32
Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrá Virðing – gleði –sköpun

Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Leikskólinn Tjarnarbær

Skólanámskrá

Virðing – gleði –sköpun

Page 2: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 1

Efnisyfirlit 1. Almennt um nýja námskrá - inngangur ............................................................................................... 2

2. Leikskólinn Tjarnarbær ........................................................................................................................ 2

3. Grunnþættir menntunar...................................................................................................................... 3

4. Leikskólaperlan .................................................................................................................................... 4

5. Leiðarljós í leikskóla ............................................................................................................................. 5

6. Sýn á nám leikskólabarna .................................................................................................................... 5

7. Hugmyndafræði Tjarnarbæjar ............................................................................................................. 5

7.1 Virðing ........................................................................................................................................... 6

7.2 Gleði............................................................................................................................................... 7

7.3 Sköpun ........................................................................................................................................... 8

7.4 Náttúru- og umhverfisstefna Tjarnarbæjar ................................................................................... 8

8. Lýðræði og jafnrétti í leikskólastarfi .................................................................................................... 9

9. Skóli án aðgreiningar – skóli margbreytileikans ................................................................................ 10

10. Námið í leikskólanum ...................................................................................................................... 11

10.1 Leikur og nám ............................................................................................................................ 11

10.2 Nám í samskiptum ..................................................................................................................... 12

10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ............................................................................................... 12

10.4 Nám í daglegu lífi í leikskóla ...................................................................................................... 12

11. Námssvið leikskóla........................................................................................................................... 15

11.1 Læsi og samskipti ....................................................................................................................... 16

11.2 Heilbrigði og velferð .................................................................................................................. 17

11.3 Sjálfbærni og vísindi .................................................................................................................. 18

11.4 Sköpun og menning ................................................................................................................... 20

12. Hefðir og siðir á Tjarnarbæ .............................................................................................................. 21

13. Starfsáætlun .................................................................................................................................... 24

14. Fjölskyldan og leikskólinn ................................................................................................................ 24

14.1 Aðlögun barna / upphaf skólagöngu ......................................................................................... 25

14.2 Foreldraviðtöl og foreldrafundir................................................................................................ 25

14.3 Trúnaður og tilkynningaskylda .................................................................................................. 25

14.4 Foreldrafélag / foreldraráð ........................................................................................................ 26

15. Mat á leikskólastarfi ........................................................................................................................ 26

16. Tengsl á milli skólastiga ................................................................................................................... 28

17. Stoðþjónusta ................................................................................................................................... 29

Page 3: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 2

1. Almennt um nýja námskrá - inngangur Skólanámskrá leikskólans mótast af þeim áherslum sem lagðar eru til í Aðalnámskrá leikskóla

frá 2011, Skólastefnu Ísafjarðarbæjar, lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerðum fyrir

leikskóla.

Skólanámskráin mótast af sérstökum áherslum og hugmyndafræði sem leikskólinn hefur sett

sér, ásamt því að tekið er mið af ytri og innri aðstæðum. Í skólanámskránni er að finna þær

áherslur og leiðir, sem leikskólinn Tjarnarbær hefur ákveðið að fara, í samskiptum við börn,

starfsfólk, foreldra og nærsamfélagið.

Markmið námskrárinnar er:

1. Að skipuleggja leikskólastarfið, uppeldi og nám barna.

2. Að stuðla að gæðum í starfi og skilvirkni.

3. Að gera leikskólastarf viðkomandi skóla sýnilegra

2. Leikskólinn Tjarnarbær Leikskólinn Tjarnarbær hóf starfsemi sína þann 12. apríl 1982 og var formlega vígður þá um

sumarið, af þáverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Tjarnarbær er staðsettur á fallegum stað í þorpinu og við hliðina á skólanum er tjörn, sem

skólinn dregur nafn sitt af. Stutt er í náttúrulegt umhverfi, sundlaug og íþróttahús.

Leikskólinn er byggður sem tveggja deilda leikskóli. Önnur deildin er skipulögð fyrir yngri

börnin og hin fyrir þau eldri. Deildarnar bera nöfn sín af fjöllunum tveimur sem umlykja

fjörðinn okkar, Spillir og Göltur. Þar sem um er að ræða fámennan leikskóla þá er mikið lagt

upp úr því að eldri og yngri börn hittist. Að staðaldri eru í skólanum 20 – 25 börn og því mjög

rúmt um þau og leikrými mikið, bæði úti sem inni.

Leikskólinn opnar kl. 7.45 og lokar kl. 16.15.

Page 4: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 3

3. Grunnþættir menntunar Sú menntastefna sem birtist í Aðalnámskrá er byggð á sex grunnþáttum og eru sömu

grunnþættirnir á öllum skólastigum.

Grunnþættirnir eru:

læsi

sjálfbærni

lýðræði og mannréttindi,

jafnrétti

heilbrigði og velferð

sköpun

Þessir grunnþættir eru leiðarljós í skólastarfi á öllum skólastigum og eiga að endurspeglast í

öllu námi, starfsháttum og aðferðum, skólabragi, gildum og viðhorfum skólanna. Í leikskóla

ber að flétta áherslu þessara grunnþátta í allt daglegt starf í leikskólanum, þannig að það taki

mið af þroska barnsins og getu.

Grunnþættirnir tengjast innbyrðis í menntun og skólastarfi og eru háðir hver öðrum. Þeir

snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru á þann hátt að að styrkja hvern

einstakling bæði andlega og líkamlega. Grunnþættirnir snúast líka um framtíðarsýn og það að

vera virkur þátttakandi í samfélagi sínu og að vera fær til þess að breyta því og þróa.

Page 5: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 4

4. Leikskólaperlan Leikskólaperlan er líkan af margþættu námi barnsins í leikskólanum.

Grunnurinn af Perlunni er unninn af Hrafnhildi Sigurðardóttur, en hún síðan uppfærð af Sesselju Hauksdóttur í samræmi við

lög um leikskóla nr. 90/2008 og aðalnámskrá leikskóla 2011.

Í leikskólaperlunni er barnið í brennidepli, því allt leikskólastarfið snýst um barnið. Guli

liturinn - innsti kjarni perlunnar, litur sólarinnar, einkennir barnið. Þeir þættir sem næstir eru

barninu og unnið er með í daglegu lífi þess í leikskólanum eru: að klæða sig í og úr, borðhald,

svefn og hvíld, hreinlæti, frágangur og snyrtimennska. Litur þeirra er appelsínugulur - tákn

samþættingar á námi og lífi barns. Námssvið leikskólans koma næst: Læsi og samskipti,

heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. Litur þeirra er rauður, þ.e.

glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs.

Grunnþættir menntunar eins og þeir birtast í sameiginlegum kafla Aðalnámskrár, fyrir öll

skólastig, koma í ysta hring. Litur þeirra er grænn - tákn jarðarinnar, grunnurinn sem allt

skólastarf byggist á: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti

og sköpun. Leikurinn umlykur barnið í öllu starfi þess og námi. Grunnlitur perlunnar er

Page 6: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 5

ljósblár, þ.e. litur vatnsins. Í því rými flýtur allt það sem tengir hina fjölbreyttu þætti

leikskólastarfsins saman, þ.e. samþætting. Leikurinn gárar vatnið og kemur öllu á hreyfingu.

5. Leiðarljós í leikskóla Leikskólinn er fyrsta stig skólakerfisins og upphaf formlegrar menntunar. Leikskólaaldurinn er

því mikilvægur tími náms og þroska. Í leikskólanum er barnið að stíga sín fyrstu skref í

félagslegum samskiptum utan veggja heimilisins. Í leikskólastarfi mynda hugtökin uppeldi,

umönnun og menntun eina heild þar sem börnunum er sýnd virðing og umhyggja. Litið er á

börnin sem fullgilda þátttakendur í samfélagi leikskólans.

Í samstarfi við foreldra vill leikskólinn Tjarnarbær veita öllum börnum tækifæri til að njóta

bernsku sinnar, ásamt því að stuðla að öryggi þeirra og vellíðan.

Virðing, gleði og sköpun er leiðarljós Tjarnarbæjar í öllu starfi með börnunum. Áhersla er

lögð á styrkleika og hæfni hvers einstaklings.

Á Tjarnarbæ er lögð áhersla á að mat á skólastarfinu sé fjölbreytt og taki til allra þátta

skólastarfsins. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra þegar leikskólastarfið er metið þ.e.

starfsmanna, foreldra og barna.

6. Sýn á nám leikskólabarna Viðhorf leikskólakennara til barna og bernskunnar almennt, er afar mikilvægur áhrifaþáttur

við mótun leikskólastarfs og leikskólauppeldis. Þeir sem vinna að uppeldi og menntun

leikskólabarna, sækja hugmyndir í sérstakar uppeldisaðferðir og sérstaka hugmyndafræði.

Uppeldi og menntun leikskólabarna er samvinnuverkefni allra kennara í leikskólanum. Veita á

börnum umönnun og menntun, hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði.

Nám í leikskóla er samþætt og fer fram í leik, umönnun, samskiptum, skapandi starfi og

hugsun, þar sem hverju barni er mætt þar sem það er statt í námi og þroska. Í leikskólum

nota leikskólakennarar öll tækifæri sem gefast til að örva nám barna. Umönnun er stór hluti

af leikskólastarfinu og er fólgin í því að annast börnin líkamlega og andlega af hlýju, áhuga og

ábyrgðarkennd. Með slíkri umönnun skapast tilfinningatengsl og trúnaðartraust.

7. Hugmyndafræði Tjarnarbæjar Með Aðalnámskrá leikskóla að leiðarljósi leggur leikskólinn áherslu á þrjá þætti í

uppeldisstarfi sínu, virðingu, gleði og sköpun. Hugtakið virðing er grundvallarhugtak í

mannlegu samfélagi og þar með grundvallarhugtak í öllu uppeldisstarfi. Í leikskólanum stígur

barnið sín fyrstu skref í samfélaginu utan veggja heimilisins. Þar fær það fyrirmyndir og er

Page 7: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 6

nestað til frekari þátttöku í samfélaginu. Það er grundvallaratriði í leikskólastarfi að börnum

og starfsfólki líði vel. Í leikskólanum er ætlunin að skapa börnum umhverfi, þar sem þau geta

svalað eðlilegri forvitni sinni og fróðleiksfýsn, haft frumkvæði, verið virk, frumleg og

skapandi. Hugtökin virðing, gleði og sköpun eru nátengd. Það er röklegt samhengi á milli

þeirra. Barn sem nýtur virðingar finnur til öryggis og gleði sem síðan fær útrás í skapandi

vinnu. Sú stefna sem leikskólinn Tjarnarbær aðhyllist er sótt í smiðju heimspekingsins Johns

Dewey. Kenningar og breyttir kennsluhættir Dewey hafa haft mikil áhrif á allt skólastarf í

vestrænum heimi, allt fram á okkar tíma og þykja enn í dag framsæknar. Dewey vék frá þeim

hugmyndum að nemendur væru óvirkir móttakendur. Að hans mati áttu nemendur að læra af

eigin reynslu og skynja námið á eigin hátt. Einkunnarorð hans voru “Learning by doing” sem

hægt er að útfæra á íslensku “Að læra með því að framkvæma”.

Eins og áður segir þá lagði hann áherslu á

frelsi og lýðræði í kennslustofunni og að

virkja ætti hina miklu athafnagleði og

forvitni barnsins, vekja áhuga þess og

gagnrýna hugsun. Því þyrfti að skapa

barninu uppeldisumhverfi, sem örvaði

þróun þess á virkan hátt með eðlilegum og

hæfilega erfiðum viðfangsefnum og

möguleikum til sjálfstæðra rannsókna og

athugana. Dewey lagði einnig áherslu á að skapa lifandi tengsl milli skóla og samfélags.

Hlutverk kennarans er, samkvæmt kenningum Deweys, að leiða börnin áfram í þekkingarleit

sinni. Kennarinn á því að vera leiðandi en ekki stýrandi. Hann á að að spyrja börnin opinna

spurninga, s.s. af hverju, hvers vegna, hvernig og á þann hátt að barnið sjálft leiti svara við

spurningum sínum. Á þann hátt byggir barnið smám saman upp þekkingu sína sem er byggð

á fyrri reynslu af tilraunum og uppgötvunum.

7.1 Virðing

Lögð er áhersla á að:

Efla virðingu barnsins fyrir sjálfu sér

Efla virðingu barnsins fyrir öðrum

Efla virðingu barnsins fyrir umhverfi sínu.

Barnið er dýrmætur einstaklingur sem starfsfólki leikskólans er falið að annast af umhyggju

og leiða til þroska. Sjálfsvirðing er mjög mikilvægur þáttur í lífi einstaklingsins. Hún mótast

ekki síst á fyrstu árum barnsins og meginatriðið er virðing uppalandans fyrir barninu. Allt

leikskólastarf á að mótast af þessari virðingu fyrir barninu og bernsku þess. Lögð er áhersla á

að hverju barni sé sinnt af alúð, því sé sýnd óskert athygli þegar hlustað er á það, horft í augu

þess og það látið vita að framlag þess skipti máli. Þegar barn leitar til starfsmanns er

mikilvægt að greiða úr málum af virðingu og leiðbeina því í að finna sjálft lausnir. Þá er

Page 8: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 7

mikilvægt að örva og hvetja þegar barnið glímir við eitthvað sem því finnst það ekki geta og

hrósa þegar vel er gert. Viðmót starfsfólks á að endurspeglast af hlýju. Það er liður í að efla

sjálfstraust barnsins og hjálpa því að skilja að það er mikilvægur einstaklingur.

Virðing fyrir öðrum

Lögð er áhersla á að efla virðingu barnsins fyrir hinum börnunum í leikskólanum og starfsfólki

leikskólans. Virðing barnsins fyrir sjálfu sér og fyrir öðrum helst í hendur. Barn sem hefur

sterka sjálfsmynd og býr við öryggi og traust, líður betur og er líklegra til að vera í góðum

samskiptum, bæði við félaga sína í leikskólanum og kennara. Mikilvægt er að barnið læri að

við erum öll ólík, allir hafi jafnan rétt og að hver og einn hafi rétt á að hafa sína skoðun.

Barnið þarf að læra að meta kosti og styrkleika annarra, en koma öðrum til hjálpar á því sviði

sem þeir eru ekki eins sterkir. Lögð er áhersla á að hjálpa börnunum að leysa ágreiningsmál

sem upp kunna að koma, svo samskipti þeirra einkennist af virðingu. Þau eru hvött til að taka

tillit til hvers annars. Þau læra að rétta hvert öðru og ef lítið er til af einhverju læra þau að

skipta jafnt á milli sín.

Virðing fyrir umhverfi sínu

Lögð er áhersla á að barnið læri að virða umhverfi sitt, hvort heldur sem er innandyra í

leikskólanum, á leikskólalóðinni eða utan hennar. Með umhverfi innandyra er átt við húsgögn

sem og alla þá hluti sem barnið umgengst og notar í daglegu starfi. Á leikskólalóðinni gildir

það sama og á henni er einnig gróður sem barnið lærir að virða. Virðing fyrir umhverfinu er

eitt af megininntaki náttúru- og umhverfisstefnu Tjarnarbæjar og er nánar fjallað um hana í

næsta kafla.

7.2 Gleði

Lögð er áhersla á að uppeldishættir, samskipti, umhverfi og

viðfangsefni stuðli að lífsgleði barna og gleði þeirra af þátttöku í

starfi leikskólans. Það sem áður segir um virðingu barnsins fyrir

sjálfu sér og öðrum er undirstaða gleði barnsins í

leikskólastarfinu. Á sama hátt þarf starfsfólk leikskólans einnig að

njóta virðingar, bæði af samfélaginu og innbyrðis í vinnuhópnum.

Gleðiríkt andrúmsloft í leikskólanum hefur jákvæð áhrif á börnin.

Mikilvægt er að taka þátt í gleði barnanna. Barn er ekki

smækkuð mynd af fullorðnu fólki, það hugsar öðruvísi og á rétt á

að vera barn og njóta bernsku sinnar. Mörgu sem barni finnst

fyndið má ekki afgreiða sem hávaða, bull og vitleysu. Mikilvægt

er að hinir fullorðnu reyni að setja sig í spor barnsins í þessum

efnum sem öðrum, skoði heiminn út frá sjónarhóli barnsins, líka

það sem er fyndið og skemmtilegt og hlæi með því, en ekki að

því.

Page 9: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 8

7.3 Sköpun

Lögð er áhersla á að skapandi starf

komi fram í öllum þáttum

leikskólastarfsins, þar með talið

myndsköpun, tónlist, frásagnarlist,

leikrænni tjáningu og öðrum leik.

Efla skapandi og gagnrýna hugsun.

Sköpun kemur fram við mismunandi

reynslu og tengist jafnt vitsmunum,

tilfinningu og ímyndun. Mest

örvandi fyrir sköpun eru mannleg

samskipti þar sem fara fram lausnir ágreinings, samanburður á hugmyndum og framkvæmd.

Sköpun er sýnilegri þegar athygli er beint að vinnuferlinu frekar en að þeim árangri sem

barnið nær. Barn nýtur þess að skapa og sjá hverju það fær áorkað. Það sér reynslu sína og

skapandi afl birtast í myndum, byggingum, tónum o.fl. Í sköpunarstarfinu þroskar barn með

sér einbeitingu, æfist stig af stigi við að leysa æ flóknari verkefni. Það lærir að miðla

hugmyndum sínum og tilfinningum til annarra eftir margvíslegum leiðum. Sköpun skipar

veglegan sess í þeim námssviðum sem tilgreind eru í Aðalnámsskrá leikskóla og því

mikilvægur þáttur í starfinu.

Á Tjarnarbæ leggjum við áherslu á að vinna með opinn og skapandi efnivið, en með því er átt

við leikefni sem leika má með á hvern þann veg sem hugmyndaflug barnanna nær til. Efni

eins og vatn, leir, sandur, málning, ýmis konar verðlaus efni og kubbar eru dæmi um opinn og

skapandi efnivið. Það skal þó tekið fram að einnig er boðið

upp á lokaðan efnivið t.d. spil og púsl, þar sem við teljum að

það geti þjónað ákveðnum tilgangi, t.d. að aga hugann í

skipulagningu, samhæfingu, samvinnu, auka hugtakaskilning

og orðaforða.

7.4 Náttúru- og umhverfisstefna Tjarnarbæjar

Markmiðið með náttúru- og umhverfisstefnu Tjarnarbæjar,

er að stuðla að því að börnin beri viðingu og öðlist

ábyrgðarkennd fyrir umhverfi sínu og náttúru.

Að þau læri að njóta náttúrunnar og fegurðar hennar, sér til

yndisauka og fái tækifæri að upplifa hana af eigin raun.

Að leggja grunn að endurvinnslu og flokkunar úrgangs.

Að stuðla að því að menntun og umönnun í leikskólanum

miði að því að í framtíðinni verði börnin ábyrgir þátttakendur, sem geti unað sátt við land sitt

og lífríki.

Page 10: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 9

Leikskólinn hefur sótt um grænfánann, en um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem Landvernd

hefur umsjón með. Verkefnið miðar að því að auka umhverfismennt og styrkja

umhverfisstefnu í skólum. Þegar skólar hafa sótt um þátttöku kallast þeir skólar á grænni

grein og þurfa að endurbæta starfið og stíga skrefin sjö til bættrar umhverfisstefnu. Sú vinna

er þegar hafin hjá okkur. Þegar þessum skrefum er náð fær leikskólinn leyfi til að flagga

Grænfánanum til tveggja ára í senn.

Skrefin sjö má finna á: http://www.graenfaninn.landvernd.is/

8. Lýðræði og jafnrétti í leikskólastarfi Lýðræði: Lýðræðis- og mannréttindamennt byggist á gagnrýnni hugsun og ígrundun um

grunngildi samfélagsins. Viðhorf,

gildismat og siðferði eru ríkir þættir í

lýðræðismenntun og þau atriði fléttast

saman við aðra grunnþætti menntunar.

Skólum ber að rækta það viðhorf, að

samfélagið eigi að vera lýðræðislegt og

einstaklingarnir gagnrýnir og með

framtíðarsýn. Í leikskólanum Tjarnarbæ

er lögð áhersla á lýðræðislegt samfélag

þar sem foreldrar, kennarar og börn eru

samstarfsaðilar.

Í leikskólanum Tjarnarbæ leggum við áherslu á að:

börnin taki virkan þátt í ákvörðunartöku í leikskólastarfinu

kennarinn hlusti og sé virkur, en gæti þess að taka ekki frumkvæðið af börnunum.

nota könnunaraðferðina sem byggist á frumkvæði, þátttöku og hugmyndum

barnanna.

nota kosningar til að taka ákvarðanir um stór mál.

börnin læri að rökstyðja viðhorf sín og skoðanir.

allir taka jafnan þátt í starfinu t.d. veðurfræðingur og umsjónarmaður.

allir hafi sama rétt til að tjá skoðanir sínar.

Page 11: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 10

Jafnrétti: Öll börn eiga jafnan rétt til náms óháð kyni, aldri, fötlun, líkamlegum og andlegum

þroska, þjóðerni og trúarbrögðum. Skóli án aðgreiningar beinist gegn hvers konar útilokun. Í

skóla án aðgreiningar er margbreytileika tekið fagnandi og einsleitni hafnað. Skóli

margbreytileikans, tekur sérstaklega til allra þeirra hópa sem á einhvern hátt geta átt undir

högg að sækja, eða eiga það á hættu að fá ekki fulla hlutdeild í skólalífinu. Má þar nefna, þá

sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu, þá sem búa við fötlun eða þá sem búa við bág félags-og

efnahagsleg kjör. Skóli margbreytileikans er byggður á hugmyndum um menntun, manngildi,

lýðræði og félagslegt réttlæti. Hann er í senn aðferð við að skipuleggja skóla og nám allra

barna skólans, með það að markmiði að öll börn séu virkir þátttakendur í samfélagi

leikskólans.

Í leikskólanum Tjarnarbæ er starfað eftir hugmyndafræði um skóla margbreytileikans og

leggjum við áherslu á að:

börnin læri að virða viðhorf og skoðanir annarra.

sýna öllum sömu virðingu

bera virðingu fyrir þjóðerni allra og halda uppá þjóðhátíðardaga þeirra landa sem

börnin koma frá.

gera báðum kynjum jafn hátt undir höfði

mæta hverjum einstaklingi út frá þörfum hvers og eins

gæta að því að bakgrunnur, aðstæður eða geta hvers og eins valdi ekki mismunun

gæta þess að börn upplifi sig ekki snauðari en önnur börn.

koma eins fram við öll börn.

nota myndrænt skipulag og tákn með tali.

9. Skóli án aðgreiningar – skóli margbreytileikans Leikskólinn er fyrir öll börn, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, samkvæmt lögum og

reglugerð um leikskóla. Því ber leikskólanum að taka tillit til þarfa hvers barns svo það fái

notið sín í hópi annarra barna. Í allri kennslu ber að hlúa vel að sterkum hliðum hvers barns

og nýta þær til þess að byggja upp þá þætti sem eru slakari. Þannig byggjum við upp sterka

sjálfsmynd hjá hverju barni.

Gæta þarf þess sérstaklega, að börn með sérþarfir öðlist félagslega reynslu til jafns við önnur

börn og að þau séu eins virkir þátttakendur innan barnahópsins og kostur er.

Page 12: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 11

Ef grunur leikur á að barn þarfnist sérkennslu, er fylgst sérstaklega með því og í framhaldi af

því eru gerðar ráðstafanir. Foreldrar barnsins þurfa að gefa skriflegt samþykki áður en nokkuð

er aðhafst. Ef ástæða þykir til er sérkennslufulltrúi fenginn til frekari ráðgjafar.

Ef barn þarf á sérkennslu að halda er útbúin fyrir það einstaklingsnámskrá, en hún felur í sér

markmið sem hafa verið sett fyrir barnið og þær leiðir sem á að fara til þess að ná þessum

markmiðum. Bæði eru sett fram langtímamarkmið og einnig skammtímamarkmið.

10. Námið í leikskólanum Námsumhverfi Tjarnarbæjar er fjölbreytt bæði innandyra sem utan. Lögð er áhersla á að

skapa fjölbreytilegt leikumhverfi, sem vekur forvitni barnanna, ýtir undir ímyndunarafl þeirra,

sköpunarkraft og tjáningu, þannig að hugmyndir þeirra fái notið sín. Boðið er uppá

fjölbreyttan efnivið og tekur námsumhverfið mið af því að börnin séu virk og læri í gegnum

leikinn. Leiknum er gefinn góður tími í dagskipulaginu þannig að börnin fái tækifæri á að þróa

leikinn og dýpka. Í leikskóla á skipulag, hönnun og nýting námsumhverfis að endurspegla þau

viðhorf og gildi sem liggja að baki leikskólastarfinu hvað varðar húsnæði, búnað, leikvöll og

nærumhverfi.

10.1 Leikur og nám

Námið í leikskólanum fer fram í gegnum leikinn. Leikurinn er lífstjáning barna, þeim

eðlislægur og þau leika sér af fúsum og frjálsum vilja. Leikurinn er ríkjandi athöfn og

mikilvægasta náms-og þroskaleið

barnsins. Barnið tjáir tilfinningar sínar í

gegnum leikinn og lærir að skilja

umhverfi sitt, tjá hugsanir, reynslu og

tilfinningar. Sköpun og hugmyndaflug

birtist í gegnum leikinn og og hann kallar

einnig á hreyfingu, félagsleg samskipti og

notkun tungumálsins. Í leiknum geta

börnin unnið með og gert tilraunir með

hugmyndir sínar og öðlast þannig nýjan skilning og þekkingu.

Á Tjarnarbæ er hlutverk kennarans að styðja við nám barnanna á sem fjölbreyttastan hátt í

gegnum leikinn. Við leggum mikla áherslu á leikinn og að leikstundin sé ekki minni en ein

klukkustund í senn.

Við erum með valkerfi og er valið ramminn utan um frjálsa leikinn. Valið í frjálsa leiknum fer

fram í gegnum ákveðið valkerfi. Það er þannig útfært að börnin geta sjálf valið sér

viðfangsefni og félaga og er kerfið byggt á því að það sé einfalt og sýnilegt. Hvert barn á mynd

af sjálfu sér og einnig eru myndir af öllum viðfangsefnum sem í boði eru í valtímanum. Valið

fer þannig fram að barnið velur það viðfangsefni sem í boði er og setur viðeigandi mynd í

Page 13: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 12

tóma körfu og síðan setur barnið sína mynd í sömu körfu. Yfir daginn eru tveir valtímar, fyrir

og eftir hádegi. Hvor valtími stendur yfir í 1 klst. í senn. Börnin geta skipt um viðfangsefni á

valtímanum, en það fer þó eftir aldri og þroska barnanna hvað þau skipta oft.

Á Gelti er Könnunarleikurinn hluti af þeirra námi. Könnunarleikurinn á vel við með yngri

börnunum, þar sem þau rannsaka umhverfi sitt á eigin forsendum. Í Könnunarleiknum fá þau

að leika með óhefðbundinn efnivið sem safnað hefur verið saman í taupoka. Þar má m.a.

finna lok, dollur, plastkeðjur, lykla, dósir og flöskur. Í Könnunarleiknum fá börnin tækifæri til

að raða, stafla, skoða, snerta, smakka, fylla og tæma, ásamt því að velja og hafna. Kennarinn

er ekki með í Könnunarleiknum, en hann er til staðar og þegar kemur að tiltekt er hann

mikilvægur. Í tiltektinni fer fram kennsla á hugtökum og litum. Markmiðið með

könnunarleiknum er að auka reynslu og virkja áhuga barnsins á því að prófa og kanna.

10.2 Nám í samskiptum

Hæfni til samskipta er grundvöllur þess að lifa, starfa og leika

sér með öðrum í sátt og samlyndi. Leikskólakennarar stuðla að

því að öll börn njóti sín í samskiptum og læri að taka tillit til

annarra. Sjálfsmynd barna mótast hvað mest í samskiptum við

annað fólk, bæði fullorðna og börn. Samvinna, samkennd,

tillitssemi og ábyrgðartilfinning eru mikilvægir þættir í

félagsþroska barna. Leikskólakennarar eru fyrirmyndir

barnanna í orði og athöfnum.

10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun

Að skynja, skilja og skapa er hæfni sem börn verða að þróa

með sér. Allt skipulag og búnaður í leikskólanum á að stuðla að

því að vekja forvitni, frumkvæði, virkni, áhuga, gleði og efla

sjálfstæði barnanna. Leikskólakennarar hvetja börnin til að

spyrja spurninga og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Þeir skapa einnig aðstæður til tjáningar

og sköpunar í leik, máli, myndlist, tónlist, leiklist, hreyfingu og dansi. Þannig gefst börnunum

tækifæri á að skynja umhverfi sitt, vinna með fjölbreyttan efnivið og öðlast margháttaða

reynslu.

10.4 Nám í daglegu lífi í leikskóla

Leikskólanám er samþætt nám þar sem barnið er að læra allan tímann við mismunandi

aðstæður. Leikskólakennarar nota öll tækifæri sem gefast til að örva nám barnanna, t.d. í

matartímum, fataherbergi og á snyrtingu. Umönnun og daglegar venjur eru stór hluti af

leikskólastarfinu. Umönnun er fólgin í því að annast börnin líkamlega og andlega af hlýju,

áhuga og ábyrgðarkennd. Með slíkri umönnun skapast tilfinningatengsl og trúnaðartraust.

Návist leikskólakennarans við barnið í leik og starfi gefur dvöl þess í leikskólanum dýpra gildi.

Page 14: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 13

Dagskipulagið: Leikskólinn fylgir ákveðnu dagskipulagi sem þó er sveigjanlegt og tekur mið af

fjölda barna og samsetningu barnahópsins. Dagskipulagið er ramminn utan um daglega

starfið og veitir uppeldisstarfinu festu og börnunum öryggi. Kennarar og börn vita þannig

alltaf hvað er framundan hverju sinni. Dagskipulagið er sniðið að þörfum barnanna, þroska

þeirra og aldri og leggjum við áherslu á að það sé til viðmiðunar í starfi okkar með börnunum.

Hópastarf: Að meðaltali eru 4-8

börn í hverjum hóp. Á síðasta ári

barnanna, í leikskólanum, er passað

upp á að þau séu öll í sama hópnum

en að öðru leyti getur verið misjafnt

hvernig hópnum er skipt upp. Það

fer eftir fjölda barnanna og

aldursamsetningu leikskólans

hverju sinni. Með hverjum hóp

vinnur einn kennari og leitast er við

að hann sé með sama hópinn allan veturinn. Það veitir börnunum ákveðið öryggi og gefur

kennaranum kost á að fylgjast náið með þroska hvers barns. Hópastarfið er fjórum sinnum í

viku og hver tími hefur eins upphaf og endi. Hópastarfið skiptist í málörvun, útikennslu,

listsköpun og salartíma. Eitt af markmiðum hópastarfsins er að þjálfa börnin í að vinna í hóp,

sem ein heild. Þannig eflum við virkni barnanna og sköpunargleði. Í hópastarfinu vinnum við

sérstaklega með einkunnarorð leikskólans, virðingu, gleði og sköpun. Góð vinatengsl, sem

myndast oft innan hópsins, stuðla að auknum félags-og tilfinningaþroska hjá börnunum.

Kennari og börn finna í sameiningu nafn á hópinn að hausti og haldin er lýðræðisleg kosning

um þær hugmyndir sem koma upp.

Í hópastarfinu vinnum við með Könnunaraðferðina. Hún gengur út á það að tekið er fyrir

ákveðið þema eða viðfangsefni og síðan er unnið ítarlega með það út frá áhuga barnanna.

Börnin taka þátt í því að velja viðfangsefnið. Viðfangsefnið er yfirleitt tekið úr umhverfi sem

börnin þekkja og það nálgast á þann hátt að það hafi persónulega merkingu fyrir barnið. Það

er hægt að vinna með þessa aðferð í litlum og stórum hópum í lengri eða skemmri tíma.

Aðalmarkmið Könnunaraðferðarinnar, er að þroska hug barna og þá er ekki einungis verið að

tala um hæfni og þekkingu, heldur líka um tilfinninga-, siðfræði- og fagurfræðilega þætti.

Gengið er út frá því hvaða þekkingu barnið hefur og hvernig má efla hana. Kennarinn

aðstoðar barnið við að afla sér upplýsinga um viðfangsefnið og skilgreinir hugtök, þannig að

barnið gerir sér grein fyrir tengslum og merkingu viðfangsefnisins. Þegar unnið er með

Könnunaraðferðina er barnið hvatt til þess að spyrja spurninga og við spyrjum barnið opinna

spurninga. Á þann hátt náum við fram áhuga barnanna og getum æft þau í að styrkja

hugsanavenjur sínar.

Hlutverk kennarans í Könnunaraðferðinni er að skipuleggja og framkvæma verkefnið og leiða

það áfram á forsendum barnanna. Hann verður að vera vakandi fyrir spurningum barnanna,

Page 15: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 14

ræða þær hugmyndir sem koma upp og setja fram tilgátur um það viðfangsefni sem verið er

að skoða.

Samverustund: Á hvorri deild koma öll börn saman í samverustund. Á Gelti setjast börnin á

dýnur og syngja saman. Á Spilli á hvert barn sitt pláss sem veitir þeim festu og öryggi.

Umsjónarmaður dagsins sér um að setja viku-og mánaðardag upp á töflu og nafn dagsins,

mánaðarins og dagsetning rædd. Börnin syngja saman, læra þulur, spjalla um daginn og

veginn og fara í leiki. Samverustundin gefur börnunum sameiginlega reynslu, skynjun og

samkennd og áhersla er lögð á þátttöku allra.

Að koma og fara: Á Tjarnarbæ leggjum við áherslu á að taka vel á móti hverju barni þegar

það kemur í leikskólann, á þann hátt að bæði barnið og foreldrið finni sig velkomið. Góðar

móttökur í upphafi dags geta haft áhrif á líðan barna og foreldra. Í upphafi dags gefst

foreldrum einnig tækifæri til að upplýsa um líðan og/eða breytta hagi barnsins, þannig að

hægt sé að fylgjast betur með barninu yfir daginn. Þessi daglegu samskipti við foreldra eru

mjög mikilvæg og leggja grunn að góðu foreldrasamstarfi.

Upplýsingatafla er í anddyri skólans og tússtöflur við hvora deild. Skilaboð til foreldra, eru

skrifuð á töflurnar en einnig leggjum við áherslu á dagleg samskipti og spjall við foreldra.

Mikilvægt er að kveðja hvert barn í lok dags og þakka fyrir daginn. Þannig stuðlum við að því

að barnið fari glatt heim og hlakki til næsta leikskóladags.

Svefn og hvíld: Nægur svefn, hvíld og ró,

er mjög mikilvægur grunnur fyrir andlega

og líkamlega vellíðan barna. Svefnvana

börn eru þreytt og mótþróagjörn.

Þau börn sem sofa, leggjast á dýnu með

kodda og teppi. Mjög mikilvægt er að gott

jafnvægi sé á milli leikskóla og heimilis

hvað varðar lengd svefns hjá barninu og

leitast er eftir samvinnu við foreldra um

það. Öll börn á Gelti fara í hvíld, hvort sem þau sofna eða ekki. Þar fá þau þá slökun sem þau

þurfa til að halda áfram með daginn.

Á Spilli er lestrarstund og er lögð áhersla á að skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í

hvíldinni. Hvíldartíminn er 30 mínútur og er á milli 12.30 – 13.00. Mikilvægt er að ró sé í

húsinu á þeim tíma.

Hreinlæti: Hreinlæti er mikilvægur þáttur í daglegu lífi barnanna og lögð er áhersla á að

börnin læri að temja sér almennar hreinlætisvenjur. Lögð er áhersla á að börnin þvoi hendur

sínar fyrir hvern matmálstíma og einnig eftir að hafa notað salernið. Einnig leggjum við

áherlsu á almenna snyrtimennsku s.s. að snýta sér og þvo sér í framan og eru börnin

aðstoðuð við þessa þætti. Hjá yngri börnunum er mikilvægt að foreldrar og kennarar, gefi

Page 16: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 15

gagnkvæmar upplýsingar og hafi samráð þegar yngstu börnin eru að læra að halda sér

þurrum og hreinum.

Borðhald: Mikilvægt er að matmálstímar séu notalegur tími, þar sem börnin eru hvött til að

smakka allan mat. Þar gefast oft tækifæri til skemmtilegra og fræðandi umræðna. Lögð er

áhersla á að börnin læri almenna borðsiði. Eldri börnin skammta sér sjálf á diskana og eru

hvött til að fá sér þann skammt sem þau nái að klára. Einnig eru þau hvött til að hjálpa sér

sem mest sjálf, nota hníf og gaffal og jafnvel hella í glösin sjálf. Yngri börnin hjálpa sér sjálf

eftir getu og þroska. Öll börn ganga frá óhreina leirtauinu sínu sjálf. Þetta eru þættir í uppeldi

þeirra til sjálfstæðis og sjálfsbjargar.

Á hverjum degi er umsjónarmaður og hlutverk hans er m.a. að sækja matarvagninn, leggja á

borð og bjóða borðfélögum að gjöra svo vel.

Fataherbergið: Við leggjum áherslu á að hvetja börnin til sjálfshjálpar. Veðurfræðingur hefur

áður sett myndir á þar til gert spjald, um veður og klæðnað. Spjaldið hangir í fataherberginu

og þar með sjónrænt hvernig viðeigandi klæðnaður dagsins er. Því er tilvalið að nýta sér

aðstæður sem skapast til að tala um veðrið og klæðnað, í samræmi við það. Einnig nýtum við

fataherbergið til að tala um fatnaðinn og litina, t.d. réttu mér rauðu stígvélin o.s.frv. Með

auknum þroska byrja börnin að klæða sig sjálf úr og í, en að sjálfsögðu fá þau alltaf þá aðstoð

sem þau þurfa. Með því að kenna börnunum að klæða sig sjálf aukum við sjálfstæði barnanna

og sjálfsmynd þeirra styrkist

Umgengni og snyrtmennska: Börnin eru hvött til að ganga frá fatnaði og leikföngum sjálf,

eftir þroska og getu hvers og eins. Áhersla er lögð á að eldri börn geti sjálf sótt sér þann

efnivið sem þau velja og að hann sé aðgengilegur.

Útivist og veikindi

Útivist er mikilvægur þáttur í starfi leikskólans og fara öll börn út einu sinni til tvisvar á dag.

Hægt er að biðja um að barnið sé styttri tíma úti en ella, ef ástæða þykir til. Þegar um

veikindi barna er að ræða ber foreldrum að tilkynna það til leikskólans. Eftir lengri veikindi

má barnið vera inni í einn til tvo daga.

11. Námssvið leikskóla Námssvið leiksólanna eru fjögur samkvæmt Aðalnámskrá og eru:

læsi og samskipti

heilbrigði og vellíðan

sjálfbærni og vísindi,

sköpun og menning

Page 17: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 16

11.1 Læsi og samskipti

Þegar við erum að tala um læsi erum við

að tala um læsi í víðum skilningi, sem er

mikilvægur þáttur í samskiptum. Læsi snýst

um samkomulag manna um málnotkun og

merkingu orða í málsamfélagi og er því

félagslegt í eðli sínu. Læsi snýst því ekki

aðeins um það að geta fært hugsanir sínar í

letur þ.e að geta skrifað og skilið prentaðan

texta. Læsi snýst einnig um það að geta lesið í umhverfi sitt og samfélag.

Í leikskólanum Tjarnarbæ er unnið á fjölbreyttan hátt með læsi og skiptum við læsi upp í

eftirfarandi flokka í leikskólanum.

Almenn málörvun: Felst í því efla íslenska málvitund almennt í öllu starfi okkar. Á

leikskólaaldri er lagður grundvöllur að málþroska barnsins og í raun ekki hægt að greina

málörvun frá öðrum uppeldisþáttum. Málrækt og málörvun fer fram í öllu daglegu starfi og

ber kennaranum að nýta öll tækifæri til málörvunar. Kennari talar við börnin á meðan þeim er

sinnt og notar hugtök yfir athafnir. Mál – og vitsmunaþroski eru samofnir þroskaþættir sem

hafa gagnvirk áhrif á hvorn annan. Eftir því sem barnið eldist verða samræður við það

flóknari, setningar lengri og orðaforði meiri. Mikilvægt er að ýta undir samræður sem

byggjast á opnum spurningum og örva gagnrýna hugsun. Á hverjum degi er lesið fyrir börnin,

í þeim tímum er lögð áhersla á að þjálfa virka hlustun hjá barninu, gefa því tækifæri til að

spyrja spurninga og ræða um innihald sögunnar, umræður sem skapast um söguna eru

mikilvægari en það að “klára” bókina. Farið er yfir innihald orða og texti ræddur, þau orð sem

börnin þekkja ekki eru útskýrð og unnið með þau. Lögð er áhersla á framsögn með

börnunum og að þau geti tjáð sig fyrir framan hóp, er það m.a. gert bæði í samverustund og

eins í hópastarfi. Þá eru þau hvött til að segja frá liðnum atburðum og ýmsu sem tengist þeim

sjálfum og einnig eru þau hvött til að endursegja litlar sögur. Í samverustundum er sungið,

kenndar þulur og vísur, farið í ýmsa orða- og hugtakaleiki og spjallað saman.

Ritmálið: Lögð er áhersla á að hafa hvetjandi lestrarumhverfi. Bókstafir eru aðgengilegir fyrir

börnin á ýmsan máta og börnin hafa gott aðgengi að skriffærum. Aðgengi að bókum er einnig

gott og börnunum standa einnig ávallt til boða ýmis málörvunarspil. Eftir því sem börnin

eldast er lögð áhersla á sögugerð með þeim og einnig eru þau þjálfuð til að endursegja litlar

sögur. Unnið er markvisst með námsefnið “Markviss málörvun” fyrir elsta árgang leikskólans,

ritmál haft sýnilegt með því að merkja svæðin.

Leikurinn: Leikurinn er lífstjáning barna, ríkjandi athöfn og mikilvægasta náms-og þroskaleið

barnsins. Leikurinn er því hornsteinninn í öllu leikskólastarfi. Í leiknum fara fram samskipti og

Page 18: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 17

barnið fær tækifæri til þess pófa sig áfram í ýmsum aðstæðum. Hlutverkaleikur, frjáls leikur,

og leikræn tjáning.

Samskipti: Í samskiptum felst að orða tilfinningar og skoðanir. Samskipti fara fram í öllu starfi

skólans, s.s í frjálsa leiknum, hópastarfi og vali.

Umhverfið: Lögð er áhersla á mikilvægi þess að

börnin kunni að lesa í umhverfi sitt, t.d. hvernig

á að klæða sig eftir veðri. Nýtt eru ýmis

tækifæri til þess að þjálfa börnin í læsi á

umhverfi sitt, má þar nefna vettvangsferðir,

umferðardaga, útinám og samskipti við

nærsamfélagið. Lögð er áhersla á sjónrænt

skipulag, sem styður við málskilning barna og

auðveldar þeim að lesa í umhverfið.

11.2 Heilbrigði og velferð

Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Allt skólastarf þarf að efla

heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn stórum hluta dagsins í

skólanum. Í skólanum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem

markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Mikilvægt er að skólinn taki mið

af þörfum allra barna á einstaklingsbundinn hátt. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika

sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að í skólanum sé að

finna jákvæðan skólabrag bæði hjá börnum og starfsfólki.

Í leikskólanum Tjarnarbæ, er unnið á fjölbreyttan hátt með heilbrigði og velferð og skiptum

við því upp í eftirfarandi flokka.

Mataræði: Tekið er mið af ráðleggingum manneldisráðs og grunnurinn af matseðlum okkar

búinn til í samráði við næringarfræðing. Á hverjum degi er boðið uppá grænmeti og ávexti og

sérstök ávaxtastund er á hverjum morgni. Salt og sykurneysla er takmörkuð eins og unnt er.

Boðið er uppá gæða fisk 2 – 3 í viku. Í matartímum er talað um matarræði og hollustu þess.

Börnin eru hvött til að smakka allan mat og lögð er áhersla að þau noti áhöld og almenna

borðsiði.

Sjálfbjargarviðleitni: Börnin eru hvött til þess að reyna að gera hlutina sjálf með hjálp frá

kennara ef þarf. Á það t.d. við um að skammta sér í matartímum og klæða sig í föt. Er það

liður í því að efla sjálfsmynd barnanna og sjálfstraust þeirra.

Hreyfingu: Rými innandyra er mikið miðað við barnafjölda og auk þess höfum við sal sem er

sérstaklega ætlaður til hreyfileikja. Hver hópur hefur einn tíma í viku fyrir skipulagðar

hreyfistundir í sal. Í hreyfitímanum fær barnið útrás fyrir hreyfiþörf sína með því að hlaupa

um, fara í boltaleiki og skipulagða hópleiki. Eftir því sem barnið eldist og öðlast meiri

félagslega færni, bera hreyfileikir meiri einkenni af samvinnu og regluleikjum. Í skipulögðum

Page 19: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 18

hreyfistundum er lögð áhersla á veita barninu sem besta þjálfun miðað við aldur. Í

hreyfistundum er unnið með alhliða þroska barnsins, úthald, snerpu og þol, samhæfingu og

liðleika og markmiðið er að barnið öðlist góða líkamsvitund. Mikilvægt er að barnið upplifi

gleði í hreyfistund og æfingar mega aldrei verða það erfiðar að barnið finni fyrir vanmætti. Í

hreyfistundum leggum við áherslu á að hrósa barninu og hvetja til dáða. Kennarinn fylgist vel

með hreyfiþroska hvers barns og framförum. Hreyfiþroskapróf er lagt fyrir barnið, einu sinni

yfir veturinn og oftar ef þörf þykir. Á hverjum degi er boðið uppá sal í valtíma og gefst þá

börnunum kostur á að leika frjálst í hreyfileikjum og/eða leika með hol-kubba. Þegar

dagskipulagið er skipulagt þá er það haft í huga að setustundir séu ekki of langar.

Útivera: Leikskólalóðin er mjög stór og þar er nægt rými fyrir hreyfileiki. Hreyfileikir og útvera

eru samtengdir þættir og þar komast börn í snertingu við náttúruna og læra að skynja

nánasta umhverfi sitt.

Útikennsla: er einu sinni í viku og mikil hreyfing er í þeim tímum. En markmiðið með þessum

tímum er m.a. að auka styrk og þol barnanna og einnig að kenna þeim að þekkja sitt nánasta

umhverfi og læra á þær hættur sem þar geta leynst. Í útikennslunni er kjörið tækifæri til þess

að upplifa náttúruna á sem fjölbreyttastan hátt.

Hljóðvist: Huga þarf að hávaða í leikskólanum og eru börnin m.a. hvött til að nota

inniröddina þegar við tölum saman.

11.3 Sjálfbærni og vísindi

Sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum

umhverfinu til afkomenda ekki í lakara ástandi en við tókum

við því. Einnig að við leitumst við að mæta þörfum samtíðar

án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta

þörfum sínum.

Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna, bæði

vegna sjálfgildis hennar og þeirrar þjónustu sem hún innir af

hendi við mannfólkið. Í samfélagslegu tilliti snýst

hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun, um jöfnun innan

kynslóða og á milli kynslóða.

Page 20: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 19

Í leikskólanum Tjarnarbæ er unnið með sjálfbærni og vísindi á fjölbreyttan hátt og skiptum

við því upp á eftirfarandi hátt.

Grænfánaverkefni: Leikskólinn er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni á vegum Landverndar og

er núna skóli á grænni grein.

Umhverfismennt: Að stuðla að því að börnin beri virðingu og öðlist ábyrgðarkennd fyrir

umhverfi sínu og náttúru. Að þau læri að njóta náttúrunnar og fegurðar hennar sér til

yndisauka og fái tækifæri á að upplifa hana af eigin raun.

Gróðursetning /uppskera: Við ræktum grænmeti og setjum niður kartöflur. Börnin sjá um að

vökva og sinna ræktuninni eins og þarf. Á haustin er tekið upp úr garðinum og haldin er

uppskeruhátíð. Börnin taka virkan þátt í því að hlúa að gróðri á leikskólalóðinni og fylgjast

þannig með þeim árstíðarbreytingum sem verða í náttúrunni. Eins taka þau þátt í því að sjá

um að leikskólalóðin sé ávallt snyrtileg og hrein. Útskriftarbörnin gróðursetja hvert sitt tré, í

Tjarnarlundi, á útskriftardaginn sinn. Með því gefum við börnunum tækifæri á að læra að

þekkja trén og heiti þeirra. Jafnframt fá börnin tækifæri á að fylgjast með hvernig trén stækka

og læra að bera virðingu fyrir þessum skógræktarreit okkar.

Sveitaferðir/berjaferðir: Á hverju ári er farið í sveitaferð. Börnin fá að fara í fjárhúsin og

skoða lömbin og fá fræðslu um lífið í sveitinni. Á haustin er farið í berjaferð með börnunum

og þeim gefið tækifæri á að upplifa náttúruna og gæða sér á berjum. Útikennsla / ferðir út í

náttúruna: Markmiðið með því er að börnin kunni að njóta náttúrunnar í öllum veðrum og

ýta þannig undir hollustu og hreysti á meðal þeirra. Í leikskólanum er stuðlað að virðingu

barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd. Mjög mikilvægt er að börn upplifi náttúruna af

eigin raun og læri að njóta hennar. Börnunum eru kennd nöfn og sagt frá kennileitum þeirra

staða sem við sjáum. Einnig er áhersla á að þau læri að þekkja þær hættur, sem kunna að

leynast í umhverfinu og þeim kennt að umgangast þær og ítrekað að þetta eru staðir, sem

þau verði að vera á í fylgd fullorðinna. Farið er í vettvangsferðir

um nágrenni skólans og börnunum gefið tækifæri á að kynnast

þeim útivistarstöðum sem við eigum í okkar nánasta umhverfi.

Endurvinnsla: Við höfum nýtni að leiðarljósi í starfi okkar og

reynum að endurvinna flest það sem fellur til í leikskólanum. Við

flokkum það rusl sem til fellur, matarleifar fara í moltukassann

okkar og annað rusl í endurunnið og almennt heimilissorp.

Stærðfræði og rannsóknir: Við höfum tölustafina sýnilega og

hvetjum börnin til að telja og leggja saman. Á Tjarnarbæ erum

við meðvituð um að grípa tækifærið til stærðfræðikennslu í

daglegu starfi. Við notum einingakubba, holkubba og spil í

stærðfræðikennslu. Við leggjum einnig áherslu á

uppgötvunarnám og hvetjum börnin til þess að gera tilraunir

með efnivið, t.d. með litum, vatni, olíu, snjó, ljósi, þyngd hluta o.s.frv.

Page 21: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 20

11.4 Sköpun og menning

Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna. Skapandi starf á fyrst og fremst að

beinast að ferlinu sjálfu, gleðinni, tjáningunni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir,

tilfinningar og ímyndun fá að njóta sín. Sköpun byggist á gagnrýnni hugsun og aðferðum sem

opna sífellt nýja möguleika og því skiptir ferlið meira máli en útkoman.

Menning er samofin öllu starfi leikskólans og tengist leik barna, lýðræði, skapandi starfi og

þjóðmenningu. Hlutverk leikskólakennarans er að gera barninu kleift að nálgast viðfangsefnið

frá mörgum hliðum og á eigin forsendum og hvetja til skapandi hugsunar og sjálfstæðra

vinnubragða hjá börnunum (sjá nánar kafla um sköpun í hugmyndafræði Tjarnarbæjar).

Á Tjarnarbæ er unnið með sköpun og menningu á fjölbreyttan hátt og skiptum við því upp á

eftirfarandi hátt:

Myndsköpun: Við teljum mikilvægt að sköpuð séu tækifæri til myndsköpunar í öllu starfi

leikskólans. Unnið er með myndsköpun í hópastarfi og börnin hafa einnig frjálsan aðgang að

listasmiðjunni. Lögð er áhersla að börnin fái fjölbreyttan efnivið til að skapa með og að ferlið

sjálft skipti meira máli en útkoman. Eins leggjum við áherslu á að hafa gott aðgengi að opnum

efnivið. Við leggjum áherslu á að skapa sjálfstraust barna til myndsköpunar og að barnið sjálft

ráði för í sinni myndsköpun.

Tónlist og söngur: Unnið er með tónlist og söng á skapandi hátt í skólastarfinu. Lögð er

áhersla á að börnin fái tækifæri á að njóta tónlistar og iðka hana. Með tónlistaruppeldi er

stuðlað að því að börnin fái tækifæri til að þroska með sér næmi fyrir hljóðum, hreyfingu og

hrynjandi. Unnið er með tónlist og söng á hverjum degi í skólastarfinu og í söngstundinni

þjálfast börnin í að læra texta og taka þátt í söng við ýmis tækifæri.

Leikræn tjáning og framsögn: Við teljum að skapandi starf felist í því að gefa börnunum

tækifæri til að tjá upplifun sína með tjáningu, dansi, spuna og framsögn. Í dagskipulagi

skólans er gefinn tími og rými til þess og í hópastarfstímum er unnið sérstaklega með þessa

þætti. Börnin taka þátt í því að semja leikrit og leika og sýna m.a. á þorrablóti skólans.

Sögugerð og ljóðagerð: Börnin eru hvött til að búa til sögur og ljóð og er sérstaklega unnið

með það í hópastarfinu. Teikningar barnanna eru nýttar til þess að hvetja börnin áfram í

Page 22: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 21

sögugerð og einnig eru spil og myndir notuð sem kveikja í sögu- og ljóðagerð. Bókmenntir,

ljóð, þulur og ævintýri skipa stóran sess í starfinu og á hverjum degi er lesið fyrir börnin.

Menning og hefðir: Farið er í heimsóknir á staði þar sem hægt er að fræðast um og njóta

menningar og lista t.d. listsýningar, leiksýningar og söfn t.d. byggðasafn og bókasafn. Þá koma

einnig gestir í leikskólann í sama tilgangi, t.d. til að flytja tónlist eða sýna leikrit. Ýmsar hátíðir

og viðburðir eru fastur liður í leikskólastarfinu og eru börnin virkir þátttakendur í

undirbúningi og framkvæmd þeirra. Margir þessara viðburða eru gamalgrónir íslenskir siðir

t.d. þorrinn, bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Við leggjum einnig áherslu á að kynna

fyrir börnunum súgfirska menningu og taka börnin þátt í henni á margvísan hátt. Má þar

nefna, Sólarkaffi, 1. maí og Sæluhelgin. Einnig er börnunum kynnt þau listaverk sem við

eigum á Suðureyri, við fræðumst um heiti þeirra og höfunda.

12. Hefðir og siðir á Tjarnarbæ Af mörgu er að taka í þessum þætti og hér er ekki um tæmandi lista að ræða, enda erum við í

hverri viku að gera eitthvað skemmtilegt og ýmsar uppákomur í gangi. En hér verður greint

frá því helsta:

Berjaferð

Á hverju hausti förum við með

börnin í haustferð. Farið er út í

Staðardal þar sem börnin una sér

vel við að tína ber og leika sér í

náttúrunni.

Rafmagnslaus dagur

Þennan dag mæta börnin með

vasaljós í skólann. Miklar

umræður og vangaveltur skapast

alltaf þennan dag, m.a. um hvað hægt sé að hafa í matinn. Tilgangurinn með

rafmagnslausum degi er að vekja börnin til umhugsunar um, hversu háð við erum rafmagni

og hvaðan við fáum rafmagn.

Þorrablót

Haldið er Þorrablót í leikskólanum og börnunum boðið upp á þorramat að íslenskum sið.

Börnin búa sér til þorrakórónur og sungin eru nokkur lög undir borðhaldinu. Þessi dagur er

alltaf jafn skemmtilegur, en þó verður að segja að börnin eru misdugleg að borða

þorramatinn.

Page 23: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 22

Bæjarferð í desember

Í desember er farið í bæjarferð á Suðureyri. Dansað er í kringum jólatréð á Sjöstjörnunni og

jólaljósin í þorpinu skoðuð.

Jólaball

Þennan dag bjóðum við börnunum upp á hátíðarmat í hádeginu og einnig fá þau smákökur í

hressingunni. Foreldrum og systkinum er svo boðið að koma og dansa með börnunum.

Jólaforeldraföndur

Hefð er orðin fyrir því að foreldrar skipuleggi sameiginlegt jólaföndur barna, foreldra og

systkina. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og er skemmtileg samvinna leikskóla og

foreldra. Börn og starfsfólk bjóða upp á veitingar á þessum degi.

Sólarkaffi

Við á Tjarnarbæ höldum alltaf upp á það þegar við sjáum fyrst til sólar eftir langan vetur. Það

er alltaf jafn gaman að fylgjast með gleði barnanna yfir því að sjá sólina. Í tilefni dagsins eru

bakaðar vöfflur, sem renna ávallt ljúft niður.

Afmælisveislur í leikskólanum

Leikskólinn sér um afmælisveisluna fyrir barnið. Afmælisbarnið býður börnunum upp á popp

eða ávaxtabakka. Öll börnin fá kórónu og barnið fær að ráða hvort farið er í leiki inn í sal eða

haldið ball. Síðast en ekki síst er sjónum beint að barninu þennan dag, m.a. er það

umsjónarmaður, fær fyrst að velja í vali o.s.frv. Við flöggum einnig fyrir afmælisbarninu.

Leiksýningar

Við leggjum áherslu á að bjóða börnunum uppá eina til tvær leiksýningar á ári. Samvinna er

við grunnskólann um að kaupa sýningu en einnig hefur foreldrafélag skólans boðið uppá

sýningu.

Náttfataball

Börn og starfsfólk mæta í náttfötum í

leikskólann og haldið er náttfataball.

Öskudagur

Á öskudaginn má sjá alls kyns furðuverur hérna

í leikskólanum. Eftir leik og gleði í leikskólanum

er farið út og sungið fyrir fyrirtækin í bænum,

sem taka ávallt vel á móti okkur.

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert en þennan dag var fyrsta stéttarfélag

leikskólakennara stofnað. Foreldrum er sérstaklega boðið í heimsókn þennan dag og fá þá

tækifæri að kynnast starfinu í skólanum og taka þátt í námi barnanna

Page 24: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 23

Dagur íslenskrar tungu

Haldið er uppá dag íslenskrar tungu, grunnskólabörn lesa fyrir okkur og leikskólabörnin fara í

heimsókn á Sunnuhlíð og syngja.

Dagur umhverfisins / vorhreinsun

Þennan dag nýtum við til fræðslu um umhverfismál og við látum líka verkin tala og fegrum

okkar nánasta umhverfi.

Tónlistardagur

Börnin mega koma með hljóðfæri að heiman og við kynnum fyrir börnunum tónlist og fáum

jafnvel hljóðfæraleikara í heimsókn.

Þjóðhátíðir

Leikskólinn heldur uppá þjóðhátíðardaga barna, sem eru af erlendu bergi brotin og jafnframt

er haldið uppá þjóðhátíðardag Íslands.

Vorsýning

Á hverju vori er haldin vorsýning hjá okkur í leikskólanum. Þá eru til sýnis verk barnanna frá

vetrinum. Foreldrum og öðrum bæjarbúum gefst kostur á að koma í heimsókn í leikskólann

og sjá við hvað við erum að starfa. Foreldrafélagið hefur séð um veitingar og hefur innkoman

runnið til foreldrafélagsins.

Sumarganga

Á Tjarnarbæ höldum við upp á sumardaginn fyrsta, förum í sólargöngu um bæinn og fáum

pönnukökur.

Hjóladagur

Reglulega eru hjóladagar hjá okkur í leikskólanum. Þá koma börnin með hjólin sín og hjálma í

skólann. Hjólað er innan lóðar og stundum er farið út fyrir lóðina með kennurum til að æfa

sig í umferðinni.

Page 25: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 24

Litavika

Í litaviku á hver dagur sinn lit, gulan, rauðan, grænan og bláan. Börnin mæta í þeim lit sem er

þann dag, en á föstudeginum eiga allir að vera eins litaglaðir og þeir geta.

Systkinadagur

Leikskólabörnin bjóða systkinum sínum eða frændsystkinum í heimsókn í leikskólann

Útskrift elstu nema

Útskriftarhátíð er haldin fyrir þau börn sem útskrifast ár hvert. Foreldrum er boðið að vera

viðstaddir, börnin fá útskriftarskjal og blóm. Eftir útskrift er farið í óvissuferð með börnin.

13. Starfsáætlun Starfsáætlun er unnin fyrir hvert skólaár og

nær frá 1. sept – 31. ágúst ár hvert. Í

starfsáætlun er fjallað ítarlega um árlega

starfsemi leikskólans og starfsmarkmið fyrir

komandi skólaár. Í starfsáætlunni er einnig

skóladagatal fyrir næsta starfsár og hagnýtar

upplýsingar um skólahaldið. Í starfsáætlun skólans er

einnig að finna áherslur í foreldrasamstarfi og upplýsingar um innra

mat. Tengsl leikskóla og grunnskóla og upplýsingar um stoðþjónustu. Starfsáætlun

skólans er lögð fyrir foreldraráð til umsagnar og síðan er hún lögð til samþykktar hjá

Fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar. Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans

markvissa, með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati.

14. Fjölskyldan og leikskólinn Þegar barn byrjar í leikskólanum þurfa foreldrar og leikskólinn að leggja grunn að samstarfi,

þar sem umhyggja og velferð barna er höfð að leiðarljósi. Samvinna foreldra og leikskóla þarf

að byggjast á gagnkvæmri virðingu í opnum samskiptum. Á Tjarnarbæ leggjum við áherslu á,

að sýna fjölbreyttum fjölskyldugerðum og menningu skilning og virðingu með sérstaka

áherslu á að taka vel á móti öllum börnum og foreldrum. Við leggjum mikla áherslu á dagleg

samskipti við foreldra og að þeir séu ávallt velkomnir í skólann. Á heimasíðu skólans

www.leikskolinn.is/tjarnarbaer er að finna tilkynningar til foreldra og einnig ýmsar gagnlegar

upplýsingar, fréttir af starfinu, myndir og ýmsan fróðleik. Hvetjum við alla foreldra til þess að

fylgjast reglulega með heimasíðu skólans. Að hausti er foreldrafundur þar sem vetrastarfið er

kynnt.

Page 26: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 25

14.1 Aðlögun barna / upphaf skólagöngu

Í upphafi skólagöngu hvers barns þarf barnið aðlögunartíma með foreldrum í leikskólanum.

Góð aðlögun er oft undirstaða ánægulegrar leikskóladvalar fyrir barnið. Barnið þarf góðan

tíma til að kynnast leikskólanum og kennurum, aðlagast nýju umhverfi, kynnast börnunum

sem fyrir eru, læra að vera í hóp og tileinka sér nýjar reglur og læra að hlíta þeim. Þegar barn

byrjar í leikskólanum eru foreldrar boðaðir á fund með leikskólastjóra. Farið er yfir markmið

og hugmyndafræði leikskólans og fá foreldrar í hendur bækling um leikskólann auk annarra

gagnlegra upplýsinga. Rætt er um barnið og þær væntingar sem foreldrar hafa til skólans og

foreldrar gefa skólanum gagnlegar upplysingar um barnið. Foreldrar skrifa einnig undir

dvalarsamning. Fyrsta heimsókn barnsins stendur yfir í u.þ.b. eina klukkustund og dvelur

foreldri þá með barninu. Smám saman lengist viðvera barnsins og einnig sá tími sem barnið

er eitt. Við fylgjum ákveðnum þrepum í aðlöguninni og það er einstaklingsbundið hversu

hratt barnið fer í gegnum þessi þrep og er tilbúið að kveðja foreldrana.

Það er reynsla okkar að þegar barn byrjar í leikskólanum er nóg að reikna með viku fyrir hvert

barn, í aðlögunartíma, þó vissulega geti sum börn þurft lengri tíma.

Aðlögunartíminn er einnig mikilvægur fyrir foreldra, en þá gefst þeim kostur á að kynnast vel

starfsemi skólans og einnig er þessi tími mikilvægur fyrir kennarann til að kynnast barninu og

fá upplýsingar um barnið frá foreldrum. Þegar barnið hefur verið 4 vikur í leikskólanum eru

foreldrar boðaðir aftur í viðtal, farið er yfir aðlögun barnsins þ.e. hvernig barnið hafi aðlagast

barnahópnum og kennurum.

14.2 Foreldraviðtöl og foreldrafundir

Allir foreldrar eru boðaðir í viðtal í feb-mars ár hvert og oftar ef foreldrar óska þess. Í

foreldraviðtölunum er farið yfir stöðu barnsins í skólanum, líðan

þess og farið er yfir helstu þroskaþætti barnsins. Kennarar leggja

fyrir ýmsar kannanir, gátlista og próf og farið er yfir helstu

niðurstöður þeirra í foreldraviðtölum. Foreldrar 5 ára barna eru

einnig boðaðir í foreldraviðtal á haustin, þar sem m.a er farið er

yfir niðurstöður úr Hljóm-2 prófi.

14.3 Trúnaður og tilkynningaskylda

Fullur trúnaður ríkir um upplýsingar er varða börn, foreldra og

fjölskylduaðstæður þeirra. Allir starfsmenn rita undir þagnareið

þegar þeir hefja störf í leikskólanum. Ber starfsmanni að virða og

gæta þagmælsku um þau atriði sem hann fær vitneskju um í starfi.

Þessari þagmælsku ber einnig að halda þó starfsmaður láti af

störfum.

Þessi trúnaður nær þó ekki yfir barnaverndarlög og 17. grein þeirra laga, en þar segir:

Page 27: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 26

Hverjum þeim sem stöðu sinnar vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi

sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að

barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd

viðvart.

14.4 Foreldrafélag / foreldraráð

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann og er aðalfundur þess haldinn á sama tíma og

foreldrafundur leikskólans að hausti. Gott samstarf hefur verið við félagið og hefur í gegnum

tíðina myndast hefð fyrir því, á hvaða hátt það kemur að starfsemi leikskólans. Sem dæmi um

uppákomur sem foreldrafélagið hefur séð um, má nefna jólaföndur barna og foreldra,

veitingar á opnu húsi leikskólans, niðurgreiðsla á leiksýningum. Það er mikill styrkur fyrir

skólann að við hann starfi öflugt foreldrafélag.

Foreldraráð er einnig starfrækt við skólann, í því eru þrír foreldrar sem sitja reglulega fundi

með leikskólastjóra. Foreldraráð metur faglegt starf leikskólans og er m.a. umsagnaraðili um

starfsáætlun og námskrá leikskólans.

15. Mat á leikskólastarfi Mat á námi, þroska og velferð barna, felur í sér að safnað er fjölbreyttum upplýsingum um

barnið, hvað það er að fást við, áhugasvið þess, hvað það veit, getur og skilur. Forðast skal að

nota mat í þeim tilgangi að bera saman hæfni barna á afmörkuðum sviðum, flokka þau eftir

getu eða leita eftir því sem þau geta ekki. Mikilvægt er að nýta þessar upplýsingar til þess að

styðja við nám barna og velferð þeirra. Matið á að vera einstaklingsmiðað og til þess gert að

efla hvert barn. Á grundvelli mats skal veita hverju og einu barni námstækifæri við hæfi svo

að það geti tekið virkan þátt í leik og starfi. Mikilvægt er að þetta mat á skólastarfinu, sé gert

á sem fjölbreyttastan hátt og sé samþætt í daglegu starfi leikskólans. Markmið mats í

leikskólastarfinu er að auka þekkingu og skilning kennarans á námi og líðan barnsins.

Mikilvægt er að matið byggist á þátttöku og samvinnu kennara, foreldra og barna.

Á Tjarnarbæ notum við fjölbreyttar leiðir til innra mats í leikskólanum.

Hljóm-2 próf: Lagt fyrir börn í elsta árgangi, en prófið kannar hljóðkerfis-og málvitund

leikskólabarna. Prófið er talið hafa forspárgildi, varðandi lestrarnám þegar í grunnskóla er

komið.

EFI-2 málþroskaskimun: Lagt fyrir öll börn á fjórða ári og kannar málskilning og

tjáningarfærni barnsins. Niðurstöður gefa okkur vísbendingar um stöðu barnsins varðandi

málþroskann.

Gátlisti fyrir 5 ára börnin: Gátlisti er lagður fyrir elstu börnin í leikskólanum að hausti og að

vori. Listinn tekur til eftirfarandi þátta: fínhreyfinga, grófhreyfinga, stærðfræði, lestrarfærni

og sjálfshjálpar.

Page 28: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 27

Gátlistar fyrir 2-4 ára: Lagður fyrir börnin gátlisti sem tekur mið af aldri barnsins, þarna er

verið að skoða fín- og grófhreyfingar, félagsþroska, málþroska og sjálfshjálp. Farið er yfir

niðurstöður gátlista á foreldrafundi.

Safnbók: Öll börn búa til safnbók, þar sem safnað er saman ýmsum verkum sem barnið hefur

unnið að, þennan veturinn. Efni í safnbókinni getur m.a. verið myndlist, teikningar, sögur,

ljóð, matsblöð barnanna og ljósmyndir.

Mat leikskólabarna: Börnin fá tækifæri á að meta hvernig þeim líður í leikskólanum og í

einstaka tímum.

Félagakönnun: Lögð er fyrir börnin félagakönnun, en hún getur gefið vísbendingar um það ef

eitthvað barn samlagast ekki barnahópnum og á erfitt með að eignast vini innan hópsins.

Könnun sem þessi, gefur okkur vísbendingar um félagslega stöðu barnanna í hópnum.

Endurmat starfsmanna á starfinu: Allir starfsmenn fylla út matsblað er varðar starfið í

leikskólanum, hvernig gekk að halda áætlun, hvað gekk vel og hvað mætti betur fara. Á

starfsmannafundum fer einnig fram óformlegt endurmat og einstakir þættir í skólastarfinu

eru teknir út og þeir eru skoðaðir. Þetta óformlega endurmat er ekki síður nauðsynlegt og

stuðlar að lifandi og skemmtilegu leikskólastarfi.

Starfsdagar eru nýttir til að endurmeta starfið.

Starfsmannaviðtöl eru einu sinni á ári og er þar komið inn á þætti eins og álag í starfi og

skipulag. Hvað má bæta varðandi aðbúnað og skipulag.

Ytra mat: Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur eftirlit með því að starfsemi leikskólans

samræmist leikskólalögum, reglugerðum og aðalnámskrá leikskóla. Leikskólafulltrúi ber

ábyrgð á framkvæmd ytra mats, þar sem m.a. er stuðst við upplýsingar úr könnun fyrir

foreldra og kennara, er varðar mat á starfi leikskólans.

Foreldrakönnun: er lögð fyrir einu sinni á ári. En þar gefst foreldrum kostur á að meta gæði

starfsins í leikskólanum. Markmið könnunarinnar er að skoða viðhorf foreldra til leikskólans,

daglegra viðfangsefna, áherslna, skipulags- og upplýsingaflæðis.

Starfsmannakönnun: er lögð fyrir einu sinni á ári, þar sem starfsfólk metur m.a. starfið í

skólanum og stjórnun skólans.

Umsagnir foreldraráðs: foreldraráð gefur umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr.

um skólanámskrá og aðrar áætlanirer varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með

framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir

foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Page 29: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 28

16. Tengsl á milli skólastiga Skólaganga barna á að mynda samfellda heild þannig að sú þekking og viðfangsefni sem

börnin eru að fást við í leikskólanum, verði sá grunnur sem grunnskólanámið byggir á. Gott

samstarf hefur verið grunnskólann á staðnum og ákveðin hefð hefur skapast fyrir því

samstarfi. Markmið samstarfsins er fyrst og fremst að mynda samfellu í skólastarfinu og

byggja brú milli leikskóla og grunnskóla. Á vorönn hefst markvisst samstarf við grunnskólann,

en liður í því er að börnin fara einu sinni í viku, í heimsókn yfir í grunnskólann. Þar taka þau

þátt í kennslustundum með 1. bekk og markmiðið er að þau taki þátt í öllum námsgreinum

sem eru í 1. bekk. Í þessum heimsóknum hitta börnin tilvonandi kennara sinn og unnin eru

ýmis verkefni í þessum heimsóknum. Einnig er hefð komin á að nemendur 1. bekkjar komi í

heimsókn í leikskólann, yfirleitt að hausti. Kennarar elstu barnanna á Tjarnarbæ, ásamt

umsjónarkennara 1. bekkjar í grunnskólanum undirbúa og útfæra samstarfið á vorönninni.

Á vorin fara elstu nemendur leikskólans í sameiginlega vorferð með yngri bekkjum

grunnskólans, en tilgangur þeirra ferðar er m.a. að bjóða tilvonandi nemendur grunnskólans

velkomna.

Á vorin er skilafundur milli kennara elstu barnanna og umsjónarkennara 1. bekkjar varðandi

þau börn sem hefja grunnskólagöngu næsta skólaár. Niðurstöður úr prófum sem lögð hafa

verið fyrir nemendur, flytjast með þeim yfir í grunnskólann.

Leikskólinn starfrækir dægradvöl fyrir börn á grunnskólaaldri, en þá koma börnin til okkar í

leikskólann og er það ekki síður leið til að byggja brú frá leikskóla yfir í grunnskóla. Okkar

reynsla er sú að grunnskólabörnunum finnist notalegt að koma í leikskólann og greinilegt er,

að leikgleði þeirra hefur ekki minnkað við það að byrja í grunnskóla. Ekki er síður akkur fyrir

leikskólabörnin að fá fyrrum félaga sína aftur í leikinn og með þessu móti aukum við félagaval

og fjölbreytni innan leikskólans. Grunnskólabörnin ganga inn í þá rútínu sem er í

leikskólanum, þó svo að þau séu nokkuð frjálsari innan leikskólans og með meiri ábyrgð á sér

sjálfum.

Í leikskólanum er starfrækt skólamötuneyti og er eldað fyrir leik- og grunnskólabörn.

Maturinn fyrir grunnskólabörnin er fluttur yfir í grunnskólann í sérstökum hitakassa þar sem

hitaborð er staðsett. Almenn ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag.

Page 30: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 29

17. Stoðþjónusta Í lögum um leikskóla segir að á vegum sveitafélagsins skuli rekin sérfræðiþjónusta fyrir

leikskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annarsvegar stuðningur við leikskólabörn og fjölskyldur

þeirra og hins vegar stuðningur við starfssemi leikskóla og starfsfólks þeirra. Í lögum um

leikskóla segir einnig að börn sem þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, að mati viðurkenndra

greiningaraðila, eigi rétt á slíkri þjónustu innan leikskólans.

Undir stoðþjónustu fellur:

Sérkennsla/ sérstuðningur

Talkennari / talþjálfun

Sérkennslufulltrúi.

Sálfræðiþjónusta

Iðjuþjálfun / sjúkraþjálfun

Page 31: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 30

Heimildir:

Aðalnámskrá leikskóla.(2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Atli Harðarson. (2014). Um John Dewey. Sótt 24. september 2014 af:

file:///C:/Users/Lenovo/Downloads/Dewey%20-%20fyrirlestur%20(3).pdf

Barnaverndarlög. Sótt af: http://www.althingi.is/altext/stjt/2002.080.html

Gunnar Ragnarsson. (1994). John Dewey, hugsun og menntun. Reykjavík:Rannsóknarstofnun

Kennaraháskóla Íslands.

Gunnar Ragnarsson. (2000). John Dewey, reynsla og menntun. Reykjavík:Rannsóknarstofnun

Kennaraháskóla Íslands.

Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjaltarson. (2012). Sköpun -

Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Ritröð um grunnþætti menntunar).

Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun.

Kristín Dýrfjörð, Þórður Kristinsson og Berglind Rós Magnúsdóttir. (2013). Jafnrétti -

Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Ritröð um grunnþætti menntunar).

Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun.

Landvernd – Grænfáninn. Sótt af: http://www.graenfaninn.landvernd.is/

Lög um leikskóla nr. 91/2008. Sótt af: http://www.althingi.is/lagas/135b/2008090.html

Margrét Héðinsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir og Erla Kristjánsdóttir. (2013). Heilbrigði og

velferð - Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Ritröð um grunnþætti

menntunar). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og

Námsgagnastofnun.

Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir. (2012). Lýðræði og mannréttindi -

Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Ritröð um grunnþætti menntunar).

Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun

Page 32: Leikskólinn Tjarnarbær Skólanámskrátjarnarbaer.leikskolinn.is/tjarnarbær/skólanámskrá... · 2019. 10. 4. · 10.3 Nám í skapandi starfi og hugsun ... glóðin sem í leikskólastarfinu

Skólanámskrá Tjarnarbæjar Suðureyri 2015 31

Skólastefna Ísafjarðarbæjar: Virðing, ábyrgð, metnaður, gleði. Sótt af:

http://www.isafjordur.is/utgefid_efni/stefnur/skra/629/

Sigrún Helgadóttir. (2013). Sjálfbærni - Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Ritröð

um grunnþætti menntunar). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og

Námsgagnastofnun.

Stefán Jökulsson. (2012). Læsi - Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Ritröð um

grunnþætti menntunar). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og

Námsgagnastofnun.