28
Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni Þorbjörg Sveinsdóttir BA-sálfræði Geðsvið LSH

Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

  • Upload
    cale

  • View
    58

  • Download
    0

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni. Þorbjörg Sveinsdóttir BA-sálfræði Geðsvið LSH. Viðbrögð við frásögnum barna um kynferðislegt ofbeldi. Þorbjörg Sveinsdóttir BA-sálfræði Geðsvið LSH. Kynferðisleg hegðun barna. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Þorbjörg SveinsdóttirBA-sálfræðiGeðsvið LSH

Page 2: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Viðbrögð við frásögnum barna um kynferðislegt ofbeldi

Þorbjörg SveinsdóttirBA-sálfræðiGeðsvið LSH

Page 3: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Kynferðisleg hegðun barna

Börn þroskast kynferðislega, eins og þau þroskast líkamlega, tilfinningalega og félagslega

Þetta ferli er í stöðugri þróun og getur breyst frá tíma til tíma

Þetta ferli er undir áhrifum kynslóða, menningar, tíma og staðar auk áhrifa frá samfélaginu

Viðhorf um hvað telst eðlilegt og hvað telst ekki eðlilegt geta breyst á skömmum tíma

Page 4: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Kynferðisleg hegðun

Börn eru forvtin um eigin líkama og líkama annarra og geta tekið þátt í að skoða líkama sinn og líkama annarra í gegnum kynferðislega leiki

Þessi áhugi er mismikill hjá börnum og er mjög persónubundinn

Page 5: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Eðlileg kynferðisleg hegðun

Mikilvægt er að rannsaka „eðlilega“ kynferðislega hegðun á ýmsum þroskaskeiðum svo mögulegt sé að aðgreina slíka hegðun frá þeirri sem er óalgeng og álitin „vandamál“ í því samfélagi sem barnið býr í

Page 6: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Þróun eðlilegrar kynferðislegrar hegðunar hjá börnum 0-5 ára börn

Forvitni um eigin líkama Kanna líkama sinn (snerting kynfæra) Forvitni um kynfæri jafnaldra og jafnvel foreldra Áhugi á klósettferðum í leikskólanum

Um fimm ára Hegðunin verður félagslegri Fara að sýna hvort öðru kynfæri sín Læknisleikir og mömmuleikir vinsælir

Page 7: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Eðlileg kynferðisleg hegðun, frh...

6-10 ára börn Áhugi á breytingum sem eiga sér stað á líkamanum Læra félagslegar reglur um kynferðislegt tal og

hegðun Stundum kemur fram feimni um líkamann og

kynferðisleg hegðun því falin fyrir foreldrum Forvitni um kynferðislega hegðun fullorðinna Dónabrandarar vinsælir Spurningar um hvernig börn verða til

Page 8: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Eðlileg kynferðisleg hegðun, frh... 11-12 ára börn

Flest komin nokkuð áleiðis í kynþroskaKynferðisleg hegðun og snerting kynfæra

þróast út í sjálfsfróunKynferðisleg hegðun verður meira einkamálHugsanlegur áhugi á kynferðislegu efni (s.s. Í

blöðum, tölvum og þ.h.)Kynferðislegt tal

Page 9: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Sænsk rannsókn

Larson og Svedin á 231 barni, helmingur kvk og helmingur kk á aldrinum 3-6 ára

Algeng kynferðisleg hegðun (yfir 40%)lSnerta brjóst móðurGanga nakinn um heimaSkoða kynfæri annarraSnerting á eigin kynfærum (oftar kk)Læknisleikir (ekki af kynferðislegum toga)

Page 10: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Sænsk rannsókn frh....

Óalgeng kynferðisleg hegðun (5%)Snerting á kynfærum fullorðinnar konuTilraunir til að fá fullorðna til að snerta kynfæri

sínTilraunir til að afklæða annað barnHerma eftir kynlífi fullorðinna með dúkkumKynferðislegir leikir með jafnaldraForvitni um kynfæri foreldra

Page 11: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Aðrar rannsóknir sýna að ...

Eftirfarandi hegðun vekur áhyggjur en er tiltölulega óalgeng hjá börnum Herma eftir kynlífi fullorðinna Tilraunir til að setja hluti inn í kynfæri/endaþarm hjá

sjálfum sér eða öðrum börnum Að sleikja kynfæri annarra eða fá aðra til að sleikja

kynfæri sín Neyða annað barn til kynferðislegra athafna Sjálfsfróun á almannafæri Sýna eigin kynfæri á almannafæri

Page 12: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Vandamál tengd kynferðislegum leikjum barna Þegar samskipti barna einkennast af því

að neyða, hóta, sýna vald, árásargirni, ofbeldi og getur oft verið áráttukennd og síendurtekin.

Ólíkt eðlilegum kynferðislegum leikjum sem eru fyrirvaralausir, innihalda gleði og hlátur, feimni og eru án þvingana. „Ég skal sýna þér mitt ef þú sýnir mér þitt“

Page 13: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Vandamál frh...

Aldursmunur Ef hann er meiri en 3 ár er tilefni til að hafa áhyggjur

Stærðar og styrkleikamunur Hegðunin eða leikirnir vekja upp tilfinningar eins og hræðslu, kvíða,

skömm og óþægindi Meiri leynd en talist getur eðlileg Hegðunin verður áráttu-þráhyggjukennd og truflar daglegt líf

viðkomandi Ekki kynferðislegur leikur þegar barn er eldra en 12 ára, þá er talað

um ungmenni sem beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Mikilvægt að fylgjast vel með ef miklar hegðunarbreytingar verða hjá

barni og það sýnir vanlíðunareinkenni sem ekki eiga sér eðlilegar skýringar

Page 14: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hafa ber í huga

Rannsóknir sýna að börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi sýna oftar kynferðislega hegðun og leiki

Þýðir ekki að slík hegðun feli í sér að barn hafi verið beitt kynferðisofbeldi

Mikil tengsl milli kynferðislegrar hegðunar hjá börnum og annarra hegðunarerfiðleika s.s. Ofvirkni, athyglisbrests, áráttu/þráhyggju og þ.h.

Oft hafa börn sem sýna kynferðislega hegðun séð óviðeigandi efni af kynferðislegum toga

Page 15: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi

Í 15% allra mála sem komu í Barnahús frá 1998 (nóv) til loka árs 2005 greindu börn frá kynferðislegum leik eða 160 börn

Alvarleikastig (ekki þekkt í 26 tilvikum) Minnst alvarleg – 31 talsins Alvarleg – 26 talsins Mest alvarleg – 80 talsins

Í 77 tilvikum greindu börn sjálf frá leiknum Í 77 tilvikum vöknuðu grunsemdir á annan hátt Ekki þekkt í 6 tilvikum

Page 16: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hvað er til ráða??

Mikilvægt að nefna kynfæri barna réttum nöfnum og ræða við börn ef þau eru uppvís af hegðun sem vekur áhyggjur Börn ætlast til þess að fullorðnir ræði við þau um hvers kyns

vandamál ... Líka af þessum toga!!! „Ég heyrði að þú hafir snert tippið á Nonna, segðu mér frá því“ Fræðsla um áhrif hegðunarinnar á aðra Fræðsla um að hegðun af þessu tagi er óæskileg Ekki bregðast harkalega við eða hneykslast Alls ekki skamma barnið!!

Page 17: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hvað er til ráða frh...

Ef barn verður uppvíst af atferlinu aftur Segja barninu að þú hafir heyrt af endurtekinni

hegðun Minna barnið á fyrra samtal og áhrif hegðunar á aðra

og láta barnið vita að þú hafir áhyggjur af hegðuninni. Segja barninu að það þurfi að láta af hegðuninni

Ef hegðunin heldur enn áfram er mikilvægt að leyta til sérfræðings

Ef hegðunin er alvarleg skal leyta strax til sérfræðinga Mikilvægt að bregðast við en gæta þess um leið að

fara ekki offari

Page 18: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni
Page 19: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Einkenni kynferðisofbeldisÞví miður er mjög erfitt að fullyrða um hvað einkennir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Viðbrögð barna eru mismunandi og mörg einkenni sem oft er talað um geta komið fram hjá börnum sem hafa verið beitt öðru ofbeldi, einelti, hafa orðið fyrir annars konar áfalli eða eru vanrækt

Page 20: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Viðbrögð við ofbeldisfrásögn

Helstu vísbendingar um kynferðislegt ofbeldi Barn segir frá Mikil kynferðisleg hegðun eða þátttaka í kynferðislegum leikjum

sem vekja áhyggjur Vitneskja um kynferðismál sem er ekki í samræmi við aldur og

þroska Áverkar/sýkingar á kynfærum eða jafnvel kynsjúkdómar Líkamleg einkenni, s.s. Höfuðuverkur, magaverkur og þ.h. Sem

ekki finnast læknisfræðilegar skýringar á Sænsk rannsókn sýnir að eitt af hverjum þremur misnotuðum

börnum sýnir engin einkenni kynferðisofbeldis

Page 21: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Barn segir frá kynferðismisnotkun

Barnið: Hefur lengi langað að

segja frá Leitar af einhverjum sem

það treystir í umhverfi sínu

Segir óvart frá Óskar eftir trúnaði Líður illa

Móttakandi: Hlusta Leiðbeina um leiðir Láta vita um

tilkynningarskylduna Veita stuðning Ekki spyrja leiðandi

spurninga Rétt að segja frá Viðbrögðin skipta máli

Page 22: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Viðbrögð .... Hvað má ekki!

Ekki vorkenna barninu Ekki hneykslast Ekki fara á taugum Ekki sýna of sterk viðbrögð s.s. Fara að hágráta Ekki sýna barninu að þú trúir því ekki

Það er í höndum fagaðila að komast að hinu sanna Ekki hika við að tilkynna málið til barnaverndarnefndar

Þú þarft ekki að vera viss og vita allar staðreyndir Láttu barnið ávallt njóta vafans Tilkynningarskyldan er ekki val heldur skylda

Page 23: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hverjum segja börn frá Niðurstöður úr nýrri íslenskri rannsókn

sem gerð var fyrir Barnaverndarstofu Rannsókn meðal framhaldsskólanema á

ÍslandiNiðurstöður byggja á svörum 15-24 ára

framhaldsskólanema (tæplega 11.000 manns) Rannsókn og greining

Page 24: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni
Page 25: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hvers vegna segja börn frá

Niðurstöður rannsóknar Gísla Guðjónssonar, Jóns Friðriks Sigurðssonar, Jóhönnu K. Jónsdóttur og Þorbjargar Sveinsdóttur á framburði barna í Barnahúsi

Page 26: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Vanlíðan sem tengdist því að komast á kynþroskaaldur

Aðrir þolendur sama geranda sögðu frá Eftir samtal við fagaðila Fjölmiðlaumfjöllun Áhyggjur af yngra systkini Brottflutningur meints geranda af heimili

Page 27: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Hvers vegna segja börn frá

Rannsókn og greining Vanlíðan Vissi að þetta var rangt Vildi ekki að þetta kæmi fyrir mig aftur Vildi ekki að þetta kæmi fyrir aðra Annar aðili komst að því Umfjöllun í fjölmiðlum Fræðsla í skóla Vinur/kunningi sagði frá eigin reynslu Byrjaði í sambandi

Page 28: Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni

Mikilvægt að hafa í huga

Fræðsla til barna og unglinga um hvernig þau eigi að bregðast við frásögnum vina af kynferðislegu ofbeldi

Kenna börnum og unglingum að segja alltaf fullorðnum frá eða hafa samband við 112 þar sem nú er hægt að tilkynna til barnaverndarnefndar

Þung byrði fyrir ungar sálir að geyma slík leyndarmál vina sinna

Þolendur greina stundum vinum frá í von um að vinirnir leyti til fullorðinna, skortir sjálf kjarkinn