílómetra með því að fara Þórdalsheiði yfir á Hringveg. Ég held að maður vitni bara í Vilhjálm Hjálmarsson að Hringvegurinn skal alltaf vera þar sem styst er á milli tveggja punkta. Þetta er stytting um �0% á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Bendi á að Öxnadalsheiði er í 540 m hæð og enginn kvartar yfir hæð á henni!Til gamans um byggðaríginn, ég var að ræða við mikinn vin minn í Fjarðarbyggð fyrir nokkrum árum. Hann var að bölvast út í Héraðsbúa eins og stundum gerist hjá því ágæta fólki í Fjarðarbyggð. Til varnar okkur Héraðsbúum sagði ég. Við getum varla öll verið svona slæm. Helmingur Héraðsbúa er aðfluttur héðan og þaðan að af landinu. Þá svaraði hann „Slæmir eru innfæddir Héraðsbúar en verri eru þó aðfluttir Héraðsbúar.“ Þá varð ég kjaftstopp.

Nú veit maður að þú hefur ekki alltaf verið sáttur við

skipulagsbreytingar hjá Vegagerðinni sem hafa verið gerðar í tímans rás, t.d. þegar umdæmunum var fækkað úr sjö í fjögur.

Jú, ég held að menn séu að horfa á þetta dálítið rangt. Menn hafa eflt toppinn á píramítanum en veikt það sem er næst mörkinni. Ég hef séð fyrir mér að það ætti aðefla þjónustustöðvarnar. Það ætti að vera grunnurinn úti á landi. Síðan væru einhverjar stoðdeildir sem mynduþjóna þeim. Ég gekk fyrir vegamálastjóra þegar ég var

Kæru vinir og vinnufélagar Mínar bestu þakkir fyrir gjafir og hlýjar kveðjur

í tilefni af því að hafa náð 60 ára aldri þann 2. desember sl.

Sigurður Kristjánsson, Reykjavík

Íris Leósdóttir deildar-stjóri rekstrarþjónustu á upplýsingatæknideild í Reykjavík og Ingvar Þór Stefánsson eignuðust stúlku þann 2�. desember sl. Hún var �6 merkur og 5� sm við fæðingu. Eldri systir er Ingibjörg Lára.

Velkomin í heiminn

Kaffisamsæti fyrrverandi starfsmanna Vegagerðarinnar 27. nóvember 2009. Á myndinni eru frá vinstri talið: Guðni Sigfússon, Hjalti Sigfússon, Þorsteinn Steingrímsson, Bjarnhéðinn Guðjónsson, Elís G. Þorsteinsson og Skúli Guðmundsson.

Fyrrverandi starfsmenn Vegagerðarinnar munu hitt-ast í kaffi í Borgartúni 7 alls þrisvar sinnum á þess-um vetri. Fyrsti fundur var 27. nóvember.

Næstu kaffifundir:Föstudaginn 29. janúar 20�0 kl. �4:00Föstudaginn 26. mars 20�0 kl �4:00

Page 6: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

6

formaður rekstrarstjórafélagsins og kynnti þá mínar hugmyndir. Það mátti efla menntunarkröfur til nýrra rekstrarstjóra nema mikil reynsla og þekking kæmi í staðinn. Þetta væri þá grunneining Vegagerðarinnar úti á landi. Ég hef enga skoðun á því hvað svæðin eigi að vera stór en þetta hefur farið í þveröfuga átt, rekstrar-stjórasvæðin hafa orðið veikari og verkefnin dregin í burtu, stjórnunarlínur lengdar og silkihúfum fjölgað. Vetrarþjónustan er t.d. orðin ópersónulegt apparat ein-hversstaðar langt í burtu. Okkur er bannað að mæta um helgar. Þetta er ekkert rætt, bara barið í gegn. Það á þá að koma hreint fram við menn og segja að hverju sé stefnt. Stjórnunarstíll Vegagerðarinnar er „þetta redd-ast.“ Margir yfirmenn Vegagerðarinnar tuddast áfram oft án skynsemi eða fyrirhyggju takandi ekkert tillit til lægra setts starfsfólks, skoðana þeirra og starfsöryggis.

Nú ert þú með erfiða fjallvegi á þínu svæði. Hefur ekki ýmislegt komið upp?

Ekkert svona sem maður hefur sjálfur reynt og man. Eftirlitsfólk okkar í Möðrudal hefur oft bjargað fólki. Svo gerist alltaf eitthvað á Fjarðarheiði og Fagradal. Fljótlega eftir að ég byrjaði var það í júní að það var búið að moka Fjarðarheiði, þá var hún ekki mokuð fyrr en á vorin. Þá gerði blindbyl og við komumst ekki upp með veghefil en þrír menn fórust í bíl á heiðinni. Það var svo mikill bleytusnjór að við komum ekki tækjunum upp. Við vissum ekki að það var fólk þarna í hættu.

Hefurðu verið lánsamur með þinn mannskap?

Það er kannski það besta á fjörutíu ára ferli hjá Vega-gerðinni að það hefur aldrei slasast maður hjá mér. Þeir sögðu í gamla daga þegar ég var verkstjóri að ég væri heldur leiðinlegur því ég tvítæki alltaf að þeir ættu að fara varlega.

Var það út af einhverju sérstöku sem það var svona innprentað í þig?

Tiltektardagur í BorgarnesiEins og undanfarin ár þá stóð umhverfis-og öryggisnefnd Vegagerðarinnar á Vest-urlandi fyrir tiltektardegi í Vegagerðinni fyrir jólin. Að þessu sinni föstudaginn ��. desember. Fyrir hádegi átti hver og einn að taka til á sínu svæði og eftir hádegi stóð til að hafa alvöru slökkviæfingu og kveikja eld úti í lóð og puðra síðan úr nokkrum slökkvitækjum. Því miður viðraði ekki fyrir útiæfingu en í þess stað var fenginn að láni hjá slökkviliðinu sér-stakur pottur til að sýna og æfa að slökkva eld í pottum.

Pétur B. Guðmundsson og Þorsteinn O. Hjaltason hafa verið skipaðir sérstak-ir brunaverndarfulltrúar fyrir húsnæðið í

Verðlaunahafar í Borgarnesi ásamt dómnefnd. Frá vinstri talið: Magnús Kristjánsson flokksstjóri í þjónustustöðinni, viðurkenning fyrir snyrtilegt vinnusvæði. Þorsteinn Oddur Hjaltason á vélaverkstæði og Ágúst Harðarson á hönnunardeild dómnefndarmenn. Hjördís Edda Karlsdóttir, viðukenning fyrir jólalegustu vinnuaðstöðuna.

Borgarnesi enda báðir í slökkviliðinu og sáu þeir um æfinguna.

Eins og undanfarin ár var skipuð dómnefnd til að gera úttekt fyrir og eftir tiltekt og veita verðlaun. Alltaf er dálítill samkeppni og ekki laust við að reynt sé að múta dómurum. Það heyrðist milli herbergja þegar þeim var boðið nammi, piparkökur og jafnvel ýmislegt annað sem ekki má hafa í vinnunni.

Dómnefndir hafa tekið sér alræðisvald varðandi það fyrir hvað veitt eru verðlaun hverju sinni og hvort það fer eftir hver á nammi eða piparkökur skal ósagt en að þessu sinni hlutu náð fyrir augum dómnefndar þau Magnús Kristjánsson flokksstjóri á þjónustustöðinni fyrir að halda sínu vinnusvæði snyrtilegu allt árið þrátt fyrir erfiðar aðstæður og Hjördís Edda fyrir jólalegasta vinnusvæðið. Borgarnesi 11.12.2009, Valgeir Ingólfsson formaður U & Ö Vg. Vesturland

Dóra S. Gísladóttir skrifstofumaður slekkur í potti á eld-varnaræfingu.

Page 7: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

7

Ekki átta ég mig á því. Að vísu sá ég tvö banaslys þegar ég var á Seyðisfirði. Hvort það hefur greipst í mig eða eitthvað annað.

En nú veit ég að þú hefur sjálfur lent í lífsháska í starf-inu hjá Vegagerðinni og tveir menn með þér.

Jú, við lentum í hremmingum �0. október �980. Þá vorum við að ljúka við að leggja veg inn í Múla inn í Fljótsdal og vorum að flytja burtu með flokkinn. Það hafði snjóað mikið inni á hálendinu og svo gerði mikla rigningu og asahláku. Árnar fylltust, bæði Jökulsá og Keldá. Það fór að renna yfir og við fórum að reyna að bjarga veginum. Okkur þótti hart að láta nýja veginn renna í burtu. Þetta óx í þrepum. Þá lentum við í ánni þar sem vegurinn hafði grafist í sundur og þar sátum við í þrjá og hálfan tíma á traktorsgröfu þangað til okkur var bjargað. Ég, Magnús Jóhannsson og Eiríkur Elísson. Við stóðum utan á húsinu til að byrja með en svo grófst tækið alveg. Í restina sátum við á þakinu og héldum okkur í ljós og eitthvað annað. Við sáum að það var verið að reyna að bjarga okkur og það endaði með því að það kom stór jarðýta sem hafði verið að vinna hjá okkur. Þeir voru þarna Ármann Magnússon og Þórhallur Ólafsson, þá tæknifræðingur fyrir austan en nú forstjóri Neyðarlínunnar. Þeir voru að reyna að þreifa fyrir sér með ýtunni. Þeir fóru hratt yfir ál sem var svo djúpur að húsið fór næstum því á kaf en af því þeir höfðu tönnina á undan tók vélin ekki vatn inn á sig. Síðan komust þeir svona 20 metra frá okkur á ýtunni. Við vorum með band sem við gátum hent til þeirra. Þeir drógu fyrst Eirík og Magnús til sín en þegar ég er einn eftir og þeir henda bandinu til mín, þá festist endinn niðri í vatninu og þegar ég er að losa bandið flýt ég upp en næ að snúa bandinu utanum hendina á mér um leið og ég flýt frá vélinni. Síðan fer ég á bólakaf og er þar í einhverjar mínútur að því sagt er. En einhvern-veginn hef ég þó komist upp og andað. Bandið var fast í endann svo þeir náðu ekki að toga mig að sér. Það endaði með því að þeir bundu bandið við ýtutönnina og strekktu það upp. Ég hékk þarna eins og þorskur og komst hvergi. Þórhallur kom útí í taug og ætlaði að taka mig í fangið en ég vildi ekki sleppa bandinu. Þá fór Þórhallur aftur að ýtunni og fékk hníf og kom aftur og skar bandið þannig að Ármann gat dregið okkur að ýtunni. Það þurfti átak til að losa gripið af bandinu, það þurfti að rétta fingurna einn af öðrum. Orkustofnun hafði mælt hita vatnsins um hádegi þennan dag og var hitastigið 0,�6 °C.

Þetta er með því harðasta sem þú hefur lent í?

Já, ætli það ekki. Ég var að vísu vel undirbúinn því við höfðum verið á Seyðisfirði við vegagerð í marga mánuði og þá syntum við á hverjum degi í sjónum.

Þú varst lærður sprengjumaður, var það ekki? Ég hef heyrt sögu að því þegar verið var að sprengja Illaklifið í landi Hleinagarðs.

Jú, það var þannig að upp úr �960 var teiknaður vegur frá Eiðum og alla leið út að sjó. Ekki veit ég hver

hannaði veglínuna en það var bara lögð reglustika frá Eiðum og farið beint yfir holt og hæðir. Það sést ennþá á veginum norðan Eiða. Þetta endaði eitthvað 4-5 km norðan Eiða og þar er staður sem heitir Illaklif. Þar átti að færa veginn um 200 metra og halda áfram með þessa beinu línu. Ég held að það hafi tafist í upphafi því það kostaði mikla peninga að færa þetta. Síðan komu breytt viðhorf og menn fóru að laga svona línur meira. Það var ágreiningur um þetta milli sveitarstjórn-ar og Vegagerðarinnar. Vegurinn um Illaklif var bara einbreiður og bólstraði mikið. Það var fallið frá því að færa veginn og ákveðið að lagfæra Illaklif. En sveitar-stjórnin hafði þarna skipulagsvaldið og Vegagerðin þorði ekki ganga gegn því svo ég ákvað að höggva á þennan hnút og lagfæra klifið. Hafði grun um að það gætu orðið einhver leiðindi á eftir og undirbjó þetta nokkuð vel. Við fórum á fætur kl. � að næturlagi og vorum komnir þarna um fjögur og byrjuðum þá að bora. Bóndinn var alfarið á móti því að þetta yrði lagað en þegar hann vaknaði vorum við búnir að bora og farnir að hlaða. Hann kom þarna kl. 8 eða 9 um morg-uninn og vildi að við hættum. Ég sagði að við hættum ekki neitt. Hann bað um að við frestuðum þessu þangað til hann væri búinn að tala við sýslumann. Ég man ekki hvort ég lofaði honum að bíða en hann fer allavegana. Á meðan sendi ég einn af mínum mönnum til að loka veginum og við herðum okkur við að hlaða. En það stóðst á endum að þegar bóndinn kom frá því að tala

Tiltekt á Selfossi(Áður birt í Notes­innanhússfréttagrunni 09.12.09)

Föstudaginn 4. des var öryggis- og tiltektardagur á Sel-fossi. Snorri Baldursson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu heimsótti okkur og fór yfir brunavarnir og rýmingaráætlun í húsi Vegagerðarinnar að Breiðumýri. Að loknu erindi Snorra var brunaæfing sem tókst með miklum ágætum. Rýming tók innan við eina mínútu þrátt fyrir að skrifstofudömurnar hafi þurft að setja á sig GLOSS áður en þær yfirgáfu húsið. Í hádeginu borðuðu starfsmenn af mini jólahlaðborði og hlustuðu á Bjarna Harðarson bóksala og fyrrverandi þingmann lesa upp úr bók sinni Svo skal dansa.

Jón Ágúst Jónsson

Allir komnir út.

Page 8: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

8

við sýslumann þá var ég tilbúinn að sprengja og gerði það. Honum varð þá þannig um að hann fór heim og ég sá hann ekki meir. Síðan höldum við áfram þarna allan daginn. Við sprengdum aftur um hádegi og þá kemur Einar Þorvarðarson. Hann er bara að líta á þetta, var eitthvað búinn að frétta þetta. Hann bað mig um að koma eitthvað með sér sem ég gerði. Ég gaf mínum mönnum skipun um að þeir mættu ekki stoppa að bora, sama á hverju gengi. Svo slökkti ég á símanum í bíln-um. Svo keyrum við Einar eitthvað um í tvo þrjá tíma

og vegamálastjóri er alltaf að reyna að ná í Einar en hann er alltaf sambandslaus. Þá var búið að hafa sam-band við vegamálastjóra. Síðan skilar Einar mér þegar passar að sprengja þriðju sprenginguna og fer. Síðan sprengjum við síðustu sprenginguna kl. �0 í rökkrinu um kvöldið. Þá var vel hlaðið því það losnaði 40 til 60 tonna bjarg og skaust upp á klettinn. Síðan urðu dálítil eftirmál af þessu. Sveitarstjórnin í Eyðaþinghá var alveg hringlandi vitlaus og kærði okkur. Heimtaði að ég yrði rekinn og Einar líka. Þetta lenti hjá ríkis-saksóknara en hann felldi málið niður eftir einhverja mánuði. Þetta jafnaði sig á einhverjum árum. Vegurinn er enn um Illaklif og það hefur engum dottið í hug að breyta honum síðan.

Annað mál sem ég er svolítið kunnugur. Það er slagurinn um Þórsnesnámuna. Vegagerðin hefur lengi tekið efni úr Þórsnesi sem er í landi Egilsstaða. Fyrst var það í sátt en svo breyttist það?

Það var ekki samkomulag um efnisverð. Þetta er tekið eignarnámi en síðan læsir landeigandi námunni þrátt fyrir eignarnámið. Það þurfti að fara í innsetn-ingaraðgerð til að brjóta lásinn. Það var réttarhald á Egilsstöðum. Landeigandi bað um frest til að skreppa frá en þá lagði hann bíl innan við hliðið. Lögreglan rauf keðjuna en sýslufulltrúinn vildi ekki láta færa bílinn,

Orðsending nr. 8/ 2009

Ferðakostnaður:(Áður birt í Notes­innanhússfréttagrunni 23.12.09)

Í samræmi við kjarasamninga skal aðalreglan vera sú að kostnaður vegna ferðalaga greiðist samkvæmt reikningi. Undantekningin frá þessari aðalreglu kjarasamninga er að starfsmenn við reglubundna vinnu á eða við vegi skulu fá greidda dagpeninga.

Ferðakostnaður innanlands�. Kostnaður vegna ferðalaga innanlands á vegum vinnuveitanda skal greiðast eftir reikningi, enda

fylgi fullnægjandi frumgögn.2. Starfsmenn við reglubundna vinnu á eða við

vegi skulu fá greidda dagpeninga enda sé það staðfest af yfirmanni að vinnan hafi verið unnin á þeim stað að ekki hafi verið greiður aðgangur að matsölustað.

�. Óski starfsmaður þess skal greiða honum áætlaðan ferðakostnað fyrirfram.

Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis�. Ferðakostnaður, annar en fargjöld, greiðist með

dagpeningum sem eru ákveðnir af ferðakostn-aðarnefnd.

AksturAkstur innanbæjar�. Starfsmenn skulu nota bíla Vegagerðarinnar sé

þess kostur. 2. Starfsmenn geta valið á milli þess að taka

leigubíl* eða nota eigin bíl og fengið greitt fyrir not hans samkvæmt akstursdagbók.

Annar akstur�. Starfsmenn skulu nota bíla Vegagerðarinnar sé

þess kostur.2. Starfsmenn geta valið á milli þess að taka bíla-

leigubíl* eða nota eigin bíl og fengið greitt fyrir not hans samkvæmt akstursdagbók.

Aðstoðarvegamálastjóri og/eða starfsmannastjóri skera úr ágreiningi sem upp kann að koma vegna þessara reglna.*Bílaleigur og leigubílastöðvar sem eru með rammasamning

við ríkið.

Vegamálastjóri/ÓTh

Afmæli

Sigurður Kristjánssonverkefnastjóri, umsjón fasteigna í Reykjavíkvarð 60 ára 2. desember.

Guðríður Gísladóttirfv. matráðskona í brúarvinnu-

flokki og mötuneyti Grafarvogi varð 85 ára 25. desember

Jón Haukur Sigurbjörnssonfv. rekstrarstjóri á Akureyrivarð 75 ára 28. desember

Einar Már Magnússonverkefnastjóri nýframkvæmda

Suðvestursvæðisvarð 50 ára 4. janúar

Page 9: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

9

taldi að innsetningaraðgerðin um lásinn næði ekki til þess. Ég ákvað að við skildum færa bílinn og fór með einhverja kalla á hann. Við bárum hann út af veginum og byrjuðum að vinna. Við vissum ekkert hvernig land-eigendur myndu taka þessu, það var einhver spenna en fyrsta kvöldið ákvað ég að raða vörubílum alveg þétt frá þjóðveginum að námunni þannig að það væri ekki nokkur leið að koma bíl á milli.

Þú hefur líka verið í stjórnmálum og í framboði og ekki alltaf fylgt sama flokknum.

Ég blandaði mér ekkert í þetta fyrr en �987. Ég var í samtökum sem hétu „Jafnrétti milli landshluta“ og við vorum þá að berjast fyrir þriðja stjórnsýslustiginu. Að hér yrðu stofnuð einhverskonar fylki, sbr. gömlu fjórðungana, og ætluðum þá að yfirtaka að verulegu leyti stjórnsýsluna. Þannig að landið yrði nokkurskonar bandaríki. Svo klofnuðu þessi samtök því þegar við vorum búnir að vinna nokkuð lengi í þessu án árangurs þá vildu sumir fara í framboð til að knýja á um þetta. Þá klofnuðu samtökin því þau höfðu verið ópólitísk. Þetta endaði þannig að ég leiddi listann á Austurlandi. Ég hef aldrei verið mjög þolinmóður maður og ætlaði að berja þetta í gegn.

Þú hefur þá tekið þátt í framboðsfundum?

Ég tók þátt í framboðsfundum með merkum mönnum eins og Sverri Hermannssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Hjörleifi Guttormssyni o.fl. Það var harður slagur. Leiðinlegasta framboðið sem Sverrir tók þátt í því það voru svo mörg fífl að rífa kjaft við hann.

Hvernig komu þeir fram við þig þessir harðjaxlar?

Þeir voru ágætir. Þeir sögðu að ég væri svartsýnis-maður. Það var t.d. eitt sem við vorum algjörlega á móti. Þá var Halldór Ásgrímsson farinn að gæla við það að framselja kvótann. Gera hann að verslunar-vöru. Ég man eftir frægum fundi hérna á Egilsstöðum. Ég sagði að þetta myndi verða upphafið að öllu illu. Halldór var svo næstur á mælendaskrá og sagði að það væri ekki verra en vant væri með Guðna, hann væri alltaf fullur af svartsýni, það væri eins og svart tjald byrgði honum sýn. Það væri stundum þannig að maður þyrfti að henda sér fram af bjargbrúninni þótt maður vissi ekki hvar maður kæmi niður. Því miður held ég að við höfum haft rétt fyrir okkur um framsalið.

Hvernig fór fyrir þessu framboði?

Framboðið fékk engan mann. En þetta munaði þó ekki meira en nokkrum tugum atkvæða að Jóna Valgerður færi inn og þá hefðum við farið þrjú inn.

Þú hefur haft nokkuð eindregna afstöðu gagnvart Efnahagsbandalaginu og hvort við eigum að ganga í það?

Já, ég er algjörlega á móti því. Þetta eru tilfinningarök. Helgi gamli Gíslason sagði: „Drengur, ef þú bjargar þér ekki sjálfur, munu ekki aðrir hjálpa þér.“ Ég á eftir að sjá það að Evrópuþjóðir muni hjálpa Íslendingum.

Þú vitnar mikið í Helga. Hann hefur verið fyrirmynd?

Já, að mörgu leyti og okkar lífsviðhorf að mörgu leyti ekki ólík. Ég bara segi að örþjóð eins og Íslendingar verða litlir í Evrópusambandinu. En svo spyr maður að því, eftir að þessir svikarar komu okkur á hausinn, erum við hæf til að stjórna okkur sjálf?

Hefurðu önnur áhugamál?

Þjóðlegur fróðleikur og það er líklega komið frá Helga líka. Það getur vel verið að maður haldi áfram að glugga í það. Svo eru það ferðalög. Ég var orðinn nokkuð fullorðinn þegar ég fór fyrst í utanlandsferð, 25 ára. Þá fór ég til Írlands. Í framhaldi af því var ég í siglingum í tvo vetur hjá Sambandinu. Þá er að nefna félagsskapinn Litla ferðaklúbbinn. Í honum vorum við fjórir vinir ég, Þráinn Jónsson, Magnús Þorsteinsson,

Vinnuhópur um vegbúnað á þjóðvegumÁkveðið hefur verið að skipa vinnuhóp til að fjalla um allan vegbúnað sem Vegagerðin notar á þjóðvegum.

Allur vegbúnaður sem notaður er á þjóðvegum og Evrópskir framleiðslustaðlar taka til skal samþykktur af þessum vinnuhópi, en síðan staðfestir vegamálastóri samþykktir vinnuhópsins.

Vinnuhópurinn skal fjall um öll erindi er varða heimild til notkunar á vegbúnaði og gera umsögn þar sem þess er þörf. Senda skal afrit til þessa vinnuhóps af öllum teikn-ingum og öðrum gögnum er varða staðfestingu á því að viðkomandi vegbúnaður standist kröfur Evrópskra framleiðslustaðla þar sem það á við. Vinnuhópurinn skal viðhalda lista yfir samþykktan vegbúnað og skjala öll nauðsynleg gögn þessu viðkomandi.

Vinnuhópurinn skal einnig vera svæðum til ráðgjafar er varðar vegbúnað, ef þess er óskað.

Vinnuhópurinn skal einnig leggja fram tillögu að því hvernig haga megi innkaupum á vegbúnaði þannig að tegundafjölda sams konar vegbúnaðar sé haldið í lág-marki, til að auðvelda viðhald hans síðar meir.

Starfshópurinn skal halda fundargerðir í GoPro og lista yfir vegbúnað sem samþykktur er af Vegagerðinni og uppfyllir Evrópska framleiðslustaðla.

Starfshópurinn er skipaður til tveggja ára í senn.30. nóvember 2009,

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri

Vinnhópinn skipa:

Daníel Árnasonformaður

Kristján Kristjánsson

Gylfi Sigurðsson

Page 10: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

�0

og Albert Kemp. Þetta eru eða voru allt miklir sveitar-stjórnarhöfðingjar nema ég. Þannig var í upphafi að égvar að laga snjóstikur á Egilsstaðanesinu. Þá stopparhjá mér bíll og maður snarast út, Þráinn Jónsson, og segir: „Ég er að fara til Luxemburgar, Magnús getur ekki komið með, ætlar þú að koma? Ég hugsaði málið í fimm mínútur og sagði; Já ég kem. Þetta er upphafið að kunningsskap og vináttu okkar félaga. Þetta var ein-hverntímann eftir �980. Eftir það var ég heimagangur á heimili þeirra hjóna, Þráins og Ingveldar Pálsdóttur. Kom þar einu sinni í viku og fékk andlega upplyftingu og predikun um hið frjálsa framtak. Þráinn var oddviti og hreppstjóri í Fellabæ í mörg ár og var framámaður í pólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Héraði. Við urðum mjög nánir og það hélst þar til hann dó fyrir tveimur árum síðan. Tveir okkar voru kvæntir, Þráinn og Albert, og ef konurnar komu með urðu þær að lúta karlaveldinu. Við fórum ekki út á hverju ári en flest öll ár fram undir �999 þegar Þráinn veikist. Þá upp-götvuðum við það að hann var prímusmótorinn í þess-um Litla ferðaklúbbi. Við fórum til London, Glasgow, Edinborgar, Parísar, Luxemburgar, Hamborgar, Chicaco, Baltimore og víðar, Þetta voru einkum borgarferðir, 5 til 7 daga. Það var auðvitað alveg nóg því þessi vinahópur var mjög ólíkur og áhugamálin

ólík. Það er varla hægt að ímynda sér ólíkari einstak-linga innbyrðis en þessa fjóra vini. Við gátum samt samræmt áhugann fyrir skoðunarferðum.

Voru þetta slarksamar ferðir?

Sumar. Við segjum ekkert frá því í sjálfu sér. En við vorum allir hófsmenn með víni og það leiddi ekki til vandræða. Íslendingur sem við hittum í Hamborg gaf okkur þessa einkunn: Einn var okkar vitrastur, einn var oflátungur, einn var frakkastur og einn var hógvær. Hann sagði ekki hver var hvað og það er eilífðargáta að leysa það. Þetta voru ákaflega skemmtilegar ferðir og tilbreyting frá hversdagsleikanum. Hæfilega stuttar ferðir. Við fórum alltaf í eins til tveggja daga ferð út úr þessum borgum. Oftast nær með lestum. Það voru svona ýmis ævintýri sem spunnust í kringum það.

Hver var stjórnaði í þessum ferðum?

Þráinn var foringinn. Ef hann tók ákvörðun þá hlýddum við því, Magnús var þó stundum að þrjóskast. Þráni var illa við að fara gangandi í langar skoðunarferðir og kallaði það að ráfa um götur. Hann var reyndur ferða-maður og heimsborgari. Þetta kveikti í okkur hinum og við höfum allir síðan ferðast mikið.

Töluðuð þið tungumál?

Árleg jólskemmtun Starfsmannafélagsins í miðstöð og Suðvestursvæði var haldin í mötuneytinu Borgartúni 7 þann 12 desember.

Page 11: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

��

Frá bókasafniHér á eftir er listi yfir ný aðföng bóka-safnsins í nóvember og desember 2009Skýrslur:Endurskoðun rennslisgagna úr vatnshæðarmæli 148 í Fossá í Berufirði, 1968 – 2007 / Snorri Zóphónaíasson. Veðurstofa Íslands, Reykjavík, 2009.

Ensuring quality of life in Europe´s cities and towns, Tackling the environmental challenges driven by European and global change, no 5/2009, European Environment Agency, Copenhagen, 2009

Fornleifarannsókn í landi Skáldalækjar í Svarfaðardal / Guðný Zoëga, Byggðasafn Skagfirðinga, Skagafirði, 2009

Sundabraut: Arðsemismat: Áfangi I (leið III og jarðgöng) og áfangi II / Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, Verkís. Vegagerðin, Umhverfis­ og samgöngusvið, Reykjavík, 2009.

Bestun á öxulflokkun umferðargreina: Byggt á samþættri grein-ingu vettvangsmælinga og þyngdargreinisgagna / Jóhannes Loftsson, (Unnið fyrir Vegagerðina), Verkís, Reykjavík, 2009.

Bil og vei: statistikk 2009, Opplysningsrådet for Veitrafikken AS, Oslo, 2009.

Hringvegur í Lóni (1-v3/v4), Reyðará - Þorgeirsstaðir, frumdrög, Vegagerðin, Selfossi, Mannvit, verkfræðistofa, Reykjavík, nóvember 2009

Klæðingar úttekt í október 2009 / Sigursteinn Hjartarson, Einar Gíslason, Vegagerðin, Reykjavík, nóvember 2009

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slit-laga / Ásbjörn Jóhannesson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík, 2009

Lækkun hita við framleiðslu malbiks – Samantekt rannsókna - /Arnþór Óli Arason, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Halldór Torfason, Malbikunarstöðinni Höfða, Reykjavík, 2009

Nýting umferðargreina við mat á þungaálagi ásamt leiðréttingu gagna / Jóhannes Loftsson, (Unnið fyrir Vegagerðina), Verkís, Reykjavík, 2009.

Suðurlandsvegur. Frá Hólmsá og austur fyrir Hveragerði, Frumdrög, 1. hefti – Greinargerð, 2. hefti – Teikningar, EFLA verk­fræðistofa og Vegagerðin, Reykjavík, desember 2009

Sundabraut 1. áfangi. Sundagöng og eyjalausn. Frummatsskýrsla. EFLA verkfræðistofa, Vegagerðin, Reykjavíkurborg, Reykjavík, 2009.

Sundabraut 1. áfangi. Sundagöng og eyjalausn. Frummatsskýrsla. Korta­ og myndahefti. EFLA verkfræðistofa, Vegagerðin, Reykjavíkurborg, Reykjavík, 2009.

Vestfjarðavegur (60), Þorskafjörður – Kjálkafjörður. Greinargerð um stöðu mála, Vegagerðin, Borgarnesi, 2009.

Ýmislegt:Íslenskur staðall: Traffic control equipment – Warning and safety light devices, Umferðarstjórnunarbúnaður – Viðvörunar- og öryggisljósabúnaður, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2006

Landshagir 2009, Statistical Yearbook of Iceland, Hagstofa Íslands, Reykjavík, 2009

Årbok for Norsk vegmuseum, Statens vegvesen, Lillehammer 2009.

Jöklar á Íslandi / Helgi Björnsson, Opna, Reykjavík, 2009.

Jökull, The Icelandic Journal of Earth Sciences, Jöklarannsóknafélag Íslands, Jarðfræðafélag Íslands, 59. árgangur, Reykjavík, 2009

Landafræðisaga Íslands. V. Lykilbók. Viðaukar og skrár. Ormstunga, Reykjavík, 2009.

Óshlíð tunnel 2008 – 2010, myndabók, Ósafl, Marti Contractors Ltd., Íslenskir aðalverktakar hf., 2009

Verkin sýna merkin. Saga framkvæmda og verktakastarfsemi á Íslandi / Sveinn Þórðarson (Ritröð VFÍ), Verkfræðingafélag Íslands, Reykjavík, 2009

Magnús var besti málamaðurinn. Þráinn talaði lítið en hann gat oft gert sig best skiljanlegan.

Þú átt jörð hér á Héraði?

Já, ég keypti jörð af gömlum manni sem brá búskap og var að flytja til Egilsstaða, Grófargerði. Það var ágætt því maður hafði ekki hugsað um neitt nema vegagerð í tuttugu ár. Þetta dreifði huganum. Ég er með litla skóg-rækt þarna og sumarhús.

Nú hefurðu ákveðið að hætta hjá Vegagerðinni um áramótin, ekki nema 67 ára gamall. Er það af einhverj-um sérstökum ástæðum sem þú hættir fyrir tímann?

Maður er bara orðinn þetta gamall. Annars á það ekkert erindi inn á þessa upptöku. En ég vil þakka samstarfs-mönnum mínum fyrir samstarf liðinna ára og áratuga. Einari Þorvarðarsyni vil ég þakka sérstaklega sem góðum yfirmanni í áratugi. Okkur greindi og greinir á um einhver mál, en erum oft sammála. Ég hef ekki allt-af verið auðveldur ljár í þúfu.

Og þá er rétt að hafa lokaorðin eins og þú hefur stund-um viðhaft.

Já, þetta fer aldrei verr en illa. Ég veit ekkert hvar ég lærði þetta orðtak en ég nota það dálítið.

Og þar með lýkur þessu spjalli.

Page 12: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

�2

Öryggis- og tiltektardagur í miðstöð og Suðvestursvæði, föstudaginn 4. desember. Dómnefndin að störfum á skrifstofu vegamálastjóra. Frá vinstri talið: Randver Sigurðsson, Jóhann Berg Þorbergsson umferðareftirlitsmenn og Ingunn Ósk Árnadóttir á brúadeild. Að loknum vinnudegi var haldið árlegt jólaglögg Starfsmannafélags miðstöðvar og Suðvestursvæðis og þá voru veittar viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr að mati dómnefndar. Sjá mynd á baksíðu..

Vikor Arnar Ingólfsson skrifar

Frá ritstjóraÞetta er �. tölublað 2�. árgangs þessa fréttabréfs og blað númer 440. Það er óvenju stórt þar sem talsvert efni hefur safnast upp og einnig er hér birt efnismikið viðtal við Guðna Nikulásson rekstrarstjóra

í Fellbæ sem lét af störfum um þessi áramót. Fyrsta tölublað þessa fréttabréfs kom út �5. febrúar

�988. Þar segir m.a. „Tilgangur þessa blaðs er að auka upplýsingastreymi innan Vegagerðarinnar þannig að sem flestir geti fylgst með því sem er að gerast hjá stofn-uninni.“ Með breyttum tíma er þetta hlutverk blaðsins ekki lengur eins mikilvægt. Upplýsingastreymið fer nú fram á innri og ytri vefsíðum Vegagerðarinnar. Hér er hinsvegar tekinn upp hluti þessara upplýsinga til upprifjunar og er það efni merkt sérstaklega. Annað efni sem var áberandi í blaðinu er horfið því fréttagrunnarnir sinna því vel. Til dæmis höfum við hætt að birta lista yfir utanferðir starfsmanna því í upphafi var það gert til að sjá mætti hvenær viðkomandi yrði fjarverandi af vinnu-staðnum og hve lengi. Nú hefur tölvuvæddur viðveru-grunnur tekið við þessu hlutverki.

Ég tel samt að þetta blað hafi ennþá talsvert stórt

hlutverk í stofnanakúltúr Vegagerðarinnar. Um síðustu áramót voru liðlega �00 starfsmenn hjá stofnuninni og unnu þeir á �8 starfsstöðvum um allt land. Margir þess-ara starfsmanna hittast sjaldan eða aldrei en þurfa engu að síður að eiga í talsverðum samskiptum. Það er mikil-vægt að halda góðu sambandi milli þessara vinnustaða og flytja af þeim fréttir. Það stuðlar að samvinnu milli landshluta og að stofnunin geti unnið sem ein heild.

Með birtingu efnismikilla viðtala við starfsfólk um starfið og verkefnin má segja að blaðið hafi fundið nýjan tilgang. Af sama meiði eru hugmyndir um að taka viðtöl við eldri fyrrverandi starfsmenn til birtingar hér. Í 7. tbl. síðasta árs birtist viðtal við Guðríði Gísladóttur fyrrverandi ráðskonu í brúarvinnuflokki og mæltist það vel fyrir. Gamlir starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá mörgu að segja og því æskilegt að framhald geti orðið á þessu verkefni. Vonandi getur það orðið að veruleika á þessu ári. Af sama meiði er söfnun gamalla ljósmynda og merkingar þeirra. Á síðasta ári voru skannaðar um 8.000 ljósmyndir frá fyrri tíð og verður mikið verkefni að skrá þær allar í myndagrunn. Það er verkefni sem margir þurfa að koma að.

Fyrrverandi starfsmenn eru margir áskrifendur að blaðinu. Það gerist ekki sjálfkrafa við starfslok, þeir verða að láta vita að þeir óski eftir að fá blaðið sent heim. Best er að senda tölvupóst til ritstjóra. Það sama gildir

Page 13: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

��

Orðsendingu nr. 1/2010Um vinnutíma og viðveru.(Áður birt í Notes­innanhússfréttagrunni 04.01.10)

Í starfsmannastefnu segir að starfsmenn skuli eiga rétt á sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem unnt er. Vinnutími starfsmanna skal taka mið af því að þeir geti samræmt kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. Stefnt er að því að draga úr yfir-vinnu starfsmanna sé þess kostur án þess að það komi niður á starfsemi stofnunarinnar. Óreglulegur vin-nutími, s.s. vaktavinna, er í sumum tilvikum nauðsyn-legur vegna starfseminnar. Stefnt skal að því að skipulag vaktavinnu sé með þeim hætti að óæskileg áhrif hennar á starfsmenn séu sem minnst. Í samræmi við þetta eru eftirfarandi reglur settar um vinnutíma og viðveru.�. Starfsmenn skulu ekki vinna meira en 480 yfirvin-

nustundir á ári eða sem nemur 40 klst. að meðal-tali á mánuði.

Ef fyrirsjáanleg er að starfsmaður þurfi að vinna meira af óviðráðanlegum orsökum, skal yfirmaður viðkomandi starfsmanns sækja um það skriflega til yfirstjórnar Vegagerðarinnar.

Athugið! Greidd yfirvinna umfram 40 stundir pr. mánuð að meðaltali hjá sumarstarfsmönnum er bönnuð.

2. Upphaf daglegrar vinnu á skrifstofum skal almennt vera kl. 08:00. Vinnutíminn getur verið sveigjanlegur eftir óskum og þörfum hvers starfs-manns . Vikulegur vinnutími er 40 klst. í dagvinnu miðað við fullt starf. Skrifstofur Vegagerðarinnar skulu vera opnar almenningi eigi síðar en frá kl.

08:�0 til a.m.k. �6:00 og viðskiptavinir eiga að fá afgreiðslu á þessu tímabili. Taka verður tillit til þessa afgreiðslutíma hjá einstökum starfsmönnum þegar sveigjanlegur vinnutími er heimilaður. Ekki er heimilt að loka í hádegi virka daga.

�. Upphaf daglegrar vinnu hjá þjónustustöðvum og verkstæðum skal almennt vera kl. 07:�0 eða kl. 08:00. Vikulegur vinnutími er 40 klst. í dagvinnu miðað við fullt starf og engin föst yfirvinna, nema á vélaverkstæðum verður heimilt að vinna 4 klst. í yfirvinnu fast pr. viku. Þar sem hægt er að koma við sveigjanlegum vinnutíma hjá einstökum starfs-mönnum skal orðið við því.

4. Upphaf daglegrar vinnu í vinnuflokkum sem eru í viðlegu skal vera kl. 07:00, 07:�0 eða 08:00. Fastur vinnutími skal vera 40 klst. í dagvinnu og 8 klst. í yfirvinnu að meðaltali pr. viku miðað við fullt starf. Þeir vinnuflokkar sem eru í viðlegu lengur en eina viku hafa heimild til að vinna af sér eftir ákveðnum reglum. Þar sem hægt er að koma við sveigjanlegum vinnutíma hjá einstökum starfs-mönnum skal orðið við því.

Öllum starfsmönnum skal tilkynnt um fyrirkomu-lag vinnutíma með nægjanlegum fyrirvara. Með orðsendingu þessari eru fylgiskjöl um nánari útfærslu á vinnutíma (sjá innanhússfréttagrunn). Með þessari orðsendingu fellur úr gildi orðsending nr. �/2008 um sama efni.

Vegamálastjóri/KHS/ÓTh

fyrir Framkvæmdafréttir. Þetta er vegna þess að ekki er sjálfgefið að starfsmenn sem láta af störfum kjósi að fá blöðin í áskrift. En margir þessara félaga okkar hafa lýst ánægju sinni með að fá að fylgjast með á þennan þátt og eru þeim þakkaðar góðar kveðjur í gegnum tíðina.

En það eru erfiðir tímar og ekki sjálfsagt að Vegagerðin kosti miklu til í svona útgáfu. Eðlilega þarf að draga útgáfuna eitthvað saman og leita allra leiða til að spara. Nú er farið að birta blaðið á innra vef Vegagerðarinnar og má finna tengilinn efst á lista til vinstri á forsíðunni. Það hafa komið ábendingar um að ekki kjósi allir starfs-menn að fá pappírseintak og því mætti fækka prentuðum eintökum. Einnig að nóg væri að láta eitt eða tvö eintök liggja á kaffistofu í stað þess að dreifa blaðinu til allra. Slíkt myndi væntanlega þýða talsvert smærra upplag og að stafræn prentun yrði hagkvæmari kostur en hefðbun-din prentu blaðsins. Þetta þarf allt að skoða og verður það gert á næstu mánuðum.

Margir starfsmenn eru vakandi fyrir efni og senda inn með myndum. Í þessu blaði eru fréttir af tiltektardögum á þremur stöðum. Einhverjir hafa kannski tekið eftir því

að myndirnar utan af landi eru birtar á smærra formi en myndir frá Reykjavík. Það er ekki vegna þess að efnið sé ómerkilegra heldur hafa myndaskrárnar sem bárust ekki verið nægilega stórar fyrir stærri prentun. Það er mjög mikilvægt að þeir sem taka myndir sem ætlaðar eru til birtingar í prentmiðli stilli myndavélarnar á bestu mögulegu upplausn.

Endilega haldið áfram að senda inn fréttir af leik og starfi Vegagerðarfólks um land allt. Bæði til birtingar á innri og ytri vef Vegagerðarinnar og í fréttablöðunum. Ég og G. Pétur upplýsingafulltrúi getum aðstoðað við textagerð ef þess er óskað. Oft nægir mynd og stuttur texti.

Ég vona að við munum eiga gott samstarf á árinu 20�0.

Árshátíð í ReykjavíkÁrshátíð starfsmanna í Reykjavík og á Suðvestursvæði verður haldin í Reykjavík laugardaginn 20. mars 20�0. Áhugasamir ættu að taka daginn frá. Nefndin

Page 14: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

�4

Æviskrár VegagerðarmannaÁ hverju ári eru birtar æviskrár starfsmanna Vegagerð-arinnar í tilefni stórafmæla og hafa nú alls birst 2�0 æviskrár. Við þökkum þeim fyrir sem hafa tekið þátt í þessu með okkur. Hér fyrir neðan er svo birtur nafna-listinn og númer tölublaðs við. Þetta gerum við árlega í �. tölublaði hvers árs og með þessu móti mun smátt og smátt verða til þokkalegt vegagerðarmannatal. Þeir sem geyma blöðin geta flett upp á �. tölublaði ársins og

fundið blaðnúmer þess sem leitað er að. Hafi æviskrá birst oftar en einu sinni er síðasta birting skráð í list-ann.

Það eru eflaust til einhverjir sem eru lítið fyrir athygli vegna afmæla en þó tilbúnir til að vera með á þessum æviskráalista. Þeir eru þá hvattir til að panta eyðublað hjá ritstjóra og senda upplýsingarnar síðan inn.

Nafn blaðnúmerAlda Sigurbjörg Ferdinandsdótir . . �48Alfreð Jónsson . . . . . . . . . . . . . . . . �94Andrés Kristinsson. . . . . . . . . . . . . 42�Andrés Viðarsson. . . . . . . . . . . . . . 4�2Arnar Ellert Ragnarsson . . . . . . . . �87Auðunn Hálfdanarson . . . . . . . . . . �94Auður Þóra Árnadóttir . . . . . . . . . . ��2Auður Eyvinds . . . . . . . . . . . . . . . . 4�8Ágúst Sæmundsson . . . . . . . . . . . . ��9Árni Þorvaldsson . . . . . . . . . . . . . . �9�Ásgeir Matthías Kristinsson . . . . . 4�6Ásmundur Valdimarsson . . . . . . . . ��6Ástbjartur Sæmundsson . . . . . . . . . �96Baldvin S. Baldvinsson . . . . . . . . . 4��Bárður Sigurðsson . . . . . . . . . . . . . 242Birgir Eyþórsson . . . . . . . . . . . . . . �77Birgir Guðmundsson . . . . . . . . . . . �8�Bjarni J. Finnsson . . . . . . . . . . . . . 2�5Bjarni Heiðar Johansen . . . . . . . . . �29Bjarni Guðmann Sigurðsson . . . . . �29Bjarnveig S. Hermundsóttir . . . . . . 429Björg Helgadóttir . . . . . . . . . . . . . . 405Björgvin Óskar Bjarnason . . . . . . . �67Björn Ólafsson . . . . . . . . . . . . . . . . �87Björn Svavarsson . . . . . . . . . . . . . . �24Dagný Engilbertsdóttir. . . . . . . . . . �47Daníel Árnason . . . . . . . . . . . . . . . �26Davíð Jens Hallgrímsson . . . . . . . . 227Eiður B. Thoroddsen . . . . . . . . . . . �97

Einar Friðbjörnsson . . . . . . . . . . . . 244Einar Gíslason . . . . . . . . . . . . . . . . �27Einar Hafliðason . . . . . . . . . . . . . . �40Eiríkur Jónas Gíslason . . . . . . . . . . �79Elís Jónsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . 294Elís G. Þorsteinsson . . . . . . . . . . . . �54Erla Cortes . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 264Erlingur Dagsson . . . . . . . . . . . . . . 275Erlingur Jensson. . . . . . . . . . . . . . . 425Erna B. Guðmundsdóttir . . . . . . . . 280Erna Bára Hreinsdóttir . . . . . . . . . . �97Eymundur Runólfsson . . . . . . . . . . 282Eyvindur Jónasson . . . . . . . . . . . . . 288Friðleifur Ingi Brynjarsson . . . . . . ��5Friðrik Blöndal. . . . . . . . . . . . . . . . 24�Garðar Steinsen . . . . . . . . . . . . . . . �08Geir Guðmundsson . . . . . . . . . . . . �2�Gísli Felixson. . . . . . . . . . . . . . . . . 280Gísli S. Gíslason . . . . . . . . . . . . . . 28�Grétar Óli Sveinbjörnsson . . . . . . . ��9Guðbjörg Ingólfsdóttir . . . . . . . . . . �55Guðjón Sigurjón Ólason . . . . . . . . ��7Guðjón Þorsteinsson . . . . . . . . . . . 245Guðjón Þórarinsson . . . . . . . . . . . . 2�8Guðmann A. Guðmundsson. . . . . . 275Guðmundur Arason . . . . . . . . . . . . �85Guðmundur Árnason . . . . . . . . . . . 4�4Guðmundur S. Finnsson . . . . . . . . 274Guðmundur Gíslason . . . . . . . . . . . 2�7

Nafn blaðnúmerGuðmundur Guðbrandsson . . . . . . 276Guðmundur Ingi Guðjónsson . . . . �2�Guðmundur Finnur Guðmundsson �97Guðmundur Heiðreksson . . . . . . . . 4�9Guðmundur Ívarsson . . . . . . . . . . . 278Guðmundur Karl Jóhannesson. . . . 4�8Guðmundur Rafn Kristjánsson . . . 400Guðmundur Sigurðsson . . . . . . . . . �65Guðmundur Sigurjónsson . . . . . . . 425Guðmundur Ingi Waage . . . . . . . . �22Guðmundur Frímann Þorsteinsson 27�Guðmundur Vignir Þórðarson . . . . 286Guðni A. Arthursson . . . . . . . . . . . 4�5Guðni P. Kristjánsson . . . . . . . . . . 222Guðrún Þóra Garðarsdóttir . . . . . . �2�Guðþór Sverrisson . . . . . . . . . . . . . 29�Gunnar Bjarnason . . . . . . . . . . . . . �07Gunnar Garðarsson . . . . . . . . . . . . �5�Gunnar Gunnarsson, bókasafnsfr. . 204Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur �9�Gunnar Gunnarsson, fyrrv. bifvélav. �4�Gunnar Haukur Jóhannesson . . . . . �5�Gunnar Karlsson . . . . . . . . . . . . . . 40�Gunnar Linnet . . . . . . . . . . . . . . . . �78Gunnar Ingi Olsen . . . . . . . . . . . . . 286Gunnar Þórólfsson . . . . . . . . . . . . . 42�Gylfi Júlíusson . . . . . . . . . . . . . . . 2�4Hafdís Eygló Jónsdóttir . . . . . . . . . �72Hafdís A. Magnúsdóttir . . . . . . . . . 278

Nafn blaðnúmer

Brunaæfing í Borgartúni þann 4. desember sl. Brunavarnarkerfið gangsett og fyrsti maður í rýmingu á leiðinni út. Örvar Aðalsteinsson slökkviliðsmaður í slökkviliði höfuðuborgarsvæðisins tekur tímann.

Page 15: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

�5

Hafliði Richard Jónsson. . . . . . . . . 404 Halldór Friðriksson . . . . . . . . . . . . �57Halldór Guðni Oddgeirsson. . . . . . �67Hallmundur Guðmundsson . . . . . . ���Hallur Sigurbjörnsson . . . . . . . . . . �28Hanna María Tómasdóttir . . . . . . . 278Hannes Már Sigurðsson. . . . . . . . . �65Haukur Bergsteinsson . . . . . . . . . . �96Haukur Einarsson. . . . . . . . . . . . . . �4�Haukur Jónsson . . . . . . . . . . . . . . . �9�Haukur Karlsson . . . . . . . . . . . . . . �9�Hákon Sigtryggsson. . . . . . . . . . . . 248Heimir F. Guðmundsson . . . . . . . . 4�7Helga Aðalgeirsdóttir. . . . . . . . . . . �62Helgi Hallgrímsson . . . . . . . . . . . . ��0Helgi Jóhannesson . . . . . . . . . . . . . 255Hilmar Finnsson. . . . . . . . . . . . . . . 4�5Hjalti Sigfússon . . . . . . . . . . . . . . . �42Hjálmar Haraldsson . . . . . . . . . . . . �8�Hjörleifur Ólafsson . . . . . . . . . . . . �90Hlöðver Jóhannsson. . . . . . . . . . . . �8�Hreinn Haraldsson . . . . . . . . . . . . . 4�5Hringur Guðmannsson. . . . . . . . . . �72Hörður Sumarliðason. . . . . . . . . . . 276Höskuldur Þorsteinsson . . . . . . . . . �8�Ingi Björgvin Þorsteinsson . . . . . . �7�Ingibjörg M. Pálsdóttir. . . . . . . . . . 297Ingólfur Árnason . . . . . . . . . . . . . . ��2Ingvi J. Árnason. . . . . . . . . . . . . . . 427Ísleifur Ingimarsson . . . . . . . . . . . . 26�Jakob Böðvarsson . . . . . . . . . . . . . �9�Jakob Hálfdanarson . . . . . . . . . . . . �08Jenni Ragnar Ólason . . . . . . . . . . . �5�Jóhann J. Bergmann. . . . . . . . . . . . �97Jóhann P. Halldórsson . . . . . . . . . . �92Jóhann Bjarni Hjörleifsson . . . . . . �27Jóhannes Haraldsson . . . . . . . . . . . 247Jón S. Bjarnason . . . . . . . . . . . . . . 289Jón Valdimar Björnsson . . . . . . . . �76Jón Hörður Elíasson. . . . . . . . . . . . 279Jón Erlingsson . . . . . . . . . . . . . . . . ��8

Jón M. Finnsson. . . . . . . . . . . . . . . 227Jón Gunnarsson . . . . . . . . . . . . . . . 250Jón Hjaltason . . . . . . . . . . . . . . . . . �48Jón Hjálmarsson. . . . . . . . . . . . . . . 260Jón Ágúst Jónsson . . . . . . . . . . . . . �69Jón Smári Lárusson . . . . . . . . . . . . �56Jón Þórir Leifsson . . . . . . . . . . . . . 429Jón Bjarni Ólafsson . . . . . . . . . . . . 29�Jón Rögnvaldsson . . . . . . . . . . . . . 258Jón Már Snorrason. . . . . . . . . . . . . �96Jón Haukur Sigurbjörnsson . . . . . . 405Jón Valmundsson. . . . . . . . . . . . . . �5�Jónas Snæbjörnsson . . . . . . . . . . . . 292Karl G. Ásgrímsson . . . . . . . . . . . . �57Karl M. Jónsson . . . . . . . . . . . . . . . 2�7Kolbrún Benediktsdóttir . . . . . . . . 4��Kristbjörn Haraldsson . . . . . . . . . . 282Kristinn Eiríkur Bóasson . . . . . . . . �05Kristín Bára Alfredsdóttir . . . . . . . �9�Kristín A. Matthíasdóttir . . . . . . . . 4�7Kristján S. Baldursson . . . . . . . . . . 42�Kristján Björn Bjarnason . . . . . . . . 4�0Kristján Sævar Þorkelsson. . . . . . . �94Kristófer Þorgeirsson . . . . . . . . . . . 257Leonard Birgisson . . . . . . . . . . . . . �47Magnús Guðmundsson . . . . . . . . . 20�Magnús Valur Jóhannsson. . . . . . . �62Magnús Kristjánsson . . . . . . . . . . . 284Magnús Nikulásson . . . . . . . . . . . . ��8Magnús Sigurðsson . . . . . . . . . . . . 275Marteinn Óli Reimarsson. . . . . . . . �28Nicolai Jónasson . . . . . . . . . . . . . . �46Ólafur Gíslason . . . . . . . . . . . . . . . �58Ólafur Þór Gunnarsson . . . . . . . . . ���Ólafur Torfason . . . . . . . . . . . . . . . 2��Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson . . 225Óli Ragnar Jóhannsson . . . . . . . . . �96Ólína Gísladóttir . . . . . . . . . . . . . . �56Óskar Gunnarsson . . . . . . . . . . . . . 409Páll Þór Elísson . . . . . . . . . . . . . . . 28�Ragnar Árnason . . . . . . . . . . . . . . . ���

Ragnar Sveinsson. . . . . . . . . . . . . . �78Richard Arne Hansen. . . . . . . . . . . 287Ríkharð Einarsson . . . . . . . . . . . . . ��5Ríkharður Jóhannesson . . . . . . . . . �96Rósbjörg Jónasdóttir . . . . . . . . . . . 420Rögnvaldur Jónsson. . . . . . . . . . . . 296Sigurbjörg A. Jónsdóttir. . . . . . . . . �40Sigurður Guðmundsson . . . . . . . . . �58Sigurður B. Jóhannesson . . . . . . . . �87Sigurður Kristjánsson . . . . . . . . . . 27�Sigurður Oddsson . . . . . . . . . . . . . �58Sigurður Hallur Sigurðsson . . . . . . 404Sigurfinnur Sigurðsson . . . . . . . . . �07Sigurjón O. Sigurðsson . . . . . . . . . 249Skúli Guðmundsson. . . . . . . . . . . . 407Skúli Pálsson . . . . . . . . . . . . . . . . . �22Snorri Guðmundsson . . . . . . . . . . . �22Sólveig Guðmundsdóttir . . . . . . . . ��5Stefán Erlendsson . . . . . . . . . . . . . �7�Steinar Ingimundarson. . . . . . . . . . 285Steingrímur Ingvarsson . . . . . . . . . 270Svanur G. Bjarnason . . . . . . . . . . . �66Svavar Jónsson. . . . . . . . . . . . . . . . �0�Sveinn Bárðarson. . . . . . . . . . . . . . �55Sveinn Þórðarson . . . . . . . . . . . . . . �52Sverrir Guðbrandsson . . . . . . . . . . 4�8Sæmundur Grétar Jóhannsson . . . . �8�Sævar Ingi Jónsson . . . . . . . . . . . . 425Unnsteinn Arason . . . . . . . . . . . . . 297Valdís Eiríksdóttir . . . . . . . . . . . . . 4�6Valgeir Ingólfsson . . . . . . . . . . . . . �29Valtýr Þórisson . . . . . . . . . . . . . . . 426Valgeir Valgeirsson . . . . . . . . . . . . �90Viktor Arnar Ingólfsson. . . . . . . . . �69Víglundur Rúnar Pétursson . . . . . . 4�0Þorbjörg Bjarnadóttir . . . . . . . . . . . 408Þorgrímur A. Guðmannsson . . . . . 28�Þorsteinn Steingrímsson . . . . . . . . ��2Þorvaldur Böðvarsson . . . . . . . . . . �92Þórir Stefánsson . . . . . . . . . . . . . . . �95Þórir Þórðarson . . . . . . . . . . . . . . . �94

Nafn blaðnúmerNafn blaðnúmer Nafn blaðnúmer

Það liðu sex mínútur frá því að brunavarnarkerfið fór í gang þar til búið var að ganga úr skugga um að allir væru komnir út heilu og höldnu. Slökkviliðsmaðurinn fer yfir nokkur lykilatriði.

Page 16: Guðni Nikulásson rekstrarstjóri í Fellabæ - vegagerdin.is · Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar

�6

Hreinn Haraldsson skrifar(Áður birt í Notes­innanhússfréttagrunni 07.12.09)

Ágæta samstarfsfólk.Eins og boðað var á fundi samgönguráðherra með starf-smönnum 7. október sl. hefur hópi fólks í ráðuneyti og stofnunum verið falið að vinna að frekari úrvinnslu og útfærslu á hugmyndum um endurskipulagningu stof-nana á samgöngusviði. Sú vinna er nú hafin. Í stýrihópi þessa verks sitja fyrir hönd Vegagerðainnar Hreinn Haraldsson, Ólöf D. Thorarensen og Aron Bjarnason. Fulltrúar okkar í 7 vinnuhópum eru síðan þau Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, Hannes Már Sigurðsson, Gunnar Linnet, Ásrún Rúdólfsdóttir, Ólöf D. Thorarensen, Daníel Árnason og Þórir Ingason, hvert í sínum hópi.

Uppleggið er það að skoða myndun tveggja stofnana, þ.e. annars vegar stjórnsýslustofnunar með sameiningu Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og stjórnsýsluverkefna Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar, og hins vegar framkvæmda- og rekstrarstofnunar með sameiningu Vegagerðarinnar og framkvæmda- og rekstrarverkefna Siglingastofnunar. Það er nokkuð ljóst að stefnt er mjög ákveðið að því að koma fyrrnefndu stofnuninni á fót, en heldur óljósara er hver niðurstaðan verður varðandi þá síðari. Allt er þetta þó háð framvindu og niðurstöðum úr þeirri greiningarvinnu sem nú er verið að setja af stað. Stefnt er að því að ný stofnanaskipan komist á í árs-byrjun 20��.

Ég sendi hér með til starfsmanna þá greinargerð sem liggur til grundvallar þessari vinnu (sjá innrivef), til að allir geti kynnt sér tilgang, markmið og skipulag endurskipulagsvinnunnar. Við í stýrihópnum munum svo flytja ykkur fréttir af vinnunni jafnóðum og hlutirnir fara að skýrast.

Bestu kveðjur Hreinn Haraldsson

Fulltrúar í stýrihópi og 7 vinnuhópum:

Hreinn Haraldsson

Kristín H. Sigurbjörnsdóttir

Ólöf Thorarensen

Hannes MárSigurðsson

Aron Bjarnason

Gunnar Linnet

Ásrún Rúdólfsdóttir

Daníel Árnason Þórir Ingason

Öryggis- og tiltektardegi í miðstöð og Suðvestursvæði, föstudaginn 4. desember, lauk með jólaglöggi og afhendingu verðlauna fyrir tiltekt og snyrtilegt umhverfi. Verðlaunahafar voru frá vinstri talið: Ingibjörg M. Pálsdóttir, Erna B. Guðmundsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson og Kristín A. Matthíasdóttir.