67
Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2014-2015

New Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar · 2018. 1. 15. · Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015 3 Formáli Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar kemur nú út í fjórða

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar

    2014-2015

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    2

    Efnisyfirlit

    Formáli ....................................................................................................................................... 3

    Inngangur ................................................................................................................................... 4

    Samstarf heimila og skóla ................................................................................................... 12

    Akstur ................................................................................................................................... 12

    Áherslur í skólastarfi ................................................................................................................ 12

    Hlutverk ................................................................................................................................ 12

    Framtíðarsýn ........................................................................................................................ 13

    Einkunnarorð ....................................................................................................................... 13

    Gildi ...................................................................................................................................... 13

    Heimaskóli menntavísindasviðs H.Í. ................................................................................... 13

    Samstarf leik- og grunnskóla ............................................................................................... 14

    Samstarf grunn- og framhaldsskóla .................................................................................... 14

    Samstarf grunn- og háskóla ................................................................................................. 14

    Þróunarstarf ............................................................................................................................. 14

    Símenntun ................................................................................................................................ 16

    Mat á skólastarfi ...................................................................................................................... 17

    Námsmat .............................................................................................................................. 17

    Gæðagreinir ......................................................................................................................... 17

    Samræmd próf ..................................................................................................................... 17

    Erlend samskipti................................................................................................................... 17

    Skýrslur deildastjóra og umsjónarkennara ............................................................................. 18

    Skýrsla deildastjóra.................................................................................................................. 18

    Skýrslur umsjónarkennara ...................................................................................................... 18

    Hvanneyrardeild .................................................................................................................. 18

    Kleppjárnsreykjadeild .......................................................................................................... 21

    Varmalandsdeild .................................................................................................................. 30

    Aðrar skýrslur ........................................................................................................................... 43

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    3

    Formáli Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar kemur nú út í fjórða sinn. Skólinn hefur starfað í fjögur ár eftir sameininguna og eru starfsstöðvar hans þrjár, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Skýrslunni er dreift til fræðslustjóra, fræðslunefndar, og á bókasöfn skólans. Skýrslan mun liggja frammi á kaffistofu starfsmanna og mun hún einnig vera vistuð á vefsíðu skólans http://www.gbf.is undir útgefið efni. Markmið með útgáfu skýrslunnar er að gera grein fyrir því fjölbreytta starfi sem fer fram í Grunnskóla Borgarfjarðar, ásamt því að halda saman nauðsynlegum upplýsingum úr skólastarfinu. Hún mun nýtast sem góð heimild um skólastarfið í heild sinni frá ári til árs. Skýrsluna prýða ýmsar myndir úr skólastarfinu sem gefa lesendum innsýn í það, ásamt því að gera hana líflegri. Að gerð skýrslunnar koma: skólastjóri, deildarstjórar, kennarar og ritari.

    Grunnskóla Borgarfjarðar júní 2015 Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

    http://www.gbf.is/

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    4

    Inngangur Skólastarfið hófst með því að kennarar og starfsfólk mætti til starfa þann 15. ágúst að loknu sumarleyfi til að undirbúa skólastarfið, skólastjórnendur byrjuðu eftir verslunarmannahelgi 5.ágúst. Sameiginlegur starfsmannafundur var í upphafi dags þar sem línur voru lagðar fyrir upphaf skólastarfsins. Seinnipart dags þann 18. ágúst mættu allir starfsmenn GBF ásamt starfsmönnum Grunnskólans í Borgarnesi og leikskólanna í héraði á skólaþing í Hjálmakletti, sem undirbúið var af fræðslustjóra Ásthildi Magnúsdóttur og fulltrúum sveitarstjórnar. Á skólaþinginu áttu menn samtal um skólamál , starfsemi og þróun þessa málaflokks í héraði. Fulltrúar nýrrar fræðslunefndar kynntu sig og sínar áherslur. Einnig var Edda Björgvinsdóttir leikari með fyrirlestur um húmor á vinnustað. Hún fjallaði um mikilvægi þess að hafa húmor og gleði í fyrirrúmi í vinnu, ekki hvað síst í skólastarfi. Þann 20. ágúst var fundur með skólabílstjórum þar sem farið var yfir ýmis mál er tengjast skólaakstri, s.s. öryggismál, gæslu í skólabílum, tímaplön, akstursleiðir og fl. Á undirbúningsdögum var ákveðið að hafa kynningu á Varmalandsdeild GBF í Háskólanum á Bifröst eins og gert var í upphafi síðasta skólaárs. Hún var haldin að Bifröst fyrir foreldra nýnema kl. 16:00 þann 19. ágúst. Mjög góð þátttaka var og mæltist hún vel fyrir. Formleg skólasetning var 22. ágúst; kl. 10:00 á Hvanneyri, kl. 12:00 á Kleppjárnsreykjum og kl. 14:00 á Varmalandi. Mæting á skólasetningar var góð, eftir þær voru haldnar námsefnis-og skólakynningar í hverri bekkjardeild þar sem umsjónarkennarar kynntu námsefni vetrar ásamt því að veita upplýsingar um ýmsa hluti væntanlegs skólastarfs. Að kynningum loknum var öllum boðið til kaffisamsætis í mötuneytum deildanna. Kennsla samkvæmt stundatöflu hófst 23. ágúst.

    Hagnýtar upplýsingar Skólastjórnendur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deildarstjóri Kleppjárnsreykjum Helga Jensína Svavarsdóttir deildarstjóri Hvanneyri Hlöðver Ingi Gunnarsson deildarstjóri Varmalandi Nefndir og ráð Skólaráð Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Gróa Erla Ragnvaldsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir, Magnea Kristleifsdóttir, Kristján Pétursson, Pálmar Þorsteinsson, Edda Arinbjarnar, Kristín Kristjánsdóttir, Harpa Sigríður Magnúsdóttir, Melkorka Sól Pétursdóttir, Þorgerður Sól Ívarsdóttir/Ástrós Vera Hafsteinsdóttir. Nemendaverndaráð Eitt sameiginlegt nemendaverndarráð starfar við GBF. Í því sitja skólastjóri, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Auk þeirra sitja deildarstjóri og sérkennari viðkomandi deildar sem kemur með mál inn til nemendaverndar. Ráðið fundar einu sinni í mánuði.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    5

    Áfallaráð Ásþór Ragnarsson skólasálfræðingur Dagný Hjálmarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Sóknarprestur viðkomandi sóknar eftir þörfum Eineltisteymi Deildarstjóri, skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og umsjónarkennari viðkomandi nemanda. Nemendaráð Kleppjárnsreykjadeild Varmalandsdeild Guðrún Helga Tryggvadóttir Þorgerður Sól Ívarsdóttir Guðmundur Friðrik Jónsson Ástrós Vera Hafsteinsdóttir Melkorka Sól Pétursdóttir Birta Huld Hauksdóttir Birgitta Björnsdóttir Ýmir Örn Hafsteinsson Guttormur Jón Gíslason Þórður Brynjarsson Umsjón með heimasíðu Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir Grænfánanefnd Ása Erlingsdóttir, Varmaland Ása Hlín Svavarsdóttir, Hvanneyri Ingibjörg Adda Konráðsdóttir, Kleppjárnsreykjum Heilsuefling Ingibjörg Daníelsdóttir/Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir Guðjón Guðmundson Helga Jensína Svavarsdóttir Innra mat Sigríður Arnardóttir Magnea Helgadóttir Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Hlöðver Ingi Gunnarsson Nemendafjöldi Við upphaf skólaársins 2014-2015 voru nemendur skólans 212 en við lok þess 210 á þremur starfsstöðvum. Í Hvanneyrardeild var kennt í tveimur bekkjardeildum þ.e. samkennt í 1. og 2. bekk og 3. - 5. bekk.

    Bekkur 25. ágúst 2014 2. júní 2015

    1. bekkur 4 5

    2. bekkur 6 7

    3. bekkur 9 11

    4. bekkur 6 7

    5. bekkur 3 3

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    6

    Í Kleppjárnsreykjadeild var kennt í 7 bekkjardeildum þ.e. samkennt í 1. og 2. bekk og 3. - 5. bekk.

    Bekkur 25. ágúst 2014 2. júní 2015

    1. bekkur 8 9

    2. bekkur 2 3

    3. bekkur 2 2

    4. bekkur 8 9

    5. bekkur 3 3

    6. bekkur 12 13

    7. bekkur 14 14

    8. bekkur 7 7

    9. bekkur 15 15

    10. bekkur 14 13

    Í Varmalandsdeild var kennt í 7 bekkjardeildum þ.e. samkennt í 3. og 4. bekk, 6. og 7. bekk og 8. og 9. bekk.

    Bekkur 25. ágúst 2014 2. júní 2015

    1. bekkur 13 11

    2. bekkur 12 11

    3. bekkur 13 11

    4. bekkur 7 7

    5. bekkur 16 14

    6. bekkur 9 8

    7. bekkur 5 4

    8. bekkur 9 8

    9. bekkur 4 4

    10. bekkur 10 10

    Starfsmenn

    Nafn Starf Umsjón/annað Stöðu hlutfall

    Agnes Guðmundsdóttir Grunnskólakennari Stærðfr./íþróttir 92,3%

    Ágústa Stefánsdóttir Grunnskólakennari 4. bekkur 100%

    Ágústa Þorvaldsdóttir Grunnskólakennari veikindaleyfi 76,9%

    Ása Erlingsdóttir Grunnskólakennari 10. bekkur frá 31.12

    100%

    Ása Hlín Svavarsdóttir Grunnskólakennari Leiklist, stuðningur

    100%

    Birgir Hauksson Stuðningsfulltrúi Afleysingar

    Birna Þorsteinsdóttir Kennari

    Bjarnheiður Jónsdóttir 10. bekkur 100%

    Björk Harðardóttir Matráður 80%

    Börkur Hrafn Nóason Grunnskólakennari 2. bekkur 88,46%

    Davíð Ásgeirsson Stuðningsfulltrúi 75%

    Elísabet Halldórsdóttir Grunnskólakennari 3. 4. og 5. bekkur 100%

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    7

    Eva Lind Jóhannsdóttir Grunnskólakennari 8. bekkur 100%

    Gróa Erla Ragnvaldsdóttir Grunnskólakennari 6. og 7. bekkur 100%

    Guðjón Guðmundsson Grunnskólakennari Íþróttir, smíði 100%

    Guðmundur Eyþórsson Grunnskólakennari 6. bekkur 100%

    Guðrún H. Guðmundsdóttir Skólasel 43%

    Hanna Kristín Þorgrímsdóttir

    Grunnskólakennari 1. og 2. bekkur 100%

    Harpa Sigríður Magnúsdóttir

    Stuðningsfulltrúi 87,5%

    Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir

    Skólaliði 100%

    Helena Rut Hinriksdóttir Stuðningsfulltrúi 50%%

    Helga Björg Valgeirsdóttir Matráður 100%

    Helga Jensína Svavarsdóttir Deildarstjóri 100%

    Helle Larsen Stuðningsfulltrúi 52%

    Hlöðver Ingi Gunnarsson Deildarstjóri 100%

    Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Grunnskólakennari 1. bekkur 100%

    Ingibjörg Adda Konráðsdóttir

    Deildarstjóri 100%

    Ingibjörg Daníelsdóttir Grunnskólakennari til 31.12 10. bekkur 100%

    Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

    Skólastjóri 100%

    Íris Inga Grönfeldt Grunnskólakennari Íþróttir 61,53%

    Josefina Margareta Morell Skólaliði Fæðingarorlof 50%

    Jón Ingi Baldvinsson Stuðningsfulltrúi 100%

    Jóna Ester Kristjánsdóttir Skólaritari til 28. feb Bókasafn 100%

    Jósef Jóhann Rafnsson Skólaliði 83%

    Kolbrá Höskuldsdóttir Kennari 3. bekkur 100%

    Kristín I. Baldursdóttir Grunnskólakennari Myndmennt, sérk

    44,7%

    Kristín Kristjánsdóttir Skólaritari 50%

    Kristrún Snorradóttir Aðstoðarmatráður Fæðingarorlof 100%

    Lára Kristín Gísladóttir Grunnskólakennari 7. bekkur Verkgreinar

    73%

    Lára Ólafsdóttir Skólaliði 96%

    Lilja Ósk Alexandersdóttir Skólaliði til 31.12.

    Líney Traustadóttir Stuðningsfulltrúi 89,5%

    Magnea Helgadóttir Grunnskólakennari 100%

    Magnea Kristleifsdóttir Grunnskólakennari 100%

    Maja Vilstrup Roldsgaard Grunnskólakennari 9. bekkur 100%

    Marta Gunnarsdóttir Stuðningsfulltrúi 78%

    Ragnheiður Elín Jónsdóttir Bókavörður 95%

    Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir

    Aðstoðarmatráður 100%

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    8

    Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir

    Sérkennari 100%

    Rebekka Guðnadóttir Grunnskólakennari 5. bekkur 100%

    Sigríður Arnardóttir Grunnskólakennari 8. og 9. bekkur 100%

    Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir

    Skólaritari/safnstjóri skólasafns

    Skólasafn 100%

    Sigríður Gunnlaugsdóttir Skólaliði 93%

    Sgríður Númadóttir Aðstoðarmatráður 100%

    Sigríður Sóley Guðnadóttir Grunnskólakennari 100%

    Sigríður Sjöfn Helgadóttir Skólaliði 100%

    Sigrún Hjartardóttir Afleysingar 100%

    Sigrún Kristjánsdóttir Húsvörður/skólaliði 100%

    Sigtryggur Arnar Björnsson Stuðningsfulltrúi 78%

    Sólrún Halla Bjarnadóttir Grunnskólakennari 3. og 4. bekkur 100%

    Steinunn Fjóla Benediktsdóttir

    Grunnskólakennari 1. og 2. bekkur 100%

    Svava Björg Einarsdóttir Stuðningsfulltrúi 100%

    Sædís Björk Harðardóttir Stuðningsfulltrúi Veikindaleyfi 75%

    Sæunn Elfa Sverrisdóttir Skólaliði 100%

    Unnar Þorsteinn Bjartmarsson

    Húsvörður/grunnsk.kennari 100%

    Valgerður Jónasdóttir Matráður 100%

    Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir

    Kennari 100%

    Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

    Grunnskólakennari Fæðingarorlof 100%

    Þóra Magnúsdóttir Grunnskólakennari Samfélagsfr./ tölvur

    100%

    Þórunn Jóna Kristinsdóttir Skólaliði 100%

    Þuríður Ketilsdóttir Skólaliði 100%

    Húsnæði Hvanneyrardeild Kennsla fer fram í tveimur byggingum: í barnaskólanum og gamla íþróttahúsi Bændaskólans. Í barnaskólanum eru þrjár almennar kennslustofur, tölvuver, myndmenntarstofa, bókasafn, starfsmannaaðstaða og eldhús. Nemendur borða hádegismat í holi í anddyri skólans. Skólasel er starfrækt í skólahúsnæði eftir skólatíma til kl. 16:00. Íþróttakennsla fer bæði fram utan dyra og í gamla íþróttahúsi Bændaskólans. Í vetur fór sundkennslan fram í Hreppslaug í Skorradal í 2 vikur að hausti, á Kleppjárnsreykjum og Hreppslaug tvær vikur að vori. Kleppjárnsreykjadeild Kennsla fer fram í fjórum byggingum: í grunnskólanum, smáhýsi við skólann, í fyrrum skólastjóraíbúð við skólann og í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Í grunnskólanum eru allar almennar kennslustofur, smíðastofur, námsver, bókasafn, tölvuver, félagsaðstaða nemenda, starfsmannaaðstaða, skrifstofa ritara og mötuneyti. Í smáhýsinu fer fram myndmenntarkennsla. Þetta húsnæði var áður bílskúr við skólann sem var endurnýjaður árið

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    9

    2008 og breytt í myndmenntarstofu. Í gömlu skólastjóraíbúðinni eru náttúrufræði-, textíl- og tónmenntarstofa. Í íþróttahúsinu fer fram öll íþrótta- og sundkennsla og er allur búnaður þar til fyrirmyndar. Varmalandsdeild Kennsla fer fram í þremur byggingum: í barnaskólanum, í gamla húsmæðraskólanum og í íþrótta- og félagsheimilinu Þinghamri. Kennsla 1.- 5. bekkjar fer fram í barnaskólanum en þar er einnig bókasafn, tölvuver, textíl- og myndmenntastofur, starfsmannaaðstaða, skrifstofa ritara og mötuneyti. Kennsla 6.- 10. bekkjar fer fram í Húsó, sú bygging hefur verið endurnýjuð að hluta. Á efstu hæð eru nú 3 kennslustofur, nemendarými auk stjórnunarrýmis. Á miðhæð er starfsmannaaðstaða, morgunverðarsalur, náttúrufræðistofa, sérkennslustofa, almenn kennslustofa og nemendarými. Heimilisfræði er kennd í Húsó. Í Þinghamri er íþróttasalur, sundlaug og smíðastofa. Skólalóð Hvanneyrardeild Skólalóðin er miðsvæðis og liggur ekki að umferðargötum. Lóðin er að mestu leyti lögð möl en grasi að hluta til. Á lóðinni er góður gervigrasvöllur og steyptur körfubolta/fótboltavöllur. Einnig eru rólur og klifurgrind. Fyrir liggur teikning af skólalóðinni sem bíður framkvæmdar. Kleppjárnsreykjadeild Skólalóðin er nokkuð stór. Í porti sem myndast af skólabyggingunni eru leiktækin og í kringum þau er möl, þar er einnig lítill malbikaður körfuboltavöllur. Utar eru svo stór gras-fótboltavöllur og grasflatir umhverfis skólann sem nýtast sem leiksvæði. Malbikaður minni fót- og körfuboltavöllur er staðsettur við enda sundlaugar. Skólinn hefur einnig til umráða gamalt tún í næsta nágrenni svokallað Læknistún og þar hefur verið unnið að aðstöðu fyrir útikennslu með byggingu skýlis og gerð eldstæðis. Þar hafa einnig verið gróðursettar plöntur til skjólmyndunar. Tvö ný leiktæki voru sett niður á skólalóðinni og gúmmíhellur í haust. Varmalandsdeild Náttúrulegt umhverfi skólans er barnvænt og hentar vel til útivistar, þó er brýn þörf á ákveðnum úrbótum s.s. bílastæðum, leiktækjum og heildarskipulagi skólalóðar. Sett voru upp tvö ný leiktæki og öryggismöl við Barnaskólann. Skóladagatal og starfsáætlun Skóla- og viðburðadagatal skólaársins 2014-2014 má sjá á heimasíðu skólans http://gbf.is sem og starfsáætlun skólans.

    http://gbf.is/

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    11

    Starfsáætlun Mánuður Hvanneyri Kleppjárnsreykir Varmaland

    Ágúst - september

    - Ferð í Oddsstaðarétt - Sundkennsla í Hreppslaug

    - Ferð í Þverárrétt 4.-5.be

    - Kosið í nemendaráð

    - Ferðir skipulagðar af bekkjartenglum -Hópeflisferðir skipulagðar af skólanum.

    -Ferð að Eiríksstöðum 6. bekkur - Samstarf við leikskólana skipulagt

    - Samræmd próf

    Október - Sláturgerð

    - Heimsókn 1.bekkur í leikskólann

    - Haustfagnaður unglingadeildar - Laugaferð 9.bekkjar

    - Forvarnardagurinn - Foreldraviðtöl

    -Samstarfsdagur/uppbrot deilda

    Nóvember

    -Heimsókn í leiksk. 1.-2. b - Heimsókn í Lbhí 3.-5. b

    - Ljósahátíð (leikskólahóp boðið)

    Heimsókn í leiksk. 1.b

    - Forvarnardansleikur -Smiðjuhelgi

    -Stíll

    - Dagur íslenskrar tungu -Menningarferð í Borgarnes 2.-3. bekkur

    Desember - Kaffihúsadagur 1. des - Jólatrésferð í Skorradal

    - 4.b les úti á leiksk. - Jólakortasala

    - Helgileikur

    - Jólatré valið í Logalandsskógi - Vinakeðja mynduð 1.des

    - Jóladansleikur samstarfsskólum boðið - Jólaskemmtun 1.-7. b

    - Litlu jólin

    Janúar - 3. b les á leikskóla - Söngvarakeppni í 4.bekk

    -Heimsókn í leikskólann 5. b

    - Söngvarakeppni 4.-10. bekkur

    - Reykjaferð 7.bekkjar

    - Foreldraviðtöl

    Febrúar - Öskudagshátíð -Þemavika

    - Árshátíð unglingadeilda

    - Grímuball

    Mars - Spiladagur 1.-2. bekkur á leikskólanum

    - Skíðaferð unglingadeilda

    - Upplestrarkeppni 7.b. , - 6.bekkur í Reykholt

    - Skauta- og menningarferð 4.-5. bekkja

    Apríl - Lyngbrekkuball

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    12

    Maí

    - Sundkennsla Borgarnes/Hreppslaug

    - Árshátíð

    - Sérstaða sveitaskóla 8.-9.bekkir - Starfskynningar 10.bekkur

    -Samstarfsdagur/uppbrot deilda - Vorferðir

    Samstarf heimila og skóla Samkvæmt lögum á að vera starfandi skólaráð við skólann. Á haustdögum 2013 var skipað sameiginlegt skólaráð fyrir GBF. Í því sitja 11 einstaklingar sem sitja tvö ár í senn, sjá nöfn fulltrúanna undir kaflanum Nefndir og ráð hér að ofan. Skólaráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólastarf. Skólaráðið fundaði fjórum sinnum á skólaárinu. Bekkjartenglar voru boðaðir á fund að hausti þar sem farið var yfir hlutverk og starfsemi foreldrafélags skólans og bekkjarsáttmáli heimilis og skóla lagður fram. Lagt var upp með að bekkjartenglar hvers bekkjar myndu gera eitthvað með hópnum einu sinni til tvisvar sinnum yfir veturinn. Skólinn nýtur mikils velvilja í nærsamfélaginu, fyrir það ber að þakka. Hvanneyrardeild Starfsfólk kallaði eftir aðstoð foreldra við einstök verkefni; jól í skókassa, flóamarkað o.fl. Foreldrar unnu að endurbótum á útikennslusvæði í Skjólbeltum og komu með veitingar fyrir árshátíð skólans. Kleppjárnsreykjadeild Foreldrar sáu um gæslu um gistinætur á smiðjuhelgum og aðstoðuðu við móttöku og skipulagningu verkefnisins sérstaða sveitaskóla. Mismunandi var hvað bekkjartenglar gerðu með sínum bekk. Varmalandsdeild Foreldrar hjálpuðu til við að manna ýmsa viðburði með nemendum s.s. gistinætur á smiðjuhelgum, tóku þátt í gönguferðum, og móttöku á nemendum í verkefninu sérstaða sveitarskóla. Einnig gat starfsfólk kallað eftir aðstoð foreldra við einstök verkefni. Mismunandi var hvað bekkjartenglar gerðu með sínum bekk. Akstur Nær allir nemendur skólans koma og fara með skólabílum. Umsjónarmenn leiða eru: Hvítársíða/Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Hvanneyrarleið - Garðar Jónsson, Þverárhlíð - Ben og félagar, Kotaleið - Jósef J. Rafnsson, Bifröst og Skorradalsleið - Tryggvi Sæmundsson, Húsafell og Flókadalsleið - Jón Pétursson og Hálsasveit/Reykholt er - Einar Guðni Jónsson.

    Áherslur í skólastarfi Hlutverk Hlutverk Grunnskóla Borgarfjarðar, í skipulagðri samvinnu við heimilin og samfélagið, er að:

    stuðla að vellíðan, alhliða þroska og heilbrigði nemenda,

    veita nemendum tækifæri til alhliða menntunar, bæði hugar og handa

    efla gagnrýna hugsun nemenda, lífsgleði og jákvæða sjálfsmynd

    undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi, með sjálfstraust og áræðni til að hafa áhrif á þróun samfélagsins

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    13

    Framtíðarsýn Grunnskóli Borgarfjarðar útskrifar metnaðarfulla nemendur, sem nýta styrkleika sína til að ná árangri. Skólinn er sérstaklega sterkur á sviði lýðheilsu, lífsleikni, list- og verkgreina, með tengingu við náttúru, arfleifð, menningu og sögu heimasvæðisins. Skólinn eykur fjölbreytni sína í gegnum ólíkar starfsstöðvar, sem standa og vinna saman að stöðugt betri árangri. Einkunnarorð Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Hugtökin þrjú lýsa best skólastarfi GBf og við hverju nemendur mega búast innan hans. Gleði vísar til þeirra jákvæðu viðhorfa sem skólinn vill að nemendur hafi til námsins og skólans og sé um leið lýsandi fyrir ríkjandi samskiptaform. Án gleðinnar er erfitt fyrir nemendur að ná þeim góða árangri sem skólinn væntir af þeim. Heilbrigði, vísar til andlegs og líkamlegs heilbrigðis sem er lykilþáttur nemenda til að ná árangri. Skólinn leggur sitt af mörkum til að auka heilbrigði nemenda með daglegri, skipulagðri hreyfingu og hollum mat í mötuneytinu. Árangur vísar til þess árangurs nemenda sem skólinn vill að hver einstaklingur nái bæði í námi og á félagslega sviðinu. Það er von skólans að nemendur upplifi veru sína í skólanum eftir einkunnarorðum hans. Stefna skólans er einstaklingsmiðað nám með áherslu á útikennslu og hreyfingu, sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.gbf.is. Gildi Við:

    berum virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum og umhverfinu

    tökum ábyrgð á því sem við gerum og segjum

    ástundum heiðarleg og réttlát samskipti, byggð á gagnkvæmu trausti

    göngum með gleði og jákvæðu hugarfari til leiks og starfs

    stöndum saman og vinnum saman

    sýnum umburðarlyndi og kærleika í samskiptum

    erum metnaðarfull, skipulögð og öguð í öllu sem við gerum

    gætum fyllsta trúnaðar um málefni annarra

    hvetjum til heilbrigðs lífernis

    Heimaskóli Menntavísindasviðs H.Í. Skólinn veitir nemum í B.Ed.- námi við Menntavísindasvið H.Í. aðgang að skólanum til að vinna þar þau verkefni sem tengjast vettvangi. Verkefnin felast m.a. í æfingakennslu, kynningarheimsóknum, þátttöku í undirbúningi og framkvæmd kennslu, athugunum á skólastarfi o.fl. Kennarar skólans taka þátt í mati á frammistöðu nema og leiðbeina þeim á vettvangi. Þá hefur skólinn einnig hafið samstarf við Háskólann á Akureyri um vettvangsnám og æfingakennslu kennaranema. Einn kennaranemi var í vettvangsnámi á Varmalandi í vetur.

    http://www.gbf.is/

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    14

    Samstarf leik- og grunnskóla Deildarstjórar sjá um samskipti við leikskólana í skólahverfinu: Andabæ, Hnoðraból og Hraunborg. Löng hefð er fyrir samstarfi Andabæjar og Hvanneyrardeildar GBF. Skólahópur kemur að meðaltali einu sinni í mánuði í tvær til fjórar kennslustundir í senn. Nemendur í 1.-2. bekk fara líka í heimsókn í Andabæ og taka þátt í starfinu þar t.d. er sameiginleg dagskrá á degi íslenskra tungu, spiladagar og svo voru vinahópar þar sem allir bekkir skólans eiga sinn vina árgang á leikskólanum. Í ljósi þeirrar reynslu var unnin samstarfsáætlun á milli Kleppjárnsreykjadeildar og Hnoðrabóls annars vegar og Varmalandsdeildar, Hnoðrabóls og Hraunborgar hins vegar. Áætlunin byggir á því að skólahópar leikskólanna heimsækja grunnskólann nokkur skipti og mynda tengsl við ýmist 4., 5. og 6. bekk. Í byrjun taka nemendur miðstigs við leikskólabörnunum, kynna þeim skólann og vinna verkefni með þeim. Að vori heimsækja þau 1. bekkinga og fá að taka þátt í heilum skóladegi með þeim. Samstarf grunn- og framhaldsskóla Menntaskóli Borgarfjarðar í samstarfi við Borgarbyggð hefur boðið nemendum í Borgarbyggð að stunda fjarnám við skólann. Skólaárið 2014-2015 voru þrír nemendur í fjarnámi við MB og tveir við aðra framhaldsskóla. Í vor var nemendum 10. bekkjar boðið á kynningu í skólann. Samstarf grunn- og háskóla Um árabil hefur þróast ákveðin samvinna milli leik-, grunn- og háskólans á Hvanneyri. Þessi samvinna hófst sem stuðningur áhugasamra foreldrar og velunnara við metnaðarfullt skólastarf. Samvinnan felst m.a. í því að nemendur fá að: vinna í gróðurhúsi, heimsækja fjós og búvélasafn, nota svæði við skjólbelti, skoða listaverk Landbúnaðarháskóla Íslands, taka á móti skólahóp leikskólans og fá boð á viðburði í skólanum. Allt eru þetta þættir sem eru komnir með ákveðna hefð innan leik- og grunnskólans sem núna er búið að formgera og tengja á markvissari hátt við námskrármarkmið með undirrituðum samningi síðan í maí 2009. Allir þessir skólar hafa þann kost að göngufæri er á milli þeirra og þar af leiðandi enginn aksturskostnaður. Skóli er hluti af samfélaginu og hlutverk hans felst ekki síst í því að leiða nemendur inn í þetta samfélag, gera þá meðvitaða um störfin sem þar eru unnin og hvernig það sem þeir læra tengist störfunum. Háskólinn á Bifröst hefur boðið 9. bekkingum á Varmalandi fjáröflunarleiðir fyrir söfnun í ferðasjóð nemenda. Auk þess sem stjórnendur Varmalandsdeildar hafa tekið þátt í kynningum Háskólans.

    Þróunarstarf Leiðtoginn í mér. Árið 2013 var ákveðið að GBF myndi taka upp þróunarverkefni sem byggir á hugmyndum Stephen Covey The Seven Habits of Highly Effective People. The Leader in me er aðferð sem þróuð var til að veita nemendum víðtækari menntun innan skólakerfisins. Aðferðin hefur verið notuð um árabil víða um heim, og hefur skilað miklum árangri. Skólinn vill veita haldgóða menntun á sem flestum sviðum. Auk þess að kenna bóklegar og verklegar greinar á skólinn að efla alhliða þroska og heilbrigði nemendanna til að þeim farnist sem best í framtíðinni. Samfélagið hefur tekið örum breytingum á síðustu áratugum, og atvinnulífið gerir sífellt meiri kröfur til hvers einstaklings um fjölbreytta hæfni á mörgum sviðum. Rannsóknir hafa sýnt að það sem vinnuveitendur sækjast helst eftir hjá starfsmönnum eru þessir þættir:

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    15

    Að hann: sé skapandi og frumlegur búi yfir gagnrýninni hugsun og hæfni til að ráða fram úr málum hafi góða hæfni í samskiptum og geti unnið með öðrum búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

    The Leader in me er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðartilfinningu og frumkvæði. Hver og einn lærir að koma auga á styrkleika sína og annarra, að hlusta á nýjar hugmyndir og tjá hug sinn. Nemendur og starfsfólk læra að nýta fjölbreytileikann í samstarfi og hvetja hvert annað til að til að ná enn betri árangri. Aðferðin byggir á 7 venjum sem nemendur og starfsfólk tileinka sér og læra að nota. Venjurnar eru teknar fyrir í ákveðinni röð, og byggir hver venja grunn að þeirri næstu í röðinni. Þrjár fyrstu venjurnar snúast um persónulegan þroska, sjálfsstjórn og sjálfsaga. Til að ná framförum verðum við að byrja hjá okkur sjálfum. Næstu þrjár lúta að samskiptum okkar við annað fólk, að byggja upp traust tengsl við aðra og ná besta mögulega árangri í samstarfi við þá. Síðasta venjan í röðinni beinist að því að hlú að sjálfum sér. Til að viðhalda árangri í leik og starfi og skapa okkur gott líf verðum við að gæta þess að ofbjóða okkur ekki; að brenna ekki út. Byrjendalæsi

    Byrjendalæsi er nálgun eða aðferð í lestrarkennslu í fyrstu bekkjum grunnskólans og hefur verið þróað undir hatti samvirkra aðferða. Markmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í lestri sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Hún byggir á heildstæðri nálgun sem nær til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild. Uppbygging Byrjendalæsis er í þremur þrepum. Í fyrsta þrepi kynnast nemendur gæðatexta. Kennari les texta fyrir nemendur og nýtir þau tækifæri sem textinn gefur til að ræða við nemendur um merkingu hans. Í öðru þrepi vinna þeir með tæknilega þætti sem varða lestrarnám. Þá snýst vinnan um hljóðvitund, samband stafs og hljóðs, stafagerð, ritun óhljóðréttra orða, samsett orð, stóran og lítinn staf og annað sem þarf að læra. Gengið er út frá svokölluðu lykilorði til að ræða og rannsaka. Í kennslunni eru hefðbundnar vinnubækur lagðar til hliðar en nemendur fá fjölbreytt verkefni út frá lykilorðinu. Í þessari vinnu eru þrjár leiðir mögulegar fyrir kennara hann getur í fyrsta lagi lagt fyrir alla nemendur nákvæmlega eins verkefni. Í öðru lagi skipulagt vinnustöðvar með mismunandi viðfangsefnum og í þriðja lagi sniðið viðfangsefni nákvæmlega að þörfum tiltekinna nemenda. Í þriðja þrepi Byrjendalæsis semja nemendur efni á grunni upphaflega textans. Þá er teiknað, gerð hugtakakort, saminn texti, leikþættir og tónverk. Nemendur styðjast við orðaforðann sem lagður var inn í fyrsta hlutanum. Gengið er út frá því að kennslan eigi sér stað tvisvar til þrisvar á dag, fimm daga vikunnar. Vinnuloturnar geta fallið saman við lengd kennslustunda en þurfa þess ekki. Heilsuefling Grunnskóli Borgarfjarðar hefur verið þátttakandi í Heilsueflandi grunnskóla frá því vorið 2012 en þá ákvað fræðslustjóri í samráði við stjórnendur leik- og grunnskóla í Borgarbyggð að allir skólarnir í sveitarfélgainu yrðu heilsueflandi skólar. Af átta þáttum sem teknir eru fyrir hefur GBf farið í gegnum mataræði/tannheilsu, hreyfingu/öryggi, geðrækt og á næsta ár er stefnt að því að taka fyrir lífsleikni. Í haust fékk heilsueflingarhópur GBf styrk frá Lýðheilsusjóði til

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    16

    að halda fyrirlestur sem tengist geðrækt og kom Bryndís Jóna Jónsdóttir í skólann í október og kynnti Núvitund. Íþróttakennarar á hverri stöð tóku að sér að fara með fræðslu inn í alla bekki um jákvæða og neikvæða hugsun og foreldrar fengu kynningu á áherslum vetrarins í foreldraviðtölum. Auk þess hefur vinna við innleiðingu á leiðtogaverkefninu passað vel með markmiðum heilsueflingar. Í lok vetrar gáfu nemendur Kleppjárnsreykjadeildar út heilsueflingarblað skólans. Vandað og flott blað með viðtali við núverandi og fyrrverandi starfsmenn og nemendur sem leggja áherslu á heilbrigðan lífstíl. Grænfáni Allar deildir skólans eru aðilar að Grænfánaverkefni Landverndar og flagga Grænfána. Deildirnar unnu hver að sínum markmiðum í vetur. Á hverri stöð hefur verið þróunarfulltrúi sem styður við vinnuna. Einungis tókst að flagga hjá Hvanneyrardeildinni, en stefnt að flöggun í haust á hinum stöðvunum. Sjá skýrslur deilda undir Aðrar skýrslur

    Símenntun Almennt er endurmenntun ætlaður tími utan skipulagðan starfsramma skólaársins þ.e. 15.júní - 15. ágúst alls 150 klst. en hún má einnig fara fram á starfstíma skóla og er þá háð samkomulagi við viðkomandi kennara. Ef endurmenntun er flutt á starfstíma skóla reiknast 33% álag á virkum dögum en 45% um helgar og fækkar þá tímum í samræmi við það. Þetta þýðir að 1 klst er 1,33 á starfstíma skóla, því gengur kennarinn hraðar á þá tíma sem varið er í endurmenntun á starfstíma skóla en utan hans. Hvað telst til endurmenntunnar

    Hvers kyns formlegt nám í viðurkenndum menntastofnunum Námskeið sem standa einn dag eða lengur, þar sem með skipulegum hætti er miðlað

    fræðslu og upplýsingum er snertir afmarkaða þætti skólastarfseminnar Styttri fræðslufundir þar sem ákveðnum upplýsingum og fræðslu er komið á framfæri Styttri eða lengri kynnisferðir starfsmanna þar sem horft er til umbóta og þróunar á

    ákveðnu sviði Endurmenntun starfsmanna má í stórum dráttum skipta í tvennt:

    Endurmenntunarverkefni, ákvörðuð af skólastjórnendum og í samræmi við áherslur í þróun skólastarfsins á hverjum tíma. Markhópurinn getur verið allir starfsmenn, allir kennarar eða minni hópar starfsmanna, eftir eðli málsins

    Endurmenntun sótt af einstökum starfsmönnum, samkvæmt eigin óskum og/eða í samráði við skólastjórnendur

    Starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar sótti eftirfarandi námskeið á skólaárinu 2014-2015:

    Byrjendalæsi

    Stærðfræðinámskeið 3*3 timar ( stærðfræðikennarar )

    LÍM námskeið fyrir nýja starfsmenn 2 dagar eftir áramót

    LÍM námskeið fyrir alla starfsmenn hálfur dagur ( starfsdagur )

    Lím námskeið fyrir ljósberateymin

    Fræðsla vegna verkefnis um heilsueflingu "Núvitund" hálfur dagur

    Fræðsla um einhverfu. " Fögnum fjölbreytileika" hálfur dagur

    Unnar - námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    17

    Námstefna um Heilsueflandi skóla

    Mentornámskeið jún 2015

    Íþróttakennarar á sundnámskeið/ endurlífgun/ og próf í framhaldinu

    Leikir sem kennsluaðferð

    Spjaldtölvunámskeið, ipad

    Námstefna skólastjórafélags Íslands

    Námsferð á vegum skólastjórafélags Vesturlands

    Námskeið um nýtt vinnumat fyrir skólastjórnendur á vegum KÍ og Samband íslenskra sveitafélaga

    Námskeið á vegum Samband íslenskra sveitafélaga fyrir fræðslunefndarfulltrúa

    Fyrirlestur um núvitund fyrir alla starfsmenn

    Einnig voru kennarar í námi við LbhÍ, HA og HÍ

    Mat á skólastarfi

    Námsmat Námsmat í GBF miðar að því að auka samfellu í námsmati innan skóla og milli skólastiga. Gefin er prófseinkunn og/eða frammistöðumat við annaskil. Frammistöðumat var unnið í öllum deildum af nemendum og kennurum um áramót en einungis af kennurum að vori. Kennarar í unglingadeild ákváðu að halda óbreyttu fyrirkomulagi námsmats á vorönn þar sem nemendur unnu í prófamöppu. Samhliða þessu er innan námsgreina símat yfir allt skólaárið.

    Gæðagreinir Gæðagreinir er gagnlegt verkfæri fyrir skóla til þess að stuðla að breytingum, þróun og vexti skólastarfsins. Allir starfsmenn, nemendur og foreldrar hafa tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri vilji þeir stuðla að breytingum til famfara. Í upphafi skólaárs var myndað sjálfsmatsteymi með fulltrúum úr öllum deildum. Innra mats hópurinn hittist og gerði vinnuáætlun sem fólst í því að leggja fyrir gæðagreini 6 sem tók fyrir mannafla, aðstöðu, búnað og starfsmat. Starfsmenn, foreldrar og stjórnendur unnu þá. Við matið er unnið á hverri starfsstöð fyrir sig og starfsmönnum skipt í smærri hópa sem hver og einn skilar sínum niðurstöðum til sjálfsmatsteymis. Sjálfsmatsteymið dró saman allar niðurstöður. Sjá nánar í sjálfsmatsskýrslu 2014-2015. Eftir áramót svöruðu nemendur, foreldrar og starfsfólk könnun Skólapúlsins.

    Samræmd próf Á haustönn þreyttu nemendur 4., 7. og 10. bekkja samræmd próf í íslensku og stærðfræði og nemendur 10. bekkjar þreyttu einnig próf í ensku. Kennarar rýndu niðurstöðurnar og nýttu þær við skipulagningu kennslunnar.

    Erlend samskipti Nordplus er millilandasamstarf fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum. Í þessu tilviki er um að ræða samstarf milli Íslands, Finnlands og Danmerkur sem fer fram á 2ja ára tímabili, frá hausti 2014 til vors 2016. 9.bekkur á Kleppjárnsreykjum tekur þátt í verkefninu. Markmiðið með samstarfinu er að nemendurnir kynnist mennta- og skólasamfélagi hinna landanna sem

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    18

    og menningu þeirra í víðari skilning. Að auki er samstarfið gott tækifæri fyrir tungumálaþjálfun en enska er vinnutungumál verkefnisins. Nemendurnir í löndunum þremur vinna verkefni tengd samstarfinu jafnt og þétt yfir tímabillið. Þau hafa meðal annars kannað eigið nærsamfélag og skólastarf og í því samhengi tekið upp myndbönd og búið til glærusýningar. Hápunktarnir í verkefninu eru heimsóknirnar landanna á milli. Í október síðastliðnum fór fram fyrsta heimsóknin þegar Danir og Finnar komu hingað til Íslands. 11 nemendur og tveir kennarar í hvorum hópnum. Þann 11. apríl fór svo 9.bekkurinn með 2 kennurum til Danmerkur og var þar í viku við nám og leik.

    Skýrslur deildastjóra og umsjónarkennara Skýrsla deildastjóra Við GBf starfa þrír deildastjórar í mismunandi háum stöðuhlutföllum í stjórnun. Helga Jensína Svavarsdóttir deildarstjóri Hvanneyrardeildar er í 38% stöðu, Hlöðver Ingi Gunnarsson deildarstjóri Varmalandsdeildar er í 70% stöðu og Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deildarstjóri Kleppjárnsreykjadeildar og jafnframt staðgengill skólastjóra í 80% stöðu. Megin hlutverk deildarstjóra er að stuðla að velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks, skipuleggja skólastarf, gera stundatöflur, vera faglegur ráðgjafi og sinna aga- og umgengnismálum í sinni deild. Hann sér um daglega stjórnun og utanumhald, skipuleggur forfallakennslu og skráir yfirvinnu vegna hennar í samstarfi við ritara. Hann skipuleggur og stjórnar deildarfundum og skráir allar fundargerðir í viðkomandi deild. Hann heldur utanum skipulag list- og verkgreinakennslu og vettvangsferða á vegum skólans. Deildarstjóri situr í áfallaráði og nemendaverndarráði þegar það á við. Deildarstjóri og ritari hverrar deildar sjá um allar bókapantanir fyrir viðkomandi deild og hafa umsjón með bókageymslu og öðrum námsgögnum. Skipulag vegna alls uppbrots í skólastarfinu s.s. litlu jóla, árshátíðarundirbúnings, samskipta við leikskóla og vinnu á vordögum, er einnig unnið af deildarstjóra. Auk þess hafa deildarstjórar Varmalands- og Kleppjárnsreykjadeildar skipulagt saman smiðjuhelgar vetrarins. Deildarstjórar sinna einnig öðrum þeim störfum sem skólastjóri kann að fela þeim. Gott og reglulegt samstarf hefur verið milli allra deilda og hafa allir deildarstjórar ásamt skólastjóra fundað vikulega í vetur til að stilla saman strengi. Það hefur verið ómetanlegt og mikill stuðningur fyrir stjórnendur.

    Skýrslur umsjónarkennara

    Hvanneyrardeild Skýrsla umsjónarkennara í Hvanneyrardeild Nemendur í Hvanneyrardeild voru 32 að vori í 1. - 5. bekk. 19 drengir og 14 stúlkur. Í 1. bekk voru 5 nemendur, í 2. bekk 7 nemendur, í 3. bekk 10 nemendur, í 4. bekk 7 nemendur og í 5. bekk 3 nemendur. Dagsskipulagi var breytt í haust og byrjuðu allir nemendur á hreyfingu að morgni. Að loknum morgunmat var farið í stöðvavinnu þar sem nemendur unnu þvert á aldur í íslensku og stærðfræði. Umsjónarhópar voru einnig þvert á aldur en umsjónarkennarar voru S. Fjóla Benediktsdóttir og Sólrún Halla Bjarnadóttir. Ása Hlín

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    19

    Svavarsdóttir tók við umsjón af Fjólu þegar hún fór í veikindaleyfi í nóvember. Kennsluhættir/skipulag kennslu Einstaklingsmiðun er höfð að leiðarljósi við kennslu nemenda í öllum fögum og fá nemendur að fara áfram í námsbókum eins og þeir hafa úthald, vilja og getu til. Notast var við fjölbreytta kennsluhætti, ýmist í hópa – eða einstaklingsvinnu. Íslenska og stærðfræði var unnin í stöðvum þvert á aldur og fór hver nemandi vikulega á fjórar stöðvar í íslensku og fjórar stöðvar í stærðfræði. Í stærðfræði stöðvum voru nemendur að vinna með talnaskilning, form, fjölbreyttar aðferðir á reikniaðgerðum, þrautir og spil. Í íslensku skiptust stöðvarnar í skapandi skrif, málfræði, stafsetning, krossgátur, skrift og orðavinnu út frá hugmyndum Byrjendalæsi. Í skapandi skrifum var lögð áhersla á texta-, ljóðagerð, myndasögugerð og bókmenntir, þar sem unnið var með læsi og gagnrýna hugsun nemenda. Talsverð samþætting var milli námsgreina og þannig flæddu t.d. listgreinar inn í stærðfræði og skapandi skrif og upplýsingatækni í samfélagsfræði, ensku og íslensku. Yndislestur fékk tíma flesta daga og þá lásu nemendur einnig upphátt fyrir kennara og/eða stuðningsfulltrúa. Heimanám var haft í lágmarki en lögð áhersla á heimalestur á hverjum degi í a.m.k. 10 mínútur upphátt fyrir forráðamann. Umsjónakennarar settu vikuáætlun inn á Mentor í hverri viku auk þess að senda bekkjarfréttir vikulega til foreldra þar sem þeir fóru yfir það sem unnið var í skólanum og/eða ræddu það sem framundan var. Skólahópur Andabæjar kom í heimsókn í skólann mánaðarlega og nemendur heimsóttu leikskólann reglulega. Lestrarátak var haldið í mars þar sem nemendur unnu að sameiginlegu markmiði, nemendur voru mjög kappsamir og slógu hraðamet í því að ná lokamarkmiði sem færði þeim pítsuveislu.

    Námsgrein Kennslust.fjöldi Kennari

    1.-2. bekk 3.-4. bekk 5. bekk

    Íslenska 7 7 7 Ása Hlín Svavarsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir og Kristín I. Baldursdóttir

    Stærðfræði 5 5 6 Ása Hlín Svavarsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir og Kristín I. Baldursdóttir

    Samfélagsfræði/ Náttúrufræði

    3,5 3 3,5 Ása Hlín Svavarsdóttir (1.,2. og 5. b) og Sólrún Halla Bjarnadóttir (3.-5. b.)

    Umsjón (Lífsleikni) 1 1 1 Ása Hlín Svavarsdóttir og Sólrún Halla Bjarnadóttir

    Enska 1 1,5 3 Ása Hlín Svavarsdóttir (3.-5. b.) Sólrún Halla Bjarnadóttir (1.-2. b.)

    Umhverfism./ Listsköpun

    1 1 1 Ása Hlín Svavarsdóttir

    Leiklist 1,5 1,5 1,5 Ása Hlín Svavarsdóttir

    Söngur 0,5 0,5 0,5 Ása Hlín Svavarsdóttir og Sólrún Halla Bjarnadóttir

    Textílm./ Handmennt

    2,5 2,5 2,5 Kristín Ingibjörg Baldursdóttir

    Hönnun og smíði 1,5 Sólrún Halla Bjarnadóttir

    Upplýsingamennt 1 1 1,5 Helga Jensína Svavarsdóttir

    Útikennsla 2 2 2 Ása Hlín Svavarsdóttir og Sólrún Halla Bjarnadóttir

    Íþróttir/sund 4 4 4 Sólrún Halla Bjarnadóttir

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    20

    Helstu áherslur Meginmarkmið vetrarins var að efla sjálfstæði, samheldni og jákvæð samskipti í gegnum vinnu við leiðtogaverkefnið sem hófst með nemendum í haust. Vikulega voru haldnir umsjónarhópsfundir þar sem nemendur gátu tjáð sig um hin ýmsu málefni og líðan sína. Áhersla var einnig lögð á samþættingu námsgreina við grunnþætti aðalnámskrár; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Námsmat Námsmatið byggist á frammistöðumati sem gefið er tvisvar yfir skólaárið í janúar og í maí. Nemendur fara síðan reglulega í hraðlestrarpróf og lesskilningspróf yfir veturinn. 4. bekkur þreytti samræmd próf í september, í íslensku og stærðfræði. Viðburðir Fyrsta ferð haustsins var í Oddsstaðarétt þar sem nemendur tóku virkan þátt í að draga fé í dilka. Hinn árlegi flóamarkaður var haldinn í nóvember en þar selja nemendur föt sem þeir fá gefins og hluti sem fólk vill gefa nýtt líf. Einnig voru seldar vöfflur og kakó. Ágóði af flóamarkaði var gefinn í vatnsátak Rauða krossins. Á degi íslenskrar tungu fóru nemendur 1.-2. bekkjar í leikskólann og sungu en 3.-5. bekkur fór í Landbúnaðarháskólann og fluttu frumsamdar hækur og ljóð. Þann 1. desember var kaffihús í skólanum þar sem krakkarnir voru með skemmtiatriði og buðu foreldrum, ömmum og öfum í heimsókn. Í desember var farið að sækja jólatré í Selskóg í Skorradal þar sem Valdimar skógfræðingur tók á móti okkur og aðstoðaði okkur við að finna tré. Á hverju ári hefur Helgileikurinn verið leikinn í kirkjunni þar sem allir nemendur skólans taka þátt í uppsetningunni og alltaf er vel mætt í kirkjuna. Í janúar fékk 4. og 5. bekkur tækifæri til þess að taka þátt í Söngvakeppni GBF á Kleppjárnsreykjum og tóku margir þátt í keppninni. Að henni lokinni vorum við með söngskemmtun þar sem allir nemendur fengu að spreyta sig. Í lok janúar var haldið þorrablót í skólanum þar sem lesinn var upp annáll síðastliðins árs og síðan var snæddur indælis þorramatur. Á öskudaginn mættu flestir nemendurnir í grímubúningum og var gengið í fyrirtæki og sungið. Á degi heilags Patreks 17. mars héldum við grænan dag og fengum Írann Kevin Martin í heimsókn og hann fræddi okkur um Írland. Leiðtogadagurinn var haldinn 30. apríl með góðum gestum. Í lok maí var árshátíðin okkar haldin þar sem nemendur settu upp sirkus GBF og fóru á kostum. Nemendur 4. og 5. bekkjar fóru í árlega skauta- og menningarferð til Reykjavíkur með jafnöldrum sínum úr öllum deildum. Farið var á Gerðarsafn og Tónlistarsafnið og síðan á skauta í Egilshöll. Þemavinna/vordagar Þemavinna þetta árið snéri að vinnu með venjurnar 7 í leiðtogaverkefninu og gerð vegglistaverks þar sem samþætt var við grænfánaverkefnið og umhverfismennt. Listaverkið sýnir leiðirnar að skólanum okkar og hefur hver leið eina venju og skólinn er sjöunda venjan. (sjá mynd). Þemavinna á vormánuðum unnum við úti að gerð náttúrulistagallería. Í apríl var farið í eina viku á Kleppjárnsreykjum þar sem farið var í sund og krakkarnir kynntust jafnöldrum sínum og unnu með þeim að skemmtilegum verkefnum. Seinni sundvikan var í Hreppslaug sem endaði á fatasundi.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    21

    Vorferðin var farin að Fitjum í Skorradal. Þar gengum við á vit horfinna tíma á eyðibýlinu Bakkakoti og skrifuðum í gestabók. Leikir, grill og skemmtun með hressilegu snjókornaívafi. Almennt um nemendur Hópurinn er samsettur af ólíkum einstaklingum en er engu að síður samheldinn. Í kjölfar vinnu þvert á aldur (stöðvavinna) og með venjunum 7 (leiðtogaverkefni) skynjuðu kennarar aukið umburðarlyndi og víðsýni nemenda gagnvart hvert öðru. Í heildina voru samskipti góð og virðing á milli nemenda.

    Ása Hlín Svavarsdóttir og Sólrún Halla Bjarnadóttir

    Kleppjárnsreykjadeild Skýrsla umsjónarkennara í 1. og 2. bekk Nemendum 1. - 2. bekkjar var kennt í samkennslu. Í 1. bekk voru 5 drengir og 4 stúlkur og í 2. bekk var 1 drengur og 2 stúlkur. Nemendur voru því 12 alls. Hópurinn var samheldinn og vinátta ríkti innan hans. Börnin voru vinnusöm og áhugasöm, og leið vel í skólanum. Kennsluhættir/ skipulag kennslu Námið var einstaklingsmiðað og greinar samþættar eins og kostur var. Íslenska var kennd með aðferðum Byrjendalæsis. Í nóv. og mars var unnið með 3. - 5. bekk í íslensku, 2 kennarar og stuðningsfulltrúi sáu um kennsluna. Nemendur gerðu PALS æfingar í lestri. Stærðfræði var unnin með 3. - 5. bekk í ýmsum hópum. 2 kennarar og stuðningsfulltrúi sáu um kennsluna. Í lífsleikni unnu nemendur með Bókina um Tíslu, sem er um það að byrja í skóla og fást við samskipti og ýmsar tilfinningar. Enskunámið beindist einkum að töluðu máli. Byrjað var að kenna börnunum leiðtogafærni og 30. apríl tóku þau á móti gestum á Leiðtogadeginum. Viðbrögð við eldsvoða voru æfð. Útivera og hreyfing skipaði stóran sess í starfinu haust og vor. Heimanám var aðeins lestur og söguritun. Við skólasetningu voru námsefni og helstu áherslur starfsins kynntar fyrir foreldrum. Foreldraviðtöl voru að hausti til að ræða líðan barnanna, og eftir jól þar sem námsframvinda var rædd. Samstarf foreldra og kennara var einkum fólgið í góðri samræðu um það sem upp kom hverju sinni.

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Upplýsingamennt 1 Eva Lind Jóhannsd Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir

    Enska 1 Hanna Kristín S. Þ.

    Íslenska 8 Hanna Kristín S. Þ. Elísabet Halldórsd.

    Stærðfræði 6 Hanna Kristín S. Þ. Guðmundur Eyþórsson

    Íþróttir og sund 4 Guðjón Guðmundsson

    Lífsleikni 2 Hanna Kristín S. Þ.

    Náttúrufræði 2 Hanna Kristín S. Þ.

    Samfélagsfræði 2 Hanna Kristín S. Þ.

    Tónmennt 1 Birna Þorsteinsd.

    Umhverfismennt 1 Elísabet Halldórsd.

    Mynd-/textíl-/ handmennt 2 Eva Lind Jóhannsd Lára Kristín Gíslad. Unnar Bjartmarss.

    Helstu áherslur hópsins Lögð var áhersla á góð samskipti í bekknum, vellíðan og jákvæða sjálfsmynd nemenda. Í byrjun var megináherslan á að nemendur 1. bekkjar upplifðu öryggi og vellíðan, svo færðist

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    22

    meiri þungi á námsgreinar. Áhersla var lögð á góða umgengni nemenda og ábyrgð hvers og eins gagnvart umhverfi sínu. Vinnuandinn var góður og hópurinn einstaklega vinnusamur. Námsmat Lögð voru fyrir skimunarprófin Leið til læsis í 1. bekk og Læsi í 1. og 2. bekk, stafakönnun í upphafi skóla og hraðlestrarpróf í ágúst, desember og maí. Í öðrum greinum var símat á þekkingu og færni. Við lok hvorrar annar var gefið frammistöðumat í öllum greinum. Hver nemandi á ferilmöppu sem hann safnar bestu verkefnunum sínum í. Tekin eru sýnishorn af rithönd nemenda við lok hvers skólaárs og safnað í bók fyrir hvern og einn. Viðburðir Ljósahátíðin var í nóvember. Þar kveikti yngsti nemandi skólans ljós á trénu í portinu. Litlu jólin voru haldin hátíðleg. Á árshátíðinni flutti bekkurinn leikgerð sína á þjóðsögunni Velvakandi og bræður hans. Tveir dótadagar voru á vetrinum, og nokkrir bangsadagar. 1. og 2. bekkur H kom eina viku í apríl, en H deildin var þá í sundnámi á Kleppjárnsreykjum. Þá var m.a. farið í Reykholt, hlýtt á fyrirlestur í Snorrastofu um Snorra Sturluson, og staðurinn skoðaður. Í maí voru leynivinadagar í bekknum. Í lok verkefnisins var svo vinaveisla með kökum og safa. 1. júní vann allt yngsta stig Gbf. saman á Varmalandi. Þemastarf Unnin var þemavinna um dreka með 3. - 5. bekk. Eftir áramót var byrjað að vinna verkefni þar sem nemendur bjuggu til nýtt land sem þeir námu. Þeir spunnu og skráðu sögu um tildrög landnámsins og stefna að því að vinna áfram með verkefnið næsta vetur. Fyrir árshátíðina var uppbrot þegar unnið var með þjóðsöguna Velvakandi og bræður hans. Þar var áherslan á fjölbreytni og hvernig ólíkir hæfileikar nýtast í samstarfi. Sömu áherslur voru í náttúrufræði, samfélagsfræði og leiðtogavinnu. Á haust- og vordögum lærðu börnin um gróðurinn. Þau tóku upp kartöflur um haustið. Þau sáðu sólblómum í glerkrukkur og fylgdust með spírun fræsins, einnig sáðu þau salati og tóku plöntur með sér heim. Almennt um bekkinn Þetta er glaðvær og líflegur hópur sem býr yfir miklum sköpunarkrafti og frumleika.

    Hanna Kristín Steinunnar Þorgrímsdóttir

    Skýrsla umsjónarkennara í 3, 4 og 5. bekk Helstu áherslur árganganna Í vetur hafa helstu áherslur verið að mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni í leik og námi. Eitt meginmarkmið okkar þetta skólaár hefur verið að þjálfa vináttutengsl og styrkja félagsfærni. Rík áhersla hefur verið lögð á að vinna með hópinn sem eina heild og vinna í smærri námshópum þegar það hefur átt við. Kennsluhættir/skipulag kennslu Samkennsla er í bekkjunum og hefur verið reynt að hafa kennsluhætti eins fjölbreytta og kostur hefur verið.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    23

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Íslenska 7 Elísabet Halldórsdóttir

    Enska 3 og 4.bekkur 1 Elísabet Halldórsdóttir

    Samfélagsfræði 3 Elísabet Halldórsdóttir

    Íþróttir 4 Guðjón Guðmundsson

    Lífsleikni 1 Elísabet Halldórsdóttir

    Náttúrufræði 2 Elísabet Halldórsdóttir

    Myndmennt/upplýsingam 4 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Stærðfræði 6 Guðmundur Eyþórsson

    Textílmennt/smíðar 2 Lára Gísladóttir/Unnar Þ Bjartmarsson

    Umhverfisfræði 1 Elísabet Halldórsdóttir

    Tónmennt 1 Birna Þorsteinsdóttir

    3-4.bekkur Frístund 6 Þuríður Ketilsdóttir og Heiðbjört

    5.bekkur Frístund 1 Þuríður Ketilsdóttir og Heiðbjört

    5.bekkur Enska 3 Magnea Helgadóttir

    5.bekkur Áhugasviðsval 2 Guðjón,Eva lind, Inga Adda, Elísabet, Bjarnheiður

    Námsmat nemendur hafa tekið próf og unnið verkefni. Það er bæði metið í tölum og einnig er gefið frammistöðumat. 4. bekkur fór í samræmd próf í haust og settust umsjónakennari, kennarar og sérkennari skólanns niður til að rýna í einstaka þætti og árangur einstakra nemenda til að tryggja eftirfylgni og námsefni við hæfi. Er það vilji skólanns að nota niðurstöður prófanna til að bæta árangur nemenda. Umhverfisfræðsla/Grænfáni Það hefur verið reynt að vinna sem mest þvert á fög og samþætta umhverfisfræðslu þar inn. Viðburðir Bekkurinn hefur haft nokkur bekkjapartý í vetur þar sem við höfum brotið upp hefbundna kennslu. Einnig fóru 4. og 5. bekkur í skautaferð með Hvanneyrardeild og Varmalandsdeild þar fórum við líka á tvö söfn Tónlistarsafnið og Gerðarsafn. Þemavinna/vordagar Í byrjun vetrar var unnið með gildin samhyggð og samkend og lásum við Benjamín dúfu. Í tengslum við árshátíðarundirbúning unnum við með söguna um Benjamín dúfu og gerðum leikrit. Einnig vorum við með leiðtogadag í skólanum nú í vor. Almennt um bekkinn Nemendur í 3.bekk eru tveir nemendur 1 strákur og ein stúlka. Í 4.bekk er 4 stúlkur og 5 drengir og í 5.bekk eru 3 nemendur 1 stúlka og 2 drengir.

    Elísabet Halldórsdóttir

    Skýrsla umsjónarkennara í 6. bekk Helstu áherslur árgangsins Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda,nota leiðtogahæfileika þeirra til hagsbóta fyrir allan hópinn. Kennsluhættir/skipulag kennslu

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Danska 2 Elísabet Halldórsdóttir

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    24

    Enska 3 Magnea Helgadóttir

    Íslenska 6 Magnea Helgadóttir

    Íþróttir 4 Guðjón Guðmundsson

    Lífsleikni 2 Guðmundur Eyþórsson

    Náttúrufræði 3 Hanna Kristín Þorgrímsdóttir

    Samfélagsfræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Stærðfræði 5 Guðmundur Eyþórsson

    Áhugasviðsval 2 Ýmsir kennarar

    Myndment 1 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Textil 1 Lára Kristín Gísladóttir

    Umhverfismennt 2 Elísabet Halldórsdóttir

    Upplýsingamennt 1 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Þróunarstarf Áhugasviðsval var með breyttum hætti í vetur, nemendur völdu sér nú verkefni til 4 vikna í senn. Nemendur unnu með venjurnar 7, mest með venju 5. Hengd voru upp veggspjöld og venjutré unnið út frá hugmyndum nemenda. Námsmat/frammistöðumat Frammistöðumat er gert tvisvar á vetri, vitnisburður í lok skólaárs og byggist á matsverkefnum símati og prófum. Viðburðir Á vegum nemendafélagsins var eitt bíó kvöld og eitt diskótek. Nemendur notuðu mikinn tíma í undirbúning árshátíðar þar sem þeir sömdu nýja útgáfu af Mjallhvíti. Allir nemendur tóku þátt í öllu ferlinu. Þemavinna/vordagar Á vordögum tóku nemendur þátt í gönguferð, ratleikjum, margskonar keppnum og tóku á móti 6. bekk úr Grunnskólanum í Borgarnesi sem var á ferð um héraðið. Almennt um bekkinn Á haustönn voru nemendur bekkjarins 12 talsins en á vorönn bættist einn nemandi við. Bekkjarfundir voru haldnir eftir þörfum og voru allir nemendur vel virkir í umræðum. Hópurinn nær vel saman bæði í kennslustundum og annarstaðar. Guðmundur Eyþórsson

    Skýrsla umsjónarkennara í 7. bekk Í bekknum voru 14 nemendur, 5 stelpur og 9 strákar. Einn nemandi bættist í hópinn frá fyrra ári. Helstu áherslur árgangsins Lögð var áhersla á eða efla jákvæð samskipti, vellíðan og að bæta sjálfsmynd nemenda. Unnið var með Leiðtogaverkefnið og reynt að nýta það inn í alla vinnu með nemendum. Auk þess var Aðalnámsskrá Grunnskólanna fylgt við gerð námsáætlana. Kennsluhættir/skipulag kennslu

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Danska 3 Maja Vilstrup Roldsgaard

    Enska 3 Magnea Helgadóttir

    Íslenska 6 Lára Kristín Gísladóttir

    Íþróttir 4 Guðjón Guðmundsson

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    25

    Lífsleikni 1 Lára Kristín Gísladóttir

    Náttúrufræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Samfélagsfræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Stærðfræði 5 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Áhugasviðsval 2 BJ/EH/ELJ

    Textílmennt/myndmennt 2 Lára Kristín Gísladóttir/Eva Lind Jóhannsdóttir

    Umhverfism./handmennt 2 Hanna Kr. Þorgrímsdóttir/ Unnar Þ. Bjartmarsson

    Upplýsingatækni 1 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Þróunarstarf Áhugasviðsval var með breyttum hætti í vetur, nemendur völdu sér nú verkefni til 4 vikna í senn. Nemendur unnu bekkjarreglur í íþróttatíma, tengt geðrækt. Námsmat/frammistöðumat Námsmat er gefið tvisvar sinnum yfir veturinn. Það felst í frammistöðumati í öllum greinum og prófseinkunn/vinnueinkunn í sumum þeirra. Í stærðfræðinni eru tekin kaflapróf jafnt og þétt yfir veturinn og gildir meðaltal þeirra til lokaeinkunnar. Leshraði og lesskilningur er kannaður tvisvar sinnum og lestrarlag einu sinni yfir skólaárið. Bekkurinn tók samræmt próf í íslensku og stærðfræði í haust. Viðburðir Haldið var bekkjarkvöld í skólanum sem foreldrarnir sáu um þar sem farið var í sund og leiki og bakaðar pizzur. Ljósahátíð var haldin í lok nóvember og árshátíð yngri deildanna var haldin í Brún í byrjun janúar. Eins og venja er fór 7. bekkur í skólabúðirnar að Reykjum í janúar með umsjónarkennara sínum, þar sem krakkarnir dvöldu við leik og störf í viku. Allir nutu þess mjög vel og þjappaði ferðin krökkunum saman og styrkti þau sem hóp. Bekkurinn tók þátt í Stóru upplestrarkeppninni þar sem allir tóku þátt í forkeppni í skólanum og þrír nemendur tóku þátt fyrir hönd skólans í undankeppni milli deilda skólans. Tvö þeirra kepptu svo fyrir skólans hönd í Vesturlandskeppninni. Leiðtogadagurinn var haldinn í skólanum 30. apríl. Þar tóku nemendur á móti boðsgestum og kynntu þeim leiðtogaverkefnið. Hæfileika- og spurningakeppni var haldin á vordögum. Þar svara nemendur spurningum eða leysa þrautir úr öllum námsgreinum og allir taka þátt. Þemavinna/vordagar Þemadagar voru samkvæmt venju að hausti og vori. Unnið í stöðvum þar sem nemendur höfðu val um að vinna á Læknistúni, vera í hreyfingu, fara upp í Logaland eða vinna í skiltagerð fyrir Leiðtogaverkefnið. Einnig var á vordögum boðið uppá hjólaferð upp í Reykholt, gönguferð yfir háls frá Brennistöðum og aðra styttri fyrir þau yngri. Farið var í ratleiki og haldið bekkjamót í sundi og spilað inni við. Vordagarnir lituðust dálítið köldu veðurfari og því ekki eins spennandi að taka þátt í útiverunni eins og stundum áður, en tókust þó mjög vel.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    26

    Almennt um bekkinn Bekkurinn samanstendur af kraftmiklum og klárum krökkum frá Hvanneyri og úr uppsveitunum. Hópurinn var svolítið sundurleitur í byrjun skólaárs, en samheldnin óx mikið þegar leið á veturinn og var mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum krökkum vaxa og þroskast.

    Lára Kristín Gísladóttir

    Skýrsla umsjónarkennara í 8. bekk Helstu áherslur árgangsins Á námskynningunni að hausti voru valdir tenglar og er það reglan í þessum bekk að það sé foreldrar tveggja barna og er farið eftir stafrófsröð. Nú kom það í hlut Ásu Dóru Garðarsdóttur, Helgu Dís Árnadóttur og Brynjars Sigurðssonar og eru þau síðust í hópnum. Foreldraviðtöl voru tvisvar yfir veturinn það fyrra 8. október og það síðara 14. janúar. Hópurinn samanstendur af 7 nemendum, 3 stelpur og 4 strákar. Umsjónarkennari sendi fréttir frá skólastarfinu heim vikulega. Kennsluhættir/skipulag kennslu

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Danska 3 Maja Vilstrup Roldsgaard

    Enska 4 Maja Vilstrup Roldsgaard

    Íslenska 6 Magnea Helgadóttir

    Íþróttir 4 Guðjón Guðmundsson

    Lífsleikni 1 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Náttúrufræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Samfélagsfræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Stærðfræði 6 Eva Lind Jóhannsdóttir

    Val: vélar og smíði, myndmennt, leður, bóknám, íþróttir, spænska, tónlist, brids, matreiðsla og textíll

    6 Unnar Þorsteinn Bjartmarsson/Eva Lind Jóhannsdóttir/Magnea Helgadóttir/Guðjón Guðmundsson/Maja Vilstrup Roldsgaard/Birna Þorsteinsdóttir/Guðmundur Eyþórsson/ Bjarnheiður Jónsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir

    Þróunarstarf Unnið var í verkefninu leiðtoginn í mér og gerðu nemendur m.a. tré inni í stofunni sinni með venjunum 7 og eitt stórt plakat með einni venju sem var hengt fram á gang. Fyrsti leiðtogadagur GBF var haldinn í apríl og gekk hann mjög vel fyrir sig. Námsmat/frammistöðumat Frammistöðumat í flestum fögum er símat yfir önnina þar sem tekið er tillit til vinnu heima og í skóla. Einkunnir eru gefnar fyrir verkefni, lotupróf og lokapróf og er það undirstaðan fyrir útkomu vetrarins. Viðburðir Nemendur fóru í skíðaferð í Bláfjöll og gistu þar eina nótt. Þeir nemendur sem vildu fóru og studdu samnemendur sína í Skólahreysti sem haldið var í Kópavogi. Nokkrir nemendur kepptu í boðsundskeppni grunnskólanna og gekk þeim mjög vel. Árshátíð 8.-10. bekkjar var haldin um mánaðarmótin febrúar/ mars og tókst hún með eindæmum vel.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    27

    Þemavinna/vordagar Síðustu dagar skólaársins fóru þannig fram að þann 26. maí var hæfileikakeppni þar sem 7. -10. bekkur mynduðu fjögur lið þvert á bekki. Hæfileikakeppnin skiptist í spurningakeppni þar sem eru spurningar úr öllum fögum sem kennd eru í skólanum. Þrautir úr textíl, smíði, náttúrufræði, myndmennt, íþróttum og stærðfræði. Einnig þurftu nemendur að leika nokkur orð. Þetta er skemmtileg keppni og spenningur nemanda mikill fyrir henni. Næstu þrjá daga eru nemendur í verkefninu sérstaða sveitaskóla þar sem nemendur fara í starfskynningu á sveitabæi í nágrenninu og skila þau verkefnum og dagbók um starfið. Næst síðasta daginn var farið með unglingastigið frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum að Hvanneyri þar sem Landbúnaðarháskóli Íslands var skoðaður. Síðan var farið í ratleik á Landbúnaðarsafni Íslands. Síðasta daginn var svo haldið bekkjamót í sundi. Almennt um bekkinn Bekkurinn hefur haft gott að því að fá að vera þessi litla eining og hefur það styrkt þau félagslega og námslega.

    Eva Lind Jóhannsdóttir

    Skýrsla umsjónarkennara í 9. bekk Í bekknum eru 10 drengir og 5 stúlkur og eru þau ágætlega samheldin þrátt fyrir að þau séu mjög ólík. Kennsluhættir/skipulag kennslu Gerð er kennsluáætlun fyrir flest fög fyrir hverja viku og hún birt foreldrum og nemendum á Mentor. Stuðst er við hefðbundna bekkjarkennslu í fjölbreyttu formi svo sem fyrirlestur frá kennara, sjálfstæða vinnu, innlögn, verkefnavinnu, lotuvinnu og einstaklingsaðstoð. Einnig er unnið í hópum að sameiginlegum verkefnum, oft þematengdum. Þverfagleg kennsla hefur verið allnokkur á árinu, m.a. í ensku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Íslenska 6 Magnea Helgadóttir

    Stærðfræði 6 Guðmundur Eyþórsson

    Lífsleikni 1 Maja Vilstrup

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    28

    Enska 4 Maja Vilstrup

    Danska 3 Maja Vilstrup

    Íþróttir 4 Guðjón Guðmundsson

    Náttúrufræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Samfélagsfræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Val 6 Eva Lind Jóhannsdóttir, Magnea Helgadóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður Jónsdóttir, Unnar Þ. Bjartmarsson, Birna Þorsteinsdóttir, Guðmundur Eyþórsson, Ingibjörg Adda Konráðsdóttir og Maja Vilstup

    Námsmat Nemendur voru í lotunámi bæði í stærðfræði og íslensku. Hlutapróf voru á milli lota í íslensku og stærðfræði, en einnig á milli kafla í náttúrufræði og ensku. Bekkurinn tók lokapróf að vori með prófamöppum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Þróunarstarf Unnið var með Leiðtogann í mér á margvíslegan hátt, og einnig unnu nemendur jafnt og þétt yfir veturinn með Nordplus. Farið var í skólabúðir að Laugum í viku í október. Smiðjuhelgar voru tvær á skólaárinu. Unnið var í Nordplus-samstarfi allt skólaárið með skólum frá Finnlandi og Danmörku. Tekið var á móti þessum hópum hér á landi í október og farið var til Danmerkur í apríl. Í maí fóru nemendur í starfskynningu á sveitabæjum í tengslum við Sérstöðu sveitarskóla. Viðburðir Veturinn var viðburðaríkur en nemendur tóku á móti erlendum nemendum frá annarsvegar Finnlandi og hinsvegar Danmörku en þetta millilandasamstarf er unnið út frá Nordplus styrk sem verkefnið hlaut. Nemendur fengu erlendu gestina heim til sín og svo gistu allir saman síðustu nóttina í Logalandi. Í apríl var ferðinni heitið til Danmerkur þar sem íslensku og finnsku nemendurnir gistu á dönskum heimilum. Ákveðið var að lengja ferðina um tvo daga til skemmtunar í Kaupmannahöfn en þar var farið í siglingu um borgina, Litla hafmeyjan skoðuð, Amalienborgarhöll og margt fleira auk þess sem auðvitað var farið í Tívolí. Bekkurinn fór í fjáröflun fyrir þessa skemmtidaga með því að gefa út blað sem þau nefndu Granít. Nemendur sóttu hina ýmsu viðburði nemendafélagsins sem hefur staðið fyrir öflugri dagskrá í vetur. Eftir síðasta skóladag var haldið bekkjarslútt með pítsur á Hvernum. Þemavinna/vordagar Nemendur sinntu verkefninu Sérstaða Sveitaskóla síðustu skólavikuna. Þá fóru nemendur í starfskynningu í héraði og skiluðu þaðan dagbók og unnu verkefni. Það tókst mjög vel og ánægjulegt fyrir nemendur að kynnast starfsemi í nærsamfélaginu. Þá fór allt unglingastigið frá Kleppjárnsreykjadeild og Varmalandsdeild í Landbúnaðarsafnið og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Haldin var hæfileikakeppni fyrir 7.-10. bekk sem heppnaðist afar vel sem og kökuratleikur síðasta kennsludaginn.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    29

    Almennt um bekkinn Í haust vantaði nokkuð uppá umgengni og um leið virðingu fyrir náunganum og umhverfinu. Það hefur virkað mjög vel að vera með umsjónarmann sem sér um að kennslustofan sé í góðu standi fyrir þrif í hádeginu og í lok dags. Hver nemandi er umsjónarmaður í viku í senn. Þá hefur einnig samheldnin aukist mikið í vetur, þá sérstaklega eftir utanlandsferð. Maja Vilstrup Roldsgaard

    Skýrsla umsjónarkennara í 10. bekk Helstu áherslur árgangsins Innan bekkjarins er töluverð breidd í getu og var því mikil áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám, sjálfstæði í vinnubrögðum og ábyrgð á eigin námi. Kennsluhættir/skipulag kennslu (36 stundir skiptust þannig):

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Danska 3 Maja Vilstrup Roldsgaard

    Enska 4 Maja Vilstrup Roldsgaard

    Íslenska 6 Magnea Helgadóttir

    Íþróttir 4 Guðjón Guðmundsson

    Lífsleikni 1 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Náttúrufræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Samfélagsfræði 3 Bjarnheiður Jónsdóttir

    Stærðfræði 6 Guðmundur Eyþórsson

    Val 4 Ýmsir kennarar

    Áhugasviðsval 2 Ýmsir kennarar

    Þróunarstarf Áhugasviðsval var með breyttum hætti í vetur, nemendur völdu sér nú viðfangsefni til 4 vikna í senn. Þá unnu nemendur verkefni tengd geðrækt í tengslum við heilsueflandi skóla. Grænfáni Sigrún Ólafsdóttir var fulltrúi bekkjarins í umhverfisnefnd. Námsmat/frammistöðumat Frammistöðumat er gefið í lok hvorrar annar. Í lok þeirrar fyrri fá nemendur jafnframt tækifæri til sjálfsmats. Íslenska og stærðfræði eru kennd í lotum þar sem lögð eru fyrir próf að lokinni hverri lotu. Nemendur tóku jafnframt próf að loknum hverjum kafla í náttúrufræði. Bekkurinn tók svo lokapróf að vori með prófamöppum. Viðburðir Bekkurinn tók virkan þátt í starfi nemendafélagsins venju samkvæmt. Í september var farin hópeflisferð í Skorradal. Þá gengu nemendur bekkjarins ásamt 8. og 9. bekk og umsjónarkennurum á Hestfjall og gistu eina nótt í skátaskálanum í Skorradal. Nemendur skiptu með sér verkum og tóku virkan þátt í matargerð, frágangi og þrifum. Þá var farið í skíðaferð í Bláfjöll í mars og gist þar eina nótt. Árshátíð unglingastigs skólans var haldin undir lok febrúar og settu unglingar okkar á svið frumsamið leikrit um útlitsdýrkun. Þemavinna/vordagar Á vordögum tóku nemendur prófin með fyrra fallinu og fóru svo í útskriftarferð til Danmerkur. Þegar heim var komið fóru nemendur bekkjarins svo í starfskynningar, flestir á höfuðborgarsvæðið en þó einhverjir í heimabyggð.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    30

    Almennt um bekkinn Á haustönn voru nemendur bekkjarins 14 talsins en um áramót fækkaði um einn. Það voru því 13 nemendur sem útskrifuðust nú á vordögum, 6 strákar og 7 stelpur. Vinnusamir og glaðir krakkar sem hefur verið einstaklega skemmtilegt að kynnast og vinna með í vetur.

    Bjarnheiður Jónsdóttir

    Varmalandsdeild Skýrsla umsjónakennara í 1. bekk Í upphafi vetrar voru 13 nemendur í 1.bekk, 9 drengir og 4 stúlkur. Í desember hætti ein stúlka og einn drengur í apríl og voru það því 11 sem luku 1. bekk þetta árið, 3 stúlkur og 8 drengir. Umsjónakennari var Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir, og stuðningsfulltrúi inn í bekk var Svava Björg Einarsdóttir. Hópurinn varð mjög fljótt samheldin og skemmtilegur.

    Enska Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Upplýsingatækni 1 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Enska 1 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Íslenska/myndmennt 8 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Íþróttir og sund 4 Agnes Guðmundsdóttir

    Lífsleikni 1 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Náttúrufræði 3 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Samfélagsfræði/Textíl 3 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Stærðfræði 5 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Útikennsla 4 Ása Erlingsdóttir

    Helstu áherslur árgangsins Meginmarkmið vetrarstarfsins var að vekja/efla áhuga nemenda á lestri ásamt því að efla samheldni nemenda og sjálfstæði. Í stærðfræði var verið að kynna grunnþætti stærðfræðinnar. Farið var eftir Aðalnámskrá grunnskóla í skólastarfinu/kennslunni. Foreldraviðtöl voru tvisvar yfir veturinn; fyrir og eftir jól. Facebooksíða var stofnuð sem efldi samstarfið við foreldra. Samskipti við foreldra voru góð.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    31

    Kennsluhættir/skipulag kennslu Nám og kennsla var einstaklingsmiðuð í lestri, íslensku og stærðfræði. Nemendur lásu í skólanum á hverjum morgni í hljóði og fyrir kennara 1 – 2 í viku. Lögð var mikil áhersla á að foreldrar væru meðvitaðir um heimalestur barna sinna og tækju virkan þátt með því að láta þá lesa heima á hverjum degi. Á hverjum föstudegi skrifuðu nemendur heim vikubréf sem þau sömdu í sameiningu. Stærðfræði var unnin í bókum og verkefni frá kennara. Mikið var um samþættingu fleiri námsgreinum svo sem náttúrufræði og enska, náttúrufræði og myndmennt, samfélagsfræði og íslenska, lífsleikni, myndmennt og textíl. Því var oft brugðið frá skipulagðri stundaskrá. Námsmat Námsmat er byggt á símati og frammistöðumati. Útikennsla/hreyfing Útikennsla var einu sinni í viku í veturá, hálfur bekkur í senn á meðan hinn helmingurinn var í upplýsingatækni. Þann 2. desember tóku nemendur 1. bekkjar þátt í að mynda vinakeðju frá skólanum og upp á Laugahnjúk fyrir ofan skólann þar sem kveikt var á fallegu jólastjörnunni okkar, sem er gömul hefð í byrjun aðventu. Einnig tóku nemendur þátt í skógarhlaupinu en það er árviss viðburður við skólann. Það er alltaf mikið um að vera á vordögum skólans, en þá gerum við okkur margt til gagns og gamans. Þemadagar voru í lok skólaárs þar sem þemað var landnámið. Þar var ýmislegt baukað svo sem skildir gerði, rúnir ritaðar, nælur gerðar og einnig tilraun til að baka rúgbrauð í hvernum. Nemendur fengu að hafa reiðhjólin sín í skólanum í eina og hálfa viku og gátu þá hjólað í öllum frímínútum. Gönguferð vorsins var á Stafholtsfjall með viðkomu í „indíanaklettum“ áður en lagt var af stað tilbaka. Umhverfisfræðsla/Grænfáni Nemendur hafa verið mjög duglegir við að flokka allt það rusl sem til fellur í kennslustofunni okkar og eru flestir ef ekki allir vel meðvitaðir um gildi þess að flokka sorp. Nemendur nota pappír, sem búið er að t.d prenta á öðru megin, til að teikna á. Einnig voru ljós notuð í lágmarki og ávalt slökkt þegar enginn var í stofunni. Leiðtogaverkefni Innleiðing á leiðtogaverkefninu hefur gengið vel í 1.bekk. Venjurnar 7 hafa verið kynntar og búið hefur verið til leiðtogatré 1.bekkjar og nemendur hafa fengið leiðtogahlutverk. Leiðtogadagur var haldinn 30. apríl. Viðburðir Nemendur sýndu leikritið um jólasevinana á jólaskemmtunina, þau stóðu sig frábærlega. Í lok vorannar komu allar deildir GBF saman og brutu upp hefbundið skólastarf. 1. -4.bekkur var hér á Varmalandi og var farið í ratleik um svæðið.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    32

    Þemavinna/vordagar Þemadagar voru í 3 daga í lok skólaárs. Það var unnið með landnámið. Þar var ýmislegt baukað svo sem skildir gerði, rúnir ritaðar, nælur gerðar og einnig tilraun til að baka rúgbrauð í hvernum. Síðasti skóladagur var svo leikjadagur þar sem bakað var brauð í skóginum, vatnsrennibraut í brekkunni, skotbolti, krítar, kubbspil, sund og baunaspítingar. Almennt um bekkinn Nemendur 1. bekkjar eru mjög dugleg. Margir eru námslega sterkir en einnig eru einhverjir sem þurfa á aðstoð að halda eins og gengur. Enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju.

    Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Skýrsla umsjónakennara í 2. bekk Í upphafi vetrar voru 12 nemendur í 1.bekk, upp úr áramótum hætti einn nemandi og voru það því 11 sem luku öðrum bekk þetta árið. Umsjónakennari var Börkur Hrafn Nóason. Hópurinn var mjög hress og skemmtilegur þannig að ýmsum kennsluaðferðum var beitt. Kennsluhættir/skipulag

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Upplýsingatækni 1 Hólmfríður Ásmundsdóttir

    Enska 1 Börkur Hrafn Nóason

    Íslenska/myndmennt 7 Börkur Hrafn Nóason/Líney Traustadóttir

    Íþróttir og sund 4 Agnes Guðmundsdóttir

    Náttúrufræði 3 Börkur Hrafn Nóason

    Samfélagsfræði/textíl 4 Börkur Hrafn Nóason/Líney Traustadóttir

    Stærðfræði 5 Börkur Hrafn Nóason

    Lestur/bókasafn 1 Líney Traustadóttir

    Verkgreinar 4 Líney Traustadóttir, Börkur Hrafn Nóason, Gróa Erla Ragnvaldsdóttir,

    Kennslan var einstaklingsmiðuð og megin áhersla lögð á íslensku og stærðfræði. Stuðst var við aðferðir Byrjendalæsis samhliða öðrum aðferðum. Stærðfræði var að mestu unnin í bókum ásamt verkefnum frá kennara. Aðrar námsgreinar voru tengdar við byrjendalæsi og unnið á bóklegan og verklegan hátt úr þeim. Námsmat var að mestu símat þar sem tekið var tillit til verkefna nemenda og vinnusemi ásamt framförum sem þeir tóku í náminu. Frammistöðumat var notað til vitnisburðar bæði við lok haustannar og lok skólaárs. Helstu áherslur árgangsins Meginmarkmið vetrarstarfsins var að kenna nemendum að ná tökum á lestri og stærðfræði ásamt því að efla samheldni nemenda og sjálfstæði. Stuðst var við Aðalnámskrá grunnskóla í skólastarfinu/kennslunni. Foreldrum gafst færi á að hitta umsjónakennara tvisvar yfir veturinn í skipulögðum foreldraviðtölum að auki var hægt að fá fund með kennara ef þess gerðist þörf og voru þau samskipti góð í vetur. Reglulega var sendur út póstur til foreldra þar sem farið var bekkjarandann og starfið innan bekkjarins. Viðburðir Bekkurinn tók þátt í desembergleðinni ásamt öðrum bekkjum á yngsta- og miðstigi. Sett var upp leikritið Jólasveinninn svaf yfir sig. Uppsetningin tókst mjög vel og fóru allir glaðir og sáttir inn í jólafrí.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    33

    Þemavinna/vordagar Árlega taka nemendur skólans þátt í skógarhlaupi og gerðu nemendur 2.bekkjar það einnig í ár. Í næst síðustu viku skólaársins var þemavika hjá yngri nemendum skólans þar sem landnám var meginverkefnið. Nemendur fóru í smiðjur þar sem fræðst var um landnám. Smiðjurnar voru: smíðar, listsköpun, útikennsla (tvær stöðvar) og ritunarstöð. Síðustu eina og hálfu vikuna fengu nemendur að vera með hjólin sín í skólanum. Næst síðasta dag skólans komu nemendur 1. – 4. bekkja frá Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum í heimsókn. Farið var í ratleik og síðan leikið sér saman. Þetta er gert til að krakkarnir á öllum starfsstöðvum skólans kynnist betur. Skólastarfinu lauk svo með leikjadegi að venju.

    Börkur Hrafn Nóason

    Skýrsla umsjónarkennara 3. bekk Kennari tók við nemendum í 3. bekk um áramótin voru þá 13 nemendur í bekknum, 7 stúlkur og 6 drengir. Ein stúlka hætti í lok janúar og einn drengur í lok febrúar og því voru nemendur samtals í lok skólaárs ellefu talsins. Kennsluhættir/skipulag kennslu

    Námsgrein Kennslust.fj. Kennari

    Íslenska 6 Kolbrá Höskuldsdóttir

    Stærðfræði 5 Kolbrá Höskuldsdóttir

    Handmennt/Myndlist 2 Kolbrá Höskuldsdóttir/Líney Traustadóttir

    Náttúrufræði 3 Kolbrá Höskuldsdóttir

    Samfélagsfræði/lífsleikni 3 Kolbrá Höskuldsdóttir

    Upplýsingatækni 1 Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir

    Íþróttir/sund 3/1 Agnes Guðmundsdóttir

    Áhugasviðsval 2 Líney Traustadóttir

    Smíði/heimilisfræði 2/2 Gróa Ragnvaldsdóttir /Líney Traustadóttir, Börkur Nóason

    Nám og kennsla var einstaklingsmiðuð í lestri, íslensku og stærðfræði. Nemendur lásu í skólanum á hverjum morgni í hljóði og fyrir kennara. Lögð var mikil áhersla á að foreldrar væru meðvitaðir um heimalestur barna sinna og tækju virkan þátt með því að láta þau lesa heima á hverjum degi. Kennari las jafnframt fyrir börnin iðulega í lok fyrsta tíma, eða lét þau hlusta sögur og ævintýri af diskum. Yfir misserið kynnti kennari fyrir nemendum þekkta barnabókahöfunda í fyrirlestrarformi, las úr bókum eftir höfundana og kynnti fyrir þeim kvikmyndir sem gerðar höfðu verið eftir bókunum. Þetta voru höfundarnir Astrid Lindgren og Roald Dahl. Margvísleg ritunarverkefni voru lögð fyrir nemendur, þar sem þeir þurftu að segja frá því hvað á daga þeirra hafði drifið, m.a. í fríum og öðru þ.h. Stærðfræði var unnin í bókum og fljótlega eftir áramótin fóru þau að læra margföldunartöflurnar utanað. Nemendur klipptu út ávexti og límdu eina margföldunartöflu á hvern ávöxt og leystu síðan úr dæmunum og stofan skreytt með þeim. Til að auðvelda þeim skilninginn, notaðist kennari við skrautsteina í kennslunni sem nemendur fengu síðar til eignar, enda búnir að vinna sér inn fyrir því. Teknar voru fyrir 1x – 6x töflurnar. Þrjár stærðfræðikannanir voru lagðar fyrir yfir misserið. Mikið var um samþættingu námsgreina og því var oft brugðið frá skipulagðri stundaskrá.

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    34

    Helstu áherslur árgangsins Meginmarkmið vetrarstarfsins var að vekja/efla áhuga nemenda á lestri ásamt því að efla samheldni nemenda og sjálfstæði. Í stærðfræði voru helstu áherslur á stórar tölur og margföldun ásamt talnaskilning og grunnhugtök stærðfræðinnar. Stuðst var við Aðalnámskrá grunnskóla í skólastarfinu/kennslunni. Foreldraviðtöl voru tvisvar yfir veturinn; fyrir og eftir jól. Samskipti við foreldra voru oftast góð. Námsmat Námsmat er byggt á símati en þó er stuðst við niðurstöður könnunarprófa í stærðfræði. Útikennsla/hreyfing Útikennsla var ekki markviss í vetur. Í desember tóku nemendur 3. bekkjar þátt í að mynda vinakeðju frá skólanum og upp á Laugahnjúk fyrir ofan skólann þar sem kveikt var á fallegu jólastjörnunni okkar. Einnig tóku nemendur þátt í skógarhlaupinu en það er árviss viðburður við skólann. Það er alltaf mikið um að vera á vordögum skólans, en þá er margt gert til gagns og gamans. Nemendur fengu að hafa reiðhjólin sín í skólanum í eina og hálfa viku og gátu þá hjólað í öllum frímínútum. Gönguferðir voru farnar inn í skóg og víðar, þegar veður leyfði. Af tilefni sólmyrkvans 20. mars s.l. fór allur skólinn á afvikinn stað og fylgdist með fyrirbærinu. Sérlega góð veðurskilyrði voru þann daginn sem hjálpaði til við að nemendur gátu upplifað atburðinn á sem skemmtilegastan hátt. Samfélagsfræði/Náttúrufræði/Landafræði Gerð voru vinaverkefni innan bekkjarins, þar sem öllum nemendum bar að segja eina jákvæða setningu um samnemanda sinn. Kennari tók síðan saman setningarnar um hvern nemanda, setti á blað og síðan var nemandanum það afhent. Einnig bjuggu nemendur til blóm sem á stóð hrós og það síðan afhent þeim sem við átti. Í náttúrufræði var fræðst um fugla og plantað blómum, en í landafræði var fræðst bæði um þeirra nánasta umhverfi, Ísland og örlítið farið í löndin í kringum okkur. Kennari blandaði jafnframt Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva inn í landafræðinni þar sem hann fræddi nemendur sérstaklega um Austuríki, en aðalkeppnin var þar haldin þetta árið. Viðburðir Nemendur sýndu 3. og 4. bekkjar sýndu sameiginlega helgileik fyrir jólin og við skólaslitin sýndu nokkrar stelpur í 3. bekk bæði söng og dans. Í byrjun vorannar komu allar deildir GBF saman og brutu upp hefbundið skólastarf. 1.- 4. bekkir Hvanneyradeildar og Kleppjárnsreykja komu upp að Varmalandi og farið var í ratleik um skólalóðina. Dagurinn tókst vel upp og allir skemmtu sér hið besta. Leiðtogadagurinn 30. mars var leiðtogadagur skólans og skipuðu nemendur bekkjarins sér í leiðsögumannshlutverk innan stofunnar, sögðu frá hverju þau höfðu verið að gera, lýstu fyrir gestum því sem fyrir augum bar og hvaða aðferðum þau höfðu beitt. Framganga þeirra var þeim til mikils sóma. Almennt um bekkinn Nemendur 3. bekkjar eru miklir snillingar, voru fljót að róast niður eftir ýmis konar róstur innan bekkjarins, tileinkuðu sér frekari kurteisi og vinnufriður skapaðist. Margir eru námslega sterkir en einnig eru einhverjir sem þurfa á aðstoð að halda eins og gengur.

    Kolbrá Höskuldsdóttir

  • Ársskýrsla Grunnskóla Borgarfjarðar 2015

    35

    Skýr