94
2016 Vorönn Bjarni Guðmundsson Leiðbeinandi: Kt. 301292-2019 Kristján Vigfússon Björn Berg Bryde Kt. 080792-3019 Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið við önnur lönd? Bjarni Guðmundsson Björn Berg Bryde B.Sc. í viðskiptafræði

Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

  • Upload
    vothien

  • View
    223

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

2016 Vorönn Bjarni Guðmundsson Leiðbeinandi: Kt. 301292-2019 Kristján Vigfússon Björn Berg Bryde

Kt. 080792-3019

Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið við önnur lönd?

Bjarni Guðmundsson

Björn Berg Bryde

B.Sc. í viðskiptafræði

Page 2: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar
Page 3: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

i

Yfirlýsing um heilindi í rannsóknarvinnu

Verkefni þetta hefur hingað til ekki verið lagt inn til samþykkis til prófgráðu, hvorki hérlendis

né erlendis. Verkefnið er afrakstur rannsókna undirritaðs/undirritaðra, nema þar sem annað

kemur fram og þar vísað til skv. heimildaskráningarstaðli með stöðluðum tilvísunum og

heimildaskrá.

Með undirskrift okkar staðfestum við og samþykkjum að við höfum lesið siðareglur og reglur

Háskólans í Reykjavík um verkefnavinnu og skiljum þær afleiðingar sem brot þessara reglna

hafa í för með sér hvað varðar verkefni þetta.

Dagsetning Kennitala Undirskrift

Dagsetning Kennitala Undirskrift

Page 4: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

ii

Útdráttur

Gagnaversiðnaðurinn hefur verið í mikilli sókn undanfarinn áratug og ekki síst vegna þess að

fyrirtæki eru farin að úthýsa gagnastarfsemi sinni. Vinsælt hefur orðið að staðsetja gagnaver á

Norðurlöndunum vegna staðbundinna orkugjafa til kælingar og hlutfalls endurnýtanlegra

orkugjafa. Ísland er af mörgum sérfræðingum talið hafa mjög álitlega staðsetningu fyrir

gagnaversiðnað og á síðastliðnum áratug hafa risið hér tvö alþjóðleg gagnaver sem jafnframt

eru þau tvö stærstu á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að greina þá kosti og galla sem

Ísland býr yfir á þessu sviði, þ.e.a.s. hvað geri Ísland að aðlaðandi stað fyrir gagnaver og hvaða

hindranir séu til staðar Ennfremur var markmið rannsóknarinnar að greina stöðu Íslands á

gagnaversmarkaði samanborið við önnur lönd. Helstu niðurstöður voru þær að Ísland virðist

vera dragast enn lengra aftur úr Svíþjóð í samkeppninni um bestu staðsetningu Norðurlandanna

fyrir gagnaver. Höfundar draga þær ályktanir að helstu ástæður fyrir þessu bakslagi Íslands séu

skortur á skattaívilnunum og slæm og kostnaðarsöm afkastageta bandvíddar. Áhugaleysi

íslenskra stjórnvalda gagnvart skattaívilnunum í gagnaversiðnaðinum hefur skaðað

samkeppnishæfni Íslands töluvert og orðið þess valdandi að nágrannalönd sem búa við mun

betra skattaumhverfi hafa fjarlægst Ísland enn meira. Auk þess hefur skortur á fjármagni til

þess að tengja Ísland við Emerald sæstrenginn, sem myndi bæta afkastagetu bandvíddar, orðið

til þess að 30% af gagnaversmarkaðinum gæti aldrei hafið starfsemi hérlendis. Ljóst er að ef

Ísland ætlar að auka samkeppnisforskot sitt á gagnaversmarkaði eru úrbætur á áðurnefndum

þáttum nauðsynlegar.

Page 5: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

iii

Formáli Ritgerð þessi er 12 eininga (ECTS) lokaverkefni til B.Sc í viðskiptafræði við Háskólann í

Reykjavík sem unnið var á vorönn 2016. Kristján Vigfússon, aðjúnkt við viðskiptadeild

Háskólans í Reykjavík, var leiðbeinandi þessa verkefnis og viljum við þakka honum kærlega

fyrir samstarfið. Einnig viljum við þakka viðmælendum okkar, Benedikt Gröndal rekstrarstjóra

Thor Data Center og Helga Helgasyni rekstrarstjóra Verne Global, fyrir ómetanlega aðstoð í

rannsókn okkar. Jóhanni G. Frímann viljum við þakka fyrir yfirlestur á meginmáli

ritgerðarinnar.

Page 6: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

iv

Efnisyfirlit 1. Inngangur ............................................................................................................................................ 1

2. Aðferðafræði ....................................................................................................................................... 3

2.1 Aðferð ........................................................................................................................................... 3

2.2 Gagnaöflun .................................................................................................................................... 3

2.3 Kostir og takmarkanir gagnaöflunar ............................................................................................. 4

3. Gagnaver ............................................................................................................................................. 6

3.1 Almennt um gagnaver ................................................................................................................... 6

3.2 Gagnaver á Íslandi ........................................................................................................................ 9

3.3 Thor Data .................................................................................................................................... 10

3.4 Verne Global ............................................................................................................................... 11

4. Samanburður við nágrannalönd beggja megin við Atlantshafið ....................................................... 14

4.1 Svíþjóð ........................................................................................................................................ 14

4.2 Bandaríkin ................................................................................................................................... 16

4.3 Ísland ........................................................................................................................................... 17

5. Þættir sem hafa áhrif á staðsetningarval ........................................................................................... 19

6. Demantslíkan Porter .......................................................................................................................... 22

6.1 Eftirspurnarskilyrði ..................................................................................................................... 23

6.2 Framleiðsluskilyrði ..................................................................................................................... 24

6.3 Skyld starfsemi og stuðningsgreinar ........................................................................................... 26

6.4 Stefna, uppbygging og samkeppni fyrirtækja. ............................................................................ 28

6.5 Stjórnvöld .................................................................................................................................... 30

6.6 Tækifæri ...................................................................................................................................... 31

7. Samanburðarlíkan á gagnaversmarkaði ............................................................................................ 33

7.1 Fyrsti flokkur .............................................................................................................................. 34

7.2 Annar flokkur .............................................................................................................................. 36

7.3 Þriðji Flokkur .............................................................................................................................. 39

8. Niðurstöður ....................................................................................................................................... 41

8.1 Svíþjóð í samanburðarlíkaninu ................................................................................................... 41

8.2 Bandaríkin í samanburðarlíkaninu .............................................................................................. 45

8.3 Ísland í samanburðarlíkaninu ...................................................................................................... 49

9. Umræða ............................................................................................................................................. 54

Page 7: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

v

Heimildaskrá ......................................................................................................................................... 56

Viðauki .................................................................................................................................................. 68

Viðauki A: Thor Data viðtalsrammi ................................................................................................. 68

Viðauki B: Verne Global viðtalsrammi ............................................................................................ 70

Viðauki C: Viðtal við Benedikt Gröndal rekstrarstjóra Thor Data Center ....................................... 72

Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global .................................................. 80

Page 8: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

vi

Myndayfirlit

Mynd 1. Helstu kostnaðarvaldar gagnavera ............................................................................................ 6

Mynd 2. Hita og kulda gangauppstilling. ................................................................................................ 8

Mynd 3. Áhættugreining Svíþjóðar ...................................................................................................... 15

Mynd 4. Áhættugreining Bandaríkjanna ............................................................................................... 16

Mynd 5. Áhættugreining Íslands ........................................................................................................... 17

Mynd 6. Demantslíkan Porter á samkeppnishæfni Íslands á gagnaversmarkaði (útbúið af höfundum) .............................................................................................................................................................. 22

Mynd 7. Kostir og ókostir eftirspurnarskilyrða .................................................................................... 23

Mynd 8. Kostir og ókostir framleiðsluskilyrða ..................................................................................... 25

Mynd 9. Kostir og ókostir skyldrar starfsemi og stuðningsgreina ........................................................ 26

Mynd 10. Kostir og ókostir stefnu, uppbyggingar og samkeppni fyrirtækja ........................................ 28

Mynd 11. Kostir og ókostir stjórnvalda ................................................................................................ 30

Mynd 12. Kostir og ókostir tækifæra .................................................................................................... 32

Mynd 13. Grunnlíkan höfunda á gagnaversmarkaði ............................................................................. 33

Mynd 14. Samanburðarlíkan höfunda fyrir vigtun. .............................................................................. 34

Mynd 15. Skilgreining orkuöryggis ...................................................................................................... 35

Mynd 16. Samanburðarlíkan höfunda á gagnaversmarkaði .................................................................. 41

Page 9: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

1

1. Inngangur Hugtakið gagnaver er töluvert eldra en halda mætti. Það hefur í raun fylgt tölvuiðnaðinum frá

upphafi, þó ekki hafi verið geymd gögn í stórum vöruhúsum alla tíð (SiliconANGLE & news,

e.d.). Með tilkomu einkatölva og örtölva í kringum 1980 varð gríðarleg aukning á gagnamagni

í heiminum (SiliconANGLE & news, e.d.). Rúmum áratug síðar voru örtölvurnar farnar að

fylla tölvuherbergi fyrirtækja sem vefþjónar og þessi herbergi urðu síðar þekkt undir nafninu

gagnaver (SiliconANGLE & news, e.d.).

Gagnaversiðnaðurinn hefur síðan haldið áfram að vaxa og þróast eftir því sem tækninni hefur

fleygt fram í áranna rás og er nú orðinn arðbær geiri sem mörg fyrirtæki hafa tileinkað sér.

Bandaríkin hafa verið sú þjóð sem hefur verið áhrifamest í þessum iðnaði hvað varðar

nýsköpun og fjölda gagnavera. Bandaríkin eru heimili nánast helmings allra gagnavera í

heiminum eða 44% og standa þar umtalsvert framar Kína þar sem næstflest gagnaver eru eða

10% (Sullivan, 2015).

Undanfarna áratugi hafa fyrirtæki þó í auknum mæli séð sér hag í því að úthýsa gagnaverum

sínum. Ástæðan fyrir því að fyrirtæki fóru að úthýsa gagnaversstarfsemi sinni er sú að þeim

varð ljóst að það myndi bæði spara þeim peninga og tíma, þar sem gagnaver krefjast sífellt

umfangsmeiri aðstöðu (Michael, 2002). Viðhald og endurfjárfesting gagnavera er einnig afar

kostnaðarsöm. Þar má t.a.m. nefna kostnað við tölvubúnað, þróun á tækninýjungum og

orkukostnað (Michael, 2002). Þar sem engin stór fyrirtæki hafa byggt sín eigin gagnaver á

Íslandi er úthýsing fyrirtækja á gögnum það sem hefur einkennt gagnaversmarkaðinn á Íslandi.

Gagnaversiðnaðurinn náði þó ekki góðri fótfestu á Íslandi fyrr en árið 2007 þegar Verne Global

var stofnað (Helgi Helgason, 2016). Ekki leið á löngu þar til fleiri gagnaver bættust í hópinn

og árið 2009 var Thor Data Center stofnað (Benedikt Gröndal, 2016). Íslensk gagnaver hafa

notið góðs af úthýsingu gagna en t.a.m. eru 95% af viðskiptavinum Thor Data Center erlendir

aðilar (Benedikt Gröndal, 2016). Engin ný gagnaver hafa verið sett upp hérlendis eftir þetta

sem virðist ef til vill einkennilegt, þar sem Ísland var talið á meðal fimm öruggust landa heims

fyrir gagnaver árið 2012 í áhættugreiningu Cusman og Wakefield og hurleypalmerflatt

(Cushman & Wakefield & hurleypalmerflatt, 2012).

Í þeirri skýrslu eru rannsakaðir helstu áhættuþættir sem gagnaver standa frammi fyrir og hverju

landi fyrir sig eru gerð skil. Áhættuþættirnir sem skýrslan tekur til athugunar eru margvíslegir

Page 10: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

2

og taka á beinum þáttum gagnaversrekstrar eins og t.d. orkukostnaði sem og óbeinum þáttum

eins og t.d. vergri landsframleiðslu (Cushman & Wakefield & hurleypalmerflatt, 2012).

Skýrslan greinir meðal annars frá því að Ísland hafi fjórðu öruggustu staðsetningu heims fyrir

gagnaver og jafnframt þá öruggustu á Norðurlöndunum út frá þeim áhættuþáttum sem skýrslan

tekur til greina (Cushman & Wakefield & hurleypalmerflatt, 2012).

Ljóst er að Ísland hefur margt til brunns að bera í gagnaversiðnaðinum. Ísland býr yfir þeim

einstaka eiginleika að nota einungis endurnýtanlega orku. Það er eiginleiki sem fyrirtæki

sækjast sífellt meira eftir. Einnig eru langtímasamningar við orkuveitur engin fyrirstaða

(Reykjavik pure energy, e.d.). Þá nota gagnaver á Íslandi einungis staðbundna orkugjafa til

kælingar (Benedikt Gröndal, 2016). Í stað háþróaðs kælikerfis nota gagnaver á Íslandi kalda

loftið til þess að kæla niður vefþjóna sína sem getur dregið töluvert úr útgjöldum fyrirtækja

(Benedikt Gröndal, 2016) Þrátt fyrir þessa einstöku eiginleika sem Ísland býr yfir og lof

gagnaverssérfræðinga, þá bólar ekkert á stórum tækniviðskiptavinum hérlendis. Þess vegna er

gagnlegt og fróðlegt að kanna hvers vegna gagnaversiðnaður á Íslandi hefur ekki náð sömu

hæðum og víða annars staðar, t.d. á Norðurlöndum.

Í þessari rannsókn var sett fram eftirfarandi rannsóknarspurning:

Hver er alþjóðleg samkeppnisstaða Íslands á gagnaversmarkaði í samanburði við Svíþjóð og

Bandaríkin?

Markmið rannsóknarinnar var að greina þá kosti og galla sem Ísland býr yfir, þ.e.a.s. hvað geri

Ísland að aðlaðandi stað fyrir gagnaver og hvaða hindranir séu þar til staðar. Ennfremur var

markmið rannsóknarinnar að greina stöðu Íslands á gagnaversmarkaði samanborið við önnur

lönd. Áhugavert var að framkvæma samanburð á annars vegar landi sem hefur haft tögl og

hagldir á gagnaversmarkaðinum áratugum saman og hins vegar á landi sem Ísland er hvað helst

í samkeppni við. Til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd af stöðu landanna á

gagnaversmarkaði, þurftu rannsakendur að velta áhrifaþáttum gaumgæflega fyrir sér, m.a. frá

rekstrarlegu sjónarmiði. Rannsóknin kann að nýtast stjórnvöldum til þess að koma auga á þá

þætti sem betur mættu fara á gagnaversmarkaði hérlendis sem og þau tækifæri sem gætu aukið

samkeppnishæfni Íslands.

Page 11: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

3

2. Aðferðafræði 2.1 Aðferð

Við gerð þessarar rannsóknar var stuðst við eigindlegt rannsóknarsnið. Ástæðan fyrir því er sú

að skilningur höfunda á viðfangsefninu í upphafi rannsóknar var takmarkaður og eigindlegar

aðferðir hafa þann eiginleika að veita innsýn og skilning á vandamálum með orðum og

lýsingum í stað talna (Haukur Freyr Gylfason, 2013). Gagnaversmarkaðurinn á Íslandi er afar

lítill samanborið við önnur lönd og því hentaði eigindlegt rannsóknarsnið betur en megindlegt

rannsóknarsnið að því leyti að eigindleg aðferð byggir á litlum úrtökum (Haukur Freyr

Gylfason, 2013).

Til að knna helstu kosti og takmarkanir Íslands á gagnaversmarkaði var notast við demantslíkan

Porter sem greinir samkeppnishæfni þjóða. Við framkvæmd á samanburði landa á

gagnaversmarkaði var notað sérútbúið líkan þar sem helstu áhrifaþættir gagnavera voru

greindir í hverju landi fyrir sig og þeim gefin einkunn. Áhrifaþáttunum var síðan skipt upp í

flokka og þeir vigtaðir eftir mikilvægi.

2.2 Gagnaöflun

Rannsókn þessi byggist upp annars vegar á fyrirliggjandi gögnum og hins vegar viðtölum.

Þegar viðfangsefni rannsóknarinnar var ákveðið var strax lagt af stað í heimildarleit á alls kyns

fyrirliggjandi gögnum. Skoðaðar voru tímaritsgreinar, skýrslur, rannsóknir, bækur og fréttir af

veraldarvefnum við upplýsingaöflun til þess að dýpka skilninginn á viðfangsefninu. Þar sem

höfundar höfðu takmarkaðan skilning á starfsemi gagnavera var bróðurpartinum af

upplýsingaleitinni varið í það að átta sig á hvernig gagnaver virka í raun og veru og hvað Ísland

hefur fram á að færa í þessum iðnaði. Gögnunum var safnað saman á þriggja mánaða tímabili

og þ.a.l. lítil hætta á því að aðstæður hafi breyst á meðan á gagnaöflun stóð. Veraldarvefurinn

reyndist óþrjótandi uppspretta hagnýtra upplýsinga um starfsemi gagnavera en upplýsingar þar

eru þó misgóðar. Eftir því sem skilningur höfunda jókst var hafist handa við að finna eldri

rannsóknir sem höfðu verið framkvæmdar á viðfangsefninu. Skýrsla Cushman og Wakefield,

hurleypalmerflatt og source8 um áhættugreiningu landa í gagnaversiðnaði reyndist höfundum

gulls ígildi og mikið var stuðst við þessa skýrslu í rannsókninni. Ávallt var reynt að gæta

hlutleysis í nálgun á fyrirliggjandi gögnum með því t.d. að nýta staðla sem engum eru háðir og

kanna viðhorf frá bæði innlendum og erlendum aðilum.

Page 12: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

4

Ákveðið var strax í upphafi rannsóknarinnar að viðtöl við gagnaverssérfræðinga yrðu

grundvöllur fyrir því að sem réttust mynd af gagnaversiðnaði á Íslandi fengist. Tekin voru

viðtöl við Helga Helgason, rekstrarstjóra Verne Global, og Benedikt Gröndal, rekstrarstjóra

Thor Data Center. Ástæðan fyrir því að þeir voru valdir er sú að báðir eru þeir sérfræðingar á

sviði gagnavera og hafa starfað hjá sínum gagnaverum frá stofnum þeirra.

Framkvæmd voru djúpviðtöl með opnum spurningum við framkvæmd beggja viðtalanna.

Djúpviðtöl er óformleg aðferð til þess að komast að hvötum, skoðunum, viðhorfum og

tilfinningum um viðfangsefni, þar sem spyrill eða spyrlar spyrja einn viðmælanda (Haukur

Freyr Gylfason, 2013). Notast var við spurningalista til þess að leiða viðtalið en viðmælendur

voru ekki stoppaðir af þó þeir færu út fyrir efnið. Einungis var notast við opnar spurningar í

viðtalsrammanum sem byrjaði almennt og svo var kafað dýpra í viðfangsefnið. Dæmi um

almenna spurningu er t.d.: Hverjir eru eigendur gagnaversins í dag? Dæmi um erfiðari

spurningu er t.d.: Hefur þú einhverjar hugmyndir fyrir íslenska ríkið til að stuðla að

uppbyggingu gagnavera hér á landi? Hvort viðtal stóð yfir í rúman hálftíma og voru viðtölin

hljóðrituð með samþykki viðmælenda. Séð var til þess að viðmælendum liði vel á meðan á

viðtölunum stóð. Bæði viðtölin voru haldin í fundarherbergi til þess að forðast utanaðkomandi

truflanir. Þar sem viðmælendur voru ekki stoppaðir af þó þeir færu út fyrir viðtalsrammann,

komu fram margar áhugaverðar upplýsingar sem höfundar höfðu ekki haft vitneskju um.

Viðtalsramma má sjá í heild sinni undir viðauka A og B.

2.3 Kostir og takmarkanir gagnaöflunar

Stærsti kostur rannsóknarinnar að mati höfunda eru viðtölin sem fengin voru. Rætt var við

rekstrarstjóra stærstu gagnavera á Íslandi, þar sem þeir greindu stöðu Íslands á

gagnaversmarkaðnum. Slík þekking reyndist ómetanleg fyrir þessa rannsókn, þar sem

viðmælendur vörpuðu hvor um sig ljósi á málefni sem reyndust höfundum mikilvæg. Einnig

er það kostur að framboð á fyrirliggjandi gögnum um gagnaver er bæði nægilegt og

aðgengilegt.

Það sem höfundar sjá hvað mest eftir er að ekkert viðtal náðist við atvinnuvega- og

nýsköpunarráðuneytið. Meðal annars var reynt að hafa samband við iðnaðar- og

viðskiptaráðherra til þess að fá hans sjónarmið á viðfangsefninu en án árangurs. Af þessum

ástæðum er hætt við að niðurstöðurnar litist nokkuð af þeirri óánægju sem virðist vera hjá

íslenskum gagnaversstjórnendum gagnvart stjórnvöldum. Annar þáttur sem getur talist til

Page 13: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

5

takmarkana í þessari rannsókn er reynsluleysi höfunda af því að taka djúpviðtöl en best er að

slík viðtöl séu tekin af spyrli sem hefur verulega þekkingu og reynslu af slíku (Haukur Freyr

Gylfason, 2013). Þar sem ekki fengust viðtöl við erlenda rekstrarstjóra gagnavera eru

niðurstöður um önnur lönd en Ísland ef til vill ekki eins ítarlegar og nákvæmar, en reynt var

eftir föngum að velja sem traustastar heimildir um þau.

Page 14: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

6

3. Gagnaver 3.1 Almennt um gagnaver

Það er langt frá því að vera sjálfgefið að allir skilji hvað átt er þegar talað er um gagnaver. Það

er ekki svo ýkja langt síðan fyrirtæki voru með heilu skjalageymslurnar undir skýrslur og

bókhald, upplýsingum var komið á framfæri með bréfaskrifum og farsímar voru til þess eins

að hringja úr. En í áranna rás hefur tækninni stöðugt fleygt fram og allir þessir einföldu hlutir

sem við þekktum svo vel eru annaðhvort orðnir óþarfir eða einfaldlega ekki lengur til. Með

tilkomu Internetsins, tölvupósta, snjallsíma og aukinnar afkastagetu bandvíddar, svo eitthvað

sé nefnt, hefur tölvugögnum fjölgað umtalsvert. En hvað verður um öll þessi gögn sem við

geymum nú til dags, einhvers staðar hljóta þau að vera? Öll þessi gögn eru hýst í fyrirbærum

víðs vegar um heim sem kallast gagnaver.

Meginstarfsemi gagnavera er að hýsa tölvuvélbúnað fyrirtækja í þeim tilgangi að gögnin séu

örugg og skili sér til bæði fyrirtækja og neytenda á áhrifaríkan hátt (Gigerich, 2012). Gagnaver

kunna að geyma alls kyns tól og tæki og má þá t.d. nefna gagnageymslur, vefþjóna og hugbúnað

(Gigerich, 2012). Gagnaver geta ýmist verið innan höfuðstöðva fyrirtækja, í næsta nágrenni

eða hvar sem er. Mörg fyrirtæki hafa tekið upp á því að úthýsa þessari starfsemi og á

undanförnum árum hefur myndast arðbær geiri í kringum þessa starfsemi.

Gagnaver er gríðarlega kostnaðarsamt fyrirbæri sem ekki er fyrir hvern sem er að eiga og reka

(SAP, e.d.). Stór fyrirtæki sem og opinberar stofnanir eru líklegust til að halda uppi slíkri

starfssemi (SAP, e.d.). Einnig hafa fyrirtæki sem sjá um svokallaða skýjaþjónustu verið að

ryðja sér til rúms undanfarinn áratug og boðið þjónustu sína til fyrirtækja, einstaklinga og

jafnvel ríkisstofnana (SAP, e.d.).

Mynd 1. Helstu kostnaðarvaldar gagnavera

(Greenberg, Hamilton, Maltz, & Patel, 2008, tafla 1)

Page 15: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

7

Þar sem gagnaver eru byggð í kringum fjöldann allan af vefþjónum, kemur það ekki á óvart að

það sé stærsti kostnaðarvaldurinn og má reikna með að u.þ.b. 45% af kostnaði gagnavera falli

undir vefþjóna (Greenberg o.fl., 2008). Íhlutir sem tilheyra vefþjónum eru t.d. tölvukerfi, minni

og geymslukerfi (Greenberg o.fl., 2008). Næststærsti kostnaðarvaldur gagnavera er

svokallaður innviðakostnaður en hann er talinn vera um fjórðungur að heildarkostnaði

gagnavera (Greenberg o.fl., 2008). Það sem fellur undir þennan flokk er sá kostnaður sem

gagnaver borga fyrir orkudreifingu og kælingu á vefþjónum (Greenberg o.fl., 2008). Bent skal

á að þessi kostnaðarvaldur er töluvert minni í gagnaverum sem staðsett eru í köldu loftslagi,

því þau geta nýtt kalda loftið til þess að kæla niður vefþjónana. Þriðji stærsti kostnaðarvaldur

gagnavera er orkunotkun og netkerfi sem hvort um sig er með u.þ.b. 15% af heildarkostnaði

gagnavera (Greenberg o.fl., 2008). Orkunotkun er einfaldlega kostnaðurinn af rafmagnsnotkun

gagnavera en sá kostnaður er háður stærð og afkastagetu gagnavera (Greenberg o.fl., 2008).

Það sem fellur undir netkerfisflokkinn eru þau tól og tæki sem sjá um flutning og tengingu

gagna (Greenberg o.fl., 2008).

Í grunninn virka öll gagnaver eins, óháð stærð, staðsetningu eða gagnamagni. Öll gagnaver

þurfa rafmagn til að keyra tölvubúnaðinn áfram, kælikerfi til að koma í veg fyrir að þjónarnir

ofhitni og öryggi, hvort sem það er innan frá eða utan frá. Hér að neðan eru taldir upp lykilþættir

sem varða uppbyggingu gagnavera.

Netþjónar og hillur

Megintilgangur gagnavera er að hýsa gögn og eru þessi gögn oft notuð til að styðja við þjónustu

viðskiptavinarins, eins og til dæmis að hýsa vefsíður og forrit (Moody, 2015). Netþjónunum er

raðað í ákveðnar hillur sem er síðan raðað upp á ákveðinn hátt í gagnaverinu til að hámarka

kælingu (Moody, 2015).

Tenging við netið

Búnaðurinn er tengdur við Internettengingar gagnaversins svo að viðskiptavinurinn geti nálgast

ský-umhverfi sitt og annan vettvang á netinu (Moody, 2015).

Orka

Nánast allur búnaður í gagnaverum þarf á orku að halda og hafa gagnaver yfirleitt yfir orku að

ráða sem er umfram þá orku sem það þarf alla jafna (Moody, 2015). Gagnaver eru oftast með

vararafala sem geta framleitt orku ef eitthvað fer úrskeiðis (Moody, 2015).

Page 16: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

8

Kæling

Kælikerfi skipta miklu máli í gagnaverum (Moody, 2015). Þetta er vegna þess að tölvubúnaður

býr til umtalsverðan hita og til að koma í veg fyrir ofhitnun þarf góð kælikerfi (Moody, 2015).

Kælikerfið getur nýtt kalda loftið, glýkol eða aðra miðla við kælingu (Moody, 2015). Mörg

gagnaver nú til dags nýta sér hita og kulda uppstillingu á gögnunum sem lýsir sér þannig að

hillunum er raðað þannig að fremri hlutar netþjónanna snúa hver að öðrum og síðan flæðir kalt

loft í gegnum hillurnar og kælir þannig niður búnaðinn (sjá mynd 2) (Moody, 2015).

Mynd 2. Hita og kulda gangauppstilling.

(Data Center Energy Management, e.d.)

Eftirlit

Fjöldinn allur að mismunandi eftirlitskerfum hjálpa gagnaversrekstraraðilum og starfsfólki að

stjórna og viðhalda rekstrarumhverfinu (Moody, 2015). Þessi kerfi hafa eftirlit með hitastigi,

rakastigi, orkunotkun og öðrum umhverfisþáttum í gagnaverinu (Moody, 2015).

Öryggi

Gagnaver hafa yfir að ráða miklu úrvali af öryggisráðstöfunum til að takmarka aðgang

óviðkomandi aðila bæði að gagnaversaðstöðunni og einnig að sýndarumhverfinu (Moody,

2015). Byggingarnar eru oft hannaðar til að verjast náttúruhamförum og eru einnig með

eldvarnarkerfi til að koma í veg fyrir eldsvoða (Moody, 2015).

Stefnur og verklagsreglur

Rekstraraðilar gagnavera hafa einnig lista af stefnum og verkalagsreglum sem þeir verða að

fylgja til að tryggja skilvirka stjórnun (Moody, 2015). Þessir listar innihalda verkþætti

starfsmanna svo sem um kerfisaðgang, notkun, uppsetningu og viðhald á búnaði (Moody,

2015).

Page 17: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

9

Tilraunaraðstaða

Einnig hafa mörg gagnaver aðstöðu fyrir starfsmenn til að prufa og stilla ný kerfi áður en þau

koma til með að verða nýtt í gagnaversumhverfinu (Moody, 2015).

3.2 Gagnaver á Íslandi

Töluverður þrýstingur er á fyrirtæki nú til dags að minnka kolefnislosun sína. Ein af ástæðunum

fyrir því er mikil umfjöllun og vitundarvakning um gróðurhúsaáhrifin. Fyrirtæki eins og

Facebook og Google hafa úthýst starfsemi sinni til Norðurlandana til að nota meira af

endurvinnanlegum orkugjöfum og þannig minnka kolefnislosun (Facebook, 2013)

(Radhakrishnan, 2014). Ísland hefur einnig notið góðs að þessari vitundavakningu og eru

gagnaver á Íslandi nú orðin fimm talsins (Data Center Map, e.d.-a). Þessi gagnaver eru hér á

landi aðallega vegna þess að Ísland býður upp á 100% endurvinnanlega orku og einnig er

loftslagið mjög hentugt til kælingar á vélbúnaði.

Árið 2015 var mikilvægt ár fyrir íslenskan tækni- og nýsköpunariðnað. Gífurleg aukning varð

í framtaksfjárfestingum og nýfjármögnun á Íslandi til fyrirtækja í þessum iðnaði nam 25,2

milljörðum króna og var hún sú næstmesta á Norðurlöndunum á eftir Finnandi (The nordic

web, 2016). Stærsta fjárfestingin var í gagnaverinu Verne Global og var það næststærsta

fjárfesting á Norðurlöndunum þetta árið í tækni- og nýsköpunariðnaðinum (The nordic web,

2016). Ef bornar eru saman heildarupphæðirnar sem fóru í fjárfestingar í þessum iðnaði árin

2014 og 2015, kemur í ljós að það varð 1568% aukning árið 2015 (The nordic web, 2016).

Mikill uppgangur er í gagnaversstarfsemi hér á landi og í fyrra hafði raforkusala til gagnavera

tvöfaldast og var hún komin upp í 30 megawattsstundir, en til samanburðar notar fyrirhugað

kísilver United Silicon á Bakka 35 megawattstundir (Orkustofnun, 2015b). Aukning í raforku

frá árinu 2009 til ársins 2014 var einnig um 140 GWh og er um 60% aukningarinnar rakin til

gagnaversnotkunar (Orkustofnun, 2015b).

Stærstu gagnaverin á Íslandi eru Thor Data Center og Verne Global. Gagnaver á Íslandi eru þó

töluvert minni en þau stærstu í heiminum. Ef við lítum á orkunotkun í Digital Realty

gagnaverinu í Chicago þá notar það 120 megawött á meðan Thor Data Center á Íslandi er

einungis að nota 14 megavött í bæði sín gagnaver (Berry, e.d.).

Page 18: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

10

3.3 Thor Data

Thor Data Center var fyrsta gagnaver sinnar tegundar á Íslandi (Viðskiptablaðið, 2010). Það

voru fjórir frumkvöðlar í íslenska tölvugeiranum sem stofnuðu fyrirtækið árið 2009 og var

gagnaverið síðan tekið í notkun 21. maí 2010 (Viðskiptablaðið, 2010). Fyrirtækið Advania

keypti síðan gagnaverið og starfsemina um áramótin 2010-2011 (Benedikt Gröndal, 2016).

Thor Data Center hefur alltaf verið í sama húsnæðinu við Steinhellu 10 í Hafnarfirði

(„Gagnavinnsla Opera til Íslands“, 2010). Húsnæði þeirra í Hafnarfirði var upprunalega

prentsmiðja, er byggt upp í einingum og er búið að fylla upp í allar einingar sem lausar eru í

húsnæðinu. Thor Data Center rekur einnig annað gagnaver í Reykjanesbæ (Benedikt Gröndal,

2016). Það gagnaver heitir Mjölnir og var það sérhannað og reist fyrir alþjóðlega fyrirtækið

BitFury vorið 2014 (Benedikt Gröndal, 2016). Bitfury er eitt afkastamesta Bitcoin

vinnslufyrirtæki í heiminum (Jón Bjarki Magnússon, 2015). Bitcoin er einhvers konar

sýndargjaldmiðill sem hefur aðallega verið hugsaður fyrir nafnlausar greiðslur (Segendorf,

2014). Þessi gjaldmiðill er í raun og veru aðeins gögn sem þarf að geyma og er gagnaverið

Mjölnir í Reykjanesbæ fyrst og fremst hugsað fyrir það.

Thor Data Center kaupir orku sína frá HS orku og er þar með fimm ára samning (Benedikt

Gröndal, 2016). Gagnaverið í Reykjanesbæ er að nota nánast sex sinnum meiri rafmagn en

gagnaverið í Hafnarfirði (Benedikt Gröndal, 2016). Mjölnir er að nota 12 megavött á meðan

Thor er aðeins að nota 2 megavött (Benedikt Gröndal, 2016). Gagnaverin eru eingöngu að nota

endurvinnanlega orku að undanskildum díselvélunum sem eru vararafstöðvar ef rafmagnið fer

af.

Thor Data Center í Hafnarfirði er eingöngu með fimm fasta starfsmenn (Benedikt Gröndal,

2016). Öll önnur starfssemi er síðan aðkeypt frá Advania (Benedikt Gröndal, 2016). Þessi

starfsemi felur meðal annars í sér bókhald og svokallaðar 24 tíma vaktir (Benedikt Gröndal,

2016). Þessar 24 tíma vaktir eru nauðsynlegar vegna þess að niðurtími í gagnaverinu má helst

ekki vera neinn (Benedikt Gröndal, 2016). Þetta er vegna þess að hver mínúta í niðurtíma getur

valdið umtalsverðu fjárhagstapi fyrir fyrirtækið auk þess sem að skyndilegt rafmagnsleysi getur

skaðað tölvubúnaðinn (Landsvirkjun, 2015a). Mannaflaþörfin getur samt sem áður verið mjög

breytileg eftir því hvað er í gangi hverju sinni og eru að meðaltali 20 manns sem koma að

rekstrinum daglega (Benedikt Gröndal, 2016). Gagnaverið Mjölnir er hins vegar ekki með

neina fasta starfsmenn (Jón Bjarki Magnússon, 2015).

Page 19: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

11

Thor Data Center er með í kringum 50-60 viðskiptavini og eru 95% þeirra erlendir (Benedikt

Gröndal, 2016). Þetta eru fyrst og fremst viðskiptavinir sem vilja hýsingu sem er varin

(Benedikt Gröndal, 2016). Sú hýsing lýsir sér þannig að niðurtími má helst ekki vera neinn.

Thor er með vararafstöð sem tekur við ef rafmagnið dettur út (Benedikt Gröndal, 2016). Stærsti

viðskiptavinur þeirra er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software (Benedikt Gröndal,

2016). Opera Software er fyrirtæki sem hannar og þróar Internetvafra (Reuters, e.d.).

Internetvafrinn þeirra heitir Opera Browser og er hann í fimmta sæti yfir þá mest notuðu í

heiminum í dag (w3schools, e.d.). Ein að aðalástæðunum fyrir því að Opera Software valdi

Thor til að hýsa gögnin sín var að gagnaverið gat boðið upp á 100% endurnýjanlega orku

(„Gagnavinnsla Opera til Íslands“, 2010).

Gagnaverið Mjölnir, sem er hitt gagnaverið sem Thor Data Center rekur, er með um 15

viðskiptavini (Benedikt Gröndal, 2016). Viðskipavinir þess hugsa ekki jafn mikið um

niðurtímann, heldur einblína þeir frekar á ódýra orku (Benedikt Gröndal, 2016). BitFury er

langstærsti viðskiptavinurinn og notar um 70-80% af allri orku Mjölnis (Benedikt Gröndal,

2016). Ætla má að vinnslan á Íslandi skili BitFury yfir þremur milljörðum króna í árstekjur

(Jón Bjarki Magnússon, 2015).

Thor Data voru frumkvöðlar í því að nota staðbundna orkugjafa til kælingar (Benedikt Gröndal,

2016). Þessi staðbundni orkugjafi þeirra var einfaldlega kalda loftið (Benedikt Gröndal, 2016).

Thor Data Center er með tvenns konar kælikerfi (Benedikt Gröndal, 2016). Annars vegar er

það kælikerfið í Reykjanesbæ þar sem gluggi er einfaldlega opnaður og hins vegar er það

kælikerfið í Hafnarfirði. Kælikerfið í Thor virkar þannig að í efri einingunni er kælibúnaðurinn

og í neðri er allur tölvubúnaðurinn (Benedikt Gröndal, 2016). Síðan er kalda íslenska loftið

sogað inn í kæligáminn sem kælir loftið í lokaðri hringrás (Benedikt Gröndal, 2016). Thor Data

Center var fyrsta gagnaverið í heiminum að nýta þessa kælingartækni og þessi aðferð er að

verða mjög vinsæl í Norður-Evrópu (Benedikt Gröndal, 2016).

3.4 Verne Global

Verne Global var stofnað hér á landi 2007 og hóf rekstur árið 2012 (Helgi Helgason, 2016)

(Viðskiptablaðið, 2016) Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi að byggja gagnaver á Íslandi og

er hvergi annars staðar með rekstur né starfsemi (Helgi Helgason, 2016). Verne Global er búið

að vera í byggingaframkvæmdum frá árinu 2011 og hefur verið að byggja gagnaverið jafnt og

þétt í nánast fimm ár (Helgi Helgason, 2016). Gagnaverið er nú orðið nálægt 14.000 m² (Helgi

Page 20: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

12

Helgason, 2016). Í dag eru Verne Global að nota í kringum 20-30% af 18 hektara landi sínu

(Helgi Helgason, 2016). Gagnaverið er í dag stærsta gagnaver á landinu (Helgi Helgason,

2016).

Eigendur Verne eru General Catalyst, sem er bandarískt fjárfestingarfyrirtæki, og einnig

Novator, sem er félag að hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar (Helgi Helgason, 2016).

Að General Catalyst standa meðal annars sömu fjárfestingaaðilar og fjárfestu í CCP á sínum

tíma (Helgi Helgason, 2016). Verne Global lauk hlutafjáraukningu upp á 98 milljónir

Bandaríkjadala í byrjun árs 2015 (Þórður Snær Júlíusson, 2016). Þar komu SÍA II,

framtakssjóður í rekstri hjá Stefni, dótturfélag Arion banka, ásamt hópi íslenskra lífeyrissjóða

nýir inn í hluthafahóp félagsins (Þórður Snær Júlíusson, 2016). Með þessari hlutafjáraukningu

tók Verne Global til sín tæpan helming allrar fjárfestingar í tækni- og nýsköpun og voru með

næstmestu hlutafjáraukningu í þessum iðnaði í Norðurlöndunum það árið (The nordic web,

2016).

Verne Global er það sem er kallað „infrastructure provider“. Fyrirtækið útvegar sem sagt

einungis aðstöðu fyrir fyrirtæki til að hýsa búnað sinn (Helgi Helgason, 2016). Starfsemi Verne

Global er því aðeins sú að reka húsnæðið, rafkerfið og öryggiskerfið (Helgi Helgason, 2016).

Viðskiptavinir þeirra koma með sinn eigin búnað og reka hann (Helgi Helgason, 2016). Þeir

eru ekki háðir neinum og viðskiptavinir þeirra ráða alveg af hverjum þeir kaupa tölvuþjónustu

(Helgi Helgason, 2016). Flest stóru tölvufyrirtækin á Íslandi eru að þjónusta viðskiptavini

þeirra. Þar á meðal Advania, þeirra helsti samkeppnisaðili á Íslandi (Helgi Helgason, 2016).

Verne Global er með langtímasamning við Landsvirkjun og árið 2014 var raforkunotkunin 36

GWH og um 6 MW(Helgi Helgason, 2016) (Orkuspárnefnd, 2015).

Fastir starfsmenn Verne Global eru 20 talsins (Helgi Helgason, 2016). Verne Global er einnig

með um 30 manns í sölu- og markaðsstarfi erlendis (Helgi Helgason, 2016). Þessar

söluskrifstofur eru staðsettar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi (Helgi Helgason,

2016).

Verne Global leggur mestu áherslu á erlendan markað (Helgi Helgason, 2016). Þess vegna eru

flestir viðskiptavinir fyrirtækisins erlendir (Helgi Helgason, 2016). Fyrirtækið er þó með

íslenska viðskiptavini eins og Nýherja og Opin kerfi (Helgi Helgason, 2016). Stærstu

viðskiptavinir Verne Global eru BMW, RMS, Datapipe, CCP og Colt (Stefán Árni Pálsson,

2015). Talið er að BMW hafi lækkað kostnað sinn með því að færa þessa starfsemi sína til

Page 21: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

13

Verne Global, rekstrarkostnað HPC („high performance computing“) um 82% og sparað

kolefnislosun sína um 3750 tonn á ári (Landsvirkjun, 2015a). Verne Global markaðssetur sig

undir tveimur mismunandi hugtökum (Helgi Helgason, 2016). Annars vegar er það Power

Direct og hins vegar Power Advanced (Helgi Helgason, 2016). Power Direct er það sem

fyrirtækið kallar lágmarks rekstraröryggi, þannig að ef það slær út þá fer aðeins rafmagnið af

(Helgi Helgason, 2016). Power Advanced er efsta stig í rekstraröryggi (Helgi Helgason, 2016).

Uppbygging fyrirtækisins í Power Advanced samsvarar Tier 3 og jafnvel umfram það (Helgi

Helgason, 2016).Tier 3 gagnaver eru með 99,982% uppitíma, ekki meira en 1,6 klukkutímar af

niðurtíma á ári og hægt er að reka gagnaverið með vararafstöðum í að minnsta kosti 72

klukkutíma (Colocation American, e.d.). Verne Global notar eingöngu fría kælingu sem er í

boði hér á landi, þökk sé kalda loftslaginu (Helgi Helgason, 2016). Kælingin felst í því að

hreyfa loft eða að hreyfa vökva (Helgi Helgason, 2016). Gagnaverið er með lokuð

varmaskiptkerfi þar sem hitinn er varmaleiddur í burtu með vökva (Helgi Helgason, 2016).

Page 22: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

14

4. Samanburður við nágrannalönd beggja megin við Atlantshafið

Mikill uppgangur hefur verið alls staðar í heiminum í byggingu gagnavera og til að komast að

því hvar Ísland stendur er áhugavert að athuga stöðu annarra landa. Löndin sem tekin voru til

athugunar voru annars vegar Bandaríkin, því þau hafa ráðið lögum og lofum í

gagnaversiðnaðinum í áranna rás, og hins vegar Svíþjóð, því það er landið sem Ísland er hvað

helst í samkeppni við. Þessi samanburður byggist að mestu leyti á skýrslu sem gefin hefur verið

út undanfarin ár af Cushman og Wakefield, hurleypalmerflatt og source8. Skýrsla þessi tekur

á helstu áhættuþáttum sem gagnaver standa frammi fyrir og meta hvar hvert land stendur í

hverjum flokki (hurleypalmerflatt, Cushman & Wakefield, & source8, 2013). Flokkunum er

skipt niður í þrjú lög og fær hver flokkur sérstakt vægi innan hvers lags (hurleypalmerflatt o.fl.,

2013). Fyrsta lagið, sem jafnframt er veigamesta lagið, samanstendur af orkukostnaði,

afkastagetu bandvíddar Internets og viðskiptaþægindum (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Annað

lagið inniheldur tekjuskatt fyrirtækja, launakostnað, pólitískan stöðugleika, sjálfbærni (þ.e.a.s.

sjálfbærni í orku), náttúruhamfarir, menntunarstig og orkuöryggi (hurleypalmerflatt o.fl.,

2013). Þriðja og síðasta lagið samanstendur af vergri landsframleiðslu, verðbólgu og

vatnsaðgengi (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Saman mynda þessi lög mælikvarða sem ákvarðar

öruggustu staðsetningar gagnavera í heiminum hverju sinni (hurleypalmerflatt o.fl., 2013).

4.1 Svíþjóð

Í Svíþjóð eru 47 gagnaver á 13 svæðum og flest þeirra í Stokkhólmi eða 28 talsins. Aðrar helstu

staðsetningar eru Gautaborg þar sem gagnaver eru fjögur talsins, Malmö þar sem þau eru einnig

fjögur og Linköping sem hýsir tvö gagnaver (Data Center Map, e.d.-c). Fjarskiptaþjónusta í

Svíþjóð er talin vera á meðal þeirra bestu í heimi. Svíþjóð deilir jarðstöðvum með öðrum

Norðurlöndum eins og Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnlandi (Data Center Map, e.d.-c).

Sænski fjarskiptarþjónusturisinn Ericsson hefur nú þegar sett á laggirnar 5 milljarða sænskra

króna verkefni með uppbyggingu á tveimur gagnaverum í Svíþjóð (Radhakrishnan, 2014).

Norðurlöndin hafa nú nýlega verið að bjóða fyrirtækjum aðstoð sérfræðingarteyma á sviði

gagnavera og við val á staðsetningum til að auðvelda fyrirtækjum vinnuna (Radhakrishnan,

2014).

Fyrsta gagnaver Facebook sem staðsett er fyrir utan Bandaríkin er staðsett í Luleå í Svíþjóð

(Facebook, 2013). Það sem er einstakt við þetta gagnaver er staðsetningin. Það er nægilega kalt

á þessum stað að þeir geta nýtt kalda loftið til að kæla niður tækjabúnað í gagnaverinu

Page 23: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

15

(Facebook, 2013). Þeir þurfa í raun og veru ekki að nota neinn kælibúnað annan en kalda loftið

10 mánuði af árinu (Anonymous, 2012). Gagnaverið nýtir einungis vatnsorku sem er það

áreiðanleg að Facebook hefur getað fækkað vararaföflum um 70% (Anonymous, 2012).

Mynd 3. Áhættugreining Svíþjóðar

(hurleypalmerflatt, Cushman & Wakefield, & source8, 2013).

Í nýjustu skýrslu frá Cushman og Wakefield, hurleypalmerflatt og Source8 (2013), Data centre

risk index frá 2013 er Svíþjóð talin vera með þriðju bestu staðsetningu í heiminum fyrir

gagnaver hvað varðar áhættu og hefur hækkað um fimm sæti síðan síðasta skýrsla var gefin út

árið 2012. Það er mesta hækkunin ásamt Póllandi sem situr í 17. sæti listans. Svíþjóð skorar

hvað best í flokkunum bandvídd Internets, viðskiptaþægindi, pólitískur stöðugleiki, sjálfbærni,

náttúruhamfarir, menntun, verg landframleiðsla miðað við höfðatölu, verðbólga og

vatnsaðgengi en í þessum flokkum er Svíþjóð talið á meðal 10 bestu þjóða í heiminum

(hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Svíþjóð er nokkuð stöðugt í öllum flokkum að undanskildum

launakostnaði, þar sem Svíþjóð er í 26. sæti (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Þeir þrír flokkar

sem Svíþjóð skarar fram úr í er sjálfbærni þar sem öll orka sem nýtt er í gagnaver er

endurnýjanleg, pólitískur stöðugleiki og náttúruhamfarir í þeim skilningi að þær eiga sér nánast

aldrei stað (hurleypalmerflatt o.fl., 2013).

Page 24: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

16

4.2 Bandaríkin

Í Bandaríkjunum eru starfrækt 1541 gagnaver og flest þeirra eru staðsett í Kaliforníufylki eða

197 talsins (Data Center Map, e.d.-b).

Gagnaverum hefur fjölgað gríðarlega. Um aldamótin voru starfrækt 320 gagnaver í

Bandaríkjunum og því hafa verið reist 1218 ný gagnaver á undanförnum 15 árum (Mitchell-

Jackson, Koomey, Blazek, & Nordman, 2002).

Í Bandaríkjunum er að finna fimm stærstu gagnaverseigendur heims (Lima, 2015). Stærstu

eigendur gagnavera eru Switch en þeirra gagnaver eru rúmlega 325.000 m² að stærð (Lima,

2015). Það mun þó ekki vara lengi því Kína mun opna nýtt gríðarstórt gagnaver á árinu og það

gagnaver verður í heildina tæpir 600.000 m² að stærð (Lima, 2015).

Mynd 4. Áhættugreining Bandaríkjanna

(hurleypalmerflatt, Cushman & Wakefield, & source8, 2013).

Í skýrslu Cushman og Wakefield, hurleypalmerflatt og Source8 (2013) eru Bandaríkin talin

hafa bestu staðsetningu í heiminum fyrir gagnaver þegar litið er til áhættu. Bandaríkin halda

toppsæti listans frá fyrri skýrslu sem gefin var út árið 2012 og eru töluvert á undan Bretlandi

sem vermir annað sæti listans (hurleypalmerflatt, Cushman & Wakefield, & source8, 2013).

Flokkarnir sem Bandaríkin skora best í eru orkukostnaður, bandvídd Internets,

viðskiptaþægindi og menntun, en Bandaríkin eru talin á meðal þriggja efstu þjóða heimsins í

þessum flokkum (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Bandaríkin eru ekki eins stöðug og Svíþjóð í

Page 25: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

17

flokkunum og eru t.a.m. talin fremsta þjóð heimsins í bandvídd Internets og menntun en sú

versta í tekjuskatti fyrirtækja og næstversta hvað varðar hættu á náttúruhamförum

(hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Þriðja árið í röð halda Bandaríkin toppsæti listans og það má

þakka því að orkukostnaður þar hefur meira og minna staðið í stað á meðan orkuverð hefur

hækkað í öðrum löndum og þá er bandvídd Internetsins þar talin sú áhættuminnsta í heiminum

(hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Helsta áhyggjuefnið vegna gagnavera í Bandaríkjunum er enn

og aftur náttúruhamfarir og þá helst hvirfilbylir. Bandaríkin gætu bætt sig í öllum flokkum

listans að undanskildu vatnsaðgengi og náttúruhamförunum sem ekki er hægt að ráða við.

4.3 Ísland

Á Íslandi eru fimm gagnaver, fjögur þeirra eru staðsett í Reykjavík og eitt í Keflavík (Data

Center Map, e.d.-a). Skýrsla Cushman og Wakefield, hurleypalmerflatt og source8 (2013)

álítur Ísland hafa sjöundu öruggustu staðsetningu í heiminum fyrir gagnaver. Ísland hefur fallið

um þrjú sæti síðan síðasta skýrsla var gefin út árið 2012 og hefur ekki lengur öruggustu

staðsetningu fyrir gagnaver á Norðurlöndum heldur Svíþjóð (hurleypalmerflatt o.fl., 2013).

Mynd 5. Áhættugreining Íslands

(hurleypalmerflatt, Cushman & Wakefield, & source8, 2013).

Ástæðan fyrir falli Íslands á þessum lista er að mörgu leyti hægt að rekja til þess að afkastageta

bandvíddar Internets hefur ekkert batnað þar frá því að síðasta skýrsla var gefin út og einnig

hefur hár launakostnaður haft neikvæð áhrif (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Þeir flokkar sem

Page 26: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

18

Ísland er að skara fram úr í eru vatnsaðgengi og sjálfbærni en í þeim flokkum er Ísland talið

vera fremsta þjóð í heiminum (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Aðrir flokkar sem Ísland skorar

hátt í eru orkukostnaður, orkuöryggi, menntun og tekjuskattur fyrirtækja en í þeim flokkum er

Ísland á meðal 10 öruggustu þjóða heims (hurleypalmerflatt o.fl., 2013). Flokkarnir sem Ísland

kemur hvað verst út úr eru bandvídd Internets, launakostnaður og verðbólga (hurleypalmerflatt

o.fl., 2013). Góðu fréttirnar fyrir Ísland eru þær að afkastageta bandvíddar Internets kemur til

með að batna til muna ef Ísland tengist Emerald sæstrengnum, en það myndi beintengja Ísland

við Ameríku og Evrópu í gegnum einn sæstreng í stað tveggja (hurleypalmerflatt o.fl., 2013).

Ennfremur er verðbólga á Íslandi tæplega helmingi lægri en hún var árið 2013 þegar þessi

skýrsla er gefin út, þ.a.l. mun Ísland standa betur að vígi í þeim flokki þegar næsta skýrsla

verður gefin út (Seðlabankinn, e.d.).

Page 27: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

19

5. Þættir sem hafa áhrif á staðsetningarval

Orka

Þegar kemur að því að velja staðsetningu eru alls kyns þættir sem hafa áhrif á ákvarðanatöku

fyrirtækja. Orkukostnaður er sennilega einn stærsti kostnaðarliður gagnavera, því hann er

krónískur og ekki er hægt að reka gagnaver án orku. Þegar fyrirtæki meta orkubreytuna vilja

þau umfram allt að orkan sé fáanleg, ódýr, sjálfbær og endurvinnanleg ef völ er á

(Landsvirkjun, 2015b). Fyrirtæki vilja geta gert langtímasamninga við orkuveitur og sjá fyrir

framtíðarverð á orku (Landsvirkjun, 2015b). Ástæðan fyrir því er sú að þó orka ákveðins lands

sé ódýr í dag, gæti hún orðið töluvert dýrari í framtíðinni. Ef ekki er hægt að koma á

langtímasamningum við orkuveitu landsins þá gæti það komið fram í kolröngu verðmati þegar

litið er til lengri tíma (Landsvirkjun, 2015b). Stærri gagnaver leggja mikla áherslu á það að

vera tengd tveimur rafmagnsundirstöðvum til að baktryggja sig, þ.e.a.s. ef önnur slær út getur

hin tekið við og þar með komið í veg fyrir niðritíma (Landsvirkjun, 2015b). Mikilvægi

endurvinnanlegrar orku hefur aukist umtalsvert á síðustu árum og þá allra helst fyrir stærri

fyrirtæki sem leitast eftir að bæta ímynd sína (Landsvirkjun, 2015b). Nálægð við

háspennumastur er einnig gríðarlegur kostur sem fyrirtæki leitast eftir við val á staðsetningu

(Gigerich, 2012).

Fjarskiptaþjónusta

Til að tryggja gæði gagna sækjast fyrirtæki eftir fáanlegri, ódýrri og sjálfbærri

fjarskiptaþjónustu (Landsvirkjun, 2015b). Til þess þarf skilvirka kapla sem bæði eru vel varðir

og tengjast áreiðanlegu bandvíddarkerfi (Landsvirkjun, 2015b). Boðleiðir þurfa að vera

aðgengilegar og öruggar og þ.a.l. er nálægð við fjarskiptabúnað mikilvæg sem og kostnaður

(Gigerich, 2012).

Skattar

Fyrirtæki á þessu sviði reiða sig mikið á skattaívilnanir. Fyrirtækin vilja komast hjá eignarskatti

á tölvu- og gagnaversbúnað. Lönd sem bjóða ekki slíkar ívilnanir eru sniðgengin

(Landsvirkjun, 2015b). Einnig taka gagnaverin skattahlutfall fasteignar með í reikninginn, því

uppbygging gagnavera krefst mikils fjármagns (Gigerich, 2012).

Menntun

Til að reka gagnaver þarf vel menntaða og hæfileikaríka tæknimenn á þessu sviði

(Landsvirkjun, 2015b). Til að setja þetta í samhengi, þá koma aðeins í kringum 20 starfsmenn

Page 28: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

20

að rekstri Thor Data Center og því gefur auga leið að ekkert svigrúm er fyrir veikan hlekk

(Benedikt Gröndal, 2016). Því horfa fyrirtæki til þess hvort framboð sé af vel menntuðu

tæknifólki í viðkomandi landi, t.d. frá háskólum landsins, því ekki er hægt að gera ráð fyrir því

að starfsmenn fyrirtækisins í heimalandinu geti flutt ef þörf er á auknu vinnuafli (Landsvirkjun,

2015b).

Rekstur

Gagnaver eru oftar en ekki stór og mikil smíði og byggingarkostnaður því mikill (Gigerich,

2012). Þess vegna þarf getan til að hanna, smíða og halda utan um gagnaver hratt og skilvirkt

með hæfilegum kostnaði að vera til staðar í viðkomandi landi (Landsvirkjun, 2015b). Þættir

sem hafa áhrif á gagnaver í því samhengi eru t.a.m. leyfisveitingaferli, áætlanagerð og

staðbundið skipulag (Landsvirkjun, 2015b). Taka þarf inn í reikninginn hversu lengi þurfi að

bíða eftir að leyfi gangi í gegn, hversu langan tíma skipulagsbreytingar taka ef fyrirtæki

ákveður að stækka við sig og hvaða hindrunum má búast við.

Náttúruhamfarir

Náttúruhamfarir er annar lykilþáttur sem hefur áhrif á staðsetningarval fyrirtækja fyrir

gagnaver. Ástæðan fyrir því að hættan á náttúruhamförum skiptir gagnaversfyrirtæki meira

máli en önnur er sú að þegar fyrirtæki horfa til staðsetningarmöguleika gagnavera eru þau ekki

að horfa til næstu 5-10 ára, heldur næstu 100 ára (Gigerich, 2012). Þess vegna er staðsetning á

t.d. jarðskjálfta-, hvirfilbylja-, flóða- eða eldfjallasvæðum töluvert minna aðlaðandi (Gigerich,

2012).

Nálægðin við stóra markaði og birgja

Nálægð við stóra markaði og viðskiptavini verður aðeins vandamál ef sæstrengur viðkomandi

lands er afkastalítill eða fjarskiptaþjónusta slök (Gigerich, 2012). Nálægð við birgja getur skipt

máli ef bilun verður á tölvubúnaði og þörf er á nýjum hratt og örugglega (Gigerich, 2012).

Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki

Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki er þáttur sem vert er að huga að en sá þáttur er yfirleitt

ekki skoðaður fyrr en búið er að þrengja staðsetningarmöguleika umtalsvert (Gigerich, 2012).

Page 29: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

21

Lífsgæði

Þó lífsgæði gæti talist óvenjulegur þáttur, þá skal því haldið til haga að starfsmenn gagnavers

eru vel menntaðir og hálaunaðir og góð lífsgæði verða að vera til staðar til þess að laða að og

viðhalda skilvirku vinnuafli (Gigerich, 2012).

Aðrir þættir

Það er ekki nóg fyrir fyrirtæki að íhuga aðeins kosti og galla hvers lands fyrir sig þegar tekin

er ákvörðun um staðsetningu gagnavera, heldur þurfa þau einnig að kanna

staðsetningarmöguleika innan hvers lands. Gagnaver mega t.d. ekki vera í flugleið, reynt er að

forðast að staðsetja gagnaver í miðri borg, aðgengi þarf að vera öruggt og eldvarnir þurfa að

vera fyrsta flokks (Landsvirkjun, 2015b). Gagnlegt getur verið að hafa gagnaver staðsett á

afskekktum stað en þó með því skilyrði að það tengist þjóðvegi og sé í hæfilegri fjarlægð frá

flugvelli (Gigerich, 2012). Einnig þarf að velta fyrir sér byggingarmöguleikum og bera saman

við mismunandi landsvæði (Gigerich, 2012).

Þó þetta sé alls ekki tæmandi listi yfir alla þá þætti sem hafa áhrif á val fyrirtækja við

staðsetningu gagnavera, þá eru þetta almennir þættir sem langflest fyrirtæki verða að taka til

íhugunar við val sitt.

Page 30: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

22

6. Demantslíkan Porter

Mynd 6. Demantslíkan Porter á samkeppnishæfni Íslands á gagnaversmarkaði (útbúið af höfundum)

Demantslíkan Porter samanstendur af fjórum lykilþáttum en þessir lykilþættir eru: Starfsemi

og stuðningsgreinar, eftirspurnarskilyrði, framleiðsluskilyrði og stefna, uppbygging og

samkeppni fyrirtækja. Aðrir þættir sem ekki eru í demantinum, en hafa bein áhrif á hann, eru

tækifæri og stjórnvöld. Þar sem tilgangur demantslíkans Porters er að greina samkeppnisforskot

þjóða, töldu höfundar gagnlegt að smíða greiningu á kostum og ókostum Íslands á

gagnaversmarkaði út frá þessu tiltekna líkani. Þættir sem hafa áhrif á gagnaversiðnað á Íslandi

voru flokkaðir í áðurgreinda lykilþætti, þar sem þeir birtast annaðhvort sem kostir eða ókostir.

Tilgangurinn með þessari greiningu er annars vegar að varpa ljósi á þá þætti sem styrkja

samkeppnisforskot Íslands á gagnaversmarkaði og hins vegar að koma auga á þá þætti sem

þarfnast úrbóta. Hér að neðan er greint frá kostum og ókostum Íslands í hverjum flokki

demantslíkansins fyrir sig.

Page 31: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

23

6.1 Eftirspurnarskilyrði

Í skilgreiningu Porters á eftirspurnarskilyrði er átt við um þá eftirspurn um vöru eða þjónustu

sem framleidd er í tilteknu landi. Samkvæmt demantslíkani Porter er það svo að ef staðbundin

eftirspurn eftir vöru eða þjónustu er stærri en erlendir markaðir, þá leggja fyrirtæki meiri

áherslu á að þróa ákveðna vöru eða þjónustu en erlend fyrirtæki sem skapar samkeppnisforskot

fyrir markaðinn í landinu (Ozgen, 2011). Þar sem staðbundin eftirspurn á Íslandi eftir

gagnaverum verður sennilega aldrei stærri en erlendir markaðir, þá er hægt að horfa á

eftirspurnarskilyrði í öðru samhengi. Hlúa ætti að þeim þáttum sem gera Ísland að eftirsóttum

stað fyrir úthýsingu gagnavera og þar með styrkja samkeppnisforskot, því Ísland hefur margt

til brunns að bera. Hér að neðan verða taldir upp kostir og ókostir við eftirspurnarskilyrði á

Íslandi.

Mynd 7. Kostir og ókostir eftirspurnarskilyrða

Endurvinnanleg orka

Endurvinnanleg orka er líklega sá eiginleiki sem einkennir Ísland í gagnaversiðnaðinum en

hérlendis er einungis notuð 100% endurvinnanleg orka (Helgi Helgason, 2016) (Benedikt

Gröndal, 2016). Vaxandi áhugi fyrirtækja á því að bæta samfélagsábyrgð sína með notkun

endurnýjanlegrar orku, hefur gefið gagnaversiðnaðinum hérlendis byr undir báða vængi á

undanförnum árum (Data Center Knowledge, e.d.-b). Þar sem ekkert annað er í boði fyrir

fyrirtæki á Íslandi en að nota endurnýjanlega orku, hefur Ísland ákveðið samkeppnisforskot á

önnur lönd sem kemur einungis til með að vaxa á komandi árum (Helgi Helgason, 2016).

Langtímasamningar við orkuveitur

Það sem Ísland hefur einnig fram yfir önnur lönd eru langtímasamningar við orkuveitur.

Gagnaverum á Íslandi stendur til boða að gera eins langa samninga um kaup á raforku og þeir

geta samið um, sem telst gríðarlegur kostur á gagnaversmarkaði (Benedikt Gröndal, 2016).

Page 32: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

24

Ókeypis kæling

Samhliða endurnýtanlegri orku er kæling vefþjóna eiginleiki sem gefur Íslandi mikið

samkeppnisforskot á gagnaversmarkaði. Kæling vefþjóna getur verið afar kostnaðarsöm og í

skýrslu sem gefin var út árið 2007 er greint frá því að kæling vefþjóna sé allt að 35% af

rekstrarkostnaði gagnavera (Koomey, 2007). Það sem gerir Ísland að eftirsóttum stað fyrir

gagnaver er sá möguleiki að þau geta nýtt íslenska loftið til þess að kæla vefþjóna sína, þeim

að kostnaðarlausu (Helgi Helgason, 2016).

Slæm afkastageta bandvíddar

Afkastageta bandvíddar á Íslandi er töluvert verri en í nágrannalöndunum, sem verður þess

valdandi að hraði á gögnunum er ekki eins mikill. Afleiðingar slakrar afkastagetu bandvíddar

er sú að Ísland getur ekki þjónustað 30% af gagnaversmarkaðinum með núverandi

flutningshraða (Helgi Helgason, 2016). Tenging Íslands við Emerald sæstrenginn, sem tengir

saman Evrópu og Norður-Ameríku, myndi auka afkastagetu bandvíddar margfalt, en ekki hefur

tekist að fjármagna þá framkvæmd og þ.a.l. tengist hann ekki Íslandi a.m.k. á næstunni

(Telecom review, e.d.) (Benedikt Gröndal, 2016). Það sem nágrannalönd eins og Svíþjóð,

Danmörk og Finnland hafa fram yfir Ísland er að þau hafa þegar fengið til sín stóra

viðskiptavini á borð við Google, Facebook og Microsoft (Mortleman, e.d.).

Skortur á stórum viðskiptavinum

Hægt er að færa rök fyrir því að fylgni sé á milli þess að stórir viðskiptavinir komi og aukningar

í eftirspurn. Þar má nefna dæmi um komu Facebook til Svíþjóðar árið 2013 (Protalinski, 2013).

Sama ár tilkynnti tæknirisinn Sony Ericsson fimm ára áætlun um milljarða dollara fjárfestingu

í þremur gagnaverum og verða tvö þeirra staðsett í Svíþjóð (Rath, 2013).

Lítill markaður heima fyrir

Þessi skortur á stórum viðskiptavinum hefur orðið til þess að markaðurinn hér heima fyrir er

tiltölulega lítill og hætt er við því að stór fyrirtæki feti frekar í fótspor jafnoka sinna í stað þess

að leita nýrra valkosta.

6.2 Framleiðsluskilyrði

Framleiðsluskilyrði eru framleiðsluþættir í umræddu landi. Þessir framleiðsluþættir eru

eftirfarandi: Vinnuafl sem er hæft starfsfólk, efnisframboð sem er framboð hráefnis,

auðlindaþekking sem er menntun og gæði rannsókna, fjármagnsauðlindir sem er hversu mikið

er til af eignum og félagsauð og innviðir sem er bæði lagalega umhverfið og grunnaðstaða og

Page 33: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

25

þjónusta sem þarf fyrir starfsemi samfélagsins (Ozgen, 2011). Ef einhver af þessum þáttum er

ákjósanlegur, þá mun landið þróa samkeppnishæfni fyrir iðnað út frá honum (Porter, 1990).

Hér á eftir verða síðan nefndir kostir og gallar við framleiðsluskilyrði á Íslandi

Mynd 8. Kostir og ókostir framleiðsluskilyrða

Orkuverð hagstætt og þekkt langt fram í tímann

Orkuverð á Íslandi er afar hagstætt. Raforkuverð á Íslandi stendur nú í 5,5 sentum per kWh

sem er t.d. töluvert ódýrara en í Svíþjóð þar sem verðið er 8,33 sent per kWh og ennþá ódýrara

miðað við Bandaríkin, þar sem raforkuverð er 8-17 sent per kWh (Wikipedia, 2016). Lágt

raforkuverð er eiginleiki sem gagnaverseigendur leitast eftir í sínu gagnaversumhverfi, því

raforka er eitthvað sem gagnaver geta ekki verið án.

Stuttur tími fyrir fyrirtæki að hefja rekstur

Ísland hefur m.a. þann kost að sá tími sem það tekur gagnaversfyrirtæki að hefja rekstur er

stuttur samanborið við önnur lönd (The World Bank Group, e.d.-c). Að ganga frá öllum leyfum

og reglugerðum sem krafist er á Íslandi tekur einungis fjóra daga (The World Bank Group,

e.d.-c). Þessi kostur er ef til vill ekki sá veigamesti en getur þó komið sér vel fyrir fyrirtæki

sem eru að reyna að koma sér sem fyrst inn á markað.

Gott framboð af hæfileikaríku upplýsingatæknifólki

Í viðtölum höfunda við rekstrarstjóra Verne Global og Thor Data kom í ljós að báðir aðilar

voru ánægðir með framboðið af hæfileikaríku tæknifólki á sviði upplýsingatækni á Íslandi

(Benedikt Gröndal, 2016) (Helgi Helgason, 2016). Dæmi um góða menntun á Íslandi er að á

The Times Higher Education listanum yfir bestu háskóla árið 2015 til 2016 kemur í ljós að

Háskóli Íslands er í 201 sæti (Times Higher Education, 2015).

Óhagstæður orkumarkaður

Orkumaðurinn í Evrópu er almennt mun sveigjanlegri og betur þróaður en hér á landi (Benedikt

Gröndal, 2016). Á Íslandi geta kaupendur orku staðið frammi fyrir því vandamáli að sitja uppi

með orku sem þeir geta ekki nýtt (Benedikt Gröndal, 2016). Ef aðili ætlar að kaupa 10 megavött

Page 34: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

26

af rafmagni þá er sá aðili bundinn við að nota þessi 10 megavött alltaf (Benedikt Gröndal,

2016). Þetta veitir fyrirtækjum sem eru orkufrek lítið svigrúm fyrir sveiflur í orkunotkun

(Benedikt Gröndal, 2016). Orkumarkaðurinn í Evrópu er mun þægilegri, því þar geta

kaupendur ákveðið hvaða magn af orku þeir kaupa frá degi til dags (Benedikt Gröndal, 2016).

Skortur á reynslu og þekkingu í gagnaversiðnaði

Reynsla af gagnaversiðnaði er eitthvað sem Ísland hefur ekki. Gagnaversiðnaðurinn hér á landi

er nokkuð ungur og fyrsta alvöru gagnaverið á Íslandi var tekið í notkun árið 2010

(Viðskiptablaðið, 2010). Ennþá er mikil þekkingaruppbygging í gangi hér á landi og til dæmis

eru verkfræðistofur og slík sambærileg starfsemi að þreytta frumraun sína í þessum iðnaði

(Helgi Helgason, 2016). Að mati Helga Helgasonar (2016) rekstrarstjóra Verne Global er

mannauðurinn á Íslandi góður en skortur er á þekkingu og reynslu.

Skortur á iðnaðarmönnum í uppbyggingu gagnavera

Í viðtali við Helga Helgason (2016), rekstrarstjóra Verne Global, kom í ljós að það væri

töluverður skortur á góðum iðnaðarmönnum hér á landi. Þó að nóg sé að hæfileikaríku

tæknifólki hér á landi er lítið framboð af iðnaðarmönnum eins og rafvirkjum og vélvirkjum

(Helgi Helgason, 2016).

6.3 Skyld starfsemi og stuðningsgreinar

Skyld starfsemi og stuðningsgreinar á við um aðgengi að samkeppnishæfum framboðs- og

stuðningsgreinum (Ozgen, 2011). Til að atvinnugreinar geti öðlast samkeppnisforskot

samræma þau starfsemi sína og mynda klasa af stuðningsgreinum (Porter 1990). Styrkur og

samkeppnishæfni skyldrar starfsemi ýta einnig undir það að frumkvöðlar komi auga á tækifæri

(Ozgen, 2011).

Mynd 9. Kostir og ókostir skyldrar starfsemi og stuðningsgreina

Page 35: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

27

Góð afhending rafmagns

Ísland hefur þann mikla kost að raforkudreifing og aðgengi að raforku hér á landi er mjög góð

(Helgi Helgason, 2016). Ríkisrekna fyrirtækið Landsnet sér um dreifinguna. Raforkudreifing

innanlands er mjög skilvirk og einnig er dreifingarnetið tiltölulega nýtt (Helgi Helgason, 2016).

Helsta ástæðan fyrir góðri raforkudreifingu hér á landi er sú að álverin þurfa á mjög öruggri

afhendingu orku að halda og sú er raunin (Helgi Helgason, 2016).

Hátt verð gagnaflutninga

Farice er fyrirtæki sem á tvo sæstrengi sem tengja Ísland við Evrópu (Benedikt Gröndal, 2016).

Í dag er Farice í eigu ríkisins (Benedikt Gröndal, 2016). Árið 2007 varð Farice gjaldþrota eins

og mörg önnur fyrirtæki um þetta leyti. Ríkisábyrgð var á skuldum fyrirtækisins og í stað þess

að fara í gjaldþrotameðferð og í afskriftarferli þá varð ríkið eigandi þess (Benedikt Gröndal,

2016). Farice fyrirtækið er í dag skuldum vafið og nýtingin á strengjunum þess mjög lítil

(Benedikt Gröndal, 2016). Af þessum sökum er verðið á gagnasambandinu mjög hátt. Annað

sem hefur áhrif á verðið er að það er engin samkeppni á þessum markaði. Markaðurinn

samanstendur af þremur strengjum, Danice, Farice og Greenland Connect. Tveir af þessum

strengjum eru í eigu sama aðilans og hinn strengurinn er með óhagstæða verðlagningu og

óheppilega uppsettur (Helgi Helgason, 2016). Allt spilar þetta saman og útkoman er sú að það

er afar óhagstæð verðlagning á gagnasambandi á Ísland og er dæmi um að þessi kostnaður sé

fjórum til fimm sinnum dýrari en í Svíþjóð (Benedikt Gröndal, 2016).

Flutningskostnaður til Íslands

Fjarlægð Íslands frá meginlandi Evrópu eða Bandaríkjunum er töluverð. Hár

flutningskostnaður vegna fjarlægðar frá öðrum markaðssvæðum veldur því að fjárfesting sem

byggir á að flytja inn svokallaðar hálfkláraðar vörur er ekki samkeppnishæf (Þórður H.

Hilmarsson, 2011).

Skortur á gagnaverum á Íslandi

Gagnaversiðnaðurinn er nýr hérna og að sögn Benedikts Gröndal (2016), rekstrarstjóra Thor

Data, myndi iðnaðurinn njóta góðs af fleiri gagnaverum hér á landi. Ef fleiri gagnaver myndu

staðsetja sig á Íslandi væri líklegra að fleiri myndu fylgja (Benedikt Gröndal, 2016). Þá væri í

raun óþarfi að vera að selja landið sem góða staðsetningu fyrir gagnaver, heldur myndu

viðskiptavinirnir einfaldlega vita að það væri hagkvæmt og gott að vera á Íslandi út frá reynslu

annarra gagnavera (Benedikt Gröndal, 2016)

Page 36: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

28

Nálægð við stóra birgja

Eins og áður hefur komið fram, er fjarlægð Íslands frá meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum

töluverð. Einnig er veruleg fjarlægð frá stórum tölvubúnaðarbirgjum. Thor Data og Verne

Global nýta sér íslenskar tölvubúnaðarheildsölur eins og Nýherja og Advania (Helgi Helgason,

2016) (Benedikt Gröndal, 2016) (viðtal við Helga og Benna). Advania kaupir til dæmis allan

sinn tölvubúnað erlendis frá (Ómar Bendtsen, starfsmaður Advania, munnleg heimild, 4. apríl

2016). Ef nálægð á Íslandi væri meiri við stóra tölvubúnaðarbirgja væri óþarfi fyrir til dæmis

gagnaversiðnaðinn að kaupa tölvubúnað sinn í gegnum þriðja aðila.

6.4 Stefna, uppbygging og samkeppni fyrirtækja.

Samkeppnishæfni í ýmsum löndum er beintengd því hvernig skipulag og stjórnkerfi fyrirtækja

í landinu er (Porter, 1990). Fyrirtæki byggja hæfni sína og getu á atvinnugreinum sem þau eru

samkeppnishæf í (Ozgen, 2011). Til dæmis hafa fyrirtæki í Þýskalandi yfirleitt mjög

kerfisbundið, tæknilegt, framleiðslumiðað og þrepaskipt skipulag og því byggja þau upp styrk

sinn í verkfræði eða skyldum greinum (Ozgen, 2011). Samkeppni fyrirtækja er einnig mjög

mikilvæg og eykur eftirspurn (Ozgen, 2011). Eftir því sem samkeppni er harðari þá verður

þjónustan og vörurnar betri (Ozgen, 2011).

Mynd 10. Kostir og ókostir stefnu, uppbyggingar og samkeppni fyrirtækja

Uppbygging í upplýsingatækniiðnaði

Ísland býr yfir nokkrum frambærilegum kostum sem varða stefnu, uppbyggingu og samkeppni

fyrirtækja. Uppbygging í upplýsingatækniiðnaði á Íslandi hefur verið í sókn síðustu ár og hefur

töluverð aukning orðið í framtaksfjárfestingu í tækni- og nýsköpunargeiranum. Til að setja

þetta í samhengi jókst fjárfestingin í þessum flokki úr 1,5 milljörðum króna árið 2014 í 25,2

milljarða króna árið 2015 (Þórður Snær Júlíusson, 2016). Stærstu fjárfestinguna árið 2015 átti

Verne Global en sú fjárfesting nam 13 milljörðum króna eða meira en helmingi af

heildarfjárfestingum það árið (Þórður Snær Júlíusson, 2016). Þessi gríðarlega aukning í

Page 37: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

29

fjárfestingum í tækni- og nýsköpunargeiranum undirstrikar það að Ísland sé farið að sjá hag í

þessum arðsama geira sem ekki hefur verið í miklum metum undanfarna áratugi. Framfarirnar

í þessum geira hafa ekki aðeins skilað auknum tekjum. Fjöldinn allur af störfum hefur skapast

en starfsmönnum nýsköpunarfyrirtækja fjölgaði um 400 á árunum 2012-2014 (Þórður Snær

Júlíusson, 2016).

Góð lífsgæði

Lífsgæði á Íslandi eru mjög góð samkvæmt OECD lífskjaravísitölunni en samkvæmt henni eru

Íslendingar almennt ánægðari með líf sitt en flest aðrar þjóðir (OECD, e.d.-b). Það sem

Íslendingar geta sérstaklega státað sig af er lágt atvinnuleysi. Um 82% af íbúum á Íslandi á

aldrinum 15-64 hafa launað starf sem er hæsta hlutfall sem mælt var af OECD (OECD, e.d.-b).

Fjölmargir aðrir þættir einkenna góð lífsgæði á Íslandi og má þá helst nefna háan lífaldur, litla

mengun, gott vatnsaðgengi og hátt öryggi en Ísland stendur framar flestum öðrum þjóðum í

þessum þáttum (OECD, e.d.-b). Nátengt lífsgæðum er menntakerfið á Íslandi. Hátt

menntunarstig gefur löndum samkeppnisforskot með því að skapa meiri þekkingu á

vinnumarkaði. Rekstrarstjórar gagnavera á Íslandi eru ánægðir með það framboð af vinnuafli

sem stendur þeim til boða (Helgi Helgason, 2016) (Benedikt Gröndal, 2016). Þrátt fyrir að

aðeins 71% af Íslendingum á aldrinum 25-64 hafi lokið menntaskóla, sem er lægra en meðaltal

OECD, er menntakerfið á Íslandi mun stöðugra en annars staðar í heiminum sem leiðir í ljós

að gott aðgengi er að góðri menntun (OECD, e.d.-b).

Stöðug verðbólga

Verðbólgan á Íslandi hefur jafnt og þétt verið að hjaðna síðan bankahrunið átti sér stað árið

2008 (A.M. Best Company, 2015a). Verðbólgan hér er einnig orðin töluvert stöðugri núna sem

hefur valdið því að atvinnuástand hefur batnað til muna sem og fjárfestingum fjölgað (A.M.

Best Company, 2015a).

Óhagstætt skattaumhverfi

Ísland hefur sína galla líka þegar um er að ræða stefnu, uppbyggingu og samkeppni fyrirtækja.

Óhagstætt skattaumhverfi er einn þeirra en það hefur bein áhrif á gagnaver á Íslandi. Óhagstætt

skattaumhverfi skaðar samkeppnishæfni Íslendinga á gagnaversmarkaði að mati Helga

Helgasonar (2016), rekstrarstjóra Verne Global gagnaversins. Ennfremur er ákvæði í

virðisaukaskattslöggjöfinni sem þvingar fyrirtæki til að setja upp kennitölu á Íslandi sem er

afar óhagstætt fyrir gagnaversiðnaðinn, þar sem langflestir viðskiptavinur gagnavera hérlendis

eru erlendir (Helgi Helgason, 2016).

Page 38: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

30

Slæmt lánshæfistraust

Annar ókostur sem Ísland þarf að búa við er slæmt lánshæfistraust. Eins og áður hefur komið

fram varð íslenski efnahagurinn fyrir höggi árið 2008 þegar bankahrunið átti sér stað en hefur

verið á uppleið. Þó verðbólga hafi lækkað og lífsskilyrði batnað, erum við töluvert langt frá

þeim nágrannalöndum sem teljast til samkeppnisaðila okkar um gagnaver. Ef við lítum á það

lánatraustsgildi sem Íslandi er veitt í samantekt þriggja stærstu lánshæfismatsfyrirtækja

heimsins, þá er það einungis 55.45 sem er rétt yfir meðaltali (Trading Economics, 2016). Á

meðan eru Noregur, Svíþjóð og Danmörk öll á meðal 10 traustustu landa heims í sömu

lánshæfismatsgreiningu (Trading Economics, 2016). Slæmt lánshæfismat getur t.d. orðið þess

valdandi að Ísland geti ekki lagt til það fjármagn sem til þarf til þess að tenging Íslands við

Emerald sæstrenginn verði að veruleika.

6.5 Stjórnvöld

Stjórnvöld er annar þeirra utanaðkomandi þátta sem hafa áhrif á samkeppnishæfni landa í

demantslíkani Porters.

Mynd 11. Kostir og ókostir stjórnvalda

Aðild að lagningu Danice sæstrengsins

Stjórnvöld hafa ekki verið áberandi í málefnum gagnavera á Íslandi sem er miður, því ef Ísland

ætlar að ná almennilegu samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum er þátttaka stjórnvalda

mikilvæg. Stjórnvöld hafa þó ekki setið algjörlega aðgerðalaus, því þau fjármögnuðu að hluta

til lagningu DANICE sæstrengsins (Helgi Helgason, 2016). Lagning DANICE sæstrengsins

var algjör grundvöllur þess að gagnaversiðnaðurinn næði fótfestu á Íslandi, því áður en hann

kom til sögunnar var FARICE strengurinn sá eini (Helgi Helgason, 2016).

Skattaívilnanir

Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hjálpað til við lagningu Danice strengsins, hefur verið skortur á

þeirri eftirfylgni sem gagnaversiðnaðurinn krefst af stjórnvöldum. Þar efst á blaði eru

Page 39: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

31

skattaívilnanir. Raforkumálin hafa verið þrálátt vandamál fyrir gagnaversiðnaðinn á Íslandi,

því gagnaverin eru að borga jafn mikið fyrir dreifingu rafmagns og hver annar heimilisnotandi

(Benedikt Gröndal, 2016). Það veldur gagnaverum gríðarlegu tekjutapi að þurfa að borga

jöfnunargjald sem nemur 20 aurum per kílóvattstund, en slíkt tekjutap getur skipt tugum

milljónum króna á ári (Benedikt Gröndal, 2016). Það sem stjórnvöld gætu gert til þess koma

Íslandi á par við önnur lönd væri að veita gagnaverum svokallaðan stóriðjutaxta á raforkuverði,

t.d. með því að bjóða þeim raforkuverð á sama verði og álver borga fyrir sitt rafmagn (Benedikt

Gröndal, 2016).

Ferli á endurgreiðslu virðisaukaskatts á tölvubúnaði

Annar ókostur Íslands að hálfu stjórnvalda er ferli á endurgreiðslu virðisaukaskatts á

tölvubúnaði. Almennt hefur tíðkast að erlend fyrirtæki komi með sinn eigin tölvubúnað til

hýsingar á Íslandi og eru þeir skyldugir til þess að borga virðisaukaskatt af honum (Benedikt

Gröndal, 2016). Fyrirtæki fá þó virðisaukaskattinn endurgreiddan en það ferli getur tekið allt

að sex mánuði (Benedikt Gröndal, 2016). Virðisaukaskattur vegna tölvubúnaðar getur skipt

hundruðum milljóna króna og vextir af slíkum upphæðum í allt að sex mánuði geta valdið

fyrirtækjunum miklum kostnaði (Benedikt Gröndal, 2016). Þetta ferli hefur haft fælandi áhrif

á erlenda viðskiptavini sem hafa lítinn áhuga á því að borga þennan óþarfa kostnað (Benedikt

Gröndal, 2016).

Áhugaleysi stjórnvalda á gagnaversiðnaðinum

Áhugaleysi stjórnvalda á gagnaversiðnaðinum veldur gagnaversstjórnendum á Íslandi mikilli

óánægju er. Rekstrarstjórar Thor Data og Verne Global greindu báðir frá því að lítil sem engin

hjálp hafi fengist frá stjórnvöldum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir (Benedikt Gröndal, 2016)

(Helgi Helgason, 2016). Stjórnvöld nágrannalandanna virðist vera langt á undan Íslandi í

þessum málum og t.a.m. breyttu Danir ýmsum reglugerðum í skattalöggjöf sinni til þess að fá

tæknirisann Apple til þess að reisa gagnaver þar í landi (Helgi Helgason, 2016).

6.6 Tækifæri Tækifæri er hinn utanaðkomandi þátturinn sem hefur áhrif á samkeppnishæfni landa í

demantslíkani.

Page 40: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

32

Mynd 12. Kostir og ókostir tækifæra

Lagning Emerald sæstrengsins

Bandvíddarkostnaður er ákveðinn dragbítur fyrir gagnaversiðnað á Íslandi (Helgi Helgason,

2016) (Benedikt Gröndal, 2016). Þó eru tækifæri til að gera bragarbót á með tilkomu tengingar

við Emerald sæstrenginn. Emerald sæstrengurinn liggur frá Evrópu til Bandaríkjanna og á

miðri leið átti að koma tenging frá honum til Íslands. Enn hefur þó ekki tekist að fjármagna

þann hluta (Benedikt Gröndal, 2016). Ef fjármögnum fyrir þennan streng fengist á næstu árum

er líklegt að við munum sjá breytingu á iðnaðinum á Íslandi. Með tilkomu tengingarinnar yrði

meiri samkeppni á sæstrengsmarkaðinum á Íslandi og með aukinni samkeppni myndi verð á

bandvídd lækka. Annað sem tenging við Emerald sæstrenginn myndi koma til með að bæta í

þessum iðnaði, væri tenging til Bandaríkjanna (Helgi Helgason, 2016). Í dag fara allar

tengingar í gegnum London eða Amsterdam og biðtíminn er langur (Benedikt Gröndal, 2016).

Tenging við Emerald sæstrenginn myndi veita beina tengingu við Bandaríkin og það myndi

stytta biðtímann.

Hræðsla við náttúrhamfarir

Lítill þekking og hræðsla við náttúruhamfarir getur mögulega skaðað gagnaversiðnaðinn hér á

landi. Verne Global fékk t.d. margar spurningar um mögulegar náttúruhamfarir á Íslandi í

kjölfar gossins í Eyjafjallajökli árið 2010 (Helgi Helgason, 2016). Smámsaman hefur þó dregið

úr þeim fyrirspurnum (Helgi Helgason, 2016). Verne Global hefur látið gera áhættumat fyrir

Ísland og í ljós kom að gagnaversstarfsemi í New York er í meiri hættu vegna náttúruhamfara

en sú íslenska (Helgi Helgason, 2016). Að sögn Benedikts Gröndal (2016), rekstrarstjóra Thor

Data, þurfa þeir af og til þurft að ræða við mögulega viðskiptavini sína um líkurnar á

náttúruhamförum á Íslandi sem gætu haft áhrif á gagnaversstarfsemina. Benedikt (2016) taldi

einnig að líklegt væri að sumir mögulegir viðskiptavinir leituðu svara við þessum spurningum

á annan hátt en að ræða við þá.

Page 41: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

33

7. Samanburðarlíkan á gagnaversmarkaði

Mynd 13. Grunnlíkan höfunda á gagnaversmarkaði

Á mynd 13 má sjá líkan höfunda sem útbúið var sérstaklega til samanburðar á Íslandi,

Bandaríkjunum og Svíþjóð út frá þeim lykilþáttum sem hafa áhrif á staðsetningarval fyrirtækja.

Líkanið er að mörgu leyti gert til að sýna betri heildarmynd af skýrslunni sem tekin var fyrir í

fyrri kafla, en sú skýrsla var gefin út árið 2013. Skýrslan sýndi helstu áhættuþætti sem eigendur

gagnavera standa frammi fyrir, en líkanið hér að ofan tekur á rekstrarlegu sjónarmiði fyrirtækja.

Ótalmargir þættir koma við sögu í staðsetningarvali og verða fyrirtæki að velta þeim

gaumgæflega fyrir sér. Í líkaninu hér að ofan er einblínt á þá 16 lykilþætti sem að höfundar

telja skipta mestu máli. Þættirnir í líkaninu hafa marga snertifleti tengda rekstri gagnavera sem

eiga að gefa ágæta heildarmynd af samanburðinum. Líkanið sýnir stöðu samanburðarlandanna

út frá þeim mælikvörðum sem notaðir eru í hverjum flokki fyrir sig, en tekið skal fram að hæsta

talan táknar ekki alltaf bestu stöðuna.

Page 42: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

34

Mynd 14. Samanburðarlíkan höfunda fyrir vigtun.

Á mynd 14 er um sama líkan að ræða nema nú hefur lykilþáttunum verið skipt upp í þrjá flokka

og þeim gefin einkunnin 1, 2 eða 3. Það land sem stóð best að vígi fékk einkunnina 3, landið

sem kom þar á eftir fékk einkunnina 2 og það land sem kom verst út fékk einkunnina 1. Þetta

á við um alla flokka að undanskildum flokknum aðgengi að orku þar sem öll lönd höfðu 100%

aðgengi að orku og fengu þ.a.l. öll einkunnina 2.

Þeir þættir sem skilgreindir eru í fyrsta flokk eru orkukostnaður, orkuöryggi, aðgengi að orku,

afkastageta bandvíddar og kostnaður bandvíddar. Í öðrum flokk eru þættirnir endurvinnanleg

orka, tekjuskattur fyrirtækja, menntun, pólitískur stöðugleiki, efnahagslegur stöðugleiki,

náttúruhamfarir og nálægð við stóra markaði og viðskiptavini. Þriðji og seinasti flokkurinn

inniheldur þættina verðbólga, lífsgæði, fasteignaskatt og tíma sem það tekur fyrirtæki að koma

sér af stað. Hér að neðan verður síðan kafað dýpra í hvern flokk fyrir sig og útskýrt hvers vegna

flokkarnir hafa áhrif á staðsetningu gagnavera.

7.1 Fyrsti flokkur

Fyrsti flokkurinn og jafnframt sá veigamesti snýr að beinum rekstri gagnavera. Þar eru teknir

fyrir þeir grunnþættir sem gagnaverseigendur þurfa að hafa í lagi til þess að geta rekið

gagnaver. Orka og bandvídd fer fyrir flokknum sem kemur lítið á óvart, því án þessara tveggja

Page 43: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

35

þátta væri ekki hægt að reka gagnaver. Allir undirþættir flokksins voru taldir álíka mikilvægir

og fengu því allir sama vægi innan flokksins.

Orkukostnaður

Orkukostnaður skipar stóran sess í kostnaði gagnavera og má reikna með að 15% af öllum

kostnaði fari í orku. Það sem felst almennt í orkukostnaði er stöðugt streymi frá orkuveitum,

stórir rafalar og straumbreytar. Það sem keyrir upp orkuverð fyrir gagnaver er þetta stöðuga

streymi sem þarf að vera viðvarandi 24 tíma dags 365 daga ársins (Greenberg o.fl., 2008). Það

sem gefur landi samkeppnisforskot á gagnaversmarkaði er eiginleikinn til að geta séð fyrir

orkuverð langt fram í tímann. Þar með eru gagnaversfyrirtæki mun líklegri til þess að færa

starfsemina sína þangað, því óvissa um orkuverð getur komið sér illa fyrir fyrirtæki á

gagnaversmarkaði og jafnvel orsakað stórtap.

Orkuöryggi

Orkuöryggi getur reynst nokkuð illskiljanlegt hugtak en í sinni einföldustu merkingu þýðir

orkuöryggi samfleytt aðgengi að traustum orkuveitum á viðráðanlegu verði (International

Energy Agency, e.d.-b).

Mynd 15. Skilgreining orkuöryggis

(International Energy Agency, e.d.-b)

Page 44: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

36

Dæmi um land sem býr við gott orkuöryggi er það þegar þeir sem bjóða orkuna geta brugðist

fljótt við breytingum á eftirspurn (International Energy Agency, e.d.-b). Ósamkeppnishæft og

sveiflukennt orkuverð er því dæmi um slæmt orkuöryggi og þar sem orkukostnaður er

gagnaverum mjög mikilvægur er óhagstætt að staðsetja gagnaver í slæmu

orkuöryggisumhverfi.

Aðgengi að orku

Öll þróuð hagkerfi í heiminum í dag krefjast öruggs aðgengis að nútímalegum orkugjöfum til

að byggja undir þróun og vaxandi velferð (International Energy Agency, e.d.-a).

Grunvallaratriði til að auka tekjumöguleika og hagvöxt er orka. Öruggt aðgengi fyrir gagnaver

þýðir í raun að hafa beinan aðgang að raforku allan ársins hring. Lélegt aðgengi að orku

takmarkar verulega tekjumöguleika fyrirtækja (Shell Foundation, e.d.).

Afkastageta bandvíddar

Bandvídd er notað sem samheiti fyrir gagnaflutningshlutfall (Rouse, 2014). Það er sem sagt

magn gagna sem hægt er að færa frá einum stað til annars á tilteknu tímabili (Rouse, 2014).

Bandvídd er yfirleitt útskýrð í bitum á sekúndu (bps), megabætum á sekúndu (Mbs), gígabætum

á sekúndu (Gps) eða terrabætum á sekúndu (Tbs) (Rouse, 2014). Afkastageta bandvíddar er

mjög mikilvægur þáttur í starfsemi gagnavera. Skortur á afkastagetu bandvíddar á milli

netþjóna getur komið í veg fyrir samskipti á milli netþjóna og þá lengist tíminn til að fá

nauðsynlegar upplýsingar (Khan & Zomaya, 2015). Erfitt er að segja til um það hversu mikla

bandvídd hvert gagnaver þarf, en í meðalstóru gagnaveri þarf bandvídd upp á 1 terrabæt

(Pepelnjak, 2013).

Kostnaður bandvíddar

Eftirspurn og framboð, fjöldi og styrkleiki samkeppnisaðila og afköst bandvíddarinnar eru allt

þættir sem hafa áhrif á verð bandvíddarinnar (Geng, 2015).

7.2 Annar flokkur

Annar flokkurinn hefur minna vægi af þeim sökum að hann snýr ekki að dags daglegum rekstri

gagnavera. Þessi flokkur einkennist að þeim utanaðkomandi þáttum sem hafa áhrif á gagnaver

að undanskilinni endurvinnanlegri orku sem er beintengd rekstri gagnavera en þó ekki nógu

mikilvæg til þess að vera í fyrsta flokki. Undirþætti þessa flokks mætti greina sem hluti sem

væri gott að hafa en þó ekki nauðsynlegir til þess að geta rekið gagnaver. Allir undirþættir

flokksins voru taldir álíka mikilvægir og fengu því allir sama vægi innan flokksins.

Page 45: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

37

Endurvinnanleg orka

Endurvinnanleg orka er sá þáttur sem fengið hefur byr undir báða vængi á undanförnum árum

og hafa gagnaversfyrirtæki kappkostað að fjárfesta í slíkri orku (Data Center Knowledge, e.d.-

b). Þessi skyndilegi áhugi hefur mikið að gera með það að fyrirtæki vilja vera samfélagslega

ábyrg og leggja mikið á sig við að bæta ímynd sína. Endurvinnaleg orka er orðið nokkurs konar

markaðstól í höndum viðskiptavina gagnaveranna (Helgi Helgason, 2016).

Tekjuskattur fyrirtækja

Tekjuskattur er skattur sem er lagður á hagnað fyrirtækja (Hannes G. Sigurðsson, 2012). Þegar

um er að ræða nýsköpun og þróun er lágt hlutfall tekjuskatts á fyrirtæki mikilvægt (Hannes G.

Sigurðsson, 2012). Lágur tekjuskattur hvetur til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Lækkun á

tekjuskattshlutfalli fyrirtækja ætti þó ekki að lækka tekjur ríkisins. Skýringin er sú að þessi

lækkun stuðlar einfaldlega að stækkun annarra skattstofna (Hannes G. Sigurðsson, 2012).

Lágur tekjuskattur á fyrirtæki getur einnig verið mikill hvati fyrir bæði erlenda og innlenda

fjárfestingu. Það eru dæmi um tengingu á milli þess að lækka tekjuskatt á fyrirtæki og

aukningar í erlendri fjárfestingu en slíkt gerðist í Írlandi á síðustu öld (Sweeney, 2010).

Tekjuskattshlutfall er gagnaverseigendum mikilvægt, líkt og öðrum eigendum fyrirtækja. Því

lægra sem tekjuskattshlutfallið er, því meira verður samkeppnisforskot landsins.

Menntun

Menntun skiptir miklu máli þegar þjóðir keppa á alþjóðlegum markaði, hvort sem það er á

gagnaversmarkaði eða einhverjum öðrum. Mikilvægi menntunar í vexti efnahagskerfis er

óumdeilanlegt og því er ljóst að ef þjóð ætlar að stuðla að sjálfbærni efnahags er umfangsmikil

fjárfesting í menntakerfinu nauðsynleg (Salgür, 2013). Gagnaver eru tæknilega flókin fyrirbæri

og því þurfa þeir starfsmenn sem sjá um viðhald þess og þróun að vera vel menntað og

hæfileikaríkt á þessu sviði.

Pólitískur stöðugleiki

Einkennandi fyrir pólitískan stöðugleika eru litlar líkur á framsali á valdheimildum

ríkisstjórarinnar sem samrýmist ekki grunnreglum réttarríkisins, vopnuðum átökum, félagslegri

ólgu, alþjóðlegri spennu, hryðjuverkum auk þjóðernis, trúarbragða og svæðisbundinna átaka

(The Global Economy, e.d.). Þótt að fyrirtæki sé staðsett í landi sem er með mikinn pólitískan

stöðugleika, geta orðið breytingar sem hafa mikil áhrif á starfsemi þess (Triple A Learning,

e.d.). Þessar breytingar geta verið í lagalegu umhverfi landsins eða verið breytingar sem beinast

beint að fyrirtækjarekstri (Triple A Learning, e.d.). Þessar breytingar geta leitt til þess að landið

Page 46: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

38

sé ekki jafn fyrirtækjamiðað og mögulega óhagstætt fyrir fyrirtæki að staðsetja sig þar (Triple

A Learning, e.d.). Pólitískur stöðugleiki er mikilvægur fyrir gagnaversfyrirtæki, eins og önnur

fyrirtæki, því breytingar í lagaumhverfi hafa áhrif á rekstur þeirra.

Efnahagslegur stöðugleiki

Efnahagslegur stöðugleiki er það þegar hagkerfi landsins er stöðugt, áreiðanlegt og staðfast

(Margeirsson, 2013). Ef hagkerfið færist úr jafnvægi skal það leita sjálfkrafa aftur til baka á þá

braut sem það var á (Margeirsson, 2013). Neytendur, fyrirtæki og ríkisstjórnir njóta mikils

ábata að efnahagslegum stöðugleika og lítil verðbólga á vel stjórnuðu svæði gerir lántökur

ódýrari (European Commission, 2014). Þetta þýðir að vextir innlendra skulda verða minni og

við það losnar mikið magn af skattpeningum skattgreiðanda sem áður var notað í að

endurgreiða vexti og má nota það til dæmis til að lækka skatta, byggja nýja opinbera innviði

eða styrkja velferðarkerfið (European Commission, 2014). Einnig leyfir efnahagslegur

stöðugleiki ríkisstjórnum að áætla fjármál landsins, útgjöld og tekjur með meiri vissu

(European Commission, 2014). Starfsmenn sem eru í óstöðugu efnahagslegu umhverfi eru

líklegri til að þjást af streitu en þeir starfsmenn sem eru í stöðugu efnahagslegu umhverfi

(Godin & Kittel, 2004). Ódýrar lánstökur og viðskiptaþægindi eru mikill kostur í rekstri

gagnavera og þ.a.l. leitast gagnaverseigendur eftir efnahagslegum stöðugleika þegar þeir huga

að staðsetningu gagnavera.

Náttúruhamfarir

Röskun á fyrirtækjamarkaði er eitt stærsta vandamál svæða sem verða fyrir áhrifum af

náttúruhamförum og eru skemmdir vega, fjarskiptakerfa og bygginga algeng sjón eftir slíkar

hamfarir (Elmerraji, 2011). Þar sem uppitími gagnavera er gífurlega mikilvægur, vilja eigendur

gagnavera helst forðast að staðsetja þau þar sem líkur eru á röskun af þessum sökum. Ástæðan

fyrir þessari hræðslu er að niðritími gagnavera, þ.e.a.s. þegar vefþjónar eru óvirkir, getur

mögulega kostað milljónir dollara í glataðar tekjur (hurleypalmerflatt o.fl., 2013).

Nálægð við stóra viðskiptavini

Nálægð við viðskiptavini getur verið mjög mikilvæg fyrir fyrirtæki og er mögulega ennþá

mikilvægari fyrir gagnaver. Í gagnaversiðnaðinum finnst tæknimönnum stórfyrirtækja oft

skipta verulegu máli að hafa búnaðinn sem næst sér. Það getur orðið þess valdandi að afskekkt

lönd teljast minna aðlaðandi staðsetningarkostur fyrir úthýsingu gagnavera (Helgi Helgason,

2016). Þessir aðilar eru oft kallaðir ,,server huggers“ og er þetta oft ákveðinn þröskuldur fyrir

þessa aðila að yfirstíga (Helgi Helgason, 2016). Við mat á þessum flokki var mest notast við

Page 47: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

39

Forbes 2000 listann. Forbes 2000 er alhliða listi yfir heimsins stærstu og öflugustu fyrirtæki og

er það metið eftir tekjum, hagnaði, eignum og markaðsvirði (Forbes, e.d.).

7.3 Þriðji Flokkur

Þriðji flokkurinn er sá flokkur sem hefur minnsta vægið. Þættir í þessum flokki tengjast meira

almennum fyrirtækjarekstri en gagnaversrekstri. Þó að þessir þættir séu ekki beint mikilvægir

í gagnaversrekstri eru þeir þó að mati höfunda þættir sem geta mögulega bætt

gagnaversstarfsemina. Allir undirþættir flokksins voru taldir álíka mikilvægir og fengu því allir

sama vægi innan flokksins.

Verðbólga

„Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er oftast mæld sem tólf

mánaða breyting vísitölu neysluverðs en sú vísitala mælir meðalverð vöru og þjónustu á

markaði“ (Seðlabankinn, e.d.). „Verðbólga felur í sér að verðgildi peninga minnkar, þ.e.a.s.

minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu“ (Seðlabankinn, e.d.). „Hagstofa Íslands

mælir vísitölu neysluverðs og byggir það á reglubundnum könnunum á útgjöldum heimilanna

í landinu“ (Seðlabankinn, e.d.). Þó verðbólga sé ekki vigtuð hátt í greiningunni er það eitthvað

sem öll fyrirtæki verða að vera meðvituð um, hvort sem það er í gagnaversgeiranum eða

einhverjum öðrum. Gagnaver verða að vera meðvituð um stöðu verðbólgu þegar

fjárhagsáætlun er gerð varðandi framkvæmdir þeirra til að fá raunverulega mynd af verðmæti

þeirra og til að reyna spá fyrir um breytingar þeirra (Geng, 2015).

Lífsgæði

Lífsgæði í þessu samhengi á í raun og veru við um lífsgæði starfsmanna. Fyrir mörg fyrirtæki

eru lífsgæði eitthvað sem myndi ekki skipta verulegu máli þegar staðsetningarmöguleikar eru

metnir. Þar sem starfsmenn gagnavera eru oftast fáir og gjarnan beðnir um að flytja úr landi er

þetta þó þáttur sem vert er að huga að ef fyrirtækin vilja halda í gott starfsfólk (Geng, 2015).

Það sem hefur áhrif á lífsgæði starfsmanna er t.d. lágir skattar, lágur orkukostnaður, hagstætt

loftslag, starfs- og menntunarmöguleikar fyrir fjölskyldumeðlimi, menningarlegt aðdráttarafl

og ferðaþægindi (Geng, 2015).

Fasteignaskattur

Gagnaver eru oftar en ekki stórar og plássfrekar byggingar sem líta út eins og stórar

verksmiðjur að utanverðu (Geng, 2015). Stórum og miklum byggingum fylgir oft hár

fasteignaskattur og ekki er ólíklegt að fasteignaskattur sé stærsti staki liðurinn í skattgreiðslum

Page 48: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

40

gagnavera (Geng, 2015). Samkeppnisforskot getur myndast á gagnaversmarkaði og ef

stjórnvöld eru tilbúin að veita skattaívilnanir á fasteignaskatt og virðisaukaskatt á tækjabúnaði

getur sparnaður fyrirtækja af skattaívilnunum skipt milljónum dollar (Geng, 2015).

Tími sem tekur fyrirtæki að koma sér af stað

Þegar fyrirtæki hafa lokið allri undirbúningsvinnu vilja þau ekki þurfa að bíða aðgerðarlaus

eftir því að geta opnað. Þessi þáttur á við um þá dagafjölda sem það tekur að ganga frá öllum

verkþáttum til þess að geta hafið löglegan rekstur á fyrirtæki innan lands. Gagnaver þurfa eins

og önnur fyrirtæki að ganga í gegnum ýmis leyfisveitingaferli og getur hver dagur í bið verið

kostnaðarsamur. Til að setja þetta í samhengi eru þau lönd sem standa best að vígi í þessum

flokki Nýja Sjáland og Makedónía en þar tekur aðeins einn dag að fá öll leyfi til þess að koma

fyrirtæki í rekstur, á meðan það tekur 144 daga í Venesúela sem kemur verst út (The World

Bank Group, e.d.-c).

Page 49: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

41

8. Niðurstöður

Mynd 16. Samanburðarlíkan höfunda á gagnaversmarkaði

Mynd 16 sýnir sama samanburðarlíkan og tekið var fyrir í fyrri kafla, nema nú hafa einkunnir

verið vigtaðar upp eftir mikilvægi. Ákveðið var að nota sömu vigt og í áhættugreiningu

Cushman og Wakefield, hurleypalmerflatt og source8, þar sem undirþættir fyrsta flokks voru

vigtaðir upp um 60%, undirþættir annars flokks voru vigtaðir upp um 35% og undirþættir þriðja

flokks voru vigtaðir upp um 5%. Að lokum voru stig hvers land lögð saman og birt sem

heildarstig í líkaninu. Hér að neðan verður síðan fjallað um hvert land fyrir sig út frá

niðurstöðum samanburðarlíkansins hér að ofan.

8.1 Svíþjóð í samanburðarlíkaninu

Svíþjóð er það land sem kemur best út úr greiningu höfunda. Svíþjóð hlaut 45,7 stig af 64,95

mögulegum, sem gerir Svíþjóð að mjög arðbærum stað fyrir gagnaver. Svíþjóð vinnur nauman

sigur á Bandaríkjunum sem hafa haft tögl og hagldir á gagnaversiðnaðinum undanfarin ár.

Fyrirtæki hafa smátt og smátt verið að átta sig á kostum þess að úthýsa gagnaversstarfsemi

sinni í kaldara loftslag. Svo virðist vera að Svíþjóð sé að njóta góðs af því og þá sérstaklega

Norður-Svíþjóð. Eins og áður hefur komið fram hafa stór fyrirtæki á borð við Facebook séð

sér hag í því að úthýsa starfsemi sinni til Svíþjóðar og áætlað er að fleiri fyrirtæki séu á leiðinni.

Page 50: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

42

Vefhýsingarfyrirtækið Hydro66 hefur t.a.m. opnað 8.000 m² gagnaver í Boden sem er í næsta

nágrenni við Facebook gagnaverið. Það sem gerir Svíþjóð að ákjósanlegum stað er lágt

orkuverð. Árið 2015 stóð raforkuverð í Svíþjóð í 8,33 sentum per kWh sem er það næstódýrasta

í greiningunni (Wikipedia, 2016). Það sem keyrir orkuverð niður í Svíþjóð er samkeppnin sem

ríkir á orkumarkaðinum. Í Svíþjóð er hægt að kaupa orku frá um 200 fyrirtækjum sem öll

keppast við að vera með lægsta verðið („Energy use in Sweden“, 2015).

Ásamt því að bjóða raforku á tiltölulega ódýru verði er allt landið einnig með aðgang að raforku

og hefur verið það undanfarna áratugi (The World Bank Group, e.d.-a). Kosturinn við það er

sá að hægt væri að koma fyrir gagnaveri hvar sem er í landinu og þ.a.l. væri hægt að staðsetja

gagnaver þar sem orkan væri ódýrust í landinu án nokkurra örðuleika. Svíþjóð er með næstbesta

orkuöryggi á Norðurlöndunum samkvæmt tölum frá 2015 og situr í 16. sæti á heimsvísu (World

Energy Council, e.d.). Ástæðan fyrir því að Svíþjóð er ekki ofar á þessum lista er sú að

orkuöryggi landsins er samþætt raforkumarkaði Norður-Evrópu og ef brestur eða skortur er á

raforkuframboði utan landamæra Svíþjóðar getur það haft áhrif þar (International Energy

Agency, 2013). Áform liggja fyrir í Svíþjóð um að auka öryggi í framboði á orku með því að

halda áfram að þróa endurnýtanlega orkugjafa, s.s. jarðvarma- eða vindorku (International

Energy Agency, 2013).

Svíþjóð siglir nokkuð lygnan sjó þegar um bandvídd er að ræða. Kostnaður og aðgengi þeirra

af bandvídd er hvorki slæmur né framúrskarandi. Bandvíddarkostnaður í Norður-Svíþjóð, þar

sem stærstu gagnaverin eru staðsett, er þó talinn nokkuð óhagstæður á heimsvísu (Benedikt

Gröndal, 2016). Fyrirtæki sem ætla að opna gagnaver í norðurhluta Svíþjóðar verða því að bera

saman annars vegar háan kostnað bandvíddar og hins vegar lágan kostnað raforku og meta hvor

kostnaðurinn er veigameiri miðað við stærð og afkastagetu gagnaversins.

Árið 2012 tókst Svíþjóð að ná markmiðum sínum um að öll orka í landinu væri að minnsta

kosti 50% endurvinnanleg. Þeim tókst þetta átta árum á undan settri áætlun („Energy use in

Sweden“, 2015). Í dag er Svíþjóð með 59% endurvinnanlega orku og er landið í þriðja sæti yfir

þau lönd í Evrópusambandinu sem eru með mestu endurvinnanlegu orkuna á eftir Austurríki

sem er í fyrsta sæti og Lettlandi sem er í öðru sæti (The World Bank Group, e.d.-b). Í

samanburði við 100% endurvinnanlega orku á Íslandi, þá á Svíþjóð þó nokkuð í land. Svíþjóð

er ennþá með þrjú kjarnorkuver með 10 kjarnorkukljúfum í notkun, sem gerir landið eina landið

í heiminum sem hefur fleiri en einn kjarnorkukljúf á hverja milljón íbúa („Energy use in

Sweden“, 2015).

Page 51: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

43

Fyrir fyrirtæki í Svíþjóð er skattaumhverfið mjög gott borið saman við aðrar OECD þjóðir (The

Swedish trade & invest council, e.d.). OECD löndin eru 34 og eru þau í Norður- og Suður-

Ameríku, Evrópu og Asíu (OECD, e.d.-a). Í OECD eru mörg háþróuðustu lönd heims og einnig

upprennandi lönd eins og Mexíkó, Síle og Tyrkland (OECD, e.d.-a). Miðað við alþjóðlega

staðla er skatthlutfall fyrirtækja í Svíþjóð lágt og er einnig byggt eingöngu á hagnaði félagsins

(The Swedish trade & invest council, e.d.). Þau fyrirtæki eða útibú sem stunda viðskipti í

Svíþjóð eru skyldug til að borga skatta þar (The Swedish trade & invest council, e.d.). Almennt

er skattlagt á tekjur fyrirtækis á heimsvísu (The Swedish trade & invest council, e.d.). Ef tap er

hjá fyrirtækjum geta þau haldið áfram um óákveðinn tíma og tapið vegur á móti skattskyldum

hagnaði (The Swedish trade & invest council, e.d.). Þó eru takmarkanir á notkun á tapi ef

eigendaskipti verða (The Swedish trade & invest council, e.d.).

Þrátt fyrir að Svíþjóð hafi lent í neðsta sæti í greiningunni í menntunarflokknum, þá landið

engu að síður á meðal 15 bestu landa í heiminum (UNDP, e.d.). Mikil gróska hefur orðið í

upplýsingatæknimenntun í Svíþjóð og tveir háskólar sem eru í grennd við Facebook gagnaverið

sérhæfa sig í tæknigreinum (Luleå University of Technology, e.d.). Hvergi í Svíþjóð hefur

orðið eins mikil aukning í skólaumsóknum eins og í Luleå University of Technology og geta

þeir þakkað Facebook fyrir það, en skólinn er einmitt staðsettur í sama bæjarfélagi og gagnaver

þeirra (Luleå University of Technology, e.d.).

Pólitískur stöðugleiki í Svíþjóð er mjög mikill. Á alþjóðlegum mælikvarða er Svíþjóð með

nokkuð stöðugt skor í lýðræði, tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla (The Global Economy, e.d.).

Núverandi ríkisstjórn er minnihlutastjórn sem kjörin var árið 2014. Ríkisstjórnarmeirihlutinn

samanstendur af 348 þingmönnum frá átta flokkum og er núverandi minnihlutastjórn undir

forystu forsætisráðherrans Stefan Löfven (GOVUK, e.d.-b). Það sem veldur ef til vill

lítilsháttar óróleika í pólitíska stöðugleikanum í Svíþjóð er almenn ógn vegna mögulegra

hryðjuverka („Sweden travel advice - GOVUK“, e.d.). Árásir þar eru taldar vera

ófyrirsjáanlegar og dæmi um það eru sprengingar í miðbæ Stokkhólm þann 11. desember 2010,

þar sem tvær sprengjur sprungu með þeim afleiðingum að einn aðili dó og tveir slösuðust

(„Sweden travel advice - GOVUK“, e.d.).

Litlu munar á hagkerfum Svíþjóðar og Bandaríkjanna en hagkerfi Svíþjóðar er ívið betra.

Hagkerfi Svíþjóðar er mjög samkeppnishæft, fjölbreytt og árangursríkt (Sutherland, 2013).

Svíþjóð er einnig með eitt lægsta hlutfall af innlendum skuldum miðað við önnur lönd í

Evrópusambandinu, litla og stöðuga verðbólgu og heilbrigt bankakerfi (Sutherland, 2013). Í

Page 52: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

44

dag er Svíþjóð í sjötta sæti yfir þau lönd sem er auðveldast að stunda viðskipti við (Sutherland,

2013). Upplýsingatækni hefur verið í mikilli sókn og er Internetsímtalsþjónustan Skype og

tónlistarstreymisþjónustan Spotify gott dæmi um það (Sutherland, 2013). Nú starfa yfir 4% af

öllu vinnuafli í Svíþjóð í upplýsingartæknigeiranum og hefur sá geiri stækkað um 16% frá árinu

2008 (Sutherland, 2013).

Gagnaverseigendur þurfa ekki að hafa miklar áhyggju af náttúruhamförum ef þeir staðsetja

gagnaver sín í Svíþjóð. Svíþjóð skorar best af þeim löndum sem tekin voru fyrir í greiningunni

sem byggir á skýrslu sem gefin var út árið 2015 sem tekur meðal annars fyrir hversu mikið

fjárhagstap hefur orðið á árunum 1994-2013 í hverju landi fyrir sig (Kreft, Junghans, Eckstein,

& Hagen, 2014). Þó er Svíþjóð ekki laust við allar náttúruhamfarir. Flóð herja á Svíþjóð nánast

árlega, aurskriður, skógareldar og stormar gera einnig vart við sig víðs vegar en það er almennt

talið hættulítið í flestum tilfellum (Swedish civil contingencies, e.d.).

Neytendamarkaðurinn í Svíþjóð er vaxandi sem og hagkerfið og eru fjárfestingar í

upplýsingatækni vaxandi í öllum sænskum atvinnugreinum (Johnsson, e.d.). Svíþjóð er með

flest stórfyrirtæki í Norðurlöndunum á Forbes 2000 listanum eða í heildina 24 fyrirtæki

(Forbes, e.d.). Þó er fjöldi sænskra fyrirtækja á Forbes 2000 listanum miklu minni en fjöldi

bandarískra fyrirtækja, en þau eru nú 579 talsins og á engin önnur þjóð svo mörg fyrirtæki á

listanum (Forbes, e.d.).

Svíþjóð er með þriðju minnstu verðbólguna í Norðurlöndunum á eftir Finnlandi og Danmörku

sem búa ekki við neina verðbólgu (Trading Economics, e.d.). Svíþjóð er nú með 0,8%

verðbólgu sem er minni verðbólga en í Bandaríkjunum og á Íslandi. Svíþjóð var eitt að fyrstu

stóru hagkerfum í heiminum til að lækka vexti neðar en núll þegar þeir breyttu stýrivöxtum

sínum í -0,1% í febrúar á síðasta ári (Martin, 2016). Eftir þessa lækkun héldu þeir áfram að

lækka stýrivextina jafnt og þétt og fóru þeir lægst í -0,5% (Martin, 2016). Þetta var gert til að

reyna að auka stöðugleika vegna lítillar verðbólgu (Martin, 2016). Núna ári síðar eru þeir að

sjá dæmi um að þetta sé að virka og verðbólgan jókst loksins (Martin, 2016).

Eigandi eignar í Svíþjóð er skyldugur til að borga fasteignaskatt og fer upphæð skattsins eftir

því hvers konar starfsemi er í gangi (The Swedish trade & invest council, e.d.).

Iðnaðarstarfsemi borgar 0,5% fasteignaskatt og verslunariðnaður borgar 1% fasteignaskatt og

er þessi skattur reiknaður út frá fasteignamati eignarinar (The Swedish trade & invest council,

Page 53: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

45

e.d.). Þetta skattahlutfall er mun hagstæðara en bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi (Pomerleau

& Lundeen, 2014).

Þó það taki fyrirtæki aðeins sjö daga að meðaltali að stofna og koma fyrirtæki í rekstur í Svíþjóð

stendur það verst að vígi miðað við hin samanburðarlöndin (The World Bank Group, e.d.-c).

Litlu munar þó á samanburðarlöndunum í þessum flokki sem er ekki talinn veigamikill og þ.a.l.

ekkert reiðarslag fyrir Svíþjóð að koma verst út úr þessum flokki í greiningunni

Lífsgæðin eru til fyrirmyndar í Svíþjóð eins og við mátti búast og eru þeir einungis hársbreidd

frá Bandaríkjunum í lífsgæðavísitölunni en Bandaríkjamenn búa við bestu lífsgæðin samkvæmt

greiningu höfunda. Þeir þættir þar sem Svíþjóð skorar best í lífsgæðavísitölunni eru kaupmáttur

neytenda, heilbrigðiskerfi, loftslagi, umferðartími og mengunarlosun (Numbeo, e.d.-b).

8.2 Bandaríkin í samanburðarlíkaninu

Það kom þó nokkuð á óvart að Bandaríkin skyldu lenda í öðru sæti í greiningunni, sérstaklega

í ljósi þess að Bandaríkin eru talin öruggasta land heimsins fyrir gagnaver í skýrslu Cusman &

Wakefield, hurleypalmerflatt og source8 frá 2013.

Mjótt var á mununum og fengu Bandaríkin 43,8 stig af 64,95 mögulegu eða 1,9 stigi minna en

Svíþjóð sem hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Ein af ástæðunum fyrir því að

amerísku tæknirisarnir eru farnir að úthýsa gagnaversstarfsemi sinni, er vaxandi eftirspurn á

endurnýtanlegri orku, en endurnýtanlegar orkuauðlindir Bandaríkjanna eru af skornum

skammti (The World Bank Group, e.d.-b). Ásamt Facebook hefur Apple einnig úthýst starfsemi

sinni til Evrópu og stefnir á að opna tvö gagnaver í Írlandi og Danmörku árið 2017 sem hvort

um sig verður 166.000 m² að stærð og keyrir á 100% endurnýtanlegri orku (Apple, 2015).

Árið 2015 var raforkuverð í Bandaríkjunum 8-17 sent per kWh sem telst ekki dýrt á heimsvísu

en er þó það dýrasta í greiningunni (Wikipedia, 2016). Líkt og í Svíþjóð ríkir samkeppni á

orkumarkaði sem er tilkomin með breytingum í reglugerðum á áttunda áratug 20. aldar sem

varð til þess að raforkuverð lækkaði en olli miklum verðsveiflum á markaðinum (Dias &

Ramos, 2014). Verðsveiflurnar geta orðið til þess að miklu munar á raforkuverði eftir

landsvæðum á gefnum tíma sem er óhagstætt fyrir gagnaverseigendur, því þeir geta ekki flutt

gagnaverin sín að vild og leita því frekar að stöðugra verðumhverfi.

Page 54: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

46

Eins og við mátti búast hafa Bandaríkin 100% aðgang að raforku sem er mjög hagstætt fyrir

gagnaver (The World Bank Group, e.d.-a). Bandaríkjamenn hafa fullnýtt sér þessi fríðindi og

nú eru gagnaver í 49 fylkjum víðs vegar um Bandaríkin (Data Center Map, e.d.-d).

Orkuöryggi í Bandaríkjunum er fyrsta flokks og ásamt því að koma best út úr greiningu

höfunda búa þeir yfir þriðja besta orkuöryggi heimsins (World Energy Council, e.d.). Eins og

áður hefur komið fram er hægt að skilgreina orkuöryggi á marga vegu. Ein af þeim

skilgreiningum sem Bandaríkjamenn styðja sig við er hversu vel heimili og fyrirtæki geta

brugðist við röskun í framboði á orku (Stocking, Kile, & Moore, 2012). Bandaríkin virðast geta

svarað þeirri gríðarlegu eftirspurn sem ríkir í landinu mjög vel. Þau eru stærstu framleiðslu- og

framboðsaðilar orku í heiminum, sem skýrir hvers vegna orkuöryggi þeirra er talið það þriðja

besta í heiminum (Select USA, e.d.). Það er mikill kostur fyrir gagnaver að vera staðsett í

umhverfi sem býður upp á mikið orkuöryggi, því gagnaverseigendur krefjast stöðugs framboðs

af orku allan ársins hring.

Einn af þeim kostum sem gerir Bandaríkin að eftirsóttum stað fyrir gagnaver er lágur kostnaður

og mikil afkastageta bandvíddar. Bandaríkin hreppa fyrsta sæti í greiningunni í báðum þessum

flokkum sem eru gagnaversfyrirtækjum svo mikilvægir til að tryggja örugga og ódýra

afhendingu gagna. Í skýrslu Cushman og Wakefield, hurleypalmerflatt og source8 frá árinu

2013 er greint frá því að Bandaríkin hafi bestu afkastagetu bandvíddar í heiminum og geta

Ísland og Svíþjóð í rauninni ekki keppt við Bandaríkin á því sviði.

Kostnaður bandvíddar er einnig eins og best verður á kosið í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir

því er sú að Bandaríkin eru töluvert nær Internet „perring“ stöðunum en t.d. Ísland og Svíþjóð,

en nálægðin við þessa staði er gjarnan notuð sem mælikvarði um kostnað bandvíddar (Benedikt

Gröndal, 2016).

Samkvæmt tölum höfunda eru endurvinnanlegir orkugjafar í Bandaríkjunum einungis 12,01%

af öllum orkugjöfum landsins (The World Bank Group, e.d.-b). Í samanburði við Ísland og

Svíþjóð eru Bandaríkin langt á eftir. Bandaríkin eru þó á réttri leið og nánast hvert ár eykst

notkun endurvinnanlegra orkugjafa. Til marks um það var framleitt meira af endurvinnanlegum

orkugjöfum en kjarnorku árið 2011 og var það í fyrsta sinn frá árinu 1997 (U.S Energy

Information Administration, e.d.). Bandaríkin eru með háleit markmið þegar kemur að

endurvinnanlegum orkugjöfum og áætla þeir að fyrir árið 2050 verði mögulega 80% af öllum

orkugjöfum þeirra endurvinnanlegir (Union of concerned scientists, e.d.)

Page 55: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

47

Tekjuskattur á fyrirtæki í Bandaríkjunum er 40% og er hann sá hæsti í OECD ríkjunum

(KPMG, 2015). Ef tekjuskattur í Bandaríkjunum er borinn saman við tekjuskattinn á Íslandi

kemur í ljós að hann er tvöfalt hærri. Þessi hái tekjuskattur hefur þær að afleiðingar að fyrirtæki

flytja sig frá Bandaríkjunum til erlendra ríkja með hagstæðari skattalög (Fontinelle, 2014).

Þegar þessi fyrirtæki flytja úr landi flyst vinnan sem þau skapa sömuleiðis með þeim og einnig

hagnaðurinn sem þau skapa (Fontinelle, 2014). Fyrirtæki leita eftir því að lækka kostnað og

þegar fyrirtæki geta valið hvar þau stunda viðskipti er auðveld leið að flytja úr landi (Fontinelle,

2014). Þessi hái tekjuskattur í Bandaríkjunum er einnig mjög fráhrindandi fyrir þá sem eru að

huga að staðsetningu fyrir gagnaver. Þó eru dæmi um að fylki bjóði gagnaverum skattaívilnanir

að ýmsum toga í von um að laða þau til sín. Til dæmis býður Vestur-Virginíufylki gagnaverum

skattaívilnanir á bæði tekju- og fasteignsköttum (Chernicoff, 2016).

Menntakerfið í Bandaríkjunum er eitt það virtasta og besta í heiminum (IDP Education, e.d.).

Í Bandaríkjunum eru staðsettir 76 af 100 fremstu háskólum heims og á topp 10 listanum eru 6

af þeim einnig staðsettir í Bandaríkjunum (Times Higher Education, 2015).

Bandaríkin hafa ekki eins mikinn pólitískan stöðugleika og Ísland og Svíþjóð. Samkvæmt

heimslista Global Economy sitja Bandaríkin í 60. sæti listans en Ísland og Svíþjóð eru á meðal

25 efstu landa þar (The Global Economy, e.d.). Bandaríkin hafa þó stöðugt lýðræðislegt

stjórnkerfi og eru einnig með sterkt réttarkerfi (A.M. Best Company, 2015b). Pólitískar

innbyrðis deilur og aðgerðaleysi hafa leitt til verulegra vandamála í ríksstjórninni undanfarin

ár (A.M. Best Company, 2015b). Það sem hefur þó helst áhrif á pólitískan stöðugleika í

Bandaríkjunum er það sama og í Svíþjóð sem er ógn af mögulegum hryðjuverkaárásum.

Samkvæmt könnunum er hryðjuverkaógnin helsta vandamálið í Bandaríkjunum að mati

almennings þar í landi (Gallup Inc, e.d.). Þessi hræðsla skapar óróleika í samfélaginu og hefur

slæm áhrif á pólitískan stöðugleika.

Ekki er mikil munur á efnahagslegum stöðugleika í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Stöðugleikinn

í Svíþjóð er samt aðeins meiri en í Bandaríkjunum (Trading Economics, e.d.). Þrátt fyrir það

er bandaríska hagkerfið það stærsta og þróaðasta í heiminum í dag (A.M. Best Company,

2015b). Verg landframleiðsla Bandaríkjanna árið 2014 var upp á meira en 17,4 trilljónir dollara

(A.M. Best Company, 2015b). Gert er ráð fyrir meðalvexti í hagkerfinu til skamms tíma sem

drifinn er áfram af trausti fyrirtækja og neytenda, lágu atvinnuleysi, stöðugleika í verðbólgu og

veiku hráefnaverði (A.M. Best Company, 2015b).

Page 56: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

48

Einn helsti ókostur Bandaríkjanna hvað varðar staðsetningu gagnavera er hættan á

náttúruhamförum. Í skýrslu sem birt var árið 2015 er greint frá því að Bandaríkin séu í 26. sæti

yfir þau lönd í heimi sem eru berskjölduðust gagnvart náttúruhamförum á meðan Ísland og

Svíþjóð eru ekki á meðal þeirra 100 efstu (Kreft o.fl., 2014).

Þar sem niðritíma-kostnaður gagnavera fer sífellt hækkandi er því mikilvægara en nokkur sinni

fyrr að staðsetja gagnaver í Bandaríkjunum langt frá hamfarasvæðum. Í nýlegri rannsókn sem

gerð var á 63 gagnaverum í Bandaríkjunum kemur fram að niðritími vegna veðurofsa hefur

minnkað um 2% frá árinu 2013 en kostnaður á niðritíma vegna veðurofsa á sama tímabili hefur

hækkað um 19.000 dollara (Ponemon Institute, 2016).

Yfirburðir Bandaríkjanna í þættinum nálægð við stóra viðskiptavini eru miklir. Á Forbes 2000

listanum yfir 2000 stærstu fyrirtæki í heiminum í dag, eru flest fyrirtæki staðsett í

Bandaríkjunum og er fjöldi þeirra 579 (Forbes, e.d.). Á eftir þeim kemur síðan Japan með 218

fyrirtæki og í þriðja sæti er Kína með 180 fyrirtæki (Forbes, e.d.). Stærsta bandaríska fyrirtækið

á listanum er Berkshire Hathaway (Forbes, e.d.). Á þessum lista eru einnig risastór bandarísk

tæknifyrirtæki eins og Microsoft, sem nýverið byggði gagnaver í Chigaco sem kostaði 500

milljónir dollara og er það eitt stærsta gagnaver í heiminum sem hefur verið byggt (Data Center

Knowledge, e.d.-a).

Af þessum þremur löndum sem voru borin saman í greiningunni hafa Bandaríkin hvorki hæstu

né lægstu verðbólguna (Trading Economics, e.d.). Árið 2015 var verðbólgan í Bandaríkjunum

um 0,9% og í janúar 2016 var verðbólgan sú hæsta síðan í október 2014 en þá stóð hún í 1.7%

(US Inflation calculator, 2016). Í dag stendur verðbólgan í 0,9% (Trading Economics, e.d.).

Í flestum ríkjum eða bæjarfélögum í Bandaríkjunum borga fyrirtæki eða einstaklingar

fasteignaskatt sem er byggður á virði fasteignar (Pomerleau & Lundeen, 2014).

Fasteignaskattshlutfallið fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum er að meðaltali í kringum 2% en er þó

breytilegt eftir virði eignarinnar (Lincoln Institute of Land Policy & Minnesota Center for

Fiscal Excellence, 2015). Ef virði eignarinnar er 100 þúsund dollarar er fasteignaskattshlutfall

2,0999% að meðaltali, ef virði eignarinnar er ein milljón dollarar þá er hlutfallið 2,157% að

meðaltali og að lokum ef virði eignarinnar er 25 milljón dollarar þá er hlutfallið 2,188% að

meðaltali (Lincoln Institute of Land Policy & Minnesota Center for Fiscal Excellence, 2015).

Ef þetta hlutfall er borðið saman við fasteignaskattshlutföll Íslands og Svíþjóðar kemur í ljós

að Bandaríkin eru með hæsta fyrirtækjafasteignaskattshlutfallið.

Page 57: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

49

Í Bandaríkjunum tekur það sex daga að fá öll leyfi og geta þá löglega hafið rekstur á fyrirtæki.

Bandaríkin koma næstbest út úr greiningunni í þessum flokki en þó einungis degi betur en

Svíþjóð (The World Bank Group, e.d.-c). Þar sem mjótt er á mununum á

samanburðarlöndunum í þessum flokki, verður að teljast ólíklegt að hann hafi úrslitaáhrif en

þó vert að hafa hann í huga við val á staðsetningu.

Bandaríkjamenn búa við bestu lífsgæðin af þeim löndum sem tekin voru til athugunar í

greiningunni. Bandaríkin skora mjög hátt í langflestum þeirra þátta sem mynda

lífsgæðavísitöluna. Þeir þættir sem Bandaríkin skora afburðarvel í eru kaupmáttur neytenda og

fasteignaverð (Numbeo, e.d.-c). Þeir þættir sem eru lakastir í lífsgæðavísitölu Bandaríkjanna

eru öryggi og framfærslukostnaður en þeir þættir eru taldir í meðallagi (Numbeo, e.d.-c).

8.3 Ísland í samanburðarlíkaninu

Ljóst er að Ísland á þó nokkuð langt í land til að geta keppt við Bandaríkin og Svíþjóð á

gagnaversmarkaði. Samkvæmt greiningu okkur fékk Ísland 40,4 stig af 64,95 mögulegum sem

er 5,3 stigum minna en Svíþjóð og 3,4 stigum minna en Bandaríkin. Ísland er þó ennþá nokkuð

nýtt á gagnaversmarkaðinum og því má ekki draga of miklar ályktanir. Thor Data Center hóf

t.d. ekki rekstur fyrr en í maí 2010 og Verne Global ekki fyrr en árið 2012 (Viðskiptablaðið,

2010) (Viðskiptablaðið, 2016). Þrátt fyrir að Ísland búi yfir sömu aðstæðum til kælingar og

Norður-Svíþjóð, sem er gríðarlegur sparnaður fyrir fyrirtæki, hefur landinu mistekist að laða

til sín stóru tæknifyrirtækin líkt og Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa gert (Benedikt Gröndal,

2016). Erfitt er að meta hverju er helst um að kenna, slæmri markaðssetningu, slökum

skattaívilnunum fyrir erlenda viðskiptavini eða áhugaleysi stjórnvalda á gagnaversiðnaði. Það

er alla vega ljóst að Ísland hefur ágætt svigrúm til þess að vaxa sem ákjósanlegt land fyrir

staðsetningu gagnavera (Benedikt Gröndal, 2016)

Raforkuverð á Íslandi er það ódýrasta í greiningunni en kWh kostar einungis 5,54 sent sem er

eitthvað sem Ísland getur státað sig af (Wikipedia, 2016). Einnig er það kostur við Ísland að

fyrirtæki sem gera langtímasamninga hérlendis vita hvert raforkuverðið verður langt fram í

tímann. Orkuveitur hérlendis eru mjög gjarnar á að bjóða gagnaverum langtímasamninga á

orku og hafa bæði Verne Global og Thor Data Center nýtt sér það (Benedikt Gröndal, 2016)

(Helgi Helgason, 2016). Líkt og í Svíþjóð og Bandaríkjunum hefur Ísland 100% aðgang að

raforku (The World Bank Group, e.d.-a).

Page 58: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

50

Rekstrarstjórar gagnavera á Íslandi eru mjög ánægðir með aðgengi að orku á Íslandi en

raforkudreifingin á Íslandi er í umsjá Landsnets sem er ríkisrekið fyrirtæki (Benedikt Gröndal,

2016) (Helgi Helgason, 2016). Vert er að minnast á það að ríkisrekin raforkudreifing er mjög

sjaldgæf, en í litlu landi eins og Íslandi virðist það ekki vera nein hindrun. Netið sem raforkan

streymir í gegnum er tiltölulega nýtt sem er virkilega hagstætt fyrir gagnaver sem þurfa á

öruggri afhendingu rafmagns að halda (Helgi Helgason, 2016).

Ísland er töluvert langt á eftir Svíþjóð og Bandaríkjunum í orkuöryggi. Á meðan Bandaríkin

og Svíþjóð eru á meðal 20 bestu þjóða í heiminum í orkuöryggi situr Ísland í 93. sæti listans

(World Energy Council, e.d.). Að vísu er samanburðurinn nokkuð óhagstæður fyrir Ísland að

því leyti að framboðið á orkumarkaði á Íslandi er töluvert minna en í samanburðarlöndunum.

Kostnaður og afkastageta bandvíddar á Íslandi er ekki góð, en samkvæmt greiningu höfunda

eru Bandaríkin og Svíþjóð komin töluvert lengra en Ísland í þeim efnum. Ennfremur telur Helgi

Helgason (2016), rekstrarstjóri Verne Global, kostnað bandvíddar vera helsta dragbít Íslands

gagnvart erlendri samkeppni. Fjarlægð Íslands frá stóru Internet „perring“ stöðum heimsins er

þess valdandi að kostnaður bandvíddar er afar mikill (Benedikt Gröndal, 2016). Afkastageta

bandvíddar á Íslandi er í rauninni hvorki hindrun né nægilega mikil. Afkastagetan er það lág

að 30% af gagnaversmarkaðinum gæti ekki rekið gagnaver á Íslandi vegna biðtíma sem er

ástæða þess að Ísland er svo lágt metið í þessum flokki (Benedikt Gröndal, 2016). Aftur á móti

telja íslensk gagnaver að 70% af gagnaversmarkaðinum sé nægilega stór markaðshlutdeild fyrir

Ísland og hafa því ekki áhyggjur af þeim afkastaskorti sem Ísland býr við (Helgi Helgason,

2016).

Rafmagnsneytendur á Íslandi hafa þann heppilega valkost að geta nánast einungis notað

endurvinnanlega orku (The World Bank Group, e.d.-b). Ef litið er á uppruna þessara orkugjafa

og hlutfall þeirra af heildarorkuframleiðslu landsins, þá kemur í ljós að vatnsaflsorka er

71,034% af heildarorkuframleiðslu (Orkustofnun, 2015a). Þar á eftir kemur jarðvarmaorka

með 28,906% og loks eru vindorka og jarðefnaeldsneyti bæði með undir 0,1% af

heildarorkuframleiðslu landsins (Orkustofnun, 2015a). Eldsneyti hefur þó nánast eingöngu

verið notað í orkuframleiðslu í vararafstöðvum (Árni Ragnarsson, Þorkell Helgason, & Helga

Barðadóttir, 2003). Ef endurvinnanlegir orkugjafar eru bornir saman í þessum þremur löndum

í greiningunni hefur Ísland mikla yfirburði. Orkuveitur á Íslandi nota 99,8% af

endurvinnanlegri orku í dreifingu sinni á rafmagni á meðan Svíþjóð notar tæplega 60% og

Bandaríkin ekki nema rétt rúm 12% (The World Bank Group, e.d.-b).

Page 59: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

51

Tekjuskattshlutfall hér á Íslandi er nokkuð sanngjarnt. Tekjuskattshlutfall hlutafélaga,

einkahlutafélaga, samlagshlutafélaga og samvinnufélaga er 20% hér á landi (Ernst & Young,

2015). Þetta hlutfall miðast við hreinar tekjur fyrirtækjanna. Einnig er möguleiki á að fá

virðisaukaskattinn á tölvubúnaði endurgreiddan en það ferli er þó fremur óhagstætt fyrir

viðskiptavini (Benedikt Gröndal, 2016). Ástæðan fyrir því er aðallega sú að það ferli tekur þrjá

til sex mánuði (Benedikt Gröndal, 2016). Erlend fyrirtæki skilja einfaldlega ekki af hverju þau

þurfa að leggja út fjármagn fyrir einhverju sem þau munu síðan fá endurgreitt (Benedikt

Gröndal, 2016). Tölvubúnaður fyrir stórt verkefni eins og uppbyggingu gagnavers getur oft

farið upp í milljarða króna og erlenda fyrirtækið þarf að leggja út virðisaukaskatt í samræmi

við það (Benedikt Gröndal, 2016). Ef biðin er sex mánuðir geta vaxtatekjur af milljónum króna

oft verið miklar og þetta vandamál er eitthvað sem fyrirtæki hafa ekki tíma eða fjármuni í

(Benedikt Gröndal, 2016). Ísland þó með lægsta tekjuskattshlutfall á fyrirtæki af þessum

þremur samanburðarlöndum.

Litlu munur á menntunarstigi þeirra þriggja landa sem tekin voru til athugunar í greiningunni

en Ísland lendir í öðru sæti þar, hársbreidd á undan Svíþjóð (UNDP, e.d.). Að mati

rekstrarstjóra Verne Global og Thor Data Center skortir ekki hæfileikaríkt starfsfólk með

tæknimenntun á þessu sviði hérlendis en skortur er á þekkingu og reynslu (Benedikt Gröndal,

2016) (Helgi Helgason, 2016). Hæft tæknifólk á þessu sviði er í raun ekki áhyggjuefni fyrir

gagnaver á Íslandi heldur skortur á góðu iðnaðarfólki eins og rafvirkjum og vélvirkjum (Helgi

Helgason, 2016).

Pólitískur stöðugleiki hér á landi er nokkuð mikill (The Global Economy, e.d.). Þessi

stöðugleiki er sá 10 besti í heimum. Ísland er 13 sætum ofar en Svíþjóð og 50 sætum fyrir ofan

Bandaríkin (The Global Economy, e.d.). Þó að Ísland sé ekki aðili að Evrópusambandinu nýtur

landið þó tengdra fríðinda þar, eins og frjálsra viðskipta innan ESB (A.M. Best Company,

2015a). Í maí 2013 náði Framsóknarflokkurinn að vinna sér sæti forsætisráðherra þegar

flokkurinn myndaði samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum (A.M. Best Company, 2015a).

Nú mynda þeir stjórn með 38 af 63 sætum á Alþingi (A.M. Best Company, 2015a). Þrýstingur

hefur verið á ríkisstjórninni vegna ágreinings um aðild Íslands að Evrópusambandinu (A.M.

Best Company, 2015a). Önnur mikilvæg málefni núverandi ríkisstjórnar eru endurskipulagning

húsnæðislána og sú framkvæmd að slaka á gjaldeyrishöftunum (A.M. Best Company, 2015a).

Annað sem styður pólitískan stöðugleika á Íslandi eru litlar líkur á hryðjuverkaárasum

(GOVUK, e.d.-a).

Page 60: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

52

Efnahagslegur stöðugleiki er nokkuð góður á Íslandi en þó lakari en í Svíþjóð og

Bandaríkjunum (Trading Economics, e.d.). Sjávarútvegsiðnaður, framleiðsluiðnaður og

ferðaþjónusta eru aðaldrifkraftar íslenska efnahagskerfisins (A.M. Best Company, 2015a).

Rúmlega helmingur af öllum útflutningstekjum landsins kemur frá sjávarútveginum (A.M.

Best Company, 2015a). Ísland er ennþá að jafna sig af bankakreppunni 2008 er og er að gera

það með batnandi vinnuskilyrðum, endurbótum á húsnæðismarkaðinum og meiri

fjárfestingum. Seinustu ár hefur Ísland verið að endurheimta stöðugleika í verðbólgu, en árið

2008 og 2009 var verðbólgan komin yfir 12% (A.M. Best Company, 2015a).

Nálægð við stóra viðskiptavini er ekki mikil á Íslandi. Ísland á til dæmis ekkert fyrirtæki á

Forbes 2000 listanum (Forbes, e.d.). Borið saman við 579 fyrirtæki sem eru staðsett í

Bandaríkjunum og 24 sem eru staðsett í Svíþjóð lendir Ísland í seinasta sæti í greiningunni hér.

Þrjú tekjuhæstu fyrirtæki á Íslandi eru Icelandair, Marel og Alcoa Fjarðarál (Keldan, e.d.). Árið

2015 voru þessi fyrirtæki með samanlagðar tekjur upp á 358.297 milljarða (Keldan, e.d.). Ef

þessar tekjur eru bornar saman við sölutekjur Berkshire Hathaway, sem er stærsta fyrirtæki í

Bandaríkjunum og er með tekjur upp á 197,7 billjónir, kemur í ljós að þær eru 1,47% af

heildarsölutekjum Berskhire Hathaway á genginu 125,17 króna hver dollari (Forbes, e.d.).

Verðbólga á Íslandi er 1,5% og er hún stöðugari núna en hún hefur verið seinustu ár.

Verðbólgan var komin yfir 12% árið 2008 og 2009 en hefur lækkað og endurheimt stöðugleika

sinn undanfarin seinustu ár (A.M. Best Company, 2015a). Þrátt fyrir þessi batamerki og aukinn

stöðugleika er Ísland þó með hærri verðbólgu en Svíþjóð og Bandaríkin (Trading Economics,

e.d.).

Fasteignaskattur á fyrirtæki á Ísland er um 1,6% í flestum bæjarfélögum. Í Reykjavík,

Hafnarfirði og Reykjanesbæ er hann 1,65% en 1,62% í Kópavogi (Fasteignagjöld, 2016)

(Álagning fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2016, 2016) (Gjaldskrá Reykjanesbæjar,

2016) (Fasteignagjöld í Kópavogi 2016, 2016). Þessi álagning byggir á fasteignamati húsa og

lóða. Ef þessi álagning er borin saman við Svíþjóð og Bandaríkin, kemur í ljós að Ísland er

með hagstæðari álagningu en Bandaríkin en óhagstæðari en Svíþjóð.

Náttúruhamfarir eru ekki tíðar á Íslandi og er Íslandi ekki á meðal þeirra 100 landa sem talin

eru berskjölduðust fyrir náttúruhamförum (Kreft o.fl., 2014). Ísland er álíka öruggt og Svíþjóð

sem kemur best út úr greiningunni en töluvert langt á undan Bandaríkjunum (Kreft o.fl., 2014).

Algengustu náttúruhamfarir sem herjað hafa á Ísland í áranna rás eru jarðskjálftar, eldgos,

Page 61: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

53

jökulhlaup, flóð í ám, snjóflóð, óveður, sjávarflóð og hafís (Tómas Jóhannesson & Veðurstofa

Íslands, 2001). Þrátt fyrir lága tíðni náttúruhamfara á Íslandi verða gagnaversfyrirtæki á Íslandi

vör við það að viðskiptavinir eru smeykir við að færa starfsemi sína hingað vegna hræðslu við

náttúruhamfarir (Benedikt Gröndal, 2016). Eldgosið í Eyjafjallajökli skapaði neikvæða

umræðu fyrir Ísland á sínum tíma en áhættumat hefur verið gert á svæðinu eftir það, sem hefur

sýnt fram á að Ísland er mjög öruggt gagnvart náttúruhamförum (Helgi Helgason, 2016). Hér

er þá sennilega um þekkingarskort fjárfestingaraðila að ræða og mögulega slæma

markaðsetning á ímynd Íslands að hálfu Íslandsstofu.

Þegar kemur að því að stofna löglegt fyrirtæki sem allra fyrst er Ísland það land sem kemur

best út úr greiningunni. Það tekur einungis fjóra daga að ganga frá öllum leyfum og

reglugerðum sem krafist er á Íslandi, sem er ágætis kostur fyrir fyrirtæki en sennilega sá þáttur

sem fellur aftarlega í mati fyrirtækja á bestu staðsetningu (The World Bank Group, e.d.-c).

Lítið skilur þau lönd að sem tekin voru til athugunar í greiningu höfunda hvað varðar lífsgæði.

Öll löndin búa við mjög há lífsgæði samkvæmt staðlinum sem notaður var í greiningunni, en

þó eru lífsgæði Bandaríkjanna og Svíþjóðar ívið betri en á Íslandi. Kostir Íslands í

lífsgæðavísitölunni eru hátt öryggis- og heilbrigðiskerfi, lágt fasteignaverð, mjög lítil umferð

og mengun (Numbeo, e.d.-a). Gallar Íslands í lífsgæðavísitölunni eru hins vegar hár

framfærslukostnaður (Numbeo, e.d.-a).

Page 62: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

54

9. Umræða

Hugmyndin að þessari rannsókn kviknaði út frá því að höfundar fóru að velta fyrir sér af hverju

erlend fyrirtæki væru farin að geyma gögn sín í gagnaverum á Íslandi. Höfundar komust fljótt

að því að gagnaver væru farin að nýta staðbundna orkugjafa til kælingar á vefþjónum og

endurvinnanleg orka væri stöðugt að verða vinsælli í þessum geira. Höfundar veltu þá fyrir sér

hver staða Íslands væri í þessum geira, þar sem loftið á Íslandi er nægileg kalt til þess að kæla

niður vefþjóna gagnavera og einungis endurvinnanleg orka er fáanleg á Íslandi. Rannsókn þessi

fólst í því að kanna hver staða Íslands væri á gagnaversmarkaðinum og hvers vegna stór

fyrirtæki á borð við Opera Software og BMW væru skyndilega farin að geyma gögn sín á

Íslandi frekar en í heimalandi sínu.

Til þess að fá sem besta mynd af stöðu Íslands á þessum markaði var framkvæmdur ítarlegur

samanburður við annars vegar Bandaríkin og hins vegar Svíþjóð. Ástæðan fyrir því að þessi

tvö lönd voru valin til samanburðar er sú að Bandaríkin hafa ráðið lögum og lofum á þessum

markaði í áranna rás og Svíþjóð er einn helsti samkeppnisaðili Íslands. Önnur lönd sem komu

til greina í samanburðinum voru t.d. Danmörk og Finnland en þau lönd hafa verið að fá til sín

stóra viðskiptavini á borð við Google og Apple á undanförnum árum.

Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart að því leyti að fyrri rannsóknir bentu til þess að

Bandaríkin hefðu arðbærustu staðsetninguna fyrir gagnaver en niðurstöður höfunda leiddu í

ljós að Svíþjóð hefði þá staðsetningu sem væri álitslegust fyrir gagnaver. Rétt er að taka fram

að sú rannsókn sem helst var tekin til athugunar er frá árinu 2013. Niðurstöður rannsóknarinnar

leiddu í ljós að Ísland er að dragast enn lengra aftur úr Svíþjóð í samkeppnishæfni á

alþjóðlegum gagnaversmarkaði.

Höfundar álykta sem svo að ástæðan fyrir því að Ísland heldur áfram að fjarlægjast Svíþjóð sé

sú að stjórnvöld hafa ekki enn boðið gagnaverum neinar skattaívilnanir til þess að koma Íslandi

á par við önnur lönd. Skattaívilnanir á borð við afnám á virðisaukaskatti tölvubúnaðar eða

breytingar á raforkulöggjöf sem gerði gagnaverum kleift að borga sama verð og t.d. álver á

dreifingu rafmagns, myndi hjálpa gagnaversiðnaði á Íslandi mikið. Möguleg ástæða fyrir því

að stjórnvöld hafa ekki sýnt gagnaversiðnaði á Íslandi meira áhuga gæti verið sú að gagnaver

skapa ekki mörg störf en t.a.m. eru einungis í kringum 20 manns sem koma að rekstri Thor

Data Center. Annar ókostur sem Ísland þarf að búa við er dýrt gagnasamband, en kostnaður

bandvíddar er ca. 5-6 sinnum dýrari heldur en í Svíþjóð. Tenging við Emerald sæstrenginn

Page 63: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

55

myndi koma til með að lækka kostnað og bæta afkastagetu bandvíddar, en enn hefur ekki tekist

að fjármagna þá framkvæmd. Ljóst er að ef Ísland ætlar að taka þátt í samkeppni við

Norðurlöndin með því að laða til sín stærri viðskiptavini, er tenging við Emerald sæstrenginn

algjör grundvöllur þess. Óvíst er hvort stærri fyrirtæki myndu sætta sig við núverandi afköst

bandvíddar. Það gæti verið ástæðan fyrir því að fyrirtæki eins og Facebook, Apple og Google

völdu frekar önnur Norðurlönd til þess að hýsa sín gagnaver, þrátt fyrir að Ísland sé nær

Bandaríkjunum en þau.

Forvitnilegt væri að framkvæma umfangsmeiri rannsókn á þessu viðfangsefni, þar sem fleiri

lönd væru tekin til athugunar til að kanna hvar Ísland stæði á heimsvísu. Til að ná sem mestum

áreiðanleika úr rannsókninni væri upplagt að tala við rekstrarstjóra gagnavera víðs vegar um

heiminn, en það reyndist höfundum vel að tala við rekstrarstjóra íslenskra gagnavera í sinni

rannsókn. Einnig væri áhugavert að ræða við stjórnvöld til þess að komast að því af hverju

gagnaversiðnaðurinn hefur ekki fengið meiri meðbyr hérlendis. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir

fengust engin svör frá stjórnvöldum í þessari rannsókn.

Það má þó ekki gleyma því að gagnaversiðnaðurinn er ennþá ungur iðnaður á Íslandi og að

Íslendingar eru ennþá að læra. Ásamt endurvinnanlegri orku og staðbundnum orkugjöfum til

kælingar er aðgengi að orku fyrsta flokks sem og er tekjuskattur fyrirtækja mjög hagstæður á

Íslandi. Það er því óhætt að segja að Ísland hafi alla burði til þess að verða á meðal fremstu

þjóða heims í staðsetningarvali fyrirtækja gagnavera, en um leið er augljóst að umbætur verða

að eiga sér stað til þess.

Page 64: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

56

Heimildaskrá A.M. Best Company. (2015a). AMB Country Risk Report Iceland. Sótt af

http://www3.ambest.com/ratings/cr/reports/Iceland.pdf

A.M. Best Company. (2015b). AMB Country risk report United States. Sótt af

http://www3.ambest.com/ratings/cr/reports/unitedstates.pdf

Anonymous. (2012). Cool Data Center. ASHRAE Journal, 54(11), 8.

Apple. (2015, 23. febrúar). Apple - Press Info - Apple to Invest €1.7 Billion in New European

Data Centres. Sótt 27. apríl 2016, af

https://www.apple.com/pr/library/2015/02/23Apple-to-Invest-1-7-Billion-in-New-

European-Data-Centres.html

Álagning fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2016 (2016). Sótt af

http://www.hafnarfjordur.is/media/gjaldskrar-2016/Alagning-fasteignaskatts-og-

lodarleigu-fyrir-arid-2016.pdf

Benedikt Gröndal. (2016, 1. apríl). Viðtal við Benedikt Gröndal.

Berry, A. (e.d.). Digital Realty- Lakeside : World’s Top Data Centers. Sótt af

http://www.worldstopdatacenters.com/digital-realty-lakeside/

Chernicoff, D. (2016, 6. janúar). US tax breaks, state by state. Sótt 11. maí 2016, af

http://www.datacenterdynamics.com/design-build/us-tax-breaks-state-by-

state/95428.fullarticle

Colocation American. (e.d.). Data Center Tier Rating Breakdown - Tier 1, 2, 3, 4 - CLA. Sótt

26. apríl 2016, af http://www.colocationamerica.com/data-center/tier-standards-

overview.htm

Cushman & Wakefield, & hurleypalmerflatt. (2012). Data Center Risk Index 2012. Sótt af

http://www.cushmanwakefield.com/~/media/global-

reports/Data%20Center%20Risk%20Index_2012.pdf

Page 65: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

57

Data Center Energy Management. (e.d.). Hot Aisle / Cold Aisle Design : Data Center Energy

Management. Sótt 10. maí 2016, af

http://energy.lbl.gov/ea/mills/HT/dctraining/graphics/hot-cold-aisle.html

Data Center Knowledge. (e.d.-a). Inside Microsoft’s Chicago Data Center. Sótt af

http://www.datacenterknowledge.com/inside-microsofts-chicago-data-center/

Data Center Knowledge. (e.d.-b). Special Report: Data Centers & Renewable Energy. Sótt af

http://www.datacenterknowledge.com/special-report-data-centers-renewable-energy/

Data Center Map. (e.d.-a). Colocation Iceland - Data Centers. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.datacentermap.com/iceland/

Data Center Map. (e.d.-b). Colocation North America - Data Centers. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.datacentermap.com/north-america/

Data Center Map. (e.d.-c). Colocation Sweden - Data Centers. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.datacentermap.com/sweden/

Data Center Map. (e.d.-d). Colocation USA - Data Centers. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.datacentermap.com/usa/

Dias, J. G., & Ramos, S. B. (2014). Heterogeneous price dynamics in U.S. regional electricity

markets. Energy Economics, 46, 453–463. http://doi.org/10.1016/j.eneco.2014.05.012

Energy use in Sweden. (2015, 23. desember). Sótt 26. apríl 2016, af

https://sweden.se/society/energy-use-in-sweden/

Ernst & Young. (2015). Skattar Upplýsingar um skattamál rekstraraðila og einstaklinga

2015-2016. Höfundur. Sótt af http://www.ey.com/Publication/vwLUAssets/EY-

Iceland-Skattabaeklingur-2016/$FILE/Skattab%C3%A6klingur%20EY%202016.pdf

European Commission. (2014, 27. mars). Economic stability and growth. Sótt 26. apríl 2016,

af http://ec.europa.eu/economy_finance/euro/why/stability_growth/index_en.htm

Facebook. (2013). Facebook Turns On Arctic Data Center. ASHRAE Journal, 55(7), 10.

Page 66: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

58

Fasteignagjöld (2016). Sótt af http://reykjavik.is/thjonusta/fasteignagjold

Fasteignagjöld í Kópavogi 2016 (2016). Sótt af

http://www.kopavogur.is/media/pdf/fasteignagjold12.pdf

Fontinelle, A. (2014, 16. maí). Do U.S. High Corporate Tax Rates Hurt Americans? Sótt 28.

apríl 2016, af http://www.investopedia.com/articles/investing/051614/do-us-high-

corporate-tax-rates-hurt-americans.asp

Forbes. (e.d.). The Worlds biggest public companies. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.forbes.com/global2000/

Gagnavinnsla Opera til Íslands. (2010, 21. maí). Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2010/05/21/gagnavinnsla_opera_til_islands/

Gallup Inc. (e.d.). Americans Name Terrorism as No. 1 U.S. Problem. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.gallup.com/poll/187655/americans-name-terrorism-no-problem.aspx

Geng, H. (Ritstj.). (2015). Data center handbook. Hoboken, New Jersey: John Wiley & Sons

Inc.

Gigerich, L. (2012). Making the Data Center Location Decision. Area Development Site and

Facility Planning, 47(2), 57–59.

Gjaldskrá Reykjanesbæjar (2016). Sótt af http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/fjarmal-og-

rekstur/gjaldskra/

Godin, I., & Kittel, F. (2004). Differential economic stability and psychosocial stress at work:

associations with psychosomatic complaints and absenteeism. Social Science &

Medicine, 58(8), 1543–1553. http://doi.org/10.1016/S0277-9536(03)00345-9

GOVUK. (e.d.-a). Iceland travel advice - GOVUK. Sótt 27. apríl 2016, af

https://www.gov.uk/foreign-travel-advice/iceland

Page 67: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

59

GOVUK. (e.d.-b). Overseas Business Risk - Sweden. Sótt 27. apríl 2016, af

https://www.gov.uk/government/publications/overseas-business-risk-

sweden/overseas-business-risk-sweden

Greenberg, A., Hamilton, J., Maltz, D. A., & Patel, P. (2008). The cost of a cloud: research

problems in data center networks. ACM SIGCOMM computer communication review,

39(1), 68–73.

Hannes G. Sigurðsson. (2012, 29. nóvember). Tekjuskattur á hagnað fyrirtækja lækki á ný -

Samtök atvinnulífsins. Sótt 26. apríl 2016, af http://www.sa.is/frettatengt/eldri-

frettir/tekjuskattur-a-hagnad-fyrirtaekja-laekki-a-ny/

Haukur Feyr Gylfason. (2013, 20. nóvember). Eigindlegar aðferðir [PowerPoint glærur]. Sótt

26. apríl 2016, af https://myschool.ru.is/myschool/

Helgi Helgason. (2016, 15. apríl). Viðtal við Helga Helgason.

hurleypalmerflatt, Cushman & Wakefield, & source8. (2013). data-centre-risk-index-

2013.pdf. Sótt 26. apríl 2016, af https://verneglobal.com/media/data-centre-risk-

index-2013.pdf

IDP Education. (e.d.). Why study in the USA. Sótt 27. apríl 2016, af

https://www.idp.com/global/studyabroad/destinations/usa/whystudyinusa

International Energy Agency. (2013, janúar). Energy Policies of IEA Countries - Sweden

2013 Review. Sótt 10. maí 2016, af

http://www.iea.org/publications/freepublications/publication/Sweden2013_free.pdf

International Energy Agency. (e.d.-a). Modern energy for all: why it matters. Sótt 26. apríl

2016, af

http://www.worldenergyoutlook.org/resources/energydevelopment/modernenergyfora

llwhyitmatters/

Page 68: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

60

International Energy Agency. (e.d.-b). What is energy security? Sótt 7. maí 2016, af

http://www.iea.org/topics/energysecurity/subtopics/whatisenergysecurity/

Johnsson, N. (e.d.). ICT. Sótt 27. apríl 2016, af http://www.business-sweden.se/ict

Jón Bjarki Magnússon. (2015, 6. september). Vafasamar tengingar stærsta gagnavers

landsins. Sótt 26. apríl 2016, af http://stundin.is/frett/vafasamar-tengingar-staersta-

gagnavers-landsins/

Keldan. (e.d.). Listi Keldunnar yfir stærstu fyrirtæki landsins. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.keldan.is/market/keldan300

Khan, S. U., & Zomaya, A. Y. (Ritstj.). (2015). Handbook on Data Centers. New York, NY:

Springer.

Koomey, J. (2007). A Simple Model for Determining True Total Cost of Ownership for Data

Centers. Sótt af http://www.premiersolutionsco.com/wp-

content/uploads/2010/12/Total-Cost-Of-Ownership-For-Data-Centers.pdf

KPMG. (2015, 3. júní). Corporate tax rates table | KPMG | GLOBAL. Sótt 27. apríl 2016, af

https://home.kpmg.com/xx/en/home/services/tax/tax-tools-and-resources/tax-rates-

online/corporate-tax-rates-table.html

Kreft, S., Junghans, L., Eckstein, D., & Hagen, U. (2014). Global Climate Risk Index 2015

Who Suffers Most From Extreme Weather Events? Weather-related Loss Events in

2013 an 1994 to 2013. Bonn: Germanwatch Nord-Süd Initiative e.V.

Landsvirkjun. (2015a). Power Security. Höfundur. Sótt af

http://www.landsvirkjun.com/Media/lvwhitepaperpowersecurity.pdf

Landsvirkjun. (2015b, 5. júní). Gagnaver í leit að staðsetningu: Hvað stýrir staðarvali í

gagnvaversiðnaðinum? [myndskeið]. Sótt 26. apríl 2016, af

https://www.youtube.com/watch?v=Qzd5kbbyl1I&feature=youtu.be

Page 69: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

61

Lima, J. (2015, 2. apríl). Top 10 biggest data centres from around the world. Sótt 26. apríl

2016, af http://www.cbronline.com/news/data-centre/infrastructure/top-10-biggest-

data-centres-from-around-the-world-4545356

Lincoln Institute of Land Policy, & Minnesota Center for Fiscal Excellence. (2015). 50-state

property tax comparison study.

Luleå University of Technology. (e.d.). DataCentersinNorthSweden. Sótt af

http://thenodepole.com/downloads/DataCentersinNorthSweden.pdf

Margeirsson, Ó. (2013, 31. maí). Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu? Sótt

26. apríl 2016, af http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=64630

Martin, W. (2016, 18 febrúar). Swedish inflation rate grows for the first time in more than a

year - Business Insider. Sótt 27. apríl 2016, af http://uk.businessinsider.com/swedish-

inflation-rate-grows-for-the-first-time-in-more-than-a-year-2016-2

Michael, G. D. (2002). Data center outsourcing and the bottom line. Cost Engineering, 44(1),

14.

Mitchell-Jackson, J., Koomey, J. G., Blazek, M., & Nordman, B. (2002). National and

regional implications of internet data center growth in the US. Resources,

Conservation and Recycling, 36(3), 175–185. http://doi.org/10.1016/S0921-

3449(02)00080-0

Moody, J. (2015, 14. október). How does a data center work? Sótt af

http://www.fortrustdatacenter.com/blog/data-center-management/how-does-a-data-

center-work/

Mortleman, J. (e.d.). Nordics push to become European datacentre hub. Sótt 28. apríl 2016, af

http://www.computerweekly.com/news/2240209368/Nordics-push-to-become-

European-datacentre-hub

Page 70: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

62

Numbeo. (e.d.-a). Quality of Life in Iceland. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.numbeo.com/quality-of-life/country_result.jsp?country=Iceland

Numbeo. (e.d.-b). Quality of Life in Sweden. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.numbeo.com/quality-of-life/country_result.jsp?country=Sweden

Numbeo. (e.d.-c). Quality of Life in United States. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.numbeo.com/quality-of-life/country_result.jsp?country=United+States

OECD. (e.d.-a). Members and partners. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.oecd.org/about/membersandpartners/

OECD. (e.d.-b). OECD Better Life Index - Iceland. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland/

Orkuspárnefnd. (2015). Raforkuspá 2015 –2050 (bls. 104). Höfundur. Sótt af

http://os.is/gogn/Skyrslur/OS-2015/OS-2015-05.pdf

Orkustofnun. (2015a, 2. janúar). Raforkuvinnsla eftir uppruna. Sótt af

http://www.orkustofnun.is/media/raforkutolfraedi-2014/RT-2015-02-01-

Raforkuvinnsla-eftir-uppruna.xlsx

Orkustofnun. (2015b, desember). YFIRLIT - OS-2015-05.pdf. Sótt 26. apríl 2016, af

http://os.is/gogn/Skyrslur/OS-2015/OS-2015-05.pdf

Ozgen, E. (2011). Porter’s Diamond Model and Opportunity Recognition: A Cognitive

Perspective. Academy of Entrepreneurship Journal, 17(2), 61–76.

Pepelnjak, I. (2013, 11. september). How Much Data Center Bandwidth Do You Really

Need? « ipSpace.net by @ioshints. Sótt af http://blog.ipspace.net/2013/09/how-much-

data-center-bandwidth-do-you.html

Pomerleau, K., & Lundeen, A. (2014). International Tax Competitiveness Index. Washington,

DC: The Tax Foundation. Sótt af http://www.liftamericacoalition.com/wp-

content/uploads/2014/09/TaxFoundation_ITCI_2014_0.pdf

Page 71: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

63

Ponemon Institute. (2016). Cost of Data Center Outages. Sótt af

http://www.emersonnetworkpower.com/en-US/Resources/Market/Data-Center/Latest-

Thinking/Ponemon/Documents/2016-Cost-of-Data-Center-Outages-FINAL-2.pdf

Porter, M. E. (1990). The competitive advantage of nations: with a new introduction. New

York: Free Press.

Protalinski, E. (2013, 12. júní). Facebook Opens Its First Non-US Data Center in Luleå,

Sweden. Sótt 26. apríl 2016, af

http://thenextweb.com/facebook/2013/06/12/facebook-opens-its-first-data-center-

outside-the-us-near-the-arctic-circle-in-lulea-sweden/

Radhakrishnan, R. (2014, júlí). Nordic Data Center Projects Heat Up. PM Network, 28(7), 6–

8.

Rath, J. (2013, 4. september). Ericsson Plans For 3 Global High Tech Centers. Sótt af

http://www.datacenterknowledge.com/archives/2013/09/04/ericsson-plans-for-3-

global-high-tech-centers/

Reuters. (e.d.). Opera Software ASA. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.reuters.com/finance/stocks/overview

Reykjavik pure energy. (e.d.). Data Centers. Sótt 28. apríl 2016, af

http://investinreykjavik.is/energy/data-centers

Rouse, M. (2014, ágúst). bandwidth. Sótt 26. apríl 2016, af

http://searchenterprisewan.techtarget.com/definition/bandwidth

Salgür, S. A. (2013). The Importance of Education in Economic Growth. Euromentor

Journal, 4(4), 50–57.

SAP. (e.d.). How a Data Center Works. Sótt 28. apríl 2016, af

http://www.sapdatacenter.com/article/data_center_functionality/

Page 72: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

64

Seðlabankinn. (e.d.). Verðlagsþróun, 12 mánaða verðbólga. Sótt 26. apríl 2016, af

http://sedlabanki.datamarket.com/data/set/21tv/verdlagsthroun-12-manada-

verdbolga#!display=line

Segendorf, B. (2014, febrúar). What is Bitcoin? Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.riksbank.se/Documents/Rapporter/POV/2014/2014_2/rap_pov_artikel_4_

1400918_eng.pdf

Select USA. (e.d.). The Energy Industry in the United States. Sótt 27. apríl 2016, af

http://selectusa.commerce.gov/industry-snapshots/energy-industry-united-states

Shell Foundation. (e.d.-a). Access To Energy. Sótt 11. maí 2016, af

http://www.shellfoundation.org/Our-Focus/Access-To-Energy

SiliconANGLE, J. W. W. is a regular contributor to, & news, covering the cloud market P.

send. (e.d.). The evolution of the data center : Timeline from the Mainframe to the

Cloud. Sótt af http://siliconangle.com/blog/2014/03/05/the-evolution-of-the-data-

center-timeline-from-the-mainframe-to-the-cloud-tc0114/

Stefán Árni Pálsson. (2015, 12. janúar). Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne

Global. Sótt 27. apríl 2016, af http://www.visir.is/islenskir-fagfjarfestar-baetast-i-hop-

hluthafa-verne-global/article/2015150119830

Stocking, A., Kile, J., & Moore, D. (2012). Energy Security in the United States. Sótt af

http://trid.trb.org/view.aspx?id=1146614

Sullivan, B. (2015, 1. október). China Is Home To The Second Largest Amount Of Data

Centres In The World. Sótt 28. apríl 2016, af

http://www.techweekeurope.co.uk/cloud/china-home-second-largest-amount-data-

centres-world-178059

Sutherland, S. (2013, 12. nóvember). How Sweden created a model economy. Sótt 27. apríl

2016, af https://sweden.se/business/how-sweden-created-a-model-economy/

Page 73: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

65

Sweden travel advice - GOVUK. (e.d.). Sótt 27. apríl 2016, af zotero://attachment/181/

Swedish civil contingencies. (e.d.). Natural hazards and disaster risk reduction in Swede.

Höfundur.

Sweeney, P. (2010). Ireland’s low corporation tax: the case for tax coordination in the Union.

Transfer: European Review of Labour and Research, 16(1), 55–69.

http://doi.org/10.1177/1024258909357875

Telecom review. (e.d.). Emerald Networks Crosses the Atlantic Ocean with the Emerald

Express Fiber System. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.telecomreviewna.com/index.php?option=com_content&view=article&id=

149:emerald-networks-crosses-the-atlantic-ocean-with-the-emerald-express-fiber-

system&catid=40:march-april-2012&Itemid=80

The Global Economy. (e.d.). Political stability by country, around the world. Sótt 26. apríl

2016, af http://www.theglobaleconomy.com/rankings/wb_political_stability/

The nordic web. (2016, 14. janúar). The 2015 Icelandic Funding Analysis. Sótt 26. apríl

2016, af http://www.thenordicweb.com/blog/the-2015-icelandic-funding-analysis

The Swedish trade & invest council. (e.d.). Corporate taxes in sweden. Sótt af

http://www.business-

sweden.se/contentassets/ed79d90e6aa84f0cbd4ac281ac5aa460/7.-corporate-taxes-in-

sweden.pdf

The World Bank Group. (e.d.-a). Access to electricity (% of population). Sótt 26. apríl 2016,

af http://data.worldbank.org/indicator/EG.ELC.ACCS.ZS/countries?page=5

The World Bank Group. (e.d.-b). Renewable electricity output (% of total electricity output).

Sótt 27. apríl 2016, af

http://data.worldbank.org/indicator/EG.ELC.RNEW.ZS/countries

Page 74: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

66

The World Bank Group. (e.d.-c). Time required to start a business (days). Sótt 26. apríl 2016,

af http://data.worldbank.org/indicator/IC.REG.DURS

Times Higher Education. (2015, 30. september). World University Rankings. Sótt 26. apríl

2016, af https://www.timeshighereducation.com/world-university-

rankings/2016/world-ranking

Tómas Jóhannesson, & Veðurstofa Íslands. (2001). Náttúruhamfarir á Íslandi. Orkumenning

á Íslandi-Grunnur til stefnumótunar, 238–246.

Trading Economics. (2016, 27. apríl). Credit Rating - Countries. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.tradingeconomics.com/country-list/rating

Trading Economics. (e.d.). Inflation Rate - Countries. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.tradingeconomics.com/country-list/inflation-rate

Triple A Learning. (e.d.). Political stability and instability. Sótt 10. maí 2016, af

http://www.pamojaeducation.com/course-companion/business-management-

eText/Triple%20A/Business%20Organisation%20Student/page_62.htm

UNDP. (e.d.). Education index | Human Development Reports. Sótt 27. apríl 2016, af

http://hdr.undp.org/en/content/education-index

Union of concerned scientists. (e.d.). Renewable Energy Can Provide 80 Percent of U.S.

Electricity by 2050. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.ucsusa.org/clean_energy/smart-energy-solutions/increase-

renewables/renewable-energy-80-percent-us-electricity.html

U.S Energy Information Administration. (e.d.). Anual Energy Review. Sótt 27. apríl 2016, af

http://www.eia.gov/totalenergy/data/annual/showtext.cfm?t=ptb0102

US Inflation calculator. (2016, 14. apríl). US Inflation Climbs in March, Annual Inflation

Rate Eases Again. Sótt 27. apríl 2016, af

Page 75: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

67

http://www.usinflationcalculator.com/inflation/us-inflation-climbs-in-march-annual-

inflation-rate-eases-again/10001967/

Viðskiptablaðið. (2010, 19 maí). Gagnaverið Thor Data Center tekið í notkun á föstudag. Sótt

27. apríl 2016, af http://www.vb.is/frettir/gagnaveri-thor-data-center-teki-i-notkun-a-

fostuda/1246/

Viðskiptablaðið. (2016, 10. janúar). Orkunotkun stóriðju eykst um 70%. Sótt 26. apríl 2016,

af http://www.vb.is/frettir/orkunotkun-storidju-eykst-um-70/123968/

w3schools. (e.d.). Browser Statistics. Sótt 26. apríl 2016, af

http://www.w3schools.com/browsers/browsers_stats.asp

Wikipedia. (2016, 13. apríl). Electricity pricing. Í Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt af

https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Electricity_pricing&oldid=715080995

World Energy Council. (e.d.). Energy Trilemma Index. Sótt 27. apríl 2016, af

https://www.worldenergy.org/data/trilemma-index/

Þórður H. Hilmarsson. (2011). Tillaga til þingsályktunar um stefnu um beina erlenda

fjárfestingu. (bls. 13). Reykjavík. Sótt af

http://www.althingi.is/altext/pdf/140/s/0498.pdf

Þórður Snær Júlíusson. (2016, 19. janúar). Fjárfesting í „einhverju öðru“ 17faldaðist í fyrra.

Sótt 26. apríl 2016, af http://kjarninn.is/skyring/2016-01-19-fjarfesting-i-einhverju-

odru-17faldadist-i-fyrra/

Page 76: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

68

Viðauki

Viðauki A: Thor Data viðtalsrammi

Thor Data viðtalsrammi

Almennt 1. Hvenær var Thor Data stofnað?

2. Hverjir eru eigendur í dag?

3. Hafið þið haft sömu eigendur allan tíman?

4. Hvað eru margir sem starfa í fyrirtækinu í dag?

a. Að þínu mati finnst þér næginlegt magn af hæfileikaríku upplýsingatæknifólki

á Íslandi í dag?

Gagnavers Staðsetninga lykilþættir 1. Nú eru þið einungis að nota græna endurvinnanlega orku er það ekki rétt?

2. Skrifuðu þið undir einhversskonar langtímasamnig um orkuverð?

3. Eru þið með tvöfalda skömtun frá tveimur mismunandi rafmagns undirstöðvum?

Segjum svo að rafmag myndi slá út

4. Að þínu mati myndiru segja að þið væruð að fá marga viðskiptavini einnungis útfrá

því að þið eruð með “græna orku”?

5. Hver er staðan á fjarskiptakerfi ykkar í dag? Er hraði á gögnum frá landinu vandamál?

6. Vitið þið hver staðan á emerald sæstrengnum er og mun hann koma til með að bæta

afkasta getu ykkar?

7. Hversu mikilvægur er biðtími fyrir ykkar viðskiptavini?

8. Hefur þú vitneskju um að rekstarkostnaður á Íslandi sé minni hér en í öðrum löndum?

a. Fjarskipta/breiðbandskostnaður?

b. Rafmagnskostnaður?

c. Fasteignakostnaður?

d. Skattar og gjöld?

9. Ert þú með upplýsingar um hversu mikill niðurtími hefur verið hjá gagnaverinu frá

stofnun?

a. Eru nátturuhamfarir valdur af einhverjum að þessum niðurtíma? T.d

Eyjafjallajökull

10. Er Íslenska ríkið með einhversskonar stefnu sem hvetur gagnaver til að staðsetja sig

hér á landi?

Page 77: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

69

a. Þá einhversskonar skattaívilnanir?

11. Hvernig eru skattar og skattaívilnanir þegar kemur að gagnaverum á Íslandi?

a. Er skatturinn á tölvubúnað lágur hér?

12. Myndir þú segja að skattar væru sanngjarnir eða myndir þú vilja sjá breytingu sem

myndi mögulega stuðla að auðveldara aðgengi fyrir gagnavers uppbyggingu?

13. Veist þú hvað tók langan tíma að byggja þetta gagnaver?

a. Var eitthvað sem þú telur að hafa mætti fara betur í uppbyggingunni? T.d

vesen með leyfi, skipulag eða byggingaverktaka?

b.

14. Hafið þið möguleika á að stækka þetta gagnaver?

15. Hverjir myndir þú segja að væru helstu samkeppnisaðilar Ísland þegar kemur að

staðsetningu?

16. Hverjir eru kostir við að staðsetja gagnaver á íslandi?

a. En gallar?

Starfsemi 1. Hversu stórt í fermetrum er gagnaverið?

2. Notið þið íslenska kalda loftið til að kæla niður gagnaverið?

a. Hver er sá stærsti?

3. Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar ykkar?

4. Hverjir eru ykkar helstu birgjar þegar kemur að tölvubúnaði?

5. Að þínu mati hver er helsti dragbítur ykkar gegn erlendri samkeppni?

6. Að lokum hefur þú einhverjar hugmyndir fyrir Íslenska ríkið til að stuðla að

uppbyggingu gagnavera hér á landi?

Page 78: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

70

Viðauki B: Verne Global viðtalsrammi

Verne Global viðtalsrammi

Alemnnt 1. Hvenær var Verne Global stofnað?

2. Hverjir eru eigendur í dag?

3. Hafið þið haft sömu eigendur allan tíman?

4. Hvað eru margir sem starfa í fyrirtækinu í dag?

a. Að þínu mati finnst þér næginlegt magn af hæfileikaríku upplýsingatæknifólki

á Íslandi í dag?

Gagnavers Staðsetninga lykilþættir 1. Nú eru þið einungis að nota græna endurvinnanlega orku í gagnaverið er það ekki

rétt?

2. Skrifuðu þið undir einhversskonar langtímasamnig um orkuverð?

3. Eru þið með tvöfalda skömtun frá tveimur mismunandi rafmagns undir stöðvum?

Segjum svo að rafmagn myndi slá út?

4. Að þínu mati myndiru segja að þið væruð að fá marga viðskiptavini einnungis útfrá

því að þið eruð með “græna orku”?

5. Hver er staðan á fjarskiptakerfi ykkar í dag?

a. Er hraði á gögnum frá landinu vandamál?

6. Vitið þið hver staðan á emerald sæstrengnum er og mun hann koma til með að bæta

afkasta getu ykkar?

7. Hversu mikilvægur er biðtími ykkar viðskiptavinum?

8. Hefur þú vitneskju um að rekstarkostnaður á Íslandi sé minni hér en í öðrum löndum?

a. Rafmagnskostnaður?

b. Fjarskipta/breiðbandskostnaður?

c. Fasteignakostnaður?

d. Skattar og gjöld?

9. Á sínum tími við val á staðsetningu hér á landi var gerð einhver áhættugreining ?

10. Ert þú með upplýsingar um hversu mikill niðurtími hefur verið hjá gagnaverinu frá

stofnun?

a. Eru nátturuhamfarir valdur af einhverjum að þessum niðurtíma? T.d

Eyjafjallajökull

Page 79: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

71

11. Er Íslenska ríkið með einhversskonar stefnu sem hvetur gagnaver til að staðsetja sig

hér á landi?

a. Þá eins og einhversskonar skattaívilnanir

12. Hvernig eru skattar og skattaívilnanir þegar kemur að gagnaverum á Íslandi?

a. Er skatturinn á tölvubúnað lágur hér?

b. Myndir þú segja að skattar væru sanngjarnir eða myndir þú vilja sjá breytingu

sem myndi mögulega stuðla að auðveldara aðgengi fyrir gagnavers

uppbyggingu?

13. Veist þú hvað tók langan tíma að byggja þetta gagnaver?

a. Var eitthvað sem þú telur að hafa mætti fara betur í uppbyggingunni? T.d

erfiði með leyfi, skipulag eða byggingavertaka?

14. Hafið þið möguleika á að stækka þetta gagnaver?

15. Hverjar voru aðal ástæðurnar fyrir valinu á Íslandi?

16. Þegar kom að staðsetningarvali Verne komu einhverjar aðrar staðsetningar til greina?

a. Ef já, hverjar voru það?

17. Hverjir eru kostir við að staðsetja gagnaver á íslandi?

a. En gallar?

18. Var auðvelt/erfitt fyrir ykkur að koma inná íslenskan markað

a. Hvað var það sem olli helstu vandræðunum?

19. Hverjir myndir þú segja að væru helstu samkeppnisaðilar Ísland þegar kemur að

staðsetningu?

Starfsemi 1. Hversu stórt í fermetrum er gagnaverið?

2. Notið þið íslenska kalda loftið til að kæla niður gagnaverið?

3. Hverjir eru ykkar helstu birgjar þegar kemur að tölvubúnaði?

4. Hversu marga viðskiptavini eru þið með?

a. Hver er sá stærsti?

5. Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar ykkar?

6. Að þínu mati hver er helsti dragbítur ykkar gegn erlendri samkeppni?

7. Að lokum hefur þú einhverjar hugmyndir fyrir Íslenska ríkið til að stuðla að

uppbyggingu gagnavera hér á landi?

Page 80: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

72

Viðauki C: Viðtal við Benedikt Gröndal rekstrarstjóra Thor Data Center

Viðtal við Benedikt Gröndal rekstrarstjóra Thor Data Center þann 1. apríl 2016

Spyrjendur: Bjarni Guðmundsson og Björn Berg Bryde

Spyrjendur: Hvenær var Thor Data stofnað?

Benedikt: Fyrirtækið Thor Data center var stofnað 2009.

Spyrjendur: Hverjir eru eigendur í dag?

Benedikt: Það voru 4 frumkvöðlar sem stofnuðu Thor Data og Advania keypti þetta síðan

áramótin 2011.

Spyrjendur: Og hafði Thor Data center þá stækkað eitthvað?

Benedikt: Þetta hefur alltaf verið í sama húsnæðinu en þetta er byggt upp í einingum og það

er búið að fylla uppí húsnæðið í Hafnarfirði í dag. Síðan erum við búnir að reisa annað

gagnaver suður að Fitjum rétt hjá Keflavík.

Spyrjendur: Og er það gagnaver í svipaðri stærðargráðu?

Benedikt: Í fermetrum er það aðeins stærra en í orku er það miklu stærra. Það gagnaver er

fyrst og fremst fyrir Bitcoin. Þetta gagnaver var byggt vorið 2014 og eru við í dag að nota

cirka 12 megavött. En í Hafnarfirði erum við bara að nota 2 megavött.

Spyrjendur: Hvað starfa margir hjá fyrirtækinu?

Benedikt: Það er mjög erfitt að segja um það. En í dag er fyrirtækið undir sér kennitölu og

heitir Advania Data Center það er meira bókhaldslegt en eitthvað annað. Það er allt öðruvísi

efnahagsreikningur í gagnaveri en í hefðbundnu hugbúnaðarfyrirtæki. Það eru mjög miklar

fjárfestingar og lítill rekstrarkostnaður sem slíkur og lítið mannafl. Fastir starfsmenn eru bara

5 sem vinna beint þar. Þeir eru í daglegum rekstri í gagnaverinu. Síðan er öll önnur starfsemi

aðkeypt frá Advania t.d bókhald, sala og 24 tíma vaktir. Mannaflaþörfin getur verið mjög

breytileg eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Þetta eru örugglega svona 20 manns sem koma

að þessu í heildina.

Spyrjendur: Að þínu mati finnst þér næginlegt magn af hæfileikaríku

upplýsingatæknifólki á Íslandi í dag?

Benedikt: Já og við notum eingöngu íslenskt starfsfólk. En grunngagnaversreksturinn hann

kallar ekkert svo mikið á það. Þú í dag ert að vinna í einhverskonar cloudi með dropbox eða

eitthvað slíkt þannig kerfisstjórarnir geta sitið útum allan heim. Hinsvegar það sem Advania

hefur gert öðruvísi en aðrir sem eru á þessum markaði er að þeir leggja meiri áherslu á

virðisauka fyrir ofan bara gagnaverið. Því gagnaverið sjálft er bara svipað og álver en í

Page 81: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

73

þessum geira er miklu ódýrara að búa til virðisauka ofan á. Þú þarft ekki að reisa aðra

verksmiðju hliðin á. Bara smá hugvit og gera hlutina á smartan hátt. Þannig höfum við

svolítið verið að draga inn viðskiptavini þar sem við getum sinnt þeim meira en að bara hýsa

búnaðinn þeirra eins og t.d. tekið þátt í kerfisrekstrinum og annað því um líkt. Það er sá

virðisauki sem við sjáum vera þann mikilvægasta.

Spyrjendur: Hvernig hefur það gengið? Þið eruð væntanlega með flest alla erlenda

viðskiptavini

Benedikt: Í gagnaverinu hjá okkur eru 95% erlendir viðskiptavinir. Það er ekki hátt hlutfall

af þeim sem við erum að sinna alveg fullum kerfisrekstri en þó eru þeir alveg til þeir

viðskiptavinir sem við sjáum bara um reksturinn á tölvukerfinu þeirra frá A-Ö. Yfirleitt þegar

þú ferð út í svoleiðis vinnu þarftu að vera á staðnum. Erfitt að vera að selja svoleiðis þegar þú

ert með sölumann á Íslandi og ert að reyna að selja eitthvað á Bretlandi.

Spyrjendur: Nú eru þið einungis að nota endurvinnanlega orku er það ekki rétt?

Benedikt: Jú það er rétt. Það er ekki hægt að segja fullkomlega 100% því við erum með

dísilvélar sem vararafstöðvar.

Spyrjendur: Hafið þið notað þessar vararafstöðvar mikið?

Benedikt: Við förum í starfsemi 2010 og það eru nokkur skipti sem við höfum þurft að nota

vararafstöðvarnar. Lengsta stoppið var eitthvað um einn og hálfan tíma þegar rafmagnið fór

af Hafnarfirði 2014. Þá sprakk spennustöð sem tók út rafmagnið í Hafnarfirð. Svo var 20 mín

stopp í síðasta mánuði en lengsta stoppið frá upphafið er eitthvað um einn og hálfur.

Spyrjendur: Hvað ráða þessar vararafstöðvar við langan niðurtíma?

Benedikt: Við erum með eldsneyti fyrir 24 tíma. En svo erum við á forgangslista

almannavarna uppá olíu. Vegna þess að við erum að geyma mjög mikið af ríkisgögnum og

eitthvað fyrir bankastofnanirnar og eitthvað svona dotterí. Þannig við ættum að geta fengið

olíu ef við þurfum að vera lengur.

Spyrjendur: Skrifuðuð þið undir einhversskonar langtímasamning um orkuverð?

Benedikt: Við erum að kaupa orkuna okkar frá HS orku og þar erum við með 5 ára samning.

Orkuverð á Íslandi er mun stabílla en þú sérð annarsstaðar. Ef þú skoðar orku í Evrópu í dag

þá er hún á markaði. Þannig þú getur fengið langtímasamning á orku í Evrópu en þá þarftu

oftast að borga einhverskonar uplift frá markaðsvirði til að tryggja þig. Það getur verið

mismunandi eftir lengd og eftir því hvernig markaðurinn er að þróast síðustu mánuðina og

hvernig útlið er. Hérna er þetta mun stöðugra. Þannig það hefur verið ákveðinn kostur hvað

varðar orkuverðið sjálft.

Spyrjendur: Þið teljið að þið þurfið ekkert að gera lengri samning?

Page 82: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

74

Benedikt: Gallinn við íslenska orkukerfið er fyrst og fremst sá að það er ekki markaður

hérna. Ef ég ætla að fara út og kaupa 10 megavött. Þá er ég bundinn við það að ég þurfi að

ábyrgjast því að ég ætla að nota þessi 10 megavött alltaf. Það er svo erfitt fyrir mig að

sveiflast í orku. Það er miklu auðveldara í Evrópu. Þú getur bara verið á svokölluðum spot

markaði í Evrópu frá dags til dags og þú kaupir bara eitthvað ákveðið mikið og það getur

verið langtíma samningur um svona bulkið af því. Þannig að við höfum ekki viljað fá lengri

samning þrátt fyrir að við getum það. Við viljum ekki tryggja okkur því að yfirleitt í

gagnaverum eru samningar okkar við viðskiptavina þriggja til fimm ára. Þannig ef við ætlum

að fara að binda okkur eitthvað mikið lengur erum við farin að taka ákveðna áhættu. Lengstu

samningar okkar eru yfirleitt í kringum fimm ár. Í augnablikinu er rafmagn samt ekki ódýrt á

Ísland og er mögulega að verða svolítið dýrt. Ef við horfum á það sem er að gerast víða í

Evrópu og það sem þeir kalla stóriðju, sem eru aðilar sem nota 500 megawött eða meira, sem

er sko það sem við köllum smáiðju hér á landi, er að þeir eru á ákveðnum svæðum í Evrópu

þar sem allir tollar eru felldir af rafmagni. Þannig að rafmagnskostnaður í t.d norður Svíþjóð

frá og með næstu árum verður mun minni en á Íslandi.

Spyrjendur: Hver er staðan á fjarskiptakerfi ykkar í dag? Er hraði á gögnum frá

landinu vandamál?

Benedikt: Nei ekki hjá okkur. Sá hluti markaðsins sem treystir á hraða gagna frá gagnaverum

er mjög lítil. Sú markaðshlutdeild er aðallega trading og því um líkt. Við höfum ekki farið

inná þann markað. Fyrir okkur skiptir hraðinn ekki öllu máli.

Spyrjendur: Veist þú hver staðan er á Emerald sæstrengnum?

Benedikt: Ég held það sé bara ekkert að gerast. Það er verið leggja strenginn en hann verður

ekki lagður til Íslands núna þar sem náðist ekki að fjármagna þann hlut. Það sem er vandamál

með sæstrengi á Íslandi í dag er fyrst og fremst verðlagning. Kostnaðurinn við það er

gjörsamlega út úr korti miðað við það sem gengur og gerist. Ef þú horfir á einingu í

sæstrengnum t.d. megabæt þá getur þú reiknað með því að það sé 15x dýrara á Íslandi en í

Evrópu.

Spyrjendur: Afhverju er það svona mikið dýrara?

Benedikt: Farice á báða þessa strengi og eru í dag skuldum vafnir og nýtingin á strengjunum

er mjög lítil. Við erum t.d. lang stærsti notandi þeirra myndi ég álykta. Við erum með kúnna

hjá okkur sem eru mjög stórir. Eins og til dæmis Opera Software sem er að nota örugglega

svipað mikið þennan streng og restin af Íslandi. Verðlagningin er þannig, að fyrir aðila eins

og þá er þetta bara að verða óhagkvæmt að vera á Ísland bara útaf kostnaði við bandvídd.

Spyrjendur: Þannig að Ísland hefur þannig séð ekkert að gera við fleiri strengi er það?

Page 83: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

75

Benedikt: Afkastalega séð höfum við ekkert að gera við fleiri strengi. Það má færa rök fyrir

því rekstrarlega séð. Við erum bara með tvo strengi og það er kannski tiltölulega lítið fyrir

þjóð sem ætlar að byggja afkomu sína á þekkingariðnaði. Síðan ef Emerald hefði komið hefði

hann bætt tengingarnar við Bandaríkin. Allar tengingar við Bandaríkin fara í gegnum London

eða Amsterdam í dag og fer Danice til Danmerkur og Farice fer til Skotlands.

Spyrjendur: Nú lásum við áhættugreiningu um gagnaver þar sem Svíþjóð er að fara

upp um jafn mörg sæti og Ísland er að falla á þessum lista hefur þú einhverja skoðun á

því afhverju það gæti verið?

Benedikt: Norður Evrópa er að sækja mikið í sig, Írland er þar inni líka. Það er mjög mikil

rafmagnsframleiðsla í norður Svíþjóð og það er gífurlega dýrt fyrir þá að flytja rafmagnið á

milli, þannig þeir vilja selja rafmagnið á svæðum í kringum sig. Þess vegna er rafmagn dýrt í

Stokkhólmi. Málið er það að það hefur verið mikil námuvinnsla og pappírsvinnsla en

pappírvinnsla í heiminum er að minnka þannig rafmagnsnotkun þeirra minnkar. Finnland,

Svíþjóð og Noregur er að aðeins að byrja að vakna í því að taka rafmagnsverðið niður fyrir

iðnað sem er að nota rafmagn frá hálfu megavatti og uppí svona tíu og eru þeir að lækka

verðið til þessa aðila til að draga þetta til sín aftur.

Spyrjendur: Hefur það einhvern tímann komið til á Íslandi að lækka rafmagnsverðið?

Benedikt: Íslensk stjórnvöld tala bara vel um svona smáiðnað gagnavera á forsíðu Moggans.

Eina sem þeir gera þar á milli er að þvælast fyrir.

Spyrjendur: Býður ríkið uppá einhverskonar skattaívilanir?

Benedikt Nei við erum meira að segja í vandræðum með að taka inn viðskiptavini frá Evrópu

vegna þess að skatturinn er að heimta að þeir borgi virðisaukaskatt að öllum búnaðinum sem

þeir koma með til landsins. Við erum í endalausum slag við þá útaf því. Við erum þvílíkt

aftur í fornöld hvað þetta varðar. Við byrjuðum 2010 og erum búnir að vera að ræða við

yfirvöld og ráðherra, bjóða þeim öllum í heimsókn til okkar en það gerist ekki neitt.

Spyrjendur: Borgið þið venjulegan skatt á tölvubúnaði?

Benedikt: Tölvubúnaður er ekki skattlagður á Íslandi. En þú þarf að borga virðisaukaskatt

náttúrulega. En þú getur auðvitað fengið hann endurgreiddann sem fyrirtæki. En sá process

tekur þrjá til sex mánuði og erlend fyrirtæki skilja ekki afhverju þau þurfa að leggja út fyrir

því. Því tölvubúnaður fyrir stórt verkefni getur alveg farið uppi í milljarð króna. Þú ert að

leggja út virðisaukaskatt fyrir milljarð sem eru þá 250.000 milljónir og vextir af því í sex

mánuði þannig það telur hratt. Það er bara vesen sem viðskiptavinurinn nennir ekki að standa

í.

Page 84: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

76

Spyrjendur: Er fasteignaverð og byggingakostnaður sanngjarn hér á landi samaborið

við önnur lönd?

Benedikt: Það er svipað. Það er samt alls ekkert ódýrt hér á Íslandi

Spyrjendur: Hvaða breytingar myndir þú vilja sjá á sköttum og reglugerðum hér á

landi?

Benedikt: Breyta raforkulöggjöfinni s.s dreifingu á rafmangi. Þetta skiptir miklu máli, skiptir

tugum milljóna á ári, við þurfum að kaupa dreifinguna eins og hver annar heimilisnotandi og

borga jöfnunargjald af rafmagnsdreifingu. Þó við séum að taka 12 megavött inná einn lítinn

stað, þá þurfum við að borga jöfnunargjald uppá 20 aura per kílovatt stund eins og heimili á

Ísafirði. Mér finnst það ekki gera okkur auðvelt fyrir í samkeppni og að eiga við allt batterý í

kringum það er bara mjög erfitt. Við erum búnir að vera í barráttu við þá í tvö ár en það er

vonandi að ganga núna. Þetta er bara óásættanlegt fyrir menn sem eru að reyna að byggja upp

nýjan iðnað. Við viljum fá meiri sveigjanleika fyrir smáiðnað að geta komist inná svona

stóriðjutaxta. Koma á samhæfðum reglum við Evrópusambandið í sambandi við

virðisaukaskatt og endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir fyrirtæki sem eru að senda sinn búnað

til hýsingar. Þetta er að valda okkur svona óþarfa veseni og menn nenna bara ekki að standa í

þessu. Fá stjórnvöld til að skilja það að það er hægt að gera ýmislegt tiltölulega einfalt til að

einfalda rekstrarumhverfi smáiðnaðar á Íslandi. Þetta á ekki bara við um gagnaver heldur

örugglega margt annað. Menn eru alltof mikið að focusa á að fá stóriðju, hvernig stjórnvöld

geta búið til ívilanir fyrir þá. Fá fleiri egg í körfuna í raun og veru. Við erum að borga mun

hærra rafmagnsverð en álver. Þeir eru örugglega að borga ætli það sé ekki helmingurinn að

því sem við erum að borga og helsta útspil yfirvalda er að setja sæstreng til Bretlands, sem

sagt að selja rafmagnið ennþá ódýra útur úr landinu. Með orkuframleiðsluna þá segja t.d

Landsvirkjun að þeir séu að selja á mjög góðu verði þó við séum ósammála þeim að mörgu

leyti. Þar held ég að vanti bara þessi markaðslögmál meira. Þú nærð ekkert að byggja þau upp

í svona lokuðu kerfi eins og Ísland er. Það er einfaldlega of lítið til að geta byggt upp

almennilegt markaðssvæði í raforku.

Spyrjendur: Er ekki almennileg samkeppni í raforkuiðnaðinum á Íslandi þá?

Benedikt: Það vantar bæði örugga samkeppni að einhverju leyti en það vantar bara

markaðinn, að ég geti notað orkuna núna næstu þrjá mánuði svo vil ég hætta þá tekur einhver

annar við. Ef ég hætti með 5 megavött í þrjá mánuði þá situr bara orkuframleiðandinn með

orkuna uppi, hann getur ekkert selt hana. Samkeppnin er semsagt ekki bara hjá seljendum

heldur líka hjá kaupendum. Hreinlega er markaðssvæðið bara of lítið. Þetta er svipað og að

fara að reka Bónus á Kópaskeri, þú ert bara fastur með vöruna þína þarna. Ég vill ekki fara að

Page 85: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

77

dæma Landsvirkjun eða HS orku að þeir séu ekki í samkeppni, markaðurinn er einfaldalega

bara of lítill.

Spyrjendur: Er Verne Global í beinni samkeppni við ykkur?

Benedikt: Við horfum á samkeppnina miklu stærra en bara annað gagnaver á Íslandi. Frekar

kalla eftir því að það yrðu fleiri aðilar hérna, t.d. ef þú ferð í Kringluna að kaupa föt og það

eru margar fataverslanir og ef það væru fleiri gagnaver á Íslandi þá væru menn frekar að

koma hingað. Ísland er í raun ennþá að selja Ísland sem staðsetningu fyrir gagnaver en ef það

væru mörg gagnaver hér á landi þá þyrfti ekki að selja viðskiptavinum Ísland því þeir vita að

það er fínt og gott að vera á Íslandi.

Spyrjendur: Hvað er Thor Data með marga viðskiptavini?

Benedikt:Ef við horfum beint á þá sem bara kaupa hýsingu á búnaði þá eru þetta í kringum

svona 50 - 60 og af þeim eru ákveðnir Bitcoin aðilar stærstir. En þegar það kemur að svona

varni hýsingu með vararafstöðum er Opera stærsti viðskiptavinurinn.

Spyrjendur: Þegar kemur að birgjum fyrir tölvubúnað, hvaðan fáið þið tölvubúnaðinn

ykkar?

Benedikt: Ef við þurfum að skaffa sjálfir búnaðinn þá notum við Advania. Lang stærsti hluti

viðskiptavina okkar kaupir búnaðinn og við hýsum hann. Stundum kaupa þeir hann í gegnum

okkur og þá birgja sem við getum útvegað.

Spyrjendur: Að þínu mati hver er ykkar helsti dragbítur að erlendri samkeppni?

Benedikt: Stærsti dragbíturinn er örugglega verðið á gagnasambandinu. Jafnvel þótt þú farir

til norður Svíþjóðar, nyrst til Svíþjóðar og kaupir samband þar niður til Stokkhólms eða

eitthvað svipað þá er það svona 4 - 5 sinnum ódýrara. Ríkið á Farice strenginn og Farice lenti

í því sem mörg fyrirtæki lentu í hérna 2007 að það varð gjaldþrota. Í staðinn fyrir að setja það

í gjaldþrotameðferð og afskrifa dótið þá er ríkisábyrgð á skuldunum þeirra þannig það er

verið að reyna að halda þeim gangandi. Annað gæti verið löggjöf um virðissaukaskattinn og

raforkudreifinguna og kostnaðinn í kringum það.

Spyrjendur: Hvernig nýtið þið íslenska loftið til kælingar? Er það jafn auðvelt og að

opna bara glugga?

Benedikt: Við vorum hérna 2010 svolitlir frumkvöðlar við að nota staðbundna orkugjafa til

kælingar. Hjá okkur er það kalda loftið og erum við eingöngu að nota kalt loft til að kæla. Við

erum ekki með svona ísskápapressu eða annað þvílíkt. Þannig að orkunýtni í gagnaverinu

okkar þótti alveg ótrulega góð þegar við förum af stað miðað við það að við erum svona

general purpose gagnaver s.s við tökum hvað sem er, þá vorum við að ná sama árangri og hjá

Google eða Facebook en þeir hanna serverina alveg frá server og uppúr hvernig þeir ætla fá

Page 86: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

78

sem bestu orkunýtingu. Það byggist aðallega á því að við erum að nota kalda loftið. Við erum

með tvenns konar kælikerfi sem við erum að nota, annarsvegar það sem við erum að nota í

Bitcoin. Þar opnum við bara gluggan út það og er í raun sama concept og Facebook er að nota

í dag upp í Lulea. Það sem við erum fyrst og fremst að gera í Thor er að þar erum við með

loftkæla. Við erum með kæla sem eru yfirleitt plötukælar síðan erum við með tölvubúnaðinn í

efri einingunni og kælibúnaðinn í neðri og síðan notum við bara kalda loftið úti til að kæla

það niður svo við notum ekki vatn eða eitthvað annað til að kæla það niður. Við vorum fyrstir

í heiminum til að byrja með þá tækni en hún hefur verið að ryðja sig mjög mikið til rúms

núna í Norður Evrópu s.s að nýta kalda loftið sem kælingu.

Spyrjendur: Var húsið á völlunum í Hafnarfirði ekki upphaflega prentsmiðja?

Benedikt: Jú húsið var prentsmiðja. Við vorum í raun og veru bara að leita að skel. Það sem

við gerum er að við byggjum í raun og veru bara tölvusali inní húsinu, við byggjum hús inní

húsinu. Við þurfum bara góða skel sem er tiltölulega örugg og með mikla burðargetu í

gólfinu

Spyrjendur: Heillar það eitthvað viðskiptavinina hvað það er lítil glæpatíðni á Íslandi

þegar kemur að því að brjótast inn í gagnaver ?

Benedikt: Nei, þú getur flokkað netglæpi í nokkra hópa. Þessir industry spies sem eru að

brjótast inn og stela gögnunum, það eru sennilega sjaldgæfasti hópurinn. Það er yfirleitt bara

targetað á gögnin alveg óháð því hvar í heiminum gagnaverið er. Algengustu eru DoS

árásirnar, við verðum var við svoleiðis daglega hjá okkur en við erum bara með mjög öflugar

varnir við því. En varnarkerfin okkar tilkynna daglega að það sé verið að gera eitthvað sem er

óeðlilegt misstórt og mismikið.

Spyrjendur: Hafið þið lent í því að viðskiptavinur ykkar sé smeykur við

náttúruhamfarir á Íslandi og þ.a.l. niðurtíma?

Benedikt: Allt sem menn þekkja ekki eru þeir hræddir við. Við þurfum oft að taka upp

umræðuna um eldgos og jarðskjálfta og annað þvílíkt og benda á að eldgos eða jarðskjálftar

sem hafa haft áhrif á Ísland samanborið við heimstyrjöldina í Evrópu. Frá því það var

jarðskjálfti eða eldgos á þessu svæði sem hefur haft áhrif á okkur, hafa verið tvær

heimstyrjaldir í Evrópu síðan. Við verðum þó vissulega mikið var við að menn koma

smeykir. Við erum vissir um það að margir koma samt ekkert og spyrja okkur heldur leita

bara einhvert annað. Ísland er með Íslandsstofu sem sér um að markaðssetja landið og við

höfum oft kitlað í puttana við að komast í þann penning til að mögulega bæta ímynd landsins.

Spyrjendur: Á ári, hvað heldur þú að það sé að meðaltali mikill niðurtími hjá

gagnaverinu?

Page 87: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

79

Benedikt: Við skiptum þjónustunni okkar uppí tvennt. Fyrsta lagi þar sem allt er varið með

dísel vélum, það er kallað tier 3 setup í gagnavers heiminum og hins vegar erum við með

þetta eins og er í Fitjum. Þannig ef rafmagnið fer af fer það bara af. Hönnunarforsendur á tier

3 gagnverum er svona 99.98% uppitími. Við skiptum okkar gagnveri í einhverja 5

mismunandi sali og í þessum sölum sem við erum með tier 3 á seinasta ári var uppitími

100%. Það var eitthvað um 99,8 % uppitími í Fitjum.

Spyrjendur: Hver er kostnaðurinn við að virkja og reka vararafstöðina ef til þess þarf?

Benedikt: Bara olíukostnaður á dísel vélum. Þær eyða eitthvað í kringum 200 lítrum á

klukkutímanum. Það er fyrst og fremst fjárfestingin sem er dýr s.s að koma þessari hönnun

fyrir. Við erum bæði með dísel vélar og rafby sem eru með batteríum sem brúa bilið frá því

að rafmagnið dettur út og það kemur aftur inn. Þetta er brota brot af rekstrarkostnaði en

umstalsverður hluti af fjárfestingunni. Tölvan þolir að vera rafmagnslaus í cirka

millisekúndu, þá hefur maður ekki tíma til að hlaupa og kvekja á díselvélnum þess vegna

þurfa þessi batterí að vera til staðar.

Spyrjendur: Veist þú muninn á kostnaðinum á sæstrengum hérna á Íslandi borið

saman við Svíþjóð og Bandaríkin? Veist þú hverjir eru ódýrastir og hverjir eru

dýrastir?

Benedikt: Bandvíddarlega er best að vera þar sem stóru Internet perring staðirnir eru t.d.

New York, Amsterdam og London. og eru menn að bera saman kostnað við að tengjast

þangað. Kostnaður frá Íslandi er t.d. cirka 5-6 sinnum hærri en norður Svíþjóð sem þykir

frekar dýr staður enda svipað langt frá stóru Internet perring stöðunum í Evrópu.

Page 88: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

80

Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global

Viðtal við Helga Helgason rekstrarstjóra Verne Global þann 15. apríl 2016

Spyrjandi: Bjarni Guðmundsson

Spyrjandi: Hvenær var Verne Global stofnað?

Helgi: Verne Global er stofnað hérna á landi 2007

Spyrjandi: Hverjir eru eigendur Verne?

Helgi: Það er tvö fyrirtæki sem stofna fyrirtækið. Það er annars vegar bandarískt

fjárfestingafélag sem heitir General Catalyst og síðan Novator sem er rekið af Björgólfi Thor.

Það eru þessi tveir aðilar sem stofna þetta og aðkoma að þessu er eiginleg sú að General

Catalyst er semsagt áhættufjárfestar sem fjármögnuðu CCP á sínum tíma.

Spyrjandi: Hvað eru margir sem starfa hjá fyrirtækinu?

Helgi: Það er annars vegar á Íslandi og síðan erlendis. Við erum í dag 20 fastir starfsmenn

suður í Reykjanesbæ og þá er ekki talið með öryggisverði og slíkt. Svo eru svona mundi ég

giska á 30 manns í sölu og markaðsstarfi úti erlendis. Með söluskrifstofur í Bandaríkjunum,

Bretlandi og Þýsklandi. Við erum það sem er kallað infrastructure provider. Þar að segja að

við erum bara að skaffa infrastructur-inn. Við erum ekki að sjá um að reka nein tölvukerfi eða

í uppsetningu á tölvukerfum eða einhverju slíku við erum bara að reka semsagt húsnæðið,

rafkerfið og öryggiskerfið. Þannig þetta er bara starfslið sem þarf til þess

Spyrjandi: Koma þá viðskiptavinir ykkar með sinn eigin búnað?

Helgi: Viðskiptavinir koma með sinn eigin búnað. Þeir eiga og reka sinn búnað. Þannig við

erum ekki háðir neinum og okkar viðskiptavinir ráða alveg hverja þeir versla við um

þjónustu. Staðan er reyndar sú að það eru flest öll tölvufyrirtæki, þessi stóru á Íslandi, eru að

þjónusta okkar viðskiptavini þar á meðal Advania sem er nú kannski okkar helsti

samkeppnisaðili. Þannig að við getum kallað tölvusérfræðinga í vinnu þarna á hverjum degi

sem er reyndar ekki okkar starfsfólk. Raunin hefur verið sú að flestir þessir erlendu

viðskiptavinir kaupa þjónustu hjá einhverjum aðilum hérna innanlands. Þeir gera

þjónustusamninga við einhver af þessum stóru tölvufyrirtækjum hér á landi. Oft koma þeir í

byrjun á upphaflegum uppsetningar. Þá kemur kannski eitthvað teymi að utan og setur upp

kerfin en þjónustan eftir það er síðan í höndum þessara innlendu þjónustuaðila.

Spyrjandi: Eru flestir viðskiptavinir ykkar erlendir aðilar ?

Helgi: Já, okkar focus er erlendur markaður. Við erum þó með Íslenska viðskiptavini eins og

Nýherja og Opin kerfi. Þeir eru í raun og veru að selja inná þennan innlenda markað. Þegar

Page 89: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

81

innlendir viðskiptavinir nálgast okkur þá vísum við á þessi fyrirtæki sem þjónusta þá. Við

erum ekki að keppa við þá um innanlandsmarkaðinn.

Spyrjandi: Notist þið einungis við græna endurvinnanlega orku?

Helgi: Við erum með samninga við Landsvirkjun og Landsvirkjun framleiðir mest vatnsafl

en er með smávegis jarðvarma orku líka. Þanning að þannig séð er þetta græn orka.

Spyrjandi: Skrifið þið undir einhverja langtímasamninga um orkuverð?

Helgi: Við erum með langtímasamning við Landsvirkjun

Spyrjandi: Segjum að það myndi slá út hjá ykkur eru þið með vararafstöðvar sem taka

við?

Helgi: Við erum með tvennskonar þjónustustig. Við markaðssetjum þetta undir tveimur

mismunandi conceptum. Annars vegar það sem við köllum power direct og hins vegar það

sem við köllum power advanced. Power direct er það sem við köllum lágmarks rekstaröryggi.

Þá er í raun og veru bara búnaður viðskiptavina beint á veitu. Ef það slær út þá slær það bara

út. Svo erum við það sem heitir Power advanced það er efsta stig að rekstaröryggi. Okkar

infrastructure í power advanced samsvarar Tier 3 og jafnvel umfram það. Þá er hámarks

rekstraröryggi. Þá erum við að tala allt þetta hefðbundna, tvöföld kerfi eða m+1,

díselrafstöðvar sem varaafl, double conversion upsa sem taka við áður en díselvélarnar fara

að framleiða rafmagn.

Spyrjandi: Myndir þú segja að þið væruð að fá marga viðskiptavini útfrá þessari grænu

endurvinnanlegu orku?

Helgi: Nei við skulum ekki segja að það sé aðalatriðið. Áður fyrr var þetta nice to have útaf

því að þú fékkst græna orku að án þess að borga nokkuð aukalega fyrir hana, því það er ekki

hægt að fá neina aðra orku hérna. Það er svona hægt að bítandi að breytast og þetta er að

verða meira markaðstól í höndum okkar viðskiptavina að þeir séu að kaupa af okkur græna

orku. Menn eru samt ekkert sérstaklega tilbúnir að borga aukalega fyrir þetta.

Spyrjandi: Er hraði á gögnum frá landinu vandamál hjá ykkur?

Helgi: Það má segja það að það var einhvern tímann gerð greining hjá okkur og ef ég man

rétt þá var skiptingin svoleiðis að við sögðum að 30% að þeim kerfum sem eru í rekstri í

gagnaverum út í heimi þau gætu aldrei komið til Íslands útaf latency. Fyrir 70% kerfanna

skiptir þetta engu máli og 70% af markaðinum er bara alveg nógu stór biti. Það sem er að ske

í dag er að fyrirtæki eru að skipta kerfinum upp hjá sér . Þannig að þeir geta skipt

kerfinum upp í bæði þau sem þurfa hámarks rekstraröryggi og þeir sem þurfa lágmarks

rekstrarröryggi og líka þau sem þurfa ekki þennan samskiptahraða eða lága latency vs þau

sem þola mikið latency. Þannig við lítum ekki á þetta sem vandamál. Það er bara ákveðin

Page 90: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

82

hluti kerfa sem munu aldrei koma til Íslands útaf þessu. Það skiptir í raun engum máli í stóru

myndinni.

Spyrjandi: Við val á staðsetningu á Íslandi var væntanlega gerð einhversskonar

áhættugreining komu einhver lönd til greina?

Helgi: Verne er stofnað upphaflega til að byggja gagnaver á Íslandi. Það var ekkert annað

sem kom til greina. Við erum ekki með starfsemi né rekstur annars staðar. Það var semsagt

aldrei spurning.

Spyrjandi: Er íslenska ríkið með einhversskonar stefnu sem hvetur gagnaver til að

staðsetja sig hér á landi ? einhversskonar skattaívilanir ?

Helgi: Nei við höfum ekki upplifið það sérstakleg sko. Eiginlega þvert á móti. Við vitum að

við erum að keppa við lönd hérna í kringum okkur, Bretland og Írland og fleiri lönd þar sem

skattaumhverfis er mun hagstæðara en hérna heima. Þeir gera ekkert í að hjálpa okkur og við

verðum ekkert sérstakleg varir við neinn sérstakan áhuga frá íslenskum stjórnvöldum á

þessum iðnaði. Þetta var umtalað á sínum tíma en hefur ekki verið nein eftirfylgni. Það hefur

ekki verið neitt sérstaklega ýtt undir þennan iðnað að okkar áliti. Jújú klárlega íslensk

stjórnvöld koma að sínum tíma að því að lagningu á Danice strengnum sem var í sjálfum sér

algjör grundvöllur fyrir það að þessi iðnaður myndi ná einhverju fótfestu ef að það hefði

verið bara eini Farice strengurinn þá hefði þessi iðnaður aldrei átt minnsta möguleika. Danice

strengurinn dugði til þess og það voru íslensk stjörnvöld sem og ríkisfyrirtæki í raun og veru

á bakvið það. Ég held að eigendur séu annaðhvort ríkið eða fyrirtæki í eigu ríkisins.

Spyrjandi: Verður þá verðið á Farice strengnum óhagstætt úfrá því?

Helgi: Já þetta eru ekki ódýrustu flutningsleiðirnar

Spyrjandi: Veist þú stöðuna á Emerald strengnum þurfum við hann í raun og veru

ekki?

Helgi: Jújú við mundum segja að því fleiri því betri. Meiri samkeppni, meiri möguleikar og

þar að leiðandi lægra verð. Það sem má kannski segja að það sem myndi hjálpa okkur mest

væri að fá beinni tengingar við Bandaríkin. Þá erum við að tala um þetta latency. Ég myndi

ekki segja að þetta væri showstopper gagnvert Bandaríkjamarkaði. En það myndi klárlega

hjálpa okkur að vera með betri tengingu við Bandaríkin.

Spyrjandi: Fer tengingin ekki í gegnum London?

Helgi: Jú styðsta leiðin er í gegnum London og svo yfir hafið. Reyndar ertu með Greenland

Connect strengin en verðlagningin á honum og hvernig hann er uppsettur þá er hann ekki

sérstaklega hentugur kostur. En þetta hefur ekkert með bandbreiddarþörf eða bandbreiddina

Page 91: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

83

sem slíka að gera því flutningsgeta Danice og Farice er langt umfram það sem notkunin er í

dag. Það er ekki verið að nýta nema brotabrot að þessu.

Spyrjandi: Ert þú með upplýsingar um hversu mikill niðurtími er hjá power advanced

þjónustunni?

Helgi: Það er enginn niðurtími. Það hefur ekki verið niðurtími. Til þess er það sett upp. Þetta

er concurrently maintainable sem þýðir að þú getur tekið kerfi úr rekstri vegna viðhalds án

þess að það hafi áhrif á uppitíma eða rekstraröryggi viðskiptavina. Jafnvel þó við tökum

annað kerfið úr rekstri vegna viðhalds þá getum við þolað að missa veituspennuna og það ætti

samt ekki að hafa áhrif á viðskiptavinina.

Spyrjandi: Hvað tók langan tíma að byggja Verne Global?

Helgi: Við erum búnir að vera í byggingaframkvæmdum núna síðan 2011, við byrjuðum

2009 og svo kom smá stopp og við erum búnir að vera að byggja núna nánast í 5 ár. Þannig

að við erum búnir að vera að stækka jafnt og þétt. Gagnaver er ekki eitthvað sem þú byggir

bara einu sinni og hættir bara.

Spyrjandi: Hafið þið ennþá möguleika á að stækka enn meira?

Helgi: Jájá við erum með 18 hektara undirland og við erum kannski búnir að nýta svona 20%

- 30% af því. Við erum samt komnir með um 15.000 fermetra í rekstur.

Spyrjandi: Var eitthvað sem þú telur að hafa mátt fara betur þegar kom að

uppbyggingunni? Hugsað útfrá stjórnvöldum?

Helgi: Við erum búnir að ræða aðeins aðkomu íslenskra stjórnvalda að þessu sem okkur

finnst ekki hafa verið mikil né merkileg. Þeir hafa ekkert sérstaklega hjálpað okkur. Jújú en í

uppbyggingunni sjálfri ef þú ert að tala um tækniumhverfið og tæknina og það þá erum við

stanslaust að læra og erum búnir að vera að gera það allan tímann. Þetta er nýr iðnaður hérna

og þessi stærðargráða sem við erum að gera þetta á sem er talsvert stærra en t.d. Advania. Það

er enginn reynsla fyrir einhverju sambærilegu hérna. Öll aðkoma eins og verkfræðistofa og

slíkt þá er þekkingaruppbygging í gangi hjá þeim

Spyrjandi: Myndir þú segja að mannauðurinn á Íslandi væri næginlega góður?

Helgi: Já mannauðurinn er alveg næginlega góður. Það vantar bara reynslu og þekkingu. Það

má segja að mestar líkur á því að það sem okkur skortir í nánustu framtíð er góðir

iðnaðarmenn. Bara eins og rafvirkjar og vélvirkjar, það er mannaflið sem er ekki á lausu. Það

er samt fullt að mjög hæfileikaríku tæknifólki hérna á landi.

Spyrjandi: Hverjir myndir þú segja að væru helstu kostir við að staðsetja gagnaver á

Íslandi?

Helgi: Það er í fyrsta lagi raforkan. Orkuverðið og aðgengi að raforku.

Page 92: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

84

Spyrjandi: Er það hagstætt hér á landi?

Helgi: Það er tiltölulega hagstætt. Þú getur alveg fundið staði sérstaklega í Norður Ameríku

sem bjóða uppá sambærilegt verð. Samanborið við Vestur Evrópu þá stöndum við mjög vel.

En svo ef við förum til Noregs þá erum við aftur komin í sambærilegt verð. Þannig að það er

tiltölulega hagstætt hérna en ekki það hagstæðasta. Það er líka græna orkan. Það er klárlega

plús sem að nýtist okkur. Það sem er ennþá fremur er að við þekkjum og vitum raforkuverð

okkar til langtíma með samingum. Við þekkjum verðin langt fram í tímann. Í viðbót við þetta

höfum við Íslendingar eitthvað sem er ekki alltof algengt, það er að við erum með nánast

ríkisrekið dreifikerfi hérna sem fyrirtækið Landsnet sem sér um dreifingu hérna. Það gerir

það að verkum að raforkudreifing hér á landi er mjög góð þetta er tiltölulega nýtt net. Einnig

er það, sérstaklega hérna á suðvesturhorninu að þetta netdreifikerfi er byggt fyrir álverin og

álverin þurfa á mjög öruggri afhendingu að halda og er það raunin, afhending rafmagns er

mjög góð hérna.

Spyrjendur: En gallarnir?

Helgi: Gallarnir eru þetta skattaumhverfi hérna.

Spyrjandi: Er það einhver galli hversu afskekkt Ísland er ?

Helgi: Við lítum ekki á þetta sem afskekkt. Við horfum ekki á þetta svoleiðis og við getum

með góðum rökum sagt að við getum verið með gagnaver fyrir utan London og það tekur þig

hæglega þrjá til fjóra klukkutíma að komast í það gagnaver. Þú getur farið í næstu lest út á

Heathrow og flogið til Íslands á þremur klukkutímum og við erum rétt fyrir utan

Keflavíkurflugvöll. Þannig að þú getur lagt af stað og verið kominn fjórum tímum seinna í

gagnaverið. Og það sama á við um austurströnd Bandaríkjana þú ert að tala um fjögra tíma

flug hingað.

Spyrjandi: Hverjir myndir þú segja að væru helstu samkeppnisaðilar Íslands þegar

kemur að staðsetningu gagnavera?

Helgi: Það eru nátturulega þessar miðjur í Evrópu eins og London, Amsterdam, Frankfurt og

Kaupmannahöfn en allir þessir staðir eru því marki brenndir að þar er aðgengi að rafmagni og

landi mun erfiðara en hérna og raforkuverð ekki þekkt stærð, jú það er þekkt í dag en þú getur

ekki fengið langtímasamninga um raforku þar. Þannig að við njótum þess. Það má segja að

okkar helstu samkeppnisaðilar Evrópumegin er Skandinavía, Noregur, Svíþjóð og Finnland.

Danir fengu Apple til sín en það sem mér skilst var að þeir hefðu nánast endursniðið sín

skattalög til að fá þá. Stóru fyrirtækin hefðu samt aldrei verið í þjónustu við okkar, þau hefðu

byggt sín eigin gagnaver. Við lítum á það sem sjálfsagðan hlut og eðlilegan hlut að það komi

fleiri gagnaver hingað. Það myndi segja okkur að þetta hafði heppnast hjá okkur.

Page 93: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

85

Spyrjandi: Hversu stórt í fermetrum er gagnaverið?

Helgi: Við erum að taka fjóra nýja áfanga í rekstur núna og þegar það er komið þá er ef við

tökum þetta gólfpláss, bæði stoðrými og skrifstofur þá erum við nálægt 14.000 fermetrum.

Það er að vísu ekki allt gagnaverspláss. Það eru öll stoðkerfi og allt. Við getum gróflega sagt

að hlutfallið sé 60/40. Þannig 40% af þessu eru virk gagnaver meðan 60% er stoðkerfi.

Spyrjandi: Nýtið þið íslenska loftið til að kæla niður gagnaverið?

Helgi: Það má segja að við nýtum eingöngu fría kælingu. Við erum annaðhvort að hreyfa loft

eða hreyfa vökva. Við erum með lokuð varmaskiptakerfi þar sem við varmaleiðum hitann í

burtu með vökva. En það er ekki nein aktív kæling heldur erum við alltaf að kæla með

loftinu.

Spyrjandi: Hversu marga viðskiptavini eru Verne Global með?

Helgi: Það er tala sem við gefum eiginlega ekki upp. En þeir skipta nokkrum tugum ekki

mörgum en nokkrum.

Spyrjandi: Þú vilt þá ekki gefa upp hver er sá stærsti er það nokkuð?

Helgi: Nei

Hverjr eru samkeppnisaðilar ykkar á Íslandi?

Helgi: Thor Data Center er klár samkeppnisaðili. En það er svona eina sem mér finnst skipta

eitthvað máli. Það eru jú einhverjir minni aðilar með svona Bitcoin gagnaver. Mér skilst að

það sé verið að fara með annað gagnaver í nágrenni við okkur sem er svona alvöru gagnaver.

Þetta er ekki staðfest en mér skilst að það sé einhver Ástralskur aðili.

Spyrjandi: Finnið þið fyrir því að það sé mikill áhugi á Íslandi frá utanaðkomandi

aðilum?

Helgi: Við heyrum mikið en sjáum minna. Við fáum upplýsingar frá aðilum eins og

Íslandsstofu að það séu hinir og þessir að skoða. Kateco sem er fyriræki sem eru að selja eða

leigja þessar ríkiseignir á Ásbrúarsvæðinu og í kring séu að fá fyrirspurnir frá einhverjum

aðilum. Það er ekkert concrete nema þetta eina dæmi sem ég var að nefna.

Spyrjandi: Hafið þið lent í því að mögulegir viðskiptavinir sem koma til ykkar séu

smeykir útaf nátturuhamförum á Íslandi?

Helgi: Nei, en það kom upp sérstaklega í kringum Eyjafjallajökulsgosið þá komu þessar

spurningar. Það er eiginlega búið að fjara undan því alveg. Við erum búnir að láta gera

áhættumat fyrir svæðið og reyndar okkar viðskiptavinir líka og það hefur sýnt sig að þetta er

ekki vandamál. Við getum farið til New York og þá ertu í meiri áhættu vegna náttúruhamfara.

Spyrjandi: Að þínu mati hver er helsti dragbítur ykkar gegn erlendri samkeppni?

Page 94: Hver er staða Íslands á gagnaversmarkaði samanborið … er staða Íslands... · Viðauki D: Viðtal við Helga Helgason rekstarstjóra Verne Global ... Við gerð þessarar

86

Helgi: Það er náttúrulega bandvíddarkostnaðurinn hérna. Hann hefur klárlega áhrif. Svo er

það algengt hvert sem þú ferð í heiminum að það sem er oft kallað server huggers, bara þetta

kúltur atriði að tæknimenn erlendra stórfyrirtækja vilja gjarnan hafa græjurnar sínar sem næst

sér. Það er svona ákveðinn þröskuldur fyrir menn að yfirstíga. Það verður að segjast eins og

er að enn í dag þykir Ísland svolítið exótíkst. Við erum samt með viðskiptavini eins og BMW

sem er búið að stíga þessi skref. Við höfum alveg fyrirmynd um fyrirtæki sem er bara búin að

taka upplýsta ákvörðun og standa við hana.

Spyrjandi: Að lokum hefur þú einhverjar hugmyndir fyrir Íslenska ríkið til að stuðla að

uppbyggingu gagnavera hérna á landi?

Helgi: Það er bara þetta að bæta skattaumhverfið og koma okkur á par við önnur lönd í

kringum okkur sem við erum í samkeppni við á þessum markaði. Það er til dæmis ákvæði í

vasklöggjöfinni sem heitir permanent establishment að erlend fyrirtæki þurfa að setja upp

kennitölu hérna. Það er ákveðinn þröskuldur fyrir fyrirtæki.