12
4. tbl. 24. árgangur • September 2013 Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Embed Size (px)

DESCRIPTION

September 2013 - 4. tbl. 24. árgangur

Citation preview

Page 1: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

4. tbl. 24. árgangur • September 2013

stéttarfélaganna í ÞingeyjarsýslumFréttabréf

stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Page 2: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar.Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: [email protected] • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson

Fréttabréfið er skrifað 9. september 2013 og gefð út í 2000 eintökum.HÖNNUN: Skarpur, Húsavík. PRENTUN: Ásprent, Akureyri.

Áhugaverður fundurStéttarfélögin stóðu fyrir fundi síðasta þriðjudag um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Frummælendur á fundinum voru Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Í framsöguerindum sínum komu þau víða við. Júlíus gerði að umræðuefni áhrif vinnufyrirkomulags á líðan fólks s.s. á svefn og heilsu. Lára fór hins vegar yfir áhrif vaktavinnu á heilsufar s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, meltingafæratruflanir, sýkingar og krabbamein. Bæði erindin voru mjög fróðleg og lögðu fundarmenn nokkrar spurningar fram sem frummælendurnir svöruðu.

Varaformaður í heimsóknReglulega koma góðir gestir í heimsókn sem leið eiga um Húsavík. Einn þeirra er Ólafur Baldursson varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga en hann starfar um þessar mundir sem rútubílstjóri hjá Teiti Jónassyni. Hann fékk sér kaffi með Aðalsteini formanni Framsýnar á dögunum en þá var hann að aka ferðamönnum um landið með viðkomu á Húsavík. Að sjálfsögðu voru málefni verka lýðshrey f ingar innar t i l umræðu og komandi kjaraviðræður sem hefjast á næstu vikum.

Ódýr gisting í boði á Akureyri

Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hefur gengið frá gistingu á hagstæðum kjörum á Hótel KEA og Hótel Norðurlandi

á Akureyri. Jafnframt hefur verið gengið frá samkomulagi við Hótel Björk í Reykjavík. Samkomulagið gildir frá 1. september 2013 til 31. maí 2014. Félagsmenn greiða fyrir gistinguna með gistimiðum sem þeir greiða fyrir á skrifstofu stéttarfélaganna.

Hótel Norðurland Akureyri og Hótel Björk í Reykjavík Eins manns herbergi með sturtu kr. 7.000,- pr.nótt Tveggja manna herbergi með sturtu kr. 8.000,- pr.nótt Morgunverður er innifalinn.

Hótel KEA Akureyri Eins manns herbergi með sturtu Kr. 10.000,- pr.nótt Tveggja manna herbergi með sturtu Kr. 13.000,- pr.nótt Morgunverður er innifalinn.

Nýr bátur til HúsavíkurÁrni á Eyri ÞH 205 kom til hafnar á Húsavík um miðjan ágúst. Báturinn er í eigu fyrirtækisins Eyrarhóll ehf. Að fyrirtækinu standa hjónin Guðmundur A. Hólmgeirsson og Helga Jónína Stefánsdóttir ásamt sonum. Báturinn hefur þegar hafið veiðar frá Húsavík. Stéttarfélögin óska útgerðinni til hamingju með glæsilegan bát og velfarnaðar í útgerð.

ForsíðumyndÞessi unga stúlka heitir Hugbjört Lind

Möller og býr á Ytra-Lóni á Langanesi.

Myndin er tekin þegar félagsmenn

stéttarfélaganna komu við á bænum í

sumarferð stéttarfélaganna á Langanesið

í lok ágúst.

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa gengið frá samkomulagi við hótel á Akureyri um ódýra gistingu.Verðin byggja á samkomulagi við hótelin og niðurgreiðslum stéttarfélaganna til félagsmanna.

NÝTT!

Húfur fyrir félagsmennNú þegar vetur nálgast er gott að eiga góðu húfu. Félagsmenn Framsýnar eru velkomnir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna og þiggja húfu frá félaginu.

Page 3: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

September 2013 3

Láttu ekki plata þig til að vera verktaki!

Því miður eru alltof mörg dæmi um að atvinnurekendur reyni að gera launþega að verktökum til að losa sig undan kjarasamningsbundnum greiðslum. Slíkt er með öllu óheimilt nema hægt sé að sýna fram á með skýrum hætti að viðkomandi sé verktaki. Því miður átta launþegar sig ekki alltaf á því hvað það þýðir fyrir þá að vera verktakar.Ákvæði laga og kjarasamninga um laun, vinnutíma og réttindi, s.s. orlofsréttindi, uppsagnarákvæði og veikinda- og slysarétt, gilda um þá einstaklinga sem selja vinnuafl sitt á vinnumarkaði sem launamenn. Sem launamenn vinna þeir samkvæmt ráðningarsamningi undir stjórn atvinnurekanda í þeim atvinnurekstri sem hann stendur fyrir. Laun og önnur starfskjör sem leiða af kjarasamningi, lögum og ráðningarsamningi starfsmanns er endurgjald launamannsins fyrir það vinnuframlag sem hann innir af hendi í þágu atvinnurekstrar atvinnurekandans. Atvinnurekanda ber samkvæmt lögum að standa skil á opinberum gjöldum af launum starfsmanna sinna, auk þess sem skila þarf iðgjöldum til lífeyrissjóðs og viðkomandi stéttarfélags.Það er alltaf eitthvað um að reynt sé að fara á svig við reglur vinnuréttarins og semja sig undan ákvæðum laga um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði. Sérstaklega er áberandi að reynt er að ráða fólk til starfa sem svokallaða verktaka, og er þá tilgangur atvinnurekandans sá að sleppa við að greiða launatengd gjöld en þess í stað greiða starfsmönnum jafnvel hærra tímakaup.Með verktakasamningi er átt við samning þar sem annar samningsaðilinn, verktaki, tekur að sér gegn endurgjaldi að sjá um framkvæmd tiltekins verks, þannig að hann ábyrgist gagnaðila sínum, verkkaupa, tiltekinn árangur af verkinu. Samningurinn er þannig milli tveggja atvinnurekenda þar sem annar atvinnurekandinn tekur að sér tiltekið verk fyrir hinn. Ráðningarsamningur er hins vegar samningur þar sem annar aðilinn, launamaður, skuldbindur sig til að vinna fyrir hinn samningsaðilann, atvinnurekanda, undir stjórn hans og á ábyrgð hans gegn greiðslu í peningum og/eða öðrum verðmætum.Lagareglur varðandi samskipti atvinnurekanda og launafólks eru iðulega ófrávíkjanlegar og er þannig skilyrðislaust ætlað að tryggja réttindi launafólks. Því er það ekki mögulegt, svo gilt sé, að semja sig undan reglum laga eða kjarasamninga með því einu að kalla samning verksamning, heldur ræðst það af efni samningsins hvort um verksamning eða ráðningarsamning er að ræða.Erfitt er að gefa einhlít svör við spurningunni um það hvenær einstaklingur telst launamaður og hvenær verktaki. Fjölmörg atriði koma þar til álita og öll atriði samningsaðila verður að skoða í heild. Þættir eins og afmörkun verks í tíma, afmörkun verks frá almennri starfsemi fyrirtækis, afstaða samningsaðila til samningsins, launatengd gjöld, aðstaða, verkfæri og efni, ábyrgð á verki, áhætta, samband aðila, félagsaðild, greiðslufyrirkomulag, forföll, orlof, persónulegt vinnuframlag, sjálfstæði, skattskil, verkstjórn og vinnutími skipta máli við mat á því hvers konar samning er um að ræða.Réttarstaða verktaka er hin sama og annarra sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Þeir bera sömu ábyrgð og skyldur. Réttarstaða verktaka er gerólík réttarstöðu launafólks. Verktakar njóta ekki þeirra lágmarkskjara sem samið er um á vinnumarkaði, fá ekki laun fyrir viðurkennda frídaga, fá ekki greitt orlof, desemberuppbót eða orlofsuppbót, eiga ekki rétt á launum í veikindatilfellum, eru ekki slysatryggðir, hafa ekki uppsagnarfrest, eiga ekki rétt á greiðslu launa úr Ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrota, réttur til atvinnuleysisbóta er takmarkaður og þeir verða sjálfir að standa skil á iðgjöldum til lífeyrissjóðs. Hægt er að skoða dóma sem fallið hafa með því að fara inn á heimasíðu Hæstaréttar er varðar verktakasamninga sem standast ekki lög og reglur.

Stórhækka greiðslurtil félagsmanna

Stjórn Þingiðnar samþykkti nýlega í umboði aðalfundar félagsins að stórhækka endurgreiðslur til félagsmanna úr sjúkrasjóði félagsins. Hækkanirnar eru sambærilegar þeim hækkunum sem Framsýn samþykkti á síðasta aðalfundi félagsins til sinna félagsmanna. Gott samstarf hefur verið milli þessara félaga um að hafa reglugerðir félaganna með sambærilegum hætti. Félagsmenn Þingiðnar geta séð breytingarnar inni á heimasíðu félagsins. Nýju reglurnar gilda frá 1. júní 2013.

Dæmi eru um á félagssvæði stéttarfélaganna að atvinnurekendur reyni að gera venjulega launþega að verktökum. Slíkt er alvarlegt brot á kjarasamningum og skattalögum.

Félagsmenn Þingiðnar eiga rétt á góðum endurgreiðslum úr sjúkrasjóði félagsins þurfi þeir á þeim að halda.

Stéttarfélögin kaupa Garðarsbraut 26

Stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa eignast Garðarsbraut 26. Um er að ræða tæplega 300m2 rými á efri hæð sem liggur samsíða Árgötu. Húseignin hefur staðið tóm í nokkur ár. Hér á árum áður var rekin öflug saumastofa í húsinu, síðar verslun, nuddstofa og hárgreiðslustofa. Undanfarið hefur húseignin verið í eigu Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis. Að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar forstöðumanns Skrifstofu stéttarfélaganna er markmið félaganna að koma lífi og atvinnustarfsemi í húsnæðið. Væntanlega verður ráðist í lagfæringar á húsinu að utan næsta sumar. Til greina kemur að leigja húsnæðið undir almenna atvinnustarfsemi eða breyta húsnæðinu í skrifstofur með aðgengi að orlofsíbúð fyrir félagsmenn stéttarfélaganna, ekki síst þeirra sem búa utan Húsavíkur. Þá vanti stéttarfélögin orðið geymslupláss. Jafnframt segir Aðalsteinn að fréttir af hugsanlegri uppbyggingu PCC í Bakka og frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu séu afar jákvæðar og kalli á aukið atvinnuhúsnæði á Húsavík.

Markmið stéttarfélaganna er að koma lífi í efri hæðina að Garðarsbraut 26 sem liggur samsíða Árgötunni. Húsnæðið hefur staðið autt í nokkur ár.

Page 4: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Leita til félagsmannaStjórn Þingiðnar hefur undanfarið unnið að því að móta kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Samþykkt var að leita til félagsmanna og biðja þá um að koma með tillögur að kröfugerð. Svo sem varðandi launahækkanir, samningstíma, samningsumboð félagsins, samstarf við önnur stéttarfélög, samstarf við stjórnvöld og hvort fara eigi í verkfallsátök dragist samningagerðin á langinn. Félagsmenn eru beðnir um að koma tillögum sínum á framfæri við formann félagsins Jónas Kristjánsson eða á netfangið [email protected]. Á næstu dögum verður gengið frá endanlegri kröfugerð. Reiknað er með að félagið veiti Samiðn, sambandi iðnfélaga umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Skorað er á félagsmenn að hafa skoðanir á sínum málum og koma þeim á framfæri við stjórn Þingiðnar.

Samningsbrot í ferðaþjónustuAð venju hefur mikið verið að gera á Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar við að sinna starfsfólki við ferðaþjónustu. Því miður hefur töluvert verið um samningsbrot í greininni sem Framsýn lítur alvarlegum augum. Unnið hefur verið að því með starfsfólki og yfirmönnum viðkomandi fyrirtækja að koma hlutunum í lag. Sem betur fer, er meirihluti ferðaþjónustuaðila með allt á hreinu, meðan aðrir eru með þau í töluverðu ólagi. Ekki síst hafa ferðaþjónustuaðilar sem eru með sín mál í lagi hvatt Framsýn til að herða eftirlit með þeim aðilum í ferðaþjónustu sem ekki virða lög og reglur og skekkja þar með samkeppnisstöðu ferðaþjónustuaðila t.d. með svartri atvinnustarfsemi.

Bíó á MærudögumFramsýn – stéttarfélag bauð upp á opið hús og bíósýningu á Mærudögum sem er bæjarhátíð Húsvíkinga. Boðið var upp á kaffi, drykki, popp og augna- og eyrnakonfekt, sem er sýning á nýja myndbandinu um starfsemi Framsýnar og atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Hópur Þingeyinga og annarra gesta kom við og þáði veitingar auk þess að horfa á myndina sem fékk mjög góðar viðtökur.

RSK og fulltrúar Framsýnar í eftirlitsferð

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri tóku höndum saman á nýjan leik í sumar og réðust í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Fulltrúar aðilanna þriggja munu í sumar og haust heimsækja vinnustaði, kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir. Yfirskrift átaksins er Leggur þú þitt af mörkum?Athyglinni er beint sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum og nauðsynlegra úrbóta og leiðréttingar gjalda krafist þar sem við á. SA, ASÍ og RSK hvetja forráðamenn atvinnurekstrar í landinu til að hafa tekjuskráningu sína í lagi og alla starfsmenn skráða. Jafnframt að nota vinnustaðaskilríki þar sem það á við og fara að lögum um færslu bókhalds og skil á staðgreiðslu, virðisaukaskatti og öðrum lögboðnum gjöldum.Nýlega voru tæplega 30 ferðaþjónustufyrir tæki á starfsvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum heimsótt af fulltrúum frá Ríkisskattstjóra og Framsýn. Auk þess að athuga tekjuskráningu, skil á viðeigandi sköttum voru starfsmenn skráðir niður og hvatt til úrbóta þar sem við átti. Víðast þurfti að kippa ákveðnum atriðum varðandi tekjuskráningar í liðinn svo og voru fæstir sem höfðu gert ráðningasamninga eða uppfært vinnustaðaskírteinin. Á einstaka stað þurfa rekstraraðilar að endurskoða reksturinn all verulega hjá sér varðandi skil á lögbundnum gjöldum og skráningu. Rekstraraðilar fengu ráðgjöf og hvatningu frá fulltrúunum og ábendingar um hvert frekar ætti að leita til að koma hlutunum í lag. Rekstraraðilar sýndu góðan samstarfsvilja og tóku fulltrúunum í alla staði vel. Rétt er að geta þess að fyrirtæki í ferðaþjónustu sem eru með allt sitt í lagi hafa ekki síst hvatt til þess að stöðugt eftirlit sé með fyrirtækjum í ferðaþjónustu til að tryggja eðlilega samkeppnisstöðu. Framsýn í samráði við Ríkisskattstjóra, ASÍ og Samtök atvinnulífsins heldur uppi eftirliti með fyrirtækjum á félagssvæðinu enda allra hagur að farið sé eftir lögum og reglum í landinu.

Framsýn bauð upp á myndasýningu á Mærudögum. Hægt er að skoða myndbandið inni á heimasíðu stéttarfélaganna, www.framsyn.is.

Þingiðn vinnur að því að ganga frá kröfugerð. Félagsmenn eru hvattir til að koma sínum kröfum á framfæri við stjórn félagsins. Hér eru formaður og varaformaður Þingiðnar að undirbúa kröfugerð félagsins.

Skrifstofa stéttarfélaganna hefur þurft að hafa afskipti af nokkrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem virðist fyrirmunað að fara eftir lögum og reglum.

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri hafa í sumar haldið uppi reglubundnu eftirliti með rekstri fyrirtækja, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði.

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

4 September 2013

Um þessar mundir eru réttir víða í Þingeyjarsýslum. Í tilefni af því birtum við hér skemmtilega mynd úr Hraunsrétt en þar var réttað sunnudaginn 8. september. Hér má sjá bændur og búalið taka lagið milli þess sem þeir drógu vænt fé í dilka.

Page 5: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Ný og betri kjör fyrir fé-lagsmenn- AN kort

Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélags Þórshafnar eru aðilar að Afsláttarkorti Alþýðusambands Norðurlands (AN) fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Kortið veitir félagsmönnum afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum,verslunum og veitingastöðum á félagssvæði AN. Stjórnir félaganna vonast til að félagsmenn komi til með að nota kortið og nýta sér þá afslætti sem það býður upp á. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is undir afsláttarkort AN. Félagsmenn geta nálgast kortið á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.

Vinnustaðaskírteini í ólestriStarfsmenn stéttarfélaganna hafa í sumar komið víða við til að skoða hvort atvinnurekendur far i að lögum varðandi vinnustaðaskírteini. Reglur gilda um ábyrgð fyrirtækja til að leggja starfsmönnum til vinnustaðaskírteini í ákveðnum atvinnugreinum. Því miður reyndist pottur víða brotinn hjá fyrirtækjum í byggingariðnaði og í ferðaþjónustu. Stéttarfélögin vilja hvetja fyrirtækin sem eiga í hlut að

taka á málinu svo þau losni undan fjársektum í næstu skoðunarferð stéttarfélaganna. Hægt er að nálgast upplýsingar um vinnustaðaskírteinin á heimasíðu stéttarfélaganna.

Sjómenn streyma til Húsavíkur

Sjómannasamband Íslands heldur þriggja daga formannafund á Húsavík seinni partinn í október. Mörg mál verða á dagskrá fundarins sem fjallað verður um síðar. Áætlað er að um þrjátíu forystumenn sjómanna taki þátt í fundinum frá sjómannafélögum víða um land.

Góðar heimsóknirÍ sumar hafa stéttarfélögin fengið góðar heimsóknir frá starfsmönnum og flokkstjórum vinnuskólanna í Norðurþingi (Húsavík og Raufarhöfn) og Þingeyjarsveit. Um var að ræða 50 manna hóp frá Norðurþingi og 15 manna hóp frá Þingeyjarsveit.Starfsemi vinnuskólanna gekk vel í sumar. Starfsmenn þeirra annast mörg þjóðþrifa verkefni m.a. á sviði umhverfismála í sveitarfélögunum. Á milli verkefna er slegið á léttari strengi með fræðslu og annarri eflandi virkni. Heimsóknirnar og samvinnan við vinnuskólana eru orðin árviss þáttur í starfsemi þessara aðila.Farið er yfir ýmis mikilvæg atriði sem snerta störf þeirra í vinnuskólanum og þau fá innsýn í mörg atriði sem snerta væntanlega þátttöku þeirra á almennum vinnumarkaði. Meðal mikilvægra atriða á vinnumarkaði eru útreikningur á launum, vinnuumhverfis- og vinnuverndarmál, skráning vinnutíma, vaktavinna og góð ráð til að eiga árangursríka þátttöku á vinnumarkaði. Í því efni hafa jákvæð samskipti á vinnustað, dugnaður, sveigjanleiki, frumkvæði, sköpunargleði og virk þátttaka mest áhrif. Í lokin er skipst á skoðunum um ýmis atriði sem tengjast þátttökuá vinnumarkaði.

Margir þingeyskir sjómenn hafa stigið ölduna á þessu fengsæla skipi, Sigurði VE

Stéttarfélögin hvetja fyrirtæki til að virða reglur um vinnustaðaskírteini en þau mál eru víða í miklum ólestri á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Þingeyingar eru ríkir af efnilegu ungu fólki. Hópar ungs fólks hafa í sumar komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fengið fræðslu um réttindi sín á vinnumarkaði auk upplýsinga um atvinnulífið í Þingeyjarsýslum.

Nýtt kort sem gefur félagsmönnum Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar afslátt af vörum og þjónustu á Norðurlandi og reyndar á höfuðborgarsvæðinu líka. Félagsmenn geta nálgast kortið á Skrifstofu stéttarfélaganna.

September 2013 5

Gengið frá samningi við Fjallalamb hf.

Framsýn hefur gengið frá sérkjara-samningi við Fjallalamb hf. á Kópaskeri um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust. Samningurinn tryggir starfsmönnum ákveðin laun og kaupaukagreiðslur fyrir störf í sláturtíð auk almennra réttinda. Framsýn hefur í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við Fjallalamb um kjör og aðbúnað starfsmanna enda markmið fyrirtækisins að hafa hæft og gott starfsfólk við störf á hverjum tíma.

Þakkað fyrir auglýsinguFramsýn taldi ástæðu til að auglýsa vel helstu réttindi starfsmanna í ferðaþjónustu í heimamiðlum í sumar. Ljóst er að auglýsingin sem bar yfirskriftina, „Ert þú að vinna á veitingastað, hóteli, gistiheimili eða í annarri ferðaþjónustu?“ skilaði góðum árangri. Ungmenni sem starfað hafa við ferðaþjónustu í sumar hafa haft orð á því hvað það sé mikilvægt fyrir þau að fá upplýsingar með þessum aðgengilega hætti. Þá hafa foreldrar einnig séð ástæðu til að koma á framfæri ánægju sinni með auglýsinguna. Þetta hvetur félagið til að gera meira af því að vekja athygli

starfsmanna á ákveðnum reglum sem gilda á vinnumarkaðinum á hverjum tíma.

Page 6: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Þann 9. ágúst 2013 skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins undir samkomulag um kjör, tryggingar og réttindi starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Samtök atvinnulífsins höfðu umboð hvalaskoðunarfyrirtækjanna til að ganga frá samningi við Framsýn en þrjú fyrirtæki stunda hvalaskoðun frá Húsavík. Samningurinn markar tímamót þar sem ekki hefur verið til heildstæður samningur fram að þessu um kaup og kjör fólks sem starfar við þessa ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Með samningnum sýna því Húsvíkingar ákveðið frumkvæði við að hafa þessi þýðingarmiklu mál í lagi. Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Húsavík hafa lengi krafist þess að komið yrði á samningi um kjör þeirra sem nú hefur tekist. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, segist ánægður með samkomulagið. Samkomulagið byggir á kjarasamningi sjómanna og fólks í ferðaþjónustu og hefur sama gildistíma og kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum.Þess má geta að samningaviðræður stóðu yfir í marga mánuði með hléum, nú síðast óskaði Framsýn eftir aðkomu Ríkissáttasemjara að málinu sem vann að því með Samtökum atvinnulífsins og Framsýn að ná samkomulagi í deilunni.

Hér má sjá samkomulagið sem undirritað var um lágmarkskjör fólks við hvalaskoðun á Húsavík. Um er að ræða samkomulag og bókun samningsaðila sem er meðfylgjandi samkomulaginu. Þá hafa starfsmenn Framsýnar til viðbótar tekið saman nokkur atriði til skýringa með samkomulaginu er varðar launakjör og almenn kjör starfsmanna. Skorað er á starfsmenn að kynna sér samkomulagið vel og hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna vilji þeir fræðast frekar um það.

Samkomulagum túlkun Samtaka atvinnulífsins

og Framsýnar stéttarfélagsá kjörum og réttarstöðu félagsmanna Framsýnar

sem starfa á hvalaskoðunarbátum

Um kjör starfsmanna við hvalaskoðun fer almennt eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar stéttarfélags vegna starfsmanna í ferðaþjónustu (samningur SGS og SA um veitinga-, gisti, þjónustu og greiðasölustaða og hliðstæðrar starfssemi). Kjör starfsmanna mega ekki vera lakari en þessi kjarasamningur kveður á um á hverjum tíma. Eftirfarandi frávik frá framangreindum kjarasamningi gilda þó vegna starfsmanna við hvalaskoðun sem lögskráðir eru á hvalaskoðunarbáta:

• Þeir starfsmenn sem falla undir gildissvið sjómannalaga nr. 35/1985 vegna sjómannsstarfa eiga réttindi og bera skyldur samkvæmt þeim lögum, þar með talið samkvæmt 36. gr. laganna um óvinnufærni vegna sjúkdóma eða meiðsla. • Ákvæði siglingalaga nr. 34/1985 gilda um starfsmenn eftir því sem við á, þar með talið ákvæði 1. mgr. 172. gr. um slysatryggingar.

• Vegna sérstöðu starfsmanna á hvalaskoðunarbátum og þar sem ekki liggur fyrir röðun þessara starfa í launatöflu SA/SGS eru aðilar sammála um að á árinu 2013 sé fjárhæð lágmarkstekna fyrir fullt starf, sbr. gr. 1.4. í kjarasamningi SA/SGS, og tímakaup sú sama og samið hefur verið um sem kauptrygging og tímakaup sjómanna í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og LÍÚ. Sjá nánar bókun um framkvæmd. Aðilar munu í komandi kjaraviðræðum í haust taka ákvörðun um röðun þessara starfa m.t.t. eðli starfs og ábyrgðar.

Hvalaskoðunarfyrirtækin munu kappkosta að veita starfsmönnum nauðsynlega fræðslu svo þeir geti sinnt störfum sínum af kostgæfni og öryggi í samræmi við kröfur opinberra yfirvalda. Þann tíma sem starfsmaður sækir nauðsynleg námskeið á vegum atvinnurekanda skal greiða honum kauptryggingu og uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi ef senda þarf starfsmann utanbæjar. Námskeiðsgjald greiðir viðkomandi fyrirtæki.

Strax við upphaf ráðningar skal viðkomandi fyrirtæki ganga frá ráðningarsamningi við starfsmann enda sé um tímabundna ráðningu að ræða s.s. yfir hefðbundið tímabil hvalaskoðunar. Í ráðningarsamningi skal m.a. kveðið á um vinnutilhögun og greiðslur vegna ferða og hvort um vaktavinnu, tímavinnu eða greiðslu pr. ferð sé um að ræða. Aðilar munu í sameiningu meta hvort slysatryggingar samkvæmt siglingarlögum endurspegli nægilega eðli starfa við hvalaskoðun og leggja fram tillögur til úrbóta sé sú ekki raunin.

Reykjavík, 9. ágúst 2013Fh. Samtaka atvinnulífsins Fh. Framsýnar stéttarfélags

Stórkostlegum áfanga náð

6 September 2013

Page 7: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

September 2013 7

Bókun vegna lágmarkstekjutryggingar og tímakaupsSamkomulag aðila kveður á um tímabundna lausn á kjaramálum starfsmanna á hvalaskoðunarbátum. Starfið hefur þá sérstöðu að kjarasamningur aðila, sem almennt gildir um starfsmenn í ferðaþjónustu, gildir ekki fullum fetum um réttindi og skyldur vegna ákvæða sjómannalaga og siglingarlaga. Jafnframt eru gerðar kröfur til hlutaðeigandi starfsmanna sem gilda ekki almennt um starfsmenn í landi. Aðilar telja því að lágmarksröðun starfsmanna í ferðaþjónustu (lfl. 5 og 6) gefi ekki rétta mynd af eðli starfs og ábyrgð.

Aðilar hafa því orðið ásáttir um að byggja sumarið 2013 á tímakaupi og kauptryggingu í kjarasamningi SSÍ og LÍÚ. Aðilar eru sammála um að endurskoða tilvísun í kauptaxta í komandi kjaraviðræðum með það að markmiði að finna viðunandi lausn fyrir báða aðila. Þetta þýðir að lágmarkstímakaup almenns starfsmanns verður kr. 1.313. Við það bætist vaktaálag skv. 3. kafla kjarasamnings SA og SGS v. ferðaþjónustu. Samkomulag er um að tímakaup þetta gildi jafnt fyrir tilfallandi ferðir og ferðir skv. vaktskrá upp að 173,33 stundum í mánuði. Eftir það skal greiða yfirvinnukaup sem er að lágmarki kr. 2.363. Greiðslur vegna vinnu í neysluhléum þegar verið er í ferðum eru innifaldar í ofangreindu tímakaupi. Heimilt er að semja um að desember- og orlofsuppbætur séu jafnframt innifaldar í ofangreindu tímakaupi. Sé þessi kostur valinn skal þess getið í ráðningarsamningi.

Ferðakaup:Heimilt er að semja um sérstakt ferðakaup sem tekur mið af ofangreindu tímakaupi að viðbættu vaktaálagi skv. gr. 3.2 í kjarasamningi SA og SGS v. ferðaþjónustu. Taki ferð hjá almennum starfsmanni 4 klst. með undirbúningi og frágangi er lágmarksgreiðsla fyrir ferð sem hér segir: Ferð á tímabilinu 08 – 17 mán-fös: kr. 5.252Ferð að kvöldi 17 – 24 mán-fös kr. 6.985Ferð um helgar kr. 7.615Ferð umfram 43 ferðir á mán: kr. 9.452 Um helgi- og stórhátíðarálag fer skv. kjarasamningi SA og SGS. Orlof reiknast til viðbótar launum skv. 5. kafla kjarasamningsins. Heimilt er að greiða starfsmanni jafnaðarkaup sem tekur tillit til áætlaðs vinnutíma starfsmanns. Nái jafnaðarkaup einnig til vinnu á helgi- og stórhátíðardögum skal taka tillit til þess. Starfsmaður getur óskað þess að sannreynt sé að jafnaðarkaup á ráðningartímanum hafi ekki verið lakara en samkomulag þetta kveður á

Skýringar með samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar vegna starfsmanna við hvalaskoðun sem Skrifstofa stéttarfélaganna tók saman. • Samkomulagið hefur þegar tekið gildi og gildir fyrir sumarið 2013. • Strax við ráðningu skal ganga frá ráðningarsamningi við starfsmenn. Þar skal m.a. tiltekið hvort starfsmenn séu ráðnir í tímavinnu, vaktavinnu eða á jafnaðarkaup. Þar skal einnig koma fram starfsheiti og stutt lýsing á starfinu. • Allir starfsmenn skulu vera launþegar. Óheimilt er að hafa starfsmenn sem verktaka enda starfi þeir við almenna hvalaskoðun á vegum fyrirtækjanna. • Launakjör starfsmanna skulu að lágmarki miðast við kauptryggingu sjómanna. • Vaktir/ferðir samkvæmt vaktaplani/vaktaáætlun skulu greiddar þó ferð falli niður enda hafa skipverjar vinnuskyldu um borð þó ekki sé siglt. • Greiða skal starfsmönnum stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum. • Fari menn einstakar ferðir s.s. starfsmenn sem ekki eru í föstu ráðningarsambandi við fyrirtækin skal greiða þeim að lágmarki það tímakaup sem fram kemur í kaupskrá SSÍ/LÍÚ. • Starfsaldursálag kemur til viðbótar kauptryggingu starfsmanna eftir 2 ár og 3 ár. Álagið hefur ekki áhrif á tímakaup starfsmanna. Sjá nánar í gildandi kaupskrá. • Starfsmenn sem sigla á stórhátíðardögum s.s. 17. júní skulu í öllum tilfellum fá stórhátíðarálag í samræmi við grein 3.2 í kjarasamningi SA/SGS. • Orlof reiknast til viðbótar umsömdu kaupi skv. 5. kafla kjarasamningsins, SA/SGS. • Velji fyrirtækin að hafa starfsmenn í vaktakerfi skal fara eftir 3. kafla í kjarasamningi SA/SGS. Þar er m.a. kveðið á að vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn. • Starfsmenn skulu eiga rétt á nauðsynlegri fræðslu svo þeir geti sinnt störfum sínum af kostgæfni og öryggi í samræmi við kröfur opinberra yfirvalda. • Leggja skal starfsmönnum til fæði sbr. grein 4.5.1 í kjarasamningi, SA/SGS.

• Leggja skal starfsmönnum til vinnufatnað við störf þeirra í þágu fyrirtækjanna. • Réttindi starfsmanna skulu haldast milli ára sbr. grein 13.4 í kjarasamningi SA/SGS. • Fyrirtækjunum ber að tryggja aðbúnað starfsmanna. • Greiða skal starfsmanni í viðbragðsstöðu sem mæta þarf til vinnu með skömmum fyrirvara sérstaka þóknun vegna þessarar bindingar. • Sé eigi á annan veg samið skal uppsagnarfrestur vera 7 dagar hjá hásetum/leiðsögumönnum og 3 mánuðir hjá yfirmönnum. Eftir 3 mánuði í starfi skulu hásetar/leiðsögumenn hafa mánaðar uppsagnarfrest. Sjá frekari upplýsingar í grein 1.11 í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og LÍÚ. • Um veikindarétt fer eins og segir í 36. grein Sjómannalaganna. • Um lágmarkshvíld fer eins og kveðið er á um í grein 2.4. í kjarasamningi SA/SGS

Launakjör:Eftirfarandi launakerfi gilda við hvalaskoðun og skal gengið frá fyrirkomulagi ráðningar í ráðningarsamningi:

Jafnaðarkaup: (Byggir á vaktakaupi)Heimilt er að semja um fast kaup fyrir hverja ferð upp að 43 ferðum m.v. að ferðin, undirbúningur og frágangur taki þennan tíma. Þegar jafnaðarkaupið er ákveðið skal taka tillit til álags vegna stórhátíðardaga á tímabilinu eða greiða það sérstaklega. Eftir 43 ferðir á mánuði skal greiða 80% álag á umfram ferðir miðað við skráð tímakaup samkvæmt kaupskrá SSÍ og LÍÚ. Greiða skal orlof til viðbótar jafnaðarkaupi.

Tímakaup:Sé þessi kostur valinn skal greiða starfsmönnum að lágmarki með eftirfarandi hætti m.v. 4 tíma ferð. Eftir 43 ferðir á mánuði skal greiða 80% álag á umfram ferðir. Þá skal greiða stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum.

Hásetar/leiðsögumenn Ferð á dagvinnutíma kr. 5.252,- Ferð á yfirvinnutíma kr. 9.452,-

Skipstjórar/stýrimenn/vélstjórarFerð á dagvinnutíma kr. 7.880,-Ferð á yfirvinnutíma kr. 14.184,-

VélaverðirFerð á dagvinnutíma kr. 6.568,-Ferð á yfirvinnutíma kr. 11.824,-

Vaktakaup:Sé þessi kostur valinn skal greiða starfsmönnum að lágmarki með eftirfarandi hætti m.v. 4 tíma ferð. Eftir 43 ferðir á mánuði skal greiða 80% álag á umfram ferðir. Þá skal greiða stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum.

Hásetar/leiðsögumenn: 33% álag 45% álagFerðir á dagv.tíma kr. 5.252,-. Kvöldferðir kr. 6.985,-. Helgarferðir kr. 7.615,-

Skipstjórar/stýrimenn/vélstjórar: 33% álag 45% álagFerðir á dagv.tíma kr. 7.880,-. Kvöldferðir kr.10.480,-. Helgarferðir kr. 11.426,-

Vélaverðir: 33% álag 45% álagFerðir á dagv.tíma kr. 6.568,-. Kvöldferðir kr.8.735,-. Helgarferðir kr. 9.524,-

Page 8: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru með samning við Mandat lögmannsstofu sem er til heimils að Ránargötu 8 í Reykjavík. Á lögmannsstofunni starfa átta lögmenn, þar af sex með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Heimasíða Mandat er: http://www.mandat.is/Samningur Mandat og stéttarfélaganna tryggir félagsmönnum aðgengi að lögfræðingum er varðar þeirra störf á vinnumarkaði. Svo sem ef brotið er á þeirra rétti eða ef viðkomandi hefur orðið fyrir vinnuslysi og sækja þarf slysarétt. Þeir sem þurfa á lögfræðiþjónustu að halda á þessum forsendum eru beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og leita frekari upplýsinga.Þess má geta að stéttarfélögin hafa átt mjög góð samskipti við lögmannsstofuna á undanförnum árum á forsendum samnings um þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Trúnaðarmannanámskeiðí boði

Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði, 24. – 25. október í Mývatnssveit. Á námskeiðinu verða teknir fyrir þættir eins og tryggingar, kjarasamningar og samningatækni. Þá verður farið í vettvangsferð um svæðið. Námskeiðið er ætlað öllum trúnaðarmönnum og er hluti af fræðslu sem stéttarfélögunum ber að fylgja eftir samkvæmt almennum kjarasamningum. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga trúnaðarmenn rétt á að sækja vikunámskeið á hverju ári og halda dagvinnutekjum. Í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skulu trúnaðarmenn halda dagvinnutekjum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Skráning er hafin á námskeiðið og eru trúnaðarmenn beðnir um að skrá sig á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Molar frá Þórshöfn• • •

Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði á Þórshöfn í október. Félagið hefur staðið sig vel í því að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn. Upplýsingar um námskeiðið er hægt að fá á skrifstofu félagsins í Íþróttahúsinu á Þórshöfn. Reiknað er með að um tíu trúnaðarmenn taki þátt í námskeiðinu. Kennarar verða Guðmundur Hilmarsson og Sigurlaug Gröndal.

• • •Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkti nýlega Slökkvilið Langanesbyggðar, en þeir voru að safna styrkjum til kaupa á bílaklippum sem komnar eru í hús. Upphæðin samtals kr. 400.000 kom úr sjúkra- og félagssjóði félagsins.

• • •Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Þórshafnar fékk heimild aðalfundar í vor til að taka upp sömu breytingar og gerðar voru á reglugerð sjúkrasjóðs Framsýnar á síðasta aðalfundi félagsins. Um er að ræða töluverðar breytingar til hækkunar á endurgreiðslum til félagsmanna úr sjúkrasjóði.

• • •Nýting á orlofshúsum V.Þ. í Kjarnaskógi er mjög góð um þessar mundir, bústaður nr. 10. var málaður að utan í vor og keypt var þvottavél í bústað nr. 3. Til gamans má geta þess að bústaðirnir hafa hlotið nöfn gamalla eyðibýla á Langanesi, Ássel og Staðarsel.

• • •Mikil og góð atvinna hefur verið á félagssvæði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Um þessar mundir er unnið á vöktum allan sólarhringinn hjá Ísfélaginu og eru um 180 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu.

Í fínu formií Ljósavatnsskarðinu

Ýmis félagasamtök á skólasvæði Stórutjarnaskóla tóku nýverið höndum saman og komu upp aðstöðu til líkamsræktar í skólanum. Var henni komið fyrir í rými sem áður hýsti bókasafn skólans. Þar með gefst almenningi kostur á að nýta sér aðstöðu þessa sér til heilsueflingar. Stéttarfélagið Framsýn tók að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni og lagði fram framlag svo hægt væri að endurnýja tæki og tól í líkamsræktarstöðinni í Stórtjarnarskóla.

8 September 2013

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Framsýn stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði í október. Námskeiðið er opið öllum trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum.

Að venju hefur mikið verið að gera á Þórshöfn, sérstaklega hjá Ísfélaginu. Hér má sjá Heimaey VE í höfninni á Þórshöfn eftir velheppnaðan túr.

Aðstaðan í líkamsræktarsalnum í Stórutjarnarskóla er orðin góð eftir að tæki og tól voru endurnýjuð. Framsýn afhenti Umf. Bjarma fjárframlag ásamt öðrum svo hægt væri að endurnýja áhöldin. Á myndinni eru Unnur Jónasdóttir og Arnar Freyr Ólafsson í nýju aðstöðunni.Mynd: Jónas Reynir Helgason.

Hótelgisting á góðum kjörumFélagsmenn athugið, hagstæð kjör eru í boði fyrir ykkur á Fosshótel Barón og Fosshótel Lind í Reykjavík. Tveggja manna herbergi með morgunverði er á kr. 7.000,-. Frekari upplýsingar á Skrifstofu stéttarfélaganna.

STARFSMANNAFÉLAGHÚSAVÍKURÞ I N G I Ð NÞ I N G I Ð N

LA

GI Ð N A Ð A R M

AN

NA

ÍÞ

I NG E Y J A R S Ý S

LU

M

Page 9: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Viltu eiga notalega stund?

Framsýn á sumarbústað í Dranghólaskógi í Öxarfirði. Bústaðurinn er á fallegum stað í notalegu umhverfi. Félagsmenn Framsýnar geta fengið hann leigðan á góðu verði í viku, yfir helgi eða einstaka daga í haust og vetur. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Illugastaðir í boði

Orlofshús Framsýnar á Illugastöðum verður í boði fyrir félagsmenn í vetur. Um er að ræða góðan bústað á góðum stað í Fnjóskadal. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Leiga um jól og áramót í Þorrasölum

Félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar sem hafa áhuga á að dvelja í orlofsíbúðum félaganna í Kópavogi og Reykjavík um jól og áramót eru vinsamlegast beðnir um að skila inn umsóknum fyrir 1. nóvember til Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir félagsmenn sem sækja um fyrir þann tíma koma til með að sitja fyrir um leiguna á þessum tíma.

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

September 2013 9

Kröfugerð Framsýnar lögð fram

Framsýn hefur síðustu mánuði unnið að mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Félagið hefur haldið félagsfund um kjaramál og nokkra vinnustaðafundi þar sem kjaramál hafa verið til umræðu. Þá hefur félagið einnig ályktað um kjaramál þar sem stefnu félagsins hefur verið komið á framfæri út í samfélagið. Gengið var frá endanlegri kröfugerð félagsins um síðustu helgi. Framsýn er aðili að þremur landssamböndum, Starfsgreinasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og Landssambandi ísl, verslunarmanna. Framsýn hefur ákveðið að fela þeim samningsumboð félagsins. Helstu áherslur félagsins eru:

• Framsýn telur ekki ráðlegt að ganga frá kjarasamningum í haust til lengri tíma þar sem fjárlagafrumvarpið er ekki komið fram og ný ríkisstjórn hefur ekki viljað gefa upp hvað hún hyggst gera í efnahagsmálum. Í ljósi þessa telur félagið að fleyta eigi núverandi kjarasamningum áfram um 6 til 8 mánuði. Á móti komi launahækkun til félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands þann 1. desember 2013, þegar núverandi kjarasamningar renna út. Hækkanirnar taki mið af verðbólgu- og launaþróun á árunum 2012-13.

• Í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur leggur Framsýn mikla áherslu á að stéttarfélög verkafólks fari saman til að tryggja félagsmönnum sem bestan árangur. Markmiðið verði að auka kaupmátt launa og tryggja lága verðbólgu.

• Launahækkanir taki mið af getu útflutningsgreinanna og þeirra greina sem skilað hafa methagnaði á undanförnum árum með tilheyrandi arðgreiðslum til hluthafa. Sá grunnur verði notaður varðandi hækkanir til annarra hópa verkafólks. Jafnframt verði horft til þeirra athugana sem gerðar hafa verið á framfærsluþörf heimilanna í landinu þegar lágmarkskjör eru ákveðin.

• Kröfur verkalýðshreyfingarinnar til launabreytinga taki einnig mið að því að eyða með öllu kynbundnum launamun.

• Lífeyrissjóðakerfið verði tekið til endurskoðunar. Markmiðið verði að samræma réttindi opinberra starfsmanna og starfsmanna sem greiða í almennu lífeyrissjóðina.

• Framlög til starfsmenntasjóða; Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar, Sjómenntar og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks verði aukin til að tryggja félagsmönnum og fyrirtækjum sem aðild eiga að sjóðunum aukna styrki til starfsmenntunar.

• Samið verði um ákveðnar samræmdar reglur varðandi vímuefnapróf á vinnustöðum.

• Unnið verði að því að stytta vinnuvikuna til samræmis við kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum.

Framsýn telur ekki ráðlegt að semja til lengri tíma þar sem mikil óvissa er í efnahagslífinu þar sem stjórnvöld hafa ekki lagt fram fjárlagafrumvarpið. Þess í stað vill félagið bíða með samningagerðina fram á vetur gegn því að launahækkun komi til félagsmanna í haust. Margir félagsmenn hafa komið að því að móta kröfugerðina.

Page 10: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

10 September 2013

Mögnuð sumarferðStéttarfélögin stóðu fyrir sumarferð á Langanes laugardaginn 24. ágúst. Um þrjátíu félagsmenn og makar tóku þátt í ferðinni. Farið var frá Húsavík um morguninn og komið við í Gljúfrastofu á leiðinni austur. Þegar komið var til Þórshafnar tók fararstjóri ferðarinnar, Halldóra Gunnarsdóttir, við hópnum og leiddi hann um Þórshöfn. Þaðan var haldið út á Langanesið með rútu þar sem nokkrir fallegir staðir voru skoðaðir s.s. hið sögufræga Sauðaneshús, Skoruvíkurbjarg, Stóri karl, eyðiþorpið Skálar og vitinn á Fonti. Eftir langan og strangan dag var komið til Húsavíkur seint um kvöldið. Ferðin var í alla staði frábær og ástæða er til að þakka bílstjóranum, Mána Snæ Bjarnasyni, fyrir öruggan og góðan akstur.

Hér eru menn að hlusta á fyrirlestur um starfsemi Gljúfrastofu í Ásbyrgi.

Eftir góða göngu um Þórshöfn var öllum boðið upp á súpu og brauð á Veitingastaðnum Bárunni á Þórshöfn.

Halldóra Gunnarsdóttir tók á móti hópnum á Þórshöfn. Hún var fararstjóri ferðarinnar þegar farið var um Þórshöfn og Langanes og stóð sig með miklum ágætum.

Að sjálfsögðu var komið við í handverksbúð á Þórshöfn. Þetta er rosalega flott!!!

Trausti Aðalsteinsson hefur séð ýmislegt um dagana, enda úr Bárðardalnum, en ekki tvöfaldan rokk. Þessi er í Sauðaneshúsinu og vakti athygli hjá gestunum.

Gengið var um Þórshöfn og staðurinn skoðaður.

Það var mikið myndað í ferðinni enda margir áhugaverðir staðir á Langanesinu.

Page 11: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

September 2013 11

Grillað í fallegu haustveðriStarfsmenn stéttarfélaganna ásamt fjölskyldum komu saman í skógarlundi fyrir ofan Húsavík á föstudagskvöldið þar sem komið hefur verið upp aðstöðu fyrir fólk til að grilla sér til gamans og yndisauka. Starfsmenn voru að undirbúa sig fyrir vetrarstarfið en framundan eru krefjandi tímar í starfi stéttarfélaganna, ekki síst þar sem kjarasamningar eru almennt lausir þegar líður á veturinn.

Fer allt að gerast?Á næstu mánuðum mun væntanlega ráðast hvort uppbygging á orkufrekum iðnaði hefst á Bakka við Húsavík með tilheyrandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þá er til skoðunar að byggja bæði upp hótel á Húsavík og í Mývatnssveit enda ferðaþjónustan aldrei verið öflugri en um þessar mundir í Þingeyjarsýslum. Þá standa yfir miklar framkvæmdir við Reykjaheiðarveg en reikna má með því að virkjað verði á Þeistareykjum á næstu árum og því þurfa samgöngur að vera góðar milli Húsavíkur og Þeistareykja.

Það er ekki dónalegt að grilla fyrir ofan Húsavík , ekki síst í fallegu veðri eins og verið hefur hér norðan heiða síðustu vikurnar og reyndar í sumar líka.

Fólk á öllum aldri tók þátt í ferðinni, hér eru þær Sigurbjörg Arna og Jónína Málmfríður við vitann á Fonti.

Að lokum var svo farið í kaffihlaðborð á Ytra-Lóni áður en haldið var heim á leið til Húsavíkur.

Örlygur Hnefill Örlygsson er ánægður með sumarið en hann ásamt fjölskyldu reka myndarlega ferðaþjónustu á Húsavík. Í boði eru 40 herbergi, þar af 19 í nýju hóteli á Húsavík auk þess sem þau eru með fjögur gistiheimili til viðbótar á svæðinu. Örlygur er bjartsýn ungur maður og efast ekki um að ferðaþjónustan eigi eftir að eflast enn frekar á komandi árum.

Glæsilegur hópur tók þátt í ferðinni.

Það er mikið um vélar á tæki á Reykjaheiðinni um þessar mundir enda standa yfir miklar framkvæmdir á heiðinni.

Page 12: Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

58

92

8

Við bjóðum 20% af bíómiðanum og meira popp og gos

Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga.

Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum.

Alltaf að læra

#Alltafaðlæra

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf

Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með stúdentakortinu. Ef námsmenn skrá sig líka í Vildar–klúbb Íslandsbanka opnast enn fleiri möguleikar og þú safnar punktum sem hægt er að breyta í t.d. peninga og vildarpunkta Icelandair.

Student

Student