24
Riða hefur fundist á bænum Álftagerði í Skagafirði og ljóst er að skera þarf niður allan fjár- stofninn á bænum, ríflega fjög- ur hundruð fjár. Gísli Pétursson bóndi í Álftagerði segir þetta mikið áfall. „Við fórum að taka eftir óeðlilegri hegðun í nokkr- um kindum þegar við fórum að hýsa núna í haust. Það hafa verið ríflega tíu tvævetlur sem hög- uðu sér óeðlilega og við kölluðum auðvitað bara á dýralækni. Hann tók sýni úr þeim sem var sent í ræktun. Niðurstaðan var með þessum hætti, því miður.“ Staðfest var að riða væri í fénu 11. september síðastliðinn. Gísli segir að enn sé ekki ákveðið hvenær verður hafist handa við niðurskurð. Yfirdýralæknir og héraðsdýralækn- ir muni koma til fundar við þau og ákvörðunin verði tekin í framhaldi af því. Ekki má taka fé í Álftagerði næstu tvö ár en Gísli segir að stefn- an sé að hefja aftur búskap að þeim tíma liðnum. „Eins og staðan er í dag held ég að það verði lendingin. Það þýðir ekkert að leggja árar í bát og gefast upp. Tjónið er auðvitað tilfinnanlegt enda maður búinn að standa í þessari ræktun á undna- förnum árum. Næst á dagskrá er bara að takast á við þessi verkefni sem framundna eru, skera stofninn og þrífa húsin. Svo verður maður bara að vona það besta.“ Ólafur Jónsson héraðsdýralækn- ir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarum- dæmis segir það mikið áhyggjuefni hversu riðutilfellum hefur fjölg- að í Skagafirði á síðustu árum en Álftagerði er fimmti bærinn þar sem riða kemur upp á síðustu fjór- um árum. „Við höfum af þessu miklar áhyggjur“ segir Ólafur. Safna á faraldsfræðilegum upplýs- ingum og gera úttekt á húsum áður en ákveðið verður hvenær verður skorið niður í Álftagerði. Ólafur segist gera ráð fyrir að það verði gert í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. „Það verður auðvitað líka gert í samráði við ábúendur. Ég geri ráð fyrir að við munum urða féið í Langadal í Húnavatnssýslu á stað sem að við höfum notast við áður í sama tilgangi.“ Ólafur segir að settur verði aukinn kraftur í skoðanir og sýnatökur á bæjum í nágrenninu á næstunni. 11 Afmælistónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í fjósi 12 Knapi ársins valinn í lokahófi hestamanna 20. tölublað 2008 Þriðjudagur 18. nóvember Blað nr. 293 Upplag 17.300 7 Fjölmenni á bændafundum um land allt Þjóðlendukröfur næst lagðar fram á svæði 7 norður Óbyggðanefnd hefur veitt íslenska ríkinu frest til 31. janú- ar næstkomandi til að lýsa kröf- um í þjóðlendur á svokölluðu svæði 7 norður, sem er nyrðri hluti vestanverðs Norðurlands. Samkvæmt áætlun um tímasetn- ingu umfjöllunarsvæða í þjóð- lendumálum stóð til að taka svæði 8 fyrir næst og var gert ráð fyrir að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, myndi leggja fram þjóðlendukröfur á því svæði fyrir árslok. Hins vegar hefur Óbyggðanefnd gert þær breytingar á áætluninni að svæði 7 norður verðu tekið fyrir fyrst. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að skipta svæði 8 upp í tvennt, í norður- og vestursvæði. Stefnt er að því að norðurhlutinn, sem eru Húnavatnssýslur að mörkum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, verði tekinn til umfjöllunar síðar á árinu 2009. Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður fjallað um vestur- svæðið en þar undir eru Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Svæði 7 var sem kunnugt er skipt í tvennt í desember árið 2007. Eitt markmið skiptingarinnar var að koma í veg fyrir að tekin yrðu fyrir landsvæði þar sem þjóð- lendukröfur yrðu að miklu leyti byggðar á grundvelli úrskurða sem Óbyggðanefnd hefur þegar kveð- ið upp á öðrum svæðum en á hins vegar enn eftir að útkljá fyrir dóm- stólum. Þjóðlendukröfur á svæði 7 suður voru settar fram í mars á þessu ári. Fjármálaráðherra dró hins vegar úr kröfunum í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið lýsti lögmaður ríkisins, Andri Árnason, því yfir að ekki sé lengur grundvöllur fyrir frestun á umfjöllun á svæði 7 norður. Því hefur Óbyggðanefnd eins og áður segir tekið ákvörðun um kröfulýs- ingarfrest á svæðinu til 31. janúar 2009 sem áður segir. Nú er um að gera að nýta öll verðmæti og þá kemur ullin fljótt til álita. Elvar Ólason á Brekku sótti á dögunum framhaldsnámskeið í vélrúningi á Hesti í Borgarfirði og sést hér að verki. Mynd | Áskell Þórisson Enn stendur leitin að hæstu trjám Íslands yfir og meðal ann- ars hefur töluverður fjöldi birki- trjáa verið mældur. Um hálf öld er liðin síðan innfluttar trjáteg- undir uxu hæsta íslenska birk- inu yfir höfuð, en engu að síður er forvitnilegt að vita hversu hátt birkið getur orðið segir í frétt á vef Skógræktarfélags Íslands. Birki í Bæjarstaðaskógi er hávaxið og er hæsta skráða mæl- ing þar 12,2 m. Hingað til hefur þó verið talið að hæsta birkið væri á Norðurlandi. Lengi var birkitré í Fellsskógi talið hæst allra trjáa á Íslandi (12,7 m). Síðustu áratugi hefur tré eitt í Vaglaskógi verið talið hæst bjarka, en það reyndist vera 13,2 m skv. mælingu í haust. Önnur björk í sama skógi reyndist vera hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu í Vaglaskógi. Annað er í trjásafninu og er gróðursett tré, upp- runnið í Bæjarstaðarskógi, 13,7 m hátt. Hitt er öldungur meðal bjarka og var eflaust orðið stórt tré þegar Hallormsstaðaskógur var friðaður 1905. Það telst nú vera hæsta vilta birkitré landsins og er 13,96 m hátt. Eitt gróðursett íslenskt birki- tré er þó hærra. Það vex í Minja- safnsgarðinum á Akureyri og var gróðursett fyrir um 100 árum síðan þegar þar var rekin gróðrarstöð. Að öllum líkindum er það upprunnið í Vaglaskógi. Sem sagt, hæsta ís- lenska björkin er enn norðlensk; 14,44 m há. Hæsta íslenska björkin er norðlensk Íslenskur kattamatur úr sláturafurðum Framleiðsla kattamatar úr slát- urafurðum hefst í Súðavík innan tíðar. Fyrirtækið Murr ehf, sem var stofnað í lok apríl þessa árs, stendur að þessari framleiðslu en gert er ráð fyrir að afurðir fyr- irtækisins komi á markað hér- lendis í janúar á næsta ári. Undirbúningsvinna fram- leiðslu kattamatarins hefur stað- ið yfir síðan 2003 að því er fram kemur á vefsíðunni strandir. is. Búið er að ráða fjóra starfs- menn til fyrirtækisins sem munu starfa við framleiðsluna en nú er unnið að uppsetningu tækjabún- aðar verksmiðju þess. Fyrirtækið ætlar að framleiða hágæða katta- mat úr sláturafurðum sem koma frá Sláturfélagi A-Húnvetninga á Blönduósi og sláturhúsi Norð- lenska á Akureyri. Riða komin upp í Álftagerði Sá sjaldgæfi atburður varð á bænum Hjarðar- felli á Snæfellsnesi sl. laugardagskvöld að kýrin Sletta bar þremur kálfum. Þetta eru tvö naut og ein kvíga sem hafa hlotið nöfnin Þróttur, Þristur og Þrenna. Kálfarnir, sem allir eru vel sprækir, voru vigtaðir daginn eftir og voru 30,8, 30,6 og 28,8 kg eða samtals 90,2 kg. Myndina tók Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli. Nautin fengu sér sopa meðan Sletta karaði kvíguna sem fæddist síðust. H.J. Sletta bar þremur kálfum Næsta Bændablað kemur 2. desember

Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

Riða hefur fundist á bænum Álftagerði í Skagafirði og ljóst er að skera þarf niður allan fjár-stofninn á bænum, ríflega fjög-ur hundruð fjár. Gísli Pétursson bóndi í Álftagerði segir þetta mikið áfall. „Við fórum að taka eftir óeðlilegri hegðun í nokkr-um kindum þegar við fórum að hýsa núna í haust. Það hafa verið ríflega tíu tvævetlur sem hög-uðu sér óeðlilega og við kölluðum auðvitað bara á dýralækni. Hann tók sýni úr þeim sem var sent í ræktun. Niðurstaðan var með þessum hætti, því miður.“

Staðfest var að riða væri í fénu 11. september síðastliðinn. Gísli segir að enn sé ekki ákveðið hvenær verður hafist handa við niðurskurð. Yfirdýralæknir og héraðsdýralækn-ir muni koma til fundar við þau og ákvörðunin verði tekin í framhaldi af því. Ekki má taka fé í Álftagerði næstu tvö ár en Gísli segir að stefn-an sé að hefja aftur búskap að þeim tíma liðnum. „Eins og staðan er í dag held ég að það verði lendingin. Það þýðir ekkert að leggja árar í bát og gefast upp. Tjónið er auðvitað tilfinnanlegt enda maður búinn að standa í þessari ræktun á undna-förnum árum. Næst á dagskrá er

bara að takast á við þessi verkefni sem framundna eru, skera stofninn og þrífa húsin. Svo verður maður bara að vona það besta.“

Ólafur Jónsson héraðsdýralækn-ir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarum-dæmis segir það mikið áhyggjuefni hversu riðutilfellum hefur fjölg-að í Skagafirði á síðustu árum en Álftagerði er fimmti bærinn þar sem riða kemur upp á síðustu fjór-um árum. „Við höfum af þessu miklar áhyggjur“ segir Ólafur. Safna á faraldsfræðilegum upplýs-ingum og gera úttekt á húsum áður en ákveðið verður hvenær verður skorið niður í Álftagerði. Ólafur segist gera ráð fyrir að það verði gert í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. „Það verður auðvitað

líka gert í samráði við ábúendur. Ég geri ráð fyrir að við munum urða féið í Langadal í Húnavatnssýslu á stað sem að við höfum notast við áður í sama tilgangi.“ Ólafur segir að settur verði aukinn kraftur í skoðanir og sýnatökur á bæjum í nágrenninu á næstunni.

11AfmælistónleikarTónlistarskólaEyjafjarðar í fjósi

12Knapi ársins valinn í lokahófi hestamanna

20. tölublað 2008 � Þriðjudagur 18. nóvember � Blað nr. 293 � Upplag 17.300

7Fjölmenni á bændafundum um land allt

Þjóðlendukröfur næst lagðar fram á svæði 7 norður

Óbyggðanefnd hefur veitt íslenska ríkinu frest til 31. janú-ar næstkomandi til að lýsa kröf-um í þjóðlendur á svokölluðu svæði 7 norður, sem er nyrðri hluti vestanverðs Norðurlands. Samkvæmt áætlun um tímasetn-ingu umfjöllunarsvæða í þjóð-lendumálum stóð til að taka svæði 8 fyrir næst og var gert ráð fyrir að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, myndi leggja fram þjóðlendukröfur á því svæði fyrir árslok. Hins vegar hefur Óbyggðanefnd gert þær breytingar á áætluninni að svæði 7 norður verðu tekið fyrir fyrst.

Jafnframt hefur verið ákveð-ið að skipta svæði 8 upp í tvennt, í norður- og vestursvæði. Stefnt er að því að norðurhlutinn, sem eru Húnavatnssýslur að mörkum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, verði tekinn til umfjöllunar síðar á árinu 2009. Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður fjallað um vestur-svæðið en þar undir eru Mýra- og Borgarfjarðarsýsla.

Svæði 7 var sem kunnugt er skipt í tvennt í desember árið 2007. Eitt markmið skiptingarinnar var að koma í veg fyrir að tekin yrðu fyrir landsvæði þar sem þjóð-lendukröfur yrðu að miklu leyti byggðar á grundvelli úrskurða sem Óbyggðanefnd hefur þegar kveð-ið upp á öðrum svæðum en á hins vegar enn eftir að útkljá fyrir dóm-stólum.

Þjóðlendukröfur á svæði 7 suður voru settar fram í mars á þessu ári. Fjármálaráðherra dró hins vegar úr kröfunum í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið lýsti lögmaður ríkisins, Andri Árnason, því yfir að ekki sé lengur grundvöllur fyrir frestun á umfjöllun á svæði 7 norður. Því hefur Óbyggðanefnd eins og áður segir tekið ákvörðun um kröfulýs-ingarfrest á svæðinu til 31. janúar 2009 sem áður segir.

Nú er um að gera að nýta öll verðmæti og þá kemur ullin fljótt til álita. Elvar Ólason á Brekku sótti á dögunum framhaldsnámskeið í vélrúningi á Hesti í Borgarfirði og sést hér að verki. Mynd | Áskell Þórisson

Enn stendur leitin að hæstu trjám Íslands yfir og meðal ann-ars hefur töluverður fjöldi birki-trjáa verið mældur. Um hálf öld er liðin síðan innfluttar trjáteg-undir uxu hæsta íslenska birk-inu yfir höfuð, en engu að síður er forvitnilegt að vita hversu hátt birkið getur orðið segir í frétt á vef Skógræktarfélags Íslands.

Birki í Bæjarstaðaskógi er hávaxið og er hæsta skráða mæl-ing þar 12,2 m. Hingað til hefur þó verið talið að hæsta birkið væri á Norðurlandi. Lengi var birkitré í Fellsskógi talið hæst allra trjáa á Íslandi (12,7 m). Síðustu áratugi hefur tré eitt í Vaglaskógi verið talið hæst bjarka, en það reyndist vera 13,2 m skv. mælingu í haust. Önnur björk í sama skógi reyndist vera hærri að þessu sinni, eða 13,4 m.

Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu í Vaglaskógi. Annað er í trjásafninu og er gróðursett tré, upp-runnið í Bæjarstaðarskógi, 13,7 m hátt. Hitt er öldungur meðal bjarka og var eflaust orðið stórt tré þegar Hallormsstaðaskógur var friðaður 1905. Það telst nú vera hæsta vilta birkitré landsins og er 13,96 m hátt.

Eitt gróðursett íslenskt birki-tré er þó hærra. Það vex í Minja-safnsgarðinum á Akureyri og var gróðursett fyrir um 100 árum síðan þegar þar var rekin gróðrarstöð. Að öllum líkindum er það upprunnið í Vaglaskógi. Sem sagt, hæsta ís-lenska björkin er enn norðlensk; 14,44 m há.

Hæsta íslenska björkin er norðlensk

Íslenskur kattamatur úr sláturafurðum

Framleiðsla kattamatar úr slát-urafurðum hefst í Súðavík innan tíðar. Fyrirtækið Murr ehf, sem var stofnað í lok apríl þessa árs, stendur að þessari framleiðslu en gert er ráð fyrir að afurðir fyr-irtækisins komi á markað hér-lendis í janúar á næsta ári.

Undirbúningsvinna að fram-leiðslu kattamatarins hefur stað-ið yfir síðan 2003 að því er fram kemur á vefsíðunni strandir.is. Búið er að ráða fjóra starfs-menn til fyrirtækisins sem munu starfa við framleiðsluna en nú er unnið að uppsetningu tækjabún-aðar verksmiðju þess. Fyrirtækið ætlar að framleiða hágæða katta-mat úr sláturafurðum sem koma frá Sláturfélagi A-Húnvetninga á Blönduósi og sláturhúsi Norð-lenska á Akureyri.

Riða komin upp í Álftagerði

Sá sjaldgæfi atburður varð á bænum Hjarðar-felli á Snæfellsnesi sl. laugardagskvöld að kýrin Sletta bar þremur kálfum. Þetta eru tvö naut og ein kvíga sem hafa hlotið nöfnin Þróttur, Þristur og Þrenna. Kálfarnir, sem allir eru vel sprækir, voru vigtaðir daginn eftir og voru 30,8, 30,6 og 28,8 kg eða samtals 90,2 kg. Myndina tók Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli. Nautin fengu sér sopa meðan Sletta karaði kvíguna sem fæddist síðust. H.J.

Sletta bar þremur kálfum

Næsta Bændablað kemur 2. desember

Page 2: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

2 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Fréttir

Framkvæmdir við nýja jarðgerð-arstöð sem Molta ehf. er að reisa að Þverá í Eyjafjarðarsveit hafa gengið vel. Jarðgerðarstöðin verður sú stærsta í Evrópu sem nýtir þá tækni sem notuð verður í Moltu, að því er forráðamenn Preseco Oy, hins finnska fram-leiðslufyrirtækis vélbúnaðarins, upplýsa. Verið er að ljúka við að steypa grunn hússins, sem verður límtréshús frá BM Vallá, klætt með yleiningum.

Nýlega var boðið út nýtt hlutafé í Flokkun ehf. að upphæð 50 millj-ónir króna og hefur Akureyrarbær þegar samþykkt að auka sinn hlut, en samtals er þar um að ræða rúmar 37 milljónir króna. Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Flokkunar segir að hlutafjáraukn-ing nú sé tilkomin vegna efnahags-ástands í þjóðfélaginu, bygginga-kostnaður hafi hækkað umfram áætlanir sem og tækjakostnaður og fleira. „Við látum samt engan bilbug á okkur finna, höldum okkar striki og erum á fullu skriði í þessum framkvæmdum,“ segir Eiður. Hann gerir ráð fyrir að verksmiðjuhúsið verði fokhelt í næsta mánuði, eða fyrir áramót og þá segir hann verk-áætlun gera ráð fyrir að verksmiðjan geti hafið starfsemi í febrúar.

Tæknimenn frá Preseco Oy hafa verið á staðnum að undan-förnu til að stjórna uppsetningu vélbúnaðarins, en hluta hans þarf að koma fyrir áður en húsið verður reist. Síðastliðinn laugardag voru jarðgerðartromlur, alls sex talsins, fluttar fram á Þverá og komið fyrir á sínum stað. Hver tromla er 16 m löng, vegur rúm 20 tonn og rúmar 125 rúmmetra.

Strax frá upphafi mun jarð-gerðarstöðin taka við öllum slát-ur- og fiskúrgangi sem til fellur á Eyjafjarðarsvæðinu og jafnvel víðar. Frá sama tíma verður jarðgerð á Glerárdal hætt og léttir það verulega á urðunarstaðnum og umhverf-isáhrifum frá honum. Urðun á Glerárdal náði hámarki árið 2002 og var þá 21.500 tonn en hefur verið minnkandi frá þeim tíma. Munar þar

mest um jarðgerð slátur- og fiskúr-gangs. Áætlað er að í ár verði urðuð um 17.000 tonn af úrgangi en 4.500 tonn fari til jarðgerðar.

Jarðgerðarstöðin mun geta unnið úr 5-6000 tonnum af slát-ur- og fiskúrgangi á ári sem þýðir að að meðtöldum stoðefnum til vinnslunnar s.s. garðaúrgangi, timburkurli, hrossataði og pappír verður afkastageta verksmiðjunn-ar 11-13.000 tonn á ári. Jarðgerð alls slátur- og fiskúrgangs í lokuðu jarðgerðarferli eru einhverjar mestu framfarir sem orðið hafa í úrgangs-stjórnun á svæðinu frá upphafi. Í framhaldi af þessu eru áætlanir um að koma á flokkun lífræns heim-ilisúrgangs til jarðgerðar. Rekstur jarðgerðarstöðvarinnar gerir það mögulegt að tryggja að markmiðum „Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2005-2020“ verði náð og að öllum líkindum gott betur.

Aðalverktaki við bygginguna er Virkni ehf. Bygging jarðgerð-arstöðvarinnar er samvinnuverk-efni atvinnulífs og sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Stærstu hlut-hafar í Moltu ehf. eru Flokkun ehf., Gámaþjónustan hf., Kjarnafæði hf., Norðlenska matborðið ehf., Preseco Oy, Sagaplast ehf., Tækifæri hf. og Þverá Golf ehf. MÞÞ

Framkvæmdir við byggingu nýrrar jarðgerðarstöðvar Moltu í fullum gangi

Verður stærsta jarðgerðarstöð af þessu tagi í Evrópu

Unnið er að því að koma fyrir jarðgerðartromlunum sex á athafnasvæði Moltu. Svo verður hafist handa við að byggja hús utan um þær.

14 ný störf hjá SS á

HvolsvelliSláturfélag Suðurlands (SS) flutti afgreiðslu sína frá Fosshálsi í Reykjavík á Hvolsvöll nýlega. Verkefni deildarinnar felast í að taka til pantanir frá viðskiptavinum, pakka þeim, merkja og gera klárt í flutning. Verktaki á vegum SS flytur svo vör-urnar til Flytjanda í Reykjavík, sem annast dreifingu til viðskiptavina um allt land. Deildin hefur aðstöðu í 450 m2 nýbyggingu, auk hluta af eldra húsnæði sem tekið var í gegn og endurbætt. 14 ný störf verða til á Hvolsvelli með flutningi deild-arinnar og verður því heildarfjöldi starfsmanna SS á Hvolsvelli 160-170 manns eftir breytinguna. „Flutningur deildarinnar er stór áfangi í sögu og framtíð Sláturfélagsins, sem skila

mun mikilli hagræðingu og störfum heim í hérað,“ sagði Guðmundur Svavarsson framleiðslustjóri SS á Hvolsvelli í samtali við blaðið.MHH

Vaskur hópur afgreiðslustarfsmanna, sem hóf störf í nýju umhverfi hjá SS með tilkomu nýju afgreiðslunnar, sem var flutt frá Reykjavík á Hvolsvöll.

Bændur í félagsskapnum „Beint frá býli“ verða öflugri með hverju árinu og varan sem þeir bjóða fjölbreyttari. Meðal þeirra sem eru í félaginu “Beint frá býli“ eru hjónin Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir en þau eru með fjárbú á bænum Húsavík á Strandabyggð, skammt frá Hólmavík. Matthías sagði í sam-tali við Bændablaðið að þau létu slátra kindum sínum á Blönduósi og saga kjötið niður en tækju það síðan heim og seldu og þar með getur fólk rakið hvaðan kjötið kemur.

Matthías og Hafdís eru að byggja kjötvinnslu heima hjá sér sem er alveg að verða tilbúin. Þegar þar að kemur segir Matthías að hægt verði að taka kjötið heim og vinna meira úr því og það segir hann vera stefnuna hjá þeim. Þá verði hægt að sinna einhverjum sérþörfum kaup-enda.

LostalengjanMatthías segir að nú séu þau að fara af stað með það sem þau kalla „Lostalengju“ en það er kindakjöt og valdir hryggvöðvar, lundir og lærvöðvar.

Kjötið er látið liggja í aðalblá-berjum ákveðinn tíma, þar næst

er það reykt og þegar það er tekið niður er það fituhreinsað og snyrt. Fólk notar þetta í forrétti eða fínan mat. Þessi meðferð á kjötinu er hugmynd þeirra hjóna og þykir ein-staklega gott.

„Það er lengri tíma markmið hjá okkur að markaður verði fyrir stóran framleiðsluhluta búsins og að selja hann svo í beinni sölu. Þá ættum við að fá það mikinn virð-isauka að hann borgi bæði vinnuna og uppbyggingu í stað þess að selja kjötið í gegnum afurðastöð,“ segir Matthías.

Hann segir að það sé eftirspurn eftir vörum sem hægt er að rekja beint til framleiðenda, því fólk vilji gjarnan komast í persónulegt sam-band við framleiðendur.

Heimafengin matvæliMatthías segir að nýverið hafi

verið haldinn fundur nokkurra mat-vælaframleiðenda á Ströndum. Auk Matthíasar og Hafdísar sátu fund-inn sá sem rekur veitingahúsið Cafe Riis á Hólmavík og hjón sem eru fulltrúar Grásleppu- og nytjaseturs á Drangsnesi. Þar á að rísa sjávar-nytjasafn og Drangnesingar segjast svona til gamans hafa fundið upp grásleppuna. Auk þess sat talsmað-ur Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða fundinn.

Café Riis er mjög gott veit-ingahús sem mun kaupa kjöt af Matthíasi og Hafdísi og ætlar að vera með heimafengin matvæli, en sem fleiri dæmi má nefna saltfisk frá Drangsnesi eða rækju úr rækju-verksmiðjunni.

„Maður veit svo sem ekki hvaða áhrif þessi „kreppa“ hefur á þetta allt saman varðandi eftirspurn. Ég held að það sé mikilvægara fyrir

okkur að hirða þann virðisauka sem verður með því að fækka millilið-unum um einn. Það er alls enginn bilbugur í fólki hér á Ströndum og ég held að svona „kreppa“ leysi úr læðingi hvata hjá fólki og sjálfs-bjargarviðleitni og að það geri það sem það hefur dreymt um og segi við sjálft sig, „ég skal standa mig“. Þótt fólk sé reitt út í þá menn sem komu okkur á þennan kalda klaka, og ég er einn af þeim, þá tel ég það bara sóun á orku í stað þess að beita henni til arðbærra verka,“ sagði Matthías Lýðsson.

S.dór

Matthías Lýðsson bóndi á Hólmavík

Kjötið látið liggja í aðalbláberjumen síðan er það reykt og snyrt

Samþykkt hefur verið í Húna-þingi vestra að kanna áhuga eig-enda lögbýla í fastri ábúð á upp-setningu ljósastaura við heim-reiðar. Ljósastaurarnir verða settir upp samkvæmt vinnureglu sem sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt. Stefnt er að framkvæmdum á komandi sumri.

Sveitarsjóður mun greiða upp-

setningu tveggja ljósastaura á heimreið við lögbýli í fastri ábúð. Reksturinn verður greiddur af sveit-arsjóði miðað við áætlaðan rekstr-arkostnað RARIK. Óski ábúandi/eigandi eftir uppsetningu fleiri staura ber ábúandi/eigandi kostnað-inn. Uppsetning aukastaura verður á sömu kjörum og sveitarsjóður fær.

Auðlindin endurreist

Auðlindin hóf göngu sína á ný í Ríkisútvarpinu miðvikudaginn 12. nóvember sl. Þátturinn verð-ur með breyttu sniði og á nýjum tíma. Hann verður sendur út að loknum kvöldfréttum í útvarp-inu, á báðum rásum, klukkan 18:15 og verður um sjö mínútur að lengd.

Auðlindin verður helguð íslensku atvinnulífi með sérstakri áherslu á framleiðsluatvinnuvegina sem og nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Ekkert úr atvinnulífinu verður Auð-lindinni óviðkomandi. Þar verður fjallað um sjávarútveginn, sem ætla má að fái verðugan sess hvern dag, um landbúnað, iðnað, ferðaþjónustu, stóriðju, orkuframleiðslu; hvaðeina sem færir þjóðfélaginu tekjur og styrkir innviði samfélagsins.

Þátturinn verður á dagskrá alla virka daga og umsjónarmenn verða Þórhallur Jósepsson fréttamaður í Reykjavík og Karl Eskil Pálsson fréttamaður á Akureyri. Ýmsir pistlahöfundar leggja Auðlindinni lið, þar fara fremstir í flokki Gísli Einarsson, sem verður landbún-aðarsérfræðingur Auðlindarinnar, og Gísli Kristjánsson, sem flytur tíðindi frá Noregi og öðrum nálæg-um löndum.

Auðlindin þiggur með þökkum ábendingar um hvaðeina sem frá-sagnarvert gæti verið. Hægt er að hafa samband við umsjónarmenn í símum 515 3050 og 515 3030 í Reykjavík og 464 7000 á Akureyri. Netfangið er [email protected]

Húnaþing vestra

Kanna áhuga fyrir ljósastaurum

Bók full af þjóð-ráðum í krepputíðÞegar gluggað er í bókina Tvær galdraskræður sem Strandagaldur gaf nýverið út kemur í ljós að margt sem runnið hefur í gegnum huga þjóðarinnar undanfarið er hægt að takast á við. Hver kannast til dæmis ekki við að upplýsingastreymi til þjóðar-innar sé á köflum bágborið og hlutum haldið leyndum fram í rauðan dauðann?

Í galdraskræðunum má meðal annars finna galdrarunu til að vita það sem alþýðu er dulið. Einnig er þar að finna þjóðráð til að snúa hugar-fari manns eða jafnvel heil-lrar þjóðar ef einhver hefur á manni óþokka. Það er galdur sem mætti til dæmis reyna á forsætisráðherra Bretlands, sem er ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi um þessar mundir. Einnig er að finna ótal galdra-ráð í bókinni fyrir hverskyns glettingar, s.s. að senda fretrúnir á menn en þær koma í veg fyrir að sá geti unnið þjóð sinni gagn eða ógagn meðan magakveisan og niðurgangurinn stendur yfir.

Í bókinni er einnig að finna vináttustafi, sem ekki sýnist veita af, og aðferðir til að fiska vel og fleira gagnlegt. Frá þessu er greint á vefnum strandir.is.

Page 3: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

3 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá

Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig 6. 566-6300 Ístex hf. Völuteig 6.

Borgarnes Magnús Kristjánsson 434-1205 KB. Byggingavörur s. 430-5620

Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum 984-7257 Ragnar og Ásgeir, Grundarfirði s. 430-8100

Búðardalur KM þjónustan Búðardal 434-1611 KM þjónustan Búðardal

Saurbær KM þjónustan Búðardal 434-1611 KM þjónustan Búðardal

Króksfjarðarnes KM þjónustan Búðardal 434-1611 KM þjónustan Búðardal

BarðaströndBarði Sveinsson / Nanna á Patró

456-2019 Barða Sveinssyni, Innri-Múla

Þingeyri Löndunarþjónustan Ísafirði 897-6733 Neðri Hjarðardalur s. 456-8137

Flateyri Löndunarþjónustan Ísafirði 897-6733 Löndunarþjónustan Ísafirði

Ísafjarðardjúp Löndunarþjónustan Ísafirði 897-6733 Löndunarþjónustan Ísafirði

Hólmavík Strandafrakt 892-4646 Kaupfélag Str. Hólmavík, Norðurf. og Drangsn.

Bitrufjörður Strandafrakt 892-4646

Borðeyri Strandafrakt 892-4646 Þórarinn Ólafsson, Bæ 1

Hvammstangi Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag V-Hún, pakkhús. S 455-2325

Blönduós Ullarþvottastöð 483-4290 Vörumiðlun á Blönduósi

Sauðárkrókur Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Eyri.

AkureyriVökvaþjónusta Eyþórs: [email protected]

893-1277 Bústólpi- Haukur. Oddeyrargötu

HúsavíkVökvaþjónusta Eyþórs: [email protected]

893-1277 Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti

MývatnVökvaþjónusta Eyþórs: [email protected]

893-1277 Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti

KópaskerVökvaþjónusta Eyþórs: [email protected]

893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri

ÞórshöfnVökvaþjónusta Eyþórs: [email protected]

893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri

Vopnafjörður Anton Gunnarsson 855-2461 473-1461 Anton Gunnarsson 855-2461

Egilsstaðir / Austfirðir Baldur Grétarsson 852-9738 Fóðurblandan, Egilsstöðum

Höfn Eimskip. Höfn 478-1577 Eimskip. Höfn

Vík Auðbert og Vigfús 893-8606 Auðbert og Vigfús

Hvolsvöllur Þórður Jónsson Flytjandi 893-2932 Þórður Jónsson. Flytjandi

Flúðir Flytjandi 486-1070 Flúðaleið

Selfoss 482-3768 Fóðurblandan s. 482-3767

Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða

Forsvarsmenn Grýtubakka-hrepps hafa farið fram á að for-sætisráðuneytið greiði kostnað sem féll á landeigendur í hreppn-um vegna málaferla sem urðu í kjölfar krafna ríkisins í þjóðlend-umálum. Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Félags landeigenda og sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, segir að alls sé um að ræða um 1,5 milljón króna vegna landeigenda sem hún gerði kröfu fyrir, þar af eru um 800 þúsund krónur vegna land-eigenda í Grýtubakkahreppi.

Kostnaður er vegna lögfræðiað-stoðar í tengslum við málaferlin. Ráðuneytið hefur hafnað erindi, en sveitarstjórn kveðst ekki geta fall-ist á rök þess í málinu og var sam-þykkt á fundi á dögunum að ítreka kröfu landeigenda um að ráðuneyt-ið greiði kostnaðinn. „Við ætlum ekki að gefast upp, við munum reyna til þrautar,“ segir Guðný.

Um er að ræða hluta af lögfræði-kostnaði vegna málaferla sem fara þurfti í svo landeigendur gætu grip-ið til varna gegn kröfum ríkisins í málinu. Guðný segir ríkið standa straum af helmingi lögfræðikostn-aðar sem til féll. Farið hafi verið fram á að sem flestir landeigendur sameinuðust um lögfræðing svo halda mætti kostnaði í lágmarki og eftir þeim tilmælum hafi verið farið.

Landeigendur í Grýtubakka-hreppi unnu mál gegn ríkinu í þjóð-lendumálinu, þ.e. ríkið fékk ekki það land sem það hafði gert kröfu til. „Við sluppum alveg og vissulega er það 800 þúsund króna virði,“ segir Guðný. „Hins vegar stendur skýrt í lögum að ríkið beri kostnað vegna lögfræðiaðstoðar landeig-enda og því er það okkar skoðun að svo skuli vera. Við munum því halda áfram með málið.“

MÞÞ

Standa í stappi vegna kostn-aðar í þjóðlendumálaferlum

Sigurbergur Konráðsson starf-ar fyrir fyrirtækið Ricchiros í Rotterdam í Hollandi, sem er með uppboð á hvers konar not-uðum vélum og hefur starfað í 50 ár. Sigurbergur sagði í sam-tali við Bændablaðið að ef menn hér á landi vildu selja notaðar vélar hefðu þeir samband við hann og síðan aðstoðaði hann þá við að koma vélunum til Hollands.

Vélaeigendur verða að greiða flutningskostnað og síðan að taka því verði sem fæst fyrir vél-ina á næsta uppboði. Þeir sem vilja selja vélar á uppboðinu geta fengið lista yfir verð á samskon-ar vélum frá síðustu uppboðum á undan. Þannig geta menn séð nokkurn veginn hvaða gangverð er á vélum eins og viðkomandi vill losna við.

Sigurbergur segir að það sé ekkert mál að selja notaðar vélar á þessum uppboðum. Yfirleitt komi menn frá um það bil 60 löndum allsstaðar að úr heiminum á upp-boðin og þeir Íslendingar sem hafi sent vélar á uppboðin hafi fengið gott verð fyrir þær. Benda má á að frá 12. nóvember til 3. desember er verið að bjóða upp 11 þúsund tæki hjá fyrirtækinu. Þar er ekki bara um að ræða land-búnaðarvélar heldur alls konar byggingartæki, svo sem krana og fleira þvíumlíkt.

Að sögn Sigurbergs hefur alltaf gengið vel að selja vélar frá Íslandi en nú er óvenju mikið framboð af margskonar vélum til sölu hér á landi. Meðan Íslend-ingar keyptu sér vinnuvélar kom það fyrir að þeir fóru á þessi upp-boð og keyptu sér vélar þar.S.dór

Býður aðstoð við að komanotuðum vélum á uppboð

Bændur sýsla með eigið féSauðfjárbændur í Húnavatnssýslum og í Skagafirði lærðu á veflæg-an Fjárvísi (www.fjarvis.is) á dagsnámskeiðum í byrjun nóvember. Fyrra námskeiðið var haldið 5. nóvember á Blönduósi og mættu 15 bændur til að fá kennslu í færslu skýrsluhalds í sauðfjárrækt. Síðara námskeiðið var haldið 12. nóvember á Sauðárkróki og mættu 12 sauð-fjárbændur víða að úr héraðinu.

Námskeiðin eru haldin á vegum LBHÍ, BÍ og búnaðarsambandsins á svæðinu. Kennari frá Bændasamtökunum á námskeiðunum var Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar samtakanna. Kristján Ó. Eymunds-son, héraðsráðunautur, var meðkennari á Blöndósi og Steinunn Anna Halldórsdóttir, héraðsráðunautur, meðkennari á Sauðárkróki. Að sögn Jóns Baldurs tókust námskeiðin vel og voru bændur fljótir að ná tökum á forritinu. Markmiðið er að gera bændur sjálfbjarga í notkun forritsins og aðstoða þá við skil á skýrsluhaldinu vegna yfirstandandi framleiðsluárs. Nær allir eru búnir að skila inn vorhlutanum og er hausthlutinn fljótfærð-ari þar sem allar sláturupplýsingar berast rafrænt frá öllum sláturhúsum og þurfa bændur bara að yfirfara þau og staðfesta. Um er að ræða dagsnám-skeið og lungann úr deginum er varið í að bændur sýsla með „eigið fé“, sem vel hönd á festandi sem er meira en hægt var að segja með eigið fé í ýmsum öðrum atvinnugreinum, eins og Jón Baldur orðaði það. Næstu námskeið í FJARVIS.IS eru fyrirhuguð á Hvanneyri, Egilsstöðum og Hellu.

Þátttakendur á námskeiðinu á Blönduósi.

Page 4: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

4 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Í Drangshlíð 2 undir Eyjafjöllum er rekið myndarlegt kornrækt-arbú. Drangshlíðarbúið ehf. er í eigu hjónanna Ólafs S. Gunnarssonar og Önnu Jóhönnu Þórarinsdóttur, auk sonar þeirra Þórarins Ólafssonar. Það eru feðgarnir Ólafur og Þórarinn sem saman standa að rekstrinum og er markmið þeirra að Drangshlíð 2 verði fyrsta sérhæfða korn-ræktarbýli landsins.

Sumarið sem leið var fyrsta sum-arið sem þeirra eigin þreskivél var notuð við kornskurðinn og að auki reis nú síðsumars á landi Ólafs og Önnu ein fullkomnasta kornþurrk-stöð á Íslandi.

„Það er ekki búið að halda reisugildi en við tókum á móti fólki hérna á dögunum þegar mál-þing var haldið í sveitinni um átaksverkefni í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu,“ segir Þórarinn Ólafsson, 25 ára korn-bóndi, aðspurður hvort búið sé formlega að vígja nýju kornþurrk-stöðina þar á bæ. „Við tókum þurrk-stöðina í notkun í haust og hún telst mjög hagkvæm hvað varðar rekstrarkostnað - auk þess sem hún þurrkar korn á mjög heilnæman hátt. Hún þurrkar við 80-95 gráðu hita og notar heitt loft til þess. Þetta er því fyrsta flokks þurrkun eins og gengur og gerist hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.“

Korn ræktað á um 140 ha landsLíklega er Drangshlíð 2 með stærstu kornræktararbýlum landsins

– ef ekki það stærsta – enda segist Þórarinn ekki vita um neitt annað býli sem noti yfir 100 ha lands til kornræktar. „Það er svo alltaf spurning hvaða magn menn fá út úr ræktarlöndum sínum, en landrýmið sem við notum mælist 139 ha hjá Pétri Halldórssyni, ráðunauti hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.“

Þórarinn segir að sl. kornrækt-arsumar hafi komið ágætlega út hjá þeim í Drangshlíð. „Við rétt náðum landsmeðaltali fyrri ára eða um þremur tonnum á ha - geri ég ráð fyrir. Það er reyndar mjög gott miðað við að þetta er okkar fyrsta ár með þurrkstöð og svo féllum við eiginlega á tíma með að hafa hana klára fyrir vertíðina. Við hefðum getað verið byrjaðir talsvert fyrr að þreskja og þurrka. Svo lentum við líka í vandræðum í votviðrinu eins og aðrir núna í september.“ Þórarinn er nokkuð bjartsýnn á framtíðina í kornrækt-inni í Drangshlíð. „Næst verða hlutirnir gerðir með enn meiri krafti og hver einasti klukkutími nýttur þegar færi gefst, enda vorum við komnir út í þau vinnubrögð í haust.“

Stórhuga og stefnirá sérhæft kornræktarbýli

Þórarinn segir að nú standi þeir frammi fyrir því að annað hvort stækka sjálfir við sig kornrækt-arland eða auka þurrkun og þresk-ingu fyrir aðra – og hallast hann fremur að fyrrnefnda kostinum. „Við höfum sent Bændasamtökum

Íslands erindi þess efnis að við óskum eftir að Drangshlíð 2 verði skráð sem sérstakt kornræktarbýli - og þá sem jarðræktarbú – eins og tíðkast annars staðar í Evrópu, þar sem sérhæfing í landbúnaði er komin lengra - og það mun gefa okkur algjöra sérstöðu og ein-staka ímynd hérlendis. Það er svo bara spurning hvernig það hentar í þessu landbúnaðarumhverfi sem er á Íslandi.“

Þórarinn segist hafa sáð vetr-arhveiti í fyrsta skipti nú í ágúst, sem sé sérlega áhugavert, og einn-ig er hann spenntur fyrir að þróa sig áfram í annarri jarðrækt. „Það sem ég er einna spenntastur fyrir núna er að prófa vetrarbygg, enda hægt að vonast eftir mikilli upp-skeru gangi það upp og auðvitað frábært ef það yrði klárt til þresk-ingar í byrjun ágústmánaðar, ári eftir sáningu, svo hægt yrði að ná því fyrir haustveðrin,“ segir ungi kornbóndinn fullur bjartsýni.

Spennandi þróun íslenskrar fóðurframleiðslu

Hann bætir svo við að mjög spenn-andi hlutir séu einnig í gangi varð-andi blöndun fóðurs með byggi frá Drangshlíð. Fóðurblandan var á dögunum að skoða aðstæður í Drangshlíð en bærinn fékk nýlega leyfi frá Matvælastofnun (MAST) til að selja bygg til fóðurblöndunar í fóðurstöðvar. „Það er búið að skrá Drangshlíðarbúið sem fóðurfyr-irtæki hjá MAST. Þegar nýtt mat-vælafrumvarp verður samþykkt

á Alþingi munum við sækja um leyfi þannig að Drangshlíðarbúinu verði heimilt að selja sína fram-leiðsluvöru til fóðurframleiðenda til fullvinnslu á fóðri hvert sem er í Evrópu. Frumskilyrði þess að býli fái slíkt leyfi er að akurlönd-in séu afgirt og eingöngu notuð til

akuryrkju en ekki til beitar búfjár eða fyrir lausagöngu neins konar. Þessi skilyrði eru til staðar hjá okkur núna bæði á Skógarsandi og í Drangshlíð,“ segir Þórarinn og spáir sérhæfingu í þessa veru í auknum mæli í ræktarlöndum á Íslandi. -smh

Stórhuga ungur kornbóndi undir Eyjafjöllum

Stefnt að sérhæfingu í kornrækt í Drangshlíð

Byggakur í Drangshlíð. Myndir | Þórarinn Ólafsson

Þórarinn inni á gólfi í einni fullkomnustu kornþurrkstöð landsins.

Fyrr á þessu ári stofnuðu íbúar í Bárðardal félagið Bárðarborg ehf. Tilgangur félagsins er eignarhald og umsjón með félagsheimili sveitarinnar, en þar var einnig skóli sveitarinnar til húsa um árabil.

Húsið, sem var byggt í kringum 1960, varð eins og aðrar eignir sveitarfélagsins eign Þingeyjarsveitar þegar fjórir hreppar í Suður-Þingeyjarsýslu samein-uðust fyrir nokkrum árum. Bárðdælingum fannst hinsvegar að eignarhald á félagsheimilinu væri betur

komið í þeirra höndum enda höfðu hreppsbúar kost-að byggingu þess á sínum tíma. Því varð niðurstaðan að húsið yrði eign íbúanna áfram. Nokkur ár eru síðan skólahald lagðist af í húsinu. Það hefur verið nýtt sem gistiheimili á sumrin.Þar hefur Gistiheimilið Kiðagil, sem nokkrir aðilar í hreppnum standa að, verið með starfsemi. Síðustu fjóra vetur hafa verið reknar þar skólabúðir fyrir börn og unglinga.

Mynd og texti: ÖÞ

Stofnuðu félag um eignarhald á félagsheimilinuFélagsheimili Bárðdælinga, sem heimafólk stofnaði félag um.

„Við erum með niðurskurð-arhnífinn á lofti,“ segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, en farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs á fundi nýverið. Ljóst þykir að erfitt er nú að gera sér grein fyrir hvernig forsendurn-ar muni verða, einkum og sér í lagi tekjuhlið sveitarfélaganna. Þá var á sama fundi rætt vítt og breitt um stöðuna í þjóðfélaginu og áhrif sem komið geta fram í Grýtubakkahreppi.

Guðný segir ljóst að tekjur hreppsins verði minni en áætlað var, en þó geri menn sér vonir um að útsvarstekjur minnki ekki mikið. Það liggi hins vegar fyrir að fram-lag úr Jöfnunarsjóði lækkar á næsta ári, en það er hlutfall af tekjum rík-isins.

Varðandi hvar niðurskurð-arhnífnum verði helst beitt segir sveitarstjóri að menn horfi til allra átta; skoðað verði hvort hægt verði

að geyma viðhaldsverkefni, draga úr yfirvinnu eða skera niður þjón-ustu, en allt verði þetta sársauka-fullar aðgerðir ef til komi.

Guðný segir það sína skoðun að sveitarfélög megi ekki hætta algjörlega við allar framkvæmdir þegar svona árar, það hafi ekki góð áhrif í för með sér í nærsamfélag-inu. „Við ætlum því að reyna hvað við getum að halda úti verkleg-um framkvæmdum,“ segir hún. Fyrirhugað var að byggja tvær íbúðir á Grenivík á vegum hrepps-ins og hefur það dregist nokkuð, en Guðný segir enn vera fullan hug í sveitarstjórnarmönnum að halda verkefninu áfram. Þá verður eitt-hvað um gatnagerðarframkvæmd-ir og eftir á að tengja þrjú hús í hreppnum við hitaveitu og verður það gert innan tíðar. „Það er ekki hægt að stoppa öll verkefni, það bara gengur ekki,“ segir Guðný og kveðst vongóð um að úr rætist.

MÞÞ

Sveitarfélögin finna fyrir kreppunni

Niðurskurðarhnífur á lofti– segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri

í Grýtubakkahreppi

Magnús Stefánsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar-tillögu þess efnis að bæta bágan fjárhag flestra sveitarfélaga landsins. Er í tillögunni lagt til að Alþingi álykti að fela ríkis-stjórninni að taka hið fyrsta upp viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga um aukna hlut-deild sveitarfélaganna í inn-heimtum skatttekjum.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars:

„Mörg sveitarfélög búa við erfiða fjárhagsstöðu af ýmsum ástæðum og mörgum þeirra hefur reynst erfiðara og erfiðara að standa undir lögbundnum verk-

efnum sínum vegna erfiðrar fjár-hagsstöðu. Hins vegar er fjárhags-staða sveitarfélaganna í landinu misjöfn, m.a. eftir landsvæðum. Tekjur sumra hafa minnkað eða nánast staðið í stað samanborið við aukinn rekstrarkostnað undan-farin ár. Þetta á fyrst og fremst við um sveitarfélög á landsbyggðinni.

Ekki er útlit fyrir að hagur margra þeirra muni batna á næst-unni, frekar er útlit fyrir að erf-iðleikar þeirra verði enn meiri vegna fyrirsjáanlegrar þróunar í sjávarútvegi. Sveitarfélög sem byggja afkomu sína að miklu leyti á útsvarstekjum frá sjávarútvegi og þjónustu við hann sjá nú fram

á erfiða tíma vegna samdráttar í þorskveiðum. Því er brýnt að leita leiða til þess meðal annars að koma til móts við þau og mik-ilvægt að tryggja að tekjuskattur ríkis og sveitarfélaga sé í sam-ræmi við verkaskiptingu þessara stjórnvalda.

Eðlilegt er að kannað verði hvort vænlegra sé að fjármagna sveitarfélög að hluta til með öðrum tekjustofnum en þau hafa nú, svo sem með hlutdeild í fjármagns-tekjuskatti. Í því sambandi má nefna að Samband íslenskra sveit-arfélaga hefur ítrekað ályktað um það að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti“. S.dór.

Bæta þarf bágan fjárhag sveitarfélagannaNorskur sérfræðingur í bruna-málum er staddur hér á landi á vegum Búnaðarsamtaka Vest-urlands. Mun hann ásamt Guð-mundi Hallgrímssyni starfsmanniBúVest, heimsækja þá bændur sem þess óska og veita ráðlegg-ingar varðandi brunavarnir í úti-húsum, einkum fjósum.

Hafi menn áhuga teiknar sá norski upp varnarkerfi fyrir við-komandi byggingu. Fyrirtæki það sem hann vinnur hjá fram-leiðir brunavarnarkerfi en engar kvaðir eru um kaup á því þótt

Norðmaðurinn og Guðmundur séu fengnir til ráðgjafar. Þeir félagar verða staddir hér á svæðinu í lok næstu viku og þeir sem hafa áhuga fyrir að fá þá í heimsókn geta látið vita hjá BúVest.

Norskur sérfræðingur í bruna-vörnum veitir ráðleggingar

Page 5: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

5 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með

eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi.

Bílskúra- og iðnaðarhurðir

Vagnar & þjónusta ehfTunguháls 10, 110 Reykjavík

Sími: 567-3440, Fax: 587-9192

Bægisárkirkja varð 150 ára nú nýlega og var efnt til messu þar af því tilefni en á eftir var boðið upp á veislukaffi á Melum. Kirkjan var troðfull, en á meðal gesta voru fimm prestar auk sóknarprests, sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur.

Í messukaffinu sagði sókn-arprestur frá merkri sögu kirkj-unnar en þar kom fram að kirkjan sem stóð á undan núverandi kirkju var torfkirkja byggð 1763. Hún

var við vísitasíu árið 1857 talin gölluð og fornfáleg og hófust í kjölfarið umræður um byggingu nýrrar kirkju. Ræddu menn nokk-uð um hvort hún ætti að vera úr torfi eða timbri. Fleiri hölluðust að byggingu torfkirkju, enda torf ódýrara byggingarefni. Hafin var söfnun vegna kirkjubygging-arinnar og ákveðið að byggð yrði timburkirkja á staðnum. Sigurður Pétursson timburmaður á Akureyri var ráðinn til að teikna hina fyr-

irhuguðu kirkju og gera áætlun um efniskaup. Benóný Jónsson smiður frá Kambhóli var ráðinn yfirsmið-ur kirkjunnar og var hann 88 daga að verki árið 1858. Kostnaður við byggingu Bægisárkirkju var 1279 ríkisdalir og 26 skildingar.

Kirkjunni hefur verið vel við haldið en byggingarlist henn-ar þykir afar sérstæð. Þar mætast gamlar hefðir og nýjar áherslur; tvö ólík byggingarform eru greypt saman í sterka byggingarlistarlega heild. Þá fór sóknarprestur nokkr-um orðum um þá mörgu og merku gripi sem Bægisárkirkja á, en þar kennir margra grasa og einnig á kirkjan fjölda bóka. MÞÞ

Merk saga Bægisárkirkju í 150 ár

Það var enginn skortur á prestum við messu í Bægisárkirkju þegar afmæli henn-ar var fagnað á dögunum.

Þungaumferð í Langadal 11%Þungaumferð í Langadal í Húnavatnssýslu var að jafnaði hátt í 11% af allri umferð í fyrra, samkvæmt mælingum Vegsýnar. Lægst var hlut-fallið í júlí og ágúst en mest var þungaumferðin hlutfallslega í janú-ar, febrúar og mars. Þá var þungaumferðin áberandi mikil þrjá síðustu mánuðina, það er að segja í oktober, nóvember og desember. Skýringin er að almenn umferð er meiri á sumrin en að vetrarlagi. Vitneskja um hlutfall þungaumferðar á vegum er nauðsynleg við hönnun vega, svo sem við ákvörðun burðarlags, slitlags og vegbreiddar.

Page 6: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

6 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Málgagn bænda og landsbyggðar

LEIÐARINN

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði.Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. [email protected] – Sími: 563 0375

Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected] – Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected] – Sigurdór Sigurdórsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621

Íslensk tunga ogauglýsingafrelsiDagur íslenskrar tungu var á sunnudaginn og þá er kastljósinu beint að tungumálinu sem við tölum. Herdís Egilsdóttir kennari hlaut að þessu sinni verðlaunin sem kennd eru við Jónas Hall-grímsson og er án alls vafa vel að þeim komin. Allir sem komnir eru til vits og ára og hafa verið svo lánsamir að hafa góða kenn-ara vita hversu mikilvægir þeir eru í máluppeldi þjóðarinnar.

Við sama tækifæri fékk Út-varpsleikhúsið viðurkenningu fyrir sjötíu ára menningarstarf og er vel að því komið, ekki síður en Herdís. Morgunblaðið segir frá þessu í gær eins og vænta mátti, en nokkrum blaðsíðum framar lýsir sami ráðherrann og veitti Útvarpsleikhúsinu viður-kenningu því yfir að Ríkisútvarp-ið muni ekki víkja algerlega af auglýsingamarkaði.

Bændablaðið er eitt þeirra blaða sem lifir á auglýsingum og vissulega er hægt að skilja sjónarmið þeirra sem finnst súrt í broti að þurfa að standa í harðri samkeppni við Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði. Sá skilning-ur á sér þó sín takmörk. Það vill nefnilega svo til að Ríkisútvarpið er útbreiddasti fjölmiðill lands-ins og þess vegna er eðlilegt að auglýsendur sækist eftir því að fá þar inni í sókn sinni eftir athygli neytenda.

Ég hef um alllangt skeið verið á því að það sé til millivegur í þessu máli, sem sé sá að Rík-isútvarpið verði áfram á auglýs-ingamarkaði en verði bannað að beita sér þar eins og það hefur gert. Útvarpið á að gefa út gjald-skrá og þeir sem vilja auglýsa og greiða fyrir það samkvæmt henni geta gert það. Kostun verði bönnuð í Ríkisútvarpinu og und-irboð aflögð. Þá ættu allir að geta unað glaðir við sitt. –ÞH

Undanfarnar vikur hafa verið afskaplega sér-stakar, vægast sagt, það eru eiginlega allir hlutir orðnir með öfugum formerkjum miðað við það sem var fyrir nokkrum vikum, bankar sem skil-uðu árlega tugmiljarða hagnaði komnir í þrot, gengisfall krónunnar miðað við evru um 100%, útlendingar sem hér hafa verið til að vinna öll sóðalegu og leiðinlegu verkin farnir heim og Íslendingar að missa vinnuna hundruðum saman. Landinn er hættur að fara í verslunar-ferðir til útlanda en í staðinn streyma erlendir ferðamenn til Íslands til að kaupa ódýrt.

Matarverðsumræðuna sem hér geisaði fyrir tveimur árum er ágætt að rifja upp núna, þar sem verð á matvælum hér á landi var borið saman við meðalverð ríkja í Evrópusambandinu og hátt vöruverð hér á landi var tollvernd land-búnaðarins að kenna, innlend búvara átti að toga verðið upp á öllu sem flutt var inn. Hvers vegna er enginn að bera saman verð núna ?

Hvers vegna er komið svona fyrir okkur? Undanfarinn áratugur og gott betur hefur einkennst af oftrú á markaðslausnum og sam-keppnishugsun, allt sem er félagslegt hefur verið talað niður, hvort sem það er ríkisrekstur, samvinnurekstur eða félagsleg samtrygging, en sérhyggjan og einstaklingshyggjan upphafin, markaðurinn átti allan vanda að leysa.

Það er alveg ljóst að með EES samningn-um á sínum tíma voru leystir úr læðingi kraft-ar sem leitt hafa til mikillar uppbyggingar og framfara á Íslandi og það er líka alveg jafnljóst að íslensk stjórnvöld hafa ekki náð að hemja þessa krafta, setja þeim skorður, leikreglur, miðaðar við íslenskar aðstæður, þannig að ekki væri farið offari.

Getur það verið að við innleiðingu laga, sem hér hafa verið lögfest á grundvelli EES samn-ingsins, hafi ekki verið nýttir þeir möguleikar sem samningurinn veitir til þess að setja skorð-

ur, veita aðhald og gæta íslenskra hagsmuna í sama mæli og aðrar þjóðir gera?

Þegar matvælafrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu kom þessi veikleiki vel í ljós, viljaleysi til að nýta þær varnir sem EES samningurinn býður þó upp á.

Fjármálakreppunnar gætir ekki eins mikið úti á landi eins og á höfuðborgarsvæðinu enda þenslan fyrst og fremst verið þar, engu að síður koma þessir erfiðleikar illa við marga í land-búnaði og verst við yngri bændur og þá sem staðið hafa í miklum framkvæmdum, búnir að byggja upp öflugar framleiðslueiningar og

eru skuldsettir, þetta eru líka bændurnir sem búvöruframleiðslan mun byggjast mikið á næstu árin, það er því gríðarlega mikilvægt að hægt verði að greiða úr fjárhagsvanda þessara bænda, svo reksturinn geti haldið áfram og þær fjárfestingar sem búið er að leggja í nýtist.

Hjá bændum er allt undir, bæði heimili og atvinna. Það er því mikilvægt að umræðan um fjárhagserfiðleika sé opin og sanngjörn. Það fara vissulega í hönd erfiðari tímar en verið hafa og óvissan er mikil meðan botninum hefur ekki verið náð.

Til skemmri tíma litið er brýnast að tryggja

að rekstur búanna stöðvist ekki, að bændur fái rekstrarfé og afborganir lána verði viðráðanleg-ar. Það er ekki hagur lánadrottna að ganga hart að fólki við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Til lengri tíma litið veltur mest á hvernig til tekst hjá Íslendingum að endurheimta traust í viðskiptum við útlönd og hvaða leiðir stjórn-völd fara til þess.

Það verður erfitt að byggja upp traust á íslensku krónunni og kannski er fórnarkostnað-urinn við það of mikill. Það er alla vega alveg ljóst að hvorki atvinnulífið né heimilin geta búið við það vaxtaokur sem viðgengst í dag og hefur verið hér lengi.

Það eru líka háværar raddir uppi sem telja að við eigum að taka stefnuna á Evrópusambandið og taka upp evruna, það muni allan okkar vanda leysa. Bændasamtökin hafa verið á móti aðild að ESB og það liggur fyrir að innganga mun hafa í för með sér miklar breytingar fyrir land-búnaðinn og margar greinar hans munu standa höllum fæti í þeirri óheftu samkeppni sem af aðild mun leiða.

Það er nú samt ekki þannig að framund-ann sé tómt svartnætti þó vissulega lifum við óvissutíma. Bændur þurfa að gæta þess að umræðan um búskapinn einkennist ekki um of af svartsýnis- og vonleysistali, ekki láta erfiðleikana smækka sig, heldur bera höfuðið hátt. Mikilvægt er að átta sig á því að það er ekki eftirsjá í öllu sem var, það er ekki eftirsjá í græðgisvæðingunni, óhófinu eða aukinni mis-skiptingu sem einkennt hefur undanfarin ár.

Þegar að þrengir verður öllum almenningi ljóst hversu nauðsynlegt það er fyrir þjóðina að vera sem mest sjálfri sér nóg um matvæli, matvælaöryggi er einn af hornsteinum búsetu í landinu, að hér sé rekinn fjölbreyttur og öfl-ugur landbúnaður, sem sparar þjóðinni gjald-eyri og veitir þúsundum manna atvinnu. KK

Bændur á óvissutímum

Eftir hrun íslensku krónunnar hafa margir rennt hýru auga til þess að hefja útflutning á íslensk-um framleiðsluvörum. Það á ekki hvað síst við um landbúnaðarvör-ur sem hingað til hafa ekki þótt vera samkeppnisfærar á erlend-um mörkuðum vegna þess hve hár framleiðslukostnaður er hér á landi. Nú ætti það að hafa snú-ist við, eða hvað?

Á fundum kúabænda að undan-förnu hefur Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá MS velt upp nokkrum lykiltöl-um útflutnings á mjólkurafurðum og reynt að svara spurningunni um það hvort nú sé lag til að auka hann. Bændablaðið spjallaði við Pálma um framtíð útflutnings mjólkuraf-urða frá Íslandi.

Um 90% til iðnaðarnotaFyrst er rétt að greina frá því sem hefur verið flutt út að undanförnu. Sé litið á verðlagsárið 2007/2008 nam útflutningur á mjólkurafurðum

tæplega 2.000 tonnum. Þau skiptust þannig eftir afurðaflokkum:

Skyr 144 tonnSmjör 897 tonnOstur 2,8 tonnUndanrennuduft 930 tonn

Samtals eru þetta 1.974 tonn sem skiptast þannig milli svæða að 207 tonn fóru til Bandaríkjanna (langmest af skyrinu, ostunum og um 60 tonn af smjöri, þar af tæp 15 tonn í neytendaumbúðum) en afgangurinn, 1.767 tonn, til annarra landa. Það síðastnefnda er fyrst og fremst smjör og undanrennuduft sem ætlað er til iðnaðarnota, en það er selt í gegnum evrópsk fyrirtæki.

Pálmi hefur reiknað út skilaverð sem MS fær út úr þessum útflutn-ingi og komist að því að miðað við meðalheimsmarkaðsverð undan-genginna 18 mánaða á smjöri og undanrennudufti (sem er um 90% af útfluttu magni) er skilaverðið, að frádregnum kostnaði fyrirtæk-

isins við framleiðslu, pökkun og útflutning, um 40 krónur á hvern lítra mjólkur. Í því dæmi er miðað við að heimsmarkaðsverð á smjöri sé um 3.200 Bandaríkjadalir á tonn og á undanrennudufti um 3.700 dalir á tonnið. Gengið sem Pálmi reiknar með er 110 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal (það er raun-ar 136 kr. þegar þetta er skrifað). Þessi útflutningur stendur nokkurn veginn undir því verði sem bændur fá nú fyrir umframmjólk en það er 40 krónur á lítrann á yfirstandandi verðlagsári. Þess ber þó að geta að skv. nýjustu upplýsingum fer verð þessara vara ört lækkandi á heims-markaði um þessar mundirþ

Viljum auka hlutdeild útflutnings í neytendaumbúðum

Pálmi sagði að vissulega fengist hærra verð fyrir vörur í neytenda-umbúðum sem fara beint í hillur verslana.

„Vandinn er sá að magnið hef-ur ekki verið eins mikið og vonir

stóðu til. Við erum að flytja út tæp-lega þrjú tonn af skyri til Banda-ríkjanna að jafnaði í hverri viku sem er minna en við gerðum okkur vonir um. Við erum hins vegar að vinna að því með Áformi að endur-skoða þennan útflutning, skoða hvaða möguleika við höfum og laga okkur að þeim. Verið er að reyna að afla nýrra markaða þessa stundinaog við skulum sjá til hvað út úr því kemur,“ sagði hann.

Markmiðið er að sjálfsögðu að auka hlutdeild þeirrar vöru sem flutt er út í neytendaumbúð-um. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem snýst um að koma skyri og öðrum afurðum á neytendamarkað í Bretlandi, en það er of stutt á veg komið til þess að hægt sé að segja til um hvað út úr því kemur.

„Við höfum aðgang að Bret-landsmarkaði fyrir bæði smjör og skyr með lágmarkstollum og nýtum okkur hann nú þegar hvað smjörið varðar. Við erum að þreifa fyrir okkur með skyrið, höfum sent

prufur til að kanna hvernig slík-ur útflutningur getur gengið fyrir sig. Eitt sem við erum að athuga er hvort hægt er að flytja skyrið út í sjófragt, en það er mun ódýrara en flugfragt. Allt skyr sem flutt er út til Bandaríkjanna fer með flugi og það er mjög kostnaðarsamt.“

Miklar sveiflur á markaðiPálmi kannast við áhuga bænda á útflutningi og tók því saman töflur sem hægt er að nota til að sjá hvað tiltekið heimsmarkaðsverð sem gefið er út mánaðarlega gefur í skilaverð til bænda miðað við breytilegt gengi Bandaríkjadals. Þessum töflum var dreift til fundarmanna á fulltrúaráðs-fundi Auðhumlu sem haldinn var 7. nóvember sl.

Hann undirstrikar að fyrirtækið sé ekki að gefast upp á útflutningi. „Við erum að endurskoða hlutina, en eins og ástandið er þessar vik-urnar er ekki gott að ráða í sveiflur í gengi og á markaði á næstunni,“ sagði Pálmi að lokum. –ÞH

Erum að yfirfara áætlanir um útflutning– Pálmi Vilhjálmsson hjá MS segir heildarútflutning mjólkurafurða rétt ná því að mæta framleiðslukostnaði

og greiðslum fyrir umframmjólk

Page 7: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

7 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Hreiðar Karlsson segir að loks sé fundin skýring á hörðum við-brögðum, þegar Árni Matt hafði rætt við breskan kollega sinn:Árni fékk Breta til reiði reitt,þá reyndi ´ann að vera char-ming.Sagði þó Árni ekki neittannað en „hello dar-ling“.

Klæddan skollabuxumRagnar Aðalsteinsson segir í Austfirskum gamanljóðum að Jóhannes Jónasson bóndi á Skjögrastöðum í Skógum (1862-1928) hafi ort þessa vísu. Segir Ragnar að vísan sé ort um prest en tilgreinir ekki hver presturinn var, en að sögn Þóris Jónssonar mun hann hafa verið séra Magnús Blöndal Jónsson, annálaður fjáraflamaður.Mikið er hvað margir lof'ann,menn sem aldrei hafa séð'annskrýddan kápu Krists að ofan,klæddan skollabuxum neðan.Menn deila mjög um orð og orð í stökunni eins og gengur með góðar vísur og eins er ýmsum eignaður króginn. En svo er til stytting af vísunni:Mikið er hve margir lof'annað ofanmenn sem aldrei hafa séð'annað neðan.

Falleg ertu JórunnKristján Eiríksson sendi þetta á Leirinn: ,,Ég held það hafi verið í seinna skiptið sem Jón Þorláksson missti hempuna, fyrir aðra barneign sína með Jórunni, sem hann orti þessa vísu:Lukkutjón þá að fer ört,ekki er hægt að flýja,betur hefði guð minn gjörtað gelda mig en vígja.En svo fékk skáldið eftirþanka og kvað:Betra er að vera hátt með haushengdur upp á snagaen að ríða eistnalausalla sína daga.Annars orti Jón þessa fallegu vísu til tíðleikakonu sinnar, Jórunnar:Sorgarbára ýfir und,elda rasta njórunn.Freyju tára fögur hrund,falleg ertu Jórunn.

Landabruggið þekkaJón Gissurarson orti þessar ágætu kreppuvísur:Verði sultar þrautin þungþá mig láttu vita.Sendi ég þér súran pungog sviðapressu bita.Þegar víns er áman auð,og ekkert til að drekkalöngum hefur leyst úr nauðlandabruggið þekka.

Meira en hálfnað heimHreiðar Karlsson segir að Sigurður frá Haukagili eigni Guðmundi Böðvarssyni þessa vísu og fylgdi hún bók er skáld-ið gaf vini sínum. Gott er að koma að garði þeimsem góðir vinir byggja.Þá er meir en hálfnað heimhvert sem vegir liggja.

LeiðréttingGlöggur bóndi hefur gert athugasemd við eitt orð í vísu eftir Jakob á Varmalæk sem birt-ist í 16. tbl. Bændablaðsins. Rétt er línan svona: ,,Mótin fyllast meðan Drottins andi…“ en í 16. tbl. sagði „prestsins andi“.

Umsjón:Sigurdór Sigurdórsson

[email protected]

Í umræðunni

MÆLT AF MUNNI FRAM

Haustfundaherferð Bændasam-takanna hófst í síðustu viku með tveimur fundum á mánudeginum og þremur á fimmtudegi. Að þessu sinni er yfirskrift fundanna „Treystum á landbúnaðinn“ enda ekki vanþörf á því að minna á mikilvægi íslensks landbún-aðar í núverandi efnahags-ástandi. Umræða um kjaramál og efnahagsmál hefur verið fyr-irferðarmikil á þeim fundum sem búnir eru og hafa bændur lýst áhyggjum sínum af stöðu mála. Þó eru menn almennt sammála því að það felist jafnframt tæki-færi fyrir bændur í því hvernig málum er háttað nú um stundir.

Óttast um búvörusamninganaÁ mánudag var fundað á Kirkju-bæjarklaustri annars vegar og á Hólmavík hins vegar. Á fundinum á Kirkjubæjarklaustri höfðu þeir Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sveinn Ingv-arsson varaformaður framsögu. Fór Eiríkur yfir þá stöðu sem blasir við bændum nú um stundir og Sveinn velti síðan upp öðrum flötum á um-ræðunni.

Líflegar umræður spunnust eftir framsögur þeirra þó flestar þær spurningar sem fundarmenn höfðu fram að færa ættu rætur sínar að rekja til stöðunnar í efnahagsmál-um. Menn veltu meðal annars fyrir sér hvort hægt væri að treysta því að núgildandi búvörusamningar myndu standa óbreyttir þrátt fyrir umrót. Svöruðu þeir Eiríkur og Sveinn því til að ekkert benti til annars en að ekki yrði hróflað við þeim.

Sömuleiðis var spurt að því hvort rætt hefði verið við landbún-aðarráðuneytið um aðgerðir til styrktar landbúnaðarkerfinu, ekki síst um mögulegan stuðning vegna gríðarlegrar hækkunar á aðföngum í landbúnaði. Fanney Ólöf Lárusdóttir sauðfjárbóndi og ráðunautur á Kirkjubæjarklaustri 2 spurði meðal annars hvort sú hugmynd hefði verið viðruð að ríkisvaldið styddi með einhverjum hætti við bændur vegna áburðarkaupa. Eiríkur svaraði því til að sú hugmynd hefði verið viðruð en ekki hlotið miklar undirtektir í ráðuneytinu.

Valur Oddsteinsson frá Úthlíð sagði að auðvitað hefði hann mikl-ar áhyggjur af stöðu bænda í þessu árferði. „Ég vona auðvitað að það rætist úr efnahagsmálunum en auð-vitað ríkir algjör óvissa um þessi

mál öll eins og staðan er núna. Það er ákaflega mikilvægt að fá for-ráðamenn bænda hingað út á land til fundar við okkur bændur, ekki síst þegar að horfurnar er svo óljósar sem nú er.“

Á fundinum sem haldinn var í Sævangi á Hólmavík kom fram að bændur eru uggandi um afkomu sína vegna fjármálaástandsins í landinu. Frummælendur á fundin-um voru Haraldur Benediktsson og Karl Kristjánsson á Kambi í Reyk-hólasveit stjórnarmaður í Bænda-samtökunum. Í framsöguerindum komu fram ýmis tækifæri í landbún-aði, svo sem í auknum útflutningi og aukinni neyslu á innlendum matvæl-um.

Meðal þess sem bændur á Strönd-um telja þörf á að bæta er leyfis-frumskógur Matvælastofnunar. Þá kom fram að brýn þörf er á aðstoð við framtalsgerð og rekstrar- og hagfræðiáætlanir í búrekstri. Þá var nokkuð rætt um verðlagningu slát-urleyfishafa, með tilliti til nýtingar kjötskrokka, en bændur telja tals-vert skorta á að flutningur og annar kostnaður sé sundurliðaður þegar bændur fá greitt fyrir afurðir sínar.

Sprengdu utan af sér húsnæðiðSíðasta fimmtudag var síðan fundað á Ísafirði, Vopnafirði og Egilsstöð-um. Mikið fjölmenni mætti til fund-ar á Egilsstöðum, svo mikið raunar að fundurinn sprengdi utan af sér fundarsalinn og varð að finna stærra húsnæði. Hátt í sjötíu bændur mættu til fundar, víðs vegar af Austurlandi. Komu menn neðan af fjörðum og ofan úr Jökuldal auk bænda af Héraði. Haraldur Benediktsson og Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá stjórnar-maður í stjórn Bændasamtakanna höfðu framsögu á fundinum og var gerður góður rómur að máli þeirra. Nokkrar umræður spunnust um stöðuna á WTO viðræðunum auk þess sem menn sýndu áhuga á stöðu Bjargráðasjóðs. Sömuleiðis urðu miklar umræður um hækk-anir á aðföngum til bænda, einkum

um hækkanir á áburðarverði. Lýstu menn þungum áhyggjum af þeirri þróun.

Vigfús Friðriksson bóndi á Val-þjófsstað sagði að fundurinn hefði verið góður. „Það sem mér fannst einkenna fundinn var samhugur bænda í millum. Mér finnst aug-ljóst að bændur ætla sér að standa í lappirnar í gegnum þessar efnahags-þrengingar.“ Vigfús sagðist telja að það væri almennt mat manna að bændur væru nokkuð ánægðir með störf forystumanna bænda. „Ég segi það alla vega fyrir mig að ég er býsna ánægður með það sem ég heyrði frá Haraldi um þá vinnu sem hefur átt sér stað, ekki síst varðandi matvælafrumvarpið. Þar sýnist mér að menn hafi staðið vel í lappirnar og gert vel.“

Á fundinn á Vopnafirði mættu þeir Haraldur og Þorsteinn einnig en þar voru mættir hátt í tuttugu bænd-ur. Vopnfirðingar ræddu um að efla þyrfti ráðgjafarþjónustu við bændur en hún væri veik og fjarlæg. Vildu menn að hún yrði efld á landsvísu og að bændur hefðu meira val um að leita jafnvel út fyrir hérað. Komið var inn á efnahagsmálin eins og ann-ars staðar og viðruðu menn áhyggjur af því að dreifðari byggðir landsins gætu laskast enn meir ef ástand-ið breyttist ekki til batnaðar innan fárra missera. Hins vegar sáu menn tækifæri í ástandinu og lögðu meðal annars áherslu á að styrkja loðdýra-rækt og garðyrkju eins og hægt væri. Jafnframt væru núna möguleikar á því að hæft fólk fengist til starfa í sveitum og á landsbyggðinni til að vinna að atvinnuuppbyggingu þar.

Eiríkur Blöndal og Karl Kristjánsson á Kambi mættu á fund-inn á Ísafirði þar sem hátt í þrjátíu manns komu saman. Þar lögðu menn

áherslu á að nýta tækifærin sem nú gæfust, meðal annars með því að efla heimavinnslu og setja auk-inn kraft í Beint frá býli verkefnið. Jafnframt ræddu menn vítt og breitt um markaðsmál og sölu afurða. Spurt var hvort búvörusamningarnir myndu standa og gátu menn þess að sú óvissa sem ríkir í efnahagsmál-unum væri mjög vond.

Varar við skyndilausnumHaraldur segir að honum finnist bændur vera að þjappa sér saman. „Það er baráttuhugur í bændum og þeir ætla að þétta raðirnar og kom-ast í gegnum þetta. Það er ekki hægt að segja að þó að óvissan sé mikil þá sé einhver uppgjafartónn í mönnum. Menn hafa verið bognir í mörg ár af mótlæti umræðunnar um hátt mat-vælaverð og vanda þess að reka hér landbúnað. Nú finnst mér menn hins vegar vera að rísa upp. Sem betur fer áttum við enn landbúnað og það er horft til bænda núna sem bjargráðs fyrir þjóðfélagið. Jafnvel þótt erfiðir tímar séu framundan þá horfa menn núna út úr bylnum og sjá nýtt lands-lag og tækifæri og það finnst mér svolítið nýtt.“

Haraldur segir að bændur hafi almennt varað við þeim skyndi-lausnum sem verið hafi í umræð-unni. „Menn hafa á þessum fundum varað við því að horfa til skyndi-lausna á vandanum því hann er margþættur og menn verða að taka sér tíma til að finna lausnir sem virka. Ég tek undir þessi sjónarmið. Menn vara við oftrú á að olía finn-ist á Austfjörðum og vara við þeirri trú að innganga í Evrópusambandið leysi öll vandamál á einni nóttu. Svona lausnir eru miklu frekar flótti frá raunveruleikanum en ekki hluti af stærri lausn.“

Bændur sjá tækifæri í ástandinu

Næstu bændafundir

Treystum á landbúnaðinn!

19. nóvember, miðvikudagur Birkimelur – Barðaströnd,

kl.14:00––––25. nóvember, þriðjudagur Matstofa Fjallalambs á

Kópaskeri, kl. 13:30 Ýdalir, Suður-Þing., kl. 20:30 Hótel KEA – Akureyri,

Eyjafjörður, kl. 20:30 Hótel Varmahlíð, Varmahlíð,

kl. 13:30 ––––27. nóvember, fimmtudagur Sjálfstæðishúsið Blönduósi,

kl. 13:30 Staðarflöt í Hrútafirði, kl.

20:30––––2. desember, þriðjudagurNýheimar, Höfn í Hornafirði,

kl. 13:30

Haraldur Benediktsson formaður og Þorsteinn Kristjánsson stjórnarmaður Bændasamtaka Íslands voru frummælendur á Egilsstöðum. Myndir ÞóraSól

Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir tjáir sig á Egilsstaðafundinum.

Á Egilsstöðum var mætingin svo góð að húsið sprakk og þurfti að flytja fundinn í rýmra húsnæði. Greinilegt er á svipbrigðum manna að þeim er ekki skemmt, en konurnar sitja ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn.

Page 8: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

8 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Verðum við að berast með straumn-um stýris- og áralaus?

Ekki tel ég nú að allar bjargir séu bannaðar. En að vanda verði til verka, eigi þolanlegri lendingu að ná. Ef ég skil rétt þá er nú allt kapp lagt á að koma peningakerfinu aftur á fót. Vafalaust þarft og nauðsyn-legt. En er það allt sem þarf?

Mitt álit er að það sem verður að verja öðru fremur er innanlands-framleiðslan. Án hennar verður ekki komist upp úr þeim öldudal sem við nú stefnum í. Gætum þess að gamla máltækið “græddur er geymdur eyrir” á við nú, sem aldrei fyrr. Uppsagnir verkafólks nú eru nánast daglega í fréttum, atvinnu-lífið er að frjósa, og því miður eru tölur um 7% atvinnuleysi í vetur, spá sem er að mínu mati of bjartsýn. Sérstaklega í ljósi þess að hækkun vaxta samfara aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ber með sér augljósa ávísun á efnahagslegt hrun atvinnulífsins í landinu. Hvað skyldu nú slíkar hremmingar hafa í för með sér? Uppsögn starfsfólks og þar með gjaldþrot heimilanna, minnkandi innlenda framleiðslu, lakari viðskiptajöfnuð við útlönd og óróa meðal fólksins í landinu, svo eitthvað sé nefnt.

Ég minntist á hér á undan að það eigi að standa vörð um innlenda framleiðslu en það verður að gera meira en það. Það verður að efla

innlendan iðnað. Nú er tækifæri til að ráðast í byggingu á áburðarverk-smiðju. Hún hefur þann kost að draga úr gjaldeyrisnotkun, skapa vinnu bæði á byggingartíma og síðar við framleiðslu, auk þess að hún myndi nýta innlenda orku, og yrði því mun hagkvæmari en þær, sem keyrðar eru á kolum eða olíu og myndi í leiðinni einnig verða mjög umhverfisvæn. Jafnframt gæti hún framleitt t.d. súrefni til logsuðu og notkunar á sjúkrahúsum o.fl. og þannig rofið einokun Ísaga á þeirri vörutegund.

Annað sem ég vil minnast á nú er aukning á sjávarafla. Þegar rætt er um að auka t.d. þorskkvóta tel ég einboðið að a.m.k. hluta hans verði varið til þess að auka við hjá smábátaútgerð vítt um landið, og þannig efla atvinnu fólks og þar með slá á viðblasandi atvinnuleysi. Sýna þannig í verki vilja til að verja atvinnulífið í landinu.

Það getur vel verið að færa megi rök að því að önnur útfærsla sé hag-kvæmari á einhvern annan máta, en hvers virði er bjargarlausum fjöl-skyldum að heyra eða sjá útreikn-inga um það?

Til þess að halda lífi þarf þrennt; föt, fæði og húsnæði. Þessar frum-þarfir verður að tryggja.

Páll SigurjónssonGaltalæk

Er íslenskt efnahagslíf í rúst?

Landgræðsla og skógrækt á Íslandi verður vinsælli með hverju árinu sem líður. Æ fleiri Íslendingar planta trjám sér og sínum til ánægju til þess að auðga lífrík-ið og binda kolefni. Á sama tíma starfa fjölmargir bændur og land-eigendur víðsvegar um landið að landgræðsluverkefnum með góðum árangri. Í landshlutabundnu skóg-ræktarverkefnunum eru þátttak-endur úr öllum stéttum þjóðlífsins og eru slík verkefni því upplögð til þess að tengja saman fólk úr þétt-býli og dreifbýli sem eykur skiln-ing á hagsmunum hvorra fyrir sig.

Hekluskógaverkefnið samþætt-ir landgræðslu og skógrækt og er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið hefur margvís-leg jákvæð umhverfisleg áhrif um leið og það er mjög atvinnuskap-andi og ekki er úr vegi að undir-strika þann þátt í þessu metnaðar-fulla verkefni. Það sem einnig er merkilegt við verkefnið er að unnið er með náttúrunni við að mynda nýja skóga með því að græða upp lönd sem birki og víðir ná að sá sér í. Verkefnið nær til um 95.000 ha. sem er u.þ.b. 1% af Íslandi. Nokkra mikilvæga þætti verkefnisins má benda á:● Í Hekluskógaverkefninu er verið

að endurheimta hina fornu skóga í nágrenni Heklu.

● Sérstaða verkefnisins felst í endurheimt birkiskóga og þeir munu vernda byggðir í nágrenni Heklu fyrir vikurfoki í kjölfar gosa.

● Verkefnið opnar nýjar vídd-ir varðandi útivistarmöguleika á þessum einstaka stað, eykur dýralíf og gróður og bætir vatns-gæði og lífsskilyrði í ám og vötnum.

● Í verkefninu felst mikil kolefn-isbinding sem er nauðsynleg mótvægisaðgerð gegn loftlags-breytingum um leið og verkefnið auðgar lífríkið með líffræðilegri fjölbreytni.

● Verkefnið uppfyllir markmið ríkisstjórnarinnar um sjálf-bæra þróun og líffræðilega fjöl-breytni.

● Verkefnið er mjög atvinnuskap-andi og gefandi og bætir lífs-skilyrði fólks í á nærliggjandi svæðum til framtíðar. Þarna getur fólk fengið vinnu við gróðursetningu, verkefnið styð-ur og styrkir plöntuframleiðslu í landinu en einungis er plantað út íslenskum tegundum.

● Landeigendur innan Heklu-skógasvæðisins geta komið að

verkefninu með því að gera samninga um plöntur, gróður-setningu o.fl.

● Verkefnið er almenningsverk-efni þar sem fjölmargir aðilar og samtök koma að því með sjálfboðavinnu, t.d. fræsöfnun á birki, gróðursetningu, upp-græðslu á ákveðnum svæðum o.m.fl.Þetta verkefni er sameiginlegt

verkefni Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar, þessara mikil-vægu umhverfisstofnana á Íslandi. Hugmyndina að verkefninu átti Úlfur Óskarsson skógfræðingur en Hreinn Óskarsson bróðir hans er ötull og mjög áhugasamur stjórn-andi þess, með honum vinnur stjórn og samráðshópur. Fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Hekla hf. eru þátttakendur í verkefninu. Þeir sem kaupa nýjan Volkswagen styðja í raun verkefnið með því að kaupa bindingu á því kolefni sem bíllinn losar frá sér á einu ári. Nú á tímum óvissu, efnahagshruns og atvinnuleysis er nauðsynlegt að styðja og styrkja verkefni sem Hekluskóga. Margfeldisáhrif verk-efnisins eru ótvíræð og tengjast fjölmörgum mikilvægum þáttum eins og að ofan greinir. Hér er ekki um fjarlægt kaffihúsa-umhverf-isverkefni að ræða, heldur áþreif-anlegt, spennandi og atvinnuskap-andi verkefni sem nauðsynlegt er að standa vörð um.

Ísólfur Gylfi Pálmason formaður Hekluskóga

Hekluskógar stærsta verk-efni sinnar tegundar í Evrópu

Lengi hefur verið talið að hæfni einstaklinga og fyrirtækja til að aðlaga sig að breyttu umhverfi ráði miklu um árangur þeirra og afkomu. Nýjar aðstæður hafa skap-ast í framleiðslu og vinnslu ullar sem bregðast þarf við.► Aukin eftirspurn er eftir ullar-

vörum á innanlandsmarkaði og hækkandi verð erlendis, ekki síst ef mælt er í íslenskum krónum.

► Aukin þörf er fyrir fíngerða lambsull til fínni vinnslu.

► Rysjótt veðurfar á þessu hausti

hefur víða leitt til húsvist-arskemmda á lambsull.

► Stutt og gisin snoðull hefur reynst erfið í vinnslu.

► Sífellt erfiðara og kostnaðarsam-ara er að fá rúning á fé og með fækkun og stækkun búa minnka möguleikar bænda á að rýja fé sitt sjálfir tvisvar á vetri.

► Þótt veðurfar hafi breyst og meðalhiti hækkað hafa þó mörg undanfarin vor verið köld og í slíkum vorum þarf sauðkindin á skjóli ullarinnar að halda.

Stjórnendur Ístex hafa rætt hvernig bregðast megi við breytt-um aðstæðum og sett fram eftirfar-andi hugmyndir:

Takist ekki að rýja lömbin áður en ullin óhreinkast af húsvist er lagt til að lambsullinni verði eigi að síður haldið sér og hún merkt H 2 Lamb. Gert er ráð fyrir að greiða þá fyrir þá ull sama verð og H 1 Haust, enda sé heymor og húsablekkja í lágmarki.

Meta þarf hvort rétt sé að draga úr snoðrúningi á eldra fé og ullar-litlu, margt af því losar sig við snoðið yfir sumarið og sé snoðið ekki flókið (hægt að stinga fingri í gegnum ullina hvar sem reynt er) ráða vinnsluvélar Ístex við að tæta snoðið í sundur og gera úr því vinnsluvöru.

Við þær aðstæður er haustrún-ingur á óflóknu snoði jafnvel ekki nauðsynlegur en öll slík ull verður að fara í H2 Vetrarull sem er vissu-lega lakari að gæðum en H2H.

Hafa verður þó í huga að alla harða flókabendla verður að hreinsa af fénu og fleygja því þeir skemma mjög fyrir allri vinnslu. Reifi með harðan flóka fara því í verðlaust úrkast.

Rétt er að taka fram að flokkun ullar er unnin samkvæmt reglugerð sem ekki hefur verið breytt og um verð ullar er samið milli Ístex og bænda. Eigi að síður mun Ístex taka vel þeim bændum sem nú í vetur velja breytt verklag við rún-ing og flokkun ullar.

Ari TeitssonGuðjón Kristinsson

Hvernig nýtist ullin best?

Grunsamleg spor finnast í MývatnssveitFjárbændur skelkaðir

Það var á dögunum að nokkrir bændur úr Mývatnssveit fóru að leita að eftirlegukindum í hrauninu austur af Dimmuborgum. Engar fundust nú kindurnar en rétt austan við borgirnar fundu menn hins vegar stór fótspor sem líktust bjarndýrssporum.

Voru flestir á því að þar væri ísbjörn á ferð-inni og væri eflaust um sama dýrið að ræða og það sem leitað var að við Hveravelli. Voru bænd-ur nokkuð skelkaðir og hröðuðu sér heim til að ná í aðstoð. Þar sem ekki náðist í umhverfisráð-herra og ekki heldur í lögreglustjórann á Sauð-árkróki en hann ku hafa mikla reynslu af ísbjörnum voru góð ráð dýr. Fundu menn það út að þar sem forstöðumaður Mývatnsstofu væri líka frá Sauðárkróki þá gæti hann kannski aðstoðað við að handasama dýrið og svo kann hann svolítið í dönsku ef þyrfti að panta búr undir bangsa. Fóru menn nú að svipast um eftir ísbirninum en sporin voru flest horfin vegna þíðunnar undanfarna daga svo lítið gekk að finna dýrið.

Þar sem menn voru við það að gefast upp gengu þeir fram á marg-ar slóðir sem lágu inn í hellisskúta í hrauninu og var mikið traðk við hellinn. Enginn fannst björninn en hins vegar fannst hálft hangilæri, nokkrir endar af bjúgum, nagaðir kertastubbar og brot úr skyrtunnu svo greinilegt var að þarna hefði verið matast nýlega. Eru menn nú frekar á því að sporin sem sáust hafi verið eftir jólasveinana en þeir búa einmitt þarna í nágrenninu og hafi þeir verið berfættir og þar sem þeir eru ekki búnir að fara í jólabaðið í Jarðböðunum og klippa tánegl-urnar, töldu menn að bjarndyr væri á ferðinni.

Töldu ýmsir leitarmenn sig heyra hlátur er þeir sneru aftur í bílana og ekki útilokað að bökunarlykt hafi slegið fyrir annað slagið og þykir fullvíst að sveinarnir úr Dimmuborgum séu að undirbúa heimboðið sem verður 22. nóvember.

Þessi ísbjörn var sem sagt bara tilbúningur eins og svo oft áður.

Nú sem fyrr verða jólasveinarn-ir með heimboð í Dimmuborgir í Mývatnssveit, 22. nóvember á mill 15 og 15:30. Verða svein-arnir þrettán þar allir og aldrei er að vita upp á hverju þeir geta tekið enda orðlagðir fyrir að vera hrekkjóttir og stríðnir.

Á eftir bjóða svo jólasveinarnir í „jólasveinakaffi“ í félagsheimilinu Skjólbrekku þar sem borð munu svigna undan kræsingum sem þeir hafa útbúið sjálfir. Hljómsveit frá Tónlistarskóla Mývatnssveitar mun flytja nokkur jólalög og fleira skemmtilegt verður í boði. Hvetja

jólasveinarnir alla til að mæta því þeir hafa ákveðið að veitingar séu ókeypis þar sem margir eigi ekki allt of mikið af peningum þessa dagana. Jólasveinarnir vilja líka að við búum sjálf til gjafirnar í ár og svo umfram allt að vera góð við hvert annað, annars er hætta á því að þeir verði að setja kartöflur í skóna í desember.

Jólasveinarnir ætla síðan að taka á móti gestum í Dimmuborgum alla daga frá 29. nóvember á milli 13 og 15. Vegleg dagskrá verður í boði í Mývatnssveit á aðventunni og má nálgast dagskrána á visitmyvatn.is

Mývatnssveit er töfraland jólanna

Jólasveinar bjóða heim

Annar greinarhöfunda, Guðjón Krist-insson, kennir meðhöndlun ullar á

námskeiði að Hesti í Borgarfirði fyrir skemmstu. Mynd ÁÞ

Mynd: R.Th.Sig.

Page 9: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

9 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Á árunum 2006-2007 var gerð viðamikil rannsókn á orsökum ungkálfadauða. Að verkefninu stóðu Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarstofnun. Rannsóknin var gerð í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd og Rannsóknarstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti rannsóknina.

Niðurstaðan verður kynnt á málstofu á Hótel Sögu föstudaginn 28. nóvember

Dagskrá

10:00 Setning málstofu10:10 Erindi um ungkálfadauða. Dr. John Mee, Principal Vet. Research Officer Teagasc - Irish Agriculture and Food Developement Autority10:40 Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum Magnús B. Jónsson, Sigurður Sigurðsson og Hjalti Viðarsson11:00 Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Niðurstöður krufninga Sigurður Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir, Hjalti Viðarsson og Magnús B. Jónsson 11:20 Fóðrun í geldstöðu og ungkálfadauði Grétar Hrafn Harðarson og Magnús B. Jónsson11:40 Fyrirspurnir og almennar umræður

12:20 Hádegishlé

13:20 Burðaratferli íslenskra kúa Snorri Sigurðsson og Helgi Björn Ólafsson13:40 Áhrif verkunar og geymslu á E-vítamín í rúlluheyi Bjarni Guðmundsson og Bragi L. Ólafsson 14:00 Áhrif selenáburðar á efnainnihald í túngrösum og byggi Ríkharð Brynjólfsson14:20 Áhrif erfðaþátta á kálfadauða Jón V. Jónmundsson og Magnús B. Jónsson14:50 Fyrirspurnir og almennar umræður15:30 Málstofuslit / Kaffiveitingar

Málstofan er öllum opin en mikilvægt er að skrá sig fyrir 26. nóvember hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í síma 433 5000 / 433 5033 eða um netfangið [email protected]. Þátttökugjald kr. 3500 greiðist við skáningu. Greiðslan fari á reikning LbhÍ nr. 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Ráðstefnurit verður sent þátttakendum eftir málstofuna.

- niðurstöður tilrauna-Málstofa um orsakir kálfadauða

Heitasta jólagjöfin!Vinsælu flís Hestaskjólsábreið-

urnar eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn, hlýjar, léttar

og auðvelt að þvo.Sérmerktar eftir óskum

kaupanda.Sími: 438 1026

Gsm: 865 7451 (Halldís)

100% LÁN9,7% fastir vextir,

óverðtryggt

Sími 587 1000Bíldshöfði 10 - www.benni.is

SSANGYONG MUSSO GRAND LUXE II TDI 33” 8/2004, ek. 89 þús. 5 dyra, 5 gíra, álf. dráttarbeisli, cd, og fl. Tilboð 1.790 þús. Meðalgreiðsla á mán. 39.653.

SSANGYONG MUSSO SPORTS TDI 6/2005, ek. 65 þús. 4 dyra, ssk. álf. 31”, drátt-arbeisli, cd, fjarstýrðar samlæs-ingar og fl. Tilboð 1.690 þús. Meðalgreiðsla á mán. 37.461.

SSANGYONG MUSSO E-23 GRAND LUXE 8/2000, ek. 107 þús. 5 dyra, ssk. álf. 31” dráttarbeisli, cd og fl. Tilboð 490 þús. Meðalgreiðsla á mán. 16.962

SSANGYONG MUSSO SPORTS TDI 9/ 2004, ek. 64 þús. 4 dyra, 5 gíra, álf. dráttarbeisli, cd og fl. Tilboð 1.050 þús. Meðalgreiðsla á mán. 23.429.

SSANGYONG MUSSO SPORTS TDI 33” 6/2004, ek. 98 þús. 4 dyra, ssk. álf. dráttarbeisli, plasthús og fl. Tilboð 1.290 þús. Meðalgreiðsla á mán. 28.691

SSANGYONG MUSSO SPORTS TDI 33” 7/2004, ek. 64 þús. 4 dyra, 5 gíra, álf. dráttarbeisli, plasthús og fl. Tilboð 1.450 þús. Meðalgreiðsla á mán. 32.199.

Hrossaeigendur, skilið inn breytingumNú hafa hrossaræktendur um allt land fengið sent til sín skýrsluhaldið í hrossaræktinni. Við hvetjum hrossaeigendur nú sem fyrr að skila inn öllum þeim breytingum sem orðið hafa á hrossum búsins (eign-arhald, nýskráningar, litabreyt-ingar o.fl.). Einnig er vert að vekja athygli á nýjum gagn-virkum möguleika í Worldfeng, „heimaréttinni“. Í heimaréttinni er hægt að hafa eigendaskipti á hrossum, skrá afdrif þeirra og færa inn athugasemdir. Heimaréttin fylgir þeirri kenni-tölu sem skráð er fyrir aðgang-inum að Worldfeng og allar nánari upplýsingar er varðar áskriftarmál er hægt að fá í net-fanginu [email protected].

Mælir ekki með námu í landi Hvamms

Umhverfisnefnd Eyjafjarðar-sveitar telur ekki ástæðu til að mæla með opnun efnistöku-námu í landi Hvamms. Ljóst sé að náman muni hafa umtalsverð áhrif á umhverfið þar sem hún yrði í næsta nágrenni við eitt fjölsóttasta útivistarsvæði lands-manna í Kjarnaskógi.

Náman myndi einnig blasa við aðkomuleið þeirra sem koma loftleiðina til Akureyrar. Umhverf-isnefndin fékk til umsagnar mats-skýrslu vegna óskar um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku í landi Hvamms. Í skýrslunni kemur fram að óskað er eftir leyfi til að opna námu vegna efnistöku, m.a. vegna lenging-ar Akureyrarflugvallar. Nefndin telur ljóst að ekki séu lengur forsendur fyrir því að efni verði tekið til leng-ingar flugvallarins.

Umhverfisnefnd telur að for-sendur skýrslunnar hafi breyst og sér ekki ástæðu til að mæla með opnun efnistökunámu á þessum stað. „Vissulega eru góð umhverf-isleg rök fyrir því að flytja þurfi efni sem styst til framkvæmda en ekkert liggur fyrir um notkun efnis úr þessari fyrirhuguðu námu í framtíðinni,“ segir ennfremur í bókun umhverfisnefndar.

Page 10: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

10 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Svanurinn minn syngurBók um skáldkonuna Höllu á

Laugabóli komin útNýlega kom út bókin Svanurinn minn syngur –Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. Í bókinni er birt úrval kvæða vestfirsku skáldkon-unnar Höllu Eyjólfsdóttur frá Laugabóli í Ísafirði. Eftir hana liggja tvær ljóðabækur, Ljóðmæli sem kom út árið 1919 og Kvæði frá árinu 1940. Halla er án efa þekktust fyrir ljóðin „Svanurinn minn syngur“ og „Ég lít í anda liðna tíð“, en bæði eru við lög eftir tónskáldið Sigvalda Kaldalóns.

Halla var fædd að Múla við Gilsfjörð 11. ágúst 1866. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason og Jóhanna Halldórsdóttir. Áttu þau 14 börn en upp komust sjö synir og tvær dætur. Bjuggu þau jafnan við þröngan efnahag enda jörðin lítil og búið smátt. Þegar Halla var tvítug kvaddi hún æskustöðvarnar og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnu-kona að Laugabóli við Ísafjörð í Ísafjarðardjúpi. Fjórum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni frá Laugabóli og eignaðist með honum fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904. Þórður sótti sjóinn af kappi í Bolungarvík þar sem

hann var formaður á eigin skipi og kom því í hlut Höllu að hafa umsjón með öllum störfum utandyra jafnt sem innandyra. En þótt hlutskipti hennar yrði að stjórna stóru búi mestan hluta ævinnar, þá átti skáld-skapurinn ætíð hug hennar allan. Halla lést 6. febrúar 1937 og var jarðsett í heimilisgrafreit á Laugabóli.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir sagnfræðingur valdi ljóðin í bókina og tók saman æviágrip skáldkonunn-ar. Hún hefur jafnframt veg og vanda af sýningu í Safnahúsinu á Ísafirði um Höllu, ljóð hennar og líf. Sýningin mun standa til loka nóvember og er opin á virkum dögum frá kl. 13 til 19 og á laugardögum frá kl. 13 til 16.

Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði, er einn allra kunnasti veiðimað-ur landsins og þá ekki hvað síst á rjúpu. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að rjúpa væri að mestu horfin af Vesturlandi. Menn væru að fá 3 til 4 rjúpur yfir daginn. Hann tók sem dæmi að hann hefði á dögunum farið einn dag til veiða, á þann stað sem alltaf hefur þótt sá besti til rjúpnaveiða á hans svæði, og séð 30 rjúpur yfir daginn. Öll skil-yrði hafi verið eins og best verður á kosið.

,,Hér áður fyrr meðan enn veidd-ist rjúpa þótti lítið að sjá 300 rjúpur

yfir daginn á þessu svæði sem ég fór yfir við góð skilyrði. Þetta segir mikla sögu,“ sagði Snorri.

Rjúpan er friðlausAðspurður hvað hann haldi að valdi þessu segist Snorri telja að ofveiði sé ástæðan. Rjúpan fái hvergi frið. Hún sé hundelt um allt hálendið af miklu stærri hópi manna en áður var og nú sé veitt á svæðum sem ekki var veitt á áður fyrr. Síðan taki refir og minkar sinn toll bæði af eggjum og ungum yfir sumarið og elti svo rjúpuna yfir veturinn.

„Nú er því haldið fram að skot-veiðimönnum hafi fækkað og það er ef til vill eðlilegt þegar búið er

að taka allan kúfinn af þessu. Það er ekki eftir miklu að sælast, ekki allir sem nenna að hlaupa á eftir tveimur rjúpum og því fækkar eðli-lega,“ sagði Snorri.

Minna af rjúpu nú en á rjúpnaleysisárum áður fyrr

Hér áður fyrr var talað um rjúpna-leysisár þegar stofninn var í lægð en svo kom hann alltaf upp aftur á ákveðnu árabili. Snorri segir rjúpn-astofninn nú mun minni en þegar talað var um rjúpnaleysi þegar hann man fyrst eftir sér.

„Það er alveg á hreinu að þegar rjúpnastofninn var friðaður í tvö ár fjölgaði fuglinum. Það sá á mikinn mun, um það voru allir sammála sem þekkja til rjúpunnar. Þegar svo veiðar voru leyfðar aftur hreins-aðist sú aukning upp, sem orðið hafði á friðunartímanum, á nokkr-um dögum. Nú segja menn að rjúpu hafi fjölgað fyrir norðan og austan. Ég geld varhug við slíkum sögum vegna þess að sú kynslóð sem nú hleypur á eftir rjúpum hefur aldrei séð mikið af rjúpu og veit ekki hvað það er,“ segir Snorri.

S.dór

„Þar sem áður þótti lítið aðsjá 300 rjúpur sá ég 30“

– segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði

„Hér, þar sem áður var eitt af bestu rjúpnalöndum lands-ins, hefur varla sést rjúpa mörg síðastliðin ár og því um það bil áratugur síðan ég hætti að ganga til rjúpna. Aftur á móti hefur ref fjölgað heil ósköp hér um slóðir, enda rekur umhverf-isráðuneytið uppeldisstöð fyrir hann ekki langt frá okkur, eða í Hornstrandafriðlandinu. Það er þvílík niðurlæging fyrir okkur Vestfirðinga að okkur skuli boðið upp á þetta. Síðan flæðir ref-urinn út úr friðlandinu og yfir okkur. Refurinn er mikil vá í æðarvarpi og raunar öllu fugla-lífi fyrir utan að vera dýrbítur. Það fer því ekkert á milli mála að hann á mesta sök á því hvað rjúpunni hefur fækkað hér,“ segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp.

Hundrað slóðir yfir veginnIndriði var spurður hvort hann yrði mikið var við ref í sínu nágrenni?

„Við fórum hjónin til Hólma-víkur fyrir viku síðan til að kaupa okkur nauðsynjar. Á heiðinni var jafnfallinn snjór yfir allt. Því miður láðist mér að telja refaslóðirnar sem lágu yfir veginn á Langadalsströnd að heiðinni eftir nóttina. Þær hafa áreiðanlega nálgast hundrað, að og frá sjó. Vegurinn liggur alveg við sjó alla leið inn að heiði og þetta voru nýjar slóðir frá nýliðinni nótt. Þar áður hafði verið snjókoma og skafrenningur. Þetta segir sína sögu,“ segir Indriði.

Hann er einn þeirra sem ráðn-ir hafa verið til grenjavinnslu í Strandabyggð. Hann segist ekki hafa getað farið sl. vor vegna anna en fengið fyrir sig góða menn til að sinna þessu. Þeir fullyrða að hér sé ekki um heimaalda tófu að ræða. Þetta eru tófur úr friðlandinu á

Hornströndum sem koma yfir þegar harðnar á dalnum, eins og gerðist fyrir hálfum mánuði. Þá lagði snjó yfir allt í friðlandinu og þá flæðir refurinn suður yfir Drangajökul og austur eftir Ströndum.

Eins og að moka í botnlausa tunnu

„Það er því eins og að moka sandi í botnlausa tunnu að vinna greni í Strandabyggð og síðan flæðir refur-inn yfir svæðið frá Hornströndum,“ segir Indriði.

Hann segir að við Djúp hafi hér áður fyrr verið gríðarlega gott rjúpnaland. Kjarrskógur telst í tug-um ferkílómetra norðanvert við Djúpið og í dölum að vestanverðu. Þarna er kjörlendi fyrir rjúpuna yfir veturinn; baklöndin vel gróin lyngi, fjalldrapa og smákjarri og því mjög gott varpland. Einnig er mikil berjaspretta, sem skilar rjúp-unni fæðu síðsumars og fram eftir vetri.

Indriði segist hafa séð fálka fyrir skömmu, sem gæti bent til þess að rjúpnastofninn væri aðeins farinn að þokast upp á við, en fálki hefur ekki sést á þessum slóðum í áraraðir. Sé rjúpnastofninn að þok-ast upp segir Indriði það að þakka eindæma góðu vori, bæði þurru og hlýju, en væta er einn versti óvin-urinn þegar ungar eru nýkomnir úr eggjum síðla í júní og í byrjun júlí, því rjúpan getur illa varið þá frá bleytunni. Komið hefur fyrir að þeir hafi stráfallið, hafi kulda og rigningarhret gert á þessum tíma. Síðastliðið vor var hins vegar eins gott og frekast er hægt að vænta og segir Indriði að þeir ungar sem komust úr eggjum og sluppu við tófukjafta hafi haft mikið af berj-um til að styrkja sig í lífsbaráttunni síðsumars og um þessar mundir.

S.dór

„Hér er rekin uppeldisstöð fyrir ref og rjúpan því horfin“– segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn

Hundasnyrtistofa Eddu í ÖlfusinuEdda Ólafsdóttir hjá Dýraspítalanum á Stuðlum í Ölfusi hefur opnað snyrtistofu fyrir hunda þar sem hún býður upp á rakstur, klippingu, bað og blástur fyrir þá. Sömu þjónustu er hún með fyrir ketti. „Það er mikil þörf fyrir þessa þjónustu og því ákvað ég að skella mér í þetta. Ég sótti nám-skeið til Svíþjóðar í vor og vann m.a. í sumar hjá Dýrabæ í Reykjavík við hundasnyrtingu,“ segir Edda. Hún segir það taka allt upp í tvær klukku-stundir að snyrta hvern hund og að þeim líði mjög vel eftir snyrtinguna. Edda er við alla daga vikunnar á stofunni sinni en best er að panta tíma hjá henni í síma 867-9927. MHH

Hér er Edda að snyrta tíkina Tínu, en púðli eins og hún þarf að fara í snyrt-ingu fjórum sinnum á ári.

Nýr og spennandi reiðskóli hefur verið settur á stofn í Hestheimum í Ásahreppi þar sem nemend-ur geta ýmist komið með eigin hesta eða fengið leigða hesta frá Hestheimum. Þetta er ódýrari og áhyggjulausari leið til þess að læra reiðmennsku heldur en ef nemendur eiga hesta sjálfir. Eingöngu réttindakennarar sjá um kennsluna.

Barbara Meyer verður aðal-kennari reiðskólans ásamt Ísleifi Jónassyni og Tómasi Snorrasyni. Reiðskólinn sér um að útvega þæga og góða hesta, öryggishjálma og reiðtygi. Frábær aðstaða er í reið-höll og sambyggðu hesthúsi. „Þessi skóli er frábær leið til að læra markvisst allan veturinn, tilvalið fyrir vinahópa, fjölskyldur og ein-staklinga,“ sagði Barbara í samtali við Bændablaðið. Fyrirkomulagið er þannig að nemendur velja sér virkan vikudag og tíma sem hent-ar hverjum og einum. Hægt er að mæta kl. 17:00, 18:00, 20:00 eða 21:00. Þetta verður fastur tími í hverri viku, allan ársins hring. Boðið verður upp á staka tíma og 10 tíma kort, þar sem þeir sem eru duglegir að mæta fá 2 tíma auka-lega. Einnig verður hægt að leigja tíma í reiðhöllinni þar sem nemend-ur æfa sig án kennara, en þá verða ekki fleiri en 10 í hóp. Hópaskipting fer eftir aldri og getu. Reiðskólinn

mun standa fyrir reglulegum upp-ákomum, eins og sýningum og heimamótum í Hestheimum. Á vorin verður einnig farið í reiðtúra og gert margt skemmtilegt saman. Hægt er að kynna sér málið frekar á heimasíðu Hestheima, www.hest-heimar.is

MHH

Nýr reiðskóli fyrir börn og fullorðna í Hestheimum

Barbara Meyer í Hestheimum, sem verður aðalkennari nýja reið-skólans, en með henni verða þeir Ísleifur Jónasson og Tómas Snorrason.

Vonbrigði með frestun

VaðlaheiðagangaSveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur lýst vonbrigðum sínum með frestun útboðs á gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Leggur hún þunga áherslu á að sem fyrst verði hafist handa við framkvæmdina.

Í ályktun sveitarstjórnar er minnt á að miklar vænting-ar um aukin umsvif í sveitar-félaginu tengjast þessari fyrir-huguðu framkvæmd og frestun hennar mun hafa neikvæð áhrif á alla uppbyggingu og þar með mannlíf í sveitarfélaginu.

„Á næstu mánuðum skipt-ir sköpum fyrir þjóðarbúið að hjól atvinnulífsins nái að snúast með eðlilegum og aukn-um krafti. Því er mikilvægt að efla samgöngukerfið og flýta frekar en að seinka áður áformuðum samgöngubótum,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

Næsta Bændablað kemur út 2. desember

Page 11: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

11 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Tónlistarskóli Eyjafjarðar hélt upp á 20 ára afmæli sitt í liðinni viku, en skólinn var stofnaður árið 1988 af sveitarfélögunum í kringum Akureyri; Öxnadals-, Skriðu- og Glæsibæjarhreppi utan Akureyrar vestan megin, Öngulstaða-, Hrafnagils- og Saurbæjarhreppi í framfirðinum og Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakka hreppi austan megin Eyjafjarðar. Eftir sameining-ar sveitarfélaga á liðnum árum standa nú að skólanum fjögur sveitarfélög; Hörgárbyggð, Arn-arneshreppur, Eyjafjarðarsveitog Grýtubakkahreppur.

Haldið var upp á afmælið með veglegum hætti. Efnt var til tónleika á starfssvæði Tónlistarskólans, m.a. var leikið í öllum grunn- og leik-skólum, á Kristnesspítala og nem-endur söngdeildar heimsóttu dval-arheimili aldraðra og sjúkradeildir. Veglegir lokatónleikar voru svo haldnir í Tónlistarhúsinu Lauga-borg í Eyjafjarðarsveit fyrir troð-fullu húsi þar sem fram komu nemendur, kennarar og fyrrverandi nemendur skólans.

Það vakti nokkra athygli að einir tónleikanna sem efnt var til voru haldnir í fjósinu í Litla-Dun-haga í Arnarneshreppi. Voru þeir öllum opnir en sérstakir gest-ir voru nemendur í yngstu deild Þelamerkurskóla. Eiríkur G. Steph-ensen, skólastjóri TónlistarskólaEyjafjarðar, segir að þegar menn voru að velta fyrir sér afmælisdag-skránni og skipuleggja hana hafi öllum þótt tilvalið að efna til vinnu-

staðatónleika á starfssvæði skól-ans. „Þá kom sú hugmynd upp að halda tónleika í fjósi, skólinn er starfræktur í sveitasamfélagi og það má segja að helsti vinnustað-ur íbúanna sé fjósið á hverjum bæ. Með þessu framtaki okkar vildum við sýna að við erum sveitaskóli og erum stolt af því,“ segir Eiríkur. Hljóðfæraleikarar úr hópi nemenda komu sér fyrir í fóðurgangi fjóssins. Vel tókst til og kýrnar sem voru í hópi áheyrenda virtust kunna spila-mennsku krakkanna vel. Raunar kom að þeim styggð þegar gestir klöppuðu hljóðfæraleikurum lof í lófa að lokinni spilamennsku og þeir þurftu því framan af að stilla

fagnaðarlátum sínum í hóf. Kýrnar voru þó ekki lengi að venjast klapp-inu og kipptu sér ekki upp við það þegar á leið.

Sérstaða skólans að geta boðið upp á fjölbreytt hljóðfæraúrval

Mikil og góð aðsókn hefur alla tíð verið að skólanum, en nú stunda um 185 nemendur nám við Tónlistarskóla Eyjafjarðar auk for-skólanema. Að þeim meðtöldum eru þeir 277 talsins. Flestallir nemend-ur skólans sækja tíma á skólatíma grunnskólans og er skólinn í góðu samstarfi við grunnskólana, þ.e. Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla og Hrafnagilsskóla. Kennarar við

skólann eru 15 talsins í 9 stöðugild-um. „Ein helsta sérstaða sveitaskóla eins og okkar er að geta boðið upp á mjög fjölbreytt hljóðfæraúrval,“ segir Eiríkur.

Hann segir að starfsemi skólans sé öflug, en frá árinu 1995 hefur forskóli verið skyldufag frá 1.-4. bekkjar í öllum grunnskólunum á starfssvæði skólans og bætist það við lögbundna tónmenntakennslu. 1.-3. bekkur fær hefðbundna for-skólakennslu þar sem unnið er með takt, hreyfingu, nótnalestur, leikið á skólahljóðfæri og blokk-flautur. Í fjórða bekk velja nem-endur sér hljóðfæri og er kennt í litlum hópum. „Þessi kennsla er viðbót við hefðbundna tónmennta-kennslu,“ segir Eiríkur.

„Það er mikil aðsókn að skólan-um og almennur áhugi fyrir tónlist í héraðinu. Það stunda um það bil 10% íbúa sveitarfélaganna tónlist-arnám. Í Eyjafjarðarsveit er hlut-fallið hæst, um 12,5% og að for-skóla meðtöldum um 18%. Þetta er ábyggilega með því mesta sem ger-ist,“ segir Eiríkur G. Stephensen.

Texti og myndir: MÞÞ

Tónlistarskóli Eyjafjarðar hélt upp á 20 ára afmæli sitt með pompi og prakt

Kýrnar léku við hvurn sinn fingur þegar nemendur léku á hljóðfærin

Kristín Ellý Sigmarsdóttir úr Björg-um 2 gæddi sér á kakósopa að loknum tónleikum.

Arnar Árnason bóndi söng við raust; „What a lovely day“ og hlaut fyrir mikið lof manna og dýra sem á hlýddu. Daníel Þorsteinsson lék á píanó og Eiríkur Stephensen á kontrabassa.

Gunnar Örn leikur á selló.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar efndi til tónleika í fjósinu á Litla-Dunhaga í tilefni af 20 ára afmæli sínu á dögunum og þóttu þeir takast vel.

Sandra Guðjónsdóttir leikur á flautu og kýrnar hlusta gaumgæfilega. Daníel Þorsteinsson leikur á píanó og Eiríkur G. Stephensen á kontrabassa.

Nemendur úr Þelamerkurskóla komu í heimsókn á Litla Dunhaga og fengu að hlýða á tónlist. Í þeim hópi voru m.a. þau Karen Rut Brynjarsdóttir úr Birkihlíðinni, Bergvin Þórir Bernharðsson úr Auðbrekku 1 og Egill Már Þórsson úr Skriðu.

Page 12: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

12 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Hin árlega uppskeruhátíð hesta-manna fór fram á dögunum og þar voru að venju verðlaunaðir knapar sem skarað hafa fram úr á liðnu ári. Efnilegasti knap-inn var valinn Teitur Árnason, skeiðknapi ársins Sigurður Sigurðarson og gæðingaknapi ársins Árni Björn Pálsson. Ekki taldi valnefndin hægt að gera upp á milli þeirra Viðars Ingólfssonar og Þorvaldar Árna Þorvaldssonar og voru þeir báðir útnefndir íþróttaknapar ársins. Það var hins vegar Þórður Þorgeirsson sem hlaut stærsta titilinn; að vera útnefndur knapi ársins, auk þess að hampa verðlaunum sem knapi ársins á kynbótasýningum.

Þórður hefur um árabil verið einn atkvæðamesti sýnandi kyn-bótahrossa á Íslandi og náð frábær-um árangri á þeim vettvangi. Í ár sýndi Þórður rúmlega 130 kyn-bótahross og þar af fengu 49 fyrstu verðlaun. Hann var með hæstu meðaleinkunn fyrir hæfileika af þeim hrossum sem fóru í fyrstu verðlaun, 8.31. Tvö hross fóru yfir 9.0 í meðaleinkunn fyrir hæfileika, þau Gaumur frá Auðsholtshjáleigu og Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Þórður var með flest kynbótahross í verðlaunasætum á LM 2008 og sló eigið heimsmet í aðaleinkunn þegar hann sýndi Lukku frá Stóra-Vatnsskarði í elsta flokki hryssna.

Auðsholtshjáleiga ræktunarbú ársins

Fagráð í hrossarækt tilnefndi átta bú til ræktunarverðlauna ársins, en fyrir valinu varð Auðsholtshjáleiga. Þetta er í fjórða sinn sem búið hlýt-ur verðlaunin og er það einstakur árangur í sögu verðlaunanna. Að hrossaræktinni í Auðsholtshjáleigu standa þau hjón Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, ásamt börnum sínum Eyvindi Hrannari og Þórdísi Erlu. Búið hefur verið í fremstu röð um árabil og árið í ár var þar engin undantekning. Meðal helstu stjarna úr þeirra ræktun í ár má nefna Landsmótssigurvegarann í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri, Gaum frá Auðsholtshjáleigu, og Gára sem hlaut 1. verðlaun fyrir af-kvæmi og stóð efstur í þeim flokki.

Sérstaka heiðursviðurkenningu hlaut svo Ingimar Sveinsson á Hvanneyri. Verðlaun þessi eru veitt fyrir unnin afrek, langa og dygga þjónustu við hestaíþróttina, braut-ryðjendastarf, starf til fyrirmyndar, langan og gifturíkan keppnisferil

og má segja að allt eigi þetta við um Ingimar sem á einstakan feril að baki sem knapi, ræktandi, kenn-ari og fræðimaður. Texti og myndir: Hulda G. Geirsdóttir

Þórður Þorgeirsson er knapi ársins

Á aðalfundi Félags hrossabænda 7. nóvember sl. kom fram að í ár stefnir í metútflutning hrossa. Gengi krónunnar hefur valdið aukinni aðsókn erlendra hesta-kaupmanna hingað til lands og í byrjun nóvember höfðu verið flutt út töluvert fleiri hross en á sama tíma í fyrra. Framundan eru reglulegir flutningar til Belgíu og Norðurlandanna og er bókað í allar vélar fram að jólum. Því má fastlega gera ráð fyrir því að hrossaútflutningur í ár verði meiri en nokkur undanfarin ár.

Landbúnaðarráðherra ávarpaði fundinn og hvatti hrossabændur til dáða. Hann taldi þá hafa mikla möguleika til að verjast á erfiðum tímum enda hefði búgreinin alla tíð notið mikils frelsis og sjálf-stæðis og hún því byggst upp á eigin forsendum þar sem aflvakinn hefði verið framtak einstakling-anna sjálfra sem í greininni starfa. Stjórn Félags hrossabænda er óbreytt, en þeir Sigbjörn Björnsson á Lundum II og Eyþór Einarsson, Syðra-Skörðugili voru endurkjörn-ir í stjórn til þriggja ára.

Betra að hafa hesta eina í stíuÍ framhaldi af aðalfundi FHB hélt

fagráð í hrossarækt sína árleguráðstefnu á Hótel Sögu. Framsögu-menn voru þau Sigtryggur Veigar Herbertsson, Elsa Albertsdóttir, Guðlaugur Antonsson og Kristinn Guðnason. Sigtryggur Veigar fjall-aði um húsvist hrossa þar sem m.a. kom fram að nýleg rannsókn hans sýnir að líklega er betra að hross séu ein í stíu. Það að hafa hross fleiri en eitt saman í stíu hefur áhrif á fóðrun og atferli og þrátt fyrir að allt virðist með kyrrum kjörum þegar hesteigandinn er í húsinu geta hrossin orðið harðskeytt hvert við annað þegar mannfólkið er víðsfjarri.

Elsa fjallaði um forval í kyn-bótadómi og hvaða áhrif það gæti haft á útreikninga kynbótamats og Guðlaugur Antonsson, hrossa-ræktarráðunautur BÍ, fjallaði um hugmyndir um breytt vægi á eig-inleikum sem dæmdir eru hjá kyn-bótahrossum. Vó þar þyngst tölu-verð lækkun á vægi vilja og geðs-lags og hækkun á vægi fetgangs.

Að lokum fjallaði Kristinn Guðnason, formaður fagráðs, um hugmyndir þess efnis að færa kynbótasýningar að hluta til inn á hringvöll. Núverandi sýningafyrir-komulag hefur ákveðna galla, m.a.

með tilliti til sjónarhorns dóm-ara og hlutfalls áverka á sýndum hrossum. Fagráð í hrossarækt vill því leita allra leiða til að gera sýn-ingarnar hestvænni og að þær skili sem mestum upplýsingum um eig-inleika hrossins.

Líflegar umræður urðu um erindi Kristins og sitt sýndist hverj-um. Umræðan var þó málefnaleg og ljóst að margt má bæta, en ekki allir sammála því að rétta leiðin sé að færa kynbótasýningarnar inn á hringvellina. Þeir Kristinn og Guðlaugur sögðust hafa feng-ið margar góðar hugmyndir út úr

þessum umræðum og málið yrði unnið áfram innan fagráðs. Þó tóku þeir sérstaklega fram að í því alþjóðlega regluverki sem nú gildir um kynbótasýningar hrossa mætti fyrst búast við að breytingar sem þessar tækju gildi að tveimur árum liðnum.

Á ráðstefnunni var þeim átta búum sem tilnefnd voru til rækt-unarverðlauna í hrossarækt í ár veitt viðurkenning og voru fulltrú-ar allra þeirra mættir til að taka við þeim. Þau bú sem hlutu tilnefningu í ár eru:

Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arn-arson og Kristbjörg Eyvindsdóttir. Fet, Karl Wernersson.Hákot, Markús Ársælsson og Hall-

dóra Hafsteinsdóttir. Ketilsstaðir, Bergur Jónsson.Lundar II, Sigbjörn Björnsson og

Ragna Sigurðardóttir. Skipaskagi, Jón Árnason og Sigur-

veig Stefánsdóttir. Strandarhjáleiga, Þormar Andrés-

son og fjölskylda. Þúfur/Stangarholt, Gísli Gíslason

og Mette Mannseth. HGG

Hrossabændur horfa til útlanda

Fulltrúar þeirra hrossabúa sem tilnefnd voru til ræktunarverðlaunanna í ár. Ljósm.: HGG

Íþróttaknapar ársins, þeir Viðar Ingólfsson (t.v.) og Þorvaldur Árni Þor-valdsson.

Skeiðknapi ársins, Sigurður Sigurðarson.

Efnilegasti knapinn, Teitur Árnason.

Knapi ársins 2008, Þórður Þorgeirsson.

Ingimar Sveinsson hlaut sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til hestamennskunnar og brautryðjendastarf. Með honum á myndinni er kona hans, Guðrún Gunnarsdóttir.

Fjölskyldan í Auðsholtshjáleigu tók við verðlaunum fyrir hrossarækt-arbú ársins. Frá vinstri: Kristbjörg Eyvindsdóttir, Eyvindur Hrannar, Þórdís Erla og Gunnar Arnarson.

Gæðingaknapi ársins, Árni Björn Pálsson.

Page 13: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

13 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri er með fjölmennustu hestamannafélögum á land-inu með milli 5 og 6 hundruð félagsmenn. Félagið er 80 ára um þessar mundir og hefur stað-ið í stórræðum á liðnum árum en bygging reiðhallar hefur verið fyrirferðarmesta verkefni þess undanfarin misseri. Ásta Ásmundsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Léttis síðastliðin fjögur ár, en lét af því starfi nýverið og við tók Erlingur Guðmundsson.

Ásta segir að unnið hafi verið að nokkrum stórum verkefnum undanfarin ár og viðamest hafi verið bygging reiðhallar, en lang-þráður draumur hestamanna rætt-ist þegar félagið fékk stuðning Akureyrarbæjar og ríkisins til þess að hefja framkvæmdir við bygg-ingu hallarinnar árið 2006. Húsið er nú vel á veg komið og starfsemi hafin í því.

Akureyrarbær hefur komið myndarlega að verkinu að sögn Ástu og í september síðastliðnum var undirritaður samningur milli Akureyrarbæjar, sem er aðaleigandi hallarinnar, og Léttis um rekstur hússins. Það gerði félaginu kleift að ráða starfsmann til að sjá um reið-höllina, sem er nauðsynlegt að sögn Ástu til að starfsemi í húsinu nái

að blómstra. Hún segir að ýmislegt eigi þó eftir að klára í húsinu, m.a. þurfi að koma upp áhorfendabekkj-um, aðstöðu fyrir hesta í hesthúsi, ljúka verkefnum við anddyri og sal-erni. „Þessi aðstaða á eftir að gjör-breyta hestamennskunni og auka fagmennsku. Námskeiðahald og kennsla á eftir að eflast og auk þess munu verða skipulagðir viðburðir í höllinni á landsvísu,“ segir hún.

Þá eru nú einnig hafnar fram-kvæmdir á keppnissvæði Léttis, en félagið er að vinna í því að koma upp nýjum keppnisvelli norð-an við reiðhöllina. Fullbúið mun þetta keppnissvæði verða eitt það allra besta á landinu. Þótt félagið hafi ekki úr miklu fé að spila nú leggja menn kapp á að þoka fram-kvæmdum áfram, en næsta sumar verður haldið Íslandsmót í hestaí-þróttum á Akureyri auk landsmóts Ungmennafélaganna, en langt er um liðið frá því stórmót af því tagi hafa verið haldin nyrðra.

Ásta bendir á að aðstaða hesta-manna á Akureyri hafi ekki verið eins góð og víða annars staðar og það hafi staðið í vegi fyrir fram-förum í greininni. Þá segir hún að hestamennska sé atvinnugrein, m.a. í ræktun og sölu gæðinga og ferða-mennsku, en gera megi ráð fyrir að um 20% ferðamanna sem til landsins

koma kaupi þjónustu tengda hestum og greinin velti milljörðum á því sviði. Á Akureyri eru fjárfestingar í fasteignum tengdum hestamennsku áætlaðar um 0,5-1 milljarður króna, hestaeign er áætluð 1200-1400 hross og áætlað söluverðmæti þeirra 0,3-0,5 milljarðar króna.

Hestamennska valgrein í grunnskólum

Reiðskóli Léttis hefur verið starf-ræktur í 40 ár og hafa þúsundir barna kynnst hestamennskunni þar. Oft er erfitt fyrir bönin að halda áfram að stunda íþróttina vegna þess kostnaðar og aðstöðu sem þarf til. Í haust hófst samstarf Léttis og grunnskóla Akureyrar um að gera hestamennsku að valgrein í efstu bekkjum grunnskólanna. Lagt var upp með að bjóða öllum nemend-um upp á þetta val, hvort sem þeir hefðu aðgang að hestum eða ekki. Það segir Ásta að sé mikilvægt skref. Félagið útvegi hesta, kennara með réttindi og aðstöðu í reiðhöll-inni þar sem verkleg kennsla fer fram.

Kennt er námsefni sem kallast Knapamerki og er samræmt, stig-skipt námsefni samið af Háskól-anum á Hólum, Félagi tamninga-manna og fleiri aðilum. „Við von-umst til að þetta muni auka nýliðun

í hestamennskunni og gefa öllum unglingum tækifæri á því að kynn-ast íþróttinni. Við leggjum mikið upp úr að gera þetta af metnaði og

fagmennsku og auðvitað er reið-höllin forsenda fyrir því að þetta sé hægt,“ segir Ásta.

Myndir og texdti: MÞÞ

Skagfirskt hestafólk með uppskeruhátíðÁrleg uppskeruhátíð hestamannafélaganna Léttfeta, Stíganda og Svaða í Skagafirði var haldin á Hofsósi fyrir skömmu og tóku Glæsismenn frá Siglufirði nú þátt í hátíðinni. Á samkomum sem þessari er fólk sem náði góðum árangri á árinu verðlaunað, m.a. útnefndir hestaíþrótta-menn ársins í fjórum flokkum. Þá útnefndi Hrossaræktunarsamband Skagafjarðar ræktunarbú héraðsins, sem reyndist vera Varmilækur. Einnig veitti sambandið viðurkenningu fyrir hæst dæmda hrossið á árinu, sem var stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk. Meðfylgjandi eru myndir sem tíðindamaður blaðsins tók á hátíðinni.

Texti og myndir: ÖÞ

Björn Sveinsson og Magnea Guðmundsdóttir á Varmalæk með verð-launagripi sem þau hlutu á hátíðinni.

Þórarinn Eymundsson var knapi ársins í flokki fullorðinna og Eyrún Ýr Pálsdóttir í flokki ung-menna.

Yngri knapar ársins. Ástríður Magnúsdóttir í unglingaflokki t.v. og Ásdís Elvarsdóttir í barna-flokki.

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri fagnar 80 ára afmæli sínu

Reiðhöllin gjörbreytir hestamennskunni og eykur fagmennsku

Yngsti félagsmaður Léttis, Edda Ósk Þorbjörnsdóttir tæplega fjögurra mánaða, með föður sínum Þorbirni Matthíassyni. Báðir afar Eddu eru þekktir hrossaræktendur, þeir Matthías Eiðsson og Ragnar Ingólfsson.

Opið hús var í reiðhöllinni í tilefni af 80 ára afmæli Léttis og meðal gesta voru þessar ungu stúlkur, sem höfðu afar gaman af því að klappa hvolpunum.

Ný reiðhöll bætir mjög aðstöðu hestamanna á Akureyri. Ásta Ásmunds-dóttir, fráfarandi formaður Léttis og Erlingur Guðmundsson, sem tók við formennskunni nýlega.

Page 14: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

14 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Finnland má búast við auknum ríkisútgjöldum upp á hundruð milljóna evra árlega í þróun-arhjálp við fátæk lönd ef það tekst að endurnýja Kýótó-bókunina í Kaupmannahöfn í lok næsta árs.

Þetta er álit umhverfisráðherra Finnlands, Paulu Lehtomäki.

Það er einkum í þróunarlönd-unum sem þörf er á að fjármagna nýja tækni, vegna þeirra breytinga á veðurfari sem orðið hafa og búist er

við að haldi áfram. Þar er m.a. um að ræða varnir gegn jarðvegseyðingu og þurrkum sem og gegn flóðum.

Stefnt er að því að nýr, alþjóðleg-ur veðurfarssáttmáli gangi í gildi árið 2013 og bendir Paula Lehtomäki á að þá þurfi fjárveitingarnar að vera tilbúnar. Hins vegar veiti ekki af tímanum þangað til til að und-irbúa málið. Hún bætir því jafn-framt við að mjög sé þrýst á meðal þjóða heims að nýr sáttmáli verði gerður: „Við erum þegar farin að leggja niður fyrir okkur hvað þetta þýðir fyrir Finnland. Jafnframt því að við þurfum að borga okkar skerf, þá sjáum við einnig fram á að þekk-ing okkar á vinnslu og nýtingu orku verði eftirsótt í þróunarlöndum. Þar ber hæst skógrækt og nýtingu hvers kyns skógarafurða.“

Samningur besti kosturinnEvrópusambandið leggur mikla áherslu á að nýr veðurfarssáttmáli verði gerður og hefur lýst því yfir í því sambandi að ESB sé tilbúið að undirgangast kröfur um mikinn sam-drátt í losun gróðurhúsalofttegunda, einkum í eldri löndum sambandsins.

Fari svo að ekki verði gerður nýr sáttmáli, er sá möguleiki fyrir hendi að aðildarlönd ESB verði eftir sem áður að draga úr losun sinni, á sama tíma og stór hluti ríkja heims víkur sér undan því. Þetta er óæskilegri kostur en sá að iðnríki heims, þar á meðal Finnland, þurfi að veita fé til að tæknivæða þróunarlönd.

Nú í haust mun ríkisstjórnin kynna nýja veðurfars- og orkustefnu Finnlands og þar með hvernig Finnland hyggst bregðast við þeim kröfum sem ESB og alþjóðasamfé-lagið gera til þess.

Langtímaáætlanir Finnlands í þessum málaflokki, fram til ársins 2050, verða kynnt-ar þjóðþinginu síðar.

Landsbygdens Folk

Utan úr heimi

Fastur liður í umræðu um erfðabreytt matvæli er að engin áhætta sé fyrir heilsu fólks að neyta þeirra. Vera má að það sé rétt, við vitum það ekki enn sem komið er. Fjöldi vísindamanna telja þau án allrar áhættu, en margir aðrir vara sterklega við þeim.

Þessar skiptu skoðanir vís-indamanna eru í sjálfu sér næg ástæða til að gæta að sér. Það eru hins vegar ekki þessi ágreiningur sem skiptir sköpum um það hvort erfðabreyttar afurðir verði á borð-um, jötum og trogum í Noregi.

Slagurinn um erfðabreyttar afurðir er stjórnmálalegs eðlis. Hann stendur um það hver eigi að ráða yfir matnum, akrinum, matvælaiðnaðinum, dagvöruversl-uninni og neytandanum.

Baráttumenn fyrir erfðabreyttri ræktun bera vísindin fyrir sig til að breiða yfir það að hér er verið að takast á um völd og pólitík. Það að hafa yfir tækni og fjármagni að ráða til að framleiða erfðabreytta stofna nytjajurta er kröftug leið til að tryggja sér völd yfir matvæla-framleiðslunni.

Baráttan um erfðabreytt mat-

væli er einnig barátta um lýðræð-islega stjórnarhætti. Nálægt því allar skoðanakannanir í Noregi leiða í ljós að almenningur kærir sig ekki um erfðabreytt matvæli. Ef þau væru merkt sem erfðabreytt þá mundu þau ekki seljast. Þegar í ljós kemur að erfðabreytt matvæli eru í hillum verslana þá er það vegna þess að þau eru ekki merkt sem slík. Þar með á fólk ekkert val.

Það liggur nú fyrir norskum stjórnvöldum að heimila sölu á erfðabreyttum matvælum. Jafnframt verða þau þá að rök-styðja þá ákvörðun sína. Hvers vegna á að leyfa sölu á þeim?

Hagur hverra er það að þau séu á boðstólum, að undanskildum Monsanto og Bayer Cropscience, sem hafa séð um rannsóknarvinn-una? Gamla aðferðin að fylgja slóð peninganna á hér vel við. Samkvæmt norskum lögum má ekki leyfa erfðabreytta ræktun án þess að sýna fram á samfélagsleg not af því. Ríkisstjórnin mun eiga erfitt með að sýna fram á þau not.

Þeir erfðabreyttu maísstofn-ar, sem hér um ræðir, eru not-aðir bæði til framleiðslu matvæla og fóðurs. Í Noregi er bannað að

blanda erfðabreyttum sojabaun-um, rapsi og maís í fóður. Fyrir ári kom fram að það kostaði norska bændur 50 milljón nkr. á ári að nota ekki erfðabreytt fóður í búskap sínum. Það sem gleym-ist þarna er að notkun á hefð-bundnu fóðri gefur verulegt sam-keppnisforskot á markaði. Það er m.ö.o. ekki þannig að allur heim-urinn, að undanskildum Noregi, hafi tekið erfðabreytt fóður upp á arma sína, en að Noregur streit-ist einn á móti. Sífellt fleiri smá-sölufyrirtæki og framleiðendur merkjavara auglýsa sig með því að þeir noti ekki erfðabreytt hráefni í matvörur sínar. Til að framleiða slíkar vörur þarf hefðbundið fóður. Matvælaverslanakeðja án erfða-breyttra vara getur orðið gulls ígildi í framtíðinni.

Athygli vekur að þeir, sem framleiða erfðabreytt matvæli, eru ekki að flíka því í kynningum á vöruframboði sínu. Það eru þeir sem nota ekki erfðabreytt hráefni sem vilja láta það koma fram í auglýsingum sínum.

Í Bandaríkjunum, uppruna-landi erfðabreytts maíss, hafa yfir 400 matvælaframleiðendur mynd-

að samtök um að það komi fram í merkingum á matvælum að þau séu án erfðabreytts hráefnis. Samtals ráða þeir yfir 28 þúsund sérskráðum vörutegundum. Það sem fær þessi fyrirtæki til þessara aðgerða er vax-andi andstaða bændarískra neytenda gegn erfðabreyttum matvælum.

Í Þýskalandi var sett reglugerð um skráningu afurða án erfða-breytts hráefnis sem tók gildi 1. maí á þessu ári, 2008. Þar er bannað að nota erfðabreytt hráefni í lífrænt framleidd matvæli. Með þessari nýju merkingarreglugerð geta neytendur valið matvæli, án erfðabreytts hráefnis. Jafnvel hið stóra mjólkurfyrirtæki Campina hefur tekið í notkun þessar merk-ingareglur fyrir eina mikilvægustu merkjavöru sína. Það hefði ekki gerst nema vegna þess að fyrirtæk-ið gerði sér grein fyrir hvað mark-aðurinn vildi.

Andstæðingarnir hafa reynt að knésetja þessa nýju merkingar-eglugerð. Það á bæði við um hin tæknisinnuðu þýsku bændasamtök og þýsk samtök um líftækniiðn-að. Þá hefur líftæknifyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum reynt að knésetja bandarísku merkinga-reglugerðina.

Þetta sýnir að víða um heim fer fram hörð valdabarátta um matvælaframleiðslu. Ríkisstjórn Noregs þarf að vera sér vel með-vituð um hverra erinda hún geng-ur í þessari valdabaráttu þegar hún ákveður hvort hún leyfir eða bannar ræktun á erfðabreyttum maís. Nationen

Erfðabreytt matvæli – Spurning um vald yfir matvælaframleiðslunni

Framkvæmdastjórn ESB vill herða viðurlög gegn ólöglegu skógarhöggi í því skyni að vernda skóga og halda niðri hlýnun and-rúmsloftsins. Eyðing skóga er talin eiga verulegan þátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Lagafrumvörp framkvæmda-stjórnarinnar ganga út á að fjalla annars vegnar um skógarvernd og hins vegar um að stöðva innflutn-ing á ólöglegu timbri og trjáafurðum sem flutt er til landa ESB.

Hinn hluti aðgerðanna fjallar um að ESB vinnur að því að setja alþjóðlegar reglur um að draga úr losun koltvísýrings sem losnar við nýtingu timburs. Markmiðið er að draga úr skógarhöggi og þar með úr losun koltvísýrings.

Þessi áætlun gerir ráð fyrir að

ESB leggi fram fé í þessu skyni á tímabilinu 2013 til 2020 og upphæð-in fer eftir áhuga þróunarlandanna á að taka þátt í þessu verkefni.

Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því með þessu verkefni að draga úr skógarhöggi í hitabeltislöndunum um helming fram til ársins 2020 og í framhaldi af því að snúa þróuninni við fyrir 2030.

Umhverfisstjórn ESB, stavr-os Dimas, telur að nánu samstarfi verði að koma á milli iðnríkja og þróunarlanda í þessum málum til að vænta megi árangurs. Jafnframt beinir ESB því til timburfyrirtækja að sambandið muni taka hart á ólög-legum timburviðskiptum í löndum sínum. Sérhvert land ESB verður að samþykkja lögin, en þau eru nú 27, en auk þess þing ESB. Hvert land

ákveður auk þess viðurlög við brot-um á lögunum.

Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að viðskipti með skóg-arafurðir sé ólögleg ef skógur er höggvinn, timbur flutt, selt eða þess aflað á einhvern þann hátt sem brýntur gegn lögum upprunalands-ins. Áætlað er að um 19% af timbri sem flutt er inn til landa ESB upp-fylli ekki þessi skilyrði og sé því ólöglegt.

Um þessar mundir eru árlega ruddir um 13 milljón hektarar af skógi. Um 20% af gróðurhúsaloft-tegundum, sem losna árlega stafa frá eyðingu skóga. Vandamálið tekur mikið rúm í umræðum innan SÞ um nýjan veðurfarssáttmála sem taki gildi eftir árið 2012.

Framkvæmdastjórnin legg-ur einnig til að ESB berjist einnig gegn skógareyðingu við alþjóð-legar umræður um veðurfar, sem fara fram í Poznan í Póllandi í des-ember á þessu ári. Hið sama gild-ir um samninga um hvað við taki af Kyótóbókuninni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn haustið 2009.

Landsbygdens Folk

ESB vill herða viðurlög við ólöglegri eyðingu skóga

Finnland: meiri útgjöld vegna nýs veðurfarssáttmála

Þing Nýja-Sjálands vill að land-búnaður landsins verði aðili að viðskiptum með losunarheim-ildir gróðurhúsalofttegunda árið 2013 en framleiðendur mótmæla því. Þeir búast við því að aukinn kostnaður því fylgjandi þrengi enn frekar að afkomu þeirra.

Ákveðið hefur verið að viðskipti með losunarheimildir gangi í gildi árið 2010, þegar gjald verður lagt á raforkuframleiðslu með brennanleg-um orkugjöfum. Ári seinna bætist flutningastarfsemin við og landbún-aðurinn árið 2013. Frá þeim tíma verða bændur að greiða fyrir losun jórturdýra sinna, nautgripa og sauð-fjár á gróðurhúsalofttegundum.

Í fyrstunni fá allar áðurnefndar greinar gjaldfrjálsa heimild til 90% losunar sinnar, miðað við árið 2005. Fyrirtæki sem losa meira en sem því nemur verða að kaupa rétt til þess.

Fyrirtæki, sem á hinn bóginn menga minna en þau mega, geta annað hvort selt rétt sinn eða geymt hann til seinni tíma.

Bændur óttast framhaldiðÞar sem landbúnaður er ábyrgur fyrir um helmingi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjá-landi munu þessi nýju lög íþyngja bændum mjög.

Að áliti ríkisháskólans í Christ-church mun kúabú með 350 kýr

þurfa að greiða sem svarar 19 þús-und evrum fyrir losun sína miðað við að eitt tonn af koltvísýringi sé verðlagt á 12 evrur.

Bændur óttast að óhagkvæmustu búin, einkum fjárbú og holdanaut-abú, muni leggja niður rekstur og að trjám verði plantað í akrana.

Formaður Nýsjálensku bænda-samtakanna (Federated Farmers), Don Nicolson, álítur að nýju lögin verði gífurlegt áfall fyrir landbún-aðinn. Hann telur lögin mistök, sem hvorki hjálpi Nýja-Sjálandi né heiminum yfirleitt; þetta sé áróð-ursbragð í anda lýðskrums, fjarri öllum raunveruleika.

Meðal annars skorti enn aðferð-ir til að mæla losun landbúnaðarins og þar sem bændur eigi fárra kosta völ að draga úr henni þýði þetta handahófskennda hækkun útgjalda.

Ástralía fylgir á eftirNágrannalandið Ástralía fyrirhugar einnig að koma á viðskiptum með losuna gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2010. Ríkisstjórnin hefur þó lagt til að landbúnaður verði undanþeginn þessum ákvæðum a.m.k. til ársins 2015, en að þá muni reglurnar einnig ná til landbúnaðar.

Landbúnaður í Ástralíu er tal-inn vera sú atvinnugrein, sem losar næstmest af gróðurhúsaloft-tegundum, á eftir orkuiðnaðinum. Samtök ástralskra bænda, (National Farmers Federation − NFF) álíta að bændur verði að reikna með aukn-um útgjöldum af þessum sökum þegar frá árinu 2010. Viðskipti orkugeirans með losunarheimild-ir muni birtast sem verðhækkanir á rafmagni, flutningum, áburði og jurtavarnarefnum.

Að áliti bænda ætti landbúnaður að vera áfram undanþeginn við-skiptum með losunarheimildir. Þeir telja aðrar leiðir hentugri til að tak-ast á við veðurfarsbreytingarnar.

Samtök ástralskra bænda telja að viðskipti með losunarheimild-ir skaði Ástralíu meira en langir þurrkatímar. Landsbygdens Folk

Nýsjálenskir bændur vilja ekki greiða umhverfisskatt

Page 15: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

15 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

„Aldrei hefði ég trúað að ég ætti eftir að fara að hvetja til aukinn-ar sjálfbærni í landbúnaði,“ sagði einn gamalreyndur bóndi við mig nýlega. „Ha, hvað áttu við?“ spurði ég. „Nú, landbúnaður hefur ekki beint verið þekktur fyrir að huga að sjálfbærni, en nú held ég að við eigum ekki annarra kosta völ,“ svar-aði hann. „Sjálfbærni er eiginlega ekkert annað en heilbrigð skynsemi í núverandi efnhagsástandi.“

Aukin sjálfbærni myndi þýða að við stokkum spilin upp á nýtt og förum að íhuga hvernig við getum orðið sem mest sjálfstæð um okkar þarfir, en án þess að skaða mögu-leika afkomenda okkar til að mæta sínum þörfum. Svíar hafa unnið markvisst í að auka sjálfbærni sinna dreifðu byggða og þar á meðal í verkefni sem nefnist Hållbarabygder. Þar er rannsakað hvernig bændur geta nýtt lífrænt eldsneyti til að hita hús, þróaðar leiðir til staðbundinnar matvælaframleiðslu, miðlun upplýsinga um sjálfbærni, þróaðar leiðir til endurvinnslu, skoðuð nýting á annars konar orku og margt fleira. Þetta eru allt verk-efni sem eru í umræðunni nú þegar Íslendingar velta fyrir sér hvernig þeir geta sparað og nýtt það sem er til hér á landi.

Aukin sjálfbærni í orkuöflunSkortur á gjaldeyri hefur gert um-ræðuna um aukna sjálfbærni enn

meira áríðandi. Kaup á jarðefna-eldsneyti eru ca. 11% af innflutn-ingi Íslendinga og hægt væri að spara umtalsvert af verðmætum gjaldeyri ef við skiptum út olíunni fyrir íslenska orkugjafa. Æ erfiðara er að finna og vinna olíu (eins og umræðan um Drekasvæðið sýnir), mikið af jarðefnaeldsneyti er unnið á pólitískt eldfimum svæðum og síðast en alls ekki síst sleppir brennsla jarðefnaeldsneytis út CO2sem eykur hlutfall gróðurhúsaloft-tegunda í andrúmsloftinu. Með því að framleiða sjálf stóran hluta af því eldsneyti sem við þurfum fyrir landbúnaðinn, erum við að taka stórt skref í átt að auknu öryggi landsins hvað varðar orku og mat-vælaframleiðslu.

Aukin sjálfbærni í orku þýðir að draga þarf úr notkun jarðefnaelds-neytis eins og díselolíu og bensíns.

Hvað er verið að gera?Lífrænir orkugjafar eru helst lífdís-el, metangas og etanól/metanól. Tilraunir standa nú yfir með mögu-leika á að rækta repju víðs vegar um landið, en tiltölulega auðvelt er að nýta repjufræin til að útbúa lífdísel sem hægt er að nota á óbreyttar dís-elvélar. Metan væri hægt að fram-leiða úr mykju eða öðrum lífrænum úrgangi. Þegar búið er að tappa gasinu af er eftir mun verðmætari og betri áburður. Kúabændur búa þannig yfir gríðarlegum fjársjóði til metanframleiðslu, en hver gripur í fjósinu framleiðir um 1,2 tonn af mykju á mánuði. Svo maður gleymi ekki sauðfjár-, svína- og kjúklinga-bændum. Landbúnaðarháskólinn hefur verið í tilraunum með metan og hefur keyrt metanbíla í um tvö ár með ágætis árangri. Etanól/met-anól er framleitt úr korni eða úr öðrum lífmassa og sá t.d. Orf líf-tækni fyrir að etanól yrði aukaafurð fyrirtækisins við ræktun á prótein-um með korni.

„Ég sé bara ekki af hverju ég á ekki að geta framleitt mína eigin orku sjálfur,“ hélt viðmælandi minn áfram, „og ef olíufélögin ætla ekki að taka þátt í þessari þróun með okkur, þá geta þeir bara étið það sem úti frýs.“

Ég held að þetta verði bara mín lokaorð að sinni.

Nýtt Ísland – nýr landbúnaður?Eygló Harðardóttir

ráð[email protected]

Atvinnumál í sveitum

Vacuum pökkunarvélar Fyrir öll heimili og fyrirtæki ásamt

öllum fylgihlutum Hráefnið geymist allt að 6 sinnum lengur

og engar frostskemmdir eru í lofttæmdum umbúðum.

Björgunarveiðivesti 7 stærðir Heyrnarhlífar margar gerðir.

Reykofnar og fylgihlutir.

www.esjugrund.is Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur

Lífrænn landbúnaður hefur vaxið talsvert á síðustu árum í okkar heimshluta samhliða aukinni eft-irspurn eftir lífrænum vörum. Á Íslandi virðist þróunin vera í sömu átt, þ.e. framleiðendum hefur fjölgað talsvert en ennþá er hlutfall ræktarlands sem notað er undir lífræna ræktun mun minna en í Evrópu – og langtum minna en á hinum Norðurlöndunum. Til sam-anburðar má nefna að árið 2005 var ræktunarland undir lífræna ræktun á Íslandi aðeins 0,4% en á stærstu Norðurlöndunum um 4-6%.

Bændasamtök Íslands hafa sýnt áhuga á því að fjölga bændum í þeirri grein og í haust var gefin út B.Sc. ritgerð við Háskólann í Reykjavík sem er beint innlegg í þá vinnu, en þar er lagt út af spurning-unni: Hver er spurn eftir lífrænum landbúnaðarafurðum hér á landi og hver gæti hún orðið?

Hver er eftirspurnin eftir lífrænum vörum?

„Ég er alin upp í Hveragerði þar sem pabbi rak garðyrkjustöð. Ég hef unnið í blómaverslunum og kennt markaðsfræði á starfsmenntunar-brautum Landbúnaðarháskólans. Íslenskur landbúnaður og sér-staklega íslensk garðyrkja hefur alltaf verið ofarlega á baugi hjá mér. Þegar kom að því að velja ritgerðarefni fannst mér því tilval-ið að leita að efniviði innan land-búnaðarins og þegar ég heyrði að Bændasamtök Íslands höfðu áhuga á að láta kanna eftirspurn eftir líf-rænum landbúnaðarafurðum sló ég til,“ segir höfundurinn, Guðrún Björk Magnúsdóttir, aðspurð um tildrög þess að hún ákvað að fjalla um þetta efni í B.Sc.-verkefni sínu.

Í ritgerð Guðrúnar er leitað svara við tveimur grunnspurning-um; annars vegar hver sé núverandi eftirspurn eftir lífrænum vörum og hins vegar hvort hægt sé að auka eftirspurnina.

Guðrún segist ekki mikið hafa skoðað erlendar rannsóknir og þessi mál hafi lítið verið til rannsóknar á Íslandi fram að þessu. „Hins vegar vissi ég það að mjög lítið framboð var á íslenskum lífrænum landbún-

aðarafurðum, hlutfallslega mest þó af lífrænu grænmeti og ég hafði séð það í Bretlandi að mun meira úrval var af þessum vörum í mat-vöruverslunum þar. Því þótti mér líklegt að Íslendingar keyptu ekki þessar vörur í eins miklum mæli og Bretar. Ég gerði forkönnun áður en ég byrjaði á sjálfri rannsókninni og sá þá að hátt verð og óstöðugt vöru-framboð var ástæða þess að fólk keypti ekki lífrænar landbúnaðar-afurðir í meira magni og ákvað ég því að hafa þá þætti sem útgangs-punkta í aukinni eftirspurn.“

Guðrún segir könnunina leiða í ljós að í landinu er mikil eftirspurn eftir lífrænum landbúnaðarafurð-um, þó svo að erfitt sé að segja nákvæmlega hversu mikil hún sé í prósentum, þar sem greinilega hafi verið mikið ofmat á neyslu á lífræn-um landbúnaðarafurðum miðað við hversu framboðið er lítið. „Hluti svarenda er reiðubúinn til að greiða allt að 20% hærra verð en fyrir hefðbundnar afurðir og því líkur á að auka megi framleiðslu án þess að verð þurfi að lækka verulega.“

Neytendahópur lífrænna vara á Íslandi gæti orðið sambærilegur

evrópskumGuðrún segir að konur neyti mark-tækt meira af lífrænu grænmeti en karlar og séu mun jákvæðari gagn-vart lífrænum landbúnaðarafurð-

um. „Þær eru viðkvæmari fyrir verðbreytingum, því ef verð lækkar og framboð verður nægilegt munu þær auka neysluna marktækt meira en karlar. Sú niðurstaða að mennta-fólk muni frekar auka neysluna en aðrir, styður niðurstöðu úr erlend-um könnunum og því má ef til vill segja að neytendahópur lífrænna landbúnaðarafurða gæti orðið sambærilegur erlendum með auknu framboði og lægra verði.“

Þá kemur það í ljós að fólk sem hefur helst keypt lífrænt grænmeti myndi kaupa mest af því áfram, væri verð viðunandi og framboð alltaf nægilegt. Mjög lítill munur er á vinsældum á kjötvörum og mjólkurvörum, hvort heldur er með núverandi neyslu eða eins og hún gæti orðið. Þessar niðurstöður eru í samræmi við hollenskar rannsóknir en í Danmörku eru lífrænar mjólk-urvörur vinsælasta afurðin.

Efla þarf skilning fólks á hugtakinu „lífrænn

landbúnaður“Guðrún Björk segir það áber-andi að fólk þekki ekki nægilega vel hugtakið lífrænt. „Ég myndi kannski ekki kalla það fáfræði en það er greinilegt að fólk telur að það sé að kaupa lífrænar vörur mun oftar en það er í raun og veru að gera. Ég held að ástæðan fyrir því sé markaðssetning á vistvæn-um landbúnaðarafurðum, það er að segja, fólk gerir ekki greinarmun á hugtökunum vistvænt og lífrænt. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hvar helst þarf að taka á hlutunum við markaðssetningu lífrænna land-búnaðarafurða. Það þarf að byrja á því að kynna fólki hvað það merkir í raun og veru að varan sé lífræn og svo að leggja áherslu á að aðgreina hana frá öðrum vörum, vistvænum og hefðbundnum - svo þeir sem hafa áhuga á að kaupa lífrænar vörur geri það í stað þess að halda að þeir séu að því. Svo liggur fyrir hverjir velja helst lífrænt, þ.e.a.s. konur, menntafólk og fólk eldra en 40 ára, sem og fólk sem leggur áherslu á hollt mataræði og er hægt að nálgast þessa hópa sérstaklega í markaðssetningu.“

-smh

B.Sc.-ritgerð um lífrænan landbúnað

Eftirspurn eftir vörunum er mikil og getur aukist

Guðrún Björk Magnúsdóttir er höf-undur B.Sc.-ritgerðar sem hefur það markmið að kanna áhuga Íslendinga á lífrænum landbún-aðarvörum.

Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur

Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað - vinnsluhæð 240 mm vinnslubreidd 250 mm - færanlegt vinnsluborð 470x600 mm - hakkavél -

mótor 550 wött - hæð 1470 mm - þyngd 58 kg.

Verð aðeins kr. 48.900.-

Sendum um land allt

Sími 568 6899 - Síðumúla 11, 108 Reykjavík.

Verð aðeins kr. 59.900,-

Vopnfirðingar mæta samdrættiSveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt sérstaka að-gerðaáætlun vegna óvissu í efnahagsástandi landsins. Brugðist er við minnkandi tekjum sveitarfélagsins.

Í áætluninni er ítrekað að hin mannlegu gildi skuli í hávegum höfð þegar staðinn verði vörður um hag stofnana og deilda Vopnafjarðar-hrepps. Meginmarkmiðið er að ástunda ábyrga fjármálastjórn, tryggja grunnþjónustu og stöðugleika í rekstri. Áherslur í áætluninni verða notaðar sem fyrirmynd við gerð fjárhagsáætlana stofnana og fyrirtækja hreppsins.

Ekki er gert ráð fyrir að mæta þrengri fjárhagsstöðu með hækkun-um á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða skerðingu á slíkri þjónustu. Fjárheimildir á árinu verða ekki auknar heldur dregið úr innkaupum til að ná sparnaði fram strax. Ónýttar fjárheimildir verða ekki nýttar nema brýna nauðsyn beri til. Leitast verður við að tryggja endanlega fjármögnun þeirra verka sem lokið er og leitað leiða til sölu eigna í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð á árinu 2008. Efla á ráðgjöf og velferðarþjónustu á vegum Vopnafjarðarhrepps til handa einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum í þrengingum, í samráði við fleiri aðila.

www.bbl.is – www/bondi.is

Page 16: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

16 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Þann 6. nóvember sl. birti Seðlabanki Íslands 3. hefti Peningamála árið 2008. Eins og vænta mátti er mat bankans á horfum í efnahagsmálum, dökkt nú um stundir. Spáð er um 10% atvinnuleysi í árslok 2009, verð-bólga fari yfir 20% þegar verst lætur en verði þó komin í um 5% í árslok 2009. Þá er spáð veruleg-um samdrætti í landsframleiðslu og kaupmætti.

Íslenskt efnahagslíf og samfélag verður fyrir þungum áhrifum af atburðum nýliðins október mán-aðar. Hve mikil og langvarandi þau verða mun fyrst og fremst ráðast af því hvernig ganga mun að endur-reisa traust á krónunni og styrkja gengi hennar. Það verður megin viðfangsefni Seðlabankans á næstu mánuðum. Í Peningamálum er gert ráð fyrir að gengi Evru verði orðið 130-135 kr. um mitt næsta ár og haldist þá nokkuð stöðugt. Mikil óvissa ríkir þó enn um þessa þróun.

Þróun gengis, vaxta og verð-bólgu hefur vitaskuld afgerandi áhrifa á afkomu og stöðu heimila og fyrirtækja á næstu mánuðum, ásamt þeim aðgerðum sem stjórn-völd og bankar mun geta beitt, s.s. breytingum á lánaskilmálum, fryst-ingu lána, lengingu lánstíma o.s.frv. Búrekstur, eins og annar rekstur, mun verða fyrir margþættum áhrif-um. Bændasamtökin hafa átt fundi með nýju bönkunum og munu eiga fundi með fleiri fjármálafyrirtækj-um á næstunni, m.a. til að vekja athygli á mikilvægi landbúnaðar við að tryggja matvælaöryggi og því hve nátengdur rekstur bænda og heimilis eru. Ljóst er hins vegar að rekstur sem átti sér litla möguleika áður en fjármálakreppan skall á mun ekki eiga sömu kosti á fyrirgreiðslu og rekstur sem átti sér raunhæfan rekstrargrundvöll fyrir. Næstu mán-uðir munu kalla á mikið aðhald í rekstri og faglega endurskoðun s.s. nákvæmar fóður og áburðaráætlanir. Á hinn bóginn getur breytt fóðrun t.d. með aðhaldi í kjarnfóðurnotkun dregið úr framleiðslu á landsvísu. Nærtækast er þar að líta til mjólk-urframleiðslunnar en kjarnfóðurn-otkun á kú samkvæmt skýrsluhaldi hefur aukist úr 699 kg árið 1998 í 1092 kg árið 2007.

Samdráttur í efnahagslífinu mun

koma niður á fleiri sviðum sem varða landbúnaðinn beint. Afkoma og staða afurðastöðva er afgerandi þáttur þegar kemur að ákvörðun á afurðaverði. Þær eru með lán í erlendri mynt eins og annar atvinnu-rekstur. Kaupmáttur launa hefur líka áhrif á eftirspurn, minni kaup-máttur mun breyta neyslumynstri. Þá kann eftirspurn að flytjast milli vöruflokka t.d. að eftirspurn eftir minna unnum afurðum og ódýrari afurðum aukist en dýrari vörur sem skila oft á tíðum meiri framlegð gætu látið undan síga. Þessir þættir ásamt fleirum hafa mikla þýðingu í þróun afurðaverðs til bænda næstu misseri. Horfur eru á samdrætti í sölu reiðhrossa innanlands og þjón-ustu við hestaeigendur s.s. tamning-um sem er tekjulind víða til sveita. Minnkandi eftirspurn eftir dýrum gæðavörum sér þegar stað í eftir-spurn eftir fiski á okkar mikilvæg-ustu mörkuðum, eins og fjallað er um í Peningamálum Seðlabankans.

Aðrir þættir sem skipta máli varðandi þróun á alþjóðamörkuðum

eru að hráefnaverð fer nú lækkandi. Þannig hefur verð á olíu og áburði hríðfallið á heimsmarkaði og dregur þannig úr áhrifum gengislækkunar á aðfangaverð. Kornverð hefur líka lækkað undanfarna mánuði vegna góðrar uppskeru í heiminum. Þetta skiptir vitaskuld máli ekki síst í ljósi þeirra gríðarlegu hækkana sem hafa orðið á þessum vörum sl. 1-2 ár.

Flutningar fólks frá landinu eru þegar hafnir. Bæði fækkar útlend-ingum sem komið hafa til að vinna hér á landi og fréttir berast af því að íslenskar fjölskyldur séu farnar að huga til búferlaflutninga. Ef til mikillar fólksfækkunar kemur verða snörp áhrif af því á búvörumark-aðinn og sala afurða dregst saman.

Staða ferðaþjónustunnar er mikið breytt frá því þegar gengi krónunnar var sem hæst, og erlend-ir ferðamenn eru nú fleiri og hefur fjölgað nú í haust. Mikilvægt er að vel takist áfram til við að laða ferðamenn til landsins til að skapa tekjur og mikilvæg störf þegar sverfur skart að.

Tækifæri landbúnaðar í stöðunni Landbúnaðurinn hefur feng-ið nýja athygli í ljósi matvæla-öryggis. Gjaldeyriskreppan hefur

beint sjónum okkar að mikilvægi innlendrar framleiðslu en jafn-framt því að betur má ef duga skal. Birgðageymslur fyrir innflutt fóður eru t.d. takmarkaðar og fleiri rekstrarvörur eru nauðsynlegar til að tryggja stöðuga framleiðslu á kjöti, mjólk og grænmeti. Þetta sýnir að matvælaöryggi er mál sem ber að taka alvarlega og innlendur landbúnaður er hryggstykkið í að tryggja það. Meiri áhugi á innlend-um vörum almennt er líka styrkur fyrir landbúnaðinn. Útflutningur hrossa hefur aukist í kjölfar geng-islækkunar og loðdýrarækt hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misseri.

Hvað nú?Efnahagskreppan sem nú steðjar að mun verða sú stærsta á okkar tímum og henni mun fylgja umtals-vert atvinnuleysi, mikill samdráttur í landsframleiðslu og kaupmáttar-rýrnun. Miðað við reynslu annarra þjóða þá varir alvarlegur samdráttur í 3-5 ár. Þetta fer þó eftir ýmsu s.s. hvernig og á hvaða kjörum lánsfé fæst í þjóðarbúið, hve mikið verður um gjaldþrot fyrirtækja, gengisþró-un krónunnar, þróun útflutnings-markaða og þar með hvernig tekst

að ráða niðurlögum hinnar alþjóð-legu kreppu.

Í þessu ástandi felast bæði áskoranir og tækifæri fyrir innlend-an landbúnað. Helstu áskoranirn-ar tengjast mikilli skuldsetningu sumra búa, sérstaklega í erlendri mynt. Til skamms tíma er ljóst að krónan verður áfram veik og mun hugsanlega veikjast meira áður en hún styrkist. Til lengri tíma eru hins vegar nokkrar líkur á að gengi hennar hækki aftur, þó afar ólíklegt sé að hún nái fyrri hæðum. Nauðsynlegt er að hjálpa bændum að takast á við þetta vandamál til skemmri tíma. Bankar hafa verið að bjóða mönnum ýmsar lausnir sem kallaðar eru frystingar. Þær fela almennt í sér að afborgunar-byrði er létt til skemmri tíma en lengt í lánum á móti. Það fer eftir lánastofnun og að einhverju leiti viðskiptavild hvernig skilmálar eru. Bændum er því ráðlagt að semja um lausnir áður en til vanskila kemur. Staðan þrengist hratt eftir það. Samningsstaða bænda er að mörgu leyti ágæt. Framtíðarhorfur frumframleiðslugreina eru góðar og langtími virði eigna að baki rekstr-inum traust. Hins vegar er upp-lausnarvirði búanna lítið um þessar mundir vegna lausafjárskorts. Við þau skilyrði er ekki ósennilegt að lánastofnanir sýni meiri samnings-vilja en annars því betra er að fá einhverjar greiðslur en að ganga að veðum sem ekki er hægt að koma í verð. Einnig má benda á að inn-flutt aðföng verða líklega áfram dýr þó svo verð margra þeirra hafi farið lækkandi á erlendum mörk-uðum upp á síðkastið. Tækifærin í stöðunni tengjast snarbættri sam-keppnisstöðu innlendrar fram-leiðslu samanborið við innflutning. Jafnframt hefur ímynd innlendrar framleiðslu orðið enn jákvæðari en áður var. Þetta skapar tækifæri til markaðssóknar á heimamarkaði og á erlendum mörkuðum enda hefur arðsemi útflutningi snarbatnað. Séu þessi tækifæri nýtt er ekkert því til fyrirstöðu að landbúnaðurinn geti siglt sterkur í gegnum það umrót sem nú ríður yfir þjóðfélagið.

Á markaði

Fréttabréf sænsku bændasamtakanna (LRF), Inter-nationella perspektiv birtir reglulega línurit sem sýna þróun heimsmarkaðsverðs á grænmeti og búfjárafurð-um annars vegar og áburði, díselolíu og fóðri hins vegar. Þróunin er sýnd í meðfylgjandi myndum. Verð á grænmetisafurðum náði hámarki í ársbyrjun 2008 en hefur fallið hratt síðan og nálgast nú verð síðla árs 2006. Verð á búfjárafurðum náði hámarki um mitt ár 2007 en hefur síðan lækkað. Það er þó enn talsvert hærra en síðla árs 2006, áður en uppsveiflan á árinu 2007 hófst.

Verð á fóðri, díselolíu og áburði hækkaði skart frá miðju ári 2007og náði hæstu hæðum á árinu 2008. Áburðarverð náði hámarki undir lok sumars en fóður á fyrstu mánuðum ársins. Verðlækkana er nú farið að gæta á fóðri hér á landi, þrátt fyrir gríðarlega geng-islækkun. Áburðarverð kemur væntanlega til með að lækka á næstu mánuðum í takt við lækkandi olíuverð. Það veltur hins vegar á hvort tekst að snúa hjólum atvinnulífsins í heiminum í gang að nýju hvernig þróun olíuverðs og þar með áburðarverðs verður á komandi mánuðum. EB

Heimsverðsvísitala aðfanga og afurða

Innflutningur á kjöti tímabilin janúar-september 2007 og janú-ar-september 2008, kg.

2007 2008

Nautakjöt 242.016 301.778

Alifuglakjöt 242.150 458.552

Svínakjöt 177.756 259.009

Aðrar kjöt-vörur af áðurtöldu

11.011 14.893

Samtals 672.933 1.034.322

Innflutningur á kjöti

Erna Bjarnadóttir og Daði Már Kristófersson

Áhrif efnahagskreppunnar á landbúnað

Þróunarfé til rannsókna- og/eða þróunarverkefna í nautgriparæktSamkvæmt reglugerðum settum á grundvelli samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar frá 11. maí 2004 verður á verðlagsárunum 2007/2008 og 2008/2009 varið 8 millj. kr. að stofnverði hvort ár til rannsókna- og/eða þróunarverkefna í nautgriparækt.

Umsóknir um styrki skal senda til Bændasamtaka Íslands. Stjórn Bændasamtaka Íslands úthlutar styrkjum eftir umsókn-um eða á grundvelli tillagna Fagráðs í nautgriparækt. Stjórn BÍ skal leita umsagnar Fagráðs í nautgriparækt um allar umsóknir sem henni berast skv. reglum þessum. Jákvæð umsögn Fagráðs er forsenda styrkveitingar.

Þeir sem hyggjast sækja um styrki vegna verkefna á þessu sviði sem taka má til afgreiðslu á árinu 2008 er bent á að senda umsóknir til Ernu Bjarnadóttur hjá Bændasamtökum Íslands fyrir 1. desember n.k.

Umsókn skal fylgja eftirfarandi: Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninuYfirlit um tilgang og markmið verkefnisinsTímaáætlun verkefnisinsFjárhagsáætlun verkefnisins í heildaUpplýsingar um hvernig niðurstöður verða kynntar og/eða hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni.

Úthlutunarreglur má einnig finna á www.bondi.is og www.naut.is

GrænmetiBúfjárafurðirAlls

ÁburðurDíselolíaFóður

Heimsmarkaðsverð á afurðum (t.v.) og aðföngum. Mælt er í sænskum krónum og vísitalan 100 er miðuð við árið 2000. Eins og sjá má hefur hækkun undangenginna missera að töluverðu leyti gengið til baka.

Þrátt fyrir hremmingar undanfarinna vikna gefast fjölmörg ný tækifæri í íslenskum landbúnaði eins og þeir vita þessir ungu herramenn, bræðurnir á Þorvaldseyri, Engilbert og Almar Óli sem uppskera hveiti af eigin akri.

Page 17: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

17 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Smá nudd í þetta sinn svona til að halda bændum við efnið.

Nú þegar vetur er genginn í garð bæði í náttúrunni og í peningamál-um þjóðarinnar verður manni hugs-að til ýmissa þátta þessu tengt.

Þótt haustið sé liðið er gott að detta í skynsamlega íhugun um hve lengi fram eftir hausti vert sé að hafa kýr úti, en hvað svo sem mönnum finnst um útivistarákvæði aðbúnaðarreglugerðar þá er ráðlegt að næturhýsa frá miðjum ágúst og hætta síðan algjörlega að láta kýr út eftir miðjan september nema tíðar-far sé með afar óvenjulegum hætti þ.e. mikil hlýindi og þurrt á.

Vitað er að kýr með dulda júgur-bólgu og viðkvæmar kýr hækka verulega í frumutölu þegar líður á haustið og kólna tekur, skýring-in oft sú að þær liggja á kaldri og rakri jörð þegar dimmt er orðið og slíkt elur á bólgueinkennum með tilsvarandi hækkun frumutölu.

Ég hef oft séð kýr híma við hlið-ið heim á þessum árstíma engum til gagns, allra síst kúnum sjálfum.

Það er því engin ástæða til að hafa kýr úti seint á haustin, sér í lagi ekki þegar er útlit fyrir góðan

heyfeng og stefnir í miklar fyrn-ingar.

Það er útlit fyrir að kornuppskera hafi verið með ágætum og er það gleðiefni og einnig hve margir eru nú farnir að rækta korn og spara með því dýran fóðurbæti.

Ég skora á alla kornbændur að slá hálminn og ef þeir eru aflögu-færir að bjóða hann öðrum bændum sem ekki rækta korn en hafa áhuga á að bæta heilsu og þroska kálfanna sinna.

Það er því einlæg von mín að sem allra flestir kornbændur hafi náð hálminum í þurrt því hann er gulls ígildi þegar um er að ræða undirlag í stíur fyrir kálfa og kýr.

Áður hefur í pistlum þessum verið fjallað um ágæti þess að nota hálm undir nautgripi og þá sér í lagi kálfa.

Smákálfar í stórum þurrum

hálmstíum bera af í ásýnd og þrif-um, það er einnig einróma álit bænda sem nota hálm undir kálf-ana að þeir þroskist betur og séu klárlega heilbrigðari, þ.e. venjulega lausir við hvimleiða sjúkdóma s.s. kálfaskitu sem oft stendur smákálf-um fyrir þrifum í vexti og almennu heilbrigði.

Einnig virðist sem sog milli kálfa sé mun minna og nánast óþekkt vandamál.

Það á ekki að þurfa að meðhöndla smákálfa með lyfjum vegna skitu ef rétt er staðið að atlæti þeirra og passað uppá þrif stía, kálfafóstra og íláta til gjafar.

Og auðvitað það sem mestu máli skiptir og þarf varla að minna á en það er nauðsyn þess að smákálf-arnir fái broddinn fyrstu dagana og það held ég nú að langflestir geri.

Með broddinum fá þeir m.a. mótefnin og þéttiefnið í þarmana sem eru hriplekir fyrstu dagana.

Smáhrós í restina, það gleður mig hve margir bændur lögðu á sig verulega vinnu við að ganga snyrti-lega frá heyrúllum fyrir veturinn þannig að skipulega er upp raðað í snyrtilegar og beinar stæður en slíkt bætir verulega ásýnd búa þeirra sem það gera og sýnir snyrtimennsku sem samboðin er matvælafram-leiðslu eins og mjólkurframleiðslan er, takk fyrir þetta ágætu bændur.

Líf og starf

Kristján Gunnarssonmjólkureftirlitsmaður

HEYRT Í SVEITINNI

Hollenska fyrirtækið Lely hefur sett á markað nýtt tæki sem vinn-ur í fóðurganginum og ýtir fóðr-inu aftur að kúnum eftir að þær hafa misst það frá sér. Þetta má svo sem túlka sem smávægilegt verk en við nánari skoðun getur þetta haft töluverð áhrif á rekst-ur búsins og velferð kúnna.

Tækið er hringlaga á þremur hjólum og getur snúist á alla kanta. Í því er rafhlaða sem hlaðin er með því að stinga tækinu í samband við rafmagn. Með aðstoð skynjara og tölvu er hægt að forrita tækið þann-ig að það fari ákveðna leið um fóð-urganginn og ýti fóðrinu að kúnum. Tækið er búið einskonar árekstr-avara sem stöðvar það ef það rekst á óvænta hindrun.

Tækið hefur verið prófað um tíu mánaða skeið á tíu bændabýl-um í Evrópu, þeirra á meðal hjá danska bóndanum Anders Hvid Pedersen á Austur-Jótlandi. Hann segir í samtölum við Maskinbladet

og LandbrugsAvisen að tækið hafi marga kosti. Í fjósi hans eru 50 mjólkandi kýr og hann hefur stillt tækið þannig að það ýtir fóðrinu að kúnum á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. Við þetta sparast 15-30 mínútna vinna á degi hverj-um, vinna sem eykur mjög við-veruskyldu í fjósinu.

Stærsti kosturinn er þó að tækið hefur jákvæð áhrif á kýrnar og lífið í fjósinu, segir Andrés. Þegar skepnurnar heyra í tækinu vita þær að nú fá þær ferskt fóður. Upptaka fóðurs eykst, einkum þurrefnis, nýting á fóðri batnar og kýrnar fara oftar í mjaltaþjarkinn. Að meðaltali heimsækja þær hann 3,2 sinnum á dag.

Nýja tækið er þegar komið á markað og var búið að selja fimm tæki áður en það var kynnt. Hvert tæki kostar í Danmörku 105.000 danskar krónur án virðisaukaskatts, en á núverandi gengi losar það tvær milljónir íslenskra króna. –ÞH

Nýtt tæki í fjósið:

Ýtir fóðrinu að kúnum

Undanfarin ár hefur athygl-isvert samstarfsverkefni verið í gangi milli Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Búnaðarsamtaka Vesturlands, MS Búðardals, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís. Nefnist verkefnið „Framleiðsla á sauða- og geita-ostum“ og gengur m.a. út á að fá bændur til að framleiða sauða- og geitamjólk sem MS Búðardalur tekur við og framleiðir osta úr.

Mikilvæg menning varðveittVerkefnið hefur hvatt bænd-ur til að festa framleiðslu sauða- og geitamjólkur í sessi, þannig varðveit-ist mikilvæg menning varðandi mjaltir auk þess sem verðmæta-og atvinnusköpun verði til. Sigríður Bjarnadóttir, ráðunaut-ur á Búgarði og verk-efnisstjóri þessa verkefnis heldur m.a. utan um fram-leiðslutölur ásamt öðrum upplýsingum frá bænd-unum. Bændurnir skila þannig inn mjólk ásamt upplýsingum um framleitt magn, fjölda mjólkandi gripa og aðstæður kringum mjaltirnar.

Sigríður segir að verkefnið eigi sitt upp-haf árið 2004 þegar sinn hvor framleiðandi geitamjólkur og sauðamjólkur lögðu inn mjólk í Búðardal. „Þá var unninn fetaost-ur úr geitamjólkinni og brieostur úr sauðamjólkinni, blandaðri við kúamjólk. Ýmis þróun hefur átt sér

stað síðan þá, eingöngu er framleitt úr hreinni mjólk sauða eða geita og sl. 2 ár hefur ostaframleiðslan verið bundin við brie. Ostarnir hafa verið seldir í sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu auk staðbund-inna markaða og sýninga og mót-tökurnar hafa verið mjög góðar – ostarnir renna út!“

Um 1.500 lítrar sauðamjólkur til ostaframleiðslunnar

„Einungis einn framleiðandi geita-mjólkur hefur tekið þátt í verk-

efninu en framleiðslumagnið hefur aukist og er nú í ár

í kringum 3.400 lítr-ar,“ segir Sigríður. „ F r a m l e i ð e n d u r sauðamjólkur hafa verið að tínast inn og út úr verkefninu en þeim hefur fjölg-

að milli ára og fram-leiðslan þar líka aukist.

Í ár stefnir í að 6 fram-leiðendur leggi inn sína mjólk

í Búðardal, alls í kringum 1.500 lítra. Búið er að

framleiða brieosta úr geitamjólk ársins í ár og eru þeir á leið í sérvöruverslanirnar. Fyrir liggur nú að framleiða brieosta

úr innsendri sauða-mjólk og auk þess að

halda áfram með fram-leiðslu brieosta úr innsendri

geitamjólk.“ Vill Sigríður koma á framfæri þakklæti til framleiðenda fyrir þátttökuna og til neytenda fyrir frábærar viðtökur á gómsæt-um ostum!

-smh

Framleiðsla á sauða- og geitaostum

Geitabrie komið í verslanir

um fram-t öðrum bænd-skila ólk um gn, ndiður

að upp-

gar sinn it jólk

leiðendur leí Búðard

1.500 fram

geiogséFyfr

úr mjó

halda leiðslu br

it jólk “ Vi

ing varðveitthvatt bænd-mleiðslu lkur íveit-ing uk ta-un ður aut-verk-erkefnis

f

mjólkur hefur efninu en

hefur aí kr

ar,“„ Fsavogen

að leiðs

Í ár steeum fram- leiðendur le

Þann 31. október sl. fór fram mál-þing í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti undir yfirskriftinni „Bygg til mann-eldis“. Kynntar voru nið-urstöður úr verkefninu Aukinverðmæti úr íslensku byggi enFramleiðnisjóður landbúnaðar-ins hefur stutt verkefnið. Vinna við verkefnið fór fram hjá Matís ohf, Landbúnaðarháskóla Íslands og matvælafyrirtækjum, en það hefur staðið yfir nokkur und-anfarin ár.

Verkefnið fólst í eftirfarandi tilraunastarfsemi: Bökunartilraunir voru gerðar hjá Myllunni, Reyni bakara og Brauðhúsinu Grímsbæ en bökunareiginleikar voru metnir hjá Kornaxi. Tilraunaframleiðsla á bjór fór fram hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Gott samstarf var við byggframleiðendur og má einkum nefna Eymund Magnússon í Vallanesi, Ólaf Eggertsson á Þorvaldseyri og Harald Magnússon í Belgsholti. Málþingið var vel sótt og var Áslaug Helgadóttir, deild-arforseti auðlindadeildar LbhÍ, fund-arstjóri.

Íslenskt bygg m.t.t. hollustu, öryggis og vinnslueiginleika

Ólafur Reykdal hjá Matís var verk-efnisstjóri þessa verkefnis og gerði hann grein fyrir því á málþinginu. Eitt af lykilatriðum þess var skil-greining á íslenska bygginu m.t.t. hollustu, öryggis og vinnslueig-inleika. Bökunareiginleikar byggs-ins voru kannaðir og tilraunabakstur fór fram í bakaríum. Íslenska byggið var prófað til framleiðslu á malti og var það síðan notað til bjórgerðar. Þá voru drög lögð að gæðakröfum fyrir byggið en þau þurfa að þróast og verða viðmiðun í viðskiptum með bygg til manneldis.

Næringargildi var metið fyrir íslenskt bygg og reyndist það sam-bærilegt við það sem gerist erlend-is. Heilbrigði byggsins var einnig metið með mælingum á örverum. Kólígerlar, Bacillus cereus og Clostridium perfringens greind-

ust ekki og fjöldi myglusveppa var lágur. Allar mælingar benda því til að íslenska byggið henti vel til manneldis.

Í verkefninu var byggt á mik-illi reynslu Landbúnaðarháskólans og fyrirrennara hans í rannsóknum á byggi. Uppskera úr langtíma-tilraunum skólans í byggrækt var nýtt til mælinga en byggsýni voru einnig fengin frá bændum. Jónatan Hermannsson flutti erindi um fram-leiðslu á íslensku byggi. Fram kom að munur á yrkjum getur skipt verulegu máli þegar kemur að mat-vælaframleiðslu. Jónatan greindi frá fyrstu prófunum á nöktu byggi en hýði þess fellur að stórum hluta af við þreskinguna. Erlendis er talið að nakið bygg henti sérlega vel til matvælaframleiðslu enda er hlut-fall trefjaefna hátt og mölun þess auðveld.

Byggbrauðin með ágætiseinkunn og bjórinn mjög góður

Úr bygginu tókst að framleiða ágæt byggbrauð. Aðalheiður Ólafsdóttir hjá Matís sagði frá skynmati og neytendakönnun á brauðum með og án byggs. Þjálfaðir dómarar fram-kvæmdu skynmatið. Í ljós kom að byggbrauð hafa sín sérkenni. Þetta eru dökk og gróf brauð. Bragð og lykt af byggi og malti eru ein-kennandi auk eilítið súrs bragðs. Neytendakönnunin fór fram í heima-húsum og í húsnæði Matís. Gerbrauð með 50% byggi fengu ívið betri einkunn en hefðbundin heilhveiti-brauð sem þó eru vinsæl vara sem neytendur þekkja vel. Einnig kom í ljós að viðhorf neytenda til brauða

úr íslensku korni er mjög jákvætt og flestir myndu frekar kaupa þann-ig brauð ef það stæði til boða svo framarlega sem bragðgæði og verð séu nokkuð sambærileg við brauð úr erlendu korni. Hollusta og verð virtust skipta töluverðu máli við val á brauðum.

Jón Guðmundsson plöntulífeðl-isfræðingur hjá LbhÍ sá um möltun á íslenska bygginu og gerði hann grein fyrir árangrinum. Takmörkuð spírun var helsta vandamálið en að lokum tókst að framleiða um 600 kg af þurrkuðu og hreinsuðu malti. Maltið var síðan notað við bruggun á bjór hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Telja má að hér hafi verið fram-leiddur hinn íslenski bjór enda voru engin innflutt hráefni notuð önnur en humlar sem krydda bjórinn. Áhugavert væri að nota innlendar jurtir í stað humla. Bruggmeistari Ölgerðarinnar, Guðmundur Mar Magnússon, gerði grein fyrir árangr-inum og taldi hann að framleiðslan hefði í aðalatriðum gengið eðlilega. Allavega þótti þeim sem sóttu mál-þingið bjórinn mjög góður. Einnig var boðið upp á glæsileg brauð úr byggi og þóttu þau einnig mjög góð.

Niðurstaða málþingsins var sú að miklir möguleikar væru á notk-un byggs í matvælaiðnaði. Sýnt hefur verið fram á að notkun byggs í bökunarvörur gengur vel og því er hægt að mæla með því að bök-unariðnaðurinn fari að nota bygg í framleiðslu sína. Bygg hentar einn-ig vel í ýmsa matargerð og upplagt er að nota það í héraðskrásir þar sem byggið er ræktað. -smh

Íslenskt bygg hentar vel til matvælaframleiðslu

Gott í héraðskrásirByggið er m.a. gott til brauðbaksturs.

Gestir málþingsins um íslenskt bygg. myndir | áþ

Page 18: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

18 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Af belgjurtumÞær eru margar ættirnar til í jurta-ríkinu ekki síður en hjá mannfólk-inu. Ein þessara ætta er belgjurta-ættin. Hún á nokkra fulltrúa í flóru landsins: Til hennar teljast eftirsótt-ar mat- og fóðurjurtir. Til hennar teljast fræg skrautblóm og glæsileg tré og runnar. Þessi ætt státar af ætum plöntum, eitruðum og líka baneitruðum jurtum. (Ættin er jöfn-um höndum kölluð ertublómaætt og belgjurtaætt)

Blár minkurUmdeildasta jurt landsins Alaska-lúpínan (Lupinus nootkatensis) er af ætt belgjurta. Hún hefur marga góða kosti sem uppgræðslujurt og hefur notið mikilla vinsælda sem slík. Það var fyrst um 1950 sem farið var að nota hana hér við uppgræðslu. Hún sýndi fljótt hæfni sína við að breyta auðnum í fagurblá blómaengi. Þetta varð til þess að hún sló í gegn. En frægðinni fylgir ekki eintóm sæla því um 1990 fóru menn að benda á að nærvera hennar í þjóðgörðum væri ansi tvíbent. En það er einmitt hlutverk þjóðgarða að sýna þjóð-legar plöntur sem vaxið hafa hér frá fornu fari. Á næstu árum fékk lúp-ínan á baukinn frá hinum og þess-um náttúruunnandanum og loks var svo komið að hægt var að skipta fólki í tvö lið, með lúpínu og á móti lúpínu. Allir urðu að taka afstöðu. Bítlarnir eða Stóns, Dúrandúran eða Vamm, Liverpúl eða Júnæted. Annars er gaman að geta þess að sumir telja alveg fráleitt að binda plöntur við sérstakt þjóðerni. Þær hafa alltaf verið tækifærissinnar og bara vaxið þar sem þær lentu óháð landamærum. Mér finnst hún voða sæt þó hún sé útlensk.

ÁburðarverksmiðjaBelgjurtir eru með sýnilega hnúða á rótunum, í þessum hnúðum eru

gerlar sem binda nitur úr loftinu og gefa plöntunni, en gerillinn fær í staðinn kolvetni frá plöntunni. Nitur er eitt aðal áburðarefnið og mikilvægasta næringarefni plönt-unnar. Nitrið er lykillinn að amínó-sýrunum sem aftur eru bygging-arefni próteins. Það er því ekki til-viljun að próteingjafinn sojabaunir er af belgjurtaætt. Þessir rótarhnúð-ar sem kalla mætti litla áburð-arverksmiðju skýra það að lúpínu-brúskurinn er mörgum sinnum gróskumeiri en kyrkingslegur þjóð-argróðurinn á melnum. Það sama má sjá hjá smára (Trifolium) og umfeðmingi (Vicia cracca), plönt-urnar eru iðjagrænar og þróttmiklar innan um oft á tíðum hálfsölnaðan lággróðurinn. Hægt er að spara áburðarkaup með ræktun belgjurta. Tilraunir með slíkt voru gerðar hér fyrir stríð. Skemmtilegar minjar um það er rauðsmára (Trifolium pra-tense) svæði sem dreift hefur sér um einn km til norðurs og suðurs frá sáningum í tún í landi Reykhúsa í Eyjafjarðarsveit. Ekki fara miklar sögur af honum í túnunum lengur en því meira í móum og röskuðum svæðum í kring. Árið 1939 kom út hjá Áburðarsölu ríkisins bókin Belgjurtir eftir Ólaf Jónsson. Þar ræðir hann ítarlega um belgjurtir í ræktun og segir frá íslenskum til-raunum með þær allt frá aldamót-unum 1900 eða þar um bil. Ekki er annað að sjá að bókin sé að flestu leyti í fullu gildi fyrir þá sem ætla að vera svolítið lífrænni í ræktun-inni.

EiturÞað eru engin tré í íslenskum görð-um sem blómstra jafn stórum og áberandi blómklösum og fjalla-gullregnið (Laburnum alpinum).Gullregnið er einmitt af belgjurta-ættinni eins og sjá má af blóm-um og fræbelgjum sem eru eins

og baunabelgir, og þar er einmitt hættan. Það er sagt að algengustu eitranir af völdum gullregns séu vegna þess að börn að leik tína þessa fræbelgi og fá sér svo baunir. Eitrið heitir citisine og hefur áhrif á taugakerfi. Áhrifin geta verið nokkuð margbreytileg frá ógleði og syfju til taugakippa og froðufalls og eitrið getur verið banvænt. Það eru til nokkrar tegundir gullregns og blendingar. Blendingsgullregnið (Laburnum x watereri) hefur þann kost að blómstra vel en mynda afar lítið af fræi. Viður gullregnsins er mjög dökkur og eftirsóttur af hand-verksfólki.

Alaskalúpínan er einnig eitr-uð, þó í mun minna mæli en gull-regnið. Eitur lúpínunnar er í flokki alkaloíða en í þeim flokki eru ótal efni eins og til dæmis koffín og meskalín svo einhver séu nefnd. Það er þó hvorki koffín né meska-lín í alaskalúpínunni og ekki líkur á sérstakri vímu þó maður éti plönt-una. Hinsvegar ef maður étur nógu mikið, sem líklega er allmikið, þá gæti maður hugsanlega nælt sér í lömun. Það eru alla vega ein áhrif

lúpínu eitrana sem nefnd hafa verið í sauðfé sem lokað hefur verið í hólfi þar sem eingöngu var lúpína.

Lúpínu baunirÞað eru til margar gerðir lúpínu og ekki eru þær allar eitraðar. Þannig voru Rómverjar sólgnir í lúpínu-baunir. Það voru fræ gulu lúpín-unnar (Lupinus luteus) sem eru í flokki sem nefndur er sætar lúpínur til aðgreiningar frá beisku lúpínun-um sem innihalda mun meiri alka-loíða. Enn í dag eru lúpínubaun-irnar borðaðar af fólki í kringum Miðjarðarhafið og afkomendum þeirra í nýja heiminum. Þær eru seldar í saltlausn í krukkum og étnar sem snakk. Saltlausnin þjón-ar líka þeim tilgangi að brjóta niður alkaloíða sem gjarnan finnast í ein-hverjum mæli í sætu lúpínunum. Lúpínubaunir eru afar próteinríkar, allt upp í 50%.

GarðalúpínaGarðalúpínan er blendingur þar sem mest er sótt í úlfabaunir (Lupinuspolyphyllus). Garðalúpínan finnst í öllum regnbogans litum og er mun stærri og gróskumeiri en alaskalúp-ínan. Garðalúpínan getur líka dreift sér í íslenska náttúru þótt varla sé hún jafn harðger og alaskalúpínan. Rússar hafa nýlega kynbætt afbrigði af úlfabaunum sem henta til fóðurs. Eitthvað rámar mig í verkefni um að rækta alkaloíða úr alaskalúpínu hér, en ekki fer miklum sögum um árangur.

Sem sagtKompassia excelsa verður allt að 88 metra hátt í regnskógum Austur-Asíu. Það er stærsta tréð af belg-jurtaættinni. Hvernig væri nú að splæsa nokkrum genum úr þessu tré í íslensku alaskalúpínuna og búa til ofurlandgræðsluplöntu?

Ættarmót hjábelgjurtaættinni

Helgi Þórsson

bú- og garðyrkjufræðingur í [email protected]

Gróður og garðmenning

Rauðsmárinn er sums staðar orð-inn slæðingur í flórunni eftir til-raunir með grænan áburð í byrjun síðustu aldar.

Hér var nokkrum bleikum og bláum garðalúpínum plantað fyrir nokkr-um árum. Þær mynda nú fallega breiðu og alls konar millitónar milli litanna sjást í breiðunni. Líkast til mun blái litur villi úlfabaunanna ná yfirhöndinni þegar fram í sækir.

Myndir Helgi.

Þessa dagana er sauðfjárbænd-um að berast í hendur hrútaskrá sæðingastöðvanna haustið 2008. Þar er glæsilegur hrútakostur stöðvanna kynntur. Menn eru því að huga að því hvaða hrúta rétt sé að velja til notkunar að þessu sinni. Hér á eftir verður bent á atriði til að hugleiða í þessu sam-bandi.

Það virðist blasa við að rækt-unarstarf síðustu ára hefur verið að skila umtalsverðum árangri í sífellt betri framleiðslu. Ljóst er að áhrif sæðinganna á framleiðsluna eru gríðarlega mikil þar sem yfir 80% af hrútastofninum sem í notkun er mun eiga að ættfeðrum í fyrsta eða annan ættlið sæðingahrúta. Strangt úrval hrútanna fyrir aukinni vöðva-söfnun og minni fitusöfnun er að skila mjög miklu.

Nú hefur okkur bæst í ræktunar-starfinu nýtt vopn sem er BLUP kynbótaamt fyrir afurðaeiginleika ánna, frjósemi og mjólkurlagni. Þetta eru undirstöðueiginleikar framleiðni í sauðfjárframleiðslunni. Um nokkurt árabil hefur þessum þáttum ef til vill verið sinnt full lítið í ræktunarstarfinu hér á landi og við vitum að erfðaframfarir hafa verið frekar litlar fyrir þessa eiginleika á síðasta áratug. Þar er þörf breytinga og þær tel ég blasi nú m.a. við í vali nýrra og glæsilegra hrúta fyrir sæðingastöðvarnar. Sæðingarnar eru eins og fyrir kjötgæðin virkasta leiðin sem við höfum til að dreifa besta erfðaefninu hratt í stofninum

til að ná skjótum framförum í framleiðslueiginleikum.

Sauðfjárframleiðslunni er mikil þörf á að áfram verði unnið þrótt-mikið ræktunarstarf til að styrkja greinina til framtíðar. Líklega er það aldrei brýnna en einmitt núna þegar efnahagsleg óveður skekja þjóðfélagið. Þær framleiðslugrein-ar sem hafa skýr framtíðarmarkmið eiga sér áreiðanlega besta von til framtíðar og í framleiðslugrein eins og sauðfjárframleiðslunni verður það áfram sem hagkvæmust fram-leiðsla á hollri og gæðaríkri mat-vöru.

Eins og menn sjá á hrútaskránni er hrútakostur stöðvanan fjölbreytt-ur og glæsilegur. Við val á hrútum er ástæða til að hvetja sem flesta til að huga frekar að því að dreifa notkun hrútanna í stað þess að horfa á einn eða tvö einstaklinga úr öllum

hópnum. Rökin fyrir því eru fleiri og nokkuð ljós þegar menn velta þeim fyrir sér. Með áherslu á fleiri eiginleika en áður þá á um leið að hafa breiðara val vegna þess að það er enginn einn eða tveir einstak-lingar sem sameina allt það besta fyrir alla eiginleika. Allir þekkja það einnig að nokkuð breytilegt er frá einnig hjörð til annarrar hvern-ig hrútarnir blandast þeim stofni sem fyrir er á búinu. Með notkun fleiri hrúta eru slík áhrif jöfnuð. Mörg fleiri rök mætti nefna en öll snúa þau að því að minnka áhættu í ræktunarstarfinu. Það er ekki síður í ræktunarstarfinu en í efnahagslíf-inu að ákveðin takmörkun á áhættu er það sem til lengri tíma litið skilar mestum og bestum árangri. JVJ

Númer ásetningslambaÞessa dagana eru haustbækur frá skýrsluhöldurum að streyma til upp-gjörs á sauðfjárskýrsluhaldi ársins 2008. Undantekningalítið eru bæk-urnar mjög vel færðar. Aðeins kemur samt fyrir að sendar eru bækur þar sem gleymst hefur að færa inn fullorðinsnúmer á ásetningslömb-unum. Nú er það skilyrði til að mögulegt sé að vinna lokauppgjör að ásetningslömbin hafi fengið sitt fullorðinsnúmer. Þess vegna eru allir beðnir að huga sérstaklega að þesu atriði við frágang bókanna. Annað atriði þessu tengt er að yfirfara hvort það hafi orðið misskráning á kyni lamba í vorbók, þannig að hrútlamb sé fært sem gimbur eða öfugt. Sérstaklega er brýnt að slíkar villur hafi áreiðanlega allar verið leið-réttar fyrir ásetningslömbin. JVJ

Val á sæðingahrútumÁskrifendur WorldFengs (www.worldfengur.com) hafa orðið var-ir við ýmsar nýjungar að undan-förnu. Nýlega var opnuð heima-rétt fyrir eigendur hrossa þar sem öllum hrossum í eigu þeirra er „smalað“ saman í eina rétt –heimarétt – og eigendur geta haft eigendaskipti og skráð afdrif og athugasemdir um hrossin sín. Einnig fá þeir yfirlit yfir hross sem þeir hafa fargað, selt eða flutt úr landi síðastliðna 12 mánuði.

Þetta er fyrsti vísir að rafrænum skýrsluhaldsskilum, að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvudeildar Bændasamtaka Íslands. Á næstunni verður hugað að því að bæta við öðrum þátt-um skýrsluhaldsins þannig að skýrsluhaldarar geti sýslað alfarið með hrossin sín í WorldFeng án nokkurra milliliða. Þá hefur verið bætt við upplýsingum um foreldra í hrossalista sem kemur upp eftir ýtarlega leit.

Vinna við að fá inn ætternis-sannanir byggðar á DNA greining-um gengur vel. Norðmenn eru farnir að senda til Íslands hársýni fyrir íslensk hross í Noregi sem Prokaria DNA greinir og kemur inn í WorldFeng jafnharðan. Þá hafa tekist samningar milli Sænska Íslandshestafélagsins SIF og Dýrarannsóknarstofu Háskólans í Uppsölum SLU um greiningar á öllum folöldum í Svíþjóð fæddum 2008 og síðar. Samningar náðust fyrir milligöngu Bændasamtak-

anna. Jón Baldur hefur tekið þátt í samningaviðræðunum og var síðasti fundur haldinn í Svíþjóð í sumar. SLU mun þá senda allar DNA greiningar inn í WorldFeng þar sem eigendur hrossa í Svíþjóð geta nálgast niðurstöður með sama hætti og eigendur hrossa hér á landi hafa gert á undanförnum árum.

Í janúar á næsta ári koma full-trúar frá SIF og SLU hingað til lands til að fara yfir ýmis mál varðandi samvinnu og notkun á WorldFeng í Svíþjóð. Á sama tíma er ráðgert að halda fund með fulltrúum annarra rannsóknarstofa og freista þess að ganga frá alþjóð-legu samkomulagi um DNA grein-ingar á íslenskum hrossum innan WorldFengs.

WorldFengur á fleygiferð

Page 19: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

19 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Kristján L. Möller samgöngu-ráðherra ræddi í liðinni viku um sameiningarmál sveitarfélaga við fulltrúa fámennra sveitarfélaga sem hafa með sér óformleg sam-tök innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðherran lýsti hugmynd sinni um að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000 og skiptist á skoðunum við fund-armenn.

Fulltrúar fámennra sveitarfélaga óskuðu eftir fundi með ráðherra sveitarstjórnarmála til að heyra nánar frá honum um sameining-arhugmyndir og er greint frá fund-inum á vefsíðu ráðuneytisins. Fór Kristján í máli sínu yfir þýðingu þess að efla og stækka sveitarfélög til að þau yrðu betur í stakk búin til að standa undir öflugri þjónustu og nýjum verkefnum sem þeim verða falin.

Fram kom í máli ráðherrans að hann hyggst í mánuðinum kynna frumvarp um að hækka lágmarks-

fjölda íbúa sveitarfélaga, sem er í dag 50, í eitt þúsund. Lýsti hann þeirri hugmynd að sveitarfélögum yrði gefinn aðlögunartími til að vinna að sameiningu fram á árið 2012 en eftir það myndi hin vænt-anlega lagabreyting taka gildi. Sagði hann þó að ef rök mæltu með undanþágum yrði tekið tillit til sér-stakra aðstæðna.

Brýnt að auka framlag úr Jöfnunarsjóði

Hátt í 50 forráðamenn eða full-trúar sveitarfélaga með innan við þúsund íbúa sátu fundinn og lýstu þeir margir sig andvíga hugmynd-um um að lögbinda lágmarksfjölda, sem sumir töldu til forsjárhyggju, en kváðust sammála því að sam-eina mætti sveitarfélög. Fram kom hjá fundarmönnum að skilyrði fyrir frekari sameiningum væru til dæmis umbætur í samgöngu- og fjarskiptamálum og horfa yrði til margs konar landfræðilegra

aðstæðna við sameiningar fremur en ákveðins íbúafjölda. Þar skiptu og tekjumöguleikar sveitarfélag-anna höfuðmáli. Þá bentu nokkrir fundarmanna á góðan árangur af samvinnu sveitarfélaga um ýmsa þjónustu. Einnig kom fram í máli þeirra að brýnt væri að aukafram-lag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem greitt var á þessu ári og því síð-asta, fengist greitt áfram nú þegar séð væri fram á mikla tekjurýrnun sveitarfélaga.

MÞÞ

Kynningarfundir vegna sauðfjársæðingaBúnaðarsamtök um allt land boða til almennra kynningafunda þar sem hrútakostur sæðingastöðvanna er kynntur, farið yfir framkvæmd sæðinganna og almenn umræða um ræktunarstarf í sauðfjárrækt.19. nóvember Smyrlabjörg, Suðursveit kl. 14.00

Hótel Edda, Kirkjubæjarklaustri kl. 20.0020. nóvember Heimaland, Eyjafjöllum kl. 14.00

Flúðir, Hrunamannahreppi kl. 20.0021. nóvember Staðarholt, Vopnafirði kl. 20.3022. nóvember Bláfell, Breiðdalsvík kl. 10.00

Gistihúsið, Egilsstöðum kl. 15.0023. nóvember Ytra-Áland, Þistilfirði kl. 10.00

Fjallalamb, Kópaskeri kl. 14.30Félagsheimilið Breiðumýri kl. 20.30

24. nóvember Félagsheimilið Hlíðarbær kl. 13.0025. nóvember Sævangur, Steingrímsfirði kl. 13.30

Gauksmýri, Vestur-Húnavatnssýslu kl. 20.3026. nóvember Fundarsalur Reykhólahrepps kl. 10.00

Dalabúð, Búðardal kl. 15.00Matsalur LBHÍ, Hvanneyri kl. 20.30

27. nóvember Reiðhöllin Svaðastöðum, Sauðárkróki kl. 13.30Félagsheimilið Breiðablik, Snæfellsnesi kl. 20.30

Jafnhliða fundinum 26. nóvember á Hvanneyri verða fjarfundir á Birkimel á Barðaströnd og í Holti, Önundarfirði.

Sá innleggjandi hjá Norðlenska sem fékk hæsta meðalverð fyrir sitt innlegg í nýliðinni sláturtíð fékk greiddar um 9.200 krón-ur fyrir hvern dilk að meðaltali að meðtöldum greiðslum frá Markaðsráði. Sá sem hins vegar fékkst lægsta meðalverð fyrir sínar afurðir fékk greiddar um 4.700 krónur fyrir hvern dilk. Munur á hæsta og lægsta afurða-verða er því um 4.500 krónur á hvern dilk.

Reynir Eiríksson framleiðslu-

stjóri Norðlenska segir í pistli á vef-síðu fyrirtækisins að ekki þurfi að hafa mörg orð um ávinning bænda af því að fá hærra meðalverð fyrir afurðir sínar, hann sé umtalsverður.

Alls var slátrað ríflega 108 þús-undun fjár nú í haust, rösklega 77 þúsund á Húsavík og um 31 þús-und á Höfn. Dilkar voru mun þyngri fyrir norðan en í fyrra og að sama skapi voru kjötgæði meiri en í fyrrahaust. Meiri meðalþungi nú í haust miðað við í fyrra nemur

tæplega 0,9 kílóum á dilk sem hefur í för með sér að þó sláturfé hafi fækkað á Húsavík samanborið við haustið 2007 skilaði nýafstaðin sláturtíð meira kjötmagni en í fyrra. Á Höfn var munir milli ára hvað varðar meðalþunga dilka, kjötgæði og fitu minni en á Húsavík.

Meðalþyngd dilka fyrir norð-an var 16,09 kíló samanborið við 15,21 kíló í fyrra. Á Höfn var með-alþyngd dilka nú 15,22 kíló en var 15,15 kíló haust 2007.

Reykjaveita

Stóraukið öryggi með nýrri holu

Lokið er við að bora 130 metra holu á Reykjum í Fnjóskadal. Vatnið er yfir 90°C heitt og reiknað er með að holan verði tengd inn á kerfi Reykjaveitu fyrir næstu mánaðamót.

Þetta mun stórauka öryggi not-enda Reykjaveitu. Tæpt ár er síðan fyrstu hús voru tengd á Grenivík og um þessar mundir er verið að leggja hitaveitu í frístundabyggð-ina Sunnuhlíð ofan Grenivíkur. Sumarhúsaeigendur eru mjög áhugasamir um lagninguna og finnst það mikill kostur að fá hita-veituna í hverfið.

Fimmtudaginn 20. nóvember kl 14:00 mun Margrét Guð-rún Ásbjarnardóttir segja frá MS verkefni sínu „Erfðafjöl-breytileiki í íslenska kúastofn-inum metinn með örtunglum og einbasabreytileika í Leptin og DGAT1 genunum “. Fyrir-lesturinn verður haldinn í Ársal,3. hæð í Ásgarði aðalbygginguLandbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

ÁgripAllt kynbótastarf í búfjárstofnum byggist á erfðafjölbreytileika. Erfðafjölbreytileiki er grunnfor-senda ræktunarframfara og nýt-ist ennfremur við rannsóknir og þróun kynbótaaðferða sem byggja á sameindaerfðafræði. Í rann-sókn þessari var erfðafjölbreyti-leiki innan íslenska kúastofnsins metinn annarsvegar í örtunglum og hinsvegar í hlutum Leptin og DGAT1 genanna. Ákveðnir breytileikar í þessum genum hafa verið tengdir hagnýtum eig-inleikum í öðrum kúakynjum og tilgangur greininganna var að skoða tíðni þeirra í íslenska kúa-stofninum ásamt því að leita að breytileikum sem einkennt gætu íslensku kúna. Greind voru um 100 sýni sem safnað var af megin

nautgriparæktarsvæðum Íslands og sýnin greind með aðferðum sameindaerfðafræðinnar.

Niðurstöður örtunglagreining-ar sýna að töluverður erfðafjöl-breytileiki er til staðar í íslenska kúastofninum. Meðal skyldleika-ræktarstuðull innan stofnsins var reiknaður á bilinu 8,8-9,7% og virk stofnstærð var metin sem 111 einstaklingar. Í Leptin og DGAT1 genunum fundust áhuga-verðir einbasabreytileikar þar á meðal einn nýr erfðabreytileiki sem ekki hefur verið lýst í öðrum kúakynjum. Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að umtalsverður erfðabreytileiki sé enn til staðar í íslenska kúakyn-inu þrátt fyrir langa einangrun og þær framsæknu aðferðir sem beitt hefur verið í kynbótastarfinu í seinni tíð.

Prófdómari er dr. Vilhjálmur Svansson, sérfræðingur við Til-raunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Aðal-leiðbeinandi er dr. Jón Hall-steinn Hallsson, lektor við LbhÍ. Meðlimir í MS-nefnd voru, auk leiðbeinanda, þau Emma Eyþórs-dóttir, dósent við LbhÍ og dr. Magnús B. Jónsson, prófessor við LbhÍ og landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtök-um Íslands.

Fyrirlestur um erfðafjölbreytileika innan íslenska nautgripastofnsins

Norðlenska

Verðmunur á hæsta og lægsta innleggi um 4.500 krónur

Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.isBoðið verður upp á þrjú námskeið í samstarfi við Bændasamtök Íslands og BúnaðarsamböndinKennarar: Jón Baldur LorangeBændasamtökum Íslands, BorgarPáll Bragason Bændasamtökum Íslands, Anton Torfi BergssonBúnaðarsambandi Vesturlands, ElsaSærún Helgadóttir þróunarstjóri FJARVIS.IS, Guðfinna Harpa Árnadóttir Búnaðarsambandi Austurlands og Þórey BjarnadóttirBúnaðarsambandi SuðurlandsTími:I: 20. nóv, kl. 10:00-16:30 á HvanneyriII: 21. nóv. kl. 10:00-16:30 á EgilsstöðumIII: 28. nóv. kl. 13:00-20:00 á HelluVerð: kr. 14.000

Fóðrun og uppeldi kvígnaKennarar: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ og JóhannesSveinbjörnsson dósent við LbhÍTími: 20. nóv. kl. 10:00-16:00 að Reykjum í ÖlfusiVerð: kr. 15.500

AðventuskreytingarÍ samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavikur og EndurmenntunarskólannKennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttirstundakennari við blómaskreytingarbraut LbhÍTími: 22. nóv., kl. 9:00-16:00 í ReykjavíkVerð: kr. 13.900 (efni innifalið)

Járninganámskeið IIKennari: Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistariTími: 22. nóv. kl. 10:00-18:00 á Mið-Fossum í BorgarfirðiVerð: kr. 13.000 (sýnikennsla og fræðsla)

Hverju á að sá - Hvað á að bera á?Kennari: Ríkharð Brynjólfsson prófessor við LbhÍTími: 26. nóv. kl 13:00-17:00 í félagsheimilinu Ásbyrgi á LaugarbakkaVerð: kr. 8.500

Orsakir kálfadauða – MálstofaÍ samvinnu við Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarstofnun og BúnaðarsamböndinKennarar: Ýmsir sérfræðingarTími. 28. nóv, kl. 10:00-16:00 á Hótel Sögu, ReykjavíkVerð: kr. 3.500

Bygging hrossaÍ samstarfi við Hestamiðstöðina í SöðulsholtiKennarar: Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari og starfsmaður LbhÍTími: 29. nóv. kl. 10:00–16:30 í Söðulsholti á SnæfellsnesiVerð: kr. 14.000

Hagnýt tölfræðiKennari: Dr. Arnar Pálsson erfðafræðingur og lektor við Háskóla ÍslandsTími: 1. - 2. des., kl. 9:30-16:00 á HvanneyriVerð: kr. 19.900.

Veisluborðið – staðlar og reglur!Kennari: Kristín Magnúsdóttir blómaskreytirTími: 12.-13. jan. 2009, kl. 9:00-16:00 á Reykjum, ÖlfusiVerð: kr. 19.000kr (efni innifalið)

Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðsluKennari: Þóroddur Sveinsson lektor við LbhÍTími: 20. jan. 2009, kl.10:30-15:00 að Reykjum í ÖlfusiVerð: kr. 13.500

Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeidSkráning fer fram á [email protected] eða í síma 433 5000

Námskeiðfyrir þig!

Samgöngurráðherra mun leggja fram frumvarp um að hækka lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga

Vill efla og stækka sveitarfélög

Page 20: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

20 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Hverslags brauðmeti er þeim eig-inleikum gætt að það er nánast endalaust hægt að leika sér með það svo sem að búa til girnilegar samlokur, smábrauð eða snittur með ýmsu áleggi. Það er lítið mál að nýta afgangshráefni úr eldhús-inu til að útbúa góðar samlok-ur eða snittur og úr getur orðið herramannsmáltíð.

Ljúffengar snittur

4 lítil grillbrauðbeikonstrimlar, eða ítölsk parmask-inkatómatpestóhvítlauksolía1 hvítlauksrifengifer, rifinn1 paprikasérrítómatarklettasalatagúrkafetaostur eða mozzarellaostursaltpipar

Aðferð:Hellið góðri gusu af hvítlauks-olíu yfir brauðin. Steikið beikonið ásamt hvítlauk og engifer. Skerið papriku og agúrku í strimla. Skerið tómatana í tvennt. Smyrjið brauðin með pestói. Setjið hráefnið á hvert af öðru eftir smekk en fallegt er að hafa beikon eða parmaskinku á toppnum og jafnvel rifinn mozz-arellaost. (Magn hráefnis fer eftir hverjum og einum).

Ítalskt flatbrauð

7 dl hveiti2 dl spelt1 tsk. sjávarsalt1 tsk. lyftiduft1 tsk. þurrkað timjan½ tsk. þurrkað rósmarín

2-3 msk. jómfrúarolía eða venjuleg ólífuolía2 ½ dl vatnolíuúði eða olía til penslunar

Spínatblanda

2 msk. furuhnetur2 tsk. ólífuolía2 hvítlauksrif200 g ferskt spínat75 g klettasalat2 tsk. balsamikedik¼ tsk. svartur, nýmalaður piparrifinn parmesan-ostur eftir smekk

Aðferð:Ítalskt flatbrauð: Sjóðið vatn. Sigtið hveitið í skál og bætið spelti, salti, lyftidufti og kryddi saman við. Setjið jómfrúarolíuna og vatnið út í og hnoðið deigið í tvær mínútur í hrærivél við meðalhraða. Formið kúlu úr deiginu og látið það standa í 30 mínútur. Skiptið deiginu í 12 hluta og fletjið þá út í kringlóttar

kökur. Úðið olíu (eða penslið) á pönnukökupönnu og steikið brauð-ið í u.þ.b. 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til það er ljósbrúnt að lit. Berið kökurnar fram sem smárétt ásamt spínatblöndunni.

Spínatblanda: Ristið furuhneturn-ar á þurri pönnu og leggið til hlið-ar. Hitið olíuna á pönnu, léttsteikið hvítlaukinn í henni í 2-3 mínútur og

hrærið vel á meðan. Setjið spínat-ið og klettasalatið á pönnuna og hrærið í 30-40 sekúnudur. Takið af hitanum og dreypið balsam-ikediki yfir. Bragðbætið með pipar og dreifið furuhnetum yfir. Rífið parmesan-ostinn og berið fram með spínatblöndunni og brauðinu.

(Úr bókinni Lærum að elda hollt o gott frá Eddu útgáfu).

MATUR

4 8 1 6

5

2 7 1 3

8

5 7 2 4

3

9 4 5 6

26 3 1 9

4 1 9 7

8 1

9 4 2

3 2 7

5 6 4

3 1 5

2 89 5 4 8

9 2 6

8 3 5

7 2 8

5 7

1 2 8 7

1 3

3 4 6

8 1 55 9 3

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn-ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

Líf og lyst

Bærinn okkar

Hraunháls í HelgafellssveitFrá Fossárdal við Berufjörð höldum við alla leið á norð-anvert Snæfellsnes og hittum þar fyrir fólk sem býr á söguslóðum Eyrbyggju og rekur þar kúabú.

Býli? Hraunháls með Eyrbyggju við tún-garðinn.

Staðsett í sveit?Í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi; miðjavegu milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.

Ábúendur?Guðlaug Sigurðardóttir frá Staðarbakka í sömu sveit og Jóhannes Eyberg Ragnarsson upp-alin á Hraunhálsi.

Fjölskyldustærð (og gæludýr)?Við eigum eina dóttur Kristínu Rós 25 ára sem er hagfræðingur. Áttum tvo ketti Loppu og Símon en þeir dóu báðir úr elli. Svo má deila um það hvort heimalningarnir Hrammur og Lomba flokkist undir gæludýr eða bústofn.

Stærð jarðar? Jörðin er 250 ha og eigum svo fjalllendi, ásamt jörðinni Berserkjahrauni, sem er alls 1200 ha að stærð.

Tegund býlis? Kúabú, með kindur okkur til sálu-hjálpar.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 30 mjólkurkýr, svo eru kálf-ar, kvígur og naut um 40 að tölu. Einnig erum við með um 90 kind-ur með ásetningsgimbrunum og slatta af hrútum.

Hvernig gengur hefðbund-inn vinnu dagur fyrir sig á Hraunhálsi?Að sjálfsögðu byrja allir morgnar á mjöltum og öðrum fjósverkum. það sem tekur við eftir það er árs-tíðarbundið og vinnudeginum líkur oftast um tíu leytið á kvöldin.

Hver eru skemmtilegustu og leiðinlegustu bústörfin?Öll bústörf eru skemmtileg á sinn hátt, að fara út um miðja nótt í öskubyl til að vita hvort einhver kýrin sé að bera er ekki sérstaka-lega skemmtilegt en það gleymist fljótt ef afraksturinn er heilbrigð og efnileg kvíga.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við stefnum ótrauð áfram.

Hvernig mun íslenskum land-

búnaði vegna í framtíðinni? Oft hefur verið erfitt að spá í fram-tíðina en sennilega aldrei eins og nú. En við trúum því að íslenskur

landbúnaður og þjóðin öll eigi sér góða framtíð. Nú þegar skortur er á gjaldeyri í landinu er mikilvægt að framleiða eins mikið af matvælum

og hægt er hér á landi. Það stuðl-ar einnig að aukinni atvinnu ekki bara í sveitum landsins heldur líka við úrvinnslu afurða.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu. Gúllassúpa og plokkfiskur.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara. Margt hefur verið reynt í þeim efnum vonandi opnast fleiri góð tækifæri (eins og skyrið) til Bandaríkjanna, því hér eru framleiddar frammúr-skarandi vörur í hreinu landi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?Eftirminnilegasta atvikið er þegar Eyberg lokaðist inn í rúlluvélinni, en það endaði allt vel og kenndi okkur að tæknin getur verið vara-söm.

Hraunháls í Helgafellssveit. Í bakgrunni glittir í Stykkishólm.

Ábúendurnir Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir, ásamt dóttur þeirra Krístínu Rós.

Hægt er að gera eigin smábrauð heima eða kaupa tilbúin brauð úti í búð, svo sem lítil nan-brauð til að búa til dýrindis snittur.

Sniðugar snittur og ítalskt flatbrauð

Page 21: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

21 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Högni Grétar Kristjánsson er 12 ára nemandi við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Honum finn-ast íþróttir og heimilisfræði skemmtilegustu fögin í skólanum og er farinn að hlakka til jólanna og allra siðanna sem þeim fylgja, meðal annars að borða rótsterk-an „lakkrísfisk“ á Þorláksmessu. Nafn:Högni Grétar Kristjánsson.Aldur:12 ára.Stjörnumerki:Vog.Skóli:Öldutúnsskóli.Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum?Íþróttir eru skemmtilegastar og líka heimilisfræði en því miður er það ekki í boði núna því heimilisfræði-kennarinn er í leyfi.Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Það er kisan okkar hún Persía, hún er sjö ára og hefur eignast marga kettlinga.Uppáhaldsmatur:Pítsa með pepperóní.Uppáhaldshljómsveit:Guns N´ Roses.Uppáhaldskvikmynd:Me, myself and Irene með Jim Carrey.Fyrsta minningin þín? Það er ég ekki viss um en ég held að það sé úr sumarfríi í sveitinni minni í Unnarholtskoti og ég var að

spila fótbolta með eldri systkinum mínum.Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri?Ég æfi fótbolta með 4. flokki Hauka í Hafnarfirði. Ég spila ekki á hljóð-færi, hlusta bara á tónlist, mest í Ipodinum.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu?

Gera teiknimyndbönd og spila tölvuleiki.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða pabbi en er ekki búinn að ákveða við hvað ég ætla að læra. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég renndi mér niður brekku á snjósleða með vini mínum og braut niður hlaðinn steinvegg og lenti inní garði. Það er ekki enn búið að fylla uppí gatið. Ég meidd-ist nú ekkert.Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vera fótbrotinn yfir jólin.Ætlar þú að gera eitthvað sér-stakt í vetur? Vera í sveitinni, fara til Akureyrar og til Noregs að skoða barn sem Hugrún systir mín á von á. Hlakkar þú til jólanna? Já, ég hlakka til hátíðanna og að hitta stórfjölskylduna í jólaboð-unum. Við höldum jólaboð fyrir öll systkini mín og fjölskyldur þeirra, þá höfum við villibráð í mat-inn. Það er alltaf möndlugrautur hjá okkur á aðfangadag, þá koma svo margir í heimsókn og stund-um eru margar möndlur í grautn-um. Við borðum alltaf skötu á Þorláksmessu, okkur systkinunum var sagt að skata væri lakkrísfisk-ur, svolítð sterkur, og við urðum öll mjög sólgin í hana!

ehg

Fólkið sem erfir landið

Borgfirsk sviðaveisla í BrúnFélag eldri borgara í Borgar-fjarðardölum heldur uppi öflugu félagsstarfi og hefur gert um árabil. Komið er saman í félags-heimilinu Brún í Bæjarsveit á miðvikudögum þar sem ýmislegt er til gamans gert. Ásamt því að drekka saman kaffi er upplest-ur, handavinna og söngur meðal afþreyingar. Einn af föstum liðum í félagsstarfinu er sviðaveisla að hausti en hún fór fram mið-vikudaginn 5. nóvember. Þar var margt um manninn og naut fólk þess að hittast og snæða saman þjóðlegan og góðan mat sem matreiddur og borinn var fram af myndarlegum hús-mæðrum úr röðum félagsmanna.

Skessuhorn/mmEldri borgarar úr uppsveitum Borgarfjarðar, sunnan og norðan Hvítár, mæta í Brún.

Hér eru við hlaðborðið þau Helga á Skálpastöðum, Edda á Hóli og Guðfinna og Diðrik á Helgavatni.

Ætlar að verða pabbi

Högni Grétar Kristjánsson æfir knattspyrnu með Haukum í Hafnarfirði og er duglegur að hlusta á tónlist í Ipodinum sínum.

Page 22: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

22 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Fyrir bókafólk. Vefsíðan bokmenntir.netserv.is Þar sem gömlu bækurn-ar fást. Nýir titlar bætast við í hverri viku. Síminn er 841-0322.

Til á lager á hagstæðu verði. Snjóblásarar 2,29-2,59-2,74 m. Fjölplógar 3 m, skekkjanlegar tenn-ur 2,65 m og snjókeðjur. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu tvö dráttarvéladekk. Stærð 12,4x28 og 31" heilsársdekk á sex gata felgum. Uppl. í síma 843-9729.

Birkikrossviður BB/CP 9 og 12 mm. 1.250 x 2.500 mm. Einnig Isuzu crew cap, árg. ´01. Uppl. í síma 895-6594. Íslensk-Rússneska ehf.

Bændur. Seljum allan búnað til meindýravarna. Uppl. í síma 895-6594. Firring ehf.

Til sölu Toyota Hilux, árg. ´89, dísel, 38" breyttur, ekinn 340.000 km, læstur framan (Nospin), læstur aftan (ARB loftlás). Bíllinn er lengd-ur á milli hjóla, gormar að framan, loftpúðar að aftan. GPS, VHF, próf-íltengi framan og aftan, kastara-grind, topplúga, Tetra / NMT loftnet og tengi inn í bíl, kortaljós og stól-ar úr 4Runner. Verð kr. 460.000 kr. Uppl. gefur Jens í síma 840-2174.

Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betra verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: 517-8400 eða www.snjokedjur.is

Til afgreiðslu á hagstæðu verði Joskin galv. haugsugur með eða án sograna, flotdekk. Einnig RECK mykjuhrærur. Uppl. í síma 587-6065 og 892-0016.

Til sölu Toyota Landcruser 90 VX, árg. ´99, sjálfskiptur, ekinn 173.000 km. Átta manna, dísel. Er á 35" vetr-ardekkjum. Uppl. í síma 845-5007.

Til sölu Suzuki Sidekick, árg. ´03, vél árg. ´97. Verð kr. 150.000. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma 840-5625 eða 565-4521.

Til sölu nýskoðaður sjö manna Pajero, árg. ´98. Aðeins beyglaður á hægri hlið. Verð kr. 300.000. Uppl. í síma 662-1982.

Til sölu Cat. 438-B traktorsgrafa, árg. ´89. Notuð 4.900 vst. Biluð sjálfskipting. Uppl. í síma 840-0604.

Plastprófíll í sauðfjárplastrimlagólf-in fást hjá okkur. Einnig fáanlegt tilbúið til grindunar, þ.e. fullsagað með timbri og kubbum. Hafið sam-band fyrir upplýsingar um afhend-ingu og verð. Vefsíða: www.isbu.is, netfang: [email protected], símar: 434-7702 og 865-1717.

Rúningskambar, rúningshnífar, bólusetningarsprautur, ormalyfs-byssur, fjölnota tangir og fleira á ótrúlega hagstæðu verði. Frí heim-sending! Vefsíða: www.isbu.is, net-fang: [email protected], sími: 434-7702 og 865-1717.

Til sölu Bens vörubíll, árg. ´64. Góður til uppgerðar. Verð kr. 200.000. Loftpressa. Verð kr. 15.000. Case 85. hö. Verð kr. 300.000. Chevrolet smábíll. Verð kr. 850.000, 50.000 út og eftirstöðvar óverðtryggðar með föstum afborg-unum u.þ.b. 17.000 á mánuði. Tvær antikkistur með kúptu og sléttu loki. Verð kr. 25.000 og 30.000. Á sama stað óskast MF dráttarvél með tækjum. Ýmis skipti má ræða. Uppl. í síma 865-6560.

Til sölu. Case 1394 árg. ´87. Er með bilaðan gírkassa. Staðsettur á Norðurlandi. Uppl. í síma 897-3818.

Til sölu Honda TRX fjórhjól, 350 cc, árg. ´05. Gott verð gegn stað-greiðslu. Staðsett á Suðurlandi. Uppl. í síma 899-8180.

Flagheflar / snjótennur 2,5 m. kr. 300.000,- m. vsk mínus 10% afsl. H. Hauksson ehf., sími 588-1130.

Sturtuvagnar 1 stk. 10 tonn. Kr. 1.100.000,- með vsk. 1 stk. 14 tonn. Kr. 1.780.000,- með vsk. H. Hauksson ehf., sími 588-1130.

Til sölu nýsmíðaður fjárvagn. Verð kr. 300.000. Skipti möguleg. Uppl. í síma 487-7737 eða 847-7737.

Til sölu Steyr árg. ´86. Biluð vél og framdrif er með Trima-tækjum. Tvö ný framdekk og annað afturdekkið nýtt. Uppl. í síma 899-4965.

Til sölu Ford 4610, árg. ´84, í góðu lagi. Uppl. í síma 893-5175.

Rafstöðvar- Varaafl 5 og 30 kw. Eigum á lager 5 og 30 kw rafstöðv-ar, 230/400 volt 3. fasa og einfasa , pöntum aðrar stærðir. Góðar vélar á afar hagstæðu verði. Myndir og nánari uppl. á www.holt1.net Sími 435-6662 eða 895-6662.

Til sölu Jeep Wrangler árg. 1991, ekinn 136.000 km. 35"dekk. Flottur bíll. Uppl. í síma 616-6281og [email protected]

Lituð hvít stálklæðning 0,45 mm x B 1100 x L 5,360 m Verð kr. 1.100 m2 með vsk. H. Hauksson ehf., sími 5881130

Til sölu fjórar fylfullar merar. Vel ætt-aðar. Seljast saman á kr. 200.000. Einnig Nissan Navara árg. ´08. Ekinn 32.000 km. Ekkert áhvílandi. Bein sala. Verð kr. 3.500.000. Uppl. í síma 691-8068.

Skeifur til sölu. Framleiðum og seljum Helluskeifur og skafla. Verðdæmi 1.250 kr. gataður gangur án skafla. Heimasíðan er helluskeif-ur.is Sendum um allt land. Erum einnig með rúlluskera til sölu, allt íslensk framleiðsla. Helluskeifur, Stykkishólmi. Sími 893-7050.

Til sölu MF-390 T árg. ´97, Krone Combi Pack-1250, árg. ´99 og 1.750 ltr. Elektrogeno mjólkurtankur með þvottavél. Öll tækin fást á góðu verði. Uppl. í síma 892-9593 eða 451-2564.

Fjórhjól til sölu. Ozark 250, árg.´06, með dráttarkrók og bögglaberum. Ekið innan við 300 km. Einstaklega vel með farið hjól, alveg eins og nýtt. Uppl. í síma 437-1828 eða 699-2434 eða 864-2318.

Óska eftir til kaups eða gefins: Eldavél fyrir kola- eða viðarbrennslu. Kolaeldavélin þarf að vera með hitakerfi. Til greina kemur mið-stöðvarketill með kola- og/eða við-arbrennslu. Hitakerfið þarf að vera í góðu lagi eða auðvelt að gera upp. Uppl. sendist til [email protected]

Óska eftir að kaupa 120-200 ltr. hitakút. Uppl. í síma 894-4915 eða á netfanginu: unnodd@simnet .is

Óska eftir að kaupa vél í Zetor 7745, árg. ´91, fjögurra cyl. með túrbínu eða sveifarás. Vinsamlegast hafið samband í síma 487-5880 eða 869-1349. Sigurður Karlsson, Hellu.

Óska eftir að kaupa ódýran raf-magnsheyskera. Uppl. í síma: 894-6230.

Óska eftir að kaupa litla sambyggða trésmíðavél. Uppl. í síma 587-1138 eða 896-1138.

Dráttarvél óskast til kaups. Er að leita að vel með farinni 80-90 hö. 4x4 dráttarvél með tækjum, um 10-15 ára, t.d. MF -390 T, John Deere eða Deutz. Uppl. í síma 487-5135 eða 899-1971.

Þýskt par (19 og 23 ára) óskar eftir að komast í vinnu á hrossabúgarði á Íslandi frá júlí nk. til loka septemb-er, alls í þrjá mánuði. Hefur reynslu af reiðmennsku. Upp. á netfangið [email protected]

Kona á besta aldri óskar eftir vinnu frá áramótum, getur verið laus fyrr. Jafnt úti- sem innivinna kemur til greina. Uppl. í síma 691-3568.

Íbúðarhús til leigu. Stórt hús í Austur-Húnavatnssýslu. Einhver landnot möguleg. Sanngjörn leiga. Uppl. í síma 899-8432.

Rúningsþjónusta! Vanir breskir rún-ingsmenn geta bætt við sig verk-efnum. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar. Vefsíða: www.isbu.is, netfang: [email protected], sími: 434-7702.

Get bætt við mig verkefnum í rún-ingi. Helgi Haukur í síma 865-1717.

Vantar þig kerru? Þú velur hvernig þú vilt hafa hana og ég sé um að smíða hana. - Léttar og góðar ein-angraðar hestakerrur úr áli. Detta ekki í sundur þó slárnar séu teknar úr þeim! - Snjósleðakerrur, léttar og viðhaldslausar. - Alhliða jeppa- og fólksbílakerrur úr áli. - Tek að mér margs konar nýsmíði allt frá fata-hengi til innréttinga í hesthús. Nánari upplýsingar í síma 894- 8188 eða á netfanginu: [email protected] Fjólmundur Karl, Hofsósi.

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 BorgarnesTil sölu

Óska eftir

SmáSími 563 0300 Fax 552 3855

Netfang [email protected]

auglýsingar

Leiga

Þjónusta

Atvinna

Til Sölu

Fleiri myndir á www.toyotaakureyri.is

Toyota Akureyri Baldursnes 1, 603 Akureyri

Sími: 460-4300

Land Cruiser 80 VX 6/1990,sjsk, 4.2 dísel, ekinn 219.000km, 7manna, bíll í toppstandi, Verð 1.550.000.- Raðnr. 205576

Land Cruiser 120 LX 10/2005, sjsk, 3.0 dísel, ekinn 92.000km, samlitur, VX felgur, Verð 4.490.000.- Raðnr.161932

Land Cruiser 100 TDI 7/2003, sjsk, 4.2 dísel, ekinn 132.000km, 35”, leður,TEMS fjöðrun,sóllúga, 7manna, Verð 5.490.000.- Raðnr.205169

Varahlutir ehf Smiðjuveg 4 A

Sími: 587-1280

ER KÆLIKERFIÐ TILBÚIÐ FYRIR

VETURINN ?Við seljum

BAR´S lekavörn.

Ódýrasta forvörninHindrar tæringu

Heldur kælikerfinu hreinu

Gerir sjálfkrafa við flesta smærri leka

Kynnið ykkur kostina hjá okkur eða á

næstu þjónustustöð.

VANTAR VÉLA

R

Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200

www.velfang.is [email protected]

VERKIN TALA

ÁTTU GÓÐA VÉL TIL SÖLU?Höfum kaupendur að

eftirtöldum dráttarvélum!

MASSEY FERGUSON 135 – 165 – 185

188 – 265 – 275 – 290 – 565 – 575 – 590.

FORD 5000 – 6000 og 7000 seríu.

Áhugasamir hafi samband við

Sigurgeir Þórðarson í síma 580 8200

eða með tölvupósti [email protected]

FRU

M

Page 23: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu

23 Bændablaðið | þriðjudagur 18. nóvember 2008

Fegurðarsamkeppni gimbra var haldin í fjárhúsinu á Svalbarði í Þistilfirði á dögunum og tókst afar vel. Það var að frum-kvæði foreldrafélags skólans sem efnt var til keppninnar, sem vissulega verður að teljast nýstárleg, enda vakti hún mikla lukku og skemmtu allir sér vel. Þátttakendur voru 30 talsins, nemendur frá Grunnskólanum á Svalbarði, Þórshöfn, Bakkafirði og Raufarhöfn.

Dómarar voru Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárræktarráðu-nautur í Holti, Heiða Ásgeirsdóttir á Ljótarstöðum í Skaftártungu, en hún var valin vegna reynslu sinnar af módelstörfum, og séra Brynhildur Óladóttir sóknarprestur á Skeggjastöðum, sem sérstaklega var valin til að dæma góða hegð-un. Ýmsir þættir voru lagðir til grundvallar við dómarastörfin, en einkum var dæmt eftir sauðaþráa, göngulagi og blíðlegu augnatil-liti sem og fleiri þáttum sem prýða góðar gimbrar.

Veitt voru verðlaun fyrir fjóra flokka en allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttök-una. Í flokkinum Vinsælasta gimbrin fóru með sigur af hólmi Margrét

Brá Jónasdóttir og gimbrin Fríða. Gimbrin Gunna frá Svalbarði í fylgd Arnmundar Marinóssonar vann flokkinn Frumlegast skreytta gim-brin. Fallegasta hvíta gimbrin, sem hlaut svonefnd Lambásverðlaun, var Lön í eigu Ólafs Aðalsteins Sigurðssonar og Mandla í eigu Ásgerðar Sigurðardóttur þótti fal-legasta gimbur keppninnar.

Geitin Svandís frá Fjallalækjar-

seli stalst í keppnina, en hreppti engin verðlaun að þessu sinni. Hún vakti hins vegar mikla lukku meðal gesta. Það gerði einnig vikugöm-ul gimbur, haustungur frá Jónasi á

Hallgilsstöðum, sem þótti afar sæt og fín og átti athygli og aðdáun barnanna á staðnum alla.

Eins og vera ber þegar efnt er til fegurðarsamkeppni dreif að fólk úr öllum áttum, en alls komu um 120 manns á sýninguna. Á eftir var kaffi og ríkulegt bakkelsi í boði í Svalbarðsskóla. MÞÞ

Kominn er út nýr hljómdiskur með Jóhanni Má Jóhannssyni, bónda í Keflavík í Skagafirði. Jóhann kallar diskinn ,,Frá mínum bæjardyrum“. Alls eru 16 lög á disknum og flest vel kunn en söngur þessa lýríska og hljómfagra söngvara er þannig að það er eins og maður sé að heyra sum lögin í fyrsta sinn.

Svo nefnd séu nokkur lög af disknum sem allir kunna, þá er þar að finna „Hvar ertu“, „Til eru fræ“, „Kirkjuhvoll“, „Vöggukvæði“, „Þú komst í hlaðið“ og „Rósin“.

Með disknum fylgir fallegurpési með ljósmyndum úr Skaga-firði og textum allra laganna. Í inngangi að textunum segir Pétur Jóhannes Guðlaugsson, umsjónar-maður útgáfunnar:

„Jóhann Már Jóhannsson er sauðfjárbóndi, hestamaður og trillukarl en fyrst og fremst tenór af Guðs náð. Ég heyrði fyrst í Jóhanni við útkomu LP-plötunnar„Bóndinn“ í kringum 1983 og hreifst strax af þessari undurfögru

rödd. Á þeim tíma var ég að vinna í hljómplötudeild Fálkans og lagði fram þá hugmynd að fyrirtækið kæmi að næstu plötu Jóhanns en af því varð ekki. Það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að Geirmundur Valtýsson fékk Jóhann til að syngja inn á afmælisplötu sína, „Látum sönginn hljóma“, að þessi hugmynd varð að veruleika.

Það var ljóst frá upphafi að þessi útgáfa yrði á margan hátt óhefðbundin hvað vinnslu varð-ar þar sem bóndi norðan úr Skagafirði hleypur ekki frá búi sínu svo auðveldlega. Niðurstaðan varð því sú að í stað þess að fá Jóhann til Reykjavíkur var tekin sú ákvörðun að hljóðrita sem mest norðan heiða, nánar tiltekið á Dalvík. Aðstaðan í Dalvíkurkirkju er til mikill fyrirmyndar; hljóm-burður og hljóðfæri góð og ekki spilltu fyrir höfðinglegar mót-tökur Friðriks Friðrikssonar hjá Sparisjóði Svarfdæla, sem ber að þakka, svo og veitta fyrirgreiðslu af hálfu starfsfólks kirkjunnar.

Það sem mér er efst í huga, fyrir utan ævintýrið í kringum þessar hljóðritanir, eru þau kynni sem ég hef haft af þeim hjónum Jóhanni og Þóreyju. Þar fer heilsteypt al-þýðufólk sem kosið hefur að lifa í nánu sambandi við náttúruna en jafnframt auðgað umhverfi sitt á ýmsan hátt með nærveru sinni.“

S.dór

„Frá mínum bæjardyrum“– Nýr diskur með Jóhanni Má Jóhannssyni

bónda í Keflavík

Ritfregn

VéböndÚt er komin ljóðabókin Vébönd eftir Þorstein Bergsson, bónda á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Þorsteinn er mörgum kunn-ur, alinn upp á Austurlandi og héraðsráðunautur hjá Búnað-ar sambandi Austurlands um skeið. Auk þess hefur hann orðið landsþekktur fyrir afburðaþekk-ingu sína í spurningaþættinum Útsvari í sjónvarpinu, sem og hressilega og lifandi framkomu.

Í kynningarorðum að ljóðabók-inni Véböndum kemur fram að flest ljóð hennar orti hann um tvítugs-aldur, en síðan er um aldarfjórð-ungur liðinn. Bókin ber þessa glögg merki. Hrifning og lífsgleði hins unga manns blasir þar við, en úrlausnarefni og lífsglíma full-orðinsáranna hefur enn ekki kvatt dyra, tilvistarlegar spurningar og sýn á samfélagið ekki farin að láta á sér kræla. Þetta er nefnt hér vegna þess að Þorsetinn hefur með árun-um verið þar virkur þátttakandi.

Bókin skiptist í tvo kafla, Vé og Bönd, í hinum fyrri er innhverf huglæg sýn áberandi en í hinum síðari sýn á landið sem hann kynn-ist og er hluti af. Bókin sómir sér vel við hlið bóka ungra skálda, heilbrigð í hugsun og mannbæt-

andi. Bókin kallar hins vegar á nýja bók af hendi höfundar þar sem hann túlkar núverandi lífssýn sína. Til þess hefur hann ögrandi sjón-arhól; fjölfróður þjóðfélagsrýnir með óvenju lifandi þátttöku í sam-tímanum, sem býr við ystu strönd hins opna úthafs, fjárbóndi með gott jarðsamband en um leið bein-tengdur við erlendar bókmenntir sem þýðandi og Þorsteinn hefur áður sýnt að hann er öðrum færari um að gefa samferðamönnum nýja og ferska sýn á tilveruna.

Útgefandi bókarinnar er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. Bókin fæst í helstu bókabúðum á Reykjavík og á Austurlandi en dreifingu annast Magnús Stefánsson á Fáskrúðsfirði, sími 475 1211, netfang [email protected] Bókin kostar kr. 3.000, burðargjald innifalið. M.E.

Menningaráð Suðurlands úthlutar 11 milljónum króna í styrkiHaustúthlutun styrkja hjá Menningaráði Suðurlands fór fram fimmtudaginn 6. nóvember í Veiðisafninu á Stokkseyri um leið og Safnahelgi Suðurlands var formlega sett. Við úthlutunina var litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og

uppsetning viðburða á fleiri en einum stað og verkefni sem stuðla að þátttöku listnema eða ungra listamanna frá Suðurlandi í listsköpun og menningarstarfi. Alls bárust 59 umsóknir og var sótt um samtals 63 millj-ónir. Styrkir voru veittir 36 aðilum, samtals u.þ.b. 11 milljónir króna. MHH

Hópurinn sem hlaut styrki frá Menningarráði Suðurlands í haustúthlutun ráðsins 2008.

Frá vinstri: Margrét Brá Jónasdóttir frá Garði með gimbr-ina sína sem kosin var vinsælasta gimbrin af áhorfend-um, Arnmundur Marinósson með gimbrina Gunnu frá Svalbarði sem fékk verðlaun fyrir frumlegustu skreyt-inguna, Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson frá Hvammi með gimbrina Lön sem hlaut verðlaun fyrir að vera fallegasta hvíta gimbrin og svo er Ásgerður Sigurðardóttir, systir Ólafs, með gimbrina Möndlu.

Fegurðarsamkeppni gimbra haldin í fjárhúsinu á Svalbarði í Þistilfirði

Mandla fallegasta gimbur keppninnar

Hilmir Vagn Friðriksson frá Hvammi með gimbrina Rósu.

Þórdís Sig-tryggsdóttir frá Raufarhöfn og

Brynja Reynisdóttir, móðir hennar, með

gimbrina Grásu.

Stefán Sigurðsson í Holti klappargeitinni Svandísi frá Fjallalækjar-seli.

Page 24: Mynd | Áskell Þórisson Riða komin upp í Álftagerði · hærri að þessu sinni, eða 13,4 m. Þetta haust mældust tvö birkitré í Hallormsstaðaskógi hærri en þau hæstu