32
ÁRSSKÝRSLA 2012 Formannafundur haldinn á Suðurnesjum 17. nóvember

Ársskýrsla 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Skýrsla stjórnar GSÍ, Ársreikningur og tölfræði

Citation preview

Page 1: Ársskýrsla 2012

ÁRSSKÝRSLA 2012Formannafundur haldinn á Suðurnesjum 17. nóvember

Page 2: Ársskýrsla 2012

2

FormannaFundur 2012

Fjöldi kylfinga í klúbbum

Nr. Klúbbur 15 ára og yngri 16 ára og eldri 2012 2011 Breyting % Holur1. Golfklúbbur Reykjavíkur 198 2.838 3.036 2.810 226 8% 362. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 321 1.573 1.894 1.835 59 3% 273. Golfklúbburinn Keilir 116 1.244 1.360 1.358 2 0% 184. Golfklúbburinn Oddur 46 1.072 1.118 1.198 -80 -7% 185. Golfklúbbur Akureyrar 113 575 688 685 3 0% 186. Golfklúbburinn Kjölur 68 607 675 651 24 4% 187. Golfklúbburinn Nesklúbburinn 41 598 639 646 -7 -1% 98. Golfklúbbur Suðurnesja 40 447 487 496 -9 -2% 189. Golfklúbbur Vestmannaeyja 100 340 440 337 103 31% 1810. Golfklúbburinn Setberg 2 418 420 283 137 48% 911. Golfklúbburinn Leynir 67 329 396 423 -27 -6% 1812. Golfklúbburinn Öndverðarnesi 27 297 324 295 29 10% 1813. Golfklúbbur Bakkakots 12 286 298 320 -22 -7% 914. Golfklúbbur Ásatúns 291 291 224 67 30% 915. Golfklúbburinn Þorlákshöfn 33 246 279 298 -19 -6% 1816. Golfklúbbur Selfoss 57 209 266 233 33 14% 917. Golfklúbburinn Kiðjaberg 14 226 240 167 73 44% 1818. Golfklúbburinn Úthlíð 2 217 219 155 64 41% 919. Golfklúbburinn Hveragerði 27 186 213 208 5 2% 920. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 13 190 203 195 8 4% 921. Golfklúbbur Grindavíkur 24 176 200 191 9 5% 1822. Golfklúbburinn Flúðir 34 158 192 175 17 10% 1823. Golfklúbburinn Vestarr 3 175 178 166 12 7% 924. Golfklúbbur Sandgerðis 7 169 176 214 -38 -18% 1825. Golfklúbbur Ísafjarðar 15 142 157 168 -11 -7% 926. Golfklúbbur Borgarness 22 127 149 145 4 3% 1827. Golfklúbbur Álftaness 19 120 139 132 7 5% 928. Golfklúbbur Sauðárkróks 29 109 138 135 3 2% 929. Golfklúbburinn Mostri 23 111 134 153 -19 -12% 930. Golfklúbburinn Hellu 12 100 112 122 -10 -8% 1831. Golfklúbbur Húsavíkur 18 92 110 138 -28 -20% 932. Golfklúbburinn Hamar 27 77 104 106 -2 -2% 933. Golfklúbbur Ólafsfjarðar 14 84 98 105 -7 -7% 934. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 4 88 92 93 -1 -1% 935. Golfklúbbur Norðfjarðar 2 79 81 86 -5 -6% 936. Golfklúbbur Hornafjarðar 78 78 63 15 24% 937. Golfklúbbur Fjarðarbyggðar 27 49 76 48 28 58% 938. Golfklúbbur Bolungarvíkur 4 70 74 84 -10 -12% 939. Golfklúbburinn Dalbúi 70 70 90 -20 -22% 940. Golfklúbbur Siglufjarðar 12 54 66 70 -4 -6% 941. Golfklúbburinn Lundur 2 56 58 50 8 16% 942. Golfklúbburinn Glanni 2 47 49 57 -8 -14% 943. Golfklúbburinn Jökull 48 48 48 0 0% 944. Golfklúbburinn Gláma 4 40 44 51 -7 -14% 945. Golfklúbbur Skagastrandar 4 37 41 39 2 5% 946. Golfklúbburinn Hvammur 12 26 38 48 -10 -21% 947. Golfklúbburinn Ós 3 35 38 37 1 3% 948. Golfklúbbur Seyðisfjarðar 38 38 35 3 9% 949. Golfklúbburinn Tuddi 19 17 36 34 2 6% 050. Golfklúbbur Patreksfjarðar 2 34 36 32 4 13% 951. Golfklúbburinn Þverá 33 33 28 5 18% 1852. Golfklúbbur Bíldudals 31 31 32 -1 -3% 953. Golfklúbbur Byggðaholts 1 30 31 30 1 3% 954. Golfklúbburinn Vík 27 27 49 -22 -45% 955. Golfklúbburinn Geysir 1 26 27 29 -2 -7% 956. Golfklúbbur Mývatnssveitar 26 26 26 0 0% 957. Golfklúbbur Staðarsveitar 24 24 21 3 14% 958. Golfklúbbur Vopnafjarðar 23 23 21 2 10% 959. Golfklúbbur Hólmavíkur 20 20 21 -1 -5% 960. Golfklúbbur Djúpavogs 17 17 17 0 0% 961. Golfklúbburinn Laki 13 13 13 0 0% 962. Golfklúbburinn Gljúfri 1 10 11 11 0 0% 963. Golfklúbbur Húsafells 11 11 10 1 10% 964. Golfklúbburinn Skrifla 10 10 14 -4 -29% 965. Golfklúbbur Brautarholts 1 1 0 1 9

Samtals 1.644 14.997 16.641 16.054 587 4% 765

Page 3: Ársskýrsla 2012

3

FormannaFundur 2012

Velkomin á formannafund

Samkvæmt lögum GSÍ er haldin formannafundur annað hvert ár, á móti golfþingi og því erum við nú á hefðbundnum árstíma, þriðja laugardegi í nóvember hér í Golfskála Golfklúbbs Suðurnesja að hittast og fara yfir stöðuna. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand hér á landi og samdrátt í golfíþróttinni erlendis þá getum við ekki annað en verið ánægðir með þróunina hér á landi. Flestar mælikvarðar sem við höfum til að skoða umfang íþróttarinnar eru jákvæðir. Iðkendum hefur fjölgað stöðugt og aukin velta er í vöru og þjónustu í kringum golfíþróttina.

En meðaltalstölurnar segja þó ekki alla söguna og verðum við því að fylgjast með að allir fái þann stuðning og þjónustu sem þeir þurfa. Efnahagsástandið á liðnum árum hefur dregið verulega úr stuðningi opinberra aðila við golfíþróttina eins og íþróttir almennt. Þessi þróun hefur komið harkalega niður á uppbyggingu og rekstri golfvalla hér á landi, þar sem sveitarfélögin hafa þurft að draga verulega saman og eiga fullt í fangi með að sinna lögbundinni þjónustu sem þeim er ætlað. Því er lítið fé aflögu til uppbyggingar golfvalla eða reksturs. Við þurfum að vinna saman að því að upplýsa

sveitarstjórnarmenn og aðra sem taka ákvarðanir um uppbyggingu og stuðning við íþróttir hér á landi, hversu mikilvægt það er fyrir lífsgæði íbúanna að geta stundað golfíþróttina og hversu mannbætandi það er fyrir unga fólkið okkar að kynnast þeim gildum sem unnið og leikið er eftir á golfvellinum.

Golfsambandinu er ætlað að vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu á Íslandi. Til að geta ræktað þá skyldu er nauðsyn legt að v ið v i n n u m v e l s a m a n o g m i ð l u m r e y n s l u okkar og þekkingu. F o r m a n n a f u n d u r e r góður vettvangur fyrir slík skoðanaskipti. Nýtum hann vel.

Með golfkveðju,Hörður ÞorsteinssonFramkvæmdarstjóri GSÍ.

Hlutverk Golfsambandsins er að...

...vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu á Íslandi.

...reka öfluga afreksstefnu og styðja klúbbana við þjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.

...gefa út tímaritið Golf á Íslandi og handbók kylfingsins.

...reka og halda utan um tölvukerfi hreyfingarinnar, www.golf.is.

...kynna golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðar þar sem því verður við komið.

...vera ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eða byggður er golfvöllur.

...veita allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins.

...þýða og staðfæra forgjafar,- móta- og keppendareglur ásamt golfreglum í samræmi við reglur R&A og EGA.

...sjá um að allir golfvellir landsins séu metnir samkvæmt vallarmatskerfi EGA.

...halda héraðs- og landsdómaranámskeið.

...bjóða uppá miðlægt tölvukerfi fyrir klúbbastjórnendur og hinn almenna kylfing.

...stuðla að mótahaldi um land allt og bjóða uppá mótaröð fyrir alla aldurshópa.

.. .halda Íslandsmót í höggleik, holukeppni og sveitakeppni fyrir alla aldursflokka.

...vera ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu valla fyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðja SÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

...annast erlend samskipti og styðja við afreksmenn og senda þá á alþjóðleg mót.

...styðja áhugamenn á leið þeirra til atvinnumennsku.

...skipuleggja alþjóðlega viðburði sem haldnir eru hér á landi.

...styðja samtökin "Golf Iceland" sem leggja áherslu á fjölgun ferðamanna í golf.

...berjast gegn notkun hvers kyns lyfja, efna og aðferða sem bönnuð eru af IOC eða alþjóðlegum sérsamböndum.

...tryggja drengilega keppni og berjast gegn hvers kyns mismunun í golfíþróttinni.

. . .annast samstarf um málefni golfklúbba við sveitarfélög og aðra innlenda hagsmunaaðila.

...bæta ímynd golfíþróttarinnar gagnvart almenningi og efla samstarf við klúbbana.

...samræma leikreglur og reglur um forgjöf.

Page 4: Ársskýrsla 2012

4

FormannaFundur 2012

Stjórn Golfsambands Íslands 2011-2013

Stjórn Golfsambandsins er skipuð 7 einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi. Stjórn og forseti er kosin til tveggja ára í senn á golfþingi. Einnig eru 3 einstaklingar kosnir í varastjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skipar í nefndir.

Haukur Örn BirgissonVaraforseti

Gylfi KristinssonMeðstjórnandi

Kristín MagnúsdóttirRitari

Jón Ásgeir EyjólfssonForseti

Theódór KristjánssonVarastjórn

Guðmundur Friðrik Sigurðsson

Meðstjórnandi

Eggert Ágúst SverrissonGjaldkeri

Rósa JónsdóttirVarastjórn

Bergþóra SigmundsdóttirMeðstjórnandi

Gunnar GunnarssonVarastjórn

Hörður ÞorsteinssonBeinn simi: 514-4052GSM sími: 896-1227

[email protected]

Arnar GeirssonBeinn simi: 514-4054GSM sími: 894-0933

[email protected]

Stefán GarðarssonBeinn simi: 514-4053GSM sími: 663-4656

[email protected]

Úlfar JónssonGSM sími: 862-9204

[email protected]

Starfsmenn Golfsambands Íslands

Page 5: Ársskýrsla 2012

5

FormannaFundur 2012

Skýrsla stjórnar

Ég vil byrja á því að bjóða ykkur velkominn á formannafund Golfsambands Íslands hér í golfskála Golfklúbbs Suðurnesja. Samkvæmt lögum sambandsins er golfþing haldið annað hvert ár en formannafundur hitt árið. Sú hefð hefur skapast að golfþingið er haldið á Reykjarvíkursvæðinu en formannafundurinn utan þess. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka stjórn Golfklúbbs Suðurnesja fyrir aðstöðuna og móttökurnar.

Á golfþingi sem haldið var í Garðabæ 19. nóvember 2011 voru eftirtaldir kosnir í stjórn sambandsins og skiptu þeir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi en forseti er kosinn sérstaklega.

Forseti:Jón Ásgeir Eyjólfsson

Stjórn:Haukur Örn Birgisson varaforsetiEggert Ágúst Sverrisson gjaldkeriKristín Magnúsdóttir ritariBergþóra Sigmundsdóttir meðstjórnandiGuðmundur Friðrik Sigurðsson meðstjórnandiGylfi Kristinsson meðstjórnandiVarastjórn:Gunnar GunnarssonRósa JónsdóttirTheódór Kristjánsson

Varastjórnarmenn sátu alla stjórnarfundi og tóku fullan þátt í stjórnarstörfum. Rósa Jónsdóttir frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar kom ný inn í varastjórn sambandsins.

Starfsárið 2012 er fyrra ár kjörtímabils þessarar stjórnar sem telst 70. starfsár sambandsins og því um afmælisár að ræða. Það má geta þess hér að golfsambandið var fyrsta sérsambandið innan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Í dag eru starfandi 65 klúbbar innan sambandsins og fjöldi klúbbfélaga er 16.641 og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Eins og venja er skoðum við rekstur sambandsins á síðastliðnu ári, veltum fyrir okkur væntingum og árangri og berum saman áætlanir og niðurstöður. Takmark okkar er að reka sambandið réttu megin við strikið en eiga þó í sjóðum til vara ef ófyrirséð áföll dynja yfir eins og reynslan sýnir að getur komið fyrir. Enn er þó óvissa um framtíðina að einhverju leyti og best að sýna aðgætni í fjármálum og varúð í fjárfestingum. Rekstrarniðurstaða sambandsins er neikvæð um tæpar þrjár milljónir og eru það vissulega nokkur vonbrigði þar sem ágætlega hefur gengið að afla tekna og aukning hefur verið á félögum í hreyfingunni. Heildarvelta sambandsins er um 143 milljónir. Gjaldkeri sambandsins gerir nánari grein fyrir reikningum hér á eftir, en til að útskýra stuttlega niðurstöðuna, þá er liggur frávik í rekstri sambandsins fyrst og fremst í mótahaldi sumarsins. Kostnaður við Evrópumótið sem haldið var á Hvaleyrarvelli fór umtalsvert fram úr áætlun og eins varð meiri kostnaður við útsendingar í sjónvarpi en áætlað hafði verið.

Eins og áður hefur komið fram hefur það verið stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði um 15%-20% af veltu til þess að tryggja sig gegn óvæntum áföllum og er ljóst af niðurstöðu ársins að það markmið er mikilvægt og áfram er stefnt að því markmiði við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Starf golfsambandsins er sífellt í endurskoðun. Ákveðnir hlutir í kjarnastarfseminni eru fastir og endurteknir frá ári til árs en aðrir eru breytilegir eða víkja fyrir nýjungum. Sífellt er reynt að bæta umgjörð þeirra móta sem við stöndum fyrir enda er aðsókn með miklum ágætum og nýjasta afbrigðið Áskorendamótaröð unglinga orðin það fjölsótt að hún fór að mestu leyti fram á 18 holu völlum í sumar. En það er einmitt í unglingaflokkum þar sem við þurfum að nýta sóknarfærin, við finnum fyrir auknum áhuga barna –og unglinga á golfíþróttinni en samkvæmt skoðanakönnunum þá hefur 50% af aldurshópnum 12-20 ára jákvæð viðhorf til íþróttarinnar og þennan áhuga þurfum við að virkja. Áður voru það konurnar sem þurfti að hvetja til að ganga í golfklúbbanna og hefur það átak gengið vel og en nú eru það unglingarnir. Þó að við eigum marga efnilega unglinga þá er fjölgun í þeirra hópi ekki í takt við aðra aldurshópa. Það er þó úr þeim hópi sem sú frétt berst sem gleður okkur einna mest á árinu, en það er sigur Ragnars Más Garðarssonar Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á Duke of York mótinu í september síðastliðnum. Tveir sigrar til Íslands á þremur árum, hafa vakið mikla athygli en á þessu móti keppa bestu unglingar í heiminum á aldrinum 15-18 ára. Þá má einnig nefna árangur karlalandsliðsins í heimsmeistarakeppni landsliða í Tyrklandi í október s.l. en liðið varð í 27. sæti af 75 liðum.

Hlutverk Golfsambands ÍslandsVið höfum oft nefnt það að hlutverk okkar í golfsambandinu sé margþætt. Ný afreksstefna var kynnt á golfþinginu í fyrra og metnaður í afreksstarfi er okkur öllum mikilvægur. Árangur á því sviði vekur upp áhuga á íþróttinni og fyrirmyndir eru mjög mikilvægar. Eitt af því sem við hjá golfsambandinu stóðum fyrir var stofnun afrekssjóðs til þess að styrkja efnilega kylfinga og einnig og ekki síst okkar bestu kylfinga til þess að

Ragnar Már Garðarsson tekur hér við verðlaunum í Duke of York mótinu af Andrew Bretaprins.

Page 6: Ársskýrsla 2012

6

FormannaFundur 2012

sem þeim fannst áhugaverðast og síðan var leitað leiða til að koma niðurstöðum til skila með miðlægum hætti til sambandsins. Þetta hafði ýmis vandkvæði í för með sér í þjónustu við kylfinga og takmarkaði flæði upplýsinga á milli klúbba. Auk þess var þetta miklu dýrari leið, þar sem hver klúbbur greiddi fyrir aðgang sinn að tölvukerfi í stað miðlægrar lausnar. Í dag er þróunin sú að þessi kerfi eru farinn að ná betur saman og upplýsingar um forgjöf, rásskráning og aðrar aðgerðir flæða á milli mismunandi tölvukerfa án mikilla vandkvæða. Það er nú í skoðun að tengja golf.is þessum miðlæga grunni sem norðurlöndin eru með og tengjast fyrirtækinu Golfbox. Það er mat okkar að það sé skynsamlegast að golfsambandið haldi áfram þróun á golf.is og samtengi það öðrum kerfum og halda áfram á þeirri braut að hafa eitt samræmt tölvukerfi hér á landi til að þjónusta golfklúbbanna og íslenska kylfinga.

Útbreiðslu og fræðslumálÚtbreiðslu og fræðslumálin eru okkur mjög mikilvæg. Dómaranámskeiðin hafa verið vel sótt svo og upprifjunarnámskeiðin sem nauðsynleg eru til þess að dómarar geti viðhaldið réttindum sínum. Nýjar golfreglur tóku gildi í ársbyrjun 2012. Reglurnar eru endurskoðaðar og gefnar út á fjögurra ára fresti og gilda þessar því til ársbyrjunar 2016. Golfreglurnar voru gefnar út í nýrri þýðingu Harðar Geirssonar alþjóðadómara og voru þær prentaðar í 20 þúsund eintökum. Tryggingarfélagið Vörður studdi Golfsambandið við útgáfu golfreglnanna og sá félagið um að póstsenda öllum kylfingum á Íslandi golfreglurnar. Það er mikilvægt að allir kylfingar þekki og tileinki sér golfreglurnar og því var framtak Tryggingarfélagsins Varðar mjög þýðingarmikið og þakkarvert. Eins og áður hefur komið fram gefum við út tímaritið Golf á Íslandi, en það kemur út fimm sinum á árinu og samanlagt eru það um 700 blaðsíður og fer blaðið inn á nærri 13 þúsund heimili. Ritstjóri blaðsins eins og áður var Páll Ketilsson, en ásamt honum vinnur blaðið starfsmenn sambandsins og útgáfunefnd golfsambandsins. Þar að auki eru ýmsir sem leggja blaðinu efni og myndir. Ég nefni það enn sem ég hef oft nefnt við forsvarsmenn golfklúbbana að það væri fengur

þeir megi verða enn betri. Golfsambandið ásamt fjórum fyrirtækjum stóð að stofnun sjóðsins sem hlaut nafnið Forskot - Afrekssjóður. Þau fyrirtæki eru, Eimskipafélag Íslands, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group. Fimm kylfingar hlutu styrki úr sjóðnum á árinu og vonum við að í framtíðinni getum við stolt sagt að þessi sjóður hafi haft áhrif til eflingar golfíþróttinni hér á landi.

Þá var samþykkt á síðasta golfþingi að efna til stefnumótunarvinnu um framtíðarsýn, hlutverk, skipulag, verkefni og fjármögnun golfsambandsins næstu árin. Í framhaldi af þessu var skipuð nefnd til að vinna að framangreindu og mun Haukur Örn Birgisson varaforseti golfsambandsins, sem sat í nefndinni gera grein fyrir störfum nefndarinnar hér síðar í dag. Eitt af okkar mikilvægu hlutverkum er að standa að öflugu útbreiðslustarfi. Blaðið okkar, Golf á Íslandi er mikilvægt í því starfi en einnig er blaðið mikilvæg heimild um golf til framtíðar. Þá voru vikulegir þættir í sumar á bæði Ríkissjónvarpinu svo og Stöð2Sport, um golf þar sem fjallað var um íþróttina frá mörgum sjónarhornum. Umhverfismál hafa líka verið ofarlega í huga okkar og vakti það athygli langt útfyrir landssteinanna þegar allir golfklúbbar á landinu tóku þátt í fyrsta stiginu á umhverfisvottun GEO og urðum við þar með fyrsta landið í heiminum til að taka það skref. Í sumar kom fulltrúi GEO til landsins og aðstoðaði nokkra golfklúbba til að stíga næsta skref í umhverfisvottun og er það von okkar að í vetur fái fyrsti golfklúbburinn hér á landi fulla vottun frá GEO.

Eitt hlutverk til viðbótar sem er ekki síður mikilvægt, er rekstur okkar á golf.is. Þetta er einn mikilvægasti þáttur okkar í þjónustu golfsambandsins við golfklúbba landsins. Kerfið tekur á flestum þáttum sem snertir skipulag íþróttarinnar svo sem mótahald, forgjöf, skráning á rástímum og sem upplýsingavefur. Við vonum að sú öfluga samstaða sem verið hefur um rekstur golf.is haldi áfram og okkur beri gæfa til að þróa og þroska kerfið öllum til hagsbóta. Það var ótvíræð hagræðing sem fólst í því að golfklúbbarnir á Íslandi sameinuðust um að byggja miðlægt tölvukerfi. Í nágrannalöndum okkar þróaðist þessi þjónusta með ýmsum hætti. Í Danmörku keypti hver klúbbur sinn aðgang að því kerfi

Skýrsla stjórnar

Vinna við stefnumótun og framtíðarsýn GSÍ

Page 7: Ársskýrsla 2012

7

FormannaFundur 2012

Forgjafar- og vallarmatsnefnd var öflug í sumar eins og undanfarin ár, undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar og voru 12 vellir endurmetnir á árinu. Þá fór Arnar Geirsson starfsmaður GSÍ á námskeið EGA í vallarmati auk þess sem hann sat fund Forgjafarnefndar EGA á árinu.

MótahaldAuk mótaraðar afrekskylfinganna sem við köllum Eimskipsmótaröðina í samræmi við samstarfsaðila okkar á mótaröðinni, erum við með mótaröð unglinga, Arionbankamótaröðina sem nefnd er eftir aðalstuðningsaðila unglingastarfs sambandsins. Þar er keppt í þremur aldursflokkum pilta og stúlkna. Mikil þátttaka og góð skor hafa einkennt mótaröð unglinga í sumar. Vegna mikillar aðsóknar byrjuðum við með svokallaða Áskorendamótaröð Arionbanka fyrir tveimur árum sem fór hægt af stað, en stígandi hefur verið í þátttöku og er nú svo komið að nánast öll mót á Áskorendamótaröðinni voru haldin á 18 holu völlum en fram til þessa hafa þau einungis verið á 9 holu völlum. Mótahald okkar snýr einnig að sveitakeppnum í öllum aldursflokkum allt frá unglingum til eldri kylfinga og fóru þau mót fram víða um landið.

Íslandsmótið í höggleik sem fram fór á Hellu, Strandarvelli tókst einstaklega vel og er þeim Óskari Pálssyni og hans félögum í Golfklúbbi Hellu, færðar þakkir fyrir þeirra undirbúning og framkvæmd á Íslandsmótinu. Bein útsending var í sjónvarpinu frá tveimur síðustu dögum mótsins sem er mikil auglýsing fyrir golf á Íslandi. Íslandsmeistarar 2012 voru eins og allir kylfingar þekkja þau, Haraldur Franklín Magnús Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni. Í júlí hélt Golfsamband Íslands undankeppni Evrópumóts

karlalandsliða, svokallað Challenge Trophy mót þar sem efstu þrjár þjóðirnar fengju þátttökurétt á Evrópumóti landsliða í Dannmörku á næsta ári. Mótið fór fram í Hvaleyrarvelli hjá golfklúbbnum Keili og voru leiknar 54 holur. Níu þjóðir kepptu um þessi þrjú sæti og fór svo að Englendingar sigruðu en við Íslendingar enduðum í 4. sæti og komumst því ekki í úrslitakeppnina á næsta ári.

að fá fréttir úr klúbbastarfinu í máli og myndum. Það er okkar metnaður að gefa út fjölbreitt og vandað blað, lesendum til ánægju. Þá er ekki úr vegi að segja frá því að við erum eina sérsambandið á Íslandi sem gefur út blað reglulega og horfa önnur sérsambönd öfundaraugum á útgáfu okkar, sem veitir okkur milliliðalaust samband við okkar félagsmenn auk þess sem útgáfan skapar okkur ýmsa tekjumöguleika. Þá er golf.is hluti af útbreiðslukerfi okkar með um 4 miljónir flettinga á mánuði yfir sumarmánuðina. Í vetur verður tekinn í notkun ný útgáfa af golf.is og er það von okkar að með þeirri útgáfu verði aðgengilegra fyrir klúbbanna að setja inn fréttir og auðveldara verði að tengja upplýsingar úr golf.is inná samfélagsmiðlanna eins og t.d. Facebook.

Forgjafar og vallarmatsmálUmtalsverðar breytingar voru gerðar á forgjafarmálum á árinu og forgjafarkerfið okkar aðlagað þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra sem velja þá leið að vera aðilar að EGA forgjafarkerfinu. Ný útgáfa af EGA forgjafarkerfinu kom út í byrjun árs og eru þar gerðar umtalsverðar breytingar á skráningu æfingaskors, auk þess sem nýr leiðréttingarstaðal var gefinn út til að reikna út aðstæður sem ekki eru eðlilegar með tilliti til vallarmats. Aðaltilgangur með EGA forgjafarkerfinu er að ná fram samræmdri og sanngjarnri forgjöf í Evrópu og gera kylfingum með mismundandi getu fært að leika og keppa á sem jöfnustum og sanngjörnustum grundvelli.

Til að kynna breytingarnar á kerfinu var gefin út leiðarvísir um EGA forgjafarkerfið sem dreift var í alla klúbbanna auk þess sem hann var aðgengilegur á golf.is. Þá voru upplýsingar sendar til klúbbanna og kynntar í þeim miðlum sem höfða til kylfinga. Þrátt fyrir að reynt væri að kynna breytingarnar nokkuð ítarlega, gekk treglega framan af sumri að fá kylfinga til að sætta sig við þessar breytingar. Mikið var hringt á skrifstofu GSÍ og í klúbbanna og kvartað yfir því að skráning á æfingaskori væri alltof flókin og tímafrek. Einhverjir hnökrar komu fram á kerfinu í byrjun sem voru lagfærðir og þegar leið fram á sumarið náðist góð sátt um þetta nýja fyrirkomulag á skráningu á æfingaskori. Það er von okkar að hertar kröfur um skráningu forgjafar verði til þess að forgjöf íslenskra kylfinga gefi raunsanna mynd að getu þeirra.

Skýrsla stjórnar

Haraldur Franklín úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni urðu íslandsmeistarar í höggleik árið 2012.

Page 8: Ársskýrsla 2012

8

FormannaFundur 2012

og verður ráðstefnan haldin hér á landi. Það verður áhugavert og vonandi náum við að vekja verðskuldaða athygli á því hversu sjálfbærir íslenskir golfvellir eru, í samanburði við velli í Evrópu.

AfreksmálEitt af því sem snýr að starfsemi golfsambandsins er að styðja við afrekskylfinga og veita þeim aðstöðu til æfinga og keppni á erlendum vettvangi. Afreksnefndin hefur haft veg og vanda af uppbyggingu á afrekssviði GSÍ. Nefndin undir forystu Theódórs Kristjánssonar hefur lagt fram nýja afreksstefnu sem kynnt var á síðasta golfþingi. Þá var Úlfar Jónsson ráðinn sem landsliðsþjálfari til þess að fylgja þessari stefnu eftir og hefur hann ásamt Ragnari Ólafssyni liðstjóra stýrt afreksstarfi sambandsins. Við höfum fylgst með kylfingum okkar sem hafa reynt fyrir sér á úrtökumótunum. Ekki hafa þeir haft lukkuna með sér þetta árið, en Birgir Leifur hefur komist lengst af okkar kylfingum og á enn möguleika, þar sem hann er nú á 2. stigi úrtökumótanna fyrir Bandarísku mótaröðina. Fjölmargir íslenskir kylfingar eru við háskólanám í Bandaríkjunum, en ásamt námi keppa þeir fyrir skóla sína í háskólamótaröðum. Þar æfa þeir við bestu aðstæður og verðum við að vona að þetta skili sér og geri þessa einstaklinga að betri kylfingum. Golfíþróttin hefur veit þessum kylfingum færri á að afla sér góðrar menntunar og hefur íþróttin þannig greitt götu þeirra fjárhagslega, sem aftur veitir þeim góða framtíð hvort sem þeir velja að leggja golfíþróttina fyrir sig eða þeir ákveði að nýta þá menntun sem þeir hafa ástundað.

SamstarfsaðilarEins og undanfarin á hefur Eimskipafélag Íslands verið okkar aðalsamstarfsaðili og mótaröðin nefnd eftir þeim. Ásamt þeim hafa nokkur önnur fyrirtæki lagt okkur lið og var á árinu gerður nýr samningur við Icelandair, en þeir voru einnig í forystu við stofnun afrekssjóðsins FORSKOT. Við höfum verið með fatasamning við ZOON og klæðist afreksfólkið okkar fatnaði frá þeim. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem styðja okkur með vörum og þjónustu og önnur sem auglýsa í blaðinu okkar. Þessum fyrirtækjum færum við bestu þakkir fyrir samstarfið og hvetjum kylfinga til að beina sínum viðskiptum til þeirra

Viðstaddir voru stjórnarmenn EGA og R&A og voru þeir sammála um að mótahaldið hefði farið fram eins vel og hugsanlega hefði verið hægt að hugsa sér og fengum við fyrstu einkunn fyrir. Formaður mótanefndar var Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ en hann er í mótanefnd EGA.

Erlent samstarfGolfsamband Íslands er aðili að European Golf Association (EGA) en alls er 42 þjóðir í Evrópu sem mynda sambandið. Ársfundur sambandsins var haldinn um miðjan október s.l. í Luxemborg en ársfundurinn er haldinn þar annað hvert ár, en í heimalandi forseta sambandsins hitt árið. Þetta var afmælisár hjá EGA en sambandið hélt upp á að 75 ár eru frá stofnun sambandsins og sátu forseti og framkvæmdastjóri fundinn ásamt varaforseta. Þá erum við aðilar að IGF eða International Golf Federation, alheimssamtökum golfsambanda eins og flest sambönd golfsins. Aðalfundur þeirra samtaka er haldin samhliða heimsmeistarakeppni landsliða og var hann haldin í Tyrklandi þar sem keppt var um Eisenhower bikarinn í karlaflokki en Espirito Santo Trophy í kvennaflokki. Eins og áður hefur komið fram enduðu, piltarnir okkar í 27. sæti af 75 þjóðum en stúlkurnar okkar í 42. sæti af 56 þjóðum. Forseti og gjaldkeri sambandsins sátu aðalfund IGF.

Löng hefð er fyrir því að forystumenn golfsambanda Norðurlanda hittist til skrafs og ráðagerða þar sem samræmd eru sjónarmið og lagt á ráðin um fyrirkomulag á ýmsum þáttum golfíþróttarinnar. Svíar eru t.d. nú í forystu forgjafarmála í Evrópu og eins er formaður mótanefndar EGA frá Svíþjóð. Forseti Finnska golfsambandsins, Antti Peltoniemi er núverandi forseti EGA og þar að auki er forseti Danska golfsambandsins, Sören Clemmensen fulltrúi norðurlandanna í stjórn EGA. Fundur forseta og framkvæmdastjóra Norðurlandanna var hér á landi í sumar um mánaðarmótin júní – júlí. Fundurinn tókst mjög vel og var þar farið yfir stöðu mála í hverju landi. Það kom félögum okkar frá hinum norðurlöndunum verulega á óvart hversu mikil aukning hefur verið á iðkendum hér á landi og hversu golfíþróttin er vinsæl í samanburði við aðrar íþróttagreinar. Á hinum norðurlöndunum hafa menn glímt við mikið brottfall og þeirra megin áhersla er nú á því hvernig þeir geta snúið þeirri þróun við. Samhliða fundarhaldi spiluðu þeir nokkra golfvelli á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni og voru mjög hrifnir af golfvöllunum hér og hrósuðu ástandi þeirra.

STERF er samnorræn vettvangur sem við erum aðilar að, sem vinnur að grasvallarrannsóknum og umhverfismálum í tengslum við uppbyggingu og viðhald golfvalla. Nýlega lauk rannsókn hvaða yrki kæmi best út á norðlægum slóðum og var byggð upp sérstök rannsóknarflöt við Korpúlfstaði þar sem þessi yrki voru ræktuð. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í árbók STERF nýlega. Fulltrúi okkar í stjórn STERF er Edwin Rögnvaldsson golfvallarhönnuður. Á næsta ári er á dagskrá hjá STERF að halda alþjóðlega ráðstefnu um sjálfbærni golfvalla

Skýrsla stjórnar

Page 9: Ársskýrsla 2012

9

FormannaFundur 2012

var stofnaður í Oddfellow húsinu við Vonarstræti og fannst okkur við hæfi að vera með móttökuna þar. Sambandið var stofnað af þremur golfklúbbum, en það voru Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmanneyja. Í afmælinu var þessum klúbbum afhentir silfurskildir til minningar um stofnun sambandsins og jafnframt var fyrrverandi forsetum afhentir skildir til minningar um forystustörf þeirra í þágu golfhreyfingarinnar. Þá má segja að Evrópumótið sem haldið var í Keili í sumar hafi verið hluti af afmælis tilstandi sambandsins.

Stjórn Golfsambands Íslands ákvað að tímabært væri að skrásetja sögu sambandsins og gefa út í tilefni af 70 ára afmælinu og var Steinar Lúðvíksson fenginn til verksins. Hann hefur nú skilað því verki og lítur það nú dagsins ljós. Saga golfíþróttarinnar er þar rakin í máli og myndum á rúmlega 800 blaðsíðum og er verkið gefið út í tveimur bindum sem koma í fallegri öskju. Það er von okkar að bókin, Golf á Íslandi, eigi eftir að seljast vel og verða ómissandi gripur á hverju heimili þar sem kylfinga er að finna.

LokaorðHvar erum við og hvert stefnum við. Höfum við gengið áfram veginn til góðs eða hvað? Ég held reyndar að svo sé. Við eigum mikil verðmæti í góðum golfvöllum sem skreyta náttúruna og við eigum í golfhreyfingunni mikinn mannauð sem vinnur að því að gera golfíþróttina betri og eftirsóknarverðari. Ég hef sagt það áður að þeir sem hafa ánetjast golfíþróttinni hafa valið sér lífsstíl, stíl sem þeir eru hreyknir af. Við sem stöndum í forystunni erum ef til vill ekki vanir að fá klapp á bakið, en ég hef orðið var við það í ár að aðrar þjóðir líta til okkar sem fyrirmynd í mörgu sem lítur að skipulagi og uppbyggingu íþróttarinnar. Skipulag sem virkar, því á sama tíma og aðrar þjóðir eru að berjast við fækkun kylfinga er okkar kylfingum að fjölga. Fyrir þetta vil ég færa ykkur öllum sem mynda forystusveit golfíþróttarinnar á Íslandi þakkir. Við vonum því að golfíþróttin haldi áfram að færa okkur ánægju og lífsgleði.

Ég vil að lokum þakka forsvarsmönnum klúbbana og öllum kylfingum fyrir samstarfið um leið og ég þakka formönnunum og fulltrúum klúbbana fyrir komuna á þennan formannafund.

Jón Ásgeir EyjólfssonForseti GSÍ

fyrirtækja sem styðja við golfíþróttina með einum eða öðrum hætti.

PGA á ÍslandiÞriðji hópurinn úr Golfkennaraskólanum útskrifaðist í sumar, en skólinn er rekinn af PGA á Íslandi með stuðningi Golfsambandsins. Menntunin hefur hlotið viðurkenningu Evrópsku PGA samtakanna en menntunin skiptist í íþróttafræði og golffræði og tekur námið um það bil tvö og hálft ár. Námið fer fram í skorpum og er markvisst og koma kennarar víða að til þess að kenna nemendum við skólann. Það er von okkar að þegar fram líða stundir verði framboð golfkennara nægjanlegt fyrir alla klúbba landsins og að verkefni verði fyrir sem flesta. Nú í haust hafa 17 nemendur skráð sig í námið, en nýr hópur mun hefja nám nú um áramótin.

Golf og ferðaþjónustaGolf Iceland hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur Magnús Oddsson verið verkefnastjóri í þeim samtökum á liðnu ári. Meðlimir Golf Iceland eru 25 og eru það golfklúbbar og ferðaþjónustufyrirtæki. Meginstarfsemi samtakanna hefur falist í markaðs og kynningarvinnu og er ljóst að markaðssetning á Íslandi sem golfáfangastað er tímafrekt verkefni og þarf mikla þolinmæði til að sjá árangur af þessari vinnu. Á rástefnu sem Golf Iceland hélt á árinu kom fram í máli Ólafs Þórs Ágústssonar framkvæmdastjóra Keilis að þeir væru farnir að finna fyrir auknum áhuga erlendra kylfinga á að spila hér á landi og erlendum kylfingum hefur fjölgað mikið. Á ferðaráðstefnu IAGTO sem eru alþjóðleg samtök ferðaþjónustuaðila hefur Ísland nú annað árið í röð, komist í hóp 5 áhugaverðustu golfáfangastaða í heiminum og er það von okkar að árangur af þessu starfi samtakanna eigi eftir að springa út á næstu árum, þannig að ávinningurinn skili sér til golfklúbba á Íslandi og í aukinni ferðaþjónustu. Það er skoðun okkar að ef okkur tekst að kynna golfíþróttina sem mikilvægan þátt í íslenskri ferðaþjónustu auki það skilning og bætt rekstrarumhverfi íslenskra golfvalla.

StarfmannamálEins og áður, eru þrír starfsmenn á skrifstofu sambandsins. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Arnar Geirsson kerfisstjóri og umsjón með vallarmati og Stefán Garðarsson sem sér um markaðsmál sambandsins. Þeir ganga jafnframt til allra starfa sem til falla. Úlfar Jónsson er síðan með landsliðsmálin eins og hefur komið fram hér að ofan og Ragnar Ólafsson hefur gengt starfi liðstjóra eins og hann hefur gert síðan um miðja síðustu öld. Þá eru ótaldir allir starfsmenn klúbbana sem vinna við mótahaldið svo og sjálfboðaliðar sem gegna mikilvægum störfum og eru þeim fluttar þakkir fyrir þeirra óeigingjörnu störf.

ÝmislegtEins og kom fram í upphafi eru liðin 70 ár frá stofnun Golfsambands Íslands á þessu ári og var haldið upp á afmælið með móttöku í Oddfellowhúsinu á afmælisdaginn 14. ágúst. Fyrsti golfklúbburinn á Íslandi

Skýrsla stjórnar

Page 10: Ársskýrsla 2012
Page 11: Ársskýrsla 2012

11

FormannaFundur 2012

Golfsamband ÍslandsÍþróttamiðstöðinni í Laugardal

Reykjavík

Ársreikningur fyrir

starfsárið 2012

Page 12: Ársskýrsla 2012

12

FormannaFundur 2012

Page 13: Ársskýrsla 2012

13

FormannaFundur 2012

Áritun stjórnar og framkvæmdarstjóra

Áritun endurskoðenda

Page 14: Ársskýrsla 2012

14

FormannaFundur 2012

Árið Áætlun ÁriðSkýr. 2012 2012 2011

Rekstrartekjur

Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... 1 34.612.743 32.725.000 31.165.944 Samstarfsaðilar............................. 23.530.000 22.000.000 17.439.261 Styrkir og framlög.......................... 2 26.587.632 23.500.000 20.590.972 Árgjöld félaga................................ 58.484.400 55.169.400 55.727.100

Rekstrartekjur 143.214.775 133.394.400 124.923.277

Rekstrargjöld

Útgáfusvið..................................... 3 31.076.079 29.384.000 27.430.254 Afrekssvið..................................... 4 35.890.613 33.600.000 30.152.729 Mótasvið....................................... 5 28.149.327 22.750.000 18.531.667 Fræðslu-og alþjóðasvið................. 6 10.180.715 9.000.000 8.419.777 Þjónustusvið................................. 7 13.599.567 13.500.000 13.517.216 Stjórnunarsvið............................... 8 27.344.111 24.470.000 24.650.705

Rekstrargjöld 146.240.412 132.704.000 122.702.348

Rekstrarhalli (3.025.637) 690.400 2.220.929

Vextir

Vaxtagjöld..................................... (107.390) (100.000) (116.271)Vaxtatekjur.................................... 277.084 300.000 262.850

Vextir 169.694 200.000 146.579

Gjöld umfram tekjur (2.855.943) 890.400 2.367.508

Aðrar tekjur og gjöld

Grasvallarsjóður............................ 1.499.600 1.400.000 1.428.900 Árgjald í STERF............................ (1.429.360) (1.200.000) (1.549.114)

Aðrar tekjur og gjöld 70.240 200.000 (120.214)

Heildarafkoma (2.785.703) 1.090.400 2.247.294

Rekstrarreikningur 1. október 2011 - 30. september 2012Rekstrarreikningur 1. október 2011 - 30. september 2012

Page 15: Ársskýrsla 2012

15

FormannaFundur 2012

Skýr. 30.09.2012 30.09.2011Eignir:

Veltufjármunir

Skammtímakröfur......................... 9 14.161.542 10.176.058 Handbært fé.................................. 15.696.608 20.689.894

Veltufjármunir 29.858.150 30.865.952

Eignir alls 29.858.150 30.865.952

Skuldir og eigið fé:

Eigið fé

Óráðstafað eigið fé....................... 10 20.325.400 23.181.343 Eigið fé grasvallarsjóðs................. 10 (251.046) (321.286)

Eigið fé 20.074.354 22.860.057

Skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir............................. 11 4.672.350 2.997.080 Ýmsar skuldir................................ 12 5.111.446 5.008.815

Skammtímaskuldir 9.783.796 8.005.895

Skuldir og eigið fé alls 29.858.150 30.865.952

Efnahagsreikningur 30. september 2012

Efnahagsreikningur 30. september 2012

Page 16: Ársskýrsla 2012

16

FormannaFundur 2012

Árið Áætlun Árið2012 2012 2011

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi

Golf á Íslandi...................................... 32.612.743 29.905.000 28.635.944 Handbók kylfingsins........................... 0 1.320.000 1.230.000 golf.is................................................. 2.000.000 1.500.000 1.300.000

Útgáfustarfsemi 34.612.743 32.725.000 31.165.944

2. Styrkir og framlög

ÍSÍ, lottó.............................................. 12.476.550 9.000.000 8.783.040 Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... 3.083.228 2.500.000 2.557.196 Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... 3.660.000 3.000.000 2.500.000 Opinberir styrkir................................. 3.526.954 4.000.000 3.625.566 R&A og Mótagr.................................. 3.840.900 5.000.000 3.125.170

Styrkir og framlög 26.587.632 23.500.000 20.590.972

3. Útgáfusvið

Golf á Íslandi...................................... 28.976.204 26.334.000 24.616.689 Handbók kylfingsins........................... 0 1.150.000 1.006.370 Golf.is................................................ 2.099.875 1.900.000 1.807.195

Útgáfusvið 31.076.079 29.384.000 27.430.254

4. Afrekssvið

Stjórnunarkostnaður........................... 8.433.829 8.000.000 4.496.642 Æfingabúðir....................................... 3.434.836 2.500.000 1.905.499 Keppnisferðir...................................... 16.185.083 16.100.000 15.342.148 Annað kostnaður................................ 7.836.865 7.000.000 8.408.440

Afrekssvið 35.890.613 33.600.000 30.152.729

5. Mótasvið

Mótahald, greitt til klúbba................... 4.000.000 4.000.000 2.250.000 Annar mótakostnaður......................... 12.738.974 9.750.000 7.437.667 Framleiðsla og útsendingar................ 11.410.353 9.000.000 8.844.000

Mótasvið 28.149.327 22.750.000 18.531.667

6. Fræðslu-og alþjóðasvið

Fræðsla- og útgáfur........................... 4.778.975 3.750.000 2.842.029 Alþjóðakostnaður............................... 5.401.740 4.750.000 5.161.108 Annar kostnaður................................. 500.000 416.640

Fræðslu-og alþjóðasvið 10.180.715 9.000.000 8.419.777

7. Þjónustusvið

Tölvukerfi........................................... 8.816.563 10.000.000 9.554.669 Framlög til samtaka ofl....................... 4.783.004 3.500.000 3.962.547

Þjónustusvið 13.599.567 13.500.000 13.517.216

SundurliðanirSundurliðanir

Page 17: Ársskýrsla 2012

17

FormannaFundur 2012

Árið Áætlun Árið2012 2012 2011

8. Stjórnunarsvið

Laun og launatengd gjöld................... 18.389.304 17.500.000 16.784.953 Skrifstofukostnaður............................ 5.141.174 4.270.000 5.164.597 Fundir og ráðstefnur........................... 3.131.822 2.000.000 1.740.487 Markaðskostnaður............................. 681.811 700.000 960.668

Stjórnunarsvið 27.344.111 24.470.000 24.650.705

9. Viðskiptakröfur

Félagsgjöld........................................ 14 248.000 1.155.305 Auglýsingar........................................ 13.071.879 6.390.300 ÍSÍ viðskiptareikningur........................ 1.587.907 3.376.698 Niðurfærsla viðsk.krafna.................... (746.245) (746.245)

Viðsk.kröfur 14.161.541 10.176.058

10. Óráðstafað eigið fé

Staða 1. janúar................................... 23.181.343 20.813.835 Rekstrarafgangur ársins..................... (2.855.943) 2.367.508

Óráðstafað eigið fé 20.325.400 23.181.343

Grasvallarsjóður frá fyrra ári.............. (321.286) (201.072)Óráðstafað umfram framl. ársins....... 70.240 (120.214)

Eigið fé grasvallarsjóðs (251.046) (321.286)

11. Viðskiptaskuldir

Visa.................................................... 153.697 332.476 Aðrir lánardrottnar.............................. 4.518.653 2.664.604

Viðskiptaskuldir 4.672.350 2.997.080

12. Ýmsar skuldir

Virðisaukaskattur............................... 3.639.569 3.994.114 Staðgr og launatengd gjöld................ 1.471.877 1.014.701

Ýmsar skuldir 5.111.446 5.008.815

13. Launagreiðslur

Heildarlaunagreiðslur......................... 35.638.605 31.989.589 Fært á afrekssvið............................... (5.392.366) (4.161.500)Fært á fræðslusvið............................. (808.552) (429.500)Fært á útgáfusvið............................... (7.139.576) (6.999.718)Fært á þjónustusvið........................... (3.908.807) (3.614.390)

Fært á stjórnunarsvið 18.389.304 16.784.481

14. Félagsgjöld

Golklúbbur Djúpavogs........................ 68.000Golfklúbbur Staðarsveitar.................. 180.000

248.000

Sundurliðanir

Page 18: Ársskýrsla 2012

18

FormannaFundur 2012

Page 19: Ársskýrsla 2012

Golfsamband ÍslandsÍþróttamiðstöðinni í Laugardal

Reykjavík

Rekstraráætlun 2013

Page 20: Ársskýrsla 2012

20

FormannaFundur 2012

Rekstraráætlun 2013

Áætlun Árið ÁriðSkýr. 2013 2012 2011

Rekstrartekjur

Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... 1 32.725.000 34.612.743 31.165.944 Samstarfsaðilar............................. 22.000.000 23.530.000 17.439.261 Styrkir og framlög.......................... 2 27.000.000 27.920.430 20.590.972 Árgjöld félaga................................ 62.353.200 58.484.400 55.727.100

Rekstrartekjur 144.078.200 144.547.573 124.923.277

Rekstrargjöld

Útgáfusvið..................................... 3 31.200.000 31.076.079 27.430.254 Afrekssvið..................................... 4 34.800.000 35.890.613 30.152.729 Mótasvið....................................... 5 20.200.000 29.482.125 18.531.667 Fræðslu-og alþjóðasvið................. 6 11.850.000 10.180.715 8.419.777 Þjónustusvið................................. 7 16.000.000 13.599.567 13.517.216 Stjórnunarsvið............................... 8 27.720.000 27.344.111 24.650.705

Rekstrargjöld 141.770.000 147.573.210 122.702.348

Rekstrarafgangur 2.308.200 (3.025.637) 2.220.929

Vextir

Vaxtagjöld..................................... (100.000) (107.390) (116.271)Vaxtatekjur.................................... 300.000 277.084 262.850

200.000 169.694 146.579

Tekjur umfram gjöld 2.508.200 (2.855.943) 2.367.508

Aðrar tekjur og gjöld

Grasvallarsjóður............................ 1.550.000 1.499.600 1.428.900 Útgjöld grasvallarsjóðs.................. (1.500.000) (1.429.360) (1.549.114)

50.000 70.240 (120.214)

Heildarafkoma 2.558.200 (2.785.703) 2.247.294

Rekstraráætlun 2013

Page 21: Ársskýrsla 2012

21

FormannaFundur 2012

Sundurliðanir

Áætlun Árið Árið2013 2012 2011

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi

Golf á Íslandi...................................... 30.725.000 32.612.743 28.635.944 Handbók kylfingsins........................... 1.230.000 golf.is................................................. 2.000.000 2.000.000 1.300.000

Útgáfustarfsemi 32.725.000 34.612.743 31.165.944

2. Styrkir og framlög

ÍSÍ, lottó.............................................. 11.000.000 12.476.550 8.783.040 Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... 3.000.000 3.083.228 2.557.196 Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... 3.000.000 3.660.000 2.500.000 Opinberir styrkir.................................. 4.000.000 3.526.954 3.625.566 R&A og IOC vegna unglingamála...... 6.000.000 5.173.698 3.125.170

Styrkir og framlög 27.000.000 27.920.430 20.590.972

3. Útgáfusvið

Golf á Íslandi...................................... 29.000.000 28.976.204 24.616.689 Handbók kylfingsins........................... 0 0 1.006.370 Golf.is................................................. 2.200.000 2.099.875 1.807.195

Fræðslusvið 31.200.000 31.076.079 27.430.254

4. Afrekssvið

Stjórnunarkostnaður........................... 9.000.000 8.433.829 4.496.642 Æfingabúðir........................................ 3.000.000 3.434.836 1.905.499 Keppnisferðir...................................... 11.300.000 12.685.083 15.342.148 Forskot - Afrekssjóður........................ 3.500.000 3.500.000 Annað kostnaður................................ 8.000.000 7.836.865 8.408.440

Afrekssvið 34.800.000 35.890.613 30.152.729

5. Mótasvið

Greiðslur til klúbba............................. 4.000.000 4.000.000 2.250.000 Annar mótakostnaður......................... 8.700.000 14.071.772 7.437.667 Framleiðsla og útsendingar................ 7.500.000 11.410.353 8.844.000

Mótasvið 20.200.000 29.482.125 18.531.667

Sundurliðanir

Page 22: Ársskýrsla 2012

22

FormannaFundur 2012

Page 23: Ársskýrsla 2012

23

FormannaFundur 2012

Sundurliðanir

Áætlun Árið Árið2013 2012 2011

6. Fræðslu- og alþjóðasvið

Fræðsla- og útgáfur........................... 6.550.000 4.778.975 2.842.029 Alþjóðakostnaður............................... 5.300.000 5.401.740 5.161.108 Annar kostnaður................................. 416.640

Fræðslu-og alþjóðasvið 11.850.000 10.180.715 8.419.777

7. Þjónustusvið

Tölvukerfi........................................... 12.000.000 8.816.563 9.554.669 Framlög til samtaka ofl....................... 4.000.000 4.783.004 3.962.547

Þjónustusvið 16.000.000 13.599.567 13.517.216

8. Stjórnunarsvið

Laun og launatengd gjöld................... 19.200.000 18.389.304 16.784.953 Skrifstofukostnaður............................ 5.320.000 5.141.174 5.164.597 Fundir og ráðstefnur........................... 2.500.000 3.131.822 1.740.487 Markaðskostnaður............................. 700.000 681.811 960.668

Stjórnunarsvið 27.720.000 27.344.111 24.650.705

Page 24: Ársskýrsla 2012

24

FormannaFundur 2012

Skýrsla landsliðsþjálfara

Axel Bóasson úr Keili hafnaði í 8.-12. sæti á Evrópumóti einstaklinga í höggleik sem fram fór á Írlandi í sumar

Undirritaður tók við starfi landsliðsþjálfara fyrir ári síðan í kjölfar kynningar á nýrri afreksstefnu GSÍ. Samið var um 50% starfshlutfall. Eitt af fyrstu verkum var að velja í Afrekshóp GSÍ samkvæmt viðmiðum afreksstefnunnar, en um 50 kylfingar á aldrinum 14 ára og eldri skipuðu heildarhópinn. Eftir einstaklingsfundi með hverjum og einum meðlimi hópsins var ljóst að getumunur og markmið voru æði misjöfn, og því þörf á að skipta hópnum upp. Fjórir kylfingar skipuðu Team Iceland hóp okkar fremstu kylfinga sem stunda atvinnumennsku, eða voru u.þ.b. að stíga það skref. A hópur var skipaður fremstu áhugamönnum landsins sem undirritaður mat þannig að væru líklegastir til að leika fyrir Íslands hönd á komandi tímabili. Hinir sem eftir voru skipuðu B hóp. Munur var á þjónustu til kylfinga eftir því í hvaða hópi leikmaður átti sæti í. Helsti munur var hvað varðar aðstöðu og fjölda landsliðsæfinga sem leikmaður átti kost á, en Team Iceland og A hópur æfðu vikulega í Kórnum, Básum og Hraunkoti, en B hópur að mestu í Reiðhöllinni. Öllum var boðið á fyrirlestra um líkamsþjálfun og mataræði, hugarþjálfun, auk líkamsæfinga hjá Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara.

Blásið var til sóknar hvað varðar verkefni landsliða, en þau voru töluvert fleiri en undanfarin ár, sjá yfirlit um verkefni landsliða 2012. Mikilvægt var að auka tækifæri yngri kylfinga til keppnisþátttöku erlendis, en nauðsynlegt er að okkar efnilegustu kylfingar fái fleiri tækifæri til að keppa við sér sterkari kylfinga á krefjandi völlum. Árangur var oft mjög góður og reynsla yngri kylfinga jókst, sem hjálpar okkur til lengri tíma litið. Hvað árangur á erlendri grundu stendur helst uppúr sigur Ragnars Más Garðarssonar, GKG á Duke of York mótinu, þriðja sæti hjá Fannari Inga Steingrímssyni, GHG í sterku

unglingamóti í Finnlandi; áttunda sæti hjá Axel Bóassyni (GK) í EM einstaklinga, góður árangur landsliða okkar á HM karla og kvenna. Árangur nokkurra af okkar fremstu kylfingum í háskólagolfinu í Bandaríkjunum gefur tilefni til mikillar bjartsýni.

Stórt skref var stigið til stuðnings okkar fremstu atvinnukylfingum þegar afrekssjóðurinn Forskot var stofnaður, en fjögur fyrirtæki (Eimskip, Icelandair, Íslandsbanki, Valitor) auk GSÍ fjármagna sjóðinn. Sjóðurinn léttir töluvert undir þeim 2-5 aðilum sem hljóta styrk úr sjóðnum. Á árinu var gerður samningur við Tinnu Jóhannsdóttur, Birgi Leif Hafþórsson, Ólaf Björn Loftsson, Stefán Má Stefánsson og Þórð Rafn Gissurarson. Stefán Már hefur nýlega ákveðið að hætta frekari þátttöku í atvinnumannamótum.

Fyrir liggur að velja í Afrekshópa GSÍ fyrir árið 2013 og verða línur skerptar enn frekar varðandi val í hópa og þjónustu sem verður í boði. Í afreksstefnunni er kveðið á um að gera meira fyrir færri þannig að kerfið virki hvetjandi fyrir alla aðila.

Að lokum vil ég þakka starfsmönnum GSÍ fyrir gott samstarf á tímabilinu, sem og þeim fjölmörgu þjálfurum sem ég hef átt samskipti við og unnið með á árinu, auk liðstjóra GSÍ, Ragnari Ólafssyni. Einnig þakka ég nefndarmönnum fyrir samstarfið, þá sérstaklega formanni afreksnefndar, Theodór Kristjánssyni.

Með kveðju,Úlfar JónssonLandsliðsþjálfari GSÍ

Page 25: Ársskýrsla 2012

25

FormannaFundur 2012

Verkefni landsliðsins

HM Karla og Kvenna Tyrkland 27.sept - 7. október Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GKÓlafía Þórunn Kristinsdóttir, GRValdís Þóra Jónsdóttir, GLAxel Bóasson, GKHaraldur Franklín Magnús, GRRúnar Arnórsson GKLiðsstjóri: Ragnar Ólafsson Þjálfari: Úlfar Jónsson

Styrkir úr verkefnasjóði GSÍ Halla Björk Ragnarsdóttir, GRHögna Kristbjörg Knútsdóttir, GKSaga Ísafold Arnarsdóttir, GKSara Margrét Hinriksdóttir, GKGuðrún Brá Björgvinsdóttir, GKAnna Sólveig Snorradóttir, GKÓlafur Björn Loftsson, NKRúnar Arnórsson, GKArnar Snær Hákonarson, GRBjarki Pétursson, GBÓlafur Már Sigurðsson, GRÞórður Rafn Gissurarson, GR

Æfingaferð Orlando, BNA 7.-15. febrúar Birgir Björn Magnússon, GKBirgir Leifur Hafþórsson, GKGBjarki Pétursson, GBGísli Sveinbergsson, GKGuðmundur Ág. Kristjánsson, GRGuðrún Brá Björgvinsdóttir, GKHaraldur Franklín Magnús, GRÓlafur Björn Loftsson, NKRagnhildur Kristinsdóttir, GRSunna Víðisdóttir, GRÞjálfari: Úlfar Jónsson Þjálfari: Brynjar Geirsson St. Andrew´s Links Trophy St. Andrews Old & New Course 7.-9. júní Kristján Þór Einarsson, GKJÓlafur Björn Loftsson, NK Amateur Championship Royal Troon, Skotland, 18.-23. júní Kristján Þór Einarsson, GKJÓlafur Björn Loftsson, NK Finnish Junior Amateur U16/U14 Vierumaki, Finnlandi 27.-29. júní Birgir Björn Magnússon, GKFannar Ingi Steingrímsson, GHGGísli Sveinbergsson, GKHenning Darri Þórðarson, GKRagnhildur Kristinsdóttir, GRÞjálfari: Úlfar Jónsson EM undankeppni karla Keilir, Ísland 5.-7. júlí Andri Þór Björnsson, GRGuðjón Henning Hilmarsson, GKGGuðmundur Ág. Kristjánsson, GRHaraldur Franklín Magnús, GRKristján Þór Einarsson, GKJÓlafur Björn Loftsson, NKÞjálfari: Úlfar Jónsson Þjálfari: Derrick Moore

EM stúlknaSt. Leon Rot, Þýskalandi 10.-14. júlí Anna Sólveig Snorradóttir, GKGuðrún Brá Björgvinsdóttir, GKGuðrún Pétursdóttir, GRHögna Kristbjörg Knútsdóttir, GKSærós Eva Óskarsdóttir, GKGSunna Víðisdóttir, GRLiðsstjóri: Ragnar Ólafsson Þjálfari: Brynjar Geirsson

Junior Open Championship Fairhaven, England 14.-16. júlí Gísli Sveinbergsson, GKRagnhildur Kristinsdóttir, GR DILAC Ladies Open Silkeborg, Danmörku 20.-22. júlí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GRSigný Arnórsdóttir, GKBerglind Björnsdóttir, GRÞjálfari: Brynjar Geirsson European Young Masters R. Balaton, Ungverjaland 26.-28. júlí Aron Snær Júlíusson, GKGEgill Ragnar Gunnarsson, GKGGunnhildur Kristjánsdóttir, GKGSara Margrét Hinriksdóttir, GKLiðsstjóri: Ragnar Ólafsson EM einstaklinga Carton House, Írland 8.-11. ágúst Axel Bóasson, GKKristján Þór Einarsson, GKJÓlafur Björn Loftsson, NKÞjálfari: Úlfar Jónsson

Finnish Amateur Helsinki GC, Finnland 16.-18. ágúst Arnór Ingi Finnbjörnsson, GRBjarki Pétursson, GBRúnar Arnórsson, GKValdís Þóra Jónsdóttir, GLÞjálfari: Úlfar Jónsson The Duke of York Royal Troon, Skotland 10.-13. september Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GKRagnar Már Garðarsson, GKGFararstjóri: Stefán Garðarsson EM undankeppni pilta St. Sofia GC, Búlgaría 20.-22. september Birgir Björn Magnússon, GKBjarki Pétursson, GBEmil Þór Ragnarsson, GKGGísli Sveinbergsson, GKÍsak Jasonarson, GKRagnar Már Garðarsson, GKGÞjálfari: Derrick Moore Þjálfari: Björgvin Sigurbergsson

Page 26: Ársskýrsla 2012

26

FormannaFundur 2012

Í hvað fer félagagjaldið?

Allir klúbbar sem eru aðilar að GSÍ greiða 4.000,- krónur fyrir hvern félaga 16 ára og eldri til sambandsins. Ef kylfingar eru skráðir í fleiri en einn klúbb þá greiðir einungis sá klúbbur sem kylfingurinn lætur vera sinn aðalklúbb. Klúbbar greiða ekkert til sambandsins fyrir 15 ára og yngri.

Árið 2012 gaf félagagjaldið golfsambandinu tæplega 60 milljónir í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ upp á 26 milljónir og fyrirtækjum upp á 58 milljónir. Tekjur sambandsins voru því rúmlega 143 milljónir árið 2012. Nú spyrja margir í hvað fara þessir peningar?

Tekjur Upphæð %Samstarfsaðilar og auglýsingar 58.142.743 41%Styrkir 26.587.632 19%Félagsgjöld 58.484.400 41%

143.214.775

Gjöld Upphæð %Golf á Íslandi 31.076.079 21%Þjálfun afrekssviðs 8.433.829 6%Þátttaka í mótum og stuðningur við afrekskylfinga 27.456.784 19%Mótahald 16.738.974 11%Sjónvarpskostun 11.410.353 8%Fræðsla og golfreglur 4.778.975 3%Alþjóðaþátttaka 5.401.740 4%Golf.is 8.816.563 6%Framlög til samtaka 4.783.004 3%Fundir og ráðstefnur 3.131.822 2%Stjórnunarkostnaður 24.042.595 16%Grasvallarsjóður 1.429.360 1%

147.500.078 100%

Golfsamband Íslands hefur heimild til þess að úthluta leikkortum sem eru ætluð fyrir sjálfboðaliðastarf í golfhreyfingunni og t i l annarra velunnara golfhreyfingarinnar. Leikkortið heimilar korthafa ásamt maka að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli á ári án þess að greiða vallargjald.

Árið 2012 voru gefin út samtals 1.137 kort og skiptust þau eftirfarandi. Tölur frá 2011 eru í sviga ()

Klúbbakort 644 (676)Norðurlandakort 78 (88)Vildarkort til samstarfsaðila GSÍ 286 (253)Fjölmiðlakort 38 (40)Félagakort til GSÍ og hagsmunaaðila 91 (85)

Fjöldi leikkorta sem Golfsambandið gaf út

Page 27: Ársskýrsla 2012

27

FormannaFundur 2012

Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við.

Þróun í fjölda kylfinga frá árinu 2000Eftirspurnin í golf á síðustu 12 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega níu þúsund eða aukning upp á 89%. Á árabilinu 2000 til 2005 má segja að árlega jókst fjöldi kylfinga að meðaltali um 12%, en síðustu fimm ár er aukningin að meðaltali um 3%.

Árið 2012 var aukning um 4% eða 587 kylfingar sem er yfir meðaltali síðustu 5 ára. Ástæður fyrir þessari aukningu gætu verið tiltölulega hagstæð verðþróun á árgjöldum í klúbbana, veðursæld og auðvelt aðgengi á golfvellina.

Aldursskipting kylfingaÍ dag eru 48% allra kylfinga eldri enn 50 ára og í þeim aldurshópi koma flestir nýliðarnir. Kylfingar á aldrinum 22 til 49 ára eru 37%. Í töflunni hér að neðan sjáum við að kylfingum í aldurshópum 6-18 ára fækkar. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi miðað við 50 ára og eldri má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi.

Tölfræði og upplýsingar

Ár Fjöldi kylfinga Breyting % Klúbbar2000 8.500 1.349 19% 53

2001 9.912 1.412 17% 53

2002 10.935 1.023 10% 53

2003 11.609 674 6% 55

2004 12.265 656 6% 57

2005 13.927 1.662 14% 58

2006 14.199 272 2% 59

2007 14.037 -162 -1% 61

2008 14.741 704 5% 61

2009 15.529 788 5% 65

2010 15.785 256 2% 65

2011 16.054 269 2% 64

2012 16.641 587 4% 65

Aldur Konur Karlar 2012 2011 Breyting %

6 ára og yngri 9 12 21 21 0 0%

7 til 14 ára 305 1.070 1.375 1.440 -65 -5%

15 til 18 ára 131 571 702 729 -27 -4%

19 til 21 ára 43 307 350 353 -3 -1%

22 til 49 ára 1.302 4.889 6.191 5.834 357 6%

50 til 54 ára 734 1.284 2.018 2.062 -44 -2%

55 ára + 2.135 3.849 5.984 5.615 369 7%

Samtals 4.659 11.982 16.641 16.054 587 4%

Page 28: Ársskýrsla 2012

28

FormannaFundur 2012

Tölfræði og upplýsingar

Fjöldi kylfinga eftir landssvæðumHér er fjöldi skráðra kylfinga í klúbbum á viðkomandi landssvæði

Kylfingar eftir forgjafarflokkumEinn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf í forgjafarflokkum 1 og 2 (til 11,4). Kylfingar með forgjöf frá 18.5 til 36 eru 60% allra kylfinga á landinu.

Hlutfall 9 og 18 holu skráðra hringja á golf.isÁrið 2012 voru skráðir tæplega 120 þúsund hringir inn á golf.is til forgjafar. Hér að neðan er hlutfall 18 og 9 holu hringja til forgjafar árið 2012.

Landssvæði Fjöldi klúbba

Stúlkur 15 -

Konur 16 +

Strákar 15 -

Karlar 16 +

Kylfingar 2012

Breyting frá 2011 Fjöldi hola

Höfuðborgarsvæðið 10 156 2.607 667 6.144 9.574 341 158

Vesturland 9 21 251 96 630 998 -39 108

Vestfirðir 6 3 93 25 245 366 -22 54

Norðvesturland 4 15 64 33 171 283 2 36

Norðausturland 8 50 233 137 715 1.135 -34 81

Austurland 7 10 64 24 260 358 28 63

Suðurland 17 94 780 235 1.752 2.861 341 207

Reykjanes 4 16 202 68 780 1.066 -30 58

Samtals 65 365 4.294 1.285 10.697 16.641 587 765

Forgjöf 15 ára og yngri Konur Karlar Samtals %

undir 4.4 8 27 280 315 2%

4.5 til 11.4 57 87 1.542 1.686 10%

11.5 til 18.4 150 273 3.101 3.524 20%

18.5 til 26.4 158 867 3.313 4.338 25%

26.5 til 36.0 817 1.700 3.476 5.993 34%

36.1 til 54 182 1.497 12 1.691 10%

Samtals 1.372 4.451 11.724 17.547 100%2012 2011 20129 holu hringir 24.049 9 holu hringir 31.753 24.04918 holu hringir 95.722 18 holu hringir 100.834 95.722Samtals 119.771 Samtals 132.587 119.771

20%

80%

9 holu hringir 18 holu hringir

100.834

95.722

31.753

24.049

0% 20% 40% 60% 80% 100%

2011

2012

18 holu hringir 9 holu hringir

Page 29: Ársskýrsla 2012

29

FormannaFundur 2012

Neyslu- og lífstílskönnun

Capacent framkvæmdi neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að fjöldi íslendinga sem fóru einu sinni eða oftar í golf árið 2011 er um 57 þúsund. Á myndinni hér að neðan er hlutfall þeirra miðað við fjölda kylfinga sem eru skráðir í klúbba.

GSÍ Áætlað C.Höfuðborgarsvæðið 9.574 38.784Suðurland 2.861 2.913Norðausturland 1.135 3.637Reykjanes 1.066 4.475Vesturland 998 3.003Vestfirðir 366 1.100Austurland 358 1.946Norðvesturland 283 1.152

2.913

3.637

4.475

3.003

1.100

1.946

1.152

9.574

2.861

1.135

1.066

998

366

358

281

0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 35.000

Höfuðborgarsvæðið

Suðurland

Norðausturland

Reykjanes

Vesturland

Vestfirðir

Austurland

Norðvesturland

Fjöldi kylfinga

Fjöldi félaga í klúbbum / áætlaður markhópur

Capacent GSÍKarlar 39.278 4.659Konur 17.732 11.982Allir 57.010 16.641

Aldur Lífstílskönnun Félagar í klúbbum16-20ára 9.240 69221-49 ára 30.047 6.30250-75 ára 15.724 7.486Samtals 55.011 14.480

9.240

30.047

15.724

692

6.302

7.486

16-20ára

21-49 ára

50-75 ára

Félagar í klúbbum Lífstílskönnun

Page 30: Ársskýrsla 2012

30

FormannaFundur 2012

StigameistararKarlaflokkur:1. Hlynur Geir Hjartarson GOS 2. Haraldur Franklín Magnús GR 3. Þórður Rafn Gissurarson GR

Kvennaflokkur:1. Signý Arnórsdóttir GK 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR

Stigameistarar klúbba:KarlaflokkurGolfklúbbur Reykjavíkur

Kvennaflokkur:Golfklúbburinn Keilir

Unglingaflokkur:Golfklúbburinn Keilir

KPMG Bikarinn:Meistaraflokkur: HöfuðborginEldri kylfingar: Höfuðborgin

Júlíusarbikarinn:Haraldur Franklín Magnús GR

Efnilegustu kylfingarnir:Ragnar Már Garðarsson GKGAnna Sólveig Snorradóttir GK

Íslandsmeistarar í höggleik:1. Haraldur Franklín Magnús GR2. Rúnar Arnórsson GK3. Þórður Rafn Gissurarson GR

1. Valdís Þóra Jónsdóttir GL2. Anna Sólveig Snorradóttir GK3. Tinna Jóhannsdóttir GK

Íslandsmeistarar í holukeppni1. Haraldur Franklín Magnús GR2. Hlynur Geir Hjartarson GOS3. Birgir Leifur Hafþórsson GKG

1. Signý Arnórsdóttir GK2. Anna Sólveig Snorradóttir GK3. Ingunn Gunnarsdóttir GKG

Stigameistarar unglingaPiltaflokkur, 17-18 ára:1. Ragnar Már Garðarsson GKG 2. Emil Þór Ragnarsson GKG 3. Ísak Jasonarson GK

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:1. Anna Sólveig Snorradóttir GK 2. Guðrún Pétursdóttir GR 3. Særós Eva Óskarsdóttir GKG

Drengjaflokkur, 15-16 ára:1. Gísli Sveinbergsson GK 2. Aron Snær Júlíusson GKG 3. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG

Telpnaflokkur, 15-16 ára:1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 2. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 3. Sara Margrét Hinriksdóttir GK

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:1. Henning Darri Þórðarson GK 2. Fannar Ingi Steingrímsson GHG 3. Kristján Benedikt Sveinsson GA

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:1. Saga Traustadóttir GR 2. Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 3. Eva Karen Björnsdóttir GR

Íslandsmótið í höggleik unglingaPiltaflokkur, 17-18 ára:1. Ragnar Már Garðarsson GKG2. Bjarki Pétursson GB3. Emil Þór Ragnarsson GKG

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK2. Anna Sólveig Snorradóttir GK3. Guðrún Pétursdóttir GR

Drengjaflokkur, 15-16 ára:1. Gísli Sveinbergsson GK2. Birgir Björn Magnússon GK3. Ernir Sigmundsson GR

Telpnaflokkur, 15-16 ára:1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK3. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:1. Henning Darri Þórðarson GK2. Fannar Ingi Steingrímsson GHG3. Helgi Snær Björgvinsson GK

Stelpnaflokkur, 14 ára og yngri:1. Saga Traustadóttir GR2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR3. Eva Karen Björnsdóttir GR

Íslandsmótið í holukeppni unglingaPiltaflokkur, 17-18 ára:1. Stefán Þór Bogason GR2. Ragnar Már Garðarsson GKG3. Ísak Jasonarson GK

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK2. Anna Sólveig Snorradóttir GK3. Guðrún Pétursdóttir GR

Drengjaflokkur, 15-16 ára:1. Birgir Björn Magnússon GK2. Aron Snær Júlíusson GKG3. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG

Telpnaflokkur, 15-16 ára:1. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG2. Ragnhildur Kristinsdóttir GR3. Sara Margrét Hinriksdóttir GK

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:1. Atli Már Grétarsson GK2. Fannar Ingi Steingrímsson GHG3. Henning Darri Þórðarson GK

Stelpnaflokkur, 14 ára og yngri:1. Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK2. Saga Traustadóttir GR3. Eva Karen Björnsdóttir GR

Áskorendamótaröð unglingaPiltaflokkur, 17-18 ára:1. Jökull Schiöth GKG

Drengjaflokkur, 15-16 ára:1. Arnór Harðarson GR2. Andri Ágústsson GKJ 3. Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK

Telpnaflokkur, 15-16 ára:1. Salvör Jónsdóttir Ísberg NK2. Kristín Rún Gunnarsdóttir NK3. Þórhildur K. Ásgeirsdóttir GKG

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:1. Kristófer Karl Karlsson GKJ2. Stefán Yngvarsson GK3. Sverrir Kristinsson GK

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:1. Freydís Eiríksdóttir GKG 2. Kinga Korpak GS3. Elísabet Ágústsdóttir GKG

Íslandsmót 35 ára og eldriKarlaflokkur1. Nökkvi Gunnarsson NK2. Aðalsteinn Ingvarsson GV3. Guðlaugur Rafnsson GJÓ

Kvennaflokkur1. Ragnhildur Sigurðardóttir GR2. Ólöf María Jónsdóttir GK3. Þórdís Geirsdóttir GK

Íslandsmót eldri kylfingaKonur 50+ Án forgjafar:1. María Málfríður Guðnadóttir GKG2. Anna Snædís Sigmarsdóttir GK3. Ásgerður Sverrisdóttir GR

Með forgjöf:1. María Málfríður Guðnadóttir GKG2. Helga Sveinsdóttir GS3. Brynhildur Sigursteinsdóttir GKB

Konur 65+ Án forgjafar:1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK2. Inga Magnúsdóttir GK3. Ólafía Sigurbergsdóttir GS

Með forgjöf:1. Inga Magnúsdóttir GK2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK3. Ólafía Sigurbergsdóttir GS

Úrslit úr mótum

Page 31: Ársskýrsla 2012

31

FormannaFundur 2012

Karlar 55+ Án forgjafar:1. Sigurður H. Hafsteinsson GR2. Sæmundur Pálsson GR3. Skarphéðinn Skarphéðinsson GR

Með forgjöf:1. Hilmar Guðjónsson GK2. Tryggvi Þór Tryggvason GK3. Hinrik Andrés Hansen GK

Karlar 70+ Án forgjafar:1. Sigurður Albertsson GS2. Ragnar Guðmundsson GV3. Viktor Ingi Sturlaugsson GR

Með forgjöf:1. Jens Karlsson GK2. Ragnar Guðmundsson GV3. Jón Ólafur Jónsson GS

Sveitakeppni1. deild karla:1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2. Golfklúbburinn Setberg3. Golfklúbbur Reykjavíkur

1. deild kvenna:1. Golfklúbbur Reykjavíkur2. Golfklúbburinn Keilir3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

2. deild karla:1. Golfklúbbur Ólafsfjarðar2. Nesklúbburinn3. Golfklúbburinn Jökull

Úrslit úr mótum

2. deild kvenna:1 Golfklúbbur Sauðárkróks2 Golfklúbburinn Oddur3 Golfklúbburinn Leynir

3. deild karla:1. Golfklúbbur Hellu2. Golfklúbbur Öndverðarness3. Golfklúbbur Grindavíkur

4. deild karla:1. Golfklúbbur Hveragerðis2. Golfklúbburinn Vestarr3. Golfklúbburinn Geysir

5. deild karla:1. Golfklúbbur Þorlákshafnar2. Golfklúbburinn Þverá3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

Piltar 18 ára og yngri:1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2. Golfklúbburinn Keilir3. Golfklúbbur Akureyrar

Stúlkur 18 ára og yngri:1. Golfklúbburinn Keilir-a2. Golfklúbbur Reykjavíkur3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Drengir 15 ára og yngri:1. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit2. Golfklúbbur Akureyrar, A-sveit3. Golfklúbburinn Keilir, B-sveit

Telpur 15 ára og yngri:1. Golfklúbbur Reykjavíkur2. Golfklúbburinn Keilir-a3. GKJ/GS/GHG

1. deild karla eldri kylfinga:1. Golfklúbbur Akureyrar2. Golfklúbbur Reykjavíkur3. Nesklúbburinn

1. deild kvenna eldri kylfinga:1. Golfklúbbur Reykjavíkur2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar3. Golfklúbburinn Keilir

2. deild karla eldri kylfinga:1. Golfklúbbur Sandgerðis2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar3. Golfklúbbur Borgarness

2. deild kvenna eldri kylfinga:1. Nesklúbburinn2. Golfklúbburinn Kiðjaberg3. Golfklúbburinn Mostri3. Golfklúbbur Borgarness

2. deild kvenna eldri kylfinga:1. Nesklúbburinn2. Golfklúbburinn Kiðjaberg3. Golfklúbburinn Mostri

Page 32: Ársskýrsla 2012

Golfsamband Íslands

www.golf.is

Engjavegi 6, 104 ReykjavíkVefpóstur: [email protected]

Sími: 514-4050