2
Nr. 1 Skólaárið 2011 - 2012 15. ágúst 2011 Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is UPPHAF KENNSLU Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:10 og munu umsjónarkennarar hitta nemendur sína á heimsvæðum þeirra og kynna fyrir þeim starf vetrarins. Skipulagið fyrstu vikuna verður að einhverju leyti óhefðbundið þar sem nýja skólahúsnæðið er ekki tilbúið. Við munum að venju byrja á vinnu sem miðar að því að kynnast hvert öðru og að við lærum saman á umhverfið hér í Norðlingaholti, náttúru, staðhætti, byggð, afþreyingu o.fl. Unnið verður á margvíslegan hátt, bæði úti og inni og því er mikilvægt að nemendur komi með skjólgóðan fatnað þessa daga í skólann. Þá er ljóst að við verðum á ferð og flugi. Fyrstu skólavikuna fá þeir nemendur sem skráðir eru í morgunhressingu hana í skólanum og þeir sem skráðir eru í fæði fá nestispakka í stað hefðbundins hádegis- verðar. FRÍSTUNDAHEIMILIÐ KLAPPARHOLT Klapparholt verður starfrækt fyrir 1. – 4. bekkinga frá kl. 13:55 - 17:15 alla virka daga og er það á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) í samráði við skólann. Skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík. Upplýsingar er varða starfsemi Klapparholts er hægt að fá í Árseli. Endurskoðun á starfi frístundarheimilisins er í athugun. Foreldrar verða upplýstir um stöðuna um miðjan september nk. ÍÞRÓTTAKENNSLA Fyrstu vikurnar fara íþróttatímar fram utandyra í nágrenni skólans. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþróttaföt. Gert er ráð fyrir að innanhússíþróttir hefjist í íþróttasal skólans í október. Sundkennsla hefst hins vegar fljótlega og verða foreldrar látnir vita í tölvupósti hvaða nemendur byrja í sundinu í hverjum námshópi. Norðlingaskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 16:00 í Björnslundi, útiskólastofu skólans. Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í lundinum og að því loknu verður boðið upp á hollustuhressingu í tilefni dagsins. Foreldrar, yngri og eldri systkini, ömmur og afar og aðrir áhugamenn um skólann okkar eru velkomnir með. SPEKI FRÉTTABRÉFSINS : Að safnast saman er upphafið. Að halda saman er framför. Að vinna saman er sigur. Henry Ford

Fréttabréf nr. 1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Norðlingaskóli

Citation preview

Page 1: Fréttabréf nr. 1

Nr. 1 Skólaárið 2011 - 2012

15. ágúst 2011

Ve

fsíð

a:

htt

p:/

/ww

w.n

ord

lin

gask

oli.is

UPPHAF KENNSLU Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23.

ágúst kl. 08:10 og munu umsjónarkennarar hitta nemendur sína á heimsvæðum þeirra og kynna fyrir þeim starf vetrarins. Skipulagið fyrstu vikuna verður að einhverju leyti óhefðbundið

þar sem nýja skólahúsnæðið er ekki tilbúið. Við munum að venju byrja á vinnu sem miðar að því að kynnast hvert öðru og að við lærum saman á umhverfið hér í Norðlingaholti, náttúru, staðhætti, byggð, afþreyingu o.fl. Unnið verður á margvíslegan

hátt, bæði úti og inni og því er mikilvægt að nemendur komi með skjólgóðan fatnað þessa daga í skólann. Þá er ljóst að við verðum á ferð og flugi. Fyrstu skólavikuna fá þeir nemendur sem

skráðir eru í morgunhressingu hana í skólanum og þeir sem skráðir eru í fæði fá nestispakka í stað hefðbundins hádegis-verðar.

FRÍSTUNDAHEIMILIÐ KLAPPARHOLT Klapparholt verður starfrækt fyrir 1. – 4. bekkinga frá kl.

13:55 - 17:15 alla virka daga og er það á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) í samráði við skólann. Skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík. Upplýsingar er varða

starfsemi Klapparholts er hægt að fá í Árseli. Endurskoðun á starfi frístundarheimilisins er í athugun. Foreldrar verða upplýstir um stöðuna um miðjan september nk.

ÍÞRÓTTAKENNSLA Fyrstu vikurnar fara íþróttatímar fram utandyra í nágrenni

skólans. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþróttaföt. Gert er ráð fyrir að innanhússíþróttir hefjist í íþróttasal skólans í október. Sundkennsla hefst hins vegar fljótlega og verða

foreldrar látnir vita í tölvupósti hvaða nemendur byrja í sundinu í hverjum námshópi.

Norðlingaskóli verður settur mánudaginn

22. ágúst kl. 16:00 í Björnslundi, útiskólastofu skólans. Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í lundinum

og að því loknu verður boðið upp á hollustuhressingu í tilefni dagsins.

Foreldrar, yngri og eldri systkini, ömmur og afar

og aðrir áhugamenn um skólann okkar eru velkomnir með.

SPEKI FRÉTTABRÉFSINS:

Að safnast saman er upphafið.

Að halda saman er framför.

Að vinna saman er sigur.

Henry Ford

Page 2: Fréttabréf nr. 1

Áb

yrg

ðam

en

n f

rétt

ab

réfs

: S

if V

ígþ

órs

ttir

og E

llert

Bo

rgar

Ef einhverjar breytingar hafa orðið á högum nemenda skólans í sumar

s.s. aðsetursbreytingar, ný eða breytt símanúmer, ný eða breytt netföng

eða þvíumlíkt eru forráðamenn vinsamlegast beðnir um að

tilkynna það til skólans í síma 411-7640 sem allra fyrst.

Skólabyrjun í Norðlingaholti

Úr bréfi skólastjóra til foreldra og nemenda

“Með þessu bréfi vil ég fyrir hönd Norðlingaskóla, sem og

Mennta- og Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, upplýsa ykkur um

fyrirkomulag fyrstu skóladaga komandi skólaárs hér á Holtinu

okkar.

Eins og ykkur sem búið hér í hverfinu er sjálfsagt kunnugt um

hafa framkvæmdir við skólann dregist þannig að ekki verður

allt skólahúsnæðið tilbúið þann 22. ágúst eins og vonast var til

við skólalok í vor.

Þrátt fyrir það er ætlunin að hefja hér skólastarf eins og gert

er ráð fyrir á skóladagatali 2011-2012, þ.e. skólasetning

verður samkvæmt hefð í Björnslundi mánudaginn 22. ágúst kl.

16:00 og allir nemendur mæta í skólann kl. 8.10

þriðjudagsmorguninn 23. ágúst.

Gert er ráð fyrir að skóladagur nemenda verði fyrstu vikuna

frá kl. 8:10 til kl. 13:20 í 1. – 4. bekk og frá kl. 8:10 til kl. 14:00

í 5. – 10. bekk þó ekki fari allt starfið fram í skólanum

sjálfum.

Nemendur og starfsfólk verða því eins og oft áður á ferð og

flugi hér í kringum skólann og í vettvangsferðum m.a. til að

gefa iðnaðarmönnum tíma til að klára vinnu við ákveðin svæði

í húsinu.

Við erum viss um að með samstilltu átaki okkar sem stöndum

að nemendum skólans, starfsfólks og foreldra muni þetta

skipulag ganga vel en það verður kynnt betur fyrir ykkur í

skólaboðunarheimsóknunum sem fara munu fram seinni part

dagana 16. - 18. ágúst nk.

…….

Það eru mikil tímamót í sögu skólans okkar að nú verði öll

starfsemi skólans undir nýju þaki og starfsfólk skólans hlakkar

mikið til að takast á við það spennandi verkefni að þróa áfram

skólastarfið í nýju og glæsilegu húsnæði sem beðið hefur verið

eftir með óþreyju.

Ef eitthvað er óljóst varðandi skipulag skólastarfsins við

upphaf skólaársins vil ég biðja ykkur um að hafa samband við

skólann í síma 411-7640.”

Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll kát og hress!

Starfsfólk Norðlingaskóla