169
Makríl veiðibúnaður fyrir handfærabáta Arinbjörn Þór Kristinsson Lokaverkefni til BS gráðu í tæknifræði Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands

Makríl veiðibúnaður fyrir handfærabátal... · 2018. 10. 15. · fyrirtækinu Slippurinn Akureyri ehf. Hnökrar hafa verið í búnaðinum sem síðastliðin tvö ár hefur verið

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Makríl veiðibúnaður fyrir handfærabáta

    Arinbjörn Þór Kristinsson

    Lokaverkefni til BS gráðu í tæknifræði Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasvið

    Háskóli Íslands

  • Makríl veiðibúnaður fyrir handfærabáta

    Arinbjörn Þór Kristinsson

    24 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í Mekatróník hátæknifræði

    Leiðbeinendur Andri Þorláksson

    Sigurður Ingi Einarsson Sverrir Guðmundsson

    Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasvið

    Háskóli Íslands Reykjanesbær, Maí mánuður 2015

  • 4

    Makríl veiðibúnaður fyrir handfærabáta 24 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í Mekatróník hátæknifræði Höfundarréttur © 2015 Arinbjörn Þór Kristinsson Öll réttindi áskilin Tæknifræðideild Keilis Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Grænásbraut 910 235 Reykjanesbær Sími: 578 4000 Skráningarupplýsingar: Arinbjörn Þór Kristinsson, 2015, Makríl veiðibúnaður fyrir handfærabáta, BSc ritgerð, Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Háskóli Íslands, 169 bls. Prentun: Háskólaprent ehf. Reykjavík, Maí mánuður 2015

  • 5

    Útdráttur

    Í þessari ritgerð er farið í gegnum þróun á nýjum tilraunaveiðibúnaði sem er í eigu Guðjóns

    Ólafssonar útgerðamanns og er til veiða á makríl á smábátum. Búnaðurinn er keyptur af

    fyrirtækinu Slippurinn Akureyri ehf. Hnökrar hafa verið í búnaðinum sem síðastliðin tvö ár

    hefur verið reynt að finna lausnir á án fullnægjandi árangurs. Slippurinn dró sig útúr

    verkefninu áður en skýrsluhöfundur tók verkefnið að sér. Sá búnaður sem er í boði í dag fyrir

    makrílveiðar smábáta er bæði stór og fyrirferðamikill og hentar þar af leiðandi illa smábátum

    auk þess sem bæði afkastageta hans og áreiðanleiki er ekki ásættanleg. Tilraunaútfærslan frá

    Slippnum er mun fyrirferðaminni, öruggari og afkastameiri en hefðbundinn veiðibúnaður en

    áreiðanleiki hans er ófullnægjandi. Markmiðið var að finna hagkvæmustu en jafnframt

    skilvirkustu lausn á vandamálum tilraunaveiðibúnaðarins. Nýr stjórn og drifbúnaður var

    hannaður, smíðaður og komið fyrir á búnaðinn í stað þess eldri og hann prófaður. Við prófun

    búnaðarins kom í ljós að breytingarnar sem gerðar voru skiluðu þeim árangri sem sóst var

    eftir.

    Abstract

    This paper presents the development process of prototype fishing equipment designed for

    mackerel. The project was undertaken for Guðjóns Ólafsson, who operates a small-vessel

    fishing fleet. The project revolved around the improvement of systems within the innovative

    equipment which Mr. Ólafsson purchased from Slippurinn Akureyri ehf. The aim was to

    eliminate persistent flaws within the equipment, which have been present for the past two

    years. Slippurinn had ceased there maintenance of the equipment before the work presented

    in this paper was commenced. Despite the flaws within Mr. Ólafsson’s equipment, it was

    purchased as other available fishing equipment intended for mackerel fishing is too bulky to

    be practical for use on small-vessels. Moreover, the performance and reliability of this bulky

    equipment is underwhelming. The objective of this project was to find an economical

    method of eliminating the flaws within the innovative equipment, as to allow it to take full

    advantage of its small size, safety, and promising efficiency. To this end, enhancements have

    been implemented on the existing equipment by incorporating a new control and actuator

    system. The result of testing preformed on the enhanced system showed that many of the

    existing flaws were eliminated.

  • 7

    Tileinkun

    Mig langar til þess að tileinka þessa ritgerð konunni minni Fanney Magnúsdóttur og

    börnunum mínum, Perlu Sóley, Pálma Rafni og Óskari Loga. Þau hafa stutt óendanlega

    mikið við bakið á mér í gegnum námið og hafa heldur betur þurft að hliðra til svo námið mitt

    og verkefni þetta gat orðið að veruleika. Einnig vill ég tileinka þessari ritgerð góðum vini

    mínum honum Arthur Galvez. Án þessara aðila væri ég ekki að klára langþráðan draum um

    að öðlast háskólagráðu.

  • ix

    Efnisyfirlit

    Myndir ................................................................................................................................ xii

    Töflur .................................................................................................................................. xv

    Jöfnur ................................................................................................................................. xvi

    Skammstafanir og orðskýringar .................................................................................... xvii

    Þakkir .................................................................................................................................. ix

    1 Inngangur ........................................................................................................................ 1

    2 Bakgrunnur ..................................................................................................................... 3 2.1 Veiðiaðferðin ........................................................................................................... 3

    2.2 Hefðbundin veiðibúnaður ........................................................................................ 3

    2.3 Tilraunaveiðibúnaður .............................................................................................. 5

    2.3.1 Verkefnið ....................................................................................................... 7

    2.3.2 Vandamálið .................................................................................................... 8

    3 Hönnunarforsendur og framkvæmd ............................................................................. 9 3.1 Efnisval .................................................................................................................... 9

    3.1.1 Smíðaefni ....................................................................................................... 9

    3.1.2 Rafbúnaður ..................................................................................................... 9

    3.2 Greining ................................................................................................................. 10

    3.2.1 Verkefnið ..................................................................................................... 10

    3.2.2 Stöðurafmagn ............................................................................................... 12

    3.2.1 Hugbúnaður núverandi drifbúnaðar ............................................................. 14

    3.2.2 Drif- og stjórnbúnaður ................................................................................. 14

    3.2.3 Annar búnaður ............................................................................................. 17

    3.2.4 Aflþörf.......................................................................................................... 17

    3.2.5 Niðurstaða greiningar og hönnunarforsendur .............................................. 22

    4 Val á íhlutum ................................................................................................................. 23 4.1 Kostnaðaráætlun .................................................................................................... 23

    4.2 Iðntölva og aðgerðaskjár ....................................................................................... 24

    4.2.1 Fylgihlutir .................................................................................................... 25

    4.3 Mótor og gír ........................................................................................................... 26

    4.3.1 Mótorar í öðrum vindum .............................................................................. 28

    4.3.2 Valin mótor og gír ........................................................................................ 29

    4.4 Mótorstýring og I/O eining .................................................................................... 31

    4.4.1 Fylgihlutir .................................................................................................... 35

    4.5 Aðrir íhlutir ............................................................................................................ 36

    4.5.1 Hnappar og kapalþéttingar ........................................................................... 36

    4.5.2 Hringteljari ................................................................................................... 36

  • x

    5 Samskipti ........................................................................................................................ 37

    6 Forritun .......................................................................................................................... 40 6.1 Forsendur forritunar ............................................................................................... 40

    6.2 Mótorstýringaforritun ............................................................................................. 40

    6.3 Iðntölvuforritun ...................................................................................................... 43

    6.3.1 Uppbygging iðntölvuforrits ......................................................................... 43

    6.3.2 Forritið ......................................................................................................... 46

    6.3.3 Aðgerðasjár og Gagnagrunnsskráning ......................................................... 52

    7 Hönnun og Smíði ........................................................................................................... 55 7.1 Teikningar vélbúnaðar ........................................................................................... 56

    7.2 Teikningar rafbúnaður ............................................................................................ 55

    7.3 Betrumbætur á núverandi búnaði ........................................................................... 58

    7.3.1 Stöðurafmagn ............................................................................................... 58

    7.3.2 Styrkingar .................................................................................................... 58

    7.4 Mótorhýsing ........................................................................................................... 58

    7.4.1 Vatns- og rakavörn ...................................................................................... 58

    7.4.2 Afstaða mótors og vægisarmur .................................................................... 59

    7.4.3 Smíði ............................................................................................................ 59

    7.5 Breytistykki fyrir gír .............................................................................................. 60

    8 Forprófanir .................................................................................................................... 61

    9 Niðurstöður .................................................................................................................... 63

    10 Umræða .......................................................................................................................... 65

    Heimildir ............................................................................................................................. 67

    Viðauki A – Hugarvinna .................................................................................................... 73

    Viðauki B – Val á iðntölvu ................................................................................................. 75

    Viðauki C – Mótor samanburður ..................................................................................... 77

    Viðauki D – Mótor og gír útreikningar ............................................................................ 79

    Viðauki E – Samanburður á handfæravindum ............................................................... 81

    Viðauki F – Verkáætlun .................................................................................................... 83

    Viðauki G – Styrktarumsókn til Tækniþróunarsjóð RANNÍS ...................................... 85

    Viðauki H – Vinnuteikningar_Öxlar og fóðringar........................................................ 103

    Viðauki I – Vinnuteikningar_Plötur .............................................................................. 115

    Viðauki J – Rafmagnsteikningar .................................................................................... 129

    Viðauki K – MicroBasic kóði .......................................................................................... 131

    x

  • xi

    Viðauki L – Iðntölvuforrit _Vindu form ....................................................................... 133

    Viðauki M – Iðntölvuforrit _Aðalforrit ......................................................................... 135

    Viðauki N – Aðgerðaskjámyndir ................................................................................... 143

    Viðauki O – Mælingar á dýpi, radíus færakeflis og hringjafjölda ............................. 149

  • xii

    Myndir

    Mynd 1-1 Veiði á Norður-Atlantshafs makríl á Íslandi síðastliðin fimm ár [6] [7] .............. 2

    Mynd 2-1 Brynja SH með hefðbundinn makrílbúnað [4] ..................................................... 4

    Mynd 2-2 Ian Carey Mackerel Stripper [8] ........................................................................... 5

    Mynd 2-3 Frumútgáfa af makríl færavindu frá DNG [9] ...................................................... 5

    Mynd 2-4 Einfölduð mynd af Tilraunabrúnaði DNG - Sjónarhorn 1 ................................... 6

    Mynd 2-5 Einfölduð mynd af Tilraunabrúnaði DNG - Sjónarhorn 2 ................................... 6

    Mynd 2-6 Mynd 2 5 Einfölduð mynd af Tilraunabrúnaði DNG - Sjónarhorn 3 ................... 6

    Mynd 2-7 Síðasta útfærslan á DNG búnaðnum .................................................................... 7

    Mynd 3-1 Uppbygging IP staðalsins [13] ........................................................................... 10

    Mynd 3-2 Tilraunabúnaður – hliðarmynd ........................................................................... 12

    Mynd 3-3 Tilraunabúnaður – bremsa og tannhjól ............................................................... 12

    Mynd 3-4 Tilraun til að losa stöðurafmagn – borði snerti sjaldan jarðtengda keflið ......... 12

    Mynd 3-5 Tilraun til að losa stöðurafmagn – jarðtenging út í grind .................................. 12

    Mynd 3-6 Tilraun til að losa stöðurafmagn – vír stungið inn í endann og hamlar

    snúning keflis ................................................................................................... 13

    Mynd 3-7 Tilraun til að losa stöðurafmagn – vír stungin inn í kefli í von um að snerta

    stálrör ................................................................................................................ 13

    Mynd 3-8 Hugmynd 1 – einfalt stjórn kerfi ........................................................................ 15

    Mynd 3-9 Snúningsvægi/Hraða rit [16] .............................................................................. 18

    Mynd 3-10 Afl samsvarar flatamál í S/H riti [18] ............................................................... 18

    Mynd 3-11 Snúningsvægi og afl á móti snúningshraða [18] .............................................. 18

    Mynd 3-12 Makríll á línu .................................................................................................... 19

    Mynd 3-13 Kraftamynd ....................................................................................................... 20

    Mynd 4-1 Unistream Iðntölva ............................................................................................. 24

    Mynd 4-2 Fylgihlutir fyrir iðntölvu .................................................................................... 25

    Mynd 4-3 Afl á móti hraða mismunandi mótortegunda [25] ............................................. 26

    xii

  • xiii

    Mynd 4-4 Uppbygging á vægismótor [26] .......................................................................... 27

    Mynd 4-5 DNG C-6000i – án færakeflis ............................................................................. 28

    Mynd 4-6 Belatronic BJ5000 – mótor og gír ...................................................................... 28

    Mynd 4-7 Belatronic BJ5000 EX – aflmótor ...................................................................... 28

    Mynd 4-8 Transtecno EC600.240 – mótor [29] .................................................................. 30

    Mynd 4-9 Spennibreytir á mótor ......................................................................................... 31

    Mynd 4-10RoboteQ MDC1460 hraðastýring [32] .............................................................. 33

    Mynd 4-11 RoboteQ forrit - Keyrsluflipi ............................................................................ 34

    Mynd 4-12 Fylgihlutir fyrir mótorstýringu ......................................................................... 35

    Mynd 4-13 RMQ Titan hnappar og þéttinippill .................................................................. 36

    Mynd 4-14 Hringteljaranemar ............................................................................................. 36

    Mynd 5-1 Dæmi um Object Directory í EDS skrá .............................................................. 37

    Mynd 5-2 CANopen tengimynd [35] .................................................................................. 37

    Mynd 5-3 Uppbygging CANopen skilaboðaramma [36] .................................................... 38

    Mynd 5-4 NMT flæðirit [37] ............................................................................................... 39

    Mynd 6-1 Flæðirit fyrir iðntölvu forrit – fyrrihluti ............................................................. 44

    Mynd 6-2 Flæðirit fyrir iðntölvu forrit – seinnihluti ........................................................... 46

    Mynd 6-3 Iðntölvuforrit – hífa línu inn ............................................................................... 48

    Mynd 6-4 Iðntölvuforrit – senda SDO ................................................................................ 49

    Mynd 6-5 Iðntölvuforrit – geyma hitastigstölur .................................................................. 50

    Mynd 6-6 Rit yfir dýpi, radíus á færakefli og hringafjölda ................................................. 51

    Mynd 6-7 Bestun til að finna jöfnu sem lýsir dýpi á móti hringjafjölda ............................. 52

    Mynd 6-8 þriðja stigs margliðujafna lýsir dýpi á móti hringjafjölda .................................. 52

    Mynd 6-9 Aðgerðaskjár – aðalmynd ................................................................................... 54

    Mynd 6-10 Aðgerðaskjár – rýniskjár 4, rit og gagnasöfnun................................................ 54

    Mynd 7-1 Einfölduð tengimynd milli raftækja.................................................................... 55

    Mynd 7-2 Ljósmynd og teikning af DNG búnaði – séð að framan ..................................... 56

  • xiv

    Mynd 7-3 Ljósmynd og teikning af DNG búnaði – séð að aftan ........................................ 56

    Mynd 7-4 Ljósmynd og teikning af DNG búnaði – séð frá hlið ......................................... 57

    Mynd 7-5 Veiðibúnaðurinn með nýjum drifbúnaði ............................................................ 57

    Mynd 7-6 Mótor og mótorstýring í mótorhýsingu .............................................................. 57

    Mynd 7-7 Vatnslás á töfluskáp [54] .................................................................................... 59

    Mynd 7-8 Breytistykki milli færakeflisöxuls og gírs .......................................................... 60

    Mynd 9-1 Myndasería af búnaðnum eftir smíði og samsetningu ........................................ 64

    xiv

  • xv

    Töflur

    Tafla 2-1 Helstu vandamál við tilraunabúnaðinn .................................................................. 8

    Tafla 3-1 Hugsanlegar ástæður og lausn fyrir vandamálum á tilraunabúnaðnum ............... 11

    Tafla 3-2 Verðáætlun ef skipt er út núverandi drifbúnaði ................................................... 16

    Tafla 4-1 Samantekin kostnaðar áætlun .............................................................................. 23

    Tafla 4-2 Samanburður á mismunandi mótortegundum [25] .............................................. 26

    Tafla 4-3 Samanburðir á mismunandi gírtegundum [25] .................................................... 27

    Tafla 4-4 Val á gír ............................................................................................................... 30

    Tafla 4-5 Samanburður á I/O einingum ............................................................................... 32

    Tafla 4-6 Samanburður á hraðastýringum ........................................................................... 33

    Tafla 5-1 COB-IB forgangsröðun [34] ................................................................................ 38

    Tafla 6-1 TPDO listi ............................................................................................................ 42

    Tafla 8-1 Tilraun á innslegni lengd á móti raun lengd línu (Hraði á færakefli: 500RPM)

    .......................................................................................................................... 61

    Tafla 8-2 Samanburður tilraunum og útreikning í iðntölvu ................................................ 62

    Tafla 8-3 Samanburður á annarsvegar innslegnu dýpi og útreinuðu dýpi og hinnsvegar

    innslegnu dýpi og mældri lengd línu ................................................................ 62

  • xvi

    Jöfnur

    Jafna 3-1 Aflhringhreyfingar .............................................................................................. 17

    Jafna 3-2 Kraftur ................................................................................................................. 18

    Jafna 3-3 Snúningsvægi ...................................................................................................... 18

    Jafna 3-4 Snúningshraði ..................................................................................................... 18

    Jafna 3-5 Flatarmál hrings .................................................................................................. 20

    Jafna 3-6 Mótstöðukraftur .................................................................................................. 20

    Jafna 3-7 Þyngd hlutar í vökva ........................................................................................... 20

    Jafna 6-1 Togkraftur ........................................................................................................... 43

    Jafna 6-2 Tíðni .................................................................................................................... 43

    Jafna 6-3 Nyquest tíðni ....................................................................................................... 43

    xvi

  • xvii

    Skammstafanir og orðskýringar

    AC - Riðstraumur (e. Alternating Current)

    AISI - American Iron and Steel Institute

    ASCII - ISO 8859-1 staðallin fyrir stafakóðun í tölvum (e. American Standard

    Code for Information Interchange)

    AVS - Aukið Verðmæti Sjáfargangs

    Bakborð - Vinstri hluti báts/skips

    BLDC mótor - Kolalaus jafnstraumsmótor (e. Brusseles DC motor)

    Bus - Samskiptabraut

    CAN - e. Controller Area Network

    COB ID - e. Communication Object Identifier

    COM tengi - Samskipta tengi (e. Communication port)

    DC - Jafnstraumur (e. Direct Current)

    DL - e. Data Legth

    EDS - e. Electronic Data Sheet

    EEPROM - Minniskubbur sem hægt er að skrifa varanlega gögn inn á og eiða af

    með rafmagni (e. Electrically Erasable Programmable Read-Only

    Memory)

    FBD - e. Function Block Diadram

    FC - e. Function Code

    Fjölleiðari - Kapall með mörgum einstökum vírum

    Glussadrif - Drif sem drifið er að einskonar seigfljóðandi vökva (oftast olíu)

    GUI - e. Graphical User Interface

    GUI - Grafískt notendaviðmót (e. Graphical User Interface)

    HB - Niðurstaða mælinga úr Brinell hörku prófun

    I/O eining - Búnaður með inn- og útgöngum sem iðntölva getur tengst yfir BUS

    I/O - Inn- og útgangar (e. Input and Output)

    ID - e. Identity

    IEC - International Electrotechnical Commission

    IP - Aðskotavörn (e. Ingress Protection)

    Kvíslkennitala - Tölur sem gefin er hverju tæki í CANopen samskiptastaðli (e. Node

    ID)

    LD - e. Ladder Diadram

    LS - Landsamband smábáta

    Meistari - Stjórntæki sem stýrir þræl tækjum í CANopen samskiptastaðlinum (e.

    Master)

    Merki - Rafmagns púls (e. Puls)

    NMT - e. Network Managemetn

    OD - e. Object Directory

    PA - Nælon (e. Nylon)

    PDO - e. Process Data Object

    PE 1000 - e. Ultra-high-molecular-weight polyethylene (UHMWPE)

  • xviii

    PE - e. Polyethylene

    PIC - e. Peripheral Interface Controller

    PLC - Iðntölva (e. Programmable Logic Controller)

    PMDC mótor - Síseguls jafnataumsmótor (e. Permanent Magnet DC motor)

    POM - e. Polyoxymethylene

    PTFE - e. Teflon

    PWM - e. Puls Width Modulation

    RF - Ryðfrítt

    RPM - Snúningar á mínútu (e. Rounds Per Minute)

    RTR - e. Remote Transmission Request

    S/H rit - Snúningsvægi/Hraða rit (e. Torque/Speed curve)

    SD kort - Stafrænt minniskort (e. Secure Digital memory card)

    SDO - e. Service Data Object

    Sml - Sjómíla (e. nm - Nautical mile )

    Stjórnborð - Hægri hluti báts/skips

    Stýrishús - Stjórnklefi á bát eða skipi

    USB - e. Universal Serial Bus

    Þilfar - Gólf sem liggur yfir skipsskrokknum öllum eða að hluta

    Þræll - Tæli sem þjónar og fer eftir skipunum meistara í CANopen

    samskiptastaðlinum (e. Slave)

    Öxulnemi - Tæki sem breytir hringhreyfingu í stafrænan kóða (e. Rotary encoder)

    xviii

  • ix

    Þakkir

    Í fyrstu vil ég þakka leiðbeinendum mínum, Andra Þorlákssyni, Sigurði Einarssyni og Sverri

    Guðmundsyni, fyrir góða og hvetjandi leiðsögn. Einnig vill ég þakka Guðjóni Ólafssyni fyrir

    að treysta mér fyrir verkefninu og fyrir að veita mér þetta tækifæri.

    Við smíði þessarar búnaðar komu aðilar mér til aðstoðar sem ég vil þakka sérstaklega. Það

    er Guðjón Jónson eigandi Vélaverkstæðis Guðjóns ehf, Þorsteinn Birgisson eiganda og

    Svanþór Ævarsson framleiðslustjóra Stálnausts ehf.

    Að lokum vill ég þakka skólafélögum mínum fyrir þann tíma sem við höfum átt saman í

    gegnum námið og fyrir þann stuðning sem þeir hafa veitt mér og samvinnu í öllum þeim

    skemmtilegu og krefjandi verkefnum sem við tókum að okkur.

  • 1

    1 Inngangur

    Frá landnámi hafa Íslendingar lifað á landbúnaði og fiskveiðum. Norður-Atlantshafs makríl

    (Scomber scombrus) er einn þeirra fiska sem fram að þessu hefur einungis verið flækings

    fiskur við Íslands strendur. Síðan 1904 hafa einungis verið skráð örfá tilfelli um að makríll

    hafi komið til Íslands í torfum. Síðastliðin sex sumur hefur hann hinsvegar verið að koma

    hingað í stórum stíl. Makríllinn er uppsjávarfiskur eins og síld og loðna. Á veturna er hann

    djúpt á hafi úti en á vorin safnast hann fyrir í stórum torfum og færir sig nær landi. Makríllinn

    lifir á margvíslegri fæðu allt frá ljósátu að síld. Einnig er vitað til þess að hann éti smáan

    þorsk og annan bolfisk [1].

    Veiðar á makríl hafa verið stundaðar síðan hans varð fyrst vart árið 2007 en markvissar

    veiðar hófust ekki fyrr enn árið 2013 [2]. Eftir að veiðar hófust hefur sjávarútvegsráðherra

    gefið út heildar kvóta á allan íslenska flotann [3]. Aflaheimildunum hefur síðan verið skipt

    upp á milli vinnsluskipa, skipa sem landa til vinnslu í landi og handfærabáta. Árið 2014

    fengu smábátar á handfæraveiðum úthlutað 6.000 tonnum sem nam 4,1% af heildar

    veiðiheimildinni [4]. Landssamband smábáta (LS) berst nú fyrir því að makrílveiðar á

    handfæra- og línubátum verði ekki kvótasett og að úthlutunin fari í 18% [2].

    Ef litið er til veiða smábáta á makríl hér á Íslandi þá er framtíðin afar óljós, þar sem margir

    þættir geta haft áhrif á það hvernig og hreinlega hvort hann verður veiddur. Talið er að

    makríllinn hafi rakið göngur sínar hingað til lands vegna hlýnunar sjávar [5]. Ef sú hlýnun

    gengur til baka myndi það hafa þær afleiðingar að makríllin hætti að ganga inn í Íslenska

    fiskveiðilögsögu. Það myndi ekki einungis hafa áhrif á smábátana heldur á allan flotann í

    heild sinni. Verið var að leggja fram frumvarp á Alþingi um að kvótasetja makrílinn og

    miðast þá kvóta úthlutunin við veiðireynslu undanfarinna ára [3]. Í nýju frumvarpi er lagt til

    að smábátar fái einungis 5% af heildar kvótanum. Að sögn tveggja viðmælenda og eigenda

    smábáta, þá telja þeir að ef þetta frumvarp nái fram að ganga mun það hafa í för með sér

    stöðnun í fjölgun smábáta sem stunda veiðar á makríl. Breytingar þessar ásamt sífellt

    hækkandi veiðigjaldi gætu jafnvel haft í för með sér rýrnun á fjölda smábáta sem stunda

    veiðar á makríl hér við land. Ef hinsvegar kröfur LS sem lúta að frjálsum veiðum á 18% af

    heildar kvótanum næði í gegn myndi það hvetja fleiri smábátaeigendur til þess að stunda

    veiðar á makríl.

  • 2

    Síðastliðin ár hafa smábátaveiðar á makríl vaxið gríðarlega. Árið 2010 voru einungis 11

    bátar sem stunduðu veiðar á móti 121 bátum árið 2014 [6]. Á mynd 1-1 má sjá hvernig

    aukningin hefur orðið á fjölda smábáta sem stundað hafa veiðar á makríl (blá súla) og

    aflatölur bæði heildar afli þeirra (appelsínugul súla) sem og mesta veiði á einstakan smábát

    (grá súla). Einnig má sjá heildarveiði alls íslenska fiskveiðiflotans á makríl (Gula súlan) [7].

    Til samanburðar má sjá að lítil breyting hefur verið á heildar veiði á makríl. Á þessum tölum

    sést að makrílveiði á smámátum hér á landi hefur verið dafnandi atvinnugrein sem hefur haft

    í för með sér fjöldann allan af annarri starfsemi í landi. Bæði þegar kemur að fiskverkun og

    þjónustu við smábáta og búnað þeirra.

    Mynd 1-1 Veiði á Norður-Atlantshafs makríl á Íslandi síðastliðin fimm ár [6] [7]

    Hefðbundinn búnaður til veiða á makríl á smábátum er frekar varasamur, óáreiðanlegur og

    fyrirferðarmikill. Tilraunir hafa verið gerðar til að koma með betri lausnir á þessari

    veiðiaðferð og hafa niðurstöðurnar verið misgóðar. Sumar hafa leitt í ljós að það sé

    möguleiki að bæta öryggi, áreiðanleika, fyrirferð og betri veiðigetu búnaðarins. Enn sem

    komið er hefur ekki fundist heildstæð lausn sem nær utan um alla þessa þætti. Ef hagkvæm

    og skilvirk lausn myndi finnast gæti það haft í för með sér nýa atvinnuskapandi grein í smíði

    á búnaði. Áætla má að það sé stór markaður fyrir slíkan bunað ekki einungis fyrir Íslands

    markað heldur einnig erlendan markað.

    Í þessari skýrslu verður farið í að skoða möguleika á því að hanna búnað sem getur bætt

    stöðu smábáta við veiðar á makríl með einföldum og skilvirkum hætti. Unnið verður með

    búnað sem var hannaður og smíðaður sérstaklega með fyrrnefnd atriði í huga. Enn eru þó

    nokkrir hlutir búnaðarins sem ekki virka eins og skyldi og verður reynt að einfalda og leysa

    á hagkvæman hátt. Spurningar á borð við, á að halda áfram að nota tilraunabúnaðinn eða

    byrja frá grunni með nýjan verða skoðaðir betur og leitað svara.

  • 3

    2 Bakgrunnur

    2.1 Veiðiaðferðin

    Veiði smábáta á makríl fer þannig fram að þegar búið er að finna torfuna og mæla þykkt

    hennar með sónartækni er lína með krókaslóða slakað niður að dýpsta punkti hennar. Á enda

    línunnar er slóði með um það bil 30 til 70 krókum með 30 til 40sm millibili. Rauð gervibeita

    er á hverjum öngli og á enda slóðans er komið fyrir sökku. Siglt er í gegnum torfuna á um 1

    - 2,5 sml. hraða á meðan slóðanum er stöðugt slakað niður og híft upp aftur. Makrílinn er

    svo slitinn af krókunum sjálfvirkt með því að draga slóðann í genum slítara sem

    samanstendur af tveimur rörum. Eftir að makríllin hefur verið slitinn af króknum er hann

    leiddur ofan í lest í rennum.1

    2.2 Hefðbundin veiðibúnaður

    Hefðbundin uppsetning búnaðar til veiði á makríl smábáta hér á Íslandi er að norskri

    fyrirmynd. Búnaður þessi uppi stendur meðal annars af hefðbundinni færavinda sem á er

    hringuð lína. Þar sem krókarnir myndu flækjast saman ef slóðanum yrði hringað inn á

    færakeflið þá er slóðanum slengt yfir svokölluð makrílhjól víðsvegar um bátinn. Ýmist er

    makríl hjólunum komið fyrir á sérsmíðuðum möstrum eða á rekkverkum og/eða á

    stýrishúsum bátanna. Sérsmíðaðar rennur eru settar út fyrir bátinn og slíturum komið fyrir

    yst á endum þeirra. Eftir að fiskurinn er slitinn af önglinum þá endar hann í rennunni sem

    flytur hann ofan í lest þar sem hann lendir í fiskikari fullu af ísvatni.

    Þegar bátum eru breytt fyrir makrílveiðar þá er yfirleitt reynt að koma fyrir eins mikið af

    búnaði og unnt er á bátinn. Lengd og lögun bátsins ræður því hversu langan slóða er hægt

    að koma fyrir. Sem dæmi gæti verið að bátur sem rúmar sex búnaði geti verið með 10m. á

    þremur vindur og 8m. á einni vindu og kannski einungis 4m. á síðustu tveim vindurnar. Þar

    með væri heildar lengd slóðanna á bátnum 46m eða um það bil 300 krókar.

    1 Samkvæmt viðtölum við skipstjóra og eigenda smábáta sem stundað hafa veiðar á makríl síðastliðin ár

  • 4

    Á mynd 2-1 má sjá dæmi um það hvernig smábátar eru almennt búnir fyrir makríl veiðar.

    Brynja SH sem hefur verið aflahæsti smábáturinn síðastliðin tvö ár er útbúinn með sex

    makrílbúnuðum. Brynja er útfærð þannig að aftarlega er komið fyrir sex hefðbundnum

    færavindum (1 á mynd 2-1). Slóðanum (2 á mynd 2-1) er síðan hringað á milli

    makrílhjólanna (3 á mynd 2-1) og endar á síðasta hjólinu sem liggur ofaná slítarakassanum

    (4 á mynd 2-1) sem er staðsettur yst á rennunni (5 á mynd 2-1) Ástæða þess að farið er með

    rennuna langt út fyrir borðstokk er tvíþættur, annarsvegar til þess að koma lengri slóða á

    bátinn og þar með fleiri önglum og hinsvegar til þess að sporna við því að flækja slóðann

    undir bátnum.

    Mynd 2-1 Brynja SH með hefðbundinn makrílbúnað [4]

    Samkvæmt viðtölum við smábátasjómenn þá telja þeir þessa veiðiaðferð afar hættulega,

    óáreiðanlega og allt of fyrirferðamikla. Þetta stafar meðal annars af því að veiðibúnaðurinn

    samanstendur af mörgum einingum sem upphaflega þjónuðu öðrum tilgangi. Augljóst er að

    mikil hætta geti stafað af notkun þessa búnaðs þar sem sjómenn gætu átt í hættu að fá í sig

    öngla þegar verið er að vinna við búnaðinn eða ef taumur skyldi slitna. Eins er mikil hætta á

    því að menn geti fallið fyrir borð þegar verið er að koma fyrir nýjum slóða því þá þarf að

    klífa út á rennuna til þess að þræða slóðann aftur í slítarann.

    1 2

    3 4 5

  • 5

    2.3 Tilraunaveiðibúnaður

    DNG2 hóf tilraunaveiðar með nýrri útfærslu af sérútbúnum makrílbúnaði árið 2013. Búnaður

    þessi var hannaður af DNG en virðist vera byggður á hugmynd enska fyrirtækisins Ian Carey

    Welding Specialists. Búnaður Ian Careys er handknúin færavinda sem byggir á þeirri tækni

    að vinda einskonar borða á milli króka laga. Þar með þarf ekki að draga slóðann yfir fleiri

    kefli annarstaðar á bátnum. Borðinn liggur á þilfarinu þar til slóðinn kemur upp úr sjónum.

    Hann dregst svo inn með slóðanum og vefst inn á færakeflið (1 á mynd 2-2 og 4 á mynd

    2-3). Í grófum dráttum er búnaður þeirra DNG frábrugðin búnaði Ian´s á þann hátt að bæði

    er hann rafknúinn með DNG færavindu (1 á mynd 2-3) og einnig hefur verið bætt við auka

    kefli (2 á mynd 2-3) sem borðinn (3 á mynd 2-3) hringast upp á.

    Mynd 2-2 Ian Carey Mackerel Stripper [8] Mynd 2-3 Frumútgáfa af makríl færavindu frá DNG

    [9]

    2 DNG er í eigu Slippsins á Akureyri

    1 1

    3

    4

    3

    3

  • 6

    Í myndaseríu hér að neðan sést hvernig búnaðnum var komið fyrir á bátnum og útskýrt nánar

    hvernig hann var uppbyggður.

    Hér má sjá sneiðmynd af bát þar sem sést hvernig búnaðurinn er tengdur við rennuna. Búnaðurinn er boltaður niður í þilfarið. Rennan er á hjörum á borðstokknum þannig að hægt sé að hífa hana upp með síðu bátsins til þess að geta lagt að bryggju.

    .

    Mynd 2-4 Einfölduð mynd af Tilraunabrúnaði DNG

    - Sjónarhorn 1

    Hér má sjá hvernig borðanum er vafið upp á gormlestað borðakeflið. Línan er þrædd í gegnum lykkju á enda borðans. Kúla á milli línunnar og slóðans dregur síðan borðann með inn á færakeflið.

    .

    Mynd 2-5 Einfölduð mynd af Tilraunabrúnaði DNG

    - Sjónarhorn 2

    Hér má sjá hvernig litlu kúlunni er komið fyrir á undan krókunum. Bæði kúlan og krókarnir komast í gegnum slítarann. Fyrir neðan slítarann kemur svo áframhaldandi renna sem flytur makrílinn áfram niður í lest.

    .

    Mynd 2-6 Mynd 2 5 Einfölduð mynd af

    Tilraunabrúnaði DNG - Sjónarhorn 3

    Rennan »

    Búnaðurinn »

    Þilfarið

    Slóðinn » « Borðstokkur Síðan

    « Borðakeflið

    « Borðstokkur

    « færakeflið

    « Borðstokkur

    Krókar »

    Slítari »

  • 7

    2.3.1 Verkefnið

    Útgerðarfélagið Sjávarmál ehf. keypti átta tilraunabúnaði af DNG fyrir sumarið 2013. Að

    sögn Guðjóns Ólafsonar eiganda Sjávarmáls, þá var búið að breyta búnaðnum frá upphaflegu

    hönnuninni eins og þeirri sem sést á mynd 2-3 í svipaðri þeirri sem sést á mynd 2-7. Eftir

    fyrsta sumarið og margar misheppnaðar veiðiferðir var ráðist í fjölmargar breytingar. Síðustu

    útfærsluna má sjá á mynd 2-7. Meðal annars var allur búnaðurinn breikkaður og festing fyrir

    vinduna sjálfa breytt.

    Mynd 2-7 Síðasta útfærslan á DNG búnaðnum

    Sumarið 2014 var svo farið af stað aftur til þess að prufa nýju útfærsluna. Búnaðurinn átti að

    sögn DNG að vera orðin nánast gallalaus. Eftir nokkrar tilraunaveiðiferðir komu í ljós fleiri

    kvillar sem einnig hrjáði eldri útfærsluna auk þess sem aðrir nýir bættust við. Þá ákvað

    Guðjón að taka búnaðinn allann í land og koma fyrir hefðbundnum búnaði til þess að geta

    klárað veiði tímabilið. Þrátt fyrir að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skildi allan tímann þá

    lofaði hann mjög góðu þau fáu skipti sem allt virkaði. Gott dæmi er að í einni veiðiferðinni

    náðist að veiða 16 tonn á 5 tímum. Á sama tíma voru sambærilegir bátar að landa undir 10

    tonnum.

    Guðjón leitaði til þeirra hjá DNG með áhyggjur sínar um að hann hefði lagt í mikinn kostnað

    í búnaðinn sem ekki virkaði sem skyldi. Atriði sem Guðjón hafði bent þeim á árið 2013 þegar

    fyrst var farið á tilraunaveiðar hafi ekki verið löguð og einnig væru að bætast við fleiri atriði

    á athugasemdalistann. Þeir hjá DNG tilkynntu Guðjóni að þeir væru hættir þróuninni.

    Guðjón tilkynnti þeim í kjölfarið að hann myndi fá annan aðila til þess að halda áfram þróun

    búnaðarins. Hafði þá Guðjón samband við skýrsluhöfund um aðstoð við lausn á

    vandamálinu.

    Í áframhaldi þessa kafla verður vitnað í Guðjón sem eiganda búnaðarins.

  • 8

    2.3.2 Vandamálið

    Helstu atriði sem voru að hrjá búnaðinn að sögn eiganda hans má sjá í töflu 2-1.

    Tafla 2-1 Helstu vandamál við tilraunabúnaðinn

    Númer: Vandamál: Afleiðing:

    1 Tímareim (5 á mynd 2-3) sem liggur á

    milli DNG vindunnar og

    tilraunabúnaðarins átti til að hoppa á

    milli tanna

    Varð til þess að slóðinn, annaðhvort varð

    eftir í sjónum eða kom of langt inn og dró

    þar með sökkuna inn í búnaðinn og sleit

    þar með slóðann

    2 Tímareim sem liggur á milli DNG vindu

    og tilraunabúnaðar vildi detta af

    Varð til þess að þeir misstu línuna og

    slóðann út í sjó

    3 Ef rafmagn fór af bátnum þá var ekkert

    sem hélt línuna á sínum stað

    Varð til þess að þeir misstu allar átta

    línurnar og slóðann út í sjó

    4 Búnaðurinn átti það til að búa til

    stöðurafmagn

    Forritið í DNG vindunni ruglaðist. Sem

    leiddi til þess að vindurnar virkuðu ekki

    sem skyldi

    5 Ásinn3 gat bilað eða staðið á sér Gat ruglað í hinum vindunum eða varð til

    þess að þær stöðvuðust allar.

    6 Einungis var hægt að stoppa og hífa inn

    vindu ef hún var á uppleið

    Varð til þessa að það tók langan tíma að ná

    inn línunum.

    3 Ásinn er sú vinda sem hægt er að stjórna öðrum vindum í gegnum. (e. Master - Slave connection)

  • 9

    3 Hönnunarforsendur og framkvæmd

    Verkefnið var skoðað út frá þremur megin þáttum. Fyrst frá vélrænu sjónarhorni þar sem

    vélbúnaður tilraunabúnaðarins var skoðaður ítarlega ásamt hugsanlegri vélrænni viðbót eða

    útskiptingu. Því næst var rafmagnsbúnaður skoðaður þar sem áhersla var lögð á DNG

    rafmagns vinduna til þess að átta sig á því hverskonar búnaður gæti komið í stað hennar ef

    út í það væri farið. Að lokum var farið í að skoða stjórnbúnaðinn í því skyni að átta sig á

    hvernig og hvað gæti valdið því að forrit DNG vindunnar hegðaði sér furðulega við ákveðnar

    aðstæður. Ekki var þetta þó svo einfalt að hægt væri að skipta vandamálinu upp í fullkomnar

    ferkantaðar einingar og vinna eina í einu. Eitt heldur í höndina á öðru og þess vegna varð að

    hafa í huga að vinna jafnt og þétt að heildar niðurstöðu í gegnum allt framkvæmdar ferlið.

    3.1 Efnisval

    3.1.1 Smíðaefni

    Vanda þurfti til verka þegar valið var efni sem notast átti við í erfiðum aðstæðum líkt og

    gerist úti á sjó. Málmar sem eru úti á þilfari verða fyrir miklu áreiti. Aðallega er það selta

    sem reynir hvað mest á málminn en einnig þarf hann að þola önnur efni á borð við sápur og

    klór. Einnig þarf málmurinn að þola mikið áreiti á borð við högg, núning og titring. Þegar

    valið verður efni þá var m.a. stuðst við fagmannlegar ráðleggingar söluaðila hér á landi á því

    efni sem til þurfti.

    Kopar, eir, brons, ál, járn og stál eru meðal þeirra málma sem notaðir eru í smíði tækja og

    búnaðar um borð í skip. Hver og einn málmur hefur mismunandi eiginleika, styrki og galla.

    RF stál hefur flesta kosti fram yfir aðra málma þegar kemur að hörku, efnisþoli og endingu.

    Ef RF stál er borið saman við ál og smíðastál þá er það mun þolnara gegn tæringu, sterkara

    og yfirborðs fallegra en á sama tíma er það dýrasti kosturinn.

    Þar sem tilraunabúnaðurinn var að mestu smíðaður úr RF stáli þá var reynt að halda sér við

    það að mestu. Valið stóð á milli AISI 303, 304 og 316 þar sem það eru mest notuðu gerðir

    stáls af þessu tagi hér á landi4. 303 er öxulefni sem er auðvinnanlegt en á móti hefur það ekki

    eins gott þol gegn tæringu. 304 er algengasta RF stálið og hefur miðlungs þol gegn tæringu.

    316 er hinsvegar mjög sterkt gegn tæringu en er afar hart og þar með erfiðara að vinna með

    [10].

    Einnig var skoðað val á plastefnum á borð við PE, POM, PA og PTFE við hönnun þessa

    verkefnis. PE plast er víða notað í iðnaði í ýmsum tækjum þar sem það er hægt að fá það í

    mörgum mismunandi hörku stigum. POM er afar hart plast sem hefur lágan núningsstuðul

    og hentar þar með afar vel sem leguefni. Bæði PA og PTFE eru einnig efni sem henta vel

    sem legu efni vegna lágs núningsstuðuls en er hinsvegar ekki eins hart og POM [11].

    3.1.2 Rafbúnaður

    Sá rafmagns búnaður sem yrði valinn, yrði að vera vatnsheldur og/eða gengið frá honum á

    þann hátt að ekki kæmist meiri raki að honum en framleiðandi hans gefur upp. IP staðallin

    er alþjóðlega viðurkenndur mælikvarði á vörn gegn aðskotahlutum og vatni [12]. Þeir hlutir

    4 Samkvæmt söluaðila hjá Ferro zink sem er innflutnings aðili RF stáls.

  • 10

    sem þurfa að vera útsettir fyrir sjó verða að minnsta kosti að vera með IP 55 eða hærri

    merkingu. Á mynd 3-1 sést hvernig IP staðallin er uppbyggður þar sem fyrsti tölustafurinn í

    merkingunni seigir til um heldi gegn aðskotahlutum og seinni talan seigir til um vatnsheldni.

    Mynd 3-1 Uppbygging IP staðalsins [13]

    3.2 Greining

    Til þess að geta leyst vandamálið á veiðibúnaðnum þurfti að greina verkefnið. Í þessum kafla

    er verkefnið skilgreint og fundið hugsanlegar ástæður fyrir því að tilraunabúnaðurinn hegðar

    sér samkvæmt töflu 2-1. Þegar lausnin er fundin verður áætlað hvaða efni og aðföng þurfi

    til að klára verkefnið.

    3.2.1 Verkefnið

    Verkefnið fól í sér að finna einfalda og skilvirka lausn á vandamálum sem hafa verið að hrjá

    tilraunabúnaðinn. Í töflu 3-1 er velt fram hugsanlegum ástæðum þess að búnaðurinn hafi

    ekki virkað sem skyldi og tillögur um lausnir settar upp. Greiningin og niðurstöðurnar voru

    unnar í sameiningu með eiganda búnaðarins ásamt áhöfn báts hans.

  • 11

    Tafla 3-1 Hugsanlegar ástæður og lausn fyrir vandamálum á tilraunabúnaðnum

    Ástæða fyrir vandamálum í

    töflu 3-1: Hugsanlegar lausnir:

    Gæti leist

    vandamál

    númer í

    töflu 3-1:

    Festing (1 á mynd 3-2) fyrir DNG

    vinduna er ekki nógu stöðug og

    þar með sígur hún niður við titring

    og annað áreiti. Það veldur því að

    reimin missir strekkingu.

    1. Festa undirstöðu fyrir vinduna og

    setja strekkjarahjól á reim.

    2. Skipta út reim fyrr keðju eða aðra

    aflflutnings aðferð.

    3. Flytja vinduna þannig að ekki þyrfti

    að notast við reim eða aðra afl

    flutnings aðferð.

    4. Skipta út vindunni fyrir annan mótor

    með gír sem færi beint á öxul

    færakeflisins.

    1 og 2

    Einungis er handvirk bremsa á

    færakeflinu. Bremsa þessi er

    diskabremsa af reiðhjóli og ekki

    hentug þeim aðstæðum sem

    búnaðurinn býr við (sjá mynd 3-3).

    1. Skipta bremsu út fyrir rafknúna

    bremsu.

    2. Skipta út vindunni fyrir annan mótor

    með gír sem færi beint á öxul

    færakeflisins. Ef gírinn er snekkjugír

    þá heldur hann ef rafmagn ef tekið af

    3

    Plastreim sem hringast upp á milli

    krókana er illa jarðtengd þar sem

    allar fóðringar og aðrir snertifletir

    eru úr plasti. Þar með getur hlaðist

    upp stöðurafmagn.

    1. Koma fyrir stöðurafmagnsbursta5 á

    búnaðinn.

    2. Skipta plast borða út fyrir RF

    fjaðurstál renning6

    3. Skipta plastfóðringum og -öxlum út

    fyrir málmfóðringar og -öxla.

    4 og 5

    Samskipta leið milli DNG

    vindanna er raðbundin samskipti7

    sem virðist geta staðið á sér.

    Einnig er forritið í DNG vindunni

    einungis aðgengilegt af þeim hjá

    DNG.

    1. Skipta út vindunni fyrir annan

    drifbúnað sem er með aðgengilegri

    og áreiðanlegra samskiptamáta.

    1, 2, 3, 5

    og 6

    5 e. Anti-Static Brush. Dæmi um slíkan bursta má finna á: http://www.kullen.de/en/products/product-

    catalogue/antistatic-and-ostrich-feather-brushes/antistatic-brushes.html 6 e. Stainless Spring Steel sheet. Dæmi um slíkt stál má finna á: http://www.precisionsteel.com/stainless-

    steel/410-annealed 7 e. Serial communication. Virðist vera RS-485 þar sem það er USB í RS-485 breytir um borð í bátnum sem

    notaður er í að tengja tölvu við .

  • 12

    Mynd 3-2 Tilraunabúnaður – hliðarmynd

    Mynd 3-3 Tilraunabúnaður – bremsa og tannhjól

    3.2.2 Stöðurafmagn

    Plastborðinn sem hringast inn á milli krókalaga vildi til að magna upp stöðurafmagn. Á mynd

    3-4 sjást tvö rúllukefli sem eru á milli færavindunnar (merkt 1 á mynd 3-4) og borðakeflisins

    (merkt 2 á mynd 3-4). Á endanum á borðanum er komið fyrir þykkingu (stoppari) sem ekki

    kemst í gegnum rúllukeflin sem stoppar borðann frá því að rúlla of langt inn á borðakeflið.

    Á mynd 3-5, mynd 3-6 og mynd 3-7 má sjá tilraunir sem voru gerðar til að leysa vandamálið.

    Það hefur verið borað göt í sitthvorn endann á neðri rúllunni og í það sett vír sem síðan var

    boltaður við búnaðinn. Þetta hamlaði keflið frá því að geta snúist eins og sést á mynd 3-5.

    Þrátt fyrir að það náðist jarðtenging þá er afstaðan á neðra keflinu þannig að borðinn snertir

    það hjól ekki hvort sem borðinn er allur á borðakeflinu eða allur á færavinduni. Það yrði

    einungis snerting þegar stopparinn á borðanum hvílir á milli keflanna eða hugsanlega þegar

    færavindan skiptir um snúningsátt. Þetta má betur sjá á mynd 3-4 þar sem gula linan sýnir

    afstöðu borðans þegar mest af honum er enn inni á borðakeflinu og rauða línan sýnir

    afstöðuna þegar borðin er allur komin inn á færavinduna.

    Mynd 3-4 Tilraun til að losa stöðurafmagn

    – borði snerti sjaldan jarðtengda keflið

    Mynd 3-5 Tilraun til að losa stöðurafmagn

    – jarðtenging út í grind

    1

    1 2

  • 13

    Mynd 3-6 Tilraun til að losa stöðurafmagn –

    vír stungið inn í endann og hamlar snúning

    keflis

    Mynd 3-7 Tilraun til að losa stöðurafmagn

    – vír stungin inn í kefli í von um að snerta stálrör

    Þegar skoðuð var ný lausn á stöðurafmagns vandamálinu þá voru stöðurafmagnsburstar

    útilokaðir vegna þess að þeir myndu mjög fljótlega mettast af slori og drullu auk þess sem

    það gæti orðið erfitt að fylgjast með því hvort þeir væru að gera það sem til er ætlast.

    Við skoðun á því að skipta út plast borðanum fyrir stál renning þá komu aðrir áhugaverðir

    kostir í ljós.

    Stöðurafmagns vandamál yrði leyst

    Önglar gata ekki stálið eins og þeir hafa gert við plastið

    Það kæmist mun lengri stál borði fyrir á færavinduni en plastborði8.

    Stálborðinn stífnar ekki í kulda

    Stálborðinn þolir seltu, efni og útfjólubláa geisla mun betur en plastið9

    Fengin voru verð í RF fjaðurstál (AISI 310) frá innflutningsaðila stáls hér á landi. Uppgefið

    fékkst að stálið kosti um það bil 5.000kr. á kílóið. Til þess að áætla verðið á renningnum

    voru eftirfarandi reikningar gerðir.

    Fastar:

    Verð á 310 RF stáli 5.000kr/kg

    Eðlisþyngd 310 RF stáls 7.750kg/m3 [13]

    Breidd borða 0,20m

    Heildar lengd plastborða 15m

    Óskuð lengd á stálborða10 23m

    Áætluð þykkt á stálborða 0,25mm

    8 Plast borðinn er 1,5mm þykkur. Stál renningurinn er fáanlegur frá 0,125mm þykkum renningum. 9 Ekki er vitað hvaða efni er í plastborðanum en það ber merki með sér að það hafi bæði gulnað og stífnað.

    Hugsanlegt val á stál væri AISI-410 sem er afar sýru helt stál [16]. 10 Samkvæmt eiganda búnaðarins þá er það einungis hægt að koma fyrir 12m löngum slóða á hvern búnað enn

    það mætti vera 20m.

  • 14

    Útreikningar:

    Rúmmál borða:

    25m * 0,20m * 0,00025m = 0,000125m3

    Þyngd stálborða:

    7.750Kg/m3 * 0,00125m3 ≈ 9,7Kg

    Verð á stálborða:

    5.000kr/kg * 9,7Kg ≈ 48.500Kr

    Útfrá þessum útreikningum var ákveðið að skipta borðanum út eftir að búið væri að laga

    aðra hnökra. Til þess að leysa stöðurafmagns vandamálið fram að því að stálborðinn yrði

    settur í þá var ákveðið að skipta út plastöxlunum og -fóðringunum fyrir málmöxla og -

    fóðringar.

    3.2.1 Hugbúnaður núverandi drifbúnaðar

    Erfitt var að greina ástæðu þess að hugbúnaður í núverandi drifbúnaði hegðaði sér ekki sem

    skyldi. Einungis var hægt að fá aðgang að ákveðnum skakforritum og stillingum þeim

    tengdum. Til þess að greina vandamálið þyrfti að geta komist í bakendaforritið en það var

    ekki mögulegt. Þar sem DNG náði ekki að leysa vandamálið á þeirra eigin vindu þá er afar

    ólíklegt að lausn fyndist á þessu verkefni þó svo það fengist aðgangur að bakendaforritinu.

    3.2.2 Drif- og stjórnbúnaður

    Ef niðurstöður greiningar sýndu fram á að það yrði að skipta út núverandi drifbúnaði fyrir

    annan drifbúnað þá voru margir þættir sem þurfti að huga að. Þar á meðal varð að skoða

    hverskonar aflgjafa væri hægt að nota. DNG vindan er drifin af 24V. rafmótor. Hugmyndir

    voru uppi um að nota glussadrifinn mótor en það var fljótlega hætt við þá hugmund þar

    sem það er bæði hávær og mögulega sóðaleg kerfi ef t.d. glussaslanga gefur sig. Einnig var

    rætt að skoða bæði 230V riðstraumskerfi (AC) sem og 24V jafnstraumskerfi (DC) þar sem

    það er 220V spennir og áriðill um borð í bátnum sem búnaðurinn á að fara í. Vegna þess að

    slíkir spennar eru ekki í öllum smábátum en flestir eru með 24V jafnstraumskerfi þá var

    220V riðstraumskerfi útilokað.

  • 15

    Ef farið væri í að setja rafmótor í staðinn fyrir DNG vinduna þá yrði að tengja hann við

    hraðastýringu og henni stýrt með tölvu sem yrði í stýrishúsi bátsins. Einnig þyrfti að vera

    nemi sem skynjar það dýpi sem línan er á. Að lokum þyrfti einnig að vera einföld leið til að

    geta stjórnað hverjum búnaði fyrir sig. Upp kom sú hugmynd að hanna stjórnkerfið frá

    grunni og byggja það á örtölvu á borð við PIC11. Áætlað var að ekki væri nægur tími til þess

    að hanna, prófa og smíða slíkt kerfi á tilgefnum tíma og þar með var ákveðið að notast við

    iðntölvu og aðgerðaskjá sem stjórnbúnað.

    Í viðauka A eru fjórar hugsanlegar útfærslur sem upp komu hvað varðar útfærslu á

    stjórnbúnaði. Á mynd 3-8 má sjá fyrstu og einföldustu útfærsluna á því hvernig mætti útfæra

    kerfið. Myndinni er skipt í tvo helminga þar sem vinstri hlutinn táknar þilfarið og hægri

    hlutinn táknar stýrishúsið. Í stýrishúsinu yrði komið fyrir iðntölvu og aðgerðaskjá sem myndi

    tengjast aflgjafanum. Stafrænir og/eða hliðrænir inngangar og útgangar á iðntölvu yrðu

    tengdir í gegnum fjölleiðara við hraðastýringu, hringteljara (merkt Tacho á mynd 3-8) og

    takka úti á þilfari. Stærsti ókosturinn við þessa hugmynd væri sá að þegar tengt yrði við

    marga búnaði úti á þilfarinu þá þyrfti iðntölvan að vera með fjöldann allan af inngöngum

    og útgöngum. Aðrar hugmyndir byggja á því að tengja tölvuna við I/O einingu sem staðsett

    yrði í búnaðnum úti á þilfari. Einhverskonar iðnaðarsamskiptastaðall yrði notaður á milli

    þeirra.

    Eftir þessa hugmynda vinnu var ákveðið að miða við það að notast við samskiptastaðal þar

    möguleikar yrðu á frekari viðbætum við kerfið ef út í það yrði farið. Iðntölva yrði notuð og

    hún tengd við annaðhvort I/O einingu úti á þilfari eða beint við mótorstýringu sem gæti

    einnig þjónað sem I/O eining.

    Mynd 3-8 Hugmynd 1 – einfalt stjórn kerfi

    11 Örtölva frá fyrirtækinu Microchip Technology.

  • 16

    Í töflu 3-2 má sjá grófa kostnaðaráætlun yfir það ef farið yrði út í að skipta út stjórn- og

    drifbúnaðnum fyrir iðntölvu og gírmótor ásamt tilheyrandi rafmagns búnaði. Stutt

    verðkönnun var gerð bæði með því að skoða búnað erlendis á netinu og hjá heildsölum hér

    heima.

    Tafla 3-2 Verðáætlun ef skipt er út núverandi drifbúnaði

    Hlutur: Verð

    áætlun12

    [kr.]

    Athugasemd:

    Drifbúnaður 65.000 Mótor, gír og bremsa (ef gír er ekki sjálfheldur)

    Stjórnbúnaður 145.000 Iðntölva með aðgerðaskjá

    Stýribúnaður 50.000 Mótorstýring og öxulnemi13

    Kaplar 10.000 Bæði stofn- og merkjakapall

    Annar rafbúnaður

    15.000

    Varnir, tengi og takkar ásamt öðru smærri

    rafbúnaði

    Hýsing

    + 50.000

    Smíðaður RF kassi utan um mótor og annan

    rafbúnað

    Samtals: 335.000

    Endursöluverð á DNG vindu - 250.000 Áætlað verð er um 250 – 350þ

    Samtals: 85.000

    Eftir þessa greiningu var ákveðið að ganga út frá því að nota veiðibúnaðinn áfram að

    undanskyldum DNG vindunum, reimabúnaðinum og bremsubúnaðinum. Meginástæða þess

    var að þrátt fyrir að það fyndist lausn á vélrænu vandamálunum þá voru raf- og

    stjórnvandamálin mjög óaðgengileg og ekki sjáanleg lausn framhjá mörgum þeirra atriða

    sem tengdust þeim.

    Út frá kostnaðaráætluninni kom í ljós að breytingarnar varðandi drifbúnaðinn myndu

    einungis kosta um helming til þriðjung af því sem ný DNG vinda kostar. Það sem einnig var

    afgerandi ákvarðanavaldur var að ef vel heppnast til, þá væri ávalt hægt að selja DNG

    vindurnar þannig að endanlegur kostnaður gæti jafnvel komið út á sléttu.

    12 Verð fengin á tímabilinu Janúar – Apríl 2015 13 e. Incremental shaft encoder.

  • 17

    3.2.3 Annar búnaður

    Skoðað var hvort það væri til samskonar búnaður og tilraunabúnaðurinn í því skyni að athuga

    hvort það væri hægt að nýta hann eða nýta hann að hluta til. Ekki fannst nokkuð við leit á

    netinu og samkvæmt viðtölum við smábátaeigendur þá hafa þeir ekki heyrt um neina aðra

    aðferð við veiðarnar en þá norsku.

    Þar sem notast er við færavindur við hefðbundna veiði þá voru skoðaðar hinar ýmsu gerðir

    af handfæravindum og þær bornar saman. Þetta var gert í því skyni að átta sig á þáttum eins

    og aflþörf, hraða og öðrum hönnunar forsendum sem þyrfti að hafa í huga. Í viðauka E sést

    hvar bornar voru saman þrjár gerðir af DNG vindum ásamt fjórum öðrum vindum sem

    fundust við leit á netinu. Vitað er til þess að hér á landi eru aðallega notast við DNG

    vindurnar og vindur frá sænska framleiðandanum Belatronic. Aðallega verður miðað við

    DNG vinduna við hönnun nýs drifbúnaðar þar sem hún virðist vera öflugust, bæði er hún

    hröðust þeirra vinda sem bornar voru saman og með mesta togkraftinn. Einnig verða kostir

    annarra vinda hafðir að leiðarljósi.

    3.2.4 Aflþörf

    Ákveðið var í samráði við eiganda búnaðarins að hanna drifbúnaðinn þannig að hann væri

    það aflmikill að hægt væri að þrengja á milli króka og lengja slóða til þess að athuga hvort

    það myndi skila meiri veiðigetu. Ef plastborðanum yrði skipt út fyrir þunnan stálborða þá

    ætti leikandi að vera hægt að koma fyrir 20m af slóða á færavinduna. Með því að hafa 15sm

    á milli króka þá myndi það gera 130 króka á slóða sem eru um 60 krókum fleiri en DNG

    vindan ræður við samkvæmt notendahandbók þeirra [14]. Í auglýsingabæklingi frá DNG má

    sjá að vindan er gefin upp fyrir að geta togað 55Kg í lofti [15].

    Snúningsvægi rafmagnsmótora er háð snúningshraða þeirra. Fyrir hvern mótor er sérstakt

    S/H rit. Á mynd 3-9 á sjá slíkt rit yfir ákveðin mótor. Þar sést að mótorinn er með mesta

    vægi (τ) í rúmlega 0.3Nm og mesta hraða um 600RPM sem samsvarar um það bil 62,5rad/s

    (ω). Við þessi mörk er aflið í núlli þar sem jafnan fyrir afl í hringhreyfingu er

    P = τω. ( 3-1)

    P = Afl [W] ; τ = Snúningsvægi [Nm] ; ω = Snúningshraði [rad/s]

  • 18

    Mynd 3-9 Snúningsvægi/Hraða rit [16]

    Eins og sést á mynd 3-10 þá samsvarar afl mótorsins flatamáli ferhyrningsins sem myndast

    undir S/H ritinu. Þar af leiðir að mesta afl sem hægt er að ná út úr mótor er þegar ω = ½ ωn

    og τ = ½ τs. Á mynd 3-11 má sjá samhengi snúningsvægis, afls og snúningshraða [16].

    Erfitt reyndist að fá uppgefið snúningsvægi á hinum ýmsu vindum. Þar sem toggeta eða afl

    var gefið upp var ekki gefið upp miðað við hvaða hraða það átti við. Snúningsvægi og

    viðeigandi hraði DNG vindunnar var reiknaður út frá gefnum tölum í bæklingum þeirra.

    Hraðaútreikningar á DNG C-6000i vindu:

    Jöfnur:

    F = mg ( 3-2 )

    F = Kraftur / þyngd [N] ; m = massi [kg] ; g = þyngdarhröðun jarðar [m/s2]

    τ = d ∗ F ( 3-3 )

    τ = Snúningsvægi [Nm] ; d = Fjarlagð í kraft [m] ; F = Kraftur [N]

    ω =2π

    60∗ N ( 3-4 )

    ω = Snúningshraði [rad/s] ; N Snúningar á mínútu [RPM]

    Mynd 3-10 Afl samsvarar flatamál í

    S/H riti [18] Mynd 3-11 Snúningsvægi og afl á móti

    snúningshraða [18]

  • 19

    Fastar:

    Afl notkun P1 = 250W

    Toggeta t1 = 55kg

    Meðal radíus á færakefli r1 = 45mm

    Útreikningar:

    Togkraftur (jafna 3-2 notuð):

    FDNG = 55kg * 9,81m/s2 ≈ 540N

    Snúningsvægi (jafna 3-3 notuð):

    τ DNG = 540N * 0,045m ≈ 22Nm

    Snúningshraði (jafna 3-4 notuð):

    ωDNG = 2π/60 * N

    250W = 22Nm * 2π/60 * N =>

    N = 250W / 22Nm * 2π/60 ≈ 110 RPM

    Ef þessi niðurstaða er borin saman við ritin á mynd 3-10 og mynd 3-11 þá má áætla að við

    110rpm þá er ω = ½ ωn og τ = ½ τs. Þ.e.a.s. hápunktur fleygbogans á mynd 3-11 væri í

    110RPM.

    Til stuðnings voru gerðir grófir útreikningar á því hvert snúningsvægið

    þyrfti að vera miðað við gefnar forsendur. Margir óvissu þættir eru í

    þessum útreikningum á borð við halla línunnar og þar með varpað

    flatarmál fisksins og lóðsins á vatnið. Á mynd 3-12 sést skissa að því

    hvernig línan gæti hallað í sjónum þegar verið er að draga hana og

    hvernig makríllin gæti hangið á henni.

    Forsendur útreikninga:

    Togkrafturinn sem búnaðurinn þarf að yfirvinna er þyngdin á lóðinu,

    línunni og þyngd á makrílnum sem er ofan í sjónum ásamt þeim makríl

    sem kominn eru uppúr sjónum. Einnig þarf að gera ráð fyrir kraftinum

    sem þyrfti til að slíta makrílinn af önglinum. Áætlun um þann kraft er

    byggður á viðtali við sjómenn sem stundað hafa veiðar á makríl.

    Makríll er ekki með sundmaga sem gerir það að verkum að hann sekkur ef hann er kyrr.

    Hann er hinsvegar mjög feitur fiskur og er þar með ekki mjög þungur í sjó [17]. Erfitt

    reyndist af finna upplýsingar um það nákvæmlega hversu þungur hann er í sjó. Einnig

    reyndist erfitt að átta sig á því hversu mikinn sundkraft hann hefur og hvernig áhrif það getur

    haft á línuna. Áætlað var að þyngd hans sé um fjórðungur þyngdar hans á landi. Áætlað var

    að það eru jafn margir fiskar að reyna að synda niður eins og þeir sem reyna að synda upp

    og eins til hliðanna og þar með þyrfti ekki að gera ráð fyrir sundkrafti makrílsins í þessum

    útreikningum.

    Mynd 3-12 Makríll á

    línu

  • 20

    Jöfnur:

    A = πr1r2 ( 3-5 )

    A = flatarmál [m2] ; r1 = radíus 1 [m] ; r2 = radíus 2 [m]

    Fd =1

    2CdρApv

    2 ( 3-6 )

    Fd = mótstöðukraftur [N] ; Cd = mótstöðufasti ; ρ = eðlismassi vökvans [kg/m3]; Ap = varpað flatamál [m

    2] ; v = hraði [m/s]

    Wt = mog − (mo

    ρo∗ ρl ∗ g) ( 3-7 )

    Wt = þyngd hlutar í vökva [N] ; mo = massi hlutar [kg]; g = þyngdarhröðun jarðar [m/s2]; ρ o = eðlismassi hlutar [kg/m

    3] ; ρ l = eðlismassi

    vökvans [kg/m3]

    Ft = Ff +W ( 3-8 )

    Ft = Togkraftur [N] ; = Ff = Mótstöðukraftur [N] ; W = þyngd [kg] (sjá mynd 3-13)

    Fastar:

    Þyngdarhröðun jarðar g = 9,81m/s2

    Sjómíla (hnútur) v2 = 1,852km/klst. [18]

    Eðlismassi sjávarvatns ρs = 1030kg/m3 [19]

    Eðlismassi blýs ρl = 11300kg/m3 [20]

    Massi á lóði ml = 2,5kg

    Fjarlægð milli króka d1 =15sm

    Meðal radíus á færakefli r1 = 45mm

    Áætlanir:

    Hæð upp í rennu h1 = 1,5m

    Fjöldi króka með makríl á n1 = 130 stk.

    Mesti massi á makríl w1 = 800g

    Mótstöðufasti makríl (vænglögun) μm = 0,045 [21]

    Mótstöðufasti sökku (byssukúlulögun) μl = 0,295 [21]

    Mesti kraftur til að slíta makríl af krók F1 = 50N

    Útreikningar:

    Þyngd makríks (jafna 3-2 notuð):

    mm = 0,8kg * 9,81m/s2 ≈ 7,8N

    Þyngd sökku (jafna 3-2 notuð):

    ms = 2,5kg * 9,81m/s2 ≈ 24,5N

    Fjöldi fiska fyrir ofan sjávarmál:

    nm_o = 1,5m / 0,15m = 10 stk (Þar að einn í slítara)

    Fjöldi fiska fyrir neðan sjávarmál miðað við 70 króka:

    nm_n = 70stk – 10stk = 60stk

    Mynd 3-13 Kraftamynd

  • 21

    Fjöldi fiska fyrir neðan sjávarmál miðað við 130 króka:

    nm_n = 130stk – 10stk = 120stk

    Varpað flatarmál makrílls (jafna 3-5 notuð):

    Ap_M = π * 0,04m * 0,1m ≈ 0,013m2

    Varpað flatarmál sökku (jafna 3-5 notuð):

    Ap_L = π * 0,03m * 0,05m ≈ 0,005m2

    Toghraði:

    v = 2,5hútar * 1852m/klst = 4630m/h *(1h / 3600s) ≈ 1,3m/s

    Mótstöðukraftur makríls (jafna 3-6 notuð):

    Fd_m = ½ * 0,045 * 1030kg/m3 * 0,013m2 * (1,3m/s)2 ≈ 1 N

    Mótstöðukraftur sökku (jafna 3-6 notuð):

    Fd_m = ½ * 0,295 * 1030kg/m3 * 0,005m2 * (1,3m/s)2 ≈ 2,6 N

    Þyngd sökku í sjó (jafna 3-7 notuð):

    ws_s = 2,5kg * 9,81m/s2 – (2,5kg / 11300kg/m3 * 1030kg/m3 * 9,81kg) ≈ 22,3N

    Togkraftur eins makrílls (jafna 3-8 notuð):

    Ft_m = 1N + (7,8N)/4 ≈ 3N

    Togkraftur Sökku (jafna 3-8 notuð):

    Ft_s = 22,3N + 2,6N = 24,9N

    Samlagður togkraftar miðað við 70 króka:

    Σ70 = 1stk * 50N + 9stk * 7,8N + 60stk * 3N + 22,3N ≈ 323N

    Samlagðir togkraftar miðað við 130 króka:

    Σ130 = 1stk * 50N + 9stk * 7,8N + 120stk * 3N + 22,3N ≈ 503N

    Snúningsvægi miðað við 70 króka:

    τ70 = 323N * 0,045m ≈ 14,5Nm

    Snúningsvægi miðað við 130 króka:

    τ130 = 503N * 0,045 ≈ 23Nm

    Útfrá þessum útreikningum fæst að snúningsvægið þyrfti að vera um 23Nm ef það væri

    800g makríll á 130 önglum. Eins má sjá að samkvæmt þessum útreikningi þá þyrfti um

    15Nm ef það væri fiskur á öllum önglum á 70 öngla slóða. Ef þessi tala er borin saman við

    útreiknað snúningsvægi sem fékkst út frá upplýsingum frá DNG þá munar það um 35%.

    Það má væntanlega rekja til þeirra marga óvissuþátta sem eru í útreikningunum. Stuðst

    verður við þessar tölur þegar fundinn verður nýr drifbúnaður fyrir búnaðinn.

  • 22

    3.2.5 Niðurstaða greiningar og hönnunarforsendur

    Hér er samantekt á niðurstöðum út frá greiningarferlinu. Hvað varðar drif- og stjórnbúnaðinn

    þá eru ákveðin atriði sem ekki fengust breytt vegna aðstæðna um borð í bátnum sem

    búnaðurinn á að fara í eða vegna annarra atriða sem ekki fengust breytt.

    Markmið

    Geta keyrt búnaðinn á 24 voltum þar sem báturinn er með 24V jafnspennugjafa.

    Reyna að halda straumnotkun á hverri vindu innan við 35A.

    Hanna búnaðinn með einfaldleika í huga.

    Geta stjórnað öllum veiðifærabúnuðunum (vindum) í gegnum eina stjórnstöð með

    stórum aðgerðasjá inni í stýrishúsi bátsins.

    Geta stillt mismunandi dýpi á hvern búnaði fyrir sig sem og sett sama dýpi á allar

    vindur í einu.

    Snúningshraði færakeflisins þarf að vera með hámarks hraða um 150 til 200 RPM.

    Búnaðurinn og íhlutir geti þolað -20 til 25°C.

    Að geta híft allar vindur inn öðrumegin í einu á bátinum til þess að það flækist ekki

    slóðana saman undir bátnum þegar honum er snúið.

    Valið verður RF efni að mestu þar sem það á við. Annars verður valið efni sem

    þola aðstæður úti á sjó.

    Rafmagnsíhlutir verða vera að minnsta kosti IP 55.

    Tilraunabúnaðurinn verður notaður að undanskyldri DNG vindunni, reima- og

    bremsubúnaðinum.

    Plastöxlum og -fóðringum verður skipt út fyrir málmöxla og -fóðringar til þess að

    leysa stöðurafmagnsvandamál.

    Þegar allir aðilar sem koma að verkefninu eru orðnir sáttir þá verður plast

    borðanum skipt út fyrir RF stál borða.

    Lámarks snúningsvægi á færavindu um 22Nm við 110RPM.

    Afmörkun

    Verkefnið var afmarkað við það að hanna stjórn- og drifbúnað á tvo af átta búnuðum Guðjóns

    útgerðamanns og eiganda tveggja smábata. Hannaður verður notendavænn stjórnbúnaður

    sem getur stjórnað allt að 10 vindum í senn. Drifbúnaðurinn var hannaður, teiknaður og

    smíðaður. Tveimur búnuðum verður breytt í því skyni að sýna fram á að það náist að eiga

    samskipti við fleiri en einn búnað í einu og að það sé ekkert sem stangist á í þeim efnum.

    Verkefnið er 24 ETCS eininga verkefni sem svarar til um það bil 720 klst. vinnu sem dreifist

    yfir 5 mánaða tímabil. Verkefninu var skipt upp í fjóra megin þætti. Þarfagreining, hönnun,

    smíði og prófanir. Verkáætlunina má sjá í viðauka F.

  • 23

    4 Val á íhlutum

    Þegar kom að því að velja búnað fyrir verkefnið var ákveðið að reyna að versla sem mest

    við íslenska innflutningsaðila. Það var gert í því skyni að einfaldara væri að fá hjálp með

    hugsanleg vandamál sem gætu komið upp. Vöruflokkar stærstu innflutningsaðila voru

    skoðaðir og bornir saman. Það sem helst var skoðað og látið ráða vali var úrval hvers og eins

    söluaðila, gæði og orðspor birgja og þekkingu söluaðilans á vörunni ásamt verði vörunnar.

    Á mynd 7-1 á bls. 55 sést einfölduð tengimynd af þeim íhlutum sem áætlað var að þurfti í

    verkefnið.

    4.1 Kostnaðaráætlun

    Gróf kostnaðaráætlun var gerð fyrir verkefnið í heild og kynnt fyrir eiganda búnaðarins til

    samþykktar. Í töflu 4-1 er samantekt yfir það efni sem áætlað var til að klára verkefnið.

    Tafla 4-1 Samantekin kostnaðar áætlun

    Hlutur: Verð áætlun14

    [kr.]

    Athugasemd:

    Efni í kefli fyrir stöðurafmagns

    vandamál

    15.000

    RF- og koparblendi öxlar

    Stálborði í stað plastborða 48.500 RF Stálborði (Verður framkvæmt seinna)

    Drifbúnaður

    65.000

    Mótor, gír og bremsa (ef gír er ekki

    sjálfheldur)

    Rafbúnaður 220.000

    Iðntölva, aðgerðaskjár, mótorstýring,

    öxulnemi, kaplar, varnir, tengi, takkar ...

    Stál í hýsingu utan um rafbúnað 50.000 RF kassi og tilheyrandi festingavörur

    Samtals: 395.000

    14 Verð fengin á tímabilinu Janúar – Apríl 2015

  • 24

    4.2 Iðntölva og aðgerðaskjár

    Þegar kom að því að finna iðntölvu voru fjölmargar tegundir í boði. Haft var samband við

    helstu söluaðila iðntölva á Íslandi til þess að fá þeirra skoðun á því hvaða iðntölva væri

    hentugust verkefninu. Helstu atriði sem sótt var eftir í iðntölvunni voru eftirfarandi.

    7-10 tommu aðgerðaskjár.

    Vera með samskiptastaðla á borð við Profibus, EtherCAT, CANopen eða Modbus.

    Samskiptastöðull þyrfti að vera sá sami og á I/O einingu eða mótorstýringu.

    Nægjanlega öflugur til þess að geta stjórnað allt að 10 veiðifærabúnuðum.

    Í viðauka B má sjá þar sem helstu kostir og gallar mismunandi iðntölva frá fimm birgjum

    eða innflutningsaðilum voru bornir saman.

    Sú iðntölva sem varð fyrir valinu er sjö tommu útgáfa af Unitronics iðntölvu sem er flutt inn

    af fyrirtækinu Samey ehf. og er nýjasta tegundin í Unitronics seríunni. Unitronics tölvurnar

    voru ódýrastar í samanburði við aðrar sambærilegar tölvur.

    Unistream er afar fjölhæf sambyggð iðntölva. Hún er með sjö tommu breiðskjá með

    innbyggðum örgjafa sem sér um alla skjávinnslu. Hægt er að fjartengjast tölvunni bæði í

    gegnum tölvu sem og snjalltæki. Grunneiningin er aðgerðaskjárinn sjálfur og á hana er síðan

    hægt að bæta við einingum eftir þörfum (sjá mynd 4-1). Á skjánum sjálfum eru tengi sem

    hægt er að forrita í gegnum bæði staðmundið eða í gegnum netið. Einnig er hægt að tengja

    við hana SD-minniskort ásamt hörðum diski svo hægt sé að skrá (logga) upplýsingar.

    Mynd 4-1 Unistream Iðntölva

    Forritunarumhverfið Unilogic Studio er hægt að sækja frítt á netsíðu Unitronics. Hægt er að

    forrita í myndrænu forritunartungumálunum ladder diagram (LD) og function block diagram

    (FBD) sem eru tvö af fimm forritunar tungumálunum sem skilgreind eru í staðlinum IEC

    61131-3 [22] [23].

  • 25

    Í eftirfarandi lista kemur fram helstu kennigildi iðntölvunar [24].

    Iðntölva: Unistream USP-070-B10

    Spenna 10.2VCD – 28.8VDC

    Mesta straum notkun 0,75A á 24VDC

    Vinnsluhiti -20°C – 55°C

    Vörn IP65/66

    Skjár 7 tommu, 800x480 (WVGA)

    Örgjafi 32 bita, 800Mhz RISC, með skjáhraðal

    Minni (RAM) 512Mb

    Minni (ROM) 3GB fyrir kerfið og 1GB fyrir notanda

    Tengi 3 USB, 2 Ethernet, 1 CANbus og 1 RS-485

    Samskiptastaðlar Eternet/IP, Eternet/TCP, MODBUS, UniCAN,

    CANopen og BACnet

    Bitahraði 0,13μs

    4.2.1 Fylgihlutir

    Keyptur var lítill plast rafmagnskassi sem iðntölvan passaði í. Þau tengi sem þurftu að vera

    aðgengileg á tölvunni yrðu að vera framlengd yfir á bakhlið kassans. Til þess var keypt

    stungutengi fyrir inngangsspennuna, hús fyrir gleröryggi ásamt framlengingum fyrir USB,

    Ethernet og SD kort. Þessa íhluti má sjá á mynd 4-2.

    Mynd 4-2 Fylgihlutir fyrir iðntölvu

  • 26

    4.3 Mótor og gír

    Eins og fram kom í kafla 3.2.5 á blaðsíðu 22 þá var ákveðið að takmarka mótorinn við 24V

    og ekki hærri straum en 35A sem samsvarar 840W. Þrjár helstu tegundirnar af mótorum sem

    notaðar eru í framleiðslu véla voru skoðaðir og þeir bornir saman í því skyni að reyna að

    finna þann mótor sem hentaði verkefninu hvað best. Þessar tegundir eru sísegul- (PM),

    kolalaus- (BL) og alhliðamótorar. Á ritinu á mynd 4-3 sést samhengi hraða og snúningsvægis

    á þessum mismunandi mótorum ásamt hefðbundnum AC mótor.

    Mynd 4-3 Afl á móti hraða mismunandi mótortegunda [25]

    Tafla 4-2 Samanburður á mismunandi mótortegundum [25]

  • 27

    Tafla 4-3 Samanburðir á mismunandi gírtegundum [25]

    Tafla 4-2 og 4-3 ásamt ritinu á mynd 4-3 fengust frá amerískum framleiðenda mótora og gíra

    og eru notuð til viðmiðunar þegar finna þarf mótor og gír. Tölurnar í þessum töflum og riti

    eru einungis viðmiðunartölur [25].

    Tvær aðrar tegundir mótora voru einnig skoðaðir. Það voru skrefa- (e. stepper) og

    vægismótorar (e. Torque motor). Skrefamótorar eru DC mótorar svipaðir kolalausu

    mótorunum nema hvað að þeir eru uppbyggðir þannig að þeir keyra ákveðið mörg skref á

    hverjum hring. Þar sem þeir eru dýrir og með lágt snúningsvægi þá voru þeir útilokaðir fyrir

    þetta verkefni.

    Vægismótorar eru yfirleitt sér framleiddir fyrir ákveðnar aðstæður. Þeir koma yfirleitt sem

    aðskildir hlutir sem krefst þess að það þarf að smíða driföxulinn og húsið utan um þá. Þessir

    mótorar eru með hátt snúningsvægi á frekar lágum snúningshraða miðað við stærð þeirra.

    Einnig þola þessir mótorar að stöðvast (e. stall) af álagi án þess að verða fyrir skaða [26]. Á

    mynd 4-4 sést dæmi um uppbyggingu vægismótors. Ekki eru allir vægismótorar þó

    vatnskældir eins og þessi á mynd 4-4. Þessi tegund mótors hefði verið hentug verkefninu þar

    sem það hefði verið hægt að láta smíða mótor með nákvæmlega því vægi og hraða sem óskað

    er eftir. En þar sem upphafskostnaður yrði hár sökum sérsmíði, hönnunarferlis og mikillar

    smíðavinnu þá var ákveðið að fara aðra leið að þessu sinni.

    Mynd 4-4 Uppbygging á vægismótor [26]

    Bæði út frá mynd 4-3 og töflu 4-2 sést að alhliðamótorar henta ekki verkefninu þar sem þeir

    keyra á mjög háum snúningi og erfitt er að stjórna hraða þeirra. Einnig eru þessar tegunda

    mótora yfirleitt ekki gerðir fyrir gír heldur eru þeir annað hvort í tækjum sem snúast á háum

    hraða eins og hárþurrkarar eða hágíruð reimdrifnum tækjum eins og t.d. þvottavélum. Eftir

    stendur val milli PM- og BL mótora [27].

  • 28

    Helstu gírtegundirnar er hægt að skipta í tvo flokka, beina og vinkil. Í þeim beinu eru

    tvennskonar gírar og tveir vinkil gírar. Þar sem það yrði mjög plássfrekt að hafa mótorinn í

    beinu framhaldi af gírnum þá voru þessir beinu útilokaðir. Megin munurinn á vinkil gírunum

    eru verð, orkunýtni og eiginleikar á að fríhjóla. Snekkjugírinn (e. Worm gear) er mest notaði

    gírinn í iðnaði í dag. Verðlega er snekkjugírinn ódýrari kosturinn fram yfir bevel-gírinn en

    þar á móti er snekkjugírinn orkufrekari og gæti þar með endað á því að kosta meira ef gírinn

    er í mikilli keyrslu. Orkunotkun snekkjugírsins er þó háð gírhlutfalli á meðan bevel-gírinn

    er það ekki.

    4.3.1 Mótorar í öðrum vindum

    Þar sem vinsælustu vindurnar sem notaðar eru við veiðar á makríl hér á landi eru frá DNG

    og sænska framleiðandanum Belatronic þá var skoðað hverskonar mótorar eru í þeim

    vindum. Á mynd 4-5 sést hvernig mótorinn í DNG vindunni er fyrir innan færakeflið. Lítil

    mótstaða er þegar öxlinum er snúið sem bendir til þess að ekki sé gír í vindunni heldur er

    hún uppbyggð á vægismótor.

    Mynd 4-5 DNG C-6000i – án færakeflis

    Skoðað var inní sænsku vindurnar hjá aðila sem þjónustar Belatronic hér á íslandi. Á mynd

    4-6 sést hvernig 12V PMDC mótor og snekkjugír er komið fyrir í algengustu gerðinni.

    Einnig var nýjasta útfærslan, sem var væntanleg í sölu síðla árs 2015, skoðuð. Sú er með

    vægismótor sem er mun fyrirferðaminni en mótorinn og gírinn í þeirri eldri. Samkvæmt

    heimasíðu Belatronic þá tekur hún um helmingi minni straum, keyrir hraðar og er tog meiri.

    Ekki fannst þó upplýsingar um það hver toggetan væri [28].

    Mynd 4-6 Belatronic BJ5000 – mótor

    og gír

    Mynd 4-7 Belatronic BJ5000 EX –

    aflmótor

  • 29

    4.3.2 Valin mótor og gír

    Haft var samband við helstu innflutningsaðila rafmótora og gíra á Íslandi. Allir nema tveir

    aðilar sögðu að þeirra megin áhersla lægi í AC mótorum og gætu ekki útvegað DC mótora

    þar sem þekking þeirra á DC mótorum væri takmörkuð. Einn aðili sagðist flytja inn DC

    mótora en engan þó sem myndi henta verkefninu. Ástæða þess var aðallega vegna Þess hás

    snúningsvægis sem óskað var eftir og þeirra rakra aðstæðna sem mótorinn þyrfti að vera í.

    Sá síðari sagðist vera í sambandi við ítalskan framleiðanda sem framleiddi DC mótora fyrir

    fjölmargar aðstæður. Haft var samband við þann aðila og athugað hvort þeir væru með

    gírmótor sem hentaði verkefninu.

    Þar sem ekki reyndist mikið úrval af DC mótorum hér á Íslandi var haft samband við nokkra

    heildsölur og framleiðendur erlendis. Þessir aðilar voru fundnir með leit á netinu. Sent var

    tölvupóstur á 12 aðila, þar á meðal framleiðandann af gírmótornum í sænsku vindunum, þar

    sem allar nauðsynlegar upplýsingar komu fram hvað varðar verkefnið. Einungis reindust þrír

    aðilar eiga mótora sem hentaði verkefninu. Í viðauka C sést samanburður á þeim mótorum

    og gírum sem þessir aðilar höfðu og mældu með.

    Sá gír- og mótorframleiðandi sem varð fyrir valinu er ítalski framleiðandinn Transtecno sem

    er fluttur inn af heildsöluversluninni Scanver ehf. Valið stóð á milli níu stærða af mótorum

    allt frá 30 upp í 800W. Til þess að finna hvaða mótor stærð hentaði verkefninu voru

    eftirfarandi útreikningar gerðir.

    Fastar:

    Snúningshraði mótors n1 = 3000RPM

    Óskaður mesti snúningshraði n2 = 200RPM

    Óskuð mesta snúningsvægi Md = 22Nm (við 110RPM)

    Útreikningar:

    Gírhlutfall:

    i = 3000RPM / 200RPM = 15

    Snúningsvægi mótors (ekki með tapi):

    Mn * 15 = 22Nm =>

    Mn = 22Nm / 15 ≈ 1,5Nm

  • 30

    Á mynd 4-8 sést rit yfir stærsta mótorinn frá Transtecno. þar sést að við 600W þá er

    snúningsvægi mótorsins um 1.45Nm við 3000RPM [29]. Einnig má sjá á ritinu helstu

    kennigildi mótorsins.

    Mynd 4-8 Transtecno EC600.240 – mótor [29]

    Gírinn sem einnig kemur frá Transtecno er snekkjugír. Valið var á milli sex stærða þar sem

    megin munurinn var líftími gírsins miðað við notkun. Til þess að finna hvaða stærð af gír

    væri hentugust þurfti að finna svokallaðan þjónustustuðul (e. Service factor (SF)). SF segir

    til um hversu mikið í yfirstærð gírinn þyrfti að vera miðað við gefnar aðstæður. Til þess að

    finna SF þurfti að áætla hversu marga klst. á dag gírinn yrði í gangi, hversu oft gírinn yrði

    ræstur á klst. og hverskonar álag væri á gírnum. Í bæklin