32
mars 2015 2. tölublað 2. árgangur Jói Ragg, kokkur á Kap VE: „Sama hvað gerist, lífið heldur samt alltaf áfram.“ > 24-25 Góð kæling og gott flutningsnet eru forsendur útflutnings á ferskfiski. Framfarir á þessum sviðum hafa lengt geymslutímann mikið. > 16-18 Menn almennt nokkuð sáttir með ný afstaðna loðnuvertíð > 24-25 Hugmyndir um stofnun sjávarklasa í Portlandi > 8 Gleðilega páska!

Sjávarafl 2.tölublað 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Sjávarafl 2.tölublað 2015

m a r s 2 0 1 5 2 . t ö l u b l a ð 2 . á r g a n g u r

Jói Ragg, kokkur á Kap VE: „ Sama hvað gerist , l ífið heldur samt alltaf áfram .“ > 24-25

Góð kæling og gott flutningsnet eru forsendur útflutnings á ferskfiski. Framfarir á þessum sviðum hafa lengt geymslutímann mikið. > 16-18

Menn almennt nokkuð sáttir með ný afstaðna loðnuvertíð > 24-25

Hugmyndir um stofnun sjávarklasa í Portlandi > 8

Gleðilega páska!

Page 2: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Við hjá Sjávarafli erum að vinna að stóru verkefni þessa dagana. Um miðjan apríl mun vefsíðan fishingthenews.com vera sett á lagg-irnar, sem er frétta-og upplýsingasíða um íslenskan sjávarútveg á ensku. Heimasíðan er hugsuð sem samstarfsvettvangur íslenskra

sjávarútvegsfyrirtækja til þess að koma sínum fyrirtækjum, þjónustu og fréttum á framfæri á erlendri grundu. Inni á síðunni verður hægt að nálgast skrá um íslensk fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegnum beint eða óbeint og þau fyrirtæki verða sett í þá flokka sem við eiga. Hægt verður að sjá lista yfir öll sölufyrirtækin og hvaða afurðir hvert fyrirtæki selur, öll þau flutn-ingsfyrirtæki sem hér starfa, tæknifyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki, útgerðir og svo framvegis. Segja má að fishingthenews verði eins konar miðja íslensk sjávarútvegs á erlendri grundu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar og fréttir um allt það sem er að gerast hér á landi. Meðfram frétta- og upplýsingaveitunni munum við birta viðtöl við aðila innan sjávarútvegsins og tengd-um greinum á fishingthenewsTv. Vikulega mun svo vera sýndur matreiðsluþáttur á fis-hingthenewsTv, þar sem íslenskar sjávarafurðir eru eldaðar á skemmtilegan og nýjan máta af hinum bráðefnilega matreiðslumanni, Sigurði Karli Guðgeirssyni. Siggi Kalli eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur sérhæft sig í sushi og fiskiafurðum. Í þáttunum mun Siggi Kalli koma með hina ýmsu fróðleiksmolar um afurðina sem við íslendingar höfum upp á að bjóða og meðhöndlun hennar. Allar upplýsingar, efni og myndbönd á síðunni mun vera opið öllum.

Starfsfólk fishingthenews.com mun halda til Brussel þann 21.apríl næst-komandi á Seafoodexpo, sem er ein stærsta sjávarútegssýningin sem hald-in er í Evrópu, til þess að kynna síðuna fyrir erlendum aðilum, en nú þegar erum við með rúmlega 5000 erlenda aðila á póstlistanum sem munu koma til með að fylgjast með gangi mála á síðunni. Með tilkomu síðunnar sjáum við tækifæri til þess að taka ákveðið skref í markaðssetningu á íslenskum sjávarútvegi, þar sem efnið á síðunni á að höfða til kaupenda erlendis, selj-enda og þjónustuaðila hérlendis og neytenda um allan heim.

Fishingthenews.com mun leggja mikla áherslu á að vera virkt á sam-félagsmiðlum þar sem þeir fara ört stækkandi og þá sérstaklega erlendis.

Þrátt fyrir mikinn lægðargang og kulda á landinu síðastliðna mánuði eru við hjá Sjávarafli spennt fyrir komandi mánuðum og erum virkilega bjart-sýn á betri tíð hérlendis og tökum því fagnandi á móti hækkandi sól.

Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls

Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk

Sími: 8461783/8999964

Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir,

[email protected]

Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir,

[email protected]

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Tölvupóstur: [email protected]

Umbrot og hönnun: J&Co ehf.

Forsíðumynd: Elvar Páll Sævarsson

Prentun: Prentmet ehf.

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 170.875n Afli t/ aflamarks: 118.122

69,1

Ufsin Aflamark: 49.931n Afli t/ aflamarks: 21.483

43%

57%

47,1%

30,9%

39,2%

Ýsan Aflamark: 27.470n Afli t/ aflamarks: 16.690

60,8

Karfin Aflamark: 46.408n Afli t/ aflamarks: 24.547

52,9%

Fiskaðu fréttirnar

Page 3: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu.Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári.

Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA

TvøroyriFæreyjar

KlaksvíkFæreyjar

ArgentiaNL, Kanada

BostonMA, Bandaríkin

BergenNoregur

MåloyNoregur

ÅlesundNoregur

SandnessjoenNoregur

HammerfestNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

SortlandNoregur Båtsfjord

Noregur

StavangerNoregur

HalmstadSvíþjóð

FredrikstadNoregur

RigaLettland

VigoSpánn

LisbonPortúgal

PortoPortúgal

HelsinkiFinnland

St. PetersburgRússland

SzczecinPólland

GdyniaPólland

KlaipedaLitháen

GrimsbyEngland

ImminghamEngland

ÅrhusDanmörk

VestmannaeyjarÍsland

TÓRSHAVNFæreyjar

HamburgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

NuukGrænland

AkureyriÍsland

ÍsafjörðurÍsland

GrundartangiÍsland

ReyðarfjörðurÍsland

HalifaxNS, Kanada

REYKJAVÍKÍsland

AberdeenSkotland

ScrabsterSkotland

VelsenHolland

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNL, Kanada

TromsøNoregur

SwinoujsciePólland

Page 4: Sjávarafl 2.tölublað 2015

4 s j áva r a f l m a r s 2 0 1 5

Viðskiptalífið er að breyt-ast á ógnarhraða. Ný tegund fyrirtækja eru að taka yfir í dreifingu

á gæðum. Sem dæmi um þessa nýju tegund fyrirtækja má nefna Uber – stærsta leigubílafyrirtæki í heimi sem á þó engan leigubíl. Facebook er stærsti fjölmiðill í heimi en framleiðir ekkert efni, Alibaba er verðmætasti smásali í heimi en á engan lager og svo má nefna AirBnb sem er stærsti gisti-náttaveitandi í heimi en á enga fasteign.

Það sem þau eiga öll sammerkt er að þau eru ný tegund fyrirtækja sem einu nafni kallast „Platforms“ sem eru fyrirtæki sem byggjast á því að framleiðendur og neyt-endur geti haft bein og milliliða-laus samskipti. Þessi fyrirtæki eru að breyta því hvernig gæðum er dreift og áhrif þeirra á milliliði gríðarleg ekki einungis út frá við-skiptalegum forsendum heldur einnig út frá breytingum á völd-um. Í gegnum tíðina hafa þeir sem stýrt hafa dreifingu gæða einmitt verið þeir sem hafa náð að safna auð og völdum.

Að mati undirritaðs mun dreifing á sjávarfangi og öðrum matvælum breytast mikið á næstu misserum. Framleiðendur og neyt-endur munu færast nær hvorum öðrum og samskipti þeirra og við-skipti munu fara í gegnum þynnra (eða ekkert) lag af milliliðum. Er-

lendar rannsóknir sýna að aðeins 16% af heildarverðmæti matvæla endar í vasa framleiðanda sem sýnir glöggt hvers vegna þetta nýja form fyrirtækja er að breiðast jafn hratt út og raun ber vitni.

Það eru gríðarleg tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg í þessum breytingum og þróun. Hægt er að ímynda sér þjónustur á borð við Amazon Fresh og Instacart sem gætu komið ferskum fisk inn á borð hjá fólki, jafnvel erlendis, innan nokkurra tíma frá löndun. Þá væri hægt að tvinna saman vörumerk-inu Íslandi og uppruna vörunnar.

Undirritaður stendur fyrir ráð-stefnu sem heitir Point Zero, þann 22.apríl næstkomandi. Ráðstefnan fjallar um þessar breytingar í við-skiptalífinu, sem eins og áður seg-ir mun hafa mikil áhrif um allan heim á komandi misserum. Okkur hefur tekist að fá til landsins heimsklassa fyrirlesara sem munu fjalla um þessar breytingar út frá viðskiptum, tækni og upplýsinga-miðlun. Þetta verður fyrsta ráð-stefna Point Zero, en fyrirhugað er að gera hana að árlegum viðburði sem verður jafn mikilvægur fyrir viðskiptalífið og Iceland Airwaves, Sónar og HönnunarMars eru fyrir menningarlífið.

IngI Björn SIgurðSSon, framkvæmdarstjóri Point Zero

Skoðun

Miklar breytingar í viðskiptalífinu

4 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjór sækir hart að Kolbeinseyn Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kol-beinsey þegar fiskveiðilög-sagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flug-vélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.

Velta tækni-fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13%n Velta tæknifyrirtækja tengdum sjávarútvegi jókst árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum 66 milljörðum. Gert hafði verið ráð fyrir 5-10% vexti.Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyr-irtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarfram-leiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

Norrænt samstarfs-verkefni fimm háskóla

Nýtt, norrænt meistara-nám, AQFood, hefur nýlega verið innleitt við Háskóla Íslands en

námið er samstarfsverkefni fimm norrænna háskóla og munu nem-endur útskrifast með meistara-gráður frá tveimur þeirra. Náminu er ætlað að veita nemendum inn-sýn í virðisstjórnun í sjávarútvegi.

Undirbúningur að náminu var styrktur af Norrænu ráðherra-nefndinn, en Norræna nýsköp-unarmiðstöðin hefur síðan styrkt frekari þróun í tengslum við verk-efnið InTerAct. Markmiðið er að efla samstarf háskóla við fyrir-tæki á sviði sjávartengdrar starf-semi og bæta ímynd sjávarútvegs sem spennandi starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk. Heildar-fjöldi nemenda í haust verður milli fimm og tíu og eru í hópnum tveir

Íslendingar. Forkrafan er að nem-endur hafi BS gráðu í verkfræði eða raunvísindum þar sem námið byggir á þeim grunni. Nemendur munu dvelja eitt ár í senn við mis-munandi skóla og útskrifast með meistaragráðu frá þeim. Í boði eru þrjár námsleiðir: Frumfram-leiðsla, veiðar og eldi sem fer fram hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt-úrulegar auðlindir sem fer fram hjá NTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnað-arframleiðsla sem fer fram hjá DTU í Danmörku fyrsta árið. Seinna árið er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt skilgreindum námsleiðum sem boðið er uppá í iðnaðarverkfræði, líffræði, efnafræði /lífefnafræði og matvælafræði.

Hérlendis er AQFood vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ og er áhersla lögð á umhverfis- og auð-lindafræði og tengingu við mat-vælafræði. Er þetta gert til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðj-

unnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða.

Mikil áhersla verður lögð á að nemendur vinni í nánum tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi og að verkefnin beinist að vandamálum sem upp koma í virðiskeðju sjávar-afurða. Þá sé tenging á milli þeirra og verkefnamiðlunar Sjávarklasans. Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónar-maður námsins, segir að þegar séu góð tengsl milli kennara hjá HÍ og helstu tækni-, framleiðslu og þjón-ustu fyrirtækja í greininni og þeirri góðu samvinnu verði haldið áfram þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir að bæta menntun á öllum sviðum og gildi það fyrir Norðurlöndin öll.

,,Í verkefninu er verið að nýta þá þekkingu sem er þegar til staðar í hverju landi og þarna fáum við samstarf milli skóla, landa á milli, svo þessi þekking nýtist enn betur. Það er svo framtíðardraumurinn að skólakerfið í heild vinni betur sam-an en það gerir núna,“ segir Guðrún.

Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.Asaa.is - [email protected]

Bjóðum gott úrval afvökvakrönum fráTMP hydraulic A/S.www.tmphydraulik.dk

TMP báta og hafnarkranar

Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 16% af heildarverðmæti matvæla endar í vasa framleiðanda sem sýnir glöggt hvers vegna þetta nýja form fyrirtækja er að breiðast jafn hratt út og raun ber vitni.

Page 5: Sjávarafl 2.tölublað 2015

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

Ný viðbót við hús Sjávarklasans og fjölgun fyrirtækja þar

eru ánægjuleg merki um aukinn veg nýsköpunar í sjávarútvegi.

Landsbankinn tekur virkan þátt í þessari uppbyggingu greinar-

innar og er þar traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Við óskum Sjávarklasanumtil hamingju

Page 6: Sjávarafl 2.tölublað 2015

6 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Mottumars var haldinn í áttunda sinn nú í mars og söfnuðust rúmar tutt-ugu milljónir. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er aðalstyrkartaðili

átaksins. Slagorðið að þessu sinni var „Hugsaðu um eigin rass“.

Góður árangurÁtakinu Mottumars lauk formlegri áheitasöfnun þann 20.mars og höfðu þá safnast 20.007.327 kr. Þúsund einstaklingar og sextíu lið söfnuðu áheit-um til stuðnings Krabbameinsfélaginu en átakið er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Sigur-vegari í einstaklingskeppni var Bjarki Hvannberg, hann safnaði 1.132.000 kr. Í liðakeppni var það lið Druida sem safnaði mest eða 705.000 kr. Einn af liðsmönnum Druida var Trausti Ingólfsson, fyrrum yfirvélstjóri á Arnarfellinu.Fegurstu mottunni að mati Meistarafélags hárskera, skartaði Hjörleifur Jónsson.Verðlaunaafhendingin fór fram í Egilshöll og kepptu þá slökkviliðið, lögreglan, landhelgis-

gæslan, tollverðir og fangaverðir í íshokkí. Það var Jakob Jóhannsson formaður stjórnar Krabbameins-félagins og Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem veittu sig-urvegurum í hokkíinu verðlaun en SFS eru aðal-styrktaraðili Mottumars í ár og næstu tvö árin. Þús-und einstaklingar og sextíu lið söfnuðu áheitum á síðunni mottumars.is til stuðnings Krabbameinsfé-laginu. Rétt er að geta þess að þótt formlegri söfnun áheita í Mottumars 2015 sé nú lokið verður hægt að leggja átakinu lið fram að mánaðarmótum í gegn-um vefsíðu mottumars.is og ýmsa samstarfaðila. Fólki er líka bent á að senda sms í númerið 908 1001, 908 1003 og 908 1005 og gefa 1.000, 3.000 eða 5.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Flottar áhafnirNokkrar áhafnir og fyrirtæki í sjávarútvegi lögðu málefninu lið og má nefna áhöfnina á Aðalsteini Jónssyni frá Eskifirði sem safnaði rúmum 188 þúsundum, áhöfnina á Jóhönnu frá Þorláks-höfn sem safnaði 168 þúsund, áhöfnina á Júlíusi

Geirmundssyni frá Ísafirði sem safnaði 44 þús-undum og áhöfnina á Jóni Kjartanssyni frá Eski-firði sem safnaði 122 þúsundum. Þess fyrir utan tóku SFS, Fiskistofa og HB Grandi þátt í átakinu líka. Ýmsir aðilar lögðu verkefninu lið og með margvíslegum hætti. Sigrún Edda Eðvarsdóttir, verkefnastjóri tískufyrirtæksins Eyland, kom t.d færandi hendi á skrifstofu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með ljómandi fallega boli sem eru til sölu hjá Krabbameinsfélaginu ásamt alls kyns öðrum varningi sem átakinu tengist, svo sem skegghring, skeggvaxi, lyklakippu og fleira. Bolinn hannaði  Jón Gn arr, fyrr ver andi borg ar-stjóri, fyrir Eyland og sýnir myndin á honum verkið „Dreng ur inn með tárið,“ eft ir Bruno Ama-dio, með yfi r var ar skegg Salvardors Dalís.Rann-sóknir sýna að karlmennskan getur verið dýr-keypt því karlar leita yfirleitt seinna til læknis en konur. Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist – því meiri líkur á lækningu. Í mottumars er hins veg-ar reynt að nota karlmannlegt yfirvaraskeggið til að minna karlmenn á að gefa heilsu sinni gaum.

SFS aðalstyrkaraðili Mottumars Mottan í áttunda sinn

Frá vinstri: Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á Helgu Maríu frá HB Granda, Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Jakob Jóhannsson, formaður Krabbameinsfélagsins, Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Haukur Þór Hauksson, aðstoðar-framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Sigurgeir Freyr Pálmason, háseti á Helgu Maríu, og Loftur Gíslason, útgerðarstjóri ísfisksskipa HB Granda, afhjúpa fyrstu mottur marsmánaðar.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorarog stjórnbúnaðurStjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.

Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

Page 7: Sjávarafl 2.tölublað 2015

FleXicut

Sjálfvirkur beingarðsskurður fyrir hvítfisk er nú orðinn að veruleika· Minni afskurður - aukið hávirðishlutfall· Bætt hráefnismeðhöndlun· Nýjar afurðir: Hnakkar með roði og bakflök

marel.com/flexicut • [email protected]

Næsta skref í átt að nýrri kynslóð vinnslulína

Háupplausnar röntgenskynjari Vatnsskurður

Bitaskurður og afurðadreifing

Velkomin á bás 4-6223/6227 í Brussel

Page 8: Sjávarafl 2.tölublað 2015

n Þann 1. apríl verður formlega tekinn í notkun þriðji áfangi Húss sjávarklasans en fram-kvæmdir við stækkun hússins hafa staðið yfir frá því síðsumars í fyrra. Nú bætast við nokkur ný fyrirtæki í hóp þeirra ríflega 40 fyrirtækja sem fyrir voru með skrifstofuaðstöðu í húsinu. Meðal nýrra leigjenda eru Ægir Seafood sem framleiðir niðusoðna þorsklifur í tveimur verk-smiðjum í Grindavík og Ólafsvík. Þá eru einnig flutt í húsið skrifstofa Loyd s Register á Íslandi, Blámar, Instafish og Omnom. Þá mun Skag-inn/3X technology vera með sölustarfsemi sína í húsinu bráðlega, nýtt frumkvöðlasetur

hefur verið tekið í notkun og Dýrfiskur hefur breitt úr sér og fengið stærra rými. Eftir stækk-unina er öll efri hæð hússins, sem stendur við Grandagarð í Reykjavík, fullnýtt og alls eru þar um 50 fyrirtæki og frumkvöðlar með aðstöðu. Með stækkuninni nú mun einnig opna lítill veit-ingastaður í öðrum enda hússins en Þórir Bergs-son, veitingamaður á Bergson Mathús mun sjá um rekstur staðarins. Útsýni er yfir Reykjavík-urhöfn og Slippinn af staðnum. Veitingastað-urinn verður opinn almenningi jafnt sem öllum starfsmönnum og gestum hússins. Stefnt er að opnun síðar í aprílmánuði.

8 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Borgaryfirvöld í Portland í Maine hafa undanfarin misseri átt í viðræðum við þarlenda fjárfesta og Íslenska sjávarklasann um stofnun formlegs

sjávarklasa í Portland. Klasinn hefur fengið nafnið New England Ocean Cluster en við-ræður standa einnig yfir um leigu á gamalli vöruskemmu sem stendur við Portlandhöfn og er í eigu borgarinnar. Fjárfestarnir vilja leigja húsið af borgaryfirvöldum og gera það að höf-uðstöðvum klasans. Húsið yrði því í nokkurs konar systurhús Húss sjávarklasans í Reykja-vík, þar sem saman yrðu komin undir einu þaki fjölmargir frumkvöðlar og nýsköpunar-fyrirtæki í sjávarútvegi og öðrum haftengdum greinum, svo sem tæknifyrirtækjum sem fram-leiða tæki og hugbúnað, líftæknifyrirtækjum og matvælaframleiðendur.

Portland og nærliggjandi borgir á austur-strönd Bandaríkjanna eru á margan hátt kjör-lendi fyrir nýja hugsun í sjávarútvegi og öðrum haftengdum greinum enda á slík atvinnustarf-semi sér djúpar rætur þar, en þarfnast nýsköp-unar og nýrrar hugsunar til að mæta breyttum tímum. Hugmyndin er að New England Ocean Cluster teygi anga sinna til fyrirtækja og há-skóla utan Maine, meðal annars New Bedford og Boston í Massachusetts þar sem má finna öfluga háskóla og mikinn fjölda hátækni- og líf-tæknifyrirtækja. Við þetta myndu skapast mik-il tækifæri til samstarfs fyrir íslenska fjárfesta, frumkvöðla og vísindamenn.

Á síðasta ári flutti Eimskip starfsemi sína í Bandaríkjunum til Portland og hefur það eitt opnað á fleiri möguleika til samstarfs milli ým-issa aðila á Íslandi og ýmissa fyrirtækja í Maine. Háskólinn í Reykjavík (HR) er meðal þeirra sem sýnt hafa auknu samstarfi við frumkvöðla, fyr-irtæki og háskóla á New England svæðinu auk-inn áhuga að undanförnu. Í mars síðastliðnum, meðan Sjávarútvegssýningin í Boston fór fram, ferðaðist meðal annars hópur nemenda úr HR

ásamt rektor skólans til Boston, en nemenda-hópurinn fékk ferðina í verðlaun fyrir sigur í svokallaðri Hnakkaþon keppni skólans og Sam-taka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í Boston var einnig nýskipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Geir Haarde, og ný-skipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Rob Barber. Sendiherrarnir og föruneyti þeirra,

ásamt Þór Sigfússyni framkvæmdastjóra Ís-lenska sjávarklasans, funduðu meðal annars borgarstjórunum í New Bedford og Portland og með frumkvöðlum sem vinna að stofnun New England Ocean Cluster. Vonir standa til að klas-inn verði formlega stofnaður síðar á þessu ári og að hafist verði handa við að gera upp hús-næðið snemma á næsta ári.

Sjávarklasi í Portland? Hugmyndir um stofnun sjávarklasa í Portland vekja athygli

Hús sjávarklasans stækkar

„Á síðasta ári flutti Eimskip starfsemi sína í Bandaríkjunum til Portland og hefur það eitt opnað á fleiri mögu-leika til samstarfs milli ýmissa aðila á Íslandi og ýmissa fyrirtækja í Maine.“ Mynd: eiMskiP

Page 9: Sjávarafl 2.tölublað 2015
Page 10: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Ætlaði mér aldrei á sjóinn

Lífið heldur alltaf áfram

Mynd: sigurgeir

Page 11: Sjávarafl 2.tölublað 2015

11 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Ég er ekki mikill sjómaður í mér en ég er ágætur í eldhúsinu,“ segir Jóhann Freyr Ragnarsson, eða Jói Ragg eins og hann er kallaður, kokkur á Kap VE frá Vestmannaeyjum. Ólíkt mörgum

sjómönnum hafði Jói engan áhuga á sjómennsku sem krakki og sá aldrei fyrir sér að fara á sjóinn. Það var ekki fyrr en hann var orðinn 35 ára að honum datt í hug að taka einn túr til að ná sér í meiri tekjur og fór þá sem háseti á Gullberginu eina vertíð. Sama skipi og hann starfar á núna, en undir nýju nafni. Honum til mikillar undrun-ar líkaði honum veran á sjónum vel. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi finna mig í þessu,“ segir hann og hlær. Á þeim tíma vann hann sem bifvélavirki í Áhaldahúsi Vestmannaeyja en fékk ársfrí til að prófa sjóinn. Áður hafði hann bæði unnið sem leigubílstjóri í Eyjum í átta ár og í billiard sjoppu. Eftir að hafa verið ellefu mánuði á sjó veiktist svo konan hans, Júlía Bergmanns-dóttir, af krabbameini og fór hann þá í land. Eftir að Júlía dó, árið 2006, ákvað Jói að fara aftur á sjóinn. Jói kann vel við sig í eldhúsinu og segist hafa byrjað að grilla og gera sunnudagssteikurn-ar um tvítugt, eins og strákar gera. Svo hafi þetta bara þróast. „Mér hefur aldrei fundist neitt mál að elda fyrir mannskapinn. Mamma spurði mig einhvern tímann: Hvernig gerirðu þetta eigin-lega? Skipuleggurðu alveg hvað þú ætlar að hafa í matinn allan þennan tíma og ferð svo með lang-an lista í búðina? En svarið er nei, ég kaupi bara helling af alls kyns mat og ákveð svo á kvöldin hvað ég ætla að elda daginn eftir miðað við það sem til er.“ Jói býður áhöfninni upp á venjulegan heimilismat en þegar farið er á nótaveiðar hefur hann gjarnan samlokur sem fólk getur gripið í eftir þörfum því oft geta menn ekki sest niður til þess að borða.

Það besta við sjóinnEngin tengsl við sjóinn voru í fjölskyldu Jóa en nú er hann með syni sínum á sjó. „Hann vildi alltaf fara á sjó og gerði það strax eftir skóla, 15 ára gamall, svo hann hefur verið lengur á sjó en ég!“ segir Jói. „Það er voða fínt að hafa hann um borð hjá mér og við erum í raun frekar vinir en feðgar.“ Fyrir utan soninn Ragnar Þór sem fæddist 1988 átti Jói dótturina Berglindi, fædda 1986, með Júlíu. Síðari kona Jóa, Ingibjörg Andr-ea Brynjarsdóttir, átti síðan tvö börn þegar þau kynnast: Brynjar Smára, fæddan 1984, og Gunn-ar Inga, fæddan 1990. „Hennar strákar eru mínir strákar og allir peyjarnir eru sjómenn í dag, einn lýkur vélstjóranámi í vor, annar er stýrimaður á Suðurey og sá þriðji er háseti með mér á Kap.“ Hann segir strákana alla hafa brennandi áhuga á sjónum og frá þeim fái hann allar bátafréttir og aflatölur. „Hvað minn strák varðar þá talaði hann alltaf um að fara á sjóinn og ég studdi hann í því. Nú til dags vilja allir að krakkarnir þeirra fari í háskólann og margir sjómenn eru sömu skoðunar en ég vissi að þetta var það sem hann

vildi.“ Fólk geti líka menntað sig þótt það fari á sjó og vélstjóranám sé t.d einstaklega nytsamt og gagnist manni hvar sem er, á sjó og á landi. Fyrri maður Ingibjargar, Unnar, hafi líka verið sjóari og hún hafi því alltaf verið sjómannskona. Fjölskyldan sé sannkölluð sjóarafjölskylda í dag, nokkuð sem hann hefði aldrei getað ímyndað sér.

Æðislegt að vera á sjóJói segir að sjóveikin plagi sig aldrei, sama þótt hann taki sér stundum frí frá sjónum. „Í fyrsta túrnum sem ég tók var ég sjóveikur í 16 klukku-tíma, en þá var það búið og ég hef ekki fundið fyrir þessu síðan. Sumir verða sjóveikir aftur og aftur ef þeir eru eitthvað í landi en sem betur fer hef ég sloppið við það,“ segir hann. Hann njóti þess yfirleitt að vera á sjó. „Það er æðislegt og það er ákveðin rómantík yfir því líka, sérstak-lega á nótaveiðum þegar það er kannski ekkert að gerast og svo kemur allt í einu mokveiði og all-

ir rjúka upp til handa og fóta. Það getur auðvitað verið erfitt líka, það er ekki gaman að elda í mik-illi brælu og standa á dekkinu inn á milli en þetta er vinna sem maður kaus sér sjálfur og maður veltir þessu því yfirleitt ekki mikið fyrir sér.“ Sjórinn hafi mikla kosti, tekjurnar séu góðar um þessar mundir og fríin á milli túra séu góð. „Þá nýtur maður þess að vera með barnabörnunum.“

Dýrmætur tími með afastelpunumJói á tvö barnabörn, Júlíu 4 ára og Aðalbjörgu 5 ára. „Júlía býr í Reykjavík en kemur oft í heim-sókn til okkar. Þetta er svo þægilegt eftir að Land-eyjarhöfn kom, þá kemur dóttirin með þá stuttu þangað og ég bíð þar eftir henni og fer með hana á eyjuna. Maður lætur ekkert aftra sér frá þess-um heimsóknum.“ Aðalbjörg gistir líka oft hjá afa og ömmu og fær þá stundum að sleppa leik-skólanum ef gist er á virkum degi. „Það er erfitt að standast það þegar hún segir: Afi, má ég vera hérna heima hjá þér í dag? Hún fær þá stundum frí og við dúllum hérna saman í staðinn. Ég er svo heppinn, ég má hafa þær þegar ég vil og þær vilja báðar vera hjá okkur. Þetta er besta starf í heimi, að vera afi.“ Júlía flutti til Reykjavíkur fyr-ir ári, frá Noregi, þar sem hún var í eitt ár með for-eldrum sínum. Jói heimsótti hana að sjálfsögðu í Osló og tók Aðalbjörgu t.d með sér í fimm daga heimsókn. „Þessi tími er svo dýrmætur, hann líður svo hratt og allt í einu eru þau orðin fullorð-in.“ Sjálfur eigi hann góðar minningar um ömmu sína og afa en það sé svo mismunandi hvað börn fái að upplifa og það sé sér einkar mikilvægt að vera sem mest með barnabörnunum. Þótt stelp-urnar séu ekki háar í loftinu hefur sú eldri farið með afa sínum á sjó. ,,Hún fór með mér í þriggja daga túr í fyrra, við vorum þá vestan við Eyjar á makríl og þetta var yndislegt. Hún var svo dug-leg að hjálpa afa að leggja á borðið, setja í vél-ina og fleira. Þær bíða núna báðar spenntar eftir sumrinu og því að fá að fara á sjóinn.“ Áður en barnabörnin komu til sögunnar fór systurdóttir Jóa oft á sjó með honum og var þá kannski fimm til tíu daga. „Hún er við nám núna í Brussell og þótt það tengist sjónum ekki á nokkurn hátt er hún enn áhugasöm og ég sendi henni oft myndir og segi henni frá vertíðinni. Það eru forréttindi ef krakkar fá að kynnast þessu og þetta lifir alltaf með þeim.“

Fótboltaaðdáandi með ljósmyndadelluÞegar Jói er í landi er hann yfirleitt að dytta að heimilinu, bæði sínu eigin og hjá börnunum fjór-um. Um þessar mundir sé hann t.d að dúlla sér við að parketleggja allt og mála. Þau hjónin séu líka með hjólhýsi uppi á Hellishólum sem gaman sé að dvelja í. Það skemmtilegasta sem hann geri þó sé að vera með afastelpunum. Á sjónum séu áhuga-málin önnur, þá tekur hann alltaf með sér flakk-arann, stútfullan af þáttum og bíómyndum, og er Jói að eigin sögn óttalegur sjónvarpsglápari. „Við feðgarnir kíkjum gjarnan saman á þetta á kvöldin, þetta er mín mesta afslöppun. Ég tók þetta saman í vetur hvað ég væri að fylgjast með mörgum þátta-röðum og þær voru ríflega þrjátíu!“ Jói tekur líka

Sigrún Erna Geirsdóttir

Það er æðislegt og það er ákveðin rómantík yfir því líka, sérstaklega á nótaveiðum þegar það er kannski ekkert að gerast og svo kemur allt í einu mokveiði og allir rjúka upp til handa og fóta.

Page 12: Sjávarafl 2.tölublað 2015

mikið af myndum á símann sinn og deilir þannig reynslunni af sjónum með vinum og vandamönn-um. „Ég set alltaf símann í vasann áður en ég fer út á dekk og tek nokkrar myndir í hvert sinn svo myndirnar eru orðnar töluvert margar! Maður þarf ekki fína myndavél í dag, myndavélin í sím-anum er orðin svo góð.“ Annað áhugamál Jóa er fótbolti og er hann eitilharður aðdáandi Arse-nal. „Áður en ég fór á sjóinn var ég varaformaður Arsenal klúbbsins og hafði það að aukastarfi að redda fólki miðum og fara með því á leiki. Ætli ég sé ekki búinn að fara á eina fimmtíu, sextíu leiki með liðinu.“ Hann segist vera nokkuð sáttur við gengið seinni hluta vetrar, 3.sætið sé ásættanlegt og þeir séu ekki nema stigi á eftir City og sjö stig-um á eftir Chelsea sem eigi eftir að vinna deildina.

„Við erum fimm Arsenal menn um borð og horfum oft á leiki saman. Svo eru hérna Púlarar og Uni-ted menn líka.“ Jói er að sjálfsögðu búinn að koma ástinni á Arsenal inn hjá afastelpunum þrátt fyrir að feðurnir aðhyllis Leeds og Man. Utd. „Ástina á sjónum og Arsenal fá þær frá mér og því er ekki hægt að breyta! Feðurnir eru svo sem ekkert ósátt-

ir, sérstaklega ekki Leedsarinn, en ég varð að lofa United-manninum því að ef strákur kæmi seinna skyldi ég ekki gera Arsenalmann úr honum.“

Verðum að lifa í núinuEins og fram hefur komið er Jói tvígiftur og missti hann fyrri konu sína, Júlíu, úr krabbameini eftir átta ára erfiða baráttu. Var hún 35 ára þegar hún veikist og ekki nema 42 ára þegar hún deyr. Með-an Júlía var veik hélt hún úti bloggsíðu þar sem hún talaði opinskátt um veikindi sín og var þetta talsvert áður en fleiri fóru að gera slíkt hið sama. Sýndi hún alltaf mikinn baráttuvilja og tók veik-indum sínum af miklu æðruleysi. Jói segir að ekki hafi verið í boði að vera á sjónum síðari ár veik-indanna og fór hann alltaf með henni í meðferð-ir. Á þeim tíma vann hann hjá Áhaldahúsinu og var afar heppinn með yfirmenn sem höfðu fullan skilning á erfiðum aðstæðum og því að hann vildi styðja við konu sína eins mikið og unnt var. „Eitt árið fórum við 55 ferðir til Reykjavíkur í meðferð-ir,“ segir hann. „Þetta eru bara verkefni sem okkur eru gefin og maður á ekki að vorkenna sjálfum sér

„Ég set alltaf símann í vasann áður en ég fer út á dekk og tek nokkrar myndir í hvert sinn svo myndirnar eru orðnar töluvert margar! Maður þarf ekki fína myndavél í dag, myndavélin í símanum er orðin svo góð.“ Mynd: sigurgeir

12 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Page 13: Sjávarafl 2.tölublað 2015

heldur gera eins gott úr lífinu og hægt er. Svona er þetta bara. Lífið er of stutt til þess að lifa í for-tíðinni, við verðum að lifa í núinu og hugsa um framtíðina.“ Hann segist vera feginn því að geta gert það í stað þess að velta endalaust fyrir sér því sem hefði getað verið, það sé alls ekki sjálfgefið.

„Ég átti góð ár með Júlíu og ég á fallegar minningar um hana. Sumir geta ekki sleppt sorginni en það hef ég getað gert. Fyrir þremur árum kom til mín kona og bauð mér að vera í hópi fyrir þá sem hafa misst maka en ég sagði nei takk, þetta er ekki fyrir mig. Ég á mínar góðu minningar um fyrri kon-una og ég þarf ekkert að velta mér meira upp úr þessu. Ef maður gerir það eru hlutirnir bara erfið-ari. Sumir komast aldrei út úr sorginni og það er ekki gott. Þetta er ákveðið ferli og það er mismun-andi hvernig fólk vinnur úr hlutunum.“ Jói segir að þau Júlía hafi vitað það í mörg ár að hún myndi deyja úr krabbanum. „Þannig að þegar hún deyr vorum við búin að segja allt sem þurfti að segja og gera allt sem þurfti að gera. Það er erfiðara þegar andlátið ber snöggt að þótt konan mín hafi stund-um öfundað þá sem fengu að fara skyndilega úr hjartaáfalli.“ Fyrri maður núverandi konu Jóa, Unnar, hafi t.d ekki verið veikur af krabbanum nema í hálft annað ár áður en hann lést, þremur mánuðum á undan Júlíu, og því hafi missirinn verið öðruvísi fyrir Ingibjörgu.

Lífið heldur áframJói segist vera lánsamur, hann hafi misst konuna sína í janúar og í desember sama ár kynnist hann annarri konu. „Það bara gerðist og það er jákvætt. Við vorum bæði á gangi niðri í bæ þegar við för-um fyrir horn og rekumst hvort á annað. Ég þekkti hana ekkert áður þótt ég vissi auðvitað hver hún var og að hún hafði misst manninn sinn á svip-uðum tíma og ég missti mína konu.“ Þarna hafi þau kynnst og mjög fljótlega byrjað að fella hugi saman. „Við Ingibjörg erum svo heppin að börnin okkar sem voru unglingar þá voru jákvæð, það

gerir hlutina erfiðari ef börnin eru ósátt þegar fólk finnur sér nýja maka. Konan mín vissi lengi að hún myndi deyja og hún var búin að tala um það við börnin að ef ég finndi aðra konu vildi hún að þau tækju henni vel. Þau voru því undirbúin og það hjálpaði mikið.“ Ári eftir að þau hittust ákváðu þau svo að gifta sig. „Ég vildi hafa hlut-ina alveg á hreinu, ég er sjómaður, og við vildum gera þetta almennilega. Það er því búið að gera erfðaskrár og ganga frá öllum okkar málum, það er svo mikilvægt þar sem við eigum bæði börn.“ Veikindin voru þó ekki búin að segja skilið við þau hjónin því Ingibjörg greinist með krabbamein í júlí 2014 og fór í meðferð í vetur. Jói tók sér aftur frí frá sjónum til að styðja konu sína í meðferðinni og að henni lokinni fóru þau til Danmerkur í jáeindask-anna, þar sem kom í ljós að krabbinn var horfinn.

„Þetta er allt búið núna og krabbinn er farinn. Það var líka kominn tími á að vinna þá baráttu því við vissum auðvitað bæði að hverju hún gekk. Þetta er bara svona, við fengum þetta verkefni og spiluð-um úr þeim spilum sem okkur voru gefin.“ Þarna hefði allt getað farið á versta veg en blessunarlega gerðist það ekki. „Sama hvað kemur upp, lífið heldur samt alltaf áfram, fólk á börn og barnabörn og þýðir ekki að dveljast við veikindi eða slys. Mað-ur gerir bara eins og maður getur.“

Það er erfitt að standast það þegar hún segir: Afi, má ég vera hérna heima hjá þér í dag? Hún fær þá stundum frí og við dúllum hérna saman í staðinn. Ég er svo heppinn, ég má hafa þær þegar ég vil og þær vilja báðar vera hjá okkur. Þetta er besta starf í heimi, að vera afi.

Kap VE.

13 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Page 14: Sjávarafl 2.tölublað 2015

14 s j áva r a f l m a r s 2 0 1 5

Góð samvinna skilar árangri fyrir alla

Hærra þjónustustig frá Íslandi en noregi

Page 15: Sjávarafl 2.tölublað 2015

15 s j áva r a f l m a r s 2 0 1 5

HB Grandi nýtir sér bæði sjó-flutninga og flutning með flugi við að flytja afurðir fyrirtækis-ins á markaði erlendis. Vaxtar-broddurinn liggur í sjóflutn-ingum.

„Við fyllum nánast alltaf það flugpláss sem við fáum í þeim fragtvélum sem fljúga frá land-inu og nýtum okkur svo eins og við getum farm-rýmið í farþegaflugvélunum. Sem betur fer eru mörg flug frá landinu í dag og því getum við á árs-grundvelli aukið það magn sem við sendum flug-leiðina á markað,“ segir Sólveig Arna Jóhann-esdóttir, sölustjóri fersks fisks hjá HB Granda. Fraktpláss vanti þó enn á ákveðna markaði og það takmarki hversu mikið fyrirtækið sendi á þá. „Það er t.d ekki mikið pláss í boði til Ameríku. Maður vinnur sér inn flugplássin hægt og rólega með því að senda jafnt og þétt og ná stöðugleika í magni.“ Hún segir að veturinn hafi verið sérlega erfiður flutningalega séð. Flugsamgöngur hafi verið brösóttar á köflum og gengið á ýmsu. Hún segir að samvinnan við flugfélögin hafi verið góð og ótrúlega vel hafi gengið að vinna úr málum í erfiðum aðstæðum. „Mín reynsla er sú að allir í þessum bransa vinna af dugnaði með sama lausnarmiðaða hugarfarinu, sem er auðvitað ómetanlegt.“

Sveigjanleikinn er mikilvægurSólveig segir að fyrirtækið nýti sér vel sjóleiðina líka, sé meira pláss í boði og flutningar þá leið hafi aukist jafnt og þétt undanfarin ár. „Við send-um frá okkur á þriðjudagskvöldum í Norrænu, á miðvikudögum með Eimskip og á fimmtudög-um með Samskip . Oft eltum við líka Samskip til Vestmannaeyja og setjum vörur þar um borð á föstudögum.“ Sólveig segir að heilmikið ut-anumhald fylgi því að skipuleggja sendingar og velja flutningsleiðir með tilliti til brottfarar-tíma og daga frá landinu, sem og því fraktplássi sem þau hafa úr að moða. „Það að geta notað blandaða leið, þ.e.a.s. bæði sjó og flugflutninga, gerir okkur fært að vaxa og mæta mismunandi þörfum markaðarins hvað varðar magn, verð og gæði. Við erum því mjög sveigjanleg gagnvart viðskiptavinunum og þjónustustigið frá Íslandi tel ég t.d vera hærra en frá Noregi.“ Sólveig segir að um þessar mundir haldi þau reyndar svolítið að sér höndunum í þorskvinnslu. „Loðnuvertíð-in er á fullu núna og svo eru Norðmenn venjulega að setja svo mikið inn á markaði um þetta leyti að verð lækka,“ segir hún.

Hörð samkeppni við NorðmennÍslendingar eru í harðri samkeppni við Norð-menn á flestum mörkuðum með ferskar þorsk-afurðir og staðsetning landsins er erfiðari með tilliti til flutningsleiða. „Ef fiskurinn fer með skipi er þetta svipaður tími frá Noregi og okkur en ef fiskurinn fer flugleiðina tekur flutningur-inn mun skemmri tíma frá okkur. Við löndum allajafna snemma morguns og sá hluti aflans sem unninn er fram að hádegi fer í flug seinni partinn og er þá kominn til neytandans daginn eftir. Það gerist ekki mikið betra en það,“ segir Sólveig. Hún segir að þetta hafi mikið að segja fyrir ákveðna markaði en í lokin snúist þetta þó alltaf um verðið. Flutningur flugleiðina séu mun dýrari og þótt fólk sé tilbúið til að borga eitthvað meira fyrir ferskari vöru þá séu tak-mörk fyrir því hversu miklu hærra og hversu mikið magn sé hægt að selja á hærri verðum en markaðinum býðst annars staðar frá . „Auð-vitað reynum við alltaf að sækja hæstu verð og Íslendingar hafa þar oft vinninginn miðað við Norðmenn. Við höfum líka vinninginn þjón-ustulega séð, við höfum þorsk allt árið en Norð-menn koma með mikið magn inn frá áramótum fram á vor en draga þá verulega úr þorskveiðum og vinnslu, bæði vegna göngu stofna við Noreg og eins skipulags veiða og vinnslu.“

Stöðug þróunFiskur er afar viðkvæm vara og því er mikil-vægt fyrir fyrirtæki að hafa stöðugt auga á gæðamálum og leiðum til þess að bæta gæði. Mikil þróun hefur orðið hvað kælingu og flutn-inga varðar og hefur hún m.a gert fyrirtækjum eins og HB Granda mögulegt að senda ferskan fisk sjóleiðis á markað í Evrópu. „Markmið okkar eru stöðugleiki í gæðum og gott fram-boð af afburðavörum. Við vinnum því sleitu-laust með okkar sjómönnum og gæðafólki að því að gera okkur kleyft að nota líka sjóleiðina fyrir ferskvörur. Fiskurinn þarf að standast það að vera fimm daga í hafi og kannski einn í landflutningi áður en hann kemur í versl-anir eða veitingahús í Evrópu,“ segir Sólveig. Þá vinni fyrirtækið mikið með Matís, Tempra Promens og fleiri fyrirtækjum í sama tilgangi.

„Það stefna allir að sama marki: Að koma vör-unni sem ferskastri til neytenda.“ Hún segir að stöðugt sé verið fylgjast með hitastigi í öllu ferlinu og miklum árangri hafi þegar verið náð í að bæta kælikeðjuna. Óháður aðili taki svo t.d út vöruna þegar hún fer á Frakklands-markað og sendi þeim gæðaskýrslur sem vel sé farið yfir. Þá sendi stórmarkaðskeðjurnar sem kaupa af þeim fisk gæðaskýrslur líka. „Þetta gæðaeftirlit er mjög mikilvægt því fiskurinn er jú svo viðkvæm vara.“ Hún segir að líka sé vel fylgst með öllum nýjungum sem gætu bætt gæði vörunnar og í því sambandi megi nefna að um þessar mundir sé HB Grandi að vinna til-raunaverkefni. Það gangi út á að kanna hvort BluWrap tækni í flutningum gæti hjálpað við að koma ferskum fiski enn ferskari til neyt-enda en tæknin gengur út á að fjarlægja súr-efni í kringum vöruna og hægja þannig á oxun.

„Það er verið að nota þessa aðferð við að pakka laxi í Chile fyrir Bandaríkjamarkað og okkur langaði til að prófa þetta fyrir okkur vörur líka. Hvort þetta á eftir að muna miklu á eftir að koma í ljós en við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýja möguleika og prófa nýja hluti. Það er alltaf einhver þróun í gangi.“ Sólveig segir að eftirspurn eftir ferskum fiski aukist stöðugt og það sé þróun sem muni halda áfram. Mark-aðurinn sé þó mjög verðmeðvitaður. „Við erum í harðri samkeppni úti á markaðnum og til að standast þá samkeppni þurfum við stanslaust að halda vöku okkar og vanda til verka eins og kostur er. Maður þarf að leggja sig allan fram við að sinna viðskiptavininum og reyna af fremsta megni að uppfylla þarfir hans. Þetta krefst mikils en maður fær það líka til baka. Ánægður viðskiptavinur er tryggur viðskipta-vinur,“ segir Sólveig Arna að lokum.

ef fiskurinn fer með skipi er þetta svipaður tími frá noregi og okkur en ef fiskurinn fer flugleiðina tekur flutningurinn mun skemmri tíma frá okkur.

Flutningur & Kæling

Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri fersks fisks hjá HB Granda.

Page 16: Sjávarafl 2.tölublað 2015

16 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Góð kæling er lykilþáttur í flutn-ingsferli fisks þar sem fiskur er viðkvæm vara. Miklar framfarir hafa orðið á þessu sviði og hefur geymsluþol fersks fisks t.d. aukist

verulega undanfarin ár.

Horft á heildarferliðSigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og prófessor við HÍ, er sá sem hefur unnið hvað ötulast að góðri aflameðferð hérlendis og því fengist mikið við framþróun á kælitækni. „Við erum alltaf að skila betra og ferskara hráefni enda hefur meðferð aflans tekið miklum fram-förum undanfarin ár,“ segir hann. Sjávarútveg-urinn hafi þroskast mikið hvað þetta varðar og hafi hann verið að svara kalli markaðar sem vilji gæðavöru. Útgerðir skipuleggi t.d. veiðar sínar þannig að hver tegund hafi farið í gegnum dauðastirðnun þegar komið er að landi en mis-

munandi er eftir tegundum hvað sá tími er lang-ur, karfi þarf t.a.m. lengri tíma en þorskur sem þarf skamman tíma (um 2 daga). Sumar útgerðir byrja að veiða karfa í upphafi veiðiferða en enda ferðina á þorski. Það sé síðan mikilvægt að sjómennirnir sjálfir kunni réttu handtökin. „Til að skila gæðavöru til neytandans er lykilatriði að horfa á heildarferlið, allt frá því að fiskurinn er dreginn upp úr sjó og þar til hann fer á disk neytandans,“ segir Sigurjón. Það sé því mikil-vægt að menn blóðgi fiskinn strax og slægi og láti hann blæða vel, og þá ekki síður að kæla fiskinn strax niður enda sé mikilvægt að hann fari sem allra fyrst í núll gráður. Sigurjón segir að aflameðferð hafi tekið miklum framförum og menn vandi sig meira í dag en áður. „Menn eru að átta sig á að maður breytir aldrei lélegri vöru í lúxusvöru. Það má þó auðvitað alltaf gera betur og það má aldrei sofna á verðinum, t.d. ef fiskur hefur óvart hitnað í tíu gráður í veiðiferð þá er of seint að bjarga honum. Kæling á fiski verður að eiga sér stað um leið og hann kemur úr sjó og oft er hann kældur áður en hann fer í kerin. Það er svo mikilvægt að halda þeirri kælingu allt að vinnslu. Það hefur því miður örlað á því upp á

síðkastið að verið sé að nota óeinangruð ál- eða stálker eða jafnvel mjölpoka fyrir afla um borð. Slíkt er afar óæskilegt þar sem aflinn verður fyrir of miklu álagi.“

Fiskurinn unninn hrattEftir að afli er kominn að landi fer hann í vinnsluna þar sem hann er flokkaður, flakaður og snyrtur. Tíminn sem fiskurinn er í vinnsl-unni hefur styst mikið enda mikil áhersla lögð á að vinnsla gangi sem hraðast fyrir sig svo fiskurinn haldist kaldur. Í vinnslunni er fiskurinn skorinn í stykki, eins og hnakka og stirtlur, og fara hnakkarnir í forkælingu áður en þeim er pakkað. Kæling á fiski verður að eiga sér stað áður en hann fer í kassann. Fiskurinn verður aldrei kaldari en hann er þegar hann fer ofan í, einangrunin virkar á tvo vegu. „Við komumst varla nær neytandanum en þetta. Þarna er búið að snyrta fiskinn og gera hann tilbúinn til þess að fara í ofninn hjá neytandanum,“ segir Sigurjón. Þessi þróun, að gera fiskinn að tilbúinni neytendavöru, gerðist hratt segir hann og að mikill skriður sé á henni ennþá. Nýlegar vatnsskurðarvélar frá Völku

Mikil þróun á skömmum tíma

Þurfum betri vöktun og meiri rekjanleika

Sigrún Erna Geirsdóttir

„Kæling á fiski verður að eiga sér stað um leið og hann kemur úr sjó og oft er hann

kældur áður en hann fer í kerin. Það er svo mikilvægt að halda þeirri kælingu allt að

vinnslu,“ segir Sigurjón Arason.

Flutningur & Kæling

Page 17: Sjávarafl 2.tölublað 2015

17 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

og heildarkerfi frá Marel séu gott dæmi um það. Þegar búið er vinna fiskinn fer hann svo í frauðkassa og fer um 60-70% í slíka kassa sem framleiddir eru af Promens og voru þróaður fyrir fáeinum árum í nánu samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki. Fiskurinn er svo fluttur með trukkum, skipum og flugi og er þá í sérstökum innsigluðum kæligámum sem eru oft stilltir á mínus eina gráðu ef um ferskan fisk er að ræða. Ef verið er að flytja út frystan fisk er hitastigið vitaskuld lægra. Sigurjón segir að skipafélögin leggi sig fram um að velja góða og vandaða gáma sem sé mjög mikilvægt því

gámar séu mjög misjafnir að gerð og gæðum. Icelandair Cargo vandi sig líka við að stýra flutningaferlinu hjá sér, en það ferli er mjög ólíkt því sem er hjá skipafélögunum. Eftir að fiskur er kominn á leiðarenda með skipi eða flugi er lykilatriði að afferming gangi hratt fyrir sig og að varan stoppi sem styst á flugvellinum eða á hafnarsvæðinu. Ferming og afferming er sennilega viðkvæmasti hlekkur flutnings-keðjunnar því meðan gámur er í skipi er hann í sambandi en meðan afferming á sér stað er hann tekinn úr sambandi og síðan settur aftur í gang þegar gámur er kominn í bílinn.

Tæknideild útgerðarinnarSigurjón segir Matís vera eins konar tæknideild fyrir fiskvinnslufyrirtæki og að þeir geri sitt besta til að sjá eins og fimm ár fram í tímann hvað varðar mögulegar tækninýjungar. Mikið sé unnið að rannsóknum á fiski og kælingu og áhrifum hennar á fiskinn. „Þannig höfum við t.d séð að fyrstu ískristallarnir byrja að myndast í þorski við -0,9 gráður. Við höfum því getað stillt nákvæmlega hversu mikið á að kæla þorskinn niður án þess að hann frjósi heldur hafi bara örlítið af ískristöllum. Þetta er mismunandi milli tegunda, t.d þarf laxinn

Kældur fiskur

Page 18: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | [email protected] | www.valka.is

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendurSamvals- og pökkunarflokkari

» Fyrir flök eða bita » Allt að 80 stk á mín. » Lágmarks yfirvigt

» Sjálfvirk kassamötun » Möguleiki á millileggi

» Frábær hráefnismeðh.

18 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

-1,4 gráður og makríllinn um -2 gráður þegar hann er feitastur, enda eru þetta feitari fiskar.“ Þessarar þekkingar hafi Matís aflað í samstarfi við fyrirtæki og há-skóla og síðan farið með hana til fyrirtækja sem nýti hana í dag. „Á þessu sviði höfum við unnið mikið með Eimskip og Ice-landair Cargo, Samherja, ÚA, HB Granda og fjölmörgum öðrum fyrir-tækjum, enda hefur þessi árangur náðst með breiðu samstarfi fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir Sigurjón. Afrakst-ur rannsóknanna er sá að tekist hefur að auka geymsluþol á ferskum fiskflökum úr sex dögum í tólf daga og haldast gæði hans óbreytt í sex til átta daga áður en þau fara að minnka. Svo hægt væri að rannsaka fyllilega kælingu og áhrif hennar þá hannaði og smíðaði Matís kæliherma sem auðvelda alla þróunarvinnu fyrir fersk flök og líkja eftir flutningum í flugi og skipi. Þannig er hægt að sjá áhrifin sem hitasveiflur hafa á vöruna.

„Hermarnir eru notaðir bæði fyrir ferskan og frosinn fisk og þeir eru nánast alltaf fullbókað-ir. Allt flutningaferlið er kortlagt og við komum fyrir hitanemum í fiskinum þannig að við getum mælt nákvæmlega öll áhrif sem hiti og sveiflur í honum hafa á fiskinn og geymsluþol hans. Við eigum orðið mikið af mælingum og þær eru vel nýttar til rannsókna og ferlaþróun-ar,“ segir Sigurjón. Þá séu oft settir nemar í fisk sem verið sé að flytja frá landinu í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækin og flutningafyrirtækjun-um svo greint frá niðurstöðum þeirra mælinga. Fyrirtækin sjálf fylgjast síðan vel með sínum eigin skipum og flugvélum. Allt þetta sé hluti af því að draga úr hitasveiflum á meðan á flutn-ingi stendur og hefur þetta skilað þeim árangri að lítið sé orðið um sveiflur. Hvað þorsk varðar er t.d. stillt á mínus eina gráðu og þar helst hit-inn í skipum alla leið. Þegar fiskfarmur fer með farþegaflugi er þetta ekki eins nákvæmt en

hann fari þó nánast aldrei yfir sett mörk og að auki er hann ekki það lengi á leiðinni.

Kassi sem breytir mikluEinn lykilþátturinn í bættu geymsluþoli er frauðplastkassi sem kom á markað um 2011 og var þróaður af Matís, í samstarfi við Promens Tempra. „Það voru tveir nemendur hérna sem komust að því að hitinn í hefðbundnum kassa var ekki jafn í honum öllum heldur var hærri hiti í hornum hans undir umhverfishitaálagi og fiskurinn skemmdist fyrr þar. Hornin voru því rúnnuð og helst nú mun jafnara hitastig í

öllum kassanum undir hitaálagi þannig að fiskurinn hefur sama geymsluþol hvar

sem hann er staðsettur í kassanum.“ Það eru margir sem nota þennan

kassa í dag enda þola þeir líka meira hnjask. Árið 2010 voru 3-7 kg kassar endurhannaðir með rúnnuð horn og árið 2014 var hugmyndin yfirfærð á nýja 60x40

cm vörulínu 10-15 kg flakakassa Promens Tempru.

Þurfum að gera enn beturAðspurður um hvað sé framundan í meðferð og kælingu segir Sigurjón að nú þurfi að fínpússa ferilinn og setja markið á að hægt sé að flytja fersk flök til Norður Ameríku með skipum. Nú þegar liggur fyrir hvernig best er að meðhöndla aflann þá þarf að tryggja að það sé gert. Þá er þörf á því að tryggja rekjanleika. „Kaupandinn á geta séð nákvæmlega hvar fiskur er veiddur, af hverjum og hvenær,“ segir Sigurjón. Þá væri ekki verra ef hægt væri að setja upp umbunar-kerfi þannig að ef skip meðhöndlar afla vel og tryggir þannig gott verð fyrir útgerðina væri hægt að verðlauna skipið fyrir það. „Sjómenn eru margir hverjir að gera frábæra hluti og mega vera stoltir af. Við eigum að bera virðingu fyrir sjómönnum og tala um gæði og hitastig afla af sömu virðingu og magn. Ef sjómenn fengju umbun fyrir að gera vel þá væri það hvetjandi fyrir áhöfnina og enn fleiri myndu leggja sig fram um að skila gæðahráefni.“ Hann segir að vinnslan hafi verið að bæta sig mikið en enn skorti nokkuð á að hráefnismeðferð í bátunum sé eins góð og hún gæti verið. Þess vegna væri gott ef hægt væri að taka upp umbunarkerfi. Það komi því miður enn fyrir að fiskur sé ekki rétt blóðgaður og kældur eins og ætti að vera. ,,Í dag náum við vel utan um kerfið. Til þess að við náum að skapa hámarksverðmæti þurfum við öll að stefna að sama marki og átta okkur á því að við erum í sama liðinu. Við erum að gera vel en það má alltaf gera betur.“

Þegar búið er vinna fiskinn fer hann svo í frauðkassa og fer um 60-70% í slíka kassa sem framleiddir eru af Promens og voru þróaður fyrir fáeinum árum í nánu samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki.

Page 19: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Áhersla lögð á gæði í 30 ár

Frá 1984 hafa hönnuðir okkar og verkfræðingar lagt hart að sér við að gera Sæplastkerin þannig úr garði að þau þoli allt það mikla álag sem við-skiptavinir okkar ætlast til af þeim. Þeir eru jafn-framt stöðugt að þróa nýjar hugmyndir, leita leiða til að létta líf þeirra sem vinna með kerin og ekki síst til að hámarka megi aflaverðmæti.

www.promens.com/saeplast

Ein af nýjustu afurðum okkar er lúgulokið á 460 og 660 lítra kerin. Þetta lok gerir gæfumuninn þegar halda þarf matvælum, svo sem eins og lifur og hrognum, sem lengst undir loki til að viðhalda fersleika sem lengst.

ára30

PROMENS DALVÍK

Page 20: Sjávarafl 2.tölublað 2015

20 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Samsung Galaxy S5 Active er sími sem er hannaður

fyrir íslenskar aðstæður. Með IP67 vörn og harðgerða skel

Vatns - og Rykvarinn16MP myndavélFjögurra kjarna örgjörvi

Samsung Galaxy S5 ActiveSTÝRIKERFI TENGIMÖGULEIKAR

SKJÁR

VINNSLUMINNI ÖRGJÖRVI MINNI

minniskort MYNDAVÉL

RAFHLÖÐUENDING

Árlega eru flutt út í kringum 27 þúsund tonn af ferskfiski og fer eftirspurn eftir honum stöðugt vaxandi. Icelandair Cargo flýgur með stóran hluta af fersk-

fiskinum og notar til þess bæði fraktvélar félags-ins og farþegarvélar Icelandair. Tvær vélar munu bætast við flota Icelandair næsta ár.

Leiðarkerfið er lykillinnTvær fraktvélar frá Icelandair Cargo fljúga að öllu jöfnu á degi hverjum til helstu markaða Íslend-inga í Bandaríkjunum og Evrópu. Fraktvélarnar taka hvor um sig 37 tonn af farmi og er bróðurhluti farmsins ferskur fiskur. Þess fyrir utan flýgur út daglega 21 farþegavél með allt að níu tonna burð-argetu og má segja að í nánast öllum farþegavél-um sé einhver fiskur um borð. Mikil eftirspurn er eftir plássinu; sérstaklega til Boston, New York og Toronto. Farþegaflug er alltaf að verða viðameira og sífellt er verið að bæta við áfangastöðum. Segir Gunnar að undanfarin ár hafi verið að bætast við 1-2 staðir í Norður-Ameríku árlega og Edmonton sé t.d nýleg viðbót. Þetta gengur þannig fyrir sig að Icelandair opnar nýja leið og við fylgjum í kjöl-farið. Sölufyrirtækin prófa síðan staðina og þarna geta opnast nýir markaðir fyrir fiskinn.

Fjölgun ferða lykilatriðiFlest ef ekki öll sölufyrirtækin nýta alla flug-frakt sem er í boði og myndu gjarnan vilja að hún væri meiri. Gunnar segir að það sé rétt að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir flutning-um þótt yfirleitt takist að flytja allt sem beðið sé um. Fjölgun áætlunarferða til Ameríku hafi þótt létt eitthvað á fraktarvandanum. Það sem hefur staðið aukningu á fraktflugi nokkuð fyrir þrifum er hins vegar að innflutningur minnkaði mikið í kjölfar hrunsins 2008 og hefur ekki náð sömu hæðum. Við verðum að hafa frakt í báðar áttir í fraktflugvélunum því annars þyrfti að hækka verð fyrir frakt út sem væri ekki réttlætanlegt því þá yrði íslenski fiskurinn ekki lengur samkeppn-ishæfur í útsöluverði. Innflutningur er hins veg-ar á góðri uppleið núna og í kjölfar mikillar lækk-unar á eldsneytisverði erum við hins vegar ekki eins háðir innflutningi þannig að svigrúm hefur myndast til þess að fjölga ferðum,“ segir Gunnar.

Hóf Icelandair Cargo t.d fraktflug til Boston nú í janúar og mun halda því áfram fram að páskum.

Er félagið jafnframt fyrsta fraktflugfélagið frá Evrópu sem hefur reglulegt áætlunarflug þangað.

Meira farmrými á næsta áriGunnar segir að fraktrými muni aukast mjög í mars á næsta ári en þá bætast við flugvélaflota Icelandair tvær Boeing 767 300 breiðþotur. Það er töluverður munur á 767 annars vegar og 757 hins vegar. Breiðþoturnar eru talsvert stærri og bera þrisvar sinnum meira en 757 vélarnar. Ef við tökum vél til Boston sem dæmi þá má reikna með að fullhlaðin vél af farþegum og frakt beri núna að hámarki fjögur tonn en nýja vélin mun geta borið allt að fjórtán tonn fullbókuð. Ef hún er ekki fullbókuð kemst svo vitaskuld meira af frakt. Stefnt er að því að nota vélarnar aðallega í flug til Boston og New York þannig að dagleg frakt til Ameríku mun verða þreföld á við það sem nú er. Breiðþoturnar eru þannig gerðar að þær eru með gámahleðslu líkt og fraktvélarnar þannig að þá verður hægt að keyra vörurnar út í gámum og koma þeim fyrir í farmrýminu. Nú verður hins vegar að handhlaða inn í farþega-vélarnar. Þetta kemur til með að bæta alla vöru-meðferð og áreiðanleika til muna. Við munum geta hlaðið gámana inni í vöruhúsinu við bestu aðstæður og keyrt þá svo beint út í flugvél. Allur hleðslutími verður því styttri og tíminn sem var-an stendur úti á hlaði styttist verulega; nokkuð

sem skiptir miklu máli fyrir viðkvæma vöru eins og fisk. Önnur skilyrði hafa líka batnað mikið því síðustu áramót stækkaði vöruhús Icelandair Cargo um 20% þegar við bættust 1000m2 af kældu rými. Aðalmunurinn er sá að þetta rými er allt kælt þannig að nú getum við forunnið frakt-ina inni við bestu aðstæður, segir Gunnar. Þetta muni bæta vörumeðferð verulega en áður hafi varan verið undirbúin til flutnings í ókældu rými og kæliklefar svo notaðir til að halda henni kaldri. Þá segir hann að nú sé verið að vinna að þróun á rauntíma skynjurum sem verða settir með farm-inum. Þeir eiga að virka þannig að ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d ef kælivara fer óvart ekki í kælt rými eða ef eitthvað fer úrskeiðis við afhendingu, myndu skynjarar láta vita af því og við gætum þá gripið strax inn í ferlið. Gunnar segir að vöru-meðferð sé alltaf það sem lögð sé mest áherslu á en markmiðið sé líka alltaf að hafa tímann sem varan sé í þeirra umsjó sem stystan.“Afhendingar-hraði fyrirtækisins er mikill í dag og oft líða ekki nema 36 og í hæsta lagi 48 tímar frá því að fiskur-inn er veiddur og þar til hann getur verið kominn á diskinn hjá neytandanum erlendis. Það er eng-inn annar en íslenskur fiskur sem nýtir sér leiðar-kerfið okkar sem getur státað af hinu sama.“ Góð þjónusta við fyrirtæki sé lykilatriði hjá félaginu og stöðug endurskoðun og aðferðir til þess að bæta þjónustu séu starfsfólki alltaf ofarlega í huga.

„Leggjum höfuðáherslu á góða vörumeðferð“

Meira fraktrými í náinni framtíð

Flutningur & Kæling

„Breiðþoturnar eru talsvert stærri og bera þrisvar sinnum meira en 757 vélarnar.“

Page 21: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Samsung Galaxy S5 Active er sími sem er hannaður

fyrir íslenskar aðstæður. Með IP67 vörn og harðgerða skel

Vatns - og Rykvarinn16MP myndavélFjögurra kjarna örgjörvi

Samsung Galaxy S5 ActiveSTÝRIKERFI TENGIMÖGULEIKAR

SKJÁR

VINNSLUMINNI ÖRGJÖRVI MINNI

minniskort MYNDAVÉL

RAFHLÖÐUENDING

Page 22: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Bróðurpartur farms Samskipa er fiskur og er hann fluttur út allt árið. Fyrir-tækið lætur sérsmíða fyrir sig gáma og leggur áherslu á gott eftirlit með þeim.

Fiskur í hverju skipi„Stærstur hluti af okkar útflutningi er fiskur, það er fiskur í hverju skipi sem siglir út frá okk-ur,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, fram-kvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa. „Það

má svo skipta honum í fjóra flokka: Frystur fiskur sem er fyrirferðarmestur hjá okkur, ferskur, saltfiskur og skreið.“ Fiskurinn er fluttur út allt árið og segir Guðmundur að makríllinn hafi breytt miklu hvað það varðar. Samskip afhenda fisk á fimm stöðum: Rotterdam, Immingham , Cuxhaven, Árósum og Var-

berg. Samskip hafa yfir að ráða þremur skipum til millilandaflutninga: Arnarfelli, Helgafelli og leiguskipi. Fellin sigla vikulega frá Reykjavík og Vestmannaeyjum til Bretlandseyja, meginlands-ins og Skandinavíu með viðkomu í Færeyjum á heimleiðinni en leiguskipið siglir hálfsmánað-arlega frá Reykjavík til Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Reyðarfjarðar og Kollafjarðar í Fær-

eyjum áður en það fer til Bretlands og Hollands. Nokkur munur er á burðargetu skipanna, Fellin eru 900 gámaeiningar en leiguskipið er 700. Al-gengt er að hver gámur taki um 25 tonn af fiski.

Sérsmíðaðir gámarGuðmundur segir að viðskiptavinir eða starfsfólk Samskipa sjái um að ferma gámana og koma um borð í skipin en erlendis sjái verktakar um þetta og afgreiði skipið líka. Mikið sé hugsað um gæða-mál enda mikilvægt að fiskurinn haldi gæðum sínum á meðan á flutningi stendur. „Við leggjum áherslu á að hafa góða gáma og látum sérsmíða þá fyrir okkur. Fiskurinn er bæði fluttur í þeim og eins gámum frá stóru skipafélögunum sem sigla milli Evrópu og Asíu ef t.d. fiskurinn er að fara áfram á Asíumarkað.“ Hann segir að gám-arnir sjálfir hafi þó í raun lítið breyst í gegnum tíðina, þetta séu frystikistur sem hafi lengi byggt á sömu grunntækninni. Efnið sem notað er í þá

hafi þó breyst og nú séu gámarnir áreiðanlegri og þoli meira. Í hverjum gámi er kælibúnaður sem heldur hitastigi gámsins stöðugu og er tölva sem stýrir og sýnir hitastig hluti af þeim búnaði. „Fyrir hverja ferð fer rafvirki yfir hvern gám fyrir sig og keyrir hann upp í 20 stiga hita og 20 stiga frost til að sjá hvort hann sé ekki 100% í lagi. Ef eitthvað er athugavert er gert við hann hjá okkur,“ segir Guðmundur. Eftir að farmurinn er svo kominn í gáminn fylgjast starfsmenn með hitastiginu með reglulegu millibili, bæði á sjó og í landi. Fátítt sé að búnaður bili þótt slíkt geti auðvitað komið fyrir, sérstaklega ef skipið lendir í slæmum sjógangi.

Út með fisk og heim með morgunkornÚtflutningur með skipi er tengdur innflutningi á neysluvörum. „Við flytjum út þorsk og komum heim með Cheerios,“ segir Guðmundur. Reynt sé að nýta skipin sem allra best. „Þegar hrunið varð kom það hart niður á skipafélögunum og urðum við að fækka úr fjórum skipum í eitt og skerða þjónustuna talsvert, því miður,“ segir hann. Hrun-ið hafi þó ekki verið með öllu slæmt. „Ég tel reynd-ar að mikið ójafnvægi hafi verið í innflutningi og þegar til lengri tíma er litið er þetta heilbrigðara í dag og jafnvægið er betra. Við önnum allri eftir-spurn eftir frakt og reksturinn er í lagi.“ Aðspurður um hvort eitthvað sé á döfinni varðandi breytingar á flota og þjónustu segir Guðmundur ótímabært að tilkynna eitthvað um það. „Við erum að sjálfsögðu alltaf að leita leiða til að bæta okkur og erum því alltaf að skoða og hugsa málin.“

22 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Guðmundur Þór Gunnarsson.

Vel fylgst með öllum gámum Fiskur fluttur út allt árið

Flutningur & Kæling

„Fyrir hverja ferð fer rafvirki yfir hvern gám fyrir sig og keyrir hann upp í 20 stiga hita og 20 stiga frost til að sjá hvort hann sé ekki 100% í lagi.“

„Stærstur hluti af okkar útflutningi er fiskur, það er fiskur í hverju skipi sem siglir út frá okkur,“ segir Guðmundur Þór

Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa.

Page 23: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Góðar flugsamgöngur hafa komið sér einstaklega vel vegna flutninga á fersk-fiski og er sífellt flogið með meira frá landinu á ársgrundvelli. Rysjótt veður-

far í vetur hefur ollið auknu álagi hjá söluaðilum en líka stuðlað að betra afurðaverði.

Há flugtíðni er lykilatriðiIceland Seafood selur nánast allt sem upp úr haf-inu kemur þótt mest sé selt af þorski og svo ýsu. Líkt og hjá flestum sölufyrirtækjum eru báðar flutningaleiðirnar frá landinu nýttar vel. „Við

sendum meira með skipi, ætli það séu ekki um 60% af okkar ferskfiski sem fer þá leiðina,“ segir Guðmundur Jónasson, sölustjóri ferskfisks hjá fyrir-tækinu. „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst samkeppn-in við Norðmenn. Fraktin er ódýrari með skipinu og fyrir vikið verðum við að nota þann máta til að vera samkeppnis-

hæfir. Viðskiptavinurinn nýtur þess síðan að fá fiskinn á lægra verði af þessum ástæðum.“ Guð-mundur segir að ferskfiskgeirinn á Íslandi væri ekki jafn blómlegur og hann er ef ekki væri fyr-ir þá geysilega háu flugtíðni sem hér er. „Það eru margir sem ekki gera sér grein fyrir því að við erum t.d með hærri flugtíðni en Noregur og Svíþjóð samtals! Menn hafa verið að standa sig frábærlega vel á þessu sviði sem hefur hjálpað okkur gríðarlega.“ Hann tekur líka fram að þótt flugum fækki í janúar og febrúar sé framboð af flugfrakt mjög gott á ársgrundvelli. „Þeir hafa líka verið duglegir að bæta við nýjum stöðum sem kemur sér mjög vel fyrir okkur. Frakklands-markaður er auðvitað okkar aðalmarkaður og fiskurinn þangað fer t.d í gegnum Bretland þar sem nokkrir áfangastaðir eru í boði. Fiskurinn er svo fluttur með trukkum gegnum göngin. Það kemur sér því mjög vel að nýlega var Birming-ham bætt við.“ Bretlandsmarkaður sjálfur er að mestu skipamarkaður. „Sá markaður er reynd-ar nokkurt áhyggjuefni því verslunarkeðjurnar sjálfar eru að miklu leyti farnar að kaupa upp-þíddan norskan fisk sem síðan er seldur sem ferskur.

Það borgar sig því um leið og fiskur þarf að fara í aðra vél til að fara lengra deyr salan vegna aukins kostnaðar,“ segir Guðmundur.

Nauðsynlegt að hugsa hrattISI kaupir fiskinn annað hvort við skipshlið eða á flugvelli og frystivörur eru keyptar við frystihúsið. Fyrirtækið skipuleggur því ekki innanlandsflutn-inga sjálft í fersku. „Við sjáum auðvitað um alla pappírsvinnu og skipuleggjum flutning eftir að út er komið, oft upp að dyrum viðskiptavinar.“ Hann segir líka að þrátt fyrir að innanlandsflutningar séu skipulagðir af seljandanum séu þeir sjálfir oft í miklu sambandi við flutningsaðilana. „Þegar það er mikil ófærð og rysjótt veður eins og hefur verið í vetur erum við í miklu sambandi við þá því það er mikilvægt að koma fiskinum frá vinnslunni út á flugvöll eða höfn á réttum tíma. Það er t.d slæmt að missa af flugi vegna ófærða á vegum innanlands. Það er því oft mikill hamagangur í þessu og stund-um taka málin allan sólarhringinn. Með ferskvör-una þarf að hugsa hratt og leysa málin. Þetta hefur auðvitað verið mikil áskorun í vetur.“ Það sem sé jákvætt við þetta sé að lægðirnar hafi verið að fara til Noregs líka og þeir hafi veitt minna en venjulega á þessum árstíma. „Verðið hefur því haldið betur en undanfarin tvö ár, þökk sé veðrinu!“

Mikill tækniiðnaðurGuðmundur segir að gæðamál séu fyrirtækinu mikilvæg og að fyrir það starfi tveir eftirlits-

menn sem og tæknistjóri. Þeir fari í heimsóknir í vinnslur og fyrirtæki og taki stikkprufur við skipshlið og á flugvelli. „Við vinnum líka mikið með framleiðendum og það er gagnkvæmur skilningur á því hvaða gæðakröfur eru í gangi. Þá sé inntökueftirlit hjá sumum kaupendum enda séu þeir misjafnlega strangir hvað skilyrði varðar og fari það yfirleitt eftir stærð fyrirtækja.

„Þeir skoða þá fiskinn og við fáum endurgjöf frá þeim. Þeir láta líka vita ef eitthvað er ekki í lagi og við komum því áleiðis til framleiðenda.“ Hann segir líka að mikil þróun á kælikeðju hafi skipt afar miklu og vöruhús á flugvöllum séu líka orðin afar fullkomin. „Mesta áskorunin hefur verið að auka geymsluþolið án aukaefna. Ef við bætum efnum við í fiskinn verður hann einfald-lega ekki jafn góður og ábatinn af því að flytja hann ferskan tapast. Menn hafa því verið að velta kælingu mikið fyrir sér og hvernig er hægt að kæla jafnvel enn betur. Þessi undirkæling, þar sem keyrt er á mínu einni gráðu, er t.d frek-ar nýfengin vitneskja og hefur skipt miklu máli, ásamt nýju kössunum. Ferskfiskbransinn hefur líka þróast sérstaklega hratt þar sem hann er svo ungur.“ Þetta og fleira séu skýr dæmi um það hve sjávarútvegurinn sé orðinn að miklum þekking-ar- og tækniiðnaði.

23 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Sjávarútvegurinn er mikill þekkingariðnaður

góðar flugsamgöngur skipta okkur öllu

Flutningur & Kæling

„Við sendum meira með skipi, ætli það séu ekki um 60% af okkar ferskfiski sem fer þá leiðina,“ segir Guðmund-ur Jónasson, sölustjóri ferskfisks hjá Iceland Seafood.

Guðmundur Jónasson.

Page 24: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Loðnuvertíðinni sem nú er nýlega lokið er gjarnan lýst sem góðri en óvenjulegri og erfiðri. Útgefinn kvóti var til-tölulega mikill, markaðsverð á sumum afurðum hátt en markaðsástand hvað varðar aðrar afurðir erfitt. Loðnan

hélt sig óvenju lengi fyrir norðan land og göngu-mynstur hennar var ekki hefðbundið . Þá þétti hún sig lengi vel illa og veðurfar á vertíðinni var ekki til að hrópa húrra fyrir; vetrarlægðirn-ar komu að vestan hver á fætur annarri með til-heyrandi brælum og vandræðum. Vestanganga kom undir lok vertíðar eins og oft áður og reið hún baggamuninn og lyfti brúnum þeirra sem höfðu verið hvað svartsýnastir varðandi vertíð-arniðurstöðuna.

Reikna má með að verðmæti loðnunnar sem íslensk skip veiddu á vertíðinni hafi numið um 25 milljörðum króna og munar um minna fyrir íslenskt þjóðarbú. Á nýliðinni vertíð var 390 þús-und tonnum úthlutað til íslenskra loðnuskipa og er það mikil breyting frá síðasta ári þegar úthlut-aður kvóti til þeirra nam einungis tæplega 130 þúsund tonnum. Á vertíðinni sem var að ljúka tókst ekki að veiða allan þann kvóta sem úthlut-aður var en gera má ráð fyrir að um 50 þúsund tonn hafi verið óveidd.

Staðreyndin er sú að heilmikil spenna bygg-ist upp í tengslum við loðnuvertíð hverju sinni. Hver verður útgefinn upphafskvóti? Verður bætt við upphafskvótann? Mun loðnan hegða sér með hefðbundnum hætti eða taka upp á ein-hverju nýju og óvæntu? Hvernig mun viðra til veiða? Hvernig eru aðstæður á mörkuðum fyrir loðnuafurðir? Eru há eða lág verð á mjöli og lýsi? Er markaðurinn fyrir frysta loðnu í lagi? Hver er eftirspurnin eftir loðnuhrognum? Allt eru þetta spurningar sem skipta miklu máli fyrir afkomu fyrirtækja og þjóðarbús. Uppsjávarfyrirtækin

6175 5775 4654 3370 2055 986 891 752

Fyrirtæki, hluthafar og fjárfestingar

Launþegar Olía

6000

5000

4000

3000

2000

1000

0Fjármála- stofnanir

ríkissjóður og sveitarfélög

Útgerðar- og vinnslukostn-aður (birgjar)

Afskriftir Lífeyrissjóðir og stéttarfélög

LOðnuveRtíð 2015 - SKIPtInG veRðMÆtaMYND 1

Mill

jóni

r

24 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Page 25: Sjávarafl 2.tölublað 2015

25 s j áva r a f l m a r s 2 0 1 5

svonefndu byggja mikið á loðnunni og niður-staða loðnuvertíðar ræður miklu um árlega af-komu þeirra. Þá hefur loðnuvertíðin á hverju ári mikil áhrif á hag þeirra sveitarfélaga sem tengj-ast loðnuveiðum og vinnslu svo ekki sé minnst á ríkissjóð.

Sérkennileg hegðunMargir loðnusjómenn töluðu um það framan af vertíðinni að loðnan hegðaði sér sérkenni-lega. Mörgum þótti það býsna skrýtið í febrúar-mánuði að vera að veiða loðnu út af Húnaflóa og Skagafirði þegar gera hefði mátt ráð fyrir að loðnan væri að ganga upp á grunnið við suð-austanvert landið í þéttum og fallegum torfum. Það mátti heyra áhyggjutón þegar loðnusjó-mennirnir ræddu þessa stöðu og þeir spurðu gjarnan; hvað er að gerast og hvað veldur þessu? Að því kom þó seint og um síðir að loðnan skilaði sér upp á grunnið úti fyrir Suðausturlandi en þá var það veðrið sem truflaði veiðarnar í óþægi-lega ríkum mæli.

Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri á Beiti NK lýsir vertíðinni með svofelldum orðum: „Hægt er að segja að vertíðin hafi verið góð en sér-kennileg. Trollveiðin í upphafi vertíðar fór fram fyrir norðan land og það var enginn kraftur í henni. Loðnan gekk upp á grunnið þarna fyrir norðan og þar mátti ekki veiða með trolli. Það er alveg nýtt fyrir okkur að vera að veiða loðnu úti fyrir Norðurlandi í febrúarmánuði og það kom verulega á óvart. Þegar komið var fram yfir miðjan febrúar fannst loðna loksins upp á grunninu fyrir suðaustan landið. Eftir það varð vertíðin með hefðbundnari sniði. Skipin tóku grunnnæturnar og vel gekk að veiða þegar viðraði til þess –töluvert um góðar torfur og stór köst. Veðrið á vertíðinni var kapítuli út af fyrir sig. Hver lægðin kom á fætur annarri og segja má að það hafi verið daglegt brauð að vera á miðunum í 30-40 metra vindi. Oft var útilokað að veiða vegna veðurs en veðurfarið leiddi líka til þess að kastað var við mjög erfiðar aðstæður. Afleiðing þessa var óvenju mikið slit á veiðar-

Góð loðnuvertíð en óvenjuleg

og erfið

Verðmæti loðnunar sem íslensk skip veiddu, í kringum 25 milljarðar

n Fyrirtæki, hluthafar og fjárfestingar 25%n ríkissjóður og sveitarfélög 23% n Launþegar 19%

n Útgerðar- og vinnslukostnaður (birgjar) 14%n Olía 8% n Afskriftir 4% n Fjármálastofnanir 4%

n Lífeyrissjóðir og stéttarfélög 3%

LOðnuveRtíð 2015 - SKIPtInG veRðMÆtaMYND 2

25%

23%19%

14%

8%

4%4% 3%

Frá loðnumiðunum.a Mynd: Örn rósMAnn kristjánssOn.

Page 26: Sjávarafl 2.tölublað 2015

26 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

færum og stundum urðu menn fyrir stórtjóni. Vestangangan undir lok vertíðar bjargaði miklu þó flotinn næði ekki að veiða úthlutaðan kvóta. Segja má að vertíðinni hafi lokið á hefðbundn-um tíma. Yfirleitt má gera ráð fyrir að loðnu-vertíð ljúki um eða upp úr miðjum mars. Niður-staðan er sú að vertíðin var ágæt en óvenjuleg og erfið,“ sagði Hálfdan að lokum.

Markaðsaðstæður hagstæðarSegja má að markaðsaðstæður fyrir loðnuafurðir hafi verið hagstæðar á nýliðinni vertíð. Í upphafi vertíðar voru verð á mjöli og lýsi há en þau lækk-uðu heldur þegar ljóst var hve mikið yrði veitt. Sama má segja um verð á heilfrystri loðnu sem framleidd var á Japan og Austur-Evrópu; gott verð fékkst fyrir framleiðsluna þó svo að átökin í Úkraínu og neikvæð efnahagsþróun í Rússlandi hefðu áhrif á eftirspurnina. Verð á loðnuhrogn-um verða sennilega ekki eins hagstæð og í fyrra enda mun meira framleitt á vertíðinni sem var að ljúka. Enn er verið að semja um sölu á hrognum og því ekki fullkomlega ljóst hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir þau. Hins vegar má ætla að ágætt verð fáist fyrir hrognin þar sem markaðurinn í Japan er tómur eftir litla fram-leiðslu á vertíðinni 2014.

Ef nýliðin vertíð er borin saman við fyrri loðnuvertíðir má halda því fram að hún hafi ver-ið góð í markaðslegu tilliti, ekki síst vegna þess að gott verð mun sennilega fást fyrir allar teg-undir afurða.

Stærð kvótans skiptir miklu máliÞegar bornar eru saman loðnuvertíðirnar 2014 og 2015 þá eru þær ólíkar. Mikill munur var á útgefnum heildarkvóta á vertíðunum en stærð kvótans hefur afgerandi áhrif á nýtingu aflans. Sú litla veiði sem heimiluð var árið 2014 leiddi til þess að öll áhersla var lögð á manneldisvinnslu en í ár var kvótinn meiri og þá fór verulegur hluti aflans til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi. Fyrir byggðarlag eins og Seyðisfjörð skipti þetta sköp-um en á Seyðisfirði er rekin fiskimjölsverksmiðja en ekki manneldisvinnsla. Á árinu 2014 kom engin loðna á land á Seyðisfirði en á nýliðinni vertíð tók fiskimjölsverksmiðjan þar á móti rúm-lega 36 þúsund tonnum. Stærð vertíðarkvótans er lykilatriði fyrir Seyðfirðinga og fyrir þá skiptir öllu að kvótinn sé það mikill að hluti aflans fari til mjöl- og lýsisvinnslu. Vilhjálmur Jónsson

bæjarstjóri á Seyðisfirði segir eftirfarandi um þetta: „Loðnuvertíð skiptir miklu máli fyrir alla loðnubæi en Seyðisfjörður er sérstaklega háður því hve miklum kvóta er úthlutað hverju sinni. Ef kvótinn er lítill fer allur afli í manneldisvinnslu og þá kemur engin loðna til Seyðisfjarðar. Fyrir sveitarfélagið okkar skiptir því úthlutunin ein-staklega miklu máli hvað afkomu varðar. Loðn-an hefur mikil áhrif á tekjur hafnarsjóðs, hún er eðlilega mikilvæg fyrir starfsfólk fiskimjölsverk-smiðjunnar og eins skiptir þjónusta við loðnu-skipin töluverðu máli þó svo að skipunum hafi fækkað og þau stækkað. Hafnarsjóðurinn hér byggir á þremur megintekjustoðum; tekjum af ferjusiglingum, tekjum af botnfiski og tekjum af uppsjávarfiski. Þegar enginn loðnuafli berst á land eins og á vertíðinni 2014 er meginþáttur uppsjávarteknanna horfinn og það er grafalvar-legt mál fyrir hafnarsjóðinn og sveitarfélagið. Nýliðin loðnuvertíð var hins vegar hagstæð fyrir okkur og við fögnum því.“

Hið opinbera hefur miklar tekjur af loðnunniStundum er engu líkara en fólk átti sig ekki á því hve veiðar og vinnsla á loðnu skiptir miklu máli fyrir hið opinbera. Hver loðnuvertíð hefur afger-andi áhrif á afkomu loðnubæjanna eins og að framan getur. Hafnarsjóðir þeirra hafa tekjur af loðnunni, útsvarsgreiðslur loðnusjómanna og starfsfólks í vinnslunni vega þungt fyrir sveitarfé-lögin og umsvif þjónustufyrirtækja skila umtals-verðum tekjum. Ríkið hefur einnig sínar tekjur af loðnuumsvifum og þær eru meiri en margur gerir ráð fyrir. Hér á eftir verður gerð tilraun til að greina tekjur hins opinbera af nýliðinni loðnuver-tíð og leggja mat á hve hátt hlutfall þeirra tekna sem vertíðin skapaði rann til sveitarfélaga og ríkis. Um leið verður lagt mat á hlutdeild sjávarút-vegsfyrirtækja í tekjunum og á útlagðan kostnað þeirra við að sækja og vinna loðnuna.

Matið er byggt á upplýsingum frá Hagstofu Íslands, gögnum frá sjávarútvegsfyrirtækjum og þeim lögum og reglum sem gilda um veiði-gjöld, tryggingagjöld, kolefnisgjald, hafnar-gjöld, tekjuskatt, staðgreiðslu og lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöld. Þá skal ítrekað að gert er ráð fyrir að verðmæti þeirrar loðnu sem íslensk skip veiddu á vertíðinni sé um 25 milljarðar.

Niðurstaða matsins birtist á meðfylgjandi skýringarmyndum. Á mynd 1 sést hvernig verð-mætin sem til urðu á vertíðinni skiptast. Fram kemur að í hlut fyrirækjanna koma 6,2 milljarð-ar króna á meðan ríkissjóður og sveitarfélög fá 5,8 milljarða í sinn hlut (sveitarfélögin fá tæpan milljarð í sinn hlut í formi útsvars og hafnar-gjalda á meðan ríkið fær 4,8 milljarða í sinn hlut í formi skatta launþega og fyrirtækja, veiðigjalda, tryggingagjalda og kolefnisskatts). Launþegar fá í sinn hlut 4,7 milljarða (nettó laun) og kostnaður vegna vinnslu og veiða að olíukostnaði meðtöld-um nemur 5,5 milljörðum. Afskriftir eru metnar tæplega 1 milljarður og í hlut fjármálastofnan koma 900 milljónir. Þá nema greiðslur til lífeyris-sjóða og stéttarfélaga um 750 milljónum.

Á mynd 2 má sjá hvernig verðmætin skiptast hlutfallslega á milli áðurgreindra þátta. Fram kemur þar að 25% verðmætanna koma í hlut fyrirtækjanna en 23% í hlut ríkissjóðs og sveitar-félaga. Nettó laun nema 19% en aðrir þættir fá minna í sinn hlut.

Mikilvægt er að þeir sem fjalla um loðnuver-tíðina og þau verðmæti sem hún skapar hafi þá yfirsýn sem birtist með ljósum hætti í þessum skýringarmyndum. Til að upplýst umræða geti átt sér stað um veiðar og vinnslu á loðnu og reyndar einnig um aðra þætti sjávarútvegs þarf heildarmyndin um sköpun verðmæta og skipt-ingu þeirra að liggja fyrir.

Frá loðnumiðunum. Mynd: ÍsAk FAnnAr sigurðssOn.

Hrognavinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Mynd: sMári geirssOn

Heilfryst loðna kemur út úr frystitækjunum í fiskiðju-veri Síldarvinnslunnar. Mynd: HákOn ernusOn.

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Mynd: jón HiLMAr jónssOn.

Page 27: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Graskerskonfekt með steiktum f iski

góð kona sagði mér frá því hvernig henni þætti best að elda sér grasker og ég ákvað að hafa þetta fínerí með fiski. svona bragðgott grænmeti eða grænmetisréttur getur staðið nánast eitt og sér og því vel ég að hafa tiltölulega hlutlaust meðlæti með því en hér er fiskurinn meðlæti.

Hráefni: » 700 gr grasker (butternut eða Hokkiado) skorið í teninga

» 1 poki spínat, gróft skorið

» 1/2 laukur, í sneiðum

» 3 hvítlauksrif, marin

» 2-3 þorskflök

» Heilhveiti/gróft spelt/möndlumjöl

» Salt, turmerik og svartur pipar

» Best á allt frá Pottagöldrum

» Kotasæla

» Fetaostur

Aðferð:Graskerið er sett í eldfast mót og nuddað með ólífuolíu.Turmerik er stráð yfir, svo er saltað og piprað.  Þetta er síðan bakað í ca 45 mínútur á 180 °C.

Fisknum er velt uppúr heilhveiti (eða öðru sem fólk vill nota), síðan er hann steiktur í smjöri og ólífuolíu og svo kryddaður með salti, pipar og Best á allt.  Munum að taka fiskinn alltaf af pönnunni rétt áður en við höldum að hann sé tilbúinn! Takið graskersbitana úr ofninum, setjið fiskinn á fat og skellið spínati, lauk og hvítlauk á heita pönnuna þar sem það er mýkt vel.

Blandið nú grænmetinu saman (spínatinu og gras-kerinu) og áður en það er borið fram er agalega gott að mylja fetaost yfir.

Ég valdi að hafa eingöngu kotasælu með því grasker-skonfektið er svo gott.

UM HöFUndInn: Hrönn er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á ein-staklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.

27 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Page 28: Sjávarafl 2.tölublað 2015

28 s j áva r a f l m a r s 2 0 1 5

Sjaldan hefur eins mörgum fundist þeir vera eins hjálparvana og þegar þúsundir Reykvíkinga fylgdust skelfingu lostnir með því þegar skipverjar á kútter Ingvari

drukknuðu í særótinu við skerin í Viðey í apríl 1906. Tuttugu fórust en samtals fórust sextíu og átta menn af fimm skipum þennan dag. Enginn björgunarbúnaður var til og ekkert var til bjargar.

Mikill veðurofsi í aprílÁrið 1906 var ár mikils veðurofsa sem olli miklu tjóni til sjós og lands. Talið er að sextán íslensk skip hafi farist og tuttugu og þrjú erlend, auk nokkra ára- og vélbáta. Drukknuðu um 130 Ís-lendingar en mun minna manntjón varð á er-lendu skipunum. Marsmánuður einkenndist reyndar af fádæma veðurblíðu en í apríl breyttist veður skarplega til hins verra og rak hvert óveðr-ið annað. Keyrði um þverbak aðfararnótt 7.apríl og áttu mörg skip í erfiðleikum með að ná til hafnar. Daginn eftir varð veðurofsinn enn verri og gekk á með suðvestan dimmviðri. Í þá daga voru menn á þilskipum afar kappsfullir og voru það í raun aðeins eldri og reynslumeiri menn sem biðu meðan veður gengu yfir. Mörg skip höfðu því verið úti. Þrjú reykvísk þilskip náðu ekki til hafnar og svo einkennilega vill til að þau báru einkennisstafina RE 25, RE 50 og RE 100. Tvö skipanna fórust við Mýrar án þess að nokkur vitni væru þar að: Emilie sem fórst við Akra og Sophie Wheatley við Knarrarnes. Fjörutíu og átta manns voru um borð í þessum skipum. Þúsundir manna urðu hins vegar vitni að því þegar Ingvar, sem var í eigu Duus verslunar, fórst við Viðey.

Löng sorgarsagaÓfarir Ingvars byrjuðu áður en skipið kom að Reykjavík. Sést hafði til skipsins suður í Garðasjó og var þá með brotinn gaffal á stórsegli og segl-ið sjálft farið fyrir borð. Nokkra skipverja hefur sennilega tekið út af skipinu þegar þetta gerðist. Laust fyrir hádegi þann 7.apríl sést til skipsins á siglingu utan við eyjar og átti það greinilega í erf-iðleikum. Menn tóku eftir skemmdum á seglbún-aði og hafði skipið einungis uppi aftursegl og stag-fokku. Í fyrstu ætlaði skipið að sigla venjulega leið milli Örfiriseyjar og Engeyjar inn á Reykjavíkur-höfn en vegna þess hve seglbúnaður var lélegur sá skipstjórinn sennilega fram á að það myndi ekki takast. Hrakti skipið nokkuð norður með Engey en reynir svo að sigla inn sundið milli Engeyjar og Viðeyjar, sennilega til að ná lægi milli Viðeyjar og lands eða inni við Klepp. Um hádegið gerist veður hins vegar sunnstæðara og til móts við Eiðið á Viðey er hætt við, sennilega af ótta við að skipið myndi stranda. Suðvestur af eiðinu eru skerjaflák-

ar sem ekki sjást í stilltum sjó en brýtur á þeim í brimi, eins og þá var. Tyrfingur skipstjóri tekur þá á það ráð að draga niður segl og varpa akkeri sem virðist ná festu. Veðurofsinn magnast hins vegar enn frekar og höfðu menn sjaldan eða aldrei séð viðlíka brim við Reykjavík. Ingvar hverfur hrein-lega í særokið en þegar grillir í skipið aftur sjá menn sér til skelfingar að svo virðist sem akk-erið hafi losnað og skipið snúið sér. Rekur það nú undan veðri í átt að skerjunum við Viðey uns það steytir við Hjallasker, á móts við Viðeyjartún. Þótt ekkert liggi fyrir er talið að skipverjar hafi gripið til þess örþrifaráðs að kasta út akkeri aftur. Verður það þó eingöngu til þess að halda skipinu föstu á skerinu og heggur það stöðugt. Er miður að akk-erið fór út því verið gæti að skipið hefði losnað af skerinu og hrakið upp í Viðey þar sem ekki er úti-lokað að einhverjir hefðu bjargast á land.

Þúsundir manna við sjóinnGeir Sigurðsson skipstjóri er við annan mann vestur í slipp þegar hann sér Ingvar sigla vest-an Engeyjar. Hann gengur þá niður eftir til að kanna hvernig skipinu reiddi af. Er hann kemur að verslun Geirs Zoëga á Vesturgötunni sé hann

að Ingvar liggur beint upp í vindinn við Hjallas-ker og í næsta vetfangi að skipið er komið upp á skerið og liggur flatt fyrir vindi meðan sjór brýtur yfir það. „Mennirnir voru farnir að tínast upp í reiðann. Þetta var átakanleg sjón.“ Fréttin um strand Ingvars barst fljótt um bæinn og fólk þusti þúsundum saman niður að sjó. Var nær óslitin röð fólks á öllum aldri frá sjónum og inn fyrir Klöpp. Meðal áhorfenda við höfnina voru sumir af helstu ráðamönnum þjóðarinnar; t.d Hannes Hafstein ráðherra og Thomsen kaupmaður, sem var einn af brautryðjendum slysavarnastarfs á Íslandi. Ráðamenn skora á menn að freista þess að ná út í eitthvert gufuskipanna sex sem lágu á Reykjavíkurhöfn og biðja menn að fara á vett-vang og reyna að bjarga áhöfn Ingvars. Skammt var á milli skipanna og strandstaðarins en sök-um þess að Engeyjartaglið skyggði á sást ekki frá gufuskipunum á standstaðinn og vissu menn þar því ekki af strandinu, sumir hverjir ekki fyrr en daginn eftir. Erfitt var að komast út í gufu-skipin og ekki fyrir hvern sem er að reyna. Segir Thomsen kaupmaður þá að sexmannafar sitt sé frjálst hverjum þeim sem reyna vill og sjóföt fyrir þá í geymsluhúsi verslunarinnar.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Kútter Ingvar ferst við Reykjavík Þúsundir fylgdust með harmleiknum

Kútter Ingvar fórst við skerin í Viðey í apríl 1906.

Page 29: Sjávarafl 2.tölublað 2015

29 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Kútter Ingvar ferst við Reykjavík

Björgun var ómögulegGeir skipstjóri réttir þá upp hönd og segir: „Ég er tilbúinn, ef einhver vill koma með mér.“ Enginn bauð sig fram. Geir tekur þá við bréfi úr hendi Hannesar þar sem fram kemur að tekin er ábyrgð á greiðslu úr Landssjóði fyrir það tjón sem kunni að verða á skipi og mönnum við tilraun til björg-unar. Fer Geir þá niður í Thomsens-pakkhús, þar sem hann vissi af félögum sem reyndust allir fúsir til fararinnar. Fyrst liggur leiðin í Flóabát-inn Reykjavík en skipstjórinn þar segist ekkert geta gert og prísar sig sælan ef keðjurnar haldi eigin skipi. Seagull reynist vera bilaður og Súlan og enskur togari treysta sér ekki af stað. Síðast er farið að norsku fisktökuskipi; Gambetta, og eftir að skipstjórinn les bréf Hannesar Hafstein segist hann vera reiðubúinn til að reyna björgun. Fór Geir þá um borð með einum öðrum. Þegar til átti að taka lét skipið ekki að stjórn og þegar skipstjóri taldi fullreynt sagði skipstjórinn að því miður gæti hann ekki lagt út. Þar með hvarf síð-asta von skipverjanna á Ingvari og fer þá Geir fyr-ir neðan þiljur. ,,Ég þoldi ekki að horfa á menn-ina sem stóðu bjargþrota í reiðanum á Ingvari. Ég sá tíu eða ellefu menn í reiðanum, og var þetta átakanlegra en orð fá lýst.“ Í heimildum er þess að auki getið að eitt skip í viðbót, Njáll, hafi verið á staðnum og hefði skipstjóri þess verið viljugur til að reyna að fara út að strandstað ef til hans hefði verið leitað. Það var þó ekki gert og ekki er vitað hvers vegna, mögulega álitu menn það þýð-ingarlaust úr því sem orðið var.

Engir komust í landÞegar Ingvar strandaði laust fyrir klukkan hálf eitt sást það vel bæði frá Viðey enda var skipið ekki nema 250 metra frá landi. Var skipið tjóðrað fast við skerið. Fólk stóð í flæðarmálinu og fylgd-ist með skipinu þar sem það barðist á skerinu. Bátur var dreginn langa leið eftir ströndinni að strandstað en svo hrikalegt var brimrótið að ekki var hægt að setja bátinn út. Var þá farið niður í fjöru með kaðla, teppi og heitt kaffi til að gefa skipbrotsmönnum ef einhverjum skolaði lif-andi á land. Fullir hryllings horfðu Viðeyjarbúar á mennina slitna úr reiðanum og hverfa í sjóinn einn á fætur öðrum. Brimið bar þá að eynni og óðu menn út í til þess að bjarga þeim á land, fullir vonar um að einhverjir yrðu á lífi. Ægir skilaði þó engum lifandi að landi og var ellefu líkum bjarg-að þann daginn. Voru þau fyrst borin inn í helli

þar sem þau voru þvegin og veitt nábjargir og síð-an voru þau borin upp í Viðeyjarkirkju. Í Lesbók Morgunblaðsins hefur Árni Óla það eftir Jónasi Magnússyni, sem þá var vinnumaður í Viðey, að húsbóndinn í eynni, Eggert Briem, hafi tekið slys-ið ákaflega nærri sér og hafi hann ekki verið sami maður lengi á eftir. Hafi hann látið þau orð falla að heldur hefði hann viljað missa Viðey en að þetta hefði komið fyrir. „Meðan skipið stóð á skerinu var hann nærri hamslaus út af því að geta ekkert gert. Skipaði hann okkur t.d. að setja fram fjög-urra manna farið og fara út að skipinu og ætlaði auðvitað sjálfur með. Magnús Einarsson, sem var orðlagður sjómaður, sýndi honum þó fram á að slíkt væri óðs manns æði þar sem holskeflubrim væri alla leið frá skipinu heim að túni. Bátur var í svonefndri Brekkuvör sem er sunnan við Virkið. Þangað fór Eggert einn, hratt bátnum fram og ætl-aði að leggja út. Aðrir tóku þó eftir þessu í tæka tíð og var báturinn tekinn af honum.

Batt sig í reiðannMennirnir í reiðanum misstu takið einn á fætur öðrum í brotsjónum sem reið stöðugt á því. Í þrjár klukkustundir börðust þeir fyrir lífi sínu en að lokum var aðeins einn maður eftir við siglutréð og hafði hann líklega bundið sig fastan. Hékk hann þar lengi með höfuð niður, annað hvort meðvitundarlaus eða látinn, áður en skipið lið-aðist endanlega í sundur klukkan þrjú. Er vart hægt að ímynda sér líðan þeirra sem í skipinu voru, að sjá land skammt undan til beggja handa og nóg af skipum og bátum. Lengi hafa þeir sjálfsagt vonast eftir því að sjá einhverja tilraun gerða til björgunar. Ekki hefur ættingjum og vinum mannanna liðið mikið betur þar sem þeir stóðu í landi og horfðu hjálparvana á skipverja hverfa í hafið einn á fætur öðrum.

Ótrúlegt fjölmenni vegna jarðarfararDaginn eftir var komið mun skaplegra veður og fór uppskipunarbátur frá Reykjavík til Viðeyjar sem var enn símalaus, til að athuga hvort einhver hefði komist lífs af og til þess að sækja lík ef þau hefðu borist á land. Skipin þrjú sem fórust 7.apríl voru öll frá Reykjavík en ekki voru einvörðungu Reykvíkingar um borð. Af þeim 68 sem fórust voru 24 úr Reykjavík en hinir komu frá ýmsum stöðum. Akranes varð fyrir mestu manntjóni, fimmtán menn höfðu komið þaðan og um haust-ið á undan höfðu farist tíu menn frá staðnum.

Akranes var þá lítið þorp en hafði misst tuttugu og fimm menn á skömmum tíma. Tíu skipverjar frá Reykjavík voru jarðsettir þann 20.apríl. Dóm-kirkjan var tjölduð svörtu og öllum verslunum í borginni lokað og vinnu hætt á meðan jarðarför-in fór fram. Var líkfylgdin svo fjölmenn að aldrei hafði annað eins sést. Blöðin birtu eftirmæli um skipverjanna og orti Guðmundur Guðmundsson skáld ljóð af þessu tilefni sem nefndist Kveðja við gröfina. Eftir slysið voru flestir sammála um að of lítið hefði verið gert til að reyna að bjarga skip-verjum. Þá voru menn sammála um að það gengi ekki lengur að hafa engan björgunarbúnað í Reykjavík en á þessum tíma lifði bærinn nánast eingöngu á útgerð og hér var miðstöð allra sigl-inga við landið. Menn voru þó ekki sammála um hvernig standa ætti að málum. Efnt var til sam-skota fyrir fjölskyldur hinna látnu og til þess að kaupa björgunarbát. Nam upphæðin 32 þúsund-um og kom nær þriðjungur frá Vestur-Íslending-um. Þá var efnt til hlutaveltu og fór hluti ágóða til samskotanna og hluti í björgunarbátasjóð-inn. Vel safnaðist í samskotasjóðinn en minna í björgunarsjóðinn og var sá síðarnefndi á end-anum látinn renna inn í hinn. Varð því hvorki af kaupum á björgunarbáti né fluglínutækjum. Á sama tíma og á þessu stóð fór af stað önnur fjársöfnun fyrir styttu af Kristjáni IX fyrir fram-an Stjórnarráðið og var gert ráð fyrir að styttan myndi kosta 20-25.000 krónur. Mæltist söfnunin illa fyrir en þó fór svo að styttan var komin upp áður en Slysavarnarfélagið var stofnað og áður en björgunarbáturinn kom. Það var ekki fyrr en 22 árum síðar sem SVFÍ Íslands var stofnað og um hálf öld leið áður en fyrsti björgunarbáturinn kom. Slysið var þó hvati að stofnun Slysavarna-félags Íslands sem seinna aðstoðaði Viðeyinga-félagið við að reisa minnismerki á slysstað og er það akkeri sem talið er vera úr Ingvari.

Heimildir: Steinar Lúðvíksson: Þrautgóðir á raunastund og Lesbók Morgunblaðsins

Þegar Ingvar strandaði laust fyrir klukkan hálf eitt sást það vel bæði frá Viðey enda var skipið ekki nema 250 metra frá landi. Var skipið tjóðrað fast við skerið. Fólk stóð í flæðarmálinu og fylgdist með skipinu þar sem það barðist á skerinu.

Meðal áhorfenda við höfnina voru sumir af helstu ráðamönnum þjóðarinnar; t.d Hannes Hafstein ráðherra og Thomsen kaupmaður, sem var einn af brautryðjendum slysavarnastarfs á Íslandi.

Page 30: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Fullt nafn? Óli Björn Björgvinsson

Fæðingardagur og staður? 11,11,1967. Grindavík

Fjölskylduhagir? Giftur Guðrúnu Jónu Magnúsdóttur og eigum við 4 börn

Draumabíllinn? Toyota Rav

Besti og versti matur? Góð nautalund er best en súrmatur er ekki góður

Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Grímsey

Starf? Skipstjórnarmaður

Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn? Sjórinn heillar bara!

eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra? Ölver Skúlason. Hann var frábær kennari og klár karl.

Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum? Að vera sjómaður er líkamsrækt

ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita? Geirfugl

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur? Ekki sjómaður

Skemmtilegasti árstíminn á sjó? Vorið

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna? Veðrið

eftirminnilegasta atvikið á sjónum? Var á humartrolli og fékk lík í trollið.

Hvaða lið verður englandsmeistari í ár? Því miður held ég að Chelsea verði meistarar

ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu? Krulla

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj? Stolt siglir fleygið mitt

Siginn fiskur eða gellur? Get ekki gert upp á milli, bæði frábært.

Smúla eða spúla? Smúla

ef þú mætir breyta einhverju á íslandi í dag, hvað væri það? Úff! Hef ekki nóg pláss til að skrifa allt sem ég vil breyta.

eitthvað að lokum? Klix og ekkert ves!

Hin hliðin

30 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Page 31: Sjávarafl 2.tölublað 2015
Page 32: Sjávarafl 2.tölublað 2015

Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga hjá TM, í 14. sinn. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur jafn oft hlotið þennan heiður. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Tryggingamiðstöðin [email protected] tm.is

ÁnægjaTM

Ánægjan er okkar aðalsmerki

tm.is/afhverju