8
FRÉTTABRÉF 18. tbl. 8. árg. Febrúar 2014 Háskólar í héraði Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu og framtíð háskólanna okkar hér í Borgarfirði. Mörgum er í fersku minni barátta sem háð var fyrir sjálfstæði Háskólans á Bifröst haustið 2010 en þá voru uppi hugmyndir um að sam- eina skólann Háskólanum í Reykjavík. Barátta og samstaða heimamanna og hollvina Háskólans á Bifröst bar góðan árangur. Þar er vel hlúð að grunnnámi og fetaðar nýjar slóðir varðandi náms- framboð og starfssemi. Nú er önnur barátta í gangi hjá okkur í Borgarbyggð þar sem hinn háskól- inn okkar, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri er í eldlínunni. Mennta- málaráðherra og ráðuneyti hans, í samstarfi við Háskóla Íslands og að því er virðist æðstu stjórn Landbún- aðarháskólans, hafa um nokkra hríð unnið að því að sameina skólann á Hvanneyri Háskóla Íslands. Komust þessi áform í hámæli á seinni hluta ársins 2013. Heimamenn í Borgarfirði hafa mótmælt þessum áformum og mörgum er í fersku minni fjölmenn- ur og kröftugur fundur sem haldinn var í Hjálmakletti í nóvember s.l. Þar héldu heimamenn vel ígrundaðar og rökstuddar ræður og töluðu fyrir sjálf- stæðum skóla á Hvanneyri. Mennta- málaráðherra, nánast einn fundar- manna, talaði í aðra átt og því mið- ur virtist hann lítið vilja hlusta á rök heimamanna. Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 2. janúar s.l. eftirfarandi tillögu: „Byggðarráð Borgarbyggðar samþykk- ir að setja á stofn vinnuhóp um fram- tíð háskólanna í Borgarbyggð. Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólan- um á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Ís- lands, Bændasamtökum Íslands og at- vinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum. Verk- efni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með það að markmiði að þeir verði áfram sjálfstæðar og öflugar stofnanir sem hér eftir sem hingað til bjóði nemend- um sínum upp á góða menntun sem er undirstaða framfara í þjóðfélaginu. Auk þess verði skoðað sérstaklega hvort skólarnir geti styrkt stöðu sína með auknu samstarfi og fetað nýjar brautir í rekstri og skipulagi. Skólarn- ir hafa verið helsti vaxtarbroddurinn í Borgarbyggð undanfarin ár og starf- semi þeirra er gríðarlega mikilvæg fyrir nærumhverfi sitt. Sterk tenging þeirra við atvinnulífið gerir að verkum að atvinnulífið á þátttakendur í vinnu- hópnum“ . Hópurinn hefur nú haldið nokkra fundi og fengið til liðs við sig sér- fræðinga frá KPMG, Dr. Vífil Karlsson og fleiri heimamenn sem hafa verið sveitarstjórnarmönnum til ráðgjafar. Það er mikill samhljómur meðal heimamanna og velunnarra skólans á Hvanneyri, sjálfstæði skólans er gríð- arlega mikilvægt, skólans vegna og héraðsins okkar, og því mikilvægt að hlusta á allar raddir. Nú ræðir menntamálaráðherra um að verja auknum fjármunum til Hvann- eyrarstaðar ef hann sameinast Há- skóla Íslands. Við Borgfirðingar segj- um að það sé fagnaðarefni að fjár- munir séu til í eflingu skólahalds og stoðþjónustu á Hvanneyri en við vilj- um að þeim fjármunum sé varið til eflingar á sjálfstæðum Landbúnaðar- háskóla Íslands á Hvanneyri. Annað er sérkennileg byggðarstefna. Baráttan heldur áfram og mikið ríður á að sú mikla samstaða sem um verkefnið er haldi áfram órofa - skólahaldi í hérað- inu til heilla ! Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs Í ágúst var 100 fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar haldinn í Reykholti. Á fundinum var samþykkt að endurgera styttuna “Hafmeyjan” eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, sem kvenfélagskonur létu reisa í Skallagrímsgarði árið 1952. Stefnt er að því að styttan verði sett upp í sumar. BORGARBYGGÐAR

Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

Citation preview

Page 1: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

FRÉTTABRÉF

18. tbl. 8. árg. Febrúar 2014

Háskólar í héraðiMik ið hef ur ver ið rætt og rit að um stöðu og fram tíð há skól anna okk ar hér í Borg ar fi rði. Mörg um er í fersku minni bar átta sem háð var fyr ir sjálf stæði Há skól ans á Bif röst haust ið 2010 en þá voru uppi hug mynd ir um að sam-eina skól ann Há skól an um í Reykja vík. Bar átta og sam staða heima manna og holl vina Há skól ans á Bif röst bar góð an ár ang ur. Þar er vel hlúð að grunn námi og fet að ar nýj ar slóð ir varð andi náms-fram boð og starfs semi. Nú er önn ur bar átta í gangi hjá okk ur í Borg ar byggð þar sem hinn há skól-inn okk ar, Land bún að ar há skóli Ís lands á Hvann eyri er í eld lín unni. Mennta-mála ráð herra og ráðu neyti hans, í sam starfi við Há skóla Ís lands og að því er virð ist æðstu stjórn Land bún-að ar há skól ans, hafa um nokkra hríð unn ið að því að sam eina skól ann á Hvann eyri Há skóla Ís lands. Kom ust þessi áform í há mæli á seinni hluta árs ins 2013. Heima menn í Borg ar fi rði hafa mót mælt þess um áform um og mörg um er í fersku minni fjöl menn-ur og kröft ug ur fund ur sem hald inn var í Hjálma kletti í nóv emb er s.l. Þar héldu heima menn vel ígrund að ar og rök studd ar ræð ur og töl uðu fyr ir sjálf-stæð um skóla á Hvann eyri. Mennta-

mála ráð herra, nán ast einn fund ar-manna, tal aði í aðra átt og því mið-ur virt ist hann lít ið vilja hlusta á rök heima manna. Byggð ar ráð Borg ar byggð ar sam þykkti sam hljóða á fundi sín um 2. janú ar s.l. eft ir far andi til lögu: „Byggð ar ráð Borg ar byggð ar sam þykk-ir að setja á stofn vinnu hóp um fram-tíð há skól anna í Borg ar byggð. Óskað verð ur eft ir að ild full trúa frá Há skól an-um á Bif röst, Land bún að ar há skóla Ís-lands, Bænda sam tök um Ís lands og at-vinnu lífi nu, auk þess sem full trú ar frá sveit ar fé lag inu verða í hópn um. Verk-efni hóps ins er að leita allra leiða til að styrkja starf semi Há skól ans á Bif röst og Land bún að ar há skóla Ís lands með það að mark miði að þeir verði áfram sjálf stæð ar og öfl ug ar stofn an ir sem hér eft ir sem hing að til bjóði nem end-um sín um upp á góða mennt un sem er und ir staða fram fara í þjóð fé lag inu. Auk þess verði skoð að sér stak lega hvort skól arn ir geti styrkt stöðu sína með auknu sam starfi og fet að nýj ar braut ir í rekstri og skipu lagi. Skól arn-ir hafa ver ið helsti vaxt ar brodd ur inn í Borg ar byggð und an far in ár og starf-semi þeirra er gríð ar lega mik il væg fyr ir nær um hverfi sitt. Sterk teng ing

þeirra við at vinnu lífi ð ger ir að verk um að at vinnu lífi ð á þátt tak end ur í vinnu-hópn um“ .Hóp ur inn hef ur nú hald ið nokkra fundi og feng ið til liðs við sig sér-fræð inga frá KPMG, Dr. Vífi l Karls son og fl eiri heima menn sem hafa verið sveitarstjórnarmönnum til ráðgjafar. Það er mik ill sam hljóm ur með al heima manna og vel unn arra skól ans á Hvann eyri, sjálf stæði skól ans er gríð-ar lega mik il vægt, skól ans vegna og hér aðs ins okk ar, og því mikilvægt að hlusta á allar raddir. Nú ræð ir mennta mála ráð herra um að verja aukn um fjár mun um til Hvann-eyr ar stað ar ef hann sam ein ast Há-skóla Ís lands. Við Borg fi rð ing ar segj-um að það sé fagn að ar efni að fjár-mun ir séu til í efl ingu skóla halds og stoð þjón ustu á Hvann eyri en við vilj-um að þeim fjár mun um sé var ið til efl ing ar á sjálf stæð um Land bún að ar-há skóla Ís lands á Hvann eyri. Ann að er sér kenni leg byggð ar stefna. Bar átt an held ur áfram og mik ið ríð ur á að sú mikla sam staða sem um verk efn ið er haldi áfram órofa - skóla haldi í hér að-inu til heilla !

Björn Bjarki Þor steins sonfor mað ur byggð ar ráðs

Í ág úst var 100 fund ur sveit ar stjórn ar Borg ar byggð ar hald inn í Reyk holti. Á fund in um var sam þykkt að end ur gera stytt una “Haf meyj an” eft ir Guð mund Ein ars son frá Mið dal, sem kven fé lags kon ur létu reisa í Skalla gríms garði ár ið 1952. Stefnt er að því að stytt an verði sett upp í sum ar.

BORGARBYGGÐAR

Page 2: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

2 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Und an far ið hef ur ver ið unn ið að því að efl a end ur mennt un starfs manna Borg-ar byggð ar til að gefa sem fl est um kost á að bæta við sig mennt un og þekk-ingu.Á síð ast liðnu ári var gerð ur samn ing-ur við Mann auðs sjóð Kjal ar, Starfs-mennta sjóð og Sí mennt un ar mið stöð Vest ur lands um „Fræðslu stjóra að láni“. Í samn ingn um fólst m.a. að Sí-mennt un ar mið stöð Vest ur lands vann þarfa grein ingu fyr ir fræðslu með al starfs manna sveit ar fé lags ins sem eru í Stétt ar fé lagi Vest ur lands og Kili, en u.þ.b. helm ing ur starfs manna sveit-ar fé lags ins eru í þess um fé lög um. Í kjöl far þarfa grein ing ar var síð an unn-in fræðslu áætl un þar sem gerð ar eru til lög ur að ýms um nám skeið um fyr ir starfs menn sveit ar fé lags ins. Fræðslu-áætl un var unn in í sam ráði við full trúa frá ýms um vinnu stöð um Borg ar byggð-ar. Á vor mán uð um verð ur boð ið upp á

nám skeið fyr ir starfs menn í sam ræmi við áhersl ur í fræðslu áætl un.Frá ár inu 2012 hef ur Há skól inn á Bif-röst boð ið upp á náms braut sem heit-ir „Sterk ari stjórn sýsla“ sem sér stak-lega er snið in fyr ir stjórn end ur sveit-ar fé laga. Á þriðja tug stjórn enda og starfs manna hjá Borg ar byggð hafa lok ið námi og á næstu dög um mun stór hóp ur hefja nám. Í nám inu er boð ið upp á kennslu í leið toga fræði

og mann auðs stjórn un, fjár mála stjórn-un, breyt inga stjórn un, stjórn sýslu rétti og sið fræði. Með samn ingi sem Borg-ar byggð gerði við Há skól ann á Bif röst um nám ið, gef ur skól inn ríku leg an af-slátt af nám skeiða gjöld um og því er kostn að ur starfs manna mun lægri en ella. Þetta nám hef ur gagn ast af ar vel og ljóst að það fel ast ým is tæki færi í því varð andi end ur mennt un starfs-manna að hafa há skóla í hér aði.

Endurmenntun starfsmanna

Þrír ungir frændur Hallsteins

Fréttabréf BorgarbyggðarFebrúar 2014

Útgefandi: Borgarbyggð

Ábm. og ritstjóri: Þórvör Embla Guðmundsdóttir

Höfundar efnis: Guðrún Jónsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Steinunn Baldursdóttir, Signý

Óskarsdóttir og fl eiri

Ljósmyndir: Kristín Jónsdóttir (forsíða) Guðrún Jónsdóttir, Ugluklettur, Klettaborg og fl eiri

Umbrot og hönnun: Guðrún Björk FriðriksdóttirPrentun: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Upplag: 1.500 eintök

Saga Borgarness„Eins og kunn ugt er hef ur Borg ar byggð ráð ið Eg il Ól afs-son sagn fræð ing og blaða mann til að skrifa sögu Borg-ar ness. Áætl að er að bók in komi út vor ið 2017, en þá verða lið in 150 ár frá því að Borg ar nes fékk lög gild ingu sem versl un ar stað ur. Rit un sög unn ar er nú hafi n og hef-ur Eg ill vinnu að stöðu í Safna hús inu í Borg ar nesi nokkra daga vik unn ar. Þar er Hér aðs skjala safn Borg ar fjarð ar einn ig til húsa þar sem mik ið er til af gögn um og mynd-um frá Borg ar nesi. Starfs mað ur þar er Jó hanna Skúla-dótt ir. Þeir sem búa yfi r skjöl um eða ljós mynd um sem þeir telja að geti gagn ast við verk efn ið eru beðn ir um að hafa sam band við Jó hönnu í síma 433 7206 (Safna hús) eða með tölvu pósti á net fang ið skjala safn@safna hus.is. Enn frem ur er fólki bent á net fang Eg ils: eg ill@borg ar-byggd og s.: 669 1250 og Face book síðu verk efn is ins: Saga Borg ar ness. Reikn að er með að rit un sög unn ar taki tvö ár og að verk ið komi út í tengsl um við 150 ára af-mæli Borg ar ness vor ið 2017.Eg ill Ól afs son er al inn upp í Borg ar nesi og síð ar á Hunda-stapa á Mýr um. Eft ir að hann lauk sagn fræði námi hef ur hann starf að sem blaða mað ur og und an far in 20 ár hef ur hann starf að á Morg un blað inu. “

Þess ar vik urn ar hafa krakka hóp ar frá Grunn skól an um í Borg-ar nesi kom ið í safn fræðslu í Safna hús ið, þar sem sagt hef-ur ver ið frá list vin in um Hall steini Sveins syni sem gaf Borg-nes ing um á sín um tíma mik ið og merki legt lista verka safn sitt. Hall steinn var fædd ur ár ið 1903 og fjöl skylda hans bjó í Eski holti í Borg ar hreppi. Sýn ing um hann var uppi í hús inu frá því í sept emb er s.l. en lauk 28. janú ar.Í fræðslu fyr ir lestri Safna húss er m.a. fjall að er um upp runa Hall steins og fjöl skyldu, en hann átti 10 systk ini. Enn frem-ur var fjall að um mynd list ina á tím um Hall steins, en hann ramm aði inn mynd ir fyr ir marga þekkt ustu lista menn lands-ins allt frá því um 1940. Mikl ir list- og hand verks hæfi leik ar hafa þótt ein kenna ætt Hall steins og var Ás mund ur Sveins-son mynd höggv ari einn systk in anna.Í ein um skóla hópn um ný ver ið hitt ist svo skemmti lega á að þar voru þrír frænd ur Hall steins, allt lang afa börn Finns bróð-ur hans sem var fædd ur ár ið 1887 og var mjög list rænn og hag ur mað ur. Hér eru þeir á mynd: Bjart ur Daði Ein ars son, Jó hann Hlíð ar Hann es son og Þor björn Ottó Krist jáns son. Bók in sem þeir eru með er rit sem tek ið var sam an af fjöl-skyld unni í tengsl um við opn un sýn ing ar inn ar þar sem sjá má mynd ir af smíð is grip um eft ir Hall stein.

Page 3: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014 - 3

Starf áhuga leik fé lag anna í Borg ar-byggð er blóm legt nú sem endra nær. Leik deild Ung menna fé lags Staf holt-stungna sýn ir um þess ar mund ir fjöl-skyldu leik rit ið „Allt í plati“ eft ir Þröst Guð bjarts son sem jafn framt leik stýr ir verk inu. Þröst ur skrif aði leik rit ið fyr ir leik deild Umf. Skalla gríms ár ið 1990 og var það sýnt í gamla sam komu-hús inu í Borg ar nesi. Verk ið bygg-ir á þekkt um per són um úr leik rit um héð an og það an og hef ur ver ið tek ið til sýn inga hjá ýms um leik fé lög um, skól um og leik deild um. Þrett án leik ar-ar stíga á svið og sýnt er í fé lags heim-il inu Þing hamri á Varma landi.Leik fé lag nem enda fé lags MB frum-sýndi föstu dag inn 7. febrú ar söng leik-inn Gre ase eft ir Jim Jacobs og Warr en Cas ey. Bjarni Snæ björns son leik stýr ir verk inu í mennta skól an um, en hann leik stýrði krökk un um einn ig í fyrra þeg ar þau setti upp Litlu Hryll ings búð-ina. At vinnu dans ar inn Guð mund ur El-ías Knud sen, að stoð ar við dans ana. Að al leik ar ar eru Stefn ir Æg ir Stef áns-son sem leik ur Danny og Ingi björg Jó-hanna Krist jáns dótt ir sem leik ur San-dy. Sýnt er í Hjálma kletti.Leik deild Ung menna fé lags ins Skalla-gríms æfi r söng- og gleði leik inn “Stöng in inn” eft ir Guð mund Ól afs son. Leik rit ið var fyrst fl utt í fyrra hjá sam-eig in legu leik fé lagi Ól afs fjarð ar og Siglu fjarð ar. Sýn ing in var val in at hygl-is verð asta leik sýn ing áhuga leik fé lag-anna og var í kjöl far ið sýnd í Þjóð leik-hús inu. Verk ið er byggt á Lýs isst rötu eft ir Ari stofa nes þar sem kon ur fara í kyn lífs verk fall til að fá karl ana til að hætta styrj ald ar átök um og semja um frið. Í Stöng inni inn er það hins veg ar óhófl eg ur knatt spyrnu áhugi karla sem veld ur því að kon ur fara í kyn lífs verk-fall. Tón list sænsku hljóm sveit ar inn ar Abba er not uð og hafa leik ar ar hlot ið söng þjálf un hjá Theo dóru Þor steins-dótt ur. Leik stjóri er Rún ar Guð brands-son og Birna Haf stein stýr ir dans at rið-um. Frum sýnt verð ur í Lyng brekku í mars.Í Loga landi æfi r Ung menna fé lag Reyk-dæla nýja rev íu, “Ert ‘ekki að dóka (elsk an mín)” eft ir Bjart mar Hann es-son. Leik stjóri er Þröst ur Guð bjarts-son. Þetta er þriðja verk Bjart mars sem sett er upp í Loga landi. “Ert’ ekki að djóka” fjall ar á gam an sam an hátt um fram fara mál (eða ófram fara mál) í ferða þjón ustu Borg fi rð inga, for seta-hjón in koma við sögu, Nú bó lít ur inn og ým is sam tíma mál sveit ar fé lags ins eru skoð uð í spé spegli. Um 16 leik- og söngv ar ar stíga á svið og frum sýnt verð ur í Loga landi í mars.

Blómlegt leikstarf í héraði

Afsláttur af fasteignaskattiÍ lög um um tekju stofna sveit ar fé laga er heim ild til að lækka eða fella nið ur fast eigna skatt sem tekju litl um elli- og ör orku líf eyr is þeg um er gert að greiða. Sveit ar fé lög um er skylt að setja regl ur um hvern ig þessu heim ild ar ákvæði er beitt og hef ur Borg ar byggð gert það. Í regl um Borg ar byggð ar seg ir að tekju lág ir elli- og ör orku líf eyr is þeg ar sem eiga lög heim ili í Borg ar byggð eigi rétt á af slætti af fast eigna skatti sem lagð ur er á það hús næði sem við kom andi ein stak ling ur eða hjón eiga sjálf og búa í. Af slátt ur inn ræðst af tekj um und an far andi árs. Af slátt ur inn er reikn að ur til bráða birgða við álagn ingu út frá öll um skatt skyld um tekj um ein stak lings eða hjóna/sam búð ar fólks, þ.m.t. eigna- og fjár magns tekj um sam kvæmt síð asta skatt fram tali, en þeg ar stað fest skatt fram tal ligg ur fyr ir vegna tekna síð asta árs er af slátt ur inn end ur skoð að ur og leið rétt ur. Hjá hjón um og sam býl is fólki ræð ur ald ur þess sem fyrr verð ur 67 ára. Tekju mörk vegna af slátt ar ins koma fram á bak hlið álagn ing ar seð ils fast-eigna gjalda sem send ur var út í janú ar til allra fast eigna eig enda sem verða 67 ára eða eldri á ár inu 2014.

Page 4: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

4 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Starf Tón list ar skóla Borg ar fjarð ar er að venju fjöl breytt og lífl egt. Nú í febrú-ar halda tón list ar skól ar í land in u Dag tón list ar skól anna há tíð leg an. Hér ætl-um við að tengja dag inn við Nótu tón-leik ana, en tón list ar skól arn ir á Ís landi eru með sam starf er kall ast Nót an - upp skeru há tíð tón list ar skól anna. Á tón leik un um sem verða fi mmtu dag inn 20. febrú ar næst kom andi kl. 18:00 í Tón list ar skól an um fl ytja nem end ur á öll um stig um tón list ar náms verk úr ýms um átt um. All ir eru vel komn ir á tón leik ana sem verða fjöl breytt ir og kaffi húsa stemmn ing á staðn um. Af þess um tón leik um verða val in nokk ur at riði sem koma fram á Nótu-tón leik-um Vest urdeild ar sem að þessu sinni verða haldn ir í Hjálma kletti um miðj an dag, laug ar dag inn 8. mars næt kom-andi. Þar koma fram nem end ur tón list-ar skóla á Vest ur landi og Vest fjörð um. Þess ir tón leik ar eru öll um opn ir og að-gang ur ókeyp is. Íbú ar Borg ar byggð ar

eru hvatt ir til að fjöl menna. Jafn an eru þetta sér lega skemmti leg ir tón leik-ar, nem end ur á öll um stig um tón list-ar náms fl ytja fjöl breytta og fjör uga dag skrá. Loka há tíð Nót unn ar verð ur

síð an hald in í tón list ar hús inu Hörpu í Reykja vík 23. mars næst kom andi þar sem val in at riði af öllu land inu verða fl utt.

Dagur tónlistarskólanna - Nótan 2014

Frá Uglukletti

Sam spils hóp ur inn sem tók þátt í Nótu tón leik un um á Ísa firði síð asta ár.

Fjárhagsstaða Borgarbyggðar

er traustUnd an far in ár hef ur fjár hag ur Borg ar byggð-ar ver ið að styrkj ast, en allt frá ár inu 2010 hef ur nið ur stað an á rekstri sveit ar fé lags-ins ver ið já kvæð. Flest bend ir til þess að rekst ur sveit ar fé lags ins á ár inu 2013 skili já kvæð um nið ur stöð um og ligg ur m.a. fyr ir að skatt tekj ur verða um fram áætl an ir.Í fjár hags áætl un fyr ir ár ið 2014, sem sam-þykkt var sam hljóða af sveit ar stjórn ný-ver ið, er áætl að að rekst ar nið ur staða verði já kvæð, skuld ir haldi áfram að lækka en skött um og þjón ustu gjöld um er að mestu hald ið óbreytt um. Álagn ing ar pró senta fast eigna skatts og lóða leigu er óbreytt, sömu leið is öll gjöld er tengj ast fé lags þjón-ustu, grunn-,leik- og tón list ar skól um sem og æsku lýðs- og tóm stunda mál um. Auknu fjár magni verð ur var ið til við halds eigna, gatna og gang stétta og áætl að er að verja um 150 millj ón um í nýj ar fram kvæmd ir og fjár fest ing ar. Á sama fundi var sam þykkt lang tíma áætl-un fyr ir ár in 2015-2017. Jafn vægi verð ur í rekstri sveit ar fé lags ins sam kvæmt lang-tíma áætl un og óveru leg ar breyt ing ar verða á skulda stöðu þrátt fyr ir að Borg ar byggð muni verja 400 millj ón um til að end ur-bæta og byggja við hús næði Grunn skól ans í Borg ar nesi.Sam kvæmt fjár hags áætl un þá upp fyll ir Borg ar byggð fjár hags leg við mið sveit ar-stjórn ar laga um rekst ur og skuld setn ingu.

Eft ir ára mót in höf um við í Uglu kletti ver ið að fjalla um lík am ann og starf semi hans en áhugi barn anna á efn inu ræð ur ferð inni. Við höf um með al ann ars kynnt okk ur beina grind ina, blóð rás ina og melt ing una. Eins og all ir vita hefst melt ing in í munn in um og pass aði því mjög vel að fjalla um tenn urn ar þeg ar starfs fólk ið byrj aði nú um ára mót in að bursta tenn ur barn anna eft ir há deg is mat inn. Tann burst un er lið ur í verk efn inu Heilsuefl andi leik skóli og hef ur mælst vel fyr ir hjá starfs fólki, börn um og for eldr um. Í til efni af bónda deg in um buð um við pöb bum, bræðr um, öf um, frænd-um og vin um að koma til okk ar í ,,stráka kaffi “. Boð ið var upp á morg-un verð, hafra graut og slát ur. Við höf um hafi ð Þorr ann á þenn an hátt síð an 2009 og haft mjög gam an af. Í febrú ar verð ur svo Stelpu kaffi í til efni af Konu deg in um og bjóð um við þá mömm um, systr um, ömm um, frænk um og vin kon um okk ar í morg un kaffi .

Page 5: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014 - 5

UM HEIMA ÞJÓN USTU

Aðstoð til að geta haldið

heimiliStefnt er að því að eldri borg ar ar geti bú ið heima og hald ið heim ili eins lengi og kost ur er og þeir sjálfi r kjósa og eins að fatl að ir geti átt sitt eig ið heim ili. Í þessu skyni er marg þætt þjón usta í boði af hálfu sveit ar fé lags-ins s.s.: heim il is hjálp, inn lit, ör ygg is-þjón usta, ferða þjón usta, heims end-ing á mat og bæði frek ari og fé lags-leg lið veisla fyr ir fatl aða. Mark visst er unn ið að upp bygg ingu þess ar ar þjón ustu og margt hef ur áunn ist þó enn sé marg ur hæng ur á - eink um er oft á tíð um erfi tt að koma við mik illi þjón ustu í dreif býl inu.

Eng ar breyt ing ar urðu á gjald skrá fyr ir heim il is hjálp núna um ára mót-in. Þeir elli- eða ör orku líf eyr is þeg ar sem eru yfi r tekju mörk um greiða 560 kr. fyr ir hverja klukku stund, aðr ir en fyrr greind ir greiða 1.120 kr. Það eina sem hækk aði voru tekju mörk vegna greiðslna fyr ir heim il is hjálp. Þeir ör-orku- og elli líf eyr is þeg ar, sem hafa tekj ur und ir 233.000 kr. á mán uði - 466.000 kr. fyr ir hjón greiða ekki fyr ir fé lags lega heima þjón ustu. At-hug ið að hér er átt við tekj ur fyr ir skatt. Sveit ar fé lag ið hef ur ekki að-gang að upp lýs ing um um nú ver andi tekj ur fólks og því bygg ir það oft lega á göml um upp lýs ing um hverj ir eru rukk að ir fyr ir þjón ust una og hverj ir ekki. Not end ur eru því hvatt ir til að skoða tekj ur sín ar og láta vita ef ver-ið er að rukka þá sem ekki eiga að greiða eða öf ugt. Hafi ð sam band við fé lags mála stjóra í s: 4337100.

Gjöld fyr ir mat ar bakka og ferða-þjón ustu eru einn ig óbreytt. Mat-ar bakk inn 800 kr. og ferða þjón ust an 330 kr. fyr ir hverja ferð, en 270 kr. á af slátt ar miða.

Gjald fyr ir ör ygg is hnappa og ör-ygg is þjón ustu:Borg ar braut 65a: Hjón 4.500 kr. á mán uði. Ein stak ling ur 3.000 kr. á mán uði. Ána hlíð: 2.500 kr. á íbúð á mán uði.Ef íbúð ir eru tóm ar er ein ung is rukk-að fyr ir ör ygg is þjón ustu (vökt un bruna varna og lyftu) 500 kr. í Ána hlíð en 1.000 kr. á Borg ar braut inni.

Inn lit og lið veisla eru eft ir sem áð-ur gjald frjáls.

Page 6: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

6 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Starfsmannahornið:

Fann ey Krist jáns dótt ir er starfs mað ur íþrótta mið stöðv ar inn ar í Borg ar nesi. Fann ey hef ur starf að hjá Borg ar byggð í 16 ár, áð ur sem stuðn ings full trúi í Grunn skól an um í Borg ar nesi en síð-ast lið in tvö ár í íþrótta mið stöð inni.

Svona lýs ir Fann ey dæmi gerðri dag-vakt í íþrótta hús inu:Morg un vakt er frá kl. 7:00 til 14:30 Þeg ar ég kem til vinnu eru fyr ir mætt vakt stjóri sem opn ar hús ið kl. 6:30 og dag mað ur. Um leið og opn að er streyma til okk ar fasta gest ir í sund, þrek og leik fi mi. Kl. 7:20 eru mopp að-ir og skúr að ir sal ir niðri ásamt geymsl-um. Fyrstu skóla börn dags ins mæta klukk an átta og tök um við á móti þeim og sinn um gæslu í bún ings klefa. Við starfs fólk ið skift umst á vökt um í turni eins og við köll um vakt her berg ið þar sem all ar ör ygg is mynda vél ar eru á skjám t.d. fyr ir sund laug ar, ganga og þrek sal. Við er um klukku tíma í hvert skipti í turn in um. Þar fyr ir ut an er um við með sjón vörp í af greiðslu og starfs manna að stöðu, enda okk ar starf fyrst og fremst ör ygg is gæsla.Skóla börn in ljúka sín um sund- og leik fi mi tím um kl. 14:20. Strax að því loknu streyma yngstu börn in á fyrstu körfu bolta æfi ng ar dags ins hjá Skalla-grími og er vel mætt á þær. Að jafn aði mæta á milli 35 til 40 börn á þess ar fyrstu tvær æfi ng ar dags ins. Íþrótta-mið stöð in okk ar hér í Borg ar nesi er vel nýtt frá morgni til kvölds alla daga.

Hjá Borgarbyggð starfar fjöldi fólks við ýmisleg störf sem þarf að sinna í stóru sveitarfélagi. Starfsmannahornið gefur örlitla innsýn í starfsmannaflóruna.

Krist ín Anna Stef áns dótt ir, köll uð Anna Stína, er leik skóla kenn ari og deild ar-stjóri í leik skól an um Kletta borg þar sem hún hef ur unn ið sam fellt síð an ár ið 1987. Starfi ð er á Óláta garði, yngstu deild leik skól ans þar sem börn in eru á aldr-in um 18 mán aða til 3 ára. Starfi ð felst að al lega í því að hlúa að al menn um þroska barn anna, svo hvert barn fái not ið sín og að al menn líð an þeirra sé góð, bæði and lega og lík am lega, þann-ig að þau fái not ið bernsku sinn ar. Það skemmti leg asta við starfi ð er að sjálf-sögðu börn in, að vera með þeim gef-ur Önnu Stínu ótrú lega mik ið, þau eru svo op in, hrein skipt in og inni leg.Anna Stína er gift Guð jóni Bach mann raf virkja og á 3 upp kom in börn og eitt barna barn. Mott óið er: LÍF IÐ ER YND IS LEGT.

Sig ur þór Krist jáns son ( Sissi) er starfs-mað ur fé lags mið stöðv ar inn ar Óð als í Borg ar nesi. Hann hóf störf hjá Borg ar-byggð haust ið 2004. Starf Sissa er fjöl-breytt og skemmti legt, hann sér um dag legt starf í Óð ali, er hægri hönd krakk anna og stjórn ar nem enda fé lags-ins í þeirra starfi . Yfi r sum ar tím ann er fé lags mið stöð in lok uð en þá slepp ir Sissi ekki hend inni af krökk un um sín-um því hann stýr ir vinnu skól an um. Í Óð ali er rek ið sum ar starf fyr ir börn og eru það bæði vinnu skóla krakk ar og full orðn ir sem stýra því. Mark mið ið er að þeir sem koma í Óð al og vinnu-skól ann fi nni sig vel fé lags lega og taki virk an þátt í starfi nu. Þá sér Sissi að miklu leyti um hljóð kerfi s mál hjá Borg ar byggð, í Hjálma kletti, íþrótta-húsi og kirkju. Sissi hef ur gam an að manna mót um og há tíð um og því sér hann um 17. júní há tíð ar höld í Borg-

Inga Vild ís Bjarna dótt ir fé lags ráð gjafi hef ur starf að hjá Borg ar byggð frá því um vor ið 2011 þeg ar hún út skrif að-ist úr fé lags ráð gjafa nám inu. Er einn-ig fé lags ráð gjafi í Dala byggð á grunni þjón ustu samn ings Dala byggð ar og Borg ar byggð ar. Starfi ð er fjöl breytt og gef andi, í því felst m.a, vinna við barna vernd, fé lags lega ráð gjöf, fjár-hags að stoð, þjón ustu við fólk með fötl un og for varn ir en Vild ís er for varn-ar full trúi Borg ar byggð ar. Hún hef ur lengi haft mik inn áhuga á mál efn um barna og ung linga og tel ur af ar mik-il vægt að búa vel að þeim og stuðla að já kværi sjálfs mynd svo þeir verði sterk ir og öfl ug ir þjóð fé lags þegn ar.Vild ís er gift Svein birni Eyj ólfs syni fram kvæmda stjóra nauta stöðv ar Bænda sam taka Ís lands og eiga þau fjór ar upp komn ar dæt ur og fjór ar dótt ur dæt ur - eig in lega sex, fengu tvær með ein um tengda syn in um! Hún er Borg fi rð ing ur í húð og hár, ólst upp í Anda kíls ár virkj un, hef ur gam an af söng og all kon ar tón list, er hesta kerl-ing og hef áhuga á margs kon ar úti vist og hreyfi ngu. Upp götv aði til dæm is fyr ir nokkr um ár um hvað fjall göng-ur eru skemmti leg ar og hef ur geng ið tölu vert á fjöll síð an.Vild ís vill minna á fræðslu kvöld fyr-ir for eldra sem verð ur 18. febrú ar í Hjálma kletti. Þar verða þrjú er indi, um net notk un barna og ung linga; klám, kyn líf, of beldi og tengsl þess við int-er net ið. Þór dís El va Þor valds dótt ir sem fjall ar um það er einn af höf und um mynd ar inn ar ,,Fáðu já“ sem sýnd var í 10. bekkj um í fyrra. Hún hef ur far-ið í skóla víðs veg ar um land ið og rætt við ung linga um þessi mál, fór í efstu bekki grunn skól anna í Borg ar byggð og í Mennta skóla Borg ar fjarð ar í fyrra vor. Lög regl an verð ur svo með fræðslu um áfeng is og fíkni efna notk un ung linga og ábend ing ar um hvern ig má merkja vís bend ing ar um fíkni efna notk un.

Fanney

Sissi

Inga Vildís

Anna Stína

ar nesi og hjálp ar til við Brák ar há tíð og fl eiri skemmt an ir. Sissi er trú lof að ur Þór dísi Arn ar dótt ur og eiga þau eina dótt ur , hana Sif. Áhuga mál in eru tón-list, hljóð færi og upp töku vinna.

Page 7: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014 - 7

Grunn skól inn í Borg ar nesi er sam fé lag og vinnu stað ur um það bil 350 ein-stak linga sem deila lífi og leik á hverj-um skóla degi. En skól an um tengj ast mun fl eiri ein stak ling ar ef við telj um sam an for eldra og for ráða menn, afa og ömm ur og jafn vel enn fl eiri. Það er mik il vægt að skól inn bjóði upp á náms- og starfs um hverfi sem fóstr ar góða sam vinnu allra sem tengj ast skól-an um ásamt því að efl a virka og skap-andi hugs un í skóla sam fé lag inu í heild sinni. Skól inn á að veita nem end um tæki færi til þess að afl a sér þekk ing ar sem er sprott in af þeirra áhuga. Nám og kennsla ætti að vera skipu lagt með það að leið ar ljósi að nem end ur fái það svig rúm og að hald sem þeir þurfa til að öðl ast skil greinda þekk ingu, leikni og hæfni. Það er með al ann ars hægt með því að leggja áherslu á lausna-mið að nám sem krefst marg þættra náms að ferða. Hægt er að leggja meiri

áherslu á skap andi ferli í námi út frá mis mun andi þörf um nem enda. Það býr mik ill auð ur í for eldr um sem oft er van nýtt ur í skóla starfi al mennt. For eldr ar eru vel komn ir inn í skóla-starf barna sinna og leit ast verð ur við að opna skól ann bet ur fyr ir að komu for eldra. Skóli á að vera vett vang ur þar sem nem end ur fá and leg an þroska og and-legt þol sem þarf til þess að kom ast af í dag legu amstri. Það er hægt að kenna at ferli og já kvæða hugs un á marg an hátt í gegn um þver fag legt starf. Nem-end ur þurfa að vita af hverju ákveð in mark mið eru sett í námi þeirra og það er líka mik il vægt að þeir fái að móta sín per sónu legu mark mið í nám inu. Skóla starfi ð ætti að ein kenn ast af and-rúms lofti þar sem hver og einn nem-andi nær að þróa með sér sinn per-sónu leika ásamt gagn rýnni og skap-andi hugs un allt eins og hent ar hverju þroska stigi. Það á að vera gam an að til heyra sam fé lagi Grunn skól ans í Borg ar nesi og á það við um nem end ur, for eldra og for ráða menn, kenn ara og starfs fólk og alla þá sem hafa áhuga á blómstr andi skóla starfi .

Á næstu vik um og mán uð um fer fram mót un fram tíð ar sýn ar fyr ir skól ann og óhætt að segja að spenn andi tím ar séu fram und an. Allt starfs fólk fær að koma að þeirri stefnu mót un ásamt nem end-um og for eldr um, en það er mik il vægt að hlusta á all ar radd ir skóla sam fé-lags ins þeg ar ver ið er að þróa og móta náms- og starfs um hverfi skól ans. Nú stend ur yfi r mik il vinna í öll um grunn-skól um lands ins við inn leið ingu nýrr ar að al náms skrár. Grunn skól inn í Borg-ar nesi nýt ir tæki fær ið sem felst í því að inn leiða ný við mið í skóla nám skrá til þess að skoða skóla starfi ð í heild sinni. Kenn ar ar eru komn ir í vinnu sem leið ir til þró un ar kennslu stefnu fyr-ir skól ann. Kennslu stefn an mun lýsa því hvern ig kennslu hætti og náms um-hverfi við vilj um þróa í skól an um og heild ar stefna skól ans mun mót ast á lengri tíma. Það er mér mik ið til hlökk un ar efni að vinna að fram tíð ar sýn fyr ir Grunn skól-ann í Borg ar nesi og ég er bjar týn á að sam an mun um við efl a skól ann enn frek ar.

Sig ný Ósk ars dótt ir, skóla stjóri Grunn skól ans í Borg ar nesi

Grunnskólinn í Borgarnesi

Horft fram á veginn

Breytingar á sorphirðuSveit ar stjórn Borg ar byggð ar hef ur ákveð ið að breyta skipu lagi sorp-hirðu í sveit ar fé lag inu í sam ræmi við til lög ur starfs hóps frá því í mars 2013. Breyt ing arn ar verða í gróf um drátt-um eft ir far andi:Öll heim ili í dreif býli fá tunnu fyr ir al menn an úr gang og kar fyr ir end-ur vinn an legt sorp í júní 2014. Flokk un ar stöðv ar verða sett ar upp á sum ar húsa svæð um.Grennd ar stöðv arn ar verða lagð-ar nið ur og mönn uð um mót töku-stöðv um verð ur fjölg að í áföng um. Við þess ar breyt ing ar verð ur sorp-hirða í þétt býli og dreif býli með sam bæri leg um hætti. Í dreif býli verð ur þessu til við bót ar hald ið áfram að ná í rúllu plast heim að bæj um á hverju ári. Jafn framt verð-ur íbú um reglu lega boð ið að taka þátt í um hverfi s átaki þar sem losna má við timb ur og járn eins og ver ið hef ur. Nánari upplýsingar má fi nna á vef Borgarbyggðar. Þar mun einnig verða birt nýtt sorp hirðu daga tal áð ur en sorp hirða hefst í dreif býli. Hafa má sam band við Björgu Gunn-ars dótt ur um hverfi s- og land bún-að ar full trúa ef óskað er frek ari upp lýs inga með því að senda póst á net fang ið bjorg@borg ar byggd.is eða hringja í síma 433-7100.

Page 8: Fréttabréf Borgarbyggðar - febrúar 2014

8 - Fréttabréf Borgarbyggðar - Febrúar 2014

Í Kletta borg er fjöl breyti leiki mann lífs-ins met inn að verð leik um. Mörg und-an far in ár hef ur sér stök áhersla ver ið lögð á að koma til móts við þarfi r allra barna. Börn eru af ólíku kyni, hafa ólík við horf, koma úr ólík um fjöl skyld um, hafa mis mun andi getu, þroska, lit ar-hátt, menn ingu, trú ar brögð, tungu-mál, áhuga mál og hæfi leika. Leik skól-inn legg ur áherslu á að fullt til lit sé tek ið til barna sem á ein hvern hátt eru með sér þarfi r eða til fi nn inga- og/eða fé lags lega erfi ð leika. Mark mið ið er að öll börn fái við fangs efni við sitt hæfi , að lag ist barna hópn um og njóti eðli-legra fé lags legra tengsla. Í leik skól an um starf ar reynslu mik-ið starfs fólk, rúm lega helm ing ur eru leik skóla kenn ar ar og með al starfs ald-ur er sam tals um 16 ár. Starfs fólk leik-skól ans tel ur mik il vægt að leik skól inn sinni einn ig sam fé lags legu hlut verki m.a. með því að bjóða alla vel komna til að kynn ast leik skóla starfi nu af eig in raun. Yfi r vetr ar tím ann hafa nem end-ur af starfs braut Mennta skóla Borg ar-fjarð ar og starfs fólk Fjöl iðj unn ar ver-ið hér í leik skól an um hluta úr degi í hverri viku og á sumr in hafa ung ling ar úr Vinnu skól an um ver ið í 4-5 vik ur. Auk þess hafa 10-12 ára börn dval ið í leik skól an um hluta úr degi í svo köll-

uðu sum ar starfi sem hef ur ver ið á veg-um Borg ar byggð ar und an far in 2 ár. Við telj um alla hagn ast á sam vinnu sem þess ari; leik skóla börn in kynn ast fjöl breyti leika mann lífs ins, eru ánægð með til breyt ingu í dag legu starfi og hafa bæði gagn og gam an af. Unga fólk ið fær kynn ingu á leik skóla starfi sem er gott vega nesti fyr ir fram tíð-ina, þau læra að taka ábyrgð, hugsa um aðra, vera góð fyr ir mynd, leika og hafa gam an. Segja má að þetta sé eins kon ar starfs kynn ing sem mögu-

lega skil ar okk ur leik skóla kenn ur um í fram tíð inni. Starfs fólk leik skól ans er dug legt að leið beina, fi nna lausn ir, koma með hug mynd ir og tek ið er á mál um jafn-óð um ef þess þarf. Það er gam an að segja frá því að þeg ar Ingi björg Krist-leifs dótt ir for mað ur Fé lags stjórn enda leik skóla kom í heim sókn s.l. sum ar hrós aði hún okk ur og sagði að það væri merki um þrosk að an vinnu stað að taka þátt í sam fé lags leg um verk-efn um á borð við þetta.

Klettaborg - leikskóli fyrir alla

Kátir krakkar í Klettaborg

Fé lags mið stöðv ar starf fór vel af stað í Borg ar byggð í haust. Um 160 krakk ar í 7. - 10. bekkj um grunn skóla Borg-ar byggð ar geta nætt í Óð al og á við-burði tengda fé lags mið stöð inni. Strax í haust hófst sala á af slátt ar skír tein um til nem enda þar sem fjöl mörg fyr ir-tæki veita af slætti og ætti skír tein ið að vera bú ið að borga sig upp að skóla lokn um. Að skír tein is sölu lok inni fór hús ráð

Óð als á lands mót fé lags mið stöðva sem hald ið var á Hvol svelli. Þar tóku krakk arn ir þátt í alls kon ar smiðj um og fengu að læra ým is legt tengt stjórn un í fé lags mið stöð, svo sem við burð ar-stjórn un og al manna tengsl, valda efl -ingu ung menna, sjálfs rýni, ár ang ur í sam skipt um, fjöl miðla læsi og ræðu-mennsku. Þá var einn ig hægt að taka þátt í leik list ar smiðju, skart gripa gerð, Tv phon ic og arm banda gerð svo eitt-

hvað sé nefnt. Þessi helgi var stór kost-leg í alla staði og ung ling arn ir okk ar til fyr ir mynd ar.For varn ar- og æsku lýðs ball ið fór fram 14. nóv emb er. Hljóm sveit in Buff sá um ball ið og út varps mað ur inn knái Auddi Blö skemmti. Al mennt álit er að vel hafi til tek ist þrátt fyr ir svo vont veð ur að nokkr ir skól ar skil uðu sér ekki á ball ið.Einn af stærstu við burð um sem fram fara í Óð ali er jóla út varp ið. Út varp Óð-al fm. 101,3 fór í loft ið 9. des emb er og stóðu út send ing ar þá viku. Í lok in var svo helj ar inn ar jóla út varps há tíð þar sem út varps krakk arn ir mættu í jóla veislu í Óð ali. Bor in var fram jóla-steik með öllu til heyr andi og boð ið á disk ótek í beinni út send ingu. Þá voru veitt veð laun til besta út varps manns-ins og fyr ir fl ott ustu aug lýs ing una.Með vor inu verða hald in hin ýmsu mót m.a. í Fifa, borðt enn is, po ol og fl eiru. Óð al er op ið alla daga og á mið viku-dags kvöld um er op ið hús, stelpu-, stráka kvöld eða bíó og disk ótek eru hald in reglu lega. Fylg ist vel með aug-lýs ing um!

Hús ráð Óð als

Félagsmiðstöðin Óðal