80
Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífið í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari Dallas Alda Leif hæfileikarnir komu snemma í ljós Leifur Garðarsson,dómari: leikmenn eiga að vera kurteisir Umfjöllun um liðin Pétur Guðmundsson rifjar upp NBA árin

Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

  • Upload
    hadieu

  • View
    227

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Jón Arnórklappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA

Donnie Nelsonaðstoðarþjálfari Dallas Alda Leif

hæfi leikarnir komu snemma í ljós

Leifur Garðarsson,dómari:leikmenn eiga að vera kurteisir

Umfjöllun um liðin

Pétur Guðmundssonrifjar upp NBA árin

Page 2: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

�������������������������������

��������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������

�����������������

Page 3: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

��

��

���

���

��

���

����

��

����

��

��

��

����

�����

Page 4: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

GUÐDÓMLEGT GUMS

BOTN: 4 EGGJAHVÍTUR 200 G SYKUR 100 G MÓNU BRAGÐAUKI 1/2 BOLLI DÖÐLUR 1/2 BOLLI SALTHNETUR 1/2 TSK. LYFTIDUFT

STÍFÞEYTIÐ EGGJAHVÍTURNAR OG SYKURINN. ÖLLU BLANDAÐ SAMAN Í VEL SMURT FORM, BAKAÐ VIÐ 50° C Í CA. HÁLFTÍMA.

SKREYTING: 1/2 LÍTRI RJÓMI 150 G STÓRAR SALTHNETUR 300 G GÓU SÚKKULAÐIRÚSÍNUR

SETJIÐ RJÓMA Á KÖKUNA OG SKREYTIÐ MEÐ SALTHNETUM OG SÚKKULAÐIRÚSÍNUM EFTIR SMEKK.

Félag Eggjaframleiðenda

Page 5: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

VIÐTÖL EKKI SJÁLFGEFIÐ AÐ VERA VALINN Í LANDSLIÐIÐ GUÐMUNDUR BRAGASON 13HÆFILEIKARNIR KOMU SNEMMA Í LJÓS ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR 16STJARNA INNAN UM STJÖRNUR PÉTUR KARL GUÐMUNDSSON 2414 ÁRA Í A-LANDSLIÐIÐ HELENA SVERRISDÓTTIR 33KLAPPSTÝRURNAR EIGA EKKI SÉNS Í ÍSLENSKA KVENFÓLKIÐ JÓN ARNÓR STEFÁNSSON 65Á EFTIR AÐ GERA ÍSLENDINGA STOLTA DONNIE NELSON 69LEIKMENN EIGA AÐ VERA KURTEISIR LEIFUR GARÐARSSON 72SVEKKJANDI AÐ KOMAST EKKI ÁFRAM JÓHANN ÓLAFSSON 77HVERSU VEL ÞEKKIR ÞÚ SÆVAR? SÆVAR HARALDSSON 78

GREINAR AÐDÁANDI NÚMER EITT TÓMAS GUNNAR 6NÝTT KEPPNISTÍMABIL ÓLAFUR RAFNSSON 7SKOTIÐ Í FERSKJUKÖRFU MEÐ FÓTBOLTA SAGA KÖRFUBOLTANS 8BREYTTAR LEIKREGLUR PÉTUR HRAFN SIGURÐSSON 11TUTTUGU TITLAR OG VIÐ TELJUM ENN ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR 21Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU KEFLAVÍK Í BIKARKEPPNI EVRÓPU 31FRÁBÆR SIGUR ÍSLENSKU STELPNANNA PROMOTION CUP 32LANDSLIÐ ALLRA TÍMA EINAR BOLLASON 75LAGT INN Í REYNSLUBANKANN EM U-86 ÁRA LANDSLIÐA 76

LEIKHLÉ KÖRFUBOLTAVÖLLUR HÆÐ SINNUM LENGD SINNUM BREIDD 10HVERSU VEL ÞEKKIR ÞÚ REGLURNAR? TAKTU PRÓFIÐ 22BÚNAÐUR HVAÐ ÞARFTU TIL AÐ SPILA LEIKINN? 71

UMFJÖLLUN UM LIÐIN KYNNING Á SÉRFRÆÐINGUM 341. DEILD KVENNA 35INTERSPORTDEILDIN 431. DEILD KARLA 59LEIKJAPLAN 62

[efnisyfi rlit]

1. DEILD KVENNA 35

GUÐMUNDUR BRAGASON 13

ALDA LEIF JÓNSDÓTTIR 16

JÓN ARNÓR STEFÁNSSON 65

Félag Eggjaframleiðenda

Page 6: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 7

[ritstjórapistill]

Ég var ekki hár í loftinu þegar ég sá í fyrsta skipti leik í NBA deildinni í sjónvarpinu. Allir í skólanum voru að tala um NBA og heyrðust aðeins nöfn þriggja liða: LA Lakers, Chicago Bulls og New York Knicks. Ég var spenntur fyrir að kanna þessi lið enda hafði ég mikinn áhuga á körfubolta. Ég settist með popp fyrir framan sjónvarpstækið og beið spenntur eftir leik New York Knicks og Indiana Pacers sem var að hefjast. Leikurinn byrjaði og maður að nafni Reggie Miller fór á kostum strax frá fyrstu mínútu. Hann var leikmaður Indiana Pacers. Ekki New York Knicks. Og Indiana Pacers vann, ekki New York Knics. Það var eitthvað skrítið við þetta. New York Knicks átti að vinna. Það sögðu það allir í skólanum.

Daginn eftir fór ég í skólann og sagði öllum að ég héldi með Indiana Pacers. Allir horfðu skringilega á mig, vissu sennilega ekkert hvað ég var að tala um því aðeins þrjú lið voru í NBA að þeirra mati. En það var ekki mitt mat. Mitt mat var að enginn var betri en Reggie Miller. Hann var frábær. Og hann spilaði með Indiana Pacers, liðinu mínu.

Ég hafði fundið mér lið til að halda með og eins og sönnum, og hörðum, aðdáanda langaði mig mikið að sýna umheiminum hvert mitt lið var en það reyndist þrautin þyngri því það eina sem íþróttabúðirnar seldu voru bolir og trefl ar merktir New York Knicks, Lakers og Chicago Bulls. Þegar maður heldur með liði í íþróttum þá er algjört lykilatriði að eiga búning eða bol til að ganga í eða eiga plakat, myndir eða fl agg með liðinu til að veggfóðra herbergið með en ég gat það ekki. Reggie Miller var Íslendingum ókunnur.

Ég reyndi að bjarga málunum með því að krota á töskuna mína ‘Indiana

Pacers best’ og ‘Reggie Miller best’ en það var bara ekki nóg. Það var bara eitthvað sem vantaði. Og svo gerðist það. Ég fór í heimsókn til kunningja míns einn daginn en hann átti frænda sem fór mikið til Bandaríkjanna. Í þessari heimsókn minni sýndi kunningi minn mér myndir sem frændi hans hafði gefi ð honum. Þetta voru myndir af körfuboltaleikmönnum úr NBA. Og viti menn, innan um leyndust myndir af leikmönnum Indiana Pacers. “Viltu bítta?” sagði ég stjarfur yfi r myndum og fyrir löngu búinn að fi nna þeim stað uppi á vegg inni í herberginu mínu. “Með hvaða liði heldur þú?” spurði hann. “Indiana Pacers,” svaraði ég stoltur. “Ha?” svaraði hann hissa og bætti svo við að hann héldi með Chicago Bulls. “Viltu bítta?” spurði ég hann aftur þegar ég fl etti í gegnum myndirnar af goðunum mínum: Reggie Miller, Rik Smits og Detlef Schrempf. “Já,” svaraði hann og um leið rann það upp fyrir mér að ég átti engar myndir til að láta hann fá í staðinn. Ég átti ekkert til að bítta með en kunningi minn var ekki lengi að bjarga því. “Þú færð allar myndirnar með Indiana Pacers ef þú skráir þig í SUS, samband ungra Sjálfstæðismanna,” sagði hann stoltur enda vissi hann að þetta myndi tryggja SUS-urum einn meðliminn til viðbótar en það var mjög mikilvægt því þeir voru að safna fólki í hreyfi nguna. Þeir ætluðu að verða langstærstir á landinu sagði hann. Ég

hafði neitað honum um að ganga í þessa hreyfi ngu þegar hann hafði gaukað þessu að mér í fyrri heimsóknum en nú vissi hann að svar mitt yrði jákvætt. “Ok,” sagði ég við hann, samt ekki alveg sannfærður um að ég væri að gera rétt enda ekki búinn að mynda mér pólitíska skoðun og mér leið því svolítið eins og ég væri að selja sannfæringu mína eða sál. Hann lét mig fá myndirnar, eftir að ég hafði skrifað undir umsóknarbeiðni, og ég hljóp heim og límdi þær á vegginn og starði á þær alla nóttina. Ég var orðinn sannur aðdáandi. Aðdáandi númer eitt. Nú eru myndirnar löngu horfnar og ég er hættur að fá fréttabréf sent heim frá SUS-urum og símtal fyrir kosningar. Ég er sjálfsagt orðinn of gamall fyrir þá. Þetta blað er stútfullt af skemmti-legum greinum og viðtölum, svo ég tali nú ekki um fróðlega umfjöllun um liðin. En það sem mörgum ungum körfuboltaáhangendum á eftir að fi nnast skemmtilegast við blaðið er að í því miðju er plakat af Jóni Arnóri Stefánssyni. Vonandi þarf samt enginn að skrá sig í stjórnmálahreyfi ngu í bítti fyrir plakatið.

Aðdáandi númer eitt

Tómas Gunnar

ÚTGEFANDI: KKÍ OG B-FÓLK.ÁBYRGÐARAÐILI: KKÍ.

RITSTJÓRI: TÓMAS GUNNAR VIÐARSSON – [email protected]ÓRN: HANNES S. JÓNSSON, ÓLAFUR RAFNSSON OG PÉTUR HRAFN SIGURÐSSON.

ÚTLIT OG UMBROT: EGGERT BALDVINSSON – [email protected]ÉRFRÆÐINGAR BLAÐSINS: BENEDIKT GUÐMUNDSSON, EINAR Á. JÓHANNSSON OG ÓSKAR Ó. JÓNSSON.

MYNDIR: EGGERT BALDVINSSON, TÓMAS GUNNAR VIÐARSSON OG KKÍ.PRÓFARKALESTUR: DAGNÝ BALDVINSDÓTTIR.

PRENTUN: GUTENBERG HF.UPPLAG: 20.000.

HEIMASÍÐA: WWW.KKI.IS OG WWW.B-FOLK.EHF.ISVERÐ: 0 KR.

SÉRSTAKAR ÞAKKIR: ALLIR ÞEIR SEM GERÐU ÚTGÁFU BLAÐSINS MÖGULEGA.

Page 7: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 7

Framundan er nýtt keppnistímabil í íslenskum körfuknattleik. Tímabilið er ekki eingöngu nýtt vegna þess að komið er nýtt ár, nýtt haust – heldur felur komandi tímabil í sér fjölmargar nýjungar og breytingar frá fyrri árum. Full ástæða er fyrir alla unnendur körfuknattleiks til að hlakka til komandi leiktíðar. Stærsta breyting komandi keppnis-tímabils er án efa hið nýja fyrirkomulag flaggskips íþróttagreinarinnar, Inter-sportdeildarinnar. Samþykktar hafa verið strangar reglur um umgjörð leikja í deildinni, og er nú aukin áhersla lögð á að leikir í deildinni feli í sér alhiða skemmtun fyrir áhorfendur frá upphafi til enda og að ásýnd þeirrar skemmtunar sem felst í kappleiknum sjálfum verði römmuð inn í nýjan og betri búning. Má þar sem dæmi nefna skyldur um kynningu liða, vandaða leikskrá, tónlist og lukkudýr svo eitthvað sé nefnt, en ekki síður er lögð áhersla á umgjörð og kynningu leikja með því að bæta aðgang almennings að upplýsingum s.s. með því að halda úti virkri og vandaðri heimasíðu á netinu. Vitaskuld mun körfuknattleikurinn sjálfur áfram vera í aðalhlutverki, en

með sama hætti og leikmenn, þjálfarar og dómarar vinna stöðugt að því að bæta getu sína og frammistöðu, hafa stjórnir félaganna nú tekið höndum saman um að gangast undir auknar kröfur í því skyni að skapa heildstæða skemmtun. Önnur breyting sem menn kunna að verða varir við er breytt landslag varðandi erlenda leikmenn, sem sett hafa svip sinn á deildina undanfarna tvo til þrjá áratugi. Eru reglur nú breyttar með hliðsjón af aðlögun við alþjóðasamfélagið, en þar hafa mörk ríkisborgararéttar einstaklinga orðið óljósari og sveigjanlegri, með þeim afleiðingum að erfiðara er að ákvarða hlutgengi leikmanna á þeim forsendum. Hefur íslensk körfuknattleikshreyfing skapað sér ný landamæri í Inter-sportdeildinni í formi fjárhagslegs launaþaks, sem í senn er ætlað að fela í sér aukið jafnræði milli liða og nauðsyn félaga til að reka fjármál sín með ábyrgum hætti. Engin launung er á því að breytingar á deildarfyrirkomulagi eiga sér fyrirmynd frá nágrannaríkjum okkar, Svíþjóð og Noregi, en stofnun s.k. ‘súperdeilda’ þar hefur margfaldað áhorf og áhuga fyrir

körfuknattleik. Við berum vissulega þá von í brjósti að breytingar í íslenskum körfuknattleik feli í sér samsvarandi sóknarfæri. Er það von okkar að vel takist til, og almenningur njóti þessarar skemmtilegu íþróttar með okkur. Ekki má gleyma því að fyrrgreint flaggskip, Intersportdeildin, er einungis toppurinn á ísjakanum í starfi körfu-knttleikshreyfingarinnar. Í boði eru hátt á þriðja þúsund kappleikir í öllum aldursflokkum, og er um að ræða lang umfangsmesta mótahald á Íslandi að knattspyrnu undanskilinni. Ekki má gleyma stórskemmtilegri keppni í tveimur deildum mfl. kvenna, og neðri deildum mfl. karla. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem unnið hafa ómælt starf við útgáfu þessa glæsilega blaðs, og jafnframt eiga allir stuðningsaðilar og samstarfsaðilar KKÍ þakklæti skilið fyrir sitt framlag í þágu körfuknattleiksins á Íslandi.

Með von um skemmtilegan körfu-knattleiksvetur,

Ólafur Rafnsson,formaður KKÍ.

nýtt keppnistímabil

[formannspistill]

KEPPNISTÍMABILIÐ FÓR AF STAÐ Í OKTÓBER MEÐ LEIKJUM UM MEISTARA MEISTARANNA Í KARLA- OG KVENNAFLOKKI OG SKEMMST ER FRÁ ÞVÍ AÐ SEGJA AÐ KEFLAVÍK VARÐ TVÖFALDUR MEISTARI. LEIKIRNIR VORU GÓÐGERÐALEIKIR OG RANN ALLUR ÁGÓÐI TIL EINSTAKRA BARNA. FORSETI ÍSLANDS, HR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, VAR HEIÐURSGESTUR Á LEIKNUM Í KARLAFLOKKI OG Á MYNDINNI HÉR TIL VINSTRI HEILSAR HANN, ÁSAMT HANNESI S. JÓNSSYNI VARAFORMANNI KKÍ, UPP Á LEIKMENN KEFLAVÍKUR.

Page 8: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 8

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 9

Þann 6. nóvember árið 1861 fæddist James Naismith í Ontarion fylki í Kanada en Naismith er upphafsmaður körfuboltans. Upphafið má rekja til ársins 1891 þegar miklir kuldar gengu yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Naismith var kennari í KFUM skólanum í Springfield, í Massachusetts, og nemendur í þeim skóla leiddist mikið sökum þess að þeir gátu ekki stundað íþróttir utandyra og urðu því að stunda fimleika öllum stundum. Yfirmaður íþróttadeildar skólans auglýsti eftir íþrótt sem stunda mætti yfir veturinn, í stað þeirra hættulegu og leiðinlegu íþrótta sem fyrir voru. Naismith, sem var mjög vel að sér í íþróttasögu, var einn þeirra sem spreyttu sig á því að finna upp skemmtilega innanhússíþrótt. Naismith gekk strax út frá því að finna upp íþrótt sem einkenndist af keppni milli liða, ólíkt fimleikunum. Hann vildi hafa mark og bolta. Fyrst reyndi Naismith að laga ameríska fótboltann og hornabolta að íþróttasal skólans án

árangurs. Naismith gekk þá út frá því að finna upp íþrótt sem nokkuð margir gætu tekið þátt í og að íþróttin einkenndist ekki af miklum átökum en samt myndi hún byggjast upp á hraða og áreynslu. Hann fékk lánaðar ferskjukörfur, úr tré, úr mötuneyti skólans og hengdi þær upp í 305 sentimetra hæð, en það var

hæð svalanna í íþróttahúsinu. Leikurinn gekk svo út á að hitta bolta ofan í þessar körfur.

Níu manna lið Fyrstu reglur Naismith gengu út á það að einn maður úr hvoru liði skyldi

berjast um boltann í upphafskasti og að dómari yrði einn. Ekki mátti halda utan um mótherjann og ekki hlaupa með boltann í fanginu, heldur átti að senda hann frá sér frá þeim stað þar sem hann var móttekinn. Leiktíminn átti að vera tvisvar sinnum fimmtán mínútur og eitt stig var gefið fyrir körfu. Níu leikmenn áttu að vera í hvoru liði og er ástæðan sennilegast sú að Naismith kenndi átján manna bekkjum. Þessir níu leikmenn fóru í mismunandi stöður og gerði Naismith ráð fyrir þremur framherjum, þremur miðjumönnum og þremur varnarmönnum. Naismith hafði fundið upp íþróttagrein sem síðar fékk nafnið körfubolti en nafnið þótti við hæfi þar sem leikurinn gekk út á körfu og bolta. Körfubolti náði strax miklum vinsældum í Springfield og áhorfendur flykktust á svalir íþróttahússins til að fylgjast með þessum skemmtilega leik. Útbreiðsla körfuboltans var hröð sem má að miklu leyti þakka mikinn áhuga nemenda Naismith. Nemendurnir kynntu öðrum liðsmönnum KFUM þessa íþrótt og mikið var um hana fjallað í tímariti KFUM sem dreift var um allt landið. Einnig má þakka mikilli útbreiðslu körfuboltans stríðsátökum sem Bandaríkin tóku þátt í. Árið 1896 var fyrsti háskólaleikurinn haldinn í Iowa háskóla og um 1900 var körfubolti kominn til allra heimsálfa. Árið 1936 er körfubolti svo orðin

skotið í ferskjukörfu með fótbolta

[saga körfuboltans]

Eftir Tómas Gunnar

Rúm hundrað ár eru síðan körfuboltinn var fundinn upp í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því fór þessi íþrótt hratt um heiminn og náði fótfestu á Íslandi eftir síðari heimsstyrjöldina.

James Naismith, faðir körfuboltans, lést þann 28. nóvember árið 1939.

Hæð körfunnar hefur haldist óbreytt frá 1891 en hæðin er 305 sentimetrar.

Í byrjun voru körfuboltaspjöldin hugsuð til að áhorfendur næðu ekki að blaka boltanum ofan í körfuna.

Árið 1898 er í fyrsta skipti leyft að rekja knöttinn sem breytti leiknum mikið því í byrjun var hann mjög hægur.

Aðalheimild: Leikni fram

ar líkamsburðum

Page 9: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 8

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 9

Fyrsta landslið Íslands sem keppti á móti Dönum þann 16. maí árið 1959. Leikurinn tapaðist 41:38. Ingi Gunnarsson, fyrirliði, er þriðji frá vinstri í efri röð. Honum á hægri hönd stendur Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ og fararstjóri í þessari ferð. Við hlið Boga stendur svo Ásgeir Guðmundsson, þjálfari. Þorsteinn Hallgrímsson er annar frá hægri í fremri röð.

ólympíuíþrótt. Körfubolti var orðin ein af þjóðaríþróttum Bandaríkjamanna. Heimsmeistaratitill var svo fyrst veittur körlum árið 1950, ári eftir að NBA atvinnumannadeildin var stofnuð, og konum þremur árum síðar. Körfubolti kemur til Evrópu með liðsmönnum KFUM árið 1893 en nær samt ekki almennilegri útbreiðslu fyrr en í fyrri heimstyrjöldinni, tæpum þrjátíu árum síðar, og þá helst fyrir tilstilli bandarískra hermanna. Það voru svo Lettar sem urðu fyrstu Evrópumeistararnir árið 1935 en það voru einmitt Lettar sem spiluðu fyrsta landsleikinn ellefu árum fyrr á móti Eistlandi. Þann leik vann Lettland 20:16.

Íslendingar keppa í körfubolta Körfuboltinn kom til Íslands í kringum 1920 eða á sama tíma og hann var að ná góðri útbreiðslu í Evrópu. Reyndar kynntust Íslendingar fyrst afbrigði af körfubolta frá Danmörku og er það ekkert óeðlilegt þar sem körfubolti var iðulega lagaður að aðstæðum hverju

sinni. Körfubolti eins og við þekkjum hann í dag náði ekki fótfestu á Íslandi fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Eftir að hernámi Breta lauk árið 1941 tóku Bandaríkjamenn að sér hervernd

á Íslandi. Þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á áhuga landans á körfubolta. Þegar mest var voru bandarískir hermenn hér á landi hátt í sextíu þúsund. Hermennirnir stunduðu körfu-bolta í sínum frístundum, hvar sem þeir gátu og áhugi þeirra smitaði út frá sér til Íslendinga. Í kringum 1950 var körfubolti, eins og við þekkjum hann, leikinn á þremur stöðum á

landinu; í Reykjavík, á Laugarvatni og á Keflavíkurflugvelli, en fyrstu æfingarnar í Reykjavík fóru fram nokkru fyrr eða árið 1946 og voru það drengir á vegum Íþróttafélags Stúdenta (ÍS) sem riðu á vaðið. Fyrsta Íslandsmótið í körfubolta fór fram árið 1952 og var það lið skipað starfsmönnum af Keflavíkurflugvelli (ÍKF) sem sigraði. Liðið varði svo titilinn árið eftir. Næstu tvö ár þar á eftir, 1954 og 1955, var það svo lið ÍR sem varð Íslandsmeistari. Fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki var lið Ármanns og var það árið 1953. Næstu Íslandsmeistarar komu svo ekki fyrr en þremur árum síðar og var það lið ÍR sem þá hampaði Íslandsmeistaratitlinum. Það má svo segja að körfuboltinn hafi verið kominn til að vera á Íslandi þegar Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað árið 1961 og síðan þá hefur körfubolti vaxið og dafnað mjög vel á Íslandi. Í dag eru 44 lið skráð til keppni og iðkendur eru vel á sjöunda þúsund um allt land.

Árið 1936 kom innkast frá endalínu í stað dómarakasts eftir skoraða körfu og við það breyttist leikurinn mikið því hraðinn varð meiri. Þetta var líka gott fyrir lið sem höfðu ekki stóra leikmenn.

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lék sinn fyrsta leik árið 1973 á móti Svíþjóð. Leikurinn tapaðist 112:15. Leikurinn fór fram í Noregi á Norðurlandamóti kvenna.

Page 10: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 10

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 11

[hæð sinnum lengd sinnum breidd]

LeikvöllurinnLeikvöllurinn skal vera rétthyrnt slétt svæði með hörðu yfi rborði án nokkurra hindrana.Í helstu alþjóðlegum mótum FIBA skal stærð leikvallar vera 28m á lengd og 15m á breidd, mælt frá innri brún útlína. Á öllum öðrum mótum geta aðilar að FIBA svo sem svæðisstjórnir þegar um svæðamót er að ræða og körfuknattleikssambönd þegar um landsmót er að ræða, viðurkennt leikvelli sem til staðar eru og eru að lágmarki 26m á lengd og 14m á breidd.

LínurAllar línur skulu vera í sama lit (helst hvítar), 5cm á breidd og auðséðar:

Endalínur og hliðarlínurLeikvöllurinn skal vera svæðið sem takmarkast af bæði endalínum (á styttri hliði leikvallarins) og hliðarlínum (á lengri hlið leikvallarins). Þessar línur eru ekki hluti leikvallar.Leikvöllurinn skal vera í að minnsta kosti tvo metra frá hindrun, þar með töldum liðsbekkjum.

MiðlínaMiðlínan er línan sem dregin er samhliða endalínum frá miðpunkti hliðarlínanna. Hún skal ná 15cm út fyrir hvora hliðarlínu.

Vítalínur, takmarkaða svæðið og vítateigar Vítateigslína skal dregin samhliða endalínum. Ytri brún vítalínu skal

vera 5,80m frá innri brún endalínu og skal vítalínan vera 3,60m á lengd. Miðpunktur vítalínu skal liggja á

ímyndaðri línu sem sker miðpunkt endalína. Takmörkuðu svæðin skulu vera þau svæði sem takmarkast af endalínum, vítalínum og hliðarlínum vítateiga sem ná frá ytri brúnum vítalína niður að endalínu. Ytri brún hliðarlínu vítateigs skal vera 3m frá miðpunkti endalínu og enda við ytri brún vítalínu. Þessar línur, fyrir utan

endalínurnar, eru hluti af takmarkaða svæðinu. Takmarkaða svæðið má mála en það verður að vera í sama lit og miðjuhringurinn. Vítateigurinn er takmarkað svæði. Hliðarlínur vítateigs tengjast með hálf hring sem hefur radíusinn 1,80m og er miðja hálfhringsins miðpunktur vítalínunnar. Svæði við hliðarlínur vítateigs þar sem leikmenn taka sér stöðu við vítaskot skulu afmörkuð eins og sýnt er á minni teikningunni.

MiðjuhringurMiðjuhringurinn skal vera á miðju leikvallar og skal radíus hans vera 1.80m mælt frá ytri brún línunnar sem myndar hringinn. Ef innanmál miðju hrings er málað, þá verður hann að vera í sama lit og vítateigurinn.

Körfubolta- völlur

Page 11: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 10

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 11

breyttar leikreglur

[körfuboltareglur]

Eftir Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóra KKÍ

Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur gert nokkrar breytingar á leikreglum í körfuknattleik en breytingarnar lúta aðallega að 24 sekúndna skotklukkunni, leikhléum og dómarakasti.Áhorfendur eiga vafalítið eftir að verða varir við þessar breytingar á komandi keppnistímabili.

24 sekúndna skotklukkanReglur um 24 sekúndna skotklukkuna hafa breyst. Reglan var sú að knötturinn varð að hafa lent á körfuhringnum eftir körfuskot áður en 24 sekúndna klukkan rann út. Þetta varð til þess að í mörgum tilfellum gall skotklukkan meðan knötturinn var í loftinu í átt að körfunni. Ef knötturinn fór ekki ofaní var leikurinn stöðvaður og mótherjarnir fengu knöttinn til innkasts. Olli þetta því að leikurinn var stöðvaður að óþörfu og reyndist þessi regla mjög illa að margra mati. Því var henni breytt á þann hátt að nú þarf knötturinn aðeins að hafa yfirgefið hendi skotmanns áður en skotklukkan rennur út. Ef klukkan gellur þegar knötturinn er í loftinu skal ekki tekið tillit til þess og leikur heldur áfram, hvort heldur sem knötturinn fer ofaní eða lendir á hringnum. Ónauðsynlegar tafir á leiknum hverfa, leikurinn verður hraðari og við fáum að sjá baráttu um fleiri fráköst en áður.

LeikhléÖnnur stór breyting er varðandi leikhlé. Nú verður heimilt að færa leikhléin milli leikhluta. Áður mátti aðeins taka

eitt leikhlé í fyrsta, öðrum og þriðja leikhluta og tvö í fjórða leikhluta og ekki flytja ónotuð leikhlé milli leikhluta. Breytingarnar eru þær að nú má taka tvö leikhlé í fyrri hálfleik, óháð leikhlutunum og í síðari hálfleik má taka þrjú leikhlé óháð því í hvaða leikhluta þau eru tekin. Þjálfarar geta því til dæmis tekið þrjú leikhlé síðustu tvær mínúturnar í fjórða leikhluta. Áfram er heimilt að taka eitt leikhlé í hverri framlengingu. Verður fróðlegt að sjá hvort þetta kemur til með að hafa mikil áhrif á leikinn.

DómarakastÞriðja stóra breytingin felur í sér að útrýma að mestu dómaraköstum (uppköst).Nú verða eingöngu tekin dómaraköst við upphaf leiks, við upphaf þriðja leikhluta og við upphaf hverrar framlengingar. Í stað þess að taka dómarakast þegar til dæmis vafi leikur á hvort liðið á knöttinn eða þegar leikmenn halda knetti fast milli sín o.s.frv., þá kemur til kasta svokallaðrar víxlreglu. Hún felur það í sér í meginatriðum að liðin skiptast á um að fá knöttinn. Við upphaf leiks er dómarakast. Liðið

sem tapar því fær knöttinn til innkasts næst þegar aðstæður sem hefðu leitt til dómarakasts koma upp. Dæmi: Lið A vinnur dómarakastið í upphafi leiks. Eftir tveggja mínútna leik halda tveir leikmenn knettinum fast milli sín. Úrskurður dómarans verður þá að lið B fær knöttinn til innkasts. Til að gefa til kynna hvort liðið á rétt á knettinum hverju sinni hefur verið útbúin svokölluð stefnuör sem er í formi plastspjalds staðsettu á ritaraborðinu og er því snúið í hvert sinn sem dæmt er samkvæmt víxlreglunni. Örin skal ávallt vísa í leikstefnu þess liðs sem fær knöttinn. Ef lið A á næsta innkast samkvæmt víxlreglunni, þá bendir örin á körfu liðs B. Kann þessi breyting að verða umdeild og á eftir að koma í ljós hvort hún virkar í alþjóðlegum körfuknattleik. Þessi regla er ekki ný, því hún hefur verið notuð í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hefur KKÍ látið útbúa stefnuörvar sem eiga að vera á öllum ritaraborðum í öllum leikjum í körfuknattleik.

Áhugasömum er bent á að lesa leikreglur í körfuknattleik sem finna má á heimasíðu KKÍ, www.kki.is. Þar koma reglubreytingarnar fram og þær skýrðar með raunhæfum dæmum.

Page 12: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Sparisjóður SvarfdælaDalvík

Bílasprautun & réttingar Auðuns Nýbýlavegi 10 Kópavogi

Björn Málari hf Austurbyggð 10 Akureyri

Blikkás ehf Skemmuvegi 36 Kópavogi

Búnaðarbanki Íslands Faxatorgi 1 Sauðárkróki

Ferðaskrifstofa Austurlands Miðvangi 1-3 Egilsstöðum

Fiskbúðin Fiskibær Hringbraut Reykjanesbæ

Fiskiðjan Skagfi rðingurEyravegi 8 Sauðárkrókur

Hraðfrystihús Hellisands Húsagerðin hf Reykjanesbæ

Kaupfélag Skagfi rðinga Sauðárkróki

Mjólkurbú FlóamannaSelfossi

Pardus hfHofsósi

Rafþjónusta Birgis Hafnargata 21 Grindavík

Sparisjóður Mýrarsýslu Borgarbraut 14 Borgarnesi

Sparisjóður Strandamanna Hólmavík

Sprautu & Bifreiðaverkstæði Sólbakka 5 Borgarnesi

Verslunarmannafélag Suðurnesja Reykjanesbæ

Verslunin Haraldur Júlíusson Aðalgata 22 Sauðárkróki

Kaupfélag Borgfi rðinga Borgarnesi

Akranes

Akureyri

Sandgerði

Gerðahreppur

Page 13: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

ekkert sjálfgefið að vera valinn í landsliðið

Þú slóst landsleikjametið þegar Ísland vann Möltu 79:45, á Smáþjóðaleikunum, með því að spila leik númer 165. Hvernig tilfinning var það? Það var ágætis tilfinning að slá metið en þarna úti á Möltu þá hugsaði maður ekki svo mikið um það. Þarna var stíf dagskrá, leikir á hverjum degi og allt snérist um að vinna þessa Smáþjóðaleika. Vonbrigðin yfir að enda í öðru sæti eru minnisstæðari en það að landsleikjameti hefði verið náð.

Svo bættust einhverjir leikir við. Hvað eru leikirnir orðnir margir núna? Þeir eru orðnir 169 talsins. Ég man alltaf að Gunni Þorvarðar var ánægður með að hætta í 69 landsleikjum. 169 er ekki alveg eins flott tala en ég er hæstánægður með hana.

Þegar þú varst lítill strákur að leika þér úti á velli áttir þú þá einhvern tíma von á því að verða landsleikjahæsti leikmaður Íslands í körfubolta?

Nei, örugglega ekki. Ég byrjaði frekar seint að æfa eða tólf ára og var ekkert sérstaklega góður fyrstu árin. Það voru til dæmis tveir eða þrír strákar á mínum aldri úr Grindavík valdir í drengjalandslið á sínum tíma en ég komst ekki í hópinn. Æfingaaðstaðan í Grindavík var líka ekki upp á það besta en alla yngri flokkana æfðum við í sal sem var löglegur badmintonvöllur. Fyrstu árin í meistaraflokki þá æfðum við í Njarðvík eða Sandgerði einu

Guðmundur Bragason var valinn í A-landsliðið í fyrsta skipti þegar hann var nítján ára. Síðan þá hefur hann leikið 169 landsleiki og hefur enginn leikið fleiri landsleiki en hann en Guðmundur náði metinu af Vali Ingimundarsyni fyrir skömmu. Guðmundur svarar hér nokkrum spurningum um glæsilegan landsliðsferil og hvað sé framundan hjá honum.

[guð

mun

dur

brag

ason

]

Eftir Tómas Gunnar

Page 14: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 14

sinni í viku og spiluðum heimaleikina í Njarðvík.

Manstu eftir þínum fyrsta landsleik? Já, eins og áður sagði þá

komst ég ekki í drengjalandsliðið og var því staðráðinn í að komast í hópinn næst þegar landslið yrði valið. Ég komst síðan í unglinga-landsliðið nokkru síðar, á móti í Svíþjóð ef minnið svíkur ekki. Þar fór Hreiðar Hreiðarsson, úr Njarðvík, á kostum og var yfi rburðarmaður í okkar liði.

Hvenær var þinn fyrsti A-landsleikur?

Hann var á móti Svíþjóð í ársbyrjun 1987. Leikurinn tapaðist með þriggja stiga mun ef ég man rétt. Þetta voru leikir á sterku móti í Svíþjóð og mikil reynsla fyrir nítján ára strák úr Grindavík að taka þátt í þessu. Landsliðsþjálfararnir Einsi Bolla og Gunni Þorvarðar völdu mig í byrjunarliðið í fyrsta landsleiknum og gekk mér ágætlega að ég held.

Hvernig var tilfi nningin við að vera valinn í fyrsta skipti í landsliðið?

Það er alltaf góð tilfi nning að vera valinn í landsliðið og ekkert sjálfgefi ð. Það er alltaf valinn fyrst stærri æfi ngahópur og mikil spenna þegar þjálfarinn tilkynnir endanlegan landsliðshóp. Oft hefur maður séð góða leikmenn og félaga vera setta úr hópnum og valið hlýtur að vera erfi tt fyrir þjálfara hverju sinni. Það er síðan gaman þegar maður sér að það herðir bara menn og þeir koma sterkari til baka í næsta prógram. Michael Jordan komst til dæmis ekki í skólaliðið sitt eitt ár í grunnskóla en við sáum hvar hann endaði.

Hvaða landsleikur er nú eftirminnilegastur?

Það er erfi tt að segja, minningarnar eru mjög margar bæði eftir góða sigra og slæm töp. Líklegast eru stærstu sigrarnir þegar við náðum að tryggja það að Ísland fékk að keppa í milliriðlum í Evrópukeppninni tvær Evrópukeppnir í röð. Í fyrra skiptið tryggðum við það með því að verða í öðru sæti í forkeppni á Íslandi en í hitt skiptið í eftirminnilegri

forkeppni í Slóvakíu. Það var einnig frábær reynsla að keppa í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Þá kepptum við í Murcia á Spáni við

geysisterkar þjóðir eins og Króatíu, Þýskaland, Grikkland og Rúmeníu. Margir leikmenn sem við kepptum við þar voru í NBA á þeim tíma eða fóru þangað á næstu árum á eftir. Króatía og Þýskaland komust á Ólympíuleikana

og stóðu sig vel þar. Króatía náði silfurverðlaunum en þetta voru leikarnir þar sem ‘draumaliðið’ bandaríska keppti í fyrsta sinn en í því voru til dæmis Jordan, Barkley, Bird og Magic. Þetta

króatíska lið er það sterkasta sem ég hef keppt við en þar voru meðal annars Petrovic, Kukoc, Radja og Vrankovic.

En hvaða atvik tengt landsliðinu er eftirminnilegast? Eins og áður segir þá eru minningarnar og atvikin tengd landsliðinu ótalmörg og erfi tt að taka eitt atvik úr. Maður hefur verið í landsliðinu með fjölmörgum skemmtilegum félögum og þó nokkrum þjálfurum. Mér er minnisstætt hversu vel strákar eins og Jón Kr., Hreinn Þorkels, Pálmar Sig, Axel Nikulás o.fl . tóku manni þegar maður var að byrja í landsliðinu og hefur maður reynt að temja sér það sama þegar nýliðar koma í hópinn. Hvað varðar þjálfara þá er Laslo Nemeth einn litríkasti landsliðsþjálfari sem að ég hef haft og fjölmörg skondin atvik hvað hann varðar komið upp. Ég man til dæmis alltaf eftir því hversu góð kaup hann taldi sig hafa gert þegar hann keypti þennan forláta þráðlausa síma í New York. Honum var talin trú um að með þessum síma ætti hann að geta hringt í gegnum heimasímann sinn í allt að 300 kílómetra radíus frá heimilinu í gegnum gervihnött. Laslo var ekkert smá ánægður með kaupin og hældi þessari tækninýjung á Kennedy fl ugvellinum á leiðinni heim. Síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og

varð sá gamli sótsvartur af reiði þegar ég spurði hann hvernig síminn hefði virkað. Síminn virkaði náttúrulega ekki og þegar Laslo opnaði hann þá var hann hálftómur, með fullt af teygjum þannig að það virkaði sannfærandi að ýta á

takkana.

Þegar þú lítur til baka hvað er þá eftirminnilegast frá þínum ferli? Það er örugglega þegar við urðum Íslandsmeistarar í Grindavík 1996. Bærinn fór á annan endan og móttökurnar þegar við keyrðum inn í bæinn gleymast aldrei. Það beið

ótrúlegur fjöldi fólks eftir okkur og fólk á öllum aldri tók þátt í gleðinni. Einnig eru mjög eftirminnileg árin úti í Þýskalandi í atvinnumennskunni. Það var synd hversu seint Bosnam reglan

Guðmundur er ekki hjátrúafullur og er með það á hreinu að leikir vinnast ekki með því að vera í ‘happa’ nærbuxum eða sokkum.

“Ég hef ákveðið að þetta tímabil verði það síðasta á mínum langa ferli. Þetta er búinn að vera frábær tími og ég hef átt lánsaman feril bæði með félagsliðum og landsliði.”

Page 15: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 14

komst á annars hefði maður líklegast farið fyrr út að spila.

Getur þú aðeins talað um styrkleika landsliðsins nú og þegar þú byrjaðir?

Það er erfi tt að bera saman styrkleika landsliða á mismunandi tímum. Landsliðið áður fyrr var á stundum mjög gott, sérstaklega þegar Pétur Guðmundsson var upp á sitt besta. Hins vegar eru strákar í dag með mun meiri tækni enda er byrjað mun fyrr að æfa en þegar ég var ungur. Ef við hefðum náð að stilla upp sterkasta landsliðinu í vor með Jón Arnór heilan ásamt ‘nýju Íslendingunum’ Brenton og Damon þá hefði það verið það sterkasta hingað til tel ég.

Hver er besti íslenski landsliðsmaðurinn sem þú hefur leikið með?

Þar verð ég að segja Pétur Guðmundsson. Hann hafði mikla hæfi leika og var ótrúlega vanmetinn leikmaður, allavega á Íslandi.

Hefur þú tekið ákvörðun um hvenær þú munt leggja landsliðsskóna á hilluna?

Ég hef ákveðið að þetta tímabil verði það síðasta á mínum langa ferli. Þetta er búinn að vera frábær tími og ég hef átt lánsaman feril bæði með félagsliðum og landsliði. Skrokkurinn er í góðu lagi allavega ennþá, en það er ágætt að hætta áður en mikið fer að hægjast á manni.

Þar sem landsliðið á ekki leik næst fyrr en næsta haust hefur þú þá ekki leikið þinn síðasta landsleik?

Jú, ég hef leikið minn síðasta landsleik og kveð félagana í landsliðinu sáttur. Það er hins vegar dapurt hjá KKÍ

að láta ár líða, hvað eftir annað, á milli landsleikja. Það er ekki ávísun á góðan árangur og slæmt fyrir stráka sem eru að toppa núna. Landsliðið er jú andlit körfunnar út á við og andlit sem sést mjög sjaldan gleymist.

Hvernig sérðu framtíðina? Ég get ekki séð annað en að íslenska karfan eigi eftir að dafna vel í framtíðinni. Árangur Jóns Arnórs er

náttúrulega frábær og hvetur vonandi unga krakka til dáða. Það er mikið atriði að hafa einhverjar góðar fyrirmyndir fyrir krakka til að líta upp til. Mér fi nnst þó verst hvað fjölmiðlar á Íslandi eru áhugalitlir um körfuna samanber þann skandal að hvorki RÚV né SÝN hafi sýnt neitt frá nýafstöðnu Evrópumóti landsliða í körfuknattleik í Svíþjóð.

Nú fer ferli þínum sem leikmanni bráðum að ljúka. Hefur þú hugsað þér að fara út í þjálfun að honum loknum? Ég hef alltaf þjálfað öðru hvoru ásamt því að spila, bæði yngri fl okka og verið spilandi þjálfari hjá meistarafl okki. Mér þykir mjög líklegt að ég fari frekar út í þjálfun eftir að ég hætti að spila enda erfi tt að slíta sig algjörlega frá körfunni.

Leikir 327 6.-7. sæti

Stig 5499 4. sæti

Fráköst 3082 1. sæti

Sóknarfráköst 1162 1. sæti

Stoðsendingar 647 15. sæti

Stolnir boltar 618 3. sæti

Varin skot 186 4. sæti

Villur fengnar 911 4. sæti

Víti hitt 1037 3. sæti

“Ég byrjaði frekar seint að æfa eða tólf ára

og var ekkert sérstaklega góður fyrstu árin.”

Tölfræði frá ferli Guðmundar Bragasonar í Úrvalsdeildinni en hann er nú að hefja sitt fi mmtánda tímabil.

1 9 8 7 - 1 9 8 8 G r i n d a v í k16 leikir 17,3 stig

1 9 8 8 - 1 9 8 9 G r i n d a v í k26 leikir 20,9 stig 13 fráköst

1 9 8 9 - 1 9 9 0 G r i n d a v í k26 leikir 22,7stig 9,4 fráköst

1 9 9 0 - 1 9 9 1 G r i n d a v í k26 leikir 18,1 stig 9,5 fráköst

1 9 9 1 - 1 9 9 2 G r i n d a v í k26 leikir 23,1 stig 10,9 fráköst

1 9 9 2 - 1 9 9 3 G r i n d a v í k26 leikir 17 stig 10,4 fráköst

1 9 9 3 - 1 9 9 4 G r i n d a v í k26 leikir 14,3 stig 11,6 fráköst

1 9 9 4 - 1 9 9 5 G r i n d a v í k32 leikir 17,8 stig 11,3 fráköst

1 9 9 5 - 1 9 9 6 G r i n d a v í k32 leikir 16,2stig 7,6 fráköst

1 9 9 8 - 1 9 9 9 G r i n d a v í k11 leikir 11 stig 9 fráköst

1 9 9 9 - 2 0 0 0 H a u k a r22 leikir 16,9 stig 10,4 fráköst 2 0 0 0 - 2 0 0 1 H a u k a r 16 leikir 10 stig 8,4 fráköst

2 0 0 1 - 2 0 0 2 H a u k a r20 leikir 12,7 stig 8 fráköst

2 0 0 2 - 2 0 0 3 G r i n d a v í k22 leikir 9,4 stig 7,8 fráköst

Page 16: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 16

[alda leif jónsdóttir]

Eftir Tómas Gunnar

hæfileikarnir komu snemma í ljós

Alda Leif er alveg einstök íþróttakona og hefur verið á toppnum í kvennakörfunni í mörg ár þrátt fyrir að vera einungis 24 ára gömul. Haustið 2000 hélt hún í atvinnumennsku til Danmerkur. Hér segir hún frá því tímabili í lífi sínu ásam því að rifja upp körfuboltaferil sinn.

Page 17: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 16 Alda Leif og Kristín Blöndal.

“Ætli markmið mín séu ekki helst þau að bæta mig sem leikmaður og gera ávallt mitt besta. Auk þess á ég eftir að verða Íslandsmeistari með ‘mínu liði’ en við vorum nú sorglega nálægt því fyrir tveimur árum.”

Foreldrar Öldu Leifar æfðu körfubolta og fór Alda Leif oft með mömmu sinni á æfi ngar þegar hún var yngri og þar kviknaði áhugi Öldu Leifar fyrst á körfubolta. Hún byrjaði þó frekar seint að æfa, eða þegar hún var í 8. bekk og segir Alda Leif ástæðun fyrir því sennilegast vera þá að Víkingur, hverfi sliðið, hafi ekki verið með körfuboltadeild. “Svo fórum við nokkrar bekkjarsysturnar úr skólanum saman á æfi ngu hjá Val. Reyndar held ég að fl estar af þeim stelpum hafi nú hætt fl jótlega en ég hélt áfram. Eldri systir mín byrjaði að æfa aðeins á undan mér, mig minnir að hún hafi byrjað ári áður, og ég held að það hafi líka haft einhver áhrif á að ég hélt áfram,” segir Alda Leif.

Þegar Alda Leif er spurð um fyrirmynd sína þegar hún var að byrja í körfunni nefnir hún móður sína. “Mamma hefur alltaf verið fyrirmyndin mín, hún spilaði með ÍS og það hefði verið gaman ef við hefðum náð að spila saman,” segir Alda Leif en móðir hennar hætti að spila rúmu ári áður en hún byrjaði að æfa körfubolta. “Þegar ég var svo að byrja í meistarfl okknum hjá Val þá var Linda Stefánsdóttir að spila þar og ég leit alltaf einnig mikið upp til

hennar,” bætir Alda Leif við. Hæfi leikar Öldu Leifar komu snemma í ljós og hún fór fl jótt að spila fyrir hönd Íslands. “Ég var fyrst valin í unglingalandslið árið 1994. Þá fórum við til Írlands og spiluðum að mig minnir fjóra leiki á þessu móti sem við unnum. Sigurður Hjörleifsson var þá að þjálfa liðið. Ég var frekar hissa á því að vera valin í landsliðið á þessum tíma þar sem ég var ekki búin að æfa lengi en fannst það auðvitað mjög spennandi. Við

spiluðum svo á fl eiri mótum næstu árin á eftir og fl eiri ferðir fylgdu í kjölfarið. Það eru þessar ferðir sem munu standa upp úr í minningunni. Leiðinlegt samt að margar af þeim stelpum sem voru í unglingalandsliðinu á þessum árum séu hættar í dag,” segir Alda Leif en þær sem eru enn að spila í dag eru Erla Þorsteins, Erla Reynis, Marín og Rannveig í Kefl avík, Signý, Fía og Svana í ÍS og Georgía í KR. Alda Leif spilaði sinn fyrsta meistarfl okksleik með Val 9. janúar 1994 á móti Grindavík. “Ég man reyndar ekki

hvort ég spilaði eitthvað í þeim leik en ég var alla vega í hópnum. Ég skoraði mín fyrstu stig hins vegar á móti ÍS í Kennaraháskólanum í mars sama ár og fi nnst mér það svolítið sniðugt þar sem ég lít á ÍS sem mitt lið í dag.” Var fyrsti meistarafl okksleikurinn eftirminnilegur? “Ég get nú ekki sagt að þessi fyrsti leikur hafi verið eftirminnilegur þar sem ég mundi nú ekki eftir honum og þurfti að fl etta honum upp,” svarar Alda Leif

og skellihlær. Með Val fékk Alda Leif mikla reynslu en hún fékk að spila mjög mikið. Stefán Arnarson var þjálfari liðsins og var mjög duglegur að taka

hana á aukaæfi ngar og segir Alda Leif að hún hafi haft mjög gott af því. “Svo var kvennaliðið lagt niður hjá Val og því skipti ég yfi r í ÍS. Næstu þrjú tímabil spila ég með ÍS og gekk liðinu alveg ágætlega. Við vorum ávallt í efri hluta deildarinnar og spiluðum tvisvar um bikarmeistaratitilinn. Ég var í fyrsta skipti valin í lið ársins eftir fyrsta árið mitt í ÍS,” segir Alda Leif.

Í atvinnumennskuTímabilið ‘99-2000 ákvað Alda Leif að breyta til og skipta yfi r í Kefl avík og

Alda Leif var valin besti leikmaður 1. deildar kvenna tímabilið 2001-2002. Að auki hefur hún fi mm sinnum verið valin í lið ársins.

Page 18: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 18

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 19

Alda Leif ásamt fulltrúum liðanna í 1. deild kvenna ef frá er talið liðNjarðvíkur. Alda Leif er önnur frá vinstri.

varð liðið Íslands- og bikarmeistari þetta tímabil og voru það fyrstu stóru titlarnir hennar. “Þetta var mjög skemmtilegur tími og er eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir að hafa gert. Sem leikmaður held ég að ég hafi haft mjög gott af því að skipta um lið. Ég kom þarna inn í nýtt lið, með nýtt hlutverk og fékk út úr því mikla reynslu. Það var erfi tt að skipta um lið en ég varð fyrir vikið bara sterkari leikmaður,” segir Alda Leif og bætir við að þetta ár hafi verið mjög skemmtilegt.

Alda Leif lék bara eitt tímabil með Kefl avík því henni bauðst að fara út til Danmerkur í atvinnumennsku haustið 2000 og spila með Holbæk. Hvernig kom þetta til?

“Þetta gerðist allt mjög óvænt. Sigurður Hjörleifsson hafði samband við mig um sumarið og var að leita að leikmanni fyrir Holbæk. Holbæk hafði haft samband við hann en árið áður var Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, að spila með karlaliðinu og þeir voru mjög ánægðir með hann. Mér leist bara vel á þetta, þetta var ákveðið tækifæri fyrir mig svo ég ákvað að slá til,” svarar Alda Leif en hún varð með þessu fyrsta íslenska konan til að fara í atvinnumennsku, ef frá er talið þegar Anna María Sveinsdóttir lék einn leik með írsku liði.

Hvernig lið var Holbæk? “Holbæk var ágætis lið en það var frekar ungt og því vantaði kannski svolítið upp á reynsluna. Við vorum með Kana allt tímabilið og svo kom reynd landsliðsmanneskja til liðs við okkur seinni hlutann á tímabilinu en hún átti barn í upphafi tímabilsins. Við komumst í úrslitakeppnina, en það var í fyrsta skipti sem liðið náði þeim árangri. Við lentum í 6. sæti í deildinni en duttum út í 8 liða úrslitum,” svarar Alda Leif og

bætir svo við að danska deildin hafi verið í svipuðum styrkleikafl okk og deildin hér heima. “Liðin voru reyndar fl eiri úti í Danmörku og fl est öll liðin voru með Kana. Mér fannst samt metnaðurinn hjá liðunum hérna heima vera meiri en úti.” Öldu Leif gekk mjög vel með Holbæk, sérstaklega þegar líða tók á tímabilið en hún var með 11 stig að meðaltali í leik. Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur tími? “Þetta var mjög skemmtilegur tími.

Page 19: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 18

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 19

Árið 1999 setti Alda Leif met í fjölda stoðsendinga í einum leik en hún átti fjórtán stoðsendingar þegar ÍS vann Njarðvík 102:29. Jessica Gaspar sló þetta met tímabilið 2000-2001.

Ég bjó hjá mjög góðri fjölskyldu sem tók mér rosalega vel. Þau komu á næstum hvern einasta heimaleik og voru mjög áhugasöm. Svolítið skrítið samt að vera ekki að gera neitt annað en að spila körfu og þjálfa,” svarar Alda Leif en hún þjálfaði tólf ára stelpur. Þegar Alda Leif hafði verið í eitt

tímabil hjá Holbæk var ákveðið að breyta skipulaginu á dönsku deildinni og voru stjórnendur Holbæk að hugsa um að láta liðið spila í næstu deild fyrir neðan næsta tímabil á eftir. “Ég var ekki tilbúin til þess að spila í lélegri deild en þeirri efstu svo ég ákvað að koma heim,” segir Alda Leif og bætir við að hún myndi spá virkilega vel í það ef henni biðist að fara aftur út til að spila körfubolta.

Draumur að spila fyrir land sittAlda Leif snéri heim frá Danmörku reynslunni ríkari. Hún hafði leikið með Keflavík árið áður en hún fór út en þegar hún kom heim frá Holbæk ákvað hún að fara í gamla liðið sitt, ÍS. “Þó svo að ég hafi skipt yfir í Keflavík á sínum tíma þá lít ég alltaf á ÍS sem mitt félag og mér fannst ekki koma annað til greina en að snúa aftur ‘heim’.” Alda Leif hefur leikið 32 landsleiki með A-landsliði Íslands en fyrsti landsleikur hennar var á Promotion Cup á Möltu í júní 1996 á móti Andorra þegar Alda Leif var 17 ára. Sá leikur vannst 100:39 og fór það svo að lokum að íslenska liðið vann mótið. “Það var mjög gaman að komast í A-landsliðið og ég var, og er, mjög stolt yfir því. Það hlýtur að vera draumur hvers íþróttamanns að fá að spila fyrir landið sitt,” segir Alda Leif brosandi. Hvernig metur þú stöðu landsliðsins í dag? “Ég held að staða landsliðsins í dag sé mjög góð. Við erum með mjög gott lið, það besta sem við höfum haft að mínu mati hingað til. Gengi okkar á Smáþjóðaleikunum í sumar segir ekki til um getu okkar og vona ég að við fáum tækifæri til þess að sýna hvað í okkur býr á næstunni.” Þegar Alda Leif er spurð um hvað standi upp úr á hennar körfuboltaferli

kemur fyrst upp í huga hennar stóru titlarnir sem hún vann með Keflavík og bikarmeistaratitillinn með ÍS. “Svo var auðvitað mjög gaman að vera valin best árið 2002. En ég held að það sem eigi kannski eftir að standa upp úr hjá mér er að hafa prófað að spila sem atvinnumaður.”

Þú hefur náð góðum árangri, verið valinn sú besta í deild og marg oft í lið ársins. Hverju þakkar þú þennan góða árangur þinn? “Ég held að til að ná góðum árangri þurfi maður að hafa metnað og vilja til bæta sig. Auðvitað skiptir miklu máli að maður sé duglegur að æfa en ég held að

hugarfarið skipti gríðarlega miklu máli.” Hvernig sérðu framtíðina? Hver eru markmið þín í körfunni? “Ætli markmið mín séu ekki helst þau að bæta mig sem leikmaður og gera ávallt mitt besta. Auk þess á ég eftir að verða Íslandsmeistari með ‘mínu liði’ en við vorum nú sorglega nálægt því fyrir

tveimur árum. Annars held ég að ég muni halda áfram að spila körfu svo lengi sem ég hef gaman að því og heilsan leyfir. Ég á nú ansi langt eftir ef ég ætla mér að slá mömmu út en hún spilaði þar til hún var 40 ára,” svarar Alda Leif hlæjandi að lokum.

Page 20: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 21

Page 21: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 21

tuttugu titlar

og við teljum enn

Þegar Anna María Sveinsdóttir stýrði Keflavíkurkonum til Íslandsmeistara-titils í kvennakörfunni síðasta vor sem spilandi þjálfari náði hún þeim einstaka áfanga að vinna sinn 20. stóra titil á körfuboltaferlinum. Anna María varð jafnframt þriðji körfuboltaleikmaðurinn til að vera Íslandsmeistarari í tíunda skipti á sínum ferli en hinir eru ÍR-ingurinn Agnar Friðriksson og Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson.

Anna María hefur látið af þjálfun Keflavíkurliðsins en ætlar að spila áfram í vetur og það er margt sem bendir til þess að hún verði búinn að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í ellefta skiptið þegar kemur að lokahófinu næsta vor. Keflavíkurliðið er gríðarlega sterkt og til alls líklegt til að gera enn betur en í fyrra þegar liðið vann alla titla nema bikarinn sem þær misstu af í framlengdum úrslitaleik gegn ÍS. Anna María verður reyndar 34 ára í nóvember og gekk undir liðþófaaðgerð á undirbúningstímabilinu en það ætti ekki að hindra þessa miklu keppniskonu í að endurskrifa körfuboltasöguna í enn eitt skiptið næsta vetur. Anna María var búin að tilkynna að hún væri hætt eftir tímabilið 2000 þegar Keflavík vann tvöfaldan sigur en hóf aftur að leika með liðinu um áramótinu 2001

til 2002 eftir að hafa eignast sitt annað barn í millitíðinni. Fyrr í desember hafði Anna María spilað með drottningar-liði Keflavíkur gegn 1. deildarliði Njarðvíkur í bikarnum, skorað 26 stig, tekið 22 fráköst og stolið 7 boltum og það var ljóst að hún hafði alla burði til þess að snúa aftur og hætta við að hætta. Um vorið voru Keflavíkurkonur langt komnar með að slá út KR í undanúrslitum úrslitakeppninnar en dýr mistök þjálfarans og reyndasta leikmannsins á vellinum kostuðu sætið í úrslitaleiknum og KR fór síðan alla leið og varð meistari. Anna María gat ekki látið staðar numið eftir slík vonbrigði. Hún snéri aftur með lærimeyjar sínar og síðasti vetur var einn sá allra glæsilegasti hjá íslensku kvennaliði frá upphafi – 33 leikir, 30 sigrar og aðeins þrjú töp á hálfum mánuði um mánaðarmótin janúar-febrúar. Hér var vissulega tímapunktur til að hætta en Anna María er ekki búin að segja sitt síðasta orð og besta körfuknattleikskona síðustu aldar ætlar að sýna að konur geta haldið sér í fremstu röð fram á fertugsaldurinn. Af hverju að hætta þegar getan og ánægjan er enn til staðar? Á þeim fimmtán árum sem Anna María hefur unnið þessa 20 titla hefur hún jafnan farið fyrir sínu liði innan sem utan vallar. Hafi einhver efast um framlag hennar til tuttugasta titilsins

væri eitthvað minna en til hinna 19 segir tölfræði Önnu Maríu í úrslitakeppninni síðasta vor sína sögu. Anna María skoraði þar 13 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 5,6 stoðsendingar að meðaltali í fimm sigurleikjum Keflavíkur í úrslitakeppninni en þetta var aðeins í fjórða sinn sem lið fer ósigrað í gegnum úrslitin. Ekki nóg með það þá tapaði hún aðeins 9 boltum í þessum fimm leikjum (3,1 stoðsending á hvern tapaðan) og klikkaði ekki á skoti á vítalínunni (11/11). Allt þetta þrátt fyrir að spila aðeins í 26 mínútur að meðaltali í leik. Það hefur því lítið breyst á þessum 15 árum eða frá því að hin 18 ára Anna María Sveinsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í apríl 1988 en það tímabil skoraði Anna María 17 stig að meðaltali í leik. Á 17 tímabilum hefur hún skorað samtals 4477 stig í efstu deild og skoraði meðal annars yfir tíu stig að meðaltali fjórtán tímabil í röð. Anna María hefur sex sinnum verið kosin besti leikmaðurinn, sex sinnum hefur hún skorað mest og enginn leikmaður hefur leikið oftar (55) eða skorað meira (703 stig) fyrir íslenska kvennalandsliðið. Af mörgum merkum staðreyndum stendur þó líklega upp úr 84% sigurhlutfall í deildarleikjum. Það er ekki nóg með að Anna María er búin að leika 17 tímabil í efstu deild heldur er hún búin að vera toppmaður í toppliði allan þennan tíma og af 279 leikjum sínum í efstu deild hefur hún 235 sinnum verið í sigurliði.

[Anna María Sveinsdóttir]

Eftir Óskar Ó. Jónsson

Page 22: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

[taktu dómaraprófi ð]

?

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÞORLÁKSHAFNAR HAFNARBERGI 41 SÍMI 483-3807 FAX 483-3309 ÍÞROTTAHÚS-SUNDLAUG-LJÓSABEKKUR

STYRKUR LÍKAMSRÆKT OPNUNARTÍMI SUNDLAUGAR : MÁN-FÖST 7-9 OG 15-21 LAU-SUN 10-16 OPNUNARTÍMI STYRKS : MÁN-FÖST 7-22 LAU-SUN 10-16

VERIÐ VELKOMIN

hversu vel þekkir þú reglurnar

1. Hvenær á að setja skotklukkuna í gang eftir misheppnað vítaskot? 2. Hvaða þrjú skilyrði verður að hafa í huga þegar dæma á aftur fyrir miðju?

3. Í upphafi þriðja leikhluta er tekið dómarakast. Lið A nær valdi á knettinum og hefur sókn. Í þeirri sókn fær leikmaður liðs A dæmda á sig óíþróttamannslega villu og strax í kjölfarið er dæmd tæknivilla á þjálfara liðs B. Hvernig skal leik haldið áfram?

4. Lið A skorar körfu og pressar í kjölfarið. Þegar lið B hefur leikið á sínum vallarhelmingi í 7 sekúndur nær lið A að slá knöttinn útaf. Hvað hefur lið B nú margar sekúndur til að koma bolta yfi r miðju?

5. Á að skipta um körfu í framlengingu eða á að spila á sömu körfu og í 3. og 4. leikhluta?

6. Eftir að skot er reynt, en áður en boltinn snertir hringinn og skoppar af honum, gellur 24 sekúndna klukkan. Hvað skal gera?

7. Brotið er á leikmanni í vítaskoti og við brotið meiðist sóknarleikmaður það mikið að hann getur ekki tekði vítaskotin sjálfur. Hver á að taka vítaskotin?

8. Þjálfari liðs A tók eitt leikhlé í 1. leikhluta, ekkert leikhlé í 2. leikhluta og ekkert í 3. leikhluta. Hvað má hann taka mörg leikhlé í 4. leikhluta?

9. Hvað er lögleg varnarstaða? (Ath. ekki spurt um löglega hreyfi ngu varnarmanns.)

10. Hvenær er hægt að leiðrétta mistök?

Sjá svör bls. 74.

Page 23: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 24: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 24

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 25

Pétur Guðmundsson byrjaði í körfubolta þegar hann var þrettán ára eftir að hafa stundað handbolta með Val frá því að hann var átta ára. Pétur fékk strax körfuboltabakteríuna og var öllum stundum í körfubolta, í hvaða veðri sem var. “Oftast var ég einn, því karfan var ekki svo vinsæl hér á árum áður. Ég bjó í Hvassaleitinu og gekk í Hvassaleitisskóla og þú getur örugglega enn fundið fólk sem bjó á þessum tíma í Stóragerðinu og Brekkugerðinu sem man eftir mér úti á skólavellinum í öllum veðrum að skjóta á körfu á öllum tímum dags utan skólatíma. Ég var alveg háður boltanum og það er ekki laust við að skólinn hafi verið látinn líða svolítið fyrir það,” segir Pétur. Pétur byrjaði fljótlega að spila

með eldri strákum í Val og segir hann ástæðuna sennilegast hafa verið þá að hann hafi verið mjög hávaxinn. Pétur spilaði í þrjú ár með yngri flokkum Vals en hélt svo til Seattle í Mercer Island High School, aðeins sextán ára gamall, þar sem hann var í tvö ár. Samhliða námi spilaði hann körfubolta og gekk mjög vel en hann var valinn í úrvalslið allra ‘high school’ leikmanna fylkisins seinna árið eftir að lið skólans, Mercer Island Islanders, endaði í þriðja sæti í úrslitakeppninni. “Þetta var stórkostlegt ævintýri fyrir mig,” segir Pétur og segir að lífið í Seattle hafi verið gott þrátt fyrir að hann hafi veikst mikið fyrra árið. “Ég missti úr næstum hálft tímabilið þar sem ég greindist með ‘walking pneumonia’ og mikið járnleysi. Ég gekk hálf máttlaus um mestallan tímann þar til læknar uppgötvuðu þetta og sögðu mér að hvílast.” Eftir ‘high school’ lá leiðin í University of Washington í Seattle en hann fékk inni í skólann með fullan skólastyrk. “Ég fékk ekki mikið að spila fyrsta árið mitt í háskólanum, en á öðru ári hrökk allt í gang um mitt tímabilið og ég komst í byrjunarliðið þegar 12 leikir voru eftir. Þriðja árið mitt í háskólanum

byrjað hins vegar illa og endaði verr, því eftir það tímabil var ég búinn að fá nóg af samkiptaörðugleikum mínum við þjálfarann, Marv Harshman, og ákvað að hætta í skólanum og reyna fyrir mér í atvinnuboltanum utan Bandaríkjanna. Ég var þá í raun búinn að gefa NBA boltann upp á bátinn sem hafði alltaf verið markmið mitt en ég hafði ekki endilega trú á að ég ætti eftir að komast þangað. Evrópa sýndist vera raunverulegra markmið,” segir Pétur. Þegar Pétur fór að kanna hvaða möguleikar voru í stöðunni fékk hann boð um að reyna fyrir sér hjá River Plate í Argentínu og eftir smá umhugsun ákvað hann að slá til. “Þegar ég fékk tilboðið um að koma og spila fyrir River Plate vissi ég ekki einu sinni hvar Argentína var í heiminum. Ég varð að fara og líta á landakort áður en ég gaf þeim svar svo ég vissi hvert ég væri að fara. Öll samskipti við liðið voru mjög þægileg, en aðalíþróttin þar, eins og hér, er fótbolti, þannig að hún fékk alla athygli fólksins. Argentína bjó við herstjórn á þessum tíma og það var ekki laust við að stundum færi um mann að sjá grávopnaða verði við öll ríkisrekin fyrirtæki. Þetta var mjög skemmtileg

Sá íslenski körfuboltamaður sem hefur náð hvað lengst er Pétur Karl Guðmundsson. Pétur varð fyrsti Evrópubúinn til að leika í NBA og lék þar í fjögur keppnistímabil. Pétur rifjar hér upp feril sinn, segir sögur af stjörnunum sem hann lék með þegar hann var á hátindi ferils síns og hvernig lífið í NBA er.

[pétur karl guðmundsson]

Eftir Tómas Gunnar

stjarna innan um stjörnur

Page 25: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 24

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 25

reynsla fyrir mig því það er margt ólíkt þarna frá því sem ég átti að venjast í Bandaríkjunum og á Íslandi.” Þegar keppnistímabilinu í Argentínu lauk kom Pétur heim og hóf að leika með Val og endaði liðið í öðru sæti á Íslandsmótinu og varð bikarmeistari eftir sigur á Njarðvík.

Draumurinn sem rættist Alla körfuboltamenn dreymir um að leika í NBA deildinni. Sá draumur rættist hjá Pétri árið 1981 þegar hann var valinn í þriðju umferð í nýliðavali NBA af Portland Trailblazers. Hvernig atvikaðist þetta? “Það gerðist nú þannig í stuttu máli að ég fékk símtal eitt kvöldið frá framkvæmdastjóra Detroit Pistons, sem hafði séð til mín með University

of Washington og líkaði það sem hann sá. Hann var aðallega að forvitnast um hvort ég væri enn að spila körfubolta og hvort ég hefði áhuga á að fá tækifæri í NBA með Pistons. Þegar ég játti því ákvað hann að senda mann til Íslands

til að líta á mig í landsleikjum sem við áttum að spila við Finna, en ég tók á þessum tíma þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir Evrópukeppni lands-liða í Sviss. Eftir að þessi maður sá mig spila sagði hann að líklega mundi Detroit taka mig í nýliðavalinu. Þegar ég svo fór að leita mér að umboðsmanni, ráðlagði hann mér að láta önnur lið vita af mér, sem ég gerði og úr varð að Portland Trailblazers, sem mundu líka eftir mér, ákváðu að nota fimmta valið sitt á mig. Þeir voru búnir að velja tvo í fyrstu umferð, einn í annarri og einn miðherja í þriðju umferð á undan mér,” svarar Pétur hugsi. Hvernig gekk þér hjá Portland? “Ég byrjaði rólega og var alltaf á mörkunum að detta út úr hópnum fram að jólum, en smátt og smátt jókst

sjálfstraustið og ef ég man rétt þá var ég í byrjunarliðinu síðustu leikina með Mychal Thompson, Kelvin Ramsey, Calvin Natt og Jimmy Paxson sem er eldri bróðir Johnnys sem spilaði fyrir Chicago Bulls. Ekki allt heimsfrægir

leikmenn, en Mychal kom seinna við sögu í mínum ferli. Jimmy Paxson er nú framkvæmdastjóri hjá Cleveland Cavaliers.” Og þér hefur verið vel tekið? “Mér var tekið ágætlega. Menn reyndu mikið að finna gott gælunafn, en það sem virtist henta best, ‘Iceman’, var þá þegar frátekið svo ég fékk aldrei neitt almennilegt gælunafn og var bara kallaður Pétur. Reyndar leyfði ég þeim að enskufæra það í Peter, þótt ég hafi alltaf farið fram á að það væri skrifað ‘Petur’.” Þú gerðir fimm ára samning við Portland en lékst bara með liðinu í eitt ár. Hvers vegna var það? “Samningurinn hljóðaði upp á fimm ár, en var í raun fimm eins árs samningar, þar sem ég þurfti að komast í liðið á hverju ári til þess að samningurinn tæki gildi, rétt eins og samningurinn sem Jón Arnór er með núna hjá Dallas Mavericks. Ég lék í 68 leikjum þetta fyrsta ár með Trailblazers, en árið eftir var harðari samkeppni og tók ég þá ákvörðun í samráði við þjálfarann, Jack Ramsey, að fara til Ítalíu til þess að fá meiri spilatíma. Ramsey þjálfari var hlynntur þessu þar sem hann þurfti þá ekki að segja upp samningnum, en gat þess í stað sett hann á hilluna á meðan ég var í Evrópu og önnur NBA lið gátu ekki

stjarna innan um stjörnur

“Hann reyndi nú að festa gælunafnið Hroll við mig af því honum fannst það vera hinn dæmigerði íslenski víkingur, en ég gat nú bara ekki leyft það.”

“Ég var alveg háður boltanum og það er ekki laust við að skólinn hafi verið látinn líða svolítið fyrir það.”

Page 26: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 26

samið við mig þar sem ég var eiginlega samningsbundinn Trailblazers. Mér fannst þetta viðunandi kostur þar sem ég fengi að spila meira og taldi líkurnar alltaf góðar að ég gæti komist aftur inn í deildina seinna. Reyndar kom babb í bátinn þegar Ítalarnir komu ekki hreint fram við okkur og ég fékk ekki samning hjá þeim þannig að ég endaði á Íslandi í staðinn.” Pétur kom heim til Íslands eftir að Ítalarnir stóðu ekki við sitt. Það var lið ÍR sem gerði samning við Pétur og var hann valinn besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið. Það hlýtur samt að hafa verið svekkjandi að vera ekki í NBA að spila? “Já og nei. Við vorum með mjög skemmtilegt lið og með smáheppni hefðum við getað unnið bikarinn, en ég notaði þetta tímabil til þess að stunda lyftingar af miklum krafti og munaði mig mikið um það þegar ég fór aftur út. Ég komst að því eftir veturinn hérna að sú ákvörðun að leyfa Portland að setja samninginn minn upp á hillu frekar en að segja honum upp var ekki sú rétta gagnvart NBA. Þar er svo mikil samkeppni að menn eru fl jótir að gleyma þér ef þeir eru ekki alltaf að sjá þig spila.”

Varamaður Jabbar Pétur lét ekki mótlætið stöðva sig og var staðráðinn í að komast aftur inn í NBA deildina. Stóra tækifærið kom svo 1985. Pétur fór til Bandaríkjanna til að leika í CBA deildinni, sem er næsta deild fyrir neðan NBA deildina, og ekki leið á löngu þar til stórlið LA Lakers sýndi Pétri áhuga. Þetta hlýtur að hafa verið draumi líkast? “Já, það var hálf óraunverulegt að vera kominn í þann hóp. Lakers voru NBA meistarar og allt leit út fyrir að þeir myndu verja titilinn sinn um vorið 1986. Að fá tækifæri í þessum hóp var mjög spennandi.” Pétur fór til Lakers undir þeim formerkjum að vera varamaður Jabbars og segir Pétur að það hafi verið gott þar sem þá hafi engin pressa verið á honum. “Ég held nú ekki að nokkur hafi búist við að ég mundi slá hann út úr liðinu, þannig að ég reyndi bara að læra kerfi ð og það gekk mjög vel. Það kom á daginn að þetta kerfi hentaði mér mjög vel sem sóknarmanni og í vörninni var ég nokkuð fastur fyrir, enda stór og þungur. Það þróaðist því þannig að ég fór fl jótt að hvíla Abdul-Jabbar

Tölfræði Péturs í deildarkeppni NBA:Leikir spilaðir: 150Leikir í byrjunarliði: 20Mínútur spilaðar: 2060 (13,7 í leik)Stig: 693 (4,6 í leik)Fráköst: 563 (3,8 í leik)Stoðsendingar: 153 (1,0 í leik)Varin skot: 96 (0,64 í leik)Villur: 400 (2,7 í leik)Skotnýting: 49,4%Vítanýting: 75,4%

Page 27: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 26

í næstum 20 mín. í leik, sem hann var hæstánægður með, enda orðinn 37 ára,” svarar Pétur brosandi. Hvernig var að spila með stórstjörnum Lakers? “Það var mjög gaman að spila með þeim. Eins og ég minntist á áður, þá

voru æfingarnar mjög erfiðar vegna þess að allir lögðu mjög hart að sér og þetta var samansafn stjörnuleikmanna þannig að annað hvort varð maður betri eða maður var sendur heim. Einfalt mál. Magic var alltaf að reka menn áfram þegar þeir fóru að sýna þreytumerki eða slökuðu eitthvað á. Hann var mjög mikill leiðtogi og fann alltaf leið til að reka menn áfram á jákvæðan hátt. En hann var líka að sama skapi harður við þá lötu og lét þá finna fyrir því á vellinum. Yfirleitt báru menn svo mikla virðingu fyrir honum af því hann var alltaf á fullu og ef við tókum ekki á honum af sama krafti, þá leistu illa út og það vildi enginn.” Þjálfari Péturs hjá Lakers var enginn annar en hinn kunni körfuboltaþjálfari, Pat Riley. “Pat Riley er mjög fær þjálfari og ég verð að segja að hann sýndi mér alveg ótrúlega virðingu strax með því að leyfa mér að spila jafnfljótt og hann gerði og að nota mig eins mikið og hann gerði þarna. Hann setti strax einn af

aðstoðarþjálfurum sínum, Bill Bertka, í það hlutverk að taka mig á aukaæfingar fyrir og eftir æfingar með liðinu og það bar svo sannarlega árangur. Ég hef ekkert nema gott að segja um Pat Riley og lærði mikið af honum sem þjálfara. En auðvitað verð ég að lofa Bertka

þjálfara líka fyrir allt sem hann gerði fyrir mig á þessum tíma.” Þú verður nú aðeins að segja mér frá stórstjörnum liðsins; Magic og Jabbar. Hvernig strákar voru þetta? “Ég get ekki sagt þér mikið frá þessum mönnum, því ég kynntist þeim ekki vel persónulega. Þeir eru mjög ólíkar persónur utanvallar en innanvallar eru þeir báðir miklir keppnismenn þótt það lýsi sér á ólíkan hátt. Magic er alltaf brosandi og sýnir hvað hann hefur gaman af að vera á vellinum á meðan Abdul-Jabbar er alltaf grafalvarlegur og virðist ekki njóta þess eins mikið að spila körfubolta. En það er alls ekki svo, enda lék hann í NBA í yfir 20 ár. Utanvallar var Magic hrókur alls fagnaðar og maður vissi alltaf þegar hann var mættur í búningsklefann eða í rútuna. Kareem, eða Cap (stytting á Captain), eins og við kölluðum hann, mætti og settist niður

með bók og las, hvort sem það var í búningsklefanum eða á flugvellinum að bíða eftir flugi. Eftir leiki voru allir blaðamenn í kringum Magic að spyrja hann spjörunum úr á meðan Cap flýtti sér í sturtu og læddist út um bakdyrnar og heim eða út í rútu. Sumir myndu

kalla hann sérvitran, en hann er mjög gáfaður og vel lesinn um marga hluti, til dæmis kom hann mér oft á óvart með því að læða að mér einhverju sem hann hafði lesið úr Íslendingasögunum. Hann reyndi nú að festa gælunafnið Hroll við mig af því honum fannst það vera hinn dæmigerði íslenski víkingur, en ég gat nú bara ekki leyft það,” segir Pétur og skellihlær.

Líkaminn sagði stopp Árið sem Pétur var hjá Lakers lék liðið til úrslita í Vesturdeildinni og tapaði fyrir Houston Rockets. “Þetta var mjög svekkjandi. Við vorum með betra liðið en spiluðum ekki nógu vel. Ég var mjög spenntur því að Boston beið og varamiðherjinn þeirra, Bill Walton, hafði lengi verið minn uppáhaldsleikmaður. Það hefði verið gaman að spila á móti honum,” segir Pétur.

Pétur spilaði númer 34 hjá Lakers. Þegar hann kom til liðsins óskaði hann eftir því að spila númer 13 en ef það væri ekki laust þá vildi hann vera númer 44. Þessu var hafnað af þeirri augljósu ástæðu að bæði númerin héngu uppi í röftum Forum hallarinnar en ekki minni menn en Wilt Chaimberlain (númer 13) og Jerry West (númer 44) áttu þessi númer. Pétri var því úthlutað næsta lausa númeri sem var númerið 34. Hjá Portland spilaði Pétur númer 40, líkt og í háskólanum, og hjá San Antonio Spurs var hann númer 35, þar sem Mike Mitchell spilaði númer 34.

“Magic er alltaf brosandi og sýnir hvað hann hefur gaman af að vera á vellinum á meðan Abdul-Jabbar er alltaf grafalvarlegur og virðist ekki njóta þess eins mikið að spila körfubolta.”

Page 28: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 29

��

��

��

��

��

��

��

��

����������������

�����������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������

������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������

Page 29: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 29

Pétur skrifaði undir tveggja ára samning við Lakers og var mjög bjartsýnn á framhaldið en strax á fyrsta degi í æfingabúðunum lenti hann í miklu samstuði sem olli því að hann fékk brjósklos. Þetta varð til þess að

Pétri var skipt fyrir Mychal Thompson til San Antonio Spurs. “Þegar ég frétti af skiptunum leið mér alls ekki vel, því ég vissi strax að ég myndi alls ekki passa eins vel inn í Spurs liðið. Og það kom á daginn. En þetta er bisness og Lakers kom hreint fram við mig og sögðu að þeir hefðu alls ekki viljað missa mig, en þar sem ekki leit út fyrir að ég mundi spila það tímabilið urðu þeir að finna mann í minn stað. Það varð því úr að ég var sendur til San Antonio ásamt Frank Brickowski í skiptum fyrir Mychal Thompson, en ‘Brick’ hafði verið í reynslu sem varamaður fyrir Cap, en gekk ekki vel. Thompson passaði svo vel inní hjá Lakers að þeir urðu NBA meistarar 2 ár í röð eftir að hann gekk til liðs við þá.” Pétur lék í tvö ár með San Antonio Spurs, 1987-1989. “Ég lék 67 leiki með liðinu fyrra tímabilið og það var mjög undarlegt, því ég byrjaði inná í sumum leikjum og fékk svo stundum ekki að spila eina einustu mínútu í þeim næsta. En eftir tímabilið samdi ég til eins árs með þeim möguleika að bæta við einu ári ef vel gengi. Ég meiddist svo á hné í þriðja leik og spilaði ekki nema fimm leiki það tímabilið vegna þess að mér tókst aldrei að ná fullum styrk í fætinum og meiddi mig reyndar aftur á sama hné vegna þess að ég byrjaði of fljótt að spila eftir fyrstu meiðslin. Þegar stutt var eftir af tímabilinu tilkynntu Spurs mér að þeir myndu ekki framlengja samninginn minn og þar með var minn NBA ferill á enda,” segir Pétur. Þó að NBA ferli Péturs hafi lokið árið 1989 var körfuboltaferli hans þó

ekki alveg lokið. Hann kom heim til Íslands og lék með Tindastóli þar til hann sleit hásin í æfingaleik um jólin. Þessi meiðsli voru að hrjá hann það sem eftir lifði tímabilsins. Frá Tindastóli hélt Pétur aftur til Bandaríkjanna og

lék í CBA deildinni með þann draum í ferðatöskunni að komast aftur í deild þeirra bestu en sá draumur rættist ekki. Áttaðir þú þig fljótlega á því að farsælum atvinnumannaferli þínum væri lokið? “Já, líkaminn neitaði bara að gera það sem hann hafði áður gert alveg prýðilega,” svarar Pétur.

Innan um kvikmyndastjörnur Þegar litið er yfir feril Péturs þá er ekki hægt að segja annað en að hann hafi verið mjög óheppinn með meiðsli. Þetta hljóta að hafa verið gleði og sorg á víxl? “Það var það vissulega. Frá alsælu þegar ég komst á samning í NBA 1981 og aftur þegar ég komst í Lakers

liðið. En að sama skapi voru það mikil vonbrigði að það skyldu yfirleitt vera meiðsli sem skáru úr um það hvert förinni skildi haldið.” Er NBA heimurinn harður heimur? “Já, NBA er harður og kaldur heimur. Það eru stórviðskipti að eiga og reka lið í þessari deild þannig að hver leikmaður er ekkert nema eign hvers liðseiganda. Oft er líka komið fram við hann þannig, en það má ekki taka það persónulega.

Menn forðast oft að bindast og kynnast mönnum of náið, því þeir vita að möguleikarnir á að leikmaðurinn verði seldur eru fyrir hendi á hverjum degi.” Segðu mér aðeins frá hinni hliðinni á NBA, það er að segja glamúrlífinu.

“Þetta fylgir jú alltaf þessu lífi. Það vilja allir þekkja mann þegar maður er kominn í þennan heim. Sumir vilja nota mann en aðrir eru bara forvitnir. Mér fannst oft skrítið þegar ég var í Los Angeles að við leikmennirnir í Lakers fengum svo mikla athygli frá kvikmyndastjörnunum því þær eru margar svo miklir íþróttaaðdáendur. Þarna lenti maður oft í því að tala við einhvern sem maður hafði séð á hvíta tjaldinu og fannst vera stórstjarna en allt í einu var hann eða hún að spyrja mig spurninga um körfubolta. Mér fannst þetta skondið því ég var bara að leika mér í körfubolta en þetta fólk var heimsfrægt fyrir kvikmyndaleik. Ég var ekki einn af ‘stjörnunum’ í liðinu,

en allir leikmenn liðsins voru dýrkaðir. Þetta var óraunverulegur heimur.” Þegar þú lítur til baka, hver er þá eftirminnilegasti leikurinn á þínum ferli? “Það er fyrsti leikurinn með Lakers. Hann var í Los Angeles á móti San Antonio Spurs. Ég var búinn að vera með Lakers í nokkra daga og hafði ekki fengið að spila neitt í fyrstu fimm leikjunum. Það var

eins og ég bjóst við, en ég hafði ekki hugmynd um að ég fengi að spila þennan leik. Það vildi svo til að miðherjinn hjá Spurs var stór og

sterkur og Abdul-Jabbar lenti snemma í villuvandræðum og ég var kallaður til strax í fyrsta leikhluta. Þessi leikur gekk framar öllum vonum. Við vorum í basli með Spurs þegar ég kom inná, en ég small inn í leikinn og við unnum öruggan sigur. Ég endaði með yfir 20 mínútur spilaðar, 14 stig og 9 fráköst. Var meira að segja valinn maður leiksins og fékk mini-stereo græjur í verðlaun,” svarar Pétur hlæjandi að lokum.

“Þegar ég frétti af skiptunum leið mér alls ekki vel, því ég vissi strax að ég myndi alls ekki passa eins vel inn í Spurs liðið. Og það kom á daginn. En þetta er bisness og Lakers kom hreint fram við mig.”

Pétur spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland. Fleiri urðu þeir ekki vegna þess að hann fékk ekki leyfi frá FIBA til að spila með landsliðinu eftir að hann komst í NBA þar sem FIBA leyfði ekki atvinnumenn í sínum keppnum. Þessari reglu var ekki breitt fyrr en seint á níunda áratugnum.

Page 30: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 31: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Í BORGARNES AUÐVITAÐ BEST ER AÐ SKREPPA

ER BLESSAÐIR SKALLARNIR ERU AÐ KEPPA.HEIMAMENN DÁSAMA DRENGINA VÆNU,SEM DRIPPLA ÞAR BOLTA Í GULU OG GRÆNU.ÞEIR ERU AUÐVITAÐ STUNDUM Í STUÐI,STIGUNUM SAFNA MEÐ ÞRJÓSKU OG PUÐI.OG ÞÓ AÐ ÞEIR EINHVERN DAG EF TIL VILL TAPI,ERUM HÉR FLESTIR Í DÁGÓÐU SKAPI.VIÐ ÞETTA ER AÐEINS EINU AÐ BÆTA

AÐ ALLIR Á SHELLSTÖÐ VERÐA AÐ MÆTA.ÞAR ER NÚ KJÖTSÚPAN KRÖFTUG Á DISKUM,OG KANNSKI ÞIÐ SMAKKIÐ Á DJÚPSTEIKTUM FISKUM.PIZZURNAR GÓÐU SVO GJARNAN VIÐ BÖKUM

OG GREIÐSLU MEÐ SEÐLUM OG KORTUM ÞAR TÖKUM.ÍS EÐA PYLSUR EINNIG MÁ FINNA

OG EF TIL VILL STUNDUM Í LOTTÓI VINNA.BENSÍNI OG OLÍU EINNIG VIÐ DÆLUM,ATHUGUM VATNIÐ OG SMURNINGU MÆLUM.VELFLESTIR ÆTTU AÐ VITA ÞAÐ NÚNA

AÐ VIÐ ERUM STAÐSETT ALVEG VIÐ BRÚNA.

á meðal þeirra bestu

[kefl avík í bikarkeppni evrópu]

5. nóvember Kefl avík Ovarense Aerosoles

13. nóvember Toulon Kefl avík

26. nóvember Kefl avík CAB Madeira

10. desember Kefl avík Toulon

16. desember Ovarense Aerosoles Kefl avík

18. desember CAB Madeira Kefl avík

SHELLSTÖÐIN Í BORGARNESI

MEÐ FRANSKAR Í KÖRFUNNI

SÍMI 437-1282

OPIÐ 8-23

símanúmer: 437-1282 - netfang: [email protected]

Bikarkeppni Evrópu leggst mjög vel í þjálfara Kefl avíkur, þá Guðjón Skúlason og Fal Harðarson. “Það er alltaf mjög gaman að fá að kljást við önnur andlit en þau sem við sjáum ár eftir ár á Íslandi,” segir Falur.

Vitið þið eitthvað um liðin sem þið keppið á móti, til dæmis styrkleika þeirra?“

Ekki mjög mikið, en það á eftir að skoða þau betur,” svarar Guðjón og

bætir svo við að markmið liðsins sé að komast áfram úr riðlinum. Þið sem þjálfarar hljótið að vera ánægðir með að taka þátt í þessari keppni þar sem strákarnir í liðinu fá mikla reynslu? “Ekkert jafnast á við að spila sem fl esta leiki og við sem best lið, menn fá vonandi meiri metnað til að sýna sig og sanna á öðrum vettvangi,” svarar Falur.

Guðjón lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Þegar svona verkefni nálgast þá hlýtur þig að kítla í fi ngurna að byrja aftur? “Ekkert kítl hjá mér, ég er búinn með minn kvóta í þessum bransa, uni öðrum því vel að fá þetta tækifæri. Hef sjálfur spilað um fi mmtán Evrópuleiki og hef fengið mína reynslu og vonandi reynist hún mínum mönnum vel núna,” svarar Guðjón.

Page 32: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 32

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 33

frábær sigur íslensku stelpnanna

[promotion cup]

Promotion Cup hefur verið haldið fjórum sinnum. Fyrst var mótið haldið á Möltu árið 1997 en það ár var Ísland ekki með. Næstu tvö skipti voru mótin haldin á Kýpur og þá var lið frá Íslandi með. Árið 1999 lenti íslenska liðið í fi mmta sæti og tveimur árum síðar í fjórða sæti. Mótið var nú haldið í fjórða skipti og fór það fram á Ásvöllum í Hafnarfi rði. Lið frá Möltu, Gíbraltar, Skotlandi og Andorra tóku þátt ásamt gestgjöfunum frá Íslandi. Íslenska liðið hóf keppni á móti Gíbraltar og er skemmst frá því að segja að leikurinn var mjög ójafn og lokatölur urðu 97:15 fyrir Íslandi en lið Íslands tók fi mmtíu fráköst í leiknum. Þetta er stærsti sigur Íslands í undir 18 ára landsleik kvenna frá upphafi . Næsti leikur var gegn Andorra og vannst öruggur sigur, 70:52. Þriðji leikur stelpnanna var svo gegn Möltu og hafðist sigur 90:44. Þegar hér var komið við sögu var ljóst að Ísland og Skotland myndu spila til úrslita en Skotland hafði líkt og íslenska liðið unnið alla sína leiki á mótinu. Mikil spenna var í íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Skotum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 19:18 íslensku stúlkunum í vil en upp frá því tóku þær öll völd á vellinum og unnu sanngjarnan og öruggan sigur 74:50. Gullið í mótinu var því í höfn. Þetta var í fyrsta skipti sem stúlknalandslið Íslands vinnur mót á vegum FIBA. Allir voru sammála um að mótið hefði tekist með eindæmum vel. Allar stelpurnar í liði Íslands léku vel, þó sér í lagi þær Helena Sverrisdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Lilja Oddsdóttir og Petrúnella Skúladóttir.

Promotion Cup var haldið í Hafnarfi rði dagana 5.-9. ágúst í sumar. Promotion Cup er alþjóðlegt unglingalandsliðsmót á vegum FIBA fyrir stelpur fæddar 1985 og síðar.

Íslenski landsliðshópurinn á Promotion Cup:

Helena Sverrisdóttir, Haukum Sara Pálmadóttir, KFÍ

Lilja Oddsdóttir, KR Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík

Hanna S. Hálfdánardóttir, HaukumÖsp Jóhannsdóttir, Haukum

Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum

Hrefna Stefánsdóttir, Haukum Kristrún Sigurjónsdóttir, ÍR

Erna Rún Magnúsdóttir, Grindavík Sigurlaug Guðmundsdóttir, UMFN

Lokaniðurröðun mótsins: 1. Ísland 2. Skotland 3. Andorra 4. Malta 5. Gíbraltar

Page 33: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 32

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 33

Helena sem nú er fi mmtán ára, og stundar nám í Víðistaðaskóla, byrjaði snemma að æfa körfubolta. “Ég var fi mm ára og alveg að verða sex ára þegar ég byrjaði að æfa körfubolta. Fyrst æfði ég bara með strákum og meðal annars með bróður mínum.”

Hvernig var að æfa með strákunum?“Ég man nú voðalega lítið eftir því en

jú ég held að það hafi verið mjög fínt. Ég æfði með þeim í eitt eða tvö ár og svo fór ég að æfa með stelpum,” svarar Helena en hún hefur leikið allan sinn feril með Haukum í Hafnarfi rði.

Af hverju ákvaðstu að fara í körfubolta?

“Vegna þess að öll fjölskylda mín var búin að vera mikið í körfubolta. Mamma, pabbi og bróðir minn. Pabbi er formaður Hauka,” svarar Helena en pabbi hennar er Sverrir Hjörleifsson.

Áttu þér fyrirmynd í körfuboltanum?“Kobe Bryant er mjög góður en ég held

að ég verði að nefna Jordan. Þegar ég var lítil að byrja í körfubolta þá komst ekkert

að nema hann. Hann er alveg frábær.” Helena var mjög ung þegar hún var í fyrsta skipti valin til að spila fyrir hönd Íslands. “Það var mjög skemmtilegt að komast í landsliðið og tilfi nningin var mjög góð en samt svolítið skrítin því að ég var valin í ´86 landsliðið og ég er fædd 1988 þannig að ég var að spila með

stelpum sem voru tveimur árum eldri en ég. En þetta var mjög gaman,” segir Helena en hún er ekki óvön að spila með eldri stelpum: “Ég hef alltaf verið að spila með eldri stelpum, alveg frá því að ég byrjaði þannig að ég kippi mér ekkert mikið upp við það núna.” Nú í sumar spilaði Helena fyrir hönd Íslands á Promotion Cup. “Þetta var alveg æðislega gaman og sennilega skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað. Við vorum búnar að æfa mjög vel og mórallinn í liðinu var orðinn rosalega góður. Þjálfararnir hjálpuðu okkur mikið og ég myndi segja að allar stelpurnar hafi bætt sig nú í sumar. Og svo unnum við mótið, þetta var ógeðslega gaman,” svarar Helena brosandi út að eyrum. Og þér gekk vel? “Já, alveg ágætlega,” svarar hún hógvær án þess að útskýra það eitthvað nánar en Helena var valin í Úrvalslið

mótsins og tölfræði hennar í mótinu var mjög góð. Helena hefur spilað í þrjú ár með meistarafl okki Hauka og þegar hún var aðeins fjórtán ára var hún valin í A-landsliðið í körfubolta en Helena varð með því yngsti leikmaðurinn til að vera valinn í A-landslið í hópíþrótt fyrir Ísland. Fyrsti landsleikur Helenu var á móti Englendingum á alþjóðlegu móti í Lúxemborg en hún kom inn á undir lok leiksins. “Það kom mér mjög á óvart að vera valin í A-landsliðið. Þetta var mjög lærdómsrík ferð. Ég var nett stressuð fyrir leikinn en þetta varð allt í lagi,” segir Helena.

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? “Mig langar að fara út í skóla, annað hvort í Evrópu eða í Bandaríkjunum og draumurinn er að spila körfubolta með náminu. Reyna koma mér í háskóla og verða betri í körfubolta. Það væri frábært,” svarar þessi frábæra körfuboltakona að lokum.

Page 34: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

[1. deild kvenna] [1. deild karla]

Hér á eftir fer umfjöllun um liðin í 1. deild kvenna, Intersportdeildinni og 1. deild karla. Sérfræðingar hafa verið fengnir til að skrifa um styrkleika og veikleika liðanna ásamt því að spá fyrir um niðurröðun þeirra. Einnig er ýtarleg tölfræði um gengi liðanna í Intersport deildinni á síðustu árum sem sýnir vel styrkleika þeirra.

Einar Árni Jóhannsson

Einar hefur frá 1993 þjálfað á öllum aldursstigum karla og kvenna, að meistarafl okki karla undanskildum, hjá UMFN. Í desember 2001 tók hann við liði UMFN í 1. deild kvenna og tókst liðinu að forða sér frá falli það ár ásamt því að komast í bikarúrslit. Í fyrra þjálfaði hann UMFN áfram ásamt því að þjálfa yngri fl okka félagsins og varð kvennaliðið í 4. sæti og komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni frá upphafi . Einar Árni var kosinn þjálfari ársins í 1. deildinni síðastliðið vor. Í vetur starfar hann sem yfi rþjálfari yngrifl okka UMFN og þjálfar þar fi mm fl okka. Einar Árni þjálfar einnig U-89 drengjalandslið Íslands.

Benedikt Guðmundsson

Benedikt er einn fremsti þjálfari landsins og mjög fróður um íslenskan körfubolta. Hann hóf sinn þjálfaraferil árið 1992 hjá KR og hefur þjálfað síðan. Hann hefur þjálfað yngri fl okka hjá KR, Grindavík og Njarðvík og orðið tíu sinnum Íslandsmeistari ásamt því að vinna Norðurlandamót félagsliða með KR drengjum, fæddum 1982. Hann þjálfaði drengjalandslið Íslands fyrst 1995 og síðan aftur 2000 og gerir það enn. Benedikt þjálfaði í fyrsta skipti meistarafl okk þegar hann var 21 árs en hann hefur þjálfað meistarafl okk KR og Grindavík en Grindarvík gerði hann að bikarmeistara og deildarmeistara. Í dag er hann unglingalandsliðsþjálfari og þjálfari meistarafl okks Fjölnis.

Óskar Ó. Jónsson

Óskar er íþróttakennari að mennt og starfar sem íþróttablaðamaður á DV. Lokaritgerð hans við ÍKÍ var um tölfræði í körfubolta. Óskar hefur unnið við störf tengdum tölfræði fyrir KKÍ síðan 1996 og frá 1999 hefur hann séð um úrvinnslu og skráningu tölfræði efstu deildanna, í karla og kvennafl okki, sem og að taka saman tölfræði allra úrslitaleikja, í karlafl okki, kvennafl okki og yngri fl okkum. Óskar fékk silfurmerki KKÍ á síðasta lokahófi fyrir vinnuna fyrir sambandið en alla þessa tölfræði- og hugmyndavinnu hefur hann unnið í sjálfboðastarfi . Óskar, og/eða DV, hefur fengið fjölmiðlabikar KKÍ síðustu þrjú ár á lokahófi sambandsins.

Page 35: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Fyrirfram má reikna með Kefl víkingum langsterkustum í deildinni í vetur. Þær höfðu talsverða yfi rburði framan af síðasta vetri og töpuðu t.a.m. aðeins tveimur leikjum í deildarkeppninni. Liðið hefur innan sinna raða hvorki meira né minna en átta núverandi og fyrrverandi A-landsliðsmenn og reynslan sem býr í liðinu er mun meiri en gengur og gerist. Helstu breytingar á liðinu eru þær að Hjörtur Harðarson hefur tekið við þjálfun liðsins eftir skamma dvöl Guðjóns Skúlasonar, en einn kosturinn við þjálfaraskiptin er væntanlega sá

að Anna María Sveinsdóttir getur nú einbeitt sér að því að leika með liðinu, en hún hefur verið spilandi þjálfari liðsins. Erla Reynisdóttir er komin heim aftur frá Bandaríkjunum og styrkir liðið efl aust mikið. Allar stelpurnar sem spiluðu stóra rullu í liðinu síðasta vetur halda einnig áfram og þar að auki eru innan um mjög efnilegar stelpur sem væru efl aust farnar að spila stór hlutverk í öðrum félögum en eins og áður sagði þá er hópur Kefl avíkur í hæstu gæðum og erfi tt fyrir ungu stelpurnar að fá spilatíma. Liðið býr að því að hafa

langfl esta leikmenn innan sinna raða til að taka af skarið en lykilmenn liðsins verða væntanlega eins og áður Erla Þorsteinsdóttir, Anna María Sveinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Helsti styrkleiki er væntanlega reynsla og breidd, auk þess að hafa talsverða yfi rburði inni í teignum. Veikleikar eru fáir en í fyrra tókst liðinu reyndar að tapa niður öruggri forystu í tveimur af þeim þremur leikjum sem töpuðust en efl aust mun þessi reynsla hjálpa þeim á komandi vetri.

Það hefur verið sagt nokkuð lengi að Grindavík hafi mjög efnilegar stelpur og nú er kominn tími á þær að verða góðar. Liðið var með 50% vinningshlutfall í deildarkeppninni á síðasta tímabili og miðað við mannskap þá ættu þær að geta gert enn betur næsta vetur. Helstu breytingar eru þær að Pétur Guðmundsson hefur tekið við þjálfun liðsins af Eyjólfi Guðlaugssyni og þá hefur Ólöf Helga Pálsdóttir snúið heim frá Bandaríkjunum. ´85 árgangur félagsins er mjög öfl ugur og þær stelpur

ásamt reynsluboltunum Sólveigu, Siggu Önnu og Söndru mynda fínan hóp. Helsti veikleiki liðsins í fyrra var heldur einhæfur sóknarleikur þar sem erlendi leikmaðurinn var mjög mikill skorari. Með því að endurheimta Ólöfu Helgu og með stærra hlutverki hjá Petrúnellu og Jovönu er ekki ólíklegt að Pétur taki stóran erlendan leikmann inn í liðið þegar á líður. Grindavík er næst á eftir Kefl avík hvað breiddina varðar og það er styrkleiki útaf fyrir sig. Leikmenn eins og Sólveig, María Anna og Ólöf

Helga geta vel tekið af skarið og með sterkan erlendan leikmann inni í teig gæti Grindavík skákað hinu geysi sterka Kefl avíkurliði. Veikleikar Grindavíkur eru kannski helst fáir kostir í teignum og þær hafa sem stendur ekki leikmann sem skorar mikið inní teig. Ekki er lengur hægt að tala um reynsluleysi þessa unga liðs og með fl eiri virka leikmenn í sókninni ætti liðið að gera góða hluti í vetur.

1.sætiKefl avík Spáð í

3.sætiGrindavík Spáð í

[1. deild kvenna]

Page 36: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

[1. deild kvenna]

4.sæti

Spáð í

Bikarmeistararnir koma sterkari til leiks í vetur enda hafa þær endurheimt Lovísu Guðmundsdóttur og þá hafa þær fengið frekari liðsstyrk sem efl ir breiddina. Alda Leif er einn allra besti leikmaður deildarinnar og með hana í góðu formi gætu ÍS gert fína hluti í vetur. Styrkleikar ÍS felast til dæmis í því að liðið er það eina sem heldur sama þjálfara og í fyrra en Ívar Ásgrímsson verður sitt þriðja ár í röð. ÍS liðið er einnig sterkt varnarlega séð og endurkoma Lovísu styrkir þær

enn frekar þar. Helsti veikleiki liðsins í fyrra var lítil ógnun sóknarlega inni í teig. Bakverðirnir voru allt í öllu í sóknarleiknum og liðið var á köfl um háð góðri 3ja stiga hittni. Alda Leif og Lovísa verða lykilmenn liðsins í vetur og þá verða þær Svandís Sigurðardóttir og Stella Rún Kristjánsdóttir væntanlega í stórum hlutverkum. Þá má ekki gleyma reynsluboltanum Hafdísi Helgadóttur sem virðist bara verða betri með árunum. Miðað við það að ÍS er að fá inn leikmenn

eins og Lovísu, Hrafnhildi og Svönu þá er liðið töluvert sterkara en í fyrra og ég hallast að því að þær verði Reykjavíkurstórveldið í kvennaboltanum í ár. Signý Hermannsdóttir er í raun sá leikmaður sem fl jótt á litið vantar uppá til að liðið sé klárt í að fara alla leið. Með góðan útlending gæti liðið hæglega komið í veg fyrir að Kefl avík vinni allt það sem í boði er.

2.sætiÍS Spáð í

Töluverðar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu fyrir tímabilið. Liðið hefur leik með útlending, sem spilandi þjálfara og er þar á ferðinni Andrea Gaines sem reyndar kemur úr sama skóla og Krystal Scott, sem lék frábærlega fyrir liðið síðastliðinn vetur. Helga Jónasdóttir er í barneignarfríi og er það mikill missir enda Helga næststigahæst og langfrákastahæst í liðinu síðasta vetur, og þá er Pálína Gunnarsdóttir hætt. Á móti hefur liðið fengið liðsstyrk í Grétu Guðbrandsdóttur og þær Díana

Jónsdóttir og Sæunn Sæmundsdóttir eru byrjaðar aftur eftir árs hlé. Breytingin verður efl aust líka mikil á leikskipulagi, enda Krystal Scott og Helga Jónasdóttir í aðalhlutverkum í sókninni síðasta vetur ásamt fyrirliðanum Auði Jónsdóttur. Liðið hefur verið sterkt frákastalega, tók fl est fráköst síðastliðinn vetur og þegar vörnin hefur smollið hafa þær náð að sigra toppliðin af og til. Veikleikinn í ár gæti orðið reynsluleysi í kjölfar breytinga og þá er hópurinn ekki ýkja stór. Lykilmenn liðsins verða auk

Andreu Gaines, Auður Jónsdóttir, sem átti mjög gott tímabil í fyrra, og þá er Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir reynslunni ríkari eftir síðasta vetur og hennar hlutverk fer stækkandi. Ef erlendi leikmaðurinn stendur undir væntingum ætti liðið ekki að vera mikið síðra en í fyrra og með mikilli baráttu og dugnaði tel ég að liðið geti tryggt sig inn í úrslitakeppni á kostnað KR og ÍR.

Njarðvík

Page 37: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 38: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

[1. deild kvenna]

5.sæti

Spáð í

Nýliðar ÍR eiga erfi ðan vetur fyrir höndum. Liðið hefur mjög litla reynslu úr efstu deild og þá er nýr þjálfari; Hlynur Skúli Auðunsson, sem tekur við af Eggerti Garðarssyni. Það er töluverður munur á deildunum tveimur og ÍR, sem fór taplaust í gegnum 2. deild í fyrra, þarf góðan erlendan leikmann til að leiða þær áfram enda vantar þær skorara í sitt lið. ÍR hefur fengið liðsstyrk í fjórum stelpum af Vesturlandi og þá er Eva María Grétarsdóttir, systir Grétu

KR-þjálfara, einnig komin á heimaslóðir. Liðið fer inn í tímabilið með allt að vinna og engu að tapa en með góðum úrslitum í fyrstu leikjunum gæti sjálfstraustið vaxið og liðið gæti vel blandað sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppni, sérstaklega ef þær eru heppnar með erlendan leikmann. Lykilmenn liðsins verða ungar stelpur eins og Kristrún Sigurjónsdóttir, sem hefur staðið sig vel með ́ 85 ára unglingalandsliðinu, Hrefna Gunnarsdóttir og Sara Andrésdóttir sem

koma báðar að Vestan og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Væntanlega setja ÍR-ingar sér það markmið að tryggja sæti sitt í deildinni og miðað við deildina þá tel ég að það væri góður árangur ef liðið nær að festa sig í sessi og hver veit, með sterkan erlendan leikmann gæti liðið farið framúr liðum eins og KR og Njarðvík og hreinlega stolist inn í úrslitakeppni.

6.sætiÍR Spáð í

Það verður erfi tt ár í Vesturbænum þennan veturinn. Gréta Grétarsdóttir hefur tekið við þjálfun liðsins en missir KR er mikill af henni sem leikmanni en hún á við erfi ð meiðsli að stríða. Helga Þorvaldsdóttir verður ekki heldur með þar sem hún á von á barni og þá hefur Hanna Kjartansdóttir ekki leikið á undirbúningstímablinu. Án þessara þriggja er aðeins Hildur Sigurðardóttir eftir úr byrjunarliði KR frá síðasta vetri og liðið er allavega enn sem komið er án útlendings. Á móti er Sigrún

Skarphéðinsdóttir byrjuð aftur, og vonir standa til að Linda Stefánsdóttir leiki jafnvel í vetur. Fljótt á litið virðist KR vera að ganga í gegnum mikil kynslóðaskipti og ungar stelpur sem lítið fengu að spreyta sig síðasta vetur verða hugsanlega í lykilhlutverkum. Helsti styrkleiki liðsins felst í mjög öfl ugum leikstjórnanda sem Hildur Sigurðardóttir er og þá hefur KR að sjálfsögðu haft hefðina með sér í gegnum árin. Á móti virðist breiddin ekki mikil, rétt eins og í fyrra, og reynslan er af

skornum skammti. Hildur verður algjör lykilmaður hjá KR í vetur en þær Lilja Oddsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Georgia Kristiansen verða væntanlega einnig í stórum hlutverkum sem og Hanna Kjartansdóttir ef hún verður með. Fljótt á litið verður KR í baráttu við Njarðvík um síðasta sætið í úrslitakeppni og þolinmæðisvinna framundan hjá KR við að byggja upp.

KR

Page 39: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

������������������������������������������������� �������������������������������

����������������������������������������������������

��������������

�������������

���������������������������������������

���������������

���

���������������������������������������������

Page 40: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 41: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Jón

Arn

ór S

tefá

nsso

n

Page 42: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 43: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Kefl avík

Kefl avík vann sjö síðustu leiki sína í úrslitunum í fyrra og alls átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Ekkert lið hafði náð að vinna sjö leiki í röð í einni úrslitakeppni áður. Kefl avík vann auk þess alla fi mm úrslitaleiki sína síðasta vetur, gegn Grindavík 75:74 í úrslitum Kjörísbikarkeppninnar, gegn Snæfelli 95:71 í bikarúrslitaleiknum og loks Grindavík þrisvar, 94:103, 102:113 og 97:102 í úrslitaleikjum Íslandsmótsins.

Kefl víkingar eru handhafar allra titla sem spilað er um hér á landi og ætla þeir að freista gæfunnar á erlendri grundu í vetur. Sannarlega frábært hjá þeim í bítlabænum og til eftirbreytni. Leikmenn munu öðlast mikla reynslu sem á eftir að nýtast þeim í baráttunni hér heima. Kefl avík tefl ir fram bakvarðasveit sem ekkert annað lið getur státað sig af. Í liðinu eru margar frábærar skyttur sem geta raðað þriggja stiga körfum nánast frá eigin vallarhelmingi. Að vísu verður

Guðjón Skúlason á hliðarlínunni í vetur að gefa skipanir en hann tók óvænt við stjórn liðsins, ásamt Fali Harðarsyni, af Sigurði Ingimundarsyni sem varð að hætta vegna anna í vinnu. Bakverðir Kefl avíkur eru ekki ‘bara’ skyttur heldur hafa Kefl víkingar tvo af bestu varnarmönnum deildarinnar innan sinna raða, þá Sverri Sverrisson og Gunnar Einarsson. Sverrir hefur komið sterkur inn í landsliðið að undanförnu og sannað tilverurétt sinn þar með

góðum leikjum. Þá hafa Kefl víkingar fengið sér tvo tveggja metra útlendinga fyrir átökin í vetur. Það verður þó erfi tt fyrir þá að fylla það skarð sem Damon Johnson og Edmund Saunders skilja eftir sig en saman voru þeir félagar óstöðvandi í úrslitakeppninni síðastliðið vor. Þá hafa Damon og Sigurður þjálfari verið einstaklega sigursælir saman síðustu ár og ljóst að krefjandi verkefni býður þeirra Guðjóns og Fals að viðhalda þeirri velgegni.

Heimavöllur: Íþróttahús Kefl avíkur.Heimasíða: www.kefl avik.is/karfanHeimabúningur: Svarblá, hvít og rauð peysa og svarbláar, hvítar og rauðar buxur.Varabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.

Íslandsmeistari: 6 sinnum (1989, 1992-93, 1997, 1999, 2003)Bikarmeistari: 4 sinnum (1993-94, 1997, 2003)Fyrirtækjameistari: 4 sinnum (1996, 1997, 1998, 2002)Deildarmeistari: 5 sinnum (1992-93, 1997, 1999, 2002)Meistari meistaranna: 1 sinni (1997)Ár í úrslitakeppni: 18Ár í undanúrslitum: 17Ár í lokaúrslitum: 10Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 6

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1982-83Fjöldi tímabila: 20Leikir: 470nýtiSigrar: 335Töp: 135Sigurhlutfall: 71,3%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Gunnar Einarsson, fyrirliði218 leikir11. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 29Vítanýting 72,8%

1.-3.sæti

Spáð í

GG Bílasprautun

Page 44: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Njarðvík

Ekkert félag hefur orðið oftar Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni en Njarðvík sem vann Íslandsmeistaratitilinn í tíunda sinn í úrslitakeppni vorið 2002. Njarðvíkingar vita hvað til þarf þegar allt er undir og þeir hafa unnið 10 af 12 einvígum í lokaúrslitum. Í einu skiptin sem Njarðvík hefur tapað var 1988 gegn Haukum (1-2) og 1999 gegn nágrönnum sínum í Kefl avík (2-3) í bæði skiptin eftir oddaleik. Njarðvíkingar unnu úrslitakeppnina meðal annars fjögur fyrstu árin sem hún fór fram (1984-87).

Njarðvíkingar koma til með að berjast um þá titla sem í boði eru í vetur. Nokkur óvissa var með leikmannahópinn hjá þeim í sumar en þegar þetta er skrifað er Teitur Örlygsson fyrir utan leikmannahópinn. Sigurvilji Teits hefur fl eytt liðinu langt í mörgum úrslitakeppnum og ætti fólk ekki að láta sér bregða ef það sér hann í búningi þegar styttist í úrslitakeppnina. Þá hafa Njarðvíkingar endurheimt sjálfan Brenton Birmingham sem var leystur undan samningi hjá London Towers vegna meiðsla í baki. Brenton hefur verið að missa úr leiki í gegnum

tíðina og því ólíklegt að hann nái að spila alla leiki Njarðvíkur í vetur. Hann hefur ekki verið að spila á fullum styrk fyrstu leikina í haust en Njarðvíkingar duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu góðan vinning í Kanalottóinu þar sem Brandon Woudstra hefur blásið á þær kenningar að leikmenn verði að koma frá þokkalega sterkum skólum til að vera teknir alvarlega. Hefðin er eitthvað sem Njarðvík hefur fram yfi r mörg önnur lið en félagið hefur verið einstaklega sigursælt í gegnum tíðina. Í liðinu er góð blanda af eldri og reyndari leikmönnum ásamt ungum og efnilegum

strákum. Egill Jónasson er gullmoli í íslenskum körfubolta sem verður að hlúa vel að og vonandi fær hann mikla reynslu í vetur. Strákurinn er um 213 cm og er frábær varnarmaður og vanmetinn í sókn. Hann kemur væntanlega til með að leysa Friðrik Stefánsson af í vetur en einnig hefur Friðrik Ragnarssson, þjálfari liðsins, verið að láta hann byrja með Friðrik sér við hlið og sett Pál Kristinsson í stöðu ‘lítils’ framherja. Það eru ekki mörg lið sem geta leikið sér svona með hæðina.

Heimavöllur: Íþróttahús Njarðvíkur.Heimasíða: www.umfn.is/karfanHeimabúningur: Græn og hvít peysa og grænar og hvítar buxur.Varabúningur: Hvít og græn peysa og hvítar og grænar buxur.

Íslandsmeistari: 12 sinnum (1981-82, 1984-97, 1991, 1994-95, 1998, 2001-02)Bikarmeistari: 7 sinnum (1987-90, 1992, 1999, 2002)Fyrirtækjameistari: 1 sinni (2001)Deildarmeistari: 11 sinnum (194-89, 1991, 1995-96, 2000-01)Meistari meistaranna: 4 sinnum (1995, 1999, 2001, 2002)Ár í úrslitakeppni: 19Ár í undanúrslitum: 19Ár í lokaúrslitum: 12Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 10

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1978-79Fjöldi tímabila: 25Leikir: 570Sigrar: 435Töp: 135Sigurhlutfall: 76,3%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Friðrik Stefánsson, fyrirliði156 leikir11. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 26Vítanýting 52,8%

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

11 sinnum (194-89, 1991, 1995-96, 2000-01)

1.-3.sæti

Spáð í

Bílasprautun SuðurnesjaOlsen Olsen og Ég hf.Hjólbarðastöðin Smurstöð

Page 45: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Grindavík

Grindavík er eina félagið í sögu úrvalsdeildar karla sem hefur aldrei unnið minna en helming leikja sinna á tímabili. Grindavík hefur verið í deildinni síðan haustið 1987 og er að hefja sitt 17. tímabil í úrvalsdeild. Þrisvar sinnum hefur Grindavík náð 50% sigurhlutfalli (1987-88, 1991-92 og 2000-01) en síðasta tímabilið varði liðið þetta frábæra met sitt með 98:96 sigri á nýkrýndum deildarmeisturum Njarðvíkur í síðasta leik.

Grindavík mætir til leiks með gríðarlega sterkt lið. Eftir að hafa tapað fyrir Kefl avík í úrslitunum síðasta vetur er líklegt að liðið ætli sér ekkert minna en að fara alla leið þetta árið. Breiddin er mun meiri og betri hjá Grindavík og hópurinn mjög góður. Darrel Lewis ákvað að koma aftur fl jótlega eftir að tímabilinu lauk og er mikilvægt fyrir Friðrik Inga Rúnarsson, þjálfara liðsins, að þurfa ekki að aðlagast nýjum erlendum leikmanni eins og mörg lið

lenda oftast í. Í staðin getur Friðrik byggt ofan á síðasta vetur. Grindavík var ekki sannfærandi á undirbúningstímabilinu og var meira um einstaklingsframtak á kostnað liðsheildarinnar. Það virðist þó vera komið í lag því Grindavík hefur byrjað tímabilið einstaklega vel og er eina taplausa liðið í deildinni þegar þetta er skrifað þrátt fyrir að Helgi Jónas Guðfi nnsson sé enn meiddur og hafi ekki leikið neinn leik í vetur. Það verður fróðlegt að sjá Grindavíkurliðið

þegar Helgi verður farinn að spila af fullum styrk. Stigaskorun verður ekki vandamál í Grindavík í vetur þar sem ekki vantar menn til að setja boltann ofan í körfuna. Ungur piltur sem menn ættu að hafa auga með í vetur er Þorleifur Ólafsson en hann er mikill og góður sóknarmaður. Hann gæti stimplað sig vel inn í deildina ef hann leggur hart að sér.

Heimavöllur: Íþróttahús Grindavíkur.Heimasíða: www.UMFGkarfan.isHeimabúningur: Gul peysa og gular buxur.Varabúningur: Blá peysa og bláar buxur.

Íslandsmeistari: 1 sinni (1996)Bikarmeistari: 3 sinnum (1995, 1998, 2000)Fyrirtækjameistari: 1 sinni (2000)Deildarmeistari: 3 sinnum (1994, 1998, 2003)Meistari meistaranna: 2 sinnum (1996, 98)Ár í úrslitakeppni: 13Ár í undanúrslitum: 11Ár í lokaúrslitum: 6Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 1

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1987-88Fjöldi tímabila: 16Leikir: 390Sigrar: 261

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði167 leikir10. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 41Vítanýting 82,0%

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

1.-3.sæti

Spáð í

Þorbjörn FiskanesRás ehf.Grindin hf.

Grindavík mætir til leiks með gríðarlega

Page 46: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

��������������������������������������

���������

� � � �� �� �� ��� �

�����������������������������

���������������������������

�������������

����������������������������������

����������������������������������������������������������������������

��������������������������������������������������������������������������

�����������������������������������������������������������������������

�����������������������������������������������������������������������

������������������������������������������������������������������������

����������������������������������������������������������������������

��������������������������������������������������������������������������

��������������������������������������������������������

������������� ������������������������������� ����������

������

�������������������������� � � �� ��������

��

��

Page 47: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

KR

Þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar síðast, vorið 2000, settu þeir met sem hefur ekki enn verið slegið. KR-ingar unnu nefnilega Íslandsmeistaratitilinn án þess að vera með heimavallarrétt í einu einasta einvígi í úrslitakeppninni, hvorki í átta liða úrslitum, undanúrslitunum eða í lokaúrslitunum. KR-ingar enduðu í 5. sæti í deildarkeppninni en slógu út Tindastól (4. sæti), Njarðvík (1. sæti) og Grindavík (3. sæti) á leið sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í áratug.

KR-ingar tefl a fram svipuðu liði og síðasta vetur miðað við þær breytingar sem hafa orðið á milli ára í vesturbænum. Síðasti vetur var KR-ingum mikil vonbrigði og ætla menn þar á bæ væntanlega að gera betur í vetur. Miðað við að önnur félög eru að tefl a fram tveimur til þremur Könum frá byrjun þá er hæpið að KR verði í toppbaráttu framan af vetri. En um leið og félagið nær sér í annan Kana verður það virkilega sterkt og gæti farið alla leið. Nokkur breyting hefur orðið

á leik liðsins. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR síðustu fjögur tímabilin, hefur verið meira fyrir að spila hægan leik sem gekk vel þegar menn eins og Keith Vassell og Jónatan Bow voru að spila. Síðan þá hafa komið mikið af yngri og sprækari strákum sem geta spilað hraðari bolta. Í fyrsta skipti í nokkur ár sér maður KR-liðið keyra leikinn upp og ekki var annað að sjá í leikjum á undirbúningstímabilinu en að það sé að virka vel. Ekki vantar mannskapinn frekar en síðustu ár og

nóg af leikmönnum sem geta gert kröfu um spilatíma. Reyndar eru þeir töluvert fl eiri en tíu og því gæti verið vandamál fyrir Inga að halda öllum góðum. Breiddin er það mikil að KR gæti tefl t fram tveimur liðum í efstu deild. Baldur Ólafsson er hugsanlega að fara að leika sitt fyrsta heila tímabil með KR i mörg ár og er algjört lykilatriði fyrir KR að hann eigi gott tímabil og eigni sér teiginn í DHL-höllinni.

Heimavöllur: DHL höllin.Heimasíða: www.kr.is/karfanHeimabúningur: Svört og hvít peysa, svartar buxur.Varabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.

Íslandsmeistari: 9 sinnum (1965-68, 1974, 1978-79, 1990, 2000)Bikarmeistari: 11 sinnum (1966-67, 1970-74, 1977, 1979, 1984, 1991)Fyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: 1 sinni (1990)Meistari meistaranna: 1 sinni (2000)Ár í úrslitakeppni: 16Ár í undanúrslitum: 12Ár í lokaúrslitum: 4Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 2

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1978-79Fjöldi tímabila: 25Leikir: 570Sigrar: 331Töp: 239Sigurhlutfall: 58,1%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Steinar Kaldal, fyrirliði81 leikir9. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 20Vítanýting 56,9%

4.sæti

Spáð í

Bæjarins Bestu Pylsur

Page 48: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Snæfell

Þjálfarinn Bárður Eyþórsson er bæði langstigahæsti og langleikjahæsti leikmaður Snæfells í úrvalsdeild frá upphafi en hann stjórnaði liðinu í fyrsta sinn í úrvalsdeild í fyrra. Bárður hefur leikið 124 leiki og skorað 2278 stig fyrir Snæfell í úrvalsdeild sem gerir 18,4 stig að meðaltali í leik. Bárður leiðir auk þess Snæfellinga í stoðsendingum (318), stolnum boltum (268) og þriggja stiga körfum (174).

Snæfell komst í bikarúrslitaleikinn á síðustu leiktíð og það hefur gefi ð öllum þeim sem koma að liðinu aukinn kraft fyrir þennan vetur. Þeir fyrir vestan ætla sér stóra hluti í vetur og hafa fengið tvo Kana og síðan er Sigurður Þorvaldsson kominn frá ÍR. Snæfelli mistókst að komast í úrslitakeppnina síðasta vetur en að öllu eðlilegu verður liðið vel inni þetta árið. Snæfell hefur fl eiri sóknarvopn núna en áður. Corey Dickerson verður í lykilhlutverki í vetur

þar sem hann þarf að passa að koma öllum leikmönnum liðsins inn í leikinn sóknarlega. Takist honum það ásamt því að skora sín stig verður Snæfell í góðum málum. Liðið er öfl ugt varnarlega og spilar sterkan varnarleik. Sigurður hefur verið óstöðugur leikmaður undanfarin ár en um hæfi leikana efast enginn. Nái hann smá stöðugleika í sinn leik og ef Bárður Eyþórsson, þjálfari liðsins, nær að berja smá grimmd í strákinn þá verður hann einn af betri mönnum deildarinnar.

Hafþór Gunnarsson er einnig genginn í raðir Snæfells frá Skallagrím og þar er kröftugur bakvörður á ferð sem er ósérhlífi nn og styrkir liðið. Nái Bárður að búa til sterka liðsheild úr leikmönnum sem skipa liðið í dag þá getur liðið strítt Suðurnesjarisunum all verulega í toppbaráttunni. Breiddin er þó eitthvað sem gæti háð Snæfelli og þá reynir á hvort yngrifl okka starfi ð sé að skila ungum og efnilegum strákum sem geta tekið að sér hlutverk aukaleikara.

Heimavöllur: Íþróttahús Stykkishólms.Heimasíða: -Heimabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.Varabúningur: Rauð peysa og rauðar buxur.

Íslandsmeistari: AldreiBikarmeistari: AldreiFyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 1Ár í undanúrslitum: 0Ár í lokaúrslitum: 0Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1990-91Fjöldi tímabila: 8Leikir: 202Sigrar: 60Töp: 142Sigurhlutfall: 29,7%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Hlynur Bæringsson, fyrirliði117 leikir7. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 34Vítanýting 73,3%

5.-6.sæti

Spáð í

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

DEKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

Page 49: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Haukar

Haukar eru eina félagið sem hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í framlengdum oddaleik því þegar liðið varð Íslandsmeistari í eina skiptið, vorið 1988, unnu Haukar 91:92 í Njarðvík í tvíframlengdum æsispennandi þriðja úrslitaleik liðanna. Pálmar Sigurðsson skoraði 43 stig og 11 þriggja stiga körfur í leiknum en sigurkörfuna gerði núverandi þjálfari liðsins, Reynir Kristjánsson, í þann mund sem leiktíminn rann út.

Haukar voru það lið sem kom mest á óvart síðasta vetur og endaði í þriðja sæti. Stevie ’wonder’ Johnson fór mikinn í liði Hauka og var óstöðvandi allan veturinn. Hans nýtur ekki við lengur og bíða margir körfuboltaspekingar eftir því hvernig Haukar munu spjara sig án hans. Sé tekið mið af Reykjanesmótinu og öðrum mótum í haust þá hafa Haukar staðið sig mjög vel. Þeir spiluðu til úrslita við Kefl avík í Reykjanesmótinu og töpuðu í hörkuleik með tveimur stigum. Haukar hafa

kannski ekki margar stjörnur í sínu liði en hafa verið að spila vel sem ein heild og sennilega eiga þeir eftir að spjara sig ágætlega án Stevie. Það er kannski ekki hægt að ætlast til að arftaki Stevie fylli hans skarð heldur þurfa aðrir leikmenn liðsins að stíga upp og bæta við sig. Mike Manciel hefur þó staðið sig vel í fyrstu leikjunum og er bæði að skora og frákasta vel. Haukarnir eru gríðarlega seigir og vinnusamir. Þá eiga andstæðingar þeirra til að vanmeta þá því engin ’stór nöfn’ eru í liðinu. Mörg lið

hafa farið fl att á því að vanmeta liðið og gera það varla oftar. Njarðvíkingurinn Sigurður Einarsson hefur bæst við leikmannahópinn og hefur aukið breiddina. Sævar Haraldsson verður betri og betri með hverju árinu og er nú orðinn alvöru leikstjórnandi í þessari deild. Hann hefur notið góðs af því að fá að spila sig í gegnum ákveðinn vegg síðustu tvö tímabilin og eiga Haukar eftir að njóta góðs af því í vetur að hafa sýnt honum það traust.

Heimavöllur: Haukahúsið Ásvöllum.Heimasíða: www.haukar.is/karfaHeimabúningur: Rauð peysa og rauðar buxur.Varabúningur: Hvít peysa og rauðar buxur.

Íslandsmeistari: 1 sinni (1988)Bikarmeistari: 3 sinnum (1985-86, 1996)Fyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 14Ár í undanúrslitum: 7Ár í lokaúrslitum: 4Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 1

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1983-84Fjöldi tímabila: 20Leikir: 470Sigrar: 274Töp: 196Sigurhlutfall: 58,3%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Marel Guðlaugsson, fyrirliði345 leikir16. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 36Vítanýting 76,6%

5.-6.sæti

Spáð í

Page 50: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 51: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Tindastóll

Þegar Tindastóll tryggði sér eina titil félagsins frá upphafi bundu þeir endi á mikla sigurgöngu. Tindastóll tók á móti Kefl avík í úrslitaleik fyrirtækjabikars KKÍ í nóvember 1999 og sigraði 80:69 en fyrir leikinn hafði Kefl avíkurliðið unnið keppnina þrjú fyrstu árin og leikið 23 leiki í röð án þess að tapa.

Fyrir tímabilið var erfi tt að meta styrk Tindastóls þar sem liðið tefl ir fram þremur Könum. Stólarnir hafa byrjað ágætlega og m.a. slegið Hauka út úr Hópbílabikarnum. Tindastóll hefur ávallt verið með þrjá erlenda leikmenn, þar af einn Kana og síðan tvo misgóða Bosman leikmenn. Standi Kanarnir allir undir væntingum verða Stólarnir öfl ugir því fyrir utan Kanana eru þeir með fína stráka. Clifton Cook

er leikmaður sem sannaði sig síðasta vetur og er mikill happafengur fyrir Sauðkrækinga. Kristinn Friðriksson verður með liðið áfram en Kristinn kom liðinu í undanúrslit á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari. Hann mun væntanlega spila áfram með og skila sínum stigum. Helgi Viggósson er sterkur strákur undir körfunni sem vakti verðskuldaða athygli síðasta vetur fyrir mikla hörku í fráköstum. Hann tók til dæmis fl eiri

fráköst en Michail Andropov. Axel Kárason er annar sprækur heimamaður sem gefur ekki tommu eftir. Haldi hann áfram að vaxa verður hann í stærra hlutverki. Það er allavega ljóst að Stólarnir tefl a fram sterkara liði en síðasta vetur þar sem Kanarnir eru væntanlega öfl ugri en Evrópubúarnir og þeir Helgi og Axel eru árinu eldri og reyndari en síðasta vetur.

Heimavöllur: Íþróttahúsið á Sauðárkróki.Heimasíða: skagafjordur.net/karfanHeimabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.Varabúningur: Blá peysa og bláar buxur.

Íslandsmeistari: AldreiBikarmeistari: AldreiFyrirtækjameistari: 1 sinni (1999)Deildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 7Ár í undanúrslitum: 2Ár í lokaúrslitum: 1Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1988-89Fjöldi tímabila: 15Leikir: 374Sigrar: 178Töp: 196Sigurhlutfall: 47,6%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Axel Kárason, fyrirliði66 leikir4. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 17Vítanýting 69,2%

7.sæti

Spáð í

Vöruafgreiðsla Bjarna ehf.Sparisjóður HólahreppsSauðárkróksbakarí

Page 52: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Breiðablik

Pálmi Freyr Sigurgeirsson leiðir Blika í fi mm af helstu tölfræðiþáttunum þrátt fyrir að vera ekki gamall í hettunni reyndar aðeins 25 ára. Pálmi Freyr er leikjahæstur (64 leikir), stigahæstur (959 stig), hefur sent fl estar stoðsendingar (248), stolið fl estum boltum (156) og skorað fl estar þriggja stiga körfur (108) fyrir Breiðablik í úrvalsdeild. Pálmi náði sínum persónulegu metum í stigum (34) og stoðsendingum (10) í sama leiknum gegn Hamri á síðasta tímabili.

Blikar tefl a fram svipuðu liði og á síðustu leiktíð en Kópavogspiltar náðu ekki inn í úrslitakeppnina. Sennilega verður enn erfi ðara fyrir Blika að komast inn í vetur þar sem önnur lið á svipuðu reki verða með tvo til þrjá Kana innan sinna vébanda. Hins vegar ætla Blikar að tefl a fram einum Kana. Þó að Mirko Virijevic sé áfram í herbúðum liðsins og komi hugsanlega með einhvern félaga sinn með sér þá er

það ekki næg viðbót miðað við önnur félög sem verða að berjast við að komast inn í úrslitakeppnina. Blikar náðu ekki inn síðasta vetur þegar nánast öll félög voru með einn Kana eins og þeir og þess vegna er erfi tt að sjá það gerast þegar öll önnur lið hafa bætt við sig einum til tveimur Könum frá því á síðasta tímabili. Helsti höfuðverkur Breiðabliks á síðustu leiktíð var varnarleikurinn og er líklegt að Jón Arnar Ingvarsson,

þjálfari Blika, hafi eytt miklum tíma í að laga vörnina fyrir tímabilið. Nokkrum leikmönnum liðsins fi nnst skemmtilegra að spila sókn en vörn en þeir sömu verða að gera sér grein fyrir mikilvægi varnarleiksins og taka sig á. Fái Blikar sér annan Kana með Cedrick Holmes á tímabilinu og varnarleikurinn lagast þá verður liðið mun ofar en þessi spá gefur til kynna.

Heimavöllur: Smárinn.Heimasíða: www.breidablik.is/karfaHeimabúningur: Græn peysa og grænar buxur.Varabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.

Íslandsmeistari: AldreiBikarmeistari: AldreiFyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 1Ár í undanúrslitum: 0Ár í lokaúrslitum: 0Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1987-88Fjöldi tímabila: 6Leikir: 140Sigrar: 32Töp: 108Sigurhlutfall: 22,9%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Loftur Þór Einarsson, fyrirliði40 leikir3. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 17Vítanýting 60,3%

8.-10.sæti

Spáð í

Reynir BakariSmurstöðin Stórahjalla

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

Page 53: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

ÍR

Þegar ÍR-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar, fyrir 26 árum, varð félagið meistari í 15. sinn frá upphafi þar af sjö sinnum á síðustu níu árum þar á undan. Á þeim tímapunkti voru það lið KR (5) og Íþróttafélag Kefl avíkurfl ugvallar (4) sem komust næst þeim í fjölda Íslandsmeistaratitla. ÍR-ingar unnu síðan ekki titil eftir þetta í heil 24 ár eða þar til liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn 2001 og nú er svo komið að Njarðvíkinga vantar ‘aðeins’ þrjá titla til að jafna metið sem var svo fjarlægt öllum félögum fyrir tæpum þremur áratugum síðan.

ÍR hefur verið spáð góðu gengi síðastliðin tvö ár og hafa verið gerðar væntingar til liðsins sem það hefur ekki staðið undir. Með það í huga er þeim spáð neðarlega þetta árið og svo er bara að sjá hvort það henti þeim í Breiðholtinu ekki betur en að vera spáð ofarlega. Þá spilar líka inn í að ÍR-ingar hafa misst leikmenn á borð við Sigurð Þorvaldsson og Hreggvið Magnússon. Þrátt fyrir að Sigurður hafi oft komið af bekknum þá eiga ÍR-ingar

eftir að sakna hans í vetur. ÍR-ingar hafa verið duglegir að reyna fylla þau skörð sem Hreggviður og Sigurður skilja eftir sig og er líklegt að símreikningur Eggerts Garðarssonar, þjálfara ÍR, hafi verið í kantinum þetta sumarið. Ekkert óeðlilegt við það að menn reyni að styrkja liðið þegar þeir missa lykilmenn. Þrátt fyrir þennan missi hafa ÍR-ingar frambærilega leikmenn sem hafa verið að gera það gott. Eiríkur

Önundarson hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar síðustu ár. Þá hefur Kevin Grandberg snúið á fornar slóðir en hann hóf einmitt feril sinn hér á landi með ÍR. Reggie Jessie kom í stað Nate Poindexter sem þurfti að greiða úr fl ækjum heima fyrir og Grandberg hóaði í fæelaga sinn frá Kanada. Það hefur háð ÍR í upphafi móts að Eiríkur hefur verið veikur og Ómar Sævarsson átt við smá meiðsl að stíða.

Heimavöllur: Íþróttahús Seljaskóla.Heimasíða: www.ir-karfa.isHeimabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.Varabúningur: Blá peysa og bláar buxur.

Íslandsmeistari: 15 sinnum (1954-55, 1957, 1960-64, 1969-73, 1975, 1977)Bikarmeistari: 1 sinni (2001)Fyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 4Ár í undanúrslitum: 0Ár í lokaúrslitum: 0Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1978-79Fjöldi tímabila: 19Leikir: 428Sigrar: 173Töp: 255Sigurhlutfall: 40,4%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Eiríkur Önundarson, fyrirliði196 leikir9. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 45Vítanýting 77,0%

Gissur og Pálmi ehf.

8.-10.sæti

Spáð í

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

DEKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

Page 54: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 55: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Hamar

Hamarsmenn eru eina liðið í sögu úrvalsdeildar karla sem hefur komist í úrslitakeppnina öll tímabilin sem liðið hefur spilað í deildinni. Hamarsmenn komust upp í úrvalsdeild vorið 1999 aðeins fi mm árum eftir að félagið tók fyrst þátt í deildarkeppni. Liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í úrvalsdeild og komst í úrslitakeppnina þangað sem liðið hefur einnig komist síðustu þrjú árin. Pétur Ingvarsson hefur verið spilandi þjálfari liðsins allan tímann og er hann leikjahæstur hjá félaginu í úrvalsdeildinni.

Þetta litla félag frá Hveragerði er búið að sanna tilverurétt sinn á meðal þeirra bestu. Menn hafa verið að bíða eftir að þessi bóla myndi springa en Hamarsmenn eru komnir til að vera. Félagið er í góðum höndum og hafa stjórnendur þar ekki farið að kaupa leikmenn til að freista þess að ná árangri. Ýmislegt gekk á síðasta vetur þar sem leikmenn hurfu á braut en Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, hefur

ekki látið það mikið á sig fá. Hann kom liðinu í úrslitakeppnina þar sem hans menn töpuðu fyrir Grindavík í oddaleik. Leikmannahópur Hamars er svipaður og í úrslitakeppninni. Tveir Kanar hafa verið fengnir og er annar þeirra fyrrum leikmaður liðsins og var þegar Hamar fór í úrslit í bikarnum. Lárus Jónsson átti mjög gott tímabil síðastliðinn vetur og er orðinn þeirra lykilmaður fyrir utan Kanana tvo. Hvergerðingar

voru í vandræðum með varnarleikinn hjá sér á síðustu leiktíð og hefur Pétur væntanlega farið vel yfi r þann þátt fyrir veturinn. Svavar Pálsson verður á sínum stað og er liðinu mikilvægur, sérstaklega í vörn. Ef Hvergerðingar verða duglegir að styðja sína menn og verða sjötti maður liðsins á heimaleikjum þá láta stigin ekki á sér standa og við sjáum Hamarsliðið í úrslitakeppninni einnig þetta árið.

Heimavöllur: Íþróttahús Hveragerðis.Heimasíða: - Heimabúningur: Hvít peysa með blárri rönd og hvítar buxur.Varabúningur: Blá peysa með hvítri rönd og hvítar buxur.

Íslandsmeistari: AldreiBikarmeistari: AldreiFyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 4Ár í undanúrslitum: 0Ár í lokaúrslitum: 0Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1999-2000Fjöldi tímabila: 4Leikir: 88Sigrar: 41Töp: 47Sigurhlutfall: 46,6%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Lárus Jónsson, fyrirliði87 leikir5. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 20Vítanýting 66,8%

Búnaðarbankinn Hveragerði

8.-10.sæti

Spáð í

Page 56: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

KFÍ

Baldur Ingi Jónasson, fyrirliði KFÍ, hefur spilað 107 af 110 leikjum félagsins í úrvalsdeild eða 97% leikja KFÍ meðal þeirra bestu. Baldur Ingi missti úr þrjá leiki í nóvember 1996 en hefur síðan leikið 102 úrvalsdeildarleiki liðsins í röð. Allir leikirnir þrír sem Baldur missti af töpuðust og hefur Baldur Ingi því verið með í öllum 48 sigrum KFÍ í úrvalsdeild frá upphafi . Í þessum 107 leikjum hefur Baldur Ingi skorað 1098 stig og sett niður 262 þriggja stiga skot.

Ísfi rðingar hafa endurheimt sæti sitt í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina síðasta vor. Liðið hefur verið að bæta við sig mönnum og er ljóst að Ísfi rðingar munu tefl a fram þremur erlendum leikmönnum. Bakvörðurinn Jeb Ivey hefur verið að spila vel það sem af er tímabili og þá voru það góð skipti að fá Adam Spanich inn fyrir Anton Collins í lok september. Þá verður Darko Ristic með KFÍ í vetur en hann lék ágætlega með Skallagrím eftir jól þegar hann kom þangað með bróður sínum. Hann meiddist þó í fyrsta leik og verður frá í einhvern

tíma. Hann mun án efa styrkja liðið. Pétur Sigurðsson, sem einnig lék með Skallagrím, dreif sig líka vestur en Pétur ratar vel á Ísafi rði þar sem hann lék með KFÍ áður. Það er erfi tt að meta liðið þar sem ekki hefur sést mikið til þess en liðið þarf að sanna sig í efstu deild til að vera spáð ofar. Ef Hrafn nær að sjóða saman góða liðsheild úr þeim leikmönnum sem hann hefur þá gæti KFÍ alveg eins náð síðasta sætinu í úrslitakeppninni en til þess að það gerist þurfa ýmsir hlutir að ganga upp. Sóknarleikur liðsins er í góðu lagi og er mikið skotið af 3ja stiga

skotum í Ísjakanum. Liðið hefur verið að hitta vel fyrir utan 3ja stiga línuna en varnarleikurinn þarf að stórlagast ef KFÍ ætlar að gera einhverjar rósir í vetur. Heimavöllurinn gæti vegið þungt og ljóst að liðið á eftir að hirða nokkur stig þar. Ef körfuboltaáhuginn er sá sami á Ísafi rði og hann var síðast þegar félagið var á meðal þeirra bestu þá er engin spurning að áhorfendur einir og sér eiga eftir að innbyrða auka fjögur stig sem geta gert útslagið með falldrauginn í eða úr bænum.

Heimavöllur: Íþróttahúsið Torfnesi.Heimasíða: www.kfi .isHeimabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.Varabúningur: Blá peysa og bláar og buxur.

Íslandsmeistari: AldreiBikarmeistari: AldreiFyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 2Ár í undanúrslitum: 1Ár í lokaúrslitum: 0Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 1996-97Fjöldi tímabila: 5Leikir: 110Sigrar: 48Töp: 62Sigurhlutfall: 43,6%

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Baldur Jónasson, fyrirliði112 leikir6. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 28Vítanýting 78,3%

11.sæti

Spáð í

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

EKKI

Í EFS

TU

DEIL

D

Page 57: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Þór Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn spilar í vetur sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeild karla og verða Þórsarar 21. félagið sem nær þeim árangri í 25 ára sögu deildarinnar. Aðeins tvö félög, KR og Njarðvík, hafa verið með öll 25 tímabilin og þrjú af 20 félögum hafa aðeins verið í deildinni eitt tímabil. Fjögur ný félög hafa bæst í hópinn undir núverandi fyrirkomulagi en það vekur athygli að tvö af þremur síðustu nýliðum hafa komið af Suðurlandi.

Þórsarar, frá Þorlákshöfn, hafa í mörg ár verið að berjast um að komast upp í efstu deild og loksins tókst það á síðasta tímabili en það kom mörgum á óvart þar sem liðið hefur oft verið sterkara en það var á síðasta tímabili. Engu að síður eru Þórsarar mættir í slaginn í efstu deild og hafa farið vel af stað í haust. Liðið byrjaði á því að vinna fyrstu tvo leiki sína en tapað síðustu þremur. Félagið skipti fl jótlega um þjálfara í vor og var Billy Dreher ráðinn í stað Birgis Mikhaelsonar. Dreher þjálfaði liðið fyrir

nokkrum árum en tókst ekki að koma liðinu upp en var þó nálægt því. Erfi tt er að meta styrk liðsins þar sem félagið er óþekkt stærð í íslenskum körfubolta. Dreher er spilandi þjálfari og að honum meðtöldum eru þrír Bandaríkjamenn að spila með liðinu. Þeir hafa verið áberandi í leik liðsins og virðist í fyrstu að hann hafi tekið með sér tvo góða Kana sem hafa verið að spila einstaklega vel. Þær nýju reglur sem voru samþykktar á síðasta ársþingi, sem heimila félögum að vera með eins marga Kana og þau

koma undir launaþakið, koma sér vel fyrir Þórsara. Þá hefur Gunnlaugur Erlendsson, sem lék með Hamri, gengið í raðir Þórs og mun hann án efa hjálpa liðinu mikið í vetur. Einnig fylgdi félagi hans frá Sauðárkróki, Svavar Birgisson, hans fordæmi og verður með Þórsurum í vetur. Breiddin er þó spurningamerki og á eftir að reyna á hana í vetur. Veturinn getur brugðið til beggja vona hjá Þórsurum og ekki útilokar að liðið ná inn í úrslitakeppni gangi allt upp.

Heimavöllur: Íþróttahús Þorlákshafnar.Heimasíða: www.thor.topnet.isHeimabúningur: Græn peysa og grænar buxur.Varabúningur: Hvít peysa og hvítar buxur.

Íslandsmeistari: AldreiBikarmeistari: AldreiFyrirtækjameistari: AldreiDeildarmeistari: AldreiMeistari meistaranna: AldreiÁr í úrslitakeppni: 0Ár í undanúrslitum: 0Ár í lokaúrslitum: 0Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Gengi í sögu úrvalsdeildar:Fyrsta tímabil: 2003-04Fjöldi tímabila: 0Leikir: 0Sigrar: -Töp: -

Stig skoruðað meðaltali í leik

Stig fengin á sigað meðaltali í leik

Skot nýtingað meðaltali í leik

Hlutfall frákastaað meðaltali í leik

Víta nýtingað meðaltali í leik

Tapaðir boltarað meðaltali í leik

3ja stiga körfurað meðaltali í leik

Tímabil‘99-’00‘00-’01‘01-’02‘02-’03

Gunnlaugur Erlendsson, fyrirliði56 leikir6. ár í úrvalsdeildFlest stig í leik 31Vítanýting 57,3%

12.sæti

Spáð í

FYRSTA TÍMABIL

Í EFSTU D

EILD

FYRSTA TÍMABIL

Í EFSTU D

EILD

FYRSTA TÍMABIL

Í EFSTU D

EILD

Page 58: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

����

���

���

��

����

��

���

���

���

���

����

����

����

����

����

����

���

������������

��������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������

�����������������������������������������������������������

Page 59: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

[1. deild karla]

Lið sem kom verulega á óvart í fyrra með því að komast í úrslitakeppnina og vinna þar deildarmeistara KFÍ. Liðið var hársbreidd frá því að fara upp í úrvalsdeildina á kostnað KFÍ. Í vetur er

Birgir Mikaelsson við stjórnvölinn hjá liðinu sem þjálfari og leikmaður. Birgir er með mikla reynslu og hann á eftir að stýra liðinu inn í úrslitakeppnina. Hvort liðið fer upp í úrvalsdeild í þessari

tilraun er óvíst, en liðið hefur þó til þess alla burði. Lykilmenn verða sem fyrr þeir Halldór Óli Úlriksson og Sveinn Blöndal. Ég spái Ármanni/Þrótti sigri í deildinni.

1. Ármann/Þróttur

Skallagrímur leikur nú í 1. deild eftir langa dvöl í úrsvalsdeildinni. Liðið hefur misst nokkra sterka leikmenn á undanförnum árum og vandséð er hvernig fylla má þau skörð sem þeir

hafa skilið eftir sig. Ekki virðast heldur margir ungir leikmenn vera að banka á dyr meistarafl okksins. Hins vegar tefl ir liðið fram erlendum leikmanni sem væntanlega mun reynast liðinu

mikilvægur í vetur ásamt bræðrunum Sigmari og Agli Egilssonum. Skalla-grímur verður í baráttu um sigur í deildinni.

2. Skallagrímur

Valsmenn tefl a fram nánast alveg nýju liði frá því í fyrra. Þjálfarinn, Birgir Guðfi nnsson sem einnig mun leika með liðinu, er einnig nýr af nálinni. Hann hefur þó talsverða reynslu úr 1. deildinni

sem á eftir að nýtast honum vel. Hefð er fyrir því að Valur endi ofarlega í 1. deild eftir fall úr úrvalsdeild og svo verður væntanlega einnig nú. Lykilmaður liðsins í vetur eins og svo oft áður verður

Ragnar Steinsson. Valsmenn verða í toppbaráttu og sæti í úrslitakeppninni ætti að vera þeirra í vor.

3. Valur

Stjarnan hefur alla burði til að vera í toppbaráttu í 1. deildinni í vetur. Liðið er að mestu skipað heimamönnum, þeim sömu og léku með liðinu 1995-2000. Þar að auki eru komnir til liðsins

Bragi Magnússon sem spilandi þjálfari og Brynjar Grétarsson úr Haukum. Þeir koma báðir til með að styrkja liðið talsvert. Lykilmenn liðsins eru tvíburabræðurnir Guðjón og Sigurjón

Lárussynir. Liðið hefur ekki erlendum leikmanni á að skipa og getur það reynst þungt á metunum ef liðið kemst í úrslitakeppnina.

4. Stjarnan

Fjölnismenn verða örugglega í toppbaráttu í 1. deildinni í vetur. Fjöldi ungra og efnilegra leikmanna er í Grafarvoginum, þjálfarinn, Benedikt

Guðmundsson með reynslu sem til þarf og þokkalegur erlendur leikmaður til að styrkja hópinn. Liðið á örugglega eftir að hlaupa nokkur liðin af sér, en á móti

kemur að ef til vill vantar enn þá reynslu sem til þarf til að fara alla leið. Fjölnir kemst ekki í úrslitakeppnina í þessari tilraun, en naumt verður það.

5. Fjölnir

Page 60: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Þórsarar eru komnir upp í 1. deild eftir árs dvöl í 2. deild. Þar hafði liðið hreinlega ekkert að gera, enda úrvalsdeildarlið árið þar á undan. Þórsarar eru alltaf erfi ðir heim að sækja

og svo verður áfram í vetur. Ungir og efnilegir leikmenn á borð við Guðmund Odsson og Hermann Hermannsson eiga

kunni að vanta á stundum ef enginn erlendur leikmaður verður fenginn í liðið. Þórsarar verða væntanlega í baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

6. Þór Akureyri

Lið ÍS mætir mikið breytt til leiks í vetur og munar þar mest um nokkra Grindvíkinga sem komnir eru til liðsins. Fremstur þar í fl okki er þriggja stiga skyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Þá hefur

frá því í fyrra og spurning er hvernig nýtt lið nær saman. Lykilmenn liðins í vetur verða örugglega þeir Guðlaugur

7. ÍS

Lið ÍG er skipað gömlum rebbum úr aðalliði Grindavíkur og yngri leikmönnum í bland. Lykilmenn liðsins í vetur verða þeir Davíð Hermannsson

ekki má vanmeta, en það gera samt ótrúlega margir og fara fl att á því.

8. ÍG

Hattarmenn fóru mikinn á síðari hluta síðasta keppnistímabils, eftir slæma byrjun. Erfi tt verður fyrir liðið að fylgja þeirri velgengi eftir og líklega bíður

Hattarmenn eru erfi ðir heim að sækja og þar hafa þeir yfi rleitt tekið fl est stiga sinna. Þeir hafa hins vegar oft átt erfi tt uppdráttar á útivelli.

9. Höttur

Selfyssinga bíður það erfi ða verkefni að leika í 1. deildinni þrátt fyrir að hafa fallið í 2. deild undanfarin tvö ár. Liðinu bauðst sæti í deildinni seint í sumar þegar margir leikmenn voru horfnir

á braut frá því árið áður. Bjarni G. Þórmundsson tók við þjálfun liðsins og eitthvað hefur ræst úr leikmannamálum liðsins að undanförnu. Mikið mun mæða á Halldór G. Jónssyni í vetur, en hann

verður væntanlega lykilmaður í liðinu. Ekkert nema kraftaverk getur komið í veg fyrir að Selfoss falli í 2. deild þriðja árið í röð.

10. Selfoss

úrvalsdeildarlið árið þar á undan. Þórsarar eru alltaf erfi ðir heim að sækja

efnilegir leikmenn á borð við Guðmund Odsson og Hermann Hermannsson eiga örugglega eftir að vera áberandi í liðinu í vetur, en hætt er við að herslumuninn

að komast í úrslitakeppnina.

Lið ÍS mætir mikið breytt til leiks í vetur og munar þar mest um nokkra Grindvíkinga sem komnir eru til liðsins. Fremstur þar í fl okki er þriggja stiga skyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Þá hefur

Bjarni Magnússon aftur tekið við þjálfun liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn var liðið komið með aðra höndina á úrvalsdeildarsæti fyrir tveimur árum. En liðið hefur einnig misst marga leikmenn

frá því í fyrra og spurning er hvernig nýtt lið nær saman. Lykilmenn liðins í vetur verða örugglega þeir Guðlaugur og Bjarni. ÍS verður um miðja deild.

7. ÍS

Lið ÍG er skipað gömlum rebbum úr aðalliði Grindavíkur og yngri Lið ÍG er skipað gömlum rebbum úr aðalliði Grindavíkur og yngri leikmönnum í bland. Lykilmenn liðsins í vetur verða þeir Davíð Hermannsson

og Eggert Pálsson sem eru hjá liðinu á venslasamningi við UMFG. Veturinn gæti reynst ÍG erfi ður, en líklega verður liðið þó um miðja deild. Lið sem alls

ekki má vanmeta, en það gera samt ótrúlega margir og fara fl att á því.

8. ÍG

fallbarátta liðsins í vetur. Þá gæti Bosko Boskovic, sem var á mála hjá Grindavík í fyrra, reynst liðinu drjúgur og einnig

Hattarmenn fóru mikinn á síðari hluta síðasta keppnistímabils, eftir slæma byrjun. Erfi tt verður fyrir liðið að fylgja þeirri velgengi eftir og líklega bíður baráttujaxlinn Þorleifur Viggó Skúlason.

Hattarmenn eru erfi ðir heim að sækja og þar hafa þeir yfi rleitt tekið fl est stiga sinna. Þeir hafa hins vegar oft átt erfi tt uppdráttar á útivelli.

9. Höttur

10. Selfoss

Odsson og Hermann Hermannsson eiga örugglega eftir að vera áberandi í liðinu í vetur, en hætt er við að herslumuninn örugglega eftir að vera áberandi í liðinu í vetur, en hætt er við að herslumuninn örugglega eftir að vera áberandi í liðinu í vetur, en hætt er við að herslumuninn í vetur, en hætt er við að herslumuninn

Lið ÍS mætir mikið breytt til leiks í vetur og munar þar mest um nokkra Grindvíkinga sem komnir eru til liðsins. Fremstur þar í fl okki er þriggja stiga skyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Þá hefur

frá því í fyrra og spurning er hvernig nýtt lið nær saman. Lykilmenn liðins í vetur verða örugglega þeir Guðlaugur og Bjarni. ÍS verður um miðja deild.

Bjarni Magnússon aftur tekið við þjálfun liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn var liðið komið með aðra höndina á úrvalsdeildarsæti fyrir tveimur árum. En liðið hefur einnig misst marga leikmenn

Bjarni Magnússon aftur tekið við þjálfun liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn var liðið komið með aðra höndina á úrvalsdeildarsæti fyrir tveimur árum. En liðið hefur einnig misst marga leikmenn

Lið ÍS mætir mikið breytt til leiks í vetur og munar þar mest um nokkra Grindvíkinga sem komnir eru til liðsins. Fremstur þar í fl okki er þriggja stiga skyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Þá hefur

Bjarni Magnússon aftur tekið við þjálfun liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn

liðið hefur einnig misst marga leikmenn

Bjarni Magnússon aftur tekið við þjálfun liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn var liðið komið með aðra höndina á úrvalsdeildarsæti fyrir tveimur árum. En liðið hefur einnig misst marga leikmenn

frá því í fyrra og spurning er hvernig nýtt lið nær saman. Lykilmenn liðins í vetur verða örugglega þeir Guðlaugur og Bjarni. ÍS verður um miðja deild.

Bjarni Magnússon aftur tekið við þjálfun liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn var liðið komið með aðra höndina á úrvalsdeildarsæti fyrir tveimur árum. En liðið hefur einnig misst marga leikmenn

Lið ÍS mætir mikið breytt til leiks í vetur og munar þar mest um nokkra Grindvíkinga sem komnir eru til liðsins. Fremstur þar í fl okki er þriggja stiga skyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Þá hefur

frá því í fyrra og spurning er hvernig nýtt lið nær saman. Lykilmenn liðins í vetur verða örugglega þeir Guðlaugur og Bjarni. ÍS verður um miðja deild.

liðsins eftir árs frí, en undir hans stjórn var liðið komið með aðra höndina á

8. ÍGLið ÍG er skipað gömlum rebbum úr aðalliði Grindavíkur og yngri

ekki má vanmeta, en það gera samt ótrúlega margir og fara fl att á því.

og Eggert Pálsson sem eru hjá liðinu og Eggert Pálsson sem eru hjá liðinu Lið ÍG er skipað gömlum rebbum úr aðalliði Grindavíkur og yngri leikmönnum í bland. Lykilmenn liðsins í vetur verða þeir Davíð Hermannsson

8. ÍGog Eggert Pálsson sem eru hjá liðinu á venslasamningi við UMFG. Veturinn gæti reynst ÍG erfi ður, en líklega verður liðið þó um miðja deild. Lið sem alls

ekki má vanmeta, en það gera samt ótrúlega margir og fara fl att á því.á venslasamningi við UMFG. Veturinn

gæti reynst ÍG erfi ður, en líklega verður liðið þó um miðja deild. Lið sem alls

á venslasamningi við UMFG. Veturinn gæti reynst ÍG erfi ður, en líklega verður liðið þó um miðja deild. Lið sem alls

9. Hötturfallbarátta liðsins í vetur. Þá gæti Bosko

9. Hötturfallbarátta liðsins í vetur. Þá gæti Bosko Boskovic, sem var á mála hjá Grindavík

Hattarmenn fóru mikinn á síðari hluta síðasta keppnistímabils, eftir slæma byrjun. Erfi tt verður fyrir liðið að fylgja þeirri velgengi eftir og líklega bíður

Boskovic, sem var á mála hjá Grindavík í fyrra, reynst liðinu drjúgur og einnig baráttujaxlinn Þorleifur Viggó Skúlason.

9. Höttur

í fyrra, reynst liðinu drjúgur og einnig baráttujaxlinn Þorleifur Viggó Skúlason.

Hattarmenn eru erfi ðir heim að sækja og þar hafa þeir yfi rleitt tekið fl est stiga sinna. Þeir hafa hins vegar oft átt erfi tt uppdráttar á útivelli.

fallbarátta liðsins í vetur. Þá gæti Bosko Boskovic, sem var á mála hjá Grindavík í fyrra, reynst liðinu drjúgur og einnig baráttujaxlinn Þorleifur Viggó Skúlason.

[1. deild karla]

Page 61: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Gutenberg 1/1 síða

Page 62: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 63

Fim. 9. okt. 2003 19.15 KFÍ - Haukar 19.15 Þór Þorl. - ÍR 19.15 KR - Breiðablik 19.15 Tindastóll - SnæfellFös. 10. okt. 2003 19.15 Kefl avík - Hamar 19.15 UMFG - UMFN Sun. 19. okt. 2003 19.15 Haukar - Hamar 19.15 Snæfell - UMFG 19.15 UMFN - KR 19.15 Breiðablik - Þór Þorl. 19.15 ÍR - Kefl avík Mán. 20. okt. 2003 19.15 KFÍ - Tindastóll Fim. 23. okt. 2003 19.15 Tindastóll - Haukar 19.15 Hamar - ÍR 19.15 KR - Snæfell Fös. 24. okt. 2003 19.15 Kefl avík - Breiðablik 19.15 Þór Þorl. - UMFN 19.15 UMFG - KFÍ Sun. 26. okt. 2003 19.15 Haukar - ÍR 19.15 Tindastóll - UMFG 19.15 Snæfell - Þór Þorl. 19.15 Breiðablik - Hamar Mán. 27. okt. 2003 19.15 KFÍ - KR 19.15 UMFN - Kefl avík Fim. 30. okt. 2003 19.15 ÍR - Breiðablik 19.15 Hamar - UMFN 19.15 KR - Tindastóll Fös. 31. okt. 2003 19.15 UMFG - Haukar 19.15 Kefl avík - Snæfell 19.15 Þór Þorl. - KFÍ Fim. 13. nóv. 2003 19.15 Haukar - Breiðablik 19.15 UMFN - ÍR 19.15 Tindastóll - Þór Þorl. 19.15 Snæfell - HamarFös. 14. nóv. 2003 19.15 UMFG - KRSun. 16. nóv. 2003 19.15 KFÍ - Kefl avíkÞri. 18. nóv. 2003 19.15 Hamar - KFÍ 19.15 Kefl avík - Tindastóll 19.15 KR - Haukar 19.15 ÍR - Snæfell 19.15 Breiðablik - UMFN 19.15 Þór Þorl. - UMFGFim. 27. nóv. 2003 19.15 Haukar - UMFN 19.15 KFÍ - ÍR 19.15 KR - Þór Þorl. 19.15 Tindastóll - Hamar 19.15 Snæfell - BreiðablikMán. 1. des. 2003 19.15 UMFG - Kefl avík

Fim. 4. des. 2003 19.15 Hamar - UMFG 19.15 UMFN - Snæfell 19.15 ÍR - Tindastóll 19.15 Þór Þorl. - HaukarFös. 5. des. 2003 19.15 Kefl avík - KR 19.15 Breiðablik - KFÍSun. 7. des. 2003 19.15 Þór Þorl. - Kefl avíkFim. 11. des. 2003 19.15 Haukar - Snæfell 19.15 KFÍ - UMFN 19.15 KR - Hamar 19.15 Tindastóll - BreiðablikFös. 12. des. 2003 19.15 UMFG - ÍRFim. 18. des. 2003 19.15 Hamar - Þór Þorl. 19.15 UMFN - Tindastóll 19.15 ÍR - KR 19.15 Snæfell - KFÍLau. 20. des. 2003 16.00 Breiðablik - UMFGSun. 21. des. 2003 19.15 Kefl avík - HaukarSun. 4. jan. 2004 19.15 Haukar - KFÍ 19.15 Hamar - Kefl avík 19.15 UMFN - UMFG 19.15 ÍR - Þór Þorl. 19.15 Breiðablik - KR 19.15 Snæfell - TindastóllFim. 15. jan. 2004 19.15 Hamar - Haukar 19.15 KR - UMFN 19.15 Tindastóll - KFÍFös. 16. jan. 2004 19.15 UMFG - Snæfell 19.15 Kefl avík - ÍR 19.15 Þór Þorl. - BreiðablikFim. 22. jan. 2004 19.15 Haukar - Tindastóll 19.15 KFÍ - UMFG 19.15 UMFN - Þór Þorl. 19.15 ÍR - Hamar 19.15 Snæfell - KRFös. 23. jan. 2004 19.15 Breiðablik - Kefl avíkFim. 29. jan. 2004 19.15 Hamar - Breiðablik 19.15 KR - KFÍ 19.15 ÍR - HaukarFös. 30. jan. 2004 19.15 UMFG - Tindastóll 19.15 Kefl avík - UMFN 19.15 Þór Þorl. - SnæfellSun. 1. feb. 2004 19.15 Haukar - UMFG 19.15 KFÍ - Þór Þorl. 19.15 UMFN - Hamar 19.15 Tindastóll - KR 19.15 Breiðablik - ÍR 19.15 Snæfell - Kefl avík

Leikjaplan

Page 63: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 63

Fim. 12. feb. 2004 19.15 Hamar - Snæfell 19.15 KR - UMFG 19.15 ÍR - UMFN 19.15 Breiðablik - HaukarFös. 13. feb. 2004 19.15 Keflavík - KFÍ 19.15 Þór Þorl. - TindastóllSun. 15. feb. 2004 19.15 Haukar - KR 19.15 KFÍ - Hamar 19.15 UMFN - Breiðablik 19.15 Tindastóll - Keflavík 19.15 Snæfell - ÍRMán. 16. feb. 2004 19.15 UMFG - Þór Þorl.Fim. 19. feb. 2004 19.15 Hamar - Tindastóll 19.15 UMFN - Haukar 19.15 ÍR - KFÍFös. 20. feb. 2004 19.15 Keflavík - UMFG 19.15 Breiðablik - Snæfell 19.15 Þór Þorl. - KR

Fim. 26. feb. 2004 19.15 Haukar - Þór Þorl. 19.15 KFÍ - Breiðablik 19.15 KR - Keflavík 19.15 Tindastóll - ÍR 19.15 Snæfell - UMFNFös. 27. feb. 2004 19.15 UMFG - HamarSun. 29. feb. 2004 19.15 Hamar - KR 19.15 UMFN - KFÍ 19.15 ÍR - UMFG 19.15 Breiðablik - Tindastóll 19.15 Snæfell - HaukarMán. 1. mar. 2004 19.15 Keflavík - Þór Þorl.Fim. 4. mar. 2004 19.15 UMFG - Breiðablik 19.15 Haukar - Keflavík 19.15 KFÍ - Snæfell 19.15 KR - ÍR 19.15 Tindastóll - UMFN 19.15 Þór Þorl. - Hamar

Leikjaplan 1.deild kvenna

Mið. 8.okt.2003 19.30 ÍR - KR 19.30 UMFN - ÍS Fim. 9.okt.2003 19.15 Keflavík - UMFG Lau. 11.okt.2003 16.00 KR - ÍS Þri. 14.okt.2003 19.30 Keflavík - ÍR Fim. 16.okt.2003 19.15 UMFG - UMFN Lau. 18.okt.2003 14.00 KR - KeflavíkSun. 19.okt.2003 16.00 UMFN - ÍR Mán. 20.okt.2003 19.30 ÍS - UMFG Lau. 25.okt.2003 17.00 Keflavík - ÍS 16.00 KR - UMFN 14.00 ÍR - UMFG Þri. 28.okt.2003 19.30 ÍS - ÍR Mið. 29.okt.2003 19.15 UMFN - Keflavík Fim. 30.okt.2003 19.15 UMFG - KR Lau. 8.nóv.2003 17.00 UMFG - Keflavík 16.00 KR - ÍR Mán. 10.nóv.2003 19.30 ÍS - UMFN Fös. 14.nóv.2003 19.15 UMFN - UMFGLau. 15.nóv.2003 16.00 ÍR - KeflavíkMán. 17.nóv.2003 19.30 ÍS - KRMán. 24.nóv.2003 19.15 UMFG - ÍS 19.15 Keflavík - KRMið. 26.nóv.2003 20.00 ÍR - UMFNLau. 6.des.2003 17.15 UMFG - ÍR 14.00 UMFN - KRMán. 8.des.2003 19.30 ÍS - KeflavíkLau. 13.des.2003 17.15 Keflavík - UMFN 16.00 KR - UMFG 14.00 ÍR - ÍS

Lau. 3.jan.2004 17.15 Keflavík - UMFG 14.00 UMFN - ÍS 14.00 ÍR - KRSun. 11.jan.2004 17.15 UMFG - UMFN 19.15 Keflavík - ÍRMán. 12.jan.2004 19.15 KR - ÍSÞri. 20.jan.2004 19.30 ÍS - UMFGMið. 21.jan.2004 19.15 KR - Keflavík 19.15 UMFN - ÍRLau. 24.jan.2004 14.00 Keflavík - ÍS 16.00 KR - UMFNSun. 25.jan.2004 19.15 ÍR - UMFGLau. 31.jan.2004 17.15 UMFG - KR 14.00 UMFN - KeflavíkMán. 2.feb.2004 19.30 ÍS - ÍRMið. 11.feb.2004 19.15 UMFG - Keflavík 19.15 KR - ÍRFim. 12.feb.2004 20.15 ÍS - UMFNMán. 16.feb.2004 19.30 ÍS - KR 19.15 ÍR - KeflavíkMið. 18.feb.2004 19.15 UMFN - UMFGLau. 21.feb.2004 17.15 UMFG - ÍS 15.00 Keflavík - KRMán. 23.feb.2004 19.15 ÍR - UMFNLau. 28.feb.2004 17.15 UMFG - ÍRMán. 1.mar.2004 19.30 ÍS - KeflavíkMið. 3.mar.2004 19.15 UMFN - KRMán. 8.mar.2004 19.15 Keflavík - UMFN 19.15 KR - UMFG 19.15 ÍR - ÍS

Page 64: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 65

��������� ������� � ������ �� � ������������ �� � � ��� ������������ �������� � ��������������� � � � � � ����������� � � �

��������������������������������������������������������������������������������������������������������������������

Page 65: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 65

Jón Arnór var nýkominn frá Mexíkó þegar hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum í rólegheitunum. Til Mexíkó fór hann með félögum sínum úr Dallas en liðið var að spila á móti Utah Jazz. Jón kom ekkert við sögu í leiknum, sem Utah Jazz vann 90:85. Ekki er langt síðan Jón Arnór gerði

fimm ára samning við stórlið Dallas. Hvað fór í gegnum huga þinn þegar þú skrifaðir undir samninginn? “Ég man nú ekki nákvæmlega hvað fór um í kollinum á mér en tilfinningin var ágæt man ég. Samt var ég frekar rólegur yfir þessu öllu saman og er það reyndar enn,” svarar Jón Arnór afslappaður.

Frá undirritun samningsins hafa tekið við stífar æfingar með aðalliðinu og Jón Arnór hefur verið miðpunktur athyglinnar hér á Íslandi. Hvernig kanntu við þessa miklu athygli? “Hún er eitthvað sem ég vildi að ég gæti sloppið við ef ég á að vera hreinskilinn. Það eru kostir og gallar við

Jón Arnór Stefánsson skrifaði nýverið undir fimm ára samning við stórlið Dallas Mavericks í NBA deildinni. Í skemmtilegu viðtali sem hann átti við Tómas Gunnar ræðir hann meðal annars um markmið sín, klappstýrurnar og lífið í Dallas.

klappstýrurnar eiga ekki sénsí íslenska kvenfólkið

[ jón arnór ]

Page 66: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 66

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 67

Benedikt Guðmundsson,unglingalandsliðsþjálfari:

það að vera í sviðsljósinu og ég verð bara að takast á við þetta.” Ertu að upplifa drauma þína? “Já, ekki spurning,” svarar Jón Arnór brosandi. Hvernig hafa dagarnir liðið frá því að þú komst til Dallas? “Ég hef bara verið að koma mér fyrir og ganga frá ýmsum hlutum, svo hafa dagarnir farið meira og minna í æfingar.” NBA er stór og ógnvænlegur heimur. Allir körfuboltamenn vilja vera þarna og spila með bestu leikmönnum heims. Jón Arnór er annar Íslendingurinn sem kemst að í NBA, á eftir Pétri Guðmundssyni, og sá fjórði frá Norðurlöndum. Hvernig hefur strák frá Íslandi verið tekið? “Það er yndælis fólk hérna í Dallas og mér hefur verið tekið mjög vel bara. Ég er rosalega ánægður með það,” svarar Jón Arnór brosandi.

Flottur með kúrekahatt Í NBA spila bestu leikmenn heims og allir eru leik-mennirnir stjörnur á sinn hátt. Jón Arnór þvertekur þó fyrir að leikmenn liðsins séu með stjörnustæla. “Það eru

alls engir stjörnustælar. Það ná allir mjög vel saman og hópurinn er mjög samheldinn og skemmtilegur.” Líf atvinnumannsins er veruleiki sem fáir þekkja. Getur þú lýst venjulegum degi hjá þér hingað til? “Ég ríf mig upp um klukkan sjö á morgnana og þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki sá ferskasti þegar kemur að því að vakna snemma, og hvað þá á réttum tíma. Þetta er án efa erfiðasti partur dagsins. Svo er æfing snemma dags þannig að ég þarf að gera mig kláran. Ég er alltaf mættur um tveimur tímum fyrir æfingu og hef þá góðan tíma til að klæða mig í æfingafötin og láta teipa mig. Ég lyfti svona þriðja hvern morgun en fyrir hverja æfingu fer ég út á völlinn með aðstoðarþjálfara og við ‘drillum’ í um fjörtíu mínútur eða þangað til að sjálf æfingin byrjar. Undanfarið höfum við verið að æfa tvisvar á dag, tvo og hálfan tíma í senn þannig að það hefur verið mikið álag á mannskapnum. Inn á milli æfinga nota ég tímann til að hvíla mig og gera mig kláran fyrir næstu æfingu. Svo er alltaf klassískt að leigja sé DVD og horfa á góða mynd seint að kvöldi og það er án efa í

“Jón Arnór er mikill alhliða bakvörður með gríðarlega tækni. Hann býr yfir góðri boltatækni sem og sendingatækni. Þá er hann bæði hættulegur með og án boltans. Hann er mikill liðsmaður og ber hag liðsheildarinnar fram yfir allt annað. Eina sem skiptir hann máli er að vinna. Sama hvort hann er í aðalhlutverki eða ekki þá gerir hann sér grein fyrir mikilvægi þess að vera alhliðaleikmaður sem er bæði sterkur í vörn og sókn. Hann hefur ávallt lagt metnað sinn í vörnina. Þá skemmir ekki fyrir honum að hann er tignarlegur á velli og ber af sér góðan þokka.”

“Ég er alltaf mættur um tveimur tímum fyrir æfingu og hef þá góðan tíma til að klæða mig í æfingafötin og láta teipa mig. Ég lyfti svona þriðja hvern morgun en fyrir hverja æfingu fer ég út á völlinn með aðstoðarþjálfara og við ‘drillum’ í um fjörtíu mínútur eða þangað til að sjálf æfingin byrjar. Undanfarið höfum við verið að æfa tvisvar á dag, tvo og hálfan tíma í senn þannig að það hefur verið mikið álag á mannskapnum.”

Page 67: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 66

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 67

uppáhaldi hjá mér.”Hvað hefur komið þér mest á óvart

síðan þú komst til Dallas?“Það sem hefur komið mér mest á óvart

er hvað ég er fl ottur með kúrekahatt,” svarar Jón Arnór skellihlæjandi.

Sjö nýir leikmennPétur Guðmundsson segir í viðtali

hér framar í blaðinu að leikmenn liða tengist ekki sterkum böndum. En hefur þú tengst einhverjum leikmanni Dallas meira en öðrum?

“Já, það má segja það. Ég hef tengst Nash, Nowitski og Welsch svona mest af öllum. Annars hef ég kynnst öllum mjög vel og maður er farinn að fi nna vel fyrir

liðsandanum,” svarar Jón Arnór. Hvar býrðu? “Ég bý í íbúð í miðbæ Dallas og við leikmennirnir búum svona á víð og dreif um borgina. Ég er búinn að koma mér vel fyrir og fer að skoða bíl núna í vikunni sem ég er mjög spenntur yfi r.” Tímabilið í NBA hófst þann 28. október og var fyrsti leikur Dallas á móti LA Lakers. Jón Arnór var ekki í leikmannahópnum. Dallas fékk til sín sjö nýja leikmenn fyrir þetta tímabil þannig að miklar breytingar á liðinu hafa verið gerðar. Jón Arnór er fenginn til liðsins sem leikstjórnandi. “Það er alveg klárt hverjir verða í leikstjórnendastöðunni og það eru Steve Nash og Travis Best. Þeir

eru mínir keppinautar og það er ekkert nema jákvætt að fá að takast á við þá á hverjum degi. Það er eins gott að standa sig.”

Launin koma engum við NBA deildin er harður heimur og í upphafi hvers tímabils eu allir nýliðar sendir á nýliðanámskeið sem nú var haldið í New York. Hvernig var þetta námskeið? “Námskeiðið er sett upp árlega fyrir nýliða NBA deildarinnar og tilgangurinn með því er að gera leikmennina klára fyir það líf sem býður þeirra núna þegar þeir hafa skrifað undir NBA samninga. Það er í rauninni verið að vara okkur

Page 68: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 68

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 69

við öllum þeim hættum sem leynast í þessum bransa því hann er ekki alltaf dans á rósum. Þetta var lærdómsríkt námskeið og ég lærði mjög mikið.” Hvað var ykkur til dæmis sagt að varast? “Okkur var til dæmis sagt að varast fólk. Mikilvægustu skilaboðin sem ég fékk frá þessu námskeiði voru þau að maður skal passa sig á hverjum maður treystir. Þegar fólk sér að einhver einstaklingur er að gera það gott þá eru margir sem vilja notfæra sér þá stöðu sem hann er í og sjá það sem tækifæri til að koma sínu eigin á framfæri og græða á því. Því miður er þetta staðreynd og maður verður að vera á varðbergi,” svarar Jón Arnór. Leikmenn NBA eru ekki á neinum sultarlaunum heldur eru þeir vel launaðir og vel er hugsað um þá. Spurningin sem enginn þorir að spyrja en allir vilja vita svarið er: Hvað ertu með í laun? “Ég hef aldrei verið hrifinn af þessari spurningu. Eitt sem mamma og pabbi kenndu mér er að maður á alltaf að hafa það fyrir sig hversu mikið maður hefur í laun. Það kemur engum öðrum við.”

Hamingjusamlega giftur Frá því að Jón Arnór gerði fimm ára samning við Dallas og hélt utan hefur mikið verið um hann fjallað og ritað í fjölmiðlum. Margir hafa viljað eigna sér þennan góða árangur Jóns Arnórs. En hverju þakkar þú þennan góða árangur og því að þú ert kominn á þann stað sem þú ert núna? “Ég á mömmu og pabba allt að þakka og ef það væri ekki fyrir þeirra ást, stuðning og uppeldi þá væri ég ekki hér í dag. Þau eru yndisleg og ég er án efa heppnasti strákur í heimi að eiga þau að.”

Hvert er markmið þitt fyrir komandi tímabil? “Markmið mitt er að verða betri körfuboltamaður en ég er í dag og læra NBA leikinn inn og út. Þetta verður

mikill lærdómur og ég ætla að sanka að mér eins miklum fróðleik og ég mögulega get.” Hvar sérðu þig eftir fimm ár? “Ég sé mig hamingjusaman, giftur konu drauma minna og kannski kominn með litla stelpu. Svo væri ekki slæmt að vera að skrifa undir nýjan samning í NBA deildinni,” svarar Jón Arnór brosandi. Einn af þeim mönnum sem hefur farið

fögrum orðum um Jón Arnór er Donnie Nelson, aðstoðarþjálfara Dallas. Hvað getur þú sagt mér um hann? “Donnie er bestur í því sem hann gerir, ég get eiginlega ekki orðað það

öðruvísi. En mikilvægast af öllu þá er hann frábær maður og einstaklega góðhjartaður,” svarar Jón Arnór og skynja má virðingu í rödd hans. Snúum okkur nú að alvarlegri málum það er að segja klappstýrunum. Eru þær jafnmiklar gellur og þær líta út fyrir

að vera í sjónvarpinu? “Þær eru gellur en komast aldrei í hálfkvist við íslenska kvenfólkið,” svarar Jón Arnór skellihlæjandi og bætir svo við að hann hafi engar áhyggjur af því að það verði erfitt að halda einbeitingu í leikjum með þær dansandi á endalínunni.

Friðrik Ingi Rúnarsson, fv. landsliðsþjálfari:

“Jón Arnór er alveg ótrúlegt eintak. Hann er einstakur íþróttamaður og það skiptir engu máli hvar hann leikur, hann aðlagar sig að þeim bolta sem leikinn er hverju sinni. Hann á eftir að ná langt, mjög langt.”

Hver er fyrsta minning þín tengd körfubolta?“Michael Jordan.”Hver er að þínu mati besti leikmaðurinn í NBA í dag?“Tim Duncan.”Hvernig undirbýrðu þig fyrir leiki?“Borða góðan og hollan mat, passa mig að fá næga hvíld og hlusta svo á góða tónlist til að koma mér í gírinn.”Ertu hjátrúarfullur?“Ég er hjátrúarfullur en get eiginlega ekki tekið dæmi um það. Ég er ekki með neina hefð eða vissa dagskrá fyrir leiki, samt sem áður trúi ég á það og er að vinna í því.”Hver er fyrirmynd þín?“Fjölskyldan mín.”

“Ég á mömmu og pabba allt að þakka og ef það væri ekki fyrir þeirra ást, stuðning og uppeldi þá væri ég ekki hér í dag. Þau eru yndisleg og ég er án efa heppnasti strákur í heimi að eiga þau að.”

Page 69: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 68

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 69

Hverjir eru aðal styrkleikar Jóns að þínu mati? Jón hefur getuna, leikkunnáttuna og rétta hugarfarið til að spila í NBA deildinni. Hann þarf aðeins reynslu og tíma til að þroskast. Þjálfarar hans á Íslandi hafa náð mjög góðum árangri í að kenna Jóni undirstöðuatriðin sem hafa hjálpað honum að komast á þann stað sem hann er í dag. NBA deildin er samt sem áður í allt öðrum gæðaflokki en Jón hefur kynnst hingað til og hann mun verða prófaður í hlutum sem hann hefur ekki kynnst áður.

Hvenær mun Jón verða tilbúinn fyrir NBA? Körfuboltaáhugamenn á Íslandi verða að hafa í huga að við gerðum samning við Jón vegna þess sem hann á eftir að verða, ekki endilega vegna þess sem hann er í dag. Þessi þróun tekur tíma og mikla þolinmæði. Hvort sem þú ert að smíða Formúlu eitt kappakstursbíl, byggja þrjátíu hæða hús eða að þjálfa NBA leikmann þá er ekki hægt að stytta sér leið. Það verður að nota besta hráefnið og bestu hugmyndafræðina og mikilvægt er að gefa sér þann tíma sem þarf. Framtíð Jóns er mjög björt en aðeins Guð almáttugur getur spáð fyrir hvenær hans tími mun koma.

Hver er munurinn á þeim sem ná að skara fram úr og þeim sem heltast úr lestinni? Útsjónasamir leikmenn skara fram

úr og halda áfram að bæta leik sinn og verða betri. Þeir ráða betur fram úr vandamálunum. Jón hefur sýnt að hann er mjög fljótur að læra og það er ein af ástæðunum fyrir því að við höfum trú á honum. Ástæðan fyrir því að margir leikmenn ná ekki að fóta sig í NBA er vegna þess að þeir trúa því ekki að þeir geti það. NBA deildin getur verið ógnvænleg en ég tel að oft sé NBA áskorunin aðallega sálfræðileg. Með þetta í huga er ágætt að minna sig á að í mörg ár trúðu menn að það væri ómögulegt að hlaupa eina mílu á undir fjórum mínútum. Síðan þegar þetta tókst, þá var þetta met ítrekað slegið á næstu vikum á eftir.

Hverjir eru möguleikar Jóns á að verða einn af þeim bestu? Þetta er spurning sem er bæði hættuleg og mikilvæg. Eina örugga leiðin til að grafa undan sjálfstrausti

er að vera með óraunhæfar væntingar. Jón þarf að leggja áherslu á að vera nokkurs konar svampur, verða betri með hverjum deginum sem líður og að komast í gegnum fyrsta tímabilið. Hann þarf allan þann stuðning sem hann getur

fengið vegna þess að það eru svo margir ungir leikmenn sem heltast úr lestinni. Hugarfarið hans og vinnusemi eiga eftir að koma honum í gegnum erfiðu tímana og með þetta í huga tek ég hattinn ofan fyrir foreldrum hans. Það sem á eftir að verða honum erfitt er ef fólk heldur að hann sé næsti Dirk Nowitkzki eða Steve Nash, vegna þess að hann er það ekki. Hann er Jón Stefánsson, ungur og upprennandi leikmaður sem á eftir að gera Íslendinga mjög stolta.

Minnir Jón þig á einhvern ákveðinn leikmann? Ég fæ þessa spurningu oft. Allir báru saman Dirk Nowitkzki og Larry Bird sem og Steve Nash og John Stockton. Góðir leikmenn skapa sinn eigin stíl. Leikmaðurinn sem Jón minnir mig mest á er Jón sjálfur. Ég er ekki hrifinn af samanburði. Jón á eftir að setja sín eigin spor á körfuboltann.

Nú er Jón að feta í fótspor Péturs Guðmundssonar. Telur þú að það hjálpi Jóni og sýni honum að þetta sé vel hægt? Það er mjög gott fyrir Jón að hann á stóra, íslenska fyrirmynd, Pétur Guðmundsson, sem hefur þegar farið yfir þessa hindrun sem Jón er nú að reyna að komast yfir. Pétur var sá fyrsti sem þetta

gerði og það gefur komand kynslóðum þá trú að hægt sé að feta í fótspor hans. Einn daginn mun Jón gera það sama og afhenda kyndilinn til næstu kynslóðar.

“Það er mjög gott fyrir Jón að hann á stóra, íslenska fyrirmynd, Pétur Guðmundsson, sem hefur þegar farið yfir þessa hindrun sem Jón er nú að reyna að komast yfir.”

Donn Nelson, eða Donnie, eins og hann er kallaður nýtur gríðarlegrar virðingar í NBA deildinni en þar hefur hann tæplega tuttugu ára reynslu. Donnie var ráðinn aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks í janúar 1998 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Phoenix Suns í þrjú tímabil. Donnie stýrir því skútu Dallas Mavericks ásamt föður sínum, Don Nelson, sem er aðalþjálfari liðsins. Donnie svarar hér spurningum um stolt okkar Íslendinga; Jón Arnór Stefánsson.

mun gera Íslendinga mjög stolta

[donnie nelson, aðstoðarþjálfari dallas mavericks]

Eftir Tómas Gunnar

Page 70: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari
Page 71: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

ennisband

bolti

skór

karfa

ermalaus bolur

stuttbuxur

sokkar

svitaband

KÖRFUBOLTI ER 20% HÆFILEIKAR

80% ÚTLITIÐ

?hvað þarftu til að spila leikinn

Page 72: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 72

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 73

Leifur er mikill íþróttamaður og íþróttir hafa alla tíð skipað stóran sess í lífi hans. Hann byrjaði sjö ára gamall í körfubolta hjá Haukum undir leiðsögn Sverris Hjörleifssonar og síðar Þorsteins Aðalsteinssonar. Leifur var mjög góður og komst til að mynda í drengjalandsliðið hjá Jóni Sigurðssyni og Torfa Magnússyni, þar sem hann spilaði með köppum eins og Fali Harðarsyni, Herberti Arnarsyni og Ólafi Gottskálkssyni. Leifur var einnig í handbolta og fótbolta en hann spilaði um tvöhundruð meistarafl okksleiki með FH, Þór Akureyri, ÍK og Sindra frá Hornafi rði. Í handbolta varð hann Íslandsmeistari þrjú ár í röð með FH. Körfubolta og handbolta lék hann til átján ára aldurs en þá náði knattspyrnan yfi rhöndinni, þá var hann reyndar kominn með annan fótinn í dómgæslu. Knattspyrnu lék hann svo þar til hann varð tuttugu og fi mm ára en þá varð hann að hætta vegna meiðsla. Það hlýtur margt að hafa breyst hjá þér þegar þú hættir að æfa keppnisíþróttir? “Þegar meiðsladraugurinn bar sigur

úr býtum fór maður að æfa meira fyrir sjálfan sig en ekki einhverja þjálfara. Þetta er ranghugmynd sem ég held að of margir hafi . En ég var þá búinn að vera að þjálfa knattspyrnu í nokkur ár og hélt því áfram eftir að ég hætti að spila. Svo þarf maður að halda sér í góðri æfi ngu fyrir dómgæsluna þannig að það má ekki stoppa of lengi.”

Leifur hóf sinn dómaraferil í fjölliðamótum í gamla Haukahúsinu, sem nú er orðið hluti af glæsilegri fi mleikamiðstöð. Síðan tók hann dómarapróf 1987 og var farinn að dæma í Úrvalsdeild skömmu síðar. En hvers vegna skyldi hann hafa farið út í dómgæslu? “Maður svona datt eiginlega inn í þetta. Ég var iðkandi og alltaf vantaði

dómara til að hjálpa til við fjölliðamótin. Síðan má segja að maður hafi setið fastur í súpunni og ekki sloppið í burtu,” svarar Leifur brosandi. Hvað er svona heillandi við starf dómarans? “ K ö r f u k n a t t l e i k u r er einfaldlega heillandi leikur. Mikill hraði og þannig þarf dómarinn að vera í góðu líkamlegu ástandi til að ná góðri stöðu hverju sinni. Síðan höfum við náð að mynda skemmtilegan kjarna í dómarastéttinni í körfunni og höldum vel hópinn. Félagslegi þátturinn er því líka stórt atriði hjá dómurum eins og öðrum iðkendum.” Telur þú það skipta máli að hafa verið leik-maður sjálfur upp á skilning á leiknum? “Að mínu mati skiptir

Leifur Garðarsson hefur verið einn besti dómari Íslands um langt árabil. Eftir að hafa stundað íþróttir af miklu kappi snéri Leifur sér að dómgæslu, bæði hér heima og erlendis.

Eftir Tómas Gunnar

leikmenn eiga að vera kurteisir

“Leikmaður getur hins vegar ekki ætlast til þess að það sé alltaf verið að hlusta á hann eða að það sé alltaf tími til að halda ‘saumaklúbb’ um hlutina í miðjum leik.”

[lei

fur

garð

arss

on]

Page 73: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 72

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 73

það verulegu máli. Þegar maður hefur lent í þeim aðstæðum og leikstöðum sem leikmenn lenda alla jafna í er mun auðveldara að átta sig á því hvort um hagræði eða óhagræði er að ræða. Þannig getur maður betur metið hvort rétt sé að fl auta eður ei.”

Fyrsti leikurinn ekkieftirminnilegur Árið 1987 tók Leifur próf hjá Rob Iliffe, enskum FIBA dómara, sem kom hingað til lands og hélt námskeið. Sex árum síðar varð hann alþjóðlegur körfuknattleiksdómari. “Ég hélt til Rimini á Ítalíu og tók skrifl eg og verkleg próf ásamt þrekprófum. Einnig voru þar fyrirlestrar og margt annað fróðlegt og skemmtilegt. Ég hef síðar hitt og dæmt með mörgum þeirra sem ég tók prófi ð með og þá eru ávallt fagnaðarfundir. Einnig hef ég, eftir að ég varð FIBA dómari, dæmt með Rob Iliffe en það gerði ég á móti í

Dublin á Írlandi,” segir Leifur. Frá því að Leifur hóf að dæma í efstu deild eru leikirnir orðnir 367 en aðeins Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson hafa dæmt fl eiri leiki. Auk þess hefur hann dæmt 83 leiki í úrslitakeppni efstu deildar og þar er hann næst leikjahæstur. Hver var fyrsti leikurinn sem þú dæmdir? “Ég dæmdi fyrst í úrvalsdeild 2. október 1988, leik Vals og ÍS að Hlíðarenda með Jóni Otta Ólafssyni. Leikurinn endaði 114:47 fyrir Val en ég man nú ekkert sérstaklega eftir honum í dag,” svarar Leifur og bætir við að þetta hafi verið leikur tveggja ójafnra liða hvað getu varðaði. Alls hafa tíu íslenskir dómarar orðið FIBA dómarar en í dag eru fi mm starfandi. Auk Leifs eru það Helgi Bragason, Kristinn Óskarsson, Sigmundur Már Herbertsson og Aðalsteinn Hjartarson. “Ég hef dæmt vel á annað hundrað alþjóðlega leiki og það er ávallt gaman að dæma við aðrar aðstæður og með nýjum meðdómurum. Það

hjálpar einbeitingunni og áhuganum,” segir Leifur en hans næstu FIBA verkefni eru í lok október. Fyrst dæmir hann leik BF Copenhagen og KK Hemofarm frá Serbíu/Svartfjallalandi í Kaupmannahöfn og síðan fer hann til Wales og dæmir leik Rhondda Rabels og Delta Bakset frá Írlandi, í Evrópubikar kvenna. Þetta eru fyrstu verkefni Leifs erlendis í um ár en hann tók sér hlé frá Evrópu dómgæslu þegar hann var ráðinn skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfi rði. Þegar Leifur er spurður um skemmtilegasta verkefnið sem hann hefur tekið að sér nefnir hann leik Real Madrid og Benfi ca í Evrópukeppninni. “Leikinn dæmdi ég með Frakkanum Gilles Bretagne og Benfi ca sigraði mjög óvænt með einu stigi 59:60. Leikurinn fór fram 8. október 1996. Útnefningin kom mér nokkuð á óvart þar sem ég var bara búinn að vera FIBA dómari í á þriðja ár,” segir Leifur.

Gagnkvæm virðing Starf dómarans getur verið strembið þar sem leikmenn, þjálfarar, og áhorfendur, dæma störf þeirra með gagnrýnum augum og eru oftar en ekki mjög ósanngjarnir í garð dómara. “Einstaklingarnir eru æði misjafnir og efl aust vantar aga á stundum hjá leikmönnum og þjálfurum. Ég held hins vegar að á stundum vanti einnig aga hjá dómurunum sjálfum. Þeir þurfa að undirbúa sig vel, ígrunda hvert atvik og skoða það líka frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara. Ég held hins vegar að þetta megi leysa með gagnkvæmri virðingu milli þeirra sem starfa að leiknum. Sú virðing er stundum meiri erlendis þegar maður kemur í leiki þar,” segirLeifur. Rífa leikmenn mikið kjaft við ykkur dómarana? “Auðvitað taka leikmenn þátt í leiknum og tjá sig um einstaka dóma. Mikill meirihluti þeirra er þó kurteis og kemur fram við dómara eins og þeir vilja að komið sé fram við þá.” Nú hefur þú dæmt bæði hér heima sem og erlendis. Er mikill munur á kjaftbrúki á Íslandi og í öðrum löndum? “Munurinn felst nú aðallega í fæð og smæð. Þar á ég við að við erum lítil þjóð og fámenn og körfuboltafólk á Íslandi þekkir vel til hvers annars. Framkomu má oft skýra út frá því. Hinu er síðan ekki að leyna að atvinnumenn koma oft á tíðum öðruvísi fram en áhugamenn, betur eða verr getur stundum verið erfi tt

“Ég ætla mér ekki að verða hundgamall í dómgæslunni og þegar ég fæ mig fullsaddan er best að leggja fl autunni strax.”

leikmenn eiga að vera kurteisir

Page 74: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 75

að meta,” svarar Leifur og bætir við að leikmaður megi í raun segja eins mikið og hann vill, svo framalega sem hann er kurteis. “Leikmaður getur hins vegar ekki ætlast til þess að það sé alltaf verið að hlusta á hann eða að það sé alltaf tími til að halda ‘saumaklúbb’ um hlutina í miðjum leik.”

Með þetta í huga, hvað hefur hneykslað þig mest í dómgæslunni?

“Það sem hneykslar mig kannski mest er þegar leikmenn eru komnir í ógöngur hvað varðar framkomu á leikvelli og þjálfari tekur undir slíka hegðun. Slíkt er sem betur fer á undanhaldi og helst í hendur við það að þjálfarar skilja vel að slikt hindrar eðlilegan framgang leiksins.”

Getur þú aðeins talað um muninn á körfuboltanum nú og þegar þú byrjaðir í dómgæslunni?

“Það er auðvitað mikill munur á öllu er varðar körfuboltann. Hvað dómgæsluna varðar þá er tekið fastar á málum, alls kyns skrifl eg próf og þrekpróf þreytt til að halda mönnum við efnið. Leikurinn er miklu hraðari og yngri leikmenn koma upp með ótrúlega hæfi leika. Hvað veturinn í vetur varðar þá hafa liðin stöðugt verið að styrkjast og fl eiri öfl ugri lið en oftast áður. Dómarahópurinn mætti hins vegar vera stærri og í raun er það eilítið áhyggjuefni þegar farið er af stað inn í veturinn.”

Sá besti Leifur hefur verið valinn besti dómarinn undanfarin fi mm tímabil og í sjö skipti alls. Hvernig ferðu eiginlega að þessu, að halda þér á toppnum ár eftir ár? “Ég er nú einfaldlega vanur að leggja mikinn metnað í það sem ég tek að mér hverju sinni. Þeir sem ekki hafa metnað og góðan skammt af sjálfsgagnrýni ná aldrei langt og bæta sig seint. Hvort það hefur skilað mér þessum viðurkenningum veit ég svo sem ekki en væntanlega hefur það hjálpað eitthvað til,” svarar Leifur en hann var valinn sá efnilegasti árið 1989. “Slíkar viðurkenningar eru mikilvægar ungum og óreyndum dómurum. Ég var búinn að dæma í á annað ár þegar ég fékk þessa viðurkenningu og hún hvatti mann vissulega til dáða.” Hvað ætlarðu að dæma lengi? “Ég sé alveg fyrir mér að ég dæmi svo lengi sem metnaður og líkamlegt úthald endist. Ég ætla mér ekki að verða hundgamall í dómgæslunni og þegar ég fæ mig fullsaddan er best að leggja fl autunni strax. Annars verður maður meira að ógagni. Gæti verið á þessu tímabili, eftir þetta tímabil, eftir fi mm tímabil í viðbót eða tíu. Það verður bara að koma í ljós,” svarar þessi frábæri dómari að lokum.

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 74

?hversu vel þekktir þú reglurnar

[svör í dómaraprófi nu]

Svar við spurningu 1: Þegar leikmaður í öðru hvoru liðinu nær valdi á knettinum. Svar við spurningu 2: Liðið verður að hafa haft vald á knetti á sóknarvelli, leikmaður sóknarliðsins verður að vera síðastur að snerta

knött á sóknarvelli og leikmaður sóknarliðsins verður að vera fyrstur til að snerta knött á varnarvelli.Svar við spurningu 3: Refsing í báðum tilvikum eru tvö vítaskot og innkast sem jafnast út og ætti að halda leik áfram með

dómarakasti. Þar sem lið B á réttinn samkvæmt víxlreglunni er leik framhaldið með innkasti hjá liði B.Svar við spurningu 4: Lið hefur 8 sekúndur fyrir hverja nýja tilraun. Svar við spurningu 5: Í öllum framlengingum skal spila á sömu körfur því framlenging er hluti af fjórða leikhluta. Svar við spurningu 6: Leik skal haldið áfram.Svar við spurningu 7: Leikmaður sem kemur inná fyrir meidda leikmanninn.Svar við spurningu 8: Þrjú. Lið hefur tvö leikhlé í fyrri hálfl eik og þrjú leikhlé í seinni hálfl eik. Leikhlé má ekki fl ytja á milli hálfl eikja.Svar við spurningu 9: Varnarleikmaður hefur náð löglegri varnarstöðu þegar hann snýr að mótherja sínum og hann hefur báða

fætur á gólfi nu í eðlilegri stöðu.Svar við spurningu 10: Dómarar geta leiðrétt mistök ef reglu er óafvitandi ekki beitt við eftirfarandi aðstæður: Vítaskot ranglega

veitt, vítaskot sem átti að veita voru ekki veitt, rangur leikmaður framkvæmdi vítaskot og ef dómarar hafa veitt eða afturkallað stig ranglega.

Bent er á leikreglur á www.kkdi.is og einnig á www.fi ba.com.

Hér koma svör við dómaraprófi nu á bls. 22.

Page 75: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 74

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 75

[einar bollason]

Framherji 1, og fyrirliði: Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR, SISUEinstakur leikmaður og foringi innan vallar sem utan. Lék sinn fyrsta landsleik aðeins sextán ára og hefur náð þeim einstaka árangri að leika allar stöður á vellinum með íslenska landsliðinu. Hann kunni þó best við sig í stöðu leikstjórnanda en þurfti oft að leika í stöðu framherja vegna mikils stökkkrafts og grimmdar í fráköstum. Doddi, eins og hann var jafnan kallaður, var valinn í fi mm manna úrvalslið Norðurlanda 1964 og í Evrópuúrvalið sama ár. Hann var langt á undan sinni samtíð og bar af í íslenskum körfuknattleik á árunum 1958-1968. Næstir inn: Símon Ólafsson, Ármann, Fram. Torfi Magnússon, Valur.

Framherji 2: Valur Ingimundarson, UMFN, Tindastóll Besti sóknarmaður allra tíma og mikill baráttujaxl. Ótrúlega hittinn og erfi ður við að eiga. Valur var alltaf bestur þegar mest á reyndi og einn af þessum leikmönnum sem vildi taka skot á ögurstundu. Hann var snillingur. Mikill sigurvilji einkenndi jafnan leik hans og smitaði hann út frá sér til yngri manna. Valur hefur haldið sér vel og ég veit ekki um neinn annan sem hefur skorað tuttugu stig í efstu deild fjörtíu ára. Næstir inn: Teitur Örlygsson, UMFN. Gunnar Þorvarðarson, UMFN.

Leikstjórnandi: Jón Sigurðsson, Ármann, KRJón tók við kefl inu af Þorsteini Hallgrímssyni og var án efa sá besti hér á landi á árunum 1968-1982 og jafnvel lengur. Frábær tækni, hraði, áræðni og ótrúlega mikill leikskilningur einkenndi þennan frábæra leikmann sem einnig náði þeim árangri að leika sextán ára með landsliðinu. Mikill stjórnandi sem þoldi ekki að tapa og var því oftast í vinningsliðinu.

Jón var fyrirmynd margra þeirra sem á eftir komu og það eru margir þeirrar skoðunar að lítið land eins og Ísland geti ekki búist við að fá leikmann eins og Jón nema einu sinni til tvisvar á öld. Næstir inn: Jón Kr. Gíslason, Kefl avík. Gunnar Gunnarsson, KR.

Skotbakvörður: Jón Arnór Stefánsson, KR, Dallas MavericksFrábær leikmaður sem heillaði áhorfendur hér heima áður en hann hélt til Þýskalands og nú inn í sjálfa NBA deildina þar sem hann leikur með ekki lakari liði en Dallas Mavericks. Jón hefur allt sem prýðir góðan körfuknattleiksmann: góða tækni, hittni, hraða og mikinn stökkkraft og ekki síst mikla vinnusemi sem nú hefur skilað honum inn í sjálft ævintýralandið, NBA. Það er bjargföst trú mín að ef Jóni tekst að forðast meiðsli þá á hann eftir að ná langt í NBA deildinni og verða mesti afreksmaður Íslands í íþróttum. Stór orð en sönn! Næstir inn: Kolbeinn Pálsson, KR. Logi Gunnarsson, UMFN, Ratiopharm Ulm.

Miðherji: Pétur Guðmundsson, Portland Trailblazers, San Antonio Spurs, LA Lakers Pétur var fi rna sterkur leikmaður og nýtti vel sína miklu hæð. Hann var klókur leikmaður, las leikinn vel og bjó yfi r góðri hittni. Hann var yfi rburðamaður með íslenska landsliðinu sem m.a. sigraði bæði Frakka og Belga með hann innanborðs. Pétur náði þeim einstæða árangri að leika í hinni sterku NBA deild í mörg ár ásamt því að leika sem atvinnumaður í Argentínu. Hann lék með toppliðum í NBA deildinni eins og Lakers og var í byrjunarliði San Antonio Spurs heilan vetur. Geri aðrir betur! Næstir inn: Jónas Jóhannesson, UMFN. Guðmundur Þorsteinsson, ÍR.

landslið allra tímaEinar Bollason var ekki alls fyrir löngu valinn þjálfari síðustu aldar af dómnefnd sem skipuð var af KKÍ. Einar hefur áralanga reynslu af íslenskum körfubolta, fyrst sem leikmaður og síðar sem þjálfari. KÖRFUBOLTINN hafði samband við Einar og bað hann um að velja fi mm manna landslið allra tíma.“Það er verst að geta ekki valið sjálfan sig,” sagði Einar hlæjandi þegar hann var að stilla upp liðinu en þess má geta að Einar var ekki einungis valinn

þjálfari síðustu aldar heldur var hann einnig valinn í tólf manna lið síðustu aldar. Þó að Einar hafi mikið vit á íslenskum körfubolta fannst honum erfi tt að stilla upp landsliði allra tíma. “Það er ekki auðvelt að velja fi mm bestu leikmenn allra tíma þar sem taka verður tillit til margra þátta en ég ætla samt að reyna og hef jafnframt ákveðið að velja eftir gamla laginu. Ég ætla að velja tvo framherjar en ekki einn léttan framherja

og einn kraftframherja, enda eru þeir síðarnefndu af heldur skornum skammti hér á landi.” Einar segir ástæðuna fyrir því sennilega vera þá að fl estir erlendu leikmennirnir leika þá stöðu hvort sem þeim líkar betur eða verr. “Einnig getum við ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að þeir tveir framherjar sem ég vel hafa haft mikil áhrif og eru einhverjir sigursælustu leikmenn Íslandssögunnar og það er jú það sem þetta gengur allt út á,” sagði Einar.

Page 76: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 76

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 77

Riðillinn sem íslensku strákarnir lentu í var mjög sterkur en auk heimamanna, Ítala, voru Grikkland, Slóvenía, Holland og Skotland í riðlinum. Það var því ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir íslensku strákana því Ítalir, Grikkir og Slóvenar eru á meðal þeirra bestu í

þessum aldursfl okki í heiminum í dag. Leikin var heil umferð og fóru þrjár efstu þjóðirnar upp úr riðlinum.

Fyrsti leikurinn var gegn mjög sterkum heimamönnum og tapaðist hann 80:120 við mjög erfi ðar aðstæður en hitinn inni í íþróttahúsinu var mjög mikill þar sem loftræstikerfi ð var bilað. Fjörutíu stiga tap er ekki lýsandi fyrir leikinn þar sem munurinn var lengst af um fi mmtán til tuttugu stig en ítalska liðið nýtti sér slæman lokakafl a íslenska liðsins.

Næsti leikur var gegn Skotum og vannst sá leikur 93:59 eftir mjög slakan fyrri hálfl eik þar sem aðeins fi mmtán af fi mmtíu skotum íslenska liðsins rötuðu rétta leið. Eftir leikinn við Skota var komið að Grikkjum. Fyrirfram var vitað að leikurinn yrði mjög erfi ður

og sú varð raunin. Íslenska liðið spilaði þó mjög vel í leiknum og náði að stríða grísku strákunum alveg til loka þriðja leikhluta. Lokatölur urðu 66:106, sem gefa alls ekki rétta mynd af leiknum. Það voru svo Grikkir sem stóðu uppi sem sigurvegarar í riðlinum.

Fjórði leikur íslenska liðsins var gegn Slóvenum og tapaðist leikurinn með fi mm stigum, 78:83. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en Slóvenar leiddu með tíu stigum í hálfl eik. Þegar komið var að lokaleiknum í riðlinum, gegn Hollendingum, var ljóst að Ísland myndi ekki komast upp úr riðlinum. Strákarnir létu það ekki á sig fá heldur léku með hjartanu og uppskáru sanngjarnan sigur 89:80. Niðurstaðan varð því tveir sigrar og þrjú töp. Þegar mótið er

gert upp er ekki hægt annað en að vera sáttur með íslenska liðið og ljóst að reynslan sem drengirnir fengu á þessu sterka móti á eftir að vega þungt þegar fram í sækir.

Íslenska drengjalandsliðið, skipað leikmönnum fæddum 1986 og síðar, tók þátt í undankeppni Evrópumótsins í Chiavenna á Ítalíu í ágúst síðastliðnum.

lagt inn í reynslubankann

[U-86 landsliðið]

Íslenski hópurinn sem spilaði á Ítalíu:

Jóhann Árni Ólafsson, NjarðvíkBrynjar Þór Björnsson, KR

Jakob Egilsson, ÍRBrynjar Þór Kristófersson, Fjölnir

Kristján Sigurðsson, NjarðvíkBaldur Ólafsson, ÍR

Alexander Dungal, ValTryggvi Pálsson, Fjölni

Bjarki Oddson, Þór AkureyriJón Gauti Jónsson, Kefl avík

Ólafur Torfason, Þór AkureyriPavel Ermolinski, ÍR

Lokaniðurröðun mótsins: 1. Grikkland 2. Ítalía 3. Slóvenía 4. Ísland 5. Holland 6. Skotland

Page 77: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 76

Körfuboltinn 2003-2004 blaðsíða 77

Þó Jóhann sé frá körfuboltabænum Njarðvík er hann ekki kominn af körfuboltafólki. “Bróðir minn, Guðbergur, var reyndar mjög góður í körfu en hann hætti. Ég stefni að því að halda áfram, öfugt við hann. Hann var eina fyrirmyndin mín þegar ég var að alast upp. Pabbi og mamma voru ekkert í körfubolta,” segir Jóhann en hann spilar alltaf númer fjögur eins og bróðir hans gerði. “Reyndar veit ég ekkert af hverju hann spilaði númer fjögur, ætli það sé ekki út af því að hann hafi komið of seint inn í klefa fyrir einhvern leikinn,” útskýrir Jóhann hlæjandi.

Jóhann byrjaði mjög ungur í körfubolta. “Mamma var einmitt að segja mér frá því um daginn að ég mátti byrja að æfa íþróttir í Njarðvík þegar ég var sex ára. Þegar ég var fi mm ára var ég víst farinn að bíða eftir því að mega byrja. Svo fór ég í allt sem var í boði sem var sund, fótbolti og körfubolti.”

Hvers vegna valdir þú svo körfuboltann fram yfi r hinar íþrótta-greinarnar?

“Njarðvík var með svo lélegt fótboltalið þannig að ég einbeitti mér að körfuboltanum enda langskemmtilegast í honum. Þegar ég var níu ára var ég farinn að spila með eldri strákum og það var mjög gaman. Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við unnum marga titla,” svarar Jóhann hugsi.

Hvenær fékkstu þitt fyrsta tækifæri með meistarafl okki?

“Ég var fi mmtán ára þegar ég spilaði fyrst með meistarafl okki Njarðvík

og það var í Reykjanesmótinu á móti Stjörnunni,” svarar Jóhann og bætir svo við að leikurinn hafi unnist auðveldlega. Í fyrra kom svo stóra tækifærið í Úrvalsdeildinni. “Ég spilaði minn fyrsta leik á móti Snæfelli. Það var mjög eftirminnilegur leikur því Kristján Sigurðsson vinur minn spilaði þar líka sinn fyrsta leik. Þannig að þetta var

mjög gaman.” Hvernig var tilfi nningin að spila þennan leik? “Mjög góð. Ég var ekkert smeykur. Samt var þetta svolítið skrítið því maður vissi ekki almennilega hvernig maður átti að vera. Allt í einu átti maður að spila með til dæmis Teiti sem maður hafði horft á alveg endalaust frá því að maður man eftir sér. Reyndar kom ég inná fyrir hann í lokin. Þetta var þrjátíu ára skipting,” svarar Jóhann og hlær. Var Teitur þín fyrirmynd? “Ég hef alltaf litið mikið upp til Teits enda er hann náttúrulega bara ‘idol’ í Njarðvík. Svo fyrir fi mm árum sá ég Jón Arnór spila í fyrsta skipti og ég hef alltaf heillast af honum og geri enn, annað er ekki hægt. Þessi samningur sem Jón Arnór gerði er alveg frábær og hvetur mann til dáða. Núna er ekki hægt að stefna á neitt minna en að komast jafn langt og hann.“ Það var snemma ljóst að Jóhann hafði mikla hæfi leika í körfubolta og snemma

var hann valinn til að keppa fyrir hönd Íslands. “Sumarið eftir áttunda bekk var ég valinn í U-85 ára landsliðið og spilaði því með eldri strákum og ég fór með þessu landsliði til Svíþjóðar og keppti þar. Svo byrjaði prógram með U-86 ára landsliðinu.” Segðu mér aðeins frá undankeppninni fyrir EM á Ítalíu í sumar.

“Við lentum í svakalegum riðli en þessi ferð var alveg rosalega skemmtileg bæði innan vallar sem utan. Fyrir ferðina var maður ekki mikið að búast við að komast áfram en eftir ferðina var maður mjög svekktur

að hafa ekki náð því vegna þess að við töpuðum fyrir Slóveníu í hörku leik,” svarar Jóhann. Hvernig bolti var spilaður á þessu móti? “Þetta var allt öðruvísi bolti en hér heima, hann var miklu harðari. Þetta voru mjög sterkir strákar sem hikuðu ekki við að ýta manni og lemja. Það var meira leyft en hér heima og það tók mann smá tíma að venjast þessu.” Og þér gekk vel á mótinu? “Ég er bara sáttur þó nýtingin hefði mátt vera aðeins betri,” svarar Jóhann hógvær sem fyrr. Og hvað er svo framundan hjá þér? “Ég er að fara til Bandaríkjanna, sem skiptinemi, í skóla sem er rétt fyrir utan Seattle en þetta er sami skólinn og Detlef Schrempf lék með.” Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? “Ég er mjög duglegur við að setja mér markmið og því fyrr sem maður nær markmiðunum því hærra kemst maður. Ég ætla mér að ná langt í körfuboltanum,” svarar Jóhann að lokum og það er ljóst að nafn hans er vel þess virði að leggja á minnið enda er hann strákur sem veit hvert hann stefnir og getur náð langt.

svekkjandi að komast ekki áfram

[jóhann ólafsson]

Jóhann Ólafsson fékk mjög mikla athygli í liði Íslands í undankeppni EM U-86 ára landsliða á Ítalíu. Jóhann er fæddur 1986 og hefur allan sinn feril spilað með Njarðvík. Í lok september hélt hann til Bandaríkjanna í nám.

Friðrik Ingi Rúnarsson: “Jóhann er búinn að vera maður innan um drengi upp alla sína yngri fl okka. Hann var að leika allar stöður og leysti þær vel af hendi. Jóhann hefur alltaf verið mikill keppnismaður enda hefur hann ætíð skilað sínum liðum sigrum í öllum keppnum. Nú er Jóhann kominn á næsta stig og nú er meiri pressa á honum, hann vill ekki láta þekkja sig eingöngu sem barna- og unglingastjörnu, Jóhann vill meira.”

Persónulegt met Jóhanns er 58 stig í einum leik en það met setti hann í áttunda fl okki á móti Þór Akureyri.

Page 78: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 78

Fullt nafn? Sævar Ingi Haraldsson.Gælunafn? Sæsi.Lið?Haukar.Aldur? 19 ára.Áttu kærustu? Já. Við hvað starfar þú? Ég er nemi í Versló. Hvort ferðu fyrst í hægri skóinn eða þann vinstri? Hægri, held ég.Ertu hjátrúarfullur? Nei, nei, ekki svo. Eftirminnilegasta atvik frá þínum körfuboltaferli? Þegar ég var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar í fyrra. Hvernig peppar þú þig upp fyrir leiki? Ég geri nú ekkert sérstak fyrir leiki, reyni bara að einbeita mér að leiknum yfir daginn fram að leik og að sjálfsögðu í leiknum sjálfum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Aðallega rokk.Uppáhaldsleikmaður í NBA? Kobe, Dirk og fleiri Uppáhaldslið í NBA? Lakers. Og að sjálfsögðu Dallas núna.

Hvar verður þú eftir 10 ár? Vonandi að spila körfubolta einhvers staðar. Hvað færður þér á pylsu? Sinnep og steiktan. Hvernig bíl áttu? I wish!!! Hvað fer í taugarnar á þér? Það var röflið í Davíð Ásgríms en hann er víst hættur í Haukum. Hvert er þitt uppáhalds heimilisstarf? Horfa á sjónvarpið, það þarf víst einhver að gera það!! Áhugamál? Kemst fátt annað að en karfan.Hver er tilgangur lífsins? Life is basketball.Hefur þú einhvern tíma sagt ósatt? Já, já, nokkrum sinnum Er eitthvað lið sem þú myndir aldrei spila með? Keflavík. Af hverju spilar þú númer 12? Að því að það var lítið annað laust þegar ég byrjaði að spila með meistaraflokki. Uppáhalds bíómynd?Bad Boys, Fight Club, Reservoir Dogs. Allt algjör snilld. Uppáhalds bók? Magic bókin.

Lýstu venjulegum, íslenskum körfuboltadómara. Þeir eru flestir alveg ágætir þótt þaður sé ekki alltaf ánægður í hita leiksins. En þeir eiga sína góðu og slæmu daga eins og við leikmennirnir.Leiðinlegasti andstæðingurinn? Enginn leiðinlegur, bara mis skemmtilegir. Erfiðasti andstæðingurinn? Verð að segja Clifton Cook eftir síðasta ár. Besti íþróttafréttamaðurinn? Snorri Sturluson, en hann er víst hættur núna.Áttu þér mottó? Gerum okkar besta.Hvort tilheyrir þú A-fólki eða B-fólki? Svona sitt lítið af hvoru.Hvernig slakar þú á? Með videospólu eða við góða tónlist.Kanntu flugsund? Nei, alls ekki. Eftirminnilegasti leikur? Leikur um Norðurlandatitilinn í vor með unglingalandsliðinu, en við áttum að vinna þann leik. Áttu gæludýr? Nei, átti gullfiska en þeir lifðu í þrjá daga. Hvernig síma áttu? Sony Ericsson. Lýstu sjálfum þér sem leikmanni? Stjórnsamur með eindæmum og ákveðinn. Hvenær var þinn fyrsti meistaraflokksleikur? Hann var 8. febrúar 2001 á móti KFÍ. Er líf eftir dauðann? Já, ég held það. Þjálfarinn lætur þig fá það verkefni að pirra andstæðinginn, hvernig gerir þú það? Marel fær öll svona verkefni í okkar liði. Besti matur? Hamborgarahryggur. Eitthvað að lokum? Takk fyrir mig.

hversu vel þekkir þú Sævar?

[sævar haraldsson]

Page 79: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

Körfuknattleikssamband Íslands www.kki.isblaðsíða 78

Page 80: Umfjöllun um liðin Jón Arnór - gamli.kki.isgamli.kki.is/skjol/Korfuboltinn 2003-2004.pdf · Jón Arnór klappstýrurnar, markmiðin og lífi ð í NBA Donnie Nelson aðstoðarþjálfari

SPARISJÓÐURINN-fyrir þig og þína