48
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi Nóvember 2013 Saltfiskur kynntur í Barcelona Tækifæri fylgja hlýnun á norðurslóðum Heimsókn í Þorlákshöfn Fiskeldi á Vestfjörðum Tæknigeirinn í örum vexti

Sóknarfæri í sjávarútvegi

  • Upload
    athygli

  • View
    250

  • Download
    8

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Citation preview

Page 1: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Nóvember 2013

Saltfiskur kynntur í Barcelona

Tækifæri fylgja hlýnun á norðurslóðum

Heimsókn í Þorlákshöfn

Fiskeldi á Vestfjörðum

Tæknigeirinn í örum vexti

Page 2: Sóknarfæri í sjávarútvegi

2 | SÓKNARFÆRI

Sjávarútvegur og umhverfið Einhverra hluta vegna er sjaldnast talað um sjávarútveginn þegar rætt er um umhverfismál hér á landi. Sem ætti þó að vera mjög fyrir-ferðamikið umræðuefni, sé litið til þess hversu margir snertifletirnir eru og hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Innan greinarinnar er aftur á móti mikil umræða um þessa þætti og má sjá þess merki víða í þróun hennar. Hún mun halda áfram inn í framtíðina.

Fiskveiðar eru í grunninn stórt umhverfis-mál og öllu skiptir hvernig að þeim er staðið. Við þurfum að gæta að náttúrunni sjálfri, líf-ríkinu, fiskistofnunum. Þar eru miklir hags-munir undir. Æ oftar heyrast aðilar í sjávarút-vegi vitna til fyrirspurna sinna viðskiptavina erlendis sem kalla eftir upplýsingum um hvernig við stöndum að nýtingu fiskistofna. Við þessu erum við að bregðast á margvíslegan hátt, m.a. með vottun á veiðar úr stofnum sem

nú eru fengnar á þrjár fisktegundir. Við höfum þurft að uppfylla ýmsar kröfur til að ná þess-um vottunum og verðum að standa okkur í framtíðinni til að halda þeim. Vottun á veiðar úr fiskistofnum munum verða okkur markaðs-leg tæki til framtíðar.

Hér í blaðinu er sagt frá einu stærsta um-hverfismáli greinarinnar sem ekki hefur farið mikið fyrir, þ.e. rafvæðingu fiskimjölsverk-smiðja. Þær hafa þurft að brenna 42 lítrum af olíu fyrir hvert hráefnistonn í vinnslu. Með öðrum orðum er hægt að skipta á röskum 40 milljónum lítra af olíu og innlendu rafmagni miðað við ársvinnslu verksmiðjanna. Sem sam-svarar útblæstri 40 þúsund heimilisbíla. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem er að gerast í sjávarútvegi nú um stundir og ávinningurinn er mikill.

Mikil gerjun er í umræðu í sjávarútvegi um

aukna nýtingu afurða og því haldið fram að verðmæti hvers kílós af þorski upp úr sjó kunni á fáum árum að tvöfaldast. Þeir sem gleggst þekkja til í greininni telja að fjárfesting í sjávarútvegi muni í auknum mæli beinast að rannsóknum og þróun á allra næstu árum. Það segir margt um að hin gamalgróna veiði-mannahugsun, sú að afla sem mest á sem skemmstum tíma, hefur verið sett til hliðar og meira er horft til þess nú til dags að nýta enn betur það sem að landi kemur. Búa til úr því vörur og selja þær. Þetta er í sjálfu sér mikil umhverfishugsun.

Sjávarútvegur er atvinnugrein í mikilli þró-un. Þannig skapast tækifæri enda sanna dæmin í sögunni að stöðnun skilar minnstu.

Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri skrifar.

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)

Textagerð: Guðjón Guðmundsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Rögnvaldur Már Helgason og Sigurður Sverrisson.

Á forsíðumynd er Erlendur Bogason, kafari á Akureyri, í góðum félagsskap þorska og steinbíts við strýturnar á botni Eyjafjarðar.

Hönnun og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu fimmtudaginn 14. nóvember 2013

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203

Veiðar Íslendinga á ýsu og ufsa í ís-lenskri fiskveiðilögsögu hafa fengið vottun sem byggir á ströngustu kröf-um sem settar eru á alþjóðavett-vangi. Vottunin, sem er unnin undir merkjum Iceland Responsible Fisher-ies, staðfestir ábyrga fiskveiði- stjórn un og góða umgengni um auðlindir sjávar. Global Trust Certi-fication á Írlandi, sem heyrir undir alþjóðlega vottunarfyrirtækið SAI Global og er með starfsemi í fjöl-mörgum löndum, vann úttektina og gaf út vottunarskírteini fyrir veiðar á fisktegundunum tveimur en áður hafa þorskveiðar hér við land verið vottaðar með sama hætti.

Fyrst og fremst markaðsspursmál

„Vottun er fyrst og fremst markaðs-spursmál. Við erum að bregðast við kröfum markaðarins og kaupenda um að við stjórnum fiskveiðum með ábyrgum hætti en kaupendur vilja fá staðfestingu óháðs aðila á að svo sé,“ segir Finnur Garðarsson verkefnis-stjóri hjá sjálfseignarstofnuninni

Ábyrgum fiskveiðum ses., sem helstu samtök hags-munaaðila í íslenskum sjávarútvegi standa að. Hún hafði for-göngu um að byggja upp vottunarverk-efni á Íslandi undir merkjum Iceland Res-ponsible Fishcheries. Í þeirri vinnu er byggt á leiðbeinandi reglum Matvæla-stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siða-reglum FAO um ábyrgð í fiskimál-um.

Finnur segir að í íslenskum lög-um sé tekið fullt tillit til alþjóða-samninga við lagasetningu um fram-kvæmd fiskveiðistjórnunar og góðr-ar umgengni við auðlindir sjávar en Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að aflareglur hvað varðar ýsu- og ufsaveiðar séu í samræmi við varúðarleið við stjórn fiskveiða. Gunnar Tómasson, formaður stjórnar Ábyrgra fiskveiða og fram-kvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. í

Grindavík segir að með vottun veiða á þessum

tveimur tegundum sé staðfest að íslenskur sjávartúvegur mæti kröfum markaðarins um sjálfbæra nýt-ingu endurnýjan-

legra auðlinda. Hann segir að með setningu

aflareglu fyrir tegundirnar tvær hafi íslensk stjórnvöld

skapað forsendu fyrir vottuninni.

Eftirlit og gagnsæi veigamiklir þættir

Finnur segir vandaða vinnu fara fram í aðdraganda vottunar sem þessarar. Vottunaraðilinn kynni sér störf bæði stofnana og ráðuneytis í sjávarútvegi, eftirlitskerfi með veið-um, vigtun afla, heimsæki fyrirtæki og þannig mætti áfram telja. Hann segir að margir þættir tvinnist saman í þeim forsendum sem þurfi að vera til staðar fyrir vottun á veiðum úr fiskistofni en þó sé eftirlitshlutverk Fiskistofu mjög veigamikill þáttur.

Á heimsvísu sé eftirlitsstarfsemin og skáning hér á landi gagnvart fisk-veiðum mjög framarlega.

„Allt er þetta líka mjög gagnsætt hér á landi og allir geta fylgst með á netinu hvernig kvótastaða og afli er í einstökum tegundum og hægt að fylgjast með hverju fyrirtæki fyrir sig sem hefur aflaheimildir. Síðan má einnig nefna veigamikinn þátt sem eru áhrif veiða á vistkerfið. Okkur ber að tryggja að neikvæð áhrif séu eins lítil á vistkerfið og frekast er unnt. Það gerum við til dæmis með lokunum á svæðum, banni við veið-um á viðkvæmum kóralsvæðum og svo framvegis,“ segir Finnur.

Vottun og upprunamerkið vinna saman

Vottunin gildir til fimm ára í senn

en árlega gerir vottunaraðilinn út-tektir á hvort eitthvað hafi breyst í forsendum sem þá gæti orðið til að Íslendingar missi vottunina.

„Við erum í þessu starfi að nota upprunamerkið Iceland Responsible Fisheries og vottun fiskveiðanna saman gagnvart kaupendum ís-lenskra sjávarafurða erlendis. Vott-unin skapar okkur því markaðslegan ávinning og hefur styrkt stöðu okk-ar, t.d. hvað varðar þorskinn frá því þær veiðar voru vottaðar. Bæði skap-ar þetta okkur sterkari stöðu hjá þeim verðmætu kaupendum sem við höfum á markaðnum og höfum ver-ið lengi í samskiptum við. Og er jafnframt hjálplegt gagnvart nýjum viðskiptavinum,“ segir Finnur. Hann segir undirbúning hafinn við að afla karfa sambærilegrar vottunar og hinar tegundirnar þrjár hafa nú fengið.

Samanlagt skiluðu ýsa og ufsi um 29 milljörðum króna í útflutnings-tekjur í fyrra.

responsiblefisheries.is

Veiðar á þorski hér við land hafa verið vottaðar um nokkurra ára skeið. Mynd: Matís

Vottun á fiskveiðar skapar markaðslegan ávinning

Finnur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Ábyrgum fiskveiðum ses.

Ýsu- og ufsaafli skilluðu þjóðarbúinu 29 milljörðum í fyrra.

Page 3: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 3

Stefna Matís er að vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins

vera eftirsóttur, kre�andi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi

hafa hæft og ánægt starfsfólk

Gildi Matís Frumkvæði

Sköpunarkraftur

Metnaður

Heilindi

Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs

tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu

bæta lýðheilsu

www.matis.is

Með erfðatækni leitar Matís svara við

mörgum mikilvægum spurningum sem

varða framtíð íslensks sjávarútvegs.

Nýjustu rannsóknaaðferðir í erfða-

tækni veita nýjar og áður óþekktar

upplýsingar um fiskistofnana, jafnt sem

svör um lykilþætti í framþróun fiskeldis.

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum

um hvernig Matís starfar í þágu

íslensks sjávarútvegs.

Við leitumsvara fyrir

sjávarútveginn

Page 4: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Erlendur Bogason kafari á Akureyri hefur rek-ið Strýtuna, köfunarmiðstöð undanfarin þrjú ár og hefur starfsemin vakið verðskuldaða at-hygli. Erlendur fékk á dögunum viðurkenn-ingu frá Markaðsskrifstofu Norðurlands fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á Norður-landi og eins hlaut hann fyrir skömmu þriggja milljóna króna styrk frá Rannsóknarsjóði síld-arútvegsins til að gera 20 stuttmyndir um líf-ríki sjávar við Ísland.

Strýtan byggir starfsemi sína ekki síst á köf-unarferðum að friðlýstum strýtum á botni Eyjafjarðar, Ysturvíkurstrýtum og Arnarnes-strýtum. Hverastrýturnar eru einstakt náttúru-undur og eru bæði svæðin friðlýst. Fyrrnefnda svæðið, Ystuvíkurstrýtur voru fyrstu náttúru-minjar á hafsbotni sem friðlýstar voru á Ís-landi, en það var árið 2001. Síðarnefnda svæð-ið var friðlýst sem náttúruvætti árið 2007. Umhverfisstofnun fól Erlendi í byrjun október að hafa daglega umsjón með svæðunum og segir hann það mikla viðurkenningu á sínu starfi.

Fann strýturnar 1997Sjómenn höfðu lengi vitað af tilvist strýtanna og m.a. mælt niður að þeim með bandi og lóð-um. Árið 1996 leigði Jakob Kristinsson hjá Prokaria rannsóknarskipið Posedon í þeim til-gangi að leita strýturnar uppi. Kafbátur fylgdi rannsóknarskipinu og fann eina af þremur strýtum sem þarna eru. Erlendur kafaði svo fyrst niður að Ystuvíkurstrýtum á fyrrihluta ársins 1997 og fundust þá allar strýturnar þrjár. Dýpið var mælt og kom þá í ljós að fyrri mælingar sjómanna stóðust.

„Eftir að ég fann þessar strýtur fór ég nokkrar ferðir niður að þeim og tók einn og einn kafara með mér,“ segir Erlendur. Arnar-nesstrýturnar fundust töluvert síðar eða árið 2004. Þær eru margar og ná yfir stórt svæði, sem er um 400 metrar á breidd og 1000 metra langt. „Þar eru margar litlar strýtur, allt upp í 10 metra háar og þær eru á stóru svæði, á um 18 til 50 metra dýpi. Þetta er mjög skemmti-legt svæði og þar er mikið dýralíf, m.a. fjöl-breytt örveruvistkerfi sem þrífst þar við óvenjulegar aðstæður,“ segir Erlendur.

Fjölmiðlaumfjöllun vakti athygliHann stofnað fyrirtæki sitt, Strýtan, köfunar-miðstöð árið 2010, „en byrjaði á því að fá mér alþjóðleg köfunarkennararéttindi, PADI,“ seg-ir hann. Fyrirtækið hefur aðsetur í gömlu síld-arverksmiðjunni á Hjalteyri og er þriðja starfs-ári þess nú að ljúka. „Það er ágætur stígandi í þessu, við byrjuðum á núlli og þetta hefur far-ið hægt og sígandi upp á við,“ segir Erlendur sem nýtur m.a. aðstoðar eiginkonu sinnar og

dóttur sem báðar hafa kafararéttindi. Hann segir að þegar á árinu 2009 hafi hann fengið góða kynningu og til hennar megi rekja stofn-un fyrirtækisins. Fjölmargar sjónvarpsstöðvar gerðu sér ferð í Eyjafjörð til að gera hverastrýt-unum skil í hinum ýmsu náttúrulífsþáttum og vöktu þeir undantekningarlaust athygli. Sem dæmi má nefna að umfjöllun var í hinum virta þætti National Geographic. „Við fengum mikla og góða umfjöllun víða um heim á ár-unum 2009 og 2010 og það hefur skilað sér,“ segir Erlendur og nefnir að m.a. hafi banda-rískir vísindamenn sett upp rannsóknarað-stöðu á Hjalteyri í sumar og verið í 9 daga að kafa og rannsaka strýturnar.

Má líkja við áhugann á Everest„Menn koma alls staðar að úr heiminum, enda eru hverastrýturnar einstakt náttúruundur og þeir sem stunda köfun eru áhugasamir um að koma í Eyjafjörð og skoða þær. Það má líkja því við fjallgöngumenn sem leggja metnað sinn í að klífa Everest,“ segir Erlendur. „Þetta er mjög áhugavert svæði fyrir kafara, einstakt á heimsmælikvarða. Sem dæmi má nefna að til mín hafa komið margir kafarar frá Tasmaníu sem er auðvitað svolítið sérstakt en við fengum góða umfjöllun í fjölmiðlum í Ástralíu og þar er mikil og rík hefð fyrir köfun.“

Hluti starfseminnar er kennsla og segir Er-

lendur að hún sé í gangi allt árið. Ungar kon-ur, 16 til 26 ára, eru stærsti hópurinn og þar á eftir karlmenn yfir fertugu. „Það kom mér á óvart hvað ungu konurnar sýna köfun mikinn áhuga, fyrirfram átti ég ekki von á því,“ segir hann. Á hverju námskeiði er kafað fimm sinn-um í sjó og öðlast menn réttindi til að kafa niður á 18 metra dýpi að því loknu.

Fjölbreyttar ferðirErlendur býður upp á skoðunarferð á strýtu-svæðin í Eyjafirði en einnig eru aðrar ferðir í boði og nefnir hann m.a. köfun við Grímsey. Næsta sumar verður einnig boðið upp á ferði að Drangey. Þar spila saman köfun og fugla-skoðun, en Erlendur segir að bæði lundi og svartfugl stingi sér gjarnan í sjóinn á eftir köf-urum og þyki mönnum það mikil upplifun.

Þá eru einnig ferðir að Litluá í Kelduhverfi, þar sem kafað er við uppsprettu árinnar í 17 gráðu hita og að Nesgjá í Öxarfirði sem er að sögn Erlendar lítil útgáfa af Silfru, kristaltært vatn með miklu og góðu neðansjávarútsýni. „Það eykur möguleika okkar og gefur okkur tækifæri á frekari þróun á starfseminni að geta boðið upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferð-ir,“ segir hann.

strytan.is

Erlendur Bogason kafari á Akureyri hefur rekið fyrirtækið Strýtuna, köfunarmiðstöð undanfarin þrjú ár og fer starfsemin vaxandi ár frá ári. Nálægðin við fiska hafsins getur oft verið mikil, eins og sjá má.

Þeir eru ekki allir álitlegir fiskarnir sem verða á vegi kafarans. Litadýrð í Nesgjá í Öxarfirði.

Strýturnar á botni Eyjafjarðar, Ystuvíkurstrýtur og Arnarnesstrýtur, draga að sér kafara víðs vegar að úr heiminum. Margir líkja þeim við Everest í hugum fjallamanna.

Veröldin neðansjávar

4 | SÓKNARFÆRI

Page 5: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 5

12:00-13:00 Matur

Málstofa B1 | HvammurSjávarlíftækni – Hvað er í hendi?Málstofustjóri: Hólmfríður Sveinsdóttir• Hvað er að gerast í heiminum – Hvað getum við af þeim lært? Hörður Kristinsson• Saga Zymetech - frá rannsóknum til afurða á markaði, Ágústa Guðmundsdóttir• Líftækniafurðir úr þörungum, Rósa Jónsdóttir

• Lýsisafurðaiðnaðurinn, Baldur Hjaltason

14:45-15:15 Kaffi

Málstofa B2 | HvammurHvalveiðar og ferðaþjónusta, samkeppni eða samherjar?Málstofustjóri: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir• Hvalveiðar, átök og stjórnsýslan, Halldór Ásgrímsson • Nýlegar breytingar á útbreiðslu og stofnstærðum hvala við Ísland, Gísli Víkingsson• Sjónarmið hvalskoðunarfyrirtækja, Rannveig Grétarsdóttir• Áhrif hrefnuveiða á hvalaskoðun og almennt á ferðaþjónustuna á Íslandi, Gunnar Bergmann Jónsson

17:00-19:00 Móttaka í boði Landsbankans

Málstofa B3 | HvammurDeilistofnar = Deilustofnar? Málstofustjóri: Kolbeinn Árnason• Sveiflur og breyttar göngur deilistofna í norðaustanverðu Atlantshafi, Jóhann Sigurjónsson• Yfirlit yfir núverandi samninga deilistofna og þar sem ekki eru samningar, Kristján Freyr Helgason• Allocation of shared and straddling stocks. Experiences from the North East Atlantic, Kjartan Hoydal• Núverandi staða og framtíðarsýn um leiðir að samkomulagi um nýtingu stofna, Helgi Áss Grétarsson

10:30-11:00 Kaffi

Málstofa B4 | HvammurEru tegundafalsanir og efnanotkun vandamál í íslenskri fiskvinnslu? Málstofustjóri: Sjöfn Sigurgísladóttir• Hvaða heimildir hafa stjórnvöld til að koma í veg fyrir að gallaðar afurðir fari úr landi, Jón Gíslason • Orðsporsáhætta: Erfðafræði, skolprör og Meryl Streep, Sveinn Margeirsson• Blekkingar og svindl - hverra hagur? Garðar Sverrisson • Alþjóðlegir gagnagrunnar, Grímur Valdimarsson

12:30-13:00 Kaffi

Málstofa B5 | HvammurÞróun í vinnslutækniMálstofustjóri: Sigurjón Arason• Þróun í uppsjávarvinnslu á Íslandi, Sindri Sigurðsson • Vinnslutækni bolfisks, Torfi Þorsteinsson• Sjálfvirkni í vinnslu á ferskum bolfiski, Helgi Hjálmarsson• Fiskvinnsla framtíðar – Nýting, hráefnismeðhöndlun og sjálfvirkni, Kristján Hallvarsson

2013Grand Hótel Reykjavík 21. – 22. nóvember

Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

9:00 Afhending gagna

Fimmtudagurinn 21. nóvember kl. 10.00 Íslenskur sjávarútvegur Fundarstjóri: Inga Jóna Friðgeirsdóttir• Setning, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands• Ávarp sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson • Hefur verðmæti afla aukist? Framboð, framleiðsla og sala íslenskra sjávar- afurða, horfur 2014 og heimsframboð sjávarfangs, Kristján Hjaltason• Stefnumótun í íslenskum sjávarútvegi, Þór Sigfússon • Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi, Magnús Bjarnason• Afhending framúrstefnuverðlauna, Hjálmar Sigurþórsson

12:00-13:00 Matur

Málstofa A1 | GullteigurHvernig eru helstu stofnanir sjávarútvegsins að þjóna greininni? Málstofustjóri: Sigurgeir Þorgeirsson• Yfirlit yfir helstu stofnarnir sjávarútvegs og fiskeldis, Hreiðar Þór Valtýsson• Leiðbeinandinn, Guðmundur Smári Guðmundsson • Stoðkerfi sjávaraútvegs út frá sjónarhóli smábátaeigenda, Örn Pálsson• Stoðkerfi sjávaraútvegs út frá sjónarhóli frumkvöðla, Davíð Freyr Jónsson• Stoðkerfi sjávarútvegsins – Eftirlitsstarfsemin, Pétur Reimarsson

14:45-15:15 Kaffi

Málstofa A2 | Gullteigur Flutningur á ferskum fiski Málstofustjóri: Bylgja Hauksdóttir • Leiðir til bættrar hitastýringar við sjó- og flugflutning á ferskum fiski, Björn Margeirsson• Leiðarkerfi í flugi skapar einstakt tækifæri fyrir íslenskan ferskan fisk, Gunnar Már Sigurfinnsson• Ferskur fiskur og flutningaþróun, Brynjar Viggósson• Logistic viewpoint from the buyer’s side, Andrei Kouznetsov

17:00-19:00 Móttaka í boði Landsbankans

Föstudagurinn 22. nóvember kl. 9.00

Málstofa A3 | Gullteigur Heimsframboð samkeppnistegunda botnfiska Málstofustjóri: Einar K. Guðfinnsson • Heimsframboð, Lúðvík Börkur Jónsson• Barentshafsþorskur, Sturlaugur Haraldsson• Alaska ufsi, Magnús Gústafsson• Tilapia, Steindór Sigurgeirsson

10:30-11:00 Kaffi

Málstofa A4 | Gullteigur Umhverfis- og upprunamerki, samkeppni eða samherjar? Málstofustjóri: Jónas R. Viðarsson • Umhverfismerki, kröfur í hverfulum heimi, Gísli Gíslason• Ábyrgar fiskveiðar, Guðný Káradóttir• Reynsla Sæmarks af markaði, Svavar Þór Guðmundsson• Að hafa góða sögu að segja, Gunnlaugur Sighvatsson

12:30-13:00 Kaffi

Málstofa A5 | Gullteigur Sameiginlegt markaðsstarfMálstofustjóri: Erla Kristinsdóttir • Sameiginlegt markaðsstarf saltfiskframleiðenda, Skjöldur Pálmason• Vitund og ímynd íslensks saltfisks á Spáni. Niðurstöður meistara- verkefnis, KristinnArnarson• Á sömu bókina lært - Samanburður við aðrar greinar, Eggert Benedikt Guðmundsson• Alaska Seafood Marketing, why branding matters, Tyson Fick

14.45 Hluthafafundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. Kosning þriggja nýrra fulltrúa í stjórn. Skipulag Sjávarútvegsráðstefnu 2014 o.fl.

Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012

S T Æ R S T I V E T T V A N G U R A L L R A S E M S T A R F A Í S J Á V A R Ú T V E G I N U M

Page 6: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar

Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð undir matvæli.

Hagnaður íslensks sjávarútvegs nam á árinu 2012 um 49 milljörðum króna sem er ívið meira en árið 2011. Fjárfesting greinarinnar jókst og nam um 18 milljörðum króna á sama tíma og hún greiddi niður skuldir um nærfellt 30 milljarða króna. Þorvarður Gunnarsson, for-stjóri Deloitte, segir tölur sem fyrir-

tækið hefur unnið upp úr reikning-um þorra fyrirtækja sem ráða yfir aflaheimildum sýna að fyrirtæki í greininni séu að styrkjast og þar með greinin sem heild.

Aukinn hagnaður„Við byggjum okkar tölur á reikn-ingum fyrirtækja sem ráða yfir um

88% af varanlegum heimildum og getum því fengið raunsanna mynd af því sem er að gerast í sjávarútvegi. Okkar niðurstaða er sú að EBITA fyrir árið 2012 var 76-77 milljarðar króna, samanborið við 74 milljarða á árinu 2011. Afkoman er því ívið betri milli ára,“ segir Þorvarður en með EBITA er átt við afkomu fyrir-tækja áður en tekið er tillit til vaxta-greiðslna og vaxtatekna, skatt-greiðslna og afskrifta. Sé litið til hagnaðar var hann um 49 milljarðar í fyrra en um 45 milljarðar árið 2011. Þorvarður segir að taka verði í þessa mynd að inn í reikninga um-ræddra tveggja ára komi stakar að-gerðir á borð við endurreikning ólögmætra erlendra lána sem hækki hagnaðartöluna. Séu þeir liðir teknir út sé afkoman í fyrra um 36 millj-arðar í hagnað.

Fjárfestingar aukast – skuldir lækka

Reikningar fyrirtækjanna endur-spegla hækkandi afskriftir í takti við auknar fjárfestingar sem Þorvarður segir hafa verið um 18 milljarða króna í fyrra. Fjárfestingar greinar-innar hafa verið mjög litlar síðustu ár „en aukningin sýnir aukna bjart-sýni og er ánægjuleg þróun. Fjárfest-ingaþörf hefur safnast upp en að okkar mati þarf hún að vera að lág-marki um 20 milljarðar króna á ári til viðhalda sjálfri sér. Samkvæmt þessu er fjárfestingin því að nálgast þá stöðu eftir mikinn samdrátt,“ segir Þorvarður og vekur athygli á að aukin fjárfesting sé ekki byggð á lán-tökum heldur haldi sjávarútvegurinn þvert á móti áfram að greiða niður

skuldir sínar. Og það nokkuð myndarlega.

„Skuldir sjávarútvegs fóru hæst í rösklega 500 milljarða en í lok síð-asta árs voru þær komnar í um 380 milljarða króna. Áhersla hefur verið í greininni á að lækka skuldir síðustu ár og það gerðist á kostnað fjárfest-inganna en það er líka ánægjulegt að sjá fjárfestinguna ná sér á strik og skuldir halda áfram að lækka á sama tíma.“

Hóflegar arðgreiðslur samanborið við aðra

Annað skýrt merki um aukinn rekstrarlegan styrk í sjávarútvegi er hækkun eiginfjár sjávarútvegsfyrir-tækjanna. „Okkur sýnist að eigið fé í greininni sé um 120 milljarðar eða sem nemur um 23% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Þessi tala hefur farið hækkandi nokkur síðustu ár og er mjög ánægjuleg þróun. Hún end-urspeglar aukinn styrk fyrirtækjanna í greininni.“

Arðgreiðslur í sjávarútvegi námu á síðasta ári um 6,5 milljörðum króna samanborið við rúma 5 millj-arða árið 2011. „Það er óhætt að segja að þetta séu mjög hóflegar arð-greiðslur, þó oft sé látið skína í ann-að í umræðunni. Bæði má draga þá ályktun út frá efnahag fyrirtækjanna og því sem gerist í öðrum greinum. Við höfum borið arðgreiðslur í sjáv-arútvegi saman við aðrar greinar á liðnum árum og fáum alltaf þá nið-urstöðu að eigendur fyrirtækjanna í sjávarútvegi séu hóflegir í saman-burði hvað greiðslu arðs snertir,“ segir Þorvarður og í þessu sambandi bendir hann á að greiddur tekju-

skattur sjávarútvegsfyrirtækja var um 9 milljarðar í fyrra en um 5,5 millj-arðar árið áður. „Þessu til viðbótar greiddi greinin 12,8 milljarða í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Sjávarútvegurinn er því að skila til ríkissjóðs yfir 20 milljörðum í þessum tveimur skattflokkum.“

Botnfiskfyrirtækin í þyngstum rekstri

Þó margt sé jákvætt að sjá í rekstrar-reikningum sjávarútvegsfyrirtækja er einnig í þeim að finna neikvæðari vísbendingar. Áfram skila uppsjávar-veiðar og vinnsla bestri niðurstöðu en aftur á móti fór að halla til verri vegar í botnfiskveiðum og vinnslu í fyrra. Hreinu botnfiskfyrirtækin seg-ir Þorvarður að búi við þyngstan rekstur nú um stundir og jafnvel þótt kvóti hafi aukist í þorski þá jafnast sá ávinningur út með lækk-unum á afurðamörkuðum.

„Þegar meiri ró kemst yfir rekstr-arumhverfið í greininni tel ég að áherslan muni verða á nokkra þætti. Í fyrsta lagi að halda forystu á helstu mörkuðum og fjárfesta í þróun og rannsóknum sem miða að enn meiri verðmætasköpun; þ.e. að fá enn meira út úr hverju kíló aflans. Síðan munu fyrirtæki í einhverjum mæli nýta tækifæri til að efla sig með sam-einingum og loks má nefna fjárfest-ingu í búnaði. Mesta fjárfestingin síðustu ár hefur verið í uppsjávar-vinnslu og -veiðum og henni má að hluta þakka þá góðu afkomu sem við sjáum í þeim hluta sjávarvegs-ins.“

deloitte.is

Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte. „Ánægjulegt að sjá fjárfestinguna ná sér á strik í sjávarútvegi og að skuldir haldi áfram að lækka á sama tíma.“

Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte:

Sjávar-útvegurinn er að eflast

6 | SÓKNARFÆRI

Page 7: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 7

AFGREIÐUM SJÓFRYSTA BEITU SAMDÆGURSVoot beita hefur áreiðanlega og persónulega þjónustu í forgrunni sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta. Við flytjum inn mest af saury, smokkfisk og makríl sem eru þær beitutegundir sem hafa reynst einna best á íslenskum fiskimiðum. Við erum einnig endursöluaðilar fyrir pokabeitu.

Okkar markmið er að bjóða gæðabeitu og skilvirka þjónustu fyrir íslenskar línuútgerðir. Við afgreiðum sjófrysta beitu samdægurs og sendum pöntunina hvert á land sem er. Erummeð afgreiðslustaði á fjórum stöðum hringinn í kringum landið. Vinsamlegast hafðu samband við söluskrifstofu - við tökum vel á móti þér.

Grindvík

Djúpivogur

HúsavíkÞingeyri

Afgreiðslustaðir

VOOT BEITA aðalskrifstofa Miðgarði 3 • 240 GrindavíkSími 581 2222 • Fax 5812223Gsm: 841 1222 • [email protected]

Page 8: Sóknarfæri í sjávarútvegi

„Íslendingar hafa ástæðu til að vera stoltir af sjávarútveginum. Ástand fiskistofna er í lang flestum tilfellum gott og aflabrögð góð. Þorsk-stofninn hefur stækkað og hefur líklega ekki verið eins sterkur um áratuga skeið. Sú aukn-ing sem ákveðin var fyrir þetta fiskveiðiár á grunni gildandi aflareglu var ánægjuleg, en út-vegsmenn hljóta að leggja áherslu á að áform um endurskoðun hennar gangi eftir þannig að taka megi mið af nýrri aflareglu við ákvörðun heildarafla næsta fiskveiðiárs. Fiskveiðistjór-nunarkerfi, sem við höfum búið við, getur stuðlað að áframhaldandi vexti í veiðum á komandi árum þó að við þurfum alltaf að búa við þá óvissu sem náttúran skapar,“ sagði Adolf Guðmundsson, formaður Landssam-bands íslenskra útvegsmanna í setningarræðu á aðalfundi samtakanna. Hann sagði óvissu og átök um greinina skaða fyrirtæki, draga úr krafti þeirra og samkeppnishæfni. Við óvissuna verði ekki búið til lengdar enda tapist með

henni verðmæti sem þjóðfélagið megi síst við að glata.

Góð afkoma er jákvæð – ekki neikvæð„Mörg af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum lands-ins hafa skilað góðri afkomu að undanförnu þó að það sé alls ekki algilt um fyrirtæki í sjáv-arútvegi. Það skýtur skökku við að þessari góðu afkomu skuli slegið upp sem neikvæðum fréttum í fjölmiðlum og í umræðum hér á landi. Það getur ekki verið annað en gleðiefni að fyrirtæki í þessari grein, eins og öðrum gangi vel. Það skapar ekki eingöngu eigendum fyrirtækja í sjávarútvegi og starfsfólki betri kjör heldur öllu samfélaginu. Raunar er góð af-koma fyrirtækjanna forsenda þess að fyrirtækin og greinin í heild eigi sér framtíð, geti fjárfest í rannsóknum, tækniþróun og búnaði og þann-ig enn bætt stöðu sína í samkeppni á alþjóð-legum markaði fyrir sjávarafurðir,“ sagði Adolf.

Tvöföldun á verðmæti þorskaflaFormaður LÍÚ rakti í stuttu máli þróun þorsk-veiða yfir lengra tímabil en að meðaltali var ársaflinn 390 þúsund tonn á árunum 1980-1984. Hæst fór hann í rúm 460 þúsund tonn en var árið 1983 innan við 300.000 tonn. Framreiknað útflutningsverðmæti þorskafla það ár miðað við gengi á dollar var 38 millj-arðar króna samanborið við að 194 þúsund tonna ársafli þorsks á síðasta ári skilaði rúm-lega tvöfalt meiru, eða 83 milljörðum króna. Þetta sagði formaður LÍÚ til marks um hverju þróun afurða, betri nýting og markaðssetning hafi skilað.

Adolf sagði merki þess að fiskverð fari nú hækkandi með aukinni eftirspurn og batnandi efnahagsástandi á mörgum lykilmörkuðum fyrir afurðir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Hann sagði markaðsstarf, vöruþróun, sveigjan-leika og aðlögunarhæfni allt lykilþætti. „Þetta birtist meðal annars í því að á meðan verðfall hefur orðið á helstu saltfiskmörkuðum hafa aðrar þorskafurðir farið langt með að halda verði sínu.

Þessi jákvæða þróun í nýtingu og markaðs-tarfi er íslensku samfélagi mikilvæg og skapar fjölda starfa í landi. Þetta verður ekki til úr engu heldur vegna samvinnu milli fyrirtækja í sjávarútvegi, rannsóknarstofnana, hátæknifyr-irtækja, flutningafyrirtækja og fleiri auk öflugs markaðsstarfs. Þróunin kostar peninga og tíma og hvati þarf að vera til staðar fyrir alla aðila til að þessu sé kostað til.“

Gjaldtakan hefur nú þegar skaðaðAdolf gerði veiðigjöld að umfjöllunarefni og taldi sýnt að þau hafi hamlandi áhrif á framþróun í greininni. „Veiðigjöld hafa verið lögð á á grunni reglna sem eru ógagnsæjar og óraunhæfar og mundu ekki halda væri látið á þær reyna fyrir dómstólum. Veiðigjöldin hafa þegar skaðað atvinnugreinina, en þær hug-myndir um veiðigjöld sem uppi voru síðastlið-inn vetur hefðu sem meira er sennilega riðið að fullu mörgum útgerðarfélögum hefðu þær

orðið að lögum og þeim hrint í framkvæmd. Þessi staða skapar slíka óvissu í rekstri útgerð-arinnar að farið er að hamla verulega þróun greinarinnar og fjárfestingu í henni,“ sagði for-maður LÍÚ og benti einnig á gjaldtökuna sem áhrifaþátt í kjarasamningaviðræðum við sjó-menn. Ljóst megi vera að bæði þurfi að taka tillit til kostnaðarauka vegna veiðigjalda sem og stórhækkun olíukostnaðar þegar að meðal-tali megi gera ráð fyrir að laun sjómanna séu um 40% af aflaverðmæti. „Sú hugsun að hags-munir útvegsmanna og sjómanna haldist í hendur hefur að miklu leyti tapast og það þarf að leiðrétta.“

Hvati þarf að fylgja rekstrarumhverfinu

Í lok ræðu sinnar rifjaði hann upp ákvæði stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar hvað sjávarútvegsmál varðar. Þar komi fram að grundvöllur fiskveiðistjórnunar verði áfram aflamarkskerfið.

„Þá kemur fram að áfram verði unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjör-tímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri út-hlutun. Samningarnir feli í sér rétt til endur-nýjunar að uppfylltum skilyrðum sem samn-ingarnir kveði á um.

Í stefnuyfirlýsingunni segir ennfremur að lög um veiðigjald verði endurskoðuð á þann hátt að tekið verði almennt gjald sem endur-spegli afkomu útgerðarinnar í heild og annað sérstakt gjald sem taki mið af afkomu einstakra fyrirtækja.

Útvegsmenn hafa lýst sig reiðubúna til samstarfs með stjórnvöldum að skapa megi sjávarútveginum góðan grunn til verðmæta-sköpunar, samfélaginu til heilla. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja frið um greinina og rekstraumhverfi sem hefur í sér hvata til fjárfestingar og sóknar.“

liu.is

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, ávarpar aðalfund samtakanna 2013. „Veiðigjöldin hafa þegar skaðað atvinnugreinina, en þær hugmyndir um veiðigjöld sem uppi voru síðastliðinn vetur hefðu sem meira er sennilega riðið að fullu mörgum útgerðarfélögum, hefðu þær orðið að lögum og þeim hrint í framkvæmd.“

Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ, lét sig ekki vanta á aðalfundinn og heilsar hér Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og land-búnaðarráðherra.

Fylgst með framsöguerindum á aðalfundi útvegsmanna.

Höfum ástæðu til að vera stolt af sjávarútveginum

-sagði Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ á aðalfundi samtakanna 2013

8 | SÓKNARFÆRI

Page 9: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 9

Page 10: Sóknarfæri í sjávarútvegi

10 | SÓKNARFÆRI

Íslenskur saltfiskur fékk mikla at-hygli og lof á sýningunni Seafood Barcelona nú í lok októbermánaðar. Spænski matreiðslumaðurinn Rubén Barrios tók þátt í kynningunni og gaf gestum að smakka dýrindis rétti úr íslenskum saltfiski og kom fram í sjónvarps- og blaðaviðtölum af því tilefni. Josep María Pelegrí, yfirmað-ur sjávarútvegs og landbúnaðarmála í Katalóníu heimsótti íslenska bás-inn meðan á sýningunni stóð, sem og Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París.

Guðný Káradóttir, forstöðumað-ur hjá Íslandsstofu, segir þessa kynn-ingu á sýningunni í Barcelona lið í átaki sem 26 íslensk fyrirtæki standa að ásamt Íslandsstofu á gamal-grónum mörkuðum fyrir íslenskar saltfiskafurðir. Kjörorð átaksins er „Taste and share the secret of Ice-landic Bacalao“ en lögð er áhersla á

gæði, uppruna og hreinleika í kynn-ingunni, sem og fagmennsku og færni í að viðhalda ferskleika og bragðgæðum afurðanna. Guðný seg-ir íslenska þorpið vera notað sem „rödd“ í kynningunni og einnig var ELDHÚSIÐ, sem notað var í verk-efninu Inspired by Iceland,nokkurs konar miðpunktur í sýningunni í Barcelona. ELDHÚSIÐ er einnig notað á fleiri kynningum sem verk-efnið stendur fyrir á Suður-Evrópu-mörkuðum, m.a. í Lissabon í Portú-gal og Bilbao á Norður-Spáni þar sem blaðamönnum og gestum verð-ur boðið á fjölförnum stöðum að smakka íslenskan saltfisk. Þá verður einnig efnt til hliðstæðra kynninga í Napolí á Ítalíu.

Kynning með nýjum hættiÍslensku þátttökufyrirtækin 26 í verkefninu eru Auðbjörg, Dino,

Eimskip, FISK Seafood, Fiskkaup, Fínfiskur, Golden Seafood Comp-any, Hafnarnes VER, Hraðfrystihús-ið-Gunnvör, Iceland Seafood Inter-national, Icelandic Group, J. Bene-diktsson, Jakob Valgeir, KG Fisk-verkun, Nesfiskur, Oddi, Saltkaup, Samhentir, Samskip, Skinney-Þinganes, Sæport, Valafell, Vinnslu-stöðin, Vísir, Þorbjörn og Þórsberg. Guðný segir þau mjög virk í verk-efninu, móti það í upphafi, leggi bæði til fisk í kynningar auk heldur sem fulltrúar úr fyrirtækjahópnum taki þátt í kynningunum sjálfum og ræði við fjölmiðla um hráefnið, gæði þess, veiðar og vinnslu. Guðný segir að í aðdraganda kynninganna hafi farið fram vönduð undirbúnings-vinna, m.a. greiningar á markaðs-stöðu saltfisks frá Íslandi á Spáni, Ít-alíu og í Portúgal.

„Kynningarnar fara mjög vel af

stað ef marka má sýninguna í Barce-lona og það er mjög mikilvægt að hafa þennan breiða hóp fyrirtækja að baki verkefninu, auk þess sem t.d. í Portúgal koma einnig fulltrúar kaupenda að kynningunum með okkur. Við erum þarna að vinna á gamalgrónum mörkuðum fyrir ís-lenskar saltfiskafurðir en það má segja að við séum að koma fram og kynna þessar góðu vörur með algjör-lega nýjum hætti,“ segir Guðný en í verkefninu er lögð áhersla á að nýta samfélagsmiðla og ná sambandi við fjölmiðla og að greina hvernig fjallað er í þessum löndum um íslenskan saltfisk í fjölmiðlum. „Þessar grein-ingar hafa sýnt mikla umfjöllun um vöruna „bacalao“ en hins vegar hefur umfjöllun verið minni þar sem tengt er saman Ísland og „bacalao“. Við vitum út frá þessu og fleiri atriðum í greiningunum hvar við stöndum og

höfum sett okkur ákveðin markmið með kynningarvinnunni,“ segir Guðný.

„Greiningarvinnan hefur líka undirstrikað að íslenski saltfiskurinn hefur sterka gæðaímynd á þessum mörkuðum og það er mjög mikilvæg undirstaða að byggja á. Við teljum miklu skipta að treysta þá ímynd enn frekar á þessum hefðbundnu mörkuðum fremur en beina kröft-unum á nýja markaði, a.m.k. í þess-um fyrsta áfanga,“ bætir hún við.

Þessi hluti verkefnisins mun standa fram í febrúar á næsta ári og segir Guðný að þá muni fyrirtækin taka ákvörðun um hvort og þá hvernig kynningarvinnunni verði fram haldið.

responsiblefisheries.is

Girnilegir íslenskir saltfiskréttir. Mikið er lagt upp úr að ná til fjölmiðla í kynningu á salt-fiskinum í Suður-Evrópu þessar vikurnar.

Matreiðslumaðurinn Rubén Barrios var ötull við að kynna gestum og fjölmiðlafólki gæði saltfisksins frá Íslandi.

Íslenski saltfiskurinn fékk lof á Spáni

Josep María Pelegrí, yfirmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í Katalóníu, heimsótti íslenska básinn meðan á sýningunni stóð, sem og Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París. Þau rýna hér í bók í ELDHÚSINU, íslenska húsinu sem setti mikinn svip á básinn. Með þeim er Josep Lluís Bonet, forstjóri Fira de Barcelona sem annast skipulagningu sýninga á borð við þessa á Spáni.

ELDHÚSIÐ ferðast nú um lönd í Suður-Evrópu og er notað í kynningar á saltfiski frá Íslandi.

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · www.rafver.is · [email protected]

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Þegar gerðar eru hámarkskröfur

NT 35/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 55/1 Eco

Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 45/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

Iðnaðarryksugur

Sjálfvirk hreinsun á síu

Page 11: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 11

Með öflugu og traustu leiðarkerfi komum við vörunni þinni hratt og örugglega á áfangastað. Þannig tryggjum hámarks ferskleika og verðmæti.

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

1218

09/

12

SÍÐASTI SÖLUDAGUR. EIN STAÐFESTING ÞESS AÐ VIÐ ERUM ALLTAF Í KAPPHLAUPI VIÐ TÍMANN.

Því tíminn flýgur

Page 12: Sóknarfæri í sjávarútvegi

12 | SÓKNARFÆRI

Halldór Ármannsson tók á dögun-um við formennsku í Landssam-bandi smábátaeigenda en hann hef-ur um árabil setið í stjórn samtak-anna, síðasta árið sem varaformaður. Halldór tók við keflinu af Arthúr Bogasyni sem átti stærstan þátt í stofnun samtakanna á sínum tíma og hefur verið formaður frá upphafi. Halldór segir Arthúr skila góðu búi, samtökin hafi alla tíð verið kraft-mikil og látið til sín heyra í hags-

munabaráttunni. Því leiðarljósi verði áfram fylgt af nýrri stjórn þó alltaf fylgi nýir siðir nýju fólki.

Fæddur Strandamaður„Afli smábátanna hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári þegar við fisk-uðum yfir 82 þúsund tonn. Smá-bátaaflinn er þjóðfélaginu mjög mikilvægur og þó við tökumst oft á við stórútgerðina um hlutdeild í afla þá er óumdeilt að við eigum margt

sameiginlegt. Að ekki sé talað um hversu mikilvægt það er þjóðfélag-inu sjálfu að þessi ólíku form út-gerðar séu til staðar. Þannig nýtum við og göngum best um auðlindina,“ segir Halldór en hann hefur verið viðloðandi smábátaútgerð frá blautu barnsbeini. Hann er Strandamaður, fæddur á Drangsnesi þar sem hann ólst upp til 8 ára aldurs. Þar byrjaði hann að fara í stöku grásleppuróðra með föður sínum, Ármanni Hall-dórssyni. Fjölskyldan fluttist síðan suður í Sandgerði og frá árinu 1996 hafa þeir feðgar verið saman í útgerð og gera út á grásleppu og línu.

„Mín fortíð er í smábátaútgerð þó ég hafi reyndar verið um tíma í pípulögnum. Pabbi vann í línu-beitningu þegar línutvöföldunin var tekin af árið 1995. Þá ákváðum við að fara saman í útgerð. Fyrstu árin vann ég við pípulagnirnar samhliða sjómennskunni,“ segir Halldór en í dag búa þeir feðgar í Keflavík. Þeir hafa lengstum gert út tvo báta, voru lengi vel með annan bátinn staðsett-an á Drangsnesi og hinn í Sand-gerði. Grásleppuna hafa þeir sótt á vorin frá Drangsnesi og síðan verið á línu á Húnaflóa fram eftir hausti.

Þessa dagana gera þeir bátana Stellu GK og Guðrúnu Petrínu GK út frá Skagaströnd en línan er beitt fyrir sunnan. Ármann sér um beitn-inguna syðra ásamt þremur öðrum en Halldór rær við annan mann og taka þeir jafnan með sér bala fyrir tvo túra í senn þegar farið er norður.

Þorskskerðingarnar þungbærar

„Þetta hefur verið í föstum skorðum hjá okkur og að undanförnu hefur

hentað betur að róa með línuna frá Skagaströnd en Drangsnesi. Svo er tíminn alltaf að lengjast fram eftir haustinu sem við róum í Húnafló-ann. Ég reikna ekki með að við fær-um okkur suður fyrr en eftir áramót því fiskurinn er ekki kominn fyrr á grunnslóðina syðra,“ segir Halldór sem ætlar sér að róa sem mest áfram þrátt fyrir enn stærra hlutverk hjá Landssambandi smábátaeigenda. Tíminn verði að leiða í ljós hvernig þetta samspil gangi en Halldór hefur áralanga reynslu af því að samtvinna félagsstörf og smábátaútgerð því hann hefur verið formaður smábáta-manna á Suðurnesjum um árabil og setið sem slíkur í stjórn LS.

Á sínum tíma keyptu þeir feðgar kvóta fyrir bátaútgerðina og voru komnir með um 150 tonn þegar stærstu höggin komu í skerðingu þorskkvótans. „Þá hurfu nánast á einu bretti 50 tonn af kvótastöðunni og það var mjög þungt. En síðan hefur þetta aðeins lagast á nýjan leik með aukningu heimilda,“ segir Hall-dór en mjög góður afli hefur verið á línuna að undanförnu og það á við um smábátana almennt á landinu því þeir hafa fiskað með allra besta móti þessa fyrstu tvo mánuði fisk-veiðiársins. Líkast til bæta þeir því enn nýsett aflamet frá síðasta ári.

„Stóra vandamálið er að forðast ýsuna því ýsukvótinn er ekki í neinu samræmi við gengdina á okkar mið-um. Margir hafa flúið austur fyrir land til að komast úr ýsunni,“ segir Halldór.

Óbreytt veiðigjald hefði sett marga á hausinn

„Veiðigjöldin eru stórt baráttumál

fyrir okkur og sem betur fer brást núverandi sjávarútvegsráðherra við strax í sumar og tók til baka þá stór-hækkun á sérstöku veiðigjaldi sem fyrri stjórnvöld áformuðu,“ svarar Halldór þeirri spurningu hvaða áherslumál verði á hans borði fyrsta kastið í formannsembætti. „Því er fljótsvarað að hefðu fyrri áætlanir gengið eftir þá væri ég ekki lengur í útgerð, frekar en fjöldi annarra smá-bátasjómanna. Þessi aðgerð hefði sett margar útgerðir á hausinn,“ seg-ir Halldór. Hann undirstrikar vilja til að greiða gjald fyrir nýtingu á auðlindinni en upphæðin verði að vera í samræmi við afkomu veiðanna og útfærslan sanngjörn. Útlit sé fyrir að þessu máli sé að miða í ásættan-legra horf en var.

Makrílveiðarnar eru tækifæri smábáta

„Almennt er ég mjög bjartsýnn fyrir hönd smábátasjómanna. Þorskgengd er augljóslega að aukast og við eig-um sóknarfæri í makrílveiðum. Þær eru nýtilkomnar en árangurinn í fyrra og sér í lagi í sumar sýnir hversu frábært hráefni smábátarnir koma með að landi í makrílnum, hráefni sem er eftirsótt af kaupend-um á mörkuðum. Okkar keppikefli verður að fá stærri hlutdeild í makrílveiðunum enda erum við langt frá því hlutfalli sem þekkist í makrílveiðum smábáta í löndunum í kringum okkur,“ segir Halldór.

smabatar.is

VIÐ ERUM GÓÐIR Í DÆLUM

Knarrarvogi 4 104 Rvk Sími 585 1070 [email protected] www.vov.is

Þýsk gæðavara

Gra

fika 1

1

• Þrepadælur• Miðflóttaaflsdælur• Borholudælur• Skolpdælur• Hringrásardælur

Halldór Ármannsson segir að stefnt hafi í fjöldagjaldþrot með fyrirætlunum um veiðigjöld en þeim hafi verið forðað í sumar þegar ráðherra sjávarútvegsmála afturkallaði ákvörðun um hækkun sérstaka veiði-gjaldsins. Mynd: Rögnvaldur Már

Halldór Ármannsson í Keflavík er nýr formaður Landssambands smábátaeigenda:

Rær samhliða formennskunni

Page 13: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 13

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár.

Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

Page 14: Sóknarfæri í sjávarútvegi

14 | SÓKNARFÆRI

Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 [email protected] | www.mdvelar.is

Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónusta

„Frá því Norræna hóf að sigla allt ár-ið um kring milli Íslands og megin-lands Evrópu hafa flutningar á okkar vegum stöðugt aukist með ferjunni, bæði útflutningur og innflutningur. Við bjóðum útflytjendum víðtæka flutningaþjónustu í neti Blue Water Shipping út um allan heim og fyrir-tæki sem flytja út ferskan fisk með okkur geta treyst þessu eins og klukkunni,“ segir Steingrímur Sig-urðsson, framkvæmdastjóri Blue Water Shipping á Íslandi. Fyrirtækið er stórt á alþjóðavísu í vöruflutning-um bæði á landi, sjó og í lofti. Það er með starfsemi í 26 þjóðlöndum og yfir eitt þúsund starfsmenn. Tíu manns starfa á þess vegum hér á landi. Blue Water Shipping er með vöruhótel og afgreiðslu í Hafnarfirði og Seyðisfirði en útflutningsleiðirnar eru tvær, þ.e. annars vegar með Nor-rænu frá Seyðisfirði og hins vegar gámaflutningar frá Reyðarfirði og Hafnarfirði. Í báðum tilfellum er um vikulega flutninga að ræða.

Dreifing til viðskiptavina í Evrópulöndum

Fiskafurðir eru snar þáttur í flutn-ingaþjónustu Blue Water Shipping frá Íslandi. Bæði ferskur og frosinn fiskur er fluttur með Norrænu til Danmerkur en á hinni siglingaleið-inni er fyrst og fremst um að ræða frosnar fiskafurðir sem lestaðar eru á Reyðarfirði og í Hafnarfirði og skip-að upp í Rotterdam í Hollandi og þaðan áfram til hinna ýmsu staða í Evrópu og Asíu.

„Frosnu afurðirnar eru fjölbreytt-ar og fara áfram með okkar flutn-ingsneti vítt um Evrópu, til Asíu eða á aðra fjarlæga markaði. Með Nor-rænu frá Seyðisfirði flytjum við aftur á móti bæði frosnar afurðir og fersk-ar með flutningavögnum árið um kring. Varan fer þá yfir vetrartímann með skipinu á miðvikudagskvöldum frá Seyðisfirði og er skipað upp á laugardögum í Hirshals í Dan-mörku. Þaðan flytjum við hana í fiskdreifingarmiðstöð Blue Water

Shipping í Padborg, Danmerkur-megin við landamæri Danmerkur og Þýskalands og síðan beint áfram til viðskiptavina út um alla Evrópu. Útflytjendur á ferskum fiski geta til að mynda treyst því að vara sem þeir senda með Norrænu héðan á mið-vikudagskvöldi er komin til við-skiptavina í Evrópulöndum á mánu-dagsmorgni, fersk og góð. Yfir sum-artímann styttist tíminn í ferjunni síðan enn frekar því þá fer Norræna frá Seyðisfirði um hádegisbil á fimmtudegi en kemur til Danmerk-ur, líkt og á veturna, síðdegis á laug-ardegi,“ segir Steingrímur. Hann segir að einn af styrkleikum þjón-ustu Blue Water Shipping við fisk-útflytjendur frá Íslandi sé sú þjón-usta sem veitt er í dreifingarmið-stöðinni í Padborg þar sem sending-um er skipt upp í áframhaldandi dreifingu til viðskiptavina. Smáir að-

ilar geti þannig á auðveldan hátt nýtt sér þessa þjónustu, jafnvel þótt um aðeins fáa kassa sé að ræða í senn.

Útflytjendur um allt landHöfuðstöðvar Blue Water Shipping hér á landi eru að Fornubúðum við Hafnarfjarðarhöfn en starfsmenn fyrirtækisins eru einnig á Seyðisfirði. Steingrímur segir viðskiptavini fyrir-tækisins út um allt land og í gegnum samstarfsaðilann Nesfrakt eru afurð-ir ýmist fluttar að skipshlið á Seyðis-firði eða til Hafnarfjarðar þar sem er stórt vöruhótel Blue Water Shipp-ing. „Hingað þarf vara að vera kom-in undir kvöld á þriðjudögum en hér lestum við flutningavagnana sem síðan fara austur á Seyðisfjörð,“ segir Steingrímur.

Innflutningur Flutningstími frá Danmörku til Ís-lands er einungis þrír dagar og flytur Blue Water Shipping vörur að dyr-um viðskiptavinarins ef þess er ósk-að. Flutningavagnar fyrirtækisins eru um 40% stærri að rúmmáli en hefð-bundnir 40 feta sjógámar og henta því vel fyrir flutninga á rúmmáls-frekum vörum. Landflutningakerfi Blue Water Shipping er mjög öflugt í Evrópu og telur yfir 1000 bíla.

Grænland og FæreyjarEins og áður segir er Blue Water Shipping með starfsemi um allan heim og annast flutning á hvers kyns vörum, hvort heldur er til eða frá landinu. Steingrímur segir fyrirtækið einnig með mikla starfsemi í Færeyj-um en Norræna fer vikulega til og frá Færeyjum. Blue Water Shipping hefur einnig sterka stöðu í Græn-landi og er með þrjár starfsstöðvar; í Nuuk, Sisimiut og Ilulissat. Þar er fyrirtækið umsvifamikið í þjónustu við frystitogara, þ.e. landanir, flutn-inga o.s.frv. „Blue Water Shipping eru stærstir í flugfrakt til Grænlands og er talsverð aukning í slíkum flutningum frá Íslandi til Græn-lands. Fyrirtækið er að þjónusta flest þau fyrirtæki sem eru að leita olíu við Grænland og fara áhafnaskipti og flutningar á kosti og aðföngum í gegnum Ísland,“ segir Steingrímur.

bws.dk

Steingrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blue Water Shipping á Íslandi. „Flutningar á ferskum fiski með Norrænu eru stöðugt að aukast.“ Mynd: Rögnvaldur Már

Flutningavagnar Blue Water Shipping eru um 40% stærri að rúmmáli en hefð-bundir 40 feta gámar.

Blue Water Shipping hefur byggt upp öflugt flutningakerfi með Norrænu:

Frysti- og kæliflutningar í stöðugri sókn

Page 15: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 15

Page 16: Sóknarfæri í sjávarútvegi

16 | SÓKNARFÆRI

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Slönguhjól og kefliFjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörðÝmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur

„Það hafa komið fram nokkrar spár um hvað muni gerast í kjölfar þess að sjór hlýnar á norðurslóðum en flestar eiga það sammerkt að þær þjóðir sem byggja löndin umhverfis norðurskautið muni hagnast vegna aukinna fiskveiða,“ segir Hreiðar Valtýsson, lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Ráðstefnan Arctic Circle fór fram í Hörpu í Reykjavík nýlega, en þar voru rædd ýmis málefni sem snúa að Norðurheimskautinu, svo sem ör-yggi á norðurslóðum, auðlindir, hitastigsbreytingar, nýjar skipaleiðir, lagaumgjörð og sitthvað fleira. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin, en hana sóttu yfir 900 manns frá um 40 löndum sem gerir hana að einni stærstu samkomu sinnar tegundar í heiminum. Mark-mið með ráðstefnunni var m.a. að koma á samræðugrundvelli og stofna til sambanda til að takast á við þær hröðu breytingar sem eiga sér stað á Norðurskautinu.

Aukin fiskgengd inn á norðurslóðir fyrirsjáanleg

Hreiðar segir að hlýnun sjávar muni fylgja aukin fiskgengd á svæðinu umhverfis norðurskautslöndin, fleiri tegundir muni koma inn á þessi svæði og í meira magni en menn hafi áður séð. „Þar af leiðandi skap-ast góðir möguleikar fyrir þær þjóðir sem byggja þessi svæði til að auka tekjur sínar,“ segir hann. Sem dæmi nefnir hann makríl sem gengið hefur inn í íslenska lögsögu undanfarin ár en hafi verið afar sjaldgæfur áður. Eins verði menn nú varir við meiri þorsk á Grænlandsmiðum og einnig við Nýfundnaland. Þorskur gekk við Grænland á hlýindaskeiði sem stóð yfir frá 1925 til 1965, en hefur ekki sést þar í neinu magni undanfarna áratugi. „Við sjáum líka að lífríkið í Barentshafi hefur tekið breytingum. Þar er þorskstofninn nú stærri en hann hefur nokkurn tímann mælst og er sífellt að færa sig norðar.“

Samfélögin ekki tilbúin fyrir breytingar

Hreiðar segir að starfsmenn við auð-lindadeild Háskólans á Akureyri líkt og fleiri velti þessum málum fyrir sér „og það sem við horfum fyrst og fremst á er hvernig við eigum að nýta þetta. Samfélögin sem byggja þetta svæði eru almennt ekki tilbúin fyrir þær breytingar sem í vændum eru,“ segir hann og nefnir m.a. Grænlendinga og íbúa í norðurhluta landa eins og Kanada og Rússlandi. „Við erum þegar farin að sjá breyt-ingar í lífríki sjávar og stóra spurn-ingin sem menn standa frammi fyrir og þurfa að svara er hvernig þeir eigi að nýta sér þær þannig að til hags-bóta sé.“

Hreiðar nefnir sem dæmi að á Nýfundnalandi sé mikil hefð fyrir rækju- og krabbavinnslu, þar sé fyrir hendi þekking á vinnslu þessara af-urða, búnaður og öll tæki miðist við þessa vinnslu. „Það snýst öll vinnsla um rækju og krabba á Nýfundna-landi. Þetta eru kaldsjávartegundir en nú er þorskur farinn að koma aft-ur inn á þeirra mið í auknum mæli og þá vakna menn upp við þá stað-reynd að hafa ekki tæki og búnað til að vinna hann, né heldur þá þekk-ingu sem til þarf. Hún hefur glatast í áranna rás og þorskleysi síðustu ára.

Ætli þeir sér að nýta þorskinn, sem nú er í auknum mæli í lögsögu þeirra, þarf að skipta algerlega um vinnslugír en auðvitað þarf áður að sjá hver ávinningurinn er, hvað tap-ast við breytta vinnslu og hvernig geta íbúarnir hámarkað ábata sinn af þessum breytingum. Eins og staðan er nú eru þeir ekki undir það búnir og þeir viðurkenna það margir. Þeir hafa litið til okkar sem fyrirmyndir um bolfiskveiðar og vinnslu og við höfum þess vegna náð einstaklega góðum tengslum við Nýfundlend-inga,“ segir Hreiðar og nefnir sem dæmi að nú séu 6 sjávarútvegfræði-nemendur frá Háskólanum á Akur-eyri í skiptinámi í St. Johns.

Samvinna milli háskóla um viðbrögð

Hreiðar segir að starfsmenn auð-lindadeildar Háskólans á Akureyri hafi á síðasta ári fengið styrk til að mynda samstarfsnet við aðra háskóla sem staðsettir eru á norðurslóðum og bjóða menntun sem tengist sjáv-arútvegi, svo sem í Norður-Noregi, Færeyjum, Alaska og á Nýfundna-landi. „Við erum að vinna saman í þessu máli, meta þær breytingar sem í vændum eru, m.a. með aukinni fiskgengd og hver bestu viðbrögðin við þeim geta orðið. Við höfum vissulega nokkur ár til að velta þessu fyrir okkur og móta stefnu, en á næstu fjórum til fimm árum þurfum við að vera nokkuð klár á því hvern-ig við ætlum að bregðast við,“ segir Hreiðar.

Hann nefnir að innan fárra ára megi búast við aukinni þorskgengd inn á Grænlandsmið „og enn er al-gjörlega óráðið hvernig verður brugðist við þegar þorskur í miklu veiðanlegu magni gengur þar inn. Það má hugsa sér að honum verði mokað upp, horft á magnið og hann sendur heilfrystur til vinnslu í Kína og fari þaðan inn á lágvöruverðs-markaði. En það er líka hægt að hugsa sér að fullvinna hann heima og hámarka þannig verðmætasköp-un til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Þetta eru spurningar sem menn eiga eftir að svara, en þurfa vissulega að fara að hugleiða.“

Önnur staða uppi á ÍslandiErfiðara segir Hreiðar að spá fyrir um hver staðan verði hér á landi og hvernig Íslendingar muni nákvæm-lega hagnast á þeim breytingum sem í vændum eru. Að mörgu leyti sé önnur staða upp hér en víða annars staðar. „Hér er meiri þekking til staðar, meiri og betri búnaður til fullvinnslu afurða, betri þekking á markaðsmálum og öðru slíku en í flestum ríkjum sem byggja norður-slóðir. Ég held að menn séu almennt sammála um að við Íslendingar munum, líkt og aðrar þjóðir á þess-um slóðum, hagnast á hlýnun sjávar og við sjáum þess þegar dæmi þegar kemur að makrílnum sem er ný teg-und hér við land og hefur skapað at-vinnu og tekjur fyrir þjóðarbúið,“ segir hann. „Óvissuþættir eru hins vegar til staðar, til dæmis hvað varð-ar vistfræðileg áhrif nýrra eða stækk-andi stofna. Einnig er hætta á fleiri fisksjúkdómum með hlýnandi sjó.“

Gætum selt þekkingu, búnað og tæki

Í þessu sambandi nefnir hann að með aukinni fiskgengd inn á norð-urslóðasvæðið muni Íslendingar ef til vill fá meiri hlutdeild í kvóta á fjarlægum miðum og þá megi vel hugsa sér að þeir taki þátt í að byggja upp veiðar og vinnslu í öðr-um löndum. Þeir hafi yfir að ráða þekkingu í þessum efnum, bæði hvað varðar veiðar og vinnslu, tæki og búnaður hafi í áranna rás verið þróaður hér á landi og reynst vel.

„Spurning er hvort við gætum komið inn í þessa uppbyggingu ann-ars staðar og selt tæki og tól sem og þekkingu, aðstoðað aðra við að búa til verðmæti og eins gætum við lagt okkar lóð á vogarskál þegar kemur að markaðsmálum,“ segir Hreiðar.

unak.is

Menn eru almennt sammála um að þær þjóðir sem byggja svæðin við norðurskautið muni hagnast á hlýnun sjávar sem m.a. muni leiða af sér auknar fiskveiðar og þar með meiri tekjur.

Hreiðar Valtýsson, lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Mynd: Margrét Þóra.

Hreiðar Valtýsson, lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri:

Löndin á norðurslóðasvæðinu munu hagnast á hlýnun sjávar

Page 17: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 17

Það þarf aldrei að hlaða nemann – þú skiptir um rafhlöðuna með einföldum hætti

Rafhlaðan endist í 1500 – 2000 klst. í sendingu

Ódýr og vistvæn rafhlaða

Sterkbyggður og endingargóður eins og aðrir nemar frá Scanmar

Nýr valkostur!

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: [email protected]

www.scanmar.no

ábyrgð2ára

ábyrgð2ára

ScanClassic aflanemi

Page 18: Sóknarfæri í sjávarútvegi

18 | SÓKNARFÆRI

HDS 10/20-4 M30-200 bör500-1000 ltr/klst

HDS 8/17-4 M30-170 bör400-800 ltr/klst

HDS 5/11 U/UX110 bör450 ltr/klst1x230 volt

GufudælurAflmiklir vinnuþjarkar

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Gunnsteinn R. Ómarsson er fyrir skömmu tekinn við sem bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss en hann var frá 2010 til ársloka 2012 sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Hann býr í Þor-lákshöfn með eiginkonu og fjórum dætrum og lætur vel af staðnum. Um 1.600 manns búa í Þorlákshöfn en rétt um 2.000 manns í sveitarfé-laginu öllu. Kjölfestan í atvinnumál-um í Þorlákshöfn er sjávarútvegur.

„Þorlákshöfn er dæmigert sjávar-útvegsþorp. En einhverra hluta vegna hefur Þorlákshöfn verið mjög afskipt í allri umræðunni, hugsan-lega vegna nálægðar við höfuðborg-arsvæðið. Þegar rætt er um hnignun sjávarútvegs á landsbyggðinni er rétt að benda á að umfang sjávarútvegs í Þorlákshöfn hefur minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum með til-flutningi á kvóta,“ segir Gunnsteinn.

Mikil blóðtaka þegar Meitillinn hvarf

Hann nefnir Meitilinn, sem var afar stórt sjávarútvegsfyrirtæki, en það gekk í gegnum hremmingar og var á endanum selt. Engin starfsemi er á vegum þess í Þorlákshöfn og allur kvóti fyrirtækisins horfinn. Gunn-steinn segir að ýmislegt hafi þó komið í staðinn í atvinnuuppbygg-ingu á staðnum en því sé ekki að neita að Þorlákshöfn hefði alveg borið að starfsemi Meitilsins héldi áfram.

„Hafnarmannvirkin myndu bera slíkt, bara eins og þau eru í dag. En hér hefur þó ýmislegt byggst upp, eins og t.a.m. Lýsi, sem er hér með myndarlega starfsemi og frekari uppbygging er í vændum. Einnig verður að nefna Frostfisk sem er

mjög sérstakt fyrirtæki á landsvísu. Það á engan kvóta og er eingöngu í fiskvinnslu og kaupir á markaði. Fyrirtækið er einmitt í gamla hús-næði Meitilsins. Hér eru líka mjög stöndug útgerðarfyrirtæki sem byggja á gömlum grunni, eins og Hafnarnes VER hf., Auðbjörg og Rammi.“

Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í atvinnumálunum síðustu árin hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt síðustu tvo áratugi í Þorlákshöfn. Þetta má þakka þróuninni sem hefur orðið í atvinnumálum en einnig sækja margir vinnu til höfuðborgar-svæðisins en búa í Þorlákshöfn.

Stórskipahöfn og ferjusiglingar

Gunnsteinn segir að mörg tækifæri séu til staðar í Þorlákshöfn til að renna enn styrkari stoðum undir at-vinnulífið. „Við sjáum gríðarleg tækifæri í tengslum við höfnina. Hún er stór en ekki nægilega stór til að fanga þau tækifæri sem við sjáum fyrir okkur. Þar erum við að horfa til sjóflutninga til og frá Evrópu. Síð-astliðin 100 ár hefur sú umræða ver-ið uppi að gerð yrði stórskipahöfn hérna. Þó að sigling fyrir Reykjanes-ið hafi verið að styttast í áranna rás með bættum skipakosti og siglinga-tækni tekur það enn drjúgan tíma að sigla fyrir nesið, eða 8-10 tíma hvora leið. Landfræðileg lega stórskipa-hafnar er því með ákjósanlegasta móti í Þorlákshöfn með tilliti til sjó-flutninga til Evrópu.“

Nú þegar er kominn vísir að slíkri starfsemi í Þorlákshöfn því Sláturfélag Suðurlands og fleiri fyrir-tæki flytja inn áburð frá Evrópu sem

er skipað upp í Þorlákshöfn. SS er að hefja framkvæmdir við byggingu nýs 1.500 fermetra birgðahúss á staðnum í tengslum við áburðarinn-

flutninginn. Lýsi er að reisa tvo myndarlega lýsistanka niðri við höfnina en fyrirtækið flytur verulegt magn af lýsi til landsins til sinnar

framleiðslu. Skipakomur munu aukast í Þorlákshöfn með þessum fjárfestingum.

Nú er allt útlit fyrir að ferjusigl-ingar frá Þorlákshöfn til Vestmanna-eyja hafi endanlega lagst af. Sú starf-semi var talsvert mikil í rekstri hafn-arinnar. „Það er áhugi fyrir Íslandi og við sjáum alveg fyrir okkur að það séu tækifæri í ferjusiglingum milli Íslands og Evrópu. Allt er þetta á umræðustigi en ekki í fram-kvæmdafasa en það eru mörg tæki-færi til frekari atvinnuuppbyggingar hér í Þorlákshöfn,“ segir Gunn-steinn.

olfus.is

Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss við höfnina í Þorlákshöfn. Myndir: Guðjón Guðmundsson

Á þessari lóð rís innan tíðar 1.500 fermetra birgðahús Sláturfélags Suðurlands.

Höfnin skapar Þorlákshöfn

tækifæri- segir Gunnsteinn R. Ómarsson,

bæjarstjóri Ölfuss

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark á loðnuvertíðinni 2013/2014 verði 160 þúsund tonn. Í fyrrahaust var eftir haustmælingar á loðnustofni lagt til að aflamarkið yrði 300 þúsund tonn. Haustmæl-ingar á loðnustofninum fóru fram á R/S Árna Friðrikssyni fyrr í haust og var markmiðið að mæla stærð veiði-stofns loðnu og meta magn ung-loðnu. Miðað við mælingar og for-sendur um náttúruleg afföll og vöxt fram að hrygningu er gert ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 560 þúsund tonn, verði ekkert veitt. Samkvæmt aflareglu er gert ráð fyrir að skilja eftir 400 þúsund tonn í sjó og því leggur stofnunin til að upp-hafskvóti verði 160 þúsund tonn.

Rannsóknasvæðið náði frá land-grunninu við Austur-Grænland í vestri frá um 73°N og suður með landgrunnskantinum að 65°45’N, en auk þess til Grænlandssunds og Norðurmiða, allt austur að Sléttu. Loðna fannst mjög víða við og uppi á landgrunnsbrún Austur-Græn-lands og í Grænlandssundi að land-grunnsbrún norður af Kögri. Austar með Norðurlandi varð ekki vart loðnu. Enda þótt loðna fyndist á stóru svæði voru lóðningar yfirleitt fremur gisnar.

Endurskoðun eftir mælingar í byrjun árs

Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsókna-stofnunar segir tillögur stofnunar-innar á kvóta á komandi vertíð byggjast á tveimur megin forsend-um. Annars vegar á mælingum á ungloðnu að hausti, einkum eins árs loðnu sem verður aðalárgangur í veiði næstu sumar- og haustvertíð,

sem og næstu vetrarvertíðar. Hins vegar segir hann að byggt sé á mæl-ingum á kynþroska loðnu að hausti og í byrjun árs.

„Við endurskoðum tillögur að upphafskvóta að loknum mælingum í janúar til febrúar og endanlegur kvóti er svo ákveðinn með mæling-um á hrygningarstofni á svipuðum tíma. Þá er loðnan komin í hrygn-ingargöngu með köntunum fyrir austanverðu Norðurlandi, Norð-austurlandi og Austurlandi þar sem betra er að ná utan um dreifinguna en á öðrum tímum. Þegar við höf-um lokið mælingum á stofnstærð loðnunnar er endanlegt aflamark ákveðið, með þeim fyrirvara að lág-mark 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar,“ segir Sveinn.

Loðnustofninn minni síðasta áratug miðað við

áratuginn á undanHann segir að veiði- og hrygningar-stofn loðnu samanstandi af aðeins tveimur árgöngum og er sá yngri, sem er þriggja ára á hrygningartíma, mun stærri. Stærð stofnins sé við-

kvæm fyrir sveiflum í árgangastærð. „Frá því sjávarhiti fór að hækka við Íslandi fyrir um 15 árum hafa orðið miklar breytingar á sumar- og haust-dreifingu loðnunnar, hún heldur sig miklu vestar og er þar á ætisslóðum en einnig er hún nær Grænlandi en áður,“ segir Sveinn.

Hann segir að sterkar vísbend-ingar séu um að seiðadreifing sé bæði norð- og vestlægari en áður en því miður hafi seiðarannsóknum verið hætt árið 2004 og því skorti upplýsingar um seiðadreifingu. „Samfara þessum breytingum hefur loðnustofninn minnkað og á síðasta áratug eða svo hafa loðnugöngur al-mennt verið mikið lélegri en áratug-inn þar á undan. Þetta telja menn að tengist þeim umhverfisbreytingum sem átt hafa sér stað, beint eða óbeint. Hver framvindan verður er ómögulegt að segja fyrir um, en þó má almennt segja að loðnan er há-norrænn fiskur sem best kann við sig í svölum sjó nema þegar hún hrygn-ir.“

hafro.is

Vestmannaeyjaskipið Kap á loðnumiðunum.

Minni loðnustofnsamfara hlýnandi sjó

Page 19: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 19

Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem sjávarútvegurinn gerir best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað fiskiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum.

Í tilefni af 30 ára afmæli Marel á Íslandi sendum við viðskiptavinum og samstarfsaðilum í sjávarútvegi þakkarkveðjur fyrir kraftmikið samstarf liðinna ára.

SPRE T TUR ÚR SAMSTARFINÝSKÖPUN

Morgunblaðið sept 2013.indd 1 18.9.2013 13:50:39

Page 20: Sóknarfæri í sjávarútvegi

20 | SÓKNARFÆRI

Skreiðarvinnsla lifir góðu lífi í Þor-lákshöfn. Hjá fyrirtækinu Fiskmarki eru framleddar afurðir úr 2.000-2.500 tonnum af hráefni á ári sem að mestu er keypt á staðnum. Úr þessu verður prótínrík vara sem er til dæmis gjarnan á boðstólum hjá Níg-eríumönnum í formi súpu. Hall-grímur Sigurðsson, eigandi Fisk-marks, hefur marga fjöruna sopið í þessari grein en hann átti áður fyrir-tækið Suðurvör í Þorlákshöfn, sem einnig var í skreiðarvinnslu en hætti starfsemi fyrir nokkrum árum. Nú rekur hann Fiskmark ásamt eigin-konu sinni, Sólveigu Einarsdóttur. Hallgrímur varð fyrir því áfalli fyrir sjö árum að fá heilablóðfall og lam-ast öðru megin. Hann var þó ekki á því að leggja árar í bát og voru það honum mikil gleðitíðindi að fá þann úrskurð að hann væri hæfur til að aka bíl. Nú getur hann annast inn-kaup á hráefni hjá Ísfiski og Fisk-kaupum og flutt það alla virka daga til vinnslunnar í Þorlákshöfn. Fyrir-tækinu stjórnar hann með farsíma-num sem hann tengir þráðlaust við hlustirnar meðan hann sækir hrá-efni.

Góð viðskipti undanfarin árFiskmark var stofnað árið 1994 og er eingöngu í þurrkun á fiski fyrir Nígeríumarkað. Hjá fyrirtækinu vinna sex manns auk Hallgríms og Sólveigar.

„Þetta hafa verið nokkuð góð viðskipti undanfarin ár. Ég hef sjálf-ur unnið inn á þennan markað frá árinu 1980 þegar við vorum með fyrirtækið Suðurvör hérna í Þorláks-höfn, með talsverða útgerð, vinnslu og frystingu ásamt skreiðarvinnslu. Tvö ár reyndust mjög erfið í þessum rekstri þegar nánast engar greiðslur fengust fyrir skreiðina og flestir sem voru í þessu fóru á hausinn. Ástæðan var sú að Nígeríumenn settu skyndi-lega á gjaldeyrishömlur og þá sátum við uppi með birgðirnar,“ segir Hall-grímur sem man tímana tvenna í þessum bransa.

Síðastliðin tólf til fjórtán ár hefur markaðurinn verið gjöfull. Reyndar

kom talsvert verðfall síðastliðinn vetur „en það mátti alveg búast við því. Maður er eiginlega hálf undr-andi á því hve gott ástandið hefur verið lengi.“

Markvisst hefur verið unnið að því að gera Fiskmark betur í stakk búið fyrir framleiðsluna. Húsnæði á Hafnarskeiði í Þorlákshöfn hefur verið endurbætt og vinnsla á blaut-fiski og þurrkunin algjörlega verið aðskilin í húsinu.

Hallgrímur segir að verð hafi fall-ið um nálægt 30% og það megi rekja til aukinnar samkeppni. Einnig eru efnahagsþrengingar í Nígeríu eins og víða annars staðar. Hallgrím-ur segir að gott sé að eiga viðskipti við Nígeríumenn. Þeir greiði ávallt möglunarlaust fyrir vöruna og standi við sitt. „En þetta er reyndar um-hverfi sem við þekkjum ekki vel. Þarna tíðkast til að mynda miklar mútur til þess að fá innflutningsleyfi en þeir sem kaupa af okkur sjá um þá hlið mála.“

Minnihluti mannkyns á ísskáp

Nígería er stærsta einstaka ríki Afr-íku og sjöunda fjölmennasta ríki heims. Þar eru íbúar um 160 millj-ónir talsins. Hallgrímur segir að landið sé stöðugt að færast í átt til

nútímans en um leið eykst neysla á skreið. Þegar Hallgrímur var að byrja í skreiðarvinnslu voru seldir 160.000 pakkar af skreið frá Íslandi til Nígeríu á ári en nú eru þeir ein milljón árlega.

Hallgrímur segir að Nígeríu-menn kaupi mest þurrkaða hausa og bein, en einnig hefur færst í vöxt að þeir kaupi svokallaðar kótilettur, sem er þverskorinn og þurrkaður fiskur.

„Samherji og Haustak hafa verið dálítið í framleiðslu á kótilettum en

við höfum ekki ennþá farið út í hana. En ég er bjartsýnn á að það sé hægt að selja þá vöru í meiri mæli og í fleiri löndum, en hún er dálítið dýrari. Kaupgetan virðist vera að aukast hjá Nígeríumönnum en þeg-ar maður horfir á heiminn þá kemur í ljós að minnihluti mannkyns býr svo vel að eiga ísskáp. Markaður fyr-ir þurrvöru er því meiri en fyrir frysta og ferska vöru og verður það lengi enn.“

Ástæðan fyrir því að önnur ná-grannaríki Nígeríu hafa ekki flutt

inn skreið er sú að Nígería er olí-uríki og hefur því meiri kaupgetu en þau.

Fiskmark hefur aðeins bætt í framleiðsluna og vinnur nú skreið úr 2.000-2.500 tonnum af blautu hrá-efni á ári. Úr því verður til skreið í 20-25 gáma og í hverjum gámi eru 20 tonn. Skreiðin er flutt héðan til Rotterdam í Hollandi og þaðan til Nígeríu. Flutningurinn tekur um tvo mánuði. Hallgrímur segir að flutningskostnaðurinn sé mikill hluti rekstrarkostnaðarins en um eina milljón króna kostar að flytja hvern gám.

„Ég man að fyrir nokkrum árum héldu skreiðarseljendur fund á Hótel Sögu til þess að bera saman bækur sínar því salan hafði gengið eitthvað treglega. Ég fór upp í pontu og lagði fram þá tillögu að við lækkuðum skreiðarverðið um 10%. Þá stóð upp einn skreiðarseljendanna, sem var öllum hnútum kunnugur í Nígeríu, og sagði að pakkinn seldist á 1.500 nærur á innanlandsmarkaði en við værum að fá fyrir pakkann 245 nær-ur. Þó við lækkuðum verðið um 10% þá hefði það ekkert að segja. Það er því mikið verðbil frá fram-leiðanda til markaðarins, eða var það alla vega á þessum tíma,“ segir Hall-grímur.

Hallgrímur Sigurðsson, eigandi Fiskmarks, hefur verið í skreiðarvinnslu í á fjórða áratug. Myndir: Guðjón Guðmundsson

Sex manns vinna við skreiðarvinnslu hjá Fiskmarki.

Nígerumenn eru traustir viðskiptavinir

Sími: 516 3000 Fax: 567 4172 [email protected] www.traust.is

Heildarlausnir frá Traust Þekking ehf.

Ný kynslóð af beltaflokkurum með 4 flokkunarbrautum og afkastagetu 4 til 8 tonn/klst. Stiglaus stilling á milli síldar og

makríls meðan vélin er í gangi. Flokkarinn er einfaldur í notkun.

Lítill síldar og makríl flokkari

Bókmenntafræðingurinn Karen Kjartansdóttir var nýlega ráðin í starf upplýsingafulltrúa Landssam-bands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ. Karen var áður varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2 en hún hefur starfað sem blaða- og fréttakona frá árinu 2005.

Faðir Karenar var sjómaður og fjölskyldan flutti nokkrum sinnum á milli staða. „Ég var í skóla á Akra-nesi, Stokkseyri, Leirár- og Mela-sveit og í Landeyjum. Pabbi elti góð pláss á skipum en það blundaði líka í honum draumur um að verða bóndi. Hann keypti jörð í Leirár- og Melasveit og var þar með bú um tíma en á endanum fluttum við í Landeyjar og hann hóf störf hjá Landgræðslu ríkisins.“

Karen þekkir því ágætlega til sjó-mennskunar, sem kemur sér vel nú þegar hún er komin í starf hjá LÍÚ.

„Mig hafði langað til að fá reynslu úr atvinnulífinu og þegar mér var boðið í viðtal hér þá fannst mér þetta spennandi. Sem blaða-maður þá hafði ég mikinn áhuga á fréttum af atvinnulífinu og ég hafði flutt fréttir af nýsköpun í sjávarút-vegi. Umræðan um fréttir af sjávar-útveginum hefur verið sérstök, þessi atvinnugrein vekur svo mismunandi viðbrögð og oft svo slæm. Margir virðast of neikvæðir yfir því að fyrir-tæki í sjávarútvegi séu að græða en gleyma gjarnan þeim jákvæðu áhrif-

um sem þessi sömu fyrirtæki hafa á samfélagið. Það byggir svo margt á sjávarútvegi hér á landi.“

Erill strax á fyrstu vikunumKaren segist ekki kveðja hinn hraða heim blaðamennsku með miklum söknuði.

„Kollegar mínir vöruðu mig við, sögðu að mér myndi pottþétt leiðast hér og einn yfirmanna minna kvaddi mig með þeim orðum að hann myndi sjá mig aftur á frétta-stofunni eftir hálft ár,“ segir Karen og brosir.

„Ég hlakka til að takast á við ný verkefni hér og mun hafa nóg að gera. Auðvitað er erfitt að hætta því sem maður hefur gert lengi, en ég hef ekki áhyggjur af því að mér muni leiðast. Ég kom af fullum krafti inn í starfið og þessar fyrstu vikur hafa verið skemmtilegar. Ég hef ekki trú á öðru en að þannig verði það áfram,“ segir Karen Kjart-ansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ.

liu.is

Hlakkar til að takast á við ný verkefni

Karen Kjartansdóttir er nýr upplýsingafulltrúi LÍÚ. Hún hefur mikla reynslu sem blaðakona og starfaði síðast sem varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2. Mynd: Rögnvaldur Már

Page 21: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 21

Page 22: Sóknarfæri í sjávarútvegi

22 | SÓKNARFÆRI

„Það eru gríðarlega mörg tækifæri fólgin í uppbyggingu á vel skipu-lögðu fiskeldi á Vestfjörðum,“ segir Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Ráðstefna um fiskeldi fyrir vestan var haldin á Patreksfirði nú fyrir skömmu og bar hún yfirskriftina „Fiskeldi í köldum strandsjó Ís-lands“. Fjölmargir tóku þátt í ráð-stefnunni og fylltu allt gistirými á Patreksfirði sem og á Tálknafirði, en þátttakendur voru um 170 talsins frá fiskeldisfyrirtækjum, stjórnsýslu, rannsóknastofnunum og hinum ýmsu þjónustustofnunum. Samhliða ráðstefnunni var haldin vörusýning frá fyrirtækjum frá Íslandi, Noregi og Færeyjum.

Shiran segir að um þessar mundir séu 17 til 18 aðilar með leyfi til að stunda fiskeldi á Vestfjörðum. „Þetta er allt frá því að vera leyfi fyr-ir umfangsmiklu fiskeldi yfir í eldi sem er smærra í sniðum,“ segir hann. Fyrirtæki eru misvirk og raun-ar eru sum þeirra ekki með neina starfsemi á sviði fiskeldis þó svo leyf-ið sé fyrir hendi. „Það eru um það bil 10 aðilar sem eru virkir í eldi hér á Vestfjörðum og þeir hafa fjárfest fyrir marga milljarða króna til að koma sínu eldi á laggirnar. Ég hygg að um það bil 4-5 þúsund tonn af fiski séu í sjókvíum hér á svæðinu og það ánægjulega er að töluverð aukn-ing virðist vera í sjónmáli.“

40 þúsund tonna framleiðsla möguleg

Shiran segir að mikil tækfæri séu fyr-ir hendi í fjórðungnum þegar kemur að fiskeldi en leggur áherslu á að það þurfi að vera vel skipulagt. „Það má áætla að hægt sé að ala um 40 þús-und tonn í þeim fjörðum sem þykja hentugir í eldi, en að mörgu er að hyggja og við viljum fara varlega. Það þarf að skoða ýmsa þætti í um-hverfinu, menn hafa áhyggjur af laxa lús, sjúkdómum og ýmsu þess háttar sem fara þarf vandlega yfir. Það er betra að fara með gát í þess-um efnum og byggja upp sam-keppnishæfni svæðisins í fiskeldi hægum og öruggum skrefum með faglegum og vísindalegum vinnu-brögðum,“ segir Shiran.

Sá vöxtur sem framundan er í þessari grein hér á landi var mikið ræddur á ráðstefnunni. Fram kom að innviðir stjórnkerfisins virðist þó á mörgum sviðum illa undirbúnir fyrir þá uppbyggingu, t.d. sé grunn-þekking á umhverfisþáttum og burðarþoli strandsvæða takmörkuð. Því sé nauðsynlegt að efla rannsókn-ir. Shiran segir að þar sem tækifæri séu talin mikil í atvinnugreininni fyrir vestan hafi félagið í samstarfi við Fiskeldisklasa Vestfjarða ákveðið að efna til ráðstefnunnar og hún geti orðið mikilvægt skref til að efla sam-starf milli aðila, svo sem stjórnsýslu, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Þróun fiskeldis geti orðið farsæl hér á landi líkt og hjá nágrannaþjóðum okkar.

Straumhvörf í byggð og atvinnulífi

Shiran bendir á að Vestfirðir byggi sína afkomu á hefðbundnum veið-um og vinnslu á bolfiski. Vaxtar-tækifæri í þeirri grein séu takmörkuð en aukið fiskieldi sé leið til vaxtar. Staðreyndin sé sú að mikill vöxtur í sjávarútvegi sé vart gerlegur nema í gegnum uppbyggingu á sjálfbæru eldi. Til að sýna hversu mikilvægt aukið fiskeldi sé fyrir fjórðunginn nefnir hann að fræðilega gæti verið um að ræða 30- 40 þúsund tonna eldi í skjólgóðum fjörðum Vest-fjarða. Atvinnuáhrif af slíku eldi væru töluverð, það gæti skapað beina atvinnu fyrir um 600-700 manns. Viðsnúningur af slíku tagi hvað varðar störf og fjölbreytileika í sjávarútvegi gætu valdið straum-hvörfum í byggð og atvinnulífi svæðisins.

Fjölmörg hliðarstörf myndu einnig skapast með auknu eldi, þjónusta af ýmsu tagi, rannsóknir, fóður- og umbúðaframleiðsla, dýra-lækna- og brunnbátaþjónusta, svo eitthvað sé nefnt. Þannig hefði eldis-uppbygging vestra mikil margfeld-isáhrif. „Það er margt sem bendir til þess að með framsýni og góðri skipulagsvinnu sé í raun hægt að stýra uppbyggingunni með þeim hætti að það skapist sem minnst „bóluáhrif“ í svæðisbundnu hag-kerfi. Fyrir strandsvæði eins og Vest-firði, með þetta háa hlutfall jaðar-byggða, er fiskeldi vaxtargrein sem getur orðið lykill að bættri efnahags-legri velferð,“ segir Shiran.

atvest.is

Á Vestfjörðum getur fiskeldi orðið lykill að bættri efnahagslegri velferð, segir Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Talið er að mikil tækifæri séu fyrir hendi í fiskeldi á Vestfjörðum, en þar vilja menn fara með gát í uppbyggingu.

Tækifæri Vestfirðinga er í fiskeldi

Áætlað er að að hægt sé að ala um 30-40 þúsund tonn í þeim fjörðum sem þykja hentugir í eldi á Vestfjörðum.

Page 23: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 23

Page 24: Sóknarfæri í sjávarútvegi

24 | SÓKNARFÆRI

Árið 2012

46,8

Árið 2010

27,6

Árið 2006

12,6

Árið 2008

21,3

Aflaverðmæti uppsjávarfisks í milljörðum krónaHeimild: Hagstofa Íslands

Verðmæti verðatil með nýsköpun

Landsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.

H ugvit og betri nýting á sjávarafurðum hafa skilað mikilli verðmætaaukningu í sjávarútvegi á undanförnum árum. Fjárfesting í búnaði og

þekkingu hefur drifið áfram framþróun í greininni, skapað nýjar aðferðir og aukið verðmæti útflutnings verulega.

Landsbankinn hefur tekið virkan þátt í þessari þróun í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Við erum öflugur og traustur samherji og höldum áfram að styðja nýsköpun. Við fögnum velgengni í sjávarútvegi og erum tilbúin til samstarfs.

Page 25: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 25

Árið 2012

46,8

Árið 2010

27,6

Árið 2006

12,6

Árið 2008

21,3

Aflaverðmæti uppsjávarfisks í milljörðum krónaHeimild: Hagstofa Íslands

Verðmæti verðatil með nýsköpun

Landsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.

H ugvit og betri nýting á sjávarafurðum hafa skilað mikilli verðmætaaukningu í sjávarútvegi á undanförnum árum. Fjárfesting í búnaði og

þekkingu hefur drifið áfram framþróun í greininni, skapað nýjar aðferðir og aukið verðmæti útflutnings verulega.

Landsbankinn hefur tekið virkan þátt í þessari þróun í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Við erum öflugur og traustur samherji og höldum áfram að styðja nýsköpun. Við fögnum velgengni í sjávarútvegi og erum tilbúin til samstarfs.

Page 26: Sóknarfæri í sjávarútvegi

26 | SÓKNARFÆRI

Vi›arhöf›a 6 - Reykjavík

VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | [email protected] | mdvelar.is

Sigurbjörn ehf.Grímsey

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Félagskipstjórnar-manna

Page 27: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 27

Sækjum fram með íslenskan

sjávarútveg í fararbroddi

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf.

- sjálfbær nýting sjávarauðlinda

Farmanna og fiskimannasamband

Íslands

Fjórlitur76c + 8m

100c + 65m + 30k

Letur svart

Fjórlitur76c + 8m

100c + 65m + 30k

Page 28: Sóknarfæri í sjávarútvegi

28 | SÓKNARFÆRI

www.isfell.is

RekstrarvörurStarfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Tæknigeiri sjávarútvegs á Íslandi hefur um árabil verið mjög öflugur og á árunum eftir bankahrunið á Ís-landi hafa mörg þessara fyrirtækja náð að eflast enn frekar með útflutn-ingi búnaðar og þekkingar á erlenda markaði. Segja má að þessi öflugi hluti sjávarútvegs á Íslandi birtist hvað best á Íslensku sjávarútvegssýn-ingunni en æ fleiri íslensk tæknifyr-irtæki láta að sér kveða á sýningum erlendis og í beinu markaðsstarfi. Í nýrri skýrslu Sjávarklasans er fjallað sérstaklega um tæknigeira sjávarút-vegsins hér á landi og myndarlegan vöxt hans á árinu 2012.

66 milljarða ársveltaTil tæknigeira sjávarklasans eru talin um 70 íslensk fyrirtæki sem fram-leiða og selja vörur undir eigin vöru-merki. Velta þeirra var í fyrra um 66 milljarðar króna, þ.e. sú velta sem beint snýr að viðskiptum í sjávarút-vegi. Um er að ræða 13% aukningu á núvirði milli ára og það er talsvert meiri vöxtur en í sjávarútvegi hér á landi sem heild.

„Tæknifyrirtæki þessi hanna, þróa og framleiða tæknibúnað og lausnir sem auka með einhverjum hætti gæði vara annarra fyrirtækja í sjávarútvegi eða skilvirkni fyrirtækj-anna sjálfra. Afurðir tæknifyrirtækj-anna tengdar sjávarútvegi eru til dæmis veiðarfæri, vinnslutæki, um-búðir, kælikerfi, upplýsingakerfi og ýmiss annar vél- og hugbúnaður. Flest þessara 70 fyrirtækja stunda nú útflutning í einhverjum mæli og samanlagður fjöldi starfsmanna sem sinna verkefnum tengdum sjávar-klasanum innan þeirra er líklega um 1.000 hér á landi og varlega áætlað fjölgaði þeim um 3-4% milli ára,“ segir í skýrslunni.

Marel þekktastHvað þekktast íslenskra tæknifyrir-tækja á sjávarútvegssviðinu er Marel sem nú er heimsþekkt og sækir þorra sinna tekna á erlenda markaði.

„Marel er augljósasta dæmið um fyr-irtæki sem sprottið hefur upp í tengslum við sjávarútveg og sjávar-klasann hér á landi en í fyllingu tím-ans vaxið mikið, breikkað vöruúrval sitt verulega og út fyrir sjávarútveg og hafið útflutning og vöxt á er-lendri grundu. Marel er nú eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi og leiðandi á sínu sviði á heimsvísu,“ segir í skýrslunni og jafnframt er bent á að

hlutdeild Marel og Hampiðjunnar í heildarveltu sem rekja megi til sjáv-arútvegs og fiskeldis hafi numið um 58% af þeim 66 milljörðum sem tæknigeiri sjávarútvegs á Íslandi velti í fyrra.

Kippur hjá framleiðendum fiskvinnsluvéla

„Vaxtarkippurinn á liðnu ári var mestur hjá þeim tæknifyrirtækjum sem framleiða búnað til fiskvinnslu og nam veltuaukning slíkrar fram-leiðslu um 22% milli ára. Veltu-aukning fyrirtækja sem hanna og framleiða sérhæfðan búnað fyrir skip nam tæpum 5% en vöxtur í sölu veiðarfæra og umbúða var aftur á móti óverulegur. Íslenskur málm-iðnaður tengdur sjávarútvegi stend-ur traustum fótum og um 40 fyrir-tæki í málm- og málmtækniiðnaði flytja nú út eigin vörur tengdar sjáv-arútvegi,“ segir í skýrslunni. Smæð fyrirtækja og takmörkuð þekking innan þeirra á markaðs- og sölumál-um erlendis eru taldir takmarkandi þættir hvað varðar möguleika á að nýta tækifærin til sóknar. Klasasam-starf geti þó skapað tækifæri til vaxt-ar sem og stórtækari þróunarverk-efni og samstarfsverkefni í markaðs-setningu erlendis.

„Ætli íslenskur sjávarútvegur að skipa sér áfram í fremstu röð þarf að efla samstarf útgerðarinnar við tæknigeirann frekar á sama tíma og tæknifyrirtækin sjálf þurfa að hafa frumkvæði að auknu samstarfi sín á milli, til dæmis í markaðsmálum er-lendis. Víst er að talsverð tækifæri eru í frekari vexti fjölmargra tækni-fyrirtækja sjávarklasans á næstu ár-um.“

Fiskibátur úr trefjaplasti í smíðum.

Unnið á flæðilínu frá Marel. Fyrirtækið er risinn í tæknigeira sjávarútvegs hér á landi.

Fyrirtæki sem framleiða fiskvinnsluvélbúnað tóku mestan vaxtarkipp í fyrra.

Tæknigeirinn í örum vexti

Page 29: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 29

> Í öruggum höndum á áfangastaðÖflugt flutningakerfi Samskipa teygir anga sína víða um heim og gerir okkur kleift að koma þínum farmi hratt og örugglega á áfangastað. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur og reynslumikill hópur starfsliðs tryggir vandaða þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum alla leið.

www.samskip.com Saman náum við árangri

Page 30: Sóknarfæri í sjávarútvegi

30 | SÓKNARFÆRI

Þéttriðið net áfangastaða Icelandair Cargo gegnir lykilhlutverki við að koma íslenskum sjávarafurðum á kröfuharða markaði erlendis hraðar – og þar með enn ferskari – en helstu samkeppnisþjóðir okkar geta keppt við með sínum afurðum. Gæði og afhendingaröryggi eru grunnþættir í markaðssetningu sjáv-arafurða. Þar kemur þjónusta Ice-landair Cargo sterkt inn í heildar-myndina.

„Íslenskar sjávarafurðir eru í fremstu röð en því til viðbótar færir þjónusta okkar framleiðendum hér á landi enn frekara forskot í kapp-hlaupinu við helstu samkeppnisaðila á markaði,“ segir Gunnar Már Sig-urfinnsson, framkvæmdastjóri Ice-landair Cargo, en þjónusta fyrirtæk-isins hefur vaxið hröðum skrefum á síðustu árum.

Dagleg tenging við 15 borgirIcelandair Cargo býður upp á dag-legar tengingar við 15 borgir, sem margar eru á mikilvægustu markaðs-svæðum íslenskra sjávarafurða; Liege, Amsterdam, París og Frank-furt, auk bæði London og East Mid-lands-flugvallar í Englandi. Þá hefur útflutningur ferskra afurða til Bandaríkjanna aukist hröðum skref-um í gegnum beint flug til Boston

og New York. Með heilsársflugi til Toronto hefur þar einnig opnast nýr markaður. Auk þess eru bein flug til 22 annarra staða með mismikilli tíðni. Heildarleiðakerfið býður upp á flutninga til 37 áfangastaða beggja vegna Atlantshafsins.

Fyrir tilstilli þjónustunets Ice-landair Cargo er nú leikur einn að koma ferskum fiski frá Íslandi alla leið á disk neytenda innan við 48

stundum eftir að hann var veiddur. „Þetta hefur komið mörgum reynsluboltanum innan sjávarútvegs-ins á óvart,“ segir Gunnar Már og rekur ferlið í stuttu máli:

Frá veiðum á matborð á 48 tímum

Fiskur er veiddur aðfaranótt þriðju-dags, honum landað að morgni, hann verkaður og kominn í umbúð-

ir og svo í flug síðdegis. Kaupandi tekur við honum úr kæligeymslu er-lendis snemma næsta morgun og á hádegi er varan komin í kæliborð verslana. Neytandi kaupir vöruna og eldar að kvöldi.

„Ég geri ekki lítið úr gæðum af-urðanna en afhendingaröryggið er í mínum huga dýrmætasti þátturinn í markaðsstarfinu. Verðmætustu við-skiptavinirnir fyrir íslenskar sjávaraf-urðir eru þeir sem geta treyst á af-hendingu. Þar stöndum við vel að vígi. Þjónustunetið okkar er þétt þannig að fari eitthvað úrskeiðis get-um við gripið til varaáætlunar og tryggt að afurðirnar skili sér á rétt-um tíma,“ segir Gunnar Már.

Gæðin metnaðarmálHann segir að innan sjávarútvegsins hafi á síðustu árum orðið vitundar-vakning um mikilvægi kælingar á sjávarfurðum. „Samfara þessari vakningu höfum við aukið gæðin innan okkar eigin flutningskerfis. Við fylgjumst vel með vörunni frá því hún berst okkur og gerum t.d. hitastigsprófanir með reglulegu millibili þar sem um er að ræða kæli-vöru. Við leggjum okkur alla fram um að viðhalda gæðum vörunnar sem við fáum í hendur. Það er okk-ur einfaldlega metnaðarmál,“ segir Gunnar Már.

icelandaircargo.is

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, stendur hér við kort af leiðakerfi Icelandair.

Vörum hlaðið um borð í vél frá Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli.

Icelandair Cargo í lykilhlutverki í markaðssetningu sjávarafurða:

Fiskur á disk erlendra neytenda á innan við 48 tímum frá veiðum

Toyota dísellyftarar

BT brettatjakkar

Toyota rafmagnslyftarar

New Holland skotbómulyftarar

Kraftvélar bjóða upp á heildarlausnir í lyfturum fyrir sjávarútveg

Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Page 31: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 31

Fossaleyni 16 - 112 ReykjavíkSími 533 3838 - Fax 533 3839www.marport.com

Nýtt frá Marport

Allar upplýsingar frá hleranemum, hlerasjám og höfuðlínustykki eru birtar samtímis og að auki frá öðrum nemum skipsins

M4 móttakarinn

Straumhraðaneminn frá Marport

Innkoma í troll og hallaupplýsingar frá aflanemum tengdar saman í tíma

Nýr móttakari og hugbúnaður frá MarportMarport Scala

M4 móttakarinn Fjölvirkur straumhraðanemi

• Væntanlegt á 2 ársfjórðungi 2014

• Ný og endurbætt grafík með bættari framsetningu gagna

• Áður óþekktur sveigjanleiki í viðmóti þar sem notendur geta sjálfir ráðið framsetningu á gögnum

• Allir gluggar af sveigjanlegri stærð og lögun

• Hægt að bera saman sam-bærileg gögn á línuritum á einfaldan máta

• Getur tekið við allt að 10 netsjám samtímis, net-,belg- eða hlerasjám

• Allt 60 nemar samtímis (með Marport botnstykkjum)

• Mælir fjarlægð frá skipi í hleranema með ±30 cm nákvæmni

• Tengist helstu gerðum plottera

• Samhæfður við nema frá öðrum framleiðendum

• Samhæfður við önnur brúarkerfi og festingar

• Möguleiki á pitch&roll viðbót

• Möguleiki á höfuðlínumynd (Aðeins með Marport kerf-um)

Page 32: Sóknarfæri í sjávarútvegi

32 | SÓKNARFÆRI

Í rauðu húsi, rétt við hið rótgróna fyrirtæki Skipavík í Stykkishólmi, fer fram metnaðarfull nýsköpun. Þar er fyrirtækið Íslensk bláskel og sjáv-argróður ehf. til húsa og er fyrirtæk-ið að byggja upp framleiðslu á blá-skel og vinnslu á þangi.

„Í byrjun vorum við mjög vissir um að við þyrftum ekki að leggja mikið út og að við yrðum fljótir að græða á kræklingaræktinni,“ segir Símon Már Sturluson, annar tveggja eigenda fyrirtækisins sem hét í fyrstu Íslensk bláskel ehf. Áhugi Símonar á nýsköpun dreif hann áfram ásamt tveimur félögum hans og fyrirtækið varð að veruleika á vordögum árið 2007. „Vanþekking okkar var mikil til að byrja með en við prófuðum okkur áfram. Við keyrðum hér um fjörur til að sækja efni, fengum gamla belgi frá bændum og hörkuð-um svona áfram á margvíslegan hátt. Árangurinn varð eftir því fyrstu árin og við vorum þess heldur ekki með almennilegan bát.“ Síðar keypti fyr-irtækið viðurkenndar kræklingasöfn-unarlínur og efni sem til þurfti, belgi og fleira.

„Við höfum lært mikið síðan við byrjuðum og erum enn að læra. Mesta hættan sem steðjar að svona framleiðslu eru eiturþörungar en hingað til höfum við verið heppnir og sloppið við þá. Bláskel er þrjú ár að komast í rétta stærð svo hægt sé að uppskera hana og það getur því margt gerst á þeim tíma. Í dag erum við eitt stærsta fyrirtækið í þessari grein hér heima og önnum ekki eft-irspurn.“

Breiðafjörður hentar mjög vel til ræktunar á bláskel og þörungum. Veitingastaðir í Stykkishólmi bjóða upp á mat úr héraði og þar er bláskel á matseðlinum. Þá hafa kokkarnir verið duglegir að nýta sjávargróður sem fyrirtækið er nú farið að rækta. Í kjölfarið var nafni fyrirtækisins breytt.

Rækta beltisþara„Fyrstu árin fengum við mikið af þara á línurnar okkar. Við vorum ekki með hugann við það þá að við gætum nýtt hann. Sú hugmynd kviknaði þegar við fórum að fá fyrir-spurnir að selja þara meðfram skel-inni. Þetta fer mjög vel saman, rækt-un á þessu tvennu og nú erum við með nokkrar línur sem eru einungis ætlaðar í þararæktun. Við erum mest að rækta og þurrka beltisþara og tín-um marinkjarna og söl í fjörum. Í dag eigum við ekkert á lager, allt sem við framleiðum selst strax því eftirspurnin er mikil. Skiptir þá engu hvort um er að ræða þörung eða bláskel. Það er stór markaður fyrir þörung um allan heim en við seljum mest til Norðurlanda. Þarinn er einnig mjög eftirsóttur vegna hreinleika sjávarins og það er sér-staða sem við nýtum vel. Íslendingar eru þó ekki mjög sólgnir í sjávar-gróður en þeir vilja kaupa bláskel á veitingastöðum, frekar en að elda sjálfir heima. Við seljum bláskel ein-göngu á innlendum markaði,“ segir Símon Már.

blaskel.is

Símon Már Sturluson er annar eigenda Íslenskrar bláskeljar og sjávargróðurs ehf.

Veitingastaðir í Stykkishólmi bjóða upp á mat úr héraði og þar er bláskel á matseðlinum.

Fyrirtækið hefur meðal annars búið til krydd úr marinkjarna og beltisþör-ungi.

Beltisþari í góðri uppskerustærð. Myndir: Rögnvaldur Már

„Breiðafjörður hentar vel til ræktunar á bláskel og þörungum“

Í nýrri skýrslu Sjávarklasans um um-fang sjávarútvegs á Íslandi í hagkerf-inu kemur fram að framlag til lands-framleiðslu var 28,4% árið 2012. Þetta hlutfall hefur hækkað úr 25,6% árið 2010. Áætlað er í skýrsl-unni að sjávarklasinn standi nú und-ir 25-35 þúsund störfum eða sem svarar 15-20% vinnuafls á Íslandi. Útflutningsverðmæti íslenskra sjáv-arafurða er talið hafa verið tæpir 270 milljarðar króna í fyrra, eða meira en nokkru sinni áður. Skýrsluhöfundar segja að saman hafi farið lágt raun-gengi krónu og hækkandi verð á mörkuðum, auk bættrar aflanýtingar og vaxandi getu íslenskra fyrirtækja til að bjóða verðmæta vöru árið um kring.

Líftækni og aukaafurðir skila milljörðum

Einn af þeim þáttum sem tengjast sjávarútvegi og hafa verið í sókn undanfarin ár er fullvinnsla og nýt-ing aukaafurða sem falla til við hefð-bundna vinnslu. Líftæknifyrirtæki falla undir þessa skilgreiningu. Fram kemur að heildarvelta helstu fyrir-tækja sem tilheyri aukaafurðavinnslu hafi verið um 22 milljarðar í fyrra og hafi aukist um 17% frá árinu áður.

Svipaða sögu er að segja um vöxt tæknifyrirtækja sjávarklasans sem talinn er hafa vaxið um 13% og hafa velt um 66 milljörðum króna. Flutningar og tengd starfsemi telja

skýrsluhöfundar að hafi vaxið um 17 milljarða í fyrra en í prósentum talið er vöxtur í fiskeldi hvað mestur eða hátt í 60% milli ára. Greinin er hins vegar lítil að umfangi en mjög vax-andi, ef marka má fjárfestingaráform í greininni.

Aflaverðmæti upp úr sjó er metið á 160 milljarða króna í fyrra og hef-ur að raunvirði farið vaxandi síðustu ár.

Framleiðni með því besta í heiminum

„Framleiðni í íslenskum sjávarútvegi er með því besta sem gerist í heimin-um og íslensk sjávarútvegs- og fisk-vinnslufyrirtæki leggja nú sífellt meiri áherslu á framleiðslu ferskra gæðaafurða og hámarksnýtingu hrá-efnis, þó alltaf megi gera betur í þeim efnum. Þróun í átt að lóðréttri samþættingu, þar sem einstök fyrir-

tæki ná yfir og stjórna fleiri þáttum virðiskeðjunnar, hefur meðal annars gert þessa auknu verðmætasköpun mögulega og bætt hæfni íslenskra fyrirtækja til að mæta þörfum við-skiptavina sinna,“ segir í skýrslu Sjávarklasans.

Vaxandi umfang sjávarútvegsins á Íslandi:

Verðmæti útfluttra afurða hafa aldrei verið meiri

Sjávarútvegur á Íslandi er nú talinn standa undir 25-35 þúsund störfum.

Page 33: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 33

Íslenskt framleiðsla í 68 ár

Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00

RB dýnurnar eru íslensk framleiðsla.

Framleiddar í öllum stærðum.

Gæðadýnur fyrir íslenska sjómenn.

Seljum einnig svamp-,

latex- og þrýstijöfnundýnur.

Fást í öllum stærðum.

1943-201370 ára á árinuRB springdýnurnar eru íslensk framleiðsla.

Framleiddar í öllum stærðum.

Gæðadýnur fyrir íslenska sjómenn.

Seljum einnig svamp-,

latex- og þrýstijöfnunardýnur.

Fást í öllum stærðum.

Page 34: Sóknarfæri í sjávarútvegi

34 | SÓKNARFÆRI

Undirbúningur Íslensku sjávarút-vegssýningarinnar 2014 er nú í full-um gangi og meirihluti sýningar-svæða nú þegar seldur. Sýningin verður haldin dagana 25.-27. sept-ember og stefnir í að hún verði ívið stærri en síðasta sýning sem haldin var haustið 2011. Íslenska sjávarút-vegssýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur lengstum verið á þriggja ára fresti. Á þessum tíma hef-ur umfang sýningarinnar rúmlega tvöfaldast.

„Þessi sýning hefur skapað sér al-gjöra sérstöðu meðal sjávarútvegs-sýninga hér á við norðurhöfin sem öflugasta sýningin hvað varðar tækjabúnað og allt sem því tengist í sjávarútvegi,“ segir Bjarni Þór Jóns-son sem starfar við undirbúning sýn-ingarinnar. Hann segir að strax á fyrstu vikum í básasölunni nú í sum-ar og haust hafi yfir 60% sýningar-rýmis selst og allt útlit sé fyrir að sýningarbásar seljist upp tímanlega fyrir sýningu.

Sýningarsvæðið í heild verður um 13.000 fermetrar í tveimur húsum í Fífunni í Kópavogi og segir Bjarni að form sýningarinnar verði með svipuðum hætti og síðast. Samhliða sýningunni verða ýmsir viðburðir, jafnan eru haldnar málstofur um fjölbreytileg efni sem sjávarútvegi tengjast, auk þess sem veittar eru viðurkenningar til sýnenda og Ís-lensku sjávarútvegsverðlaunin af-hent. Meðal helstu stuðningsaðila

sýningarinnar og sjávarútvegsverð-launanna má nefna Fiskifélag Ís-lands, Farmanna- og fiskimanna-samband Íslands, Sjómannasam-band Íslands og Samtök verslunar og þjónustu.

„Líkt og áður taka mörg fyrirtæki í nágrannalöndunum þátt í sýning-unni en þess utan kemur einnig nokkur fjöldi gesta erlendis frá. Sýn-ingin er því ekki aðeins vettvangur í sjávarúvegi hér innanlands heldur er

hún í raun stórviðburður í sjávarút-vegi í löndunum við norðurhöf,“ segir Bjarni Þór.

Rýnt í tækjabúnaðinn í bás Brimrúnar á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011.

Íslenska sjávarútvegssýningin 2014

Sýningarrými seljast hratt og vel

icefish.is

ÖRYGGISVÖRUR, EFNAVÖRUROG SMUREFNI FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM

FYRIR ÚTGERÐINA OG SJÓMANNINN.KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

Page 35: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 35

Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

Góðar úrlausnir byggjast á faglegri

þekkingu og vönduðum búnaði

Það besta er aldrei of gott!

Stjórnendum í sjávarútvegi og fiskvinnslu er mikið í mun að öll áhöld, tæki og vélar,

bæði í landi og um borð, séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og

lipur þjónusta í landi kemur í veg fyrir kostnaðarsamar tafir, sem skapar mikið

öryggi og sparnað í rekstri.

Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða landsmönnum heimsþekktar

gæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu.

Hjá Danfoss hf. starfa tæknimenn með góða sérþekkingu hver á sínu sviði.

Þeir leggja sig fram um að aðstoða við val á rétta búnaðinum við hvert úrlausnarefni.

Stjórnbúnaður fyrir hita-, kæli- og frystikerfi • Varmaskiptar

Tengigrindur • Hraðabreytar • Iðnaðarstýringar

Vökvakerfislausnir Dælur og brunnar

Dælur og hrærur

Dælur

Snigildælur og hakkarar Dælur

Varmaskiptar

Varmaskiptar

Hitablásarar og ofnar

Dælur

VatnskerfalausnirTannhjóladælur

Plánetugírar

Patrónulokar

Tannhjóladælur og mótorar

Page 36: Sóknarfæri í sjávarútvegi

36 | SÓKNARFÆRIgr

afika

.is 20

13

Knarrarvogi 4 104 Rvk. Sími 585 1070 [email protected] www.vov.is

Við erum góðir í mótorum

GírmótorarRafmótorar

Sjávarútvegsráðstefnan 2013 verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21. og 22. nóvember næst-komandi. Þetta er fjórða árið í röð sem efnt er til ráðstefnu af þessu tagi þar sem mætast fulltrúar víðs vegar að úr íslenskum sjávarútvegi og efna til faglegrar og fræðandi umræðu um fjölbreytt málefni sem snerta grein-ina. Hugmyndin að Sjávarútvegsráð-stefnunni er að skapa samskiptavett-vang allra þeirra sem koma að sjávar-útvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opin-berir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn. Að baki ráðstefnunni er samnefnt félag með sex manna stjórn og annast hún skipulag og framkvæmd ráðstefn-unnar. Líkt og áður stendur Sjávar-útvegsráðstefnan 2013 yfir í tvo daga.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun setja Sjávarútvegsráð-stefnuna 2013 að morgni fimmtu-dagsins 21. nóvember og því næst ávarpar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-herra, ráðstefnugesti. Síðan taka við framsöguerindi sem verða að þessu sinni þrjú. Kristján Hjaltason, starfs-maður Ocean Trawlers Europe, ræð-ir um framboð, framleiðslu og sölu íslenskra sjávarafurða, horfur 2014 og heimsframboð sjávarfangs, Þór Sigfússon frá Íslenska sjávarklasanum fjallar um stefnumótun í íslenskum sjávarútvegi og Magnús Bjarnason hjá Icelandic Group fjallar um ís-lenskan sjávarútveg í alþjóðlegu sam-hengi. Loks mun Hjálmar Sigþórs-son hjá Tryggingamiðstöðinni gera grein fyrir og afhenda viðurkenningu fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávar-útvegsráðstefnunnar 2013 en þau verðlaun hafa verið fastur liður í dag-skránni frá upphafi.

Tíu málstofur og komið víða við

Eftir hádegi á fyrri degi og allan síð-ari daginn verða málstofur um af-mörkuð málefni. Bæði er þar um að ræða umfjöllunarefni sem hafa verið rauður þráður á öllum sjávarútvegs-ráðstefnunum hingað til, svo sem markaðsmál, umhverfismál og upp-runamerkingar en sömuleiðis mál-efni sem eru brýn og áhugaverð á líðandi stundu. Þannig verður einnig nú.

Á fyrri degi verða fjórar málstofur og hefjast tvær þeirra kl. 13 og síðari tvær kl. 15:15. Fyrri málstofurnar tvær bera yfirskriftirnar Hvernig eru helstu stofnanir sjávarútvegsins að þjóna greininni? og Sjávarlíftækni – hvað er í hendi? Síðari málstofurnar eru annars vegar um flutninga á ferskum fiski og hins vegar málstofa sem ber yfirskriftina Hvalveiðar og

ferðaþjónusta, samkeppni eða sam-herjar?

Síðari dagur hefst með málstofum kl. 9 þar sem rætt verður annars vegar um heimsframboð sam- keppnistegunda botnfiska og hins vegar fjallað um álitaefnið Deili-stofnar=Deilustofnar? Næstu tvær málstofur fjalla um umhverfis- og upprunamerki annars vegar og hins vegar þá spurningu hvort tegunda-falsanir og efnanotkun sé vandamál í íslenskri fiskvinnslu. Síðustu tvær málstofur dagsins, og jafnframt Sjáv-

arútvegsráðstefnunnar 2013, fjalla um sameiginlegt markaðsstarf og þróun í vinnslutækni.

Erlendir sem innlendir frummælendur

Að vanda taka fjölmargir fyrirlesarar þátt í málstofunum tíu, bæði frá inn-lendum fyrirtækjum í sjávarútvegi, opinberum stofnunum og hags-munasamtökum. Jafnframt verða meðal frummælenda íslenskir starfs-menn erlendra fyrirtækja og erlendir fyrirlesarar. Vert er að vekja sérstaka

athygli á tveimur þeirra síðast-nefndu; annars vegar erindi Andrei Kouznetzov frá Marine Harvest VAP Europe í Belgíu en hann tekur þátt í málstofu um flutninga á ferskum fiski á fyrri degi og ræðir um viðhorf kaupandans. Hins vegar er innlegg Tyson Fick frá Alaska Seafood Mar-keting Institute í Kanada sem ræðir markaðssetningu á kanadískum sjáv-arafurðum og gildi vörumerkja. Hans erindi verður innlegg í mál-stofu um sameiginlegt markaðsstarf sem verður í lok síðari dags.

Eins og áður segir endurspeglar Sjávarútvegsráðstefnan þverskurð úr íslenskum sjávarútvegi og vinnur fé-lagið ekki að hagsmunagæslu heldur einbeitir sér að því að efla faglega og áhugaverða umræðu um sjávarút-vegsmálefni.

Sjávarútvegsráðstefnan 2013 er öllum opin og má sjá á heimasíðu hennar yfirskrift allra erinda og tímasetningar þeirra.

sjavarutvegsradstefnan.is

Þéttskipaður salur á Sjávarútvegsráðstefnunni 2012.

Sjávarútvegsráðstefnan 2013 haldin í Reykjavík í næstu viku:

Á fimmta tug framsöguerinda í 10 málstofum

„Fyrir liggur það mikilvæga verkefni að útfæra tillögur sáttanefndar sem lagðar voru fram í september 2010, en þær fela í sér að gerðir verði lang-tímasamningar við sjávarútvegsfyrir-tæki um nýtingu aflaheimilda og að áfram skuli byggt á aflamarki við stjórn fiskveiða. Það skiptir gríðar-legu máli fyrir sjávarútveginn að tryggja stöðugleika í lagaumhverfi atvinnugreinarinnar til langs tíma og um leið langtímahagsmuni í rekstri fyrirtækjanna,“ segir í ályktun Sam-taka fiskvinnslustöðva frá aðalfundi þeirra nú í haust.

Fundurinn skoraði á sjávarút-vegs- og landbúnaðarráðherra að hefja nú þegar vinnu við endurskoð-un laga um stjórn fiskveiða með beinni aðkomu fulltrúa sjávarútvegs-ins. Ítrekuð var andstaða við hækk-un veiðigjalda.

„Aðalfundur SF ítrekar mótmæli sín við margföldun veiðigjalda sem komið hafa fram með fullum þunga í rekstri fyrirtækjanna á árinu 2013. Þá mótmælir fundurinn sérstaklega þeirri aðferð við gjaldtökuna að nota áætlaða heildarframlegð í fiskvinnslu

til að hækka álagningargrunn veiði-gjalda. Til þess að hægt verði að ráð-ast í aðkallandi fjárfestingar í veið-um og vinnslu þarf að vera tryggt að óhófleg skattheimta ríkisvaldsins dragi ekki allt frumkvæði og kraft úr atvinnugreininni. Hagkvæmur rekstur og hófleg veiðigjöld, er taki að mestu mið af rekstri fyrirtækj-

anna, eru forsendur þess að fyrirtæk-in geti staðið undir nauðsynlegum fjárfestingum í sjávarútvegi til fram-tíðar,“ segir í samþykkt forsvars-manna fiskvinnslustöðva.

Stjórnvöld eru hvött til afnáms gjaldeyrishaftanna og að mótuð verði áætlun um afnám þeirra að stærstum hluta fyrir árslok næsta árs.

Í ályktuninni er fullum stuðningi lýst við hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og minnt á að samtökin hafi ítrekað lýst andstöðu sinni við aðild að sambandinu.

sf.is

Samtök fiskvinnslustöðva:

Greinin fái beina aðild að endur-skoðun fiskveiðistjórnunarlaga

Til þess að hægt verði að ráðast í aðkallandi fjárfestingar í veiðum og vinnslu þarf að vera tryggt að óhófleg skattheimta ríkisvaldsins dragi ekki allt frumkvæði og kraft úr atvinnugreininni.

Page 37: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 37

Bakkatúni 26 | 300 Akranesi | Sími 430 2000 | www.skaginn.is

Ákvarðanataka í fiskvinnsluMat á ferskleikatímabili og geymsluþoli fyrir þorskafurðir háð hráefnisaldri við vinnslu, vöruhitastigi eftir pökkun og flutningsleiðum**

Aldur hráefnis við vinnslu 1 dagur 3 dagar frá veiði 5 dagar frá veiði frá veiði frá veiði

Hitastig í afurð (meðaltal) SC: C: AB: SC: C: AB: SC: C:

eftir flakavinnslu -1°C 0.5°C 2°C -1°C 0.5°C 2°C -1°C 0.5°C

Áætlað ferskleikatímabil (dagar) 10+ 8 6 10 6 5-6 10 4

Áætlað geymsluþol (dagar) 15-17 12-13 10 15-16 10-12 8-9 14 9-11

Sjófrakt (6 dagar á markað)

Geymsluþol e. afhendingu (dagar) 9-11 6-7 4 9-10 4-6 2-3 8 3-5

Ferskleikatímabil 4+ 2 0 4 0 0 4 0

e. afhendingu (dagar)

Flugfrakt (2 dagar á markað) NA NA NA

Geymsluþol e. afhendingu (dagar) 10-11 8 8-10 6-7 7-9

Ferskleikatímabil 6 4 4 3-4 2

e. afhendingu (dagar)

SC = undirkæling; C = kælt; AB = hitaálag; NA = ekki til

Skaginn - kælitengdar vinnslulausnir

Hver er munurinn á hráefnis-/afurðahitastiginu (-1°) og (+ 4°)?Svar: Geymsluþol afurðanna styttist um helming við +4°*

Skaginn hf. er sérhæfður í kælitengdum vinnslulausnum.Með Súperkælingu (kæla hráefni/flök niður í (-1° ) til (-2°) er m.a. hægt að:

Við hönnum lausn fyrir þig!Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að reyna að tryggja þér hagnað á fjárfestingum þínum.

Öðru vísi er hætta á því að þú kaupir ekki af okkur aftur.

Þess vegna hönnum við lausn fyrir þig!

Auka nýtingu hráefnis/afurða

Ná hagstæðari afurðaskiptingu

Auka afköst

Auðvelda sölu til lengri tíma

Framkalla úrvals gæði og hærra afurðaverð

Framkalla hægari vöxt á skemmdarörverum,

vegna kælingarinnar

Lengja geymsluþol flaka um 100% m.v. sam-

bærileg ómeðhöndluð flök

*He

imild

: No

fim

a.n

o

**H

eim

ild: k

ae

liga

tt.is

/vin

nsl

a

Page 38: Sóknarfæri í sjávarútvegi

38 | SÓKNARFÆRI

Samskip hófu á þessu ári nýja út-færslu af strandsiglingum við Ísland. Þær skipaferðir sem nú er haldið úti taka fyrst og fremst mið af þörfum sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Áður fyrr voru strandsiglingar með öðrum hætti og fólust þá í því að safnað var vöru af öllu landinu og hún flutt ýmist suður eða sem útflutningur til Evrópuhafna.

Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa segir að fyrirtækið hafi alvarlega sest yfir það að hefja siglingar á ströndinni þegar ljóst var að Samskip myndi ekki lengur annast flutning fyrir Alcoa Fjarðaál. „Það varð ljóst á haustmán-uðum 2012. Við settumst við teikni-borðið og fórum að endurskipuleggja okkar flutningakerfi. Við höfðum skalað okkur mikið niður eftir hrun-ið. Fórum úr fjögurra skipa kerfi til Íslands í þriggja skipa kerfi. Eitt þessara skipa var upptekið í flutning-um fyrir Alcoa og Samskip voru að flytja út um 350 þúsund tonn af áli á ársgrundvelli miðað við þann samn-ing. Að sama skapi var þetta skip að taka sjávarafurðir af Austfjörðum og í Færeyjum og skilaði þeim til Rotterdam. Fyrir utan þetta skip vorum við með Arnarfell og Helga-fell á sinni vanalegu rútu,“ segir Gunnar.

Samskip vildu kappkosta á þeim tíma að viðhalda þjónustustiginu fyrir sjávarútveg á Austfjörðum og í Færeyjum og að sama skapi að vera í stakk búin til að mæta þeim vexti sem er nú í innflutningi, þó hægur sé. „Með þessa stöðu í huga ákváð-um við að teikna upp breytt flutn-ingakerfi og um leið að hugsa aðeins út fyrir boxið. Í þeirri vinnu kom upp sú hugmynd að minnka skipið sem var í þessari þjónustu og leita eftir skipi sem kæmist inn á sem flestar hafnir á landsbyggðinni. Í framhaldi af því hófum við undir-búningsvinnu með helstu útflytjend-um víða um land. Hún stóð í sex mánuði og markmiðið var að kanna hvort þessi þjónusta hefði það bak-land sem nauðsynlegt er. Þjónustan var miðuð við að sigla frá Reykjavík, inn á Ísafjörð og þaðan inn á Sauðár-krók, Akureyri og Reyðarfjörð. Á þessari rútu stóð til að safna fiski og útflutningsvöru sem færi svo beint á markað erlendis, með viðkomu í Færeyjum. Undirtektir voru mjög góðar á þessum tímapunkti í viðræð-um við okkar viðskiptavini og til-vonandi viðskiptavini. Við sáum þarna líka sóknarfæri. Við höfðum ekki verið sterkir á þessum stöðum. Svo gerðist það að við töldum okkur komna með nægilega mörg já. Loka-niðurstaðan var að hefja þessar sigl-ingar út frá viðskiptamódelinu okk-ar. Við lögðum upp með að byrja með viðkomu hálfsmánaðarlega og svo myndi það algerlega velta á hversu hratt markaðurinn myndi vaxa hvenær við tækjum inn annað skip og kæmumst þá aftur í fjögurra skipa kerfi.“

Mikill velvilji viðskiptavinaSamskip tilkynntu um þessar breyt-ingar í byrjun mars á þessu ári og formlega hófst þessi nýja þjónusta 18. mars. Samskip bættu þá við skipinu Pioneer Bay sem hóf sigling-ar á ströndinni. „Við lentum vissu-lega í smávægilegum byrjunarörðug-leikum. Gámaskip hafði ekki komið á Ísafjörð ansi lengi og hvað þá á Sauðárkrók og aðra staði. Þetta blessaðist allt saman að lokum og er

að virka vel, bæði fyrir okkur og okkar viðskiptavini.“

Í því mikla samkeppnisumhverfi sem ríkir í flutningum til og frá landinu, var þess ekki langt að bíða að samkeppnisaðilinn byði upp á svipað þjónustustig. Nú er það svo að margar af þessum höfnum njóta sama þjónustustigs sem útflutnings-hafnir og Reykjavík. Þrátt fyrir mikla samkeppni þá hafa Samskip haldið þeim viðskiptavinum sem voru grundvöllurinn fyrir því að hefja strandsiglingar á ný. „Við finn-um fyrir miklum velvilja hjá þeim mönnum og fyrirtækjum sem við sömdum upphaflega við. Við finn-um að þeir meta mikils að við skyld-um hefja þessa þjónustu. Það er vit-að hjá þessum stóru útgerðum og frystihúsum að þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef við hefðum ekki tekið af skarið.“

Stefnan hjá Samskipum er að bæta við öðru skipi á þessar hafnir og bjóða þá upp á vikulegar viðkom-ur. Eins og mál hafa þróast er lík-legt, að sögn Gunnars, að öðru skipi verði bætt við á vormánuðum á næsta ári. „Við erum í raun komin í þá stöðu að við erum með mjög góða nýtingu á skipinu. Það þarf

ekki mikið að gerast í þjóðfélaginu til að við getum gert þetta fyrr en við munum algerlega láta stjórnast af þeirri þörf sem er til staðar hjá okkar viðskiptavinum. Við erum að komast að þolmörkum hvað varðar flutningsgetu á þessari leið.“

„Mælikvarðinn okkar er þessa dagana að fullnýta skipið til útflutn-ings og það má segja að það hafi ver-ið keppikeflið frá hruni. Innflutn-ingur dróst það mikið saman – eða um 50-60%. Við þetta breyttust all-ar áherslur okkar sem skipafélags. Við urðum útflutningsdrifið félag í stað þess að vera mjög innflutnings-drifið áður. Þessi viðsnúningur varð 2008-2009 og hann var mjög afger-andi eins og alþjóð þekkir. Dagskip-un okkar síðan hefur verið að fylla skipin til útflutnings eins og framast er unnt.“

Makríllinn búbótÚtflutningur sjávarafurða er sveiflu-kenndur og þá sérstaklega þegar kemur að uppsjávarfiski. Mikið magn er flutt út á loðnu-, síldar- og makrílvertíð. Gunnar segir að mjög mikilvægt hafi verið sumarið 2012 þegar kvóti var settur á sjófrystiskip-in í makrílnum. Um leið og það

gerðist breyttust forsendur og til varð vara sem hentar til útflutnings í frystigámum.

„Það hefur bókstaflega allt farið á haus í júlí, ágúst og septembermán-uði. Þá eru skipin að frysta og þessi veiði þarf að fara fram á réttum tíma með tilliti til fitumagns makrílsins. Þetta lætur nærri að vera átta vikna tímabil. Fólk getur ímyndað sér hvernig þetta er hér á suðvestur- horninu. Allur flotinn er á makríl og við erum að tala um einhver 50-60 þúsund tonn og allt þarf að komast í gáma. Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þessa vertíð því að frystigeymslupláss á suðvesturhorn-inu er mjög takmarkað. Ef við tök-um plássið á þessu svæði þá er það um 10 þúsund tonn. Það þarf hins vegar að koma fyrir um 60 þúsund tonnum. Okkar svar við þessu var að bjóða fram nýja þjónustu fyrir okkur stærstu viðskiptavini. Við bjuggum til kerfi þar sem við vorum að taka á móti mjög miklu magni og sprengd-um skipin okkar þrjú í hverri ein-ustu viku. Fimm vikur í röð. Við gerðum þetta þannig að útgerðin gat landað í gáma og við tökum vöruna beint á endamarkað erlendis. Þetta fór ekkert í birgðir á Íslandi eða geymslur hér, heldur björguðu gám-arnir gríðarmiklum verðmætum. Þetta var einfaldlega lestað í gáma og sent í sömu viku út.“

Gunnar segir að það láti nærri að kalla megi þessa afgreiðslu á makríl-vertíðinni afrek. Bæði voru starfs-menn þeirra útgerða sem hlut áttu að máli og starfsfólk útflutnings-deildar Samskipa afar skipulögð og unnið mál af kostgæfni með um-fangsmiklum undirbúningi sem gerði það að verkum að dæmið gekk algerlega upp.

Gunnar segir að vel hafi tekist til með þetta en hann undrast tíma-setninguna á makrílveiðinni. „Það þarf eitthvað að endurskoða þetta. Makrílinn er beint ofan í laxveiði-tímabilið,“ segir hann og hlær.

Samskip Akrafell í stað Pioneer Bay

Pioneer Bay er nú farið í önnur verkefni á vegum Samskipa við strönd Noregs en í stað þess kom Samskip Akrafell sem er systurskip Pioneer Bay. Það skipti miklu máli að mati Gunnars til að viðhalda þeim sveigjanleika sem Samskip hafa getað boðið upp á. „Til dæmis í fyrstu ferð Pioneer Bay í mars þá fórum við inn á Hornafjörð og það

er í fyrsta skipti sem gámaskip kem-ur þar inn a.m.k. í mjög langan tíma. Við sömdum við Skinneyjar-menn um að taka þeirra loðnuafurð-ir sem þurftu að fara til Asíu, í einu lotti. Skipið lagðist þar að og beið þar til það var fulllestað. Sama gerð-um við á Vopnafirði þegar við tók-um makríl frá Granda og þar er líka langt síðan að gámaskip kom þar inn. Okkar viðskiptavinum hefur líkað þetta afar vel.“

Gunnar segir þetta vera eitt af þeim sóknarfærum í sjávarútvegi sem Samskip horfa til. Staðir eins og Vopnafjörður, Höfn í Hornafirði og Neskaupstaður eru dæmi um verk-efni sem eru spennandi. Það eru frystigeymslur á þessum stöðum þannig að útgerðirnar geta hlaðið upp vöru og þegar hentar í áætlun þá er hægt að taka vöruna í einum stórum farmi. Þetta sparar mikinn kostnað fyrir alla og er gerlegt vegna þess sveigjanleika sem áætlun Sam-skipa býður upp á. Gunnar segir að á komandi loðnuvertíð sé þetta eitt af þeim verkefnum sem félagið horf-ir til. „Ef kallið kemur þá skoðum við alla möguleika varðandi viðkom-ur. Við getum hagrætt áætluninni okkar þannig að við getum elt fisk-inn og hvar vinnslur eru í gangi og þessi sveigjanleiki mun aukast enn frekar þegar við bætum öðru skipi á ströndina.“

Sparnaður upp á 400 milljónir króna

Gunnar hefur reiknað út fjárhags-legu áhrifin af strandsiglingum og þau eru veruleg. Það sem hann hefur stuðst við í sínum útreikningum er flutningur á 50 til 60 þúsund tonn-um, þar sem fyrst og fremst er um að ræða flutning á sjávarafurðum að vestan og af Norðurlandi. Ef þessi tala er tekin og deilt niður á 25 tonna bíla sem eru að keyra sína hefðbundnu leið til og frá Reykjavík þá kemur út sparnaður upp á um 400 milljónir króna. „Þá erum við að taka tillit til þess að alltaf er um að ræða akstur að útflutningshöfn. Samt sem áður eru nettóáhrif út-flytjenda af þessum svæðum sparn-aður upp á rúmlega 400 milljónir króna. Hlutföllin eru væntanlega þannig að Norðurland er með 60% af þessum ávinningi og Vestfirðir um 40%. En eins og gefur að skilja hefur þetta mælst mjög vel fyrir af okkar viðskiptavinum.“

samskip.is

Samskip Akrafell hefur leyst systurskip sitt Pioneer Bay af hólmi á ströndinni við Ísland. Samskip leggja mikla áherslu á að bjóða upp á sveigjanleika fyrir viðskipta-vini sína og þar er áherslan fyrst og fremst á að þjóna þörfum sjávarútvegsins.

Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa.

Samskip bjóða upp á mikinn sveigjanleika í gámaflutningum fyrir sjávarútveg:

Klárir þegar kallið kemur

Page 39: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 39

O p t i m a r - I c e l a n d | S t a n g a r hy l 6 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 8 7 1 3 0 0 | Fa x 5 8 7 1 3 0 1 | o p t i m a r @ o p t i m a r. i s | w w w. o p t i m a r. i s

Mjög mikilvægt er að kæla a�ann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega.

Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því �otmikið og fínkristallað ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuy�rfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuy�rfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði a�ans eru tryggð.

Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um.

Tryggir gæðin alla leið!

16

14

12

10

8

6

4

2

0

-20 1 2 3 4 5 6

Tími (klst)

Hita

stig

(°C

)

Hefðbundinn ís

Ísþykkni

NIÐURKÆLING Á ÝSU

Heimild: Sea�sh Scotland

Jóni Garðar í Litlu Fiskbúðinni finnst gott að grilla skötu. Hann segist selja um þrjú tonn af skötu fyrir jólin.

Skatan er skorin niður áður en hún er sett í kar, þar sem hún er geymd í sjö til tíu vikur. Að því loknu er hún orðin vel kæst og tilbúin á borð landsmanna á Þorláksmessu.

Skata í tonnavís fyrir jólin„Við seljum um þrjú tonn af kæstri skötu fyrir jólin, törnin byrjar svona viku fyrir Þorláksmessu. Salan byrjar hinsvegar miklu fyrr og við seljum raunar skötu allan ársins hring. Undirbúningur fyrir jólin byrjar þremur mánuðum áður, sjálf verk-unin. Í nóvember er svolítið um að fólk kaupi skötu til þess að taka með

sér erlendis svo hægt sé að hafa al-mennilega skötuveislu á Þorláks-messu,“ segir Jón Garðar Sigurvins-son, eigandi Litlu Fiskbúðarinnar í Hafnarfirði.

„Verkunin fer þannig fram að við setjum grindur í botn á kari svo það nái að leka vel frá skötunni. Síðan röðum við skötunni í karið þar til

það er orðið fullt og lokum karinu vel og vandlega, pössum að ekkert loft komist inn. Skatan er svo látin verkast í sjö til tíu vikur en ef hún á ekki að vera mjög sterk þá er hún höfð í styttri tíma. Það er hægt að fá skötuna mjög vel kæsta eða lítið, allt eftir því hvað hentar fólki. Við mæl-um með því að þeir sem eru ekki

mjög vanir því að borða skötu kaupi sér lítið kæsta skötu og eins fyrir börn. Reyndar er ég þeirrar skoðun-ar að skólar og mötuneyti ættu að bjóða meira upp á skötu, til þess að venja börnin við. Þetta er herra-manns matur og sjálfur borða ég hana allt árið, helst vel kæsta. Á sumrin grilla ég hana, set hana á ál-

bakka með vatni og sýð hana á grill-inu. Það geri ég oft og finnst það sérstaklega gott í útilegum, þá pirrar maður ekki neinn með lyktinni,“ segir Jón Garðar kíminn.

Page 40: Sóknarfæri í sjávarútvegi

40 | SÓKNARFÆRI

„Sala á vélbúnaði hefur verið vax-andi þáttur í okkar starfsemi. Við höfum á allra síðustu árum selt mik-ið af búnaði í stærstu uppsjávar-vinnslur landsins, allt frá stökum tækjum upp í heildstæðar línur,“ segir Guðmundur Stefán Maríasson, sölufulltrúi hjá Samhentum ehf. í Garðabæ en fyrirtækið sérhæfir sig í umbúðalausnum hvers konar.

Sjálfvirkni og aukin afköstUmbúðir eru veigamikill þáttur á lokastigi afurðavinnslunnar í sjávar-útvegi. Í pönnufrystingu, líkt og hefðbundið er í uppsjávarvinnslu, fer hráefnið í plastpoka í pönnurnar fyrir frystingu og að henni lokinni fara blokkirnar í pappakassa, gjarnan er bundið utan um þá og loks staflað á bretti og plastað utan um þau. All-ar þessar umbúðir selja Samhentir.

„Varðandi vélar þá bjóðum við

lausnir frá því að afurðin kemur úr frystingunni og þar til hún er komin á bretti. Auk umbúðanna sjálfra bjóðum við vélbúnað sem tekur við blokkunum frá frystunum, setur blokkirnar í kassa, bindur um kassa og prentar á þá. Við höfum til dæm-is nú nýverið afgreitt brettavafnings-línu í nýja frystigeymslu hjá HB Granda og seldum einnig stórar pökkunarlínur í verkefni hjá Skag-anum hf. í stórri uppsjávarvinnslu á

Suðurey í Færeyjum á síðasta ári. Allt miðar þetta að því að auka af-köst, sjálfvirkni í vinnslunni og spara mannafla,“ segir Guðmundur Stefán.

Ný stafræn prentvél hjá Vörumerkingu

Annað vaxandi svið í starfsemi Sam-hentra er dótturfyrirtækið Vöru-merking sem tók á dögunum í notk-un nýja og fullkomna stafræna

prentvél fyrir límmiðaprentun, film-ur og fleira. „Nýja prentvélin hentar mjög vel markaðsaðstæðum hér á landi þar sem hagkvæmara er en áð-ur að vinna minni upplög í einu. Við erum því enn að auka okkar þjónustu við matvælaframleiðend-ur,“ segir Guðmundur Stefán.

samhentir.is

Brettavafningslína frá Samhentum var sett upp í nýjum frysti hjá HB Granda fyrir skömmu.

Umbúðalausnir Samhentra í Garðabæ:

Sala á vélbúnaði vaxandi þáttur

Page 41: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 41

Allt fyrir kælingu og frystingu og meira til

Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður

Bitzer kæli- & frystivélar ofl.

Kælivélaolíur North Star ísvélar

Plaststrimlahurðir

Eimar & eimsvalar Ísvélar

Tilbúin kæli- & frystikerfi Mycom kæli- & frystivélar & varahlutir

Hraðopnandi iðnaðarhurðir fyrir kæli & frystiklefa ofl.

Iðnaðareiningar fyrir stærri kæli- & frystigeymslur

Kælimiðlar R507, R404, R134 ofl.

Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • [email protected]

www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér ...

Árið 1986 var fyrirtækið Á.M. Sig-urðsson stofnað með það að mark-miði að smíða vélar og búnað til framleiðslu á svokölluðum aukaaf-urðum, sem svo eru gjarnan nefnd-ar. Vélarnar eru framleiddar undir merkinu Mesa og telur vörulínan alls 14 útgáfur af vélum.

Meiri nýting og verðmætar afurðir

„Það má segja að öll okkar þróun og framleiðsla gangi út á að nýta fisk-inn betur og búa til verðmæti úr því sem af gengur í hefðbundinni vinnslu,“ segir Árni Matthías Sig-urðsson, stofnandi og eigandi fyrir-tækisins sem staðsett er að Hvaleyr-arbraut 2 í Hafnarfirði.

Vélar frá Á.M. Sigurðssyni er að finna í vel flestum fiskvinnslum landsins og eru tvær þeirra algeng-astar. Annars vegar vél sem heitir Mesa 950 en hún slítur tálkn úr þorskhausum og fésar þá. Hin er Mesa 850 sem vinnur fiskhryggi eft-ir flatningu eða flökun. Vélin hreinsar sundmaga undan hryggn-um og lundir ofan af honum en þetta er breytilegt eftir því hvort hryggurinn er úr flatningu eða flök-un.

„Þetta er vél sem við byrjuðum að þróa árið 1988 en þá var, líkt og í dag, góður markaður fyrir sund-maga. Allt eru þetta dæmi um afurð-ir sem eru verðmætar og það vill oft gleymast í umræðunni að þessi verð-mætasköpun er ekki nýtilkomin hér á landi. Hún á sér sögu með okkar fyrirtæki allt aftur til ársins 1986 en við erum eina fyrirtækið hér á landi sem hefur sérhæft sig í þróun á vél-búnaði fyrir þessa vinnslu,“ segir Árni.

Hann vekur einnig athygli á Mesa 900 vélinni en hún slítur klumburnar af fiskhausum, sker gell-una frá og kinnarnar. Allt í einni færslu. „Þetta er vél sem við höfum selt mikið af erlendis í skip og land-vinnslur og á að mínu mati mikið erindi í t.d. togaraflotann hér heima,“ segir Árni.

Þekktir á heimsvísuÁrni segir áhuga á nýtingu aukaaf-urða mikinn á erlendum mörkuð-um, líkt og hér á landi. Enda hefur fyrirtækið á sínum ferli selt vélar til flestra landa við norðurhöf, sem og til fjarlægari heimshluta. „Stór hluti okkar framleiðslu fer á erlenda markaði. Við höfum tekið þátt í sjávarútvegssýningum allt frá árinu 1988 þannig að búnaður okkar er orðinn mjög þekktur í sjávarútvegi bæði hér á landi og erlendis,“ segir Árni.

Meira er orðið um það erlendis að fyrirtæki sérhæfi sig í vinnslu á aukaafurðum líkt og þeim sem Mesa vélarnar eru þróaðar fyrir en hér-lendis þekkjast slík sérhæfð fyrirtæki ekki. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Okkar vélbúnað er hins vegar að finna í stórum hluta fisk-vinnslufyrirtækja og líkast til er sú saltfiskvinnsla ekki til hér á landi

sem ekki er með Mesa vél frá Á.M. Sigurðssyni,“ segir Árni.

mesa.is

Smíði á Mesa vélum á sér hátt í 30 ára sögu hjá fyrirtækinu. Hér huga þeir Atli Eggertsson og Árni M. Sigurðsson að nokkrum atriðum í lokafrágangi á einni slíkri. Myndir: Rögnvaldur Már

Þrjár Mesa 950 fésvélar tilbúnar til afgreiðslu frá Á.M. Sigurðssyni.

Dariusz Mikuta vinnur að samsetn-ingu á Mesa vél.

Á.M. Sigurðsson í Hafnarfirði:

Vélbúnaður fyrir fram-

leiðslu á auka-afurðum

Page 42: Sóknarfæri í sjávarútvegi

42 | SÓKNARFÆRI

Marás ehf.Miðhraun 13 - 210 GarðabærSími: 555 6444 - Fax: 565 7230www.maras.is

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Allt fyrir sjávarútveginn

Allt fyrir nýsmíðina

Stærð allt að 4500hö

Stjórntæki og GírarRafstöðvar og ljósavélar

Hliðarskrúfur

Kraftur

Ending

Sparneytni

Áreiðanleiki

Kúlulegur - Keflalegur

Vökvakranar fyrir skip og báta

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fjallaði meðal annars í skýrslu sinni á aðalfundi sambandsins fyrir skömmu um lánamál félagsmanna og sér í lagi hvernig misjafnlega væri tekið á lánum og lánaleiðréttingum. Hann sagði þennan leik ójafnan og að æ betur komi í ljós að tillögur, sem LS hafi sett fram árið 2009, hefðu komið í veg fyrir þann ójöfn-uð sem skapast hafi með eilífum lána rekstri til leiðréttingar lánum rekstraraðila.

„Dæmin eru fjölmörg í okkar röðum. Ástæða er til að nefna eitt þeirra á þessum vettvangi. Tveir að-ilar ákváðu að auka við sig í veiði-heimildum á árinu 2006. Annar með viðskipti sín hjá Landsbankan-um, hinn hjá sparisjóði sem enn er starfandi. 75 tonn af þorski keypt og greitt fyrir það 200 milljónir. Spari-sjóðamaðurinn skuldar nú 400 milljónir, en leiðrétt lán Lands-bankamannsins leggur sig á 200 milljónir. Báðir tóku lánin í sama tilgangi – lánasamningar nánast samhljóða, nema lögfræðingaherinn náði að sannfæra Hæstarétt um að lán, þar sem ekki væri minnst á ís-

lenskar krónur, bæri ekki að leið-rétta en aftur á móti þar sem ein-hvers staðar var vikið að þeim væri um ólöglegt lán að ræða og endur-reikna bæri höfuðstól lánsins,“ sagði Örn og spurði hvers vegna ekki hefðu verið sett lög á þessi lán, líkt og gert hafi verið varðandi húsnæð-islán.

„Báðir aðilar hafa ekki tekjur í er-lendri mynt. Báðir aðilar fengu aldrei erlenda mynt inn á reikn-ingana sína. Ástæða er til að gagnrýna harðlega þá stöðu sem rík-ir í þessum málum. Hún hefur orðið til þess að duglegir menn í okkar röðum hafa hrakist frá útgerðinni. Þeim hefur verið og verður nauðug-ur einn kostur að selja frá sér kvót-ann og þar með atvinnuna. Ekkert er eftir að loknu áratuga streði. Allt hirt í skjóli dóms Hæstaréttar um að lánið var löglegt gengistryggt lán. Verði ekkert gripið inn í mun út-gerðum í krókaaflamarki fækka og þar með aflaheimildir færast á færri hendur. Lánastofnanir hafa áfram völdin,“ sagði Örn.

smabatar.is

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS.

„Verði ekkert gripið inn í mun útgerðum í krókaaflamarki fækka og þar með aflaheimildir færast á færri hendur. Lána-stofnanir hafa áfram völdin,“ sagði framkvæmdastjóri LS.

Framkvæmdastjóri LS gagnrýnir ójöfnuð við meðferð lánamála:

Harðduglegir menn hafa hrak-

ist frá útgerð

Page 43: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 43

VÖRUR FYRIR SJÁVARÚTVEG

HANDVERKFÆRI

BOLTAR, RÆR OG AÐRAR FESTINGARVÖRUR

SMÍÐASTÁL

Galvaniseraðar ristar og þrep í ýmsum stærðum.

Mikið úrval af vinnuvettlingum af ýmsum gerðum.

Allar gerðir af smíðastáli.

Ferro Zink hf. • www.ferrozink.is • [email protected] Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700

FIBERRISTAR

HÖFUÐ- OG VASALJÓS

GÁMABRÝR STÁLRISTAR

Hleypa snjó og óhreinindum niður, ristaefni.Passa við mismunandi gáma, liður.Hámarksvernd gegn ryði, zinkhúð.

VINNUVETTLINGARRYÐFRÍTT SMÍÐASTÁL, RÖR OG FITTINGS

Margar gerðir af vasa- og höfuðljósum ásamt rafhlöðum. Mikil gæði og gottverð.

Mikið úrval handverkfæra fyrir alla iðnaðarmenn. Vönduð vara, gott verð. ®

Þegar rætt er um sóknarfæri er mik-ilvægt að gera sér grein fyrir tvennu: 1) hversu raunhæf eru þessi sóknar-færi og 2) hvað viljum við fá út úr þeim?

Íslenskur sjávarútvegur er með þeim allra fullkomnustu í heiminum og hefur verið svo í áraraðir. Íslensk-ur sjávarútvegur hefur í raun verið brautryðjandi á mörgum sviðum og lagt línurnar fyrir þá verðmætasköp-un sem sjávarútvegsfyrirtæki um all-an heim hafa náð. Við höfum ein-blínt á lækkun yfirvigtar, betri nýt-ingu hráefnis, aukið upplýsingaflæði úr vinnslunni o.s.frv. Meðfylgjandi skýringamynd sýnir þetta. Flest eiga púslin á myndinni sér það sameigin-legt að tengjast fiskvinnslu í landi og þeirri þróun og verðmætasköpun sem þar hefur átt sér stað. Þessi þró-un hefur líka að einhverju leyti fylgt uppbyggingu fiskvinnslu í verk-smiðjuskipum.

Gula púslið hefur þó ekki náð að tengjast hinum fullkomlega enn sem komið er. Og í því liggur gífurlegt sóknarfæri fyrir íslenskan sjávarút-veg, sérstaklega útgerðina og þá sem gera út á ferskan fisk, hvort sem það eru smábátar og minni bátar eða þeir sem róa á strandveiðar.

Að sama skapi og uppbygging landvinnslu hefur verið okkar keppi-kefli á undanförnum árum og skilað sér í einni bestu fiskvinnslu í heimi, eigum við núna að setja markmið um að nútímavæða fiskveiðarnar, meðhöndlun afla um borð og stefna á að verða líka með bestu útgerð í heimi, sem skilar ávallt besta hráefni sem völ er á.

Til þess þarf að koma til mark-viss, stýrð kæling á hráefni, strax eft-ir veiðar. Þannig er hægt að varð-veita gæði hráefnisins, lengja líftíma þess og tryggja fiskvinnslunni ávallt besta hráefni sem völ er á.

Hér að framan var spurt; 1) hversu raunhæf eru þessi sóknarfæri og 2) hvað viljum við fá út úr þeim? Svörin liggja fyrir:

1) Það er fyllilega raunhæft að setja sér það markmið að kæla allan fisk sem aflað er með ískrapa, sem er einfaldlega hraðasti kælimiðill sem til er. ThorIce ehf. hefur unnið að þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á ískrapavélum og -kerfum í áraraðir og viðskiptavinir um alla heim votta það.

Hin spurningin snýst um töpuð verðmæti vegna lélegs hráefnis og felur í sér gífurlegar fjárhæðir.

2) Samkvæmt mælingum og rannsóknum Matís, skemmast um 25% af þorskafla smábáta sem land-að er á Íslandi vegna lítillar eða lé-

legrar kælingar. Hröð kæling með ís-krapa um borð í bátum og skipum, strax við veiðar, leysir þetta vanda-mál. Í þessu felst ný framtíðarsýn ís-lenskrar útgerðar. Þetta er sóknar-færi næstu ára í íslenskum sjávarút-vegi.

thorice.is

Höfundur er Þorgeir Pálsson sem starfar að markaðsmálum fyrir ThorIce ehf.

Hraðari kæling á fiski!

Page 44: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Fiskimjölsverksmiðjum hefur fækk-að um nærfellt helming frá aldamót-um og eru nú 11 talsins. Flestar eru þær í dag beintengdar fiskiðjuverum sem vinna uppsjávarfisktegundir til manneldis og vinna þá þann hluta

aflans sem ekki er nýttur til mann-edisvinnslu. Magnið er breytilegt eftir árum en ekki er óalgengt að það sé á bilinu fimm hundruð þúsund til ein milljón tonna árlega. Samhliða fækkun verksmiðjanna hefur orðið

önnur þróun sem ekki er síður at-hyglisverð og þjóðarbúinu hag-kvæm, þ.e. innleiðing rafmagns sem orkugjafa í stað olíubrennslu. Þetta skref er af mörgum talið vera eitt mikilvægasta umhverfisátak seinni tíma.

Vinnsluferli fiskimjölsverksmiðja er orkukrefjandi. Hráefnið er fyrst hitað og síðan soðið með gufu. Því næst er lýsi skilið frá þurrefninu og það síðarnefnda síðan þurrkað áfram og malað í mjöl. Í verksmiðjum sem alfarið hafa keyrt á oíubrennslu sem orkugjafa er olíunotkunin um 42 lítrar á hvert hráefnistonn. Með öðr-um orðum þarf 42 milljónir lítra af olíu til að vinna úr milljón tonnum af hráefni. Þetta samsvarar ársolíu-notkun 40 þúsund heimilisbíla. Raf-magnsþörf verksmiðjanna, miðað

við að þær noti alfarið þann orku-gjafa, er um 450 gígawattstundir á ári, sé gengið út frá sama hráefnis-magni.

Hröð þróun þessi misserinFyrsti rafskautaketillinn í fiskimjöls-verksmiðju var settur upp árið 1990 í Krossanesverksmiðjunni. Fyrsta verksmiðjan sem alfarið var rafvædd var á Vopnafirði þar sem fyrstu til-raunir voru gerðar með að nota raf-magn til að hita upp loft til þurrk-unar á mjöli. Áfram hélt síðan þró-un í þessa veru sem í raun stendur enn. Viðamiklum breytingum lauk í verksmiðju Síldarvinnslunnar um síðustu áramót, Eskja tók í notkun rafvædda verksmiðju í byrjun sum-ars, unnið er að breytingum í verk-smiðju Skinneyjar Þinganess á Höfn

og á árinu var settur upp rafskauta-ketill í verksmiðju Loðnuvinnslunn-ar á Fáskrúðsfirði.

Ávinningur á mörgum sviðumÁvinningur af rafvæðingu fiskimjöls-verksmiðja er mikill. Nýting inn-lendrar orku í stað innflutts elds-neytis, mun minni útblástur gróður-húsalofttegunda, gjaldeyrissparnað fyrir þjóðarbúið, hagkvæmari rekst-ur fiskimjölsverksmiðjanna, betra vinnuumhverfi fyrir starfsfólk, ein-faldara framleiðsluferli og fleira. Raf-væðing er án efa ein umhverfisvæn-asta framkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi þar sem græn end-urnýjanleg orka leysir olíuna af hólmi.

Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja:

Umhverfisvænasta framkvæmd seinni tíma

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

44 | SÓKNARFÆRI

Page 45: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 45

YOUR NEXT STEP IN AUTOMATIONValka hlaut nýsköpunarverðlaunin 2013

Víkurhvarfi 8203 Kópavogur

S: 534 9300F: 534 9301

[email protected]

Vogir Innmötun

Pökkun

FlokkararFlæðilínur

Hugbúnaður

Framúr- skarandi

lausnir fyrirfiskframleiðendur

„Rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna hefur marga og mikla kosti. Með til-komu hennar batnar nýting þeirrar orku sem framleidd er í landinu og innlend orka leysir af hólmi inn-flutta orku. Þá er rafmagnið græn endurnýjanleg orka sem kemur í stað olíu þannig að jákvæð umhverf-isáhrif eru mikil. Fyrir fiskimjöls-verksmiðjurnar er hagkvæmara að nota rafmagn en olíu og að auki verður framleiðslan jafnari og vinnu-aðstæður betri. Eins ber að nefna að

kaupendur fiskimjöls og lýsis leggja sífellt meiri áherslu á að kaupa vöru sem framleidd er með umhverfis-vænum hætti og í því sambandi skiptir rafvæðingin einnig verulegu máli,“ segir Jón Már Jónsson yfir-maður landvinnslu hjá Síldarvinnsl-unni.

„Fiskimjölsverksmiðjurnar hafa gert samninga um kaup á ótryggri orku og ávallt þegar nauðsynlegt reynist að skerða orkuna til þeirra þarf að grípa til olíunnar. Þetta þýð-

ir að í verksmiðjunum þarf að vera tvöfalt kerfi til staðar; annars vegar rafkerfi og hins vegar kerfi sem byggir á olíubrennslu. Sérhver verk-smiðja verður því að ráðast í tvöfalda fjárfestingu á þeim búnaði sem not-aður er til hitunar, suðu og þurrkun-ar. Ef síðasta kolmunnavertíð er tek-in sem dæmi þurftu verksmiðjurnar hér eystra að una skerðingum á raf-orku alloft og reyndar kom það fyrir að þær þyrftu að keyra alfarið á olíu. Þetta gerist ekki vegna þess að ekki

sé til næg orka í landinu heldur vegna þess að flutningskerfið ræður ekki við að flytja orkuna til þeirra svæða sem þurfa á henni að halda. Það er sorglegt að þurfi að brenna olíu í fiskimjölsiðnaðinum einungis vegna þess að flutningskerfi rafork-unnar er ekki fullkomnara en raun ber vitni,“ segir Jón Már.

Félag fiskmjölsframleiðenda hef-ur þrýst á að flutningskerfi rafork-unnar verði bætt og á dögunum sat Jón Már fund í umhverfisráðuneyt-

inu um það málefni. „Við mætum víðast hvar skilningi hvað varðar þetta baráttumál og við fáum heil-mikið hrós fyrir að nýta raforkuna í verksmiðjunum. Hins vegar verður að grípa til aðgerða svo rafvæðingin skili sér fullkomlega; það verður að bæta flutningskerfið og sú aðgerð er bæði þjóðhagslega hagkvæm og hef-ur mjög jákvæð áhrif í umhverfis-legu tilliti.“

Brýnt að bæta flutningskerfi raforku á milli landshluta

Page 46: Sóknarfæri í sjávarútvegi

46 | SÓKNARFÆRI

Frostfiskur ehf. er stærsta fiskvinnslan í Þor-lákshöfn og framleiðir úr allt að 12 þúsund tonnum af hráefni á ári. Fyrirtækið kaupir nán-ast allt sitt hráefni á markaði. Innkaupunum er hagað eftir pöntunum sem berast frá erlendum kaupendum og hráefnið er mest línuveiddur fiskur frá dagróðrabátum. Aðalsmerki Frost-fisks er að útvega viðskiptavinum sínum fersk-an og frosinn fisk af réttum gæðum og á rétt-um tíma.

„Þorlákshöfn hefur verið útundan í um-ræðunni. Kannski vegna þess að forkólfar í at-vinnulífinu hérna eru ekki nógu frekir. Menn láta allt yfir sig ganga,“ segir Steingrímur Leifs-son. Hann er framkvæmdastjóri Frostfisks ehf. og rekur fyrirtækið ásamt bróður sínum, Þor-grími. Þeir bræður liggja ekkert á skoðunum sínum og kveða fast að orði þegar talið berst að samkeppnisstöðu innan fiskvinnslunnar og út-færslu á vigtarreglum.

Kaupa nánast allt sitt hráefni utan Þorlákshafnar

Auk Frostfisks reka þeir bræður skreiðarþurrk-unina Klumbu í Ólafsvík. Frostfiskur var stofnaður árið 1992 og vinna um 140 manns hjá félaginu.

Steingrímur minnist fundar með Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem haldinn var í Þorlákshöfn þar sem fram hafi komið að árið 1990 hafi um það bil 30 skip verið gerð út frá Þorlákshöfn en eru nú innan við 10.

„Þetta voru samt ekki nægilega sterk rök til þess að fá byggðakvóta hingað. Bent var á að það byggju of margir á staðnum til þess að hann fengi byggðakvóta, eða 52 fleiri en regl-urnar sögðu til um. Miðað við önnur svæði á landinu hefur Þorlákshöfn algjörlega orðið út-undan,“ segir Steingrímur.

Hann segir það einnig til marks um stöðuna í Þorlákshöfn að Frostfiskur verður að kaupa nánast allt sitt hráefni annars staðar frá.

„Áherslan hefur alltof lengi verið öll á út-gerðina en augu manna hafa síður beinst að fiskvinnslu og sölu. Við getum ekki búið til verðmæti úr aflanum nema við getum unnið hann í verðmætar pakkningar sem seljast á góðu verði. Það sem skiptir öllu máli á neyt-endamarkaði eru gæði og stöðugt framboð. Berist varan ekki fyllast hillurnar af annarri matvöru,“ segir Þorgrímur.

Steingrímur segir að alveg frá upphafsárum kvótakerfisins hafi verið einblínt á útgerð og kvóta. Á þessum 30 árum hafi fiskverkunarhús-in drabbast niður og það sé fyrst nú á allra síð-ustu árum að þróuninni hafi verið snúið við. „Það eru ekki mörg ár síðan hreinlega var litið

niður á okkur. Helst átti að flytja fiskinn óunn-inn úr landi og fá greiðsluna fyrir hann sam-dægurs. Stjórnmálamenn tóku undir þessi sjónarmið. Stórútgerðarmenn töluðu fyrir þessu og þeir sem stóðu í því að reka fisk-vinnslu eða fiskverkun voru í algjörum minni-hluta.“

Töpuðum dýrmætasta markaðnumÞeir bræður leggja þunga áherslu á að fisk-vinnslan á Íslandi hafi tapað markaði sem hafi verið henni verðmætastur til margra áratuga; bandaríska markaðnum. Íslendingar hafi ein-beitt sér að evrópskum markaði í kjölfar geng-isfalls dollarans. „Rússar og Norðmenn komu inn á bandaríska markaðinn þegar við fórum út og eiga hann núna eins og hann leggur sig.“

Þorgrímur segir að margir telji lítið mál að taka upp þráðinn og hefja sölu á fiski til Bandaríkjanna á ný. „Sú er þó ekki raunin því

þetta er markaður sem byggist ekki eingöngu á gæðum heldur aga og festu í viðskiptum. Ein-ungis á allra síðustu árum hefur stórútgerðin hafið útflutning þangað á ferskum fiski.“

Frostfiskur hefur þó viðhaldið viðskipta-samböndum til Bandaríkjanna í gegnum tíðina og selur þangað fisk auk þess að selja til Bret-lands og margra Evrópulanda. Einnig fara makrílafurðir og hrogn til Asíu. Reynt er að halda hlutföllunum þannig að um þriðjungur framleiðslu Frostsfisks fari til Bandaríkjanna, annar þriðjungur til Evrópa og sá þriðji annað.

Erindum um samkeppnisstöðuna stungið undir stól

Þeir bræður segja samkeppnisstöðuna bjagaða og að fiskvinnslan þurfi að keppa við útgerðar-fyrirtæki sem eru einnig í vinnslu og kaupi því ekki sitt hráefni á markaði eða í beinum við-skiptum við þriðja aðila.

„Stórútgerðin er með það forskot að hún kaupir hráefnið á u.þ.b. 30% lægra verði en við þurfum að greiða fyrir það. Einnig búa þeir við allt aðrar vigtarreglur og geta því selt fisk út um allan heim á allt öðru verði. Hvar er Sam-keppnisstofnun þegar kemur að þessu efnum,“ spyr Steingrímur.

Þeir segja að erindum um þessa skökku samkeppnisstöðu hafi ítrekað verið beint til samkeppnisyfirvalda en þeim sé jafnan stungið undir stól. Stjórnmálamenn sýni heldur engan vilja til að taka á þessu.

„Það eru fjórar reglugerðir um það á Íslandi hvernig vigta skuli fisk. Það er ein reglugerð fyrir fiskvinnsluna og fiskmarkaði sem miðar að því að það verði undirvigt á fiskinum. Á

hafnarvigtinni eru 3% dregin frá vegna íss. Önnur vigtarreglugerð er, t.d. fyrir fiskvinnslu-stöð í eigu stórra útgerða sem þurfa ekki að fara á hafnarvog með aflann heldur keyra hann beint inn í hús og vigta hann svo eftir dúk og disk. Þeim er bara treyst og þeir senda skýrsl-una þegar hún er tilbúin af þeirra hendi. Fisk sem er fluttur óunninn úr landi í gámum þarf ekki að vigta fyrr en viku síðar þegar hann er kominn á áfangastað erlendis. Það er hefð fyrir því erlendis að blaut vara sé seld með 5-10% yfirvigt. Þessar vigtunaraðferðir gera það að verkum að við erum t.d. með flakanýtingu upp á um það bil 38% í roðlausum og beinlausum þorski sem við kaupum á fiskmarkaði á sama tíma og fiskvinnsla í eigu stórútgerða nær að lágmarki 52% nýtingu í sömu vinnslu. Fisk-vinnsla í eigu stórútgerða kaupir sem sagt sitt hráefni á 30% lægra verði og er með 12-16% betri nýtingu. Það er enginn vilji hjá stjórn-málamönnum til þess að jafna samkeppnisstöð-una og menn bara verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm,“ segir Steingrímur.

Kvótakerfið er gott en ósanngjarnir innviðir

Þrátt fyrir þetta gengur fyrirtæki þeirra bræðra vel en það byggist, að þeirra sögn, á gríðarlega mikilli vinnu, hámarksgæðum og viðskipta-samböndum sem byggjast á vinskap, heiðar-leika og trausti á milli seljanda og kaupenda. Þeir segja kvótakerfi ekki slæmt með þeim for-merkjum að vernda fiskistofna og stunda sjálf-bærar veiðar. Hins vegar þurfi að tryggja að umhverfi í greininni sé í samræmi við sam-keppnislög og að allir sitji við sama borð t.d. gagnvart vigtarreglugerðum og verðlagningu.

„Við höfum bent á að til þess að jafna sam-keppnisstöðuna er besta leiðin að setja allan fisk á markað. Með því yrði einungis ein vigt-arregla og markaðurinn borgaði bara eitt rétt verð fyrir fiskinn. Sjómenn yrðu á réttum laun-um, hafnargjöldin yrðu rétt og fiskvinnslu-stöðvarnar gætu keppt á samkeppnisgrundvelli. Útgerðin þyrfti að vanda sig og keppa við aðrar útgerðir. Bestu útgerðarmennirnir stæðu uppi sem sigurvegarar því þeir koma með besta fisk-inn að landi,“ segir Steingrímur.

Annað sem bræðurnar telja vera mikilvægt er að hætt verði að horfa á uppsjávartegundir sem þroskígildi þar sem það skekki samkeppn-isstöðu bolfiskveiða mikið. Uppsjávarflotinn veiði sín ígildi í uppsjávarfiski og þurfi því í raun aldrei að veiða bolfisk heldur leigi hann allan frá sér. Við þetta geti bolfiskskip ekki keppt.

Bræðurnir Þorgrímur og Steingrímur Leifssynir reka Frostfisk ehf. í Þorlákshöfn með miklum myndar-brag en hafa eitt og annað út á samkeppnisstöðu fiskvinnslunnar að setja. Mynd: Guðjón Guðmundsson

Þriðjungur afurða Frostfisks fer á markað í Bandaríkjunum, þriðjungur til Evrópulanda og þriðjungur á aðra og fjarlægari markaði.

Vilja eina vigtarreglu og allan fisk á markað

hvert er þitt hlutverk?

- snjallar lausnir

Wise býður �ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk

með mismunandi hlutverk.Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Page 47: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 47

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

Umbúða- og pökkunarlausnir

LÍMMIÐAR • PLASTKORT

AÐGÖNGUMIÐAR OG

MARGT FLEIRRA.... Förum ekki hálfa leið í að pakka og merkja

verðmæta útflutningsvöru, förum alla leið!

Alvöru lausnir í pökkun og merkingu umbúða

Prentarar frá Markem-Imaje hafa reynst mjög vel á Íslandi sem annars staðar• Prentun beint á kassa í stað miða

• Bleksprautuprentun á smáar og stórar pakkningar

• TTO prentarar til prentunar beint á filmu í pökkunarvélum

• Límmiðaprentun með ásetningarbúnaði

Eftirfarandi fyrirtæki nota pökkunarlausnir

frá Samhentum:

Ísfélag Vestmannaeyja Huginn VE 55

Vinnslustöðin hf Síldarvinnslan hf

HB Grandi hf Katla Seafood

Varðin Pelagic, Færeyjum

Brettavafningslína frá Robopac Sistemi

MI 5800 - prentari fyrir kassa

PR

EN

TU

N.IS

Page 48: Sóknarfæri í sjávarútvegi

FLUTNINGALAUSNIRfyrir þigBlue Water Shipping hefur sérhæft sig í flutningum á sjávarafurðum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi á markaði um allan heim.

Vikulegir sjóflutningar, daglegir flugflutningar, öflugt landflutningarkerfi í Evrópu með yfir 1000 flutninga- bíla.

Contact: BWS Seyðisfjörður I Tel: +354 470 2800 BWS Hafnarfjörður I Tel: +354 470 2810

» Vikulegar gámasiglingar til Rotterdam

» Vikulegar RO/RO siglingar til og frá Danmörku

» 60 skrifstofur um allan heim

» Flutningsmiðlun og vörustýring

» Dreifingarmiðstöð fyrir sjávarafurðir í Padborg og Hafnarfirði

» Öflugt landflutninganet á Íslandi

SeyðisfjörðurReykjavik Reyðarfjörður

Þórshöfn

Rotterdam

Hirtshals

Blue Water Shipping A/S | www.bws.dk