8
VALGEIR Í FORSETANN

Valgeir í forsetann

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæklingur forsetaframbjóðanda NFMH 2012.

Citation preview

VALGEIRÍ FORSETANN

Ég, Valgeir Daði Einarsson býð mig fram í embætti forseta NFMH skólaárið 2012-2013. Skólinn okkar hefur lengi verið þekktur fyrir öflugt félagslíf og sterkt nem- endafélag. Það er nauðsynlegt að virkja þann fjölbreytta og hæfileikaríka hóp sem nem- endafélagið hefur að geyma. Þannig tel ég að nemendafélagið virki best og allir innan þess geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Forset- anum ber skylda að halda utan um þennan stóra hóp og stuðla að því að þeir sem þess óska blómstri innan nemendafélagsins. For-setinn er andlit skólans út á við. Hann þarf að vera ábyrgur og njóta trausts nemenda skólans. Forsetinn þarf að starfa vel undir álagi og sýna mikla jákvæðni í hinum ýmsu

störfum embættisins. Ég hef starfað með nemendafélaginu og sit þennan vetur í stjórn þess. Þar hef ég fylgst náið með starfi forsetans og annarra stjórn- armeðlima og geri mér þessvegna grein fyrir þeirri vinnu sem fylgir embættinu og hvað bíður mín, hljóti ég stuðning ykkar. Ég trúi því að reynsla mín af félagsmálum og innsýn í störf forseta gagnist mér vel. Með bjartsýni, jákvæðni og vinnusemi að leiðar-ljósi tel ég mig vera fullfæran og rúmlega það í embættið. Ég treysti mér vel til að axla þetta ábyrgðarmikla hlutverk. Ég vona að þú lesandi góður kynnir þér stefnumál mín vel og takir ábyrga afstöðu í þágu nemendafélagsins.

-ÁVARP-

hönnun og umbrot: Júlía Runólfsdóttir

-REYNSLA-

Nemendaráð Vogaskóla: Ég var í nemendaráði Vogaskóla í 9. og 10. bekk og var formaður þess í 10. bekk. Að lok-num grunnskóla fékk ég hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir virkni í félagsstarfi, góðan námsárangur og framlag til að auðga skólaandann.

Gleðisveitarráð: Ég sat í Gleðisveitarráði á öðru ári mínu í MH. Þar sá ég alfarið um húsband NFMH sem ég hef spilað í síðan ég var á fyrsta ári.

Stjórn NFMH: Þar sem ég er oddviti listafélags sit ég einnig í stjórn NFMH. Þar hef ég kynnst starfi forseta vel og mætt vikulega á fundi.

Störf: Flest þau störf sem ég hef unnið hafa snúist um börn, unglinga og fólk almennt. Ég þarf því að taka snöggar ákvarðanir og bera mikla ábyrgð. Ég hef þjálfað yngri stráka í hand- bolta, kennt fötluðum börnum sund og unnið á leikjanámskeiðum bæði hjá skátunum og ÍTR. Síðasta sumar starfaði ég svo með hópi ungmenna sem sá um að lífga upp á hverfið með ýmsum uppákomum.Ég hef lært að skipuleggja mig vel þetta skólaár og þurft að sinna ýmsum störfum. Sam- hliða skóla hef ég stundað bassanám, þjálfað sund, rekið ungmennahús, verið meðlimur í listafélagi og setið í stjórn. Þrátt fyrir það að ég hafi mikið að gera tel ég mig hafa sinnt öllum þessum störfum með yfirvegun og skilað því sem ætlast er til af mér.

Ungmennahús Kringlumýrar: Árið 2011 stofnaði ég ásamt vinum mínum ungmennahús sem var það fyrsta í Reykjavík af þessu tagi. Við höfum verið að vinna að þessu verkefni síðan árið 2010 og á þeim tíma hef ég fengið mikla reynslu í skipulagsvinnu sem nýtist mér vel í starfi forseta. Einnig hef ég sótt margar ráðstefnur um ungmenni og frítíma þeirra í þessu ungmennaverkefni.

Oddviti Listafélags: Þetta skólaár hef ég verið í Listafélaginu. Listafélag hefur skipulagt marga viðburði sem hafa svo sannarlega slegið í gegn. Listafélag hefur gefið mér reynslu í að skipuleggja mig fram í tímann.

-STEFNUMÁL-

Opinn fundur: Ég held að fundur opinn öllum nemendum skólans gæti haft jákvæð áhrif á nemendafélagið. Á þessum fundum myndu oddvitar þeirra ráða sem hafa eitt- hvað á döfinni segja frá og nemendur skólans gætu varpað fram spurningum eða tillögum til úrbóta. Þetta gæti opnað fyrir meira sam-starf allra innan nemendafélagsins og gert það fjölbreyttara og mun virkara.

Námskeið: Leiklistar- og ræðunámskeið hafa gengið ágætlega síðustu ár. Ég vil að fleiri ráð haldi viðeigandi námskeið. Sem dæmi má nefna: ljósmyndanámskeið myrkrahöfðing-ja, krullunámskeið leikfimifélags og þjóðdansanámskeið þjóðháttafélags. Með þessum hætti gefst nemendum kostur á að kynnast nýju fólki með svipuð áhugamál.

Skólafundur: Mæting á skólafundi síðustu annir hefur verið slæm. Í lögum NFMH kemur fram að skólafundur sé aðeins gildur ef að 10% félagsmanna mætir. Ég ætla að auglýsa fundina með betri fyrirvara og kynna dagskrá þeirra betur. Með þessu fyrirkomu-lagi tel ég að fleiri muni mæta og kjósa um

það sem að þeirra mati skiptir máli.

Gleðidagar: Mér finnst gaman að gefa gjafir og lífga uppá venjulegan skóladag. Ég vil að stjórnin komi nemendum á óvart með ýmiskonar glaðningum og leikjum. Það væri gaman að gleðja nemendur skólans með bollum á bolludag eða góðum drykk á sólríkum degi í Útgarði. Ásamt þessum gleðidögum væri hægt að halda þemavikur í samstarfi við önnur ráð.

Embætti: Með því að auglýsa embættin betur fáum við fjölbreyttari hóp af fólki sem sækir um. Því breiðari sem hópurinn í stór-félaginu er því betri. Mig langar að fylgja þeim lögum að þeir sem gegna engri stöðu (sitja ekki í ráði) hafi forgang í embætti. Það væri sniðugt að útbúa auglýsingamyndband þar sem embættismenn þessa skólaárs miðla sinni reynslu til annarra nemenda skólans.

Fundaraðstaða og tækjabúnaður: Það hefur verið töluverður skortur á fundaraðstöðu í MH. NFMH á þó flott fundarherbergi sem kallast Himnaríki. Ég vil taka til í Himnaríki

og koma þar fyrir borði, stólum, túss- töflu og internettengingu. Allt sem þarf fyrir vel heppnaðan fund. Nemendur sem ekki eru í stórfélaginu, eiga líka fullan rétt á að fá afnot af þessari aðstöðu til þess að halda fundi eða halda uppi klúbbum. Í MH þarf að endurnýja ýmis tæki og tól. Ég hef áhuga á að skoða kaup á flottum græjum sem nýtast nemendafélaginu til framtíðar.

Byrja skólaár með trompi: Venjulega hefur það tekið þó nokkurn tíma að koma öllu í gang eftir sumarfrí. Skaramússmyndir koma venjulega mjög seint og nemendaskírteinin sömuleiðis. Með nýrri heimasíðu NFMH gefst Myrkrahöfðingjum kostur á að setja myndirnar inn eins fljótt og kostur gefst og með öflugri markaðsnefnd gætu skírteinin komið á réttum tíma.

MH-kvennó: Samstarf MH og Kvennó á síðustu árum hefur verið jákvætt. Ég vil bæta mætingu á MH-kvennó daginn. Það mætti halda daginn snemma á haustönn þegar enn er hlýtt í veðri og auglýsa hann vel. Þannig gæti mætingin orðið mun betri og strax að

hausti komin forsenda fyrir jákvæðum sam-skiptum milli þessara skóla.

Stórviðburðir/skil: Mig langar í samstarfi við skólastjórn og kennara, að skoða dag- setningar stærstu viðburða NFMH með til- liti til stærstu verkefnaskila í náminu (stórar ritgerðir og lokapróf á miðri önn). Þannig gefst kostur á betri mætingu nemenda á viðburði skólans.

NFMH.IS: Með nýrri heimasíðu er hægt að gera margt gagnlegt og skemmtilegt. Það þyrfti til dæmis að koma glósubankan- um sem fyrst inn á síðuna og uppfæra lög beint eftir skólafundi. Inn á síðuna geta Myrkrahöfðingjar, Myndbandabúi og Bene-ventum sett efni sitt. Með skemmtilegum og svæsnum skoðanakönnunum væri svo hægt að lífga upp á síðuna. Einnig væri við hæfi að koma upp hugmyndabanka þar sem nem- endur skólans geta haft samband nafnlaust. Ég hef það á tilfinningunni að margir nem- endur skólans hafi í fórum sínum frábærar hugmyndir en þurfi greiðari aðgang til að koma þeim á framfæri.

-MEÐMÆLI-

Ég hef vitað af Valla frá því í grunnskóla. Þá var hann virkur í félagsstörfum og stóð fyrir ýmsum viðburðum. Frá 2010 höfum við svo unnið saman að stofnun ungmennahúss. Ég hef oft furðað mig á því hvernig hann fer að því að vera allt í öllu, alltaf. Honum hefur teksit að vera á fullu í félagslífi bæði innan skólans og utan og alltaf stendur hann sig jafn vel. Það er eiginleiki sem hæfir góðum forseta, einhver sem stendur við sitt og gerir hlutina vel. Valli er líka alltaf glaður og jákvæður, er aldrei með neitt óþarfa vesen. Ég mun hiklaust kjósa Valgeir sem forseta, þá veit ég að komandi skólaár verður bæði viðburðaríkt og skemmtilegt. 

Valgeir Daði er strákurinn sem fær hugmynd og fer með hana alla leið og framkvæmir hana. Líkt og með ungmennahúsið sem hann bjó til með nokkrum félögum sínum.Valgeir Daði er hressi pepparinn.Valgeir Daði er reddarinn.Valgeir Daði er strákurinn sem þú vilt vinna með.Valgeir Daði er sætur strákur sem væri flott andlit skólans.Valgeir Daði er vanur að vinna með ungu fólki í félagsstörfum.Valgeir Daði er vanur að vinna með eldra fólki í félagsstörfum.Valgeir Daði hefur alltaf haft mikið að gera og ætlar ekki að breyta til þetta árið.Valgeir Daði er alltaf með hlutina á hreinu.Valgeir Daði er ákveðni og trausti gaurinn.Valgeir Daði vill alltaf að allir fái að vera með og taka þátt.Valgeir Daði er sá sem þú vilt kjósa í forseta nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð.

Framboð Valgeirs Daða til forseta NFMH ætti að vera öllum nemendum skólans mikið gleðiefni. Það er sama hvað Valgeiri er falið að gera hverju sinni, vinnusemin er til fyrirmyndar og árangurinn alltaf fyrsta flokks. Valgeir er með mikið af nýjum hugmyndum í pokahorninu sem munu nýtast til hins ítrasta líkt og þær hugmyndir sem komu frá honum innan listafélagsins. Hæst ber hins vegar að nefna framkomu Valgeirs við annað fólk. Hann tekur öllum nemendum sem jafningjum sínum og slíkt er nauðsynlegt vegna þess að hlutverk nemendafélagsins er að gæta hagsmuna allra.

Vigdís Perla MaackOddviti

Góðgerðarráðs og leikkona

Bryndís Þórs-dóttir og Hákon

JóhannessonMH-perrar

Heiðrún Sæmundsdóttir

Byrjum á byrjuninni: Hvað hefur Valgeir Daði ekki gert fyrir ne-mendafélagið? Ekki nóg með það að hann hafi setið í stórfélaginu til langs tíma, spilað á bassa í húsbandinu og verið líka svona andskoti myndar-legur og sjarmerandi að þá hefur Valli líka setið í stjórn NFMH þennan veturinn. Því spyr ég, hvað er það eiginlega sem að þessi drengur hefur ekki gert í þágu Nemendafélagsins og fyrir þágu nemendanna í skólanum? Svarið er einfalt kæri lesandi, það liggur beinlínis við. Valgeir Daði Einars-son býður sig núna fram til forseta og þú hlýtur því eðlilega að vera að velta því fyrir þér hvaða frambjóðanda þú ættir að gefa þitt atkvæði, atkvæði sem að skiptir öllu fyrir framtíð Nemendafélagsins og farsæld nemenda þess.Valli er ekki bara klár og skemmtilegur heldur býr hann yfir öllum þeim hæfileikum sem að góður forseti þarf að búa yfir. Hann er vel undirbúinn undir starfið, hann er góður að vinna með fólki, veit hvernig Nemendafélagið starfar og umfram allt kæri lesandi að þá hlustar hann á þarfir nemandanna. Ég biðla því til þín kæri lesandi: Þegar þú gengur til kosninga á kjördag, taktu yfirvegaða og umhugsaða ákvörðun. Hugsaðu ekki til þess sem að vinir þínir ætla að kjósa. Mundu frekar að kjósa þann frambjóðenda sem að hefur burði til þess að bera þetta Nemendafélag og gera næsta skólaár að því besta sem að skólinn hefur séð. Hnefann á loft! Valgeir Daða í forsetann!

Valgeir Daði er drengur góður. Hann er með hjarta úr gulli og fallega sál, sem gleður alla þá sem nálægt honum standa. Mannkostirnir sem hann býr yfir eru fleiri en allir nemendur skólans, svo hann hefur nóg af sér að gefa. Ofan á það er hann dugnaðarforkur mikill og drifkrafturinn sem hann býr yfir er slíkur að hann hleypur aldrei frá hálfkláruðu verki - Valli klárar alltaf dæmið. Auk þess að vera gull af manni hefur Valgeir líka lygilega mikla reynslu af nemendafélags- og stjórnarstörfum, og þeim hefur hann sinnt af stakri prýði þau þrjú ár sem hann hefur verið í skólanum. Valgeir Daði er flottur og frambærilegur félagi sem myndi sóma sér vel í þeirri ábyrgðar-fullu stöðu sem forsetinn gegnir, og því mæli ég með því að þú setjir X við Valgeir.

Ég var í nemendaráði Vogaskóla þegar Valgeir var formaður þess. Fyrir mér var Valgeir eins konar leiðtogi og ég lærði mikið af honum. Hann var ekki aðeins fyrirmynd mín heldur í raun allra í unglingadeildinni. Valgeir gerði alltaf sitt besta og passaði alltaf að allar raddir fengju að heyrast. Valgeir lagði sig alltaf allann fram í þau verkefni sem hann tók að sér. Þegar Val-geir útskrifaðist úr skólanum var erfitt að feta í hans fótspor og kom það í raun engum á óvart að honum voru sérstaklega veitt sérstök hvatninga- verðlaun frá Reykjavíkurborg fyrir félagsstörf sín. Ég hef sjaldan kynnst jafn heiðarlegri og jákvæðri manneskju og Valgeiri. Hann er sannur og góð- hjartaður. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og get með sanni sagt að ég muni kjósa hann í forseta NFMH.

Ívar Vincent Smárason

Formaður Mál-fundafélags og

Stuðningsmaður MORFÍS liðsins

Atli JasonarsonOddviti

Leikfimifélagsins

Vera Hjördís Mats-dóttir

Fyrrum formaður nem- endaráðs Vogaskóla

-STUÐNINGSMENN-

Björk Brynjarsdóttir - Beneventum Ægir Sindri Bjarnason - trymbillSteinarr Ingólfsson - skemmtiráð Ernesto Emil Ortiz - busiBryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir - leikfélagsbusi Egill Ásgeirsson (Gilli gæsla) - gæslustjóri Hafþór Gunnarsson - busiÞórhildur Kristín Ásgeirsdóttir - þjóðháttafélagsbusiGulli - húsvörður Lárus Jón Björnsson (Lalli) - forseti NFMH 2009 - 2010Vigdís Hafliðadóttir - leikkonaHákon Jóhannesson - íþróttaráð og leikari Hjördís Jónsdóttir - einherjiMóa (Móeiður Kristjánsdóttir) - búðarráðsbusiSjonni (Sigurjón Bjarnason) - íþróttaráðsbusiVigdís Perla Maack - góðgerðarráð og leikkona Steinn Helgi Magnússon - myrkrahöfðingi Guðbjartur Hákonarson - fiðlusnillingurKristín Sveinsdóttir - varaforseti NFMH 2009 - 2010Halla Sif Svansdóttir - forseti NFMH 2010 - 2011Einar Andersen - lagningadagaráðDiljá Ragnarsdóttir - skiptinemi í ArgentínuValgerður Jónsdóttir - oddviti BeneventumEster Auðunsdóttir - varaforseti NFMH 2010 – 2011Ásbjörn Erlingsson - blóraböggulÁlfheiður Erla Guðmundsdóttir - búðarráðVilhelm Þór Neto - myrkrahöfðingi og leikariKormákur Marðarson - oddviti lagningadagaráðsDagur Gonzales og Stráði - tækjaverðirJúlía Runólfsdóttir - Beneventum Hjálmar Óli Hjálmarsson - oddviti fréttapésaIngimundur Guðmundsson - skemmtiráð

F I S K B Ú Ð I NSundlaugavegi 12