12
11 tbl 2010 - Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson,myndlistamaður Meðal efnis: List neðansjávar - Grímur - Vatn í myndlist - Þjóðsagan - Vissir þú Hjólkoppalist - Boðskort ofl. 11 tb Meða ð List n Hjólk ART MAGAZINE ICELANDIC M enning & L ist ICELANDIC ICELANDIC

Trodningur 11 tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Trodningur. Free private Art Magazine by Ludviksson.

Citation preview

Page 1: Trodningur 11 tbl

11 tbl 2010 - Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson,myndlistamaður

Meðal efnis:List neðansjávar - Grímur - Vatn í myndlist - Þjóðsagan - Vissir þú

Hjólkoppalist - Boðskort ofl .

11 tbMeðaðList n

Hjólk

ART MAGAZINEICELANDIC

Menning &List

ICELANDICICELANDIC

Page 2: Trodningur 11 tbl

Vatn gegnir miklu hlutverki innan myndlistarinnar. Margir listamenn hafa unnið verk sem tengjast beint og óbeint vatninu. Til eru óteljandi útgáfur af hugmyndum og gerðum verka, allt frá litlum og stórum málaverkum, teikningum eða ljósmyndum upp í risa stór tæknilega fl ókin skúlptúrverk.

Hér til hliðar eru t.d fi mm verk sem hver öðru er ólíkt en fjalla um vatn í einhverri mynd.1. Venjulegt útiverk í garði.2. Ísherbergi með uppábúnum ísrúmum.3. Vídéo innsetning Rúríar sem bar heitið Fossaföll.4. Útilistaverk unnið með risaskjá og hreifi myndum.5. Regnbogadansinn eftir Guðmund R Lúðvíksson 2009

Það merkilega við Ísland, land vatnsins, eru mjög fá listaverk unnin út frá vatni. Og átt er þá sérstaklega við verk sem geta staðið úti. Sennilega er það vegna þess að einhverra hluta vegna þykir það of “ its too Commercial “.

Ótrúlegum fjármunum er eytt í allskonar bull í arkitektúr eins og sjá má mjög víða hér á landi og altalað er hjá erlendum sem heimsækja landið okkar, en minna fer fyrir því sem kalla mætti list í umhverfi nu. Oftast eru þannig verk keypt af handahófi og í fl estum tilfellum einhverskonar smá verk sem koma fyrir má á stöplum, og þeim svo dritað niður hér og þar og oftar en ekki í engum tengslum við nokkur skapaðan hlut í umhverfi nu. Troðning þætt það áhugavert ef á þessu yrði breyting og sveitarfélög, fyrirtæki og hið opinbera notfærði sér meira hugmyndir og hugvit myndlistarmanna og virkjaði það til að bæta umhverfi ð. Mikið er nú rætt um ýmsa nýsköpun í ferðaþjónustu og án efa gætu myndlistarmenn átt stórt innlegg þar.

Vatn í myndlist. Vatn í myndlist. Framlag myndlistarmanna í ferðamannaþjónustu. Framlag myndlistarmanna í ferðamannaþjónustu.

1

3

4

5

n

9

ð

1

2

Page 3: Trodningur 11 tbl

5

Vatnsgjörningur. Shinichi Maruyama

Shinichi Maruyama er fæddur í Japan 1968.Hann er einn af fáum listamönnum sem tileinkað hefur sér að vinna verk sín eingöngu með vatni eða vatni og bleki. Verk hans oft vatnsgjörningar og eða ljósmyndaverk.Shinichi Maruyama er fæddur í Nagano þar sem hann stundaði m.a nám í listrænni ljósmyndun. Hann fæst einnig við gerð auglýsinga fyrir fyrirtæki og er virkur þátttakandi í samtökum sem kalla sig Hakuhodo Photo Creative sem sérhæfa sig í þjónustu við stór fyrirtæki. Eftir hann hafa komið út tvær ljósmynda bækur, The Spiti og Spiti-devoeted. Síðustu fi mm ár hefur hann unnið nær eingöngu í verkefni sem hann kallar Kusho, og eru myndirnar hér hluti af því verkefni. Kusho serían samanstendur af tuttugu og þremur stórum litljósmyndum af verkum sem hann hefur unnið með þessari aðferð sinni - vatn og blek.Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér verk Shinichi Maruyama, geta farið á heimasíðu hans:http://www.shinichimaruyama.com

Shinichi MaruyamaShinichi Maruyama

Page 4: Trodningur 11 tbl

Í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Pennsylvania er maður nokkur að nafniKen Marquis sem hefur hleypt af stokkunum nokkuð merkilegu verkefni með listamönnum allstaðar frá úr heiminum. Verkefnið kallar hann Landfi ll Art. En það gengur út á það að myndlistarmön-num er boðið að taka þátt í að senda

inn verk sem unnin eru á hjólkoppa sem fundist hafa á þjóðvegum viðkomandi lands. Listamennirnir vinna síðan verk úr koppunum eins og þeim langar til, algjörlega óbundnir nokkrum fyrirfram gefnum hugmyndum.80% af listamönnunum þurfa að vera starfandi og menntaðir myndlistarmenn og 20% eru starfandi en ómenntaðir listamenn.Nú þegar hefur Ken borist fjöldann allan af verkum en hann setur sér það markmið að verkin verði 1.041 verk og að það tak-ist fyrir 2011. Þá verður gefi n út bók með öllum verkunum. Undirrituðum var boðið að taka þátt í þessu verkefni 2008 og sendi ég honum eitt verk ( stál hjólkopp ) sem ég fann undan vörufl utningabíl.

Ef einhverjir listamenn aðrir hér á landi hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eða vilja kynna sér það má heimsækja heimasíðu Kens, þar sem allar upplýsingar eru og hægt að skoða verk sem þegar hafa borist.

www.landfi llart.org

Guðmundur R Lúðvíksson, myndl.m.

6

Hjólkoppar verða að myndlist.Hjólkoppar verða að myndlist.

Page 5: Trodningur 11 tbl

Vissir þú að ?* ...Að í Tyrkjaráninu árið 1627 var 12-15 íbúum frá Grindvík rænt.*... Að elsti barnaskólinn í Kefl a-vík er við Íshússtíginn, fl utt var úr honum í nýbyggðann skóla við Skólaveg árið 1911. * ...Að tuttugu og þrjú ár eru liðin frá upphafi böðunar í Blaa Lóninu.* ... Að Hólmsbergið nær frá bjargbrún Kefl avíkurbjargs út í Leiru.* ... Að Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla landnám-skona, sem Ingólfur Arnarson gaf mest allann norðanverðan Reykjanesskaga.Fróðleikur fengin af vef leiðsögumanna á Suðurnesjum.http://www.reykjanesguide.is/v1/

Drykkjarsteinn - ÞjóðsaganDrykkjarsteinn - ÞjóðsaganAlfaravegur lestamanna og vermanna að austan er sóttu fi skifang til verstöðvanna á Suðurnesjum haust og vor fyrr á tímum lá með suðurströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan til Hafna. Milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og þó miklu nær Grindavík, í landi Ísólfsskála, greindist vegur þessi í tvær áttir. Lá annar vegurinn áfram til Grindavíkur en hinn yfi r fjallgarðinn til Vogastapa.

Þar sem vegirnir skiptast er steinn sá er Drykkjarsteinn nefnist. Er hann mikill um sig, en ekki allhár eða svo sem hálfönnur mannhæð þar sem hann er hæstur. Nafn sitt dregur steinninn af því að í honum eru holur nokkurar þar sem vatn safnast fyrir. Svo var sagt að í hinni stærstu þeirra þrjóti ekki drykkjarvatn nema í langvinnustu þerrum. Hefi r þetta komið sér harla vel fyrir ferðamenn er þarna áttu leið um, þar sem hvergi var vatn að fá á þessum vegi á löngu svæði og menn og hestar voru því örmæddir af þorsta er að Drykkjarsteini kom og svaladrykknum sárlega fegnir. Varð steinninn þannig langþráður áfangastaður ferðamönnum og var ekki laust við að á honum hvíldi helgi nokkur, þar eð varla þótti einleikið hversu haldsamur hann var á drykkjarvatn, jafnvel í mestu langviðrum.

Þó gat það við borið að vatnið þryti í steininum eins og þessi saga sýnir. Einhverju sinni bar svo við sem oftar að ferðamenn voru á suðurleið um veg þennan. Þurrkar höfðu miklir á undan gengið svo að hvergi var vatn að fá á leiðinni. Voru mennirnir því mæddir af þorsta og hugðu því gott til að fá sér nægan svaladrykk er þeir kæmu að Drykkjarsteini. En er þangað kom bar nýrra við því að allar holurnar voru tómar og engan dropa þar að fá. Urðu mennirnir vonsviknir mjög eins og vænta mátti. Í gremju sinni tók þá einn þeirra til þess klækibragðs að hann ósæmdi í stærstu holuna. Segja sumir, að hann hafi migið í hana, en aðrir, að hanna hafi gengið þar örna sinna. Eftir þetta brá svo við að holan var jafnan þurr og það engu að síður þótt rigningum gengi.

Liðu svo nokkur ár að ekki bar til tíðinda. Átti þá þessi sami maður enn leið um veg þennan og var ferðinni heitið til Grindavíkur. Vissu menn það síðast til ferða hans er hann lagði upp frá Krýsuvík. En fáum dögum síðar er farið var um veginn fannst hann dauður undir Drykkjarsteini og kunni það enginn að segja hvað honum hefði að bana orðið. En eftir þetta brá Drykkjarsteinn til sinnar fyrri náttúru, og hefi r vatn eigi þrotið í honum síðan.

RAUÐSKINNA II 120

Troðningur vill vita !Troðningur vill vita !

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins? Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins? Á fána Evrópusambandsins eru tólf gulllitaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fl eti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 25 talsins og hafa verið 15 frá árinu 1995.

Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn einingar og samheldni og stjörnurnar eru tólf því sú tala er stundum notuð sem tákn um fullkomnun. Fjöldi stjarnanna á því ekki að breytast eftir því sem aðildarlöndum fjölgar

Tímatal okkar byggir nokkuð á tölunni tólf. Til dæmis er árinu skipt í tólf mánuði og á úrskífu eru tólf stundir. Lærisveinar Jesú voru tólf og töfl urnar í hinum forna Rómarrétti einnig.

Sögu fánans má rekja aftur til ársins 1955 þar sem hann var upprunalega notaður af Evrópuráðinu, (e. The Council of Europe). Ráðið hvatti síðar aðrar stofnanir Evrópu til að taka upp fánann og frá árinu 1986 hafa þær (þar með talið Evrópusambandið) notað hann sem tákn um sameinaða Evrópu. Heimild og mynd:•The European Flag•European Union

Page 6: Trodningur 11 tbl

Boðskort.Boðskort. Boðskort eru ákafl ega mögnuð tegund af upplýsingamiðlun. Þau sýna afmörkuð skilaboð, eiga oft að vera persónulegt tengslanet á milli sendanda og viðtakenda en um leið boð einhvers á einhvern stað og einhverja stund. Í kynningum á myndlist er þetta form talið algjör forsenda þess að fá fólk til að koma á sýningar. Oftar en ekki, er mikil pæling í gerð boðskortanna og eytt er töluverðum fjármunum í gerð þeirra. Það væri gaman að sjá tölur yfi r það t.d hversu miklum fjármunum myndlistarmenn leggja í þennan “ iðnað “ ?Víst er að það skiptir milljónum króna á ári hverju. Í prentun, hönnun og póstburðargjöld. Undirritaður hefur safnað boðskortum ( þó ekki mjög markvisst ) allt frá 1987 og notað þau í ákveðin verk sem ég hef kallað “Breytt boðskort “ . Í gamni lætur Troðningur hér fylgja nokkrar myndir af “ Breyttum boðskortum “.

Page 7: Trodningur 11 tbl

Grímur frá ýmsum löndum.Grímur frá ýmsum löndum. Grímugerð er árþúsund ára gömul og hefur verið stunduð í fl estum löndum heims. Þó eru nokkur lönd þar sem grímugerð er nokkurskonar þjóðarlist og má þar nefna sérstaklega

Afríku, Japan og Grikkland. En auðvitað eru þau miklu fl eiri. Troðningur skoðaði aðeins grímur frá nokkrum löndum og lætur hér nokkrar myndir tala sínu máli.

AFRÍKA

ALASKA

KÍNA

GRIKKLAND

GUATEMALA

JAPAN

MEXICO

Page 8: Trodningur 11 tbl

Í næsta blaði;

http://www.underwatersculpture.com/index.asp

http://www.vf.is - Víkurfréttir / Fréttablað á Reykjanesi

Listilegar heimasíður

htt // d t l t /i d

Page 9: Trodningur 11 tbl

MAÐURINN MEÐ HATTINN...MAÐURINN MEÐ HATTINN...

Málverkið hér að ofan er úr syrpunni “ Maðurinn með hattinn, stendur upp við staur. Borgar ekki skattinn því hann á engan aur “ - 2009. Myndin er af Loga Þormóðssyni stórfi skverkanda og alþýðumanns.

G R Lúðvíksson 09

Page 10: Trodningur 11 tbl

List neðansjávar.List neðansjávar.Myndlist neðansjávar hljómar efl aust undarlega í eyrum margra. Og sjálfsagt spyrja margir, hversvegna og fyrir hverja ? Eins og fram hefur komið m.a á spjallsíðunni R.Mutt, er í fyrsta sinn á Íslandi unnið nú að sýningu á verkum sem unnin hafa verið sérstaklega til að setja upp á hafsbotni. Í fl jótu bragði mætti ætla það að setja upp þannig sýningu sé ekki svo fl ókið. En það er í raun afar fl ókið og háð samspili margra hluta og þá sérstaklega hér á Íslandi. Stafar það m.a af sterkum straumum hér við land, miklum sjávarföllum, veðri ofl . ofl . Til þess að hægt sé að setja upp sýningu á verkum þarf einnig að vera með þrautþjálfaða kafara til aðstoðar, sem krefst samhæfðs undirbúnings og samstarfs myndlistarmannsins við kafarann frá byrjun undirbúnings. Í fyrstu þarf að leita að svæðum sem svona sýning gæti verið sett upp á, og tekur það langan tíma og nokkur kostnaður er af. Núþegar er búið að ákveða svæðið þar sem sýningin verður sett upp, en hún er við og fyrir utan Vatnsleysuströnd í ákafl ega mögnuðu umhverfi . Um helgina 13. febrúar fóru tveir kafarar og könnuðu svæðið og tóku myndir af því.Troðningur mun segja nánar frá þessu verkefni þegar það er í höfn, og sína ljósmyndir frá sýningunni og vinnunni við hana.

En Troðningur fór og skoðaði verk eftir listamanninn Jason de Caires Taylor sem sérhæfi r sig í neðansjávar myndlist. Jason deCaires Taylor er fæddur 1974, á enskan föður og móður frá Guyanese. Jason ólst upp að mestu í Evrópu, Asíu og í Karbískum eyjum. Hann er menntaður í myndlist frá Camberwell College of Arts, University of the Arts London, með B.A. gráðu í skúlptúr og keramik. Hann er einnig menntaður sem kafari og hefur full réttindi þar líka, með 14 ára reynslu í köfun.

Troðningur birtir hér nokkrar myndir af verkum og sýningum Jasons.

Heimasíða Jason er:http://www.underwatersculpture.com/index.asp

Page 11: Trodningur 11 tbl

Jason de Caires Taylor

Page 12: Trodningur 11 tbl

3. tbl - 2010 - Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson,myndlistamaður

Meðal efnis:

Kees Verschuren - Hollandi - Fyrsti ljósvitinn - Ice Shave - Kristbergur Ó Pétursson - Unglist - Vissir þú... - Gamlar myndir - Heimasíður

Menning &LList3. tbl

Meðal efnis:

Kees Verschuren

amaður

ve - Kristbergur Ó Pétursso

l - 2010 - Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson,myndlista

s:

en - Hollandi - Fyrsti ljósvitinn - Ice Shav

ART MAGAZINEART MAGAZINEKees Verschuren - Nedherland

ICELANDIC

Myndin hér á baksíðunni er af fuglaþúfu í miðju sléttu mosavöxnu hrauninu á Reykjanesi.Fuglaþúfur eru stórmerkilegt fyrirbrygði. En þær hafa orðið til í gegnum aldirnar undan dritifugla á varðbergi. Það merkilega við fuglaþúfur er að fuglinn hefur með þeim komið sér uppviðvörunarkerfi sem virkar þannig að frá einni þúfu til þeirrar næstu sést, og svo koll af kolli.

11 tölublöð af Troðning komin út.

Myndin hér á baksíðunni er af fFuglaþúfur eru stórmerkilegt fyrifugla á varðbergi Það merkilega

Nettímarit

fuglaþúfu í miðju sléttu mosavöxnu hrauninu á Reykjanesi.síðunni er af f

Troðningur Troðningur 11. tbl. 2010 Útgefandi; Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistarmaður

www.1og8.comwww.1og8.com

1 Ú