46
Velkomin til Norrænu ráðherra- nefndarinnar Lítil handbók um vinnu og starfshætti hjá Norrænu ráðherranefndinni

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Subtitle : Lítil handbók um vinnu og starfshætti hjá Norrænu ráðherranefndinni Þessi bæklingur er hugsaður sem stuttur inn-gangur og kynning á starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.norden.org. Þar er hægt að lesa um norrænt samstarf almennt og fá nánari upplýsingar um Norrænu ráðherranefndina.

Citation preview

Page 1: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherra- nefndarinnar

Lítil handbók um vinnu og starfshætti hjá Norrænu ráðherranefndinni

Page 2: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

2 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Page 3: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherra-nefndarinnar

Lítil handbók um vinnu og starfshætti hjá Norrænu ráðherranefndinni

Page 4: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

4 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar Lítil handbók um vinnu og starfshætti hjá Norrænu

ráðherranefndinni

ISBN 978-92-893-4184-4 (PRINT)ISBN 978-92-893-4185-1 (PDF)http://dx.doi.org/10.6027/ANP2015-751ANP 2015:751

© Norræna ráðherranefndin 2015

Umbrot: Jette Koefoed Kápumynd: Jette KoefoedPrentun: Strandbygaard GrafiskUpplag: 600Pappír: Munken PolarLeturgerð: Meta LF

Printed in Denmark

www.norden.org/nordpub

Norrænt samstarf

Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heiminum. Samstarfið nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og skiptir miklu í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í norrænu samstarfi er unnið að því að styrkja stöðu Norðurlanda í sterkri Evrópu.

Norræna samstarfið er unnið að því að efla norræna og svæðisbundna hagsmuni í alþjóðlegu umhverfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar

sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest.

Norræna ráðherranefndin Ved Stranden 18 DK-1061 København K Sími +45 3396 0200

www.norden.org

NO

RDIC ECOLABEL

5041 0751Printed matter

Page 5: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Efnisyfirlit

1 Formáli og inngangur 71.1 Sögulegur bakgrunnur

1.2 Framtíðarsýn – ”Saman erum við öflugri”

1.3 Norrænt notagildi

1.4 Nútímavæðingarstarfið

2 Skipulag og uppbygging 182.1 Forsætisráðherrarnir

2.2 Ráðherranefndirnar

2.3 Formennskan

2.4 Færeyjar, Grænland og Álandseyjar

2.5 Embættismannanefndirnar

2.6 Hlutverk framkvæmdastjórans og frumkvæðisrétturinn

2.7 Skrifstofan

2.8. Norrænar stofnanir og samstarfsaðilar

2.9 Alþjóðastarf Norrænu ráðherranefndarinnar

2.10 Norrænar upplýsingaskrifstofur

3 Starfsemin 323.1 Fjárhagsáætlunarferlið

3.2 Samstarf formennskunnar og skrifstofunnar

3.3 Þverfaglegt samstarf

3.4 Kynning og mörkun stöðu á alþjóðavettvangi

3.5 Tungumálastefna hjá Norrænu ráðherranefndinni

4 Norðurlandaráðið 384.1 Um Norðurlandaráð

4.2 Mál sem Norðurlandaráð kemur að

4.3 Verðlaun Norðurlandaráðs

Page 6: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

6 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Samstarf og pólitísk samvinna

Norðurlanda er á margan hátt einstök.

Líklega eru ekki til nein sambærileg

dæmi í heiminum um ríki sem hafa

með sér svo náið samstarf.

Ljósmynd: Karin Beate Nøsterud/Norden.org

Page 7: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 7

Formáli

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar!Samstarf og pólitísk samvinna Norðurlanda er á margan hátt einstök. Líklega eru ekki til nein sambærileg dæmi í heiminum um ríki sem hafa með sér svo náið samstarf.

Hafist var handa við að byggja upp norrænt samstarf í skugga reynslunnar af seinni heimsstyrjöldinni. Þá var ljóst að þjóðernisstefnan var komin að krossgötum. Í henni fólst geigvænleg hætta, ekki aðeins fyrir mannlega reisn og menningu, heldur líka meira að segja fyrir framtíð mannkyns. Með árunum jókst samstarf Norðurlandanna og nú, á öðrum áratug 21. aldarinnar, er það víðtækara en nokkru sinni fyrr. Þróun mála bendir til þess að framvegis verði einnig þörf á sífellt aukinni norrænni samvinnu. Norðurlönd búa yfir miklum auði á margvíslegum sviðum. Staðan er sterk og óteljandi og margflóknir þróunarmöguleikar eru fyrir hendi.

Á tímum efnahagslegs ójafnaðar í heiminum, þar sem hagkerfi standa völtum fótum og alþjóðasamfélagið er undir miklu álagi, getur norrænt samstarf öðlast sífellt meira gildi. Lönd heimsins standa frammi fyrir knýjandi þörf á því að þróa stjórnkerfi sín þannig að komið verði í veg fyrir að sumir verði utanveltu og þannig að stuðlað verði að félagslegum jöfnuði, samkeppnishæfni, sjálfbærum vexti og lýðræði. Þar getur norræna líkanið, með gagnkvæmni að leiðarljósi, orðið öðrum innblástur. Margir hafa áhuga á nálgun okkar og reynslu.

Norrænt samstarf virðist fela í sér einstakt tækifæri; til að vinna bug á takmörkunum og þröngsýni, til að víkka sjóndeildarhringinn, til að hvetja okkur áfram og til að koma í veg fyrir að við förum í varnarstöðu þegar við stöndum andspænis því sem sker sig úr í einsleitni okkar. Norræna ráðherranefndin er alþjóðastofnun í hjarta Norðurlanda og sögu þeirra. Sameiginleg saga

Page 8: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

8 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

okkar tekur til ótal þátta sem tengjast tungu, menningu og stjórnmálum, atvinnulífi og verslun; já, yfirhöfuð til allra þeirra gagnkvæmu áhrifa og tengsla sem mótað hafa Norðurlönd nútímans. Hjá Norrænu ráðherranefndinni viljum við að hvort tveggja samhljómurinn og andstæðurnar verði til þess að auka starfsþrótt okkar.

Norrænt samstarf þarf einnig takast á við síbreytilegan umheim. Þess vegna var farið yfir samstarfið og það greint á árunum 2013–2014. Afraksturinn var skýrslan „Ný Norðurlönd”. Á grundvelli skýrslunnar ákváðu samstarfsráðherrar Norðurlanda í júní 2014 að setja af stað metnaðarfulla umbótaáætlun sem hrint verður í framkvæmd á næstu árum. Með þessari nútímavæðingu tryggjum við að norræn samvinna haldi gildi sínu og að Norðurlönd geti öðlast aukin áhrif á alþjóðavettvangi. Í sameiningu eflum við norrænt samstarf þannig að það skapi meiri virðisauka fyrir Norðurlandabúa. Við sýnum fram á að Norðurlönd séu reiðubúin til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar og að starf að norrænni samvinnu sé meira spennandi nú en nokkru sinni fyrr.

Dagfinn HøybråtenFramkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Page 9: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 9

Norrænt samstarf þarf einnig takast á við

síbreytilegan umheim. Þess vegna var farið

yfir samstarfið og það greint á árunum

2013–2014. Afraksturinn var skýrslan

„Ný Norðurlönd”.

Nyt NordenAfrapportering på generalsekretærens moderniseringsopdrag

Ved Stranden 18DK-1061 København Kwww.norden.org

Gennem samarbejdet i Nordisk Ministerråd har de nordiske lande sidenoprettelsen i 1971 opnået mange væsentlige resultater til gavn for borgerne i Norden. Det nordiske samarbejde må imidlertid være i fortsat fornyelse for at sikre, at samarbejdet på langt sigt forbliver et stærkt redskab for de nordiskeregeringer til at håndtere politiske udfordringer.

På baggrund af mandat fra den nordiske samarbejdskomité, NSK, fremlagte Nordisk Ministerråds generalsekretær i april 2014 rapporten Nyt Norden, som indeholder en række anbefalinger til de nordiske samarbejdsministre med det formål:

• At styrke det nordiske samarbejde på ministerniveau, så der bliver mere politisk indhold

• At sikre et effektivt sekretariat som støtter op om det politiskesamarbejde

• At skabe et nyt nordisk budget som er et reelt styrings- ogprioriteringsredskab

• At få mere nordisk nytte ud af Ministerrådets projekt- ogprogramvirksomhed

• At sikre en bedre styring af de nordiske institutioner.

Samarbejdsministrene behandlede Nyt Norden rapportens anbefalinger den 26. juni 2014 og vedtog på den baggrund en ambitiøs reformpakke, som skalsikre, at samarbejdet i Nordisk Ministerråd forbliver et stærkt og relevantredskab for de nordiske regeringer i mødet med nye politiske udfordringer.

Dette genoptryk af Nyt Norden rapporten indeholder samarbejdsministrenesreformpakke og gør det dermed muligt at se anbefalingerne og baggrunden for disse sammen med samarbejdsministrenes beslutninger.

Nyt Norden

ANP2014:754ISBN 978-92-893-3805-9

Med saMarbejdsMinistrenes

beslutninger

ANP2014:754

2014754 omslag.indd 1 23-09-2014 13:18:04

Ljósmynd: Imagesubscription

Page 10: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

10 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Helsingfors-sáttmálinn er

lögformlegur grundvöllur opinbers

samstarfs Norðurlanda. Sáttmálinn

var upprunalega undirritaður árið

1962 og hefur verið uppfærður

nokkrum sinnum. Síðustu

breytingarnar sem gerðar voru

tóku gildi árið 1996.

Helsingforsaftalen

Samarbejdsoverenskomst mellem Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige

1996 Dansk

Ved Stranden 181061 København Kwww.norden.org

ANP 2010:741ISBN 978-92-893-2100-6

Ljósmynd: Imagesubscription

Page 11: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 11

1 Inngangur

Þessum bæklingi er ætlað að kynna í stuttu máli það starf sem unnið er hjá Norrænu ráðherranefndinni. Textarnir eru viljandi hafðir mjög stuttir og veita aðeins nauðsynlegustu upplýsingar. Nálgast má nánari upplýsingar á vefnum www.norden.org. Þar er hægt að lesa meira um norrænt samstarf almennt, en jafnframt má finna þar ítarlegar upplýsingar um Norrænu ráðherranefndina. Ennfremur er hægt að gerast áskrifandi að norrænum fréttabréfum.

1.1 Sögulegur bakgrunnurSaga norrænu landanna fléttast náið saman. Í næstum þúsund ár hafa löndin ýmist starfað saman, barist í stríði eða myndað með sér sambandsríki. Síðastliðin 200 ár hefur þó sambúðin verið friðsamleg.

Samstarf Norðurlanda er elsta samstarf í heimi af sínu tagi. Fyrstu skrefin í átt að þeirri formlegu, pólitísku samvinnu sem nú er við lýði voru tekin eftir síðari heimsstyrjöldina og árið 1952 var Norðurlandaráð stofnað. Norræna ráðherranefndin var síðan sett á stofn árið 1971 til að klæða ríkisstjórnarsamstarfið í formlegan búning. Samvinna Norðurlanda er, rétt eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, í eðli sínu milliríkjasamstarf og einkennist af því viðmiði að nær allar ákvarðanir þurfi að taka samhljóða.

Margir eiga erfitt með að greina á milli Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Þessar stofnanir eiga reyndar í nánu samstarfi. Þær eru til húsa á sama stað í Kaupmannahöfn, en þær eru þó tvær mismunandi stofnanir: Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmannanna en Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda.

Page 12: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

12 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Hafa á framtíðarsýnina að leiðarljósi í

starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún

byggir á eftirtöldum fjórum stoðum:

Ljósmynd: Imagesubscription

- Norðurlönd án landamæra-

Nýskapandi Norðurlönd-

Sýnileg Norðurlönd-

Opin Norðurlönd

„Saman erum við öflugri“

Page 13: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 13

Á sama stað og Norðurlandaráð og Norræna ráð-herranefndin, Ved Stranden 18 í Kaupmannahöfn, er Norræni menningarsjóðurinn til húsa. Norræni menningarsjóðurinn hefur síðan 1966 séð um að úthluta styrkjum til menningarmála í því skyni að ýta undir myndun norrænna samstarfsneta og tengsla til lengri tíma litið.

1.2 Framtíðarsýn – „Saman erum við öflugri“Í febrúar 2014 samþykktu samstarfsráðherrar Norður-landa yfirlýsingu um framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf og Norrænu ráðherranefndina. Í framtíðarsýninni, sem nefnist „Saman erum við öflugri“, er lögð áhersla á að sameiginleg reynsla Norðurlanda geti verið mikils virði fyrir aðra á tímum aukins svæðisbundins samstarfs.

Hafa á framtíðarsýnina að leiðarljósi í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún byggir á eftirtöldum fjórum stoðum

• Norðurlönd án landamæra• Nýskapandi Norðurlönd• Sýnileg Norðurlönd• Opin Norðurlönd

Framtíðarsýnin er einnig höfð til hliðsjónar við ráð-stöfun svonefndrar fjárveitingar til forgangsverkefna, en tilgangur hennar er að fjármagna ný og stór verkefni innan ramma pólitískra áherslna Norrænu ráðherranefndarinnar. Árið 2015 nemur fjárveitingin til forgangsverkefna um það bil 74 milljónum danskra króna. Þar af fara um það bil 60% í að koma af stað verkefnum formennskulandsins en þau 40% sem eftir eru fara til dæmis til þeirra viðfangsefna sem forsætisráðherrarnir og samstarfsráðherrarnir leggja áherslu á. Til þess að verkefni fái fé af fjárveitingunni til forgangsverkefna þarf það að vera umfangsmikið, mikilvægt, nýskapandi, gefa af sér norrænan virðisauka og þrjú lönd að minnsta kosti þurfa að taka þátt í því. Sem dæmi um verkefni sem fengið hafa fé af fjárveitingu til forgangsverkefna má nefna:

Page 14: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

14 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

• Nordmin. Þar var myndað samstarfsnet aðila ínorrænum námuiðnaði (verkefni í formennskutíðSvía 2013).

• Norræni spilunarlistinn. Safn tónlistar norrænnatónlistarmanna og tónskálda (verkefni íformennskutíð Íslendinga 2014).

• Nordic Built Cities sem miðar að því að búa til sjálfbærar byggingar og borgir á Norðurlöndum(verkefni í formennskutíð Dana 2015).

• Sjálfbær norræn velferð, áætlun Norrænuráðherranefndarinnar um nýjar velferðarlausnir.

• Grænn vöxtur, verkefni sem á að koma Norðurlöndum í fremstu röð varðandi grænan hagvöxt.

1.3 Norrænt notagildiAnnað mikilvægt leiðarljós í samstarfi Norðurlanda er hugtakið norrænt notagildi. Norðurlönd hafa til mikils að vinna með því að starfa saman. Með því að taka höndum saman er hægt að auka áhrif Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Leggja skal til grundvallar að samstarfið beinist að þeim sviðum þar sem sameiginlegt norrænt framlag skapar aukinn ávinning fyrir Norðurlöndin og íbúa þeirra.

Leggja skal til grundvallar að öll norræn verkefni uppfylli eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

• Verkefnið hefði að öðrum kosti verið unniðlandsbundið en hægt er að ná áþreifanlegumávinningi með því að nota norrænar lausnir.

• Verkefnið á í senn að vera birtingarmynd norrænnarsamkenndar og stuðla að þróun hennar.

• Verkefnið á að efla kunnáttu og samkeppnishæfniNorðurlandabúa.

• Verkefnið á að efla áhrif Norðurlanda áalþjóðavettvangi.

Page 15: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 15

Norðurlönd hafa til mikils að vinna

með því að starfa saman. Með því

að taka höndum saman er hægt

að auka áhrif Norðurlanda

á alþjóðavettvangi.

Ljósmynd: Imagesubscription

Page 16: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

16 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Svanurinn er opinbert merki

Norðurlanda. Fjaðrirnar tákna

norrænu löndin fimm og Færeyjar,

Grænland og Álandseyjar.

Merkið er jafnframt notað í

breyttri mynd í hinu velþekkta

umhverfismerki Svaninum. Hann

er opinber umhverfismerking

Norðurlanda og hefur það hlutverk

að benda á umhverfisvæna valkosti

í daglegu lífi.

Ljósmynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Page 17: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 17

1.4 NútímavæðingarstarfiðÍ apríl 2013 hóf framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, að ósk Norrænu samstarfsnefndarinnar (NSK), nútímavæðingarstarf sem miðar að því að búa norrænt samstarf undir framtíðina. Unnin var ítarleg úttekt og greining á starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í skýrslunni „Ný Norðurlönd“ sem inniheldur 39 tillögur sem beinast að fjórum meginsviðum:

• Aukið samstarf ráðherra og betri fjárhagsáætlun.• Skilvirk skrifstofa sem á frumkvæði að og fylgir eftir

pólitískum ákvörðunum.• Markviss nýting norrænna verkefna.• Skýrari stýring norrænna stofnana af hendi eiganda

þeirra.

Á grundvelli tillagnanna í skýrslunni ákváðu samstarfs-ráðherrar Norðurlanda í júní 2014 að setja af stað metnaðarfulla umbótaáætlun sem hrint verður í framkvæmd á næstu árum.

Page 18: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

18 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

2 Skipulag og uppbygging

2.1 ForsætisráðherrarnirForsætisráðherrarnir hafa yfirumsjón með samstarfi ríkisstjórna Norðurlanda en hafa enga formlega, fasta fundartíma. Í reynd hafa þeir falið samstarfsráðherrum Norðurlanda að hafa umsjón með samstarfinu. Forsætisráðherrar Norðurlanda funda tvisvar á ári, oftast snemmsumars og aftur á reglulegu þingi Norðurlandaráðs.

2.2 RáðherranefndirnarDanmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru aðildarlönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Færeyjar, Grænland og Álandseyjar taka einnig þátt. Þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna er Norræna ráðherranefndin ekki ein heldur margar ráðherranefndir. Líkt og í Evrópusambandinu byggir starfsemin á mismunandi ráðherranefndum sem fara með mál á ákveðnu fagsviði. Fagráðherranefndirnar eru tíu, en þeim til viðbótar er ein ráðherranefnd, Ráðherranefnd samstarfsráðherranna (MR-SAM), sem hefur yfirumsjón með samstarfinu fyrir hönd forsætisráðherra Norðurlanda. MR-SAM hefur einnig umsjón með heildarfjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og sinnir ýmsum öðrum samhæfingarverkefnum. Hér er listi yfir ráðherranefndirnar:

Page 19: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 19

Þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna

er Norræna ráðherranefndin ekki ein

heldur margar ráðherranefndir. Líkt og í

Evrópusambandinu byggir starfsemin á

mismunandi ráðherranefndum sem fara

með mál á ákveðnu fagsviði.

Page 20: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

20 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Hér er listi yfir ráðherranefndirnar:

Samstarfsráðherrarnir (MR-SAM) Samstarfsráðherrar Norðurlanda sjá um samhæfingu samstarfs ríkisstjórna Norðurlanda í umboði forsætisráðherranna.

Norræna ráðherranefndin um menningarmál (MR-K) Hefur umsjón með menningarsamstarfi Norðurlanda á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Eitt af meginmarkmiðunum er að stuðla að fjölbreytni í tjáningarmyndum menningarinnar og miðla þekkingu um listamenn og fjölþjóðlegt starf þeirra.

Norræna ráðherranefndin um sjávarútveg, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS) Innan ramma MR-FJLS eru ráðherranefndir sem sinna fjórum stefnumótunarsviðum. Meginhlutverk MR-FJLS er að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúru- og erfðaauðlinda.

Norræna ráðherranefndin um löggjafarsamstarf (MR-LAG) Norðurlöndin nota löggjafarsamstarfið til að styrkja stöðu sameiginlegra grundvallarviðmiða í norrænni löggjöf.

Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál (MR-JÄM) Sameiginleg menningarsaga Norðurlanda og lýðræðishefðir hafa gert löndunum kleift að byggja upp náið og gagnlegt samstarf á sviði jafnréttismála.

Norræna ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir (MR-U) Ráðherranefndin á að hjálpa til við að tryggja að Norðurlönd verði í fremstu röð hvað varðar þekkingu og hæfni.

Page 21: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 21

Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S) Samstarf Norðurlanda í félags- og heilbrigðis-málum byggir á sameiginlegum gildum sem eru grundvöllur norræna velferðarlíkansins.

Norræna ráðherranefndin um umhverfismál (MR-M) Samstarf Norðurlanda í umhverfismálum á meðal annars að stuðla að því að varðveita og bæta umhverfis- og lífsgæði á Norðurlöndum og hafa áhrif á svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf.

Norræna ráðherranefndin um efnahags- og fjármál (MR-FINANS) Samstarfið skapar grundvöll fyrir því að hægt sé að vinna hagsmunum Norðurlanda brautargengi á alþjóðavettvangi og fyrir víðtækari efnahagslegri samþættingu á heimsvísu.

Norræna ráðherranefndin um vinnumál (MR-A) Samstarf Norðurlanda á sviði atvinnuþáttöku og vinnumarkaðar, auk vinnuumhverfis og vinnulöggjafar, fer fram undir stjórn atvinnumálaráðherra Norðurlanda.

Norræna ráðherranefndin um atvinnulífs- orkumála- og byggðastefnu (MR-NER) Samstarf Norðurlanda á sviði atvinnulífs-, orkumála- og byggðastefnu á að stuðla að því að áfram verði góður hagvöxtur á svæðinu.

Allar ákvarðanir ráðherranefndarinnar eru teknar út frá viðmiðinu um fulla einingu, þannig að öll löndin þurfa að vera sammála. Fagráðherranefndirnar hittast einu sinni til tvisvar á ári en samstarfsráðherrarnir funda að jafnaði fjórum til fimm sinum á ári. Ákvarðanir eru teknar með atkvæðagreiðslu á fundunum, eða í svonefndu skriflegu ferli þegar málið er komið á það stig að hægt er að taka ákvörðun.

Page 22: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

22 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Hlutverk formennskulandsins í Norrænu

ráðherranefndinni er að stýra starfseminni á

hverju samstarfssviði með virkum hætti. Því

til stuðnings er mótuð formennskuáætlun sem

er höfð til hliðsjónar í stórum hluta norræns

samstarfs það árið.

Ljósmynd: Adrian Joachim

Page 23: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 23

2.3 FormennskanLöndin fimm skiptast á að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í tiltekinni röð. Löndin skiptast einnig á að fara með formennsku í Norðurlandaráði, en sama land fer þó aldrei með formennsku í báðum stofnunum samtímis.

Hlutverk formennskulandsins í Norrænu ráð-herranefndinni er að stýra starfseminni á hverju samstarfssviði með virkum hætti. Því til stuðnings er mótuð formennskuáætlun sem er höfð til hliðsjónar í stórum hluta norræns samstarfs það árið. Áætlunin er að jafnaði kynnt á reglulegu þingi Norðurlandaráðs. Formennskulandið sér einnig um framkvæmd forgangs-verkefna. Í þessu skyni hefur formennskulandið til umráða hluta svokallaðar fjárveitingar til forgangs-verkefna. Formennskulandið stýrir öllum fundum í ráðherra- og embættismannanefndum.

2.4 Færeyjar, Grænland og ÁlandseyjarÁrið 2007 ákváðu samstarfsráðherrar Norðurlanda að styrkja stöðu Færeyja, Grænlands og Álandseyja í norrænu samstarfi á grundvelli svonefnds Álandseyjaskjals. Það felur meðal annars í sér að fulltrúar Færeyja, Grænlands og Álandseyja geta verið fundarstjórar á ráðherranefndarfund-um, í embættismannanefndum og vinnuhópum. Þeir hafa einnig alltaf rétt til að sitja fundi og taka til máls en hafa engan formlegan atkvæðisrétt.

2.5 EmbættismannanefndirnarUndir hverja ráðherranefnd heyrir ein embættis-mannanefnd, og í fáeinum tilvikum fleiri en ein. Hlutverk embættismannanefndanna er að undirbúa og fylgja eftir þeim málum sem tekin eru til meðferðar í ráðherranefndunum. Norræna samstarfsnefndin (NSK) aðstoðar samstarfsráðherra Norðurlanda (MR-SAM) og hefur með sama hætti yfirumsjón. Í embættismannanefndunum sitja embættismenn frá löndunum sem fulltrúar ráðherranna. Embættismannanefndirnar sinna meginhluta þeirra

Page 24: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

24 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

verkefna sem þarf að vinna, en ráðherranefndirnar leggja hinar pólitísku línur.

Ákvarðanir embættismannanefndanna eru teknar út frá sama viðmiði um fulla einingu og í sama formi og í ráðherranefndunum. Til að geta unnið þau verk sem þarf að vinna hittast embættismannanefndirnar oftar en ráðherranefndirnar. Yfirleitt eru haldnir fundir fjórum til átta sinnum á ári.

2.6 Hlutverk framkvæmdastjórans og frumkvæðisrétturinnFramkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar er skipaður af ríkisstjórnum Norðurlanda. Hlutverk hans er að stjórna starfi skrifstofunnar. Starf formennskulandsins og framkvæmdastjórans lýtur viðmiðunarreglum sem Norræna samstarfsnefndin hefur mótað, en samkvæmt starfsreglum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur framkvæmdastjórinn rétt og skyldu til að taka eigið frumkvæði. Þetta er nefnt frumkvæðisrétturinn og gildir um allt starf skrifstofunnar. Skrifstofan gegnir með öðrum orðum ekki aðeins óvirku hlutverki í tengslum við samhæfingu ákvarðana sem teknar eru í ráðherra- og embættismannanefndunum. Hún á jafnframt sjálf að leggja fram tillögur og taka virkan þátt í að efla norrænt samstarf.

2.7 SkrifstofanSkrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmanna-höfn sér um daglegan rekstur ríkisstjórnarsamstarfs Norðurlanda undir stjórn framkvæmdastjórans. Meginverkefni hennar er að undirbúa þau mál sem tekin eru til umfjöllunar í embættismanna- og ráðherranefndum. Skrifstofan sér einnig til þess að þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar sé framfylgt. Um hundrað manns frá öllum Norðurlöndunum vinna á skrifstofunni.

Page 25: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 25

Í desember 2013 samþykkti skrifstofan eftirfarandi yfirlýsingu um starfssvið sitt:

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar sér um framkvæmd á samstarfi ríkisstjórna Norðurlanda. Við eigum að stuðla að árangri sem felur í sér virðisauka og eykur sýnileika Norðurlanda innan þeirra og utan með því að

• eiga frumkvæði að pólitískum ákvörðunum, hrindaþeim í framkvæmd og framfylgja þeim;

• skapa þekkingu sem sameiginlegar lausnir byggjast á;• skapa tengslanet þar sem skipst er á reynslu og hug-

myndum.

Yfirlýsingin er framlag til þess að gera framtíðarsýnina „Saman erum við öflugri“ að veruleika í daglegu starfi skrifstofunnar. Skrifstofan skiptist í deildir. Þrjár þeirra eru fagdeildir sem sinna fagráðherranefndunum.

Í hverri deild er deildarstjóri, nokkur fjöldi embættis-manna sem bera titlana aðalráðgjafar og ráðgjafar, ritarar og námsmenn í hlutastarfi. Einnig starfar þar verkefnaráðið starfsfólk í skemmri tíma sem vinnur að tímabundnum verkefnum.

Skrifstofa framkvæmdastjórans (GSK) undir stjórn starfsmannastjórans aðstoðar framkvæmdastjórann við stjórn og samhæfingu starfs skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. GSK vinnur einnig fyrir MR-SAM og Norrænu samstarfsnefndina (NSK). Fjórar fagdeildir sinna hinum ráðherranefndunum:

• Menningar- og auðlindadeild (KR) sér um MR-K,MR-FJLS og MR-JÄM.

• Þekkingar- og velferðardeild (KV) sinnir MR-Uog MRS.

• Deild hagvaxtar og loftslagsmála (VK) vinnur fyrir ráðherranefndirnar MR-NER, MR-A, MR-M ogMR-FINANS.

• Starfsmanna-, stjórnsýslu- og lagadeildin sér umMR-LAG.

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 25

Page 26: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

26 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Við ráðningar er leitast eftir jafnri skiptingu milli Norður-landa án þess að missa sjónar á hæfniskröfum. Allir starfsmenn skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar eru á tímabundnum ráðningarsamningum og geta að hámarki starfað fyrir stofnunina í átta ár.

2.8 Norrænar stofnanir og samstarfsaðilarStór hluti norræns samstarfs fer fram á vegum stofnana víðsvegar á Norðurlöndum. Norræna samstarfið fjármagn-ar rekstur þrettán stofnana og hefur um tuttugu fasta samstarfsaðila. Um þriðjungur þess fjármagns sem Nor-ræna ráðherranefndin hefur til umráða rennur til þessarar starfsemi. Stofnanirnar vinna starf á tilteknum sviðum sem ríkisstjórnir Norðurlanda hafa skilgreint. Stofnanirnar eru fjármagnaðar að öllu leyti eða að hluta af Norrænu ráðherranefndinni. Í flestum tilfellum er hlutur ráðherra-nefndarinnar yfir 50%. Afgangur fjármagnsins kemur yfirleitt úr opinberum sjóðum landanna, en jafnframt frá Evrópusambandinu og úr öðrum áttum.

Grundvallarreglur fyrir stofnanirnar er að finna í Réttar-stöðusamningnum (Rättsställningsavtalet) svonefnda sem Norðurlöndin gerðu með sér árið 1988. Auk þess eru nánari ákvæði í svonefndri almennri reglugerð (normal-stadgarna). Til að gera breytingar á almennu reglugerð-inni þarf samþykki MR-SAM, en hægt er að laga hana að starfsemi stofnananna. Hver stofnun hefur þannig eigin skilgreinda reglugerð sem lýsir tilgangi hennar og sem um leið gegnir hlutverki stofnskjals fyrir stofnunina.

Page 27: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 27

Norrænu stofnanirnar eru

• Norræna húsið í Reykjavík (NOREY)• Norðurlandahúsið í Færeyjum (NHFØ)• Norræna stofnunin á Grænlandi (NAPA)• Norræna stofnunin á Álandseyjum (NIPÅ)• Norræna menningargáttin (KKN)• Norræna upplýsingamiðstöðin um fjölmiðla- og

samskiptarannsóknir (NORDICOM)• Nordregio• Norræna stofnunin um framhaldsmenntun á sviði

vinnuumhverfismála (NIVA)• Norræna rannsóknarráðið (NordForsk)• Norræna nýsköpunarmiðstöðin• Norrænar orkurannsóknir (NEF)• Norræna velferðarmiðstöðin (NVC)• Norræna miðstöðin um erfðaauðlindir (NordGen)

Auk stofnananna eru til ýmsir samstarfsaðilar sem ekki uppfylla þau skilyrði sem þarf til að teljast til stofnana og sem þess vegna falla ekki undir ofannefndan Réttar-stöðusamning. Þeim er stjórnað með öðrum hætti, en teljast engu að síður vera hluti af norrænu samstarfi. Samstarfsaðilarnir eru að fullu eða hluta til fjármagnaðir af Norrænu ráðherranefndinni.

Dæmi um samstarfsaðila: • Umhverfismerkið Svanurinn• Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn• Norræni menningarsjóðurinn• Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið• Norræna Atlantssamstarfið (NORA)

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna 27

Page 28: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

28 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Norræna ráðherranefndin á náið

samstarf við ýmis alþjóðleg,

svæðis- og landsbundin samtök

á grannsvæði Norðurlanda og

utan Norðurlanda. Þróun og

hagvöxtur á Eystrasaltssvæðinu

er stór þáttur í alþjóðastarfinu.

Ljósmynd: Klaus Munch Haagensen

Page 29: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 29

2.9 Alþjóðastarf Norrænu ráðherranefndarinnarNorræna ráðherranefndin á náið samstarf við ýmis alþjóðleg, svæðis- og landsbundin samtök á grannsvæði Norðurlanda og utan Norðurlanda. Þróun og hagvöxtur á Eystrasaltssvæðinu er stór þáttur í alþjóðastarfinu. Meðal annars tekur Norræna ráðherranefndin þátt í að styrkja og stuðla að framkvæmd Eystrasaltsstefnu Evrópusambandsins og Norðlægu víddarinnar. Norræna ráðherranefndin leitast einnig við að taka þátt í öðru starfi eftir því sem við á.

Ráðherranefndin hefur í mörg ár átt nána samvinnu við Eistland, Lettland, Litháen og Norðvestur-Rússland. Hún rekur skrifstofur í Tallinn, Ríga, Vilníus og Norðvestur-Rússlandi (Sankti Pétursborg). Þetta starf hófst á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Í fyrstu var lögð áhersla á miðlun upplýsinga um Norðurlönd. Á síðustu árum hefur samstarfið hins vegar þróast og breikkað.

Áherslusviðin í samstarfinu eru meðal annars verkefni sem ná til fleiri en eins lands, til dæmis baráttan gegn mansali, smitsjúkdómum og skipulagðri glæpastarfsemi og umhverfismál. Hvað Hvíta-Rússland varðar er jafnframt unnið að ýmsum verkefnum sem miða að því að veita hvítrússneskum námsmönnum tækifæri til að stunda nám erlendis og að því að efla lýðræði.

Í ljósi þess að rússnesk yfirvöld hafa á síðustu árum gert erlendum samtökum erfiðara fyrir að starfa í Rússlandi ákváðu samstarfsráðherrarnir (MR-SAM) árið 2015 að leggja niður starfsemi upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Norðvestur-Rússlandi um óákveðinn tíma. Lágmarksmönnun verður þó við eina af skrifstofunum til þess að hafa grundvöll að byggja á þegar stjórnmálaástandið leyfir og Norrænu ráðherranefndinni verður að nýju kleift að stunda starfsemi sína. Norræna ráðherranefndin heldur þó áfram ýmsum samstarfsverkefnum, til dæmis varðandi blaðamennsku og rannsóknir, sem ekki eru rekin í gegnum skrifstofuna í Norðvestur-Rússlandi.

Page 30: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

30 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Norræna ráðherranefndin á áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og starfar jafnframt með löndunum kringum Norðurskautssvæðið. Ráðherranefndin er jafnframt að byggja upp samstarf við nágrannana í vestri, einkum Kanada. Oft er litið á Norrænu ráðherranefndina sem fyrirmynd í svæðisbundnu samstarfi og þess vegna er fulltrúum hennar ósjaldan boðið að halda fyrirlestra og taka þátt í ráðstefnum. Þetta svæðisbundna samstarf er einstakt á sínu sviði og það hefur nú stigið fyrstu skrefin í samstarfi við Vísegrad-hópinn, sem er samstarf fjögurra miðevrópskra landa (Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía og Pólland).

2.10 Norrænar upplýsingaskrifstofurÍ tengslum við norrænt samstarf eru reknar upplýsinga-skrifstofur á ýmsum stöðum á Norðurlöndum. Hlutverk þeirra er að samhæfa norræna starfsemi á sínum svæðum og upplýsa um norrænt samstarf. Þær eru jafnframt svæðisskrifstofur fyrir Norrænu félögin á hverjum stað. Upplýsingaskrifstofurnar eru á Akureyri, í Umeå, Gau-taborg, Jyväskylä, Vaasa, Arendal, Alta og Flensborg. Samband Norrænu félaganna hefur umsjón með rekstri þeirra en þær eru að hluta til fjármagnaðar af Norrænu ráðherranefndinni.

Page 31: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 31Ljósmynd: Imagesubscription

Norræna ráðherranefndin á

áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu

og starfar jafnframt með löndunum

kringum Norðurskautssvæðið.

Ráðherranefndin er jafnframt að

byggja upp samstarf við nágrannana

í vestri, einkum Kanada.

Page 32: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

32 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Finnland 15,5%

Danmörk 20,0%

Ísland 0,7%Noregur 31,5%

Svíþjóð 32,3%

Skipting 2015, % af VÞFSkipting 2015, % af VÞF

3 Starfsemin

3.1 FjárhagsáætlunarferliðNorræna ráðherranefndin hefur til umráða rúmlega einn milljarð danskra króna á ári. Með öðrum orðum kostar samstarfið hvern Norðurlandabúa um 36 danskar krónur á ári. Fjármagnið kemur nær eingöngu í formi framlags frá Norðurlöndunum samkvæmt ákveðinni skiptireglu sem byggir á hlut hvers lands í vergri heildarþjóðarframleiðslu Norðurlanda. Skiptingin fyrir árið 2015 kemur fram hér fyrir neðan.

Page 33: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 33

3.1.1 Dæmi um fjárhagsáætlun – Fjárhagsáætlun 2015

Eins fram kemur hér að neðan eru það menntun og rannsóknir, menning og atvinnulífs-, orku- og byggðamál sem eru ráðandi í fjárhagsáætluninni. Fjárhagsáætlunin til forgangsverkefna er tvískipt: Um það bil 60 % fara í að fjármagna verkefni formennskulandsins en afgangurinn fer í að koma af stað stórum forgangsverkefnum. Liðurinn sameiginleg verkefni tekur til ýmis konar starfsemi sem ráðherranefndin fjármagnar, þar á meðal upplýsinga-starfs.

Hlutfall af heildarfjárhagsáætlun (2015)

0,2%

0,2%

1,0%

1,6%

2,7%

4,6%

4,7%

5,1%

8,5%

10,8%

14,3%

19,1%

27,2%

0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0%

Lovgivningssamarbejde

Finanspolitik

Ligestilling

Arbejdsliv

Nordisk Ministerråds fælles aktiviteter

Socialpolitik

Fiskeri og havbrug, jordbrug, levnedsmidler ogskovbrug

Miljø

Prioriteringsbudget

Nabopolitik/Internationalt samarbejde

Erhverv, energi og regional

Kultur

Uddannelse og forskning

Andel af det samlede budget (2015)

Menntun og rannsóknir

Menning

Atvinnulíf, orka og byggðamál

Grannsvæðastefna/ alþjóðasamstarf

Fjárveiting til forgangsverkefna

Umhverfismál

Fiskveiðar og fiskeldi, land-búnaður, matvæli og skógarhögg

Stefnumótun í félagsmálum

Sameiginleg starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar

Vinnumál

Jafnrétti

Ríkisfjármál

Löggjafarsamstarf

Page 34: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

34 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Fjórði ársfjórðungur

Samningaviðræður milli Norðurlandaráðs og formanns MR-SAM um fjárhags-áætlunartillögu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norðurlandaráð samþykkir fjárhagsáætlunartillöguna.

MR-SAM tekur endanlega ákvörðun um samþykkt fjárhagsáætlunar næsta árs.

Fyrsti ársfjórðungur

Viðræður við Norðurlandaráð varðandi næsta fjárhags-áætlunarár (er einnig hægt að halda á fjórða ársfjórðungi fyrra árs).

Leiðbeiningar vegna fjárhagsáætlunar kynntar og samþykktar af MR-SAM.

Annar ársfjórðungur

Fagsviðin leggja fram tillögur vegna fjárhagsáætlunartillögu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.

Framkvæmdastjórinn leggur fram fjárhagsáætlunartillöguna.Tillagan er send Norðurlandaráði og norrænu löndunum til umsagnar.

Þriðji ársfjórðungur

Framkvæmdastjórinn gerir eftir þörfum breytingar á fjárhagsáætlunartillögu á grundvelli athugasemda frá löndunum.

MR-SAM samþykkir fjárhags-áætlunartillöguna sem eftir það nefnist fjárhagsáætlunartillaga Norrænu ráðherranefndarinnar og er send Norðurlandaráði til umsagnar.

Fjárhagsáætlunarferlið

Page 35: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 35

3.2 Samstarf formennskunnar og skrifstofunnarSamstarf formennskulandsins og skrifstofunnar á að vera náið og byggja á gagnkvæmu trausti. Skipst skal á upplýsingum um alla starfsemi og verkefni sem verið er að vinna að. Fundardagskrár eru mótaðar í nánu samráði milli formennskulandsins og skrifstofunnar á grundvelli tillagna skrifstofunnar. Skrifstofan sér um að boða til funda og taka saman og senda út fundargögn. Formennskulandið og skrifstofan eiga að upplýsa hvert annað um tillögur sem ráðgert er að leggja fram á fundum ráðherra- og embættismannanefnda.

3.3 Þverfaglegt samstarfSum verkefni ganga þvert á hefðbundin mörk samstarfs-sviðanna þannig að ýmsar ráðherranefndir og deildir koma að þeim. Umsjón slíks verkefnis er falin ráðgjafa sem sér til þess að öll fagsvið vinni að þeim. Sem dæmi má nefna Norrænu barna- og ungmennanefndina (NORD-BUK) og vinnuhópana sem vinna með sjálfbæra þróun, mansal og samþættingu jafnréttissjónarmiða.

3.4 Kynning og mörkun stöðu á alþjóðavettvangiNorðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin starfa saman að upplýsingamálum og hafa ákveðið að taka saman höndum í því skyni að hámarka þá athygli sem opinbert samstarf Norðurlanda fær á opinberum vettvangi. Þetta starf er meðal annars kynnt á www.norden.org sem er sameiginlegur vefur stofnananna tveggja.

Á síðustu árum hafa Norðurlönd og norrænu löndin hvert um sig hlotið mikla og jákvæða athygli um heim allan. Árið 2014 samþykktu samstarfsráðherrar Norðurlanda áætlun um að kynna og marka Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi. Markmið áætlunarinnar er að efla í sameiningu samkeppnishæfni og áhrif Norðurlanda og norrænu ríkjanna á alþjóðavettvangi.

Page 36: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

36 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

3.5 Tungumálastefna hjá Norrænu ráðherranefndinniÆtlast er til að allir sem ráðnir eru til starfa hjá Norrænu ráðherranefndinni séu talandi og skrifandi á einu skand-inavísku tungumálanna (dönsku, norsku eða sænsku). Þessi tungumál hafa um langt skeið verið opinber vinnu-tungumál Norrænu ráðherranefndarinnar. Ákveðin skjöl og gögn eru þýdd á finnsku, íslensku og ensku. Eftir þörfum er boðið upp á túlkun á ráðherranefndarfundum og öðrum fundum. Sérstök undirdeild túlka og þýðenda sinnir þessu starfi, en hún er hluti af upplýsingadeildinni á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Enska er notuð sem vinnutungumál í alþjóðastarfi.

Page 37: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

Ætlast er til að allir sem ráðnir eru til

starfa hjá Norrænu ráðherranefndinni séu

talandi og skrifandi á einu skandinavísku

tungumálanna (dönsku, norsku eða

sænsku). Þessi tungumál hafa um langt

skeið verið opinber vinnutungumál

Norrænu ráðherranefndarinnar.

Page 38: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

38 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

4 Norðurlandaráðið

4.1 Um NorðurlandaráðRétt eins og Norræna ráðherranefndin beitir Norður-landaráð sér fyrir auknu norrænu notagildi, en Norður-landaráð gerir það á þinglegum vettvangi. Þetta er fyrst og fremst gert með því að leggja fram tillögur og með því að hafa áhrif á og ráðleggja ríkisstjórnum Norðurlanda með því að leggja fram yfirlýsingar og spurningar. Mikilvægustu verkfærin í þessu starfi eru tillögur og spurningar sem beint er annað hvort til Norrænu ráðherranefndarinnar eða einnar eða fleiri af ríkisstjórnum Norðurlanda.

Norðurlandaráð er skipað 87 þingmönnum frá Norðurlöndunum. Þingfundur fer með æðsta ákvörðunarvald í Norðurlandaráði. Ákvarðanir eru teknar og yfirlýsingar lagðar fram á þingum sem haldin eru tvisvar á ári. Reglulegt Norðurlandaráðsþing er haldið um mánaðamótin október-nóvember. Einnig er haldið örþing á vorin. Eins og áður hefur verið nefnt þarf Norðurlandaráð að samþykkja fjárhagsáætlun ráðherranefndarinnar á reglulegu Norðurlandaráðsþingi. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs fer með ákvörðunarvald milli þinganna. Undir forystu forsætisnefndar eru fimm nefndir sem starfa á mismunandi fagsviðum. Samstarf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar fer fram með ýmsum hætti.

4.2 Mál sem Norðurlandaráð kemur að

4.2.1 Tilmæli og álit

Tilmæli eru tillögur sem Norðurlandaráð mótar og beinir til Norrænu ráðherranefndarinnar eða einnar eða fleiri af ríkisstjórnum Norðurlanda. Meginreglan er sú að skrifstofan svarar þeim tilmælum sem beint er til Norrænu ráðherranefndarinnar og formennskulandið

Page 39: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 39Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

Norðurlandaráð er skipað 87

þingmönnum frá Norðurlöndunum.

Þingfundur fer með æðsta

ákvörðunarvald í Norðurlandaráði.

Ákvarðanir eru teknar og

yfirlýsingar lagðar fram á þingum

sem haldin eru tvisvar á ári.

Page 40: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

40 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

þeim sem beint er til ríkisstjórna landanna. Einstökum deildum skrifstofunnar er falið að sjá um að taka saman svör við spurningum sem heyra til þeirra fagsviðs. Embættismannanefnd á viðkomandi sviði á að fjalla um svörin. Ef spurningin er þverfaglegs eðlis á fagráðgjafinn sem hefur hana til meðferðar að fá önnur fagsvið til að koma að málinu.

Vegna þess nýja ferlis sem samstarfsráðherrarnir (MR-SAM) og forsætisnefndin samþykktu í febrúar 2015 á framvegis að svara tilmælunum hverjum fyrir sig innan tólf vikna. Í svarinu kemur fram hvort Norræna ráðherra-nefndin telur að tilmælunum hafi verið fylgt eftir, fylgt eftir að hluta eða hvort ekki sé hægt að fylgja þeim eftir. Norðurlandaráð ákvarðar hvort það telur að svarið sé fullnægjandi, og er þá meðferð málsins lokið, eða hvort óskað er eftir að halda tilmælunum virkum. Ef Norður-landaráð ákveður að halda tilmælunum virkum hefjast pólitískar viðræður – yfirleitt þannig að ráðherra frá for-mennskulandinu ræðir tilmælin á viðeigandi nefndarfundi eða á Norðurlandaráðsþingi. Þegar pólitísku viðræðunum er lokið falla tilmælin niður.

Norðurlandaráð gefur meðal annars álit sitt á ársskýrslum Norrænu ráðherranefndarinnar. Það er hluti af eftirlits- og eftirfylgnihlutverki Norðurlandaráðs gagnvart ráðherra-nefndinni.

4.2.2 Skriflegar fyrirspurnir

Fulltrúum í Norðurlandaráði er heimilt að beina spurning-um til ríkisstjórnanna eða Norrænu ráðherranefndarinnar. Spurningarnar verða að tengjast norrænu samstarfi og ekki einstökum löndum. Spurningar eru sendar til skrif-stofu framkvæmdastjóra sem síðan sér til þess að þeim verði svarað. Skriflegum spurningum skal svarað innan sex vikna, óháð því til hvers þeim er beint. 4.2.3 Ráðherranefndartillögur

Ráðherranefndartillögur eru þær tillögur sem Norræna ráðherranefndin eða ein af ríkisstjórnum Norðurlanda beinir til Norðurlandaráðs, að jafnaði í tengslum við þingin. Viðfangsefnin eiga að vera stór og

Page 41: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 41

mikilvæg, til dæmis fjárhagsáætlanir og mismunandi framkvæmdaáætlanir, og þær þurfa að njóta stuðnings landa þrátt fyrir að ráðherranefndin sé formlegur tillöguflytjandi.

4.3 Verðlaun NorðurlandaráðsNorðurlandaráð úthlutar á hverju ári bókmenntaverð-launum, tónlistarverðlaunum, kvikmyndaverðlaunum og náttúru- og umhverfisverðlaunum. Nýjasta viðbótin er barnabókmenntaverðlaun sem veitt hafa verið síðan 2013. Verðlaunin voru áður veitt á mismunandi tímum á hverju ári en árið 2013 var í fyrsta sinn prófað að veita þau öll við sameiginlega verðlaunaathöfn í óperuhúsinu í Ósló sem sýnd var í sjónvarpi.

Markmið verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á bókmenntum, tungumálum, tónlist og kvikmyndum Norðurlanda. Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt einstaklingum eða samtökum sem sýnt hafa frumkvæði í þágu náttúru- og umhverfisverndar. Hver verðlaun nema 350 þúsundum danskra króna. Það er Norræna ráðherranefndin sem hefur umsjón með veitingu verðlaunanna.

Page 42: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

42 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnarLjósmynd: Johannes Jansson/norden.org

www.norden.org

– Vefur opinbers samstarfs Norðurlanda. Þar

er að finna fréttir og upplýsingar um viðburði,

einnig ýmis rit og ítarlegar upplýsingar um

norrænt samstarf. Jafnframt eru þar símanúmer

og netföng einstaklinga sem tengjast norrænu

samstarfi.

Page 43: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 43

Page 44: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

44 Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar

Mikilvæg gögn

• Helsingfors-samningurinn

– Samstarfssamningur milli Danmerkur, Finnlands,

Íslands, Noregs og Svíþjóðar.

• Réttarstöðusamningur skrifstofanna

– Samningur um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar

Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs.

• Réttarstöðusamningur stofnananna

– Samningur milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs

og Svíþjóðar um réttarstöðu samnorrænna stofnana og

starfsfólks þeirra

• Starfsreglur fyrir Norrænu ráðherranefndina

• Starfsreglur fyrir skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar

• Stofnanahandbókin

– Handbók um þær reglur sem gilda um stofnanir.

Page 45: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinnar 45

CBSS Eystrasaltsráðið

GSK Skrifstofa framkvæmdastjóra

(Norrænu ráðherranefndarinnar)

HRAJ Starfsmanna-, stjórnsýslu- og lagadeildin

KOMM Upplýsingadeildin

KR Menningar- og auðlindadeildin

KV Þekkingar- og velferðardeildin

MR-A Ráðherranefndin um vinnumál

MR-FINANS Ráðherranefndin um efnahags- og fjármál

MR-FJLS Ráðherranefndin um sjávarútveg, land

búnað, matvæli og skógrækt

MR-JÄM Ráðherranefndin um jafnréttismál

MR-K Ráðherranefndin um menningarmál

MR-LAG Ráðherranefndin um löggjafarsamstarf

MR-M Ráðherranefndin um umhverfismál

MR-NER Ráðherranefndin um atvinnu-, orku-

og byggðamál

MR-S Ráðherranefndin um heilbrigðis- og

félagsmál

MR-SAM Ráðherranefnd samstarfsráðherranna

MR-U Ráðherranefndin um menntamál og

rannsóknir

NMRS Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar

NR Norðurlandaráð

NSK Norræna samstarfsnefndin

VK Hagvaxtar- og loftslagsdeildin

ÄK/EK-xx Embættismannanefndir

Skammstafanir

Page 46: Velkomin til Norrænu ráðherranefndarinna

Ved Stranden 18DK-1061 København K

www.norden.org

ANP 2015:751ISBN 978-92-893-4184-4 (PRINT)ISBN 978-92-893-4185-1 (PDF)

Velkomin til Norrænu ráðherra- nefndarinnarÞessi bæklingur er hugsaður sem stuttur inn-gangur og kynning á starfi Norrænu ráðherra-nefndarinnar. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.norden.org. Þar er hægt að lesa um norrænt samstarf almennt og fá nánari upplýsingar um Norrænu ráðherranefndina.