6
U T A N K J Ö R F U N D A R A T K V Æ Ð A G R E I Ð S L A Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosninga, sem fram eiga að fara þann 31. maí 2014, er hafin við embætti sýslumannsins á Húsavík. Skrifstofa embættisins er opin virka daga á milli kl. 9:30 – 15:00. Jafnframt verður hægt að kjósa laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí frá kl. 10:00 – 12:00, uppstigningardag, 29. maí frá kl. 10:00 – 12:00 og á kjördag frá kl. 10:00 – 12:00. Auk þess verður hægt að kjósa utankjörfundar sem hér segir: Skrifstofu Þingeyjarsveitar, mánudaginn 26. maí kl. 14:00 – 16:00. Skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri, þriðjudaginn 27. maí kl. 9:30 – 10:30. Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn, þriðjudaginn 27. maí kl. 12:00 – 13:00. Lögreglustöðinni á Þórshöfn, þriðjudaginn 27. maí kl. 15:00 – 16:00, en einnig er hægt að kjósa skv. ákvörðun lögreglumanns á vakt. Kjósendum er bent á nánari upplýsingar á vefslóðinni: http://www.kosning.is Sýslumaðurinn á Húsavík 14. maí 2014 Kæru lesendur og auglýsendur Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur auglýsinga út á mánudegi kl. 15:00.ATH! Verð á auglýsingum Verð hálfsíðu er. kr.2900.-m.vsk Verð heilsíðu er kr.3990.– m.vsk

Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

U T A N K J Ö R F U N D A R A T K V Æ Ð A G R E I Ð S L A

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosninga, sem fram eiga að fara þann 31. maí 2014, er hafin við embætti sýslumannsins á Húsavík. Skrifstofa embættisins er opin virka daga á milli kl. 9:30 – 15:00. Jafnframt verður hægt að kjósa laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí frá kl. 10:00 – 12:00, uppstigningardag, 29. maí frá kl. 10:00 – 12:00 og á kjördag frá kl. 10:00 – 12:00. Auk þess verður hægt að kjósa utankjörfundar sem hér segir: • Skrifstofu Þingeyjarsveitar, mánudaginn 26. maí kl. 14:00 –

16:00. • Skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri, • þriðjudaginn 27. maí kl. 9:30 – 10:30. • Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn, • þriðjudaginn 27. maí kl. 12:00 – 13:00. • Lögreglustöðinni á Þórshöfn, þriðjudaginn 27. maí kl. 15:00 –

16:00, en einnig er hægt að kjósa skv. ákvörðun lögreglumanns á vakt.

Kjósendum er bent á nánari upplýsingar á vefslóðinni: http://www.kosning.is

Sýslumaðurinn á Húsavík

14. maí 2014

Kæru lesendur og auglýsendur

Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur auglýsinga út á

mánudegi kl. 15:00.☺

ATH! Verð á auglýsingum

Verð hálfsíðu er. kr.2900.-m.vsk Verð heilsíðu er kr.3990.– m.vsk

Page 2: Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

Rekstur verslunar í Vaglaskógi Auglýst er eftir rekstraraðila að versluninni í Vaglaskógi. Verslunin er starfrækt yfir sumartímann og er í nágrenni við tjaldsvæði og sumarhúsabyggð á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 3322 og 862 0025.

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér reksturinn sendi inn skriflegar umsókn til sveitarstjóra, Kjarna 650 Laugar, netfang [email protected]

Sveitarstjóri

Til sölu

Yamaha TTR 230 árg. 2006

Fjórgengis, 6 gíra, rafstart. Lítið notað, í góðu lagi.

Upplýsingar í síma 895 3366

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2014

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí n.k. liggur

frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar almenningi til sýnis frá og

með miðvikudeginum 21. maí til kjördags.

Kjörskrá er gerð samkvæmt 2. gr. laga um kosningar til

sveitarstjórnar og eiga allir þeir kosningarétt til

sveitarstjórnar sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

• Eru íslenskir ríkisborgarar.

• Eru 18 ára þegar kosning fer fram.

• Eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi

þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

Kjörstaður í Þingeyjarsveit er Ljósvetningabúð.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur a.m.k. til kl. 18:00.

Samkvæmt 66. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr.

5/1998 má ekki slíta atkvæðagreiðslu fyrr en átta

klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og

ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi

gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en kl.

22:00 á kjördag.

Á kjörstað skal kjósandi gera grein fyrir sér með framvísun

skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.

Sveitarstjóri og formaður kjörstjórnar.

Page 3: Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

Sveitungar boða til kynningarfundarSveitungar boða til kynningarfundarSveitungar boða til kynningarfundarSveitungar boða til kynningarfundar Frambjóðendur T-lista Sveitunga bjóða íbúum

Þingeyjarsveitar til kynningar á stefnumálum sínum í

komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fundurinn verður haldinn í Ljósvetningabúð miðvikudaginn

28. mai kl. 20:30.

Stefnuskrá Sveitunga hefur verið unnin síðustu vikur af

fjölmennum hópi einstaklinga sem láta sig málefni

sveitarfélagsins varða.

Vonumst til að sjá sem flesta. Frambjóðendur T-lista Sveitunga

Okkur vantar ennþá starfsfólk til sumarstarfa hjá Heiðarbæ,

Um hlutastörf getur verið að ræða Upplýsingar í síma 894 8718 og 864 0118

Senda má upplýsingar á [email protected]

Page 4: Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

Virkt stjórnmálaafl: Bakland framboðs Sveitunga ætlar að standa þétt að baki fulltrúum sínum í sveitarstjórn. Við afgreiðslu stærri mála munu sveitarstjórnarmenn Sveitunga vera í sambandi við bakland sitt og vinna að því að málefni fái ítarlega umfjöllun og ákvarðanataka verði vönduð. Þannig mætti minnka líkur á illa rökstuddum eða tilviljanakenndum ákvörðunum sveitarstjórnar. Atvinnu- og umhverfismál Fjölbreytt atvinnustarfsemi í Þingeyjarsveit byggir á frumkvæði og þrótti íbúanna og nýtingu auðlinda sem finnast á svæðinu. Sú starfsemi er lífæð sveitarfélagsins. Sveitarfélagið þarf að styðja og hvetja skapandi starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum en ekki síður að hlúa að því sem fyrir er. Mikilvægt er að íbúarnir horfi til sameiginlegra hagsmuna og styðji starfsemi á svæðinu jafnt í orði og verki. Samdráttur hefur verið í landbúnaði héraðsins og því eru jafnt beitilönd og ræktarland vannýtt. Meta þarf hvort unnt sé að snúa þeirri þróun við með sameiginlegu átaki. Tækifæri eru í ferðaþjónustu, ekki síst tengd veiðimöguleikum og víðerni sveitarfélagsins. Þetta þarf að nýta betur. Áhersluatriði Sveitunga • Merkja þarf fleiri göngu- og reiðleiðir og kynna svæðið

sameiginlega. • Huga þarf að aukinni jarðhitanýtingu og Stuðla að hvers kyns

atvinnutækifærum sem henni tengjast. • Ljúka skal vinnu við búfjársamþykkt fyrir Þingeyjarsveit. • Vannýttu húsnæði sveitarfélagsins skal finna ný, atvinnuskapandi

verkefni. • Sveitarstjórn skal þrýsta á fjarskiptafyrirtæki um að bjóða íbúum

sveitarfélagsins háhraða nettengingar, sem standast kröfur samtímans, á viðráðanlegu verði.

• Kanna skal hvort starfsemi Framhaldsskólans á Laugum geti betur nýst til þekkingaröflunar og framþróunar fyrir héraðið í heild.

Átak íbúa í að flokka sorp og minnka þannig sorpflutninga um langan veg er augljóst forgangsverkefni í umhverfismálum. Kynning, kennsla og hvatning í þessum málaflokki er nauðsynleg. Bætt umgengni, ekki síst með þjóðvegum er einnig mikilvæg og má þar nefna gagnslausar ónýtar girðingar með vegum.

Page 5: Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

Stefnumál Sveitunga - XT

Félags- og menningarmál Fjölbreytt menningar-, lista- og íþróttalíf gerir sveitarfélagið eftirsóknarverðara til búsetu og því er það sveitarfélaginu nauðsynlegt að huga vel að þessum þáttum. Brýnt er hlúa að eldri borgurum og fötluðum með áframhaldandi samstarfi við núverandi samstarfsaðila og auka við heimaþjónustu. Gera skal sem flestum kleift að búa lengur heima og skoða skal útfærslur að fjölþættum búsetuúrræðum fyrir aldraða, hugsanlega með búsetukostum innan sveitarfélagsins. Styrkja og efla menningu, íþróttir og listir frekar og auka jákvæða kynningu á sveitarfélaginu. Auka þarf starfshlutfall æskulýðs- og tómstundafulltrúa og að hann sjái um rekstur félagsmiðstöðva. Áhersluatriði Sveitunga • Móta skal lýðheilsustefnu Þingeyjarsveitar. • Finna skal félagsheimilum vettvang sem skilar arði fjárhagslega og eða

menningarlega. • Framfylgja skal jafnréttislögum við mannaráðningar og launamál. • Rétthafar frístundakorta í sveitarfélaginu fái kortin send eða afhent. • Við viljum greiða götu fólks til að koma sér upp húsnæði og gera sveitarfélagið

að eftirsóknarverðum stað að búa í.

Yfirstjórn og rekstur sveitarfélagsins

Rekstur sveitarfélagsins þarf að vera í jafnvægi og þjónustugjöld viðunandi. Rekstur sveitarfélags er ekki einkamál sveitarstjórnar og starfsfólks sveitarfélags og því þarf góð upplýsingagjöf um málefni sveitarfélagsins að vera til staðar. Góð samvinna íbúa og stjórnenda sveitarfélags er forsenda hagkvæms rekstrar. Sú samvinna getur m.a. falist í öflugu upplýsingaflæði og breiðri þátttöku í verkefnavinnu á vegum sveitarfélagsins. Kröfum á hendur sveitarfélaginu þarf að stilla í hóf en veita verður nauðsynlega þjónustu með hóflegum kostnaði. Skuldasöfnun sveitarfélags er óásættanleg nema eignamyndun komi á móti. Líta verður á væntanlegar tekjur af virkjun á Þeistareykjum sem varasjóð, sem fremur ætti að nýta til framtíðaruppbyggingar atvinnutækifæra í sveitarfélaginu en til daglegs rekstrar.

Áhersluatriði Sveitunga • Meira upplýsingaflæði skuli vera frá sveitarstjórn og nefndum og skulu

fundargerðir vera ítarlegar og til þess fallnar að upplýsa hinn almenna íbúa.. • Reglulegir pistlar skuli berast frá sveitarstjóra/oddvita um hvað er á döfinni í

starfsemi sveitarfélagsins. • Meiri upplýsingum um fjárhag og rekstur sveitarfélagsins skuli miðlað til íbúa. • Innkaupastefna sveitarfélagsins verði búin til. • Í stjórn Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar sitji sveitarstjórn Þingeyjarsveitar.

Þingeyjarsveit

Frá sundlauginni á Laugum

Þingeyjarsveit hefur úbúið Sundkort handa öllum börnum 6 - 18 ára með lögheimili í Þingeyjarsveit. Sundkortið veitir frían aðgang í sundlaugina og er því mikilvægt að allir nálgist sitt kort í afgreiðslu sundlaugarinnar. Við höldum vetraropnun út maí og hefst sumaropnun laugardaginn 7. júní. Sundlaugin verður lokuð vegna viðhalds og þrifa fyrstu vikuna í júní. Athugið að sundlaugin verður lokuð laugardaginn 24. maí vegna útskriftarhátíðar Framhaldsskólans á Laugum. Sundlaugin á Laugum er komin á facebook og það er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar á sundlaugar.is og thingeyjarsveit.is.

Síminn í sundlauginni er 862-3822.

Verið ávallt velkomin!

Bókamarkaður - Bókamarkaður!

Bókamarkaður verður í Ljósvetningabúð á kjördaginn 31. maí n.k. kl. 10:00 - 18:00

Nú á helst allt að seljast!!

Verðið verður kr. 200 bókin og frekari afsláttur ef keyptar eru 10

bækur eða fleiri.

Komið og gerið góð bókakaup!

Með bókakveðju,

Bókakonurnar.

Page 6: Nú er Hlaupastelpan gefin út Utankjörfundaratkvæðagreiðsla ...Nú er Hlaupastelpan gefin út næsta miðvikudag þ.e. Uppstigningardagur er á fimmtudegi og því rennur skilafrestur

Aðalsafnaðarfundur Grenjaðarstaðarsóknar.

Verður haldinn að Grenjaðarstað n.k. mánudagskvöld,

26.maí kl.20:30.

Venjulega aðalfundarstörf.

Lögð verður fram #llaga um að leifa klapp í

Grenjaðarstaðarkirkju á aðventukvöldum og við önnur

sambærileg tækifæri.

sóknarnefnd

Hlaupastelpan 20.tbl.

22. maí

2014 21. árg. [email protected],s:4643366/gsm:8953386