20
Lærum Námsvísir vorönn 2015 allt lífið

Námsvísir vorönn 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Einingabært nám, námsbrautir og námskeið fyrir fullorðið fólk á öllum aldri.

Citation preview

Page 1: Námsvísir vorönn 2015

Lærum Námsvísir vorönn 2015

allt lífið

Page 2: Námsvísir vorönn 2015

2 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Innritun og námskeiðsgjöld

Innritun fer fram í síma 560 2030, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu

Fræðslunetsins.

Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við viðkomandi

og hann beðinn um að staðfesta innritun. Staðfesting er skuldbindandi og

með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið.

Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða

öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa staðfest innritun.

Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli.

Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að

ljúka námskeiði og fá skírteini.

Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé

tekið fram.

Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef

ekki fæst næg þátttaka.

© FnS, janúar 2015

Umbrot og vinnsla:

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndir:

Starfsfólk Fræðslunetsins

F ræðs lunet ið s ímenntun á Suður landi

F jö lheimar

v ið T ryggvagötu

800 Sel foss

S ími : 560 2030

*

Hvolsvel l i

Val larbraut 16

S ími : 560 2038|852 2155

*

Vík

Köt luset r i

V íkurbraut 28

K i rk jubæjark laust r i

K i rk jubæjarstofu

S ími : 560 2048|852 1855

*

Höfn í Hornaf i rði

Nýheimar L i t lubrú 2

S ími 560 2050

[email protected]

http://fraedslunet.is

*

Finndu okkur á Facebook:

Fræðslunetið, símenntun

á Suðurlandi

Efnisyfirlit

Síða

Innritun og námskeiðsgjöld .......... 2

Ný staða framhaldsfræðslunnar . 3

Starfsfólk ......................................... 5

Námsbrautir FA .............................. 6-7

Íslenskunámskeið ........................... 8

Enska með áherslu á þjónustu .... 8

Norska I ............................................ 8

Spænska I ....................................... 8

Tölvur (UTN103) ............................... 9

Snjalltæki við lestur ........................ 9

Tölvur I .............................................. 9

Facebook fyrir eldra fólk .............. 9

Blómasería ...................................... 10

Handmálun og spaði I-III .............. 10

Málmsmíði ....................................... 10

Tálgunarnámskeið ......................... 10

Jurtalitun .......................................... 11

Þjóðbúningasaumur ...................... 11

Fornar ísaumsaðferðir ................... 11

Síða

Kökuskreytingar með sykurmassa .. 13

Kransakökugerð ............................. 13

Sykur-, ger- og glútenlaus matar 13

Ostagerð ......................................... 13

Var stuð á landnámsöld? ............ 15

Landnám í Hornafirði .................... 15

Vináttufærniþjálfun ....................... 15

Draumar og drekar ....................... 15

Er frábært að eiga ungling?........ 15

Nýtt ár, nýir tímar ........................... 16

Úr skuldum í jafnvægi ................... 16

Að ná fram því besta ADHD ....... 16

Hleðsla riffilskota............................. 16

Lífsstíll og tímastjórnun í námi ....... 17

Trjáklippingar .................................. 17

Betri fjölskyldumyndir ..................... 17

Námskeið í samstarfi við Fjölmennt .. 18

Sjúkraliðanámskeið ...................... 19

Page 3: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 3

Lög um skólagöngu frá vöggu til grafar

Á undanförnum árum hefur framhalds- og

fullorðinsfræðsla á Íslandi tekið á sig fastara form en

áður þar má nefna að lög um framhaldsfræðslu

hafa verið sett og bæst við önnur fræðslulög þannig

að nú má segja að til séu lög um skólagöngu fólks á

leið þess frá vöggu til grafar. Símenntunarstöðvar

hafa haslað sér völl í öllum landshlutum með

kröftugu fræðslustarfi fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð

atvinnulífsins hefur gefið út fjöldamargar námskrár

sem eru vottaðar af menntamálaráðuneytinu og

meta má til styttingar náms í framhaldsskólum.

Fjarkennsla fer vaxandi

Fræðslunetið er ein ellefu símenntunarstöðva á

landinu. Allir landsmenn eiga aðgang að þessum

stöðvum og hefur aðsókn í nám verið mjög mikil.

Sem dæmi má nefna að árið 2013 sóttu rétt um

fimmtán þúsund manns nám hjá stöðvunum. Það

gefur þó auga leið að þeir landsmenn sem búa í

mestu strjálbýli sitja ekki við sama borð og aðrir.

Með aðild Sveitarfélagsins Hornafjarðar að

Fræðslunetinu í byrjun árs 2014 stækkaði starfssvæði

Fræðslunetsins til muna og er nú stærsta starfssvæði

símenntunarstöðvar á Íslandi. Á þessu stóra svæði

eru ýmsar strjálar byggðir og sú staðreynd kallar á

breytta hugsun og ný vinnubrögð. Fræðslunetið

hefur verið að þróa fjarkennslu til að minnka

flutninga og ferðalög námsmanna og kennara.

Fjarkennsla í gegnum fjarkennslubúnað og tölvu-

tengd fjarkennsla með upptökum á kennslu og

fyrirlestrum er orðinn snar þáttur í starfinu. Upptaka á

kennslu gefur nemendum kost á að „sækja tíma“

þegar þeim hentar. Þá hafa Fræðslunetið og

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum átt samstarf um

fjarkennslu og þannig getað aukið námsframboð á

báðum svæðum.

Ný staða framhaldsfræðslunnar

Raunfærnimat og þjónusta við fyrirtæki

Námsframboði Fræðslunetsins má nú sem áður

skipta í starfstengt nám og stök námskeið eða

tómstundanámskeið. Námsbrautir Fræðslumið-

stöðvar atvinnulífsins eru sem fyrr veigamesta námið.

Náms- og starfsráðgjöf, sem fullorðnu fólki stendur til

boða, er fastur liður í starfseminni. Raunfærnimat

hefur verið einn helsti vaxtarbroddur starfseminnar

upp á síðkastið og má geta þess að 180 manns hafa

gengist undir slíkt mat hjá Fræðslunetinu. Hér er um

að ræða mat á námi og reynslu sem hefur átt sér

stað í lífi og starfi. Raunfærnimati verður áfram sinnt

eins og fjárhagur leyfir. Á árinu verður lögð sérstök

áhersla á að bjóða fyrirtækjum á Suðurlandi upp á

ýmiskonar fræðslu og verður það kynnt sérstaklega

síðar á önninni.

Fjölbreytt þróunarverkefni

Einn er sá þáttur í starfi Fræðslunetsins sem ekki hefur

farið hátt en það eru þróunarverkefni af ýmsu tagi.

Allt of langt mál yrði að telja þau öll upp hér en þau

hafa í stórum dráttum snúist um að þróa nýtt nám og

tilraunakenna til að mæta fjölbreyttum þörfum fólks

og atvinnulífs. Styrkir til þróunarverkefna hafa einkum

komið úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu og frá

menntamálaráðuneytinu. Þróunarstarfi af þessu tagi

verður haldið áfram. Hægt er að kynna sér verkefnin

á heimasíðu Fræðslunetsins.

Staða 25 ára og eldri

Stjórnvöld hafa nýlega markað þá stefnu í

skólamálum að námsmönnum 25 ára og eldri verði

ætlað að sækja bóknám hjá öðrum fræðsluaðilum

en framhaldsskólum. Símenntunarstöðvum verði m.a.

ætlað það hlutverk að sinna námsþörfum þessa

hóps námsmanna. Fræðslunetið mun auðvitað axla

þá ábyrgð og er áhugasömum bent á að afla sér

frekari upplýsinga hjá Fræðslunetinu.

Fræðslunetið óskar Sunnlendingum farsældar á nýju

ári.

Ásm. Sverrir Pálsson

Page 4: Námsvísir vorönn 2015

4 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Page 5: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 5

Starfsfólk Fræðslunetsins

Oddný Sigríður Gísladóttir, stuðningsfulltrúi

og móttaka

Margrét Gauja Magnúsdóttir,

verkefnastjóri Höfn

Nína Sibyl Birgisdóttir, verkefnastjóri Höfn

Sigríður Erna Kristinsdóttir, ræstitæknir

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og

starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri

Hvolsvelli

Árdís Óskarsdóttir, ritari og móttaka

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og

starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Ásmundur Sverrir Pálsson,

framkvæmdastjóri

Áslaug Einarsdóttir, verkefnastjóri Vík

Page 6: Námsvísir vorönn 2015

6 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Námsbrautir FA

Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námsbrautir á vorönn 2015. Þær eru viðurkenndar af mennta- og

menningarmálaráðuneytinu og má meta til (f)eininga á framhaldsskólastigi. Námslýsingar má sjá á vef FA -

http://frae.is. Námsbrautirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðna sem hafa litla grunnmenntun og eru

jafnframt viðurkennd úrræði fyrir atvinnuleitendur og fólk í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að hægt sé

að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnum, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir

námsmanna og atvinnulífs. Allar nánari upplýsingar um innihald námsbrautanna, tímasetningar o.fl. eru veittar í

síma 560 2030. Námsbrautirnar njóta framlags Fræðslusjóðs og eru þess vegna á afar hagstæðu verði.

Starfsmenntasjóðir styrkja einnig þátttakendur. Tímasetningar verða auglýstar nánar á: http://fraedslunet.is

Námið er ætlað fólki sem starfar við fiskvinnslu,

og við verkun og vinnslu sjávarafla, frystingu,

söltun, skreiðarverkun og rækju- og skelvinnslu.

Markmiðið er að auka þekkingu starfsmanna á

vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust og styrkja

faglega hæfni.

Þorlákshöfn og/eða Höfn

Í samráði við fiskvinnslufyrirtæki

Ýmsir

12.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk - 60 stundir ÞORLÁKSHÖFN OG HÖFN

Er ætlað þeim sem starfa við umönnun

leikskólabarna og eru ófaglærðir. Námið er

fullnægjandi undirbúningur fyrir nám á

leikskólaliðabrú.

Fjölheimar, Selfossi

Í samráði við leikskólana

Ýmsir

41.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Fagnámskeið starfsmanna leikskóla - 210 stundir SELFOSS

Ætlað ófaglærðu starfsfólki í heilbrigðis– og

félagsþjónustu. Námsþættir: skyndihjálp,

líkamsbeiting, sálfræði, samskipti, hreinlæti,

smit, smitleiðir, sýkingar, mataræði, þjónustu–

lund og sálræn skyndihjálp. Námið er sjálfstætt

framhald af Fagnámskeiði I.

Fræðslunetið Hvolsvelli

Síðdegis, nánar auglýst síðar

Ýmsir

13.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Fagnámskeið II - 60 stundir HVOLSVÖLLUR

Landnemaskóli, Þorlákshöfn Félagsliðabrú, Selfossi

Page 7: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 7

Námsbrautir FA

Upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat

Hjá Fræðslunetinu starfa þær Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir náms- og

starfsráðgjafar. Þær annast ráðgjöf og raunfærnimat og bjóða þig velkominn.

Tímapantanir í síma 560 2030 eða á [email protected]

Ætlað þeim sem vilja hefja nám að nýju og/

eða styrkja sig í grunnfögum eins og íslensku,

stærðfræði, ensku, upplýsingatækni og

námstækni.

Nýheimar, Höfn

Síðdegis, nánar auglýst síðar

Ýmsir

58.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Grunnmenntaskólinn - 300 stundir HÖFN

Hentar þeim sem vilja hefja nám að nýju og

styrkja sig í grunnáföngum í íslensku, ensku,

dönsku og stærðfræði. Lögð er áhersla á

einstaklingsmiðað nám.

Danska og stærðfræði verða kennd á vorönn.

Fjölheimar Selfossi

Síðdegis, nánar auglýst síðar

Ýmsir

58.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum - 300 stundir SELFOSS

Ætlað þeim sem vilja starfa við sölu- og

markaðsstörf eða stofna til eigin reksturs og vilja

auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á

sviði sölu,- markaðs-, og rekstrarmála. Námið

fer fram á vorönn og haustönn 2015.

Fjölheimar Selfossi og dreifnám

Síðdegis, nánar auglýst síðar

Ýmsir

80.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám - 273 klukkustundir DREIFNÁM nýtt

Opin smiðja er verkleg námsbraut. Ýmsar

smiðjur hafa verið haldnar hjá Fræðslunetinu,

s.s. kvikmyndasmiðja, hljóðsmiðja, málmsmiðja,

hönnunarsmiðja og umhverfissmiðja.

Höfn eða Selfossi

Fylgist með á http://fraedslunet.is

Ýmsir

28.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Opin smiðja - 120 stundir HÖFN OG/EÐA SELFOSS

Er sérstaklega ætlað þeim sem eiga erfitt með

að lesa eða skrifa. Lögð er áhersla á hvernig

hægt er að nýta tölvutæknina til hjálpar við

lestur og ritun.

Námið er góður undanfari fyrir þá sem eru að

huga að frekara námi eða vilja styrkja sig í lestri

og ritun.

Fjölheimar, Selfossi

Síðdegis, nánar auglýst síðar

Ýmsir

12.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun - 60 stundir SELFOSS

Page 8: Námsvísir vorönn 2015

8 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Tungumál

Icelandic courses will be held according to

numbers of participants. Courses will start in

January. To sign up icelandic id-number

(kennitala) is needed.

Íslenskunámskeið verða haldin á þeim stöðum

þar sem næg þátttaka fæst. Kennt er tvisvar í

viku. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru til að ljúka

námskeiði.

Höfn, Klaustur, Vík, Hvolsvöllur, Flúðir, Reykholt, Selfoss

Kennt síðdegis, tvisvar í viku

Ýmsir

37.700 + námsbók 4.300

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Íslenska I-V Icelandic level I-V - 60 stundir VÍÐA Á SUÐURLANDI

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa litla

kunnáttu í ensku og starfa við þjónustu, t.d.

ferðaþjónustu, eða hafa ánægju af ferða-

lögum til útlanda og vilja geta notað ensku til

að bjarga sér. Því er lögð áhersla á orðaforða

sem tengist ferðamennsku, þjónustu og

ferðalögum.

Fjölheimar, Selfossi

Mánudagar 9. febrúar - 30. mars kl. 18-20.10

Leifur Viðarsson, kennari

28.100

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Enska með áherslu á ferðalög og þjónustu - 24 stundir SELFOSS

Markmiðið er að byggja upp grunnorðaforða

og þjálfa framburð. Lögð er áhersla á að

þátttakendur geti sagt og skilið algengar

setningar. Ætlað byrjendum eða þeim sem litla

undirstöðu hafa í spænsku. Megináhersla er

lögð á talmál og hlustun.

Fjölheimar, Selfossi

Mánudagar 26. janúar - 16. mars kl. 18-20.10

Kristín Arna Bragadóttir, kennari

28.100

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Spænska 1 - 24 stundir SELFOSS

nýtt

Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna lítið eða

ekkert í norsku. Markmiðið er að þátttakendur

geti bjargað sér á málinu, bæði munnlega og

skriflega. Unnið verður með orðaforða,

grunnþætti málfræðinnar, lestur, tal, framburð

og ritun.

Fjölheimar, Selfossi

Miðvikudagar 21. jan. - 25. mars kl. 18-20.10

Einar Sveinn Árnason, kennari

35.100 + námsefni

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Norska 1 - 30 stundir SELFOSS

Page 9: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 9

Snjalltæki og tölvur til hjálpar við lestur og ritun - 10 stundir SELFOSS nýtt

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vinna við

skrifstofustörf og nota algengustu forrit við vinnu

sína. Einnig fyrir þá sem vilja efla almenna

tölvuþekkingu sína. Farið er yfir helstu þætti

Office-forritanna, s.s. Word, Excel og Power-

point, skjalavörslu o.fl. Þátttakendur öðlast

aukna færni í tölvunotkun. Sambærilegt við

framhaldsskólaáfangann UTN 103.

Fjölheimar, Selfossi

Þri. og fim. 17. feb. -17. mars kl. 18-20.50

Leifur Viðarsson, kennari

56.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Tölvur (UTN103) - 36 stundir SELFOSS

Á námskeiðinu eru helstu kostir snjallsíma og

spjaldtölva kynntir og hvernig nýta má tæknina

til að öðlast aukna færni í lestri og ritun. Kynntir

eru skjálesarar (talgervlar) og fleiri tæki og tól

sem gagnast þeim sem eiga við lestrar– eða

ritunarörðugleika að etja.

Ekki er hægt að nota snjalltæki frá Apple á

námskeiðinu en þeir sem eiga fartölvur geta

komið með þær og fá þá settan upp

hugbúnað sem nýtist í þessu skyni.

Fjölheimar, Selfossi

Mánud. og fimmtud. 2. og. 5. mars kl. 17.30-21.10

Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FLÍ

15.300

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Allir geta notað Facebook á auðveldan hátt.

Á námskeiðinu stofna þátttakendur Facebook-

síðu og kennt er hvernig hægt er að finna

gamla vini og tengjast vinum og ættingjum á

þennan skemmtilega máta. Kennt er að setja

inn athugasemdir, myndir og tengla og hvernig

hægt er að fylgjast með því sem aðrir eru að

gera á Facebook.

Kötlusetur og Kirkjubæjarstofa

Mánud. og miðvikud. 9.-11.feb. kl. 20-22.10 (Vík)

Mánud. og miðvikud. 16.-18.feb. kl. 20-22.10 (Klaustur)

Ívar Páll Bjartmarsson

10.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Facebook fyrir eldra fólk - 6 stundir VÍK OG KLAUSTUR

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla

eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í

undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún

vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera

þátttakendur færa um að nota netið og

samskiptavefi, s.s. tölvupóst og Facebook.

Einnig er farið í byrjunaratriði í ritvinnslu.

Bláskógaskóli, Reykholti

Mánud. og miðvikud. 9. - 23. febrúar kl. 17-19.10

Agla Snorradóttir, kennari

24.200

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Tölvur I - 15 stundir REYKHOLT

Tölvur

nýtt

Page 10: Námsvísir vorönn 2015

10 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Handverk og hönnun

Á námskeiðinu er gerð sería með fallegum

nælonsokkablómum. Þátttakendur geta valið

sér efni með líflegum og fallegum litum. Miðað

er við að serían sé fullkláruð á námskeiðinu.

Þátttakendur koma með skæri; önnur áhöld/

tæki og allt efni á staðnum.

Fjölheimar, Selfossi og Bláskógaskóli, Reykholti

Þri. og fim. 17. og 19. febrúar kl. 18-20.50 (Reykholt)

Þri. og fim. 17. og 19. mars kl. 18-20.50 (Selfoss)

Olga E. Guðmundsdóttir

11.300

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Blómasería - 8 stundir REYKHOLT OG SELFOSS

Unnið verður með olíu á striga. Þátttakendur fá

að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Að

loknu námskeiði fara þátttakendur heim með

fullunnið málverk að stærð 80x20. Allt efni er

innifalið bæði litir og blindrammar á striga.

Hentar bæði vönum og óvönum.

Bláskógaskóli, Reykholti

Miðvikudagur 25. mars kl. 18-21.30 (Reykholt)

Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba listamaður)

13.900, allt efni innifalið í verði

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Handmálun og spaði I - 5 stundir REYKHOLT

Smíðaður er hlutur að eigin vali, t.d. eldrós eða

kertastjaki. Farið verður yfir MIG-suðu, logsuðu

og logskurð. Ennig farið yfir borun, sögun og

klippingu á stáli. Að loknu námskeiði eiga

þátttakendur að hafa lært helstu aðferðir við

að smíða úr málmi undir leiðsögn meistara.

Hamar verkmenntahús FSu, Selfossi

Þriðjudagar og fimmtudagur 10. –17. feb. kl. 18-20.50

Borgþór Helgason, framhaldsskólakennari

34.900 + efniskostnaður

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Málmsmíði - 12 stundir SELFOSS

Tveggja kvölda námskeið þar sem unnið er

með olíu og kol á striga með spaða og

fingrum. Þátttakendur gera tvö málverk sem

eru sett saman.

Fjölheimar, Selfossi og Fræðslunetið Hvolsvelli

Mán. og mið. 23. og 25. feb. kl. 18-21.30 (Selfoss)

Mán. og mið. 16. og 18. mars kl. 18-21.30 (Hvolsvöllur)

Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba listamaður)

19.900, allt efni innifalið í verði

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Handmálun og spaði III - 10 stundir SELFOSS OG HVOLSVÖLLUR

Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra

komna. Lagt verður upp með að prófa

mismunandi efni og aðferðir og yfirborðs-

meðferð. Að loknu námskeiði fara

þátttakendur heim með fullunna hluti. Efni er

innifalið. Tálgunarhnífar seldir á staðnum.

Fjölheimar, Selfossi

Fimmtudagar 19. febrúar - 12. mars kl. 17.30-19.40

Hafþór Ragnar Þórhallsson, myndmenntakennari

24.800

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Tálgunarámskeið - 12 stundir SELFOSS

Page 11: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 11

Handverk og hönnun

Á námskeiðinu verður farið yfir jurtalitunarferlið

frá upphafi til enda. Jurtir tíndar, settar í pott,

litað og þurrkað. Einnig verður farið yfir hvernig

hægt er að litfesta og breyta litum með aðstoð

efnafræði. Litað verður úr kaktuslús og indígó

en indígó er erlend jurt sem gefur blátt.

Þátttakendur fá kennsluhefti með prufum og

velja sér eina hespu til að taka með heim.

Vöruhúsið, Höfn

Laugardagur 30. maí kl. 9-16

Guðrún Bjarnadóttir (Hespuhúsinu)

18.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Jurtalitun - 9 stundir HÖFN

Á námskeiðinu verða kenndar aldagamlar

aðferðir við útsaum, s.s. refilsaumur, varpleggur

(kontórstingur) og flatsaumur. Þátttakendur

greiða ekkert þátttökugjald en á staðnum

verða seldir handavinnupakkar með myndum

úr Njálureflinum. Ef þátttakendur eiga

útsaumshring (bróderhring) er gott að hafa

hann meðferðis.

Bláskógaskóli Reykholti

Fimmtudagur 12. mars kl. 18.30-21.20

Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina Bengtson

Efniskostnaður (handavinnupakki) er greiddur á

staðnum frá kr. 4.000

Sjá nánar: http://njalurefill.is

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Fornar ísaumsaðferðir - 4 stundir REYKHOLT

Þátttakendur sauma upphlut, pils, skyrtu,

svuntu, belti og setja saman húfu. Kennsla fer

fram fjórar helgar, aðra hverja helgi svo

tækifæri gefist til heimavinnu. Þátttakendur

mæta eitt skipti áður en saumaskapur hefst til

mælinga.

Vöruhúsið, Höfn

25. apríl - 6. júní (sjá nánar: http://fraedslunet.is)

Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskera- og kjólameistari

180.000 auk efniskostnaðar

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Þjóðbúningasaumur - 50 stundir HÖFN

nýtt

Page 12: Námsvísir vorönn 2015

12 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Page 13: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 13

Matreiðsla og heilsa

Á námskeiðinu er kennt að gera sykurmassa-

skreytingar sem henta fyrir ýmis tækifæri, s.s.

afmæli, fermingar o.fl. Á námskeiðinu er farið

yfir helstu áhöld og hráefni sem notuð eru og

hvernig best er að vinna með sykurmassann.

Leiðbeinandi býr til sykurmassa og skreytir köku

til að sýna réttu handtökin. Þátttakendur útbúa

sykurmassa og hver og einn þekur og skreytir

litla köku.

Fjölheimar, Selfossi

Þriðjudagur 3. mars kl. 18-21.30

Sverrir Jón Einarsson

9.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Kökuskreytingar með sykurmassa - 5 stundir SELFOSS

Farið verður í alla þætti kransakökugerðar;

deig, mótun, bökun, uppsetningu og

skreytingar. Allir gera sína köku og taka með

heim.

Fjölheimar, Selfossi

Fimmtudagur 12. mars kl. 18-21.30

Bergur T. Sigurjónsson, bakari

9.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Kransakökugerð - 5 stundir SELFOSS

Á námskeiðinu verða útbúnir einfaldir og góðir

smáréttir sem henta bæði í veisluna sem

meðlæti og einnig sem heilar máltíðir. Útbúnir

verða 12-14 réttir sem snæddir verða í lokin.

Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftir

að öllum réttum fylgja með.

Kennslueldhús Hvolsskóla, Hvolsvelli

Fimmtudagur 12. mars kl. 18-21.30

María Krista Hreiðarsdóttir

14.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Sykur-, ger– og glútenlaus matargerð - 5 stundir HVOLSVÖLLUR

nýtt

Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti

ostaframleiðslu. Framleiðsla ýmissa osta-

tegunda skoðuð til að kynnast mismunandi

vinnsluaðferðum, t.d. á skyri, brauðosti,

gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og

verklegar tilraunir gerðar með einfalda

framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í

samanburði við hefðbundna mjólkurvinnslu.

Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu sem

þarf fyrir hverja ostategund.

Eldhúsið Heppuskóla

Laugardagur 7. febrúar kl. 10 -17

Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur

15.900, ostagerðarbókin innifalin

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Ostagerð - 9 stundir HÖFN nýtt

nýtt

Frá námskeiðinu Sykur-, ger- og glútenlaus matargerð.

Page 14: Námsvísir vorönn 2015

14 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

RANGÁRÞING EYSTRA

SKAFTÁRHREPPUR Bláskógabyggð

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Sveitarfélagið Ölfus Mýrdalshreppur

RANGÁRÞING YTRA

Ásahreppur

Page 15: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 15

Á námskeiðinu finnum við týnda drauma og

beinum í farveg. Endurnýjum vonina og

möguleikann á að láta draumana rætast.

Kynnumst drekunum, ástæðunni fyrir því að við

gefum drauma okkar upp á bátinn. Við lærum

að þekkja okkar persónulegu dreka sem virka

sem óyfirstíganleg hindrun. Sá sem skilur eðli

drekans hræðist hann ekki og við það missir

hann mátt sinn. Þá stendur ekkert í veginum og

draumar geta ræst.

Fjölheimar, Selfossi

Miðvikudagar 11. mars - 15. apríl, kl. 13-15.30

Katrín Garðarsdóttir, ráðgjafi

26.600

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Draumar og drekar -18 stundir SELFOSS

Námskeið fyrir foreldra Vinátta er mjög mikilvæg fyrir börn; þroskar

þau á ýmsan máta, ásamt því að vera vernd-

andi gegn einelti. Sum börn eiga erfitt með að

eignast vini og halda þeim.

Þátttakendur fá þjálfun og fræðslu um hvernig

þeir geta leiðbeint börnum sínum í vináttufærni

og félagslegum samskiptum.

Fjölheimar, Selfossi

Laugardagur 28. febrúar kl. 9-16

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor

27.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Vináttufærniþjálfun - 9 stundir SELFOSS nýtt

Fjallað verður um landnám á Íslandi og lífið á

landnámsöld, hverjir settust að og hvenær, trú

og grafsiði, lífið í skálunum, verkmenningu,

verslun, stéttaskiptingu, þing o.fl.

Fjölheimar, Selfossi

Fimmtudagar 5.-26. febrúar kl. 19-21.10

Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur

16.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Var stuð á landnámsöld? -12 stundir SELFOSS

Ýmis námskeið

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og

forstöðumaður Hornafjarðarsafna fjallar um

fyrstu landnemana við Hornafjörð og mikilvægi

svæðisins í uppbygginu lands og þjóðar.

Nýheimar, Höfn

Apríl (sjá nánar http://fraedslunet.is)

Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur

6.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Landnám í Hornafirði - 4 stundir HÖFN nýtt

nýtt

Námskeið fyrir foreldra Margrét Gauja uppeldis- og menntunarfræð-

ingur fer yfir unglingsárin, við hverju má búast

og hvað það er sem setur stundum hlutina úr

jafnvægi.

Nýheimar, Höfn

Miðvikudagur 11. mars kl. 20-22

Margrét Gauja Magnúsdóttir, uppeldisfræðingur

Í boði Fræðslunetsins

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Er frábært að eiga ungling árið 2015? - 3 stundir HÖFN nýtt

Page 16: Námsvísir vorönn 2015

16 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Ýmis námskeið

Námskeið ætlað þeim sem hafa hug á að

endurskipuleggja fjárhaginn. Fjallað er um

hvað hver og einn þarf að tileinka sér í hugsun

og hegðun til að fjármálin séu í lagi. Fjallað er

um hvernig bágri stöðu er komið í jafnvægi og

hvernig vaxa má þaðan. Farið er yfir helstu

hindranir og vinnuaðferðir til að ná árangri. Sjá

nánar á http://fraedslunet.is

Fjölheimar, Selfossi

Miðvikudagar 4. febrúar - 4. mars kl. 13.15-15.45

Katrín Garðarsdóttir, ráðgjafi

33.600

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Úr skuldum í jafnvægi - 18 stundir SELFOSS

Hagsæld og hindranir Gerðu árið að þínu besta hingað til. Kenndar

eru þrautreyndar aðferðir til að fá meira út úr lífi

sínu, finna dauma sína, uppgötva hindranir og

læra að sigrast á þeim. Læra að setja sér

markmið og hvernig hægt er að láta drauma

sína rætast.

Fjölheimar, Selfossi

Miðvikudagar 21. janúar - 18. febrúar kl. 18-20.50

Jón Bjarni Bjarnason, markþjálfi

29.500

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Nýtt ár, nýir tímar -20 stundir SELFOSS nýtt

Farið verður yfir aðferðir til að efla einbeitingu.

Einnig fjallað um hvernig hægt er að bæta

ýmsa þætti, s.s. mataræði og svefn og

mikilvægi réttra bætiefna. Þá verður fjallað um

hvaða leiðir henta best til að læra og stuðla að

framförum í námi. Farið verður yfir stöðu hvers

og eins og hvaða fyrirstöður standa í vegi okkar

til að ná árangri.

Fjölheimar, Selfossi

Föstudagar 17. apríl - 22. maí kl. 13-15.40

Sigríður Jónsdóttir, markþjálfi og ráðgjafi

26.600

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Að ná fram því besta með ADHD -18 stundir SELFOSS nýtt

Farið er yfir helstu aðferðir við hleðslu riffilskota

og öryggisreglur. Námskeiðið er bóklegt og

verklegt. Mikil áhersla verður lögð á verklega

hlutann og að tryggja það að þátttakendur

öðlist færni og sjálfstraust í endurhleðslu.

Samkvæmt skotvopnalögum er þátttaka í slíku

námskeiði forsenda þess að fá leyfi til að hlaða

riffilskot og til þess að kaupa efni til endur-

hleðslu. Þátttakendur verða að hafa B-skot-

vopnaréttindi til að taka þátt í námskeiðinu og

framvísa þeim fyrir námskeið. Námskeiðið veitir

E-skotvopnaréttindi.

Nýheimar, Höfn

Laugardagur 14. febrúar kl. 9 -17

Bjarni Þór Haraldsson

18.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Hleðsla riffilskota -10 stundir HÖFN nýtt

Page 17: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 17

Kennt er hvernig best er að bera sig að við

trjáklippingar, hvaða tré og runna þarf að

klippa og hvenær er best að gera það.

Nýheimar, Höfn

Laugardagur 7. mars kl. 10 -14

Davíð Arnar Stefánsson, garðyrkjufræðingur

7.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Trjáklippingar - 5 stundir HÖFN nýtt

Ýmis námskeið

Markmiðið er að aðstoða þátttakendur við að

skipuleggja tíma sinn með það fyrir augum að

draga úr streitu, bæta námsárangur og auka

lífsgæði í námi. Fjallað verður um mikilvægi

lífsstíls fyrir andlega og líkamlega líðan.

Kenndar verða árangursríkar leiðir í tímastjórnun

til að draga úr frestun, minnka fullkomnunar-

áráttu og auka sjálfsöryggi.

Nýheimar, Höfn

Apríl (sjá nánar http://fraedslunet.is)

Pétur Maack, sálfræðingur

22.500

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Lífsstíll og tímastjórnun í námi - 6 stundir HÖFN nýtt

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að

taka betri myndir fyrir fjölskyldualbúmið. Farið er

yfir grunn í myndbyggingu, lýsingu og helstu

stillingar á myndavélum. Þátttakendur þurfa að

koma með eigin myndavélar, ekki skiptir máli

um hverskonar myndavélar er að ræða.

Kötlusetur og Kirkjubæjarstofa

Mán. og mið. 23. og 25. feb. kl. 20:00 - 22:10 (Vík)

Mán. og mið. 2. og 4. mars kl. 20:00 - 22:10 (Klaustur)

Birgir Sigurðsson

10.900

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Verð

Betri fjölskyldumyndir - 6 stundir VÍK OG KLAUSTUR

Sjómennt | Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) | 103 Reykjavík | sími 599 1450 | www.sjomennt.is

Page 18: Námsvísir vorönn 2015

18 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vorönn 2015

Námskeið í samstarfi við: Námskeiðin eru sérstaklega ætluð fólki með skerta náms- og/eða starfsfærni.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á www.netmennt.com og þar er

einnig hægt að sækja um. Að auki er hægt að hafa samband

við Rakel til að fá ráðgjöf eða aðstoð við að sækja um námskeið.

Sími: 560-2030 og 852-1655 | netfang: [email protected]

Fleiri námskeið verða skipulögð á vorönn sem verða haldin í Vík og á Höfn.

Námskeið Dagar Vikur Staður

Skynjun, virkni og vellíðan

með tónlist Mánudagar og þriðjudagar 10 Fjölheimar

Tölva, einstaklingsmiðað nám Mánudagar og þriðjudagar 10 Fjölheimar

Hollur og góður heimilismatur Mánudagar og þriðjudagar 10 Fjölheimar

Myndlist Mánudagar og fimmtudagar 8 Fjölheimar

Skyndihjálp Þriðjudagar 3 Sólheimar

iPad Þriðjudagar og miðvikudagar 8

Fjölheimar

og

Sólheimar

Rofar og umhverfisstjórnun Fimmtudagar 10 Fjölheimar

Bökum og dönsum Fimmtudagar 10 Fjölheimar

Textílhönnun I og II Fimmtudagar 10 Fjölheimar

Mál og tjáning Fimmtudagar 10 Fjölheimar

Íslenska Miðvikudagar og fimmtudagar 10 Fjölheimar

Tónlist, söngur og hljóðfæri Miðvikudagar og fimmtudagar 8 Tónsmiðjan

Page 19: Námsvísir vorönn 2015

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is 19

Markmið: Að öðlast færni í að meta sálræna

vanlíðan skjólstæðinga og hvernig best sé að

koma til móts við mismunandi þarfir þeirra.

Lýsing: Við hjúkrun mikið veikra einstaklinga

komast sjúkraliðar oft í kynni við sálræna

vanlíðan skjólstæðinga sinna. Farið verður yfir

mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga við

hjúkrun og í samskiptum við einstaklinga með

sálræna vanlíðan. Hópvinna og umræður með

dæmum. Fjallað verður um: Sálræna vanlíðan

skjólstæðinga vegna sjúkdóma eða áfalla.

Mikilvæg atriði í mati á sálrænni vanlíðan.

Leiðir í samskiptum og hjúkrun til að mæta

sálrænum þörfum skjólstæðinga.

Fjölheimar, Selfossi

Sjá: http://fraedslunet.is

Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur og sjálfstætt

starfandi meðferðaraðili í sálrænni meðferð

10 stundir

100% mæting og virk þátttaka

22.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Lengd

Námsmat

Verð

Hjúkrun sjúklinga með andlega vanlíðan vegna sjúkdóma SELFOSS nýtt

Námskeið fyrir sjúkraliða

Markmið: Að efla tjáningarhæfni og að öðlast

meira öryggi og trú á eigin getu í samskiptum.

Að öðlast færni í að leysa ágreining af auknu

öryggi og þekkja leiðir til að auka vinnugleði.

Áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, að finna styrk-

leika sína og efla þá.

Lýsing: Fjallað verður um samskipti og boðleiðir,

s.s. viðbrögð við álagi, starfsgleði og styrkleika.

Farið verður í viðtalstækni og boðgreiningu.

Lögð verður áhersla á umræðu og hópvinnu.

Fjölheimar, Selfossi

Sjá: http://fraedslunet.is

Ágústa Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Fjölskyldumiðstöð

Reykjavíkur, framhaldsskólakennari, hjúkrunar-

fræðingur og ljósmóðir

20 stundir

100% mæting og virk þátttaka

27.000

Hvar

Hvenær

Leiðbeinandi

Lengd

Námsmat

Verð

Að leysa ágreining á uppbyggilegan hátt SELFOSS nýtt

Page 20: Námsvísir vorönn 2015

Einingabært nám

Bóklegar greinar

Smiðjur

Raunfærnimat

Ráðgjöf

Fyrirtækjaþjónusta

Fræðsluerindi

Tungumál

Tölvur

Matreiðsla

Hugur og heilsa

Handverk og

hönnun

og fleira

http://fraedslunet.is

Fræðslunetið Símenntun á Suðurlandi

Kynnið ykkur fjölbreytt námsframboð,

úrval námskeiða, ráðgjöf og þjónustu.